Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Albert mættur fyrir dóm – Ákærður fyrir nauðgun

Albert Guðmundsson var sýknaður í gær

Réttarhöld í nauðgunarmáli Albert Guðmundssonar hefjast í dag og er knattspyrnumaðurinn mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis.

Í fyrra var Albert kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu en lögreglan rannsakaði málið og sendi það til héraðssaksóknara. Sá felldi málið niður í vor þar sem hann taldi að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Kærði kona þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem í maí sneri henni við.

Líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum er þinghald í málinu lokað en þann 3. júlí var Albert viðstaddur þingfestingu málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar Albert var kærður mátti hann ekki leika með landsliðinu en fékk síðan að spila nokkra leiki með liðinu þegar frávísunin var í áfrýjunarferli. Frá því að niðurfellingunni var snúið við hefur Albert aftur verið á bannlista KSÍ.

Albert hefur frá upphafi neitað sök í málinu.

Skipti um lið

Albert gekk nýlega til liðs við ítalska liðið Fiorentina en liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en það reyndist rangt.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Ísraelar drápu 18 í árás á skóla Sameinuðu þjóðanna: „Eru þessi börn hryðjuverkamenn?“

Maður heldur á líki eftir árásina á skóla Sameinuðu þjóðanna.

Ísraelsher drápu 18 Palestínumenn í loftárás á skóla Sameinuðu þjóðanna í mið-Gaza í gær en þar hafði fjöldi fólks leitað sér skjóls.

William Deere, embættismaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna eða  UNRWA með aðsetur í Washington, DC, sagði að stríð Ísraela á Gaza eigi sér „engan botn“ eftir að sex starfsmenn stofnunarinnar voru myrtir í árásinni á al-Jaouni skólann í gær.

„Sex samstarfsmenn fórust í dag. Þar með er tala látinna meðal starfsmanna UNRWA í þessum átökum komin upp í 220, sem er það hæsta í sögu Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Deere við Al Jazeera. „Starfsfólkið okkar er í fremstu víglínu og það ætlar ekki að víkja. Þeir munu ekki hætta að vinna vinnuna sína,“ bætti hann við.

Palestínsk kona, sem leitaði sér skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna, sagði að árás Ísraelsmanna hafi drepið öll sex börn hennar.

„Eru þessi börn hryðjuverkamenn? Megi guð refsa þeim. Ísraelsmenn eyðilögðu heimili okkar; drap og svelti fólkið okkar; konur eru ekkjur og börn munaðarlaus,“ sagði hún við Al Jazeera í myndbandi. Bætti hún við: „Sex börn, þar á meðal litlir tvíburar. Hvaða glæp, hvað gerðu þessi saklausu börn rangt?

Afleiðing ábyrgðarleysis

Ábyrgðarleysið sem Ísrael hefur staðið frammi fyrir í kjölfar fyrri árása hefur gert það að verkum að síðustu fjöldamorðin hafa átt sér stað í al-Jaouni-skólanum sem SÞ rekur í miðhluta Gaza, sagði Abdullah Al-Arian, lektor í sagnfræði við Georgetown háskólann í Katar, við Al. Jazeera.

„Þetta er afleiðing af algjöru refsileysi,“ sagði hann og vísaði til verkfallsins. „Við erum orðin svo ónæm fyrir þessu grimmdarstigi [í] skólum og sjúkrahúsum að við gleymum að í upphafi var þetta talið eitthvað algjörlega bannað.

Al-Arian sagði Ísrael hafa verið að „prófa mörk þess sem er ásættanlegt“ fyrir alþjóðasamfélagið og aukið ofbeldi í samræmi við það á Gaza. „Þetta er nákvæmlega hvernig þjóðarmorðsherferðir þróast,“ sagði hann.

Al-Arian bætti við að skotmark á aðstöðu og starfsfólk UNRWA væri hluti af víðtækari tilraun til að afrétta og gera stofnunina glæpsamlega, sem Ísraelsmenn líta á sem hindrun í vegi þess markmiðs að svipta Palestínumenn stöðu þeirra sem flóttamenn.

 

 

Skokkari fluttur á sjúkrahús eftir blóðuga otraárás – MYNDBAND

Otrar réðust á konu í almenningsgarði

Otragengi réðst á skokkara.

Á miðvikudagsmorgun var ráðist á konu sem var úti að skokka í almenningsgarði í Sabah í Malasíu og var það gengi af átta otrum sem stóð fyrir árásinni. Samkvæmt erlendum miðlum réðust þeir aðallega á fætur konunnar og hlaut hún mörg sár og var þakin blóði eftir árásina. Konan var flutt með snatri á sjúkrahús eftir árásina.

Dýrasérfræðingur hjá yfirvöldum segir að líklegt sé að otrarnir hafi verið að koma í garðinn í matarleit vegna þess að almenningur sé ítrekað að gefa villtum dýrum að borða. Yfirvöld hafi gefið út að girðing garðsins verði styrkt í kjölfar árásarinnar og vara fólk við að umgangast villt dýr í nágrenni við garðinn en þetta er í annað skiptið sem manneskja verður fyrir otraárás í garðinum.

Hér fyrir neðan má sjá gengið flýja vettvang

lady in malaysia gets attacked by otters

Eldmessa Ingu

Inga Sæland flokkur fólksins
Inga Sæland.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti skýrslu sína á Alþingi í gær. Í máli hans kom fram að allt væri í miklum sóma á landinu bláa og þegnarnir lifðu í vellystingum vegna öflugrar ríkisstjórnar. Hann sagði stjórnina ganga í takti við að kveða niður verðbólgu og efla hag almennings. Ekki voru allir sammála þessu og flestir innan stjórnarandstöðu bentu á óstjórnina og óyndið hjá hinum þríeina þursi.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hamförum í ræðu sinni i umræðum um skýrslu forsætisráðherra á Alþingi í gær. Inga tætti stjórnvöld í sig í ræðu sinni og sagði augljóst að öryrkjar og fátækir lifðu við hungurmörk á meðan þingmenn og annað hátekjufólk hefðu það gott. Önnur eins eldmessa hefur varla heyrst á Alþingi Íslendinga …

Sigurður Helgi er látinn

Sigurður Helgi Guðjónsson.. Mynd: Húseigendfélagið.

Sigurður Helgi Þorsteins Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður Húseigendafélagsins, er látinn.  Sigurður Helgi lést þann 5. september síðastliðinn, 71 árs
að aldri.
Hann fæddist í Reykjavík 24. mars 1953. Sigurður Helgi lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1979. Hann hlaut málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti árið 1986. Morgunblaðið rekur æviferil hans í dag.
Sigurður var lögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins um langt árabil og lét mikið að sér kveða sem slíkur. Hann þótti vera í senn hnyttinn og með yfirburðaþekkingu á málefnum tengdum fasteignum. Jafnframt var hann formaður félagsins frá 1995. Samhliða störfum sínum hjá Húseigendafélaginu sinnti hann málarekstri á árabilinu 1985-1992.
Sigurður samdi frumvarp til nýrra laga um fjöleignarhús sem lögfest voru 1994, sem og frumvarp til húsaleigulaga sem lögfest voru sama ár.

Sigurður sat  í stjórn Lögfræðingafélags Íslands og kjaranefnd Lögmannafélags Íslands, ásamt því að sinna kennslu við lagadeild Háskóla Íslands.
Eiginkona Sigurðar Helga var Herdís Pétursdóttir, fædd árið 1950, dáin 2012.
Eftirlifandi unnusta hans er Marilyn Herdís Mellk.

Sigurður lætur eftir sig fjögur börn: Helgu Pálínu, Friðjón, Bjarna Magnús og Gunnhildi Berit. Barnabörnin eru sjö. Útför Sigurðar Helga verður frá Hallgrímskirkju 18. september kl. 13.

Slagsmálahundar í sárum – Óviðræðuhæfur og dópaður ökufantur settur í fangaklefa

Lögreglan á vakt.

Nóttin sem er að baki einkenndist af brotlegum ökumönnum sem ýmist voru drukknir eða dópaðir á ferðinni í myrkrinu. Fjórar manneskjur gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Lögregla var kölluð til vegna líkamsárásar en þar höfðu tveir aðilar verið að slást. Báðir eru slagsmálahundarnir grunaðir um að hafa veitt hinum áverka. Skýrsla tekin af þeim og rituð vegna málsins.

Ökumaður var  stöðvaður í akstri þar sem lögregla ætlaði að kanna með ástand og réttindi hans. Í ljós kom að hann  var undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna auk umferðarlagabrota. Maðurinn var óviðræðuhæfur vegna ástands síns. Hann var læstur inni í fangageymslu þangað til að hægt verður að ræða við hann vegna málsins.

Ökumaður var stöðvaður í austurborginni á hraða sem nam 107 kílometrum á klukkustund þar hámarkshraði er 50 kílómetra. Ökufanturinn reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum.
Ökumaður var  stöðvaður grunaður um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Lögregla hafði þá leitað hans vegna annars máls og var hann fangelsaður í þágu rannsókna þess máls.

Ungur Íslendingur bjargaði palestínskum krökkum frá grjótkasti – Færður til yfirheyrslu

Hebron á Vesturbakkanum

Í mars 2007 var ungur íslenskur aðgerðarsinni færður til yfirheyrslu í Hebron, eftir að hann forðaði palestínskum skólakrökkum frá grjótkasti ísraelskra jafnaldra sinna.

Haukur Hilmarsson, einn mesti hugsjónamaður Íslandssögunnar að margra mati, var færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Hebron, Vesturbakkanum í Palestínu í mars árið 2007. Hafði hann verið með danskri vinkonu sinni á gangi í palestíngu borginni Hebron, og séð hvar ísraelskir unglingar grýttu palestínsa jafnaldra sína sem voru á leið í skólann. Kom þá að ísraelsk kona, en í Hebron býr fjölmargt landtökufólk, og veittist að Hauki og vinkonu hans. Kallaði hún þau meðal annars Hitler og nasista. Vegfarendum leist ekki á blikuna og kölluðu á lögregluna. Voru þau látin dúsa fyrir utan lögreglustöðina í vetrarkuldanum í þrjár klukkustundir. Haukur hafði tekið allt saman upp á myndbandstökuvél en þrátt fyrir það var þeim ekki sleppt fyrr en sex, sjö klukkustundum síðar.

DV fjallaði um málið á sínum tíma:

Haukur Hilmarsson beið í kuldanum í þrjá tíma á palestínskri lögreglustöð:

Íslendingur til yfirheyrslu á Vesturbakkanum

Haukur Hilmarsson, tvítugur Hafnfirðingur, lenti í lögreglumáli í Palestínu á sunnudagskvöld þegar dönsk vinkona hans skarst í leikinn þar sem ísraelskir unglingar grýttu palestínska jafnaldra sína. Ísraelsk kona, sem bar að þegar þetta gerðist, veittist því næst að Hauki og Önnu Maríu, vinkonu hans, með bölbænum og reiðilestri á hebresku. Vegfarendum hætti að lítast á blikuna og kvöddu lögreglu til. Haukur og Anna María samþykktu af fúsum og frjálsum vilja að fylgja lögreglumönnunum á stöðina til að gefa skýrslu en máttu bíða úti í vetrarkuldanum í þrjá tíma áður en þau komust að hjá lögreglumönnunum.

Kallaði þau nasista

Konan brást hin reiðasta við því að Norðurlandabúarnir skyldu skipta sér af. „Hún sakaði Önnu Maríu um að ráðast á sig,“ segir Haukur. „Við þurftum samt að hringja á einhvern sem gæti túlkað fyrir okkur og fengum þá nasasjón af ljótri ræðu.“ Meðal fúkyrðanna sem hún jós yfir Hauk og Önnu Maríu var „nasistar, Hitler og hypjið ykkur aftur til Auschwitz.“ Haukur hélt áfram að mynda atganginn á myndbandsupptökuvél sem hann á og var hann beðinn um að skila upptökunni inn til lögreglunnar lögreglunnar sem sönnunargagni.

Grjótkast algengt í Hebron

Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína kannast vel við bæinn Hebron og segir grjótkast þar algengt. „Landtökubyggðirnar í Hebron eru sérstaklega illkynjaðar. Þetta er svo sem ekki stór hópur en þetta eru sérstaklega börn landtökumannanna sem kasta grjóti í palestínsku börnin og í útlendinga. Það hafa líka orðið slys út af þessu, það var til dæmis einn Skandinavi sem lenti í grjótkasti nýlega. Sá fékk hnullung í hausinn og var fluttur á sjúkrahús. Þess vegna hafa vegfarendurnir líklega kallað á lögregluna.“ Sveinn Rúnar var í Hebron síðast í janúar og segir ástandið þar sífellt fara versnandi. „Herinn horfir yfirleitt bara á. Hjálparstofnanir hafa meðal annars það verkefni að fylgja palestínskum börnum í skólann, þar sem þau þora sum ekki að labba ein. Mjög margir Palestínumenn hafa séð sér þann kost vænstan að flytja burt.“

Blessuð sé minning Hauks Hilmarssonar

Hér má svo sjá viðtal við Hauk hjá Stöð 2, eftir að hann kom heim úr svaðilförinni í Palestínu.

Baksýnisspegill þessi birtist síðast á vef Mannlífs þann 22. nóvember 2023.

Ragnar skýtur fast á bankana: „Þetta er allt að koma segir fjármálaráðherra!!“

|
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson skýtur föstum skotum á fjármálaráðherra og bankana í ljósi vaxtahækkana Arion banka.

Verkalýðsforinginn Ragnar Þór Ingólfsson er ekki ánægður með Arion banka frekar en margir aðrir eftir að bankinn tilkynnti um 15 prósent vaxtahækkun.

„Þetta er allt að koma segir fjármálaráðherra!!

Bankarnir eru í óða önn að leggja sitt af mörkum til samfélagsins, í að ná niður vöxtum og verðbólgu, hratt og vel.“ Þannig hefst kaldhæðin færsla Ragnars Þórs sem hann birti á Facebook í dag. Og heldur síðan áfram:

„Arion banki ríður á vaðið með því að hækka vexti um 15%.
Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir hækki um 0,50 prósentustig og verði 4,74 prósent.
Þá hækki verðtryggðir breytilegir kjörvextir um 0,75 prósentustig og verði 6,2 prósent. Kjörvextir eru lægstu útlánsvextir lánastofnana. Þeir eru notaðir þegar lánaáhætta er lítil eða engin að mati lánastofnunar.“

Að lokum segir hann að verðtryggð lán til neytenda sé ólögleg í flestum löndum:

„Þess má geta að húsnæðisvextir í Svíþjóð fóru hæst í 4,4% óverðtryggt (Að sjálfsögðu).
Í landi tækifæranna er gott að búa… Ef þú tilheyrir ríkasta minnihluta þjóðarinnnar.
Við erum að borga mun hærri verðtryggða vexti af húsnæðislánum en býðst á óverðtryggðum vöxtum í samanburðarlöndum þar sem verðtryggð lán til neytenda eru í flestum löndum ólögleg.“

Alls 2020 bíða eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna – Tveir ráðherrar svara ekki umboðsmanni

Salvör Nordal, umboðsmaður barna - Mynd: Skjáskot N4

Umboðsmaður barna birtir nú í sjötta sinn upplýsingar um bið barna eftir þjónustu.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá umboðsmanni barna að löng bið eftir þjónustu við börn hafi verið viðvarandi vandamál til margra ára. Frá því í desember 2021 hefur umboðsmaðurinn staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum, með það að markmikið að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna.

Eftirfarandi samstarfsaðilar verkefnisins eru: Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,  Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH,  Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóli  Barnaspítalans og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.  

Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu umboðsmanns barna. Segir þar að liður í því sé að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila. „Hluti af þeirri vinnu er að gera aðgengilegar á einum stað  upplýsingar um þann fjölda barna sem bíður eftir tiltekinni þjónustu hverju sinni.  Upplýsingarnar eru uppfærðar á sex mánaða fresti til að fylgjast með þróuninni,“ segir í fréttatilkynningunni.

Von umboðsmannsins er sú að birting upplýsinganna muni varpa ljósi á raunverulega söðu barna í íslensku samfélagi og verði þannig stjórnvöldum hvatning til að bregðast við og bæta úr. Þá er söfnun og birting upplýsinganna jafnfram liður í því hlutverki umboðsmanns barna að stuðla að frekari innleiðingu Barnasáttmálans.

Það er von umboðsmanns barna að birting þessara upplýsinga muni varpa ljósi á raunverulega  stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvatning til aðgerða og úrbóta. Söfnun  og birting upplýsinganna er jafnframt liður í því hlutverki umboðsmanns að stuðla að frekari  innleiðingu Barnasáttmálans.

Helstu niðurstöður umboðsmannsins er sú að 2020 börn bíða hjá Geðheilsumiðstöð barna og 1727 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði. Áætlaður biðtími eftir athugun vegna gruns um ADHD er að minnsta kosti 24 mánuðir og 34 mánuðir vegna gruns um einhverfu. Þá bíða 626 börn eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð en meðaltími er yfir 20 mánuðir. Alls hafa 553 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bíða 209 börn eftir að komast að hjá sálfræðingi og  meðalbiðtími er 203 dagar. Þá kemur einnig fram í fréttatilkynningunni að hjá göngudeild BUGL bíða 47 börn og meðalbiðtími er 1,8 mánuður. Þá hafa 3 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Hundrað börn bíða svo eftir þjónustu Heilsuskólans en meðalbiðtími eru 12 mánuðir og 84 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði.

Fram kemur í tölvupósti frá umboðsmanni barna að tveir ráðherrar ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi ekki svarað fyrirspurnum umboðsmannsins. „Þann 11. mars 2024 sendi umboðsmaður barna bréf til dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra þar sem umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um hvernig ráðherrar hyggist bregðast við viðvarandi bið barna eftir þjónustu. Svar barst frá heilbrigðisráðherra 9. júlí sl. en svar hefur hvorki borist frá dómsmálaráðherra né mennta- og barnamálaráðherra.“

Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynninguna í heild sinni:

Fréttatilkynning:  

Bið barna eftir þjónustu, nýjar tölur 

Umboðsmaður barna birtir nú í sjötta sinn upplýsingar um bið barna eftir þjónustu. 

Löng bið eftir þjónustu við börn hefur verið viðvarandi vandamál til margra ára. Með það að  markmiði að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna hefur umboðsmaður barna, frá því í  desember 2021, staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir  þjónustu hjá tilteknum aðilum. 

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,  Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH,  Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóli  Barnaspítalans og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.  

Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur  það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna. Liður í því er að afla og  miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni  í samvinnu við ýmsa aðila. Hluti af þeirri vinnu er að gera aðgengilegar á einum stað  upplýsingar um þann fjölda barna sem bíður eftir tiltekinni þjónustu hverju sinni.  Upplýsingarnar eru uppfærðar á sex mánaða fresti til að fylgjast með þróuninni. 

Það er von umboðsmanns barna að birting þessara upplýsinga muni varpa ljósi á raunverulega  stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvatning til aðgerða og úrbóta. Söfnun  og birting upplýsinganna er jafnframt liður í því hlutverki umboðsmanns að stuðla að frekari  innleiðingu Barnasáttmálans. 

Helstu niðurstöður: 

  • Það bíða 2020 börn hjá Geðheilsumiðstöð barna og 1727 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði. Áætlaður biðtími eftir athugun vegna gruns um ADHD er að minnsta kosti 24 mánuðir og 34 mánuðir  vegna gruns um einhverfu. 
  • Það bíða 626 börn eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð, meðalbiðtími er yfir 20 mánuðir.  Þá hafa 553 börn beðið lengur en þrjá mánuði. 
  • Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bíða 209 börn eftir að komast að hjá sálfræðingi og  meðalbiðtími er 203 dagar. 
  • Hjá göngudeild BUGL bíða 47 börn og meðalbiðtími er 1,8 mánuður. Þá hafa 3 börn beðið lengur en  þrjá mánuði. 
  • Það bíða 100 börn eftir þjónustu Heilsuskólans, meðalbiðtími eru 12 mánuðir og 84 börn hafa beðið  lengur en þrjá mánuði.

Nýjar upplýsingar og samanburður 

Upplýsingar um bið barna eftir þjónustu eru aðgengilegar á vefsíðunni barn.is1 Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 

Í byrjun júlí sl. biðu 418 börn eftir þjónustu hjá Heyrnar- og talmeinastöð. Þessi börn bíða  nær öll eftir heyrnarmælingu og sum einnig eftir annarri þjónustu heyrnarfræðinga eða lækna.  Meðalbiðtími fyrir börn undir fjögurra ára aldri var 4 mánuðir og minna en 2 mánuðir fyrir  eldri börn. Í lok janúar sl. biðu 553 börn hjá Heyrnar- og talmeinastöð. 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er miðstöð þekkingar í heyrnar- og talmeinum á Íslandi. Þar  er veitt þjónusta á landsvísu, þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með mál og  talmein. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 

Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa 40 börn haft stöðu brotaþola í kynferðisbrotamáli og 63 í  ofbeldisbrotamáli. Þá hafa 8 börn haft stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli og 79 í  ofbeldisbrotamáli. Hér þarf að gera fyrirvara þar sem um er að ræða bráðabirgðatölur sem  geta tekið breytingum aftur í tímann. 

Barna- og fjölskyldustofa  

Upplýsingar um bið barna eftir úrræðum á vegum BOFS eru frá 1. september 2024. Úrræði á  vegum BOFS eru MST, Stuðlar, Bjargey, styrkt fóstur og Barnahús. 

  • MST – Það biðu 24 börn eftir þjónustu MST teymis og meðalbiðtími var 89 dagar. Þá  höfðu 3 börn beðið lengur en þrjá mánuði.  

MST er meðferðarúrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu fyrir fjölskyldur barna á  aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. 

  • Stuðlar – Það biðu 5 börn eftir þjónustu meðferðardeildar Stuðla, meðalbiðtími var 53 dagar. 

Stuðlar eru meðferðarstöð fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára, Stuðlar skiptast í þrjár  deildir, neyðarvistun, meðferðardeild og stuðningsheimilið Fannafold. 

  • Bjargey – Það beið 1 barn eftir plássi á Bjargey og meðalbiðtími var 34 dagar. 

Bjargey er langtímameðferðarheimili sem er ætlað stúlkum og kynsegin. Meginmarkmið  meðferðarheimilisins er einkum að veita sérhæfða meðferð vegna alvarlegra  hegðunarerfiðleika og vímuefnaneyslu. 

  • Styrkt fóstur – Það biðu 6 börn eftir því að komast í styrkt fóstur og meðalbiðtími var  59 dagar. 

1 https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1

Styrkt fóstur er þegar þörf er fyrir sérstaka umönnun og þjálfun barns á fósturheimili í  takmarkaðan tíma, að hámarki tvö ár. Gjarnan er um að ræða börn sem eiga við íþyngjandi  tilfinninga- og hegðunarvanda að etja sem ekki hefur tekist að vinna bug á með öðrum og  vægari hætti. 

Ráðgjafar- og greiningarstöð 

Í ágúst 2024 beið 381 barn á aldrinum 0-6 ára eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og  greiningarstöð, meðalbiðtími var 22,8 mánuðir og 333 börn höfðu beðið lengur en þrjá  mánuði. Jafnframt biðu 245 börn á aldrinum 6-18 ára eftir þverfaglegri greiningu.  Meðalbiðtími í þeim aldurshópi var 20 – 22 mánuðir og 220 börn höfðu beðið lengur en þrjá  mánuði. 

Þeim börnum sem bíða eftir þjónustu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar hefur fjölgað nokkuð frá því umboðsmaður kallaði fyrst eftir þessum upplýsingum í desember 2021. Þá biðu 226 börn hjá sviði yngri barna (0-6 ára) og 100 börn hjá sviði eldri barna (6-18 ára). Samtals biðu  því 326 börn í desember 2021 en nú bíða 714 börn. 

Hlutverk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er að tryggja að börn með alvarlegar  þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur  úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. 

Barna- og unglingageðdeild (BUGL) 

Í lok ágúst 2024 biðu 43 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL (teymi A og B), af þeim  beið 1 barn eftir þjónustu transteymis. Meðalbiðtími var 1,8 mánuður og 8 börn höfðu beðið  lengur en þrjá mánuði. Þar að auki biðu 4 börn eftir átröskunarmeðferð göngudeildar. Hér er  um að ræða nokkra aukningu frá því í febrúar sl. en þá biðu 19 börn eftir þjónustu  göngudeildar og 3 hjá átröskunarteyminu.  

Göngudeild barna- og unglingageðdeildar veitir börnum og unglingum að 18 ára aldri  þjónustu vegna geð- og þroskaraskana. 

Geðheilsumiðstöð barna  

Í ágúst 2024 biðu 2020 börn hjá Geðheilsumiðstöð barna og 1727 börn höfðu beðið lengur en  þrjá mánuði. Þar af biðu 615 börn eftir athugun vegna gruns um einhverfu og meðalbiðtími  var að minnsta kosti 34 mánuðir. Þá biðu 1124 börn eftir athugun vegna gruns um ADHD  með eða án einhverfu og 966 börn höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Þeim börnum sem bíða  eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna  kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021 en þá biðu 738  börn. 

Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs heilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir börn að  18 ára aldri. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda  barna og unglinga.

Heilsuskólinn 

Það biðu 100 börn eftir því að komast að hjá Heilsuskólanum í lok ágúst 2024. Meðalbiðtími  var 12 mánuðir og 84 börn höfðu beðið lengur en 3 mánuði. 

Heilsuskóli Barnaspítalans þjónar öllu landinu og aðstoðar börn og fjölskyldur þeirra sem eru  2,5 staðalfrávikum fyrir ofan meðalkúrfu í BMI eða börn sem hafa verið með mikla  þyngdaraukningu á stuttum tíma. Í Heilsuskólanum eru fjölskyldum kenndar aðferðir til að  takast á við þyngdarstjórnun og viðhalda breytingum ásamt því að bæta lífsgæði til lengri  tíma. Leitast er við að hvetja börnin áfram með styðjandi hætti ásamt því að veita ráðgjöf um  mataræði og hreyfingu. 

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 

Í ágúst biðu 209 börn eftir þjónustu sálfræðings hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og  meðalbiðtími var 203 dagar. Þá höfðu 154 börn beðið lengur en þrjá mánuði. 

Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum veita börnum meðferð vegna hegðunar- og  tilfinningavanda ásamt því að veita foreldrum þeirra ráðgjöf. Læknir á heilsugæslustöð þarf  að senda tilvísun til sálfræðings til nánara mats ásamt því að upplýsa um áætlaðan biðtíma. 

Talmeinafræðingar 

Sjúkratryggingar Íslands gerðu úttekt á stöðu barna sem biðu eftir þjónustu talmeinafræðinga  í desember 2021 en þá voru 3.701 barn skráð á biðlista, þar af voru 947 börn skráð á fleiri en  einum stað. Flest börn á biðlistum höfðu beðið í 0 – 6 mánuði (eða um 30%) en um 11%  höfðu beðið lengur en 2 ár. Engar haldbærar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þróunin  hefur verið frá árinu 2021 þar sem biðlistar og kerfi eru ekki samræmd. Að mati  umboðsmanns barna ber stjórnvöldum að grípa til aðgerða með það að markmiði að koma í  veg fyrir að börn þurfi að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þar til því markmiði verður  náð ber stjórnvöldum að sjá til þess að hægt sé að nálgast upplýsingar með reglubundnum  hætti um það hversu mörg börn séu á biðlistum eftir þessari þjónustu. Slík upplýsingaöflun er  grundvallarforsenda þess að hægt sé að leggja mat á stöðuna hverju sinni og grípa til  viðeigandi aðgerða 

Umboðsmaður barna sendi heilbrigðisráðherra bréf 26. febrúar sl. þar sem óskað var eftir  upplýsingum um hvort það standi til að koma á miðlægum biðlistum eftir þjónustu  talmeinafræðinga fyrir börn. Svar hefur ekki borist.

Styrktarsjóður í nafni Violetu Mitul stofnaður – Fjölmennt á minningarathöfnina á Vopnafirði

Fjölmennt var á minningarathöfninni. Ljósmynd: Urður Steinnunn Önnudóttir Sahr en hún gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar.

Fjölmenni var á minningarathöfn um moldóvsku knattspyrnukonuna Violetu Mitul á Vopnafirði fyrir viku en hún lést af slysförum í fyrra. Ungmennafélagið Einherji hefur nú stofnað styrktarsjóð í hennar nafni.

Blessuð sé minning Violetu

Sjóðnum er ætlað að styrkja efnaminni fjölskyldur á Vopnafirði svo hægt sé að tryggja að börn þeirra geti stundað íþróttir. Undanfarið hafa stuðningsmenn Einherja gefið stofnframlag í sjóðinn en einnig er verið að spá í að halda knattspyrnumót í minningu Violetu.

„Hennar fjölskylda þurfti að færa fórnir þannig að Violeta gæti stundað knattspyrnu. Stuðningsmenn hafa gefið í sjóðinn og það er enn tekið við framlögum,“ segir Víglundur Páll Einarsson, formaður Einherja og þjálfari meistaraflokks kvenna í samtali við Austurfrétt.

Þann 4. september í fyrra lést Violeta eftir að hún hrapaði fram af kletti á Vopnafirði, aðeins 26 ára gömul. Á bjargbrúninni er búið að koma upp litlum minningarreit en í vor hjarta úr blómum gróðursett og við minningarathöfn þar fyrir viku var bekk komið upp þar einnig. Nafn Violetu er letrað á bekkinn og minningarorð á móðurmáli hennar og á íslensku, að því er fram kemur í umfjöllun Austurfréttar. Þar kemur einnig fram að öryggismál við klettana hafi verið löguð, strax eftir banaslysið.

Athöfnin í síðustu viku hófst á minningarorðum og tónlistarflutningi. Þá var kveikt á kertum sem mynduðu númerið á knattspyrnutreyju Violetu hjá Einherja, 11. Aukreitis hanga treyjur með nafni hennar og númeri, bæði í vallarhúsi knattspyrnuvallarins og búningsklefa Einherja en liðið notaði ekki númerið hennar í sumar.

Bekkur til að minnast Violetu.
Ljósmynd: Urður Steinnunn Önnudóttir Sahr en hún gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar.

Við íþróttavöllinn hélt minningarathöfnin áfram þar sem fjölskylda Violetu, sem kom sérstaklega til Íslands til að taka þátt, gróðursetti tré til minningar um Violetu. Var athöfnin fjölsótt en á sjöunda tug fólks skrifaði nöfn sín í gestabók.

Fallegur minningarreitur.
Ljósmynd: Urður Steinnunn Önnudóttir Sahr en hún gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar.

Segir Víglundur Páll það skipta máli fyrir bæði fjölskylduna og Vopnfirðinga að minningu Violetu sé haldið á lofti. „Við reynum að gera okkar besta til að minnast hennar. Við vitum að það skiptir fjölskyldu hennar miklu máli. Við erum líka með nánast sama leikmannahóp og í fyrra þannig að minningin um hana er sterk.“

Frá minningarathöfninni.
Ljósmynd: Urður Steinnunn Önnudóttir Sahr en hún gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar.

Skýrsla Þórhildar Sunnu verður borin upp til atkvæða í Evrópuráðsþinginu: „Ég er gríðarlega stolt“

Vladimir og Þórhildur Sunna. Ljósmynd: Facebook

Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur náði þeim merka áfanga í gær að koma skýrslu sinni um varðhaldið á Julian Assange í umræður og kosningu á Evrópuráðsþinginu í París.

„Sumir dagar eru einfaldlega betri en flestir í alþjóðastarfinu! Í dag náði skýrsla mín um varðhaldið á Julian Assange fram að ganga á fundi laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins í París.“ Þannig hefst færsla Píratans Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur enda ærin ástæða til að benda á þennan merka árangur. Og hún heldur áfram:

„Skýrslan staðhæfir að Julian Assange hafi verið pólitískur fangi þar til hann var leystur úr haldi í sumar og að meðferðin á honum hafi haft kælandi áhrif á tjáningarfrelsi og sérstaklega fjölmiðlafrelsi um heim allan. Þetta var alls ekki sjálfgefin niðurstaða enda mál hans umdeilt og hápólitískt hér í Evrópuráðinu sem og annars staðar. Ég er því gríðarlega stolt af því að þessi áfangi sé í höfn.“

En hvað þýðir þetta nákvæmlega?

„Skýrslan er nú formlega orðin að skýrslu laga- og mannréttindanefndarinnar og hún verður rædd og borin upp til atkvæða í Evrópuráðsþinginu í byrjun október næstkomandi og ég er bjartsýn á að það takist miðað við stuðninginn í nefndinni í morgun,“ skrifar Þórhildur Sunna í færslunni í gær.

Í færslunni talar Pírataþingkonan einnig um vin sinn sem hún fékk að hitta eftir fundinn en það er fyrrum pólitíski fanginn Vladimir Kara-Murza sem nýlega var sleppt úr fangabúðum Síberíu.

„Eftir samþykkt skýrslunnar minnar fékk ég síðan bestu gjöf dagsins, að hitta vin minn og fyrrum pólitíska fangann Vladimir Kara-Murza og Evgeniu konu hans sem ég hef unnið náið með á meðan hann var í rússnesku fangelsi. Nú er Vladimir frjáls maður og ávarpaði nefndina okkar, rétt eins og hann gerði fyrir 2 árum, aðeins örfáum dögum áður en hann var handtekinn í Moskvu og síðar dæmdur til 25 ára vistar í harðneskjulegum fangabúðum í Síberíu. Vladimir var meðal þeirra fanga sem fengu frelsi sitt í gegnum fangaskipti milli Rússlands og Bandaríkjanna, Þýskalands og fleiri ríkja.“

Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni:

Það mun kosta hundruð milljarða dollara að endurreisa Gaza – Tekur 15 ár að fjarlægja rústirnar

Eyðileggingin er gríðarleeg á Gaza.

Það mun kosta milljarða dollara til að endurreisa Gaza þegar stríðinu lýkur, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna.

SÞ hafa varað við því að það gæti tekið 15 ár að fjarlægja 40 milljónir tonna af rústum á Gaza eftir loftárásir Ísraelshers og kostað 500-600 milljónir dollara.

Endurreisn eyðilegra heimila Gaza mun ekki ljúka fyrr en í fyrsta lagi árið 2040 eða jafnvel ekki fyrr en eftir áratugi. Palestínsk gögn sýna að um 80.000 heimili hafa eyðilagst í árásunum.

Áætlað tjón á innviðum nemur alls 18,5 milljörðum dala, sem hefur áhrif á íbúðarhúsnæði, verslanir, iðnað og nauðsynlega þjónustu eins og menntun, heilsugæslu og orku. Gazaborg hefur tapað næstum allri vatnsframleiðslugetu sinni, þar sem 88 prósent vatnsbrunna og 100 prósent afsöltunarstöðva hafa skemmsst eða eyðilagst, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu Oxfam.

Ríkisfjölmiðlaskrifstofa Gaza tilkynnti í ágúst um eyðileggingu á 200 ríkisstofnunum, 122 skólum og háskólum, 610 moskum og þremur kirkjum.

Crisis Evidence Lab hjá Amnesty International, sem undirstrikar umfang eyðileggingarinnar meðfram austurmörkum Gaza, sagði frá því í maí 2024 að meira en 90 prósent bygginga á svæðinu, þar á meðal um 3.500 mannvirki, hafi annað hvort verið eyðilögð eða mikið skemmd.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Anna er orðin kisupía: „Það þykir öllum ofurvænt um Knúsu“

Anna Kristjánsdóttir. Ljósmynd: Facebook

Anna Kristjánsdóttir fræðir vini og aðdáendur sína allt um uppáhalds dýrið sitt, köttinn Knúsu, sem lent hefur í ýmsu á sinni löngu ævi.

Í nýjust dagbókarfærslu sinni birtir Anna Kristjánsdóttir ljósmyndir af kettinum Knúsu og segir frá raunum hennar. Tilefnið er það að Anna er nú orðin kisupía.

„Þá er komið að því. Inga er farin til Íslands í stutta heimsókn og mér hefur veist sá heiður að gæta velfarnaðar Knúsu á meðan. Fyrir ykkur sem ekki vitið, þá er Knúsa af kisuættum sennilega um 13 ára gömul og hefur marga fjöruna sopið á sinni löngu ævi. Eftir ýmsar hremmingar sem hún lenti í á yngri árum á Íslandi, þá varð hún fyrir árás stórs hunds sumarið 2021 sem nánast sleit hana í sundur. Ég skutlaði Ingu með kisuna nær dauða en lífi á dýraspítalann þar sem hún var svæfð og röntgenmynduð í bak og fyrir og það merkilega kom í ljós að það voru engin bein brotin og engin innri líffæri sjáanlega skemmd, en húðin var mjög illa farin og skurður yfir hana þvera, kannski um 30 cm langur sem er býsna mikið á litlu kisugreyi.“ Þannig hefst færsla Önnu sem síðan segir frá eftirmálunum:

„Hún var í heilan dag í meðferð á dýraspítalanum Centro Veterinario el Madroñal í Adeje, en þegar ljóst var að hún ætlaði ekki að deyja í höndum dýralæknanna fékk hún að fara heim. Næstu tvo mánuðina á eftir fór ég um 23 ferðir á dýraspítalann með hana, en auk þess fór hún nokkrar ferðir á spítalann með Einari og Dísu ef ég var ekki nálæg. Aðgerðirnar urðu fjórar, en í hin skiptin fór hún til að taka úr sauma og til eftirlits.

Það þarf víst varla að taka fram að starfsfólki dýraspítalans var farið að þykja jafnvænt um Knúsu og okkur hinum.“

Eftir að Knúsa var útskrifuð tók ekki betra við að sögn Önnu:

„Hún var loks útskrifuð um haustið, en þá tók ekki betra við, því Knúsa fann sér nýjan stað til að skemmta sér á, hótelbarinn á Arona Gran þar sem hún sat öll kvöld og mjálmaði frægðarsögur af sjálfri sér, en borgaði enga reikninga og var brátt komin í stórskuld við hótelbarinn.“

Fór svo að lokum að kattargreyið var sett í bann á Arona Gran-barnum og eigandinn neyddist til að gera Knúsu að inniketti, sem hafði sínar afleiðingar:

„Að endingu var hún sett í bann á Arona Gran og Ingu tilkynnt að ef Knúsa kæmi þangað aftur, yrði hún sótt af lögreglu og kastað í þá dýpstu dýflissu sem fannst á Tenerife ef ekki eitthvað enn verra. Eftir það neyddist Inga til að gera Knúsu að innikisu, en ef hún fór út á svalir, varð að hafa hana í beisli svo hún hlypi ekki í burtu og á barinn.
Það er erfitt að gera atorkusama kisu að innikisu og því hljóp Knúsa í spik næsta árið á eftir og var brátt að verða 8 kg, en mér skilst að með núverandi megrunarfæði sé hún eitthvað að grennast.“
Bætir Anna við að lokum: „Það þarf engan að undra að öllum sem kynnst hafa Knúsu þykir ofurvænt um hana.“

Hér má svo sjá ljósmynd af Knúsu:

Rakel fór brotin út í lífið eftir stöðuga höfnun í skólakerfinu: „Vildi ekki lifa lengur“

Rakel Hlynsdóttir

Rakel Hlynsdóttir einkaþjálfari segir stöðuga höfnun í menntakerfinu hafa litað æsku sína og að það hafi tekið mörg ár að vinda ofan af því. Rakel, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist aldrei hafa passað inn í kerfið og að hún hafi stöðugt upplifað að hún væri ekki nóg: 

„Ég fékk greiningu 10 ára gömul, þá með ADD, en síðar ADHD. Mamma mín, sem átti tvö börn fyrir barðist fyrir því. Hún sá strax að ég var talsvert öðrusvísi og mjög aktív. Ég fór ekki á lyf fyrr en ég var 12 ára, en það tók langan tíma að ná einhverju jafnvægi þar, af því að lyfin tóku mikið af persónuleikanum hjá mér og ég varð flöt af þeim. Ég passaði engan veginn inn í skólakerfið og vildi bara vera að hreyfa mig og skapa. En var bara skipað að setjast á stól og gera stærfræði. Manni leið einhvern vegin alltaf illa í skólanum og það var aldrei verið að vinna með manni. Mér finnst almennt eins og að við hljótum að geta mætt börnum betur inn í skólakerfinu og vinna með styrkleikana þeirra. Það er ekki lögmál að allir þurfi að vera góðir í stærðfræði og þér á ekki að líða illa ef það er eitthvað sem þú átt erfitt með að læra. Ég er mjög fegin að dóttir mín passar betur inn í kerfið en ég, af því að ég man enn eftir höfnuninni sem ég fékk alls staðar og fannst ég aldrei nóg. Ég veit að fólkið sem vinnur inn í kerfinu er að gera sitt besta, en það er ekki gott að barn upplifi stanslausa höfnun inni í menntakerfinu,“ segir Rakel og heldur áfram:

„Mér líður stundum eins og ég hafi farið pínu brotin út í lífið af því að mér var stanslaust sagt að ég væri ekki nógu góð. Það tók mig mörg ár að átta mig á því að ég væri nóg á mjög mörgum sviðum þó að ég hafi ekki passað inn í eitthvað stíft kerfi. Ég trúði því í mörg ár að ég væri heimsk og ómöguleg bara af því að ég var ekki góð í ákveðnum fögum í skólanum. Það má eiginlega segja að íþróttirnar hafi bjargað lífi mínu. Þar fann ég mig og var góð og komst í úrtak í landsliðið og fleira sem fékk mig til að fara að trúa á sjálfa mig.“

Rakel æfði handbolta í mörg ár og stundaði alls kyns hreyfingu og á endanum ákvað hún ákvað að mennta sig sem styrktarþjálfari. En vegferð hennar tengd ADHD og lyfjum var alls ekki komin á endastöð:

„Eftir að ég eignaðist stelpuna mína og ákvað að mennta mig í Keili fór ég aftur á lyf og þá fannst mér þau virka vel. En svo fattar maður að lyf eru aldrei nein töfralausn og ef maður tekur ekki á öðrum þáttum samhliða lendir maður í vandræðum. Til að gera langa sögu stutta enda ég á því að fara á of stóran skammt af ADHD lyfjunum í samráði við geðlækni og þá fóru hlutirnir mjög hratt niður á við. Allt í einu var mér farið að líða eins og ég vildi ekki lifa og ég gat ekki sofið og á 3 mánuðum var ég bara komin á mjög slæman stað,“ segir Rakel og heldur áfram:

„Ég man þegar ég heyrði í vinkonu minni og sagði henni að ég vildi bara deyja. Ég var búin að vera með grímu út á við, en vanlíðanin var orðin gríðarleg og svo gat ég bara ekki lengur haldið áfram. Vinkona mín fór með mig á á bráðamótttöku geðdeildar, þar sem ég lagði allar varnir niður og sagði þeim að ég gæti ekki meira. Þar var farið yfir lyfin hjá mér og þau sáu strax að ég hafði verið á of stórum skammti af ADHD lyfjum sem gerðu það að verkum að ég var bara hætt að sofa, víruð og í raun hætt að vera ég sjálf. Ég trúi því að heilbrigðisstarfsfólk sé alltaf að gera sitt besta og að læknirinn sem skrifaði upp á lyfin fyrir mig hafi verið að gera sitt besta. En það er augljóst að þessi risaskammtur af lyfjunum hafði haft mjög slæm áhrif. En eftir þetta hófst alvöru bati hjá mér. Ég komst inn hjá geðteyminu á Selfossi og byrjaði í endurhæfingu og hægt og rólega fór ég að ná alvöru bata. Ég var í endurhæfingu í meira en ár og það er í raun það besta sem hefur komið fyrir mig. Ég fékk tækifæri til að stilla líf mitt upp á nýtt og endurskipuleggja marga hluti.“

Rakel starfar sem einkaþjálfari og styrktarþjálfari og vinnur líka með eldri borgurum í Hveragerði. Hún segir fólk kunna að meta hreinskilni og að upp til hópa hafi fólk ekki áhuga á að vera fórnarlömb og vilji taka ábyrgð á lífi sínu:

„Þegar maður hefur upplifað alvöru þunglyndi fær maður aðra sýn á tilveruna og meiri samkennd með öðru fólki. En það er þunn lína á milli þess að vera í sjálfskærleika eða sjálfsvorkun. Fólk sem festist í þunglyndi þarf stundum á því að halda að gleyma sér og fá heiðarlega endurgjöf. Það sem gaf mér mest þegar lífið var sem erfiðast var að gleyma sjálfri mér og jafnvel vera til staðar fyrir aðra. Maður ber á endanum fulla ábyrgð á sjálfum sér og ég er alltaf að læra það betur og betur að sjálfsábyrgð er lykilatriði í lífinu, enda er það ekki gott til lengdar að festast í að vera fórnarlamb. Þegar ég vinn með fólki vinn ég með það að fólk taki fulla ábyrgð á sjálfu sér, án þess að rífa sig niður fyrir það sem mætti vera öðruvísi. En þegar ég fer yfir vegferðina mína er ég þakklát fyrir allt sem ég hef upplifað og það hefur gert mig að stærri manneskju.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Rakel og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

 

Bjarkey vill breyta lögum um sjávarútveginn – Innviðaleið í stað almenns byggðarkvóta

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd: Facebook

Matvælaráðherra Íslands, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vill breyta lögum um sjávarútveginn.

Fram kemur á vef stjórnarráðsins að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, muni leggja fram tillögur á komandi þingi að breytingum á lögum er varða sjávarútveginn. Byggja breytingarnar meðal annars á þeim tillögum sem starfshópar verkefnisins Auðlindin okkar lögðu fram í nóvember í fyrra í svokallaðri samráðsgátt stjórnvalda. Auk þess er fyrirhugað að leggja fram tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu en drög að þeirri stefnu hafa aukreitis verið lagðar fram í samráðsgátt stjórnvalda.

Í haust verða áformaðar breytingar kynntar í samráðsgátt en breytingarnar snúa meðal annars að ákvæðum er snerta gagnsæi og tengdra aðila, strandveiðum, verndarsvæðum í hafi, Verkefnasjóð sjávarútvegsins auk breytinga á lögum um veiðigjald sem taka mið af fjármálaáætlun 2025-2029, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Einnig hefur innviðahópur sem skipaður var af matvælaráðherra í apríl á þessu ári, unnið að útfærslu innviðaleiðar í stað almenns byggðarkvóta. Stefnt er að því að hópurinn skili tillögum í þessum mánuði.

Þá verður áfram unnið með tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar og þær hafðar til hliðsjónar við frekari stefnumörkun og breytingar í sjávarútveginum.

Þórunn Baldursdóttir fagnaði 105 ára afmæli sínu

Þórunn Baldursdóttir

Þórunn Baldursdóttir frá Þúfnavöllum í Hörgsárdal fagnaði 105 ára afmæli sínu á mánudag með nánustu fjölskyldu sinni.

Samkvæmt mbl.is er Þórunn nú næstelsti núlifandi Íslendingurinn. Fyrir ári sagðist Þórunn í viðtali við mbl.is ekki hafa stefnt að því að ná aldarafmæli en sé þó þakklát. Hún var þó ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem fagnaði afmæli á mánudaginn því eitt barnabarna hennar, Ómar Sigursveinsson deildi afmælisdeginum með Þórunni.

Elsti núlifandi Íslendingurinn er nú hún Þórhildur Magnúsdóttir en hún verður 107 ára 22. desember. Þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn er einnig kona, hún Jóninna Margrét Pálsdóttir en hún varð 104 ára í mars.

 

Gréta raðar í hillur

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af eigendum Prís.

Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Prís, hefur þegar haft gríðarleg áhrif á matvörumarkaði þar sem allt leikur á reiðiskjálfi eftir innkomu verslunar hennar sem opnaði í Smáranum í seinasta mánuði. Eftir að Bónus, Krónan og Nettó höfðu verið í friði með álagningu sem fékk viðskiptavini til að svitna er friðurinn úti og almenningur sparar sem aldrei fyrr á lægra vöruverði.

Gréta er öllum hnútum kunnug á þessum markaði þar sem hún gerði Krónuna að stórveldi á sínum tíma. Í dag er hún í samvinnu við Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnanda Bónus, sem gerði þá keðju að stórveldi. Samstarf þeirra er mikil ógn við einokunarrisana.

Sindri Sindrason sjónvarpsmaður heimsótti Grétu Maríu á dögunum í þætti sínum, Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kom fram að forstjórinn gengur í öll störf, raðar í hillur, ræður fólk og gerir það sem gera þarf.

Gréta var ekkert að spara stóru orðin og lofaði að Prís yrði alltaf lægst.  „Á meðan ég er við völd verður Prís alltaf ódýrast,“ sagði hún og titringurinn á matvörumarkaði heldur áfram, neytendum til góða …

Hörkudeilur um Stálskipaauð fyrir dómi – Barnabörn látins sonar Þorsteins og Írisar fengu minni arf

Boston Wellwale reyndist nýjum eigandi vel og milljarðakvóti varð til. Nú er deilt um ættarauðinn. Mynd: Gunnlaugur Hólm.

Harðar deilur hafa staðið vegna dánarbús hjóna sem auðguðust á útgerð Stálskipa í Hafnarfirði. Þorsteinn Sigurðsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir létust með nokkurra ára millibili. Þorsteinn dó árið 2017 en Íris árið 2020. Hún sat þá í óskiptu búi. Við lát hennar kom á daginn að börn þeirra hjóna höfðu fengið háar fjárhæðir í fyrirframgreiddan arf. Tvö barna þeirra voru látin áður en til þess kom. Annað þeirra var barnlaust en hitt lét eftir sig tvö börn. Við útgreiðslu á arfinum fengu barnabörnin ekkert. Af þessu spruttu málaferli sem staðið hafa fram á þennan dag.

Strandskip skilaði gulli

Hjónin auðguðust mjög af togaraútgerð sem seinna varð þekkt sem Stálskip og varð milljarða virði. Bræðurnir Þorsteinn og Ágúst Sigurðssynir keyptu upphaflega togarann Boston Wellvale FD 42 sem strandaði við Ísafjarðardjúp 22 desember 1966.

Strand togarans varð til þess að Stálskip urðu til.

Þeir náðu skipinu út af strandstað og hófu útgerð þess eftir að hafa gert við það. Skipið hét Rán HF og varð sannkallaður gullmoli í rekstri. Gert var út á erlenda markaði. Fyrirtækið blómstraði og varð ein öflugasta frystitogaraútgerð landsins. Það var síðar selt og eigum þess skipt upp á milli fjölskyldna bræðranna. Hjónin Ágúst og Guðrún Lárusdóttir héldu áfram í rekstri og stofnuðu fasteignafélag.

Börnin fengu milljarð

Þegar Íris lést kom í daginn að eftirlifandi börn hennar höfðu fengið arf upp á milljarð króna greiddan fyrirfram en afkomendur látins sonar þeirra fengu ekkert. Dánarbúið var tekið til opinberra skipta í apríl árið 2021. DV fjallaði ítarlega um þetta mál. Systkinin fjögur fengu um 365 milljónir króna hvert í heildina en í hlut föður barnabarnanna tveggja kom aðeins rúmlega 112 milljónir króna. Var það vegna fyrirfram greidds arfs upp á einn milljarð króna á árunum 2016 til 2019. Systkinin fjögur fengu 250 milljónir króna hvert  á þessu tímabili. Dánarbúið sjálft var næstum tómt við fráfall Írisar. Töldu barnabörnin að systkinin fjögur hefðu fengið ofgreitt úr búinu. Hallinn hafi verið tæplega 202 milljónir króna. Barnabörnin, maður og kona gerðu kröfu á dánarbúið sem sótti mál á hendur fjórum barna hennar fyrir hönd barnabarnanna.

Arfur en ekki gjöf

Héraðsdómur féllst á kröfu barnabarna hinna látnu og dæmdi systkinin fjögur til að greiða dánarbúinu 60 milljónir hvert til að rétta hlut barnabarnanna. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem vísaði málinu aftur til undirréttar.  Systkinin fjögur töldu að skilyrði endurgreiðslu hafi ekki verið til staðar í málinu samkvæmt lagaheimildum. Skýrt sé tekið fram að gjörningarnir hafi verið fyrirframgreiddur arfur en ekki gjafir og að foreldrunum hafi verið heimilt að ráðstafa eignum sínum.

Héraðsdómur Reykjaness kvað upp þann dóm 10. júlí að systkinin fjögur hefðu fengið mun meiri verðmæti en börn hins látna bróður þeirra. Endurgreiðsluskylda sé hins vegar ekki til staðar samkvæmt lögum. Hrakandi heilsufar hafi foreldranna ekki verið sönnun fyrir því að gjörningarnir hafi verið gerðir gegn vilja foreldranna.

Var kröfum dánarbúsins fyrir hönd barnabarnanna var því hafnað. Landsréttur staðfesti úrskurðinn þann 4. september og fyrirskipaði dánarbúinu að greiða systkinunum fjórum 150 þúsund krónur hverju í málskostnað. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Maður og kona handtekin

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Heimilisofbeldi vatt upp á sig og varð til þess að karl og kona voru handtekin. Þau voru í fyrstu flutt á bráðamóttöku þar sem þau fengu aðhlynningu en síðan læst inni í fangaklefa. Málið er í rannsókn.
Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.
Góðkunningi lögreglunar var til ama í heilbrigðisstofnun í Reykjavík. Lögreglan var kölluð til og sótti hún manninn og kom honum í náttstað. Maðurinn tók sönsum og var ánægður með  sáttur með þjónustu lögreglu.

Tilkynnt var um búðarþjóf við iðju sína í matvöruverslun.

Kona var flutt á bráðamótttöku Landsspítalans  eftir rafskútuslys.

Virtur framkvæmdarstjóri skaut konu sína og sjálfan sig til bana – Beið vistunar á geðsjúkrahúsi

Guðmundur var framkvæmdarstjóri ríkisspítalanna

Guðmundur Gestsson hafði komið árum sínum ágætlega fyrir borð árið 1952 en hann var framkvæmdarstjóri ríkisspítalanna og átti Ingibjörgu Helgadóttur sem konu. Saman áttu þau þriggja ára dóttur og 17 ára dreng er þau létust.

Guðmundur hafði glímt við mikil andleg veikindi og dvalið á stofnun í Danmörku en var nú kominn heim til Íslands og beið vistunar á geðsjúkrahúsi. En sú bið virðist hafa verið of löng því að morgni 18. júní árið 1952 fundust hjónin látin eftir skotsár. Hafðu þá Guðmundur skotið Ingibjörgu til bana og síðan beint byssu sinni að sjálfum sér og framið sjálfsvíg. Börn þeirra hjóna voru til allra lukku ekki heima er hinn skelfilegi atburður átti sér stað.

Alþýðublaðið fjallaði um málið á eftirfarandi hátt:

Voveiflegur atburður suður í Kópavogi: Þekkt hjón fundust látin í íbúð sinni á miðvikudagsmorgun, – bæði af skotsárum.

HJÓN suður í Kópavogi fundust á miðvikudag nýlátin. af skotsárum á heimili sínu. Höfðu þau verið tvö ein í húsinu um morguninn. Er ljóst, að skot hefur orðið konunni að bana fyrst, en maðurinn skotið sig á eftir. Bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði gaf út svohljóðandi tilkynningu í gær um atburð þennan: „Hjónin Guðmundur Gestsson framkvæmdastjóri og Ingibjörg Helgadóttir, Kópavogsbraut 19, Kópavogshreppi, létust á heimili sínu að morgni 18. þ. m. af skotsárum. Ljóst er að konan hefur látist fyrst, en maðurinn á eftir. Atburður þessi hefur gerzt á tímabilinu frá kl. 10—10,25, en þá voru hjónin ein í húsinu. Guðmundur heitinn hafði átt við mikla vanheilsu að stríða síðast liðið ár“. Börn þeirra hjóna, ung dóttir og sonur innan við tvítugt, voru bæði fjarverandi, er þessi hörmulegi atburður gerðist, og er enginn til frásagnar um hann. Guðmundur var þekktur maður, framkvæmdastjóri ríkisspítalanna. Hann hefur verið bilaður á geðsmunum undanfarið, dvaldi alllengi á hæli úti í Danmörku, en kom heim í vor.

Baksýnisspegill þessi birtist áður á vef Mannlífs 5. desember 2023.

Albert mættur fyrir dóm – Ákærður fyrir nauðgun

Albert Guðmundsson var sýknaður í gær

Réttarhöld í nauðgunarmáli Albert Guðmundssonar hefjast í dag og er knattspyrnumaðurinn mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis.

Í fyrra var Albert kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu en lögreglan rannsakaði málið og sendi það til héraðssaksóknara. Sá felldi málið niður í vor þar sem hann taldi að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Kærði kona þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem í maí sneri henni við.

Líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum er þinghald í málinu lokað en þann 3. júlí var Albert viðstaddur þingfestingu málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar Albert var kærður mátti hann ekki leika með landsliðinu en fékk síðan að spila nokkra leiki með liðinu þegar frávísunin var í áfrýjunarferli. Frá því að niðurfellingunni var snúið við hefur Albert aftur verið á bannlista KSÍ.

Albert hefur frá upphafi neitað sök í málinu.

Skipti um lið

Albert gekk nýlega til liðs við ítalska liðið Fiorentina en liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en það reyndist rangt.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Ísraelar drápu 18 í árás á skóla Sameinuðu þjóðanna: „Eru þessi börn hryðjuverkamenn?“

Maður heldur á líki eftir árásina á skóla Sameinuðu þjóðanna.

Ísraelsher drápu 18 Palestínumenn í loftárás á skóla Sameinuðu þjóðanna í mið-Gaza í gær en þar hafði fjöldi fólks leitað sér skjóls.

William Deere, embættismaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna eða  UNRWA með aðsetur í Washington, DC, sagði að stríð Ísraela á Gaza eigi sér „engan botn“ eftir að sex starfsmenn stofnunarinnar voru myrtir í árásinni á al-Jaouni skólann í gær.

„Sex samstarfsmenn fórust í dag. Þar með er tala látinna meðal starfsmanna UNRWA í þessum átökum komin upp í 220, sem er það hæsta í sögu Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Deere við Al Jazeera. „Starfsfólkið okkar er í fremstu víglínu og það ætlar ekki að víkja. Þeir munu ekki hætta að vinna vinnuna sína,“ bætti hann við.

Palestínsk kona, sem leitaði sér skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna, sagði að árás Ísraelsmanna hafi drepið öll sex börn hennar.

„Eru þessi börn hryðjuverkamenn? Megi guð refsa þeim. Ísraelsmenn eyðilögðu heimili okkar; drap og svelti fólkið okkar; konur eru ekkjur og börn munaðarlaus,“ sagði hún við Al Jazeera í myndbandi. Bætti hún við: „Sex börn, þar á meðal litlir tvíburar. Hvaða glæp, hvað gerðu þessi saklausu börn rangt?

Afleiðing ábyrgðarleysis

Ábyrgðarleysið sem Ísrael hefur staðið frammi fyrir í kjölfar fyrri árása hefur gert það að verkum að síðustu fjöldamorðin hafa átt sér stað í al-Jaouni-skólanum sem SÞ rekur í miðhluta Gaza, sagði Abdullah Al-Arian, lektor í sagnfræði við Georgetown háskólann í Katar, við Al. Jazeera.

„Þetta er afleiðing af algjöru refsileysi,“ sagði hann og vísaði til verkfallsins. „Við erum orðin svo ónæm fyrir þessu grimmdarstigi [í] skólum og sjúkrahúsum að við gleymum að í upphafi var þetta talið eitthvað algjörlega bannað.

Al-Arian sagði Ísrael hafa verið að „prófa mörk þess sem er ásættanlegt“ fyrir alþjóðasamfélagið og aukið ofbeldi í samræmi við það á Gaza. „Þetta er nákvæmlega hvernig þjóðarmorðsherferðir þróast,“ sagði hann.

Al-Arian bætti við að skotmark á aðstöðu og starfsfólk UNRWA væri hluti af víðtækari tilraun til að afrétta og gera stofnunina glæpsamlega, sem Ísraelsmenn líta á sem hindrun í vegi þess markmiðs að svipta Palestínumenn stöðu þeirra sem flóttamenn.

 

 

Skokkari fluttur á sjúkrahús eftir blóðuga otraárás – MYNDBAND

Otrar réðust á konu í almenningsgarði

Otragengi réðst á skokkara.

Á miðvikudagsmorgun var ráðist á konu sem var úti að skokka í almenningsgarði í Sabah í Malasíu og var það gengi af átta otrum sem stóð fyrir árásinni. Samkvæmt erlendum miðlum réðust þeir aðallega á fætur konunnar og hlaut hún mörg sár og var þakin blóði eftir árásina. Konan var flutt með snatri á sjúkrahús eftir árásina.

Dýrasérfræðingur hjá yfirvöldum segir að líklegt sé að otrarnir hafi verið að koma í garðinn í matarleit vegna þess að almenningur sé ítrekað að gefa villtum dýrum að borða. Yfirvöld hafi gefið út að girðing garðsins verði styrkt í kjölfar árásarinnar og vara fólk við að umgangast villt dýr í nágrenni við garðinn en þetta er í annað skiptið sem manneskja verður fyrir otraárás í garðinum.

Hér fyrir neðan má sjá gengið flýja vettvang

lady in malaysia gets attacked by otters

Eldmessa Ingu

Inga Sæland flokkur fólksins
Inga Sæland.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti skýrslu sína á Alþingi í gær. Í máli hans kom fram að allt væri í miklum sóma á landinu bláa og þegnarnir lifðu í vellystingum vegna öflugrar ríkisstjórnar. Hann sagði stjórnina ganga í takti við að kveða niður verðbólgu og efla hag almennings. Ekki voru allir sammála þessu og flestir innan stjórnarandstöðu bentu á óstjórnina og óyndið hjá hinum þríeina þursi.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hamförum í ræðu sinni i umræðum um skýrslu forsætisráðherra á Alþingi í gær. Inga tætti stjórnvöld í sig í ræðu sinni og sagði augljóst að öryrkjar og fátækir lifðu við hungurmörk á meðan þingmenn og annað hátekjufólk hefðu það gott. Önnur eins eldmessa hefur varla heyrst á Alþingi Íslendinga …

Sigurður Helgi er látinn

Sigurður Helgi Guðjónsson.. Mynd: Húseigendfélagið.

Sigurður Helgi Þorsteins Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður Húseigendafélagsins, er látinn.  Sigurður Helgi lést þann 5. september síðastliðinn, 71 árs
að aldri.
Hann fæddist í Reykjavík 24. mars 1953. Sigurður Helgi lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1979. Hann hlaut málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti árið 1986. Morgunblaðið rekur æviferil hans í dag.
Sigurður var lögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins um langt árabil og lét mikið að sér kveða sem slíkur. Hann þótti vera í senn hnyttinn og með yfirburðaþekkingu á málefnum tengdum fasteignum. Jafnframt var hann formaður félagsins frá 1995. Samhliða störfum sínum hjá Húseigendafélaginu sinnti hann málarekstri á árabilinu 1985-1992.
Sigurður samdi frumvarp til nýrra laga um fjöleignarhús sem lögfest voru 1994, sem og frumvarp til húsaleigulaga sem lögfest voru sama ár.

Sigurður sat  í stjórn Lögfræðingafélags Íslands og kjaranefnd Lögmannafélags Íslands, ásamt því að sinna kennslu við lagadeild Háskóla Íslands.
Eiginkona Sigurðar Helga var Herdís Pétursdóttir, fædd árið 1950, dáin 2012.
Eftirlifandi unnusta hans er Marilyn Herdís Mellk.

Sigurður lætur eftir sig fjögur börn: Helgu Pálínu, Friðjón, Bjarna Magnús og Gunnhildi Berit. Barnabörnin eru sjö. Útför Sigurðar Helga verður frá Hallgrímskirkju 18. september kl. 13.

Slagsmálahundar í sárum – Óviðræðuhæfur og dópaður ökufantur settur í fangaklefa

Lögreglan á vakt.

Nóttin sem er að baki einkenndist af brotlegum ökumönnum sem ýmist voru drukknir eða dópaðir á ferðinni í myrkrinu. Fjórar manneskjur gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Lögregla var kölluð til vegna líkamsárásar en þar höfðu tveir aðilar verið að slást. Báðir eru slagsmálahundarnir grunaðir um að hafa veitt hinum áverka. Skýrsla tekin af þeim og rituð vegna málsins.

Ökumaður var  stöðvaður í akstri þar sem lögregla ætlaði að kanna með ástand og réttindi hans. Í ljós kom að hann  var undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna auk umferðarlagabrota. Maðurinn var óviðræðuhæfur vegna ástands síns. Hann var læstur inni í fangageymslu þangað til að hægt verður að ræða við hann vegna málsins.

Ökumaður var stöðvaður í austurborginni á hraða sem nam 107 kílometrum á klukkustund þar hámarkshraði er 50 kílómetra. Ökufanturinn reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum.
Ökumaður var  stöðvaður grunaður um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Lögregla hafði þá leitað hans vegna annars máls og var hann fangelsaður í þágu rannsókna þess máls.

Ungur Íslendingur bjargaði palestínskum krökkum frá grjótkasti – Færður til yfirheyrslu

Hebron á Vesturbakkanum

Í mars 2007 var ungur íslenskur aðgerðarsinni færður til yfirheyrslu í Hebron, eftir að hann forðaði palestínskum skólakrökkum frá grjótkasti ísraelskra jafnaldra sinna.

Haukur Hilmarsson, einn mesti hugsjónamaður Íslandssögunnar að margra mati, var færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Hebron, Vesturbakkanum í Palestínu í mars árið 2007. Hafði hann verið með danskri vinkonu sinni á gangi í palestíngu borginni Hebron, og séð hvar ísraelskir unglingar grýttu palestínsa jafnaldra sína sem voru á leið í skólann. Kom þá að ísraelsk kona, en í Hebron býr fjölmargt landtökufólk, og veittist að Hauki og vinkonu hans. Kallaði hún þau meðal annars Hitler og nasista. Vegfarendum leist ekki á blikuna og kölluðu á lögregluna. Voru þau látin dúsa fyrir utan lögreglustöðina í vetrarkuldanum í þrjár klukkustundir. Haukur hafði tekið allt saman upp á myndbandstökuvél en þrátt fyrir það var þeim ekki sleppt fyrr en sex, sjö klukkustundum síðar.

DV fjallaði um málið á sínum tíma:

Haukur Hilmarsson beið í kuldanum í þrjá tíma á palestínskri lögreglustöð:

Íslendingur til yfirheyrslu á Vesturbakkanum

Haukur Hilmarsson, tvítugur Hafnfirðingur, lenti í lögreglumáli í Palestínu á sunnudagskvöld þegar dönsk vinkona hans skarst í leikinn þar sem ísraelskir unglingar grýttu palestínska jafnaldra sína. Ísraelsk kona, sem bar að þegar þetta gerðist, veittist því næst að Hauki og Önnu Maríu, vinkonu hans, með bölbænum og reiðilestri á hebresku. Vegfarendum hætti að lítast á blikuna og kvöddu lögreglu til. Haukur og Anna María samþykktu af fúsum og frjálsum vilja að fylgja lögreglumönnunum á stöðina til að gefa skýrslu en máttu bíða úti í vetrarkuldanum í þrjá tíma áður en þau komust að hjá lögreglumönnunum.

Kallaði þau nasista

Konan brást hin reiðasta við því að Norðurlandabúarnir skyldu skipta sér af. „Hún sakaði Önnu Maríu um að ráðast á sig,“ segir Haukur. „Við þurftum samt að hringja á einhvern sem gæti túlkað fyrir okkur og fengum þá nasasjón af ljótri ræðu.“ Meðal fúkyrðanna sem hún jós yfir Hauk og Önnu Maríu var „nasistar, Hitler og hypjið ykkur aftur til Auschwitz.“ Haukur hélt áfram að mynda atganginn á myndbandsupptökuvél sem hann á og var hann beðinn um að skila upptökunni inn til lögreglunnar lögreglunnar sem sönnunargagni.

Grjótkast algengt í Hebron

Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína kannast vel við bæinn Hebron og segir grjótkast þar algengt. „Landtökubyggðirnar í Hebron eru sérstaklega illkynjaðar. Þetta er svo sem ekki stór hópur en þetta eru sérstaklega börn landtökumannanna sem kasta grjóti í palestínsku börnin og í útlendinga. Það hafa líka orðið slys út af þessu, það var til dæmis einn Skandinavi sem lenti í grjótkasti nýlega. Sá fékk hnullung í hausinn og var fluttur á sjúkrahús. Þess vegna hafa vegfarendurnir líklega kallað á lögregluna.“ Sveinn Rúnar var í Hebron síðast í janúar og segir ástandið þar sífellt fara versnandi. „Herinn horfir yfirleitt bara á. Hjálparstofnanir hafa meðal annars það verkefni að fylgja palestínskum börnum í skólann, þar sem þau þora sum ekki að labba ein. Mjög margir Palestínumenn hafa séð sér þann kost vænstan að flytja burt.“

Blessuð sé minning Hauks Hilmarssonar

Hér má svo sjá viðtal við Hauk hjá Stöð 2, eftir að hann kom heim úr svaðilförinni í Palestínu.

Baksýnisspegill þessi birtist síðast á vef Mannlífs þann 22. nóvember 2023.

Ragnar skýtur fast á bankana: „Þetta er allt að koma segir fjármálaráðherra!!“

|
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson skýtur föstum skotum á fjármálaráðherra og bankana í ljósi vaxtahækkana Arion banka.

Verkalýðsforinginn Ragnar Þór Ingólfsson er ekki ánægður með Arion banka frekar en margir aðrir eftir að bankinn tilkynnti um 15 prósent vaxtahækkun.

„Þetta er allt að koma segir fjármálaráðherra!!

Bankarnir eru í óða önn að leggja sitt af mörkum til samfélagsins, í að ná niður vöxtum og verðbólgu, hratt og vel.“ Þannig hefst kaldhæðin færsla Ragnars Þórs sem hann birti á Facebook í dag. Og heldur síðan áfram:

„Arion banki ríður á vaðið með því að hækka vexti um 15%.
Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir hækki um 0,50 prósentustig og verði 4,74 prósent.
Þá hækki verðtryggðir breytilegir kjörvextir um 0,75 prósentustig og verði 6,2 prósent. Kjörvextir eru lægstu útlánsvextir lánastofnana. Þeir eru notaðir þegar lánaáhætta er lítil eða engin að mati lánastofnunar.“

Að lokum segir hann að verðtryggð lán til neytenda sé ólögleg í flestum löndum:

„Þess má geta að húsnæðisvextir í Svíþjóð fóru hæst í 4,4% óverðtryggt (Að sjálfsögðu).
Í landi tækifæranna er gott að búa… Ef þú tilheyrir ríkasta minnihluta þjóðarinnnar.
Við erum að borga mun hærri verðtryggða vexti af húsnæðislánum en býðst á óverðtryggðum vöxtum í samanburðarlöndum þar sem verðtryggð lán til neytenda eru í flestum löndum ólögleg.“

Alls 2020 bíða eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna – Tveir ráðherrar svara ekki umboðsmanni

Salvör Nordal, umboðsmaður barna - Mynd: Skjáskot N4

Umboðsmaður barna birtir nú í sjötta sinn upplýsingar um bið barna eftir þjónustu.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá umboðsmanni barna að löng bið eftir þjónustu við börn hafi verið viðvarandi vandamál til margra ára. Frá því í desember 2021 hefur umboðsmaðurinn staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum, með það að markmikið að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna.

Eftirfarandi samstarfsaðilar verkefnisins eru: Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,  Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH,  Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóli  Barnaspítalans og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.  

Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu umboðsmanns barna. Segir þar að liður í því sé að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila. „Hluti af þeirri vinnu er að gera aðgengilegar á einum stað  upplýsingar um þann fjölda barna sem bíður eftir tiltekinni þjónustu hverju sinni.  Upplýsingarnar eru uppfærðar á sex mánaða fresti til að fylgjast með þróuninni,“ segir í fréttatilkynningunni.

Von umboðsmannsins er sú að birting upplýsinganna muni varpa ljósi á raunverulega söðu barna í íslensku samfélagi og verði þannig stjórnvöldum hvatning til að bregðast við og bæta úr. Þá er söfnun og birting upplýsinganna jafnfram liður í því hlutverki umboðsmanns barna að stuðla að frekari innleiðingu Barnasáttmálans.

Það er von umboðsmanns barna að birting þessara upplýsinga muni varpa ljósi á raunverulega  stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvatning til aðgerða og úrbóta. Söfnun  og birting upplýsinganna er jafnframt liður í því hlutverki umboðsmanns að stuðla að frekari  innleiðingu Barnasáttmálans.

Helstu niðurstöður umboðsmannsins er sú að 2020 börn bíða hjá Geðheilsumiðstöð barna og 1727 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði. Áætlaður biðtími eftir athugun vegna gruns um ADHD er að minnsta kosti 24 mánuðir og 34 mánuðir vegna gruns um einhverfu. Þá bíða 626 börn eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð en meðaltími er yfir 20 mánuðir. Alls hafa 553 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bíða 209 börn eftir að komast að hjá sálfræðingi og  meðalbiðtími er 203 dagar. Þá kemur einnig fram í fréttatilkynningunni að hjá göngudeild BUGL bíða 47 börn og meðalbiðtími er 1,8 mánuður. Þá hafa 3 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Hundrað börn bíða svo eftir þjónustu Heilsuskólans en meðalbiðtími eru 12 mánuðir og 84 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði.

Fram kemur í tölvupósti frá umboðsmanni barna að tveir ráðherrar ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi ekki svarað fyrirspurnum umboðsmannsins. „Þann 11. mars 2024 sendi umboðsmaður barna bréf til dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra þar sem umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um hvernig ráðherrar hyggist bregðast við viðvarandi bið barna eftir þjónustu. Svar barst frá heilbrigðisráðherra 9. júlí sl. en svar hefur hvorki borist frá dómsmálaráðherra né mennta- og barnamálaráðherra.“

Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynninguna í heild sinni:

Fréttatilkynning:  

Bið barna eftir þjónustu, nýjar tölur 

Umboðsmaður barna birtir nú í sjötta sinn upplýsingar um bið barna eftir þjónustu. 

Löng bið eftir þjónustu við börn hefur verið viðvarandi vandamál til margra ára. Með það að  markmiði að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna hefur umboðsmaður barna, frá því í  desember 2021, staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir  þjónustu hjá tilteknum aðilum. 

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,  Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH,  Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóli  Barnaspítalans og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.  

Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur  það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna. Liður í því er að afla og  miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni  í samvinnu við ýmsa aðila. Hluti af þeirri vinnu er að gera aðgengilegar á einum stað  upplýsingar um þann fjölda barna sem bíður eftir tiltekinni þjónustu hverju sinni.  Upplýsingarnar eru uppfærðar á sex mánaða fresti til að fylgjast með þróuninni. 

Það er von umboðsmanns barna að birting þessara upplýsinga muni varpa ljósi á raunverulega  stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvatning til aðgerða og úrbóta. Söfnun  og birting upplýsinganna er jafnframt liður í því hlutverki umboðsmanns að stuðla að frekari  innleiðingu Barnasáttmálans. 

Helstu niðurstöður: 

  • Það bíða 2020 börn hjá Geðheilsumiðstöð barna og 1727 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði. Áætlaður biðtími eftir athugun vegna gruns um ADHD er að minnsta kosti 24 mánuðir og 34 mánuðir  vegna gruns um einhverfu. 
  • Það bíða 626 börn eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð, meðalbiðtími er yfir 20 mánuðir.  Þá hafa 553 börn beðið lengur en þrjá mánuði. 
  • Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bíða 209 börn eftir að komast að hjá sálfræðingi og  meðalbiðtími er 203 dagar. 
  • Hjá göngudeild BUGL bíða 47 börn og meðalbiðtími er 1,8 mánuður. Þá hafa 3 börn beðið lengur en  þrjá mánuði. 
  • Það bíða 100 börn eftir þjónustu Heilsuskólans, meðalbiðtími eru 12 mánuðir og 84 börn hafa beðið  lengur en þrjá mánuði.

Nýjar upplýsingar og samanburður 

Upplýsingar um bið barna eftir þjónustu eru aðgengilegar á vefsíðunni barn.is1 Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 

Í byrjun júlí sl. biðu 418 börn eftir þjónustu hjá Heyrnar- og talmeinastöð. Þessi börn bíða  nær öll eftir heyrnarmælingu og sum einnig eftir annarri þjónustu heyrnarfræðinga eða lækna.  Meðalbiðtími fyrir börn undir fjögurra ára aldri var 4 mánuðir og minna en 2 mánuðir fyrir  eldri börn. Í lok janúar sl. biðu 553 börn hjá Heyrnar- og talmeinastöð. 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er miðstöð þekkingar í heyrnar- og talmeinum á Íslandi. Þar  er veitt þjónusta á landsvísu, þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með mál og  talmein. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 

Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa 40 börn haft stöðu brotaþola í kynferðisbrotamáli og 63 í  ofbeldisbrotamáli. Þá hafa 8 börn haft stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli og 79 í  ofbeldisbrotamáli. Hér þarf að gera fyrirvara þar sem um er að ræða bráðabirgðatölur sem  geta tekið breytingum aftur í tímann. 

Barna- og fjölskyldustofa  

Upplýsingar um bið barna eftir úrræðum á vegum BOFS eru frá 1. september 2024. Úrræði á  vegum BOFS eru MST, Stuðlar, Bjargey, styrkt fóstur og Barnahús. 

  • MST – Það biðu 24 börn eftir þjónustu MST teymis og meðalbiðtími var 89 dagar. Þá  höfðu 3 börn beðið lengur en þrjá mánuði.  

MST er meðferðarúrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu fyrir fjölskyldur barna á  aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. 

  • Stuðlar – Það biðu 5 börn eftir þjónustu meðferðardeildar Stuðla, meðalbiðtími var 53 dagar. 

Stuðlar eru meðferðarstöð fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára, Stuðlar skiptast í þrjár  deildir, neyðarvistun, meðferðardeild og stuðningsheimilið Fannafold. 

  • Bjargey – Það beið 1 barn eftir plássi á Bjargey og meðalbiðtími var 34 dagar. 

Bjargey er langtímameðferðarheimili sem er ætlað stúlkum og kynsegin. Meginmarkmið  meðferðarheimilisins er einkum að veita sérhæfða meðferð vegna alvarlegra  hegðunarerfiðleika og vímuefnaneyslu. 

  • Styrkt fóstur – Það biðu 6 börn eftir því að komast í styrkt fóstur og meðalbiðtími var  59 dagar. 

1 https://www.barn.is/barnasattmalinn/bid-eftir-thjonustu/upplysingar-um-bid-eftir-thjonustu-1

Styrkt fóstur er þegar þörf er fyrir sérstaka umönnun og þjálfun barns á fósturheimili í  takmarkaðan tíma, að hámarki tvö ár. Gjarnan er um að ræða börn sem eiga við íþyngjandi  tilfinninga- og hegðunarvanda að etja sem ekki hefur tekist að vinna bug á með öðrum og  vægari hætti. 

Ráðgjafar- og greiningarstöð 

Í ágúst 2024 beið 381 barn á aldrinum 0-6 ára eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og  greiningarstöð, meðalbiðtími var 22,8 mánuðir og 333 börn höfðu beðið lengur en þrjá  mánuði. Jafnframt biðu 245 börn á aldrinum 6-18 ára eftir þverfaglegri greiningu.  Meðalbiðtími í þeim aldurshópi var 20 – 22 mánuðir og 220 börn höfðu beðið lengur en þrjá  mánuði. 

Þeim börnum sem bíða eftir þjónustu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar hefur fjölgað nokkuð frá því umboðsmaður kallaði fyrst eftir þessum upplýsingum í desember 2021. Þá biðu 226 börn hjá sviði yngri barna (0-6 ára) og 100 börn hjá sviði eldri barna (6-18 ára). Samtals biðu  því 326 börn í desember 2021 en nú bíða 714 börn. 

Hlutverk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er að tryggja að börn með alvarlegar  þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur  úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. 

Barna- og unglingageðdeild (BUGL) 

Í lok ágúst 2024 biðu 43 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL (teymi A og B), af þeim  beið 1 barn eftir þjónustu transteymis. Meðalbiðtími var 1,8 mánuður og 8 börn höfðu beðið  lengur en þrjá mánuði. Þar að auki biðu 4 börn eftir átröskunarmeðferð göngudeildar. Hér er  um að ræða nokkra aukningu frá því í febrúar sl. en þá biðu 19 börn eftir þjónustu  göngudeildar og 3 hjá átröskunarteyminu.  

Göngudeild barna- og unglingageðdeildar veitir börnum og unglingum að 18 ára aldri  þjónustu vegna geð- og þroskaraskana. 

Geðheilsumiðstöð barna  

Í ágúst 2024 biðu 2020 börn hjá Geðheilsumiðstöð barna og 1727 börn höfðu beðið lengur en  þrjá mánuði. Þar af biðu 615 börn eftir athugun vegna gruns um einhverfu og meðalbiðtími  var að minnsta kosti 34 mánuðir. Þá biðu 1124 börn eftir athugun vegna gruns um ADHD  með eða án einhverfu og 966 börn höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Þeim börnum sem bíða  eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna  kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021 en þá biðu 738  börn. 

Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs heilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir börn að  18 ára aldri. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda  barna og unglinga.

Heilsuskólinn 

Það biðu 100 börn eftir því að komast að hjá Heilsuskólanum í lok ágúst 2024. Meðalbiðtími  var 12 mánuðir og 84 börn höfðu beðið lengur en 3 mánuði. 

Heilsuskóli Barnaspítalans þjónar öllu landinu og aðstoðar börn og fjölskyldur þeirra sem eru  2,5 staðalfrávikum fyrir ofan meðalkúrfu í BMI eða börn sem hafa verið með mikla  þyngdaraukningu á stuttum tíma. Í Heilsuskólanum eru fjölskyldum kenndar aðferðir til að  takast á við þyngdarstjórnun og viðhalda breytingum ásamt því að bæta lífsgæði til lengri  tíma. Leitast er við að hvetja börnin áfram með styðjandi hætti ásamt því að veita ráðgjöf um  mataræði og hreyfingu. 

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 

Í ágúst biðu 209 börn eftir þjónustu sálfræðings hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og  meðalbiðtími var 203 dagar. Þá höfðu 154 börn beðið lengur en þrjá mánuði. 

Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum veita börnum meðferð vegna hegðunar- og  tilfinningavanda ásamt því að veita foreldrum þeirra ráðgjöf. Læknir á heilsugæslustöð þarf  að senda tilvísun til sálfræðings til nánara mats ásamt því að upplýsa um áætlaðan biðtíma. 

Talmeinafræðingar 

Sjúkratryggingar Íslands gerðu úttekt á stöðu barna sem biðu eftir þjónustu talmeinafræðinga  í desember 2021 en þá voru 3.701 barn skráð á biðlista, þar af voru 947 börn skráð á fleiri en  einum stað. Flest börn á biðlistum höfðu beðið í 0 – 6 mánuði (eða um 30%) en um 11%  höfðu beðið lengur en 2 ár. Engar haldbærar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þróunin  hefur verið frá árinu 2021 þar sem biðlistar og kerfi eru ekki samræmd. Að mati  umboðsmanns barna ber stjórnvöldum að grípa til aðgerða með það að markmiði að koma í  veg fyrir að börn þurfi að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þar til því markmiði verður  náð ber stjórnvöldum að sjá til þess að hægt sé að nálgast upplýsingar með reglubundnum  hætti um það hversu mörg börn séu á biðlistum eftir þessari þjónustu. Slík upplýsingaöflun er  grundvallarforsenda þess að hægt sé að leggja mat á stöðuna hverju sinni og grípa til  viðeigandi aðgerða 

Umboðsmaður barna sendi heilbrigðisráðherra bréf 26. febrúar sl. þar sem óskað var eftir  upplýsingum um hvort það standi til að koma á miðlægum biðlistum eftir þjónustu  talmeinafræðinga fyrir börn. Svar hefur ekki borist.

Styrktarsjóður í nafni Violetu Mitul stofnaður – Fjölmennt á minningarathöfnina á Vopnafirði

Fjölmennt var á minningarathöfninni. Ljósmynd: Urður Steinnunn Önnudóttir Sahr en hún gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar.

Fjölmenni var á minningarathöfn um moldóvsku knattspyrnukonuna Violetu Mitul á Vopnafirði fyrir viku en hún lést af slysförum í fyrra. Ungmennafélagið Einherji hefur nú stofnað styrktarsjóð í hennar nafni.

Blessuð sé minning Violetu

Sjóðnum er ætlað að styrkja efnaminni fjölskyldur á Vopnafirði svo hægt sé að tryggja að börn þeirra geti stundað íþróttir. Undanfarið hafa stuðningsmenn Einherja gefið stofnframlag í sjóðinn en einnig er verið að spá í að halda knattspyrnumót í minningu Violetu.

„Hennar fjölskylda þurfti að færa fórnir þannig að Violeta gæti stundað knattspyrnu. Stuðningsmenn hafa gefið í sjóðinn og það er enn tekið við framlögum,“ segir Víglundur Páll Einarsson, formaður Einherja og þjálfari meistaraflokks kvenna í samtali við Austurfrétt.

Þann 4. september í fyrra lést Violeta eftir að hún hrapaði fram af kletti á Vopnafirði, aðeins 26 ára gömul. Á bjargbrúninni er búið að koma upp litlum minningarreit en í vor hjarta úr blómum gróðursett og við minningarathöfn þar fyrir viku var bekk komið upp þar einnig. Nafn Violetu er letrað á bekkinn og minningarorð á móðurmáli hennar og á íslensku, að því er fram kemur í umfjöllun Austurfréttar. Þar kemur einnig fram að öryggismál við klettana hafi verið löguð, strax eftir banaslysið.

Athöfnin í síðustu viku hófst á minningarorðum og tónlistarflutningi. Þá var kveikt á kertum sem mynduðu númerið á knattspyrnutreyju Violetu hjá Einherja, 11. Aukreitis hanga treyjur með nafni hennar og númeri, bæði í vallarhúsi knattspyrnuvallarins og búningsklefa Einherja en liðið notaði ekki númerið hennar í sumar.

Bekkur til að minnast Violetu.
Ljósmynd: Urður Steinnunn Önnudóttir Sahr en hún gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar.

Við íþróttavöllinn hélt minningarathöfnin áfram þar sem fjölskylda Violetu, sem kom sérstaklega til Íslands til að taka þátt, gróðursetti tré til minningar um Violetu. Var athöfnin fjölsótt en á sjöunda tug fólks skrifaði nöfn sín í gestabók.

Fallegur minningarreitur.
Ljósmynd: Urður Steinnunn Önnudóttir Sahr en hún gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar.

Segir Víglundur Páll það skipta máli fyrir bæði fjölskylduna og Vopnfirðinga að minningu Violetu sé haldið á lofti. „Við reynum að gera okkar besta til að minnast hennar. Við vitum að það skiptir fjölskyldu hennar miklu máli. Við erum líka með nánast sama leikmannahóp og í fyrra þannig að minningin um hana er sterk.“

Frá minningarathöfninni.
Ljósmynd: Urður Steinnunn Önnudóttir Sahr en hún gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til birtingar.

Skýrsla Þórhildar Sunnu verður borin upp til atkvæða í Evrópuráðsþinginu: „Ég er gríðarlega stolt“

Vladimir og Þórhildur Sunna. Ljósmynd: Facebook

Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur náði þeim merka áfanga í gær að koma skýrslu sinni um varðhaldið á Julian Assange í umræður og kosningu á Evrópuráðsþinginu í París.

„Sumir dagar eru einfaldlega betri en flestir í alþjóðastarfinu! Í dag náði skýrsla mín um varðhaldið á Julian Assange fram að ganga á fundi laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins í París.“ Þannig hefst færsla Píratans Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur enda ærin ástæða til að benda á þennan merka árangur. Og hún heldur áfram:

„Skýrslan staðhæfir að Julian Assange hafi verið pólitískur fangi þar til hann var leystur úr haldi í sumar og að meðferðin á honum hafi haft kælandi áhrif á tjáningarfrelsi og sérstaklega fjölmiðlafrelsi um heim allan. Þetta var alls ekki sjálfgefin niðurstaða enda mál hans umdeilt og hápólitískt hér í Evrópuráðinu sem og annars staðar. Ég er því gríðarlega stolt af því að þessi áfangi sé í höfn.“

En hvað þýðir þetta nákvæmlega?

„Skýrslan er nú formlega orðin að skýrslu laga- og mannréttindanefndarinnar og hún verður rædd og borin upp til atkvæða í Evrópuráðsþinginu í byrjun október næstkomandi og ég er bjartsýn á að það takist miðað við stuðninginn í nefndinni í morgun,“ skrifar Þórhildur Sunna í færslunni í gær.

Í færslunni talar Pírataþingkonan einnig um vin sinn sem hún fékk að hitta eftir fundinn en það er fyrrum pólitíski fanginn Vladimir Kara-Murza sem nýlega var sleppt úr fangabúðum Síberíu.

„Eftir samþykkt skýrslunnar minnar fékk ég síðan bestu gjöf dagsins, að hitta vin minn og fyrrum pólitíska fangann Vladimir Kara-Murza og Evgeniu konu hans sem ég hef unnið náið með á meðan hann var í rússnesku fangelsi. Nú er Vladimir frjáls maður og ávarpaði nefndina okkar, rétt eins og hann gerði fyrir 2 árum, aðeins örfáum dögum áður en hann var handtekinn í Moskvu og síðar dæmdur til 25 ára vistar í harðneskjulegum fangabúðum í Síberíu. Vladimir var meðal þeirra fanga sem fengu frelsi sitt í gegnum fangaskipti milli Rússlands og Bandaríkjanna, Þýskalands og fleiri ríkja.“

Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni:

Það mun kosta hundruð milljarða dollara að endurreisa Gaza – Tekur 15 ár að fjarlægja rústirnar

Eyðileggingin er gríðarleeg á Gaza.

Það mun kosta milljarða dollara til að endurreisa Gaza þegar stríðinu lýkur, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna.

SÞ hafa varað við því að það gæti tekið 15 ár að fjarlægja 40 milljónir tonna af rústum á Gaza eftir loftárásir Ísraelshers og kostað 500-600 milljónir dollara.

Endurreisn eyðilegra heimila Gaza mun ekki ljúka fyrr en í fyrsta lagi árið 2040 eða jafnvel ekki fyrr en eftir áratugi. Palestínsk gögn sýna að um 80.000 heimili hafa eyðilagst í árásunum.

Áætlað tjón á innviðum nemur alls 18,5 milljörðum dala, sem hefur áhrif á íbúðarhúsnæði, verslanir, iðnað og nauðsynlega þjónustu eins og menntun, heilsugæslu og orku. Gazaborg hefur tapað næstum allri vatnsframleiðslugetu sinni, þar sem 88 prósent vatnsbrunna og 100 prósent afsöltunarstöðva hafa skemmsst eða eyðilagst, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu Oxfam.

Ríkisfjölmiðlaskrifstofa Gaza tilkynnti í ágúst um eyðileggingu á 200 ríkisstofnunum, 122 skólum og háskólum, 610 moskum og þremur kirkjum.

Crisis Evidence Lab hjá Amnesty International, sem undirstrikar umfang eyðileggingarinnar meðfram austurmörkum Gaza, sagði frá því í maí 2024 að meira en 90 prósent bygginga á svæðinu, þar á meðal um 3.500 mannvirki, hafi annað hvort verið eyðilögð eða mikið skemmd.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Anna er orðin kisupía: „Það þykir öllum ofurvænt um Knúsu“

Anna Kristjánsdóttir. Ljósmynd: Facebook

Anna Kristjánsdóttir fræðir vini og aðdáendur sína allt um uppáhalds dýrið sitt, köttinn Knúsu, sem lent hefur í ýmsu á sinni löngu ævi.

Í nýjust dagbókarfærslu sinni birtir Anna Kristjánsdóttir ljósmyndir af kettinum Knúsu og segir frá raunum hennar. Tilefnið er það að Anna er nú orðin kisupía.

„Þá er komið að því. Inga er farin til Íslands í stutta heimsókn og mér hefur veist sá heiður að gæta velfarnaðar Knúsu á meðan. Fyrir ykkur sem ekki vitið, þá er Knúsa af kisuættum sennilega um 13 ára gömul og hefur marga fjöruna sopið á sinni löngu ævi. Eftir ýmsar hremmingar sem hún lenti í á yngri árum á Íslandi, þá varð hún fyrir árás stórs hunds sumarið 2021 sem nánast sleit hana í sundur. Ég skutlaði Ingu með kisuna nær dauða en lífi á dýraspítalann þar sem hún var svæfð og röntgenmynduð í bak og fyrir og það merkilega kom í ljós að það voru engin bein brotin og engin innri líffæri sjáanlega skemmd, en húðin var mjög illa farin og skurður yfir hana þvera, kannski um 30 cm langur sem er býsna mikið á litlu kisugreyi.“ Þannig hefst færsla Önnu sem síðan segir frá eftirmálunum:

„Hún var í heilan dag í meðferð á dýraspítalanum Centro Veterinario el Madroñal í Adeje, en þegar ljóst var að hún ætlaði ekki að deyja í höndum dýralæknanna fékk hún að fara heim. Næstu tvo mánuðina á eftir fór ég um 23 ferðir á dýraspítalann með hana, en auk þess fór hún nokkrar ferðir á spítalann með Einari og Dísu ef ég var ekki nálæg. Aðgerðirnar urðu fjórar, en í hin skiptin fór hún til að taka úr sauma og til eftirlits.

Það þarf víst varla að taka fram að starfsfólki dýraspítalans var farið að þykja jafnvænt um Knúsu og okkur hinum.“

Eftir að Knúsa var útskrifuð tók ekki betra við að sögn Önnu:

„Hún var loks útskrifuð um haustið, en þá tók ekki betra við, því Knúsa fann sér nýjan stað til að skemmta sér á, hótelbarinn á Arona Gran þar sem hún sat öll kvöld og mjálmaði frægðarsögur af sjálfri sér, en borgaði enga reikninga og var brátt komin í stórskuld við hótelbarinn.“

Fór svo að lokum að kattargreyið var sett í bann á Arona Gran-barnum og eigandinn neyddist til að gera Knúsu að inniketti, sem hafði sínar afleiðingar:

„Að endingu var hún sett í bann á Arona Gran og Ingu tilkynnt að ef Knúsa kæmi þangað aftur, yrði hún sótt af lögreglu og kastað í þá dýpstu dýflissu sem fannst á Tenerife ef ekki eitthvað enn verra. Eftir það neyddist Inga til að gera Knúsu að innikisu, en ef hún fór út á svalir, varð að hafa hana í beisli svo hún hlypi ekki í burtu og á barinn.
Það er erfitt að gera atorkusama kisu að innikisu og því hljóp Knúsa í spik næsta árið á eftir og var brátt að verða 8 kg, en mér skilst að með núverandi megrunarfæði sé hún eitthvað að grennast.“
Bætir Anna við að lokum: „Það þarf engan að undra að öllum sem kynnst hafa Knúsu þykir ofurvænt um hana.“

Hér má svo sjá ljósmynd af Knúsu:

Rakel fór brotin út í lífið eftir stöðuga höfnun í skólakerfinu: „Vildi ekki lifa lengur“

Rakel Hlynsdóttir

Rakel Hlynsdóttir einkaþjálfari segir stöðuga höfnun í menntakerfinu hafa litað æsku sína og að það hafi tekið mörg ár að vinda ofan af því. Rakel, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist aldrei hafa passað inn í kerfið og að hún hafi stöðugt upplifað að hún væri ekki nóg: 

„Ég fékk greiningu 10 ára gömul, þá með ADD, en síðar ADHD. Mamma mín, sem átti tvö börn fyrir barðist fyrir því. Hún sá strax að ég var talsvert öðrusvísi og mjög aktív. Ég fór ekki á lyf fyrr en ég var 12 ára, en það tók langan tíma að ná einhverju jafnvægi þar, af því að lyfin tóku mikið af persónuleikanum hjá mér og ég varð flöt af þeim. Ég passaði engan veginn inn í skólakerfið og vildi bara vera að hreyfa mig og skapa. En var bara skipað að setjast á stól og gera stærfræði. Manni leið einhvern vegin alltaf illa í skólanum og það var aldrei verið að vinna með manni. Mér finnst almennt eins og að við hljótum að geta mætt börnum betur inn í skólakerfinu og vinna með styrkleikana þeirra. Það er ekki lögmál að allir þurfi að vera góðir í stærðfræði og þér á ekki að líða illa ef það er eitthvað sem þú átt erfitt með að læra. Ég er mjög fegin að dóttir mín passar betur inn í kerfið en ég, af því að ég man enn eftir höfnuninni sem ég fékk alls staðar og fannst ég aldrei nóg. Ég veit að fólkið sem vinnur inn í kerfinu er að gera sitt besta, en það er ekki gott að barn upplifi stanslausa höfnun inni í menntakerfinu,“ segir Rakel og heldur áfram:

„Mér líður stundum eins og ég hafi farið pínu brotin út í lífið af því að mér var stanslaust sagt að ég væri ekki nógu góð. Það tók mig mörg ár að átta mig á því að ég væri nóg á mjög mörgum sviðum þó að ég hafi ekki passað inn í eitthvað stíft kerfi. Ég trúði því í mörg ár að ég væri heimsk og ómöguleg bara af því að ég var ekki góð í ákveðnum fögum í skólanum. Það má eiginlega segja að íþróttirnar hafi bjargað lífi mínu. Þar fann ég mig og var góð og komst í úrtak í landsliðið og fleira sem fékk mig til að fara að trúa á sjálfa mig.“

Rakel æfði handbolta í mörg ár og stundaði alls kyns hreyfingu og á endanum ákvað hún ákvað að mennta sig sem styrktarþjálfari. En vegferð hennar tengd ADHD og lyfjum var alls ekki komin á endastöð:

„Eftir að ég eignaðist stelpuna mína og ákvað að mennta mig í Keili fór ég aftur á lyf og þá fannst mér þau virka vel. En svo fattar maður að lyf eru aldrei nein töfralausn og ef maður tekur ekki á öðrum þáttum samhliða lendir maður í vandræðum. Til að gera langa sögu stutta enda ég á því að fara á of stóran skammt af ADHD lyfjunum í samráði við geðlækni og þá fóru hlutirnir mjög hratt niður á við. Allt í einu var mér farið að líða eins og ég vildi ekki lifa og ég gat ekki sofið og á 3 mánuðum var ég bara komin á mjög slæman stað,“ segir Rakel og heldur áfram:

„Ég man þegar ég heyrði í vinkonu minni og sagði henni að ég vildi bara deyja. Ég var búin að vera með grímu út á við, en vanlíðanin var orðin gríðarleg og svo gat ég bara ekki lengur haldið áfram. Vinkona mín fór með mig á á bráðamótttöku geðdeildar, þar sem ég lagði allar varnir niður og sagði þeim að ég gæti ekki meira. Þar var farið yfir lyfin hjá mér og þau sáu strax að ég hafði verið á of stórum skammti af ADHD lyfjum sem gerðu það að verkum að ég var bara hætt að sofa, víruð og í raun hætt að vera ég sjálf. Ég trúi því að heilbrigðisstarfsfólk sé alltaf að gera sitt besta og að læknirinn sem skrifaði upp á lyfin fyrir mig hafi verið að gera sitt besta. En það er augljóst að þessi risaskammtur af lyfjunum hafði haft mjög slæm áhrif. En eftir þetta hófst alvöru bati hjá mér. Ég komst inn hjá geðteyminu á Selfossi og byrjaði í endurhæfingu og hægt og rólega fór ég að ná alvöru bata. Ég var í endurhæfingu í meira en ár og það er í raun það besta sem hefur komið fyrir mig. Ég fékk tækifæri til að stilla líf mitt upp á nýtt og endurskipuleggja marga hluti.“

Rakel starfar sem einkaþjálfari og styrktarþjálfari og vinnur líka með eldri borgurum í Hveragerði. Hún segir fólk kunna að meta hreinskilni og að upp til hópa hafi fólk ekki áhuga á að vera fórnarlömb og vilji taka ábyrgð á lífi sínu:

„Þegar maður hefur upplifað alvöru þunglyndi fær maður aðra sýn á tilveruna og meiri samkennd með öðru fólki. En það er þunn lína á milli þess að vera í sjálfskærleika eða sjálfsvorkun. Fólk sem festist í þunglyndi þarf stundum á því að halda að gleyma sér og fá heiðarlega endurgjöf. Það sem gaf mér mest þegar lífið var sem erfiðast var að gleyma sjálfri mér og jafnvel vera til staðar fyrir aðra. Maður ber á endanum fulla ábyrgð á sjálfum sér og ég er alltaf að læra það betur og betur að sjálfsábyrgð er lykilatriði í lífinu, enda er það ekki gott til lengdar að festast í að vera fórnarlamb. Þegar ég vinn með fólki vinn ég með það að fólk taki fulla ábyrgð á sjálfu sér, án þess að rífa sig niður fyrir það sem mætti vera öðruvísi. En þegar ég fer yfir vegferðina mína er ég þakklát fyrir allt sem ég hef upplifað og það hefur gert mig að stærri manneskju.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Rakel og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

 

Bjarkey vill breyta lögum um sjávarútveginn – Innviðaleið í stað almenns byggðarkvóta

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd: Facebook

Matvælaráðherra Íslands, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vill breyta lögum um sjávarútveginn.

Fram kemur á vef stjórnarráðsins að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, muni leggja fram tillögur á komandi þingi að breytingum á lögum er varða sjávarútveginn. Byggja breytingarnar meðal annars á þeim tillögum sem starfshópar verkefnisins Auðlindin okkar lögðu fram í nóvember í fyrra í svokallaðri samráðsgátt stjórnvalda. Auk þess er fyrirhugað að leggja fram tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu en drög að þeirri stefnu hafa aukreitis verið lagðar fram í samráðsgátt stjórnvalda.

Í haust verða áformaðar breytingar kynntar í samráðsgátt en breytingarnar snúa meðal annars að ákvæðum er snerta gagnsæi og tengdra aðila, strandveiðum, verndarsvæðum í hafi, Verkefnasjóð sjávarútvegsins auk breytinga á lögum um veiðigjald sem taka mið af fjármálaáætlun 2025-2029, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Einnig hefur innviðahópur sem skipaður var af matvælaráðherra í apríl á þessu ári, unnið að útfærslu innviðaleiðar í stað almenns byggðarkvóta. Stefnt er að því að hópurinn skili tillögum í þessum mánuði.

Þá verður áfram unnið með tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar og þær hafðar til hliðsjónar við frekari stefnumörkun og breytingar í sjávarútveginum.

Þórunn Baldursdóttir fagnaði 105 ára afmæli sínu

Þórunn Baldursdóttir

Þórunn Baldursdóttir frá Þúfnavöllum í Hörgsárdal fagnaði 105 ára afmæli sínu á mánudag með nánustu fjölskyldu sinni.

Samkvæmt mbl.is er Þórunn nú næstelsti núlifandi Íslendingurinn. Fyrir ári sagðist Þórunn í viðtali við mbl.is ekki hafa stefnt að því að ná aldarafmæli en sé þó þakklát. Hún var þó ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem fagnaði afmæli á mánudaginn því eitt barnabarna hennar, Ómar Sigursveinsson deildi afmælisdeginum með Þórunni.

Elsti núlifandi Íslendingurinn er nú hún Þórhildur Magnúsdóttir en hún verður 107 ára 22. desember. Þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn er einnig kona, hún Jóninna Margrét Pálsdóttir en hún varð 104 ára í mars.

 

Gréta raðar í hillur

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af eigendum Prís.

Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Prís, hefur þegar haft gríðarleg áhrif á matvörumarkaði þar sem allt leikur á reiðiskjálfi eftir innkomu verslunar hennar sem opnaði í Smáranum í seinasta mánuði. Eftir að Bónus, Krónan og Nettó höfðu verið í friði með álagningu sem fékk viðskiptavini til að svitna er friðurinn úti og almenningur sparar sem aldrei fyrr á lægra vöruverði.

Gréta er öllum hnútum kunnug á þessum markaði þar sem hún gerði Krónuna að stórveldi á sínum tíma. Í dag er hún í samvinnu við Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnanda Bónus, sem gerði þá keðju að stórveldi. Samstarf þeirra er mikil ógn við einokunarrisana.

Sindri Sindrason sjónvarpsmaður heimsótti Grétu Maríu á dögunum í þætti sínum, Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kom fram að forstjórinn gengur í öll störf, raðar í hillur, ræður fólk og gerir það sem gera þarf.

Gréta var ekkert að spara stóru orðin og lofaði að Prís yrði alltaf lægst.  „Á meðan ég er við völd verður Prís alltaf ódýrast,“ sagði hún og titringurinn á matvörumarkaði heldur áfram, neytendum til góða …

Hörkudeilur um Stálskipaauð fyrir dómi – Barnabörn látins sonar Þorsteins og Írisar fengu minni arf

Boston Wellwale reyndist nýjum eigandi vel og milljarðakvóti varð til. Nú er deilt um ættarauðinn. Mynd: Gunnlaugur Hólm.

Harðar deilur hafa staðið vegna dánarbús hjóna sem auðguðust á útgerð Stálskipa í Hafnarfirði. Þorsteinn Sigurðsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir létust með nokkurra ára millibili. Þorsteinn dó árið 2017 en Íris árið 2020. Hún sat þá í óskiptu búi. Við lát hennar kom á daginn að börn þeirra hjóna höfðu fengið háar fjárhæðir í fyrirframgreiddan arf. Tvö barna þeirra voru látin áður en til þess kom. Annað þeirra var barnlaust en hitt lét eftir sig tvö börn. Við útgreiðslu á arfinum fengu barnabörnin ekkert. Af þessu spruttu málaferli sem staðið hafa fram á þennan dag.

Strandskip skilaði gulli

Hjónin auðguðust mjög af togaraútgerð sem seinna varð þekkt sem Stálskip og varð milljarða virði. Bræðurnir Þorsteinn og Ágúst Sigurðssynir keyptu upphaflega togarann Boston Wellvale FD 42 sem strandaði við Ísafjarðardjúp 22 desember 1966.

Strand togarans varð til þess að Stálskip urðu til.

Þeir náðu skipinu út af strandstað og hófu útgerð þess eftir að hafa gert við það. Skipið hét Rán HF og varð sannkallaður gullmoli í rekstri. Gert var út á erlenda markaði. Fyrirtækið blómstraði og varð ein öflugasta frystitogaraútgerð landsins. Það var síðar selt og eigum þess skipt upp á milli fjölskyldna bræðranna. Hjónin Ágúst og Guðrún Lárusdóttir héldu áfram í rekstri og stofnuðu fasteignafélag.

Börnin fengu milljarð

Þegar Íris lést kom í daginn að eftirlifandi börn hennar höfðu fengið arf upp á milljarð króna greiddan fyrirfram en afkomendur látins sonar þeirra fengu ekkert. Dánarbúið var tekið til opinberra skipta í apríl árið 2021. DV fjallaði ítarlega um þetta mál. Systkinin fjögur fengu um 365 milljónir króna hvert í heildina en í hlut föður barnabarnanna tveggja kom aðeins rúmlega 112 milljónir króna. Var það vegna fyrirfram greidds arfs upp á einn milljarð króna á árunum 2016 til 2019. Systkinin fjögur fengu 250 milljónir króna hvert  á þessu tímabili. Dánarbúið sjálft var næstum tómt við fráfall Írisar. Töldu barnabörnin að systkinin fjögur hefðu fengið ofgreitt úr búinu. Hallinn hafi verið tæplega 202 milljónir króna. Barnabörnin, maður og kona gerðu kröfu á dánarbúið sem sótti mál á hendur fjórum barna hennar fyrir hönd barnabarnanna.

Arfur en ekki gjöf

Héraðsdómur féllst á kröfu barnabarna hinna látnu og dæmdi systkinin fjögur til að greiða dánarbúinu 60 milljónir hvert til að rétta hlut barnabarnanna. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem vísaði málinu aftur til undirréttar.  Systkinin fjögur töldu að skilyrði endurgreiðslu hafi ekki verið til staðar í málinu samkvæmt lagaheimildum. Skýrt sé tekið fram að gjörningarnir hafi verið fyrirframgreiddur arfur en ekki gjafir og að foreldrunum hafi verið heimilt að ráðstafa eignum sínum.

Héraðsdómur Reykjaness kvað upp þann dóm 10. júlí að systkinin fjögur hefðu fengið mun meiri verðmæti en börn hins látna bróður þeirra. Endurgreiðsluskylda sé hins vegar ekki til staðar samkvæmt lögum. Hrakandi heilsufar hafi foreldranna ekki verið sönnun fyrir því að gjörningarnir hafi verið gerðir gegn vilja foreldranna.

Var kröfum dánarbúsins fyrir hönd barnabarnanna var því hafnað. Landsréttur staðfesti úrskurðinn þann 4. september og fyrirskipaði dánarbúinu að greiða systkinunum fjórum 150 þúsund krónur hverju í málskostnað. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Maður og kona handtekin

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Heimilisofbeldi vatt upp á sig og varð til þess að karl og kona voru handtekin. Þau voru í fyrstu flutt á bráðamóttöku þar sem þau fengu aðhlynningu en síðan læst inni í fangaklefa. Málið er í rannsókn.
Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.
Góðkunningi lögreglunar var til ama í heilbrigðisstofnun í Reykjavík. Lögreglan var kölluð til og sótti hún manninn og kom honum í náttstað. Maðurinn tók sönsum og var ánægður með  sáttur með þjónustu lögreglu.

Tilkynnt var um búðarþjóf við iðju sína í matvöruverslun.

Kona var flutt á bráðamótttöku Landsspítalans  eftir rafskútuslys.

Virtur framkvæmdarstjóri skaut konu sína og sjálfan sig til bana – Beið vistunar á geðsjúkrahúsi

Guðmundur var framkvæmdarstjóri ríkisspítalanna

Guðmundur Gestsson hafði komið árum sínum ágætlega fyrir borð árið 1952 en hann var framkvæmdarstjóri ríkisspítalanna og átti Ingibjörgu Helgadóttur sem konu. Saman áttu þau þriggja ára dóttur og 17 ára dreng er þau létust.

Guðmundur hafði glímt við mikil andleg veikindi og dvalið á stofnun í Danmörku en var nú kominn heim til Íslands og beið vistunar á geðsjúkrahúsi. En sú bið virðist hafa verið of löng því að morgni 18. júní árið 1952 fundust hjónin látin eftir skotsár. Hafðu þá Guðmundur skotið Ingibjörgu til bana og síðan beint byssu sinni að sjálfum sér og framið sjálfsvíg. Börn þeirra hjóna voru til allra lukku ekki heima er hinn skelfilegi atburður átti sér stað.

Alþýðublaðið fjallaði um málið á eftirfarandi hátt:

Voveiflegur atburður suður í Kópavogi: Þekkt hjón fundust látin í íbúð sinni á miðvikudagsmorgun, – bæði af skotsárum.

HJÓN suður í Kópavogi fundust á miðvikudag nýlátin. af skotsárum á heimili sínu. Höfðu þau verið tvö ein í húsinu um morguninn. Er ljóst, að skot hefur orðið konunni að bana fyrst, en maðurinn skotið sig á eftir. Bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði gaf út svohljóðandi tilkynningu í gær um atburð þennan: „Hjónin Guðmundur Gestsson framkvæmdastjóri og Ingibjörg Helgadóttir, Kópavogsbraut 19, Kópavogshreppi, létust á heimili sínu að morgni 18. þ. m. af skotsárum. Ljóst er að konan hefur látist fyrst, en maðurinn á eftir. Atburður þessi hefur gerzt á tímabilinu frá kl. 10—10,25, en þá voru hjónin ein í húsinu. Guðmundur heitinn hafði átt við mikla vanheilsu að stríða síðast liðið ár“. Börn þeirra hjóna, ung dóttir og sonur innan við tvítugt, voru bæði fjarverandi, er þessi hörmulegi atburður gerðist, og er enginn til frásagnar um hann. Guðmundur var þekktur maður, framkvæmdastjóri ríkisspítalanna. Hann hefur verið bilaður á geðsmunum undanfarið, dvaldi alllengi á hæli úti í Danmörku, en kom heim í vor.

Baksýnisspegill þessi birtist áður á vef Mannlífs 5. desember 2023.

Raddir