Mánudagur 23. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Maður staðinn að mannráni og þjófnaði – Ökumaður með skerta dómgreind handtekinn

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Fjórir einstaklingar voru í fangaklefum löreglunnar þegar nýr dagur rann. Hegðunarvandi og lögbrot réðu þvík að fólkið var læst inni.

Maður var handtekinn í miðborginni fyrir þjófnað og mannrán. Ofbeldismaðurinn er í haldi og málið í rannsókn. Vegfarendur í miðborg Reykjavíkur urðu fyrir áreiti og hótunum. Tveir menn gengu um og höfðu uppi ógnandi hegðum. Þeir voru handteknir og læstir inni. Með nýjum degi svara fólin til saka.

Ökumaður var staðinn að verki við að aka í ástandi sem skerti dómgreind hans og hafði í för með sér hættu fyrir aðra vegfarendur. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli þar sem dregið var úr honum blóð.

Í Kópavogi var nóttin róleg hjá lögreglu. Þó voru skráningarmerki fjarlægð af þremur ökutækjum vegna vanrækslu á aðalskoðun. Próflaus ökumaður var stöðvaður í akstri og kærður fyrir akstur án gildra ökuréttinda. Lögreglan á Hólmavík fylgdi forseta Íslands og fylgdarliði hans eftir, reglum samkvæmt,  í heimsókn hans í Árneshrepp á Ströndum. Ekkert bar til tíðinda og sinnti lögreglan verkefni sínu með sóma og skilaði forsetanum að sýslumörkum. Heimsókninni lauk í gær.

Skotmaðurinn í Pennsylvanínu vann á hjúkrunarheimili – Faðir hans keypti riffilinn sem notaður var

Tomas Matthew Crook

Thomas Matthew Crooks er nafn þess sem reyndi að drepa Donald Trump í gær með rifli en hæfði forsetann fyrrverandi í eyrað. Þá drap hann einn áhorfanda og særði tvo alvarlega, áður en leyniskytta leyniþjónustunnar skaut hann til bana. En hver var þessi tvíugi maður?

Hann var frá Bethel Park í Pennsylvaníu, um 70 kílómetra frá staðnum þar sem banatilræðið var framið. Hann útskrifaðist árið 2022 úr Bethal Park menntaskólanum en hann hlaut 68 þúsund króna verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í vísindum og stærðfræði, samkvæmt staðbundum fjölmiðli í Bethal Park.

Crooks vann í eldhúsi á hjúkrunarheimili í stuttri akstursfjarlægð frá heimili sínu, að því er fram kemur í frétt BBC. Kjósendaskrár ríkisins sýna að hann var skráður repúblikani, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Þá styrkti hann einnig samtökin ActBlu um 15 dollara árið 2021 en það er pólitísk aðgerðanefnd og fjáröflunarvettvangur sem stofnaður var til að þjóna vinstri sinnuðum og félagasamtökum Demókrata og stjórnmálamönnum.

Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum var Crooks í stuttermabol frá Demolition Ranch, YouTube rás sem er þekkt fyrir byssur sínar og niðurrifsefni. Rásin er með milljónir áskrifenda sem sýna myndbönd af mismunandi byssum og sprengibúnaði.

Lögreglumenn telja að vopnið ​​sem notað var til að skjóta á Donald Trump hafi verið keypt af faðir Crook, að því er Associated Press fréttastofan greinir frá. Tveir ónafngreindir lögreglumenn sögðu við AP að faðir Crooks hafi keypt vopn fyrir að minnsta kosti sex mánuðum.

Daginn eftir skotárásina, sem sagt í dag, sögðu heimildarmenn lögreglunnar einnig CBS, samstarfsaðila BBC í Bandaríkjunum, að grunsamlegur tækjabúnaður hefði fundist í bifreið Crooks. Samkvæmt CBS var hinn grunaði með búnað sem var fáanlegur í venjulegri verslun sem virtist geta komið búnaðinum af stað. Sprengjutæknir var kallaður á vettvang til að tryggja og rannsaka tækin.

Hvert var tilefnið?

Eftir að hafa staðfest hver Crooks er, eru lögregla og stofnanir ríksins að rannsaka tilefni hans.

„Við höfum ekki tilgreindar ástæður eins og er,“ sagði Kevin Rojek, fulltrúi FBI í Pittsburgh, sem fer með rannsókn málsins, á kynningarfundi í gærkvöldi.

Rannsóknin á því sem átti sér stað gæti staðið yfir í marga mánuði og rannsakendur munu vinna „sleitulaust“ að því að greina hvers vegna Crooks var, sagði Rojek.

Í samtali við CNN sagði faðir Crooks, Matthew Crooks, að hann væri að reyna að átta sig á „hvað í fjandanum er í gangi“ en myndi „bíða þangað til ég tala við lögregluna“ áður en hann talaði um son sinn. Lögreglan lokaði veginum að húsinu þar sem Crooks bjó með foreldrum sínum, að því er CBS News greinir frá. Nágranni sagði við CBS að lögreglumenn hafi flutt hana á brott um miðja nótt án viðvörunar. Lögreglan í Bethel Park sagði að sprengjurannsókn væri í gangi í kringum heimili Crooks.

Heimildarmenn lögreglunnar sögðu CBS að þeir teldu ákveðna skipulagningu hafi verið gerð fyrir skotárásina. Hversu miklum tíma var varið í þá áætlanagerð er hins vegar enn viðfangsefni áframhaldandi rannsóknar.

Lögreglan telur að hann hafi verið einn að verki, en heldur áfram að rannsaka hvort hann hafi verið í fylgd einhvers á fundinum.

Stúlkan sem lögreglan leitaði að er fundin

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir 12 ára stúlku fyrr í kvöld.

Stúlkan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld er fundin. Lögreglan þakkar aðstoðina.

 

Uppfært klukkan 20:20

Ættingjar Bjarna þrifu Landsbókasafn fyrir hundruði milljóna: „Alltaf leggst þeim eitthvað til“

Þjóðarbókhlaðan

Ræstingafyrirtæki ættingja Bjarna Benediktssonar þrifu Landsbókasafn fyrir hundruði milljóna króna án útboðs.

Heimildin segir frá því í frétt í gær að Dagar, fyrirtæki föður forsætisráðherra, hafi þrifið Þjóðarbókhlöðuna fyrir tugi milljóna á ári án þess að farið væri í útboð. Var stjórnendum ítrekað á margra ára tímabili bent á að kaup á þjónustu sem færi yfir 15,5 milljónir væru útboðsskyld.

Dagar, sem áður hét ISS Ísland og hefur lengi verið með yfirburðastöðu í ræstingabransanum hér á landi, hefur þáð tugi milljóna króna greiðslur á ári fyrir þrif á Þjóðarbókhlöðunni. Voru þrifin á grundvelli samnings frá árinu 2009 en í næstum þrjá áratugi hefur ekki verið gert útboð vegna þeirra.

Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, sem eru í Engeyjarættinni, eru stærstu eigendur Daga og Benedikt Einarsson, sonur Einars, er stjórnarformaður. Félagið græddi um 405 milljónir króna á rekstri sínum í fyrra en enginn arður var greiddur til eigenda frekar en síðustu ár. Á árunum 2016 og 2018 námu arðgreiðslurnar hins vegar á annan milljarð króna og runnu til fyrri eigenda fyrirtæksins.

Landsbókavörður, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir staðfestir við Heimildina að í maí hafi útboð verið auglýst og að samið verði um nýjan ræstingaraðila frá og með þessu sumri. Segir hún að útboð hafi tafist af ýmsum ástæðum.

Illugi Jökulsson, sem vinnur á Heimildinni, skrifaði Facebook-færslu við fréttina þar sem kaldhæðnin drýpur af hverju orði. Hér má lesa færsluna:

„Mér finnst svo fallegt að hugsa til þess að öll þau ár sem ég hef notið frábærrar þjónustu starfsmanna Landsbókasafnsins þá hafi meira að segja þar ættingjar Bjarna Benediktssonar verið að maka krókinn! — Alltaf leggst þeim eitthvað til, kútunum tveim, pabba og frænda Bjarna Benediktssonar. Mikið er guðsþakkarvert að VG hafi gert Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum kleift að viðhalda spillingu sinni öll þessi [ár]. Enda hefur íslensk alþýða grætt svo vel á öllu saman, er það ekki? Ha, ekki það? Nú, til hvers var VG þá að þessu?“

Hneykslast á aðdáun á Verkamannaflokknum: „Er ekkert skrítið að styðja svona transfóbískan flokk?“

Alexandra Briem borgarfulltrúi
Alexandra Briem hneikslast á því íslenska stjórnmálafólki sem mært hafa Verkamannflokkinn í Bretlandi, í ljósi andstöðu flokksins við transfólk.

Borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, sem sjálf er transkona, birti skjáskot af frétt af Verkamannaflokknum í Bretlandi, þar sem fram kemur að til standi að banna hormónablokkera. Við skjáskotið skrifar Alexandra færslu þar sem hún hneykslast á íslensku stjórnmálafólki sem mærði flokkinn í aðdraganda kosninga í Bretlandi sem fram fóru fyrir stuttu.

„Ekki það, Verkamannaflokkurinn í Bretlandi var alltaf skárra valið samanborið við Íhaldið. En mér fannst eiginlega nóg um hvað sumir íslendingar, og íslenskt stjórnmálafólk sérstaklega gekk langt í að mæra flokkinn og leiðtoga hans, Keir Starmer í aðdraganda kosninganna, í ljósi þess að þau hafa í raun algjörlega kastað trans fólki út um gluggann.“ Þannig hefst færsla Alexöndru. Og hún heldur svo áfram: „Fyrir kosningar talaði Keir Starmer um að trans konur ættu ekki að eiga væntingu um að vera í ‘kvenna rýmum’ og ef einhver var að vona að það væri kannski bara ákveðin taktík í ljósi orðræðu í Englandi, en þau ætluðu sér samt ekkert að gera neitt mikið, þá var að birtast frétt um að þau ætli að endurnýja bann síðustu ríkisstjórnar við lyfjameðferð sem hægir á eða kemur í veg fyrir kynþroska.“

Að lokum spyr Alexandra nokkurra góðra spurninga:

„Þá er kannski von að ég spyrji hvað fólkið sem var mest að hampa þessum vinum sínum hafi um þessa stefnu að segja? Er ekkert skrítið að styðja svona transfóbískan flokk með ráðum og dáð?“

Shannon Doherty er fallin frá

Shannon Doherty

Leikkonan Shannon Doherty er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún var 53 ára.

Shannon Doherty, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í þáttunum Beverly Hills 90210 og Charmed lést á laugardaginn. „Það er með þungu hjarta sem ég staðfesti fráfall leikkonunnar Shannen Doherty,“ sagði Leslie Sloane, langvarandi kynningarfulltrúi leikkonunnar, við ET í yfirlýsingu. „Laugardaginn 13. júlí tapaði hún baráttu sinni við krabbamein eftir margra ára baráttu við sjúkdóminn.

Yfirlýsingin hélt áfram: „Hin dygga dóttir, systir, frænka og vinkona var umkringd ástvinum sínum sem og hundinum sínum, Bowie. Fjölskyldan biður um frið á þessum tíma svo þau geti syrgt í friði.“

Í júní upplýsti Doherty í hlaðvarpi sínu Let’s Be Clear, á tilfinningaríkan hátt, að hún myndi gangast undir krabbameinslyfjameðferð við fjórða stigs brjóstakrabbameini sínu.

„Ég hélt að ég væri í lagi. Ég þarf að fara aftur á krabbameinslyfjameðferð og það er mjög erfitt, eins og tilhugsunin um að fara í gegnum þetta aftur hefur eyðilagt mig,“ sagði Doherty. „Þetta hefur eyðilagt mig í þeim skilningi að, já, ég vissi að ég væri með fjórða stigs krabba, já, ég vissi að þetta var virkilega alvarlegt, já, ég hef gert ráðstafanir til að vernda fjölskylduna mína og hreinsa upp fullt af dóti en þegar þú þarft að fara á sjúkrahúsið og þú veist, verður lyfjaður og æðaleggur settur upp, þá verður það mjög raunverulegt. á allt annan hátt.“

Leikkonan greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2015. Árið eftir upplýsti hún að hún hafi farið í fjölda lyfjameðferða.

Einstaklings leitað í sjónum við Granda í nótt

Frá leitinni í nótt. Ljósmynd: Aðsend á RÚV
Viðbragðsaðilar voru kallaðir út um klukkan eitt í nótt út í Örfirisey á Granda vegna manneskju sem var talin hafa farið í sjóinn. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Þyrla landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni, auk kafara og báts slökkviliðs Reykjavíkur.

Fram kemur í frétt RÚV um málið að leitin hafi ekki borið árangu og hafi því verið hætt. Engar frekari upplýsingar hafa borist frá viðbragðsaðilum.

Richard Simmons lést í gær: „Hafið það sem allra fallegast“

Blessuð sé minning hans

Bandaríska heilsuræktargoðsögnin Richard Simmons lést í gær, 76 ára að aldri.

Lögreglan brást við símtali frá ráðskonu Richard Simmons í gærmorgun, og þegar lögreglan mætti á vettvang var Simmons úrskurðaður látinn, samkvæmt NBC News.

Heilsuræktargoðsögnin, sem hélt sig frá kastljósinu síðustu árin, lést degi eftir 76 ára afmæli sitt. Ekki er búið að staðfesta dánarorsökina en líklegt þykir að hann hafi dáið af náttúrulegum orsökum.

Á föstudaginn rifjaði Simmons upp fyrri afmælisfögnuði sína, á Facebook. „Þegar ég kenndi líkamsrækt hjá Slimmons,“ rifjaði hann upp og átti þá við fyrrum líkamsræktarstöðina sína, „Þá létu þau búa til sérstakar afmæliskökur handa mér. Ein var lagkaka með mynd af mér á henni….. ein var Barbie-dúkka en kjóllinn hennar var kaka. Og hvað með kökuna sem var með stóra diskókúlu á toppnum? svo var það þegar ég átti afmæli þegar við tókum upp Groovin in the House. … sú kaka var þriggja feta þrívíddarkaka sem var í laginu eins og einn af Dalmatínuhundinum mínum … Þið vitið að ég grét.“

Simmons skrifaði síðan skilaboð til aðdáenda sína þar sem hann þakkaði fyrir afmæliskveðjurnar. „Svo mörg ykkar hafa sent mér afmæliskveðjur á Facebook og á öðrum miðlum. Ég kann virkilega að meta það. Ég veit ekki hvenær afmælið ykkar er, en ég óska ​​ykkur gleðilegs og heilbrigðs afmælis!“

Seinna á afmælisdaginn sinn skrifaði Simmons eftirfarandi Facebook-færslu: „Takk… ég hef aldrei fengið svona mörg skilaboð um afmælið mitt á ævinni! Ég sit hér og skrifa tölvupósta. Hafið það sem allra fallegast, restina af föstudeginum. Ástarkveðjur, Richard.“

Maðurinn sem skaut Trump var tvítugur Repúblikani – Drap einn og særði tvo alvarlega

Fréttamynd aldarinnar?

Yfirvöld hafa birt nafn mannsins sem skaut á Donald Trump á kosningafundi hans í Butler, Pennsylvaniu í gær. Hann var skráður í Repúblikanaflokkinn.

Einn áhorfandi lést og tveir eru alvarlega slasaðir á spítala eftir að maður skaut fimm skotum á kosningafundi Donald Trump í Pennsylvaniu í gær. Trump fékk skot í eyrað og var drifinn í burtu af leyniþjónustufólki. Skotmaðurinn var felldur af leyniþjónustunni en hann hafði klifrað upp á þak í nálægð við fundinn og skaut þaðan með rifli sínum.

Samkvæmt Alríkislögreglunni hét skotmaðurinn Thomas Matthew Crooks, en hann var tvítugur íbúi Bethal Park, Pennsylvaníu, um 56 kílómetra frá bænum þar sem kosningafundurinn fór fram. Opinber gögn sýna að maðurinn hafi verið skráður í Repúblíkanaflokkinn en að hann hafi styrkt hóp tengdan Demókrataflokknum með lítilli fjárupphæð árið 2021.

Tomas Matthew Crook

Yfirvöld sögðust á blaðamannafundi ekki trúa því að það séu neinar frekari ógnir sem steðji að Trump, en að það sé enn virk rannsókn í gangi og of snemmt að segja með óyggjandi hætti að um árás eins manns hafi verið að ræða.

Í skotárásinni lést einn þátttakandi fundarins og tveir eru lífshættulega særðir, að sögn yfirvalda. Allir þrír voru fullorðnir karlmenn. Þó þeir hafi verið auðkenndir af yfirvöldum hefur þeim upplýsingum enn ekki verið deilt opinberlega.

Talsmaður Trumps sagði að Trump væri „fínn“ og leyniþjónustan sagði að hann væri öruggur. Forsetinn fyrrverandi sagði á samfélagsmiðlum að hann hafi fengið kúlu í „efri hluta hægra eyraðs“. Trump flaug snemma í morgun aftur til Newark, New Jersey.

Joe Biden forseti var í Delaware þegar skotárásin átti sér stað, þar sem hann ætlaði að dvelja um helgina, en hann flaug aftur til Hvíta hússins snemma á sunnudagsmorgun svo hann geti haldið áfram að fá upplýsingar frá lögreglu. Áður sagðist hann hafa rætt við Trump og fordæmt skotárásina opinberlega.

 

 

Guðni söng með Helga

|
Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslands

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú að undirbúa að hverfa til annnarra starfa eftir að hafa setið tvö kjörtímabil, í embætti. Hann og eiginkona hans, Eliza Reed, eru þegar flutt í nýtt hús sitt í Garðabæ þar sem framtíðarheimili þeirra verður.

Guðni fór í sína seinustu opinberu heimsókn á ferlinum í Árneshrepp á föstudag. Í gær kleif hann fjallið Glissu í 25 manna hópi göngufólks. Við það tækifæri afhentii Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins, honum gullmerki félagsins. Eftir gönguna fór forsetinn í sjóbað í Norðurfirði ásamt gestum og göngufólki. Hann mætti svo á tónleika Helga Björns í Fjárhúsinu. Þar söng Guðni, Vertu þú sjálfur, með Helga.

Heimsókn forsetans í Árneshrepp lýkur í dag þegar hann skoðar Baskasetrið á Djúpuvík. Víst er að margir munu sakna Guðna þegar hann lætur af embætti og hverfur inn í heim fræðanna. Hann hefur svo sannarlega náð inn að hjörtum landsmanna …

Sölumaður dauðans handtekinn í nótt – Sótölvaður einstaklingur beitti skóm sínum gegn lögreglunni

Myndin er samsett

Frá klukkan 17:00 í gær þar til klukkan 05:00 í nótt voru fimm einstaklingar látnir gista í fangaklefum lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu en alls voru 40 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á tímabilinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Lögreglan sem sér um Austurbæinn, miðbæ Reykjavíkur, Vesturbæinn og Seltjarnarnes handtók sölumann dauðans en hann var grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Verið er að rannsaka málið frekar.

Úr hverfi 104 barst lögreglu tilkynning um yfirstandandi innbrot. Lögreglan fór með forgangi á vettvang og hafði hendur í hári innbrotsþrjótsins. Gistir hann nú fangageymslur þar til hægt verður að taka skýrslu af honum vegna málsins.

Þá barst tilkynning um perufullan mann sem sýndi ógnandi tilburði í garð vegfarenda í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglan gerði heiðarlega tilraun til að ræða við manninn klæddi hann sig úr skónum sínum og gerði sig líklegan til þess að beita þeim gegn lögreglumönnunum. Var hann þá snarlega handtekinn og færður til vistuna í fangaklefa þar til rennur af honum.

Bifreið valt í Breiðholtinu en ökumaður reyndist með minniháttar meiðsl. Hann var þó ölvaður við akstur og án gildra ökuréttinda.

Tobba er búin að fá nóg af bleytunni: „Þið þarna í Atlavík, þið getið kannski fokkað ykkur smá!“

Tobba Marínós.

Tobba Marínós er búin að fá nóg af rigningunni í Reykjavík.

Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Tobba Marínós birti drepfyndin myndbönd í story hjá sér á Instagram. Þar talar hún um íslenska sumarið sem margir dásama svo mikið en ekki hún Tobba. Tobba er búin að fá sig fullsadda af rigningunni í Reykjavík og sendir fólkinu sem spókar sig í sólinni á Austurlandi kaldar kveðjur: „Þið þarna í Atlavík, þið getið kannski fokkað ykkur smá!“ sagði Tobba eftir að hafa sýnd rennandi blautan útisófa sem hún var að kaupa sér. Því næst sýnir hún eiginmann sinn, Baggalútinn Karl Sigurðsson ausa regnvatni úr uppblásnum heita potti og að lokum leka frá svölunum sem ekki er hægt að laga fyrr en styttir upp. Tobbu til mikillar gleði á að stytta upp á morgun.

Hér má sjá hið fyndna myndband:

 

Starfsmaður matvöruverslunar handtekinn grunaður um líkamsárás – Hélt að þjófur væri í búðinni

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan handtók starfsmann matvöruverslunar sem gekk of harkalega í að stöðva meintan búðarþjóf.

Starfsmaður matvöruverslunar var handtekinn í dag og vistaður í fangaglefa eftir að til átaka kom á milli starfsmann og meints þjófs. Umræddur starfsmaður fór langt fram úr því sem telst til eðlilegra aðgerða að hindra för þjófs, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Reyndist meinti þjófurinn svo ekki með neinar vörur á sér en starfsmaðurinn handtekinn grunaður um líkamsárás. Málið í rannsókn.

Þá var tilkynnt um afbrigðilega hegðun í miðborginni þegar aðili sparkaði í unglingsstelpu, að því er virðist upp úr þurru. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn og þrátt fyrir leit í miðborginni fannst hann ekki. Stelpan ekki talin vera með alvarlega áverka eftir atvikið og gekk hún sína leið ásamt fjölskyldu eftir samtal við lögreglu.

Kynlífsþerapistinn Dr. Ruth er látin: „Ekkert er áhugaverðara en kynlíf“

Blessuð sé minning hennar.

Dr. Ruth Westheimer, hinn virti og ófeimni kynlífsmeðferðarfræðingur er látin, 96 ára að aldri.

Í yfirlýsingu til ET sagði upplýsingafulltrúi hennar, Pierre Lehu,: „Börn Dr. Ruth K. Westheimer eru sorgmædd að tilkynna andlát móður sinnar, hins alþjóðlega fræga kynlífsþerapista, rithöfundar, spjallþáttastjórnanda, prófessors og munaðarleysingja helfararinnar.“

Yfirlýsingin hélt áfram: „Hún lést friðsamlega á heimili sínu í New York borg 12. júlí umkringd ástríkri fjölskyldu sinni, rúmum mánuði eftir að hún hélt upp á 96 ára afmælið sitt. Auk barna sinna, Joe og Miriam, lætur hún eftir sig fjögur barnabörnin Ari, Leora, Michal og Ben, tengdasoninn Joe, tengdadótturina Barböru og eiginmann dótturdóttur hennar, Elan.“

Fulltrúinn sagði að fjölskyldan muni halda einkajarðarför. Fjölskyldan biður einnig um að framlög verði veitt til minningar hennar til Museum of Jewish Heritage og Riverdale YM&YWHA.

The New York Times sagði fyrst frá andlátinu.

Hinn ástsæli sálfræðingur, sem margoft sagði „ekkert er áhugaverðara en kynlíf,“ kom inn á poppmenningarsenuna árið 1980 með WYNY útvarpsþætti sínum í New York borg. Þó að þátturinn hafi aðeins byrjað sem 15 mínútna þáttur, svaraði Westheimer mýmörgum spurningum um kynlíf og sambönd sem heilluðu áhorfendur í Stóra eplinum. Hún varð fljótlega þjóðþekkt og er hún sögð bera að mestu ábyrgð á því að hafa fengið Bandaríkjamenn til þess að hætta að líta svo á að kynlífstal sé tabú.

Dr. Ruth lætur eftir sig son sinn, Joel Westheimer, dóttur sína, Miriam Westheimer, og fjögur barnabörn.

 

500 Íslendingar bera sérstaka stökkbreytingu: „Hún þrefaldar líkurnar á sjálfsónæmi í skjaldkirtli“

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið íslenska stökkbreytingu sem þrefaldar líkurnar á sjálfsónæmi í skjaldkirtli.

RÚV segir frá því að íslenskur erfðabreytileiki í geni hafi fundist, sem þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Samkvæmt niðurstöðu rannsókna fær fimm prósent fólks sjálfsónæmissjúkdóminn einhvern tímann á ævinni.

Það voru vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar sem framkvæmdu stóra rannsókn þar sem skoðað var hvvaða erfðabreytileikar stuðluðu að sjálfsónæmi í skjaldkirtli en það er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn. Lýsir hann sér ýmist í vanvirkum eða ofvirkum skjaldkirtli.

Samkvæmt Sædísi Sævardóttur, vísindamanns hjá Íslenskri erfðagreiningu og einn rannsakenda, komu tvær sjaldgæfar stökkbreytinga í ljós við rannsóknir. „Ein sem finnst bara á Íslandi og önnur sem finnst bara í Finnlandi – sem bentu okkur á sérstakt áhættugen sem er kallað LAG3. Það vill svo til að þessi stökkbreyting sem er bara á Íslandi, hún fimmfaldar líkurnar á vitiligo og hún þrefaldar líkurnar á sjálfsónæmi í skjaldkirtli,“ segir Sædís.“

Að sögn Sædísar bera aðeins um 0,13 prósent einstaklinga þessar stökkbreytingar sem þýðir að um 500 Íslendinga bera þær. Segir hún að þrátt fyrir það sé ekki um að ræða eitthvað sem komi til með að þurfa að skima fyrir í framtíðnni. „Við gátum ekki séð tengsl við áhættu á dauða eða slíkt,“ segir hún.

Erna Hrönn er að verða amma: „Hjörtun okkur eru að springa úr ást!“

Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona

Söng- og útvarpskonan Erna Hrönn Ólafsdóttir er að verða amma.

Gleðibomban vinsæla, Erna Hrönn tilkynnti í dag að brátt taki nýtt hlutverk hjá henni við, nefnilega ömmuhlutverkið.

„Gleðifréttir sem loksins má deila. Lítið HjartaGull er væntanlegt í fjölskylduna í janúar og hjörtun okkur eru að springa úr ást!“ Þannig hófst gleðifrétt Ernu Hrannar en sonur hennar, Máni Steinn á von á barni með kærustu sinni. Erna Hrönn hélt svo áfram:

„Elsku Máni Steinn og Elin Maria okkar eiga von á erfingja og nýtt hlutverk tekur við… Amma Erna og Afi Jöri bíða spennt eftir að fá að umvefja krílið hamingju og kærleika, Lífið er svo sannarlega ljúft.“

Dr. Smith: „Ekkert getur búið þig undir að verða vitni að því sem Palestínumenn hafa mátt þola“

Hams Smith, bráðalæknir sem sneri nýlega heim frá Gaza, segist aldrei hafa orðið vitni að neinu eins hrikalegu og það sem hann sá á Gaza-svæðinu á öllum ferli sínum á átakasvæðum.

„Enginn getur undirbúið sig nægilega fyrir það sem palestínskir ​​heilbrigðisstarfsmenn og Palestínumenn á Gaza hafa mátt þola á síðustu níu mánuðum,“ sagði Smith við Al Jazeera.

„Ég hef starfað í nokkrum átakasvæðum þar sem mannúðarkrísa ríkir, á ferli mínum hingað til og ekkert kemst jafnvel nálægt því mikla umfangi og villimennsku og ofbeldi sem verið er að beita palestínsku þjóðinni,“ sagði hann.

„Þetta eru örvæntingarfullir tímar og allir sem geta veitt gagnlegan stuðning á þessum tíma, hvort sem það eru læknar, hjúkrunarfræðingar eða næringarsérfræðingar og hafa þau forréttindi að komast inn á Gaza, ættu að gera það,“ bætti hann við og útskýrði þannig hvers vegna hann sneri aftur til strandarinnar í maí eftir fyrri ferð sína þar í desember.

 

 

 

Segir yfirstandandi Evrópumót slá öll met í leiðindum: „Fótboltinn er að snúast upp í jazzballet“

Geðlæknirinn glaðlegi og góðkunni, Óttar Guðmundsson, er lipur með pennann að vopni; eða öllu heldur laufléttur og laglegur á lyklaborðinu.

Óttar skrifar grein á DV sem hefst með þessum orðum:

„Ég hef alltaf fylgst með fótbolta af miklum áhuga. Alinn upp í Laugarneshverfinu svo að Fram var mitt félag. Náði reyndar aldrei neinum frama á fótboltavellinum og tilheyrði „ruslinu“ sem síðast var valið í lið. Brennandi áhugi og ástríða fyrir íþróttinni voru þó alltaf fyrir hendi.“

Mynd frá þeim tíma er Óttar var upp á sitt besta í boltanum.

Óttar hefur verið lengi að og komið víða við; hann er ekkert sérstaklega að spá í síðasta eða þarsíðasta mót; hann er meira að velta sér upp úr grárri forneskjunni og byrjar á því að rifja upp mót sem fram fór þrettán árum áður en sá sem hér dansar á lyklaborðinu í þjóðbúningi ásamt útfríkuðum fræðimönnum þambandi malt sá heiminn utan bumbunnar í fyrsta sinn.

Óttar – Those were the days, my friend.

Frá HM árið 1958. Þetta er hann Pelé.

„Ég fylgdist með HM frá árinu 1958 þegar Svíar töpuðu fyrir Brasilíu. Úrslitaleikurinn 1966 er minnisstæður þegar Englendingar unnu Þjóðverja með dyggri aðstoð rússneskra línuvarða sem mundu enn þá orrustuna við Stalíngrað. Þá áttaði ég mig á öllu svindlinu í kringum leikinn.“

Bætir við:

Frá leik Kenya og Tansaníu.

„Tíminn hefur liðið og ég hef langdvölum setið límdur við skjáinn á EM og HM og ótal öðrum kappleikjum. Einu sinni reiknaði ég út hversu miklum tíma ég hefði varið í fótboltann og útkoman var skelfileg. Ég áttaði mig á því að hefði ég notað þennan tíma til t.d. tungumálanáms kynni ég í dag bæði portúgölsku og swahili og hrafl í öðrum málum.“

Þráin eftir því liðna – glötuðum tíma – er Óttari hugleikin.

Skrifar:

„Stundum var gaman en með árunum hefur fótboltinn orðið æ leiðinlegri. Yfirstandandi Evrópumót slær þó öll fyrri met í leiðindum. Varnarsinnuð lið standa áhugalaus í kringum miðjureitinn. Markaskorun er í algjöru lágmarki. VAR-dómgæslan hefur svo endanlega gengið frá leiknum. Dæmd eru víti á minniháttar brot þegar dómarinn er búinn að glápa á endursýningu tíu sinnum.“

Óttar. Er. Hættur. Að. Horfa. Á. Fótbolta. Og. Vill. Láta. Fólk. Vita. Af. Þeirri. Staðreynd.

„Fótboltinn er hægt og bítandi að snúast upp í jazzballet þar sem menn falla við minnstu snertingu á dramatískan hátt. Leiðinlegasta lið keppninnar er komið í úrslitaleikinn með dyggri aðstoð dómaranna eins og 1966.

Nú er ég endanlega hættur að horfa á fótbolta. Ég ætla í framtíðinni að verja þessum tíma í jóga og innhverfa íhugun og reyna að sættast við allan þennan glataða tíma sem fór í dapurlega knattspyrnuleiki.“

Kwa heri!

Persónuvernd með nokkur kvörtunarmál til meðferðar varðandi PEP-lista Keldunnar

Keldan ehf.

Persónuvernd er með nokkur kvörtunarmál frá einstaklingum vegna svokallaðs PEP-lista Keldunnar.

Mannlíf sagði frá því í júní að Keldan ehf. hefði sent Ásgeir Rúnar Helgason, dósent við Háskólann í Reykjavík, tilkynningu um að hann verði brátt settur á svokallaðan PEP-lista fyrirtækisins. Um er að ræða lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Í fyrra sagði Mannlíf einnig frá því að 14 ára barn varaþingmanns Miðflokksins hafi einnig verið sett á lista Keldunnar.

Skráningar á listann þýðir að aukið eftirlit er haft með einstaklingnum af hálfu fjármálafyrirtækja sem gæti haft í för með sér tafir á afgreiðslu eða jafnvel að viðkomandi fái ekki þjónustu í einhverjum tilfellum. Með auknu eftirliti má gera ráð fyrir að einstaklingar á listanum verði fyrir því að einstaklingsfrelsi þeirra þegar kemur að fjármálum verði að einhverju leyti skert.

PEP stendur fyrir „Politically Exposed Person“ sem gefur til kynna að aðilar listans séu viðriðnir stjórnmál, beint eða óbeint. Skráning á slíkan lista gefur ekki til kynna að aðilar á listanum séu glæpamenn eða grunaðir um slíkt en óbeinir aðilar eru skráðir vegna mögulegra áhrifa sem þeir gætu haft á þá sem skráningin kemur til út af eða stöðu sem gæti valdið því að þeir gætu verið notaðir til að greiða leið peningaþvættis eða hryðjuverka.

Mannlíf sendi fyrirspurn til Persónuverndar og spurði hvort listinn samræmdist lögum um persónuvernd. Í svari stofnunarinnar kom fram að nokkur kvörtunarmál væru á borði hennar og því gæti Persónuvernd ekki svarað spurningunni að svo stöddu.

„Persónuvernd hefur nú til meðferðar nokkur kvörtunarmál frá einstaklingum sem lúta að því sem fyrirspurn þín snýr að. Málin hafa ekki enn verið afgreidd og getur Persónuvernd því ekki svarað fyrirspurn þinni efnislega að svo stöddu.

Úrskurðir í málunum verða birtir á vefsíðu stofnunarinnar þegar þau hafa verið afgreidd.“

 

Konan vill að Brynjar fari að vinna aftur: „Nemendur í dag vilja ekki láta græta sig alla daga“

Brynjar Níelsson.
Eiginkona Brynjars Níelssonar, Arnfríður Einarsdóttir, sem hann kallar reyndar alltaf Soffíu á Facebook, vill að hann fái sér vinnu að nýju.

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar segir í nýrri Facebook-færslu að eiginkona hans sé orðin þreytt á að hafa hann alltaf heima. Brynjar hefur lítið unnið frá því að hann hætti sem aðstoðarmaður þáverandi dómsmálaráðeherrans Jóns Gunnarssonar í fyrra.

„Nú horfi ég út um stofugluggann á sumarið í iðjuleysi mínu, sem minnir á sumrin þegar ég var barn og unglingur og vísindamenn sögðu mér að nú væri litla ísöldin komin þrátt fyrir mikla aukningu á koltvísýringi í andrúmsloftinu af mannavöldum.“ Þannig hefst færsla Brynjars en hann segir í næstu setningu að eiginkonan þjáist af loftlagskvíða sem sé þó smámál miðað við stærra vandamál:

„Þótt Soffía þjáist af loftslagskvíða er hann smámál miðað við kvíðann að hafa mig heima alla daga. Hún sendir mig gjarnan út í búð til að kaupa einn hlut í einu þannig að ég þurfi að fara 10-20 sinnum í búðina á hverjum degi. Hún hefur lagt til að ég gangi hringinn í kringum landið, eins og Reynir Pétur forðum daga, og safni áheitum fyrir sjálfan mig. Ég þurfi hins vegar að læra að vera jákvæður eins og hann.“

Að lokum segir hann að „Soffía“ sé með ákveðnar hugmyndir um það sem hann ætti að taka sér fyrir hendur:

„Þá vill Soffía að ég fari að vinna og spurði hvort ég gæti bara ekki opnað lögmannstofuna aftur. Og af því að ég væri svo athyglissjúkur gæti ég rekið málin mín í fjölmiðlum eins og stjörnulögmennirnir gera. En hún benti mér á að það þýddi lítið fyrir mig að fara að kenna í háskólunum aftur. Nemendur í dag vilja ekki láta græta sig alla daga.“

Maður staðinn að mannráni og þjófnaði – Ökumaður með skerta dómgreind handtekinn

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Fjórir einstaklingar voru í fangaklefum löreglunnar þegar nýr dagur rann. Hegðunarvandi og lögbrot réðu þvík að fólkið var læst inni.

Maður var handtekinn í miðborginni fyrir þjófnað og mannrán. Ofbeldismaðurinn er í haldi og málið í rannsókn. Vegfarendur í miðborg Reykjavíkur urðu fyrir áreiti og hótunum. Tveir menn gengu um og höfðu uppi ógnandi hegðum. Þeir voru handteknir og læstir inni. Með nýjum degi svara fólin til saka.

Ökumaður var staðinn að verki við að aka í ástandi sem skerti dómgreind hans og hafði í för með sér hættu fyrir aðra vegfarendur. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli þar sem dregið var úr honum blóð.

Í Kópavogi var nóttin róleg hjá lögreglu. Þó voru skráningarmerki fjarlægð af þremur ökutækjum vegna vanrækslu á aðalskoðun. Próflaus ökumaður var stöðvaður í akstri og kærður fyrir akstur án gildra ökuréttinda. Lögreglan á Hólmavík fylgdi forseta Íslands og fylgdarliði hans eftir, reglum samkvæmt,  í heimsókn hans í Árneshrepp á Ströndum. Ekkert bar til tíðinda og sinnti lögreglan verkefni sínu með sóma og skilaði forsetanum að sýslumörkum. Heimsókninni lauk í gær.

Skotmaðurinn í Pennsylvanínu vann á hjúkrunarheimili – Faðir hans keypti riffilinn sem notaður var

Tomas Matthew Crook

Thomas Matthew Crooks er nafn þess sem reyndi að drepa Donald Trump í gær með rifli en hæfði forsetann fyrrverandi í eyrað. Þá drap hann einn áhorfanda og særði tvo alvarlega, áður en leyniskytta leyniþjónustunnar skaut hann til bana. En hver var þessi tvíugi maður?

Hann var frá Bethel Park í Pennsylvaníu, um 70 kílómetra frá staðnum þar sem banatilræðið var framið. Hann útskrifaðist árið 2022 úr Bethal Park menntaskólanum en hann hlaut 68 þúsund króna verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í vísindum og stærðfræði, samkvæmt staðbundum fjölmiðli í Bethal Park.

Crooks vann í eldhúsi á hjúkrunarheimili í stuttri akstursfjarlægð frá heimili sínu, að því er fram kemur í frétt BBC. Kjósendaskrár ríkisins sýna að hann var skráður repúblikani, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Þá styrkti hann einnig samtökin ActBlu um 15 dollara árið 2021 en það er pólitísk aðgerðanefnd og fjáröflunarvettvangur sem stofnaður var til að þjóna vinstri sinnuðum og félagasamtökum Demókrata og stjórnmálamönnum.

Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum var Crooks í stuttermabol frá Demolition Ranch, YouTube rás sem er þekkt fyrir byssur sínar og niðurrifsefni. Rásin er með milljónir áskrifenda sem sýna myndbönd af mismunandi byssum og sprengibúnaði.

Lögreglumenn telja að vopnið ​​sem notað var til að skjóta á Donald Trump hafi verið keypt af faðir Crook, að því er Associated Press fréttastofan greinir frá. Tveir ónafngreindir lögreglumenn sögðu við AP að faðir Crooks hafi keypt vopn fyrir að minnsta kosti sex mánuðum.

Daginn eftir skotárásina, sem sagt í dag, sögðu heimildarmenn lögreglunnar einnig CBS, samstarfsaðila BBC í Bandaríkjunum, að grunsamlegur tækjabúnaður hefði fundist í bifreið Crooks. Samkvæmt CBS var hinn grunaði með búnað sem var fáanlegur í venjulegri verslun sem virtist geta komið búnaðinum af stað. Sprengjutæknir var kallaður á vettvang til að tryggja og rannsaka tækin.

Hvert var tilefnið?

Eftir að hafa staðfest hver Crooks er, eru lögregla og stofnanir ríksins að rannsaka tilefni hans.

„Við höfum ekki tilgreindar ástæður eins og er,“ sagði Kevin Rojek, fulltrúi FBI í Pittsburgh, sem fer með rannsókn málsins, á kynningarfundi í gærkvöldi.

Rannsóknin á því sem átti sér stað gæti staðið yfir í marga mánuði og rannsakendur munu vinna „sleitulaust“ að því að greina hvers vegna Crooks var, sagði Rojek.

Í samtali við CNN sagði faðir Crooks, Matthew Crooks, að hann væri að reyna að átta sig á „hvað í fjandanum er í gangi“ en myndi „bíða þangað til ég tala við lögregluna“ áður en hann talaði um son sinn. Lögreglan lokaði veginum að húsinu þar sem Crooks bjó með foreldrum sínum, að því er CBS News greinir frá. Nágranni sagði við CBS að lögreglumenn hafi flutt hana á brott um miðja nótt án viðvörunar. Lögreglan í Bethel Park sagði að sprengjurannsókn væri í gangi í kringum heimili Crooks.

Heimildarmenn lögreglunnar sögðu CBS að þeir teldu ákveðna skipulagningu hafi verið gerð fyrir skotárásina. Hversu miklum tíma var varið í þá áætlanagerð er hins vegar enn viðfangsefni áframhaldandi rannsóknar.

Lögreglan telur að hann hafi verið einn að verki, en heldur áfram að rannsaka hvort hann hafi verið í fylgd einhvers á fundinum.

Stúlkan sem lögreglan leitaði að er fundin

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir 12 ára stúlku fyrr í kvöld.

Stúlkan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld er fundin. Lögreglan þakkar aðstoðina.

 

Uppfært klukkan 20:20

Ættingjar Bjarna þrifu Landsbókasafn fyrir hundruði milljóna: „Alltaf leggst þeim eitthvað til“

Þjóðarbókhlaðan

Ræstingafyrirtæki ættingja Bjarna Benediktssonar þrifu Landsbókasafn fyrir hundruði milljóna króna án útboðs.

Heimildin segir frá því í frétt í gær að Dagar, fyrirtæki föður forsætisráðherra, hafi þrifið Þjóðarbókhlöðuna fyrir tugi milljóna á ári án þess að farið væri í útboð. Var stjórnendum ítrekað á margra ára tímabili bent á að kaup á þjónustu sem færi yfir 15,5 milljónir væru útboðsskyld.

Dagar, sem áður hét ISS Ísland og hefur lengi verið með yfirburðastöðu í ræstingabransanum hér á landi, hefur þáð tugi milljóna króna greiðslur á ári fyrir þrif á Þjóðarbókhlöðunni. Voru þrifin á grundvelli samnings frá árinu 2009 en í næstum þrjá áratugi hefur ekki verið gert útboð vegna þeirra.

Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, sem eru í Engeyjarættinni, eru stærstu eigendur Daga og Benedikt Einarsson, sonur Einars, er stjórnarformaður. Félagið græddi um 405 milljónir króna á rekstri sínum í fyrra en enginn arður var greiddur til eigenda frekar en síðustu ár. Á árunum 2016 og 2018 námu arðgreiðslurnar hins vegar á annan milljarð króna og runnu til fyrri eigenda fyrirtæksins.

Landsbókavörður, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir staðfestir við Heimildina að í maí hafi útboð verið auglýst og að samið verði um nýjan ræstingaraðila frá og með þessu sumri. Segir hún að útboð hafi tafist af ýmsum ástæðum.

Illugi Jökulsson, sem vinnur á Heimildinni, skrifaði Facebook-færslu við fréttina þar sem kaldhæðnin drýpur af hverju orði. Hér má lesa færsluna:

„Mér finnst svo fallegt að hugsa til þess að öll þau ár sem ég hef notið frábærrar þjónustu starfsmanna Landsbókasafnsins þá hafi meira að segja þar ættingjar Bjarna Benediktssonar verið að maka krókinn! — Alltaf leggst þeim eitthvað til, kútunum tveim, pabba og frænda Bjarna Benediktssonar. Mikið er guðsþakkarvert að VG hafi gert Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum kleift að viðhalda spillingu sinni öll þessi [ár]. Enda hefur íslensk alþýða grætt svo vel á öllu saman, er það ekki? Ha, ekki það? Nú, til hvers var VG þá að þessu?“

Hneykslast á aðdáun á Verkamannaflokknum: „Er ekkert skrítið að styðja svona transfóbískan flokk?“

Alexandra Briem borgarfulltrúi
Alexandra Briem hneikslast á því íslenska stjórnmálafólki sem mært hafa Verkamannflokkinn í Bretlandi, í ljósi andstöðu flokksins við transfólk.

Borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, sem sjálf er transkona, birti skjáskot af frétt af Verkamannaflokknum í Bretlandi, þar sem fram kemur að til standi að banna hormónablokkera. Við skjáskotið skrifar Alexandra færslu þar sem hún hneykslast á íslensku stjórnmálafólki sem mærði flokkinn í aðdraganda kosninga í Bretlandi sem fram fóru fyrir stuttu.

„Ekki það, Verkamannaflokkurinn í Bretlandi var alltaf skárra valið samanborið við Íhaldið. En mér fannst eiginlega nóg um hvað sumir íslendingar, og íslenskt stjórnmálafólk sérstaklega gekk langt í að mæra flokkinn og leiðtoga hans, Keir Starmer í aðdraganda kosninganna, í ljósi þess að þau hafa í raun algjörlega kastað trans fólki út um gluggann.“ Þannig hefst færsla Alexöndru. Og hún heldur svo áfram: „Fyrir kosningar talaði Keir Starmer um að trans konur ættu ekki að eiga væntingu um að vera í ‘kvenna rýmum’ og ef einhver var að vona að það væri kannski bara ákveðin taktík í ljósi orðræðu í Englandi, en þau ætluðu sér samt ekkert að gera neitt mikið, þá var að birtast frétt um að þau ætli að endurnýja bann síðustu ríkisstjórnar við lyfjameðferð sem hægir á eða kemur í veg fyrir kynþroska.“

Að lokum spyr Alexandra nokkurra góðra spurninga:

„Þá er kannski von að ég spyrji hvað fólkið sem var mest að hampa þessum vinum sínum hafi um þessa stefnu að segja? Er ekkert skrítið að styðja svona transfóbískan flokk með ráðum og dáð?“

Shannon Doherty er fallin frá

Shannon Doherty

Leikkonan Shannon Doherty er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún var 53 ára.

Shannon Doherty, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í þáttunum Beverly Hills 90210 og Charmed lést á laugardaginn. „Það er með þungu hjarta sem ég staðfesti fráfall leikkonunnar Shannen Doherty,“ sagði Leslie Sloane, langvarandi kynningarfulltrúi leikkonunnar, við ET í yfirlýsingu. „Laugardaginn 13. júlí tapaði hún baráttu sinni við krabbamein eftir margra ára baráttu við sjúkdóminn.

Yfirlýsingin hélt áfram: „Hin dygga dóttir, systir, frænka og vinkona var umkringd ástvinum sínum sem og hundinum sínum, Bowie. Fjölskyldan biður um frið á þessum tíma svo þau geti syrgt í friði.“

Í júní upplýsti Doherty í hlaðvarpi sínu Let’s Be Clear, á tilfinningaríkan hátt, að hún myndi gangast undir krabbameinslyfjameðferð við fjórða stigs brjóstakrabbameini sínu.

„Ég hélt að ég væri í lagi. Ég þarf að fara aftur á krabbameinslyfjameðferð og það er mjög erfitt, eins og tilhugsunin um að fara í gegnum þetta aftur hefur eyðilagt mig,“ sagði Doherty. „Þetta hefur eyðilagt mig í þeim skilningi að, já, ég vissi að ég væri með fjórða stigs krabba, já, ég vissi að þetta var virkilega alvarlegt, já, ég hef gert ráðstafanir til að vernda fjölskylduna mína og hreinsa upp fullt af dóti en þegar þú þarft að fara á sjúkrahúsið og þú veist, verður lyfjaður og æðaleggur settur upp, þá verður það mjög raunverulegt. á allt annan hátt.“

Leikkonan greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2015. Árið eftir upplýsti hún að hún hafi farið í fjölda lyfjameðferða.

Einstaklings leitað í sjónum við Granda í nótt

Frá leitinni í nótt. Ljósmynd: Aðsend á RÚV
Viðbragðsaðilar voru kallaðir út um klukkan eitt í nótt út í Örfirisey á Granda vegna manneskju sem var talin hafa farið í sjóinn. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Þyrla landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni, auk kafara og báts slökkviliðs Reykjavíkur.

Fram kemur í frétt RÚV um málið að leitin hafi ekki borið árangu og hafi því verið hætt. Engar frekari upplýsingar hafa borist frá viðbragðsaðilum.

Richard Simmons lést í gær: „Hafið það sem allra fallegast“

Blessuð sé minning hans

Bandaríska heilsuræktargoðsögnin Richard Simmons lést í gær, 76 ára að aldri.

Lögreglan brást við símtali frá ráðskonu Richard Simmons í gærmorgun, og þegar lögreglan mætti á vettvang var Simmons úrskurðaður látinn, samkvæmt NBC News.

Heilsuræktargoðsögnin, sem hélt sig frá kastljósinu síðustu árin, lést degi eftir 76 ára afmæli sitt. Ekki er búið að staðfesta dánarorsökina en líklegt þykir að hann hafi dáið af náttúrulegum orsökum.

Á föstudaginn rifjaði Simmons upp fyrri afmælisfögnuði sína, á Facebook. „Þegar ég kenndi líkamsrækt hjá Slimmons,“ rifjaði hann upp og átti þá við fyrrum líkamsræktarstöðina sína, „Þá létu þau búa til sérstakar afmæliskökur handa mér. Ein var lagkaka með mynd af mér á henni….. ein var Barbie-dúkka en kjóllinn hennar var kaka. Og hvað með kökuna sem var með stóra diskókúlu á toppnum? svo var það þegar ég átti afmæli þegar við tókum upp Groovin in the House. … sú kaka var þriggja feta þrívíddarkaka sem var í laginu eins og einn af Dalmatínuhundinum mínum … Þið vitið að ég grét.“

Simmons skrifaði síðan skilaboð til aðdáenda sína þar sem hann þakkaði fyrir afmæliskveðjurnar. „Svo mörg ykkar hafa sent mér afmæliskveðjur á Facebook og á öðrum miðlum. Ég kann virkilega að meta það. Ég veit ekki hvenær afmælið ykkar er, en ég óska ​​ykkur gleðilegs og heilbrigðs afmælis!“

Seinna á afmælisdaginn sinn skrifaði Simmons eftirfarandi Facebook-færslu: „Takk… ég hef aldrei fengið svona mörg skilaboð um afmælið mitt á ævinni! Ég sit hér og skrifa tölvupósta. Hafið það sem allra fallegast, restina af föstudeginum. Ástarkveðjur, Richard.“

Maðurinn sem skaut Trump var tvítugur Repúblikani – Drap einn og særði tvo alvarlega

Fréttamynd aldarinnar?

Yfirvöld hafa birt nafn mannsins sem skaut á Donald Trump á kosningafundi hans í Butler, Pennsylvaniu í gær. Hann var skráður í Repúblikanaflokkinn.

Einn áhorfandi lést og tveir eru alvarlega slasaðir á spítala eftir að maður skaut fimm skotum á kosningafundi Donald Trump í Pennsylvaniu í gær. Trump fékk skot í eyrað og var drifinn í burtu af leyniþjónustufólki. Skotmaðurinn var felldur af leyniþjónustunni en hann hafði klifrað upp á þak í nálægð við fundinn og skaut þaðan með rifli sínum.

Samkvæmt Alríkislögreglunni hét skotmaðurinn Thomas Matthew Crooks, en hann var tvítugur íbúi Bethal Park, Pennsylvaníu, um 56 kílómetra frá bænum þar sem kosningafundurinn fór fram. Opinber gögn sýna að maðurinn hafi verið skráður í Repúblíkanaflokkinn en að hann hafi styrkt hóp tengdan Demókrataflokknum með lítilli fjárupphæð árið 2021.

Tomas Matthew Crook

Yfirvöld sögðust á blaðamannafundi ekki trúa því að það séu neinar frekari ógnir sem steðji að Trump, en að það sé enn virk rannsókn í gangi og of snemmt að segja með óyggjandi hætti að um árás eins manns hafi verið að ræða.

Í skotárásinni lést einn þátttakandi fundarins og tveir eru lífshættulega særðir, að sögn yfirvalda. Allir þrír voru fullorðnir karlmenn. Þó þeir hafi verið auðkenndir af yfirvöldum hefur þeim upplýsingum enn ekki verið deilt opinberlega.

Talsmaður Trumps sagði að Trump væri „fínn“ og leyniþjónustan sagði að hann væri öruggur. Forsetinn fyrrverandi sagði á samfélagsmiðlum að hann hafi fengið kúlu í „efri hluta hægra eyraðs“. Trump flaug snemma í morgun aftur til Newark, New Jersey.

Joe Biden forseti var í Delaware þegar skotárásin átti sér stað, þar sem hann ætlaði að dvelja um helgina, en hann flaug aftur til Hvíta hússins snemma á sunnudagsmorgun svo hann geti haldið áfram að fá upplýsingar frá lögreglu. Áður sagðist hann hafa rætt við Trump og fordæmt skotárásina opinberlega.

 

 

Guðni söng með Helga

|
Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslands

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú að undirbúa að hverfa til annnarra starfa eftir að hafa setið tvö kjörtímabil, í embætti. Hann og eiginkona hans, Eliza Reed, eru þegar flutt í nýtt hús sitt í Garðabæ þar sem framtíðarheimili þeirra verður.

Guðni fór í sína seinustu opinberu heimsókn á ferlinum í Árneshrepp á föstudag. Í gær kleif hann fjallið Glissu í 25 manna hópi göngufólks. Við það tækifæri afhentii Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins, honum gullmerki félagsins. Eftir gönguna fór forsetinn í sjóbað í Norðurfirði ásamt gestum og göngufólki. Hann mætti svo á tónleika Helga Björns í Fjárhúsinu. Þar söng Guðni, Vertu þú sjálfur, með Helga.

Heimsókn forsetans í Árneshrepp lýkur í dag þegar hann skoðar Baskasetrið á Djúpuvík. Víst er að margir munu sakna Guðna þegar hann lætur af embætti og hverfur inn í heim fræðanna. Hann hefur svo sannarlega náð inn að hjörtum landsmanna …

Sölumaður dauðans handtekinn í nótt – Sótölvaður einstaklingur beitti skóm sínum gegn lögreglunni

Myndin er samsett

Frá klukkan 17:00 í gær þar til klukkan 05:00 í nótt voru fimm einstaklingar látnir gista í fangaklefum lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu en alls voru 40 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á tímabilinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Lögreglan sem sér um Austurbæinn, miðbæ Reykjavíkur, Vesturbæinn og Seltjarnarnes handtók sölumann dauðans en hann var grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Verið er að rannsaka málið frekar.

Úr hverfi 104 barst lögreglu tilkynning um yfirstandandi innbrot. Lögreglan fór með forgangi á vettvang og hafði hendur í hári innbrotsþrjótsins. Gistir hann nú fangageymslur þar til hægt verður að taka skýrslu af honum vegna málsins.

Þá barst tilkynning um perufullan mann sem sýndi ógnandi tilburði í garð vegfarenda í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglan gerði heiðarlega tilraun til að ræða við manninn klæddi hann sig úr skónum sínum og gerði sig líklegan til þess að beita þeim gegn lögreglumönnunum. Var hann þá snarlega handtekinn og færður til vistuna í fangaklefa þar til rennur af honum.

Bifreið valt í Breiðholtinu en ökumaður reyndist með minniháttar meiðsl. Hann var þó ölvaður við akstur og án gildra ökuréttinda.

Tobba er búin að fá nóg af bleytunni: „Þið þarna í Atlavík, þið getið kannski fokkað ykkur smá!“

Tobba Marínós.

Tobba Marínós er búin að fá nóg af rigningunni í Reykjavík.

Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Tobba Marínós birti drepfyndin myndbönd í story hjá sér á Instagram. Þar talar hún um íslenska sumarið sem margir dásama svo mikið en ekki hún Tobba. Tobba er búin að fá sig fullsadda af rigningunni í Reykjavík og sendir fólkinu sem spókar sig í sólinni á Austurlandi kaldar kveðjur: „Þið þarna í Atlavík, þið getið kannski fokkað ykkur smá!“ sagði Tobba eftir að hafa sýnd rennandi blautan útisófa sem hún var að kaupa sér. Því næst sýnir hún eiginmann sinn, Baggalútinn Karl Sigurðsson ausa regnvatni úr uppblásnum heita potti og að lokum leka frá svölunum sem ekki er hægt að laga fyrr en styttir upp. Tobbu til mikillar gleði á að stytta upp á morgun.

Hér má sjá hið fyndna myndband:

 

Starfsmaður matvöruverslunar handtekinn grunaður um líkamsárás – Hélt að þjófur væri í búðinni

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan handtók starfsmann matvöruverslunar sem gekk of harkalega í að stöðva meintan búðarþjóf.

Starfsmaður matvöruverslunar var handtekinn í dag og vistaður í fangaglefa eftir að til átaka kom á milli starfsmann og meints þjófs. Umræddur starfsmaður fór langt fram úr því sem telst til eðlilegra aðgerða að hindra för þjófs, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Reyndist meinti þjófurinn svo ekki með neinar vörur á sér en starfsmaðurinn handtekinn grunaður um líkamsárás. Málið í rannsókn.

Þá var tilkynnt um afbrigðilega hegðun í miðborginni þegar aðili sparkaði í unglingsstelpu, að því er virðist upp úr þurru. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn og þrátt fyrir leit í miðborginni fannst hann ekki. Stelpan ekki talin vera með alvarlega áverka eftir atvikið og gekk hún sína leið ásamt fjölskyldu eftir samtal við lögreglu.

Kynlífsþerapistinn Dr. Ruth er látin: „Ekkert er áhugaverðara en kynlíf“

Blessuð sé minning hennar.

Dr. Ruth Westheimer, hinn virti og ófeimni kynlífsmeðferðarfræðingur er látin, 96 ára að aldri.

Í yfirlýsingu til ET sagði upplýsingafulltrúi hennar, Pierre Lehu,: „Börn Dr. Ruth K. Westheimer eru sorgmædd að tilkynna andlát móður sinnar, hins alþjóðlega fræga kynlífsþerapista, rithöfundar, spjallþáttastjórnanda, prófessors og munaðarleysingja helfararinnar.“

Yfirlýsingin hélt áfram: „Hún lést friðsamlega á heimili sínu í New York borg 12. júlí umkringd ástríkri fjölskyldu sinni, rúmum mánuði eftir að hún hélt upp á 96 ára afmælið sitt. Auk barna sinna, Joe og Miriam, lætur hún eftir sig fjögur barnabörnin Ari, Leora, Michal og Ben, tengdasoninn Joe, tengdadótturina Barböru og eiginmann dótturdóttur hennar, Elan.“

Fulltrúinn sagði að fjölskyldan muni halda einkajarðarför. Fjölskyldan biður einnig um að framlög verði veitt til minningar hennar til Museum of Jewish Heritage og Riverdale YM&YWHA.

The New York Times sagði fyrst frá andlátinu.

Hinn ástsæli sálfræðingur, sem margoft sagði „ekkert er áhugaverðara en kynlíf,“ kom inn á poppmenningarsenuna árið 1980 með WYNY útvarpsþætti sínum í New York borg. Þó að þátturinn hafi aðeins byrjað sem 15 mínútna þáttur, svaraði Westheimer mýmörgum spurningum um kynlíf og sambönd sem heilluðu áhorfendur í Stóra eplinum. Hún varð fljótlega þjóðþekkt og er hún sögð bera að mestu ábyrgð á því að hafa fengið Bandaríkjamenn til þess að hætta að líta svo á að kynlífstal sé tabú.

Dr. Ruth lætur eftir sig son sinn, Joel Westheimer, dóttur sína, Miriam Westheimer, og fjögur barnabörn.

 

500 Íslendingar bera sérstaka stökkbreytingu: „Hún þrefaldar líkurnar á sjálfsónæmi í skjaldkirtli“

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið íslenska stökkbreytingu sem þrefaldar líkurnar á sjálfsónæmi í skjaldkirtli.

RÚV segir frá því að íslenskur erfðabreytileiki í geni hafi fundist, sem þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Samkvæmt niðurstöðu rannsókna fær fimm prósent fólks sjálfsónæmissjúkdóminn einhvern tímann á ævinni.

Það voru vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar sem framkvæmdu stóra rannsókn þar sem skoðað var hvvaða erfðabreytileikar stuðluðu að sjálfsónæmi í skjaldkirtli en það er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn. Lýsir hann sér ýmist í vanvirkum eða ofvirkum skjaldkirtli.

Samkvæmt Sædísi Sævardóttur, vísindamanns hjá Íslenskri erfðagreiningu og einn rannsakenda, komu tvær sjaldgæfar stökkbreytinga í ljós við rannsóknir. „Ein sem finnst bara á Íslandi og önnur sem finnst bara í Finnlandi – sem bentu okkur á sérstakt áhættugen sem er kallað LAG3. Það vill svo til að þessi stökkbreyting sem er bara á Íslandi, hún fimmfaldar líkurnar á vitiligo og hún þrefaldar líkurnar á sjálfsónæmi í skjaldkirtli,“ segir Sædís.“

Að sögn Sædísar bera aðeins um 0,13 prósent einstaklinga þessar stökkbreytingar sem þýðir að um 500 Íslendinga bera þær. Segir hún að þrátt fyrir það sé ekki um að ræða eitthvað sem komi til með að þurfa að skima fyrir í framtíðnni. „Við gátum ekki séð tengsl við áhættu á dauða eða slíkt,“ segir hún.

Erna Hrönn er að verða amma: „Hjörtun okkur eru að springa úr ást!“

Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona

Söng- og útvarpskonan Erna Hrönn Ólafsdóttir er að verða amma.

Gleðibomban vinsæla, Erna Hrönn tilkynnti í dag að brátt taki nýtt hlutverk hjá henni við, nefnilega ömmuhlutverkið.

„Gleðifréttir sem loksins má deila. Lítið HjartaGull er væntanlegt í fjölskylduna í janúar og hjörtun okkur eru að springa úr ást!“ Þannig hófst gleðifrétt Ernu Hrannar en sonur hennar, Máni Steinn á von á barni með kærustu sinni. Erna Hrönn hélt svo áfram:

„Elsku Máni Steinn og Elin Maria okkar eiga von á erfingja og nýtt hlutverk tekur við… Amma Erna og Afi Jöri bíða spennt eftir að fá að umvefja krílið hamingju og kærleika, Lífið er svo sannarlega ljúft.“

Dr. Smith: „Ekkert getur búið þig undir að verða vitni að því sem Palestínumenn hafa mátt þola“

Hams Smith, bráðalæknir sem sneri nýlega heim frá Gaza, segist aldrei hafa orðið vitni að neinu eins hrikalegu og það sem hann sá á Gaza-svæðinu á öllum ferli sínum á átakasvæðum.

„Enginn getur undirbúið sig nægilega fyrir það sem palestínskir ​​heilbrigðisstarfsmenn og Palestínumenn á Gaza hafa mátt þola á síðustu níu mánuðum,“ sagði Smith við Al Jazeera.

„Ég hef starfað í nokkrum átakasvæðum þar sem mannúðarkrísa ríkir, á ferli mínum hingað til og ekkert kemst jafnvel nálægt því mikla umfangi og villimennsku og ofbeldi sem verið er að beita palestínsku þjóðinni,“ sagði hann.

„Þetta eru örvæntingarfullir tímar og allir sem geta veitt gagnlegan stuðning á þessum tíma, hvort sem það eru læknar, hjúkrunarfræðingar eða næringarsérfræðingar og hafa þau forréttindi að komast inn á Gaza, ættu að gera það,“ bætti hann við og útskýrði þannig hvers vegna hann sneri aftur til strandarinnar í maí eftir fyrri ferð sína þar í desember.

 

 

 

Segir yfirstandandi Evrópumót slá öll met í leiðindum: „Fótboltinn er að snúast upp í jazzballet“

Geðlæknirinn glaðlegi og góðkunni, Óttar Guðmundsson, er lipur með pennann að vopni; eða öllu heldur laufléttur og laglegur á lyklaborðinu.

Óttar skrifar grein á DV sem hefst með þessum orðum:

„Ég hef alltaf fylgst með fótbolta af miklum áhuga. Alinn upp í Laugarneshverfinu svo að Fram var mitt félag. Náði reyndar aldrei neinum frama á fótboltavellinum og tilheyrði „ruslinu“ sem síðast var valið í lið. Brennandi áhugi og ástríða fyrir íþróttinni voru þó alltaf fyrir hendi.“

Mynd frá þeim tíma er Óttar var upp á sitt besta í boltanum.

Óttar hefur verið lengi að og komið víða við; hann er ekkert sérstaklega að spá í síðasta eða þarsíðasta mót; hann er meira að velta sér upp úr grárri forneskjunni og byrjar á því að rifja upp mót sem fram fór þrettán árum áður en sá sem hér dansar á lyklaborðinu í þjóðbúningi ásamt útfríkuðum fræðimönnum þambandi malt sá heiminn utan bumbunnar í fyrsta sinn.

Óttar – Those were the days, my friend.

Frá HM árið 1958. Þetta er hann Pelé.

„Ég fylgdist með HM frá árinu 1958 þegar Svíar töpuðu fyrir Brasilíu. Úrslitaleikurinn 1966 er minnisstæður þegar Englendingar unnu Þjóðverja með dyggri aðstoð rússneskra línuvarða sem mundu enn þá orrustuna við Stalíngrað. Þá áttaði ég mig á öllu svindlinu í kringum leikinn.“

Bætir við:

Frá leik Kenya og Tansaníu.

„Tíminn hefur liðið og ég hef langdvölum setið límdur við skjáinn á EM og HM og ótal öðrum kappleikjum. Einu sinni reiknaði ég út hversu miklum tíma ég hefði varið í fótboltann og útkoman var skelfileg. Ég áttaði mig á því að hefði ég notað þennan tíma til t.d. tungumálanáms kynni ég í dag bæði portúgölsku og swahili og hrafl í öðrum málum.“

Þráin eftir því liðna – glötuðum tíma – er Óttari hugleikin.

Skrifar:

„Stundum var gaman en með árunum hefur fótboltinn orðið æ leiðinlegri. Yfirstandandi Evrópumót slær þó öll fyrri met í leiðindum. Varnarsinnuð lið standa áhugalaus í kringum miðjureitinn. Markaskorun er í algjöru lágmarki. VAR-dómgæslan hefur svo endanlega gengið frá leiknum. Dæmd eru víti á minniháttar brot þegar dómarinn er búinn að glápa á endursýningu tíu sinnum.“

Óttar. Er. Hættur. Að. Horfa. Á. Fótbolta. Og. Vill. Láta. Fólk. Vita. Af. Þeirri. Staðreynd.

„Fótboltinn er hægt og bítandi að snúast upp í jazzballet þar sem menn falla við minnstu snertingu á dramatískan hátt. Leiðinlegasta lið keppninnar er komið í úrslitaleikinn með dyggri aðstoð dómaranna eins og 1966.

Nú er ég endanlega hættur að horfa á fótbolta. Ég ætla í framtíðinni að verja þessum tíma í jóga og innhverfa íhugun og reyna að sættast við allan þennan glataða tíma sem fór í dapurlega knattspyrnuleiki.“

Kwa heri!

Persónuvernd með nokkur kvörtunarmál til meðferðar varðandi PEP-lista Keldunnar

Keldan ehf.

Persónuvernd er með nokkur kvörtunarmál frá einstaklingum vegna svokallaðs PEP-lista Keldunnar.

Mannlíf sagði frá því í júní að Keldan ehf. hefði sent Ásgeir Rúnar Helgason, dósent við Háskólann í Reykjavík, tilkynningu um að hann verði brátt settur á svokallaðan PEP-lista fyrirtækisins. Um er að ræða lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Í fyrra sagði Mannlíf einnig frá því að 14 ára barn varaþingmanns Miðflokksins hafi einnig verið sett á lista Keldunnar.

Skráningar á listann þýðir að aukið eftirlit er haft með einstaklingnum af hálfu fjármálafyrirtækja sem gæti haft í för með sér tafir á afgreiðslu eða jafnvel að viðkomandi fái ekki þjónustu í einhverjum tilfellum. Með auknu eftirliti má gera ráð fyrir að einstaklingar á listanum verði fyrir því að einstaklingsfrelsi þeirra þegar kemur að fjármálum verði að einhverju leyti skert.

PEP stendur fyrir „Politically Exposed Person“ sem gefur til kynna að aðilar listans séu viðriðnir stjórnmál, beint eða óbeint. Skráning á slíkan lista gefur ekki til kynna að aðilar á listanum séu glæpamenn eða grunaðir um slíkt en óbeinir aðilar eru skráðir vegna mögulegra áhrifa sem þeir gætu haft á þá sem skráningin kemur til út af eða stöðu sem gæti valdið því að þeir gætu verið notaðir til að greiða leið peningaþvættis eða hryðjuverka.

Mannlíf sendi fyrirspurn til Persónuverndar og spurði hvort listinn samræmdist lögum um persónuvernd. Í svari stofnunarinnar kom fram að nokkur kvörtunarmál væru á borði hennar og því gæti Persónuvernd ekki svarað spurningunni að svo stöddu.

„Persónuvernd hefur nú til meðferðar nokkur kvörtunarmál frá einstaklingum sem lúta að því sem fyrirspurn þín snýr að. Málin hafa ekki enn verið afgreidd og getur Persónuvernd því ekki svarað fyrirspurn þinni efnislega að svo stöddu.

Úrskurðir í málunum verða birtir á vefsíðu stofnunarinnar þegar þau hafa verið afgreidd.“

 

Konan vill að Brynjar fari að vinna aftur: „Nemendur í dag vilja ekki láta græta sig alla daga“

Brynjar Níelsson.
Eiginkona Brynjars Níelssonar, Arnfríður Einarsdóttir, sem hann kallar reyndar alltaf Soffíu á Facebook, vill að hann fái sér vinnu að nýju.

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar segir í nýrri Facebook-færslu að eiginkona hans sé orðin þreytt á að hafa hann alltaf heima. Brynjar hefur lítið unnið frá því að hann hætti sem aðstoðarmaður þáverandi dómsmálaráðeherrans Jóns Gunnarssonar í fyrra.

„Nú horfi ég út um stofugluggann á sumarið í iðjuleysi mínu, sem minnir á sumrin þegar ég var barn og unglingur og vísindamenn sögðu mér að nú væri litla ísöldin komin þrátt fyrir mikla aukningu á koltvísýringi í andrúmsloftinu af mannavöldum.“ Þannig hefst færsla Brynjars en hann segir í næstu setningu að eiginkonan þjáist af loftlagskvíða sem sé þó smámál miðað við stærra vandamál:

„Þótt Soffía þjáist af loftslagskvíða er hann smámál miðað við kvíðann að hafa mig heima alla daga. Hún sendir mig gjarnan út í búð til að kaupa einn hlut í einu þannig að ég þurfi að fara 10-20 sinnum í búðina á hverjum degi. Hún hefur lagt til að ég gangi hringinn í kringum landið, eins og Reynir Pétur forðum daga, og safni áheitum fyrir sjálfan mig. Ég þurfi hins vegar að læra að vera jákvæður eins og hann.“

Að lokum segir hann að „Soffía“ sé með ákveðnar hugmyndir um það sem hann ætti að taka sér fyrir hendur:

„Þá vill Soffía að ég fari að vinna og spurði hvort ég gæti bara ekki opnað lögmannstofuna aftur. Og af því að ég væri svo athyglissjúkur gæti ég rekið málin mín í fjölmiðlum eins og stjörnulögmennirnir gera. En hún benti mér á að það þýddi lítið fyrir mig að fara að kenna í háskólunum aftur. Nemendur í dag vilja ekki láta græta sig alla daga.“

Raddir