Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Bin Laden snýr aftur og ógnar Vesturveldunum – Sonurinn talinn hafa lifað af loftárás Trump

Hamza bin Laden

Talið er að sonur al-Qaeda-foringjans Osama bin Laden stjórni nú hryðjuverkasamtökunum og hafi byggt upp herskátt veldi, samkvæmt sérfræðingum. Hann hafði áður verið talinn af.

Greining ónafngreindrar leyniþjónustu bendir til þess að Hamza bin Laden,  þekktur sem krónprins hryðjuverkanna – hafi lifað af tilraunir CIA til að drepa hann árið 2019. Fullyrðingarnar um að hann sé leynilega að stýra al-Qaeda hafa komið fram eftir að leyniþjónustuskýrslur bentu til þess en þar kom einnig fram að  bróðir hans Abdullah sé einnig rótgróinn í hryðjuverkanetinu. Það þýðir að faðir þeirra, hinn látni hryðjuverkamaður sem sagður er hafa staðið að hryðjuverkum í Bandaríkjunum 11. september 2001, hafi náð að skapa hryðjuverkanet og ættarveldi, handan við gröfina, sem er staðráðið í að valda dauða um allan heiminn.

Eru þeir taldir hafa byggt upp tíu helstu al-Qaeda þjálfunarbúðirnar yrir hryðjuverk í Afganistan og hafa myndað alþjóðleg tengsl við aðra hópa sem hata Vesturlönd, að því er fullyrt er í greiningu leyniþjónustunnar. Bendir hún til þess að hinn 34 ára Hamza eyði mestum tíma sínum í Jalalabad, hryðjuverkasvæði 161 kílómetra austur af höfuðborginni Kabúl.

Í skýrslu sem Mirror hefur séð segir: „Hamza bin Laden er ekki aðeins á lífi heldur tekur hann virkan þátt í endurreisn al-Qaeda, staðreynd sem er vel þekkt meðal háttsettra talibanaleiðtoga. Þessir leiðtogar … eru í samskiptum við hann, halda reglulega fundi og tryggja hann og fjölskyldu hans. Í skýrslunni er ljósi bent á djúp tengsl milli al-Qaeda og talibana, sem er mikilvægt fyrir vestræn stjórnvöld að skilja. Hamza hefur náð forystu al-Qaeda og stýrt samtökunum í átt að öflugustu endurreisn sinni síðan í Íraksstríðinu.“

Þar segir einnig: „Undir stjórn hans er al-Qaeda að safna saman mönnum og undirbúa sig fyrir framtíðarárásir á vestræn skotmörk. Hamza er knúinn áfram af kraftmikilli ákveðni um að halda áfram arfleifð föður síns, sem bætir táknrænu og stefnumótandi vægi við gjörðir hans. Þar að auki gegnir bróðir Hamza, Abdullah bin Laden, mikilvægu hlutverki í þessari endurvakningu.“

Önnur skýrsla segir að búðirnar þjálfi bardagamenn og sjálfsmorðssprengjumenn og kenni þeim hvernig eigi að smygla sér út úr Afganistan til að ógna vestrænum skotmörkum. Talið er að allt að 21 hryðjuverkakerfi séu starfrækt í Afganistan, sem gerir landið að stærsta hryðjuverkareit heims. Nýjustu úttektirnar segja að al-Qaeda vinni með Íslamska ríkinu, sem hafi vakið vaxandi ótta um aðra 11. september árás á Vesturlönd.

Í annarri leyniþjónustuskýrslu sem Mirror hefur séð er eftirfarandi viðvörun: „Samstæður núverandi ástands og aðdraganda árásanna 11. september eru skelfilegar. Skortur á lögmætri ríkisstjórn og hugmyndafræðilegt samræmi milli ríkjandi talíbanastjórnar og þessara hópa hafa gert Afganistan að griðastað öfgahyggju. Hryðjuverkamenn utan frá flykkjast til landsins til þjálfunar.“

Það er líka talið að al-Qaeda og ISK, svæðisbundinn hópur frá Íslamska ríkinu, séu ekki bara starfandi á sama svæði, heldur einnig í virku samstarfi, með innbyrðis hjónaböndum meðal meðlima. Þetta er að skapa sameinað og ógnvekjandi hryðjuverkanet. Þetta endurspeglar bandalög sem stofnuð voru af helstu hryðjuverkaleiðtogum í fortíðinni og undirstrikar vaxandi hættu.“

Talið er að Hamza og fjórar eiginkonur hans hafi fengið skjól í Íran í nokkur ár til að fela sig fyrir CIA. Árið 2019 sagði þáverandi Bandaríkjaforseti Donald Trump að hann hefði fyrirskipað árangursríkt högg á Hamza í loftárás sem talið er að hafi verið í Ghazni-héraði í suðausturhluta Afganistan. Engin DNA sönnunar var aflað af CIA.

Árið 2022 var Ayman al-Zawahiri, Egypti sem stýrði al-Qaeda eftir dauða Bin Laden eldri,  drepinn með flugskeyti CIA í Kabúl.

Talið er að Hamza og Saif al-Adel, opinber leiðtogi al-Qaeda, noti öryggsihús (e. safe houses) í Afganistan. Leynigöng í Kandahar, Ghazni, Laghman, Parwan, Herat og Helmand gera liðsmönnum al-Qaeda kleift að ferðast til og frá Íran, samkvæmt greiningunni sem Mirror hefur séð.

Skýrslan bætir við: „Endurvakningin og sterkari tengsl milli Talíbana og AQ og stofnun þjálfunarbúða þeirra í Afganistan eru djúpstæð ógn við Vesturlönd. Þar segir að búðirnar kenni að píslarvætti sé hið æðsta afrek sem hvetji „marga nýliða til að bjóða sig fram í sjálfsvígsaðgerðir“.

Talið er að einu búðirnar séu í Helmand-héraði, þar sem breskir hermenn höfðu aðsetur þegar þeir börðust við talibana. Hinar níu al-Qaeda þjálfurnarbúðirnar eru í Ghazni, Laghman, Parwan, Uruzgan, Zabul, Nangarhar, Nuristan, Badghis og Kunar. Heimildir segja að vöxtur þessara búða sé sérstakri ógn við þjóðir eins og Bandaríkin og Bretland vegna þátttöku þeirra í stríðinu þar. Talibanar endurheimtu Afganistan eftir fall Kabúl árið 2021.

Aðal greiningin, sem Mirror fjallar um, er gerð af vestrænum leyniþjónustusérfræðingum en þar segir ennfremur: „Talibanar, þrátt fyrir fullvissu sína til Vesturlanda, hafa viðhaldið og ræktað nánari tengsl við AQ og aðra hryðjuverkahópa, og veitt hryðjuverkamönnum tiltölulega öruggt skjól til að safnast saman og byggja sig upp að nýju. Þó að upphaflega hafi verið talið að Hamza bin Laden hafi verið drepinn … hafa nýlegar upplýsingar komið fram sem benda til þess að hann hafi lifað árásina af.“

Talið er að Hamza hafi haldið sig í felum með aðstoð hryðjuverkaforingjans Sirajuddin Haqqani, sem rekur glæpafjölskyldu sem kallast Haqqani-netið, en hann er kallaður Sopranos Afghanistan. Talið er að fjórða eiginkona Hamza sé ein af dætrum Haqqani-fjölskyldunnar.

Vilt þú nýja stjórnarskrá?

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði um stjórnarskrá Íslands í stefnuræðu Mynd: Skjáskot RÚV

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, hélt í vikunni stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur. Eitt af því sem Bjarni nefndi var stjórnarskrá Íslands.

„Í vetur er tækifæri til að sammælast um skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni. Horfa ætti til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla auk þess sem skoða mætti ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Markmiðið ætti ávallt að vera að treysta enn frekar lýðræðið í landinu.

Tímabært er að endurskoða ákvæði um Landsdóm og gera breytingar á meðferð ákæruvalds vegna ráðherraábyrgðar. Ég bind vonir við að samstaða geti tekist um stjórnarskrármál á kjörtímabilinu,“ sagði Bjarni en miklar umræður hafa verið í íslensku samfélagi um stjórnarskrá landsins undanfarin ár.

Árið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá og var hún samþykkt með yfirburðum en tæpleg 67% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já við nýrri stjórnarskrá. Ekkert hefur þó gerst í þeim málum síðan.

Því spyr Mannlíf: Vilt þú nýja stjórnarskrá?

This poll has ended (since 2 months).
79.68%
Nei
20.32%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 laugardaginn 14. september.

Ökuníðingur rændi dráttarbíl og skemmdi fjölda bifreiða með glannaakstri – MYNDBAND

Margir bílar skemmdust illa - Mynd: skjáskot

Íbúar New York kalla ekki allt ömmu sína en þeir urðu vitni að stórfurðulegu atviki á mánudaginn.

Á mánudaginn var starfsmaður á dráttarbíl að sinna vinnu sinni í Brooklyn í New York og var hann sendur til að draga í burtu svartan jeppa. Hinn 55 ára gamli Russell Laisoa, eigandi jeppans, var vægast ósáttur við þá ákvörðun. Eftir að hafa hótað starfsmanninum tók hann þá ákvörðun að stela dráttarbílnum. Þegar hann keyrði í burtu keyrði Laisoa á fjölda bíla og losnaði festing dráttarbílsins við jeppann hans með þeim afleiðingum að jeppinn valt.

Laisoa hefur nú verið handtekinn af lögreglu og ákærður fyrir 15 glæpi í fjórum mismunandi ákæruliðum.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan.

Rifist í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um gjaldtöku fyrir grindvísk leikskólabörn

Reykjanesbær í ljósaskiptunum. Ljósmynd: Reykjanesbaer.is

Minnihlutaflokkarnir í bæjarstjórn Reykjanesbæjar mótmæltu hugmyndum meirihlutans um að rukka fullt verð fyrir leikskólapláss grindvískra leikskólabarna sem voru með skráð lögheimili í Grindavík frá janúar til júní 2024.

Á síðasta bæjarstjórnarfundi bókuðu Sjálfstæðisflokkurinn og Umbót um málið en Víkurfréttir sögðu frá málinu. Í bókuninni segir meðal annars: „Í bréfi frá bæjarstjóra Grindavíkur er óskað eftir yfirliti yfir þann útlagðan kostnað sem Reykjanesbær hefur orðið fyrir vegna þessara barna. Einnig er nefnt í bréfinu hugmynd um að greiða 70% af viðmiðunarkostnaði en að fullu beinan útlagðan kostnað til dæmis fyrir börn með sérþarfir. Ekki er hægt að sjá að Reykjanesbær hafi tekið sérstaklega saman útlagðan kostnað. Meirihlutinn leggur hins vegar til að rukka Grindavíkurbæ að fullu, það er, 100% samkvæmt gjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga er varðar leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.“

Segist meirihluti bæjarstjórnar, sem samanstendur af fólki úr Bein leið, Framsókn og Samfylkingunni, í bókuninni harma það að uppgjör vegna vistunar barna frá Grindavík í leikskólum Reykjanesbæjar sé tekið upp sem populísk umræða í bæjarstjórn.

„Við höfum tekið vel á móti okkar nýju íbúum og einstaklega vel hvað varðar móttöku í leik- og grunnskólum enda eru flest grindvísk börn sem búa í Reykjanesbæ og við eigum að fagna því að Grindvíkingar vilji vera áfram á Suðurnesjum og byggja upp þetta svæði með okkur. Reykjanesbær sem þjónustuaðili veittrar þjónustu þykir eðlilegt að greitt sé fyrir leikskólavistun hjá okkar sveitarfélagi en á umræddu tímabili voru flest þeirra rúmlega 30 barna enn með lögheimili í Grindavík. Hér er um að ræða uppgjör milli sveitarfélaga vegna vistunar barna í leikskólum Reykjanesbæjar með lögheimili í Grindavík fyrir tímabilið janúar til og með júní 2024 sem felur í sér kostnað upp á tæpar 40 milljónir. Þess má einnig geta að í uppgjörinu sem hér um ræðir eru undanskildir mánuðirnir nóvember og desember 2023 ásamt hluta janúar 2024. Afsláttur sem með þessu er verið að veita Grindavíkurbæ nemur um 11 milljónum króna.“

Aftur bókuðu Sjálfstæðismenn og Umbót og mótmæltu því að tillaga þeirra um að mæta Grindvíkingum samkvæmt þeirra framlögðu hugmynd, sé kölluð populísk umræða. Þá vísa þau því sem þau kalla rökþroti meirihlutans, til föðurhúsanna.

 

Fríða Dís dansar um borð í húsbáti

Fríða Dís gaf út frábært lag fyrir stuttu - Mynd: Jóhann Þór Línberg Kristjánsson

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Fríða Dís – The Boathouse Dance
The Sweet Parade – Desperate Love (for Isol)
Könguló og RAKEL – Don’t give up
Amor Vincit Omnia – Do You
Oyama – Cigarettes





Landhelgisgæslan varar sjófarendur við ísjökum – Sá stærsti 33 metrar á hæð og 110 metrar á lengd

Borgarís sem sást úti fyrir Vestfjörðum í fyrradag. Ljósmynd: lhg.is

Fjölmargar tilkynningar hafa borist varðstjórum í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um borgarísjaka á Vestfjarðarmiðum og á Húnaflóa í vikunni. Hafa verið sendar siglingaviðvaranir sjófarendum af þeim sökum.

Á vef Landhelgisgæslunnar segir að áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri hafi siglt framhjá sjö ísjökum á leið sinni frá Húnaflóa að Norðurfirði í gær. Eru jakarnir allt frá því að vera um þrír metrar á hæð og breidd, upp í einn sem er 33 metra hár og um 110 metrar á langur. Sá var í fyrradag staðsettur á 66°03,0´N 021°14,6´V en áhöfn Baldurs sagði að hann virtist reka til austurs.

Hvetur Landhelgisgæslan sjófarendur til að sýna aðgát vegna ísjakanna og tilkynna staðsetningu þeirra til stjórnstöðvar Gæslunnar.

 

Prestur gagnrýnir Guðrúnu biskup: Ekkert matarboð eða uppvask hjá Jesú

Guðrún Karls Helgudóttir.

Nýkjörinn biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, fær kaldar kveðjur frá séra Kristni Jens Sigurþórssyni í blaðagrein í dag. Presturinn telur að biskupinn kunni ekki að  predika þrátt fyrir að hafa kennt predikunarfræði við Háskóla Íslands. Grein Kristins ber yfirskriftina „Sannir lærisveinar og ósannir“.

Í grein sinni vísar Kristinn til predikunar Guðrúnar í Hallgrímskirkju sem hann taldi mislukkaða í skilningi fræðanna.
„Prédikun hins nývígða og hróðuga biskups varpaði þó skugga þar á. Sr.
Guðrún hefur kennt prédikunarfræði við Háskóla Íslands og er eðlilegt að gerðar séu til hennar kröfur. Þar fyrir utan er það hlutverk biskups Íslands að hafa tilsjón með boðuninni og þarf hann því að hafa haldgóðan skilning á ritningunni og þeirri dýpt sem hún býr yfir,“ skrifar presturinn og rifjar upp predikunina sem hafi verið upprifjun á  fyrsta kafla Markúsarguðspjalls sem segir frá er Jesús kemur í hús lærisveinsins Símonar og læknar
tengdamóður hans af sótthita. Hún var reist á fætur og gengur hún viðstöddum fyrir beina en auk Jesú voru þar lærisveinarnir Símon, bróðir
hans Andrés og bræðurnir Jakob og Jóhannes Sebedeussynir.
„Í útleggingu sinni fullyrti biskup að Jesú hefði verið boðið í mat til bræðranna og gott ef ekki líka minnst var á uppvask. Er hér fallið í þá gryfju að lesa inn í textann eitthvað sem ekki er þar að finna því guðspjallið nefnir hvorki matarboð né uppvask,“ skrifar Kristinn Jens og telur að biskupi haf farið út fyrir textann.

Sigurður er alsæll

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna þeirrar aðfarar sem ráðamenn þar telja að standi gegn Ásmundi Einar Daðasyni grunnskólaráðherra. Ráðherrann er nánast fordæmdur fyrir það ástand sem ríkir í grunnskólum þar sem illa upplýst grunnskólabörn eru þolendur í slæmu kerfi sem skilar af sér skussum út í lífið. Morgunblaðið hefur í umboði sjálfstæðismanna hamast á ráðherranum. Flokkssystkini hans telja enga sanngirni felast í þessu og benda á að málefni skólabarna hafi lengst af verið á forræði sjálfstæðismanna sem beri þannig stærsta ábyrgð á því hvernig komið sé.

Reiðin innan Framsóknarflokksins er slík að einhverjir telja samstarfinu innan ríkisstjórnar vera ógnað. Á móti kemur að Sigurður Ingi Jóhannsson er alsæll með að fá að stjórna fjármálaráðuneytinu. Á meðan samstarfsflokkurinn veltir Ásmundi upp úr tjöru og fiðri baðar Sigurður Ingi sig í ljóma gullsins og má helst ekki til þess hugsa að fara strax í kosningar og missa þann feita spón úr aski sínum. Kosningar gætu markað endalok stjórnmálaferils hans. Spurningin nú er aðeins hvort hann hafi nógu sterk tök á flokknum til að halda aftur af uppreisninni …

Hlæjandi hnífamaður ógnaði farþegum í strætisvagni – Unglingur kastaði hnífi að öðrum í slagsmálum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Nokkur ótti greip um sig í strætisvagni þegar maður mundaði hníf innan um farþega. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum fannst enginn hnífur en vitni sögðu að maðurinn hafi kastað honum frá sér. Maðurinn var fjarlægður úr strætisvagninum og er málið í rannsókn. Vitni staðhæfði að maðurinn hefði verið ógnvekjandi og hlegið á meðan hann mundaði vopnið.

Annað hnífamál kom upp í gærdag þegar þrjú ungmenni voru að slást í Laugardalnum. Í tilkynningu til lögreglu kom fram að einn krakkinn hefði tekið upp hníf. Þá flúðu hinir af af vettvangi og hnífnum var kastað í átt að þeim án þess að valda skaða. Málið er í rannsókn lögreglu með aðkomu barnaverndar Reykjarvíkur og forráðarmanna ungmennanna.

Ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum.

Tveir meintir dópsalar voru handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Þeir voru tímabundið vistaðir í fangaklefa vegna málsins en voru svo lausir úr haldi lögreglu skömmu síðar eftir skýrslutökur.

Ökumaður var stöðvaður í akstri á 120 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar. Í ljós kom að ökumaður var þegar sviptur ökuréttindum og reyndist hann í þokkabót vera ölvaður við aksturinn. Hans bíður himinhá sekt vegna brotanna.

Nágrannastríð Leós á Njálsgötunni: „Það er hreinlega verið að drulla yfir andlitið á manni“

Leó var ósáttur með granna sína - Mynd: DV

Nágrannadeilur hafa í gegnum tíðina verið í fréttum fjölmiðla og var fjallað um slíkar í DV árið 2004 en þá sagði Leó Ólason að grannar hans væri heldur betur ekki góðir.

Forsaga málsins er sú að Rúnar Björgvinsson og Elín Traustadóttir áttu heima á Njálsgötu 30 en Leó átti Njálsgötu 30B og stendur það hús fyrir innan þeirra Rúnars og Elínar en þau stóð í miklum framkvæmdum á húsi sínu. Hvernig þau nálguðust þær framkvæmdir kom Leó á óvart.

„Það er illt í efni þegar leigjendur mínir komast vart heim til sín vegna framkvæmda nágrannanna,“ sagði Leó við DV um málið. „Það er hreinlega verið að drulla yfir andlitið á manni. Þau svara bara með hlátri og hafa meira að segja gengið svo langt að hlaða upp timbri fyrir glugga í húsi mínu þannig að leigjendurnir hafa ekki séð út.“

Rúnar og Elín litu öðrum augum á málið en þau töldu sig aðeins vera endurbæta aldargamalt hús sitt.

„Það er nú þannig með þetta gamla hverfi að ef ekkert verður að gert þá grotnar þetta allt niður og það viljum við ekki sjá,“ sagði Elín Traustadóttir. „Við erum hérna með teikningar sem sýna að íbúarnir á Njálsgötu 30B eiga að ganga að og frá húsi sínu að ofanverðu en ekki yfir lóðina okkar. Fyrri eigendur sögðu okkur að þeir hefðu leyft þessu fólki að ganga þennan stíg en það væri alls ekki réttur þeirra. Við erum friðsælt fólk og viljum ekki leiðindi. Við viljum hins vegar halda við húsi okkar og lóð.“

Sniðgangan 2024: „Venjulegt fólk sem getur ekki horft aðgerðalaust á þjóðarmorðið í Palestínu“

Frá mótmælum gegn þjóðarmorðinu á Gaza. Ljósmynd: Aðsend

Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri laugardaginn 14. september kl. 14:00.

Sniðgangan 2024 verður farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu og mikilvægi þess að sniðganga Ísrael og ísraelskar vörur þar til stjórnvöld í Ísrael lúta alþjóðalögum og virða frelsi og réttindi Palestínumanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um málið.

Frá mótmælum gegn þjóðarmorðinu á Gaza. Ljósmynd: Aðsend

Þar segir einnig: „Sniðganga er áhrifamikil og friðsamleg leið til að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu og taka afstöðu gagnvart þeim sem hagnast á landráni, hernámi og stríðsglæpum ísraelskra stjórnvalda.“

Sniðgönguhreyfingin á Íslandi fer vaxandi dag frá degi að sögn skipuleggjanda göngunnar. „Í hreyfingunni er venjulegt fólk sem getur ekki horft aðgerðalaust á þjóðarmorðið í Palestínu og neitar að vera meðsekt í glæpum Ísraelsríkis. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi – BDS Ísland leggur sérstaka áherslu á sjö vörumerki/fyrirtæki. Hægt er að afla sér upplýsinga um þau og um sniðgöngu almennt á vefsíðu sniðgönguhreyfingarinnar https://snidganga.is/.“ Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá hreyfingunni.

Frá mótmælum gegn þjóðarmorðinu á Gaza.
Ljósmynd: Aðsend

Sniðgangan 2024 hefst á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri kl. 14 laugardaginn 14. september. Á höfuðborgarsvæðinu verður safnast saman í Hellisgerði í Hafnarfirði og á Akureyri hjá útilistaverkinu Íslandsklukkunni hjá Háskólanum á Akureyri. Gangan á Akureyri er 2,8 km en 10 km á höfuðborgarsvæðinu. Lengd göngunnar á höfuðborgarsvæðinu er táknræn að því leyti að sniðganga er í eðli sínu langtímaverkefni. Göngufólki er í sjálfsvald sett hvort það gengur alla leið. Einnig getur fólk alfarið sleppt göngu og mætt til fundar við göngufólk að göngunum loknum.

Báðum göngunum lýkur með samkomu og ræðuhöldum. Göngunni á Akureyri lýkur á Ráðhústorginu kl. 15:15 með erindi, tónlist og Dabkeh-dansi. Göngunni á höfuðborgarsvæðinu lýkur í Katrínartúni í Reykjavík um eða upp úr kl. 17 með erindi og tónlist.

Frá mótmælum gegn þjóðarmorðinu á Gaza.
Ljósmynd: Aðsend

Að lokum segir í tilkynningunni: „Öll sem styðja málstað Palestínu eru hvött til að ganga á laugardaginn, annað hvort á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri, en þau sem komast ekki þangað eru hvött til að ganga á sama tíma hvar sem þau kunna að vera stödd. Hægt er að nota myllumerkið #snidgangan til að merkja myndir og færslur sem tengjast viðburðinum á samfélagsmiðlum.“

Allar nánari upplýsingar er að finna á Facebook-viðburðunum Sniðgangan 2024 – Höfuðborgarsvæðið og Sniðgangan 2024 – Akureyri

 

Frægasta steratröll heims látið aðeins 36 ára: „Ég eyddi hverjum degi við hlið hans“

Afrakstur dugnaðar, þrotlausra æfinga og fjandi mikilla stera.

Einn frægasti sterabolti heims, Belarússinn Illia „Golem“ Yefimchyk er látinn aðeins 36 ára.

Illia „Golem“ Yefimchyk, sem stundum var kallaður „heimsins hrikalegasta vöðvatröll“ borðaði sjö sinnum á dag og neytti um það bil 16.500 hitaeininga, þar af 108 stykki af sushi og 2,5 kíló af steik. Var hann einnig þekktur sem „340 punda dýrið“ sem og sá stökkbreytti, en hann var 185 sentimetrar á hæð og státaði af 61 tommu bringu og 25 tommu upphandleggsvöðva.

Hann tók 272 kíló í bekkpressu, 317 kíló í réttstöðulyftum og 317 kíló í hnébeygju. Þó að hann hafi ekki keppt í atvinnumennsku, varð hann að einhvers konar íkoni á samfélagsmiðlum með meira en 300.000 Instagram-fylgjendur með aðdáendum sem töldu hann ögra mörkum mannlegrar getu.

Í skóla í Hvíta-Rússlandi var hann að sögn 70 kg að þyngd og gat híft sig upp. „Umbreytingin mín er afleiðing margra ára erfiðrar þjálfunar og aga, ásamt skilningi á líkamsrækt og næringu,“ sagði hann. „Hlutverk mitt er að innræta vinnusiðferði í fólki svo það geti sigrast á og stjórnað ótta sínum á sama tíma og það vinnu í því af öryggi að bæta sjálft sig og þá sem eru í kringum það.

Hann er sagður hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu þann 6. september. Anna kona hans hnoðaði hjarta hans á meðan hún beið eftir sjúkrabílnum. Vöðvatröllið var flutt á sjúkrahús með þyrlu. „Ég bað til Guðs allan þennan tíma í von um að Illia myndi jafna sig,“ sagði hún við Belrússnesku vefsíðuna Onliner.

„Ég eyddi hverjum degi við hlið hans í von um að hjarta hans byrjaði að slá aftur í tvo daga, en læknirinn sagði mér þær hræðilegu fréttir að heilinn hans hefði dáið.“

Hún sagði eftir andlát hans: „Ég þakka öllum fyrir samúðarkveðjurnar. Það er mjög hugljúft að átta sig á því að ég er ekki ein eftir í þessum heimi og svo margir hafa boðið mér hjálp og stuðning.“ Rússneska dagblaðið Kommersant sagði: „Þann 6. september fékk íþróttamaðurinn hjartaáfall og féll í dá.“

Andlát hans var staðfest 11. september. Kennari hans í skóla hvatti hann áfram í æsku en Illia hafði verið innblásinn af líkamsbyggingu Arnolds Schwarzenegger og Sylvester Stallone. Markmið hans áður en hann dó var að ná 380 pundum.

Hann bjó fyrst í Belarús, þar á eftir í Tékklandi, Bandaríkjunum og Dubai. Hann er ekki fyrsti lyftingarkappinn sem hefur dáið ungur nýlega og fráfall hans mun líklega leiða til spurninga um heilsufarsáhættu sem tengist líkamsbyggingu að nýju. Nýlega lést Brasilíumaðurinn Antonion Souza, 26 ára, og breski lyftingakappinn Neil Currey, 34 ára.

Minnast Bryndísar Klöru með friðarkertum: „Þessi atburður sló mig“

Bryndís Klara Birgisdóttir. Ljósmynd: Aðsend

Útför Bryndísar Klöru Birgisdóttur fer fram á morgun en Anna Björt Sigurðardóttir vill hvetja landsmenn til að kveikja á kertum til að minnast hennar en hægt er að kaupa sérstakt friðarkerti í öllum helstu matvöruverslunum landsins og rennur allur ágóði af sölu þess í minningarsjóð Bryndísar Klöru.

„Ég fékk þessa hugmynd og fann að mig langaði að koma henni út. Ég er venjuleg móðir og þessi atburður sló mig, eins og aðra. Mér finnst þetta vera falleg leið. Með kærleikann að vopni,“ sagði Anna Björt við Vísi um harmleikinn.

Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum lést Bryndís Klara þann 30. ágúst á Landspítalnum eftir að hún var stungin á Menningarnótt og hefur þjóðfélagið verið harmi slegið síðan þá. Málið er ennþá til rannsóknar hjá lögreglu en hún hefur sagt að það sé komin nokkuð skýr mynd á það.

Anna vill benda þeim sem eru aflögufær­ir að milli­færa beint inn á reikn­ing minn­ing­ar­sjóðsins, 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.

Kjartan bæjarstjóri kominn í veikindaleyfi – Greindist með krabbamein í sumar

Kjartan Már Kjartansson Mynd: Skjáskot YouTube

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson er kominn í veikindaleyfi en í sumar greindist hann með krabbamein.

Samkvæmt vef Víkurfrétta hófst hormónameðferð strax í kjölfar greiningar en stefnt er að því að Kjartan Már gangist undir geislameðferð í október og nóvember.

Þar kemur einnig fram að hann muni áfram sinna ýmsum sérverkefnum í samráði við Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, formann bæjarráðs en hún er einnig staðgengill bæjarstjóra.

Eftir áramót er búist við því að Kjartan Már snúi aftur í starf bæjarstjóra.

 

Ber saman Davíð Oddsson og Donald Trump: „Þeir eru ígildi pólitískra samherja, skoðanabræður“

Björn er ekki hrifinn af þeim félögum. Mynd: Facebook

Björn Birgisson ber saman þá Davíð Oddsson og Donald Trump í nýlegri Facebook-færslu.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson er ekki hrifinn af Donald Trump og því síður af Davíð Oddssyni eins og bersýnilega má sjá í færslu hans á Facebook þar sem hann ber þá félaga saman.

Færslan hefst á eftirfarandi hátt:
„Davíð og Trump.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004, síðan bankastjóri Seðlabanka Íslands og svo ritstjóri Morgunblaðsins árið 2009.
Sumarið 2016 vildi hann verða forseti Íslands, en var eftirminnilega hafnað og hlaut aðeins 13,7% atkvæðanna.
Þá um haustið gerðist það að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna með minnihluta atkvæða, en fékk fleiri kjörmenn en Hilary Clinton.
Augljóst var að ritstjóri Morgunblaðsins studdi Trump heilshugar og gagnrýnislaust.

Það hefur ekkert breyst.“

Segir Björn að Davíð taki aldrei undir gagnrýni á Trump en stökkvi á lestina þegar Biden og Harris eru gagnrýnd.

„Davíð Oddsson tekur aldrei undir þá miklu gagnrýni sem Trump kallar yfir sig frá hugsandi fólki, en tekur alltaf heilshugar undir alla gagnrýni á Joe Biden forseta og Kamala Harris verðandi forseta.

Þeir Davíð og Trump eru ígildi pólitískra samherja, skoðanabræður, aðskildir af Atlantshafinu.“

Að lokum fellir Björn dóm sinn yfir félögunum:

„Frami þeirra í stjórnmálum er sérstakt rannsóknarefni, en í slíkri rannsókn fyndist flest annað en hæfileikar.
Báðir stjórnmálamenn í ruslflokki – án nokkurrar sómakenndar.“

Róbert Spanó húðskammar dómsmálaráðherra: „Þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Það verður ekki sagt að Róbert Spanó, einn virtasti lögmaður í sögu Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, gefi Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra Íslands, háa einkunn fyrir hvernig hún tók á máli Helga Magnúsar Gunnarssonar en hann greinir frá skoðun sinni um málið í aðsendri grein á Vísi.

Eftir miklar vangaveltur ákvað Guðrún að víkja Helga ekki úr starfi vararíkissaksóknara en Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafði farið fram á það í kjölfar ummæla sem Helgi hefur látið falla á opinberum vettvangi um ýmiss konar mál en Helgi fékk áminningu í starfi árið 2022 fyrir hegðun sína.

„Mál þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Fáum ef nokkrum stjórnvöldum er fengið jafn mikið vald og ákærendum. Ákvörðun um saksókn er ríkt inngrip í líf fólks. Eru því gerðar miklar lagakröfur til óhlutdrægni ákærenda og almenns hæfis þeirra, ekki síst æðstu embættismanna, ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Um þá gilda að jafnaði sömu kröfur og gerðar eru til dómara og tjáningarfrelsi þeirra settar ríkari skorður en almennt eiga við um opinbera starfsmenn,“ skrifar Róbert meðal annars.

Ekki lagalega tæk

Skoðun Róberts er að dómsmálaráðherra hefði átt „að leysa vararíkissaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu.“

Þá segir hann að þau rök sem sett hafi verið fram að Helgi Magnús hafi mátt tjá sig í ljósi sérstakra aðstæða ekki lagaleg tæk.

Hamingjustund í Bæjarbíói á þriðjudaginn: „Einmanaleiki er eins og COVID-faraldur“

Bæjarbíó

Hamingjustund í Bæjarbíói verður haldin á Hamingjudögum í Hafnarfirði 17. september kl. 20:00.

„Einmanaleiki er eins og COVID-faraldur, hann breiðist hratt út og eykst svakalega,“ segir Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi og markþjálfi. Talið sé að um fimmtungur Íslendinga eldri en 67 ára upplifi sig oft eða stundum einmana. Linda segir að hún finni í ráðgjöf sinni  mikið ójafnvægi í nútímalífi fólks á öllum aldri. „Það er bara svo mikið að gera hjá fólki.“

Linda ætlar að sporna fótum við á hamingjukvöldi í Bæjarbíói 17. september. Undirtónninn er alvarlegur, einmanaleikinn en hamingjan verður í fyrirrúmi á Hamingjudögum í Hafnarfirði.

„Við ætlum að finna leiðina að hamingjunni. Tengsl, leiðir út úr einmanaleika og ræktun sjálfskærleika verða viðfangsefnin,“ segir hún en viðburðurinn hefst klukkan 20:00. 

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og höfundur bókarinnar Einmana, fer yfir leiðir út úr einmanaleikanum. Theodór Francis Birgisson, ráðgjafi og vikulegur gestur í Bítinu á Bylgjunni, talar um tengsl á léttum nótum. Sigga Kling, rithöfundur og fyrirlesari, gefur okkur leiðina að hamingjunni. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri opnar og Guðrún Árný söngkona rammar kvöldið inn með því að stýra samsöng og gleði. Sjálf talar Linda um sjálfsást.

„Við horfum í áttina að heilbrigði. Horfum raunsætt á það að nútíminn elur af sér kvíða og einmanaleika og gefum upp leiðina að hamingjuríkara lífi,“ segir Linda.

Hamingjudagar í Hafnarfirði standa yfir í september. Þeir eru nú haldnir í annað sinn en hugmyndin kviknaði í fyrra til að bregðast við ákveðnum vísbendingum um að hamingjustuðull landsmanna fari dvínandi. Heilsubærinn Hafnarfjörður stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum til að efla jákvætt viðhorf og stuðla að betri andlegri og líkamlegri líðan – auka hamingjuna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Linda nefnir hvernig breytt fjölskyldugerð og tengslaleysi sé afleiðing nútímalífsstíls. „Við erum öll svo upptekin. Það er alltaf svo brjálað að gera,“ segir hún og finnur það á eigin skinni. 

„Maður þarf að bjóða heim með góðum fyrirvara. Ömmur og afar eru líka upptekin. Börnin koma ekki heim eftir skóla. Þau borða ekki með fullorðnum því íþróttaiðkunin er jafnvel á matartíma,“ segir hún og horfir til breyttrar fjölskyldumenningar.

„Ég horfi til ungra kvenna í dag. Þær þora ekki segja frá því að þær séu búnar á því,“ segir hún um þá mörgu bolta sem þær þurfi að halda á lofti. Nú þurfi að staldra við, endurskipuleggja fjölskyldur, jafnvel horfa til þess sem vel var gert hér áður.

„Ráðin mín eru: afturhvarf til fortíðar þannig að það myndist tími fyrir einingu og tengsl. Þar sem við lærum að meta okkur sjálf út frá því sem við erum, ekki hvað við gerum,“ segir Linda og bætir við: „Við þurfum að elska okkur sjálf, læra að mynda tengsl og vera hluti af samfélagi þar sem við leysum vanda saman.“ 

 

 

Ólafur geðlæknir segir reiðina sterka tilfinningu: „Hluti af sorgarviðbrögðum og vanmáttarkennd“

Ólafur Þór Ævarsson skrifar um reiði

Í nýjum pistli sínum ræðir Ólafur Þór Ævarsson reiði og gefur góð ráð hvernig er hægt að bæta reiðistjórnun.

„Reiði er sterk mannleg tilfinning sem einkennist af andúð og mótstöðu gegn mótlæti eða rangindum. Reiðin getur verið gagnleg og jafnvel lífsnauðsynleg til þess að tjá tilfinningar og skoðanir eða til mótmæla. Þá beinist hún að einhverjum eða einhverju, er skiljanleg og gefur afl til koma af stað breytingu og finna lausn á vanda. En reiðin er gagnslaus eða neikvæð ef hún fer úr böndum, maður missir stjórn og hún beinist að öllum eða öðrum en eiga það skilið,“ skrifar Ólafur í pistlinum sem birtist á Akureyri.net.

Í honum segir Ólafur líka að rannsóknir sýni að óbeisluð reiði hafi ekki aðeins neikvæð áhrif á samskipti heldur einnig á andlega, líkamlega og félagslega heilsu og að óbeisluð langvinn reiði vinni gegn lausnamiðun, skynsemi og réttlæti.

Upplifa óréttlæti

„Sakleysislegir atburðir geta triggerað innibyrgða reiði vegna löngu liðinna atburða og stundum getur reiðin orðið svo stjórnlaus og sterk að mann langar til að skaða og skemma.

Þegar þeir sem ekki hafa lært að stjórna sterkum tilfinningum upplifa óréttlæti og ósanngjarnt mótlæti sefast þeir ekki og reiðin magnast upp. Þeir snöggreiðast oft eða eru sífellt reiðir og þeir leita til annarra í sömu stöðu og úr verður óskipulögð samstaða um reiði sem oft beinist annað en raunhæft er. Ættingjar verða reiðir lækninum sem ekki gat læknað sjúkdóm barnsins, sem er þó ólæknandi. Þjálfarar eru auðvelt skotmark fyrir reiði ef illa gengu í leiknum. Sá sem eftir situr er reiður hinum látna. Ríkisstjórnin á örugglega ekki skilið alla reiðipistlana sem skrifaðir eru Facebook. Og stundum er maður einfaldlega reiður sjálfum sér. Þannig er reiði hluti af sorgarviðbrögðum og vanmáttarkennd, heldur geðlæknirinn áfram.

Þá segir hann að reiði fólks í samfélaginu geti verið smitandi þegar á móti blæs og undirtónn reiði trufli hamingju og ýti undir ofbeldi. Þá tekur hann fram að fíkniefnaneysla hafi neikvæð áhrif á reiðistjórn.

Í lokin gefur hann svo lesendum tíu ráð til að takast á við reiði og er hægt að lesa þau hér fyrir neðan.

1. Hugsaðu áður en þú talar.
2. Þegar þú hefur róað þig, segðu þá skoðun þína.
3. Æfðu þig í reiðistjórn með hreyfingu og slökun eða bæn.
4. Taktu daghvild (e. Timeout)
5. Finndu lausnir í stað þess að gagnrýna allt og alla.
6. Hafðu yfirlýsingar í 1. persónu. Segðu t.d. : Ég verð fyrir vonbrigðum þegar þú setur ekki í uppþvottavélina í stað þess að öskra: Þú gerir aldrei neitt á heimilinu.
7. Fyrirgefning er betri en langrækni.
8. Snúðu þessu upp í grín til að minnka dramað.
9. Æfðu slökun og finndu betri aðferðir til að hvílast og endurnæra þig.
10, Merki um að maður ætti að leita sér aðstoða

Alrún Ösp fræðir Wiium bræður um „kink“: „BDSM getur verið ógeðslega fallegt og mjúkt og náið“

Vargynja mundar svipuna. Mynd: YouTube-skjáskot

Nýjasti gestur Alkasts Þvottahússins er engin önnur en BDSM-drottningin og bindarinn Alrún Ösp. 

Alrún Ösp, sem gengur undir nafninu Vargynja, segir frá því í viðtalinu hvernig hún fór að finna fyrir hvötum sem snúa að sársauka og valdbeitingu þegar hún var unglingur. 

Til fróðleiks má nefna að BDSM er skammstöfun sem stendur fyrir bindingar, drottnun og undirgefni; síðan er sadó og masókismi í lokin.

Vargynja segir að finna megi mismunandi ásetning eða forsendur þeirra sem leiti inn í BDSM. Sumir fara þar inn í leit af smá spennu og eru svo kannski að daðra við BDSM í mörg ár þó án þess að vera haldin þessari djúpu „kink“ hneigð sem svo einkennir aðra.

BDSM er fyrir mörgum bara eitthvað skítugt og asnalegt þar sem fólk virðist bara vera að meiða hvort annað í einhverju stjórnleysi og rugli; það er fjarri svo. Vargynja fór vel yfir hvernig BDSM gengur í raun út á kærleik, virðingu og traust sem er grunnurinn í þeim tengslum sem eiga sér stað í hinum óteljandi útgáfum BDSM. Hvort sem verið að binda, flengja, klípa og klóra, þá snýst leikurinn um að þekkja sjálfan sig og meta sitt eigið ferli heiðarlega. 

Fordómar fólks gagnvart BDSM segir Vargynja stafi hreinlega af fáfræði. Ímynd BDSM er að stórum hluta mörkuð af takmarkaðri staðalímynd sem fengin er úr klámi þar sem röng mynd er klárlega gefin og í engu samræmi við hvað BDSM raunverulega snýst um. „Flest fólk er bara með einhverja eina ákveðna mynd í hausnum á sér um það hvað BDSM er því það sér bara það sem það er í kláminu eða bíómyndunum. BDSM er svo miklu meira en þessi mynd sem fólk er með,“ segir Vargynja og bætir við: „BDSM getur verið ógeðslega fallegt og mjúkt og náið. Það er ekki alltaf sársauki og eitthvað rough brjálæði“.

Gunnar rifjaði upp viðtal við Boff nokkurn Konkers sem kom í Þvottahúsið fyrir nokkrum árum. Þar talaði hann um BDSM dýflisur í London sem hann heimsótti reglulega þar sem veggir voru nánast blóði drifnir og fólk hengt upp á krókum og allskonar eins og maður myndi halda að maður sæi bara í hryllingsmyndum. Vargynja sagði senuna á Íslandi vera allt öðruvísi og ekki svona harkalega nema þá kannski í einhverjum afmörkuðum sellum sem ekki bæri mikið á. 

Gunnari vakti forvitni á að vita hvað Vargynju fyndist um það að einstklingar sem höfðu upplifað brotna æsku og mögulegt ofbeldi leiti frekar í BDSM en aðrir. Vargynja sagðist alveg halda að það væri svo í einhverjum tilfellum en þá sem leið til heilunar. Heilunarferlið segir hún þá snúa að því að finna mörkin sín og öðlast valdeflingu í gegnum satalið áður en leikurinn fer fram. Einnig er umhverfið öruggt og segir hún að þó svo að valdbeitingu sé beitt sé sá sem verður fyrir valdbeitingu í BDSM leik alltaf með stjórnina og ákveði sjálf eða sjálfur hversu langt má ganga; algjörlega ólíkt aðstæðum sem skilgreinast myndu sem ofbeldisaðstæður þar sem mörk eru ekki virt og fyrir vikið mikið óöryggi. 

Þó svo að Vargynja segist halda mikið upp á flengingar sérhæfir hún sig í bindingum að japönskum sið. Bindingar að japönskum sið ganga undir heitinu Shibari og eru upprunnar í Japan á 15. öld. Shibari var leið samúræja til að hemja og pynta fanga sína með reipi. Það varð svo að einskonar erótísku spektrum seint á 19. öld og er nú þekkt kink innan BDSM samfélagsins til að örva þrýstipunkta og næm taugasvæði í gegnum reipistöður og hnúta. 

Þetta magnaða viðtal við Vargynju má heyra og sjá hér í spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify.

 

 

Gagnrýna fúsk í sögugöngum borgarinnar: „Fyrirtækjunum sem eru í þessum bransa er alveg sama“

Austurvöllur Ljósmynd: Wikipedia

Stefán Pálsson segir sárt að sjá hversu lélegur staðall sé á sögugöngum í Reykjavík. Illugi Jökulsson tekur undir.

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson skrifar um sögugöngur á Facebook en færsla hans hefur vakið athygli. Segist hann í upphafi vera „lúxusgrís“ þegar kemur að sögugöngum en hann á það til að taka að sér slíkar göngur og þá aðallega fyrir íslenska hópa.

„Ég er lúxusgrís þegar kemur að sögugöngum. 90% af þeim göngum sem ég tek eru með íslenskum hópum og restinni sinni ég mest af meðvirkni eða greiðasemi. Það er einfaldlega hægt að segja heimafólkinu allt aðrar og flóknari sögur en túristunum. Ég geri mér grein fyrir að þessi munaðarstaða hangir saman við að ég sé með góða fyrirvinnu og fái mínar eigin tekjur að mestu annars staðar frá en úr götuleiðsögumennskunni.“

Stefán talar síðan um léleg gæði í mörgum sögugöngum erlendra hópa í Reykjavík en hann fullyrðir að „útlenskir krakkar“ fái handrit í hendurnar og endursegi eftir minni.

„Það er sárt að horfa upp á standardinn á þeim sögugöngum sem ferðamönnunum í Reykjavík er boðið uppá. Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar sem hafa fengið handrit í hendur í upphafi vertíðar og endursegja svo eftir minni og skrökva ef þurfa þykir frekar en að standa á gati, því leiðbeinendurnir hafa ráðlagt þeim að gera það til að fá meira þjórfé í vasann. Það er dapurlegt að við getum ekki sinnt þessari mikilvægu þjónustu betur og að fyrirtækjunum sem eru í þessum bransa sé alveg sama.“

Fjöldi athugasemda voru skrifaðar undir færslunni en Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður skrifaði eina slíka og kemur með dæmisögu:

„Ég gekk um daginn eftir Þingholtsstræti og var að ganga framhjá húsi Helga Helgasonar tónskálds þegar hópur kom askvaðandi með amerískan (held ég) fararstjóra. Hann stoppaði, benti og sagði: „This is the house of Helgi Helgason, he was a carpenter and a famous poet and he wrote the words to the Icelandic national anthem, in fact he wrote it in this house.“ Til að bíta hausinn af skömminni benti hann á vitlaust hús.“

Bin Laden snýr aftur og ógnar Vesturveldunum – Sonurinn talinn hafa lifað af loftárás Trump

Hamza bin Laden

Talið er að sonur al-Qaeda-foringjans Osama bin Laden stjórni nú hryðjuverkasamtökunum og hafi byggt upp herskátt veldi, samkvæmt sérfræðingum. Hann hafði áður verið talinn af.

Greining ónafngreindrar leyniþjónustu bendir til þess að Hamza bin Laden,  þekktur sem krónprins hryðjuverkanna – hafi lifað af tilraunir CIA til að drepa hann árið 2019. Fullyrðingarnar um að hann sé leynilega að stýra al-Qaeda hafa komið fram eftir að leyniþjónustuskýrslur bentu til þess en þar kom einnig fram að  bróðir hans Abdullah sé einnig rótgróinn í hryðjuverkanetinu. Það þýðir að faðir þeirra, hinn látni hryðjuverkamaður sem sagður er hafa staðið að hryðjuverkum í Bandaríkjunum 11. september 2001, hafi náð að skapa hryðjuverkanet og ættarveldi, handan við gröfina, sem er staðráðið í að valda dauða um allan heiminn.

Eru þeir taldir hafa byggt upp tíu helstu al-Qaeda þjálfunarbúðirnar yrir hryðjuverk í Afganistan og hafa myndað alþjóðleg tengsl við aðra hópa sem hata Vesturlönd, að því er fullyrt er í greiningu leyniþjónustunnar. Bendir hún til þess að hinn 34 ára Hamza eyði mestum tíma sínum í Jalalabad, hryðjuverkasvæði 161 kílómetra austur af höfuðborginni Kabúl.

Í skýrslu sem Mirror hefur séð segir: „Hamza bin Laden er ekki aðeins á lífi heldur tekur hann virkan þátt í endurreisn al-Qaeda, staðreynd sem er vel þekkt meðal háttsettra talibanaleiðtoga. Þessir leiðtogar … eru í samskiptum við hann, halda reglulega fundi og tryggja hann og fjölskyldu hans. Í skýrslunni er ljósi bent á djúp tengsl milli al-Qaeda og talibana, sem er mikilvægt fyrir vestræn stjórnvöld að skilja. Hamza hefur náð forystu al-Qaeda og stýrt samtökunum í átt að öflugustu endurreisn sinni síðan í Íraksstríðinu.“

Þar segir einnig: „Undir stjórn hans er al-Qaeda að safna saman mönnum og undirbúa sig fyrir framtíðarárásir á vestræn skotmörk. Hamza er knúinn áfram af kraftmikilli ákveðni um að halda áfram arfleifð föður síns, sem bætir táknrænu og stefnumótandi vægi við gjörðir hans. Þar að auki gegnir bróðir Hamza, Abdullah bin Laden, mikilvægu hlutverki í þessari endurvakningu.“

Önnur skýrsla segir að búðirnar þjálfi bardagamenn og sjálfsmorðssprengjumenn og kenni þeim hvernig eigi að smygla sér út úr Afganistan til að ógna vestrænum skotmörkum. Talið er að allt að 21 hryðjuverkakerfi séu starfrækt í Afganistan, sem gerir landið að stærsta hryðjuverkareit heims. Nýjustu úttektirnar segja að al-Qaeda vinni með Íslamska ríkinu, sem hafi vakið vaxandi ótta um aðra 11. september árás á Vesturlönd.

Í annarri leyniþjónustuskýrslu sem Mirror hefur séð er eftirfarandi viðvörun: „Samstæður núverandi ástands og aðdraganda árásanna 11. september eru skelfilegar. Skortur á lögmætri ríkisstjórn og hugmyndafræðilegt samræmi milli ríkjandi talíbanastjórnar og þessara hópa hafa gert Afganistan að griðastað öfgahyggju. Hryðjuverkamenn utan frá flykkjast til landsins til þjálfunar.“

Það er líka talið að al-Qaeda og ISK, svæðisbundinn hópur frá Íslamska ríkinu, séu ekki bara starfandi á sama svæði, heldur einnig í virku samstarfi, með innbyrðis hjónaböndum meðal meðlima. Þetta er að skapa sameinað og ógnvekjandi hryðjuverkanet. Þetta endurspeglar bandalög sem stofnuð voru af helstu hryðjuverkaleiðtogum í fortíðinni og undirstrikar vaxandi hættu.“

Talið er að Hamza og fjórar eiginkonur hans hafi fengið skjól í Íran í nokkur ár til að fela sig fyrir CIA. Árið 2019 sagði þáverandi Bandaríkjaforseti Donald Trump að hann hefði fyrirskipað árangursríkt högg á Hamza í loftárás sem talið er að hafi verið í Ghazni-héraði í suðausturhluta Afganistan. Engin DNA sönnunar var aflað af CIA.

Árið 2022 var Ayman al-Zawahiri, Egypti sem stýrði al-Qaeda eftir dauða Bin Laden eldri,  drepinn með flugskeyti CIA í Kabúl.

Talið er að Hamza og Saif al-Adel, opinber leiðtogi al-Qaeda, noti öryggsihús (e. safe houses) í Afganistan. Leynigöng í Kandahar, Ghazni, Laghman, Parwan, Herat og Helmand gera liðsmönnum al-Qaeda kleift að ferðast til og frá Íran, samkvæmt greiningunni sem Mirror hefur séð.

Skýrslan bætir við: „Endurvakningin og sterkari tengsl milli Talíbana og AQ og stofnun þjálfunarbúða þeirra í Afganistan eru djúpstæð ógn við Vesturlönd. Þar segir að búðirnar kenni að píslarvætti sé hið æðsta afrek sem hvetji „marga nýliða til að bjóða sig fram í sjálfsvígsaðgerðir“.

Talið er að einu búðirnar séu í Helmand-héraði, þar sem breskir hermenn höfðu aðsetur þegar þeir börðust við talibana. Hinar níu al-Qaeda þjálfurnarbúðirnar eru í Ghazni, Laghman, Parwan, Uruzgan, Zabul, Nangarhar, Nuristan, Badghis og Kunar. Heimildir segja að vöxtur þessara búða sé sérstakri ógn við þjóðir eins og Bandaríkin og Bretland vegna þátttöku þeirra í stríðinu þar. Talibanar endurheimtu Afganistan eftir fall Kabúl árið 2021.

Aðal greiningin, sem Mirror fjallar um, er gerð af vestrænum leyniþjónustusérfræðingum en þar segir ennfremur: „Talibanar, þrátt fyrir fullvissu sína til Vesturlanda, hafa viðhaldið og ræktað nánari tengsl við AQ og aðra hryðjuverkahópa, og veitt hryðjuverkamönnum tiltölulega öruggt skjól til að safnast saman og byggja sig upp að nýju. Þó að upphaflega hafi verið talið að Hamza bin Laden hafi verið drepinn … hafa nýlegar upplýsingar komið fram sem benda til þess að hann hafi lifað árásina af.“

Talið er að Hamza hafi haldið sig í felum með aðstoð hryðjuverkaforingjans Sirajuddin Haqqani, sem rekur glæpafjölskyldu sem kallast Haqqani-netið, en hann er kallaður Sopranos Afghanistan. Talið er að fjórða eiginkona Hamza sé ein af dætrum Haqqani-fjölskyldunnar.

Vilt þú nýja stjórnarskrá?

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði um stjórnarskrá Íslands í stefnuræðu Mynd: Skjáskot RÚV

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, hélt í vikunni stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur. Eitt af því sem Bjarni nefndi var stjórnarskrá Íslands.

„Í vetur er tækifæri til að sammælast um skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni. Horfa ætti til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla auk þess sem skoða mætti ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Markmiðið ætti ávallt að vera að treysta enn frekar lýðræðið í landinu.

Tímabært er að endurskoða ákvæði um Landsdóm og gera breytingar á meðferð ákæruvalds vegna ráðherraábyrgðar. Ég bind vonir við að samstaða geti tekist um stjórnarskrármál á kjörtímabilinu,“ sagði Bjarni en miklar umræður hafa verið í íslensku samfélagi um stjórnarskrá landsins undanfarin ár.

Árið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá og var hún samþykkt með yfirburðum en tæpleg 67% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já við nýrri stjórnarskrá. Ekkert hefur þó gerst í þeim málum síðan.

Því spyr Mannlíf: Vilt þú nýja stjórnarskrá?

This poll has ended (since 2 months).
79.68%
Nei
20.32%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 laugardaginn 14. september.

Ökuníðingur rændi dráttarbíl og skemmdi fjölda bifreiða með glannaakstri – MYNDBAND

Margir bílar skemmdust illa - Mynd: skjáskot

Íbúar New York kalla ekki allt ömmu sína en þeir urðu vitni að stórfurðulegu atviki á mánudaginn.

Á mánudaginn var starfsmaður á dráttarbíl að sinna vinnu sinni í Brooklyn í New York og var hann sendur til að draga í burtu svartan jeppa. Hinn 55 ára gamli Russell Laisoa, eigandi jeppans, var vægast ósáttur við þá ákvörðun. Eftir að hafa hótað starfsmanninum tók hann þá ákvörðun að stela dráttarbílnum. Þegar hann keyrði í burtu keyrði Laisoa á fjölda bíla og losnaði festing dráttarbílsins við jeppann hans með þeim afleiðingum að jeppinn valt.

Laisoa hefur nú verið handtekinn af lögreglu og ákærður fyrir 15 glæpi í fjórum mismunandi ákæruliðum.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan.

Rifist í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um gjaldtöku fyrir grindvísk leikskólabörn

Reykjanesbær í ljósaskiptunum. Ljósmynd: Reykjanesbaer.is

Minnihlutaflokkarnir í bæjarstjórn Reykjanesbæjar mótmæltu hugmyndum meirihlutans um að rukka fullt verð fyrir leikskólapláss grindvískra leikskólabarna sem voru með skráð lögheimili í Grindavík frá janúar til júní 2024.

Á síðasta bæjarstjórnarfundi bókuðu Sjálfstæðisflokkurinn og Umbót um málið en Víkurfréttir sögðu frá málinu. Í bókuninni segir meðal annars: „Í bréfi frá bæjarstjóra Grindavíkur er óskað eftir yfirliti yfir þann útlagðan kostnað sem Reykjanesbær hefur orðið fyrir vegna þessara barna. Einnig er nefnt í bréfinu hugmynd um að greiða 70% af viðmiðunarkostnaði en að fullu beinan útlagðan kostnað til dæmis fyrir börn með sérþarfir. Ekki er hægt að sjá að Reykjanesbær hafi tekið sérstaklega saman útlagðan kostnað. Meirihlutinn leggur hins vegar til að rukka Grindavíkurbæ að fullu, það er, 100% samkvæmt gjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga er varðar leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.“

Segist meirihluti bæjarstjórnar, sem samanstendur af fólki úr Bein leið, Framsókn og Samfylkingunni, í bókuninni harma það að uppgjör vegna vistunar barna frá Grindavík í leikskólum Reykjanesbæjar sé tekið upp sem populísk umræða í bæjarstjórn.

„Við höfum tekið vel á móti okkar nýju íbúum og einstaklega vel hvað varðar móttöku í leik- og grunnskólum enda eru flest grindvísk börn sem búa í Reykjanesbæ og við eigum að fagna því að Grindvíkingar vilji vera áfram á Suðurnesjum og byggja upp þetta svæði með okkur. Reykjanesbær sem þjónustuaðili veittrar þjónustu þykir eðlilegt að greitt sé fyrir leikskólavistun hjá okkar sveitarfélagi en á umræddu tímabili voru flest þeirra rúmlega 30 barna enn með lögheimili í Grindavík. Hér er um að ræða uppgjör milli sveitarfélaga vegna vistunar barna í leikskólum Reykjanesbæjar með lögheimili í Grindavík fyrir tímabilið janúar til og með júní 2024 sem felur í sér kostnað upp á tæpar 40 milljónir. Þess má einnig geta að í uppgjörinu sem hér um ræðir eru undanskildir mánuðirnir nóvember og desember 2023 ásamt hluta janúar 2024. Afsláttur sem með þessu er verið að veita Grindavíkurbæ nemur um 11 milljónum króna.“

Aftur bókuðu Sjálfstæðismenn og Umbót og mótmæltu því að tillaga þeirra um að mæta Grindvíkingum samkvæmt þeirra framlögðu hugmynd, sé kölluð populísk umræða. Þá vísa þau því sem þau kalla rökþroti meirihlutans, til föðurhúsanna.

 

Fríða Dís dansar um borð í húsbáti

Fríða Dís gaf út frábært lag fyrir stuttu - Mynd: Jóhann Þór Línberg Kristjánsson

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Fríða Dís – The Boathouse Dance
The Sweet Parade – Desperate Love (for Isol)
Könguló og RAKEL – Don’t give up
Amor Vincit Omnia – Do You
Oyama – Cigarettes





Landhelgisgæslan varar sjófarendur við ísjökum – Sá stærsti 33 metrar á hæð og 110 metrar á lengd

Borgarís sem sást úti fyrir Vestfjörðum í fyrradag. Ljósmynd: lhg.is

Fjölmargar tilkynningar hafa borist varðstjórum í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um borgarísjaka á Vestfjarðarmiðum og á Húnaflóa í vikunni. Hafa verið sendar siglingaviðvaranir sjófarendum af þeim sökum.

Á vef Landhelgisgæslunnar segir að áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri hafi siglt framhjá sjö ísjökum á leið sinni frá Húnaflóa að Norðurfirði í gær. Eru jakarnir allt frá því að vera um þrír metrar á hæð og breidd, upp í einn sem er 33 metra hár og um 110 metrar á langur. Sá var í fyrradag staðsettur á 66°03,0´N 021°14,6´V en áhöfn Baldurs sagði að hann virtist reka til austurs.

Hvetur Landhelgisgæslan sjófarendur til að sýna aðgát vegna ísjakanna og tilkynna staðsetningu þeirra til stjórnstöðvar Gæslunnar.

 

Prestur gagnrýnir Guðrúnu biskup: Ekkert matarboð eða uppvask hjá Jesú

Guðrún Karls Helgudóttir.

Nýkjörinn biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, fær kaldar kveðjur frá séra Kristni Jens Sigurþórssyni í blaðagrein í dag. Presturinn telur að biskupinn kunni ekki að  predika þrátt fyrir að hafa kennt predikunarfræði við Háskóla Íslands. Grein Kristins ber yfirskriftina „Sannir lærisveinar og ósannir“.

Í grein sinni vísar Kristinn til predikunar Guðrúnar í Hallgrímskirkju sem hann taldi mislukkaða í skilningi fræðanna.
„Prédikun hins nývígða og hróðuga biskups varpaði þó skugga þar á. Sr.
Guðrún hefur kennt prédikunarfræði við Háskóla Íslands og er eðlilegt að gerðar séu til hennar kröfur. Þar fyrir utan er það hlutverk biskups Íslands að hafa tilsjón með boðuninni og þarf hann því að hafa haldgóðan skilning á ritningunni og þeirri dýpt sem hún býr yfir,“ skrifar presturinn og rifjar upp predikunina sem hafi verið upprifjun á  fyrsta kafla Markúsarguðspjalls sem segir frá er Jesús kemur í hús lærisveinsins Símonar og læknar
tengdamóður hans af sótthita. Hún var reist á fætur og gengur hún viðstöddum fyrir beina en auk Jesú voru þar lærisveinarnir Símon, bróðir
hans Andrés og bræðurnir Jakob og Jóhannes Sebedeussynir.
„Í útleggingu sinni fullyrti biskup að Jesú hefði verið boðið í mat til bræðranna og gott ef ekki líka minnst var á uppvask. Er hér fallið í þá gryfju að lesa inn í textann eitthvað sem ekki er þar að finna því guðspjallið nefnir hvorki matarboð né uppvask,“ skrifar Kristinn Jens og telur að biskupi haf farið út fyrir textann.

Sigurður er alsæll

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins vegna þeirrar aðfarar sem ráðamenn þar telja að standi gegn Ásmundi Einar Daðasyni grunnskólaráðherra. Ráðherrann er nánast fordæmdur fyrir það ástand sem ríkir í grunnskólum þar sem illa upplýst grunnskólabörn eru þolendur í slæmu kerfi sem skilar af sér skussum út í lífið. Morgunblaðið hefur í umboði sjálfstæðismanna hamast á ráðherranum. Flokkssystkini hans telja enga sanngirni felast í þessu og benda á að málefni skólabarna hafi lengst af verið á forræði sjálfstæðismanna sem beri þannig stærsta ábyrgð á því hvernig komið sé.

Reiðin innan Framsóknarflokksins er slík að einhverjir telja samstarfinu innan ríkisstjórnar vera ógnað. Á móti kemur að Sigurður Ingi Jóhannsson er alsæll með að fá að stjórna fjármálaráðuneytinu. Á meðan samstarfsflokkurinn veltir Ásmundi upp úr tjöru og fiðri baðar Sigurður Ingi sig í ljóma gullsins og má helst ekki til þess hugsa að fara strax í kosningar og missa þann feita spón úr aski sínum. Kosningar gætu markað endalok stjórnmálaferils hans. Spurningin nú er aðeins hvort hann hafi nógu sterk tök á flokknum til að halda aftur af uppreisninni …

Hlæjandi hnífamaður ógnaði farþegum í strætisvagni – Unglingur kastaði hnífi að öðrum í slagsmálum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Nokkur ótti greip um sig í strætisvagni þegar maður mundaði hníf innan um farþega. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum fannst enginn hnífur en vitni sögðu að maðurinn hafi kastað honum frá sér. Maðurinn var fjarlægður úr strætisvagninum og er málið í rannsókn. Vitni staðhæfði að maðurinn hefði verið ógnvekjandi og hlegið á meðan hann mundaði vopnið.

Annað hnífamál kom upp í gærdag þegar þrjú ungmenni voru að slást í Laugardalnum. Í tilkynningu til lögreglu kom fram að einn krakkinn hefði tekið upp hníf. Þá flúðu hinir af af vettvangi og hnífnum var kastað í átt að þeim án þess að valda skaða. Málið er í rannsókn lögreglu með aðkomu barnaverndar Reykjarvíkur og forráðarmanna ungmennanna.

Ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum.

Tveir meintir dópsalar voru handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Þeir voru tímabundið vistaðir í fangaklefa vegna málsins en voru svo lausir úr haldi lögreglu skömmu síðar eftir skýrslutökur.

Ökumaður var stöðvaður í akstri á 120 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar. Í ljós kom að ökumaður var þegar sviptur ökuréttindum og reyndist hann í þokkabót vera ölvaður við aksturinn. Hans bíður himinhá sekt vegna brotanna.

Nágrannastríð Leós á Njálsgötunni: „Það er hreinlega verið að drulla yfir andlitið á manni“

Leó var ósáttur með granna sína - Mynd: DV

Nágrannadeilur hafa í gegnum tíðina verið í fréttum fjölmiðla og var fjallað um slíkar í DV árið 2004 en þá sagði Leó Ólason að grannar hans væri heldur betur ekki góðir.

Forsaga málsins er sú að Rúnar Björgvinsson og Elín Traustadóttir áttu heima á Njálsgötu 30 en Leó átti Njálsgötu 30B og stendur það hús fyrir innan þeirra Rúnars og Elínar en þau stóð í miklum framkvæmdum á húsi sínu. Hvernig þau nálguðust þær framkvæmdir kom Leó á óvart.

„Það er illt í efni þegar leigjendur mínir komast vart heim til sín vegna framkvæmda nágrannanna,“ sagði Leó við DV um málið. „Það er hreinlega verið að drulla yfir andlitið á manni. Þau svara bara með hlátri og hafa meira að segja gengið svo langt að hlaða upp timbri fyrir glugga í húsi mínu þannig að leigjendurnir hafa ekki séð út.“

Rúnar og Elín litu öðrum augum á málið en þau töldu sig aðeins vera endurbæta aldargamalt hús sitt.

„Það er nú þannig með þetta gamla hverfi að ef ekkert verður að gert þá grotnar þetta allt niður og það viljum við ekki sjá,“ sagði Elín Traustadóttir. „Við erum hérna með teikningar sem sýna að íbúarnir á Njálsgötu 30B eiga að ganga að og frá húsi sínu að ofanverðu en ekki yfir lóðina okkar. Fyrri eigendur sögðu okkur að þeir hefðu leyft þessu fólki að ganga þennan stíg en það væri alls ekki réttur þeirra. Við erum friðsælt fólk og viljum ekki leiðindi. Við viljum hins vegar halda við húsi okkar og lóð.“

Sniðgangan 2024: „Venjulegt fólk sem getur ekki horft aðgerðalaust á þjóðarmorðið í Palestínu“

Frá mótmælum gegn þjóðarmorðinu á Gaza. Ljósmynd: Aðsend

Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri laugardaginn 14. september kl. 14:00.

Sniðgangan 2024 verður farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu og mikilvægi þess að sniðganga Ísrael og ísraelskar vörur þar til stjórnvöld í Ísrael lúta alþjóðalögum og virða frelsi og réttindi Palestínumanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um málið.

Frá mótmælum gegn þjóðarmorðinu á Gaza. Ljósmynd: Aðsend

Þar segir einnig: „Sniðganga er áhrifamikil og friðsamleg leið til að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu og taka afstöðu gagnvart þeim sem hagnast á landráni, hernámi og stríðsglæpum ísraelskra stjórnvalda.“

Sniðgönguhreyfingin á Íslandi fer vaxandi dag frá degi að sögn skipuleggjanda göngunnar. „Í hreyfingunni er venjulegt fólk sem getur ekki horft aðgerðalaust á þjóðarmorðið í Palestínu og neitar að vera meðsekt í glæpum Ísraelsríkis. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi – BDS Ísland leggur sérstaka áherslu á sjö vörumerki/fyrirtæki. Hægt er að afla sér upplýsinga um þau og um sniðgöngu almennt á vefsíðu sniðgönguhreyfingarinnar https://snidganga.is/.“ Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá hreyfingunni.

Frá mótmælum gegn þjóðarmorðinu á Gaza.
Ljósmynd: Aðsend

Sniðgangan 2024 hefst á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri kl. 14 laugardaginn 14. september. Á höfuðborgarsvæðinu verður safnast saman í Hellisgerði í Hafnarfirði og á Akureyri hjá útilistaverkinu Íslandsklukkunni hjá Háskólanum á Akureyri. Gangan á Akureyri er 2,8 km en 10 km á höfuðborgarsvæðinu. Lengd göngunnar á höfuðborgarsvæðinu er táknræn að því leyti að sniðganga er í eðli sínu langtímaverkefni. Göngufólki er í sjálfsvald sett hvort það gengur alla leið. Einnig getur fólk alfarið sleppt göngu og mætt til fundar við göngufólk að göngunum loknum.

Báðum göngunum lýkur með samkomu og ræðuhöldum. Göngunni á Akureyri lýkur á Ráðhústorginu kl. 15:15 með erindi, tónlist og Dabkeh-dansi. Göngunni á höfuðborgarsvæðinu lýkur í Katrínartúni í Reykjavík um eða upp úr kl. 17 með erindi og tónlist.

Frá mótmælum gegn þjóðarmorðinu á Gaza.
Ljósmynd: Aðsend

Að lokum segir í tilkynningunni: „Öll sem styðja málstað Palestínu eru hvött til að ganga á laugardaginn, annað hvort á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri, en þau sem komast ekki þangað eru hvött til að ganga á sama tíma hvar sem þau kunna að vera stödd. Hægt er að nota myllumerkið #snidgangan til að merkja myndir og færslur sem tengjast viðburðinum á samfélagsmiðlum.“

Allar nánari upplýsingar er að finna á Facebook-viðburðunum Sniðgangan 2024 – Höfuðborgarsvæðið og Sniðgangan 2024 – Akureyri

 

Frægasta steratröll heims látið aðeins 36 ára: „Ég eyddi hverjum degi við hlið hans“

Afrakstur dugnaðar, þrotlausra æfinga og fjandi mikilla stera.

Einn frægasti sterabolti heims, Belarússinn Illia „Golem“ Yefimchyk er látinn aðeins 36 ára.

Illia „Golem“ Yefimchyk, sem stundum var kallaður „heimsins hrikalegasta vöðvatröll“ borðaði sjö sinnum á dag og neytti um það bil 16.500 hitaeininga, þar af 108 stykki af sushi og 2,5 kíló af steik. Var hann einnig þekktur sem „340 punda dýrið“ sem og sá stökkbreytti, en hann var 185 sentimetrar á hæð og státaði af 61 tommu bringu og 25 tommu upphandleggsvöðva.

Hann tók 272 kíló í bekkpressu, 317 kíló í réttstöðulyftum og 317 kíló í hnébeygju. Þó að hann hafi ekki keppt í atvinnumennsku, varð hann að einhvers konar íkoni á samfélagsmiðlum með meira en 300.000 Instagram-fylgjendur með aðdáendum sem töldu hann ögra mörkum mannlegrar getu.

Í skóla í Hvíta-Rússlandi var hann að sögn 70 kg að þyngd og gat híft sig upp. „Umbreytingin mín er afleiðing margra ára erfiðrar þjálfunar og aga, ásamt skilningi á líkamsrækt og næringu,“ sagði hann. „Hlutverk mitt er að innræta vinnusiðferði í fólki svo það geti sigrast á og stjórnað ótta sínum á sama tíma og það vinnu í því af öryggi að bæta sjálft sig og þá sem eru í kringum það.

Hann er sagður hafa fengið hjartaáfall á heimili sínu þann 6. september. Anna kona hans hnoðaði hjarta hans á meðan hún beið eftir sjúkrabílnum. Vöðvatröllið var flutt á sjúkrahús með þyrlu. „Ég bað til Guðs allan þennan tíma í von um að Illia myndi jafna sig,“ sagði hún við Belrússnesku vefsíðuna Onliner.

„Ég eyddi hverjum degi við hlið hans í von um að hjarta hans byrjaði að slá aftur í tvo daga, en læknirinn sagði mér þær hræðilegu fréttir að heilinn hans hefði dáið.“

Hún sagði eftir andlát hans: „Ég þakka öllum fyrir samúðarkveðjurnar. Það er mjög hugljúft að átta sig á því að ég er ekki ein eftir í þessum heimi og svo margir hafa boðið mér hjálp og stuðning.“ Rússneska dagblaðið Kommersant sagði: „Þann 6. september fékk íþróttamaðurinn hjartaáfall og féll í dá.“

Andlát hans var staðfest 11. september. Kennari hans í skóla hvatti hann áfram í æsku en Illia hafði verið innblásinn af líkamsbyggingu Arnolds Schwarzenegger og Sylvester Stallone. Markmið hans áður en hann dó var að ná 380 pundum.

Hann bjó fyrst í Belarús, þar á eftir í Tékklandi, Bandaríkjunum og Dubai. Hann er ekki fyrsti lyftingarkappinn sem hefur dáið ungur nýlega og fráfall hans mun líklega leiða til spurninga um heilsufarsáhættu sem tengist líkamsbyggingu að nýju. Nýlega lést Brasilíumaðurinn Antonion Souza, 26 ára, og breski lyftingakappinn Neil Currey, 34 ára.

Minnast Bryndísar Klöru með friðarkertum: „Þessi atburður sló mig“

Bryndís Klara Birgisdóttir. Ljósmynd: Aðsend

Útför Bryndísar Klöru Birgisdóttur fer fram á morgun en Anna Björt Sigurðardóttir vill hvetja landsmenn til að kveikja á kertum til að minnast hennar en hægt er að kaupa sérstakt friðarkerti í öllum helstu matvöruverslunum landsins og rennur allur ágóði af sölu þess í minningarsjóð Bryndísar Klöru.

„Ég fékk þessa hugmynd og fann að mig langaði að koma henni út. Ég er venjuleg móðir og þessi atburður sló mig, eins og aðra. Mér finnst þetta vera falleg leið. Með kærleikann að vopni,“ sagði Anna Björt við Vísi um harmleikinn.

Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum lést Bryndís Klara þann 30. ágúst á Landspítalnum eftir að hún var stungin á Menningarnótt og hefur þjóðfélagið verið harmi slegið síðan þá. Málið er ennþá til rannsóknar hjá lögreglu en hún hefur sagt að það sé komin nokkuð skýr mynd á það.

Anna vill benda þeim sem eru aflögufær­ir að milli­færa beint inn á reikn­ing minn­ing­ar­sjóðsins, 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.

Kjartan bæjarstjóri kominn í veikindaleyfi – Greindist með krabbamein í sumar

Kjartan Már Kjartansson Mynd: Skjáskot YouTube

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson er kominn í veikindaleyfi en í sumar greindist hann með krabbamein.

Samkvæmt vef Víkurfrétta hófst hormónameðferð strax í kjölfar greiningar en stefnt er að því að Kjartan Már gangist undir geislameðferð í október og nóvember.

Þar kemur einnig fram að hann muni áfram sinna ýmsum sérverkefnum í samráði við Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, formann bæjarráðs en hún er einnig staðgengill bæjarstjóra.

Eftir áramót er búist við því að Kjartan Már snúi aftur í starf bæjarstjóra.

 

Ber saman Davíð Oddsson og Donald Trump: „Þeir eru ígildi pólitískra samherja, skoðanabræður“

Björn er ekki hrifinn af þeim félögum. Mynd: Facebook

Björn Birgisson ber saman þá Davíð Oddsson og Donald Trump í nýlegri Facebook-færslu.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson er ekki hrifinn af Donald Trump og því síður af Davíð Oddssyni eins og bersýnilega má sjá í færslu hans á Facebook þar sem hann ber þá félaga saman.

Færslan hefst á eftirfarandi hátt:
„Davíð og Trump.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004, síðan bankastjóri Seðlabanka Íslands og svo ritstjóri Morgunblaðsins árið 2009.
Sumarið 2016 vildi hann verða forseti Íslands, en var eftirminnilega hafnað og hlaut aðeins 13,7% atkvæðanna.
Þá um haustið gerðist það að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna með minnihluta atkvæða, en fékk fleiri kjörmenn en Hilary Clinton.
Augljóst var að ritstjóri Morgunblaðsins studdi Trump heilshugar og gagnrýnislaust.

Það hefur ekkert breyst.“

Segir Björn að Davíð taki aldrei undir gagnrýni á Trump en stökkvi á lestina þegar Biden og Harris eru gagnrýnd.

„Davíð Oddsson tekur aldrei undir þá miklu gagnrýni sem Trump kallar yfir sig frá hugsandi fólki, en tekur alltaf heilshugar undir alla gagnrýni á Joe Biden forseta og Kamala Harris verðandi forseta.

Þeir Davíð og Trump eru ígildi pólitískra samherja, skoðanabræður, aðskildir af Atlantshafinu.“

Að lokum fellir Björn dóm sinn yfir félögunum:

„Frami þeirra í stjórnmálum er sérstakt rannsóknarefni, en í slíkri rannsókn fyndist flest annað en hæfileikar.
Báðir stjórnmálamenn í ruslflokki – án nokkurrar sómakenndar.“

Róbert Spanó húðskammar dómsmálaráðherra: „Þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Það verður ekki sagt að Róbert Spanó, einn virtasti lögmaður í sögu Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, gefi Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra Íslands, háa einkunn fyrir hvernig hún tók á máli Helga Magnúsar Gunnarssonar en hann greinir frá skoðun sinni um málið í aðsendri grein á Vísi.

Eftir miklar vangaveltur ákvað Guðrún að víkja Helga ekki úr starfi vararíkissaksóknara en Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafði farið fram á það í kjölfar ummæla sem Helgi hefur látið falla á opinberum vettvangi um ýmiss konar mál en Helgi fékk áminningu í starfi árið 2022 fyrir hegðun sína.

„Mál þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Fáum ef nokkrum stjórnvöldum er fengið jafn mikið vald og ákærendum. Ákvörðun um saksókn er ríkt inngrip í líf fólks. Eru því gerðar miklar lagakröfur til óhlutdrægni ákærenda og almenns hæfis þeirra, ekki síst æðstu embættismanna, ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Um þá gilda að jafnaði sömu kröfur og gerðar eru til dómara og tjáningarfrelsi þeirra settar ríkari skorður en almennt eiga við um opinbera starfsmenn,“ skrifar Róbert meðal annars.

Ekki lagalega tæk

Skoðun Róberts er að dómsmálaráðherra hefði átt „að leysa vararíkissaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu.“

Þá segir hann að þau rök sem sett hafi verið fram að Helgi Magnús hafi mátt tjá sig í ljósi sérstakra aðstæða ekki lagaleg tæk.

Hamingjustund í Bæjarbíói á þriðjudaginn: „Einmanaleiki er eins og COVID-faraldur“

Bæjarbíó

Hamingjustund í Bæjarbíói verður haldin á Hamingjudögum í Hafnarfirði 17. september kl. 20:00.

„Einmanaleiki er eins og COVID-faraldur, hann breiðist hratt út og eykst svakalega,“ segir Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi og markþjálfi. Talið sé að um fimmtungur Íslendinga eldri en 67 ára upplifi sig oft eða stundum einmana. Linda segir að hún finni í ráðgjöf sinni  mikið ójafnvægi í nútímalífi fólks á öllum aldri. „Það er bara svo mikið að gera hjá fólki.“

Linda ætlar að sporna fótum við á hamingjukvöldi í Bæjarbíói 17. september. Undirtónninn er alvarlegur, einmanaleikinn en hamingjan verður í fyrirrúmi á Hamingjudögum í Hafnarfirði.

„Við ætlum að finna leiðina að hamingjunni. Tengsl, leiðir út úr einmanaleika og ræktun sjálfskærleika verða viðfangsefnin,“ segir hún en viðburðurinn hefst klukkan 20:00. 

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og höfundur bókarinnar Einmana, fer yfir leiðir út úr einmanaleikanum. Theodór Francis Birgisson, ráðgjafi og vikulegur gestur í Bítinu á Bylgjunni, talar um tengsl á léttum nótum. Sigga Kling, rithöfundur og fyrirlesari, gefur okkur leiðina að hamingjunni. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri opnar og Guðrún Árný söngkona rammar kvöldið inn með því að stýra samsöng og gleði. Sjálf talar Linda um sjálfsást.

„Við horfum í áttina að heilbrigði. Horfum raunsætt á það að nútíminn elur af sér kvíða og einmanaleika og gefum upp leiðina að hamingjuríkara lífi,“ segir Linda.

Hamingjudagar í Hafnarfirði standa yfir í september. Þeir eru nú haldnir í annað sinn en hugmyndin kviknaði í fyrra til að bregðast við ákveðnum vísbendingum um að hamingjustuðull landsmanna fari dvínandi. Heilsubærinn Hafnarfjörður stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum til að efla jákvætt viðhorf og stuðla að betri andlegri og líkamlegri líðan – auka hamingjuna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Linda nefnir hvernig breytt fjölskyldugerð og tengslaleysi sé afleiðing nútímalífsstíls. „Við erum öll svo upptekin. Það er alltaf svo brjálað að gera,“ segir hún og finnur það á eigin skinni. 

„Maður þarf að bjóða heim með góðum fyrirvara. Ömmur og afar eru líka upptekin. Börnin koma ekki heim eftir skóla. Þau borða ekki með fullorðnum því íþróttaiðkunin er jafnvel á matartíma,“ segir hún og horfir til breyttrar fjölskyldumenningar.

„Ég horfi til ungra kvenna í dag. Þær þora ekki segja frá því að þær séu búnar á því,“ segir hún um þá mörgu bolta sem þær þurfi að halda á lofti. Nú þurfi að staldra við, endurskipuleggja fjölskyldur, jafnvel horfa til þess sem vel var gert hér áður.

„Ráðin mín eru: afturhvarf til fortíðar þannig að það myndist tími fyrir einingu og tengsl. Þar sem við lærum að meta okkur sjálf út frá því sem við erum, ekki hvað við gerum,“ segir Linda og bætir við: „Við þurfum að elska okkur sjálf, læra að mynda tengsl og vera hluti af samfélagi þar sem við leysum vanda saman.“ 

 

 

Ólafur geðlæknir segir reiðina sterka tilfinningu: „Hluti af sorgarviðbrögðum og vanmáttarkennd“

Ólafur Þór Ævarsson skrifar um reiði

Í nýjum pistli sínum ræðir Ólafur Þór Ævarsson reiði og gefur góð ráð hvernig er hægt að bæta reiðistjórnun.

„Reiði er sterk mannleg tilfinning sem einkennist af andúð og mótstöðu gegn mótlæti eða rangindum. Reiðin getur verið gagnleg og jafnvel lífsnauðsynleg til þess að tjá tilfinningar og skoðanir eða til mótmæla. Þá beinist hún að einhverjum eða einhverju, er skiljanleg og gefur afl til koma af stað breytingu og finna lausn á vanda. En reiðin er gagnslaus eða neikvæð ef hún fer úr böndum, maður missir stjórn og hún beinist að öllum eða öðrum en eiga það skilið,“ skrifar Ólafur í pistlinum sem birtist á Akureyri.net.

Í honum segir Ólafur líka að rannsóknir sýni að óbeisluð reiði hafi ekki aðeins neikvæð áhrif á samskipti heldur einnig á andlega, líkamlega og félagslega heilsu og að óbeisluð langvinn reiði vinni gegn lausnamiðun, skynsemi og réttlæti.

Upplifa óréttlæti

„Sakleysislegir atburðir geta triggerað innibyrgða reiði vegna löngu liðinna atburða og stundum getur reiðin orðið svo stjórnlaus og sterk að mann langar til að skaða og skemma.

Þegar þeir sem ekki hafa lært að stjórna sterkum tilfinningum upplifa óréttlæti og ósanngjarnt mótlæti sefast þeir ekki og reiðin magnast upp. Þeir snöggreiðast oft eða eru sífellt reiðir og þeir leita til annarra í sömu stöðu og úr verður óskipulögð samstaða um reiði sem oft beinist annað en raunhæft er. Ættingjar verða reiðir lækninum sem ekki gat læknað sjúkdóm barnsins, sem er þó ólæknandi. Þjálfarar eru auðvelt skotmark fyrir reiði ef illa gengu í leiknum. Sá sem eftir situr er reiður hinum látna. Ríkisstjórnin á örugglega ekki skilið alla reiðipistlana sem skrifaðir eru Facebook. Og stundum er maður einfaldlega reiður sjálfum sér. Þannig er reiði hluti af sorgarviðbrögðum og vanmáttarkennd, heldur geðlæknirinn áfram.

Þá segir hann að reiði fólks í samfélaginu geti verið smitandi þegar á móti blæs og undirtónn reiði trufli hamingju og ýti undir ofbeldi. Þá tekur hann fram að fíkniefnaneysla hafi neikvæð áhrif á reiðistjórn.

Í lokin gefur hann svo lesendum tíu ráð til að takast á við reiði og er hægt að lesa þau hér fyrir neðan.

1. Hugsaðu áður en þú talar.
2. Þegar þú hefur róað þig, segðu þá skoðun þína.
3. Æfðu þig í reiðistjórn með hreyfingu og slökun eða bæn.
4. Taktu daghvild (e. Timeout)
5. Finndu lausnir í stað þess að gagnrýna allt og alla.
6. Hafðu yfirlýsingar í 1. persónu. Segðu t.d. : Ég verð fyrir vonbrigðum þegar þú setur ekki í uppþvottavélina í stað þess að öskra: Þú gerir aldrei neitt á heimilinu.
7. Fyrirgefning er betri en langrækni.
8. Snúðu þessu upp í grín til að minnka dramað.
9. Æfðu slökun og finndu betri aðferðir til að hvílast og endurnæra þig.
10, Merki um að maður ætti að leita sér aðstoða

Alrún Ösp fræðir Wiium bræður um „kink“: „BDSM getur verið ógeðslega fallegt og mjúkt og náið“

Vargynja mundar svipuna. Mynd: YouTube-skjáskot

Nýjasti gestur Alkasts Þvottahússins er engin önnur en BDSM-drottningin og bindarinn Alrún Ösp. 

Alrún Ösp, sem gengur undir nafninu Vargynja, segir frá því í viðtalinu hvernig hún fór að finna fyrir hvötum sem snúa að sársauka og valdbeitingu þegar hún var unglingur. 

Til fróðleiks má nefna að BDSM er skammstöfun sem stendur fyrir bindingar, drottnun og undirgefni; síðan er sadó og masókismi í lokin.

Vargynja segir að finna megi mismunandi ásetning eða forsendur þeirra sem leiti inn í BDSM. Sumir fara þar inn í leit af smá spennu og eru svo kannski að daðra við BDSM í mörg ár þó án þess að vera haldin þessari djúpu „kink“ hneigð sem svo einkennir aðra.

BDSM er fyrir mörgum bara eitthvað skítugt og asnalegt þar sem fólk virðist bara vera að meiða hvort annað í einhverju stjórnleysi og rugli; það er fjarri svo. Vargynja fór vel yfir hvernig BDSM gengur í raun út á kærleik, virðingu og traust sem er grunnurinn í þeim tengslum sem eiga sér stað í hinum óteljandi útgáfum BDSM. Hvort sem verið að binda, flengja, klípa og klóra, þá snýst leikurinn um að þekkja sjálfan sig og meta sitt eigið ferli heiðarlega. 

Fordómar fólks gagnvart BDSM segir Vargynja stafi hreinlega af fáfræði. Ímynd BDSM er að stórum hluta mörkuð af takmarkaðri staðalímynd sem fengin er úr klámi þar sem röng mynd er klárlega gefin og í engu samræmi við hvað BDSM raunverulega snýst um. „Flest fólk er bara með einhverja eina ákveðna mynd í hausnum á sér um það hvað BDSM er því það sér bara það sem það er í kláminu eða bíómyndunum. BDSM er svo miklu meira en þessi mynd sem fólk er með,“ segir Vargynja og bætir við: „BDSM getur verið ógeðslega fallegt og mjúkt og náið. Það er ekki alltaf sársauki og eitthvað rough brjálæði“.

Gunnar rifjaði upp viðtal við Boff nokkurn Konkers sem kom í Þvottahúsið fyrir nokkrum árum. Þar talaði hann um BDSM dýflisur í London sem hann heimsótti reglulega þar sem veggir voru nánast blóði drifnir og fólk hengt upp á krókum og allskonar eins og maður myndi halda að maður sæi bara í hryllingsmyndum. Vargynja sagði senuna á Íslandi vera allt öðruvísi og ekki svona harkalega nema þá kannski í einhverjum afmörkuðum sellum sem ekki bæri mikið á. 

Gunnari vakti forvitni á að vita hvað Vargynju fyndist um það að einstklingar sem höfðu upplifað brotna æsku og mögulegt ofbeldi leiti frekar í BDSM en aðrir. Vargynja sagðist alveg halda að það væri svo í einhverjum tilfellum en þá sem leið til heilunar. Heilunarferlið segir hún þá snúa að því að finna mörkin sín og öðlast valdeflingu í gegnum satalið áður en leikurinn fer fram. Einnig er umhverfið öruggt og segir hún að þó svo að valdbeitingu sé beitt sé sá sem verður fyrir valdbeitingu í BDSM leik alltaf með stjórnina og ákveði sjálf eða sjálfur hversu langt má ganga; algjörlega ólíkt aðstæðum sem skilgreinast myndu sem ofbeldisaðstæður þar sem mörk eru ekki virt og fyrir vikið mikið óöryggi. 

Þó svo að Vargynja segist halda mikið upp á flengingar sérhæfir hún sig í bindingum að japönskum sið. Bindingar að japönskum sið ganga undir heitinu Shibari og eru upprunnar í Japan á 15. öld. Shibari var leið samúræja til að hemja og pynta fanga sína með reipi. Það varð svo að einskonar erótísku spektrum seint á 19. öld og er nú þekkt kink innan BDSM samfélagsins til að örva þrýstipunkta og næm taugasvæði í gegnum reipistöður og hnúta. 

Þetta magnaða viðtal við Vargynju má heyra og sjá hér í spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify.

 

 

Gagnrýna fúsk í sögugöngum borgarinnar: „Fyrirtækjunum sem eru í þessum bransa er alveg sama“

Austurvöllur Ljósmynd: Wikipedia

Stefán Pálsson segir sárt að sjá hversu lélegur staðall sé á sögugöngum í Reykjavík. Illugi Jökulsson tekur undir.

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson skrifar um sögugöngur á Facebook en færsla hans hefur vakið athygli. Segist hann í upphafi vera „lúxusgrís“ þegar kemur að sögugöngum en hann á það til að taka að sér slíkar göngur og þá aðallega fyrir íslenska hópa.

„Ég er lúxusgrís þegar kemur að sögugöngum. 90% af þeim göngum sem ég tek eru með íslenskum hópum og restinni sinni ég mest af meðvirkni eða greiðasemi. Það er einfaldlega hægt að segja heimafólkinu allt aðrar og flóknari sögur en túristunum. Ég geri mér grein fyrir að þessi munaðarstaða hangir saman við að ég sé með góða fyrirvinnu og fái mínar eigin tekjur að mestu annars staðar frá en úr götuleiðsögumennskunni.“

Stefán talar síðan um léleg gæði í mörgum sögugöngum erlendra hópa í Reykjavík en hann fullyrðir að „útlenskir krakkar“ fái handrit í hendurnar og endursegi eftir minni.

„Það er sárt að horfa upp á standardinn á þeim sögugöngum sem ferðamönnunum í Reykjavík er boðið uppá. Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar sem hafa fengið handrit í hendur í upphafi vertíðar og endursegja svo eftir minni og skrökva ef þurfa þykir frekar en að standa á gati, því leiðbeinendurnir hafa ráðlagt þeim að gera það til að fá meira þjórfé í vasann. Það er dapurlegt að við getum ekki sinnt þessari mikilvægu þjónustu betur og að fyrirtækjunum sem eru í þessum bransa sé alveg sama.“

Fjöldi athugasemda voru skrifaðar undir færslunni en Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður skrifaði eina slíka og kemur með dæmisögu:

„Ég gekk um daginn eftir Þingholtsstræti og var að ganga framhjá húsi Helga Helgasonar tónskálds þegar hópur kom askvaðandi með amerískan (held ég) fararstjóra. Hann stoppaði, benti og sagði: „This is the house of Helgi Helgason, he was a carpenter and a famous poet and he wrote the words to the Icelandic national anthem, in fact he wrote it in this house.“ Til að bíta hausinn af skömminni benti hann á vitlaust hús.“

Raddir