Föstudagur 15. nóvember, 2024
-2 C
Reykjavik

Kona varð fyrir lest í myndatöku – MYNDBAND

Nini Lomidze varð fyrir lest - Mynd: skjáskot

Litlu mátti muna þegar kona varð fyrir lest.

Nini Lomidze var heppin að sleppa lifandi frá því að lest keyrði á hana þegar hún var í myndatöku. Atvikið átti sér stað við lestarteina nærri Tbilisi í Georgíu og stuttu frá rússnesku landamærum landsins. Þrátt fyrir að lestarstjórinn hafi flautað til vara Lomidze við því að stæði of nærri lestarteinunum varð hún fyrir lestinni.

Í myndbandi sem hefur verið birt af atvikinu heyrist í vinum hennar öskra þegar hún verð fyrir lestinni en að eigin sögn gekk Lomidze ósködduð frá slysinu. Í viðtali við fjölmiðla sagði Lomidze að hún hafi haldið að lestarteinarnir væru ekki í notkun.

„Það er í lagi með mig. Takk fyrir öll skilaboðin, þau voru hugljúf. Þetta var bara slys,“ sagði hún á samfélagsmiðlum. „Þetta var ekki lestarstjóranum að kenna eða neinum öðrum.“

Gunnar Kristinn er látinn

Gunnar Kristinn Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdarstjóri lést miðvikudaginn 4. september síðastliðinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 74 ára.

Gunnar fæddist 21. febrúar árið 1950 í Reykjavík, sonur hjónanna Gunnars Kristinssonar, verslunarmanns og söngvara og Maríu Tryggvadóttur tannsmiðs.

Fram kemur í andlátsfrétt mbl.is að Gunnar hafi gengið í Melaskóla, Hagaskóla, Menntaskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands og hafi útskrifast árið 1974 sem viðskiptafræðingur. Með skóla starfaði hann á sumrin hjá Verksmiðjunni Vífilfell hf. og eftir að námi lauk starfaði hann sem skrifstofustjóri hjá Vífilfelli og stýrði einnig tölvudeild fyrirtækisins til 1986. Þá varð hann aðstoðarforstjóri og síðar framkvæmdarstjóri framkvæmdarsviðs hjá Olís frá 1986 til 1991. Frá 1991 til 1995 starfaði hann við ýmislegt, meðal annars sem framkvæmdarstjóri hjá Handknattleikssambandi Íslands sem og framkvæmdarstjóri á heimsmeistaramótinu í handbolta í Reykjavík 1995. Árið 1995 var hann ráðinn framkvæmdarstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum og starfaði þar til 2014 þegar starfsævinni lauk.

Var Gunnar virkur í félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar en hann sat í mörg ár í stjórn handknattleiksdeildar Þróttar í Reykjavík og í stjórn HSÍ frá 1980 til 1984 og aftur 1987 til 1992. Þá var hann eftirlitsdómari hjá HSÍ frá því að eftirlitsdómarakerfið var sett á til ársins 2018. Auk þess var hann eftirlitsdómari hjá Evrópska Handknattleikssambandinu frá 1993 til 2018 en þá þurfti hann að hætta sökum aldurs en var þá sæmdur gullmerki EHF.

Handbolti var ekki eina íþróttin sem var Gunnari hugleikinn en hann var formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja frá 1996 til 2000 og sat í stjórn Golfsambands Íslands 2001-2019. Um ævina hlaut Gunnar gullmerki HSÍ, GSÍ og ÍSÍ og silfurmerki ÍBV. Gunnar var aukreitis virkur félagi í Oddfellow í Vestmannaeyjum þar sem hann var meðal annars yfirmeistari sinnar stúku og stórfulltrúi stúkunnar fram að andláti.

Gunnar lætur eftir sig eiginkonuna Sigrúni Ingu Sigurgeirsdóttur en hún er fyrrverandi bókavörður. Börn þeirra eru þau María Kristín, Gunnar Geir og Inga Lilý og barnabörnin eru sjö.

Útför Gunn­ars fer fram frá Landa­kirkju í Vest­manna­eyj­um 14. sept­em­ber kl. 13.

Kristófer bregður á glens

Kristófer Hlífar Gíslason var að gefa út nýtt lag - Mynd: Anna Margrét Árnadóttir

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Gunnar Ingi Guðmundsson – Winter
Kristófer Hlífar – Bregða á glens
Best fyrir og Jónína Björk Stefánsdóttir – Með hafið á milli
Supersport! – god is change
Herra Hnetusmjör og Steindi Jr. – Steik og Sushi





Sigríður tvísaga

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissasksóknari á í miklum vandræðum vegna vararíkissaksóknaranas, Helga Magnúsar Gunnnarssonar sem hún hefur áminnt og hlotið ákúrur fyrir. Helgi Magnús þykir vera nokkuð ferkantaður í skrifum sínum á samfélagsmiðlum. Þá þykja einhverjum sem skrif hans lykti af fordómum. Sigríður stökk á þann vagn og áminnti Helga og vísaði honum úr starfi.

Helgi Magnús og fjölskylda hans hafa um árabil verið ofsótt af Mohmad Kourani sem varð Helga Magnúsi tilefni til þess að upplýsa um atvik og hnjóða í hrelli sinni. Sigríður ákvað í framhaldinu að senda Helga Magnús í frí með það fyrir augum að reka hann úr starfi. Þá kom á daginn að það er einungis á færi Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að reka manninn. Ráðherrann hefur vikum saman legið undir feldi og íhugað framhaldið.

Nýkjasta útspil Sigríðar í þessu máli er yfirlýsing þar sem hún segist ekki kannast við áralangar ofsóknir Kourani á hendur undirmannin sínum. Á hinn bóginn segir hún í yfirlýsingunni að hafi brugðist við ofsóknum síbrotamannsins í garð vararíkissaksóknarans. Með þessari yfirlýsingu er Sigríður tvísaga. Fæstir botna reyndar lengur í deilunni. Næsti þáttur sápuóperunnar Saksóknarar í stríði verður spennandi …

Neyðarkall í Hlöðuvík

Varðskipið Þór Ljósmynd: Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór fór í ferð sem reyndist vera tilgangslaus í gær. Göngumaður sem sendi út neyðarkall úr björgunarskýli þurfti svo ekki aðstoð þegar varðpskipið var komið á staðinn í gærkvöld. Skipið hafði þá siglt frá Snæfellsnesi og norður um til Hlöðuvíkur.

Ekkert amaði að manninum sem heldur áfram ferðalagi sínu um Hornstarndir. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að hann óskaði eftir hjálp og afturkallaði ekki beiðnina fyrr en skipið var komið á staðinn, næstum 10 tímum síðar.

Lögreglan er að kanna hvers vegna neyðarboðin voru send á neyðarbylgju. Sá sem bað um hjálp er útlendingur.

Sló mann í andlitið með golfkylfu – Ræningi vopnaður hnífi í bílakjallara

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglu barst beiðni um aðstoða vegna ofbeldismanns sem hafði slegið annan í andlitið með golfkylfu. Sakborningur fannst heima hjá sér, þar sem lögregla skoraði á hann að koma út og var hann í framhaldinu handtekinn. Sá var vistaður í fangageymslu og vopnið, 5-tré, var haldlagt. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka í andliti, en kvaðst ekki nenna að fara á slysadeild til aðhlynningar.

Uppnám varð í bílakjallara vegna  ógnandi manns. Í ljós kom að maðurinn hafði brotið framrúðu í bifreið og rænt peningum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Ræninginn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Við öryggisleit á manninum fundust ætluð fíkniefni og peningaseðlar. Annar maður tók einnig þátt í ráninu með því að hóta tilkynnanda með hnífi, en sá var farinn af vettvangi og hefur ekki fundist.

Lögreglu barst beiðni um aðstoð vegna ráns, þar sem átta menn réðust að einum með ofbeldi og stálu af honum gleraugunum. Árársarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður á jörðina og þar sparkað í bak hans og hnakka. Flestir sakborninga eru óþekktir og allir ófundnir. Árásarþola var boðið á lögreglustöð til samtals við rannsóknarlögreglumann og síðan hvattur til að leita sér heilbrigðisaðstoðar. Málið er í rannsókn.

Lögregla hugðist hafa afskipti af ökumanni bifreiðar sem síðan ók greitt í burtu og reyndi að komast undan lögreglu. Hófst þá eftirför á eftir ökumanninum, sem stöðvaði loks bifreið sína og hljóp í burtu um garða íbúðarhúsa. Lögreglumenn hlupu manninn uppi, yfirbuguðu hann og handtóku. Hann reyndist ölvaður og undir áhrifum vímuefna, kókaíns. Þá fundust ætluð fíkniefni við leit í bifreiðinni, sem hann hafði ekið. Tekið var blóðsýni úr manninum og hann síðan vistaður í fangageymslu.

Tólf bjargað úr miklum eldsvoða á Hverfisgötu: „Hann stóð sig eins og hetja“

Hverfisgata 72 fór illa úr eldinum - Mynd: DV/GVA

12 einstaklingum var bjargað úr eldsvoða á Hverfisgötu 72 árið 1991.

Betur fór en á horfðist í júlí árið 1991 þegar kviknaði í Hverfisgötu 72 en talið er að hafi eldurinn komið upp á neðri hæð hússins en fólkið á rishæðinni þurfti allt að fara á slysadeild. Fólkið hafði skorist á höndum við að hanga út um glugga til að forða sér og fengið reykeitrun.

„Ég kom einn á staðinn fyrst en svo bættust fleiri lögreglumenn við. Ég hafði séð reykinn og var eiginlega kominn aö húsinu áður en tilkynningin kom. Þegar ég kom að logaði stigagangurinn alveg baka til og mikinn reyk lagði út um alla glugga á hæðunum. Á efri hæðinni var fólk, 5 manns. Það var lokað inni. Fólkið kallaði út um gluggana Hverfisgötumegin og hálfpartinn hékk úti. Fólkið var líka búið að brjóta rúðu til að fá loft. Sá yngsti var 12-13 ára. Einhverjum, sem var á neðri hæðinni, tókst að finna stigaræksni. Stiginn var ekki nógu langur og við þurftum að halda á honum í fanginu til að hann næði upp til fólksins. Það hóstaði og ég tel að það hafi fengið reykeitrun,“ sagði Jón Ólafsson lögregluþjónn í samtali við DV um málið en gleðskapur hafði verið á neðri hæðinni um nóttina.

Hetjuvinur Önnu

„Stigagangurinn baka til var alelda og fólkið hékk út um glugga á rishæð götumegin. Lögreglan var búin að reisa stiga og var að taka fólkið niður. Þegar við sáum að þetta fólk var í góðum höndum lögreglunnar sinntum við slökkvistarfinu því við óttuðumst að fleiri gætu verið inni og gátum einbeitt okkur að því aö ganga úr skugga um það. Þrír reykkafarar fóru inn. Það er ótrúlegt hvað eldurinn hefur breiðst fljótt út. Slökkvistarfið gekk þó vel og tókst vonum framar. Það gekk greiðlega að slökkva yfirborðseld en síðan rifum við einangrun með spónum og þakið rufum við til að vera öruggir. En efri hæðin er illa farin,“ sagði Ragnar Sólonsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, en það var ennþá að störfum þegar DV fór í prentun.

Það var bara fyrir tilviljun að við sáum eldinn í gegnum eldhúsgluggann. Það var allt skíðlogandi svo við gátum ekkert gert og hlupum út,“ sagði Anna Metta Norðdal íbúi um eldsvoðann. „Vinur minn ætlaði að hlaupa upp stigann til að bjarga fólkinu sem var á efri hæðinni en sá að það var vonlaust. Hann hljóp því í bakgarð við hús hinu megin við götuna og fann þar einhvern stigaræfli. Hann stóð sig eins og hetja. Mér finnst þetta mjög gott hjá honum að hugsa svona rökrétt. Stiginn náði ekki alla leið upp svo það þurfti að halda við hann til þess að ná barninu út.“

Björn Jörundur er sá besti

Kvikmyndin Ljósvíkingar er einhver einlægasta kvikmynd sem boðið hefur verið upp á Íslandi. Söguþráðurinn er snjall og leikarar standa sig almennt vel. Björn Jörundur Friðbjörnsson er af öllum öðrum ólöstuðum stjarna myndarinnar. Hann leikur Hjalta, fyrrverandi sjóara sem tekst á hendur að reka veitingahús sem sérhæfir sig í fiskréttum. Rauða húsið á sér klárlega fyrirmynd í Tjöruhúsinu á Ísafirði og karakterum sem hafa komið við sögu þar.

Hjalti er óhefluð týpa sem hefur engan skilning á því að fólk vilji skipta um kyn eða laðist að eigin kyni. Það verður honum því mikið áfall þegar Björn, samstarfsmaður hans á veitingastaðnum og æskuvinur, kemur út úr skápnum sem transkona og kallar sig Birnu. Áður hafði sonur hans lýst því yfir að hann væri hommi. Stór hluti myndarinnar fjallar um þessa glímu Hjalta við eigin fordóma og skilningsleysi á margbreytileikann í mannlegu eðli. Björn Jörundur fer á kostum í því hlutverki. Við sem þekkjum til í þorpum úti á landi könnumst við týpuna. Gott hjartalag en litað fordómum er einkennið. Allir eru gagnkynhneigðir í þeirra einfalda lífi og það má lækna samkynhneigð. Leikur Björns Jörundar er einhver mesta snilld sem hefur sést í íslenskri bíómynd.

Aðaleikararnir í Ljósvíkingum.

Ljósvíkingar inniheldur ást, drama og mannlegan breiskleika í bæjarfélagi á Íslandi. Auðvitað væri hægt að gagnrýna eitt og annað í myndinni ef maður nennti að elta ólar við tittlingaskít. Aðalatriðið er að myndin rígheldur áhorfandanum og hefur jafnframt þungan boðskap. Sagan gengur upp og hún er ekki síst til þess fallin að eyða fordómum í garð transfólks og samkynhneigðra. Saga Birnu, sem transkonan Arna Magnea Danks leikur, er rauði þráðurinn í myndinni. Arna kemst vel frá sínu og áhorfandinn fær samúð með henni og skilning á baráttu hennar. Eins og gerist eftir góða bíómynd þá tekur maður söguna með sér inn í gráan hversdaginn eftir að sýningu lýkur og hugsar sinn gang. Djöfull er þetta góð mynd.

Ljósvíkingar er stórsigur Vestfirðingsins Snævars Sölva Sölvason ekki síður en Björns Jörundar. Myndin mun væntanlega ná inn að hjartarótum Íslendinga og hjálpa fólki að skilja baráttu hinsegin fólks. Leikstjórinn er orðinn einn af þessum stóru í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósvíkingar er mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Það verður spennandi að sjá hvað snlllingurinn Snævar tekur sér næst fyrir hendur. Honum eru flestir vegir færir.

Varðskipið Þór á leið á Hornstrandir eftir neyðarkall – Göngumaður slasaðist illa fyrir austan

Varðskipið Þór Ljósmynd: Landhelgisgæslan

Neyðarkall barst frá Hornströndum fyrir stuttu og er nú varðskipið Þór á leið á staðinn. Þá fór þyrlusveit Landhelgisgæslunnar austur á land að sækja göngumann sem slasast hafði illa en aðstæður voru erfiðar sökum veðurs og þoku.

„Það kom inn óljós neyðarbeiðni frá Hornströndum og varðskipið Þór var í Breiðafirði í hefðbundinni eftirlitsferð og í samvinnu við lögreglu var ákveðið að senda skipið þangað til að kanna málið frekar,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Mannlíf. Að hans sögn barst neyðarboðið úr neyðarskýli í landi.

Bálhvasst er á svæðinu en á Ísafirði hafa bátar losnað frá smábátahöfninni en mannlaus bátur sökk við eynna Vigur í Ísafjarðadjúpi. „Já, það passar, það barst tilkynning um að lítill, mannlaus bátur væri að sökkva við Vigur,“ svaraði Ásgeir aðspurður um ábendingu sem barst Mannlífi.

Þyrla frá Gæslunni var send í dag austur á land vegna göngumanns sem slasast hafði illa á Kastárfjalli á Stokksnesi austan Hafnar í Hornafirði. „Þar hafa líka verið krefjandi aðstæður,“ sagði Ásgeir í samtali við Mannlíf og hélt áfram: „Það er búið að vera mikil ókyrrð og mikil þoka og almennt slæmar aðstæður fyrir þyrlu.“ Að sögn hans hefur björgunarsveitarfólk unnið í allan dag að málinu en unnið er að því að koma manninum landleiðis á sjúkrahús til aðhlynningar. En var maðurinn illa slasaður? „Já, samkvæmt okkar upplýsingum“.

Glæsileg Dorrit fékk sér sundsprett í miðju þrumuveðri – MYNDBAND

Dorrit með vini sínum Muhammad Yunus, einum af aðalráðgjöfum ríkisstjórnar Bangladesh og Friðarverðlaunahafi Nóbels.. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Dorrit Moussaieff nýtur lífsins á Indlandi um þessar mundir en hún birti í dag myndskeið þar sem hún sést fá sér sundsprett á þaki hótels í miðju þrumuveðri.

Fyrrverandi forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaieff hefur efni á að ferðast og gerir það óspart. Ef marka má myllumerki hennar á ýmsum Instagram-færslum hennar undanfarið hefur hún meðal annars notið lífsins á Grikklandi, Í Salzburg, Á Ibiza og á Indlandi.

Nýjasta færsla hennar er einmitt myndskeið sem tekið var af henni ofan í þaksundlaug á lúxushóteli í Dehli, Indlandi. Í bakgrunni má sjá eldingar á himnum en demandadrottningin lætur það ekki á sig fá heldur tekur fínan sundsprett í tæru vatninu. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar Grímsson er hvergi sjáanlegur í myndskeiðinu, frekar en í flestum færslum Dorritar á Instagram en mögulega skrifast það á myndavélafælni forsetans fyrrverandi, það skal þó ósagt látið.

Hér má sjá hið skemmtilega myndskeið:

Snælduvitlaust veður gengur yfir Vestfirði: „Flotbryggjan er farin til andskotans“

Skútan var dregin upp í fjöru. Ljósmynd: Þorsteinn Traustaon

Önnur skúta slitnaði úr legufærum á smábátahöfninni á Ísafirði í dag og flotbryggja siglingaklúbbsins er „farin til andskotans“ eins og heimamaður orðaði það.

Suðvestan stormur geysar nú norðan og vestanvert á landinu og gildir gul viðvörun fram á kvöld. Verst er veðrið Norðvestanlands en á Ísafirði er arfavitlaust veður. Mannlíf sagði frá því fyrst fjölmiðla í morgun að skúta hafi losnað úr legufærum á smábátahöfninni á Ísafirði upp úr klukkan 10 og strandaði hún upp við grjótgarðinn og barðist þar utan í. Vel tókst að koma henni á flot aftur en ljóst er að gat var komið á hana en vel gekk að dæla úr henni sjó.

Nú ert ljóst að fleiri bátar hafa losnað en bæði plastskúta og svo skúta frá Byggðarsafninu losnuðu en skúta Byggðarsafnsins var dregin upp í fjöru af björgunarsveitarmönnum. Samkvæmt Þorsteini Traustasyni eru aðstæður til björgunar afar erfiðar og hætta menn sér ekki út á báta í þessu veðri: „Við teljum að hún hafi sloppið en hún var bara dregin upp í fjöru. Svo er flotbryggja sem var hjá siglingaklúbbnum, hún er farin til andskotans,“ segir Þorsteinn í samtali við Mannlíf.

Þorsteinn sagði ennfremur að eigandi skútunnar sem var að losna úr legufærunum hafi aldrei séð annað eins óveður á Ísafirði: „Þetta er versta veður sem eigandi skútunnar hefur lent í. Hann man ekki eftir öðru eins veðri hérna eins og það er núna. Það er bara ekki stætt hérna úti. Það er ekkert hægt að eiga eitt né neitt við bátana fyrr en lægir.“

Munt þú versla við Prís?

Lágvöruversluninni Prís opnaði fyrir skömmu - Myndin tengist fréttinni ekki beinti - Mynd: Prís

Lágvöruverslunin Prís opnaði fyrir tæpum mánuði í Kópavogi og hefur strax haft mikil áhrif á vöruverð í öðrum búðum en ekki eru þó allir sáttir með búðina og hafa heitið að versla ekki þar. Sumir telja það lélega þjónustu hjá Prís að taka ekki við reiðufé því aðeins er hægt nota sjálfsafgreiðslukassa í búðinni. Þá hafa sumir landsmanna ekki tekið útrásarvíkinginn Jón Ásgeir Jóhannesson í sátt en hann er einn af eigendum Prís.

Því spyr Mannlíf: Munt þú versla við Prís?

This poll has ended (since 2 months).
73.00%
Nei
27.00%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 6. ágúst.

Hampfélagið stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu: „Ísland er Eden fyrir kannabisræktun“

Sigurður Jóhannsson Ljósmynd: Aðsend

„Með okkar ódýru orku, góða vatn, kalda veðrið og lítinn raka höfum við fullkomna blöndu til að verða stórþjóð í kannabisræktun innanhúss. Við þurfum bara kjarkinn í það,“ segir Sigurður Jóhannsson, formaður Hampfélagsins. „Það er mikill áhugi á Íslandi erlendis frá og margir að skoða möguleikann á að setja upp vinnslustöðvar hér á landi.“ Sigurður er gestur í nýjasta þætti Hampkastsins þar sem hann kynnti alþjóðlega ráðstefnu Hampfélagsins sem haldin verður 11.-12. október næstkomandi í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan ber heitið Hampur fyrir framtíðina og flytja þar erindi heimsþekktir sérfræðingar úr greininni.

Sigurður segist trúa því að ráðstefnan komi til með að opna augu fólks um þá möguleika sem í hampinum felast og að hún sé frábært tækifæri fyrir áhugasama að efla tengslanet sitt í greininni. „Það er ótrúlegur áhugi á henni erlendis og fólk er að koma hingað hvaðanæva úr heiminum. Við erum með fyrirlesara á heimsmælikvarða og erum að fá að heyra eitthvað nýtt. Við erum að fá að heyra allar hliðar máls því það eru ekki eingöngu möguleikar fyrir bændur að nýta þessa plöntu heldur alls konar fyrirtækið sem standa í iðnaði. Við erum með fyrirtæki eins og Marel sem er að gera færibönd fyrir alls konar framleiðslu. Það er fyrirtæki sem gæti auðveldlega aðlagað sig að þessari grein og komið sterkir inn á markaðinn.“

Seinni dagur ráðstefnunnar verður helgaður lyfjahampinum sem hefur verið mikið í umræðunni hér á landi undanfarin misseri. Sigurður segir að íslensk stjórnvöld ættu að horfa til Danmerkur og reynslu Dana af lyfjahampinum. „Við erum búin að fylgjast með Dönum fara rosalega varlega. Þeir byrjuðu 2018 með fjögurra ára verkefni sem hefur notið gríðarlegrar velgengni. Það var framlengt til annarra fjögurra ára og svo væntanlega verður þetta ekkert framlengt aftur heldur bara sett inn í lögin.“ Hann bendir á að lyfjahampurinn hafi fljótlega orðið með verðmætustu útflutningsvörum Dana og að erlend fjárfesting hafi verið mikil. „En Danir bara rækta hampinn og svo er hann fluttur í vinnslustöðvar annað. Það sem við ættum að gera er að rækta hampinn hér á landi, vinna hann og selja út. Við höfum margt sem aðrar þjóðir hafa ekki og áhugi erlendis frá er mikill. Við erum kalt land sem þýðir að ekki þarf að eins mikla orku til að kæla framleiðslustöðvarnar en það er orðið vandamál erlendis. Hér er lítill raki sem er einnig stórt vandamál annars staðar. Við erum með ódýrt rafmagn og gott vatn. Við erum eins og Eden fyrir kannabisræktun innanhúss.”

Sigurður segist vona að ráðamenn þjóðarinnar sjái sér fært að mæta en einnig embættismenn úr ráðuneytunum, heilbrigðisstarfsmenn, háskólafólk og forsvarsmenn stórfyrirtækja. „Það eiga allir að mæta þarna sem hafa einhvern áhuga á að gera Ísland sjálfbærara og grænna. Takmarkið er að bæta lýðheilsu fólks með iðnaði og nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Það er svo önnur umræða hvort fólk vilji afglæpavæða hin ýmsu eiturlyf. Við erum ekki að tala um slíkt.”

Allar upplýsingar um ráðstefnu Hampfélagsins má finna á vefsvæðinu hemp4future.is þar sem einnig er hægt að nálgast miða.

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hampkastið má annars finna á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify. Gunnar Dan Wiium, stjórnarmaður í Hampfélaginu, tók viðtalið við Sigurð. Mickael Lakhlifi sá um tæknimál og Andri Karel um fréttaskrif. Heimasíða Hampfélagsins er hampfelagid.is.

 

 

Huginn borgaði 20.000 fyrir bílastæði ISAVIA: „Þetta samfélag er orðið svo gegndarlaust gráðugt“

„20.000 fyrir 3,5 sólarhring á ISAVIA bílastæði í Rvk. Þvílíka okrið. Ég kom svo að sækja pabba þangað fyrir nokkrum dögum, beið þarna minna en 30 mínútur og svo rukkuðu þeir mig 1900 kr. þó ég færi aldrei úr bílnum og sá engin skilti þarna. (svo voru þessir sömu aðilar með vitlausan komutíma inni á vefsíðunni sinni, svo ég kom þarna 25 mínútum of snemma og beið eins of fífl, en ekki get ég rukkað þá fyrir tapaðan tíma þó þeir birti rangar upplýsingar, heldur rukka þeir mig fyrir að blekkja mig á svæðið of snemma!).“ Þannig hefst færsla Hugins Þórs Grétarssonar barnabókahöfundar sem hann birti á Facebook í gær en eins og sjá má er hann afar ósáttur við ISAVIA. Færslan hefur vakið verðskuldaða athygli enda margir sem tengja við orð rithöfundarins.

Og Huginn hefur ekki sagt sitt síðasta:

„Til að kóróna þetta, þá vissum við vitaskuld ekki af því að verið væri að rukka orðið fyrir stæði á Akureyri, og höfðum lagt þar áður án þess að vera rukkaðir. Fékk svo 68.000 króna reikning frá þessum græðgissjúku Isavíamönnum. (Bíllinn að vísu var þarna lengi í sumar vegna breytinga á ferðum, en við alveg grunlausir að væru komin gjöld þarna og létum hann því standa þar til við kæmumst næst norður).“

Spyr hann af hverju bílastæðin séu ekki lokuð af í stað þess að fólk sé blekkt.

„Hvað með að krefjast þess að menn loki af bílastæði ef þeir ætla að rukka fyrir þau, í stað þess að blekkja fólk inn á stæði sem hafa verið frí alla tíð og rukka svo himinháar upphæðir. Það er enginn að lesa einhver lítil skilti sem þeir lauma þarna fyrirvaralaust.“

Huginn segir að samfélagið á Íslandi sé orðið „svo gegndarlaust gráðugt“ og að stoppa þurfi þessa þróun:

„Þetta er klikkun. Þetta samfélag er orðið svo gegndarlaust gráðugt. Maður má hvergi hreyfa sig eða leggja bíl eða nokkuð án þess að það séu togaðar af manni peningar. Samfélag sýkt af græðgi. Hverjir eru að samþykkja þetta frá ISAVIA? Getur maður ekki sótt fólk á innanbæjarflugvöllinn án þess að lenda í svona peningaplokki?

Þetta þarf að stoppa. Einfalda allt kerfi. Ekki endalaust plokk við hverja hreyfingu á þessu landi. Maður má ekki lengur skoða náttúruperlur landsins eða pissa í klósett án þess að borga. Maður má ekki sækja fólk upp á flugvöll eða landsbyggðarfólk bregða sér í bæinn án þess að vera okrað á því.“

Í lokaorðum Hugins kemur hann með ráð til ISAVIA:

„Kapitalismi getur því miður orðið gjörsamlega gengdarlaus ef honum eru ekki settar einhverjar hömlur. Þarf að hreinsa aðeins til hjá ISAVIA og hugsa um þjónustu framar gróðahyggju.“

Freddie Mercury hefði orðið 78 ára í dag – Gaf Elton John nektarmálverk eftir andlátið

Vinirnir á góðri stund.

Einn allra besti söngvari allra tíma, Freddie Mercury hefðið orðið 78 ára í dag, hefði hann lifað.

Eins og hvert mannsbarn veit, eða gott sem, lést Freddie Mercury í nóvember 1991 eftir erfiða baráttu við alnæmi. Heimurinn syrgði í sameiningu enda var þar farinn einn besti söngvari síðustu aldrar, jafnvel allra tíma. Bassaleikari hljómsveitar hans, Queen, John Deacon tók andláti Freddie það illa að hann gaf ferilinn upp á bátinn árið 1997, eftir að hafa komið fram í þrjú skipti með eftirlifandi meðlimum Queen. „Hvað okkur varðar, þá er þetta komið gott. Það þýðir ekkert að halda áfram. Það er ómögulegt að leysa Freddie af hólmi,“ sagði hann stuttu eftir andlátið. Félagar hans í hljómsveitinni, trommarinn og söngvarinn Roger Taylor og gítarleikarinn og söngvarinn Brian May, voru honum þó ósammála og hafa haldið áfram, fyrst með Paul Rodgers sem aðalsöngvara en frá 2011 með Adam Lambert sem söngvara hljómsveitarinnar.

Freddie var þekktur fyrir partýgleði sína, húmor og manngæsku en hann þótti einstaklega góður vinur að eiga. Eitt besta dæmið um það er þegar Elton John fékk jólagjöf frá Freddie, mánuði eftir andlát hans. Mercury hafði keypt forlátt málverk á dánarbeði sínu en sameiginlegur vinur þeirra Eltons, Tony King bankaði upp á hjá Lion King-goðsögninni og afhenti málverkið sem gjöf frá Freddie.

„Hann var með eitthvað með sér í koddaveri. Þetta var vatnslitamálverk eftir Henry Scott Tuke. Þetta er impressjónisti sem en ég safna verkum hans. Hann sérhæfði sig í nektarmyndum af karlmönnum.“

Með málverkinu fylgdu lítil handskrifuð skilaboð í anda Freddie: „Elsku Sharon, ég hélt að þér myndi líka við þessa. Ástarkveðja, Melina.“

Elton: „Hann hugsaði um jólagjafir fyrir jól sem hann hlýtur að hafa vitað að hann myndi ekki lifa að sjá. Honum var samt sama um aðra þegar hann hefði bara átt að hugsa um sjálfan sig. Freddie var stórkostlegur.“

Katy Perry veitir munnmök fyrir þrif: „Ég mun sjúga á þér typpið“

Katy Perry og Orlando Bloom hafa verið par í tæpan áratug

Söngkonan Katy Perry opnar sig um munnmök.

Í opinskáu viðtali í hlaðvarpsþættinum Call Her Daddy segir söngkonan Katy Perry frá því hvernig hún hvetur Orlando Bloom, eiginmann sinn, til að taka til og þrífa.

„Ef ég kem niður og eldhúsið er hreint og þú þreifst það. Ef þú vaskaðir upp og lokaðir öllum skápunum þá þarf þú vera tilbúinn að ég sjúgi á þér typpið. Bókstaflega. Það er ástartungumálið mitt. Ég þarf ekki rauðan Ferrari, ég get keypt rauðan Ferrari. Vaskaðu bara fokking upp. Ég mun sjúga á þér typpið, það er ekki flóknara en svo,“ sagði Perry og tók Alex Cooper, stjórnandi Call Her Daddy, undir með henni.

Söngkonan var að gefa út sína fyrstu plötu í fjögur ár en því miður fyrir hana hefur hún ekki fengið góða dóma. Platan er sú sjöunda á ferli Perry en hún sló í gegn árið 2008 með plötunni One of the Boys en sú plata innihélt smellina I Kissed a Girl og Hot N Cold. Þá hefur hún einnig snúið sér að leiklist að einhverju leyti en hún hefur meðal annars leikið þætti af How I Meet Your Mother og talaði fyrir Strympu í teiknimyndunum um strumpana sem kom út fyrir rúmum áratug.

Skúta strandaði upp við grjótgarð á Ísafirði: „Það verður ekki gott hjá þeim að ná henni út“

Erfitt verður að bjarga henni. Ljósmynd: Þorseinn Traustason

Skúta slitnaði úr legufærum við höfnina á Ísafirði rétt í þessu og slæst nú upp við grjótgarðinn.

Skútan slæst utan í grjótgarðinn.
Ljósmynd: Þorsteinn Traustason

Í þessum töluðu orðum reyna björgunarsveitamenn á Ísafirði að bjarga skútu sem losnaði úr legufærum í stormi sem nú geysar fyrir Vestan og slæst upp við grjótgarðinn en samkvæmt vitni sem Mannlíf talaði við, verður erfitt að bjarga henni, vegna veðursins.

„Skútan slitnaði úr legufærum og lemur alveg hreint í grjótgarðinn,“ segir Þorsteinn Traustason í samtali við Mannlíf. Aðspurður hver eigandi skútunnar sé svarar hann: „Það er einhver úr Reykjavík sem á hana en það er enginn um borð. Það er eins og ég segir, það er alveg spænirok hérna.“

Þorsteinn segir björgunarsveitamenn mætta til að skoða málið. „Þeir eru eitthvað að skoða þetta en það verður ekki gott hjá þeim að ná henni út því sennilega er hún orðin svo brotin.“

Uppfært: Vel gekk að ná skútunni á flot en um er að ræða stálskútu. Beðið er með skoðun á skemmdum.

Ólympíuhlaupari látinn eftir að fyrrum kærasti kveikti í honum: „Megi sál hennar hvíla í friði“

blessuð sé minning hennar

Ólympíuhlauparinn Rebecca Cheptegei lést af sárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar kveikti í henni.

Hin 33 ára gamla Rebecca hafði verið á gjörgæsludeild síðan á sunnudag en hún hafði hlotið brunasár á 80 prósent af líkama sínum. Hin hrottalega árás átti sér stað í Kenýa skömmu eftir heimkomu hennar frá Ólympíuleikunum í París í sumar.

Fyrrverandi kærasti hennar, Dickson Ndiema er sagður hafa hellt bensíni úr brúsa á Cheptegei og kveikt í henni eftir ósætti þeirra á milli. Nágrannar hjálpuðu til við að slökkva eldinn, samkvæmt fréttum í Kenýa, en bæði Cheptegei og Ndieman voru flutt á sjúkrahús með mikla áverka.

„Því miður misstum við hana eftir að öll líffæri hennar gáfu sig í gærkvöldi,“ sagði forstjóri sjúkrahússins sem Recca var flutt á, Dr. Owen Menach.

Því var haldið fram að parið fyrrverandi hafi verið að rífast um landið sem hús Cheptegei er byggt á. Rebecca keypti jörðina sem staðsett er nálægt landamærum heimalands hennar, Úganda og byggði þar heimili sitt.

Í yfirlýsingu frá frjálsíþróttasambandi Úganda á samfélagsmiðlum segir: „Við erum mjög sorgmædd að tilkynna lát íþróttakonunnar okkar, Rebeccu Cheptegei, snemma í morgun sem varð fórnarlamb hörmulegs heimilisofbeldis. Sem samband fordæmum við slík verk og köllum eftir réttlæti. Megi sál hennar hvíla í friði.“

Cheptegei hafði æft í Kenýa eftir að hún kom heim frá Ólympíuleikunum í París 2024. Hún var fulltrúi Úganda í maraþoninu á fyrstu leikum sínum en náði ekki til verðlauna og endaði í 44. sæti.

Lögreglustjórinn Jeremiah ole Kosiom sagði: „Parið heyrðist rífast fyrir utan húsið þeirra. Á meðan á átökum stóð sást kærastinn hella vökva yfir konuna áður en hann brenndi hana. Hinn grunaði varð einnig fyrir eldinum og hlaut alvarleg brunasár.“

Lögreglan staðfesti einnig að fimm lítra bensínbrúsi, poki og sviðinn sími fannst á vettvangi eftir atvikið.

Árásin á Cheptegi er aðeins nýjasta skelfilega atvikið þar sem langhlaupari frá Úganda kemur við sögu. Ólympíuhlauparinn og hindrunarhlauparinn Benjamin Kiplagat fannst látinn í lok ársins 2023 með stungusár á líkamanum. Tveir menn eru grunaðir um morðið en þeir neita sök.

Hann hafði verið fulltrúi Úganda á þremur Ólympíuleikum og fannst látinn í Kenýa. Í yfirlýsingu frá World Athletics á þeim tíma sagði: „Við hjá World Athletics erum sjokkeruð og sorgmædd að heyra af andláti Benjamin Kiplagat. Við sendum vinum hans, fjölskyldu, liðsfélögum og öðrum íþróttamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá þeim öllum í þessu máli á þessum erfiða tíma.“

 

Ökufantur á flótta reyndi að keyra yfir lögreglubíl – MYNDBAND

Ökufantur í Toronto reyndi að flýja

Ökufantur í Toronto fór heldur betur furðulega leið til að reyna sleppa undan löggunni.

Lögreglunni í Toronto barst tilkynning á þriðjudaginn um að maður á stolnum Ford Bronco væri að kaupa kaffi við verslunarmiðstöð í borginni. Lögreglan mætti á svæðið til að handtaka manninn en þegar lögreglumaður nálgaðist bílinn gaf ökufanturinn í og reyndi að keyra jeppanum sínum yfir tvo lögreglubíla. Litlu mátti muna að það tækist en einn lögreglumaður þurfti að forða sér frá hættunni sem skapaðist.

Að sögn lögreglu slasaðist enginn en 25 ára karlmaður var handtekinn og bíður nú ákæru vegna bílþjófnaðar og fleiri glæpa.

Sumarveður á Austurlandi – Hitinn mældist mestur 24,8 gráður í morgun

Sannkölluð veðurblíða er á Austurlandi um þessar mundir Mynd: Vedur.is

Morguninn er einstaklega hlýr á Austurlandi en hitinn er víða kominn yfir 20 gráðurnar.

Austurfrétt segir frá því að klukkan átta í morgun hafi hæsti hiti landsins mælst á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, 24,8 gráður. Seyðfirðingar nutu 22,9 gráðra á sama tíma og á Borgarfirði eystra og í Vatnsskarði mældist hitinn 20 gráður.

Þá var hitinn kominn nærri 20 gráðum á stöðum eins og Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Neskaupsstað og Hallormsstað, samkvæmt kortum Veðurstofu Íslands.

Fram kemur í umfjöllun Austurfréttar að ástæðan fyrir hausthlýindunum sé hvöss sunna eða suðvestanátt sem fari mildari höndum um Austfirðinga en aðra landsmenn, eins og það er orðað hjá Austurfrétt og bætt er við að þó gusti um Austfirðinga eins og aðra landsmenn um þessar mundir.

Áfram eru líkur á hlýindum á Austurlandi en hlýr loftmass er yfir svæðinu. Gæti hitinn þannig farið í um 20 gráður á föstudag og laugardag og sunnudagurinn lítur einnig víða vel út. Eftir helgi kemur svo haustið.

Kona varð fyrir lest í myndatöku – MYNDBAND

Nini Lomidze varð fyrir lest - Mynd: skjáskot

Litlu mátti muna þegar kona varð fyrir lest.

Nini Lomidze var heppin að sleppa lifandi frá því að lest keyrði á hana þegar hún var í myndatöku. Atvikið átti sér stað við lestarteina nærri Tbilisi í Georgíu og stuttu frá rússnesku landamærum landsins. Þrátt fyrir að lestarstjórinn hafi flautað til vara Lomidze við því að stæði of nærri lestarteinunum varð hún fyrir lestinni.

Í myndbandi sem hefur verið birt af atvikinu heyrist í vinum hennar öskra þegar hún verð fyrir lestinni en að eigin sögn gekk Lomidze ósködduð frá slysinu. Í viðtali við fjölmiðla sagði Lomidze að hún hafi haldið að lestarteinarnir væru ekki í notkun.

„Það er í lagi með mig. Takk fyrir öll skilaboðin, þau voru hugljúf. Þetta var bara slys,“ sagði hún á samfélagsmiðlum. „Þetta var ekki lestarstjóranum að kenna eða neinum öðrum.“

Gunnar Kristinn er látinn

Gunnar Kristinn Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdarstjóri lést miðvikudaginn 4. september síðastliðinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 74 ára.

Gunnar fæddist 21. febrúar árið 1950 í Reykjavík, sonur hjónanna Gunnars Kristinssonar, verslunarmanns og söngvara og Maríu Tryggvadóttur tannsmiðs.

Fram kemur í andlátsfrétt mbl.is að Gunnar hafi gengið í Melaskóla, Hagaskóla, Menntaskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands og hafi útskrifast árið 1974 sem viðskiptafræðingur. Með skóla starfaði hann á sumrin hjá Verksmiðjunni Vífilfell hf. og eftir að námi lauk starfaði hann sem skrifstofustjóri hjá Vífilfelli og stýrði einnig tölvudeild fyrirtækisins til 1986. Þá varð hann aðstoðarforstjóri og síðar framkvæmdarstjóri framkvæmdarsviðs hjá Olís frá 1986 til 1991. Frá 1991 til 1995 starfaði hann við ýmislegt, meðal annars sem framkvæmdarstjóri hjá Handknattleikssambandi Íslands sem og framkvæmdarstjóri á heimsmeistaramótinu í handbolta í Reykjavík 1995. Árið 1995 var hann ráðinn framkvæmdarstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum og starfaði þar til 2014 þegar starfsævinni lauk.

Var Gunnar virkur í félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar en hann sat í mörg ár í stjórn handknattleiksdeildar Þróttar í Reykjavík og í stjórn HSÍ frá 1980 til 1984 og aftur 1987 til 1992. Þá var hann eftirlitsdómari hjá HSÍ frá því að eftirlitsdómarakerfið var sett á til ársins 2018. Auk þess var hann eftirlitsdómari hjá Evrópska Handknattleikssambandinu frá 1993 til 2018 en þá þurfti hann að hætta sökum aldurs en var þá sæmdur gullmerki EHF.

Handbolti var ekki eina íþróttin sem var Gunnari hugleikinn en hann var formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja frá 1996 til 2000 og sat í stjórn Golfsambands Íslands 2001-2019. Um ævina hlaut Gunnar gullmerki HSÍ, GSÍ og ÍSÍ og silfurmerki ÍBV. Gunnar var aukreitis virkur félagi í Oddfellow í Vestmannaeyjum þar sem hann var meðal annars yfirmeistari sinnar stúku og stórfulltrúi stúkunnar fram að andláti.

Gunnar lætur eftir sig eiginkonuna Sigrúni Ingu Sigurgeirsdóttur en hún er fyrrverandi bókavörður. Börn þeirra eru þau María Kristín, Gunnar Geir og Inga Lilý og barnabörnin eru sjö.

Útför Gunn­ars fer fram frá Landa­kirkju í Vest­manna­eyj­um 14. sept­em­ber kl. 13.

Kristófer bregður á glens

Kristófer Hlífar Gíslason var að gefa út nýtt lag - Mynd: Anna Margrét Árnadóttir

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Gunnar Ingi Guðmundsson – Winter
Kristófer Hlífar – Bregða á glens
Best fyrir og Jónína Björk Stefánsdóttir – Með hafið á milli
Supersport! – god is change
Herra Hnetusmjör og Steindi Jr. – Steik og Sushi





Sigríður tvísaga

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissasksóknari á í miklum vandræðum vegna vararíkissaksóknaranas, Helga Magnúsar Gunnnarssonar sem hún hefur áminnt og hlotið ákúrur fyrir. Helgi Magnús þykir vera nokkuð ferkantaður í skrifum sínum á samfélagsmiðlum. Þá þykja einhverjum sem skrif hans lykti af fordómum. Sigríður stökk á þann vagn og áminnti Helga og vísaði honum úr starfi.

Helgi Magnús og fjölskylda hans hafa um árabil verið ofsótt af Mohmad Kourani sem varð Helga Magnúsi tilefni til þess að upplýsa um atvik og hnjóða í hrelli sinni. Sigríður ákvað í framhaldinu að senda Helga Magnús í frí með það fyrir augum að reka hann úr starfi. Þá kom á daginn að það er einungis á færi Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að reka manninn. Ráðherrann hefur vikum saman legið undir feldi og íhugað framhaldið.

Nýkjasta útspil Sigríðar í þessu máli er yfirlýsing þar sem hún segist ekki kannast við áralangar ofsóknir Kourani á hendur undirmannin sínum. Á hinn bóginn segir hún í yfirlýsingunni að hafi brugðist við ofsóknum síbrotamannsins í garð vararíkissaksóknarans. Með þessari yfirlýsingu er Sigríður tvísaga. Fæstir botna reyndar lengur í deilunni. Næsti þáttur sápuóperunnar Saksóknarar í stríði verður spennandi …

Neyðarkall í Hlöðuvík

Varðskipið Þór Ljósmynd: Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór fór í ferð sem reyndist vera tilgangslaus í gær. Göngumaður sem sendi út neyðarkall úr björgunarskýli þurfti svo ekki aðstoð þegar varðpskipið var komið á staðinn í gærkvöld. Skipið hafði þá siglt frá Snæfellsnesi og norður um til Hlöðuvíkur.

Ekkert amaði að manninum sem heldur áfram ferðalagi sínu um Hornstarndir. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að hann óskaði eftir hjálp og afturkallaði ekki beiðnina fyrr en skipið var komið á staðinn, næstum 10 tímum síðar.

Lögreglan er að kanna hvers vegna neyðarboðin voru send á neyðarbylgju. Sá sem bað um hjálp er útlendingur.

Sló mann í andlitið með golfkylfu – Ræningi vopnaður hnífi í bílakjallara

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglu barst beiðni um aðstoða vegna ofbeldismanns sem hafði slegið annan í andlitið með golfkylfu. Sakborningur fannst heima hjá sér, þar sem lögregla skoraði á hann að koma út og var hann í framhaldinu handtekinn. Sá var vistaður í fangageymslu og vopnið, 5-tré, var haldlagt. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka í andliti, en kvaðst ekki nenna að fara á slysadeild til aðhlynningar.

Uppnám varð í bílakjallara vegna  ógnandi manns. Í ljós kom að maðurinn hafði brotið framrúðu í bifreið og rænt peningum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Ræninginn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Við öryggisleit á manninum fundust ætluð fíkniefni og peningaseðlar. Annar maður tók einnig þátt í ráninu með því að hóta tilkynnanda með hnífi, en sá var farinn af vettvangi og hefur ekki fundist.

Lögreglu barst beiðni um aðstoð vegna ráns, þar sem átta menn réðust að einum með ofbeldi og stálu af honum gleraugunum. Árársarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður á jörðina og þar sparkað í bak hans og hnakka. Flestir sakborninga eru óþekktir og allir ófundnir. Árásarþola var boðið á lögreglustöð til samtals við rannsóknarlögreglumann og síðan hvattur til að leita sér heilbrigðisaðstoðar. Málið er í rannsókn.

Lögregla hugðist hafa afskipti af ökumanni bifreiðar sem síðan ók greitt í burtu og reyndi að komast undan lögreglu. Hófst þá eftirför á eftir ökumanninum, sem stöðvaði loks bifreið sína og hljóp í burtu um garða íbúðarhúsa. Lögreglumenn hlupu manninn uppi, yfirbuguðu hann og handtóku. Hann reyndist ölvaður og undir áhrifum vímuefna, kókaíns. Þá fundust ætluð fíkniefni við leit í bifreiðinni, sem hann hafði ekið. Tekið var blóðsýni úr manninum og hann síðan vistaður í fangageymslu.

Tólf bjargað úr miklum eldsvoða á Hverfisgötu: „Hann stóð sig eins og hetja“

Hverfisgata 72 fór illa úr eldinum - Mynd: DV/GVA

12 einstaklingum var bjargað úr eldsvoða á Hverfisgötu 72 árið 1991.

Betur fór en á horfðist í júlí árið 1991 þegar kviknaði í Hverfisgötu 72 en talið er að hafi eldurinn komið upp á neðri hæð hússins en fólkið á rishæðinni þurfti allt að fara á slysadeild. Fólkið hafði skorist á höndum við að hanga út um glugga til að forða sér og fengið reykeitrun.

„Ég kom einn á staðinn fyrst en svo bættust fleiri lögreglumenn við. Ég hafði séð reykinn og var eiginlega kominn aö húsinu áður en tilkynningin kom. Þegar ég kom að logaði stigagangurinn alveg baka til og mikinn reyk lagði út um alla glugga á hæðunum. Á efri hæðinni var fólk, 5 manns. Það var lokað inni. Fólkið kallaði út um gluggana Hverfisgötumegin og hálfpartinn hékk úti. Fólkið var líka búið að brjóta rúðu til að fá loft. Sá yngsti var 12-13 ára. Einhverjum, sem var á neðri hæðinni, tókst að finna stigaræksni. Stiginn var ekki nógu langur og við þurftum að halda á honum í fanginu til að hann næði upp til fólksins. Það hóstaði og ég tel að það hafi fengið reykeitrun,“ sagði Jón Ólafsson lögregluþjónn í samtali við DV um málið en gleðskapur hafði verið á neðri hæðinni um nóttina.

Hetjuvinur Önnu

„Stigagangurinn baka til var alelda og fólkið hékk út um glugga á rishæð götumegin. Lögreglan var búin að reisa stiga og var að taka fólkið niður. Þegar við sáum að þetta fólk var í góðum höndum lögreglunnar sinntum við slökkvistarfinu því við óttuðumst að fleiri gætu verið inni og gátum einbeitt okkur að því aö ganga úr skugga um það. Þrír reykkafarar fóru inn. Það er ótrúlegt hvað eldurinn hefur breiðst fljótt út. Slökkvistarfið gekk þó vel og tókst vonum framar. Það gekk greiðlega að slökkva yfirborðseld en síðan rifum við einangrun með spónum og þakið rufum við til að vera öruggir. En efri hæðin er illa farin,“ sagði Ragnar Sólonsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, en það var ennþá að störfum þegar DV fór í prentun.

Það var bara fyrir tilviljun að við sáum eldinn í gegnum eldhúsgluggann. Það var allt skíðlogandi svo við gátum ekkert gert og hlupum út,“ sagði Anna Metta Norðdal íbúi um eldsvoðann. „Vinur minn ætlaði að hlaupa upp stigann til að bjarga fólkinu sem var á efri hæðinni en sá að það var vonlaust. Hann hljóp því í bakgarð við hús hinu megin við götuna og fann þar einhvern stigaræfli. Hann stóð sig eins og hetja. Mér finnst þetta mjög gott hjá honum að hugsa svona rökrétt. Stiginn náði ekki alla leið upp svo það þurfti að halda við hann til þess að ná barninu út.“

Björn Jörundur er sá besti

Kvikmyndin Ljósvíkingar er einhver einlægasta kvikmynd sem boðið hefur verið upp á Íslandi. Söguþráðurinn er snjall og leikarar standa sig almennt vel. Björn Jörundur Friðbjörnsson er af öllum öðrum ólöstuðum stjarna myndarinnar. Hann leikur Hjalta, fyrrverandi sjóara sem tekst á hendur að reka veitingahús sem sérhæfir sig í fiskréttum. Rauða húsið á sér klárlega fyrirmynd í Tjöruhúsinu á Ísafirði og karakterum sem hafa komið við sögu þar.

Hjalti er óhefluð týpa sem hefur engan skilning á því að fólk vilji skipta um kyn eða laðist að eigin kyni. Það verður honum því mikið áfall þegar Björn, samstarfsmaður hans á veitingastaðnum og æskuvinur, kemur út úr skápnum sem transkona og kallar sig Birnu. Áður hafði sonur hans lýst því yfir að hann væri hommi. Stór hluti myndarinnar fjallar um þessa glímu Hjalta við eigin fordóma og skilningsleysi á margbreytileikann í mannlegu eðli. Björn Jörundur fer á kostum í því hlutverki. Við sem þekkjum til í þorpum úti á landi könnumst við týpuna. Gott hjartalag en litað fordómum er einkennið. Allir eru gagnkynhneigðir í þeirra einfalda lífi og það má lækna samkynhneigð. Leikur Björns Jörundar er einhver mesta snilld sem hefur sést í íslenskri bíómynd.

Aðaleikararnir í Ljósvíkingum.

Ljósvíkingar inniheldur ást, drama og mannlegan breiskleika í bæjarfélagi á Íslandi. Auðvitað væri hægt að gagnrýna eitt og annað í myndinni ef maður nennti að elta ólar við tittlingaskít. Aðalatriðið er að myndin rígheldur áhorfandanum og hefur jafnframt þungan boðskap. Sagan gengur upp og hún er ekki síst til þess fallin að eyða fordómum í garð transfólks og samkynhneigðra. Saga Birnu, sem transkonan Arna Magnea Danks leikur, er rauði þráðurinn í myndinni. Arna kemst vel frá sínu og áhorfandinn fær samúð með henni og skilning á baráttu hennar. Eins og gerist eftir góða bíómynd þá tekur maður söguna með sér inn í gráan hversdaginn eftir að sýningu lýkur og hugsar sinn gang. Djöfull er þetta góð mynd.

Ljósvíkingar er stórsigur Vestfirðingsins Snævars Sölva Sölvason ekki síður en Björns Jörundar. Myndin mun væntanlega ná inn að hjartarótum Íslendinga og hjálpa fólki að skilja baráttu hinsegin fólks. Leikstjórinn er orðinn einn af þessum stóru í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósvíkingar er mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Það verður spennandi að sjá hvað snlllingurinn Snævar tekur sér næst fyrir hendur. Honum eru flestir vegir færir.

Varðskipið Þór á leið á Hornstrandir eftir neyðarkall – Göngumaður slasaðist illa fyrir austan

Varðskipið Þór Ljósmynd: Landhelgisgæslan

Neyðarkall barst frá Hornströndum fyrir stuttu og er nú varðskipið Þór á leið á staðinn. Þá fór þyrlusveit Landhelgisgæslunnar austur á land að sækja göngumann sem slasast hafði illa en aðstæður voru erfiðar sökum veðurs og þoku.

„Það kom inn óljós neyðarbeiðni frá Hornströndum og varðskipið Þór var í Breiðafirði í hefðbundinni eftirlitsferð og í samvinnu við lögreglu var ákveðið að senda skipið þangað til að kanna málið frekar,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Mannlíf. Að hans sögn barst neyðarboðið úr neyðarskýli í landi.

Bálhvasst er á svæðinu en á Ísafirði hafa bátar losnað frá smábátahöfninni en mannlaus bátur sökk við eynna Vigur í Ísafjarðadjúpi. „Já, það passar, það barst tilkynning um að lítill, mannlaus bátur væri að sökkva við Vigur,“ svaraði Ásgeir aðspurður um ábendingu sem barst Mannlífi.

Þyrla frá Gæslunni var send í dag austur á land vegna göngumanns sem slasast hafði illa á Kastárfjalli á Stokksnesi austan Hafnar í Hornafirði. „Þar hafa líka verið krefjandi aðstæður,“ sagði Ásgeir í samtali við Mannlíf og hélt áfram: „Það er búið að vera mikil ókyrrð og mikil þoka og almennt slæmar aðstæður fyrir þyrlu.“ Að sögn hans hefur björgunarsveitarfólk unnið í allan dag að málinu en unnið er að því að koma manninum landleiðis á sjúkrahús til aðhlynningar. En var maðurinn illa slasaður? „Já, samkvæmt okkar upplýsingum“.

Glæsileg Dorrit fékk sér sundsprett í miðju þrumuveðri – MYNDBAND

Dorrit með vini sínum Muhammad Yunus, einum af aðalráðgjöfum ríkisstjórnar Bangladesh og Friðarverðlaunahafi Nóbels.. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Dorrit Moussaieff nýtur lífsins á Indlandi um þessar mundir en hún birti í dag myndskeið þar sem hún sést fá sér sundsprett á þaki hótels í miðju þrumuveðri.

Fyrrverandi forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaieff hefur efni á að ferðast og gerir það óspart. Ef marka má myllumerki hennar á ýmsum Instagram-færslum hennar undanfarið hefur hún meðal annars notið lífsins á Grikklandi, Í Salzburg, Á Ibiza og á Indlandi.

Nýjasta færsla hennar er einmitt myndskeið sem tekið var af henni ofan í þaksundlaug á lúxushóteli í Dehli, Indlandi. Í bakgrunni má sjá eldingar á himnum en demandadrottningin lætur það ekki á sig fá heldur tekur fínan sundsprett í tæru vatninu. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar Grímsson er hvergi sjáanlegur í myndskeiðinu, frekar en í flestum færslum Dorritar á Instagram en mögulega skrifast það á myndavélafælni forsetans fyrrverandi, það skal þó ósagt látið.

Hér má sjá hið skemmtilega myndskeið:

Snælduvitlaust veður gengur yfir Vestfirði: „Flotbryggjan er farin til andskotans“

Skútan var dregin upp í fjöru. Ljósmynd: Þorsteinn Traustaon

Önnur skúta slitnaði úr legufærum á smábátahöfninni á Ísafirði í dag og flotbryggja siglingaklúbbsins er „farin til andskotans“ eins og heimamaður orðaði það.

Suðvestan stormur geysar nú norðan og vestanvert á landinu og gildir gul viðvörun fram á kvöld. Verst er veðrið Norðvestanlands en á Ísafirði er arfavitlaust veður. Mannlíf sagði frá því fyrst fjölmiðla í morgun að skúta hafi losnað úr legufærum á smábátahöfninni á Ísafirði upp úr klukkan 10 og strandaði hún upp við grjótgarðinn og barðist þar utan í. Vel tókst að koma henni á flot aftur en ljóst er að gat var komið á hana en vel gekk að dæla úr henni sjó.

Nú ert ljóst að fleiri bátar hafa losnað en bæði plastskúta og svo skúta frá Byggðarsafninu losnuðu en skúta Byggðarsafnsins var dregin upp í fjöru af björgunarsveitarmönnum. Samkvæmt Þorsteini Traustasyni eru aðstæður til björgunar afar erfiðar og hætta menn sér ekki út á báta í þessu veðri: „Við teljum að hún hafi sloppið en hún var bara dregin upp í fjöru. Svo er flotbryggja sem var hjá siglingaklúbbnum, hún er farin til andskotans,“ segir Þorsteinn í samtali við Mannlíf.

Þorsteinn sagði ennfremur að eigandi skútunnar sem var að losna úr legufærunum hafi aldrei séð annað eins óveður á Ísafirði: „Þetta er versta veður sem eigandi skútunnar hefur lent í. Hann man ekki eftir öðru eins veðri hérna eins og það er núna. Það er bara ekki stætt hérna úti. Það er ekkert hægt að eiga eitt né neitt við bátana fyrr en lægir.“

Munt þú versla við Prís?

Lágvöruversluninni Prís opnaði fyrir skömmu - Myndin tengist fréttinni ekki beinti - Mynd: Prís

Lágvöruverslunin Prís opnaði fyrir tæpum mánuði í Kópavogi og hefur strax haft mikil áhrif á vöruverð í öðrum búðum en ekki eru þó allir sáttir með búðina og hafa heitið að versla ekki þar. Sumir telja það lélega þjónustu hjá Prís að taka ekki við reiðufé því aðeins er hægt nota sjálfsafgreiðslukassa í búðinni. Þá hafa sumir landsmanna ekki tekið útrásarvíkinginn Jón Ásgeir Jóhannesson í sátt en hann er einn af eigendum Prís.

Því spyr Mannlíf: Munt þú versla við Prís?

This poll has ended (since 2 months).
73.00%
Nei
27.00%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 6. ágúst.

Hampfélagið stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu: „Ísland er Eden fyrir kannabisræktun“

Sigurður Jóhannsson Ljósmynd: Aðsend

„Með okkar ódýru orku, góða vatn, kalda veðrið og lítinn raka höfum við fullkomna blöndu til að verða stórþjóð í kannabisræktun innanhúss. Við þurfum bara kjarkinn í það,“ segir Sigurður Jóhannsson, formaður Hampfélagsins. „Það er mikill áhugi á Íslandi erlendis frá og margir að skoða möguleikann á að setja upp vinnslustöðvar hér á landi.“ Sigurður er gestur í nýjasta þætti Hampkastsins þar sem hann kynnti alþjóðlega ráðstefnu Hampfélagsins sem haldin verður 11.-12. október næstkomandi í Salnum í Kópavogi. Ráðstefnan ber heitið Hampur fyrir framtíðina og flytja þar erindi heimsþekktir sérfræðingar úr greininni.

Sigurður segist trúa því að ráðstefnan komi til með að opna augu fólks um þá möguleika sem í hampinum felast og að hún sé frábært tækifæri fyrir áhugasama að efla tengslanet sitt í greininni. „Það er ótrúlegur áhugi á henni erlendis og fólk er að koma hingað hvaðanæva úr heiminum. Við erum með fyrirlesara á heimsmælikvarða og erum að fá að heyra eitthvað nýtt. Við erum að fá að heyra allar hliðar máls því það eru ekki eingöngu möguleikar fyrir bændur að nýta þessa plöntu heldur alls konar fyrirtækið sem standa í iðnaði. Við erum með fyrirtæki eins og Marel sem er að gera færibönd fyrir alls konar framleiðslu. Það er fyrirtæki sem gæti auðveldlega aðlagað sig að þessari grein og komið sterkir inn á markaðinn.“

Seinni dagur ráðstefnunnar verður helgaður lyfjahampinum sem hefur verið mikið í umræðunni hér á landi undanfarin misseri. Sigurður segir að íslensk stjórnvöld ættu að horfa til Danmerkur og reynslu Dana af lyfjahampinum. „Við erum búin að fylgjast með Dönum fara rosalega varlega. Þeir byrjuðu 2018 með fjögurra ára verkefni sem hefur notið gríðarlegrar velgengni. Það var framlengt til annarra fjögurra ára og svo væntanlega verður þetta ekkert framlengt aftur heldur bara sett inn í lögin.“ Hann bendir á að lyfjahampurinn hafi fljótlega orðið með verðmætustu útflutningsvörum Dana og að erlend fjárfesting hafi verið mikil. „En Danir bara rækta hampinn og svo er hann fluttur í vinnslustöðvar annað. Það sem við ættum að gera er að rækta hampinn hér á landi, vinna hann og selja út. Við höfum margt sem aðrar þjóðir hafa ekki og áhugi erlendis frá er mikill. Við erum kalt land sem þýðir að ekki þarf að eins mikla orku til að kæla framleiðslustöðvarnar en það er orðið vandamál erlendis. Hér er lítill raki sem er einnig stórt vandamál annars staðar. Við erum með ódýrt rafmagn og gott vatn. Við erum eins og Eden fyrir kannabisræktun innanhúss.”

Sigurður segist vona að ráðamenn þjóðarinnar sjái sér fært að mæta en einnig embættismenn úr ráðuneytunum, heilbrigðisstarfsmenn, háskólafólk og forsvarsmenn stórfyrirtækja. „Það eiga allir að mæta þarna sem hafa einhvern áhuga á að gera Ísland sjálfbærara og grænna. Takmarkið er að bæta lýðheilsu fólks með iðnaði og nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Það er svo önnur umræða hvort fólk vilji afglæpavæða hin ýmsu eiturlyf. Við erum ekki að tala um slíkt.”

Allar upplýsingar um ráðstefnu Hampfélagsins má finna á vefsvæðinu hemp4future.is þar sem einnig er hægt að nálgast miða.

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hampkastið má annars finna á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify. Gunnar Dan Wiium, stjórnarmaður í Hampfélaginu, tók viðtalið við Sigurð. Mickael Lakhlifi sá um tæknimál og Andri Karel um fréttaskrif. Heimasíða Hampfélagsins er hampfelagid.is.

 

 

Huginn borgaði 20.000 fyrir bílastæði ISAVIA: „Þetta samfélag er orðið svo gegndarlaust gráðugt“

„20.000 fyrir 3,5 sólarhring á ISAVIA bílastæði í Rvk. Þvílíka okrið. Ég kom svo að sækja pabba þangað fyrir nokkrum dögum, beið þarna minna en 30 mínútur og svo rukkuðu þeir mig 1900 kr. þó ég færi aldrei úr bílnum og sá engin skilti þarna. (svo voru þessir sömu aðilar með vitlausan komutíma inni á vefsíðunni sinni, svo ég kom þarna 25 mínútum of snemma og beið eins of fífl, en ekki get ég rukkað þá fyrir tapaðan tíma þó þeir birti rangar upplýsingar, heldur rukka þeir mig fyrir að blekkja mig á svæðið of snemma!).“ Þannig hefst færsla Hugins Þórs Grétarssonar barnabókahöfundar sem hann birti á Facebook í gær en eins og sjá má er hann afar ósáttur við ISAVIA. Færslan hefur vakið verðskuldaða athygli enda margir sem tengja við orð rithöfundarins.

Og Huginn hefur ekki sagt sitt síðasta:

„Til að kóróna þetta, þá vissum við vitaskuld ekki af því að verið væri að rukka orðið fyrir stæði á Akureyri, og höfðum lagt þar áður án þess að vera rukkaðir. Fékk svo 68.000 króna reikning frá þessum græðgissjúku Isavíamönnum. (Bíllinn að vísu var þarna lengi í sumar vegna breytinga á ferðum, en við alveg grunlausir að væru komin gjöld þarna og létum hann því standa þar til við kæmumst næst norður).“

Spyr hann af hverju bílastæðin séu ekki lokuð af í stað þess að fólk sé blekkt.

„Hvað með að krefjast þess að menn loki af bílastæði ef þeir ætla að rukka fyrir þau, í stað þess að blekkja fólk inn á stæði sem hafa verið frí alla tíð og rukka svo himinháar upphæðir. Það er enginn að lesa einhver lítil skilti sem þeir lauma þarna fyrirvaralaust.“

Huginn segir að samfélagið á Íslandi sé orðið „svo gegndarlaust gráðugt“ og að stoppa þurfi þessa þróun:

„Þetta er klikkun. Þetta samfélag er orðið svo gegndarlaust gráðugt. Maður má hvergi hreyfa sig eða leggja bíl eða nokkuð án þess að það séu togaðar af manni peningar. Samfélag sýkt af græðgi. Hverjir eru að samþykkja þetta frá ISAVIA? Getur maður ekki sótt fólk á innanbæjarflugvöllinn án þess að lenda í svona peningaplokki?

Þetta þarf að stoppa. Einfalda allt kerfi. Ekki endalaust plokk við hverja hreyfingu á þessu landi. Maður má ekki lengur skoða náttúruperlur landsins eða pissa í klósett án þess að borga. Maður má ekki sækja fólk upp á flugvöll eða landsbyggðarfólk bregða sér í bæinn án þess að vera okrað á því.“

Í lokaorðum Hugins kemur hann með ráð til ISAVIA:

„Kapitalismi getur því miður orðið gjörsamlega gengdarlaus ef honum eru ekki settar einhverjar hömlur. Þarf að hreinsa aðeins til hjá ISAVIA og hugsa um þjónustu framar gróðahyggju.“

Freddie Mercury hefði orðið 78 ára í dag – Gaf Elton John nektarmálverk eftir andlátið

Vinirnir á góðri stund.

Einn allra besti söngvari allra tíma, Freddie Mercury hefðið orðið 78 ára í dag, hefði hann lifað.

Eins og hvert mannsbarn veit, eða gott sem, lést Freddie Mercury í nóvember 1991 eftir erfiða baráttu við alnæmi. Heimurinn syrgði í sameiningu enda var þar farinn einn besti söngvari síðustu aldrar, jafnvel allra tíma. Bassaleikari hljómsveitar hans, Queen, John Deacon tók andláti Freddie það illa að hann gaf ferilinn upp á bátinn árið 1997, eftir að hafa komið fram í þrjú skipti með eftirlifandi meðlimum Queen. „Hvað okkur varðar, þá er þetta komið gott. Það þýðir ekkert að halda áfram. Það er ómögulegt að leysa Freddie af hólmi,“ sagði hann stuttu eftir andlátið. Félagar hans í hljómsveitinni, trommarinn og söngvarinn Roger Taylor og gítarleikarinn og söngvarinn Brian May, voru honum þó ósammála og hafa haldið áfram, fyrst með Paul Rodgers sem aðalsöngvara en frá 2011 með Adam Lambert sem söngvara hljómsveitarinnar.

Freddie var þekktur fyrir partýgleði sína, húmor og manngæsku en hann þótti einstaklega góður vinur að eiga. Eitt besta dæmið um það er þegar Elton John fékk jólagjöf frá Freddie, mánuði eftir andlát hans. Mercury hafði keypt forlátt málverk á dánarbeði sínu en sameiginlegur vinur þeirra Eltons, Tony King bankaði upp á hjá Lion King-goðsögninni og afhenti málverkið sem gjöf frá Freddie.

„Hann var með eitthvað með sér í koddaveri. Þetta var vatnslitamálverk eftir Henry Scott Tuke. Þetta er impressjónisti sem en ég safna verkum hans. Hann sérhæfði sig í nektarmyndum af karlmönnum.“

Með málverkinu fylgdu lítil handskrifuð skilaboð í anda Freddie: „Elsku Sharon, ég hélt að þér myndi líka við þessa. Ástarkveðja, Melina.“

Elton: „Hann hugsaði um jólagjafir fyrir jól sem hann hlýtur að hafa vitað að hann myndi ekki lifa að sjá. Honum var samt sama um aðra þegar hann hefði bara átt að hugsa um sjálfan sig. Freddie var stórkostlegur.“

Katy Perry veitir munnmök fyrir þrif: „Ég mun sjúga á þér typpið“

Katy Perry og Orlando Bloom hafa verið par í tæpan áratug

Söngkonan Katy Perry opnar sig um munnmök.

Í opinskáu viðtali í hlaðvarpsþættinum Call Her Daddy segir söngkonan Katy Perry frá því hvernig hún hvetur Orlando Bloom, eiginmann sinn, til að taka til og þrífa.

„Ef ég kem niður og eldhúsið er hreint og þú þreifst það. Ef þú vaskaðir upp og lokaðir öllum skápunum þá þarf þú vera tilbúinn að ég sjúgi á þér typpið. Bókstaflega. Það er ástartungumálið mitt. Ég þarf ekki rauðan Ferrari, ég get keypt rauðan Ferrari. Vaskaðu bara fokking upp. Ég mun sjúga á þér typpið, það er ekki flóknara en svo,“ sagði Perry og tók Alex Cooper, stjórnandi Call Her Daddy, undir með henni.

Söngkonan var að gefa út sína fyrstu plötu í fjögur ár en því miður fyrir hana hefur hún ekki fengið góða dóma. Platan er sú sjöunda á ferli Perry en hún sló í gegn árið 2008 með plötunni One of the Boys en sú plata innihélt smellina I Kissed a Girl og Hot N Cold. Þá hefur hún einnig snúið sér að leiklist að einhverju leyti en hún hefur meðal annars leikið þætti af How I Meet Your Mother og talaði fyrir Strympu í teiknimyndunum um strumpana sem kom út fyrir rúmum áratug.

Skúta strandaði upp við grjótgarð á Ísafirði: „Það verður ekki gott hjá þeim að ná henni út“

Erfitt verður að bjarga henni. Ljósmynd: Þorseinn Traustason

Skúta slitnaði úr legufærum við höfnina á Ísafirði rétt í þessu og slæst nú upp við grjótgarðinn.

Skútan slæst utan í grjótgarðinn.
Ljósmynd: Þorsteinn Traustason

Í þessum töluðu orðum reyna björgunarsveitamenn á Ísafirði að bjarga skútu sem losnaði úr legufærum í stormi sem nú geysar fyrir Vestan og slæst upp við grjótgarðinn en samkvæmt vitni sem Mannlíf talaði við, verður erfitt að bjarga henni, vegna veðursins.

„Skútan slitnaði úr legufærum og lemur alveg hreint í grjótgarðinn,“ segir Þorsteinn Traustason í samtali við Mannlíf. Aðspurður hver eigandi skútunnar sé svarar hann: „Það er einhver úr Reykjavík sem á hana en það er enginn um borð. Það er eins og ég segir, það er alveg spænirok hérna.“

Þorsteinn segir björgunarsveitamenn mætta til að skoða málið. „Þeir eru eitthvað að skoða þetta en það verður ekki gott hjá þeim að ná henni út því sennilega er hún orðin svo brotin.“

Uppfært: Vel gekk að ná skútunni á flot en um er að ræða stálskútu. Beðið er með skoðun á skemmdum.

Ólympíuhlaupari látinn eftir að fyrrum kærasti kveikti í honum: „Megi sál hennar hvíla í friði“

blessuð sé minning hennar

Ólympíuhlauparinn Rebecca Cheptegei lést af sárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar kveikti í henni.

Hin 33 ára gamla Rebecca hafði verið á gjörgæsludeild síðan á sunnudag en hún hafði hlotið brunasár á 80 prósent af líkama sínum. Hin hrottalega árás átti sér stað í Kenýa skömmu eftir heimkomu hennar frá Ólympíuleikunum í París í sumar.

Fyrrverandi kærasti hennar, Dickson Ndiema er sagður hafa hellt bensíni úr brúsa á Cheptegei og kveikt í henni eftir ósætti þeirra á milli. Nágrannar hjálpuðu til við að slökkva eldinn, samkvæmt fréttum í Kenýa, en bæði Cheptegei og Ndieman voru flutt á sjúkrahús með mikla áverka.

„Því miður misstum við hana eftir að öll líffæri hennar gáfu sig í gærkvöldi,“ sagði forstjóri sjúkrahússins sem Recca var flutt á, Dr. Owen Menach.

Því var haldið fram að parið fyrrverandi hafi verið að rífast um landið sem hús Cheptegei er byggt á. Rebecca keypti jörðina sem staðsett er nálægt landamærum heimalands hennar, Úganda og byggði þar heimili sitt.

Í yfirlýsingu frá frjálsíþróttasambandi Úganda á samfélagsmiðlum segir: „Við erum mjög sorgmædd að tilkynna lát íþróttakonunnar okkar, Rebeccu Cheptegei, snemma í morgun sem varð fórnarlamb hörmulegs heimilisofbeldis. Sem samband fordæmum við slík verk og köllum eftir réttlæti. Megi sál hennar hvíla í friði.“

Cheptegei hafði æft í Kenýa eftir að hún kom heim frá Ólympíuleikunum í París 2024. Hún var fulltrúi Úganda í maraþoninu á fyrstu leikum sínum en náði ekki til verðlauna og endaði í 44. sæti.

Lögreglustjórinn Jeremiah ole Kosiom sagði: „Parið heyrðist rífast fyrir utan húsið þeirra. Á meðan á átökum stóð sást kærastinn hella vökva yfir konuna áður en hann brenndi hana. Hinn grunaði varð einnig fyrir eldinum og hlaut alvarleg brunasár.“

Lögreglan staðfesti einnig að fimm lítra bensínbrúsi, poki og sviðinn sími fannst á vettvangi eftir atvikið.

Árásin á Cheptegi er aðeins nýjasta skelfilega atvikið þar sem langhlaupari frá Úganda kemur við sögu. Ólympíuhlauparinn og hindrunarhlauparinn Benjamin Kiplagat fannst látinn í lok ársins 2023 með stungusár á líkamanum. Tveir menn eru grunaðir um morðið en þeir neita sök.

Hann hafði verið fulltrúi Úganda á þremur Ólympíuleikum og fannst látinn í Kenýa. Í yfirlýsingu frá World Athletics á þeim tíma sagði: „Við hjá World Athletics erum sjokkeruð og sorgmædd að heyra af andláti Benjamin Kiplagat. Við sendum vinum hans, fjölskyldu, liðsfélögum og öðrum íþróttamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá þeim öllum í þessu máli á þessum erfiða tíma.“

 

Ökufantur á flótta reyndi að keyra yfir lögreglubíl – MYNDBAND

Ökufantur í Toronto reyndi að flýja

Ökufantur í Toronto fór heldur betur furðulega leið til að reyna sleppa undan löggunni.

Lögreglunni í Toronto barst tilkynning á þriðjudaginn um að maður á stolnum Ford Bronco væri að kaupa kaffi við verslunarmiðstöð í borginni. Lögreglan mætti á svæðið til að handtaka manninn en þegar lögreglumaður nálgaðist bílinn gaf ökufanturinn í og reyndi að keyra jeppanum sínum yfir tvo lögreglubíla. Litlu mátti muna að það tækist en einn lögreglumaður þurfti að forða sér frá hættunni sem skapaðist.

Að sögn lögreglu slasaðist enginn en 25 ára karlmaður var handtekinn og bíður nú ákæru vegna bílþjófnaðar og fleiri glæpa.

Sumarveður á Austurlandi – Hitinn mældist mestur 24,8 gráður í morgun

Sannkölluð veðurblíða er á Austurlandi um þessar mundir Mynd: Vedur.is

Morguninn er einstaklega hlýr á Austurlandi en hitinn er víða kominn yfir 20 gráðurnar.

Austurfrétt segir frá því að klukkan átta í morgun hafi hæsti hiti landsins mælst á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, 24,8 gráður. Seyðfirðingar nutu 22,9 gráðra á sama tíma og á Borgarfirði eystra og í Vatnsskarði mældist hitinn 20 gráður.

Þá var hitinn kominn nærri 20 gráðum á stöðum eins og Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Neskaupsstað og Hallormsstað, samkvæmt kortum Veðurstofu Íslands.

Fram kemur í umfjöllun Austurfréttar að ástæðan fyrir hausthlýindunum sé hvöss sunna eða suðvestanátt sem fari mildari höndum um Austfirðinga en aðra landsmenn, eins og það er orðað hjá Austurfrétt og bætt er við að þó gusti um Austfirðinga eins og aðra landsmenn um þessar mundir.

Áfram eru líkur á hlýindum á Austurlandi en hlýr loftmass er yfir svæðinu. Gæti hitinn þannig farið í um 20 gráður á föstudag og laugardag og sunnudagurinn lítur einnig víða vel út. Eftir helgi kemur svo haustið.

Raddir