Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Flótti til Sigmundar

Vonleysi fer vaxandi innan Sjálfstæðisflokksins eftir að kannanir sína að flokkurinn er á fallandi fæti og nálgast fylgi Pírata og annarra smáfglokka. Bjarni Benediktsson formaður flokksins náði engan veginn að snúa umræðunni sér í haf á flokksstjórnarfundinum um helgina. Þar var lagt upp með að þegja vandann í hel og banna allar þær raddir sem efast um stefnufestu leiðtogans og árangur flokksins.

Ungir sjálfstæðismenn eru ævareiðir vegna ritsskoðunar Bjarna og helstu klíku hans sem bönnuðu þeim að spyrja og lögðu til að rætt yrði um húsnæðismál í staðinn. Franklín Ernir Kristjánsson, stjórnarmaður í Samtökum ungra sjálfstæðismanna, upplýsti um ritskoðun flokksins í aðsendri grein á Vísi.

„Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi. Stórir flokkar með skýra hugsjón – eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var – eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara …,“ skrifaði Franklín.

Í grein DV er staðhæft að flótti áhrifafólks sé að bresta á í Sjálfstæðisflokknum og yfir í Miðflokkinn sem fer með himinskautum í fylgi. Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er sagður gríðarlega óánægður með sína stöðu og líklegur liðhlaupi yfir til Miðflokksins. Ásmundur Friðriksson þingmaður er einnig nefndur til sögu sem Miðflokksmaður. Þá telur DV líklegt að fallistar í forsetakosningum,  Arnar Þór Jónsson varaþingmaður og Guðmundur Franklín Jónsson, athafnamaður muni skipa sér í fylkingu með Sigmundi Davíð. Loks telur greinarhöfundur DV líklegt að Dilja Mist Einarsdóttir alþingismaður sé líkleg til að reima á sig flóttaskóna …

 

Fjórir búðaþjófar og hávaðaseggur sem lofaði að lækka- Íbúar í Grafarvogi andvaka

Grafarvogur. Mynd / Reykjavik.is

Glæpir næturinnar og gærkvöldisns voru fremur léttvægir ef marka má dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Hæst bart að fjórir búðaþjófar voru gómaðir við iðju sína. Þá hafði lögregla afskipti af hávaðaseggi sem vildi leyfa nágrönnum sínum að njóta tónlistar sem hann sendi út af miklum styrk.

Þrír ökumenn stöðvaðir við akstur þar sem þeir voru að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað, afgreitt með sekt. Hver þeirra þarf að greiða 40 þúsund krónur.

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í Hlíðunum. Samvinnufús þjófur játaði og málið var afgreitt með skýrslu á vettvangi.

Annar búðaþjófur var við iðju sína í verslun í hverfi Háaleitishverfi. Þjófurinn gekkst við verknaðinum og mál hans var afgreitt á staðnum. Verr gekk að fást við þriðja þjófinn, konu nokkra. Hún neitaði sök og var handtekin og flutt á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem tekin var skýrsla af hennii. Hún var látin laus í framhaldinu. Fjórða tilvikið um þjófnað úr verslun átti sér stað í austurborginni. Þjófurinn játaði á staðnum.

Ökumaður stöðvaður í akstri í Hafnarfirði. Reyndist hann vera réttindalaus. Mál hans var afgreitt með sekt sem nemur að minnsta kosti 120 þúsund krónum.

Íbúum á tilteknu svæði í Grafarvogi var ekki svefnsamt vegna hávaða frá nágranna sem vildi deila með þeim tónlist sinni. Lögreglan var kölluð til og náðu laganna verðir strax tökum á ástandinu. Íbúinn var samvinnuþýður og lofaði strax að lækka

Tilkynnt um þjófnað úr bifreið á Grafarholti. Málið var afgreitt á vettvangi.

Ósyndur sjómaður bjargaði konu frá drukknun en fékk svo reikning fyrir sjúkrabíl: „Þetta er sárt“

Reykjavíkurhöfn - Athugið, myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd: Íslenski ferðavefurinn

Spánverjinn Óskar Montes bjargaði lífi konu sem féll í Reykjavíkurhöfn en fékk svo bakreikning fyrir sjúkrabílnum og var hreint ekki ánægður.

Sjómaðurinn Óskar Montes hafði árið 1994 búið á Íslandi í níu ár en hann vann um borð í Vestmannaey. Í lok desember 1993 vann hann hetjudáð þegar kona sem hafði verið farþegi í skipi hans féll í sjóinn við Reykjavíkurhöfn. Stökk okkar maður rakleitt á eftir konunni, þrátt fyrir að kunna sjálfur ekki að synda. Kafaði Óskar á eftir konunni og náði að draga hana upp og halda á floti í dágóðan tíma áður en þeim var báðum bjargað upp á land.

Óskar var aðframkominn þegar aðra bar að og gafst hreinlega upp og var fluttur með sjúkrabíl á Borgarspítala en fyrir þann flutning fékk hann 5.000 króna reikning sem hann var afar ósáttur með, enda hafði hann bjargað lífi konunnar og ætti ekki að þurfa að borga krónu fyrir það. Þá var hann einnig ósáttur við að vera klæddur í larfa og útskrifaður af sjúkrahúsinu auk þess að þurfa að borga leigubílinn aftur í skipið.

Hér má lesa umfjöllun DV frá 1994:

Maður sem var hætt kominn við björgun konu í Reykjavíkurhöfn:
Láta mig borga fyrir að hætta Iífi mínu

– sendur reikningur fyrir sjúkrabíl, klæddur í larfa og útskrifaður

„Þetta er sárt. Mér er alveg sama um þennan pening. Þetta eru ekki nema 5000 krónur. Þeir geta kannski notað þetta í eitthvað en mér dettur ekki til hugar að borga þetta. Það er prinsippmál. Ég hætti lífi mínu til að hjálpa konunni svo á að láta mig borga fyrir það. Það er tómt rugl,“ segir Óskar Montes, sjómaður um borð í Vestmannaey.
Óskar, sem er frá Spáni en hefur búið hér í 9 ár, var hætt kominn í lok desember þegar hann kastaði sér eftir konu sem hafði fallið á milli skips og bryggju í Reykjavíkurhöfn. Konan hafði verið um borð í Vestmannaey, togara sem Óskar er skipverji á. Óskar, sem er ósyndur, lét það ekki aftra sér frá að henda sér í sjóinn. Honum tókst að kafa á eftir konunni og halda henni á floti í talsverðan tíma.

Fékk reikning

Þegar aðrir komu á vettvang var Óskar hins vegar orðinn örmagna og gafst hreinlega upp. Honum var bjargað á land ásamt konunni, sem hann hafði bjargað, og fluttur með sjúkrabíl á Borgarspítala. Fyrir sjúkrabílinn fékk Óskar svo sendan nýlega 5000 þúsund króna reikning sem hann talar um hér að framan.
„Mér líður aldrei vel á sjúkrahúsum þannig að ég spurði hvort ég mætti ekki fara. Svarið var jú. Gallabuxurnar mínar, skyrta og skór voru sett rennblaut í plastpoka. Ég var klæddur í svakalega stórar nærbuxur, stórar gammosíur, sokka og plastboka yfir þá. Yfir mig fékk ég svo stórt teppi og var sagt að fara út. Ég fór niður og hringdi á leigubíl sem keyrði mig niður í skip. Leigubílinn þurfti ég svo að borga sjálfur. Þetta myndi aldrei koma fyrir á Spáni. Ég var reiðubúinn að fóma lífi mínu og svona er komið fram við mann. Ég er ekki að óska eftir heiðursmerki en þetta fannst mér fúll gróft,“ segir Óskar.

Þurfti lækni og lyf

Óskar eyddi svo gamlárskvöldi á hótelherbergi á Hótel Borg þar sem hann veiktist eftir volkið í sjónum. Hann fór til vinafólks síns í Mosfellsbæ og þar var kallað á lækni því alltaf versnaði heilsan. Í ljós kom að hann hafði fengið snert af taugaáfalli. Hann þurfti að kaupa lyf, sem hann borgaði sjálfur, því hann fékk martraðir í langan tíma á eftir. Í samtals tvær vikur lá hann í veikindum en var ekki frá vinnu þar sem sjómannaverkfallið stóð yfir þegar þetta var. Loks má geta þess að hann týndi linsum, sem hann notar, þegar hann stakk sér í sjóinn eftir konunni og þurfti að kaupa nýjar fyrir 20 þúsund krónur.
Þrátt fyrir þetta segist Óskar munu endurtaka þetta ef á þurfi að halda en menn ættu þó að hugsa hvernig komið er fram við þá sem em að reyna að koma einhverju góðu til leiðar. 

Söngkona Crazy P lést skyndilega: „Við erum harmi slegnir“

Danielle Moore

Söngkona raftónlistarbandsins Crazy P, Danielle Moore er látin, 52 ára að aldri.

Forsprakki rafsveitarinnar lést við „skyndilegar og hörmulegar aðstæður“ föstudaginn 30. ágúst. Félagar Danielle úr hljómsveitinni sögðust vera „harmi slegnir“ þegar þeir tilkynntu lát söngvarans í yfirlýsingu.

Þeir skrifuðu: „Við erum harmi slegnir að tilkynna þær ótrúlegu og átakanlegu fréttir að fallega Danielle Moore okkar hafi látist við skyndilegar og hörmulegar aðstæður. Þetta gerðist síðdegis föstudaginn 30. ágúst. Við getum ekki trúað fréttunum sjálf og við vitum að þið getið það ekki heldur. Hún gaf okkur svo mikið og við elskum hana svo mikið. Hjörtu okkar eru brotin.“

Crazy P deildi ekki dánarorsökinni og sagði aðdáendum að þeir þyrftu tíma til að „vinna úr því að þetta hefði gerst“. Hin tilfinningaríka tilkynning lauk með eftirfarandi orðum: „Danielle lifði lífi sem var knúið áfram af ást, samkennd, samfélagi og tónlist. Hún lifði stærsta lífinu. Við munum sakna hennar af öllu hjarta X.“

Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 af Chris Todd og Jim Baron, sem kynntust í háskólanum í Nottingham. Árið 2002 stækkaði Crazy P þegar Tim Davies bassaleikari bættist við, Mav Kendricks slagverksleikari einnig sem og Danielle.

Hljómsveitin skrifaði undir plötusamning við útgáfufyrirtækið Paper Recordings í Manchester Englandi og hafa síðan gefið út sex plötur og nokkrar smáskífur, en fyrsta plata þeirra heitir Digging Deeper og kom út árið 1996. Hljómsveitin byggði einnig upp sterkan aðdáendahóp í Ástralíu þar sem hún hefur ferðast nokkrum sinnum. Stærstu smellir hljómsveitarinnar eru Heartbreaker, Like a Fool og Cruel Mistress.

Danielle ferðaðist einnig með Crazy P á hátíðir, þar á meðal Bestival og The Big Chill. Hún talaði áður um ástríðu sína fyrir nýrri tónlist og sagði við Le Visiteur: „Ég elska að hlusta á nýja tónlist. Ég vildi virkilega að ég hefði meiri tíma til að leyfa mér að missa mig í leitinni. Það er svo mikið af frábærri tónlist sem kemur fram en það er líka til ótrúleg gömul tónlist sem þú getur ómögulega heyrt. Það er snilldin í þessu.“

Í kjölfar andláts söngvarans flykktust aðdáendur á samfélagsmiðla til að votta virðingu sína. Einn skrifaði á X-inu, áður Twitter, og skrifaði: „Mér þykir þetta svo leitt krakkar. Danielle var algjör ljós- og kærleiksgjafi … afl sem vert er að taka eftir og ein fallegasta manneskja sem ég hef kynnst. Þvílíkur risa missir. Sendi ykkur báðum ást og hugsanir mínar eru hjá fjölskyldu hennar.“

Annar sagði: „Mér þótti svo vænt um þessa konu. Hún var svo sérstök manneskja, bæði á sviði og utan, en sérstaklega utan þess. Fyndin, góð, gjafmild, jafnvel svolítið feimin, en bara ótrúleg manneskja. Ég er svo niðurbrotin yfir þessu. Mikil ást til ykkar allra, þetta eru bara verstu fréttirnar.“

Hér má sjá Danielle taka lögin Heartbreaker og Eruption í Madríd fyrr á árinu.


 

 

Björn Leví um tjáningafrelsið: „Almenn kurteisi að hlusta á fólkið sem gagnrýnin beinist að“

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson ræðir meðal annars um tjáningafrelsið, gerendur og þolendur í nýrri Facebook-færslu.

Píratinn Björn Leví Gunnarsson birti myndabrandara á Facebook í dag þar sem gert er grín að umræðunni um frelsi einstaklingsins og skrifar síðan hugleiðingar um málið.

„Er þetta ekki það sem er að gerast?

Samfélagið verður að vera þannig að það sé pláss fyrir okkur öll til þess að vera eins og við erum svo lengi sem það skaðar ekki annað fólk. Það verður að vera pláss fyrir hægra fólkið, vinstra fólkið, samkynhneigða fólkið, trúrækna fólkið og hvaðeina …“ Björn Leví byrjar færsluna með þessum orðum en skoðar málið svo betur.

„En skoðum þetta aðeins nánar. Á ekki að vera pláss fyrir fólkið sem hefur þá skoðun að það eigi einmitt ekki að vera pláss fyrir trans, islam, … ? Má það fólk ekki tjá skoðanir sínar? …

Jú, það má það … en. Og þetta er risastórt en. Það er _mjög_ auðvelt fyrir slíkar skoðanir að hafa skaðleg áhrif á þá hópa sem „mega ekki vera til“. Ef þú ert með slíka skoðun, þá verður nefnilega að grípa til einhverra aðgerða til þess að koma í veg fyrir tilvist þeirra hópa sem eiga ekki að vera til staðar. Það „verður“ að banna þungunarrof … svona svo nýlegt dæmi sé nefnt.“

Þá segir Björn Leví það umdeilanlegt hvenær skaðinn skeður og skilgreinir muninn á hópi gerenda og hópi þolenda.

„Hvenær skaðinn gerist er umdeilanlegt en það er bara almenn kurteisi að hlusta á fólkið sem gagnrýnin beinist að, um meintan skaða. Það á líka við um fólkið sem hefur meintu skaðlegu skoðanirnar. Munurinn á þessum tveimur hópum, þeim sem eru mögulega að verða fyrir skaða og þeim sem eru mögulega að valda skaða, er mjög mikill. Annar er hópur mögulegra gerenda og hinn er hópur mögulegra þolenda. Það snýst ekki við þegar tjáningu mögulegra gerenda er andmælt, jafnvel harkalega. Meintir gerendur verða _ekki_ að þolendum þegar þeir eru krafðir um að standa skil á orðum sínum.
Með öðrum orðum, þegar þessum gaur þarna sem finnst frelsið ekki virka svona er andmælt … þá er ekki verið að troða á tjáningafrelsi hans.“

Hér má sjá myndabrandarann:

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og texti

Hjálmar svarar Sigríði Dögg fullum hálsi: „Svona gerir maður einfaldlega ekki!“

|
Hjálmar Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri BÍ

Hjálmar Jónsson svarar formanni Blaðamannafélags Íslands fullum fetum í aðsendri grein á Vísi og Mannlífi í dag.

Fyrrverandi framkvæmdarstjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson svarar núverandi formanni félagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur í aðsendri grein. Þar svarar hann grein Sigríðar Daggar sem birtist á heimasíðu BÍ á dögunum en formaðurinn hefur sakað Hjálmar meðal annars um slæma meðferð á fé félagsins. Þessu svarar Hjálmar sem og bendir á fyrirhugaðar breytingar á félagsréttindum lífeyrisþesa í Blaðamannafélaginu.

„Þá á svo gott sem að reka úr félaginu með því að svifta þá atkvæðisrétti um fjármál og forystu félagsins, samkvæmt tilögu að lagabreytingu á framhaldsaðalfundi félagsins. Það er einsdæmi meðal stéttarfélaga í þessu landi. Það er til að æra óstöðugan að elta ólar við allar þær rangfærslur sem þar eru á borð bornar, en nauðsynlegt að ítreka nokkur meginatriði, svo fólk haldi ekki að boðskapurinn úr Undralandi eigi við rök að styðjast.“ Þetta segir Hjálmar í upphafi bréfsins og bætir síðan við: „Jafnframt verð ég að óska eftir birtingu þessarar greinar á almennum vettvangi og vona að hún nái athygli þeirra sem málið varðar, því í pútíniskum heimi formannsins hef ég ekki málfrelsi og tillögurétt.“

Bendir Hjálmar á að í öðrum stéttarfélögum á Íslandi haldi félagsmenn fullum rétti eftir að þeir hafa hætt störfum. „ „Þeir félagsmenn, sem hætta störfum sökum aldurs (67 ára eða eldri) eru undanþegnir gjaldskyldu.” Grein 5.6 í félagslögum Grafíu (Félags bókagerðarmanna). Lífeyrisþegar eru sum sé fullgildir félagar án þess að greiða gjöld, eins og verið hefur í Blaðamannafélaginu.

„Eldra félagsfólk sem fær greiddan ellilífeyri og hefur verið í félaginu í a.m.k. 5 ár samfellt fyrir töku eftirlauna telst áfram félagsfólk í VR en nýtur ekki kjörgengis.” Grein 3 í félagslögum VR. Eina takmörkunin er framboð til stjórnar og stjórnar sjóða VR, en lífeyrisþegar njóta félagsréttinda að öðru leyti.

Og grein 9c hjá Eflingu: „Félagsmenn 67 ára og eldri sem hættir eru störfum halda félagsréttindum þó þeir greiði ekki félagsgjöld enda hafi þeir verið fullgildir félagsmenn við starfslok”.“

Bæti Hjálmar við: „Hér er þetta svart á hvítu, meðal annars hjá tveimur stærstu stéttarfélögum landsins sem ná til til meira en helmings almenna vinnumarkaðarins. Það eru því hrein og klár ósannindi í grein formannsins að í örfáum tilfellum njóti lífeyrisþegar í stéttarfélögum fullra félagsréttinda.“

Í lok greinarinnar segir Hjálmar að félagið hafi hingað til staðið sig vel fjárhagslega.

„Blaðamannafélagið hefur til þessa staðið vel fjárhagslega, en vitanlega skiptir máli hvernig haldið er á fjármálum félagsins.Formaðurinn upplýsir að bókfærðar eignir félagsins hafi numið um 750 milljónum króna um síðustu áramót.Markaðsvirðið er hins vegar mun meira vegna verðmætra fasteigna félagsins. Lætur nærri að það nemi tæpum einum milljarði króna á verðlagi í dag.“

Telur hann loks upp nokkur dæmi um slæma meðferð á fé núverandi stjórnar BÍ:

„Það skiptir máli að vel sé haldið á þessum verðmætum og að þeim sé ekki sóað í vitleysu. Þá á ég t.d. við ráðningu starfsmanna umfram þörf, vanhugsaðar auglýsingaherferðir eða stofnun gagnslausra samfélagssjóða á kostnað grundvallarréttinda blaðamanna eins og réttar til greiðslu sjúkradagpeninga. Svona gerir maður einfaldlega ekki!“

 

 

Aula­hrollur í Undra­landi

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands ritar pistil

Það er ekki frítt við að ég hafi fyllst aulahrolli þegar ég las svargrein formanns Blaðamannafélags Íslands (BÍ) við grein minni varðandi alvarlega aðför hans og stjórnar félagsins að félagsréttindum lífeyrisþega í Blaðamannafélaginu. Þá á svo gott sem að reka úr félaginu með því að svifta þá atkvæðisrétti um fjármál og forystu félagsins, samkvæmt tilögu að lagabreytingu á framhaldsaðalfundi félagsins. Það er einsdæmi meðal stéttarfélaga í þessu landi. Það er til að æra óstöðugan að elta ólar við allar þær rangfærslur sem þar eru á borð bornar, en nauðsynlegt að ítreka nokkur meginatriði, svo fólk haldi ekki að boðskapurinn úr Undralandi eigi við rök að styðjast.

Jafnframt verð ég að óska eftir birtingu þessarar greinar á almennum vettvangi og vona að hún nái athygli þeirra sem málið varðar, því í pútíniskum heimi formannsins hef ég ekki málfrelsi og tillögurétt.

„Þeir félagsmenn, sem hætta störfum sökum aldurs (67 ára eða eldri) eru undanþegnir gjaldskyldu.” Grein 5.6 í félagslögum Grafíu (Félags bókagerðarmanna). Lífeyrisþegar eru sum sé fullgildir félagar án þess að greiða gjöld, eins og verið hefur í Blaðamannafélaginu.

„Eldra félagsfólk sem fær greiddan ellilífeyri og hefur verið í félaginu í a.m.k. 5 ár samfellt fyrir töku eftirlauna telst áfram félagsfólk í VR en nýtur ekki kjörgengis.” Grein 3 í félagslögum VR. Eina takmörkunin er framboð til stjórnar og stjórnar sjóða VR, en lífeyrisþegar njóta félagsréttinda að öðru leyti.

Og grein 9c hjá Eflingu: „Félagsmenn 67 ára og eldri sem hættir eru störfum halda félagsréttindum þó þeir greiði ekki félagsgjöld enda hafi þeir verið fullgildir félagsmenn við starfslok.”

Hér er þetta svart á hvítu, meðal annars hjá tveimur stærstu stéttarfélögum landsins sem ná til til meira en helmings almenna vinnumarkaðarins. Það eru því hrein og klár ósannindi í grein formannsins að í örfáum tilfellum njóti lífeyrisþegar í stéttarfélögum fullra félagsréttinda. Þvert á móti er það meginregla á íslenskum vinnumarkaði, svo mikil meginregla að ég hef ekki fundið nein dæmi um annað. Ég sá ekki betur en að sérfræðingur Alþýðusambands Íslands staðfesti það í frétt Morgunblaðsins á dögunum. Formaðurinn segir í grein sinni að athugun stjórnar félagsins við undirbúning lagabreytingarinnar hafi náð til „hátt í 50 stéttarfélaga”. Það ætti því að vera einfalt fyrir formanninn að nafngreina þessi félög eða birta þessa ítarlegu greinargerð til að færa sönnur á orð sín. Félagar í BÍ hljóta að gera kröfu til þess.

Formaðurinn gerir líka mikið úr því að lífeyrisþegar séu stór hópur innan BÍ eða 15% að hans sögn, en þeir séu miklu færri í VR og Eflingu og virðist líta þannig á að það séu rök fyrir því að takmarka réttindi lífeyrisþega BÍ. Að mínu viti eru það þvert á móti rök fyrir því að þeir eigi að hafa áhrif og það sé afar ólýðræðislegt að reyna að svifta stóran hóp innan félagsins réttindum sínum.

Auk þess blasir það við að eignir félaga hafa orðið til vegna starfa og aðildar félagsmanna. Auðvitað eiga þeir því að geta haft áhrif á ráðstöfun fjármuna félagsins þó þeir séu sestir í helgan stein, enda er það meginreglan á íslenskum vinnumarkaði.

Svo er nauðsynlegt að ítreka og undirstrika að lífeyrisþegar geta aldrei haft nein áhrif á stöðu kjaramála innan verkalýðsfélaga, þar sem þeir eru ekki lengur á vinnumarkaði og hafa ekki atkvæðisrétt á því sviði. Það gildir jafnt um BÍ og önnur stéttarfélög í þessu landi. Ekki skil ég af hverju það er formanninum svo torskilið.

Það blasir þannig við að það standa engin rök til þess að svifta þennan hóp félaga í Blaðamannagfélaginu rétti sínum til að hafa áhrif á stefnu og störf félagsins, önnur en þau að hluta þessa hóps finnst formaðurinn óverðugur þess að vera málsvari félagsins. Formaðurinn eigi að taka hagsmuni félagsins fram yfir sína eigin og stíga til hliðar. Það er áhyggjuefni ef aðrir stjórnarmenn í félaginu hafa látið draga sig í þessa vegferð að ráðast gegn þeim hópi félagsmanna sem lengst og best hefur staðið með félaginu og fórnað hluta tekna sinna áratugum saman til að efla það.

Hins vegar eru fjármál félagsins sem formaðurinn gerir að umtalsefni, einkum styrktarsjóður. Formaðurinn reynir að réttlæta nauðsyn þess að skerða réttindi þeirra sem höllustum fæti standa í félaginu vegna alvarlegrar stöðu sjóðsins.

Styrktarsjóður er mikilvægasti samfélagssjóður félagsins og það er rangt að það hafi stefnt í eitthvert óefni í rekstri hans. Afkoma hans og útgjöld og sundurliðanir á þeim hafa ár hvert verið rædd í stjórn félagsins og á aðalfundum þess. Hann var til dæmis rekinn með hagnaði árið 2021, en með tapi árið 2022.Það var ævinlega einróma stefna félagsins að verkefni sjóðsins væru svo mikilvæg að það réttlæti halla á sjóðnum og fjárveitingar til hans ef á þyrfti að halda.

Réttlætingar formannsins á skerðingum réttinda félagsmanna og þeirra sem höllustum fæti standa marka stefnubreytingu hjá félaginu, illu heilli. Stefnubreytingin miðar að því að gera félagssjóði fært að standa undir stórauknum útgjöldum vegna launakostnaðar og tryggja að félagið geti staðið undir launum formanns í fullu starfi. Verkefni formannsins réttlæta það ekki að mínu viti.. Ég sinnti verkefnum formanns meðfram framkvæmdastjórastarfi í 11 ár, án þess að fá greitt fyrir það.

Lítum á nokkrar tölulegar staðreyndir í þessum efnum. Heildarlaunakostnaður félagsins nam 36,5 milljónum króna árið 2022.Heildariðgjaldatekjur félagssjóðs námu á sama tíma 42 milljónum króna. Ef Blaðamannafélagið hyggst vera með þrjá starfsmenn í fullu starfi kostar það félagið varlega áætlað 50 milljónir króna á ári. Það er talsvert umfram heildar iðgjaldatekjurnar og étur upp þann hagnað á félagssjóði sem staðið hefur undir réttindum styrktarsjóðs. Þá eru öll önnur útgjöld af rekstri stéttarfélags ótalin.

Svo get ég ekki annað en lýst yfir furðu á þeirri orðræðu að styrkir til lífeyrisþega hafi verið veittir þeim í heimildarleysi í yfir 20 ár eða allt frá því að styrktarsjóðurinn tók til starfa. Það er heil fundargerðarbók sem afsannar það og sömuleiðis umræður á stjórnarfundum og aðalfundum félagsins í gegnum tíðina. Formaðurinn veit líka jafnvel og ég að málefni lífeyrisþega og styrkir til þeirra voru ítrekað til umræðu í stjórn félagsins í þau tæp þrjú ár sem við sátum þar saman. Ég skil heldur ekki að stjórn styrktarsjóðs sætti sig við það að liggja undir ámæli af hendi formannsins með þessum hætti.

Blaðamannafélagið hefur til þessa staðið vel fjárhagslega, en vitanlega skiptir máli hvernig haldið er á fjármálum félagsins.Formaðurinn upplýsir að bókfærðar eignir félagsins hafi numið um 750 milljónum króna um síðustu áramót.Markaðsvirðið er hins vegar mun meira vegna verðmætra fasteigna félagsins. Lætur nærri að það nemi tæpum einum milljarði króna á verðlagi í dag.

Það skiptir máli að vel sé haldið á þessum verðmætum og að þeim sé ekki sóað í vitleysu. Þá á ég t.d. við ráðningu starfsmanna umfram þörf, vanhugsaðar auglýsingaherferðir eða stofnun gagnslausra samfélagssjóða á kostnað grundvallarréttinda blaðamanna eins og réttar til greiðslu sjúkradagpeninga. Svona gerir maður einfaldlega ekki!

Höfundur er fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri BÍ.

Helga Vala segir samfélagslöggu ekki leysa vandann: „Nú þarf nánd, umhyggju, alúð og aga“

Helga Vala Helgadóttir.

Helga Vala Helgadóttir segir lausnina á ofbeldismenningu barna og unglinga sé nánd og umhyggja, ekki samfélagslöggur.

Íslenskt samfélag er vaknað af værum blundi og stendur nú frammi fyrir stórauknu ofbeldi meðal barna og unglinga og er ljóst að eitthvað þurfum við að gera, sem samfélag, til þess að breyta hlutunum. Sitt sýnist þó hverjum um lausnina á vandamálinu en Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, leikari og fyrrum þingkona Samfylkingarinnar, er ein af þeim sem telur aukna gæslu og nefndir ekki lausnina.

„Lausn vandans er ekki að setja á laggirnar samfélagslöggu. Lausn vandans er heldur ekki að skipa enn eina ráðherranefndina sem tekur skyndiákvörðun um að setja 450 milljónir í ómarkvissar skýrslu- og áætlanagerðir.“ Þannig hefst Facebook-færsla Helgu Völu sem hún birti í gær. Segir hún að nú þurfi að hlúa að börnum og ungmennum.

„Nú þarf að hlúa að börnum og ungmennum um allt samfélagið. Loka skólabókunum í eina viku og tala um tilfinningar, um líðan og samkennd, um verðmætamat, um óeðlilega birtingamynd lífsins á samfélagsmiðlum. Finna þau týndu börn sem hrökklast hafa út úr skólunum af ýmsum ástæðum. Við þurfum að ræða samverustundir fjölskyldunnar, gæðastundir við kvöldverðarborðið og í sófanum við að horfa saman á mynd eða leik. Við þurfum að þjálfa okkur og börnin okkar í að spyrja “hvernig líður þér” og “hvað getur látið okkur líða betur”.“

Að lokum beinir hún orðum sínum að drengnum sem tók líf hinnar 17 ára Bryndísar Klöru Birgisdóttur og særði tvö önnur á dögunum.

„Það þarf að spyrja hvað kom fyrir dreng sem fremur óafturkræfan hlut, dreng sem tók líf, sem mun hafa áhrif á líf hans og fjölda annarra um alla framtíð.
Ekki skipa fleiri nefndir. Nú þarf nánd, umhyggju, alúð og aga.“

Ísraelskir mótmælendur vona að verkfallið hafi áhrif – Lama þjóðfélagið og heimta vopnahléssamning

Frá mótmælum Ísraela fyrr á árinu.

Hamdah Salhut hjá Al Jazeera segir að þegar Ísraelar fara út á göturnar í dag til að þvinga stjórnvöld til að samþykkja vopnahléssamning sé enn „erfitt“ að segja hversu mikið þetta muni breyta skoðun Netanyahus, þar sem vinnudómstóll landsins úrskurðar að mótmælunum verði að ljúka snemma.

„Jafnvel þó að sumum þessara verkfalla kunni að ljúka snemma, ætlar fólk enn að mótmæla á götum úti. Síðast þegar við sáum stórt verkfall verkalýðsfélaga eins og þetta var þegar landið var að mótmæla öðru máli og það hafði áhrif á stjórnvöld sem leyfðu þeim að breyta um stefnu í löggjöf sinni,“ sagði Salhut.

Hún bætti við að það væri „efnahagslegur þrýstingur“ sem mótmælendur og verkalýðsfélagið vonast til að beita Netanyahu og ríkisstjórninni svo að „það geti orðið samningur, sem feli í sér að gíslunum verði sleppt“.

 

Sir Ian McKellen tjáir sig um slysið: „Ég veit ekki hversu oft ég hef endurupplifað fallið“ 

Sir Ian McKellen

Sir Ian McKellen kom með risatilkynningu varðandi leikferilinn, en hann féll illa í miðju leikriti í júní.

Hinn ástsæli leikari, sem er 85 ára, var að leika John Falstaff í Noel Coward-leikhúsinu í West End í Lundúnum, þegar honum skrikaði fótur í bardagasenu og féll með höfuðið á undan sér á áhorfendur.

Ian dróg sig út úr leikritinu stuttu eftir slysið en hann brákaði hryggjalið og úlnliðsbrotnaði í fallinu. Vikum síðar viðurkenndi hann að hann væri „of hræddur“ að fara út úr húsi „ef ske kynni að einhver rækist í mig“.

Þrátt fyrir slysið hefur Ian nú tilkynnt að hann ætli sér ekki að hætta að leika, sem gleður sjálfsagt aðdáendur hans gríðarlega. Í viðtali í þættinum BBC Breakfast, sagði hinn sjóaði leikari að hann myndi taka sér frí út árið en mun síðan snúa til baka til leiks.

Ian er enn að jafna sig eftir slæmt fall.

„Hvað væri ég annars að gera ef ég væri ekki að vinna?,“ spurði hann. „Ég mun taka frí það sem eftir er af árinu og fara svo aftur í vinnuna í janúar. Held bara áfram svo lengi sem fæturnir og lungun og hugurinn halda áfram að starfa.“

Gandalf stjarnan státar af ferli sem spannar meira en 50 ár en hann upplýsti í viðtalinu að hann ætti stundum í erfiðleikum með minnið, en telur að það sé líka vegna þess að hann hefur meira að muna en fólk sem er yngra en hann.

Hann bætti við: „Engu að síður er það óþægindi þegar þú manst ekki hvað besta vinur þinn heitir eða gleymir símanúmerinu þínu. Ef þú sérð mig eða heyrir að ég er að gera eitthvað, þá veistu að það er þess virði að gera. Hvort ég geri það vel er matsatriði.“

Þegar hann talaði um slysið fyrr í þessum mánuði sagði leikarinn í viðtali í Saga-tímaritinu að hann endurupplifði fallið ítrekað í höfði sér og sagði: „Hryggjarliður minn brákaðist og úlnliðurinn brotnaði og er ekki enn kominn í lag. Ég fer ekki út vegna þess að ég verð kvíðinn og óttast að einhver rekist á mig, og ég er með sársaukafulla verki í öxlunum vegna þess að allur ramminn hefur orðið fyrir hnjaski.“

Leikarinn, sem nú er með hálsspelku og úlnliðsstuðning, hélt áfram: „En ég var í fitubúning fyrir Falstaff-hlutverkið og það bjargaði rifbeinunum og öðrum liðum. Þannig að ég var heppinn að sleppa þó þetta vel.“ Hann bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef endurupplifað fallið. Það var hræðilegt.“

Um það hvort honum finnist hann nú „of gamall“ til að halda áfram að leika sagði hann: „Ég hélt að þetta væri endirinn á einhverju. Þetta var mikið áfall. Endirinn þýddi ekki dauða minn, aðeins þátttaka mín í leikritinu.“

Hann fullyrti að fallið hefði verið slys og sagði við BBC: „Það var ekki það að ég hefði fengið svima eða neitt slíkt, þetta var hreint slys. Svo ég tel mig heppinn að þetta er farið að vera fjarlæg minning, en það gerði það að verkum að ég gat ekki farið í leikferðina, svo ef það er tækifæri fyrir mig að biðja áhorfendur afsökunar í Bristol, Birmingham, Norwich, þá biðst ég afsökunar Ég var ekki þar, en ég kem aftur.“

 

Löngu glataðar ljósmyndir sýna hermannalíf á Íslandi á sjötta áratugnum – MYNDIR

Þreyttir hermenn.

Notandi á hinni geysivinsælu Reddit-síðu birti löngu glataðar ljósmyndir sem afi hans hafði tekið er hann dvaldi sem hermaður á Íslandi á sjötta áratug síðustu aldar.

„Afi minn var staðsettur á Íslandi í Kóreustríðinu, snemma á sjötta áratugnum… Pabbi fann kassa með slides myndum þegar afi minn lést. Lét loksins skanna glærurnar nýlega! Tekið með Kodachrome,“ skrifaði notandinn á Reddit í umræðuþræði um ljósmyndun í gær en færslan hefur vakið verðskuldaða athygli.

Hér má sjá nokkrar af ljósmyndunum sem afinn tók er hann starfaði á Íslandi upp úr 1950:

Þreyttir hermenn.
Bankastræti
Margt hefur breyst frá því um miðbik síðustu aldar.
Krýsuvíkurvegur
Farið upp í flugvél
Líklegast Seltún við Kleifarvatn

Einar borgarstjóri lagði ólöglega við Byko: „Flottur og góð fyrirmynd“

Einar Þorsteinsson.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Einar Þorsteinsson var nappaður við að leggja bíl sínum ólöglega fyrir utan Byko í gær.

Fjölmargir Íslendingar veigra sér ekki við að leggja hvar sem þeim dettur í hug, til þess að losna við að þurfa að ganga aukametra. Það sést bersýnilega í Facebook-hópnum Verst lagði bíllinn en þar birtir fólk ljósmyndir af bílum sem hafa verið lagt ólöglega. Annað slagið rata þjóðþekktir einstaklingar, eða réttara sagt bílar þeirra, sem myndefni í hópnum en árið sem dæmi má nefna að 2018 vakti popparinn Einar Ágúst Víðisson athygli á því að bíl þáverandi bæjarstjóra Kópavogs, Ármanns Kr. Ólafssonar var lagt í stæði fatlaðra á Hamraborg í Kópavogi.

Svona gerir maður ekki.
Ljósmyndasamsetning: DV

Þá lagði Árni Johnsen heitinn í stæði fatlaðra fyrir utan N1 sjoppu árið 2015 og gaf þá afsökun að umferðin hafi verið svo mikil en af ljósmyndinni að dæma sem fylgdi fréttinni var fátt um aðra bíla á planinu.

Uss.

Logi Einarsson, þáverandi formaður Samfylkingarinnar var myndaður við að ganga að bíl sínum á Akureyri árið 2018 en honum hafði hann lagt kolólöglega.

Ljótt að sjá.
Ljósmynd: Jón Aðalsteinn Norðfjörð

Á fyrri hluta þessa árs lagði sæti súkkulaðistrákurinn Patrik Atlason tvisvar sinnum ólöglega og kom sér í fréttirnar fyrir vikið.

Asnaleg hegðun

Og nú bætist borgarstjóri Reykjavíkur í þennan alræmda hóp. Meðlimur í hópnum Verst lagði bíllinn birti í gær ljósmynd af jeppa Einars Þorsteinssonar borgarstjóra fyrir utan Bæjarins bestu pylsusjoppuna við Byko, en bílnum var ekki lagt í stæði, heldur á götuna.

„Flottur og góð fyrirmynd er hann Einar borgarstjóri Reykjavíkur,“ skrifaði maðurinn sem tók ljósmyndina og birti ljósmynd af glæpnum. Mannlíf sannreyndi málið og samkvæmt bifreiðaskrá er bíllinn í eigu Einars Þorsteinssonar.

Hér má sjá myndina:

Skamm, skamm.
Ljósmynd: Facebook

 

Davíð er orlofssuga

Guðbjörg Matthíasdóttir

Morgunblaðið hefur verið í miklum ham vegna orlofsmála Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem reifað hefur verið sem siðleysi og einsdæmi. Ritstjóri blaðsins, Davíð Oddsson, gekk svo langt að uppnefna Dag sem orlofssugu og fleira í þeim dúr. Nú er komi á daginn að Davíð er sjálfur orlofssuga. Hann fékk um helmingi fleiri daga en Dagur eða 93 orlofsdaga eftir að hafa starfað sem borgarstjóri í Reykjavík.

Methafinn í orlofsmálinu er síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem breytti 143 orlofsdögum í peninga og slær sjálfum Davíð við. Það voru blaðamenn Vísir sem kölluðu eftir þessum upplýsingum úr bókhaldi Reykjavíkur. Mogginn hefur ekkert gert með þær upplýsingar fremur en forsætisráðherra sem slúðrar áfram.

Áróður Moggans hefur ekki innifalið þær upplýsingar að flestir eða allir borgarstjórar hafa undanfarna áratugi fengið að færa orlof sín á milli ára og breyta dögum í peninga. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók svo undir einhliða róginn á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hann dylgjaði um Dag en lét ógert að nefna Davíð.

Allur áróðurinn sem streymdi fram á síðum Moggans er í boði aðaleigandans, Guðbjargar Matthíasdóttur auðkonu í Vestmannaeyjum …

Skálmöld ríkir og hnífum er beitt: „Þá hatursmenningu kostað hafa mannslíf verður að uppræta“.

Myndin tengist ekki þeim atvikum sem um er rætt í greininni.

Skálmöld er ríkjandi þar sem hnífum er beitt í samfélaginu. Um helgina komu upp þrjú tilvik þar sem fólk var stungið með hnífum eða gerð að því atlaga. Annað tilvikið varð á bæjarhátíðinni Í túnínu heima þar sem hnífur kom við sögu í líkamsárás. Fórnarlambið slapp ómeitt frá atlögunni.

Tveir urðu fyrir árás í gistiheimili á Granda. Áverkar voru ekki alvarlegir. Þetta gerist á sama tíma og 17 ára stúlka,  Bryndís Klara Birgisdóttir, lét lífið af völdum árásar á Skúlagötu í miðborg Reyjavíkur á Menningarnótt. Morðinginn, 18 ára piltur, stakk tvö aðra sem lifðu af árásina. Hann er í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Bryndís barðist fyrir lífi sínu í tæpa viku áður en hún dó af völdum áverkanna. Mikil sorg er vegna andláts stúlkunnar sem á einu andartaki var svipt lífi sínu og framtíð. Ekki er vitað hvað morðingjanum gekk til með árásinni en lögregla rannsakar málið með það fyrir augum að upplýsa um ásetning piltsins sem enn hefur ekki verið nafngreindur opinberlega í tengslum við málið.

„Nú þarf að hafa hátt og tryggja með skipu­leg­um og út­hugsuðum hætti, að þessi mar­tröð, miss­ir okk­ar og líf Bryn­dís­ar minn­ar muni leiða til betri veru­leika fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag!
Þessi dýra og óbæri­lega fórn henn­ar, skal og verður að bjarga manns­líf­um,“ skrifaði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar Klöru á Facebook, eftir lát hennar.
Ólína Þorvarðardóttir, doktor í þjóðfræði, vitnar til orða hins syrgjandi föður og tekur undir kröfuna um aðgerðir.
„Þá hrikalegu hatursmenningu sem er undirrót vopnaburðar ungmenna og árása sem kostað hafa mannslíf á undanförnum misserum og árum verður að uppræta. Ég sé samhengi við vaxandi fátækt, versnandi félagslega stöðu tiktekinna hópa, skertan lesskilning ungmenna, vaxandi útlendingahatur, markaleysi í samskiptum almennt og ekki síst samfélagslega meðvirkni og afneitun,“ skrifar Ólína. Fjöldi manns tekur undir með henni í athugasemdum.

Þekkt er að fjöldi fólks gengur með hnífa, sumpart undr því yfirskyni að um sé að ræða varnarvopn. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar og fjöldi manns hefur miklar áhyggjur af þeirri skálmöld sem ríkir þar sem hnífar koma viö sögu. Rætt er um að herða lög sem banna vopnaburð í margmenni og reyna þannig að stemma stigu við því ástandi sem ríkir á landinu.

Hópur krakka gekk í skrokk á dreng við Breiðholtslaug: „Þetta var algjörlega gert til að meiða“

Sirka þarna var árásin gerð. Ljósmynd: Facebook

Kona nokkur varð vitni að því er hópur krakka gekk í skrokk á unglingsstrák fyrir utan Breiðholtslaug.

„Um klukkan 13:35 varð ég vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug

Þar var hópur ungra krakka (held þau/þeir hafi verið sirka 5 í hóp) að berja, sparka í og traðka á unglingsdreng (grunnskólaaldur) sem var á leið með vinum sínum í sund.“

Þannig hefst hin sláandi frásögn konu nokkurrar sem hún birti á íbúðasíðu Breiðholtsins á Facebook. Segir hún að þolandinn og allir vinir hans séu af asískum uppruna.

„Þolandinn var af asískum uppruna og voru vinir hans sem voru með honum í sundi það líka.
Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar.

Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur. Starfsfólk laugarinnar tók niður nafnið mitt og símanúmer ef að foreldrar þessa drengs finnast og vilja ræða við vitni.“

Að lokum beinir konan orðum sínum að foreldrum:

„Kæru foreldrar, nú verðum við að taka höndum saman og reyna að takast á við þetta vandamál sem virðist algjörlega engan endi ætla að taka!

Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“

Í samtali við Mannlíf sagði konan, sem ekki vill láta nafn síns getið að hún hafi náð að stöðva árásina með því að standa á flautunni en hún var á bíl á leið í sund með fjórum börnum. „Ég keyri inn á bílaplanið og þá orgar dóttir mín á mig að það sé verið að meiða einhvern þarna, þannig að ég steig bílinn bara og keyrði að þessu. Stóð svo á flautunni þar til strákarnir hlupu af honum. Ég stökk svo út úr bílnum og byrjaði að hlúa að drengnum. Hann var slasaður, vankaður, stóð upp og datt, fraus algjörlega og afþakkaði alla aðstoð.“

Konan sagðist telja að gerendurnir hafi verið fjórir til fimm, sennilega allt strákar og á svipuðum aldri og þolandinn og vinir hans, á að giska 13 til 16ára. „Þetta var algjörlega gert til að meiða og þeir voru ekkert að grínast. Þeir stóðu á honum og spörkuðu í hann og tröðkuðu á andlitinu á honum og börðu hann. Þetta var brútal.“

Bætti hún svo við að lokum að krakkarnir sem voru með drengnum sem ráðist var á hafi verið sirka 6 til 8, þar af tvær stelpur, öll af asískum uppruna. „Mér finnst svo mikilvægt að foreldrarnir viti þetta og að hann fái hjálp“.

Már grét eftir að hafa slegið Íslandsmetið: „Mér líður ógeðslega vel“

Már Gunnarsson Mynd: RÚV-skjáskot

Már Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og sló Íslandsmetið og varð í sjöunda sæti í 100 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í París síðdegis í dag.

Már, sem keppi í S11, flokki blindra og sjónskertra, kom í mark á sjötta besta tímanum í undanrásunum í morgun, 1:11,38 mínútum og var öruggur í úrslitin. Í úrslitunum bætti hann tíma sinn frá því í morgun og synti á 1:10.21 mínútum og bætti þannig Íslandsmetið um 15 hundruðustu úr sekúndu. Það var úkraínumaðurinn Myhailo Serbin sem sigraði á nýju heimsmeti, 1:05,84 mín.

Árangur Más er sérstaklega góður í ljósi þess að hann var hættur sundiðkun en snéri aftur þremur árum síðar.

„Mér líður ógeðslega vel. Þetta er náttúrulega eitthvað sem ég búinn að vera að vinna svo mikið og lengi að. Það er svo skrýtið að það er svo margt búið að gerast síðustu þrjú ár. Ég flutti utan og var ógeðslega mikið einn meðan ég var úti. Samt tekst mér að koma aftur og gera þetta. „Þú hlýtur að vera stoltur af sjálfum þér?“ spurði fréttamaður RÚV.  „Ég er það og líka af fólkinu mínu. Þeim sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta því ég er ekki einn í þessu og ég fann það svo rosalega mikið,“ segir Már í samtali við RÚV eftir sundið en hann var að keppa á sínu öðru Ólympíumóti en hann náði fimmta sæti í Tókýó fyrir þremur árum.

Már átti erfitt með tilfinningarnar eftir sundið en hann segist vera orðinn bæði betri sundmaður og tónlistarmaður eftir pásuna. Segist hann þakklátur hvað allir séu hjálpsamir við hann á báðum sviðum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við sjálfan mig núna sko,“ sagði Már og barðist við tárin.

Karl Sigurðsson er látinn

|
|

Karl Sigurðsson frá Ísafirði er látinn, 106 ára að aldri.

Karl Sigurðsson

Karl fæddist á Ísafirði árið 1918, í húsi sem kallast Rómaborg og tilheyrir nú Sundstræti. Samkvæmt BB.is flutti fjölskylda Karls út í Hnífsdal á fyrsta ári hans en þar bjó hann mestan part ævi sinnar. Karl átti gæfusaman skipstjóraferil en lengst af var hann á Mími eða í 25 ár.

Eiginkona hans var Kristjana Hjartardóttir en hún lést 2013. Fyrir átti hún einn son, Grétar en saman áttu þau að auki fimm börn. Það eru þau Ásgeir Kristján, Guðrún, Hjördís, Sigríður Ingibjörg og Halldóra.

Karl var heiðursfélagi í félagi eldri borgara á Ísafirði og nágrenni.

Ættingjar gíslanna láta Netanyahu heyra það:„Í 11 mánuði hefur ísraelsku ríkisstjórninni mistekist“

Gíslarnir sem fundust drepin á Gaza.

Samtök aðstandenda ísraelskra gísla segja að gíslarnir sex sem fundust látnir á Gaza, væru á lífi ef ríkisstjórn Netanyahu hefði skrifað undir vopnahléssamninginn við Hamas.

„Í 11 mánuði hefur ísraelsku ríkisstjórnininni undir forystu Netanyahus mistekist að gera það sem ríkisstjórninni er ætlað að gera, að skila sonum sínum og dætrum heim. Samningur um endurkomu gíslanna hefur verið á borðinu í meira en tvo mánuði,“ sagði hópurinn í færslu á X.

Og hópurinn hélt áfram: „Ef það væri ekki fyrir skemmdarverkamennina, afsakanirnar og spunann, væru gíslarnir sem fundust látnir í morgun líklega á lífi.“

Því næst beindi hópurinn spjótum sínum beint að forsetisráðherranum: „Netanyahu: nóg af afsökunum. Nóg um spuna. Nóg komið af því að yfirgefa gíslana. Tíminn er kominn til að sækja gíslana okkar heim, að þeir sem lifa fái endurhæfingu og að hinir föllnu og myrtu verðo færðir til grafar í landi sínu.“

Gríðarleg pressa er á Netanyahu en verkalýðsfélög í Ísrael hafa boðað alsherjar verkfall til að knýja ríkisstjórnina til að semja um vopnahlé.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Svala er tilbúin fyrir haustið: „Fullkomið outfit fyrir gula viðvōrun“

Svala Björvins er ein frægasta söngkonan Íslands

Poppdíva Íslands, Svala Karítas Björgvinsdóttir birti ljósmynd af sér í geggjuðu „outfitti“ á Instagram.

Svala Björgvins, poppdíva Íslands númer eitt, er dugleg að birta ljósmyndir á Instagram en hún hefur lengi verið þekkt fyrir stórkostlegt tískuvit en fötin sem hún klæðist þykja bæði kynþokkafull og frumleg.

Nýjustu ljósmyndina birti hún í gær en þar má sjá hana í enn einum frábærum klæðnaðinum en við myndina skrifar hún: „Fullkomið outfit fyrir gula viðvōrun“.

Annars hefur Svala verið að vinna að nýrri tónlist undanfarið ár en lagið Time kom út í fyrra.

Bresk leikkona segist vera fórnarlamb Jimmy Savile: „Þú þekkir mig, sestu við hliðina á mér“

Viðbjóðurinn Jimmy Savile.

Breska leikkonan Daniella Westbrook hefur nú opnað sig og sagt frá því að þáttastjórnandinn og barnaníðingnum Jimmy Savile hafi misnotað hana.

Fyrrum leikkona EastEnders þáttanna segist hafa verið misnotuð sem barn frá níu til 14 ára aldurs og hafa staðið oft augliti til auglitis við suma ofbeldismennina síðar á ævinni. Í einlægu viðtali sagði hin 51 árs gamla leikkona að Savile hafi einu sinni beðið hana um að sitja við hlið sér á meðan hún kom fram í írskum spjallþætti, sem hún neitaði að gera.

Daniella Westbrook

Í nýju viðtali sagði hún frá því hvernig hún hélt opinberuninni leyndri þar sem hún óttaðist að það að deila því sem hafði gerst myndi fá hana til að vilja binda enda á líf sitt. Þegar hún var spurð hvort hún hefði séð einhvern af ofbeldismönnum sínum þegar hún var orðin eldri sagði Westbrook: „Já. Ég fór í þátt í Belfast, spjallþátt, þeir reyndu að láta mig sitja við hliðina á Jimmy Savile.

„Hann sagði „Komdu hingað Danniella, þú þekkir mig, sestu við hliðina á mér,“ og ég sagði „Ég myndi ekki sitja við hliðina á þér ef ég væri að deyja“ … hann var einn af þeim,“ sagði hún í viðtali í The Lewis Nicholls Show þættinum. Fyrrum BBC þáttastjórnandinn Savile var  afhjúpaður sem barnaníðingur, nauðgari og raðmisnotari eftir dauða hans.

Nýlega hefur enn og aftur verið sagt frá raunverulegu umfangi hryllilegra glæpa hans gegn unglingsstúlkum, ungum konum, yngri stúlkum, drengjum, veiku fólki, fötluðu fólki og jafnvel látnum í BBC þáttaröðinni, The Reckoning þar sem leikarinn ​​Steve Coogan tekst á við hlutverk sitt sem hinn viðurstyggilegi kynferðisafbrotamaður.

Árið 2000 upplýsti Savile heimildaþáttakonunginn Louis Theroux að hann hefði átt nokkrar kærustur á lífsleiðinni. En árið 2001, aðeins einu ári eftir að heimildarmynd hans kom út, hitti hann tvær konur, á fertugsaldri, sem játuðu að vera kærustu Savile, en önnur þeirra var aðeins 15 ára þegar þau voru í sambandi.

Á hinu alræmda geðsjúkrahúsi Broadmoor sagði einn hjúkrunarfræðingur við rannsakanda að Savile hefði montað sig á að hafa „fíflast með“ sumum líkunum í líkhúsinu en Savile vingaðist við yfirmenn og starfsmenn sjúkrahúsa á borð við Broadmoor til að fá aðgang að sjúklingum, undir því yfirskyni að hann kæmi þangað til a’ skemmta og heimsækja sjúklingana. Rannsókn leiddi síðar í ljós að áhugi hans á látnu fólki hefði ekki verið „innan viðurkenndra marka“.

Savile lést 84 ára að aldri í október 2011. Í gegnum allan ferilinn stóð Savile frammi fyrir fjölda ásökunum um kynferðisofbeldi en fyrsta þekkta málið var skoðað árið 1958, en ekki þóttu vera nægar sannanir til að fara lengra með það.

Eftir dauða hans voru ásakanir, þær elstu frá árinu 1963 gerðar á hendur honum og opinber rannsókn hófst árið 2012. Í október sama ár sagði lögreglan að hún væri að skoða 400 ábendingar og að fjöldi meintra fórnarlamba væri um 450.

The Mirror sagði frá málinu.

Flótti til Sigmundar

Vonleysi fer vaxandi innan Sjálfstæðisflokksins eftir að kannanir sína að flokkurinn er á fallandi fæti og nálgast fylgi Pírata og annarra smáfglokka. Bjarni Benediktsson formaður flokksins náði engan veginn að snúa umræðunni sér í haf á flokksstjórnarfundinum um helgina. Þar var lagt upp með að þegja vandann í hel og banna allar þær raddir sem efast um stefnufestu leiðtogans og árangur flokksins.

Ungir sjálfstæðismenn eru ævareiðir vegna ritsskoðunar Bjarna og helstu klíku hans sem bönnuðu þeim að spyrja og lögðu til að rætt yrði um húsnæðismál í staðinn. Franklín Ernir Kristjánsson, stjórnarmaður í Samtökum ungra sjálfstæðismanna, upplýsti um ritskoðun flokksins í aðsendri grein á Vísi.

„Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi. Stórir flokkar með skýra hugsjón – eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var – eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara …,“ skrifaði Franklín.

Í grein DV er staðhæft að flótti áhrifafólks sé að bresta á í Sjálfstæðisflokknum og yfir í Miðflokkinn sem fer með himinskautum í fylgi. Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er sagður gríðarlega óánægður með sína stöðu og líklegur liðhlaupi yfir til Miðflokksins. Ásmundur Friðriksson þingmaður er einnig nefndur til sögu sem Miðflokksmaður. Þá telur DV líklegt að fallistar í forsetakosningum,  Arnar Þór Jónsson varaþingmaður og Guðmundur Franklín Jónsson, athafnamaður muni skipa sér í fylkingu með Sigmundi Davíð. Loks telur greinarhöfundur DV líklegt að Dilja Mist Einarsdóttir alþingismaður sé líkleg til að reima á sig flóttaskóna …

 

Fjórir búðaþjófar og hávaðaseggur sem lofaði að lækka- Íbúar í Grafarvogi andvaka

Grafarvogur. Mynd / Reykjavik.is

Glæpir næturinnar og gærkvöldisns voru fremur léttvægir ef marka má dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Hæst bart að fjórir búðaþjófar voru gómaðir við iðju sína. Þá hafði lögregla afskipti af hávaðaseggi sem vildi leyfa nágrönnum sínum að njóta tónlistar sem hann sendi út af miklum styrk.

Þrír ökumenn stöðvaðir við akstur þar sem þeir voru að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað, afgreitt með sekt. Hver þeirra þarf að greiða 40 þúsund krónur.

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í Hlíðunum. Samvinnufús þjófur játaði og málið var afgreitt með skýrslu á vettvangi.

Annar búðaþjófur var við iðju sína í verslun í hverfi Háaleitishverfi. Þjófurinn gekkst við verknaðinum og mál hans var afgreitt á staðnum. Verr gekk að fást við þriðja þjófinn, konu nokkra. Hún neitaði sök og var handtekin og flutt á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem tekin var skýrsla af hennii. Hún var látin laus í framhaldinu. Fjórða tilvikið um þjófnað úr verslun átti sér stað í austurborginni. Þjófurinn játaði á staðnum.

Ökumaður stöðvaður í akstri í Hafnarfirði. Reyndist hann vera réttindalaus. Mál hans var afgreitt með sekt sem nemur að minnsta kosti 120 þúsund krónum.

Íbúum á tilteknu svæði í Grafarvogi var ekki svefnsamt vegna hávaða frá nágranna sem vildi deila með þeim tónlist sinni. Lögreglan var kölluð til og náðu laganna verðir strax tökum á ástandinu. Íbúinn var samvinnuþýður og lofaði strax að lækka

Tilkynnt um þjófnað úr bifreið á Grafarholti. Málið var afgreitt á vettvangi.

Ósyndur sjómaður bjargaði konu frá drukknun en fékk svo reikning fyrir sjúkrabíl: „Þetta er sárt“

Reykjavíkurhöfn - Athugið, myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd: Íslenski ferðavefurinn

Spánverjinn Óskar Montes bjargaði lífi konu sem féll í Reykjavíkurhöfn en fékk svo bakreikning fyrir sjúkrabílnum og var hreint ekki ánægður.

Sjómaðurinn Óskar Montes hafði árið 1994 búið á Íslandi í níu ár en hann vann um borð í Vestmannaey. Í lok desember 1993 vann hann hetjudáð þegar kona sem hafði verið farþegi í skipi hans féll í sjóinn við Reykjavíkurhöfn. Stökk okkar maður rakleitt á eftir konunni, þrátt fyrir að kunna sjálfur ekki að synda. Kafaði Óskar á eftir konunni og náði að draga hana upp og halda á floti í dágóðan tíma áður en þeim var báðum bjargað upp á land.

Óskar var aðframkominn þegar aðra bar að og gafst hreinlega upp og var fluttur með sjúkrabíl á Borgarspítala en fyrir þann flutning fékk hann 5.000 króna reikning sem hann var afar ósáttur með, enda hafði hann bjargað lífi konunnar og ætti ekki að þurfa að borga krónu fyrir það. Þá var hann einnig ósáttur við að vera klæddur í larfa og útskrifaður af sjúkrahúsinu auk þess að þurfa að borga leigubílinn aftur í skipið.

Hér má lesa umfjöllun DV frá 1994:

Maður sem var hætt kominn við björgun konu í Reykjavíkurhöfn:
Láta mig borga fyrir að hætta Iífi mínu

– sendur reikningur fyrir sjúkrabíl, klæddur í larfa og útskrifaður

„Þetta er sárt. Mér er alveg sama um þennan pening. Þetta eru ekki nema 5000 krónur. Þeir geta kannski notað þetta í eitthvað en mér dettur ekki til hugar að borga þetta. Það er prinsippmál. Ég hætti lífi mínu til að hjálpa konunni svo á að láta mig borga fyrir það. Það er tómt rugl,“ segir Óskar Montes, sjómaður um borð í Vestmannaey.
Óskar, sem er frá Spáni en hefur búið hér í 9 ár, var hætt kominn í lok desember þegar hann kastaði sér eftir konu sem hafði fallið á milli skips og bryggju í Reykjavíkurhöfn. Konan hafði verið um borð í Vestmannaey, togara sem Óskar er skipverji á. Óskar, sem er ósyndur, lét það ekki aftra sér frá að henda sér í sjóinn. Honum tókst að kafa á eftir konunni og halda henni á floti í talsverðan tíma.

Fékk reikning

Þegar aðrir komu á vettvang var Óskar hins vegar orðinn örmagna og gafst hreinlega upp. Honum var bjargað á land ásamt konunni, sem hann hafði bjargað, og fluttur með sjúkrabíl á Borgarspítala. Fyrir sjúkrabílinn fékk Óskar svo sendan nýlega 5000 þúsund króna reikning sem hann talar um hér að framan.
„Mér líður aldrei vel á sjúkrahúsum þannig að ég spurði hvort ég mætti ekki fara. Svarið var jú. Gallabuxurnar mínar, skyrta og skór voru sett rennblaut í plastpoka. Ég var klæddur í svakalega stórar nærbuxur, stórar gammosíur, sokka og plastboka yfir þá. Yfir mig fékk ég svo stórt teppi og var sagt að fara út. Ég fór niður og hringdi á leigubíl sem keyrði mig niður í skip. Leigubílinn þurfti ég svo að borga sjálfur. Þetta myndi aldrei koma fyrir á Spáni. Ég var reiðubúinn að fóma lífi mínu og svona er komið fram við mann. Ég er ekki að óska eftir heiðursmerki en þetta fannst mér fúll gróft,“ segir Óskar.

Þurfti lækni og lyf

Óskar eyddi svo gamlárskvöldi á hótelherbergi á Hótel Borg þar sem hann veiktist eftir volkið í sjónum. Hann fór til vinafólks síns í Mosfellsbæ og þar var kallað á lækni því alltaf versnaði heilsan. Í ljós kom að hann hafði fengið snert af taugaáfalli. Hann þurfti að kaupa lyf, sem hann borgaði sjálfur, því hann fékk martraðir í langan tíma á eftir. Í samtals tvær vikur lá hann í veikindum en var ekki frá vinnu þar sem sjómannaverkfallið stóð yfir þegar þetta var. Loks má geta þess að hann týndi linsum, sem hann notar, þegar hann stakk sér í sjóinn eftir konunni og þurfti að kaupa nýjar fyrir 20 þúsund krónur.
Þrátt fyrir þetta segist Óskar munu endurtaka þetta ef á þurfi að halda en menn ættu þó að hugsa hvernig komið er fram við þá sem em að reyna að koma einhverju góðu til leiðar. 

Söngkona Crazy P lést skyndilega: „Við erum harmi slegnir“

Danielle Moore

Söngkona raftónlistarbandsins Crazy P, Danielle Moore er látin, 52 ára að aldri.

Forsprakki rafsveitarinnar lést við „skyndilegar og hörmulegar aðstæður“ föstudaginn 30. ágúst. Félagar Danielle úr hljómsveitinni sögðust vera „harmi slegnir“ þegar þeir tilkynntu lát söngvarans í yfirlýsingu.

Þeir skrifuðu: „Við erum harmi slegnir að tilkynna þær ótrúlegu og átakanlegu fréttir að fallega Danielle Moore okkar hafi látist við skyndilegar og hörmulegar aðstæður. Þetta gerðist síðdegis föstudaginn 30. ágúst. Við getum ekki trúað fréttunum sjálf og við vitum að þið getið það ekki heldur. Hún gaf okkur svo mikið og við elskum hana svo mikið. Hjörtu okkar eru brotin.“

Crazy P deildi ekki dánarorsökinni og sagði aðdáendum að þeir þyrftu tíma til að „vinna úr því að þetta hefði gerst“. Hin tilfinningaríka tilkynning lauk með eftirfarandi orðum: „Danielle lifði lífi sem var knúið áfram af ást, samkennd, samfélagi og tónlist. Hún lifði stærsta lífinu. Við munum sakna hennar af öllu hjarta X.“

Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 af Chris Todd og Jim Baron, sem kynntust í háskólanum í Nottingham. Árið 2002 stækkaði Crazy P þegar Tim Davies bassaleikari bættist við, Mav Kendricks slagverksleikari einnig sem og Danielle.

Hljómsveitin skrifaði undir plötusamning við útgáfufyrirtækið Paper Recordings í Manchester Englandi og hafa síðan gefið út sex plötur og nokkrar smáskífur, en fyrsta plata þeirra heitir Digging Deeper og kom út árið 1996. Hljómsveitin byggði einnig upp sterkan aðdáendahóp í Ástralíu þar sem hún hefur ferðast nokkrum sinnum. Stærstu smellir hljómsveitarinnar eru Heartbreaker, Like a Fool og Cruel Mistress.

Danielle ferðaðist einnig með Crazy P á hátíðir, þar á meðal Bestival og The Big Chill. Hún talaði áður um ástríðu sína fyrir nýrri tónlist og sagði við Le Visiteur: „Ég elska að hlusta á nýja tónlist. Ég vildi virkilega að ég hefði meiri tíma til að leyfa mér að missa mig í leitinni. Það er svo mikið af frábærri tónlist sem kemur fram en það er líka til ótrúleg gömul tónlist sem þú getur ómögulega heyrt. Það er snilldin í þessu.“

Í kjölfar andláts söngvarans flykktust aðdáendur á samfélagsmiðla til að votta virðingu sína. Einn skrifaði á X-inu, áður Twitter, og skrifaði: „Mér þykir þetta svo leitt krakkar. Danielle var algjör ljós- og kærleiksgjafi … afl sem vert er að taka eftir og ein fallegasta manneskja sem ég hef kynnst. Þvílíkur risa missir. Sendi ykkur báðum ást og hugsanir mínar eru hjá fjölskyldu hennar.“

Annar sagði: „Mér þótti svo vænt um þessa konu. Hún var svo sérstök manneskja, bæði á sviði og utan, en sérstaklega utan þess. Fyndin, góð, gjafmild, jafnvel svolítið feimin, en bara ótrúleg manneskja. Ég er svo niðurbrotin yfir þessu. Mikil ást til ykkar allra, þetta eru bara verstu fréttirnar.“

Hér má sjá Danielle taka lögin Heartbreaker og Eruption í Madríd fyrr á árinu.


 

 

Björn Leví um tjáningafrelsið: „Almenn kurteisi að hlusta á fólkið sem gagnrýnin beinist að“

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson ræðir meðal annars um tjáningafrelsið, gerendur og þolendur í nýrri Facebook-færslu.

Píratinn Björn Leví Gunnarsson birti myndabrandara á Facebook í dag þar sem gert er grín að umræðunni um frelsi einstaklingsins og skrifar síðan hugleiðingar um málið.

„Er þetta ekki það sem er að gerast?

Samfélagið verður að vera þannig að það sé pláss fyrir okkur öll til þess að vera eins og við erum svo lengi sem það skaðar ekki annað fólk. Það verður að vera pláss fyrir hægra fólkið, vinstra fólkið, samkynhneigða fólkið, trúrækna fólkið og hvaðeina …“ Björn Leví byrjar færsluna með þessum orðum en skoðar málið svo betur.

„En skoðum þetta aðeins nánar. Á ekki að vera pláss fyrir fólkið sem hefur þá skoðun að það eigi einmitt ekki að vera pláss fyrir trans, islam, … ? Má það fólk ekki tjá skoðanir sínar? …

Jú, það má það … en. Og þetta er risastórt en. Það er _mjög_ auðvelt fyrir slíkar skoðanir að hafa skaðleg áhrif á þá hópa sem „mega ekki vera til“. Ef þú ert með slíka skoðun, þá verður nefnilega að grípa til einhverra aðgerða til þess að koma í veg fyrir tilvist þeirra hópa sem eiga ekki að vera til staðar. Það „verður“ að banna þungunarrof … svona svo nýlegt dæmi sé nefnt.“

Þá segir Björn Leví það umdeilanlegt hvenær skaðinn skeður og skilgreinir muninn á hópi gerenda og hópi þolenda.

„Hvenær skaðinn gerist er umdeilanlegt en það er bara almenn kurteisi að hlusta á fólkið sem gagnrýnin beinist að, um meintan skaða. Það á líka við um fólkið sem hefur meintu skaðlegu skoðanirnar. Munurinn á þessum tveimur hópum, þeim sem eru mögulega að verða fyrir skaða og þeim sem eru mögulega að valda skaða, er mjög mikill. Annar er hópur mögulegra gerenda og hinn er hópur mögulegra þolenda. Það snýst ekki við þegar tjáningu mögulegra gerenda er andmælt, jafnvel harkalega. Meintir gerendur verða _ekki_ að þolendum þegar þeir eru krafðir um að standa skil á orðum sínum.
Með öðrum orðum, þegar þessum gaur þarna sem finnst frelsið ekki virka svona er andmælt … þá er ekki verið að troða á tjáningafrelsi hans.“

Hér má sjá myndabrandarann:

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og texti

Hjálmar svarar Sigríði Dögg fullum hálsi: „Svona gerir maður einfaldlega ekki!“

|
Hjálmar Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri BÍ

Hjálmar Jónsson svarar formanni Blaðamannafélags Íslands fullum fetum í aðsendri grein á Vísi og Mannlífi í dag.

Fyrrverandi framkvæmdarstjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson svarar núverandi formanni félagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur í aðsendri grein. Þar svarar hann grein Sigríðar Daggar sem birtist á heimasíðu BÍ á dögunum en formaðurinn hefur sakað Hjálmar meðal annars um slæma meðferð á fé félagsins. Þessu svarar Hjálmar sem og bendir á fyrirhugaðar breytingar á félagsréttindum lífeyrisþesa í Blaðamannafélaginu.

„Þá á svo gott sem að reka úr félaginu með því að svifta þá atkvæðisrétti um fjármál og forystu félagsins, samkvæmt tilögu að lagabreytingu á framhaldsaðalfundi félagsins. Það er einsdæmi meðal stéttarfélaga í þessu landi. Það er til að æra óstöðugan að elta ólar við allar þær rangfærslur sem þar eru á borð bornar, en nauðsynlegt að ítreka nokkur meginatriði, svo fólk haldi ekki að boðskapurinn úr Undralandi eigi við rök að styðjast.“ Þetta segir Hjálmar í upphafi bréfsins og bætir síðan við: „Jafnframt verð ég að óska eftir birtingu þessarar greinar á almennum vettvangi og vona að hún nái athygli þeirra sem málið varðar, því í pútíniskum heimi formannsins hef ég ekki málfrelsi og tillögurétt.“

Bendir Hjálmar á að í öðrum stéttarfélögum á Íslandi haldi félagsmenn fullum rétti eftir að þeir hafa hætt störfum. „ „Þeir félagsmenn, sem hætta störfum sökum aldurs (67 ára eða eldri) eru undanþegnir gjaldskyldu.” Grein 5.6 í félagslögum Grafíu (Félags bókagerðarmanna). Lífeyrisþegar eru sum sé fullgildir félagar án þess að greiða gjöld, eins og verið hefur í Blaðamannafélaginu.

„Eldra félagsfólk sem fær greiddan ellilífeyri og hefur verið í félaginu í a.m.k. 5 ár samfellt fyrir töku eftirlauna telst áfram félagsfólk í VR en nýtur ekki kjörgengis.” Grein 3 í félagslögum VR. Eina takmörkunin er framboð til stjórnar og stjórnar sjóða VR, en lífeyrisþegar njóta félagsréttinda að öðru leyti.

Og grein 9c hjá Eflingu: „Félagsmenn 67 ára og eldri sem hættir eru störfum halda félagsréttindum þó þeir greiði ekki félagsgjöld enda hafi þeir verið fullgildir félagsmenn við starfslok”.“

Bæti Hjálmar við: „Hér er þetta svart á hvítu, meðal annars hjá tveimur stærstu stéttarfélögum landsins sem ná til til meira en helmings almenna vinnumarkaðarins. Það eru því hrein og klár ósannindi í grein formannsins að í örfáum tilfellum njóti lífeyrisþegar í stéttarfélögum fullra félagsréttinda.“

Í lok greinarinnar segir Hjálmar að félagið hafi hingað til staðið sig vel fjárhagslega.

„Blaðamannafélagið hefur til þessa staðið vel fjárhagslega, en vitanlega skiptir máli hvernig haldið er á fjármálum félagsins.Formaðurinn upplýsir að bókfærðar eignir félagsins hafi numið um 750 milljónum króna um síðustu áramót.Markaðsvirðið er hins vegar mun meira vegna verðmætra fasteigna félagsins. Lætur nærri að það nemi tæpum einum milljarði króna á verðlagi í dag.“

Telur hann loks upp nokkur dæmi um slæma meðferð á fé núverandi stjórnar BÍ:

„Það skiptir máli að vel sé haldið á þessum verðmætum og að þeim sé ekki sóað í vitleysu. Þá á ég t.d. við ráðningu starfsmanna umfram þörf, vanhugsaðar auglýsingaherferðir eða stofnun gagnslausra samfélagssjóða á kostnað grundvallarréttinda blaðamanna eins og réttar til greiðslu sjúkradagpeninga. Svona gerir maður einfaldlega ekki!“

 

 

Aula­hrollur í Undra­landi

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands ritar pistil

Það er ekki frítt við að ég hafi fyllst aulahrolli þegar ég las svargrein formanns Blaðamannafélags Íslands (BÍ) við grein minni varðandi alvarlega aðför hans og stjórnar félagsins að félagsréttindum lífeyrisþega í Blaðamannafélaginu. Þá á svo gott sem að reka úr félaginu með því að svifta þá atkvæðisrétti um fjármál og forystu félagsins, samkvæmt tilögu að lagabreytingu á framhaldsaðalfundi félagsins. Það er einsdæmi meðal stéttarfélaga í þessu landi. Það er til að æra óstöðugan að elta ólar við allar þær rangfærslur sem þar eru á borð bornar, en nauðsynlegt að ítreka nokkur meginatriði, svo fólk haldi ekki að boðskapurinn úr Undralandi eigi við rök að styðjast.

Jafnframt verð ég að óska eftir birtingu þessarar greinar á almennum vettvangi og vona að hún nái athygli þeirra sem málið varðar, því í pútíniskum heimi formannsins hef ég ekki málfrelsi og tillögurétt.

„Þeir félagsmenn, sem hætta störfum sökum aldurs (67 ára eða eldri) eru undanþegnir gjaldskyldu.” Grein 5.6 í félagslögum Grafíu (Félags bókagerðarmanna). Lífeyrisþegar eru sum sé fullgildir félagar án þess að greiða gjöld, eins og verið hefur í Blaðamannafélaginu.

„Eldra félagsfólk sem fær greiddan ellilífeyri og hefur verið í félaginu í a.m.k. 5 ár samfellt fyrir töku eftirlauna telst áfram félagsfólk í VR en nýtur ekki kjörgengis.” Grein 3 í félagslögum VR. Eina takmörkunin er framboð til stjórnar og stjórnar sjóða VR, en lífeyrisþegar njóta félagsréttinda að öðru leyti.

Og grein 9c hjá Eflingu: „Félagsmenn 67 ára og eldri sem hættir eru störfum halda félagsréttindum þó þeir greiði ekki félagsgjöld enda hafi þeir verið fullgildir félagsmenn við starfslok.”

Hér er þetta svart á hvítu, meðal annars hjá tveimur stærstu stéttarfélögum landsins sem ná til til meira en helmings almenna vinnumarkaðarins. Það eru því hrein og klár ósannindi í grein formannsins að í örfáum tilfellum njóti lífeyrisþegar í stéttarfélögum fullra félagsréttinda. Þvert á móti er það meginregla á íslenskum vinnumarkaði, svo mikil meginregla að ég hef ekki fundið nein dæmi um annað. Ég sá ekki betur en að sérfræðingur Alþýðusambands Íslands staðfesti það í frétt Morgunblaðsins á dögunum. Formaðurinn segir í grein sinni að athugun stjórnar félagsins við undirbúning lagabreytingarinnar hafi náð til „hátt í 50 stéttarfélaga”. Það ætti því að vera einfalt fyrir formanninn að nafngreina þessi félög eða birta þessa ítarlegu greinargerð til að færa sönnur á orð sín. Félagar í BÍ hljóta að gera kröfu til þess.

Formaðurinn gerir líka mikið úr því að lífeyrisþegar séu stór hópur innan BÍ eða 15% að hans sögn, en þeir séu miklu færri í VR og Eflingu og virðist líta þannig á að það séu rök fyrir því að takmarka réttindi lífeyrisþega BÍ. Að mínu viti eru það þvert á móti rök fyrir því að þeir eigi að hafa áhrif og það sé afar ólýðræðislegt að reyna að svifta stóran hóp innan félagsins réttindum sínum.

Auk þess blasir það við að eignir félaga hafa orðið til vegna starfa og aðildar félagsmanna. Auðvitað eiga þeir því að geta haft áhrif á ráðstöfun fjármuna félagsins þó þeir séu sestir í helgan stein, enda er það meginreglan á íslenskum vinnumarkaði.

Svo er nauðsynlegt að ítreka og undirstrika að lífeyrisþegar geta aldrei haft nein áhrif á stöðu kjaramála innan verkalýðsfélaga, þar sem þeir eru ekki lengur á vinnumarkaði og hafa ekki atkvæðisrétt á því sviði. Það gildir jafnt um BÍ og önnur stéttarfélög í þessu landi. Ekki skil ég af hverju það er formanninum svo torskilið.

Það blasir þannig við að það standa engin rök til þess að svifta þennan hóp félaga í Blaðamannagfélaginu rétti sínum til að hafa áhrif á stefnu og störf félagsins, önnur en þau að hluta þessa hóps finnst formaðurinn óverðugur þess að vera málsvari félagsins. Formaðurinn eigi að taka hagsmuni félagsins fram yfir sína eigin og stíga til hliðar. Það er áhyggjuefni ef aðrir stjórnarmenn í félaginu hafa látið draga sig í þessa vegferð að ráðast gegn þeim hópi félagsmanna sem lengst og best hefur staðið með félaginu og fórnað hluta tekna sinna áratugum saman til að efla það.

Hins vegar eru fjármál félagsins sem formaðurinn gerir að umtalsefni, einkum styrktarsjóður. Formaðurinn reynir að réttlæta nauðsyn þess að skerða réttindi þeirra sem höllustum fæti standa í félaginu vegna alvarlegrar stöðu sjóðsins.

Styrktarsjóður er mikilvægasti samfélagssjóður félagsins og það er rangt að það hafi stefnt í eitthvert óefni í rekstri hans. Afkoma hans og útgjöld og sundurliðanir á þeim hafa ár hvert verið rædd í stjórn félagsins og á aðalfundum þess. Hann var til dæmis rekinn með hagnaði árið 2021, en með tapi árið 2022.Það var ævinlega einróma stefna félagsins að verkefni sjóðsins væru svo mikilvæg að það réttlæti halla á sjóðnum og fjárveitingar til hans ef á þyrfti að halda.

Réttlætingar formannsins á skerðingum réttinda félagsmanna og þeirra sem höllustum fæti standa marka stefnubreytingu hjá félaginu, illu heilli. Stefnubreytingin miðar að því að gera félagssjóði fært að standa undir stórauknum útgjöldum vegna launakostnaðar og tryggja að félagið geti staðið undir launum formanns í fullu starfi. Verkefni formannsins réttlæta það ekki að mínu viti.. Ég sinnti verkefnum formanns meðfram framkvæmdastjórastarfi í 11 ár, án þess að fá greitt fyrir það.

Lítum á nokkrar tölulegar staðreyndir í þessum efnum. Heildarlaunakostnaður félagsins nam 36,5 milljónum króna árið 2022.Heildariðgjaldatekjur félagssjóðs námu á sama tíma 42 milljónum króna. Ef Blaðamannafélagið hyggst vera með þrjá starfsmenn í fullu starfi kostar það félagið varlega áætlað 50 milljónir króna á ári. Það er talsvert umfram heildar iðgjaldatekjurnar og étur upp þann hagnað á félagssjóði sem staðið hefur undir réttindum styrktarsjóðs. Þá eru öll önnur útgjöld af rekstri stéttarfélags ótalin.

Svo get ég ekki annað en lýst yfir furðu á þeirri orðræðu að styrkir til lífeyrisþega hafi verið veittir þeim í heimildarleysi í yfir 20 ár eða allt frá því að styrktarsjóðurinn tók til starfa. Það er heil fundargerðarbók sem afsannar það og sömuleiðis umræður á stjórnarfundum og aðalfundum félagsins í gegnum tíðina. Formaðurinn veit líka jafnvel og ég að málefni lífeyrisþega og styrkir til þeirra voru ítrekað til umræðu í stjórn félagsins í þau tæp þrjú ár sem við sátum þar saman. Ég skil heldur ekki að stjórn styrktarsjóðs sætti sig við það að liggja undir ámæli af hendi formannsins með þessum hætti.

Blaðamannafélagið hefur til þessa staðið vel fjárhagslega, en vitanlega skiptir máli hvernig haldið er á fjármálum félagsins.Formaðurinn upplýsir að bókfærðar eignir félagsins hafi numið um 750 milljónum króna um síðustu áramót.Markaðsvirðið er hins vegar mun meira vegna verðmætra fasteigna félagsins. Lætur nærri að það nemi tæpum einum milljarði króna á verðlagi í dag.

Það skiptir máli að vel sé haldið á þessum verðmætum og að þeim sé ekki sóað í vitleysu. Þá á ég t.d. við ráðningu starfsmanna umfram þörf, vanhugsaðar auglýsingaherferðir eða stofnun gagnslausra samfélagssjóða á kostnað grundvallarréttinda blaðamanna eins og réttar til greiðslu sjúkradagpeninga. Svona gerir maður einfaldlega ekki!

Höfundur er fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri BÍ.

Helga Vala segir samfélagslöggu ekki leysa vandann: „Nú þarf nánd, umhyggju, alúð og aga“

Helga Vala Helgadóttir.

Helga Vala Helgadóttir segir lausnina á ofbeldismenningu barna og unglinga sé nánd og umhyggja, ekki samfélagslöggur.

Íslenskt samfélag er vaknað af værum blundi og stendur nú frammi fyrir stórauknu ofbeldi meðal barna og unglinga og er ljóst að eitthvað þurfum við að gera, sem samfélag, til þess að breyta hlutunum. Sitt sýnist þó hverjum um lausnina á vandamálinu en Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, leikari og fyrrum þingkona Samfylkingarinnar, er ein af þeim sem telur aukna gæslu og nefndir ekki lausnina.

„Lausn vandans er ekki að setja á laggirnar samfélagslöggu. Lausn vandans er heldur ekki að skipa enn eina ráðherranefndina sem tekur skyndiákvörðun um að setja 450 milljónir í ómarkvissar skýrslu- og áætlanagerðir.“ Þannig hefst Facebook-færsla Helgu Völu sem hún birti í gær. Segir hún að nú þurfi að hlúa að börnum og ungmennum.

„Nú þarf að hlúa að börnum og ungmennum um allt samfélagið. Loka skólabókunum í eina viku og tala um tilfinningar, um líðan og samkennd, um verðmætamat, um óeðlilega birtingamynd lífsins á samfélagsmiðlum. Finna þau týndu börn sem hrökklast hafa út úr skólunum af ýmsum ástæðum. Við þurfum að ræða samverustundir fjölskyldunnar, gæðastundir við kvöldverðarborðið og í sófanum við að horfa saman á mynd eða leik. Við þurfum að þjálfa okkur og börnin okkar í að spyrja “hvernig líður þér” og “hvað getur látið okkur líða betur”.“

Að lokum beinir hún orðum sínum að drengnum sem tók líf hinnar 17 ára Bryndísar Klöru Birgisdóttur og særði tvö önnur á dögunum.

„Það þarf að spyrja hvað kom fyrir dreng sem fremur óafturkræfan hlut, dreng sem tók líf, sem mun hafa áhrif á líf hans og fjölda annarra um alla framtíð.
Ekki skipa fleiri nefndir. Nú þarf nánd, umhyggju, alúð og aga.“

Ísraelskir mótmælendur vona að verkfallið hafi áhrif – Lama þjóðfélagið og heimta vopnahléssamning

Frá mótmælum Ísraela fyrr á árinu.

Hamdah Salhut hjá Al Jazeera segir að þegar Ísraelar fara út á göturnar í dag til að þvinga stjórnvöld til að samþykkja vopnahléssamning sé enn „erfitt“ að segja hversu mikið þetta muni breyta skoðun Netanyahus, þar sem vinnudómstóll landsins úrskurðar að mótmælunum verði að ljúka snemma.

„Jafnvel þó að sumum þessara verkfalla kunni að ljúka snemma, ætlar fólk enn að mótmæla á götum úti. Síðast þegar við sáum stórt verkfall verkalýðsfélaga eins og þetta var þegar landið var að mótmæla öðru máli og það hafði áhrif á stjórnvöld sem leyfðu þeim að breyta um stefnu í löggjöf sinni,“ sagði Salhut.

Hún bætti við að það væri „efnahagslegur þrýstingur“ sem mótmælendur og verkalýðsfélagið vonast til að beita Netanyahu og ríkisstjórninni svo að „það geti orðið samningur, sem feli í sér að gíslunum verði sleppt“.

 

Sir Ian McKellen tjáir sig um slysið: „Ég veit ekki hversu oft ég hef endurupplifað fallið“ 

Sir Ian McKellen

Sir Ian McKellen kom með risatilkynningu varðandi leikferilinn, en hann féll illa í miðju leikriti í júní.

Hinn ástsæli leikari, sem er 85 ára, var að leika John Falstaff í Noel Coward-leikhúsinu í West End í Lundúnum, þegar honum skrikaði fótur í bardagasenu og féll með höfuðið á undan sér á áhorfendur.

Ian dróg sig út úr leikritinu stuttu eftir slysið en hann brákaði hryggjalið og úlnliðsbrotnaði í fallinu. Vikum síðar viðurkenndi hann að hann væri „of hræddur“ að fara út úr húsi „ef ske kynni að einhver rækist í mig“.

Þrátt fyrir slysið hefur Ian nú tilkynnt að hann ætli sér ekki að hætta að leika, sem gleður sjálfsagt aðdáendur hans gríðarlega. Í viðtali í þættinum BBC Breakfast, sagði hinn sjóaði leikari að hann myndi taka sér frí út árið en mun síðan snúa til baka til leiks.

Ian er enn að jafna sig eftir slæmt fall.

„Hvað væri ég annars að gera ef ég væri ekki að vinna?,“ spurði hann. „Ég mun taka frí það sem eftir er af árinu og fara svo aftur í vinnuna í janúar. Held bara áfram svo lengi sem fæturnir og lungun og hugurinn halda áfram að starfa.“

Gandalf stjarnan státar af ferli sem spannar meira en 50 ár en hann upplýsti í viðtalinu að hann ætti stundum í erfiðleikum með minnið, en telur að það sé líka vegna þess að hann hefur meira að muna en fólk sem er yngra en hann.

Hann bætti við: „Engu að síður er það óþægindi þegar þú manst ekki hvað besta vinur þinn heitir eða gleymir símanúmerinu þínu. Ef þú sérð mig eða heyrir að ég er að gera eitthvað, þá veistu að það er þess virði að gera. Hvort ég geri það vel er matsatriði.“

Þegar hann talaði um slysið fyrr í þessum mánuði sagði leikarinn í viðtali í Saga-tímaritinu að hann endurupplifði fallið ítrekað í höfði sér og sagði: „Hryggjarliður minn brákaðist og úlnliðurinn brotnaði og er ekki enn kominn í lag. Ég fer ekki út vegna þess að ég verð kvíðinn og óttast að einhver rekist á mig, og ég er með sársaukafulla verki í öxlunum vegna þess að allur ramminn hefur orðið fyrir hnjaski.“

Leikarinn, sem nú er með hálsspelku og úlnliðsstuðning, hélt áfram: „En ég var í fitubúning fyrir Falstaff-hlutverkið og það bjargaði rifbeinunum og öðrum liðum. Þannig að ég var heppinn að sleppa þó þetta vel.“ Hann bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef endurupplifað fallið. Það var hræðilegt.“

Um það hvort honum finnist hann nú „of gamall“ til að halda áfram að leika sagði hann: „Ég hélt að þetta væri endirinn á einhverju. Þetta var mikið áfall. Endirinn þýddi ekki dauða minn, aðeins þátttaka mín í leikritinu.“

Hann fullyrti að fallið hefði verið slys og sagði við BBC: „Það var ekki það að ég hefði fengið svima eða neitt slíkt, þetta var hreint slys. Svo ég tel mig heppinn að þetta er farið að vera fjarlæg minning, en það gerði það að verkum að ég gat ekki farið í leikferðina, svo ef það er tækifæri fyrir mig að biðja áhorfendur afsökunar í Bristol, Birmingham, Norwich, þá biðst ég afsökunar Ég var ekki þar, en ég kem aftur.“

 

Löngu glataðar ljósmyndir sýna hermannalíf á Íslandi á sjötta áratugnum – MYNDIR

Þreyttir hermenn.

Notandi á hinni geysivinsælu Reddit-síðu birti löngu glataðar ljósmyndir sem afi hans hafði tekið er hann dvaldi sem hermaður á Íslandi á sjötta áratug síðustu aldar.

„Afi minn var staðsettur á Íslandi í Kóreustríðinu, snemma á sjötta áratugnum… Pabbi fann kassa með slides myndum þegar afi minn lést. Lét loksins skanna glærurnar nýlega! Tekið með Kodachrome,“ skrifaði notandinn á Reddit í umræðuþræði um ljósmyndun í gær en færslan hefur vakið verðskuldaða athygli.

Hér má sjá nokkrar af ljósmyndunum sem afinn tók er hann starfaði á Íslandi upp úr 1950:

Þreyttir hermenn.
Bankastræti
Margt hefur breyst frá því um miðbik síðustu aldar.
Krýsuvíkurvegur
Farið upp í flugvél
Líklegast Seltún við Kleifarvatn

Einar borgarstjóri lagði ólöglega við Byko: „Flottur og góð fyrirmynd“

Einar Þorsteinsson.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Einar Þorsteinsson var nappaður við að leggja bíl sínum ólöglega fyrir utan Byko í gær.

Fjölmargir Íslendingar veigra sér ekki við að leggja hvar sem þeim dettur í hug, til þess að losna við að þurfa að ganga aukametra. Það sést bersýnilega í Facebook-hópnum Verst lagði bíllinn en þar birtir fólk ljósmyndir af bílum sem hafa verið lagt ólöglega. Annað slagið rata þjóðþekktir einstaklingar, eða réttara sagt bílar þeirra, sem myndefni í hópnum en árið sem dæmi má nefna að 2018 vakti popparinn Einar Ágúst Víðisson athygli á því að bíl þáverandi bæjarstjóra Kópavogs, Ármanns Kr. Ólafssonar var lagt í stæði fatlaðra á Hamraborg í Kópavogi.

Svona gerir maður ekki.
Ljósmyndasamsetning: DV

Þá lagði Árni Johnsen heitinn í stæði fatlaðra fyrir utan N1 sjoppu árið 2015 og gaf þá afsökun að umferðin hafi verið svo mikil en af ljósmyndinni að dæma sem fylgdi fréttinni var fátt um aðra bíla á planinu.

Uss.

Logi Einarsson, þáverandi formaður Samfylkingarinnar var myndaður við að ganga að bíl sínum á Akureyri árið 2018 en honum hafði hann lagt kolólöglega.

Ljótt að sjá.
Ljósmynd: Jón Aðalsteinn Norðfjörð

Á fyrri hluta þessa árs lagði sæti súkkulaðistrákurinn Patrik Atlason tvisvar sinnum ólöglega og kom sér í fréttirnar fyrir vikið.

Asnaleg hegðun

Og nú bætist borgarstjóri Reykjavíkur í þennan alræmda hóp. Meðlimur í hópnum Verst lagði bíllinn birti í gær ljósmynd af jeppa Einars Þorsteinssonar borgarstjóra fyrir utan Bæjarins bestu pylsusjoppuna við Byko, en bílnum var ekki lagt í stæði, heldur á götuna.

„Flottur og góð fyrirmynd er hann Einar borgarstjóri Reykjavíkur,“ skrifaði maðurinn sem tók ljósmyndina og birti ljósmynd af glæpnum. Mannlíf sannreyndi málið og samkvæmt bifreiðaskrá er bíllinn í eigu Einars Þorsteinssonar.

Hér má sjá myndina:

Skamm, skamm.
Ljósmynd: Facebook

 

Davíð er orlofssuga

Guðbjörg Matthíasdóttir

Morgunblaðið hefur verið í miklum ham vegna orlofsmála Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem reifað hefur verið sem siðleysi og einsdæmi. Ritstjóri blaðsins, Davíð Oddsson, gekk svo langt að uppnefna Dag sem orlofssugu og fleira í þeim dúr. Nú er komi á daginn að Davíð er sjálfur orlofssuga. Hann fékk um helmingi fleiri daga en Dagur eða 93 orlofsdaga eftir að hafa starfað sem borgarstjóri í Reykjavík.

Methafinn í orlofsmálinu er síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem breytti 143 orlofsdögum í peninga og slær sjálfum Davíð við. Það voru blaðamenn Vísir sem kölluðu eftir þessum upplýsingum úr bókhaldi Reykjavíkur. Mogginn hefur ekkert gert með þær upplýsingar fremur en forsætisráðherra sem slúðrar áfram.

Áróður Moggans hefur ekki innifalið þær upplýsingar að flestir eða allir borgarstjórar hafa undanfarna áratugi fengið að færa orlof sín á milli ára og breyta dögum í peninga. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók svo undir einhliða róginn á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hann dylgjaði um Dag en lét ógert að nefna Davíð.

Allur áróðurinn sem streymdi fram á síðum Moggans er í boði aðaleigandans, Guðbjargar Matthíasdóttur auðkonu í Vestmannaeyjum …

Skálmöld ríkir og hnífum er beitt: „Þá hatursmenningu kostað hafa mannslíf verður að uppræta“.

Myndin tengist ekki þeim atvikum sem um er rætt í greininni.

Skálmöld er ríkjandi þar sem hnífum er beitt í samfélaginu. Um helgina komu upp þrjú tilvik þar sem fólk var stungið með hnífum eða gerð að því atlaga. Annað tilvikið varð á bæjarhátíðinni Í túnínu heima þar sem hnífur kom við sögu í líkamsárás. Fórnarlambið slapp ómeitt frá atlögunni.

Tveir urðu fyrir árás í gistiheimili á Granda. Áverkar voru ekki alvarlegir. Þetta gerist á sama tíma og 17 ára stúlka,  Bryndís Klara Birgisdóttir, lét lífið af völdum árásar á Skúlagötu í miðborg Reyjavíkur á Menningarnótt. Morðinginn, 18 ára piltur, stakk tvö aðra sem lifðu af árásina. Hann er í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Bryndís barðist fyrir lífi sínu í tæpa viku áður en hún dó af völdum áverkanna. Mikil sorg er vegna andláts stúlkunnar sem á einu andartaki var svipt lífi sínu og framtíð. Ekki er vitað hvað morðingjanum gekk til með árásinni en lögregla rannsakar málið með það fyrir augum að upplýsa um ásetning piltsins sem enn hefur ekki verið nafngreindur opinberlega í tengslum við málið.

„Nú þarf að hafa hátt og tryggja með skipu­leg­um og út­hugsuðum hætti, að þessi mar­tröð, miss­ir okk­ar og líf Bryn­dís­ar minn­ar muni leiða til betri veru­leika fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag!
Þessi dýra og óbæri­lega fórn henn­ar, skal og verður að bjarga manns­líf­um,“ skrifaði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar Klöru á Facebook, eftir lát hennar.
Ólína Þorvarðardóttir, doktor í þjóðfræði, vitnar til orða hins syrgjandi föður og tekur undir kröfuna um aðgerðir.
„Þá hrikalegu hatursmenningu sem er undirrót vopnaburðar ungmenna og árása sem kostað hafa mannslíf á undanförnum misserum og árum verður að uppræta. Ég sé samhengi við vaxandi fátækt, versnandi félagslega stöðu tiktekinna hópa, skertan lesskilning ungmenna, vaxandi útlendingahatur, markaleysi í samskiptum almennt og ekki síst samfélagslega meðvirkni og afneitun,“ skrifar Ólína. Fjöldi manns tekur undir með henni í athugasemdum.

Þekkt er að fjöldi fólks gengur með hnífa, sumpart undr því yfirskyni að um sé að ræða varnarvopn. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar og fjöldi manns hefur miklar áhyggjur af þeirri skálmöld sem ríkir þar sem hnífar koma viö sögu. Rætt er um að herða lög sem banna vopnaburð í margmenni og reyna þannig að stemma stigu við því ástandi sem ríkir á landinu.

Hópur krakka gekk í skrokk á dreng við Breiðholtslaug: „Þetta var algjörlega gert til að meiða“

Sirka þarna var árásin gerð. Ljósmynd: Facebook

Kona nokkur varð vitni að því er hópur krakka gekk í skrokk á unglingsstrák fyrir utan Breiðholtslaug.

„Um klukkan 13:35 varð ég vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug

Þar var hópur ungra krakka (held þau/þeir hafi verið sirka 5 í hóp) að berja, sparka í og traðka á unglingsdreng (grunnskólaaldur) sem var á leið með vinum sínum í sund.“

Þannig hefst hin sláandi frásögn konu nokkurrar sem hún birti á íbúðasíðu Breiðholtsins á Facebook. Segir hún að þolandinn og allir vinir hans séu af asískum uppruna.

„Þolandinn var af asískum uppruna og voru vinir hans sem voru með honum í sundi það líka.
Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar.

Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur. Starfsfólk laugarinnar tók niður nafnið mitt og símanúmer ef að foreldrar þessa drengs finnast og vilja ræða við vitni.“

Að lokum beinir konan orðum sínum að foreldrum:

„Kæru foreldrar, nú verðum við að taka höndum saman og reyna að takast á við þetta vandamál sem virðist algjörlega engan endi ætla að taka!

Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“

Í samtali við Mannlíf sagði konan, sem ekki vill láta nafn síns getið að hún hafi náð að stöðva árásina með því að standa á flautunni en hún var á bíl á leið í sund með fjórum börnum. „Ég keyri inn á bílaplanið og þá orgar dóttir mín á mig að það sé verið að meiða einhvern þarna, þannig að ég steig bílinn bara og keyrði að þessu. Stóð svo á flautunni þar til strákarnir hlupu af honum. Ég stökk svo út úr bílnum og byrjaði að hlúa að drengnum. Hann var slasaður, vankaður, stóð upp og datt, fraus algjörlega og afþakkaði alla aðstoð.“

Konan sagðist telja að gerendurnir hafi verið fjórir til fimm, sennilega allt strákar og á svipuðum aldri og þolandinn og vinir hans, á að giska 13 til 16ára. „Þetta var algjörlega gert til að meiða og þeir voru ekkert að grínast. Þeir stóðu á honum og spörkuðu í hann og tröðkuðu á andlitinu á honum og börðu hann. Þetta var brútal.“

Bætti hún svo við að lokum að krakkarnir sem voru með drengnum sem ráðist var á hafi verið sirka 6 til 8, þar af tvær stelpur, öll af asískum uppruna. „Mér finnst svo mikilvægt að foreldrarnir viti þetta og að hann fái hjálp“.

Már grét eftir að hafa slegið Íslandsmetið: „Mér líður ógeðslega vel“

Már Gunnarsson Mynd: RÚV-skjáskot

Már Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og sló Íslandsmetið og varð í sjöunda sæti í 100 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í París síðdegis í dag.

Már, sem keppi í S11, flokki blindra og sjónskertra, kom í mark á sjötta besta tímanum í undanrásunum í morgun, 1:11,38 mínútum og var öruggur í úrslitin. Í úrslitunum bætti hann tíma sinn frá því í morgun og synti á 1:10.21 mínútum og bætti þannig Íslandsmetið um 15 hundruðustu úr sekúndu. Það var úkraínumaðurinn Myhailo Serbin sem sigraði á nýju heimsmeti, 1:05,84 mín.

Árangur Más er sérstaklega góður í ljósi þess að hann var hættur sundiðkun en snéri aftur þremur árum síðar.

„Mér líður ógeðslega vel. Þetta er náttúrulega eitthvað sem ég búinn að vera að vinna svo mikið og lengi að. Það er svo skrýtið að það er svo margt búið að gerast síðustu þrjú ár. Ég flutti utan og var ógeðslega mikið einn meðan ég var úti. Samt tekst mér að koma aftur og gera þetta. „Þú hlýtur að vera stoltur af sjálfum þér?“ spurði fréttamaður RÚV.  „Ég er það og líka af fólkinu mínu. Þeim sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta því ég er ekki einn í þessu og ég fann það svo rosalega mikið,“ segir Már í samtali við RÚV eftir sundið en hann var að keppa á sínu öðru Ólympíumóti en hann náði fimmta sæti í Tókýó fyrir þremur árum.

Már átti erfitt með tilfinningarnar eftir sundið en hann segist vera orðinn bæði betri sundmaður og tónlistarmaður eftir pásuna. Segist hann þakklátur hvað allir séu hjálpsamir við hann á báðum sviðum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við sjálfan mig núna sko,“ sagði Már og barðist við tárin.

Karl Sigurðsson er látinn

|
|

Karl Sigurðsson frá Ísafirði er látinn, 106 ára að aldri.

Karl Sigurðsson

Karl fæddist á Ísafirði árið 1918, í húsi sem kallast Rómaborg og tilheyrir nú Sundstræti. Samkvæmt BB.is flutti fjölskylda Karls út í Hnífsdal á fyrsta ári hans en þar bjó hann mestan part ævi sinnar. Karl átti gæfusaman skipstjóraferil en lengst af var hann á Mími eða í 25 ár.

Eiginkona hans var Kristjana Hjartardóttir en hún lést 2013. Fyrir átti hún einn son, Grétar en saman áttu þau að auki fimm börn. Það eru þau Ásgeir Kristján, Guðrún, Hjördís, Sigríður Ingibjörg og Halldóra.

Karl var heiðursfélagi í félagi eldri borgara á Ísafirði og nágrenni.

Ættingjar gíslanna láta Netanyahu heyra það:„Í 11 mánuði hefur ísraelsku ríkisstjórninni mistekist“

Gíslarnir sem fundust drepin á Gaza.

Samtök aðstandenda ísraelskra gísla segja að gíslarnir sex sem fundust látnir á Gaza, væru á lífi ef ríkisstjórn Netanyahu hefði skrifað undir vopnahléssamninginn við Hamas.

„Í 11 mánuði hefur ísraelsku ríkisstjórnininni undir forystu Netanyahus mistekist að gera það sem ríkisstjórninni er ætlað að gera, að skila sonum sínum og dætrum heim. Samningur um endurkomu gíslanna hefur verið á borðinu í meira en tvo mánuði,“ sagði hópurinn í færslu á X.

Og hópurinn hélt áfram: „Ef það væri ekki fyrir skemmdarverkamennina, afsakanirnar og spunann, væru gíslarnir sem fundust látnir í morgun líklega á lífi.“

Því næst beindi hópurinn spjótum sínum beint að forsetisráðherranum: „Netanyahu: nóg af afsökunum. Nóg um spuna. Nóg komið af því að yfirgefa gíslana. Tíminn er kominn til að sækja gíslana okkar heim, að þeir sem lifa fái endurhæfingu og að hinir föllnu og myrtu verðo færðir til grafar í landi sínu.“

Gríðarleg pressa er á Netanyahu en verkalýðsfélög í Ísrael hafa boðað alsherjar verkfall til að knýja ríkisstjórnina til að semja um vopnahlé.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Svala er tilbúin fyrir haustið: „Fullkomið outfit fyrir gula viðvōrun“

Svala Björvins er ein frægasta söngkonan Íslands

Poppdíva Íslands, Svala Karítas Björgvinsdóttir birti ljósmynd af sér í geggjuðu „outfitti“ á Instagram.

Svala Björgvins, poppdíva Íslands númer eitt, er dugleg að birta ljósmyndir á Instagram en hún hefur lengi verið þekkt fyrir stórkostlegt tískuvit en fötin sem hún klæðist þykja bæði kynþokkafull og frumleg.

Nýjustu ljósmyndina birti hún í gær en þar má sjá hana í enn einum frábærum klæðnaðinum en við myndina skrifar hún: „Fullkomið outfit fyrir gula viðvōrun“.

Annars hefur Svala verið að vinna að nýrri tónlist undanfarið ár en lagið Time kom út í fyrra.

Bresk leikkona segist vera fórnarlamb Jimmy Savile: „Þú þekkir mig, sestu við hliðina á mér“

Viðbjóðurinn Jimmy Savile.

Breska leikkonan Daniella Westbrook hefur nú opnað sig og sagt frá því að þáttastjórnandinn og barnaníðingnum Jimmy Savile hafi misnotað hana.

Fyrrum leikkona EastEnders þáttanna segist hafa verið misnotuð sem barn frá níu til 14 ára aldurs og hafa staðið oft augliti til auglitis við suma ofbeldismennina síðar á ævinni. Í einlægu viðtali sagði hin 51 árs gamla leikkona að Savile hafi einu sinni beðið hana um að sitja við hlið sér á meðan hún kom fram í írskum spjallþætti, sem hún neitaði að gera.

Daniella Westbrook

Í nýju viðtali sagði hún frá því hvernig hún hélt opinberuninni leyndri þar sem hún óttaðist að það að deila því sem hafði gerst myndi fá hana til að vilja binda enda á líf sitt. Þegar hún var spurð hvort hún hefði séð einhvern af ofbeldismönnum sínum þegar hún var orðin eldri sagði Westbrook: „Já. Ég fór í þátt í Belfast, spjallþátt, þeir reyndu að láta mig sitja við hliðina á Jimmy Savile.

„Hann sagði „Komdu hingað Danniella, þú þekkir mig, sestu við hliðina á mér,“ og ég sagði „Ég myndi ekki sitja við hliðina á þér ef ég væri að deyja“ … hann var einn af þeim,“ sagði hún í viðtali í The Lewis Nicholls Show þættinum. Fyrrum BBC þáttastjórnandinn Savile var  afhjúpaður sem barnaníðingur, nauðgari og raðmisnotari eftir dauða hans.

Nýlega hefur enn og aftur verið sagt frá raunverulegu umfangi hryllilegra glæpa hans gegn unglingsstúlkum, ungum konum, yngri stúlkum, drengjum, veiku fólki, fötluðu fólki og jafnvel látnum í BBC þáttaröðinni, The Reckoning þar sem leikarinn ​​Steve Coogan tekst á við hlutverk sitt sem hinn viðurstyggilegi kynferðisafbrotamaður.

Árið 2000 upplýsti Savile heimildaþáttakonunginn Louis Theroux að hann hefði átt nokkrar kærustur á lífsleiðinni. En árið 2001, aðeins einu ári eftir að heimildarmynd hans kom út, hitti hann tvær konur, á fertugsaldri, sem játuðu að vera kærustu Savile, en önnur þeirra var aðeins 15 ára þegar þau voru í sambandi.

Á hinu alræmda geðsjúkrahúsi Broadmoor sagði einn hjúkrunarfræðingur við rannsakanda að Savile hefði montað sig á að hafa „fíflast með“ sumum líkunum í líkhúsinu en Savile vingaðist við yfirmenn og starfsmenn sjúkrahúsa á borð við Broadmoor til að fá aðgang að sjúklingum, undir því yfirskyni að hann kæmi þangað til a’ skemmta og heimsækja sjúklingana. Rannsókn leiddi síðar í ljós að áhugi hans á látnu fólki hefði ekki verið „innan viðurkenndra marka“.

Savile lést 84 ára að aldri í október 2011. Í gegnum allan ferilinn stóð Savile frammi fyrir fjölda ásökunum um kynferðisofbeldi en fyrsta þekkta málið var skoðað árið 1958, en ekki þóttu vera nægar sannanir til að fara lengra með það.

Eftir dauða hans voru ásakanir, þær elstu frá árinu 1963 gerðar á hendur honum og opinber rannsókn hófst árið 2012. Í október sama ár sagði lögreglan að hún væri að skoða 400 ábendingar og að fjöldi meintra fórnarlamba væri um 450.

The Mirror sagði frá málinu.

Raddir