Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
9.9 C
Reykjavik

Svava tekur við Samfés – 25 sóttu um

Svava Gunnarsdóttir tekur við Samfés - Mynd: Samfés

Svava Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Samfés en hún tekur við af Friðmeyju Jónsdóttur.

Í tilkynningu frá félagssamtökunum segir að Svava hafi unnið á vettvangi félagsmiðstöðva frá árinu 2009 og hafi einnig mikla reynslu af starfi og sögu Samfés frá árunum 2012-2020 sem meðstjórnandi, varaformaður og loks formaður samtakanna. Svava er með BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og viðbótardiplómu í afbrotafræði með áherslu á ungmenni. Þá var hún formaður nemendafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti þegar hún var í framhaldsskóla.

Svava hefur störf sem framkvæmdastjóri í október en alls bárust 25 umsóknir um stöðuna.

Samfés eru landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi og hafa þau verið starfrækt síðan árið 1985 og gegna samtökin lykilhlutverki í félagslífi margra ungmenna á landinu.

Andri Snær gagnrýnir verkfræðinga og hönnuðu Íslands: „Skortir alla næmni og mennsku“

Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýnir íslenska verkfræði og hönnun í nýrr færslu á Facebook.

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Andri Snær Magnason segir íslenska hönnun og verkfræði skorta næmni og mennsku. Í nýrri færslu á Facebook viðrar Andri Snær þá skoðun sína að Reykjanesbrautin ofan í Kópavogsdalinn, framhjá Smáralind, sé „ljótasti staður á Íslandi“ og að Skeifan sé „paradís miðað við hana“.

Færslan hefst með eftirfarandi hætti:

„Ljótasti staður á Íslandi er Reykjanesbrautin ofan í Kópavogsdalinn framhjá Smáralind, Skeifan er paradís miðað við hana. Hér væri mjög þakklátt ef einhver færi í skógræktarátak til að gera þetta umhverfi einhvernveginn bærilegt. Það er eitthvað í íslenskri hönnun/ verkfræði sem skortir alla næmni og mennsku. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur og hvar rótin er. Allt ágætt fólk en getur einhvernveginn ekki raðað hlutum saman á fallegan hátt.“

Í seinni hluta færslunnar segist Andri Snær vera með lausnina við leiðindunum.

„Nýjar byggingar gleðja ekki, verslunarhús eru skemmur og núna taka hús líka burt himinninn. Það er leiðinlegt að vera ekki sáttur við samtímann. Tré í borginni eru eina lausnin. Bara tré meðfram öllum götum og umferðareyjum. Á Reykjanesbraut er örlítill kafli bærilegur í mislægu gatnamótunum við Stekkjarbaka, eilítið áhugaverð form og runni sem hylur vegriðin en eins og hugmyndin hafi ekki verið kláruð. Þarna þarf að planta eins mörgum trjám og hægt er. Plássið er nægt. Bara planta planta.“

Krafist gæsluvarðhalds yfir manni á fimmtugsaldri – Skýr mynd komin á morðin í Neskaupstað

Neskaupstaður

Krafist verður gæsluvarðhalds yfir manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um að vera valdur að andláti hjóna á áttræðisaldri í Neskaupstað í gær. Lögreglan er komin með nokkuð skýra mynd á atburðarásina.

Nokkuð skýr mynd er komin á atburðina sem varð til þess að eldri hjón fundust látin í íbúð sinni á Norðfirði í gær. Þetta hefur Austurfrétt eftir lögreglunni á Austurlandi. Þá kemur einnig fram í fréttinni að gæsluvarðhalds verði krafist yfir manninum sem grunaður er um að hafa myrt hjónin.

„Vettvangsrannsókn er enn í gangi en við teljum okkur vera komna með nokkuð skýra mynd af því sem gerðist,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við Austurfrétt. Samkvæmt tilkynningu sem lögreglan birti í morgun, miðar rannsókninni vel.

Kristján Ólafur segir aðspurður hvorki geta tjáð sig um gang skýrslatöku af þeim grunaða, né hvers vegna grunur hafi strax falið á hann.

Það var klukkan 12:35 í gær sem tilkynning barst lögreglu um að eldri hjón hefðu fundist látin í heimahúsi á Norðfirði en ummerki á vettvangi bentu sterklega til saknæms atburðar. Þá strax hófst leit að hinum grunaða og bíl hjónanna sem hann var talinn hafa keyrt. Fannst bifreiðin í Reykjavík og var hinn grunaði handtekinn um klukkan 14.

Líkt á áður kemur fram verðru krafist gæsluvarðhalds yfir honum seinna í dag en lögreglan mun næst veita upplýsingar um atburðina þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verður orðinn ljós.

Hvað finnst þér um að Miklabraut verði sett í jarðgöng?

Umferð á Miklubraut

Í uppfærðum samgöngusáttmála milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins sem kynntur var í fyrradag er greint frá því að til standi að setja Miklubraut í jarðgöng og verða jarðargöngin tæpir þrír kílómetrar á lengd. Sumir telja að þetta sé löngu tímabært með öðrum finnst þetta vera of stór framkvæmd.

Því spyr Mannlif: Hvað finnst þér um að Miklabraut verði sett í jarðgöng?

This poll has ended (since 2 months).
Frábært
63.53%
Skelfilegt
25.10%
Alveg sama
11.37%

Könnun þessar lýkur klukkan 12:00 laugardaginn 24. ágúst.

Bardagamenn Hamas í hörðum átökum við Ísraelsher – Þyrla sótti hermenn á flótta

Vopnaður armur Hamas segir að bardagamenn þeirra hafi „tekið þátt í hörðum átökum“ við ísraelska hermenn sem ruddust inn í suðurhluta Zeitoun-hverfisins og drepið og sært suma þeirra.

Í tilkynningu á Telegram, bættu Qassam-sveitirnar því við að þyrla hefði komið á svæðið og rýmt hermennina.

Í Rafah, í suðurhluta Gaza, réðust bardagamenn á hermenn inni í Kamal Adwan-skólanum í Tal as-Sultan hverfinu með hitaþolnum eldflaugum. Einn hermaður lést og annar slasaðist að sögn bardagamannanna.

Þá réðust þeir einnig á Merkava-skriðdreka Ísraelshers í sama hverfi með al-Yassin 105 eldflaug.

Að minnsta kosti 40.000 Palestínubúa hafa verið myrtir af Ísraelsher frá því að uppreisnarmenn Hamas gerðu mannskæða árás á Ísrael 7. október í fyrra, þar sem 1.139 manns voru myrtir. Um það bil 16.500 börn hafa verið myrt af Ísraelsher á sama tímabili. Þá er meira en 10.000 manns saknað.

Al Jazeera sagði frá málinu.

 

Hundasnyrtir handtekinn fyrir dýraníð – MYNDBAND

Richel Yumar-Gonzalez var handtekinn fyrir að sparka í hund - Mynd: Skjáskot

Hundasnyrtir í Flórída í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í hund.

Hundasnyrtirinn Richel Yumar-Gonzalez hefur verið handtekinn fyrir dýraníð en hann sést á myndbandi sparka ítrekað í lítinn hvítan hund sem heitir Coco. Samkvæmt lögreglunni í Miami, þar sem hann var handtekinn, hefur Yumar-Gonzalez játað verknaðinn og hefur verið rekinn úr starfi sínu sem hundasnyrtir.

Yumar-Gonzalez sagði við lögreglu við yfirheyrslu að hundurinn hafi bitið sig og það hafi orðið til þess að hann missti stjórn á skapi sínu og sparkað í hundinn. Þá sagði hann einnig að glími einnig við ýmsa ótengda erfiðleika í lífinu sínu sem gætu hafað spilað inn í.

Samkvæmt yfirvöldum slasaðist hundurinn ekki illa.

Landverðir vara fólk við Snæfelli: „Það er mikil hætta“

Snæfell. Ljósmynd: Oliagust

Þuríður Skarphéðsinsdóttir, landvörður Vatnajökulsþjóðgarðs í Snæfellsskála, biður fólk um að vera ekki á svæðinu en það hefur snjóað gríðarlega mikið á þar undanfarin sólarhring en daganna þar á undan snjóðaði einnig.

„Við mælumst til að fólk sé ekki hér á ferðinni. Það er mikil hætta á að týna veginum og þá geta myndast ljót för utan vega. Þess utan þá sést Snæfellið ekki. Hér er mjög lágskýjað, þoka og úrkoma,“ sagði Þuríður við Austurfrétt um málið. Hún sagði að allt væri hvítt upp í Snæfelli.

Líklegt þykir miðað við veðurspá að ástandið muni skána fljótlega eftir helgi en samkvæmt yfirliti frá Vegagerðinni eru hálkublettir á Möðrudalsöræfum og slæmt ástand á fleiri fjallvegum. Snæfell er of mörgum talið eitt fallegasta fjall Íslands en það er á mörkun Fljótsdalshrepps og Múlaþings. Fjallavegurinn F910 liggur að Snæfellsskála en sá skáli er í eigu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hópsmit á hálendinu – Björgunarsveitir sóttur veik skólabörn í Emstruskála

Emstruskáli Ljósmynd: Ferðafélag Íslands

Þessa stundina eru björgunarsveitir á Suðurlandi að flytja fjölda ferðamanns sem undanfarinn sólarhring hafa veikst en flestir þeirra hafa dvalið í Emstruskála.

Sunnlenska segir frá málinu en rétt í fyrir miðnætti í gær voru björgunarsveitir kallaðar út vegna hóps skólabarna í Emstruskála í Emstrubotnum. Af 50 manna hóp voru að minnsta kosti 15 börn orðin veik en komið var með skólakrakkana niður á Hvolsvöll um sjö leytið í morgun.

Fram kemur í frétt Sunnlenska að björgunarsveitir hafi varla verið komnar í hús er beiðni um að sækja fleiri veika einstaklinga inn í Emstrur komu. Þá bárust einnig tilkynningar um veikindi í Básum.

Þrjár björgunarsveitir voru þá sendar af stað aftur en það voru Dagrenning á Hvolsvelli, Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum. Þá var tilkynnt um göngumann í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi en sá hafði snúið sig á ökkla og treysti sér ekki til að halda áfram göngunni. Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal sótti manninn.

Uppfærsla:

Samkvæmt Vísi eru börnin sem veikst hafa orðin hátt í 50 talsins en sjö fullorðir einstaklinga hafa einnig veikst í hópnum.

Ari heldur áfram að byggja brúna

Ari Árelíus gaf út nýtt lag í vikunni

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Ari Árelíus – The Bridge
Kött Grá Pjé, Fonetik Simbol – Dauði með köflum
Yung Nigo Drippin’ – Á Þessu
Númi – Drop of Light
Harpa Dís – Ennþá





Ævareiðir vegna Ásmundar

Framsóknarmenn eru ævareiðir vegna þess sem þeir telja árásir á Ásmund Einar Daðason, ráðherra grunnskóla. Ásmundur Einar situr undir því ámæli að bera ábyrgð á því að grunnskólakerfið er nánast í upplausn og stefnuleysi ráðandi þar sem litið er til mælinga á árangri skólabarna. Nú síðast sendi Salvör Nordal, umboðsmaður barna, frá sér yfirlýsingu um að ástandið væri í senn óafsakanlegt og óviðundandi.

Sjálfstæðismenn hafa verið iðnir við þann kola að gagnrýna Ásmund Einar. Þar er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra sögð vera framarlega í flokki. Þetta þykir framsóknarmönnum ekki vera góð pólitík þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengst allra flokka leitt menntamálaráðuneytið undanfarna áratugi. Enginn sanngirni sé í því að henda Ásmundi undir vagninn. Nú er svo komið að lítt dulið hatrið á milli sjálfstæðismanna og vinstrigrænna hverfur í skuggann af reiðinni vegna grunnskólamála Ásmundar Einars.

Einhver hefði talið að ekki væri ábætandi óyndið innan ríkisstjórnarinnar …

Skuggi sorgar yfir Norðfirði eftir að hjón létust – Áfallahjálp vegna tveggja harmleikja í vikunni

Hörmungar hafa dunið á Norðfirðingum undanfarna daga. Mynd: Fjarðabyggð.

Áfallamiðstöð verður opnuð í dag á Neskaupsstað vegna hjónanna sem féllu fyrir hendi manns sem nú er í varðhaldi. Fráfall hjónanna er annar sorgarviðburðurinn í vikunni. Ungur Norðfirðíngur lést af voðaskoti á gæsaveiðum á þriðjudag. Skuggi sorgar hvílir yfir bænum.

Í gærkvöld var haldin minningarstund í Norðfjarðarkirkju um manninn sem lést í slysinu. Söfnun er hafin til að styðja fjölskyldu hans.

„Þetta var fjölsótt og verulega falleg minningarstund sem Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson leiddu. Í lok hennar var ljós vonar tendrað og fólk minnt á að sýna kærleik og hlýju í samfélaginu á Austurlandi. Prestarnir bættu því við að kertin væru líka tendruð fyrir atburði dagsins,“ hefur Austurfrétt eftir Jóni Birni Hákonarsyni, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Áfallahjálp var veitt í safnaðarheimilinu eftir minningarathöfnina.

Árásarmaðurinn í máli hjónanna lagði á flótta úr bænum eftir atburðinn á heimili þeirra. Hann er heimamaður en ekki tengdur hjónunum að öðru leyti. Hann notaði bíl hjónanna og ók til Reykjavíkur þar sem hann var handtekinn í gærdag. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi játað á sig verknaðinn.

 

Hraunið rennur að Litla-Skógfelli – Skjálftum fækkar og Grindavík er ekki í hættu vegna eldgossins

Eldgosið' séð frá Reykjavík í gærkvöld. Mynd: Róbert Reynisson.

Skjálftavirkni hefur snarminnkað eftir að gos hófst við Sýlingafell. Mjög hefur dregið úr skjálftavirkni eftir að ný sprunga opnaðist í nótt við norðurenda gossprungunnar sem opnaðist við Sýlingarfell í gærkvöldi. Hraun úr nýju sprungunni rennur í átt að Litla-Skógfelli. Grindavík er ekki í hættu þar sem hraunið rennur ekki að bænum.

Hagt er eftir Sigríði Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands að aflögun haldi áfram norðan við nýju sprunguna. Það gæti bent til að kvika væri enn að finna sér leið í jarðskorpunni.

Gosið var tilkomumikið í gærkvöld og mikið sjónarspil fyrir flugfarþega sem áttu leið um við upphaf þess en smám saman hefur dregið úr kraftinum og virðist gosið aðeins vera í meðlalagi og ekki ógna innnviðum á þessu stigi.

Kafbátaárásin á Fróða ÍS 454: „Strákar, þið verðið að koma upp, það eru særðir menn upp á dekki“

Fróði ÍS 454

Þriðjudagsmorguninn 11. mars árið 1941 var línuveiðarinn Fróði ÍS 454 á leið frá Þingeyri til Englands með ísuvarinn fisk. Ellefu manna áhöfn skipsins var grunlaus um að þýski kafbáturinn U-74 lá í leyni undir yfirborðinu og beið átektar. Klukkutíma seinna voru fimm áhafnarmeðlimir látnir eftir miskunarlausa árás kafbátaforingjans Eitel-Friedrich Kentrats.

Árásin var gerð án fyrirvara um morguninn er skipið var um 200 mílur suð-suðaustur af Vestmannaeyjum og þegar henni lauk, um klukkustund síðar, lágu fimm áhafnarmeðlimir í valnum, þar á meðal skipstjóri Fróða.

Alls létust að minnsta kosti 159 Íslendingar af orsökum sem tengjast seinni heimstyrjöldinni en hæst fer talan upp í 229 en þetta hefur ekki verið rannsakað til hlýtar samkvæmt Vísindavefnum. Þar kemur einnig fram að eina ástæða þess að Fróða var ekki sökkt af nasistum hafi verið ótti kafbátaforingjans Eitel-Friedrich Kentrats á kafbátnum U-74, að skipið væri einungis tálbeita í gildru andstæðinga sinna.

Sverrir Torfason var matsveinn á Fróða og einn þeirra sem lifðu árásina af. Sverrir sagði Alþýðublaðinu frá árásinni rétt eftir að hún var gerð og því enn í fersku minni. Hér fyrir neðan má lesa frásögn hans en neðst má sjá ljósmyndir af þeim sem féllu:

Árás kafbátsins á Fróða stóð í heila klukkustund.

Þá var hann búinn að eyðileggja allt ofan þilja á línuveiðaranum og kveikja í skipinu.

Frásögn eins af þeim, sem af komst.

KAFBÁTURINN var búinn að lóna kringum okkar í klukkutíma, og skjóta á okkur bæði úr fallbyssum og hríðskotabyssum, eyðileggja allt ofan þilfars og kveykja í skipinu, þegar árásinni var hætt“, sagði Sverrir Torfason matsveinn á Fróða í viðtali við Alþýðublaðið í morgun. „Og sennilega hefir kafbáturinn þá haldið, að úti væri um skipið, ekki þyrfti fleiri skotum á það að eyða og þess vegna farið“.

Árásin var gerð fyrirvaralaust á þriðjudagsmorguninn, þegar skipið var statt um 200 mílur suð-suðaustur af Vestmannaeyjum. Eins og áður var frá skýrt hér í blaðinu fórust fimm menn, en sá sjötti særðist. Um nánari tildrög skýrir Sverrir Torfason svo frá: — Ég var vakinn laust fyrir klukkan sex á þriðjudagsmorguninn og sagt, að árás væri hafin á skipið. Fyrst hélt ég, að um flugvélaárás væri að ræða, en það kom seinna í ljós, hvers kyns var.

Ég var dálitla stund að komast í fötin og útbúa mig í björgunarbát. En meðan á því stóð heyrði ég skotdyn og bresti. Það mun hafa verið fallbyssukúlan, sem mölbraut brúna. Auk þess heyrði ég stöðugt skot úr hríðskotabyssum. Tveir hásetar, Gísli Guðmundsson og Guðmundur Stefánsson féllu stjórnborðsmegin í brúnni en stýrimaðurinn, Sigurður Jörundsson, féll í „bestik“- húsinu. Rétt á eftir fór skipstjórinn aftur á bátapall, og ætlaði að setja bátinn á flot og var bróðir hans, Steinþór Árnason, þar með honum. Var þá skotið úr hríðskotabyssum á bátapallinn og fór báturinn við það í tvennt. Ég hafði farið tvisvar upp á þilfar, en hörfaði undir þiljur aftur vegna skothríðarinnar.  Sveinbjörn Davíðsson, 1. vélstjóri, fór inn í klefa sinn, til þess að ná sér í jakka, en í sama bili fékk hann skot í báða handleggina. Rétt á eftir heyrir Sveinbjörn, að skipstjórinn kallar: „Ég er særður“. Kallar þá Sveinbjörn til mín og 2. kyndara: „Strákar, þið verðið að koma upp, það eru særðir menn upp á dekki“. Hljóp ég þá upp og hitti einn hásetann. Fórum við til skipstjórans og bárum hann niður í káetu. Því næst fórum við upp aftur og fundum Steinþór Árnason bakborðsmegin á dekkinu og hafði hann dottið niður af bátapallinum, þegar hann fékk áverkann. Bárum við hann líka niður í káetu. Fórum við, sem eftir vorum uppi standandi, að reyna að hlynna að hinum særðu. Var Steinþór heitinn með óráði, en skipstjórinn með rænu. Var nú kominn ofurlítill léki að skipinu, en ekki hættulegur. Spurðum við skipstjórann ráða og sagði hann okkur að stefna í norð-norðvestur.

Nokkru seinna sáum við skip nálgast okkur. Var það Skaftfellingur. Báðum við hann að senda skeyti til Vestmannaeyja 0g biðja um aðstoð handa okkur. Var sent leitarsveit þaðan á móti okkur, en við fórum á mis við það í fyrrinótt. i fyrrinótt var farið að draga af skipstjóranum, en Steinþór var látinn. Þegar skipstjórinn sá að hverju fór kallaði hann til sín hásetann, sem eftir var, og fól honum að koma skipinu til lands. Andaðist skipstjórinn kl. 9 um morguninn.  Um klukkan tíu í gærmorgun komum við til Eyja.  Þegar Fróði lagðist að bryggju var þar fyrir fjöldi fólks, og stóðu brezkir hermenn þar heiðursvörð. Byrjaði landgönguathöfnin á því, að lúðraflokkur lék sorgarlög, en skátar lögðu líkin á flutningabíla. Sjópróf verða haldin í Vestmannaeyjum í dag. Línuveiðarinn Fróði er byggður árið 1922, en kom hingað til lands árið 1924. Eigandi hans er Þorsteinn Eyfirðingur. Fróði er 123 smálestir að stærð.

 

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs fjórða janúar á þessu ári.

Fann ástina á ný eftir fráfall eiginkonu sinnar: „Svona er nú lífið“

Þormóður og Þóra. Mynd: Skjáskot af eirikurjonsson.is.

Ástin er skemmtileg og hægt að tengja allt gott við hana er lífið hefur upp á að bjóða; það veit fréttahaukurinn Eiríkur Jónsson manna, kvenna og kvára best.

Eiríkur Jónsson.

Hann þekkir ást. Hann er ást. Hann skrifar um ást:

„„Svona er nú lífið,“ segir athafnamaðurinn Þormóður Jónsson (63) sem hefur fundið ástina á ný eftir fráfall eiginkonu sinnar fyrir nokkrum misserum.“

Eiríkur bætir því við að „ástin heitir Þóra Björk Scram (61), listakona og systir Kára Schram kvikmyndagerðarmanns m.m. Þormóður er bróðir Baldvins Jónssonar tengdaföður Bjarna Ben.“

Takk Eiríkur, takk.

„Fyrir okkur sem munum dálítið langt aftur í pólitík er þetta tær steingrímska“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason kann að munda pennann og er með stálminni, líkt og þessi orð bera glögglega með sér.

„Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði eitt sinn eitthvað á þá leið að hefðbundin efnahagslögmál giltu ekki á Íslandi. Þetta vakti að vonum athygli.“

Steingrímur Hermannsson.

Egill fann í gær samsvörun við orð Steingríms heitins í orðum núverandi formanns Framsóknarflokksins – Sigurðar Inga Jóhannssonar – sem er einnig fjármála- og efnahagsráðherra.

Orðin Egils:

Sigurður Ingi Jóhannsson.

„Í gær sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og núverandi formaður Framsóknarflokksins, að há verðbólga væri í DNA okkar Íslendinga. Fyrir okkur sem munum dálítið langt aftur í pólitík er þetta tær steingrímska.“

Vitni lýsa fjöldamorðinu í al-Tabin skólanum sem martröð: „Hver mun kalla mig „mömmu Sumaya núna?“

Vitni að fjöldamorði Ísraelshers í al-Tabin skólanum á Gaza þann 10. ágúst síðstliðinn, sem „dómsdag“. Um það bil hundrað létust í árásinni, flest konur og börn.

Fréttastofan Al Jazeera birti í dag viðtöl við vitni af því blóðbaði sem Ísraelsher stóð fyrir morguninn 10. ágúst síðastliðinn þegar um 100 konur, börn og gamalmenni voru drepin með bandarískum vopnum í al-Tabin skólanum á Gaza, þar sem fjölmargir Palestínubúar á flótta höfðu leitað skjóls í. Árásin var gerð eldsnemma að morgni, þegar karlmennirnir voru að neðri hæð hússins við bænir en sprengjuárásin var gerð á efri hæðina, þar sem konurnar, börnin og gamalmennin voru.

Sumaya Abu Ajwa missti stjúpdætur sínar tvær, sem hún hefur alið upp sem sínar eigin dætur. „Ryk og eldur umlék allt. Þetta var eins og dómsdagur. Ég byrjaði að leita að stelpunum, ég fann þá yngri. Ég tók hana í fangið og blóðið úr henni rennbleytti fötin mín,“ sagði hún grátandi við fréttamann Al Jazeera. Og hélt áfram: „Ég fór svo aftur inn í eldinn að leita að hinni dóttur minni. Þegar ég fann hana svo sá ég að líkami hennar var rifinn í tvennt.“ Sumaya sagði að stelpurnar hefðu verið dæturnar sem hún gat aldrei eignast. „Hver mun kalla mig „mömmu Sumaya núna?“ Ég þrái að heyra þessi orð meira en nokkuð annað.“

Suzan Al-Basyouni varð einnig vitni að hryllingnum: „Vettvangur fjöldamorðsins er greyptur inn í heilann á mér. Eins og ég hafi verið í hryllingsmynd. Ég var að leita að eiginmanni mínum innan um líkamsleifar og rústir. Á meðan ég leitaði hans steig ég á sundurlimaða líkama en sumir þeirra voru, án þess að ég áttaði mig á því, vinir mínir.“ Suzan mundi að eiginmaðurinn hefði verið klæddur í bláa skyrtu en sagðist ekki hafa geta greint liti í sundur vegna reyks, rústa og blóðs. „Að lokum fundum við manninn minn drepinn. Hann hafði misst báðar lappirnar og kviðurinn hafði rifnað upp.“

Hassan Al-Daaya, starfsmaður líkhúss á Gaza sagði fjöldamorðið 10. ágúst öðruvísi en oft áður. „Þetta fjöldamorð var öðruvísi, vegna fjölda látinna og gríðarlegs fjölda brenndra líka og sundurlimaðra. Við gátum ekki grein einn útlim frá öðrum. Hver átti þessa hönd? Hver átti þennan fót?“

Blaðamaðurinn Mo´Tasem Abu Asr lýsti vettvangi glæpsins sem Ragnarökum. „Ég sá atriði beint frá Ragnarökum. Enn þann dag í dag get ég ekki gleymt lyktinni sem ég fann þar.“

Blaðamaður Al Jazeera, Anas Al-Sharif tók í sama streng: „Það er erfitt að komast yfir þær sýnir sem blasti þar við. Ég sé þær bæði í vöku og draumi. Þegar ég kom á vettvang varð ég fyrir svo miklu áfalli að ég gat ekki komið upp orði í dágóðan tíma. Ég vissi ekki hvað ég gæti sagt. Ég sá stúlku kveðja föður sinn sem hafði brunnið lifandi.“

Mo´Men Salmi, starfsmaður almannavarna á Gaza hafði svipaða sögu að segja. „Eldurinn gleypti fórnarlömbin. Þau náðu ekki að slökkva í sér, vegna þess að mörg þeirra höfðu misst útlimi sína. Engin manneskja á að verða vitni að slíkri sjón.“

Annar starfsmaður almannavarna, Noah Al-Sharnoubi lýsti þessu sem martröð. „Mér leið eins og ég væri í martröð þar sem líkin stöfluðust upp alls staðar. Ég byrjaði að missa stjórn á mér og gat ekki lyft líkunum eða hjálpað þeim særðu. Ég gat ekki sofið í þrjá daga eftir blóðbaðið. Sýnirnar halda áfram að birtast í huga mér. Þetta var ekki bara fjöldamorð, þetta var þjóðarmorð gegn fólki á vergangi, sem leitaði skjóls í skóla. Fórnarlömbin voru öll eldri borgarar, börn og konur.“

Hér má sjá myndskeið Al Jazeera en fólk með sál er varað við myndefninu.

 

Norðfirðingar eru í áfalli að sögn forseta bæjarstjórnar: „Þetta er bara hræðilegur harmleikur“

Neskaupstaður - Mynd: Wikipedia

Norðfirðingar eru í áfalli að sögn forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, eftir að eldri hjón fundust látin í bænum í nótt.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggðar, segir samfélagið í Neskaupstað í algjöru áfalli vegna harmleiksins sem varð í bænum í nótt er eldri hjón fundust látin en grunur er um að andlátið hafi borið með saknæmum hætti en maður var handtekinn á þriðja tímanum í dag í Reykjavík en hann er grunaður um að vera valdur að dauða hjónanna.

„Þetta er bara hræðilegur harmleikur. Og hugur manns er hjá öllum þeim sem hafa um sárt að binda núna og jafnframt vegna slyssins sem varð fyrr í vikunni,“ sagði Jón Björn í samtali við Mannlíf og átti þá við hið hörmulega banaslys varð er voðaskot hæfði ungan veiðimann fyrir austan. Jón Björn hélt áfram: „Og nú ríður á að við sem samfélag, hvort sem það sé í Fjarðabyggð eða landinu öllu, stöndum við þétt saman og höldum utan um fólkið okkar. Þegar eitthvað eins og svona gerist þá vitum við það að við stöndum sem einn maður, nú þjöppum við okkur saman og höldum utan um okkur öll.“

Harmleikur í Neskaupstað – Einn handtekinn í tengslum við andlát eldri hjóna

Svavar mun meðal annars verða sýslumaður Neskaupsstaðar

Karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að andláti eldri hjóna sem fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað í nótt.

Hvernig andlátið bar að hefur ekki fengist staðfest en lögreglan leitaði eins manns vegna þess en samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV tók maðurinn bíl hjónanna í nótt.

Samkvæmt heimildum Mannlífs mætti sérsveitin á Norðfjörð á fjórða tímanum í dag vegna málsins en viðbúnaður var á Snorrabraut í Reykjavík í dag en lögreglan lokaði umferð við Eiríksgötu á þriðja tímanum. Einn var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar samkvæmt RÚV en sá aðili tengist málinu á Norðfirði.

Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á Austurlandi klukkan 15:18:

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi á Norðfirði. Tveir hafa verið úrskurðaðir látnir. Einn verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Ekki er grunur um að fleiri tengist málinu.

Grímuklæddir byssumenn sátu fyrir bílstjóra á bensínstöð og myrtu hann – MYNDBAND

Harmleikur í Los Angeles - Mynd: Skjáskot

Lögreglan í Los Angeles hefur birt myndband af hræðilegri skotárás sem átti sér stað í fyrra,

Myndbandið sýnir hvíta jeppa keyra inn á bílastæði hjá bensínstöð. Úr jeppanum koma svo tveir vopnaðir og grímuklæddir menn. Annar þeirra hleypur að bíl sem er lagt bensíndælu og skýtur bílstjórann ítrekað. Hinn maðurinn skýtur á annan mann sem er kom út úr bensínstöðinni. Mennirnir hlaupa svo aftur inn í hvíta jeppann og bruna í burtu. Allt þetta tók aðeins nokkrar sekúndur. Lögreglan telur að glæpamennirnir hafi vitað að fórnarlömb sín hafi verið á bensínstöðinni og þetta hafi ekki verið handahófskenndur glæpur.

Í árásinni lést maður að nafni Marquette Scott en hann var 32 ára gamall. Lögreglan hefur ekki neinn undir grun þrátt fyrir að tæpar 7 milljónir króna séu í boði fyrir upplýsingar sem leiða til þess að málið upplýsist.

Vonast er til að birting myndbandsins muni leiða til nýrra vísbendinga eða vitna í málinu.

Vitringarnir þrír seldu upp á mettíma í morgun: „Við ætlum að færa ykkur grín, grúv og gæsahúð”

Vitringarnir 3. Ljósmynd: Aðsend

Það vakti mikla athygli þegar jólaauglýsing með þeim Friðriki Ómari, Eyþóri Inga og Jógvan Hansen birtist í kosningasjónvarpinu þann 1. júní síðastliðinn á Rúv en þeir kalla sig Vitringana þrjá og munu stíga saman á svið í desember í Hörpu og Hofi. Það seldist upp á allar fyrirhugaðar sýningar á mettíma í morgun  en þeir félagar hafa nú bætt við fleiri sýningum vegna gríðarlegrar eftirspurnar.

„Maður rennur náttúrulega alltaf blint í showin þegar maður startar nýju verkefni en við höfðum trú á þessu strax í upphafi. Svo þarf bara dass af kjarki þor og kýla svo á það. Við ætlum að færa ykkur grín, grúv og gæsahúð,”  segir Eyþór Ingi kátur í bragði.

„Jólamarkaðurinn þegar það kemur að tónleikum hefur verið að breytast sl. ár og okkur fannst við geta sett saman hina fullkomnu skemmtun fyrir alla í desember. Við ætlum að skemmta fólki.” segir Jógvan Hansen.

„Mig langaði til að breyta til eftir jólatörnina mína í fyrra en ég hef verið með jólatónleika frá árinu 2015 sem heita „Heima um jólin.” Það var frábært ævintýri en mér fannst tími til komin að skipta um gír.  Það lá í augum uppi fyrir mér að hefja samstarf við Eyþór og Jógvan. Við erum vinir og það verður gaman að deila þessum tíma og þessari upplifun með þeim,” segir Friðrik Ómar.

Aukasýningar er komnar í sölu bæði í Hörpu og Hofi og stendur forsalan yfir til miðnættis í kvöld á www.vitringarnir3.is 

 

Svava tekur við Samfés – 25 sóttu um

Svava Gunnarsdóttir tekur við Samfés - Mynd: Samfés

Svava Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Samfés en hún tekur við af Friðmeyju Jónsdóttur.

Í tilkynningu frá félagssamtökunum segir að Svava hafi unnið á vettvangi félagsmiðstöðva frá árinu 2009 og hafi einnig mikla reynslu af starfi og sögu Samfés frá árunum 2012-2020 sem meðstjórnandi, varaformaður og loks formaður samtakanna. Svava er með BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og viðbótardiplómu í afbrotafræði með áherslu á ungmenni. Þá var hún formaður nemendafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti þegar hún var í framhaldsskóla.

Svava hefur störf sem framkvæmdastjóri í október en alls bárust 25 umsóknir um stöðuna.

Samfés eru landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi og hafa þau verið starfrækt síðan árið 1985 og gegna samtökin lykilhlutverki í félagslífi margra ungmenna á landinu.

Andri Snær gagnrýnir verkfræðinga og hönnuðu Íslands: „Skortir alla næmni og mennsku“

Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýnir íslenska verkfræði og hönnun í nýrr færslu á Facebook.

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Andri Snær Magnason segir íslenska hönnun og verkfræði skorta næmni og mennsku. Í nýrri færslu á Facebook viðrar Andri Snær þá skoðun sína að Reykjanesbrautin ofan í Kópavogsdalinn, framhjá Smáralind, sé „ljótasti staður á Íslandi“ og að Skeifan sé „paradís miðað við hana“.

Færslan hefst með eftirfarandi hætti:

„Ljótasti staður á Íslandi er Reykjanesbrautin ofan í Kópavogsdalinn framhjá Smáralind, Skeifan er paradís miðað við hana. Hér væri mjög þakklátt ef einhver færi í skógræktarátak til að gera þetta umhverfi einhvernveginn bærilegt. Það er eitthvað í íslenskri hönnun/ verkfræði sem skortir alla næmni og mennsku. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur og hvar rótin er. Allt ágætt fólk en getur einhvernveginn ekki raðað hlutum saman á fallegan hátt.“

Í seinni hluta færslunnar segist Andri Snær vera með lausnina við leiðindunum.

„Nýjar byggingar gleðja ekki, verslunarhús eru skemmur og núna taka hús líka burt himinninn. Það er leiðinlegt að vera ekki sáttur við samtímann. Tré í borginni eru eina lausnin. Bara tré meðfram öllum götum og umferðareyjum. Á Reykjanesbraut er örlítill kafli bærilegur í mislægu gatnamótunum við Stekkjarbaka, eilítið áhugaverð form og runni sem hylur vegriðin en eins og hugmyndin hafi ekki verið kláruð. Þarna þarf að planta eins mörgum trjám og hægt er. Plássið er nægt. Bara planta planta.“

Krafist gæsluvarðhalds yfir manni á fimmtugsaldri – Skýr mynd komin á morðin í Neskaupstað

Neskaupstaður

Krafist verður gæsluvarðhalds yfir manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um að vera valdur að andláti hjóna á áttræðisaldri í Neskaupstað í gær. Lögreglan er komin með nokkuð skýra mynd á atburðarásina.

Nokkuð skýr mynd er komin á atburðina sem varð til þess að eldri hjón fundust látin í íbúð sinni á Norðfirði í gær. Þetta hefur Austurfrétt eftir lögreglunni á Austurlandi. Þá kemur einnig fram í fréttinni að gæsluvarðhalds verði krafist yfir manninum sem grunaður er um að hafa myrt hjónin.

„Vettvangsrannsókn er enn í gangi en við teljum okkur vera komna með nokkuð skýra mynd af því sem gerðist,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við Austurfrétt. Samkvæmt tilkynningu sem lögreglan birti í morgun, miðar rannsókninni vel.

Kristján Ólafur segir aðspurður hvorki geta tjáð sig um gang skýrslatöku af þeim grunaða, né hvers vegna grunur hafi strax falið á hann.

Það var klukkan 12:35 í gær sem tilkynning barst lögreglu um að eldri hjón hefðu fundist látin í heimahúsi á Norðfirði en ummerki á vettvangi bentu sterklega til saknæms atburðar. Þá strax hófst leit að hinum grunaða og bíl hjónanna sem hann var talinn hafa keyrt. Fannst bifreiðin í Reykjavík og var hinn grunaði handtekinn um klukkan 14.

Líkt á áður kemur fram verðru krafist gæsluvarðhalds yfir honum seinna í dag en lögreglan mun næst veita upplýsingar um atburðina þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verður orðinn ljós.

Hvað finnst þér um að Miklabraut verði sett í jarðgöng?

Umferð á Miklubraut

Í uppfærðum samgöngusáttmála milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins sem kynntur var í fyrradag er greint frá því að til standi að setja Miklubraut í jarðgöng og verða jarðargöngin tæpir þrír kílómetrar á lengd. Sumir telja að þetta sé löngu tímabært með öðrum finnst þetta vera of stór framkvæmd.

Því spyr Mannlif: Hvað finnst þér um að Miklabraut verði sett í jarðgöng?

This poll has ended (since 2 months).
Frábært
63.53%
Skelfilegt
25.10%
Alveg sama
11.37%

Könnun þessar lýkur klukkan 12:00 laugardaginn 24. ágúst.

Bardagamenn Hamas í hörðum átökum við Ísraelsher – Þyrla sótti hermenn á flótta

Vopnaður armur Hamas segir að bardagamenn þeirra hafi „tekið þátt í hörðum átökum“ við ísraelska hermenn sem ruddust inn í suðurhluta Zeitoun-hverfisins og drepið og sært suma þeirra.

Í tilkynningu á Telegram, bættu Qassam-sveitirnar því við að þyrla hefði komið á svæðið og rýmt hermennina.

Í Rafah, í suðurhluta Gaza, réðust bardagamenn á hermenn inni í Kamal Adwan-skólanum í Tal as-Sultan hverfinu með hitaþolnum eldflaugum. Einn hermaður lést og annar slasaðist að sögn bardagamannanna.

Þá réðust þeir einnig á Merkava-skriðdreka Ísraelshers í sama hverfi með al-Yassin 105 eldflaug.

Að minnsta kosti 40.000 Palestínubúa hafa verið myrtir af Ísraelsher frá því að uppreisnarmenn Hamas gerðu mannskæða árás á Ísrael 7. október í fyrra, þar sem 1.139 manns voru myrtir. Um það bil 16.500 börn hafa verið myrt af Ísraelsher á sama tímabili. Þá er meira en 10.000 manns saknað.

Al Jazeera sagði frá málinu.

 

Hundasnyrtir handtekinn fyrir dýraníð – MYNDBAND

Richel Yumar-Gonzalez var handtekinn fyrir að sparka í hund - Mynd: Skjáskot

Hundasnyrtir í Flórída í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í hund.

Hundasnyrtirinn Richel Yumar-Gonzalez hefur verið handtekinn fyrir dýraníð en hann sést á myndbandi sparka ítrekað í lítinn hvítan hund sem heitir Coco. Samkvæmt lögreglunni í Miami, þar sem hann var handtekinn, hefur Yumar-Gonzalez játað verknaðinn og hefur verið rekinn úr starfi sínu sem hundasnyrtir.

Yumar-Gonzalez sagði við lögreglu við yfirheyrslu að hundurinn hafi bitið sig og það hafi orðið til þess að hann missti stjórn á skapi sínu og sparkað í hundinn. Þá sagði hann einnig að glími einnig við ýmsa ótengda erfiðleika í lífinu sínu sem gætu hafað spilað inn í.

Samkvæmt yfirvöldum slasaðist hundurinn ekki illa.

Landverðir vara fólk við Snæfelli: „Það er mikil hætta“

Snæfell. Ljósmynd: Oliagust

Þuríður Skarphéðsinsdóttir, landvörður Vatnajökulsþjóðgarðs í Snæfellsskála, biður fólk um að vera ekki á svæðinu en það hefur snjóað gríðarlega mikið á þar undanfarin sólarhring en daganna þar á undan snjóðaði einnig.

„Við mælumst til að fólk sé ekki hér á ferðinni. Það er mikil hætta á að týna veginum og þá geta myndast ljót för utan vega. Þess utan þá sést Snæfellið ekki. Hér er mjög lágskýjað, þoka og úrkoma,“ sagði Þuríður við Austurfrétt um málið. Hún sagði að allt væri hvítt upp í Snæfelli.

Líklegt þykir miðað við veðurspá að ástandið muni skána fljótlega eftir helgi en samkvæmt yfirliti frá Vegagerðinni eru hálkublettir á Möðrudalsöræfum og slæmt ástand á fleiri fjallvegum. Snæfell er of mörgum talið eitt fallegasta fjall Íslands en það er á mörkun Fljótsdalshrepps og Múlaþings. Fjallavegurinn F910 liggur að Snæfellsskála en sá skáli er í eigu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hópsmit á hálendinu – Björgunarsveitir sóttur veik skólabörn í Emstruskála

Emstruskáli Ljósmynd: Ferðafélag Íslands

Þessa stundina eru björgunarsveitir á Suðurlandi að flytja fjölda ferðamanns sem undanfarinn sólarhring hafa veikst en flestir þeirra hafa dvalið í Emstruskála.

Sunnlenska segir frá málinu en rétt í fyrir miðnætti í gær voru björgunarsveitir kallaðar út vegna hóps skólabarna í Emstruskála í Emstrubotnum. Af 50 manna hóp voru að minnsta kosti 15 börn orðin veik en komið var með skólakrakkana niður á Hvolsvöll um sjö leytið í morgun.

Fram kemur í frétt Sunnlenska að björgunarsveitir hafi varla verið komnar í hús er beiðni um að sækja fleiri veika einstaklinga inn í Emstrur komu. Þá bárust einnig tilkynningar um veikindi í Básum.

Þrjár björgunarsveitir voru þá sendar af stað aftur en það voru Dagrenning á Hvolsvelli, Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum. Þá var tilkynnt um göngumann í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi en sá hafði snúið sig á ökkla og treysti sér ekki til að halda áfram göngunni. Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal sótti manninn.

Uppfærsla:

Samkvæmt Vísi eru börnin sem veikst hafa orðin hátt í 50 talsins en sjö fullorðir einstaklinga hafa einnig veikst í hópnum.

Ari heldur áfram að byggja brúna

Ari Árelíus gaf út nýtt lag í vikunni

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Ari Árelíus – The Bridge
Kött Grá Pjé, Fonetik Simbol – Dauði með köflum
Yung Nigo Drippin’ – Á Þessu
Númi – Drop of Light
Harpa Dís – Ennþá





Ævareiðir vegna Ásmundar

Framsóknarmenn eru ævareiðir vegna þess sem þeir telja árásir á Ásmund Einar Daðason, ráðherra grunnskóla. Ásmundur Einar situr undir því ámæli að bera ábyrgð á því að grunnskólakerfið er nánast í upplausn og stefnuleysi ráðandi þar sem litið er til mælinga á árangri skólabarna. Nú síðast sendi Salvör Nordal, umboðsmaður barna, frá sér yfirlýsingu um að ástandið væri í senn óafsakanlegt og óviðundandi.

Sjálfstæðismenn hafa verið iðnir við þann kola að gagnrýna Ásmund Einar. Þar er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra sögð vera framarlega í flokki. Þetta þykir framsóknarmönnum ekki vera góð pólitík þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengst allra flokka leitt menntamálaráðuneytið undanfarna áratugi. Enginn sanngirni sé í því að henda Ásmundi undir vagninn. Nú er svo komið að lítt dulið hatrið á milli sjálfstæðismanna og vinstrigrænna hverfur í skuggann af reiðinni vegna grunnskólamála Ásmundar Einars.

Einhver hefði talið að ekki væri ábætandi óyndið innan ríkisstjórnarinnar …

Skuggi sorgar yfir Norðfirði eftir að hjón létust – Áfallahjálp vegna tveggja harmleikja í vikunni

Hörmungar hafa dunið á Norðfirðingum undanfarna daga. Mynd: Fjarðabyggð.

Áfallamiðstöð verður opnuð í dag á Neskaupsstað vegna hjónanna sem féllu fyrir hendi manns sem nú er í varðhaldi. Fráfall hjónanna er annar sorgarviðburðurinn í vikunni. Ungur Norðfirðíngur lést af voðaskoti á gæsaveiðum á þriðjudag. Skuggi sorgar hvílir yfir bænum.

Í gærkvöld var haldin minningarstund í Norðfjarðarkirkju um manninn sem lést í slysinu. Söfnun er hafin til að styðja fjölskyldu hans.

„Þetta var fjölsótt og verulega falleg minningarstund sem Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson leiddu. Í lok hennar var ljós vonar tendrað og fólk minnt á að sýna kærleik og hlýju í samfélaginu á Austurlandi. Prestarnir bættu því við að kertin væru líka tendruð fyrir atburði dagsins,“ hefur Austurfrétt eftir Jóni Birni Hákonarsyni, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Áfallahjálp var veitt í safnaðarheimilinu eftir minningarathöfnina.

Árásarmaðurinn í máli hjónanna lagði á flótta úr bænum eftir atburðinn á heimili þeirra. Hann er heimamaður en ekki tengdur hjónunum að öðru leyti. Hann notaði bíl hjónanna og ók til Reykjavíkur þar sem hann var handtekinn í gærdag. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi játað á sig verknaðinn.

 

Hraunið rennur að Litla-Skógfelli – Skjálftum fækkar og Grindavík er ekki í hættu vegna eldgossins

Eldgosið' séð frá Reykjavík í gærkvöld. Mynd: Róbert Reynisson.

Skjálftavirkni hefur snarminnkað eftir að gos hófst við Sýlingafell. Mjög hefur dregið úr skjálftavirkni eftir að ný sprunga opnaðist í nótt við norðurenda gossprungunnar sem opnaðist við Sýlingarfell í gærkvöldi. Hraun úr nýju sprungunni rennur í átt að Litla-Skógfelli. Grindavík er ekki í hættu þar sem hraunið rennur ekki að bænum.

Hagt er eftir Sigríði Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands að aflögun haldi áfram norðan við nýju sprunguna. Það gæti bent til að kvika væri enn að finna sér leið í jarðskorpunni.

Gosið var tilkomumikið í gærkvöld og mikið sjónarspil fyrir flugfarþega sem áttu leið um við upphaf þess en smám saman hefur dregið úr kraftinum og virðist gosið aðeins vera í meðlalagi og ekki ógna innnviðum á þessu stigi.

Kafbátaárásin á Fróða ÍS 454: „Strákar, þið verðið að koma upp, það eru særðir menn upp á dekki“

Fróði ÍS 454

Þriðjudagsmorguninn 11. mars árið 1941 var línuveiðarinn Fróði ÍS 454 á leið frá Þingeyri til Englands með ísuvarinn fisk. Ellefu manna áhöfn skipsins var grunlaus um að þýski kafbáturinn U-74 lá í leyni undir yfirborðinu og beið átektar. Klukkutíma seinna voru fimm áhafnarmeðlimir látnir eftir miskunarlausa árás kafbátaforingjans Eitel-Friedrich Kentrats.

Árásin var gerð án fyrirvara um morguninn er skipið var um 200 mílur suð-suðaustur af Vestmannaeyjum og þegar henni lauk, um klukkustund síðar, lágu fimm áhafnarmeðlimir í valnum, þar á meðal skipstjóri Fróða.

Alls létust að minnsta kosti 159 Íslendingar af orsökum sem tengjast seinni heimstyrjöldinni en hæst fer talan upp í 229 en þetta hefur ekki verið rannsakað til hlýtar samkvæmt Vísindavefnum. Þar kemur einnig fram að eina ástæða þess að Fróða var ekki sökkt af nasistum hafi verið ótti kafbátaforingjans Eitel-Friedrich Kentrats á kafbátnum U-74, að skipið væri einungis tálbeita í gildru andstæðinga sinna.

Sverrir Torfason var matsveinn á Fróða og einn þeirra sem lifðu árásina af. Sverrir sagði Alþýðublaðinu frá árásinni rétt eftir að hún var gerð og því enn í fersku minni. Hér fyrir neðan má lesa frásögn hans en neðst má sjá ljósmyndir af þeim sem féllu:

Árás kafbátsins á Fróða stóð í heila klukkustund.

Þá var hann búinn að eyðileggja allt ofan þilja á línuveiðaranum og kveikja í skipinu.

Frásögn eins af þeim, sem af komst.

KAFBÁTURINN var búinn að lóna kringum okkar í klukkutíma, og skjóta á okkur bæði úr fallbyssum og hríðskotabyssum, eyðileggja allt ofan þilfars og kveykja í skipinu, þegar árásinni var hætt“, sagði Sverrir Torfason matsveinn á Fróða í viðtali við Alþýðublaðið í morgun. „Og sennilega hefir kafbáturinn þá haldið, að úti væri um skipið, ekki þyrfti fleiri skotum á það að eyða og þess vegna farið“.

Árásin var gerð fyrirvaralaust á þriðjudagsmorguninn, þegar skipið var statt um 200 mílur suð-suðaustur af Vestmannaeyjum. Eins og áður var frá skýrt hér í blaðinu fórust fimm menn, en sá sjötti særðist. Um nánari tildrög skýrir Sverrir Torfason svo frá: — Ég var vakinn laust fyrir klukkan sex á þriðjudagsmorguninn og sagt, að árás væri hafin á skipið. Fyrst hélt ég, að um flugvélaárás væri að ræða, en það kom seinna í ljós, hvers kyns var.

Ég var dálitla stund að komast í fötin og útbúa mig í björgunarbát. En meðan á því stóð heyrði ég skotdyn og bresti. Það mun hafa verið fallbyssukúlan, sem mölbraut brúna. Auk þess heyrði ég stöðugt skot úr hríðskotabyssum. Tveir hásetar, Gísli Guðmundsson og Guðmundur Stefánsson féllu stjórnborðsmegin í brúnni en stýrimaðurinn, Sigurður Jörundsson, féll í „bestik“- húsinu. Rétt á eftir fór skipstjórinn aftur á bátapall, og ætlaði að setja bátinn á flot og var bróðir hans, Steinþór Árnason, þar með honum. Var þá skotið úr hríðskotabyssum á bátapallinn og fór báturinn við það í tvennt. Ég hafði farið tvisvar upp á þilfar, en hörfaði undir þiljur aftur vegna skothríðarinnar.  Sveinbjörn Davíðsson, 1. vélstjóri, fór inn í klefa sinn, til þess að ná sér í jakka, en í sama bili fékk hann skot í báða handleggina. Rétt á eftir heyrir Sveinbjörn, að skipstjórinn kallar: „Ég er særður“. Kallar þá Sveinbjörn til mín og 2. kyndara: „Strákar, þið verðið að koma upp, það eru særðir menn upp á dekki“. Hljóp ég þá upp og hitti einn hásetann. Fórum við til skipstjórans og bárum hann niður í káetu. Því næst fórum við upp aftur og fundum Steinþór Árnason bakborðsmegin á dekkinu og hafði hann dottið niður af bátapallinum, þegar hann fékk áverkann. Bárum við hann líka niður í káetu. Fórum við, sem eftir vorum uppi standandi, að reyna að hlynna að hinum særðu. Var Steinþór heitinn með óráði, en skipstjórinn með rænu. Var nú kominn ofurlítill léki að skipinu, en ekki hættulegur. Spurðum við skipstjórann ráða og sagði hann okkur að stefna í norð-norðvestur.

Nokkru seinna sáum við skip nálgast okkur. Var það Skaftfellingur. Báðum við hann að senda skeyti til Vestmannaeyja 0g biðja um aðstoð handa okkur. Var sent leitarsveit þaðan á móti okkur, en við fórum á mis við það í fyrrinótt. i fyrrinótt var farið að draga af skipstjóranum, en Steinþór var látinn. Þegar skipstjórinn sá að hverju fór kallaði hann til sín hásetann, sem eftir var, og fól honum að koma skipinu til lands. Andaðist skipstjórinn kl. 9 um morguninn.  Um klukkan tíu í gærmorgun komum við til Eyja.  Þegar Fróði lagðist að bryggju var þar fyrir fjöldi fólks, og stóðu brezkir hermenn þar heiðursvörð. Byrjaði landgönguathöfnin á því, að lúðraflokkur lék sorgarlög, en skátar lögðu líkin á flutningabíla. Sjópróf verða haldin í Vestmannaeyjum í dag. Línuveiðarinn Fróði er byggður árið 1922, en kom hingað til lands árið 1924. Eigandi hans er Þorsteinn Eyfirðingur. Fróði er 123 smálestir að stærð.

 

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs fjórða janúar á þessu ári.

Fann ástina á ný eftir fráfall eiginkonu sinnar: „Svona er nú lífið“

Þormóður og Þóra. Mynd: Skjáskot af eirikurjonsson.is.

Ástin er skemmtileg og hægt að tengja allt gott við hana er lífið hefur upp á að bjóða; það veit fréttahaukurinn Eiríkur Jónsson manna, kvenna og kvára best.

Eiríkur Jónsson.

Hann þekkir ást. Hann er ást. Hann skrifar um ást:

„„Svona er nú lífið,“ segir athafnamaðurinn Þormóður Jónsson (63) sem hefur fundið ástina á ný eftir fráfall eiginkonu sinnar fyrir nokkrum misserum.“

Eiríkur bætir því við að „ástin heitir Þóra Björk Scram (61), listakona og systir Kára Schram kvikmyndagerðarmanns m.m. Þormóður er bróðir Baldvins Jónssonar tengdaföður Bjarna Ben.“

Takk Eiríkur, takk.

„Fyrir okkur sem munum dálítið langt aftur í pólitík er þetta tær steingrímska“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason kann að munda pennann og er með stálminni, líkt og þessi orð bera glögglega með sér.

„Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði eitt sinn eitthvað á þá leið að hefðbundin efnahagslögmál giltu ekki á Íslandi. Þetta vakti að vonum athygli.“

Steingrímur Hermannsson.

Egill fann í gær samsvörun við orð Steingríms heitins í orðum núverandi formanns Framsóknarflokksins – Sigurðar Inga Jóhannssonar – sem er einnig fjármála- og efnahagsráðherra.

Orðin Egils:

Sigurður Ingi Jóhannsson.

„Í gær sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og núverandi formaður Framsóknarflokksins, að há verðbólga væri í DNA okkar Íslendinga. Fyrir okkur sem munum dálítið langt aftur í pólitík er þetta tær steingrímska.“

Vitni lýsa fjöldamorðinu í al-Tabin skólanum sem martröð: „Hver mun kalla mig „mömmu Sumaya núna?“

Vitni að fjöldamorði Ísraelshers í al-Tabin skólanum á Gaza þann 10. ágúst síðstliðinn, sem „dómsdag“. Um það bil hundrað létust í árásinni, flest konur og börn.

Fréttastofan Al Jazeera birti í dag viðtöl við vitni af því blóðbaði sem Ísraelsher stóð fyrir morguninn 10. ágúst síðastliðinn þegar um 100 konur, börn og gamalmenni voru drepin með bandarískum vopnum í al-Tabin skólanum á Gaza, þar sem fjölmargir Palestínubúar á flótta höfðu leitað skjóls í. Árásin var gerð eldsnemma að morgni, þegar karlmennirnir voru að neðri hæð hússins við bænir en sprengjuárásin var gerð á efri hæðina, þar sem konurnar, börnin og gamalmennin voru.

Sumaya Abu Ajwa missti stjúpdætur sínar tvær, sem hún hefur alið upp sem sínar eigin dætur. „Ryk og eldur umlék allt. Þetta var eins og dómsdagur. Ég byrjaði að leita að stelpunum, ég fann þá yngri. Ég tók hana í fangið og blóðið úr henni rennbleytti fötin mín,“ sagði hún grátandi við fréttamann Al Jazeera. Og hélt áfram: „Ég fór svo aftur inn í eldinn að leita að hinni dóttur minni. Þegar ég fann hana svo sá ég að líkami hennar var rifinn í tvennt.“ Sumaya sagði að stelpurnar hefðu verið dæturnar sem hún gat aldrei eignast. „Hver mun kalla mig „mömmu Sumaya núna?“ Ég þrái að heyra þessi orð meira en nokkuð annað.“

Suzan Al-Basyouni varð einnig vitni að hryllingnum: „Vettvangur fjöldamorðsins er greyptur inn í heilann á mér. Eins og ég hafi verið í hryllingsmynd. Ég var að leita að eiginmanni mínum innan um líkamsleifar og rústir. Á meðan ég leitaði hans steig ég á sundurlimaða líkama en sumir þeirra voru, án þess að ég áttaði mig á því, vinir mínir.“ Suzan mundi að eiginmaðurinn hefði verið klæddur í bláa skyrtu en sagðist ekki hafa geta greint liti í sundur vegna reyks, rústa og blóðs. „Að lokum fundum við manninn minn drepinn. Hann hafði misst báðar lappirnar og kviðurinn hafði rifnað upp.“

Hassan Al-Daaya, starfsmaður líkhúss á Gaza sagði fjöldamorðið 10. ágúst öðruvísi en oft áður. „Þetta fjöldamorð var öðruvísi, vegna fjölda látinna og gríðarlegs fjölda brenndra líka og sundurlimaðra. Við gátum ekki grein einn útlim frá öðrum. Hver átti þessa hönd? Hver átti þennan fót?“

Blaðamaðurinn Mo´Tasem Abu Asr lýsti vettvangi glæpsins sem Ragnarökum. „Ég sá atriði beint frá Ragnarökum. Enn þann dag í dag get ég ekki gleymt lyktinni sem ég fann þar.“

Blaðamaður Al Jazeera, Anas Al-Sharif tók í sama streng: „Það er erfitt að komast yfir þær sýnir sem blasti þar við. Ég sé þær bæði í vöku og draumi. Þegar ég kom á vettvang varð ég fyrir svo miklu áfalli að ég gat ekki komið upp orði í dágóðan tíma. Ég vissi ekki hvað ég gæti sagt. Ég sá stúlku kveðja föður sinn sem hafði brunnið lifandi.“

Mo´Men Salmi, starfsmaður almannavarna á Gaza hafði svipaða sögu að segja. „Eldurinn gleypti fórnarlömbin. Þau náðu ekki að slökkva í sér, vegna þess að mörg þeirra höfðu misst útlimi sína. Engin manneskja á að verða vitni að slíkri sjón.“

Annar starfsmaður almannavarna, Noah Al-Sharnoubi lýsti þessu sem martröð. „Mér leið eins og ég væri í martröð þar sem líkin stöfluðust upp alls staðar. Ég byrjaði að missa stjórn á mér og gat ekki lyft líkunum eða hjálpað þeim særðu. Ég gat ekki sofið í þrjá daga eftir blóðbaðið. Sýnirnar halda áfram að birtast í huga mér. Þetta var ekki bara fjöldamorð, þetta var þjóðarmorð gegn fólki á vergangi, sem leitaði skjóls í skóla. Fórnarlömbin voru öll eldri borgarar, börn og konur.“

Hér má sjá myndskeið Al Jazeera en fólk með sál er varað við myndefninu.

 

Norðfirðingar eru í áfalli að sögn forseta bæjarstjórnar: „Þetta er bara hræðilegur harmleikur“

Neskaupstaður - Mynd: Wikipedia

Norðfirðingar eru í áfalli að sögn forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, eftir að eldri hjón fundust látin í bænum í nótt.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggðar, segir samfélagið í Neskaupstað í algjöru áfalli vegna harmleiksins sem varð í bænum í nótt er eldri hjón fundust látin en grunur er um að andlátið hafi borið með saknæmum hætti en maður var handtekinn á þriðja tímanum í dag í Reykjavík en hann er grunaður um að vera valdur að dauða hjónanna.

„Þetta er bara hræðilegur harmleikur. Og hugur manns er hjá öllum þeim sem hafa um sárt að binda núna og jafnframt vegna slyssins sem varð fyrr í vikunni,“ sagði Jón Björn í samtali við Mannlíf og átti þá við hið hörmulega banaslys varð er voðaskot hæfði ungan veiðimann fyrir austan. Jón Björn hélt áfram: „Og nú ríður á að við sem samfélag, hvort sem það sé í Fjarðabyggð eða landinu öllu, stöndum við þétt saman og höldum utan um fólkið okkar. Þegar eitthvað eins og svona gerist þá vitum við það að við stöndum sem einn maður, nú þjöppum við okkur saman og höldum utan um okkur öll.“

Harmleikur í Neskaupstað – Einn handtekinn í tengslum við andlát eldri hjóna

Svavar mun meðal annars verða sýslumaður Neskaupsstaðar

Karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að andláti eldri hjóna sem fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað í nótt.

Hvernig andlátið bar að hefur ekki fengist staðfest en lögreglan leitaði eins manns vegna þess en samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV tók maðurinn bíl hjónanna í nótt.

Samkvæmt heimildum Mannlífs mætti sérsveitin á Norðfjörð á fjórða tímanum í dag vegna málsins en viðbúnaður var á Snorrabraut í Reykjavík í dag en lögreglan lokaði umferð við Eiríksgötu á þriðja tímanum. Einn var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar samkvæmt RÚV en sá aðili tengist málinu á Norðfirði.

Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á Austurlandi klukkan 15:18:

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi á Norðfirði. Tveir hafa verið úrskurðaðir látnir. Einn verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Ekki er grunur um að fleiri tengist málinu.

Grímuklæddir byssumenn sátu fyrir bílstjóra á bensínstöð og myrtu hann – MYNDBAND

Harmleikur í Los Angeles - Mynd: Skjáskot

Lögreglan í Los Angeles hefur birt myndband af hræðilegri skotárás sem átti sér stað í fyrra,

Myndbandið sýnir hvíta jeppa keyra inn á bílastæði hjá bensínstöð. Úr jeppanum koma svo tveir vopnaðir og grímuklæddir menn. Annar þeirra hleypur að bíl sem er lagt bensíndælu og skýtur bílstjórann ítrekað. Hinn maðurinn skýtur á annan mann sem er kom út úr bensínstöðinni. Mennirnir hlaupa svo aftur inn í hvíta jeppann og bruna í burtu. Allt þetta tók aðeins nokkrar sekúndur. Lögreglan telur að glæpamennirnir hafi vitað að fórnarlömb sín hafi verið á bensínstöðinni og þetta hafi ekki verið handahófskenndur glæpur.

Í árásinni lést maður að nafni Marquette Scott en hann var 32 ára gamall. Lögreglan hefur ekki neinn undir grun þrátt fyrir að tæpar 7 milljónir króna séu í boði fyrir upplýsingar sem leiða til þess að málið upplýsist.

Vonast er til að birting myndbandsins muni leiða til nýrra vísbendinga eða vitna í málinu.

Vitringarnir þrír seldu upp á mettíma í morgun: „Við ætlum að færa ykkur grín, grúv og gæsahúð”

Vitringarnir 3. Ljósmynd: Aðsend

Það vakti mikla athygli þegar jólaauglýsing með þeim Friðriki Ómari, Eyþóri Inga og Jógvan Hansen birtist í kosningasjónvarpinu þann 1. júní síðastliðinn á Rúv en þeir kalla sig Vitringana þrjá og munu stíga saman á svið í desember í Hörpu og Hofi. Það seldist upp á allar fyrirhugaðar sýningar á mettíma í morgun  en þeir félagar hafa nú bætt við fleiri sýningum vegna gríðarlegrar eftirspurnar.

„Maður rennur náttúrulega alltaf blint í showin þegar maður startar nýju verkefni en við höfðum trú á þessu strax í upphafi. Svo þarf bara dass af kjarki þor og kýla svo á það. Við ætlum að færa ykkur grín, grúv og gæsahúð,”  segir Eyþór Ingi kátur í bragði.

„Jólamarkaðurinn þegar það kemur að tónleikum hefur verið að breytast sl. ár og okkur fannst við geta sett saman hina fullkomnu skemmtun fyrir alla í desember. Við ætlum að skemmta fólki.” segir Jógvan Hansen.

„Mig langaði til að breyta til eftir jólatörnina mína í fyrra en ég hef verið með jólatónleika frá árinu 2015 sem heita „Heima um jólin.” Það var frábært ævintýri en mér fannst tími til komin að skipta um gír.  Það lá í augum uppi fyrir mér að hefja samstarf við Eyþór og Jógvan. Við erum vinir og það verður gaman að deila þessum tíma og þessari upplifun með þeim,” segir Friðrik Ómar.

Aukasýningar er komnar í sölu bæði í Hörpu og Hofi og stendur forsalan yfir til miðnættis í kvöld á www.vitringarnir3.is 

 

Raddir