Föstudagur 15. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Ættingjar gíslanna mótmæla í kvöld: „Netanyahu er herra Dauði“

Ættingjar Ísraela sem er í haldi Hamas á Gaza tala opinberlega fyrir fyrirhugaða mótmælagöngu í kvöld í Tel Aviv þar sem vanhæfni ísraelska forsætisráðherrans til að tryggja vopnahléssamning verður gagnrýnd.

„Almenningur skilur að áframhaldandi hernaðarþrýstingur mun valda því að gíslarnir verða drepnir. Fyrir viku síðan stóðum við hér og vöruðum við þessu en til að verja eigin pólitíska afkomu sinnar, er Netanyahu reiðubúinn að láta myrða gíslana í haldi,“ sagði Zahiro Shahar Mor, frændi gísls sem haldið er á Gaza.

„Sex látnir gíslar voru síðan fluttir aftur heim í líkpokum aðeins degi eftir að þeir voru teknir af lífi af Hamas.“

Mor sakaði forsætisráðherrann um að hafa vísvitandi komið í veg fyrir samkomulag við Hamas um lausn gíslanna.

„Blóð hinna myrtu gísla er á höndum Netanyahus. Lífunum hefði verið hægt að bjarga með einhverjum af þeim fjölmörgu samningum sem hann skemmdi. Enn er hægt að bjarga lífi sumra gíslanna, en Netanyahu er herra Dauði.“

Al Jazeera sagði frá málinu.

Lögreglan lýsir eftir hinni 16 ára Sigríði Eyrúnu Heiðarsdóttur

Myndin er samsett

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigríði Eyrúnu Heiðarsdóttur, 16 ára.

Talið er að hún sé klædd dökkbláar gallabuxur, svörtum hlýrabol og bleikum crocs skóm. Sigríður, sem er grannvaxin og 165 sm á hæð, er með brúngræn augu og millisítt, dökkt hár. Síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík seint á miðvikudagskvöld.

 

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sigríðar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Uppfært: Sigríður er fundin, heil á húfi. Lögreglan þakka kærlega fyrir veitta aðstoð.

Drífa rífur auglýsingaherferð Play í sig: „Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra“

Drífa Snædal talskona Stígamóta

Drífa Snædal rífur flugfélagið Play í sig í nýrri Facebook-færslu.

Talskona Stígamóta, Drífa Snædal er síður en svo ánægð með nýja auglýsingaherferð Play en herferðin hefur verið harðlega gagnrýnd því hún þykir ósmekkleg með öllu.

„Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt. Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ Þetta segir Drífa í nýrri Facebook-færslu sem margir taka undir. Þá heldur hún áfram og spyr hvort Play sé að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi:

„Play lætur sér sem sagt ekki duga að brjóta reglur vinnumarkaðarins til að geta greitt kvennastétt undir lágmarkslaunum í landinu, það þarf að niðurlægja konur í auglýsingum líka. Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“

Hér má sjá aðra auglýsinguna:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by PLAY airlines (@playairlines)

Forsetinn vill að Íslendingar verði riddarar kærleikans: „Við erum öll harmi slegin“

Halla Tómasdóttir Ljósmynd: RÚV – Karl Sigtryggsson

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir vill að kærleikurinn verði eina vopnið í samfélaginu og segir alla Íslendinga harmi slegna vegna andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem stungin var til bana á Menningarnótt.

„Kæru vinir,

Við erum öll harmi slegin vegna skelfilega sorglegra atburða sem átt hafa sér stað í okkar samfélagi og eru óbærilegir og ólíðandi. Við verðum að ráðast að rótum vandans – saman! Hvert og eitt okkar hefur þar hlutverk. Ég hef átt fjölda funda og samtala undanfarnar vikur um nauðsynlegar úrbætur í kerfinu – og þær eru sem betur fer margar á borðinu! En kerfisbreytingar duga ekki til – við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Þetta er ákall og ósk foreldra Bryndísar Klöru og um það hefur verið stofnaður minningarsjóður sem ég er verndari fyrir.“ Þannig hefst falleg Facebook-færsla Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.

Því næst telur Halla upp það sem hún vill að Íslendingar geri nú:

„Ég biðla til ykkar í dag um að leggja það sem þið getið af mörkum:

1. Takið utanum ykkur sjálf og börnin ykkar. Kyrrðarstund í Lindakirkja (þgf) í dag er góður staður til slíks og matarborðið heima er það líka. Verum saman og tölum saman (og ekki bara í gegnum skjái og samfélagsmiðla, þó ég nýti þennan með trega til þess að biðla til ykkar)
2. Leitið leiða til að vera sjálf „riddarar kærleikans“ – veljið orðin ykkar vel – talið af mennsku og virðingu við og um aðra. Réttið út hönd þar sem þið vitið að þess er þörf.
3. Leggið minningarsjóði Bryndísar Klöru til það sem þið eruð aflögufær um. Sjóðurinn mun styðja við fræðslu, rann­sókn­ir og vit­und­ar­vakn­ingu til að koma í veg fyr­ir að slík­ar hörm­ung­ar end­ur­taki sig!!!!
Hægt er að leggja inná reikn­ing 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.“
Að lokum segir Halla að mikilvægt sé að ungmenninn okkar fái sjálft að móta hugmyndir um það sem betur má fara í samfélaginu.„Ég tel fátt mikilvægara en að unga fólkið okkar fái sjálft að móta hugmyndir um hvernig við gerum betur og er að beita mér – með þeim og fyrir þau. Ég hvet ykkur að lokum til að hlusta á þau, læra af þeim og hvetja þau og styðja með mennsku og kærleik. Ég vonast til að sjóðurinn geti stutt við þau í þeirri viðleitni og trúi því að okkar samfélag muni koma saman á sorgarstundu, draga línu í sandinn og stefna í betri átt. Við getum og verðum að vera breytingin sem við viljum og þurfum að sjá í okkar samfélagi.“

Nýjar upplýsingar um heilsu Bretakonungs: „Hann stendur sig mjög vel“

Karl og Kamilla

Heilsa Karls III Bretlandskonungs er leið í „jákvæðan farveg“ að sögn heimildarmanns innan hallarinnar en konungurinn hefur undirgengist krabbameinsmeðferð að undanförnu.

Hinn 75 ára gamli konungur greindist með sjúkdóminn í febrúar og hefur verið í áframhaldandi vikulegri meðferð. Hann tók sér fyrst frí frá konunglegum skyldum til að einbeita sér að bata sínum en fór síðar aftur á fullt.

Konungshjónin eyddu sumrinu á Balmoral innan en í október munu þau ferðast um Ástralíu og Samóa-eyjar. Fyrir ferðina hefur innanbúðarmaður gefið óopinberar fréttir af hinu dularfulla krabbameini konungsins, og það hljómar eins og góðar fréttir. Heimildarmaðurinn sagði við MailOnline: „Heilsan verður að vera í fyrsta sæti, þó að hún stefni í mjög jákvæða farveg.“

Fyrr í vikunni gaf drottningin einnig upplýsingar um veikindi eiginmanns síns í heimsókn í nýjustu Dyson-krabbameinsmiðstöðinni í dag, þar sem hún opnaði formlega bygginguna í Bath. Hún hitti sjúklinga, starfsfólk og stuðningsmenn miðstöðvarinnar, sem þjónustar yfir 500.000 manns víðs vegar um Suðvesturland Englands.

Á fundi með Suzy Moon frá Macmillan Partnership, sem spurðist fyrir um líðan konungsins, ítrekaði drottningin: „Hann stendur sig mjög vel.“

Kamilla hefur átt heiðurinn af því að halda virkinu þar sem konungurinn og prinsessan af Wales greindust bæði með krabbamein innan nokkurra vikna frá hvort öðru og tóku sér pásu frá konungslífinu, en Vilhjálmur prins einbeitti sér líka að því að vera við hlið eiginkonu sinnar og passa upp börnin þeirra þrjú.

Camilla, 77 ára, tók þátt í léttum orðaskiptum við Paul Holdway, 55 ára hjúkrunarfræðing og sjúkling sem gengst undir stofnfrumuígræðslu til að meðhöndla blóðkrabbamein hans. Þegar spurt var: „Hvernig líður þér?“ Holdway svaraði: „Ég er mjög þreyttur.“ Drottningin svaraði að bragði, með smá húmor,: „Karlmenn viðurkenna svoleiðis ekki,“ með tilvísun í eiginmann sinn, Karl.

Í mars opinberaði Katrín prinsessa í tilfinningaþrungnu myndbandi að hún hefði fengið krabbameinsgreiningu og væri í fyrirbyggjandi lyfjameðferð í kjölfar stórrar kviðarholsaðgerðar. Hún hefur líka tekið tíma frá opinberum skyldum en kom fram á Trooping the Colour-hestagöngunni í júní og þótti standa sig frábærlega.

Áður en hún kom fram í Trooping gaf hún út yfirlýsingu þar sem hún talaði um bata sinn. „Ég er að taka góðum framförum, en eins og allir sem fara í krabbameinslyfjameðferð munu vita þá eru góðir dagar og slæmir dagar,“ sagði prinsessan. „Á þessum slæmu dögum finnur þú fyrir máttleysi, þreytu og þú verður að gefa eftir og leyfa líkamanum að hvíla sig. En á góðu dögunum, þegar þér líður betur, vilt þú nýta þér líðanina vel.“

Mirror sagði frá málinu.

Grímulaus þjófnaður

Ólafur Ágúst Hraundal

Er litla fallega eyjan Ísland, spillinga- og þjófabæli auðvaldsins?

Segum stopp við þjófnaðinum, við þurfum ekki að horfa mjög langt frá okkur í samtímanum til að sjá spillinguna og rányrkjuna sem er að eiga sér stað í íslensku samfélagi. Horfum til Rússlands þar sem auðlindir og eigur ríkisins voru seldar eða gott sem gefnar til þeirra sem voru innmúraðir ríkisvaldinu og Venesúela þar sem öllu hefur verið rænt.

Við Íslendingar eigum að vera ein af ríkustu þjóðum heims. Þar sem við búum á matarkistu fullri af orku. En erum föst í þrælakistu spillingarbælisins. Fiskimiðin voru gefin vinum og vandamönnum þeirra er fóru með ríkisvaldið á þeim tíma. Núna eru menn farnir að tala um að einkavæða vindorkuna sem fer allt um allt og ekki enn komið vitrænt lagaumhverfi í kringum. Ríkisstjórnin er langt komin með að selja Íslandsbanka til velvalda flokkslima og eru leynt og ljóst að skrifa handrit að sölu Landsbankans.

Það er ekki svo langt síðan að Landsbankinn var neyddur í kaup á TM tryggingingum í einni ofbeldisfléttu elítunar og fyrrum hrunmanna. Það er alveg ótrúlegt að þurfa alltaf að selja það sem best gefur, sjálfa mjólkurkúna. Ef við lítum aðeins í baksýnisspegilinn þá er ekki langt síðan að þjóðin fékk skuldir bankana í fangið sem seldir voru útvöldum flokksgæðingum. Afhverju má þessi hagnaður ekki fara inn í samfélagið og um leið lækka þessa himin háu vexti?

Þjóðin verður af milljörðum

Lindarhvoll ehf í eigu ríkisins og Hilda ehf í eigu Seðlabankans. Allt eru þetta félög sem eru í eigu Íslensku þjóðarinnar. Þegar þeir sem stýra þessum félögum eru spurðir um viðskipti sem þar hafa átt sér stað, bera þau fyrir sig minnisleysi. Allt í þoku og þar við situr, þjóðin verður af milljörðum. Þetta er ekkert annað en arðrán um hábjartan dag.

Þeir sem stjórna og stýra okkar fallega landi eru svo skítsama um almúgan sem greiðir fyrir allt sukkið og svínaríið sem þrífst í fjármálakerfi landsins með gatslitna krónu. Enn ein bilunin sem við látum ganga yfir okkur er okkar mælski seðlabankastjóri sem er fyrrverandi meðlimur útrásarkórsins sem sannfærir þjóðina um að hann sé að stíga á bremsu þenslunnar með því að hafa hér himin háa stýrivexti sem eru í raun eldsneyti á verðbólguna sem eru um leið að sliga heimilin og fyrirtæki landsins. Fyrir utan vini hans og þau fyrirtæki sem hafa eignast megin þorra auðlinda og það fjármagn sem er í bönkunum. Það hafa aldrei verið eins miklir innlánsvextir í bankakerfinu sem er eingöngu gert fyrir fjármagnseigendur og vini seðlabankastjóra.

Hvernig má það vera að aumingjastjórnin sé að leyfa lagareldi án endurgjalds? Er það af ótta við að það vilji engin koma út að leika ef tekið er gjald fyrir? Hverjir eru að fá bitlinga? Á meðan eru Norðmenn farnir að setja stopp á lagareldið sem er að eyðileggja fallegu firðina þeirra, og eru þeir þó að taka gjald fyrir hvert tonn. Og það sama á við landeldið. Allt eru þetta auðlindir hvort sem það kemur úr sjó eða landi.

Stígum á þjófabremsuna

Nóg er komið af græðgisvæðingu auðvaldsins sem heldur þjóðinni í öndunarvél þjófanna.
Það er alveg sama hvert litið er þegar það kemur að innviðum samfélagsins það er allt mölétið. Allt fína kerfið sem búið að vera að mata okkur á, „það besta í heimi“ er með innantóma veggi, algjörlega holir að innan. Það er ekkert eðlilegt við það að eigendur útgerða eigi orðið flest öll arðbærustu fyrirtæki landsins.

Það er komin tími á að við stígum á þjófabremsuna og segjum stopp!

Við sem þjóð og samfélag eigum með réttu allar auðlindir landsins, fiskimiðin, raforkuna og vatnsveitur o.s.frv. Hættum að láta þjófana mata okkur af innantómum loforðum og vitfirringu. Nóg er nóg. Segjum stopp og heimtum þjóðnýtingu á þeim auðlindum sem skammsýnu ráðherrar vors lands hafa látið hafa af okkur með klækjum. Eignum samfélagsins er grímulaust stolið!

Almenningur burðast með skömmina

Fáum utanaðkomandi dómstóla þar sem gætt er jafnræðis, enga sérhagsmuni eða vengslatengsl við dómsvaldið. Við viljum ekki festast í þrælarpyttinum. Við sem þjóð og samfélag eigum að kalla eftir nýrri rannsóknarskýrslu um misnotkun á almannafé eftir hrunárin. Það er komin tími á að þessir arðræningjar svari til saka. Og við sem þjóð og samfélag fáum eigur okkar og sjálfstæði til baka.

Almenningur burðast með skömmina í hljóði yfir fjárhagsstöðu sinni. Lánin hækka og kaupmáttur minnkar. Stór hluti almennings hefur varla ofan í sig og á. Eftir að hafa farið eftir helstu fjármálaráðgjöfum glæpakórsins. Að bestu lánin eru óverðtryggð með breytilegum vöxtum og allt komið í skrúfuna. Nú er farin að hljóma ný mantra hjá þessum sömu snillingum „þetta er alveg að koma“. Þetta minnir óneitanlega á söng greiningardeildar bankanna þegar almenningi var ráðlagt að kaupa í hinum og þessum sjóðum rétt fyrir hrun. Öll rauðu ljósin eru farin að blikka í mælaborðinu. Almenningur er orðin svo dofin af gengdarlausum yfirgangi elítufjármálakefisins. Eða er stokkhólmseinkennið búið að hreiðra um sig í sálarvitund almennings?
Hvenær er nóg, nóg? Hvers vegna er ekkert gert? Búum við kannski í dulbúnu kommúnistaríki í boði sjálfstæðisbaráttunnar?

Ólafur Ágúst Hraundal

Kebab Sara – „Langt fyrir neðan Mandi í gæðum“

Kebab Sara er staðsett meðal annars á Grensásvegi

Í hlaðvarpsþættinum Sósa Fylgir Með var veitingastaðurinn Kebab Sara til umfjöllunar en staðurinn sérhæfir sig í miðausturlenskum skyndibita.

„Allt í lagi vefja. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja annað. Það er ekkert sérstakt við þessa vefju. Það er ekkert svona sem ég get bent á og „Já, nú skil ég af hverju fólk er að dásama þennan stað.“ Þetta var alveg fínt að borða, ekki misskilja mig en þetta var langt fyrir neðan Mandi í gæðum,“ sagði Brynjar, stjórnandi þáttarins, um staðinn.

„Það sem ég kann eiginlega mest að meta við staðinn er hvernig hann lítur innanhús. Hann er nánast allur appelsínugulur fyrir utan einn vegg þar sem er veggfóður af graffítiverki.“

Sósa Fylgir Með hefur verið starfandi í rúm þrjú ár og fjallað um marga af helstu matsölu- og veitingastöðum landsins en í hverjum þætti er fjallað um einn veitingastað. Meðal þeirra staða sem fjallað hefur um má nefna Nings, Matarkjallarann, Aktu Taktu, Steikhúsið og Dominos.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan og Apple Podcasts.

Play sakað um siðleysi

Umdeild auglýsing Play.

Flugfélagið Play er sakað um siðleysi og kvenfyrirlitningu í nýrri auglýsingaherferð þar sem stór konubrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Gagnrýni á flugfélagið er harkaleg og kemur úr ýmsum áttum.

Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist vera orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins.

„Langar svo mikið að halda með þeim. En er orðlaus,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, í umræðu um auglýsingarnar í Facebook-hópnum Markaðsnördar. Vísir vitnar til orða hennar.

Hún segir allt vera rangt við auglýsingarnar sem þó fái vissulega umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum.
„En herferðin heilt yfir algjörlega taktlaus og neikvæð fyrir brandið. Fær mig á engan hátt til að hugsa að ég væri til í að fljúga með þessu félagi. Upplifi frekar, vantraust og ófagmannleg heit,“ segir Gerður.

Ekki liggur fyrir hvaða auglýsingastofa er á bak við herferðina. Samskipatstjóri Play er Nadine Guðrún Yaghi.

Brynjar snýr baki við Bjarna

Bjarni Benediktsson

Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur lengi verið grjótharður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og verið öflugur í vörn þessa umdeildasta stjórnmálamanns landsins. En nú er komið annað hljóð í strokkinn og Brynjar svipast um eftir nýjum formanni.

Brynjar og Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, mættu í Reykjavík síðdegis til að ræða vandræði Sjálfstæðisflokksins og forystu hans. Þar kom fram að bæði telja að Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn hafi brugðist. Þá telja þessir gömlu þulir flokksins að hvorki Áslaug Arna SigurbjörnsdóttirÞórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttir eigi erindi í formannsstólinn þar sem þær bæru ábyrgð á hruni á fylgi flokksins.

Brynjar sagði að hver sá sem ætlaði sér að ná kjöri sem formaður yrði að sannfæra fólk um að breytingar yrðu á núverandi stefnu flokksins og „mjög snúið fyrir þau sem eru í forystunni í dag og þá sem eru í ráðherraliðinu og koma fram og segja við erum rétta fólkið til þess að breyta þessu. Það getur bara verið mjög erfitt,“ sagði Brynjar og lýsti sig opinn fyrir því að öflugur flokksmaður utan framvarðarsveitarinnar tæki við keflinu sem formaður.

Þessi opinbera skoðun Brynjars og Sigríðar er sérstök að því leyti að hefðin í Sjálfstæðisflokknum hefur gjarnan verið sú að tala ekki formann flokksins niður …

Trylltur skemmdarvargur með höggvopn á hóteli í Reykjavík – Byssumaður með fíkniefni handjárnaður

Lögregla var kölluð til vegna manns sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Við komu lögreglu á vettvang var töluverður hópur í kringum skemmdarvarginn sem brást illa við afskiptum lögreglu og var æstur og streittist á móti handtöku. Við öryggisleit á aðilanum fannst höggvopn og nokkuð af fíkniefnum. Maðurinn var læstur inni í fangaklefa og vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Átta ökumenn voru í gærkvöld og nótt handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá reyndust þrír þeirra einnig vera við akstur sviptir ökuréttindum. Einn brotamannanna var með talsvert af fíkniefnum í sölupakkningum.

Maður var handtekinn í nótt eftir að hafa ítrekað óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Hann reyndist vera með öllu óviðræðuhæfur sökum ölvunarástands og hann því vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.

Lögreglumenn við almennt umferðareftirlit stöðvuðu ökumann bifreiðar í miðbæ Reykjavíkur. Við afskipti blasti við skefti á skotvopni við lögreglumönnum. Ökumaðurinn var umsvifalaust tekinn tökum og hendur hans fjötraðar með handjárnum. Reyndist skotvopnið vera gasskammbyssa. Við frekari leit í bifreiðinni fundust meint fíkniefni, stór hnífur og skotfæri í gasskammbyssuna. Hinn vopnaði reyndist einnig vera ölvaður við akstur. Hann var læstur inni í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Lögregla send með sjúkraliði á vettvang vegna reiðhjólaslyss. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Talið er að hann hafi viðbeinsbrotnað.

Gömlu mennirnir drógu Ísland til sigurs

Jóhann Berg Guðmundsson var maður leiksins - Mynd: RÚV Skjáskot

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sigraði Svartfjallaland fyrr í kvöld á Laugardalsvelli 2-0 og voru það Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson sem skoruð bæði mörkin skalla eftir stoðsendingar frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni. Leikurinn var nokkuð bragðdaufur í fyrri hálfleik ef undanskilið er mark Orra á 39. mínútu. Í seinni hálfleik stjórnuðu íslensku leikmennirnir leiknum án þess þó að spila stórkostlega.

Einkunnir leikmanna:

Hákon Rafn Valdimarsson – 6
Alfons Sampsted – 6
Hjörtur Hermannsson – 6
Daníel Leó Grétarsson – 6
Logi Tómasson – 6
Mikael Neville Anderson – 5
Stefán Teitur Þórðarson – 7
Jóhann Berg Guðmundsson – 8 (maður leiksins)
Jón Dagur Þorsteinsson – 7
Gylfi Þór Sigurðsson – 7
Orri Steinn Óskarsson – 7

Varamenn:
Arnór Sigurðsson – 6
Andri Lucas Guðjohnsen – 6
Willum Þór Willumsson – 6
Ísak Bergmann Jóhannesson – Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn

Ástráður læknir hætti að anda eftir alvarlegt bílslys: „Ég fann engan púls“

Ásta B. Þorsteinsdóttir og Ástráður Hreiðarsson lentu í alvarlegu bílslysi árið 1995 - Mynd: DV/JAK

Litlu mátti muna að Ástráður Hreiðarsson læknir léti lífið í Bandaríkjum árið 1995.

„Það var eins og bíllinn hefði orðið fyrir sprengju. Vinstri hliðin lagðist inn og allar rúður brotnuðu. Bíllinn snarsnerist á veginum og það var engin leið að átta sig á því sem var að gerast,“ sagði Ásta Þorsteinsson, eiginkona Ástráðar, í samtali við DV um bílslysið sem átti sér stað í New Jersey.

„Ég taldi strax að lungað hefði fallið saman,“ sagði Ástráður en hann braut fjölmörg rifbein ásamt viðbeini og herðablaði. Það kom þó í ljós að hann lungað hafði ekki fallið saman en það hafði blætt inn á það. Hann man þó ekkert eftir slysinu en hann rotaðist við höggið.

Bíllinn ennþá í gangi

„Hann andaði ekki fyrst eftir höggið og ég fann engan púls. Ég bar mig sjálfsagt ekki fagmannlega að en ég reyndi að hrista hann til og loks fór hann að anda með hryglum en var samt meðvitundarlaus,“ sagði Ásta en bíllinn var ennþá í gangi eftir áreksturinn og fékk Ástráður krampa í fótinn og steig á bensíngjöfina með þeim afleiðingum að bíllinn hringsnérist á götunni. „Mér tókst að ná fæti Ástráðs af bensíngjöfinni en hafði ekki rænu á að drepa á bílnum.“

Vitni hringdu á lögreglu og slökkvilið og voru hjónin klippt út úr bílnum. Ásta slapp þó talsvert betur en Ástráður en hún hlaut aðeins nefbrot. „Það voru bara smámunir,“ sagði hún. „Mest er um vert að þetta fór allt vel þótt illa liti út um tíma. Við vorum eiginlega mjög heppin þegar á allt er litið.“

Ástráður þurfti að dvelja átta daga á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og var svo fluttur heim og lá á Landspítalanum í nokkra daga.

Opin minningarstund um Bryndísi Klöru í Lindakirkju – Minningasjóður stofnaður

Bryndís Klara Birgisdóttir. Ljósmynd: Aðsend

Opin minningarstund um Bryndísi Klöru Birgisdóttur verður haldin fyrir almenning í Lindarkirkju á laugardaginn næsta.

Eftirfarandi fréttatilkynning barst fjölmiðlum í dag:

Heiðrum minningu Bryndísar Klöru

Minningarstund í Lindakirkju -opin kirkja

Bryndís Klara Birgisdóttir fermdist í Lindakirkju vorið 2021. Líf hennar var tekið á hörmulegan hátt í hnífaárás á Menningarnótt. Hún lést af áverkum sínum á Landspítalanum föstudaginn 30. ágúst.

Blessuð sé minning Bryndísar Klöru.
Ljósmynd: Aðsend

Í ljósi djúprar sorgar og ákalls samfélagsins um að heiðra minningu Bryndísar mun Lindakirkja opna dyr sínar fyrir almenning á morgun laugardaginn 7. september frá kl. 12:00 til 17:00.  Þá eru liðnar tvær vikur frá voðaverkinu. Á stundinni verður varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hafa tekið saman ásamt minningum um Bryndísi og eftirlætistónlist hennar, valin af vinkonum hennar, mun hljóma. Ekkert talað mál fer fram heldur geta allir sem vilja, komið og tendrað á kerti í minningu Bryndísar, beðið og átt hljóða stund í kirkjunni.

Minningarsjóður Bryndísar Klöru

Því samhliða hefur verið stofnaður Minningarsjóður Bryndísar Klöru. Sjóðurinn er í umsjón KPMG og forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, er verndari sjóðsins. Sjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun einbeita sér að fræðslu, rannsóknum og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig. Framlög má leggja inn á reikning 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.

Hvíl í friði.
Ljósmynd: Aðsend

Skilum inn hnífum

Heiðrum minningu Bryndísar með því að velja líf en ekki hníf. Við biðlum til allra sem bera hnífa að skila þeim til lögreglunnar. Foreldrar Bryndísar óska þess að dauði hennar verði til þess að vopnaburður heyri sögunni til og kærleikurinn verði eina vopnið.

Stöndum saman fyrir öruggara og betra samfélagi.

 

Ósamstæðir sokkar leystu áratuga gamalt mannshvarf: „Hann var myrtur á grimmilegan hátt“

Alfred með syni sínum Gary

Fimmtíu og sex ára gamalt mannhvarfsmál hefur nú verið leyst í Derby-skíri í Englandi.

Námuverkamaðurinn og dúfnakappflugsmaðurinn Alfred Swinscoe, 54 ára, týndist í janúar 1967 eftir að hann hafði látið son sinn Gary fá pening fyrir síðustu pöntuninni á Miner´s Arms Pub barinn í Pinxton í Derby-skíri. Alfred rétti syni sínum peninginn og skrapp á útikamarinn. Hann kom aldrei aftur. Hann hvarf með húð og hári.

Þögn fjölskyldunnar

Ráðgátan um hvarfið var svo átakanlegt að flestir í fjölskyldunni neituðu að minnast á það.

Þegar Russell Lowbridge, barnabarn Alfreds ólst upp, vissi hann að hann mætti ekki ræða um afdrif afa síns, sem hvarf á köldu janúarkvöldi 1967.

Flestir töldu að hinn stolti námumaður Derby-skíris, sem kallaður var Sparrow, hefði stungið eiginkonu sína af og sex börn þeirra en stuttu áður hafði hann farið frá henni.

Aðeins Gary, sonur Alfreds og frændi Russell, talaði um þann gamla en hann var sá síðasti sem hafði séð hann á lífi. Hann neitaði að trúa því að faðir sinn hefði látið sig hverfa frá fjölskyldu sinni og gaf vonina aldrei upp á bátinn, allt þar til hann lést árið 2012.

Ósamstæðu sokkarnir

Þegar Gary lést hélt Russell, 61 árs, sem var aðeins fjögurra ára þegar Alfred hvarf, að hann myndi aldrei uppgötva sannleikann um afa sinn. En þá skyndilega, þegar hann fletti samfélagsmiðlum og rakst á lögreglufærslu um lík sem hafði verið grafið upp á akri bónda nokkurs, þekkti hann sokk löngu horfins afa síns.

Sokkarnir.

Uppgötvunin þýddi að loksins hefði svarið við hinni áratugagömlu ráðgátu var komið en Russell vissi að nú kæmu upp spurningar sem hann sé ekki viss um að hann muni nokkru sinni geta fengið svör við.

Örlög Alfreds væru enn á huldu ef bóndinn hefði ekki ákveðið að grafa skurð við hlið líksins og þannig fundið það fyrir einskæra tilviljun. Hann hafði hringt í lögregluna eftir að mennsk bein og karlmannsföt komu upp með gaffli gröfunnar. Áverkar á beinagrindinni leiddu í ljós að Alfred hafði verið myrtur á ofbeldisfullan hátt.

Russell, sem býr í nokkurra mílna fjarlægð frá akrinum, hafði margsinnis keyrt framhjá honum á ævinni. Hann sagði: „Ég fylgdist ekkert sérstaklega með málinu, en þegar lögreglan birti mynd af ósamstæðum sokkum fékk ég skyndilega endurlit (e. flashback), sérstaklega hvað varðaði svörtu sokkana. Ég mundi allt í einu eftir því að ég hafi, sem krakki, klætt mig í sokk af afa og togað þá upp þannig að þeir náðu mér upp að hné. Ég hringdi í lögregluna og þeir komu og tóku lífssýni úr mér. Þá komust þeir að því að þetta var sannarlega Alfred. Ég varð steinhissa og sjokkeraður. Í ljós kom að hann klæddist einmitt ósamstæðu sokkunum þetta kvöld. Það fyrsta sem ég hugsaði var „Aumingja maðurinn, nýfarinn frá eiginkonunni og á vondum stað, leigði herbergi og ekki með fatamálin á hreinu“. En kannski klæddist hann tvennu sokkapari, þetta var um miðjan vetur.“

Sonurinn gafst aldrei upp

Russell sagði að hann hefði sennilega ekki vitað neitt um afa sinn ef ekki væri fyrir Gary, hans nánasta frænda, sem deildi með honum áhuga á dúfnakappflugi, rétt eins og afi hans. „Mamma talaði aldrei um hann og ekki amma heldur. Það var bara Gary frændi. Ég held að það hafi verið eitthvað ósætti í fjölskyldunni af því að hann hafði flutt að heima tæpu ári áður. Alfred gat orðið nokkuð æstur eftir nokkra bjóra og olli oft rifrildum. Restin af fjölskyldunni hætti bara að hugsa um málið og héldu áfram með líf sitt. Gary hins vegar hætti aldrei að tala um hann en hann sagði sögur af honum og sagði oft „ég vildi að ég vissi hvar pabbi væri“. Hann sagði mér að hann hefði farið aftur til Pinxton og leitað í útihúsum, yfirgefnum byggingum, skurðum og ofan í gömlum brunnum, hvar sem Alfred hefði getað dottið eða verið settur, og hann gaf aldrei upp vonina. Hann hélt jafnvel áfram að leita eftir að hann varð eldri, á meðan hann hafði styrk til þess. Hann hélt alltaf að eitthvað glæpsamlegt hefði gerst. Hann var bara venjulegur og einfaldur maður. Hann átti ekki vegabréf, ekki bílpróf og engan bíl. Hann hefði ekki getað hafið nýtt líf einhversstaðar annars staðar.“

Russell heldur áfram: „Gary skrifaði Hjálpræðishernum en þeir fundu aldrei neinar vísbendingar um Alfred. Síðar á ævinni fékk hann lögfræðinga til að leita að dánarvottorði hans, en þeir fundu aldrei neitt heldur. Hann borgaði meira að segja einkaspæjara en allt án árangurs og hann fór með þetta allt á dánarbeð sitt. Þegar Gary lést hugsaði ég strax: „Æ, hvað gerist nú? Við munum aldrei finna út hvað gerðist“. Þegar ég heyrði af líkfundinum vissi ég að ég þyrfti að hafa samband, jafnvel þó að restin af fjölskyldunni vildi það ekki. Ég varð að gera það fyrir Gary frænda.“

Janúarkvöldið 1967

Gary, sem var þrítugur þegar faðir hans hvarf, hélt áfram að hitta pabba sinn eftir að hann hafði farið frá konu sinni Caroline, sem hafði flutt nærri Sutton-inAshfield með börnin og barnabörnin, þar á meðal Russell og móður hans Julie. Þeir voru vanir að hittast á Miners´Arms barnum og fá sér að drekka.

Föstudagskvöldið 27. janúar 1967, var launadagur hjá námuverkamönnunum, að sögn Russell, sem segir: „Gary hafði farið út með félaga sínum um kvöldið og hitt afa á kránni. Hann man eftir því að pabbi hans gaf honum pening fyrir síðustu umferðinni af bjór og leit svo í kringum sig og sá hann fara út. Hann gerði ráð fyrir að hann væri að fara á útisalernið og kæmi strax aftur.

„Næsta morgun kom maðurinn, sem hann hafði gist hjá, heim til okkar í Ashfield og leitaði að honum, því hann hafði ekki komið heim um nóttina og það var dagurinn sem hann þurfti að borga fyrir gistinguna. Hann hélt að hefði strokið í burtu til að losna við að borga.“

Hrottalegt morð

En allar kenningar um að Alfred hefði látið sig hverfa af sjálfstæðum hurfu þegar lík hans uppgötvaðist á akrinum.

Russell segir: „Hann var myrtur á grimmilegan hátt. Hann var barinn í höfuðið og það fundust stunguáverkar við kjálkann, þannig að það gæti hafa verið eftir skóflu eða hugsanlega hnífstungur eftir á. Þeir sögðu að hann hefði barist fyrir lífi sínu. Það voru merki um handleggsbrot, eins og að hann hafi gefið einhverjum gott hægri handar krók. Þeir fundu einnig áverka á rifbeinum hans og baki, eins og hann hefði glímt við einhvern sem hefði kýlt hann í rifbeinin. Lögreglan telur að hann hefði verið skilinn eftir í um viku áður en hann var grafinn, vegna þess að það vantaði nokkra fingur og rifbein, sem bendir til þess að refir eða greifingjar hafi nartað í líkið. Hver sá sem drap hann sneri aftur til að koma í veg fyrir að hann fyndist.“

Skógarrjóðrið við akurinn þar sem líkið fannst, var þekktur staður þar sem hommar hittust í leyni á sjöunda áratugnum, þegar samkynhneigð var ólögleg.

„Var hann grafinn þar af því að þeir vissu að enginn myndi þora að tilkynna eitthvað frá þessum stað? Eða komst afi að því að morðinginn væri samkynhneigður og var hann myrtur svo hann segði ekki frá því?“ spyr Russell. „Lögreglan telur einnig að morðinginn hafi verið á bíl, af því að leiðin að akrinum var nokkuð löng og það voru ekki margir bílar á götunum á þessum tíma. Drápu þeir hann fyrst, eða plötuðu þeir hann til þess að þiggja far og stoppuðu síðan og drápu hann?“

Tveir grunaðir

Mesta sjokkið við uppgötvunina er sú staðreynd að lögreglan er með tvo menn grunaða um verknaðinn en þeir eru báðir látnir og geta ekki verið nefndir á nafn en Russell er góður vinur barnabörn beggja mannanna. „Þetta er fólk sem ég á í daglegum samskiptum við. Þessar fregnir var algjört sjokk í raun,“ sagði Russell.

Einn hinna grunuðu var þekktur ofbeldismaður og þjófur og var á Miners´Arms barnum kvöldið sem Alfred hvarf. Sumir áverkanna sem fundust á líkama Alfreds voru svipaðir þeim sem sá grunaði hafði veitt manni sem hann var dæmdur fyrir að ráðast á í apríl 1966, að sögn lögreglu.

Russell segir: „Frændi minn hafði þegar grunað einn þeirra. Hann hafði sjálfur slegist við hann einu sinni eða tvisvar og hann hafði verið í hernum svo hann þekkti hernaðaraðferðir. Hann hélt alltaf að hann væri aðal grunaður og ögraði honum jafnvel margoft í gegnum árin vegna þeirra grunsemda. En ég er ekki sammála lögreglunni um hinn grunaða manninn. Ég get ekki fengið mig til þess að trúa því að hann hafi líka verið þátttakandi í morðinu. „Lögreglan rakti gögn og segir að ágreiningur þeirra hafi verið tengdur peningum. Ég veit samt ekki hvers vegna, þar sem afi var í vel launuðu starfi.“

Loksins haldin jarðarför

Í janúar gat fjölskyldan loksins haldið jarðaför fyrir Alfred, ofan á Gary og við hlið dóttur sinnar Carol og eiginkonunnar Caroline, sem aldrei giftist aftur, í Sutton-in-Ashfield-kirkjugarðinum. Útförina var framkvæmd af Stephen Blakeley, sem lék PC Younger í sjónvarpsþáttunum Heartbeat og starfar nú sem viðburðastjóri.

Russell við gröf afa síns

„Það er nokkur huggun fyrir fjölskylduna að vita að hann hafi ekki yfirgefið hana og að hann sé ekki lengur týndur. En það er svo sorglegt að greyið Gary frændi fékk aldrei að vita hvað kom fyrir hann,“ sagði Russell. Þó að ráðgátan sem ásótt hefur fjölskylduna í áratugi sé leyst, eru þó enn fjölmörgu ósvarað.

„Nú er það spurningin um ástæðuna,“ segir Russell. „Af hverju gerði einhver honum þetta? Honum kom ekki illa saman við neinn. Hann var ekki ofbeldismaður, hann lenti ekki í slagsmálum og hann var þekktur fyrir að vera gjafmildur. Ég bara skil ekki hvers vegna einhver hefði viljað drepa hann“. Og hann heldur áfram: „Ég trúi því að einhver, einhvers staðar, viti sannleikann. Það gæti verið að sá sem gerði það hafi haldið þessu leyndu allt sitt líf og játað á dánarbeði sínu og að synir þeirra eða dætur viti eitthvað en vilji ekki segja. Ótti minn er að lögreglan muni loka málinu og við munum aldrei komast að því. Ég vona bara að einhver komi fram svo fjölskylda Alfreds geti loksins fundið frið.“

Enn fjölmörgum spurningum ósvarað

Rob Griffin, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hjá lögreglunni í Nottingham-skíri, sagði í samtali við fjölmiðla: „Alfred dó á hræðilegasta hátt sem hægt er að hugsa sér. Ekki nóg með að hann hafi orðið fyrir miklum áverkum heldur var hann síðan grafinn á akri svo enginn fyndi hann.

„Það sem gerir þennan glæp enn erfiðari er að það hefur tekið meira en 50 ár að finna líkamsleifar hans og fyrir fjölskylda hans að sameinast ástvini sínum svo hann geti fengið almennilega greftrun. Auðvitað er þetta aðeins lítill léttir fyrir fjölskyldu hans þar sem enn er svo mörgum spurningum ósvarað um hvað gerðist þessa nótt og hvers vegna.“

„Margir þeira sem höfðu verið með Alfred um nóttina, eða þekktu Alfred, eru ekki lengur á lífi og við fáum kannski aldrei heildarmyndina af því sem gerðist í janúar 1967. Það hefur vissulega ekki breytt ákvörðun okkar um að rannsaka þennan glæp og láta engu ósnortið við að finna morðingjann eða morðingjana. Í rannsókn okkar höfum við fundið tvo hugsanlega grunaða menn sem hefðu undir venjulegum kringumstæðum verið handteknir og færðir til yfirheyrslu ef Alfreð hefði verið myrtur í dag. „Við höfum ekki það tækifæri þar sem þeir eru ekki lengur á lífi.“

Umfjöllunin er unnin upp úr frétt Mirror.

Ágúst Ólafur vill stöðva refaveiðar: „Friðum íslenska landnemann!“

„Villta dýralífið er svo fábreytt á Íslandi að þegar við teljum tegundirnar sjö upp þá teljum við mýsnar og rotturnar tvisvar (húsamús, hagamús, brúnrotta og svartrotta). Eini raunverulegi landnemi Íslands er hins vegar heimskautarefurinn sem er einstakur hér á landi. Þrátt fyrir það erum við að drepa um 7.000 refi á hverju ári í stofni sem er litlu stærri en það.“ Þannig hefst Facebook-færsla Ágústar Ólafs Ágústssonar, fyrrum þingmanns Samfylkingarinnar. Í færslunni hneykslast hann á veiðum á íslenska refnum.

„Skattgreiðendur eru meira að segja látnir niðurgreiða þessa veiði um 160 milljónir kr. Samkvæmt Umhverfisstofnun berast „engar tilkynningar um tjón af völdum refs frá bændum“. Örfá skipti er talað um tjón í æðarvarpi.
Af hverju erum við að drepa 7.000 refi árlega til að fyrirbyggja „örfá“ skipti af tjóni í æðarvarpi sem vel mætti bæta upp með öðrum hætti?

Fyrir þau sem ekki hafa séð íslenska refinn þá er hann svipað stór og köttur eða einungis um 3,5 kg.“

Að lokum hvetur Ágúst til friðunar á íslenska refnum.

„Og til að fyrirbyggja þá rökleysu sem oft heyrist, að með friðun refsins myndi fuglalífið á Íslandi líða undir lok, þá er því að svara, að það er tóm vitleysa enda væri landið allt orðið löngu fuglalaust eftir 10.000 ára dvöl refsins á Íslandi án veiða. Friðum íslenska landnemann!“

Fjórðungur mun ekki versla við Prís

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af eigendum Prís.

Lágvöruverslunin Prís opnaði fyrir tæpum mánuði í Kópavogi og hefur strax haft mikil áhrif á vöruverð í öðrum búðum en ekki eru þó allir sáttir með búðina og hafa heitið að versla ekki þar. Sumir telja það lélega þjónustu hjá Prís að taka ekki við reiðufé því aðeins er hægt nota sjálfsafgreiðslukassa í búðinni. Þá hafa sumir landsmanna ekki tekið útrásarvíkinginn Jón Ásgeir Jóhannesson í sátt en hann er einn af eigendum Prís.

Því spurði Mannlíf: Munt þú versla við Prís?

Niðurstaðan er komin í hús og ljóst að rúmur fjórðungur mun ekki versla við Prís.

73.00%
Nei
27.00%

Gæsluvarðhaldi yfir meintum morðingja í Neskaupstað framlengt

Neskaupstaður - Mynd: Wikipedia

Búið er að framlengja gæsluvarðhaldi yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í lok ágúst, um fjórar vikur.

Í dag átti fyrri úrskurður um gæsluvarðhald að renna út yfir manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um morð á hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað en lögreglan á Austurland sendi frá sér tilkynningu þar sem segir að fallist hafi verið á kröfu um áframhaldandi varðhald til 6. október en áður hafði verið fallist á kröfu um að sá grunaði sæti geðrannsókn.

Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að rannsókn málsins gangi vel en að framundan sé mikil vinna í úrvinnslu gagna, sem taki tíma.

Oddur Þorri og Ólafur Egill vilja dæma fólk

Héraðsdómur Austurlands

Sjö einstaklingar sækjast eftir því að verða dómarar samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

„Hinn 16. ágúst 2024 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara. Annars vegar er um að ræða embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands sem skipað verður í frá 1. nóvember 2024. Hins vegar embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Skipað verður í það embætti hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara lýkur störfum.

Umsóknarfrestur rann út þann 2. september síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtaldir, en allir sækja þeir um bæði embættin:

Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður héraðsdómara,
Hákon Þorsteinsson lögfræðingur,
Oddur Þorri Viðarsson lögfræðingur,
Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður héraðsdómara,
Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara,
Sverrir Sigurjónsson lögmaður,
Valborg Steingrímsdóttir lögfræðingur.

Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar.“

Fegrunarleyndarmálið upplýst – Áslaug Arna blæs hárið með rándýru tæki

Áslaug­ Arna Sig­ur­björns­dótt­ir blæs hárið með fokdýrum hárblásara.

Smartland á mbl.is uppljóstraði fegrunarleyndarmál há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherrans Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur með því að benda á færslu frá henni á Instagram þar sem hún sést blása á sér hárið með rándýrum hárblásara.

Um er að ræða hinn fræga Dyson-hárblásara sem hefur víst slegið í gegn um víða veröld, ef ekki utan sólkerfisins líka. Hafa mestu aðdáendur hans gengið svo langt að tala um byltingu vegna þess að blásarinn þurrkar ekki aðeins hárið, heldur stíliserar það á sama tíma. Ýmsir aukahlutir fylgja blásaranum og þá má stilla hraðann og hitann, eins og í flestum öðrum blásurum. En það er ekki hver sem er sem hefur efni á þessari byltingu en Elko selur hann á 109.995 krónur stykkið.

Hér má sjá Áslaugu Örnu gera hárið voða fínt með hárblásaranum byltingakennda:

Ráðherrann birti myndband af sér með hárblásaranum.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

 

Steinunn Ólína orti tækifærisgaldur gegn laxeldi fyrir norðan: „Ratið út villusauðir!“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Facebook

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir orti tækifærisgaldur gegn áformum um uppsetningu eldisstöðva á Norðurlandi, og birti á Facebook.

Leikkonan og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir birti í morgun magnþrungna vísu eða tækifærisgaldur eins og hún orðað það. Þar mótmælir hún eldisstöðvum sem setja á upp víða á Norðurlandi með tilheyrandi mengun og raski.

Hefst færsla hennar á eftirfarandi hátt:

„Nú er horfið Norðurland

Það á að breyta Siglufirði, Ólafsfirði, Héðinsfirði og Eyjafirði í eldisstöð fyrir 20 þúsund tonn af laxi. Þar á að framleiða næstum eitt prósent af öllum laxi sem er étinn í heiminum. Fylla Siglufjörð, Ólafsfjörð, Héðinsfjörð og Eyjaförð af úrgangi úr hundraðasta hverjum laxi sem fæðist á jörðinni. Hundrað og þrítugasta hverjum, ef við viljum vera nákvæm. Norðlendingar eignast 0,7% af öllum laxaskít á jörðinni.“

Steinunn Ólína fer því næst í útreikninga og sýnir hversu lítill ágóðinn er fyrir íbúa á svæðinu:

„Í staðinn er íbúum á svæðinu lofað 10,1% af öllum arðgreiðslum af laxeldinu í sameiginlega sjóði til að mennta börnin, hýsa gamalmennin, reka menningarmiðstöðvar, stofur og setur. Ef allt gengur að óskum þýðir þetta að 30.000 íbúar fá um 200 milljónir á ári í sinn hlut á hverju ári upp úr 2030. Það eru 6500 krónur á mann. Einn bröns á Cafe Berlín á Akureyri, þrjú korter hjá grunnskólakennara eða ein bleik Smiley World Cheerful Moments skólataska fyrir leikskólabarn. 6500 krónur á mann.

Í þessu ljósi orti ég tækifærisgaldra til hversdagsbrúks fyrir landa mína.

Best er að mæla þá af munni fram með hægð að morgni dags.

Og hér svo lesa galdurinn:

 

Hættið, hlustið,

helgar meyjar,

hetjur allar,

vættir, vinir,

um veröld alla.

Heyrast látið hávær köll

svo hlíðar muni skjálfa,

heitið svo á hellatröll

að hirta þessa bjálfa.

Nú kalla ég á lóminn!

Litlu kærleiksblómin!

Bölvaður heimsósóminn!

Tófur allar takið þá

bítið þá og bergið á.

Hjarnið kalt,

veðrið svalt

ullarlagður vakir á vír.

vís er dauðinn dýr,

vís er dauðinn dýr.

Enginn það tekur

sem lífið vekur,

nema fíflið og fáninn,

kjáninn og bjáninn.

Með borða um hjartað bittu það!

blíðan mín góð.

Fóstraðir fiskar

falskir um fljúga

firðirnir fúlna

farið þá allt.

Ættkvíslir skarast

fyrnast, farast

allt er í heimi hallt

horfið allt.

Ræflarnir rupla,

gírugir greiða,

sveitunga svíkja,

undirmenn strýkja,

berjast munu bræður

bóndinn engu ræður

Megi þeir víkja

Megi þeir víkja

Engir munu elska þá sem Íslandsbörnin svíkja

Sjúkir vilja selja roðið

svöngum er til veislu boðið

helsjúkt, marið, svellt og pínt

fyrir glópagullið fínt

Megi þeir víkja

Megi þeir víkja

Engir munu elska þá sem Íslandsbörnin svíkja

Birtist ekki landið

Í blóðinu þínu?

Sérðu ekki sálina

í sandkorni fínu?

Hvernig lækurinn rennur,

árnar sig belgja,

vormóinn syngur,

foldarskart brennur.

Aldan rís

aldan hnígur

sólin rís

sólin sígur.

Hvert dagmál er bæn!

um líf, um líf!

Norðurlandið napurt

nakta Vanadís!

Mikið er það dapurt

meðtak ei þennan prís!

Barið er þitt blíða

bros og gullið tár

gylliboðin bíða

blóðs í þúsund ár!

Lifandi eða dauðir!

Ratið út villusauðir!

 

Ættingjar gíslanna mótmæla í kvöld: „Netanyahu er herra Dauði“

Ættingjar Ísraela sem er í haldi Hamas á Gaza tala opinberlega fyrir fyrirhugaða mótmælagöngu í kvöld í Tel Aviv þar sem vanhæfni ísraelska forsætisráðherrans til að tryggja vopnahléssamning verður gagnrýnd.

„Almenningur skilur að áframhaldandi hernaðarþrýstingur mun valda því að gíslarnir verða drepnir. Fyrir viku síðan stóðum við hér og vöruðum við þessu en til að verja eigin pólitíska afkomu sinnar, er Netanyahu reiðubúinn að láta myrða gíslana í haldi,“ sagði Zahiro Shahar Mor, frændi gísls sem haldið er á Gaza.

„Sex látnir gíslar voru síðan fluttir aftur heim í líkpokum aðeins degi eftir að þeir voru teknir af lífi af Hamas.“

Mor sakaði forsætisráðherrann um að hafa vísvitandi komið í veg fyrir samkomulag við Hamas um lausn gíslanna.

„Blóð hinna myrtu gísla er á höndum Netanyahus. Lífunum hefði verið hægt að bjarga með einhverjum af þeim fjölmörgu samningum sem hann skemmdi. Enn er hægt að bjarga lífi sumra gíslanna, en Netanyahu er herra Dauði.“

Al Jazeera sagði frá málinu.

Lögreglan lýsir eftir hinni 16 ára Sigríði Eyrúnu Heiðarsdóttur

Myndin er samsett

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigríði Eyrúnu Heiðarsdóttur, 16 ára.

Talið er að hún sé klædd dökkbláar gallabuxur, svörtum hlýrabol og bleikum crocs skóm. Sigríður, sem er grannvaxin og 165 sm á hæð, er með brúngræn augu og millisítt, dökkt hár. Síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík seint á miðvikudagskvöld.

 

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sigríðar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Uppfært: Sigríður er fundin, heil á húfi. Lögreglan þakka kærlega fyrir veitta aðstoð.

Drífa rífur auglýsingaherferð Play í sig: „Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra“

Drífa Snædal talskona Stígamóta

Drífa Snædal rífur flugfélagið Play í sig í nýrri Facebook-færslu.

Talskona Stígamóta, Drífa Snædal er síður en svo ánægð með nýja auglýsingaherferð Play en herferðin hefur verið harðlega gagnrýnd því hún þykir ósmekkleg með öllu.

„Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt. Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ Þetta segir Drífa í nýrri Facebook-færslu sem margir taka undir. Þá heldur hún áfram og spyr hvort Play sé að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi:

„Play lætur sér sem sagt ekki duga að brjóta reglur vinnumarkaðarins til að geta greitt kvennastétt undir lágmarkslaunum í landinu, það þarf að niðurlægja konur í auglýsingum líka. Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“

Hér má sjá aðra auglýsinguna:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by PLAY airlines (@playairlines)

Forsetinn vill að Íslendingar verði riddarar kærleikans: „Við erum öll harmi slegin“

Halla Tómasdóttir Ljósmynd: RÚV – Karl Sigtryggsson

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir vill að kærleikurinn verði eina vopnið í samfélaginu og segir alla Íslendinga harmi slegna vegna andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem stungin var til bana á Menningarnótt.

„Kæru vinir,

Við erum öll harmi slegin vegna skelfilega sorglegra atburða sem átt hafa sér stað í okkar samfélagi og eru óbærilegir og ólíðandi. Við verðum að ráðast að rótum vandans – saman! Hvert og eitt okkar hefur þar hlutverk. Ég hef átt fjölda funda og samtala undanfarnar vikur um nauðsynlegar úrbætur í kerfinu – og þær eru sem betur fer margar á borðinu! En kerfisbreytingar duga ekki til – við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Þetta er ákall og ósk foreldra Bryndísar Klöru og um það hefur verið stofnaður minningarsjóður sem ég er verndari fyrir.“ Þannig hefst falleg Facebook-færsla Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.

Því næst telur Halla upp það sem hún vill að Íslendingar geri nú:

„Ég biðla til ykkar í dag um að leggja það sem þið getið af mörkum:

1. Takið utanum ykkur sjálf og börnin ykkar. Kyrrðarstund í Lindakirkja (þgf) í dag er góður staður til slíks og matarborðið heima er það líka. Verum saman og tölum saman (og ekki bara í gegnum skjái og samfélagsmiðla, þó ég nýti þennan með trega til þess að biðla til ykkar)
2. Leitið leiða til að vera sjálf „riddarar kærleikans“ – veljið orðin ykkar vel – talið af mennsku og virðingu við og um aðra. Réttið út hönd þar sem þið vitið að þess er þörf.
3. Leggið minningarsjóði Bryndísar Klöru til það sem þið eruð aflögufær um. Sjóðurinn mun styðja við fræðslu, rann­sókn­ir og vit­und­ar­vakn­ingu til að koma í veg fyr­ir að slík­ar hörm­ung­ar end­ur­taki sig!!!!
Hægt er að leggja inná reikn­ing 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.“
Að lokum segir Halla að mikilvægt sé að ungmenninn okkar fái sjálft að móta hugmyndir um það sem betur má fara í samfélaginu.„Ég tel fátt mikilvægara en að unga fólkið okkar fái sjálft að móta hugmyndir um hvernig við gerum betur og er að beita mér – með þeim og fyrir þau. Ég hvet ykkur að lokum til að hlusta á þau, læra af þeim og hvetja þau og styðja með mennsku og kærleik. Ég vonast til að sjóðurinn geti stutt við þau í þeirri viðleitni og trúi því að okkar samfélag muni koma saman á sorgarstundu, draga línu í sandinn og stefna í betri átt. Við getum og verðum að vera breytingin sem við viljum og þurfum að sjá í okkar samfélagi.“

Nýjar upplýsingar um heilsu Bretakonungs: „Hann stendur sig mjög vel“

Karl og Kamilla

Heilsa Karls III Bretlandskonungs er leið í „jákvæðan farveg“ að sögn heimildarmanns innan hallarinnar en konungurinn hefur undirgengist krabbameinsmeðferð að undanförnu.

Hinn 75 ára gamli konungur greindist með sjúkdóminn í febrúar og hefur verið í áframhaldandi vikulegri meðferð. Hann tók sér fyrst frí frá konunglegum skyldum til að einbeita sér að bata sínum en fór síðar aftur á fullt.

Konungshjónin eyddu sumrinu á Balmoral innan en í október munu þau ferðast um Ástralíu og Samóa-eyjar. Fyrir ferðina hefur innanbúðarmaður gefið óopinberar fréttir af hinu dularfulla krabbameini konungsins, og það hljómar eins og góðar fréttir. Heimildarmaðurinn sagði við MailOnline: „Heilsan verður að vera í fyrsta sæti, þó að hún stefni í mjög jákvæða farveg.“

Fyrr í vikunni gaf drottningin einnig upplýsingar um veikindi eiginmanns síns í heimsókn í nýjustu Dyson-krabbameinsmiðstöðinni í dag, þar sem hún opnaði formlega bygginguna í Bath. Hún hitti sjúklinga, starfsfólk og stuðningsmenn miðstöðvarinnar, sem þjónustar yfir 500.000 manns víðs vegar um Suðvesturland Englands.

Á fundi með Suzy Moon frá Macmillan Partnership, sem spurðist fyrir um líðan konungsins, ítrekaði drottningin: „Hann stendur sig mjög vel.“

Kamilla hefur átt heiðurinn af því að halda virkinu þar sem konungurinn og prinsessan af Wales greindust bæði með krabbamein innan nokkurra vikna frá hvort öðru og tóku sér pásu frá konungslífinu, en Vilhjálmur prins einbeitti sér líka að því að vera við hlið eiginkonu sinnar og passa upp börnin þeirra þrjú.

Camilla, 77 ára, tók þátt í léttum orðaskiptum við Paul Holdway, 55 ára hjúkrunarfræðing og sjúkling sem gengst undir stofnfrumuígræðslu til að meðhöndla blóðkrabbamein hans. Þegar spurt var: „Hvernig líður þér?“ Holdway svaraði: „Ég er mjög þreyttur.“ Drottningin svaraði að bragði, með smá húmor,: „Karlmenn viðurkenna svoleiðis ekki,“ með tilvísun í eiginmann sinn, Karl.

Í mars opinberaði Katrín prinsessa í tilfinningaþrungnu myndbandi að hún hefði fengið krabbameinsgreiningu og væri í fyrirbyggjandi lyfjameðferð í kjölfar stórrar kviðarholsaðgerðar. Hún hefur líka tekið tíma frá opinberum skyldum en kom fram á Trooping the Colour-hestagöngunni í júní og þótti standa sig frábærlega.

Áður en hún kom fram í Trooping gaf hún út yfirlýsingu þar sem hún talaði um bata sinn. „Ég er að taka góðum framförum, en eins og allir sem fara í krabbameinslyfjameðferð munu vita þá eru góðir dagar og slæmir dagar,“ sagði prinsessan. „Á þessum slæmu dögum finnur þú fyrir máttleysi, þreytu og þú verður að gefa eftir og leyfa líkamanum að hvíla sig. En á góðu dögunum, þegar þér líður betur, vilt þú nýta þér líðanina vel.“

Mirror sagði frá málinu.

Grímulaus þjófnaður

Ólafur Ágúst Hraundal

Er litla fallega eyjan Ísland, spillinga- og þjófabæli auðvaldsins?

Segum stopp við þjófnaðinum, við þurfum ekki að horfa mjög langt frá okkur í samtímanum til að sjá spillinguna og rányrkjuna sem er að eiga sér stað í íslensku samfélagi. Horfum til Rússlands þar sem auðlindir og eigur ríkisins voru seldar eða gott sem gefnar til þeirra sem voru innmúraðir ríkisvaldinu og Venesúela þar sem öllu hefur verið rænt.

Við Íslendingar eigum að vera ein af ríkustu þjóðum heims. Þar sem við búum á matarkistu fullri af orku. En erum föst í þrælakistu spillingarbælisins. Fiskimiðin voru gefin vinum og vandamönnum þeirra er fóru með ríkisvaldið á þeim tíma. Núna eru menn farnir að tala um að einkavæða vindorkuna sem fer allt um allt og ekki enn komið vitrænt lagaumhverfi í kringum. Ríkisstjórnin er langt komin með að selja Íslandsbanka til velvalda flokkslima og eru leynt og ljóst að skrifa handrit að sölu Landsbankans.

Það er ekki svo langt síðan að Landsbankinn var neyddur í kaup á TM tryggingingum í einni ofbeldisfléttu elítunar og fyrrum hrunmanna. Það er alveg ótrúlegt að þurfa alltaf að selja það sem best gefur, sjálfa mjólkurkúna. Ef við lítum aðeins í baksýnisspegilinn þá er ekki langt síðan að þjóðin fékk skuldir bankana í fangið sem seldir voru útvöldum flokksgæðingum. Afhverju má þessi hagnaður ekki fara inn í samfélagið og um leið lækka þessa himin háu vexti?

Þjóðin verður af milljörðum

Lindarhvoll ehf í eigu ríkisins og Hilda ehf í eigu Seðlabankans. Allt eru þetta félög sem eru í eigu Íslensku þjóðarinnar. Þegar þeir sem stýra þessum félögum eru spurðir um viðskipti sem þar hafa átt sér stað, bera þau fyrir sig minnisleysi. Allt í þoku og þar við situr, þjóðin verður af milljörðum. Þetta er ekkert annað en arðrán um hábjartan dag.

Þeir sem stjórna og stýra okkar fallega landi eru svo skítsama um almúgan sem greiðir fyrir allt sukkið og svínaríið sem þrífst í fjármálakerfi landsins með gatslitna krónu. Enn ein bilunin sem við látum ganga yfir okkur er okkar mælski seðlabankastjóri sem er fyrrverandi meðlimur útrásarkórsins sem sannfærir þjóðina um að hann sé að stíga á bremsu þenslunnar með því að hafa hér himin háa stýrivexti sem eru í raun eldsneyti á verðbólguna sem eru um leið að sliga heimilin og fyrirtæki landsins. Fyrir utan vini hans og þau fyrirtæki sem hafa eignast megin þorra auðlinda og það fjármagn sem er í bönkunum. Það hafa aldrei verið eins miklir innlánsvextir í bankakerfinu sem er eingöngu gert fyrir fjármagnseigendur og vini seðlabankastjóra.

Hvernig má það vera að aumingjastjórnin sé að leyfa lagareldi án endurgjalds? Er það af ótta við að það vilji engin koma út að leika ef tekið er gjald fyrir? Hverjir eru að fá bitlinga? Á meðan eru Norðmenn farnir að setja stopp á lagareldið sem er að eyðileggja fallegu firðina þeirra, og eru þeir þó að taka gjald fyrir hvert tonn. Og það sama á við landeldið. Allt eru þetta auðlindir hvort sem það kemur úr sjó eða landi.

Stígum á þjófabremsuna

Nóg er komið af græðgisvæðingu auðvaldsins sem heldur þjóðinni í öndunarvél þjófanna.
Það er alveg sama hvert litið er þegar það kemur að innviðum samfélagsins það er allt mölétið. Allt fína kerfið sem búið að vera að mata okkur á, „það besta í heimi“ er með innantóma veggi, algjörlega holir að innan. Það er ekkert eðlilegt við það að eigendur útgerða eigi orðið flest öll arðbærustu fyrirtæki landsins.

Það er komin tími á að við stígum á þjófabremsuna og segjum stopp!

Við sem þjóð og samfélag eigum með réttu allar auðlindir landsins, fiskimiðin, raforkuna og vatnsveitur o.s.frv. Hættum að láta þjófana mata okkur af innantómum loforðum og vitfirringu. Nóg er nóg. Segjum stopp og heimtum þjóðnýtingu á þeim auðlindum sem skammsýnu ráðherrar vors lands hafa látið hafa af okkur með klækjum. Eignum samfélagsins er grímulaust stolið!

Almenningur burðast með skömmina

Fáum utanaðkomandi dómstóla þar sem gætt er jafnræðis, enga sérhagsmuni eða vengslatengsl við dómsvaldið. Við viljum ekki festast í þrælarpyttinum. Við sem þjóð og samfélag eigum að kalla eftir nýrri rannsóknarskýrslu um misnotkun á almannafé eftir hrunárin. Það er komin tími á að þessir arðræningjar svari til saka. Og við sem þjóð og samfélag fáum eigur okkar og sjálfstæði til baka.

Almenningur burðast með skömmina í hljóði yfir fjárhagsstöðu sinni. Lánin hækka og kaupmáttur minnkar. Stór hluti almennings hefur varla ofan í sig og á. Eftir að hafa farið eftir helstu fjármálaráðgjöfum glæpakórsins. Að bestu lánin eru óverðtryggð með breytilegum vöxtum og allt komið í skrúfuna. Nú er farin að hljóma ný mantra hjá þessum sömu snillingum „þetta er alveg að koma“. Þetta minnir óneitanlega á söng greiningardeildar bankanna þegar almenningi var ráðlagt að kaupa í hinum og þessum sjóðum rétt fyrir hrun. Öll rauðu ljósin eru farin að blikka í mælaborðinu. Almenningur er orðin svo dofin af gengdarlausum yfirgangi elítufjármálakefisins. Eða er stokkhólmseinkennið búið að hreiðra um sig í sálarvitund almennings?
Hvenær er nóg, nóg? Hvers vegna er ekkert gert? Búum við kannski í dulbúnu kommúnistaríki í boði sjálfstæðisbaráttunnar?

Ólafur Ágúst Hraundal

Kebab Sara – „Langt fyrir neðan Mandi í gæðum“

Kebab Sara er staðsett meðal annars á Grensásvegi

Í hlaðvarpsþættinum Sósa Fylgir Með var veitingastaðurinn Kebab Sara til umfjöllunar en staðurinn sérhæfir sig í miðausturlenskum skyndibita.

„Allt í lagi vefja. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja annað. Það er ekkert sérstakt við þessa vefju. Það er ekkert svona sem ég get bent á og „Já, nú skil ég af hverju fólk er að dásama þennan stað.“ Þetta var alveg fínt að borða, ekki misskilja mig en þetta var langt fyrir neðan Mandi í gæðum,“ sagði Brynjar, stjórnandi þáttarins, um staðinn.

„Það sem ég kann eiginlega mest að meta við staðinn er hvernig hann lítur innanhús. Hann er nánast allur appelsínugulur fyrir utan einn vegg þar sem er veggfóður af graffítiverki.“

Sósa Fylgir Með hefur verið starfandi í rúm þrjú ár og fjallað um marga af helstu matsölu- og veitingastöðum landsins en í hverjum þætti er fjallað um einn veitingastað. Meðal þeirra staða sem fjallað hefur um má nefna Nings, Matarkjallarann, Aktu Taktu, Steikhúsið og Dominos.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan og Apple Podcasts.

Play sakað um siðleysi

Umdeild auglýsing Play.

Flugfélagið Play er sakað um siðleysi og kvenfyrirlitningu í nýrri auglýsingaherferð þar sem stór konubrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Gagnrýni á flugfélagið er harkaleg og kemur úr ýmsum áttum.

Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist vera orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins.

„Langar svo mikið að halda með þeim. En er orðlaus,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, í umræðu um auglýsingarnar í Facebook-hópnum Markaðsnördar. Vísir vitnar til orða hennar.

Hún segir allt vera rangt við auglýsingarnar sem þó fái vissulega umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum.
„En herferðin heilt yfir algjörlega taktlaus og neikvæð fyrir brandið. Fær mig á engan hátt til að hugsa að ég væri til í að fljúga með þessu félagi. Upplifi frekar, vantraust og ófagmannleg heit,“ segir Gerður.

Ekki liggur fyrir hvaða auglýsingastofa er á bak við herferðina. Samskipatstjóri Play er Nadine Guðrún Yaghi.

Brynjar snýr baki við Bjarna

Bjarni Benediktsson

Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur lengi verið grjótharður stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og verið öflugur í vörn þessa umdeildasta stjórnmálamanns landsins. En nú er komið annað hljóð í strokkinn og Brynjar svipast um eftir nýjum formanni.

Brynjar og Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, mættu í Reykjavík síðdegis til að ræða vandræði Sjálfstæðisflokksins og forystu hans. Þar kom fram að bæði telja að Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn hafi brugðist. Þá telja þessir gömlu þulir flokksins að hvorki Áslaug Arna SigurbjörnsdóttirÞórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttir eigi erindi í formannsstólinn þar sem þær bæru ábyrgð á hruni á fylgi flokksins.

Brynjar sagði að hver sá sem ætlaði sér að ná kjöri sem formaður yrði að sannfæra fólk um að breytingar yrðu á núverandi stefnu flokksins og „mjög snúið fyrir þau sem eru í forystunni í dag og þá sem eru í ráðherraliðinu og koma fram og segja við erum rétta fólkið til þess að breyta þessu. Það getur bara verið mjög erfitt,“ sagði Brynjar og lýsti sig opinn fyrir því að öflugur flokksmaður utan framvarðarsveitarinnar tæki við keflinu sem formaður.

Þessi opinbera skoðun Brynjars og Sigríðar er sérstök að því leyti að hefðin í Sjálfstæðisflokknum hefur gjarnan verið sú að tala ekki formann flokksins niður …

Trylltur skemmdarvargur með höggvopn á hóteli í Reykjavík – Byssumaður með fíkniefni handjárnaður

Lögregla var kölluð til vegna manns sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Við komu lögreglu á vettvang var töluverður hópur í kringum skemmdarvarginn sem brást illa við afskiptum lögreglu og var æstur og streittist á móti handtöku. Við öryggisleit á aðilanum fannst höggvopn og nokkuð af fíkniefnum. Maðurinn var læstur inni í fangaklefa og vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Átta ökumenn voru í gærkvöld og nótt handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá reyndust þrír þeirra einnig vera við akstur sviptir ökuréttindum. Einn brotamannanna var með talsvert af fíkniefnum í sölupakkningum.

Maður var handtekinn í nótt eftir að hafa ítrekað óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Hann reyndist vera með öllu óviðræðuhæfur sökum ölvunarástands og hann því vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.

Lögreglumenn við almennt umferðareftirlit stöðvuðu ökumann bifreiðar í miðbæ Reykjavíkur. Við afskipti blasti við skefti á skotvopni við lögreglumönnum. Ökumaðurinn var umsvifalaust tekinn tökum og hendur hans fjötraðar með handjárnum. Reyndist skotvopnið vera gasskammbyssa. Við frekari leit í bifreiðinni fundust meint fíkniefni, stór hnífur og skotfæri í gasskammbyssuna. Hinn vopnaði reyndist einnig vera ölvaður við akstur. Hann var læstur inni í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Lögregla send með sjúkraliði á vettvang vegna reiðhjólaslyss. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Talið er að hann hafi viðbeinsbrotnað.

Gömlu mennirnir drógu Ísland til sigurs

Jóhann Berg Guðmundsson var maður leiksins - Mynd: RÚV Skjáskot

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sigraði Svartfjallaland fyrr í kvöld á Laugardalsvelli 2-0 og voru það Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson sem skoruð bæði mörkin skalla eftir stoðsendingar frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni. Leikurinn var nokkuð bragðdaufur í fyrri hálfleik ef undanskilið er mark Orra á 39. mínútu. Í seinni hálfleik stjórnuðu íslensku leikmennirnir leiknum án þess þó að spila stórkostlega.

Einkunnir leikmanna:

Hákon Rafn Valdimarsson – 6
Alfons Sampsted – 6
Hjörtur Hermannsson – 6
Daníel Leó Grétarsson – 6
Logi Tómasson – 6
Mikael Neville Anderson – 5
Stefán Teitur Þórðarson – 7
Jóhann Berg Guðmundsson – 8 (maður leiksins)
Jón Dagur Þorsteinsson – 7
Gylfi Þór Sigurðsson – 7
Orri Steinn Óskarsson – 7

Varamenn:
Arnór Sigurðsson – 6
Andri Lucas Guðjohnsen – 6
Willum Þór Willumsson – 6
Ísak Bergmann Jóhannesson – Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn

Ástráður læknir hætti að anda eftir alvarlegt bílslys: „Ég fann engan púls“

Ásta B. Þorsteinsdóttir og Ástráður Hreiðarsson lentu í alvarlegu bílslysi árið 1995 - Mynd: DV/JAK

Litlu mátti muna að Ástráður Hreiðarsson læknir léti lífið í Bandaríkjum árið 1995.

„Það var eins og bíllinn hefði orðið fyrir sprengju. Vinstri hliðin lagðist inn og allar rúður brotnuðu. Bíllinn snarsnerist á veginum og það var engin leið að átta sig á því sem var að gerast,“ sagði Ásta Þorsteinsson, eiginkona Ástráðar, í samtali við DV um bílslysið sem átti sér stað í New Jersey.

„Ég taldi strax að lungað hefði fallið saman,“ sagði Ástráður en hann braut fjölmörg rifbein ásamt viðbeini og herðablaði. Það kom þó í ljós að hann lungað hafði ekki fallið saman en það hafði blætt inn á það. Hann man þó ekkert eftir slysinu en hann rotaðist við höggið.

Bíllinn ennþá í gangi

„Hann andaði ekki fyrst eftir höggið og ég fann engan púls. Ég bar mig sjálfsagt ekki fagmannlega að en ég reyndi að hrista hann til og loks fór hann að anda með hryglum en var samt meðvitundarlaus,“ sagði Ásta en bíllinn var ennþá í gangi eftir áreksturinn og fékk Ástráður krampa í fótinn og steig á bensíngjöfina með þeim afleiðingum að bíllinn hringsnérist á götunni. „Mér tókst að ná fæti Ástráðs af bensíngjöfinni en hafði ekki rænu á að drepa á bílnum.“

Vitni hringdu á lögreglu og slökkvilið og voru hjónin klippt út úr bílnum. Ásta slapp þó talsvert betur en Ástráður en hún hlaut aðeins nefbrot. „Það voru bara smámunir,“ sagði hún. „Mest er um vert að þetta fór allt vel þótt illa liti út um tíma. Við vorum eiginlega mjög heppin þegar á allt er litið.“

Ástráður þurfti að dvelja átta daga á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og var svo fluttur heim og lá á Landspítalanum í nokkra daga.

Opin minningarstund um Bryndísi Klöru í Lindakirkju – Minningasjóður stofnaður

Bryndís Klara Birgisdóttir. Ljósmynd: Aðsend

Opin minningarstund um Bryndísi Klöru Birgisdóttur verður haldin fyrir almenning í Lindarkirkju á laugardaginn næsta.

Eftirfarandi fréttatilkynning barst fjölmiðlum í dag:

Heiðrum minningu Bryndísar Klöru

Minningarstund í Lindakirkju -opin kirkja

Bryndís Klara Birgisdóttir fermdist í Lindakirkju vorið 2021. Líf hennar var tekið á hörmulegan hátt í hnífaárás á Menningarnótt. Hún lést af áverkum sínum á Landspítalanum föstudaginn 30. ágúst.

Blessuð sé minning Bryndísar Klöru.
Ljósmynd: Aðsend

Í ljósi djúprar sorgar og ákalls samfélagsins um að heiðra minningu Bryndísar mun Lindakirkja opna dyr sínar fyrir almenning á morgun laugardaginn 7. september frá kl. 12:00 til 17:00.  Þá eru liðnar tvær vikur frá voðaverkinu. Á stundinni verður varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hafa tekið saman ásamt minningum um Bryndísi og eftirlætistónlist hennar, valin af vinkonum hennar, mun hljóma. Ekkert talað mál fer fram heldur geta allir sem vilja, komið og tendrað á kerti í minningu Bryndísar, beðið og átt hljóða stund í kirkjunni.

Minningarsjóður Bryndísar Klöru

Því samhliða hefur verið stofnaður Minningarsjóður Bryndísar Klöru. Sjóðurinn er í umsjón KPMG og forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, er verndari sjóðsins. Sjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun einbeita sér að fræðslu, rannsóknum og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig. Framlög má leggja inn á reikning 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.

Hvíl í friði.
Ljósmynd: Aðsend

Skilum inn hnífum

Heiðrum minningu Bryndísar með því að velja líf en ekki hníf. Við biðlum til allra sem bera hnífa að skila þeim til lögreglunnar. Foreldrar Bryndísar óska þess að dauði hennar verði til þess að vopnaburður heyri sögunni til og kærleikurinn verði eina vopnið.

Stöndum saman fyrir öruggara og betra samfélagi.

 

Ósamstæðir sokkar leystu áratuga gamalt mannshvarf: „Hann var myrtur á grimmilegan hátt“

Alfred með syni sínum Gary

Fimmtíu og sex ára gamalt mannhvarfsmál hefur nú verið leyst í Derby-skíri í Englandi.

Námuverkamaðurinn og dúfnakappflugsmaðurinn Alfred Swinscoe, 54 ára, týndist í janúar 1967 eftir að hann hafði látið son sinn Gary fá pening fyrir síðustu pöntuninni á Miner´s Arms Pub barinn í Pinxton í Derby-skíri. Alfred rétti syni sínum peninginn og skrapp á útikamarinn. Hann kom aldrei aftur. Hann hvarf með húð og hári.

Þögn fjölskyldunnar

Ráðgátan um hvarfið var svo átakanlegt að flestir í fjölskyldunni neituðu að minnast á það.

Þegar Russell Lowbridge, barnabarn Alfreds ólst upp, vissi hann að hann mætti ekki ræða um afdrif afa síns, sem hvarf á köldu janúarkvöldi 1967.

Flestir töldu að hinn stolti námumaður Derby-skíris, sem kallaður var Sparrow, hefði stungið eiginkonu sína af og sex börn þeirra en stuttu áður hafði hann farið frá henni.

Aðeins Gary, sonur Alfreds og frændi Russell, talaði um þann gamla en hann var sá síðasti sem hafði séð hann á lífi. Hann neitaði að trúa því að faðir sinn hefði látið sig hverfa frá fjölskyldu sinni og gaf vonina aldrei upp á bátinn, allt þar til hann lést árið 2012.

Ósamstæðu sokkarnir

Þegar Gary lést hélt Russell, 61 árs, sem var aðeins fjögurra ára þegar Alfred hvarf, að hann myndi aldrei uppgötva sannleikann um afa sinn. En þá skyndilega, þegar hann fletti samfélagsmiðlum og rakst á lögreglufærslu um lík sem hafði verið grafið upp á akri bónda nokkurs, þekkti hann sokk löngu horfins afa síns.

Sokkarnir.

Uppgötvunin þýddi að loksins hefði svarið við hinni áratugagömlu ráðgátu var komið en Russell vissi að nú kæmu upp spurningar sem hann sé ekki viss um að hann muni nokkru sinni geta fengið svör við.

Örlög Alfreds væru enn á huldu ef bóndinn hefði ekki ákveðið að grafa skurð við hlið líksins og þannig fundið það fyrir einskæra tilviljun. Hann hafði hringt í lögregluna eftir að mennsk bein og karlmannsföt komu upp með gaffli gröfunnar. Áverkar á beinagrindinni leiddu í ljós að Alfred hafði verið myrtur á ofbeldisfullan hátt.

Russell, sem býr í nokkurra mílna fjarlægð frá akrinum, hafði margsinnis keyrt framhjá honum á ævinni. Hann sagði: „Ég fylgdist ekkert sérstaklega með málinu, en þegar lögreglan birti mynd af ósamstæðum sokkum fékk ég skyndilega endurlit (e. flashback), sérstaklega hvað varðaði svörtu sokkana. Ég mundi allt í einu eftir því að ég hafi, sem krakki, klætt mig í sokk af afa og togað þá upp þannig að þeir náðu mér upp að hné. Ég hringdi í lögregluna og þeir komu og tóku lífssýni úr mér. Þá komust þeir að því að þetta var sannarlega Alfred. Ég varð steinhissa og sjokkeraður. Í ljós kom að hann klæddist einmitt ósamstæðu sokkunum þetta kvöld. Það fyrsta sem ég hugsaði var „Aumingja maðurinn, nýfarinn frá eiginkonunni og á vondum stað, leigði herbergi og ekki með fatamálin á hreinu“. En kannski klæddist hann tvennu sokkapari, þetta var um miðjan vetur.“

Sonurinn gafst aldrei upp

Russell sagði að hann hefði sennilega ekki vitað neitt um afa sinn ef ekki væri fyrir Gary, hans nánasta frænda, sem deildi með honum áhuga á dúfnakappflugi, rétt eins og afi hans. „Mamma talaði aldrei um hann og ekki amma heldur. Það var bara Gary frændi. Ég held að það hafi verið eitthvað ósætti í fjölskyldunni af því að hann hafði flutt að heima tæpu ári áður. Alfred gat orðið nokkuð æstur eftir nokkra bjóra og olli oft rifrildum. Restin af fjölskyldunni hætti bara að hugsa um málið og héldu áfram með líf sitt. Gary hins vegar hætti aldrei að tala um hann en hann sagði sögur af honum og sagði oft „ég vildi að ég vissi hvar pabbi væri“. Hann sagði mér að hann hefði farið aftur til Pinxton og leitað í útihúsum, yfirgefnum byggingum, skurðum og ofan í gömlum brunnum, hvar sem Alfred hefði getað dottið eða verið settur, og hann gaf aldrei upp vonina. Hann hélt jafnvel áfram að leita eftir að hann varð eldri, á meðan hann hafði styrk til þess. Hann hélt alltaf að eitthvað glæpsamlegt hefði gerst. Hann var bara venjulegur og einfaldur maður. Hann átti ekki vegabréf, ekki bílpróf og engan bíl. Hann hefði ekki getað hafið nýtt líf einhversstaðar annars staðar.“

Russell heldur áfram: „Gary skrifaði Hjálpræðishernum en þeir fundu aldrei neinar vísbendingar um Alfred. Síðar á ævinni fékk hann lögfræðinga til að leita að dánarvottorði hans, en þeir fundu aldrei neitt heldur. Hann borgaði meira að segja einkaspæjara en allt án árangurs og hann fór með þetta allt á dánarbeð sitt. Þegar Gary lést hugsaði ég strax: „Æ, hvað gerist nú? Við munum aldrei finna út hvað gerðist“. Þegar ég heyrði af líkfundinum vissi ég að ég þyrfti að hafa samband, jafnvel þó að restin af fjölskyldunni vildi það ekki. Ég varð að gera það fyrir Gary frænda.“

Janúarkvöldið 1967

Gary, sem var þrítugur þegar faðir hans hvarf, hélt áfram að hitta pabba sinn eftir að hann hafði farið frá konu sinni Caroline, sem hafði flutt nærri Sutton-inAshfield með börnin og barnabörnin, þar á meðal Russell og móður hans Julie. Þeir voru vanir að hittast á Miners´Arms barnum og fá sér að drekka.

Föstudagskvöldið 27. janúar 1967, var launadagur hjá námuverkamönnunum, að sögn Russell, sem segir: „Gary hafði farið út með félaga sínum um kvöldið og hitt afa á kránni. Hann man eftir því að pabbi hans gaf honum pening fyrir síðustu umferðinni af bjór og leit svo í kringum sig og sá hann fara út. Hann gerði ráð fyrir að hann væri að fara á útisalernið og kæmi strax aftur.

„Næsta morgun kom maðurinn, sem hann hafði gist hjá, heim til okkar í Ashfield og leitaði að honum, því hann hafði ekki komið heim um nóttina og það var dagurinn sem hann þurfti að borga fyrir gistinguna. Hann hélt að hefði strokið í burtu til að losna við að borga.“

Hrottalegt morð

En allar kenningar um að Alfred hefði látið sig hverfa af sjálfstæðum hurfu þegar lík hans uppgötvaðist á akrinum.

Russell segir: „Hann var myrtur á grimmilegan hátt. Hann var barinn í höfuðið og það fundust stunguáverkar við kjálkann, þannig að það gæti hafa verið eftir skóflu eða hugsanlega hnífstungur eftir á. Þeir sögðu að hann hefði barist fyrir lífi sínu. Það voru merki um handleggsbrot, eins og að hann hafi gefið einhverjum gott hægri handar krók. Þeir fundu einnig áverka á rifbeinum hans og baki, eins og hann hefði glímt við einhvern sem hefði kýlt hann í rifbeinin. Lögreglan telur að hann hefði verið skilinn eftir í um viku áður en hann var grafinn, vegna þess að það vantaði nokkra fingur og rifbein, sem bendir til þess að refir eða greifingjar hafi nartað í líkið. Hver sá sem drap hann sneri aftur til að koma í veg fyrir að hann fyndist.“

Skógarrjóðrið við akurinn þar sem líkið fannst, var þekktur staður þar sem hommar hittust í leyni á sjöunda áratugnum, þegar samkynhneigð var ólögleg.

„Var hann grafinn þar af því að þeir vissu að enginn myndi þora að tilkynna eitthvað frá þessum stað? Eða komst afi að því að morðinginn væri samkynhneigður og var hann myrtur svo hann segði ekki frá því?“ spyr Russell. „Lögreglan telur einnig að morðinginn hafi verið á bíl, af því að leiðin að akrinum var nokkuð löng og það voru ekki margir bílar á götunum á þessum tíma. Drápu þeir hann fyrst, eða plötuðu þeir hann til þess að þiggja far og stoppuðu síðan og drápu hann?“

Tveir grunaðir

Mesta sjokkið við uppgötvunina er sú staðreynd að lögreglan er með tvo menn grunaða um verknaðinn en þeir eru báðir látnir og geta ekki verið nefndir á nafn en Russell er góður vinur barnabörn beggja mannanna. „Þetta er fólk sem ég á í daglegum samskiptum við. Þessar fregnir var algjört sjokk í raun,“ sagði Russell.

Einn hinna grunuðu var þekktur ofbeldismaður og þjófur og var á Miners´Arms barnum kvöldið sem Alfred hvarf. Sumir áverkanna sem fundust á líkama Alfreds voru svipaðir þeim sem sá grunaði hafði veitt manni sem hann var dæmdur fyrir að ráðast á í apríl 1966, að sögn lögreglu.

Russell segir: „Frændi minn hafði þegar grunað einn þeirra. Hann hafði sjálfur slegist við hann einu sinni eða tvisvar og hann hafði verið í hernum svo hann þekkti hernaðaraðferðir. Hann hélt alltaf að hann væri aðal grunaður og ögraði honum jafnvel margoft í gegnum árin vegna þeirra grunsemda. En ég er ekki sammála lögreglunni um hinn grunaða manninn. Ég get ekki fengið mig til þess að trúa því að hann hafi líka verið þátttakandi í morðinu. „Lögreglan rakti gögn og segir að ágreiningur þeirra hafi verið tengdur peningum. Ég veit samt ekki hvers vegna, þar sem afi var í vel launuðu starfi.“

Loksins haldin jarðarför

Í janúar gat fjölskyldan loksins haldið jarðaför fyrir Alfred, ofan á Gary og við hlið dóttur sinnar Carol og eiginkonunnar Caroline, sem aldrei giftist aftur, í Sutton-in-Ashfield-kirkjugarðinum. Útförina var framkvæmd af Stephen Blakeley, sem lék PC Younger í sjónvarpsþáttunum Heartbeat og starfar nú sem viðburðastjóri.

Russell við gröf afa síns

„Það er nokkur huggun fyrir fjölskylduna að vita að hann hafi ekki yfirgefið hana og að hann sé ekki lengur týndur. En það er svo sorglegt að greyið Gary frændi fékk aldrei að vita hvað kom fyrir hann,“ sagði Russell. Þó að ráðgátan sem ásótt hefur fjölskylduna í áratugi sé leyst, eru þó enn fjölmörgu ósvarað.

„Nú er það spurningin um ástæðuna,“ segir Russell. „Af hverju gerði einhver honum þetta? Honum kom ekki illa saman við neinn. Hann var ekki ofbeldismaður, hann lenti ekki í slagsmálum og hann var þekktur fyrir að vera gjafmildur. Ég bara skil ekki hvers vegna einhver hefði viljað drepa hann“. Og hann heldur áfram: „Ég trúi því að einhver, einhvers staðar, viti sannleikann. Það gæti verið að sá sem gerði það hafi haldið þessu leyndu allt sitt líf og játað á dánarbeði sínu og að synir þeirra eða dætur viti eitthvað en vilji ekki segja. Ótti minn er að lögreglan muni loka málinu og við munum aldrei komast að því. Ég vona bara að einhver komi fram svo fjölskylda Alfreds geti loksins fundið frið.“

Enn fjölmörgum spurningum ósvarað

Rob Griffin, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hjá lögreglunni í Nottingham-skíri, sagði í samtali við fjölmiðla: „Alfred dó á hræðilegasta hátt sem hægt er að hugsa sér. Ekki nóg með að hann hafi orðið fyrir miklum áverkum heldur var hann síðan grafinn á akri svo enginn fyndi hann.

„Það sem gerir þennan glæp enn erfiðari er að það hefur tekið meira en 50 ár að finna líkamsleifar hans og fyrir fjölskylda hans að sameinast ástvini sínum svo hann geti fengið almennilega greftrun. Auðvitað er þetta aðeins lítill léttir fyrir fjölskyldu hans þar sem enn er svo mörgum spurningum ósvarað um hvað gerðist þessa nótt og hvers vegna.“

„Margir þeira sem höfðu verið með Alfred um nóttina, eða þekktu Alfred, eru ekki lengur á lífi og við fáum kannski aldrei heildarmyndina af því sem gerðist í janúar 1967. Það hefur vissulega ekki breytt ákvörðun okkar um að rannsaka þennan glæp og láta engu ósnortið við að finna morðingjann eða morðingjana. Í rannsókn okkar höfum við fundið tvo hugsanlega grunaða menn sem hefðu undir venjulegum kringumstæðum verið handteknir og færðir til yfirheyrslu ef Alfreð hefði verið myrtur í dag. „Við höfum ekki það tækifæri þar sem þeir eru ekki lengur á lífi.“

Umfjöllunin er unnin upp úr frétt Mirror.

Ágúst Ólafur vill stöðva refaveiðar: „Friðum íslenska landnemann!“

„Villta dýralífið er svo fábreytt á Íslandi að þegar við teljum tegundirnar sjö upp þá teljum við mýsnar og rotturnar tvisvar (húsamús, hagamús, brúnrotta og svartrotta). Eini raunverulegi landnemi Íslands er hins vegar heimskautarefurinn sem er einstakur hér á landi. Þrátt fyrir það erum við að drepa um 7.000 refi á hverju ári í stofni sem er litlu stærri en það.“ Þannig hefst Facebook-færsla Ágústar Ólafs Ágústssonar, fyrrum þingmanns Samfylkingarinnar. Í færslunni hneykslast hann á veiðum á íslenska refnum.

„Skattgreiðendur eru meira að segja látnir niðurgreiða þessa veiði um 160 milljónir kr. Samkvæmt Umhverfisstofnun berast „engar tilkynningar um tjón af völdum refs frá bændum“. Örfá skipti er talað um tjón í æðarvarpi.
Af hverju erum við að drepa 7.000 refi árlega til að fyrirbyggja „örfá“ skipti af tjóni í æðarvarpi sem vel mætti bæta upp með öðrum hætti?

Fyrir þau sem ekki hafa séð íslenska refinn þá er hann svipað stór og köttur eða einungis um 3,5 kg.“

Að lokum hvetur Ágúst til friðunar á íslenska refnum.

„Og til að fyrirbyggja þá rökleysu sem oft heyrist, að með friðun refsins myndi fuglalífið á Íslandi líða undir lok, þá er því að svara, að það er tóm vitleysa enda væri landið allt orðið löngu fuglalaust eftir 10.000 ára dvöl refsins á Íslandi án veiða. Friðum íslenska landnemann!“

Fjórðungur mun ekki versla við Prís

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af eigendum Prís.

Lágvöruverslunin Prís opnaði fyrir tæpum mánuði í Kópavogi og hefur strax haft mikil áhrif á vöruverð í öðrum búðum en ekki eru þó allir sáttir með búðina og hafa heitið að versla ekki þar. Sumir telja það lélega þjónustu hjá Prís að taka ekki við reiðufé því aðeins er hægt nota sjálfsafgreiðslukassa í búðinni. Þá hafa sumir landsmanna ekki tekið útrásarvíkinginn Jón Ásgeir Jóhannesson í sátt en hann er einn af eigendum Prís.

Því spurði Mannlíf: Munt þú versla við Prís?

Niðurstaðan er komin í hús og ljóst að rúmur fjórðungur mun ekki versla við Prís.

73.00%
Nei
27.00%

Gæsluvarðhaldi yfir meintum morðingja í Neskaupstað framlengt

Neskaupstaður - Mynd: Wikipedia

Búið er að framlengja gæsluvarðhaldi yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í lok ágúst, um fjórar vikur.

Í dag átti fyrri úrskurður um gæsluvarðhald að renna út yfir manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um morð á hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað en lögreglan á Austurland sendi frá sér tilkynningu þar sem segir að fallist hafi verið á kröfu um áframhaldandi varðhald til 6. október en áður hafði verið fallist á kröfu um að sá grunaði sæti geðrannsókn.

Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að rannsókn málsins gangi vel en að framundan sé mikil vinna í úrvinnslu gagna, sem taki tíma.

Oddur Þorri og Ólafur Egill vilja dæma fólk

Héraðsdómur Austurlands

Sjö einstaklingar sækjast eftir því að verða dómarar samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

„Hinn 16. ágúst 2024 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara. Annars vegar er um að ræða embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands sem skipað verður í frá 1. nóvember 2024. Hins vegar embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Skipað verður í það embætti hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara lýkur störfum.

Umsóknarfrestur rann út þann 2. september síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtaldir, en allir sækja þeir um bæði embættin:

Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður héraðsdómara,
Hákon Þorsteinsson lögfræðingur,
Oddur Þorri Viðarsson lögfræðingur,
Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður héraðsdómara,
Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara,
Sverrir Sigurjónsson lögmaður,
Valborg Steingrímsdóttir lögfræðingur.

Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar.“

Fegrunarleyndarmálið upplýst – Áslaug Arna blæs hárið með rándýru tæki

Áslaug­ Arna Sig­ur­björns­dótt­ir blæs hárið með fokdýrum hárblásara.

Smartland á mbl.is uppljóstraði fegrunarleyndarmál há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherrans Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur með því að benda á færslu frá henni á Instagram þar sem hún sést blása á sér hárið með rándýrum hárblásara.

Um er að ræða hinn fræga Dyson-hárblásara sem hefur víst slegið í gegn um víða veröld, ef ekki utan sólkerfisins líka. Hafa mestu aðdáendur hans gengið svo langt að tala um byltingu vegna þess að blásarinn þurrkar ekki aðeins hárið, heldur stíliserar það á sama tíma. Ýmsir aukahlutir fylgja blásaranum og þá má stilla hraðann og hitann, eins og í flestum öðrum blásurum. En það er ekki hver sem er sem hefur efni á þessari byltingu en Elko selur hann á 109.995 krónur stykkið.

Hér má sjá Áslaugu Örnu gera hárið voða fínt með hárblásaranum byltingakennda:

Ráðherrann birti myndband af sér með hárblásaranum.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

 

Steinunn Ólína orti tækifærisgaldur gegn laxeldi fyrir norðan: „Ratið út villusauðir!“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Facebook

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir orti tækifærisgaldur gegn áformum um uppsetningu eldisstöðva á Norðurlandi, og birti á Facebook.

Leikkonan og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir birti í morgun magnþrungna vísu eða tækifærisgaldur eins og hún orðað það. Þar mótmælir hún eldisstöðvum sem setja á upp víða á Norðurlandi með tilheyrandi mengun og raski.

Hefst færsla hennar á eftirfarandi hátt:

„Nú er horfið Norðurland

Það á að breyta Siglufirði, Ólafsfirði, Héðinsfirði og Eyjafirði í eldisstöð fyrir 20 þúsund tonn af laxi. Þar á að framleiða næstum eitt prósent af öllum laxi sem er étinn í heiminum. Fylla Siglufjörð, Ólafsfjörð, Héðinsfjörð og Eyjaförð af úrgangi úr hundraðasta hverjum laxi sem fæðist á jörðinni. Hundrað og þrítugasta hverjum, ef við viljum vera nákvæm. Norðlendingar eignast 0,7% af öllum laxaskít á jörðinni.“

Steinunn Ólína fer því næst í útreikninga og sýnir hversu lítill ágóðinn er fyrir íbúa á svæðinu:

„Í staðinn er íbúum á svæðinu lofað 10,1% af öllum arðgreiðslum af laxeldinu í sameiginlega sjóði til að mennta börnin, hýsa gamalmennin, reka menningarmiðstöðvar, stofur og setur. Ef allt gengur að óskum þýðir þetta að 30.000 íbúar fá um 200 milljónir á ári í sinn hlut á hverju ári upp úr 2030. Það eru 6500 krónur á mann. Einn bröns á Cafe Berlín á Akureyri, þrjú korter hjá grunnskólakennara eða ein bleik Smiley World Cheerful Moments skólataska fyrir leikskólabarn. 6500 krónur á mann.

Í þessu ljósi orti ég tækifærisgaldra til hversdagsbrúks fyrir landa mína.

Best er að mæla þá af munni fram með hægð að morgni dags.

Og hér svo lesa galdurinn:

 

Hættið, hlustið,

helgar meyjar,

hetjur allar,

vættir, vinir,

um veröld alla.

Heyrast látið hávær köll

svo hlíðar muni skjálfa,

heitið svo á hellatröll

að hirta þessa bjálfa.

Nú kalla ég á lóminn!

Litlu kærleiksblómin!

Bölvaður heimsósóminn!

Tófur allar takið þá

bítið þá og bergið á.

Hjarnið kalt,

veðrið svalt

ullarlagður vakir á vír.

vís er dauðinn dýr,

vís er dauðinn dýr.

Enginn það tekur

sem lífið vekur,

nema fíflið og fáninn,

kjáninn og bjáninn.

Með borða um hjartað bittu það!

blíðan mín góð.

Fóstraðir fiskar

falskir um fljúga

firðirnir fúlna

farið þá allt.

Ættkvíslir skarast

fyrnast, farast

allt er í heimi hallt

horfið allt.

Ræflarnir rupla,

gírugir greiða,

sveitunga svíkja,

undirmenn strýkja,

berjast munu bræður

bóndinn engu ræður

Megi þeir víkja

Megi þeir víkja

Engir munu elska þá sem Íslandsbörnin svíkja

Sjúkir vilja selja roðið

svöngum er til veislu boðið

helsjúkt, marið, svellt og pínt

fyrir glópagullið fínt

Megi þeir víkja

Megi þeir víkja

Engir munu elska þá sem Íslandsbörnin svíkja

Birtist ekki landið

Í blóðinu þínu?

Sérðu ekki sálina

í sandkorni fínu?

Hvernig lækurinn rennur,

árnar sig belgja,

vormóinn syngur,

foldarskart brennur.

Aldan rís

aldan hnígur

sólin rís

sólin sígur.

Hvert dagmál er bæn!

um líf, um líf!

Norðurlandið napurt

nakta Vanadís!

Mikið er það dapurt

meðtak ei þennan prís!

Barið er þitt blíða

bros og gullið tár

gylliboðin bíða

blóðs í þúsund ár!

Lifandi eða dauðir!

Ratið út villusauðir!

 

Raddir