Þriðjudagur 24. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Valerio féll kylliflatur fyrir Íslandi árið 2001 – Gefur út glænýja matreiðslubók í júlí

Valerio Gargiulo

Valerio Gargiulo er að gefa út elleftu bókina sína, en í júlí kemur út matreiðslubókin Matarvenjur Miðjarðarhafsins – suður ítalskar uppskriftir.

Mannlíf ræddi við Valerio Gargiulo, sem í júlí mun gefa út matreiðslubók með uppskriftum frá Ítalíu, þaðan sem hann kemur upprunalega. Valerio féll kylliflatur fyrir Íslandi þegar hann heimsótti landið fyrst árið 2001.

„Ég er fæddur í Napólí sem hefur að geyma mikla sögu og menningu og hefur haft djúp áhrif á líf mitt og starf. Fyrsta heimsókn mín til Íslands var árið 2001 og fékk ég þá tilfinningu að hér ætti ég heima. Árið 2012 ákvað ég að flytja til Íslands fyrir fullt og allt, skref sem markaði nýjan og spennandi áfanga í lífi mínu. Með miklu stolti fékk ég íslenskan ríkisborgararétt árið 2021,“ segir Valerio í samtali við Mannlíf.

Valerio gaf út fyrstu bókina sína fyrir nokkrum árum og hefur verið ansi duglegur síðan. 

„Ég skrifaði og gaf út fyrstu bókina mína árið 2018 og síðan þá hef ég skrifað 10 bækur frá skáldsögum, matreiðslubókum og barnasögu. Að auki skrifað ýmsa pistla. Ég hef því eignast breiðan lesendahóp bæði hérlendis og á Ítalíu.“

En Valerio er ekki aðeins rithöfundur, heldur hefur hann einnig lokið meistaranámi í lögfræði.

„Til viðbótar við skrifin hef ég lokið meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, reynslu sem hefur auðgað faglegan og persónulegan feril minn enn frekar.“

Eins og áður segir kemur glæný matreiðslubók eftir Valerio út í júlí en hún ber nafnið Matarvenjur Miðjarðarhafsins – suður ítalskar uppskriftir.


„Eins og er er bókin í forsölu og hefur þegar náð miklum árangri, með yfir 50 seld eintök á örfáum dögum.“ 

En hver er uppáhalds réttur Valerio?

„Caprese salad og kolkrabba salad “insalata di polipo” á ítölsku.“

Týndi unglingurinn á Tenerife sást mögulega horfa á leik á EM – Lögreglan rannsakar myndefni

Jay Slater hvarf fyrir 11 dögum.

Hinn 19. ára Breti, Jay Slater sást mögulega horfa á EM-knattspyrnuleik klukkustundum eftir síðast hafði sést til hans.

Móðir Jay Slater birti nýjar upplýsinga á söfnunarsíðuna inni á GoFundMe, sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina að hinum týnda unglingi á Tenerife. Ellefu dagar eru liðnir frá því að hann hvarf á eyjunni.

Debbie Duncan (55), tilkynnti í dag að hún ætlaði að draga svolitla upphæð úr söfnuninni á GoFundMe, til að greiða fyrir áframhaldandi leit að syni hennar. Lofaði hún að ástvinir Jay myndu ekki missa vonina og myndu koma heim með hann með sér.

Tilkynning kom stuttu eftir að bæjarstjóri Santiago del Teide, Emilio Jose Navarro, sagði að lögeglan hefði rætt við þó nokkra einstaklinga sem halda að þau hafi séð hinn 19. ára Breta horfa á knattspyrnuleik á Evrópumótinu sem nú fer fram í Þýskalandi um þessar mundir, eftir að vinir hans misstu samband við hann.

Lögreglan er að rannsaka óskýrt myndskeið úr öryggismyndavélum bæjarins, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá fjallagarðinum Rural de Teno, þar sem talið var að Jay hefði sést síðast, til þess að ganga úr skugga um hvort þar sjáist hinn 19 ára múraralærlingur.

Myndin, sem fjölskyldan deildi með fréttamiðlum, sýnir manneskju ganga í bænum og var tekin um 10 klukkustundir frá því að sími hans tengdist síðast við símamastur.

Er þetta Jay vinstra meginn?

 

Ómar lögmaður selur fokdýran húsbóndastól: „Selst vegna flutn­inga og pláss­leys­is á nýj­um stað“

Ómar R. Valdimarsson lögmaður

Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson er nú með rokdýran húsbóndastól til sölu á Facebook-síðunni Húsgögn til sölu á Facebook. Stólinn keypti hann á 895.000 krónur.

Ómar R. Valdimarsson lögmaður komst í fréttirnar þegar hann var á dögunum dæmdur til að endurgreiða fyrrum skjólstæðingi sínum vegna ofrukkunar en skjólstæðingurinn er kona sem lenti í umferðaslysi árið 2020 og réði Ómar til að taka málið að sér og þannig innheimta bætur frá tryggingafélagi. Nú hefur lögmaðurinn sett rokdýran húsbóndastól á sölu á Facebook.

Um er að ræða Lounge Chair frá Eames sem Penninn er með til sölu. Er stóllinn eitt þekktasta hönnun Eames-hjónanna sem framleiddu hann fyrst árið 1956.

Í auglýsingunni skrifar Ómar:

„Ea­mes Lounge Chair og skem­ill, keypt í Penn­an­um til sölu. Stóll­inn og skem­ill­inn eru í full­komnu ásig­komu­lagi. Selst vegna flutn­inga og pláss­leys­is á nýj­um stað. Selst nýr í Penn­an­um á 895.000 krón­ur.“ Verðið sem lögmaðurinn setur á húsbóndastólinn eru sléttar 700.000 krónur. Gjöf en ekki gjald, enda stóllinn í fullkomnu ásigkomulagi að sögn Ómars.

Fallegur er hann.

 

Hrækti í auga lögreglumanns og skemmdi lögreglubíl – Hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm

Héraðsdómur Austurlands

Maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Austurlands, í skilorðsbundið fangelsi fyrir árás gegn lögregluþjóni og skemmd á lögreglubíl. Honum er einnig gert að greiða skaðabætur.

Samkvæmt Austurfrétt var lögreglan kölluð til á heimili mannsins föstudagskvöldið 12. janúar á síðasta ári. Var hann þar handtekinn og færður í lögreglubíl.

Þar hrækti maðurinn í auga lögregluþjóns og barði höfði sínu ítrekað í afturrúðu lögreglubílsins, þar til hún brotnaði. Fyrir þessi brot hefur hann nú verið dæmdur.

Upptaka af samskiptum lögregluþjónanna við manninn var lögð fram fyrir dóminn, sem og skýrslur og ljósmyndir lögreglu. Ekki gekk vel að hafa upp á viðkomandi og birta honum fyrirkall og sótti hann ekki dóminn en sendi þess í stað tölvupóst þar sem hann kvaðst ekki ætla að halda uppi vörnum.

Héraðsdómur Austurlands taldi sannanir fyrir brotunum fullnægjandi og dæmi hinn ákærða í skilorðsbundið 45 daga fangelsi, til tveggja ára. Dómurinn samþykkti einnig skaðabótakröfu lögreglustjórans á Austurlandi, upp á tæpar 100 krónur vegna eignabspjalla.

Yfirvöld seilast í veski eldri borgara erlendis: „Vona að ríkisstjórn Bjarna Ben fari fjandans til“

Anna Kristjáns býr á paradísareyjunni Tenerife.
Anna Kristjánsdóttir minnist þess að í gær voru liðin fimm ár frá því að hún lauk störfum hjá Hitaveitu Reykjavíkur, eftir 23 ára farsælt starf. Notar hún tækifærið og skýtur föstum skotum á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem seilist nú í skattpeninga þeirra íslensku eldri borgara sem búa erlendis.

„Dagur 1780 – Var ég ómissandi?

Í gær voru liðin fimm ár frá þeim degi er ég lauk mínum starfsferli hjá Hitaveitu Reykjavíkur/Orkuveitu Reykjavíkur/Veitum og ég kvaddi minn kæra vinnustað til 23 ára og hélt út í lífið yfirbuguð af reynslu og þekkingu á hitaveitustörfum auk sjö ára fyrri reynslu hjá Orkuveitu Stokkhólmsborgar í Svíþjóð þar sem ég starfaði við kraftvarmaverið í Hässelby. Þetta voru jú samtals 30 ár þar sem ég starfaði við orkugeirann, en þó náði ég 25 árum til sjós.“ Þannig hefst nýjasta dagbókarfærsla Önnu Kristjánsdóttur, vélstjóra og húmorista.

Segist hún finnast sem hún hafi misst af einhverju, eftir að hún hætti hjá Hitaveitu Reykjavíkur.

„Samt finnst mér eins og að ég hafi misst af einhverju. Ég kvaddi vinnustaðinn minn með sæmd og fékk meira að segja blómvönd að launum fyrir vel unnin störf. En samt vantar eitthvað. Enga fæ ég desemberuppbótina á eftirlaunin mín og enga fæ ég orlofsuppbótina. Ég fæ ekki einu sinni jólagjöf frá neinum síðan ég hætti að vinna og ekkert fæ ég sumarfríið.“

Bætir Anna því við að auk alls þessa hóti ríkisstjórnin því nú að hækka skatta á hana:

„Ofan á allt saman hótar ríkisstjórnin mér því að hækka skattana á mig af því að ég hefi það svo gott í sólinni á Tenerife. Þeir reyndu það í fyrra, en stjórnarandstöðunni tókst að fresta því um ár og nú er bara að bíða og vona að ríkisstjórn Bjarna Ben fari fjandans til áður en þessi nýju lög ná gildi sínu. Ekki mun ég gráta brotthvarf hennar úr því að hún vill refsa mér fyrir að njóta sólar og sumars á suðlægum slóðum á mínum fátæklega lífeyri.

Ég átti góðan tíma hjá OR/Veitum og að sjálfsögðu taldi ég mig ómissandi í starfi, en ég var kannski ein um þá skoðun mína. Allavega hefur enginn saknað mín þessi fimm ár sem liðin eru frá því ég hætti að vinna.“

Gagnrýnir orð forstjóra Vegagerðarinnar: „Í hvaða skilningi orðsins eyðilagðist vegurinn ekki?“

Bergþóra Þorkelsdóttir

Björn Leví Gunnarsson gagnrýnir forstjóra Vegagerðarinnar sem segir stofnunina ekki viðurkenna að vegirnir sé ónýtir.

Ástand vegakerfis Íslands hefur oft verið gagnrýnt en þó sérstaklega mikið núna enda hafa orðið alvarleg slys nýlega þar sem uppi hafa verið kenningar um að vegurinn hafi gefið sig og þannig ollið slysum. Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar sagði í viðtali við mbl.is um ástand vegakerfisins, að stofnunin viðurkenni ekki að vegirnir séu ónýtir. Píratinn Björn Leví Gunnarsson gagnrýnir þessi orð Bergþóru í nýrri Facebook-færslu og bendir á að orðið „ónýtt“ sé ekki teygjanlegt hugtak.

„“Við nátt­úru­lega viður­kenn­um ekki að veg­irn­ir séu ónýt­ir“

Afsakið en þú ert ekki pólitíkus sem getur bara snúið út úr eða endurskilgreint hvað ónýtt þýðir. Það er ekki teygjanlegt hugtak.

Dæmi: „Burðarlag vega í Reyk­hóla­hrepp og Dala­byggð gaf sig snemma í vor og fór slitlag þar mjög illa á löng­um köfl­um. Því var ákveðið að fræsa slit­lagið á þess­um köfl­um sam­an við burðarlög veg­ar­ins, hefla út og þjappa. Þannig hafa veg­irn­ir verið síðan í byrj­un mars en til stend­ur að klæða þá í sum­ar.“.“

Að lokum segir hann þetta gott dæmi um „óheiðarleika stjórnmálanna í dag“:

„Í hvaða skilningi orðsins eyðilagðist vegurinn ekki? Hvernig er þessi vegur ekki ónýtur miðað við fyrra ástand?
Þetta er ágætis dæmi um óheiðarleika stjórnmálanna í dag og hvaða áhrif það hefur að pólitíkin teygi sig inn í stjórnsýsluna (flokkspólitískar skipanir).“

Jón Bjarnason úrsmiður er fallinn frá

Jón Bjarnason úrsmiður á Akureyri er fallinn frá. Fæddist hann 26. janúar árið 1936 í Reykjavík og lést á Akureyri síðastliðinn mánudag, á 89. aldursári.

Samkvæmt Akureyri.net lauk Jón úrsmíði árið 1956 og fór ári síðar til Bienne í Sviss í framhaldsnám í úrsmíði. Til að byrja með vann hann á úrsmíðaverkstæði föður síns, Bjarna Jónssonar frá Gröf en árið 1961 opnaði hann eigið úrsmíðaverkstæði og verslun.

Jón var viðloðandi íþróttir alla tíða sem og félagsmál. Starfaði hann mikið við íþróttir, til að mynda við tímatökur á mótum, skíðum og fjálsum íþróttu. Þá stundaði hann meðal annars handbolta, badminton, skíði, blak og fótbolta fram eftir ævinni. Þá var Jón gjaldkeri í stjórn íþróttafélagsins Þórs á tímabili og starfaði innan Oddfellow-reglunnar í rúmlega sex áratugi.

Sigrún Helgadóttir er eiginkona Jóns, fædd 8. mars 1936, húsmóðir og skrifstofumaður. Gengu þau í hjónaband árið 1957.

Börn Jóns og Sigrúnar eru þrjú: 1) Sif, fædd 1959, líffræðingur, búsett í Reykjavík; 2) Ólöf, fædd 1962, fiðlukennari, búsett í Milwaukee í Bandaríkjunum. Maki: Þorsteinn Skúlason húðsjúkdómalæknir. Börn: Sæunn, fædd 1984, og Skúli, fæddur 1991; 3) Bjarni, fæddur 31.5. 1965, úrsmiður á Akureyri. Maki: Soffía Einarsdóttir, fædd 1972, sjúkraþjálfari. Börn: Jón Oddur, fæddur 1991, Einar Breki, fæddur 1995, Brynja Marín, fædd 2001, og Katla, fædd 2007.

Útför Jóns Bjarnasonar verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. júlí kl. 13.00.

Jón Kristinn gefur formanninum falleinkunn: „Sjálfstæðisflokkurinn er haldinn pólitískri anorexiu“

„Nú er svo komið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist um 15 prósent í nýrri skoðanakönnun en enginn innan forystu hans kippir sér upp við þessa hrikalegu stöðu,“ segir Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur við Mannlíf um þá hrikalegu stöðu sem blasir við um stöðu Sjálfstæðisflokksins sem óðum er að breytast í smáflokk, ef marka má kannanir.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra
Ljósmynd: XD.is
Jón Kristinn er innmúraður Sjálfstæðismaður sem fylgir hægri armi flokksins og hefur að leiðarljósi frelsi einstaklinga og ábyrgð í opinberum fjármálum. Hann hefur gagnrýnt forystu Bjarna Benediktssonar formanns og er einn af fremstu mönnum í hulduher Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra sem Jón Kristinn studdi í formannsslag á dögunum.

Þingflokkurinn með allar sínar sjálfur og plebba

Jón Kristinn gagnrýnir Bjarna enn og aftur harðlega fyrir að þekkja ekki sinn vitjunartíma og vísar til liðins landsfundar. „Ég heyri í ykkur“ sagði Bjarni formaður þá í sigurræðu sinni.
„En hann kann hið pólitíska táknmál. Kann hann að lesa í rúnir þær sem ristar voru á síðasta landsfundi? Þingflokkurinn með allar sínar sjálfur og plebba hátt virðist í engum tengslum við þjóðina, ekki frekar en anorexíu sjúklingur við þá staðreynd,  að til þess að lifa þarf að nærast. Sjórnmalaflokkar lifa ekki nema að eiga samtal við fólkið í landinu, sýna skýra stefnu og sinna stefnumálum sínum til framkvæmda,“ segir Jón Kristinn og er ekki í vafa um að flokkurinn sé að óbreyttu á leið til glötunar,

„Sjálfstæðisflokkurinn er haldinn pólitískri anorexiu.  Hann er í engum tengslum við kjósendur sína og öndunarvélin hikstar,“ segir Jón Kristinn Snæhólm.

Davíð vill samúð

Davíð Oddsson Ljósmynd: Facebook

Útgáfufélagið Árvakur hefur gengið í gegnum miklar raunir að undanförnu vegna tölvuárásar og gagnaþjófnaðar. Mogginn undir forystu Davíðs Oddssonar hefur farið mikinn vegna þessa máls og biður um samúð. Túlkun  blaðsins er sú að þarna séu Rússar á ferð og gefið er til kynna að Vladimir Putin og dólgar hans sé með þessu að þagga niður í einum helsta refsivendi Vesturlanda. Flestir sem eru með fullu viti átta sig á því að prentmiðill á Ísland sem er með lestur af stærðargráðu sem jafnast í einstökum tilvikum á við áfengislausan pilsner hefur ekki vigt á alþjóðavísu og þetta er oflæti.

Raunveruleikinn er væntanlega sá að Árvakur er fórnarlamb glæpamanna sem eru að reyna að ná sér í peninga en ekki að loka fjölmiðli af hugsjónaástæðum. Ef svo vill til að krimmarnir vilji refsa Mogganum er nærtækara að benda á áróður blaðsins gegn minnihlutahópum. Svo eru eigendur Moggans undir forystu Guðbjargar Matthíasdóttur auðkonu auðvitað þekktir af því skemmdarverki að greiða stórfé og eyðileggja prentvél til að útiloka samkeppni við dagblaðaprentun á landinu.

Hvernig sem litið er á málin þá er Mogginn vissulega fórnarlamb en ekki virtur fjölmiðlll í skotlínu heimsvaldasinna …

Ósjálfbjarga fólk litaði nóttina hjá lögreglu – Meintir misyndismenn í Mosfellsbæ

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Nóttin   hjá lögreglunni litaðist nokkuð af konum í annarlegu ástandi. Tilkynnt um konu í annarlegu ástandi í Hlíðunum. Hún reyndist vera ósjálfbjarga og skert af viti. Hún var handtekin og læst inni í fangaklefa uns ástand hennar skánar. Nokkru síðar varð önnur kona í svipuðu ástandi á leið lögreglunnar í Múlunum. Lögreglan  kom henni til bjargar. Óljóst er hvort um var að ræða tengd atvik eða hvað konurnar innbyrtu sem kom þeim út úr öllu korti. Svipað atvik kom upp í Kópavogi þar sem karl var ruglaður af neyslu. Vinur hans var á staðnum og kvaðst myndu koma honum heim.

Tilkynnt var um yfirstandandi innbrot, annað í miðborginni en hitt í austurborginni. Tilkynningarnar komu með stuttu millibili og því í nógu að snúast hjá laganna vörðum.

Tilkynnt um hjólreiðaslys í Kópavogi þar sem tveir skullu saman. Ekki liggja fyrir upplýsingar um áverka eða afleiðingar slyssins.
Meintir misyndismenn sáust á ferli í Mosfellsbæ og í Kópavogi í nótt. Lögreglan mætti á báða staði en allt var með kyrrum kjörum og hinir grunsamlegu voru horfnir inn í bjarta sumarnóttina.

Stórbruninn á Sökku – Hetjudáð Ara Þorgilssonar

Það er fagurt í Svarfaðardal. Ljósmynd: Icelandictimes.com

Ari Þorgilsson drýgði sannkallaða hetjudáð er hann vakti íbúa stórbýlisins Sakka í Svarfaðardal en hann hafði orðið var við eld sem kviknað hafði í húsinu.

Fyrsta febrúar árið 1956 varð Ari Þorgilsson, heimilismaður á Sakka í Svarfaðardal, var við eld sem kviknað hafði innandyra. Klukkan var eitthvað gengin í tvö um nóttina og heimilisfólkið allt steinsofandi. Nema Ari. Vakti hann alla í húsinu undir eins og mátti litlu muna að bani hlytist af brunanum, svo tæpt var það. Ari var sá eini sem slasaðist í brunanum en það meiðslin, sem ekki voru alvarleg, hlaut hann er hann kom sér út úr húsnæðinu út um glugga. Tjónið af völdum brunans var afar mikið, ekki síst tilfinningalega.

Tíminn fjallaði um hetjudáð Ara á sínum tíma sem má lesa hér í óbreyttri mynd:

Bærinn að Sökku í Svarfaðardal brann til kaldra kola í fyrrinótt

Mátti litlu muna, að mannbjörg úr eldinum brygðist, — Mikið eignatjón og tilfinnanlegt.

Í fyrrinótt varð mikill eldsvoði í Svarfaðardal. Bærinn á Sökku brann til kaldra kola á röskum klukkutíma. Fólk bjargaðist nauðulega á nærklæðunum. Einn heimilismanna hlaut smávægileg meiðsli, en litlu munaði að stórslys yrði. Innbú allt brann, og var lágt vátryggt. Sakka er stórbýli. Var þar ágætt og héraðsfrægt menningarheimili, bókakostur mikill og góður húsbúnaður. Er tjón hjónanna á Sökku, Gunnlaugs Gíslasonar bónda og Rósu Þorgilsdóttur, mikið.

Það var klukkan að ganga tvö í fyrrinótt, að Ari Þorgilsson, heimilismaður, varð eldsins var. Vakti hann þegar heimilisfólkið. Eldurinn magnaðist á svipstundu og slapp fólk nauðuglega út úr húsinu áður en það yrði alelda.

Presturinn sótti slökkviliðið

Ari Þorgilsson hlaut minniháttar meiðsli er hann fór út um glugga en aðra heimilismenn sakaði ekki. Heimilisfólki tókst að ná símasambandi við prestsetrið á Völlum, og ók séra Stefán Snævar þegar til Dalvíkur að sækja hjálp. Kom slökkvilið og læknir staðarins fljótt á vettvang, en þá var húsið mjög brunnið og björgun ógerleg. En útihús tókst að verja.

Framhús úr timbri

Á Sökku var bærinn í gömlum stíl, fremst langhús úr timbri og járnklætt, en á bak við það búr og eldhús og þar næst baðstofa. Langhúsið var byggt 1934, en önnur hús voru eldri. Sonur bónda, Þorgils og Olga Steingrímsdóttir kona hans, sváfu á lofti langhússins, svo og Ari Þorgilsson, er fyrst varð eldsins var. Telja heimamenn, að ef fólk hefði vaknað fimm mínútum seinna hefði verið tvísýnt um björgun fólksins úr eldinum. Gunnlaugur á Sökku hefir lengi búið rausnarbúi og hefir stórbætt jörðina. Sakka er 6 km. frá Dalvík.

Ragnar Skjálfti er látinn

|
|

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur lést á Landspítalanum í gær, 85 ára að aldri. RÚV sagði frá andlátinu.

Ragnar, sem oft var kallaður Ragnar Skjálfti, var um áratugaskeið helsti sérfræðingur landsins á sviði jarðskjálftasvæða og var því vel kunnugur landsmönnum.

Í 38 ár var Ragnar forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands en síðustu starfsárin var hann rannsóknarprófessor við Háskólann á Akureyri.

Þá var Ragnar aukreitis virkur í félagsmálum og var til að mynda áberandi í hópi herstöðvaandstæðinga en hann var einn af stofnendum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Fram kemur í frétt RÚV að Ragnar hafi á sínum langa starfsferli verið meðal annars leiðandi í uppbyggingu mælikera og rannsóknum um jarðskjálftaspár og hvernig draga megi úr hættum af völdum þeirra.

Ragnar lærði jarðfærði, landmælingafræði og landmótunarfræði við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð en hann tók svo framhaldsnám í jarðskjálftafræði, þar sem hann lagði áherslur á jarðskjálftaspár.

Endurminningar sínar, undir nafninu Það skelfur, gaf Ragnar úr árið 2013 en 2022 gaf hann út bókina  Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta og fékk fyrir hana íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis.

Ragnar skilur eftir sig eiginkonuna Ingibjörgu Hjartardóttur, börn, barnabörn og barnabarnabörn.

Nektarjógahugmyndin kynnt fyrir forvitna: „Gestir af öllum stærðum, gerðum og kynjum velkomnir!“

Loft hostel Ljósmynd; hostel.is

Á morgun fer fram áhugaverð kynning á frumlegri jógakennslu, nefnilega nektarjóga.

Mannlíf sagði frá því um daginn að verkefnið The Naked Yoga Reykjavík sem nokkrir jógakennarar standa fyrir, hefjist brátt í Reykjavík. Og nú á að kynna verkefnið fyrir forvitna og áhugasama. Kynningin fer fram klukkan 16:00 á Loft í Bankastræti.

Sjá einnig: Nektarjóga kynnt á Íslandi: „Tæklum þetta með nærgætni og fagmennsku í fyrirrúmi“

Í lýsingu á kynningaviðburðinum á Facebook er The Naked Yoga Reykjavík útskýrt en tilgangurinn er ansi stór: „Verkefninu er ætlað til að vekja athygli á mikilvægi þess fyrir geðheilsuna okkar að byggja upp góða tengingu milli líkamans og hugans, skapa holla sjálfsmynd og líkamsímynd, efla sjálfsmildi og samkennd með öðrum, minnka óþarfa gagnrýni og losa okkur við óraunhæfa fegurðarstaðla.“

Það sem fram fer í kynningunni er eftirfarandi:

Dagskrá:
• Stutt kynning frá stofnendum verkefnisins
• Spurningar & svör og umræða
• Léttar veitingar
• Frábær byrjenda tilboð á online og venjulegum nektarjóga tímum, byrjenda vinnustofum og nektarjóga ferðum („mini-retreats“)

Þá er sérstaklega tekið fram að kynningin fer fram í fötum.

„Gestir af öllum stærðum, gerðum og kynjum, reyndir og óreyndir jógar – allir eru velkomnir!

P.s. þetta er EKKI klæðalaus viðburður, mæting í fötum!“

Er fólk svo að lokum beðið um að láta vita á heimasíðu verkefnisins, ætli það sér að mæta á kynninguna, svo hægt sér að gera ráð fyrir veitingunum.

Mygla fannst á fleiri stöðum í Borgum á Akureyri: „Þetta er stórt mál, það er engin spurning“

Mygla hefur greinst á fleiri svæðum í Borgum á Akureyri, eftir að leka varð vart í byggingunni. Starfsfólk Háskólans á Akureyri, sem starfar á skrifstofum í húsinu, hefur þurft ða færa sig yfir í annað húsnæði á vegum skólans.

Í vor var sagt frá því að Fiskistofa hafi neyðst til að loka starfstöð sinni í Borgum á Akureyri vegna myglu sem þar fannst. Nú er ljóst að lekinn sem uppgötvaðist er umfangsmeiri og hefur mygla fundist víðar í húsnæðinu.

Ekki óalgengt

Framkvæmdir standa nú yfir á Borgum á Akureyri sem miða að viðgerðum vegna leka sem uppgötvaðist frá útvegg á 2.hæð og hafði skilað sér undir gólfdúk, að því er fram kemur í skriflegu svari frá Reitum, eiganda Borga. Þar segir einnig:

„Svona tjón eru ekki óalgeng og þegar þetta uppgötvaðist var strax gripið til verklagsreglna okkar og farið í hreinsun á ónýtu byggingarefni og sérhæfðir úttektaraðilar kallaðir til sem skoða húsið í heild og ráðleggja um næstu skref.“

Þá kemur einnig fram í svarinu að úttekt Eflu verfræðistofu á húsnæðinu hafi leitt ástæðu lekans í ljós:

„Efla verkfræðistofa vann úttekt á húsinu sem leiddi í ljós að lekinn stafaði af frágangi í kringum glugga á vissum stöðum. Samkvæmt úttektinni er stærsti hluti hússins í góðu lagi en framkvæmda er þörf á ákveðnum svæðum. Þar er nú unnið að úrbótum og vænst er til þess að þeim ljúki á þessu ári, að þeim loknum mun Efla gera aðra úttekt á húsinu þar sem viðgerðir verða skoðaðar og loftgæði í húsinu metin. Þá mun verkfræðistofan jafnframt hafa eftirlit með loftgæðum í húsinu í um sex mánuði eftir að framkvæmdum lýkur til að tryggja enn frekar heilnæmt umhverfi.“

Jón Kolbeinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Reitum, sagði í skriflegu svari til Mannlífs að fyrirtækið hafi gripið til staðlaðra viðbragða sem miði að því að vernda heilsu fólksins sem notar húsnæðið:

„Leki eins og sá sem varð í Borgum er ekki óalgengur og veldur stundum myglu ef hann uppgötvast ekki strax. Reitir grípa til staðlaðra viðbragða í svona aðstæðum sem miða fyrst og fremst að því að vernda heilsu þeirra sem nota hús okkar og kostleggja umfang skemmda. Verktakar sem vinna á okkar vegum hafa mikla reynslu af því að fjarlægja ónýt byggingarefni og við væntum þess að hægt sé að ganga hratt í framkvæmdir.“

Þurftu að færa sig á milli bygginga

Mannlíf ræddi einnig við rektor Háskólans á Akureyri, Eyjólf Guðmundsson, sem staðfesti að mygla hefði fundist á skrifstofum skólans í Borgum og að hluti starfsfólks skólans þar, hafi flutt sig yfir í aðra byggingu háskólans.

„Það sem sagt kom upp mygla hjá Fiskistofu fyrr í vor og í beinu framhaldi af því voru gerðar mælingar á fleiri stöðum í húsinu. Og þá fundust mygla á fleiri stöðum og það var farið í mjög ítarlega greiningu, sem er enn í gangi í raun og veru. Og þau rými sem mygla hefur fundist í, og þá tala ég aðeins fyrir hönd Háskólans, þá tæmdum við þau rými og fundum aðra vinnuaðstöðu fyrir fólk í hinum byggingunum okkar.“

Þá sagði Eyjólfur að fólki hafi einnig verið boðið að færa sig, jafnvel þó engin mygla hefði fundist á þeirra skrifstofum. Sjálfur er hann enn á sinni skrifstofu á fjórðu hæð byggingarinnar, enda engin mygla þar. „Þannig að byggingin er í sjálfu sér ekki lokuð en þetta er stórt mál, það er engin spurning,“ sagði Eyjólfur en hann segist hafa fengið bráðabirgðaskýrslu frá Reitum en búist við því að fá nákvæmari skýrslu um það hvernig bregðast eigi við myglunni.

Þurfa lausn fyrir haustið

Aðspurður hvort starfsfólk skólans, sem nýtt hefur sér skrifstofur í byggingunni, hafi fundið fyrir óþægindum vegna myglunnar svaraði Eyjólfur: „Það hafa alveg verið einkenni hjá starfsfólki í gegnum tíðina, já. Við höfum alveg orðið vör við það. En það hefur ekki veirð tengt við þetta fram að þessu enda var það ekki sýnilegt en kom í ljós þegar farið var að kíkja undir dúka og svona, þegar fara átti í aðrar framkvæmdir.“

Að lokum sagði Eyjólfur að undanfarin ár hafi ekki verið hlustað á beiðni um nýtt húsnæði fyrir Háskólann á Akureyr.

„Við lítum á þetta sem verkefni fyrir haustið en ástandið er erfitt fyrir okkur í þeim skilningi að við höfum ekkert borð fyrir báru í húsnæðismálum og við þurfum lausn fyrir haustið. Og svo höfum við þurft nýtt húsnæði í mjög langan tíma og nú kemur í ljós hversu bagalegt það er að ekki hafi verið farið í slíkar framkvæmdir eins og við höfum beðið um á síðustu árum.“

Stefán kærir líka RÚV:„Þó langt sé um liðið er rétt að einhver verði látin sæta ábyrgð vegna þessa“

Stefán Pálsson Ljósmynd: Facebook
Stefán Pálsson gerði góðlátlegt grín að kæru Kristjáns Hreinssonar skálds, á hendur RÚV vegna meðferðar Ríkisútvarpsins á tungumálinu en sagt var frá kærunni í morgun. Stefán vill kæra RÚV líka en af allt annarri ástæðu.

Sagnfræðingurinn og spékarlinn Stefán Pálsson skrifaði í dag Facebook-færslu þar sem hann gerir góðlátlegt gys að kæru Skerjafjarðaskáldsins sem er síður en svo sáttur við aukna notkun hvorugkyns orða hjá ríkismiðlinum og að dregið sé úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari. Stefán segist ætla að kæra RÚV en ástæðan er heldur sérstök en skiljanleg fyrir þá sem eru af sömu eða svipaðri kynslóð og sagnfræðingurinn.

Stefán, sem og fjölmargir nördar á hans aldri, muna eftir því þegar RÚV keypti BBC-þættina Þrífætlingarnir (e. The Tripods) árið 1987, til sýningar, vitandi að framleiðslu þáttanna hafi verið hætt eftir aðeins tvær þáttaraðir. Biturleikinn kraumar enn í aðdáendum þáttanna hér á landi, sem og í Bretlandi. Og nú er sem sagt kominn tími á að einhver beri ábyrgð á þessu.

Hér má lesa „fréttatilkynningu“ Stefáns:

„FRÉTTATILKYNNING

KÆRA VEGNA LÖGBROTA RÍKISÚTVARPSINS
Á næstu dögum mun ég, Stefán Pálsson sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, senda Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra kæru.
Kæran er vegna þeirrar ákvörðunar Ríkisútvarpsins að taka árið 1987 til sýninga bresku ungmennaþættina um Þrífætlingana, þrátt fyrir að stofnuninni hafi um þær mundir verið kunnugt að BBC hefði ákveðið að hætta framleiðslu þeirra eftir tvær þáttaraðir af þremur. Það var gríðarlegt áfall fyrir margan barnshugann þegar seinni þáttaröðinni lauk og útlit var fyrir að hinn illi her geimverukúgaranna hefði náð að ráða niðurlögum andspyrnuhreyfingarinnar og dæmt mannkynið þar með til ævarandi þrældóms og kúgunnar. Hafði hatrið sigrað?
Ljóst er að með þessari framkomu sinni braut Ríkisútvarpið gegn mikilvægum kúnnahópi og þeim sem varnarlausastan má telja. Þó langt sé um liðið er rétt að einhver verði látin sæta ábyrgð vegna þessa.
Kær kveðja,
Stefán Pálsson“

Þættirnir gladdi unglinga en skelfdi krakka.

Íhaldið aldrei minna: „Fylgjendur virðast beinlínis refsa flokknum fyrir embættið“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra

Sjálfstæðisflokkurinn heldur frjálsa fallinu áfram og mælast nú með tæp 15 prósent fylgi í nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Helga Vala Helgadóttir furðar sig á hruni flokksins í nýrri Facebook-færslu.

Lögmaðurinn og fyrrum þingkona Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, skrifaði Facebook-færslu í dag þegar fréttir bárust um fylgi flokka á Íslandi í nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Samfylkingin mælist sem fyrr stærsti flokkurinn, með um 27 prósent, sem er svipað og í skoðanakönnun frá í maí. Næst stærsti flokkurinn er Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist aðeins með 14,7 prósent, sem er þremur prósentum 2,3 prósentum lægra en í síðustu könnun og allra lægsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með. Þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni er Miðflokkurinn með 12,7 prósent fylgi en það er ögn minna en í síðustu könnun.

Helga Vala Helgadóttir veltir því fyrir sér á Facebook hver ástæðan fyrir hruni Sjálfstæðisflokksins milli mánaða, sé. Og hefur ákveðna hugmynd um það:

„Oft ná flokkar viðspyrnu við það að komast í forsætisráðuneytið – svona þétta raðirnar og standa með sínum en svo virðist ekki vera með fylgjendur Sjálfstæðisflokksins sem virðast beinlínis refsa flokknum fyrir embættið. Eða hvað annað gæti valdið þessu hruni milli mánaða? Er það mögulega þessi taumlausi popúlismi sem flokkurinn hefur tileinkað sér og margir flokkar fylgja í blindni? Þessi “passið ykkur á vondu afætunum – við munum bjarga ykkur” lína sem pólitíkusar um allan heim hafa reynt í atkvæðaveiðum. Það skyldi þó ekki vera.“

Að minnsta kosti 15 glæpasamtök á Íslandi: „Erfitt að tala um erlenda eða íslenska brotahópa“

Á Íslandi eru að minnsta kosti 15 skipulagðir glæpahópar, samkvæmt Ríkislögreglustjóra.

Í gær var sagt frá handtöku lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjölda meðlima glæpasamtaka en í rassíu sem gerð var í húsnæðum samtakanna fannst sex kíló af kókaíni og amfetamíni, lyf, skotvopn og um 40 milljónir króna í reiðufé en rannsóknin hafði staðið yfir í einhverja mánuði.

Mannlíf sendi spurningar á embætti ríkislögreglustjóra um umfang skipulegrar glæpastarfsemis hér á landi og spurði hversu margir glæpahópar séu starfræktir á landinu. „Það er mat embættis ríkislögreglustjóra að það séu að minnsta kosti 15 skipulagðir brotahópar hér á landi,“ segir í skriflegu svari embættisins. Þá segir ennfremur að erfitt sé að tala um erlenda eða innlenda glæpahópa, vegna þess hve blandaðir þeir væru.

„Samsetning hópanna getur verið mjög fjölbreytt og því erfitt að tala um erlenda eða íslenska brotahópa. Til eru ýmsar skilgreiningar á skipulögðum brotahópum og því erfitt að gefa út nákvæma tölfræði um fjölda þeirra að hverju sinni.“

Mannlíf spurði einnig sérstaklega út í erlend mótorhjólasamtök sem viðriðin hafa verið glæpi, á borð við Hells Angels og Bandidos, en almenningur hefur orðið var við vélhjólamenn klæddum jökkum merktum glæpasamtökunum.

Svar embættis ríkislögreglustjóra er svo hljóðandi:

„Það liggur fyrir að hér á landi eru nokkrir hópar sem merkja sig svokölluðum MC 1 prósent klúbbum sem alþjóðlegar löggæslustofnanir hafa skilgreint sem glæpasamtök. Skipulag þessara alþjóðlegu vélhjólasamtaka er á sama hátt fjölbreytt og sum hver þeirra með nokkra stuðningsklúbba innan sinna samtaka.“

Eldurinn hefur verið slökktur – Tjónið mikið

Vel gekk að slökkva eldinn. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Eldurinn sem kviknaði í Höfðatorgi á ellefta tímanum í dag hefur verið slökktur.

Vel gekk að slökkva eldinn en hann kviknaði í veitingahúsi á neðstu hæð Turnsins við Höfðatorg í Reykjavík rétt fyrir hádegi. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Sjúkrabíll við Höfðatorg.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Byggingin var rýmd en um 400 manns starfar í húsinu þegar mest er. Tjónið er mikið, bæði vegna eldsins og vatnsins sem notað var við slökkvistarfið.

Samkvæmt frétt RÚV logaði eldurinn á veitingastað á neðstu hæð en enginn var þó í hættu og allir komust skjótt út. Reykur lagði yfir leikskólann Bríetartún sem er í næsta nágrenni við bygginguna og voru foreldrar beðnir um að sækja börn sín.

Slökkviliðið að störfum.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Fjöldi fólks bar að enda mjög mikill viðbúnaður við Höfðatún, fjöldi slökkviliðsbíla, sjúkrabíla og lögreglubíla voru við húsið en héldu allir sér í hæfilegri fjarlægð.

Eldur logar í Höfðatorgi

Frá brunanum. Ljósmynd: Aðsend á RÚV.

Lögregla og slökkvilið hefur verið kallað að Höfðatorgi í Reykjavík en þar lokar eldur.

Ekki hafa fengist upplýsingar um umfang eldsins en fólki hefur verið skipað að rýma húsið. RÚV sagði frá eldsvoðanum.

Fréttin verður uppfærð.

Eldurinn hefur nú verið slökktur en tjón er mikið.

Raunveruleikastjarna framdi sjálfsvíg: „Sarah Becker var búin til úr hreinu sólskini“

Blessuð sé minning hennar

Sarah Becker, sem tók þátt í fimmtu þáttaröð raunveruleikaþáttarins frá MTV, The Real World, framdi sjálfsvíg 23. júní, að því er fram kemur í frétt TMZ. Hún var 52 ára gömul.

Ættingi Söruh sagði við slúðurmiðilinn að hún hefði látist á sunnudaginn en hún hafði búið í Illinois undanfarið til að sjá um ástvini sína. Hún hafði glímt við andlega erfiðleika síðustu mánuði. Þrátt fyrir hennar persónulegu baráttu, segja ættingjar hennar að hún hafi lyft anda allra í kringum hana.

„Sarah Becker var búin til úr hreinu sólskini,“ sagði vinur hennar, Daniel Norton á Facebook 23. júní. „Full af krafti og jákvæðni, þú gast ekki annað en fundið hlýju hennar þegar þú stóðst nærri henni. Ég er þakklátur fyrir ævintýri okkar og hlátur.“

Þegar Sarah tók þátt í Miami-þáttaröð Real World-raunveruleikaþáttanna, vann hún í myndasögubúð, hafði gaman af hjólabrettum og vakti athygli þegar hún kom með hvolp á heimilið þar sem aðrir þátttakendur bjuggu.

Sarah, sem þá var 25 ára og kom frá La Jolla í Kaliforníu, tók þátt í Real World ásamt meðal annars Dan Renzi, Melissu Padrón, Joe Patane, Mike Lambert, Floru Alekseyeun og Cynthiu Roberts. Mörg þeirra minntust Söruh á samfélagsmiðlunum þegar andlátsfréttin barst.

„RIP Roomy (ísl herbergisfélagi),“ skrifaði Cynthya 23. júní í Instagram-story, auk þess að birta ljósmynd af Söruh. „Ég bið til Guðs um að það sé hamingja fyrir þig hinum meginn.“

Flora sagði að þó að þær hefðu ekki talað saman frá því að þær voru í þættinum 1996, þá eigi hún margar hlýjar minningar um hana.

„Hún var óeigingjarnasta manneskja sem ég þekkti,“ skrifaði hún á Instagram á sunnudaginn. „Hún var alltaf góð og hjálpsöm við alla. Ég hef ekki talað við hana í mörg ár og vissi ekki að hún ætti erfitt. Ég bið fyrir fjölskyldu hennar. “

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Valerio féll kylliflatur fyrir Íslandi árið 2001 – Gefur út glænýja matreiðslubók í júlí

Valerio Gargiulo

Valerio Gargiulo er að gefa út elleftu bókina sína, en í júlí kemur út matreiðslubókin Matarvenjur Miðjarðarhafsins – suður ítalskar uppskriftir.

Mannlíf ræddi við Valerio Gargiulo, sem í júlí mun gefa út matreiðslubók með uppskriftum frá Ítalíu, þaðan sem hann kemur upprunalega. Valerio féll kylliflatur fyrir Íslandi þegar hann heimsótti landið fyrst árið 2001.

„Ég er fæddur í Napólí sem hefur að geyma mikla sögu og menningu og hefur haft djúp áhrif á líf mitt og starf. Fyrsta heimsókn mín til Íslands var árið 2001 og fékk ég þá tilfinningu að hér ætti ég heima. Árið 2012 ákvað ég að flytja til Íslands fyrir fullt og allt, skref sem markaði nýjan og spennandi áfanga í lífi mínu. Með miklu stolti fékk ég íslenskan ríkisborgararétt árið 2021,“ segir Valerio í samtali við Mannlíf.

Valerio gaf út fyrstu bókina sína fyrir nokkrum árum og hefur verið ansi duglegur síðan. 

„Ég skrifaði og gaf út fyrstu bókina mína árið 2018 og síðan þá hef ég skrifað 10 bækur frá skáldsögum, matreiðslubókum og barnasögu. Að auki skrifað ýmsa pistla. Ég hef því eignast breiðan lesendahóp bæði hérlendis og á Ítalíu.“

En Valerio er ekki aðeins rithöfundur, heldur hefur hann einnig lokið meistaranámi í lögfræði.

„Til viðbótar við skrifin hef ég lokið meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, reynslu sem hefur auðgað faglegan og persónulegan feril minn enn frekar.“

Eins og áður segir kemur glæný matreiðslubók eftir Valerio út í júlí en hún ber nafnið Matarvenjur Miðjarðarhafsins – suður ítalskar uppskriftir.


„Eins og er er bókin í forsölu og hefur þegar náð miklum árangri, með yfir 50 seld eintök á örfáum dögum.“ 

En hver er uppáhalds réttur Valerio?

„Caprese salad og kolkrabba salad “insalata di polipo” á ítölsku.“

Týndi unglingurinn á Tenerife sást mögulega horfa á leik á EM – Lögreglan rannsakar myndefni

Jay Slater hvarf fyrir 11 dögum.

Hinn 19. ára Breti, Jay Slater sást mögulega horfa á EM-knattspyrnuleik klukkustundum eftir síðast hafði sést til hans.

Móðir Jay Slater birti nýjar upplýsinga á söfnunarsíðuna inni á GoFundMe, sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina að hinum týnda unglingi á Tenerife. Ellefu dagar eru liðnir frá því að hann hvarf á eyjunni.

Debbie Duncan (55), tilkynnti í dag að hún ætlaði að draga svolitla upphæð úr söfnuninni á GoFundMe, til að greiða fyrir áframhaldandi leit að syni hennar. Lofaði hún að ástvinir Jay myndu ekki missa vonina og myndu koma heim með hann með sér.

Tilkynning kom stuttu eftir að bæjarstjóri Santiago del Teide, Emilio Jose Navarro, sagði að lögeglan hefði rætt við þó nokkra einstaklinga sem halda að þau hafi séð hinn 19. ára Breta horfa á knattspyrnuleik á Evrópumótinu sem nú fer fram í Þýskalandi um þessar mundir, eftir að vinir hans misstu samband við hann.

Lögreglan er að rannsaka óskýrt myndskeið úr öryggismyndavélum bæjarins, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá fjallagarðinum Rural de Teno, þar sem talið var að Jay hefði sést síðast, til þess að ganga úr skugga um hvort þar sjáist hinn 19 ára múraralærlingur.

Myndin, sem fjölskyldan deildi með fréttamiðlum, sýnir manneskju ganga í bænum og var tekin um 10 klukkustundir frá því að sími hans tengdist síðast við símamastur.

Er þetta Jay vinstra meginn?

 

Ómar lögmaður selur fokdýran húsbóndastól: „Selst vegna flutn­inga og pláss­leys­is á nýj­um stað“

Ómar R. Valdimarsson lögmaður

Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson er nú með rokdýran húsbóndastól til sölu á Facebook-síðunni Húsgögn til sölu á Facebook. Stólinn keypti hann á 895.000 krónur.

Ómar R. Valdimarsson lögmaður komst í fréttirnar þegar hann var á dögunum dæmdur til að endurgreiða fyrrum skjólstæðingi sínum vegna ofrukkunar en skjólstæðingurinn er kona sem lenti í umferðaslysi árið 2020 og réði Ómar til að taka málið að sér og þannig innheimta bætur frá tryggingafélagi. Nú hefur lögmaðurinn sett rokdýran húsbóndastól á sölu á Facebook.

Um er að ræða Lounge Chair frá Eames sem Penninn er með til sölu. Er stóllinn eitt þekktasta hönnun Eames-hjónanna sem framleiddu hann fyrst árið 1956.

Í auglýsingunni skrifar Ómar:

„Ea­mes Lounge Chair og skem­ill, keypt í Penn­an­um til sölu. Stóll­inn og skem­ill­inn eru í full­komnu ásig­komu­lagi. Selst vegna flutn­inga og pláss­leys­is á nýj­um stað. Selst nýr í Penn­an­um á 895.000 krón­ur.“ Verðið sem lögmaðurinn setur á húsbóndastólinn eru sléttar 700.000 krónur. Gjöf en ekki gjald, enda stóllinn í fullkomnu ásigkomulagi að sögn Ómars.

Fallegur er hann.

 

Hrækti í auga lögreglumanns og skemmdi lögreglubíl – Hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm

Héraðsdómur Austurlands

Maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Austurlands, í skilorðsbundið fangelsi fyrir árás gegn lögregluþjóni og skemmd á lögreglubíl. Honum er einnig gert að greiða skaðabætur.

Samkvæmt Austurfrétt var lögreglan kölluð til á heimili mannsins föstudagskvöldið 12. janúar á síðasta ári. Var hann þar handtekinn og færður í lögreglubíl.

Þar hrækti maðurinn í auga lögregluþjóns og barði höfði sínu ítrekað í afturrúðu lögreglubílsins, þar til hún brotnaði. Fyrir þessi brot hefur hann nú verið dæmdur.

Upptaka af samskiptum lögregluþjónanna við manninn var lögð fram fyrir dóminn, sem og skýrslur og ljósmyndir lögreglu. Ekki gekk vel að hafa upp á viðkomandi og birta honum fyrirkall og sótti hann ekki dóminn en sendi þess í stað tölvupóst þar sem hann kvaðst ekki ætla að halda uppi vörnum.

Héraðsdómur Austurlands taldi sannanir fyrir brotunum fullnægjandi og dæmi hinn ákærða í skilorðsbundið 45 daga fangelsi, til tveggja ára. Dómurinn samþykkti einnig skaðabótakröfu lögreglustjórans á Austurlandi, upp á tæpar 100 krónur vegna eignabspjalla.

Yfirvöld seilast í veski eldri borgara erlendis: „Vona að ríkisstjórn Bjarna Ben fari fjandans til“

Anna Kristjáns býr á paradísareyjunni Tenerife.
Anna Kristjánsdóttir minnist þess að í gær voru liðin fimm ár frá því að hún lauk störfum hjá Hitaveitu Reykjavíkur, eftir 23 ára farsælt starf. Notar hún tækifærið og skýtur föstum skotum á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem seilist nú í skattpeninga þeirra íslensku eldri borgara sem búa erlendis.

„Dagur 1780 – Var ég ómissandi?

Í gær voru liðin fimm ár frá þeim degi er ég lauk mínum starfsferli hjá Hitaveitu Reykjavíkur/Orkuveitu Reykjavíkur/Veitum og ég kvaddi minn kæra vinnustað til 23 ára og hélt út í lífið yfirbuguð af reynslu og þekkingu á hitaveitustörfum auk sjö ára fyrri reynslu hjá Orkuveitu Stokkhólmsborgar í Svíþjóð þar sem ég starfaði við kraftvarmaverið í Hässelby. Þetta voru jú samtals 30 ár þar sem ég starfaði við orkugeirann, en þó náði ég 25 árum til sjós.“ Þannig hefst nýjasta dagbókarfærsla Önnu Kristjánsdóttur, vélstjóra og húmorista.

Segist hún finnast sem hún hafi misst af einhverju, eftir að hún hætti hjá Hitaveitu Reykjavíkur.

„Samt finnst mér eins og að ég hafi misst af einhverju. Ég kvaddi vinnustaðinn minn með sæmd og fékk meira að segja blómvönd að launum fyrir vel unnin störf. En samt vantar eitthvað. Enga fæ ég desemberuppbótina á eftirlaunin mín og enga fæ ég orlofsuppbótina. Ég fæ ekki einu sinni jólagjöf frá neinum síðan ég hætti að vinna og ekkert fæ ég sumarfríið.“

Bætir Anna því við að auk alls þessa hóti ríkisstjórnin því nú að hækka skatta á hana:

„Ofan á allt saman hótar ríkisstjórnin mér því að hækka skattana á mig af því að ég hefi það svo gott í sólinni á Tenerife. Þeir reyndu það í fyrra, en stjórnarandstöðunni tókst að fresta því um ár og nú er bara að bíða og vona að ríkisstjórn Bjarna Ben fari fjandans til áður en þessi nýju lög ná gildi sínu. Ekki mun ég gráta brotthvarf hennar úr því að hún vill refsa mér fyrir að njóta sólar og sumars á suðlægum slóðum á mínum fátæklega lífeyri.

Ég átti góðan tíma hjá OR/Veitum og að sjálfsögðu taldi ég mig ómissandi í starfi, en ég var kannski ein um þá skoðun mína. Allavega hefur enginn saknað mín þessi fimm ár sem liðin eru frá því ég hætti að vinna.“

Gagnrýnir orð forstjóra Vegagerðarinnar: „Í hvaða skilningi orðsins eyðilagðist vegurinn ekki?“

Bergþóra Þorkelsdóttir

Björn Leví Gunnarsson gagnrýnir forstjóra Vegagerðarinnar sem segir stofnunina ekki viðurkenna að vegirnir sé ónýtir.

Ástand vegakerfis Íslands hefur oft verið gagnrýnt en þó sérstaklega mikið núna enda hafa orðið alvarleg slys nýlega þar sem uppi hafa verið kenningar um að vegurinn hafi gefið sig og þannig ollið slysum. Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar sagði í viðtali við mbl.is um ástand vegakerfisins, að stofnunin viðurkenni ekki að vegirnir séu ónýtir. Píratinn Björn Leví Gunnarsson gagnrýnir þessi orð Bergþóru í nýrri Facebook-færslu og bendir á að orðið „ónýtt“ sé ekki teygjanlegt hugtak.

„“Við nátt­úru­lega viður­kenn­um ekki að veg­irn­ir séu ónýt­ir“

Afsakið en þú ert ekki pólitíkus sem getur bara snúið út úr eða endurskilgreint hvað ónýtt þýðir. Það er ekki teygjanlegt hugtak.

Dæmi: „Burðarlag vega í Reyk­hóla­hrepp og Dala­byggð gaf sig snemma í vor og fór slitlag þar mjög illa á löng­um köfl­um. Því var ákveðið að fræsa slit­lagið á þess­um köfl­um sam­an við burðarlög veg­ar­ins, hefla út og þjappa. Þannig hafa veg­irn­ir verið síðan í byrj­un mars en til stend­ur að klæða þá í sum­ar.“.“

Að lokum segir hann þetta gott dæmi um „óheiðarleika stjórnmálanna í dag“:

„Í hvaða skilningi orðsins eyðilagðist vegurinn ekki? Hvernig er þessi vegur ekki ónýtur miðað við fyrra ástand?
Þetta er ágætis dæmi um óheiðarleika stjórnmálanna í dag og hvaða áhrif það hefur að pólitíkin teygi sig inn í stjórnsýsluna (flokkspólitískar skipanir).“

Jón Bjarnason úrsmiður er fallinn frá

Jón Bjarnason úrsmiður á Akureyri er fallinn frá. Fæddist hann 26. janúar árið 1936 í Reykjavík og lést á Akureyri síðastliðinn mánudag, á 89. aldursári.

Samkvæmt Akureyri.net lauk Jón úrsmíði árið 1956 og fór ári síðar til Bienne í Sviss í framhaldsnám í úrsmíði. Til að byrja með vann hann á úrsmíðaverkstæði föður síns, Bjarna Jónssonar frá Gröf en árið 1961 opnaði hann eigið úrsmíðaverkstæði og verslun.

Jón var viðloðandi íþróttir alla tíða sem og félagsmál. Starfaði hann mikið við íþróttir, til að mynda við tímatökur á mótum, skíðum og fjálsum íþróttu. Þá stundaði hann meðal annars handbolta, badminton, skíði, blak og fótbolta fram eftir ævinni. Þá var Jón gjaldkeri í stjórn íþróttafélagsins Þórs á tímabili og starfaði innan Oddfellow-reglunnar í rúmlega sex áratugi.

Sigrún Helgadóttir er eiginkona Jóns, fædd 8. mars 1936, húsmóðir og skrifstofumaður. Gengu þau í hjónaband árið 1957.

Börn Jóns og Sigrúnar eru þrjú: 1) Sif, fædd 1959, líffræðingur, búsett í Reykjavík; 2) Ólöf, fædd 1962, fiðlukennari, búsett í Milwaukee í Bandaríkjunum. Maki: Þorsteinn Skúlason húðsjúkdómalæknir. Börn: Sæunn, fædd 1984, og Skúli, fæddur 1991; 3) Bjarni, fæddur 31.5. 1965, úrsmiður á Akureyri. Maki: Soffía Einarsdóttir, fædd 1972, sjúkraþjálfari. Börn: Jón Oddur, fæddur 1991, Einar Breki, fæddur 1995, Brynja Marín, fædd 2001, og Katla, fædd 2007.

Útför Jóns Bjarnasonar verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. júlí kl. 13.00.

Jón Kristinn gefur formanninum falleinkunn: „Sjálfstæðisflokkurinn er haldinn pólitískri anorexiu“

„Nú er svo komið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist um 15 prósent í nýrri skoðanakönnun en enginn innan forystu hans kippir sér upp við þessa hrikalegu stöðu,“ segir Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur við Mannlíf um þá hrikalegu stöðu sem blasir við um stöðu Sjálfstæðisflokksins sem óðum er að breytast í smáflokk, ef marka má kannanir.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra
Ljósmynd: XD.is
Jón Kristinn er innmúraður Sjálfstæðismaður sem fylgir hægri armi flokksins og hefur að leiðarljósi frelsi einstaklinga og ábyrgð í opinberum fjármálum. Hann hefur gagnrýnt forystu Bjarna Benediktssonar formanns og er einn af fremstu mönnum í hulduher Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra sem Jón Kristinn studdi í formannsslag á dögunum.

Þingflokkurinn með allar sínar sjálfur og plebba

Jón Kristinn gagnrýnir Bjarna enn og aftur harðlega fyrir að þekkja ekki sinn vitjunartíma og vísar til liðins landsfundar. „Ég heyri í ykkur“ sagði Bjarni formaður þá í sigurræðu sinni.
„En hann kann hið pólitíska táknmál. Kann hann að lesa í rúnir þær sem ristar voru á síðasta landsfundi? Þingflokkurinn með allar sínar sjálfur og plebba hátt virðist í engum tengslum við þjóðina, ekki frekar en anorexíu sjúklingur við þá staðreynd,  að til þess að lifa þarf að nærast. Sjórnmalaflokkar lifa ekki nema að eiga samtal við fólkið í landinu, sýna skýra stefnu og sinna stefnumálum sínum til framkvæmda,“ segir Jón Kristinn og er ekki í vafa um að flokkurinn sé að óbreyttu á leið til glötunar,

„Sjálfstæðisflokkurinn er haldinn pólitískri anorexiu.  Hann er í engum tengslum við kjósendur sína og öndunarvélin hikstar,“ segir Jón Kristinn Snæhólm.

Davíð vill samúð

Davíð Oddsson Ljósmynd: Facebook

Útgáfufélagið Árvakur hefur gengið í gegnum miklar raunir að undanförnu vegna tölvuárásar og gagnaþjófnaðar. Mogginn undir forystu Davíðs Oddssonar hefur farið mikinn vegna þessa máls og biður um samúð. Túlkun  blaðsins er sú að þarna séu Rússar á ferð og gefið er til kynna að Vladimir Putin og dólgar hans sé með þessu að þagga niður í einum helsta refsivendi Vesturlanda. Flestir sem eru með fullu viti átta sig á því að prentmiðill á Ísland sem er með lestur af stærðargráðu sem jafnast í einstökum tilvikum á við áfengislausan pilsner hefur ekki vigt á alþjóðavísu og þetta er oflæti.

Raunveruleikinn er væntanlega sá að Árvakur er fórnarlamb glæpamanna sem eru að reyna að ná sér í peninga en ekki að loka fjölmiðli af hugsjónaástæðum. Ef svo vill til að krimmarnir vilji refsa Mogganum er nærtækara að benda á áróður blaðsins gegn minnihlutahópum. Svo eru eigendur Moggans undir forystu Guðbjargar Matthíasdóttur auðkonu auðvitað þekktir af því skemmdarverki að greiða stórfé og eyðileggja prentvél til að útiloka samkeppni við dagblaðaprentun á landinu.

Hvernig sem litið er á málin þá er Mogginn vissulega fórnarlamb en ekki virtur fjölmiðlll í skotlínu heimsvaldasinna …

Ósjálfbjarga fólk litaði nóttina hjá lögreglu – Meintir misyndismenn í Mosfellsbæ

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Nóttin   hjá lögreglunni litaðist nokkuð af konum í annarlegu ástandi. Tilkynnt um konu í annarlegu ástandi í Hlíðunum. Hún reyndist vera ósjálfbjarga og skert af viti. Hún var handtekin og læst inni í fangaklefa uns ástand hennar skánar. Nokkru síðar varð önnur kona í svipuðu ástandi á leið lögreglunnar í Múlunum. Lögreglan  kom henni til bjargar. Óljóst er hvort um var að ræða tengd atvik eða hvað konurnar innbyrtu sem kom þeim út úr öllu korti. Svipað atvik kom upp í Kópavogi þar sem karl var ruglaður af neyslu. Vinur hans var á staðnum og kvaðst myndu koma honum heim.

Tilkynnt var um yfirstandandi innbrot, annað í miðborginni en hitt í austurborginni. Tilkynningarnar komu með stuttu millibili og því í nógu að snúast hjá laganna vörðum.

Tilkynnt um hjólreiðaslys í Kópavogi þar sem tveir skullu saman. Ekki liggja fyrir upplýsingar um áverka eða afleiðingar slyssins.
Meintir misyndismenn sáust á ferli í Mosfellsbæ og í Kópavogi í nótt. Lögreglan mætti á báða staði en allt var með kyrrum kjörum og hinir grunsamlegu voru horfnir inn í bjarta sumarnóttina.

Stórbruninn á Sökku – Hetjudáð Ara Þorgilssonar

Það er fagurt í Svarfaðardal. Ljósmynd: Icelandictimes.com

Ari Þorgilsson drýgði sannkallaða hetjudáð er hann vakti íbúa stórbýlisins Sakka í Svarfaðardal en hann hafði orðið var við eld sem kviknað hafði í húsinu.

Fyrsta febrúar árið 1956 varð Ari Þorgilsson, heimilismaður á Sakka í Svarfaðardal, var við eld sem kviknað hafði innandyra. Klukkan var eitthvað gengin í tvö um nóttina og heimilisfólkið allt steinsofandi. Nema Ari. Vakti hann alla í húsinu undir eins og mátti litlu muna að bani hlytist af brunanum, svo tæpt var það. Ari var sá eini sem slasaðist í brunanum en það meiðslin, sem ekki voru alvarleg, hlaut hann er hann kom sér út úr húsnæðinu út um glugga. Tjónið af völdum brunans var afar mikið, ekki síst tilfinningalega.

Tíminn fjallaði um hetjudáð Ara á sínum tíma sem má lesa hér í óbreyttri mynd:

Bærinn að Sökku í Svarfaðardal brann til kaldra kola í fyrrinótt

Mátti litlu muna, að mannbjörg úr eldinum brygðist, — Mikið eignatjón og tilfinnanlegt.

Í fyrrinótt varð mikill eldsvoði í Svarfaðardal. Bærinn á Sökku brann til kaldra kola á röskum klukkutíma. Fólk bjargaðist nauðulega á nærklæðunum. Einn heimilismanna hlaut smávægileg meiðsli, en litlu munaði að stórslys yrði. Innbú allt brann, og var lágt vátryggt. Sakka er stórbýli. Var þar ágætt og héraðsfrægt menningarheimili, bókakostur mikill og góður húsbúnaður. Er tjón hjónanna á Sökku, Gunnlaugs Gíslasonar bónda og Rósu Þorgilsdóttur, mikið.

Það var klukkan að ganga tvö í fyrrinótt, að Ari Þorgilsson, heimilismaður, varð eldsins var. Vakti hann þegar heimilisfólkið. Eldurinn magnaðist á svipstundu og slapp fólk nauðuglega út úr húsinu áður en það yrði alelda.

Presturinn sótti slökkviliðið

Ari Þorgilsson hlaut minniháttar meiðsli er hann fór út um glugga en aðra heimilismenn sakaði ekki. Heimilisfólki tókst að ná símasambandi við prestsetrið á Völlum, og ók séra Stefán Snævar þegar til Dalvíkur að sækja hjálp. Kom slökkvilið og læknir staðarins fljótt á vettvang, en þá var húsið mjög brunnið og björgun ógerleg. En útihús tókst að verja.

Framhús úr timbri

Á Sökku var bærinn í gömlum stíl, fremst langhús úr timbri og járnklætt, en á bak við það búr og eldhús og þar næst baðstofa. Langhúsið var byggt 1934, en önnur hús voru eldri. Sonur bónda, Þorgils og Olga Steingrímsdóttir kona hans, sváfu á lofti langhússins, svo og Ari Þorgilsson, er fyrst varð eldsins var. Telja heimamenn, að ef fólk hefði vaknað fimm mínútum seinna hefði verið tvísýnt um björgun fólksins úr eldinum. Gunnlaugur á Sökku hefir lengi búið rausnarbúi og hefir stórbætt jörðina. Sakka er 6 km. frá Dalvík.

Ragnar Skjálfti er látinn

|
|

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur lést á Landspítalanum í gær, 85 ára að aldri. RÚV sagði frá andlátinu.

Ragnar, sem oft var kallaður Ragnar Skjálfti, var um áratugaskeið helsti sérfræðingur landsins á sviði jarðskjálftasvæða og var því vel kunnugur landsmönnum.

Í 38 ár var Ragnar forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands en síðustu starfsárin var hann rannsóknarprófessor við Háskólann á Akureyri.

Þá var Ragnar aukreitis virkur í félagsmálum og var til að mynda áberandi í hópi herstöðvaandstæðinga en hann var einn af stofnendum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Fram kemur í frétt RÚV að Ragnar hafi á sínum langa starfsferli verið meðal annars leiðandi í uppbyggingu mælikera og rannsóknum um jarðskjálftaspár og hvernig draga megi úr hættum af völdum þeirra.

Ragnar lærði jarðfærði, landmælingafræði og landmótunarfræði við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð en hann tók svo framhaldsnám í jarðskjálftafræði, þar sem hann lagði áherslur á jarðskjálftaspár.

Endurminningar sínar, undir nafninu Það skelfur, gaf Ragnar úr árið 2013 en 2022 gaf hann út bókina  Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta og fékk fyrir hana íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis.

Ragnar skilur eftir sig eiginkonuna Ingibjörgu Hjartardóttur, börn, barnabörn og barnabarnabörn.

Nektarjógahugmyndin kynnt fyrir forvitna: „Gestir af öllum stærðum, gerðum og kynjum velkomnir!“

Loft hostel Ljósmynd; hostel.is

Á morgun fer fram áhugaverð kynning á frumlegri jógakennslu, nefnilega nektarjóga.

Mannlíf sagði frá því um daginn að verkefnið The Naked Yoga Reykjavík sem nokkrir jógakennarar standa fyrir, hefjist brátt í Reykjavík. Og nú á að kynna verkefnið fyrir forvitna og áhugasama. Kynningin fer fram klukkan 16:00 á Loft í Bankastræti.

Sjá einnig: Nektarjóga kynnt á Íslandi: „Tæklum þetta með nærgætni og fagmennsku í fyrirrúmi“

Í lýsingu á kynningaviðburðinum á Facebook er The Naked Yoga Reykjavík útskýrt en tilgangurinn er ansi stór: „Verkefninu er ætlað til að vekja athygli á mikilvægi þess fyrir geðheilsuna okkar að byggja upp góða tengingu milli líkamans og hugans, skapa holla sjálfsmynd og líkamsímynd, efla sjálfsmildi og samkennd með öðrum, minnka óþarfa gagnrýni og losa okkur við óraunhæfa fegurðarstaðla.“

Það sem fram fer í kynningunni er eftirfarandi:

Dagskrá:
• Stutt kynning frá stofnendum verkefnisins
• Spurningar & svör og umræða
• Léttar veitingar
• Frábær byrjenda tilboð á online og venjulegum nektarjóga tímum, byrjenda vinnustofum og nektarjóga ferðum („mini-retreats“)

Þá er sérstaklega tekið fram að kynningin fer fram í fötum.

„Gestir af öllum stærðum, gerðum og kynjum, reyndir og óreyndir jógar – allir eru velkomnir!

P.s. þetta er EKKI klæðalaus viðburður, mæting í fötum!“

Er fólk svo að lokum beðið um að láta vita á heimasíðu verkefnisins, ætli það sér að mæta á kynninguna, svo hægt sér að gera ráð fyrir veitingunum.

Mygla fannst á fleiri stöðum í Borgum á Akureyri: „Þetta er stórt mál, það er engin spurning“

Mygla hefur greinst á fleiri svæðum í Borgum á Akureyri, eftir að leka varð vart í byggingunni. Starfsfólk Háskólans á Akureyri, sem starfar á skrifstofum í húsinu, hefur þurft ða færa sig yfir í annað húsnæði á vegum skólans.

Í vor var sagt frá því að Fiskistofa hafi neyðst til að loka starfstöð sinni í Borgum á Akureyri vegna myglu sem þar fannst. Nú er ljóst að lekinn sem uppgötvaðist er umfangsmeiri og hefur mygla fundist víðar í húsnæðinu.

Ekki óalgengt

Framkvæmdir standa nú yfir á Borgum á Akureyri sem miða að viðgerðum vegna leka sem uppgötvaðist frá útvegg á 2.hæð og hafði skilað sér undir gólfdúk, að því er fram kemur í skriflegu svari frá Reitum, eiganda Borga. Þar segir einnig:

„Svona tjón eru ekki óalgeng og þegar þetta uppgötvaðist var strax gripið til verklagsreglna okkar og farið í hreinsun á ónýtu byggingarefni og sérhæfðir úttektaraðilar kallaðir til sem skoða húsið í heild og ráðleggja um næstu skref.“

Þá kemur einnig fram í svarinu að úttekt Eflu verfræðistofu á húsnæðinu hafi leitt ástæðu lekans í ljós:

„Efla verkfræðistofa vann úttekt á húsinu sem leiddi í ljós að lekinn stafaði af frágangi í kringum glugga á vissum stöðum. Samkvæmt úttektinni er stærsti hluti hússins í góðu lagi en framkvæmda er þörf á ákveðnum svæðum. Þar er nú unnið að úrbótum og vænst er til þess að þeim ljúki á þessu ári, að þeim loknum mun Efla gera aðra úttekt á húsinu þar sem viðgerðir verða skoðaðar og loftgæði í húsinu metin. Þá mun verkfræðistofan jafnframt hafa eftirlit með loftgæðum í húsinu í um sex mánuði eftir að framkvæmdum lýkur til að tryggja enn frekar heilnæmt umhverfi.“

Jón Kolbeinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Reitum, sagði í skriflegu svari til Mannlífs að fyrirtækið hafi gripið til staðlaðra viðbragða sem miði að því að vernda heilsu fólksins sem notar húsnæðið:

„Leki eins og sá sem varð í Borgum er ekki óalgengur og veldur stundum myglu ef hann uppgötvast ekki strax. Reitir grípa til staðlaðra viðbragða í svona aðstæðum sem miða fyrst og fremst að því að vernda heilsu þeirra sem nota hús okkar og kostleggja umfang skemmda. Verktakar sem vinna á okkar vegum hafa mikla reynslu af því að fjarlægja ónýt byggingarefni og við væntum þess að hægt sé að ganga hratt í framkvæmdir.“

Þurftu að færa sig á milli bygginga

Mannlíf ræddi einnig við rektor Háskólans á Akureyri, Eyjólf Guðmundsson, sem staðfesti að mygla hefði fundist á skrifstofum skólans í Borgum og að hluti starfsfólks skólans þar, hafi flutt sig yfir í aðra byggingu háskólans.

„Það sem sagt kom upp mygla hjá Fiskistofu fyrr í vor og í beinu framhaldi af því voru gerðar mælingar á fleiri stöðum í húsinu. Og þá fundust mygla á fleiri stöðum og það var farið í mjög ítarlega greiningu, sem er enn í gangi í raun og veru. Og þau rými sem mygla hefur fundist í, og þá tala ég aðeins fyrir hönd Háskólans, þá tæmdum við þau rými og fundum aðra vinnuaðstöðu fyrir fólk í hinum byggingunum okkar.“

Þá sagði Eyjólfur að fólki hafi einnig verið boðið að færa sig, jafnvel þó engin mygla hefði fundist á þeirra skrifstofum. Sjálfur er hann enn á sinni skrifstofu á fjórðu hæð byggingarinnar, enda engin mygla þar. „Þannig að byggingin er í sjálfu sér ekki lokuð en þetta er stórt mál, það er engin spurning,“ sagði Eyjólfur en hann segist hafa fengið bráðabirgðaskýrslu frá Reitum en búist við því að fá nákvæmari skýrslu um það hvernig bregðast eigi við myglunni.

Þurfa lausn fyrir haustið

Aðspurður hvort starfsfólk skólans, sem nýtt hefur sér skrifstofur í byggingunni, hafi fundið fyrir óþægindum vegna myglunnar svaraði Eyjólfur: „Það hafa alveg verið einkenni hjá starfsfólki í gegnum tíðina, já. Við höfum alveg orðið vör við það. En það hefur ekki veirð tengt við þetta fram að þessu enda var það ekki sýnilegt en kom í ljós þegar farið var að kíkja undir dúka og svona, þegar fara átti í aðrar framkvæmdir.“

Að lokum sagði Eyjólfur að undanfarin ár hafi ekki verið hlustað á beiðni um nýtt húsnæði fyrir Háskólann á Akureyr.

„Við lítum á þetta sem verkefni fyrir haustið en ástandið er erfitt fyrir okkur í þeim skilningi að við höfum ekkert borð fyrir báru í húsnæðismálum og við þurfum lausn fyrir haustið. Og svo höfum við þurft nýtt húsnæði í mjög langan tíma og nú kemur í ljós hversu bagalegt það er að ekki hafi verið farið í slíkar framkvæmdir eins og við höfum beðið um á síðustu árum.“

Stefán kærir líka RÚV:„Þó langt sé um liðið er rétt að einhver verði látin sæta ábyrgð vegna þessa“

Stefán Pálsson Ljósmynd: Facebook
Stefán Pálsson gerði góðlátlegt grín að kæru Kristjáns Hreinssonar skálds, á hendur RÚV vegna meðferðar Ríkisútvarpsins á tungumálinu en sagt var frá kærunni í morgun. Stefán vill kæra RÚV líka en af allt annarri ástæðu.

Sagnfræðingurinn og spékarlinn Stefán Pálsson skrifaði í dag Facebook-færslu þar sem hann gerir góðlátlegt gys að kæru Skerjafjarðaskáldsins sem er síður en svo sáttur við aukna notkun hvorugkyns orða hjá ríkismiðlinum og að dregið sé úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari. Stefán segist ætla að kæra RÚV en ástæðan er heldur sérstök en skiljanleg fyrir þá sem eru af sömu eða svipaðri kynslóð og sagnfræðingurinn.

Stefán, sem og fjölmargir nördar á hans aldri, muna eftir því þegar RÚV keypti BBC-þættina Þrífætlingarnir (e. The Tripods) árið 1987, til sýningar, vitandi að framleiðslu þáttanna hafi verið hætt eftir aðeins tvær þáttaraðir. Biturleikinn kraumar enn í aðdáendum þáttanna hér á landi, sem og í Bretlandi. Og nú er sem sagt kominn tími á að einhver beri ábyrgð á þessu.

Hér má lesa „fréttatilkynningu“ Stefáns:

„FRÉTTATILKYNNING

KÆRA VEGNA LÖGBROTA RÍKISÚTVARPSINS
Á næstu dögum mun ég, Stefán Pálsson sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, senda Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra kæru.
Kæran er vegna þeirrar ákvörðunar Ríkisútvarpsins að taka árið 1987 til sýninga bresku ungmennaþættina um Þrífætlingana, þrátt fyrir að stofnuninni hafi um þær mundir verið kunnugt að BBC hefði ákveðið að hætta framleiðslu þeirra eftir tvær þáttaraðir af þremur. Það var gríðarlegt áfall fyrir margan barnshugann þegar seinni þáttaröðinni lauk og útlit var fyrir að hinn illi her geimverukúgaranna hefði náð að ráða niðurlögum andspyrnuhreyfingarinnar og dæmt mannkynið þar með til ævarandi þrældóms og kúgunnar. Hafði hatrið sigrað?
Ljóst er að með þessari framkomu sinni braut Ríkisútvarpið gegn mikilvægum kúnnahópi og þeim sem varnarlausastan má telja. Þó langt sé um liðið er rétt að einhver verði látin sæta ábyrgð vegna þessa.
Kær kveðja,
Stefán Pálsson“

Þættirnir gladdi unglinga en skelfdi krakka.

Íhaldið aldrei minna: „Fylgjendur virðast beinlínis refsa flokknum fyrir embættið“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra

Sjálfstæðisflokkurinn heldur frjálsa fallinu áfram og mælast nú með tæp 15 prósent fylgi í nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Helga Vala Helgadóttir furðar sig á hruni flokksins í nýrri Facebook-færslu.

Lögmaðurinn og fyrrum þingkona Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, skrifaði Facebook-færslu í dag þegar fréttir bárust um fylgi flokka á Íslandi í nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Samfylkingin mælist sem fyrr stærsti flokkurinn, með um 27 prósent, sem er svipað og í skoðanakönnun frá í maí. Næst stærsti flokkurinn er Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist aðeins með 14,7 prósent, sem er þremur prósentum 2,3 prósentum lægra en í síðustu könnun og allra lægsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með. Þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni er Miðflokkurinn með 12,7 prósent fylgi en það er ögn minna en í síðustu könnun.

Helga Vala Helgadóttir veltir því fyrir sér á Facebook hver ástæðan fyrir hruni Sjálfstæðisflokksins milli mánaða, sé. Og hefur ákveðna hugmynd um það:

„Oft ná flokkar viðspyrnu við það að komast í forsætisráðuneytið – svona þétta raðirnar og standa með sínum en svo virðist ekki vera með fylgjendur Sjálfstæðisflokksins sem virðast beinlínis refsa flokknum fyrir embættið. Eða hvað annað gæti valdið þessu hruni milli mánaða? Er það mögulega þessi taumlausi popúlismi sem flokkurinn hefur tileinkað sér og margir flokkar fylgja í blindni? Þessi “passið ykkur á vondu afætunum – við munum bjarga ykkur” lína sem pólitíkusar um allan heim hafa reynt í atkvæðaveiðum. Það skyldi þó ekki vera.“

Að minnsta kosti 15 glæpasamtök á Íslandi: „Erfitt að tala um erlenda eða íslenska brotahópa“

Á Íslandi eru að minnsta kosti 15 skipulagðir glæpahópar, samkvæmt Ríkislögreglustjóra.

Í gær var sagt frá handtöku lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjölda meðlima glæpasamtaka en í rassíu sem gerð var í húsnæðum samtakanna fannst sex kíló af kókaíni og amfetamíni, lyf, skotvopn og um 40 milljónir króna í reiðufé en rannsóknin hafði staðið yfir í einhverja mánuði.

Mannlíf sendi spurningar á embætti ríkislögreglustjóra um umfang skipulegrar glæpastarfsemis hér á landi og spurði hversu margir glæpahópar séu starfræktir á landinu. „Það er mat embættis ríkislögreglustjóra að það séu að minnsta kosti 15 skipulagðir brotahópar hér á landi,“ segir í skriflegu svari embættisins. Þá segir ennfremur að erfitt sé að tala um erlenda eða innlenda glæpahópa, vegna þess hve blandaðir þeir væru.

„Samsetning hópanna getur verið mjög fjölbreytt og því erfitt að tala um erlenda eða íslenska brotahópa. Til eru ýmsar skilgreiningar á skipulögðum brotahópum og því erfitt að gefa út nákvæma tölfræði um fjölda þeirra að hverju sinni.“

Mannlíf spurði einnig sérstaklega út í erlend mótorhjólasamtök sem viðriðin hafa verið glæpi, á borð við Hells Angels og Bandidos, en almenningur hefur orðið var við vélhjólamenn klæddum jökkum merktum glæpasamtökunum.

Svar embættis ríkislögreglustjóra er svo hljóðandi:

„Það liggur fyrir að hér á landi eru nokkrir hópar sem merkja sig svokölluðum MC 1 prósent klúbbum sem alþjóðlegar löggæslustofnanir hafa skilgreint sem glæpasamtök. Skipulag þessara alþjóðlegu vélhjólasamtaka er á sama hátt fjölbreytt og sum hver þeirra með nokkra stuðningsklúbba innan sinna samtaka.“

Eldurinn hefur verið slökktur – Tjónið mikið

Vel gekk að slökkva eldinn. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Eldurinn sem kviknaði í Höfðatorgi á ellefta tímanum í dag hefur verið slökktur.

Vel gekk að slökkva eldinn en hann kviknaði í veitingahúsi á neðstu hæð Turnsins við Höfðatorg í Reykjavík rétt fyrir hádegi. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Sjúkrabíll við Höfðatorg.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Byggingin var rýmd en um 400 manns starfar í húsinu þegar mest er. Tjónið er mikið, bæði vegna eldsins og vatnsins sem notað var við slökkvistarfið.

Samkvæmt frétt RÚV logaði eldurinn á veitingastað á neðstu hæð en enginn var þó í hættu og allir komust skjótt út. Reykur lagði yfir leikskólann Bríetartún sem er í næsta nágrenni við bygginguna og voru foreldrar beðnir um að sækja börn sín.

Slökkviliðið að störfum.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Fjöldi fólks bar að enda mjög mikill viðbúnaður við Höfðatún, fjöldi slökkviliðsbíla, sjúkrabíla og lögreglubíla voru við húsið en héldu allir sér í hæfilegri fjarlægð.

Eldur logar í Höfðatorgi

Frá brunanum. Ljósmynd: Aðsend á RÚV.

Lögregla og slökkvilið hefur verið kallað að Höfðatorgi í Reykjavík en þar lokar eldur.

Ekki hafa fengist upplýsingar um umfang eldsins en fólki hefur verið skipað að rýma húsið. RÚV sagði frá eldsvoðanum.

Fréttin verður uppfærð.

Eldurinn hefur nú verið slökktur en tjón er mikið.

Raunveruleikastjarna framdi sjálfsvíg: „Sarah Becker var búin til úr hreinu sólskini“

Blessuð sé minning hennar

Sarah Becker, sem tók þátt í fimmtu þáttaröð raunveruleikaþáttarins frá MTV, The Real World, framdi sjálfsvíg 23. júní, að því er fram kemur í frétt TMZ. Hún var 52 ára gömul.

Ættingi Söruh sagði við slúðurmiðilinn að hún hefði látist á sunnudaginn en hún hafði búið í Illinois undanfarið til að sjá um ástvini sína. Hún hafði glímt við andlega erfiðleika síðustu mánuði. Þrátt fyrir hennar persónulegu baráttu, segja ættingjar hennar að hún hafi lyft anda allra í kringum hana.

„Sarah Becker var búin til úr hreinu sólskini,“ sagði vinur hennar, Daniel Norton á Facebook 23. júní. „Full af krafti og jákvæðni, þú gast ekki annað en fundið hlýju hennar þegar þú stóðst nærri henni. Ég er þakklátur fyrir ævintýri okkar og hlátur.“

Þegar Sarah tók þátt í Miami-þáttaröð Real World-raunveruleikaþáttanna, vann hún í myndasögubúð, hafði gaman af hjólabrettum og vakti athygli þegar hún kom með hvolp á heimilið þar sem aðrir þátttakendur bjuggu.

Sarah, sem þá var 25 ára og kom frá La Jolla í Kaliforníu, tók þátt í Real World ásamt meðal annars Dan Renzi, Melissu Padrón, Joe Patane, Mike Lambert, Floru Alekseyeun og Cynthiu Roberts. Mörg þeirra minntust Söruh á samfélagsmiðlunum þegar andlátsfréttin barst.

„RIP Roomy (ísl herbergisfélagi),“ skrifaði Cynthya 23. júní í Instagram-story, auk þess að birta ljósmynd af Söruh. „Ég bið til Guðs um að það sé hamingja fyrir þig hinum meginn.“

Flora sagði að þó að þær hefðu ekki talað saman frá því að þær voru í þættinum 1996, þá eigi hún margar hlýjar minningar um hana.

„Hún var óeigingjarnasta manneskja sem ég þekkti,“ skrifaði hún á Instagram á sunnudaginn. „Hún var alltaf góð og hjálpsöm við alla. Ég hef ekki talað við hana í mörg ár og vissi ekki að hún ætti erfitt. Ég bið fyrir fjölskyldu hennar. “

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Raddir