Þriðjudagur 24. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Greipur náði ótrúlegu körfuboltaskoti á myndband: „Til hamingju með afmælið mamma“

Uppistandarinn og samfélagsmiðlastjarnan Greipur Hjaltason náði hreint út sagt ótrúlegri körfu og náði því á myndband.

Greipur Hjaltason, sem er þekktur uppistandari og jafnvel þekktari samfélagsmiðlastjarna en þar á hann fjölmarga alþjóðlega aðdáendur, birti myndskeið á Instagram í gær sem er að gera allt vitlaust. Nú þegar hafa yfir 11 þúsund manns séð það. Í myndbandinu sparkar hann fótbolta ofan í körfu af löngu færu og það aftur fyrir sig. „Annað fokking skiptið í röð mother … fylgjendur,“ sagði Greipur (en á ensku) eftir hið ótrúlega skot og bætti svo við: „Til hamingju með afmælið mamma“.

Sjón er miklu ríkari en saga:

Björgunarsveitir á Austurlandi fóru í tvö útköll í nótt – Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til

Þyrla Gæslunnar hífir manninn upp. Ljósmynd: Landsbjörg

Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út í tvígang í nótt.

Austurfrétt segir frá því að áhöfn björgunarbátsins Hafbjargar í Neskaupsstað hafi komið skipverja lítils fiskibátar til hjálpar um fimm leytið í morgun. Maðurinn hafði slasast illa á fæti og var ófær um að sigla bátnum til hafnar. Báturinn var um sextán sjómílur austur af Norðfjarðarhorni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð til en hífa þurfti manninn upp í börum af fiskibátnum og um borð í þyrluna.

Þyrla Gæslunnar hífir manninn upp.
Ljósmynd: Landsbjörg

Allt gekk að óskum samkvæmt upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og fór þyrlan til Reykjavíkur með hinn slasaða með eldsneytisstoppi á Egilsstaðaflugvelli um klukkan sjö í morgun. Var bátnum síðan komið í höfn í kjölfarið.

Nokkru fyrr um nóttina eða um tvö leytið barst björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi útkall vegna annars fiskibáts. Sá var stjórnlaus vegna stýrisbilunar rétt austur af Papey. Vel gekk að koma taug í bátinn er björgunarsveiting bar á vettvang og voru allir komin að bryggju um hálf fimm leytið

Enn fyrr, eða síðdegir í gær þurfti Bára að fara í annað útkall en liðsmenn hennar þurftu að koma slösuðum hjólreiðarmanni til aðstoðar en hann hafði handleggsbrotnað á ferð sinni inni í Hamarsdal. Vel gekk að koma hinum slasaða í sjúkrabíl og til læknis.

Dave Grohl skaut á poppprinsessuna: „Þið viljið ekki finna fyrir Taylor Swift-heiftinni“

Grohl og Swift

Taylor Swift virðist hafa óbeint svarað rokkhundinum Dave Grohl sem skaut á söngdívuna á laugardaginn.

Síðastliðinn laugardag kom hinn 55 ára gamli söngvari Foo Fighters og Íslandsvinur, Dave Grohl, fram á tónleikum með hljómsveit sinni í London Stadium í Lundúnum, þar sem hann gaf í skyn að Taylor Swift (34) spilaði ekki tónlistina í beinni (e. live). Swift, sem er á Eras-tónleikaferðalagi sínu, var með þrjá tónleika yfir helgina á Wembley Stadium í sömu borg.

Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlunum, ræðir Grohl við áhorfendur þar sem hann minnist á hina stóru tónleikana í Lundúnum, tónleika hennar Swift, þar sem hann virðist skjóta nett á söngkonuna vinsæli en hann sagði: „Ég er að segja ykkur það, þið viljið ekki finna fyrir Taylor Swift-heiftinni. Þannig að við viljum kalla okkar tónleikaferðalag Errors Tours (Ísl. villu-tónleikaferðalagið). Við höfum upplifað ýmis tímabil (vitnar í Eras Tour nafnið) á ferlinum og meira en nokkur helvítis mistök líka. Bara nokkur. Það er af því að við spilum raunverulega í beinni. Ha?! Segi svona. Þið viljið hrátt, læf (e. live) rokk og ról tónlist, ekki satt? Þið komuð á rétta helvítis staðinn.“

@elenasnoopyDave Grohl Seemingly blasts Taylor Swift – Foo Fighters concert London Stadium 22 June 2024

♬ original sound – Elena Palmieri

Minna en sólarhring seinna, sagði Swift, eftir að hafa klárað uppseldu tónleika sína í Lundúnum, í myndskeiði á netinu þar sem svo virðist sem hún hafi svarað Grohl óbeint. „Hver einast hljómsveitarmeðlimum hjá mér, hvert einasta af mínu starfsliði, hljómsveitinni, sem mun spila í beinni (e. live) fyrir ykkur í þrjár og hálfa klukkustund í kvöld — þau eiga þetta svo mikið skilið. Og það sama má segja um alla sem koma fram með mér. Og þið gáfuð okkur það svo rausnarlega, við munum aldrei gleyma því,“ sagði Swift í myndskeiði sem hún birti á netinu.

Þó hún hafi ekki nefnt Grohl með nafni voru aðdáendur hennar fljótir að tengja orð hennar um að hljómsveitin „spilaði í beinni“, við það sem Grohl hafði sagt.

Swifties (aðdáendur Taylor Swift) voru alls ekki sátt við orð Grohl, miðað við samfélagsmiðlana og skömmuðu hann fyrir „óeðlilega illkvittin“ orð. Aðrir báru orð hans saman við það sem Íslendingurinn Damon Albarn sagði um Swift 2022.

Albarn (56), var þá spurður af blaðamanni Los Angeles Times, út í álit hans á nokkrum vinsælum tónlistarmönnum dagsins í dag. Sagði hann Billie Eilish vera „einstaka“ en um Swift sagði hann einfaldlega: „Hún semur ekki sína eigin tónlist“.

Í það skipti svaraði Swift með því að nefna Íslendinginn með nafni í X-færslu: „@DamonAlbarn Ég var svo mikill aðdáandi þinn, þar til ég sá þetta. Ég sem ÖLL mín lög. Skot þitt er algjörlega ósatt og SVO skemmandi. Þér þarf ekki að líka við tónlist mína en það er mjög klikkað að reyna að gera lítið úr list minni. VÁ“.

Bætti poppprinsessan svo við: „ES. Ég skrifaði þessa færslu sjálf, svona ef þú skyldir velta því fyrir þér.“

 

Kemur með nýstárlega hugmynd að túristavöru: „Viðskiptahugmynd fyrir þau sem nenna“

Girnileg er hún! Ljósmynd: Facebook

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson kemur með nýstárlega hugmynd að vöru sem hægt væri að selja erlendum ferðamönnum, í stað „kínversks drasls og bandarískan skyndibita“.

Gunnar Smári birti í hádeginu ljósmynd af glæsilegri sneið af sítrónuböku en það sem gerir hana sérstakega er að sneiðin er gegnsæ að mestu leiti. Og Gunnar Smári er með hugmynd hvernig þróa mætti bökuna, svo hún væri íslenskari og gæti þannig selst eins og heitar lummur við Jökulsárlón.

Hér má sjá hugmynd hennar:

„Glær sítrónubaka með marengs. Það mætti þróa þetta aðeins, móta mareng-inn eins og jaka, láta hann ganga niður í hlaupið. nota villta súru í stað sítrónu, fá bláma í bæði hlaupið og jakann og selja við Jökulsárlón. Áætluð sala um 750 sneiðar á dag að meðaltali, 1750 yfir hávertíðina. Viðskiptahugmynd fyrir þau sem nenna. Alla vega verðum við að fara að selja túristum eitthvað annað en kínverskt drasl og bandarískan skyndibita, verðum að leita að einhverri fegurð í lífi okkar, sögu og náttúru.“

Náðu mögulega ljósmynd af Jay Slater tíu tímum eftir hvarfið: „Hverjir eru þessir tveir menn?“

AirBnB íbúðin

Fjölskylda hins týnda unglings, Jay Slater, hafa deilt mynd úr öryggismyndavél sem gæti sýnt drenginn klukkustundum eftir að hann sást síðast á Tenerife.

Myndin, sem er óskýr, er talin vera frá öryggismyndavél í bænum Santiago del Teide um það bil 18:00 á mánudagskvöld, tíu klukkustundum eftir að hann er sagður hafa sést síðast, í fjallaþorpinu Masca.

Er þetta Jay vinstra meginn?

Myndin birtist stuttu eftir að Debbie Duncan (55), móðir hins 19 ára Jay, hafði sagt að vitni hefði tilkynnt lögreglu að það hefði séð Jay í þorpinu Santiago með tveimur mönnum á mánudagskvöld.

Pabbi Jay, Warren (58), sem hengdi upp veggspjöld í Santago á sunnudaginn sagði: „Maður hugsar sér hvort hann sé í haldi einhvers. Af því að sama hversu drukkinn þú ert eða hvað eina, þá ferðu ekki af veginum þarna uppi. Og það er fólk þarna uppi … og þú ferð ekki eftir þessum vegi í meira en 20 mínútur þar til einhver stoppar þig eða mætir þér.“

Zac, bróðir Jay og pabbinn Warren

Og hann hélt áfram: „Ég vissi um leið og ég fór þangað upp að hann hefði ekki farið af þessum vegi. Hann er ekki heimskur. Þegar ég sá lögregluna spurði ég hana: „Í alvörunni, hefðuð þið farið af þessum vegi?“ og ég held að það hafi vakið þá aðeins upp.“

Warren hélt enn áfram: „Þetta byrjaði sem leit að gaur sem hafi farið í göngu og týnst eða að hann hafi mögulega dottið. En það meikar engan sens. Enginn myndi ganga af þessum vegi. Af hverju ætti hann að hafa farið upp á við? Það er hættulegt, þetta er risastórt fjall. Þetta ekki bara brekka. Það var ekki fyrr en ég fór þangað sjálfur að ég tók eftir þessu. Fólk sem fer út að skemmta sér fer ekki þangað upp.“

Jay, sem kemur frá Oswaldtwistle í Lanca-skíri, dvaldi í Airbnb-húsnæði tveggja manna í Masca, sem er þorp í norð-vesturhluta eyjarinnar en mikið fjallendi umkringir þorpið. Þangað fór hann með mönnunum eftir að hafa sótt NRG tónlistarhátíðina ásamt tveimur vinum sínum. Eigandi Airbnb-húsnæðisins er sá sem síðast sá Jay, sem sá hann ganga í burtu eftir að hafa spurt hvenær næsta rúta færi þaðan til suðurhluta Tenerife, þar sem hann hafði dvalið með vinum sínum.

Nú eru liðnir átta dagar frá því að leit að honum hófst í hinum hrjóstruga Rural de Teno-garði. Í leitinni hafa fjallabjörgunarsveitir tekið þátt, staðbundin lögregla, Civil Guard lögreglan og slökkviliðismenn en allt án árangurs.

Eins og fram kom áður er nú verið að skoða hvort hin óskýra mynd úr öryggismyndavél í bænum Santiago del Teide, sé af Jay en hún náðist klukkan 18:00 á mánudagskvöldið.

Móðir Jay, Debbie, sagði um hugsanlega mynd af drengnum í Santiago del Teide: „Einhver hefur stigið fram til að segist hafi séð einhvern sem hann heldur að gæti verið Jay á gangi. Hann var með tveimur mönnum sem litu frekar illa út og þeir voru við kirkju, þessi manneskja hefur komið fram og sagt lögreglunni frá þessu og hún er að skoða málið. Við vitum ekki fyrir víst hvort þetta sé Jay, en þetta er byrjun. Þeir sögðu að myndin hafi verið tekin um sexleytið sem er tíu klukkustundum eftir að konan sá hann í þorpinu. En ef það var hann, hvað var hann að gera þarna og hverjir eru þessir tveir menn?“.

 

Ályktun Solaris: „Við skorum á íslensk stjórnvöld að stöðva brottvísun Yazan án tafar!“

Frá mótmælum gegn brottvísun drengsins Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Solaris fordæmir fyrirhugaðri brottvísun á ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu og hvetur stjórnvöld til að draga hana til baka.

Stjórn samtakanna Solaris sendi frá sér ályktun í gærkvöldi vegna fyrirhugaðrar brottvísunar á Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn. Í ályktuninni fordæma samtökin brottvísunina og gera alvarlega athugasemd við málsmeðferðina og ákvörðunartöku í henni og eru stjórnvöld hvött til að stöðva brottvísunina án tafar.

Ályktunina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

23.júní 2023

Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma fyrirhugaða brottvísun á Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs. 

Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, sem er hrörnunarsjúkdómur þar sem allir megin vöðvar líkamans rýrna smám saman, þar á meðal hjarta- og öndunarvöðvar. Lífslíkur þeirra sem eru með sjúkdóminn eru verulega skertar en án þjónustu er meðalaldur í kringum 19 ár. 

Yazan og foreldrar hans flúðu heimili sitt í Palestínu í leit að skjóli og vernd á Íslandi fyrir ári síðan. Á leið sinni hingað komu þau við á Spáni og þangað hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að senda fjölskylduna, þrátt fyrir að þau hafi aldrei dvalið þar til lengri tíma, eru ekki með vernd þar í landi og njóta því takmarkaðra réttinda og þjónustu þar. Að brottvísa Yazan þýðir í raun að hann verður sendur aftur á flótta um ókomna tíð.

Sjúkdómurinn hans Yazans krefst stöðugrar umönnunar og er aðgangur að sérhæfðri læknisþjónustu nauðsynlegur til að lengja lífslíkur sem mest. Með því að senda Yazan til Spánar gæti orðið hlé á lífsnauðsynlegri læknisþjónustu í allt að 18 mánuði. Slík skerðing á meðferð mun samkvæmt sérfræðingum valda honum óafturkræfum skaða sem munu minnka lífsgæði hans verulega og stytta líf hans. 

Það er ljóst að slík ráðstöfun er Yazan alls ekki fyrir bestu, en eins og fram kemur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga stjórnvöld ávallt að byggja ákvarðanir sínar er snúa að börnum á þeirra hagsmunum og hvað sé þeim fyrir bestu. 

Þá er með öllu óskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki litið til sérstakra aðstæðna í máli Yazan og honum veitt efnisleg meðferð á umsókn sinni í stað þess að misnota dyflinarreglugerðina enn einu sinni til þess að koma fólki með flóttabakgrunn úr landi. 

Þá gerir stjórn Solaris alvarlega athugasemd við að ákvörðun kærunefndar útlendingamála í máli Yazan hafi verið á höndum eins aðila. Slíkt vald yfir örlögum fólks á ein manneskja aldrei að hafa. Þegar slíkt vald hefur áhrif á framtíð barns, lífslíkur og lífaldur, er slíkt forkastanleg stjórnsýsla.

Við skorum á íslensk stjórnvöld að stöðva brottvísun Yazan án tafar!

Fyrir hönd stjórnar,
Sema Erla Serdaroglu
formaður stjórnar

Ræningi braust inn í kirkju og stal peningum – Glerbrjótur í Kópavogi

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Innbrot var framið í kirkju í Reykjavík í nótt. Ræninginn í guðshúsinu hafði á brott með sér peningakassa og hvarf sporlaust út í nóttina. Óljóst er hvort lögreglan hefur einhverjar vísbendingar um gerandann.
Búðarþjófur hafði hraðar hendur í verslun í Árbæjarhverfi en var staðinn að verki.  Þjófurinn reyndist vera í annarlegu ástandi og ekki með sjálfum sér. Hann var handtekinn og læstur inni í fangageymslu uns hægt verður að ræða við hann. Hann fær tækifæri til að svara fyrir gjörðir sínar í morgunsárið.

Tveir einstaklingar reyndu að brjótast inn í bifreiðar í miðborginni. Ekkert athugavert var að sjá þegar lögreglan kom á vettvang.

Tilkynnt um börn í þeim háskaleik að klifra upp á skóla í hverfi Múlahverfinu. Þrjú börn voru upp á þaki skólans þegar lögregluna bar að garði. Börnin hlýddu fyrirmælum lögreglu og komu niður. Lögreglumenn áttu leiðbeinandi samtal við krakkana þar sem þeir voru hvattir til að leita sér að annarri og öruggari skemmtun. Foreldrar og barnavernd voru upplýst um málið.
Lögreglu var tilkynnt að verið væri að brjóta gler í Kópavogi. Í ljós kom að búið að brjóta glerplötur en gerandi var horfinn á braut. Á sömu slóðum var einstaklingur að valda stöðugu og ítrekuðu ónæði í nótt. Hann tók engum sönsum og var vistaður í fangageymslu uns ástand hans skánar. Hann svarar til saka með nýjum degi.

Tilkynnt um fólk sem væri óvelkomið inná gistiheimili í hverfi 105. Þeim úthýst og vísað á brott.

Lilja sorgmædd

Vinstri-grænir fengu enn eitt höggið um helgina þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður og fyrrverandi oddviti flokksins tók saman pjönkur sínar og kvaddi.

Lilja Rafney var um árabil í framlínu flokksins sem þingmaður. Skoðanir hennar voru þó nokkuð á skjön við aðra þar sem hún var stuðningsmaður stórra virkjanaáforma. Það sem gerði útslagið með úrsögn Lilju var samþykkt Alþingis um grásleppuveiðar í kvóta sem, flokkur hennar studdi af einlægni.

Lilja barðist af hörku gegn því að grái fiskurinn færi í kvóta en hafði ekki erindi sem erfiði og Svandís Svavarsdóttir og félagar hennar í VG höfðu sitt fram í samvinnu við guðföður sinn, Bjarna Benediktsson. „Svo maður er bara mjög hugsi og sorgmæddur þegar að ráðherrar manns eigin flokks berjast með hæli og hnakka fyrir að koma þessu máli í gegn,“ er haft eftir Lilju á RÚV.

Óljóst er nú hvert leið Lilju liggur um refilstigu íslenskra stjórnmála nú þegar hún er orðin heimilislaus en Framsóknarflokkurinn sumum þykir vera líklegur kostur …

Ísraelar hættu við að senda krabbameinssjúkan fanga heim: „Pabbi, ég er að deyja“

Mohammad Zayed Khdairat

Réttindasamtök fanga segja að Mohammad Khdairat, sem er með eitilfrumukrabbamein, hafi átt að vera látinn laus í dag þegar ísraelsk yfirvöld settu hann skyndilega í stjórnsýslu-farbann – án dóms og laga.

Framkvæmdastjórn fangamála og samtök palestínskra fanga segja að hinn 21 árs gamli Mohammad, frá Thaherya, nálægt Hebron, verði áfram í haldi Ísraela til 30. nóvember, jafnvel þó að ísraelskur herdómstóll hafi gefið út fyrirskipun um lausn hans gegn tryggingu.

„Fjölskylda hans mætti í dag til að koma honum heim en þeir urðu fyrir sjokki vegna hins handahófskennda gæsluvarðhaldsúrskurðs,“ segja samtökin.

„[Þetta] er glæpur með þann ásetning að drepa. Þetta hefur komið fyrir fjöldi sjúka fanga – sérstaklega þá sem eru með krabbamein – á kerfisbundinn hátt.

Khdairat var handtekinn 1. júní fyrir meinta hvatningu til glæpa. Hann hefur ekki fengið neina meðferð meðan hann sat í fangelsi og hefur ekki mátt taka lyfin sín síðan.

Khdairat ávarpaði föður sinn á myndbandsfundi í síðustu viku: „Pabbi, ég er að deyja,“ sagði hann.

Mannréttindasamtökin sögðu að að minnsta kosti 30 fangar í ísraelskum fangelsum væru með krabbamein.

 

Um ummæli Bjarkeyjar: „Er siðferði Mafíunnar komið til Íslands með svona augljósum hætti?“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd: Facebook
Björn Birgisson hjó eftir ummælum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra í viðtali á RÚV og spyr um siðferðisþroska ráðherrans.

Samfélagsrýnirinn og fyrrum ritstjórinn Björn Birgisson, frá Grindavík, skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann talar um ummæli matvælaráðherra sem hún lét falla eftir að ljóst var að Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðismanna, ákvað að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur ráðherranum. Þótti Birni ummæli Bjarkeyjar benda til siðferðisbrests.

„Ummæli eins af ráðherrum landsins:

**********
„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ – Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
*********
Er þetta allur siðferðisþroskinn?
Hvað með ákvæði Stjórnarskrárinnar um heiðarleika og að fylgja eigin sannfæringu?“ Þannig hljóðar fyrri partur færslu Björns.

Spyr hann svo í seinni hlutanum áhugaverða spurningu:

„Þetta er eins og glefsa úr bandarískri glæpamynd:
“You scratch my back and I’ll scratch yours.”
Eða þegar menn hjálpa til við að breiða yfir glæpi og misbresti:
„Now you owe me one!“
Er siðferði Guðföðurins og Mafíunnar komið til Íslands með svona augljósum hætti?“

Mótmæltu brottvísun Yasam litla: „Til helvítis með fólk sem mætir í vinnuna og brýtur á börnum“

Margmenni mótmælti óréttlætinu. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Bergþóra Snæbjörnsdóttir flutti sannkallaða eldræðu á mótmælum fyrir framan Alþingishúsið í dag. Þar var samankominn fjöldi fólks til að mótmæla brottflutningi hins 11 ára gamla Yazam Timimi úr landi en hann er greindur með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm.

Fjöldi fólks mætti til að mótmæla óréttlætinu. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Talsverður fjöldi fólks mætti á Austurvöll í dag til að mótmæla því að hinn 11 ára gamli Yazam Timimi verði kastað úr landi ásamt foreldrum sínum, Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi, sem komu til landsins frá Vesturbakkanum í Palestínu fyrir tæpu ári síðan. Búið er að neita þeim um hæli á landinu en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Yazam er greindur með hinn mjög svo ágenga hrörnunarsjúkdóm, Duchenne en drengurinn þarf á stöðugri læknisaðstoð að halda, svo hann geti lifað bærilegu lífi en lífslíkur drengja með þennan skæða sjúkdóm, sé hann ekki meðhöndlaður, er ekki nema 15 til 18 ár.

Margir eru afar óánægðir með barnamálaráðherrann.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

„Vanhæf ríkisstjórn, ómennsk ríkisstjórn,“ var meðal þess sem kallað var á mótmælunum en það var Bergþóra Snæbjörnsdóttir sem flutti kröftuga ræðu, sem hún byggði á pistli eftir eiginmann hennar, Braga Pál Sigurðarson sem birtist í Stundinni árið 2019 en sú grein fjallaði um brottrekstur kasóléttrar konu úr landi eftir að henni var neitað um hæli. Bergþóra uppfærði pistilinn lítillega, enda hefur ástandið í málum flóttafólks hér á landi að hennar sögn ekki breyst mikið.

Hér má lesa ræðuna í heild sinni:

Allir bara að vinna vinnuna sína.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er bara að vinna vinnuna sína. Látið hana í friði. Hún fær skipanir um miðja nótt og þarf að framfylgja þeim. Ekki þeim að kenna. Einhver þarf að gera þetta. Einhver þarf að ýta á takkann sem kveikir á blikkljósunum lögreglubíls sem stendur fyrir utan Barnaspítala Hringsins. Einhver þarf að leyfa bláu ljósunum að loga. 

Einhver þarf að hunsa tilmæli heilbrigðisstarfsfólks um að barnið geti dáið sé það sett í flugvél og sent úr landi. Einhver þarf að vinna hjá Kærunefnd Útlendingamála við að hundsa öll gögn sem eru lögð fyrir nefndina og skrifa úrskurð þess efnis að heilsufarsástand barnsins sé í raun ekkert einstakt. Jafnvel bara hversdagslegt. Að minnsta kosti ekki nægilega einstakt til að beri að taka neitt tillit til þess. 

Nei, það er ekkert einstakt við palestínskt barn í hjólastól með aggressífan og banvænan hrörnunarsjúkdóm. Barn með sjúkdóm sem um 0,1 % mannkyns fær. Við þurfum ekkert að taka tillit til þess. Getur þú dáið við að vera fluttur úr landi? Þar fór í verra. En ekki okkar ábyrgð. Við erum bara að vinna hérna. Við erum bara að vinna við að taka ákvarðanir um að taka sénsinn á þínu lífi fyrir þína hönd. 

Lögreglan er bara að vinna vinnuna sína. Þetta er bara verkefni. Enn eitt verkefnið sem þarf að vinna. Einhver þarf að koma þessari meinlausu fjölskyldu úr landi. Einhver þarf að beita hælisleitendur og flóttafólk ofbeldi. Einhver þarf að beita þá sem mótmæla ofbeldi. Við verðum að þagga niður í ykkur og bera ykkur út, það er bara vinnan okkar.

Starfsfólk Útlendingastofnunar er bara að vinna vinnuna sína. Látið þau í friði. Þau starfa samkvæmt löggjöf íslenska ríkissins og henni ber að framfylgja. Engin óvild. Engin innbyggð mannvonska. Svona eru bara lögin. Ísköld og svalandi. 

Einhver þarf að taka ákvörðun um að vísa fjölskyldum úr landi um miðja nótt. Svona vanþakklátar ákvarðanir taka sig ekki sjálfar. Það þarf að skrifa undir fullt af skjölum, stimpla þau, rétta fólki sem fer með þau á staði þar sem börn í hjólastólum bíða örlaga sinna. 

Þar sem bláu ljósin blikka þarf að framfylgja því sem stendur á skjölunum. Þannig bara virkar þetta. Engum að kenna. Bara starfsfólk Útlendingastofnunar að vinna vinnuna sína.

Foreldrarnir hafa verið að vinna sína vinnu og alla yfirvinnutíma heims við að halda barninu sínu á lífi. Berjast og berjast fyrir hverri einustu sekúndu með barninu sínu. Tíminn er dýrmætur. Þegar barnið hætti að geta gengið ákváðu foreldrarnir að verða fætur þess. Flytja það frá heimalandi sínu. Bera það þvert yfir hnöttinn til öruggasta lands í heimi fyrir börn. Internetið sagði að það væri Íslands. Þau hafa unnið vinnuna sína og alla yfirvinnutíma heims. Þau eru örmagna. En áfram gakk. Út með ykkur. Þið hljótið að redda ykkur. 

Barnið heitir Yazan Tamimi. Lífslíkur drengja sem eru með Duchennes eins og hann eru ekki nema um 15-18 ára án þjónustu. En munið – ekkert sérstakt við það! Nú er barnið nýkomið með þá þjónustu sem hann þarf. Heilsa hans er verri en drengja almennt á sama aldri. 

Yazan er að verða tólf ára. Hvað eru mörg góð ár eftir? Enginn veit það. En íslensk stjórnvöld ætla að rifa hann upp með rótum og senda hann til Spánar þar sem flóttamannakerfið er löngu sprungið. Af því að „líklega“ fái hann viðeigandi þjónustu þar. En hversu langt rof mun verða á þeirri þjónustu?

Hver einasti dagur skiptir máli. Sjúkdómurinn herjar á hjarta, lungu, allt stoðkerfið. Það MUN STYTTA LÍF HANS að brottvísa honum.

Ellefu ára barn á ekki að þurfa að vera með þá einu vinnu að einfaldlega lifa. Líkaminn örmagna, hugurinn örmagna. Stöðugir verkir. Getan alltaf minni og minni. Brothætt ástand. Getur dáið við HNJASK. Góða ferð elsku barn. Við ætlum að senda þig í flugvél. Hver tekur ábyrgð á því? Ekki við sem erum bara að vinna hérna, svo mikið er ljóst. 

En kerfinu er nákvæmlega sama um allt þetta. Það er vinna sem þarf að vinna og ef enginn vinnur hana þá vinnur enginn neitt. Barnið er búið að eignast vini, það fær að ganga í skóla, það er öruggt í öruggasta landi í heimi fyrir börn. Nei, sorrý, við erum bara að vinna vinnuna okkar. 

Barnið vill ekki borða. Barnið vill ekki taka lyfin sín. Barnið vill ekki lifa. En svona er þetta. Lögreglan og Útlendingastofnun eru bara að vinna vinnuna sína. Alþingismennirnir. Ráðherrarnir í rándýru jakkafötunum og dröktunum. Allir bara að vinna vinnuna sína. Svekkjandi.

Þetta er engum að kenna. Stundum þarf bara að flytja lífshættulega veik börn í hjólastólum og örmagna foreldra þess úr landi, gegn vilja þeirra. Einhver verður að gera þetta. Einhver verður að mæta í vinnuna og þvinga þetta fólk úr landi. Það verður að vinna þessa vinnu. Það verður að fylgja þessum lögum. Þetta fólk er bara að vinna vinnuna sína. Allir bara rosa duglegir að vinna vinnuna sína á meðan við höldum áfram að rústa lífi saklaus fólks en akkúrat núna ætla ég að mæta í vinnuna mína og hún felur í sér að ég segi fokk þetta. Til fjandans með kerfi sem þykist þjóna en er bara að  troða á valdalausum innan þess og utan. Til helvítis með fólk sem mætir í vinnuna og brýtur á börnum án þess að andmæla yfirboðurum sínum. 

Fólk sem tekur svona ákvarðanir þarf að geta svarað fyrir þær. Þið fáið ekki lengur að fela ykkur í myrkrinu. Valgerður María Sigurðardóttir, varaformaður KNÚ, þú tókst þessa ákvörðun upp á þitt einsdæmi af því að kerfið okkar leyfir fólki eins og þér að fara með svona völd yfir lífi barns. Þú tókst lífsvilja Yazans frá honum, það eina sem hann mátti aldrei missa. Þorsteinn Gunnarsson, formaður KNÚ, þú hefur breytt kærunefndinni úr því að vera síðasta vígi fólks á flótta fyrir réttlæti í það að vera einfaldlega að framfylgja rasískri stefnu. Hörður Ólafsson læknir stoðdeildar lögreglunnar sem tekur púls í nokkrar sekúndur á barni með Duchenne til að geta vottað að megi alveg skófla því úr landi. Viðurkennir samt að vita ekkert um Duchenne. 

Skömmin er ykkar! 

Sorrý ef ég er dónaleg  en ég bara verð að vinna vinnuna mína og segja ykkur öllum að fara rakleiðis í rassgat, samviskulausa jakkafatapakk sem stendur í stafni en þykist samt ekkert geta gert. Stígvélasleikjurnar mega líka éta skít, þær sem framfylgja raddlausum skipunum ykkar eins og síðasti hlekkurinn í einhverjum ömurlegum hvísluleik. Lögin sem þið felið ykkur á bak við munu ekki veita neitt skjól þegar þið þurfið að lokum að svara fyrir gjörðir ykkar.

 

Sænska Jónsmessuhátíðin á Árbæjarsafni sló í gegn: Gestir stigu hringdans undir fallegum fiðlutónum

Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir listir sínar. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Fólk gerði sér glaðan dag á Árbæjarsafninu í dag en þar var boðið upp á Jónsmessuhátíð að hætti Svía.

Midsommar stöngin fallega.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Þær Anneli Schöldström og Rebecka Karlsson skipulögðu sænskan Jónsmessufagnað í samstarfi við Árbæjarsafn, Þjóðdansafélags Reykjavíkur, Cornelis Vreeswijk-félagið og Sænska félagið á Íslandi en mætingin var að sögn Anneli framar vonum, enda veðrið ekkert frábært.

Hringdans var stiginn.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Í boði voru þjóðdansar, bæði íslenskir og sænskir, þjóðtónlist, fimm-þrautaleikur og í safnhúsinu Lækjargata stóð yfir sýningin Midsommar för Dummies.

Mannlíf var á staðnum getur vottað um að gleðin hafi skinið úr andlitum gestanna sem flestir tóku þátt í hringdönsum undir hressandi þjóðtónlist.

Illugi lenti í pínlegri uppákomu í morgun: „Hann reigði sig og hálfpartinn hvæsti að mér“

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson lenti í nokkuð vandræðalegu atviki í morgun.

Fjölmiðlamaðurinn orðhagi, Illugi Jökulsson segir á Facebook frá nokkuð pínlegri upplifun frá því í morgun. Þar segir hann frá manni sem hann taldi vera að grafa eftir flöskum í ruslatunnu við heimili sitt en svo var alls ekki. Hér má lesa hina fyndnu sögu:

„Þegar ég kom keyrandi upp að húsinu hér heima áðan var miðaldra karlmaður að garfa í öskutunnunum okkar. Það gerist oft, fólk er að leita að tómum plastflöskum eða dósum sem hægt að selja í endurvinnslu. Mér finnst það vitaskuld hið besta mál og set reyndar oft það litla sem fellur til af slíkum ílátum hér á heimilinu svolítið afsíðis við tunnurnar, svo fólk eigi auðvelt með að nálgast þær. Þegar ég steig út úr bílnum var karlinn á leið frá tunnunum og ég benti honum á þennan krók þar sem nú eru tvær tómar plastflöskur. Þá sá ég að hann fyrtist allur við, hann reigði sig og hálfpartinn hvæsti að mér á amerísku: „I don’t pick from trash cans!“ eða eitthvað þar um bil. Svo arkaði hann svona líka fornemmaður burt. Þegar ég aðgætti svo öskutunnurnar okkar sá ég að hann hafði ekki verið að tína úr tunnunum, heldur hafði hann þvert á móti verið að laumast til að troða í þær sínu eigin rusli.“

Húðflúrstjarna látin 46 ára að aldri: „Það rífur mig í sundur að þurfa að skilja börnin mín eftir“

Blessuð sé minning Ryan Hadley

Húðflúrarinn Ryan Hadley, sem keppti í sjöttu þáttaröðinni af raunveruleikaþættinu Ink Master árið 2015, lést 20. júní eftir baráttu við krabbamein. Hann var 46 ára.

„Ryan yfirgaf þennan heim í gær, umkringdur ástvinum,“ segir í tilkynningu á Instagram-reikningi hans 21. júní. „Þó að ævi hans hafi verið stutt, skildi hann eftir sig arfleifð bæði í lista- og húðflúrheiminum. Hann elskaði hinu fjölmörgu aðdáendur sína, vini sína og viðskiptavini og umfram allt börnin sín. Hans verður saknað og alltaf minnst. Goðsögn að eilífu. #rip #f–kcancer.“

Hinn sex barna faðir frá Fort Wayne í Indiana, sagði frá því í desember síðastliðnum á söfnunarsíðunni GoFundMe, sem dóttir hans, Whitney setti upp, að hann væri kominn í lyfjameðferð við seminoma, illkynja kímfrumuæxli. Það var ekki í fyrsta sinn sem hann fór í krabbameinsmeðferð.

„Ég hef nú verið lagður inn á sjúkrahús til að fara í krabbameinslyfjameðferðina mun fyrr en ég bjóst við,“ skrifaði hann á Instagram. „Síðast þegar ég gekk í gegnum þetta drap það mig næstum og gerði mig skíthræddann.

Hadley snéri aftur til vinnu en tilkynnti í apríl að meðferðin hafi mistekist og að krabbameinið hefði dreift sér um líkamann.

„Mig langar að þakka öllum kúnnum mínum, stuðningsaðilum, vinum og fjölskyldu fyrir 25 ára af húðflúrun. Ég er að opna mig og segja öllum að lyfjameðferðin mistókst algjörlega,“ skrifaði hann á Instagram og birti ljósmynd af sér setja húðflúr á kúnna. „Ég tók þá ákvörðun að fylgja öllum fyrirmælum krabbameinslæknanna og gera allt sem þeir sögðu mér að gera í meðferðinni. Lyfjameðferðin var ekki fyrir mig og nú hefur krabbameinið dreift sér í lifrina og lungun.“

Hann hélt áfram: „Þetta er ólæknandi krabbamein í lifrinni og dauðinn er útkoman. Ég gæti lifað í aðra viku eða kannski í þrjá mánuði, hvort sem er, þá rífur það mig í sundur að þurfa að skilja börnin mín eftir. Dauðinn hræðir mig ekki á neinn hátt … en það er sú staðreynd að ég þurfi að skilja börnin mín eftir sem pirrar mig mjög mikið og það er ekkert sem ég get gert í því. Ég mun halda öllum upplýstum um stöðuna, upp að vissu marki. Ég mun brátt stimpla mig út um eilífð.“

Húðflúrlistamenn minntust Hadley eftir andlátsfregnirnar. „Bestu tímarnir sem ég átti í húðflúruninni, var við hlið Ryan,“ sagði Jacob Wilfong frá Fort Wayne, í athugasemd við andlátstilkynninguna á Instagram. „Ég lærði svo mikið, hann ýtti manni alltaf áfram svo hann næði sem mestu út úr manni. Lengra en maður hafði ímyndað sér að væri mögulegt og að auki var hann alltaf að sýna fólki hvað væri mögulegt með því að taka hlutina á næsta stig. Hann gerði mig að þeim listamanni sem ég er í dag og ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt hann á þennan hátt.“

Húðflúrlistamaðurinn Timothy Boor skrifaði: „Ég á honum pottþétt fullt að þakka. Hann hjálpaði ferli mínum gríðarlega og ég mun aldrei gleyma því. Hans verður saknað.“

Síðustu dögum lífs síns eyddi Hadley með ástvinum sínum. „Hann og fjölskylda hans eyddi síðasta tíma sínum saman í golfi, í stuttum ferðalögum og við húðflúrun,“ segir í uppfærslu á GoFundMe síðunni. „Fjölskyldan er enn að safna styrkjum til að hægt sé að borga fyrir jarðarförina og til að hjálpa við að ala litlu börn hans upp, sem er tveggja til ellefu ára.“

Fullorðin dóttir hans, Whitney, deildi einnig persónulegum skilaboðum um föður hennar. „Ég vil bara segja takk fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið frá öðrum húðflúrlistamönnum, viðskiptavinum og samfélagsmiðlunum,“ skrifaði hún á Facebook. „Pabbi minn vildi skilja eftir spor í þessum heimi með sínum klikkuðu sköpunargáfum og hann gerði það. Hann var sannarlega meistari í listinni og var mjög virtur meðal margra. List hans mun lifa áfram á húð minni og svo margra annarra, sem og í hans fjölmörgu málverkum. Elska þig pabbi – þú fékkst arfleið þína.“

ET online sagði frá andlátinu.

Sakamálið – 25. þáttur: Morðkvendið sem fór að dorga

Óhætt er að segja að Darlene Gentry hafi verið í djúpum skít þegar hringur lögreglunnar var farinn að þrengjast um hana vegna dauða eiginmanns hennar, Keith, sem að hennar sögn hafði verið skotinn af innbrotsþjófi.
Lögreglu þótti margt loðið og ótrúlegt í frásögn Darlene, en skorti þó beinharðar sannanir.

Eitt var það sem sárlega skorti við rannsókn málsins, en það var byssa sú sem beitt hafði verið þegar Keith var skotinn. Byssuna hafði Darlene losað sig við til bráðabirgða, en sá síðar að hún þyrfti að gera betur.

Nú heyrum við frásögnina af samviskulausu eiginkonunni sem fór að dorga …

Hlustaðu á allan þáttinn hér.

Anna eyddi hundruðum þúsunda í „allskyns óþarfa“: „Á Íslandi lifir fólk ekki á nærklæðunum einum“

Anna Kristjánsdóttir
Anna Kristjánsdóttir er ánægð með Íslandsdvölina fyrir utan peningaeyðsluna.

Í nýjustu dagbókarfærslu vélstjórans Önnu Kristjánsdóttur, færslu númer 1776, talar hún um Íslandsdvöl sína en hún dvaldi fyrir nokkru í fimm vikur á Íslandi en hún býr, eins og alþjóð veit, á Tenerife og hefur gert síðustu ár. Segir Anna að stjanað hafi verið við hana á meðan á dvölinni hafi staðið en finnst hún hafa eytt óþarflega miklum fjárhæðum, eitthvað sem langflestir kannast við hér á landi.

„Dagur 1776 – Ísland.

Ég var á Íslandi um daginn, ekki bara í einn eða tvo daga, heldur heilar fimm vikur. Það var stjanað við mig. Ég bjó í fríu húsnæði takk veri vinafólki mínu og fékk Mercedes Benz til umráða allan tímann án endurgjalds, en þurfti vissulega að sjá um að fylla dásemdina af bensíni meðan á dvöl minni stóð. En eins og ég sagði, það var stjanað við mig allan tímann og ég hefði ekki getað haft það betra og þó. Stóran hluta tímans sem ég dvaldi á landi forfeðra minna rigndi eða var foráttubrim, eitthvað sem ég hefði viljað forðast meðan á dvölinni stóð.“ Þannig hefst sunnudagsfærsla Önnu en í seinni hlutanum telur hún upp hvað allur peningurinn sem hún eyddi, fór í.

„Mér sýnist að þrátt fyrir allt atlætið sem ég hlaut, eyddi ég samt hundruðum þúsunda í allskyns óþarfa. Mér bar að sjálfsögðu skylda til að taka þátt í að fæða mig og ferðir í Ríkiskaupfélagið kostuðu sitt og ég þurfti að sjá til þess að Mjallhvít litla væri ávallt velfyllt af eldsneyti og ef ég nálgaðist gamla miðbæinn þurfti ég að borga fyrir að leggja bílnum. Svo keypti ég mér hlífðarfatnað því á Íslandi lifir fólk ekki á nærklæðunum einum eins og við gerum heima hjá mér.
Og ég keypti mér eitt og annað sem ekki telst í frásögur færandi.“

Fjölgun listamannalauna samþykkt: „Listir auðga ekki bara andann heldur eru þær líka tekjulind“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Ljósmynd: Aldís Páls

Fjölgun listamannalauna voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi

Alþingi samþykkt í gær breytingu á lögum nr 57/2009 um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Starfslaunamánuðum verður fjölgað úr 1.600 í 2.490 á 4 árum. Einnig verða til tveir nýir sjóðir; Launasjóði kvikmyndahöfunda og Vegsemd, sjóður listamanna 67 ára og eldri. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Þar kemur einnig fram að fjöldi starfslauna hafi haldist óbreyttur síðustu 15 árin eða frá því að gildandi lög tóku gildi árið 2009. Því sé um þarfa og tímabæra uppfærslu að ræða, samkvæmt menningar- og viðskiptaráðherra.

„Ég er ákaflega glöð með að samstarfsfólk mitt í þinginu hafi séð tækifærin sem felast í því að fjárfesta í listafólkinu okkar. Það gleymist oft í þessari umræðu að listir auðga ekki bara andann heldur eru þær líka tekjulind. Dæmi er um að verkefni sem hlaut listamannalaun í sex mánuði hafi leitt til meira en þriggja ársverka og 7,5 milljóna í skatttekjur. Það er því ekki tilviljun að menning og viðskipti búa í sama ráðuneytinu. Það er einmitt af því að þessir málaflokkar eiga svo fallega saman,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir.

Þá segir ráðherra að listafólk landsins séu mikilvægir sendiherrar lands og þjóðar og haldi Íslandi á lofti í alþjóðasamfélaginu. Bendir hún á að fyrsta snerting Íslands við erlenda aðila sé oft í gegnum íslenska list, hvort sem um er að ræða bók, tónlist eða annað listform.

„Eitt eru tekjur, þær skipta máli en það skiptir ekki síður máli að hlúa að sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Hvernig umhverfi viljum við búa við og hvað viljum við bjóða listafólkinu okkar upp á? Það er nauðsynlegt að tryggja að listamenn vilji búa og starfa hér. Fjöldi listamanna sem hefur þegið listamannalaun hefur síðar öðlast viðurkenningu á heimsvísu og skapað okkur þannig bæði mikilvæga umræðu og tekjur fyrir utan allan þann menningarlega fjársjóð sem skapast,“ segir ráðherra.

 

Tveir handteknir fyrir stórfellda líkamsárás – Bitu eyra af manni

Myndin er samsett

Lögreglan sat ekki auðum höndum í gærkvöldi og í nótt, frekar en fyrri daginn, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Nokkuð var um tilkynningar um slagsmál í miðborginni en tveir aðilar voru handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás þar sem eyra var bitið af manni.

Einstaklingur sem olli umferðaslysi stakk af vettvangi, ekki kom fram í dagbókinni hvort lögreglan hafi fundið manneskjuna. Töluvart var um hávaðatilkynningar og tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi í miðborginni. Þá var hjólaþjófur nappaður af lögreglunni.

Lögreglan sem sér um Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes hafði afskipti af ökumanni sem keyrði um á nagladekkjum og það án réttinda.

Einn ökumaður keyrði á aðra bifreið og var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Þá handtók lögreglan tvo aðila fyrir meiriháttar líkamsárás en þeim var sleppt rétt undir morgun.

Lögreglan hafði einnig afskipti af leigubifreið sem var með forgangsakstursljós í rúðunni.

Lögreglan sem sér um Kópavog og Breiðholt hafði afskipti af tveimur ökumönnum á vörubifreiðum sem ekki gátu framvísað ökuskirteini og voru þar að auki án aukinna réttinda og notuðu ekki ökumannskort.

Ölvunarpóstur var settur upp í Smárahverfi í Kópavogi þar sem 80 ökumenn voru stoppaðir en átta ökumenn voru handteknir, grunaðir um ölvunarakstur.

Í Vatnsendahverfi í Kópavogi barst tilkynning um rafskútuslys en engar frekari upplýsingar fylgdu dagbókinni.

Í Grafarholtinu barst lögreglu tilkynning um einstaklinga sem voru að reykja kannabis. Í sama hverfi var einnig tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi sem var að reyna að fara í bíla.

Í hverfi 108 var tilkynnt um innbrot.

Brynjar genginn af trúnni

Bjarni Benediktsson. Mynd / Hákon Davíð Björnsson.
Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ófeiminn við að gagnrýna formann sinn, Bjarna Benediktsson, og aðra ráðamenn flokksins. Brynjari er ekki skemmt yfir hinni nýju Mannréttindastofnun sem Alþingi samþykkti fyrir þinglok. „Án vafa mun starfsmannafjöldi Mannréttindastofnunar tífaldast á næsta áratug. Þarna verður gott platform fyrir okkar fjölmörgu mannréttindafrömuði til að láta ljós sitt skína og auka álögur á skattgreiðendur í nafni mannréttinda,“ skrifar Brynjar um þetta hjartans mál Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins.
Hann spáir því að Bjarni og bandalag hans muni á næstunni fjölga ríkisstofnunum enn frekar. Augljóst má vera að Brynjar trúir ekki lengur á aðhald Sjálfstæðisflokksins þar sem ríkisútgjöld eru annars vegar. Um árabil hefur hann verið einn öflugasti fótgönguliði Sjálfstæðisflokksins á dansiballinu með VG ….

Segir lögregluna hafa stækkað leitina á Tenerife: „Við höldum enn í von um að hann sé á lífi“

Jay Slater hvarf fyrir 11 dögum.

Móðir hins 19 ára Jay Slater, sem hvarf á Tenerife fyrir sex dögum síðan, segir að spænska lögreglan hafi gefið í við leitina að syni hennar.

Sjá einnig: Unglingurinn á Tenerife skarst á löpp rétt fyrir hvarfið: „Það er eitthvað skrítið í gangi“

Í dag eru leitarhópar, lögreglan og slökkviliðsmenn að kemba stórar part af dalnum þar sem Jay sást síðast, með hjálp leitarhunda.

Móðirin, Debbie Duncan sagði The Guardian að hún hefði verið átta klukkustundir á lögreglustöðinni í gær þar sem lögreglan útskýrði leit sína skref fyrir skref, af hinum unga múraralærlingi frá Lancas-skíri. „Ég held að gefið hefur verið í við leitina,“ sagði hún, sem hún sagði vera „það rétta“ í stöðunni.

Duncan, sem flaug til Tenerife á þriðjudaginn, daginn eftir að Jay hvarf, segist enn trúa að „eitthvað óviðeigandi“ gæti hafa komið fyrir son hennar, og að lögreglan segist „rannsaka allar vísbendingar“.

Í dag var lögreglan stödd í AirBnB-húsnæðinu þar sem Jay heimsótti áður en hann hvarf. Lögreglan sást einnig nærri húsi nokkru lengra í dalnum, nærri pálmatré þar sem sími Jay tengdist síðast við símamastur, en það er síðasta þekkta staðsetning drengsins.

Lögreglan við sveitaþorpið í dag.

Á föstudag sögðust björgunarmenn vera að einbeita sér að 30 kílómetra svæði og þá sérstaklega og að göngustígum í dalnum umhverfis sveitaþorpið Masca, auk tveggja gilja.

Þar sem Slater hefur nú verið saknað í næstum viku halda sögusagnir og samsæriskenningar um hvarf hans áfram að birtast á netinu, þar sem „gervisérfræðingar“ á samfélagsmiðlum eru að spekúlera, þar á meðal á TikTok og á Facebook.

Stjórnandi opinberrar Facebook-síðu sem sett var upp til að finna hann, Rach Louise Harg, sagði í færslu á síðunni að einhver hefði skráð sig inn á Instagram reikning Slater sem væri ekki hann.

Móðir Jay sagði að lögreglan á Spáni hefði áhyggjur af „hávaðinn“ í kringum málið gæti haft neikvæð áhrif á leitina.

„Þeir hafa í raun sagt að það sé of mikill hávaði, sem hefur áhrif,“ sagði hún. „Þeir hafa allar áætlanir, staðsetningar sínar. Þeir hafa fengið þetta kort sem þeir voru að sýna okkur, með mismunandi litum.

Duncan sagði frá símtölum frá fjölskyldunni til bresku lögreglunnar um að hún myndi fljúga til Tenerife til að taka þátt í leitinni. En í gærkvöldi sagði lögreglustjórinn í Lanca-skíri í yfirlýsingu, að tilboði þeirra um hjálp hefði verið hafnað af spænskum starfsbræðrum þeirra.

„Við höfum átt í tungumálaveseni,“ sagði Duncan. „Það er erfitt með alla spænsku lögregluna og bresku lögregluna, þeir verða að láta spænsku lögregluna sjá um rannsóknina, en ég vil að einhver komi hingað.

Lögreglan í Lanca-skíri sagði að sérfræðingar frá lögreglunni héldu áfram aðstoð sinni við fjölskylduna.

„Þó að þetta mál falli utan lögsögu breskrar löggæslu höfum við boðið Guardia Civil stuðning til að sjá hvort þeir þurfi einhver viðbótarúrræði,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

„Þeir hafa staðfest að á þessum tíma eru þeir ánægðir með þau úrræði sem þeir hafa, en það tilboð er enn opið og þeir munu hafa samband við okkur ef sú staða breytist.“

Á föstudag sögðust leitarhópar í Rural De Teno náttúrugarðinum ekki hafa gefið upp vonina um að finna Slater á lífi. Þeir sögðu að leitin beindist að þremur aðskildum svæðum sem ná yfir 30 ferkílómetra vegalengd.

„Við höldum enn í von um að hann sé á lífi, allt til síðustu stundar þegar síðasta vonin er úti,“ sagði einn björgunarmaðurinn. „Sannleikurinn er sá að við erum svolítið svekktur vegna þess að við finnum hann ekki. Þetta svæði er svo stórt og það er mjög erfitt að leita á svona bröttu svæði. En við gerum allt sem við getum.“

„Við höfum ekki fundið neitt, við höfum kembt alla þessa slóð, við höfum verið upp og niður en hingað til, ekkert.

Greipur náði ótrúlegu körfuboltaskoti á myndband: „Til hamingju með afmælið mamma“

Uppistandarinn og samfélagsmiðlastjarnan Greipur Hjaltason náði hreint út sagt ótrúlegri körfu og náði því á myndband.

Greipur Hjaltason, sem er þekktur uppistandari og jafnvel þekktari samfélagsmiðlastjarna en þar á hann fjölmarga alþjóðlega aðdáendur, birti myndskeið á Instagram í gær sem er að gera allt vitlaust. Nú þegar hafa yfir 11 þúsund manns séð það. Í myndbandinu sparkar hann fótbolta ofan í körfu af löngu færu og það aftur fyrir sig. „Annað fokking skiptið í röð mother … fylgjendur,“ sagði Greipur (en á ensku) eftir hið ótrúlega skot og bætti svo við: „Til hamingju með afmælið mamma“.

Sjón er miklu ríkari en saga:

Björgunarsveitir á Austurlandi fóru í tvö útköll í nótt – Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til

Þyrla Gæslunnar hífir manninn upp. Ljósmynd: Landsbjörg

Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út í tvígang í nótt.

Austurfrétt segir frá því að áhöfn björgunarbátsins Hafbjargar í Neskaupsstað hafi komið skipverja lítils fiskibátar til hjálpar um fimm leytið í morgun. Maðurinn hafði slasast illa á fæti og var ófær um að sigla bátnum til hafnar. Báturinn var um sextán sjómílur austur af Norðfjarðarhorni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð til en hífa þurfti manninn upp í börum af fiskibátnum og um borð í þyrluna.

Þyrla Gæslunnar hífir manninn upp.
Ljósmynd: Landsbjörg

Allt gekk að óskum samkvæmt upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og fór þyrlan til Reykjavíkur með hinn slasaða með eldsneytisstoppi á Egilsstaðaflugvelli um klukkan sjö í morgun. Var bátnum síðan komið í höfn í kjölfarið.

Nokkru fyrr um nóttina eða um tvö leytið barst björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi útkall vegna annars fiskibáts. Sá var stjórnlaus vegna stýrisbilunar rétt austur af Papey. Vel gekk að koma taug í bátinn er björgunarsveiting bar á vettvang og voru allir komin að bryggju um hálf fimm leytið

Enn fyrr, eða síðdegir í gær þurfti Bára að fara í annað útkall en liðsmenn hennar þurftu að koma slösuðum hjólreiðarmanni til aðstoðar en hann hafði handleggsbrotnað á ferð sinni inni í Hamarsdal. Vel gekk að koma hinum slasaða í sjúkrabíl og til læknis.

Dave Grohl skaut á poppprinsessuna: „Þið viljið ekki finna fyrir Taylor Swift-heiftinni“

Grohl og Swift

Taylor Swift virðist hafa óbeint svarað rokkhundinum Dave Grohl sem skaut á söngdívuna á laugardaginn.

Síðastliðinn laugardag kom hinn 55 ára gamli söngvari Foo Fighters og Íslandsvinur, Dave Grohl, fram á tónleikum með hljómsveit sinni í London Stadium í Lundúnum, þar sem hann gaf í skyn að Taylor Swift (34) spilaði ekki tónlistina í beinni (e. live). Swift, sem er á Eras-tónleikaferðalagi sínu, var með þrjá tónleika yfir helgina á Wembley Stadium í sömu borg.

Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlunum, ræðir Grohl við áhorfendur þar sem hann minnist á hina stóru tónleikana í Lundúnum, tónleika hennar Swift, þar sem hann virðist skjóta nett á söngkonuna vinsæli en hann sagði: „Ég er að segja ykkur það, þið viljið ekki finna fyrir Taylor Swift-heiftinni. Þannig að við viljum kalla okkar tónleikaferðalag Errors Tours (Ísl. villu-tónleikaferðalagið). Við höfum upplifað ýmis tímabil (vitnar í Eras Tour nafnið) á ferlinum og meira en nokkur helvítis mistök líka. Bara nokkur. Það er af því að við spilum raunverulega í beinni. Ha?! Segi svona. Þið viljið hrátt, læf (e. live) rokk og ról tónlist, ekki satt? Þið komuð á rétta helvítis staðinn.“

@elenasnoopyDave Grohl Seemingly blasts Taylor Swift – Foo Fighters concert London Stadium 22 June 2024

♬ original sound – Elena Palmieri

Minna en sólarhring seinna, sagði Swift, eftir að hafa klárað uppseldu tónleika sína í Lundúnum, í myndskeiði á netinu þar sem svo virðist sem hún hafi svarað Grohl óbeint. „Hver einast hljómsveitarmeðlimum hjá mér, hvert einasta af mínu starfsliði, hljómsveitinni, sem mun spila í beinni (e. live) fyrir ykkur í þrjár og hálfa klukkustund í kvöld — þau eiga þetta svo mikið skilið. Og það sama má segja um alla sem koma fram með mér. Og þið gáfuð okkur það svo rausnarlega, við munum aldrei gleyma því,“ sagði Swift í myndskeiði sem hún birti á netinu.

Þó hún hafi ekki nefnt Grohl með nafni voru aðdáendur hennar fljótir að tengja orð hennar um að hljómsveitin „spilaði í beinni“, við það sem Grohl hafði sagt.

Swifties (aðdáendur Taylor Swift) voru alls ekki sátt við orð Grohl, miðað við samfélagsmiðlana og skömmuðu hann fyrir „óeðlilega illkvittin“ orð. Aðrir báru orð hans saman við það sem Íslendingurinn Damon Albarn sagði um Swift 2022.

Albarn (56), var þá spurður af blaðamanni Los Angeles Times, út í álit hans á nokkrum vinsælum tónlistarmönnum dagsins í dag. Sagði hann Billie Eilish vera „einstaka“ en um Swift sagði hann einfaldlega: „Hún semur ekki sína eigin tónlist“.

Í það skipti svaraði Swift með því að nefna Íslendinginn með nafni í X-færslu: „@DamonAlbarn Ég var svo mikill aðdáandi þinn, þar til ég sá þetta. Ég sem ÖLL mín lög. Skot þitt er algjörlega ósatt og SVO skemmandi. Þér þarf ekki að líka við tónlist mína en það er mjög klikkað að reyna að gera lítið úr list minni. VÁ“.

Bætti poppprinsessan svo við: „ES. Ég skrifaði þessa færslu sjálf, svona ef þú skyldir velta því fyrir þér.“

 

Kemur með nýstárlega hugmynd að túristavöru: „Viðskiptahugmynd fyrir þau sem nenna“

Girnileg er hún! Ljósmynd: Facebook

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson kemur með nýstárlega hugmynd að vöru sem hægt væri að selja erlendum ferðamönnum, í stað „kínversks drasls og bandarískan skyndibita“.

Gunnar Smári birti í hádeginu ljósmynd af glæsilegri sneið af sítrónuböku en það sem gerir hana sérstakega er að sneiðin er gegnsæ að mestu leiti. Og Gunnar Smári er með hugmynd hvernig þróa mætti bökuna, svo hún væri íslenskari og gæti þannig selst eins og heitar lummur við Jökulsárlón.

Hér má sjá hugmynd hennar:

„Glær sítrónubaka með marengs. Það mætti þróa þetta aðeins, móta mareng-inn eins og jaka, láta hann ganga niður í hlaupið. nota villta súru í stað sítrónu, fá bláma í bæði hlaupið og jakann og selja við Jökulsárlón. Áætluð sala um 750 sneiðar á dag að meðaltali, 1750 yfir hávertíðina. Viðskiptahugmynd fyrir þau sem nenna. Alla vega verðum við að fara að selja túristum eitthvað annað en kínverskt drasl og bandarískan skyndibita, verðum að leita að einhverri fegurð í lífi okkar, sögu og náttúru.“

Náðu mögulega ljósmynd af Jay Slater tíu tímum eftir hvarfið: „Hverjir eru þessir tveir menn?“

AirBnB íbúðin

Fjölskylda hins týnda unglings, Jay Slater, hafa deilt mynd úr öryggismyndavél sem gæti sýnt drenginn klukkustundum eftir að hann sást síðast á Tenerife.

Myndin, sem er óskýr, er talin vera frá öryggismyndavél í bænum Santiago del Teide um það bil 18:00 á mánudagskvöld, tíu klukkustundum eftir að hann er sagður hafa sést síðast, í fjallaþorpinu Masca.

Er þetta Jay vinstra meginn?

Myndin birtist stuttu eftir að Debbie Duncan (55), móðir hins 19 ára Jay, hafði sagt að vitni hefði tilkynnt lögreglu að það hefði séð Jay í þorpinu Santiago með tveimur mönnum á mánudagskvöld.

Pabbi Jay, Warren (58), sem hengdi upp veggspjöld í Santago á sunnudaginn sagði: „Maður hugsar sér hvort hann sé í haldi einhvers. Af því að sama hversu drukkinn þú ert eða hvað eina, þá ferðu ekki af veginum þarna uppi. Og það er fólk þarna uppi … og þú ferð ekki eftir þessum vegi í meira en 20 mínútur þar til einhver stoppar þig eða mætir þér.“

Zac, bróðir Jay og pabbinn Warren

Og hann hélt áfram: „Ég vissi um leið og ég fór þangað upp að hann hefði ekki farið af þessum vegi. Hann er ekki heimskur. Þegar ég sá lögregluna spurði ég hana: „Í alvörunni, hefðuð þið farið af þessum vegi?“ og ég held að það hafi vakið þá aðeins upp.“

Warren hélt enn áfram: „Þetta byrjaði sem leit að gaur sem hafi farið í göngu og týnst eða að hann hafi mögulega dottið. En það meikar engan sens. Enginn myndi ganga af þessum vegi. Af hverju ætti hann að hafa farið upp á við? Það er hættulegt, þetta er risastórt fjall. Þetta ekki bara brekka. Það var ekki fyrr en ég fór þangað sjálfur að ég tók eftir þessu. Fólk sem fer út að skemmta sér fer ekki þangað upp.“

Jay, sem kemur frá Oswaldtwistle í Lanca-skíri, dvaldi í Airbnb-húsnæði tveggja manna í Masca, sem er þorp í norð-vesturhluta eyjarinnar en mikið fjallendi umkringir þorpið. Þangað fór hann með mönnunum eftir að hafa sótt NRG tónlistarhátíðina ásamt tveimur vinum sínum. Eigandi Airbnb-húsnæðisins er sá sem síðast sá Jay, sem sá hann ganga í burtu eftir að hafa spurt hvenær næsta rúta færi þaðan til suðurhluta Tenerife, þar sem hann hafði dvalið með vinum sínum.

Nú eru liðnir átta dagar frá því að leit að honum hófst í hinum hrjóstruga Rural de Teno-garði. Í leitinni hafa fjallabjörgunarsveitir tekið þátt, staðbundin lögregla, Civil Guard lögreglan og slökkviliðismenn en allt án árangurs.

Eins og fram kom áður er nú verið að skoða hvort hin óskýra mynd úr öryggismyndavél í bænum Santiago del Teide, sé af Jay en hún náðist klukkan 18:00 á mánudagskvöldið.

Móðir Jay, Debbie, sagði um hugsanlega mynd af drengnum í Santiago del Teide: „Einhver hefur stigið fram til að segist hafi séð einhvern sem hann heldur að gæti verið Jay á gangi. Hann var með tveimur mönnum sem litu frekar illa út og þeir voru við kirkju, þessi manneskja hefur komið fram og sagt lögreglunni frá þessu og hún er að skoða málið. Við vitum ekki fyrir víst hvort þetta sé Jay, en þetta er byrjun. Þeir sögðu að myndin hafi verið tekin um sexleytið sem er tíu klukkustundum eftir að konan sá hann í þorpinu. En ef það var hann, hvað var hann að gera þarna og hverjir eru þessir tveir menn?“.

 

Ályktun Solaris: „Við skorum á íslensk stjórnvöld að stöðva brottvísun Yazan án tafar!“

Frá mótmælum gegn brottvísun drengsins Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Solaris fordæmir fyrirhugaðri brottvísun á ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu og hvetur stjórnvöld til að draga hana til baka.

Stjórn samtakanna Solaris sendi frá sér ályktun í gærkvöldi vegna fyrirhugaðrar brottvísunar á Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn. Í ályktuninni fordæma samtökin brottvísunina og gera alvarlega athugasemd við málsmeðferðina og ákvörðunartöku í henni og eru stjórnvöld hvött til að stöðva brottvísunina án tafar.

Ályktunina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

23.júní 2023

Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma fyrirhugaða brottvísun á Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs. 

Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, sem er hrörnunarsjúkdómur þar sem allir megin vöðvar líkamans rýrna smám saman, þar á meðal hjarta- og öndunarvöðvar. Lífslíkur þeirra sem eru með sjúkdóminn eru verulega skertar en án þjónustu er meðalaldur í kringum 19 ár. 

Yazan og foreldrar hans flúðu heimili sitt í Palestínu í leit að skjóli og vernd á Íslandi fyrir ári síðan. Á leið sinni hingað komu þau við á Spáni og þangað hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að senda fjölskylduna, þrátt fyrir að þau hafi aldrei dvalið þar til lengri tíma, eru ekki með vernd þar í landi og njóta því takmarkaðra réttinda og þjónustu þar. Að brottvísa Yazan þýðir í raun að hann verður sendur aftur á flótta um ókomna tíð.

Sjúkdómurinn hans Yazans krefst stöðugrar umönnunar og er aðgangur að sérhæfðri læknisþjónustu nauðsynlegur til að lengja lífslíkur sem mest. Með því að senda Yazan til Spánar gæti orðið hlé á lífsnauðsynlegri læknisþjónustu í allt að 18 mánuði. Slík skerðing á meðferð mun samkvæmt sérfræðingum valda honum óafturkræfum skaða sem munu minnka lífsgæði hans verulega og stytta líf hans. 

Það er ljóst að slík ráðstöfun er Yazan alls ekki fyrir bestu, en eins og fram kemur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga stjórnvöld ávallt að byggja ákvarðanir sínar er snúa að börnum á þeirra hagsmunum og hvað sé þeim fyrir bestu. 

Þá er með öllu óskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki litið til sérstakra aðstæðna í máli Yazan og honum veitt efnisleg meðferð á umsókn sinni í stað þess að misnota dyflinarreglugerðina enn einu sinni til þess að koma fólki með flóttabakgrunn úr landi. 

Þá gerir stjórn Solaris alvarlega athugasemd við að ákvörðun kærunefndar útlendingamála í máli Yazan hafi verið á höndum eins aðila. Slíkt vald yfir örlögum fólks á ein manneskja aldrei að hafa. Þegar slíkt vald hefur áhrif á framtíð barns, lífslíkur og lífaldur, er slíkt forkastanleg stjórnsýsla.

Við skorum á íslensk stjórnvöld að stöðva brottvísun Yazan án tafar!

Fyrir hönd stjórnar,
Sema Erla Serdaroglu
formaður stjórnar

Ræningi braust inn í kirkju og stal peningum – Glerbrjótur í Kópavogi

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Innbrot var framið í kirkju í Reykjavík í nótt. Ræninginn í guðshúsinu hafði á brott með sér peningakassa og hvarf sporlaust út í nóttina. Óljóst er hvort lögreglan hefur einhverjar vísbendingar um gerandann.
Búðarþjófur hafði hraðar hendur í verslun í Árbæjarhverfi en var staðinn að verki.  Þjófurinn reyndist vera í annarlegu ástandi og ekki með sjálfum sér. Hann var handtekinn og læstur inni í fangageymslu uns hægt verður að ræða við hann. Hann fær tækifæri til að svara fyrir gjörðir sínar í morgunsárið.

Tveir einstaklingar reyndu að brjótast inn í bifreiðar í miðborginni. Ekkert athugavert var að sjá þegar lögreglan kom á vettvang.

Tilkynnt um börn í þeim háskaleik að klifra upp á skóla í hverfi Múlahverfinu. Þrjú börn voru upp á þaki skólans þegar lögregluna bar að garði. Börnin hlýddu fyrirmælum lögreglu og komu niður. Lögreglumenn áttu leiðbeinandi samtal við krakkana þar sem þeir voru hvattir til að leita sér að annarri og öruggari skemmtun. Foreldrar og barnavernd voru upplýst um málið.
Lögreglu var tilkynnt að verið væri að brjóta gler í Kópavogi. Í ljós kom að búið að brjóta glerplötur en gerandi var horfinn á braut. Á sömu slóðum var einstaklingur að valda stöðugu og ítrekuðu ónæði í nótt. Hann tók engum sönsum og var vistaður í fangageymslu uns ástand hans skánar. Hann svarar til saka með nýjum degi.

Tilkynnt um fólk sem væri óvelkomið inná gistiheimili í hverfi 105. Þeim úthýst og vísað á brott.

Lilja sorgmædd

Vinstri-grænir fengu enn eitt höggið um helgina þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður og fyrrverandi oddviti flokksins tók saman pjönkur sínar og kvaddi.

Lilja Rafney var um árabil í framlínu flokksins sem þingmaður. Skoðanir hennar voru þó nokkuð á skjön við aðra þar sem hún var stuðningsmaður stórra virkjanaáforma. Það sem gerði útslagið með úrsögn Lilju var samþykkt Alþingis um grásleppuveiðar í kvóta sem, flokkur hennar studdi af einlægni.

Lilja barðist af hörku gegn því að grái fiskurinn færi í kvóta en hafði ekki erindi sem erfiði og Svandís Svavarsdóttir og félagar hennar í VG höfðu sitt fram í samvinnu við guðföður sinn, Bjarna Benediktsson. „Svo maður er bara mjög hugsi og sorgmæddur þegar að ráðherrar manns eigin flokks berjast með hæli og hnakka fyrir að koma þessu máli í gegn,“ er haft eftir Lilju á RÚV.

Óljóst er nú hvert leið Lilju liggur um refilstigu íslenskra stjórnmála nú þegar hún er orðin heimilislaus en Framsóknarflokkurinn sumum þykir vera líklegur kostur …

Ísraelar hættu við að senda krabbameinssjúkan fanga heim: „Pabbi, ég er að deyja“

Mohammad Zayed Khdairat

Réttindasamtök fanga segja að Mohammad Khdairat, sem er með eitilfrumukrabbamein, hafi átt að vera látinn laus í dag þegar ísraelsk yfirvöld settu hann skyndilega í stjórnsýslu-farbann – án dóms og laga.

Framkvæmdastjórn fangamála og samtök palestínskra fanga segja að hinn 21 árs gamli Mohammad, frá Thaherya, nálægt Hebron, verði áfram í haldi Ísraela til 30. nóvember, jafnvel þó að ísraelskur herdómstóll hafi gefið út fyrirskipun um lausn hans gegn tryggingu.

„Fjölskylda hans mætti í dag til að koma honum heim en þeir urðu fyrir sjokki vegna hins handahófskennda gæsluvarðhaldsúrskurðs,“ segja samtökin.

„[Þetta] er glæpur með þann ásetning að drepa. Þetta hefur komið fyrir fjöldi sjúka fanga – sérstaklega þá sem eru með krabbamein – á kerfisbundinn hátt.

Khdairat var handtekinn 1. júní fyrir meinta hvatningu til glæpa. Hann hefur ekki fengið neina meðferð meðan hann sat í fangelsi og hefur ekki mátt taka lyfin sín síðan.

Khdairat ávarpaði föður sinn á myndbandsfundi í síðustu viku: „Pabbi, ég er að deyja,“ sagði hann.

Mannréttindasamtökin sögðu að að minnsta kosti 30 fangar í ísraelskum fangelsum væru með krabbamein.

 

Um ummæli Bjarkeyjar: „Er siðferði Mafíunnar komið til Íslands með svona augljósum hætti?“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd: Facebook
Björn Birgisson hjó eftir ummælum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra í viðtali á RÚV og spyr um siðferðisþroska ráðherrans.

Samfélagsrýnirinn og fyrrum ritstjórinn Björn Birgisson, frá Grindavík, skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann talar um ummæli matvælaráðherra sem hún lét falla eftir að ljóst var að Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðismanna, ákvað að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur ráðherranum. Þótti Birni ummæli Bjarkeyjar benda til siðferðisbrests.

„Ummæli eins af ráðherrum landsins:

**********
„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ – Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
*********
Er þetta allur siðferðisþroskinn?
Hvað með ákvæði Stjórnarskrárinnar um heiðarleika og að fylgja eigin sannfæringu?“ Þannig hljóðar fyrri partur færslu Björns.

Spyr hann svo í seinni hlutanum áhugaverða spurningu:

„Þetta er eins og glefsa úr bandarískri glæpamynd:
“You scratch my back and I’ll scratch yours.”
Eða þegar menn hjálpa til við að breiða yfir glæpi og misbresti:
„Now you owe me one!“
Er siðferði Guðföðurins og Mafíunnar komið til Íslands með svona augljósum hætti?“

Mótmæltu brottvísun Yasam litla: „Til helvítis með fólk sem mætir í vinnuna og brýtur á börnum“

Margmenni mótmælti óréttlætinu. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Bergþóra Snæbjörnsdóttir flutti sannkallaða eldræðu á mótmælum fyrir framan Alþingishúsið í dag. Þar var samankominn fjöldi fólks til að mótmæla brottflutningi hins 11 ára gamla Yazam Timimi úr landi en hann er greindur með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm.

Fjöldi fólks mætti til að mótmæla óréttlætinu. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Talsverður fjöldi fólks mætti á Austurvöll í dag til að mótmæla því að hinn 11 ára gamli Yazam Timimi verði kastað úr landi ásamt foreldrum sínum, Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi, sem komu til landsins frá Vesturbakkanum í Palestínu fyrir tæpu ári síðan. Búið er að neita þeim um hæli á landinu en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Yazam er greindur með hinn mjög svo ágenga hrörnunarsjúkdóm, Duchenne en drengurinn þarf á stöðugri læknisaðstoð að halda, svo hann geti lifað bærilegu lífi en lífslíkur drengja með þennan skæða sjúkdóm, sé hann ekki meðhöndlaður, er ekki nema 15 til 18 ár.

Margir eru afar óánægðir með barnamálaráðherrann.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

„Vanhæf ríkisstjórn, ómennsk ríkisstjórn,“ var meðal þess sem kallað var á mótmælunum en það var Bergþóra Snæbjörnsdóttir sem flutti kröftuga ræðu, sem hún byggði á pistli eftir eiginmann hennar, Braga Pál Sigurðarson sem birtist í Stundinni árið 2019 en sú grein fjallaði um brottrekstur kasóléttrar konu úr landi eftir að henni var neitað um hæli. Bergþóra uppfærði pistilinn lítillega, enda hefur ástandið í málum flóttafólks hér á landi að hennar sögn ekki breyst mikið.

Hér má lesa ræðuna í heild sinni:

Allir bara að vinna vinnuna sína.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er bara að vinna vinnuna sína. Látið hana í friði. Hún fær skipanir um miðja nótt og þarf að framfylgja þeim. Ekki þeim að kenna. Einhver þarf að gera þetta. Einhver þarf að ýta á takkann sem kveikir á blikkljósunum lögreglubíls sem stendur fyrir utan Barnaspítala Hringsins. Einhver þarf að leyfa bláu ljósunum að loga. 

Einhver þarf að hunsa tilmæli heilbrigðisstarfsfólks um að barnið geti dáið sé það sett í flugvél og sent úr landi. Einhver þarf að vinna hjá Kærunefnd Útlendingamála við að hundsa öll gögn sem eru lögð fyrir nefndina og skrifa úrskurð þess efnis að heilsufarsástand barnsins sé í raun ekkert einstakt. Jafnvel bara hversdagslegt. Að minnsta kosti ekki nægilega einstakt til að beri að taka neitt tillit til þess. 

Nei, það er ekkert einstakt við palestínskt barn í hjólastól með aggressífan og banvænan hrörnunarsjúkdóm. Barn með sjúkdóm sem um 0,1 % mannkyns fær. Við þurfum ekkert að taka tillit til þess. Getur þú dáið við að vera fluttur úr landi? Þar fór í verra. En ekki okkar ábyrgð. Við erum bara að vinna hérna. Við erum bara að vinna við að taka ákvarðanir um að taka sénsinn á þínu lífi fyrir þína hönd. 

Lögreglan er bara að vinna vinnuna sína. Þetta er bara verkefni. Enn eitt verkefnið sem þarf að vinna. Einhver þarf að koma þessari meinlausu fjölskyldu úr landi. Einhver þarf að beita hælisleitendur og flóttafólk ofbeldi. Einhver þarf að beita þá sem mótmæla ofbeldi. Við verðum að þagga niður í ykkur og bera ykkur út, það er bara vinnan okkar.

Starfsfólk Útlendingastofnunar er bara að vinna vinnuna sína. Látið þau í friði. Þau starfa samkvæmt löggjöf íslenska ríkissins og henni ber að framfylgja. Engin óvild. Engin innbyggð mannvonska. Svona eru bara lögin. Ísköld og svalandi. 

Einhver þarf að taka ákvörðun um að vísa fjölskyldum úr landi um miðja nótt. Svona vanþakklátar ákvarðanir taka sig ekki sjálfar. Það þarf að skrifa undir fullt af skjölum, stimpla þau, rétta fólki sem fer með þau á staði þar sem börn í hjólastólum bíða örlaga sinna. 

Þar sem bláu ljósin blikka þarf að framfylgja því sem stendur á skjölunum. Þannig bara virkar þetta. Engum að kenna. Bara starfsfólk Útlendingastofnunar að vinna vinnuna sína.

Foreldrarnir hafa verið að vinna sína vinnu og alla yfirvinnutíma heims við að halda barninu sínu á lífi. Berjast og berjast fyrir hverri einustu sekúndu með barninu sínu. Tíminn er dýrmætur. Þegar barnið hætti að geta gengið ákváðu foreldrarnir að verða fætur þess. Flytja það frá heimalandi sínu. Bera það þvert yfir hnöttinn til öruggasta lands í heimi fyrir börn. Internetið sagði að það væri Íslands. Þau hafa unnið vinnuna sína og alla yfirvinnutíma heims. Þau eru örmagna. En áfram gakk. Út með ykkur. Þið hljótið að redda ykkur. 

Barnið heitir Yazan Tamimi. Lífslíkur drengja sem eru með Duchennes eins og hann eru ekki nema um 15-18 ára án þjónustu. En munið – ekkert sérstakt við það! Nú er barnið nýkomið með þá þjónustu sem hann þarf. Heilsa hans er verri en drengja almennt á sama aldri. 

Yazan er að verða tólf ára. Hvað eru mörg góð ár eftir? Enginn veit það. En íslensk stjórnvöld ætla að rifa hann upp með rótum og senda hann til Spánar þar sem flóttamannakerfið er löngu sprungið. Af því að „líklega“ fái hann viðeigandi þjónustu þar. En hversu langt rof mun verða á þeirri þjónustu?

Hver einasti dagur skiptir máli. Sjúkdómurinn herjar á hjarta, lungu, allt stoðkerfið. Það MUN STYTTA LÍF HANS að brottvísa honum.

Ellefu ára barn á ekki að þurfa að vera með þá einu vinnu að einfaldlega lifa. Líkaminn örmagna, hugurinn örmagna. Stöðugir verkir. Getan alltaf minni og minni. Brothætt ástand. Getur dáið við HNJASK. Góða ferð elsku barn. Við ætlum að senda þig í flugvél. Hver tekur ábyrgð á því? Ekki við sem erum bara að vinna hérna, svo mikið er ljóst. 

En kerfinu er nákvæmlega sama um allt þetta. Það er vinna sem þarf að vinna og ef enginn vinnur hana þá vinnur enginn neitt. Barnið er búið að eignast vini, það fær að ganga í skóla, það er öruggt í öruggasta landi í heimi fyrir börn. Nei, sorrý, við erum bara að vinna vinnuna okkar. 

Barnið vill ekki borða. Barnið vill ekki taka lyfin sín. Barnið vill ekki lifa. En svona er þetta. Lögreglan og Útlendingastofnun eru bara að vinna vinnuna sína. Alþingismennirnir. Ráðherrarnir í rándýru jakkafötunum og dröktunum. Allir bara að vinna vinnuna sína. Svekkjandi.

Þetta er engum að kenna. Stundum þarf bara að flytja lífshættulega veik börn í hjólastólum og örmagna foreldra þess úr landi, gegn vilja þeirra. Einhver verður að gera þetta. Einhver verður að mæta í vinnuna og þvinga þetta fólk úr landi. Það verður að vinna þessa vinnu. Það verður að fylgja þessum lögum. Þetta fólk er bara að vinna vinnuna sína. Allir bara rosa duglegir að vinna vinnuna sína á meðan við höldum áfram að rústa lífi saklaus fólks en akkúrat núna ætla ég að mæta í vinnuna mína og hún felur í sér að ég segi fokk þetta. Til fjandans með kerfi sem þykist þjóna en er bara að  troða á valdalausum innan þess og utan. Til helvítis með fólk sem mætir í vinnuna og brýtur á börnum án þess að andmæla yfirboðurum sínum. 

Fólk sem tekur svona ákvarðanir þarf að geta svarað fyrir þær. Þið fáið ekki lengur að fela ykkur í myrkrinu. Valgerður María Sigurðardóttir, varaformaður KNÚ, þú tókst þessa ákvörðun upp á þitt einsdæmi af því að kerfið okkar leyfir fólki eins og þér að fara með svona völd yfir lífi barns. Þú tókst lífsvilja Yazans frá honum, það eina sem hann mátti aldrei missa. Þorsteinn Gunnarsson, formaður KNÚ, þú hefur breytt kærunefndinni úr því að vera síðasta vígi fólks á flótta fyrir réttlæti í það að vera einfaldlega að framfylgja rasískri stefnu. Hörður Ólafsson læknir stoðdeildar lögreglunnar sem tekur púls í nokkrar sekúndur á barni með Duchenne til að geta vottað að megi alveg skófla því úr landi. Viðurkennir samt að vita ekkert um Duchenne. 

Skömmin er ykkar! 

Sorrý ef ég er dónaleg  en ég bara verð að vinna vinnuna mína og segja ykkur öllum að fara rakleiðis í rassgat, samviskulausa jakkafatapakk sem stendur í stafni en þykist samt ekkert geta gert. Stígvélasleikjurnar mega líka éta skít, þær sem framfylgja raddlausum skipunum ykkar eins og síðasti hlekkurinn í einhverjum ömurlegum hvísluleik. Lögin sem þið felið ykkur á bak við munu ekki veita neitt skjól þegar þið þurfið að lokum að svara fyrir gjörðir ykkar.

 

Sænska Jónsmessuhátíðin á Árbæjarsafni sló í gegn: Gestir stigu hringdans undir fallegum fiðlutónum

Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir listir sínar. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Fólk gerði sér glaðan dag á Árbæjarsafninu í dag en þar var boðið upp á Jónsmessuhátíð að hætti Svía.

Midsommar stöngin fallega.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Þær Anneli Schöldström og Rebecka Karlsson skipulögðu sænskan Jónsmessufagnað í samstarfi við Árbæjarsafn, Þjóðdansafélags Reykjavíkur, Cornelis Vreeswijk-félagið og Sænska félagið á Íslandi en mætingin var að sögn Anneli framar vonum, enda veðrið ekkert frábært.

Hringdans var stiginn.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Í boði voru þjóðdansar, bæði íslenskir og sænskir, þjóðtónlist, fimm-þrautaleikur og í safnhúsinu Lækjargata stóð yfir sýningin Midsommar för Dummies.

Mannlíf var á staðnum getur vottað um að gleðin hafi skinið úr andlitum gestanna sem flestir tóku þátt í hringdönsum undir hressandi þjóðtónlist.

Illugi lenti í pínlegri uppákomu í morgun: „Hann reigði sig og hálfpartinn hvæsti að mér“

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson lenti í nokkuð vandræðalegu atviki í morgun.

Fjölmiðlamaðurinn orðhagi, Illugi Jökulsson segir á Facebook frá nokkuð pínlegri upplifun frá því í morgun. Þar segir hann frá manni sem hann taldi vera að grafa eftir flöskum í ruslatunnu við heimili sitt en svo var alls ekki. Hér má lesa hina fyndnu sögu:

„Þegar ég kom keyrandi upp að húsinu hér heima áðan var miðaldra karlmaður að garfa í öskutunnunum okkar. Það gerist oft, fólk er að leita að tómum plastflöskum eða dósum sem hægt að selja í endurvinnslu. Mér finnst það vitaskuld hið besta mál og set reyndar oft það litla sem fellur til af slíkum ílátum hér á heimilinu svolítið afsíðis við tunnurnar, svo fólk eigi auðvelt með að nálgast þær. Þegar ég steig út úr bílnum var karlinn á leið frá tunnunum og ég benti honum á þennan krók þar sem nú eru tvær tómar plastflöskur. Þá sá ég að hann fyrtist allur við, hann reigði sig og hálfpartinn hvæsti að mér á amerísku: „I don’t pick from trash cans!“ eða eitthvað þar um bil. Svo arkaði hann svona líka fornemmaður burt. Þegar ég aðgætti svo öskutunnurnar okkar sá ég að hann hafði ekki verið að tína úr tunnunum, heldur hafði hann þvert á móti verið að laumast til að troða í þær sínu eigin rusli.“

Húðflúrstjarna látin 46 ára að aldri: „Það rífur mig í sundur að þurfa að skilja börnin mín eftir“

Blessuð sé minning Ryan Hadley

Húðflúrarinn Ryan Hadley, sem keppti í sjöttu þáttaröðinni af raunveruleikaþættinu Ink Master árið 2015, lést 20. júní eftir baráttu við krabbamein. Hann var 46 ára.

„Ryan yfirgaf þennan heim í gær, umkringdur ástvinum,“ segir í tilkynningu á Instagram-reikningi hans 21. júní. „Þó að ævi hans hafi verið stutt, skildi hann eftir sig arfleifð bæði í lista- og húðflúrheiminum. Hann elskaði hinu fjölmörgu aðdáendur sína, vini sína og viðskiptavini og umfram allt börnin sín. Hans verður saknað og alltaf minnst. Goðsögn að eilífu. #rip #f–kcancer.“

Hinn sex barna faðir frá Fort Wayne í Indiana, sagði frá því í desember síðastliðnum á söfnunarsíðunni GoFundMe, sem dóttir hans, Whitney setti upp, að hann væri kominn í lyfjameðferð við seminoma, illkynja kímfrumuæxli. Það var ekki í fyrsta sinn sem hann fór í krabbameinsmeðferð.

„Ég hef nú verið lagður inn á sjúkrahús til að fara í krabbameinslyfjameðferðina mun fyrr en ég bjóst við,“ skrifaði hann á Instagram. „Síðast þegar ég gekk í gegnum þetta drap það mig næstum og gerði mig skíthræddann.

Hadley snéri aftur til vinnu en tilkynnti í apríl að meðferðin hafi mistekist og að krabbameinið hefði dreift sér um líkamann.

„Mig langar að þakka öllum kúnnum mínum, stuðningsaðilum, vinum og fjölskyldu fyrir 25 ára af húðflúrun. Ég er að opna mig og segja öllum að lyfjameðferðin mistókst algjörlega,“ skrifaði hann á Instagram og birti ljósmynd af sér setja húðflúr á kúnna. „Ég tók þá ákvörðun að fylgja öllum fyrirmælum krabbameinslæknanna og gera allt sem þeir sögðu mér að gera í meðferðinni. Lyfjameðferðin var ekki fyrir mig og nú hefur krabbameinið dreift sér í lifrina og lungun.“

Hann hélt áfram: „Þetta er ólæknandi krabbamein í lifrinni og dauðinn er útkoman. Ég gæti lifað í aðra viku eða kannski í þrjá mánuði, hvort sem er, þá rífur það mig í sundur að þurfa að skilja börnin mín eftir. Dauðinn hræðir mig ekki á neinn hátt … en það er sú staðreynd að ég þurfi að skilja börnin mín eftir sem pirrar mig mjög mikið og það er ekkert sem ég get gert í því. Ég mun halda öllum upplýstum um stöðuna, upp að vissu marki. Ég mun brátt stimpla mig út um eilífð.“

Húðflúrlistamenn minntust Hadley eftir andlátsfregnirnar. „Bestu tímarnir sem ég átti í húðflúruninni, var við hlið Ryan,“ sagði Jacob Wilfong frá Fort Wayne, í athugasemd við andlátstilkynninguna á Instagram. „Ég lærði svo mikið, hann ýtti manni alltaf áfram svo hann næði sem mestu út úr manni. Lengra en maður hafði ímyndað sér að væri mögulegt og að auki var hann alltaf að sýna fólki hvað væri mögulegt með því að taka hlutina á næsta stig. Hann gerði mig að þeim listamanni sem ég er í dag og ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt hann á þennan hátt.“

Húðflúrlistamaðurinn Timothy Boor skrifaði: „Ég á honum pottþétt fullt að þakka. Hann hjálpaði ferli mínum gríðarlega og ég mun aldrei gleyma því. Hans verður saknað.“

Síðustu dögum lífs síns eyddi Hadley með ástvinum sínum. „Hann og fjölskylda hans eyddi síðasta tíma sínum saman í golfi, í stuttum ferðalögum og við húðflúrun,“ segir í uppfærslu á GoFundMe síðunni. „Fjölskyldan er enn að safna styrkjum til að hægt sé að borga fyrir jarðarförina og til að hjálpa við að ala litlu börn hans upp, sem er tveggja til ellefu ára.“

Fullorðin dóttir hans, Whitney, deildi einnig persónulegum skilaboðum um föður hennar. „Ég vil bara segja takk fyrir alla hjálpina sem við höfum fengið frá öðrum húðflúrlistamönnum, viðskiptavinum og samfélagsmiðlunum,“ skrifaði hún á Facebook. „Pabbi minn vildi skilja eftir spor í þessum heimi með sínum klikkuðu sköpunargáfum og hann gerði það. Hann var sannarlega meistari í listinni og var mjög virtur meðal margra. List hans mun lifa áfram á húð minni og svo margra annarra, sem og í hans fjölmörgu málverkum. Elska þig pabbi – þú fékkst arfleið þína.“

ET online sagði frá andlátinu.

Sakamálið – 25. þáttur: Morðkvendið sem fór að dorga

Óhætt er að segja að Darlene Gentry hafi verið í djúpum skít þegar hringur lögreglunnar var farinn að þrengjast um hana vegna dauða eiginmanns hennar, Keith, sem að hennar sögn hafði verið skotinn af innbrotsþjófi.
Lögreglu þótti margt loðið og ótrúlegt í frásögn Darlene, en skorti þó beinharðar sannanir.

Eitt var það sem sárlega skorti við rannsókn málsins, en það var byssa sú sem beitt hafði verið þegar Keith var skotinn. Byssuna hafði Darlene losað sig við til bráðabirgða, en sá síðar að hún þyrfti að gera betur.

Nú heyrum við frásögnina af samviskulausu eiginkonunni sem fór að dorga …

Hlustaðu á allan þáttinn hér.

Anna eyddi hundruðum þúsunda í „allskyns óþarfa“: „Á Íslandi lifir fólk ekki á nærklæðunum einum“

Anna Kristjánsdóttir
Anna Kristjánsdóttir er ánægð með Íslandsdvölina fyrir utan peningaeyðsluna.

Í nýjustu dagbókarfærslu vélstjórans Önnu Kristjánsdóttur, færslu númer 1776, talar hún um Íslandsdvöl sína en hún dvaldi fyrir nokkru í fimm vikur á Íslandi en hún býr, eins og alþjóð veit, á Tenerife og hefur gert síðustu ár. Segir Anna að stjanað hafi verið við hana á meðan á dvölinni hafi staðið en finnst hún hafa eytt óþarflega miklum fjárhæðum, eitthvað sem langflestir kannast við hér á landi.

„Dagur 1776 – Ísland.

Ég var á Íslandi um daginn, ekki bara í einn eða tvo daga, heldur heilar fimm vikur. Það var stjanað við mig. Ég bjó í fríu húsnæði takk veri vinafólki mínu og fékk Mercedes Benz til umráða allan tímann án endurgjalds, en þurfti vissulega að sjá um að fylla dásemdina af bensíni meðan á dvöl minni stóð. En eins og ég sagði, það var stjanað við mig allan tímann og ég hefði ekki getað haft það betra og þó. Stóran hluta tímans sem ég dvaldi á landi forfeðra minna rigndi eða var foráttubrim, eitthvað sem ég hefði viljað forðast meðan á dvölinni stóð.“ Þannig hefst sunnudagsfærsla Önnu en í seinni hlutanum telur hún upp hvað allur peningurinn sem hún eyddi, fór í.

„Mér sýnist að þrátt fyrir allt atlætið sem ég hlaut, eyddi ég samt hundruðum þúsunda í allskyns óþarfa. Mér bar að sjálfsögðu skylda til að taka þátt í að fæða mig og ferðir í Ríkiskaupfélagið kostuðu sitt og ég þurfti að sjá til þess að Mjallhvít litla væri ávallt velfyllt af eldsneyti og ef ég nálgaðist gamla miðbæinn þurfti ég að borga fyrir að leggja bílnum. Svo keypti ég mér hlífðarfatnað því á Íslandi lifir fólk ekki á nærklæðunum einum eins og við gerum heima hjá mér.
Og ég keypti mér eitt og annað sem ekki telst í frásögur færandi.“

Fjölgun listamannalauna samþykkt: „Listir auðga ekki bara andann heldur eru þær líka tekjulind“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Ljósmynd: Aldís Páls

Fjölgun listamannalauna voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi

Alþingi samþykkt í gær breytingu á lögum nr 57/2009 um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Starfslaunamánuðum verður fjölgað úr 1.600 í 2.490 á 4 árum. Einnig verða til tveir nýir sjóðir; Launasjóði kvikmyndahöfunda og Vegsemd, sjóður listamanna 67 ára og eldri. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Þar kemur einnig fram að fjöldi starfslauna hafi haldist óbreyttur síðustu 15 árin eða frá því að gildandi lög tóku gildi árið 2009. Því sé um þarfa og tímabæra uppfærslu að ræða, samkvæmt menningar- og viðskiptaráðherra.

„Ég er ákaflega glöð með að samstarfsfólk mitt í þinginu hafi séð tækifærin sem felast í því að fjárfesta í listafólkinu okkar. Það gleymist oft í þessari umræðu að listir auðga ekki bara andann heldur eru þær líka tekjulind. Dæmi er um að verkefni sem hlaut listamannalaun í sex mánuði hafi leitt til meira en þriggja ársverka og 7,5 milljóna í skatttekjur. Það er því ekki tilviljun að menning og viðskipti búa í sama ráðuneytinu. Það er einmitt af því að þessir málaflokkar eiga svo fallega saman,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir.

Þá segir ráðherra að listafólk landsins séu mikilvægir sendiherrar lands og þjóðar og haldi Íslandi á lofti í alþjóðasamfélaginu. Bendir hún á að fyrsta snerting Íslands við erlenda aðila sé oft í gegnum íslenska list, hvort sem um er að ræða bók, tónlist eða annað listform.

„Eitt eru tekjur, þær skipta máli en það skiptir ekki síður máli að hlúa að sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Hvernig umhverfi viljum við búa við og hvað viljum við bjóða listafólkinu okkar upp á? Það er nauðsynlegt að tryggja að listamenn vilji búa og starfa hér. Fjöldi listamanna sem hefur þegið listamannalaun hefur síðar öðlast viðurkenningu á heimsvísu og skapað okkur þannig bæði mikilvæga umræðu og tekjur fyrir utan allan þann menningarlega fjársjóð sem skapast,“ segir ráðherra.

 

Tveir handteknir fyrir stórfellda líkamsárás – Bitu eyra af manni

Myndin er samsett

Lögreglan sat ekki auðum höndum í gærkvöldi og í nótt, frekar en fyrri daginn, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Nokkuð var um tilkynningar um slagsmál í miðborginni en tveir aðilar voru handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás þar sem eyra var bitið af manni.

Einstaklingur sem olli umferðaslysi stakk af vettvangi, ekki kom fram í dagbókinni hvort lögreglan hafi fundið manneskjuna. Töluvart var um hávaðatilkynningar og tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi í miðborginni. Þá var hjólaþjófur nappaður af lögreglunni.

Lögreglan sem sér um Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes hafði afskipti af ökumanni sem keyrði um á nagladekkjum og það án réttinda.

Einn ökumaður keyrði á aðra bifreið og var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Þá handtók lögreglan tvo aðila fyrir meiriháttar líkamsárás en þeim var sleppt rétt undir morgun.

Lögreglan hafði einnig afskipti af leigubifreið sem var með forgangsakstursljós í rúðunni.

Lögreglan sem sér um Kópavog og Breiðholt hafði afskipti af tveimur ökumönnum á vörubifreiðum sem ekki gátu framvísað ökuskirteini og voru þar að auki án aukinna réttinda og notuðu ekki ökumannskort.

Ölvunarpóstur var settur upp í Smárahverfi í Kópavogi þar sem 80 ökumenn voru stoppaðir en átta ökumenn voru handteknir, grunaðir um ölvunarakstur.

Í Vatnsendahverfi í Kópavogi barst tilkynning um rafskútuslys en engar frekari upplýsingar fylgdu dagbókinni.

Í Grafarholtinu barst lögreglu tilkynning um einstaklinga sem voru að reykja kannabis. Í sama hverfi var einnig tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi sem var að reyna að fara í bíla.

Í hverfi 108 var tilkynnt um innbrot.

Brynjar genginn af trúnni

Bjarni Benediktsson. Mynd / Hákon Davíð Björnsson.
Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ófeiminn við að gagnrýna formann sinn, Bjarna Benediktsson, og aðra ráðamenn flokksins. Brynjari er ekki skemmt yfir hinni nýju Mannréttindastofnun sem Alþingi samþykkti fyrir þinglok. „Án vafa mun starfsmannafjöldi Mannréttindastofnunar tífaldast á næsta áratug. Þarna verður gott platform fyrir okkar fjölmörgu mannréttindafrömuði til að láta ljós sitt skína og auka álögur á skattgreiðendur í nafni mannréttinda,“ skrifar Brynjar um þetta hjartans mál Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins.
Hann spáir því að Bjarni og bandalag hans muni á næstunni fjölga ríkisstofnunum enn frekar. Augljóst má vera að Brynjar trúir ekki lengur á aðhald Sjálfstæðisflokksins þar sem ríkisútgjöld eru annars vegar. Um árabil hefur hann verið einn öflugasti fótgönguliði Sjálfstæðisflokksins á dansiballinu með VG ….

Segir lögregluna hafa stækkað leitina á Tenerife: „Við höldum enn í von um að hann sé á lífi“

Jay Slater hvarf fyrir 11 dögum.

Móðir hins 19 ára Jay Slater, sem hvarf á Tenerife fyrir sex dögum síðan, segir að spænska lögreglan hafi gefið í við leitina að syni hennar.

Sjá einnig: Unglingurinn á Tenerife skarst á löpp rétt fyrir hvarfið: „Það er eitthvað skrítið í gangi“

Í dag eru leitarhópar, lögreglan og slökkviliðsmenn að kemba stórar part af dalnum þar sem Jay sást síðast, með hjálp leitarhunda.

Móðirin, Debbie Duncan sagði The Guardian að hún hefði verið átta klukkustundir á lögreglustöðinni í gær þar sem lögreglan útskýrði leit sína skref fyrir skref, af hinum unga múraralærlingi frá Lancas-skíri. „Ég held að gefið hefur verið í við leitina,“ sagði hún, sem hún sagði vera „það rétta“ í stöðunni.

Duncan, sem flaug til Tenerife á þriðjudaginn, daginn eftir að Jay hvarf, segist enn trúa að „eitthvað óviðeigandi“ gæti hafa komið fyrir son hennar, og að lögreglan segist „rannsaka allar vísbendingar“.

Í dag var lögreglan stödd í AirBnB-húsnæðinu þar sem Jay heimsótti áður en hann hvarf. Lögreglan sást einnig nærri húsi nokkru lengra í dalnum, nærri pálmatré þar sem sími Jay tengdist síðast við símamastur, en það er síðasta þekkta staðsetning drengsins.

Lögreglan við sveitaþorpið í dag.

Á föstudag sögðust björgunarmenn vera að einbeita sér að 30 kílómetra svæði og þá sérstaklega og að göngustígum í dalnum umhverfis sveitaþorpið Masca, auk tveggja gilja.

Þar sem Slater hefur nú verið saknað í næstum viku halda sögusagnir og samsæriskenningar um hvarf hans áfram að birtast á netinu, þar sem „gervisérfræðingar“ á samfélagsmiðlum eru að spekúlera, þar á meðal á TikTok og á Facebook.

Stjórnandi opinberrar Facebook-síðu sem sett var upp til að finna hann, Rach Louise Harg, sagði í færslu á síðunni að einhver hefði skráð sig inn á Instagram reikning Slater sem væri ekki hann.

Móðir Jay sagði að lögreglan á Spáni hefði áhyggjur af „hávaðinn“ í kringum málið gæti haft neikvæð áhrif á leitina.

„Þeir hafa í raun sagt að það sé of mikill hávaði, sem hefur áhrif,“ sagði hún. „Þeir hafa allar áætlanir, staðsetningar sínar. Þeir hafa fengið þetta kort sem þeir voru að sýna okkur, með mismunandi litum.

Duncan sagði frá símtölum frá fjölskyldunni til bresku lögreglunnar um að hún myndi fljúga til Tenerife til að taka þátt í leitinni. En í gærkvöldi sagði lögreglustjórinn í Lanca-skíri í yfirlýsingu, að tilboði þeirra um hjálp hefði verið hafnað af spænskum starfsbræðrum þeirra.

„Við höfum átt í tungumálaveseni,“ sagði Duncan. „Það er erfitt með alla spænsku lögregluna og bresku lögregluna, þeir verða að láta spænsku lögregluna sjá um rannsóknina, en ég vil að einhver komi hingað.

Lögreglan í Lanca-skíri sagði að sérfræðingar frá lögreglunni héldu áfram aðstoð sinni við fjölskylduna.

„Þó að þetta mál falli utan lögsögu breskrar löggæslu höfum við boðið Guardia Civil stuðning til að sjá hvort þeir þurfi einhver viðbótarúrræði,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

„Þeir hafa staðfest að á þessum tíma eru þeir ánægðir með þau úrræði sem þeir hafa, en það tilboð er enn opið og þeir munu hafa samband við okkur ef sú staða breytist.“

Á föstudag sögðust leitarhópar í Rural De Teno náttúrugarðinum ekki hafa gefið upp vonina um að finna Slater á lífi. Þeir sögðu að leitin beindist að þremur aðskildum svæðum sem ná yfir 30 ferkílómetra vegalengd.

„Við höldum enn í von um að hann sé á lífi, allt til síðustu stundar þegar síðasta vonin er úti,“ sagði einn björgunarmaðurinn. „Sannleikurinn er sá að við erum svolítið svekktur vegna þess að við finnum hann ekki. Þetta svæði er svo stórt og það er mjög erfitt að leita á svona bröttu svæði. En við gerum allt sem við getum.“

„Við höfum ekki fundið neitt, við höfum kembt alla þessa slóð, við höfum verið upp og niður en hingað til, ekkert.

Raddir