Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Jón Dagur heldur til Berlínar

Jón Dagur Þorsteinsson spilar með íslenska landsliðinu í knattspyrnu - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Íslenski knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson hefur gengið til liðs við Hertha Berlin.

Liðið er sem stendur í annarri deild Í Þýskalandi en liðið féll úr úrvalsdeildinni árið 2023 og hafði verið í þeirri deild í 10 ár í röð. Jón Dagur, sem er 25 ára gamall kantmaður, gengur til þeirra frá OH Leuven í Belgíu en hann spilaði með AGF í Danmörku þar á undan. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Hertha Berlin en Eyjólfur Sverrisson, fyrrverandi landsliðsmaður, spilaði við með liðinu í mörg ár í kringum aldamótin.

Jón Dagur er einn mesti leikmaður íslenska landsliðsins en hann hefur spilað 37 leiki til fyrir liðið á undanförnum árum og vonandi nær hann að standa sig vel hjá þýska liðinu. 

 

Leita að 19 ára stúlku sem hvarf í sjósundi – Vinir hennar alblóðugir eftir björgunartilraunir

Breskur unglingur er talinn af eftir að hann hvarf á sundi undan hollenskri strönd.

Nítján ára gömul stúlka lenti í vændræðum ásamt þremur vinum sínum þar sem þau svömluðu í Norðursjónum, nærri ströndum Zuidelijk Havenhoofd í Hollandi á sunnudaginn. Vinum stúlkunnar var bjargað en hún hefur hins vegar ekki sést síðan.

Viðbragðsaðilar óttast nú að stúlkan muni ekki finnast á lífi eftir að það mistókst að staðsetja hana þegar vinum hennar var bjargað. Leitað var að henni í tæpa tvo klukkutíma frá 20:30 til ríflega 22:00. Hópurinn er allur frá Bretlandi og á svipuðum aldri.

Talið er að vinir stúlkunnar hafi reynt að bjarga henni áður en hún hvarf, sem olli því að þeir lentu sjálfir í vandræðum.

Vitni sem ræddi við staðbundna fjölmiðla sögðu að tveir drengir úr vinahópnum hefðu meiðst á fótum og hafi verið alblóðugir og að eldri kona, sem talin er vera móðir einhvers úr hópnum, hafi sést „skelfingu lostin og öskrandi“.

Vitnið bætti því við að aðstæður hefðu verið of hættulegar til þess að drengirnir hefðu getað bjargað stúlkunni og sagði: „Drengirnir rétt lifðu af“. Meiðsl drengjanna eru talin afleiðing þess að þeir skullu utan í grýttan hafnarbakkann sem skilur að Idjuin og Schevingen strandirnar í Haag.

Leit var framkvæmd bæði á bátum og í þyrlum en dregið hefur nú úr leitinni og nú er aðallega verið að skoða fjörur í nágrenninu, þar sem ólíklegt sé talið að stúlkan sé á lífi.

 

 

Doddi litli hætt kominn um Verslunarmannahelgina: „Nú tekur við endurhæfing í einhverja mánuði“

Þórður Helgi Ljósmynd: Ruv.is

Þórður Helgi Þórðarson eða Doddi litli eins og hann er yfirleitt kallaður er að jafna sig eftir bráðaaðgerð og segist ekki mæta til vinnu á næstunni.

Doddi litli er með vinsælustu útvarpsmönnum þjóðarinnar en hann hefur um árabil starfað á Rás 2 við gríðarlegar vinsældir. En hann hefur ekki heyrst í útvarpinu í nokkrar vikur en ástæðan er sannarlega skiljanleg. Í gær skrifaði Doddi færslu á Facebook þar sem hann skýrir fjarveru sína. Um Verslunarmannahelgina þurfti hann nefnilega að gangast undir stærðarinnar skurðaðgerð.

„Á ekkert að mæta í vinnu aftur?

Nei, ekki á næstunni.
Komið þið sæl, ég ætlaði ekkert að ræða þessi mál hér en vegna allra fyrirspurnanna um hvort ég ætli ekki að fara að mæta í útvarpið held ég að ég verði að segja ykkur aðeins af mínum málum.

Um verslunarmannahelgina var gerð stór skurðaðgerð á mér vegna bráðrar ósæðarflysjunar við hjarta . Þetta er sjúkdómur þar sem 50% sjúklinga deyja áður en þau komast í aðgerð og 20% þeirra lifa aðgerðina ekki af.“

Segir Doddi vera einn af þeim heppnu.

„Ég var einn af þeim heppnu og var að koma heim eftir legu á LSH í tæpar 3 vikur og vil ég þakka starfsfólki kærlega fyrir allt.
Nú tekur við endurhæfing í einhverja mánuði svo nei…. ég er ekki á leið í loftið alveg á næstunni.
Ég þakka stuð-ninginn
Bestu kveðjur“

Ragnar Sigurðsson fer yfir ferilinn: „Það braust út algjört brjálæði þegar við unnum“

Ragnar Sigurðsson segist alltaf hafa upplifað ofurathygli þegar hann var inni á vellinum í stórum leikjum sem fótboltamaður. Ragnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, er greindur með ADHD, en segir að það hafi aldrei háð sér þegar kom að stóru augnablikunum:

„Ég var alltaf þannig að ég gat verið með ofurathygli þegar ég var inni á vellinum, þó að ég sé með athyglisbrest og hafi átt erfitt með að einbeita mér fyrir utan völlinn. Inni á vellinum náði ég einhvern vegin yfirleitt alltaf „laser-focus“ og gleymdi öllu öðru. Það er bara svo gaman að vera undir pressu og ég virka best í þeim aðstæðum. Ég held að athyglisbresturinn birtist stundum þannig að manni leiðist bara mjög mikið og nær þess vegna ekki að halda athygli og dettur bara út. Þegar ég fann fyrir leiki að ég væri stressaður fannst mér það alltaf gott af því að þá vissi ég að ég væri tilbúinn,“ segir Raggi, sem er greindur með ADHD og hefur tekið lyf við því í gegnum tíðina:

„Maður fær bara undanþágu til að taka lyfin. Ef þú ert greindur með Athyglisbrest færðu leyfi til að nota þessi lyf, sem þú annars mættir ekki nota. Kannski eru ennþá einhver lið eða lönd með fordóma gagnvart þessu og ég þurfti til dæmis að hætta að nota lyfin þegar ég var að spila í Rússlandi. Það skipti engu þó að ég segði að mér liði betur af lyfjunum og ég hætti bara að taka þau. Það þýddi bara að ég var aðeins steiktari en vanalega!“

Í þættinum ræða Sölvi og Raggi um það hve stóran þátt sjálfstraust og hugarfar spila í fótbolta og Raggi segir að rétt hugarfar, trú og vilji sé algjört lykilatriði:

„Það mikilvægasta í fótboltanum er „attitude“, trú og vilji. Þú getur ekki unnið neitt ef þú trúir því ekki og lætur hugarfarið taka þig þangað. Auðvitað verður þú að geta eitthvað, en til þess að ná upp stemmningu og sjálfstrausti verður viðhorfið að vera í lagi. Það var þetta sem heppnaðist fullkomlega í landsliðinu þegar okkur gekk sem best. Jafnvel þó að það væri einhver sem var ekki besti vinur þinn utan vallar, þá bárum við svo mikla virðingu fyrir því að við værum í stríði saman og það voru allir 100%. Við vorum tilbúnir að gera allt fyrir hvorn annan inn á vellinum. Ég vildi að þeim sem voru að spila í kringum mig liði þannig að ef þeir stigu feilspor, þá væri ég mættur til að redda því í allar áttir. Ég spilaði alltaf minn besta leik þegar ég var algjörlega að spila fyrir liðið. Við vorum tilbúnir að fara í stríð með hvor öðrum. Hlaupa út um allt og vera til staðar ef einhver var að gera mistök,“ segir Raggi, sem talar í þættinum um daginn sem Ísland sló út England og hann var valinn maður leiksins:

„Þetta var stærsti leikur okkar allra á ferlinum. Trúin fór aldrei neitt, en ég man þegar við löbbuðum inn göngin fyrir leik hvað mér fannst þeir allir stórir. Ég hafði aldrei hugsað svona áður fyrir neinn leik á ferlinum, en þegar við stóðum þarna við hliðina á þeim hugsaði ég: ,,Shit hvað þeir eru allir stórir”. Svo byrjar leikurinn og við fáum strax á okkur víti sem þeir skora úr og ég gjörsamlega brjálaðist. Akkurat á þessu augnabliki hugsaði ég að það væri ekki fræðilegur möguleiki á að við myndum tapa leiknum á einhverju svona dæmi. Ég hef aldrei horft aftur á leikinn, en ef ég man rétt, þá tókum við miðjuna og negldum fram og fengum innkastið sem ég svo skoraði úr. Þetta gerðist eins og það væri í „Slow motion“. Ég sá að þeir settu Wayne Rooney á Kára Árna, sem var algjört rugl og sá sem var að dekka mig (Kyle Walker) missti einbeitinguna. Ég er ekki fljótari en hann og ekki sterkari en hann, en ég náði að losa mig og skora. Svo man ég bara að það braust út algjört brjálæði þegar við unnum leikinn og það er engin leið að lýsa því.“

Í þættinum talar Ragnar um hlutverk varnarmannsins sem hann segir á ákveðinn hátt auðveldara en hlutverk þeirra sem þurfa að búa til færi og mörk:

„Það er auðveldara að vera varnarmaður en að vera framar á vellinum, af því að hlutverkið þitt er að eyðileggja sóknir. Að vera skapandi er miklu erfiðara en að skemma. Það er auðveldara að byggja hús en að skemma það og það er auðveldara að eyðileggja sambönd en að byggja upp góð sambönd. Ég held að það sé svolítið þannig í lífinu almennt. En þó að það sé auðveldara að vera varnarmaður af þessarri ástæðu, þá er að sama skapi meiri ábyrgð af því að mistökin eru sýnilegri. Ef markmaður gerir mistök sjá það allir og það kostar mark. En því framar sem þú ert á vellinum, því fleiri geta reddað þér ef þú gerir mistök.“

Ragnar hefur spilað í fjölmörgum löndum og það vakti til dæmis athygli þegar hann fór til Rússlands á hápunkti ferilsins. Hann segir áfangastaðinn skipta máli þegar fótboltamenn skipta um lið og hann hafi til dæmis valið út frá áfangastaðnum þegar hann skipti um lið eftir EM 2016:

„Það spilar alveg þó nokkurn þátt í ákvörðuninni þegar maður er að skipta um lið í hvaða borg maður er að fara. Ég tók á mig töluverða launalækkun til að fara til Fulham af því að mig langaði að vera í London. Ég hefði líklega ekki gert það ef þetta hefði verið önnur borg en London. En þegar þú lendir í því að liðið sem þú ert hjá vill losa sig við þig verður þú eiginlega að fara. Ef þú ert búinn að vera að spila illa ert þú kannski ekki með marga möguleika og þá er oft ekki mikið af möguleikum í stöðunni. En ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig þetta gengur fyrir sig. En stundum sér maður eftir á að maður var kannski smeykur við að fara eitthvað af því að maður hafði fordóma fyrir landinu. Ég man til dæmis þegar ég fékk tilboð frá Maccabi Haifa í Ísrael. Það virkaði allt mjög spennandi, en ég var bara hræddur við að fara til Ísraels út af öllum umfjöllununum um stríð og það varð ekkert af því. En eftir því sem ég hef orðið eldri sé ég að maður getur ekki lifað lífi sínu hræddur og oft voru bestu ákvarðanirnar eitthvað sem maður óttaðist fyrst.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Ragnar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Mogginn stal mynd af Degi og klippti í burtu vinina: „Ég var að borða epli, eldrauður í framan“

Skjámynd af síðunni í Mogganum.

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, er ósáttur vegna myndbirtingar Morgunblaðsins og þjófnaði blaðsins á mynd sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni.

„Morgunblaðið er staðráðnara en nokkru sinni fyrr í að verða að atlægi og verður hlægilegra og hlægilegra með hverjum deginum. Í staðinn fyrir að leiðrétta (vísvitandi?) rangar fréttir sínar um orlofsmál í samræmi við hefðbundin vinnubrögð í blaðamennsku og siðareglur Blaðamannafélagsins nær hallærisgangurinn nýjum hæðum í blaði dagsins,“ skrifar Dagur á Facebook og vísar til þess að Mogginn tók mynd sem hann birti á Facebook um helgina, sjálfum sér og vinum sínum til skemmtunar „þar sem ég var að borða epli, eldrauður í framan, nýkominn í mark eftir Reykjavíkurmaraþonið. Ég notaði þau orð að fólk þyrfti að passa sig á að borða ekki epli á myndum og líkti sjálfum mér við teiknimyndahetjuna Shrek,“ skrifar Dagur.

Dagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík

Hann segir að blaðamenn hafi klippt vini sína út af myndinni og birt hana án skýringa í dag með slúðurdálkinum Staksteinum þar sem, harkalega er veist að borgarstjóranum fyrrverandi. Við hlið Staksteina, sem gjarnan eru skrifaðir af Davíð Oddssyni, er teiknuð grínmynd með textanum Dagur í orlofi.

„Það á væntanlega að vera mér til háðungar. Óskaplega líður blaðinu illa. Er enginn fullorðinn með fullu viti sem vinnur þarna?“ spyr Dagur og segir að þetta sé því miður eitt af mörgu sem undirstrikar það niðurlægingarskeið sem þetta gamla blað sé að ganga í gegnum.

Guðbjörg Matthíasdóttir

„Aðstandendum Morgunblaðsins sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur,“ eru lokaorð Dags.
Morgunblaðið hefur undanfarið fjallað með óvægnum hætti um orlofsmál Dags. Aðaleigandi blaðsins er Guðbjörg Matthíasdóttir, auðkona í Vestmannaeyjum.

Alfreð kveður Ísland: „Takk elsku vinur fyrir ómetanlegt framtak“

Alfreð Finnbogason er hættur með landsliðinu - Mynd: Björgvin Gunnarsson

Íslenski knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með íslenska landsliðinu.

Alfreð er einn af bestu framherjum í sögu íslenska landsliðsins en hann skoraði 18 mörk í 73 leikjum fyrir Ísland og var hluti af íslenska landsliðinu sem fór á HM í Rússlandi 2018 og EM í Frakklandi 2016. Hann skoraði einmitt eina mark Íslands í jafntefli við Argentínu á HM en Alfreð spilaði með landsliðinu í 15 ár.

Hann mun þó halda áfram að spila með félagsliðinu sínu Eupen í belgísku annarri deildinni.

Margir hafa tjáð sig um landsliðsferil Alfreð síðan hann tilkynnti um að hann væri hættur.

„Takk elsku vinur fyrir ómetanlegt framtak,“ skrifaði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttakona á RÚV.

„Takk fyrir okkur! Fyrirmynd,“ skrifaði Viktor Karl Einarsson

Hákon Arnar Haraldsson
„Alvöru toppmaður og fyrirmynd!❤️“ skrifaði Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu.

Engin örvænting á Austfjarðamiðum: „Þetta er fallegasti fiskur“

Austfjarðamiðin eru gjöful um þessar mundir en tvö Vestmannaeyjaskip lönduðu fullfermi í Neskaupsstað á sunnudaginn.

Skipin Bergur VE og Vestmannaey VE, bæði frá Vestmannaeyjum, lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað á sunnudaginn. Mest var veitt af þorski en einnig talsvert af ufsa og svolítið af ýsu. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar má sjá viðtal við skipstjórana en þar voru þeir spurðir út í túrinn. Að sögn Jóns Valgeirssonar á Bergi byrjuðu þeir veiðar á Síðugrunni.

„Síðan var kíkt á Ingólfshöfðann en þaðan var strauið tekið austur. Við byrjuðum þar í Hvalbakshallinu en síðan var farið á Örvæntinguna og þar var ágætis veiði. Komið var til hafnar í Neskaupstað á laugardag,“ segir Jón.

Skipstjórinn á Vestmannaey, Birgir Þór Sverrirsson sagði í viðtalinu að þeir hefðu farið svipaða leið og Bergur.

„Við hófum veiðar á Síðugrunni og síðan voru tekin tvö hol á Ingólfshöfða. Þá var tekið eitt hol í Sláturhúsinu og eitt á Lónsbugtinni. Við enduðum síðan í ágætri veiði í Hvalbakshallinu og á Örvæntingu. Það er mikið æti hér fyrir austan, bæði síld og kolmunni. Fiskurinn er í ætinu og þetta er fallegasti fiskur,“ segir Birgir Þór í samtali við svn.is.

Segjast skipstjórarnir búast við að fiska mikið fyrir austan næstu mánuði og þá verði líklegast mest landað í Neskaupstað. Bæði skipin landa svo í Eyjum seinna í vikunni.

 

Fjögurra bíla árekstur olli gríðarlegum umferðatöfum: „Algjört kaos“

Gríðarlega miklar umferðatafir urðu á níunda tímanum í morgun þegar fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi.

Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi upp úr klukkan átta í morgun sem olli miklum umferðartöfum. Að sögn sjónarvotts sem Mannlíf ræddi við var „algjört kaos“ í umferðinni þar sem slysið gerðist og náði bílaröðin frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur í um 40 mínútur. Þetta er í annað skiptið sem árekstur veldur umferðatöfum á svipuðum slóðum.

Mikill viðbúnaður var á staðnum en lögreglan, sjúkraliðar og slökkviliðsmenn mættu á vettvang en ekki er vitað um slys á fólki að svo stöddu.

Sveinn Andri í klandri

|
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Mynd/ Rakel Ósk Sigurðardóttir

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er einn sá umdeildasti í sínu fagi. Hann hefur á langri leið marga fjöruna sopið en gjarnan sloppið með skrekkinn. Nú er komið upp mál sem gæti reynst kappanum skeinuhætt. Sveinn var ráðinn sem skiptastjóri við gjaldþrot EK 1923 sem var í eigu athafnamannsins Skúla Gunnars Sigfússonar. Alls var kostnaður við skiptin 200 milljónir króna. Þar af tók skiptastjórinn Sveinn  til sín 170 milljónir.

Mogginn upplýsir að dóm­kvadd­ur matsmaður telji að Sveinn hafi skrifað á sig of marg­ar vinnu­stund­ir og innheimt of hátt tímagjald Sveinn Andri hefði með réttu átt að fá 74-87 milljónir fyrir vinnu sína. Hann hafi því oftekið hátt í 100 milljónir króna. Vinnustundir sem Sveinn Andri gaf upp voru 3450 en hefðu með réttu átt að vera helmingi færri.

Lögmaður Skúla Gunnars hefur sent öðrum kröfuhöfum boð um að taka þátt í hópmálsókn á hendur skipstastjóranum. Sveinn Andri er að líkindum í meira klandri en nokkru sinni fyrr …

Ice Pic Journey gagnrýnt fyrir háskaferðir á jökla – Happdrætti um að fara í íshella um hásumar

Ice Pic Journey hefur auglýst sumarferðir í íshella. Myndin er agf heimasíðu fyrirtækisins.

Ice Pic Journeys er fyrirtækið sem var með 23 smanna hóp á Breiðamerkurjökli þegar bandarískur ferðamaður lét lífið og unnusta hans slasaðist. Konan er úr lífshættu. Gríðarleg leit var gerð eftir að stjórnendur Ice Pic gáfu upp að 25 manns hefðu verið að staðnum þar sem ísveggur hrundi með hinum skelfilegu afleiðingum. Í ljós kom að hópurinn var tveimur færri en gefið hafði verið upp og enginn undir ísfarginu. Mannlíf hefur reynt að ná sambandi við fyrirtækið til að fá sjónarmið eigendann en ekki fengið svar. Mike Reid, stofnandi fyrirtækisins, hefur ekki svarað skilaboðum og tekur ekki síma. Á heimasíðu Ice Pics Journeys má sjá að ekki eru í boði fleiri ferðir í ágúst. Hér að neðan er klippa af Facebook þar sem Mike Reid kynnir happdrætti um að fara í íshella um hásumar.

Ice Pic Journeys gefur sig út fyrir að sérhæfa sig í ævintýralegum jöklaferðum á því svæði sem slysið varð.  Gert er út á sumarferðir á jökulinn sem þykir vera háskalegt. Flest fyrirtæki á þessu sviði fara ekki í íshellaferðir á meðan bráðnun er mest. Gagnrýnt er að ferðamenn séu lagðir í þann háska sem fylgir slíkum ferðum á þessum árstíma. Meðal Þeirra sem var við slíku er Helgi Björns­son, jökla­fræðing­ur við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands. Hann segir við Morgunblaðið að stór­hættu­legt sé að bjóða upp á ferðir í ís­hella yfir sum­ar­tím­ann þar sem hellarnir taki miklum breyt­ing­um yfir sum­arið þegar jök­ull­inn er á meiri hreyf­ingu. Hann telur að bíða eigi fram á haust með slík ferðalög.

Fyrirtækið þjónustar meðal annars ferðaþjónusturisann Guide to Iceland, samkvæmt upplýsingum Vísis. Lögreglurannsókn fer nú fram vegna slyssins og háværar kröfur eru uppi um að banna jöklaferðir yfir sumartímann.

Dularfullur dópsali læstur inni

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Lögreglan stóð mann að verki við sölu fíkniefna í nótt. Við rannsókn málsins gaf hann ekki upp nafn og var ekki með persónuskilríki. Dularfulli dópsalinn var handtekinn og hann læstur inni í fangaklefa þar til málin skýrast með nýjum degi.

Ökumaður sem var stöðvaður reyndist vera án ökuréttinda.

Þrír voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar á ráni sem var framið.

Lögreglan aðstoðaði sjúkralið vegna ungmennis sem slasaðist eftir fall.

Á svæði Hafnarfjarðarlögreglunnar var tilkynnt um heimilisofbeldi. Karlmaður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar á málinu.
Ökumaður stöðvaður á ofsahraða. Hann mældist vera 171 kílómetra  hraða þar sem hámarkshraði er 80. Ökuníðingurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Lögreglan hafði afskipti af búðaþjófi sem var við iðju í matvöruverslun.
Einn maður var vistaður vegna rannsóknar á stórfelldri líkamsárás.

„Hvílíkt kæruleysi að hafa ekki upplýsingar um hversu margt fólk fór inn í hellinn“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er ekki sáttur við það sem hann kallar kæruleysi varðandi upplýsingaskyldu í tengslum við ferðaþjónustu og ástandið sem kom upp í íshellinum á Breiðamerkujökli – sem hafði hörmulegar afleiðingar í för með sér.

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Segir:

„Mikil mildi er að fólk sem var talið fast í íshellinum á Breiðamerkurjökli var ekki þar. En hvílíkt kæruleysi að hafa ekki upplýsingar um hversu margt fólk fór inn í hellinn.“

Breiðamerkurjökull.

Egill nefnir að „fyrir vikið var þjóðin milli vonar og ótta vegna þessa atburðar en fréttir af honum hafa verið fluttar í helstu fjölmiðlum heims – og óhjákvæmilega gríðarlegur viðbúnaður hjá björgunarsveitum.“

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Segir að endingu:

„Skelfilegt auðvitað til þess að hugsa að ferðamaður hafi látist í slysinu en annar slasast illa. Þetta er ekki í lagi.“

Birna Mjöll bjargaði lífi tveggja ára bróður síns: „Fyrst komu blóðkögglar út úr honum“

„Óskar Björn var hinn hressasti undir miðnætti í gærkvöldi með Trausta bróður sínum og Birnu Mjöll systur sinni.“ - Mynd: KGA

Hin tíu ára Birna Mjöll bjargaði lífi bróður síns árið 1991 en Morgunblaðið greindi frá lífbjörgun hennar á sínum tíma.

Forsaga málsins er sú að móðir barnanna hafði skroppið stuttlega út rétt um kvöldmatarleytið árið 1991 en hinn tæplega tveggja ára Trausti komst í hnetur og stóðu þær í honum.Birna náði að slá hneturnar úr bróður sínum og bað hinn bróður sinn að halda áfram að slá á bakið á Trausta meðan hún hringdi eftir hjálp.

„Þegar Trausti bróðir var yngri festist króna í hálsinum á honum. Mamma hefur oft sagt mér hvað hún gerði til að losa peninginn og ég gerði alveg eins. Ég er fegin að mamma kenndi mér hvað ætti að gera, því kannski hefði Óskar Björn ekki verið lifandi núna. Ég sá hann liggja á ganginum fyrir framan eldhúsið. Óskar Björn hafði fengið hnetur og ég sá að hann var allur blár í framan. Ég tók hann upp, hélt honum á ská og byrjaði að slá á bakið. Fyrst komu blóðkögglar út úr honum og svo þrjár hnetur og þá fór hann að orga og anda,“ sagði Birna við Morgunblaðið um málið en hún hringdi í vinafólk því hún mundi ekki númerið hjá sjúkraliði.

„Mér líður miklu betur núna og lögreglan gaf mér límmiða með neyðarnúmerum. Maður verður að vera viðbúinn og ég vil að foreldrar segi börnunum sínum hvernig á að fara að þessu, því þá verður allt betra.“

Leit hætt við íshellinn – Enginn reyndist fastur undir ísnum

Lögreglan Mynd: Lára Garðarsdóttir

Leit hefur verið hætt við íshellinn á Breiðamerkurjökli eftir að í ljós kom að enginn reyndist undir ísnum. Misvísandi upplýsingar um fjölda þeirra sem voru í ferðinni varð til þess að tveir einstaklingar væru enn föst undir ísnum.

RÚV segir frá því að leit hafi nú verið hætt að ferðamanna sem taldir voru hafa orðið undir ís er hellir hrundi yfir hóp ferðamanna í gær. Enginn reyndist undir ísnum en bandarískur ferðamaður lést í slysinu og unnusta hans, einnig bandarísk, slasaðist en hún var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í gær og þar dvelur hún enn. Er hún ekki í lífshættu og líðan hennar stöðug.

Samkvæmt RÚV var eitt af því sem flæktist fyrir lögreglu og björgunarsveitum var að takmarkaðar upplýsingar voru til um fjölda þeirra sem var í jöklaferðinni. Ferðaþjónustufyrirtækið sagði að 25 hefðu verið í ferðinni en hafði þó ekki nöfn allra. í gær var vitað um 23 ferðalanga, þar af karlmann sem lést á vettvangi og eina konu sem slasaðist. Töldu viðbragðsaðilar að tveir til viðbótar væru enn fastir undir ísnum en svo reyndist ekki vera.

„Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni,“ segir í tilkynningu lögreglu. „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu.“

Um 200 tóku þátt í leitinni í gær og í dag en lögreglan segir að mikið þrekvirki hafi verið unnið á vettvangi. Segir hún að búið sé að brjóta niður og færa svakalegt magn af ís, að mestu með handafli.

Orri Steinn orðaður við Manchester City – Mörg stórlið með hann undir smásjá

Orri Steinn Óskarsson gæti farið til Englands

Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson er undir smásjá stórliðsins Manchester City en frá þessu greinar erlendir fjölmiðlar í dag.

Orri Steinn er leikmaður FC København í dag en hann hefur verið spila gríðarlega vel með liðinu undanfarið: Orri þykir eitt mesta efni Norðurlandanna en hann er aðeins 19 ára gamall. Fleiri lið hafa áhuga á Orra og hafa lið í spænsku, portúgölsku og þýsku úrvalsdeildunum öll áhuga á að kaupa Íslendinginn knáa.

Talið er að það lið sem vill fá þjónustu Orra muni þurfa borga FC København að minnsta kosti 20 milljónir evra.

Orri hefur leikið átta landsleiki fyrir hönd Íslands og skorað tvö mörk í þeim leikjum en hann hefur skorað sjö mörk í 11 leikjum með danska liðinu á yfirstandandi tímabili.

Gallhörð kvennasveit ver Úkraínu fyrir rússneskum drónum: „Guð forði Rússum að koma aftur hingað!“

Úkraínski bærinn Bucha, sem varð samheiti rússneskra stríðsglæpa eftir að hernámsliðið myrti hundruði óbreyttra borgara þar árið 2022, er nú heimkynni einstakrar andspyrnu. Bucha Volunteer Territorial Community Formation byrjaði nýlega að ráða eingöngu kvenmenn í færanlegar skotsveitir, þekktar sem „nornirnar“ og „valkyrjurnar“. Blaðamenn frá úkraínska fjölmiðlinum Ukrainska Pravda ræddu við nokkrar af þessum „Bucha nornum“ um ákvörðun þeirra um að grípa til vopna og hvernig það er að verja himininn í Úkraínu fyrir rússneskum drónum og flugskeytum. Meduza fjallaði um málið.

Olena „litla“

Olena, sem er upprunalega frá Lviv, flutti til Kænugarðs árið 2023 og hóf störf sem heimilislæknir á heilsugæslustöð í Bucha. Í júní 2024, þegar hún ók til baka frá því að halda upp á 26 ára afmælið sitt í Odesa með vinkonu sinni Anhelinu, rakst hún á Instagram færslu þar sem óskað var eftir sjálfboðaliðum fyrir Bucha Territorial Community Formation. Bæði hún og Anhelina ákváðu að skrá sig í færanlegu skotsveitina „Nornir“.

Olena hafði lengi langað til að ganga til liðs við varnarliðið en átti erfitt með að sinna krefjandi starf sitt samlhliða herþjónustu. Fjölskylda hennar á djúpar hernaðarrætur: langafi hennar starfaði í Samtökum úkraínskra þjóðernissinna og langamma hennar var tengiliður þeirra. Guðfaðir hennar byrjaði að fara með hana á skotsvæði þegar hún var aðeins fimm ára. „Í æfingamiðstöðinni leyfðu þeir mér að skjóta Browning [vélbyssu]. Ég hitti 11 skotmörk með 25 skotum. Mikil nákvæmni, lítil skotvopnanotkun, svo herforinginn sagði: „Þú verður vélbyssumaður!“, rifjar hún upp.

„Markmið mitt er að halda fólki öruggu og leyfa því að sofa rólega. Draumur minn er að stríðinu ljúki og að allir snúi aftur frá vígstöðvunum og úr haldi,“ segir Olena.

Valentyna „Valkyrja“

Valentyna, dýralæknir að mennt, lenti í miðju hernámi Rússa í Kyiv-héraði í febrúar 2022. Hún varð vitni að sprengjuárásinni á Hostomel-flugvöllinn og skotárásina á Irpin og Bucha. Eftir þrjár vikur tókst henni að flýja ásamt sjö öðrum, sem allir þröngvuðu sig í einn bíl.

Fyrir tveimur mánuðum gekk Valentyna í hópinn „Bucha Valkyrjurnar“. Á æfingum hafði hún mestar áhyggjur af líkamlegum áskorunum og hafði áhyggjur af því að hún myndi ekki geta klárað hindrunarbrautina. Að lokum kláraði hún hana tvisvar.

„Staðurinn minn er hér. Þetta stríð mun ekki enda án okkar,“ segir Valentyna með sannfæringu. „Það er kominn tími til að hætta að sitja heima í eldhúsinu. Við getum gripið til vopna og varið landið okkar, samfélag okkar. Mennirnir fara fremst og við komum í staðinn. Og við sjáum að við erum vel færar.“

Anhelina „Fast & Furious“

Anhelina fékk kallmerkið sitt vegna þess hversu hratt hún ekur – einu sinni, þegar hún fór með kollega á skotsvæðið, grínaðist hann með að hann hefði misst nokkur kíló í ferðinni.

Anhelina er upprunalega frá Lutsk og starfaði sem svæfingalæknir í Bucha. Meðan á rússnesku hernáminu stóð, sá hún um marga særða borgara á skurðstofu sinni, þar á meðal börn. Þegar „grænn gangur“ [Flóttaleið, innskot blaðamanns] var opnaður flúði hún ásamt sjúklingum sínum.

Í sjálfboðaliðavarnadeildinni ekur hún pallbíl sem hún kallar „Kústskaft“. Upphaflega fannst Anhelinu nýja hlutverk sitt krefjandi, þar sem hún hafði enga fyrri hernaðarreynslu.

Félagi hennar bauð sig fram fyrir úkraínska fótgönguliðið í upphafi rússnesku innrásarinnar. „Hann hefur miklar áhyggjur en hann styður mig. Hann sendir mér skilaboð: „Farðu varlega þarna úti. Þegar þú kemur aftur eftir að viðvörunarbjöllur klingja, vertu viss um að láta mig vita að þú sért í lagi.“ Hann reyndi aldrei að hindra mig [frá því að þjóna]. Hann veit að við erum bæði að leggja okkar af mörkum til sama málstaðar,“ segir Anhelina. „Í hvert skipti sem við skjótum niður Shahed-sprengjudróna veitir það mér gleði og hvetur mig áfram því þessi dróni mun ekki lenda á heimili einhvers.

Yulia „Skopparakringla“

Yulia vann áður á snyrtistofu í Kænugarði. Á fjórða degi innrásar Rússa flúði hún til Póllands með barnið sitt. Þremur mánuðum síðar sneri hún hins vegar aftur. „Mig langaði virkilega að koma heim. Nú get ég ekki einu sinni útskýrt fyrir sjálfum mér hvers vegna ég fór til að byrja með. Þetta var sjálfsprottinn ákvörðun, líklega knúin áfram af tilfinningum. „Ég vildi vernda geðheilsu barnsins míns, en sálfræðilega var það miklu verra þar en heima,“ segir hún.

Þegar hún kom aftur setti Yulia á sig eyrnalokka í laginu eins og hin fræga Mriya („draum“) flugvél sem rússneski herinn eyðilagði í upphafi innrásarinnar og gekk til liðs við Bucha sjálfboðaliðasveitina. Hún stýrir nú „Valkyrjurnar“, færanlega skotsveitinni og sér um meðferð skotfæra.

„Ég er alltaf á ferðinni og er að pæla í öllu. Þess vegna er kallmerkið mitt „Dzyga“ [úrkaínska orðið fyrir skopparakringlu]. Þegar ég ákvað að vera með kom það fjölskyldu og vinum mínum ekki á óvart því þeir þekkja mig vel,“ sagði hún við blaðamenn.

Yulia viðurkennir að henni finnist borgaralegt líf meira krefjandi, umkringd fólki sem finnur ekki fyrir áhrifum stríðsins. „Strákarnir fara fram á vígvöllinn og við verðum hér, verjum himininn, börnin okkar og óbreytta borgara fyrir aftan okkur. Hvað gæti verið meira hvetjandi en það?“ spyr hún orðrétt.

Konurnar harðari en karlarnir

Í apríl 2024 stefndu margir karlanna frá Bucha Volunteer Territorial Community Formation í fremstu víglínu og skildu eftir um 70 stöður lausar.

Tvær af „nornunum“ hafa einnig skrifað undir samninga við úkraínska herinn. Önnur þeirra varð yfirmaður skotsveitar í árásarherfylki, en hin er að þjálfa sig í verða liðsforingi og undirbýr sig fyrir að stjórna þremur áhöfnum eldflaugaherdeildar.

„Ég sé að konurnar sem ganga til liðs við okkur eru stundum enn áhugasamari en karlarnir,“ segir Andrii Verlatyi ofursti, 51 árs starfsmannastjóri Bucha-samtakanna. „Margar þeirra voru mæður og í umönnunarstörfum fyrir þetta, en svo komu þessir ræflar og eyðilögðu líf þeirra. Þeir vöktu kraft sem þeir hefðu betur mátt láta ósnortinn. Guð forði Rússum að koma aftur hingað! Það myndi ekki enda vel fyrir þeim, því úkraínskar konur eru harðari en karlar.“

Grunaður morðingi brast í söng eftir að hafa verið skotinn ítrekað við handtöku – MYNDBAND

Maðurinn er sakaður um að hafa myrt báða foreldara sína - Mynd: Skjáskot

Maður er grunaður um að hafa myrt foreldra sína á hrottafenginn hátt.

Nýverið birtu lögregluyfirvöld í Kaliforníu myndband af handtöku á Joseph Gerdvil í borginni San Juan sem fór fram í júlí en Gerdvil var handtekinn grunaður um að hafa myrt foreldra sína. Samkvæmt yfirvöldum fundust báðir foreldrar hans látnir og hauslausir á heimili sínu og þá hafði hundur þeirra verið limlestur en foreldrar hans voru á áttræðisaldri.

Í myndbandinu sjást lögreglumenn skjóta Gerdvil fimm sinnum en höfðu fyrstu þrjú skotinn lítil áhrif á hann. Hann fellur í jörðina eftir fjórða skotið og skömmu síðar hefjast lögreglumennirnir handa við að koma honum í handjárn og hlú að skotsárum hans. Þá byrjar Gerdvil að syngja lagið What’s Love Got To Do With eftir Tina Turner og síðar Stevie Wonder.

Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt foreldra sína.

Árni leiðsögumaður hefur lengi gagnrýnt fúsk í ferðum: „Tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“

„Hér sjáum við hóp troðast um þröng op. Nýlegt hrun er þarna til hægri. Er í lagi að fara með fólk í svona aðstæður?“ skrifar Árni meðal annars um þessa mynd sem hann birti með pistlinum

Árni Tryggvason, fyrrverandi leiðsögumaður, segir að það hafi verið tímaspursmál hvenær ferðamenn á Íslandi myndu lenda í mikilli hættu vegna slæmra vinnubragða ferðaþjónustufyrirtækja en Árni skrifaði pistilinn í ljósi frétta um slysið í Breiðamerkurjökli þar sem minnsta einn hefur látið lífið og tveggja er ennþá saknað. 

Þar kom að því! Á árunum eftir hrun, þegar lítið var að gera í mínu vanalega starfi tók ég tvö ár sem leiðsögumaður. Mest í jöklaleiðsögn. Í þessum ferðum ofbauð mér oft krafan um að fara með farþegana í sem ævintýralegustu aðstæðurnar,“ skrifar Árni í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook.

Ef við fórum ekki með fólk í „tvísýnu“ þá vorum við ekki að standa okkur. Þarna starfaði ég fyrir fyrirtæki sem þóttist vera framarlega í öryggismálum og þótti til fyrirmyndar. Á sama tíma voru íshellaferðirnar að hefjast og eftir að hafa komið á staði eins og undir fallega ísboga, brúnir eða hella sem voru síðan hrundir daginn eftir langaði mig ekki til að vera í þessum bransa. Vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni. Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað,“ og segir Árni að jöklar séu óstöðugir og breytist frá degi til dags.

„Það er í lagi að vanir menn fari þangað á eigin forsendum og ábyrgð. En að fara í svona óstöðugt umhverfi með algjörlega óvant fólk er mikið ábyrgðarhlutverk sem því miður fæst (ef nokkur) ferðaþjónustufyrirtæki geta staðið undir.

Hugsum málin upp á nýtt.

Ferðaþjónustan á ekki að vera áhættustrafsgrein. Hvorki fyrir starfsfólk né farþega,“ skrifar Árni að lokum en hann hefur gagnrýnt íslenska ferðaþjónustu harðlega í mörg ár og sagt sumar jöklaferðir á landinu vera fúsk.

Kunningi meints morðingja í Neskaupstað: „Alveg greinilegt að hann var orðinn veikari“

Svavar mun meðal annars verða sýslumaður Neskaupsstaðar

Geðheilsa hins grunaða í tvöfalda morðmálinu í Neskaupstað hafði sýnilega versnað síðustu vikur að sögn manneskju sem þekkir hann.

Nútíminn sagði frá því að maðurinn sem grunaður er um morð á hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað um síðustu helgi, hafi lengi glímt við andleg veikindi og fíkniefnavanda en að hann hafi fengið „gæðastimpil“ frá geðdeild Landspítalans stuttu fyrir morðin og að fjölskylda hans hefði ítrekað reynt að svipta hann sjálfræði án árangurs.

Í febrúar á þessu ári kveikti hann í húsi sínu í Neskaupstað en mikið tjón hlaust af þeim bruna.

Mannlíf ræddi við einstakling sem þekkir hinn grunaða en hann vill ekki koma fram undir nafni, enda málið viðkvæmt.

„Hann er mjög fínn og skemmtilegur,“ segir einstaklingurinn í samtali við Mannlíf en tók fram að undanfarið hafi það ekki farið framhjá neinum að andleg heilsa hans hefði versnað. „Það var alveg greinilegt að hann var orðinn veikari, maður sá það langar leiðir.“ Þá segir einstaklingurinn að málið sé hið sorglegasta.

Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var á föstudaginn úrskurðaður í viku gæsluvarðhald.

Ösku O.J. Simpson breytt í skartgripi

Þekktasta hlutverk O.J. Simpson var hlutverk hans í Naked Gun myndunum.

Ösku leikarans og ruðningskappans fyrrverandi O.J. Simpson hefur verið breytt í skartgripi að sögn lögmanns hans.

Malcolm LaVerge, lögmaður Simpson, greindi frá þessu í viðtali við TMZ en samkvæmt honum var skartgripunum útdeilt til fjögurra barna Simpson. Leikarinn lést fyrr á árinu og kostaði allt ferlið tæpar 600 þúsund krónur en yfirleitt er ösku fólks breytt í hálsmen og armbönd þegar þessi aðferð er valin.

Óhætt er að segja að O.J. Simpson hafi verið umdeildur maður en árið 1994 var hann handtekinn grunaður um morð á fyrrum eiginkonu sinni og nýjum kærasta hennar. Hann var síðar sýknaður en mikið var fjallað um málið á sínum tíma og margir sjónvarpsþættir og margar kvikmyndir verið gerðar um morðin.

Hann var síðar dæmdur í fangelsi fyrir vopnað rán í Las Vegas en þar rændi hann íþróttaminjagripum sem hann sagði að hafi verið stolið frá sér. Hann var upphaflega dæmdur í 33 ára fangelsi en var sleppt eftir níu ár.

Jón Dagur heldur til Berlínar

Jón Dagur Þorsteinsson spilar með íslenska landsliðinu í knattspyrnu - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Íslenski knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson hefur gengið til liðs við Hertha Berlin.

Liðið er sem stendur í annarri deild Í Þýskalandi en liðið féll úr úrvalsdeildinni árið 2023 og hafði verið í þeirri deild í 10 ár í röð. Jón Dagur, sem er 25 ára gamall kantmaður, gengur til þeirra frá OH Leuven í Belgíu en hann spilaði með AGF í Danmörku þar á undan. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Hertha Berlin en Eyjólfur Sverrisson, fyrrverandi landsliðsmaður, spilaði við með liðinu í mörg ár í kringum aldamótin.

Jón Dagur er einn mesti leikmaður íslenska landsliðsins en hann hefur spilað 37 leiki til fyrir liðið á undanförnum árum og vonandi nær hann að standa sig vel hjá þýska liðinu. 

 

Leita að 19 ára stúlku sem hvarf í sjósundi – Vinir hennar alblóðugir eftir björgunartilraunir

Breskur unglingur er talinn af eftir að hann hvarf á sundi undan hollenskri strönd.

Nítján ára gömul stúlka lenti í vændræðum ásamt þremur vinum sínum þar sem þau svömluðu í Norðursjónum, nærri ströndum Zuidelijk Havenhoofd í Hollandi á sunnudaginn. Vinum stúlkunnar var bjargað en hún hefur hins vegar ekki sést síðan.

Viðbragðsaðilar óttast nú að stúlkan muni ekki finnast á lífi eftir að það mistókst að staðsetja hana þegar vinum hennar var bjargað. Leitað var að henni í tæpa tvo klukkutíma frá 20:30 til ríflega 22:00. Hópurinn er allur frá Bretlandi og á svipuðum aldri.

Talið er að vinir stúlkunnar hafi reynt að bjarga henni áður en hún hvarf, sem olli því að þeir lentu sjálfir í vandræðum.

Vitni sem ræddi við staðbundna fjölmiðla sögðu að tveir drengir úr vinahópnum hefðu meiðst á fótum og hafi verið alblóðugir og að eldri kona, sem talin er vera móðir einhvers úr hópnum, hafi sést „skelfingu lostin og öskrandi“.

Vitnið bætti því við að aðstæður hefðu verið of hættulegar til þess að drengirnir hefðu getað bjargað stúlkunni og sagði: „Drengirnir rétt lifðu af“. Meiðsl drengjanna eru talin afleiðing þess að þeir skullu utan í grýttan hafnarbakkann sem skilur að Idjuin og Schevingen strandirnar í Haag.

Leit var framkvæmd bæði á bátum og í þyrlum en dregið hefur nú úr leitinni og nú er aðallega verið að skoða fjörur í nágrenninu, þar sem ólíklegt sé talið að stúlkan sé á lífi.

 

 

Doddi litli hætt kominn um Verslunarmannahelgina: „Nú tekur við endurhæfing í einhverja mánuði“

Þórður Helgi Ljósmynd: Ruv.is

Þórður Helgi Þórðarson eða Doddi litli eins og hann er yfirleitt kallaður er að jafna sig eftir bráðaaðgerð og segist ekki mæta til vinnu á næstunni.

Doddi litli er með vinsælustu útvarpsmönnum þjóðarinnar en hann hefur um árabil starfað á Rás 2 við gríðarlegar vinsældir. En hann hefur ekki heyrst í útvarpinu í nokkrar vikur en ástæðan er sannarlega skiljanleg. Í gær skrifaði Doddi færslu á Facebook þar sem hann skýrir fjarveru sína. Um Verslunarmannahelgina þurfti hann nefnilega að gangast undir stærðarinnar skurðaðgerð.

„Á ekkert að mæta í vinnu aftur?

Nei, ekki á næstunni.
Komið þið sæl, ég ætlaði ekkert að ræða þessi mál hér en vegna allra fyrirspurnanna um hvort ég ætli ekki að fara að mæta í útvarpið held ég að ég verði að segja ykkur aðeins af mínum málum.

Um verslunarmannahelgina var gerð stór skurðaðgerð á mér vegna bráðrar ósæðarflysjunar við hjarta . Þetta er sjúkdómur þar sem 50% sjúklinga deyja áður en þau komast í aðgerð og 20% þeirra lifa aðgerðina ekki af.“

Segir Doddi vera einn af þeim heppnu.

„Ég var einn af þeim heppnu og var að koma heim eftir legu á LSH í tæpar 3 vikur og vil ég þakka starfsfólki kærlega fyrir allt.
Nú tekur við endurhæfing í einhverja mánuði svo nei…. ég er ekki á leið í loftið alveg á næstunni.
Ég þakka stuð-ninginn
Bestu kveðjur“

Ragnar Sigurðsson fer yfir ferilinn: „Það braust út algjört brjálæði þegar við unnum“

Ragnar Sigurðsson segist alltaf hafa upplifað ofurathygli þegar hann var inni á vellinum í stórum leikjum sem fótboltamaður. Ragnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, er greindur með ADHD, en segir að það hafi aldrei háð sér þegar kom að stóru augnablikunum:

„Ég var alltaf þannig að ég gat verið með ofurathygli þegar ég var inni á vellinum, þó að ég sé með athyglisbrest og hafi átt erfitt með að einbeita mér fyrir utan völlinn. Inni á vellinum náði ég einhvern vegin yfirleitt alltaf „laser-focus“ og gleymdi öllu öðru. Það er bara svo gaman að vera undir pressu og ég virka best í þeim aðstæðum. Ég held að athyglisbresturinn birtist stundum þannig að manni leiðist bara mjög mikið og nær þess vegna ekki að halda athygli og dettur bara út. Þegar ég fann fyrir leiki að ég væri stressaður fannst mér það alltaf gott af því að þá vissi ég að ég væri tilbúinn,“ segir Raggi, sem er greindur með ADHD og hefur tekið lyf við því í gegnum tíðina:

„Maður fær bara undanþágu til að taka lyfin. Ef þú ert greindur með Athyglisbrest færðu leyfi til að nota þessi lyf, sem þú annars mættir ekki nota. Kannski eru ennþá einhver lið eða lönd með fordóma gagnvart þessu og ég þurfti til dæmis að hætta að nota lyfin þegar ég var að spila í Rússlandi. Það skipti engu þó að ég segði að mér liði betur af lyfjunum og ég hætti bara að taka þau. Það þýddi bara að ég var aðeins steiktari en vanalega!“

Í þættinum ræða Sölvi og Raggi um það hve stóran þátt sjálfstraust og hugarfar spila í fótbolta og Raggi segir að rétt hugarfar, trú og vilji sé algjört lykilatriði:

„Það mikilvægasta í fótboltanum er „attitude“, trú og vilji. Þú getur ekki unnið neitt ef þú trúir því ekki og lætur hugarfarið taka þig þangað. Auðvitað verður þú að geta eitthvað, en til þess að ná upp stemmningu og sjálfstrausti verður viðhorfið að vera í lagi. Það var þetta sem heppnaðist fullkomlega í landsliðinu þegar okkur gekk sem best. Jafnvel þó að það væri einhver sem var ekki besti vinur þinn utan vallar, þá bárum við svo mikla virðingu fyrir því að við værum í stríði saman og það voru allir 100%. Við vorum tilbúnir að gera allt fyrir hvorn annan inn á vellinum. Ég vildi að þeim sem voru að spila í kringum mig liði þannig að ef þeir stigu feilspor, þá væri ég mættur til að redda því í allar áttir. Ég spilaði alltaf minn besta leik þegar ég var algjörlega að spila fyrir liðið. Við vorum tilbúnir að fara í stríð með hvor öðrum. Hlaupa út um allt og vera til staðar ef einhver var að gera mistök,“ segir Raggi, sem talar í þættinum um daginn sem Ísland sló út England og hann var valinn maður leiksins:

„Þetta var stærsti leikur okkar allra á ferlinum. Trúin fór aldrei neitt, en ég man þegar við löbbuðum inn göngin fyrir leik hvað mér fannst þeir allir stórir. Ég hafði aldrei hugsað svona áður fyrir neinn leik á ferlinum, en þegar við stóðum þarna við hliðina á þeim hugsaði ég: ,,Shit hvað þeir eru allir stórir”. Svo byrjar leikurinn og við fáum strax á okkur víti sem þeir skora úr og ég gjörsamlega brjálaðist. Akkurat á þessu augnabliki hugsaði ég að það væri ekki fræðilegur möguleiki á að við myndum tapa leiknum á einhverju svona dæmi. Ég hef aldrei horft aftur á leikinn, en ef ég man rétt, þá tókum við miðjuna og negldum fram og fengum innkastið sem ég svo skoraði úr. Þetta gerðist eins og það væri í „Slow motion“. Ég sá að þeir settu Wayne Rooney á Kára Árna, sem var algjört rugl og sá sem var að dekka mig (Kyle Walker) missti einbeitinguna. Ég er ekki fljótari en hann og ekki sterkari en hann, en ég náði að losa mig og skora. Svo man ég bara að það braust út algjört brjálæði þegar við unnum leikinn og það er engin leið að lýsa því.“

Í þættinum talar Ragnar um hlutverk varnarmannsins sem hann segir á ákveðinn hátt auðveldara en hlutverk þeirra sem þurfa að búa til færi og mörk:

„Það er auðveldara að vera varnarmaður en að vera framar á vellinum, af því að hlutverkið þitt er að eyðileggja sóknir. Að vera skapandi er miklu erfiðara en að skemma. Það er auðveldara að byggja hús en að skemma það og það er auðveldara að eyðileggja sambönd en að byggja upp góð sambönd. Ég held að það sé svolítið þannig í lífinu almennt. En þó að það sé auðveldara að vera varnarmaður af þessarri ástæðu, þá er að sama skapi meiri ábyrgð af því að mistökin eru sýnilegri. Ef markmaður gerir mistök sjá það allir og það kostar mark. En því framar sem þú ert á vellinum, því fleiri geta reddað þér ef þú gerir mistök.“

Ragnar hefur spilað í fjölmörgum löndum og það vakti til dæmis athygli þegar hann fór til Rússlands á hápunkti ferilsins. Hann segir áfangastaðinn skipta máli þegar fótboltamenn skipta um lið og hann hafi til dæmis valið út frá áfangastaðnum þegar hann skipti um lið eftir EM 2016:

„Það spilar alveg þó nokkurn þátt í ákvörðuninni þegar maður er að skipta um lið í hvaða borg maður er að fara. Ég tók á mig töluverða launalækkun til að fara til Fulham af því að mig langaði að vera í London. Ég hefði líklega ekki gert það ef þetta hefði verið önnur borg en London. En þegar þú lendir í því að liðið sem þú ert hjá vill losa sig við þig verður þú eiginlega að fara. Ef þú ert búinn að vera að spila illa ert þú kannski ekki með marga möguleika og þá er oft ekki mikið af möguleikum í stöðunni. En ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig þetta gengur fyrir sig. En stundum sér maður eftir á að maður var kannski smeykur við að fara eitthvað af því að maður hafði fordóma fyrir landinu. Ég man til dæmis þegar ég fékk tilboð frá Maccabi Haifa í Ísrael. Það virkaði allt mjög spennandi, en ég var bara hræddur við að fara til Ísraels út af öllum umfjöllununum um stríð og það varð ekkert af því. En eftir því sem ég hef orðið eldri sé ég að maður getur ekki lifað lífi sínu hræddur og oft voru bestu ákvarðanirnar eitthvað sem maður óttaðist fyrst.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Ragnar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Mogginn stal mynd af Degi og klippti í burtu vinina: „Ég var að borða epli, eldrauður í framan“

Skjámynd af síðunni í Mogganum.

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, er ósáttur vegna myndbirtingar Morgunblaðsins og þjófnaði blaðsins á mynd sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni.

„Morgunblaðið er staðráðnara en nokkru sinni fyrr í að verða að atlægi og verður hlægilegra og hlægilegra með hverjum deginum. Í staðinn fyrir að leiðrétta (vísvitandi?) rangar fréttir sínar um orlofsmál í samræmi við hefðbundin vinnubrögð í blaðamennsku og siðareglur Blaðamannafélagsins nær hallærisgangurinn nýjum hæðum í blaði dagsins,“ skrifar Dagur á Facebook og vísar til þess að Mogginn tók mynd sem hann birti á Facebook um helgina, sjálfum sér og vinum sínum til skemmtunar „þar sem ég var að borða epli, eldrauður í framan, nýkominn í mark eftir Reykjavíkurmaraþonið. Ég notaði þau orð að fólk þyrfti að passa sig á að borða ekki epli á myndum og líkti sjálfum mér við teiknimyndahetjuna Shrek,“ skrifar Dagur.

Dagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík

Hann segir að blaðamenn hafi klippt vini sína út af myndinni og birt hana án skýringa í dag með slúðurdálkinum Staksteinum þar sem, harkalega er veist að borgarstjóranum fyrrverandi. Við hlið Staksteina, sem gjarnan eru skrifaðir af Davíð Oddssyni, er teiknuð grínmynd með textanum Dagur í orlofi.

„Það á væntanlega að vera mér til háðungar. Óskaplega líður blaðinu illa. Er enginn fullorðinn með fullu viti sem vinnur þarna?“ spyr Dagur og segir að þetta sé því miður eitt af mörgu sem undirstrikar það niðurlægingarskeið sem þetta gamla blað sé að ganga í gegnum.

Guðbjörg Matthíasdóttir

„Aðstandendum Morgunblaðsins sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur,“ eru lokaorð Dags.
Morgunblaðið hefur undanfarið fjallað með óvægnum hætti um orlofsmál Dags. Aðaleigandi blaðsins er Guðbjörg Matthíasdóttir, auðkona í Vestmannaeyjum.

Alfreð kveður Ísland: „Takk elsku vinur fyrir ómetanlegt framtak“

Alfreð Finnbogason er hættur með landsliðinu - Mynd: Björgvin Gunnarsson

Íslenski knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með íslenska landsliðinu.

Alfreð er einn af bestu framherjum í sögu íslenska landsliðsins en hann skoraði 18 mörk í 73 leikjum fyrir Ísland og var hluti af íslenska landsliðinu sem fór á HM í Rússlandi 2018 og EM í Frakklandi 2016. Hann skoraði einmitt eina mark Íslands í jafntefli við Argentínu á HM en Alfreð spilaði með landsliðinu í 15 ár.

Hann mun þó halda áfram að spila með félagsliðinu sínu Eupen í belgísku annarri deildinni.

Margir hafa tjáð sig um landsliðsferil Alfreð síðan hann tilkynnti um að hann væri hættur.

„Takk elsku vinur fyrir ómetanlegt framtak,“ skrifaði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttakona á RÚV.

„Takk fyrir okkur! Fyrirmynd,“ skrifaði Viktor Karl Einarsson

Hákon Arnar Haraldsson
„Alvöru toppmaður og fyrirmynd!❤️“ skrifaði Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu.

Engin örvænting á Austfjarðamiðum: „Þetta er fallegasti fiskur“

Austfjarðamiðin eru gjöful um þessar mundir en tvö Vestmannaeyjaskip lönduðu fullfermi í Neskaupsstað á sunnudaginn.

Skipin Bergur VE og Vestmannaey VE, bæði frá Vestmannaeyjum, lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað á sunnudaginn. Mest var veitt af þorski en einnig talsvert af ufsa og svolítið af ýsu. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar má sjá viðtal við skipstjórana en þar voru þeir spurðir út í túrinn. Að sögn Jóns Valgeirssonar á Bergi byrjuðu þeir veiðar á Síðugrunni.

„Síðan var kíkt á Ingólfshöfðann en þaðan var strauið tekið austur. Við byrjuðum þar í Hvalbakshallinu en síðan var farið á Örvæntinguna og þar var ágætis veiði. Komið var til hafnar í Neskaupstað á laugardag,“ segir Jón.

Skipstjórinn á Vestmannaey, Birgir Þór Sverrirsson sagði í viðtalinu að þeir hefðu farið svipaða leið og Bergur.

„Við hófum veiðar á Síðugrunni og síðan voru tekin tvö hol á Ingólfshöfða. Þá var tekið eitt hol í Sláturhúsinu og eitt á Lónsbugtinni. Við enduðum síðan í ágætri veiði í Hvalbakshallinu og á Örvæntingu. Það er mikið æti hér fyrir austan, bæði síld og kolmunni. Fiskurinn er í ætinu og þetta er fallegasti fiskur,“ segir Birgir Þór í samtali við svn.is.

Segjast skipstjórarnir búast við að fiska mikið fyrir austan næstu mánuði og þá verði líklegast mest landað í Neskaupstað. Bæði skipin landa svo í Eyjum seinna í vikunni.

 

Fjögurra bíla árekstur olli gríðarlegum umferðatöfum: „Algjört kaos“

Gríðarlega miklar umferðatafir urðu á níunda tímanum í morgun þegar fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi.

Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi upp úr klukkan átta í morgun sem olli miklum umferðartöfum. Að sögn sjónarvotts sem Mannlíf ræddi við var „algjört kaos“ í umferðinni þar sem slysið gerðist og náði bílaröðin frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur í um 40 mínútur. Þetta er í annað skiptið sem árekstur veldur umferðatöfum á svipuðum slóðum.

Mikill viðbúnaður var á staðnum en lögreglan, sjúkraliðar og slökkviliðsmenn mættu á vettvang en ekki er vitað um slys á fólki að svo stöddu.

Sveinn Andri í klandri

|
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Mynd/ Rakel Ósk Sigurðardóttir

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er einn sá umdeildasti í sínu fagi. Hann hefur á langri leið marga fjöruna sopið en gjarnan sloppið með skrekkinn. Nú er komið upp mál sem gæti reynst kappanum skeinuhætt. Sveinn var ráðinn sem skiptastjóri við gjaldþrot EK 1923 sem var í eigu athafnamannsins Skúla Gunnars Sigfússonar. Alls var kostnaður við skiptin 200 milljónir króna. Þar af tók skiptastjórinn Sveinn  til sín 170 milljónir.

Mogginn upplýsir að dóm­kvadd­ur matsmaður telji að Sveinn hafi skrifað á sig of marg­ar vinnu­stund­ir og innheimt of hátt tímagjald Sveinn Andri hefði með réttu átt að fá 74-87 milljónir fyrir vinnu sína. Hann hafi því oftekið hátt í 100 milljónir króna. Vinnustundir sem Sveinn Andri gaf upp voru 3450 en hefðu með réttu átt að vera helmingi færri.

Lögmaður Skúla Gunnars hefur sent öðrum kröfuhöfum boð um að taka þátt í hópmálsókn á hendur skipstastjóranum. Sveinn Andri er að líkindum í meira klandri en nokkru sinni fyrr …

Ice Pic Journey gagnrýnt fyrir háskaferðir á jökla – Happdrætti um að fara í íshella um hásumar

Ice Pic Journey hefur auglýst sumarferðir í íshella. Myndin er agf heimasíðu fyrirtækisins.

Ice Pic Journeys er fyrirtækið sem var með 23 smanna hóp á Breiðamerkurjökli þegar bandarískur ferðamaður lét lífið og unnusta hans slasaðist. Konan er úr lífshættu. Gríðarleg leit var gerð eftir að stjórnendur Ice Pic gáfu upp að 25 manns hefðu verið að staðnum þar sem ísveggur hrundi með hinum skelfilegu afleiðingum. Í ljós kom að hópurinn var tveimur færri en gefið hafði verið upp og enginn undir ísfarginu. Mannlíf hefur reynt að ná sambandi við fyrirtækið til að fá sjónarmið eigendann en ekki fengið svar. Mike Reid, stofnandi fyrirtækisins, hefur ekki svarað skilaboðum og tekur ekki síma. Á heimasíðu Ice Pics Journeys má sjá að ekki eru í boði fleiri ferðir í ágúst. Hér að neðan er klippa af Facebook þar sem Mike Reid kynnir happdrætti um að fara í íshella um hásumar.

Ice Pic Journeys gefur sig út fyrir að sérhæfa sig í ævintýralegum jöklaferðum á því svæði sem slysið varð.  Gert er út á sumarferðir á jökulinn sem þykir vera háskalegt. Flest fyrirtæki á þessu sviði fara ekki í íshellaferðir á meðan bráðnun er mest. Gagnrýnt er að ferðamenn séu lagðir í þann háska sem fylgir slíkum ferðum á þessum árstíma. Meðal Þeirra sem var við slíku er Helgi Björns­son, jökla­fræðing­ur við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands. Hann segir við Morgunblaðið að stór­hættu­legt sé að bjóða upp á ferðir í ís­hella yfir sum­ar­tím­ann þar sem hellarnir taki miklum breyt­ing­um yfir sum­arið þegar jök­ull­inn er á meiri hreyf­ingu. Hann telur að bíða eigi fram á haust með slík ferðalög.

Fyrirtækið þjónustar meðal annars ferðaþjónusturisann Guide to Iceland, samkvæmt upplýsingum Vísis. Lögreglurannsókn fer nú fram vegna slyssins og háværar kröfur eru uppi um að banna jöklaferðir yfir sumartímann.

Dularfullur dópsali læstur inni

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Lögreglan stóð mann að verki við sölu fíkniefna í nótt. Við rannsókn málsins gaf hann ekki upp nafn og var ekki með persónuskilríki. Dularfulli dópsalinn var handtekinn og hann læstur inni í fangaklefa þar til málin skýrast með nýjum degi.

Ökumaður sem var stöðvaður reyndist vera án ökuréttinda.

Þrír voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar á ráni sem var framið.

Lögreglan aðstoðaði sjúkralið vegna ungmennis sem slasaðist eftir fall.

Á svæði Hafnarfjarðarlögreglunnar var tilkynnt um heimilisofbeldi. Karlmaður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar á málinu.
Ökumaður stöðvaður á ofsahraða. Hann mældist vera 171 kílómetra  hraða þar sem hámarkshraði er 80. Ökuníðingurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Lögreglan hafði afskipti af búðaþjófi sem var við iðju í matvöruverslun.
Einn maður var vistaður vegna rannsóknar á stórfelldri líkamsárás.

„Hvílíkt kæruleysi að hafa ekki upplýsingar um hversu margt fólk fór inn í hellinn“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er ekki sáttur við það sem hann kallar kæruleysi varðandi upplýsingaskyldu í tengslum við ferðaþjónustu og ástandið sem kom upp í íshellinum á Breiðamerkujökli – sem hafði hörmulegar afleiðingar í för með sér.

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Segir:

„Mikil mildi er að fólk sem var talið fast í íshellinum á Breiðamerkurjökli var ekki þar. En hvílíkt kæruleysi að hafa ekki upplýsingar um hversu margt fólk fór inn í hellinn.“

Breiðamerkurjökull.

Egill nefnir að „fyrir vikið var þjóðin milli vonar og ótta vegna þessa atburðar en fréttir af honum hafa verið fluttar í helstu fjölmiðlum heims – og óhjákvæmilega gríðarlegur viðbúnaður hjá björgunarsveitum.“

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Segir að endingu:

„Skelfilegt auðvitað til þess að hugsa að ferðamaður hafi látist í slysinu en annar slasast illa. Þetta er ekki í lagi.“

Birna Mjöll bjargaði lífi tveggja ára bróður síns: „Fyrst komu blóðkögglar út úr honum“

„Óskar Björn var hinn hressasti undir miðnætti í gærkvöldi með Trausta bróður sínum og Birnu Mjöll systur sinni.“ - Mynd: KGA

Hin tíu ára Birna Mjöll bjargaði lífi bróður síns árið 1991 en Morgunblaðið greindi frá lífbjörgun hennar á sínum tíma.

Forsaga málsins er sú að móðir barnanna hafði skroppið stuttlega út rétt um kvöldmatarleytið árið 1991 en hinn tæplega tveggja ára Trausti komst í hnetur og stóðu þær í honum.Birna náði að slá hneturnar úr bróður sínum og bað hinn bróður sinn að halda áfram að slá á bakið á Trausta meðan hún hringdi eftir hjálp.

„Þegar Trausti bróðir var yngri festist króna í hálsinum á honum. Mamma hefur oft sagt mér hvað hún gerði til að losa peninginn og ég gerði alveg eins. Ég er fegin að mamma kenndi mér hvað ætti að gera, því kannski hefði Óskar Björn ekki verið lifandi núna. Ég sá hann liggja á ganginum fyrir framan eldhúsið. Óskar Björn hafði fengið hnetur og ég sá að hann var allur blár í framan. Ég tók hann upp, hélt honum á ská og byrjaði að slá á bakið. Fyrst komu blóðkögglar út úr honum og svo þrjár hnetur og þá fór hann að orga og anda,“ sagði Birna við Morgunblaðið um málið en hún hringdi í vinafólk því hún mundi ekki númerið hjá sjúkraliði.

„Mér líður miklu betur núna og lögreglan gaf mér límmiða með neyðarnúmerum. Maður verður að vera viðbúinn og ég vil að foreldrar segi börnunum sínum hvernig á að fara að þessu, því þá verður allt betra.“

Leit hætt við íshellinn – Enginn reyndist fastur undir ísnum

Lögreglan Mynd: Lára Garðarsdóttir

Leit hefur verið hætt við íshellinn á Breiðamerkurjökli eftir að í ljós kom að enginn reyndist undir ísnum. Misvísandi upplýsingar um fjölda þeirra sem voru í ferðinni varð til þess að tveir einstaklingar væru enn föst undir ísnum.

RÚV segir frá því að leit hafi nú verið hætt að ferðamanna sem taldir voru hafa orðið undir ís er hellir hrundi yfir hóp ferðamanna í gær. Enginn reyndist undir ísnum en bandarískur ferðamaður lést í slysinu og unnusta hans, einnig bandarísk, slasaðist en hún var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í gær og þar dvelur hún enn. Er hún ekki í lífshættu og líðan hennar stöðug.

Samkvæmt RÚV var eitt af því sem flæktist fyrir lögreglu og björgunarsveitum var að takmarkaðar upplýsingar voru til um fjölda þeirra sem var í jöklaferðinni. Ferðaþjónustufyrirtækið sagði að 25 hefðu verið í ferðinni en hafði þó ekki nöfn allra. í gær var vitað um 23 ferðalanga, þar af karlmann sem lést á vettvangi og eina konu sem slasaðist. Töldu viðbragðsaðilar að tveir til viðbótar væru enn fastir undir ísnum en svo reyndist ekki vera.

„Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni,“ segir í tilkynningu lögreglu. „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu.“

Um 200 tóku þátt í leitinni í gær og í dag en lögreglan segir að mikið þrekvirki hafi verið unnið á vettvangi. Segir hún að búið sé að brjóta niður og færa svakalegt magn af ís, að mestu með handafli.

Orri Steinn orðaður við Manchester City – Mörg stórlið með hann undir smásjá

Orri Steinn Óskarsson gæti farið til Englands

Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson er undir smásjá stórliðsins Manchester City en frá þessu greinar erlendir fjölmiðlar í dag.

Orri Steinn er leikmaður FC København í dag en hann hefur verið spila gríðarlega vel með liðinu undanfarið: Orri þykir eitt mesta efni Norðurlandanna en hann er aðeins 19 ára gamall. Fleiri lið hafa áhuga á Orra og hafa lið í spænsku, portúgölsku og þýsku úrvalsdeildunum öll áhuga á að kaupa Íslendinginn knáa.

Talið er að það lið sem vill fá þjónustu Orra muni þurfa borga FC København að minnsta kosti 20 milljónir evra.

Orri hefur leikið átta landsleiki fyrir hönd Íslands og skorað tvö mörk í þeim leikjum en hann hefur skorað sjö mörk í 11 leikjum með danska liðinu á yfirstandandi tímabili.

Gallhörð kvennasveit ver Úkraínu fyrir rússneskum drónum: „Guð forði Rússum að koma aftur hingað!“

Úkraínski bærinn Bucha, sem varð samheiti rússneskra stríðsglæpa eftir að hernámsliðið myrti hundruði óbreyttra borgara þar árið 2022, er nú heimkynni einstakrar andspyrnu. Bucha Volunteer Territorial Community Formation byrjaði nýlega að ráða eingöngu kvenmenn í færanlegar skotsveitir, þekktar sem „nornirnar“ og „valkyrjurnar“. Blaðamenn frá úkraínska fjölmiðlinum Ukrainska Pravda ræddu við nokkrar af þessum „Bucha nornum“ um ákvörðun þeirra um að grípa til vopna og hvernig það er að verja himininn í Úkraínu fyrir rússneskum drónum og flugskeytum. Meduza fjallaði um málið.

Olena „litla“

Olena, sem er upprunalega frá Lviv, flutti til Kænugarðs árið 2023 og hóf störf sem heimilislæknir á heilsugæslustöð í Bucha. Í júní 2024, þegar hún ók til baka frá því að halda upp á 26 ára afmælið sitt í Odesa með vinkonu sinni Anhelinu, rakst hún á Instagram færslu þar sem óskað var eftir sjálfboðaliðum fyrir Bucha Territorial Community Formation. Bæði hún og Anhelina ákváðu að skrá sig í færanlegu skotsveitina „Nornir“.

Olena hafði lengi langað til að ganga til liðs við varnarliðið en átti erfitt með að sinna krefjandi starf sitt samlhliða herþjónustu. Fjölskylda hennar á djúpar hernaðarrætur: langafi hennar starfaði í Samtökum úkraínskra þjóðernissinna og langamma hennar var tengiliður þeirra. Guðfaðir hennar byrjaði að fara með hana á skotsvæði þegar hún var aðeins fimm ára. „Í æfingamiðstöðinni leyfðu þeir mér að skjóta Browning [vélbyssu]. Ég hitti 11 skotmörk með 25 skotum. Mikil nákvæmni, lítil skotvopnanotkun, svo herforinginn sagði: „Þú verður vélbyssumaður!“, rifjar hún upp.

„Markmið mitt er að halda fólki öruggu og leyfa því að sofa rólega. Draumur minn er að stríðinu ljúki og að allir snúi aftur frá vígstöðvunum og úr haldi,“ segir Olena.

Valentyna „Valkyrja“

Valentyna, dýralæknir að mennt, lenti í miðju hernámi Rússa í Kyiv-héraði í febrúar 2022. Hún varð vitni að sprengjuárásinni á Hostomel-flugvöllinn og skotárásina á Irpin og Bucha. Eftir þrjár vikur tókst henni að flýja ásamt sjö öðrum, sem allir þröngvuðu sig í einn bíl.

Fyrir tveimur mánuðum gekk Valentyna í hópinn „Bucha Valkyrjurnar“. Á æfingum hafði hún mestar áhyggjur af líkamlegum áskorunum og hafði áhyggjur af því að hún myndi ekki geta klárað hindrunarbrautina. Að lokum kláraði hún hana tvisvar.

„Staðurinn minn er hér. Þetta stríð mun ekki enda án okkar,“ segir Valentyna með sannfæringu. „Það er kominn tími til að hætta að sitja heima í eldhúsinu. Við getum gripið til vopna og varið landið okkar, samfélag okkar. Mennirnir fara fremst og við komum í staðinn. Og við sjáum að við erum vel færar.“

Anhelina „Fast & Furious“

Anhelina fékk kallmerkið sitt vegna þess hversu hratt hún ekur – einu sinni, þegar hún fór með kollega á skotsvæðið, grínaðist hann með að hann hefði misst nokkur kíló í ferðinni.

Anhelina er upprunalega frá Lutsk og starfaði sem svæfingalæknir í Bucha. Meðan á rússnesku hernáminu stóð, sá hún um marga særða borgara á skurðstofu sinni, þar á meðal börn. Þegar „grænn gangur“ [Flóttaleið, innskot blaðamanns] var opnaður flúði hún ásamt sjúklingum sínum.

Í sjálfboðaliðavarnadeildinni ekur hún pallbíl sem hún kallar „Kústskaft“. Upphaflega fannst Anhelinu nýja hlutverk sitt krefjandi, þar sem hún hafði enga fyrri hernaðarreynslu.

Félagi hennar bauð sig fram fyrir úkraínska fótgönguliðið í upphafi rússnesku innrásarinnar. „Hann hefur miklar áhyggjur en hann styður mig. Hann sendir mér skilaboð: „Farðu varlega þarna úti. Þegar þú kemur aftur eftir að viðvörunarbjöllur klingja, vertu viss um að láta mig vita að þú sért í lagi.“ Hann reyndi aldrei að hindra mig [frá því að þjóna]. Hann veit að við erum bæði að leggja okkar af mörkum til sama málstaðar,“ segir Anhelina. „Í hvert skipti sem við skjótum niður Shahed-sprengjudróna veitir það mér gleði og hvetur mig áfram því þessi dróni mun ekki lenda á heimili einhvers.

Yulia „Skopparakringla“

Yulia vann áður á snyrtistofu í Kænugarði. Á fjórða degi innrásar Rússa flúði hún til Póllands með barnið sitt. Þremur mánuðum síðar sneri hún hins vegar aftur. „Mig langaði virkilega að koma heim. Nú get ég ekki einu sinni útskýrt fyrir sjálfum mér hvers vegna ég fór til að byrja með. Þetta var sjálfsprottinn ákvörðun, líklega knúin áfram af tilfinningum. „Ég vildi vernda geðheilsu barnsins míns, en sálfræðilega var það miklu verra þar en heima,“ segir hún.

Þegar hún kom aftur setti Yulia á sig eyrnalokka í laginu eins og hin fræga Mriya („draum“) flugvél sem rússneski herinn eyðilagði í upphafi innrásarinnar og gekk til liðs við Bucha sjálfboðaliðasveitina. Hún stýrir nú „Valkyrjurnar“, færanlega skotsveitinni og sér um meðferð skotfæra.

„Ég er alltaf á ferðinni og er að pæla í öllu. Þess vegna er kallmerkið mitt „Dzyga“ [úrkaínska orðið fyrir skopparakringlu]. Þegar ég ákvað að vera með kom það fjölskyldu og vinum mínum ekki á óvart því þeir þekkja mig vel,“ sagði hún við blaðamenn.

Yulia viðurkennir að henni finnist borgaralegt líf meira krefjandi, umkringd fólki sem finnur ekki fyrir áhrifum stríðsins. „Strákarnir fara fram á vígvöllinn og við verðum hér, verjum himininn, börnin okkar og óbreytta borgara fyrir aftan okkur. Hvað gæti verið meira hvetjandi en það?“ spyr hún orðrétt.

Konurnar harðari en karlarnir

Í apríl 2024 stefndu margir karlanna frá Bucha Volunteer Territorial Community Formation í fremstu víglínu og skildu eftir um 70 stöður lausar.

Tvær af „nornunum“ hafa einnig skrifað undir samninga við úkraínska herinn. Önnur þeirra varð yfirmaður skotsveitar í árásarherfylki, en hin er að þjálfa sig í verða liðsforingi og undirbýr sig fyrir að stjórna þremur áhöfnum eldflaugaherdeildar.

„Ég sé að konurnar sem ganga til liðs við okkur eru stundum enn áhugasamari en karlarnir,“ segir Andrii Verlatyi ofursti, 51 árs starfsmannastjóri Bucha-samtakanna. „Margar þeirra voru mæður og í umönnunarstörfum fyrir þetta, en svo komu þessir ræflar og eyðilögðu líf þeirra. Þeir vöktu kraft sem þeir hefðu betur mátt láta ósnortinn. Guð forði Rússum að koma aftur hingað! Það myndi ekki enda vel fyrir þeim, því úkraínskar konur eru harðari en karlar.“

Grunaður morðingi brast í söng eftir að hafa verið skotinn ítrekað við handtöku – MYNDBAND

Maðurinn er sakaður um að hafa myrt báða foreldara sína - Mynd: Skjáskot

Maður er grunaður um að hafa myrt foreldra sína á hrottafenginn hátt.

Nýverið birtu lögregluyfirvöld í Kaliforníu myndband af handtöku á Joseph Gerdvil í borginni San Juan sem fór fram í júlí en Gerdvil var handtekinn grunaður um að hafa myrt foreldra sína. Samkvæmt yfirvöldum fundust báðir foreldrar hans látnir og hauslausir á heimili sínu og þá hafði hundur þeirra verið limlestur en foreldrar hans voru á áttræðisaldri.

Í myndbandinu sjást lögreglumenn skjóta Gerdvil fimm sinnum en höfðu fyrstu þrjú skotinn lítil áhrif á hann. Hann fellur í jörðina eftir fjórða skotið og skömmu síðar hefjast lögreglumennirnir handa við að koma honum í handjárn og hlú að skotsárum hans. Þá byrjar Gerdvil að syngja lagið What’s Love Got To Do With eftir Tina Turner og síðar Stevie Wonder.

Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt foreldra sína.

Árni leiðsögumaður hefur lengi gagnrýnt fúsk í ferðum: „Tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað“

„Hér sjáum við hóp troðast um þröng op. Nýlegt hrun er þarna til hægri. Er í lagi að fara með fólk í svona aðstæður?“ skrifar Árni meðal annars um þessa mynd sem hann birti með pistlinum

Árni Tryggvason, fyrrverandi leiðsögumaður, segir að það hafi verið tímaspursmál hvenær ferðamenn á Íslandi myndu lenda í mikilli hættu vegna slæmra vinnubragða ferðaþjónustufyrirtækja en Árni skrifaði pistilinn í ljósi frétta um slysið í Breiðamerkurjökli þar sem minnsta einn hefur látið lífið og tveggja er ennþá saknað. 

Þar kom að því! Á árunum eftir hrun, þegar lítið var að gera í mínu vanalega starfi tók ég tvö ár sem leiðsögumaður. Mest í jöklaleiðsögn. Í þessum ferðum ofbauð mér oft krafan um að fara með farþegana í sem ævintýralegustu aðstæðurnar,“ skrifar Árni í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook.

Ef við fórum ekki með fólk í „tvísýnu“ þá vorum við ekki að standa okkur. Þarna starfaði ég fyrir fyrirtæki sem þóttist vera framarlega í öryggismálum og þótti til fyrirmyndar. Á sama tíma voru íshellaferðirnar að hefjast og eftir að hafa komið á staði eins og undir fallega ísboga, brúnir eða hella sem voru síðan hrundir daginn eftir langaði mig ekki til að vera í þessum bransa. Vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni. Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað,“ og segir Árni að jöklar séu óstöðugir og breytist frá degi til dags.

„Það er í lagi að vanir menn fari þangað á eigin forsendum og ábyrgð. En að fara í svona óstöðugt umhverfi með algjörlega óvant fólk er mikið ábyrgðarhlutverk sem því miður fæst (ef nokkur) ferðaþjónustufyrirtæki geta staðið undir.

Hugsum málin upp á nýtt.

Ferðaþjónustan á ekki að vera áhættustrafsgrein. Hvorki fyrir starfsfólk né farþega,“ skrifar Árni að lokum en hann hefur gagnrýnt íslenska ferðaþjónustu harðlega í mörg ár og sagt sumar jöklaferðir á landinu vera fúsk.

Kunningi meints morðingja í Neskaupstað: „Alveg greinilegt að hann var orðinn veikari“

Svavar mun meðal annars verða sýslumaður Neskaupsstaðar

Geðheilsa hins grunaða í tvöfalda morðmálinu í Neskaupstað hafði sýnilega versnað síðustu vikur að sögn manneskju sem þekkir hann.

Nútíminn sagði frá því að maðurinn sem grunaður er um morð á hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað um síðustu helgi, hafi lengi glímt við andleg veikindi og fíkniefnavanda en að hann hafi fengið „gæðastimpil“ frá geðdeild Landspítalans stuttu fyrir morðin og að fjölskylda hans hefði ítrekað reynt að svipta hann sjálfræði án árangurs.

Í febrúar á þessu ári kveikti hann í húsi sínu í Neskaupstað en mikið tjón hlaust af þeim bruna.

Mannlíf ræddi við einstakling sem þekkir hinn grunaða en hann vill ekki koma fram undir nafni, enda málið viðkvæmt.

„Hann er mjög fínn og skemmtilegur,“ segir einstaklingurinn í samtali við Mannlíf en tók fram að undanfarið hafi það ekki farið framhjá neinum að andleg heilsa hans hefði versnað. „Það var alveg greinilegt að hann var orðinn veikari, maður sá það langar leiðir.“ Þá segir einstaklingurinn að málið sé hið sorglegasta.

Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var á föstudaginn úrskurðaður í viku gæsluvarðhald.

Ösku O.J. Simpson breytt í skartgripi

Þekktasta hlutverk O.J. Simpson var hlutverk hans í Naked Gun myndunum.

Ösku leikarans og ruðningskappans fyrrverandi O.J. Simpson hefur verið breytt í skartgripi að sögn lögmanns hans.

Malcolm LaVerge, lögmaður Simpson, greindi frá þessu í viðtali við TMZ en samkvæmt honum var skartgripunum útdeilt til fjögurra barna Simpson. Leikarinn lést fyrr á árinu og kostaði allt ferlið tæpar 600 þúsund krónur en yfirleitt er ösku fólks breytt í hálsmen og armbönd þegar þessi aðferð er valin.

Óhætt er að segja að O.J. Simpson hafi verið umdeildur maður en árið 1994 var hann handtekinn grunaður um morð á fyrrum eiginkonu sinni og nýjum kærasta hennar. Hann var síðar sýknaður en mikið var fjallað um málið á sínum tíma og margir sjónvarpsþættir og margar kvikmyndir verið gerðar um morðin.

Hann var síðar dæmdur í fangelsi fyrir vopnað rán í Las Vegas en þar rændi hann íþróttaminjagripum sem hann sagði að hafi verið stolið frá sér. Hann var upphaflega dæmdur í 33 ára fangelsi en var sleppt eftir níu ár.

Raddir