Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Ráðherrar fengu skýrslu barnaþings afhenta

Af fundinum. Ljósmynd: Umboðsmaður barna

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna ásamt Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, afhenti ráðherrum skýrslu barnaþings á föstudaginn sl. Í skýrslunni eru dregnar fram helstu niðurstöður þingsins sem haldið var í Hörpu í nóvember 2023. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá umboðsmanni barna.

Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni og börnin ræddu sérstaklega um við ráðherra eru almenningssamgöngur, aukið samráð við börn, andleg heilsa og mikilvægi fræðslu um jaðarhópa í skólum. Þá ræddu börnin og ráðherrarnir einnig um vaxandi ofbeldi meðal barna og hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun.

Barnamálaráðherra ræðir við umbjóðendur sína.
Ljósmynd: Umboðsmaður barna

Í tilkynningunni kemur fram að síðasta barnaþing hafi verið það þriðja í röðinni en alls tóku um 140 börn þátt. Þingið er haldið annað hvert ár með það að markmiði að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg.

Verklag um meðferð tillagnanna innan stjórnarráðsins var unnið í framhaldi af barnaþinginu en verklaginu er ætlað að tryggja að stjórnarráðið taki tilllögu barnaþings til meðferðar. Þá á hvert ráðuneyti að skila skýrslu um hvernig unnið hafi verið með þær tillögur sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti milli þinga. Um er að ræða mikilvægan áfanga til þess að tryggja að tillögur barna fái vandaða meðferð hjá stjórnvöldum og séu teknar alvarlega, eins og það er orðað í fréttatilkynningunni.

 

Faðirinn í Krýsuvík var dæmdur fyrir fíkniefnainnflutning

Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa banað dóttur sinni í Krýsuvík hefur komið sögu lögreglu áður meðal annars fyrir fíkniefnainnflutning en Vísir greinir frá þessu,

Maðurinn er á fertugsaldri í dag en þegar hann var á þrítugsaldri var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á eiturlyfjum en í hann sagðist hafa verið burðardýr og að fjölskyldu sinni hafi verið hótað. Þá hafði hann aldrei komist áður í kast við lögin.

Rúmum áratug síðar komst hann svo aftur í kast við lögin þegar hann var tekinn við ræktun á kannabisplötnum en hann hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir það. Hann játaði brot sitt í það skipti.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, hefur sagt að málið sé á frumstigi rannsóknar og ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Samstöðufundur fyrir Yazan boðaður í fyrramálið: „Ofbeldi gegn börnum er aldrei boðlegt“

Yazan Tamimi vill búa á Íslandi - Mynd: Aðsend

Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan ríkisstjórnarfund í fyrramálið.

Aðgerðarsinnar hafa boðað til samstöðufundar fyrir Yazan Tamimi í fyrramálið klukkan 8:15. Safnast á fyrir framan Hverfisgötu 4 þar sem ríkisstjórnin hyggst funda. Eins og alþjóð veit var gerð tilraun til að vísa hinum 11 ára Yazim úr landi í nótt en á síðustu stundu var ákveðið að fresta því, að beiðni félagsmálaráðherra.

Í viðburðalýsingu samstöðufundarins á Facebook segir:

„Hittumst á Hverfisgötu 4 kl. 8:15 á morgun, þriðjudaginn 17. september. Stöndum saman sem eitt og sýnum ríkistjórninni að við höfum ekki gleymt mennskunni og viljum sýna í verki að ofbeldi gegn börnum sé ALDREI boðlegt. Yazan á heima hér.“

Pálmi harðorður um þátttöku Íslands í Eurovison á næsta ári: „Að selja skrattanum sálu sína“

Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður. Mynd: Facebook.

„Að selja skrattanum sálu sína. Þetta kom uppí huga mér þegar ég las um þá ákvörðun RÚV að taka þátt í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva með tilheyrandi útskýringum og afsökunum,“ skrifar Pálmi Gunnarsson, tónlistarmaður og fyrsti keppandi Íslands í Eurovision, á Facebook vegna þeirrar ákvörðunar Ríkisútvarpsins að taka þátt í keppninni í Sviss á næsta ári. Ísraelsmenn, sem fá að keppa í Eurovision, eru af mörgum fordæmdir vegna stríðsins á Gaza þar sem tugþúsundir saklausra borgara hafa verið drepnir. Krafa hefur verið uppi um að Ísland sniðgangi keppnina vegna þess sem kallað hefur verið þjóðarmorð.

Pálmi lýsir furðu sinni á þeirri skýringu stjórnenda RÚV að Eurovision sé „uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt“.

Hann spyr hvort þá sé ekki rétt að fá Benjamin Netanyahu, forseta Ísralels. til að taka sæti í dómnefnd Íslands.

Benjamin Netanyahu

„Er ekki ráð að fá BíBí í dómnefnd. Hann gæti komið með fjölluna með sér,“ skrifar Pálmi.

Annar Eurovisonkeppandi, Friðrik Ómar Hjörleifsson, andmælir Pálma í athugasemd og telur að vissulega sé keppnin uppspretta gleði og ánægju. Hann sér ekkert athugavert við að fara í keppnina.
„Það er akkúrat ekkert rangt við það að Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva sé uppspretta gleði og dýrmætra samverustunda fjölskyldna um allt land er staðreynd. Engu logið,“ skrifar hann.

Rússland bannað

Fjölmargir taka undir með Pálma í athugasemdum og Friðrik Ómar fær einnig nokkurn stuðning við sinn málstað.

Helen María Ólafsdóttir bendir á tvískinnung þeirra sem stjórna keppninni. Það hafi eyðilagt Eurovison.
„Að banna Rússland en ekki Ísrael er viðbjóðslegur tvískinningur. Ef þeir ætla að fá aftur gleðina í þessa keppni þá verður að vísa Ísrael á dyr,“ skrifaði hún í athugasemd.

Helga Vala fordæmir vinnubrögð stjórnvalda: „Lífsógnandi veikindi eru engin fyrirstaða mannvonsku“

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir fordæmir vinnubrögð íslenskra yfirvöld í máli Yazan Tamimi.

Lögmaðurinn og fyrrum þingkonan Helga Vala Helgadóttir er ævareið vegna fréttanna af tilraun íslenskra yfirvalda til að senda hinn 11 ára gamla Yazan Tamimi úr landi í morgun.

„Rétt undir miðnætti var lögregla send í Rjóðrið, griðarstað langveikra barna, að beiðni íslenskra stjórnvalda til að vekja þennan unga dreng, Yasan Tamimi, flytja hann í Leifsstöð til að bíða morgunflugs til Spánar. Þar bíður hans ekkert… ekki neitt.

Yasan er ellefu ára. Yasan er veikur. Hann er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og þarf því að vera í hjólastól allan sinn vökutíma.“ Þannig hefst Facebook-færsla Helgu Völu og segist síðan vera gáttuð á ríkisstjórninni:

„Ég er gáttuð á því ríkisstjórnarfólki sem lætur þetta bara gerast í skjóli nætur. Til hvers að búa til heilt ráðuneyti barnamála ef við stöndum okkur svona herfilega? Til hvers yfirleitt að vera aðilar að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og flóttamannasamningsins já eða með stjórnarskrá og barnalög ef stjórnvöld túlka það sem svo að
þessi meðferð sé í samræmi við þau lagaboð.
Ég fordæmi þessi vinnubrögð.“

Helga Vala uppfærði síðan færslu sína þegar ljóst var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra þrýsti á að dómsmálaráðherrann frestaði brottvísuninni:

„(Uppfært: brottvísun var frestað í morgun og drengurinn kominn á Landspítala. Var þessi næturför í alvöru nauðsynleg? Er þetta liður í aðgerð stjórnvalda að senda skýr skilaboð til umheimsins? Þeim tókst að sýna okkur og umheiminum að lífsógnandi veikindi og ungur aldur eru engin fyrirstaða mannvonsku og brottvísunar. Það er ekki orðspor sem ég vil að fari af íslensku samfélagi.)“

Kristján Freyr vill að yfirvöld taki ábyrgð á eigin gjörðum: „Við verðum að fá að ýta á RESET“

Kristján Freyr vill að stjórnvöld taki ábyrgð - Mynd: Facebook

„Nei, stopp nú! Það er blýþungt átak að peppa sig inn í þennan mánudag,“ skrifar tónlistarmaðurinn Kristján Freyr Halldórsson á samfélagsmiðilinn Facebook í pistli. Kristján gerir vangetu stjórnvalda til að takast á við vandamál í samfélaginu að umræðuefni en hann telur hreinlega að þingmenn og ráðherrar þurfi einfaldlega að segja af sér.

„Í kjölfar allra þessara þungu frétta af ungu fólkinu okkar síðustu daga, les ég af ömurlegri reynslu foreldra barns í skóla í Mosfellsbæ, heyri svo i fréttum af flutningum ellefu ára gamals barns í hjólastól burt frá landi og í morgunútvarpinu heyri ég spjall félagsfræðings við stjórnendur um það hversu slæmt samfélag við erum að byggja upp hér á landi. Svo kemur ný frétt af mögulega barnsmorði. Yfirvöld hafa sofið á vaktinni, ræða mikið um tískuorðið innviði í stað þess að huga að þeim. Samgöngumál, það félagslega, heilbrigðis- og menntakerfi í lamasessi svo fáeitt sé nefnt og það eina sem gengur vel er að tryggja að það fólk sem er betur efnað en annað hagnist enn frekar,“ skrifar Kristján

„Það liggur við,“ heldur Kristján áfram „Að þetta sé orðin svo mikil klisja hjá fólki að beina spjótum að yfirvöldum, bæta svo innviðafrasanum við og tala um þau ofurefnuðu … en það er það bara alls ekki! Þetta er alls engin klisja. Öll vandamál eru vandamál þeirra sem fara með völdin. Nú þurfum við að fara að koma mennskunni að. Ef ég væri partur af þinginu þá gæti ég ekki séð að ég hafi gert gagn, ef ég stæði mig svona illa í vinnunni þá fyndist mér rétt að segja upp. Þar með talin stjórn sem og stjórnarandstaða. Við verðum að fá að ýta á RESET eins og skot og stokka upp! Og lausnin er ekki að einhver X-D flokkur víki og X-S komist að kjötkötlunum. Það þarf eitthvað miklu meira. Annað hugarfar. Þetta er komið gott!!“

Bifreið stolið á Seyðisfirði – Lögreglan aðeins nokkrar mínútur að leysa málið

Seyðisfjörður - Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Kase Fue

Aðeins tók það lögregluna á Austurlandi örfáar mínútur að finna bíl sem hafði verið tekinn í óleyfi um hábjartan dag.

Austurfrétt segir frá því að klukkan 16:10 á miðvikudaginn í síðustu viku, hafi lögreglunni borist tilkynning um þjófnað á bíl sem horfið hafði á Seyðisfirði. Í bænum var óvenjumikið af lögreglumönnum vegna brottfarar Norrænu en það tók lögregluna einungis fáar mínútur að hafa upp á bílnum, sem var óskemmdur. Í kjölfarið var eigandanum afhentur bíllinn aftur.

Bílaþjófurinn, sem tekið hafði bílinn til að komast á milli staða á Seyðisfirði, var yfirheyrður og játaði brot sitt. Sagðist hann hafa nýtt sér að lyklarnir voru í bílnum.

Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns er afar fátítt að lögreglunni berist tilkynningar á borð við þessa. Vill hann þó minna bílaeigendur á að læsa bílum sínum svo atvik sem þessi komi ekki upp.

Tito Jackson er látinn: „Ég er agndofa og niðurbrotinn að heyra þessar hræðilegu fréttir“

Jackie Jackson, Marlon Jackson, Randy Jackson, Tito Jackson og Michael Jackson árið 1977

Jackson 5 goðsögnin Tito Jackson er látinn, 70 að aldri.

Fjöldi manns hefur minnst bróður hins látna poppkóngs Michael Jackson sem er sagður hafa látist eftir að hafa fengið hjartaáfall við akstur. Tónlistaríkonið, sem er meðlimur í  frægðarhöll rokksins, kom síðast fram nú í ágúst. Hann var myndaður með Jackie Jackson og Marlon Jackson frá Jackson 5 og The Jacksons, að koma fram á Fool in Love hátíðinni á Hollywood Park Grounds 31. ágúst síðastliðinn í Inglewood, Kaliforníu.

Tito, Jackie og Marlon Jackson í ágúst síðastliðnum

Entertainment Tonight greinir frá því að Steve Manning, gamall fjölskylduvinur Jacksons og fyrrverandi umboðsmaður Jackson fjölskyldunnar, hafi sagt miðlinum að Tito hafi látist í gær og hafi verið að keyra frá Nýju Mexíkó til Oklahoma, telur Manning.

Fyrrum trommuleikari Jackson 5, Jonathan ‘Sugarfoot’ Moffett, skrifaði á Facebook: „Það er mikil sorg í hjarta mínu, anda og sál í kvöld. Ég og konan mín fórum og gengum út úr kvikmynd sem við vorum að horfa á í kvikmyndahúsi, rétt í þessu þar sem hún fékk smáskilaboð frá mjög nánum vini … að bróðir minn í hjarta og anda, Tito Jackson, sé látinn.“

„Ég er agndofa og niðurbrotinn að heyra þessar hræðilegu fréttir. Ég elska Tito eins og blóðbræður mína. Ég er í sjokki og algjörlega miður mín. Megi Guð og Jesús Kristur taka á móti sál hans og anda með opnum útréttum örmum og bjóða hann velkominn inn í himnahliðið … þetta er einlægasta bænin mín í nótt, þennan dag, þennan mánuð og núna … á þessu ári er ég andlaus.“

Moffett hélt áfram:

„Er að reyna að ná áttum, hugsa um minningar um hann … og ná andlegum skynfærum í gang … einlægustu og dýpstu hugsanir mínar og bænir sendi ég seinni móður minni, Katherine (ást mín til Katherine … er eilíf. Elsku mamma, ég elska þig heitt). Hugur minn er hjá frændum mínum í hjarta og anda, 3T og öll barnabörnin hans, ég elska ykkur öll MJÖG mikið. Þið eruð önnur fjölskyldan mín. ég elska ykkur. Tito Jackson, bróðir minn … að eilífu, enn.“

Á þessu ári ræddi Mirror við Tito þar sem hann sagði að nú 15 árum eftir dauða Michael Jackson, sé söknuðurinn jafn sár og alltaf.

Hann sagði hvernig hann fyndi fyrir nærveru Michael þegar hann gengur út á sviðið og að hann sjái bros Michaels í andlitum barna sinna og hann sagðist halda áfram að berjast fyrir arfleifð Michaels.

 

 

 

 

 

 

 

Guðrún greip í taumana – Hætt við brottflutning Yazan Tamimi

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra gaf skipun um að hætt yrði við brottflutning Yazan Tamimi og foreldra hans í morgun.

Samkvæmt Marínu Þórsdóttur verkefnastjóra hjá heimsferða- og fylgdardeilt Ríkislögreglustjóra, sem ræddi við Vísi, kom skipunin um að hætta við að flytja hinn 11 ára gamla dreng frá Palestínu, Yazan Tamimi úr landi, frá dómsmálaráðherra. Segir hún að beiðni um brottflutning hafi legið fyrir í talsverðan tíma en bendir á dómsmálaráðuneytið varðandi frekari upplýsingar.

Yazan var vakinn í nótt af lögreglu og fluttur úr Rjóðrinu á Barnaspítalanum á Keflavíkuflugvöll en átta klukkutímum síðar var hann aftur fluttur á spítalann.

Íslenskur maður handtekinn vegna manndráps í Krýsuvík – Grunaður um að hafa myrt dóttur sína

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um morð en hann hringdi sjálfur á lögreglu vegna málsins. Hann var handtekinn á Krýsuvíkursvæðinu en fórnarlamb hans fannst þar einnig en RÚV greinir frá þessu.

Í frétt er sagt frá því að miklar lögregluaðgerðir hafi verið á svæðinu en lögreglan verst allra frétta af málinu.

Vísir greinir frá því að fórnarlambið sé stúlka á grunnskólaaldri. Þá hefur verið greint frá því að íslensk feðgin sé að ræða.

Þetta er sjötta manndrápsmálið á Íslandi á árinu.

Yazan litli fluttur aftur á Barnaspítalann: „Algjör viðbjóður“

Frá mótmælunum í nótt. Ljósmynd: Aðsend

Yazan Tamimi hefur verið fluttur aftur á Landspítalann en í nótt var hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þar sem átti að senda hann af landi brott.

Yazan Tamimi vill búa á Íslandi – Mynd: Aðsend

Hinn ellefu ára gamli Yazan Tamimi frá Palestínu, sem lögreglan sótti á Barnaspítala Hringsins í nótt og flutti á Keflavíkurflugvöll ásamt foreldrum hans, í þeim tilgangi að senda úr landi, hefur nú verið fluttur aftur á spítalann. Yazan er með taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne en brottvísun hans en fyrirhugaðri brottvísun hefur verið harðlega mótmælt og á það bent að brottvísunin brjóti í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir í læknisvottorði sem foreldrar Yazan hafa frá íslenskum lækni að jafnvel flugferð geti orðið Yazan að bana.

Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Yazan sagði í samtali við RÚV að verið sé að flytja Yazan í lögreglufylgd aftur í Rjóðrið á Barnaspítalanum en ekki liggi fyrir hvort brottvísun hans verði framhaldið seinna í dag.

Frá mótmælunum í nótt.
Ljósmynd: Aðsend

Júlí Heiðar og Þórdís nefna dóttur sína Kolfinnu

Júlí Heiðar og Þórdís með Kolfinnu - Mynd: Instagram

Leikara- og tónlistarparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hafa nefnt dóttur sína Kolfinnu Önnu Kolku Júlídóttir en þau greina frá þessum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram.

„Dótt­ir okk­ar fékk nafnið sitt á þess­um sól­ríka haust­degi. Kolfinna Anna Kolka Júlí­dótt­ir. Þrjú nöfn eins og Bjart­ur stóri bróðir,“ er skrifað við færsluna.

Kolfinna er fyrsta barn þeirra en parið á börn úr fyrri samböndum.

Parið hefur verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur en þau hafa verið saman síðan 2021. Þórdís hefur vakið mikla athygli með Reykjavíkurdætrum og Júlí Heiðar gaf út plötuna Þrjátíu og þrír fyrr á árinu og er platan ein vinsælasta íslenska platan á árinu.

Soffíu litlu er stöðugt ógnað í Helgafellsskóla: „Skólastjórnendur sem eru gjörsamlega vanhæfir“

Stúlkan hefur gengið í gegnum miklar raunir. Mynd: Facebookðsíða Mörtu Eiríksdóttur.
„Á meðan börnin í landinu eru nýbyrjuð í skólanum eftir sumarfrí er dóttir mín í þessum töluðu orðum skólalaus,“ skrifar Marta Eiríksdóttir, móðir sex ára stúlku, sem hún segist hafa neyðst til að taka úr skólanum vegna ofbeldis bekkjarbróður Soffíu dóttur sinnar.
Marta birtir langa færslu á Facebook þar sem hún lýsir ofbeldi drengsisn í garpð dóttir sinnar. Á einum tímapunkt birtist drengurinn í skólanum með hníf. Skólastjórnendur hafa lítið aðhafst og stúlkan er niðurbrotin og hrædd vegna eineltisins. Foreldrar Soffíu sáu aðeins eina leið út úr hrollvekjunni.
Marta Eiríksdóttir berst fyrir öryggi dóttur sinnar.
Mynd: Facebook.
„Við Benoit tókum þá erfiðu ákvörðun að fjarlægja hana úr skólanum sínum, Helgafellsskóla fyrir 5 dögum síðan úr hræðilegum aðstæðum sem hún er búin að þurfa að þola alltof lengi. Nánar tiltekið síðan í vor,“ skrifar Marta og lýsir þvík að dóttir hennar hafi verið samanlagt verið þrjár vikur frá skóla og mánuð frá frístund síðan ofsóknirnar hófust.
Hún segir að ofbeldið sé svo alvarlegt að barnið sé aðeins „skelin af sjálfri sér“. Barátta foreldranna til að tryggja öryggi stúlkunnar í skólanum hafi engu skilað.
„Við erum búin berjast með kjafti og klóm við stórgallaðan skóla og skólakerfi og umfram allt skólastjórnendur sem eru gjörsamlega vanhæfir í sínu starfi,“ skrifar Marta.
Hún skrifar að forsagan hafi verið sú að dóttir hennar og drengurinn hafi verið vinir í skólanum. Soffíu litlu hafi fundist hann vera mikið einn og án vina og henni fundist gaman að leika við hann. Vináttan hafi síðan þróast með skelfilegum hætti.
„Hún fer síðan að koma heim og segja að hann sé farinn að meiða hana í leik. Verður svoldið harkalegur og það sé sárt. Hún fer að koma heim með marbletti og segist vera orðin hrædd við hann. Einn daginn kemur hún heim með stóra marbletti á bakinu og segir að hann hafi meitt hana, hann sé farin að segja við hana að hann ætli að drepa hana og hún sé virkilega hrædd,“ skrifar Marta.

Áhyggjufullur kennari

Hún segist hafa sent skilaboð til móður drengsins og bað hana um að vinna málið með sér. Móðir drengsins hafi lofað að tala við son sinn. En ástandið lagaðist ekki.
„Þetta bara ágerist dag eftir dag, kennarinn hennar hringir í mig og segir ástandið alvarlegt og að hún hafi miklar áhyggjur af Soffíu. Hún sé uppá arminum hennar allan daginn og dauðhrædd við drenginn. Hann láti hana ekki í friði og noti hvert tækifæri til að hrella hana eða meiða. Aftur sendi ég skilaboð á móður hans og hún lofar að hann verði góður við hana,“ skrifar Marta.
Lítið breyttist til batnaðar og svo dundis skelfingin yfir. Í lok apríl fékk Marta símtal frá skólanum.
„Deildarstjóri yngsta stigs kynnir sig og vill fá að ræða þeirra mál og biður mig að rekja aðeins samkipti þeirra frá okkar sjónarmiði sem ég geri. Hún tilkynnir mér þá ástæðu símhringingarinnar, drengurinn hafi mætt í skólann með hníf. HNÍF! Hann nær ekki að beita hnífnum en útfrá öllu sem á undan er gengið með Soffíu er gengið útfrá því að hann ætlaði sér eitthvað illt. Í algjöru losti spyr ég hvað planið sé núna og fæ þá þau svör að skólinn muni tryggja að hún sé örugg og að hann fái ekki aðgengi að henni“.
Marta spurði þá hvort drengurinn fái virkilega að mæta í skólann. Hún fékk það svatr að skólinn hefði ekki heimild til að fjarlægja drenginn úr skólanum.
„Soffía hættir að sofa, vaknar í sífellu með martraðir. Getur ekki verið ein, ekki einu sinni til að fara á salernið. Treystir sér ekki út að leika af ótta við að rekast á hann. Óörugg, hrædd við allt og kvíðin“.
Foreldrar Soffíu höfðu samband við lögreglu og tilkynntu atvikin til barnaverndar. Stúlkan mætti í skólann í framhaldinu.
„Þegar komið er í skólastofuna er fyrsta barnið sem ég sé hann. Soffía sturlast úr hræðslu og ég bakka með hana út. Kennari hennar eltir og ég spyr hvað í fjandanum sé í gangi og kennarinn lofar að passa hana, hann sé að fara úr stofunni og hún lofi að Soffía sé örugg. Að skilja hana eftir í skólanum og labba út í bíl er eitt það erfiðasta sem ég hef gert,“ skrifar Marta.

Soffía einangruð

Martröð Soffíu hélt svo áfram. Þegar systir Soffíu sótti hana í skólann var barnið dauðhrætt.
„Elsta dóttir okkar átti að sækja hana þann dag og hringir í mig grátandi þegar í skólann er komið. Þá afhenti kennari Soffíu til systur sinnar og segir þeim að fela sig því hann sé í nálægð og biður þær um að nota annan útgang úr skólanum. Soffía segir systur sinni að hann hafi ráðist á hana fyrr um daginn sem kennarinn hennar staðfestir símleiðis. Í sama símtali með kennaranum hennar segir hún mér einnig að henni hafi verið haldið einangraði frá honum í skólanum, látin fara út í port að leika einni sem er útisvæði útfrá skólastofunni og að kennarinn hafi tekið það að sér að vernda hana öllum stundum frá honum. Krakkarnir í bekknum voru einnig farin að passa hana“.
Skólastjórnendur sakaðir um að bregðast ekki við einelti.
Ævareiðir foreldrar Soffíu sendu í framhaldinu póst á skólann og kröfðust svara. Þau voru boðuð á fund sem hún segir hafa  vertið ömurlegan.
„Skólastjórinn var gjörsamlega tilfinningalaus, köld og spurði okkur hvað við vildum að þau gerði? Það hafi ekkert gerst(með hnifinn) og öll börn eigi rétt á að stunda skóla. Þess ber að geta og mikilvægt að það komi fram að þetta er fyrsti og eini fundurinn sem skólastjóri Helgafellsskóla hefur setið fund útaf þessu máli. Skeytingaleysi hennar er algjört,“ skrifar Marta sem í framhaldinu átti fundi með skólastjórnendum sem hún lýsir sem skrípaleik.
„Á endanum sendi ég póst til Mosfellsbæjar og krefst þess að bærinn beiti sér í þessu máli og í raun hóta öllu illu. Ég fæ símhringingu frá deildarstjóra skólaþjónustu og lýsi fyrir henni málinu. Þá fara loksins hjólin að snúast. Við fáum barnasálfræðing með okkur á alla fundi sem er búin að vera dásamlegur og mikil hjálp. Búið er til plan um að þau séu aðskilin í skólanum, hún fái að ganga frjáls og hann fái viðeigandi stuðning. Ég mæti með henni fyrsta skóladaginn aftur. Ekki er hægt að halda þessu plani í frístund, einungis á skólatíma. Þetta plan gengur fram að síðustu vikum skólans en skólinn fer síðan að vilja mjaka honum í nálægð við hana aftur, gegn okkar vilja og vitundar“.

„Döpur og síþreytt“

Einn morguninn þegar Marta fór með Soffíu í skólann og brotnaði stúlkan niður og grét.  Hún vildi ekki sleppa hendinni af móður sinni eftir að hún sá ógnvald sinn í fjarska. Starfsmaður sem var að leysa skólastjórann af á þeim tíma kom að málum og ræddi um  það plan skólastjórenda að einangra Soffíu „eins og dýr í búri“. Marta mótmælti þeim áformum. Þá sgir starfsmaðurinn að umræðan innanhúss sé hversu lengi það sé hægt að halda því áfram að einangra drenginn frá öðrum.
„Síðustu daga fyrir sumarfri þegar við sækjum hana er hann alltíeinu kominn inní sama rými og hún, næsta dag á sama borð. Enginn segir neitt og vonast er til að við tökum ekki eftir þessu býst ég við. Haldinn er stöðufundur og vorinu “lokað”. Ákveðið var að halda fund í skólabyrjun eftir sumarfri“.
Í sumar tók fjölskyldan eftir mikilli breytingu á líðan Soffíu. Hún var ólík sjálfri sér.
„Þessi lífsglaða, káta stelpa okkar er allt í einu orðin döpur, síþreytt. Áhugalaus um gjörsamlega allt. Reið, finnst erfitt að vera til. Vill ekki vera í þessum heimi. Finnst allt asnalegt, finnst hún asnaleg. Hausverkur, illt í heilanum. Þegar við nefnum að skólinn fari að byrja kemur kvíði og allar tilfiningar magnast,“ skrifar Marta og lýsirt því að þegar skólinn hófst hafi fundur verið haldinn til að setja tóninn fyrir haustið. Barnið mætti í skólann þar sem henni líður hræðilega.
„Hún grætur þegar hún á að fara í skólann og springur þegar hún kemur heim. Grætur, er reið, líður illa. Þegar við sækjum hana er hún og drengurinn saman. Sitja á sama borði. Næsta dag eru þau að leika saman. Við biðjum hana að vera ekki að leika við hann. Hún segist vilja það, hann sé orðinn núna góður við hana“.
Soffíu leið illa en vill sem ninnst um það tala en segir að sér sé illt allstaðar.
„Við göngum á hana og loks brotnar hún alveg og segir að hún verði að leika við drenginn því annars muni hann drepa hana eða meiða hana. Ég sendi á barnasálfræðinginn og grátbið hann um að hafa samband strax sem hann gerir. Ég segi honum frá þessu og hann segist ætla að hitta hana sem hann gerir næsta dag. Hann staðfestir hennar líðan og augljóst að hún se í óboðlegum aðstæðum“.
Skólayfirvöld aðhöfðust ekki þrátt fyrir þetta. Marta segir að foreldrunum til skelfingar hafi svo komið á daginn að ofbeldið var byrjað aftur.
„Hún brotnar saman eitt kvöldið í okkar daglega koddahjali og segir að ef hún leiki ekki við hann þá muni hann berja hana aftur.. Ég spyr hvort að hann sé búin að vera að berja hana og hún játar því. Hann biður hana um að leika, hún neitar og hann ber hana.
Við sendum póst á skólann og segjum þeim að hún muni ekki stíga fæti inn í skólann aftur. Þannig er staðan,“ skrifar Marta.
Færsla Mörtu í heild sinni:
Af hnífaburði og ofbeldi ungmenna í samfélaginu.
Ofbeldi þrífst í þögninni.
Á meðan börnin í landinu eru nýbyrjuð í skólanum eftir sumarfrí er dóttir mín í þessum töluðu orðum skólalaus.
Við Benoit tókum þá erfiðu ákvörðun að fjarlægja hana úr skólanum sínum, Helgafellsskóla fyrir 5 dögum síðan úr hræðilegum aðstæðum sem hún er búin að þurfa að þola alltof lengi. Nánar tiltekið síðan í vor. Hún er í 2.bekk. Hún er 6 ára gömul.
Hún er samanlagt síðan í vor búin að vera frá skóla tæpar 3 vikur og frá frístund í rúman mánuð.
Ástæðan er drengur í bekknum hennar sem er búin að beita hana alvarlegu ofbeldi.
Svo alvarlegu að hún er skelin af sjálfri sér. Við erum búin berjast með kjafti og klóm við stórgallaðan skóla og skólakerfi og umfram allt skólastjórnendur sem eru gjörsamlega vanhæfir í sínu starfi.
Forsagan er sú að hún og þessi drengur voru fínir vinir í skólanum. Henni fannst hann mikið einn og án vina og fannst gaman að leika með honum. Hún fer síðan að koma heim og segja að hann sé farinn að meiða hana í leik. Verður svoldið harkalegur og það sé sárt. Hún fer að koma heim með marbletti og segist vera orðin hrædd við hann. Einn daginn kemur hún heim með stóra marbletti á bakinu og segir að hann hafi meitt hana, hann sé farin að segja við hana að hann ætli að drepa hana og hún sé virkilega hrædd.
Ég sendi skilaboð til mömmu drengsins og bið hana um að vinna þetta með mér svo þetta hætti og hún lofar að tala við hann. Þetta bara ágerist dag eftir dag, kennarinn hennar hringir í mig og segir ástandið alvarlegt og að hún hafi miklar áhyggjur af Soffíu. Hún sé uppá arminum hennar allan daginn og dauðhrædd við drenginn. Hann láti hana ekki í friði og noti hvert tækifæri til að hrella hana eða meiða. Aftur sendi ég skilaboð á móður hans og hún lofar að hann verði góður við hana.
Lítið breytist og daginn fyrir 1. Maí fær ég símtal sem ég óska engu foreldri að fá. Deildarstjóri yngsta stigs kynnir sig og vill fá að ræða þeirra mál og biður mig að rekja aðeins samkipti þeirra frá okkar sjónarmiði sem ég geri. Hún tilkynnir mér þá ástæðu símhringingarinnar, drengurinn hafi mætt í skólann með hníf. HNÍF!
Hann nær ekki að beita hnífnum en útfrá öllu sem á undan er gengið með Soffíu er gengið útfrá því að hann ætlaði sér eitthvað illt.
Í algjöru losti spyr ég hvað planið sé núna og fæ þá þau svör að skólinn muni tryggja að hún sé örugg og að hann fái ekki aðgengi að henni. Ég spyr þá hvort hann fái virkilega að mæta í skólann og þetta snúist ekki einungis um öryggi hennar heldur barnanna allra en nei. Skólinn hefur ekki heimild til að fjarlægja hann úr skólanum. Soffía hættir að sofa, vaknar í sífellu með martraðir. Getur ekki verið ein, ekki einusinni til að fara á salernið. Treystir sér ekki út að leika af ótta við að rekast á hann. Óörugg, hrædd við allt og kvíðin.
Við hringjum í lögreglu, tilkynnum til barnaverndar og hún fer í skólann 2.Maí. Þegar komið er í skólastofuna er fyrsta barnið sem ég sé hann. Soffía sturlast úr hræðslu og ég bakka með hana út. Kennari hennar eltir og ég spyr hvað í fjandanum sé í gangi og kennarinn lofar að passa hana, hann sé að fara úr stofunni og hún lofi að Soffía sé örugg. Að skilja hana eftir í skólanum og labba út í bíl er eitt það erfiðasta sem ég hef gert og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað á innsæjið og tekið hana heim þarna.
Elsta dóttir okkar átti að sækja hana þann dag og hringir í mig grátandi þegar í skólann er komið. Þá afhenti kennari Soffíu til systur sinnar og segir þeim að fela sig því hann sé í nálægð og biður þær um að nota annan útgang úr skólanum. Soffía segir systur sinni að hann hafi ráðist á hana fyrr um daginn sem kennarinn hennar staðfestir símleiðis. Í sama símtali með kennaranum hennar segir hún mér einnig að henni hafi verið haldið einangraði frá honum í skólanum, látin fara út í port að leika einni sem er útisvæði útfrá skólastofunni og að kennarinn hafi tekið það að sér að vernda hana öllum stundum frá honum. Krakkarnir í bekknum voru einnig farin að passa hana.
Eðlilega verðum við Benoit sturluð af reiði og sendum póst á skólann og krefjumst svara. Við erum boðuð á fund með deildarstjóra yngsta stigs og skólastjóranum og ömurlegri fund hef ég ekki setið. Skólastjórinn var gjörsamlega tilfinningalaus, köld og spurði okkur hvað við vildum að þau gerði? Það hafi ekkert gerst(með hnifinn) og öll börn eigi rétt á að stunda skóla. Þess ber að geta og mikilvægt að það komi fram að þetta er fyrsti og eini fundurinn sem skólastjóri Helgafellsskóla hefur setið fund útaf þessu máli. Skeytingaleysi hennar er algjört!
Úr því verður að við treystum engan vegin skólanum til að tryggja öryggi hennar og ákveðum að halda henni heima. Upphefjast email samskipti á milli okkar og skólastjórnenda og svo innantómir fundir sem er ekki hægt að lýsa öðruvísi en algjörum skrípaleik. Við upplifum frá hendi skólans að við séum bara með vesen, ætlast er til að við eigum bara að treysta innantómum köldum orðum um einhver plön sem báru hagsmuni hennar engan veginn fyrir brjósti og þetta gengur svoleiðis í tæpar tvær vikur. Drengurinn missir ekki einn dag úr skóla og frístund. Á endanum sendi ég póst til Mosfellsbæjar og krefst þess að bærinn beiti sér í þessu máli og í raun hóta öllu illu. Ég fæ símhringingu frá deildarstjóra skólaþjónustu og lýsi fyrir henni málinu. Þá fara loksins hjólin að snúast.
Við fáum barnasálfræðing með okkur á alla fundi sem er búin að vera dásamlegur og mikil hjálp. Búið er til plan um að þau séu aðskilin í skólanum, hún fái að ganga frjáls og hann fái viðeigandi stuðning. Ég mæti með henni fyrsta skóladaginn aftur. Ekki er hægt að halda þessu plani í frístund, einungis á skólatíma. Þetta plan gengur fram að síðustu vikum skólans en skólinn fer síðan að vilja mjaka honum í nálægð við hana aftur, gegn okkar vilja og vitundar.
Einn morguninn þegar ég fer með hana í skólann og hún brotnar niður og grætur, vill ekki sleppa af mér hendinni því hún sá hann í fjarska labba inn í skólann tekur starfsmaður sem var að leysa skólastjórann af á þeim tíma til hliðar. Upphefjast samræður um frístund og þeirra plan var að einangra hana eins og dýr í búri sem ég að sjálfsögðu mótmæli. Þá nefnir konan að hann sé búin að vera fjarlægður frá öllu, fær ekki að umgangast neinn og það sé að taka fullt af starfsfólki frá skólanum í þá aðgerð. Umræðan innanhúss sé hversu lengi það sé hægt að halda því áfram.. Hægt er að ímynda sér líðan mína eftir þessi ummæli.
Hún fer að fara í frístund eftir að bærinn ber aftur í borðið og krefst þess að það verði gert plan um að hún geti sótt frístundina örugg. Síðustu daga fyrir sumarfri þegar við sækjum hana er hann alltíeinu kominn inní sama rými og hún, næsta dag á sama borð. Enginn segir neitt og vonast er til að við tökum ekki eftir þessu býst ég við. Haldinn er stöðufundur og vorinu “lokað”. Ákveðið var að halda fund í skólabyrjun eftir sumarfri.
Sumarið líður og við fjölskyldan tökum eftir og finnum fyrir mikilli breytingu á líðan Soffíu. Hún er ólík sjálfri sér. Þessi lífsglaða, káta stelpa okkar er allt í einu orðin döpur, síþreytt. Áhugalaus um gjörsamlega allt. Reið, finnst erfitt að vera til. Vill ekki vera í þessum heimi. Finnst allt asnalegt, finnst hún asnaleg. Hausverkur, illt í heilanum. Þegar við nefnum að skólinn fari að byrja kemur kvíði og allar tilfiningar magnast.
Skólinn hefst, fundur er haldinn til að setja tóninn fyrir haustið. Ég spyr og bið um plan. Er hann að fara að koma aftur inn í bekkinn? Munu fyrri plön haldast með þau? Ekki var hægt að svara því, bíðum og sjáum til hvernig skólinn byrjar. Ég nefni líðan Soffíu. Deildarstjóri frístundar segist taka eftir því sama. Hún sé ólík sjálfri sér. Ákveðið er að sækja um aðstoð fyrir hana í gegnum skólann. Dagarnir líða, ekkert heyrist. Hún grætur þegar hún á að fara í skólann og springur þegar hún kemur heim. Grætur, er reið, líður illa.
Þegar við sækjum hana er hún og drengurinn saman. Sitja á sama borði. Næsta dag eru þau að leika saman. Við biðjum hana að vera ekki að leika við hann. Hún segist vilja það, hann sé orðin núna góður við hana. Ég sendi póst og bið um að vita planið. Hún heldur áfram að gráta fyrir og eftir skóla. Við Benoit setjumst niður með henni eftir skóla einn daginn og spyrjum hana hvernig henni líði. Hún verður reið, vill ekki tala um þetta, segist bara líða illa, veit ekki af hverju. Henni er illt allstaðar. Við göngum á hana og loks brotnar hún alveg og segir að hún verði að leika við drenginn því annars muni hann drepa hana eða meiða hana.
Ég sendi á barnasálfræðinginn og grátbið hann um að hafa samband strax sem hann gerir. Ég segi honum frá þessu og hann segist ætla að hitta hana sem hann gerir næsta dag. Hann staðfestir hennar líðan og augljóst að hún se í óboðlegum aðstæðum. Ég sendi email til skólans enn og aftur, krefst svara. Fæ ekkert svar, lofað þessu, lofað hinu. Hitti deildarstjóra einn morguninn sem segir að það þurfi að kenna henna að setja honum mörk. Einmitt. Dagarnir líða og líða, og líða.
Svo kom að því, einmitt það sem við vildum ekki að myndi gerast aftur. Hún brotnar saman eitt kvöldið í okkar daglega koddahjali og segir að ef hún leiki ekki við hann þá muni hann berja hana aftur.. Ég spyr hvort að hann sé búin að vera að berja hana og hún játar því. Hann biður hana um að leika, hún neitar og hann ber hana.
Við sendum póst á skólann og segjum þeim að hún muni ekki stíga fæti inn í skólann aftur. Þannig er staðan.
——————————————
Það eru ekki til lýsingarorð sem geta komið til skila hversu gjörsamlega búin og sigruð við erum. Umfram allt elsku, fallega, yndislega dóttir mín og einnig við fjölskyldan. Þetta er búið að heltaka líf okkar. Að horfa uppá ofbeldið að hálfu drengsins en einnig skólans er búið að vera hörmulegt. Þetta er búið að breyta dóttur minni. Breyta hennar karakter og hafa varanleg áhrif á hana og guð minn góður hvað ég vona að það verði ekki til frambúðar. Það er búið að mölbrjóta á hennar mannréttindum, rétt til að ganga frjáls og óáreitt í skóla og vanvirðingin og sinnuleysi skólans er gjörsamlega galið.
Hjartað mitt og sálin mín kraumar af sorg og reiði yfir gjörsamlega mölbrotnu kerfi sem hefur ekki getu, burði né vilja til að grípa einstaklinga sem verða fyrir ofbeldi eða alvarlegu einelti. Bæði geranda og þolendur. Mér líður eins og ég eigi ekki til fleiri tár til að fella. Að horfa uppá að brotið sé á barninu mínu, talað sé niður til okkar, aðgerðaleysið og finnst við ekki geta gert né ekki haft neinn stað til að leita til er búið að vera skelfilegt. Við erum búin að vera alltof þolinmóð, samvinnuþýð og nú er nóg komið.
Ég er búin að margspyrja skólastjórnendur. Eftir hverju eruð þið að bíða? Hvað er nógu alvarlegt ofbeldi af nemanda til samnemanda að þeirra mati? Er verið að bíða eftir því að hann nái að berja hana verr, rústa sálinni hennar aðeins meira. Væri tekið alvarlegra á þessu ef þau væru eldri? Væri hljóðið öðruvísi ef hann hefði beitt hnífnum á hana? Er verið að bíða eftir að hann drepi hana???? Ég hef engin svör fengið frekar en fyrri daginn.
Ég hef margbeðið skólann um að láta foreldra bekkjarins vita af þessu. Nei, það má ekki tala um þetta. Það má ekki tala um einstaka mál innan skólans. Það er brot á persónuvernd. Við Benoit tókum það að okkur og létum foreldrana vita. Börnin þeirra eru búin að horfa uppá ofbeldi og líflátshótanir. Taka það að sér að vernda og passa uppá bekkjarsystur sína og eins og gefur að skilja er hljóðið í foreldrum langt frá því að vera gott. Hvað býst skólinn eiginlega við? Að það sé boðlegt að þagga niður ofbeldismál innan bekkjarins og búast við að foreldrar með einhverju viti kingji því?
Þess ber að geta að það hafa ótal börn flúið þennan skóla vegna aðgerðarleysis gagnvart alvarlegu einelti.
Að mínu mati er skólastjóri skólans og skólastjórnendur gjörsamlega vanhæfir og ættu að sýna sóma sinn í að stíga frá borði strax.
Og hér er ég, að tjá mig. Móðir sem er búin að öskra og grátbiðja um hjálp og aðgerðir til að bjarga dóttur minni. Ég mun hafa eins hátt um þetta eins og þarf til að það sé hlustað. Halda áfram að berjast fyrir hana eins og ég myndi gera fyrir allar dætur mínar þrjár. Ofbeldi þrífst og stækkar í þögninni og myrkrinu og ég er ekki að fara að búa í samfélagi sem styður það. Fólki sem finnst ég vera óþægileg og að segja of mikið, þetta sé einkamál. Það fólk má eiga sig. Það er einnig kjarni málsins. Umræða og skelfilegu atburðir undanfarna vikna eru skýrt dæmi um hversu mölbrotið samfélag við erum þegar það kemur að börnunum okkar og að tekið sé alvarlega á ofbeldismálum og einstaklingum sem eru búnir að öskra á hjálp síðan þeir voru börn. Börn eins og dóttir mín og þessi elsku drengur.
HVAÐ ER AÐ?? HVAÐ ÞARF TIL?? Ung stúlka er látin!! Hversu mörg börn þurfa að færa fórnir með lífi sínu til að við, fullorðna fólkið sem eigum að vernda þau, leiðbeina þeim, umvefja þau með ást, kærleika, virðingu VÖKNUM! Foreldrar, skóli, samfélag, ráðamenn. Hættum að stinga höfðinu í sandinn, hættum að gerendavæða samfélagið. Skjótum í kaf þá sem tala með ofbeldi og einstaklingum sem beita ofbeldi og upphefjum þá sem vilja uppræta það með öllum leiðum. Það gerist ekkert nema við stöndum saman. Setjum okkur í spor þeirra sem þjást en ekki þeirra sem er slaufað með gjörðum sínum. Kennum börnunum okkar að þó að þú sért samfélagsmiðlastjarna, tónlistamaður eða frægur einstaklingur gefur það þér ekki frípassa til að ganga um og styðja ofbeldi.
Okkar heitasta ósk er einnig að þessi elsku drengur fái hjálpina, stuðninginn og ástina sem hann á skilið. Það er augljóslega þörf á því. Ekkert barn sem líður vel gengur um með hníf á sér, engu barni sem líður vel beitir ofbeldi. Þessi orð nísta í sálina og eru svo sönn og eiga við um öll börn í vanda! Ég ætla að biðja ykkur um að halda öllum neikvæðum ummælum um hann fyrir ykkur. Hann ber ekki ábyrgð á gjörðum sínum heldur fullorðna fólkið sem á að vernda hann.
Hugsanir “um hvað” ef ásækja mig á hverri mínútu sólarhringsins, í svefni og vöku. Þessar hugsanir eru lamandi en ég ætla ekki að leyfa þeim að sigra. Ég er EKKI að fara að bíða eftir að eitthvað enn eitt hræðilegt gerist fyrir dóttir mína. Það dýrmætasta sem ég á! Ég vill ekki kenna dætrum mínum að þetta sé boðlegt, að heimurinn virki svona. Að þú eigir að kyngja óréttlæti og ofbeldi og samfélagið krefjist þess að þú hafir ekki hátt. Svo ég hef hátt og mun hafa hátt. Ég neita að taka þátt í þessu! Hingað og ekki lengra!
Ofbeldi þrífst í þögninni!

Blóðmjólk Jóns Guðna

Bæði Arion-banki og Íslandsbanki hafa stigið það skref að hækka vexti á verðtryggðum íbúðalánum og níðast þannig enn frekar á fólki sem glepjast til þess að skuldsetja sig þegar vextir voru lágir. Báðir bankarnir hafa glímt við ofsagróða um nokkra hríð. Líklegt er talið að um samráð sé að ræða og saman komist telji bankarnir sig komast upp með athæfið.

Fæstum kemur á óvart að Arion-banki þar sem Benedikt Gíslason bankastjóri ræður för, fari þessa leið. Aftur á móti var talið að stjórnendum Íslandsbanka væri meira annt um heiður sin en bankinn hefur glímt við hvert ímyndaráfallið á fætur öðru sem reist hæst þegar Birna Einarsdóttir bankastjóri var rekin. Arftaki hennar, Jón Guðni Ómarsson, hefur nú tekið sér það hlutverk að blóðmjólka viðskiptavini bankans og reyna þannig að efla enn frekar gróðastarfsemina.

Mikil reiði og fyrirlitning er í samfélaginu vegna þirrar græðgi sem birtist í hækkununum. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur krafist skýringa á þessari níðingslegu framkomu. Aftur á móti hefur Sigurður Ingi Gunnarsson, fjármálaráðherra og formaður Lilju, sýnt aðgerðum bankanna skilning. Hækkanir eiga að taka gildi á þriðjudag …

Lögreglan sótti Yazan á Barnaspítalann í nótt – Mótmæli boðuð á Keflavíkurflugvelli

Yazan Tamimi

Lögreglan sótti Yazan Tamimi af Barnaspítalanum rétt í þessu og ætlar sér að brottvísa honum í fyrramálð til Spánar. Mótmæli hafa verið boðuð.

Samtökin No Borders Iceland boða mótmæli á Keflavíkurflugvelli í nótt vegna fregna af því að lögreglan hafi komið inn á Barnaspítalann í nótt og sótt þar Yazan Tamimi, 11 ára dreng á flótta frá Palestínu. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur skipað lögreglunni að vísa honum úr landi ásamt foreldrum hans, til Spánar í fyrramálið.

Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, sem er einn ágengasti og alvarlegasti sjúkdómurinn af þessu tagi en lögmaður fjölskyldunnar hefur lagt fram læknisvottorð sem sýnir fram á að það eitt að vera fluttur upp í flugvél geti orðið Yazan litla að bana. „Það er líka ljóst að verði rof á þessari þjónustu getur það verið lífshættulegt og stytt hans ævi. Benda má á að 30% drengja með Duchenne vöðvarýrnun deyja í kjölfarið á falli eða hnjaski.” segir í læknisvottorði Yazan. Þá hafa fagfélög á borð við ÖBÍ, Þroskahjálp, Einstök börn og Duchenne samtökin hafa fordæmt brotvísunina.

Samtökin No Borders Iceland boða nú mótmæli á Keflavíkurflugvelli í nótt og fram á morgun. Í viðburðalýsingunni á Facebook er fólk hvatt til að grípa til aðgerða „gegn ódæðisverki lögreglu og stjórnvalda“.

Skotið við golfvöll Trump – Forsetinn fyrrverandi sagður óhultur

Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna

Fyrr í dag var skotið við golfvöll Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og var Trump staddur á svæðinu að spila golf.

Talsmenn Trump segja að hann sé óhultur en þeir hafa ekki gefið fleiri upplýsingar en það. Samkvæmt fyrstu fréttum var sagt að um hafi verið að ræða átök milli tveggja manna og þau hafi ekki tengst Trump að neinu leyti en það hefur ekki verið staðfest.

Leyniþjónustumaður er sagður hafa séð mann með byssu og skotið ítrekað í hans átt. Einn hefur verið handtekinn í kjölfar þessa máls en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið inn á golfvellinum eða ekki. Hafi maðurinn ætlað að skjóta Trump er þetta í annað skipti á tveimur mánuðum sem slíkt hefur verið gert en þann 13. júlí var forsetinn fyrrverandi skotinn þegar hann hélt ræðu fyrir fylgismenn sína.

Svissnesk fegurðardrottning myrt og aflimuð af eiginmanni sínum: „Hún var svo hjartahlý kona“

Kristina Joksimovic var myrt af eiginmanni sínum - Myndin er samsett

Hinn 38 ára Kristina Joksimovic fannst látin á heimili sínu á febrúar.

Joksimovic, sem hafði tekið þátt í Ungfrú Sviss árið 2007, fannst í febrúar látin á heimili sínu í Binningen í Sviss en hún hafði verið kyrkt til dauða og svo aflimuð. Þá höfðu líkamsleifar hennar verið settar í gegnum blandara.

Eiginmaður Joksimovic var handtekinn daginn eftir að upp komst um dauða Joksimovic grunaður um að hafa myrt hana en hann hefur nú játað morðið. Samkvæmt svissneskum fjölmiðlum hefur rannsóknin sýnt fram á að eiginmaðurinn sé haldinn geðrænum vanda. Þau áttu saman tvö börn en eiginmaðurinn hefur sagt að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en rannsakendur fundu ekkert sem studdi þá kenningu.

Samkvæmt svissneskum yfirvöldum notaði hann sög, hníf og garðklippur til að aflima lík Joksimovic og að hann eigi sér sögu ofbeldis í garð Joksimovic.

„Þetta er hræðilegt, ég er í uppnámi,“ sagði Christa Rigozzi, vinkona Joksimovic og fyrrverandi ungfrú Sviss. „Hún var svo falleg og hjartahlý kona.“

 

Landhelgisgæslan send eftir manni sem féll niður hæð

TF-GRO - Mynd: Landhelgisgæslan

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar hefur verið ræst út til að sækja mann í Skaftafell.

Þor­steinn Matth­ías Krist­ins­son, varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi, staðfesti það í samtali við mbl.is en samkvæmt honum féll maðurinn niður hæð en gat ekki sagt meira að svo stöddu.

Uppfært- 15:55 – „Það er verið að meta hann en það lítur allt vel út,“ segir Þor­steinn í samtali við Vísi

Fréttin verður uppfærð

Fé gerir íbúum Flateyrar lífið leitt: „Alveg til háborinnar skammar“

Flateyri - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Fé á Flateyri hefur gert íbúum lífið leitt undanfarnar vikur en ágangsfé hefur skemmt blóm og kirkjugarða.

Telja íbúar Flateryar nóg komið og vilja að settar verði upp girðingar og grindarhlið svo hægt sé að halda rollunum fyrir utan bæinn en samkvæmt íbúum þar þarf að reka kindurnar nær daglega út fyrir bæjarmörkin en það skili þó litlu því þær mæti alltaf daginn eftir.

„Það sem að mér er sárast við það er það þegar þær hafa farið inn í kirkjugarðinn,“ sagði Guðmundur Ragnar Björgvinsson, íbúi í bænum, við RÚV um féð. Hann segir vandamálið vera ónýtar girðingar og framkvæmdir í fjallinu. Vegna þeirra hafa vinnutæki og vélar þurfti að komast um.

„Þetta er náttúrulega alveg til háborinnar skammar að við þurfum að sitja uppi með þetta.“

Yfirlýsing vegna dómsmáls gegn fyrrum dómsmálaráðherra

Hæstiréttur Íslands

YFIRLÝSING VEGNA SYNJUNAR HÆSTARÉTTAR Á SÝKNUDÓMI YFIR SÓLVEIGU G.PÉTURSDÓTTUR, FYRRUM DÓMSMÁLARÁÐHERRA (Úrskurður nr.2024/90).

Vegna fréttaflutnings sl.daga á fyrrgreindum úrskurði HRD:

1. Þann 8.janúar 2008 var fjárfestingarfélagið Gnúpur yfirtekið af Glitni banka. Fjölskyldufélag eiginkonu minnar, Áslaugar Björnsdóttur, Björn Hallgrímsson ehf, átti þar um 47% hlut. Var hún jafnframt 25% hluthafi í félaginu ásamt systkinum sínum, Kristni, Emilíu og Sjöfn. Fulltrúi þeirra í stjórn Gnúps var bróðir þeirra, Kristinn Björnsson, sem jafnframt var stjórnarformaður Gnúps.

2. Að morgni 9.janúar 2008 sendi Kristinn eftirfarandi tölvupóst á systur sínar: “Hér með fylgir umboð vegna þeirra aðgerða sem Gnúpur er að ganga í gegnum og skrifaði ég undir fyrir okkar hönd, skv.umboði , kl.4 í nótt”. Efnisatriði samningsins voru því ekki bornar undir eiginkonu mína. Jafnframt komu fram fyrirmæli til hennar að mæta sem fyrst sama dag á Mörkina lögmannstofu til að skrifa undir fyrrgreint umboð Kristni til handa sem eiginkona mín gerði ásamt systrum sínum. Umræddur samningur sem Kristinn hafði þá skrifað undir var ekki til staðar hjá Mörkinni lögmannstofu er eiginkona mín skrifað undir umboð sitt.

3. Í sérstöku aukaskjali sem var ekki hluti af fyrrgreindum samningi við Glitni þann 8.janúar 2008, stendur orðrétt:
“Samkvæmt samkomulaginu takast Kristinn Björnsson, Magnús Kristinsson, Birkir Kristinsson og Þórður Már Jóhannesson pesónulega á hendur ábyrgð gagnvart Gnúpi fjárfestingarfélagi hf. og Glitni á greiðslu á öllum skuldbindingum Gnúps hverju nafni sem nefnast, sem stafa af reglulegum rekstri félagsins (s.s. uppgjör starfslokasamninga, uppgjöri á skuldbindingum samkvæmt ákvæðum húsaleigusamninga og annað þess háttar)”.

Í undirskriftarlínu samningsins stendur “Kristinn Björnsson, persónulega” og ritar hann undir.

4. Fyrir dóminn var lögð fram yfirlýsing fyrrum yfirlögfræðings Glitnis banka sem jafnframt staðfesti orð sín fyrir dómi þar sem segir m.a:
“Það staðfestist hér með að áðurnefnt samkomulag og áðurnefnd sérstök yfirlýsing um persónulega ábyrgð frá 8.janúar 2008, fólu í sér persónulega ábyrgð þeirra einstaklinga sem undirrituðu yfirlýsinguna en ekki ábyrgð annarra óbeinna eigenda hlutafjár í fjárfestingarfélaginu Gnúp enda kom slík ábyrgð annarra aldrei til tals í samningferlinu”

5. Í fundargerð áhættunefndar Glitnis banka frá 29.janúar 2008 er bókað að stjórnendur Gnúps (Kristinn Björnsson, Magnús Kristinsson og Þórður Már Jóhannesson) hafi óskað eftir láni til að greiða niður þessar persónulegu skuldbindingar sínar.
6. 2 dögum síðar, þann 31.janúar 2008 er bókað í fundargerð áhættunefndar Glitnis orðrétt:
“Við höfum þegar sent póst á Kristinn Björnsson um að greiða inn a.m.k. 15 milljón krónur. Það sem á að greiða í dag eru laun að fjárhæð rúmar 11.2 milljón. Það er ljóst að skv.samkomulaginu getur Gnúpur sótt á Kristinn Björnsson”. Jafnframt kemur fram að Kristinn gæti fengið lán gegn tryggingum til að greiða sinn hluta.

7. Kristinn Björnsson var á þessum tíma að ganga frá persónulegu skuldauppgjöri sínu við Glitni vegna framvirkra samninga og gat ekki framvísað tryggingum sökum veðkalls Glitnis banka. Honum var því synjað um lán til að greiða þessa persónulegu skuld sína.

8. Sama dag, 31.janúar 2008 sendir Kristinn póst á eiginkonu mína og systur henna rog segir m.a: “Var að fá þetta frá Glitni….til þess að geta klárað dæmið á sínum tíma var skilyrði af hálfu bankanna og hluthafar greiddu áfallinn kostnað fyrir 8.janúar 2008…..við verðum að skipta þeirri tölu á milli okkar”. Eiginkona mín og systur hennar millifærðu því hver um sig liðlega 13 milljón krónur til greiðslu á þessari kröfu Glitnis banka (samtals um 40 millj.kr).

9. Seinna kom í ljós að hluti þessara greiðslna voru 10 milljóna bónusgreiðsla til æðstu stjórnenda Gnúps eftir að félagið var komið í þrot. Einnig voru þarna umtalsverð launatengd gjöld vegna svokallaðrar “stefnumótunarnefndar” Gnúps sem í sátu tilteknir stjórnarmenn Gnúps þ.m.t. Kristinn Björnsson. Launagreiðslur fyrir hvern nefndarmann voru 3.4 milljónir fyrir hvern fund á verðlagi 2006-2008 og voru þessar greiðslur fyrir utan greiðslur sem sömu einstaklingar fengu fyrir stjórnarsetu sína í félaginu.

10. Í niðurstöðu dómstóla segir m.a. að eiginkona mín hafi ekki gert neinn fyrirvara er hún veitti bróður sínum fyrrgreint umboð og hefði haft allar upplýsingar og forsendur á þeim skuldbindingum sem fyrrgreint samkomulag sem Kristinn undirritaði þann 8. Janúar 2008 hafði í för með sér.

Það er rétt að eiginkona mín gerði ekki fyrirvara á umboð sitt til bróður síns, enda naut hann fyllsta trausts hennar.

Það er rangt að eiginkona mína hafi haft allar upplýsingar/forsendur undir höndum enda ritaði bróðir hennar undir umræddan samning við kröfuhafa Gnúps án þess að bera efnisatriði samningsins undir systur sínar og fékk umboð systra sinna daginn eftir að hann undirritaði umræddan samning.
Einnig voru ýmsum grundvallarskjölum haldið frá henni og blekkingum beitt í þessum fjölskylduharmleik.

Dómur er fallinn.

Málinu er lokið.

Mílanó, 15.september,
f.h. Áslaugar Björnsdóttur

Gunnar Sch.Thorsteinsson

Ráðherrar fengu skýrslu barnaþings afhenta

Af fundinum. Ljósmynd: Umboðsmaður barna

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna ásamt Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, afhenti ráðherrum skýrslu barnaþings á föstudaginn sl. Í skýrslunni eru dregnar fram helstu niðurstöður þingsins sem haldið var í Hörpu í nóvember 2023. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá umboðsmanni barna.

Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni og börnin ræddu sérstaklega um við ráðherra eru almenningssamgöngur, aukið samráð við börn, andleg heilsa og mikilvægi fræðslu um jaðarhópa í skólum. Þá ræddu börnin og ráðherrarnir einnig um vaxandi ofbeldi meðal barna og hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun.

Barnamálaráðherra ræðir við umbjóðendur sína.
Ljósmynd: Umboðsmaður barna

Í tilkynningunni kemur fram að síðasta barnaþing hafi verið það þriðja í röðinni en alls tóku um 140 börn þátt. Þingið er haldið annað hvert ár með það að markmiði að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg.

Verklag um meðferð tillagnanna innan stjórnarráðsins var unnið í framhaldi af barnaþinginu en verklaginu er ætlað að tryggja að stjórnarráðið taki tilllögu barnaþings til meðferðar. Þá á hvert ráðuneyti að skila skýrslu um hvernig unnið hafi verið með þær tillögur sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti milli þinga. Um er að ræða mikilvægan áfanga til þess að tryggja að tillögur barna fái vandaða meðferð hjá stjórnvöldum og séu teknar alvarlega, eins og það er orðað í fréttatilkynningunni.

 

Faðirinn í Krýsuvík var dæmdur fyrir fíkniefnainnflutning

Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa banað dóttur sinni í Krýsuvík hefur komið sögu lögreglu áður meðal annars fyrir fíkniefnainnflutning en Vísir greinir frá þessu,

Maðurinn er á fertugsaldri í dag en þegar hann var á þrítugsaldri var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á eiturlyfjum en í hann sagðist hafa verið burðardýr og að fjölskyldu sinni hafi verið hótað. Þá hafði hann aldrei komist áður í kast við lögin.

Rúmum áratug síðar komst hann svo aftur í kast við lögin þegar hann var tekinn við ræktun á kannabisplötnum en hann hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir það. Hann játaði brot sitt í það skipti.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, hefur sagt að málið sé á frumstigi rannsóknar og ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Samstöðufundur fyrir Yazan boðaður í fyrramálið: „Ofbeldi gegn börnum er aldrei boðlegt“

Yazan Tamimi vill búa á Íslandi - Mynd: Aðsend

Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan ríkisstjórnarfund í fyrramálið.

Aðgerðarsinnar hafa boðað til samstöðufundar fyrir Yazan Tamimi í fyrramálið klukkan 8:15. Safnast á fyrir framan Hverfisgötu 4 þar sem ríkisstjórnin hyggst funda. Eins og alþjóð veit var gerð tilraun til að vísa hinum 11 ára Yazim úr landi í nótt en á síðustu stundu var ákveðið að fresta því, að beiðni félagsmálaráðherra.

Í viðburðalýsingu samstöðufundarins á Facebook segir:

„Hittumst á Hverfisgötu 4 kl. 8:15 á morgun, þriðjudaginn 17. september. Stöndum saman sem eitt og sýnum ríkistjórninni að við höfum ekki gleymt mennskunni og viljum sýna í verki að ofbeldi gegn börnum sé ALDREI boðlegt. Yazan á heima hér.“

Pálmi harðorður um þátttöku Íslands í Eurovison á næsta ári: „Að selja skrattanum sálu sína“

Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður. Mynd: Facebook.

„Að selja skrattanum sálu sína. Þetta kom uppí huga mér þegar ég las um þá ákvörðun RÚV að taka þátt í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva með tilheyrandi útskýringum og afsökunum,“ skrifar Pálmi Gunnarsson, tónlistarmaður og fyrsti keppandi Íslands í Eurovision, á Facebook vegna þeirrar ákvörðunar Ríkisútvarpsins að taka þátt í keppninni í Sviss á næsta ári. Ísraelsmenn, sem fá að keppa í Eurovision, eru af mörgum fordæmdir vegna stríðsins á Gaza þar sem tugþúsundir saklausra borgara hafa verið drepnir. Krafa hefur verið uppi um að Ísland sniðgangi keppnina vegna þess sem kallað hefur verið þjóðarmorð.

Pálmi lýsir furðu sinni á þeirri skýringu stjórnenda RÚV að Eurovision sé „uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt“.

Hann spyr hvort þá sé ekki rétt að fá Benjamin Netanyahu, forseta Ísralels. til að taka sæti í dómnefnd Íslands.

Benjamin Netanyahu

„Er ekki ráð að fá BíBí í dómnefnd. Hann gæti komið með fjölluna með sér,“ skrifar Pálmi.

Annar Eurovisonkeppandi, Friðrik Ómar Hjörleifsson, andmælir Pálma í athugasemd og telur að vissulega sé keppnin uppspretta gleði og ánægju. Hann sér ekkert athugavert við að fara í keppnina.
„Það er akkúrat ekkert rangt við það að Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva sé uppspretta gleði og dýrmætra samverustunda fjölskyldna um allt land er staðreynd. Engu logið,“ skrifar hann.

Rússland bannað

Fjölmargir taka undir með Pálma í athugasemdum og Friðrik Ómar fær einnig nokkurn stuðning við sinn málstað.

Helen María Ólafsdóttir bendir á tvískinnung þeirra sem stjórna keppninni. Það hafi eyðilagt Eurovison.
„Að banna Rússland en ekki Ísrael er viðbjóðslegur tvískinningur. Ef þeir ætla að fá aftur gleðina í þessa keppni þá verður að vísa Ísrael á dyr,“ skrifaði hún í athugasemd.

Helga Vala fordæmir vinnubrögð stjórnvalda: „Lífsógnandi veikindi eru engin fyrirstaða mannvonsku“

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir fordæmir vinnubrögð íslenskra yfirvöld í máli Yazan Tamimi.

Lögmaðurinn og fyrrum þingkonan Helga Vala Helgadóttir er ævareið vegna fréttanna af tilraun íslenskra yfirvalda til að senda hinn 11 ára gamla Yazan Tamimi úr landi í morgun.

„Rétt undir miðnætti var lögregla send í Rjóðrið, griðarstað langveikra barna, að beiðni íslenskra stjórnvalda til að vekja þennan unga dreng, Yasan Tamimi, flytja hann í Leifsstöð til að bíða morgunflugs til Spánar. Þar bíður hans ekkert… ekki neitt.

Yasan er ellefu ára. Yasan er veikur. Hann er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn og þarf því að vera í hjólastól allan sinn vökutíma.“ Þannig hefst Facebook-færsla Helgu Völu og segist síðan vera gáttuð á ríkisstjórninni:

„Ég er gáttuð á því ríkisstjórnarfólki sem lætur þetta bara gerast í skjóli nætur. Til hvers að búa til heilt ráðuneyti barnamála ef við stöndum okkur svona herfilega? Til hvers yfirleitt að vera aðilar að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og flóttamannasamningsins já eða með stjórnarskrá og barnalög ef stjórnvöld túlka það sem svo að
þessi meðferð sé í samræmi við þau lagaboð.
Ég fordæmi þessi vinnubrögð.“

Helga Vala uppfærði síðan færslu sína þegar ljóst var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra þrýsti á að dómsmálaráðherrann frestaði brottvísuninni:

„(Uppfært: brottvísun var frestað í morgun og drengurinn kominn á Landspítala. Var þessi næturför í alvöru nauðsynleg? Er þetta liður í aðgerð stjórnvalda að senda skýr skilaboð til umheimsins? Þeim tókst að sýna okkur og umheiminum að lífsógnandi veikindi og ungur aldur eru engin fyrirstaða mannvonsku og brottvísunar. Það er ekki orðspor sem ég vil að fari af íslensku samfélagi.)“

Kristján Freyr vill að yfirvöld taki ábyrgð á eigin gjörðum: „Við verðum að fá að ýta á RESET“

Kristján Freyr vill að stjórnvöld taki ábyrgð - Mynd: Facebook

„Nei, stopp nú! Það er blýþungt átak að peppa sig inn í þennan mánudag,“ skrifar tónlistarmaðurinn Kristján Freyr Halldórsson á samfélagsmiðilinn Facebook í pistli. Kristján gerir vangetu stjórnvalda til að takast á við vandamál í samfélaginu að umræðuefni en hann telur hreinlega að þingmenn og ráðherrar þurfi einfaldlega að segja af sér.

„Í kjölfar allra þessara þungu frétta af ungu fólkinu okkar síðustu daga, les ég af ömurlegri reynslu foreldra barns í skóla í Mosfellsbæ, heyri svo i fréttum af flutningum ellefu ára gamals barns í hjólastól burt frá landi og í morgunútvarpinu heyri ég spjall félagsfræðings við stjórnendur um það hversu slæmt samfélag við erum að byggja upp hér á landi. Svo kemur ný frétt af mögulega barnsmorði. Yfirvöld hafa sofið á vaktinni, ræða mikið um tískuorðið innviði í stað þess að huga að þeim. Samgöngumál, það félagslega, heilbrigðis- og menntakerfi í lamasessi svo fáeitt sé nefnt og það eina sem gengur vel er að tryggja að það fólk sem er betur efnað en annað hagnist enn frekar,“ skrifar Kristján

„Það liggur við,“ heldur Kristján áfram „Að þetta sé orðin svo mikil klisja hjá fólki að beina spjótum að yfirvöldum, bæta svo innviðafrasanum við og tala um þau ofurefnuðu … en það er það bara alls ekki! Þetta er alls engin klisja. Öll vandamál eru vandamál þeirra sem fara með völdin. Nú þurfum við að fara að koma mennskunni að. Ef ég væri partur af þinginu þá gæti ég ekki séð að ég hafi gert gagn, ef ég stæði mig svona illa í vinnunni þá fyndist mér rétt að segja upp. Þar með talin stjórn sem og stjórnarandstaða. Við verðum að fá að ýta á RESET eins og skot og stokka upp! Og lausnin er ekki að einhver X-D flokkur víki og X-S komist að kjötkötlunum. Það þarf eitthvað miklu meira. Annað hugarfar. Þetta er komið gott!!“

Bifreið stolið á Seyðisfirði – Lögreglan aðeins nokkrar mínútur að leysa málið

Seyðisfjörður - Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Kase Fue

Aðeins tók það lögregluna á Austurlandi örfáar mínútur að finna bíl sem hafði verið tekinn í óleyfi um hábjartan dag.

Austurfrétt segir frá því að klukkan 16:10 á miðvikudaginn í síðustu viku, hafi lögreglunni borist tilkynning um þjófnað á bíl sem horfið hafði á Seyðisfirði. Í bænum var óvenjumikið af lögreglumönnum vegna brottfarar Norrænu en það tók lögregluna einungis fáar mínútur að hafa upp á bílnum, sem var óskemmdur. Í kjölfarið var eigandanum afhentur bíllinn aftur.

Bílaþjófurinn, sem tekið hafði bílinn til að komast á milli staða á Seyðisfirði, var yfirheyrður og játaði brot sitt. Sagðist hann hafa nýtt sér að lyklarnir voru í bílnum.

Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns er afar fátítt að lögreglunni berist tilkynningar á borð við þessa. Vill hann þó minna bílaeigendur á að læsa bílum sínum svo atvik sem þessi komi ekki upp.

Tito Jackson er látinn: „Ég er agndofa og niðurbrotinn að heyra þessar hræðilegu fréttir“

Jackie Jackson, Marlon Jackson, Randy Jackson, Tito Jackson og Michael Jackson árið 1977

Jackson 5 goðsögnin Tito Jackson er látinn, 70 að aldri.

Fjöldi manns hefur minnst bróður hins látna poppkóngs Michael Jackson sem er sagður hafa látist eftir að hafa fengið hjartaáfall við akstur. Tónlistaríkonið, sem er meðlimur í  frægðarhöll rokksins, kom síðast fram nú í ágúst. Hann var myndaður með Jackie Jackson og Marlon Jackson frá Jackson 5 og The Jacksons, að koma fram á Fool in Love hátíðinni á Hollywood Park Grounds 31. ágúst síðastliðinn í Inglewood, Kaliforníu.

Tito, Jackie og Marlon Jackson í ágúst síðastliðnum

Entertainment Tonight greinir frá því að Steve Manning, gamall fjölskylduvinur Jacksons og fyrrverandi umboðsmaður Jackson fjölskyldunnar, hafi sagt miðlinum að Tito hafi látist í gær og hafi verið að keyra frá Nýju Mexíkó til Oklahoma, telur Manning.

Fyrrum trommuleikari Jackson 5, Jonathan ‘Sugarfoot’ Moffett, skrifaði á Facebook: „Það er mikil sorg í hjarta mínu, anda og sál í kvöld. Ég og konan mín fórum og gengum út úr kvikmynd sem við vorum að horfa á í kvikmyndahúsi, rétt í þessu þar sem hún fékk smáskilaboð frá mjög nánum vini … að bróðir minn í hjarta og anda, Tito Jackson, sé látinn.“

„Ég er agndofa og niðurbrotinn að heyra þessar hræðilegu fréttir. Ég elska Tito eins og blóðbræður mína. Ég er í sjokki og algjörlega miður mín. Megi Guð og Jesús Kristur taka á móti sál hans og anda með opnum útréttum örmum og bjóða hann velkominn inn í himnahliðið … þetta er einlægasta bænin mín í nótt, þennan dag, þennan mánuð og núna … á þessu ári er ég andlaus.“

Moffett hélt áfram:

„Er að reyna að ná áttum, hugsa um minningar um hann … og ná andlegum skynfærum í gang … einlægustu og dýpstu hugsanir mínar og bænir sendi ég seinni móður minni, Katherine (ást mín til Katherine … er eilíf. Elsku mamma, ég elska þig heitt). Hugur minn er hjá frændum mínum í hjarta og anda, 3T og öll barnabörnin hans, ég elska ykkur öll MJÖG mikið. Þið eruð önnur fjölskyldan mín. ég elska ykkur. Tito Jackson, bróðir minn … að eilífu, enn.“

Á þessu ári ræddi Mirror við Tito þar sem hann sagði að nú 15 árum eftir dauða Michael Jackson, sé söknuðurinn jafn sár og alltaf.

Hann sagði hvernig hann fyndi fyrir nærveru Michael þegar hann gengur út á sviðið og að hann sjái bros Michaels í andlitum barna sinna og hann sagðist halda áfram að berjast fyrir arfleifð Michaels.

 

 

 

 

 

 

 

Guðrún greip í taumana – Hætt við brottflutning Yazan Tamimi

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra gaf skipun um að hætt yrði við brottflutning Yazan Tamimi og foreldra hans í morgun.

Samkvæmt Marínu Þórsdóttur verkefnastjóra hjá heimsferða- og fylgdardeilt Ríkislögreglustjóra, sem ræddi við Vísi, kom skipunin um að hætta við að flytja hinn 11 ára gamla dreng frá Palestínu, Yazan Tamimi úr landi, frá dómsmálaráðherra. Segir hún að beiðni um brottflutning hafi legið fyrir í talsverðan tíma en bendir á dómsmálaráðuneytið varðandi frekari upplýsingar.

Yazan var vakinn í nótt af lögreglu og fluttur úr Rjóðrinu á Barnaspítalanum á Keflavíkuflugvöll en átta klukkutímum síðar var hann aftur fluttur á spítalann.

Íslenskur maður handtekinn vegna manndráps í Krýsuvík – Grunaður um að hafa myrt dóttur sína

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um morð en hann hringdi sjálfur á lögreglu vegna málsins. Hann var handtekinn á Krýsuvíkursvæðinu en fórnarlamb hans fannst þar einnig en RÚV greinir frá þessu.

Í frétt er sagt frá því að miklar lögregluaðgerðir hafi verið á svæðinu en lögreglan verst allra frétta af málinu.

Vísir greinir frá því að fórnarlambið sé stúlka á grunnskólaaldri. Þá hefur verið greint frá því að íslensk feðgin sé að ræða.

Þetta er sjötta manndrápsmálið á Íslandi á árinu.

Yazan litli fluttur aftur á Barnaspítalann: „Algjör viðbjóður“

Frá mótmælunum í nótt. Ljósmynd: Aðsend

Yazan Tamimi hefur verið fluttur aftur á Landspítalann en í nótt var hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þar sem átti að senda hann af landi brott.

Yazan Tamimi vill búa á Íslandi – Mynd: Aðsend

Hinn ellefu ára gamli Yazan Tamimi frá Palestínu, sem lögreglan sótti á Barnaspítala Hringsins í nótt og flutti á Keflavíkurflugvöll ásamt foreldrum hans, í þeim tilgangi að senda úr landi, hefur nú verið fluttur aftur á spítalann. Yazan er með taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne en brottvísun hans en fyrirhugaðri brottvísun hefur verið harðlega mótmælt og á það bent að brottvísunin brjóti í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir í læknisvottorði sem foreldrar Yazan hafa frá íslenskum lækni að jafnvel flugferð geti orðið Yazan að bana.

Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Yazan sagði í samtali við RÚV að verið sé að flytja Yazan í lögreglufylgd aftur í Rjóðrið á Barnaspítalanum en ekki liggi fyrir hvort brottvísun hans verði framhaldið seinna í dag.

Frá mótmælunum í nótt.
Ljósmynd: Aðsend

Júlí Heiðar og Þórdís nefna dóttur sína Kolfinnu

Júlí Heiðar og Þórdís með Kolfinnu - Mynd: Instagram

Leikara- og tónlistarparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hafa nefnt dóttur sína Kolfinnu Önnu Kolku Júlídóttir en þau greina frá þessum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram.

„Dótt­ir okk­ar fékk nafnið sitt á þess­um sól­ríka haust­degi. Kolfinna Anna Kolka Júlí­dótt­ir. Þrjú nöfn eins og Bjart­ur stóri bróðir,“ er skrifað við færsluna.

Kolfinna er fyrsta barn þeirra en parið á börn úr fyrri samböndum.

Parið hefur verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur en þau hafa verið saman síðan 2021. Þórdís hefur vakið mikla athygli með Reykjavíkurdætrum og Júlí Heiðar gaf út plötuna Þrjátíu og þrír fyrr á árinu og er platan ein vinsælasta íslenska platan á árinu.

Soffíu litlu er stöðugt ógnað í Helgafellsskóla: „Skólastjórnendur sem eru gjörsamlega vanhæfir“

Stúlkan hefur gengið í gegnum miklar raunir. Mynd: Facebookðsíða Mörtu Eiríksdóttur.
„Á meðan börnin í landinu eru nýbyrjuð í skólanum eftir sumarfrí er dóttir mín í þessum töluðu orðum skólalaus,“ skrifar Marta Eiríksdóttir, móðir sex ára stúlku, sem hún segist hafa neyðst til að taka úr skólanum vegna ofbeldis bekkjarbróður Soffíu dóttur sinnar.
Marta birtir langa færslu á Facebook þar sem hún lýsir ofbeldi drengsisn í garpð dóttir sinnar. Á einum tímapunkt birtist drengurinn í skólanum með hníf. Skólastjórnendur hafa lítið aðhafst og stúlkan er niðurbrotin og hrædd vegna eineltisins. Foreldrar Soffíu sáu aðeins eina leið út úr hrollvekjunni.
Marta Eiríksdóttir berst fyrir öryggi dóttur sinnar.
Mynd: Facebook.
„Við Benoit tókum þá erfiðu ákvörðun að fjarlægja hana úr skólanum sínum, Helgafellsskóla fyrir 5 dögum síðan úr hræðilegum aðstæðum sem hún er búin að þurfa að þola alltof lengi. Nánar tiltekið síðan í vor,“ skrifar Marta og lýsir þvík að dóttir hennar hafi verið samanlagt verið þrjár vikur frá skóla og mánuð frá frístund síðan ofsóknirnar hófust.
Hún segir að ofbeldið sé svo alvarlegt að barnið sé aðeins „skelin af sjálfri sér“. Barátta foreldranna til að tryggja öryggi stúlkunnar í skólanum hafi engu skilað.
„Við erum búin berjast með kjafti og klóm við stórgallaðan skóla og skólakerfi og umfram allt skólastjórnendur sem eru gjörsamlega vanhæfir í sínu starfi,“ skrifar Marta.
Hún skrifar að forsagan hafi verið sú að dóttir hennar og drengurinn hafi verið vinir í skólanum. Soffíu litlu hafi fundist hann vera mikið einn og án vina og henni fundist gaman að leika við hann. Vináttan hafi síðan þróast með skelfilegum hætti.
„Hún fer síðan að koma heim og segja að hann sé farinn að meiða hana í leik. Verður svoldið harkalegur og það sé sárt. Hún fer að koma heim með marbletti og segist vera orðin hrædd við hann. Einn daginn kemur hún heim með stóra marbletti á bakinu og segir að hann hafi meitt hana, hann sé farin að segja við hana að hann ætli að drepa hana og hún sé virkilega hrædd,“ skrifar Marta.

Áhyggjufullur kennari

Hún segist hafa sent skilaboð til móður drengsins og bað hana um að vinna málið með sér. Móðir drengsins hafi lofað að tala við son sinn. En ástandið lagaðist ekki.
„Þetta bara ágerist dag eftir dag, kennarinn hennar hringir í mig og segir ástandið alvarlegt og að hún hafi miklar áhyggjur af Soffíu. Hún sé uppá arminum hennar allan daginn og dauðhrædd við drenginn. Hann láti hana ekki í friði og noti hvert tækifæri til að hrella hana eða meiða. Aftur sendi ég skilaboð á móður hans og hún lofar að hann verði góður við hana,“ skrifar Marta.
Lítið breyttist til batnaðar og svo dundis skelfingin yfir. Í lok apríl fékk Marta símtal frá skólanum.
„Deildarstjóri yngsta stigs kynnir sig og vill fá að ræða þeirra mál og biður mig að rekja aðeins samkipti þeirra frá okkar sjónarmiði sem ég geri. Hún tilkynnir mér þá ástæðu símhringingarinnar, drengurinn hafi mætt í skólann með hníf. HNÍF! Hann nær ekki að beita hnífnum en útfrá öllu sem á undan er gengið með Soffíu er gengið útfrá því að hann ætlaði sér eitthvað illt. Í algjöru losti spyr ég hvað planið sé núna og fæ þá þau svör að skólinn muni tryggja að hún sé örugg og að hann fái ekki aðgengi að henni“.
Marta spurði þá hvort drengurinn fái virkilega að mæta í skólann. Hún fékk það svatr að skólinn hefði ekki heimild til að fjarlægja drenginn úr skólanum.
„Soffía hættir að sofa, vaknar í sífellu með martraðir. Getur ekki verið ein, ekki einu sinni til að fara á salernið. Treystir sér ekki út að leika af ótta við að rekast á hann. Óörugg, hrædd við allt og kvíðin“.
Foreldrar Soffíu höfðu samband við lögreglu og tilkynntu atvikin til barnaverndar. Stúlkan mætti í skólann í framhaldinu.
„Þegar komið er í skólastofuna er fyrsta barnið sem ég sé hann. Soffía sturlast úr hræðslu og ég bakka með hana út. Kennari hennar eltir og ég spyr hvað í fjandanum sé í gangi og kennarinn lofar að passa hana, hann sé að fara úr stofunni og hún lofi að Soffía sé örugg. Að skilja hana eftir í skólanum og labba út í bíl er eitt það erfiðasta sem ég hef gert,“ skrifar Marta.

Soffía einangruð

Martröð Soffíu hélt svo áfram. Þegar systir Soffíu sótti hana í skólann var barnið dauðhrætt.
„Elsta dóttir okkar átti að sækja hana þann dag og hringir í mig grátandi þegar í skólann er komið. Þá afhenti kennari Soffíu til systur sinnar og segir þeim að fela sig því hann sé í nálægð og biður þær um að nota annan útgang úr skólanum. Soffía segir systur sinni að hann hafi ráðist á hana fyrr um daginn sem kennarinn hennar staðfestir símleiðis. Í sama símtali með kennaranum hennar segir hún mér einnig að henni hafi verið haldið einangraði frá honum í skólanum, látin fara út í port að leika einni sem er útisvæði útfrá skólastofunni og að kennarinn hafi tekið það að sér að vernda hana öllum stundum frá honum. Krakkarnir í bekknum voru einnig farin að passa hana“.
Skólastjórnendur sakaðir um að bregðast ekki við einelti.
Ævareiðir foreldrar Soffíu sendu í framhaldinu póst á skólann og kröfðust svara. Þau voru boðuð á fund sem hún segir hafa  vertið ömurlegan.
„Skólastjórinn var gjörsamlega tilfinningalaus, köld og spurði okkur hvað við vildum að þau gerði? Það hafi ekkert gerst(með hnifinn) og öll börn eigi rétt á að stunda skóla. Þess ber að geta og mikilvægt að það komi fram að þetta er fyrsti og eini fundurinn sem skólastjóri Helgafellsskóla hefur setið fund útaf þessu máli. Skeytingaleysi hennar er algjört,“ skrifar Marta sem í framhaldinu átti fundi með skólastjórnendum sem hún lýsir sem skrípaleik.
„Á endanum sendi ég póst til Mosfellsbæjar og krefst þess að bærinn beiti sér í þessu máli og í raun hóta öllu illu. Ég fæ símhringingu frá deildarstjóra skólaþjónustu og lýsi fyrir henni málinu. Þá fara loksins hjólin að snúast. Við fáum barnasálfræðing með okkur á alla fundi sem er búin að vera dásamlegur og mikil hjálp. Búið er til plan um að þau séu aðskilin í skólanum, hún fái að ganga frjáls og hann fái viðeigandi stuðning. Ég mæti með henni fyrsta skóladaginn aftur. Ekki er hægt að halda þessu plani í frístund, einungis á skólatíma. Þetta plan gengur fram að síðustu vikum skólans en skólinn fer síðan að vilja mjaka honum í nálægð við hana aftur, gegn okkar vilja og vitundar“.

„Döpur og síþreytt“

Einn morguninn þegar Marta fór með Soffíu í skólann og brotnaði stúlkan niður og grét.  Hún vildi ekki sleppa hendinni af móður sinni eftir að hún sá ógnvald sinn í fjarska. Starfsmaður sem var að leysa skólastjórann af á þeim tíma kom að málum og ræddi um  það plan skólastjórenda að einangra Soffíu „eins og dýr í búri“. Marta mótmælti þeim áformum. Þá sgir starfsmaðurinn að umræðan innanhúss sé hversu lengi það sé hægt að halda því áfram að einangra drenginn frá öðrum.
„Síðustu daga fyrir sumarfri þegar við sækjum hana er hann alltíeinu kominn inní sama rými og hún, næsta dag á sama borð. Enginn segir neitt og vonast er til að við tökum ekki eftir þessu býst ég við. Haldinn er stöðufundur og vorinu “lokað”. Ákveðið var að halda fund í skólabyrjun eftir sumarfri“.
Í sumar tók fjölskyldan eftir mikilli breytingu á líðan Soffíu. Hún var ólík sjálfri sér.
„Þessi lífsglaða, káta stelpa okkar er allt í einu orðin döpur, síþreytt. Áhugalaus um gjörsamlega allt. Reið, finnst erfitt að vera til. Vill ekki vera í þessum heimi. Finnst allt asnalegt, finnst hún asnaleg. Hausverkur, illt í heilanum. Þegar við nefnum að skólinn fari að byrja kemur kvíði og allar tilfiningar magnast,“ skrifar Marta og lýsirt því að þegar skólinn hófst hafi fundur verið haldinn til að setja tóninn fyrir haustið. Barnið mætti í skólann þar sem henni líður hræðilega.
„Hún grætur þegar hún á að fara í skólann og springur þegar hún kemur heim. Grætur, er reið, líður illa. Þegar við sækjum hana er hún og drengurinn saman. Sitja á sama borði. Næsta dag eru þau að leika saman. Við biðjum hana að vera ekki að leika við hann. Hún segist vilja það, hann sé orðinn núna góður við hana“.
Soffíu leið illa en vill sem ninnst um það tala en segir að sér sé illt allstaðar.
„Við göngum á hana og loks brotnar hún alveg og segir að hún verði að leika við drenginn því annars muni hann drepa hana eða meiða hana. Ég sendi á barnasálfræðinginn og grátbið hann um að hafa samband strax sem hann gerir. Ég segi honum frá þessu og hann segist ætla að hitta hana sem hann gerir næsta dag. Hann staðfestir hennar líðan og augljóst að hún se í óboðlegum aðstæðum“.
Skólayfirvöld aðhöfðust ekki þrátt fyrir þetta. Marta segir að foreldrunum til skelfingar hafi svo komið á daginn að ofbeldið var byrjað aftur.
„Hún brotnar saman eitt kvöldið í okkar daglega koddahjali og segir að ef hún leiki ekki við hann þá muni hann berja hana aftur.. Ég spyr hvort að hann sé búin að vera að berja hana og hún játar því. Hann biður hana um að leika, hún neitar og hann ber hana.
Við sendum póst á skólann og segjum þeim að hún muni ekki stíga fæti inn í skólann aftur. Þannig er staðan,“ skrifar Marta.
Færsla Mörtu í heild sinni:
Af hnífaburði og ofbeldi ungmenna í samfélaginu.
Ofbeldi þrífst í þögninni.
Á meðan börnin í landinu eru nýbyrjuð í skólanum eftir sumarfrí er dóttir mín í þessum töluðu orðum skólalaus.
Við Benoit tókum þá erfiðu ákvörðun að fjarlægja hana úr skólanum sínum, Helgafellsskóla fyrir 5 dögum síðan úr hræðilegum aðstæðum sem hún er búin að þurfa að þola alltof lengi. Nánar tiltekið síðan í vor. Hún er í 2.bekk. Hún er 6 ára gömul.
Hún er samanlagt síðan í vor búin að vera frá skóla tæpar 3 vikur og frá frístund í rúman mánuð.
Ástæðan er drengur í bekknum hennar sem er búin að beita hana alvarlegu ofbeldi.
Svo alvarlegu að hún er skelin af sjálfri sér. Við erum búin berjast með kjafti og klóm við stórgallaðan skóla og skólakerfi og umfram allt skólastjórnendur sem eru gjörsamlega vanhæfir í sínu starfi.
Forsagan er sú að hún og þessi drengur voru fínir vinir í skólanum. Henni fannst hann mikið einn og án vina og fannst gaman að leika með honum. Hún fer síðan að koma heim og segja að hann sé farinn að meiða hana í leik. Verður svoldið harkalegur og það sé sárt. Hún fer að koma heim með marbletti og segist vera orðin hrædd við hann. Einn daginn kemur hún heim með stóra marbletti á bakinu og segir að hann hafi meitt hana, hann sé farin að segja við hana að hann ætli að drepa hana og hún sé virkilega hrædd.
Ég sendi skilaboð til mömmu drengsins og bið hana um að vinna þetta með mér svo þetta hætti og hún lofar að tala við hann. Þetta bara ágerist dag eftir dag, kennarinn hennar hringir í mig og segir ástandið alvarlegt og að hún hafi miklar áhyggjur af Soffíu. Hún sé uppá arminum hennar allan daginn og dauðhrædd við drenginn. Hann láti hana ekki í friði og noti hvert tækifæri til að hrella hana eða meiða. Aftur sendi ég skilaboð á móður hans og hún lofar að hann verði góður við hana.
Lítið breytist og daginn fyrir 1. Maí fær ég símtal sem ég óska engu foreldri að fá. Deildarstjóri yngsta stigs kynnir sig og vill fá að ræða þeirra mál og biður mig að rekja aðeins samkipti þeirra frá okkar sjónarmiði sem ég geri. Hún tilkynnir mér þá ástæðu símhringingarinnar, drengurinn hafi mætt í skólann með hníf. HNÍF!
Hann nær ekki að beita hnífnum en útfrá öllu sem á undan er gengið með Soffíu er gengið útfrá því að hann ætlaði sér eitthvað illt.
Í algjöru losti spyr ég hvað planið sé núna og fæ þá þau svör að skólinn muni tryggja að hún sé örugg og að hann fái ekki aðgengi að henni. Ég spyr þá hvort hann fái virkilega að mæta í skólann og þetta snúist ekki einungis um öryggi hennar heldur barnanna allra en nei. Skólinn hefur ekki heimild til að fjarlægja hann úr skólanum. Soffía hættir að sofa, vaknar í sífellu með martraðir. Getur ekki verið ein, ekki einusinni til að fara á salernið. Treystir sér ekki út að leika af ótta við að rekast á hann. Óörugg, hrædd við allt og kvíðin.
Við hringjum í lögreglu, tilkynnum til barnaverndar og hún fer í skólann 2.Maí. Þegar komið er í skólastofuna er fyrsta barnið sem ég sé hann. Soffía sturlast úr hræðslu og ég bakka með hana út. Kennari hennar eltir og ég spyr hvað í fjandanum sé í gangi og kennarinn lofar að passa hana, hann sé að fara úr stofunni og hún lofi að Soffía sé örugg. Að skilja hana eftir í skólanum og labba út í bíl er eitt það erfiðasta sem ég hef gert og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað á innsæjið og tekið hana heim þarna.
Elsta dóttir okkar átti að sækja hana þann dag og hringir í mig grátandi þegar í skólann er komið. Þá afhenti kennari Soffíu til systur sinnar og segir þeim að fela sig því hann sé í nálægð og biður þær um að nota annan útgang úr skólanum. Soffía segir systur sinni að hann hafi ráðist á hana fyrr um daginn sem kennarinn hennar staðfestir símleiðis. Í sama símtali með kennaranum hennar segir hún mér einnig að henni hafi verið haldið einangraði frá honum í skólanum, látin fara út í port að leika einni sem er útisvæði útfrá skólastofunni og að kennarinn hafi tekið það að sér að vernda hana öllum stundum frá honum. Krakkarnir í bekknum voru einnig farin að passa hana.
Eðlilega verðum við Benoit sturluð af reiði og sendum póst á skólann og krefjumst svara. Við erum boðuð á fund með deildarstjóra yngsta stigs og skólastjóranum og ömurlegri fund hef ég ekki setið. Skólastjórinn var gjörsamlega tilfinningalaus, köld og spurði okkur hvað við vildum að þau gerði? Það hafi ekkert gerst(með hnifinn) og öll börn eigi rétt á að stunda skóla. Þess ber að geta og mikilvægt að það komi fram að þetta er fyrsti og eini fundurinn sem skólastjóri Helgafellsskóla hefur setið fund útaf þessu máli. Skeytingaleysi hennar er algjört!
Úr því verður að við treystum engan vegin skólanum til að tryggja öryggi hennar og ákveðum að halda henni heima. Upphefjast email samskipti á milli okkar og skólastjórnenda og svo innantómir fundir sem er ekki hægt að lýsa öðruvísi en algjörum skrípaleik. Við upplifum frá hendi skólans að við séum bara með vesen, ætlast er til að við eigum bara að treysta innantómum köldum orðum um einhver plön sem báru hagsmuni hennar engan veginn fyrir brjósti og þetta gengur svoleiðis í tæpar tvær vikur. Drengurinn missir ekki einn dag úr skóla og frístund. Á endanum sendi ég póst til Mosfellsbæjar og krefst þess að bærinn beiti sér í þessu máli og í raun hóta öllu illu. Ég fæ símhringingu frá deildarstjóra skólaþjónustu og lýsi fyrir henni málinu. Þá fara loksins hjólin að snúast.
Við fáum barnasálfræðing með okkur á alla fundi sem er búin að vera dásamlegur og mikil hjálp. Búið er til plan um að þau séu aðskilin í skólanum, hún fái að ganga frjáls og hann fái viðeigandi stuðning. Ég mæti með henni fyrsta skóladaginn aftur. Ekki er hægt að halda þessu plani í frístund, einungis á skólatíma. Þetta plan gengur fram að síðustu vikum skólans en skólinn fer síðan að vilja mjaka honum í nálægð við hana aftur, gegn okkar vilja og vitundar.
Einn morguninn þegar ég fer með hana í skólann og hún brotnar niður og grætur, vill ekki sleppa af mér hendinni því hún sá hann í fjarska labba inn í skólann tekur starfsmaður sem var að leysa skólastjórann af á þeim tíma til hliðar. Upphefjast samræður um frístund og þeirra plan var að einangra hana eins og dýr í búri sem ég að sjálfsögðu mótmæli. Þá nefnir konan að hann sé búin að vera fjarlægður frá öllu, fær ekki að umgangast neinn og það sé að taka fullt af starfsfólki frá skólanum í þá aðgerð. Umræðan innanhúss sé hversu lengi það sé hægt að halda því áfram.. Hægt er að ímynda sér líðan mína eftir þessi ummæli.
Hún fer að fara í frístund eftir að bærinn ber aftur í borðið og krefst þess að það verði gert plan um að hún geti sótt frístundina örugg. Síðustu daga fyrir sumarfri þegar við sækjum hana er hann alltíeinu kominn inní sama rými og hún, næsta dag á sama borð. Enginn segir neitt og vonast er til að við tökum ekki eftir þessu býst ég við. Haldinn er stöðufundur og vorinu “lokað”. Ákveðið var að halda fund í skólabyrjun eftir sumarfri.
Sumarið líður og við fjölskyldan tökum eftir og finnum fyrir mikilli breytingu á líðan Soffíu. Hún er ólík sjálfri sér. Þessi lífsglaða, káta stelpa okkar er allt í einu orðin döpur, síþreytt. Áhugalaus um gjörsamlega allt. Reið, finnst erfitt að vera til. Vill ekki vera í þessum heimi. Finnst allt asnalegt, finnst hún asnaleg. Hausverkur, illt í heilanum. Þegar við nefnum að skólinn fari að byrja kemur kvíði og allar tilfiningar magnast.
Skólinn hefst, fundur er haldinn til að setja tóninn fyrir haustið. Ég spyr og bið um plan. Er hann að fara að koma aftur inn í bekkinn? Munu fyrri plön haldast með þau? Ekki var hægt að svara því, bíðum og sjáum til hvernig skólinn byrjar. Ég nefni líðan Soffíu. Deildarstjóri frístundar segist taka eftir því sama. Hún sé ólík sjálfri sér. Ákveðið er að sækja um aðstoð fyrir hana í gegnum skólann. Dagarnir líða, ekkert heyrist. Hún grætur þegar hún á að fara í skólann og springur þegar hún kemur heim. Grætur, er reið, líður illa.
Þegar við sækjum hana er hún og drengurinn saman. Sitja á sama borði. Næsta dag eru þau að leika saman. Við biðjum hana að vera ekki að leika við hann. Hún segist vilja það, hann sé orðin núna góður við hana. Ég sendi póst og bið um að vita planið. Hún heldur áfram að gráta fyrir og eftir skóla. Við Benoit setjumst niður með henni eftir skóla einn daginn og spyrjum hana hvernig henni líði. Hún verður reið, vill ekki tala um þetta, segist bara líða illa, veit ekki af hverju. Henni er illt allstaðar. Við göngum á hana og loks brotnar hún alveg og segir að hún verði að leika við drenginn því annars muni hann drepa hana eða meiða hana.
Ég sendi á barnasálfræðinginn og grátbið hann um að hafa samband strax sem hann gerir. Ég segi honum frá þessu og hann segist ætla að hitta hana sem hann gerir næsta dag. Hann staðfestir hennar líðan og augljóst að hún se í óboðlegum aðstæðum. Ég sendi email til skólans enn og aftur, krefst svara. Fæ ekkert svar, lofað þessu, lofað hinu. Hitti deildarstjóra einn morguninn sem segir að það þurfi að kenna henna að setja honum mörk. Einmitt. Dagarnir líða og líða, og líða.
Svo kom að því, einmitt það sem við vildum ekki að myndi gerast aftur. Hún brotnar saman eitt kvöldið í okkar daglega koddahjali og segir að ef hún leiki ekki við hann þá muni hann berja hana aftur.. Ég spyr hvort að hann sé búin að vera að berja hana og hún játar því. Hann biður hana um að leika, hún neitar og hann ber hana.
Við sendum póst á skólann og segjum þeim að hún muni ekki stíga fæti inn í skólann aftur. Þannig er staðan.
——————————————
Það eru ekki til lýsingarorð sem geta komið til skila hversu gjörsamlega búin og sigruð við erum. Umfram allt elsku, fallega, yndislega dóttir mín og einnig við fjölskyldan. Þetta er búið að heltaka líf okkar. Að horfa uppá ofbeldið að hálfu drengsins en einnig skólans er búið að vera hörmulegt. Þetta er búið að breyta dóttur minni. Breyta hennar karakter og hafa varanleg áhrif á hana og guð minn góður hvað ég vona að það verði ekki til frambúðar. Það er búið að mölbrjóta á hennar mannréttindum, rétt til að ganga frjáls og óáreitt í skóla og vanvirðingin og sinnuleysi skólans er gjörsamlega galið.
Hjartað mitt og sálin mín kraumar af sorg og reiði yfir gjörsamlega mölbrotnu kerfi sem hefur ekki getu, burði né vilja til að grípa einstaklinga sem verða fyrir ofbeldi eða alvarlegu einelti. Bæði geranda og þolendur. Mér líður eins og ég eigi ekki til fleiri tár til að fella. Að horfa uppá að brotið sé á barninu mínu, talað sé niður til okkar, aðgerðaleysið og finnst við ekki geta gert né ekki haft neinn stað til að leita til er búið að vera skelfilegt. Við erum búin að vera alltof þolinmóð, samvinnuþýð og nú er nóg komið.
Ég er búin að margspyrja skólastjórnendur. Eftir hverju eruð þið að bíða? Hvað er nógu alvarlegt ofbeldi af nemanda til samnemanda að þeirra mati? Er verið að bíða eftir því að hann nái að berja hana verr, rústa sálinni hennar aðeins meira. Væri tekið alvarlegra á þessu ef þau væru eldri? Væri hljóðið öðruvísi ef hann hefði beitt hnífnum á hana? Er verið að bíða eftir að hann drepi hana???? Ég hef engin svör fengið frekar en fyrri daginn.
Ég hef margbeðið skólann um að láta foreldra bekkjarins vita af þessu. Nei, það má ekki tala um þetta. Það má ekki tala um einstaka mál innan skólans. Það er brot á persónuvernd. Við Benoit tókum það að okkur og létum foreldrana vita. Börnin þeirra eru búin að horfa uppá ofbeldi og líflátshótanir. Taka það að sér að vernda og passa uppá bekkjarsystur sína og eins og gefur að skilja er hljóðið í foreldrum langt frá því að vera gott. Hvað býst skólinn eiginlega við? Að það sé boðlegt að þagga niður ofbeldismál innan bekkjarins og búast við að foreldrar með einhverju viti kingji því?
Þess ber að geta að það hafa ótal börn flúið þennan skóla vegna aðgerðarleysis gagnvart alvarlegu einelti.
Að mínu mati er skólastjóri skólans og skólastjórnendur gjörsamlega vanhæfir og ættu að sýna sóma sinn í að stíga frá borði strax.
Og hér er ég, að tjá mig. Móðir sem er búin að öskra og grátbiðja um hjálp og aðgerðir til að bjarga dóttur minni. Ég mun hafa eins hátt um þetta eins og þarf til að það sé hlustað. Halda áfram að berjast fyrir hana eins og ég myndi gera fyrir allar dætur mínar þrjár. Ofbeldi þrífst og stækkar í þögninni og myrkrinu og ég er ekki að fara að búa í samfélagi sem styður það. Fólki sem finnst ég vera óþægileg og að segja of mikið, þetta sé einkamál. Það fólk má eiga sig. Það er einnig kjarni málsins. Umræða og skelfilegu atburðir undanfarna vikna eru skýrt dæmi um hversu mölbrotið samfélag við erum þegar það kemur að börnunum okkar og að tekið sé alvarlega á ofbeldismálum og einstaklingum sem eru búnir að öskra á hjálp síðan þeir voru börn. Börn eins og dóttir mín og þessi elsku drengur.
HVAÐ ER AÐ?? HVAÐ ÞARF TIL?? Ung stúlka er látin!! Hversu mörg börn þurfa að færa fórnir með lífi sínu til að við, fullorðna fólkið sem eigum að vernda þau, leiðbeina þeim, umvefja þau með ást, kærleika, virðingu VÖKNUM! Foreldrar, skóli, samfélag, ráðamenn. Hættum að stinga höfðinu í sandinn, hættum að gerendavæða samfélagið. Skjótum í kaf þá sem tala með ofbeldi og einstaklingum sem beita ofbeldi og upphefjum þá sem vilja uppræta það með öllum leiðum. Það gerist ekkert nema við stöndum saman. Setjum okkur í spor þeirra sem þjást en ekki þeirra sem er slaufað með gjörðum sínum. Kennum börnunum okkar að þó að þú sért samfélagsmiðlastjarna, tónlistamaður eða frægur einstaklingur gefur það þér ekki frípassa til að ganga um og styðja ofbeldi.
Okkar heitasta ósk er einnig að þessi elsku drengur fái hjálpina, stuðninginn og ástina sem hann á skilið. Það er augljóslega þörf á því. Ekkert barn sem líður vel gengur um með hníf á sér, engu barni sem líður vel beitir ofbeldi. Þessi orð nísta í sálina og eru svo sönn og eiga við um öll börn í vanda! Ég ætla að biðja ykkur um að halda öllum neikvæðum ummælum um hann fyrir ykkur. Hann ber ekki ábyrgð á gjörðum sínum heldur fullorðna fólkið sem á að vernda hann.
Hugsanir “um hvað” ef ásækja mig á hverri mínútu sólarhringsins, í svefni og vöku. Þessar hugsanir eru lamandi en ég ætla ekki að leyfa þeim að sigra. Ég er EKKI að fara að bíða eftir að eitthvað enn eitt hræðilegt gerist fyrir dóttir mína. Það dýrmætasta sem ég á! Ég vill ekki kenna dætrum mínum að þetta sé boðlegt, að heimurinn virki svona. Að þú eigir að kyngja óréttlæti og ofbeldi og samfélagið krefjist þess að þú hafir ekki hátt. Svo ég hef hátt og mun hafa hátt. Ég neita að taka þátt í þessu! Hingað og ekki lengra!
Ofbeldi þrífst í þögninni!

Blóðmjólk Jóns Guðna

Bæði Arion-banki og Íslandsbanki hafa stigið það skref að hækka vexti á verðtryggðum íbúðalánum og níðast þannig enn frekar á fólki sem glepjast til þess að skuldsetja sig þegar vextir voru lágir. Báðir bankarnir hafa glímt við ofsagróða um nokkra hríð. Líklegt er talið að um samráð sé að ræða og saman komist telji bankarnir sig komast upp með athæfið.

Fæstum kemur á óvart að Arion-banki þar sem Benedikt Gíslason bankastjóri ræður för, fari þessa leið. Aftur á móti var talið að stjórnendum Íslandsbanka væri meira annt um heiður sin en bankinn hefur glímt við hvert ímyndaráfallið á fætur öðru sem reist hæst þegar Birna Einarsdóttir bankastjóri var rekin. Arftaki hennar, Jón Guðni Ómarsson, hefur nú tekið sér það hlutverk að blóðmjólka viðskiptavini bankans og reyna þannig að efla enn frekar gróðastarfsemina.

Mikil reiði og fyrirlitning er í samfélaginu vegna þirrar græðgi sem birtist í hækkununum. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur krafist skýringa á þessari níðingslegu framkomu. Aftur á móti hefur Sigurður Ingi Gunnarsson, fjármálaráðherra og formaður Lilju, sýnt aðgerðum bankanna skilning. Hækkanir eiga að taka gildi á þriðjudag …

Lögreglan sótti Yazan á Barnaspítalann í nótt – Mótmæli boðuð á Keflavíkurflugvelli

Yazan Tamimi

Lögreglan sótti Yazan Tamimi af Barnaspítalanum rétt í þessu og ætlar sér að brottvísa honum í fyrramálð til Spánar. Mótmæli hafa verið boðuð.

Samtökin No Borders Iceland boða mótmæli á Keflavíkurflugvelli í nótt vegna fregna af því að lögreglan hafi komið inn á Barnaspítalann í nótt og sótt þar Yazan Tamimi, 11 ára dreng á flótta frá Palestínu. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur skipað lögreglunni að vísa honum úr landi ásamt foreldrum hans, til Spánar í fyrramálið.

Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, sem er einn ágengasti og alvarlegasti sjúkdómurinn af þessu tagi en lögmaður fjölskyldunnar hefur lagt fram læknisvottorð sem sýnir fram á að það eitt að vera fluttur upp í flugvél geti orðið Yazan litla að bana. „Það er líka ljóst að verði rof á þessari þjónustu getur það verið lífshættulegt og stytt hans ævi. Benda má á að 30% drengja með Duchenne vöðvarýrnun deyja í kjölfarið á falli eða hnjaski.” segir í læknisvottorði Yazan. Þá hafa fagfélög á borð við ÖBÍ, Þroskahjálp, Einstök börn og Duchenne samtökin hafa fordæmt brotvísunina.

Samtökin No Borders Iceland boða nú mótmæli á Keflavíkurflugvelli í nótt og fram á morgun. Í viðburðalýsingunni á Facebook er fólk hvatt til að grípa til aðgerða „gegn ódæðisverki lögreglu og stjórnvalda“.

Skotið við golfvöll Trump – Forsetinn fyrrverandi sagður óhultur

Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna

Fyrr í dag var skotið við golfvöll Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og var Trump staddur á svæðinu að spila golf.

Talsmenn Trump segja að hann sé óhultur en þeir hafa ekki gefið fleiri upplýsingar en það. Samkvæmt fyrstu fréttum var sagt að um hafi verið að ræða átök milli tveggja manna og þau hafi ekki tengst Trump að neinu leyti en það hefur ekki verið staðfest.

Leyniþjónustumaður er sagður hafa séð mann með byssu og skotið ítrekað í hans átt. Einn hefur verið handtekinn í kjölfar þessa máls en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið inn á golfvellinum eða ekki. Hafi maðurinn ætlað að skjóta Trump er þetta í annað skipti á tveimur mánuðum sem slíkt hefur verið gert en þann 13. júlí var forsetinn fyrrverandi skotinn þegar hann hélt ræðu fyrir fylgismenn sína.

Svissnesk fegurðardrottning myrt og aflimuð af eiginmanni sínum: „Hún var svo hjartahlý kona“

Kristina Joksimovic var myrt af eiginmanni sínum - Myndin er samsett

Hinn 38 ára Kristina Joksimovic fannst látin á heimili sínu á febrúar.

Joksimovic, sem hafði tekið þátt í Ungfrú Sviss árið 2007, fannst í febrúar látin á heimili sínu í Binningen í Sviss en hún hafði verið kyrkt til dauða og svo aflimuð. Þá höfðu líkamsleifar hennar verið settar í gegnum blandara.

Eiginmaður Joksimovic var handtekinn daginn eftir að upp komst um dauða Joksimovic grunaður um að hafa myrt hana en hann hefur nú játað morðið. Samkvæmt svissneskum fjölmiðlum hefur rannsóknin sýnt fram á að eiginmaðurinn sé haldinn geðrænum vanda. Þau áttu saman tvö börn en eiginmaðurinn hefur sagt að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en rannsakendur fundu ekkert sem studdi þá kenningu.

Samkvæmt svissneskum yfirvöldum notaði hann sög, hníf og garðklippur til að aflima lík Joksimovic og að hann eigi sér sögu ofbeldis í garð Joksimovic.

„Þetta er hræðilegt, ég er í uppnámi,“ sagði Christa Rigozzi, vinkona Joksimovic og fyrrverandi ungfrú Sviss. „Hún var svo falleg og hjartahlý kona.“

 

Landhelgisgæslan send eftir manni sem féll niður hæð

TF-GRO - Mynd: Landhelgisgæslan

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar hefur verið ræst út til að sækja mann í Skaftafell.

Þor­steinn Matth­ías Krist­ins­son, varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi, staðfesti það í samtali við mbl.is en samkvæmt honum féll maðurinn niður hæð en gat ekki sagt meira að svo stöddu.

Uppfært- 15:55 – „Það er verið að meta hann en það lítur allt vel út,“ segir Þor­steinn í samtali við Vísi

Fréttin verður uppfærð

Fé gerir íbúum Flateyrar lífið leitt: „Alveg til háborinnar skammar“

Flateyri - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Fé á Flateyri hefur gert íbúum lífið leitt undanfarnar vikur en ágangsfé hefur skemmt blóm og kirkjugarða.

Telja íbúar Flateryar nóg komið og vilja að settar verði upp girðingar og grindarhlið svo hægt sé að halda rollunum fyrir utan bæinn en samkvæmt íbúum þar þarf að reka kindurnar nær daglega út fyrir bæjarmörkin en það skili þó litlu því þær mæti alltaf daginn eftir.

„Það sem að mér er sárast við það er það þegar þær hafa farið inn í kirkjugarðinn,“ sagði Guðmundur Ragnar Björgvinsson, íbúi í bænum, við RÚV um féð. Hann segir vandamálið vera ónýtar girðingar og framkvæmdir í fjallinu. Vegna þeirra hafa vinnutæki og vélar þurfti að komast um.

„Þetta er náttúrulega alveg til háborinnar skammar að við þurfum að sitja uppi með þetta.“

Yfirlýsing vegna dómsmáls gegn fyrrum dómsmálaráðherra

Hæstiréttur Íslands

YFIRLÝSING VEGNA SYNJUNAR HÆSTARÉTTAR Á SÝKNUDÓMI YFIR SÓLVEIGU G.PÉTURSDÓTTUR, FYRRUM DÓMSMÁLARÁÐHERRA (Úrskurður nr.2024/90).

Vegna fréttaflutnings sl.daga á fyrrgreindum úrskurði HRD:

1. Þann 8.janúar 2008 var fjárfestingarfélagið Gnúpur yfirtekið af Glitni banka. Fjölskyldufélag eiginkonu minnar, Áslaugar Björnsdóttur, Björn Hallgrímsson ehf, átti þar um 47% hlut. Var hún jafnframt 25% hluthafi í félaginu ásamt systkinum sínum, Kristni, Emilíu og Sjöfn. Fulltrúi þeirra í stjórn Gnúps var bróðir þeirra, Kristinn Björnsson, sem jafnframt var stjórnarformaður Gnúps.

2. Að morgni 9.janúar 2008 sendi Kristinn eftirfarandi tölvupóst á systur sínar: “Hér með fylgir umboð vegna þeirra aðgerða sem Gnúpur er að ganga í gegnum og skrifaði ég undir fyrir okkar hönd, skv.umboði , kl.4 í nótt”. Efnisatriði samningsins voru því ekki bornar undir eiginkonu mína. Jafnframt komu fram fyrirmæli til hennar að mæta sem fyrst sama dag á Mörkina lögmannstofu til að skrifa undir fyrrgreint umboð Kristni til handa sem eiginkona mín gerði ásamt systrum sínum. Umræddur samningur sem Kristinn hafði þá skrifað undir var ekki til staðar hjá Mörkinni lögmannstofu er eiginkona mín skrifað undir umboð sitt.

3. Í sérstöku aukaskjali sem var ekki hluti af fyrrgreindum samningi við Glitni þann 8.janúar 2008, stendur orðrétt:
“Samkvæmt samkomulaginu takast Kristinn Björnsson, Magnús Kristinsson, Birkir Kristinsson og Þórður Már Jóhannesson pesónulega á hendur ábyrgð gagnvart Gnúpi fjárfestingarfélagi hf. og Glitni á greiðslu á öllum skuldbindingum Gnúps hverju nafni sem nefnast, sem stafa af reglulegum rekstri félagsins (s.s. uppgjör starfslokasamninga, uppgjöri á skuldbindingum samkvæmt ákvæðum húsaleigusamninga og annað þess háttar)”.

Í undirskriftarlínu samningsins stendur “Kristinn Björnsson, persónulega” og ritar hann undir.

4. Fyrir dóminn var lögð fram yfirlýsing fyrrum yfirlögfræðings Glitnis banka sem jafnframt staðfesti orð sín fyrir dómi þar sem segir m.a:
“Það staðfestist hér með að áðurnefnt samkomulag og áðurnefnd sérstök yfirlýsing um persónulega ábyrgð frá 8.janúar 2008, fólu í sér persónulega ábyrgð þeirra einstaklinga sem undirrituðu yfirlýsinguna en ekki ábyrgð annarra óbeinna eigenda hlutafjár í fjárfestingarfélaginu Gnúp enda kom slík ábyrgð annarra aldrei til tals í samningferlinu”

5. Í fundargerð áhættunefndar Glitnis banka frá 29.janúar 2008 er bókað að stjórnendur Gnúps (Kristinn Björnsson, Magnús Kristinsson og Þórður Már Jóhannesson) hafi óskað eftir láni til að greiða niður þessar persónulegu skuldbindingar sínar.
6. 2 dögum síðar, þann 31.janúar 2008 er bókað í fundargerð áhættunefndar Glitnis orðrétt:
“Við höfum þegar sent póst á Kristinn Björnsson um að greiða inn a.m.k. 15 milljón krónur. Það sem á að greiða í dag eru laun að fjárhæð rúmar 11.2 milljón. Það er ljóst að skv.samkomulaginu getur Gnúpur sótt á Kristinn Björnsson”. Jafnframt kemur fram að Kristinn gæti fengið lán gegn tryggingum til að greiða sinn hluta.

7. Kristinn Björnsson var á þessum tíma að ganga frá persónulegu skuldauppgjöri sínu við Glitni vegna framvirkra samninga og gat ekki framvísað tryggingum sökum veðkalls Glitnis banka. Honum var því synjað um lán til að greiða þessa persónulegu skuld sína.

8. Sama dag, 31.janúar 2008 sendir Kristinn póst á eiginkonu mína og systur henna rog segir m.a: “Var að fá þetta frá Glitni….til þess að geta klárað dæmið á sínum tíma var skilyrði af hálfu bankanna og hluthafar greiddu áfallinn kostnað fyrir 8.janúar 2008…..við verðum að skipta þeirri tölu á milli okkar”. Eiginkona mín og systur hennar millifærðu því hver um sig liðlega 13 milljón krónur til greiðslu á þessari kröfu Glitnis banka (samtals um 40 millj.kr).

9. Seinna kom í ljós að hluti þessara greiðslna voru 10 milljóna bónusgreiðsla til æðstu stjórnenda Gnúps eftir að félagið var komið í þrot. Einnig voru þarna umtalsverð launatengd gjöld vegna svokallaðrar “stefnumótunarnefndar” Gnúps sem í sátu tilteknir stjórnarmenn Gnúps þ.m.t. Kristinn Björnsson. Launagreiðslur fyrir hvern nefndarmann voru 3.4 milljónir fyrir hvern fund á verðlagi 2006-2008 og voru þessar greiðslur fyrir utan greiðslur sem sömu einstaklingar fengu fyrir stjórnarsetu sína í félaginu.

10. Í niðurstöðu dómstóla segir m.a. að eiginkona mín hafi ekki gert neinn fyrirvara er hún veitti bróður sínum fyrrgreint umboð og hefði haft allar upplýsingar og forsendur á þeim skuldbindingum sem fyrrgreint samkomulag sem Kristinn undirritaði þann 8. Janúar 2008 hafði í för með sér.

Það er rétt að eiginkona mín gerði ekki fyrirvara á umboð sitt til bróður síns, enda naut hann fyllsta trausts hennar.

Það er rangt að eiginkona mína hafi haft allar upplýsingar/forsendur undir höndum enda ritaði bróðir hennar undir umræddan samning við kröfuhafa Gnúps án þess að bera efnisatriði samningsins undir systur sínar og fékk umboð systra sinna daginn eftir að hann undirritaði umræddan samning.
Einnig voru ýmsum grundvallarskjölum haldið frá henni og blekkingum beitt í þessum fjölskylduharmleik.

Dómur er fallinn.

Málinu er lokið.

Mílanó, 15.september,
f.h. Áslaugar Björnsdóttur

Gunnar Sch.Thorsteinsson

Raddir