Þriðjudagur 24. september, 2024
4.7 C
Reykjavik

Ríflega helmingur ökumanna notar síma undir stýri – Sláandi niðurstöður Samgöngustofu

Rúmlega fjórðungur Íslendinga lætur símanotkun annarra í umferðinni trufla sig mikið en nota samt sjálf símann undir stýri. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup fyrir Samgöngustofu sem framkvæmd var í júní 2024. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Samgöngustofu.

Í maí ýttu Sjóvá og Samgöngustofa úr vör herferðinni Ekki taka skjáhættuna. Markmið hennar er að vekja athygli á þeirri hættu sem skjánotkun skapar í umferðinni. Töluverð umfjöllun hefur verið um herferðina og ákvað Samgöngustofa því að láta kanna aftur viðhorf ökumanna til farsímanotkunar undir stýri.

Samkvæmt fréttatilkynningunni eru niðurstöður könnunarinnar þær að næstum helmingur ökumanna segir farsímanotkun annarra í umferðinni trufla sig mjög mikið eða frekar mikið, eða 45,7 prósent, og 30 prósent segja hana trufla sig lítið sem ekkert. Um 60 prósent af þeim 45,7 prósentum sem truflast mikið af símanotkun annarra nota símann sjálf við akstur og því er rúmlega fjórðungur Íslendinga í þeim hópi fólks sem truflast af símanotkun annarra í umferðinni en notar þó símann sjálft undir stýri.

Rúmlega helmingur ökumanna á það til að nota farsímann undir stýri.

54,1 prósent eiga það til að nota farsímann á ferð og 55,4 prósent eiga það til að nota hann á rauðu ljósi sem bendir til að nánast allir sem eiga það til að nota símann á rauðu ljósi gera það líka á ferð. Athygli vekur að mjög fáir eru með harða afstöðu gagnvart því að nota símann aðeins á rauðu ljósi en aldrei á ferð.

Í ljós kom að 10,6 prósent nota alltaf akstursstillingu á farsíma, fáir nota hana stundum, sjaldan eða oft. Einnig kom fram að 23,8 prósent vita af henni en nota hana ekki og 56,1 prósent hafa ekki heyrt um hana. Hér er því rými til úrbóta en akstursstilling er góð leið til að hafa hemil á símanotkun undir stýri.

Fram kemur í fréttatilkynningunni að herferð Sjóvá og Samgöngustofu, Ekki taka skjáhættuna varpi ljósi á þá símanotkun sem á sér stað undir stýri í dag og er henni líkt við sambærilega notkun tækja sem frekar voru notuð á síðustu öld. Sem dæmi hefði engum dottið í hug, hvorki á síðustu öld né núna, að skrifa bréf á ritvél samhliða því að aka bíl en sú hegðun er í raun sambærileg við að skrifa skilaboð á síma. Truflunin er sú sama, það er að segja, hugurinn snýr sér að skilaboðunum og við erum ekki með athyglina við aksturinn. Hættan er sambærileg en af einhverjum ástæðum samþykkjum við aðra hegðunina en ekki hina.

Hægt er að kynna sér átakið á vefsíðunni https://skjahaetta.is/. Þar má nálgast góð ráð og upplýsingar til að sporna gegn akstri undir skjáhrifum en þar er einnig að finna fræðslumyndbönd sem sýna hvernig setja á upp akstursstillingu fyrir farsíma. Þannig má forðast það að taka skjáhættu í umferðinni og stuðla með því að eigin öryggi og annarra.

 

Unglingurinn á Tenerife skarst á löpp rétt fyrir hvarfið: „Það er eitthvað skrítið í gangi“

Jay Slater með móður sinni, Debbie Duncan

Vinkona hins 19 ára Jay Slater, sem týndur er á Tenerife, segir hann hafa slasaði sig á fæti og hafi verið með ofþornun og villtur, áður en hann hvarf á eyjunni.

Sjá einnig: Leitin að týnda unglingnum á Tenerife breytt: „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum“

Lucy Law, vinkona Jay, segir að hvarf hans sé „grunsamlegt og skrítið“ en hann ætlaði sér að ganga í 11 klukkutíma, frekar en að bíða eftir rútu.

Síðast heyrðist frá hinum 19 ára Breta klukkan 08:15 á mánudagsmorgun eftir að hann hafði dvalið hjá fólki sem hann hitti á NRG tónlistarhátíðinni, fyrr um daginn.

Staðirnir á Tenerife sem Jay dvaldi á.

Í samtali við The Sun, sagði Lucy að Jay hafi ekki verið „heimskur“ og bætti við: „Það er eitthvað skrítið í gangi. Þetta er grunsamlegt. Ekki sjens að enginn hafi séð hann í tvo daga.“

„Það er veitingastaður í 10 mínútna fjarlægð, sem hann hefði séð eða gengið framhjá. Þetta er grunsamlegt og skrítið,“ sagði Lucy.

Hrjóstrugt svæði

Jay sást síðast klæddur í hvítan stuttermabol, stuttbuxum og íþróttaskóm. Símagögn sýna að síðasta þekkta staðsetning hans hafi verið í Rural de Teno-garðinum, sem er vinsælt göngusvæði.

Svæðið er ansi torfært.Breski blaðamaðurinn Chris Elkington, ritstjóri Canarian Weekly, sagði BBC að svæðið þar sem síðast er vitað af Jay, sé „torfært“. „Þetta er svæði sem inniheldur margar gönguleiðir, þar er mikil fjalllendi, nokkuð strjált, frekar hrjóstrugt,“ sagði hann og hélt áfram: „Nokkuð eyðimerkurlegt svæði á marga vegu, með djúpum giljum og dölum. Þetta er svæði sem þú vilt pottþétt ekki vera á án almennilegs skófatnaðar, sérstaklega ef þú ert vatnslaus.“

Skar sig á kaktus

Stuttu áður en sími hans varð batterísaus, sagði Jay vinkonu sinni, Lucy, að hann hefði „skorið legginn á kaktusi“ á göngu sinni í átt að dvalarstað sínum.

Lucy sagði Sky News að hann hafi hringt í sig kortér yfir átta á mánudagsmorgun og sagt henni að hann væri villtur og vatnslaus og að batteríið á símanum hans ætti bara eitt prósent eftir. Þrátt fyrir það tókst honum að senda vinkonu sinni ljósmynd af staðsetningu sinni og hún sagði honum að ganga til baka þaðan sem hann kom. Jay hafi hins vegar ekki verið viss hvaðan hann hafði gengið og var aðeins klæddur í stuttermabol og stuttbuxur.

Fljótlega eftir að Jay týndist bauðst bandarísk kona til að keyra Lucy að fjallendinu. „Það voru bókstaflega engin merki um hann neins staðar, Við keyrðum um allan daginn,“ sagði Lucy.

 

Kraftaverk Helgu Rakelar

Skjáskot: ruv.is

Baráttukonan og kvikmyndagerðarmaðurinn, Helga Rakel Rafnsdóttir, hefur háð harða baráttu við MND-taugahrörnunarsjúkdóminn undanfarin ár. Helga Rakel hefur ekkert verið á vík að gefast upp fyrir vágestinum arfgenga sem kostaði föður hennar, Rafn Jónsson tónlistarmann, lífið þegar hann var aðeins 49 ára. Helga, sem verður 49 ára á þessu ári, barðist fyrir því að fá lyfið Tofersen sem ekki var á lyfjaskrá. Hún fékk undanþáguna og nú, ári síðar, er líf hennar allt annað og betra. Hægt hefur á sjúkdómnum.

Helga greindist með MND-sjúkdóminn fyrir þremur árum síðan og barðist hún fyrir því að fá undanþágubeiðni samþykkta hjá Lyfjaeftirlitinu til að geta fengið að taka lyfið. Helga Rakel ræddi málið í Mannlega þættinum á Rás 1 þar sem  hún segist vera mun sterkari en fyrir ári síðan sem gerist venjulega ekki í þessum sjúkdómi. „Mikill léttir að hafa vonina,“ segir Helga Rakel um kraftaverkið sem fylgir lyfinu. Hún upplýsti jafnframt að hún væri með áform um að gera nýja kvikmynd …

Vantrausti á Bjarkeyju verður hafnað: „Trúverðugleiki þingflokks Sjálfstæðismanna í holræsið“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd: Facebook

Vantrauststillaga á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður afgreidd og væntanlega felld á Alþingi í dag. Ráðherrann hefur líkt og forverar hans í embætti, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir sætt fordæmingu fyrir stjórnsýslu og brellur sínar í málinu.

Nokkrir Sjálfstæðismenn hafa haft sig í frammi og lýst andúð sinni á vinnubrögðum Vinstri-grænna. Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis, hefur verið þar fremstur í flokki. Nú liggur fyrir að Teitur mun ekki taka þátt í afgreiðslunni þar sem hann er á sjúkrabeði. „Verð ég nú frá þingstörfum þar til ég kemst almennilega á fætur og ról,“ svaraði Teitur fyrirspurn Mannlífs í gær.

Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins hvílir á sjúkrabeði. Mynd: Facebook.

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaðpur Sjálfstæðisflokksins, fullyrti í gær að flokkurinn hefpui fulla stjórn á sínu fólki sem myndi greiða atkvæði gegn vantrausti. Samkvæmt því munu Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason lúta fullri stjórn í málinu.

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsformaður af Akranesi, er á sama máli og telur að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýst hafa óánægju muni fela sig á bak við varamenn.

„Ætla að spá að það verði nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem muni kalla inn varamenn eða boða forföll til að forða sér frá því að það sjáist að þeir þori ekki að styðja við vantraust á matvælaráðherra. Veit að það þýðir ekki að elta ólar við þingmenn Framsóknar enda búinn að sjá að sá flokkur virðist ekki standa fyrir neitt annað en sjálfan sig,“ segir Vilhjálmur á Facebook.

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur furðar sig á yfirlýsingu Hildar um að vantrauststillagan sé pólitískt leikrit.

„Mér sýnist að trúverðugleiki þingflokks sjálfstæðismanna verði endanlega sturtað niður í holræsið þegar þeir munu sjá til þess að matvælaráðherra þurfi ekki að bera neina ábyrgð,“ skrifar Vilhjálmur.

Útgerð foreldra Steinunnar lauk þegar snjóflóð féll á höfnina: „Ég er stoltur Flateyringur“

Steinunn Einarsdóttir er nýjasti gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn. Steinunn var sjómaður um árabil á báti foreldra sinna.

Áralöng útgerðarsaga foreldra Steinunnar, Guðrúnar Pálsdóttir og Einars Guðbjartssonar, endaði snögglega er snjóflóð féll á smábátahöfnina á Flateyri árið 2020. Aðeins stóð einn bátur eftir af flota Flateyringa.

„Þetta var rosalegt sjokk,“ segir Steinunn við Reyni þegar hann spyr hana út í snjóflóðið en hún var á staðnum er það féll, rétt eins og þegar hið mannskæða snjóflóð féll á þorpið 25 árum fyrr. Og Steinunn heldur áfram: „Bæði útgerðarinnar vegna og líka að upplifa aftur svona snjóflóð. Þetta rífur svolítið upp.“

Steinunn Einarsdóttirt og faðir hennar. Einar Guðbjartsson, við Blossa ÍS.

Reynir spyr hvort að foreldrar Steinunnar hefðu þarna ákveðið að nú væri komið nóg.

Steinunn: „Já en þarna eru þau líka farin að nálgast sjötugt. En þetta tók langan tíma, tryggingarnar náttúrulega,“ segir hún og brosir. „Þetta tók örugglega hálft ár og þegar maður er á sjötugsaldri að fara að byrja upp á nýtt, smíða nýjan bát, það er ekkert … svona bátar liggja ekkert á sölu sko.“

Reynir spyr Steinunni hvernig hún sjái framtíðina á Flateyri, en þar vill hún búa ásamt fjölskyldu sinni. Reynir spyr hvort synirnir muni búa þar eftir að þeir slíta barnsskónum.

„Já sko, það er magnað alveg, mamma og pabbi eru náttúlega miklir Önfirðingar, alveg langt aftur í ættir. Og ég hef verið mikill talsmaður Flateyrar og er rosalega stoltur Flateyringur. Og þeir eru pínu svona líka.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Óskar Hrafn að taka við KR – Gregg Ryder látinn fara

Óskar Hrafn þjálfar KR - Mynd: KR

Þjálfarinn, knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson, var nýverið ráðinn til starfa hjá KR; ekki sem knattspyrnuþjálfari:

„Það er knattspyrnudeild KR sérlega ánægjulegt að tilkynna að Óskar Hrafn Þorvaldssonar hefur verið ráðinn til starfa hjá deildinni. Óskar hefur störf hjá deildinni strax, en fyrstu vikurnar verður hann í hlutastarfi þar sem hann verður í verkefnum tengdum sjónvarpslýsingum á leikjum á Evrópumeistaramóti landsliða, eins og áður hefur komið fram. Óskar mun m.a. veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar. Óskar Hrafn þarf ekki að kynna fyrir knattspyruáhugamönnum. Hann lék upp alla yngri flokka KR og var lykilmaður í meistaraflokki KR á sínum tíma. Óskar Hrafn þjálfaði yngri flokka KR um árabil áður en hann tók við meistarflokki Gróttu þar sem hann vakti mikla athygli og náði þeirra besta árangri. Óskar Hrafn gerði svo Blika að Íslandsmeistutum 2022 en tók við liði Haugesund í Noregi að loknu síðasta tímabili.“

En nú er staðan önnur. KR hefur ekki gengið nægilega vel undir stjórn þjálfarans Gregg Ryders er tók við liðinu eftir síðasta tímabil.

Gregg Ryder.

Eftir að Óskar Hrafn hætti óvænt þjálfun í Noregi sneri hann strax aftur til síns uppeldisfélags; strax var rætt um að Óskar Hrafn tæki við liðinu af Gregg Ryder, enda vandfundinn eins eftirsóttur íslenskur þjálfari og Óskar Hrafn.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs er þessa stundina verið að ganga frá samningi Óskars Hrafns við KR; að hann taki við þjálfun liðsins mjög fljótlega. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.

 

Leitin að týnda unglingnum á Tenerife breytt: „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum“

Jay Slater, breski unglingurinn sem saknað er á Tenerife, gæti hafa verið „tekinn gegn vilja sínum“ að sögn móður hans, Debbie Duncan, sem óttast að hinum 19 ára syni hennar hafi verið rænt.

Leitin að hinum 19 ára Jay Slater fer nú fram 48 kílómetrum frá þeim stað sem hann sást síðast á, eftir að lögreglan „fékk upplýsingar“ sem snarbreytti leitinni. Lögreglan er með rannsókn í gangi í Los Cristianos og Playa de Las Americas, en báðir staðirnir eru gríðarlega vinsælir viðkomustaðir breskra ferðalanga. Til að byrja með hafði lögreglan einblínt á Rural de Tano garðinn, sem vinsæll er meðal göngufólks.

Móðir Jay, Debbie Duncan, flaug til Kanaríeyja á þriðjudagsmorgun til að hjálpa við leitina ða syni hennar en hún hefur nú deilt því hvað hún óttast að gæti hafa komið fyrir Jay. „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum, miðað við hvað sagt er, en þetta er í höndum lögreglunnar,“ sagði Debbie nýverið.

Ættingjar Jay hafa grátbeðið fólk um að hætt að gefa svikahröppum sem segjast vera að safna pening vegna leitarinnar. Móðir Jay er sögð „í rusli“ vegna hvarfs múraralærlingsins, sonar hennar. Fjölskyldumeðlimir hafa einnig biðlað til ókunnugra að hætta að giska á hvað gæti hafa ollið hvarfinu.

Vinur Jay, staðfestir að sá týndi hafi ætlað sér að ganga á hótelið sem hann dvaldi á á Tenerife, eftir að hafa misst af rútu á mánudagsmorgun. Gangan er talin geta tekið um 11 klukkustundir. Ekkert hefur þó spurst til Jay síðan en lögreglan bankaði á dyr á heimili fjölskyldu hans í Owsaldtwistle í Lanca-skíri, og sagði þeim að taka fyrsta flug til Kanaríeyja. Jay hafði farið þangað með vinum sínum til að taka þátt í NRG tónlistarhátíðinni. Einn vina hans grátbað fólk í Facebook-hópi um að vera ekki að geta í eyðurnar án traustra sannanna.

Mirror fjallaði um málið.

Sameinast um breytingar á örorkufrumvarpi: „Þetta snýst um að enginn öryrki verði skilinn eftir“

Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka í velferðarnefnd Alþingis hafa lagt fram sameiginlegar breytingartillögur við frumvarp ríkisstjórnarinnar um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Breytingartillögurnar hafa verið birtar á vef Alþingis og jafnframt nefndarálit með nánari útskýringum.

„Þetta snýst um að enginn öryrki verði skilinn eftir,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sem er fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar. „Þess vegna höfum við í stjórnarandstöðunni sameinast, fulltrúar allra flokka, um að leggja til breytingartillögur við örorkufrumvarp ríkisstjórnarinnar. Með breytingunum verjum við kjör öryrkja sem búa einir, tryggjum að enginn lækki beinlínis í tekjum og gætum betur að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði svo dæmi séu nefnd.“

Aðrir flutningsmenn eru þau Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.

„Þetta er risastórt velferðarmál sem varðar ekki aðeins alla öryrkja Íslands heldur einnig vinnandi fólk sem getur misst starfsgetu í framtíðinni, ef það veikist til dæmis eða lendir í slysi.“

„Alvarlegir ágallar á málinu sem verður að laga“

Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins hafa gagnrýnt margt í frumvarpi ríkisstjórnarinnar og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu gegnum Alþingi. „Ljóst er að frumvarpið í núverandi mynd þarfnast ítarlegra endurbóta og dugar skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega,“ skrifaði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýlega í grein á Vísi.is. „Fólk með skerta starfsgetu er sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóta að ýta undir streitu og vanlíðan,“ skrifaði Jóhann Páll í grein á Vísi þar sem hann gagnrýndi nokkur af ákvæðum frumvarpsins, m.a. þau er fjalla um hlutaörorkulífeyri og virknistyrk.  

Nokkrar breytingar á frumvarpi félags- og vinnumarkaðsráðherra hafa verið lagðar til í velferðarnefnd eftir að þessi gagnrýni kom fram. Þannig stendur nú til að hlutaörorkulífeyrir verði nokkuð hærri en lagt var til í upphafi og að mælt verði fyrir um að öryrkjar í atvinnuleit geti tekið að sér tilfallandi störf án þess að svokallaður virknistyrkur, nýr greiðsluflokkur, falli samstundis niður að fullu.

„Þetta er til marks um að barátta ÖBÍ og okkar í stjórnarandstöðu fyrir breytingum á málinu er að skila árangri, og mér finnst líka Steinunn Þóra Árnadóttir formaður velferðarnefndar hafa haldið vel á spilunum og tekið tillit til athugasemda,“ segir Jóhann. „En það eru samt enn þá mjög alvarlegir ágallar á málinu sem verður að laga. Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“

Fimm breytingar og kostnaður undir milljarði á ári

Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpinu og áætlaður kostnaður er undir milljarði á ári. Í stuttu máli eru breytingartillögurnar eftirfarandi:

  1. Hnykkt á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað samþætt sérfræðimat.
  2. Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðimati sem á að koma í stað örorkumats en er enn algjörlega óútfært.
  3. Fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir.
  4. Öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að svokallaður virknistyrkur falli niður.
  5. Skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin.


Breytingartillögurnar eru útlistaðar nánar í meðfylgjandi greinargerð.

 

Setja háttsetta Íslendinga á peningaþvættislista: „Ég mun kæra þetta til lögreglu“ 

Ásgeir Rúnar Helgason Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Ásgeir Rúnar Helgason, dósent við Háskólann í Reykjavík verður senn settur á lista yfir „einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla“, sem þjónustufyrirtækið Keldan setur saman. Búast má við því að fleiri „hátt settir“ einstaklingar fari á listann.

Keldan ehf. er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingamiðlunar en fyrirtækið er í eigu þeirra Arnar Þórðarsonar, Dags Gunnarssonar, Thor Thors, Tómasar Áka Tómassonar og Höskuldar Tryggvasonar. Meðal þess sem fyrirtækið fæst við er að búa til svokallaðan Pep lista en þar er nöfnum einstaklinga á Íslandi, sem fyrirtækið telur vera í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla í samræmi við ákvæði laga nr. 140/2018 um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Thor Thors
Einn af eigendum Keldunnar ehf.
Örn Þórðarson, einn af eigendum Keldunnar.

Vísindamaðurinn og dósentinn Ásgeir Rúnar Helgason fékk á dögunum það sem hann kallar „hótunarbréf“ frá Keldu þar sem honum er tjáð að innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfsins, verði hann settur á Pep lista fyrirtækisins. Ástæða þess að Ásgeir er talinn vera í áhættuhópinum er sú að hann þekkir Hólmfríði Jenný Árnadóttur, leik- og grunnskólakennara og oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Ásgeir Rúnar var áður varaoddviti flokksins í kjördæminu og því vel kunnugur Hólmfríði. Hvers vegna kunningsskapur þeirra hringi viðvörunarbjöllum Keldunnar og setji Ásgeir Rúnar á áhættulista vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka er ómögulegt að segja til um. Undir bréfið skrifar „Starfsfólk Keldunnar ehf.“

Mannlíf hringdi í Kelduna en fékk þau svör frá stúlkunni sem svarar í síma að hún taki niður númer blaðamannsins og láti einhvern sem þekki til listans hringja. Það var í morgun en síðan hefur ekkert símtal borist.

Í bréfinu sem Ásgeir fékk og Mannlíf er með undir höndum, segir að „Keldan og tilkynningaskyldir aðilar teljast sameiginlegir ábyrgðaraðilar vinnslunnar skv. 23. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.“ Hvergi kemur þó fram hvaða tilkynningaskyldu aðilar er um að ræða. Í bréfinu stendur einning: „Samkvæmt peningaþvættislögum ber tilkynningaskyldum aðilum að hafa viðeigandi kerfi, ferla og aðferðir til að meta hvort viðskiptamenn þeirra eða raunverulegir eigendur séu í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Tilgangur vinnslu Keldunnar og framangreind skráning á listann er því að gera þessar upplýsingar um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla aðgengilegar fyrir tilkynningarskylda aðila.“

Á heimasíðu hugbúnaðarfyrirtækisins Kóða, sem rekur Kelduna er tilkynning þar sem sagt er frá pep listanum en þar stendur:

Keldan hefur hafið undirbúning á svokölluðum PEP lista yfir einstaklinga með stjórnmálaleg tengsl auk tengdra aðila sem skilgreindir eru af stjórnvöldum. Listinn mun nýtast þeim aðilum sem hafa heimild til við framkvæmd áreiðanleikakönnunar á eigin viðskiptavinum með lægri tilkostnaði en þekkist á markaðnum í dag.

Þeir einu sem munu hafa aðgang að PEP lista Keldunnar eru tilkynningarskyldir aðilar (bankar, bókhaldsstofur, lögmenn, og fleiri) sem bera lagaskyldu til að hafa aukið eftirlit með þeim viðskiptavinum sínum sem teljast hafa stjórnmálaleg tengsl. Lögum samkvæmt eru einstaklingar með stjórnmálaleg tengsl ef þeir eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu. Þá fellur nánasta fjölskylda þeirra og nánir samstarfsmenn einnig í þann flokk að vera með stjórnmálaleg tengsl.

Grundvallarforsenda fyrir því að tilkynningarskyldir aðilar geti uppfyllt aukið eftirlit er að hafa réttar upplýsingar um hverjir teljist hafa stjórnmálaleg tengsl. Það er kostnaðarsamt, tímafrekt og erfitt (ef ekki ómögulegt) fyrir þessa aðila að halda utanum slíka lista sjálfir. Listinn er því ætlaður til að aðstoða tilkynningarskylda aðila að fullnægja þeirri lagaskyldu sem hvílir á þeim.

Sambærilegir listar eru til út um allan heim enda er að finna sambærilega lagaskyldu í flestum löndum. Slíkir listar eru í eðli sínu notaðir til að minnka líkur á peningaþvætti.

Hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga hefur verið höfð hliðsjón af leiðbeiningum Persónuverndar í fyrirliggjandi málum um rekstur slíkra lista.

Keldan hefur sent út bréf þar sem einstaklingum hefur verið tilkynnt um fyrirhugaða skráningu á PEP lista. Þar er aðilum gefið tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum eða óska eftir leiðréttingu áður en viðkomandi verður skráður á listann.

Ásgeir Rúnar hyggst kæra Kelduna samkvæmt Facebook-færslu hans sem hann birti í fyrradag: „Ég mun kæra þetta til lögreglu, en datt í hug að tékka á því hvort fleiri en ég hafi fengið svona hótunarbréf.“

Teitur Björn sleppur við að taka afstöðu til vantraustsins: „Rúmliggjandi og ekki viðtalshæfur “

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd: Facebook

Teitur Björn Einarsson er kominn í veikindaleyfi og sleppur þannig við að taka afstöðu til vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson hefur verið afar gagnrýninn á störf matvælaráðherra Vinstri grænna þegar snýr að hvalveiðinni, bæði þegar Svandís Svavarsdóttir gegndi embættinu og nú, þegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gegnir því.

Miðflokkurinn hefur nú lagt fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen en Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins hafa sagst ætla að styðja tillöguna. Óvíst er með afstöðu þingmanna samstarfsflokka Vinstri grænna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en nokkir Sjálfstæðismenn hafa verið afar háværir í gagnrýni sinni á störfum matvælaráðherra, sér í lagi Jón Gunnarsson, Teitur Björn Einarsson og Óli Björn Kárason. Verði vantraustið samþykkt er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu.

Teitur Björn verður þó fjarri góðu gamni á þingi en hann er kominn í veikindaleyfi, með brjósklos í mjóbaki.

„Hryggjarstykkið uppfært og þrautagöngunni þar með vonandi lokið.

Það hefur ekki farið framhjá mörgum ykkar, vinum og vandamönnum sem til mín hafa séð síðustu 4-5 mánuði, að ég hef ekki verið alveg í toppformi. Brjósklos í mjóbaki var myndað og greint í mars eftir brösóttan Þorra og í gær var ég í skurðaðgerð sem gekk vel. Batahorfur með miklum ágætum að sögn sérfræðinga en einhverja daga verð ég nú frá þingstörfum þar til ég kemst almennilega á fætur og ról.“ Þetta kemur fram í Facebook-færslu Teits Björns frá því í morgun.

Mannlíf heyrði í Teiti Birni sem sagðist vera fjarri góðu gamni og vísaði í færslu sína. „Er og verð fjarri þingstörfum þessa dagana (rúmliggjandi og hreint ekki viðtalshæfur þér að segja),“ segir Teitur Björn í skriflegu svari til Mannlífs.

Vantrauststillagan verður tekin fyrir á Alþingi í dag.

Sanna vill hækka hlutfall félagsíbúða í Reykjavík: „142 barnafjölskyldur eru á þessum biðlista“

Sanna Magdalena. Mynd / Skjáskot úr myndbandi Sósíalistaflokksins
„656 manns bíða nú eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá borginni. Þarna er um að ræða lágtekjufólk sem býr við þunga framfærslubyrði og mjög erfiðar félagslegar aðstæður og þarf á húsnæði á að halda.“ Þannig hefst Facebook-færsla Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins.

Í færslunni sem hún birti í gær, fer hún yfir stöðuna á félagslega leiguhúsnæðismarkaðnum í Reykjavíkurborg.

„Talan 656 manns nær eingöngu utan um þau sem bíða eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði en ekki þau sem eru á öðrum biðlistum borgarinnar að bíða eftir húsnæði sem hentar þeirra þörfum.

142 barnafjölskyldur eru á þessum biðlista og miðað við kaupáætlanir Félagsbústaða er ljóst að þeim er ætlað að bíða lengi eftir öruggu húsaskjóli. Kaupáætlanir Félagsbústaða gera einungis ráð fyrir því að fjölga almennum félagslegum leiguíbúðum um 375 á árunum 2024-2028.“

Þá segir Sanna að Sósíalistar leggi til að hlutfall félagslegra íbúða í borginni verði hækkað umtalsvert og bendir á aðrar borgir Evrópu þar sem hlutfallið er mun hærra.

„Borgaryfirvöld hafa mótað sér stefnu um að 5% íbúða í borginni eigi að vera félagslegar. Nú er hlutfallið rúmlega það. Sósíalistar í borginni leggja til að hlutfallið verði hækkað til þess að mæta þeim sem eru í þörf fyrir húsnæði.
Í öðrum borgum er félagslegt húsnæði miklu almennara. Sé t.a.m. litið til Vínarborgar í Austurríki sem byggir á langri hefð félagslegs húsnæðis þá er um fjórðungur í húsnæði á vegum sveitarfélagsins.“

Íslendingur stangaður í nautahlaupi á Spáni – Hornið fór í lærið

Frá nautahlaupi á Spáni. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Íslenskur ferðamaður var stangaður af nauti á Jávea á Spáni á þriðjudaginn.

Samkvæmt frétt Costa News, var 46 ára Íslendingur stangaður af nauti í upphafi nautahlaups á götum strandbæjarins Jávea í Alicante-héraði á þriðjudaginn.

Nautið er sagt hafa stangað íslenska ferðamanninn í lærið en hornið hitti ekki á slagæð. Ekki er vitað um líðan mannsins.

En hvað er nautahlaup?

Þetta er viðburður þar sem nauti er sleppt á götur bæjarins, á meðan viðstaddir, aðallega ungt fólk, reyna að komast frá því og reyna á hugrekki sitt. Þessir viðburðir eru afar vinsælir en einnig mjög umdeildir enda hafa fjölmargir slasast og jafnvel látist í þessum hlaupum, þrátt fyrir öryggisráðstafanir. Þá hefur meðferðin á nautunum einnig verið gagnrýnd.

Ammoníak stuðar Tálknfirðinga

Í nótt var stóru svæði við frystihúsið á Tálknafirði lokað vegna ammoníaksleka frá gömlu frystihúsi. Útkall barst um klukkan þrjú í nótt eftir að  vegfarendur hefðu fundið mikla ammoníakslykt. Ekki er talið að mengunin sé skaðleg en ólyktin stuðar Tálknfirðinga.

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hætta væri ekki á ferðum en lyktin sé sterk.  „Sem betur fer var vindátt hagstæð þannig að reykinn lagði út á sjó í staðinn fyrir yfir þorpið,“ sagði Davíð.

Slökkvilið var kallað út frá Tálknafirði, Bíldudal og Patreksfirði.

Teitur í skotlínunni

Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Facebook.

Vantrauststillaga Miðflokksins á matvælaráðherra verðir tekin fyrir á Alþingi á morgun. Þá kemur á daginn hvort Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir stendur eða fellur eftir framgöngu sína í hvalamálinu. Víst er talið að stjórnarandstaðan standi saman í málinu. Stóra spurningin er hins vegar hvað órólega deild Sjálfstæðisflokksins gerir. Óli Björn Kárason, Teitur Björn Einarsson og Jón Gunnarsson hafa allir haft uppi stór orð um afglöp Vinstri-grænna. Þeir hafa nú tækifæri til að standa við stóru orðin. „Nú reynir á þingmenn Norðvesturkjördæmis hvort þeir standi með kjördæminu, standi með lögunum, standi með stjórnarskrárvörðum rétti fyrirtækja og einstaklinga,“ segir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, sem reyndar studdi höfuðpaurinn í hvalamálinu, Katrínu Jakobsdóttur, í forsetakosningunum.

Augu manna beinast ekki síst að Teiti Birni. Hann er sonur þingmannsins  Einars Odds Kristjánssonar heitins sem fór venjulega sínar eigin leiðir í pólitík og skeytti lítt um vinsældir. Trúverðugleiki Teits veltur á vantraustsmálinu. Jafnframt má ljóst vera að líf ríkisstjórnarinnar hangir á sama bláþræði …

Búðarþjófar gripnir um alla borg – Samvinnuþýður hávaðaseggur í Grafarvogi

Farsími Ljósmynd: Pexels - Tracy Le Blanc

Málglaðir ökumenn á ferð um miðborgina voruu látnir svara til saka. Þrír slíkir voru stöðvaðir þar sem þeir voru að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Mál þeirra voru afgreitt með sekt. Hver þeirra þarf að greiða 40 þúsund krónur.

Búðarþjófar voru staðnir að verki í nokkrum verslunum í austurborginni. Lögreglan afgreiddi málin á vettvangi. Þriðja þjófnaðarmálið reyndist ekki eins einfalt úrlausnar. Kona sem hlut átti að máli var ósamvinnuþýð og vildi ekki viðurkenna brrot sitt. Konan var handtekin og flutt á lögreglustöð Hverfisgötu þar sem tekin var skýrsla af henni. Hún var svo látin laus í framhaldinu. Enn einn búðarþjófnaðurinn kom svo upp í Múlunum í gær. Það mál varf afreitt á vettvangi. Búðarþjófnaðir einkenndu því gærdaginn.
Ökumaður stöðvaður í akstri í Hafnarfirði. Reyndist hann vera réttindalaus. Mál hans var afgreitt með sekt.

Í Grafarvogi skemmti fólk sér við að hækka í græjunum og njóta tónlistar í nótt. Nágrannar gerðust andvaka og enduðu með því að hringja í lögregluna. Hávaðaseggurinn var samvinnuþýður og lofaði að lækka. Komst þar með á ró og íbúar sofnuðu svefni hinna réttlátu.

Lögreglu var tilkynnt um þjófnað úr bifreið á Grafarholti. Þjófurinn staðinn að verki og málið var afgreitt á vettvangi.

Plötusnúðar Dynheima reknir vegna skoðana sinna: „Þeir eiga greinilega enga samleið með okkur“

Akureyri - Mynd: Wikipedia

Nokkrir plötusnúðar á Akureyri áttu í útistöðum við forstöðumann félagsmiðstöðvar í desember 1986 en þeir sögðu hann hafa rekið þá vegna skoðana þeirra á stjórnun félagsmiðstöðvarinnar.

Í Baksýnisspegli kvöldsins kíkjum við á áhugavert mál þar sem plötusnúðar deildu opinberlega við forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Dynheima á Akureyri í desember 1986.

Plötusnúðarnir höfðu farið í útvarpsþátt þar sem þeir gagnrýndu stjórnun Dynheima og sögðu að í kjölfarið hefðu þeir verið reknir af forstöðumanninum vegna skoðana sinna. Sá, Steindór G. Steindórsson, sagði það ekki rétt, heldur hafi staðið til að endurskipuleggja starfsemina og segja nokkrum plötusnúðum upp. Hann hafi boðað þá á fund til að ræða málin en þess í stað hafi þeir rokið í útvarpið og sagt að þeir hefðu verið reknir. Plötusnúðarnir stóðu þó áfram á sínu og fullyrtu að þeir hefðu verið reknir vegna skoðana sinna.

Hér má lesa frétt DV um málið:

Akureyri:

Plötusnúðarnir í Dynheimum reknir

„Það er rangt að plötusnúðarnir hafi verið reknir vegna skoðana sinna. Það stóð til að endurskipuleggja starfsemina og segja hluta af plötusnúðunum upp,“ sagði Steindór G. Steindórsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Dynheima á Akureyri, í gær um það hvort rétt væri að plötusnúðarnir hefðu verið reknir vegna skoðanna sinna á starfsemi Dynheima sem þeir létu uppi í útvarpsþætti nýlega. En plötusnúðarnir fullyrða að svo sé. „Ég vildi fá fund með plötusnúðunum og ræða starfsemina á næstu vikum. Af þessum fundi varð aldrei heldur ruku þeir í útvarpið og sögðu að þeir hefðu verið reknir,“ sagði Steindór. Hann sagði enn fremur að mikil ásókn væri í starf plötusnúða í Dynheimum. „Það eru margir sem vilja komast að og í svona starfi er nauðsynlegt að endurnýja alltaf af og til. Þannig er farið að annars staðar. Annars get ég ekki sagt annað en að plötusnúðarnir, sem hafa haft sig frammi í þessu máli, hljóti að hætta núna. Þeir eiga greinilega enga samleið með okkur.“

Sigurður Þorsteinsson plötusnúður: Vorum reknir

„Ég tel öruggt að Steindór hafi rekið okkur vegna skoðana okkar í þættinum Ekkert mál hjá útvarpinu en þar gagnrýndum við stjórnun Dynheima,“ sagði Sigurður Þorsteinsson, einn plötusnúðanna í Dynheimum, sem nú eru að hætta. „Eftir þáttinn talaði Steindór við einn okkar og sagði að við yrðum að hætta. í framhaldi af þessu haíði fréttamaður svæðisútvarpsins samband við okkur.“ Sigurður sagðist mjög ósáttur við framkomu Steindórs í þessu máli. „Ég hef starfað undanfarin þrjú ár sem plötusnúður í Dynheimum en hinir plötusnúðarnir tveir í aðeins þrjá mánuði. Það er því svolítið bogið við að það þurfi að skipta um blóð svona snemma. Þar fyrir utan em dæmi þess að plötusnúðar hafi verið á sama staðnum í átta ár og ég veit um einn sem var hjá Dynheimum í tólf ár,“ sagði Sigurður.

Lögreglan vaktaði leigubílsstjóra sérstaklega um helgina – 45 prósent þeirra grunaðir um brot

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan hafði viðamikið eftirlitið með leigubílum í miðborginni um helgina.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var viðamiklu eftirliti með leigubílum haldið úti í miðborginni um liðna helgi en lögreglan kannaði þá með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra.

Í hátt í helmingi tilfelli voru gerðar athugasemdir vegna grunsemda um brot og eiga nú 48 leigubílastjórar yfir höfði sér kæru vegna þessa. Af þeim hafa enn fremur 32 leigubílstjórar verið boðaðir til að mæta með ökutæki sín í skoðun á nýjan leik. Leigubílstjórar eru minntir á að eftirlitið heldur áfram.

Að sögn lögreglunnar naut hún aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við eftirlitið um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för.

Maður í fæðingarorlofi bíður enn eftir launum frá veitingastaðnum Ítalía: „Hef beðið í 49 daga“

Denis Koval
Enter

Egill hefur ekki áhyggjur af íslenskunni: „En auðvitað stendur tungumálið ekki í stað“

Egill Helgason hefur engar áhyggjur af íslenskunni eins og svo margir um þessar mundir.

Mikið hefur verið talað um hnignun íslenskunnar undanfarið sem og það sem sumir hafa kallað nýlensku, eða kynhlutlaust mál sem RÚV hefur nú tekið upp og vakið fyrir það bæði hrós og last.

„Það er ágætt að láta sig íslenskuna varða en ég held að mikið af þrasinu um að hún sé að fara í hundana sé óþarft. Íslenskan stendur býsna vel. Það er mikið talað, skrifað og sungið á íslensku – oft á afar hugvitsamlegan hátt. En auðvitað stendur tungumálið ekki í stað.“ Þannig hefst Facebook-færsla fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar sem birtist eftir hádegi í dag. Sagði hann einnig að hann hafði talið að tilraunir með kynhlutlaust mál væru að hverfa en svo sé ekki. Þá tekur hann sérstaklega fram að enginn á RÚV skipi starfsmönnum þar að nota kynhlutlaust mál.

„Ég hafði reyndar á tilfinningunni að tilraunir til að nota kynhlutlaust mál væru mjög á undanhaldi – kannski vegna þess að enginn ræður við að tala svoleiðis með öllum tilheyrandi beygingum eða kannski var það bara að detta úr tísku? En þá upphófst ramakvein í fjölmiðlum – held ég mest út af einni blaðagrein sem var full af misskilningi. Get þess hér að það er ekkert yfirvald á Ríkisútvarpinu sem segir okkur hvernig á að tala.“

Ásgeir Kr. kemst ekki í rándýra svuntuaðgerð: „Mér er kastað á milli eins og heitri kartöflu“

Ásgeir Kr. Ljósmynd: Facebook

Trúbadorinn Ásgeir Kr. er í vandræðum með heilbrigðiskerfið en hann þarf nauðsynlega að komast í aðgerð til að fjarlægja auka húð en hann hefur lést um 90 kíló frá því að hann fór í hjáveituaðgerð árið 2010.

Ásgeir Kr. náði þeim merka áfanga í gær að ná að missa alls 90 kíló en hann fór í hjáveituaðgerð árið 2010.

„Árið 2010 fór ég í hjáveituaðgerð og er núna búinn að ná þessum árangri. Lést alltaf smá og smá aldrei komið bakslag,“ segir Ásgeir í samtali við Mannlíf. Kveðst hann nú þurfa nauðsynlega að losna við auka húð sem veldur heilsufarslegum vandamálum.

„Núna er ég kominn með fullt af „auka“ húð sem er farið að valda líkamlegum vandamálum. En fyrst að tryggingarnar ákváðu núna um áramót að hætta að niðurgreiða svuntuaðgerðir, þá er mér kastað á milli eins og heitri kartöflu. Ég veit ekki hvort að það sé verið að bíða eftir að ég fái alvarlegar sýkingar og þá neyðist einhver til að takast á við þetta.“

Mannlíf spyr Ásgeir frekar út í málið og hann útskýrir hvað hann eigi við:

„Sjúkratryggingar neita að borga og þá segir Landspítalinn nei og bendir á Klíníkina og Klíníkin segir nei og bendir á Landspítalann. En heilbrigðiskerfið sendi mig í hjáveituaðgerð í byrjun og mér og heimilislækninum mínum finnst að þeir eigi að klára dæmið. Ég á ekki pening fyrir þessu sjálfur. Er með sex manna fjölskyldu.“

Samkvæmt Ásgeiri kostar það um eina og hálfa til tvær milljónir króna að láta fjarlægja auka húð.

Ríflega helmingur ökumanna notar síma undir stýri – Sláandi niðurstöður Samgöngustofu

Rúmlega fjórðungur Íslendinga lætur símanotkun annarra í umferðinni trufla sig mikið en nota samt sjálf símann undir stýri. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup fyrir Samgöngustofu sem framkvæmd var í júní 2024. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Samgöngustofu.

Í maí ýttu Sjóvá og Samgöngustofa úr vör herferðinni Ekki taka skjáhættuna. Markmið hennar er að vekja athygli á þeirri hættu sem skjánotkun skapar í umferðinni. Töluverð umfjöllun hefur verið um herferðina og ákvað Samgöngustofa því að láta kanna aftur viðhorf ökumanna til farsímanotkunar undir stýri.

Samkvæmt fréttatilkynningunni eru niðurstöður könnunarinnar þær að næstum helmingur ökumanna segir farsímanotkun annarra í umferðinni trufla sig mjög mikið eða frekar mikið, eða 45,7 prósent, og 30 prósent segja hana trufla sig lítið sem ekkert. Um 60 prósent af þeim 45,7 prósentum sem truflast mikið af símanotkun annarra nota símann sjálf við akstur og því er rúmlega fjórðungur Íslendinga í þeim hópi fólks sem truflast af símanotkun annarra í umferðinni en notar þó símann sjálft undir stýri.

Rúmlega helmingur ökumanna á það til að nota farsímann undir stýri.

54,1 prósent eiga það til að nota farsímann á ferð og 55,4 prósent eiga það til að nota hann á rauðu ljósi sem bendir til að nánast allir sem eiga það til að nota símann á rauðu ljósi gera það líka á ferð. Athygli vekur að mjög fáir eru með harða afstöðu gagnvart því að nota símann aðeins á rauðu ljósi en aldrei á ferð.

Í ljós kom að 10,6 prósent nota alltaf akstursstillingu á farsíma, fáir nota hana stundum, sjaldan eða oft. Einnig kom fram að 23,8 prósent vita af henni en nota hana ekki og 56,1 prósent hafa ekki heyrt um hana. Hér er því rými til úrbóta en akstursstilling er góð leið til að hafa hemil á símanotkun undir stýri.

Fram kemur í fréttatilkynningunni að herferð Sjóvá og Samgöngustofu, Ekki taka skjáhættuna varpi ljósi á þá símanotkun sem á sér stað undir stýri í dag og er henni líkt við sambærilega notkun tækja sem frekar voru notuð á síðustu öld. Sem dæmi hefði engum dottið í hug, hvorki á síðustu öld né núna, að skrifa bréf á ritvél samhliða því að aka bíl en sú hegðun er í raun sambærileg við að skrifa skilaboð á síma. Truflunin er sú sama, það er að segja, hugurinn snýr sér að skilaboðunum og við erum ekki með athyglina við aksturinn. Hættan er sambærileg en af einhverjum ástæðum samþykkjum við aðra hegðunina en ekki hina.

Hægt er að kynna sér átakið á vefsíðunni https://skjahaetta.is/. Þar má nálgast góð ráð og upplýsingar til að sporna gegn akstri undir skjáhrifum en þar er einnig að finna fræðslumyndbönd sem sýna hvernig setja á upp akstursstillingu fyrir farsíma. Þannig má forðast það að taka skjáhættu í umferðinni og stuðla með því að eigin öryggi og annarra.

 

Unglingurinn á Tenerife skarst á löpp rétt fyrir hvarfið: „Það er eitthvað skrítið í gangi“

Jay Slater með móður sinni, Debbie Duncan

Vinkona hins 19 ára Jay Slater, sem týndur er á Tenerife, segir hann hafa slasaði sig á fæti og hafi verið með ofþornun og villtur, áður en hann hvarf á eyjunni.

Sjá einnig: Leitin að týnda unglingnum á Tenerife breytt: „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum“

Lucy Law, vinkona Jay, segir að hvarf hans sé „grunsamlegt og skrítið“ en hann ætlaði sér að ganga í 11 klukkutíma, frekar en að bíða eftir rútu.

Síðast heyrðist frá hinum 19 ára Breta klukkan 08:15 á mánudagsmorgun eftir að hann hafði dvalið hjá fólki sem hann hitti á NRG tónlistarhátíðinni, fyrr um daginn.

Staðirnir á Tenerife sem Jay dvaldi á.

Í samtali við The Sun, sagði Lucy að Jay hafi ekki verið „heimskur“ og bætti við: „Það er eitthvað skrítið í gangi. Þetta er grunsamlegt. Ekki sjens að enginn hafi séð hann í tvo daga.“

„Það er veitingastaður í 10 mínútna fjarlægð, sem hann hefði séð eða gengið framhjá. Þetta er grunsamlegt og skrítið,“ sagði Lucy.

Hrjóstrugt svæði

Jay sást síðast klæddur í hvítan stuttermabol, stuttbuxum og íþróttaskóm. Símagögn sýna að síðasta þekkta staðsetning hans hafi verið í Rural de Teno-garðinum, sem er vinsælt göngusvæði.

Svæðið er ansi torfært.Breski blaðamaðurinn Chris Elkington, ritstjóri Canarian Weekly, sagði BBC að svæðið þar sem síðast er vitað af Jay, sé „torfært“. „Þetta er svæði sem inniheldur margar gönguleiðir, þar er mikil fjalllendi, nokkuð strjált, frekar hrjóstrugt,“ sagði hann og hélt áfram: „Nokkuð eyðimerkurlegt svæði á marga vegu, með djúpum giljum og dölum. Þetta er svæði sem þú vilt pottþétt ekki vera á án almennilegs skófatnaðar, sérstaklega ef þú ert vatnslaus.“

Skar sig á kaktus

Stuttu áður en sími hans varð batterísaus, sagði Jay vinkonu sinni, Lucy, að hann hefði „skorið legginn á kaktusi“ á göngu sinni í átt að dvalarstað sínum.

Lucy sagði Sky News að hann hafi hringt í sig kortér yfir átta á mánudagsmorgun og sagt henni að hann væri villtur og vatnslaus og að batteríið á símanum hans ætti bara eitt prósent eftir. Þrátt fyrir það tókst honum að senda vinkonu sinni ljósmynd af staðsetningu sinni og hún sagði honum að ganga til baka þaðan sem hann kom. Jay hafi hins vegar ekki verið viss hvaðan hann hafði gengið og var aðeins klæddur í stuttermabol og stuttbuxur.

Fljótlega eftir að Jay týndist bauðst bandarísk kona til að keyra Lucy að fjallendinu. „Það voru bókstaflega engin merki um hann neins staðar, Við keyrðum um allan daginn,“ sagði Lucy.

 

Kraftaverk Helgu Rakelar

Skjáskot: ruv.is

Baráttukonan og kvikmyndagerðarmaðurinn, Helga Rakel Rafnsdóttir, hefur háð harða baráttu við MND-taugahrörnunarsjúkdóminn undanfarin ár. Helga Rakel hefur ekkert verið á vík að gefast upp fyrir vágestinum arfgenga sem kostaði föður hennar, Rafn Jónsson tónlistarmann, lífið þegar hann var aðeins 49 ára. Helga, sem verður 49 ára á þessu ári, barðist fyrir því að fá lyfið Tofersen sem ekki var á lyfjaskrá. Hún fékk undanþáguna og nú, ári síðar, er líf hennar allt annað og betra. Hægt hefur á sjúkdómnum.

Helga greindist með MND-sjúkdóminn fyrir þremur árum síðan og barðist hún fyrir því að fá undanþágubeiðni samþykkta hjá Lyfjaeftirlitinu til að geta fengið að taka lyfið. Helga Rakel ræddi málið í Mannlega þættinum á Rás 1 þar sem  hún segist vera mun sterkari en fyrir ári síðan sem gerist venjulega ekki í þessum sjúkdómi. „Mikill léttir að hafa vonina,“ segir Helga Rakel um kraftaverkið sem fylgir lyfinu. Hún upplýsti jafnframt að hún væri með áform um að gera nýja kvikmynd …

Vantrausti á Bjarkeyju verður hafnað: „Trúverðugleiki þingflokks Sjálfstæðismanna í holræsið“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd: Facebook

Vantrauststillaga á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður afgreidd og væntanlega felld á Alþingi í dag. Ráðherrann hefur líkt og forverar hans í embætti, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir sætt fordæmingu fyrir stjórnsýslu og brellur sínar í málinu.

Nokkrir Sjálfstæðismenn hafa haft sig í frammi og lýst andúð sinni á vinnubrögðum Vinstri-grænna. Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis, hefur verið þar fremstur í flokki. Nú liggur fyrir að Teitur mun ekki taka þátt í afgreiðslunni þar sem hann er á sjúkrabeði. „Verð ég nú frá þingstörfum þar til ég kemst almennilega á fætur og ról,“ svaraði Teitur fyrirspurn Mannlífs í gær.

Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins hvílir á sjúkrabeði. Mynd: Facebook.

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaðpur Sjálfstæðisflokksins, fullyrti í gær að flokkurinn hefpui fulla stjórn á sínu fólki sem myndi greiða atkvæði gegn vantrausti. Samkvæmt því munu Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason lúta fullri stjórn í málinu.

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsformaður af Akranesi, er á sama máli og telur að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýst hafa óánægju muni fela sig á bak við varamenn.

„Ætla að spá að það verði nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem muni kalla inn varamenn eða boða forföll til að forða sér frá því að það sjáist að þeir þori ekki að styðja við vantraust á matvælaráðherra. Veit að það þýðir ekki að elta ólar við þingmenn Framsóknar enda búinn að sjá að sá flokkur virðist ekki standa fyrir neitt annað en sjálfan sig,“ segir Vilhjálmur á Facebook.

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur furðar sig á yfirlýsingu Hildar um að vantrauststillagan sé pólitískt leikrit.

„Mér sýnist að trúverðugleiki þingflokks sjálfstæðismanna verði endanlega sturtað niður í holræsið þegar þeir munu sjá til þess að matvælaráðherra þurfi ekki að bera neina ábyrgð,“ skrifar Vilhjálmur.

Útgerð foreldra Steinunnar lauk þegar snjóflóð féll á höfnina: „Ég er stoltur Flateyringur“

Steinunn Einarsdóttir er nýjasti gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn. Steinunn var sjómaður um árabil á báti foreldra sinna.

Áralöng útgerðarsaga foreldra Steinunnar, Guðrúnar Pálsdóttir og Einars Guðbjartssonar, endaði snögglega er snjóflóð féll á smábátahöfnina á Flateyri árið 2020. Aðeins stóð einn bátur eftir af flota Flateyringa.

„Þetta var rosalegt sjokk,“ segir Steinunn við Reyni þegar hann spyr hana út í snjóflóðið en hún var á staðnum er það féll, rétt eins og þegar hið mannskæða snjóflóð féll á þorpið 25 árum fyrr. Og Steinunn heldur áfram: „Bæði útgerðarinnar vegna og líka að upplifa aftur svona snjóflóð. Þetta rífur svolítið upp.“

Steinunn Einarsdóttirt og faðir hennar. Einar Guðbjartsson, við Blossa ÍS.

Reynir spyr hvort að foreldrar Steinunnar hefðu þarna ákveðið að nú væri komið nóg.

Steinunn: „Já en þarna eru þau líka farin að nálgast sjötugt. En þetta tók langan tíma, tryggingarnar náttúrulega,“ segir hún og brosir. „Þetta tók örugglega hálft ár og þegar maður er á sjötugsaldri að fara að byrja upp á nýtt, smíða nýjan bát, það er ekkert … svona bátar liggja ekkert á sölu sko.“

Reynir spyr Steinunni hvernig hún sjái framtíðina á Flateyri, en þar vill hún búa ásamt fjölskyldu sinni. Reynir spyr hvort synirnir muni búa þar eftir að þeir slíta barnsskónum.

„Já sko, það er magnað alveg, mamma og pabbi eru náttúlega miklir Önfirðingar, alveg langt aftur í ættir. Og ég hef verið mikill talsmaður Flateyrar og er rosalega stoltur Flateyringur. Og þeir eru pínu svona líka.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Óskar Hrafn að taka við KR – Gregg Ryder látinn fara

Óskar Hrafn þjálfar KR - Mynd: KR

Þjálfarinn, knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson, var nýverið ráðinn til starfa hjá KR; ekki sem knattspyrnuþjálfari:

„Það er knattspyrnudeild KR sérlega ánægjulegt að tilkynna að Óskar Hrafn Þorvaldssonar hefur verið ráðinn til starfa hjá deildinni. Óskar hefur störf hjá deildinni strax, en fyrstu vikurnar verður hann í hlutastarfi þar sem hann verður í verkefnum tengdum sjónvarpslýsingum á leikjum á Evrópumeistaramóti landsliða, eins og áður hefur komið fram. Óskar mun m.a. veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar. Óskar Hrafn þarf ekki að kynna fyrir knattspyruáhugamönnum. Hann lék upp alla yngri flokka KR og var lykilmaður í meistaraflokki KR á sínum tíma. Óskar Hrafn þjálfaði yngri flokka KR um árabil áður en hann tók við meistarflokki Gróttu þar sem hann vakti mikla athygli og náði þeirra besta árangri. Óskar Hrafn gerði svo Blika að Íslandsmeistutum 2022 en tók við liði Haugesund í Noregi að loknu síðasta tímabili.“

En nú er staðan önnur. KR hefur ekki gengið nægilega vel undir stjórn þjálfarans Gregg Ryders er tók við liðinu eftir síðasta tímabil.

Gregg Ryder.

Eftir að Óskar Hrafn hætti óvænt þjálfun í Noregi sneri hann strax aftur til síns uppeldisfélags; strax var rætt um að Óskar Hrafn tæki við liðinu af Gregg Ryder, enda vandfundinn eins eftirsóttur íslenskur þjálfari og Óskar Hrafn.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs er þessa stundina verið að ganga frá samningi Óskars Hrafns við KR; að hann taki við þjálfun liðsins mjög fljótlega. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest.

 

Leitin að týnda unglingnum á Tenerife breytt: „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum“

Jay Slater, breski unglingurinn sem saknað er á Tenerife, gæti hafa verið „tekinn gegn vilja sínum“ að sögn móður hans, Debbie Duncan, sem óttast að hinum 19 ára syni hennar hafi verið rænt.

Leitin að hinum 19 ára Jay Slater fer nú fram 48 kílómetrum frá þeim stað sem hann sást síðast á, eftir að lögreglan „fékk upplýsingar“ sem snarbreytti leitinni. Lögreglan er með rannsókn í gangi í Los Cristianos og Playa de Las Americas, en báðir staðirnir eru gríðarlega vinsælir viðkomustaðir breskra ferðalanga. Til að byrja með hafði lögreglan einblínt á Rural de Tano garðinn, sem vinsæll er meðal göngufólks.

Móðir Jay, Debbie Duncan, flaug til Kanaríeyja á þriðjudagsmorgun til að hjálpa við leitina ða syni hennar en hún hefur nú deilt því hvað hún óttast að gæti hafa komið fyrir Jay. „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum, miðað við hvað sagt er, en þetta er í höndum lögreglunnar,“ sagði Debbie nýverið.

Ættingjar Jay hafa grátbeðið fólk um að hætt að gefa svikahröppum sem segjast vera að safna pening vegna leitarinnar. Móðir Jay er sögð „í rusli“ vegna hvarfs múraralærlingsins, sonar hennar. Fjölskyldumeðlimir hafa einnig biðlað til ókunnugra að hætta að giska á hvað gæti hafa ollið hvarfinu.

Vinur Jay, staðfestir að sá týndi hafi ætlað sér að ganga á hótelið sem hann dvaldi á á Tenerife, eftir að hafa misst af rútu á mánudagsmorgun. Gangan er talin geta tekið um 11 klukkustundir. Ekkert hefur þó spurst til Jay síðan en lögreglan bankaði á dyr á heimili fjölskyldu hans í Owsaldtwistle í Lanca-skíri, og sagði þeim að taka fyrsta flug til Kanaríeyja. Jay hafði farið þangað með vinum sínum til að taka þátt í NRG tónlistarhátíðinni. Einn vina hans grátbað fólk í Facebook-hópi um að vera ekki að geta í eyðurnar án traustra sannanna.

Mirror fjallaði um málið.

Sameinast um breytingar á örorkufrumvarpi: „Þetta snýst um að enginn öryrki verði skilinn eftir“

Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka í velferðarnefnd Alþingis hafa lagt fram sameiginlegar breytingartillögur við frumvarp ríkisstjórnarinnar um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Breytingartillögurnar hafa verið birtar á vef Alþingis og jafnframt nefndarálit með nánari útskýringum.

„Þetta snýst um að enginn öryrki verði skilinn eftir,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sem er fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar. „Þess vegna höfum við í stjórnarandstöðunni sameinast, fulltrúar allra flokka, um að leggja til breytingartillögur við örorkufrumvarp ríkisstjórnarinnar. Með breytingunum verjum við kjör öryrkja sem búa einir, tryggjum að enginn lækki beinlínis í tekjum og gætum betur að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði svo dæmi séu nefnd.“

Aðrir flutningsmenn eru þau Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.

„Þetta er risastórt velferðarmál sem varðar ekki aðeins alla öryrkja Íslands heldur einnig vinnandi fólk sem getur misst starfsgetu í framtíðinni, ef það veikist til dæmis eða lendir í slysi.“

„Alvarlegir ágallar á málinu sem verður að laga“

Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins hafa gagnrýnt margt í frumvarpi ríkisstjórnarinnar og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu gegnum Alþingi. „Ljóst er að frumvarpið í núverandi mynd þarfnast ítarlegra endurbóta og dugar skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega,“ skrifaði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, nýlega í grein á Vísi.is. „Fólk með skerta starfsgetu er sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóta að ýta undir streitu og vanlíðan,“ skrifaði Jóhann Páll í grein á Vísi þar sem hann gagnrýndi nokkur af ákvæðum frumvarpsins, m.a. þau er fjalla um hlutaörorkulífeyri og virknistyrk.  

Nokkrar breytingar á frumvarpi félags- og vinnumarkaðsráðherra hafa verið lagðar til í velferðarnefnd eftir að þessi gagnrýni kom fram. Þannig stendur nú til að hlutaörorkulífeyrir verði nokkuð hærri en lagt var til í upphafi og að mælt verði fyrir um að öryrkjar í atvinnuleit geti tekið að sér tilfallandi störf án þess að svokallaður virknistyrkur, nýr greiðsluflokkur, falli samstundis niður að fullu.

„Þetta er til marks um að barátta ÖBÍ og okkar í stjórnarandstöðu fyrir breytingum á málinu er að skila árangri, og mér finnst líka Steinunn Þóra Árnadóttir formaður velferðarnefndar hafa haldið vel á spilunum og tekið tillit til athugasemda,“ segir Jóhann. „En það eru samt enn þá mjög alvarlegir ágallar á málinu sem verður að laga. Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“

Fimm breytingar og kostnaður undir milljarði á ári

Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpinu og áætlaður kostnaður er undir milljarði á ári. Í stuttu máli eru breytingartillögurnar eftirfarandi:

  1. Hnykkt á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað samþætt sérfræðimat.
  2. Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðimati sem á að koma í stað örorkumats en er enn algjörlega óútfært.
  3. Fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir.
  4. Öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að svokallaður virknistyrkur falli niður.
  5. Skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin.


Breytingartillögurnar eru útlistaðar nánar í meðfylgjandi greinargerð.

 

Setja háttsetta Íslendinga á peningaþvættislista: „Ég mun kæra þetta til lögreglu“ 

Ásgeir Rúnar Helgason Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Ásgeir Rúnar Helgason, dósent við Háskólann í Reykjavík verður senn settur á lista yfir „einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla“, sem þjónustufyrirtækið Keldan setur saman. Búast má við því að fleiri „hátt settir“ einstaklingar fari á listann.

Keldan ehf. er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingamiðlunar en fyrirtækið er í eigu þeirra Arnar Þórðarsonar, Dags Gunnarssonar, Thor Thors, Tómasar Áka Tómassonar og Höskuldar Tryggvasonar. Meðal þess sem fyrirtækið fæst við er að búa til svokallaðan Pep lista en þar er nöfnum einstaklinga á Íslandi, sem fyrirtækið telur vera í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla í samræmi við ákvæði laga nr. 140/2018 um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Thor Thors
Einn af eigendum Keldunnar ehf.
Örn Þórðarson, einn af eigendum Keldunnar.

Vísindamaðurinn og dósentinn Ásgeir Rúnar Helgason fékk á dögunum það sem hann kallar „hótunarbréf“ frá Keldu þar sem honum er tjáð að innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfsins, verði hann settur á Pep lista fyrirtækisins. Ástæða þess að Ásgeir er talinn vera í áhættuhópinum er sú að hann þekkir Hólmfríði Jenný Árnadóttur, leik- og grunnskólakennara og oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Ásgeir Rúnar var áður varaoddviti flokksins í kjördæminu og því vel kunnugur Hólmfríði. Hvers vegna kunningsskapur þeirra hringi viðvörunarbjöllum Keldunnar og setji Ásgeir Rúnar á áhættulista vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka er ómögulegt að segja til um. Undir bréfið skrifar „Starfsfólk Keldunnar ehf.“

Mannlíf hringdi í Kelduna en fékk þau svör frá stúlkunni sem svarar í síma að hún taki niður númer blaðamannsins og láti einhvern sem þekki til listans hringja. Það var í morgun en síðan hefur ekkert símtal borist.

Í bréfinu sem Ásgeir fékk og Mannlíf er með undir höndum, segir að „Keldan og tilkynningaskyldir aðilar teljast sameiginlegir ábyrgðaraðilar vinnslunnar skv. 23. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.“ Hvergi kemur þó fram hvaða tilkynningaskyldu aðilar er um að ræða. Í bréfinu stendur einning: „Samkvæmt peningaþvættislögum ber tilkynningaskyldum aðilum að hafa viðeigandi kerfi, ferla og aðferðir til að meta hvort viðskiptamenn þeirra eða raunverulegir eigendur séu í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Tilgangur vinnslu Keldunnar og framangreind skráning á listann er því að gera þessar upplýsingar um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla aðgengilegar fyrir tilkynningarskylda aðila.“

Á heimasíðu hugbúnaðarfyrirtækisins Kóða, sem rekur Kelduna er tilkynning þar sem sagt er frá pep listanum en þar stendur:

Keldan hefur hafið undirbúning á svokölluðum PEP lista yfir einstaklinga með stjórnmálaleg tengsl auk tengdra aðila sem skilgreindir eru af stjórnvöldum. Listinn mun nýtast þeim aðilum sem hafa heimild til við framkvæmd áreiðanleikakönnunar á eigin viðskiptavinum með lægri tilkostnaði en þekkist á markaðnum í dag.

Þeir einu sem munu hafa aðgang að PEP lista Keldunnar eru tilkynningarskyldir aðilar (bankar, bókhaldsstofur, lögmenn, og fleiri) sem bera lagaskyldu til að hafa aukið eftirlit með þeim viðskiptavinum sínum sem teljast hafa stjórnmálaleg tengsl. Lögum samkvæmt eru einstaklingar með stjórnmálaleg tengsl ef þeir eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu. Þá fellur nánasta fjölskylda þeirra og nánir samstarfsmenn einnig í þann flokk að vera með stjórnmálaleg tengsl.

Grundvallarforsenda fyrir því að tilkynningarskyldir aðilar geti uppfyllt aukið eftirlit er að hafa réttar upplýsingar um hverjir teljist hafa stjórnmálaleg tengsl. Það er kostnaðarsamt, tímafrekt og erfitt (ef ekki ómögulegt) fyrir þessa aðila að halda utanum slíka lista sjálfir. Listinn er því ætlaður til að aðstoða tilkynningarskylda aðila að fullnægja þeirri lagaskyldu sem hvílir á þeim.

Sambærilegir listar eru til út um allan heim enda er að finna sambærilega lagaskyldu í flestum löndum. Slíkir listar eru í eðli sínu notaðir til að minnka líkur á peningaþvætti.

Hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga hefur verið höfð hliðsjón af leiðbeiningum Persónuverndar í fyrirliggjandi málum um rekstur slíkra lista.

Keldan hefur sent út bréf þar sem einstaklingum hefur verið tilkynnt um fyrirhugaða skráningu á PEP lista. Þar er aðilum gefið tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum eða óska eftir leiðréttingu áður en viðkomandi verður skráður á listann.

Ásgeir Rúnar hyggst kæra Kelduna samkvæmt Facebook-færslu hans sem hann birti í fyrradag: „Ég mun kæra þetta til lögreglu, en datt í hug að tékka á því hvort fleiri en ég hafi fengið svona hótunarbréf.“

Teitur Björn sleppur við að taka afstöðu til vantraustsins: „Rúmliggjandi og ekki viðtalshæfur “

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Ljósmynd: Facebook

Teitur Björn Einarsson er kominn í veikindaleyfi og sleppur þannig við að taka afstöðu til vantrauststillögu Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson hefur verið afar gagnrýninn á störf matvælaráðherra Vinstri grænna þegar snýr að hvalveiðinni, bæði þegar Svandís Svavarsdóttir gegndi embættinu og nú, þegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gegnir því.

Miðflokkurinn hefur nú lagt fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen en Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins hafa sagst ætla að styðja tillöguna. Óvíst er með afstöðu þingmanna samstarfsflokka Vinstri grænna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar en nokkir Sjálfstæðismenn hafa verið afar háværir í gagnrýni sinni á störfum matvælaráðherra, sér í lagi Jón Gunnarsson, Teitur Björn Einarsson og Óli Björn Kárason. Verði vantraustið samþykkt er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu.

Teitur Björn verður þó fjarri góðu gamni á þingi en hann er kominn í veikindaleyfi, með brjósklos í mjóbaki.

„Hryggjarstykkið uppfært og þrautagöngunni þar með vonandi lokið.

Það hefur ekki farið framhjá mörgum ykkar, vinum og vandamönnum sem til mín hafa séð síðustu 4-5 mánuði, að ég hef ekki verið alveg í toppformi. Brjósklos í mjóbaki var myndað og greint í mars eftir brösóttan Þorra og í gær var ég í skurðaðgerð sem gekk vel. Batahorfur með miklum ágætum að sögn sérfræðinga en einhverja daga verð ég nú frá þingstörfum þar til ég kemst almennilega á fætur og ról.“ Þetta kemur fram í Facebook-færslu Teits Björns frá því í morgun.

Mannlíf heyrði í Teiti Birni sem sagðist vera fjarri góðu gamni og vísaði í færslu sína. „Er og verð fjarri þingstörfum þessa dagana (rúmliggjandi og hreint ekki viðtalshæfur þér að segja),“ segir Teitur Björn í skriflegu svari til Mannlífs.

Vantrauststillagan verður tekin fyrir á Alþingi í dag.

Sanna vill hækka hlutfall félagsíbúða í Reykjavík: „142 barnafjölskyldur eru á þessum biðlista“

Sanna Magdalena. Mynd / Skjáskot úr myndbandi Sósíalistaflokksins
„656 manns bíða nú eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá borginni. Þarna er um að ræða lágtekjufólk sem býr við þunga framfærslubyrði og mjög erfiðar félagslegar aðstæður og þarf á húsnæði á að halda.“ Þannig hefst Facebook-færsla Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins.

Í færslunni sem hún birti í gær, fer hún yfir stöðuna á félagslega leiguhúsnæðismarkaðnum í Reykjavíkurborg.

„Talan 656 manns nær eingöngu utan um þau sem bíða eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði en ekki þau sem eru á öðrum biðlistum borgarinnar að bíða eftir húsnæði sem hentar þeirra þörfum.

142 barnafjölskyldur eru á þessum biðlista og miðað við kaupáætlanir Félagsbústaða er ljóst að þeim er ætlað að bíða lengi eftir öruggu húsaskjóli. Kaupáætlanir Félagsbústaða gera einungis ráð fyrir því að fjölga almennum félagslegum leiguíbúðum um 375 á árunum 2024-2028.“

Þá segir Sanna að Sósíalistar leggi til að hlutfall félagslegra íbúða í borginni verði hækkað umtalsvert og bendir á aðrar borgir Evrópu þar sem hlutfallið er mun hærra.

„Borgaryfirvöld hafa mótað sér stefnu um að 5% íbúða í borginni eigi að vera félagslegar. Nú er hlutfallið rúmlega það. Sósíalistar í borginni leggja til að hlutfallið verði hækkað til þess að mæta þeim sem eru í þörf fyrir húsnæði.
Í öðrum borgum er félagslegt húsnæði miklu almennara. Sé t.a.m. litið til Vínarborgar í Austurríki sem byggir á langri hefð félagslegs húsnæðis þá er um fjórðungur í húsnæði á vegum sveitarfélagsins.“

Íslendingur stangaður í nautahlaupi á Spáni – Hornið fór í lærið

Frá nautahlaupi á Spáni. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Íslenskur ferðamaður var stangaður af nauti á Jávea á Spáni á þriðjudaginn.

Samkvæmt frétt Costa News, var 46 ára Íslendingur stangaður af nauti í upphafi nautahlaups á götum strandbæjarins Jávea í Alicante-héraði á þriðjudaginn.

Nautið er sagt hafa stangað íslenska ferðamanninn í lærið en hornið hitti ekki á slagæð. Ekki er vitað um líðan mannsins.

En hvað er nautahlaup?

Þetta er viðburður þar sem nauti er sleppt á götur bæjarins, á meðan viðstaddir, aðallega ungt fólk, reyna að komast frá því og reyna á hugrekki sitt. Þessir viðburðir eru afar vinsælir en einnig mjög umdeildir enda hafa fjölmargir slasast og jafnvel látist í þessum hlaupum, þrátt fyrir öryggisráðstafanir. Þá hefur meðferðin á nautunum einnig verið gagnrýnd.

Ammoníak stuðar Tálknfirðinga

Í nótt var stóru svæði við frystihúsið á Tálknafirði lokað vegna ammoníaksleka frá gömlu frystihúsi. Útkall barst um klukkan þrjú í nótt eftir að  vegfarendur hefðu fundið mikla ammoníakslykt. Ekki er talið að mengunin sé skaðleg en ólyktin stuðar Tálknfirðinga.

Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hætta væri ekki á ferðum en lyktin sé sterk.  „Sem betur fer var vindátt hagstæð þannig að reykinn lagði út á sjó í staðinn fyrir yfir þorpið,“ sagði Davíð.

Slökkvilið var kallað út frá Tálknafirði, Bíldudal og Patreksfirði.

Teitur í skotlínunni

Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Facebook.

Vantrauststillaga Miðflokksins á matvælaráðherra verðir tekin fyrir á Alþingi á morgun. Þá kemur á daginn hvort Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir stendur eða fellur eftir framgöngu sína í hvalamálinu. Víst er talið að stjórnarandstaðan standi saman í málinu. Stóra spurningin er hins vegar hvað órólega deild Sjálfstæðisflokksins gerir. Óli Björn Kárason, Teitur Björn Einarsson og Jón Gunnarsson hafa allir haft uppi stór orð um afglöp Vinstri-grænna. Þeir hafa nú tækifæri til að standa við stóru orðin. „Nú reynir á þingmenn Norðvesturkjördæmis hvort þeir standi með kjördæminu, standi með lögunum, standi með stjórnarskrárvörðum rétti fyrirtækja og einstaklinga,“ segir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, sem reyndar studdi höfuðpaurinn í hvalamálinu, Katrínu Jakobsdóttur, í forsetakosningunum.

Augu manna beinast ekki síst að Teiti Birni. Hann er sonur þingmannsins  Einars Odds Kristjánssonar heitins sem fór venjulega sínar eigin leiðir í pólitík og skeytti lítt um vinsældir. Trúverðugleiki Teits veltur á vantraustsmálinu. Jafnframt má ljóst vera að líf ríkisstjórnarinnar hangir á sama bláþræði …

Búðarþjófar gripnir um alla borg – Samvinnuþýður hávaðaseggur í Grafarvogi

Farsími Ljósmynd: Pexels - Tracy Le Blanc

Málglaðir ökumenn á ferð um miðborgina voruu látnir svara til saka. Þrír slíkir voru stöðvaðir þar sem þeir voru að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Mál þeirra voru afgreitt með sekt. Hver þeirra þarf að greiða 40 þúsund krónur.

Búðarþjófar voru staðnir að verki í nokkrum verslunum í austurborginni. Lögreglan afgreiddi málin á vettvangi. Þriðja þjófnaðarmálið reyndist ekki eins einfalt úrlausnar. Kona sem hlut átti að máli var ósamvinnuþýð og vildi ekki viðurkenna brrot sitt. Konan var handtekin og flutt á lögreglustöð Hverfisgötu þar sem tekin var skýrsla af henni. Hún var svo látin laus í framhaldinu. Enn einn búðarþjófnaðurinn kom svo upp í Múlunum í gær. Það mál varf afreitt á vettvangi. Búðarþjófnaðir einkenndu því gærdaginn.
Ökumaður stöðvaður í akstri í Hafnarfirði. Reyndist hann vera réttindalaus. Mál hans var afgreitt með sekt.

Í Grafarvogi skemmti fólk sér við að hækka í græjunum og njóta tónlistar í nótt. Nágrannar gerðust andvaka og enduðu með því að hringja í lögregluna. Hávaðaseggurinn var samvinnuþýður og lofaði að lækka. Komst þar með á ró og íbúar sofnuðu svefni hinna réttlátu.

Lögreglu var tilkynnt um þjófnað úr bifreið á Grafarholti. Þjófurinn staðinn að verki og málið var afgreitt á vettvangi.

Plötusnúðar Dynheima reknir vegna skoðana sinna: „Þeir eiga greinilega enga samleið með okkur“

Akureyri - Mynd: Wikipedia

Nokkrir plötusnúðar á Akureyri áttu í útistöðum við forstöðumann félagsmiðstöðvar í desember 1986 en þeir sögðu hann hafa rekið þá vegna skoðana þeirra á stjórnun félagsmiðstöðvarinnar.

Í Baksýnisspegli kvöldsins kíkjum við á áhugavert mál þar sem plötusnúðar deildu opinberlega við forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Dynheima á Akureyri í desember 1986.

Plötusnúðarnir höfðu farið í útvarpsþátt þar sem þeir gagnrýndu stjórnun Dynheima og sögðu að í kjölfarið hefðu þeir verið reknir af forstöðumanninum vegna skoðana sinna. Sá, Steindór G. Steindórsson, sagði það ekki rétt, heldur hafi staðið til að endurskipuleggja starfsemina og segja nokkrum plötusnúðum upp. Hann hafi boðað þá á fund til að ræða málin en þess í stað hafi þeir rokið í útvarpið og sagt að þeir hefðu verið reknir. Plötusnúðarnir stóðu þó áfram á sínu og fullyrtu að þeir hefðu verið reknir vegna skoðana sinna.

Hér má lesa frétt DV um málið:

Akureyri:

Plötusnúðarnir í Dynheimum reknir

„Það er rangt að plötusnúðarnir hafi verið reknir vegna skoðana sinna. Það stóð til að endurskipuleggja starfsemina og segja hluta af plötusnúðunum upp,“ sagði Steindór G. Steindórsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Dynheima á Akureyri, í gær um það hvort rétt væri að plötusnúðarnir hefðu verið reknir vegna skoðanna sinna á starfsemi Dynheima sem þeir létu uppi í útvarpsþætti nýlega. En plötusnúðarnir fullyrða að svo sé. „Ég vildi fá fund með plötusnúðunum og ræða starfsemina á næstu vikum. Af þessum fundi varð aldrei heldur ruku þeir í útvarpið og sögðu að þeir hefðu verið reknir,“ sagði Steindór. Hann sagði enn fremur að mikil ásókn væri í starf plötusnúða í Dynheimum. „Það eru margir sem vilja komast að og í svona starfi er nauðsynlegt að endurnýja alltaf af og til. Þannig er farið að annars staðar. Annars get ég ekki sagt annað en að plötusnúðarnir, sem hafa haft sig frammi í þessu máli, hljóti að hætta núna. Þeir eiga greinilega enga samleið með okkur.“

Sigurður Þorsteinsson plötusnúður: Vorum reknir

„Ég tel öruggt að Steindór hafi rekið okkur vegna skoðana okkar í þættinum Ekkert mál hjá útvarpinu en þar gagnrýndum við stjórnun Dynheima,“ sagði Sigurður Þorsteinsson, einn plötusnúðanna í Dynheimum, sem nú eru að hætta. „Eftir þáttinn talaði Steindór við einn okkar og sagði að við yrðum að hætta. í framhaldi af þessu haíði fréttamaður svæðisútvarpsins samband við okkur.“ Sigurður sagðist mjög ósáttur við framkomu Steindórs í þessu máli. „Ég hef starfað undanfarin þrjú ár sem plötusnúður í Dynheimum en hinir plötusnúðarnir tveir í aðeins þrjá mánuði. Það er því svolítið bogið við að það þurfi að skipta um blóð svona snemma. Þar fyrir utan em dæmi þess að plötusnúðar hafi verið á sama staðnum í átta ár og ég veit um einn sem var hjá Dynheimum í tólf ár,“ sagði Sigurður.

Lögreglan vaktaði leigubílsstjóra sérstaklega um helgina – 45 prósent þeirra grunaðir um brot

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan hafði viðamikið eftirlitið með leigubílum í miðborginni um helgina.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var viðamiklu eftirliti með leigubílum haldið úti í miðborginni um liðna helgi en lögreglan kannaði þá með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra.

Í hátt í helmingi tilfelli voru gerðar athugasemdir vegna grunsemda um brot og eiga nú 48 leigubílastjórar yfir höfði sér kæru vegna þessa. Af þeim hafa enn fremur 32 leigubílstjórar verið boðaðir til að mæta með ökutæki sín í skoðun á nýjan leik. Leigubílstjórar eru minntir á að eftirlitið heldur áfram.

Að sögn lögreglunnar naut hún aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við eftirlitið um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för.

Maður í fæðingarorlofi bíður enn eftir launum frá veitingastaðnum Ítalía: „Hef beðið í 49 daga“

Denis Koval
Enter

Egill hefur ekki áhyggjur af íslenskunni: „En auðvitað stendur tungumálið ekki í stað“

Egill Helgason hefur engar áhyggjur af íslenskunni eins og svo margir um þessar mundir.

Mikið hefur verið talað um hnignun íslenskunnar undanfarið sem og það sem sumir hafa kallað nýlensku, eða kynhlutlaust mál sem RÚV hefur nú tekið upp og vakið fyrir það bæði hrós og last.

„Það er ágætt að láta sig íslenskuna varða en ég held að mikið af þrasinu um að hún sé að fara í hundana sé óþarft. Íslenskan stendur býsna vel. Það er mikið talað, skrifað og sungið á íslensku – oft á afar hugvitsamlegan hátt. En auðvitað stendur tungumálið ekki í stað.“ Þannig hefst Facebook-færsla fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar sem birtist eftir hádegi í dag. Sagði hann einnig að hann hafði talið að tilraunir með kynhlutlaust mál væru að hverfa en svo sé ekki. Þá tekur hann sérstaklega fram að enginn á RÚV skipi starfsmönnum þar að nota kynhlutlaust mál.

„Ég hafði reyndar á tilfinningunni að tilraunir til að nota kynhlutlaust mál væru mjög á undanhaldi – kannski vegna þess að enginn ræður við að tala svoleiðis með öllum tilheyrandi beygingum eða kannski var það bara að detta úr tísku? En þá upphófst ramakvein í fjölmiðlum – held ég mest út af einni blaðagrein sem var full af misskilningi. Get þess hér að það er ekkert yfirvald á Ríkisútvarpinu sem segir okkur hvernig á að tala.“

Ásgeir Kr. kemst ekki í rándýra svuntuaðgerð: „Mér er kastað á milli eins og heitri kartöflu“

Ásgeir Kr. Ljósmynd: Facebook

Trúbadorinn Ásgeir Kr. er í vandræðum með heilbrigðiskerfið en hann þarf nauðsynlega að komast í aðgerð til að fjarlægja auka húð en hann hefur lést um 90 kíló frá því að hann fór í hjáveituaðgerð árið 2010.

Ásgeir Kr. náði þeim merka áfanga í gær að ná að missa alls 90 kíló en hann fór í hjáveituaðgerð árið 2010.

„Árið 2010 fór ég í hjáveituaðgerð og er núna búinn að ná þessum árangri. Lést alltaf smá og smá aldrei komið bakslag,“ segir Ásgeir í samtali við Mannlíf. Kveðst hann nú þurfa nauðsynlega að losna við auka húð sem veldur heilsufarslegum vandamálum.

„Núna er ég kominn með fullt af „auka“ húð sem er farið að valda líkamlegum vandamálum. En fyrst að tryggingarnar ákváðu núna um áramót að hætta að niðurgreiða svuntuaðgerðir, þá er mér kastað á milli eins og heitri kartöflu. Ég veit ekki hvort að það sé verið að bíða eftir að ég fái alvarlegar sýkingar og þá neyðist einhver til að takast á við þetta.“

Mannlíf spyr Ásgeir frekar út í málið og hann útskýrir hvað hann eigi við:

„Sjúkratryggingar neita að borga og þá segir Landspítalinn nei og bendir á Klíníkina og Klíníkin segir nei og bendir á Landspítalann. En heilbrigðiskerfið sendi mig í hjáveituaðgerð í byrjun og mér og heimilislækninum mínum finnst að þeir eigi að klára dæmið. Ég á ekki pening fyrir þessu sjálfur. Er með sex manna fjölskyldu.“

Samkvæmt Ásgeiri kostar það um eina og hálfa til tvær milljónir króna að láta fjarlægja auka húð.

Raddir