Mánudagur 16. september, 2024
8.1 C
Reykjavik

Tvö vinnuslys og harður árekstur á Austurlandi

Eskifjörður - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Ljósmynd: Fjarðarbyggð

Harður árekstur varð við Eskifjörð á laugardag en einn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Þá voru tveir einstaklingar fluttir á sjúkrahús eftir sitt hvort vinnuslysið í fiskvinnslum Austanlands á föstudag.

Austurfrétt segir frá því í dag að harður árekstur hafi orðið á móti Eskifjarðarvegar og Norðfjarðar á laugardag en þar skullu saman tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum. Bíll var að koma frá Norðfirði og beygði í átt til Eskifjarðar í veg fyrir bíl sem kom ofan af Hólmahálsi. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en hann var einn í bílnum. Reyndist hann ekki mikið slasaður. Fjórir voru í hinum bílnum en fengu allir að fara heim eftir skoðun læknis sem mætti á vettvang. Báðir voru bílarnir óökufærir eftir áreksturinn.

Þá segir Austurfrétt einnig frá tveimur vinnuslysum sem urðu í austfirskum fiskvinnslum á föstudag. Starfsmaður klemmdi hönd sína í færibandi í því fyrra en hann var fluttur nokkuð slasaður á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í hinu slysinu varð starfsmaður fyrir soðvatni í fiskimjölverksmiðju en hann var fluttur þó nokkuð slasaður á sjúkrahús til aðhlynningar.

Vinnueftirlitið rannsakar tildrög slysanna með aðstoð lögreglunna á Austurlandi.

Lögreglan stöðvaði hópslagsmál í Fjölbrautaskóla Suðurnesja – Annað skiptið á þremur vikum

Fjölbrautaskóli Suðurnesja Ljósmynd: fss.is

Lögreglan var kölliuð til vegna hópslagsmála í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Þórir Þorsteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum staðfesti við mbl.is að tveir lögreglubílar hafi verið sendir í FS vegna hópslagsmála sem þar brutust út. Um var að ræða sjö þátttakendur í slagsmálunum.

„Það var til­kynnt um ein­hverj­ar rysk­ing­ar á milli ein­hverra aðila. Ekk­ert meira hef ég í hönd­um,“ seg­ir Þórir við mbl.is og bætir við að slagsmálin séu nýafstaðin og ekki komin almennileg mynd á atvikinu enn.

Formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Hermann Borgar Jakobsson staðfesti við mbl.is að lögreglan hafi einnig verið kölluð til fyrir þremur vikum vegna hópslagsmála á nýnemakvöldi nemendafélagsins.

 

Reykjavíkurborg mun auglýsa eftir húsnæði fyrir Konukot á næstu dögum

Konukot Mynd: reykjavik.is

Reykjavíkurborg hyggst á næstu dögum auglýsa eftir húsnæði fyrir starfsemi Konukots, neyðarskýlis fyrir heimilislausar konur.

Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir í samtali við RÚV að borgin þurfi að sjá hverju það skilar áður en næstu skref verði ákveðin.

Í næstum því tvo áratugi hefur Konukot verið rekið í gömlu steinhúsi en gagnrýn hefur verið hversu lítið það er, með hættulega bröttum stigum. Í húsinu eru tvö salerni og ein sturta.

Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Kristín I. Pálsdóttir, talskona og formaður Rótarinnar, að starfsfólk hefði ítrekað átt í samtali við Reykjavíkurborg um betra húsnæði undir Konukot.„En því miður hefur ekki tekist að leysa það.“

Tekur Rannveig undir orð starfsfólksins og segir málið áríðandi. Segi hún að málið sé í forgangi hjá velferðarsviði og að núverandi húsnæði sé hvorki bjóðandi skjólstæðingum þjónustunnar, né starfsfólki.

Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups: „Rafleiðni hefur farið hækkandi“

Telja að hlaup sé hafið úr Mýrdalshökli

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Rafleiðni hefur farið hækkandi í Skálm frá því seinnipartinn 7. september ásamt því að vatnshæð árinnar hefur farið eilítið vaxandi og því talið að jökulhlaup sé hafið en greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Engin hlaupórói mælist að svo stöddu á jarðskjálftamælum við Mýrdalsjökul.

Lilja vill auka jafnrétti á Íslandi með kynjaðri hagfræði: „Fullnaðarsigur er ekki í höfn“

Krisi Madi aðstoðarframkvæmdastjóri UN Women og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Krisi Madi aðstoðarframkvæmdastjóri UN Women funduðu síðastliðinn föstudag um jafnréttismál og efnahagslegt mikilvægi þeirra. UN Women var sett á laggirnar árið 2010 og er eina stofnunin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem vinnur alfarið í þágu jafnrétti en greint er frá þessu í fréttatilkynningu sem hægt er að lesa hér fyrir neðan:

Á fundinum fór ráðherra meðal annars yfir þann árangur sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum, en 15 ár í röð hefur Ísland verið efst ríkja heims þegar kemur að jafnrétti kynjanna samkvæmt Global Gender Gap Report 2024. Fór ráðherra meðal annars yfir samspil hárrar atvinnuþátttöku kvenna við aukna hagsæld og vísaði meðal annars til rannsókna og fræðikenninga Claudiu Goldin, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Goldin hefur rannsakað þátt­töku kvenna á vinnu­markaði í sögu­legu sam­hengi með áherslu á kynbundinn launamun og ástæður þess að hann sé enn til staðar.

Mikilvægt að sofna ekki á verðinum

„Jafnréttismál eru stórt efnahagsmál sem verður að hlúa að. Ísland hefur náð eftirtektarverðum árangri á þessu sviði og hefur mörgu til að miðla. Það er mikilvægt að sofna á ekki þeirri vakt, enda er víða á brattann að sækja í jafnréttismálum á heimsvísu,“ sagði Lilja Dögg.

Á fundinum var ákveðið að auka samstarf UN Women og íslenskra stjórnvalda á sviði jafnréttismála með áherslu á hvernig auka megi hagvöxt ríkja með kynjaðri hagfræði sem einblínir á að auka atvinnuþátttöku kvenna á vinnumarkaðnum. Árangurinn sem náðst hefur á Íslandi þykir einkar athyglisverður en atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er ein sú allra hæsta í veröldinni og er Ísland efst á lista The Economist yfir besta land í heimi fyrir konur á vinnumarkaði.

„Jafnréttisbaráttan hefur gengið mun betur hérlendis en víða annars staðar en það er eitt að miðla okkar velgengni en annað að gera sér grein fyrir því að fullnaðarsigur er ekki í höfn. Við höfum verk að vinna á ýmsum sviðum og þegar jafnrétti er náð þarf að viðhalda því samhliða hraðri þróun samfélagsins,“ sagði Lilja Dögg og bætir við að Ísland geti vel verið í fararbroddi í jafnréttismálum áfram ef vel er haldið á þeim verkfærum sem þjóðin býr yfir.“

Flugvél á leið til Ibiza varð að lenda í Frakklandi vegna slagsmála um borð – MYNDSKEIÐ

Ringulreið braust út í flugi á leið til Ibiza frá Manchester-borg eftir að farþegar um borð byrjuðu að slást.

Flugvél á leið til Ibiza neyddist til að millilenda á Toulouse-Blagnac-flugvöllinn í Suður-Frakklandi, eftir að slagsmál brutust út um borð. Myndskeið sem tekið var af öðrum farþegum sýnir augnablikið þegar lögreglan fór um borð í vélina eftir að hún lenti um klukkan 21:00 í gærkvöldi að breskum tíma.

Þá sést einnig í myndskeiðinu að einum manni var fylgt út úr flugvélinni á meðan aðrir farþegar heyrðust hrópa. Nokkrir aðrir sáust taka atvikið upp á símum sínum.

Annað myndband sýnir farþega loka ganginum þegar starfsfólk flugfélagsins barðist við að ná aftur stjórn á ástandinu. Manchester Evening News hafði eftir farþeganum Jamal Stewart, 30, frá Leeds: „Það var gaur handtekinn sem að slást við konu og svo stoppuðum við í Frakklandi. Hann var handtekinn og hún missti sig og fór að rífast í öllum.“

Annar farþegi, Max Ramsons sagði að maður hefði „byrjað með vesen“ áður en „slagsmál“ brutust út um borð, þannig að vélinni hafi verið snúið til Toulouse.

Flugvélin var fyllt af eldsneyti og yfirgaf franska flugvallinn um 90 mínútum síðar og hélt leið sinni áfram að spænsku eyjunnar.

Hér má sjá myndband af atvikinu:

Krefjast rannsóknar á drápi á bandarískri konu á Vesturbakkanum: „Blíður og hugrakkur sólargeisli“

Aysenur Ezgi Eygi

Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir „ítarlegri rannsókn“ á drápi á bandarísk-tyrkneskri konu á hernumdu svæði Vesturbakkans í Palestínu en hún var skotin í höfuðið í mótmælum síðastliðinn föstudag.

Staðbundnir fjölmiðlar greindu frá því að Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára, hafi verið skotin til bana af ísraelskum hermönnum þegar hún tók þátt í vikulegum mótmælum gegn stækkun landnemabyggða gyðinga í bænum Beita nálægt Nablus.

Ísraelski herinn segist vera að „skoða tilkynningar um að erlendur ríkisborgari hafi verið drepinn vegna skota á svæðinu“.

Fjölskylda Eygi sagði í yfirlýsingu að þau væru í áfalli og sorg yfir því að hinn ástríki og „gífurlega ástríðufulli mannréttindafrömuður“ væri farinn. Fjölskyldan sagði að myndband sýndi að hún hafi verið myrt af byssukúlu frá ísraelska hernum og kallaði eftir því að Bandaríkin rannsaki málið.

Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Ísraela til að rannsaka atvikið. Sean Savett, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, sagði að yfirvöld í Washington væri „mjög óróleg yfir hörmulegum dauða bandarísks ríkisborgara“. Bætti hann við: „Við höfum leitað til ríkisstjórnar Ísraels til að biðja um frekari upplýsingar og óska ​​eftir rannsókn á atvikinu“.

Ofsaakstur verðlaunaklámstjörnunnar Kendra Sunderland leiddi til fíkniefnahandtöku

Sunderland hefur unnið til verðlauna á ferlinum

Klámstjarnan Kendra Sunderland var handtekin í ágúst fyrir að vera með eitt gramm af grasi á sér en fjölmiðilinn TMZ hefur fengið í hendurnar lögregluskýrsluna sem skýrir frá því hvernig handtakan kom til.

Að sögn lögreglumannsins sem handtók Sunderland í Texas stöðvaði hann klámstjörnuna fyrir of hraðan akstur en samkvæmt skýrslunni var Sunderland að keyra hvítan Lexus. Svo þegar hann var búin að stöðva ökufantinn kom í ljós að hún hafði einnig verið of sein að fara með bílinn í skoðun. Meðan lögreglumaðurinn ræddi við Sunderland kom hann auga á veiptæki og bað um að fá að skoða það nánar en í því var að finna THC en það er virka efnið í kannabis.

Rétt er að taka fram að í fæstum ríkjum Bandaríkjanna hefði hún verið handtekin fyrir að vera með eitt gramm af grasi á sér en lögin í Texas eru strangari í þeim efnum.

Sunderland sem er með þekktari klámstjörnum Bandaríkjanna hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum og er hægt að nefna Flottustu brjóstin árið 2018 frá PornHub og XBIZ verðlaunin árið 2024 fyrir besta kynlífsatriðið í myndinni Take Me to Your Breeder en með henni í atriðinu voru Angela White, Blake Blossom, Angel Youngs, & Manuel Ferrara.

 

Kendra Sunderland mug shot

Stéttarfélög boða til mótmæla á Austurvelli: „Hafa neitað að axla ábyrgð á efnahagsástandinu“

Alþingishúsið. Ljósmynd: Sikeri

Nokkur stéttarfélög hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun, þriðjudaginn 10. september klukkan 16:00.

Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli á morgun en ætlunin er að mótmæla skeytingaleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum.

„Þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft alvarlegar afleiðingar á fjölda heimila landsins vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð,“ segir í tilkynningu frá félögunum.

„Þrátt fyrir að þetta hafi verið brýnasta viðfangsefni stjórnvalda síðustu ár hafa þau með athafnaleysi sínu neitað að axla ábyrgð á efnahagsástandinu og eftirlátið Seðlabankanum algerlega hagstjórnina. Skattalækkunum og óvæntum meiriháttar útgjöldum hefur ekki verið mætt með tekjuöflun, eftirlit með markaðsöflum er í skötulíki á meðan fákeppni ýtir undir hærra verðlag. Fögrum áformum um uppbyggingu húsnæðis hefur ekki verið fylgt eftir. Allt ýtir þetta undir verðbólguna og afleiðingarnar eru hátt vaxtastig langt umfram það sem heimilin og fyrirtækin geta borið. Við sættum okkur ekki við aðgerðaleysið – stjórnvöld verða að sýna samstöðu með heimilum í landinu í verki! Strax,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Björn er látinn

Björn Jónasson bókaútgefandi er látinn, sjötugur að aldri. Björn var afkastamikill útgefandi.

Hann var ritstjóri Stúdentablaðs Háskóla Íslands og kom að starfsemi Gallerís Svart á hvítu í Suðurgötu 7 í Reykjavík. Hann stofnaði útgáfuna Svart á hvítu sem gaf út Íslendingasögurnar með nútímastafsetningu, Sturlungasögu og heildarverk Jónasar Hallgrímssonar. Svart á hvítu var jafnframt útgefandi fjölda þýddra sem og íslenskra skáldverka. Hann gaf meðal annars út verk Thors Vilhjálmssonar og Vigdísar Grímsdóttur. Björn stóð jafnframt að gerð gagnagrunns með Íslandslýsingu og lagagrunns með öllum íslenskum hæstaréttardómum frá upphafi. Morgunblaðið segir frá andláti hans í dag og rekur starfsferil hans.

Björn fæddist í Reykjavík 20. júní 1954. Hann lést 6. september síðast liðinn. Foreldrar hans voru Jónas Bergmann Jónsson fræðslustjóri og Guðrún Ö. Stephensen húsmóðir.
Eftirlifandi eiginkona Björns er Elísabet Guðbjörnsdóttir lögmaður. Börn þeirra eru Anna Lísa, Ingibjörg og Jónas Bergmann.

Grjóthörð Hildur

Bjarni Benediktsson. utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokkins Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Hild­ur Björns­dótt­ir odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykjavík, segir ástandið hvað varðar áform um byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal vera hlægi­legt og einkennist af kosningabrellum. Þar vísar hún til þess að enn ein vilja­yf­ir­lýs­ing­in hafi verið und­ir­rituð varðandi þjóðarleikvanginn hafi verið undirrituð í aðdrag­anda kosn­inga. Hildur segir í Mogganum að þetta sé „grímu­laus kosn­inga­brella“ og stöðugt verið að klippa borða og und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ing­ar án þess að framkvæmdir sem áætlað er að ljúki innan fjögurra ára séu hafnar.

Harðorðar yfirlýsingar Hildar eru ekki síst merkilegar í því ljósi að um er að ræða samstarfsverkefni ríkisstjórnar og borgarstjórnar. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar talar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og leiðtogi Hildar, fyrir verkefninu. Þannig verður ekki annað séð en að leiðtoginn í Reykjavík sé að snupra foringja sinn og fordæma sleifarlag flokksins.

Yfirlýsingar Hilar verður að skoða í því ljósi að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er með fylgi sem framkallar neyðarástand. Flokkurinn hefur mælst vera sá fimmti stærsti í Reykjavík. Vandinn er sá að þetta útspil felur í sér árás inn á við í flokknum. Þetta er enn eitt dæmið um að sjálfstæðismenn rísa nú hver af öðrum gegn foringjanum. Hildur er grjóthörð og hlífir engum …

Viðskiptavinur með stolið kort lét sig hverfa – Dópaður ökumaður, próflaus og ekki í öryggisbelti

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Á svæði Hafnarfjarðarlögreglu reyndi þjófur nokkur að greiða í verslun með stolni korti. Afgreiðslufólk sá í gegnum áform mannsins og kallaði til lögreglu. Þá lét kortaþjófurinn sig snarlega hverfa og hefur ekkert spurst af honum síðar.

Lögreglu barst tilkynning um rúðubrot. Múrsteini hafði verið kastað í gegnum glugga. Óljóst er um lyktir þess máls.

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur sáu til óeðlilegra ferða manns sem voru að sniglast í kringum bifreiðar. Talið var að hann væri að reyna innbrot. Sá dularfulli var horfinn þegar laganna verður komu á vettvang.

Ökumaður var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Hann var án ökuréttinda og og að auki ekki í öryggisbelti. Hann mun fá himinháa sekt. Í Kópavogi var annar ökumaður stöðvaður og grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna.

Musk segir að eftir fjögur ár verði hægt að fara til Mars: „Hvílíkur tími til að vera á lífi!“

Elon Musk, ríkasti maður heims.

Stofnandi og forstjóri SpaceX, Elon Musk, segir að menn muni geta farið til Mars eftir aðeins fjögur ár.

Hinn 53 ára gamli kaupsýslumaður kom með spár sínar um Mars-ferðirnar í röð af færslum á samfélagsmiðlum um helgina. Hann sagði að næsti „mannflutningaglugginn á milli Jarðarinnar og Mars“ opnist eftir tvö ár, sem er þegar fyrstu geimför SpaceX verða sendar til „Rauðu plánetunnar“. Musk sagði að geimförin verði mannlaus í fyrstu „til að prófa áreiðanleika þess að lenda á öruggan hátt á Mars.“

En ef allt gengur að óskum og lendingar ganga vel, munu fyrstu mönnuðu ferðirnar fara í gang, aðeins tveimur árum síðar. Musk sagði að þegar fyrsta áhafnarflugið fer af stað muni gengi fyrirtækisins „vaxa á veldishraða“ og bætti við að fyrirtæki hans hafi það markmið að „byggja sjálfbæra borg eftir um það bil 20 ár.“

„Með því að vera á tveimur plánetum munum við auka líklegan líftíma meðvitundarinnar til muna, þar sem við munum ekki lengur hafa öll eggin okkar, bókstaflega og efnafræðilega, á einni plánetu.“ Margir urðu spenntir yfir nýjustu fullyrðingum Musk en einn skrifaði: „Þetta er risastórt!!“ Annar bætti við: „Hvílíkur tími til að vera á lífi!“

SpaceX-fyrirtæki Musk var stofnað árið 2002 og varð fyrsta einkafyrirtækið til að þróa eldflaug með vökvadrif til að komast á sporbraut og það fyrsta til að senda geimfar og geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ári áður hafði hann tilkynnt um þróun Mars Oasis – verkefnis sem ætlað er að landa gróðurhúsi og rækta plöntur á Mars.

Á heimasíða SpaceX segir að Mars sé ein af „nálægustu byggilegu nágrannaplánetunum“ í námunda við Jörðina og hafi „sæmilegt sólarljós“ og bætir við: „Það er svolítið kalt, en við getum hitað það upp. Lofthjúpurinn er fyrst og fremst CO2 með köfnunarefni og argon og fá önnur snefilefni, sem þýðir að við getum ræktað plöntur á Mars með því einu að þjappa saman lofthjúpnum.“ Síðan heldur áfram: „Þyngdaraflið á Mars er um það bil 38 prósent af þyngdarafli jarðar, þannig að þú gætir lyft þungum hlutum og farið um með reipum. Ennfremur er dagurinn ótrúlega líkur þeim sem við þekkjum á Jörðinni.“

 

Egill minnist Hauks Guðlaugssonar: „Tókst með þeim öldungnum og drengstaulanum góð vinátta“

Haukur Guðlaugsson Ljósmynd: Þjóðkirkjan

Egill Helgason minnist fjölskylduvinar síns, Hauks Guðlaugssonar í nýlegri Facebook-færslu.

Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar lést 1. september síðastliðinn en fáir Íslendingar hafa jafn glæsilegan tónlistaferil og Haukur. Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifaði um hann á Facebook í gær en Haukur var vinur fjölskyldu Egils. Haukur var ekki aðeins mentor Kára, sonar Egils, í tónlist, heldur voru þeir góðir vinir.
Hér má lesa hin fallegu minningarorð Egils:

„Haukur Guðlaugsson vinur okkar fjölskyldunnar andaðist um daginn í hárri elli. Fyrir fáum mönnum hef ég borið meiri virðingu en Hauki. Hann var sannur listamaður en um leið mikill eljumaður á sinn hljóðláta og brosmilda hátt. Tónlist var ekki bara atvinna Hauks heldur hans líf og yndi. Við fjölskyldan stöndum í mikilli þakkarskuld við Hauk. Hann kynntist Kára þegar hann var lítill drengur og varð ekki bara mentor hans í tónlist heldur tókst með þeim öldungnum og drengstaulanum góð vinátta. Þeir pældu saman í tónlist og Haukur sagði Kára til á píanó og orgel. Það voru ómetanlegar stundir. Við þökkum Hauki samfylgdina – aðrir verða svo til að skrifa um hans mikla og merka ævistarf.“

Daníel Gunnarsson gerði dómsátt í barnaníðsmáli – Gæti þurft að dúsa í fangelsi í hálfa öld

Daníel Gunnarsson, hefur fallist á dóm án þess að játa sekt í barnaníðmáli á hendur honum í Bandaríkjunum.

Daníel, sem er 23 ára Íslendingur, var í fyrra sakfelldur fyrir morð og limlestingu á vinkonu sinni í Bandaríkjunum. Hann hefur nú gert dómsótt við ákæruvaldið um að hann hljóti dóm fyrir þrjá af tólf ákæruliðum í máli sem snýr að barnaníð. Hann hefur þannig verið sakfelldur fyrir lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri en einnig var hann ákærður fyrir að þvinga barn undir tíu ára aldri til munnmaka eða samneytis fjórum sinnum og fyrir vörslu á barnaníðsefni. Vísir segir frá málinu.

Faðir Daníels er íslenskur en móðir hans af tékkneskum uppruna en hann flutti með móður sinni til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforní-ríki þegar Daníel var barn en brotin sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir, áttu sér stað í Kern-sýslu í Kaliforníu-ríki.

Brotin áttu sér stað, samkvæmt ákærunni frá árinu 2016 til 2021 er hann var handtekinn grunaður um morðið á Katie Pham, sem hann var í fyrra sakfelldur fyrir og dæmdur í 25 ára fangelsi.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun á refsingu Daníels í barnaníðsmálinu en það verður gert í nóvember. Staðarmiðillinn Bakersfield Californinan hefur eftir talskonu saksóknara að refsingin gæti hljóðað upp á 24 ár, miðað við dómsáttina. Daníel mun hefja afplánun fyrir barnaníðinn eftir að hinni refsingunni líkur og gæti því þurft að dúsa í fangelsi í tæpa hálfa öld.

Daníel var í september í fyrra dæmdur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham en morðið átti sér stað í maí 2021. Aðeins nokkrum vikum síðar ákvað dómarinn að dæma Daníel frá 25 ára fangelsi og upp í lífstíðarfangelsi. Þau Daníel og Pham voru bekkjarsystkini en áttu einnig í stuttu ástarsambandi en hann notaði ísnál við morðið á henni. Þá var hann sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var auk þess, eins og áður segir, sakfelldur fyrir að limlesta lík Pham.

Katie Phan

 

Dularfullur dauðdagi á Bessastöðum – Heitkona amtmanns mögulega myrt

Bessastaðir 1720

Rétt fyrir Jónsmessu, árið 1724, andaðist erlend stúlka, Appollónía Schwartzkopf, á Bessastöðum, aðsetri amtmannsins Níelsar Fuhrmanns. Appollónía var heitkona amtmannsins en hann hugðist ekki efna heit sitt. Appollónía hafði undir sitt síðasta sakað ráðskonu amtmanns og dóttur hennar, lagskonu hans, um að brugga henni launráð.

Maður að nafni Níels Fuhrmann var sendur hingað til lands árið 1718, hafði þá verið skipaður til að gegna amtmannsstörfum. Með honum í för var kona, Katrín Hólm, sem veitti heimili hans á Bessastöðum forstöðu. Þannig var mál með vexti að Níels var, þegar hann yfirgaf Kaupmannahöfn, heitbundinn Appollóníu Schwartzkopf, en þegar á hólminn var komið var hann tregur mjög til að efna heit sitt.

Dæmdur til greiðslu fjár

Appollónía sætti sig ekki við tregðu amtmanns og sótti hann til saka fyrir heitrof. Málið kom til kasta hæstaréttar í Kaupmannahöfn veturinn 1721 og var niðurstaðan Níels amtmanni helst til óhagfelld. Ekki aðeins var Níels dæmdur til að eiga jómfrúna, því hann skyldi einnig greiða henni árlega 200 ríkisdali þar til höfuðákvæði dómsins væri fullnægt, það er að hann kvæntist heitkonu sinni.

Þetta voru afarkostir fyrir amtmanninn því 200 ríkisdalir námu tveimur þriðju hlutum launa hans hér á landi.

Lævi blandið loft

Eftir að dómur var kveðinn upp beið Appollónía ekki boðanna, fann sér farborða og fór til Íslands. Eðlilega settist hún að á Bessastöðum. Segir ekki margt af næsta ári, en eftir það dró til tíðinda, svo vægt sé til orða tekið. Þá kom til Bessastaða lagskona amtmannsins, Karen Hólm, dóttir Katrínar, bústýru á Bessastöðum.

Í kjölfarið gerðist loft á amtmannssetrinu lævi blandið. Hólms-mæðgur og Appollónía sátu aldrei á sárs höfði, enda sótti jómfrúin fast eftir ástum Níelsar.

Tíð veikindi og galdrakarl

Veturinn og vorið 1724 veiktist Appollónía hvað eftir annað og hafði orð á því við fjölda fólks að henni hefði verið byrlað eitur. Einnig kvisaðist að áður en Appollónía kom til landsins hefði Katrín Hólm sent vinnukonu sína að Nesi við Seltjörn. Þar bjó Níels Kjer, varalögmaður, en vinnukonan átti erindi við konu hans, Þórdísi.

Erindið var að finna fyrir Katrínu öflugan galdramann sem gæti bægt Appollóníu burtu. Orðrómur var einnig á kreiki um meðalaglas sem umrædd vinnukona fékk síðar í Nesi og færði húsmóður sinni.

Ágætisatlæti til að byrja með

Því skal haldið til haga að ágætlega var búið að jómfrú Appollóníu til að byrja með eftir að hún kom til Bessastaða. Hún hélt til í íbúðarhúsinu, en sjálfur svaf Níels amtmaður í tjaldi úti á vellinum á meðan svefnrými var stúkað af fyrir hann í stofunni. Jómfrúin og amtmaðurinn settust einnig að snæðingi saman og segir sagan að hann hafi á stundum tekið við hana skák og gjarna beðið gestkomandi að hafa ofan fyrir henni með einum eða öðrum hætti.

Þó duldist engum sem til þekkti hve mjög nærvera Appollóníu og nánast tilvist öll var amtmanni á móti skapi. Ekki bætti úr skák hve nærri hún gekk tekjum hans, að hans mati, enda nam, sem fyrr segir, sú fjárhæð sem hann var dæmdur til að greiða henni meirihluta tekna hans.

Hrákar og handalögmál

Allt breyttist þetta eftir að Níels amtmaður kom einn góðan veðurdag, vorið 1723, heim frá Grindavík og var Karen Hólm með honum í för.Í kjölfarið versnaði hagur Appollóníu til mikilla muna. Strax um haustið var henni meinað að setjast til borðs með amtmanni og kostur hennar gerðist rýr.

Ástand á Bessastöðum átti enn eftir að versna og „ófagrar sennur gerðust tíðar“. Hrákaslummur flugu á milli kvennanna og ónefni á borð við skepna, hóra og mellumóðir voru títt viðhöfð og „stundum voru barefli á lofti.“ Í eitt skipti kom til handalögmáls á milli Appollóníu og amtmannsins; hún reif í hár hans og hann svaraði með barsmíðum.

Vildi þrauka á Bessastöðum

Eftir að Níels lagði hendur á Appollóníu leitaði hún til Kornelíusar Wulfs landfógeta, en sagðist lítið geta gert í málinu; hún væri kærasta amtmannsins og yrði því að sætta sig við þá meðferð er hún sætti af hans hálfu. Appollónía vildi þrauka á Bessastöðum og hafði skrifað bréf til yfirvalda í Danmörku og óskað þess að Níelsi yrði skipað að hlýðnast hæstaréttardómnum frá 1721 og fullnægja höfuðákvæði hans.

Uppsölur miklar

Appollónía sagðist, haustið 1723, hafa haft spurnir af því að tveimur íslenskum karlmönnum á Bessastöðum, Sigurði Gamlasyni og hinum ónafngreindum, hefði verið boðið fé ef þeir kæmu henni fyrir kattarnef. Bar jómfrúin þetta sjálf á Sigurð en hann harðneitaði, en til voru þeir sem sögðu hann sjálfan hafa haft á þessu orð. Hvað sem því leið þá tók Appollónía að veikjast illa og tíðum á vormánuðum 1724 með miklum uppköstum.

Grunsamlegir grautar

Á þeim tíma bar Appollónía sig upp við fjölda fólks og viðraði þá fullvissu sína að henni væri byrlað eitur og altalað var „að hún myndi ekki til langlífis borin.“ Landfógetinn Kornelíus fór ekki varhluta af kveinstöfum hennar og fékk meðal annars að heyra að þegar hún veiktist í fyrsta sinn, haustið 1723, hefði henni verið borinn grautur með ammoníakskeim.

Um sumarmál 1724 fékk hún vöfflur með óskiljanlega miklu af sykri á og um krossmessuna, sama ár, fékk hún enn og aftur graut, en þá með miklu af sykri og kanel á. Hún hefði ekkert sykurbragð fundið af grautnum og ekki getað torgað grautnum öllum. Dönsk vinnukona hefði dregið hana að landi og einnig orðið fárveik af.

Sjö vikna banalega

Síðustu sjö vikur lífs síns steig Appollónía Schwartzkopf ekki á fæturna og rétt fyrir Jónsmessuna árið 1724 gaf hún upp öndina. Hún var jörðuð án þess að líkskoðun færi fram og á þeim tíma ekki vitað hvort nokkur eftirmál yrðu. En sú varð þó raunin, því konungur fyrirskipaði að málið skyldi rannsakað og var það gert sumarið og haustið 1725.

Hákon Hannesson, sýslumaður Rangæinga, og séra Þorleifur Arason, prófastur á Breiðabólstað, voru skipaðir umboðsdómarar og falið að leiða til lykta Svartkoppumálið, en Appollónía var gjarna nefnd Svartkoppa af Íslendingum.

Misvísandi og sundurleitir vitnisburðir

Mörg þau vitna sem kölluð voru til höfðu eftir Appollóníu sögur um eiturbyrlun og ill atvik. Þau sögðu sum að lík hennar hefði ekki stirðnað, varir hefðu verið svartbláar og blettir á höndum og andliti. Prestarnir Björn Thorlacius í görðum og Halldór Brynjólfsson í Útskálum höfðu eftir jómfrúnni að hún sjálf hefði talið krankleika sinn stafa af óheilbrigðu blóði. Sumt af Bessastaðafólki varð tvísaga meðan á rannsókn stóð.

„Segið nei –“

Á meðal vitna var Dani, Larsen að nafni, sem gaf sinn vitnisburð í Kaupmannahöfn. Hann sagðist hafa heyrt Sigurð Gamlason segja í eldhúsi landfógetahjónanna, að Katrín Hólm hefði boðið honum 50 dali fyrir að drepa Appollóníu. Ljóst má telja að fullvissa Appollóníu um yfirvofandi launmorð sumarið 1723 var mikil, því þá rakst hún á Sigurð og sagði við hann: „Dreptu mig nú, svo þú getir fengið þá fimmtíu dali , sem þér hefur verið lofað.“ En Sigurður mun þá hafa beðið guð að varðveita hann frá því.

Er Níels amtmaður heyrði af þessari uppákomu fyrtist hann við, skammaði Appollóníu og lét síðan kalla heimilisfólk, einn og einn í senn, til híbýla hennar til yfirheyrslu. Haft var fyrir satt að þá hefði maður ráðskonunnar, Katrínar Hólm, staðið í dyrum, þrifið í föt fólks og sagt: „Segið nei – eða það fer illa fyrir ykkur!“

Vitnisburður Larsens

Einn sagði ekki „nei“ í þetta sinn, sumarið 1723, en það var fyrrnefndur Larsen. Hann sagði amtmanni hvað hann hefði heyrt Sigurð Gamlason segja í eldhúsi landfógeta fyrrum. Þegar yfirheyrslu lauk lét amtmaður þjón sinn kalla eftir Larsen, sem hann síðan ávítaði fyrir að tala of mikið við Appollóníu. Bannaði amtmaður Larsen að vera í of miklu samneyti við jómfrúna, „ef hann vildi heita heiðarlegur maður“.

Hænan sem drapst

Þegar Larsen bar vitni í Kaupmannahöfn í Svartkoppumáli hafði hann eftir stúlku á Bessastöðum að ráðskonan hefði eitt sinn spurt hvernig jómfrú Appollónía væri til heilsunnar, en þá hafði hún nýlega fengið enn eitt kastið. Stúlkan sagði þá að jómfrúin hefði kastað upp. „Djöfullinn hlaupi í hana! Með þessu lagi getur hún lifað í tíu ár,“ sagði þá ráðskonan.

Hæna hélt til í híbýlum Appollóníu og eitt sinn er henni var borinn grauturinn, sem hún hafði veikst af, gaf hún hænunni af grautnum – hænan verpti í kjölfarið undarlegu eggi og drapst svo. Að sögn Larsens reyndi Níels amtmaður ítrekað að komast yfir hræið, en ekki tekist.

Meðdómari segir sig frá málinu

Gera þurfti hlé á réttarhöldum þegar Hákon Hannesson sýslumaður sagði sig frá málinu. Lýsti hann því yfir þegar þing hófst á ný að „hann hefði ekki frekari afskipti af málinu“ .Séra Þorleifur hélt áfram störfum og kvað upp dóm í október 1725. Hann sýknaði Hólmsmæðgur, Katrínu og Karen, af ákæru um að þær hefðu ráðið jómfrú Appollóníu Schwartzkopf bana, eða verið í vitorði með einhverjum sem það hefði gert. Þannig fór það.

Heimild: Öldin sem leið.

 

 

 

Mörður deildi grínmyndbandi um Sjálfstæðisflokkinn: „Bara samansafn af bjánum í hverfafélögum“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Ljósmynd: XD.is

Mörður Árnason stríðir Sjálfstæðismönnum með því að deila myndbandi sem gerir grín að tilvistarkreppu Sjálfstæðisflokksins.

Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, Mörður Árnason deildi á dögunum myndskeiði sem sýnir frægt atriði úr þýsku kvikmyndinni Der Untergang þar sem Hitler ræðir við herforingja sína við lok seinni heimstyrjaldarinnar. Búið er að breyta textanum við orð Hitlers og látið er eins og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sé að skamma framámenn í Sjálfstæðisflokknum vegna arfaslæms gengis í skoðanakönnunum. „Heitar umræður í Valhöll …“ skrifar Mörður við deilinguna en hvergi kemur fram hver samdi textann við myndskeiðið.

Í upphafi er verið að segja Bjarna frá niðurstöðu nýjustu könnunar Maskínu og þegar Bjarni spyr út í gengi Sigmundar Davíðs og Miðflokksins, rekur hann alla út nema nokkra af aðalfólki Sjálfstæðisflokksins. „Bara samansafn af bjánum í hverfafélögum,“ stendur í textanum eftir að „Bjarni Benediktsson“ er búinn að segja undirmönnum sínum að þeir séu gagnslausir og að flokkurinn væri ekkert án hans.

Hér má sjá hið bráðfyndna myndskeið.

Tveir lögreglumenn kýldir í andlitið á Ljósanótt

Frá Ljósanótt í fyrra. Ljósmynd: Omar Ricardo Rondon Guerrero.

Tveir gistu fangageymslu vegna ölvunar á almannafæri á Ljósanótt í Reykjanesbæ en annar þeirra kýldi tvo lögreglumenn í andlitið.

Á stærsta kvöldi Ljósanætur í Reykjanesbæ í gær var mannfjöldinn mikill en samkvæmt tilkynningu lögreglu var löggæsla sýnileg við hátíðarsvæðið.

Ein tilkynning barst um líkamsárás á einum af skemmtistöðum Reykjanesbæjar en enginn var handtekinn að sögn lögreglunnar. Telur hún sig þó hafa upplýsingar um gerandann í málinu. Þá gistu tveir í fangelsi í nótt vegna ölvunar á almannafæri en annar þeirra gerði sér lítið fyrir og kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Verður hann kærður fyrir ofbeldi í garð lögreglunnar.

Af gefnu tilefni var lögreglan með aukinn viðbúnað og naut aðstoðar lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu sem og sérsveit ríkislögreglustjóra til að sinna öryggisgæslu á hátíðinni. Þá var einnig rætt við alla nemendur elsta stigs grunnskóla í aðdraganda hátíðarinnar.

Töluvert var um ölvun á ungmennum samkvæmt tilkynningu lögreglu en hún hafði afskipti af þeim og hringdi í forelda þeirra í samstarfi við barnavernd. Tekur lögreglan fram að heilt yfir hafi Ljósanótt þó gengið vel.

Stjarna úr ameríska háskólaboltanum skotin til bana: „Bróðir, ég sakna þín nú þegar maður“

Blessuð sé minning hans.

Brynjar neitar að hafa snúið baki við Bjarna Ben: „Enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana“

Brynjar Níelsson er enn einn helsti aðdáandi Bjarna Benediktssonar
Brynjar Níelsson segist ekki hafa snúið baki við Bjarna Benediktsson, eins og fullyrt var í Orðrómi frá ritstjóra Mannlífs sem birtist í gær.

Sjá einnig: Brynjar snýr baki við Bjarna

Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson byrjaði Facebook-færslu sem hann birti í gær, á að eiginkona hans, Arnfríður taki undir Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem talar um vælulega Sjálfstæðismenn. Hefst færslan með eftirfarandi orðum. „Kolla Bergþórs lætur kvartsára sjálfstæðismenn fá það óþvegið í helgarblaði Moggans. Soffía er mikill aðdáandi Kollu og segir mig stjórnanda í Gólftusku-grátkórnum, sem ekkert heyrist í nema ámátlegt fórnarlambsvæl með dassi af geðillsku. Ég sé að verða álíka geðþekkur og lögregluforinginn í Kembleford í þáttunum um séra Brown.“

Segir Brynjar að þetta séu ýkjur, sem og Orðrómur ritstjóra Mannlífs:

„Þetta er nú allt ofsögum sagt, sem og niðurstaða eina vinar míns úr blaðamannastétt, Reynis Traustasonar, um að ég hafi snúið baki við formanni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðdegis í gær. Ég er nú enn þeirrar skoðunar að það kemst enginn stjórnmálaforingi með tærnar þar sem Bjarni Ben hefur hælana. Það breytir því ekki að ansi margir sjálfstæðismenn eru óánægðir með stöðuna og við getum ekki bara ullað framan í þá. Annars vorum við Sigríður Andersen aðeins að ræða um hugsanlegan arftaka ef Bjarni hættir, eða það hélt ég.“

Tvö vinnuslys og harður árekstur á Austurlandi

Eskifjörður - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Ljósmynd: Fjarðarbyggð

Harður árekstur varð við Eskifjörð á laugardag en einn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Þá voru tveir einstaklingar fluttir á sjúkrahús eftir sitt hvort vinnuslysið í fiskvinnslum Austanlands á föstudag.

Austurfrétt segir frá því í dag að harður árekstur hafi orðið á móti Eskifjarðarvegar og Norðfjarðar á laugardag en þar skullu saman tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum. Bíll var að koma frá Norðfirði og beygði í átt til Eskifjarðar í veg fyrir bíl sem kom ofan af Hólmahálsi. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en hann var einn í bílnum. Reyndist hann ekki mikið slasaður. Fjórir voru í hinum bílnum en fengu allir að fara heim eftir skoðun læknis sem mætti á vettvang. Báðir voru bílarnir óökufærir eftir áreksturinn.

Þá segir Austurfrétt einnig frá tveimur vinnuslysum sem urðu í austfirskum fiskvinnslum á föstudag. Starfsmaður klemmdi hönd sína í færibandi í því fyrra en hann var fluttur nokkuð slasaður á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í hinu slysinu varð starfsmaður fyrir soðvatni í fiskimjölverksmiðju en hann var fluttur þó nokkuð slasaður á sjúkrahús til aðhlynningar.

Vinnueftirlitið rannsakar tildrög slysanna með aðstoð lögreglunna á Austurlandi.

Lögreglan stöðvaði hópslagsmál í Fjölbrautaskóla Suðurnesja – Annað skiptið á þremur vikum

Fjölbrautaskóli Suðurnesja Ljósmynd: fss.is

Lögreglan var kölliuð til vegna hópslagsmála í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Þórir Þorsteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum staðfesti við mbl.is að tveir lögreglubílar hafi verið sendir í FS vegna hópslagsmála sem þar brutust út. Um var að ræða sjö þátttakendur í slagsmálunum.

„Það var til­kynnt um ein­hverj­ar rysk­ing­ar á milli ein­hverra aðila. Ekk­ert meira hef ég í hönd­um,“ seg­ir Þórir við mbl.is og bætir við að slagsmálin séu nýafstaðin og ekki komin almennileg mynd á atvikinu enn.

Formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Hermann Borgar Jakobsson staðfesti við mbl.is að lögreglan hafi einnig verið kölluð til fyrir þremur vikum vegna hópslagsmála á nýnemakvöldi nemendafélagsins.

 

Reykjavíkurborg mun auglýsa eftir húsnæði fyrir Konukot á næstu dögum

Konukot Mynd: reykjavik.is

Reykjavíkurborg hyggst á næstu dögum auglýsa eftir húsnæði fyrir starfsemi Konukots, neyðarskýlis fyrir heimilislausar konur.

Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir í samtali við RÚV að borgin þurfi að sjá hverju það skilar áður en næstu skref verði ákveðin.

Í næstum því tvo áratugi hefur Konukot verið rekið í gömlu steinhúsi en gagnrýn hefur verið hversu lítið það er, með hættulega bröttum stigum. Í húsinu eru tvö salerni og ein sturta.

Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Kristín I. Pálsdóttir, talskona og formaður Rótarinnar, að starfsfólk hefði ítrekað átt í samtali við Reykjavíkurborg um betra húsnæði undir Konukot.„En því miður hefur ekki tekist að leysa það.“

Tekur Rannveig undir orð starfsfólksins og segir málið áríðandi. Segi hún að málið sé í forgangi hjá velferðarsviði og að núverandi húsnæði sé hvorki bjóðandi skjólstæðingum þjónustunnar, né starfsfólki.

Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups: „Rafleiðni hefur farið hækkandi“

Telja að hlaup sé hafið úr Mýrdalshökli

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Rafleiðni hefur farið hækkandi í Skálm frá því seinnipartinn 7. september ásamt því að vatnshæð árinnar hefur farið eilítið vaxandi og því talið að jökulhlaup sé hafið en greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Engin hlaupórói mælist að svo stöddu á jarðskjálftamælum við Mýrdalsjökul.

Lilja vill auka jafnrétti á Íslandi með kynjaðri hagfræði: „Fullnaðarsigur er ekki í höfn“

Krisi Madi aðstoðarframkvæmdastjóri UN Women og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Krisi Madi aðstoðarframkvæmdastjóri UN Women funduðu síðastliðinn föstudag um jafnréttismál og efnahagslegt mikilvægi þeirra. UN Women var sett á laggirnar árið 2010 og er eina stofnunin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem vinnur alfarið í þágu jafnrétti en greint er frá þessu í fréttatilkynningu sem hægt er að lesa hér fyrir neðan:

Á fundinum fór ráðherra meðal annars yfir þann árangur sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum, en 15 ár í röð hefur Ísland verið efst ríkja heims þegar kemur að jafnrétti kynjanna samkvæmt Global Gender Gap Report 2024. Fór ráðherra meðal annars yfir samspil hárrar atvinnuþátttöku kvenna við aukna hagsæld og vísaði meðal annars til rannsókna og fræðikenninga Claudiu Goldin, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Goldin hefur rannsakað þátt­töku kvenna á vinnu­markaði í sögu­legu sam­hengi með áherslu á kynbundinn launamun og ástæður þess að hann sé enn til staðar.

Mikilvægt að sofna ekki á verðinum

„Jafnréttismál eru stórt efnahagsmál sem verður að hlúa að. Ísland hefur náð eftirtektarverðum árangri á þessu sviði og hefur mörgu til að miðla. Það er mikilvægt að sofna á ekki þeirri vakt, enda er víða á brattann að sækja í jafnréttismálum á heimsvísu,“ sagði Lilja Dögg.

Á fundinum var ákveðið að auka samstarf UN Women og íslenskra stjórnvalda á sviði jafnréttismála með áherslu á hvernig auka megi hagvöxt ríkja með kynjaðri hagfræði sem einblínir á að auka atvinnuþátttöku kvenna á vinnumarkaðnum. Árangurinn sem náðst hefur á Íslandi þykir einkar athyglisverður en atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er ein sú allra hæsta í veröldinni og er Ísland efst á lista The Economist yfir besta land í heimi fyrir konur á vinnumarkaði.

„Jafnréttisbaráttan hefur gengið mun betur hérlendis en víða annars staðar en það er eitt að miðla okkar velgengni en annað að gera sér grein fyrir því að fullnaðarsigur er ekki í höfn. Við höfum verk að vinna á ýmsum sviðum og þegar jafnrétti er náð þarf að viðhalda því samhliða hraðri þróun samfélagsins,“ sagði Lilja Dögg og bætir við að Ísland geti vel verið í fararbroddi í jafnréttismálum áfram ef vel er haldið á þeim verkfærum sem þjóðin býr yfir.“

Flugvél á leið til Ibiza varð að lenda í Frakklandi vegna slagsmála um borð – MYNDSKEIÐ

Ringulreið braust út í flugi á leið til Ibiza frá Manchester-borg eftir að farþegar um borð byrjuðu að slást.

Flugvél á leið til Ibiza neyddist til að millilenda á Toulouse-Blagnac-flugvöllinn í Suður-Frakklandi, eftir að slagsmál brutust út um borð. Myndskeið sem tekið var af öðrum farþegum sýnir augnablikið þegar lögreglan fór um borð í vélina eftir að hún lenti um klukkan 21:00 í gærkvöldi að breskum tíma.

Þá sést einnig í myndskeiðinu að einum manni var fylgt út úr flugvélinni á meðan aðrir farþegar heyrðust hrópa. Nokkrir aðrir sáust taka atvikið upp á símum sínum.

Annað myndband sýnir farþega loka ganginum þegar starfsfólk flugfélagsins barðist við að ná aftur stjórn á ástandinu. Manchester Evening News hafði eftir farþeganum Jamal Stewart, 30, frá Leeds: „Það var gaur handtekinn sem að slást við konu og svo stoppuðum við í Frakklandi. Hann var handtekinn og hún missti sig og fór að rífast í öllum.“

Annar farþegi, Max Ramsons sagði að maður hefði „byrjað með vesen“ áður en „slagsmál“ brutust út um borð, þannig að vélinni hafi verið snúið til Toulouse.

Flugvélin var fyllt af eldsneyti og yfirgaf franska flugvallinn um 90 mínútum síðar og hélt leið sinni áfram að spænsku eyjunnar.

Hér má sjá myndband af atvikinu:

Krefjast rannsóknar á drápi á bandarískri konu á Vesturbakkanum: „Blíður og hugrakkur sólargeisli“

Aysenur Ezgi Eygi

Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir „ítarlegri rannsókn“ á drápi á bandarísk-tyrkneskri konu á hernumdu svæði Vesturbakkans í Palestínu en hún var skotin í höfuðið í mótmælum síðastliðinn föstudag.

Staðbundnir fjölmiðlar greindu frá því að Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára, hafi verið skotin til bana af ísraelskum hermönnum þegar hún tók þátt í vikulegum mótmælum gegn stækkun landnemabyggða gyðinga í bænum Beita nálægt Nablus.

Ísraelski herinn segist vera að „skoða tilkynningar um að erlendur ríkisborgari hafi verið drepinn vegna skota á svæðinu“.

Fjölskylda Eygi sagði í yfirlýsingu að þau væru í áfalli og sorg yfir því að hinn ástríki og „gífurlega ástríðufulli mannréttindafrömuður“ væri farinn. Fjölskyldan sagði að myndband sýndi að hún hafi verið myrt af byssukúlu frá ísraelska hernum og kallaði eftir því að Bandaríkin rannsaki málið.

Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Ísraela til að rannsaka atvikið. Sean Savett, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, sagði að yfirvöld í Washington væri „mjög óróleg yfir hörmulegum dauða bandarísks ríkisborgara“. Bætti hann við: „Við höfum leitað til ríkisstjórnar Ísraels til að biðja um frekari upplýsingar og óska ​​eftir rannsókn á atvikinu“.

Ofsaakstur verðlaunaklámstjörnunnar Kendra Sunderland leiddi til fíkniefnahandtöku

Sunderland hefur unnið til verðlauna á ferlinum

Klámstjarnan Kendra Sunderland var handtekin í ágúst fyrir að vera með eitt gramm af grasi á sér en fjölmiðilinn TMZ hefur fengið í hendurnar lögregluskýrsluna sem skýrir frá því hvernig handtakan kom til.

Að sögn lögreglumannsins sem handtók Sunderland í Texas stöðvaði hann klámstjörnuna fyrir of hraðan akstur en samkvæmt skýrslunni var Sunderland að keyra hvítan Lexus. Svo þegar hann var búin að stöðva ökufantinn kom í ljós að hún hafði einnig verið of sein að fara með bílinn í skoðun. Meðan lögreglumaðurinn ræddi við Sunderland kom hann auga á veiptæki og bað um að fá að skoða það nánar en í því var að finna THC en það er virka efnið í kannabis.

Rétt er að taka fram að í fæstum ríkjum Bandaríkjanna hefði hún verið handtekin fyrir að vera með eitt gramm af grasi á sér en lögin í Texas eru strangari í þeim efnum.

Sunderland sem er með þekktari klámstjörnum Bandaríkjanna hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum og er hægt að nefna Flottustu brjóstin árið 2018 frá PornHub og XBIZ verðlaunin árið 2024 fyrir besta kynlífsatriðið í myndinni Take Me to Your Breeder en með henni í atriðinu voru Angela White, Blake Blossom, Angel Youngs, & Manuel Ferrara.

 

Kendra Sunderland mug shot

Stéttarfélög boða til mótmæla á Austurvelli: „Hafa neitað að axla ábyrgð á efnahagsástandinu“

Alþingishúsið. Ljósmynd: Sikeri

Nokkur stéttarfélög hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun, þriðjudaginn 10. september klukkan 16:00.

Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli á morgun en ætlunin er að mótmæla skeytingaleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum.

„Þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft alvarlegar afleiðingar á fjölda heimila landsins vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð,“ segir í tilkynningu frá félögunum.

„Þrátt fyrir að þetta hafi verið brýnasta viðfangsefni stjórnvalda síðustu ár hafa þau með athafnaleysi sínu neitað að axla ábyrgð á efnahagsástandinu og eftirlátið Seðlabankanum algerlega hagstjórnina. Skattalækkunum og óvæntum meiriháttar útgjöldum hefur ekki verið mætt með tekjuöflun, eftirlit með markaðsöflum er í skötulíki á meðan fákeppni ýtir undir hærra verðlag. Fögrum áformum um uppbyggingu húsnæðis hefur ekki verið fylgt eftir. Allt ýtir þetta undir verðbólguna og afleiðingarnar eru hátt vaxtastig langt umfram það sem heimilin og fyrirtækin geta borið. Við sættum okkur ekki við aðgerðaleysið – stjórnvöld verða að sýna samstöðu með heimilum í landinu í verki! Strax,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Björn er látinn

Björn Jónasson bókaútgefandi er látinn, sjötugur að aldri. Björn var afkastamikill útgefandi.

Hann var ritstjóri Stúdentablaðs Háskóla Íslands og kom að starfsemi Gallerís Svart á hvítu í Suðurgötu 7 í Reykjavík. Hann stofnaði útgáfuna Svart á hvítu sem gaf út Íslendingasögurnar með nútímastafsetningu, Sturlungasögu og heildarverk Jónasar Hallgrímssonar. Svart á hvítu var jafnframt útgefandi fjölda þýddra sem og íslenskra skáldverka. Hann gaf meðal annars út verk Thors Vilhjálmssonar og Vigdísar Grímsdóttur. Björn stóð jafnframt að gerð gagnagrunns með Íslandslýsingu og lagagrunns með öllum íslenskum hæstaréttardómum frá upphafi. Morgunblaðið segir frá andláti hans í dag og rekur starfsferil hans.

Björn fæddist í Reykjavík 20. júní 1954. Hann lést 6. september síðast liðinn. Foreldrar hans voru Jónas Bergmann Jónsson fræðslustjóri og Guðrún Ö. Stephensen húsmóðir.
Eftirlifandi eiginkona Björns er Elísabet Guðbjörnsdóttir lögmaður. Börn þeirra eru Anna Lísa, Ingibjörg og Jónas Bergmann.

Grjóthörð Hildur

Bjarni Benediktsson. utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokkins Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Hild­ur Björns­dótt­ir odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykjavík, segir ástandið hvað varðar áform um byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal vera hlægi­legt og einkennist af kosningabrellum. Þar vísar hún til þess að enn ein vilja­yf­ir­lýs­ing­in hafi verið und­ir­rituð varðandi þjóðarleikvanginn hafi verið undirrituð í aðdrag­anda kosn­inga. Hildur segir í Mogganum að þetta sé „grímu­laus kosn­inga­brella“ og stöðugt verið að klippa borða og und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ing­ar án þess að framkvæmdir sem áætlað er að ljúki innan fjögurra ára séu hafnar.

Harðorðar yfirlýsingar Hildar eru ekki síst merkilegar í því ljósi að um er að ræða samstarfsverkefni ríkisstjórnar og borgarstjórnar. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar talar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og leiðtogi Hildar, fyrir verkefninu. Þannig verður ekki annað séð en að leiðtoginn í Reykjavík sé að snupra foringja sinn og fordæma sleifarlag flokksins.

Yfirlýsingar Hilar verður að skoða í því ljósi að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er með fylgi sem framkallar neyðarástand. Flokkurinn hefur mælst vera sá fimmti stærsti í Reykjavík. Vandinn er sá að þetta útspil felur í sér árás inn á við í flokknum. Þetta er enn eitt dæmið um að sjálfstæðismenn rísa nú hver af öðrum gegn foringjanum. Hildur er grjóthörð og hlífir engum …

Viðskiptavinur með stolið kort lét sig hverfa – Dópaður ökumaður, próflaus og ekki í öryggisbelti

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Á svæði Hafnarfjarðarlögreglu reyndi þjófur nokkur að greiða í verslun með stolni korti. Afgreiðslufólk sá í gegnum áform mannsins og kallaði til lögreglu. Þá lét kortaþjófurinn sig snarlega hverfa og hefur ekkert spurst af honum síðar.

Lögreglu barst tilkynning um rúðubrot. Múrsteini hafði verið kastað í gegnum glugga. Óljóst er um lyktir þess máls.

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur sáu til óeðlilegra ferða manns sem voru að sniglast í kringum bifreiðar. Talið var að hann væri að reyna innbrot. Sá dularfulli var horfinn þegar laganna verður komu á vettvang.

Ökumaður var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Hann var án ökuréttinda og og að auki ekki í öryggisbelti. Hann mun fá himinháa sekt. Í Kópavogi var annar ökumaður stöðvaður og grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna.

Musk segir að eftir fjögur ár verði hægt að fara til Mars: „Hvílíkur tími til að vera á lífi!“

Elon Musk, ríkasti maður heims.

Stofnandi og forstjóri SpaceX, Elon Musk, segir að menn muni geta farið til Mars eftir aðeins fjögur ár.

Hinn 53 ára gamli kaupsýslumaður kom með spár sínar um Mars-ferðirnar í röð af færslum á samfélagsmiðlum um helgina. Hann sagði að næsti „mannflutningaglugginn á milli Jarðarinnar og Mars“ opnist eftir tvö ár, sem er þegar fyrstu geimför SpaceX verða sendar til „Rauðu plánetunnar“. Musk sagði að geimförin verði mannlaus í fyrstu „til að prófa áreiðanleika þess að lenda á öruggan hátt á Mars.“

En ef allt gengur að óskum og lendingar ganga vel, munu fyrstu mönnuðu ferðirnar fara í gang, aðeins tveimur árum síðar. Musk sagði að þegar fyrsta áhafnarflugið fer af stað muni gengi fyrirtækisins „vaxa á veldishraða“ og bætti við að fyrirtæki hans hafi það markmið að „byggja sjálfbæra borg eftir um það bil 20 ár.“

„Með því að vera á tveimur plánetum munum við auka líklegan líftíma meðvitundarinnar til muna, þar sem við munum ekki lengur hafa öll eggin okkar, bókstaflega og efnafræðilega, á einni plánetu.“ Margir urðu spenntir yfir nýjustu fullyrðingum Musk en einn skrifaði: „Þetta er risastórt!!“ Annar bætti við: „Hvílíkur tími til að vera á lífi!“

SpaceX-fyrirtæki Musk var stofnað árið 2002 og varð fyrsta einkafyrirtækið til að þróa eldflaug með vökvadrif til að komast á sporbraut og það fyrsta til að senda geimfar og geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ári áður hafði hann tilkynnt um þróun Mars Oasis – verkefnis sem ætlað er að landa gróðurhúsi og rækta plöntur á Mars.

Á heimasíða SpaceX segir að Mars sé ein af „nálægustu byggilegu nágrannaplánetunum“ í námunda við Jörðina og hafi „sæmilegt sólarljós“ og bætir við: „Það er svolítið kalt, en við getum hitað það upp. Lofthjúpurinn er fyrst og fremst CO2 með köfnunarefni og argon og fá önnur snefilefni, sem þýðir að við getum ræktað plöntur á Mars með því einu að þjappa saman lofthjúpnum.“ Síðan heldur áfram: „Þyngdaraflið á Mars er um það bil 38 prósent af þyngdarafli jarðar, þannig að þú gætir lyft þungum hlutum og farið um með reipum. Ennfremur er dagurinn ótrúlega líkur þeim sem við þekkjum á Jörðinni.“

 

Egill minnist Hauks Guðlaugssonar: „Tókst með þeim öldungnum og drengstaulanum góð vinátta“

Haukur Guðlaugsson Ljósmynd: Þjóðkirkjan

Egill Helgason minnist fjölskylduvinar síns, Hauks Guðlaugssonar í nýlegri Facebook-færslu.

Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar lést 1. september síðastliðinn en fáir Íslendingar hafa jafn glæsilegan tónlistaferil og Haukur. Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifaði um hann á Facebook í gær en Haukur var vinur fjölskyldu Egils. Haukur var ekki aðeins mentor Kára, sonar Egils, í tónlist, heldur voru þeir góðir vinir.
Hér má lesa hin fallegu minningarorð Egils:

„Haukur Guðlaugsson vinur okkar fjölskyldunnar andaðist um daginn í hárri elli. Fyrir fáum mönnum hef ég borið meiri virðingu en Hauki. Hann var sannur listamaður en um leið mikill eljumaður á sinn hljóðláta og brosmilda hátt. Tónlist var ekki bara atvinna Hauks heldur hans líf og yndi. Við fjölskyldan stöndum í mikilli þakkarskuld við Hauk. Hann kynntist Kára þegar hann var lítill drengur og varð ekki bara mentor hans í tónlist heldur tókst með þeim öldungnum og drengstaulanum góð vinátta. Þeir pældu saman í tónlist og Haukur sagði Kára til á píanó og orgel. Það voru ómetanlegar stundir. Við þökkum Hauki samfylgdina – aðrir verða svo til að skrifa um hans mikla og merka ævistarf.“

Daníel Gunnarsson gerði dómsátt í barnaníðsmáli – Gæti þurft að dúsa í fangelsi í hálfa öld

Daníel Gunnarsson, hefur fallist á dóm án þess að játa sekt í barnaníðmáli á hendur honum í Bandaríkjunum.

Daníel, sem er 23 ára Íslendingur, var í fyrra sakfelldur fyrir morð og limlestingu á vinkonu sinni í Bandaríkjunum. Hann hefur nú gert dómsótt við ákæruvaldið um að hann hljóti dóm fyrir þrjá af tólf ákæruliðum í máli sem snýr að barnaníð. Hann hefur þannig verið sakfelldur fyrir lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri en einnig var hann ákærður fyrir að þvinga barn undir tíu ára aldri til munnmaka eða samneytis fjórum sinnum og fyrir vörslu á barnaníðsefni. Vísir segir frá málinu.

Faðir Daníels er íslenskur en móðir hans af tékkneskum uppruna en hann flutti með móður sinni til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforní-ríki þegar Daníel var barn en brotin sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir, áttu sér stað í Kern-sýslu í Kaliforníu-ríki.

Brotin áttu sér stað, samkvæmt ákærunni frá árinu 2016 til 2021 er hann var handtekinn grunaður um morðið á Katie Pham, sem hann var í fyrra sakfelldur fyrir og dæmdur í 25 ára fangelsi.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun á refsingu Daníels í barnaníðsmálinu en það verður gert í nóvember. Staðarmiðillinn Bakersfield Californinan hefur eftir talskonu saksóknara að refsingin gæti hljóðað upp á 24 ár, miðað við dómsáttina. Daníel mun hefja afplánun fyrir barnaníðinn eftir að hinni refsingunni líkur og gæti því þurft að dúsa í fangelsi í tæpa hálfa öld.

Daníel var í september í fyrra dæmdur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham en morðið átti sér stað í maí 2021. Aðeins nokkrum vikum síðar ákvað dómarinn að dæma Daníel frá 25 ára fangelsi og upp í lífstíðarfangelsi. Þau Daníel og Pham voru bekkjarsystkini en áttu einnig í stuttu ástarsambandi en hann notaði ísnál við morðið á henni. Þá var hann sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var auk þess, eins og áður segir, sakfelldur fyrir að limlesta lík Pham.

Katie Phan

 

Dularfullur dauðdagi á Bessastöðum – Heitkona amtmanns mögulega myrt

Bessastaðir 1720

Rétt fyrir Jónsmessu, árið 1724, andaðist erlend stúlka, Appollónía Schwartzkopf, á Bessastöðum, aðsetri amtmannsins Níelsar Fuhrmanns. Appollónía var heitkona amtmannsins en hann hugðist ekki efna heit sitt. Appollónía hafði undir sitt síðasta sakað ráðskonu amtmanns og dóttur hennar, lagskonu hans, um að brugga henni launráð.

Maður að nafni Níels Fuhrmann var sendur hingað til lands árið 1718, hafði þá verið skipaður til að gegna amtmannsstörfum. Með honum í för var kona, Katrín Hólm, sem veitti heimili hans á Bessastöðum forstöðu. Þannig var mál með vexti að Níels var, þegar hann yfirgaf Kaupmannahöfn, heitbundinn Appollóníu Schwartzkopf, en þegar á hólminn var komið var hann tregur mjög til að efna heit sitt.

Dæmdur til greiðslu fjár

Appollónía sætti sig ekki við tregðu amtmanns og sótti hann til saka fyrir heitrof. Málið kom til kasta hæstaréttar í Kaupmannahöfn veturinn 1721 og var niðurstaðan Níels amtmanni helst til óhagfelld. Ekki aðeins var Níels dæmdur til að eiga jómfrúna, því hann skyldi einnig greiða henni árlega 200 ríkisdali þar til höfuðákvæði dómsins væri fullnægt, það er að hann kvæntist heitkonu sinni.

Þetta voru afarkostir fyrir amtmanninn því 200 ríkisdalir námu tveimur þriðju hlutum launa hans hér á landi.

Lævi blandið loft

Eftir að dómur var kveðinn upp beið Appollónía ekki boðanna, fann sér farborða og fór til Íslands. Eðlilega settist hún að á Bessastöðum. Segir ekki margt af næsta ári, en eftir það dró til tíðinda, svo vægt sé til orða tekið. Þá kom til Bessastaða lagskona amtmannsins, Karen Hólm, dóttir Katrínar, bústýru á Bessastöðum.

Í kjölfarið gerðist loft á amtmannssetrinu lævi blandið. Hólms-mæðgur og Appollónía sátu aldrei á sárs höfði, enda sótti jómfrúin fast eftir ástum Níelsar.

Tíð veikindi og galdrakarl

Veturinn og vorið 1724 veiktist Appollónía hvað eftir annað og hafði orð á því við fjölda fólks að henni hefði verið byrlað eitur. Einnig kvisaðist að áður en Appollónía kom til landsins hefði Katrín Hólm sent vinnukonu sína að Nesi við Seltjörn. Þar bjó Níels Kjer, varalögmaður, en vinnukonan átti erindi við konu hans, Þórdísi.

Erindið var að finna fyrir Katrínu öflugan galdramann sem gæti bægt Appollóníu burtu. Orðrómur var einnig á kreiki um meðalaglas sem umrædd vinnukona fékk síðar í Nesi og færði húsmóður sinni.

Ágætisatlæti til að byrja með

Því skal haldið til haga að ágætlega var búið að jómfrú Appollóníu til að byrja með eftir að hún kom til Bessastaða. Hún hélt til í íbúðarhúsinu, en sjálfur svaf Níels amtmaður í tjaldi úti á vellinum á meðan svefnrými var stúkað af fyrir hann í stofunni. Jómfrúin og amtmaðurinn settust einnig að snæðingi saman og segir sagan að hann hafi á stundum tekið við hana skák og gjarna beðið gestkomandi að hafa ofan fyrir henni með einum eða öðrum hætti.

Þó duldist engum sem til þekkti hve mjög nærvera Appollóníu og nánast tilvist öll var amtmanni á móti skapi. Ekki bætti úr skák hve nærri hún gekk tekjum hans, að hans mati, enda nam, sem fyrr segir, sú fjárhæð sem hann var dæmdur til að greiða henni meirihluta tekna hans.

Hrákar og handalögmál

Allt breyttist þetta eftir að Níels amtmaður kom einn góðan veðurdag, vorið 1723, heim frá Grindavík og var Karen Hólm með honum í för.Í kjölfarið versnaði hagur Appollóníu til mikilla muna. Strax um haustið var henni meinað að setjast til borðs með amtmanni og kostur hennar gerðist rýr.

Ástand á Bessastöðum átti enn eftir að versna og „ófagrar sennur gerðust tíðar“. Hrákaslummur flugu á milli kvennanna og ónefni á borð við skepna, hóra og mellumóðir voru títt viðhöfð og „stundum voru barefli á lofti.“ Í eitt skipti kom til handalögmáls á milli Appollóníu og amtmannsins; hún reif í hár hans og hann svaraði með barsmíðum.

Vildi þrauka á Bessastöðum

Eftir að Níels lagði hendur á Appollóníu leitaði hún til Kornelíusar Wulfs landfógeta, en sagðist lítið geta gert í málinu; hún væri kærasta amtmannsins og yrði því að sætta sig við þá meðferð er hún sætti af hans hálfu. Appollónía vildi þrauka á Bessastöðum og hafði skrifað bréf til yfirvalda í Danmörku og óskað þess að Níelsi yrði skipað að hlýðnast hæstaréttardómnum frá 1721 og fullnægja höfuðákvæði hans.

Uppsölur miklar

Appollónía sagðist, haustið 1723, hafa haft spurnir af því að tveimur íslenskum karlmönnum á Bessastöðum, Sigurði Gamlasyni og hinum ónafngreindum, hefði verið boðið fé ef þeir kæmu henni fyrir kattarnef. Bar jómfrúin þetta sjálf á Sigurð en hann harðneitaði, en til voru þeir sem sögðu hann sjálfan hafa haft á þessu orð. Hvað sem því leið þá tók Appollónía að veikjast illa og tíðum á vormánuðum 1724 með miklum uppköstum.

Grunsamlegir grautar

Á þeim tíma bar Appollónía sig upp við fjölda fólks og viðraði þá fullvissu sína að henni væri byrlað eitur og altalað var „að hún myndi ekki til langlífis borin.“ Landfógetinn Kornelíus fór ekki varhluta af kveinstöfum hennar og fékk meðal annars að heyra að þegar hún veiktist í fyrsta sinn, haustið 1723, hefði henni verið borinn grautur með ammoníakskeim.

Um sumarmál 1724 fékk hún vöfflur með óskiljanlega miklu af sykri á og um krossmessuna, sama ár, fékk hún enn og aftur graut, en þá með miklu af sykri og kanel á. Hún hefði ekkert sykurbragð fundið af grautnum og ekki getað torgað grautnum öllum. Dönsk vinnukona hefði dregið hana að landi og einnig orðið fárveik af.

Sjö vikna banalega

Síðustu sjö vikur lífs síns steig Appollónía Schwartzkopf ekki á fæturna og rétt fyrir Jónsmessuna árið 1724 gaf hún upp öndina. Hún var jörðuð án þess að líkskoðun færi fram og á þeim tíma ekki vitað hvort nokkur eftirmál yrðu. En sú varð þó raunin, því konungur fyrirskipaði að málið skyldi rannsakað og var það gert sumarið og haustið 1725.

Hákon Hannesson, sýslumaður Rangæinga, og séra Þorleifur Arason, prófastur á Breiðabólstað, voru skipaðir umboðsdómarar og falið að leiða til lykta Svartkoppumálið, en Appollónía var gjarna nefnd Svartkoppa af Íslendingum.

Misvísandi og sundurleitir vitnisburðir

Mörg þau vitna sem kölluð voru til höfðu eftir Appollóníu sögur um eiturbyrlun og ill atvik. Þau sögðu sum að lík hennar hefði ekki stirðnað, varir hefðu verið svartbláar og blettir á höndum og andliti. Prestarnir Björn Thorlacius í görðum og Halldór Brynjólfsson í Útskálum höfðu eftir jómfrúnni að hún sjálf hefði talið krankleika sinn stafa af óheilbrigðu blóði. Sumt af Bessastaðafólki varð tvísaga meðan á rannsókn stóð.

„Segið nei –“

Á meðal vitna var Dani, Larsen að nafni, sem gaf sinn vitnisburð í Kaupmannahöfn. Hann sagðist hafa heyrt Sigurð Gamlason segja í eldhúsi landfógetahjónanna, að Katrín Hólm hefði boðið honum 50 dali fyrir að drepa Appollóníu. Ljóst má telja að fullvissa Appollóníu um yfirvofandi launmorð sumarið 1723 var mikil, því þá rakst hún á Sigurð og sagði við hann: „Dreptu mig nú, svo þú getir fengið þá fimmtíu dali , sem þér hefur verið lofað.“ En Sigurður mun þá hafa beðið guð að varðveita hann frá því.

Er Níels amtmaður heyrði af þessari uppákomu fyrtist hann við, skammaði Appollóníu og lét síðan kalla heimilisfólk, einn og einn í senn, til híbýla hennar til yfirheyrslu. Haft var fyrir satt að þá hefði maður ráðskonunnar, Katrínar Hólm, staðið í dyrum, þrifið í föt fólks og sagt: „Segið nei – eða það fer illa fyrir ykkur!“

Vitnisburður Larsens

Einn sagði ekki „nei“ í þetta sinn, sumarið 1723, en það var fyrrnefndur Larsen. Hann sagði amtmanni hvað hann hefði heyrt Sigurð Gamlason segja í eldhúsi landfógeta fyrrum. Þegar yfirheyrslu lauk lét amtmaður þjón sinn kalla eftir Larsen, sem hann síðan ávítaði fyrir að tala of mikið við Appollóníu. Bannaði amtmaður Larsen að vera í of miklu samneyti við jómfrúna, „ef hann vildi heita heiðarlegur maður“.

Hænan sem drapst

Þegar Larsen bar vitni í Kaupmannahöfn í Svartkoppumáli hafði hann eftir stúlku á Bessastöðum að ráðskonan hefði eitt sinn spurt hvernig jómfrú Appollónía væri til heilsunnar, en þá hafði hún nýlega fengið enn eitt kastið. Stúlkan sagði þá að jómfrúin hefði kastað upp. „Djöfullinn hlaupi í hana! Með þessu lagi getur hún lifað í tíu ár,“ sagði þá ráðskonan.

Hæna hélt til í híbýlum Appollóníu og eitt sinn er henni var borinn grauturinn, sem hún hafði veikst af, gaf hún hænunni af grautnum – hænan verpti í kjölfarið undarlegu eggi og drapst svo. Að sögn Larsens reyndi Níels amtmaður ítrekað að komast yfir hræið, en ekki tekist.

Meðdómari segir sig frá málinu

Gera þurfti hlé á réttarhöldum þegar Hákon Hannesson sýslumaður sagði sig frá málinu. Lýsti hann því yfir þegar þing hófst á ný að „hann hefði ekki frekari afskipti af málinu“ .Séra Þorleifur hélt áfram störfum og kvað upp dóm í október 1725. Hann sýknaði Hólmsmæðgur, Katrínu og Karen, af ákæru um að þær hefðu ráðið jómfrú Appollóníu Schwartzkopf bana, eða verið í vitorði með einhverjum sem það hefði gert. Þannig fór það.

Heimild: Öldin sem leið.

 

 

 

Mörður deildi grínmyndbandi um Sjálfstæðisflokkinn: „Bara samansafn af bjánum í hverfafélögum“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Ljósmynd: XD.is

Mörður Árnason stríðir Sjálfstæðismönnum með því að deila myndbandi sem gerir grín að tilvistarkreppu Sjálfstæðisflokksins.

Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, Mörður Árnason deildi á dögunum myndskeiði sem sýnir frægt atriði úr þýsku kvikmyndinni Der Untergang þar sem Hitler ræðir við herforingja sína við lok seinni heimstyrjaldarinnar. Búið er að breyta textanum við orð Hitlers og látið er eins og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sé að skamma framámenn í Sjálfstæðisflokknum vegna arfaslæms gengis í skoðanakönnunum. „Heitar umræður í Valhöll …“ skrifar Mörður við deilinguna en hvergi kemur fram hver samdi textann við myndskeiðið.

Í upphafi er verið að segja Bjarna frá niðurstöðu nýjustu könnunar Maskínu og þegar Bjarni spyr út í gengi Sigmundar Davíðs og Miðflokksins, rekur hann alla út nema nokkra af aðalfólki Sjálfstæðisflokksins. „Bara samansafn af bjánum í hverfafélögum,“ stendur í textanum eftir að „Bjarni Benediktsson“ er búinn að segja undirmönnum sínum að þeir séu gagnslausir og að flokkurinn væri ekkert án hans.

Hér má sjá hið bráðfyndna myndskeið.

Tveir lögreglumenn kýldir í andlitið á Ljósanótt

Frá Ljósanótt í fyrra. Ljósmynd: Omar Ricardo Rondon Guerrero.

Tveir gistu fangageymslu vegna ölvunar á almannafæri á Ljósanótt í Reykjanesbæ en annar þeirra kýldi tvo lögreglumenn í andlitið.

Á stærsta kvöldi Ljósanætur í Reykjanesbæ í gær var mannfjöldinn mikill en samkvæmt tilkynningu lögreglu var löggæsla sýnileg við hátíðarsvæðið.

Ein tilkynning barst um líkamsárás á einum af skemmtistöðum Reykjanesbæjar en enginn var handtekinn að sögn lögreglunnar. Telur hún sig þó hafa upplýsingar um gerandann í málinu. Þá gistu tveir í fangelsi í nótt vegna ölvunar á almannafæri en annar þeirra gerði sér lítið fyrir og kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Verður hann kærður fyrir ofbeldi í garð lögreglunnar.

Af gefnu tilefni var lögreglan með aukinn viðbúnað og naut aðstoðar lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu sem og sérsveit ríkislögreglustjóra til að sinna öryggisgæslu á hátíðinni. Þá var einnig rætt við alla nemendur elsta stigs grunnskóla í aðdraganda hátíðarinnar.

Töluvert var um ölvun á ungmennum samkvæmt tilkynningu lögreglu en hún hafði afskipti af þeim og hringdi í forelda þeirra í samstarfi við barnavernd. Tekur lögreglan fram að heilt yfir hafi Ljósanótt þó gengið vel.

Stjarna úr ameríska háskólaboltanum skotin til bana: „Bróðir, ég sakna þín nú þegar maður“

Blessuð sé minning hans.

Brynjar neitar að hafa snúið baki við Bjarna Ben: „Enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana“

Brynjar Níelsson er enn einn helsti aðdáandi Bjarna Benediktssonar
Brynjar Níelsson segist ekki hafa snúið baki við Bjarna Benediktsson, eins og fullyrt var í Orðrómi frá ritstjóra Mannlífs sem birtist í gær.

Sjá einnig: Brynjar snýr baki við Bjarna

Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson byrjaði Facebook-færslu sem hann birti í gær, á að eiginkona hans, Arnfríður taki undir Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem talar um vælulega Sjálfstæðismenn. Hefst færslan með eftirfarandi orðum. „Kolla Bergþórs lætur kvartsára sjálfstæðismenn fá það óþvegið í helgarblaði Moggans. Soffía er mikill aðdáandi Kollu og segir mig stjórnanda í Gólftusku-grátkórnum, sem ekkert heyrist í nema ámátlegt fórnarlambsvæl með dassi af geðillsku. Ég sé að verða álíka geðþekkur og lögregluforinginn í Kembleford í þáttunum um séra Brown.“

Segir Brynjar að þetta séu ýkjur, sem og Orðrómur ritstjóra Mannlífs:

„Þetta er nú allt ofsögum sagt, sem og niðurstaða eina vinar míns úr blaðamannastétt, Reynis Traustasonar, um að ég hafi snúið baki við formanni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðdegis í gær. Ég er nú enn þeirrar skoðunar að það kemst enginn stjórnmálaforingi með tærnar þar sem Bjarni Ben hefur hælana. Það breytir því ekki að ansi margir sjálfstæðismenn eru óánægðir með stöðuna og við getum ekki bara ullað framan í þá. Annars vorum við Sigríður Andersen aðeins að ræða um hugsanlegan arftaka ef Bjarni hættir, eða það hélt ég.“

Raddir