Mánudagur 23. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Smá sumar í kortunum – Hiti verður á bilinu 12 til 19 stig

Eins og svo oft áður – mjög oft – er þó nokkur munur á veðrinu á milli landshluta nú um helgina.

Samkvæmt spáverður vindur yfirleitt norðlægur; á bilinu 3 til 8 metrar á sekúndu.

Sunnan- og vestantil á Klakanum verður frekar léttskýjað; hiti á bilinu 12 til 19 stig.

Kemur fram að fyrir norðan og austan verður skýjað og dálítil súld. Mun hiti þar verður á bilinu 5 til 12 stig.

Tiltölulega seint á morgun sem og annað kvöld mun vindur snúast í vestlæga átt; þá mun létta til norðan- og austanlands.

Egill og áfengið: „Íslendingar drekka ekki mikið magn – en drekka sig fulla“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir fyrir sér áfengisneyslu hér á landi og í Grikklandi.

Segir:

„Merkilegt hvað áfengisneysla er menningarbundið fyrirbæri. Hér í Grikklandi kostar stór dós af bjór 1,50 evrur út úr búð. Áfengi er alls staðar á boðstólum. Samt drekka Grikkir frekar lítið og sjaldgæft að sjá áberandi drukkið fólk. Það þykir einfaldlega ófínt.“

Grikkland.

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson segir í athugasemd við færslu Egils:

„Grikkir innbyrða þó meira magn af vínanda en Íslendingar – einkum karlmennirnir. Það er raunar normið. Þjóðir Suður-Evrópu drekka jafnar og þéttar en þær í norðrinu sem þamba um helgar (og þá stundum illa). Íslendingar hafa nánast alla sína sögu verið sú kristna Evrópuþjóð sem drekkur minnst af áfengi, þótt við höfum verið að draga hratt á hina í seinni tíð.“

Stefán Pálsson sagnfræðingur.

Þá svarar Egill Stefáni:

„Íslendingar drekka ekki mikið magn – en drekka sig fulla.“

Lokaorðin átti Stefán:

Skandinavi með bjór.

„Sem er mjög skandinavískt… en kannski ekki til eftirbreytni.“

Tómas Erling Lindberg Hansson er látinn

Tómas Erling Lindberg Hansson er látinn.

Hann lést á Ríkisspítalanum í dönsku höfuðborginni Kaupmannahöfn.

Eftirlifandi eiginkona hans er Sigrún Sigurðardóttir; þau eignuðist saman þrjú börn: Hans Óttar Lindberg, Davíð Þór Lindberg og Lindu Rún Lindberg.

Hans Óttar Lindberg er líklega jafnbesti danski handbolta leikmaður allra tíma. Hann er sonur Tómasar Erlings og Sigrúnar.

Útför hans fer fram þann 18. júlí í Ølstykke.

Blessuð sé minning Tómasar Erlings.

Hryllingur í Héraðsdómi: „Ætlaði að kæfa mig með getnaðarlimi sínum og míga yfir gröf móður minnar“

Réttað var yfir Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni vegna ákæru um sex ofbeldisbrot; þar á meðal manndrápstilraun sem og lífshættulega hnífaárás á tvo menn í versluninni OK Market í mars á þessu ári.

Lögfræðingur er starfaði hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands þurfti að þola gengdarlausar ofsóknir af hendi Mohamad Kourani, Sýrlendingssins er réttað var yfir, en þetta kom fyrst fram á DV.

Kourani kom hingað til Íslands árið 2018; hlaut alþjóðlega vernd; hann hefur margoft brotið af sér hér á landi síðan; er margdæmdur: Meðal annars vegna líkamsárása og sprengjugabbs.

Það kemur fram að á undanförnum mánuðum hefur fólk stigið fram sem Kourani hefur hótað og ofsótt á síðustu árum; þar á meðal er vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson.

Strax við þingsetningu málsins gegn í Héraðsdómi Reykjaness hótaði Kourani dómara, lögreglumönnum, eigin lögmanni, túlki og fleira starfsfólki dómsins lífláti.

Við aðalmeðferð málsins hafði einnig í hótunum við blaðamann DV er leiddi til þess að dómari setti ofan í við Kourani.

Kona er kýs það að koma fram undir nafnleynd hjálpaði Kourani í starfi sínu sem lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands; Kourani sýndi henni lítið þakklæti fyrir og hóf að ofsækja hana vegna reiði yfir því að hún gat ekki aðstoðað hann að því marki sem hann hafði væntingar til um:

„Ég fæ ennþá brjálæðislega hræðslutilfinningu, kvíðahnút og kökk í hálsinn þegar ég heyri minnst á þennan mann en ég var ein af þeim útvöldu sem hann fékk á heilann,“ segir konan.

Í kjölfarið þurfti hún að ganga með neyðarhapp í nokkur ár vegna hótana Kourani sem voru vægast sagtógeðfelldar:

„Hann sagðist hlakka til að sprengja mig upp, ætlaði að kæfa mig með getnaðarlimi sínum, ætlaði að ganga frá börnunum mínum, ætlaði að míga yfir gröf móður minnar, já hann gekk svo langt að vera búinn að finna það út að móðir mín væri dáin, og svona mætti lengi telja. Kærugögnin skipta tugum blaðsíðna með hótunum, svívirðingum og viðbjóði.“

Að mati konunnar á Kourani ekki eiga heima í mannlegu samfélagi. Sagði líka þetta:

„Þetta gekk svona í mörg ár. Þessi maður er óstöðvandi, hann á ekki að eiga þann kost að draga að sér sama súrefni og við hin. Satt best að segja þá fann ég ekki fyrir miklu öryggi frá þessum meinta öryggishnappi þó að ég hafi fengið einn slíkan hjá lögreglu, enda viðbragðstíminn óheyrilegur líkt og ég fékk nokkrum sinnum að finna fyrir, þá var ég einnig með svokallaða krækju á símanúmerinu mínu sem og vinnusímanum svo ég yrði í forgangi myndi ég hringja inn til Neyðarlínunnar. Auk þess var málið fellt niður hjá lögreglu án útgáfu ákæru þannig að hann þurfi aldrei að svara fyrir þau brot sem ég varð fyrir af hans hálfu.“

Konan er á því að þáverandi vinnuveitandi sinn beri vissa ábyrgð í málinu:

„Ég tel að þáverandi vinnuveitandi minn hafi ekki sinnt skyldum sínum um að gæta öryggis á vinnustað enda fékk þetta að ganga á í langan tíma án nokkurra öryggisráðstafana og enn í dag mæti ég fullkomnu skilningsleysi af þeirra hálfu vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem mál þetta hefur haft á mína heilsu, en ég að lokum lagði inn kæru til lögreglu árið 2021 þegar heilsan mín var orðin þess eðlis að ég var hér um bil orðin óvinnufær. Ég fæ þá fyrrgreindan öryggishnapp sem ég var með þar til snemma á síðasta ári, en þá hafði ég játað mig sigraða og varð óvinnufær með öllu og lauk þar með störfum mínum fyrir Mannréttindaskrifstofu Íslands.“

Hún telur upp dæmi um helstu ofsóknaraðferðir Kourani í garð hennar:

„Þetta voru ýmist líflátshótanir, svívirðingar og ofsóknir sem bárust á vinnupósta, á Facebook og svo gerði hann í því að hringja að næturlagi á þeim tíma sem sími skrifstofunnar var framsendur til mín vegna COVID-lokana, og ýmist anda í símann, stynja í símann eða tala að því er virtist tungum. Þá kom hann líkt og fyrr greinir af og til inn á skrifstofur okkar að Túngötu, gekk framhjá gluggum skrifstofunnar, gerði ýmsar hreyfingar sem bentu til þess kynferðislega ofbeldis sem hann hafði oft hótað mér með, varnaði mér einu sinni aðgangi að skrifstofunni þegar ég mætti um morgun, þ.e. stóð fyrir framan skrifstofuna snemma morguns og svona mætti lengi telja.“

Konan segir að þeir aðilar er hafi orðið fyrir barðinu á ofsóknum Kourani verði lengi að jafna sig:

„Það mun taka mig, líkt og eflaust flesta aðra sem lent hafa í honum eða slíkum aðstæðum, mörg ár að jafna mig, – ef ég þá mun nokkurn tímann gera það að fullu.“

Kemur fram að lokum að dómur yfir Kourani fyrir árásina í OK Market sem og fleiri ofbeldisbrot verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 15. júlí. Héraðssaksóknari fer fram á 6 til 8 ára fangelsi í málinu.

Mennirnir verða yfirheyrðir í dag þar sem ekki er vitað hvor þeirra ók bifreiðinni

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Eins og svo oft áður var ansi mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt.

Ökumaður var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.

Hann var látinn laus að sýnatöku lokinni.

Stuttu síðar var maðurinn stöðvaður að nýju, ekki nema tveimur götum frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu.

Í úthverfi Reykjavæikurborgarar tilkynnti vitni um umferðaróhapp þar sem ekið hafði verið á umferðarskilti; ökumaður sem og farþegi bifreiðarinnar voru handteknir er þeir reyndu að losa bílinn; grunaðir um ölvunarakstur.

Þeir sofa nú úr sér í fangageymslum og verða yfirheyrðir í dag – þar sem ekki er vitað hvor þeirra ók.

Silfurfat Bjarna

Samfylkingin Kristrún
Kristrún Frostadóttir.

Eftir hrikalega útreið Íhaldsflokksins breska og stórsigur Verkamannaflokksins eru uppi vaxandi áhyggjur vegna Sjálfstæðisflokksins á Íslandi. Bjarni Benediktsson heldur þar um stjórnvölinn auk þess að vera forsætisráðherra í óþökk stærsta hluta íslensku þjóðarinnar. Allur líkur eru á því að næstu kosningar muni færa Samfylkingunni forsætisráðuneytið og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, taki við lyklunum af Bjarna.

Innan Sjálfstæðisflokknum er urgur vegna þessa ástands og leitað er í skúmaskotum Valhallar að verðugum arftaka Bjarna. Helst staldra menn þar við nafn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra sem hefur meðbyr þessi misserin.

Nokkur fullvissa er um að hrun flokksins niður fyrir 20 prósenta fylgi verði staðfest í kosningum. Bjarni er aftur á móti hinn rólegast á yfirborðinu og rígheldur í forsætisráðherrastólinn sem Katrín Jakobsdóttir og Vinstri-grænir færðu honum á silfurfati. Flestir eru sammála um að þetta hafi verðið hefndargjöf og flokkurinn hafi ekki ávinning af setu Bjarna í hinu háa embætti …

Útlendingur handtekinn grunaður um að skipuleggja hryðjuverk: „Verið að fylgjast með honum“

Alþingishúsið. Ljósmynd: Sikeri

Árið 2005 kom upp heldur betur vandræðalegt mál fyrir lögregluna en hún handtók ungan mann fyrir litlar sakir.

Fjallað var um málið í DV á sínum tíma en þar er sagt frá að ungur ítalskur arkitektarnemi sem heitir Luigi hafi verið handtekinn vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverkaárás. Af hverju hélt lögreglan að hann væri í slíkum hugleiðingum?

Jú, hann var að taka myndir af Alþingishúsinu og teikna myndir af því. Þetta varð til þess að lögreglan handtók hann á skemmtistaðnum Sirkus. Þegar fjölmiðlar reyndu að leita svara um málið hjá lögreglu voru ekki nein að fá.

„Hann ætlaði að vera hér lengur og fara í Bláa lónið og svona en hann var svo hræddur eftir þessa lífsreynslu að hann fór beint heim,“ sagði vinur Ítalans Luigi við DV en hann heitir einnig Luigi. „Lögreglan hefur verið að fylgjast með honum því þegar Luigi var að skemmta sér á Sirkus á föstudagskvöldið komu þeir og handtóku hann allt í einu,“ sagði Luigi, vinurinn sem býr hér á landi.

„Maðurinn hefur verið dökkur á skinn og hörund og þess vegna hefur hann verið handtekinn. Það er bara eitt orð um þetta mál og það orð er rugl,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um málið en Luigi var sleppt því ekki fundust neinar sannanir fyrir því að hann ætlaði að fremja hryðjuverk.

Flugslysið í Skerjafirði breytti lífi Gunnars á Völlum: „Örlagagyðjan var við hliðina á mér“

Gunnar á Völlum breytti lífi sínu árið 2000 - Mynd: Samtök Iðnaðarins

Í útvarpsþættinum Segðu Mér var fjölmiðlamaðurinn og viðskiptastjórinn Gunnar Sigurðarson, oft kallaður Gunnar á Völlum, til viðtals og fer þar yfir víðan völl.

Í þættinum ræðir hann meðal annars um að hafa breytt lífi sínu árið 2000 í kjölfar flugslyssins í Skerjafirði. Í því létust allir sex farþegar flugvélar sem var að fljúga frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur eftir Þjóðhátíð.

„Fyrir 25 árum tek ég mjög meðvitaða ákvörðun að ég ætla aldrei að særa fólk. Það má ekki,“ sagði Gunnar í viðtalinu og spurður nánar út í málið. „Það er erfitt að segja frá þessu. Þetta er eftir Skerjafjarðarflugslysið, þá tek ég þá ákvörðun að ég er hættur að vera vondur við fólk. Ég var ekki vondur, kannski grimmur. Lét fólk heyra það og töffaraskapast eins og ungur maður en ég ákvað að hætta því alveg.“

Gunnar útskýrir svo að hann hafi upphaflega átt að vera í flugvélinni sem hrapaði en á endanum farið í aðra flugvél.

„Ég var með sama flugfélagi og ég sá miðaróteringuna hverjir fóru í hvaða flugvél. Þannig að ég sá að ég var með þessum hópi sem að fór og ég tók við stjórnvölinn og mér finnst að ég hafi orðið til þess að ég var ekki í þeirri flugvél. Ég var að stýra og benda fólki og taka einhverja stjórnvöl og svo fékk ég bara grimmt sjokk. Svo gerðist þetta. Við erum í loftinu á sama tíma og þetta gerist og ég hef aldrei orðið eins flughræddur og í þeirri flugvél út af því að hún missti hæð. Þá held ég að ég hafi verið á sama tíma og hin fór niður. Örlagagyðjan var við hliðina á mér, ég leit á þetta sem annan séns. Ég ákvað það af því að ég var láta einhvern hinu megin heyra það. Héðan í frá er ég ekki að segja neitt slæmt við annað fólk.“

 

Blóðug hákarlaárás í Texas á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna – MYNDBAND

Tveir voru bitnir í Texas

Fólk sem kom til að njóta þjóðarhátíðadags Bandaríkjanna á South Parade eyju í Texas í gær lenti í mikilli hættu.

Ótrúlegt myndband af hákarlaárás í Texas gengur nú um netið og sýnir myndbandið konu sem fossblæddi eftir árásina en að sögn lögreglumanna á eyjunni voru tveir einstaklingar bitnir og þurfti að fljúga með annan þeirra á sjúkrahús með þyrlu. Engar frekari upplýsingar hafa borist um líðan þeirra.

Upphaflega var talið að um fjóra hákarla væri að ræða en eftir að hafa talað við vitni og skoðað myndbönd af atvikinu telja yfirvöld að um einn hákarl hafi verið að ræða og hann verið um það bil 180 sentimetra langur.

Hægt er að horfa á myndband af atvikinu hér

Mótorhjólakappi illa haldinn eftir alvarlegt slys: „Virðist renna töluverða vegalengd utanvegar“

Slysið átti sér stað skammt frá Gígjukvísl.- Mynd: Zairon

Mótorhjólakappi sem lenti í slysi í gær við Gígjukvísl í gær er illa haldinn en á lífi.

„Hann er töluvert slasaður,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Vísi um málið. „Við vitum svo sem ekki á hvaða hraða hann var. Það er ekki búið að taka skýrslu af honum eða neitt svoleiðis. En hann virðist renna töluverða vegalengd utanvegar,“ en þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang til að sækja manninn á fimmta tímanum í gær.

Ekki er vitað til þess að nein vitni hafi orðið að slysinu en tillögulega beinan kafla er að ræða þar sem slysið varð að sögn Sveins Rúnars en rannsókn á málinu stendur ennþá yfir.

Engin gúrka hjá Blaðamannafélaginu

Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri og Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins

Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum.

Engin lognmolla hefur verið hjá Blaðamannafélagi Íslands sem stendur á miklum tímamótum. Umbreytingum geta fylgt vaxtaverkir en fyrst og fremst er það gjöfult og spennandi verkefni fyrir stjórn og starfsfólk að byggja upp og efla félag blaðamanna sem faglegan vettvang, bæta kjör félagsfólks og stuðla að vitundarvakningu meðal almennings og hagaðila um mikilvægi blaðamennsku á Íslandi. Blaðamennska og frjálsir, öflugir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis og félagi blaðamanna ber að minna á mikilvægi þeirra við að halda almenningi upplýstum og stuðla að opinni, fjölradda umræðu um samfélagsmál þar sem ólík sjónarmið fá að njóta sín.

Eftirfarandi eru nokkur af stærstu verkefnum frá áramótum:

  • Kjarasamningar BÍ við Samtök atvinnulífsins og ýmis fjölmiðlafyrirtæki voru undirritaður, kynntir félagsmönnum og greidd um þá atkvæði. Afgerandi meirihluti samþykktu kjarasamningana sex og sérstök ánægja ríkti um hækkun á skattfrjálsum fjölmiðlastyrk sem ekki hefur náðst í gegn síðan árið 2009.

  • Vitundarherferð var hleypt af stað í fyrsta skipti undir yfirskriftinni Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Eitt af markmiðum herferðarinnar var að veita almenningi innsýn í störf blaðamanna og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðissamfélags.

  • Félagið stefndi ríkinu vegna takmarkana á aðgengi blaðamanna að hamfarasvæðum og náði í kjölfarið samkomulagi um sérstaka hamfarapassa sem tryggja blaðamönnum sambærilegt aðgengi og viðbragðsaðilar. Samkomulagið markar þáttaskil í samskiptum við stjórnvöld og er mikilvæg viðurkenning á hlutverki blaðamanna á hættutímum.

  • Gagnger endurskoðun fór fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins með það að markmiði að færa rekstur félagsins í nútímalegra horf, tryggja að vel sé hugsað um eignir félagsmanna og að sjóðir þeirra séu sjálfbærir og reglur um úthlutanir styrkja gagnsæjar og skýrar:

    • Unnin hafa verið drög að starfsreglum félagsins sem gildir fyrir starfsfólk og þau sem gegna trúnaðarstörfum á borð við stjórn.

    • Unnin hafa verið drög að verklagsreglum skrifstofu sem er ætlað að auka gagnsæi, bæta innra eftirlit og tryggja aðgreiningu starfa.

    • Í fyrsta sinn hefur verið unnin fjárhagsáætlun fyrir félagið sem stjórn hefur samþykkt.

    • Unnið er að því að útbúa handbækur fyrir stjórnarfólk og aðra sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið, þar sem ábyrgð þess er skýrð og farið yfir verkefni og hlutverk stjórna, sjóða og nefnda.

    • Úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BÍ var breytt til að tryggja sjálfbæran rekstur sjóðsins og áframhaldandi aðgengi sjóðfélaga að styrkjum vegna heilsufars og heilbrigði.

    • Stjórn Endurmenntunar- og háskólasjóðs, menningarsjóðs og orlofshúsasjóðs unnu reglugerðir fyrir sjóðina, sem ekki voru til, sem lagðar verða fram á framhaldsaðalfundi í haust.

    • Einnig vann stjórn sjóðsins úthlutunarreglur fyrir menningarsjóð, sem er stærsti sjóður félagsins, en engar reglur voru til um úthlutun styrkja annarra en styrkja vegna þriggja mánaða leyfis, en einnig reglur fyrir úthlutun náms- og ferðastyrkja, úr endurmenntunar- og háskólasjóði.

  • Hafist var handa við gerð fræðsluáætlunar og haldið nýliðanámskeið auk þess sem samningur var gerður við Félagsmálaskóla Alþýðunnar um fræðslu trúnaðarmanna sem hefst með skipulögðum hætti í haust.

  • Blaðamannaverðlaunin voru haldin með breyttu sniði og afhent á Kjarvalsstöðum sem þúsundir fylgdust með í beinu streymi og á annað hundrað mætti á vel heppnaða athöfn.

  • Blaðaljósmyndarafélag Ísland veitti árleg ljósmyndaverðlaun og setti upp sýningu á innsendum myndum í keppnina um Mynd ársins.

  • Tveir erlendir sérfræðingar í málefnum fjölmiðla héldu erindi á vegum félagsins: Anya Schiffrin, forstöðumaður tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar Columbia University‘s School of International and Public Affairs í New York, fjallaði um á hádegisverðarfundi BÍ um hvernig bjarga megi blaðamennskunni og Richard Fletcher, frá Reuters Institute flutti erindi við afhendingu blaðamannaverðlaunanna um stöðu blaðamennskunnar.

  • Starfsfólk og stjórn hefur ennfremur unnið að því að uppfylla skyldur félagsins samkvæmt lögum og reglugerðum, svo sem að setja persónuverndarstefnu sem tryggir að vinnsla og meðferð persónuupplýsinga félagsfólks sé skv. lögum og vinna gagnsæisskýrslu vegna höfundarréttargreiðslna að kröfu stjórnvalda.

  • Hafin var vinna við stefnumótun félagsins með þátttöku félagsfólks.

  • Unnin var samskiptastefna fyrir félagið til að móta lykilskilaboð og áherslur félagsins til næstu missera.

  • Þá hefur verið unnið að því að bæta upplýsingagjöf til félagsfólks um kjarasamningsbundin réttindi þess og félagið hefur sett í gang frumkvæðisathugun á því hvort atvinnurekendur fari í einu og öllu eftir kjarasamningum og tilteknar greinar hans skoðaðar sérstaklega.

  • Félagið hefur leitað til Þjóðskjalasafns sem hefur samþykkt að taka til varðveislu gögn í eigu félagsins og hafin er vinna við yfirferð og skrásetningu skjala.

  • Gerð var könnun á viðhorfi almennings til blaðamennsku og fjölmiðla.

Öll þessi verkefni eru hluti af stefnubreytingu undir forystu síðustu tveggja stjórna BÍ sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir. Enn frekari stefnumótunar er þörf og það krefst þátttöku félagsfólks að efla hagsmunagæslu frekar gagnvart stjórnvöldum og hlutverk félagsins sem faglegan vettvang og sameiginlega rödd blaðamanna ef takast á að styrkja stöðu blaðamanna á Íslandi.

Það eru ekki síður stór verkefni framundan; stofna þarf samráðsvettvang fjölmiðla því stéttin verður að snúa bökum saman. Skipuleggja þarf samtal við helstu hagaðila, jafnt á sviði stjórnmálanna og stjórnsýslunnar sem og í einkageiranum og víðar í samfélaginu með það að markmiði að auka skilning á mikilvægi blaðamennsku og efla hana um allt land. Liður í þessu er að auka fræðslu til félagsfólks, halda reglulega viðburði og málþing um málefni sem skipta stéttina máli og koma Glætunni á legg, sjálfstæðum styrktarsjóði blaðamanna, svo unnt verði að byrja að greiða út styrki sem fyrst til eflingar sjálfstæðrar blaðamennsku.

Upplýst samfélag þarf faglega blaðamennsku sem setur hlutina í samhengi og skýrir þá með hag almennings að leiðarljósi. Áframhaldandi úrbótavinna og uppbygging Blaðamannafélags Íslands er nauðsynleg til að auka veg faglegrar blaðamennsku til framtíðar, félagsmönnum og samfélagi til heilla.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður og Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri.

Keir Starmer næsti forsætisráðherra Bretlands eftir stórsigur: „Mér líður vel með þetta“

Keir Starmer var heldur betur glaður

Bretar gengu til þingkosninga í Bretlandi í gær og sigraði Verkmannaflokkurinn nokkuð örugglega og verður Keir Starmer næsti forsætisráðherra Bretlands. Verkamannaflokkurinn bætti við sig 210 þingsætum og náðu í heildina 410 þingsætum. Íhaldsflokkurinn sem hafði verið völd undanfarin 14 ára missti 248 þingsæti og náði aðeins 119 sætum.

„Okkur tókst það! Þið háðuð kosningabaráttu og börðust fyrir þessum sigri. Þið kusuð hann og nú er hann kominn. Umbreytingarnar hefjast núna. Og mér líður vel með þetta, ég verð að vera hreinskilinn. Fjögurra og hálfs árs vinna við að breyta flokknum, þetta er uppskera þeirrar vinnu. Breyttur Verkamannaflokkur sem er reiðubúinn að þjóna landinu okkar,“ sagði Keir Starmer í tilefni sigursins við stuðningsmenn sína.

Nokkrir smærri flokkar Bretlands bættu einnig við sig þingsætum og fengu Frjálslyndir Demókratar 71 sæti og bættu því við sig 63 sætum og Reform flokkurinn náði fjórum mönnum inn en sá flokkur hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ýta undir kynþáttahatur og fordóma gegn ýmsum minnihlutahópum í Bretlandi.

Emmsjé Gauti er fyrirmynd

Emmsjé Gauti gefur út nýtt lag og nýja plötu

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Sigmar Mattiasson og Ragga Gröndal – Nú sefur jörðin
Emmsjé Gauti – Fyrirmynd Pt. 2
Eldmóðir – Ég skýst til þín
Nóri – STENDUR EIN
Anton How – Growing Apart is Lovely





Svipugöng Sigmundar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mun væntanlega uppskera í næstu kosningum eftir að hafa gengið svipugöngin síðast og tapað nánast öllu fylgi sínu. Sigmundur stóð uppi með aðeins þrjá þingmenn eftir hrakfarirnar. Einn þeirra, Birgir Þórarinsson, gerðist liðhlaupi og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og eftir voru tveir.

Nú benda kannanir til þess að niðurlægingu Miðflokksins sé að ljúka og fylgi hans muni margfaldast í komandi kosningum. Flokkurinn er nú kominn fast upp að Sjálfstæðisflokknum sem er á stöðugri og jafnri niðurleið undir forystu Bjarna Benediktssonar. Hermt er að Sigmundur leiti nú logandi ljósi að vænlegum frambjóðendum til að laða að kjósendur og staðfesta mælingarnar.

Einhverjir bera ugg í brjósti vegna upprisu Sigmundar Davíðs sem rekur harða einangrunarstefnu þar sem útlendingar eru annars vegar. Pólitík hans þykir um margt vera svipuð og hjá Marine Le Pen sem vann stórsigur í Frakklandi út á áherslur sem mörgum blöskra …

Búðaþjófar við iðju sína um alla borg – Ökumaður á hraðferð felldi ljósastaur og iðraðist

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Búðaþjófar voru víða á ferli í gær og sumir þeirra náðust. Ekki var þó um stórtækan þjófnað að ræða, heldur „eitthvað um hnupl“ eins og segir í dagbók lögreglunnar. Talsvert var um grunsamlegar mannaferðir í borginni og hávaðaseggir voru víða.

Í miðborginni var lögreglan kölluð til vegna sauðdrukkins manns sem var til ama og leiðinda á krá. Hann reyndist vera æstur, óðamála og hávær.  Sá drukkni þverskallaðist við og hlýddi í engu fyrirmælum lögreglu. Hann var handtekinn og vistaður í klefa sökum ástands og hegðunar. Hann mun horfast í augu við hegðun sína í morgunsárið þegar hann vaknar á gúmmídýnu í fangaklefa.

Skóþjófur var á ferð í sundlaug í Reykjavík. Hann gerðist fingralangur við skórekka og hafði með sér skótau á brott. Málið er ekki upplýst en er í rannsókn.

Ökumaður á hraðferð náði ekki að sveigja hjá ljósastaur. Hann hafði misst stjórn á bifreið sinni og felldi staurinn og stórskemmdi bifreiðina. Ökumaðurinn reyndist hvorki vera ölvaður né undir áhrifum annarra efna. Hann iðraðist og játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni sem er óökufær.

Ökumaður sem stöðvaður var í umferðinni var látinn blása en reyndist vera undir mörkum. Þó kom á daginn að hann var án ökuréttinda. Honum var gert að hætta akstri og á yfir höfði sér sekt að lágmarki 120 þúsund krónur.

Gylfi ökukennari hafður að rangri sök: „Allir að athuga hvort ég sé í fangelsi“

Gylfi var alveg saklaus - Mynd: Pjetur

Ökukennarinn og fyrrverandi lögreglumaðurinn Gylfi Guðjónsson var ranglega kallaður glæpamaður árið 1999.

Forsaga málsins er sú að ökukennari og fyrrverandi lögreglumaður var handtekinn og ákærður fyrir skjalafals en margir héldu að maðurinn sem um ræddi væri Gylfi enda ekki margir ökukennarar sem voru fyrrverandi lögreglumenn. „Ég er bæði ökukennari og fyrrverandi lögregluþjónn eins og sá starfsfélagi minn sem hnepptur var í gæsluvarðhald fyrir að falsa skjöl vegna ökuskírteina. Síminn hefur ekki stoppað heima hjá mér. Það eru allir að athuga hvort ég sé í fangelsi,“ sagði Gylfi við DV um málið árið 1999.

„Ég skrifaði grein eftir heimsókn sem ég fór í til Alamogordo í NýjuMexíkó. Þar taka menn bílpróf á lögreglustöðinni og ljósmynd af viðkomandi er tekin á staðnum. Þá er tekið sjónpróf og sakavottorði flett upp í tölvu. Að þessu loknu er ökuskírteinið prentað út með mynd og öllu án nokkurra milliliða og allt svindl útilokað. Á þetta var ég að benda í grein minni í DV fyrir 20 árum og nú kemur á daginn að menn hafa fundið glufu í íslenska kerfinu til að svindla á,“ og þótti Gylfa nokkuð kaldhæðnislegt að fólki hafi haldið að hann væri falsarinn.

Falsarinn var grunaður um að hafa falsað gögn vegna meiraprófsskírteina í samvinnu við tvo starfsmenn Umferðarráðs stóð í alls kyns hliðarviðskiptum auk ökukennslunnar. Samkvæmt DV framdi maðurinn afbrotin til að koma sér upp úr spilaskuld.

Nakinn maður ógnaði íbúum fjölbýlis og fróaði sér fyrir framan börn – MYNDBAND

Maður er sagður hafa fróað sér við sundlaug fulla af börnum

Íbúar í fjölbýlishúsi í Santa Monica í Kaliforníu eru komnir nóg af nágranna sínum.

Að sögn íbúanna labbar maðurinn reglulega um nakinn á lóð fjölbýlisins og níðir fólkið í húsinu á meðan. Ein kona sem býr í húsinu segir að maðurinn hafi sagt að hún sé „þræll.“ Þá hefur hann verið sakaður um að fróa sér fyrir framan sundlaug fulla af börnum og kúka á bílastæði hússins.

Íbúarnir, sem leigja allir íbúðir í húsinu, hafa kvartað til eiganda fjölbýlisins vegna háttsemi mannsins en hafa lítil viðbrögð fengið. Þá hefur maðurinn verið ítrekað handtekinn af lögreglu en sleppt fljótt aftur.

Lögreglan á svæðinu hefur sagt að hún hafi sinnt mörgum útköllum í fjölbýlinu og maðurinn muni þurfa ganga undir sálfræðimat áður en næstu skref verða ákveðin.

Kynferðisafbrotamáli Kolbeins ekki áfrýjað

Kolbeinn Sigþórsson var sýknaður

Ríkissaksóknari mun ekki áfrýja til Landsréttar sýknudómi yfir Kolbeini Sigþórssyni en RÚV greinir frá þessu.

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi var ákærður fyrir að hafa kynferðislega brotið á barnungri stúlku í sumarbústað í júní árið 2022 en var stúlkan vinkona dóttur Kolbeins. Kolbeinn var sagður hafa strokið kynfæri hennar ítrekað eftir að hafa dregið niður nærbuxur hennar. Var krafist að Kolbeinn yrði dæmdur til refsingar og greiddi stúlkunni þrjár milljónir króna.

Kolbeinn neitaði sök í málinu í gegnum fjarfundarbúnað við réttarhöldin. Eftir að Kolbeinn var sýknaður í héraðsdómi sagði Elimar Hauksson, verjandi Kolbeins, að hann ætti ekki vona á að málinu yrði áfrýjað.

Kolbeinn var á sínum tíma einn besti knattspyrnumaður Íslands en ásamt því að leika með stórliðunum Ajax, Nantes og AIK spilaði hann 64 landsleiki og skoraði í þeim 26 mörk.

Risahákarl strandaði í Skotlandi

Riiiiiiiiiisahákarl í Skotlandi

Íbúar Maidens í Skotlandi sáu heldur betur furðulega sjón um helgina en þá strandaði risahákarl á strönd sjávarþorpsins fagra.

Hinn sjö metra langi hákarl sást hreyfa sig í sjónum áður en hann strandaði og töldu margir sjónarvottar að hann væri ennþá lifandi en sumir héldu upphaflega að um hval væri að ræða, stærðarinnar vegna. Þegar hákarlinn var kominn upp á strönd vildi einn sjónarvottur vita hvort hákarlinn væri lifandi eða dáinn.

„Ég vildi reyna að hjálpa, ef hann væri lifandi, svo ég fór blautbúning og fór í vatnið að athuga málið,“ sagði sjónarvottur við fjölmiðla í Skotlandi. Því miður var ekkert hægt að gera því hákarlinn var dáinn á ströndinni.

dead shark sub 4

Fyrrum heimsmeistari myrtur

Lögreglan í Suður Afríku hefur nú staðfest þá harmafregn að hún hafi fundið lík fyrrum hástökkvarans, Jacques Freitag.

Nokkuð er um liðið síðan Freitag hvarf; hann hafði verið týndur frá í síðasta mánuði. Freitag var einungis 42 ára gamall og leiddu rannsóknir í ljós að Freitag var myrtur; skotinn til bana.

Freitag varð á sæinum tíma heimsmeistari í hástökki; það gerðist á HM í París árið 2003 – en þá stökk hann 2,35 metra. Freitag keppti á Ólympíuleikunum árið 2004; komst þá ekki í úrslit.

Hæst stökk kappans var 2,38 metra á móti árið 2005.

 

Smá sumar í kortunum – Hiti verður á bilinu 12 til 19 stig

Eins og svo oft áður – mjög oft – er þó nokkur munur á veðrinu á milli landshluta nú um helgina.

Samkvæmt spáverður vindur yfirleitt norðlægur; á bilinu 3 til 8 metrar á sekúndu.

Sunnan- og vestantil á Klakanum verður frekar léttskýjað; hiti á bilinu 12 til 19 stig.

Kemur fram að fyrir norðan og austan verður skýjað og dálítil súld. Mun hiti þar verður á bilinu 5 til 12 stig.

Tiltölulega seint á morgun sem og annað kvöld mun vindur snúast í vestlæga átt; þá mun létta til norðan- og austanlands.

Egill og áfengið: „Íslendingar drekka ekki mikið magn – en drekka sig fulla“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir fyrir sér áfengisneyslu hér á landi og í Grikklandi.

Segir:

„Merkilegt hvað áfengisneysla er menningarbundið fyrirbæri. Hér í Grikklandi kostar stór dós af bjór 1,50 evrur út úr búð. Áfengi er alls staðar á boðstólum. Samt drekka Grikkir frekar lítið og sjaldgæft að sjá áberandi drukkið fólk. Það þykir einfaldlega ófínt.“

Grikkland.

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson segir í athugasemd við færslu Egils:

„Grikkir innbyrða þó meira magn af vínanda en Íslendingar – einkum karlmennirnir. Það er raunar normið. Þjóðir Suður-Evrópu drekka jafnar og þéttar en þær í norðrinu sem þamba um helgar (og þá stundum illa). Íslendingar hafa nánast alla sína sögu verið sú kristna Evrópuþjóð sem drekkur minnst af áfengi, þótt við höfum verið að draga hratt á hina í seinni tíð.“

Stefán Pálsson sagnfræðingur.

Þá svarar Egill Stefáni:

„Íslendingar drekka ekki mikið magn – en drekka sig fulla.“

Lokaorðin átti Stefán:

Skandinavi með bjór.

„Sem er mjög skandinavískt… en kannski ekki til eftirbreytni.“

Tómas Erling Lindberg Hansson er látinn

Tómas Erling Lindberg Hansson er látinn.

Hann lést á Ríkisspítalanum í dönsku höfuðborginni Kaupmannahöfn.

Eftirlifandi eiginkona hans er Sigrún Sigurðardóttir; þau eignuðist saman þrjú börn: Hans Óttar Lindberg, Davíð Þór Lindberg og Lindu Rún Lindberg.

Hans Óttar Lindberg er líklega jafnbesti danski handbolta leikmaður allra tíma. Hann er sonur Tómasar Erlings og Sigrúnar.

Útför hans fer fram þann 18. júlí í Ølstykke.

Blessuð sé minning Tómasar Erlings.

Hryllingur í Héraðsdómi: „Ætlaði að kæfa mig með getnaðarlimi sínum og míga yfir gröf móður minnar“

Réttað var yfir Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni vegna ákæru um sex ofbeldisbrot; þar á meðal manndrápstilraun sem og lífshættulega hnífaárás á tvo menn í versluninni OK Market í mars á þessu ári.

Lögfræðingur er starfaði hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands þurfti að þola gengdarlausar ofsóknir af hendi Mohamad Kourani, Sýrlendingssins er réttað var yfir, en þetta kom fyrst fram á DV.

Kourani kom hingað til Íslands árið 2018; hlaut alþjóðlega vernd; hann hefur margoft brotið af sér hér á landi síðan; er margdæmdur: Meðal annars vegna líkamsárása og sprengjugabbs.

Það kemur fram að á undanförnum mánuðum hefur fólk stigið fram sem Kourani hefur hótað og ofsótt á síðustu árum; þar á meðal er vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson.

Strax við þingsetningu málsins gegn í Héraðsdómi Reykjaness hótaði Kourani dómara, lögreglumönnum, eigin lögmanni, túlki og fleira starfsfólki dómsins lífláti.

Við aðalmeðferð málsins hafði einnig í hótunum við blaðamann DV er leiddi til þess að dómari setti ofan í við Kourani.

Kona er kýs það að koma fram undir nafnleynd hjálpaði Kourani í starfi sínu sem lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands; Kourani sýndi henni lítið þakklæti fyrir og hóf að ofsækja hana vegna reiði yfir því að hún gat ekki aðstoðað hann að því marki sem hann hafði væntingar til um:

„Ég fæ ennþá brjálæðislega hræðslutilfinningu, kvíðahnút og kökk í hálsinn þegar ég heyri minnst á þennan mann en ég var ein af þeim útvöldu sem hann fékk á heilann,“ segir konan.

Í kjölfarið þurfti hún að ganga með neyðarhapp í nokkur ár vegna hótana Kourani sem voru vægast sagtógeðfelldar:

„Hann sagðist hlakka til að sprengja mig upp, ætlaði að kæfa mig með getnaðarlimi sínum, ætlaði að ganga frá börnunum mínum, ætlaði að míga yfir gröf móður minnar, já hann gekk svo langt að vera búinn að finna það út að móðir mín væri dáin, og svona mætti lengi telja. Kærugögnin skipta tugum blaðsíðna með hótunum, svívirðingum og viðbjóði.“

Að mati konunnar á Kourani ekki eiga heima í mannlegu samfélagi. Sagði líka þetta:

„Þetta gekk svona í mörg ár. Þessi maður er óstöðvandi, hann á ekki að eiga þann kost að draga að sér sama súrefni og við hin. Satt best að segja þá fann ég ekki fyrir miklu öryggi frá þessum meinta öryggishnappi þó að ég hafi fengið einn slíkan hjá lögreglu, enda viðbragðstíminn óheyrilegur líkt og ég fékk nokkrum sinnum að finna fyrir, þá var ég einnig með svokallaða krækju á símanúmerinu mínu sem og vinnusímanum svo ég yrði í forgangi myndi ég hringja inn til Neyðarlínunnar. Auk þess var málið fellt niður hjá lögreglu án útgáfu ákæru þannig að hann þurfi aldrei að svara fyrir þau brot sem ég varð fyrir af hans hálfu.“

Konan er á því að þáverandi vinnuveitandi sinn beri vissa ábyrgð í málinu:

„Ég tel að þáverandi vinnuveitandi minn hafi ekki sinnt skyldum sínum um að gæta öryggis á vinnustað enda fékk þetta að ganga á í langan tíma án nokkurra öryggisráðstafana og enn í dag mæti ég fullkomnu skilningsleysi af þeirra hálfu vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem mál þetta hefur haft á mína heilsu, en ég að lokum lagði inn kæru til lögreglu árið 2021 þegar heilsan mín var orðin þess eðlis að ég var hér um bil orðin óvinnufær. Ég fæ þá fyrrgreindan öryggishnapp sem ég var með þar til snemma á síðasta ári, en þá hafði ég játað mig sigraða og varð óvinnufær með öllu og lauk þar með störfum mínum fyrir Mannréttindaskrifstofu Íslands.“

Hún telur upp dæmi um helstu ofsóknaraðferðir Kourani í garð hennar:

„Þetta voru ýmist líflátshótanir, svívirðingar og ofsóknir sem bárust á vinnupósta, á Facebook og svo gerði hann í því að hringja að næturlagi á þeim tíma sem sími skrifstofunnar var framsendur til mín vegna COVID-lokana, og ýmist anda í símann, stynja í símann eða tala að því er virtist tungum. Þá kom hann líkt og fyrr greinir af og til inn á skrifstofur okkar að Túngötu, gekk framhjá gluggum skrifstofunnar, gerði ýmsar hreyfingar sem bentu til þess kynferðislega ofbeldis sem hann hafði oft hótað mér með, varnaði mér einu sinni aðgangi að skrifstofunni þegar ég mætti um morgun, þ.e. stóð fyrir framan skrifstofuna snemma morguns og svona mætti lengi telja.“

Konan segir að þeir aðilar er hafi orðið fyrir barðinu á ofsóknum Kourani verði lengi að jafna sig:

„Það mun taka mig, líkt og eflaust flesta aðra sem lent hafa í honum eða slíkum aðstæðum, mörg ár að jafna mig, – ef ég þá mun nokkurn tímann gera það að fullu.“

Kemur fram að lokum að dómur yfir Kourani fyrir árásina í OK Market sem og fleiri ofbeldisbrot verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 15. júlí. Héraðssaksóknari fer fram á 6 til 8 ára fangelsi í málinu.

Mennirnir verða yfirheyrðir í dag þar sem ekki er vitað hvor þeirra ók bifreiðinni

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Eins og svo oft áður var ansi mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt.

Ökumaður var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.

Hann var látinn laus að sýnatöku lokinni.

Stuttu síðar var maðurinn stöðvaður að nýju, ekki nema tveimur götum frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu.

Í úthverfi Reykjavæikurborgarar tilkynnti vitni um umferðaróhapp þar sem ekið hafði verið á umferðarskilti; ökumaður sem og farþegi bifreiðarinnar voru handteknir er þeir reyndu að losa bílinn; grunaðir um ölvunarakstur.

Þeir sofa nú úr sér í fangageymslum og verða yfirheyrðir í dag – þar sem ekki er vitað hvor þeirra ók.

Silfurfat Bjarna

Samfylkingin Kristrún
Kristrún Frostadóttir.

Eftir hrikalega útreið Íhaldsflokksins breska og stórsigur Verkamannaflokksins eru uppi vaxandi áhyggjur vegna Sjálfstæðisflokksins á Íslandi. Bjarni Benediktsson heldur þar um stjórnvölinn auk þess að vera forsætisráðherra í óþökk stærsta hluta íslensku þjóðarinnar. Allur líkur eru á því að næstu kosningar muni færa Samfylkingunni forsætisráðuneytið og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, taki við lyklunum af Bjarna.

Innan Sjálfstæðisflokknum er urgur vegna þessa ástands og leitað er í skúmaskotum Valhallar að verðugum arftaka Bjarna. Helst staldra menn þar við nafn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra sem hefur meðbyr þessi misserin.

Nokkur fullvissa er um að hrun flokksins niður fyrir 20 prósenta fylgi verði staðfest í kosningum. Bjarni er aftur á móti hinn rólegast á yfirborðinu og rígheldur í forsætisráðherrastólinn sem Katrín Jakobsdóttir og Vinstri-grænir færðu honum á silfurfati. Flestir eru sammála um að þetta hafi verðið hefndargjöf og flokkurinn hafi ekki ávinning af setu Bjarna í hinu háa embætti …

Útlendingur handtekinn grunaður um að skipuleggja hryðjuverk: „Verið að fylgjast með honum“

Alþingishúsið. Ljósmynd: Sikeri

Árið 2005 kom upp heldur betur vandræðalegt mál fyrir lögregluna en hún handtók ungan mann fyrir litlar sakir.

Fjallað var um málið í DV á sínum tíma en þar er sagt frá að ungur ítalskur arkitektarnemi sem heitir Luigi hafi verið handtekinn vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverkaárás. Af hverju hélt lögreglan að hann væri í slíkum hugleiðingum?

Jú, hann var að taka myndir af Alþingishúsinu og teikna myndir af því. Þetta varð til þess að lögreglan handtók hann á skemmtistaðnum Sirkus. Þegar fjölmiðlar reyndu að leita svara um málið hjá lögreglu voru ekki nein að fá.

„Hann ætlaði að vera hér lengur og fara í Bláa lónið og svona en hann var svo hræddur eftir þessa lífsreynslu að hann fór beint heim,“ sagði vinur Ítalans Luigi við DV en hann heitir einnig Luigi. „Lögreglan hefur verið að fylgjast með honum því þegar Luigi var að skemmta sér á Sirkus á föstudagskvöldið komu þeir og handtóku hann allt í einu,“ sagði Luigi, vinurinn sem býr hér á landi.

„Maðurinn hefur verið dökkur á skinn og hörund og þess vegna hefur hann verið handtekinn. Það er bara eitt orð um þetta mál og það orð er rugl,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um málið en Luigi var sleppt því ekki fundust neinar sannanir fyrir því að hann ætlaði að fremja hryðjuverk.

Flugslysið í Skerjafirði breytti lífi Gunnars á Völlum: „Örlagagyðjan var við hliðina á mér“

Gunnar á Völlum breytti lífi sínu árið 2000 - Mynd: Samtök Iðnaðarins

Í útvarpsþættinum Segðu Mér var fjölmiðlamaðurinn og viðskiptastjórinn Gunnar Sigurðarson, oft kallaður Gunnar á Völlum, til viðtals og fer þar yfir víðan völl.

Í þættinum ræðir hann meðal annars um að hafa breytt lífi sínu árið 2000 í kjölfar flugslyssins í Skerjafirði. Í því létust allir sex farþegar flugvélar sem var að fljúga frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur eftir Þjóðhátíð.

„Fyrir 25 árum tek ég mjög meðvitaða ákvörðun að ég ætla aldrei að særa fólk. Það má ekki,“ sagði Gunnar í viðtalinu og spurður nánar út í málið. „Það er erfitt að segja frá þessu. Þetta er eftir Skerjafjarðarflugslysið, þá tek ég þá ákvörðun að ég er hættur að vera vondur við fólk. Ég var ekki vondur, kannski grimmur. Lét fólk heyra það og töffaraskapast eins og ungur maður en ég ákvað að hætta því alveg.“

Gunnar útskýrir svo að hann hafi upphaflega átt að vera í flugvélinni sem hrapaði en á endanum farið í aðra flugvél.

„Ég var með sama flugfélagi og ég sá miðaróteringuna hverjir fóru í hvaða flugvél. Þannig að ég sá að ég var með þessum hópi sem að fór og ég tók við stjórnvölinn og mér finnst að ég hafi orðið til þess að ég var ekki í þeirri flugvél. Ég var að stýra og benda fólki og taka einhverja stjórnvöl og svo fékk ég bara grimmt sjokk. Svo gerðist þetta. Við erum í loftinu á sama tíma og þetta gerist og ég hef aldrei orðið eins flughræddur og í þeirri flugvél út af því að hún missti hæð. Þá held ég að ég hafi verið á sama tíma og hin fór niður. Örlagagyðjan var við hliðina á mér, ég leit á þetta sem annan séns. Ég ákvað það af því að ég var láta einhvern hinu megin heyra það. Héðan í frá er ég ekki að segja neitt slæmt við annað fólk.“

 

Blóðug hákarlaárás í Texas á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna – MYNDBAND

Tveir voru bitnir í Texas

Fólk sem kom til að njóta þjóðarhátíðadags Bandaríkjanna á South Parade eyju í Texas í gær lenti í mikilli hættu.

Ótrúlegt myndband af hákarlaárás í Texas gengur nú um netið og sýnir myndbandið konu sem fossblæddi eftir árásina en að sögn lögreglumanna á eyjunni voru tveir einstaklingar bitnir og þurfti að fljúga með annan þeirra á sjúkrahús með þyrlu. Engar frekari upplýsingar hafa borist um líðan þeirra.

Upphaflega var talið að um fjóra hákarla væri að ræða en eftir að hafa talað við vitni og skoðað myndbönd af atvikinu telja yfirvöld að um einn hákarl hafi verið að ræða og hann verið um það bil 180 sentimetra langur.

Hægt er að horfa á myndband af atvikinu hér

Mótorhjólakappi illa haldinn eftir alvarlegt slys: „Virðist renna töluverða vegalengd utanvegar“

Slysið átti sér stað skammt frá Gígjukvísl.- Mynd: Zairon

Mótorhjólakappi sem lenti í slysi í gær við Gígjukvísl í gær er illa haldinn en á lífi.

„Hann er töluvert slasaður,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Vísi um málið. „Við vitum svo sem ekki á hvaða hraða hann var. Það er ekki búið að taka skýrslu af honum eða neitt svoleiðis. En hann virðist renna töluverða vegalengd utanvegar,“ en þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang til að sækja manninn á fimmta tímanum í gær.

Ekki er vitað til þess að nein vitni hafi orðið að slysinu en tillögulega beinan kafla er að ræða þar sem slysið varð að sögn Sveins Rúnars en rannsókn á málinu stendur ennþá yfir.

Engin gúrka hjá Blaðamannafélaginu

Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri og Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins

Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum.

Engin lognmolla hefur verið hjá Blaðamannafélagi Íslands sem stendur á miklum tímamótum. Umbreytingum geta fylgt vaxtaverkir en fyrst og fremst er það gjöfult og spennandi verkefni fyrir stjórn og starfsfólk að byggja upp og efla félag blaðamanna sem faglegan vettvang, bæta kjör félagsfólks og stuðla að vitundarvakningu meðal almennings og hagaðila um mikilvægi blaðamennsku á Íslandi. Blaðamennska og frjálsir, öflugir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis og félagi blaðamanna ber að minna á mikilvægi þeirra við að halda almenningi upplýstum og stuðla að opinni, fjölradda umræðu um samfélagsmál þar sem ólík sjónarmið fá að njóta sín.

Eftirfarandi eru nokkur af stærstu verkefnum frá áramótum:

  • Kjarasamningar BÍ við Samtök atvinnulífsins og ýmis fjölmiðlafyrirtæki voru undirritaður, kynntir félagsmönnum og greidd um þá atkvæði. Afgerandi meirihluti samþykktu kjarasamningana sex og sérstök ánægja ríkti um hækkun á skattfrjálsum fjölmiðlastyrk sem ekki hefur náðst í gegn síðan árið 2009.

  • Vitundarherferð var hleypt af stað í fyrsta skipti undir yfirskriftinni Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Eitt af markmiðum herferðarinnar var að veita almenningi innsýn í störf blaðamanna og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðissamfélags.

  • Félagið stefndi ríkinu vegna takmarkana á aðgengi blaðamanna að hamfarasvæðum og náði í kjölfarið samkomulagi um sérstaka hamfarapassa sem tryggja blaðamönnum sambærilegt aðgengi og viðbragðsaðilar. Samkomulagið markar þáttaskil í samskiptum við stjórnvöld og er mikilvæg viðurkenning á hlutverki blaðamanna á hættutímum.

  • Gagnger endurskoðun fór fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins með það að markmiði að færa rekstur félagsins í nútímalegra horf, tryggja að vel sé hugsað um eignir félagsmanna og að sjóðir þeirra séu sjálfbærir og reglur um úthlutanir styrkja gagnsæjar og skýrar:

    • Unnin hafa verið drög að starfsreglum félagsins sem gildir fyrir starfsfólk og þau sem gegna trúnaðarstörfum á borð við stjórn.

    • Unnin hafa verið drög að verklagsreglum skrifstofu sem er ætlað að auka gagnsæi, bæta innra eftirlit og tryggja aðgreiningu starfa.

    • Í fyrsta sinn hefur verið unnin fjárhagsáætlun fyrir félagið sem stjórn hefur samþykkt.

    • Unnið er að því að útbúa handbækur fyrir stjórnarfólk og aðra sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið, þar sem ábyrgð þess er skýrð og farið yfir verkefni og hlutverk stjórna, sjóða og nefnda.

    • Úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BÍ var breytt til að tryggja sjálfbæran rekstur sjóðsins og áframhaldandi aðgengi sjóðfélaga að styrkjum vegna heilsufars og heilbrigði.

    • Stjórn Endurmenntunar- og háskólasjóðs, menningarsjóðs og orlofshúsasjóðs unnu reglugerðir fyrir sjóðina, sem ekki voru til, sem lagðar verða fram á framhaldsaðalfundi í haust.

    • Einnig vann stjórn sjóðsins úthlutunarreglur fyrir menningarsjóð, sem er stærsti sjóður félagsins, en engar reglur voru til um úthlutun styrkja annarra en styrkja vegna þriggja mánaða leyfis, en einnig reglur fyrir úthlutun náms- og ferðastyrkja, úr endurmenntunar- og háskólasjóði.

  • Hafist var handa við gerð fræðsluáætlunar og haldið nýliðanámskeið auk þess sem samningur var gerður við Félagsmálaskóla Alþýðunnar um fræðslu trúnaðarmanna sem hefst með skipulögðum hætti í haust.

  • Blaðamannaverðlaunin voru haldin með breyttu sniði og afhent á Kjarvalsstöðum sem þúsundir fylgdust með í beinu streymi og á annað hundrað mætti á vel heppnaða athöfn.

  • Blaðaljósmyndarafélag Ísland veitti árleg ljósmyndaverðlaun og setti upp sýningu á innsendum myndum í keppnina um Mynd ársins.

  • Tveir erlendir sérfræðingar í málefnum fjölmiðla héldu erindi á vegum félagsins: Anya Schiffrin, forstöðumaður tækni, fjölmiðla- og samskiptadeildar Columbia University‘s School of International and Public Affairs í New York, fjallaði um á hádegisverðarfundi BÍ um hvernig bjarga megi blaðamennskunni og Richard Fletcher, frá Reuters Institute flutti erindi við afhendingu blaðamannaverðlaunanna um stöðu blaðamennskunnar.

  • Starfsfólk og stjórn hefur ennfremur unnið að því að uppfylla skyldur félagsins samkvæmt lögum og reglugerðum, svo sem að setja persónuverndarstefnu sem tryggir að vinnsla og meðferð persónuupplýsinga félagsfólks sé skv. lögum og vinna gagnsæisskýrslu vegna höfundarréttargreiðslna að kröfu stjórnvalda.

  • Hafin var vinna við stefnumótun félagsins með þátttöku félagsfólks.

  • Unnin var samskiptastefna fyrir félagið til að móta lykilskilaboð og áherslur félagsins til næstu missera.

  • Þá hefur verið unnið að því að bæta upplýsingagjöf til félagsfólks um kjarasamningsbundin réttindi þess og félagið hefur sett í gang frumkvæðisathugun á því hvort atvinnurekendur fari í einu og öllu eftir kjarasamningum og tilteknar greinar hans skoðaðar sérstaklega.

  • Félagið hefur leitað til Þjóðskjalasafns sem hefur samþykkt að taka til varðveislu gögn í eigu félagsins og hafin er vinna við yfirferð og skrásetningu skjala.

  • Gerð var könnun á viðhorfi almennings til blaðamennsku og fjölmiðla.

Öll þessi verkefni eru hluti af stefnubreytingu undir forystu síðustu tveggja stjórna BÍ sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir. Enn frekari stefnumótunar er þörf og það krefst þátttöku félagsfólks að efla hagsmunagæslu frekar gagnvart stjórnvöldum og hlutverk félagsins sem faglegan vettvang og sameiginlega rödd blaðamanna ef takast á að styrkja stöðu blaðamanna á Íslandi.

Það eru ekki síður stór verkefni framundan; stofna þarf samráðsvettvang fjölmiðla því stéttin verður að snúa bökum saman. Skipuleggja þarf samtal við helstu hagaðila, jafnt á sviði stjórnmálanna og stjórnsýslunnar sem og í einkageiranum og víðar í samfélaginu með það að markmiði að auka skilning á mikilvægi blaðamennsku og efla hana um allt land. Liður í þessu er að auka fræðslu til félagsfólks, halda reglulega viðburði og málþing um málefni sem skipta stéttina máli og koma Glætunni á legg, sjálfstæðum styrktarsjóði blaðamanna, svo unnt verði að byrja að greiða út styrki sem fyrst til eflingar sjálfstæðrar blaðamennsku.

Upplýst samfélag þarf faglega blaðamennsku sem setur hlutina í samhengi og skýrir þá með hag almennings að leiðarljósi. Áframhaldandi úrbótavinna og uppbygging Blaðamannafélags Íslands er nauðsynleg til að auka veg faglegrar blaðamennsku til framtíðar, félagsmönnum og samfélagi til heilla.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður og Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri.

Keir Starmer næsti forsætisráðherra Bretlands eftir stórsigur: „Mér líður vel með þetta“

Keir Starmer var heldur betur glaður

Bretar gengu til þingkosninga í Bretlandi í gær og sigraði Verkmannaflokkurinn nokkuð örugglega og verður Keir Starmer næsti forsætisráðherra Bretlands. Verkamannaflokkurinn bætti við sig 210 þingsætum og náðu í heildina 410 þingsætum. Íhaldsflokkurinn sem hafði verið völd undanfarin 14 ára missti 248 þingsæti og náði aðeins 119 sætum.

„Okkur tókst það! Þið háðuð kosningabaráttu og börðust fyrir þessum sigri. Þið kusuð hann og nú er hann kominn. Umbreytingarnar hefjast núna. Og mér líður vel með þetta, ég verð að vera hreinskilinn. Fjögurra og hálfs árs vinna við að breyta flokknum, þetta er uppskera þeirrar vinnu. Breyttur Verkamannaflokkur sem er reiðubúinn að þjóna landinu okkar,“ sagði Keir Starmer í tilefni sigursins við stuðningsmenn sína.

Nokkrir smærri flokkar Bretlands bættu einnig við sig þingsætum og fengu Frjálslyndir Demókratar 71 sæti og bættu því við sig 63 sætum og Reform flokkurinn náði fjórum mönnum inn en sá flokkur hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ýta undir kynþáttahatur og fordóma gegn ýmsum minnihlutahópum í Bretlandi.

Emmsjé Gauti er fyrirmynd

Emmsjé Gauti gefur út nýtt lag og nýja plötu

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Sigmar Mattiasson og Ragga Gröndal – Nú sefur jörðin
Emmsjé Gauti – Fyrirmynd Pt. 2
Eldmóðir – Ég skýst til þín
Nóri – STENDUR EIN
Anton How – Growing Apart is Lovely





Svipugöng Sigmundar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mun væntanlega uppskera í næstu kosningum eftir að hafa gengið svipugöngin síðast og tapað nánast öllu fylgi sínu. Sigmundur stóð uppi með aðeins þrjá þingmenn eftir hrakfarirnar. Einn þeirra, Birgir Þórarinsson, gerðist liðhlaupi og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og eftir voru tveir.

Nú benda kannanir til þess að niðurlægingu Miðflokksins sé að ljúka og fylgi hans muni margfaldast í komandi kosningum. Flokkurinn er nú kominn fast upp að Sjálfstæðisflokknum sem er á stöðugri og jafnri niðurleið undir forystu Bjarna Benediktssonar. Hermt er að Sigmundur leiti nú logandi ljósi að vænlegum frambjóðendum til að laða að kjósendur og staðfesta mælingarnar.

Einhverjir bera ugg í brjósti vegna upprisu Sigmundar Davíðs sem rekur harða einangrunarstefnu þar sem útlendingar eru annars vegar. Pólitík hans þykir um margt vera svipuð og hjá Marine Le Pen sem vann stórsigur í Frakklandi út á áherslur sem mörgum blöskra …

Búðaþjófar við iðju sína um alla borg – Ökumaður á hraðferð felldi ljósastaur og iðraðist

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Búðaþjófar voru víða á ferli í gær og sumir þeirra náðust. Ekki var þó um stórtækan þjófnað að ræða, heldur „eitthvað um hnupl“ eins og segir í dagbók lögreglunnar. Talsvert var um grunsamlegar mannaferðir í borginni og hávaðaseggir voru víða.

Í miðborginni var lögreglan kölluð til vegna sauðdrukkins manns sem var til ama og leiðinda á krá. Hann reyndist vera æstur, óðamála og hávær.  Sá drukkni þverskallaðist við og hlýddi í engu fyrirmælum lögreglu. Hann var handtekinn og vistaður í klefa sökum ástands og hegðunar. Hann mun horfast í augu við hegðun sína í morgunsárið þegar hann vaknar á gúmmídýnu í fangaklefa.

Skóþjófur var á ferð í sundlaug í Reykjavík. Hann gerðist fingralangur við skórekka og hafði með sér skótau á brott. Málið er ekki upplýst en er í rannsókn.

Ökumaður á hraðferð náði ekki að sveigja hjá ljósastaur. Hann hafði misst stjórn á bifreið sinni og felldi staurinn og stórskemmdi bifreiðina. Ökumaðurinn reyndist hvorki vera ölvaður né undir áhrifum annarra efna. Hann iðraðist og játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni sem er óökufær.

Ökumaður sem stöðvaður var í umferðinni var látinn blása en reyndist vera undir mörkum. Þó kom á daginn að hann var án ökuréttinda. Honum var gert að hætta akstri og á yfir höfði sér sekt að lágmarki 120 þúsund krónur.

Gylfi ökukennari hafður að rangri sök: „Allir að athuga hvort ég sé í fangelsi“

Gylfi var alveg saklaus - Mynd: Pjetur

Ökukennarinn og fyrrverandi lögreglumaðurinn Gylfi Guðjónsson var ranglega kallaður glæpamaður árið 1999.

Forsaga málsins er sú að ökukennari og fyrrverandi lögreglumaður var handtekinn og ákærður fyrir skjalafals en margir héldu að maðurinn sem um ræddi væri Gylfi enda ekki margir ökukennarar sem voru fyrrverandi lögreglumenn. „Ég er bæði ökukennari og fyrrverandi lögregluþjónn eins og sá starfsfélagi minn sem hnepptur var í gæsluvarðhald fyrir að falsa skjöl vegna ökuskírteina. Síminn hefur ekki stoppað heima hjá mér. Það eru allir að athuga hvort ég sé í fangelsi,“ sagði Gylfi við DV um málið árið 1999.

„Ég skrifaði grein eftir heimsókn sem ég fór í til Alamogordo í NýjuMexíkó. Þar taka menn bílpróf á lögreglustöðinni og ljósmynd af viðkomandi er tekin á staðnum. Þá er tekið sjónpróf og sakavottorði flett upp í tölvu. Að þessu loknu er ökuskírteinið prentað út með mynd og öllu án nokkurra milliliða og allt svindl útilokað. Á þetta var ég að benda í grein minni í DV fyrir 20 árum og nú kemur á daginn að menn hafa fundið glufu í íslenska kerfinu til að svindla á,“ og þótti Gylfa nokkuð kaldhæðnislegt að fólki hafi haldið að hann væri falsarinn.

Falsarinn var grunaður um að hafa falsað gögn vegna meiraprófsskírteina í samvinnu við tvo starfsmenn Umferðarráðs stóð í alls kyns hliðarviðskiptum auk ökukennslunnar. Samkvæmt DV framdi maðurinn afbrotin til að koma sér upp úr spilaskuld.

Nakinn maður ógnaði íbúum fjölbýlis og fróaði sér fyrir framan börn – MYNDBAND

Maður er sagður hafa fróað sér við sundlaug fulla af börnum

Íbúar í fjölbýlishúsi í Santa Monica í Kaliforníu eru komnir nóg af nágranna sínum.

Að sögn íbúanna labbar maðurinn reglulega um nakinn á lóð fjölbýlisins og níðir fólkið í húsinu á meðan. Ein kona sem býr í húsinu segir að maðurinn hafi sagt að hún sé „þræll.“ Þá hefur hann verið sakaður um að fróa sér fyrir framan sundlaug fulla af börnum og kúka á bílastæði hússins.

Íbúarnir, sem leigja allir íbúðir í húsinu, hafa kvartað til eiganda fjölbýlisins vegna háttsemi mannsins en hafa lítil viðbrögð fengið. Þá hefur maðurinn verið ítrekað handtekinn af lögreglu en sleppt fljótt aftur.

Lögreglan á svæðinu hefur sagt að hún hafi sinnt mörgum útköllum í fjölbýlinu og maðurinn muni þurfa ganga undir sálfræðimat áður en næstu skref verða ákveðin.

Kynferðisafbrotamáli Kolbeins ekki áfrýjað

Kolbeinn Sigþórsson var sýknaður

Ríkissaksóknari mun ekki áfrýja til Landsréttar sýknudómi yfir Kolbeini Sigþórssyni en RÚV greinir frá þessu.

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi var ákærður fyrir að hafa kynferðislega brotið á barnungri stúlku í sumarbústað í júní árið 2022 en var stúlkan vinkona dóttur Kolbeins. Kolbeinn var sagður hafa strokið kynfæri hennar ítrekað eftir að hafa dregið niður nærbuxur hennar. Var krafist að Kolbeinn yrði dæmdur til refsingar og greiddi stúlkunni þrjár milljónir króna.

Kolbeinn neitaði sök í málinu í gegnum fjarfundarbúnað við réttarhöldin. Eftir að Kolbeinn var sýknaður í héraðsdómi sagði Elimar Hauksson, verjandi Kolbeins, að hann ætti ekki vona á að málinu yrði áfrýjað.

Kolbeinn var á sínum tíma einn besti knattspyrnumaður Íslands en ásamt því að leika með stórliðunum Ajax, Nantes og AIK spilaði hann 64 landsleiki og skoraði í þeim 26 mörk.

Risahákarl strandaði í Skotlandi

Riiiiiiiiiisahákarl í Skotlandi

Íbúar Maidens í Skotlandi sáu heldur betur furðulega sjón um helgina en þá strandaði risahákarl á strönd sjávarþorpsins fagra.

Hinn sjö metra langi hákarl sást hreyfa sig í sjónum áður en hann strandaði og töldu margir sjónarvottar að hann væri ennþá lifandi en sumir héldu upphaflega að um hval væri að ræða, stærðarinnar vegna. Þegar hákarlinn var kominn upp á strönd vildi einn sjónarvottur vita hvort hákarlinn væri lifandi eða dáinn.

„Ég vildi reyna að hjálpa, ef hann væri lifandi, svo ég fór blautbúning og fór í vatnið að athuga málið,“ sagði sjónarvottur við fjölmiðla í Skotlandi. Því miður var ekkert hægt að gera því hákarlinn var dáinn á ströndinni.

dead shark sub 4

Fyrrum heimsmeistari myrtur

Lögreglan í Suður Afríku hefur nú staðfest þá harmafregn að hún hafi fundið lík fyrrum hástökkvarans, Jacques Freitag.

Nokkuð er um liðið síðan Freitag hvarf; hann hafði verið týndur frá í síðasta mánuði. Freitag var einungis 42 ára gamall og leiddu rannsóknir í ljós að Freitag var myrtur; skotinn til bana.

Freitag varð á sæinum tíma heimsmeistari í hástökki; það gerðist á HM í París árið 2003 – en þá stökk hann 2,35 metra. Freitag keppti á Ólympíuleikunum árið 2004; komst þá ekki í úrslit.

Hæst stökk kappans var 2,38 metra á móti árið 2005.

 

Raddir