Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Slökkviliðsmaður hrapaði í Garði

Suðurnesjabær, Garður
Frá Garði.

Eldur braust út á efri hæð húss í Garði í nótt. Einn íbúi var á efri hæðinni. Hann komst út af sjálfsdáðum. ómeiddur, áður en slökkvilið kom á staðinn. Ármann Árnason, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir einn íbúa hafa verið á efri hæðinni en honum hefði tekist að koma sér út áður en slökkvilið kom á vettvang. Slökkviliðsmenn rufu  þakið til þess að ráða niðurlögum eldsins. RÚV sagði frá. Slökkviliðsmaður meiddist þegar hann féll af þakinu. Hann var í öryggislínu sem bjargaði honum frá því að falla til jarðar. Hann fann til í hálsi og baki eftir fallið.

Á neðri hæð hússins er gistiheimili en það var mannlaust. Slökkvistarfi lauk klukkan um sex í morgun. Húsið er stórskemmt og  Ármann gat ekki sagt til um tildrög eldsins og segir þau til rannsóknar hjá lögreglu.

Búðarþjófur öskraði og réðst á verslunarmann – Ölvaður ökumaður á flótta undan lögreglunni

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nóttin var einstaklega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarssvæðinu eftir nokkrar annir síðdegis í gær. Ökumaður í vafasömu ástandi hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu  um að stöðva bifreið sína og reyndi flótta. Hann náðist fljótlega. Hann reyndist vera í annarlegu ástandi og var mál hans sett í hefðbundinn farveg.

Búðaþjófur í miðborginni brást hinn versti við þegar starfsmenn stóðu hann að verki við að stela vörum. Hann ógnaði fólki og stóð á öskrinu. Þegar lögregla kom á vettvang lét hann enn í ljós reiði sína vegna afhjúpunarinnar. Mál hans var afgreitt á vettvangi og hann hélt á brott. En nhann var þó ekki hættur. Skömmu síðar var aftur tilkynnt um þjófnað í annari verslun. Þarna reyndist vera á ferð sambúðaþjófar og í miklum reiðiham sem fyrr. Að þessu sinni hélt hann ekki duga að hóta og öskra heldur réðst á verslunarmanninn. Lögreglan hafi snör handtök og læsti búðaþjófinn inni í fangageymslu.

Þjófur var staðinn að verki í líkamsræktarstöð. Mál hans var afgreitt með hefðbundnum hætt. Enn einn búðaþjófnaðurinn átti sér stað í verslun í austurborginni. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Tilkynnt um þjófnað í verslun í austurborginni. Málið var afgreitt á vettvangi.
Árekstur varð í Kópavogi þegar ökumaður ók yfir gatnamót á rauðu ljósi. Hann hafnaði á tveimur bifreiðum, annarri sem var á ferð yfir gatnamótin gegn grænu ljósi og hinni sem var kyrrstæð. Ekki urðu alvarleg slys á fólki.

Hnífavandi Helga

Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavík.

Fáar fréttir hafa komið grunnskóla- og félagsmiðstöðvastarfsmönnum í Reykjarvík jafn lítið á óvart og að al­var­leg ofbeldisbrot ung­menna hafa fjór­faldast á tíu árum en starfsmenn þar á bæ eru orðnir langþreyttir á getuleysi stjórnenda til að takast á við agavandamál sem koma upp.

Telja sumir starfsmenn að stjórnendur séu dauðhræddir að refsa börnum með öðru en faðmlagi vegna að ótta þeirra við foreldra.

Starfsmenn hafa orðið fyrir og vitni að árásum, andlegu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi og áreiti, hótunum, kúgunum, þjófnaði, innbrotum og skemmdarverkum án þess að Helgi Grímsson, hæstráðandi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, eða aðrir yfirmenn grípi inn í. Þá þykir tölvupóstur sem borgin sendi á foreldra í gær þar sem er sagt að vopnaburður í skóla- og frístundastarfi sé óásættanlegur í besta falli furðulegur þegar dæmi eru um að starfsmenn félagsmiðstöðva hafi verið skammaðir af yfirmönnum fyrir að gera hnífa upptæka af unglingum …

Brotist inn í Söngskóla Reykjavíkur: „Þetta var rosaleg aðkoma – algjör eyðilegging“

Söngskólinn í Reykjavík - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Reykjavíkurborg

Það var ljótt um að litast um í Söngskóla Reykjavíkur árið 1990 eftir innbrot.

„Þetta var rosaleg aðkoma – algjör eyðilegging. Flygillinn okkar var eyðilagður, píanóið, tölvan og gluggar brotnir. Auk þess höfðu þrjótarnir fundið mjólkurhyrnu í nemendaherberginu og skvett úr henni um alla veggi og á húsgögn. Ég vona bara að skemmdarvargarnir finnist og hætti þessari vitleysu,“ sagði Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík við DV um málið. Hann var einnig stofnandi skólans og stýrði honum um árabil en hætti árið 2022 vegna aldurs.

Ýmsum munum var stolið úr skólanum t.d. geislaspilara og kasettutæki og fáeinum þúsundum króna en að sögn Garðs voru peningar aldrei geymdir í skólanum. Kennarar og nemendur tók sig saman og þrifu húsið hátt og lágt.

„Hér er gott fólk og það lætur þetta ekkert á sig fá,“ sagði Garðar og að tjónið var einnig mikil tilfinningalegs eðlis og þá sérstaklega flygillinn.

Opið bréf til félaga í Blaðamannafélagi Íslands: Vegnir, metnir og léttvægir fundnir

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands ritar pistil

Ágætu félagar.
Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka ykkur traustið sem þið hafið sýnt mér í gegnum árin og áratugina með því að hafa stutt mig til forystustarfa í Blaðamannafélaginu frá árinu 1990. Sérstaklega þakka ég ykkur sem hafið hvergi hvikað þrátt fyrir það moldviðri sem þyrlað hefur verið upp vegna starfa minna fyrir félagið að undanförnu.  Ég get fullvissað ykkur um það að ég hef í engu brugðist ykkar trausti. Staðreyndirnar tala einfaldlega sínu máli  og fals um annað eru engum samboðnar, allra síst þeim sem kenna sig við blaðamennsku.

Aðförin að mér hefur aldrei snúist um annað en hefnd vegna þess að ég gerði kröfu til þess að formaður félagsins gerði hreint fyrir sínum dyrum opinberlega þegar fjallað var um skattamál hans og meint ítrekuð skattalagabrot á opinberum vettvangi.  Trúverðugleiki félagsins er undir og við sem blaðamenn getum ekki gert minni kröfur til okkur forystumanns og málsvara félagsins heldur en við gerum til annarra opinberra persóna. Svo einfalt er það.  Þetta er smánarblettur á félaginu og að það sé ekki augljós sannleikur öllum blaðamönnum er verulegt áhyggjuefni.

En það er ekki bara mín ómerkilega persóna sem er undir í þessu ömurlega málli öllu, heldur virðast hefndaraðgerðir einnig beinast gegn eldri félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands, sem sestir eru í helgan stein eftir áratugastörf við blaðamennsku. Þá á svo gott sem að reka úr félaginu með því að svifta þá félagsréttindum samkvæmt tillögu stjórnar félagsins á framhaldaðalfundi félagsins í næstu viku.  Það á sem sé að svifta þá atkvæðisrétti um málefni félagsins, sem er byggt upp fyrir félagsgjöld þeirra í gegnum tíðina.  Eftir því sem ég best veit er þetta einsdæmi í íslenskri verkalýðssögu.  Við örstutta skoðun á félagslögum annarra verkalýðsfélaga fann ég engin fordæmi.    Það hefði einhvern tíma þótt fréttaefni að farið sé fram með þessum hætti.

Í rökstuðningi með lagabreytingunni segir: “Mat stjórnar er að það sé óeðlilegt að ótilgreindur fjöldi fyrrum blaðamanna hafi atkvæðisrétt um málefni félagsins, hver er þar í forsvari og hvernig kjaramálum sé háttað (leturbr. mín).“

Tilvitnuð orð sýna ótrúlega vanþekkingu á starfsemi stéttarfélaga. Lífeyrisþegar hafa ekki atkvæðisrétt um kjarasamninga, verkföll eða vinnudeilur og hafa aldrei haft.  Eðli málsins samkvæmt hafa þeir enga aðkomu að kjaramálum þar sem lífeyrisþegar eru ekki lengur starfandi á almennum vinnumarkaði.  Auðvitað eiga þeir eins og aðir félagar hins vegar að geta haft áhrif á hverjir veljist til forystustarfa fyrir félagið og til þess hvernig fé þess er varið,  enda það orðið til meðal annars vegna starfa þeirra í blaðamennsku og veru þeirra í félaginu.  Það eru miklir hagsmunir undir og skiptir máli hvernig á er haldið, þar sem eignir Blaðamannafélagsins nema nú hátt í einum milljarði króna. Þær tífölduðust raunar að raungildir meðan undirritaður hélt þar um stjórnartaumana.

Kjarni málsins er auðvitað sá að það á að svifta þennan hóp áhrifum innan Blaðamannafélagsins vegna þess að þorri hans er sömu skoðunar og undirritaður. Það er að það sé ófært að forystumaður félagsins svari ekki fyrir ásakanir um skattalagabrot sem komið hafa fram á opinberum vettvangi og stígi til hliðar.  Í þeim efnum hefur formaður félagsins því miður tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins.

Öll stéttarfélög sem ég þekki til leggja metnað sinn í að halda góðu sambandi við eldri félagsmenn sína sem látið hafa af störfum.  Það gerði Blaðamannafélagið líka meðan ég réði þar einhverju.  Vikulega yfir vetrarmánuðina hittust eldri félagsmenn í húsnæði félagsins og fengu sér kaffi og vínarbrauð og spjölluðu um landsins gagn og nauðsynjar. Þetta gerðu þeir í yfir 20 ár eða allt frá því að DV varð fyrst gjaldþrota árið 2003.  Mér var raunar gefið að sök, í frægri samantekt KPMG, að hafa í heimildarleysi 800 sinnum á 20 árum vaknað klukkan sjö á morgnana á föstudögum til að fara í bakarí og Hagkaup til að kaupa inn fyrir þessa fundi.  Af þessu vissu allir og oft voru stjórnarfundir félagsins á sama tíma og stjórnarmenn nutu þá veitinga og spjölluðu við eldri félaga.  Allt eins og það átti að vera og stórfurðulegt að tína svona nokkuð til.

Nú er hún Snorrabúð stekkur. Eldri félagsmenn eru ekki lengur velkomnir í sína eigin félagsaðstöðu í húsnæði Blaðamannafélagsins, sem var sannarlega keypt fyrir þeirra félagsgjöld í áratugi.  Þeir hafa hrökklast með fundi sína annað.  Hvernig getur stjórn Blaðamannafélags Íslands látið það viðgangast?  Spyr sá sem ekki veit.

Ágætu félagar. Ég hef í ljósi alls þessa velt því fyrir mér hvort rétt hafi verið af mér að standa fastur á því að formaður félagsins væri vanhæfur til að koma fram fyrir hönd félagsins í ljósi umræðu á opinberum vettvangi. Ég hef jafnan komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið það eina rétta. Ég var ekki bara starfsmaður á plani heldur einnig fyrrum formaður félagsins og framkvæmdastjóri. Mér bar sem slíkum að standa vörð um orðstí félagsins, þótt aðrar leiðir hefðu sannarlega verið auðveldari.  Það sem hefur endanlega sannfært mig um réttmæti þess að stíga fast til jarðar eru vinnubrögðin í kjölfar brottreksturs míns.  Vinnubrögð sem eru fordæmanleg að öllu leyti.

Það var efnt skoðunar á reikningum Blaðamannafélagsins til tíu ára án þess að nokkuð misjafnt kæmi í ljós sem hélt vatni.  Það var aldrei talað við mig á meðan þessi athugun fór fram hvað þá að mér væri gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og skýringum.

Heilum 37 mínútum áður en síðasti aðalfundur BÍ hófst fékk ég fyrst upphringingu þar sem lögmaður bauðst til að upplýsa mig um meintar ávirðingar mínar í skýrslu KPMG sem kynna átti á aðalfundinum.  Ég hafnaði því að sjálfsögðu.

Svokölluð skýrsla KPMG er síðan send til allra félagsmanna BÍ í kjölfarið. Þegar ég óskaði eftir því að skýringar mínar væru einnig sendar félagsmönnum var því hafnað alfarið og einnig beiðni minni um að birta þær vefsvæði félagsins.

Ef þetta eru hugmyndir forystu Blaðamannafélags Íslands um opna og lýðræðislega umræðu og sanngjarna málsmeðferð er sannarlega illa fyrir okkur komið.  Opin skoðanaskipti eru grundvallarforsenda blaðamennsku sem stendur undir nafni.

Þessu til viðbótar hafa því miður verið gerðar breytingar á réttindum félagsmanna, sem standast ekki lög félagsins að mínu viti.  Eldri félagsmenn eru samkvæmt félagslögum fullgildir félagsmenn og hafa sem slíkir notið sömu réttinda og aðrir félagsmenn hvað varðar úthlutanir úr sjóðum félagsins.  Þetta hefur margsinnis verið rætt í stjórn félagsins í gegnum tíðina  og aldrei verið breytt enda um hverfandi litlar upphæðir að ræða.  Þessu fyrirkomulagi var fyrirvaralaust breytt í fyrravor með afturvirkum hætti. Það er að sjálfsögðu ólöglegt samkvæmt lögum félagsins og reglum um jafnræði félagsmanna.   Að mínu viti er einungis hægt að breyta þessum reglum á aðalfundi með breytingum á lögum félagsins.

Í öðru lagi, sem er mun alvarlegra mál og varðar afkomu þeirra félaga okkar sem lakast standa, hafa sjúkradagpeningar verið skertir verulega. Það er líka gert fyrirvaralaust og afturvirkt að mínu mati.  Stéttarfélag sem stendur ekki vörð um afkomu þeirra sem lakast standa stendur ekki undir nafni.  Ekkert í fjárhagsstöðu Blaðamannafélagsins réttlætir að ráðast með þessum hætti á kjör þeirra sem þurfa á sjúkradagpeningum að halda vegna langvarandi veikinda.  Við áttum, þegar ég lét af störfum, yfir 100 milljónir króna í varasjóði og félagssjóður skilaði alltaf góðum afgangi meðan ég hélt um stjórnartaumana.  Í tvígang ákvað stjórn félagsins að mínu frumkvæði að leggja styktarsjóði til 10 milljónir króna af jákvæðri afkomu félagssjóðs til að mæta halla vegna sjúkradagpeninga.  Það er engin ástæða til að halda því ekki áfram í ljósri sterkrar fjárhagsstöðu félagsins úr því formanni félagsins tókst ekki það ætlunarverk sitt að semja í kjarasamningum um auknar greiðslur til styrktarsjóðs.

Ágætu félagar.  Það var ekki ætlun mín að hafa frekari afskipti af málefnum Blaðamannfélags Íslands og ég geng til þessa leiks tilneyddur.  Mér finnst ég hafi lagt mitt af mörkum á undanförnum  áratugum og að það sé mál að linni. Nýtt fólk á að taka við merkinu og móta sínar áherslur.  Það er eðlilegur gangur lífsins. En nauðsyn brýtur lög.  Málefnum félagsins er stefnt í óefni, eins og að framan greinir. Ég vil hvetja stjórn Blaðamannafélagsins til að hyggja að því hvert stefnir og gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar á starfsemi félagsins með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi og samkvæmt því sem lög félagsins mæla fyrir um.

Ég hafði skoðanir á því hvernig góð stéttarfélög ættu að starfa og reyndi að hrinda þeim  í framkvæmd með hjálp þess góða og stóra hóps blaðamanna sem starfað hefur fyrir félagið í gegnum tíðina.  Stéttarfélög eru millifærslukerfi sem eru til fyrir almenna félagsmenn en ekki þá sem halda um stjórnartaumana.  Þess vegna lagði ég ávallt áherslu á að eins miklu væri skilað baka til félagsmanna og nokkur kostur væri og kostnaði við yfirbyggingu haldið í algjöru lágmarki.  Ég hef aldrei fengið greiddan yfirvinnutíma eða orlofsdag hjá félaginu, hvað þá 10 milljónir, eins og nú virðist tíðkast.  Ekkert bakvaktarálag var greitt þó ég væri með símann öll kvöld og helgar árið um kring, eins og félagsmenn margir hverjir geta vitnað um. Það var enginn til að leysa mig af.  Ég tók heldur engin laun fyrir það að sinna verkefnum formanns jafnhliða verkefnum framkvæmdastjóra í 11 ár, né heldur það að sinna viðhaldi á fjórum orlofshúsum félagsins.

Á 20 árum þróaðist Blaðamannafélagið úr að vera með tvo starfsmenn í hlutastarfi í að vera með tvö full starfsgildi.  Eignir félagsins hafa tífaldast að raungildi á þessum 20 árum, þrátt fyrir fjármálahrun og mestu kreppu á fjölmiðlamarkaði sem nokkru sinni hefur gengið yfir.  Á sama tíma gerði ekkert félag jafnmikið fyrir félagsmenn sína og Blaðamannafélagið, ég fullyrði það.

En nú er öldin önnur. Tveir starfsmenn í fullu starfi sinna starfi mínu á skrifstofu félagsins og þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til þess að sjá um fjögur orlofshús félagsins.  Það eru sum sé fimm starfsmenn að sinna þeim verkefnum sem ég sinnti einn hjá Blaðamannafélaginu í yfir 20 ár. Ég er hræddur um að það sé ekki sjálfbært til lengdar, þótt réttindi félagsmanna verði skert frá því sem nú er.

Ágætu félagar.  Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir Blaðamannafélagið í gegnum tíðina og hafa haft til þess traust.  Ég er afar stoltur yfir þeim árangri sem náðist og að skila félagi með öfluga innviði til nýrra kynslóða blaðamanna. Nú er það þeirra að halda verkinu áfram og leggja sínar áherslur, en passa jafnframt upp á að rjúfa ekki tengslin við fortíðina.

Hjálmar Jónsson, fyrrum formaður og framkvæmdastjóri BÍ.

Bandaríski sjóherinn æfði með íslenskum varnaraðilum – MYNDIR

Varnaræfingin Norður-Víkingur hófst í vikunni en bandaríski sjóherinn æfði aðgerðir á sjó með íslenskum aðilum.

Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar er sagt frá því að liðsmenn bandaríska sjóhersins hafi ásamt áhöfninni á varðskipinu Þór, sérsveit ríkislögreglustjóra og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, æft aðgerðir á sjó, meðal annars uppgöngu í skip og eftirför en æfingarnar eru liður í varnaræfingunni Norður-Víkingur sem hófst fyrr í vikunni.

Meðal annars æfðu sveitirnar með áhöfn flutningaskips á Faxaflóa í gær þar sem farið var um borð í skipið. Þá kom þyrlusveit Landhelgisgæslunnar einnig að æfingunni en hún er sögð hafa heppnast vel. Lögð er mikil áhersla á samhæfingu sveita og búnaðar í æfingu eins og þessari þannig að bandalagsþjóðir geti unnið skipulega að samræmdum markmiðum, að því er fram kemur á heimasíðu Gæslunnar.

Frá árinu 1951 hefur varnaræfingin Norður-Víkingur verið haldin á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og fer að jafnaði fram annað hvert ár. Meginþungi Norður-Víkings fer fram á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en að auki fer hún fram á sjó.

Fram kemur á heimasíðu Gæslunnar að gert sé ráð fyrir því að varðskip Landhelgisgæslunanr verði áfram við æfingar í Faxaflóa næstu daga.

Fjöldi þátttakanda í æfingunni eru um 1.200 manns en þar af eru um 200 Íslendingar frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, Almannavörnum og öðrum stofnunum.

Ljósmyndir sem fylgja fréttinnir eru teknar af Antoni Brink.

Gredda reið pari nærri því að fullu – Óku bíl á bólakaf í miðjum klíðum

Gulli grennist – 80 kíló farin: „Heilsan er góð og lífið hefur tekið algjörum stakkaskiptum“

Mynd: Skjáskot af eirikurjonsson.is.

Gunnlaugur Þór Pálsson hefur heldur betur losnað við mikla byrði; heil 80 kíló – geri aðrir betur!

„Myndirnar hér að ofan eru teknar með tæplega þriggja ára millibili. Gulli er þrjóskur maður og gefst ekki auðveldlega upp. Þessvegna hefur hann gegnum tíðina losað sig við tugi kílóa. Með ströngu mataræði og hreyfingu,“ segir Kristín Björg Þorsteinsdóttir um eiginmann sinn, Gunnlaug Þór Pálsson, en þetta kom fyrst fram á vefsíðunni eirikurjonsson.is.

Kristín Björg bætir þessu við:

„En kílóin komu bara alltaf aftur og aftur og aftur. Fyrir þrem til fjórum árum tók hann þá ákvörðun að sækja um að komast í aðgerð og fá hjálp. Undirbúningur fyrir aðgerðina fólst í fyrirlestrum og fræðslu og gæta þurfti vel bæði að andlegu og líkamlegu hliðinni. Í júní 2021 fórum við til Svíþjóðar og þar var gerð svo kölluð maga hjáveitu aðgerð. Gulli er um 190cm á hæð og losnaði við helming líkamsþyngdarinnar. Hann burðast ekki lengur með 80 kg í daglegum athöfnum. Engin kæfisvefn, fínn blóðþrýstingur, stoðkerfið sterkt og aðrir fylgifiskar offitu horfnir. Þetta var ekkert auðvelt í byrjun; fara þurfti eftir ströngum leiðbeiningum varðandi mataræði og nauðsynlegt að hreyfa sig. Það gerði hann og allt hefur gengið stór áfallalaust. Gulli hefur unun af því að ganga og á góðum degi fer hann 10 til 12 kílómetra. Heilsan er góð og líf hans hefur tekið algjörum stakkaskiptum.“

Leiðsögumaður segir ferðasölufyrirtæki bera ábyrgðina: „Það á alltaf að hengja bakara fyrir smið“

Einn lést eftir að ísveggur féll í íshelli - Mynd: Landsbjörg

Borgar Antonsson, eða Boggi Tona, leiðsögumaður, segir þau fyrirtæki sem selji íshellaferðir að sumri til, bera mestu ábyrgðina þegar eitthvað fer úrskeiðis, eins og á Breiðamerkurjökli um síðustu helgi, þar sem bandarískur ferðamaður lét lífið og kona hans slasaðist er ísveggur féll á þau.

Hengja bakara fyrir smið

Boggi Tona, sem unnið hefur sem íshellaleiðsögumaður á veturna síðustu átta árin segir í samtali við Mannlíf skýrt hvar ábyrgðin liggi þegar slys verða þegar farið er í íshellaferðir að sumri til. „Ef þú vilt fá mína skoðun á því sem gerðist og hver er ábyrgur, þá eru það fyrirtæki sem selja miðana. Ég held ég hafi lesið það í gær að það eigi ekki að endurnýja leyfið hjá Ice Pic Journeys, fyrirtækið sem lenti í slysinu en það er ekkert minnst á hin fyrirtækin sem voru að selja miðana í þessar ferðir. Í þessu tilfelli var til dæmis Ice Pic Journey undirverktaki Guide to Iceland. Það á alltaf að hengja bakara fyrir smið þegar eitthvað svona kemur upp á.“ Boggi segir að Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafi til að byrja með viljað kenna Vatnajökulsþjóðgarði um slysið, „en þjóðgarðurinn hefur ekkert þurft að banna þessar ferðir á sumrin vegna þess að það vita öll fyrirtækin hvað þetta er hættulegt og hafa ekki komið nálægt þessu. Þar til bara í sumar en vissulega var það þetta fyrirtæki, Ice Pic Journeys sem byrjaði en um leið og það fréttist að það væri verið að selja ferðir þá fóru þrjú stærstu fyrirtækin að ræsa út sitt lið. Drífa sig á jökul, það er verið að selja íshellaferðir.“ Boggi sagði að eitt fyrirtækjanna hafi haft samband við góðvin sinn sem er leiðsögumaður og sagt honum að fara að græja sig fyrir íshellaferðir en hann hafi  harðneitað því, enda stórhættulegt að fara í slíkar ferðir að sumri til og að hann færi ekki í ferðir þar sem hann gæti ekki tryggt öryggi viðskiptavinanna. „Og hann þurfti að margsegja þeim þetta. Þá höfðu þeir samband við fyrirtækin sem eru í þessu myndbandi [sem Mannlíf og Nútíminn birtu um daginn. Innskot blaðamanns.], og þau eru til í allt.“

Vita upp á sig skömmina

Þá segir Boggi að um 200 til 300 þúsund manns hafi farið í íshellaferðirnar síðustu árin að vetri til og aldrei nein slys á fólki „en um leið og byrjað er að fara að sumarlagi, sem allir voru búnir að vara við, Magnús Tumi og fleiri og við, fyrirtækin heima, hvað gerist? Það verður slys,“ segir Boggi og heldur áfram: „Og þessi fyrirtæki vissu upp á sig skömmina þegar þau byrjuðu að selja sumarferðirnar, „Þetta er hættulegt, við ætlum bara að taka sjensinn, það kemur aðeins meira í kassann hjá okkur“.“

Mannlíf hefur sent fyrirspurnir á stærstu ferðasölufyrirtæki Íslands og bíður svara.

Glúmur er fjúkandi reiður út í Íslandsbanka: „Hvur djöfulinn halda þessir bankar að þeir séu?“

Glúmur Baldvinsson.

Glúmur Baldvinsson er afar beittur og skemmtilegur penni sem mark er takandi á.

Glúmur „kom við í Íslandsbanka í dag til að leggja inn peninga á minn reikning. Gjaldkerinn setti á sig snúð – stelpa rétt ríflega tvítug – og fór að spurja spurninga og fletta upp færslum á reikningi mínum.“

Þegar Glúmur er ósáttur bregst hann við; spyr spurninga og vill svör:

Íslandsbanki

„Ég spurði hvur djöfulinn henni kæmu fjármál mín við og sagði henni að sinna starfi sínu sem væri að þjóna kúnnanum og punktur. Hún röflaði eitthvað um hertar splunkunýjar reglur um eftirlit með peningaþvætti.“

Glúmur blés á orð hennar og bætti þessu við:

Alþingishúsið.
Ljósmynd: Sikeri

„Ég benti henni þá á að engar nýjar reglur hefðu tekið gildi í sumar enda ekkert Alþingi starfandi síðan í vor. Að auki benti ég henni á að hún og hennar banki væru ekkert yfirvald hér heldur þjónustustofnun.“

Segir Glúmur að „með erfiðismunum fékk ég mínu framgengt í banka sem ég hef verið í viðskiptum við frá seytján ára aldri þegar hann hét Verzlunarbankinn.

Hvur djöfulinn halda þessir bankar að þeir séu? Það þarf að temja þetta lið og kenna því mannasiði. Og rasskella þetta gengi. Er enn rjúkandi bálreiður. Ég segi einsog Michael Douglas forðum í myndinni Falling Down: Have you ever heard the expression that the customer is fucking always right?“

Lögreglumaður drap tvo hunda með skömmu millibili – MYNDBAND

Bock skaut hundinn og hann dó í kjölfarið - Mynd: Skjáskot

Lögreglumaðurinn Ethan Bock drap hunda með sex vikna millibili í vinnunni.

Óhætt er að segja að lögreglumaðurinn Ethan Bock sé ekki vinsæll hjá dýravinum í Davenport í Iowa í Bandaríkjunum. Í júlí var Bock á vakt og keyrði á hund sem lék lausum hala í baksundi í Davenport og lést hundurinn samstundis. Eigandinn var að vitni að atvikinu og var ósáttur við lögreglumanninn og sagði hann ætti ekki að vera keyra þarna. Bock svaraði að eigandinn ætti að hafa hundinn í ól en baðst þó afsökunar á að hafa keyrt á hundinn

Eigandinn sagði í samtali við fjölmiðla að hann hafi verið úti með hundinn að pissa.

Sex vikum síðar skaut Bock svo hund en myndband af atvikinu var birt í gær af lögreglunni í Davenport. Bock hefur sagt að hann hafi verið hræddur við hundinn en hann hljóp geltandi og glefsandi að lögreglumanninum.

Don Hesseltine sagði við TMZ að Bock ætti að vera dæmdur í fangelsi fyrir að hafa myrt hundinn sinn. Hann sagði einnig að sonur sinn hafi verið vitni að atvikinu og hann sé harmi sleginn eftir að hafa séð hundinn drepinn og muni vera það til æviloka.

Eftir að hafa skoðað myndefni úr myndavélum telur lögreglan að Bock hafi ekki brotið af sér á neinn máta.

Pétur Jökull hlaut átta ára fangelsisdóm í Stóra fíkniefnamálinu

||
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd / Aldís Pálsdóttir|Ragnar Þór Ingólfsson

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Pétur Jökul Jónasson í átta ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Segir saksóknari dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með.

Fram kemur í frétt Vísis að Pétur Jökull hafi verið ákærður fyrir aðild sína að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni til Íslands sumarið 2022. Fyrir dómsuppkvaðninguna höfðu fjórir aðrir hlotið dóma í málinu en þeir voru dæmdir í fimm og upp í níu ára fangelsi. Taldi lögreglan að Pétur Jökull hefði gegnt lykilhlutverki við skipulagningu á innflutningnum.

Í málflutningi sínum gerði Dagmar Ösp Vésteindóttir saksóknari þá kröfu að Pétur Jökull fengi ekki styttri dóm en Birgir Halldórsson, sem áður hefur fengið dóm í málinu en í Landsrétti var hann dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi. Sagði hún að í raun benti ýmislegt til þess að Pétur hefði verið hærra settur í innflutningnum en Birigr.

Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Dagmar Ösp að refsingin sé í samræmi við það sem lagt var upp með. Enn hefur dómurinn ekki verið birtur en greinilegt er að dómarinn telji að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull hafi verið einn af lykilmönnum glæpsins.

 

Köfunarkonan öll að koma til: „Missti tíma­bundið meðvit­und“

Konan missti meðvitund í Silfru - Myndin tengist frétttinni ekki beint - Mynd: Guide to Iceland

Kona sem missti meðvitund við köfun í Silfru á þriðjudaginn er öll að koma til en kalla þurfti út þyrla Landhelgisgæslunnar til að sækja hana. Sjúkrabíll var þó kominn á vettvangi og var hlúð að konunni þar til flogið var með hana í bæinn.

Konan er á sjötugsaldri en hún var hluti af hópi ferðamanna á vegum ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is en mbl.is greindir frá þessu.

„Það var kona í köf­un og það kom eitt­hvað upp á, henni svelgd­ist held ég á eða eitt­hvað og missti tíma­bundið meðvit­und,“ sagði Ein­ar Á. E. Sæ­mundsen, þjóðgarðsvörður á Þing­völl­um.

Á að banna ferðir í íshella á sumrin?

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Eftir dauðsfall bandarísks manns um helgina í íshelli í Breiðamerkurjökli hafa skapast miklar umræður um hvort rétt sé að leyfa ferðir í íshella á sumrin en flestir leiðsögumenn á Íslandi eru ekki hrifnir af slíku meðan sumir telja sé rétt staðið að málum þá ætti ekki að vera teljandi hætta á alvarlegum slysum.

Því spyr Mannlíf: Á að banna ferðir í íshella á sumrin?

This poll has ended (since 2 months).
95.68%
Nei
4.32%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 30. ágúst.

Fríða vill að vantrauststillaga verði lögð fram á Sigríði Dögg: „Blaðamannafélagið er búið að vera“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

Fríða Björnsdóttir, blaðamaður númer eitt, segir að Blaðamannafélag Íslands sé búið að vera.

Hinn gamalkunni blaðamaður og fyrrverandi framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands, Fríða Björnsdóttir, gagnrýnir nýjan formann félagsins harðlega í samtali við Mannlíf. Fríða, sem er fyrsti meðlimur félagsins er einnig afar ósátt við lagabreytingu sem leggja á fram á framhaldsaðalfundi félagsins næstkomandi miðvikudag. Þar er meðal annars stungið upp á að blaðamenn sem hættir séu störfum vegna aldurs eða örorku missi atkvæðisrétt sinn um málefni félagsins.

Hér má lesa tillöguna sem lögð verður fram á miðvikudaginn:

2.3. gr. verði svohljóðandi:

„Félagsmanni, sem hættir störfum vegna aldurs eða örorku, skal vera heimilt að vera áfram félagi hafi hann greitt félagsgjöld til félagsins næstliðna 6 mánuði áður en hann lét af störfum. Hann skal eftir það vera undanþeginn greiðslu félagsgjalda og hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins en ekki atkvæðisrétt.“

„Ég lít svo á að félagið sé búið að vera, bara hreint og klárt,“ segir Fríða í samtali við Mannlíf og innt eftir ástæðu fyrir þeirri skoðun svaraði hún: „Það er bara búið að vera að öllu leyti.“ Nefnir hún sem dæmi, sem þó sé lítið í stóra samhenginu, að kaffihittingar blaðamanna á föstudögum í húsakynnum Blaðamannafélagsins, sem var orðin hefð og nokkuð vinsæl hjá gamalreyndum blaðamönnum, hafi verið hætt undir nýrri stjórn. „Kaffið á föstudögum skiptir auðvitað engu máli þannig nema að það er gaman að hittast og það komu stundum yngri blaðamenn en 100 ára í kaffi á föstudögum, þannig að maður hafði samband við lífið og tilveruna og þeir við okkur eldri.“ Þá nefnir Fríða einnig lagabreytingartillöguna sem birtist hér fyrir ofan: „En þegar það er búið að leggja það til, en það er ekki búið að samþykkja það en auðvitað verður það samþykkt því við erum ekki nógu mörg. Við erum þó með atkvæðisrétt þangað til. En þegar allt þetta er farið þá er það sem einu sinni hét Blaðamannafélag Íslands, það er það ekkert lengur.“

Vantraust á formanninn

Aðspurt hvort hún hafi heyrt að vantrauststillaga á formann Blaðamannafélagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur verði lögð fram á framhaldsaðalfundinum á miðvikudag, játaði hún því. „Já, það hefur verið sagt í mín eyru að það ætti að bera vantrausttillögu á formanninn og ég er út af fyrir sig algjörlega sammála því.“

Þá talar Fríða um aðra tillögu sem hún vill bera fram á fundinum: „Ég vil óska þess eða krefjast þess að vegna þess að það er búið að eyða milljónum í að finna út hvort eða hvort ekki Hjálmar [Jónsson, fyrrverandi formaður BÍ. Innsk. blaðamanns] sé sekur um allt milli himins og jarðar, að þá finnist mér rétt að formaðurinn geri hreint fyrir sínum dyrum og sanni sakleysi sitt.“ Á Fríða þar við meint skattalagabrot Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem fjölmiðlar fjölluðu um í fyrra en í janúar á þessu ári kvaðst hún, í samtali við Mannlíf, vera saklaus af slíkum brotum. Og Fríða heldur áfram og sagðist hafa hringt í Sigríði Dögg einhvern tíma út af sjúkrasjóðunum en Fríða var þá stödd í Bandaríkjunum: „Við töluðum saman og til að byrja með var allt á ljúfum nótum en svo segir hún allt í einu „Ég hef frétt að þú sért að bera mig út um allt,“ sem sagt sögur um hana sennilega. Og ég sagði „Hvað er sagt að ég segi um þig?“ „Að ég sé skattsvikari.“ Og þá segi ég „Það er rétt eftir mér haft. Það er það sem maður er búin að lesa. Við vitum ekk betur, alveg eins og allt sem var borið á Hjálmar, sem var svo ekki glæpur sem hægt væri að dæma einn eða neinn fyrir.“ Þannig að ég stend við það, á meðan hún afsannar það ekki, að þessi áburður sem hefur verið borinn á hana úti í bæ af fólki og fjölmiðlum, ef það er ekki borið til baka og sýnt fram á að það sé lygi. Ég get þá farið og beðið hana afsökunar, ef það reynist vera lygi, ef ekki, þá finnst mér ekki að blaðamannafélag geti haft einhvern sem hefur brotið einhvers konar lög eða opinberar reglur á sviði peningamála eða annarra mála, sem formann félagsins.“

Vopnað gengi hefur yfirtekið nokkur fjölbýlishús í bandarískri borg – MYNDBAND

Gengið var vel vopnað - Mynd: Skjáskot

Vopnað gengi tók yfir fjölbýlishús í Aurora í Colorado í Bandaríkjunum.

Í myndbandi sem birtist fyrr í vikunni sjást meðlimir Teren de Argua labba um ganga fjölbýlishúsnæðis í borginni Aurora og eru meðlimir vopnaðir árásrifflum og skammbyssum og segja íbúar borgarinnar að þetta sé ekki fyrsta skipti sem þetta gerist. En í myndbandinu sést að mennirnir eru sex talsins og sjást fimm þeirra vopnaðir en gengið á rætur sínar að rekja til Venúsúvela.

Dani Jurinsky, borgarfulltrúi í Aurora, fullyrðir í viðtali að gengið hafi yfirtekið nokkurn fjölda fjölbýlishúsa í borginni.

Lögreglan í Denver, sem er stutt frá Aurora, sendu frá sér tilkynningu um að það sé verið skoða Teren de Argua gengið í tengslum við ýmsa glæpi þar á bæ en kannast ekki við að gengið hafi tekið yfir fjölbýli í borginni.

Sjálfstæðisflokkurinn hruninn í Reykjavík – Fyrrverandi borgarstjóri segir ástandið vera óviðunandi

Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík

Sjálfstæðisflokkurinn er við hrun í Reykjavík og mælist vera fimmti stærsti stjórnmálaflokkurinn í borginn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist núi með aðeins 10,3 prósent fylgi í höfuðborginni. Samfylkingin ber höfuð og herðar yfir aðra flokka og mælist langstærst með 29,9 prósent. Miðflokkurinn, Viðreisn og Píratar mælast allir hærri í könnuninni en Sjálfstæðisflokkurinn. Miðflokkurinn fengi 10,8 prósent, Píratar 11,5 prósent og Viðreisn 12,3 prósent. Sósíalistaflokkurinn er með rúmlega 5 prósenta fylgi en Vinstri-grænir eru með rúmlega 4 prósent.

Hrun á fylgi sjálfstæðismanna í Reykjavík er enn meirta en það sem flokkurinn glímir við á landsvísu þar sem nýjasta mæling sýnir hann vera innan við 14 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er átakanlega lágt í því ljós að flokkurinn var lengst af með 40-60 prósenta fylgi og hreinan meirihluta á stundum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, birtir í dag grein í Mogganum þar sem hann gefur minnihluta Sjálfstæðisflokksins og forystu Hildar Björnsdóttur falleinkunn.

„Ljóst er að staða Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn er óviðun­andi. Fylgið hef­ur um nokk­urt skeið verið í lág­marki, eða í kring­um 20%. Um þessa stöðu ritaði ég grein í Morg­un­blaðinu 8. ág­úst sl. Í þeirri grein hvatti ég borg­ar­stjórn­ar­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins til að end­ur­skoða vinnu­lag sitt,“ skrifar Vilhjálmur.

Hann segir stöðu flokksins vera óviðunandi í alla staði. Það gerist þrátt fyrir að borginni sé illa stjórnað af núverandi meirihluta.

„Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins verða að gera sér grein fyr­ir því að nú­ver­andi vinnu­lag þeirra er ekki lík­legt til að færa Sjálf­stæðis­flokkn­um auk­in áhrif á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar. Bet­ur má ef duga skal,“ skrifar Vilhjálmur og vill að borgarfulltrúar setji í sig hrygg og fundi með borgarbúum til að reifa sín stefnumál.

.

Stefán Einar og áfengið

Gunnar Smári Egilsson Ljósmynd: Facebook

Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, hefur mikla unun að’ því að espa Stefán Einar Stefánsson, blaðamann Mogggans, upp á Facebook. Ítrekað hafa sprottið upp illindi á milli þeirra við þórðargleði þeirra sem lesa.

Ein slík deila varð í vikubyrjun þegar Gunnar Smári spurðu Stefán að gefnu tilefni hvort hann væri ennþá „fullur á Facebook“.  Óljóst er hvað Gunnar Smári hefur fyrir sér varðandi áfengisvandamál Stefáns sem brást snakillur við þessum orðum og spurði hvort Gunnar Smári hefði sem fyrrverandi formaður SÁÁ enga sómakennd þar sem þessi sjúkdómur væri annars vegar.

„Ógeðslegt að sjá fyrrum formann SÁÁ en núverandi níðing hæðast að fólki vegna meintrar áfengisneyslu. Hefur þú enga, bara nákvæmlega enga sómakennd? Er þér ekkert heilagt nema eigin sitjandi?“ spyr Stefán og fær það óþvegið til baka.

„Ættirðu ekki að stofna samtök fulla karlsins og krefjast þess að hann njóti meiri virðingar í samfélaginu? En ef þú átt í vanda með drykkjuna skaltu leita til ráðgjafa SÁÁ, ekki pexa við gamla formenn á Facebook. Það er ekki bataleið,“ skrifar hann.

Einhverjir kunna staldra við og taka undir með Stefáni varðandi sjúkdóminn. Gunnar Smári gerði betur í að hjálpa blaðamanninum í neyð hans og reyna að bjarga honum fremur en að rífast við hann og lítillækka hann fyrir veikindi sem steypt hafa svo mörgum í glötun …

Íkveikjur í Kópavogi – Vildu sofa við verslun

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nokkrir þreyttir aðilar reyndu að vera sér hvílustað utan við verslun í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan mætti á staðinn og skipaði fólkinu að taka saman hafurtask sitt og finna annan svefnstað.

Mikið var um ölvun í miðborginni í gærkvöld. Þrír gistu fangageymslu lögreglu eftir nóttina fyrir ýmsar sakir.

Í Kópavogi var tilkynnt um eld í ruslatunnu. Minniháttar tjón hlaust af. Á nærliggjandi svæði var kveikt í gámi. Þriðja tilfellið um íkveikju kom einnig upp í Kópavogi þegar kveikt var í gámi við grunnskóla. Eldurinn náði að læsa sig í grindverk. Óljóst er hver var að verki eða hvort íkveikjurnar tengjast.

Ökufantur keyrði á og viðbeinsbraut Ívar litla – Dróst 12 metra undir bílnum

Keyrt var á Ívar á Kveldúlfsgötu - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Ja.is

Keyrt var á Ívar Erlendsson í Borgarnesi árið 1991 en hann var aðeins fjögurra ára gamall. DV sagði frá málinu.

Ívar var úti að leika sér þegar hann ákvað að sækja vatn í fötu úr polli á bílastæði sem var rétt hjá. Þegar hann sótti vatnið keyrði bíll á hann og festist Ívar undir bílnum og dróst með honum 12 metra. Svo stoppaði bílinn og bakkaði og keyrði í burtu. Krakkar sem sáu atvikið sögðu að ökumaður bílsins hafi farið stuttlega farið úr bílnum til að athuga málið.

Ívar slasaðist illa en hann slæma áverka á vinstri vanga fró gagnauga aö eyra, djúpan skurð á kjálka auk þess sem hann viðbeinsbrotnaði og fékk sár á hné. „Móðir hans hringdi til mín og henni var mikið niðri fyrir. Ég skildi varla hvað hún sagði. Ég dreif mig beint heim í skítugum gallanum og fór með strákinn á heilsugæslustöðina þars em læknir bjó um sárin eins og hægt var. Siðan var strax farið með hann í sjúkrabíl til Akraness. Stráknum tókst að ganga sjálfur af stað eftir slysið en bróðir hans, sjö ára, mætti honum á miðri leið. Bróðirinn er búinn að vera í sjokki eftir að þetta gerðist,“ sagði Erlendur Samúelsson, faðir Ívars, við DV um málið.

Lítið sofið á sjúkrahúsinu

Ívar gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu á Akranesi en gat lítið sofið vegna verkja og uppkasta. „Ég hef ekkert getað sofið frá því klukkan sjö á þriðjudagsmorgun þó svo aö strákurinn hafi blundað á milli,“ sagði Erlendur. Ívari var þó allur að koma til að sögn Erlings.

Lögreglan í Borgarnesi sagði við DV að ökumaðurinn hafi hugsanlega ekki séð Ívar vegna myrkurs en slysið átti sér stað klukkan 17:30 í janúar 1991. Hann hafi mögulega talið að eitthvað væri að bílnum og hafi þess vegna stöðvað bílinn en ekki séð Ívar þegar hann fór úr bílnum.

Uppfært: Í upphaflegri frétt DV var faðir Ívars sagður heita Erlingur. Rétt er að hann heitir Erlendur og hefur fréttin verið leiðrétt í samræmi við það.

Slökkviliðsmaður hrapaði í Garði

Suðurnesjabær, Garður
Frá Garði.

Eldur braust út á efri hæð húss í Garði í nótt. Einn íbúi var á efri hæðinni. Hann komst út af sjálfsdáðum. ómeiddur, áður en slökkvilið kom á staðinn. Ármann Árnason, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir einn íbúa hafa verið á efri hæðinni en honum hefði tekist að koma sér út áður en slökkvilið kom á vettvang. Slökkviliðsmenn rufu  þakið til þess að ráða niðurlögum eldsins. RÚV sagði frá. Slökkviliðsmaður meiddist þegar hann féll af þakinu. Hann var í öryggislínu sem bjargaði honum frá því að falla til jarðar. Hann fann til í hálsi og baki eftir fallið.

Á neðri hæð hússins er gistiheimili en það var mannlaust. Slökkvistarfi lauk klukkan um sex í morgun. Húsið er stórskemmt og  Ármann gat ekki sagt til um tildrög eldsins og segir þau til rannsóknar hjá lögreglu.

Búðarþjófur öskraði og réðst á verslunarmann – Ölvaður ökumaður á flótta undan lögreglunni

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nóttin var einstaklega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarssvæðinu eftir nokkrar annir síðdegis í gær. Ökumaður í vafasömu ástandi hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu  um að stöðva bifreið sína og reyndi flótta. Hann náðist fljótlega. Hann reyndist vera í annarlegu ástandi og var mál hans sett í hefðbundinn farveg.

Búðaþjófur í miðborginni brást hinn versti við þegar starfsmenn stóðu hann að verki við að stela vörum. Hann ógnaði fólki og stóð á öskrinu. Þegar lögregla kom á vettvang lét hann enn í ljós reiði sína vegna afhjúpunarinnar. Mál hans var afgreitt á vettvangi og hann hélt á brott. En nhann var þó ekki hættur. Skömmu síðar var aftur tilkynnt um þjófnað í annari verslun. Þarna reyndist vera á ferð sambúðaþjófar og í miklum reiðiham sem fyrr. Að þessu sinni hélt hann ekki duga að hóta og öskra heldur réðst á verslunarmanninn. Lögreglan hafi snör handtök og læsti búðaþjófinn inni í fangageymslu.

Þjófur var staðinn að verki í líkamsræktarstöð. Mál hans var afgreitt með hefðbundnum hætt. Enn einn búðaþjófnaðurinn átti sér stað í verslun í austurborginni. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Tilkynnt um þjófnað í verslun í austurborginni. Málið var afgreitt á vettvangi.
Árekstur varð í Kópavogi þegar ökumaður ók yfir gatnamót á rauðu ljósi. Hann hafnaði á tveimur bifreiðum, annarri sem var á ferð yfir gatnamótin gegn grænu ljósi og hinni sem var kyrrstæð. Ekki urðu alvarleg slys á fólki.

Hnífavandi Helga

Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavík.

Fáar fréttir hafa komið grunnskóla- og félagsmiðstöðvastarfsmönnum í Reykjarvík jafn lítið á óvart og að al­var­leg ofbeldisbrot ung­menna hafa fjór­faldast á tíu árum en starfsmenn þar á bæ eru orðnir langþreyttir á getuleysi stjórnenda til að takast á við agavandamál sem koma upp.

Telja sumir starfsmenn að stjórnendur séu dauðhræddir að refsa börnum með öðru en faðmlagi vegna að ótta þeirra við foreldra.

Starfsmenn hafa orðið fyrir og vitni að árásum, andlegu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi og áreiti, hótunum, kúgunum, þjófnaði, innbrotum og skemmdarverkum án þess að Helgi Grímsson, hæstráðandi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, eða aðrir yfirmenn grípi inn í. Þá þykir tölvupóstur sem borgin sendi á foreldra í gær þar sem er sagt að vopnaburður í skóla- og frístundastarfi sé óásættanlegur í besta falli furðulegur þegar dæmi eru um að starfsmenn félagsmiðstöðva hafi verið skammaðir af yfirmönnum fyrir að gera hnífa upptæka af unglingum …

Brotist inn í Söngskóla Reykjavíkur: „Þetta var rosaleg aðkoma – algjör eyðilegging“

Söngskólinn í Reykjavík - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Reykjavíkurborg

Það var ljótt um að litast um í Söngskóla Reykjavíkur árið 1990 eftir innbrot.

„Þetta var rosaleg aðkoma – algjör eyðilegging. Flygillinn okkar var eyðilagður, píanóið, tölvan og gluggar brotnir. Auk þess höfðu þrjótarnir fundið mjólkurhyrnu í nemendaherberginu og skvett úr henni um alla veggi og á húsgögn. Ég vona bara að skemmdarvargarnir finnist og hætti þessari vitleysu,“ sagði Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík við DV um málið. Hann var einnig stofnandi skólans og stýrði honum um árabil en hætti árið 2022 vegna aldurs.

Ýmsum munum var stolið úr skólanum t.d. geislaspilara og kasettutæki og fáeinum þúsundum króna en að sögn Garðs voru peningar aldrei geymdir í skólanum. Kennarar og nemendur tók sig saman og þrifu húsið hátt og lágt.

„Hér er gott fólk og það lætur þetta ekkert á sig fá,“ sagði Garðar og að tjónið var einnig mikil tilfinningalegs eðlis og þá sérstaklega flygillinn.

Opið bréf til félaga í Blaðamannafélagi Íslands: Vegnir, metnir og léttvægir fundnir

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands ritar pistil

Ágætu félagar.
Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka ykkur traustið sem þið hafið sýnt mér í gegnum árin og áratugina með því að hafa stutt mig til forystustarfa í Blaðamannafélaginu frá árinu 1990. Sérstaklega þakka ég ykkur sem hafið hvergi hvikað þrátt fyrir það moldviðri sem þyrlað hefur verið upp vegna starfa minna fyrir félagið að undanförnu.  Ég get fullvissað ykkur um það að ég hef í engu brugðist ykkar trausti. Staðreyndirnar tala einfaldlega sínu máli  og fals um annað eru engum samboðnar, allra síst þeim sem kenna sig við blaðamennsku.

Aðförin að mér hefur aldrei snúist um annað en hefnd vegna þess að ég gerði kröfu til þess að formaður félagsins gerði hreint fyrir sínum dyrum opinberlega þegar fjallað var um skattamál hans og meint ítrekuð skattalagabrot á opinberum vettvangi.  Trúverðugleiki félagsins er undir og við sem blaðamenn getum ekki gert minni kröfur til okkur forystumanns og málsvara félagsins heldur en við gerum til annarra opinberra persóna. Svo einfalt er það.  Þetta er smánarblettur á félaginu og að það sé ekki augljós sannleikur öllum blaðamönnum er verulegt áhyggjuefni.

En það er ekki bara mín ómerkilega persóna sem er undir í þessu ömurlega málli öllu, heldur virðast hefndaraðgerðir einnig beinast gegn eldri félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands, sem sestir eru í helgan stein eftir áratugastörf við blaðamennsku. Þá á svo gott sem að reka úr félaginu með því að svifta þá félagsréttindum samkvæmt tillögu stjórnar félagsins á framhaldaðalfundi félagsins í næstu viku.  Það á sem sé að svifta þá atkvæðisrétti um málefni félagsins, sem er byggt upp fyrir félagsgjöld þeirra í gegnum tíðina.  Eftir því sem ég best veit er þetta einsdæmi í íslenskri verkalýðssögu.  Við örstutta skoðun á félagslögum annarra verkalýðsfélaga fann ég engin fordæmi.    Það hefði einhvern tíma þótt fréttaefni að farið sé fram með þessum hætti.

Í rökstuðningi með lagabreytingunni segir: “Mat stjórnar er að það sé óeðlilegt að ótilgreindur fjöldi fyrrum blaðamanna hafi atkvæðisrétt um málefni félagsins, hver er þar í forsvari og hvernig kjaramálum sé háttað (leturbr. mín).“

Tilvitnuð orð sýna ótrúlega vanþekkingu á starfsemi stéttarfélaga. Lífeyrisþegar hafa ekki atkvæðisrétt um kjarasamninga, verkföll eða vinnudeilur og hafa aldrei haft.  Eðli málsins samkvæmt hafa þeir enga aðkomu að kjaramálum þar sem lífeyrisþegar eru ekki lengur starfandi á almennum vinnumarkaði.  Auðvitað eiga þeir eins og aðir félagar hins vegar að geta haft áhrif á hverjir veljist til forystustarfa fyrir félagið og til þess hvernig fé þess er varið,  enda það orðið til meðal annars vegna starfa þeirra í blaðamennsku og veru þeirra í félaginu.  Það eru miklir hagsmunir undir og skiptir máli hvernig á er haldið, þar sem eignir Blaðamannafélagsins nema nú hátt í einum milljarði króna. Þær tífölduðust raunar að raungildir meðan undirritaður hélt þar um stjórnartaumana.

Kjarni málsins er auðvitað sá að það á að svifta þennan hóp áhrifum innan Blaðamannafélagsins vegna þess að þorri hans er sömu skoðunar og undirritaður. Það er að það sé ófært að forystumaður félagsins svari ekki fyrir ásakanir um skattalagabrot sem komið hafa fram á opinberum vettvangi og stígi til hliðar.  Í þeim efnum hefur formaður félagsins því miður tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins.

Öll stéttarfélög sem ég þekki til leggja metnað sinn í að halda góðu sambandi við eldri félagsmenn sína sem látið hafa af störfum.  Það gerði Blaðamannafélagið líka meðan ég réði þar einhverju.  Vikulega yfir vetrarmánuðina hittust eldri félagsmenn í húsnæði félagsins og fengu sér kaffi og vínarbrauð og spjölluðu um landsins gagn og nauðsynjar. Þetta gerðu þeir í yfir 20 ár eða allt frá því að DV varð fyrst gjaldþrota árið 2003.  Mér var raunar gefið að sök, í frægri samantekt KPMG, að hafa í heimildarleysi 800 sinnum á 20 árum vaknað klukkan sjö á morgnana á föstudögum til að fara í bakarí og Hagkaup til að kaupa inn fyrir þessa fundi.  Af þessu vissu allir og oft voru stjórnarfundir félagsins á sama tíma og stjórnarmenn nutu þá veitinga og spjölluðu við eldri félaga.  Allt eins og það átti að vera og stórfurðulegt að tína svona nokkuð til.

Nú er hún Snorrabúð stekkur. Eldri félagsmenn eru ekki lengur velkomnir í sína eigin félagsaðstöðu í húsnæði Blaðamannafélagsins, sem var sannarlega keypt fyrir þeirra félagsgjöld í áratugi.  Þeir hafa hrökklast með fundi sína annað.  Hvernig getur stjórn Blaðamannafélags Íslands látið það viðgangast?  Spyr sá sem ekki veit.

Ágætu félagar. Ég hef í ljósi alls þessa velt því fyrir mér hvort rétt hafi verið af mér að standa fastur á því að formaður félagsins væri vanhæfur til að koma fram fyrir hönd félagsins í ljósi umræðu á opinberum vettvangi. Ég hef jafnan komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið það eina rétta. Ég var ekki bara starfsmaður á plani heldur einnig fyrrum formaður félagsins og framkvæmdastjóri. Mér bar sem slíkum að standa vörð um orðstí félagsins, þótt aðrar leiðir hefðu sannarlega verið auðveldari.  Það sem hefur endanlega sannfært mig um réttmæti þess að stíga fast til jarðar eru vinnubrögðin í kjölfar brottreksturs míns.  Vinnubrögð sem eru fordæmanleg að öllu leyti.

Það var efnt skoðunar á reikningum Blaðamannafélagsins til tíu ára án þess að nokkuð misjafnt kæmi í ljós sem hélt vatni.  Það var aldrei talað við mig á meðan þessi athugun fór fram hvað þá að mér væri gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og skýringum.

Heilum 37 mínútum áður en síðasti aðalfundur BÍ hófst fékk ég fyrst upphringingu þar sem lögmaður bauðst til að upplýsa mig um meintar ávirðingar mínar í skýrslu KPMG sem kynna átti á aðalfundinum.  Ég hafnaði því að sjálfsögðu.

Svokölluð skýrsla KPMG er síðan send til allra félagsmanna BÍ í kjölfarið. Þegar ég óskaði eftir því að skýringar mínar væru einnig sendar félagsmönnum var því hafnað alfarið og einnig beiðni minni um að birta þær vefsvæði félagsins.

Ef þetta eru hugmyndir forystu Blaðamannafélags Íslands um opna og lýðræðislega umræðu og sanngjarna málsmeðferð er sannarlega illa fyrir okkur komið.  Opin skoðanaskipti eru grundvallarforsenda blaðamennsku sem stendur undir nafni.

Þessu til viðbótar hafa því miður verið gerðar breytingar á réttindum félagsmanna, sem standast ekki lög félagsins að mínu viti.  Eldri félagsmenn eru samkvæmt félagslögum fullgildir félagsmenn og hafa sem slíkir notið sömu réttinda og aðrir félagsmenn hvað varðar úthlutanir úr sjóðum félagsins.  Þetta hefur margsinnis verið rætt í stjórn félagsins í gegnum tíðina  og aldrei verið breytt enda um hverfandi litlar upphæðir að ræða.  Þessu fyrirkomulagi var fyrirvaralaust breytt í fyrravor með afturvirkum hætti. Það er að sjálfsögðu ólöglegt samkvæmt lögum félagsins og reglum um jafnræði félagsmanna.   Að mínu viti er einungis hægt að breyta þessum reglum á aðalfundi með breytingum á lögum félagsins.

Í öðru lagi, sem er mun alvarlegra mál og varðar afkomu þeirra félaga okkar sem lakast standa, hafa sjúkradagpeningar verið skertir verulega. Það er líka gert fyrirvaralaust og afturvirkt að mínu mati.  Stéttarfélag sem stendur ekki vörð um afkomu þeirra sem lakast standa stendur ekki undir nafni.  Ekkert í fjárhagsstöðu Blaðamannafélagsins réttlætir að ráðast með þessum hætti á kjör þeirra sem þurfa á sjúkradagpeningum að halda vegna langvarandi veikinda.  Við áttum, þegar ég lét af störfum, yfir 100 milljónir króna í varasjóði og félagssjóður skilaði alltaf góðum afgangi meðan ég hélt um stjórnartaumana.  Í tvígang ákvað stjórn félagsins að mínu frumkvæði að leggja styktarsjóði til 10 milljónir króna af jákvæðri afkomu félagssjóðs til að mæta halla vegna sjúkradagpeninga.  Það er engin ástæða til að halda því ekki áfram í ljósri sterkrar fjárhagsstöðu félagsins úr því formanni félagsins tókst ekki það ætlunarverk sitt að semja í kjarasamningum um auknar greiðslur til styrktarsjóðs.

Ágætu félagar.  Það var ekki ætlun mín að hafa frekari afskipti af málefnum Blaðamannfélags Íslands og ég geng til þessa leiks tilneyddur.  Mér finnst ég hafi lagt mitt af mörkum á undanförnum  áratugum og að það sé mál að linni. Nýtt fólk á að taka við merkinu og móta sínar áherslur.  Það er eðlilegur gangur lífsins. En nauðsyn brýtur lög.  Málefnum félagsins er stefnt í óefni, eins og að framan greinir. Ég vil hvetja stjórn Blaðamannafélagsins til að hyggja að því hvert stefnir og gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar á starfsemi félagsins með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi og samkvæmt því sem lög félagsins mæla fyrir um.

Ég hafði skoðanir á því hvernig góð stéttarfélög ættu að starfa og reyndi að hrinda þeim  í framkvæmd með hjálp þess góða og stóra hóps blaðamanna sem starfað hefur fyrir félagið í gegnum tíðina.  Stéttarfélög eru millifærslukerfi sem eru til fyrir almenna félagsmenn en ekki þá sem halda um stjórnartaumana.  Þess vegna lagði ég ávallt áherslu á að eins miklu væri skilað baka til félagsmanna og nokkur kostur væri og kostnaði við yfirbyggingu haldið í algjöru lágmarki.  Ég hef aldrei fengið greiddan yfirvinnutíma eða orlofsdag hjá félaginu, hvað þá 10 milljónir, eins og nú virðist tíðkast.  Ekkert bakvaktarálag var greitt þó ég væri með símann öll kvöld og helgar árið um kring, eins og félagsmenn margir hverjir geta vitnað um. Það var enginn til að leysa mig af.  Ég tók heldur engin laun fyrir það að sinna verkefnum formanns jafnhliða verkefnum framkvæmdastjóra í 11 ár, né heldur það að sinna viðhaldi á fjórum orlofshúsum félagsins.

Á 20 árum þróaðist Blaðamannafélagið úr að vera með tvo starfsmenn í hlutastarfi í að vera með tvö full starfsgildi.  Eignir félagsins hafa tífaldast að raungildi á þessum 20 árum, þrátt fyrir fjármálahrun og mestu kreppu á fjölmiðlamarkaði sem nokkru sinni hefur gengið yfir.  Á sama tíma gerði ekkert félag jafnmikið fyrir félagsmenn sína og Blaðamannafélagið, ég fullyrði það.

En nú er öldin önnur. Tveir starfsmenn í fullu starfi sinna starfi mínu á skrifstofu félagsins og þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til þess að sjá um fjögur orlofshús félagsins.  Það eru sum sé fimm starfsmenn að sinna þeim verkefnum sem ég sinnti einn hjá Blaðamannafélaginu í yfir 20 ár. Ég er hræddur um að það sé ekki sjálfbært til lengdar, þótt réttindi félagsmanna verði skert frá því sem nú er.

Ágætu félagar.  Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir Blaðamannafélagið í gegnum tíðina og hafa haft til þess traust.  Ég er afar stoltur yfir þeim árangri sem náðist og að skila félagi með öfluga innviði til nýrra kynslóða blaðamanna. Nú er það þeirra að halda verkinu áfram og leggja sínar áherslur, en passa jafnframt upp á að rjúfa ekki tengslin við fortíðina.

Hjálmar Jónsson, fyrrum formaður og framkvæmdastjóri BÍ.

Bandaríski sjóherinn æfði með íslenskum varnaraðilum – MYNDIR

Varnaræfingin Norður-Víkingur hófst í vikunni en bandaríski sjóherinn æfði aðgerðir á sjó með íslenskum aðilum.

Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar er sagt frá því að liðsmenn bandaríska sjóhersins hafi ásamt áhöfninni á varðskipinu Þór, sérsveit ríkislögreglustjóra og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, æft aðgerðir á sjó, meðal annars uppgöngu í skip og eftirför en æfingarnar eru liður í varnaræfingunni Norður-Víkingur sem hófst fyrr í vikunni.

Meðal annars æfðu sveitirnar með áhöfn flutningaskips á Faxaflóa í gær þar sem farið var um borð í skipið. Þá kom þyrlusveit Landhelgisgæslunnar einnig að æfingunni en hún er sögð hafa heppnast vel. Lögð er mikil áhersla á samhæfingu sveita og búnaðar í æfingu eins og þessari þannig að bandalagsþjóðir geti unnið skipulega að samræmdum markmiðum, að því er fram kemur á heimasíðu Gæslunnar.

Frá árinu 1951 hefur varnaræfingin Norður-Víkingur verið haldin á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og fer að jafnaði fram annað hvert ár. Meginþungi Norður-Víkings fer fram á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en að auki fer hún fram á sjó.

Fram kemur á heimasíðu Gæslunnar að gert sé ráð fyrir því að varðskip Landhelgisgæslunanr verði áfram við æfingar í Faxaflóa næstu daga.

Fjöldi þátttakanda í æfingunni eru um 1.200 manns en þar af eru um 200 Íslendingar frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, Almannavörnum og öðrum stofnunum.

Ljósmyndir sem fylgja fréttinnir eru teknar af Antoni Brink.

Gredda reið pari nærri því að fullu – Óku bíl á bólakaf í miðjum klíðum

Gulli grennist – 80 kíló farin: „Heilsan er góð og lífið hefur tekið algjörum stakkaskiptum“

Mynd: Skjáskot af eirikurjonsson.is.

Gunnlaugur Þór Pálsson hefur heldur betur losnað við mikla byrði; heil 80 kíló – geri aðrir betur!

„Myndirnar hér að ofan eru teknar með tæplega þriggja ára millibili. Gulli er þrjóskur maður og gefst ekki auðveldlega upp. Þessvegna hefur hann gegnum tíðina losað sig við tugi kílóa. Með ströngu mataræði og hreyfingu,“ segir Kristín Björg Þorsteinsdóttir um eiginmann sinn, Gunnlaug Þór Pálsson, en þetta kom fyrst fram á vefsíðunni eirikurjonsson.is.

Kristín Björg bætir þessu við:

„En kílóin komu bara alltaf aftur og aftur og aftur. Fyrir þrem til fjórum árum tók hann þá ákvörðun að sækja um að komast í aðgerð og fá hjálp. Undirbúningur fyrir aðgerðina fólst í fyrirlestrum og fræðslu og gæta þurfti vel bæði að andlegu og líkamlegu hliðinni. Í júní 2021 fórum við til Svíþjóðar og þar var gerð svo kölluð maga hjáveitu aðgerð. Gulli er um 190cm á hæð og losnaði við helming líkamsþyngdarinnar. Hann burðast ekki lengur með 80 kg í daglegum athöfnum. Engin kæfisvefn, fínn blóðþrýstingur, stoðkerfið sterkt og aðrir fylgifiskar offitu horfnir. Þetta var ekkert auðvelt í byrjun; fara þurfti eftir ströngum leiðbeiningum varðandi mataræði og nauðsynlegt að hreyfa sig. Það gerði hann og allt hefur gengið stór áfallalaust. Gulli hefur unun af því að ganga og á góðum degi fer hann 10 til 12 kílómetra. Heilsan er góð og líf hans hefur tekið algjörum stakkaskiptum.“

Leiðsögumaður segir ferðasölufyrirtæki bera ábyrgðina: „Það á alltaf að hengja bakara fyrir smið“

Einn lést eftir að ísveggur féll í íshelli - Mynd: Landsbjörg

Borgar Antonsson, eða Boggi Tona, leiðsögumaður, segir þau fyrirtæki sem selji íshellaferðir að sumri til, bera mestu ábyrgðina þegar eitthvað fer úrskeiðis, eins og á Breiðamerkurjökli um síðustu helgi, þar sem bandarískur ferðamaður lét lífið og kona hans slasaðist er ísveggur féll á þau.

Hengja bakara fyrir smið

Boggi Tona, sem unnið hefur sem íshellaleiðsögumaður á veturna síðustu átta árin segir í samtali við Mannlíf skýrt hvar ábyrgðin liggi þegar slys verða þegar farið er í íshellaferðir að sumri til. „Ef þú vilt fá mína skoðun á því sem gerðist og hver er ábyrgur, þá eru það fyrirtæki sem selja miðana. Ég held ég hafi lesið það í gær að það eigi ekki að endurnýja leyfið hjá Ice Pic Journeys, fyrirtækið sem lenti í slysinu en það er ekkert minnst á hin fyrirtækin sem voru að selja miðana í þessar ferðir. Í þessu tilfelli var til dæmis Ice Pic Journey undirverktaki Guide to Iceland. Það á alltaf að hengja bakara fyrir smið þegar eitthvað svona kemur upp á.“ Boggi segir að Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafi til að byrja með viljað kenna Vatnajökulsþjóðgarði um slysið, „en þjóðgarðurinn hefur ekkert þurft að banna þessar ferðir á sumrin vegna þess að það vita öll fyrirtækin hvað þetta er hættulegt og hafa ekki komið nálægt þessu. Þar til bara í sumar en vissulega var það þetta fyrirtæki, Ice Pic Journeys sem byrjaði en um leið og það fréttist að það væri verið að selja ferðir þá fóru þrjú stærstu fyrirtækin að ræsa út sitt lið. Drífa sig á jökul, það er verið að selja íshellaferðir.“ Boggi sagði að eitt fyrirtækjanna hafi haft samband við góðvin sinn sem er leiðsögumaður og sagt honum að fara að græja sig fyrir íshellaferðir en hann hafi  harðneitað því, enda stórhættulegt að fara í slíkar ferðir að sumri til og að hann færi ekki í ferðir þar sem hann gæti ekki tryggt öryggi viðskiptavinanna. „Og hann þurfti að margsegja þeim þetta. Þá höfðu þeir samband við fyrirtækin sem eru í þessu myndbandi [sem Mannlíf og Nútíminn birtu um daginn. Innskot blaðamanns.], og þau eru til í allt.“

Vita upp á sig skömmina

Þá segir Boggi að um 200 til 300 þúsund manns hafi farið í íshellaferðirnar síðustu árin að vetri til og aldrei nein slys á fólki „en um leið og byrjað er að fara að sumarlagi, sem allir voru búnir að vara við, Magnús Tumi og fleiri og við, fyrirtækin heima, hvað gerist? Það verður slys,“ segir Boggi og heldur áfram: „Og þessi fyrirtæki vissu upp á sig skömmina þegar þau byrjuðu að selja sumarferðirnar, „Þetta er hættulegt, við ætlum bara að taka sjensinn, það kemur aðeins meira í kassann hjá okkur“.“

Mannlíf hefur sent fyrirspurnir á stærstu ferðasölufyrirtæki Íslands og bíður svara.

Glúmur er fjúkandi reiður út í Íslandsbanka: „Hvur djöfulinn halda þessir bankar að þeir séu?“

Glúmur Baldvinsson.

Glúmur Baldvinsson er afar beittur og skemmtilegur penni sem mark er takandi á.

Glúmur „kom við í Íslandsbanka í dag til að leggja inn peninga á minn reikning. Gjaldkerinn setti á sig snúð – stelpa rétt ríflega tvítug – og fór að spurja spurninga og fletta upp færslum á reikningi mínum.“

Þegar Glúmur er ósáttur bregst hann við; spyr spurninga og vill svör:

Íslandsbanki

„Ég spurði hvur djöfulinn henni kæmu fjármál mín við og sagði henni að sinna starfi sínu sem væri að þjóna kúnnanum og punktur. Hún röflaði eitthvað um hertar splunkunýjar reglur um eftirlit með peningaþvætti.“

Glúmur blés á orð hennar og bætti þessu við:

Alþingishúsið.
Ljósmynd: Sikeri

„Ég benti henni þá á að engar nýjar reglur hefðu tekið gildi í sumar enda ekkert Alþingi starfandi síðan í vor. Að auki benti ég henni á að hún og hennar banki væru ekkert yfirvald hér heldur þjónustustofnun.“

Segir Glúmur að „með erfiðismunum fékk ég mínu framgengt í banka sem ég hef verið í viðskiptum við frá seytján ára aldri þegar hann hét Verzlunarbankinn.

Hvur djöfulinn halda þessir bankar að þeir séu? Það þarf að temja þetta lið og kenna því mannasiði. Og rasskella þetta gengi. Er enn rjúkandi bálreiður. Ég segi einsog Michael Douglas forðum í myndinni Falling Down: Have you ever heard the expression that the customer is fucking always right?“

Lögreglumaður drap tvo hunda með skömmu millibili – MYNDBAND

Bock skaut hundinn og hann dó í kjölfarið - Mynd: Skjáskot

Lögreglumaðurinn Ethan Bock drap hunda með sex vikna millibili í vinnunni.

Óhætt er að segja að lögreglumaðurinn Ethan Bock sé ekki vinsæll hjá dýravinum í Davenport í Iowa í Bandaríkjunum. Í júlí var Bock á vakt og keyrði á hund sem lék lausum hala í baksundi í Davenport og lést hundurinn samstundis. Eigandinn var að vitni að atvikinu og var ósáttur við lögreglumanninn og sagði hann ætti ekki að vera keyra þarna. Bock svaraði að eigandinn ætti að hafa hundinn í ól en baðst þó afsökunar á að hafa keyrt á hundinn

Eigandinn sagði í samtali við fjölmiðla að hann hafi verið úti með hundinn að pissa.

Sex vikum síðar skaut Bock svo hund en myndband af atvikinu var birt í gær af lögreglunni í Davenport. Bock hefur sagt að hann hafi verið hræddur við hundinn en hann hljóp geltandi og glefsandi að lögreglumanninum.

Don Hesseltine sagði við TMZ að Bock ætti að vera dæmdur í fangelsi fyrir að hafa myrt hundinn sinn. Hann sagði einnig að sonur sinn hafi verið vitni að atvikinu og hann sé harmi sleginn eftir að hafa séð hundinn drepinn og muni vera það til æviloka.

Eftir að hafa skoðað myndefni úr myndavélum telur lögreglan að Bock hafi ekki brotið af sér á neinn máta.

Pétur Jökull hlaut átta ára fangelsisdóm í Stóra fíkniefnamálinu

||
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd / Aldís Pálsdóttir|Ragnar Þór Ingólfsson

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Pétur Jökul Jónasson í átta ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Segir saksóknari dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með.

Fram kemur í frétt Vísis að Pétur Jökull hafi verið ákærður fyrir aðild sína að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni til Íslands sumarið 2022. Fyrir dómsuppkvaðninguna höfðu fjórir aðrir hlotið dóma í málinu en þeir voru dæmdir í fimm og upp í níu ára fangelsi. Taldi lögreglan að Pétur Jökull hefði gegnt lykilhlutverki við skipulagningu á innflutningnum.

Í málflutningi sínum gerði Dagmar Ösp Vésteindóttir saksóknari þá kröfu að Pétur Jökull fengi ekki styttri dóm en Birgir Halldórsson, sem áður hefur fengið dóm í málinu en í Landsrétti var hann dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi. Sagði hún að í raun benti ýmislegt til þess að Pétur hefði verið hærra settur í innflutningnum en Birigr.

Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Dagmar Ösp að refsingin sé í samræmi við það sem lagt var upp með. Enn hefur dómurinn ekki verið birtur en greinilegt er að dómarinn telji að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull hafi verið einn af lykilmönnum glæpsins.

 

Köfunarkonan öll að koma til: „Missti tíma­bundið meðvit­und“

Konan missti meðvitund í Silfru - Myndin tengist frétttinni ekki beint - Mynd: Guide to Iceland

Kona sem missti meðvitund við köfun í Silfru á þriðjudaginn er öll að koma til en kalla þurfti út þyrla Landhelgisgæslunnar til að sækja hana. Sjúkrabíll var þó kominn á vettvangi og var hlúð að konunni þar til flogið var með hana í bæinn.

Konan er á sjötugsaldri en hún var hluti af hópi ferðamanna á vegum ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is en mbl.is greindir frá þessu.

„Það var kona í köf­un og það kom eitt­hvað upp á, henni svelgd­ist held ég á eða eitt­hvað og missti tíma­bundið meðvit­und,“ sagði Ein­ar Á. E. Sæ­mundsen, þjóðgarðsvörður á Þing­völl­um.

Á að banna ferðir í íshella á sumrin?

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Eftir dauðsfall bandarísks manns um helgina í íshelli í Breiðamerkurjökli hafa skapast miklar umræður um hvort rétt sé að leyfa ferðir í íshella á sumrin en flestir leiðsögumenn á Íslandi eru ekki hrifnir af slíku meðan sumir telja sé rétt staðið að málum þá ætti ekki að vera teljandi hætta á alvarlegum slysum.

Því spyr Mannlíf: Á að banna ferðir í íshella á sumrin?

This poll has ended (since 2 months).
95.68%
Nei
4.32%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 30. ágúst.

Fríða vill að vantrauststillaga verði lögð fram á Sigríði Dögg: „Blaðamannafélagið er búið að vera“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

Fríða Björnsdóttir, blaðamaður númer eitt, segir að Blaðamannafélag Íslands sé búið að vera.

Hinn gamalkunni blaðamaður og fyrrverandi framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands, Fríða Björnsdóttir, gagnrýnir nýjan formann félagsins harðlega í samtali við Mannlíf. Fríða, sem er fyrsti meðlimur félagsins er einnig afar ósátt við lagabreytingu sem leggja á fram á framhaldsaðalfundi félagsins næstkomandi miðvikudag. Þar er meðal annars stungið upp á að blaðamenn sem hættir séu störfum vegna aldurs eða örorku missi atkvæðisrétt sinn um málefni félagsins.

Hér má lesa tillöguna sem lögð verður fram á miðvikudaginn:

2.3. gr. verði svohljóðandi:

„Félagsmanni, sem hættir störfum vegna aldurs eða örorku, skal vera heimilt að vera áfram félagi hafi hann greitt félagsgjöld til félagsins næstliðna 6 mánuði áður en hann lét af störfum. Hann skal eftir það vera undanþeginn greiðslu félagsgjalda og hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins en ekki atkvæðisrétt.“

„Ég lít svo á að félagið sé búið að vera, bara hreint og klárt,“ segir Fríða í samtali við Mannlíf og innt eftir ástæðu fyrir þeirri skoðun svaraði hún: „Það er bara búið að vera að öllu leyti.“ Nefnir hún sem dæmi, sem þó sé lítið í stóra samhenginu, að kaffihittingar blaðamanna á föstudögum í húsakynnum Blaðamannafélagsins, sem var orðin hefð og nokkuð vinsæl hjá gamalreyndum blaðamönnum, hafi verið hætt undir nýrri stjórn. „Kaffið á föstudögum skiptir auðvitað engu máli þannig nema að það er gaman að hittast og það komu stundum yngri blaðamenn en 100 ára í kaffi á föstudögum, þannig að maður hafði samband við lífið og tilveruna og þeir við okkur eldri.“ Þá nefnir Fríða einnig lagabreytingartillöguna sem birtist hér fyrir ofan: „En þegar það er búið að leggja það til, en það er ekki búið að samþykkja það en auðvitað verður það samþykkt því við erum ekki nógu mörg. Við erum þó með atkvæðisrétt þangað til. En þegar allt þetta er farið þá er það sem einu sinni hét Blaðamannafélag Íslands, það er það ekkert lengur.“

Vantraust á formanninn

Aðspurt hvort hún hafi heyrt að vantrauststillaga á formann Blaðamannafélagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur verði lögð fram á framhaldsaðalfundinum á miðvikudag, játaði hún því. „Já, það hefur verið sagt í mín eyru að það ætti að bera vantrausttillögu á formanninn og ég er út af fyrir sig algjörlega sammála því.“

Þá talar Fríða um aðra tillögu sem hún vill bera fram á fundinum: „Ég vil óska þess eða krefjast þess að vegna þess að það er búið að eyða milljónum í að finna út hvort eða hvort ekki Hjálmar [Jónsson, fyrrverandi formaður BÍ. Innsk. blaðamanns] sé sekur um allt milli himins og jarðar, að þá finnist mér rétt að formaðurinn geri hreint fyrir sínum dyrum og sanni sakleysi sitt.“ Á Fríða þar við meint skattalagabrot Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem fjölmiðlar fjölluðu um í fyrra en í janúar á þessu ári kvaðst hún, í samtali við Mannlíf, vera saklaus af slíkum brotum. Og Fríða heldur áfram og sagðist hafa hringt í Sigríði Dögg einhvern tíma út af sjúkrasjóðunum en Fríða var þá stödd í Bandaríkjunum: „Við töluðum saman og til að byrja með var allt á ljúfum nótum en svo segir hún allt í einu „Ég hef frétt að þú sért að bera mig út um allt,“ sem sagt sögur um hana sennilega. Og ég sagði „Hvað er sagt að ég segi um þig?“ „Að ég sé skattsvikari.“ Og þá segi ég „Það er rétt eftir mér haft. Það er það sem maður er búin að lesa. Við vitum ekk betur, alveg eins og allt sem var borið á Hjálmar, sem var svo ekki glæpur sem hægt væri að dæma einn eða neinn fyrir.“ Þannig að ég stend við það, á meðan hún afsannar það ekki, að þessi áburður sem hefur verið borinn á hana úti í bæ af fólki og fjölmiðlum, ef það er ekki borið til baka og sýnt fram á að það sé lygi. Ég get þá farið og beðið hana afsökunar, ef það reynist vera lygi, ef ekki, þá finnst mér ekki að blaðamannafélag geti haft einhvern sem hefur brotið einhvers konar lög eða opinberar reglur á sviði peningamála eða annarra mála, sem formann félagsins.“

Vopnað gengi hefur yfirtekið nokkur fjölbýlishús í bandarískri borg – MYNDBAND

Gengið var vel vopnað - Mynd: Skjáskot

Vopnað gengi tók yfir fjölbýlishús í Aurora í Colorado í Bandaríkjunum.

Í myndbandi sem birtist fyrr í vikunni sjást meðlimir Teren de Argua labba um ganga fjölbýlishúsnæðis í borginni Aurora og eru meðlimir vopnaðir árásrifflum og skammbyssum og segja íbúar borgarinnar að þetta sé ekki fyrsta skipti sem þetta gerist. En í myndbandinu sést að mennirnir eru sex talsins og sjást fimm þeirra vopnaðir en gengið á rætur sínar að rekja til Venúsúvela.

Dani Jurinsky, borgarfulltrúi í Aurora, fullyrðir í viðtali að gengið hafi yfirtekið nokkurn fjölda fjölbýlishúsa í borginni.

Lögreglan í Denver, sem er stutt frá Aurora, sendu frá sér tilkynningu um að það sé verið skoða Teren de Argua gengið í tengslum við ýmsa glæpi þar á bæ en kannast ekki við að gengið hafi tekið yfir fjölbýli í borginni.

Sjálfstæðisflokkurinn hruninn í Reykjavík – Fyrrverandi borgarstjóri segir ástandið vera óviðunandi

Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík

Sjálfstæðisflokkurinn er við hrun í Reykjavík og mælist vera fimmti stærsti stjórnmálaflokkurinn í borginn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist núi með aðeins 10,3 prósent fylgi í höfuðborginni. Samfylkingin ber höfuð og herðar yfir aðra flokka og mælist langstærst með 29,9 prósent. Miðflokkurinn, Viðreisn og Píratar mælast allir hærri í könnuninni en Sjálfstæðisflokkurinn. Miðflokkurinn fengi 10,8 prósent, Píratar 11,5 prósent og Viðreisn 12,3 prósent. Sósíalistaflokkurinn er með rúmlega 5 prósenta fylgi en Vinstri-grænir eru með rúmlega 4 prósent.

Hrun á fylgi sjálfstæðismanna í Reykjavík er enn meirta en það sem flokkurinn glímir við á landsvísu þar sem nýjasta mæling sýnir hann vera innan við 14 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er átakanlega lágt í því ljós að flokkurinn var lengst af með 40-60 prósenta fylgi og hreinan meirihluta á stundum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, birtir í dag grein í Mogganum þar sem hann gefur minnihluta Sjálfstæðisflokksins og forystu Hildar Björnsdóttur falleinkunn.

„Ljóst er að staða Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn er óviðun­andi. Fylgið hef­ur um nokk­urt skeið verið í lág­marki, eða í kring­um 20%. Um þessa stöðu ritaði ég grein í Morg­un­blaðinu 8. ág­úst sl. Í þeirri grein hvatti ég borg­ar­stjórn­ar­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins til að end­ur­skoða vinnu­lag sitt,“ skrifar Vilhjálmur.

Hann segir stöðu flokksins vera óviðunandi í alla staði. Það gerist þrátt fyrir að borginni sé illa stjórnað af núverandi meirihluta.

„Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins verða að gera sér grein fyr­ir því að nú­ver­andi vinnu­lag þeirra er ekki lík­legt til að færa Sjálf­stæðis­flokkn­um auk­in áhrif á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar. Bet­ur má ef duga skal,“ skrifar Vilhjálmur og vill að borgarfulltrúar setji í sig hrygg og fundi með borgarbúum til að reifa sín stefnumál.

.

Stefán Einar og áfengið

Gunnar Smári Egilsson Ljósmynd: Facebook

Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, hefur mikla unun að’ því að espa Stefán Einar Stefánsson, blaðamann Mogggans, upp á Facebook. Ítrekað hafa sprottið upp illindi á milli þeirra við þórðargleði þeirra sem lesa.

Ein slík deila varð í vikubyrjun þegar Gunnar Smári spurðu Stefán að gefnu tilefni hvort hann væri ennþá „fullur á Facebook“.  Óljóst er hvað Gunnar Smári hefur fyrir sér varðandi áfengisvandamál Stefáns sem brást snakillur við þessum orðum og spurði hvort Gunnar Smári hefði sem fyrrverandi formaður SÁÁ enga sómakennd þar sem þessi sjúkdómur væri annars vegar.

„Ógeðslegt að sjá fyrrum formann SÁÁ en núverandi níðing hæðast að fólki vegna meintrar áfengisneyslu. Hefur þú enga, bara nákvæmlega enga sómakennd? Er þér ekkert heilagt nema eigin sitjandi?“ spyr Stefán og fær það óþvegið til baka.

„Ættirðu ekki að stofna samtök fulla karlsins og krefjast þess að hann njóti meiri virðingar í samfélaginu? En ef þú átt í vanda með drykkjuna skaltu leita til ráðgjafa SÁÁ, ekki pexa við gamla formenn á Facebook. Það er ekki bataleið,“ skrifar hann.

Einhverjir kunna staldra við og taka undir með Stefáni varðandi sjúkdóminn. Gunnar Smári gerði betur í að hjálpa blaðamanninum í neyð hans og reyna að bjarga honum fremur en að rífast við hann og lítillækka hann fyrir veikindi sem steypt hafa svo mörgum í glötun …

Íkveikjur í Kópavogi – Vildu sofa við verslun

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nokkrir þreyttir aðilar reyndu að vera sér hvílustað utan við verslun í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan mætti á staðinn og skipaði fólkinu að taka saman hafurtask sitt og finna annan svefnstað.

Mikið var um ölvun í miðborginni í gærkvöld. Þrír gistu fangageymslu lögreglu eftir nóttina fyrir ýmsar sakir.

Í Kópavogi var tilkynnt um eld í ruslatunnu. Minniháttar tjón hlaust af. Á nærliggjandi svæði var kveikt í gámi. Þriðja tilfellið um íkveikju kom einnig upp í Kópavogi þegar kveikt var í gámi við grunnskóla. Eldurinn náði að læsa sig í grindverk. Óljóst er hver var að verki eða hvort íkveikjurnar tengjast.

Ökufantur keyrði á og viðbeinsbraut Ívar litla – Dróst 12 metra undir bílnum

Keyrt var á Ívar á Kveldúlfsgötu - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Ja.is

Keyrt var á Ívar Erlendsson í Borgarnesi árið 1991 en hann var aðeins fjögurra ára gamall. DV sagði frá málinu.

Ívar var úti að leika sér þegar hann ákvað að sækja vatn í fötu úr polli á bílastæði sem var rétt hjá. Þegar hann sótti vatnið keyrði bíll á hann og festist Ívar undir bílnum og dróst með honum 12 metra. Svo stoppaði bílinn og bakkaði og keyrði í burtu. Krakkar sem sáu atvikið sögðu að ökumaður bílsins hafi farið stuttlega farið úr bílnum til að athuga málið.

Ívar slasaðist illa en hann slæma áverka á vinstri vanga fró gagnauga aö eyra, djúpan skurð á kjálka auk þess sem hann viðbeinsbrotnaði og fékk sár á hné. „Móðir hans hringdi til mín og henni var mikið niðri fyrir. Ég skildi varla hvað hún sagði. Ég dreif mig beint heim í skítugum gallanum og fór með strákinn á heilsugæslustöðina þars em læknir bjó um sárin eins og hægt var. Siðan var strax farið með hann í sjúkrabíl til Akraness. Stráknum tókst að ganga sjálfur af stað eftir slysið en bróðir hans, sjö ára, mætti honum á miðri leið. Bróðirinn er búinn að vera í sjokki eftir að þetta gerðist,“ sagði Erlendur Samúelsson, faðir Ívars, við DV um málið.

Lítið sofið á sjúkrahúsinu

Ívar gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu á Akranesi en gat lítið sofið vegna verkja og uppkasta. „Ég hef ekkert getað sofið frá því klukkan sjö á þriðjudagsmorgun þó svo aö strákurinn hafi blundað á milli,“ sagði Erlendur. Ívari var þó allur að koma til að sögn Erlings.

Lögreglan í Borgarnesi sagði við DV að ökumaðurinn hafi hugsanlega ekki séð Ívar vegna myrkurs en slysið átti sér stað klukkan 17:30 í janúar 1991. Hann hafi mögulega talið að eitthvað væri að bílnum og hafi þess vegna stöðvað bílinn en ekki séð Ívar þegar hann fór úr bílnum.

Uppfært: Í upphaflegri frétt DV var faðir Ívars sagður heita Erlingur. Rétt er að hann heitir Erlendur og hefur fréttin verið leiðrétt í samræmi við það.

Raddir