Mánudagur 23. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hjólhýsi í Húsafelli fuðraði upp í nótt: „Þau tóku börnin með sér út úr brennandi húsinu“

Ljósmynd: Aðsend.

Betur fór en á horfðist í nótt þegar eldur kviknaði í Húsafelli í – en ekki mátti miklu muna að illa færi.

Mannlíf heyrði í sjónarvotti sem sagði:

„Í nótt þá vakna ég klukkan þrjú við hróp og köll í Húsafelli. Ég hleyp út í hvelli til að kanna hvað sé í gangi; sé að þá er kviknað í hjólhýsi.“

Ljósmynd: Aðsend.

Sjónarvottinum var eðlilega mikið brugðið en segir það mikið happ að ekki fór verr:

„Þetta fólk rétt slapp út, tóku börnin með sér út úr brennandi húsinu, sem varð alelda á um það bil þremur mínútum.“

Að lokum segir sjónarvotturinn í samtali við Mannlíf að það hafi verið „þvílík ringulreið hérna í nótt. Menn þurftu að forða sér út úr sínum húsum, og eitt við hliðina bráðnaði bara. Það er fullt af fólki í áfalli.“

Vill fá að reykja inni á herbergi sínu á hjúkrunarheimili – Segja reykinn spilla loftgæðum annarra

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Umboðsmaður Alþingis getur ekki gert athugasemd við ákvörðun sveitarfélags þess efnis að banna reykingar íbúa á hjúkrunarheimili; en að hafa þurfi í huga að herbergi séu heimili fólks, en þetta kom fram á RÚV.

Í áliti umboðsmanns segir að íbúi á ónefndu hjúkrunarheimili hafi lagt fram kvörtun yfir því að mega ekki reykja inni á herbergi sínu. Byggði viðkomandi kvörtun sína á því að í lögum um tóbaksvarnir kæmi fram að íbúðarherbergi heimilisfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilum væru undanþegin banni við reykingum.

Sveitarfélagið, sem er ekki nefnt á nafn, byggði reykingabannið hins vegar á rétti starfsfólks til reyklauss umhverfis; að starfsfólk þyrfti að sinna daglegri þjónustu inni á herbergjum íbúa.

Í álitinu segir Umboðsmaður einnig að ekki megi gleyma því að herbergi á hjúkrunarheimilum væru heimili íbúa; en samkvæmt kröfulýsingu um rekstur hjúkrunarheimila ætti að búa íbúum notalegt heimili þar sem mannréttindi og mannúð og virðing séu í heiðri höfð.

Umboðsmaður segir í lokin að reykingabannið grundvallist af því að reykingar á herbergjum spilli loftgæðum annarra; auk þess hafi verið gerðar ráðstafanir svo að heimilisfólk geti reykt í sérstakri aðstöðu á heimilinu.

Segir í blálokin að því hafi umboðsmaður ekki forsendur til að gera athugasemdir við bannið, en sveitarfélagið skuli þó hafa fyrrnefnd sjónarmið í huga.

Hitinn ætti að komast yfir tuttugu gráður

Það verður bjart og  þrælfínt veður víðast hvar í dag; einhver strekkingur mun þó fylgja með á Austurlandi.

Hlýjast verður á Suðurlandi; um það bil tuttugu gráður.

Eins og fólk varð vart við þá hefur verið hvasst á landinu vegna lægðar; sú lægð grynnist og fjarlægist okkur hratt svo það lægir næsta sólarhringinn.

Næsta lægð sem við munum kynnast er að myndast á Grænlandshafi; lægðin sendir til okkar næstu skil á sunnudaginn, en þeirri lægð fylgir hlýr loftmassi; hitinn ætti að komast yfir tuttugu gráður víða á Norðurlandi í dag.

Agnes tárvot

Agnes M. Sigurðardóttir biskup.

Agnes Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, er einhver umdeildasti biskup Íslands að Ólafi Skúlasyni frátöldum. Agnes er síður sen svo sátt þegar hún hverfur úr embætti.

Í tárvotu fjögurra vasaklúta viðtali við Heimildina lýsir hún starfslokum sínum og seinasta tímabilinu á biskupsstóli þar sem hún segist hafa sætt ákveðnum ofsóknum af þeirri ástæðu að hún er kona. Henni er mikið niðri fyrir þegar hún rifjar upp harkalega umræðu um að hún hafi setið umboðslaus í embætti með leyfi undirmanns síns eftir að kjörtímabil hennar var framlengt án kosningar.  „Ég var bara niðurlægð, af þinginu. Bæði ég sjálf og embættið,“ segir hún um kirkjuþing og einstaka presta sem hafi beitt sér gegn henni með ósvífnum hætti.

Séra Skírnir Garðarsson hefur mátt þola af biskupi að vera úthýst úr embætti sín á vafasömum forsendum. Hann er ekki í vafa um það hver sé eftirskrift biskupsins.

„Fráfarandi biskup hefur valdið mörgum manneskjum vanlíðan, kostnaði og allskyns óáran með hentistefnuákvörðunum, klíkuráðningum, brottrekstri starfsfólks og ýmsu furðulegu sem hún hefur komist upp með,“ skrifar Skírnir í aðsendri grein í Mannlífi …

Piltar björguðu Japana frá drukknun í Bláa lóninu: „Vissum ekki hvort hann var dáinn eða lifandi“

Bláa lóniðMyndin tengist ekki fréttinni beint.

Í mars árið 1995 drýgðu fjórir piltar hetjudáð í Bláa lóninu er þeir björguðu lífi Japana sem var að drukkna.

DV sagði frá því þann 28. mars árið 1995 hafi fjórir piltar um tvítugt skellt sér í Bláa lónið en á meðan þeir hafi verið að spjalla í ylvolgu lóninu hafi kona kallað á þá og beðið um hjálp. Þegar þeir komu nær sáu þeir hvað japanskur karlmaður lá á floti með andlitið ofan í vatninu.

Hér má sjá umfjöllun DV um þessar ungu hetjur:

Fjórir piltar bjarga ósyndum Japana frá drukknun í Bláa lóninu:
Vissum ekki hvort hann var lífs eða liðinn


-segir einn piltanna -grunn laug afmörkuð í lóninu

Við sátum þarna fjórir saman úti í og vorum að kjafta saman. Allt í einu sáum við konu veifa og kalla til okkar. Síðan sáum við í höfuðið á einhverjum sem lá þarna úti í og við syntum á fullu til þeirra. Þegar við komum til þeirra lá maðurinn með andlitið á kafi, hnakkinn stóð aðeins upp úr. Við tókum undir hendurnar á honum og syntum og drógum hann að landi. Við vissum ekki hvort hann var dáinn eða lifandi. Hann var algjörlega máttlaus,“ segir Gestur B. Gestsson, tvítugur baðgestur í Bláa lóninu síðastliðinn föstudag. Þeim tókst að koma manninum, sem reyndist Japani á sextugsaldri, að landi og komu honum í læsta hliðarstellingu til að hann gæti andað hindrunarlaust. Gestur segir að erfiðlega hafi gengið að fá aðstoð starfsfólks. Hún hafi ekki borist fyrr en eftir að þeir höfðu tvívegis hlaupið inn í baðhúsið en enginn virtist vera staddur þar í fyrra skiptið. Maðurinn hafi kastað upp vatni sem hann hafi gleypt og svo hafi læknir, sem starfar hjá Bláa lóninu, komið og tekið við manninum. Sjúkrabíll hafi komið stuttu síðar og flutt manninn í sjúkrahús. Gestur gagnrýnir að enginn lögregluskýrsla hafi verið tekin og jafnframt hve lítil gæsla virðist vera á staðnum til að bregðast við í svona tilviki. Hann viti í raun ekki hvort maðurinn, sem hann og félagar hans björguðu, sé lífs eða liðinn. Að sögn lögreglu í Grindavík, sem kom á staðinn með sjúkrabílnum, var ekki talin ástæða til að taka skýrslu. Hins vegar sé tekin skýrsla ef viðkomandi óski þess seinna og þá fari fram lögreglurannsókn.

Vaktmaður brá sér frá

Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, sagði í samtali við DV að maðurinn hefði verið ósyndur. Þrátt fyrir aðvörunarskilti uppi um alla veggi baðhússins hefði hann farið út í mitt lónið þar sem hann náði ekki til botns, enda japanskur og skilið lítið sem ekkert í texta viðvörunarskiltanna. Þegar slysið átti sér stað hefði vaktmaður, sem á að vera öllum stundum á vakt þegar einhver er í lóninu, brugðið sér frá til að sinna öðrum erindum. Drengirnir sem komið hefðu að manninum hefðu unnið gott starf. Maðurinn hefði náð heilsu á ný. Grímur segir að í kjölfar þessa atviks verði enn betur brýnt fyrir vaktmönnum að starf þeirra sé ekki afgangsstærð. Enn fremur hafi verið ákveðið að girða af hluta lónsins, næst baðhúsinu, til að mynda eins konar grunna laug. Grímur segir að lögregluskýrsla hafi ekki skýrt betur atvik málsins enn sem komið er. Staðreyndirnar liggi fyrir og bætt verði úr þeim hlutum sem miður fóru.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs 6. nóvember 2023.

Sverrir tók þátt í klikkuðustu landkynningu Íslands: „Jakob Frímann er með botnlausar hugmyndir“

Nýjasti gestur Mannlífsins er kontratenórinn og lífskúntsnerinn Sverrir Guðjónsson. Flestir Íslendingar þekkja Sverri en hann er eini kontratenór þjóðarinnar en hann var ekki nema átta ára gamall þegar hann hóf söngferil sinn.

Í viðtalinu segir Sverrir frá barnastjörnuárunum, söngferlinum, óvæntu ævintýri sem Jakob Frímann Magnússon kom honum í þegar hann bjó í Lundúnum og ýmislegt fleira sem á daga hins bráðskemmtilega manns hefur drifið.

Ein magnaðasta en um leið umdeildasta landkynning Íslandssögunnar er gjörningur sem framkvæmdur var á íslenskri menningarviku í Gulbenkian-galleríinu í Lundúnum árið 1991. Jakob Frímann Magnússon var þá menningafulltrúi Íslands í Lundúnum og stóð fyrir þessari menningarviku. Datt honum í koll þá hugmynd, í miðjum blaðamannafundi, að auglýsa gjörning án þess að vera búinn að ræða það við þá sem áttu að framkvæma hann. Sverrir segir Reyni Traustasyni frá því þegar Human Body Percussion Ensemble-gjörningurinn sló í gegn í Lundúnum en reiddi Íslendinga.

„Jakob Frímann er með botnlausar hugmyndir,“ segir Sverrir og Reynir tekur undir. Heldur hann svo áfram: „Og margar frábærar. Og ég vissi ekki alveg hvað á mig stóð veðrið þegar hann hringdi í mig en þá bjó ég úti í London, var þá að takast á við kontratenórsöng, og barrokkmúsík og samtímatónlist, var á kafi í þessu. Þá kemur hringing frá Jakobi. Þá var hann menningarfulltrúi Íslands í gegnum sendiráðið og er að búa til stemmningu fyrir 1. desember hátíð Íslendingafélagsins. Og hann er svo stórtækur þannig að hann býr til myndlistasýningu, hann býr til tónleika, alls konar tónleika og ég veit ekki hvort það var leikrit líka. Og hann er að reyna að kynna þetta fyrir blaðafólki í London. Og hann er að nefna öll þessi nöfn sem við þekkjum en enginn þekkir úti í London. Og það er enginn áhugi fyrir þessu og blaðamennirnir eru farnir að færast nær útidyrunum. Voru farnir að láta sig hverfa af þessum fundi sem þeir vildu ekki vera á.“

Sverrir segir að Jakob hafi þá fengið flugu í höfuðið, til að ná athygli blaðamannanna:

„Og þá segir hann „Jú, það er eitt atriði í viðbót og það er The Human Body Percussion Ensemble “. Bara nafnið er stórkostlegt.“

Reynir: „Og það varð til á staðnum bara?“

Sverrir: „Já, já en að vísu hafði hann hugsað þetta nafn einhvern tíma. Þannig að það var í heilanum á honum og hann bara kastar þessu fram og það bara stoppa allir á sinni leið út úr salnum.“

Þegar forvitnir blaðamenn spyrja Jakob nánar út í þetta atriði var hann með svörin á reiðum höndum, að sögn Sverris: „Hann fer að lýsa því að þetta sé bara stundað á Íslandi. Að þetta sé einhvers konar sambland af glímu og svo yfir í búkslátt, til að halda á sér hita og allt þetta. Og þeir grípa þetta.“

Í kjölfarið hrönnuðust upp pantanir fyrir þennan furðulega gjörning og hóaði Jakob þá í Didda fiðlu, Röggu Gísla, sem þá var eiginkona Jakobs og Sverri, sem öll slógu til og slógu svo rækilega í gegn, meðal annars í vinsælum sjónvarpsþætti Jonathan Ross. Ekki voru þó allir ánægðir en margir Íslendingar urðu reiðir yfir þessari frumlegu landkynningu.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Hér fyrir neðan má síðan sjá hinn frumlega gjörning sem um er rætt:

 

Vinur Jay Slater heyrði hann renna á grjóti í síðasta símtali þeirra: „Ég hringi í þig aftur“

Einn besti vinur Jay Slater, sagði nýverið frá síðasta símtalinu við hinn týnda ungling.

Isla Traquair, glæpablaðamaður, ræddi við einn af þeim sem síðast heyrði frá Jay Slater, áður en hann hvarf á Tenerife fyrir 12 dögum síðan. Hún ræddi við einn besta vin hans, Brad Hargreaves.

Jay, 19 ára, frá Lanca-skíri, hvarf eftir að hafa sótt tónlistarhátíð á Tenerife, 17. júní. Vinir hans voru þeir síðustu til að heyra frá honum en þá sagðist hann vera klukkutímum frá húsinu sem þeir vinirnir leigðu og að síminn ætti mjög lítið batterí eftir.

Einn besti vinur Jay, Brad Hargreaves, opnaði sig um síðasta samtal þeirra félaga, í þættinum This Morning, í dag en hann var einn af þeim síðustu til að heyra í honum áður en hann hvarf.

Brad, 19 ára, átti erfitt með tilfinningar sínar þegar hann talaði um „lífsgleði“ vinar síns og sagði að Jay hefði í upphafi engar áhyggjur af því að rata aftur til vina sinna.

„Hann var í símanum og sagði: „Ég þarf að ganga og fara niður allan þennan veg“,“ sagði Brad og bætti við að Jay hefði lofað að hringja í hann myndbandssímtal en skellti á vegna þess að „einhver annar var að hringja í hann“.

bætti hann einnig við að, að hans mati, hefði Jay örugglega forðast að fara niður veginn sem hann hafði minnst á í símtalinu, þar sem hann væri skarpur og hefði farið öruggari leið niður.

Ungllingurinn minntist einnig á að hann hafi heyrt fætur Jay renna til á steinunum, sem bendi til þess að Jay hafi „farið af veginum. Þannig vissi ég að hann hafði farið af veginum af því að, þú veist að þegar þú gengur á möl, eða hvað sem þetta er, þá geturðu … þú veist hvað ég meina, steinar.“

Útskýrði Brad betur hvað hann átti við: „Hann var í símanum, gangandi niður veginn en hafði farið aðeins af honum, ekki langt, en smá og var að ganga niður, og sagði: „Ég hringi í þig aftur, ég hringi í þig aftur“, af því að einhver annar var að hringja í hann, held ég. Ef hann hugsaði eins og ég, þá hefði hann farið aftur upp og haldið áfram að ganga á veginum… hann hefði ekki farið alla leið þangað niður.“

Isla spurði: „Þú sagðir að þú hefðir heyrt að hann væri að renna niður hlíð?“

Brad svaraði: „Já, þannig vissi ég að hann væri kominn af veginu, því ég heyrði svona hljóð sem maður heyrir þegar maður gengur á möl … á steinum.“

Isla spurði þá: „Varstu áhyggjufullur á þeim tímapunkti?“

Brad: „Ekki þá, af því að við vorum báðir að hlæja að þessu og hann sagði: „Athugaðu hvar ég er“ og ég sagði: „Ég var bara að koma af tónlistahátíðinni“ og hann virkaði ekki áhyggjufullur í símanum, þar til við vissum hversu langt í burtu hann var. Ég sagði: „Stilltu staðsetninguna inn í símanum“ og hann sagði „Kortérs keyrsla eða 14 klukkutíma ganga“. Ég veit ekki hvort það var rétt og ég sagði: „Ef þetta er aðeins 15 mínútna keyrsla, pantaðu þá leigubíl“.“

Undanfarna daga hefur fjölskylda Jay Slater átt undir högg að sækja eftir að GoFundMe herferð hófst hjá þeim, þar sem safnaðist yfir 40 þúsund pundum eða rúmlega sjö milljónir króna. Móðir unga drengsins, Debbie, staðfesti nýlega að fé hafi verið tekið út úr söfnunarreikningum og verði notað til dvalar hennar og ástvina hennar á Tenerife, þar sem þau hafa öll tekið þátt í leitinni að unglingnum.

Mirror fjallaði um málið.

 

 

Hundur fann gervilim í göngutúr: „Ekki bíta í þetta Pjæ, slepptu þessu!“

Skemmtilegur fundur, eða hitt þó heldur. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Instagram-síðan Íslenskt rugl birti bráðfyndið myndskeið af all sérstökum fundi hunds í göngutúr með eiganda sínum.

Íslenskt rugl er Instagram-síða sem birtir „rugluðustu myndbönd Íslands“ samkvæmt lýsingu á síðunni. Þar birtast vissulega ansi áhugaverð myndskeið sem fólk virðist senda inn. Eitt þeirra birtist nýlega en þar má sjá hundi Pjæ eða Yrja með ansi hreint sérstakan hlut í kjaftinum sem hún fann úti á víðavangi. „Ekki bíta í þetta Pjæ, slepptu þessu!“ skipar konan sem er með hundinum og hlær. Hluturinn sem hundurinn er með í kjaftinu er stærðarinnar gervilimur.

Sjón er sögu ríkari:

Lítill pistill um meinta niðurlægingu

Séra Skírnir Garðarsson.

Agnes biskup segir að hún hafi verið niðurlægð og að hún vilji leita til dómstóla, þetta getur fólk lesið um í Heimildinni. Ég segi nú bara, „Come on!.“

Hver á að borga þann lögfræðikostnað?

Sennilega skattgreiðendur, því það er hefðin, almenningur á að borga, borga, borga, fyrir alls konar vitleysu silkihúfnanna. Látið þið bjóða ykkur svona lagað krakkar mínir?

Nú er það svo að það leynast tvær eða fleiri hliðar á hverju máli.

Fráfarandi biskup hefur valdið mörgum manneskjum vanlíðan, kostnaði og allskyns óáran með hentistefnuákvörðunum, klíkuráðningum, brottrekstri starfsfólks og ýmsu furðulegu sem hún hefur komist upp með.

Kannski hún hafi ekki tekið eftir því að traust almennings til hennar og þjóðkirkjunnar er á mínusgráðu Fahrenheit.

Þessi staðreyndablinda er svosem á pari við ríkisstjórnina, forsætisráðherrann o s frv.

Svo situr þetta lið í skjóli vopnaðrar lögreglu á Austurvelli þann 17. júní, gapandi um allt og ekkert. Við hin eigum svo bara að halda okkur fjarri og borga brúsann.

Mér finnst nú bara að Agnes ætti að hafa vit á að fara að sinna einhverju öðru en að gagnrýna allt og alla fyrir sitt eigið rugl. Ég segi nú eins og Siggi Baldurs kunningi minn sagði um árið, hann sagði „Come on Peter“, því íslenski orðaforðinn dekkaði ekki það sem hann vildi sagt hafa.

Þetta ritar eigin hendi með fullri sæmd og við almennt góða skynsemi séra Skírnir Garðarsson.

 

Landsréttur staðfestir átta ára fangelsisdóm yfir Heiðari Erni: „Ákærði á sér engar málsbætur“

Landsréttur

Átta ára fangelsisdómur yfir Heiðari Erni Vilhjálmssyni var í gær staðfestur af Landsrétti en Heiðar var dæmdur fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi gegn eiginkonu sinni. RÚV segir frá staðfestingunni.

Brotin framdi Heiðar Örn á heimili hjónanna frá 2019 og fram til 2023.

Alls var ákærarn í þrettán liðum en þar voru tiltekin einstök tilfelli ofbeldis auk andlegs ofbeldis yfir öll fjögur árin. Í sumum tilvikum voru áverkarnir sem Heiðar veitti konunni lífshættulegir. Neitaði hann sök í öllum ákæruliðum.

Heiðar Örn var sýknaður afa sjö ákæruliðum af Landsrétti þar sem sannanir þóttu ekki nægilegar svo hægt væri að sakfella hann, en hann var sakfelldur fyrir alvarlegustu brotin.

Brotin voru mörg og gróf, að því er fram kemur í dómi Landsréttar en þau feli í sér hrottalegar og ofsafengnar atlögur þar sem konan hafi verið beitt gríðarlegu ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi. Hlaut hún útbreidda og alvarlega áverka en í einu tilvikinu hefði hún látist ef hún hefði ekki komist á sjúkrahús.

Í dóminum segir að ekki fari á milli mála að konan hafi á sambúðartímanum búið við alvarlegt ástand ógnunar, ótta, þjáningar og kúgunar. Þá hafi Heiðar Örn misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart henni og beitt brotaþola ítrekuðu ofbeldi sem hafði áhrif á heilsu, líðan og velferð hennar. „Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í dómnum.

Landrétti þótti rétt að staðfesta dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra, um átta ár fangelsi, þrátt fyrir sýknu í sjö ákæruliðum, vegna alvarleika ákæruliðanna sem hann var þó sakfelldur fyrir.

Auk fangelsisdómsins var Heiðar Örn dæmdur til að greiða konunni sex milljónir í miskabætur, auk vaxta. Einnig er honum gert að greiða tæpar 20 milljónir í sakarkostnað auk hluta áfrýjunarkostnaðar sem eru tæpar fjórar milljónir.

Íslensk yfirvöld hafa ekki í hyggju að viðurkenna sjálfstæði fleiri ríkja

Utanríkisráðuneytið

Ekki stendur til að íslenska ríkið viðurkenni sjálfstæði og fullveldi þjóða á næstunni.

Ísland hefur um árabil verið leiðandi í samfélagi þjóða, í að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi landa. Þannig var Ísland fyrst allra landa til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna, Eistlands, Lettlands og Litháens frá Sovétríkjunum sálugu og einnig Svartfjallalands og Kósóvó frá Serbíu. Einnig var landið fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu en það var árið 2012.

Nokkrar þjóðir berjast enn fyrir sjálfstæði sínu en þar ber helst að nefna Taívan, sem oft er kallað Lýðveldið Kína, til að aðgreina það frá Alþýðulýðveldinu Kína á meginlandinu, hefur lengi viljað sjálfstæði og hafa að undanförnum árum minnt rækilega á sig. Bandaríkin hafa sýnt stuðning við Taívan, sem reitt hafa yfirvöld í Alþýðulýðveldinu Kína til reiði. Þá má einnig nefna Baskaland en ETA, aðskilnaðarsamtök Baska hafa lengi barist fyrir sjálfstæði frá Spáni. Þá hafa Katalónar gert slíkt hið sama og krafist sjálfstæðis frá Spáni.

Mannlíf lagði fram nokkrar spurningar fyrir utanríkisráðuneytið en þær eru eftirfarandi:

  1. Hjá hvaða ríkjum hefur Ísland viðurkennt sjálfstæði frá 2012 til dagsins í dag?
  2. Hefur Ísland einhvern tímann dregið til baka viðurkenningu um sjálfstæði. Ef svo er: Hvenær?
  3. Eru einhver ríki til skoðunar á hjá stjórnvöldum í því samhengi að viðurkenna sjálfstæði þeirra. Ef svo er: Hvaða ríki?

Skriflegt svar utanríkisráðuneytisins barst í dag en þar kemur fram að ekki séu uppi áform um viðurkenningu á sjálfstæði fleiri ríkja:

„Ísland hefur ekki viðurkennt sjálfstæði ríkis frá árinu 2012. Þá hafa íslensk stjórnvöld aldrei dregið til baka viðurkenningu á sjálfstæði eða fullveldi ríkis. Á þessari stundu eru ekki uppi áform um að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi fleiri ríkja.“

Ari sér gull og græna skóga

Ari Baldursson var að gefa út nýtt lag

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Ari Baldursson – Gull og grænir skógar
gorkúlur – Heimsins dætur
Pétur Óskar – Train of love
Ari Árelíus – Look at the Clown
Morgunroði ásamt Class B – Klikk Klikk





Breki og frúin í Þórshöfn: „Af hverju eru vextir á Íslandi svona miklu hærri en í Færeyjum?“

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
„Upp úr þurru hefur samkvæmisleikurinn „Frúin í Þórshöfn“ verið uppfærður:

Margfaldaðu 50.000 með fjölda milljóna króna sem þú skuldar í húsnæðislán. Ef lánið þitt stendur í 10 milljónum, er upphæðin 500.000 kr. Standi það í 20 millljónum er upphæðin 1 milljón kr. og svo framvegis.“ Þannig hefst færsla Breka Karlssonar formann Neytendasamtakanna en hún hefur vakið mikla athygli síðan hún birtist á Facebook-síðu Breka í gær. Þar ræðir hann um veruleika íslenskra húseigenda og ber hann saman við veruleika Færeyinga, sem greiða mun minni vexti af sínum húsnæðislánum en Íslendingar.

Breki hélt áfram:

„Þetta er upphæðin sem þú greiðir árlega í vexti af húsnæðisláninu þínu umfram það sem Færeyingar greiða. Ímyndaðu þér svo hvað þú getur gert við peningana sem þú myndir spara ef vextir á íslandi væru á pari við vexti í Færeyjum. Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Því næst fer Breki yfir dæmi um þann veruleika sem blasir við Íslendingum:

„Fréttir af lægri verðbólgu eru jafn mikið fagnaðarefni og hátt viðvarandi vaxtastig er mikið áhyggjuefni. Breytilegir vextir húsnæðislána á Íslandi eru nú á bilinu 9-11%, sem er tvöfalt hærra en í Færeyjum (og þrefalt hærra en í Danmörku).
Það þýðir að íslenskt heimili sem skuldar 40 mkr. í húsnæðislán greiðir 167 þúsund krónur hærri upphæð í vexti á mánuði en færeyskt heimili sem skuldar sambærilega upphæð, og 223 þúsund krónur á mánuði hærri upphæð en danskt heimili.

Þarna munar fimm prósentustigum, eða 50.000 krónur á hverja lánsmilljón í vaxtagreiðslur á ári. Þegar fyrst var boðið upp á leikinn fyrir sjö árum, var þessi munur 40% lægri. Vaxtamunurinn var „einungis“ 3% árið 2017.“

Í lok færslunnar kemur Breki með tvær góðar spurningar:

„Að lokum stendur eftir fimmprósenta spurningin: Af hverju eru vextir á Íslandi svona miklu hærri en í Færeyjum? (Bónusspurning: Af hverju er vaxtamunurinn meiri en áður?)
Svörum henni, göngum í að laga það og spörum íslenskum heimilum dágóðar summur.

ps. Myndin sem fylgir er svar myndavitvélar við spurningunni.“

Nefndu bát eftir Hrafni Jökulssyni: „Vel til fundið og fallegt“

Hrafn Jökulsson að hreinsa fjörur á Ströndum.

Bátur hefur nú verið nefndur eftir Hrafni Jökulssyni en honum er ætlað að hreinsa fjörur Íslands.

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og aðgerðarsinni, sem lést í september 2022, var síðustu ár sín duglegur að hreinsa fjörur á Ströndum og vakti mikla athygli á mikilvægi þess að halda fjörum landsins hreinum af rusli. Illugi bróðir Hrafns, sagði frá því í morgun að nú sé búið að nefna bát eftir bróður sínum en honum sé einmitt ætlað að hreinsa fjörur landsins.

Skrifaði Illugi eftirfarandi Facebookfærslu og birti ljósmynd af bátnum:

„Eitt af því sem Hrafn bróðir minn fékkst við hin síðustu misseri sín var að hreinsa fjörur á Ströndum. Gekk hann til þeirra verka af miklum eldmóði en þurfti svo að bregða sér frá. En sjá! Hér er hann mættur aftur til sömu starfa og nú sem bátur. Vel til fundið og fallegt.“

Vel til fundið og fallegt.
Ljósmynd: Facebook

Biden þótti óskýr og kraftlaus í kappræðunum: Sagði Trump hafa „siðferði á við villikött“

Joe Biden Bandaríkjaforseti þótti ekki standa sig vel í kappræðunum á CNN í gær en hann þótti óskýr í máli og kraftlaus.

Kate Bedingfield, fyrrverandi samskiptastjóri Biden, var á CNN strax eftir kappræðurnar og hún var skýr: „Það eru ekki hægt að neita því, þetta var ekki góð kappræða fyrir Joe Biden.“

Sagði hún að aðalmálið fyrir hann hafi verið að sanna að hann hefði orku og þol og það hafi mistekist.

Þegar leið á umræðuna byrjaði Biden eins og hnefaleikamaður sem er kominn upp við reipið, að taka miklar sveiflur gegn andstæðingi sínum til að reyna að breyta skriðþunganum. Nokkrar af þessum sveiflum lentu á og ögruðu forsetanum fyrrverandi sem brást reiðilega við.

Að fyrstu umræðurnar sem stjórnendur CNN tóku upp voru um helstu kjósendamálin, efnahags- og innflytjendamál, sem kannanir sýna að Bandaríkjamenn treysta Donald Trump meira fyrir, gerði hins vegar vandamálið verra fyrir forsetann.

„Ég veit í raun ekki hvað hann sagði í lok þessarar setningar, og ég held að hann hafi ekki gert það heldur,“ sagði Trump eftir annað svar Biden. Sú lína gæti hafa súmmerað upp kvöldið.

Forsetinn fyrrverandi bauð að mestu upp á agaða og lipra frammistöðu. Hann forðaðist hvers konar truflanir og skot sem gróf undan fyrstu kappræðum hans árið 2020 og sneri umræðunni aftur að árásum á feril Bidens í hvert skipti sem hann gat.

Hann setti ítrekað fram fullyrðingar sem voru ekki studdar af staðreyndum sem og beinum lygum, en herra Biden gat að mestu leyti ekki komið honum í hornið, svo myndlíkingin við boxið haldið áfram.

Þegar umræðuefnið snerist um fóstureyðingar, beindi forsetinn fyrrverandi ítrekað athygli að því sem hann sagði vera öfgar Demókrataflokksins. Hann hélt því fram, ranglega, að demókratar styðji fóstureyðingar eftir að börn eru fædd.

Fóstureyðingar er mál sem hefur reynst vera veikleiki fyrir Trump og repúblikana almennt frá því að Roe gegn Wade- dómsmálið, sem hafði verndað stjórnarskrárvarinn rétt til fóstureyðinga, var hnekkt af hæstarétti árið 2022. En árásir Biden á þann veika punkt Trumps, þar sem hann hefði getað skorað stig, mistókust.

„Þetta hefur verið hræðilegt, það sem þú hefur gert,“ sagði forsetinn.

Stuttu eftir að umræðunni lauk, viðurkenndi Kamala Harris varaforseti að forsetinn hefði byrjað „hægt“ en sagði hann hafa endað sterkur. Samkvæmt BBC sem fjallaði um málið, er um að ræða of bjartsýna skýringu á kappræðunum hjá Harris en tekur þó fram að Biden hafi skánað þegar leið á.

Í einni eftirminnilegri línu benti Biden á sakfellingu Donalds Trump vegna ákæru sem stafaði af meintum kynferðislegum tengslum við klámstjörnuna Stormy Daniels og sagði að forsetinn fyrrverandi hefði „siðferði á við villikött“.

„Ég stundaði ekki kynlíf með klámstjörnu,“ svaraði Trump reiðilega.

Trump þurfti einnig að verja sig þegar svaraði um viðbrögð sín við árásinni á höfuðborg Bandaríkjanna 6. janúar. Hann reyndi upphaflega að breyta spurningu um ábyrgð sína á þinguppþotinu, með því að fordæmina feril Bidens, en að þessu sinni vildi forsetinn ekki sleppa honum af önglinum, svo veiðimyndlíking sé notuð.

„Hann hvatti þetta fólk til að fara upp að Capitol Hill. Hann sat þarna í þrjár klukkustundir þegar aðstoðarmenn hans báðu hann um að gera eitthvað,“ sagði Biden. „Hann gerði ekki neitt.“

Forsetinn fyrrverandi vék sér ítrekað undan því að svara hvort hann myndi sætta sig við niðurstöðu kosninganna 2024.

Í nútímasögu Bandaríkjanna hefur engin kappræða verið haldin svo snemma en ástæðan er að hluta til vegna þess að Biden-teymið vildi hafa það þannig. Ein ástæðan er að teymið vildi reyna beina fókusnum á Trump fyrr á kosningatímabilinu í von um að bandarískir kjósendur yrðu minntir á óreiðukennda forsetatíð hans.

En fleiri munu tala um frammistöðu Bidens eftir þessa kappræðu en fyrrverandi forsetann.

Önnur ástæða fyrir því að Biden-teymið gæti hafa viljað kappræðurnar þetta snemma er sú að það myndi gefa frambjóðanda sínum meiri tíma til að jafna sig eftir slaka frammistöðu. Á endanum getur þetta verið það sem veitir þeim huggun eftir gærkvöldið.

Kolla selur húsið sitt: „Hamingjan er ekki falin í fermetrum“

Kolbrún Sverrisdóttir
Baráttukonan og alþýðuhetjan Kolbrún Sverrisdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Fjarðarstræti á Ísafirði á sölu og hyggst flytjast búferlum þegar salan gengur eftir. Kolbrún hefur búið á Ísafirði en heldur nú suður yfir heiðar til að verða nær börnum sínum þremur og barnabörnum sem öll búa á höfuðborgarsvæðinu.
Hús Kolbrúnar er ekki stórt í sniðum en gullfallegt þar sem það stendur í miðbæ Ísafjarðar. Verðið er sannkallað tombóluverð. Kolbrún upplýsti um áform sín þá Facebook.
„Húsið mitt er komið á sölu fullt af fallegum minningum, hér hef ég sannfærst um að hamingjan er ekki falin í fermetrum og mér og börnum mínum vegnað vel,“ skrifar Kolla og vísar inn á síðu fasteignasölu sem annast viðskiptin fyrir hennar hönd.

Lögmaður á villigötum réttvísarinnar: Ómar blekkti flugfarþega og sveik bætur af fórnarlambi slyss

Ómar R. Valdimarsson

Esja Legal, félag í eigu Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, er hefur blekkt neytendur með villandi og rangri upplýsingagjöf á vef sínum, flugbaetur.is, samkvæmt Neytendastofu. Lögmaðurinn býður neytendum upp á aðstoð við að innheimta skaðabætur vegna ferðalaga með flugfélögum. Þetta er enn eitt málið á hendur Ómari sem sakfelldur hefur verið um misferli gagnvart skjólstæðingum.

Neytendastofa segir einnig að Esja Legal hafi brotið gegn lögum með því að áskilja sér rétt til að tilkynna ekki neytendum þjónustunnar um málshöfðun áður en mál er höfðað. Esju Legal er bannað að viðhafa umrædda viðskiptahætti áfram.

Fyrr á þessu ári varð fólk, sem sótti um bætur í gegnum vefinn, fyrir fjárhagstjóni eftir að lögmaðurinn höfðaði dómsmál á hendur ítölsku flugfélagi án þess að bera málshöfðun áður undir parið Hrafntinnu Eir Hermóðsdóttir og Ágúst Leó Björnsson. Málið tapaðist og var parinu gert að greiða lögmannskostnað.

Hrafntinna og Ágúst Leó vissu hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Vísir hafði á sínum tíma eftir formanni Lögmannafélagsins að slíkt ætti ekki að geta gerst. Ómar R. Valdimarsson sem rekur Flugbætur sagði að skjólstæðingar bæru ekki kostnaðinn þegar mál fari á þennan veg.

Forsagan er sú að parið átti bókað flug með Neos frá Ítalíu til Íslands þann í febrúar 2022. Töf varð á fluginu um rúmar átta klukkustundir. Þau sóttu um staðlaðar skaðabætur í gegnum Flugbaetur.is.

Tveimur árum síðar féll dómur í máli parsins gegn Neos í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalkröfur fólksins voru að flugfélagið greiddi bæturnar með vöxtum og dráttarvöxtum, að frádreginni þeirri summu sem félagið hafði þegar greitt þeim mánuði áður. Dómurinn sýknaði flugfélagið af aðalkröfum fólksins og var þeim gert að greiða allan málskostnað.

Í svörum Esju Legal kom fram að staðfesting umsækjanda á að hann hafi lesið, skilið og samþykkt skilmála þess feli í sér ótvírætt samþykki hans á skilmálunum sem og sérstaka ósk um að þjónusta sé veitt áður en frestur til að falla frá samningi rennur út.
Málið varðar einnig verðskrá Flugbóta, en í ákvörðun Neytendastofu segir að á forsíðu Flugbaetur.is hafi ekki verið hægt að nálgast upplýsingar um endanlegt verð á þjónustunni.

Neytendastofa skipar Esju Legal að koma skilmálum og verðskrá  á vefsíðunni í viðeigandi horf innan tveggja vikna svo þeir séu í samræmi við lög, ef það verður ekki gert muni félagið sæta dagsektum þangað til farið verði eftir ákvörðun stofnunarinnar.

Ómar hefur staðið í ströngu undanfarið. Hann var dæmdur í undirrétti nýverið fyrir að svíkja fé af skjólstæðingi sínum. Þá hefur hann fengið ákúrur frá siðanefnd lögmanna fyrir að ofrukka fyrir þjónustu sína.

Kona sem um ræðir lenti í um­ferðarslysi árið 2020 leitaði til Ómars til að ann­ast mál sitt og inn­heimta bæt­ur úr hendi bóta­skylds trygg­inga­fé­lags. Tæp­um tveim­ur árum síðar und­ir­ritaði Ómar fullnaðar­upp­gjör við um­rætt trygg­inga­fé­lag fyr­ir hönd kon­unn­ar. Voru heild­ar­bæt­ur rúm­ar 4.4 millj­ón­ir króna, þar af 356 þúsund krón­ur vegna lög­manns­kostnaðar.

Trygg­inga­fé­lagið greiddi bæt­urn­ar inn á fjár­vörslu­reikn­ing Ómars og Esju Legal, lög­manna­stofu hans. Ómar greiddi bæt­urn­ar,3.3 milljónitr króna inn á reikn­ing kon­unn­ar sam­dæg­urs að frá­dreg­inni lög­mannsþókn­un sinni upp á 1,1 millj­ón króna.  Ári eft­ir upp­gjörið las konan í fjölmiðlum að úr­sk­urðar­nefnd lög­manna hafi gert Ómari að end­ur­greiða öðrum skjól­stæðingi sín­um hluta innheimtrar lög­mannsþókn­un­ar.

Strangar kröfur eru gerðar á hendur einstaklingum sem hafa fengið lögmannsréttindi. Óljóst er hvort undanfarin mál hafa áhrif hvað varðar réttindi Ómars R. Valdimarssonar til að flytja mál fyrir undirrétti og Landsrétti.

Jóhannes vælari

Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar, sló heldur betur í gegn hjá landsmönnum í gær þegar hún sagði að ferðaþjónustan á Íslandi þurfi að hætta að væla en undanfarnar vikur og mánuði hafa fyrirtæki og samtök í þeim bransa kvartað undan því að skattfé almennings sé ekki lagt undir auglýsingar í þeirra þágu.

Fremstur þar í flokki fer Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sem er ræstur út á nokkra vikna fresti fyrir hönd auðmannanna sem eiga ferðaþjónustufyrirtækin. Jóhannes er þekktastur fyrir að hafa verið aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í mörg ár en þá fékk hann viðurnefnið Jóhannes útskýrari. Nú hafa gárungar hins vegar séð sér leik á borði og hefur nafnið Jóhannes vælari gengið manna á milli til heiðurs Þórunnar. Hvort það festist getur aðeins tíminn leitt í ljós …

Sautján manna sukkpartý endaði í fangageymslum lögreglu

Myndin tengist Baksýnisspeglinum ekki beint. Ljósmynd: Julia Larson - Pixels.com

Heljarinnar veisla var haldin í Reykjavík miðvikudagskvöldið 25. nóvember árið 1987 en svo gaman var í partýinu að það endaði í fangageymslum lögreglunnar.

Fíkniefnadeild lögreglunnar komst aldeilis í feitt þann 25. nóvember 1987 þegar kvartanir bárust frá íbúum í Vesturbæ Reykjavíkur, frá nálægri kjallaraíbúð. Þegar lögregluna bar að reyndist vera veisla innandyra af fjörugri kantinum. Endaði heimsókn lögreglunnar á því að allir veislugestirnir 17, voru fluttir í fangageymslur en allir voru þeir undir áhrifum fíkniefna, mismiklum áhrifum þó.

DV fjallaði um veisluna sem endaði í fangageymslum lögreglunnar, á sínum tíma en hér má lesa fréttina óbreytta:

Fíkniefnaveisla í Reykjavík

Sautján manna sukkveisla flutt í fangageymslur

Sautján manns var handteknir í Reykjavik í nótt. Kvartað hafði verið vegna ófriðar í kjallaraíbúð í vesturbænum. Fólki í nágrenninu hafði ekki orðið svefnsamt vegna gauragangs og óláta í íbúðinni.
Varð að kalla til lögreglu. Þegar hún kom á vettvang voru 17 manns samankomnir í íbúðinni og voru allir veislugestir meira og minna undir áhrifum fíkniefna. Voru sumir þeirra undir verulegum áhrifum.
Fólkið var allt flutt í fangageymslur. Þar mun fólkið vera þangað til fíkniefnadeild lögreglunnar ákveður annað. Fíkniefnadeildin vinnur að málinu. Fólkið hefur flest ef ekki allt komið við sögu fíkniefnadeildar vegna fyrri afbrota í fíkniefnamálum. Fíkniefni fundust í íbúðinni. Ekki mun hafa verið um mikið magn að ræða. 

Morðingi Rachel Morin er hinn 23 ára Victor Hernandez: „Geðheilsa mín hefur snarbatnað“

Morin og Hernandez

Fjölskyldumeðlimir Rachel Morin segjast „loksins“ vera að ná réttlæti fyrir morðið á hinni fimm barna móður en meintur morðingi hefur nú verið handtekinn, 10 mánuðum eftir hið hrottalega morð. Hinn meinti morðingi er einnig grunaður um morð í El Salvador.

Rachel (37), sem bjó í Maryland í Bandaríkjunum, var nauðgað og myrt eftir að hafa farið út að hlaupa í ágúst 2023. Meintur morðingi hennar er Victor Martinez Hernandez (23), óskráður innflytjandi frá El Salvador.

Yfirvöld fundu lífsýni á vettvangi morðsins sem pössuðu við lífsýni frá glæpavettvangi í Los Angeles, þar sem brotist hafði verið inn á heimili níu ára stúlku og á hana ráðist. Myndskeið náðist af árásármanninum en ekki sást þó í andlit hans. Lögreglan birti svo teikningu af honum, sem gerð var eftir lýsingum stúlkunnar.

Það var þó ekki fyrr en 14. júní sem lögreglan handtók Hernandez á bar í Tulsa. Verður hann ákærður fyrir nauðgun af fyrstu gráðu sem og morð af fyrstu gráðu. Hernandez verður framseldur til Maryland fyrir réttarhöldin.

Systir Rachelar, Erin Morin Layman, og fyrrum kærasti og faðir elsta barns hennar, Matt McMahom, stigu fram í Court TV fyrir viku til að ræða nýjustu framvindunina í málinu.

„Þetta eru búnir að vera langir tíu mánuðir,“ sagði Erin. Sagði hún handtökuna vera jákvæða þróun í málinu. „Við erum þakklát og okkur léttir, að hann sé loksins kominn af götunni, að hann geti ekki gert þetta við nokkurn annan og að réttlætinu náist fyrir Rachel.“

McMahom sagði að handtakan hafi einnig verið léttir fyrir sig.

„Þegar maður áttaði sig á að það sé búið að handtaka hann, var næstum því eins og maður hafi verið skyndilega frelsaður,“ sagði McMahom og bætti við: „Ég get farið að hugsa um aðra hluti og geðheilsa mín hefur snarbatnað.“

Að hans sögn hafa síðustu tíu mánuðir verið ansi erfiðið fyrir börnin hennar Rachel.

„Þó að hann hafi náðst, og það eru góðar fréttir, þá minnir það samt á það trauma sem þau hafa gengið í gegnum síðustu tíu mánuðina. Þannig að þetta er líka mjög sársaukafullur tími fyrir þau. Þetta hrærir upp svo margar tilfinningar og hugsanir og söknuðinn.“

Systir Rachel tjáði sig um það hvernig hún hafi hjálpað börnunum fimm vegna missisins. „Ég hef ekki áhyggjur af mér. Ég hef áhyggjur af börnunum hennar Rachel og einblíni bara á þau, eyði tíma með þeim, elska þau, er bara allt fyrir þau sem þau gætu mögulega þurft á að halda í lífinu.“

Þá lýsti hún óánægju sinni með að manninum hafi verið hleypt inn í landið ólöglega:

„Mér finnst eins og það sé of mikið frelsi við landamærin og þau þurfa að vera örugg. Og það er bara sársaukafullt afð fólk sem við þekkjum ekki, glæpamenn komi inn í landið, koma með fíkniefni, mannsal, þú veist, það er bara svo mikið af glæpum sem koma yfir landamærin.“

Gefið hefur verið út að Rachel hafi hlotið 10 til 15 höfuðáverka en hafi verið kyrkt, eftir nauðgunina. Hernadez er einnig grunaður um morð í El Salvador. Hinn 23 ára meinti morðingi er faðir þriggja ára stúlku.

Fréttin er unnin upp úr fréttum Newsweek og CBS News.

 

Hjólhýsi í Húsafelli fuðraði upp í nótt: „Þau tóku börnin með sér út úr brennandi húsinu“

Ljósmynd: Aðsend.

Betur fór en á horfðist í nótt þegar eldur kviknaði í Húsafelli í – en ekki mátti miklu muna að illa færi.

Mannlíf heyrði í sjónarvotti sem sagði:

„Í nótt þá vakna ég klukkan þrjú við hróp og köll í Húsafelli. Ég hleyp út í hvelli til að kanna hvað sé í gangi; sé að þá er kviknað í hjólhýsi.“

Ljósmynd: Aðsend.

Sjónarvottinum var eðlilega mikið brugðið en segir það mikið happ að ekki fór verr:

„Þetta fólk rétt slapp út, tóku börnin með sér út úr brennandi húsinu, sem varð alelda á um það bil þremur mínútum.“

Að lokum segir sjónarvotturinn í samtali við Mannlíf að það hafi verið „þvílík ringulreið hérna í nótt. Menn þurftu að forða sér út úr sínum húsum, og eitt við hliðina bráðnaði bara. Það er fullt af fólki í áfalli.“

Vill fá að reykja inni á herbergi sínu á hjúkrunarheimili – Segja reykinn spilla loftgæðum annarra

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Umboðsmaður Alþingis getur ekki gert athugasemd við ákvörðun sveitarfélags þess efnis að banna reykingar íbúa á hjúkrunarheimili; en að hafa þurfi í huga að herbergi séu heimili fólks, en þetta kom fram á RÚV.

Í áliti umboðsmanns segir að íbúi á ónefndu hjúkrunarheimili hafi lagt fram kvörtun yfir því að mega ekki reykja inni á herbergi sínu. Byggði viðkomandi kvörtun sína á því að í lögum um tóbaksvarnir kæmi fram að íbúðarherbergi heimilisfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilum væru undanþegin banni við reykingum.

Sveitarfélagið, sem er ekki nefnt á nafn, byggði reykingabannið hins vegar á rétti starfsfólks til reyklauss umhverfis; að starfsfólk þyrfti að sinna daglegri þjónustu inni á herbergjum íbúa.

Í álitinu segir Umboðsmaður einnig að ekki megi gleyma því að herbergi á hjúkrunarheimilum væru heimili íbúa; en samkvæmt kröfulýsingu um rekstur hjúkrunarheimila ætti að búa íbúum notalegt heimili þar sem mannréttindi og mannúð og virðing séu í heiðri höfð.

Umboðsmaður segir í lokin að reykingabannið grundvallist af því að reykingar á herbergjum spilli loftgæðum annarra; auk þess hafi verið gerðar ráðstafanir svo að heimilisfólk geti reykt í sérstakri aðstöðu á heimilinu.

Segir í blálokin að því hafi umboðsmaður ekki forsendur til að gera athugasemdir við bannið, en sveitarfélagið skuli þó hafa fyrrnefnd sjónarmið í huga.

Hitinn ætti að komast yfir tuttugu gráður

Það verður bjart og  þrælfínt veður víðast hvar í dag; einhver strekkingur mun þó fylgja með á Austurlandi.

Hlýjast verður á Suðurlandi; um það bil tuttugu gráður.

Eins og fólk varð vart við þá hefur verið hvasst á landinu vegna lægðar; sú lægð grynnist og fjarlægist okkur hratt svo það lægir næsta sólarhringinn.

Næsta lægð sem við munum kynnast er að myndast á Grænlandshafi; lægðin sendir til okkar næstu skil á sunnudaginn, en þeirri lægð fylgir hlýr loftmassi; hitinn ætti að komast yfir tuttugu gráður víða á Norðurlandi í dag.

Agnes tárvot

Agnes M. Sigurðardóttir biskup.

Agnes Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, er einhver umdeildasti biskup Íslands að Ólafi Skúlasyni frátöldum. Agnes er síður sen svo sátt þegar hún hverfur úr embætti.

Í tárvotu fjögurra vasaklúta viðtali við Heimildina lýsir hún starfslokum sínum og seinasta tímabilinu á biskupsstóli þar sem hún segist hafa sætt ákveðnum ofsóknum af þeirri ástæðu að hún er kona. Henni er mikið niðri fyrir þegar hún rifjar upp harkalega umræðu um að hún hafi setið umboðslaus í embætti með leyfi undirmanns síns eftir að kjörtímabil hennar var framlengt án kosningar.  „Ég var bara niðurlægð, af þinginu. Bæði ég sjálf og embættið,“ segir hún um kirkjuþing og einstaka presta sem hafi beitt sér gegn henni með ósvífnum hætti.

Séra Skírnir Garðarsson hefur mátt þola af biskupi að vera úthýst úr embætti sín á vafasömum forsendum. Hann er ekki í vafa um það hver sé eftirskrift biskupsins.

„Fráfarandi biskup hefur valdið mörgum manneskjum vanlíðan, kostnaði og allskyns óáran með hentistefnuákvörðunum, klíkuráðningum, brottrekstri starfsfólks og ýmsu furðulegu sem hún hefur komist upp með,“ skrifar Skírnir í aðsendri grein í Mannlífi …

Piltar björguðu Japana frá drukknun í Bláa lóninu: „Vissum ekki hvort hann var dáinn eða lifandi“

Bláa lóniðMyndin tengist ekki fréttinni beint.

Í mars árið 1995 drýgðu fjórir piltar hetjudáð í Bláa lóninu er þeir björguðu lífi Japana sem var að drukkna.

DV sagði frá því þann 28. mars árið 1995 hafi fjórir piltar um tvítugt skellt sér í Bláa lónið en á meðan þeir hafi verið að spjalla í ylvolgu lóninu hafi kona kallað á þá og beðið um hjálp. Þegar þeir komu nær sáu þeir hvað japanskur karlmaður lá á floti með andlitið ofan í vatninu.

Hér má sjá umfjöllun DV um þessar ungu hetjur:

Fjórir piltar bjarga ósyndum Japana frá drukknun í Bláa lóninu:
Vissum ekki hvort hann var lífs eða liðinn


-segir einn piltanna -grunn laug afmörkuð í lóninu

Við sátum þarna fjórir saman úti í og vorum að kjafta saman. Allt í einu sáum við konu veifa og kalla til okkar. Síðan sáum við í höfuðið á einhverjum sem lá þarna úti í og við syntum á fullu til þeirra. Þegar við komum til þeirra lá maðurinn með andlitið á kafi, hnakkinn stóð aðeins upp úr. Við tókum undir hendurnar á honum og syntum og drógum hann að landi. Við vissum ekki hvort hann var dáinn eða lifandi. Hann var algjörlega máttlaus,“ segir Gestur B. Gestsson, tvítugur baðgestur í Bláa lóninu síðastliðinn föstudag. Þeim tókst að koma manninum, sem reyndist Japani á sextugsaldri, að landi og komu honum í læsta hliðarstellingu til að hann gæti andað hindrunarlaust. Gestur segir að erfiðlega hafi gengið að fá aðstoð starfsfólks. Hún hafi ekki borist fyrr en eftir að þeir höfðu tvívegis hlaupið inn í baðhúsið en enginn virtist vera staddur þar í fyrra skiptið. Maðurinn hafi kastað upp vatni sem hann hafi gleypt og svo hafi læknir, sem starfar hjá Bláa lóninu, komið og tekið við manninum. Sjúkrabíll hafi komið stuttu síðar og flutt manninn í sjúkrahús. Gestur gagnrýnir að enginn lögregluskýrsla hafi verið tekin og jafnframt hve lítil gæsla virðist vera á staðnum til að bregðast við í svona tilviki. Hann viti í raun ekki hvort maðurinn, sem hann og félagar hans björguðu, sé lífs eða liðinn. Að sögn lögreglu í Grindavík, sem kom á staðinn með sjúkrabílnum, var ekki talin ástæða til að taka skýrslu. Hins vegar sé tekin skýrsla ef viðkomandi óski þess seinna og þá fari fram lögreglurannsókn.

Vaktmaður brá sér frá

Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, sagði í samtali við DV að maðurinn hefði verið ósyndur. Þrátt fyrir aðvörunarskilti uppi um alla veggi baðhússins hefði hann farið út í mitt lónið þar sem hann náði ekki til botns, enda japanskur og skilið lítið sem ekkert í texta viðvörunarskiltanna. Þegar slysið átti sér stað hefði vaktmaður, sem á að vera öllum stundum á vakt þegar einhver er í lóninu, brugðið sér frá til að sinna öðrum erindum. Drengirnir sem komið hefðu að manninum hefðu unnið gott starf. Maðurinn hefði náð heilsu á ný. Grímur segir að í kjölfar þessa atviks verði enn betur brýnt fyrir vaktmönnum að starf þeirra sé ekki afgangsstærð. Enn fremur hafi verið ákveðið að girða af hluta lónsins, næst baðhúsinu, til að mynda eins konar grunna laug. Grímur segir að lögregluskýrsla hafi ekki skýrt betur atvik málsins enn sem komið er. Staðreyndirnar liggi fyrir og bætt verði úr þeim hlutum sem miður fóru.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs 6. nóvember 2023.

Sverrir tók þátt í klikkuðustu landkynningu Íslands: „Jakob Frímann er með botnlausar hugmyndir“

Nýjasti gestur Mannlífsins er kontratenórinn og lífskúntsnerinn Sverrir Guðjónsson. Flestir Íslendingar þekkja Sverri en hann er eini kontratenór þjóðarinnar en hann var ekki nema átta ára gamall þegar hann hóf söngferil sinn.

Í viðtalinu segir Sverrir frá barnastjörnuárunum, söngferlinum, óvæntu ævintýri sem Jakob Frímann Magnússon kom honum í þegar hann bjó í Lundúnum og ýmislegt fleira sem á daga hins bráðskemmtilega manns hefur drifið.

Ein magnaðasta en um leið umdeildasta landkynning Íslandssögunnar er gjörningur sem framkvæmdur var á íslenskri menningarviku í Gulbenkian-galleríinu í Lundúnum árið 1991. Jakob Frímann Magnússon var þá menningafulltrúi Íslands í Lundúnum og stóð fyrir þessari menningarviku. Datt honum í koll þá hugmynd, í miðjum blaðamannafundi, að auglýsa gjörning án þess að vera búinn að ræða það við þá sem áttu að framkvæma hann. Sverrir segir Reyni Traustasyni frá því þegar Human Body Percussion Ensemble-gjörningurinn sló í gegn í Lundúnum en reiddi Íslendinga.

„Jakob Frímann er með botnlausar hugmyndir,“ segir Sverrir og Reynir tekur undir. Heldur hann svo áfram: „Og margar frábærar. Og ég vissi ekki alveg hvað á mig stóð veðrið þegar hann hringdi í mig en þá bjó ég úti í London, var þá að takast á við kontratenórsöng, og barrokkmúsík og samtímatónlist, var á kafi í þessu. Þá kemur hringing frá Jakobi. Þá var hann menningarfulltrúi Íslands í gegnum sendiráðið og er að búa til stemmningu fyrir 1. desember hátíð Íslendingafélagsins. Og hann er svo stórtækur þannig að hann býr til myndlistasýningu, hann býr til tónleika, alls konar tónleika og ég veit ekki hvort það var leikrit líka. Og hann er að reyna að kynna þetta fyrir blaðafólki í London. Og hann er að nefna öll þessi nöfn sem við þekkjum en enginn þekkir úti í London. Og það er enginn áhugi fyrir þessu og blaðamennirnir eru farnir að færast nær útidyrunum. Voru farnir að láta sig hverfa af þessum fundi sem þeir vildu ekki vera á.“

Sverrir segir að Jakob hafi þá fengið flugu í höfuðið, til að ná athygli blaðamannanna:

„Og þá segir hann „Jú, það er eitt atriði í viðbót og það er The Human Body Percussion Ensemble “. Bara nafnið er stórkostlegt.“

Reynir: „Og það varð til á staðnum bara?“

Sverrir: „Já, já en að vísu hafði hann hugsað þetta nafn einhvern tíma. Þannig að það var í heilanum á honum og hann bara kastar þessu fram og það bara stoppa allir á sinni leið út úr salnum.“

Þegar forvitnir blaðamenn spyrja Jakob nánar út í þetta atriði var hann með svörin á reiðum höndum, að sögn Sverris: „Hann fer að lýsa því að þetta sé bara stundað á Íslandi. Að þetta sé einhvers konar sambland af glímu og svo yfir í búkslátt, til að halda á sér hita og allt þetta. Og þeir grípa þetta.“

Í kjölfarið hrönnuðust upp pantanir fyrir þennan furðulega gjörning og hóaði Jakob þá í Didda fiðlu, Röggu Gísla, sem þá var eiginkona Jakobs og Sverri, sem öll slógu til og slógu svo rækilega í gegn, meðal annars í vinsælum sjónvarpsþætti Jonathan Ross. Ekki voru þó allir ánægðir en margir Íslendingar urðu reiðir yfir þessari frumlegu landkynningu.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Hér fyrir neðan má síðan sjá hinn frumlega gjörning sem um er rætt:

 

Vinur Jay Slater heyrði hann renna á grjóti í síðasta símtali þeirra: „Ég hringi í þig aftur“

Einn besti vinur Jay Slater, sagði nýverið frá síðasta símtalinu við hinn týnda ungling.

Isla Traquair, glæpablaðamaður, ræddi við einn af þeim sem síðast heyrði frá Jay Slater, áður en hann hvarf á Tenerife fyrir 12 dögum síðan. Hún ræddi við einn besta vin hans, Brad Hargreaves.

Jay, 19 ára, frá Lanca-skíri, hvarf eftir að hafa sótt tónlistarhátíð á Tenerife, 17. júní. Vinir hans voru þeir síðustu til að heyra frá honum en þá sagðist hann vera klukkutímum frá húsinu sem þeir vinirnir leigðu og að síminn ætti mjög lítið batterí eftir.

Einn besti vinur Jay, Brad Hargreaves, opnaði sig um síðasta samtal þeirra félaga, í þættinum This Morning, í dag en hann var einn af þeim síðustu til að heyra í honum áður en hann hvarf.

Brad, 19 ára, átti erfitt með tilfinningar sínar þegar hann talaði um „lífsgleði“ vinar síns og sagði að Jay hefði í upphafi engar áhyggjur af því að rata aftur til vina sinna.

„Hann var í símanum og sagði: „Ég þarf að ganga og fara niður allan þennan veg“,“ sagði Brad og bætti við að Jay hefði lofað að hringja í hann myndbandssímtal en skellti á vegna þess að „einhver annar var að hringja í hann“.

bætti hann einnig við að, að hans mati, hefði Jay örugglega forðast að fara niður veginn sem hann hafði minnst á í símtalinu, þar sem hann væri skarpur og hefði farið öruggari leið niður.

Ungllingurinn minntist einnig á að hann hafi heyrt fætur Jay renna til á steinunum, sem bendi til þess að Jay hafi „farið af veginum. Þannig vissi ég að hann hafði farið af veginum af því að, þú veist að þegar þú gengur á möl, eða hvað sem þetta er, þá geturðu … þú veist hvað ég meina, steinar.“

Útskýrði Brad betur hvað hann átti við: „Hann var í símanum, gangandi niður veginn en hafði farið aðeins af honum, ekki langt, en smá og var að ganga niður, og sagði: „Ég hringi í þig aftur, ég hringi í þig aftur“, af því að einhver annar var að hringja í hann, held ég. Ef hann hugsaði eins og ég, þá hefði hann farið aftur upp og haldið áfram að ganga á veginum… hann hefði ekki farið alla leið þangað niður.“

Isla spurði: „Þú sagðir að þú hefðir heyrt að hann væri að renna niður hlíð?“

Brad svaraði: „Já, þannig vissi ég að hann væri kominn af veginu, því ég heyrði svona hljóð sem maður heyrir þegar maður gengur á möl … á steinum.“

Isla spurði þá: „Varstu áhyggjufullur á þeim tímapunkti?“

Brad: „Ekki þá, af því að við vorum báðir að hlæja að þessu og hann sagði: „Athugaðu hvar ég er“ og ég sagði: „Ég var bara að koma af tónlistahátíðinni“ og hann virkaði ekki áhyggjufullur í símanum, þar til við vissum hversu langt í burtu hann var. Ég sagði: „Stilltu staðsetninguna inn í símanum“ og hann sagði „Kortérs keyrsla eða 14 klukkutíma ganga“. Ég veit ekki hvort það var rétt og ég sagði: „Ef þetta er aðeins 15 mínútna keyrsla, pantaðu þá leigubíl“.“

Undanfarna daga hefur fjölskylda Jay Slater átt undir högg að sækja eftir að GoFundMe herferð hófst hjá þeim, þar sem safnaðist yfir 40 þúsund pundum eða rúmlega sjö milljónir króna. Móðir unga drengsins, Debbie, staðfesti nýlega að fé hafi verið tekið út úr söfnunarreikningum og verði notað til dvalar hennar og ástvina hennar á Tenerife, þar sem þau hafa öll tekið þátt í leitinni að unglingnum.

Mirror fjallaði um málið.

 

 

Hundur fann gervilim í göngutúr: „Ekki bíta í þetta Pjæ, slepptu þessu!“

Skemmtilegur fundur, eða hitt þó heldur. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Instagram-síðan Íslenskt rugl birti bráðfyndið myndskeið af all sérstökum fundi hunds í göngutúr með eiganda sínum.

Íslenskt rugl er Instagram-síða sem birtir „rugluðustu myndbönd Íslands“ samkvæmt lýsingu á síðunni. Þar birtast vissulega ansi áhugaverð myndskeið sem fólk virðist senda inn. Eitt þeirra birtist nýlega en þar má sjá hundi Pjæ eða Yrja með ansi hreint sérstakan hlut í kjaftinum sem hún fann úti á víðavangi. „Ekki bíta í þetta Pjæ, slepptu þessu!“ skipar konan sem er með hundinum og hlær. Hluturinn sem hundurinn er með í kjaftinu er stærðarinnar gervilimur.

Sjón er sögu ríkari:

Lítill pistill um meinta niðurlægingu

Séra Skírnir Garðarsson.

Agnes biskup segir að hún hafi verið niðurlægð og að hún vilji leita til dómstóla, þetta getur fólk lesið um í Heimildinni. Ég segi nú bara, „Come on!.“

Hver á að borga þann lögfræðikostnað?

Sennilega skattgreiðendur, því það er hefðin, almenningur á að borga, borga, borga, fyrir alls konar vitleysu silkihúfnanna. Látið þið bjóða ykkur svona lagað krakkar mínir?

Nú er það svo að það leynast tvær eða fleiri hliðar á hverju máli.

Fráfarandi biskup hefur valdið mörgum manneskjum vanlíðan, kostnaði og allskyns óáran með hentistefnuákvörðunum, klíkuráðningum, brottrekstri starfsfólks og ýmsu furðulegu sem hún hefur komist upp með.

Kannski hún hafi ekki tekið eftir því að traust almennings til hennar og þjóðkirkjunnar er á mínusgráðu Fahrenheit.

Þessi staðreyndablinda er svosem á pari við ríkisstjórnina, forsætisráðherrann o s frv.

Svo situr þetta lið í skjóli vopnaðrar lögreglu á Austurvelli þann 17. júní, gapandi um allt og ekkert. Við hin eigum svo bara að halda okkur fjarri og borga brúsann.

Mér finnst nú bara að Agnes ætti að hafa vit á að fara að sinna einhverju öðru en að gagnrýna allt og alla fyrir sitt eigið rugl. Ég segi nú eins og Siggi Baldurs kunningi minn sagði um árið, hann sagði „Come on Peter“, því íslenski orðaforðinn dekkaði ekki það sem hann vildi sagt hafa.

Þetta ritar eigin hendi með fullri sæmd og við almennt góða skynsemi séra Skírnir Garðarsson.

 

Landsréttur staðfestir átta ára fangelsisdóm yfir Heiðari Erni: „Ákærði á sér engar málsbætur“

Landsréttur

Átta ára fangelsisdómur yfir Heiðari Erni Vilhjálmssyni var í gær staðfestur af Landsrétti en Heiðar var dæmdur fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi gegn eiginkonu sinni. RÚV segir frá staðfestingunni.

Brotin framdi Heiðar Örn á heimili hjónanna frá 2019 og fram til 2023.

Alls var ákærarn í þrettán liðum en þar voru tiltekin einstök tilfelli ofbeldis auk andlegs ofbeldis yfir öll fjögur árin. Í sumum tilvikum voru áverkarnir sem Heiðar veitti konunni lífshættulegir. Neitaði hann sök í öllum ákæruliðum.

Heiðar Örn var sýknaður afa sjö ákæruliðum af Landsrétti þar sem sannanir þóttu ekki nægilegar svo hægt væri að sakfella hann, en hann var sakfelldur fyrir alvarlegustu brotin.

Brotin voru mörg og gróf, að því er fram kemur í dómi Landsréttar en þau feli í sér hrottalegar og ofsafengnar atlögur þar sem konan hafi verið beitt gríðarlegu ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi. Hlaut hún útbreidda og alvarlega áverka en í einu tilvikinu hefði hún látist ef hún hefði ekki komist á sjúkrahús.

Í dóminum segir að ekki fari á milli mála að konan hafi á sambúðartímanum búið við alvarlegt ástand ógnunar, ótta, þjáningar og kúgunar. Þá hafi Heiðar Örn misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart henni og beitt brotaþola ítrekuðu ofbeldi sem hafði áhrif á heilsu, líðan og velferð hennar. „Ákærði á sér engar málsbætur,“ segir í dómnum.

Landrétti þótti rétt að staðfesta dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra, um átta ár fangelsi, þrátt fyrir sýknu í sjö ákæruliðum, vegna alvarleika ákæruliðanna sem hann var þó sakfelldur fyrir.

Auk fangelsisdómsins var Heiðar Örn dæmdur til að greiða konunni sex milljónir í miskabætur, auk vaxta. Einnig er honum gert að greiða tæpar 20 milljónir í sakarkostnað auk hluta áfrýjunarkostnaðar sem eru tæpar fjórar milljónir.

Íslensk yfirvöld hafa ekki í hyggju að viðurkenna sjálfstæði fleiri ríkja

Utanríkisráðuneytið

Ekki stendur til að íslenska ríkið viðurkenni sjálfstæði og fullveldi þjóða á næstunni.

Ísland hefur um árabil verið leiðandi í samfélagi þjóða, í að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi landa. Þannig var Ísland fyrst allra landa til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna, Eistlands, Lettlands og Litháens frá Sovétríkjunum sálugu og einnig Svartfjallalands og Kósóvó frá Serbíu. Einnig var landið fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu en það var árið 2012.

Nokkrar þjóðir berjast enn fyrir sjálfstæði sínu en þar ber helst að nefna Taívan, sem oft er kallað Lýðveldið Kína, til að aðgreina það frá Alþýðulýðveldinu Kína á meginlandinu, hefur lengi viljað sjálfstæði og hafa að undanförnum árum minnt rækilega á sig. Bandaríkin hafa sýnt stuðning við Taívan, sem reitt hafa yfirvöld í Alþýðulýðveldinu Kína til reiði. Þá má einnig nefna Baskaland en ETA, aðskilnaðarsamtök Baska hafa lengi barist fyrir sjálfstæði frá Spáni. Þá hafa Katalónar gert slíkt hið sama og krafist sjálfstæðis frá Spáni.

Mannlíf lagði fram nokkrar spurningar fyrir utanríkisráðuneytið en þær eru eftirfarandi:

  1. Hjá hvaða ríkjum hefur Ísland viðurkennt sjálfstæði frá 2012 til dagsins í dag?
  2. Hefur Ísland einhvern tímann dregið til baka viðurkenningu um sjálfstæði. Ef svo er: Hvenær?
  3. Eru einhver ríki til skoðunar á hjá stjórnvöldum í því samhengi að viðurkenna sjálfstæði þeirra. Ef svo er: Hvaða ríki?

Skriflegt svar utanríkisráðuneytisins barst í dag en þar kemur fram að ekki séu uppi áform um viðurkenningu á sjálfstæði fleiri ríkja:

„Ísland hefur ekki viðurkennt sjálfstæði ríkis frá árinu 2012. Þá hafa íslensk stjórnvöld aldrei dregið til baka viðurkenningu á sjálfstæði eða fullveldi ríkis. Á þessari stundu eru ekki uppi áform um að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi fleiri ríkja.“

Ari sér gull og græna skóga

Ari Baldursson var að gefa út nýtt lag

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Ari Baldursson – Gull og grænir skógar
gorkúlur – Heimsins dætur
Pétur Óskar – Train of love
Ari Árelíus – Look at the Clown
Morgunroði ásamt Class B – Klikk Klikk





Breki og frúin í Þórshöfn: „Af hverju eru vextir á Íslandi svona miklu hærri en í Færeyjum?“

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
„Upp úr þurru hefur samkvæmisleikurinn „Frúin í Þórshöfn“ verið uppfærður:

Margfaldaðu 50.000 með fjölda milljóna króna sem þú skuldar í húsnæðislán. Ef lánið þitt stendur í 10 milljónum, er upphæðin 500.000 kr. Standi það í 20 millljónum er upphæðin 1 milljón kr. og svo framvegis.“ Þannig hefst færsla Breka Karlssonar formann Neytendasamtakanna en hún hefur vakið mikla athygli síðan hún birtist á Facebook-síðu Breka í gær. Þar ræðir hann um veruleika íslenskra húseigenda og ber hann saman við veruleika Færeyinga, sem greiða mun minni vexti af sínum húsnæðislánum en Íslendingar.

Breki hélt áfram:

„Þetta er upphæðin sem þú greiðir árlega í vexti af húsnæðisláninu þínu umfram það sem Færeyingar greiða. Ímyndaðu þér svo hvað þú getur gert við peningana sem þú myndir spara ef vextir á íslandi væru á pari við vexti í Færeyjum. Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Því næst fer Breki yfir dæmi um þann veruleika sem blasir við Íslendingum:

„Fréttir af lægri verðbólgu eru jafn mikið fagnaðarefni og hátt viðvarandi vaxtastig er mikið áhyggjuefni. Breytilegir vextir húsnæðislána á Íslandi eru nú á bilinu 9-11%, sem er tvöfalt hærra en í Færeyjum (og þrefalt hærra en í Danmörku).
Það þýðir að íslenskt heimili sem skuldar 40 mkr. í húsnæðislán greiðir 167 þúsund krónur hærri upphæð í vexti á mánuði en færeyskt heimili sem skuldar sambærilega upphæð, og 223 þúsund krónur á mánuði hærri upphæð en danskt heimili.

Þarna munar fimm prósentustigum, eða 50.000 krónur á hverja lánsmilljón í vaxtagreiðslur á ári. Þegar fyrst var boðið upp á leikinn fyrir sjö árum, var þessi munur 40% lægri. Vaxtamunurinn var „einungis“ 3% árið 2017.“

Í lok færslunnar kemur Breki með tvær góðar spurningar:

„Að lokum stendur eftir fimmprósenta spurningin: Af hverju eru vextir á Íslandi svona miklu hærri en í Færeyjum? (Bónusspurning: Af hverju er vaxtamunurinn meiri en áður?)
Svörum henni, göngum í að laga það og spörum íslenskum heimilum dágóðar summur.

ps. Myndin sem fylgir er svar myndavitvélar við spurningunni.“

Nefndu bát eftir Hrafni Jökulssyni: „Vel til fundið og fallegt“

Hrafn Jökulsson að hreinsa fjörur á Ströndum.

Bátur hefur nú verið nefndur eftir Hrafni Jökulssyni en honum er ætlað að hreinsa fjörur Íslands.

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og aðgerðarsinni, sem lést í september 2022, var síðustu ár sín duglegur að hreinsa fjörur á Ströndum og vakti mikla athygli á mikilvægi þess að halda fjörum landsins hreinum af rusli. Illugi bróðir Hrafns, sagði frá því í morgun að nú sé búið að nefna bát eftir bróður sínum en honum sé einmitt ætlað að hreinsa fjörur landsins.

Skrifaði Illugi eftirfarandi Facebookfærslu og birti ljósmynd af bátnum:

„Eitt af því sem Hrafn bróðir minn fékkst við hin síðustu misseri sín var að hreinsa fjörur á Ströndum. Gekk hann til þeirra verka af miklum eldmóði en þurfti svo að bregða sér frá. En sjá! Hér er hann mættur aftur til sömu starfa og nú sem bátur. Vel til fundið og fallegt.“

Vel til fundið og fallegt.
Ljósmynd: Facebook

Biden þótti óskýr og kraftlaus í kappræðunum: Sagði Trump hafa „siðferði á við villikött“

Joe Biden Bandaríkjaforseti þótti ekki standa sig vel í kappræðunum á CNN í gær en hann þótti óskýr í máli og kraftlaus.

Kate Bedingfield, fyrrverandi samskiptastjóri Biden, var á CNN strax eftir kappræðurnar og hún var skýr: „Það eru ekki hægt að neita því, þetta var ekki góð kappræða fyrir Joe Biden.“

Sagði hún að aðalmálið fyrir hann hafi verið að sanna að hann hefði orku og þol og það hafi mistekist.

Þegar leið á umræðuna byrjaði Biden eins og hnefaleikamaður sem er kominn upp við reipið, að taka miklar sveiflur gegn andstæðingi sínum til að reyna að breyta skriðþunganum. Nokkrar af þessum sveiflum lentu á og ögruðu forsetanum fyrrverandi sem brást reiðilega við.

Að fyrstu umræðurnar sem stjórnendur CNN tóku upp voru um helstu kjósendamálin, efnahags- og innflytjendamál, sem kannanir sýna að Bandaríkjamenn treysta Donald Trump meira fyrir, gerði hins vegar vandamálið verra fyrir forsetann.

„Ég veit í raun ekki hvað hann sagði í lok þessarar setningar, og ég held að hann hafi ekki gert það heldur,“ sagði Trump eftir annað svar Biden. Sú lína gæti hafa súmmerað upp kvöldið.

Forsetinn fyrrverandi bauð að mestu upp á agaða og lipra frammistöðu. Hann forðaðist hvers konar truflanir og skot sem gróf undan fyrstu kappræðum hans árið 2020 og sneri umræðunni aftur að árásum á feril Bidens í hvert skipti sem hann gat.

Hann setti ítrekað fram fullyrðingar sem voru ekki studdar af staðreyndum sem og beinum lygum, en herra Biden gat að mestu leyti ekki komið honum í hornið, svo myndlíkingin við boxið haldið áfram.

Þegar umræðuefnið snerist um fóstureyðingar, beindi forsetinn fyrrverandi ítrekað athygli að því sem hann sagði vera öfgar Demókrataflokksins. Hann hélt því fram, ranglega, að demókratar styðji fóstureyðingar eftir að börn eru fædd.

Fóstureyðingar er mál sem hefur reynst vera veikleiki fyrir Trump og repúblikana almennt frá því að Roe gegn Wade- dómsmálið, sem hafði verndað stjórnarskrárvarinn rétt til fóstureyðinga, var hnekkt af hæstarétti árið 2022. En árásir Biden á þann veika punkt Trumps, þar sem hann hefði getað skorað stig, mistókust.

„Þetta hefur verið hræðilegt, það sem þú hefur gert,“ sagði forsetinn.

Stuttu eftir að umræðunni lauk, viðurkenndi Kamala Harris varaforseti að forsetinn hefði byrjað „hægt“ en sagði hann hafa endað sterkur. Samkvæmt BBC sem fjallaði um málið, er um að ræða of bjartsýna skýringu á kappræðunum hjá Harris en tekur þó fram að Biden hafi skánað þegar leið á.

Í einni eftirminnilegri línu benti Biden á sakfellingu Donalds Trump vegna ákæru sem stafaði af meintum kynferðislegum tengslum við klámstjörnuna Stormy Daniels og sagði að forsetinn fyrrverandi hefði „siðferði á við villikött“.

„Ég stundaði ekki kynlíf með klámstjörnu,“ svaraði Trump reiðilega.

Trump þurfti einnig að verja sig þegar svaraði um viðbrögð sín við árásinni á höfuðborg Bandaríkjanna 6. janúar. Hann reyndi upphaflega að breyta spurningu um ábyrgð sína á þinguppþotinu, með því að fordæmina feril Bidens, en að þessu sinni vildi forsetinn ekki sleppa honum af önglinum, svo veiðimyndlíking sé notuð.

„Hann hvatti þetta fólk til að fara upp að Capitol Hill. Hann sat þarna í þrjár klukkustundir þegar aðstoðarmenn hans báðu hann um að gera eitthvað,“ sagði Biden. „Hann gerði ekki neitt.“

Forsetinn fyrrverandi vék sér ítrekað undan því að svara hvort hann myndi sætta sig við niðurstöðu kosninganna 2024.

Í nútímasögu Bandaríkjanna hefur engin kappræða verið haldin svo snemma en ástæðan er að hluta til vegna þess að Biden-teymið vildi hafa það þannig. Ein ástæðan er að teymið vildi reyna beina fókusnum á Trump fyrr á kosningatímabilinu í von um að bandarískir kjósendur yrðu minntir á óreiðukennda forsetatíð hans.

En fleiri munu tala um frammistöðu Bidens eftir þessa kappræðu en fyrrverandi forsetann.

Önnur ástæða fyrir því að Biden-teymið gæti hafa viljað kappræðurnar þetta snemma er sú að það myndi gefa frambjóðanda sínum meiri tíma til að jafna sig eftir slaka frammistöðu. Á endanum getur þetta verið það sem veitir þeim huggun eftir gærkvöldið.

Kolla selur húsið sitt: „Hamingjan er ekki falin í fermetrum“

Kolbrún Sverrisdóttir
Baráttukonan og alþýðuhetjan Kolbrún Sverrisdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Fjarðarstræti á Ísafirði á sölu og hyggst flytjast búferlum þegar salan gengur eftir. Kolbrún hefur búið á Ísafirði en heldur nú suður yfir heiðar til að verða nær börnum sínum þremur og barnabörnum sem öll búa á höfuðborgarsvæðinu.
Hús Kolbrúnar er ekki stórt í sniðum en gullfallegt þar sem það stendur í miðbæ Ísafjarðar. Verðið er sannkallað tombóluverð. Kolbrún upplýsti um áform sín þá Facebook.
„Húsið mitt er komið á sölu fullt af fallegum minningum, hér hef ég sannfærst um að hamingjan er ekki falin í fermetrum og mér og börnum mínum vegnað vel,“ skrifar Kolla og vísar inn á síðu fasteignasölu sem annast viðskiptin fyrir hennar hönd.

Lögmaður á villigötum réttvísarinnar: Ómar blekkti flugfarþega og sveik bætur af fórnarlambi slyss

Ómar R. Valdimarsson

Esja Legal, félag í eigu Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, er hefur blekkt neytendur með villandi og rangri upplýsingagjöf á vef sínum, flugbaetur.is, samkvæmt Neytendastofu. Lögmaðurinn býður neytendum upp á aðstoð við að innheimta skaðabætur vegna ferðalaga með flugfélögum. Þetta er enn eitt málið á hendur Ómari sem sakfelldur hefur verið um misferli gagnvart skjólstæðingum.

Neytendastofa segir einnig að Esja Legal hafi brotið gegn lögum með því að áskilja sér rétt til að tilkynna ekki neytendum þjónustunnar um málshöfðun áður en mál er höfðað. Esju Legal er bannað að viðhafa umrædda viðskiptahætti áfram.

Fyrr á þessu ári varð fólk, sem sótti um bætur í gegnum vefinn, fyrir fjárhagstjóni eftir að lögmaðurinn höfðaði dómsmál á hendur ítölsku flugfélagi án þess að bera málshöfðun áður undir parið Hrafntinnu Eir Hermóðsdóttir og Ágúst Leó Björnsson. Málið tapaðist og var parinu gert að greiða lögmannskostnað.

Hrafntinna og Ágúst Leó vissu hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Vísir hafði á sínum tíma eftir formanni Lögmannafélagsins að slíkt ætti ekki að geta gerst. Ómar R. Valdimarsson sem rekur Flugbætur sagði að skjólstæðingar bæru ekki kostnaðinn þegar mál fari á þennan veg.

Forsagan er sú að parið átti bókað flug með Neos frá Ítalíu til Íslands þann í febrúar 2022. Töf varð á fluginu um rúmar átta klukkustundir. Þau sóttu um staðlaðar skaðabætur í gegnum Flugbaetur.is.

Tveimur árum síðar féll dómur í máli parsins gegn Neos í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalkröfur fólksins voru að flugfélagið greiddi bæturnar með vöxtum og dráttarvöxtum, að frádreginni þeirri summu sem félagið hafði þegar greitt þeim mánuði áður. Dómurinn sýknaði flugfélagið af aðalkröfum fólksins og var þeim gert að greiða allan málskostnað.

Í svörum Esju Legal kom fram að staðfesting umsækjanda á að hann hafi lesið, skilið og samþykkt skilmála þess feli í sér ótvírætt samþykki hans á skilmálunum sem og sérstaka ósk um að þjónusta sé veitt áður en frestur til að falla frá samningi rennur út.
Málið varðar einnig verðskrá Flugbóta, en í ákvörðun Neytendastofu segir að á forsíðu Flugbaetur.is hafi ekki verið hægt að nálgast upplýsingar um endanlegt verð á þjónustunni.

Neytendastofa skipar Esju Legal að koma skilmálum og verðskrá  á vefsíðunni í viðeigandi horf innan tveggja vikna svo þeir séu í samræmi við lög, ef það verður ekki gert muni félagið sæta dagsektum þangað til farið verði eftir ákvörðun stofnunarinnar.

Ómar hefur staðið í ströngu undanfarið. Hann var dæmdur í undirrétti nýverið fyrir að svíkja fé af skjólstæðingi sínum. Þá hefur hann fengið ákúrur frá siðanefnd lögmanna fyrir að ofrukka fyrir þjónustu sína.

Kona sem um ræðir lenti í um­ferðarslysi árið 2020 leitaði til Ómars til að ann­ast mál sitt og inn­heimta bæt­ur úr hendi bóta­skylds trygg­inga­fé­lags. Tæp­um tveim­ur árum síðar und­ir­ritaði Ómar fullnaðar­upp­gjör við um­rætt trygg­inga­fé­lag fyr­ir hönd kon­unn­ar. Voru heild­ar­bæt­ur rúm­ar 4.4 millj­ón­ir króna, þar af 356 þúsund krón­ur vegna lög­manns­kostnaðar.

Trygg­inga­fé­lagið greiddi bæt­urn­ar inn á fjár­vörslu­reikn­ing Ómars og Esju Legal, lög­manna­stofu hans. Ómar greiddi bæt­urn­ar,3.3 milljónitr króna inn á reikn­ing kon­unn­ar sam­dæg­urs að frá­dreg­inni lög­mannsþókn­un sinni upp á 1,1 millj­ón króna.  Ári eft­ir upp­gjörið las konan í fjölmiðlum að úr­sk­urðar­nefnd lög­manna hafi gert Ómari að end­ur­greiða öðrum skjól­stæðingi sín­um hluta innheimtrar lög­mannsþókn­un­ar.

Strangar kröfur eru gerðar á hendur einstaklingum sem hafa fengið lögmannsréttindi. Óljóst er hvort undanfarin mál hafa áhrif hvað varðar réttindi Ómars R. Valdimarssonar til að flytja mál fyrir undirrétti og Landsrétti.

Jóhannes vælari

Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar, sló heldur betur í gegn hjá landsmönnum í gær þegar hún sagði að ferðaþjónustan á Íslandi þurfi að hætta að væla en undanfarnar vikur og mánuði hafa fyrirtæki og samtök í þeim bransa kvartað undan því að skattfé almennings sé ekki lagt undir auglýsingar í þeirra þágu.

Fremstur þar í flokki fer Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sem er ræstur út á nokkra vikna fresti fyrir hönd auðmannanna sem eiga ferðaþjónustufyrirtækin. Jóhannes er þekktastur fyrir að hafa verið aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í mörg ár en þá fékk hann viðurnefnið Jóhannes útskýrari. Nú hafa gárungar hins vegar séð sér leik á borði og hefur nafnið Jóhannes vælari gengið manna á milli til heiðurs Þórunnar. Hvort það festist getur aðeins tíminn leitt í ljós …

Sautján manna sukkpartý endaði í fangageymslum lögreglu

Myndin tengist Baksýnisspeglinum ekki beint. Ljósmynd: Julia Larson - Pixels.com

Heljarinnar veisla var haldin í Reykjavík miðvikudagskvöldið 25. nóvember árið 1987 en svo gaman var í partýinu að það endaði í fangageymslum lögreglunnar.

Fíkniefnadeild lögreglunnar komst aldeilis í feitt þann 25. nóvember 1987 þegar kvartanir bárust frá íbúum í Vesturbæ Reykjavíkur, frá nálægri kjallaraíbúð. Þegar lögregluna bar að reyndist vera veisla innandyra af fjörugri kantinum. Endaði heimsókn lögreglunnar á því að allir veislugestirnir 17, voru fluttir í fangageymslur en allir voru þeir undir áhrifum fíkniefna, mismiklum áhrifum þó.

DV fjallaði um veisluna sem endaði í fangageymslum lögreglunnar, á sínum tíma en hér má lesa fréttina óbreytta:

Fíkniefnaveisla í Reykjavík

Sautján manna sukkveisla flutt í fangageymslur

Sautján manns var handteknir í Reykjavik í nótt. Kvartað hafði verið vegna ófriðar í kjallaraíbúð í vesturbænum. Fólki í nágrenninu hafði ekki orðið svefnsamt vegna gauragangs og óláta í íbúðinni.
Varð að kalla til lögreglu. Þegar hún kom á vettvang voru 17 manns samankomnir í íbúðinni og voru allir veislugestir meira og minna undir áhrifum fíkniefna. Voru sumir þeirra undir verulegum áhrifum.
Fólkið var allt flutt í fangageymslur. Þar mun fólkið vera þangað til fíkniefnadeild lögreglunnar ákveður annað. Fíkniefnadeildin vinnur að málinu. Fólkið hefur flest ef ekki allt komið við sögu fíkniefnadeildar vegna fyrri afbrota í fíkniefnamálum. Fíkniefni fundust í íbúðinni. Ekki mun hafa verið um mikið magn að ræða. 

Morðingi Rachel Morin er hinn 23 ára Victor Hernandez: „Geðheilsa mín hefur snarbatnað“

Morin og Hernandez

Fjölskyldumeðlimir Rachel Morin segjast „loksins“ vera að ná réttlæti fyrir morðið á hinni fimm barna móður en meintur morðingi hefur nú verið handtekinn, 10 mánuðum eftir hið hrottalega morð. Hinn meinti morðingi er einnig grunaður um morð í El Salvador.

Rachel (37), sem bjó í Maryland í Bandaríkjunum, var nauðgað og myrt eftir að hafa farið út að hlaupa í ágúst 2023. Meintur morðingi hennar er Victor Martinez Hernandez (23), óskráður innflytjandi frá El Salvador.

Yfirvöld fundu lífsýni á vettvangi morðsins sem pössuðu við lífsýni frá glæpavettvangi í Los Angeles, þar sem brotist hafði verið inn á heimili níu ára stúlku og á hana ráðist. Myndskeið náðist af árásármanninum en ekki sást þó í andlit hans. Lögreglan birti svo teikningu af honum, sem gerð var eftir lýsingum stúlkunnar.

Það var þó ekki fyrr en 14. júní sem lögreglan handtók Hernandez á bar í Tulsa. Verður hann ákærður fyrir nauðgun af fyrstu gráðu sem og morð af fyrstu gráðu. Hernandez verður framseldur til Maryland fyrir réttarhöldin.

Systir Rachelar, Erin Morin Layman, og fyrrum kærasti og faðir elsta barns hennar, Matt McMahom, stigu fram í Court TV fyrir viku til að ræða nýjustu framvindunina í málinu.

„Þetta eru búnir að vera langir tíu mánuðir,“ sagði Erin. Sagði hún handtökuna vera jákvæða þróun í málinu. „Við erum þakklát og okkur léttir, að hann sé loksins kominn af götunni, að hann geti ekki gert þetta við nokkurn annan og að réttlætinu náist fyrir Rachel.“

McMahom sagði að handtakan hafi einnig verið léttir fyrir sig.

„Þegar maður áttaði sig á að það sé búið að handtaka hann, var næstum því eins og maður hafi verið skyndilega frelsaður,“ sagði McMahom og bætti við: „Ég get farið að hugsa um aðra hluti og geðheilsa mín hefur snarbatnað.“

Að hans sögn hafa síðustu tíu mánuðir verið ansi erfiðið fyrir börnin hennar Rachel.

„Þó að hann hafi náðst, og það eru góðar fréttir, þá minnir það samt á það trauma sem þau hafa gengið í gegnum síðustu tíu mánuðina. Þannig að þetta er líka mjög sársaukafullur tími fyrir þau. Þetta hrærir upp svo margar tilfinningar og hugsanir og söknuðinn.“

Systir Rachel tjáði sig um það hvernig hún hafi hjálpað börnunum fimm vegna missisins. „Ég hef ekki áhyggjur af mér. Ég hef áhyggjur af börnunum hennar Rachel og einblíni bara á þau, eyði tíma með þeim, elska þau, er bara allt fyrir þau sem þau gætu mögulega þurft á að halda í lífinu.“

Þá lýsti hún óánægju sinni með að manninum hafi verið hleypt inn í landið ólöglega:

„Mér finnst eins og það sé of mikið frelsi við landamærin og þau þurfa að vera örugg. Og það er bara sársaukafullt afð fólk sem við þekkjum ekki, glæpamenn komi inn í landið, koma með fíkniefni, mannsal, þú veist, það er bara svo mikið af glæpum sem koma yfir landamærin.“

Gefið hefur verið út að Rachel hafi hlotið 10 til 15 höfuðáverka en hafi verið kyrkt, eftir nauðgunina. Hernadez er einnig grunaður um morð í El Salvador. Hinn 23 ára meinti morðingi er faðir þriggja ára stúlku.

Fréttin er unnin upp úr fréttum Newsweek og CBS News.

 

Raddir