Mánudagur 23. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Bendir á að kvennalið Þýskalands er hærra skrifað en karlaliðið: „Magnaður árangur“

Sveindís Jane er lykilleikmaður í landsliðinu- Mynd: ksi.is

Stórsigur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á Þjóðverjum í gærkvöldi er meira afrek en ef karlalandsliðið myndi sigra hið þýska. Þetta segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður.

Eins og alþjóð veit sigruðu „stelpurnar okkar“ í kvennalandsliðinu í knattspyrnu, þýska landsliðið á Laugardalsvelli í gær með afar sannfærandi hætti, 3-0. Með því tryggðu þær sér þátttöku á EM að ári. Illugi Jökulsson skrifaði Facebook-færslu eftir leikinn þar sem hann bendir á hversu gríðarlega stór sigur þetta hafi verið og segir að þýska kvennaliðið sé hærra skrifað en karlaliðið og því merkilegra en ef „strákarnir okkar“ myndu vinna þýska karlalandsliðið.

Hér má lesa færsluna í heild:

„Bara svona ef þið skylduð ekki átta ykkur á hvað þetta var stórkostlegt, þá er í raun mun meira afrek af kvennaliðinu að vinna Þýskaland en ef karlaliðinu hefði tekist það (sem karlaliðinu hefur reyndar aldrei tekist). Á stigalista FIFA hefur kvennalið Þýskalands oftast verið í 2.-3. sæti og ALDREI neðar en í 6. sæti. Núna í 4. sæti. Karlalið Þýskalands hefur hins vegar samfleytt í sex ár verið í sætum 11.-16. á karlalistanum og er nú í 16. sætinu. Þetta bendi ég ekki á karlaliðinu til hnjóðs heldur bara til að árétta hvað 3-0 sigur í keppnisleik gegn Þýskalandi í kvennaboltanum er magnaður árangur.“

Hálf naktir slagsmálahundar í Kópavogi reyndust vera hnefaleikakappar að æfa sig

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð furðuleg tilkynning rétt eftir miðnætti í nótt. Hringjandinn sagði nokkra menn vera að slást utandyra í Kórahverfinu í Kópavogi og það berir að ofan með boxhanska. Þegar lögreglu bar að reyndust þetta vera upprennandi hnefaleikakappar að æfa sig. Var þeim kurteisislega bent á að þetta væri mögulega ekki besti tíminn til slíkra æfinga. Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar.

Þar segir einnig að tíu ökumenn hafi verið sektaðir fyrir að aka á göngugötu á Austurstræti en frá 1. júlí til 1. október er Austurstræti frá Pósthússtræti að Ingólfstorgi göngugata. Þá er aukreitis Veltusund og Vallarstræti vestan Veltusunds göngugata en það var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar 19. júní.

„Lög­regla vill því að gefnu til­efni minna á að akst­ur á göngu­göt­um er eðli máls­ins sam­kvæmt með öllu óheim­ill nema und­anþágur séu í gildi svo til vegna vöru­los­ana eða að ökumaður sé hand­hafi stæðiskorts hreyfi­hamlaðra,“ seg­ir í dag­bók­inni.

Að öðru leiti var nóttin nokkuð róleg.

Lifibrauð Loga

Logataska. Mynd DV.

Sjónvarpsstjarnan fyrrverandi, Logi Bergmann Eiðsson, er um það bil að flytja til Washington ásamt eiginkonu sinni, Svanhildi Hólm Valsdóttur sem tekur við embætti sendiherra Íslands í sumar. Lifibrauð hjónanna er einn stærsti bitlingur sem hægt er að hreppa. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, rétti Svanhildi, fyrrverandi aðstoðarmanni sínum, embættið án auglýsingar eða ferils sem ætti að teljast eðlilegur.

Margir sakna Loga úr fjölmiðlum en hann missti starf sitt hjá Mogganum og verkefni hjá Símanum eftir að Vitalía Lazareva bar hann þungum sökum um kynferðislegt áreyti og blygðunarsemisbrot á hóteli í Borgarfirði. DV segir frá því að undanfarið hafi ferðamenn sést með flugfreyjutöskur með hlíf sem státar af andliti Loga. Gárungar velta fyrir sér hvort kappinn sé orðinn goðsögn á meðal túrista og geti gert út á að selja andlit sitt á ferðatöskur …

Þrír réðust inn á heimili öryrkja og misþyrmdu honum – Rændu svo öndunarvél hans

Húsið á Kleppsvegi þar sem ruðst var inn. Ljósmynd: DV

Aðfararnótt þriðjudagsins 18. nóvember árið 1997 var hræðileg nótt fyrir öryrkja á Kleppsvegi í Reykjavík en þá brutust þrír glæpamenn inn í íbúð hans og réðust á hann.

Miðaldra öryrki vissi ekki hvað á sig stóð veðrið nóttina 18. nóvember 1997 þegar þrír menn ruddust skyndilega inn í íbúð hans á Kleppveginum og kefluðu hann. Misþyrmdu þeir svo honum og stálu af honum ýmsum heimilistækjum og lögðust einnig svo lágt að stela öndunartæki mannsins. Þegar mennirnir voru búnir að tæma íbúðina af öllu verðmætu náði öryrkinn að losa sig og hringja eftir hjálp lögeglunnar. Var hann fluttur rakleiðis á slysadeild en var ekki í lífshættu. Mennirnir náðust fljótlega en þeir reyndust góðkunningjar lögreglunnar. Einn þeirra, Einar Sigurjónsson var tíu árum áður dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana ungum manni í verðbúð í Innri-Njarðvík með hnífi. Voru þeir allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

DV gerði eftirfarandi frétt um málið:

Þrír ræningjar réðust inn á heimili á Kleppsvegi í nótt:

Bundu, börðu og kefluðu öryrkja

Þrír menn réðust inn á heimili öryrkja, miðaldra manns, á Kleppsvegi í nótt, tóku hann úr öndunarvél og og veittu honum verulega áverka. Maðurinn var einn heima þegar árásarmennirnir ruddust inn. Þeir tóku hann úr öndunartæki, sem hann notaði, bundu hann, kefluðu, stungu og skáru með hnífi. Þeir spörkuðu í hann og skildu síðan eftir á stól með snöra um hálsinn. Þremenningarnir hreinsuðu flest fémætt úr íbúðinni, hljómflutningstæki, sjónvarp og ýmislegt fleira. Mennirnir munu meira að segja hafa tekið öndunartækið með sér. Það sem varð manninum til bjargar var að hann náði að losa sig úr snöranni og skríða eftir aðstoð. Lögregla var kölluð á vettvang og var maðurinn umsvifalaust fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar var hlúð að honum og var hann þar í gæslu í nótt. Samkvæmt upplýsingum læknis í morgun er maðurinn ekki talinn í lífshættu. Lögreglan vildi lítið tjá sig um málsatvik en sagði þó flest benda til þess að fómarlambið hafi þekkt árásarmennina, þó ekki að neinu góðu. Aðalvarðstjóri lögreglunnar sagði við DV að fómarlambið væri enginn misindismaður. Hann sagði málið myndu skýrast betur þegar líða færi á daginn. Reynt yrði að ræða við fómarlambið nú í morgun og það myndi vonandi leiða til handtöku árásarmannanna.


Daginn eftir kom eftirfarandi frétt um málið á DV:

Árásarmennirnir á Kleppsvegi:

Einn hefur orðið manni að bana

Einn af þremenningunum sem réðst á íbúa á Kleppsvegi í fyrrinótt er tiltölulega nýlega kominn út úr fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir manndráp. Hæstiréttur dæmdi manninn í 14 ára fangelsi árið 1988 fyrir að hafa banað ungum manni með hnífi í verbúð í Innri-Njarðvík í ágúst 1987. Tveir aðrir menn era i haldi lögreglu vegna málsins. Einn af þremenningunum hefur þegar verið úrskurðaöur í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan í Reykjavík mun að líkindum fara fram á að hinir tveir verði úrskurðaðir í dag. Árásin á Kleppsvegi telst mjög fólskuleg. Maðurinn sem ráðist var á hefur komiö við sögu fíkniefnamála. Árásarmennirnir þrir eru allir þekktir afbrotamenn hjá lögreglu.

Maður handtekinn fyrir að standa upp í miðju flugi og míga á gólfið – MYND

Flugvél American Airlines

Maður var handtekinn um borð í flugvél American Airlines flugfélagsins eftir að hann gerði sér lítið fyrir og meig á gólf vélarinnar, fyrir framan aðra flugfarþega.

Ljósmyndir af karlkyns farþega um borð í flugvél hafa verið í dreifingu á netinu undanfarið en þar sést ungur maður létta á sér fyrir framan aðra flugfarþega. Flugvélin er í eigu American Airlines og var að fljúga frá Chicago til New Hampshire en flugvélinni var lent vegna atviksins í Buffalo.

Svona gerir maður ekki.

Á einni ljósmyndinni sést lögreglumaður koma um borð í flugvélinni en maðurinn var handtekinn og ákærður fyrir ósæmilega hegðun. Samkvæmt TMZ heitir maðurinn Neil McCarthy en ástæðan sem hann ku hafa gefið lögreglunni er sú að hann hafi drukkið fjöldi glasa af Jack Daniels og kók áður en hann fór um borð í vélina í Oregon og fleiri eftir millilendinguna í Chicago.

Vill halda þjóðfund um sjókvíaeldi: „Lagasetningin fullkomlega fáranlegt að mínu mati“

Sjókvíaeldi - Mynd: Arnarlax
Katrín Oddsdóttir stingur upp á þjóðfund um sjókvíaeldi.

|
Katrín Oddsdóttir lögfræðingur, segir Artic Fish vera rústa íslenskri náttúru.

Lögfræðingurinn og baráttukonan Katrín Oddsdóttir hefur verið einn ötulasti andstæðingur sjókvíaeldisfrumvarpsins sem lagt var fram í vor af matvælaráðherra Vinstri grænna. Og hún hefur ekkert gefið eftir í andstöðu sinni þó að afgreiðsla frumvarpsins hafi frestast fram á haust. Í nýrri Facebook-færslu stingur hún upp á þjóðfundi um málefnið.

„ÞJÓÐFUNDUR UM SJÓKVÍAELDI

Í stað þess að setja misgáfulegar lagareglur utan um sjókvíaeldi held ég að það væri heillavænlegra að halda þjóðfund um málið og finna þannig út hvort við viljum áframhaldandi sjókvíaeldi, aukningu á því eða að fasa það út.“ Þannig hefst færsla Katrínar en hún segist hafa fulla samúð með byggðarlögum sem treysta á þennan iðnað en …:

„Ég hef fulla samúð með byggðarlögum sem eru farin að byggja afkomu sínu á þessum iðnaði en það að ramma inn þessa mengandi stóriðju til framtíðar með lagasetningu, sem auk þess er meingölluð, er fullkomlega fáranlegt að mínu mati. Fyrir liggur að meiri hluti þjóðarinnar sem byggir þetta land er andvígur þessum iðnaði vegna neikvæðra áhrifa hans á náttúru landsins.“

Að lokum segist hún halda að hægt væri að finna góðar lausnir á málinu.

„Ég held að við gætum fundið mjög góðar lausnir á þessu ef við fengum tækifæri til þess að tala saman um þetta í stað þess að vaða áfram með bundið fyrir augun.“

Villikerlingin Birna Péturs

Birna Péturs gaf út nýtt lag og nýja plötu

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Birna Péturs – Villikerling
Hasar – Gestalæti
White Nephews – Passion Street
Svavar Viðarsson og Elíza
Geirfuglarnir – Fyrirheitna landið





Glúmur íhugar að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna:„Til að bjarga heimsbyggðinni frá glötun“

Glúmur Baldvinsson.
Glúmur Baldvinsson íhugar að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna.

Alþjóðastjórnmálafræðingurinn og húmoristinn Glúmur Baldvinsson er ekki sáttur við stöðu mála í Bandaríkjunum, eins og svo margir aðrir. Í nóvember verður næsti forseti landsins kosinn en valið stendur á milli tveggja misaldraðra manna, Donald Trump og Joe Biden.

Glúmur skrifaði Facebook-færslu þar sem hann hlekkjar frétt um nýjustu mismæli Joe Biden en hann kallaði Úkraínuforseta Putin á fund Nato-ríkjanna í gær og kallaði síðan varaforseta sinn Trump. Segist Glúmur íhuga nú alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, til að „bjarga heimsbyggðinni og gervöllu mannkyni frá glötun.“:

„Nú íhuga ég af fullri alvöru – sem afkomandi Leifs Heppna – að bjóða mig fram til embættis Forseta Bandaríkjanna.

Ekki til að svala eiginn metnaði heldur til að bjarga heimsbyggðinni og gervöllu mannkyni frá glötun.
Ég lít á það sem skyldu mína og byrði sem mér er ætlað að axla.
Það sem maður leggur ekki á sig fyrir aðra.
Let us correct America. And lets make Canada great again! And Putin.“

O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson valin til keppni í Feneyjum: „Ingvar er alveg ótrúlegur“

Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í O. Ljósmynd: Aðsend

Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust.

Nýjasta stuttmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, O (Hringur), með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverki, var valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppninnar í Feneyjum.

Rúnar Rúnarsson. Ljósmynd: Aðsend

O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur.

Verður þetta í áttugasta og fyrsta skiptið sem þessi árlega kvikmyndahátíð fer fram sem gerir hana af einni þeirri elstu í heiminum. Á hverju ári bítast tvær virtustu kvikmyndahátíðar heims, Feneyjar og Cannes, að frumsýna helstu myndir ársins. 

Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Rúnari í ár en í vor frumsýndi hann kvikmyndina LJÓSBROT sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á þessari Cannes hátíð.

Leikstjórinn og leikarar Ljósbrots á rauða dreglinum.
Ljósmynd: Aðsend

Rúnar á blaðamannafundinum:

„Við erum náttúrulega voðalega ánægð með þennan heiður sem myndirnar okkar hefur hlotið. Þetta er mikið til sama fólkið sem er á bakvið myndavélina sem kemur að bæði O og Ljósbrot. Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru einnig gríðaleg viðurkenning fyrir Íslenska kvikmyndagerð. Fyrir það mikla starf sem stjórnvöld og einkaaðilar hafa unnið undanfarin ár.“

Heather Millard framleiðandi:

„Okkur hlakkar til að frumsýna myndirnar heima á Íslandi. Við byrjum á Ljósbrot um miðjan ágúst, í samstarfi við Sambíóin. Þó að myndin hafi verið að fá upphefð erlendis að þá erum við að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur, mynd sem gerist í íslenskum veruleika. Húmor flyst ekki alltaf á milli landa. Við erum svolítið spennt að heyra hversu mikið íslendingar hlæja og hvar, miðað við áhorfendur í Cannes.“

Rúnar:

„Skilmálar stóru hátíðanna eru að þar séu heimsfrumsýningar. Þannig að eftir Feneyjar í byrjun september að þá munu myndirnar vera sýndar saman í ákveðnum kvikmyndahúsum. Íslendingar vita hversu góður leikari Ingvar Sigurðsson er þannig að það er svo sem ekkert nýtt. En hann er alveg ótrúlegur í þessari mynd. Ein hans besta framistaða, ef ekki sú besta.“

O er fjórða stuttmynd Rúnars sem vekur athygli á heimsvísu. 

Hinar þrjár eru Krossgötu þríleikurinn (Síðasti bærinn, Smáfuglar og Anna) sem hlutu um eitthundrað alþjóðleg verðlaun og fengu einnig ýmsar aðrar viðurkenningar. Til að mynda var Síðasti bærinn tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2006. Eftir Rúnar liggja einnig kvikmyndirnar; Eldfjall, Þrestir, Bergmál og Ljósbrot, sem hafa verið valdar á sumar af helstu kvikmyndahátíðum heims og unnið til fjöldan allan af verðlaunum.

Upplýsingar um O:

Aðalhlutverk: Ingvar Sigurðsson

Leikstjóri & Handritshöfundur: Rúnar Rúnarsson

Framleiðandi:
Heather Millard, Rúnar Rúnarsson

Meðframleiðendur:
Siri Hjorton Wagner
Jenny Luukkonen, Film i Väst
Valentina Chamorro Westergårdh, SVT

Yfirframleiðendur:
Claudia Hausfeld
Þórður Jónsson
Mike Downey
Lilja Ósk Snorradóttir

Stjórn kvikmyndatöku: Sophia Olsson
Tónlist: Kjartan Sveinsson
Hljóðhönnun: Jesper Miller
Búningahöfundur: Helga Rós Hannam

Leikmynd: Hulda Helgadóttir                                                                                          

Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir

Framleiðslufyrirtæki: Compass Films, Halibut

Meðframleiðslufyrirtæki: [sic] film, Film i Väst og SVT

Sölu- og dreifingarfyrirtæki erlendis: The Party Film Sales

Styrkt af kvikmyndamiðstöð Íslands og Sænsku Kvikmyndamiðstöðinni.

 

Skipstjóri og stýrimaður Longdawn hlutu skilorðsbundna fangelsisdóma

Hadda marar hálf í kafi eftir áreksturinn. Ljósmynd Gísli Reynisson

Skipstjóri og annar stýrimaður flutningaskipsins Longdawn hlutu skilorðsbundinn dóm í dag.

Í dag kvað Héraðsdómur Reykjaness upp dóm yfir skipstjóra og öðrum stýrimanni flutningaskipsins Longdawn en hlutu þeir skilorðsbundinn fangelsisdóm. Játuðu þeir báðir sök í málinu við þingfestingu í gær. Var skipstjórinn dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar og stýrimaðurinn til átta mánaða fangelsisvistar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir eins og áður hefur komið fram. Skipstjórinn var einnig sviptur skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði og má ekki heldur gegna stöðu stýrimanns næstu þrjá mánuði.

Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa yfirgefið slysstað eftir að skip þeirra sigldi á strandveiðibátinn Höddu í maí síðastliðnum og koma skipverja bátsins ekki til bjargar. Slysið gerðist út af Garðskaga en mennirnir tveir voru handteknir við komuna til Vestmannaeyja stuttu síðar og hafa sætt farbanni síðan.

Að auki var skipstjórinn sakfelldur fyrir að vera undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna þegar slysið varð.

Mennirnir geta nú yfirgefið landið í ljósi þess að refsingin er skilorðsbundin.

RÚV sagði frá málinu.

Viðar „Enski“ er látinn

Viðar Skjóldal Ljósmynd: Aðsend

Viðar Geir Skjóldal varð bráðkvaddur á heimili sínu á Spáni síðastliðinn sunnudag. Var hann aðeins 39 ára að aldri.

Viðar var einn vinsælasta Snap-chat stjarna landsins en þá vegferð hóf hann 2017, undir nafninu Enski boltinn og eftir það var hann oft kallaður Enski. Var hann gríðarlegur áhugamaður um enska fótboltann eins og nafnið gefur til kynna og var hann einn harðasti aðdáandi Liverpool á landinu, þó víðar væri leitað. Snöppin hann þóttu oft fyndin, hispurslaus og skemmtileg en í seinni tíð urðu þau persónulegri og sýndi lífið á Torrevieja á Spáni þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni.

Viðar lést á brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans, Helgu Kristínu en þau giftu sig 2020. Samtals áttu þau fjögur börn.

Mannlíf sendir Helgu Kristínu, fjölskyldu og vinum Viðars samúðarkveðjur.

Halla Hrund fékk folald nefnt eftir sér: „Ég hlakka til að fylgjast með þér“

Halla Hrund Ljósmynd: Aðsend

Folald hefur verið nefnt eftir Höllu Hrund Logadóttur. Þetta tilkynnti hún í skemmtilegri Facebook-færslu í gær.

Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar og fyrrum forsetaframbjóðandi sagði frá því í gær að einn af stuðningsmönnum hennar hafi lofað henni í vor að hann myndi nefna ófætt folald í höfuðið á henni, yrði það meri. Það reyndist svo og nú á Halla Hrund nöfnuna Hrund. Og forstjórinn gæti ekki verið ánægðari með nöfnuna, enda minnir hún á fyrsta hesti Höllu Hrundar. Litla Hrund er ekki undan ómerkari hrossi en Lukku frá Stóra-Vatnsskarði.

Hér má sjá færslu Höllu Hrundar:

„Það er svo margt skemmtilegt í lífinu! 😀 Einn af mínum af frábæru stuðningsmönnunum sem ég þekkti ekki neitt fyrir baráttu hét mér í vor að nefna ófætt foldald „Hrund“ yrði það meri. Sú varð rauninn og hann stóð við stóru orðin þrátt fyrir allt, nú í júní. Og viti menn, haldið þið að Hrund litla sé ekki rauðblesótt, alveg eins og fyrsti hesturinn minn og líka undan undan rauðblesóttri meri líkt og hann. Hrund litla er hins af töluvert betri ættum en við til samans! Það fékk ég staðfest á Landsmóti. Hér má sjá mynd af okkar fyrstu kynnum. 🥰 Bjarta framtíð elsku Hrund! Ég hlakka til að fylgjast með þér.“

Litla og stóra Hrund
Ljósmynd: Facebook

Austfirðingar sáu dularfullt loftfar í gærkvöldi – Stjörnu Sævar vissi upp á hár hvað það var

Loftfarið dularfulla. Ljósmynd: Helgi Haraldsson
„Sá einhver skært og furðulegt ljós á norðuhimni í kvöld? Eða sér jafnvel enn?“ Þetta skrifaði Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu Sævar á Facebook í gærkvöldi en fjöldi Austfirðinga sá furðulegt loftfar hátt á lofti í gær og veltu fyrir sér hvað væri eiginlega í gangi.

Ýmsar kenningar voru settar fram á Facebook, en flestir töldu að annað hvort væri um að ræða veðurbelg frá Veðurstofu Íslands eða njósnabelg frá Kína. Hvorugar kenningarnar reyndust þó réttar.

Stjörnu Sævar var auðvitað með það á hreinu hvaða dularfulla loftfar þetta var.

Gefum honum orðið:

„Þetta er sólarsjónauki sem kallast Sunrise III. Hann svífur í loftbelg í heiðhvolfinu í um 36 km hæð til þess að nema útfjólublátt ljós sem ósonlagið annar gleypir. Sjónaukinn er að rannsaka segulsvið sólarinnar.

Sunrise III var sendur á loft í gær, 10. júlí, frá Kiruna í Svíþjóð.“

Þá vitum við það.

Freyr og Elvar gefa út lagið SKART: „Hvern geturu elskað ef þú elskar ekki sjálfan þig?“

Ljósmynd: Kristófer Ingason

Tónlistarmennirnir Freyr og Elvar voru að gefa út glænýtt lag sem ber heitið SKART.

Mannlíf ræddi við tónlistarmanninn Róbert Frey Ingvason, sem gefur út tónlist undir nafninu Freyr. Hann var rétt í þessu að gefa út glænýtt lag ásamt félaga sínum Elvari.

Ljósmynd: Kristófer Ingason

Samkvæmt Frey varð lagið til á dimmu vetrarkvöldi í Keflavík.

„SKART varð til í febrúar á dimmu vetrarkvöldi í Keflavík, ég á það til að gera mikið af hljóðgrunnum og byrjaði þetta allt á 30 sek bút sem ég fékk góð vin minn hann Elvar til að syngja yfir og við tók nokkra daga vinnsla við að púsla saman hugmyndum. Lagið er eftir mig og texti eftir okkur báða.“

Freyr segir lagið vera um ástina.

„Lagið er tilfinningaríkt og er um ást, bæði ástina sem þú berð til þeirra sem þú elskar og ástina sem þú berð gangvart sjálfum þér, því hvern geturu elskað ef þú elskar ekki sjálfan þig? Eins er hægt að túlka þetta á ýmsa vegu.“ Bætti hann við:

„Mitt uppáhald við þetta lag er klárlega versið sem lýsir sér svona:   

„Nú er ég bara að hugsa um mig

Fer út í heiminn og vegirnir kunnugir

lífið það líður og minnir á stuttmyndir

þakklátur fyrir tímann sem að ég upplifði“.“

 

Ljósmynd: Kristófer Ingason

Þá fer Freyr nokkuð djúpt í næstu línu í samtalinu við Mannlíf:

„Það eru margir sem hafa týnt sér í ástinni bæði á góðan og slæman hátt, eftir það þá áttar maður sig á því að maður þarf að hugsa um sjálfan sig og vera þakklátur fyrir það sem áður var. Þetta eru svona þær bestu skýringar sem ég get komið inná um hvað lagið er, og eins og ég segi fólk getur sett sjálft sig í þessar aðstæður og túlkað lagið á sinn hátt.“

Mannlíf spurði Frey hvort hann hvert hann hefði sótt innblástur fyrir lagið og ekki stóð á svari:

„Innblásturinn við þetta lag var klárlega sá að setja tilfinningar á lag sem hægt er að dansa við og lýða vel, þegar lagið byrjar þá heyriru ýmis hljóð sem draga eyrun að og segja þér sögu.“

Ljósmynd: Kristófer Ingason

Þeir félagar eru með fleiri lög í þessum stíl að sögn Freys en í ágúst kemur út annað lag með þeim:

„Við Elvar erum með nokkur lög í þessum stíl eins fullt af öðrum verkefnum sem við erum að vinna í. Hvað er framundan ? Við erum að gefa út annað lag þann 1.ágúst sem heitir ÚT Í KVÖLD. Mixið á laginu er eftir mig og fengum við þann heiður að fá Glenn Schick til að mastera lagið.“

Og þeir eru hvergi nærri hættir:

„Við Elvar erum ekki mikið að flækja hlutina fyrir okkur og ætlum að gefa út nóg af tónlist á næstunni, viðtökunar frá því að fyrsta lagið okkar kom út hafa verið alveg frábærar.“

Hlusta má á lagið á Spotify en hér má svo sjá Spotify-reikninga Freys og Elvars.

 

 

 

Þórður er dapur

Þórður Snær Júlíusson.

Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, er í erfiðri stöðu vegna símamáls Páls Steingrímssonar skipstjóra. Páll var rændur síma sínum á sjúkarbeði þar sem hann lá í lífsháska. Gögn úr símanum urðu fréttaefni víða þar sem við sögu komu samskipti stuðningsmanna og starfsmanna Samherja sem vildu rétta af ímynd félagsins. Kjarninn, sem Þórður ritstýrði í þá daga, birti gögnin. Við það tækifæri upplýsti Þórður að hann og starfsfólk fjölmiðilsins hefði ekki brotið lög þar sem þriðji aðili hefði rænt símanum. Þórður hefur undanfarnin þrjú ár verið með stöðu grunaðs manns vegna símaþjófnaðarins.

Hann bar sig aumlega í færslu á Facebook í gær. „Í dag eru 877 dagar síðan að mér var tilkynnt um að ég væri með stöðu sakbornings í rannsókn embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra á mér og nokkrum öðrum blaðamönnum …,“ skrifar Þórður og rifjar upp að fréttaskrif byggð á gögnum úr síma Páls urðu um „Skæruliðadeild Samherja”.

Dapurleikinn svífur yfir vötnum í skrifum Þórðar Snæs sem er kannski skiljanlegt þegar litið er til þess að næstum tvö ár eru liðin frá einu yfirheyrslunni sem hann hefur verið boðaður í. Þórður hefur verið orðaður við mögulegt þingframboð sem er auðvitað nánast útilokað með þann bagga fortíðar sem hann þarf að bera.

Fullyrt er að Páli hafi verið byrlað áður en símaþjófnaðurinn átti sér stað. Fæstum dettur í hug að Þórður eigi þar hlut að máli. Hið einkennilega er þó að ritstjórinn úrskurðar að engin byrlun hafi átt sér stað en „lögreglan vonast til þess að finna einhver samskipti sem sýni að blaðamenn hafi víst pantað byrlun (sem átti sér ekki stað) ….“.

Vandséð er hvernig sú vissa er tilkomin en fyrir liggur að Páll var á milli heims og helju dögum saman. Á meðan tók fyrrverandi eiginkona Páls  síma hans og afhenti starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem afrituðu tækið án þess þó að birta gögnin á sínum fjölmiðli. Leitað er að tæknimanninum sem annaðist innbrotið í símann. Þar liggur glæpurinn.

„Ég bíð þá bara áfram,“ eru lokaorðin í færslu Þórðar …

Allt að 20 stiga hiti

Í dag er gert ráð fyrir því að allt að 20 stiga hiti muni gleðja fólk og búfénað og fleiri austanlands; sunnan 8–15 metrum á sekúndu – en sumsstaðar 13–18 metrum á sekúndu norðvestan til.

Líklega verður boðið upp á rigningu eða súld – auðvitað með köflum um Ísland vestanvert; hiti 10 til 15 stig annars staðar á landinu.

Svo verður hægari vindur; bætir í úrkomu um landið vestanvert seint í kvöld; minnkandi úrkoma seint á morgun og annað kvöld.

Trylltir Albanir veittust að öryggisverði á Hlíðarenda og vildu ráðast á Valsmenn

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögregla var kölluð til á Hlíðarenda vegna dólgsláta albanskra stuðningsmanna albanska liðsins Vllaznia sem atti kappi við Val í Sambandsdeildinni. Albanarnir höfðu í frammi „alls kyns ósæmilega hegðun og í einhverjum tilvikum kom til stympinga“ segir í dagbók lögreglunnar. Réðust stuðningsmennirnir á öryggisvörð og reyndu að komast að íslensku leikmönnunum  til að skaða þá.

Samkvæmt frásögn Vísis var rót átakanna sú að Valur jafnaði í leiknum þegar komið var fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Trylltir stuðningsmenn Vllazni voru ósáttir með dómsgæsluna. Gerður var aðsúgur að dómaranum og flöskum grýtt. Vísir segir að UEFA munu fá upptökur af því sem gerðist. Þá flúgur fyrir að stjórnarmönnum Vals hafi verið hótað illu þegar þeir koma til Albaníu í næstu viku.

Þegar leikmenn gengu af velli reyndu Albanir að brjóta sér leið að leikmönnum Vals en öryggisgæsla stóð í vegi fyrir þeim. Ekki liggur fyrir hverjir árásarmennirnir úr hópi Albana eru en talsvert er um Albana í undirheimum Íslands.

Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Annar ökumaður stöðvaður á 143 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar. Ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Í Hafnarfirði voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og sá þriðji fyrir ölvun við akstur. Ölvunaraksturinn tengist einnig umferðaróhappi. Einn ökumaður stöðvaður fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Það er dýrt spaug þar sem lágmarkssekt er 120 þúsund krónur.
Maður og kona handtekin í Kópavogi fyrir sölu fíkniefna. Konan fvar einnig grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þegar íslenskir námsmenn tóku sendiráð Íslands í Stokkhólmi: „Eina lausnin er sósíalistísk bylting“

Rauðir fánar byltingarinnar

Árið 1970 ruddust 11 vaskir íslenskir námsmenn inn í sendiráðs Íslands í Stokkhólmi og tóku yfir bygginguna. Var meiningin að hefja sósíalístíska byltingu.

Sjötti áratugurinn hefur stundum verið kallaður byltingaáratugurinn en mikil ólga var í samfélögum víðs vegar um heim. Má í því samhengi nefna Kúbudeiluna, kalda stríðið, uppgangur kommúnista, morðin á John F. og Robert Kennedy, Malcolm X, Martin Luther King Jr. svo eitthvað sé nefnt.

Stúdentar voru áberandi í hverskyns mótmælagöngum og var oft ansi mikill hiti í þeim, eins og gengur og gerist þegar fólk er orðið þreytt á óbreyttu ástandi í samfélögum þar sem hinir sem minna mega sín, mega eiga sig.

Enn eimdi af byltingarandanum í upphafi næsta áratugar en þann 20. apríl árið 1970 ruddust ellefu stúdentar inn í íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og reka starfsfólk þess út. Í kjölfarið drógu þeir rauða sósíalistafána að húni og hengdu aðra slíka í gluggana. Yfirlýstur tilgangur yfirtökunnar var meðal annars sá að mótmæla slæmum kjörum íslenskra námsmanna á Íslandi sem og erlendis. Þá var þjóðfélagið á Íslandi einnig fordæmt og það sagt vera stjórnað af eignastéttinni. Þá vildu þeir að Ísland gengi úr Atlanthafsbandalaginu og hætti að styðja auðvaldsstefnu Bandaríkjanna.

Stúdentarnir byltingasinnuðu.
Ljósmynd: Åke Malmström

Aðeins tveimur klukkustundum síðar réðust 20 lögregluþjónar inn í sendiráðið og báru stúdentana út en þeir streittust ekki á móti. Voru eftirmálarnir af málinu engir.

Einn byltingasinnanna fylgt út.
Ljósmynd: John Kjellström

Eins og flestir átta sig á hefur lítið sem ekkert breyst frá þessari stuttu byltingu í Stokkhólmi, enn er Íslandi stjórnað af eignastéttinni og stuðningur við Nató hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en einmitt núna.

Fjölmennt lögreglulið fylgdi stúdentunum út úr sendiráðinu.
Ljósmynd: Åke Malmström

Hér má lesa greinagóða frétt Tímans um málið sem skrifað var daginn eftir yfirtökuna:

Stúdentarnir í Stokkhólmi: Taka sendiráðsins upphaf sósialistískrar byltingar!

Ellefu íslenzkir námsmenn í Gautaborg og Uppsölum héldu inn í íslenzka sendiráðið í Stokkhólmi í morgun, ráku starfsliðið út og héldu byggingunni í tvær klukkustundir, en þá réðist lögreglan til inngöngu í húsið og flutti stúdentana á lögreglustöð í Stokkhólmi. Námsmennirnir sendu frá sér greinargerð, þar sem segir að tilgangurinn með töku sendiráðsins sé „að vekja athygli á því ófremdarástandi, sem ríki á sviði íslenzkra menntamála og þá um leið aðstöðu námsmanna heima og erlendis“, en jafnframt að hvetja til „sósíalistískrar byltingar á Íslandi.

Stúdentarnir 11 gengu inn í sendiráðið kl. 11 skv. sœnskum tíma eða ki. 10 að ísl. tíma. Engir þessara stúdenta stundar nám í Stokkhólmi, átta þeirra komu frá Gautaborg <xg þrír frá Uppsölum. Sögðust þeir vera komnir til að leggja sendiráðið undir sig til að undirstrika kröfur sínar um betri námskjör, betri námslán og námsiaun. Báðu þeir starfsfólk  sendiráðsins að ganga út. Haraldur Kröyer, ambassador, var staddur í Helsingfors en þar er Emil Jónsson utanríkisráðherra einnig á utanríkisráðherrafundi Norðurlanda. Hannes Hafstein, sendiráðsritari, varð fyrir svörum og neitaði hann að ganga út og gerðu stúdentarnir sér lítið fyrir og báru hann út úr byggingunni. Áslaug Skúladóttir vinnur einnig í sendiráðinu og varð hún við beiðni stúdentanna og gekk út.

Vel skipulagt

Margt bendir til að innrás stúdentanna hafi verið vel skipulögð með nokkrum fyrirvara. Engin vandræði voru fyrir stúdentana að komast inn í bygginguna. Þegar þeir voru búnir að bera sendiráðs ritarann út tóku þeir útidyrnar af hjörum og skemmdu lásinn svo að hvorki var hægt að komast út eða inn í bygginguna. Höfðu stúdentarnir matvæli meðferðis og sögðust þeir ætla að dvelja í sendiráðinu að minnsta kosti í dag. Gerðar voru tilraunir til að ná símasambandi við stúdentana en enginn svaraði í símann. Aftur á móti hringdu þeir til Íslands í morgun og töluðu við Leif Jóelsson á rícrifsbafiu Æskulýðsfylkingarinnar og lásu upp greinargerð sem nánar er sagt frá hér á eftir. Hálfri klukkustund eftir að stúdentarnir hertóku sendiráðið birtust nokkrir þeirra á svölum byggingarinnar og drógu þeir að húni stóran rauðan fána. Einnig blöktu rauðir fánar í gluggum hússins. Margmenni safnaðist saman við sendiráðsbygginguna við Kommendörsgötu og brátt kom einnig 50 manna lögreglulið á vettvang. Sendiráðsfólkið hafði samband við sænska utanríkisráðuneytið og bað þess að stúdentarnir yrðu fjarlægðir úr byggingunni. Áður en sænska lögreglan réðist til inngöngu í húsið var haft samband við Emil Jónsson og íslenska utanríkisráðuneytið, og var gefið samþykki til að sænsk lögregla næði í íslenzka ríkisborgara inn í sendiráðið, en þó án átaka.

Stóð í tvo tíma

Tveim klukkustundum eftir að innrásin var gerð fóru sænskir lögreglumenn, 20 talsins inn í sendiráðið og náðu í stúdentana. Komu lögreglumennirnir út með tvo og tvo af stúdentunum í einu og veittu þeir enga mótspyrnu. Var þeim síðan ekið á lögreglustöð og yfirheyrðir einn og einn í seinn. Stóðu yfirheyrzlurnar yfir í um tvo tíma og var stúdentunum síðan sleppt lausum. Engin skemmdarverk voru unnin í sendiráðinu og ekki var hreyft við skjölum sem þar voru. Eftir að búið var að fjarlægja stúdentana var settur lögregluvörður við sendiráðið og starfsfólkið hóf störf sín á ný. Stúdentarnir neita að hafa skipulagt aðgerðirnar fyrirfram og eins að neinn ákveðinn félagsskapur standi bak við þær. Þeir höfðu meðferðis segulbandstæki og tóku upp á það öll orðaskipti við starfsfólk sendiráðsins og eins kvikmynduðu þeir töku byggingarinnar. Meðan stúdentarnir dvöldu í sendiráðinu bárust þangað tvö skeyti annað frá Æskulýðsfylkingunni, þar sem þeim var óskað til hamingju og baráttukveðjur sendar. Hitt skeytið var frá Félagi róttækra stúdenta í Menntaskóla Reykjavíkur og voru í því skeyti stuðningskveðjur.

Mikið fréttaefni

Fjölmiðlarnir í Svíþjóð gerðu sér mikinn mat úr innrásinni í sendiráðið og birta síðdegisblöðin myndir og frásagnir á forsíðum og mikið var sagt frá atburðinum í útvarpi og sjónvarpi. Eftir að stúdentunum var sleppt úr haldi, þyrptust blaðamenn um þá og höfðu viðtöl við stúdentana. Þegar stúdentarnir ræddu við Hannes Hafstein í morgun sögðu þeir að svipaðar aðgerðir verði gerðar í sendiráðunum í Kaupmannahöfn og Osló. Höfðu þeir á orði að aðgerðirnar í Kaupmannahöfn verði framkvæmdar n. k. laugardag. Stúdentamir munu dvelja í Stokkhólmi fram eftir vikuunni en vilja ekkert um það segja hvort þeir ætli að efna til áframhaldandi aðgerða.

Að vekja athygli á ófremdarástandi

Í greinargerð sinni segja námsmennirnir, að tilgangurinn með töku sendiráðsins sé sá „að vekja athygli á því ófremdarástandi, sem ríkir á sviði íslenzkra menntamála og þá um leið aðstöðu námsmanna heima og erlendis“. Þeir bæta því við, að þeim sé ljóst, að „baráttan fyrir bættri aðstöðu skólafólks er ekki hægt að einangra frá baráttunni fyrir breyttu þjóðfélagskerfi“. Í framhaldi af því gagnrýna þeir harðlega íslenskt þjóðfélag. Segja þeir víðs fjarri, að Íslendingar búi við lýðræði: „Stjórn landsins bæði fyrr og nú er í höndum eignastéttarinnar, sem nærist á striti láglaunastéttanna og byggir forréttindatilveru sína á ömurlegu hlutskipti þeirra. Til þess að eignastéttin geti haldið velli og aukið gróða sinn á kostnað almennings verður að viðhalda úreltum hugmyndum um eignarréttinn og efnahagslega mismunun, hindra að hinar vinnandi stéttir geri sér ljós réttindi sín og aðferðir til að ná þeim.“ Segja námsmennirnir, að „skólakerfið og fjölmiðlarnir eru áhrifa mestu vopn valdastéttarinnar til þessa.“ Fara þeir síðan nokkrum og hörðum orðum um þessa tvo þætti, og segja m. a. um skólakerfið, að það sé „deginum ljósara, að stefnan er sú að menntun eigi að þjóna gróðafíkn gírugrar braskarastéttar. Áhrif eignarstéttarinnar á Íslandi kemur og skýrt fram í utanríkisstefnunni, sem fylgt hefur dyggilega hverri bendingu frá Bandaríkjunum. Áhugamál íslenzku og bandarísku eignastéttarinnar haldast að sjálfsögðu í hendur á vissum sviðum. Þess vegna er íslenzku eignastéttinni hagur í að styðja auðvaldsstefnu Bandaríkjanna og heimsvaldastefnu þá sem af henni þróast“.

„Sósíalisk bylting“

Í lok greinargerðarinnar segir, að þeir telji að „eina lausnin á efnahagslegu og félagslegu ástandi á Íslandi er sósíalistísk bylting. Aðgerð okkar er þáttur okkar í að knýja hana fram og gefa íslenzkri alþýðu fordæmi í baráttunni.

Kröfur okkar eru:

Að Ísland gangi úr NATO umsvifalaust og bandarísku hersetuliði verði vísað úr landi án frekari vafninga.
Að ásælni erlendra auðhringa verði stöðvuð þegar í stað, starfsemi þeirra bönnuð og eignir þeirra þjóðnýttar. Að verkalýðurinn taki við stjórn allra framleiðslutækja og bindi þannig endi á langa og ömurlega sögu íslenskrar eignastéttar.“

Hægt er að lesa meira um málið á heimasíðu SINE.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs 20. september 2023.

 

Shelley Duvall lést í svefni í morgun

Shelley Duwall
Leikkonan Shelley Duvall er látin, 75 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við sykursýki.

Dan Gilroy, lífsförunautur Shelley sagði TMZ-slúðurfréttasíðunni að hann hafi fundið Shelley meðvitundarlausa á heimili þeirra í Texas klukkan sjö í morgun. Hann segir að Shelley hafi verið með heimahjúkrun og rúmliggjandi síðustu mánuði á meðan hún glímdi við fylgikvilla sykursýki. Hann segir að hún hafi dáið í svefni.

Shelley er hvað þekktust fyrir ógleymanlegt hlutverk hennar sem Wendy Torrance í einu af meistaraverki Stanley Kubrik, The Shining, sem gerð var eftir skáldsögu Stephen King en þar lék hún á móti Jack Nickolson.

„Hér er Nonni!“

Það var leikstjórinn Robert Altman sem uppgötvaði Shelley snemma á áttunda áratugnum í heimaríki hennar, Texas og brátt hafði hún leikið í sjö kvikmyndum, meðal annars Brewster McCloud, Nashville og Thieves Like Us. Árið 1977 lék hún í kvikmynd Altmans, 3 women en hlutverkið færði henni tilnefningu sem besta leikkonan á Cannes kvikmyndahátíðinn.

Albert Guðmundsson og Guðlaug hætt saman eftir níu ára samband

Albert Guðmundsson knattspyrnumaður og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir hafa slitið sambandi sínu en þau hafa verið saman í níu ár. Albert leikur með Genoa á Ítalíu og hefur verið einn besti leikmaður íslenska landsliðsins að undanförnu en sætir nú ákæru vegna kynferðisbrots.

Samkvæmt Vísi hefur lítið sést til Alberts og Guðlaugar saman undanfarið en hún hefur verið á Íslandi með börnin að mestu leiti í sumar á meðan Albert hefur spilað knattspyrnu á með Genoa.

Saman eiga þau börnin Guðmund Leo og Maju Ósk.

 

Bendir á að kvennalið Þýskalands er hærra skrifað en karlaliðið: „Magnaður árangur“

Sveindís Jane er lykilleikmaður í landsliðinu- Mynd: ksi.is

Stórsigur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á Þjóðverjum í gærkvöldi er meira afrek en ef karlalandsliðið myndi sigra hið þýska. Þetta segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður.

Eins og alþjóð veit sigruðu „stelpurnar okkar“ í kvennalandsliðinu í knattspyrnu, þýska landsliðið á Laugardalsvelli í gær með afar sannfærandi hætti, 3-0. Með því tryggðu þær sér þátttöku á EM að ári. Illugi Jökulsson skrifaði Facebook-færslu eftir leikinn þar sem hann bendir á hversu gríðarlega stór sigur þetta hafi verið og segir að þýska kvennaliðið sé hærra skrifað en karlaliðið og því merkilegra en ef „strákarnir okkar“ myndu vinna þýska karlalandsliðið.

Hér má lesa færsluna í heild:

„Bara svona ef þið skylduð ekki átta ykkur á hvað þetta var stórkostlegt, þá er í raun mun meira afrek af kvennaliðinu að vinna Þýskaland en ef karlaliðinu hefði tekist það (sem karlaliðinu hefur reyndar aldrei tekist). Á stigalista FIFA hefur kvennalið Þýskalands oftast verið í 2.-3. sæti og ALDREI neðar en í 6. sæti. Núna í 4. sæti. Karlalið Þýskalands hefur hins vegar samfleytt í sex ár verið í sætum 11.-16. á karlalistanum og er nú í 16. sætinu. Þetta bendi ég ekki á karlaliðinu til hnjóðs heldur bara til að árétta hvað 3-0 sigur í keppnisleik gegn Þýskalandi í kvennaboltanum er magnaður árangur.“

Hálf naktir slagsmálahundar í Kópavogi reyndust vera hnefaleikakappar að æfa sig

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð furðuleg tilkynning rétt eftir miðnætti í nótt. Hringjandinn sagði nokkra menn vera að slást utandyra í Kórahverfinu í Kópavogi og það berir að ofan með boxhanska. Þegar lögreglu bar að reyndust þetta vera upprennandi hnefaleikakappar að æfa sig. Var þeim kurteisislega bent á að þetta væri mögulega ekki besti tíminn til slíkra æfinga. Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar.

Þar segir einnig að tíu ökumenn hafi verið sektaðir fyrir að aka á göngugötu á Austurstræti en frá 1. júlí til 1. október er Austurstræti frá Pósthússtræti að Ingólfstorgi göngugata. Þá er aukreitis Veltusund og Vallarstræti vestan Veltusunds göngugata en það var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar 19. júní.

„Lög­regla vill því að gefnu til­efni minna á að akst­ur á göngu­göt­um er eðli máls­ins sam­kvæmt með öllu óheim­ill nema und­anþágur séu í gildi svo til vegna vöru­los­ana eða að ökumaður sé hand­hafi stæðiskorts hreyfi­hamlaðra,“ seg­ir í dag­bók­inni.

Að öðru leiti var nóttin nokkuð róleg.

Lifibrauð Loga

Logataska. Mynd DV.

Sjónvarpsstjarnan fyrrverandi, Logi Bergmann Eiðsson, er um það bil að flytja til Washington ásamt eiginkonu sinni, Svanhildi Hólm Valsdóttur sem tekur við embætti sendiherra Íslands í sumar. Lifibrauð hjónanna er einn stærsti bitlingur sem hægt er að hreppa. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, rétti Svanhildi, fyrrverandi aðstoðarmanni sínum, embættið án auglýsingar eða ferils sem ætti að teljast eðlilegur.

Margir sakna Loga úr fjölmiðlum en hann missti starf sitt hjá Mogganum og verkefni hjá Símanum eftir að Vitalía Lazareva bar hann þungum sökum um kynferðislegt áreyti og blygðunarsemisbrot á hóteli í Borgarfirði. DV segir frá því að undanfarið hafi ferðamenn sést með flugfreyjutöskur með hlíf sem státar af andliti Loga. Gárungar velta fyrir sér hvort kappinn sé orðinn goðsögn á meðal túrista og geti gert út á að selja andlit sitt á ferðatöskur …

Þrír réðust inn á heimili öryrkja og misþyrmdu honum – Rændu svo öndunarvél hans

Húsið á Kleppsvegi þar sem ruðst var inn. Ljósmynd: DV

Aðfararnótt þriðjudagsins 18. nóvember árið 1997 var hræðileg nótt fyrir öryrkja á Kleppsvegi í Reykjavík en þá brutust þrír glæpamenn inn í íbúð hans og réðust á hann.

Miðaldra öryrki vissi ekki hvað á sig stóð veðrið nóttina 18. nóvember 1997 þegar þrír menn ruddust skyndilega inn í íbúð hans á Kleppveginum og kefluðu hann. Misþyrmdu þeir svo honum og stálu af honum ýmsum heimilistækjum og lögðust einnig svo lágt að stela öndunartæki mannsins. Þegar mennirnir voru búnir að tæma íbúðina af öllu verðmætu náði öryrkinn að losa sig og hringja eftir hjálp lögeglunnar. Var hann fluttur rakleiðis á slysadeild en var ekki í lífshættu. Mennirnir náðust fljótlega en þeir reyndust góðkunningjar lögreglunnar. Einn þeirra, Einar Sigurjónsson var tíu árum áður dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana ungum manni í verðbúð í Innri-Njarðvík með hnífi. Voru þeir allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

DV gerði eftirfarandi frétt um málið:

Þrír ræningjar réðust inn á heimili á Kleppsvegi í nótt:

Bundu, börðu og kefluðu öryrkja

Þrír menn réðust inn á heimili öryrkja, miðaldra manns, á Kleppsvegi í nótt, tóku hann úr öndunarvél og og veittu honum verulega áverka. Maðurinn var einn heima þegar árásarmennirnir ruddust inn. Þeir tóku hann úr öndunartæki, sem hann notaði, bundu hann, kefluðu, stungu og skáru með hnífi. Þeir spörkuðu í hann og skildu síðan eftir á stól með snöra um hálsinn. Þremenningarnir hreinsuðu flest fémætt úr íbúðinni, hljómflutningstæki, sjónvarp og ýmislegt fleira. Mennirnir munu meira að segja hafa tekið öndunartækið með sér. Það sem varð manninum til bjargar var að hann náði að losa sig úr snöranni og skríða eftir aðstoð. Lögregla var kölluð á vettvang og var maðurinn umsvifalaust fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar var hlúð að honum og var hann þar í gæslu í nótt. Samkvæmt upplýsingum læknis í morgun er maðurinn ekki talinn í lífshættu. Lögreglan vildi lítið tjá sig um málsatvik en sagði þó flest benda til þess að fómarlambið hafi þekkt árásarmennina, þó ekki að neinu góðu. Aðalvarðstjóri lögreglunnar sagði við DV að fómarlambið væri enginn misindismaður. Hann sagði málið myndu skýrast betur þegar líða færi á daginn. Reynt yrði að ræða við fómarlambið nú í morgun og það myndi vonandi leiða til handtöku árásarmannanna.


Daginn eftir kom eftirfarandi frétt um málið á DV:

Árásarmennirnir á Kleppsvegi:

Einn hefur orðið manni að bana

Einn af þremenningunum sem réðst á íbúa á Kleppsvegi í fyrrinótt er tiltölulega nýlega kominn út úr fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir manndráp. Hæstiréttur dæmdi manninn í 14 ára fangelsi árið 1988 fyrir að hafa banað ungum manni með hnífi í verbúð í Innri-Njarðvík í ágúst 1987. Tveir aðrir menn era i haldi lögreglu vegna málsins. Einn af þremenningunum hefur þegar verið úrskurðaöur í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan í Reykjavík mun að líkindum fara fram á að hinir tveir verði úrskurðaðir í dag. Árásin á Kleppsvegi telst mjög fólskuleg. Maðurinn sem ráðist var á hefur komiö við sögu fíkniefnamála. Árásarmennirnir þrir eru allir þekktir afbrotamenn hjá lögreglu.

Maður handtekinn fyrir að standa upp í miðju flugi og míga á gólfið – MYND

Flugvél American Airlines

Maður var handtekinn um borð í flugvél American Airlines flugfélagsins eftir að hann gerði sér lítið fyrir og meig á gólf vélarinnar, fyrir framan aðra flugfarþega.

Ljósmyndir af karlkyns farþega um borð í flugvél hafa verið í dreifingu á netinu undanfarið en þar sést ungur maður létta á sér fyrir framan aðra flugfarþega. Flugvélin er í eigu American Airlines og var að fljúga frá Chicago til New Hampshire en flugvélinni var lent vegna atviksins í Buffalo.

Svona gerir maður ekki.

Á einni ljósmyndinni sést lögreglumaður koma um borð í flugvélinni en maðurinn var handtekinn og ákærður fyrir ósæmilega hegðun. Samkvæmt TMZ heitir maðurinn Neil McCarthy en ástæðan sem hann ku hafa gefið lögreglunni er sú að hann hafi drukkið fjöldi glasa af Jack Daniels og kók áður en hann fór um borð í vélina í Oregon og fleiri eftir millilendinguna í Chicago.

Vill halda þjóðfund um sjókvíaeldi: „Lagasetningin fullkomlega fáranlegt að mínu mati“

Sjókvíaeldi - Mynd: Arnarlax
Katrín Oddsdóttir stingur upp á þjóðfund um sjókvíaeldi.

|
Katrín Oddsdóttir lögfræðingur, segir Artic Fish vera rústa íslenskri náttúru.

Lögfræðingurinn og baráttukonan Katrín Oddsdóttir hefur verið einn ötulasti andstæðingur sjókvíaeldisfrumvarpsins sem lagt var fram í vor af matvælaráðherra Vinstri grænna. Og hún hefur ekkert gefið eftir í andstöðu sinni þó að afgreiðsla frumvarpsins hafi frestast fram á haust. Í nýrri Facebook-færslu stingur hún upp á þjóðfundi um málefnið.

„ÞJÓÐFUNDUR UM SJÓKVÍAELDI

Í stað þess að setja misgáfulegar lagareglur utan um sjókvíaeldi held ég að það væri heillavænlegra að halda þjóðfund um málið og finna þannig út hvort við viljum áframhaldandi sjókvíaeldi, aukningu á því eða að fasa það út.“ Þannig hefst færsla Katrínar en hún segist hafa fulla samúð með byggðarlögum sem treysta á þennan iðnað en …:

„Ég hef fulla samúð með byggðarlögum sem eru farin að byggja afkomu sínu á þessum iðnaði en það að ramma inn þessa mengandi stóriðju til framtíðar með lagasetningu, sem auk þess er meingölluð, er fullkomlega fáranlegt að mínu mati. Fyrir liggur að meiri hluti þjóðarinnar sem byggir þetta land er andvígur þessum iðnaði vegna neikvæðra áhrifa hans á náttúru landsins.“

Að lokum segist hún halda að hægt væri að finna góðar lausnir á málinu.

„Ég held að við gætum fundið mjög góðar lausnir á þessu ef við fengum tækifæri til þess að tala saman um þetta í stað þess að vaða áfram með bundið fyrir augun.“

Villikerlingin Birna Péturs

Birna Péturs gaf út nýtt lag og nýja plötu

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Birna Péturs – Villikerling
Hasar – Gestalæti
White Nephews – Passion Street
Svavar Viðarsson og Elíza
Geirfuglarnir – Fyrirheitna landið





Glúmur íhugar að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna:„Til að bjarga heimsbyggðinni frá glötun“

Glúmur Baldvinsson.
Glúmur Baldvinsson íhugar að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna.

Alþjóðastjórnmálafræðingurinn og húmoristinn Glúmur Baldvinsson er ekki sáttur við stöðu mála í Bandaríkjunum, eins og svo margir aðrir. Í nóvember verður næsti forseti landsins kosinn en valið stendur á milli tveggja misaldraðra manna, Donald Trump og Joe Biden.

Glúmur skrifaði Facebook-færslu þar sem hann hlekkjar frétt um nýjustu mismæli Joe Biden en hann kallaði Úkraínuforseta Putin á fund Nato-ríkjanna í gær og kallaði síðan varaforseta sinn Trump. Segist Glúmur íhuga nú alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, til að „bjarga heimsbyggðinni og gervöllu mannkyni frá glötun.“:

„Nú íhuga ég af fullri alvöru – sem afkomandi Leifs Heppna – að bjóða mig fram til embættis Forseta Bandaríkjanna.

Ekki til að svala eiginn metnaði heldur til að bjarga heimsbyggðinni og gervöllu mannkyni frá glötun.
Ég lít á það sem skyldu mína og byrði sem mér er ætlað að axla.
Það sem maður leggur ekki á sig fyrir aðra.
Let us correct America. And lets make Canada great again! And Putin.“

O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson valin til keppni í Feneyjum: „Ingvar er alveg ótrúlegur“

Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í O. Ljósmynd: Aðsend

Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust.

Nýjasta stuttmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, O (Hringur), með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverki, var valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppninnar í Feneyjum.

Rúnar Rúnarsson. Ljósmynd: Aðsend

O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur.

Verður þetta í áttugasta og fyrsta skiptið sem þessi árlega kvikmyndahátíð fer fram sem gerir hana af einni þeirri elstu í heiminum. Á hverju ári bítast tvær virtustu kvikmyndahátíðar heims, Feneyjar og Cannes, að frumsýna helstu myndir ársins. 

Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Rúnari í ár en í vor frumsýndi hann kvikmyndina LJÓSBROT sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á þessari Cannes hátíð.

Leikstjórinn og leikarar Ljósbrots á rauða dreglinum.
Ljósmynd: Aðsend

Rúnar á blaðamannafundinum:

„Við erum náttúrulega voðalega ánægð með þennan heiður sem myndirnar okkar hefur hlotið. Þetta er mikið til sama fólkið sem er á bakvið myndavélina sem kemur að bæði O og Ljósbrot. Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru einnig gríðaleg viðurkenning fyrir Íslenska kvikmyndagerð. Fyrir það mikla starf sem stjórnvöld og einkaaðilar hafa unnið undanfarin ár.“

Heather Millard framleiðandi:

„Okkur hlakkar til að frumsýna myndirnar heima á Íslandi. Við byrjum á Ljósbrot um miðjan ágúst, í samstarfi við Sambíóin. Þó að myndin hafi verið að fá upphefð erlendis að þá erum við að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur, mynd sem gerist í íslenskum veruleika. Húmor flyst ekki alltaf á milli landa. Við erum svolítið spennt að heyra hversu mikið íslendingar hlæja og hvar, miðað við áhorfendur í Cannes.“

Rúnar:

„Skilmálar stóru hátíðanna eru að þar séu heimsfrumsýningar. Þannig að eftir Feneyjar í byrjun september að þá munu myndirnar vera sýndar saman í ákveðnum kvikmyndahúsum. Íslendingar vita hversu góður leikari Ingvar Sigurðsson er þannig að það er svo sem ekkert nýtt. En hann er alveg ótrúlegur í þessari mynd. Ein hans besta framistaða, ef ekki sú besta.“

O er fjórða stuttmynd Rúnars sem vekur athygli á heimsvísu. 

Hinar þrjár eru Krossgötu þríleikurinn (Síðasti bærinn, Smáfuglar og Anna) sem hlutu um eitthundrað alþjóðleg verðlaun og fengu einnig ýmsar aðrar viðurkenningar. Til að mynda var Síðasti bærinn tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2006. Eftir Rúnar liggja einnig kvikmyndirnar; Eldfjall, Þrestir, Bergmál og Ljósbrot, sem hafa verið valdar á sumar af helstu kvikmyndahátíðum heims og unnið til fjöldan allan af verðlaunum.

Upplýsingar um O:

Aðalhlutverk: Ingvar Sigurðsson

Leikstjóri & Handritshöfundur: Rúnar Rúnarsson

Framleiðandi:
Heather Millard, Rúnar Rúnarsson

Meðframleiðendur:
Siri Hjorton Wagner
Jenny Luukkonen, Film i Väst
Valentina Chamorro Westergårdh, SVT

Yfirframleiðendur:
Claudia Hausfeld
Þórður Jónsson
Mike Downey
Lilja Ósk Snorradóttir

Stjórn kvikmyndatöku: Sophia Olsson
Tónlist: Kjartan Sveinsson
Hljóðhönnun: Jesper Miller
Búningahöfundur: Helga Rós Hannam

Leikmynd: Hulda Helgadóttir                                                                                          

Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir

Framleiðslufyrirtæki: Compass Films, Halibut

Meðframleiðslufyrirtæki: [sic] film, Film i Väst og SVT

Sölu- og dreifingarfyrirtæki erlendis: The Party Film Sales

Styrkt af kvikmyndamiðstöð Íslands og Sænsku Kvikmyndamiðstöðinni.

 

Skipstjóri og stýrimaður Longdawn hlutu skilorðsbundna fangelsisdóma

Hadda marar hálf í kafi eftir áreksturinn. Ljósmynd Gísli Reynisson

Skipstjóri og annar stýrimaður flutningaskipsins Longdawn hlutu skilorðsbundinn dóm í dag.

Í dag kvað Héraðsdómur Reykjaness upp dóm yfir skipstjóra og öðrum stýrimanni flutningaskipsins Longdawn en hlutu þeir skilorðsbundinn fangelsisdóm. Játuðu þeir báðir sök í málinu við þingfestingu í gær. Var skipstjórinn dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar og stýrimaðurinn til átta mánaða fangelsisvistar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir eins og áður hefur komið fram. Skipstjórinn var einnig sviptur skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði og má ekki heldur gegna stöðu stýrimanns næstu þrjá mánuði.

Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa yfirgefið slysstað eftir að skip þeirra sigldi á strandveiðibátinn Höddu í maí síðastliðnum og koma skipverja bátsins ekki til bjargar. Slysið gerðist út af Garðskaga en mennirnir tveir voru handteknir við komuna til Vestmannaeyja stuttu síðar og hafa sætt farbanni síðan.

Að auki var skipstjórinn sakfelldur fyrir að vera undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna þegar slysið varð.

Mennirnir geta nú yfirgefið landið í ljósi þess að refsingin er skilorðsbundin.

RÚV sagði frá málinu.

Viðar „Enski“ er látinn

Viðar Skjóldal Ljósmynd: Aðsend

Viðar Geir Skjóldal varð bráðkvaddur á heimili sínu á Spáni síðastliðinn sunnudag. Var hann aðeins 39 ára að aldri.

Viðar var einn vinsælasta Snap-chat stjarna landsins en þá vegferð hóf hann 2017, undir nafninu Enski boltinn og eftir það var hann oft kallaður Enski. Var hann gríðarlegur áhugamaður um enska fótboltann eins og nafnið gefur til kynna og var hann einn harðasti aðdáandi Liverpool á landinu, þó víðar væri leitað. Snöppin hann þóttu oft fyndin, hispurslaus og skemmtileg en í seinni tíð urðu þau persónulegri og sýndi lífið á Torrevieja á Spáni þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni.

Viðar lést á brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans, Helgu Kristínu en þau giftu sig 2020. Samtals áttu þau fjögur börn.

Mannlíf sendir Helgu Kristínu, fjölskyldu og vinum Viðars samúðarkveðjur.

Halla Hrund fékk folald nefnt eftir sér: „Ég hlakka til að fylgjast með þér“

Halla Hrund Ljósmynd: Aðsend

Folald hefur verið nefnt eftir Höllu Hrund Logadóttur. Þetta tilkynnti hún í skemmtilegri Facebook-færslu í gær.

Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar og fyrrum forsetaframbjóðandi sagði frá því í gær að einn af stuðningsmönnum hennar hafi lofað henni í vor að hann myndi nefna ófætt folald í höfuðið á henni, yrði það meri. Það reyndist svo og nú á Halla Hrund nöfnuna Hrund. Og forstjórinn gæti ekki verið ánægðari með nöfnuna, enda minnir hún á fyrsta hesti Höllu Hrundar. Litla Hrund er ekki undan ómerkari hrossi en Lukku frá Stóra-Vatnsskarði.

Hér má sjá færslu Höllu Hrundar:

„Það er svo margt skemmtilegt í lífinu! 😀 Einn af mínum af frábæru stuðningsmönnunum sem ég þekkti ekki neitt fyrir baráttu hét mér í vor að nefna ófætt foldald „Hrund“ yrði það meri. Sú varð rauninn og hann stóð við stóru orðin þrátt fyrir allt, nú í júní. Og viti menn, haldið þið að Hrund litla sé ekki rauðblesótt, alveg eins og fyrsti hesturinn minn og líka undan undan rauðblesóttri meri líkt og hann. Hrund litla er hins af töluvert betri ættum en við til samans! Það fékk ég staðfest á Landsmóti. Hér má sjá mynd af okkar fyrstu kynnum. 🥰 Bjarta framtíð elsku Hrund! Ég hlakka til að fylgjast með þér.“

Litla og stóra Hrund
Ljósmynd: Facebook

Austfirðingar sáu dularfullt loftfar í gærkvöldi – Stjörnu Sævar vissi upp á hár hvað það var

Loftfarið dularfulla. Ljósmynd: Helgi Haraldsson
„Sá einhver skært og furðulegt ljós á norðuhimni í kvöld? Eða sér jafnvel enn?“ Þetta skrifaði Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu Sævar á Facebook í gærkvöldi en fjöldi Austfirðinga sá furðulegt loftfar hátt á lofti í gær og veltu fyrir sér hvað væri eiginlega í gangi.

Ýmsar kenningar voru settar fram á Facebook, en flestir töldu að annað hvort væri um að ræða veðurbelg frá Veðurstofu Íslands eða njósnabelg frá Kína. Hvorugar kenningarnar reyndust þó réttar.

Stjörnu Sævar var auðvitað með það á hreinu hvaða dularfulla loftfar þetta var.

Gefum honum orðið:

„Þetta er sólarsjónauki sem kallast Sunrise III. Hann svífur í loftbelg í heiðhvolfinu í um 36 km hæð til þess að nema útfjólublátt ljós sem ósonlagið annar gleypir. Sjónaukinn er að rannsaka segulsvið sólarinnar.

Sunrise III var sendur á loft í gær, 10. júlí, frá Kiruna í Svíþjóð.“

Þá vitum við það.

Freyr og Elvar gefa út lagið SKART: „Hvern geturu elskað ef þú elskar ekki sjálfan þig?“

Ljósmynd: Kristófer Ingason

Tónlistarmennirnir Freyr og Elvar voru að gefa út glænýtt lag sem ber heitið SKART.

Mannlíf ræddi við tónlistarmanninn Róbert Frey Ingvason, sem gefur út tónlist undir nafninu Freyr. Hann var rétt í þessu að gefa út glænýtt lag ásamt félaga sínum Elvari.

Ljósmynd: Kristófer Ingason

Samkvæmt Frey varð lagið til á dimmu vetrarkvöldi í Keflavík.

„SKART varð til í febrúar á dimmu vetrarkvöldi í Keflavík, ég á það til að gera mikið af hljóðgrunnum og byrjaði þetta allt á 30 sek bút sem ég fékk góð vin minn hann Elvar til að syngja yfir og við tók nokkra daga vinnsla við að púsla saman hugmyndum. Lagið er eftir mig og texti eftir okkur báða.“

Freyr segir lagið vera um ástina.

„Lagið er tilfinningaríkt og er um ást, bæði ástina sem þú berð til þeirra sem þú elskar og ástina sem þú berð gangvart sjálfum þér, því hvern geturu elskað ef þú elskar ekki sjálfan þig? Eins er hægt að túlka þetta á ýmsa vegu.“ Bætti hann við:

„Mitt uppáhald við þetta lag er klárlega versið sem lýsir sér svona:   

„Nú er ég bara að hugsa um mig

Fer út í heiminn og vegirnir kunnugir

lífið það líður og minnir á stuttmyndir

þakklátur fyrir tímann sem að ég upplifði“.“

 

Ljósmynd: Kristófer Ingason

Þá fer Freyr nokkuð djúpt í næstu línu í samtalinu við Mannlíf:

„Það eru margir sem hafa týnt sér í ástinni bæði á góðan og slæman hátt, eftir það þá áttar maður sig á því að maður þarf að hugsa um sjálfan sig og vera þakklátur fyrir það sem áður var. Þetta eru svona þær bestu skýringar sem ég get komið inná um hvað lagið er, og eins og ég segi fólk getur sett sjálft sig í þessar aðstæður og túlkað lagið á sinn hátt.“

Mannlíf spurði Frey hvort hann hvert hann hefði sótt innblástur fyrir lagið og ekki stóð á svari:

„Innblásturinn við þetta lag var klárlega sá að setja tilfinningar á lag sem hægt er að dansa við og lýða vel, þegar lagið byrjar þá heyriru ýmis hljóð sem draga eyrun að og segja þér sögu.“

Ljósmynd: Kristófer Ingason

Þeir félagar eru með fleiri lög í þessum stíl að sögn Freys en í ágúst kemur út annað lag með þeim:

„Við Elvar erum með nokkur lög í þessum stíl eins fullt af öðrum verkefnum sem við erum að vinna í. Hvað er framundan ? Við erum að gefa út annað lag þann 1.ágúst sem heitir ÚT Í KVÖLD. Mixið á laginu er eftir mig og fengum við þann heiður að fá Glenn Schick til að mastera lagið.“

Og þeir eru hvergi nærri hættir:

„Við Elvar erum ekki mikið að flækja hlutina fyrir okkur og ætlum að gefa út nóg af tónlist á næstunni, viðtökunar frá því að fyrsta lagið okkar kom út hafa verið alveg frábærar.“

Hlusta má á lagið á Spotify en hér má svo sjá Spotify-reikninga Freys og Elvars.

 

 

 

Þórður er dapur

Þórður Snær Júlíusson.

Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, er í erfiðri stöðu vegna símamáls Páls Steingrímssonar skipstjóra. Páll var rændur síma sínum á sjúkarbeði þar sem hann lá í lífsháska. Gögn úr símanum urðu fréttaefni víða þar sem við sögu komu samskipti stuðningsmanna og starfsmanna Samherja sem vildu rétta af ímynd félagsins. Kjarninn, sem Þórður ritstýrði í þá daga, birti gögnin. Við það tækifæri upplýsti Þórður að hann og starfsfólk fjölmiðilsins hefði ekki brotið lög þar sem þriðji aðili hefði rænt símanum. Þórður hefur undanfarnin þrjú ár verið með stöðu grunaðs manns vegna símaþjófnaðarins.

Hann bar sig aumlega í færslu á Facebook í gær. „Í dag eru 877 dagar síðan að mér var tilkynnt um að ég væri með stöðu sakbornings í rannsókn embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra á mér og nokkrum öðrum blaðamönnum …,“ skrifar Þórður og rifjar upp að fréttaskrif byggð á gögnum úr síma Páls urðu um „Skæruliðadeild Samherja”.

Dapurleikinn svífur yfir vötnum í skrifum Þórðar Snæs sem er kannski skiljanlegt þegar litið er til þess að næstum tvö ár eru liðin frá einu yfirheyrslunni sem hann hefur verið boðaður í. Þórður hefur verið orðaður við mögulegt þingframboð sem er auðvitað nánast útilokað með þann bagga fortíðar sem hann þarf að bera.

Fullyrt er að Páli hafi verið byrlað áður en símaþjófnaðurinn átti sér stað. Fæstum dettur í hug að Þórður eigi þar hlut að máli. Hið einkennilega er þó að ritstjórinn úrskurðar að engin byrlun hafi átt sér stað en „lögreglan vonast til þess að finna einhver samskipti sem sýni að blaðamenn hafi víst pantað byrlun (sem átti sér ekki stað) ….“.

Vandséð er hvernig sú vissa er tilkomin en fyrir liggur að Páll var á milli heims og helju dögum saman. Á meðan tók fyrrverandi eiginkona Páls  síma hans og afhenti starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem afrituðu tækið án þess þó að birta gögnin á sínum fjölmiðli. Leitað er að tæknimanninum sem annaðist innbrotið í símann. Þar liggur glæpurinn.

„Ég bíð þá bara áfram,“ eru lokaorðin í færslu Þórðar …

Allt að 20 stiga hiti

Í dag er gert ráð fyrir því að allt að 20 stiga hiti muni gleðja fólk og búfénað og fleiri austanlands; sunnan 8–15 metrum á sekúndu – en sumsstaðar 13–18 metrum á sekúndu norðvestan til.

Líklega verður boðið upp á rigningu eða súld – auðvitað með köflum um Ísland vestanvert; hiti 10 til 15 stig annars staðar á landinu.

Svo verður hægari vindur; bætir í úrkomu um landið vestanvert seint í kvöld; minnkandi úrkoma seint á morgun og annað kvöld.

Trylltir Albanir veittust að öryggisverði á Hlíðarenda og vildu ráðast á Valsmenn

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögregla var kölluð til á Hlíðarenda vegna dólgsláta albanskra stuðningsmanna albanska liðsins Vllaznia sem atti kappi við Val í Sambandsdeildinni. Albanarnir höfðu í frammi „alls kyns ósæmilega hegðun og í einhverjum tilvikum kom til stympinga“ segir í dagbók lögreglunnar. Réðust stuðningsmennirnir á öryggisvörð og reyndu að komast að íslensku leikmönnunum  til að skaða þá.

Samkvæmt frásögn Vísis var rót átakanna sú að Valur jafnaði í leiknum þegar komið var fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Trylltir stuðningsmenn Vllazni voru ósáttir með dómsgæsluna. Gerður var aðsúgur að dómaranum og flöskum grýtt. Vísir segir að UEFA munu fá upptökur af því sem gerðist. Þá flúgur fyrir að stjórnarmönnum Vals hafi verið hótað illu þegar þeir koma til Albaníu í næstu viku.

Þegar leikmenn gengu af velli reyndu Albanir að brjóta sér leið að leikmönnum Vals en öryggisgæsla stóð í vegi fyrir þeim. Ekki liggur fyrir hverjir árásarmennirnir úr hópi Albana eru en talsvert er um Albana í undirheimum Íslands.

Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Annar ökumaður stöðvaður á 143 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar. Ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Í Hafnarfirði voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og sá þriðji fyrir ölvun við akstur. Ölvunaraksturinn tengist einnig umferðaróhappi. Einn ökumaður stöðvaður fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Það er dýrt spaug þar sem lágmarkssekt er 120 þúsund krónur.
Maður og kona handtekin í Kópavogi fyrir sölu fíkniefna. Konan fvar einnig grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þegar íslenskir námsmenn tóku sendiráð Íslands í Stokkhólmi: „Eina lausnin er sósíalistísk bylting“

Rauðir fánar byltingarinnar

Árið 1970 ruddust 11 vaskir íslenskir námsmenn inn í sendiráðs Íslands í Stokkhólmi og tóku yfir bygginguna. Var meiningin að hefja sósíalístíska byltingu.

Sjötti áratugurinn hefur stundum verið kallaður byltingaáratugurinn en mikil ólga var í samfélögum víðs vegar um heim. Má í því samhengi nefna Kúbudeiluna, kalda stríðið, uppgangur kommúnista, morðin á John F. og Robert Kennedy, Malcolm X, Martin Luther King Jr. svo eitthvað sé nefnt.

Stúdentar voru áberandi í hverskyns mótmælagöngum og var oft ansi mikill hiti í þeim, eins og gengur og gerist þegar fólk er orðið þreytt á óbreyttu ástandi í samfélögum þar sem hinir sem minna mega sín, mega eiga sig.

Enn eimdi af byltingarandanum í upphafi næsta áratugar en þann 20. apríl árið 1970 ruddust ellefu stúdentar inn í íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og reka starfsfólk þess út. Í kjölfarið drógu þeir rauða sósíalistafána að húni og hengdu aðra slíka í gluggana. Yfirlýstur tilgangur yfirtökunnar var meðal annars sá að mótmæla slæmum kjörum íslenskra námsmanna á Íslandi sem og erlendis. Þá var þjóðfélagið á Íslandi einnig fordæmt og það sagt vera stjórnað af eignastéttinni. Þá vildu þeir að Ísland gengi úr Atlanthafsbandalaginu og hætti að styðja auðvaldsstefnu Bandaríkjanna.

Stúdentarnir byltingasinnuðu.
Ljósmynd: Åke Malmström

Aðeins tveimur klukkustundum síðar réðust 20 lögregluþjónar inn í sendiráðið og báru stúdentana út en þeir streittust ekki á móti. Voru eftirmálarnir af málinu engir.

Einn byltingasinnanna fylgt út.
Ljósmynd: John Kjellström

Eins og flestir átta sig á hefur lítið sem ekkert breyst frá þessari stuttu byltingu í Stokkhólmi, enn er Íslandi stjórnað af eignastéttinni og stuðningur við Nató hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en einmitt núna.

Fjölmennt lögreglulið fylgdi stúdentunum út úr sendiráðinu.
Ljósmynd: Åke Malmström

Hér má lesa greinagóða frétt Tímans um málið sem skrifað var daginn eftir yfirtökuna:

Stúdentarnir í Stokkhólmi: Taka sendiráðsins upphaf sósialistískrar byltingar!

Ellefu íslenzkir námsmenn í Gautaborg og Uppsölum héldu inn í íslenzka sendiráðið í Stokkhólmi í morgun, ráku starfsliðið út og héldu byggingunni í tvær klukkustundir, en þá réðist lögreglan til inngöngu í húsið og flutti stúdentana á lögreglustöð í Stokkhólmi. Námsmennirnir sendu frá sér greinargerð, þar sem segir að tilgangurinn með töku sendiráðsins sé „að vekja athygli á því ófremdarástandi, sem ríki á sviði íslenzkra menntamála og þá um leið aðstöðu námsmanna heima og erlendis“, en jafnframt að hvetja til „sósíalistískrar byltingar á Íslandi.

Stúdentarnir 11 gengu inn í sendiráðið kl. 11 skv. sœnskum tíma eða ki. 10 að ísl. tíma. Engir þessara stúdenta stundar nám í Stokkhólmi, átta þeirra komu frá Gautaborg <xg þrír frá Uppsölum. Sögðust þeir vera komnir til að leggja sendiráðið undir sig til að undirstrika kröfur sínar um betri námskjör, betri námslán og námsiaun. Báðu þeir starfsfólk  sendiráðsins að ganga út. Haraldur Kröyer, ambassador, var staddur í Helsingfors en þar er Emil Jónsson utanríkisráðherra einnig á utanríkisráðherrafundi Norðurlanda. Hannes Hafstein, sendiráðsritari, varð fyrir svörum og neitaði hann að ganga út og gerðu stúdentarnir sér lítið fyrir og báru hann út úr byggingunni. Áslaug Skúladóttir vinnur einnig í sendiráðinu og varð hún við beiðni stúdentanna og gekk út.

Vel skipulagt

Margt bendir til að innrás stúdentanna hafi verið vel skipulögð með nokkrum fyrirvara. Engin vandræði voru fyrir stúdentana að komast inn í bygginguna. Þegar þeir voru búnir að bera sendiráðs ritarann út tóku þeir útidyrnar af hjörum og skemmdu lásinn svo að hvorki var hægt að komast út eða inn í bygginguna. Höfðu stúdentarnir matvæli meðferðis og sögðust þeir ætla að dvelja í sendiráðinu að minnsta kosti í dag. Gerðar voru tilraunir til að ná símasambandi við stúdentana en enginn svaraði í símann. Aftur á móti hringdu þeir til Íslands í morgun og töluðu við Leif Jóelsson á rícrifsbafiu Æskulýðsfylkingarinnar og lásu upp greinargerð sem nánar er sagt frá hér á eftir. Hálfri klukkustund eftir að stúdentarnir hertóku sendiráðið birtust nokkrir þeirra á svölum byggingarinnar og drógu þeir að húni stóran rauðan fána. Einnig blöktu rauðir fánar í gluggum hússins. Margmenni safnaðist saman við sendiráðsbygginguna við Kommendörsgötu og brátt kom einnig 50 manna lögreglulið á vettvang. Sendiráðsfólkið hafði samband við sænska utanríkisráðuneytið og bað þess að stúdentarnir yrðu fjarlægðir úr byggingunni. Áður en sænska lögreglan réðist til inngöngu í húsið var haft samband við Emil Jónsson og íslenska utanríkisráðuneytið, og var gefið samþykki til að sænsk lögregla næði í íslenzka ríkisborgara inn í sendiráðið, en þó án átaka.

Stóð í tvo tíma

Tveim klukkustundum eftir að innrásin var gerð fóru sænskir lögreglumenn, 20 talsins inn í sendiráðið og náðu í stúdentana. Komu lögreglumennirnir út með tvo og tvo af stúdentunum í einu og veittu þeir enga mótspyrnu. Var þeim síðan ekið á lögreglustöð og yfirheyrðir einn og einn í seinn. Stóðu yfirheyrzlurnar yfir í um tvo tíma og var stúdentunum síðan sleppt lausum. Engin skemmdarverk voru unnin í sendiráðinu og ekki var hreyft við skjölum sem þar voru. Eftir að búið var að fjarlægja stúdentana var settur lögregluvörður við sendiráðið og starfsfólkið hóf störf sín á ný. Stúdentarnir neita að hafa skipulagt aðgerðirnar fyrirfram og eins að neinn ákveðinn félagsskapur standi bak við þær. Þeir höfðu meðferðis segulbandstæki og tóku upp á það öll orðaskipti við starfsfólk sendiráðsins og eins kvikmynduðu þeir töku byggingarinnar. Meðan stúdentarnir dvöldu í sendiráðinu bárust þangað tvö skeyti annað frá Æskulýðsfylkingunni, þar sem þeim var óskað til hamingju og baráttukveðjur sendar. Hitt skeytið var frá Félagi róttækra stúdenta í Menntaskóla Reykjavíkur og voru í því skeyti stuðningskveðjur.

Mikið fréttaefni

Fjölmiðlarnir í Svíþjóð gerðu sér mikinn mat úr innrásinni í sendiráðið og birta síðdegisblöðin myndir og frásagnir á forsíðum og mikið var sagt frá atburðinum í útvarpi og sjónvarpi. Eftir að stúdentunum var sleppt úr haldi, þyrptust blaðamenn um þá og höfðu viðtöl við stúdentana. Þegar stúdentarnir ræddu við Hannes Hafstein í morgun sögðu þeir að svipaðar aðgerðir verði gerðar í sendiráðunum í Kaupmannahöfn og Osló. Höfðu þeir á orði að aðgerðirnar í Kaupmannahöfn verði framkvæmdar n. k. laugardag. Stúdentamir munu dvelja í Stokkhólmi fram eftir vikuunni en vilja ekkert um það segja hvort þeir ætli að efna til áframhaldandi aðgerða.

Að vekja athygli á ófremdarástandi

Í greinargerð sinni segja námsmennirnir, að tilgangurinn með töku sendiráðsins sé sá „að vekja athygli á því ófremdarástandi, sem ríkir á sviði íslenzkra menntamála og þá um leið aðstöðu námsmanna heima og erlendis“. Þeir bæta því við, að þeim sé ljóst, að „baráttan fyrir bættri aðstöðu skólafólks er ekki hægt að einangra frá baráttunni fyrir breyttu þjóðfélagskerfi“. Í framhaldi af því gagnrýna þeir harðlega íslenskt þjóðfélag. Segja þeir víðs fjarri, að Íslendingar búi við lýðræði: „Stjórn landsins bæði fyrr og nú er í höndum eignastéttarinnar, sem nærist á striti láglaunastéttanna og byggir forréttindatilveru sína á ömurlegu hlutskipti þeirra. Til þess að eignastéttin geti haldið velli og aukið gróða sinn á kostnað almennings verður að viðhalda úreltum hugmyndum um eignarréttinn og efnahagslega mismunun, hindra að hinar vinnandi stéttir geri sér ljós réttindi sín og aðferðir til að ná þeim.“ Segja námsmennirnir, að „skólakerfið og fjölmiðlarnir eru áhrifa mestu vopn valdastéttarinnar til þessa.“ Fara þeir síðan nokkrum og hörðum orðum um þessa tvo þætti, og segja m. a. um skólakerfið, að það sé „deginum ljósara, að stefnan er sú að menntun eigi að þjóna gróðafíkn gírugrar braskarastéttar. Áhrif eignarstéttarinnar á Íslandi kemur og skýrt fram í utanríkisstefnunni, sem fylgt hefur dyggilega hverri bendingu frá Bandaríkjunum. Áhugamál íslenzku og bandarísku eignastéttarinnar haldast að sjálfsögðu í hendur á vissum sviðum. Þess vegna er íslenzku eignastéttinni hagur í að styðja auðvaldsstefnu Bandaríkjanna og heimsvaldastefnu þá sem af henni þróast“.

„Sósíalisk bylting“

Í lok greinargerðarinnar segir, að þeir telji að „eina lausnin á efnahagslegu og félagslegu ástandi á Íslandi er sósíalistísk bylting. Aðgerð okkar er þáttur okkar í að knýja hana fram og gefa íslenzkri alþýðu fordæmi í baráttunni.

Kröfur okkar eru:

Að Ísland gangi úr NATO umsvifalaust og bandarísku hersetuliði verði vísað úr landi án frekari vafninga.
Að ásælni erlendra auðhringa verði stöðvuð þegar í stað, starfsemi þeirra bönnuð og eignir þeirra þjóðnýttar. Að verkalýðurinn taki við stjórn allra framleiðslutækja og bindi þannig endi á langa og ömurlega sögu íslenskrar eignastéttar.“

Hægt er að lesa meira um málið á heimasíðu SINE.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs 20. september 2023.

 

Shelley Duvall lést í svefni í morgun

Shelley Duwall
Leikkonan Shelley Duvall er látin, 75 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við sykursýki.

Dan Gilroy, lífsförunautur Shelley sagði TMZ-slúðurfréttasíðunni að hann hafi fundið Shelley meðvitundarlausa á heimili þeirra í Texas klukkan sjö í morgun. Hann segir að Shelley hafi verið með heimahjúkrun og rúmliggjandi síðustu mánuði á meðan hún glímdi við fylgikvilla sykursýki. Hann segir að hún hafi dáið í svefni.

Shelley er hvað þekktust fyrir ógleymanlegt hlutverk hennar sem Wendy Torrance í einu af meistaraverki Stanley Kubrik, The Shining, sem gerð var eftir skáldsögu Stephen King en þar lék hún á móti Jack Nickolson.

„Hér er Nonni!“

Það var leikstjórinn Robert Altman sem uppgötvaði Shelley snemma á áttunda áratugnum í heimaríki hennar, Texas og brátt hafði hún leikið í sjö kvikmyndum, meðal annars Brewster McCloud, Nashville og Thieves Like Us. Árið 1977 lék hún í kvikmynd Altmans, 3 women en hlutverkið færði henni tilnefningu sem besta leikkonan á Cannes kvikmyndahátíðinn.

Albert Guðmundsson og Guðlaug hætt saman eftir níu ára samband

Albert Guðmundsson knattspyrnumaður og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir hafa slitið sambandi sínu en þau hafa verið saman í níu ár. Albert leikur með Genoa á Ítalíu og hefur verið einn besti leikmaður íslenska landsliðsins að undanförnu en sætir nú ákæru vegna kynferðisbrots.

Samkvæmt Vísi hefur lítið sést til Alberts og Guðlaugar saman undanfarið en hún hefur verið á Íslandi með börnin að mestu leiti í sumar á meðan Albert hefur spilað knattspyrnu á með Genoa.

Saman eiga þau börnin Guðmund Leo og Maju Ósk.

 

Raddir