Í dagbók lögreglu frá því í nótt er ýmislegt að finna Ökumaður bifhjóls reyndi að stinga lögreglu af eftir að hafa fengið merki um að stöðva akstur vegna mikils hraða. Bifhjólinu var ekið á rúmlega 200 km/klst hraða á köflum en síðar reyndi ökumaður að stinga lögreglu af með því að aka göngustíga og á gangstéttum. Eftir talsverða eftirför tókst lögreglu að stöðva ökumanninn og verður hann kærður fyrir fjölda umferðarlagabrota, m.a. fyrir að aka án réttinda og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva.
Lögregla var kölluð til vegna eignaspjalla í ótilgreinds skóla á en þar var búið að brjóta rúðu.
Tilkynnt var um tvo menn að slást utan við verslun í miðbænum. Lögregla náði tali af báðum mannanna og var annar þeirra vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Þá var einnig tilkynnt um öskrandi mann í mjög annarlegu ástandi í miðbænum að sparka út í loftið og slá í bifreiðar. Þegar lögregla ætlaði að ræða við manninn reyndi hann að hlaupa undan lögreglu en var hlaupinn uppi og vistaður í fangageymslu vegna ástands. Dyraverðir skemmtistaðar voru handteknir grunaðir um alvarlega líkamsárás. Málið er í rannsókn en mörg vitni urðu að árásinni. Ekki kemur fram dyraverðir hvaða staðar ræðir um.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.
Lögregla var kölluð til vegna umferðaróhapps. Í fyrstu var talið að kviknað hefði í bifreiðinni en betur fór en á horfðist og þegar lögregla kom á vettvang var enginn eldur.
Lögregla var kölluð til vegna þjófnaðar á bensínstöð. Lögregla var kölluð til vegna æstra aðila sem óskast fjarlægðir úr verslun.
Lögregla var kölluð til vegna hótana í verslun í hverfinu. Þarna var um að ræða framhald vegna deilna milli aðila.Ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lítið var gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag en í dagbók hennar er sagt frá helstu málum.
Tilkynnt var um framkvæmdarhávaða, lofað var að hætta vinnu og byrja aftur kl 10:00 þegar má byrja. Þá var tilkynnt um reiðhjólaþjófnað sem náðist á upptöku. Gerandi þekktist af upptökum og er málið í rannsókn
Einnig var brotist inn í verslun í miðborginni. Eitthvað af munum teknir og málið í rannsókn.
Tilkynnt um mann í miðborginni veifandi hníf, var gefin upp nokkuð góð lýsing af manninum og fannst hann stuttu seinna. Sá var ekki með hníf á sér en var hugsanlega búinn að losa sig við hnífinn.
Tilkynnt um innbrot í heimahús og er málið í rannsókn.
Sækja þurfti veiðimann með þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt en maðurinn fékk brjóstverk meðan hann var á hreindýraveiðum með þremur félögum sínum. Mennirnir voru staddir í Sandvík milli Eskifjarðar og Norðfjarðar í nótt og treysti maðurinn sér ekki til að ganga lengra vegna brjóstverkja. Ákveðið var af björgunarsveitarfólki að kalla til þyrlu frekar en að bera manninn á sjúkrabörum en svæðið er óaðgengilegt fyrir ökutæki. Maðurinn var sóttur rétt fyrir þrjú í nótt og fluttur á sjúkrahús í Neskaupstað en RÚV greindi frá málinu. Ekki er vitað um líðan mannsins að svo stöddu.
Kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks verður fram Íslands til næstu Óskarsverðlauna en Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían greinir frá þessu í fréttatilkynningu. Snerting hefur hlotið góða dóma um alla heim og hafa margir sérstaklega rætt um leiksigur Egils Ólafssonar í því samhengi en í janúar verða tilnefningarnar gefnar út og verður forvitnilegt að sjá hvort að Snerting verði þar á meðal. Myndin er gerð eftir bók Ólafs Ólafssonar en hann er einnig handritshöfundar myndarinnar ásamt Baltasar.
„Snerting er í senn epísk og afskaplega mannleg saga um tilfinningar, ást, eftirsjá og litlu augnablikin í lífi hvers manns sem öðlast merkingu þegar horft er til baka.
Í Snertingu er unnið með klassísk þemu og frásagnarstef á nýstárlegan og listrænan máta. Mögulega er hægt að endurheimta ástina sem rann aðalpersónunum úr greipum áratugum fyrr, en spurningin hvað það þýðir og hvað hefur glatast liggur myndinni til grundvallar.
Á sama tíma og unnið er með þessi klassísku stef eru þau framsett með óvenjulegri sjónrænni fágun og næmni, og hinn þverþjóðlegi söguheimur er kallaður fram ekki sem bakgrunnur heldur burðarstólpi í sjálfri ástarsögunni; inn í viðkynningu Miko og Kristófers eru þræddir sögulegir og menningarlegir þættir sem bæði sameina og sundra.
Tengingarnar milli parsins og ástin sjálf birtast í lýsingu og sjónarhorni, birtunni sem umlykur líkama þeirra og hvernig þeir samtvinnast og snertast, í rýmisvenslunum í eldhúsinu alveg eins og því sem er sagt.
Snerting er hrífandi saga um mennskuna, menningarheima sem skarast á og leitina að svörum við ósvöruðum spurningum. Atvik og örlög heillar mannsævi fléttuð saman í órofa heild“ segir í umsögn ÍSKA um myndina.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, hélt í vikunni stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur. Eitt af því sem Bjarni nefndi var stjórnarskrá Íslands.
„Í vetur er tækifæri til að sammælast um skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni. Horfa ætti til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla auk þess sem skoða mætti ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Markmiðið ætti ávallt að vera að treysta enn frekar lýðræðið í landinu.
Tímabært er að endurskoða ákvæði um Landsdóm og gera breytingar á meðferð ákæruvalds vegna ráðherraábyrgðar. Ég bind vonir við að samstaða geti tekist um stjórnarskrármál á kjörtímabilinu,“ sagði Bjarni en miklar umræður hafa verið í íslensku samfélagi um stjórnarskrá landsins undanfarin ár.
Árið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá og var hún samþykkt með yfirburðum en tæpleg 67% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já við nýrri stjórnarskrá. Ekkert hefur þó gerst í þeim málum síðan.
Því spurði Mannlíf: Vilt þú nýja stjórnarskrá?
Niðurstaðan var afgerandi og ljóst að 80% lesenda Mannlífs vilja nýja stjórnarskrá.
„Kennari að nafni Wagner bilaðist fyrirvaralaust á geði í Mühlhausen í gær. Brjálæðingurinn byrjaði á að stinga eiginkonu sína og fjögur börn til bana, síðan fór hann, vopnaður skammbyssu, í hjarta bæjarins þar sem hann bar eld að nokkrum húsum.“
Þannig hefst frétt í The New Zealand Herald, 8. september árið 1913.
Umræddur maður hét Ernst August Wagner. Hann fæddist í Eglosheim, skammt frá Ludwigsburg í suðurhluta Þýskalands, árið 1874. Faðir Wagners var bóndi, hávær og gefinn fyrir sopann, af móður Wagners segir fátt annað en að hún hafi verið helst til lauslát.
Þegar Wagner var tveggja ára lést faðir hans, móðir hans giftist á ný en það hjónaband rann sitt skeið þegar Wagner var sjö vetra. Af hinum unga Wagner er það að segja að hann þótti gáfaður með afbrigðum og að loknu grunnskólanámi fékk hann styrk til kennaranáms. Bókmenntir áttu hug hans allan og í frítíma sínum orti hann ljóð. Wagner var afleysingakennari í nokkrum skólum í Württemberg árin 1894-1901 en þá fékk hann fastráðningu í Mühlhausen an der Enz.
Afdrifaríkur ölæðisgjörningur
Sagan segir að einhvern tímann, sumarið 1901, hafi hann í ölæði níðst kynferðislega á einhverri skepnu. Hvers kyns skepnu fylgir ekki sögunni. Nú, í kjölfarið óttaðist hann að þorpsbúar kæmust að verknaðinum og að lokum fannst honum sem, hvert sem hann fór og hvar sem hann var staddur í Mühlhausen, að fólk hefði hann að háði og spotti vegna dýraníðsins. Wagner keypti sér sína fyrstu byssu. Hvað sem þessu leið þá hóf Wagner ástarsamband við Önnu Friedericke Schlecht, dóttur eiganda öldurhúss í þorpinu. Anna varð barnshafandi vorið 1902 og í desember sama ár lést móðir Wagners. Hann flutti til Radelstetten, afskekkts þorps, og þótt honum fyndist það óttalegt skítapláss þá varð dvölin þar til þess að draga úr ofsóknaræði hans vegna dýraníðsins.
Tvær sjálfsvígstilraunir
Vegna þrýstings af hálfu fjölskyldu Önnu kvæntist Wagner henni í desember 1903, enda var dóttir þeirra þá orðin 10 mánaða. Næstu árin eignuðust hjónin fjögur börn og varð þremur þeirra lífs auðið. Wagner elskaði ekki eiginkonu sína, honum fannst hún standa honum langt að baki hvað vitsmuni áhrærði og umgekkst hana fremur sem hjú en eiginkonu. Einnig fannst honum börnin vera byrði, fjárhagsleg og andleg. Um sumarið 1904 fór Wagner til Sviss og var greinilega ekki í góðu ástandi því hann gerði þar tvær tilraunir til sjálfsvígs, en tókst sem sagt ekki því hann var, að eigin sögn, „of veikgeðja“.
Wagner vopnvæðist
Það var síðan árið 1906 eða 1907 sem hann taldi að fennt hefði yfir ölæðisverknað hans með óskilgreindu skepnunni, en þess í stað skaut í huga hans rótum hefndarfýsnar gagnvart þeim sem hann taldi orsök allrar eymdar hans, einkum og sér í karlmönnum í Mühlhausen. Wagner keypti sér Mauser C96-skammbyssu árið 1907 og síðan aðra eins árið 1909. Í nágrenni þorpsins og skógum þar í kring æfði hann skotfimi af miklu kappi. Allan þennan tíma hafði hann starfað sem kennari og í maí 1912 fékk hann stöðu sem kennari við skóla í Degerloch, í úthverfi Stuttgart.
Myrt í morgunsárið
Hugmyndin um hefnd kraumaði í huga Wagners og styrktist enn frekar þegar hann taldi sig sjá þess merki að nýir vinnufélagar „vissu“ um fortíð hans. Undir lok sumarleyfis 1913 ákvað hann að láta til skarar skríða og dagana fyrir morðin skrifaði hann nokkur bréf þar sem hann útskýrði ástæðurnar fyrir þeim ódæðum sem í vændum voru. Sem fyrr segir voru eiginkona Wagners og fjögur börn fyrstu fórnarlömbin. Um klukkan fimm að morgni 4. september, 1913, rotaði hann Önnu með tjakki og gekk síðan til verks með rýtingi. Stakk hann Önnu ótal sinnum í háls og bringu, þannig að slagæðar skárust í sundur. Síðan fór Wagner inn í herbergi barna sinna; tveggja sona og tveggja dætra sem hann stakk hann í háls og bringu. Þessum fyrstu fimm fórnarlömbum Wagners blæddi út.
Lognið á undan storminum
Sagan segir að þegar hann yfirgaf heimili sitt í Degerloch, eftir að hafa fyrirkomið fjölskyldu sinni, hafi ekki verið hægt að merkja að þar færi maður sem ekki gekk andlega heill til skógar. Hann hafði lagt teppi yfir líkin, farið úr blóðugum fötum sínum og þvegið sér. Engu líkara er en að Wagner hafi tekið ákvörðun um að dúlla sér það sem eftir lifði þessa dags. Hann skildi eftir orðsendingu á hurð íbúðar fjölskyldunnar þar sem sagði að fjölskyldan væri að dandalast í Ludwigsburg. Umsjónarmaður byggingarinnar fékk skilaboð um að panta fyrir fjölskylduna mjólk og pöntuninni fylgdu 35 pfennig. Síðan hjólaði Wagner til Stuttgart og tók þaðan lest til Ludwigsburg. Í fórum sínum hafði hann þrjár skammbyssur, 500 skot, svarta slæðu, sem konan hans sáluga hafði átt, og belti. Frá Ludwigsburg fór Wagner til Eglosheim þar sem bróðir hans bjó. Þangað kom hann um ellefu leytið.
Taktu eitur!
Hvað hann aðhafðist þennan daginn er vart frásagnar vert nema ef vera skyldi að hann póstlagði nokkur bréf, þar á meðal eitt til systur sinnar. Það bréf innihélt tvö orð: Taktu eitur! Einnig sendi hann bréf til dagblaðs nokkurs og annað til heimspekings að nafni Christoph Schrempf, sá fékk einnig eintak af sjálfsævisögu Wagners. Klukkan sjö um kvöldið fór Wagner til Mühlhausen an der Enz og kom að hæðunum þar í kring um ellefu leytið um kvöldið. Þar girti hann sig með áðurnefndu belti, setti á sig húfu og vopnaðist Mauser C69-skammbyssunum tveimur. Að auki greip hann tösku sem innihélt skotfærin, svörtu slæðuna og þjöl. Wagner hugðist rjúfa símasamband við Mühlhausen með því að rjúfa símalínurnar. Það gekk ekki eftir því honum varð um megn að klifra upp háa símastaurana auk þess sem úrhellisrigningu gerði um það leyti. Hann varð því frá að hverfa og fór rakleitt inn í þorpið.
Kúlunum rignir
Í þorpinu hófst Wagner handa og byrjaði á því að bera eld að fjórum hlöðum. Hann huldi andlit sitt sem best hann gat með slæðu eiginkonu sinnar og hóf för sína í gegnum þorpið. Hann skaut hvern einasta karmann sem á vegi hans varð, einhverjar konur urðu einnig fyrir skotum úr byssu hans, en síðar fullyrti hann að það hefði verið fyrir slysni. Alls hleypti Wagner af 80 skotum og hitti 20 manns. Af þeim létust átta samstundis þar á meðal ein kona. Eitt fórnarlambanna dó síðar af sárum sínum. Einnig drap Wagner tvær skepnur og þegar upp var staðið voru nokkur hús brunarústir einar. Wagner varð að lokum yfirbugaður þegar hann var að endurhlaða skotvopn sín. Þrír karlmenn neyttu þá færis og réðust á hann vopnaðir hlújárnum og sverðum. Þeir léku Wagner illa og hann fékk ótal skurði í andlit og á hægri handlegg. Vinstri handleggur hans hékk á lyginni.
Vildi dauðadóm og aftöku
Eftir að hafa afvopnað Wagner, höggvið og barið í kássu skildu mennirnir hann eftir liggjandi í blóði sínu og gerðu ráð fyrir að hann myndi skilja við án frekari afskipta af þeirra hálfu. En Wagner dó ekki, klukkan tvö um nóttina gekk lögregluþjónn fram á hann, þar sem hann lá rænulítill en enn á lífi. Wagner komst til fullrar meðvitundar og játaði hiklaust sök sína og einnig að hafa myrt fjölskyldu sína.
Hann sagðist hafa ætlað að fremja sjálfsvíg en ekki yrði það mögulegt úr því sem komið var. Því þætti honum vænt um ef hann yrði bara dæmdur til dauða og hálshöggvinn. Að kvöldi 5. september var farið með Wagner á spítala í Vaihingen þar sem gert var að sárum hans og vinstri handleggur fjarlægður. Wagner fékk ekki uppfyllta ósk sína um dauðadóm og aftöku, því hann var dæmdur til vistar á geðveikrahæli og þar dó hann 27. apríl árið 1938.
Í tilkynningu frá Veitum er greint frá því að rafmagnslaust hafi verið í Laugardalnum og nágranni, nánar tiltekið í póstnúmerum 105, 106 og 108 , í tæpan 2 og hálfan tíma seinustu nótt en lauk rafmagnsleysinu rétt fyrir 5 í nótt.
Sérstaklega er tekið fram að rafmagn hafi komist á á flestum stöðum fljótlega nema í kringum Laugalæk í Laugardalnum.
„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði fyrirtækið.
Kynlíf á almannafæri í Bandaríkjunum náðist óvænt á upptöku. Móðir 13 ára drengs rétt fyrir utan Detroit í Michigan er brjáluð út í par sem lagði bílaleigubíl sínum í innkeyrsluna hjá sér og hóf að stunda kynmök. Síðdegis á mánudaginn bakkaði parið inn í innkeyrsluna og girti niður um sig brækurnar, stillti upp símum sínum og hóf að stunda kynmök nema hvað að skynjari í myndavélakerfi hússins fór í gang og sendi myndbandstilkynningu í síma 13 ára drengsins en sá var í skólanum og var að bíða spenntur eftir póstsendingu en í stað þess að sjá mann með pakka sá hann parið vera í fullu fjöri með hvort öðru.
Af hverju parið ákvað leggja í þessari innkeyrslu liggur ekki fyrir en hún sést vel frá götunni. Parið hefur verið tilkynnt til lögreglu fyrir athæfið en þau hafa ekki fundist hingað til.
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson stendur frammi fyrir dauðans alvöru vegna nauðgunarmálsins sem nú er fyrir dómi. Kona á þrítugsaldri hefur borið hann þeim þungu sökum að hafa nauðgað sér. Albert hefur ítrekað og staðfastlega neitað ásökuninni, nú seinast fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Réttarhöldin voru lokuð af tillitssemi við meint fórnarlamb og því minnst vitað hvað er að baki ásökuninni. Fari svo að Albert verði dæmdur sekur er ferill hans sem eins besta knattspyrnumanns Íslands væntanlega á enda.
Hann var í sumar lánaður frá Genoa til Fiorentina fyrir himinháa upphæð, 1200 milljónir króna. Hann hefur ekki enn spilað fyrir Florsentina. Í samningi félaganna er ákvæði um að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu fyrir rúma þrjá milljarða króna. Ákvæðið fellur úr gildi ef Albert verður dæmdur fyrir kynferðisbrot. Staðan er því í öllum skilningi grafalvarleg fyrir Albert sem er auðvitað saklaus þar til annað kemur í ljós. Dóms undirréttar er að vænta innan tveggja vikna.
Líklegt er að málinu verði áfrýjað, hvernig sem það fer. Það gætu liðið ár þar til réttlát niðurstaða fæst í málið fyrir Hæstarétti. Albert gæti verið í sömu sporum og Gylfi Sigurðsson sem sakaður var um kynferðisbrot í Englandi. Áralöng rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós sekt en ferill hans sem knattspyrnumanns á heimsmælikvarða var á enda …
Knattspyrnuliðið Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert Guðmundsson frá Genoa verði hann dæmdur fyrir nauðgun en sem stendur er hann í láni hjá félaginu. Verði hann ekki fundinn sekur þarf liðið hins vegar að borga 20 milljarða evra fyrir hann.
„Það var mjög erfitt að ganga frá félagaskiptum Alberts. Við byrjuðum í janúar og gengum loksins frá öllu mánuði fyrir lok félagaskiptagluggans,“ sagði Daniele Pradè, yfirmaður íþróttamála hjá ítalska knattspyrnufélaginu Fiorentina, í dag.
„Það er ein ástæða þess að þetta tók svona langan tíma. Félagið er 100 prósent tryggt og það er lítil áhætta hjá okkur. Þetta er lán og annað hvort erum við skyldug til að kaupa hann eða ekki, það fer eftir því hvernig málið endar,“ en mbl.is greindi fyrst frá málinu hérlendis.
Ávallt neitað sök
Réttarhöldin yfir Alberti hófust í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis.
Í fyrra var Albert kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu en lögreglan rannsakaði málið og sendi það til héraðssaksóknara. Sá felldi málið niður í vor þar sem hann taldi að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Kærði kona þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem í maí sneri henni við.
Líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum er þinghald í málinu lokað en þann 3. júlí var Albert viðstaddur þingfestingu málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar Albert var kærður mátti hann ekki leika með landsliðinu en fékk síðan að spila nokkra leiki með liðinu þegar frávísunin var í áfrýjunarferli. Frá því að niðurfellingunni var snúið við hefur Albert aftur verið á bannlista KSÍ.
Albert hefur frá upphafi neitað sök í málinu.
Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.
Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hún gerir grein fyrir ýmsum málum sínum í dagbók. Nokkrir ökumenn fóru ekki eftir settum reglum og lögum Ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann var einnig án gildra ökuréttinda. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Annar ökumaður var stöðvaður í akstri þar sem hann var að tala í farsíma við akstur. Í ljós kom að hann var einnig undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn og fluttur á lögreglustöð til sýnatöku.
Svo var einnig tilkynnt um innbrot í geymslur en nánari upplýsingar um það var ekki að fá hjá lögreglu.
Svo fékk lögreglan tilkynningu um eld á svölum þar sem kviknað hafði í út frá kerti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eitthvað tjón varð á húsinu að utan.
Þriggja ára drengur froðufelldi eftir að hafa keypt ónýtt tyggjó árið 2000 en DV greindi frá málinu.
„Við reynum að halda uppi mjög ströngu eftirliti með sölu matvæla hér í Kolaportinu. Ef einhver verður uppvís að því að selja skemmda eða útrunna matvöru fær hann aðvörun og síðan beitum við brottrekstri ef ekki er ráðin bót á,“ sagði Guðmundur G. Kristinsson, framkvæmdastjóri í Kolaportinu, en þriggja ára sonur Rögnvalds Rögnvaldssonar fékk tyggjó gefins frá föður sínum sem keypt hafði verið í Kolaportinu. Þegar hann hafði svo hafið að tryggja það hafi froða byrjað að leka. „Þetta tyggjó breyttist í drullu uppi í manni. Ég gaf syni mínum tvö stykki og eftir smástund sá ég að það var froða farin að leka út um munnvikin á barninu og það gat ekki lengur talað,“ sagði Rögnvaldur við DV en þegar hann gáði á þá tyggjópakka sem hann hafði keypt tók hann eftir að búið var að strika yfir seinasta söludag. Alvarlegt ef satt reynist
„Það er fyrirgefanlegt þegar menn selja útrunna vöru vegna mistaka en þegar búið er að krota ofan i merkinguna með svörtum tússpenna horfir málið öðruvísi við,“ sagði Rögnvaldur en tyggjóið hafði runnið út þremur árum fyrr. „Ég fór og kvartaði í sælgætisbásnum en þá vildi maðurinn bara selja mér fleiri pakka og virtist kæra sig kollóttan um kvörtun mína.“
„Þetta er alvarlegt mál ef satt reynist. Einn söluaðili hjá okkur getur skemmt fyrir öllum hinum með framferði sem þessu og slíka aðila viljum við ekki hafa hér inni. Ef umræddur aðili hefur fengið áminningu hjá okkur áður þá fýkur hann út hið fyrsta,“ sagði Guðmundur í Kolaportinu.
Lína Rut Wilberg hæðist að auglýsingum Play í nýlegri Facebook-færslu.
Listakonan fjölhæfa, Lína Rut Wilberg skrifaði Facebook-færslu sem vakið hefur verðskuldaða athygli en þar gagnrýnir hún auglýsingar Play sem birtust á dögunum, með kaldhæðnina að vopni. Í auglýsingunum er notast við fáklætt fólk og tvíræðni, svipað og tíðkaðist á árum áður.
Lína Rut tekur þó sérstaklega fram í samtali við Mannlíf að hún sé ekki aðeins að gagnrýna Play, heldur þessa þróun, að nota líkamann til að selja vörur. Tekur hún einnig fram að hún fljúgi sjálf með Play og finnist fyrirtækið sem slíkt fínt. Þess vegna sé svo sárt að sjá þessar auglýsingar. Aðspurð um ástæðuna fyrir því að hún ákvað að skrifa færsluna, svaraði Lína Rut: „Ég ákvað að skrifa status eftir að ég sá færslu um þetta frá mjög þekktum einstaklingi sem hjólar í Drífu hjá Stígamótum. Þessi kona er nánast lögð í einelti þar sem hún dyrfist að hafa skoðun á þessu málefni og ráðist á útlit hennar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft“.
Færslan hefst á eftirfarandi hátt:
„Let´s all play like Play. Við Play eigum það sameiginlegt að vera nánast „broke“ með jöfnu millibili. Núna er ég „desperate“ bara verð að selja þótt ekki væri nema eitt listaverk. Og ég er aldeilis heppin „I have my body to add“.“ Lína Rut birti svo málverk sem hún gerði en var búin að láta taka mynd af líkama sínum og skeita við málverkið, til að hæðast enn meira af auglýsingunni.
Kaldhæðnin heldur áfram:
„Af hverju kennum við börnunum okkar ekki að nota líkama sinn meira til að ota sínum tota, það sé besta leiðin til að komast áfram í lífinu? Að það sé óþarfi að vinna hörðum höndum að því að efla hæfileika sína og komast áfram á eigin verðleikum? Af hverju að leggja áherslu á öfluga og heiðarlega markaðssetningu þegar það er einfaldara og mun ódýrara að skarta bara nöktum líkama til að fanga athygli? Að yfirborðskenndar og staðlaðar fegurðarímyndir sé málið, skítt með hæfni, greind og eða persónuleika, skítt með innri fegurð og kynþokkann sem kemur líka að innan?“
Að lokum beinir hún orðum sínum að þeim sem ráðist hafa á Drífu Snædal í athugasemdarkerfunum eftir að hún gagnrýndi auglýsingarnar.
„Lítillækkum konur sem dirfast að stíga fram og gagnrýna „sakleysislegar auglýsingar“ því þær vilja ekki þessa framtíð fyrir börnin sín. Látum þær fá það óþvegið, þær eru „bitrar, ljótar, feitar, án kynþokka, með samanbitnar varir, án húmors, þær líta aldrei glaðan dag“ (tekið af kommentakerfinu) Ýtum undir vanlíðan unga fólksins okkar, sérstaklega ungum stúlkum, því vandamálin eru ekki næg fyrir. Og ýtum undir vítahringinn, það þarf sífellt að ganga lengra til að hneyksla og fanga athygli. Kennum þeim líka að samfélagsleg ábyrgð skiptir engu máli, hugsum einungis um okkar eigin hag. Og kennum þeim að kynþokki tengist einungis útliti, ekki persónuleika, sjálfstrausti, ástríðu og umhyggju fyrir sjálfum sér og öðrum. So, dear people, would you buy more of my art if I advertised it like this?“
Birti Lína Rut síðan mynd af málverki sem hún gerði í tilefni auglýsingarinnar, sem má sjá hér fyrir neðan. Til gamans má geta þess að málverkið er til sölu.
Ein allra vinsælasta hljómsveit allra tíma, Queen sendi frá sér glænýtt myndband við endurblandað lag af fyrstu plötu sinni, fyrir tveimur klukkutímum síðan, þegar fréttin er skrifuð.
Lagið, The Night Comes Down er samið af Brian May, gítarleikara hljómsveitarinnar en það kom út á fyrstu plötu bandsins, Queen sem kom út árið 1973. Nú, 51 ári síðar, og 33 árum eftir andlát söngvarans, Freddie Mercury, kemur lagið út aftur í nýrri útgáfu fyrstu plötunnar sem kemur út í október á þessu ári, endurhljóðblönduð, „remasteruð“ og lengd.
Nú þegar hafa tæplega 19.000 horft á myndbandið sem birtist á YouTube-síðu Queen en notkun gervigreindar við myndbandið hefur vakið gríðarlega ólukku, ef marka má fjölmargar athugasemdir við myndbandið en sitt sýnist hverjum.
Eldur kviknaði í rútu sem full var af ferðamönnum við Ísafjörð rétt í þessu.
Samkvæmt sjónarvotti sem Mannlíf ræddi við, komust allir ferðamennirnir út þegar kviknaði í rútu nærri Breiðadalsgöngum nærri Ísafirði rétt í þessu en rútan stendur í ljósum logum. Sjónarvotturinn sagði að rútan hafi verið full af ferðamönnum sem komið höfðu á Ísafjörð í skemmtiferðaskipi.
Hvorki náðist í lögreglu né slökkvilið Vestfjarða við gerð fréttarinnar.
Fréttin uppfærð klukkan 18:44
Allir 60 farþegarnir sem voru um borð eru heilir á húfi eftir eldsvoðann sem varð á veginum um Tungudal í Skutulsfirði. Þykja þeir heppnir að ekki fór verr.
Samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðurm var veginum lokað á meðan unnið var að slökkvistarfi og vettvangsrannsókn og farþegarnir fluttir á brott með annarri rútu en rútan er gjörónýt.
Eigandi veitingastaðarins Ítalíu harmar mótmæli Eflingar og að andlit hans hafi verið á spjöldum mótmælenda.
Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalía, sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið en Mannlíf sagði fyrst fjölmiðla frá erfiðleikum starfsfólks Ítalíu vegna vangoldinna launa, í maí á þessu ári.
Efling, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fararbroddi mótmæltu í gær fyrir utan Ítalíu og veifuðu þar slagorðum og myndum af eiganda staðarins, Elvari Ingimarssyni en hann skuldar fjölda starfsmanna laun.
Elvar sendi fjölmiðlum yfirlýsingu vegna frétta af Ítalíu. Byrjar hann á því að útskýra fjárhagsvandræði veitingastaðarins og tekur fram að staðurinn hafi ekki fengið neinn opinberan styrk vegna Covid eins og kom fram í einhverri fréttinni, heldur hafi það verið fyrrum eigendur staðarins sem fengu þá styrki. Elvar viðurkennir í tilkynningunni launaskuld sína sem hann segir nema tveimur milljónum króna en að unnið sé að því að greiða úr því. Þá segir að mótmæli Eflingar séu honum „afar þungbært“ og greinilegt að þeim hafi verið ætlað að skaða reksturinn og tefja fyrir úrlausn mála.
Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild:
„Vegna frétta um rekstur veitingastaðarins Ítalíu er rétt að eftirfarandi komi fram.
Ég undirritaður Elvar Ingimarsson kaupi veitingastaðinn Ítalíu í maí 2023. Fljótlega eftir kaupin kom fyrsta áfallið við reksturinn þegar húseigandi á Laugavegi ákvað að endurnýja ekki leigusamning við veitingastaðinn. Af þeim sökum þurftum við að flytja í árslok 2023 og flutti veitingastaðurinn á Frakkastíg.
Það er alltaf erfitt að flytja rótgrónn veitingastað í nýtt húsnæði.
Það er líka rétt að árétta að við höfum enga opinbera styrki fengið vegna Covid eins og fram hefur komið. Þeir styrkir hafa runnið til fyrri eiganda.
Það hefur verið mjög krefjandi að reka veitingastaði í núverandi rekstrarumhverfi, sem einkennist af háum vöxtum, verðbólgu þar sem aðföng hafa hækkað stjórnlaust og hækkandi launakostnaði.
Erfiðleikar við greiðslu launa
Það er rétt sem komið hefur fram að við höfum lent í nokkrum erfiðleikum varðandi launagreiðslur til starfsfólks og vegna launatengdra gjalda. Eins hefur verið erfitt að fá hæft fólk til starfa og hefur það leitt til þess að starfsmannavelta hefur verið meiri en æskilegt er. Sem stendur skuldum við um 2 milljónir króna í ógreidd laun sem samsvarar um 2% af þeim launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. Vinnan við að leysa úr því er í fullum gangi og viljum við biðja um vinnufrið á meðan sú vinna er í gangi.
Við erum langt í frá eini rekstraraðili í veitingageiranum sem glímir við fjárhagsvanda og bera tölur um gjaldþrot þess skýr merki. Við ætlum að reyna að takast á við vandann og leysa hann en ekki færa hann á nýja kennitölu eins og tíðkast gjarnan.
Það er mér afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér. Tilgangurinn er, að manni sýnist, að skaða reksturinn sem mest þannig að okkur sé ekki kleift að vinna að lausn þessara mála og gera upp útistandandi skuldir.
Hlaðvarpsþáttastjórnandinn og íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson gefur í skyn í nýjasta þætti af Mín Skoðun að rasismi spili hlutverk í ákvörðunum aganefndar KSÍ þegar kemur að dæma leikmenn í bann. Sambandið dæmdi nýlega Guðmund Kristjánsson í eins leiks bann fyrir að kýla Böðvar Böðvarsson í andlitið í leik FH og Stjörnunnar en Böðvar hafði gefið Guðmundi olnbogaskot rétt þar á undan. Böðvar var ekki dæmdur í leikbann fyrir sinn þátt í málinu.
„Það er eitt sem mig langar að ræða við þig um,“ sagði Valtýr við Þórhall Dan Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmann, sem var gestur þáttarins. „Það er þetta leikbann sem Guðmundur Kristjánsson fékk hjá Stjörnunni. Þeir áttust þarna við þeir. Hann Böðvar Böðvarsson, títtnefndur Böddi löpp og Böddi gaf honum olnbogaskot og þetta sást alveg. Hinn sló hann reyndar í andlitið og annar þeirra fékk bann en hinn ekki. Mín skoðun: Að slá í andlitið…ef þetta hefði verið útlendingur, samanber marga dóma sem hafa verið hjá aganefnd á Íslandi, þá er þetta að lágmarki tveir leikir bann og hitt. Við höfum séð marga leikmenn með olnbogaskot fá meira en einn leik í bann og mig furðar að annar skuli fá einn leik en hinn ekkert. Skiptir það máli hvort það er Íslendingur eða útlendingur?“ en einhverjir hafa bent á að leikmaðurinn Omar Sowe, þáverandi leikmaður Breiðabliks, hafi verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir að gefa andstæðingi olnbogaskot fyrir árum síðan „Það á ekki að gera það, nei,“ svaraði landsliðsmaðurinn fyrrverandi. „Það gerir það. Það eru margir dómar, ef við förum nokkur ár aftur í tímann og flettum þessum bara upp,“ sagði Valtýr á móti. „Það á auðvitað ekki að gera það, það eiga gilda sömu reglur um hvort sem þú ert hvitur, brúnn eða blár eða appelsínugulur. Þetta á að vera að sömu reglur gilda um alla,“ sagði Þórhallur svo. Þeir enduðu svo á vera sammála um að Guðmundur hefði átt að fá tveggja leikja bann en að Böðvar hefði átt að fá einn leik í bann.
Útför Bryndísar Klöru Birgisdóttur verður gerð út frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Verður útförinni streymt á YouTube.
Bryndís Klara lést eftir hnífstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í ágúst. Hafa foreldrar hennar boðað þann boðskap að fráfall hennar verði til þess að vopnaburður hverfi af sjónarsviðinu og að kærlekurinn verði eina vopnið.
Við útförina kemur þekkt tónlistarfólk fram en henni verður streymt meðal annars á YouTube og á Vísi klukkan 15.
Sigríður Thorlacius syngur við útförina, Matthías Stefánsson spilar á fiðlu, Gunnar Gunnarsson spilar á orgel og karlakórinn Fóstbræður syngur.
Árásin á Bryndísi Klöru vakti gríðarleg viðbrögð í samfélaginu en ríkisstjórnin hefur kynnt 25 aðgerðir til að bregðast við ofbeldi meðal barna og ungmenna. Við setningu Alþingis fyrr í vikunni talaði forseti Íslands, Halla Tómasdóttir um mikilvægi þess að snúa þróuninni við.
Stofnaður hefur verið minningarsjóður til að heiðra minningu Bryndísar Klöru en hann er tileinkaður þeim tilgangi að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Mun sjóðurinn styrkja við verkefni og aðgerðir sem leiða til aukinnar velferðar og öryggis ungs fólks á Íslandi.
Systir Kate Moss, Lottie Moss varar fólk við að taka Ozempic-sykursýkislyfið sem margir taka í megrunarskyni. Yngri systir ofurfyrirsætunnar Kate Moss var hreinskilin um baráttu sína við sykursýkislyfið sem margir hafa notað til að missa kíló og kallaði það „verstu ákvörðun“ sem hún hefði tekið í hlaðvarpsþættinum Dream On í gær.
„Mér leið svo illa einn daginn að ég sagði við vin minn: „Ég get ekki haldið vatni niðri. Ég get engan mat haldið niðri, engan vökva, ekkert. Ég þarf að fara á spítalann. Mér líður mjög illa“,“ rifjaði Lottie upp í þættinum „My Ozempic Hell: I Had Seizures, A&E, Weight Loss,“ þar sem hún sagði frá því er hún var send á bráðamóttöku þar sem hjúkrunarfræðingur komst að skammtastærðinni sem Lottie hafði tekið og sagði við hana: „Ó guð minn góður, þetta er ekki það sem þú áttir að taka“.“
Hin 26 ára gamla Lottie viðurkenndi að þó að hún hafi fengið lyfið í gegnum lækni hafi það ekki beint verið læknirinn hennar.
„Magnið sem ég tók var fyrir fólk sem var 100 kíló og yfir og ég er 50 og eitthvað kíló,“ útskýrði hún. „Það eru þessir litlu hlutir sem ég vildi að ég hefði vitað áður en ég tók það.“
Þegar hún var á sjúkrahúsinu varð Lottie fyrir slæmum áhrifum af völdum ofskömmtunarinnar.
„Ég fékk bókstaflega flogakast af því hversu ofþurrkuð ég var, sem satt að segja var það skelfilegasta sem hefur komið fyrir mig á ævinni,“ viðurkenndi hún. „Vinur minn varð að halda fótunum á mér. Þetta var svo skelfilegt, allt ástandið. Andlit mitt herptist saman, allur líkami minn spenntist upp.“
Lottie gagnrýndi svo Ozempic-æðið og sagði að það væri skaðleg fyrir líkamsímyndina og vísaði aftur til tískunnar sem var í gangi þegar systir hennar Kate var að öðlast frægð.
„Þetta heróín-lúkk sem er að koma aftur núna, sem var eitthvað sem gerðist á tíunda áratugnum, við ættum ekki að fara þangað aftur,“ sagði Lottie. „Hvert fór jákvæða líkamsvitundin?“
En á meðan stjörnur eins og Lottie, Macy Gray, Sharon Osbourne, Rebel Wilson og fleiri hafi viðurkennt að hafa notað Ozempic og svipuð sykursýkislyf til að léttast, sagði fulltrúi Novo Nordisk, lyfjafyrirtækisins sem framleiðir Ozempic, áður í yfirlýsingu til E! News um að lyfið sé „ekki samþykkt fyrir langvarandi þyngdarstjórnun“.
Neyslurými Rauða krossins, sem ber nafnið Ylja, hefur verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð að sögn starfsmanna Rauða Krossins.
„Það er ótrúlega góð tilfinning og mikill léttir að vera komin í fullan gang. Það hefur rosalega mikil vinna átt sér stað og við erum stolt af þessu verkefni og að geta loksins boðið upp á öruggt rými til að nota í,“ sagði Eva Dögg Þórsdóttir, verkefnafulltrúi í neyslurýminu, í fréttatilkynningu um málið. „Í byrjun komu fleiri til að nýta sér rýmið en við bjuggumst við. Til þessa hafa 68 notendur komið til okkar í 263 heimsóknum.“
Þakklæti og léttir
„Aðstaðan er komin í gott horf. Það er allur lífsnauðsynlegur búnaður til staðar í rýminu, en það vantar reyndar ennþá stálborð sem verða sett upp. Svo er náttúrulega viðbúið að það verði alls konar litlir hlutir sem kemur í ljós að væri gott að hafa og þá græjum við það bara,“ segir Eva.
„Við erum hins vegar bara rétt að byrja að ná almennilega til einstaklinga sem nota vímuefni í æð. Allir sem hafa komið eru ótrúlega þakklátir fyrir þessa þjónustu og það er búið að vera mjög gaman að heyra frá þeim hvað þau eru ánægð með að þetta úrræði sé loksins komið,“ útskýrir Eva. „Fólk talar líka um hvað þetta sé hrein og notaleg aðstaða og hvað starfsfólkið sé gott. Við höfum upplifað mikið þakklæti og létti hjá notendum og þau segja okkur að þetta sé einfaldlega frábært.“
Jákvæð viðbrögð
Neyslurýmið er opið alla virka daga milli 10-16 og á föstudögum milli 10-14, en þessi opnunartími kemur til móts við opnunartíma gistiskýlanna. Hugmyndin er að þetta úrræði sé í boði þegar skjólstæðingahópurinn hefur ekki í önnur hús að venda að sögn Rauða Krossins.
„Við höfum líka verið rosalega heppin með frábæra starfsmannahópinn sem okkur hefur tekist að setja saman í neyslurýminu,“ sagði Eva. „Þetta er fagfólk sem kemur úr mörgum ólíkum áttum en tengjast samt öll á einhvern hátt inn í þennan málaflokk. Við höfum líka verið í afar góðu sambandi og samstarfi við kerfin í kringum okkur og við höfum bara heyrt af og orðið vör við jákvæð viðbrögð við þjónustunni sem er við erum að bjóða upp á,“ sagði verkefnastjórinn að lokum að lokum.
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er ýmislegt að finna Ökumaður bifhjóls reyndi að stinga lögreglu af eftir að hafa fengið merki um að stöðva akstur vegna mikils hraða. Bifhjólinu var ekið á rúmlega 200 km/klst hraða á köflum en síðar reyndi ökumaður að stinga lögreglu af með því að aka göngustíga og á gangstéttum. Eftir talsverða eftirför tókst lögreglu að stöðva ökumanninn og verður hann kærður fyrir fjölda umferðarlagabrota, m.a. fyrir að aka án réttinda og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva.
Lögregla var kölluð til vegna eignaspjalla í ótilgreinds skóla á en þar var búið að brjóta rúðu.
Tilkynnt var um tvo menn að slást utan við verslun í miðbænum. Lögregla náði tali af báðum mannanna og var annar þeirra vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Þá var einnig tilkynnt um öskrandi mann í mjög annarlegu ástandi í miðbænum að sparka út í loftið og slá í bifreiðar. Þegar lögregla ætlaði að ræða við manninn reyndi hann að hlaupa undan lögreglu en var hlaupinn uppi og vistaður í fangageymslu vegna ástands. Dyraverðir skemmtistaðar voru handteknir grunaðir um alvarlega líkamsárás. Málið er í rannsókn en mörg vitni urðu að árásinni. Ekki kemur fram dyraverðir hvaða staðar ræðir um.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.
Lögregla var kölluð til vegna umferðaróhapps. Í fyrstu var talið að kviknað hefði í bifreiðinni en betur fór en á horfðist og þegar lögregla kom á vettvang var enginn eldur.
Lögregla var kölluð til vegna þjófnaðar á bensínstöð. Lögregla var kölluð til vegna æstra aðila sem óskast fjarlægðir úr verslun.
Lögregla var kölluð til vegna hótana í verslun í hverfinu. Þarna var um að ræða framhald vegna deilna milli aðila.Ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lítið var gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag en í dagbók hennar er sagt frá helstu málum.
Tilkynnt var um framkvæmdarhávaða, lofað var að hætta vinnu og byrja aftur kl 10:00 þegar má byrja. Þá var tilkynnt um reiðhjólaþjófnað sem náðist á upptöku. Gerandi þekktist af upptökum og er málið í rannsókn
Einnig var brotist inn í verslun í miðborginni. Eitthvað af munum teknir og málið í rannsókn.
Tilkynnt um mann í miðborginni veifandi hníf, var gefin upp nokkuð góð lýsing af manninum og fannst hann stuttu seinna. Sá var ekki með hníf á sér en var hugsanlega búinn að losa sig við hnífinn.
Tilkynnt um innbrot í heimahús og er málið í rannsókn.
Sækja þurfti veiðimann með þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt en maðurinn fékk brjóstverk meðan hann var á hreindýraveiðum með þremur félögum sínum. Mennirnir voru staddir í Sandvík milli Eskifjarðar og Norðfjarðar í nótt og treysti maðurinn sér ekki til að ganga lengra vegna brjóstverkja. Ákveðið var af björgunarsveitarfólki að kalla til þyrlu frekar en að bera manninn á sjúkrabörum en svæðið er óaðgengilegt fyrir ökutæki. Maðurinn var sóttur rétt fyrir þrjú í nótt og fluttur á sjúkrahús í Neskaupstað en RÚV greindi frá málinu. Ekki er vitað um líðan mannsins að svo stöddu.
Kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks verður fram Íslands til næstu Óskarsverðlauna en Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían greinir frá þessu í fréttatilkynningu. Snerting hefur hlotið góða dóma um alla heim og hafa margir sérstaklega rætt um leiksigur Egils Ólafssonar í því samhengi en í janúar verða tilnefningarnar gefnar út og verður forvitnilegt að sjá hvort að Snerting verði þar á meðal. Myndin er gerð eftir bók Ólafs Ólafssonar en hann er einnig handritshöfundar myndarinnar ásamt Baltasar.
„Snerting er í senn epísk og afskaplega mannleg saga um tilfinningar, ást, eftirsjá og litlu augnablikin í lífi hvers manns sem öðlast merkingu þegar horft er til baka.
Í Snertingu er unnið með klassísk þemu og frásagnarstef á nýstárlegan og listrænan máta. Mögulega er hægt að endurheimta ástina sem rann aðalpersónunum úr greipum áratugum fyrr, en spurningin hvað það þýðir og hvað hefur glatast liggur myndinni til grundvallar.
Á sama tíma og unnið er með þessi klassísku stef eru þau framsett með óvenjulegri sjónrænni fágun og næmni, og hinn þverþjóðlegi söguheimur er kallaður fram ekki sem bakgrunnur heldur burðarstólpi í sjálfri ástarsögunni; inn í viðkynningu Miko og Kristófers eru þræddir sögulegir og menningarlegir þættir sem bæði sameina og sundra.
Tengingarnar milli parsins og ástin sjálf birtast í lýsingu og sjónarhorni, birtunni sem umlykur líkama þeirra og hvernig þeir samtvinnast og snertast, í rýmisvenslunum í eldhúsinu alveg eins og því sem er sagt.
Snerting er hrífandi saga um mennskuna, menningarheima sem skarast á og leitina að svörum við ósvöruðum spurningum. Atvik og örlög heillar mannsævi fléttuð saman í órofa heild“ segir í umsögn ÍSKA um myndina.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, hélt í vikunni stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur. Eitt af því sem Bjarni nefndi var stjórnarskrá Íslands.
„Í vetur er tækifæri til að sammælast um skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni. Horfa ætti til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla auk þess sem skoða mætti ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Markmiðið ætti ávallt að vera að treysta enn frekar lýðræðið í landinu.
Tímabært er að endurskoða ákvæði um Landsdóm og gera breytingar á meðferð ákæruvalds vegna ráðherraábyrgðar. Ég bind vonir við að samstaða geti tekist um stjórnarskrármál á kjörtímabilinu,“ sagði Bjarni en miklar umræður hafa verið í íslensku samfélagi um stjórnarskrá landsins undanfarin ár.
Árið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá og var hún samþykkt með yfirburðum en tæpleg 67% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já við nýrri stjórnarskrá. Ekkert hefur þó gerst í þeim málum síðan.
Því spurði Mannlíf: Vilt þú nýja stjórnarskrá?
Niðurstaðan var afgerandi og ljóst að 80% lesenda Mannlífs vilja nýja stjórnarskrá.
„Kennari að nafni Wagner bilaðist fyrirvaralaust á geði í Mühlhausen í gær. Brjálæðingurinn byrjaði á að stinga eiginkonu sína og fjögur börn til bana, síðan fór hann, vopnaður skammbyssu, í hjarta bæjarins þar sem hann bar eld að nokkrum húsum.“
Þannig hefst frétt í The New Zealand Herald, 8. september árið 1913.
Umræddur maður hét Ernst August Wagner. Hann fæddist í Eglosheim, skammt frá Ludwigsburg í suðurhluta Þýskalands, árið 1874. Faðir Wagners var bóndi, hávær og gefinn fyrir sopann, af móður Wagners segir fátt annað en að hún hafi verið helst til lauslát.
Þegar Wagner var tveggja ára lést faðir hans, móðir hans giftist á ný en það hjónaband rann sitt skeið þegar Wagner var sjö vetra. Af hinum unga Wagner er það að segja að hann þótti gáfaður með afbrigðum og að loknu grunnskólanámi fékk hann styrk til kennaranáms. Bókmenntir áttu hug hans allan og í frítíma sínum orti hann ljóð. Wagner var afleysingakennari í nokkrum skólum í Württemberg árin 1894-1901 en þá fékk hann fastráðningu í Mühlhausen an der Enz.
Afdrifaríkur ölæðisgjörningur
Sagan segir að einhvern tímann, sumarið 1901, hafi hann í ölæði níðst kynferðislega á einhverri skepnu. Hvers kyns skepnu fylgir ekki sögunni. Nú, í kjölfarið óttaðist hann að þorpsbúar kæmust að verknaðinum og að lokum fannst honum sem, hvert sem hann fór og hvar sem hann var staddur í Mühlhausen, að fólk hefði hann að háði og spotti vegna dýraníðsins. Wagner keypti sér sína fyrstu byssu. Hvað sem þessu leið þá hóf Wagner ástarsamband við Önnu Friedericke Schlecht, dóttur eiganda öldurhúss í þorpinu. Anna varð barnshafandi vorið 1902 og í desember sama ár lést móðir Wagners. Hann flutti til Radelstetten, afskekkts þorps, og þótt honum fyndist það óttalegt skítapláss þá varð dvölin þar til þess að draga úr ofsóknaræði hans vegna dýraníðsins.
Tvær sjálfsvígstilraunir
Vegna þrýstings af hálfu fjölskyldu Önnu kvæntist Wagner henni í desember 1903, enda var dóttir þeirra þá orðin 10 mánaða. Næstu árin eignuðust hjónin fjögur börn og varð þremur þeirra lífs auðið. Wagner elskaði ekki eiginkonu sína, honum fannst hún standa honum langt að baki hvað vitsmuni áhrærði og umgekkst hana fremur sem hjú en eiginkonu. Einnig fannst honum börnin vera byrði, fjárhagsleg og andleg. Um sumarið 1904 fór Wagner til Sviss og var greinilega ekki í góðu ástandi því hann gerði þar tvær tilraunir til sjálfsvígs, en tókst sem sagt ekki því hann var, að eigin sögn, „of veikgeðja“.
Wagner vopnvæðist
Það var síðan árið 1906 eða 1907 sem hann taldi að fennt hefði yfir ölæðisverknað hans með óskilgreindu skepnunni, en þess í stað skaut í huga hans rótum hefndarfýsnar gagnvart þeim sem hann taldi orsök allrar eymdar hans, einkum og sér í karlmönnum í Mühlhausen. Wagner keypti sér Mauser C96-skammbyssu árið 1907 og síðan aðra eins árið 1909. Í nágrenni þorpsins og skógum þar í kring æfði hann skotfimi af miklu kappi. Allan þennan tíma hafði hann starfað sem kennari og í maí 1912 fékk hann stöðu sem kennari við skóla í Degerloch, í úthverfi Stuttgart.
Myrt í morgunsárið
Hugmyndin um hefnd kraumaði í huga Wagners og styrktist enn frekar þegar hann taldi sig sjá þess merki að nýir vinnufélagar „vissu“ um fortíð hans. Undir lok sumarleyfis 1913 ákvað hann að láta til skarar skríða og dagana fyrir morðin skrifaði hann nokkur bréf þar sem hann útskýrði ástæðurnar fyrir þeim ódæðum sem í vændum voru. Sem fyrr segir voru eiginkona Wagners og fjögur börn fyrstu fórnarlömbin. Um klukkan fimm að morgni 4. september, 1913, rotaði hann Önnu með tjakki og gekk síðan til verks með rýtingi. Stakk hann Önnu ótal sinnum í háls og bringu, þannig að slagæðar skárust í sundur. Síðan fór Wagner inn í herbergi barna sinna; tveggja sona og tveggja dætra sem hann stakk hann í háls og bringu. Þessum fyrstu fimm fórnarlömbum Wagners blæddi út.
Lognið á undan storminum
Sagan segir að þegar hann yfirgaf heimili sitt í Degerloch, eftir að hafa fyrirkomið fjölskyldu sinni, hafi ekki verið hægt að merkja að þar færi maður sem ekki gekk andlega heill til skógar. Hann hafði lagt teppi yfir líkin, farið úr blóðugum fötum sínum og þvegið sér. Engu líkara er en að Wagner hafi tekið ákvörðun um að dúlla sér það sem eftir lifði þessa dags. Hann skildi eftir orðsendingu á hurð íbúðar fjölskyldunnar þar sem sagði að fjölskyldan væri að dandalast í Ludwigsburg. Umsjónarmaður byggingarinnar fékk skilaboð um að panta fyrir fjölskylduna mjólk og pöntuninni fylgdu 35 pfennig. Síðan hjólaði Wagner til Stuttgart og tók þaðan lest til Ludwigsburg. Í fórum sínum hafði hann þrjár skammbyssur, 500 skot, svarta slæðu, sem konan hans sáluga hafði átt, og belti. Frá Ludwigsburg fór Wagner til Eglosheim þar sem bróðir hans bjó. Þangað kom hann um ellefu leytið.
Taktu eitur!
Hvað hann aðhafðist þennan daginn er vart frásagnar vert nema ef vera skyldi að hann póstlagði nokkur bréf, þar á meðal eitt til systur sinnar. Það bréf innihélt tvö orð: Taktu eitur! Einnig sendi hann bréf til dagblaðs nokkurs og annað til heimspekings að nafni Christoph Schrempf, sá fékk einnig eintak af sjálfsævisögu Wagners. Klukkan sjö um kvöldið fór Wagner til Mühlhausen an der Enz og kom að hæðunum þar í kring um ellefu leytið um kvöldið. Þar girti hann sig með áðurnefndu belti, setti á sig húfu og vopnaðist Mauser C69-skammbyssunum tveimur. Að auki greip hann tösku sem innihélt skotfærin, svörtu slæðuna og þjöl. Wagner hugðist rjúfa símasamband við Mühlhausen með því að rjúfa símalínurnar. Það gekk ekki eftir því honum varð um megn að klifra upp háa símastaurana auk þess sem úrhellisrigningu gerði um það leyti. Hann varð því frá að hverfa og fór rakleitt inn í þorpið.
Kúlunum rignir
Í þorpinu hófst Wagner handa og byrjaði á því að bera eld að fjórum hlöðum. Hann huldi andlit sitt sem best hann gat með slæðu eiginkonu sinnar og hóf för sína í gegnum þorpið. Hann skaut hvern einasta karmann sem á vegi hans varð, einhverjar konur urðu einnig fyrir skotum úr byssu hans, en síðar fullyrti hann að það hefði verið fyrir slysni. Alls hleypti Wagner af 80 skotum og hitti 20 manns. Af þeim létust átta samstundis þar á meðal ein kona. Eitt fórnarlambanna dó síðar af sárum sínum. Einnig drap Wagner tvær skepnur og þegar upp var staðið voru nokkur hús brunarústir einar. Wagner varð að lokum yfirbugaður þegar hann var að endurhlaða skotvopn sín. Þrír karlmenn neyttu þá færis og réðust á hann vopnaðir hlújárnum og sverðum. Þeir léku Wagner illa og hann fékk ótal skurði í andlit og á hægri handlegg. Vinstri handleggur hans hékk á lyginni.
Vildi dauðadóm og aftöku
Eftir að hafa afvopnað Wagner, höggvið og barið í kássu skildu mennirnir hann eftir liggjandi í blóði sínu og gerðu ráð fyrir að hann myndi skilja við án frekari afskipta af þeirra hálfu. En Wagner dó ekki, klukkan tvö um nóttina gekk lögregluþjónn fram á hann, þar sem hann lá rænulítill en enn á lífi. Wagner komst til fullrar meðvitundar og játaði hiklaust sök sína og einnig að hafa myrt fjölskyldu sína.
Hann sagðist hafa ætlað að fremja sjálfsvíg en ekki yrði það mögulegt úr því sem komið var. Því þætti honum vænt um ef hann yrði bara dæmdur til dauða og hálshöggvinn. Að kvöldi 5. september var farið með Wagner á spítala í Vaihingen þar sem gert var að sárum hans og vinstri handleggur fjarlægður. Wagner fékk ekki uppfyllta ósk sína um dauðadóm og aftöku, því hann var dæmdur til vistar á geðveikrahæli og þar dó hann 27. apríl árið 1938.
Í tilkynningu frá Veitum er greint frá því að rafmagnslaust hafi verið í Laugardalnum og nágranni, nánar tiltekið í póstnúmerum 105, 106 og 108 , í tæpan 2 og hálfan tíma seinustu nótt en lauk rafmagnsleysinu rétt fyrir 5 í nótt.
Sérstaklega er tekið fram að rafmagn hafi komist á á flestum stöðum fljótlega nema í kringum Laugalæk í Laugardalnum.
„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði fyrirtækið.
Kynlíf á almannafæri í Bandaríkjunum náðist óvænt á upptöku. Móðir 13 ára drengs rétt fyrir utan Detroit í Michigan er brjáluð út í par sem lagði bílaleigubíl sínum í innkeyrsluna hjá sér og hóf að stunda kynmök. Síðdegis á mánudaginn bakkaði parið inn í innkeyrsluna og girti niður um sig brækurnar, stillti upp símum sínum og hóf að stunda kynmök nema hvað að skynjari í myndavélakerfi hússins fór í gang og sendi myndbandstilkynningu í síma 13 ára drengsins en sá var í skólanum og var að bíða spenntur eftir póstsendingu en í stað þess að sjá mann með pakka sá hann parið vera í fullu fjöri með hvort öðru.
Af hverju parið ákvað leggja í þessari innkeyrslu liggur ekki fyrir en hún sést vel frá götunni. Parið hefur verið tilkynnt til lögreglu fyrir athæfið en þau hafa ekki fundist hingað til.
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson stendur frammi fyrir dauðans alvöru vegna nauðgunarmálsins sem nú er fyrir dómi. Kona á þrítugsaldri hefur borið hann þeim þungu sökum að hafa nauðgað sér. Albert hefur ítrekað og staðfastlega neitað ásökuninni, nú seinast fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Réttarhöldin voru lokuð af tillitssemi við meint fórnarlamb og því minnst vitað hvað er að baki ásökuninni. Fari svo að Albert verði dæmdur sekur er ferill hans sem eins besta knattspyrnumanns Íslands væntanlega á enda.
Hann var í sumar lánaður frá Genoa til Fiorentina fyrir himinháa upphæð, 1200 milljónir króna. Hann hefur ekki enn spilað fyrir Florsentina. Í samningi félaganna er ákvæði um að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu fyrir rúma þrjá milljarða króna. Ákvæðið fellur úr gildi ef Albert verður dæmdur fyrir kynferðisbrot. Staðan er því í öllum skilningi grafalvarleg fyrir Albert sem er auðvitað saklaus þar til annað kemur í ljós. Dóms undirréttar er að vænta innan tveggja vikna.
Líklegt er að málinu verði áfrýjað, hvernig sem það fer. Það gætu liðið ár þar til réttlát niðurstaða fæst í málið fyrir Hæstarétti. Albert gæti verið í sömu sporum og Gylfi Sigurðsson sem sakaður var um kynferðisbrot í Englandi. Áralöng rannsókn lögreglu leiddi ekki í ljós sekt en ferill hans sem knattspyrnumanns á heimsmælikvarða var á enda …
Knattspyrnuliðið Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert Guðmundsson frá Genoa verði hann dæmdur fyrir nauðgun en sem stendur er hann í láni hjá félaginu. Verði hann ekki fundinn sekur þarf liðið hins vegar að borga 20 milljarða evra fyrir hann.
„Það var mjög erfitt að ganga frá félagaskiptum Alberts. Við byrjuðum í janúar og gengum loksins frá öllu mánuði fyrir lok félagaskiptagluggans,“ sagði Daniele Pradè, yfirmaður íþróttamála hjá ítalska knattspyrnufélaginu Fiorentina, í dag.
„Það er ein ástæða þess að þetta tók svona langan tíma. Félagið er 100 prósent tryggt og það er lítil áhætta hjá okkur. Þetta er lán og annað hvort erum við skyldug til að kaupa hann eða ekki, það fer eftir því hvernig málið endar,“ en mbl.is greindi fyrst frá málinu hérlendis.
Ávallt neitað sök
Réttarhöldin yfir Alberti hófust í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis.
Í fyrra var Albert kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu en lögreglan rannsakaði málið og sendi það til héraðssaksóknara. Sá felldi málið niður í vor þar sem hann taldi að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Kærði kona þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem í maí sneri henni við.
Líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum er þinghald í málinu lokað en þann 3. júlí var Albert viðstaddur þingfestingu málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar Albert var kærður mátti hann ekki leika með landsliðinu en fékk síðan að spila nokkra leiki með liðinu þegar frávísunin var í áfrýjunarferli. Frá því að niðurfellingunni var snúið við hefur Albert aftur verið á bannlista KSÍ.
Albert hefur frá upphafi neitað sök í málinu.
Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.
Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hún gerir grein fyrir ýmsum málum sínum í dagbók. Nokkrir ökumenn fóru ekki eftir settum reglum og lögum Ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann var einnig án gildra ökuréttinda. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Annar ökumaður var stöðvaður í akstri þar sem hann var að tala í farsíma við akstur. Í ljós kom að hann var einnig undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn og fluttur á lögreglustöð til sýnatöku.
Svo var einnig tilkynnt um innbrot í geymslur en nánari upplýsingar um það var ekki að fá hjá lögreglu.
Svo fékk lögreglan tilkynningu um eld á svölum þar sem kviknað hafði í út frá kerti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eitthvað tjón varð á húsinu að utan.
Þriggja ára drengur froðufelldi eftir að hafa keypt ónýtt tyggjó árið 2000 en DV greindi frá málinu.
„Við reynum að halda uppi mjög ströngu eftirliti með sölu matvæla hér í Kolaportinu. Ef einhver verður uppvís að því að selja skemmda eða útrunna matvöru fær hann aðvörun og síðan beitum við brottrekstri ef ekki er ráðin bót á,“ sagði Guðmundur G. Kristinsson, framkvæmdastjóri í Kolaportinu, en þriggja ára sonur Rögnvalds Rögnvaldssonar fékk tyggjó gefins frá föður sínum sem keypt hafði verið í Kolaportinu. Þegar hann hafði svo hafið að tryggja það hafi froða byrjað að leka. „Þetta tyggjó breyttist í drullu uppi í manni. Ég gaf syni mínum tvö stykki og eftir smástund sá ég að það var froða farin að leka út um munnvikin á barninu og það gat ekki lengur talað,“ sagði Rögnvaldur við DV en þegar hann gáði á þá tyggjópakka sem hann hafði keypt tók hann eftir að búið var að strika yfir seinasta söludag. Alvarlegt ef satt reynist
„Það er fyrirgefanlegt þegar menn selja útrunna vöru vegna mistaka en þegar búið er að krota ofan i merkinguna með svörtum tússpenna horfir málið öðruvísi við,“ sagði Rögnvaldur en tyggjóið hafði runnið út þremur árum fyrr. „Ég fór og kvartaði í sælgætisbásnum en þá vildi maðurinn bara selja mér fleiri pakka og virtist kæra sig kollóttan um kvörtun mína.“
„Þetta er alvarlegt mál ef satt reynist. Einn söluaðili hjá okkur getur skemmt fyrir öllum hinum með framferði sem þessu og slíka aðila viljum við ekki hafa hér inni. Ef umræddur aðili hefur fengið áminningu hjá okkur áður þá fýkur hann út hið fyrsta,“ sagði Guðmundur í Kolaportinu.
Lína Rut Wilberg hæðist að auglýsingum Play í nýlegri Facebook-færslu.
Listakonan fjölhæfa, Lína Rut Wilberg skrifaði Facebook-færslu sem vakið hefur verðskuldaða athygli en þar gagnrýnir hún auglýsingar Play sem birtust á dögunum, með kaldhæðnina að vopni. Í auglýsingunum er notast við fáklætt fólk og tvíræðni, svipað og tíðkaðist á árum áður.
Lína Rut tekur þó sérstaklega fram í samtali við Mannlíf að hún sé ekki aðeins að gagnrýna Play, heldur þessa þróun, að nota líkamann til að selja vörur. Tekur hún einnig fram að hún fljúgi sjálf með Play og finnist fyrirtækið sem slíkt fínt. Þess vegna sé svo sárt að sjá þessar auglýsingar. Aðspurð um ástæðuna fyrir því að hún ákvað að skrifa færsluna, svaraði Lína Rut: „Ég ákvað að skrifa status eftir að ég sá færslu um þetta frá mjög þekktum einstaklingi sem hjólar í Drífu hjá Stígamótum. Þessi kona er nánast lögð í einelti þar sem hún dyrfist að hafa skoðun á þessu málefni og ráðist á útlit hennar. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft“.
Færslan hefst á eftirfarandi hátt:
„Let´s all play like Play. Við Play eigum það sameiginlegt að vera nánast „broke“ með jöfnu millibili. Núna er ég „desperate“ bara verð að selja þótt ekki væri nema eitt listaverk. Og ég er aldeilis heppin „I have my body to add“.“ Lína Rut birti svo málverk sem hún gerði en var búin að láta taka mynd af líkama sínum og skeita við málverkið, til að hæðast enn meira af auglýsingunni.
Kaldhæðnin heldur áfram:
„Af hverju kennum við börnunum okkar ekki að nota líkama sinn meira til að ota sínum tota, það sé besta leiðin til að komast áfram í lífinu? Að það sé óþarfi að vinna hörðum höndum að því að efla hæfileika sína og komast áfram á eigin verðleikum? Af hverju að leggja áherslu á öfluga og heiðarlega markaðssetningu þegar það er einfaldara og mun ódýrara að skarta bara nöktum líkama til að fanga athygli? Að yfirborðskenndar og staðlaðar fegurðarímyndir sé málið, skítt með hæfni, greind og eða persónuleika, skítt með innri fegurð og kynþokkann sem kemur líka að innan?“
Að lokum beinir hún orðum sínum að þeim sem ráðist hafa á Drífu Snædal í athugasemdarkerfunum eftir að hún gagnrýndi auglýsingarnar.
„Lítillækkum konur sem dirfast að stíga fram og gagnrýna „sakleysislegar auglýsingar“ því þær vilja ekki þessa framtíð fyrir börnin sín. Látum þær fá það óþvegið, þær eru „bitrar, ljótar, feitar, án kynþokka, með samanbitnar varir, án húmors, þær líta aldrei glaðan dag“ (tekið af kommentakerfinu) Ýtum undir vanlíðan unga fólksins okkar, sérstaklega ungum stúlkum, því vandamálin eru ekki næg fyrir. Og ýtum undir vítahringinn, það þarf sífellt að ganga lengra til að hneyksla og fanga athygli. Kennum þeim líka að samfélagsleg ábyrgð skiptir engu máli, hugsum einungis um okkar eigin hag. Og kennum þeim að kynþokki tengist einungis útliti, ekki persónuleika, sjálfstrausti, ástríðu og umhyggju fyrir sjálfum sér og öðrum. So, dear people, would you buy more of my art if I advertised it like this?“
Birti Lína Rut síðan mynd af málverki sem hún gerði í tilefni auglýsingarinnar, sem má sjá hér fyrir neðan. Til gamans má geta þess að málverkið er til sölu.
Ein allra vinsælasta hljómsveit allra tíma, Queen sendi frá sér glænýtt myndband við endurblandað lag af fyrstu plötu sinni, fyrir tveimur klukkutímum síðan, þegar fréttin er skrifuð.
Lagið, The Night Comes Down er samið af Brian May, gítarleikara hljómsveitarinnar en það kom út á fyrstu plötu bandsins, Queen sem kom út árið 1973. Nú, 51 ári síðar, og 33 árum eftir andlát söngvarans, Freddie Mercury, kemur lagið út aftur í nýrri útgáfu fyrstu plötunnar sem kemur út í október á þessu ári, endurhljóðblönduð, „remasteruð“ og lengd.
Nú þegar hafa tæplega 19.000 horft á myndbandið sem birtist á YouTube-síðu Queen en notkun gervigreindar við myndbandið hefur vakið gríðarlega ólukku, ef marka má fjölmargar athugasemdir við myndbandið en sitt sýnist hverjum.
Eldur kviknaði í rútu sem full var af ferðamönnum við Ísafjörð rétt í þessu.
Samkvæmt sjónarvotti sem Mannlíf ræddi við, komust allir ferðamennirnir út þegar kviknaði í rútu nærri Breiðadalsgöngum nærri Ísafirði rétt í þessu en rútan stendur í ljósum logum. Sjónarvotturinn sagði að rútan hafi verið full af ferðamönnum sem komið höfðu á Ísafjörð í skemmtiferðaskipi.
Hvorki náðist í lögreglu né slökkvilið Vestfjarða við gerð fréttarinnar.
Fréttin uppfærð klukkan 18:44
Allir 60 farþegarnir sem voru um borð eru heilir á húfi eftir eldsvoðann sem varð á veginum um Tungudal í Skutulsfirði. Þykja þeir heppnir að ekki fór verr.
Samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðurm var veginum lokað á meðan unnið var að slökkvistarfi og vettvangsrannsókn og farþegarnir fluttir á brott með annarri rútu en rútan er gjörónýt.
Eigandi veitingastaðarins Ítalíu harmar mótmæli Eflingar og að andlit hans hafi verið á spjöldum mótmælenda.
Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalía, sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið en Mannlíf sagði fyrst fjölmiðla frá erfiðleikum starfsfólks Ítalíu vegna vangoldinna launa, í maí á þessu ári.
Efling, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fararbroddi mótmæltu í gær fyrir utan Ítalíu og veifuðu þar slagorðum og myndum af eiganda staðarins, Elvari Ingimarssyni en hann skuldar fjölda starfsmanna laun.
Elvar sendi fjölmiðlum yfirlýsingu vegna frétta af Ítalíu. Byrjar hann á því að útskýra fjárhagsvandræði veitingastaðarins og tekur fram að staðurinn hafi ekki fengið neinn opinberan styrk vegna Covid eins og kom fram í einhverri fréttinni, heldur hafi það verið fyrrum eigendur staðarins sem fengu þá styrki. Elvar viðurkennir í tilkynningunni launaskuld sína sem hann segir nema tveimur milljónum króna en að unnið sé að því að greiða úr því. Þá segir að mótmæli Eflingar séu honum „afar þungbært“ og greinilegt að þeim hafi verið ætlað að skaða reksturinn og tefja fyrir úrlausn mála.
Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild:
„Vegna frétta um rekstur veitingastaðarins Ítalíu er rétt að eftirfarandi komi fram.
Ég undirritaður Elvar Ingimarsson kaupi veitingastaðinn Ítalíu í maí 2023. Fljótlega eftir kaupin kom fyrsta áfallið við reksturinn þegar húseigandi á Laugavegi ákvað að endurnýja ekki leigusamning við veitingastaðinn. Af þeim sökum þurftum við að flytja í árslok 2023 og flutti veitingastaðurinn á Frakkastíg.
Það er alltaf erfitt að flytja rótgrónn veitingastað í nýtt húsnæði.
Það er líka rétt að árétta að við höfum enga opinbera styrki fengið vegna Covid eins og fram hefur komið. Þeir styrkir hafa runnið til fyrri eiganda.
Það hefur verið mjög krefjandi að reka veitingastaði í núverandi rekstrarumhverfi, sem einkennist af háum vöxtum, verðbólgu þar sem aðföng hafa hækkað stjórnlaust og hækkandi launakostnaði.
Erfiðleikar við greiðslu launa
Það er rétt sem komið hefur fram að við höfum lent í nokkrum erfiðleikum varðandi launagreiðslur til starfsfólks og vegna launatengdra gjalda. Eins hefur verið erfitt að fá hæft fólk til starfa og hefur það leitt til þess að starfsmannavelta hefur verið meiri en æskilegt er. Sem stendur skuldum við um 2 milljónir króna í ógreidd laun sem samsvarar um 2% af þeim launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. Vinnan við að leysa úr því er í fullum gangi og viljum við biðja um vinnufrið á meðan sú vinna er í gangi.
Við erum langt í frá eini rekstraraðili í veitingageiranum sem glímir við fjárhagsvanda og bera tölur um gjaldþrot þess skýr merki. Við ætlum að reyna að takast á við vandann og leysa hann en ekki færa hann á nýja kennitölu eins og tíðkast gjarnan.
Það er mér afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér. Tilgangurinn er, að manni sýnist, að skaða reksturinn sem mest þannig að okkur sé ekki kleift að vinna að lausn þessara mála og gera upp útistandandi skuldir.
Hlaðvarpsþáttastjórnandinn og íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson gefur í skyn í nýjasta þætti af Mín Skoðun að rasismi spili hlutverk í ákvörðunum aganefndar KSÍ þegar kemur að dæma leikmenn í bann. Sambandið dæmdi nýlega Guðmund Kristjánsson í eins leiks bann fyrir að kýla Böðvar Böðvarsson í andlitið í leik FH og Stjörnunnar en Böðvar hafði gefið Guðmundi olnbogaskot rétt þar á undan. Böðvar var ekki dæmdur í leikbann fyrir sinn þátt í málinu.
„Það er eitt sem mig langar að ræða við þig um,“ sagði Valtýr við Þórhall Dan Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmann, sem var gestur þáttarins. „Það er þetta leikbann sem Guðmundur Kristjánsson fékk hjá Stjörnunni. Þeir áttust þarna við þeir. Hann Böðvar Böðvarsson, títtnefndur Böddi löpp og Böddi gaf honum olnbogaskot og þetta sást alveg. Hinn sló hann reyndar í andlitið og annar þeirra fékk bann en hinn ekki. Mín skoðun: Að slá í andlitið…ef þetta hefði verið útlendingur, samanber marga dóma sem hafa verið hjá aganefnd á Íslandi, þá er þetta að lágmarki tveir leikir bann og hitt. Við höfum séð marga leikmenn með olnbogaskot fá meira en einn leik í bann og mig furðar að annar skuli fá einn leik en hinn ekkert. Skiptir það máli hvort það er Íslendingur eða útlendingur?“ en einhverjir hafa bent á að leikmaðurinn Omar Sowe, þáverandi leikmaður Breiðabliks, hafi verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir að gefa andstæðingi olnbogaskot fyrir árum síðan „Það á ekki að gera það, nei,“ svaraði landsliðsmaðurinn fyrrverandi. „Það gerir það. Það eru margir dómar, ef við förum nokkur ár aftur í tímann og flettum þessum bara upp,“ sagði Valtýr á móti. „Það á auðvitað ekki að gera það, það eiga gilda sömu reglur um hvort sem þú ert hvitur, brúnn eða blár eða appelsínugulur. Þetta á að vera að sömu reglur gilda um alla,“ sagði Þórhallur svo. Þeir enduðu svo á vera sammála um að Guðmundur hefði átt að fá tveggja leikja bann en að Böðvar hefði átt að fá einn leik í bann.
Útför Bryndísar Klöru Birgisdóttur verður gerð út frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Verður útförinni streymt á YouTube.
Bryndís Klara lést eftir hnífstunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt í ágúst. Hafa foreldrar hennar boðað þann boðskap að fráfall hennar verði til þess að vopnaburður hverfi af sjónarsviðinu og að kærlekurinn verði eina vopnið.
Við útförina kemur þekkt tónlistarfólk fram en henni verður streymt meðal annars á YouTube og á Vísi klukkan 15.
Sigríður Thorlacius syngur við útförina, Matthías Stefánsson spilar á fiðlu, Gunnar Gunnarsson spilar á orgel og karlakórinn Fóstbræður syngur.
Árásin á Bryndísi Klöru vakti gríðarleg viðbrögð í samfélaginu en ríkisstjórnin hefur kynnt 25 aðgerðir til að bregðast við ofbeldi meðal barna og ungmenna. Við setningu Alþingis fyrr í vikunni talaði forseti Íslands, Halla Tómasdóttir um mikilvægi þess að snúa þróuninni við.
Stofnaður hefur verið minningarsjóður til að heiðra minningu Bryndísar Klöru en hann er tileinkaður þeim tilgangi að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Mun sjóðurinn styrkja við verkefni og aðgerðir sem leiða til aukinnar velferðar og öryggis ungs fólks á Íslandi.
Systir Kate Moss, Lottie Moss varar fólk við að taka Ozempic-sykursýkislyfið sem margir taka í megrunarskyni. Yngri systir ofurfyrirsætunnar Kate Moss var hreinskilin um baráttu sína við sykursýkislyfið sem margir hafa notað til að missa kíló og kallaði það „verstu ákvörðun“ sem hún hefði tekið í hlaðvarpsþættinum Dream On í gær.
„Mér leið svo illa einn daginn að ég sagði við vin minn: „Ég get ekki haldið vatni niðri. Ég get engan mat haldið niðri, engan vökva, ekkert. Ég þarf að fara á spítalann. Mér líður mjög illa“,“ rifjaði Lottie upp í þættinum „My Ozempic Hell: I Had Seizures, A&E, Weight Loss,“ þar sem hún sagði frá því er hún var send á bráðamóttöku þar sem hjúkrunarfræðingur komst að skammtastærðinni sem Lottie hafði tekið og sagði við hana: „Ó guð minn góður, þetta er ekki það sem þú áttir að taka“.“
Hin 26 ára gamla Lottie viðurkenndi að þó að hún hafi fengið lyfið í gegnum lækni hafi það ekki beint verið læknirinn hennar.
„Magnið sem ég tók var fyrir fólk sem var 100 kíló og yfir og ég er 50 og eitthvað kíló,“ útskýrði hún. „Það eru þessir litlu hlutir sem ég vildi að ég hefði vitað áður en ég tók það.“
Þegar hún var á sjúkrahúsinu varð Lottie fyrir slæmum áhrifum af völdum ofskömmtunarinnar.
„Ég fékk bókstaflega flogakast af því hversu ofþurrkuð ég var, sem satt að segja var það skelfilegasta sem hefur komið fyrir mig á ævinni,“ viðurkenndi hún. „Vinur minn varð að halda fótunum á mér. Þetta var svo skelfilegt, allt ástandið. Andlit mitt herptist saman, allur líkami minn spenntist upp.“
Lottie gagnrýndi svo Ozempic-æðið og sagði að það væri skaðleg fyrir líkamsímyndina og vísaði aftur til tískunnar sem var í gangi þegar systir hennar Kate var að öðlast frægð.
„Þetta heróín-lúkk sem er að koma aftur núna, sem var eitthvað sem gerðist á tíunda áratugnum, við ættum ekki að fara þangað aftur,“ sagði Lottie. „Hvert fór jákvæða líkamsvitundin?“
En á meðan stjörnur eins og Lottie, Macy Gray, Sharon Osbourne, Rebel Wilson og fleiri hafi viðurkennt að hafa notað Ozempic og svipuð sykursýkislyf til að léttast, sagði fulltrúi Novo Nordisk, lyfjafyrirtækisins sem framleiðir Ozempic, áður í yfirlýsingu til E! News um að lyfið sé „ekki samþykkt fyrir langvarandi þyngdarstjórnun“.
Neyslurými Rauða krossins, sem ber nafnið Ylja, hefur verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð að sögn starfsmanna Rauða Krossins.
„Það er ótrúlega góð tilfinning og mikill léttir að vera komin í fullan gang. Það hefur rosalega mikil vinna átt sér stað og við erum stolt af þessu verkefni og að geta loksins boðið upp á öruggt rými til að nota í,“ sagði Eva Dögg Þórsdóttir, verkefnafulltrúi í neyslurýminu, í fréttatilkynningu um málið. „Í byrjun komu fleiri til að nýta sér rýmið en við bjuggumst við. Til þessa hafa 68 notendur komið til okkar í 263 heimsóknum.“
Þakklæti og léttir
„Aðstaðan er komin í gott horf. Það er allur lífsnauðsynlegur búnaður til staðar í rýminu, en það vantar reyndar ennþá stálborð sem verða sett upp. Svo er náttúrulega viðbúið að það verði alls konar litlir hlutir sem kemur í ljós að væri gott að hafa og þá græjum við það bara,“ segir Eva.
„Við erum hins vegar bara rétt að byrja að ná almennilega til einstaklinga sem nota vímuefni í æð. Allir sem hafa komið eru ótrúlega þakklátir fyrir þessa þjónustu og það er búið að vera mjög gaman að heyra frá þeim hvað þau eru ánægð með að þetta úrræði sé loksins komið,“ útskýrir Eva. „Fólk talar líka um hvað þetta sé hrein og notaleg aðstaða og hvað starfsfólkið sé gott. Við höfum upplifað mikið þakklæti og létti hjá notendum og þau segja okkur að þetta sé einfaldlega frábært.“
Jákvæð viðbrögð
Neyslurýmið er opið alla virka daga milli 10-16 og á föstudögum milli 10-14, en þessi opnunartími kemur til móts við opnunartíma gistiskýlanna. Hugmyndin er að þetta úrræði sé í boði þegar skjólstæðingahópurinn hefur ekki í önnur hús að venda að sögn Rauða Krossins.
„Við höfum líka verið rosalega heppin með frábæra starfsmannahópinn sem okkur hefur tekist að setja saman í neyslurýminu,“ sagði Eva. „Þetta er fagfólk sem kemur úr mörgum ólíkum áttum en tengjast samt öll á einhvern hátt inn í þennan málaflokk. Við höfum líka verið í afar góðu sambandi og samstarfi við kerfin í kringum okkur og við höfum bara heyrt af og orðið vör við jákvæð viðbrögð við þjónustunni sem er við erum að bjóða upp á,“ sagði verkefnastjórinn að lokum að lokum.