Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Rústaði heimili og beit löggu

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglumenn lenti í kröppum dansi þegar þeir komu á vettvang í heimahúsi. Bandbrjálaður maður var í óða önn að rústa heimilinu. Hinn óði lét ekki segjast þótt lögreglumenn væru komnir á vettvang og neyddust þeir til að taka hann tökum. Náði hann að bíta annan lögreglumanninn og var uppi með alvarlegar hótanir í garð laganna varða. Dólgurinn var handtekinn og hann læstur inni í fangageymslu þar sem hann sefur nú.

Annar ofbeldisseggur var staðinn að verki við slagsmál og hótanir. Hann notaði hann skrúfjárn til þess til þess að hóta öðrum með.

Mogginn uppnefnir fyrrverandi borgarstjóra í leiðara: „Yfirgengilega orlofssugan, Dagur B“

Davíð Oddsson

Morgunblaðið birtir í dag illyrtan leiðara þar sem gripið er til uppnefna þegar fjallað er um Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra sem kallaður er suga og óhemja. Tilefnið virðist vera áformuð borgarlína og orlofsmál Dags sem farið hafa hátt í fjölmiðlum.

„Yfirgengilega orlofssugan, Dagur B. formaður borgarráðs, virðist enn halda á lofti hinu óskiljanlega verkefni sínu um „borgarlínu“ og snýtir það fyrirbæri óendanlegum fjármunum úr nösum fjármálaráðherrans, og virðist þá engu skipta hver það er sem situr í fjármálaráðherrastól það augnablikið,“ skrifar leiðarahöfundurinn sem er nafnlaus en oftast  Davíð Oddsson, ritstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, sem starfar í umboði Guðbjargar Matthíasdóttur auðkonu í Vestmannaeyjum.

Guðbjörg Matthíasdóttir er aðaleigandi Moggans.

Í framhaldi leiðarans bætir höfundurinn enn í uppnefnin og er Dagur nú einnig orðin að óhemju.
„Á borgarstjóratíð sinni lofaði „orlofssugu óhemjan“ því margoft og reglubundið og helst
svona þremur mánuðum fyrir hverjar kosningar, að einmitt það kjörtímabil sem senn færi nú í hönd myndi borgin í allri sinni góðsemi og takmarkalausri framsýni leggja Miklubrautina loks í stokk á meðan borgin yrði jafnframt á fleygiferð um leið að leggja „borgarlínuna“,sem myndi þó í besta falli flytja svo sem 4% þeirra, sem fara
þyrftu um borgina. Og þá byndu borgaryfirvöld vonir við að fullkomlega væri búið að eyðileggja alla bifreiðaumferð í borginni og trylla almenna borgara með himinháum gjöldum frá hverju horni til horns,“ skrifar leiðarahöfundurinn og heldur síðan áfram að ranta um orlofsgreiðslur og borgarlínu sem hvorutveggja er fundið allt til foráttu.

Auk þessarar umfjöllunar er enn ein burðargreinin í blaðinu um orlofsmál Dags.

 

Sjónvarpsstjóri sakaður um að hafa skotið verðmætan veiðihund: „Sorg fyrir mig og fjölskyldu mína“

Í október 1993 birtist frétt í Pressunni þar sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og undirmaður hans voru vændir að því að hafa skotið verðmætan veiðihund til bana á gæsaveiðum í Húnavatnssýslu, í misgripum fyrir gæs. Nokkrir aðrir fjölmiðlar fylgdu svo í kjölfarið.

Pressan sagði að þeir Páll Magnússon, þáverandi sjónvarpstjóri Stöðvar 2 og Ólafur Jóhannsson, þáverandi fréttamaður á sömu stöð, hefðu orðið fyrir þeirri „óskemmtilegu reynslu“ að skjóta verðmætan veiðihund sem þeir höfðu fengið að láni, haldandi að tíkin væri særð gæs. Ekki gat Pressan upplýst um það hvor þeirra hefði tekið í gikkinn en Ólafur Jóhannsson játaði að lokum að hafa verið sá óheppni veiðimaður, sem skotið hefði tíkina.

Hér má lesa frétt Pressunnar í heild sinni:

Sjónvarpsmenn skjóta hund

Hrein glæpastarfsemi að dandalast með skotvopn í myrkri, segir varðstjórinn á Blönduósi

Samstarfs- og veiðifélagarnir Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, og Ólafur Jóhannsson urðu fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu 6. október sl. að skjóta verðmætan veiðihund, sem þeir höfðu fengið að láni, í misgripum , fyrir gæs. Þessi atburður átti sér stað í myrkri, að kvöldi til í Húnavatnssýslu, nánar tiltekið á jörðinni Þingeyrum. Höfðu veiðifélagarnir eins og oft áður verið við skotveiðar á þessu svæði frá því snemma morguns ásamt þeim Ásgeiri Heiðar veiðihundaþjálfara, (sem var hvergi nærri þegar skotið reið af) og Hermanni Ingasyni, bónda á Þingeyrum, sem að eigin sögn fylgir ávallt þeim veiðimönnum sem hann hleypir inn á landsvæði sitt.

Labradortíkin sem drapst bar nafnið Assa og var í eigu Einars Páls Garðarssonar, eiganda Veiðihússins, eða Palla í Veiðihúsinu eins og hann er oftast nefndur. Var tíkin talin einn besti veiðihundur landsins og mjög vel þjálfuð, svo vel að hún hlýddi ávallt þeim sem hún gekk með úr húsi, hver sem það var. Engan veginn er hægt að meta hundinn til fjár, en tíkin hafði verið í þjálfun hjá eiganda sínum undanfarin átta ár. Hafði einn viðmælanda PRESSUNNAR á orði að tíkin væri ekki minna en einnar milljónar króna virði.

Vítavert kæruleysi

Assa var þekkt meðal veiðimanna og hundaræktenda, enda „starfaði“ hún dagsdaglega í Veiðihúsinu ásamt eiganda sínum á milli þess sem hann tók hana með sér í veiðiferðir.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fékkst ekki upplýst hvor þeirra það var sem hleypti voðaskotinu af. Í samtali við PRESSUNA vildi Ólafur ekki segja „orð“ um málið og ekki náðist í Pál Magnússon þar sem hann er staddur erlendis.
Þrátt fyrir að hér væri um óviljaverk að ræða þykir málið hneisa í alla staði. Ástæðan er að „góðir“ veiðimenn skjóta ekki út í loftið í niðamyrkri. Það er ein af gullnum reglum góðs veiðimanns. Sagt er að slíkt voðaskot hjá vönum veiðimanni eigi sér engin fordæmi hér á landi. “vítavert kæruleysi,“ sagði kunnur veiðimaður sem þekkir vel til málsins í samtali við PRESSUNA.
Þór Gunnlaugsson lögregluvarðstjóri á Blönduósi hafði ekkert fengið um málið í sínar hendur, enda var það ekki kært. Hann hafði að vísu lesið um það í DV að veiðihundur hefði verið skotinn á gæsaveiðum en grunaði ekki að skotinu hefði verið hleypt af innan síns umdæmis. Hann er vanur að fast við skotveiðimenn á þessu svæði: „Það er alveg út í hött að vera að vafra um með skotvopn og sjá ekki glóru. Vanir veiðimenn eru komnir af stað síðla nætur og bíða eftir birtingu til að skjóta. Þeir skjóta ekki þegar dimma tekur! Það er alveg sitthvað að vera að dandalast með skotvopn um nótt í bikamyrkri. Það er bara hrein glæpastarfsemi. Maður hefði getað orðið fyrir skoti,“ sagði varðstjórinn.

Á selveiðum?

Hermann Ingason, staðfesti í samtali við PRESSUNA að slys hefði orðið en vildi heldur ekkert um málið segja annað en að það hefði verið orðið skuggsýnt og haff hefði verið samband við alla hugsanlega dýralækna á Norðurlandi til þess að reyna að bjarga tíkinni. Fyrir neðan jörðina Þingeyrar er Vatnsdalsá, sem rennur til sjávar þar aðeins utar. Án þess að hafa komist að nákvæmri staðsetningu slyssins hefur PRESSAN það eftir öruggum heimildum að annar hvor þeirra Stöðvar tvö manna hafi skotið í blindni á það sem skvampaði í vatninu, sem þeir töldu særðan fugl sem þeir voru nýbúnir að skjóta og þyrfti að aflífa. Grasið við bakkann var hátt og eins og fyrr segir var myrkur og þeim því gersamlega byrgð sýn á bráðina. Eftir því sem PRESSAN kemst næst mun skotið hafa hæft hundinn í fótinn. Að sögn fróðra manna merkir það að tíkin hafi að mestu leyti staðið upp úr vatninu. Hún hefði því átt að vera sýnileg, þ.e. í birtu.
„Voru þeir ekki bara á selveiðum? Fuglar skvampa ekki í vatni nema þetta hafi verið andaveiðar. Það er svo mikið af sel einmitt þarna hjá Þingeyrum í Vatnsdalsánni. Gæti ekki verið að þeir hefðu skotið hundinn í misgripum fyrir sel?“ bætti varðstjórinn á Blönduósi við.

Mikill missir

Sigurður H. Pétursson, héraðsdýralæknir á Merkjalæk, var einn þeirra sem önnuðust hundinn eftir slysið. Hann vildi ekki frekar en aðrir tjá sig um málið þar sem um einkamál væri að ræða á milli sín og skjólstæðinga sinna.
„Þetta er ómetanlegur missir og sorg fyrir mig og fjölskyldu mína,“ sagði Einar Páll, eigandi hundsins, en hann vildi ekki upplýsa PRESSUNA um hvað hann ætlaði að gera í framhaldinu.
Einar er virkur veiðimaður og því harla ólíklegt að hann þiggi óþjálfaðan hvolp í sárabætur, þar sem það tekur langan tíma að þjálfa upp hund. Ennfremur er talið ólíklegt að einhver hér á landi láti af hendi vanan veiðihund, ekki síst vegna þess að menn eru oftast tilfinningalega tengdir hundum sínum. Eftir því sem PRESSANkemst næst yrði líklegasta leiðin til að bæta Einari Páli missinn sú að kaupa að utan grunnþjálfaðan hund, en þeir eru seldir mismunandi mikið þjálfaðir af sérstökum búgörðum. Innfluttur grunnþjálfaður hundur kostar hátt í hálfa milljón króna.

Eins og fram kemur í fréttinni gat Pressan ekki staðfest hver það hafi verið sem tók í gikkinn og drap veiðihundinn en þrátt fyrir það fullyrti Alþýðublaðið að Páll Magnússon hefði verið sá óheppni.

Hér má lesa þá stuttu frétt:

Sjónvarpsstjóri skýtur hund

Labradortíkin Assa, dýrmætur veiðihundur, féll fyrir kúlnahríð Páls Magnússonar,sjónvarpsstjóra á Stöð 2,samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum Alþýðublaðsins. Frá þessu máli greinir í síðustu Pressu. Veiðimenn fara nú trylltir um og skjóta sér til matar gæs og rjúpu, enda veitir ekki af á síðustu og verstu tímum að fylla matarkistunnar. Það er talað um blóðbað á veiðislóðum. Greinilegt er að allt kvikt er í hættu, ekki bara rjúpan og gæsin, heldur líka menn og hundar. Nánast allar reglur, skráðar sem óskráðar em sagðar bromar af byssumönnum. Málsatvik voru þau að tveir veiðimenn á Stöð 2 voru að leita gæsar í landi Þingeyra, en sú jörð er í eigu Ingimundar Sigfússonar, stjórnarformanns Stöðvar 2. Héldu þeir áfram að skjóta eftir að rökkva tók. Það gera ekki góðir veiðimenn. Árangurinn varð sá að veiðihundurinn Assa féll í valinn, tekinn í misgripum fyrir gæs. Pressan segir að tjónið sé upp á eina milljón króna.

Ólafur Jóhannsson skrifaði nokkru síðar langa grein í Morgunblaðinu, þar sem hann starfar í dag, en þar svarar lýsir hann atburðarásinni sem varð til þess að tíkin Assa var skotin í misgripum fyrir særða gæs. Í stuttu máli sagði hann óvíst hver hefði skotið tíkina en sagði þá alla bera ábyrgð, enda hefðu þeir verið sammála um að þar væri særð gæs á ferð. Þá var fréttamaðurinn afar harðorður í garð þeirra fréttamiðla sem fjölluðu um máli og kallað þá „sorpsnepla“. Harðneitaði hann að þeir félagar hefðu verið drukknir við veiðarnar og að um kolniðamyrkur hafi verið um að ræða.

Meðal þess sem Ólafur sagði í svargrein sinni sem hann nefndi Hundur í sorpsneplum, var eftirfarandi:

„Það vekur nokkra furðu mína og reyndar okkar allra sem að þessu máli komum, að nokkrir fjölmiðlar skyldu telja það frétt að hundur hefði orðið fyrir skoti. Mér er t.d. kunnugt um að hundur hafi orðið fyrir skoti gæsaveiðimanna í Þykkvabænum í fyrrahaust og drepist og þrjá menn kannast ég við sem orðið hafa fyrir því að skjóta hund. I engu þessara tilvika var sögð frétt af atburðinum. Þess vegna er eðlilegt að.draga þá ályktun að Pressan, Tíminn, Sviðsljós og Alþýðublaðið hafi talið fréttina felast í því, hverjir hlut áttu að máli, ekki í því hvað var gert.“

Annars staðar í greininni segir hann:

Eftir þennan hörmulega atburð sem okkur féll öllum mjög þungt, var ákveðið að láta það liggja á milli hluta, hver það var sem var svo ólánsamur að taka í gikkinn. Enda vorum við sammála um það, og þar efaðist enginn, að þarna væri fugl á ferð. Töldum við að allir ættum við hlut að þessu máli og bæri hver um sig þar nokkra ábyrgð. Enda munum við allir taka þátt í því að bæta eiganda tíkurinnar tjón hans. Á þessari stundu grunaði engan okkar hvað fylgja myndi í kjölfarið í kjaftasögum, slúðri, rógi og lygum í óvönduðum fjölmiðlum. Nú er hins vegar svo komið að undirrituðum þykir nóg um kjaftaganginn og upplýsist það hér með að það var sá sem þetta skrifar sem var svo ólánsamur að taka í gikkinn kvöldið umrædda við Húnavatn.

Hagmæltur Þingeyingur samdi svo vísu um málið en Tíminn birti hana, auk Víkurfrétta:

Slysaskot

Vegna blaðaskrifa um þann atburð þegar gæsaveiðimenn skutu í misgripum veiðitík skrifaði Ólafur Jóhannesson fréttamaður á Stöð 2 grein í Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum þar sem hann skýrði frá tildrögum þessa slyss og að hann hefði óvart skotið tíkina í rökkri og verið ódrukkinn. Af þessu tilefni orti hagmæltur Þingeyingur þessa vísu sem birtist í síðasta tölublaði Víkurfrétta á Húsavík:

Hausts í myrkri gæsin grá,
gjarnan friðar nýtur.
Illa fullur, einmitt þá
Ólafur hunda-skýtur.

Risa snákur beit mann í punginn þegar hann var að kúka: „Eistun mín eru óhult“

Thanat Thangtewanon barði snák til dauða

Thanat Thangtewanon lenti heldur betur ótrúlegri lífreynslu á heimili sínu í Tælandi í vikunni.

Thangtewanon sat á klósettinu heima hjá sér að gera sínar þarfir þegar hann fann allt í einu fyrir stingandi sársauka í pungnum sínum. „Ég fann að eitthvað beit í eistun. Þetta var mjög sársaukafullt svo ég teygði mig niður í klósettið til að athuga málið. Ég bjóst alls ekki við að grípa í snák,“ sagði Thangtewanon við Daily Mail.

Hann stóð upp í flýti og blóð úr sprautaðist út um allt baðherbergið að hans sögn og tala myndirnar sínu mál. Thangtewanon ákvað að grípa til þess ráðs að reyna berja snákinn með klósettbursta til þess að hann sleppti takinu á pungnum og dó snákurinn við höggin. Snákurinn var að sögn hans tæpir fjórir metrar á lengd.

Þegar snákurinn sleppti til takinu rauk Thangtewanon á sjúkrahús en samkvæmt honum þurfti ekki að sauma spor í punginn og mun pungurinn jafna sig á nokkrum vikum. „Eistun mín eru óhult. Ég var heppinn að þetta var ekki eitraður snákur,“ en Thangtewanon hefur ekki farið á klósettið síðan bitið átti sér stað.

 

Fötluð samfélagsmiðlastjarna mætir gríðarlegu hatri í athugasemdum:„Þú ættir bara að drekkja honum“

Shane og Hannah, eiginkona hans.

Rithöfundurinn og samfélagsmiðlastjarnan Shane Burcaw skrifaði hjartnæma færslu á Facebook á dögunum en þar talaði hann um andstyggilegar athugasemdir sem skrifaðar voru við myndband sem hann birti á samfélagsmiðlum en myndbandið sló rækilega í gegn.

Shane er bundinn við hjólastól en myndbönd sem hann og eiginkona hans, Hannah birta á samfélagsmiðlunum vekja gjarnan athygli fyrir húmor en þau birta einnig myndbönd þar sem þau ræða um fatlanir og hjálpa áhorfendum að skilja betur heim fatlaðra. Fyrir ólympíuleikana í París í ágúst, tóku þau þátt í vinsælu „trendi“ eins og það kallast á ensku, þar sem fólk birti myndskeið af sér þar sem sjá mátti hversu arfaslakir íþróttamenn það væri og við myndskeiðin var yfirleitt ritað eitthvað á borð við „ég náði því miður ekki ólympíulágmarkinu“. Shane og Hannah birtu myndskeið þar sem Hannah kemur Shane varlega ofan í sundlaug en við myndskeiðið skrifaði Shane: „Því miður komst ég ekki í dýfingarliðið fyrir Ólympíuleikana 2024“.

„Hæ allir, Shane hér. Þetta er sársaukafullt að skrifa, en verður að vera gert. Myndskeið frá okkur hefur nú slegið rækilega í gegn, sem ætti að vera ástæða til þess að gleðjast. Þess í stað neyðir þetta mig til þess að horfast í augu við þá sársaukafullu staðreynd að bókstaflega hundruðir þúsunda manneskja hata mig og telja mig tilgangslausan vegna fötlunar minnar.“ Þannig hefst færsla Shane en því næst útskýrir hann málið:

„Ég skal útskýra … Myndskeiðið er nokkuð einfalt: Það er æði í gangi þar sem fólk birtir fyndin myndskeið þar sem þau sjást mistakast hraparlega í íþróttum, með kaldhæðnum texta þar sem fólk „tilkynnir“ að það hafi ekki náð Ólympíulágmarkinu þetta árið. Þar sem við höfum gaman af því að gera grín að okkur sjálfum, passaði þetta æði fullkomlega við okkur, þannig að við tókum þátt í æðinu og birtum myndskeið af mér „dýfa“ mér í sundlaug, nema að dýfingin mín var augljóslega bara Hannah að leggja mig varlega ofan í vatnið. Textinn minn tilkynnti  að ég hefði „því miður ekki komist í dýfingarliðið fyrir Ólympíuleikana 2024“. Í besta falli kjánalegt, nokkuð heimskulegt í versta falli, en passaði æðinu fullkomlega.“

Myndbandið sló rækilega í gegn eins og áður segir en nærri því 20 milljónir hafa skoðað það. „Í augnablikinu, hafa nærri því 20 milljónir horft á myndbandið. Í okkar starfi, er það frábær árangur. Ég ætti að vera himinlifandi. Ég ætti að vera stoltur. Ég ætti að vera að fagna. En vitið þið hvað gerir það erfitt fyrir mig að finna þessar tilfinningar? Athugasemdirnar sem birtast í hrönnum við myndbandið. Leyfið mér að deila með ykkur sumu af þeim hrottalega fáfróðu og skelfilega hatursfullu hlutunum sem fólk fann sig knúið til að láta út úr sér við þetta létta og skemmtilega myndband sem ég bjó til.“

Sagt er að grimmasta dýr veraldar sé manneskjan og athugasemdirnar sem Shane birtir næst í færslunni rennur sannalega stoðum undir þá staðhæfingu.

„Í efstu athugasemdinni segir: „Það er alltaf mikilvægt að þvo grænmetið sitt“, en þar er átt við að ég sé grænmeti. Athugasemdin er með yfir 97.000 „læks“. Það þýðir að næstum því hundruð þúsund raunverulegar manneskjur á þessari jörð, eru sammála þessari niðurlægjandi móðgun! Í næstu athugasemd, sem er með 79.000 „læks“ segir: „Ég er enn að reyna að átta mig á því að þau séu í sambandi“. 10.000 „læks“: „Einn daginn mun hún ekki draga hann aftur upp úr“. Og önnur athugasemd: „Að deita hann er eins og að vinna góðgerðarstarf“. „Þú ættir bara að drekkja honum“. Það eru þúsundir annarra athugasemda í þessa áttina. Þúsundir.“
Shane segist vera þreyttur á að eyða ævinni í að reyna að fá heiminn til að samþykkja sig.„Ég er þreyttur, krakkar. Þreyttur á að eyða öllu lífi mínu í að reyna að fá heiminn til að samþykkja mig. Þreyttur á að helga feril minn því að fræða fólk um hina sönnu upplifun fatlaðra, aðeins til að vera minntur á það – DAGLEGA, af hundruðum þúsunda manna – að ég er enn almennt álitinn „grænmeti“ sem að þeirra mati ætti frekar að vera dauður. Þreyttur á að vera niðurlægður og vísað frá. Mikið magn þessara skelfilegu athugasemda er yfirþyrmandi, svo vinsamlegast, ég bið þig, ekki segja mér að hunsa þau einfaldlega. Þetta er raunverulegt, raunverulegt fólk, með fjölskyldur og störf, með áhrif og atkvæði, sem er úti í heiminum á hverjum degi og geymir þessar algjörlega ógeðslegu hugmyndir um fatlað fólk. Það er sjúklegt.“

Og Shane heldur áfram:

„Það eru augnablik eins og þessi þegar ég vil bara kasta inn handklæðinu. Ég og Hannah höfum gefið heiminum þúsundir klukkustunda af ekta og persónulegu efni um líf okkar. Við höfum unnið af ástríðu og sleitulaust að því að sýna fólki að fatlað líf er jafn gilt, verðugt, þroskandi og gleðilegt og hvert annað, en samt fyllir hatur öll athugasemdakerfi sem við myndböndin sem við búum til.“

Að lokum segist Shane ekki ætla að gefast upp.

„Ég mun þó ekki gefast upp. Þetta er of mikilvægt fyrir mig og það er of mikið í húfi. Þangað til fatlað fólk er tekið af heiminum okkar sem jafningjar, mun ég vera hér, deila fötluðu lífi mínu sem ég hef svo gaman af og þykir vænt um og vona (kannski gegn skynsemi) að það breyti einhverju.
Ég trúi því að fólk geti skipt um skoðun. Ég trúi því að fólk geti vaxið.
Ef þú trúir því líka og ef þú trúir því að það sé enginn staður í þessum heimi fyrir það hatur sem við fáum, þá myndi það skipta mig öllu máli ef þú myndir deila þessari færslu. Berjumst gegn hatri með ást. Þakka þér af öllu mínu hjarta fyrir allan stuðninginn sem þú gefur okkur. Þú heldur mér svo sannarlega gangandi þegar ég stend frammi fyrir því sem lítur út eins og yfirþyrmandi skrímsli.
Ástarkveðjur, Shane“

Santos komst í gegnum mannanafnanefnd

Stjórnmálamaðurinn George Santos fagnar eflaust þessari niðurstöðu

Mannanafnanefnd hefur birt nýja úrskurði um mannanöfn og eru tilgreind tíu nöfn sem sótt var um en Vísir greindi fyrst frá málinu.

Nöfnin Listó, Santos, Arló, Todor, Marló, Ástborg, Líana, Kostantína og Logar voru öll samþykkt af mannanafnanefd en nafninu Salvarr var nafnað en nefndin bar því meðal annars fyrir sig að það fari gegn almennum ritreglum íslensku að rita nafn með tveimur errum í enda þess. Þá sé nafnið ekki á mannanafnaskrá og komi ekki fyrir í manntölum né fornum ritum og hafi ekki verið borin af mönnum í fjölskyldu umsækjanda.

Landsliðsmaður selur draumaíbúð í Laugardalnum – Golfaðstaða í bílskúrnum

Gullfalleg íbúð til sölu í Laugardalnum - Mynd: DomusNova

Tara Brynjarsdóttir kennari og Egill Þormóðsson, landsliðsmaður í íshokkí, hafa tekið ákvörðun um að selja gullfallegu íbúð sína á Silfurteigi á besta stað í Laugardalnum. Heimildir Mannlífs herma að þau muni stækka við sig en saman eiga þau þrjú börn.

Íbúðin er sérlega smekkleg og ljóst að þau hjónin eru mikið fyrir hvíta liti en íbúðin er á annarri hæð og er með svölum sem horfa yfir fallegan garð. Eigin hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun undanfarin ár en sem dæmi var baðherbergi endurnýjað að fullu í fyrra og vekur vaskur frá S.Helgasyni mikla kátínu margra og árið 2022 var bílskúr endurbyggður og innréttaður.

Íbúðin er 116,1fm og bílskúr 32,4fm og eru tæpar 128 milljónir settar á þessa draumaíbúð.

Hægt að lesa meira um eignina hér

Segir ríkisvaldið líta á almenning sem blóðmerar:„Getum ekki lengur lifað undir alræði auðvaldsins“

Gunnar Smári Egilsson Ljósmynd: Facebook

Gunnar Smári Egilsson segir að ríkisvaldið líti á almenning sem blóðmerar.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson er síður en svo sáttur við óbreytta stýrivexti Seðlabankans sem tilkynntir voru í morgun. Segir hann í harðorðri Facebook-færslu að í framtíðinni verði hugsanlega settir upp „gamanóperu“um fundi peninganefnd Seðlabankans en þangað til sé þetta ekki fyndið.

„Kannski verða þessi fundir settir upp sem gamanóperur í framtíðinni þegar þessi sturlaða trú á eyðileggjandi efnahagsstefnu undanfarinna áratuga verður runnin af fólki. En þangað til er þetta náttúrlega ekki fyndið, að ríkisvaldið skuli verja auð þeirra sem mikið eiga með kjafti og klóm og ræna þau sem lítið sem ekkert eiga. Það þarf að brjóta þessa fjárplógsvél hinna ríku sem Seðlabankinn hefur smíðað.“ Þannig hefst færsla Gunnars Smára. Segir hann í færslunni að almenningur standi ekki undir raunvöxtunum af húsnæðis- og yfirdráttarlánum og geti í þokkabót hvergi flúið.

„Almenningur stendur ekki undir 7% raunvöxtum af húsnæðislánum og 12% raunvöxtum á yfirdráttarlánum. En hann getur hvergi flúið, stjórnvöld hafa króað hann inni svo bankar og fjármálastofnanir geti sogið úr honum lífskraftinn. Og almenningur lifir það ekki af að ríkisvaldið magni hér upp enn frekari húsnæðiskreppu svo verktakar og leigusalar geti sogið merg og blóð úr fólki og fjölskyldum.“

Að lokum líkir Gunnar Smári ástandinu við blóðmerahald:

„Við getum ekki lengur lifað undir alræði auðvaldsins, ríkisvaldi sem telur það frumskyldu sína að þjóna hinum fáu og ríku. Ríkisvaldi sem telur það ekki sitt hlutverk að tryggja öryggi og afkomu almennings heldur lítur á almenning sem blóðmerar fyrir auðvaldið að nytja.“

Borgandi gestir Kersins þurfa ennþá að kúka úti: „Erum að vinna að því að hanna þjónustuhús“

Kerið - Mynd: Scoundrelgeo

Borgandi gestir Kersins geta ekki ennþá gert þarfir sínar á svæðinu án þess að skila þeim beint til móður náttúru þrátt fyrir að gjaldtaka hafi verið á svæðinu undanfarin 11 ár.

„Við erum að vinna að því að hanna þjónustuhús erum búin að ráða arkitekt og gera þarfagreiningu. Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir á þessu eða næsta ári. Við erum líka að huga að leyfismálum,“ sagði Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, við Vísi um málið en Arctic Adventures keypti Kerið fyrir ónefnda upphæð í fyrra.

Ásgeir segir einnig að margt standi til að gera á svæðinu annað en að byggja salerni og nefnir hann stígaviðhald og stækkun á bílastæði sem dæmi. Ásgeir vildi ekki svara hvort það stæði til að taka bílastæðagjald við Kerið.

Fyrrverandi eigendur Kersins hafa talað opinberlega að reksturinn hafi gengið vel en þeir keyptu Kerið á tíu milljónir króna árið 2008 en ljóst er Artic Adventure hafi greitt talsvert hærri upphæð fyrir náttúruundrið. Ásgeir vildi ekki heldur ræða kaupverðið.

Dr. Gunni hitti hinn kínverska Bubba Morthens: „Honum hlakkar mikið til að sjá íslenska músík“

Dr. Gunni og hinn kínverski Bubbi Ljósmynd: Facebook

Gunnar Lárus Hjálmarsson eða Dr. Gunni eins og hann er gjarnan kallaður, hitti sannkallaða stórstjörnu í gær og segir frá því á Facebook.

Dr. Gunni birti ljósmynd á Facebook í gær þar sem sjá má hann ásamt kínversku rokkstjörnunni Cui Jian, sem ferðast nú um Ísland ásamt eiginkonu sinni. Jian er kallaður „Faðir kínversks rokks“ að sögn Dr. Gunna, hvorki meira né minna. Segir pönkarinn að kínverski vinur hans hafi oft komist í kast við kínversk yfirvöld og kallar hann „Bubba þeirra Kínverja.“

Hér má lesa færslu Dr. Gunna í heild sinni:

„Hitti merkilegan mann í gær, kínversku rokkstjörnuna Cui Jian, sem er hvorki meira né minna en „Faðir kínversks rokks“ og sá fyrsti þar á landi sem fór að sinna þessari tónlist djöfulsins. Hann hefur oft komist í kast við stjórnvöld, m.a. með plötunni Balls Under The Red Flag, og þótti m.a.s. of róttækur í Tiananmen uppreisninni. Hann má algjörlega kalla Bubba þeirra Kínverja. Hitti hann og eiginkonu og dóttur og þar sem allir veitingastaðir í bænum voru fullbókaðir fórum við í Tilveruna í Hafnarfirði og fengum toppfínan fisk. Svo sýndi ég þeim Bessastaði og þeim fannst mikið til koma að vopnaðir verðir væru ekki á hverju strái. Reyndar var einn löggubíll á vakt. Cui og co fer suðurströndina næstu daga en verður í bænum á Menningarnótt. Honum hlakkar mikið til að sjá íslenska músík, en ég sagði honum auðvitað að bærinn yrði iðandi í góðri list þann daginn.“

Hér fyrir neðan má svo hlusta á lagið Fljúgandi með Cui Jian.

Fyrrum húsvörður skaut þrjá kennara til bana – Lifði af sjálfsvígstilraun

Skotmaðurinn

Að minnsta kosti þrír kennarar voru skotnir til bana á kennarafundi í Bosníu eftir að maður, sem talinn er vera fyrrum húsvörður skólans, mætti í bygginguna og hóf skothríð með sjálfvirkum rifli.

Skotmaðurinn, sem heitir Mehemed Vukalić er sagður hafa ráðist á kennarana inni í íþróttahúsi Sanski Most-framhaldsskólanum í norðvestur Bosníu, um klukkan 10:15 að staðartíma í morgun. Enginn nemandi var í byggingunni þegar skotárásin átti sér stað enda skólanum lokað vegna sumarfrís.

Talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, Adnan Beganović, hefur staðfest að þrjár manneskjur hafi látist í árásinni og að fjórða manneskjan sé slösuð. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa borist, hafa þrír látið lífið og einn hlotið líkamleg meiðsl og verið er að flytja þann einstakling á sjúkrahús.“

Fórnarlömbin hafa verið nafngreind en þau voru Nijaz Halilović, skólameistari skólans, enskukennarinn Gordana Midžan og Nisveta Kljunić. Þau eru talin hafa látist á vettvangi.

Lík þeirra hafa verið flutt á Sanski Most heilsugæslustöðina, samkvæmt staðbundnum fjölmiðlum. Óstaðfestar fregnir hafa sagt að skotmaðurinn, Vukalić hafi veitt sjálfum sér meiðslum á bringu en að hann hafi lifað af sjálfsvígstilraun sína. Talið er að hann hafi átt í útistöðum við yfirvöld skólans.

Samkvæmt fréttamiðlinum Etto, hefur Vukalić verið fluttur á nærliggjandi spítala en talið er að hann muni jafna sig af meiðslum sínum.

Lögreglan eru á vettvangi árásinnar og rannsaka nú málið. Enn hefur hún ekki staðfest það hvort Vukalić hafi verið handtekinn.

 

 

Óvissustigi lýst yfir vegna Skaftárhlaups – Ferðafólk beðið um að halda sig fjarri

Stefnir í hlaup í Skaftá - Mynd: Bjoertvedt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups.

Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt síðustu daga og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist. Síðast hljóp úr katlinum í september 2021 en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri.

Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.

Ítarlegri upplýsingar má finna á vef Veðurstofu Íslands.

Stýrivextir áfram 9,25 prósent – Lakari horfur í ferðaþjónustu ein af ástæðunum

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Ljósmynd: Seðlabanki Íslands

Stýrivöxtum Seðlabanka Íslands verður haldið óbreyttum í 9,25 prósentum. Þetta kemur fram í tilkynningu Peningastefnunefndar bankans.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti í morgun að Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafi ákveðið að halda stýrivöxtum áfram í 9,25 prósentum.

Fram kemur í yfirlýsingu nefndarinnar að verðbólga hafi aukist eilítið frá síðasta fundi hennar eftir að hafa minnkað fram eftir ári. „Undirliggjandi verðbólga er enn mikil og verðhækkanir eru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafa einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði.“ Segir einnig í yfirlýsingunni að nokkurn tíma geti tekið að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgu.

Þá kemur einnig fram í yfirlýsingu nefndarinnar að talið sé að hagvöxtur í ár verði aðeins hálf prósent en í maí spáði Seðlabankinn að hagvöxtur yrði 1,1 prósent. Aðalástæðan á frávikin uer sögð vera lakari horfur í ferðaþjónustu.

Spáir bankinn því að um 2,2 milljónir ferðamanna sæki Ísland heim í ár, samaborið við 2,3 milljónir í spánni frá í maí. Þá kemur fram í peningamálum að á öðrum ársfjórðungi hafi umsvif í ferðaþjónustu degist saman á milli ára en fimm prósent færri ferðamenn komu til landsins þrátt fyrir aukið flugframboð.

„Á móti hélt skiptifarþegum áfram að fjölga töluvert. Þá fækkaði gistinóttum enn meira en komum ferðamanna eða um 10% frá fyrra ári og virðist dvalartími þeirra því hafa styst.“

Þá bendi aftur á móti nýjar og endurnýjaðar tölur um kortaveltu til þess að meðalútgjöld ferðamanna hafi hækkað milli ára.

RÚV sagði frá ákvörðuninni.

Klámstjarnan Sophia Leone lést úr of stórum eiturlyfjaskammti

Klámstjarnan tók of stóran skammt af eiturlyfjum

Klámstjarnan Sophia Leone lést eftir of stóran skammt af eiturlyfjum en lögreglan í Albuquerque í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum greinir frá þessu.

Leone lést í apríl á þessu ári en að sögn lögreglu á sínum tíma voru þær aðstæður sem hún fannst látin grunsamlegar og var málið um tíma rannsakað sem mögulegt morð. Nú hefur verið allur vafi tekinn af slíku og segir lögreglan að leikkonan hafi tekið inn eiturlyfin sjálf inn og þau hafi dregið hana til dauða en það hafi ekki verið ætlun hennar. Ekki hefur verið greint frá því hvaða eiturlyf hún tók inn. Greint hefur verið frá því að Leone hafi glímt við sjálfsvígshugsanir en hún var aðeins 26 ára gömul.

Leone var ein af frægustu klámstjörnun heimsins en hún lék í yfir 400 klámmyndum á ferlinum.

26-year-old porn star Sophia Leone's cause of death revealed

Reyndi að henda ókunnugri konu fyrir bílaumferð – MYNDBAND

Konan var heppinn að sleppa lifandi

Ökumenn á hraðbraut í Los Angeles urðu vitni að skelfilegri árás þann 7. ágúst en þá réðst maður á ókunnuga konu og reyndi að kasta henni fyrir bílaumferð.

Árásin ótrúlega náðist á upptöku og á henni sést maður að nafni Juan Pablo Flores kýla og sparka ítrekað í konu og reyna henda henni fyrir bílaumferð. Konan rétt sleppur, oftar en einu sinni, frá því að verða fyrir bíl. Á endanum hættir Flores árásinni og labbar í burtu. Hann var handtekinn fyrir árásina fyrir skömmu síðar og hefur ákærður fyrir tilraun manndráps og verði hann fundinn sekur gæti hann farið í fangelsi fyrir lífstíð.

Farið var með fórnarlambið á sjúkrahúsið og er talið mögulegt að hún hafi afmyndast fyrir lífstíð vegna þeirra áverka sem hún hlaut. Samkvæmt lögreglunni þurfti konan að fara svo aftur upp á spítala vegna þess að hún fékk alvarlega sýkingu í sár sín eftir árásina.

Risasveppur vex við Sigurgerði í Fellum: „Ég hélt fyrst að þetta væri dautt lamb“

Jötungíman í Fellum. Ljósmynd: Brynjólfur Rúnar Gunnarsson

Við aflögð útihús við Sigurgerði í Fellum á Héraði, hefur glæsileg jötungíma, sem talin er vera stærsta sveppategund heims, dúkkað upp. Þar hefur jötungíman skotið upp kollinum af og til síðustu 15 árin.

„Sveppurinn kemur ekki fram á hverju ári. Það eru 2-3 ár síðan hún sást hér síðast,“ segir Brynjólfur Rúnar Gunnarsson, bóndi á Hafrafelli í samtali við Austurfrétt.

Fram kemur í Sveppabókinni eftir Helga Hallgrímsson, náttúrufræðing á Egilsstöðum, að Jötungíma hafi fyrst fundist hér á landi árið 1988 en það var í Árnessýslu og Eyjafirði, nánast samtímis. Á Austurlandi fundust fyrstu jötungímurnar árið 2009 en það var við Hafursá á Völlum og Sigurðargerði í landi Áss í Fellum.

Í bókinni kemur fram að hinir risavöxnu sveppir hafi yfirleitt fundist nærri aflögðum íbúðar- eða gripahúsum en jötungíman við Sigurðargerði vex á gróinni fjárhúsatótt sem árið 1990 var rutt yfir. Telur Brynjólfur að fjárhúsi hafi ekki verið notuð síðan um 1950.

Brynjólfur rifjar einnig upp þegar hann sá sveppinn þar fyrst. „Ég hélt fyrst að þetta væri dautt lamb. Úr fjarlægð var þetta stór hvítur blettur. Mig minnir líka að fyrstu sveppirnir hafi verið þrír og miklu stærri en þessi,“ segir hann og bætir við að jötungíman hafi komið fram 3-4 sinnum á þessum tíma.

Sveppurinn hefur einnig fundist víðsvegar á landinu en árið 2020 spratt hann upp við Bragðavelli í Hamarsfirði og 2022 við Hjarðarhaga á Jökuldal.

Fram kemur í umfjöllun Austurfréttar að fræðiheiti sveppsins sé „calvatia (Langermannia) gigantea“ og að aldin hennar sé belg- eða kúlulaga, yfirleitt flatvaxið og ílangt. Hér á landi sé það 20 til 60 sentimetrar en allt að 150 sentimetrar erlendis.

Þar kemur aukreitis fram að af ljósmynd Brynjólfs af sveppinum megi áætla að hann sé um 30 sentimetrar á hæð og hátt í 50 sentimetrar á lengd.

Jötungíman er eins og aðrir físisveppir æt, meðan hún er ung að því er fram kemur í Sveppabókinni, og „einn slíkur stórsveppur sé góður málsverður handa stórfjölskyldu.“ Brynjólfur segist aðspurður ekki hafa prófað að elda jötuntímu.

Sameining skoðuð í Árneshreppi á Ströndum: „Okkar næstu nágrannar eru Kaldrananeshreppur“

Drangaskörð
Drangaskörðin eru eitt helsta djásn Árneshrepps. Mynd: Reynir Traustason

Hreppsnefnd Árneshrepps heldur íbúafund í dag þar sem sameining við önnur sveitarfélög verður til skoðunar. Alls eru skráðir 53 íbúar í Árneshreppi en rúmlega 20 manns eru með búsetu þar allt árið.

Þau sveitarfélög sem liggja að Árneshreppi eru Kaldrananeshreppur með höfuðstaðinn Drangsnes og Ísafjarðarbær. Skúli Gautason, staðgengill sveitarstjóra í Árnsehreppi, segir við RÚV að fundurinn í dag verði fyrsta skrefið.

„Að hlusta á íbúana, vita hver vilji þeirra er, hvort það er áhugi á að sameinast öðru sveitarfélagi og þá hvaða sveitarfélagi,“ segir hann um fundinn sem haldinn verður í félagsheimilinu í Árnesi við Trékyllisvík.

„Okkar næstu nágrannar eru Kaldrananeshreppur og það svona kannski liggur beinast við að sameinast Kaldrananeshreppi,“ heldur Skúli áfram.

Í Kaldrananeshreppi búa aðeins 160 manns sem er langt undir viðmiði um íbúafjölda.

Skúli nefnir þann möguleika að sameinast Strandabyggð, aðeins stærra sveitarfélag. Þá séu möguleikar að sameinast Súðavíkurhreppi eða Ísafjarðarbæ, sem er næsti nágranni Árneshrepps í norðri.

Lilja leitar útvarpsstjóra

Stefán Eiríksson er ekki á förum en umboð hans er veikt.

Í janúar á næsta ári mun nýr útvarpsstjóri taka við af þeim umdeilda Stefáni Eiríkssyni sem hefur gefið út að hann muni ekki sækjast eftir áframhaldandi starfi þegar fimm ára skipunartíma hans sleppir.

Það kemur í hlut Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningar, að auglýsa stöðuna með réttum fyrirvara og velja síðan nýjan útvarpsstjóra.

Víst er að margir horfa hýru auga til þess að komast í feitt starf á vegum ríkisins. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sem er atvinnulaus eftir að hafa misst af Bessastaðalestinni. Þóra Arnórsdóttir, talsmaður Landsvirkjunnar, er einnig nefnd til sögunnar. Vandi hennar er hins vegar sá að vera á kafi í símamáli Páls Steingrímssonar skipstjóra, rétt eins og Stefán útvarpsstjóri.

Líklegt að valið verði faglega í stöðuna og þess freistað að rétta af ímynd Ríkisútvarpsins …

Handrukkarar meiddu mann í heimahúsi – Kófdrukkinn hótelgestur var til vandræða

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Lögreglu barst beiðni um hjálp þar sem þrír einstaklingar voru að meiða húsráðanda með barsmíðum. Árásin var tilkomin vegna innheimtu á skuld og voru handrukkarar við iðju sína með þekktu ofbeldi þegar lögregluna bar að garði. Ofbeldismennirnir voru handteknir á staðnum og færðir á lögreglustöð. Fórnarlambið var flutt með sjúkarbifreið til frekari aðhlynningar en er þó ekki talið vera mikið slasað.

Drukkinn ökumaður varð valdur að umferðarslysi. Hann var handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Hann mun svara til saka með nýjum degi.

Uppnám varð við Mjóddina þar sem tilkynnt var um hópslagmál. Lögregla var stutt frá vettvangi og brá skjótt við og fór á staðinn. Þegar laganna verðir komu á vettvang var komin á ró. Nokkrir aðilar voru á förum af stanum og héldu sína leið. Ekkert var aðhafst frekar.

Hótelgestur varð fyrir því óláni að drekka sig ofurölvi og missa stjórn á sér. Hann braut allar reglur og ákvað starfsmaður að reka hann út af hótelinu. Gesturinn kófdrukkni neitaði að fara og var lögregla kölluð til. Laganna verðir aðstoðuðu hótelstarfsmanninn við að fjarlægja gestinn. Eigur hans voru sóttar inn á herbergi. Þá lét hann segjast og hélt á brott.

Ekið var á reiðhjólamann. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að hann var óslasaður. Málið var unnið samkvæmt venju og héldu allir sýna leið, hjólandi og akandi,  að því loknu.

Lögregla stöðvaði bifreið sem þótti vera undarleg í akstri. Í ljós kom að ökumaður var ekki allsgáður. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá kom upp staðfestur grunur um bifreiðin væri stolin. Ökumaður og farþegi vortu handtekin, grunuð um þjófnað á bifreiðinni og fleiri brot.

Ungur stýrimaður stökk á eftir háseta sem féll í sjóinn: „Hreint björgunarafrek hjá mínum manni“

Hásetinn á sjúkrahúsi. Ljósmynd: Morgunblaðið/Kristinn

Ungur sjómaður drýgði sannkallaða hetjudáð þegar hann stökk í sjóinn eftir að skipsfélagi hans féll útbyrðis í í febrúar 1996.

Sveinn Arnarson stýrimaður, var aðeins 22 ára gamall þegar hann bjargaði lífi skipsfélagasíns á Þorseti GK fyrir tæplega 30 árum síðan.

 

Hetjan

Skipsfélagi Sveins, hásetinn Sigurgeir Þorsteinn flæktist í færi, ökklabrotnaði og féll loks fyrir borð 25. febrúar 1996. Atvikið gerðist verið var að leggja netin við Krýsurvíkurberg en Sigurgeir fékk færi utan um vinstri fótinn og ökklabrotnaði illa áður en hann kastaðist frá borði. Sveinn, fyrsti stýrimaður skipsins var ekki lengi að bregðast við, heldur dreif hann sig í flotgalla og stökk á eftir Sigurgeiri. Þegar í sjóinn var komið tók við hið erfiða verkefni að losa hásetann úr færinu en það gekk ekkert sérlega vel til að byrja með enda fékk Sveinn bitlausan hníf til að skera á færið. Allt gekk þó vel að lokum og náði Sveinn að bjarga lífi Sigurgeirs.

DV sagði frá hetjudáðinni á sínum tíma:

Háseti á Þorsteini GK flæktist í færi, fótbrotnaði og kastaðist fyrir borð:

Fann að hann þjáðist mikið þarna í sjónum

– segir Sveinn Arnarson stýrimaður sem stökk í sjóinn og bjargaði skipsfélaga sínum með snarræði

„Ég fann að hann þjáðist mikið þarna í sjónum. Sársaukinn kom í hviðum og það varð að hafa hraðar hendur við að losa hann,“ segir Sveinn Arnarson, fyrsti stýrimaður á netabátnum Þorsteini GK 16, í samtali við DV. Sveinn bjargaði í gær skipsfélaga sínum, Sigurgeiri Bjamasyni háseta, frá drukknun eftir alvarlegt slys um borð í bátnum þegar verið var að leggja netin við Krýsuvíkurberg um klukkan þrjú í gær. Sigurgeir fékk færi um vinstri fótinn og brotnaði illa við ökla áður en hann kastaðist í sjóinn.

Fótbrotnaði samstundis „Við hugsuðum fyrst um að missa manninn ekki útbyrðis og reyndum að streitast á móti. Það er auðvitað umdeilanlegt og á endanum urðum við að gefast upp og hann fór fyrir borð,“ segir Sveinn. Verið var að renna út seinna færinu þegar óhappið varð. Var færið komið á enda þegar Sigurgeir flæktist í því alveg upp við bauju. Sveinn telur að Sigurgeir hafi brotnað um leið og færið kippti undan honum fótunum. Töluverður skriður var á bátnum þegar óhappið varð, eða fimm til sex mílur. Varð því að hafa snör handtök við að koma Sigurgeiri til bjargar. Sveinn stökk upp í brú og fór þar í flotgalla sem ávallt er þar til taks. „Ég rétt náði að renna rennilásnum upp áður en ég henti mér í sjóinn. Ég var hins vegar vettlingalaus og varð fljótt ansi kalt á höndunum,“ segir Sveinn. Meðan Sveinn var að búa sig reyndu skipverjarnir á Þorsteini að losa Sigurgeir af færinu en tókst ekki. Festu þeir þá baujuna um borð meðan skipstjórinn bakkaði rólega í áttina að Sigurgeiri.

Fékk bitlausan hníf „Ég fékk fyrst alveg bitlausan hníf til að skera færið. Það gekk ekkert að hjakka færið í sundur með honum en sem betur fer fundu þeir um borð annan betri hníf og þá gaf færið sig,“ segir Sveinn. Eftir að Sigurgeir var laus var honum komið í Markúsamet og svo hífður um borð. Hann var með meðvitund allan tímann en mikið kvalinn. Þegar var kallað á björgunarsveitina Þorbjöm og komu menn frá henni oé læknir til móts við Þorstein á björgunarbát. Voru þeir komnir um borð um klukkustund eftir að slysið varð. Hálftíma síðar var Þorsteinn GK kominn til hafnar í Grindavík með Sigurgeir og var hann fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar fór hann þegar í aðgerð. í gærkvöld var líðan hans eftir atvikum góð en fóturinn er illa farinn. „Ég gerði ekki annað en það sem okkur er kennt í Björgunarskóla Slysavarnafélagisns. Það skiptir virkilega máli sem kennt er þar,“ sagði Sveinn sem er 22 ára gamall og byrjaði sem stýrimaður á Þorsteini í haust.

DV sagði einnig frá viðbrögðum skipstjórans á Þorsteini GK en hann var einstaklega ánægður með hinn unga stýrimann eins og lesa má í umfjöllun DV:

Ásgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK:

Björgunarafrek

„Þetta var snarræði og auðvitað hreint björgunarafrek hjá mínum manni. Þetta er sprækur strákur og hann hikaði ekki við að kasta sér í sjóinn,“ segir Ásgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK 16, í samtali við DV. Hann er að tala um Svein Amarson, fyrsta stýrimann, sem í gær bjargaði Sigurgeiri Bjamasyni háseta frá drukknun þegar verið var að leggja netin út af Krýsuvíkurbergi í gær. Ásgeir segir að veður hafi verið gott en sjór mjög kaldur eftir norðanhret síðustu daga. Því hafi þurft bæði kjark og snarræði til að stökkva fyrir borð. „Ég var ekki hræddur um að Sigurgeir myndi sökkva því hann var í endanum á færinu. Hins vegar þola menn ekki langa dvöl í köldum sjónum og nánast hver sekúnda skiptir máli,“ segir Ásgeir. Hann sagðist hafa óttast að Sigurgeir og Sveinn lentu í skrúfu bátsins meðan hann var að bakka að þeim og taka slakann af færinu. Báturinn hefði snúist í áttina að þeim félögum. „Þetta gekk þó allt og ég held að Sigurgeir hafi vart verið meira en fimm mínútur í sjónum áður en búið var að ná honum um borð aftur,“ segir Ásgeir.

Rústaði heimili og beit löggu

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglumenn lenti í kröppum dansi þegar þeir komu á vettvang í heimahúsi. Bandbrjálaður maður var í óða önn að rústa heimilinu. Hinn óði lét ekki segjast þótt lögreglumenn væru komnir á vettvang og neyddust þeir til að taka hann tökum. Náði hann að bíta annan lögreglumanninn og var uppi með alvarlegar hótanir í garð laganna varða. Dólgurinn var handtekinn og hann læstur inni í fangageymslu þar sem hann sefur nú.

Annar ofbeldisseggur var staðinn að verki við slagsmál og hótanir. Hann notaði hann skrúfjárn til þess til þess að hóta öðrum með.

Mogginn uppnefnir fyrrverandi borgarstjóra í leiðara: „Yfirgengilega orlofssugan, Dagur B“

Davíð Oddsson

Morgunblaðið birtir í dag illyrtan leiðara þar sem gripið er til uppnefna þegar fjallað er um Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra sem kallaður er suga og óhemja. Tilefnið virðist vera áformuð borgarlína og orlofsmál Dags sem farið hafa hátt í fjölmiðlum.

„Yfirgengilega orlofssugan, Dagur B. formaður borgarráðs, virðist enn halda á lofti hinu óskiljanlega verkefni sínu um „borgarlínu“ og snýtir það fyrirbæri óendanlegum fjármunum úr nösum fjármálaráðherrans, og virðist þá engu skipta hver það er sem situr í fjármálaráðherrastól það augnablikið,“ skrifar leiðarahöfundurinn sem er nafnlaus en oftast  Davíð Oddsson, ritstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, sem starfar í umboði Guðbjargar Matthíasdóttur auðkonu í Vestmannaeyjum.

Guðbjörg Matthíasdóttir er aðaleigandi Moggans.

Í framhaldi leiðarans bætir höfundurinn enn í uppnefnin og er Dagur nú einnig orðin að óhemju.
„Á borgarstjóratíð sinni lofaði „orlofssugu óhemjan“ því margoft og reglubundið og helst
svona þremur mánuðum fyrir hverjar kosningar, að einmitt það kjörtímabil sem senn færi nú í hönd myndi borgin í allri sinni góðsemi og takmarkalausri framsýni leggja Miklubrautina loks í stokk á meðan borgin yrði jafnframt á fleygiferð um leið að leggja „borgarlínuna“,sem myndi þó í besta falli flytja svo sem 4% þeirra, sem fara
þyrftu um borgina. Og þá byndu borgaryfirvöld vonir við að fullkomlega væri búið að eyðileggja alla bifreiðaumferð í borginni og trylla almenna borgara með himinháum gjöldum frá hverju horni til horns,“ skrifar leiðarahöfundurinn og heldur síðan áfram að ranta um orlofsgreiðslur og borgarlínu sem hvorutveggja er fundið allt til foráttu.

Auk þessarar umfjöllunar er enn ein burðargreinin í blaðinu um orlofsmál Dags.

 

Sjónvarpsstjóri sakaður um að hafa skotið verðmætan veiðihund: „Sorg fyrir mig og fjölskyldu mína“

Í október 1993 birtist frétt í Pressunni þar sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og undirmaður hans voru vændir að því að hafa skotið verðmætan veiðihund til bana á gæsaveiðum í Húnavatnssýslu, í misgripum fyrir gæs. Nokkrir aðrir fjölmiðlar fylgdu svo í kjölfarið.

Pressan sagði að þeir Páll Magnússon, þáverandi sjónvarpstjóri Stöðvar 2 og Ólafur Jóhannsson, þáverandi fréttamaður á sömu stöð, hefðu orðið fyrir þeirri „óskemmtilegu reynslu“ að skjóta verðmætan veiðihund sem þeir höfðu fengið að láni, haldandi að tíkin væri særð gæs. Ekki gat Pressan upplýst um það hvor þeirra hefði tekið í gikkinn en Ólafur Jóhannsson játaði að lokum að hafa verið sá óheppni veiðimaður, sem skotið hefði tíkina.

Hér má lesa frétt Pressunnar í heild sinni:

Sjónvarpsmenn skjóta hund

Hrein glæpastarfsemi að dandalast með skotvopn í myrkri, segir varðstjórinn á Blönduósi

Samstarfs- og veiðifélagarnir Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, og Ólafur Jóhannsson urðu fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu 6. október sl. að skjóta verðmætan veiðihund, sem þeir höfðu fengið að láni, í misgripum , fyrir gæs. Þessi atburður átti sér stað í myrkri, að kvöldi til í Húnavatnssýslu, nánar tiltekið á jörðinni Þingeyrum. Höfðu veiðifélagarnir eins og oft áður verið við skotveiðar á þessu svæði frá því snemma morguns ásamt þeim Ásgeiri Heiðar veiðihundaþjálfara, (sem var hvergi nærri þegar skotið reið af) og Hermanni Ingasyni, bónda á Þingeyrum, sem að eigin sögn fylgir ávallt þeim veiðimönnum sem hann hleypir inn á landsvæði sitt.

Labradortíkin sem drapst bar nafnið Assa og var í eigu Einars Páls Garðarssonar, eiganda Veiðihússins, eða Palla í Veiðihúsinu eins og hann er oftast nefndur. Var tíkin talin einn besti veiðihundur landsins og mjög vel þjálfuð, svo vel að hún hlýddi ávallt þeim sem hún gekk með úr húsi, hver sem það var. Engan veginn er hægt að meta hundinn til fjár, en tíkin hafði verið í þjálfun hjá eiganda sínum undanfarin átta ár. Hafði einn viðmælanda PRESSUNNAR á orði að tíkin væri ekki minna en einnar milljónar króna virði.

Vítavert kæruleysi

Assa var þekkt meðal veiðimanna og hundaræktenda, enda „starfaði“ hún dagsdaglega í Veiðihúsinu ásamt eiganda sínum á milli þess sem hann tók hana með sér í veiðiferðir.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fékkst ekki upplýst hvor þeirra það var sem hleypti voðaskotinu af. Í samtali við PRESSUNA vildi Ólafur ekki segja „orð“ um málið og ekki náðist í Pál Magnússon þar sem hann er staddur erlendis.
Þrátt fyrir að hér væri um óviljaverk að ræða þykir málið hneisa í alla staði. Ástæðan er að „góðir“ veiðimenn skjóta ekki út í loftið í niðamyrkri. Það er ein af gullnum reglum góðs veiðimanns. Sagt er að slíkt voðaskot hjá vönum veiðimanni eigi sér engin fordæmi hér á landi. “vítavert kæruleysi,“ sagði kunnur veiðimaður sem þekkir vel til málsins í samtali við PRESSUNA.
Þór Gunnlaugsson lögregluvarðstjóri á Blönduósi hafði ekkert fengið um málið í sínar hendur, enda var það ekki kært. Hann hafði að vísu lesið um það í DV að veiðihundur hefði verið skotinn á gæsaveiðum en grunaði ekki að skotinu hefði verið hleypt af innan síns umdæmis. Hann er vanur að fast við skotveiðimenn á þessu svæði: „Það er alveg út í hött að vera að vafra um með skotvopn og sjá ekki glóru. Vanir veiðimenn eru komnir af stað síðla nætur og bíða eftir birtingu til að skjóta. Þeir skjóta ekki þegar dimma tekur! Það er alveg sitthvað að vera að dandalast með skotvopn um nótt í bikamyrkri. Það er bara hrein glæpastarfsemi. Maður hefði getað orðið fyrir skoti,“ sagði varðstjórinn.

Á selveiðum?

Hermann Ingason, staðfesti í samtali við PRESSUNA að slys hefði orðið en vildi heldur ekkert um málið segja annað en að það hefði verið orðið skuggsýnt og haff hefði verið samband við alla hugsanlega dýralækna á Norðurlandi til þess að reyna að bjarga tíkinni. Fyrir neðan jörðina Þingeyrar er Vatnsdalsá, sem rennur til sjávar þar aðeins utar. Án þess að hafa komist að nákvæmri staðsetningu slyssins hefur PRESSAN það eftir öruggum heimildum að annar hvor þeirra Stöðvar tvö manna hafi skotið í blindni á það sem skvampaði í vatninu, sem þeir töldu særðan fugl sem þeir voru nýbúnir að skjóta og þyrfti að aflífa. Grasið við bakkann var hátt og eins og fyrr segir var myrkur og þeim því gersamlega byrgð sýn á bráðina. Eftir því sem PRESSAN kemst næst mun skotið hafa hæft hundinn í fótinn. Að sögn fróðra manna merkir það að tíkin hafi að mestu leyti staðið upp úr vatninu. Hún hefði því átt að vera sýnileg, þ.e. í birtu.
„Voru þeir ekki bara á selveiðum? Fuglar skvampa ekki í vatni nema þetta hafi verið andaveiðar. Það er svo mikið af sel einmitt þarna hjá Þingeyrum í Vatnsdalsánni. Gæti ekki verið að þeir hefðu skotið hundinn í misgripum fyrir sel?“ bætti varðstjórinn á Blönduósi við.

Mikill missir

Sigurður H. Pétursson, héraðsdýralæknir á Merkjalæk, var einn þeirra sem önnuðust hundinn eftir slysið. Hann vildi ekki frekar en aðrir tjá sig um málið þar sem um einkamál væri að ræða á milli sín og skjólstæðinga sinna.
„Þetta er ómetanlegur missir og sorg fyrir mig og fjölskyldu mína,“ sagði Einar Páll, eigandi hundsins, en hann vildi ekki upplýsa PRESSUNA um hvað hann ætlaði að gera í framhaldinu.
Einar er virkur veiðimaður og því harla ólíklegt að hann þiggi óþjálfaðan hvolp í sárabætur, þar sem það tekur langan tíma að þjálfa upp hund. Ennfremur er talið ólíklegt að einhver hér á landi láti af hendi vanan veiðihund, ekki síst vegna þess að menn eru oftast tilfinningalega tengdir hundum sínum. Eftir því sem PRESSANkemst næst yrði líklegasta leiðin til að bæta Einari Páli missinn sú að kaupa að utan grunnþjálfaðan hund, en þeir eru seldir mismunandi mikið þjálfaðir af sérstökum búgörðum. Innfluttur grunnþjálfaður hundur kostar hátt í hálfa milljón króna.

Eins og fram kemur í fréttinni gat Pressan ekki staðfest hver það hafi verið sem tók í gikkinn og drap veiðihundinn en þrátt fyrir það fullyrti Alþýðublaðið að Páll Magnússon hefði verið sá óheppni.

Hér má lesa þá stuttu frétt:

Sjónvarpsstjóri skýtur hund

Labradortíkin Assa, dýrmætur veiðihundur, féll fyrir kúlnahríð Páls Magnússonar,sjónvarpsstjóra á Stöð 2,samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum Alþýðublaðsins. Frá þessu máli greinir í síðustu Pressu. Veiðimenn fara nú trylltir um og skjóta sér til matar gæs og rjúpu, enda veitir ekki af á síðustu og verstu tímum að fylla matarkistunnar. Það er talað um blóðbað á veiðislóðum. Greinilegt er að allt kvikt er í hættu, ekki bara rjúpan og gæsin, heldur líka menn og hundar. Nánast allar reglur, skráðar sem óskráðar em sagðar bromar af byssumönnum. Málsatvik voru þau að tveir veiðimenn á Stöð 2 voru að leita gæsar í landi Þingeyra, en sú jörð er í eigu Ingimundar Sigfússonar, stjórnarformanns Stöðvar 2. Héldu þeir áfram að skjóta eftir að rökkva tók. Það gera ekki góðir veiðimenn. Árangurinn varð sá að veiðihundurinn Assa féll í valinn, tekinn í misgripum fyrir gæs. Pressan segir að tjónið sé upp á eina milljón króna.

Ólafur Jóhannsson skrifaði nokkru síðar langa grein í Morgunblaðinu, þar sem hann starfar í dag, en þar svarar lýsir hann atburðarásinni sem varð til þess að tíkin Assa var skotin í misgripum fyrir særða gæs. Í stuttu máli sagði hann óvíst hver hefði skotið tíkina en sagði þá alla bera ábyrgð, enda hefðu þeir verið sammála um að þar væri særð gæs á ferð. Þá var fréttamaðurinn afar harðorður í garð þeirra fréttamiðla sem fjölluðu um máli og kallað þá „sorpsnepla“. Harðneitaði hann að þeir félagar hefðu verið drukknir við veiðarnar og að um kolniðamyrkur hafi verið um að ræða.

Meðal þess sem Ólafur sagði í svargrein sinni sem hann nefndi Hundur í sorpsneplum, var eftirfarandi:

„Það vekur nokkra furðu mína og reyndar okkar allra sem að þessu máli komum, að nokkrir fjölmiðlar skyldu telja það frétt að hundur hefði orðið fyrir skoti. Mér er t.d. kunnugt um að hundur hafi orðið fyrir skoti gæsaveiðimanna í Þykkvabænum í fyrrahaust og drepist og þrjá menn kannast ég við sem orðið hafa fyrir því að skjóta hund. I engu þessara tilvika var sögð frétt af atburðinum. Þess vegna er eðlilegt að.draga þá ályktun að Pressan, Tíminn, Sviðsljós og Alþýðublaðið hafi talið fréttina felast í því, hverjir hlut áttu að máli, ekki í því hvað var gert.“

Annars staðar í greininni segir hann:

Eftir þennan hörmulega atburð sem okkur féll öllum mjög þungt, var ákveðið að láta það liggja á milli hluta, hver það var sem var svo ólánsamur að taka í gikkinn. Enda vorum við sammála um það, og þar efaðist enginn, að þarna væri fugl á ferð. Töldum við að allir ættum við hlut að þessu máli og bæri hver um sig þar nokkra ábyrgð. Enda munum við allir taka þátt í því að bæta eiganda tíkurinnar tjón hans. Á þessari stundu grunaði engan okkar hvað fylgja myndi í kjölfarið í kjaftasögum, slúðri, rógi og lygum í óvönduðum fjölmiðlum. Nú er hins vegar svo komið að undirrituðum þykir nóg um kjaftaganginn og upplýsist það hér með að það var sá sem þetta skrifar sem var svo ólánsamur að taka í gikkinn kvöldið umrædda við Húnavatn.

Hagmæltur Þingeyingur samdi svo vísu um málið en Tíminn birti hana, auk Víkurfrétta:

Slysaskot

Vegna blaðaskrifa um þann atburð þegar gæsaveiðimenn skutu í misgripum veiðitík skrifaði Ólafur Jóhannesson fréttamaður á Stöð 2 grein í Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum þar sem hann skýrði frá tildrögum þessa slyss og að hann hefði óvart skotið tíkina í rökkri og verið ódrukkinn. Af þessu tilefni orti hagmæltur Þingeyingur þessa vísu sem birtist í síðasta tölublaði Víkurfrétta á Húsavík:

Hausts í myrkri gæsin grá,
gjarnan friðar nýtur.
Illa fullur, einmitt þá
Ólafur hunda-skýtur.

Risa snákur beit mann í punginn þegar hann var að kúka: „Eistun mín eru óhult“

Thanat Thangtewanon barði snák til dauða

Thanat Thangtewanon lenti heldur betur ótrúlegri lífreynslu á heimili sínu í Tælandi í vikunni.

Thangtewanon sat á klósettinu heima hjá sér að gera sínar þarfir þegar hann fann allt í einu fyrir stingandi sársauka í pungnum sínum. „Ég fann að eitthvað beit í eistun. Þetta var mjög sársaukafullt svo ég teygði mig niður í klósettið til að athuga málið. Ég bjóst alls ekki við að grípa í snák,“ sagði Thangtewanon við Daily Mail.

Hann stóð upp í flýti og blóð úr sprautaðist út um allt baðherbergið að hans sögn og tala myndirnar sínu mál. Thangtewanon ákvað að grípa til þess ráðs að reyna berja snákinn með klósettbursta til þess að hann sleppti takinu á pungnum og dó snákurinn við höggin. Snákurinn var að sögn hans tæpir fjórir metrar á lengd.

Þegar snákurinn sleppti til takinu rauk Thangtewanon á sjúkrahús en samkvæmt honum þurfti ekki að sauma spor í punginn og mun pungurinn jafna sig á nokkrum vikum. „Eistun mín eru óhult. Ég var heppinn að þetta var ekki eitraður snákur,“ en Thangtewanon hefur ekki farið á klósettið síðan bitið átti sér stað.

 

Fötluð samfélagsmiðlastjarna mætir gríðarlegu hatri í athugasemdum:„Þú ættir bara að drekkja honum“

Shane og Hannah, eiginkona hans.

Rithöfundurinn og samfélagsmiðlastjarnan Shane Burcaw skrifaði hjartnæma færslu á Facebook á dögunum en þar talaði hann um andstyggilegar athugasemdir sem skrifaðar voru við myndband sem hann birti á samfélagsmiðlum en myndbandið sló rækilega í gegn.

Shane er bundinn við hjólastól en myndbönd sem hann og eiginkona hans, Hannah birta á samfélagsmiðlunum vekja gjarnan athygli fyrir húmor en þau birta einnig myndbönd þar sem þau ræða um fatlanir og hjálpa áhorfendum að skilja betur heim fatlaðra. Fyrir ólympíuleikana í París í ágúst, tóku þau þátt í vinsælu „trendi“ eins og það kallast á ensku, þar sem fólk birti myndskeið af sér þar sem sjá mátti hversu arfaslakir íþróttamenn það væri og við myndskeiðin var yfirleitt ritað eitthvað á borð við „ég náði því miður ekki ólympíulágmarkinu“. Shane og Hannah birtu myndskeið þar sem Hannah kemur Shane varlega ofan í sundlaug en við myndskeiðið skrifaði Shane: „Því miður komst ég ekki í dýfingarliðið fyrir Ólympíuleikana 2024“.

„Hæ allir, Shane hér. Þetta er sársaukafullt að skrifa, en verður að vera gert. Myndskeið frá okkur hefur nú slegið rækilega í gegn, sem ætti að vera ástæða til þess að gleðjast. Þess í stað neyðir þetta mig til þess að horfast í augu við þá sársaukafullu staðreynd að bókstaflega hundruðir þúsunda manneskja hata mig og telja mig tilgangslausan vegna fötlunar minnar.“ Þannig hefst færsla Shane en því næst útskýrir hann málið:

„Ég skal útskýra … Myndskeiðið er nokkuð einfalt: Það er æði í gangi þar sem fólk birtir fyndin myndskeið þar sem þau sjást mistakast hraparlega í íþróttum, með kaldhæðnum texta þar sem fólk „tilkynnir“ að það hafi ekki náð Ólympíulágmarkinu þetta árið. Þar sem við höfum gaman af því að gera grín að okkur sjálfum, passaði þetta æði fullkomlega við okkur, þannig að við tókum þátt í æðinu og birtum myndskeið af mér „dýfa“ mér í sundlaug, nema að dýfingin mín var augljóslega bara Hannah að leggja mig varlega ofan í vatnið. Textinn minn tilkynnti  að ég hefði „því miður ekki komist í dýfingarliðið fyrir Ólympíuleikana 2024“. Í besta falli kjánalegt, nokkuð heimskulegt í versta falli, en passaði æðinu fullkomlega.“

Myndbandið sló rækilega í gegn eins og áður segir en nærri því 20 milljónir hafa skoðað það. „Í augnablikinu, hafa nærri því 20 milljónir horft á myndbandið. Í okkar starfi, er það frábær árangur. Ég ætti að vera himinlifandi. Ég ætti að vera stoltur. Ég ætti að vera að fagna. En vitið þið hvað gerir það erfitt fyrir mig að finna þessar tilfinningar? Athugasemdirnar sem birtast í hrönnum við myndbandið. Leyfið mér að deila með ykkur sumu af þeim hrottalega fáfróðu og skelfilega hatursfullu hlutunum sem fólk fann sig knúið til að láta út úr sér við þetta létta og skemmtilega myndband sem ég bjó til.“

Sagt er að grimmasta dýr veraldar sé manneskjan og athugasemdirnar sem Shane birtir næst í færslunni rennur sannalega stoðum undir þá staðhæfingu.

„Í efstu athugasemdinni segir: „Það er alltaf mikilvægt að þvo grænmetið sitt“, en þar er átt við að ég sé grænmeti. Athugasemdin er með yfir 97.000 „læks“. Það þýðir að næstum því hundruð þúsund raunverulegar manneskjur á þessari jörð, eru sammála þessari niðurlægjandi móðgun! Í næstu athugasemd, sem er með 79.000 „læks“ segir: „Ég er enn að reyna að átta mig á því að þau séu í sambandi“. 10.000 „læks“: „Einn daginn mun hún ekki draga hann aftur upp úr“. Og önnur athugasemd: „Að deita hann er eins og að vinna góðgerðarstarf“. „Þú ættir bara að drekkja honum“. Það eru þúsundir annarra athugasemda í þessa áttina. Þúsundir.“
Shane segist vera þreyttur á að eyða ævinni í að reyna að fá heiminn til að samþykkja sig.„Ég er þreyttur, krakkar. Þreyttur á að eyða öllu lífi mínu í að reyna að fá heiminn til að samþykkja mig. Þreyttur á að helga feril minn því að fræða fólk um hina sönnu upplifun fatlaðra, aðeins til að vera minntur á það – DAGLEGA, af hundruðum þúsunda manna – að ég er enn almennt álitinn „grænmeti“ sem að þeirra mati ætti frekar að vera dauður. Þreyttur á að vera niðurlægður og vísað frá. Mikið magn þessara skelfilegu athugasemda er yfirþyrmandi, svo vinsamlegast, ég bið þig, ekki segja mér að hunsa þau einfaldlega. Þetta er raunverulegt, raunverulegt fólk, með fjölskyldur og störf, með áhrif og atkvæði, sem er úti í heiminum á hverjum degi og geymir þessar algjörlega ógeðslegu hugmyndir um fatlað fólk. Það er sjúklegt.“

Og Shane heldur áfram:

„Það eru augnablik eins og þessi þegar ég vil bara kasta inn handklæðinu. Ég og Hannah höfum gefið heiminum þúsundir klukkustunda af ekta og persónulegu efni um líf okkar. Við höfum unnið af ástríðu og sleitulaust að því að sýna fólki að fatlað líf er jafn gilt, verðugt, þroskandi og gleðilegt og hvert annað, en samt fyllir hatur öll athugasemdakerfi sem við myndböndin sem við búum til.“

Að lokum segist Shane ekki ætla að gefast upp.

„Ég mun þó ekki gefast upp. Þetta er of mikilvægt fyrir mig og það er of mikið í húfi. Þangað til fatlað fólk er tekið af heiminum okkar sem jafningjar, mun ég vera hér, deila fötluðu lífi mínu sem ég hef svo gaman af og þykir vænt um og vona (kannski gegn skynsemi) að það breyti einhverju.
Ég trúi því að fólk geti skipt um skoðun. Ég trúi því að fólk geti vaxið.
Ef þú trúir því líka og ef þú trúir því að það sé enginn staður í þessum heimi fyrir það hatur sem við fáum, þá myndi það skipta mig öllu máli ef þú myndir deila þessari færslu. Berjumst gegn hatri með ást. Þakka þér af öllu mínu hjarta fyrir allan stuðninginn sem þú gefur okkur. Þú heldur mér svo sannarlega gangandi þegar ég stend frammi fyrir því sem lítur út eins og yfirþyrmandi skrímsli.
Ástarkveðjur, Shane“

Santos komst í gegnum mannanafnanefnd

Stjórnmálamaðurinn George Santos fagnar eflaust þessari niðurstöðu

Mannanafnanefnd hefur birt nýja úrskurði um mannanöfn og eru tilgreind tíu nöfn sem sótt var um en Vísir greindi fyrst frá málinu.

Nöfnin Listó, Santos, Arló, Todor, Marló, Ástborg, Líana, Kostantína og Logar voru öll samþykkt af mannanafnanefd en nafninu Salvarr var nafnað en nefndin bar því meðal annars fyrir sig að það fari gegn almennum ritreglum íslensku að rita nafn með tveimur errum í enda þess. Þá sé nafnið ekki á mannanafnaskrá og komi ekki fyrir í manntölum né fornum ritum og hafi ekki verið borin af mönnum í fjölskyldu umsækjanda.

Landsliðsmaður selur draumaíbúð í Laugardalnum – Golfaðstaða í bílskúrnum

Gullfalleg íbúð til sölu í Laugardalnum - Mynd: DomusNova

Tara Brynjarsdóttir kennari og Egill Þormóðsson, landsliðsmaður í íshokkí, hafa tekið ákvörðun um að selja gullfallegu íbúð sína á Silfurteigi á besta stað í Laugardalnum. Heimildir Mannlífs herma að þau muni stækka við sig en saman eiga þau þrjú börn.

Íbúðin er sérlega smekkleg og ljóst að þau hjónin eru mikið fyrir hvíta liti en íbúðin er á annarri hæð og er með svölum sem horfa yfir fallegan garð. Eigin hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun undanfarin ár en sem dæmi var baðherbergi endurnýjað að fullu í fyrra og vekur vaskur frá S.Helgasyni mikla kátínu margra og árið 2022 var bílskúr endurbyggður og innréttaður.

Íbúðin er 116,1fm og bílskúr 32,4fm og eru tæpar 128 milljónir settar á þessa draumaíbúð.

Hægt að lesa meira um eignina hér

Segir ríkisvaldið líta á almenning sem blóðmerar:„Getum ekki lengur lifað undir alræði auðvaldsins“

Gunnar Smári Egilsson Ljósmynd: Facebook

Gunnar Smári Egilsson segir að ríkisvaldið líti á almenning sem blóðmerar.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson er síður en svo sáttur við óbreytta stýrivexti Seðlabankans sem tilkynntir voru í morgun. Segir hann í harðorðri Facebook-færslu að í framtíðinni verði hugsanlega settir upp „gamanóperu“um fundi peninganefnd Seðlabankans en þangað til sé þetta ekki fyndið.

„Kannski verða þessi fundir settir upp sem gamanóperur í framtíðinni þegar þessi sturlaða trú á eyðileggjandi efnahagsstefnu undanfarinna áratuga verður runnin af fólki. En þangað til er þetta náttúrlega ekki fyndið, að ríkisvaldið skuli verja auð þeirra sem mikið eiga með kjafti og klóm og ræna þau sem lítið sem ekkert eiga. Það þarf að brjóta þessa fjárplógsvél hinna ríku sem Seðlabankinn hefur smíðað.“ Þannig hefst færsla Gunnars Smára. Segir hann í færslunni að almenningur standi ekki undir raunvöxtunum af húsnæðis- og yfirdráttarlánum og geti í þokkabót hvergi flúið.

„Almenningur stendur ekki undir 7% raunvöxtum af húsnæðislánum og 12% raunvöxtum á yfirdráttarlánum. En hann getur hvergi flúið, stjórnvöld hafa króað hann inni svo bankar og fjármálastofnanir geti sogið úr honum lífskraftinn. Og almenningur lifir það ekki af að ríkisvaldið magni hér upp enn frekari húsnæðiskreppu svo verktakar og leigusalar geti sogið merg og blóð úr fólki og fjölskyldum.“

Að lokum líkir Gunnar Smári ástandinu við blóðmerahald:

„Við getum ekki lengur lifað undir alræði auðvaldsins, ríkisvaldi sem telur það frumskyldu sína að þjóna hinum fáu og ríku. Ríkisvaldi sem telur það ekki sitt hlutverk að tryggja öryggi og afkomu almennings heldur lítur á almenning sem blóðmerar fyrir auðvaldið að nytja.“

Borgandi gestir Kersins þurfa ennþá að kúka úti: „Erum að vinna að því að hanna þjónustuhús“

Kerið - Mynd: Scoundrelgeo

Borgandi gestir Kersins geta ekki ennþá gert þarfir sínar á svæðinu án þess að skila þeim beint til móður náttúru þrátt fyrir að gjaldtaka hafi verið á svæðinu undanfarin 11 ár.

„Við erum að vinna að því að hanna þjónustuhús erum búin að ráða arkitekt og gera þarfagreiningu. Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir á þessu eða næsta ári. Við erum líka að huga að leyfismálum,“ sagði Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, við Vísi um málið en Arctic Adventures keypti Kerið fyrir ónefnda upphæð í fyrra.

Ásgeir segir einnig að margt standi til að gera á svæðinu annað en að byggja salerni og nefnir hann stígaviðhald og stækkun á bílastæði sem dæmi. Ásgeir vildi ekki svara hvort það stæði til að taka bílastæðagjald við Kerið.

Fyrrverandi eigendur Kersins hafa talað opinberlega að reksturinn hafi gengið vel en þeir keyptu Kerið á tíu milljónir króna árið 2008 en ljóst er Artic Adventure hafi greitt talsvert hærri upphæð fyrir náttúruundrið. Ásgeir vildi ekki heldur ræða kaupverðið.

Dr. Gunni hitti hinn kínverska Bubba Morthens: „Honum hlakkar mikið til að sjá íslenska músík“

Dr. Gunni og hinn kínverski Bubbi Ljósmynd: Facebook

Gunnar Lárus Hjálmarsson eða Dr. Gunni eins og hann er gjarnan kallaður, hitti sannkallaða stórstjörnu í gær og segir frá því á Facebook.

Dr. Gunni birti ljósmynd á Facebook í gær þar sem sjá má hann ásamt kínversku rokkstjörnunni Cui Jian, sem ferðast nú um Ísland ásamt eiginkonu sinni. Jian er kallaður „Faðir kínversks rokks“ að sögn Dr. Gunna, hvorki meira né minna. Segir pönkarinn að kínverski vinur hans hafi oft komist í kast við kínversk yfirvöld og kallar hann „Bubba þeirra Kínverja.“

Hér má lesa færslu Dr. Gunna í heild sinni:

„Hitti merkilegan mann í gær, kínversku rokkstjörnuna Cui Jian, sem er hvorki meira né minna en „Faðir kínversks rokks“ og sá fyrsti þar á landi sem fór að sinna þessari tónlist djöfulsins. Hann hefur oft komist í kast við stjórnvöld, m.a. með plötunni Balls Under The Red Flag, og þótti m.a.s. of róttækur í Tiananmen uppreisninni. Hann má algjörlega kalla Bubba þeirra Kínverja. Hitti hann og eiginkonu og dóttur og þar sem allir veitingastaðir í bænum voru fullbókaðir fórum við í Tilveruna í Hafnarfirði og fengum toppfínan fisk. Svo sýndi ég þeim Bessastaði og þeim fannst mikið til koma að vopnaðir verðir væru ekki á hverju strái. Reyndar var einn löggubíll á vakt. Cui og co fer suðurströndina næstu daga en verður í bænum á Menningarnótt. Honum hlakkar mikið til að sjá íslenska músík, en ég sagði honum auðvitað að bærinn yrði iðandi í góðri list þann daginn.“

Hér fyrir neðan má svo hlusta á lagið Fljúgandi með Cui Jian.

Fyrrum húsvörður skaut þrjá kennara til bana – Lifði af sjálfsvígstilraun

Skotmaðurinn

Að minnsta kosti þrír kennarar voru skotnir til bana á kennarafundi í Bosníu eftir að maður, sem talinn er vera fyrrum húsvörður skólans, mætti í bygginguna og hóf skothríð með sjálfvirkum rifli.

Skotmaðurinn, sem heitir Mehemed Vukalić er sagður hafa ráðist á kennarana inni í íþróttahúsi Sanski Most-framhaldsskólanum í norðvestur Bosníu, um klukkan 10:15 að staðartíma í morgun. Enginn nemandi var í byggingunni þegar skotárásin átti sér stað enda skólanum lokað vegna sumarfrís.

Talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, Adnan Beganović, hefur staðfest að þrjár manneskjur hafi látist í árásinni og að fjórða manneskjan sé slösuð. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa borist, hafa þrír látið lífið og einn hlotið líkamleg meiðsl og verið er að flytja þann einstakling á sjúkrahús.“

Fórnarlömbin hafa verið nafngreind en þau voru Nijaz Halilović, skólameistari skólans, enskukennarinn Gordana Midžan og Nisveta Kljunić. Þau eru talin hafa látist á vettvangi.

Lík þeirra hafa verið flutt á Sanski Most heilsugæslustöðina, samkvæmt staðbundnum fjölmiðlum. Óstaðfestar fregnir hafa sagt að skotmaðurinn, Vukalić hafi veitt sjálfum sér meiðslum á bringu en að hann hafi lifað af sjálfsvígstilraun sína. Talið er að hann hafi átt í útistöðum við yfirvöld skólans.

Samkvæmt fréttamiðlinum Etto, hefur Vukalić verið fluttur á nærliggjandi spítala en talið er að hann muni jafna sig af meiðslum sínum.

Lögreglan eru á vettvangi árásinnar og rannsaka nú málið. Enn hefur hún ekki staðfest það hvort Vukalić hafi verið handtekinn.

 

 

Óvissustigi lýst yfir vegna Skaftárhlaups – Ferðafólk beðið um að halda sig fjarri

Stefnir í hlaup í Skaftá - Mynd: Bjoertvedt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups.

Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt síðustu daga og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist. Síðast hljóp úr katlinum í september 2021 en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri.

Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.

Ítarlegri upplýsingar má finna á vef Veðurstofu Íslands.

Stýrivextir áfram 9,25 prósent – Lakari horfur í ferðaþjónustu ein af ástæðunum

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Ljósmynd: Seðlabanki Íslands

Stýrivöxtum Seðlabanka Íslands verður haldið óbreyttum í 9,25 prósentum. Þetta kemur fram í tilkynningu Peningastefnunefndar bankans.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti í morgun að Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafi ákveðið að halda stýrivöxtum áfram í 9,25 prósentum.

Fram kemur í yfirlýsingu nefndarinnar að verðbólga hafi aukist eilítið frá síðasta fundi hennar eftir að hafa minnkað fram eftir ári. „Undirliggjandi verðbólga er enn mikil og verðhækkanir eru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafa einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði.“ Segir einnig í yfirlýsingunni að nokkurn tíma geti tekið að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgu.

Þá kemur einnig fram í yfirlýsingu nefndarinnar að talið sé að hagvöxtur í ár verði aðeins hálf prósent en í maí spáði Seðlabankinn að hagvöxtur yrði 1,1 prósent. Aðalástæðan á frávikin uer sögð vera lakari horfur í ferðaþjónustu.

Spáir bankinn því að um 2,2 milljónir ferðamanna sæki Ísland heim í ár, samaborið við 2,3 milljónir í spánni frá í maí. Þá kemur fram í peningamálum að á öðrum ársfjórðungi hafi umsvif í ferðaþjónustu degist saman á milli ára en fimm prósent færri ferðamenn komu til landsins þrátt fyrir aukið flugframboð.

„Á móti hélt skiptifarþegum áfram að fjölga töluvert. Þá fækkaði gistinóttum enn meira en komum ferðamanna eða um 10% frá fyrra ári og virðist dvalartími þeirra því hafa styst.“

Þá bendi aftur á móti nýjar og endurnýjaðar tölur um kortaveltu til þess að meðalútgjöld ferðamanna hafi hækkað milli ára.

RÚV sagði frá ákvörðuninni.

Klámstjarnan Sophia Leone lést úr of stórum eiturlyfjaskammti

Klámstjarnan tók of stóran skammt af eiturlyfjum

Klámstjarnan Sophia Leone lést eftir of stóran skammt af eiturlyfjum en lögreglan í Albuquerque í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum greinir frá þessu.

Leone lést í apríl á þessu ári en að sögn lögreglu á sínum tíma voru þær aðstæður sem hún fannst látin grunsamlegar og var málið um tíma rannsakað sem mögulegt morð. Nú hefur verið allur vafi tekinn af slíku og segir lögreglan að leikkonan hafi tekið inn eiturlyfin sjálf inn og þau hafi dregið hana til dauða en það hafi ekki verið ætlun hennar. Ekki hefur verið greint frá því hvaða eiturlyf hún tók inn. Greint hefur verið frá því að Leone hafi glímt við sjálfsvígshugsanir en hún var aðeins 26 ára gömul.

Leone var ein af frægustu klámstjörnun heimsins en hún lék í yfir 400 klámmyndum á ferlinum.

26-year-old porn star Sophia Leone's cause of death revealed

Reyndi að henda ókunnugri konu fyrir bílaumferð – MYNDBAND

Konan var heppinn að sleppa lifandi

Ökumenn á hraðbraut í Los Angeles urðu vitni að skelfilegri árás þann 7. ágúst en þá réðst maður á ókunnuga konu og reyndi að kasta henni fyrir bílaumferð.

Árásin ótrúlega náðist á upptöku og á henni sést maður að nafni Juan Pablo Flores kýla og sparka ítrekað í konu og reyna henda henni fyrir bílaumferð. Konan rétt sleppur, oftar en einu sinni, frá því að verða fyrir bíl. Á endanum hættir Flores árásinni og labbar í burtu. Hann var handtekinn fyrir árásina fyrir skömmu síðar og hefur ákærður fyrir tilraun manndráps og verði hann fundinn sekur gæti hann farið í fangelsi fyrir lífstíð.

Farið var með fórnarlambið á sjúkrahúsið og er talið mögulegt að hún hafi afmyndast fyrir lífstíð vegna þeirra áverka sem hún hlaut. Samkvæmt lögreglunni þurfti konan að fara svo aftur upp á spítala vegna þess að hún fékk alvarlega sýkingu í sár sín eftir árásina.

Risasveppur vex við Sigurgerði í Fellum: „Ég hélt fyrst að þetta væri dautt lamb“

Jötungíman í Fellum. Ljósmynd: Brynjólfur Rúnar Gunnarsson

Við aflögð útihús við Sigurgerði í Fellum á Héraði, hefur glæsileg jötungíma, sem talin er vera stærsta sveppategund heims, dúkkað upp. Þar hefur jötungíman skotið upp kollinum af og til síðustu 15 árin.

„Sveppurinn kemur ekki fram á hverju ári. Það eru 2-3 ár síðan hún sást hér síðast,“ segir Brynjólfur Rúnar Gunnarsson, bóndi á Hafrafelli í samtali við Austurfrétt.

Fram kemur í Sveppabókinni eftir Helga Hallgrímsson, náttúrufræðing á Egilsstöðum, að Jötungíma hafi fyrst fundist hér á landi árið 1988 en það var í Árnessýslu og Eyjafirði, nánast samtímis. Á Austurlandi fundust fyrstu jötungímurnar árið 2009 en það var við Hafursá á Völlum og Sigurðargerði í landi Áss í Fellum.

Í bókinni kemur fram að hinir risavöxnu sveppir hafi yfirleitt fundist nærri aflögðum íbúðar- eða gripahúsum en jötungíman við Sigurðargerði vex á gróinni fjárhúsatótt sem árið 1990 var rutt yfir. Telur Brynjólfur að fjárhúsi hafi ekki verið notuð síðan um 1950.

Brynjólfur rifjar einnig upp þegar hann sá sveppinn þar fyrst. „Ég hélt fyrst að þetta væri dautt lamb. Úr fjarlægð var þetta stór hvítur blettur. Mig minnir líka að fyrstu sveppirnir hafi verið þrír og miklu stærri en þessi,“ segir hann og bætir við að jötungíman hafi komið fram 3-4 sinnum á þessum tíma.

Sveppurinn hefur einnig fundist víðsvegar á landinu en árið 2020 spratt hann upp við Bragðavelli í Hamarsfirði og 2022 við Hjarðarhaga á Jökuldal.

Fram kemur í umfjöllun Austurfréttar að fræðiheiti sveppsins sé „calvatia (Langermannia) gigantea“ og að aldin hennar sé belg- eða kúlulaga, yfirleitt flatvaxið og ílangt. Hér á landi sé það 20 til 60 sentimetrar en allt að 150 sentimetrar erlendis.

Þar kemur aukreitis fram að af ljósmynd Brynjólfs af sveppinum megi áætla að hann sé um 30 sentimetrar á hæð og hátt í 50 sentimetrar á lengd.

Jötungíman er eins og aðrir físisveppir æt, meðan hún er ung að því er fram kemur í Sveppabókinni, og „einn slíkur stórsveppur sé góður málsverður handa stórfjölskyldu.“ Brynjólfur segist aðspurður ekki hafa prófað að elda jötuntímu.

Sameining skoðuð í Árneshreppi á Ströndum: „Okkar næstu nágrannar eru Kaldrananeshreppur“

Drangaskörð
Drangaskörðin eru eitt helsta djásn Árneshrepps. Mynd: Reynir Traustason

Hreppsnefnd Árneshrepps heldur íbúafund í dag þar sem sameining við önnur sveitarfélög verður til skoðunar. Alls eru skráðir 53 íbúar í Árneshreppi en rúmlega 20 manns eru með búsetu þar allt árið.

Þau sveitarfélög sem liggja að Árneshreppi eru Kaldrananeshreppur með höfuðstaðinn Drangsnes og Ísafjarðarbær. Skúli Gautason, staðgengill sveitarstjóra í Árnsehreppi, segir við RÚV að fundurinn í dag verði fyrsta skrefið.

„Að hlusta á íbúana, vita hver vilji þeirra er, hvort það er áhugi á að sameinast öðru sveitarfélagi og þá hvaða sveitarfélagi,“ segir hann um fundinn sem haldinn verður í félagsheimilinu í Árnesi við Trékyllisvík.

„Okkar næstu nágrannar eru Kaldrananeshreppur og það svona kannski liggur beinast við að sameinast Kaldrananeshreppi,“ heldur Skúli áfram.

Í Kaldrananeshreppi búa aðeins 160 manns sem er langt undir viðmiði um íbúafjölda.

Skúli nefnir þann möguleika að sameinast Strandabyggð, aðeins stærra sveitarfélag. Þá séu möguleikar að sameinast Súðavíkurhreppi eða Ísafjarðarbæ, sem er næsti nágranni Árneshrepps í norðri.

Lilja leitar útvarpsstjóra

Stefán Eiríksson er ekki á förum en umboð hans er veikt.

Í janúar á næsta ári mun nýr útvarpsstjóri taka við af þeim umdeilda Stefáni Eiríkssyni sem hefur gefið út að hann muni ekki sækjast eftir áframhaldandi starfi þegar fimm ára skipunartíma hans sleppir.

Það kemur í hlut Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningar, að auglýsa stöðuna með réttum fyrirvara og velja síðan nýjan útvarpsstjóra.

Víst er að margir horfa hýru auga til þess að komast í feitt starf á vegum ríkisins. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sem er atvinnulaus eftir að hafa misst af Bessastaðalestinni. Þóra Arnórsdóttir, talsmaður Landsvirkjunnar, er einnig nefnd til sögunnar. Vandi hennar er hins vegar sá að vera á kafi í símamáli Páls Steingrímssonar skipstjóra, rétt eins og Stefán útvarpsstjóri.

Líklegt að valið verði faglega í stöðuna og þess freistað að rétta af ímynd Ríkisútvarpsins …

Handrukkarar meiddu mann í heimahúsi – Kófdrukkinn hótelgestur var til vandræða

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Lögreglu barst beiðni um hjálp þar sem þrír einstaklingar voru að meiða húsráðanda með barsmíðum. Árásin var tilkomin vegna innheimtu á skuld og voru handrukkarar við iðju sína með þekktu ofbeldi þegar lögregluna bar að garði. Ofbeldismennirnir voru handteknir á staðnum og færðir á lögreglustöð. Fórnarlambið var flutt með sjúkarbifreið til frekari aðhlynningar en er þó ekki talið vera mikið slasað.

Drukkinn ökumaður varð valdur að umferðarslysi. Hann var handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Hann mun svara til saka með nýjum degi.

Uppnám varð við Mjóddina þar sem tilkynnt var um hópslagmál. Lögregla var stutt frá vettvangi og brá skjótt við og fór á staðinn. Þegar laganna verðir komu á vettvang var komin á ró. Nokkrir aðilar voru á förum af stanum og héldu sína leið. Ekkert var aðhafst frekar.

Hótelgestur varð fyrir því óláni að drekka sig ofurölvi og missa stjórn á sér. Hann braut allar reglur og ákvað starfsmaður að reka hann út af hótelinu. Gesturinn kófdrukkni neitaði að fara og var lögregla kölluð til. Laganna verðir aðstoðuðu hótelstarfsmanninn við að fjarlægja gestinn. Eigur hans voru sóttar inn á herbergi. Þá lét hann segjast og hélt á brott.

Ekið var á reiðhjólamann. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að hann var óslasaður. Málið var unnið samkvæmt venju og héldu allir sýna leið, hjólandi og akandi,  að því loknu.

Lögregla stöðvaði bifreið sem þótti vera undarleg í akstri. Í ljós kom að ökumaður var ekki allsgáður. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá kom upp staðfestur grunur um bifreiðin væri stolin. Ökumaður og farþegi vortu handtekin, grunuð um þjófnað á bifreiðinni og fleiri brot.

Ungur stýrimaður stökk á eftir háseta sem féll í sjóinn: „Hreint björgunarafrek hjá mínum manni“

Hásetinn á sjúkrahúsi. Ljósmynd: Morgunblaðið/Kristinn

Ungur sjómaður drýgði sannkallaða hetjudáð þegar hann stökk í sjóinn eftir að skipsfélagi hans féll útbyrðis í í febrúar 1996.

Sveinn Arnarson stýrimaður, var aðeins 22 ára gamall þegar hann bjargaði lífi skipsfélagasíns á Þorseti GK fyrir tæplega 30 árum síðan.

 

Hetjan

Skipsfélagi Sveins, hásetinn Sigurgeir Þorsteinn flæktist í færi, ökklabrotnaði og féll loks fyrir borð 25. febrúar 1996. Atvikið gerðist verið var að leggja netin við Krýsurvíkurberg en Sigurgeir fékk færi utan um vinstri fótinn og ökklabrotnaði illa áður en hann kastaðist frá borði. Sveinn, fyrsti stýrimaður skipsins var ekki lengi að bregðast við, heldur dreif hann sig í flotgalla og stökk á eftir Sigurgeiri. Þegar í sjóinn var komið tók við hið erfiða verkefni að losa hásetann úr færinu en það gekk ekkert sérlega vel til að byrja með enda fékk Sveinn bitlausan hníf til að skera á færið. Allt gekk þó vel að lokum og náði Sveinn að bjarga lífi Sigurgeirs.

DV sagði frá hetjudáðinni á sínum tíma:

Háseti á Þorsteini GK flæktist í færi, fótbrotnaði og kastaðist fyrir borð:

Fann að hann þjáðist mikið þarna í sjónum

– segir Sveinn Arnarson stýrimaður sem stökk í sjóinn og bjargaði skipsfélaga sínum með snarræði

„Ég fann að hann þjáðist mikið þarna í sjónum. Sársaukinn kom í hviðum og það varð að hafa hraðar hendur við að losa hann,“ segir Sveinn Arnarson, fyrsti stýrimaður á netabátnum Þorsteini GK 16, í samtali við DV. Sveinn bjargaði í gær skipsfélaga sínum, Sigurgeiri Bjamasyni háseta, frá drukknun eftir alvarlegt slys um borð í bátnum þegar verið var að leggja netin við Krýsuvíkurberg um klukkan þrjú í gær. Sigurgeir fékk færi um vinstri fótinn og brotnaði illa við ökla áður en hann kastaðist í sjóinn.

Fótbrotnaði samstundis „Við hugsuðum fyrst um að missa manninn ekki útbyrðis og reyndum að streitast á móti. Það er auðvitað umdeilanlegt og á endanum urðum við að gefast upp og hann fór fyrir borð,“ segir Sveinn. Verið var að renna út seinna færinu þegar óhappið varð. Var færið komið á enda þegar Sigurgeir flæktist í því alveg upp við bauju. Sveinn telur að Sigurgeir hafi brotnað um leið og færið kippti undan honum fótunum. Töluverður skriður var á bátnum þegar óhappið varð, eða fimm til sex mílur. Varð því að hafa snör handtök við að koma Sigurgeiri til bjargar. Sveinn stökk upp í brú og fór þar í flotgalla sem ávallt er þar til taks. „Ég rétt náði að renna rennilásnum upp áður en ég henti mér í sjóinn. Ég var hins vegar vettlingalaus og varð fljótt ansi kalt á höndunum,“ segir Sveinn. Meðan Sveinn var að búa sig reyndu skipverjarnir á Þorsteini að losa Sigurgeir af færinu en tókst ekki. Festu þeir þá baujuna um borð meðan skipstjórinn bakkaði rólega í áttina að Sigurgeiri.

Fékk bitlausan hníf „Ég fékk fyrst alveg bitlausan hníf til að skera færið. Það gekk ekkert að hjakka færið í sundur með honum en sem betur fer fundu þeir um borð annan betri hníf og þá gaf færið sig,“ segir Sveinn. Eftir að Sigurgeir var laus var honum komið í Markúsamet og svo hífður um borð. Hann var með meðvitund allan tímann en mikið kvalinn. Þegar var kallað á björgunarsveitina Þorbjöm og komu menn frá henni oé læknir til móts við Þorstein á björgunarbát. Voru þeir komnir um borð um klukkustund eftir að slysið varð. Hálftíma síðar var Þorsteinn GK kominn til hafnar í Grindavík með Sigurgeir og var hann fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar fór hann þegar í aðgerð. í gærkvöld var líðan hans eftir atvikum góð en fóturinn er illa farinn. „Ég gerði ekki annað en það sem okkur er kennt í Björgunarskóla Slysavarnafélagisns. Það skiptir virkilega máli sem kennt er þar,“ sagði Sveinn sem er 22 ára gamall og byrjaði sem stýrimaður á Þorsteini í haust.

DV sagði einnig frá viðbrögðum skipstjórans á Þorsteini GK en hann var einstaklega ánægður með hinn unga stýrimann eins og lesa má í umfjöllun DV:

Ásgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK:

Björgunarafrek

„Þetta var snarræði og auðvitað hreint björgunarafrek hjá mínum manni. Þetta er sprækur strákur og hann hikaði ekki við að kasta sér í sjóinn,“ segir Ásgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK 16, í samtali við DV. Hann er að tala um Svein Amarson, fyrsta stýrimann, sem í gær bjargaði Sigurgeiri Bjamasyni háseta frá drukknun þegar verið var að leggja netin út af Krýsuvíkurbergi í gær. Ásgeir segir að veður hafi verið gott en sjór mjög kaldur eftir norðanhret síðustu daga. Því hafi þurft bæði kjark og snarræði til að stökkva fyrir borð. „Ég var ekki hræddur um að Sigurgeir myndi sökkva því hann var í endanum á færinu. Hins vegar þola menn ekki langa dvöl í köldum sjónum og nánast hver sekúnda skiptir máli,“ segir Ásgeir. Hann sagðist hafa óttast að Sigurgeir og Sveinn lentu í skrúfu bátsins meðan hann var að bakka að þeim og taka slakann af færinu. Báturinn hefði snúist í áttina að þeim félögum. „Þetta gekk þó allt og ég held að Sigurgeir hafi vart verið meira en fimm mínútur í sjónum áður en búið var að ná honum um borð aftur,“ segir Ásgeir.

Raddir