Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Framsókn biði afhroð í borginni ef kosið yrði í dag – Sanna talin standa sig best

Algjört afhroð biði Framsóknarflokkins í Reykjavík kosið yrði í sveitarstjórnarkosninum í dag, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Samfylkingin fengi flest atkvæði samkvæmt sömu könnun.

RÚV segir frá niðurstöðu nýrrar könnunar Maskínu á fylgi flokkanna í Reykjavíkurborg en Framsókn, sem var sigurvegari síðustu borgarstjórnarkosninga, mælist nú með 14 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum eða einungis fjögur prósent. Könnun Maskínu fór fram dagana 7. til 16. ágúst.

Samkvæmt könnuninni mælist Samfylkingin með mest fylgi eða 26 prósent en næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent. Um 12 prósent myndi kjósa Pírata en fæstir myndu greiða Vinstri grænum atkvæði sitt eða aðeins þrjú prósent kjósenda.

Ef kosið yrði til kosninga nú myndi Samfylkingin, samkvæmt könnuninni, bæta við sig 5,6 prósentum, Viðreisn mynd bæta við sig 6,4 prósentum og Píratar 0,3 prósentum. Án þess að hægt sé að fullyrða það, þá fengju Framsóknarmenn ekki nema einn fulltrúa í borgarstjórn ef niðurstöður kosninga yrðu eins og könnunin bendir til.

Spurt var: Ef kosið yrði til sveitarstjórna í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Spurningin var borin upp við 869 manns. Svarhlutfallið var 75%. Könnunin var gerð dagana 7. til 16. ágúst 2024.

Sanna Magdalena vinsælust

Samkvæmt könnuninn er borgarstjórnin afar óvinsæl en einungis 18 prósent Reykvíkinga telja meirihlutann standa sig vel í störfum sínum og aðeins 23 prósent eru ánægðir með störf Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra. All telja 44 prósent borgarbúa meirihlutann standa sig illa.

Þrátt fyrir að meirihlutinn sé óvinsæll, er minnihlutinn jafnvel enn óvinsælli en einungis 10 prósent borgarbúa telja hann standa sig vel en 42 prósent telja hann standa sig illa í borgarstjórn.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, úr Sósíalistaflokknum er vinsælasti borgarfulltrúinn samkvæmt könnuninni en 18 prósent þátttakenda telja hana hafa staðið sig best. Næstur kemur Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og forseti bæjarstjórnar en hann mælist með 16 prósent. Eftir honum mælist Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins með 14 prósent. Þá er borgarstjórinn fjórður í röðinni með aðeins sjö prósent.

Konan sem slasaðist í íshellinum er ófrísk

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Bandaríska konan sem slasaðist alvarlega þegar ísveggur hrundi við Breiðurmerkujökul á sunnudaginn er ófrísk. Eiginmaður hennar lést í slysinu.

Samkvæmt heimildum Vísis er konan á batavegi og barninu varð ekki meint af. Konan var í íshellaskoðunarferð á vegum Ice Pic Journeys ásamt eiginmanni sínum, sem lést í slysinu. Í hópnum voru alls 23 ferðamenn sem skipt hafði verið í tvo hluta. Samkvæmt heimildum Vísis voru tveir óreyndir leiðsögumenn með hvorn hópinn.

Eftir slysið var leitað að tveimur ferðamönnum sem talið var að hefðu orðið undir ísnum, allt þar til í ljós kom að fyrirtækið hefði gefið upp rangar upplýsingar um fjölda ferðamanna í ferðinni en leitinn var hætt um miðjan dag á mánudaginn.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssononar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, stendur ekki til að loka veginum að Breiðamerkurjökli.

„Þá værum við að fara að loka öllum jöklum landsins,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi.

 

 

 

 

Björn lætur ráðherra heyra það: „Heimskulegustu ummæli ársins 2024“

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Björn Birgisson, samfélagsrýnir og fyrrum ritstjóri frá Grindavík segir ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra sem hann lét falla á dögunum, örugglega flokkast með „heimskulegustu ummælum ársins 2024“.

Ummæli Sigurðar Inga Jóhannessonar, fjármálaráðherra og formanns Framsóknarflokksins í Kastljósi á dögunum, féll vægast sagt í kramið hjá mörgum Íslendingum en þar sagði hann það vera í erfðaefni Íslendinga að sætta sig við verðbólgu. Fjölmargir hafa kvartað yfir þessum orðum Sigurðar Inga, bæði á samfélagsmiðlunum á kaffistofum vinnustaða en einn þeirra sem er ósáttur við orð fjármálaráðherrans er samfélagsrýnirinn Björn Birgisson, sem oft hittir naglann á höfuðið í Facebook-færslum sínum, sem gjarnan fá mikil viðbrögð frá lesendum.

„Siggi DNA.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í Kastljósi í fyrri viku að það væri í erfðaefni Íslendinga að sætta sig við eða sækjast jafnvel eftir hærri verðbólgu en aðrar þjóðir.“ Þannig hefst færsla Björns og heldur síðan áfram:

„Þessi ummæli munu örugglega flokkast með heimskulegustu ummælum ársins 2024.
Hið rétta er að það er mjög líklegt að íslenskir stjórnmálamenn gætu haft þannig DNA í sér sem geri þá algjörlega vanhæfa til að stjórna efnahagsmálum, vöxtum, verðbólgu og gengi gjaldmiðilsins.“

Að lokum segir Björn að Íslands sé ávalt í ruslflokki í þessum málaflokki.

„Alla vega er Ísland alltaf í ruslflokki þegar kemur að stöðugleikanum í þessum þáttum efnahagslífsins.“

Lögreglan óskar eftir vitnum vegna alvarlegs áreksturs: „Hann er mikið slasaður“

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan óskar eftir vitnum í tilkynningu á Facebook.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Bústaðavegar og Suðurhlíðar í Reykjavík sl. laugardag, 24. ágúst. Tilkynning um slysið barst kl. 15.28, en þar varð árekstur bifreiðar og rafmagnshlaupahjóls. Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið vestur Bústaðaveg, en við gatnamótin beygði ökumaður hennar til norðurs (akstursleið að Veðurstofu Íslands) þegar ökumaður rafhlaupahjóls ætlaði að þvera veginn á sama stað svo árekstur varð með þeim. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild, en hann er mikið slasaður.

Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]

Nýr landsliðshópur kynntur – Gylfi valinn í þetta sinn

Gylfi ekki valinn- Mynd: Björgvin Gunnarsson

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefur tilkynnt hvaða leikmenn hafa verið valdir í landsliðshópinn fyrir leiki Íslands gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðardeildinni. Ísland mætir Svartfjallalandi föstudaginn 6. september á Laugardalsvelli og Tyrklandi á útivelli mánudaginn 9. september.

Hægt er að sjá leikmenn hópsins hér fyrir neðan:

Elías Rafn Ólafsson – FC Midtjylland – 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford – 11 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson – K.V. Kortrijk – 4 leikir

Alfons Sampsted – Birmingham City – 21 leikur
Valgeir Lunddal Friðriksson – BK Häcken – 10 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson – Plymouth Argyle F.C. – 44 leikir, 1 mark
Kolbeinn Birgir Finnsson – Utrecht – 12 leikir
Sverrir Ingi Ingason – Panathinaikos F.C. – 51 leikur, 3 mörk
Hjörtur Hermannsson – Carrarese – 27 leikir, 1 mark
Daníel Leó Grétarsson – SønderjyskE – 18 leikir
Logi Tómasson – Strømsgodset – 3 leikir

Jóhann Berg Guðmundsson – Al-Orobah – 93 leikir, 8 mörk
Arnór Sigurðsson – Blackburn Rovers – 33 leikir, 2 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson – Valur – 80 leikir, 27 mörk
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping – 58 leikir, 6 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – Hertha BSC – 37 leikir, 5 mörk
Hákon Arnar Haraldsson – LOSC Lille – 19 leikir, 3 mörk
Willum Þór Willumsson – Birmingham City – 9 leikir
Stefán Teitur Þórðarson – Preston North End – 20 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson – Venezia FC – 15 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson – AGF – 28 leikir, 2 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson – Fortuna Düsseldorf – 27 leikir, 3 mörk

Orri Steinn Óskarsson – FC Köbenhavn – 8 leikir, 2 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen – K.A.A. Gent – 24 leikir, 6 mörk

Fjölmennur samstöðufundur með Yazan litla haldinn í gær – Verður vísað úr landi á allra næstu dögum

Yazan á fjölmarga stuðningsmenn hér á landi. Ljósmynd: Aðsend
Fjölmennur samstöðufundur var haldinn til stuðnings Yazan Tamimi, 12 ára fötluðum drengi frá Palestínu sem yfirvöld hyggjast reka frá landi á næstu dögum.

Vinir Yazans stóðu aftur fyrir samstöðufundi með Yazan Tamimi, fötluðum dreng sem vísa á úr landi, þrátt fyrir að það geti haft afgerandi áhrif á heilsu hans og líf. Samkvæmt síðustu fréttum gæti það gerst með mjög stuttum fyrirvara.

Um 600 manns mætti á samstöðufundinn í gær.
Ljósmynd: Aðsend
Fundarstjóri samstöðufundarins var Sólveig Arnarsdóttir, leikkona en ræður fluttu Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla og Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur.
Þá var Unnsteinn og Haraldur auk barnakórs með tónlistaratriði. Samkvæmt talningu mættu um 600 manns á fundinn.

Yazan, sem þjáist af hrörnunarsjúkdóminum Duchenne, dvelur nú á sjúkrahúsi vegna hrakandi heilsufars, bæði andlegs og líkamlegs.

Yazan Tamimi

Alls 1430 einstaklingar skrifuðu undir eftirfarandi yfirlýsingu til stuðnings Yazan:

Það sem Yazan er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang.

Okkur ber að gera betur!

„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir um hagi þess“ (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna). Það er því satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan hér á landi. Þessi 11 ára drengur er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar staðfesta að megi ekki rjúfa.

Við flutning hans frá landinu skerðist þjónustan verulega og setur heilsu og líf Yazans í hættu. Það yrði brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar, og umönnunar í samræmi við aldur og þroska.

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.

Að hjálpa öðrum í neyð er ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það er því siðferðilega rétt að hætta við brottvísun hans.

Virðum þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýnum mannúð í verki.

Yazan á heima hér.

Hátíð Bangsafélagsins haldið um helgina: „Ljúfir, hressir, skemmtilegir og góðir við náungann“

Bangsar í Bláa lóninu 2023. Ljósmynd: Aðsend

Bangsafélagið stendur fyrir árlegri hátíð félagsins Reykjavík Bear dagana 29. ágúst til 1. september. Yfir 125 erlendir bangsar víðsvegar úr heiminum mæta á næstu dögum til Íslands og fagna með Bangsafélaginu.

Reykjavík Bear hátíðin í ár er nokkuð stærri en í fyrra með umtalsvert fleiri miðum seldum. Hátíðin hefur stækkað ár frá ári og hefur aldrei verið vinsælli. Hátíðarpassar eru löngu uppseldir en bangsar og bangsavinir þurfa alls ekki að örvænta því miðar í partý Reykjavík Bear eru enn til sölu á reykjavikbear.is og svo má alltaf kaupa í hurð.

Frá bangsahátíðinni í fyrra.
Ljósmynd: Aðsend

Samkvæmt tilkynningu frá félaginu eru allir velkomnir á Reykjavík Bear, sís, trans eða kynsegin og alveg sama hvernig fólk lítur út en líkamsskömm verður að skilja eftir heima. „Bangsar vita að þegar maður lítur ekki út eins og fólkið í tískutímaritum og flest fólk í sjónvarpi er auðvelt að fara að trúa því að maður sé þess ekki verðugur að vera elskaður. Bangsarnir sameinast um lífsgleði, samstöðu og samkennd. Bangsar eru ljúfir, hressir, skemmtilegir og góðir við náungann,“ segir í tilkynningunni.

Frá bangsahátíðinni í fyrra. Ljósmynd: Aðsend

Bangsafélagið var stofnað árið 2019 í kringum árlegu bangsahátíðina Reykjavík Bear. Að auki heldur Bangsafélagið fjölda viðburða, eflir samstöðu og félagsskap og vinnur að því að auka sýnileika bangsa og þeirra sem tilheyra því samfélagi með einum eða öðrum hætti. Bangsar vita að það eru allskonar líkamar og allskonar fólk.

Þrír eiturhressi bangsar á hátíðinni 2023.
Ljósmynd: Aðsend

Reykjavík Bear stendur yfir í fjóra daga með nokkrum fjölda skemmtana en þar á meðal eru heimsókn í Sky Lagoon, ferð um Gullna hringinn, bangsabrunch og bangsapartý öll kvöldin. Á föstudagskvöld er Top-off partý á Gauknum þar sem gestum er boðið að skemmta sér berir að ofan á meðan DJ Mighty Bear þeytir skífum. Laugardagsbangsapartý fer fram á Bryggjunni Brugghúsið þar sem DJ Rami hitar upp fyrir DJ Perfecto sem kemur alla leið frá Ungverjalandi til að skemmta alþjóðlegum hópi Bangsa.

 

75 ára gamall maður réðst með hnífi á gest á veitingastað út af víni – MYNDBAND

David Gulley hefur verið ákærður - Mynd: Skjáskot

Gestir á veitingastaðnum Red Horse í New Jersay í Bandaríkjunum urðu vitni að árás á gest.

Í myndbandi sem vefsíðan TMZ hefur birt sést rifrildi eiga sér stað á veitingastaðnum en forsaga málsins er sú að gestur á einu borði hellti óvart víni yfir gest á öðru borði. Í myndbandinu sést maður í hvítri skyrtu drullu yfir fólkið á hinu borðinu fyrir að hafa hellt niður víninu. Fólkið reynir að útskýra fyrir manninum að um slys hafi verið að ræða en hann lætur sér ekki segjast og heldur áfram að setja út á hegðun fólksins.

Eftir að hafa hlustað í nokkra stund dregur maður að nafni David Gulley upp steikarhníf og reynir að stinga manninn í hvítu skyrtunni en honum er snögglega hent í jörðina. Eðlilega vakti þessi árás sterk viðbrögð gesta og má heyra nokkra þeirra öskra í myndbandinu. Hann var síðan afvopnaður og handtekinn af lögreglu. Maðurinn í hvítu skyrtunni hlaut skurð á fingri en neitaði allra læknisaðstoð.

Hinn 75 ára gamli David Gulley hefur hins vegar verið ákærður fyrir líkamsárás og vopnaburð.

Sir Jim Ratcliffe framleiðir gin til verndar villta laxinum

Sir Jim Ratcliffe og samtök hans, Six Rivers munu á næstunni framleiða sérstakt gin í samstarfi við sænskan ginframleiðanda. Hluti söluhagnaðarins mun renna til verndar villta Atlantshafslaxinum.

Samkvæmt heimasíðu Six Rivers segir um Íslandsdeild samtakanna: „Six Rivers Iceland er verndaráætlun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni, sem leitast við að snúa við hnignun Atlantshafslaxa.“ Það er í því ljósi sem Sir Jim Ratcliff, stofnandi þess, hefur nú gert samning við sænska ginframleiðandann Hernö Gin, sem hlotið hefur fjölmörg verðlaun fyrir vörur sínar. Meðal annars hefur fyrirtækið hlotið fengið verðlaun fyrir besta gin og tóník á Alþjóðlegu vín- og áfengiskeppni IWSC og það þrisvar sinnum, sem er oftast allra.

Í tilkynningu, sem Austurfrétt segir frá, segir að Sir Jim Ratcliffe hafi heimsótt framleiðsluna í Harnösand í Norður-Svíþjóð og í kjölfarið hafið viðræður sem nú hafi borið árangur.

„Hernö liðið hefur mikla ástríðu fyrir framleiðslu sinni og löngun til að skila ekki bara af sér ginflösku heldur upplifun,“ er haft eftir honum í tilkynningunni.

Hið nýja Six Rivers gin byggir á hefðbundnu Hernö gini sem inniheldur einiber, kóríanderfræ, mjaðjurt, títuber og sítrónubörk en íslenskum fjallagrösum er bætt við sem og vallhumli, til að laða fram hið íslenska bragð eins og það er orðað í frétt Austurfréttar.

Six Rivers ginið verður fyrst og fremst selt í Bretlandi og á Íslandi en ákveðinn hluti af andvirði hverrar seldrar flösku mun renna til baráttu Six Rivers til verndar villta Atlanthafslaxinum.

Leiðsögumaður rauk til bjargar á Breiðamerkurjökli: „Hann kom aftur og það var blóð á honum“

Einn lést eftir að ísveggur féll í íshelli - Mynd: Landsbjörg

Scott Stevens var staddur í íshellaskoðun á Breiðamerkurjökli ásamt tíu ára dóttur sinni þegar slysið varð á sunnudaginn en hann opnaði sig um það í viðtali við CNN.

Í viðtalinu greinir Stevens frá því að hann hafi verið að taka myndir af dóttur sinni í hellinum og ætlað að skipta um linsu á myndavélinni sem hann hafði með sér. Hann hætti þó við það til að tefja ekki annað fólk en röð hafði myndast fyrir aftan hann.

„Mér fannst dónalegt af mér að láta aðra standa fyrir aftan mig meðan ég skipti um linsu þannig að ég sleppti því og við löbbuðum út,“ sagði Stevens en DV greindi fyrst frá viðtalinu hérlendis.

„Ef ég hefði skipt um linsu þá væri ég 100% dáinn núna. Við stóðum á nákvæmlega þessum stað,“ og vísar í bandaríska manninn sem varð undir ísveggnum og lést. Þá segir hann frá að slysið hafi haft mikil áhrif á dóttur sína. „Hún er búin að hugsa mikið um að ég hefði getað dáið á meðan ég var að taka myndir af henni. Ég hef hugsað um aumingja manninn sem var þarna í fríi og eflaust á leiðinni heim til sín.“

Tárvotur leiðsögumaður

Þá segir Stevens að leiðsögumaður hafi drifið sig til að veita bandarísku konunni sem varð undir ísveggnum aðhlynningu en hann hafi verið í miklu áfalli næst þegar Stevens ræddi við hann.

„Hann var tárvotur. Hann kom aftur og það var blóð á honum, líklega úr manninum sem lést. Hinn leiðsögumaðurinn var líka eyðilagður og augljóslega í gríðarlegu áfalli.“

Metfjöldi rekinn frá Íslandi

Frá Leifssöð. Myndin tengist ekki fréttinni.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur það sem af er árinu vísað 581 einstaklingi á brott frá ytri og innri landamærum Íslands í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta þýðir að rúmlega 70 manns eru í hverjum mánuði sendir frá landinu. Fólkið er rekið á brott á grundvelli laga um útlendinga. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar.

Lögregla hefur heimildir til að vísa útlendingum frá landinu við komu til landsins ef þeir uppfylla ekki skilyrði um ferðaheimildir eða lýst með trúverðugum hætti tilgangi fyrir dvölinni. Þá ber ferðalöngum að hafa nægileg fjárráð til heimferðar.

Fjöldi frávísana á árinu hefur þegar náð þeim fjölda sem frávísað var allt árið 2023 þegar 439 manns var vísað frá Íslandi. Á 13 ára tímabili, frá 2010-2022, voru frávísanir á Keflavíkurflugvelli aðeins 620.

Aukning frávísana er að sögn lögreglunnar fyrst og fremst vegna áherslubreytinga hjá embættinu, auknu landamæraeftirlit, meiri gæðum landamæraeftirlits, bættrar þekkingar og eflingu eftirlits á innri landamærum Schengen.

Frægari en frú Vigdís

Elín Hall mun sigra heiminn

Kvikmyndin Ljósbrot eftir verðlaunaleikstjórarann Rúnar Rúnarsson var frumsýnd í fyrradag. Aðdáendur Rúnars brosa út að eyrum því myndin inniheldur allt það sem leikstjórinn gerir best allra íslenskra leikstjóra. Myndin er á sama tíma draumkennd og jarðbundin en hún sýnir hóp ungs fólks takast á við óvænt andlát vinar þeirra.

Leik- og tónlistarkonan Elín Hall leikur aðalhlutverkið en hún sló í gegn þegar hún lék aðalhlutverkið í myndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Elín sýnir algjöran leiksigur í Ljósbroti og ljóst að hún hefur stimplað sig inn sem ein af bestu leikkonum Íslands þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul. Ekki nóg með það heldur á hún líka vinsælasta lagið á Rás 2 þegar þetta er skrifað og gaf út eina bestu plötu ársins 2023.

Elín mun fljótlega birtast landsmönnum sem ung Vigdís Finnbogadóttir í samnefndum þáttum um ævi Vigdísar. Haldi Elín áfram að sýna hæfileika sína í þeim þáttum má reikna með að stutt verði þar til að hún haldi til Hollywood og verði frægari en frú Vigdís sem er þó heimsbyggðinni vel kunn …

Betlari ógnaði manni í miðborginni – Hnífadrengir handteknir og fangelsaðir eftir rán og ofbeldi

Lögreglan að störfum.

Kona sem var að betla á almannafæri sýndi ekki auðmýkt þegar hún bað um aðstoð til að lifa af í hörðum heimii. Þvert á móti var hún með ógnandi framkonu í því skyni að ná sínu fram. Lögregla var kölluð til en betlarinn ofbeldisfulli var þá horfinn á braut.

Höfð voru afskipti af erlendum ríkisborgurum vegna gruns um það lögbrot að þeir væru að vinna á landinu án þess að hafa til þess atvinnuréttindi. Þrennt var flutt á lögreglustöð til yfirheyrslu. Fólkið látið laust eftir að skilríki þess höfðu verið staðfest.

Afskipti voru höfð af ungmennum sem voru að brjóta sér leið inn í yfirgefið húsnæði. Hústökufólkið þumbaðist við að gefa upp nafn og kennitölur og var handtekið og fært á lögreglustöð. Foreldrar og barnavernd voru upplýst um málið. Við leit á dreng í hópnum fannst hnífur. Sá verður kærður fyrir vopnalagabrot.

Tilkynnt var um hóp af unglingum sem kastaði steinum í rúðu. Þegar lögregla kom á staðinn var rætt við nokkra sem gáfu sig á tal við lögreglu. Ekki var að sjá neinar skemmdir og því ekki gripið til neinna aðgerða.

Ólöglegur hælisleitandi var handtekinn og sviptur frelsi vegna rannsóknar á dvöl hans í landinu.

Skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöld var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ráns. Tveir drengir undir lögaldri voru sagðir hafa hótað þriðja aðila ofbeldi með hníf á lofti og þannig náð að ræna hann munum. Hnífadrengirnir voru handteknir eftir miðnætti og að viðhöfðu samráði við barnavernd voru þeir læstir inni í fangaklefa í  þágu rannsóknar málsins.

Kona nokkur sofnaði í sameign fjölbýlishúss. Lögreglan mætti og vakti hana. ekki er vitað annað en að málið hafi fengið friðsamlegan endi og konan komist í skjól.

Hildur bjargaði sjómanni frá drukknun á Eskifirði: „Ég er ósyndur“

Eskifjörður - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Ljósmynd: Fjarðarbyggð

Hin 12 ára gamla Hildur Þuríður Rúnarsdóttir bjargaði lífi sjómanns frá drukknun en DV greindi frá málinu árið 1990.

Forsaga málsins er að Guðjón Gíslason, sjómaður á Eskifirði, hafði fallið í sjóinn þegar hann var að fara í róður um morgun einn í janúar en í frétt DV var Guðjóni lýst sem annáluðu hörkutóli.

„Báturinn minn var milli tveggja báta. Ég var að losa um bátinn, sem var utan á mínum, þegar rekkverkið, sem ég hélt í, gafa sig og ég féll í sjóinn. Ég meiddist aðeins á handlegg í fallinu. Mér tókst að ná taki á rafmagnssnúru og hélt í hana þar til hjálp barst. Ég var náttúrulega rennandi blautur enda var mestur hluti líkamans í sjónum. Ætli sjórinn hafi verið einnar til tveggja gráðu heitur,“ sagði Guðjón við DV um málið en þegar Guðjón var að kalla eftir hjálp labbaði Hildur Þuríður framhjá smábátabryggjunni á Eskifirði en hún var á leiðinni í skólann. Hún var snögg að ná í hjálp og var Guðjóni kippt upp úr sjónum

„Ég hugsaði um það eitt að halda í snúruna. Ég gat enga hjálp mér veitt. Ég er ósyndur og gat ekki haft mig upp í bátinn. Ég var vongóður um að hjálp bærist. Ætli ég hafi ekki verið í sjónum í um tíu mínútur.“

Guðjón, sem bjó rétt hjá bryggjunni, labbaði heim eftir atvikið og íhugaði að fara í róðurinn eftir fataskipti en hætti við það vegna hversu lengi hann hafði tafist við viðveru sína í sjónum.

Segir Ísraela gera hjálparstarf ómögulegt: „Við höfum ekki burði til að starfa eftir bestu getu“

Eyðileggingin á Gaza á sér ekki hliðstæðu.

Louise Wateridge, yfirmaður samskiptamála hjá Þróunarastoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu eða UNRWA, segir að nýjustu rýmingarskipanir Ísraels á Gaza hafi neytt starfsmenn Sameinuðu þjóðanna undanfarna 48 klukkustundir til að flytja og „endurskipuleggja aðgerðir“.

Hún sagði Al Jazeera frá az-Zawayda á Gaza að aðgerðum Sameinuðu þjóðanna hefði ekki verið hætt þrátt fyrir miklar áskoranir sem ísraelskar hersveitir sköpuðu með „nýjum reglum“.

„Það er ekkert annað en barátta að útvega það sem fólk þarf hér vegna þess að við fáum ekki næga aðstoð. Við fáum ekki nægar birgðir inn og við höfum ekki nægan aðgang til að dreifa til fólks,“ sagði Wateridge.

„Það eru svo margir sem deyja á Gaza út af einhverju sem hægt er að meðhöndla, fólki er hægt að bjarga, en við höfum ekki burði til að gera þetta fyrir þá. Við höfum ekki burði til að starfa eftir bestu getu.“

 

„Væri umfjöllunin sett upp með sama hætti ef gerandi væri ekki hvítur íslenskur strákur?“

María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp.

María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp ljærmáls á því að „í kvöldfréttum RÚV í gær var umfjöllun um skelfilega hnífstunguárás á menningarnótt en komið hefur í ljós (ma annars á Vísi) að árásarmaðurinn(barnið) lagði til fórnarlamba sinna af því er virðist nokkuð yfirlögðu ráði.“

Hún bætir því við að „af þessu eru fjölmörg vitni en samt sem áður var innslagið á RÚV klippt með þeim hætti að skilja mætti að árásin hefði verið í sjálfsvörn. Að lokinni yfirferð um árásina var viðtal við lögreglustjóra sem ræddi almennt um hnífaárásir þar sem hann sagði að börn væru með hnífa til að verja sig því þau væru svo hrædd, en það væri ekki ætlun þeirra að beita þeim.“

María Lilja bendir á að „þetta hefur vissulega komið fram í rannsóknum og má svosem alveg ræða utan þessa máls en ég hef persónulega aldrei vitað til þess að farið sé í sérstakar greiningar á ofbeldismenningu eða líðan gerenda almennt vegna einstakra líkamsárása áður. Afhverju núna?“

Hún er ekki sátt við þennan fréttaflutning:

„Án þess að leggja mikið á sig mátti alveg skilja fréttaflutning með þeim hætti að hér hafi verið um sjálfsvörn að ræða þegar svo var ekki. Þar sem algóið á internetinu mínu er sennilega ákveðinn bergmálshellir langar mig að vita hvort að tilfinning annarra sé sú sama og mín og vina minna og spyr:

Væri umfjöllunin sett upp með sama hætti ef gerandi væri ekki hvítur íslenskur strákur og (einn) þolandinn hælisleitandi frá Palestínu?“

Brynjar sendir Pírötum afmæliskveðju: „Sennilega gagnslausasta stjórnmálaafl sem komið hefur fram“

Athugið, myndin er samsett.

„Mér hefur verið boðið á 10 ára afmælishátíð Pírata í Reykjavík, en sá merki viðburður verður í Tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Í fundarboðinu er því haldið fram að Píratar í Reykjavík hafi verið í fararbroddi í að stuðla að gegnsæi, nýsköpun og lýðræði í samfélaginu.“ Þannig hefst Facebook-færsla meinhornsins og fyrrum þingmann Sjálfstæðisflokksins, Brynjars Níelssonar sem hann birti fyrir stundu.

Eins og allir þeir sem fylgjast með íslenskri pólitík vita er ekki mikill vinskapur á milli Pírata og Sjálfstæðismanna enda hafa þingmenn Pírata, með Björn Leví Gunnarsson fremstan í flokki, verið duglegir að láta höggin dynja á Sjálfstæðismönnum, frá því að flokkurinn var stofnaður fyrir 10 árum síðan. Og nú ætlar flokkurinn að fagna áratugsafmælinu og datt í hug að bjóða Brynjari Níelssyni í veisluna. Brynjar hélt áfram með færsluna:

„Eina augljósa arfleifð Pírata í Reykjavík er aðför að tjáningarfrelsinu. Andstæðar skoðanir er reynt að þagga niður og afgreiða sem falsfrettir, upplýsingaróreiðu eða öfga. Gengið svo langt að krefjast þess að fjölmiðlar þar sem reifuð eru andstæð sjónarmið skuli sviptir opinberum styrkjum. Þetta eru helstu afrek þeirra í þegar kemur að gegnsæi og lýðræði. Vissulega eru þeir í fararbroddi í nýsköpun í fjármálaóreiðu, skipulagsslysum og myglu en þar með er það upptalið. En mesta afrek þeirra er að geta dregið Samfylkinguna og Viðreisn niður á sitt plan, bæði í borginni og landsmálum. Þeim er ekki allsvarnað þegar kemur að því að hafa áhrif.“

Eins og áður sparar Brynjar ekki stóru orðin enda Sjálfstæðismenn duglegir að benda á flísarnar í augum annarra án þess að taka eftir bjálkanum í eigin augum. Þetta sést glöggt í næstu orðum þingmannsins fyrrverandi:

„Tveir stjórnmálafræðingar munu kynna á afmælishátíðinni niðurstöðu rannsókna um stöðu Pírata á Íslandi. Efast ekki um að niðurstaða þeirra sé sú að Píratar hafi verið leiðandi í mannréttindum, lýðræði, nýsköpun og gegnsæi þótt enginn kannist við það. Eina sem fólk man er sundurlaus og óskiljanlegur málflutningur, iðjusemi við að grafa undan mikilvægum stofnunin ríkisins og tillögur þeirra um að allir iðjuleysingar landsins fái framfærslu í nafni borgaralauna. Þetta er sennilega gagnslausasta stjórnmálaafl sem komið hefur fram og sennilega rétt hjá manninum sem sagðist ekki treysta þeim til að fara út í búð fyrir sig þótt þeir hefðu miða.“

Að lokum gerist Brynjar heldur háfleygur í skotum sínum.

„Þetta er afmæliskveðja til Pirata og rétt er að rifja upp að vinur er sá er til vamms segir.“

„Sumir vina minna óttast um afdrif mín ef ég gef þessa bók út“

Rúnar Helgi Vignisson.

Rithöfundurinn og kennarinn Rúnar Helgi Vignisson hefur sent frá sér bókina Þú ringlaði karlmaður.

Rúnar Helgi segir þetta um gripinn:

„#Metoo-byltingin er í algleymingi þegar ég átta mig á því að ég stend varla undir mér sem karlmanni lengur. Vil helst afsala mér því hlutskipti, svo óþægilegt er það orðið.“ Svona hefst nýja bókin mín, „Þú ringlaði karlmaður: Tilraun til kerfisuppfærslu“, sem var að koma úr prentun.“

Og um hvað er bókin?

„Í henni geri ég upp karlmennskuhugmyndir mótunaráranna; um leið ég ég máta mig við þær áherslur sem nú eru efstar á baugi þegar kemur að karlmönnum, karlmennsku og samskiptum kynjanna. Samt er þetta líka bók fyrir konur sem vilja fá innsýn í það hvernig fremur venjulegur karlmaður bregst við kynjaumræðunni.“

Ljóst er að bók þessi mun verða umdeild – sér í lagi ef skoðuð eru skrif Rúnars Helga af Facebook-síðu hans um miðjan síðasta mánuð; þar segir:

„Þriðja próförk mætt á borðið hjá mér. Bráðum þarf ég að taka ákvörðun um það hvort ég eigi að senda bókina í prentun og ef sú verður niðurstaðan þarf ég fyrr en varir að taka ákvörðun um hvort henni verði dreift í búðir þegar hún kemur úr prentsmiðjunni. Þessar ákvarðanir eru óvenju erfiðar vegna þess að sumir vina minna óttast um afdrif mín ef ég gef þessa bók út.“

Anna er ekki að fara að flytja heim: „Vangaveltur eru ekki það sama og ákvörðun“

Anna Kristjánsdóttir segist ekki vera á förum frá Tenerife, þar sem hún hefur búið síðustu fimm árin.

Í nýjustu dagbókarfærslu vélsmiðsins og húmoristans Önnu Kristjánsdóttur, sem hún birti á Facebook, talar hún um ýmislegt sem á daga hennar drífur og fleira sem henni er hugleikið. Segir hún frá íslenskum bræðrum sem heimsóttu hana á Tenerife og sagði svo frá því að hún hafi skroppið á bar eftir að þeir voru farnir. Þar hafi hún frétt að hún væri að flytja aftur til Íslands eða Norðurlandanna, samkvæmt íslenskum fjölmiðlum.

„Er þeir bræður voru farnir skrapp ég aðeins á Mónikubar (Lewinski) þar sem Íslendingar hittast gjarnan á mánudagseftirmiðdögum. Þar frétti ég það að ég væri að flytja til Íslands, en aðrir sögðu Norðurlandanna og þetta væri allt í íslenskum fjölmiðlum sem aldrei skrökva neinu, ekki einu sinni Mogginn.“

Bætti Anna við að vangaveltur séu ekki það sama og ákvörðun og að nú sé allt á uppleið, þar sem uppáhalds barinn hennar opnar aftur á sunnudag.

„Ég þakkaði kærlega fyrir upplýsingarnar, en um leið vil ég taka fram að vangaveltur eru ekki það sama og ákvörðun. Það var vissulega hundleiðinlegt og einmanalegt hér fyrr í sumar og ég fór að velta fyrir mér hvort ekki væri kominn tími á breytingar eftir fimm ára dvöl hérna, en það er allt á leið til betri vegar og pönnukökur í boði á Klausturbar (Nostalgíu) næsta sunnudag.“

Myndband sýnir leiðsögumenn slást fyrir utan íshellinn sem hrundi:„Þetta er mjög gráðugt fyrirtæki“

Frá slagsmálunum Mynd: Youtube-skjáskot

Í myndskeiði sem birtist á Nútímanum í gærkvöldi sjást starfsmenn tveggja ferðaþjónustufyrirtækja í áflogum og hnakkrífast en myndskeiðið er tekið á Breiðamerkurjökli, við gangnamunnann að íshellinum sem hrundi í fyrradag.

Samkvæmt Nútímanum hafa átök á milli starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Breiðamerkurjökli og í Vatnajökulsþjóðgarði verið nærri dagleg síðustu vikur og mánuði en rifist er um „einkaleyfi“ á notkun íshellisins en það var fyrirtækið Niflheimar ehf eða Glacier Mice sem bjó hellinn til.

Fram kemur í umfjöllun Nútímans að íshellirinn sem hrundi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að bandarískur karlmaður lét lífið og unnusta hans slasaðist, hafi verið mikið bitbein hjá stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins eins og sjá má í myndskeiði sem miðillinn birti en þar sjást starfsmenn tveggja fyrirtækja slást við hellismunnann. Þar sem hellirinn er innan Vatnajökulsþjóðgarðs er hann í eigu almennings en svo virðist sem starfsmenn fyrirtækjanna sem sjást í myndskeiðinu, slái til skiptis eign sinni á hellinn.

Í myndskeiðinu sést starfsmaður ónafngreins fyrirtækis, en hann kallar sig í myndskeiðinu Friðrik the Caveman, banna hópi ferðafólks sem var þar á vegum Ice Pic Journeys, að fara inn í hellinn. Enskumælandi leiðsögumaður Ice Pic Journey svaraði þá, í íslenskri þýðingu: „Þetta er hópur sem er með Ice Pic Journey, þannig að þeir eru okkar viðskiptavinir og hafa því leyfi til að fara þarna inn.“ Þessu svarar sjálfskipaði dyravörður íshellisins: „Hvar keyptu þau miða?“ „Það kemur þér ekkert við! Við erum hér löglega.“ svarar þá leiðsögumaður Ice Pic Journeys. Friðrik fer síðan að segja ferðafólkinu að það sé tryggingarlaust, ef eitthvað færi úrskeiðis en því mótmælir leiðsögumaður Ice Pic Journeys. „Hver ert þú? Ertu lögreglumaður?“ spyr ferðalangurinn en maðurinn svarar glottandi: „Nei, ég er Friðrik, the Caveman“ og bætti við að fyrirtæki hans hafi verið með ferðir í íshellinn um langt skeið. Aðspurður hvort hann sé eigandi hellisins svarar hann: „Já, næstum því“. Því mótmælir leiðsögumaður Ice Pic Journeys harðlega og bendir á að þetta sé innan þjóðgarðsins og því í eigu almennings. Téður Friðrik segir svo við viðskiptavini Ice Pic Journeys að því fyrirtæki sé sama um þau. „Þetta er mjög gráðugt fyrirtæki sem hugsar bara um peninga“. Stuttu síðar brutust út slagsmál milli mannanna.

Það var fyrirtækið Ice Pic Journeys sem var með hóp ferðamanna í íshellinum á sunnudaginn þegar hann hrundi með ofangreindum afleiðingum. Mannlíf hefur reynt að hafa uppi á eiganda fyrirtækisins án árangurs.

Hér má sjá umrædd myndskeið:

 

 

 

Framsókn biði afhroð í borginni ef kosið yrði í dag – Sanna talin standa sig best

Algjört afhroð biði Framsóknarflokkins í Reykjavík kosið yrði í sveitarstjórnarkosninum í dag, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Samfylkingin fengi flest atkvæði samkvæmt sömu könnun.

RÚV segir frá niðurstöðu nýrrar könnunar Maskínu á fylgi flokkanna í Reykjavíkurborg en Framsókn, sem var sigurvegari síðustu borgarstjórnarkosninga, mælist nú með 14 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum eða einungis fjögur prósent. Könnun Maskínu fór fram dagana 7. til 16. ágúst.

Samkvæmt könnuninni mælist Samfylkingin með mest fylgi eða 26 prósent en næstur kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent. Um 12 prósent myndi kjósa Pírata en fæstir myndu greiða Vinstri grænum atkvæði sitt eða aðeins þrjú prósent kjósenda.

Ef kosið yrði til kosninga nú myndi Samfylkingin, samkvæmt könnuninni, bæta við sig 5,6 prósentum, Viðreisn mynd bæta við sig 6,4 prósentum og Píratar 0,3 prósentum. Án þess að hægt sé að fullyrða það, þá fengju Framsóknarmenn ekki nema einn fulltrúa í borgarstjórn ef niðurstöður kosninga yrðu eins og könnunin bendir til.

Spurt var: Ef kosið yrði til sveitarstjórna í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Spurningin var borin upp við 869 manns. Svarhlutfallið var 75%. Könnunin var gerð dagana 7. til 16. ágúst 2024.

Sanna Magdalena vinsælust

Samkvæmt könnuninn er borgarstjórnin afar óvinsæl en einungis 18 prósent Reykvíkinga telja meirihlutann standa sig vel í störfum sínum og aðeins 23 prósent eru ánægðir með störf Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra. All telja 44 prósent borgarbúa meirihlutann standa sig illa.

Þrátt fyrir að meirihlutinn sé óvinsæll, er minnihlutinn jafnvel enn óvinsælli en einungis 10 prósent borgarbúa telja hann standa sig vel en 42 prósent telja hann standa sig illa í borgarstjórn.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, úr Sósíalistaflokknum er vinsælasti borgarfulltrúinn samkvæmt könnuninni en 18 prósent þátttakenda telja hana hafa staðið sig best. Næstur kemur Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og forseti bæjarstjórnar en hann mælist með 16 prósent. Eftir honum mælist Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins með 14 prósent. Þá er borgarstjórinn fjórður í röðinni með aðeins sjö prósent.

Konan sem slasaðist í íshellinum er ófrísk

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Bandaríska konan sem slasaðist alvarlega þegar ísveggur hrundi við Breiðurmerkujökul á sunnudaginn er ófrísk. Eiginmaður hennar lést í slysinu.

Samkvæmt heimildum Vísis er konan á batavegi og barninu varð ekki meint af. Konan var í íshellaskoðunarferð á vegum Ice Pic Journeys ásamt eiginmanni sínum, sem lést í slysinu. Í hópnum voru alls 23 ferðamenn sem skipt hafði verið í tvo hluta. Samkvæmt heimildum Vísis voru tveir óreyndir leiðsögumenn með hvorn hópinn.

Eftir slysið var leitað að tveimur ferðamönnum sem talið var að hefðu orðið undir ísnum, allt þar til í ljós kom að fyrirtækið hefði gefið upp rangar upplýsingar um fjölda ferðamanna í ferðinni en leitinn var hætt um miðjan dag á mánudaginn.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssononar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, stendur ekki til að loka veginum að Breiðamerkurjökli.

„Þá værum við að fara að loka öllum jöklum landsins,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi.

 

 

 

 

Björn lætur ráðherra heyra það: „Heimskulegustu ummæli ársins 2024“

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Björn Birgisson, samfélagsrýnir og fyrrum ritstjóri frá Grindavík segir ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra sem hann lét falla á dögunum, örugglega flokkast með „heimskulegustu ummælum ársins 2024“.

Ummæli Sigurðar Inga Jóhannessonar, fjármálaráðherra og formanns Framsóknarflokksins í Kastljósi á dögunum, féll vægast sagt í kramið hjá mörgum Íslendingum en þar sagði hann það vera í erfðaefni Íslendinga að sætta sig við verðbólgu. Fjölmargir hafa kvartað yfir þessum orðum Sigurðar Inga, bæði á samfélagsmiðlunum á kaffistofum vinnustaða en einn þeirra sem er ósáttur við orð fjármálaráðherrans er samfélagsrýnirinn Björn Birgisson, sem oft hittir naglann á höfuðið í Facebook-færslum sínum, sem gjarnan fá mikil viðbrögð frá lesendum.

„Siggi DNA.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í Kastljósi í fyrri viku að það væri í erfðaefni Íslendinga að sætta sig við eða sækjast jafnvel eftir hærri verðbólgu en aðrar þjóðir.“ Þannig hefst færsla Björns og heldur síðan áfram:

„Þessi ummæli munu örugglega flokkast með heimskulegustu ummælum ársins 2024.
Hið rétta er að það er mjög líklegt að íslenskir stjórnmálamenn gætu haft þannig DNA í sér sem geri þá algjörlega vanhæfa til að stjórna efnahagsmálum, vöxtum, verðbólgu og gengi gjaldmiðilsins.“

Að lokum segir Björn að Íslands sé ávalt í ruslflokki í þessum málaflokki.

„Alla vega er Ísland alltaf í ruslflokki þegar kemur að stöðugleikanum í þessum þáttum efnahagslífsins.“

Lögreglan óskar eftir vitnum vegna alvarlegs áreksturs: „Hann er mikið slasaður“

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan óskar eftir vitnum í tilkynningu á Facebook.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Bústaðavegar og Suðurhlíðar í Reykjavík sl. laugardag, 24. ágúst. Tilkynning um slysið barst kl. 15.28, en þar varð árekstur bifreiðar og rafmagnshlaupahjóls. Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið vestur Bústaðaveg, en við gatnamótin beygði ökumaður hennar til norðurs (akstursleið að Veðurstofu Íslands) þegar ökumaður rafhlaupahjóls ætlaði að þvera veginn á sama stað svo árekstur varð með þeim. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild, en hann er mikið slasaður.

Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]

Nýr landsliðshópur kynntur – Gylfi valinn í þetta sinn

Gylfi ekki valinn- Mynd: Björgvin Gunnarsson

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefur tilkynnt hvaða leikmenn hafa verið valdir í landsliðshópinn fyrir leiki Íslands gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðardeildinni. Ísland mætir Svartfjallalandi föstudaginn 6. september á Laugardalsvelli og Tyrklandi á útivelli mánudaginn 9. september.

Hægt er að sjá leikmenn hópsins hér fyrir neðan:

Elías Rafn Ólafsson – FC Midtjylland – 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford – 11 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson – K.V. Kortrijk – 4 leikir

Alfons Sampsted – Birmingham City – 21 leikur
Valgeir Lunddal Friðriksson – BK Häcken – 10 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson – Plymouth Argyle F.C. – 44 leikir, 1 mark
Kolbeinn Birgir Finnsson – Utrecht – 12 leikir
Sverrir Ingi Ingason – Panathinaikos F.C. – 51 leikur, 3 mörk
Hjörtur Hermannsson – Carrarese – 27 leikir, 1 mark
Daníel Leó Grétarsson – SønderjyskE – 18 leikir
Logi Tómasson – Strømsgodset – 3 leikir

Jóhann Berg Guðmundsson – Al-Orobah – 93 leikir, 8 mörk
Arnór Sigurðsson – Blackburn Rovers – 33 leikir, 2 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson – Valur – 80 leikir, 27 mörk
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping – 58 leikir, 6 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – Hertha BSC – 37 leikir, 5 mörk
Hákon Arnar Haraldsson – LOSC Lille – 19 leikir, 3 mörk
Willum Þór Willumsson – Birmingham City – 9 leikir
Stefán Teitur Þórðarson – Preston North End – 20 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson – Venezia FC – 15 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson – AGF – 28 leikir, 2 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson – Fortuna Düsseldorf – 27 leikir, 3 mörk

Orri Steinn Óskarsson – FC Köbenhavn – 8 leikir, 2 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen – K.A.A. Gent – 24 leikir, 6 mörk

Fjölmennur samstöðufundur með Yazan litla haldinn í gær – Verður vísað úr landi á allra næstu dögum

Yazan á fjölmarga stuðningsmenn hér á landi. Ljósmynd: Aðsend
Fjölmennur samstöðufundur var haldinn til stuðnings Yazan Tamimi, 12 ára fötluðum drengi frá Palestínu sem yfirvöld hyggjast reka frá landi á næstu dögum.

Vinir Yazans stóðu aftur fyrir samstöðufundi með Yazan Tamimi, fötluðum dreng sem vísa á úr landi, þrátt fyrir að það geti haft afgerandi áhrif á heilsu hans og líf. Samkvæmt síðustu fréttum gæti það gerst með mjög stuttum fyrirvara.

Um 600 manns mætti á samstöðufundinn í gær.
Ljósmynd: Aðsend
Fundarstjóri samstöðufundarins var Sólveig Arnarsdóttir, leikkona en ræður fluttu Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla og Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur.
Þá var Unnsteinn og Haraldur auk barnakórs með tónlistaratriði. Samkvæmt talningu mættu um 600 manns á fundinn.

Yazan, sem þjáist af hrörnunarsjúkdóminum Duchenne, dvelur nú á sjúkrahúsi vegna hrakandi heilsufars, bæði andlegs og líkamlegs.

Yazan Tamimi

Alls 1430 einstaklingar skrifuðu undir eftirfarandi yfirlýsingu til stuðnings Yazan:

Það sem Yazan er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang.

Okkur ber að gera betur!

„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir um hagi þess“ (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna). Það er því satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan hér á landi. Þessi 11 ára drengur er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar staðfesta að megi ekki rjúfa.

Við flutning hans frá landinu skerðist þjónustan verulega og setur heilsu og líf Yazans í hættu. Það yrði brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar, og umönnunar í samræmi við aldur og þroska.

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.

Að hjálpa öðrum í neyð er ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það er því siðferðilega rétt að hætta við brottvísun hans.

Virðum þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýnum mannúð í verki.

Yazan á heima hér.

Hátíð Bangsafélagsins haldið um helgina: „Ljúfir, hressir, skemmtilegir og góðir við náungann“

Bangsar í Bláa lóninu 2023. Ljósmynd: Aðsend

Bangsafélagið stendur fyrir árlegri hátíð félagsins Reykjavík Bear dagana 29. ágúst til 1. september. Yfir 125 erlendir bangsar víðsvegar úr heiminum mæta á næstu dögum til Íslands og fagna með Bangsafélaginu.

Reykjavík Bear hátíðin í ár er nokkuð stærri en í fyrra með umtalsvert fleiri miðum seldum. Hátíðin hefur stækkað ár frá ári og hefur aldrei verið vinsælli. Hátíðarpassar eru löngu uppseldir en bangsar og bangsavinir þurfa alls ekki að örvænta því miðar í partý Reykjavík Bear eru enn til sölu á reykjavikbear.is og svo má alltaf kaupa í hurð.

Frá bangsahátíðinni í fyrra.
Ljósmynd: Aðsend

Samkvæmt tilkynningu frá félaginu eru allir velkomnir á Reykjavík Bear, sís, trans eða kynsegin og alveg sama hvernig fólk lítur út en líkamsskömm verður að skilja eftir heima. „Bangsar vita að þegar maður lítur ekki út eins og fólkið í tískutímaritum og flest fólk í sjónvarpi er auðvelt að fara að trúa því að maður sé þess ekki verðugur að vera elskaður. Bangsarnir sameinast um lífsgleði, samstöðu og samkennd. Bangsar eru ljúfir, hressir, skemmtilegir og góðir við náungann,“ segir í tilkynningunni.

Frá bangsahátíðinni í fyrra. Ljósmynd: Aðsend

Bangsafélagið var stofnað árið 2019 í kringum árlegu bangsahátíðina Reykjavík Bear. Að auki heldur Bangsafélagið fjölda viðburða, eflir samstöðu og félagsskap og vinnur að því að auka sýnileika bangsa og þeirra sem tilheyra því samfélagi með einum eða öðrum hætti. Bangsar vita að það eru allskonar líkamar og allskonar fólk.

Þrír eiturhressi bangsar á hátíðinni 2023.
Ljósmynd: Aðsend

Reykjavík Bear stendur yfir í fjóra daga með nokkrum fjölda skemmtana en þar á meðal eru heimsókn í Sky Lagoon, ferð um Gullna hringinn, bangsabrunch og bangsapartý öll kvöldin. Á föstudagskvöld er Top-off partý á Gauknum þar sem gestum er boðið að skemmta sér berir að ofan á meðan DJ Mighty Bear þeytir skífum. Laugardagsbangsapartý fer fram á Bryggjunni Brugghúsið þar sem DJ Rami hitar upp fyrir DJ Perfecto sem kemur alla leið frá Ungverjalandi til að skemmta alþjóðlegum hópi Bangsa.

 

75 ára gamall maður réðst með hnífi á gest á veitingastað út af víni – MYNDBAND

David Gulley hefur verið ákærður - Mynd: Skjáskot

Gestir á veitingastaðnum Red Horse í New Jersay í Bandaríkjunum urðu vitni að árás á gest.

Í myndbandi sem vefsíðan TMZ hefur birt sést rifrildi eiga sér stað á veitingastaðnum en forsaga málsins er sú að gestur á einu borði hellti óvart víni yfir gest á öðru borði. Í myndbandinu sést maður í hvítri skyrtu drullu yfir fólkið á hinu borðinu fyrir að hafa hellt niður víninu. Fólkið reynir að útskýra fyrir manninum að um slys hafi verið að ræða en hann lætur sér ekki segjast og heldur áfram að setja út á hegðun fólksins.

Eftir að hafa hlustað í nokkra stund dregur maður að nafni David Gulley upp steikarhníf og reynir að stinga manninn í hvítu skyrtunni en honum er snögglega hent í jörðina. Eðlilega vakti þessi árás sterk viðbrögð gesta og má heyra nokkra þeirra öskra í myndbandinu. Hann var síðan afvopnaður og handtekinn af lögreglu. Maðurinn í hvítu skyrtunni hlaut skurð á fingri en neitaði allra læknisaðstoð.

Hinn 75 ára gamli David Gulley hefur hins vegar verið ákærður fyrir líkamsárás og vopnaburð.

Sir Jim Ratcliffe framleiðir gin til verndar villta laxinum

Sir Jim Ratcliffe og samtök hans, Six Rivers munu á næstunni framleiða sérstakt gin í samstarfi við sænskan ginframleiðanda. Hluti söluhagnaðarins mun renna til verndar villta Atlantshafslaxinum.

Samkvæmt heimasíðu Six Rivers segir um Íslandsdeild samtakanna: „Six Rivers Iceland er verndaráætlun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni, sem leitast við að snúa við hnignun Atlantshafslaxa.“ Það er í því ljósi sem Sir Jim Ratcliff, stofnandi þess, hefur nú gert samning við sænska ginframleiðandann Hernö Gin, sem hlotið hefur fjölmörg verðlaun fyrir vörur sínar. Meðal annars hefur fyrirtækið hlotið fengið verðlaun fyrir besta gin og tóník á Alþjóðlegu vín- og áfengiskeppni IWSC og það þrisvar sinnum, sem er oftast allra.

Í tilkynningu, sem Austurfrétt segir frá, segir að Sir Jim Ratcliffe hafi heimsótt framleiðsluna í Harnösand í Norður-Svíþjóð og í kjölfarið hafið viðræður sem nú hafi borið árangur.

„Hernö liðið hefur mikla ástríðu fyrir framleiðslu sinni og löngun til að skila ekki bara af sér ginflösku heldur upplifun,“ er haft eftir honum í tilkynningunni.

Hið nýja Six Rivers gin byggir á hefðbundnu Hernö gini sem inniheldur einiber, kóríanderfræ, mjaðjurt, títuber og sítrónubörk en íslenskum fjallagrösum er bætt við sem og vallhumli, til að laða fram hið íslenska bragð eins og það er orðað í frétt Austurfréttar.

Six Rivers ginið verður fyrst og fremst selt í Bretlandi og á Íslandi en ákveðinn hluti af andvirði hverrar seldrar flösku mun renna til baráttu Six Rivers til verndar villta Atlanthafslaxinum.

Leiðsögumaður rauk til bjargar á Breiðamerkurjökli: „Hann kom aftur og það var blóð á honum“

Einn lést eftir að ísveggur féll í íshelli - Mynd: Landsbjörg

Scott Stevens var staddur í íshellaskoðun á Breiðamerkurjökli ásamt tíu ára dóttur sinni þegar slysið varð á sunnudaginn en hann opnaði sig um það í viðtali við CNN.

Í viðtalinu greinir Stevens frá því að hann hafi verið að taka myndir af dóttur sinni í hellinum og ætlað að skipta um linsu á myndavélinni sem hann hafði með sér. Hann hætti þó við það til að tefja ekki annað fólk en röð hafði myndast fyrir aftan hann.

„Mér fannst dónalegt af mér að láta aðra standa fyrir aftan mig meðan ég skipti um linsu þannig að ég sleppti því og við löbbuðum út,“ sagði Stevens en DV greindi fyrst frá viðtalinu hérlendis.

„Ef ég hefði skipt um linsu þá væri ég 100% dáinn núna. Við stóðum á nákvæmlega þessum stað,“ og vísar í bandaríska manninn sem varð undir ísveggnum og lést. Þá segir hann frá að slysið hafi haft mikil áhrif á dóttur sína. „Hún er búin að hugsa mikið um að ég hefði getað dáið á meðan ég var að taka myndir af henni. Ég hef hugsað um aumingja manninn sem var þarna í fríi og eflaust á leiðinni heim til sín.“

Tárvotur leiðsögumaður

Þá segir Stevens að leiðsögumaður hafi drifið sig til að veita bandarísku konunni sem varð undir ísveggnum aðhlynningu en hann hafi verið í miklu áfalli næst þegar Stevens ræddi við hann.

„Hann var tárvotur. Hann kom aftur og það var blóð á honum, líklega úr manninum sem lést. Hinn leiðsögumaðurinn var líka eyðilagður og augljóslega í gríðarlegu áfalli.“

Metfjöldi rekinn frá Íslandi

Frá Leifssöð. Myndin tengist ekki fréttinni.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur það sem af er árinu vísað 581 einstaklingi á brott frá ytri og innri landamærum Íslands í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta þýðir að rúmlega 70 manns eru í hverjum mánuði sendir frá landinu. Fólkið er rekið á brott á grundvelli laga um útlendinga. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar.

Lögregla hefur heimildir til að vísa útlendingum frá landinu við komu til landsins ef þeir uppfylla ekki skilyrði um ferðaheimildir eða lýst með trúverðugum hætti tilgangi fyrir dvölinni. Þá ber ferðalöngum að hafa nægileg fjárráð til heimferðar.

Fjöldi frávísana á árinu hefur þegar náð þeim fjölda sem frávísað var allt árið 2023 þegar 439 manns var vísað frá Íslandi. Á 13 ára tímabili, frá 2010-2022, voru frávísanir á Keflavíkurflugvelli aðeins 620.

Aukning frávísana er að sögn lögreglunnar fyrst og fremst vegna áherslubreytinga hjá embættinu, auknu landamæraeftirlit, meiri gæðum landamæraeftirlits, bættrar þekkingar og eflingu eftirlits á innri landamærum Schengen.

Frægari en frú Vigdís

Elín Hall mun sigra heiminn

Kvikmyndin Ljósbrot eftir verðlaunaleikstjórarann Rúnar Rúnarsson var frumsýnd í fyrradag. Aðdáendur Rúnars brosa út að eyrum því myndin inniheldur allt það sem leikstjórinn gerir best allra íslenskra leikstjóra. Myndin er á sama tíma draumkennd og jarðbundin en hún sýnir hóp ungs fólks takast á við óvænt andlát vinar þeirra.

Leik- og tónlistarkonan Elín Hall leikur aðalhlutverkið en hún sló í gegn þegar hún lék aðalhlutverkið í myndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Elín sýnir algjöran leiksigur í Ljósbroti og ljóst að hún hefur stimplað sig inn sem ein af bestu leikkonum Íslands þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul. Ekki nóg með það heldur á hún líka vinsælasta lagið á Rás 2 þegar þetta er skrifað og gaf út eina bestu plötu ársins 2023.

Elín mun fljótlega birtast landsmönnum sem ung Vigdís Finnbogadóttir í samnefndum þáttum um ævi Vigdísar. Haldi Elín áfram að sýna hæfileika sína í þeim þáttum má reikna með að stutt verði þar til að hún haldi til Hollywood og verði frægari en frú Vigdís sem er þó heimsbyggðinni vel kunn …

Betlari ógnaði manni í miðborginni – Hnífadrengir handteknir og fangelsaðir eftir rán og ofbeldi

Lögreglan að störfum.

Kona sem var að betla á almannafæri sýndi ekki auðmýkt þegar hún bað um aðstoð til að lifa af í hörðum heimii. Þvert á móti var hún með ógnandi framkonu í því skyni að ná sínu fram. Lögregla var kölluð til en betlarinn ofbeldisfulli var þá horfinn á braut.

Höfð voru afskipti af erlendum ríkisborgurum vegna gruns um það lögbrot að þeir væru að vinna á landinu án þess að hafa til þess atvinnuréttindi. Þrennt var flutt á lögreglustöð til yfirheyrslu. Fólkið látið laust eftir að skilríki þess höfðu verið staðfest.

Afskipti voru höfð af ungmennum sem voru að brjóta sér leið inn í yfirgefið húsnæði. Hústökufólkið þumbaðist við að gefa upp nafn og kennitölur og var handtekið og fært á lögreglustöð. Foreldrar og barnavernd voru upplýst um málið. Við leit á dreng í hópnum fannst hnífur. Sá verður kærður fyrir vopnalagabrot.

Tilkynnt var um hóp af unglingum sem kastaði steinum í rúðu. Þegar lögregla kom á staðinn var rætt við nokkra sem gáfu sig á tal við lögreglu. Ekki var að sjá neinar skemmdir og því ekki gripið til neinna aðgerða.

Ólöglegur hælisleitandi var handtekinn og sviptur frelsi vegna rannsóknar á dvöl hans í landinu.

Skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöld var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ráns. Tveir drengir undir lögaldri voru sagðir hafa hótað þriðja aðila ofbeldi með hníf á lofti og þannig náð að ræna hann munum. Hnífadrengirnir voru handteknir eftir miðnætti og að viðhöfðu samráði við barnavernd voru þeir læstir inni í fangaklefa í  þágu rannsóknar málsins.

Kona nokkur sofnaði í sameign fjölbýlishúss. Lögreglan mætti og vakti hana. ekki er vitað annað en að málið hafi fengið friðsamlegan endi og konan komist í skjól.

Hildur bjargaði sjómanni frá drukknun á Eskifirði: „Ég er ósyndur“

Eskifjörður - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Ljósmynd: Fjarðarbyggð

Hin 12 ára gamla Hildur Þuríður Rúnarsdóttir bjargaði lífi sjómanns frá drukknun en DV greindi frá málinu árið 1990.

Forsaga málsins er að Guðjón Gíslason, sjómaður á Eskifirði, hafði fallið í sjóinn þegar hann var að fara í róður um morgun einn í janúar en í frétt DV var Guðjóni lýst sem annáluðu hörkutóli.

„Báturinn minn var milli tveggja báta. Ég var að losa um bátinn, sem var utan á mínum, þegar rekkverkið, sem ég hélt í, gafa sig og ég féll í sjóinn. Ég meiddist aðeins á handlegg í fallinu. Mér tókst að ná taki á rafmagnssnúru og hélt í hana þar til hjálp barst. Ég var náttúrulega rennandi blautur enda var mestur hluti líkamans í sjónum. Ætli sjórinn hafi verið einnar til tveggja gráðu heitur,“ sagði Guðjón við DV um málið en þegar Guðjón var að kalla eftir hjálp labbaði Hildur Þuríður framhjá smábátabryggjunni á Eskifirði en hún var á leiðinni í skólann. Hún var snögg að ná í hjálp og var Guðjóni kippt upp úr sjónum

„Ég hugsaði um það eitt að halda í snúruna. Ég gat enga hjálp mér veitt. Ég er ósyndur og gat ekki haft mig upp í bátinn. Ég var vongóður um að hjálp bærist. Ætli ég hafi ekki verið í sjónum í um tíu mínútur.“

Guðjón, sem bjó rétt hjá bryggjunni, labbaði heim eftir atvikið og íhugaði að fara í róðurinn eftir fataskipti en hætti við það vegna hversu lengi hann hafði tafist við viðveru sína í sjónum.

Segir Ísraela gera hjálparstarf ómögulegt: „Við höfum ekki burði til að starfa eftir bestu getu“

Eyðileggingin á Gaza á sér ekki hliðstæðu.

Louise Wateridge, yfirmaður samskiptamála hjá Þróunarastoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu eða UNRWA, segir að nýjustu rýmingarskipanir Ísraels á Gaza hafi neytt starfsmenn Sameinuðu þjóðanna undanfarna 48 klukkustundir til að flytja og „endurskipuleggja aðgerðir“.

Hún sagði Al Jazeera frá az-Zawayda á Gaza að aðgerðum Sameinuðu þjóðanna hefði ekki verið hætt þrátt fyrir miklar áskoranir sem ísraelskar hersveitir sköpuðu með „nýjum reglum“.

„Það er ekkert annað en barátta að útvega það sem fólk þarf hér vegna þess að við fáum ekki næga aðstoð. Við fáum ekki nægar birgðir inn og við höfum ekki nægan aðgang til að dreifa til fólks,“ sagði Wateridge.

„Það eru svo margir sem deyja á Gaza út af einhverju sem hægt er að meðhöndla, fólki er hægt að bjarga, en við höfum ekki burði til að gera þetta fyrir þá. Við höfum ekki burði til að starfa eftir bestu getu.“

 

„Væri umfjöllunin sett upp með sama hætti ef gerandi væri ekki hvítur íslenskur strákur?“

María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp.

María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp ljærmáls á því að „í kvöldfréttum RÚV í gær var umfjöllun um skelfilega hnífstunguárás á menningarnótt en komið hefur í ljós (ma annars á Vísi) að árásarmaðurinn(barnið) lagði til fórnarlamba sinna af því er virðist nokkuð yfirlögðu ráði.“

Hún bætir því við að „af þessu eru fjölmörg vitni en samt sem áður var innslagið á RÚV klippt með þeim hætti að skilja mætti að árásin hefði verið í sjálfsvörn. Að lokinni yfirferð um árásina var viðtal við lögreglustjóra sem ræddi almennt um hnífaárásir þar sem hann sagði að börn væru með hnífa til að verja sig því þau væru svo hrædd, en það væri ekki ætlun þeirra að beita þeim.“

María Lilja bendir á að „þetta hefur vissulega komið fram í rannsóknum og má svosem alveg ræða utan þessa máls en ég hef persónulega aldrei vitað til þess að farið sé í sérstakar greiningar á ofbeldismenningu eða líðan gerenda almennt vegna einstakra líkamsárása áður. Afhverju núna?“

Hún er ekki sátt við þennan fréttaflutning:

„Án þess að leggja mikið á sig mátti alveg skilja fréttaflutning með þeim hætti að hér hafi verið um sjálfsvörn að ræða þegar svo var ekki. Þar sem algóið á internetinu mínu er sennilega ákveðinn bergmálshellir langar mig að vita hvort að tilfinning annarra sé sú sama og mín og vina minna og spyr:

Væri umfjöllunin sett upp með sama hætti ef gerandi væri ekki hvítur íslenskur strákur og (einn) þolandinn hælisleitandi frá Palestínu?“

Brynjar sendir Pírötum afmæliskveðju: „Sennilega gagnslausasta stjórnmálaafl sem komið hefur fram“

Athugið, myndin er samsett.

„Mér hefur verið boðið á 10 ára afmælishátíð Pírata í Reykjavík, en sá merki viðburður verður í Tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Í fundarboðinu er því haldið fram að Píratar í Reykjavík hafi verið í fararbroddi í að stuðla að gegnsæi, nýsköpun og lýðræði í samfélaginu.“ Þannig hefst Facebook-færsla meinhornsins og fyrrum þingmann Sjálfstæðisflokksins, Brynjars Níelssonar sem hann birti fyrir stundu.

Eins og allir þeir sem fylgjast með íslenskri pólitík vita er ekki mikill vinskapur á milli Pírata og Sjálfstæðismanna enda hafa þingmenn Pírata, með Björn Leví Gunnarsson fremstan í flokki, verið duglegir að láta höggin dynja á Sjálfstæðismönnum, frá því að flokkurinn var stofnaður fyrir 10 árum síðan. Og nú ætlar flokkurinn að fagna áratugsafmælinu og datt í hug að bjóða Brynjari Níelssyni í veisluna. Brynjar hélt áfram með færsluna:

„Eina augljósa arfleifð Pírata í Reykjavík er aðför að tjáningarfrelsinu. Andstæðar skoðanir er reynt að þagga niður og afgreiða sem falsfrettir, upplýsingaróreiðu eða öfga. Gengið svo langt að krefjast þess að fjölmiðlar þar sem reifuð eru andstæð sjónarmið skuli sviptir opinberum styrkjum. Þetta eru helstu afrek þeirra í þegar kemur að gegnsæi og lýðræði. Vissulega eru þeir í fararbroddi í nýsköpun í fjármálaóreiðu, skipulagsslysum og myglu en þar með er það upptalið. En mesta afrek þeirra er að geta dregið Samfylkinguna og Viðreisn niður á sitt plan, bæði í borginni og landsmálum. Þeim er ekki allsvarnað þegar kemur að því að hafa áhrif.“

Eins og áður sparar Brynjar ekki stóru orðin enda Sjálfstæðismenn duglegir að benda á flísarnar í augum annarra án þess að taka eftir bjálkanum í eigin augum. Þetta sést glöggt í næstu orðum þingmannsins fyrrverandi:

„Tveir stjórnmálafræðingar munu kynna á afmælishátíðinni niðurstöðu rannsókna um stöðu Pírata á Íslandi. Efast ekki um að niðurstaða þeirra sé sú að Píratar hafi verið leiðandi í mannréttindum, lýðræði, nýsköpun og gegnsæi þótt enginn kannist við það. Eina sem fólk man er sundurlaus og óskiljanlegur málflutningur, iðjusemi við að grafa undan mikilvægum stofnunin ríkisins og tillögur þeirra um að allir iðjuleysingar landsins fái framfærslu í nafni borgaralauna. Þetta er sennilega gagnslausasta stjórnmálaafl sem komið hefur fram og sennilega rétt hjá manninum sem sagðist ekki treysta þeim til að fara út í búð fyrir sig þótt þeir hefðu miða.“

Að lokum gerist Brynjar heldur háfleygur í skotum sínum.

„Þetta er afmæliskveðja til Pirata og rétt er að rifja upp að vinur er sá er til vamms segir.“

„Sumir vina minna óttast um afdrif mín ef ég gef þessa bók út“

Rúnar Helgi Vignisson.

Rithöfundurinn og kennarinn Rúnar Helgi Vignisson hefur sent frá sér bókina Þú ringlaði karlmaður.

Rúnar Helgi segir þetta um gripinn:

„#Metoo-byltingin er í algleymingi þegar ég átta mig á því að ég stend varla undir mér sem karlmanni lengur. Vil helst afsala mér því hlutskipti, svo óþægilegt er það orðið.“ Svona hefst nýja bókin mín, „Þú ringlaði karlmaður: Tilraun til kerfisuppfærslu“, sem var að koma úr prentun.“

Og um hvað er bókin?

„Í henni geri ég upp karlmennskuhugmyndir mótunaráranna; um leið ég ég máta mig við þær áherslur sem nú eru efstar á baugi þegar kemur að karlmönnum, karlmennsku og samskiptum kynjanna. Samt er þetta líka bók fyrir konur sem vilja fá innsýn í það hvernig fremur venjulegur karlmaður bregst við kynjaumræðunni.“

Ljóst er að bók þessi mun verða umdeild – sér í lagi ef skoðuð eru skrif Rúnars Helga af Facebook-síðu hans um miðjan síðasta mánuð; þar segir:

„Þriðja próförk mætt á borðið hjá mér. Bráðum þarf ég að taka ákvörðun um það hvort ég eigi að senda bókina í prentun og ef sú verður niðurstaðan þarf ég fyrr en varir að taka ákvörðun um hvort henni verði dreift í búðir þegar hún kemur úr prentsmiðjunni. Þessar ákvarðanir eru óvenju erfiðar vegna þess að sumir vina minna óttast um afdrif mín ef ég gef þessa bók út.“

Anna er ekki að fara að flytja heim: „Vangaveltur eru ekki það sama og ákvörðun“

Anna Kristjánsdóttir segist ekki vera á förum frá Tenerife, þar sem hún hefur búið síðustu fimm árin.

Í nýjustu dagbókarfærslu vélsmiðsins og húmoristans Önnu Kristjánsdóttur, sem hún birti á Facebook, talar hún um ýmislegt sem á daga hennar drífur og fleira sem henni er hugleikið. Segir hún frá íslenskum bræðrum sem heimsóttu hana á Tenerife og sagði svo frá því að hún hafi skroppið á bar eftir að þeir voru farnir. Þar hafi hún frétt að hún væri að flytja aftur til Íslands eða Norðurlandanna, samkvæmt íslenskum fjölmiðlum.

„Er þeir bræður voru farnir skrapp ég aðeins á Mónikubar (Lewinski) þar sem Íslendingar hittast gjarnan á mánudagseftirmiðdögum. Þar frétti ég það að ég væri að flytja til Íslands, en aðrir sögðu Norðurlandanna og þetta væri allt í íslenskum fjölmiðlum sem aldrei skrökva neinu, ekki einu sinni Mogginn.“

Bætti Anna við að vangaveltur séu ekki það sama og ákvörðun og að nú sé allt á uppleið, þar sem uppáhalds barinn hennar opnar aftur á sunnudag.

„Ég þakkaði kærlega fyrir upplýsingarnar, en um leið vil ég taka fram að vangaveltur eru ekki það sama og ákvörðun. Það var vissulega hundleiðinlegt og einmanalegt hér fyrr í sumar og ég fór að velta fyrir mér hvort ekki væri kominn tími á breytingar eftir fimm ára dvöl hérna, en það er allt á leið til betri vegar og pönnukökur í boði á Klausturbar (Nostalgíu) næsta sunnudag.“

Myndband sýnir leiðsögumenn slást fyrir utan íshellinn sem hrundi:„Þetta er mjög gráðugt fyrirtæki“

Frá slagsmálunum Mynd: Youtube-skjáskot

Í myndskeiði sem birtist á Nútímanum í gærkvöldi sjást starfsmenn tveggja ferðaþjónustufyrirtækja í áflogum og hnakkrífast en myndskeiðið er tekið á Breiðamerkurjökli, við gangnamunnann að íshellinum sem hrundi í fyrradag.

Samkvæmt Nútímanum hafa átök á milli starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Breiðamerkurjökli og í Vatnajökulsþjóðgarði verið nærri dagleg síðustu vikur og mánuði en rifist er um „einkaleyfi“ á notkun íshellisins en það var fyrirtækið Niflheimar ehf eða Glacier Mice sem bjó hellinn til.

Fram kemur í umfjöllun Nútímans að íshellirinn sem hrundi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að bandarískur karlmaður lét lífið og unnusta hans slasaðist, hafi verið mikið bitbein hjá stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins eins og sjá má í myndskeiði sem miðillinn birti en þar sjást starfsmenn tveggja fyrirtækja slást við hellismunnann. Þar sem hellirinn er innan Vatnajökulsþjóðgarðs er hann í eigu almennings en svo virðist sem starfsmenn fyrirtækjanna sem sjást í myndskeiðinu, slái til skiptis eign sinni á hellinn.

Í myndskeiðinu sést starfsmaður ónafngreins fyrirtækis, en hann kallar sig í myndskeiðinu Friðrik the Caveman, banna hópi ferðafólks sem var þar á vegum Ice Pic Journeys, að fara inn í hellinn. Enskumælandi leiðsögumaður Ice Pic Journey svaraði þá, í íslenskri þýðingu: „Þetta er hópur sem er með Ice Pic Journey, þannig að þeir eru okkar viðskiptavinir og hafa því leyfi til að fara þarna inn.“ Þessu svarar sjálfskipaði dyravörður íshellisins: „Hvar keyptu þau miða?“ „Það kemur þér ekkert við! Við erum hér löglega.“ svarar þá leiðsögumaður Ice Pic Journeys. Friðrik fer síðan að segja ferðafólkinu að það sé tryggingarlaust, ef eitthvað færi úrskeiðis en því mótmælir leiðsögumaður Ice Pic Journeys. „Hver ert þú? Ertu lögreglumaður?“ spyr ferðalangurinn en maðurinn svarar glottandi: „Nei, ég er Friðrik, the Caveman“ og bætti við að fyrirtæki hans hafi verið með ferðir í íshellinn um langt skeið. Aðspurður hvort hann sé eigandi hellisins svarar hann: „Já, næstum því“. Því mótmælir leiðsögumaður Ice Pic Journeys harðlega og bendir á að þetta sé innan þjóðgarðsins og því í eigu almennings. Téður Friðrik segir svo við viðskiptavini Ice Pic Journeys að því fyrirtæki sé sama um þau. „Þetta er mjög gráðugt fyrirtæki sem hugsar bara um peninga“. Stuttu síðar brutust út slagsmál milli mannanna.

Það var fyrirtækið Ice Pic Journeys sem var með hóp ferðamanna í íshellinum á sunnudaginn þegar hann hrundi með ofangreindum afleiðingum. Mannlíf hefur reynt að hafa uppi á eiganda fyrirtækisins án árangurs.

Hér má sjá umrædd myndskeið:

 

 

 

Raddir