Tvo hross voru læst í kjallara á eyðibýli á Vestfjörðum árið 1991.
Dýraníðingur var á ferð um Vestfirði en hann læsti tvo hross, fjögurra vetra meri og veturgamalt trippi, í kjallara á eyðibýlinu Hrauni í Keldudal í Dýrafirði og voru þau mjög illa á sig komin þegar þau voru leyst úr prísund sinni.
Kjallarahurðin hafði verið negld aftur með nýjum nöglum og var ekki mögulegt fyrir hrossin að sleppa út. „Hreppstjórinn á Þingeyri hringdi í mig á sunnudagskvöld og sagði mér frá þessu. Þá hafði hann verið látinn vita um ódæðið. Við höfum ekki hugmynd hver eða hverjir gerðu þetta við aumingja skepnurnar en það hljóta að vera sálarlausir aumingjar. Trippið gekk ennþá undir móður sinni en hún var lokuð úti og hafði hringsnúist í kringum húsið, svo lengi að þar hafði myndast braut. Það er hræðilegt að fara svona með dýrin,“ sagði Kristjana Vagnsdóttir á Sveinseyri við Dýrafjörð í samtali við DV en hún átti annað hrossið. Þá sagðist hún einnig hafa kært verknaðinn átti ekki von á að málið yrði leyst.
„Það er ómögulegt að vita hver hefur lokað skepnurnar inni þar sem mikil umferð er framhjá eyðibýlinu. Naglarnir, sem notaðir voru til að negla hurðina fasta, voru nýir og því virðist sem einhver hafi gert sér sérstaka ferð til að gera þetta. Það er alveg ótrúlegt.“
Hross Kristjönu læst í kjallara á eyðibýli: „Hljóta að vera sálarlausir aumingjar“
Fjölskylda Breta sem dó í árás Ísraela krefst óháðrar rannsóknar: „Þetta snýst ekki bara um okkur“
Fjölskylda bresks hjálparstarfsmanns sem lést í árás Ísraelshers á Gaza í apríl hefur kallað eftir óháðri rannsókn á morði hans.
James Kirby, frá Bristol í suðvestur-Englandi, var einn af sjö sem féllu í árás á mataraðstoð World Central Kitchen á Gaza í apríl.
Fyrrverandi hermaðurinn Kirby og tveir aðrir Bretar sem létust voru hluti af öryggisteymi sem fylgdi hjálparstarfsmönnum sem starfa hjá góðgerðarsamtökunum, sem eru með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum.
Í ræðu fyrir hönd fjölskyldu sinnar fyrir minningarathöfn um Kirby, kallaði frænka hans Louise Kirby eftir „almennilegri, óháðri rannsókn á þessari árás á saklausa hjálparstarfsmenn“.
„Þó við höfum fengið mikinn stuðning eigum við enn í erfiðleikum með að finna svör og hver beri ábyrgð á því sem gerðist,“ sagði hún einnig.
Kirby sagði að fjölskyldan væri „hissa“ á því að hún hefði ekki heyrt neitt frá sendiherra Ísraels í Bretlandi eða ísraelskum embættismönnum.
„Alla fjölskyldar sem eiga ástvini sem hafa verið myrtir, þurfa á uppgjöri að halda. Við verðum að skilja hvernig þessi hörmung gat átt sér stað,“ sagði hún.
Bætti hún við að lokum: „Þetta snýst ekki bara um okkur. Þetta snýst um hvernig Bretland sér um eigin borgara og fjölskyldur þeirra þegar breskur ríkisborgari hefur verið drepinn á ólöglegan hátt af öðru ríki.“
Leikstjóri Ljósvíkinga hafði samband við Önnu fyrir áratug: „Var búin að steingleyma erindinu“
Anna Kristjánsdóttir vélstjóri og húmoristi rifjar upp í nýrri dagbókarfærslu á Facebook, þegar leikstjóri hinnar glænýju kvikmyndar Ljósvíkingar, Snævar Sölvi Sölvason hafði samband við hana og bað um upplýsingar varðandi kynleiðréttingaferli en eins og alþjóð veit var Anna önnur manneskjan á Íslandi sem fór í slíkt ferli. Nú, tíu árum síðan fékk hún svo boð á frumsýningu kvikmyndarinnar en samkvæmt Kvikmyndamiðstöð Íslands fjallar myndin um eftirfarandi: Ljósvíkingar fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka fiskveitingastað í sínum heimabæ yfir sumartímann. Þá dreymir um að geta haft opið allt árið um kring og þegar óvænt tækifæri þess efnis bankar upp á, tilkynnir Björn vini sínum að hún sé trans kona og muni framvegis heita Birna. Þessar breytingar reyna á vináttuna og þurfa þau bæði að horfast í augu við lífið á nýjan hátt til þess að bjarga því sem mestu máli skiptir.
Anna skrifar: „Í dag eru liðin nákvæmlega tíu ár síðan Snævar Sölvi Sölvason handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Ljósvíkingar hafði samband við mig og óskaði eftir upplýsingum um kynleiðréttingaferli og fleira því tengt. Að sjálfsögðu veitti ég honum þær upplýsingar sem mér var unnt, en svo liðu árin og ég var búin að steingleyma erindinu þegar Snævar hafði aftur samband við mig í sumar og svo aftur um daginn þar sem mér var boðið á frumsýningu kvikmyndarinnar sem var í gærkvöldi.“
Gerir Anna lítið úr sínum þætti í kvikmyndinni en hvatti fólk til að sjá myndina í bíó.
„Ég játa alveg að minn hlutur í gerð myndarinnar var svo veigalítill að upplýsingagjöf frátalinni að ég tímdi ekki að kosta á mig flugfari til Íslands til að horfa á eina kvikmynd, en ég hvet þá sem eiga þess kost, að sjá þessa mynd. Ég get ekki ímyndað mér annað en að hún sé bæði áhugaverð og skemmtileg.
Leitað á öllum framhaldsskólaböllum með málmleitartæki – Tónlistahátíð aflýst
Fyrirtækið Go öryggi mun leita á öllum þeim sem sækja framhaldsskólaböll á höfuðborgarsvæðinu með málmleitartæki en Vísir greinir frá þessu.
Forsvarsmaður þess segir í ljós stöðunnar í samfélaginu hafi þessi ákvörðun verið tekin en tekur fram að sjaldgæft sé að hnífar finnist við leit á böllum.
Miklar umræður hafa skapast um vopnaburð barna og ungmenna eftir að barn stakk Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana á Menningarnótt en barnið stakk einnig tvö önnur ungmenni auk Bryndísar. Þá hefur dómsmálaráðherra boðað hertar aðgerðir í málaflokknum og hefur skipað tillögum frá aðgerðarhópi í þeim efnum á næstu dögum.
Þá var tónlistarhátíð sem átti að halda í Árbænum um helgina verið aflýst eftir tilmæli lögreglu. „Við vorum aðeins búin að vera að ræða þetta og svo áttum við gott samtal við lögregluna og við mátum þetta þannig að það væri kannski hyggilegast að fresta þessu aðeins. Það eru margir aðrir stórir viðburðir um helgina. Þetta var meira bara samtal við lögregluna og fleiri aðila að það væri mikið álag á kerfinu,“ sagði Kristján Sturla Bjarnason einn af skipuleggjendum hátíðarinnar um málið og segir að fólk hafi mætt þessari ákvörðun af skilningi.
Drífa ósátt við ósmekklegheit Stöðvar 2: „Við skulum ekki taka ofbeldi karla gegn konum alvarlega“
Drífa Snædal er allt annað en ánægð með þáttastjórnanda NFL-þáttarins Lokasóknin á Stöð 2 Sport og gesti hans.
Andri Ólafsson þáttastjórnandi NFL-þáttarins Lokasóknin á Stöð 2 Sport fékk til sín þá Eirík Stefán Ásgeirsson forstöðumanns íþróttadeildar Stöðvar 2, Stöðvar 2 Sports, Vísis og Bylgjunnar og Henry Birgi Gunnarsson íþróttafréttastjóra sömu miðla, í settið til að fara yfir komandi tímabil í NFL-deildinni bandarísku. Eitt af því sem þeir gerðu fór fyrir brjóstið að talskonu Stígamóta, Drífu Snædal en það var þegar þeir fóru yfir handtökur leikmanna deildarinnar í sumar. Hún skrifaði kaldhæðna Facebook-færslu þar sem hún hæðist að þessum ósmekklega dagskrárlið.
„Mikið er þetta fyndið og skemmtilegt. Rætt á léttum nótum um „handtökur sumarsins“ í ameríska fótboltanum. Gaman að skreyta svo með tjáknum og hlæja soldið.“ Þannig hefst færsla Drífu sem vakið hefur athygli og ljóst að margir eru sammála henni í að finnast þetta ósmekklegt. Drífa telur síðan upp dæmi um afbrot sem Andri og gestir hans tala um að framdir hafi verið í sumar.
„Þarnar er einn gæji sem miðaði byssu á höfuð barnsmóður sinnar, einn sem braust inn til fyrrum kærustu og annar sem reynda að kyrkja sína fyrrverandi. Allt saman svo fyndið. Við skulum ekki taka ofbeldi karla gegn konum alvarlega.“
Að lokum skýtur Drífa fast á þríeykið:
„Við skulum gefa þau skilaboð að það sé eitthvað til að gera grín að. Svo skulum við hafa meiri áhyggjur af slaufun en ofbeldinu sjálfu og svo skulum við vera rosalega hissa þegar ungir drengir (jafnvel íþróttamenn) beita konur ofbeldi. Svo tökum við undir þegar þeir skilja ekkert í því þegar þeir eru krafnir afleiðinga.“
Uppfært:
Mannlíf hafði samband við Andra Ólafsson og bað hann um viðbrögð við færslu Drífu. Upp úr klukkan fjögur barst skriflegt svar en þar sagðist hann sammála Drífu: „Ég er sammála Drífu. Þetta var misheppnað grín hjá okkur.“
Vopnfirðingar minnast Violetu Mitul í kvöld – Ár liðið frá andláti knattspyrnukonunnar
Minningarathöfn verður haldin á Vopnafirði í kvöld í tilefni þess að ár er liðið frá því að moldóvska knattspyrnukonan Violeta Mitul lést af slysförum í bænum.
Austurfrétt segir frá því að Vopnfirðingar séu boðaðir til athafnar í kvöld við setubekk yst á Hafnarbyggðinni klukkan 18:00, þar sem minningarorð verða flutt sem og tónlist en tilefnið er að nú er ár síðan Violeta Mitul, knattspyrnukona frá Moldóvu, lést af slysförum er hún féll fram af klettum nærri smábátahöfninni í Vopnafirði en hún lék þar knattspyrnu með Einherja. Þá lék hún einnig með landsliði Moldóvu. Hún var aðeins 26 ára gömul er hún lést.
Að lokinni athöfninni verður gengið upp á íþróttavöllinn þar sem léttar veitingar verða í boðið og sagt frá sjóði sem stofnaður verður í minningu Violetu. Eru Vopnfirðingar hvattir til að kveikja á kertum við hús sín í tengslum við viðburðinn.
Þá eru áfallamiðstöðvar áfram opnar í Fjarðabyggð vegna þeirra áfalla sem samfélagið á svæðinu varð fyrir með stuttu millibili í síðasta mánuði. Frá klukkan 16-19 er áfallamiðstöðin í grunnskólanum í Breiðdal opin og á sama tíma í Egilsbúð í Neskaupstað á morgun.
Í báðum miðstöðunum getur fólk komið til að spjalla og fá sálrænan stuðning í kjölfar áfallanna. Um er að ræða samstarfsverkefni HSA, Fjarðabyggðar og Rauða krossins.
Hjálparsími Rauða Krossins er opinn allan sólarhringinn í síma 1717. Einnig er hægt að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með því að senda póst á netfangið [email protected], hafa samband við presta í gegnum netfangið[email protected] eða hafa samband við félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470 9000, einnig má senda póst á netfangið [email protected].
Hjón fara í mál við lögreglu eftir barnaníðsáhlaup – MYNDBAND
Hjón í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum hafa ákveðið að fara í mál við lögregluna.
Forsaga málsins er sú að lögreglan í Orlando réðst inn á heimili Christian og Laurie Ann Campbell í ágúst 2020 vegna þess að lögreglunni hafði borist upplýsingar um að þau væru barnaníðingar. Þær upplýsingar reyndust á endanum vera falskar en tugir vopnaðra lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni.
Myndband sem birt hefur verið af áhlaupinu sýnir hjónin vera handjárnuð í garði sínum en þau segja ekki neinn hafi skipt um bleyju hjá 18 mánaða dóttur þeirra á meðan aðgerðinni stóð yfir og hún hafi þurft að vera í pissublautum fötum tímunum saman. Þá ásaka þau lögreglumennina að hafa sagt nágrönnum þeirra að þau væru barnaníðingar. Í kærunni kemur einnig fram að Laurie Ann hafi verið stoppuð á leið með hund þeirra til dýralæknis og það hafi verið neyðartilfelli en hundurinn lést skömmu síðar.
Hjónin fara fram á 10 milljónir dali í skaðabætur. Lögreglan hefur neitað að tjá sig um málið að svo stöddu.
Dularfull baktería étur flak Titanic: „Hefur hvergi fundist annars staðar“
Baktería sem fannst árið 2010 á flaki Titanic, er smá saman að éta flak skipsins til agna.
Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður er hafsjór upplýsinga um allt milli himins og jarðar eins og nýjasta Facebook-færsla hans ber vitni um. Þar segir hann frá bakteríu sem fannst árið 2010 á flaki Titanic. Bakterían étur járn skipsins smá saman og er nú talið að eftir um þrjá áratugi verði ekkert eftir að flaki Titanic. Hér má lesa hinn áhugaverða fróðleiksmola Illuga:
„Á efri myndinni er Halomonas titanicae, baktería sem fannst í fyrsta sinn um 2010 á 3,5 kílómetra dýpi oní ísköldu Atlantshafinu. Bakterían býr á flaki farþegaskipsins Titanic sem sökk 1912 og er að éta járnið í flakinu upp til agna. Nú er talið að flakið verði meira og minna horfið eftir um 30 ár. Hvaðan Halomonas titanicae kom er ráðgáta því bakterían hefur hvergi fundist annars staðar. Og þegar flakið er uppétið, hvað verður þá um Halomonas titanicae?“
Hér má svo lesa meira um bakteríuna dularfullu.
Kinski kemur til Íslands í fyrsta skipti: „Það er auðvitað mikill heiður“
Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF, en hún hefst í Háskólabíói 26. september næstkomandi og stendur til 6. október en greint er frá þessu í fréttatilkynningu frá RIFF en hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan:
Kinski á að baki langan og glæsilegan feril á hvíta tjaldinu, en hún hefur allt frá 1978 leikið í yfir sextíu bíómyndum, þar á meðal í leikstjórn margra kunnustu kvikmyndagerðarmanna sögunnar á borð við David Lynch, Francis Ford Coppola, Paul Schrader, Roman Polanski, Wim Wenders og Wolfgang Petersen.
„Það er auðvitað mikill heiður fyrir hátíðina að svo kunnur listamaður sem Kinski er komi hingað til lands og heiðri okkur með nærveru sinni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF og bætir því við að heiðursgesturinn í ár sé sannarlega „ein af goðsögnum bíómyndanna sem kynslóðir stelpna á sínum tíma hermdu eftir í hárgreiðslu og útliti.“
Sló í gegn sautján ára
Stjarna Kinski reis skart undir lokin á áttunda áratugnum, en heita má að hún hafi slegið í gegn, aðeins sautján ára gömul, í kvikmynd Ítalans Alberto Lattuada, Stay as you are, þar sem hún lék eftirminnilega á móti sjálfum Marcello Mastroianni sem þar er í hlutverki miðaldra arkitekts í líflausu hjónabandi og fellur fyrir ungri skólamær, túlkaðri af Kinski. Aðeins ári seinna, 1979, hreif hún kvikmyndaunnendur upp úr skónum í hlutverki sínu í kynngimagnaðri kvikmynd Polanski, Tess, og hlaut fyrir vikið tilnefningu til Gullna hnattarins fyrir túlkun sína á ungri konu sem verður fórnarlamb eigin fegurðar. Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta myndin.
Og teningunum var kastað – og hver myndin af annarri festi leikkonuna í sessi á stjörnuhimni heimsfrægðarinnar á níunda áratug síðustu aldar, og má þar nefna One from the Heart eftir Coppola, Cat People í leikstjórn Paul Schrader, að ekki sé talað um Paris, Texas í höndum Wim Wenders. Tvær síðastnefndu myndirnar verða einmitt sýndar á hátíðinni í ár.
Hvergi af baki dottin
Nastassja Kinski hefur sem fyrr segir leikið í meira en sextíu kvikmyndum, bæði austan hafs og vestan, og er enn að, en á meðal þekktra mynda sem hún hefur leikið í á nýrri öld eru Inland Empire eftir David Lynch og Sugar í leikstjórn Rotimi Rainwater. Og svo því sé líka til haga haldið keppti þessi margverðlauna leikkona og dáða fyrirsæta í þýsku útgáfunni af Lets Dance á útmánuðum 2016, hvergi af baki dottin.
Þetta er í fyrsta skipti sem Kinski kemur til Íslands og hér mun hún dvelja í nokkra daga og vera meðal annars með meistaraspjall við gesti þar sem hún fer yfir feril sinn og frama.
Aðdáendur hafa áhyggjur af heilsu Rachael Ray – MYNDBAND
Aðdáendur sjónvarpskokksins fjörlega, Rachael Ray hafa áhyggjur af heilsu hennar eftir að hún birti myndskeið á Instagram. Þar hljómar hún þvoglumælt að margra mati.
Sjónvarpskokkurinn deildi búti úr þættinum sínum, „Rachael Ray í Toskana,“ á Instagram á mánudaginn, þar sem hún sagði frá því þegar hún drap næstum því söngvarann Tony Bennett, heitinn í einum eftirminnilegum kvöldverði … en hún kenndi öfgafullum hreingerningarstíl sínum um að hafa valdið því að tónlistargoðsögninn rann og féll í gólfið.
Þrátt fyrir grípandi söguna voru aðdáendur uppteknir af ræðustíl hennar í myndbandinu, þar sem Rachael virtist eiga í erfiðleikum með að koma sögunni út, þar sem mörg orð hennar blönduðust saman. Aðrir tóku eftir framkomu Rachael, þar sem hún virtist tala út um annað munnvikið og halda sér uppi á eldhúseyjunni á ákveðnum stöðum í myndbandinu.
Þó að ekkert hafi verið minnst á heilsu Rachael í myndbandinu, fóru aðdáendur að velta vöngum yfir því að hún gæti hafa fengið „heilaslag (e. mini stroke)“ sem veldur máttleysi á helmingi líkamans, erfiðleikum með mál og óskýru tali, meðal annarra einkenna.
En aðrir aðdáendur komu Rachael til varnar og fullyrtu að hún væri líklega bara viðkvæm á meðan hún rifjaði upp ljúfa sögu um látinn vin sinn.
Tony Bennett lést í júlí 2023 eftir baráttu við Alzheimers sjúkdóminn í nokkur ár. Hann var 96 ára. Hvað varðar heilsu sjónvarpskokksins, hefur Rachel ekki sagt frá neinum vandamálum opinberlega.
Hér má sjá myndbandið:
Ágúst er látinn
Ágúst Óskarsson, íþróttakennari og kaupmaður, er fallinn frá 75 ára að aldri en mbl.is greindi frá andláti hans.
Ágúst fæddist á Akureyri en stundaði nám í Reykjadal í æsku sinni og lærði svo íþróttakennarann síðar meir en hann var mikill íþróttagarpur og þjálfaði bæði frjálsar íþróttir og knattspyrnu auk þess að vera íþróttakennari.
Hann stofnaði svo fyrirtækið Á. Óskarsson formlega árið 1978 ásamt Helgu Sigurðardóttur, eiginkonu sinni, en fyrirtækið sérhæfir sig í að selja vörur og búnað fyrir íþróttahús, sundlaugar, skóla og leikskóla.
Ágúst var virkur í félagsstarfi í gegnum ævina en hann var meðlimur í Félagi íslenskra stórkaupmanna, meðlimur í Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu, félagi í Oddfellowreglunni og meðlimur í Félagi frímerkjasafnara.
Ágúst lætur eftir sig þrjú börn.
Sara Lind fékk vinnu
Greint var frá því fyrr í vikunni að Sara Lind Guðbergsdóttir hafi verið ráðin sem framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi en svissneska fyrirtækið starfrækir lofthreinsiver á Hellisheiði. Kemur þessi ráðning mörgum í opna skjöldu enda höfðu flestir reiknað með að hún yrði sett í gott forstjórastarf hjá ríkinu án auglýsingar eins og venjan hefur verið.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Söru tekst til að stýra fyrirtækinu en það þykir gífurlega umdeilt og hafa miklar rökræður átt sér stað í vísindaheiminum um gagnsemi þess. Segja margir að um snákaolíu sé að ræða meðan aðrir kalla tæknina byltingu í umhverfismálum.
Þó verður það að teljast nokkuð kaldhæðnislegt að Sara stýri lofthreinsifyrirtæki í ljósi þess að háværar sögur voru sagðar af óþægilegu andrúmslofti á Ríkiskaupum og Orkustofnun meðan hún sat þar við stjórnvölinn …
Konur stjórna Heimildinni
Konur eru nú í lykilstöðum á Heimildinni eftir að Margrét Marteinsdóttir og Ragnhildur Þrastardóttir voru ráðnar fréttastjórar. Erla Hlynsdóttir verður fréttastjóri á vef blaðsins. Frá þessu var greint á vef útgáfunnar í gær. Allar hafa þær verið starfandi blaðamenn á ritstjórn Heimildarinnar og búa að langri reynslu í blaðamennsku.
Þórður Snær Júlíusson, annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar, lét af störfum í lok sumars. Ekki verður ráðið í stöðu hans og verður Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ein ritstjóri. Ráðning fréttastjórannar er liður í endurskipulagningu á ritstjórn Heimildarinnar.
Margrét Marteinsdóttir hefur mikla reynslu af fjölmiðlum. Hún hóf ferilinn árið 1997. Fyrst vann hún í 16 ár hjá á RÚV, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV þar sem hún hafði yfirumsjón með fimm útvarpsþáttum: Morgun- og Síðdegisútvarpinu á Rás 2, Speglinum, Vikulokunum og Hádegisútvarpinu. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Hún hóf störf á Stundinni árið 2021 og hefur verið hluti af Heimildinni frá stofnun miðilsins.
Útgáfa Heimildarinnar var sjálfbær í fyrra og skilaði rúmlega 17 milljóna króna hagnaði fyrir fjármagnsliði. Heimildin kemur út í vikulegri prentútgáfu og birtir daglegar fréttir á Heimildin.is. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallups lesa 15,5 prósent landsmanna hvert tölublað Heimildarinnar.
Rúðubrjótur handtekinn í Hlíðunum – Ofbeldisseggur læstur inni í fangageymslu eftir árás
Nóttin og gærkvöldið einkenndust helst af ölvuðum og dópuðum ökumönnum sem staðnir voru að verki þar sem Þeir stefndu samborgurum sínum í stórhættu með því að aka án þess að hafa athygli og dómgreind í lagi. Mánaðrmót að baki og gleðimenn og drykkjusvolar komnir á kreik.
Tveir ökmenn voru stöðvaðir í austurborginni, grunaðir um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna. Dregið var úr þeim blóð og þeir látnir lausir að lokinni sýnatöku.
Ofbeldisseggur var handtekinn vegna líkamsárásar, Fórnarlambið reyndist vera með minniháttar meiðsli. Gerandinn var handtekinn og læstur inn í fangageymslu. Á svipuðum slóðum var maður á sveimi, illa áttaður og í annarlegu ástandi. Hann var læstur inni og látinn sofa úr sér.
Í miðborginni var ökumaður handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit fundust á honum fíkniefni. Hann var vistaður í fangageymslu.
Rúðubrjótur var á ferð í Hlíðunum. Hann reyndist vera í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.
Tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bifreið í Hafnarfirði. Gerandinn hvarf sporlaust.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Breiðholti fyrir að svína á stöðvunarskyldu. Mál þeirra voru afgreidd með sekt.
Ökumaður stöðvaður við akstur í Kópavogi. Hann var sviptur ökuréttindum og sektaður.
Jóni misþyrmt af fjórum dyravörðum í Svíþjóð: „Þetta er greinilega einhver rasismi“
Jóni Péturssyni var illa misþyrmt í Svíþjóð árið 1990 en DV greindi frá málinu.
Hópur íslenskra jeppamanna úr Jeppaklúbbi Reykjavíkur var á ferðalagi í Svíþjóð til keppa í torfæruakstri en þegar þeir voru að skemmta sér kom til átaka milli Íslendinga og Svía.
„Þetta byrjaði víst allt þannig að dyraverðirnir voru að nudda í öðrum Íslendingi á skemmtistaðnum. Þeir héldu að hann væri Finni og þetta er greinilega einhver rasismi í þeim. Vinir hans komu þá til hjálpar og fljótlega upphófust einhver áflog. Á meðan á því stóð tókst dyravörðunum aö draga einn Íslending inn í eldhús og þar misþyrmdu fjórir þeirra honum. Mér skilst að tveir hafi haldið honum á meðan aðrir tveir börðu hann,“ sagði Stefán Einarsson við DV.
Eins og áður sagði var sá Íslendingur Jón Pétursson en hann lá inn á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í Trelleborg í Svíþjóð með fjögur brotinn rifbein og þá féll annað lunga hans saman. Þá greinir DV frá því að annar Íslendingur hafi lent illa í því í átökunum en hann hafi þó verið óbrotinn.
Georg Franklínsson, starfsmaður Landssambands Íslendingafélaga í Svíþjóð, sagði við DV að það væri verið að skoða hvort ætti að senda Jón með heim til Íslands með læknisfylgd og tengdan við lungnavél. Lögreglan tók skýrslu vegna málsins og var atburðinn kærður.
Fjölskyldumeðlimur eitraði fyrir börnum: „Geta verið alveg lífshættuleg“
Fjölskyldumeðlimur gaf tveimur börnum, 5 og 11 ára, gúmmíbangsa sem innihéldu THC, ofskynjunarefni sem finnst í kannabis, en RÚV greinir frá þessu en var það óviljaverk hjá fjölskyldumeðlimnum. Börnin voru flutt á sjúkrahús í gær en verða útskrifuð fljótlega að sögn Valtýs Thors, yfirlæknis barnalækninga við Landspítalann.
Valtýr segir að svona mál hafi komið upp en þó ekki oft. „Ég er ekki með nákvæma tölu um þetta, um gúmmíbangsa, en þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá af og til. Það er kannski ekki mikið meira en það sem hefur komið í fréttum, en eitthvað. Þetta er eitthvað sem við sáum aldrei áður en þegar þetta kemur „nýtt inn á markað“ er augljóst að þetta muni gerast. Þá er það bara spurning um tíma,“ sagði Valtýr við Vísi um eitrunina.
„Sum einkennin eru meira óþægindi á meðan önnur eru alvarleg og geta verið alveg lífshættuleg.“
Ekki borða ókunnugt nammi
Valtýr hvetur fólk til að gefa ekki börnum nammi sem það kann ekki skil á.
„Ef fólk finnur heima hjá sér, í vinnu eða úti á víðavangi poka með gúmmíi sem lítur út eins og sælgæti á aldrei að borða það sjálfur og allra síst að gefa börnunum sínum slíkt. Fyrir þá sem hafa keypt svona til eigin nota er lykilatriði að þetta sé geymt á þannig stað að börn komist ekki í þetta.“
Brynjar telur kristin gildi vera lausnina við ofbeldi ungmenna: „Þurfum að líta í eigin barm“
Brynjar Níelsson telur að kristileg gildi, ást og hæfilegur agi vera lausnina gegn auknu ofbeldi meðal ungmenna á Íslandi.
„Sá hörmulegi atburður gerðist að ung stúlka hlaut bana af hnífsstungu á Menningarnótt. Alvarlegt ofbeldi ungmenna virðist alltaf koma okkur á óvart, rétt eins og sífellt lakari námsárangur grunnskólabarna í lestri og reikningi. Þegar við erum í uppnámi myndast kjörlendi fyrir tækifærissinna og populista til að láta ljós sitt skína.“ Þannig hefst færsla Brynjars Níelssonar en eftir hinn hræðilega atburð þegar 17 ára stúlka var myrt og tvö 16 ára ungmenni voru særð á Menningarnótt, auk annarra frétta af ofbeldi ungmenna undanfarið, hefur hver málshefjandi manneskja tjáð sig á samfélagsmiðlunum á fætur annarri um það hvað sé best að gera til að uppræta ofbeldið í samfélaginu enda afar verðugt umræðuefni. Og sitt sýnist hverjum, eðilega. Brynjar, heldur áfram þeim upptekna hætti í nýju færslu sinni að skjóta á pólitíska andstæðinga og segir:
„Eins og við vitum er enginn skortur á tækifærissinnum í pólitík. Nú ætla þeir að stöðva ofbeldið eins og þeir ætluðu að gera Ísland fíkniefnalaust á sínum tíma. Tækifærissinnar líta aldrei svo a að við berum sjálf ábyrgð á hegðun okkar og foreldrar beri einhverja ábyrgð á börnum sínum, heldur að skólarnir og „kerfið“ hafi brugðist. Því þurfi meiri fjármuni í „kerfið“ til að koma í veg fyrir ofbeldi.“
Neitar Brynjar að „einhver óskilgreind kerfi“ hafi brugðist ungmennum á Íslandi:
„Það er ekki einhver óskilgreind kerfi sem hafa brugðist. Úrræði og aðstoð við þá sem glíma við erfiðleika í lífinu hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og áratugi. Hvert og eitt okkar verður að líta meira í eigin barm og taka meiri ábyrgð í stað þess að skella alltaf skuldinni á aðra eða „kerfið“. Þá fyrst næst einhver árangur í baráttunni.“
En hver er lausnin að mati Brynjars? Jú, kristileg gildi, ást og agi.
„Lengi hefur verið vitað að maðurinn er ófullkominn og átt í bölvuðu basli með að búa í samfélagi. Áhersla á kristileg gildi í uppeldinu ásamt ást, umhyggju og hæfilegum aga er örugglega farsælt veganesti fyrir hvern einstakling út í lífið og fyrir samfélagið í heild.
Fyrir þá sem er alvarlega misboðið yfir þessari færslu er bent á að opið er fyrir athugasemdir og svívirðingar á vegg mínum.“
Fréttamaður á RÚV hneykslaði Bjarna Ben: „Hvað ertu að meina með þessari spurningu eiginlega?“
Bjarni Benediktsson brást illa við spurningu Hauks Hólm, fréttamanns á RÚV, þegar hann spurði forsætisráðherrann út í bréf Ásgeirs Bolla Kristinssonar til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins en hann vill fá afdráttarlaust svar hvort leyft verði að bjóða fram viðbótarlista undir nafni Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum.
RÚV sagði frá því í hádegisfréttum í dag að Ásgeir Bolli Kristinsson sjálfstæðismaður vilji að miðstjórn flokksins gefi afdráttarlaus svör um það hvort leyft verði að bjóða fram viðbótarlista undir nafni Sjálfstæðisflokksins í kosningunum á næsta ári.
Um síðustu helgi var haldinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í skugga nýjustu skoðanakannana sem sýndi fylgi flokksins í sögulegu lágmarki. Bjarni gaf ekkert upp um fyrirætlanir sínar, hvort hann mun sækjast eftir endurkjöri sem formaður á næsta landsfundi eða ekki.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins barst bréf frá Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sjálfstæðismanni en hann rak lengi vel verslunina Sautján. Þar krefst hann þess að stjórnin svari því hvort heimilt verður fyrir Sjálfstæðisfólk að bjóða sig fram á viðbótarlistum, DD, sé þess óskað.
Á hann þar við að þeir sem næðu kjöri undir merkjum DD listans myndu sameinast Sjálfstæðisflokknum á þingi að loknum kosningum. Telur Ásgeir Bolli og hans stuðningsfólk að þetta gæti stuðlað að betri útkomu hjá Sjálfstæðisflokknum en þá þurfi að tryggja einingu í flokknum eftir kosningar. Segir hann enn fremur að efla þurfi lýðræði innan flokksins sem og auka þátttöku flokksmanna í starfi hans. Einn liður í því væri að heimila viðbótarframboð, til að minnka hættuna á klofningu innan flokksins.
Haukur Hólm, fréttamaður RÚV spurði Bjarna út í bréfið, sem sagði það vera „hipótískt“ þar sem þeirri spurningu sé fleygt fram, hvað ef einhver myndi vilja fara fram í þannig framboð, hvernig myndi flokkurinn bregðast við? Þetta hafi verið rætt á fundi miðstjórnar en ekki verið afgreitt enn.
Þegar Haukur spurði Bjarna hvort hann liti á bréfið sem gagnrýni á hans störf brást hann illa við og svaraði hneykslaður: „Hvað er þetta annað en gagnrýni á mín störf? Hvað ertu að meina með þessari spurningu eiginlega?“ Haukur spurði Bjarna þá hvort hann væri ósammála því og Bjarni svaraði jafnvel enn meira hneykslaður: „Auðvitað er ég ósammála því.“
Fimm börn grunuð um að hafa myrt áttræðan mann: „Því miður hefur þetta breyst í morðrannsókn“
Fimm börn frá 12 til 14 ára, hafa verið handtekinn grunuð um að hafa myrt áttræðan mann sem lést eftir alvarlega líkamsárás í garði í Braunstone Town, samkvæmt lögreglunni í Leicester-skíri í Englandi.
Lögreglan í Leicester-skíri hefur hafið morðrannsókn eftir að aldraði maðurinn lést á sjúkrahúsi af völdum áverka sem hann hlaut í Franklin-garði í Braunstone Town, Leicester-skíri, um klukkan 18:30 á sunnudag.
Lögreglan hefur handtekið strák og stelpu sem eru 14 ára og einn dreng og tvær stelpur, öll 12 ára, vegna gruns um morðið.
Talið er að árásin hafi átt sér stað um klukkan 18:30, skammt frá inngangi garðsins í Bramble Way. Greint er frá því að fórnarlambið, sem var á göngu með hundinn sinn, var klæddur í svarta peysu og gráa joggingbuxur og varð fyrir alvarlegri líkamsárás af hópi ungmenna. Þeir fóru af vettvangi áður en neyðarþjónusta kom á vettvang.
Talsmaður lögreglunnar staðfesti að rannsóknarlögreglumenn vinni nú að því að komast að öllum kringumstæðum í kringum atvikið og eru að ræða við íbúa á svæðinu til að afla eins mikilla upplýsinga og mögulegt er.
Sem hluti af rannsókninni vill lögreglan tala við alla sem voru í garðinum eða á Bramble Way-svæðinu milli 18:00 og 18:45 á sunnudagskvöld. Emma Matts, rannsóknarlögreglumaður, sagði við fjölmiðla: „Því miður, eftir dauða fórnarlambsins í gærkvöldi, hefur þetta nú breyst í morðrannsókn. Lögreglumenn halda áfram að vinna með hraða til að komast að smáatriðum um árásina og við höfum gert fjölda handtaka þar sem við höldum áfram að átta okkur á því hvað gerðist.“
Bætti hún við: „Okkur vantar enn fólk sem var á svæðinu til að koma fram ef það hefur séð eitthvað eða hefur einhverjar upplýsingar sem gætu aðstoðað okkur. Varstu á svæðinu við Franklin Park eða Bramble Way um 18:30 á sunnudagskvöldið? Sástu árásina sjálfa? Af lýsingunni sem gefin var, sástu fórnarlambið fyrir atvikið eða hugsanlega hóp ungmenna að yfirgefa svæðið eftir það?
„Vettvangurinn verður varinn áfram í garðinum á meðan rannsókn okkar heldur áfram. Yfirmenn á staðnum eru einnig á svæðinu og sinna eftirlitsferðum og geta talað við hvern sem er í nærsamfélaginu sem hefur áhyggjur,“ sagði Emma að lokum.
Setti Íslandsmet en undirbýr nú stórtónleika
Már Gunnarsson fær litla hvíld eftir glæsilegan árangur á Ólympíuleikum fatlaðra í París um daginn en hann ætlar að halda stórtónleika hér heima og erlendis.
Ólympíufarinn og söngvarinn Már Gunnarsson setti á dögunum Íslandsmet í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra á Ólympíuleikum fatlaðra í fyrradag en hann ætlar sér ekki að hvíla sig mikið því nú undirbýr hann stórtónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi, Hljómahöllinni og í Manchester á Englandi ásamt The Royal Northern College of Music Session Orchestra.
Royal Northern College of Music Sessplöt Orchestra eru 30 stórkostlegir hljóðfæraleikarar sem margir hverjir spila einnig með BBC Philharmonic, The Hallé, Manchester Camerata, Opera North og/eða Royal Liverpool Philharmonic Orchestra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um tónleikana.
Á tónleikunum mun hann kynna nýja plötu sem heitir „Orchestral me“. Þá ætlar hann að flytja fjöldi skemmtilegra laga í stórum útsetningum í anda Disney. Fjöldi gestasöngvara mun einnig koma fram.
Fyrsta lag plötunnar, The Spirit in Motion, kom út áður en Már hélt utan og var gefið út í tilefni af veru hans á Ólympíuleikunum.
„Lagið fjallar um allt það góða sem sameinar okkur á Ólympíuleikum, samkennd, vináttu og keppnisskap, en einnig um sársaukann og ómælda vinnuna sem fólk leggur á sig til að skara fram úr,“ segir Már.
Í fréttatilkynningunni segist Már í gegnum tíðina hafa gert sitt besta til að samtvinna tvær helstu ástríður sínar, það er sund og tónlist: „Þess vegna langaði mig að gera eitthvað sérstakt í aðdraganda Ólympíuleikanna í ár og útkoman varð þetta lag, The Spirit in Motion.“
Myndbandið með laginu er afar hjartnæmt að því er segir í fréttatilkynningunni en Már segist vona að lagið eigi hvetja fólk til dáða: „Ég vona að þetta lag muni hvetja fólk til að vera óhræddur við að fara í ferðalag og taka að sér hvað sem verður, í þeirri trú að allt muni ganga upp og vera þess virði á endanum.“
Hross Kristjönu læst í kjallara á eyðibýli: „Hljóta að vera sálarlausir aumingjar“
Tvo hross voru læst í kjallara á eyðibýli á Vestfjörðum árið 1991.
Dýraníðingur var á ferð um Vestfirði en hann læsti tvo hross, fjögurra vetra meri og veturgamalt trippi, í kjallara á eyðibýlinu Hrauni í Keldudal í Dýrafirði og voru þau mjög illa á sig komin þegar þau voru leyst úr prísund sinni.
Kjallarahurðin hafði verið negld aftur með nýjum nöglum og var ekki mögulegt fyrir hrossin að sleppa út. „Hreppstjórinn á Þingeyri hringdi í mig á sunnudagskvöld og sagði mér frá þessu. Þá hafði hann verið látinn vita um ódæðið. Við höfum ekki hugmynd hver eða hverjir gerðu þetta við aumingja skepnurnar en það hljóta að vera sálarlausir aumingjar. Trippið gekk ennþá undir móður sinni en hún var lokuð úti og hafði hringsnúist í kringum húsið, svo lengi að þar hafði myndast braut. Það er hræðilegt að fara svona með dýrin,“ sagði Kristjana Vagnsdóttir á Sveinseyri við Dýrafjörð í samtali við DV en hún átti annað hrossið. Þá sagðist hún einnig hafa kært verknaðinn átti ekki von á að málið yrði leyst.
„Það er ómögulegt að vita hver hefur lokað skepnurnar inni þar sem mikil umferð er framhjá eyðibýlinu. Naglarnir, sem notaðir voru til að negla hurðina fasta, voru nýir og því virðist sem einhver hafi gert sér sérstaka ferð til að gera þetta. Það er alveg ótrúlegt.“
Fjölskylda Breta sem dó í árás Ísraela krefst óháðrar rannsóknar: „Þetta snýst ekki bara um okkur“
Fjölskylda bresks hjálparstarfsmanns sem lést í árás Ísraelshers á Gaza í apríl hefur kallað eftir óháðri rannsókn á morði hans.
James Kirby, frá Bristol í suðvestur-Englandi, var einn af sjö sem féllu í árás á mataraðstoð World Central Kitchen á Gaza í apríl.
Fyrrverandi hermaðurinn Kirby og tveir aðrir Bretar sem létust voru hluti af öryggisteymi sem fylgdi hjálparstarfsmönnum sem starfa hjá góðgerðarsamtökunum, sem eru með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum.
Í ræðu fyrir hönd fjölskyldu sinnar fyrir minningarathöfn um Kirby, kallaði frænka hans Louise Kirby eftir „almennilegri, óháðri rannsókn á þessari árás á saklausa hjálparstarfsmenn“.
„Þó við höfum fengið mikinn stuðning eigum við enn í erfiðleikum með að finna svör og hver beri ábyrgð á því sem gerðist,“ sagði hún einnig.
Kirby sagði að fjölskyldan væri „hissa“ á því að hún hefði ekki heyrt neitt frá sendiherra Ísraels í Bretlandi eða ísraelskum embættismönnum.
„Alla fjölskyldar sem eiga ástvini sem hafa verið myrtir, þurfa á uppgjöri að halda. Við verðum að skilja hvernig þessi hörmung gat átt sér stað,“ sagði hún.
Bætti hún við að lokum: „Þetta snýst ekki bara um okkur. Þetta snýst um hvernig Bretland sér um eigin borgara og fjölskyldur þeirra þegar breskur ríkisborgari hefur verið drepinn á ólöglegan hátt af öðru ríki.“
Leikstjóri Ljósvíkinga hafði samband við Önnu fyrir áratug: „Var búin að steingleyma erindinu“
Anna Kristjánsdóttir vélstjóri og húmoristi rifjar upp í nýrri dagbókarfærslu á Facebook, þegar leikstjóri hinnar glænýju kvikmyndar Ljósvíkingar, Snævar Sölvi Sölvason hafði samband við hana og bað um upplýsingar varðandi kynleiðréttingaferli en eins og alþjóð veit var Anna önnur manneskjan á Íslandi sem fór í slíkt ferli. Nú, tíu árum síðan fékk hún svo boð á frumsýningu kvikmyndarinnar en samkvæmt Kvikmyndamiðstöð Íslands fjallar myndin um eftirfarandi: Ljósvíkingar fjallar um æskuvinina Hjalta og Björn sem reka fiskveitingastað í sínum heimabæ yfir sumartímann. Þá dreymir um að geta haft opið allt árið um kring og þegar óvænt tækifæri þess efnis bankar upp á, tilkynnir Björn vini sínum að hún sé trans kona og muni framvegis heita Birna. Þessar breytingar reyna á vináttuna og þurfa þau bæði að horfast í augu við lífið á nýjan hátt til þess að bjarga því sem mestu máli skiptir.
Anna skrifar: „Í dag eru liðin nákvæmlega tíu ár síðan Snævar Sölvi Sölvason handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Ljósvíkingar hafði samband við mig og óskaði eftir upplýsingum um kynleiðréttingaferli og fleira því tengt. Að sjálfsögðu veitti ég honum þær upplýsingar sem mér var unnt, en svo liðu árin og ég var búin að steingleyma erindinu þegar Snævar hafði aftur samband við mig í sumar og svo aftur um daginn þar sem mér var boðið á frumsýningu kvikmyndarinnar sem var í gærkvöldi.“
Gerir Anna lítið úr sínum þætti í kvikmyndinni en hvatti fólk til að sjá myndina í bíó.
„Ég játa alveg að minn hlutur í gerð myndarinnar var svo veigalítill að upplýsingagjöf frátalinni að ég tímdi ekki að kosta á mig flugfari til Íslands til að horfa á eina kvikmynd, en ég hvet þá sem eiga þess kost, að sjá þessa mynd. Ég get ekki ímyndað mér annað en að hún sé bæði áhugaverð og skemmtileg.
Leitað á öllum framhaldsskólaböllum með málmleitartæki – Tónlistahátíð aflýst
Fyrirtækið Go öryggi mun leita á öllum þeim sem sækja framhaldsskólaböll á höfuðborgarsvæðinu með málmleitartæki en Vísir greinir frá þessu.
Forsvarsmaður þess segir í ljós stöðunnar í samfélaginu hafi þessi ákvörðun verið tekin en tekur fram að sjaldgæft sé að hnífar finnist við leit á böllum.
Miklar umræður hafa skapast um vopnaburð barna og ungmenna eftir að barn stakk Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana á Menningarnótt en barnið stakk einnig tvö önnur ungmenni auk Bryndísar. Þá hefur dómsmálaráðherra boðað hertar aðgerðir í málaflokknum og hefur skipað tillögum frá aðgerðarhópi í þeim efnum á næstu dögum.
Þá var tónlistarhátíð sem átti að halda í Árbænum um helgina verið aflýst eftir tilmæli lögreglu. „Við vorum aðeins búin að vera að ræða þetta og svo áttum við gott samtal við lögregluna og við mátum þetta þannig að það væri kannski hyggilegast að fresta þessu aðeins. Það eru margir aðrir stórir viðburðir um helgina. Þetta var meira bara samtal við lögregluna og fleiri aðila að það væri mikið álag á kerfinu,“ sagði Kristján Sturla Bjarnason einn af skipuleggjendum hátíðarinnar um málið og segir að fólk hafi mætt þessari ákvörðun af skilningi.
Drífa ósátt við ósmekklegheit Stöðvar 2: „Við skulum ekki taka ofbeldi karla gegn konum alvarlega“
Drífa Snædal er allt annað en ánægð með þáttastjórnanda NFL-þáttarins Lokasóknin á Stöð 2 Sport og gesti hans.
Andri Ólafsson þáttastjórnandi NFL-þáttarins Lokasóknin á Stöð 2 Sport fékk til sín þá Eirík Stefán Ásgeirsson forstöðumanns íþróttadeildar Stöðvar 2, Stöðvar 2 Sports, Vísis og Bylgjunnar og Henry Birgi Gunnarsson íþróttafréttastjóra sömu miðla, í settið til að fara yfir komandi tímabil í NFL-deildinni bandarísku. Eitt af því sem þeir gerðu fór fyrir brjóstið að talskonu Stígamóta, Drífu Snædal en það var þegar þeir fóru yfir handtökur leikmanna deildarinnar í sumar. Hún skrifaði kaldhæðna Facebook-færslu þar sem hún hæðist að þessum ósmekklega dagskrárlið.
„Mikið er þetta fyndið og skemmtilegt. Rætt á léttum nótum um „handtökur sumarsins“ í ameríska fótboltanum. Gaman að skreyta svo með tjáknum og hlæja soldið.“ Þannig hefst færsla Drífu sem vakið hefur athygli og ljóst að margir eru sammála henni í að finnast þetta ósmekklegt. Drífa telur síðan upp dæmi um afbrot sem Andri og gestir hans tala um að framdir hafi verið í sumar.
„Þarnar er einn gæji sem miðaði byssu á höfuð barnsmóður sinnar, einn sem braust inn til fyrrum kærustu og annar sem reynda að kyrkja sína fyrrverandi. Allt saman svo fyndið. Við skulum ekki taka ofbeldi karla gegn konum alvarlega.“
Að lokum skýtur Drífa fast á þríeykið:
„Við skulum gefa þau skilaboð að það sé eitthvað til að gera grín að. Svo skulum við hafa meiri áhyggjur af slaufun en ofbeldinu sjálfu og svo skulum við vera rosalega hissa þegar ungir drengir (jafnvel íþróttamenn) beita konur ofbeldi. Svo tökum við undir þegar þeir skilja ekkert í því þegar þeir eru krafnir afleiðinga.“
Uppfært:
Mannlíf hafði samband við Andra Ólafsson og bað hann um viðbrögð við færslu Drífu. Upp úr klukkan fjögur barst skriflegt svar en þar sagðist hann sammála Drífu: „Ég er sammála Drífu. Þetta var misheppnað grín hjá okkur.“
Vopnfirðingar minnast Violetu Mitul í kvöld – Ár liðið frá andláti knattspyrnukonunnar
Minningarathöfn verður haldin á Vopnafirði í kvöld í tilefni þess að ár er liðið frá því að moldóvska knattspyrnukonan Violeta Mitul lést af slysförum í bænum.
Austurfrétt segir frá því að Vopnfirðingar séu boðaðir til athafnar í kvöld við setubekk yst á Hafnarbyggðinni klukkan 18:00, þar sem minningarorð verða flutt sem og tónlist en tilefnið er að nú er ár síðan Violeta Mitul, knattspyrnukona frá Moldóvu, lést af slysförum er hún féll fram af klettum nærri smábátahöfninni í Vopnafirði en hún lék þar knattspyrnu með Einherja. Þá lék hún einnig með landsliði Moldóvu. Hún var aðeins 26 ára gömul er hún lést.
Að lokinni athöfninni verður gengið upp á íþróttavöllinn þar sem léttar veitingar verða í boðið og sagt frá sjóði sem stofnaður verður í minningu Violetu. Eru Vopnfirðingar hvattir til að kveikja á kertum við hús sín í tengslum við viðburðinn.
Þá eru áfallamiðstöðvar áfram opnar í Fjarðabyggð vegna þeirra áfalla sem samfélagið á svæðinu varð fyrir með stuttu millibili í síðasta mánuði. Frá klukkan 16-19 er áfallamiðstöðin í grunnskólanum í Breiðdal opin og á sama tíma í Egilsbúð í Neskaupstað á morgun.
Í báðum miðstöðunum getur fólk komið til að spjalla og fá sálrænan stuðning í kjölfar áfallanna. Um er að ræða samstarfsverkefni HSA, Fjarðabyggðar og Rauða krossins.
Hjálparsími Rauða Krossins er opinn allan sólarhringinn í síma 1717. Einnig er hægt að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með því að senda póst á netfangið [email protected], hafa samband við presta í gegnum netfangið[email protected] eða hafa samband við félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470 9000, einnig má senda póst á netfangið [email protected].
Hjón fara í mál við lögreglu eftir barnaníðsáhlaup – MYNDBAND
Hjón í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum hafa ákveðið að fara í mál við lögregluna.
Forsaga málsins er sú að lögreglan í Orlando réðst inn á heimili Christian og Laurie Ann Campbell í ágúst 2020 vegna þess að lögreglunni hafði borist upplýsingar um að þau væru barnaníðingar. Þær upplýsingar reyndust á endanum vera falskar en tugir vopnaðra lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni.
Myndband sem birt hefur verið af áhlaupinu sýnir hjónin vera handjárnuð í garði sínum en þau segja ekki neinn hafi skipt um bleyju hjá 18 mánaða dóttur þeirra á meðan aðgerðinni stóð yfir og hún hafi þurft að vera í pissublautum fötum tímunum saman. Þá ásaka þau lögreglumennina að hafa sagt nágrönnum þeirra að þau væru barnaníðingar. Í kærunni kemur einnig fram að Laurie Ann hafi verið stoppuð á leið með hund þeirra til dýralæknis og það hafi verið neyðartilfelli en hundurinn lést skömmu síðar.
Hjónin fara fram á 10 milljónir dali í skaðabætur. Lögreglan hefur neitað að tjá sig um málið að svo stöddu.
Dularfull baktería étur flak Titanic: „Hefur hvergi fundist annars staðar“
Baktería sem fannst árið 2010 á flaki Titanic, er smá saman að éta flak skipsins til agna.
Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður er hafsjór upplýsinga um allt milli himins og jarðar eins og nýjasta Facebook-færsla hans ber vitni um. Þar segir hann frá bakteríu sem fannst árið 2010 á flaki Titanic. Bakterían étur járn skipsins smá saman og er nú talið að eftir um þrjá áratugi verði ekkert eftir að flaki Titanic. Hér má lesa hinn áhugaverða fróðleiksmola Illuga:
„Á efri myndinni er Halomonas titanicae, baktería sem fannst í fyrsta sinn um 2010 á 3,5 kílómetra dýpi oní ísköldu Atlantshafinu. Bakterían býr á flaki farþegaskipsins Titanic sem sökk 1912 og er að éta járnið í flakinu upp til agna. Nú er talið að flakið verði meira og minna horfið eftir um 30 ár. Hvaðan Halomonas titanicae kom er ráðgáta því bakterían hefur hvergi fundist annars staðar. Og þegar flakið er uppétið, hvað verður þá um Halomonas titanicae?“
Hér má svo lesa meira um bakteríuna dularfullu.
Kinski kemur til Íslands í fyrsta skipti: „Það er auðvitað mikill heiður“
Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF, en hún hefst í Háskólabíói 26. september næstkomandi og stendur til 6. október en greint er frá þessu í fréttatilkynningu frá RIFF en hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan:
Kinski á að baki langan og glæsilegan feril á hvíta tjaldinu, en hún hefur allt frá 1978 leikið í yfir sextíu bíómyndum, þar á meðal í leikstjórn margra kunnustu kvikmyndagerðarmanna sögunnar á borð við David Lynch, Francis Ford Coppola, Paul Schrader, Roman Polanski, Wim Wenders og Wolfgang Petersen.
„Það er auðvitað mikill heiður fyrir hátíðina að svo kunnur listamaður sem Kinski er komi hingað til lands og heiðri okkur með nærveru sinni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF og bætir því við að heiðursgesturinn í ár sé sannarlega „ein af goðsögnum bíómyndanna sem kynslóðir stelpna á sínum tíma hermdu eftir í hárgreiðslu og útliti.“
Sló í gegn sautján ára
Stjarna Kinski reis skart undir lokin á áttunda áratugnum, en heita má að hún hafi slegið í gegn, aðeins sautján ára gömul, í kvikmynd Ítalans Alberto Lattuada, Stay as you are, þar sem hún lék eftirminnilega á móti sjálfum Marcello Mastroianni sem þar er í hlutverki miðaldra arkitekts í líflausu hjónabandi og fellur fyrir ungri skólamær, túlkaðri af Kinski. Aðeins ári seinna, 1979, hreif hún kvikmyndaunnendur upp úr skónum í hlutverki sínu í kynngimagnaðri kvikmynd Polanski, Tess, og hlaut fyrir vikið tilnefningu til Gullna hnattarins fyrir túlkun sína á ungri konu sem verður fórnarlamb eigin fegurðar. Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta myndin.
Og teningunum var kastað – og hver myndin af annarri festi leikkonuna í sessi á stjörnuhimni heimsfrægðarinnar á níunda áratug síðustu aldar, og má þar nefna One from the Heart eftir Coppola, Cat People í leikstjórn Paul Schrader, að ekki sé talað um Paris, Texas í höndum Wim Wenders. Tvær síðastnefndu myndirnar verða einmitt sýndar á hátíðinni í ár.
Hvergi af baki dottin
Nastassja Kinski hefur sem fyrr segir leikið í meira en sextíu kvikmyndum, bæði austan hafs og vestan, og er enn að, en á meðal þekktra mynda sem hún hefur leikið í á nýrri öld eru Inland Empire eftir David Lynch og Sugar í leikstjórn Rotimi Rainwater. Og svo því sé líka til haga haldið keppti þessi margverðlauna leikkona og dáða fyrirsæta í þýsku útgáfunni af Lets Dance á útmánuðum 2016, hvergi af baki dottin.
Þetta er í fyrsta skipti sem Kinski kemur til Íslands og hér mun hún dvelja í nokkra daga og vera meðal annars með meistaraspjall við gesti þar sem hún fer yfir feril sinn og frama.
Aðdáendur hafa áhyggjur af heilsu Rachael Ray – MYNDBAND
Aðdáendur sjónvarpskokksins fjörlega, Rachael Ray hafa áhyggjur af heilsu hennar eftir að hún birti myndskeið á Instagram. Þar hljómar hún þvoglumælt að margra mati.
Sjónvarpskokkurinn deildi búti úr þættinum sínum, „Rachael Ray í Toskana,“ á Instagram á mánudaginn, þar sem hún sagði frá því þegar hún drap næstum því söngvarann Tony Bennett, heitinn í einum eftirminnilegum kvöldverði … en hún kenndi öfgafullum hreingerningarstíl sínum um að hafa valdið því að tónlistargoðsögninn rann og féll í gólfið.
Þrátt fyrir grípandi söguna voru aðdáendur uppteknir af ræðustíl hennar í myndbandinu, þar sem Rachael virtist eiga í erfiðleikum með að koma sögunni út, þar sem mörg orð hennar blönduðust saman. Aðrir tóku eftir framkomu Rachael, þar sem hún virtist tala út um annað munnvikið og halda sér uppi á eldhúseyjunni á ákveðnum stöðum í myndbandinu.
Þó að ekkert hafi verið minnst á heilsu Rachael í myndbandinu, fóru aðdáendur að velta vöngum yfir því að hún gæti hafa fengið „heilaslag (e. mini stroke)“ sem veldur máttleysi á helmingi líkamans, erfiðleikum með mál og óskýru tali, meðal annarra einkenna.
En aðrir aðdáendur komu Rachael til varnar og fullyrtu að hún væri líklega bara viðkvæm á meðan hún rifjaði upp ljúfa sögu um látinn vin sinn.
Tony Bennett lést í júlí 2023 eftir baráttu við Alzheimers sjúkdóminn í nokkur ár. Hann var 96 ára. Hvað varðar heilsu sjónvarpskokksins, hefur Rachel ekki sagt frá neinum vandamálum opinberlega.
Hér má sjá myndbandið:
Ágúst er látinn
Ágúst Óskarsson, íþróttakennari og kaupmaður, er fallinn frá 75 ára að aldri en mbl.is greindi frá andláti hans.
Ágúst fæddist á Akureyri en stundaði nám í Reykjadal í æsku sinni og lærði svo íþróttakennarann síðar meir en hann var mikill íþróttagarpur og þjálfaði bæði frjálsar íþróttir og knattspyrnu auk þess að vera íþróttakennari.
Hann stofnaði svo fyrirtækið Á. Óskarsson formlega árið 1978 ásamt Helgu Sigurðardóttur, eiginkonu sinni, en fyrirtækið sérhæfir sig í að selja vörur og búnað fyrir íþróttahús, sundlaugar, skóla og leikskóla.
Ágúst var virkur í félagsstarfi í gegnum ævina en hann var meðlimur í Félagi íslenskra stórkaupmanna, meðlimur í Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu, félagi í Oddfellowreglunni og meðlimur í Félagi frímerkjasafnara.
Ágúst lætur eftir sig þrjú börn.
Sara Lind fékk vinnu
Greint var frá því fyrr í vikunni að Sara Lind Guðbergsdóttir hafi verið ráðin sem framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi en svissneska fyrirtækið starfrækir lofthreinsiver á Hellisheiði. Kemur þessi ráðning mörgum í opna skjöldu enda höfðu flestir reiknað með að hún yrði sett í gott forstjórastarf hjá ríkinu án auglýsingar eins og venjan hefur verið.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Söru tekst til að stýra fyrirtækinu en það þykir gífurlega umdeilt og hafa miklar rökræður átt sér stað í vísindaheiminum um gagnsemi þess. Segja margir að um snákaolíu sé að ræða meðan aðrir kalla tæknina byltingu í umhverfismálum.
Þó verður það að teljast nokkuð kaldhæðnislegt að Sara stýri lofthreinsifyrirtæki í ljósi þess að háværar sögur voru sagðar af óþægilegu andrúmslofti á Ríkiskaupum og Orkustofnun meðan hún sat þar við stjórnvölinn …
Konur stjórna Heimildinni
Konur eru nú í lykilstöðum á Heimildinni eftir að Margrét Marteinsdóttir og Ragnhildur Þrastardóttir voru ráðnar fréttastjórar. Erla Hlynsdóttir verður fréttastjóri á vef blaðsins. Frá þessu var greint á vef útgáfunnar í gær. Allar hafa þær verið starfandi blaðamenn á ritstjórn Heimildarinnar og búa að langri reynslu í blaðamennsku.
Þórður Snær Júlíusson, annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar, lét af störfum í lok sumars. Ekki verður ráðið í stöðu hans og verður Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ein ritstjóri. Ráðning fréttastjórannar er liður í endurskipulagningu á ritstjórn Heimildarinnar.
Margrét Marteinsdóttir hefur mikla reynslu af fjölmiðlum. Hún hóf ferilinn árið 1997. Fyrst vann hún í 16 ár hjá á RÚV, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV þar sem hún hafði yfirumsjón með fimm útvarpsþáttum: Morgun- og Síðdegisútvarpinu á Rás 2, Speglinum, Vikulokunum og Hádegisútvarpinu. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Hún hóf störf á Stundinni árið 2021 og hefur verið hluti af Heimildinni frá stofnun miðilsins.
Útgáfa Heimildarinnar var sjálfbær í fyrra og skilaði rúmlega 17 milljóna króna hagnaði fyrir fjármagnsliði. Heimildin kemur út í vikulegri prentútgáfu og birtir daglegar fréttir á Heimildin.is. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallups lesa 15,5 prósent landsmanna hvert tölublað Heimildarinnar.
Rúðubrjótur handtekinn í Hlíðunum – Ofbeldisseggur læstur inni í fangageymslu eftir árás
Nóttin og gærkvöldið einkenndust helst af ölvuðum og dópuðum ökumönnum sem staðnir voru að verki þar sem Þeir stefndu samborgurum sínum í stórhættu með því að aka án þess að hafa athygli og dómgreind í lagi. Mánaðrmót að baki og gleðimenn og drykkjusvolar komnir á kreik.
Tveir ökmenn voru stöðvaðir í austurborginni, grunaðir um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna. Dregið var úr þeim blóð og þeir látnir lausir að lokinni sýnatöku.
Ofbeldisseggur var handtekinn vegna líkamsárásar, Fórnarlambið reyndist vera með minniháttar meiðsli. Gerandinn var handtekinn og læstur inn í fangageymslu. Á svipuðum slóðum var maður á sveimi, illa áttaður og í annarlegu ástandi. Hann var læstur inni og látinn sofa úr sér.
Í miðborginni var ökumaður handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit fundust á honum fíkniefni. Hann var vistaður í fangageymslu.
Rúðubrjótur var á ferð í Hlíðunum. Hann reyndist vera í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.
Tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bifreið í Hafnarfirði. Gerandinn hvarf sporlaust.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Breiðholti fyrir að svína á stöðvunarskyldu. Mál þeirra voru afgreidd með sekt.
Ökumaður stöðvaður við akstur í Kópavogi. Hann var sviptur ökuréttindum og sektaður.
Jóni misþyrmt af fjórum dyravörðum í Svíþjóð: „Þetta er greinilega einhver rasismi“
Jóni Péturssyni var illa misþyrmt í Svíþjóð árið 1990 en DV greindi frá málinu.
Hópur íslenskra jeppamanna úr Jeppaklúbbi Reykjavíkur var á ferðalagi í Svíþjóð til keppa í torfæruakstri en þegar þeir voru að skemmta sér kom til átaka milli Íslendinga og Svía.
„Þetta byrjaði víst allt þannig að dyraverðirnir voru að nudda í öðrum Íslendingi á skemmtistaðnum. Þeir héldu að hann væri Finni og þetta er greinilega einhver rasismi í þeim. Vinir hans komu þá til hjálpar og fljótlega upphófust einhver áflog. Á meðan á því stóð tókst dyravörðunum aö draga einn Íslending inn í eldhús og þar misþyrmdu fjórir þeirra honum. Mér skilst að tveir hafi haldið honum á meðan aðrir tveir börðu hann,“ sagði Stefán Einarsson við DV.
Eins og áður sagði var sá Íslendingur Jón Pétursson en hann lá inn á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í Trelleborg í Svíþjóð með fjögur brotinn rifbein og þá féll annað lunga hans saman. Þá greinir DV frá því að annar Íslendingur hafi lent illa í því í átökunum en hann hafi þó verið óbrotinn.
Georg Franklínsson, starfsmaður Landssambands Íslendingafélaga í Svíþjóð, sagði við DV að það væri verið að skoða hvort ætti að senda Jón með heim til Íslands með læknisfylgd og tengdan við lungnavél. Lögreglan tók skýrslu vegna málsins og var atburðinn kærður.
Fjölskyldumeðlimur eitraði fyrir börnum: „Geta verið alveg lífshættuleg“
Fjölskyldumeðlimur gaf tveimur börnum, 5 og 11 ára, gúmmíbangsa sem innihéldu THC, ofskynjunarefni sem finnst í kannabis, en RÚV greinir frá þessu en var það óviljaverk hjá fjölskyldumeðlimnum. Börnin voru flutt á sjúkrahús í gær en verða útskrifuð fljótlega að sögn Valtýs Thors, yfirlæknis barnalækninga við Landspítalann.
Valtýr segir að svona mál hafi komið upp en þó ekki oft. „Ég er ekki með nákvæma tölu um þetta, um gúmmíbangsa, en þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá af og til. Það er kannski ekki mikið meira en það sem hefur komið í fréttum, en eitthvað. Þetta er eitthvað sem við sáum aldrei áður en þegar þetta kemur „nýtt inn á markað“ er augljóst að þetta muni gerast. Þá er það bara spurning um tíma,“ sagði Valtýr við Vísi um eitrunina.
„Sum einkennin eru meira óþægindi á meðan önnur eru alvarleg og geta verið alveg lífshættuleg.“
Ekki borða ókunnugt nammi
Valtýr hvetur fólk til að gefa ekki börnum nammi sem það kann ekki skil á.
„Ef fólk finnur heima hjá sér, í vinnu eða úti á víðavangi poka með gúmmíi sem lítur út eins og sælgæti á aldrei að borða það sjálfur og allra síst að gefa börnunum sínum slíkt. Fyrir þá sem hafa keypt svona til eigin nota er lykilatriði að þetta sé geymt á þannig stað að börn komist ekki í þetta.“
Brynjar telur kristin gildi vera lausnina við ofbeldi ungmenna: „Þurfum að líta í eigin barm“
Brynjar Níelsson telur að kristileg gildi, ást og hæfilegur agi vera lausnina gegn auknu ofbeldi meðal ungmenna á Íslandi.
„Sá hörmulegi atburður gerðist að ung stúlka hlaut bana af hnífsstungu á Menningarnótt. Alvarlegt ofbeldi ungmenna virðist alltaf koma okkur á óvart, rétt eins og sífellt lakari námsárangur grunnskólabarna í lestri og reikningi. Þegar við erum í uppnámi myndast kjörlendi fyrir tækifærissinna og populista til að láta ljós sitt skína.“ Þannig hefst færsla Brynjars Níelssonar en eftir hinn hræðilega atburð þegar 17 ára stúlka var myrt og tvö 16 ára ungmenni voru særð á Menningarnótt, auk annarra frétta af ofbeldi ungmenna undanfarið, hefur hver málshefjandi manneskja tjáð sig á samfélagsmiðlunum á fætur annarri um það hvað sé best að gera til að uppræta ofbeldið í samfélaginu enda afar verðugt umræðuefni. Og sitt sýnist hverjum, eðilega. Brynjar, heldur áfram þeim upptekna hætti í nýju færslu sinni að skjóta á pólitíska andstæðinga og segir:
„Eins og við vitum er enginn skortur á tækifærissinnum í pólitík. Nú ætla þeir að stöðva ofbeldið eins og þeir ætluðu að gera Ísland fíkniefnalaust á sínum tíma. Tækifærissinnar líta aldrei svo a að við berum sjálf ábyrgð á hegðun okkar og foreldrar beri einhverja ábyrgð á börnum sínum, heldur að skólarnir og „kerfið“ hafi brugðist. Því þurfi meiri fjármuni í „kerfið“ til að koma í veg fyrir ofbeldi.“
Neitar Brynjar að „einhver óskilgreind kerfi“ hafi brugðist ungmennum á Íslandi:
„Það er ekki einhver óskilgreind kerfi sem hafa brugðist. Úrræði og aðstoð við þá sem glíma við erfiðleika í lífinu hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og áratugi. Hvert og eitt okkar verður að líta meira í eigin barm og taka meiri ábyrgð í stað þess að skella alltaf skuldinni á aðra eða „kerfið“. Þá fyrst næst einhver árangur í baráttunni.“
En hver er lausnin að mati Brynjars? Jú, kristileg gildi, ást og agi.
„Lengi hefur verið vitað að maðurinn er ófullkominn og átt í bölvuðu basli með að búa í samfélagi. Áhersla á kristileg gildi í uppeldinu ásamt ást, umhyggju og hæfilegum aga er örugglega farsælt veganesti fyrir hvern einstakling út í lífið og fyrir samfélagið í heild.
Fyrir þá sem er alvarlega misboðið yfir þessari færslu er bent á að opið er fyrir athugasemdir og svívirðingar á vegg mínum.“
Fréttamaður á RÚV hneykslaði Bjarna Ben: „Hvað ertu að meina með þessari spurningu eiginlega?“
Bjarni Benediktsson brást illa við spurningu Hauks Hólm, fréttamanns á RÚV, þegar hann spurði forsætisráðherrann út í bréf Ásgeirs Bolla Kristinssonar til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins en hann vill fá afdráttarlaust svar hvort leyft verði að bjóða fram viðbótarlista undir nafni Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum.
RÚV sagði frá því í hádegisfréttum í dag að Ásgeir Bolli Kristinsson sjálfstæðismaður vilji að miðstjórn flokksins gefi afdráttarlaus svör um það hvort leyft verði að bjóða fram viðbótarlista undir nafni Sjálfstæðisflokksins í kosningunum á næsta ári.
Um síðustu helgi var haldinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í skugga nýjustu skoðanakannana sem sýndi fylgi flokksins í sögulegu lágmarki. Bjarni gaf ekkert upp um fyrirætlanir sínar, hvort hann mun sækjast eftir endurkjöri sem formaður á næsta landsfundi eða ekki.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins barst bréf frá Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sjálfstæðismanni en hann rak lengi vel verslunina Sautján. Þar krefst hann þess að stjórnin svari því hvort heimilt verður fyrir Sjálfstæðisfólk að bjóða sig fram á viðbótarlistum, DD, sé þess óskað.
Á hann þar við að þeir sem næðu kjöri undir merkjum DD listans myndu sameinast Sjálfstæðisflokknum á þingi að loknum kosningum. Telur Ásgeir Bolli og hans stuðningsfólk að þetta gæti stuðlað að betri útkomu hjá Sjálfstæðisflokknum en þá þurfi að tryggja einingu í flokknum eftir kosningar. Segir hann enn fremur að efla þurfi lýðræði innan flokksins sem og auka þátttöku flokksmanna í starfi hans. Einn liður í því væri að heimila viðbótarframboð, til að minnka hættuna á klofningu innan flokksins.
Haukur Hólm, fréttamaður RÚV spurði Bjarna út í bréfið, sem sagði það vera „hipótískt“ þar sem þeirri spurningu sé fleygt fram, hvað ef einhver myndi vilja fara fram í þannig framboð, hvernig myndi flokkurinn bregðast við? Þetta hafi verið rætt á fundi miðstjórnar en ekki verið afgreitt enn.
Þegar Haukur spurði Bjarna hvort hann liti á bréfið sem gagnrýni á hans störf brást hann illa við og svaraði hneykslaður: „Hvað er þetta annað en gagnrýni á mín störf? Hvað ertu að meina með þessari spurningu eiginlega?“ Haukur spurði Bjarna þá hvort hann væri ósammála því og Bjarni svaraði jafnvel enn meira hneykslaður: „Auðvitað er ég ósammála því.“
Fimm börn grunuð um að hafa myrt áttræðan mann: „Því miður hefur þetta breyst í morðrannsókn“
Fimm börn frá 12 til 14 ára, hafa verið handtekinn grunuð um að hafa myrt áttræðan mann sem lést eftir alvarlega líkamsárás í garði í Braunstone Town, samkvæmt lögreglunni í Leicester-skíri í Englandi.
Lögreglan í Leicester-skíri hefur hafið morðrannsókn eftir að aldraði maðurinn lést á sjúkrahúsi af völdum áverka sem hann hlaut í Franklin-garði í Braunstone Town, Leicester-skíri, um klukkan 18:30 á sunnudag.
Lögreglan hefur handtekið strák og stelpu sem eru 14 ára og einn dreng og tvær stelpur, öll 12 ára, vegna gruns um morðið.
Talið er að árásin hafi átt sér stað um klukkan 18:30, skammt frá inngangi garðsins í Bramble Way. Greint er frá því að fórnarlambið, sem var á göngu með hundinn sinn, var klæddur í svarta peysu og gráa joggingbuxur og varð fyrir alvarlegri líkamsárás af hópi ungmenna. Þeir fóru af vettvangi áður en neyðarþjónusta kom á vettvang.
Talsmaður lögreglunnar staðfesti að rannsóknarlögreglumenn vinni nú að því að komast að öllum kringumstæðum í kringum atvikið og eru að ræða við íbúa á svæðinu til að afla eins mikilla upplýsinga og mögulegt er.
Sem hluti af rannsókninni vill lögreglan tala við alla sem voru í garðinum eða á Bramble Way-svæðinu milli 18:00 og 18:45 á sunnudagskvöld. Emma Matts, rannsóknarlögreglumaður, sagði við fjölmiðla: „Því miður, eftir dauða fórnarlambsins í gærkvöldi, hefur þetta nú breyst í morðrannsókn. Lögreglumenn halda áfram að vinna með hraða til að komast að smáatriðum um árásina og við höfum gert fjölda handtaka þar sem við höldum áfram að átta okkur á því hvað gerðist.“
Bætti hún við: „Okkur vantar enn fólk sem var á svæðinu til að koma fram ef það hefur séð eitthvað eða hefur einhverjar upplýsingar sem gætu aðstoðað okkur. Varstu á svæðinu við Franklin Park eða Bramble Way um 18:30 á sunnudagskvöldið? Sástu árásina sjálfa? Af lýsingunni sem gefin var, sástu fórnarlambið fyrir atvikið eða hugsanlega hóp ungmenna að yfirgefa svæðið eftir það?
„Vettvangurinn verður varinn áfram í garðinum á meðan rannsókn okkar heldur áfram. Yfirmenn á staðnum eru einnig á svæðinu og sinna eftirlitsferðum og geta talað við hvern sem er í nærsamfélaginu sem hefur áhyggjur,“ sagði Emma að lokum.
Setti Íslandsmet en undirbýr nú stórtónleika
Már Gunnarsson fær litla hvíld eftir glæsilegan árangur á Ólympíuleikum fatlaðra í París um daginn en hann ætlar að halda stórtónleika hér heima og erlendis.
Ólympíufarinn og söngvarinn Már Gunnarsson setti á dögunum Íslandsmet í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra á Ólympíuleikum fatlaðra í fyrradag en hann ætlar sér ekki að hvíla sig mikið því nú undirbýr hann stórtónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi, Hljómahöllinni og í Manchester á Englandi ásamt The Royal Northern College of Music Session Orchestra.
Royal Northern College of Music Sessplöt Orchestra eru 30 stórkostlegir hljóðfæraleikarar sem margir hverjir spila einnig með BBC Philharmonic, The Hallé, Manchester Camerata, Opera North og/eða Royal Liverpool Philharmonic Orchestra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um tónleikana.
Á tónleikunum mun hann kynna nýja plötu sem heitir „Orchestral me“. Þá ætlar hann að flytja fjöldi skemmtilegra laga í stórum útsetningum í anda Disney. Fjöldi gestasöngvara mun einnig koma fram.
Fyrsta lag plötunnar, The Spirit in Motion, kom út áður en Már hélt utan og var gefið út í tilefni af veru hans á Ólympíuleikunum.
„Lagið fjallar um allt það góða sem sameinar okkur á Ólympíuleikum, samkennd, vináttu og keppnisskap, en einnig um sársaukann og ómælda vinnuna sem fólk leggur á sig til að skara fram úr,“ segir Már.
Í fréttatilkynningunni segist Már í gegnum tíðina hafa gert sitt besta til að samtvinna tvær helstu ástríður sínar, það er sund og tónlist: „Þess vegna langaði mig að gera eitthvað sérstakt í aðdraganda Ólympíuleikanna í ár og útkoman varð þetta lag, The Spirit in Motion.“
Myndbandið með laginu er afar hjartnæmt að því er segir í fréttatilkynningunni en Már segist vona að lagið eigi hvetja fólk til dáða: „Ég vona að þetta lag muni hvetja fólk til að vera óhræddur við að fara í ferðalag og taka að sér hvað sem verður, í þeirri trú að allt muni ganga upp og vera þess virði á endanum.“