Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Albert er mættur til landsins og gefur skýrslu fyrir dómi

Albert Guðmundsson Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er kominn til Íslands frá Ítalíu í þeim tilgangi að gefa skýrslu fyrir dómi. Er hann ákærður fyrir að hafa brotið gegn konu á þrítugsaldri en aðalmeðferð í kynferðisbrotamáli gegn honum hefst næsta fimmtudag.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Alberts staðfesti við Vísi að skjólstæðingur hans væri kominn til landsins til að verða viðstaddur aðalmeðferðina.

Í fyrra var Albert kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu en lögreglan rannsakaði málið og sendi það til héraðssaksóknara. Sá felldi málið niður í vor þar sem hann taldi að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Kærði kona þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem í maí sneri henni við.

Líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum er þinghald í málinu lokað en þann 3. júlí var Albert viðstaddur þingfestingu málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar Albert var kærður mátti hann ekki leika með landsliðinu en fékk síðan að leika nokkra leiki með liðinu þegar frávísunin var í áfrýjunarferli. Frá því að niðurfellingunni var snúið við hefur Albert aftur verið á bannlista KSÍ.

Ákæran hefur hins vegar ekki haft nokkur áhrif á stöðu hans hjá félagsliðum en hann er nýbúinn að skrifa undir samning við ítalska liðið Fiorentina en áður lék hann með Genóa.

Frá upphafi hefur Albert haldið fram sakleysi sínu.

Spáir í næstu alþingiskosningar: „Líklegast að við fáum samsteypustjórn ósamstæðra flokka“

Alþingi Íslendinga

Egill Helgason spáir í komandi alþingiskosningar í nýrri Facebook-færslu.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir að ríkisstjórnin sé augljóslega „búin að lifa sjálfa sig“ og að kjósendur virðist ákveðnir í að refsa henni í næstu kosningum, eins og í tilfelli Íhaldsflokksins í Bretlandi. Segir hann að spurningin sé hvað muni taka við, hvort eitthvað muni breytast. Segir hann hrein valdaskipti sjaldgæfa á Íslandi og því fylgi yfirleitt einhver stjórnarflokkur áfram í næstu stjórn. Hér má lesa færsluna:

„Alþingi sett í dag. Það er ljóst að ríkisstjórnin er löngu búin að lifa sjálfa sig. Kjósendur virðast staðráðnir í að veita henni og stjórnarflokkunum ærlega ráðningu – svona líkt og var með Íhaldsflokkinn á Bretlandi. Bara spurning hvenær kosið verður til þings – ætlar stjórnin að lafa í tilvistarkreppu þangað til næsta haust? En hvaða flokkar eiga að taka við og eru þeir raunverulegir valkostir? Þ.e. fáum við valdaskipti sem breyta einhverju? Hrein valdaskipti eru mjög sjaldgæf í íslenskum stjórnmálum – alltaf situr einhver flokkur áfram milli ríkisstjórna. Eins og stendur er líklegast að við fáum samsteypustjórn ósamstæðra flokka sem eins og ævinlega ganga óbundnir til kosninga. Semsé – við kjósum en vitum ekki hvað við fáum.“

Ein elsta fiskverslun landsins opnuð á ný: „Fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu“

Fiskbúðin við Sundlaugaveg Ljósmynd: Facebook

Fiskbúðin við Sundlaugaveg verður opnuð aftur á næstu vikum eftir að hafa verið lokað skyndilega í vor.

Það eru félagarnir Aron Elí Helgason og Egill Makan sem standa að opnun Fiskbúðarinnar við Sundlaugaveginn á næstu vikum en verslunin er elsta fiskverslunin á Höfuðborgarsvæðinu en í húsnæðinu hefur verið rekin fiskbúð frá árinu 1947.

„Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar í samtali við Vísi.

Segir hann að þeir félagar hafi áður skoðað að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en þá hafi þessi fiskverslun lokað og leitað var að nýjum rekstraraðilum. Hafi þeir því ákveðið að stökkva á tækifærið í stað þess að opna verslun í Hafnarfirði.

„Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“

Í morgun tilkynnti Aron Elí gleðifréttirnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi og viðbrögðin létu ekki á sér standa en íbúar eru afar ánægðir með fréttirnar.

Að sögn Arons Elís má búast við því að margt óbreytt í versluninni en þó ekki allt en að ferskur fiskur verði í boði auk þess sem reynt verður að bjóða upp á meira úrval af réttum en áður þekktist.

„Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“

 

Sá grunaði í Selfossmálinu lést í Taílandi – Engin ákæra gefin út

Sofia Sarmite Kolesnikova

Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Sofiu Sarmite Kolsenikovu á Selfossi í apríl í fyrra, lést í vikunni.

Rannsókn á andláti Sofiu Sarmite Kolsenikovu verður lokið þó svo að ljóst sé að ákæra verði ekki gefin út á hendur manni á þrítugsaldri, sem grunaður var um að vera valdur að dauða hennar.

Í samtali við Vísi staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðsdómi, fréttirnar. Segir hann að matsmenn hafi verið dómkvaddir til að skera úr um orsök andláts Sofiu og að enn sé beðið eftir niðurstöðu þeirra.

Heimildir Vísis herma að maðurinn hafi látist þar sem hann var staddur í Taílandi en ekki liggur fyrir upplýsingar um dánarorsök hans.

Hinn grunaði í máli Sofiu er ekki aðeins grunaður um að valda dauða hennar, heldur einnig að hafa spillt sönnunargögnum í málinu áður en lögreglan var látin vita um andlátið, með því að færa lík Sofiu.

Sá grunaði neitaði að hafa myrt Sofiu en í fyrstu skýrslutökunni sagði hann Sofiu hafa dáið vegna ofskammts fíkniefna. Sagðist hann hafa komið að henni meðvitundarlausri á gólfi neðri hæðar heimilis þeirra og að hún hafi þá þegar verið orðin stíf.

Sagði hann að þetta hafi gerst tveimur klukkustundum eftir að þau luku samförum sem fól í sér að maðurinn þrengdi að hálsi konunnar. Fyrir dómi var því haldið fram að þau hefðu bæði verið undir áhrifum kókaíns þegar meint kynlíf hafi átt sér stað en það hafi þau stundað frá kvöldi fram til morguns.

Breytti maðurinn nokkrum sinnum framburði sínum frá fyrstu skýrslutöku.

 

Ísraelar drápu minnst 19 manns í loftárásum á tjaldbúðir: „Eins og þeir væru sauðfé til slátrunar“

Grafið eftir fórnarlömbum

Að minnsta kosti 19 manns létust og fjölmargir eru slasaðir eftir loftárásir Ísraela á „öruggt svæði“ í suðurhluta Gaza, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu.

Heilbrigðisráðuneyti Gaza sagði að lík fórnarlambanna sem fundist hafa hingað til hafi verið flutt á sjúkrahús eftir flugskeytaárásina á tjaldbúðir flóttafólks á al-Mawasi svæðinu í Khan Younis, þar sem Palestínumenn sóttu sér skjól, snemma í morgun. Árásir Ísraela hafa oft lent á svæðum þar sem herinn hafði áður beint óbreyttum borgurum í leit að öryggi.

Fyrr í morgun hafði fjölmiðlaskrifstofa ríkisstjórnarinnar á Gaza, auk almannavarnayfirvalda, greint frá því að að minnsta kosti 40 manns hefðu fallið og meira en 60 særst í árásinni, og að margra sé einnig saknað.

„Fjöldi fórnarlamba er enn undir rústunum, undir sandi og á vegum, og sjúkraflutningamenn og almannavarnastarfsmenn geta ekki komist til þeirra og náð þeim, og þau hafa ekki komist á sjúkrahús ennþá,“ sagði í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins, þegar tilkynnt var um lægri dánartöluna.

Ísraelski herinn hafði þrætt fyrir upprunalega fjölda látinna sem greint var frá og lýst því yfir að árásin, sem vitni sögðu að hafi falið í sér að minnsta kosti fjórar eldflaugaárásir, hafi beinst að stjórnstöð Hamas. Vopnaðir hópar Palestínumanna kölluðu þetta „skýlausa lygi“.

Al-Mawasi-svæðið hefur verið troðfullt af Palestínumönnum sem sofa hafa í tjöldum síðan ísraelski herinn útnefndi strandsvæðið sem „öruggt svæði“ meðan á innrásum sínum á jörðu niðri í Khan Younis og nærliggjandi Rafah-borg stóð.

Björgunarmenn sem leituðu að eftirlifendum sögðust hafa fundið allt að níu metra djúpa gíga í tjaldbúðunum, að því er Al Jazeera Arabic greindi frá og vitnaði í staðbundnar heimildir.

Sjónarvottar lýstu óreiðukenndum atburðum á svæðinu þar sem eldar loguðu á meðan ísraelskar njósnaflugvélar svifu yfir.

„Fólkið var grafið í sandinum,“ sagði eitt vitni, Attaf al-Shaar, við Associated Press. „Þeir voru sóttir í pörtum.“

„Tuga er enn saknað og starfsmenn almannavarna hafa verið að grafa með berum höndum til að koma fólkinu út,“ sagði Mansour Shouman hjá Al Jazeera.

Talsmaðurinn sagði að sjúkrabílar og almannavarnateymi ættu í erfiðleikum með að ná líkum fólks sem lést í árásinni.

Samtökin Samskipti Bandaríkjanna og Íslams fordæmdi árásina og framkvæmdastjóri hennar, Nihad Awad, sakaði Ísraelsstjórn um fjöldamorð á „Palestínumönnum eins og þeir væru sauðfé til slátrunar, ekki manneskjur sem verðskulda líf og frelsi“.

Ísraelsk yfirvöld sögðu að árásin hefði hæft „mikilvæga Hamas-hryðjuverkamenn“ sem höfðu starfrækt stjórnstöð innan mannúðarsvæðisins í Khan Younis.

„Fyrir árásina voru gerðar fjölmargar ráðstafanir til að draga úr hættunni á að skaða almenna borgara, þar á meðal notkun nákvæmra skotfæra, eftirlit úr lofti og fleiri úrræði,“ sagði ísraelska utanríkisráðuneytið í yfirlýsingu sem birt var þann X.

Hamas, palestínsku samtökin sem stjórna Gaza, neituðu því að vígamenn þeirra hefðu verið á árásarsvæðinu og saka ísraelsk yfirvöld um að halda áfram lygum til að réttlæta „ljóta glæpi“ þeirra.

„Andspyrnuhreyfingin hefur margoft neitað því að nokkur meðlimur hennar sé á  borgaralegum samkomum eða noti þessa staði í hernaðarlegum tilgangi,“ sagði Hamas í yfirlýsingu.

 

Morðingi Ólympíuhlauparans látinn: „Reyndi að slökkva eldinn með vatni, en það var ekki hægt“

Fyrrverandi kærasti ólympíska hlauparans Rebeccu Cheptegei er látinn, eftir að hafa kveikt í Rebeccu og sjálfum sér á dögunum.

Dickson Ndiema hefur verið nefndur sem árásarmaður úganska Ólympíu-hlauparans Rebeccu Cheptegei, í staðbundnum fjölmiðlum. Hann hlaut brunasár á stórum hluta líkama síns í meintu launsátri og lést á sjúkrahúsi í gærkvöldi, að því er Nation Africa greinir frá. Cheptegei, sem var tveggja barna móðir, lést á miðvikudagskvöld í síðustu viku.

Sjá einnig: Ólympíuhlaupari látinn eftir að fyrrum kærasti kveikti í honum: „Megi sál hennar hvíla í friði“

Því er haldið fram að parið fyrrverandi hefði verið að rífast um landareign sem hús Cheptegei er byggt á. Hin 33 ára gamla hlaupakona keypti landið sem staðsett er í Kenía, nálægt landamærum Úganda og byggði heimili sitt þar.

Ndiema er sagður hafa hleypt sér inn á heimili Cheptegei á meðan hún var í kirkju með tveimur börnum sínum, 9 og 11 ára. Lögreglan sagði að hann hafi kveikt í henni í miðjum rifrildum og skilið hana eftir með brunasár á meira en 75 prósent af líkama sínum en hún var flutt með hraði á sjúkrahús.

Lögreglustjórinn Jeremiah ole Kosiom sagði: „Parið heyrðist rífast fyrir utan húsið þeirra. Á meðan á átökunum stóð sást kærastinn hella vökva yfir konuna áður en hann brenndi hana. Hinn grunaði varð einnig fyrir eldinum og hlaut alvarleg brunasár.“

Önnur af dætrum Cheptegei var fljót að finna móður sína í logum en Ndiema er sagður hafa sparkað í hana þegar hún reyndi að koma móður sinni til hjálpar. Hún kallaði á hjálp til að reyna að slökkva eldinn en án árangurs.

Hún sagði við keníska blaðið The Standard: „Hann sparkaði í mig á meðan ég reyndi að koma móður minni til bjargar.“ Hún bætti einnig við: „Ég hrópaði strax á hjálp og laðaði að mér nágranna sem reyndi að slökkva eldinn með vatni, en það var ekki hægt.“

Frjálsíþróttasambandið í Úganda sagði í tilkynningu: „Okkur þykir það mjög sorglegt að tilkynna andlát íþróttakonunnar okkar, Rebeccu Cheptegei snemma í morgun, sem varð fórnarlamb heimilisofbeldis á hörmulegan hátt. Sem samband fordæmum við slíkt verk og köllum eftir réttlæti. Megi sál hennar hvíla í friði.“

Lord Coe, forseti World Athletics, sagði í sinni tilkynningu: „Íþróttin okkar hefur misst hæfileikaríkan íþróttamann við hinar hörmulegustu og mest óhugsandi aðstæður. Rebecca var ótrúlega fjölhæfur hlaupari sem átti enn mikið eftir að gefa á vegum, fjöllum og gönguleiðum.“

 

Vill láta laga sögufræga styttu: „Hvers eiga Þorfinnur, Einar og við Íslendingar að gjalda?“

„Mikið var þetta aumt svar frá menningarmálaráðuneytinu.
Ég taldi að meginhlutverk slíks ráðuneytis hlyti að vera að vernda íslenskan menningararf og efla tengsl við aðra menningarheima.

Í Fíladelfíu var þekktri styttu Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni steypt af stóli og hún afhöfðuð.“ Þannig hefst Facebook-færsla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en þar á hann við svar menningarmálaráðuneytisins að aðhafast ekkert varðandi styttu Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni sem var afhöfðuð í Fíladelfíu nýlega en þar hefur hún staðið í yfir 100 ár. Styttan ku dúsa í geymslu þar ytra en Sigmundur Davíð vill að hún verði löguð og sett upp aftur. Hann hélt áfram færslu sinni:

„Skýringin sem fylgdi var sú að vafasamur félagsskapur nefndur „Keyestone State Skinheads” hefði fundað í grennd við styttuna.
Nafn þessara samtaka er svo fáránlegt að aðeins fábjánum eða einhverjum sem eru að þykjast vera fábjánar gæti dottið það í hug.
Þetta er eins og ef öfgamenn í Flórída hefðu kosið að kalla sig The Sunshine State Idiots.

En látum það liggja á milli hluta.“

Segir forsætisráðherrann fyrrverandi að þarna sé verið að vega að menningartengslum Íslands og Bandaríkjanna.

„Þarna er greinilega verið að reyna að búa til það sem útlendingar kalla „guilt by association” (sekt vegna nálægðar) og vega um leið að menningartengslum Íslands og Bandaríkjanna. Þótt ráðuneytið kalli þetta innanríkismál þeirra Kana.

Hvers eiga Þorfinnur, Einar og við Íslendingar að gjalda?“

Rifjar Sigmundur Davíð upp það þegar Einar var beðinn um að gera styttuna og að Þorfinnur karlsefni hefði birst á frímerkjum og í sögubókum en nú liggi hann höfuðlaus í geymslu:

„Nú liggur hann höfuðlaus í geymslu, líklega innan um umferðarkeilur og hálfkláraðar málningardollur.
Þúsund árum áður átti Þorfinnur konu, kvenskörung, Guðríði Þorbjarnardóttur að nafni og saman eignuðust þau soninn Snorra, fyrsta nýbúann sem fæddist í Ameríku.

Ásmundur Sveinsson gerði minnisvarða um þau Guðríði og Snorra. Nýverið unnu tvær konur skemmdarverk á minnisvarðanum og rændu þeim mæðginum. Það mun hafa verið gert vegna þess að nýbúar hefðu ekki átt rétt á sér í Ameríku.“

Segir hann ennfremur að hugsanlega telji ráðuneytið meti skemmdarverk á minnisvörðum meira en varðveisla þeirra.

„E.t.v. telur menningarmálaráðuneytið skemmdarverk á minnisvörðum um sögu Íslands mikilsverðari en varðveislu þeirra.

Vill ráðuneytið e.t.v. að við fjarlægjum styttuna af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti og geymum hana við hliðina á séra Friðriki?“

Að lokum segir Sigmundur Davíð að betra hefði verið fyrir ráðuneytið að svara Bandaríkjamönnum í bundnu máli:

„Hún var reyndar gjöf frá Bandaríkjamönnum í tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis en menningarráðuneytið getur eflaust útskýrt að þetta sé bara innanríkismál.
Betra hefði verið að ráðuneytið sendi Bandaríkjamönnum svar í bundnu máli á íslensku og ensku, „Höfuðlausn Þorfinns karlsefnis Þórðarsonar”.

Sú var tíðin að Íslendingar hefðu brugðist þannig við.“

Og viti menn, séra Hjálmar Jónsson snaraði saman vísu um leið og birti í athugasemdum enda hagmæltur mjög. Hér má lesa vísuna:

Sjálfur bar hann sverð og skjöld,
sýndi kjark og festu,
en nú eru íslensk yfirvöld
afskiptalaus að mestu.

Anna rifjar upp falska fiðlutóna frá Covid-árunum: „Ég gat ekki hrósað honum fyrir góðan fiðluleik“

Anna Kristjánsdóttir. Ljósmynd: Facebook

Anna Kristjánsdóttir rifjar upp Covid-tímabilið og það þegar falskur fiðluleikari reyndi að gleðja gesti veitingarstaðar, í nýjustu dagbókarfærslu sinni.

„Maðurinn með fiðluna.

Árið var 2020.

Það hafði verið útgöngubann í tvo mánuði. Enginn fékk að fara úr húsi nema einu sinni á dag til að kaupa ítrustu nauðsynjar, en svo kom að því að létta þurfti á útgöngubanninu. Veitingastaðirnir byrjuðu að opna einn af öðrum og um leið spruttu upp hinir ýmsu aðilar sem vildu fá sinn hluta af uppbyggingunni.“ Þannig hefst dagbókarfærsla Önnu númer 1855 en það er sá dagafjöldi sem liðinn er síðan hún flutti búferlum til Tenerife.

Því næst segir hún frá fölskum fiðluleikara:

„Meðal þeirra var eldri maður sem spilaði á fiðlu fyrir gesti veitingastaðanna. Ég gat ekki hrósað honum fyrir góðan fiðluleik, þvert á móti. Hann var hræðilegur fiðluleikari, en samt. Kosturinn við manninn var að hann reyndi að gleðja gesti veitingastaðanna þrátt fyrir að hafa engan hæfileika til að spila á fiðlu. Við sem hlustuðum á manninn að reyna að spila á fiðlu, gerðum okkar besta, gáfum honum evru eða tvær, enda gerðum við okkur grein fyrir því að gamli maðurinn var einungis að reyna að lifa af kreppuna sem fylgdi Cóvið tímabilinu.“

Segist Anna vera farin að sakna hinna fölsku fiðlutóna gamla mannsins.

„Í dag eru liðin nokkur ár frá Cóvið og í sakleysi mínu er ég farin að sakna þess að heyra ekki lengur falska fiðlutóna mannsins. Ég veit ekkert hvort hann sé lífs eða liðinn, en hann reyndi sitt besta til að lifa af erfiðasta tímabil ævi sinnar, sjálft útgöngubannið með öllum þeim hörmungum sem það hafði í för með sér.“
Að lokum útskýrir Anna af hverju hún fór að hugsa um hinn falska fiðluleikara.
„Ég skrapp á Búkkann í gærkvöldi og þegar einn byrjaði með skemmtilegt sirkusatriði utan við barina, rifjaðist upp fyrir mér þegar maðurinn með fiðluna reyndi að draga fram lífið með fiðluleik án þess að hafa hæfileika til þess eftir að ítrasta útgöngubanni lauk. Hann á mína innilegustu ósk um að hafa komist af á tímum sem verða öllum ógleymanlegar.“

Íris og Egill opinbera nafn dótturinnar: „Fal­lega litla sól­in okk­ar“

Íris og Egill í sólinni. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Egill Fannar Halldórsson, athafnamaður og Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, fyrirsæta hafa nú opinberað nafn dóttur sinnar sem þau eignuðust 26. júní síðastliðinn en hún er fyrsta barn þeirra saman.

Stúlkan hlaut hið fallega nafn Maya Sól Alguero Egilsdóttir en parið birtu nafnið í sameiginlegri Instagram-færslu og létu fallegar ljósmyndir af dótturinn fylgja með. Við færsluna skrifuðu þau: „Fal­lega litla sól­in okk­ar“.

Fram kemur á fjölskylduvef mbl.is að þau Egill og Íris hafi kynnst árið 2022 og hafi hreinlega kolfallið fyrir hvort öðru. Þar kemur einnig fram að hinir nýbökuðu foreldrar hafi nýlega fest kaup á glæsilegu 243 fermetra raðhúsi í Garðabæ.

Hálka í Bröttubrekku

Mynd úr myndabanka

Enn eru viðvaranir í gildi vegna óveðursins sem gengur yfir vestanvert landið. Snjóað hefur á norðanverðu landinu og á hálendinu. Veturinn er farinn að sína klærnar. Það snjóar á hálendinu og á fjallvegum nyrðra og éljagangur eystra.

Norðan stormur er nú á Suðurlandi. Hviður eru allt að þrjátíu og fimm metrum á sekúndu.

Veðurstofan mælir gegn ferðalögum á fjallvegum fyrir norðan og austan.

Gunnar Smári feitur

Gunnar Smári Egilsson Ljósmynd: Facebook

Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi sósialista, er í vandræðum. Hann var lengst af þvengmjór en er nú orðinn feitur ef marka má feita færslu hans á Facebook.

„Ég var mjór langt fram eftir aldri, var það sem kallað er sláni, leit út eins og strik. Svo fór ég að fitna og fannst það gaman, ný reynsla. Nú hef ég verið feitur í nokkur ár og er orðinn leiður á því. Hvernig losna ég við þetta sem hefur hlaðist utan á mig?“ spurði Gunnar Smári einlægur og lýsir áhyggjum sem plaga marga þessa dagana þegar offita er sem faraldur í samfélaginu.

Það stóð ekki á viðbrögðum og hann fékk fjölmörg hollráð í athugasemdum virkra. Rauði þráðurinn þar var að hann þyrfti að hreyfa sig og passa mataræðið …

Þrír handteknir vegna hnífaárásar – Lögreglan greip leiðindagaur og mann með járnstöng

Maður með járnsstöng að vopni og ætlað þýfi var gripinn af lögreglu í miðborginni. Hann var sviptur járninu og þýfið haldlagt. Um svipað leyti var kallað eftir lögreglu vegna manns sem var með almenn leiðindi á öldurhúsi. Sá leiðinlegi fékkst ekki til að fara fyrr en lögreglan hafði veitt honum tiltal og skrifað skýrslu um atvikið.

Í kuldanum í gær höfðu tveir menn hreiðrað um sig í stigagangi hvar þeir voru óvelkomnir.Lögreglan þekkir vel til beggja. „Góðkunningjunum“ var vísað út og höfðu þeir sig á brott.

Eftirlýstur maður var handtekinn. Hann er grunaður um aðild að ráni og líkamsárás. Annar var handtekinn fyrir húsbrot og fleira. Hann var læstur inni í fangageymslu.

Einn eitt hnífamálið kom upp í nótt. Þrennt var handtekið vegna rannsóknar á hnífsstungu. Fórnarlambið fór á bráðamóttöku en meiðsli reyndust vera minniháttar. Tvö af þremur árásarmanna höfðu ekki náð 18 ára aldri.

Mikið gekk á í Kópavogi þar sem bifreið var ekið utan í sex aðrar. Ökumaðurinn var handtekinn. Hann er grunaður um að hafa verið dópaður og þess vegna út úr öllu korti.  Engin meiðsli urðu á fólki.

Barn var staðið að þjófnaði í matvöruverslun. Málið afgreitt í samvinnu við baranverndaryfirvöld og foreldrar látnir vita.

James Earl Jones er látinn

James Earl Jones

Stórleikarinn James Earl Jones er fallinn frá, 93 ára að aldri.

Samkvæmt umboðsmanni Jones lést hann í morgun í faðmi fjölskyldunnar. Jones er hvað þekktastur fyrir að ljá Svarthöfða rödd sína í Star Wars-myndunum og Mufasa í Lion King en hann var þekktur fyrir sína djúpu rödd.

Aðrar frægar myndir sem hann lék í eru til dæmis The Hunt for Red October, Coming to America, Field of Dreams og The Great White Hope en fyrir hana hlaut hann tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir besta aðalhlutverkið. Þá er hann einn af fáum sem unnið hefur til Emmy, Grammy, Tony og Óskarsverðlaun en 2012 hlaut hann heiðursverðlaun Óskarsnefndarinnar.

Luke Skywalker sjálfur, Mark Hamill, birti fallega kveðju á X, þar sem hann skrifaði „hvíldu í friði pabbi“ en Skywalker var sonur Svarthöfða í Star Wars-myndunum.

Próflaus strætóbílstjóri dæmdur fyrir að draga sjötuga konu 80 metra með vagninum í Árbænum

Konan dróst eftir Rofabæ - Mynd: Já.is

Strætóbílstjóri var dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt árið 2001 en Morgunblaðið greindi frá þessu á sínum tíma.

Forsaga málsins er sú að kona hafði verið ráðin sem strætóbílstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur (SVR) og hlaut hún dóm fyrir loka afturdyrum vagnsins á sjötuga kona með þeim afleiðingum að vagninn dró konuna með sér 80 metra en atvikið átti sér stað í Rofabæ í Árbænum. Hin sjötuga kona brotnaði á öxl, viðbeini og ökklum. Þá skröpuðust höfðu mjúkir vefir skrapast af olnboga og framhandlegg hennar auk annarra meiðsla.

Margdæmdur ökufantur

Þegar þetta atvik komst upp kom í ljós að konan hafði verið margdæmd fyrir umferðalagabrot á árinum 1980 til 1992 þar á meðal hafði hún tvívegis verið dæmd fyrir ölvunarakstur og svipt ökurétti í tvígang. Þá hafði konan verið svipt ökurétti í eitt ár sjö mánuðum áður en hún dró konuna eftir götum borgarinnar.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Lilja Ólafsdóttir hjá SVR að konan hafi ekki gefið upp neitt af þessu á umsókn og hafi ekki vitað af þessu fyrr en dómurinn var kveðinn upp. Hún sagði einnig að konan hefði ekki verið ráðin ef SVR hefði vitað af þessu. Lilja bætti því svo við að SVR myndi ekki biðja fólk um sakarvottorð þrátt fyrir þetta atvik.

„Við munum miklu frekar fara fram á að fólk gefi okkur glöggar upplýsingar um hvort eitthvað í ferli þeirra, þó sérstaklega að því er varðar ökuferil, sé athugavert,“ sagði Lilja í lokin.

Eftirlýstur stríðsglæpamaður giftir sig í Moskvu eftir meint framhjáhald

Rússneski barnaréttindafulltrúinn Maria Lvova-Belova, sem er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum vegna stríðsglæpaákæru fyrir þátt sinn í ráninu á úkraínskum börnum, og rétttrúnaðar auðkýfingurinn Konstantin Malofeev, sem lýsir sér sem einveldismann, sem rekur sjónvarpsstöðina Tsargrad TV, gengu í hjónaband á sunnudag, samkvæmt Verstka Media og Telegram rásinni Baza.

Fyrst var sagt frá sambandi hjónanna, sem eru talsmenn „hefðbundinna gilda“, fyrr í sumar, þó að Lvova-Belova hafi ekki verið búin að tilkynna opinberlega um skilnað eða aðskilnað sinn frá eiginmanni sínum, rétttrúnaðarpresti sem hún hefur verið að ala upp 10 börn með.

Rússneski barnaréttindafulltrúinn Maria Lvova-Belova, sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) ákærði árið 2023 fyrir aðild sinn að stríðsglæpi vegna ólöglegra brottvísana barna frá hernumdu svæðum Úkraínu, giftist óligarkanum Konstantin Malofeev, stofnanda sjónvarpsstöðvar Kristinna rétttrúnaðarmanna í Kreml, Tsargrad TV, sem er hliðholl forsetanum, á afgirtu svæði í Moskvu í gær, að sögn óháða fréttamiðilsins Verstka. Þrír heimildarmenn úr hópi þeirra hjóna hafa staðfest við blaðamenn að brúðkaupið hafi átt sér stað.

Samkvæmt einum heimildarmanni sem Verstka vitnar í, „fögnuðu“ Lvova-Belova og Malofeev leka af fréttum um hjónaband þeirra og vildu ekki halda „leynilegt brúðkaup“. Annar heimildarmaður sagði við Verstka að „nokkuð stór hópur fólks“ vissi af atburðinum og var aðeins beðinn um að forðast að birta myndir af brúðhjónunum sjálfum á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt Telegram rásinni Baza komu vinsælu söngvararnir Dima Bilan, Grigory Leps, Valeriya og Leonid Agutin fram í brúðkaupinu. Hjónin báðu Bilan að sögn um að fjarlægja nokkur lög af lagalistanum sínum, en ástæðan fyrir beiðninni sé óljós. Rásin Astra tók fram að Leonid Agutin hafi áður talað gegn innrás Rússa í Úkraínu.

Orðrómur um að fulltrúinn og milljarðamæringurinn væru í sambandi fóru fyrst að berast seint á árinu 2023. Um miðjan júlí 2024, eftir að myndband náðist af þeim haldast í hendur, ræddu blaðamenn frá Verstka við að minnsta kosti sex heimildarmenn sem staðfestu samband þeirra.

Lvova-Belova hefur ekki staðfest opinberlega að hún sé skilin eða aðskilin frá Pavel Kogelman, rétttrúnaðarpresti sem hún giftist árið 2003. Þau tvö birtust oft í rússneskum áróðursfjölmiðlum til að tala um „hefðbundin gildi“ þeirra, kristna trú og reynslu sína af því að ala upp fjölda barna saman.

Sniðgangan 2024 fer fram samtímis í Reykjavík og Akureyri: Vekja athygli á vörum sem ber að forðast

Frá samstöðufundi með Palestínu fyrr á árinu. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Mannréttindafélög sem styðja Palestínu standa fyrir mótmælagöngu sem kallast Sniðgangan 2024. Verður hún farin á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri þann 14. september.

Samkvæmt tilkynningu verður Sniðgangan 2024 farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu, til að fræða um sniðgöngu og þau vörumerki sem BDS Ísland leggur áherslu á að sniðganga.

Gönguleiðirnar fyrir Sniðgöngurnar næsta laugardag 14/9 eru tilbúnar, bæði fyrir Sniðgangan 2024 – Höfuðborgarsvæðið og Sniðgangan 2024 – Akureyri

„Við minnum á að hægt er að ganga eins langt eða stutt og hver vill og treystir sér til líka hægt að ganga ekki neitt heldur koma til liðs við göngufólk að göngu lokinni og hlýða á ræðu og tónlistaratriði,“ segir í tilkynningunni.

Dagskrá göngunnar á höfuðborgarsvæðinu verður eftirfarandi:

14:00 – Hellisgerði í Hafnarfirði. Göngufólk safnast saman og hlýðir á stutt erindi.

14:20 – gengið af stað frá Hellisgerði, 10 km

16:00 – Hamraborg í Kópavogi. Stutt stopp þar sem fólk getur bæst í hópinn. 4 km þaðan og í Katrínartún þar sem gangan endar

17:00 – Katrínartún þar sem verður dagskrá með ræðu og tónlistaratriði

Dagskrá göngunnar á Akureyri:

14:00 – Háskólinn á Akureyri hjá Íslandsklukkunni. Göngufólk safnast saman og hlýðir á stutt erindi.

14:20 – Gengið af stað frá HA upp Dalsbrautina.

14:45 – Stutt stopp hjá KA-heimilinu þar sem fólk getur bæst í hópinn.

15 – Stutt stopp hjá Berjaya hóteli þar sem fólk getur bæst í hópinn.

15:15 – Ráðhústorg þar sem verður dagskrá með erindum og Dabkeh dans.

Að lokum segir í tilkynningunni: „Hvetjum fólk sem ekki kemst í sjálfar göngurnar að ganga þar sem það er statt í heiminum og allir að nota myllumerkið #snidgangan á samfélagsmiðlum.“

 

Helgi Magnús var óviðeigandi en heldur starfinu: „Um ítrekaða háttsemi að ræða“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að Helga Magnús Gunnarssyni verði ekki vikið úr starfi sem vararíkissaksóknar. Greint er frá þessu á heimasíðu stjórnarráðsins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að Helgi yrði leystur frá störfum

„Það er afstaða dómsmálaráðherra að ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Í því samhengi skipti máli að ummælin beindust meðal annars að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfar sem lögmaður. Þá var um ítrekaða háttsemi að ræða, sem var jafnframt sama eðlis og viðkomandi embættismaður fékk áminningu fyrir tveimur árum áður,“ stendur í tilkynningunni um málið.

„Á hinn bóginn var tjáning vararíkissaksóknara sett fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um aðila sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm. Sú staða hafði áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi. Með vísan til þess og á grundvelli meðalhófs er það niðurstaða dómsmálaráðherra að veita vararíkissaksóknara ekki lausn um stundarsakir.

Ráðherra átti fund með Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og annan fund með Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara mánudaginn 9. september þar sem hún kynnti þeim þessa niðurstöðu sína.“

Í tilkynningunni er undirstrikað að þó að dómsmálaráðherra sjái um að skipa í stöðu vararíkissaksóknara þá getur ríkissaksóknari veitt honum áminningu en Helgi Magnús hefur látið hafa það eftir sér að hann efist um að það sé tilfellið.

Tvö vinnuslys og harður árekstur á Austurlandi

Eskifjörður - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Ljósmynd: Fjarðarbyggð

Harður árekstur varð við Eskifjörð á laugardag en einn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Þá voru tveir einstaklingar fluttir á sjúkrahús eftir sitt hvort vinnuslysið í fiskvinnslum Austanlands á föstudag.

Austurfrétt segir frá því í dag að harður árekstur hafi orðið á móti Eskifjarðarvegar og Norðfjarðar á laugardag en þar skullu saman tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum. Bíll var að koma frá Norðfirði og beygði í átt til Eskifjarðar í veg fyrir bíl sem kom ofan af Hólmahálsi. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en hann var einn í bílnum. Reyndist hann ekki mikið slasaður. Fjórir voru í hinum bílnum en fengu allir að fara heim eftir skoðun læknis sem mætti á vettvang. Báðir voru bílarnir óökufærir eftir áreksturinn.

Þá segir Austurfrétt einnig frá tveimur vinnuslysum sem urðu í austfirskum fiskvinnslum á föstudag. Starfsmaður klemmdi hönd sína í færibandi í því fyrra en hann var fluttur nokkuð slasaður á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í hinu slysinu varð starfsmaður fyrir soðvatni í fiskimjölverksmiðju en hann var fluttur þó nokkuð slasaður á sjúkrahús til aðhlynningar.

Vinnueftirlitið rannsakar tildrög slysanna með aðstoð lögreglunna á Austurlandi.

Lögreglan stöðvaði hópslagsmál í Fjölbrautaskóla Suðurnesja – Annað skiptið á þremur vikum

Fjölbrautaskóli Suðurnesja Ljósmynd: fss.is

Lögreglan var kölliuð til vegna hópslagsmála í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Þórir Þorsteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum staðfesti við mbl.is að tveir lögreglubílar hafi verið sendir í FS vegna hópslagsmála sem þar brutust út. Um var að ræða sjö þátttakendur í slagsmálunum.

„Það var til­kynnt um ein­hverj­ar rysk­ing­ar á milli ein­hverra aðila. Ekk­ert meira hef ég í hönd­um,“ seg­ir Þórir við mbl.is og bætir við að slagsmálin séu nýafstaðin og ekki komin almennileg mynd á atvikinu enn.

Formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Hermann Borgar Jakobsson staðfesti við mbl.is að lögreglan hafi einnig verið kölluð til fyrir þremur vikum vegna hópslagsmála á nýnemakvöldi nemendafélagsins.

 

Reykjavíkurborg mun auglýsa eftir húsnæði fyrir Konukot á næstu dögum

Konukot Mynd: reykjavik.is

Reykjavíkurborg hyggst á næstu dögum auglýsa eftir húsnæði fyrir starfsemi Konukots, neyðarskýlis fyrir heimilislausar konur.

Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir í samtali við RÚV að borgin þurfi að sjá hverju það skilar áður en næstu skref verði ákveðin.

Í næstum því tvo áratugi hefur Konukot verið rekið í gömlu steinhúsi en gagnrýn hefur verið hversu lítið það er, með hættulega bröttum stigum. Í húsinu eru tvö salerni og ein sturta.

Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Kristín I. Pálsdóttir, talskona og formaður Rótarinnar, að starfsfólk hefði ítrekað átt í samtali við Reykjavíkurborg um betra húsnæði undir Konukot.„En því miður hefur ekki tekist að leysa það.“

Tekur Rannveig undir orð starfsfólksins og segir málið áríðandi. Segi hún að málið sé í forgangi hjá velferðarsviði og að núverandi húsnæði sé hvorki bjóðandi skjólstæðingum þjónustunnar, né starfsfólki.

Albert er mættur til landsins og gefur skýrslu fyrir dómi

Albert Guðmundsson Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er kominn til Íslands frá Ítalíu í þeim tilgangi að gefa skýrslu fyrir dómi. Er hann ákærður fyrir að hafa brotið gegn konu á þrítugsaldri en aðalmeðferð í kynferðisbrotamáli gegn honum hefst næsta fimmtudag.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Alberts staðfesti við Vísi að skjólstæðingur hans væri kominn til landsins til að verða viðstaddur aðalmeðferðina.

Í fyrra var Albert kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu en lögreglan rannsakaði málið og sendi það til héraðssaksóknara. Sá felldi málið niður í vor þar sem hann taldi að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Kærði kona þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem í maí sneri henni við.

Líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum er þinghald í málinu lokað en þann 3. júlí var Albert viðstaddur þingfestingu málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar Albert var kærður mátti hann ekki leika með landsliðinu en fékk síðan að leika nokkra leiki með liðinu þegar frávísunin var í áfrýjunarferli. Frá því að niðurfellingunni var snúið við hefur Albert aftur verið á bannlista KSÍ.

Ákæran hefur hins vegar ekki haft nokkur áhrif á stöðu hans hjá félagsliðum en hann er nýbúinn að skrifa undir samning við ítalska liðið Fiorentina en áður lék hann með Genóa.

Frá upphafi hefur Albert haldið fram sakleysi sínu.

Spáir í næstu alþingiskosningar: „Líklegast að við fáum samsteypustjórn ósamstæðra flokka“

Alþingi Íslendinga

Egill Helgason spáir í komandi alþingiskosningar í nýrri Facebook-færslu.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir að ríkisstjórnin sé augljóslega „búin að lifa sjálfa sig“ og að kjósendur virðist ákveðnir í að refsa henni í næstu kosningum, eins og í tilfelli Íhaldsflokksins í Bretlandi. Segir hann að spurningin sé hvað muni taka við, hvort eitthvað muni breytast. Segir hann hrein valdaskipti sjaldgæfa á Íslandi og því fylgi yfirleitt einhver stjórnarflokkur áfram í næstu stjórn. Hér má lesa færsluna:

„Alþingi sett í dag. Það er ljóst að ríkisstjórnin er löngu búin að lifa sjálfa sig. Kjósendur virðast staðráðnir í að veita henni og stjórnarflokkunum ærlega ráðningu – svona líkt og var með Íhaldsflokkinn á Bretlandi. Bara spurning hvenær kosið verður til þings – ætlar stjórnin að lafa í tilvistarkreppu þangað til næsta haust? En hvaða flokkar eiga að taka við og eru þeir raunverulegir valkostir? Þ.e. fáum við valdaskipti sem breyta einhverju? Hrein valdaskipti eru mjög sjaldgæf í íslenskum stjórnmálum – alltaf situr einhver flokkur áfram milli ríkisstjórna. Eins og stendur er líklegast að við fáum samsteypustjórn ósamstæðra flokka sem eins og ævinlega ganga óbundnir til kosninga. Semsé – við kjósum en vitum ekki hvað við fáum.“

Ein elsta fiskverslun landsins opnuð á ný: „Fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu“

Fiskbúðin við Sundlaugaveg Ljósmynd: Facebook

Fiskbúðin við Sundlaugaveg verður opnuð aftur á næstu vikum eftir að hafa verið lokað skyndilega í vor.

Það eru félagarnir Aron Elí Helgason og Egill Makan sem standa að opnun Fiskbúðarinnar við Sundlaugaveginn á næstu vikum en verslunin er elsta fiskverslunin á Höfuðborgarsvæðinu en í húsnæðinu hefur verið rekin fiskbúð frá árinu 1947.

„Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar í samtali við Vísi.

Segir hann að þeir félagar hafi áður skoðað að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en þá hafi þessi fiskverslun lokað og leitað var að nýjum rekstraraðilum. Hafi þeir því ákveðið að stökkva á tækifærið í stað þess að opna verslun í Hafnarfirði.

„Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“

Í morgun tilkynnti Aron Elí gleðifréttirnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi og viðbrögðin létu ekki á sér standa en íbúar eru afar ánægðir með fréttirnar.

Að sögn Arons Elís má búast við því að margt óbreytt í versluninni en þó ekki allt en að ferskur fiskur verði í boði auk þess sem reynt verður að bjóða upp á meira úrval af réttum en áður þekktist.

„Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“

 

Sá grunaði í Selfossmálinu lést í Taílandi – Engin ákæra gefin út

Sofia Sarmite Kolesnikova

Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Sofiu Sarmite Kolsenikovu á Selfossi í apríl í fyrra, lést í vikunni.

Rannsókn á andláti Sofiu Sarmite Kolsenikovu verður lokið þó svo að ljóst sé að ákæra verði ekki gefin út á hendur manni á þrítugsaldri, sem grunaður var um að vera valdur að dauða hennar.

Í samtali við Vísi staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðsdómi, fréttirnar. Segir hann að matsmenn hafi verið dómkvaddir til að skera úr um orsök andláts Sofiu og að enn sé beðið eftir niðurstöðu þeirra.

Heimildir Vísis herma að maðurinn hafi látist þar sem hann var staddur í Taílandi en ekki liggur fyrir upplýsingar um dánarorsök hans.

Hinn grunaði í máli Sofiu er ekki aðeins grunaður um að valda dauða hennar, heldur einnig að hafa spillt sönnunargögnum í málinu áður en lögreglan var látin vita um andlátið, með því að færa lík Sofiu.

Sá grunaði neitaði að hafa myrt Sofiu en í fyrstu skýrslutökunni sagði hann Sofiu hafa dáið vegna ofskammts fíkniefna. Sagðist hann hafa komið að henni meðvitundarlausri á gólfi neðri hæðar heimilis þeirra og að hún hafi þá þegar verið orðin stíf.

Sagði hann að þetta hafi gerst tveimur klukkustundum eftir að þau luku samförum sem fól í sér að maðurinn þrengdi að hálsi konunnar. Fyrir dómi var því haldið fram að þau hefðu bæði verið undir áhrifum kókaíns þegar meint kynlíf hafi átt sér stað en það hafi þau stundað frá kvöldi fram til morguns.

Breytti maðurinn nokkrum sinnum framburði sínum frá fyrstu skýrslutöku.

 

Ísraelar drápu minnst 19 manns í loftárásum á tjaldbúðir: „Eins og þeir væru sauðfé til slátrunar“

Grafið eftir fórnarlömbum

Að minnsta kosti 19 manns létust og fjölmargir eru slasaðir eftir loftárásir Ísraela á „öruggt svæði“ í suðurhluta Gaza, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu.

Heilbrigðisráðuneyti Gaza sagði að lík fórnarlambanna sem fundist hafa hingað til hafi verið flutt á sjúkrahús eftir flugskeytaárásina á tjaldbúðir flóttafólks á al-Mawasi svæðinu í Khan Younis, þar sem Palestínumenn sóttu sér skjól, snemma í morgun. Árásir Ísraela hafa oft lent á svæðum þar sem herinn hafði áður beint óbreyttum borgurum í leit að öryggi.

Fyrr í morgun hafði fjölmiðlaskrifstofa ríkisstjórnarinnar á Gaza, auk almannavarnayfirvalda, greint frá því að að minnsta kosti 40 manns hefðu fallið og meira en 60 særst í árásinni, og að margra sé einnig saknað.

„Fjöldi fórnarlamba er enn undir rústunum, undir sandi og á vegum, og sjúkraflutningamenn og almannavarnastarfsmenn geta ekki komist til þeirra og náð þeim, og þau hafa ekki komist á sjúkrahús ennþá,“ sagði í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins, þegar tilkynnt var um lægri dánartöluna.

Ísraelski herinn hafði þrætt fyrir upprunalega fjölda látinna sem greint var frá og lýst því yfir að árásin, sem vitni sögðu að hafi falið í sér að minnsta kosti fjórar eldflaugaárásir, hafi beinst að stjórnstöð Hamas. Vopnaðir hópar Palestínumanna kölluðu þetta „skýlausa lygi“.

Al-Mawasi-svæðið hefur verið troðfullt af Palestínumönnum sem sofa hafa í tjöldum síðan ísraelski herinn útnefndi strandsvæðið sem „öruggt svæði“ meðan á innrásum sínum á jörðu niðri í Khan Younis og nærliggjandi Rafah-borg stóð.

Björgunarmenn sem leituðu að eftirlifendum sögðust hafa fundið allt að níu metra djúpa gíga í tjaldbúðunum, að því er Al Jazeera Arabic greindi frá og vitnaði í staðbundnar heimildir.

Sjónarvottar lýstu óreiðukenndum atburðum á svæðinu þar sem eldar loguðu á meðan ísraelskar njósnaflugvélar svifu yfir.

„Fólkið var grafið í sandinum,“ sagði eitt vitni, Attaf al-Shaar, við Associated Press. „Þeir voru sóttir í pörtum.“

„Tuga er enn saknað og starfsmenn almannavarna hafa verið að grafa með berum höndum til að koma fólkinu út,“ sagði Mansour Shouman hjá Al Jazeera.

Talsmaðurinn sagði að sjúkrabílar og almannavarnateymi ættu í erfiðleikum með að ná líkum fólks sem lést í árásinni.

Samtökin Samskipti Bandaríkjanna og Íslams fordæmdi árásina og framkvæmdastjóri hennar, Nihad Awad, sakaði Ísraelsstjórn um fjöldamorð á „Palestínumönnum eins og þeir væru sauðfé til slátrunar, ekki manneskjur sem verðskulda líf og frelsi“.

Ísraelsk yfirvöld sögðu að árásin hefði hæft „mikilvæga Hamas-hryðjuverkamenn“ sem höfðu starfrækt stjórnstöð innan mannúðarsvæðisins í Khan Younis.

„Fyrir árásina voru gerðar fjölmargar ráðstafanir til að draga úr hættunni á að skaða almenna borgara, þar á meðal notkun nákvæmra skotfæra, eftirlit úr lofti og fleiri úrræði,“ sagði ísraelska utanríkisráðuneytið í yfirlýsingu sem birt var þann X.

Hamas, palestínsku samtökin sem stjórna Gaza, neituðu því að vígamenn þeirra hefðu verið á árásarsvæðinu og saka ísraelsk yfirvöld um að halda áfram lygum til að réttlæta „ljóta glæpi“ þeirra.

„Andspyrnuhreyfingin hefur margoft neitað því að nokkur meðlimur hennar sé á  borgaralegum samkomum eða noti þessa staði í hernaðarlegum tilgangi,“ sagði Hamas í yfirlýsingu.

 

Morðingi Ólympíuhlauparans látinn: „Reyndi að slökkva eldinn með vatni, en það var ekki hægt“

Fyrrverandi kærasti ólympíska hlauparans Rebeccu Cheptegei er látinn, eftir að hafa kveikt í Rebeccu og sjálfum sér á dögunum.

Dickson Ndiema hefur verið nefndur sem árásarmaður úganska Ólympíu-hlauparans Rebeccu Cheptegei, í staðbundnum fjölmiðlum. Hann hlaut brunasár á stórum hluta líkama síns í meintu launsátri og lést á sjúkrahúsi í gærkvöldi, að því er Nation Africa greinir frá. Cheptegei, sem var tveggja barna móðir, lést á miðvikudagskvöld í síðustu viku.

Sjá einnig: Ólympíuhlaupari látinn eftir að fyrrum kærasti kveikti í honum: „Megi sál hennar hvíla í friði“

Því er haldið fram að parið fyrrverandi hefði verið að rífast um landareign sem hús Cheptegei er byggt á. Hin 33 ára gamla hlaupakona keypti landið sem staðsett er í Kenía, nálægt landamærum Úganda og byggði heimili sitt þar.

Ndiema er sagður hafa hleypt sér inn á heimili Cheptegei á meðan hún var í kirkju með tveimur börnum sínum, 9 og 11 ára. Lögreglan sagði að hann hafi kveikt í henni í miðjum rifrildum og skilið hana eftir með brunasár á meira en 75 prósent af líkama sínum en hún var flutt með hraði á sjúkrahús.

Lögreglustjórinn Jeremiah ole Kosiom sagði: „Parið heyrðist rífast fyrir utan húsið þeirra. Á meðan á átökunum stóð sást kærastinn hella vökva yfir konuna áður en hann brenndi hana. Hinn grunaði varð einnig fyrir eldinum og hlaut alvarleg brunasár.“

Önnur af dætrum Cheptegei var fljót að finna móður sína í logum en Ndiema er sagður hafa sparkað í hana þegar hún reyndi að koma móður sinni til hjálpar. Hún kallaði á hjálp til að reyna að slökkva eldinn en án árangurs.

Hún sagði við keníska blaðið The Standard: „Hann sparkaði í mig á meðan ég reyndi að koma móður minni til bjargar.“ Hún bætti einnig við: „Ég hrópaði strax á hjálp og laðaði að mér nágranna sem reyndi að slökkva eldinn með vatni, en það var ekki hægt.“

Frjálsíþróttasambandið í Úganda sagði í tilkynningu: „Okkur þykir það mjög sorglegt að tilkynna andlát íþróttakonunnar okkar, Rebeccu Cheptegei snemma í morgun, sem varð fórnarlamb heimilisofbeldis á hörmulegan hátt. Sem samband fordæmum við slíkt verk og köllum eftir réttlæti. Megi sál hennar hvíla í friði.“

Lord Coe, forseti World Athletics, sagði í sinni tilkynningu: „Íþróttin okkar hefur misst hæfileikaríkan íþróttamann við hinar hörmulegustu og mest óhugsandi aðstæður. Rebecca var ótrúlega fjölhæfur hlaupari sem átti enn mikið eftir að gefa á vegum, fjöllum og gönguleiðum.“

 

Vill láta laga sögufræga styttu: „Hvers eiga Þorfinnur, Einar og við Íslendingar að gjalda?“

„Mikið var þetta aumt svar frá menningarmálaráðuneytinu.
Ég taldi að meginhlutverk slíks ráðuneytis hlyti að vera að vernda íslenskan menningararf og efla tengsl við aðra menningarheima.

Í Fíladelfíu var þekktri styttu Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni steypt af stóli og hún afhöfðuð.“ Þannig hefst Facebook-færsla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en þar á hann við svar menningarmálaráðuneytisins að aðhafast ekkert varðandi styttu Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni sem var afhöfðuð í Fíladelfíu nýlega en þar hefur hún staðið í yfir 100 ár. Styttan ku dúsa í geymslu þar ytra en Sigmundur Davíð vill að hún verði löguð og sett upp aftur. Hann hélt áfram færslu sinni:

„Skýringin sem fylgdi var sú að vafasamur félagsskapur nefndur „Keyestone State Skinheads” hefði fundað í grennd við styttuna.
Nafn þessara samtaka er svo fáránlegt að aðeins fábjánum eða einhverjum sem eru að þykjast vera fábjánar gæti dottið það í hug.
Þetta er eins og ef öfgamenn í Flórída hefðu kosið að kalla sig The Sunshine State Idiots.

En látum það liggja á milli hluta.“

Segir forsætisráðherrann fyrrverandi að þarna sé verið að vega að menningartengslum Íslands og Bandaríkjanna.

„Þarna er greinilega verið að reyna að búa til það sem útlendingar kalla „guilt by association” (sekt vegna nálægðar) og vega um leið að menningartengslum Íslands og Bandaríkjanna. Þótt ráðuneytið kalli þetta innanríkismál þeirra Kana.

Hvers eiga Þorfinnur, Einar og við Íslendingar að gjalda?“

Rifjar Sigmundur Davíð upp það þegar Einar var beðinn um að gera styttuna og að Þorfinnur karlsefni hefði birst á frímerkjum og í sögubókum en nú liggi hann höfuðlaus í geymslu:

„Nú liggur hann höfuðlaus í geymslu, líklega innan um umferðarkeilur og hálfkláraðar málningardollur.
Þúsund árum áður átti Þorfinnur konu, kvenskörung, Guðríði Þorbjarnardóttur að nafni og saman eignuðust þau soninn Snorra, fyrsta nýbúann sem fæddist í Ameríku.

Ásmundur Sveinsson gerði minnisvarða um þau Guðríði og Snorra. Nýverið unnu tvær konur skemmdarverk á minnisvarðanum og rændu þeim mæðginum. Það mun hafa verið gert vegna þess að nýbúar hefðu ekki átt rétt á sér í Ameríku.“

Segir hann ennfremur að hugsanlega telji ráðuneytið meti skemmdarverk á minnisvörðum meira en varðveisla þeirra.

„E.t.v. telur menningarmálaráðuneytið skemmdarverk á minnisvörðum um sögu Íslands mikilsverðari en varðveislu þeirra.

Vill ráðuneytið e.t.v. að við fjarlægjum styttuna af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti og geymum hana við hliðina á séra Friðriki?“

Að lokum segir Sigmundur Davíð að betra hefði verið fyrir ráðuneytið að svara Bandaríkjamönnum í bundnu máli:

„Hún var reyndar gjöf frá Bandaríkjamönnum í tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis en menningarráðuneytið getur eflaust útskýrt að þetta sé bara innanríkismál.
Betra hefði verið að ráðuneytið sendi Bandaríkjamönnum svar í bundnu máli á íslensku og ensku, „Höfuðlausn Þorfinns karlsefnis Þórðarsonar”.

Sú var tíðin að Íslendingar hefðu brugðist þannig við.“

Og viti menn, séra Hjálmar Jónsson snaraði saman vísu um leið og birti í athugasemdum enda hagmæltur mjög. Hér má lesa vísuna:

Sjálfur bar hann sverð og skjöld,
sýndi kjark og festu,
en nú eru íslensk yfirvöld
afskiptalaus að mestu.

Anna rifjar upp falska fiðlutóna frá Covid-árunum: „Ég gat ekki hrósað honum fyrir góðan fiðluleik“

Anna Kristjánsdóttir. Ljósmynd: Facebook

Anna Kristjánsdóttir rifjar upp Covid-tímabilið og það þegar falskur fiðluleikari reyndi að gleðja gesti veitingarstaðar, í nýjustu dagbókarfærslu sinni.

„Maðurinn með fiðluna.

Árið var 2020.

Það hafði verið útgöngubann í tvo mánuði. Enginn fékk að fara úr húsi nema einu sinni á dag til að kaupa ítrustu nauðsynjar, en svo kom að því að létta þurfti á útgöngubanninu. Veitingastaðirnir byrjuðu að opna einn af öðrum og um leið spruttu upp hinir ýmsu aðilar sem vildu fá sinn hluta af uppbyggingunni.“ Þannig hefst dagbókarfærsla Önnu númer 1855 en það er sá dagafjöldi sem liðinn er síðan hún flutti búferlum til Tenerife.

Því næst segir hún frá fölskum fiðluleikara:

„Meðal þeirra var eldri maður sem spilaði á fiðlu fyrir gesti veitingastaðanna. Ég gat ekki hrósað honum fyrir góðan fiðluleik, þvert á móti. Hann var hræðilegur fiðluleikari, en samt. Kosturinn við manninn var að hann reyndi að gleðja gesti veitingastaðanna þrátt fyrir að hafa engan hæfileika til að spila á fiðlu. Við sem hlustuðum á manninn að reyna að spila á fiðlu, gerðum okkar besta, gáfum honum evru eða tvær, enda gerðum við okkur grein fyrir því að gamli maðurinn var einungis að reyna að lifa af kreppuna sem fylgdi Cóvið tímabilinu.“

Segist Anna vera farin að sakna hinna fölsku fiðlutóna gamla mannsins.

„Í dag eru liðin nokkur ár frá Cóvið og í sakleysi mínu er ég farin að sakna þess að heyra ekki lengur falska fiðlutóna mannsins. Ég veit ekkert hvort hann sé lífs eða liðinn, en hann reyndi sitt besta til að lifa af erfiðasta tímabil ævi sinnar, sjálft útgöngubannið með öllum þeim hörmungum sem það hafði í för með sér.“
Að lokum útskýrir Anna af hverju hún fór að hugsa um hinn falska fiðluleikara.
„Ég skrapp á Búkkann í gærkvöldi og þegar einn byrjaði með skemmtilegt sirkusatriði utan við barina, rifjaðist upp fyrir mér þegar maðurinn með fiðluna reyndi að draga fram lífið með fiðluleik án þess að hafa hæfileika til þess eftir að ítrasta útgöngubanni lauk. Hann á mína innilegustu ósk um að hafa komist af á tímum sem verða öllum ógleymanlegar.“

Íris og Egill opinbera nafn dótturinnar: „Fal­lega litla sól­in okk­ar“

Íris og Egill í sólinni. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Egill Fannar Halldórsson, athafnamaður og Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, fyrirsæta hafa nú opinberað nafn dóttur sinnar sem þau eignuðust 26. júní síðastliðinn en hún er fyrsta barn þeirra saman.

Stúlkan hlaut hið fallega nafn Maya Sól Alguero Egilsdóttir en parið birtu nafnið í sameiginlegri Instagram-færslu og létu fallegar ljósmyndir af dótturinn fylgja með. Við færsluna skrifuðu þau: „Fal­lega litla sól­in okk­ar“.

Fram kemur á fjölskylduvef mbl.is að þau Egill og Íris hafi kynnst árið 2022 og hafi hreinlega kolfallið fyrir hvort öðru. Þar kemur einnig fram að hinir nýbökuðu foreldrar hafi nýlega fest kaup á glæsilegu 243 fermetra raðhúsi í Garðabæ.

Hálka í Bröttubrekku

Mynd úr myndabanka

Enn eru viðvaranir í gildi vegna óveðursins sem gengur yfir vestanvert landið. Snjóað hefur á norðanverðu landinu og á hálendinu. Veturinn er farinn að sína klærnar. Það snjóar á hálendinu og á fjallvegum nyrðra og éljagangur eystra.

Norðan stormur er nú á Suðurlandi. Hviður eru allt að þrjátíu og fimm metrum á sekúndu.

Veðurstofan mælir gegn ferðalögum á fjallvegum fyrir norðan og austan.

Gunnar Smári feitur

Gunnar Smári Egilsson Ljósmynd: Facebook

Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi sósialista, er í vandræðum. Hann var lengst af þvengmjór en er nú orðinn feitur ef marka má feita færslu hans á Facebook.

„Ég var mjór langt fram eftir aldri, var það sem kallað er sláni, leit út eins og strik. Svo fór ég að fitna og fannst það gaman, ný reynsla. Nú hef ég verið feitur í nokkur ár og er orðinn leiður á því. Hvernig losna ég við þetta sem hefur hlaðist utan á mig?“ spurði Gunnar Smári einlægur og lýsir áhyggjum sem plaga marga þessa dagana þegar offita er sem faraldur í samfélaginu.

Það stóð ekki á viðbrögðum og hann fékk fjölmörg hollráð í athugasemdum virkra. Rauði þráðurinn þar var að hann þyrfti að hreyfa sig og passa mataræðið …

Þrír handteknir vegna hnífaárásar – Lögreglan greip leiðindagaur og mann með járnstöng

Maður með járnsstöng að vopni og ætlað þýfi var gripinn af lögreglu í miðborginni. Hann var sviptur járninu og þýfið haldlagt. Um svipað leyti var kallað eftir lögreglu vegna manns sem var með almenn leiðindi á öldurhúsi. Sá leiðinlegi fékkst ekki til að fara fyrr en lögreglan hafði veitt honum tiltal og skrifað skýrslu um atvikið.

Í kuldanum í gær höfðu tveir menn hreiðrað um sig í stigagangi hvar þeir voru óvelkomnir.Lögreglan þekkir vel til beggja. „Góðkunningjunum“ var vísað út og höfðu þeir sig á brott.

Eftirlýstur maður var handtekinn. Hann er grunaður um aðild að ráni og líkamsárás. Annar var handtekinn fyrir húsbrot og fleira. Hann var læstur inni í fangageymslu.

Einn eitt hnífamálið kom upp í nótt. Þrennt var handtekið vegna rannsóknar á hnífsstungu. Fórnarlambið fór á bráðamóttöku en meiðsli reyndust vera minniháttar. Tvö af þremur árásarmanna höfðu ekki náð 18 ára aldri.

Mikið gekk á í Kópavogi þar sem bifreið var ekið utan í sex aðrar. Ökumaðurinn var handtekinn. Hann er grunaður um að hafa verið dópaður og þess vegna út úr öllu korti.  Engin meiðsli urðu á fólki.

Barn var staðið að þjófnaði í matvöruverslun. Málið afgreitt í samvinnu við baranverndaryfirvöld og foreldrar látnir vita.

James Earl Jones er látinn

James Earl Jones

Stórleikarinn James Earl Jones er fallinn frá, 93 ára að aldri.

Samkvæmt umboðsmanni Jones lést hann í morgun í faðmi fjölskyldunnar. Jones er hvað þekktastur fyrir að ljá Svarthöfða rödd sína í Star Wars-myndunum og Mufasa í Lion King en hann var þekktur fyrir sína djúpu rödd.

Aðrar frægar myndir sem hann lék í eru til dæmis The Hunt for Red October, Coming to America, Field of Dreams og The Great White Hope en fyrir hana hlaut hann tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir besta aðalhlutverkið. Þá er hann einn af fáum sem unnið hefur til Emmy, Grammy, Tony og Óskarsverðlaun en 2012 hlaut hann heiðursverðlaun Óskarsnefndarinnar.

Luke Skywalker sjálfur, Mark Hamill, birti fallega kveðju á X, þar sem hann skrifaði „hvíldu í friði pabbi“ en Skywalker var sonur Svarthöfða í Star Wars-myndunum.

Próflaus strætóbílstjóri dæmdur fyrir að draga sjötuga konu 80 metra með vagninum í Árbænum

Konan dróst eftir Rofabæ - Mynd: Já.is

Strætóbílstjóri var dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt árið 2001 en Morgunblaðið greindi frá þessu á sínum tíma.

Forsaga málsins er sú að kona hafði verið ráðin sem strætóbílstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur (SVR) og hlaut hún dóm fyrir loka afturdyrum vagnsins á sjötuga kona með þeim afleiðingum að vagninn dró konuna með sér 80 metra en atvikið átti sér stað í Rofabæ í Árbænum. Hin sjötuga kona brotnaði á öxl, viðbeini og ökklum. Þá skröpuðust höfðu mjúkir vefir skrapast af olnboga og framhandlegg hennar auk annarra meiðsla.

Margdæmdur ökufantur

Þegar þetta atvik komst upp kom í ljós að konan hafði verið margdæmd fyrir umferðalagabrot á árinum 1980 til 1992 þar á meðal hafði hún tvívegis verið dæmd fyrir ölvunarakstur og svipt ökurétti í tvígang. Þá hafði konan verið svipt ökurétti í eitt ár sjö mánuðum áður en hún dró konuna eftir götum borgarinnar.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Lilja Ólafsdóttir hjá SVR að konan hafi ekki gefið upp neitt af þessu á umsókn og hafi ekki vitað af þessu fyrr en dómurinn var kveðinn upp. Hún sagði einnig að konan hefði ekki verið ráðin ef SVR hefði vitað af þessu. Lilja bætti því svo við að SVR myndi ekki biðja fólk um sakarvottorð þrátt fyrir þetta atvik.

„Við munum miklu frekar fara fram á að fólk gefi okkur glöggar upplýsingar um hvort eitthvað í ferli þeirra, þó sérstaklega að því er varðar ökuferil, sé athugavert,“ sagði Lilja í lokin.

Eftirlýstur stríðsglæpamaður giftir sig í Moskvu eftir meint framhjáhald

Rússneski barnaréttindafulltrúinn Maria Lvova-Belova, sem er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum vegna stríðsglæpaákæru fyrir þátt sinn í ráninu á úkraínskum börnum, og rétttrúnaðar auðkýfingurinn Konstantin Malofeev, sem lýsir sér sem einveldismann, sem rekur sjónvarpsstöðina Tsargrad TV, gengu í hjónaband á sunnudag, samkvæmt Verstka Media og Telegram rásinni Baza.

Fyrst var sagt frá sambandi hjónanna, sem eru talsmenn „hefðbundinna gilda“, fyrr í sumar, þó að Lvova-Belova hafi ekki verið búin að tilkynna opinberlega um skilnað eða aðskilnað sinn frá eiginmanni sínum, rétttrúnaðarpresti sem hún hefur verið að ala upp 10 börn með.

Rússneski barnaréttindafulltrúinn Maria Lvova-Belova, sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) ákærði árið 2023 fyrir aðild sinn að stríðsglæpi vegna ólöglegra brottvísana barna frá hernumdu svæðum Úkraínu, giftist óligarkanum Konstantin Malofeev, stofnanda sjónvarpsstöðvar Kristinna rétttrúnaðarmanna í Kreml, Tsargrad TV, sem er hliðholl forsetanum, á afgirtu svæði í Moskvu í gær, að sögn óháða fréttamiðilsins Verstka. Þrír heimildarmenn úr hópi þeirra hjóna hafa staðfest við blaðamenn að brúðkaupið hafi átt sér stað.

Samkvæmt einum heimildarmanni sem Verstka vitnar í, „fögnuðu“ Lvova-Belova og Malofeev leka af fréttum um hjónaband þeirra og vildu ekki halda „leynilegt brúðkaup“. Annar heimildarmaður sagði við Verstka að „nokkuð stór hópur fólks“ vissi af atburðinum og var aðeins beðinn um að forðast að birta myndir af brúðhjónunum sjálfum á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt Telegram rásinni Baza komu vinsælu söngvararnir Dima Bilan, Grigory Leps, Valeriya og Leonid Agutin fram í brúðkaupinu. Hjónin báðu Bilan að sögn um að fjarlægja nokkur lög af lagalistanum sínum, en ástæðan fyrir beiðninni sé óljós. Rásin Astra tók fram að Leonid Agutin hafi áður talað gegn innrás Rússa í Úkraínu.

Orðrómur um að fulltrúinn og milljarðamæringurinn væru í sambandi fóru fyrst að berast seint á árinu 2023. Um miðjan júlí 2024, eftir að myndband náðist af þeim haldast í hendur, ræddu blaðamenn frá Verstka við að minnsta kosti sex heimildarmenn sem staðfestu samband þeirra.

Lvova-Belova hefur ekki staðfest opinberlega að hún sé skilin eða aðskilin frá Pavel Kogelman, rétttrúnaðarpresti sem hún giftist árið 2003. Þau tvö birtust oft í rússneskum áróðursfjölmiðlum til að tala um „hefðbundin gildi“ þeirra, kristna trú og reynslu sína af því að ala upp fjölda barna saman.

Sniðgangan 2024 fer fram samtímis í Reykjavík og Akureyri: Vekja athygli á vörum sem ber að forðast

Frá samstöðufundi með Palestínu fyrr á árinu. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Mannréttindafélög sem styðja Palestínu standa fyrir mótmælagöngu sem kallast Sniðgangan 2024. Verður hún farin á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri þann 14. september.

Samkvæmt tilkynningu verður Sniðgangan 2024 farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu, til að fræða um sniðgöngu og þau vörumerki sem BDS Ísland leggur áherslu á að sniðganga.

Gönguleiðirnar fyrir Sniðgöngurnar næsta laugardag 14/9 eru tilbúnar, bæði fyrir Sniðgangan 2024 – Höfuðborgarsvæðið og Sniðgangan 2024 – Akureyri

„Við minnum á að hægt er að ganga eins langt eða stutt og hver vill og treystir sér til líka hægt að ganga ekki neitt heldur koma til liðs við göngufólk að göngu lokinni og hlýða á ræðu og tónlistaratriði,“ segir í tilkynningunni.

Dagskrá göngunnar á höfuðborgarsvæðinu verður eftirfarandi:

14:00 – Hellisgerði í Hafnarfirði. Göngufólk safnast saman og hlýðir á stutt erindi.

14:20 – gengið af stað frá Hellisgerði, 10 km

16:00 – Hamraborg í Kópavogi. Stutt stopp þar sem fólk getur bæst í hópinn. 4 km þaðan og í Katrínartún þar sem gangan endar

17:00 – Katrínartún þar sem verður dagskrá með ræðu og tónlistaratriði

Dagskrá göngunnar á Akureyri:

14:00 – Háskólinn á Akureyri hjá Íslandsklukkunni. Göngufólk safnast saman og hlýðir á stutt erindi.

14:20 – Gengið af stað frá HA upp Dalsbrautina.

14:45 – Stutt stopp hjá KA-heimilinu þar sem fólk getur bæst í hópinn.

15 – Stutt stopp hjá Berjaya hóteli þar sem fólk getur bæst í hópinn.

15:15 – Ráðhústorg þar sem verður dagskrá með erindum og Dabkeh dans.

Að lokum segir í tilkynningunni: „Hvetjum fólk sem ekki kemst í sjálfar göngurnar að ganga þar sem það er statt í heiminum og allir að nota myllumerkið #snidgangan á samfélagsmiðlum.“

 

Helgi Magnús var óviðeigandi en heldur starfinu: „Um ítrekaða háttsemi að ræða“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að Helga Magnús Gunnarssyni verði ekki vikið úr starfi sem vararíkissaksóknar. Greint er frá þessu á heimasíðu stjórnarráðsins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fór fram á að Helgi yrði leystur frá störfum

„Það er afstaða dómsmálaráðherra að ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Í því samhengi skipti máli að ummælin beindust meðal annars að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfar sem lögmaður. Þá var um ítrekaða háttsemi að ræða, sem var jafnframt sama eðlis og viðkomandi embættismaður fékk áminningu fyrir tveimur árum áður,“ stendur í tilkynningunni um málið.

„Á hinn bóginn var tjáning vararíkissaksóknara sett fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um aðila sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm. Sú staða hafði áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi. Með vísan til þess og á grundvelli meðalhófs er það niðurstaða dómsmálaráðherra að veita vararíkissaksóknara ekki lausn um stundarsakir.

Ráðherra átti fund með Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og annan fund með Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara mánudaginn 9. september þar sem hún kynnti þeim þessa niðurstöðu sína.“

Í tilkynningunni er undirstrikað að þó að dómsmálaráðherra sjái um að skipa í stöðu vararíkissaksóknara þá getur ríkissaksóknari veitt honum áminningu en Helgi Magnús hefur látið hafa það eftir sér að hann efist um að það sé tilfellið.

Tvö vinnuslys og harður árekstur á Austurlandi

Eskifjörður - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Ljósmynd: Fjarðarbyggð

Harður árekstur varð við Eskifjörð á laugardag en einn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Þá voru tveir einstaklingar fluttir á sjúkrahús eftir sitt hvort vinnuslysið í fiskvinnslum Austanlands á föstudag.

Austurfrétt segir frá því í dag að harður árekstur hafi orðið á móti Eskifjarðarvegar og Norðfjarðar á laugardag en þar skullu saman tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum. Bíll var að koma frá Norðfirði og beygði í átt til Eskifjarðar í veg fyrir bíl sem kom ofan af Hólmahálsi. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en hann var einn í bílnum. Reyndist hann ekki mikið slasaður. Fjórir voru í hinum bílnum en fengu allir að fara heim eftir skoðun læknis sem mætti á vettvang. Báðir voru bílarnir óökufærir eftir áreksturinn.

Þá segir Austurfrétt einnig frá tveimur vinnuslysum sem urðu í austfirskum fiskvinnslum á föstudag. Starfsmaður klemmdi hönd sína í færibandi í því fyrra en hann var fluttur nokkuð slasaður á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í hinu slysinu varð starfsmaður fyrir soðvatni í fiskimjölverksmiðju en hann var fluttur þó nokkuð slasaður á sjúkrahús til aðhlynningar.

Vinnueftirlitið rannsakar tildrög slysanna með aðstoð lögreglunna á Austurlandi.

Lögreglan stöðvaði hópslagsmál í Fjölbrautaskóla Suðurnesja – Annað skiptið á þremur vikum

Fjölbrautaskóli Suðurnesja Ljósmynd: fss.is

Lögreglan var kölliuð til vegna hópslagsmála í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Þórir Þorsteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum staðfesti við mbl.is að tveir lögreglubílar hafi verið sendir í FS vegna hópslagsmála sem þar brutust út. Um var að ræða sjö þátttakendur í slagsmálunum.

„Það var til­kynnt um ein­hverj­ar rysk­ing­ar á milli ein­hverra aðila. Ekk­ert meira hef ég í hönd­um,“ seg­ir Þórir við mbl.is og bætir við að slagsmálin séu nýafstaðin og ekki komin almennileg mynd á atvikinu enn.

Formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Hermann Borgar Jakobsson staðfesti við mbl.is að lögreglan hafi einnig verið kölluð til fyrir þremur vikum vegna hópslagsmála á nýnemakvöldi nemendafélagsins.

 

Reykjavíkurborg mun auglýsa eftir húsnæði fyrir Konukot á næstu dögum

Konukot Mynd: reykjavik.is

Reykjavíkurborg hyggst á næstu dögum auglýsa eftir húsnæði fyrir starfsemi Konukots, neyðarskýlis fyrir heimilislausar konur.

Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir í samtali við RÚV að borgin þurfi að sjá hverju það skilar áður en næstu skref verði ákveðin.

Í næstum því tvo áratugi hefur Konukot verið rekið í gömlu steinhúsi en gagnrýn hefur verið hversu lítið það er, með hættulega bröttum stigum. Í húsinu eru tvö salerni og ein sturta.

Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Kristín I. Pálsdóttir, talskona og formaður Rótarinnar, að starfsfólk hefði ítrekað átt í samtali við Reykjavíkurborg um betra húsnæði undir Konukot.„En því miður hefur ekki tekist að leysa það.“

Tekur Rannveig undir orð starfsfólksins og segir málið áríðandi. Segi hún að málið sé í forgangi hjá velferðarsviði og að núverandi húsnæði sé hvorki bjóðandi skjólstæðingum þjónustunnar, né starfsfólki.

Raddir