Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Er orlofsgreiðslumál Dags B. skandall?

Dagur B. Eggertsson. Mynd: Reykjavík.

Í síðustu viku var greint frá því að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hafi fengið greiddar tæpar 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur en þær ná tíu ár aftur í tímann. Slíkt þykir frekar óvenjulegt og telja sumir að borgarstjórinn hafi fengið sérmeðferð í sínum málum. Aðrir telja að þarna sé verið að gera úlfalda úr mýflugu og það sé fullkomlega skiljanlegt að borgarstjóri geti ekki tekið sér langt sumarfrí og því sé rétt að leyfa honum að fá orlof greitt svo mörg ár aftur í tíminn.

SJÁ NÁNAR: Dagur svarar fyrir orlofsmálið – „Það var gert eins fyrir allt starfsfólk“

Því spyr Mannlíf lesendur: Er orlofsgreiðslumál Dags B. skandall?

This poll has ended (since 2 months).
83.29%
Nei
13.67%
Ekki viss
3.04%

Könnun þessari lýkur 10:00 þriðjudaginn 20. ágúst.

Bónus fagnar stríði við Prís en Björgvin áhyggjufullur: „Megum ekki fara neðar en kostnaðarverð“

Gréta María Grétarsdóttir er klár í slaginn með Prís.

Stjórnendur Bónuss fóru um helgina til að skoða nýja lágvöruverðsverslun Prís sem þessa dagana er að hrista upp í markaðnum með því að bjóða lægsta verð á ýmsum vörum.  Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, lýsti yfir ánægju sinni með samkeppnina en sagði jafnframt að erfitt yrði að keppa við nniðurgreitt verð. Þarna kveður við nýjan tón þar sem Bónus hefur frá upphafi verið með lægsta verðið á markaðnum og enginn hefur getað skákað þeim þar. Hugmyndfæðin að baki Bónusverslununum var feðganna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóhannesar Jónssonar. Jón Ásgeir er aftur mættur til leiks en að þessu sinni í samkeppni við Bónus sem einn af þeim sem eru að baki Prís. Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, leiðir Prís í baráttunni.

Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, ræddi um nýju verslunina við RÚV. Hann sagðí spennandi að fá Prís inn á matvörumarkað.

Bónus og Krónan fá samkeppni.

„Við vorum öll spennt að koma og sjá búðina, það er langt síðan maður hefur séð nýja verslun á markaðnum sem ætlar að fara alla leið með okkur,“ segir Björgvin sem efast þó um að samkeppnin muni lækka vöruverð að neinu marki.

Jón Ásgeir Jóhannesson Ljósmynd / Silja Magg

„Við sjáum augljóslega strax að það er borgað með nokkrum vörum en það er eitthvað sem við getum ekki sem markaðsráðandi á samkeppnismarkaði. Við megum ekki fara neðar en okkar kostnaðarverð,“ sagði Björgvin.

Framkvæmdastjórinn segir að það verði nokkuð margar vörur sem Bónus geti ekki elt í verði. Hann ætlar þó ekki að gefast upp.

„Við erum ekkert af baki dottin og munum bara herja á okkar samstarfsaðila og finna leiðir til þess að geta farið að keppa. Við erum bara að taka stöðuna núna og meta hvernig þetta kemur út og svo eftir það förum við að vinna í okkar málum,“ sagði Björgvin við Ríkisútvarpið.

Furðulegt ferðalag báts

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Klukkan fimm í morgunm gistu þrír fangageymslur lögreglunnar fyrir ýmsar sakir.

Í austurborginni voru ölvuð ungmenni til ama. Lögreglan var kölluð til og kom hún skikk á málin. Á sömu slóðum var hópur barna að gera sér það til gamans að sprengja flugelda. Slíkt er lögum samkvæmt harðbannað á þessum árstíma. Löggan kom og tók í taumana.

Furðulegt og reikult ferðalag báts um hafflötinn vakti athygli. Lögreglan var kölluð til. Við skoðun kom í ljós að áhöfnin virtist vera drukkin. Tveir voru handteknir grunaðir um að sigla bátnum undir áhrifum áfengis.

Bjarni fær á kjaftinn

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á undir högg að sækja hjá Vinstri-grænum sem hafa loksins gert sér grein fyrir að fylgishrun þeirra er tilkomið vegna faðmlaga þeirra við sjálfstæðismenn.

Á flokksráðsfundi VG um helgina gaus upp sú reiði og örvænting sem ríkir í herbúðum flokksins sem hvorki hefur verið vinstri né grænn að neinu marki undanfarin tvö kjörtímabil. Ályktanir fundarins berta þess merki að nú er framundan bæði bót og betrun. Flokkurinn krefst þess að opinberir aðilar hafi forgang þar sem um er að ræða leyfi fyrir vindmyllum.

Róttækasta samþykktin snýr að Bjarna forsætisráðherra sem fær á kjaftinn og er beinlínis fordæmdur fyrir að frysta greiðslur sem áttu að vera til bjargar þjáðum Palenstínumönnum. Í þessu felst hrein stríðsyfirlýsing við samstarfsflokkinn.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, bætti svo um betur í ræðu sinni
á fundinum með því að segja það ekki „forgangsmál“ að lagfæra útlendingalöggjöfina.

Þá kallar flokkurinn eftir róttækum breytingum á húsnæðismarkaði til að tryggja félagslegt réttlæti eftir að hafa setið í ríkisstjórn í sex ár. Seint í rassinn gripið.

Engum dylst að Vinstri-grænir eru komnir í kosningaham og ríkisstjórnin getur sprungið á hverri stundu. Líkur á haustkosningum fara vaxandi …

VG gagnrýnir forsætisráðherra: „Fordæmir ákvörðun að styðja atlögu Ísraelsríkis að mannúðaraðstoð“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Yfirlýsing Bjarna Benediktssonar sem utanríkisráðherra þess efnis að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðarinnar í Palestínu (UNRWA) var fordæmd af flokksráðsfundi VG er haldinn var í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í gær.

Bjarni Benediktsson.

Ein af ályktunum er þar voru samþykktar snúa beint að málefnum Palestínu sem og stríðinu á Gaza, en þetta kom fram á RÚV.

Í áðurnefndri ályktun eru aðgerðir Ísraels á Gaza fordæmdar og kallað er eftir friði; varanlegum friði.

Wafaa Tabasi sér um vannærðu dóttur sína Mera, á al-Awda heilsugæslustöðinni, 12. mars.
Ljósmynd: Reuters

VG segir aðgerðir vestrænna ríkja hafa verið algjörlega skammarlegar; að allar tilraunir Sameinuðu þjóðanna til að koma á friði á svæðinu hafi stjórnvöld í Bandaríkjunum með aðgerðum sínum að engu gert.

Einnig segir að Ísraelsstjórn hafi ráðist í ófrægingarherferð gegn Sameinuðu þjóðunum sem og Flóttamannaaðstoðinni eftir úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag í janúar á þessu ári.

Í úrskurðinum kom það fram að líklega væri Ísrael nú og hafi í einhvern tíma verið að fremja þjóðarmorð í Palestínu.

Gríðarlega átakanlegar myndir sjást í fjölmiðlum um allan heim.

Fundur VG fordæmir ákvörðun forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, er hann tók í utanríkisráðherratíð sinni.

Í áðunefndri ályktun segir þetta:

„Flokksráðsfundur fordæmir ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að styðja atlögu Ísraelsríkis að mannúðaraðstoð á Gaza með yfirlýsingu um að frysta fjárframlög til Flóttamannaaðstoðarinnar.“

Kemur fram að ákvörðun um frystingu var tekin í janúar; eftir að fréttir bárust af því að fremur lítill hópur starfsmanna Flóttamannaaðstoðarinnar væri sakaður um að hafa hjálpað Hamas-samtökunum í árás þeirra á Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn.

Greiðslum var framhaldið í mars og nú í sumar var tilkynnt um viðbótarframlag til stofnunarinnar og þessu fagna flokksmenn VG ákaflega í ályktun sinni.

Glúmur um móður sína: „Í hennar augum er þessi 56 ára drengur ennþá bara barn sem þarf á fætur“

Glúmur Baldvinsson. Mynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Glúmur gleður og fólk á skilið að fá að njóta orða hans; visku og húmors. Skilyrðislaust.

Hann segir:

„Mamma á það til að vera of mikið mamma. Hún vakti mig á sérhverjum morgni frá upphafi skólagöngu til að tryggja að ég mætti. Og í þau örfáu skipti sem ég nennti ekki á fætur og laug að ég væri lasinn skipaði hún mér á fætur og sagði mér að hypja mig í sund fyrst ég væri svona voða veikur. Svo það var aldrei neinn sjens á að ljúga sig veikan. Það var þá. En ekkert hefur breyst.“

Glúmur rennur fimum fingrum um lyklaborðið er dæsir af vellíðan og biður um meira – og fær meira, eins og við hin:

„Ég reisti mér hús hér á landi fjölskyldunnar sem afi keypti á síðustu öld. Í morgun þurfti ég að vakna snemma í vinnu. Ég vaknaði við stanslausar hringingar eldsnemma. Og hver var á hinum endanum. Nú auðvitað mamma. Hún sá bíl minn í hlaðinu og varð hrædd um að ég yrði of seinn. Þannig að ekkert hefur breyst frá því ég var sex ára.“

Og segir að endingu:

„Nú fimmtiu árum síðar er enginn friður fyrir mömmu. Aldrei hægt að hringja sig veikan og fá að sofa út. Og bara slappa af. Í hennar augum er þessi fimmtíu og sex ára drengur ennþá bara barn sem þarf á fætur. Ef þetta er ekki móðurást þá veit ég ekki hvað ást er. Og ástin er gagnkvæm. Ég elska mömmu. Án hennar vaknaði ég aldrei. En þetta fer að verða andskoti þreytandi.“

Brákarborg: „Skól­inn er fal­leg­ur en stenst ekki þær kröf­ur sem við ger­um til bygg­ing­anna“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur

Fólk er í hættu inn­an bygg­inga þar sem burðarþol er ófull­nægj­andi, að mati Ein­ars Þor­steins­sonar borgarstjóra, og þess vegna hafi hann látið rýma leik­skól­ann Brákar­borg, og er gagn­rýn­inn á fram­kvæmd­ina.

Ein­ar var gest­ur Spurs­mála og þar var spurður út í mál­efni leik­skól­ans er Reykja­vík­ur­borg setti á fót; með kostnaði upp á heila 2,3 millj­arða íslenskra króna.

Kemur fram að það var gert með upp­kaup­um á hrör­legu húsi er gert var upp. En í ljós kom að torfþak og mikið efn­is­magn er mokað var á þakið var .annig að vegg­ir húss­ins stand­ast eigi þunga þess.

Einar var spurður: Voru börn­in á leik­skólanum í hættu?

„Ég fékk upp­lýs­ing­ar um þetta í sum­ar og mitt viðbragð var að kalla alla heim úr sum­ar­fríi því ég sá að ef burðarþol er ekki í lagi þá er fólk í hættu. Ég lít svo á. Það komu þarna tvær verk­fræðiskýrsl­ur sem sýndu að burðarþolið var ekki í lagi.“

Einar Þorsteinsson.

Seg­ist hann þrátt fyr­ir þetta svar ekki alveg geta full­yrt að börn eða starfs­fólk hafi verið í einhverri hættu; hins veg­ar þurfi að líta til þess að bygg­ing­ar sem þessar eigi að geta staðið af sér jarðskjálfta; niður­stöður sér­fræðinga séu að ­bæta þurfi burðarþol húss­ins til þess að húsið telj­ist í eðlilegu og löglegu ástandi.

Húsið sem varð að leikskólanum Brákarborg..

Einar er alls ekki hrifinn af því „að fara í svona aðgerð; að kaupa gam­alt hús á háa fjár­hæð og eyða svo mikl­um fjár­mun­um í að gera það upp. Skól­inn er fal­leg­ur núna en hann stenst því miður ekki þær kröf­ur sem við ger­um til bygg­ing­anna,“ seg­ir Ein­ar.

Krossinn er fokinn af kirkjunni og Þjóðkirkjan áhyggjulaus

Staðarkirkja í Barðastrandarsýslu.
Krossinn er farinn og kirkjuyfirvöld eru áhuyggjulaus. Mynd: Reynir Traustason.

Eitt elsta guðshús landsins, kirkjan á Stað í Reykhólahreppi, hefur misst krossinn og stendur kollótt á hlaðinu á kirkjustaðnum. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur þetta verið svona um hríð og hafa stjórnendur Þjóðkirkjunnar ekki áhyggjur af ástandinu. Ekkert hefur verið gert í því að koma krossinum aftur upp. Viðhald kirkjunnar er reyndar á ábyrgð Þjóðminjasafns Íslands þar sem hún er á fornminjaskrá. Þegar skoðað er innandyra kemur í ljós að ýmsu er þó ábótavant og ber kirkjan fleiri merki vanrækslu en krossleysið.

Staðarkirkja er gullfalleg en kollótt eftir að krossinn fauk.

Staður er um átta kílómetra vestur frá Reykhólum á Reykjanesi í Austur-Barðastrandarsýslu. Eitthvað er um að ferðamenn komi og myndi kirkjuna sem í ggrunninn er falleg en auðvitað er hálfgerð hryggðarmynd, krosslaus.  Á vef Þjóðminjasafnsins er sagt frá því að á árum áður var þar stórbýli og Ólafskirkja í kaþólskum sið. Prestssetur var á Stað fram til 1948 en var þá flutt að Reykhólum, þar sem áður hafði verið útkirkja frá Stað.

Staðarkirkja var reist árið 1864 af Daníel Hjaltasyni gullsmið, hreppstjóra og bónda. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18 og fólk er beðið að ganga vel um.

Staðarkirkja er lítið breytt frá upphaflegri gerð, með turni yfir vesturstafni. Dyraumbúnaður kirkjunnar er skrautlegur, beggja vegna dyra eru hálfsúlur með súlnahöfðum í einfölduðum samsettum stíl. Þetta er ein af fyrstu timburkirkjunum sem upphaflega var máluð, en ekki tjörguð, en tilheyrir þó eldri gerð kirkna með þakturni.

Staðarkirkja í sinni fegurstu mynd með krossinn á turninum.

Þá segir á vefnum að illa hafi verið  komið fyrir kirkjunni þegar ákveðið var að taka hana á fornleifaskrá árið 1964, hundrað árum eftir að hún var reist. Yfirbyggingin var fúin og skæld, en steinhlaðin undirstaðan úr lagi gengin. Þjóðminjasafnið fékk Bjarna Ólafsson smið til viðgerða skömmu síðar og var kirkjunni þá lyft af grunni, undirstöðurnar hennar voru styrktar og henni komið fyrir á nýjun undirstöðum. Veggirnir eru klæddir listasúð að utanverðu og á þaki er rennisúð. Gert var við kirkjuna á nýju fyrir 30 árum en nú er allt að komast í óefni og krossinn fallinn.

Appelsínugulur Porche ók inn á Reykhóla MYNDIR

Porche-dráttarvélin sem heillaði íbúa á Reykhólum, Mynd-Reynir Traustason.

Skrúðakstur dráttarvéla af öllum gerðum og aldri sýndu sig og sína á Reykhólum í gær. Fjölmargir íbúar og gestur fylgdust með viðburðinum sem er árlegur fylgifiskur Reykhóladaga. Fólk lét ekki rigningu eð akulda hafa áhrif á sig. Elstu vélarnar sem streymdu inn í þorpið voru frá því landbúnaðurinn væelvæddist fyrir alvöru, allt að 70 ára og þær yngstu tröllvaxnar hátæknigræjur sem henta nútímabúskap.

Farmall Cub var algengur með sinn rauða lit. Þá mátti sjá nokkra Deutz sem eru grænir eins og margir vita. Blár Ford var í skrúðsýningunni. Hinir gráu Ferguson traktorar voru áberandi, enda einhver vinsæ,lasta tegund landsins á sínum tíma. Mesta athygli vakti þó appelsínugul Porche-dráttarvél á óræðum aldri sem rúllaði léttilega inn í þorpið. Íbúar tóku andköf þegar hann birtist.

Myndirnar tala sínum máli.

 

Svöl norðlæg átt á landinu í dag og líka næstu daga

|
Veðurstofa Íslands.

Jæa, það liggur lægð norðaustur af Íslandi; hreyfist lítið.

Er það því svo að það verður svöl norðlæg átt á landinu í dag; líka næstu daga.

Rigning, súld og jafnvel hin geðþekka slydda til fjalla reyna sig á norðanverðu landinu.

En sunnan heiða er og verður bjart: Búast má við síðdegisskúrum suðaustanlands og hiti verður frá heilum fimm stigum á Norðurlandi og allt að meira en heilum fjórtán stigum við Suðurströndina.

Lestri veðurfrétta er lokið.

Í bili.

Fátækt í æsku hafði mótandi áhrif á Sönnu: „Það náttúrulega á ekki að líðast“

Sanna ræddi um fátækt á Íslandi en hún upplifði slíkt sjálf þegar hún var barn

Sanna Magdalena Mörtudóttir var í aðalhlutverki við að koma Sósíalistaflokknum inn í borgarstjórn. Hún braut ísinn og náði sjálf kosningu á þar síðasta kjörtímabili. Í kosningunum þar á eftir náðu tveir fulltrúar kjöri. Nú stefnir hún á þing og flokkur hennar undirbýr framboð í öllum kjördæmum. Kraftaverkakonan Sanna segir sögu sína í Mannlífinu.

Í þættinum ræðir Sanna meðal annars um fátækt á Íslandi en Sanna hitti móður sína aðeins á morgnana á virkum vegna vinnu þegar hún var ung. Hún segir meðal annars frá því að laun móður hennar dugðu ekki út mánuðinn og hefur slíkt haft mikil áhrif á hvernig Sanna nálgast lífið og stjórnmál.

„Að vera svangur og þurfa að vera alltaf að neita sér um hluti og ekki að búast við einhverjum góðum hlutum. Það alveg situr lengi í manni, það mótar allt sem ég geri í mínu stafi. Vitandi að það er fátækt fólk á Íslandi í þessu ríka samfélagi, að það séu svöng börn sem fara svöng að sofa. Það náttúrulega á ekki að líðast.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

„Að drepa tugi þúsunda kvenna, barna, gamalmenna og særa enn fleiri er nýtt met í ómennsku“

Ingólfur Steinsson.

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Steinsson ritar grein sem ber yfirskriftina: Þjóðar­morð með vest­rænum vopnum.

Hefst á þessum orðum:

„Ég skrifaði nokkrar greinar eftir að geðveikin á Gaza hófst. Taldi mig hafa sagt mitt síðasta orð í byrjun ársins. Maður hélt e-n veginn að þessu myndi brátt ljúka. Annaðhvort að tekið yrði fyrir fjöldamorðin af viti bornum Vesturlöndum eða að stríðsaðilar sæju sóma sinn í því að gera vopnahlé og hætta fjöldamorðum á almenningi.“

Bætir við:

„Nú hefur komið í ljós að hvorugt er á döfinni. Allt síðan Ísraelsríki var svo ólánlega fundinn staður í Palestínu hefur það átt í fullu tré við nágranna sína. Frá upphafi, fyrir rúmum 75 árum, hafa Ísraelsmenn getað reitt sig á vestrænan stuðning. Að hluta er þessi saga með þeim ólíkindum sem holocaustið markaði henni.“

Ingólfur færir í tal að „andúð á gyðingum hafði verið landlæg í Evrópu og Bandaríkjunum á fjórða áratugnum og reyndar miklu lengur. Við þurfum ekki að leita lengra en til íslenskra stjórnvalda til sönnunar á því. Allmörgum þýskum fjölskyldum gyðinga hafði verið neitað hér um hæli og þær sendar til baka út í opinn dauðann. Því var það svo að hinn vestræni heimur, með bakþanka sína, vildi taka þátt í að finna þessari sárt leiknu þjóð samastað til frambúðar. Gyðingar höfðu tekið að setjast að í landinu helga eða Síon, (eftir fjallinu), á síðari hluta 19. aldar. Þaðan er orðið síonismi komið, hreyfing sem varð til á svipuðum tíma. Frá upphafi var orðið notað um þá sem vildu stofna þjóðarheimili gyðinga í Palestínu.“

Hann ljær máls á því að „síonistar voru almennt á þeirri langsóttu skoðun að þarna ætti þjóðarheimilið að vera þar sem þeir höfðu búið fyrir næstum 2000 árum. (Svipað og ef við myndum krefjast lands í Noregi vegna búsetu forfeðranna þar.) Og þó að gyðingdómur hafi að sönnu gefið kristninni ýmislegt, hefur mér alltaf þótt hugmyndin um guðs útvalda þjóð fremur hjákátleg að maður tali nú ekki um að vitna í helgisagnir eins og að hann/hún hafi gefið þeim landið.“

Ingólfur nefnir að við upphaf „fyrra stríðs 1914 bjuggu í landinu helga um 56 þúsund gyðingar og 700 þúsund arabar. Því að þessi hugmynd um þjóðarheimili gyðinga í Palestínu hafði einn augljósan galla. Það bjó fólk fyrir í landinu. Fyrir seinna stríð áttu gyðingar u.þ.b. 5 % landsins en nú voru uppi hugmyndir um að þeir skyldu fá meira en helming þess og það bestu ræktarlöndin. Þetta gátu arabar á svæðinu ekki þolað og smám saman jukust skærur milli þessara aðila. Bretar sem höfðu stjórnað þarna drógu sig í hlé.“

Hann segir að „í stuttu máli var ríki gyðinga stofnað í maí 1948. Arabar höfðu mótmælt þessum hugmyndum frá upphafi og nú réðust þeir gegn hinu nýstofnaða ríki. Gyðingar voru alltaf vel studdir af Vesturlöndum og miklu betur vopnum búnir. Vopn araba voru gömul og úr sér gengin. Til að gera langa sögu stutta voru háð allmörg stríð á milli þessara aðila sem síonistar unnu öll. Með síaukinni aðstoð Vesturlanda (í seinni tíð aðallega USA) hafa átökin milli þeirra og Palestínu, sem þeir hafa hersetið frá 1967, líkst æ meira leiks kattarins að músinni.“

Ingólfur segir að árásin þann 7. október síðastliðin hafi þess vegna ekki komið á óvart:

„Þetta var enn ein örvæntingarfull tilraun til þess að minna á vandamál Palestínu sem voru fallin í skuggann. Arabaríkin höfðu verið að friðmælast við Ísrael og nú var samningur við Saudi-Arabíu nánast tilbúinn. Árásin breytti stöðunni fullkomlega. Þó að ég sé ekki trúaður á þau óhæfuverk sem vestrænir fréttamiðlar halda fram að Hamas hafi framið þá voru þetta óneitanlega vatnaskil í samskiptum þjóðanna. Palestína hafði verið hersetin í tæp 60 ár og barist gegn hernáminu með ýmsum hætti en þetta var áreiðanlega þyngsta höggið sem fulltrúar þess fólks höfðu greitt Ísrael.“

Segir:

„Eftir áratuga hernám hlýtur það að vera inngróið í hinn kúgaða að berjast gegn hernámsaðilanum. Notaðar hafa verið ýmsar aðferðir til frelsisbaráttunnar og þær ekki allar fallegar. Eflaust var árásin á Ísrael ofbeldisfyllri og ljótari en áður hafði þekkst en þetta eru samt hinir undirokuðu að krefjast frelsis frá aðila sem hefur öll þeirra ráð í hendi sér. Palestínumönnum hefur lengi verið haldið eins og fé innan girðingar; til að komast út þarf oft að hafa alls konar leyfi og fara í gegnum eftirlitshlið þar sem hver aðili er myndaður. Ísrael ræður í stórum dráttum hvernig þetta fólk hreyfir sig. Hernámsaðilinn stjórnar öllu á Gaza: Aðgangi að rafmagni, vatni og öðrum lífsins gæðum. Gaza hefur verið kallað stærsta opna fangelsi jarðar. Þar er kúgunin enn meiri en á Vesturbakkanum.Og ef fólk fer ekki eftir reglunum mætir herinn með alvæpni.“

Ingólfur talar um landrán:

„Landránið er svo sér kapítuli og mest stundað á Vesturbakkanum þar sem landránsbyggðir hafa skotið upp kollinum eins og gorkúlur síðan 1967 og ránsmenn fara nú um með sívaxandi ofbeldi. Að láta sér detta í hug að fremja þvílíkt þjóðarmorð og nú hefur staðið í 10 mánuði er nokkuð sem erfitt er að skilja. Að brjóta öll hugsanleg mannréttindi, fremja endalausa stríðsglæpi, þjóðernishreinsanir, svelta fólkið og halda frá því vatni. Gazabúar eru nú svo hart leiknir að þeir eiga ekkert eftir, byggðirnar hafa verið lagðar í rúst og fólkið hefst við innan um brakið, matar- og vatnslítið meðan frárennsli hefur allt verið eyðilagt, sorp hleðst upp og hvers kyns faraldur er yfirvofandi. Allt er þetta í algjörri andstöðu við þau mannlegu réttindi sem vestrænar þjóðir hafa verið að reyna að koma sér saman um sl. 100 ár. Og yfirskin allra þessara árása er að Hamasliðar hafi verið á svæðinu!“

Ingólfur segir að það „að drepa tugi þúsunda kvenna, barna, gamalmenna og særa enn fleiri, á þessum forsendum, er nýtt met í ómennsku. Auðvitað eru hægri fasistar við völd í Ísrael. En eiga þeir að komast upp með þetta? Sem betur fer hefur glæpadómstóllinn í Haag sagt það sem blasir við öllum: Þetta er tilraun til þjóðarmorðs! Og fáeinar þjóðir hafa viðurkennt Palestínu sem ríki. En Bandaríkin ráða því sem þau vilja ráða í krafti styrkleika síns; þau eru með liðleskjuna Blinken og hinn seníla Biden; þeir þykjast hafa verið að semja um vopnahlé mánuðum saman án þess að geta sýnt fram á nokkurn árangur; og svo er rauðhærða fíflið á vappi við dyrnar, hrópandi að þetta hefði aldrei gerst hefði hann verið aðal og síonistar verði að fá að ljúka verkinu, meðan allt sæmilega viti borið fólk veit að ekki er hægt að útrýma hugmyndafræði! Neisti frelsisins í brjósti hins kúgaða verður ekki slökktur. Staðreyndin er sú að USA hefur stutt þjóðarmorðið með endalausum vopnasendingum. Stuðningur okkar við Ísrael er bjargfastur, segja þér og neita að setja síonistum neinn stól fyrir nokkrar dyr.“

Að hans mati er eina manneskjan sem er með ráði og „rænu í þeirri forystusveit er Kamala Harris. Hún hefur andæft stríðsglæpunum, neitaði að taka þátt í fáránlegri hallelújasamkomu Repúblíkana í þinghúsinu og sagði glæpamanninum Bíbí til syndanna. Hvort hún lyppast síðar niður við hlið Bidens verður tíminn að leiða í ljós. Og svo halda þeir áfram að sprengja og drepa og eyðileggja með vestrænum vopnum meðan stjórnvöld Vesturlanda segja já og amen en almenningur andæfir. Og hvað eru þau mótmæli kölluð af síonistum og stjórnvöldum Bretlands, USA og Þýskalands? Jú, mótmælin gegn slátrun á tugþúsundum barna og kvenna eru kölluð gyðingahatur!“

Segir að endingu:

„Og svo er farið með möntruna um að Ísrael hafi rétt til að verja sig. En þegar síonistar leggja heilt land í rúst og drepa tugþúsundir þá er það móðgun við heilbrigða skynsemi að nota hugtakið vörn eða að kalla andóf gegn slíku gyðingahatur! Það er móðgun gegn þeim sem urðu fyrir raunverulegu gyðingahatri og týndu lífi í holocaustinu; það er móðgun við gyðinga víðs vegar um heiminn sem hafa andstyggð á síonistum og því hvernig þeir fara með Palestínumenn, gyðingdóminn, trúna og að þeir skuli dirfast að fremja þjóðamorð og kalla það vörn.“

Reyndi fyrst að flýja af vettvangi og síðan flótta af lögreglustöðinni í handjárnum

Lögga, lögregla
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Það var töluverður erill þessa nóttina hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.

Fjórir gista í fangaklefa núna.

Það voru 105 mál skráð í lögreglukerfið frá klukkan 17:00 – 05:00. Þetta eru helstu mál;

Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem afturdekk losnaði undan bifreið og kastaðist á hjólhýsi. Engin slys á fólki. Ökumaður stöðvaður og handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum og í fórum hans fundust meint fíkniefni. Hann var fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Tilkynnt um líkamsárás fyrir framan skemmtistað í miðborginni. Þar var árásarþoli sleginn í rot og sparkað í höfuð hans. Árásaraðili handtekinn og vistaður í fangaklefa. Málið í rannsókn.

Þá var ökumaður stöðvaður við umferðareftirlit. Þegar hann stöðvaði bifreiðina þá tók hann á rás og reyndi að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann hafði ekki erindi sem erfiði því lögreglumennirnir voru töluvert hraðari og náðu honum fljótt. Hann var grunaður um ölvunarakstur og handtekinn. Þegar komið var á lögreglustöðina þá gerði ökumaðurinn sig aftur líklegan til að komast undan, þá í handjárnum. Honum var þó haldið kyrfilega og hann lét strax undan. Mál hans var síðan unnið samkvæmt hefðbundnu ferli.

Þá voru átta aðrir ökumenn handteknir grunaðir um ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur.

Þrjár tilkynningar bárust um heimilisófrið og þeim var sinnt samkvæmt verklagi. Þau mál eru í rannsókn.

Þá bárust nokkrar tilkynningar vegna partýhávaða í heimahúsum.

Jafnframt sinnti lögregla útköllum vegna ölvunar og pústra í miðbænum.

Reiðufé Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af eigendum Prís.

Í gær var opnuð matvörubúðin Prís í Kópavogi. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, verið dugleg að koma sér í hina ýmsu fjölmiðla til ræða hversu erfitt verkefni bíði fyrirtækisins en hún hefur látið hafa eftir sér að markmið Prís sé að bæta hag íbúa Íslands og fyrirtækið greiði í einhverjum tilfellum með vörunum til að halda samkeppnishæfu verði.

Það eru miklir reynsluboltar standa á bakvið Prís en fremstur þar í flokki fer Jón Ásgeir Jóhannesson en hann stofnaði, eins og margir Íslendingar muna, Bónus árið 1989 með föður sínum og gjörbylti matvörumarkaðnum. Það ætlaði hins vegar allt um koll að keyra þegar tilkynnt var að verslun Jóns myndi ekki taka við reiðufé sem greiðslu og lýstu margir því yfir að þeir myndu aldrei versla þar þess vegna.

Það verður áhugavert að sjá hvort sá fjöldi muni hafa teljandi áhrif á gengi og framtíð Prís …

Tilkynnt um líkamsárás, gerandi farinn er lögreglu bar að, vitað er um hvern ræðir

Lögreglan Mynd: Lára Garðarsdóttir

Dagbókin góða er á sínum stað.

Aðalstöð Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes

Tilkynnt um innbrot í bifreið, málið í rannsókn.

Tilkynnt um líkamsárás, gerandi farinn er lögreglu bar að, vitað er um hvern ræðir.

Tilkynnt um innbrot í bifreið, en reyndist vera misskilningur.

Tilkynnt um mann að ógna starfsfólki í matvöruverslun, hann var farinn áður en lögreglu bar að.

Lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt

Tilkynnt um mann sofandi á stigagangi, hann farinn er lögreglu bar að.

Vill að þjónustunni verði fundinn annar farvegur: „Það er á höndum ríkisins að sjá um það“

Kristín Hjálmtýsdóttir .

Með breytingu á lögum um útlendinga er tóku gildi í haust varð hópur fólks er neitað hefur verið um alþjóðlega vernd en eigi er hægt að vísa úr landi, alveg réttindalaus.

Rauði krossinn hefur sinnt þessum réttindalausa hópi; rekur fyrir hann gistiskýli, en hópurinn er eigi stór; tíu til fimmtán manns og hefur eigi stækkað síðan Rauði krossinn tók við þjónustunni.

Samningur íslenska ríkisins við Rauða krossinn hefur verið framlengdur einu sinni; Rauði krossinn hefur lagt það til við ráðuneytið að þjónustunni verði nú fundinn annar farvegur.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, sem er framkvæmdastjóri Rauða krossins, telur tímabært að þrýsta á stjórnvöld um langtímalausn; Rauði krossinn hafi á sínum tíma samþykkt að taka þjónustuna að sér og stjórnvöld hafi haft alveg heilt ár til að finna málinu annan farveg; sagði þetta í samtali við RÚV:

Ríkisstjórn Íslands 2024.

„Það ekki varanleg lausn að Rauði krossinn reki úrræði fyrir þjónustusvipta einstaklinga. Það er á höndum ríkisins að sjá um það. Næsti fundur um málið verður í lok næstu viku og þá munum við fara yfir stöðuna. Það sem við hjá Rauða krossinum höfum lagt áherslu á er að það þarf að tryggja að það verði ekki þjónusturof fyrir hópinn, að þau endi ekki á götunni, að það verði ekki þjónusturof, að þau lendi ekki á götunni frá og með ágústlokum og ég veit að stjórnvöld eru á sama máli og við.“

Keyptu 400 skammbyssur – Fjármálastjóri vill ekki gefa upp hvaðan byssurnar voru pantaðar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.

Nú er komið á daginn að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra keypti um 400 Glock-skamm­byss­ur fyr­ir leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins er hald­inn var í Reykja­vík í maí í fyrra.

Embættið keypti skamm­byss­urnar fyr­ir 29.490.300 krón­ur af Veiðihús­inu Sökku. Rík­is­lög­reglu­stjóri vill ekki upp­lýsa náḱvæmlega hversu marg­ar skamm­byss­ur voru keypt­ar né hvað ein­ing­ar­verðið var á byss­un­um.

Kemur fram á mbl.is að fjár­mála­stjóri Sökku vildi ekki upp­lýsa um hvaðan veiðihúsið pantaði byss­urn­ar.

Skoðaðar voru vefsíður hjá byssu­söl­um; eins og Gun Factory EU og Gun Store EU; má sjá að fimmta kyn­slóð af Glock 17-skamm­byss­um kost­ar um 530 evr­ur stykkið hjá báðum byssu­söl­um með virðis­auka­skatti; Það munu vera 81.206 krón­ur á geng­inu í dag; lít­ill mun­ur er á gengi krón­unn­ar nú og þegar kaup­in áðurnefndu voru gerð þann 29. mars 2023.

Fyr­ir 29.490.300 krón­ur er hægt að kaupa alls 363 skamm­byss­ur á þessu verði.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur eigi viljað birta gögn­ um kaupin né úr­sk­urðar­nefnd­ um upp­lýs­inga­mál:

„Að mati nefnd­ar­inn­ar verð­ur þannig að telja að upp­lýs­ing­ar um fjölda skot­vopna og skot­færa, sund­urliðað eft­ir gerðum vopn­anna, sem og upp­lýs­ing­ar um tækni­lega eig­in­leika fyrr­greindra ein­skots­byssa, kunni að nýt­ast þeim sem hafa í hyggju að fremja árás­ir eða til­ræði og að op­in­ber­un þess­ara upp­lýs­inga myndi því raska al­manna­hags­mun­um.“

Einar um biðlaun Diljár: „Auðvitað lítur þetta ekki vel út. 10 milljónir? Það er há upphæð“

Einar Þorsteinsson.

Aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar fyrrum borgarstjóra fékk greiddar sex milljónir króna vegna ótekins orlofs sem og biðlauna er hann lét af störfum í janúar.

Starfsmaðurinn hafði sinnt starfi aðstoðarmanns í eitt ár.

Diljá Ragnarsdóttir.

Aðstoðarmaðurinn, sem heitir Dilja Ragnarsdóttir, byrjaði í starfi sínu í janúar árið 2023. Diljá gegndi starfinu því í 12 mánuði alls; naut hún biðlauna í þrjá mánuði er námu um sex milljónum króna.

Einar Þorsteinsson, borgarstjórinn sem tók við af Degi, ræddi málið við Spursmál þar sem hann var spurður hvort eðlilegt væri að leysa út starfsmenn með sex milljóna króna eingreiðslu eftir eitt ár í starfi:

Dagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík

„Ef að framkvæmdin er samkvæmt reglum og lögum þá er ekki tækifæri fyrir mig til að stíga inn í það. Ég ætla ekkert að sitja hér og setja mig í þá stöðu að vera að verja framkvæmd sem ég fékk aldrei inn á borð til mín. Borgarstjóri er ekki í einhverjum orlofsútreikningum fyrir starfsmenn borgarinnar; það er ekki hans hlutvert. Ég get ekki séð að þetta hafi farið á ská og skjön við þá framkvæmd sem almennt er viðhöfð og byggir á kjarasamingsbundnum réttindum. Upphæðin er há, borgarstjóri er á háum launum, það er mikið frí sem er tekið. Auðvitað lítur þetta ekki vel út. 10 milljónir? Það er há upphæð.“

Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár

Gréta María Grétarsdóttir er klár í slaginn með Prís.

Prís, ný lágvöruverðsverslun opnaði í dag, laugardaginn 17. ágúst.

Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár

Fyrsta verslun Prís sem opnaði í dag er staðsett á Smáratorgi 3 í Kópavogi, á pallinum fyrir ofan Arion banka.

Markmið Prís er að lækka matvöruverð á Íslandi og rífa upp samkeppni á ný á matvörumarkaði.

Í Prís verður hægt að versla allt það helsta til heimilisins á lægra verði en annars staðar á Íslandi. Til að tryggja ódýrasta verðið á markaðnum verður allri yfirbyggingu haldið í lágmarki og öllum óþarfa sleppt:

„Okkar markmið er alveg skýrt, að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð á Íslandi. Fákeppnin síðustu tvo áratugina hefur haldið vöruverði uppi og komið í veg fyrir alvöru samkeppni á þessum markaði. Við hjá Prís ætlum að breyta þessu með því að fara nýjar leiðir til að tryggja ódýrasta verðið fyrir almenning í landinu. Við hlökkum til að hrista verulega upp í markaðnum, því við elskum ekkert meira en samkeppni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís.

Prís er staðsett á Smáratorgi 3 í turninum. Gengið er inn af bílastæðinu á annarri hæð, móti Smárabíói og er opið alla daga frá klukkan 10 – 19.

Heimasíða Prís er www.prisarar.is.

Fólskuverk á Flögu – Vanfær kona myrt um miðja nótt í Vatnsdal

Á bænum Kornsá, í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, bjuggu árið 1766 hjónin Jón Þórarinsson og Gróa Jónsdóttir og áttu þau tvo syni. Á bænum var vinnukona að nafni Helga Símonardóttir og þegar eftirfarandi atburðir áttu sér stað, í júní, 1766, var Helga, þá hálffertug, vanfær eftir eldri son hjónanna, Jón yngri, sem þá var tvítugur.

Þannig var mál með vexti að upp úr miðjum júní hafði Jón eldri, bóndi á Kornsá, gripið til þess ráðs að koma Helgu fyrir á bænum Flögu, þar ekki langt frá, enda var vistin á Kornsá orðin Helgu lítt bærileg. Jón eldri og Gróa voru bæði helst til illa þokkuð í sveitinni og ekki fór mikið skárra orðspor af Jóni, syni þeirra, og segir sagan að Helga hafi verið orsök margvíslegra hótana og illra atlota af hálfu Gróu í garð bónda síns. Einnig hafi Jón yngri verið óspar á hótanir við Helgu. En allt um það. Helga fer sem sagt að Flögu til Jóns, bónda þar, Guðmundssonar, sem ekki hafði þó nema miðlungi gott orð á sér.

Skilaboð frá Jóni

Hugmyndin var að Helga skyldi dvelja á Flögu í um mánuð og fengi mat sér til viðurværis frá Kornsá. Það féll í hlut Gróu að koma með þessi matföng og fór þeim þá ekkert illt á milli, Gróu og Helgu, utan eitt skipti. Þá hafði Gróa fært Helgu linda sem hún vildi gefa barni Helgu þegar það fæddist, en Helga kærði sig ekki um lindann og skar hann í sundur. Í för með Gróu var yngri sonur hennar og náði hann tali af Helgu undir fjögur augu. Færði hann þá henni skilaboð frá Jóni yngri um að hann vildi hitta hana fyrir ofan bæinn, á hálsinum, þegar heimilisfólk hefði tekið á sig náðir. „Ekki er ég svo gangfrá, að ég geti það,“ var svar Helgu.

Sagðist óttast um líf sitt

Helga fór ekki leynt með umleitan Jóns og sagði heimilisfólki á Flögu frá skilaboðunum og bætti þá við að Jón ætti ekkert erindi annað við hana en að fyrirkoma henni. Hann myndi síðan fleygja líkinu í einhvern skurðinn eða jarðfall og dysja þannig að það fyndist aldrei. Gestkomandi á Flögu fengu svipað að heyra og sagði Helga að „blóð sitt myndi hrópa yfir honum og enginn taka eftir drápi sínu, nema ef séra Bjarni á Undirfelli gerir það.“

Blíðuhót á bæjarhlaðinu

Dag einn þurfti Jón á Flögu að bregða sér af bæ, átti þá erindi að Þingeyrum. Þá hafði Helga verið um vikuskeið á bænum og áður en hann reið úr hlaði bannaði hann Helgu að fara út úr húsi ef Jón yngri á Kornsá kæmi. Það var eins og við manninn mælt, að vart var Jón á Flögu úr augsýn þegar Jón yngri á Kornsá kom. Hann reið fyrir bæjardyr á Flögu og kallaði á Helgu að koma út, en hún stóð í bæjardyrunum.

Helga gaf ekki færi á sér fyrst í stað, en Jón yngri sagði að nú væri tíðin önnur en verið hefði; hvort hún kæmi ekki til hans og gæfi honum koss. Enn gaf Helga sig ekki og mælti: „Samur er kærleikurinn, þó við kyssumst ekki.“ Að lokum lét hún þó undan, gekk út á hlaðið og gaf Jóni koss. Þá klappaði Jón henni á herðarnar og reið á brott. Þegar Jón var farinn sagði Helga heimilisfólki að hann hefði verið „yfirburðagóður“ við hana og hann ætti ekki skilið allt það slæma sem fólk sagði um hann.

Hvarf um nóttina

Jón á Flögu kom heim þegar eitthvað var liðið á kvöldið og einhverra hluta vegna bauðst Helga til að vaka yfir vellinum, þ.e. gæta þess að féð væri ekki á beit í túninu. Jón bóndi taldi það ónauðsynlegt en þegar Helga sótti það fast, þekktist hann boðið.

Næsta morgun var Helga horfin og upphófst mikil leit að henni. Um síðir fannst lík hennar í brekku á hálsinum fyrir ofan Flögu og þurfti enginn að fara í grafgötur um að hún hefði verið myrt. Fyrrnefndur séra Bjarni á Undirfelli lét skoða líkið tvisvar, en það var með band tvíbrugðið um hálsinn, var blátt og marið og bólgið. Margar stungur voru á líkinu og hafði skónál verið stungið í kviðinn.

Torfhleðsla um miðja nótt

Morðið var umsvifalaust eignað Jóni yngra á Kornsá og var sá grunur styrktur með framburði bróður hans, sem sagði Jón hafa farið á fætur þessa nótt til þess að hlaða torfi. Jón yngri meðgekk hins vegar ekki neitt nema „þungann, sem Helga gekk með“ og breytti engu hve gengið var á hann.

Jón var þekktur fyrir ýmsa óknytti og hafði verið sakaður um að misþyrma og drepa búfénað granna sinna og fleygja skrokkunum í ár. Sagt var að hann hefði verið á barns aldri þegar hann hóf þá iðju. Einnig hafði hann verið sakaður um að drepa hryssu sem hafði sparkað í hund hans, en hann sór af sér þann verknað. Mörgum hafði hann hótað dauða ef þeir fjölyrtu um óþverraverknaði hans og einni stúlku í dalnum hótaði hann nauðgun, hvar sem hann fyndi hana fyrir.

Stuldur og galdrar

Jón yngri var einnig bendlaður við stuldi og var sagður hafa galdrakver undir höndum. Í kverinu því var kennt hvernig vinna skyldi hylli ríkismanna, stinga svefnþorn [ræna menn vöku], vinna ástir kvenna og finna þjófa. Kona ein sá ástæðu til að vara Jón við að daðra við galdur því „það væri grey og maktarlaust“. Jón sagði að hún myndi segja annað ef hann dræpi hana með því.

Ári síðar, í júní 1767, var Jón yngri Jónsson á Kornsá dæmdur til strýkingar og ævilangrar þrælkunarvinnu á Brimarhólmi. Hann játaði aldrei á sig verknaðinn.

Heimild: Öldin átjánda

Er orlofsgreiðslumál Dags B. skandall?

Dagur B. Eggertsson. Mynd: Reykjavík.

Í síðustu viku var greint frá því að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hafi fengið greiddar tæpar 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur en þær ná tíu ár aftur í tímann. Slíkt þykir frekar óvenjulegt og telja sumir að borgarstjórinn hafi fengið sérmeðferð í sínum málum. Aðrir telja að þarna sé verið að gera úlfalda úr mýflugu og það sé fullkomlega skiljanlegt að borgarstjóri geti ekki tekið sér langt sumarfrí og því sé rétt að leyfa honum að fá orlof greitt svo mörg ár aftur í tíminn.

SJÁ NÁNAR: Dagur svarar fyrir orlofsmálið – „Það var gert eins fyrir allt starfsfólk“

Því spyr Mannlíf lesendur: Er orlofsgreiðslumál Dags B. skandall?

This poll has ended (since 2 months).
83.29%
Nei
13.67%
Ekki viss
3.04%

Könnun þessari lýkur 10:00 þriðjudaginn 20. ágúst.

Bónus fagnar stríði við Prís en Björgvin áhyggjufullur: „Megum ekki fara neðar en kostnaðarverð“

Gréta María Grétarsdóttir er klár í slaginn með Prís.

Stjórnendur Bónuss fóru um helgina til að skoða nýja lágvöruverðsverslun Prís sem þessa dagana er að hrista upp í markaðnum með því að bjóða lægsta verð á ýmsum vörum.  Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, lýsti yfir ánægju sinni með samkeppnina en sagði jafnframt að erfitt yrði að keppa við nniðurgreitt verð. Þarna kveður við nýjan tón þar sem Bónus hefur frá upphafi verið með lægsta verðið á markaðnum og enginn hefur getað skákað þeim þar. Hugmyndfæðin að baki Bónusverslununum var feðganna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóhannesar Jónssonar. Jón Ásgeir er aftur mættur til leiks en að þessu sinni í samkeppni við Bónus sem einn af þeim sem eru að baki Prís. Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, leiðir Prís í baráttunni.

Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, ræddi um nýju verslunina við RÚV. Hann sagðí spennandi að fá Prís inn á matvörumarkað.

Bónus og Krónan fá samkeppni.

„Við vorum öll spennt að koma og sjá búðina, það er langt síðan maður hefur séð nýja verslun á markaðnum sem ætlar að fara alla leið með okkur,“ segir Björgvin sem efast þó um að samkeppnin muni lækka vöruverð að neinu marki.

Jón Ásgeir Jóhannesson Ljósmynd / Silja Magg

„Við sjáum augljóslega strax að það er borgað með nokkrum vörum en það er eitthvað sem við getum ekki sem markaðsráðandi á samkeppnismarkaði. Við megum ekki fara neðar en okkar kostnaðarverð,“ sagði Björgvin.

Framkvæmdastjórinn segir að það verði nokkuð margar vörur sem Bónus geti ekki elt í verði. Hann ætlar þó ekki að gefast upp.

„Við erum ekkert af baki dottin og munum bara herja á okkar samstarfsaðila og finna leiðir til þess að geta farið að keppa. Við erum bara að taka stöðuna núna og meta hvernig þetta kemur út og svo eftir það förum við að vinna í okkar málum,“ sagði Björgvin við Ríkisútvarpið.

Furðulegt ferðalag báts

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Klukkan fimm í morgunm gistu þrír fangageymslur lögreglunnar fyrir ýmsar sakir.

Í austurborginni voru ölvuð ungmenni til ama. Lögreglan var kölluð til og kom hún skikk á málin. Á sömu slóðum var hópur barna að gera sér það til gamans að sprengja flugelda. Slíkt er lögum samkvæmt harðbannað á þessum árstíma. Löggan kom og tók í taumana.

Furðulegt og reikult ferðalag báts um hafflötinn vakti athygli. Lögreglan var kölluð til. Við skoðun kom í ljós að áhöfnin virtist vera drukkin. Tveir voru handteknir grunaðir um að sigla bátnum undir áhrifum áfengis.

Bjarni fær á kjaftinn

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á undir högg að sækja hjá Vinstri-grænum sem hafa loksins gert sér grein fyrir að fylgishrun þeirra er tilkomið vegna faðmlaga þeirra við sjálfstæðismenn.

Á flokksráðsfundi VG um helgina gaus upp sú reiði og örvænting sem ríkir í herbúðum flokksins sem hvorki hefur verið vinstri né grænn að neinu marki undanfarin tvö kjörtímabil. Ályktanir fundarins berta þess merki að nú er framundan bæði bót og betrun. Flokkurinn krefst þess að opinberir aðilar hafi forgang þar sem um er að ræða leyfi fyrir vindmyllum.

Róttækasta samþykktin snýr að Bjarna forsætisráðherra sem fær á kjaftinn og er beinlínis fordæmdur fyrir að frysta greiðslur sem áttu að vera til bjargar þjáðum Palenstínumönnum. Í þessu felst hrein stríðsyfirlýsing við samstarfsflokkinn.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, bætti svo um betur í ræðu sinni
á fundinum með því að segja það ekki „forgangsmál“ að lagfæra útlendingalöggjöfina.

Þá kallar flokkurinn eftir róttækum breytingum á húsnæðismarkaði til að tryggja félagslegt réttlæti eftir að hafa setið í ríkisstjórn í sex ár. Seint í rassinn gripið.

Engum dylst að Vinstri-grænir eru komnir í kosningaham og ríkisstjórnin getur sprungið á hverri stundu. Líkur á haustkosningum fara vaxandi …

VG gagnrýnir forsætisráðherra: „Fordæmir ákvörðun að styðja atlögu Ísraelsríkis að mannúðaraðstoð“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Yfirlýsing Bjarna Benediktssonar sem utanríkisráðherra þess efnis að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðarinnar í Palestínu (UNRWA) var fordæmd af flokksráðsfundi VG er haldinn var í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í gær.

Bjarni Benediktsson.

Ein af ályktunum er þar voru samþykktar snúa beint að málefnum Palestínu sem og stríðinu á Gaza, en þetta kom fram á RÚV.

Í áðurnefndri ályktun eru aðgerðir Ísraels á Gaza fordæmdar og kallað er eftir friði; varanlegum friði.

Wafaa Tabasi sér um vannærðu dóttur sína Mera, á al-Awda heilsugæslustöðinni, 12. mars.
Ljósmynd: Reuters

VG segir aðgerðir vestrænna ríkja hafa verið algjörlega skammarlegar; að allar tilraunir Sameinuðu þjóðanna til að koma á friði á svæðinu hafi stjórnvöld í Bandaríkjunum með aðgerðum sínum að engu gert.

Einnig segir að Ísraelsstjórn hafi ráðist í ófrægingarherferð gegn Sameinuðu þjóðunum sem og Flóttamannaaðstoðinni eftir úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag í janúar á þessu ári.

Í úrskurðinum kom það fram að líklega væri Ísrael nú og hafi í einhvern tíma verið að fremja þjóðarmorð í Palestínu.

Gríðarlega átakanlegar myndir sjást í fjölmiðlum um allan heim.

Fundur VG fordæmir ákvörðun forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, er hann tók í utanríkisráðherratíð sinni.

Í áðunefndri ályktun segir þetta:

„Flokksráðsfundur fordæmir ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að styðja atlögu Ísraelsríkis að mannúðaraðstoð á Gaza með yfirlýsingu um að frysta fjárframlög til Flóttamannaaðstoðarinnar.“

Kemur fram að ákvörðun um frystingu var tekin í janúar; eftir að fréttir bárust af því að fremur lítill hópur starfsmanna Flóttamannaaðstoðarinnar væri sakaður um að hafa hjálpað Hamas-samtökunum í árás þeirra á Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn.

Greiðslum var framhaldið í mars og nú í sumar var tilkynnt um viðbótarframlag til stofnunarinnar og þessu fagna flokksmenn VG ákaflega í ályktun sinni.

Glúmur um móður sína: „Í hennar augum er þessi 56 ára drengur ennþá bara barn sem þarf á fætur“

Glúmur Baldvinsson. Mynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Glúmur gleður og fólk á skilið að fá að njóta orða hans; visku og húmors. Skilyrðislaust.

Hann segir:

„Mamma á það til að vera of mikið mamma. Hún vakti mig á sérhverjum morgni frá upphafi skólagöngu til að tryggja að ég mætti. Og í þau örfáu skipti sem ég nennti ekki á fætur og laug að ég væri lasinn skipaði hún mér á fætur og sagði mér að hypja mig í sund fyrst ég væri svona voða veikur. Svo það var aldrei neinn sjens á að ljúga sig veikan. Það var þá. En ekkert hefur breyst.“

Glúmur rennur fimum fingrum um lyklaborðið er dæsir af vellíðan og biður um meira – og fær meira, eins og við hin:

„Ég reisti mér hús hér á landi fjölskyldunnar sem afi keypti á síðustu öld. Í morgun þurfti ég að vakna snemma í vinnu. Ég vaknaði við stanslausar hringingar eldsnemma. Og hver var á hinum endanum. Nú auðvitað mamma. Hún sá bíl minn í hlaðinu og varð hrædd um að ég yrði of seinn. Þannig að ekkert hefur breyst frá því ég var sex ára.“

Og segir að endingu:

„Nú fimmtiu árum síðar er enginn friður fyrir mömmu. Aldrei hægt að hringja sig veikan og fá að sofa út. Og bara slappa af. Í hennar augum er þessi fimmtíu og sex ára drengur ennþá bara barn sem þarf á fætur. Ef þetta er ekki móðurást þá veit ég ekki hvað ást er. Og ástin er gagnkvæm. Ég elska mömmu. Án hennar vaknaði ég aldrei. En þetta fer að verða andskoti þreytandi.“

Brákarborg: „Skól­inn er fal­leg­ur en stenst ekki þær kröf­ur sem við ger­um til bygg­ing­anna“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur

Fólk er í hættu inn­an bygg­inga þar sem burðarþol er ófull­nægj­andi, að mati Ein­ars Þor­steins­sonar borgarstjóra, og þess vegna hafi hann látið rýma leik­skól­ann Brákar­borg, og er gagn­rýn­inn á fram­kvæmd­ina.

Ein­ar var gest­ur Spurs­mála og þar var spurður út í mál­efni leik­skól­ans er Reykja­vík­ur­borg setti á fót; með kostnaði upp á heila 2,3 millj­arða íslenskra króna.

Kemur fram að það var gert með upp­kaup­um á hrör­legu húsi er gert var upp. En í ljós kom að torfþak og mikið efn­is­magn er mokað var á þakið var .annig að vegg­ir húss­ins stand­ast eigi þunga þess.

Einar var spurður: Voru börn­in á leik­skólanum í hættu?

„Ég fékk upp­lýs­ing­ar um þetta í sum­ar og mitt viðbragð var að kalla alla heim úr sum­ar­fríi því ég sá að ef burðarþol er ekki í lagi þá er fólk í hættu. Ég lít svo á. Það komu þarna tvær verk­fræðiskýrsl­ur sem sýndu að burðarþolið var ekki í lagi.“

Einar Þorsteinsson.

Seg­ist hann þrátt fyr­ir þetta svar ekki alveg geta full­yrt að börn eða starfs­fólk hafi verið í einhverri hættu; hins veg­ar þurfi að líta til þess að bygg­ing­ar sem þessar eigi að geta staðið af sér jarðskjálfta; niður­stöður sér­fræðinga séu að ­bæta þurfi burðarþol húss­ins til þess að húsið telj­ist í eðlilegu og löglegu ástandi.

Húsið sem varð að leikskólanum Brákarborg..

Einar er alls ekki hrifinn af því „að fara í svona aðgerð; að kaupa gam­alt hús á háa fjár­hæð og eyða svo mikl­um fjár­mun­um í að gera það upp. Skól­inn er fal­leg­ur núna en hann stenst því miður ekki þær kröf­ur sem við ger­um til bygg­ing­anna,“ seg­ir Ein­ar.

Krossinn er fokinn af kirkjunni og Þjóðkirkjan áhyggjulaus

Staðarkirkja í Barðastrandarsýslu.
Krossinn er farinn og kirkjuyfirvöld eru áhuyggjulaus. Mynd: Reynir Traustason.

Eitt elsta guðshús landsins, kirkjan á Stað í Reykhólahreppi, hefur misst krossinn og stendur kollótt á hlaðinu á kirkjustaðnum. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur þetta verið svona um hríð og hafa stjórnendur Þjóðkirkjunnar ekki áhyggjur af ástandinu. Ekkert hefur verið gert í því að koma krossinum aftur upp. Viðhald kirkjunnar er reyndar á ábyrgð Þjóðminjasafns Íslands þar sem hún er á fornminjaskrá. Þegar skoðað er innandyra kemur í ljós að ýmsu er þó ábótavant og ber kirkjan fleiri merki vanrækslu en krossleysið.

Staðarkirkja er gullfalleg en kollótt eftir að krossinn fauk.

Staður er um átta kílómetra vestur frá Reykhólum á Reykjanesi í Austur-Barðastrandarsýslu. Eitthvað er um að ferðamenn komi og myndi kirkjuna sem í ggrunninn er falleg en auðvitað er hálfgerð hryggðarmynd, krosslaus.  Á vef Þjóðminjasafnsins er sagt frá því að á árum áður var þar stórbýli og Ólafskirkja í kaþólskum sið. Prestssetur var á Stað fram til 1948 en var þá flutt að Reykhólum, þar sem áður hafði verið útkirkja frá Stað.

Staðarkirkja var reist árið 1864 af Daníel Hjaltasyni gullsmið, hreppstjóra og bónda. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18 og fólk er beðið að ganga vel um.

Staðarkirkja er lítið breytt frá upphaflegri gerð, með turni yfir vesturstafni. Dyraumbúnaður kirkjunnar er skrautlegur, beggja vegna dyra eru hálfsúlur með súlnahöfðum í einfölduðum samsettum stíl. Þetta er ein af fyrstu timburkirkjunum sem upphaflega var máluð, en ekki tjörguð, en tilheyrir þó eldri gerð kirkna með þakturni.

Staðarkirkja í sinni fegurstu mynd með krossinn á turninum.

Þá segir á vefnum að illa hafi verið  komið fyrir kirkjunni þegar ákveðið var að taka hana á fornleifaskrá árið 1964, hundrað árum eftir að hún var reist. Yfirbyggingin var fúin og skæld, en steinhlaðin undirstaðan úr lagi gengin. Þjóðminjasafnið fékk Bjarna Ólafsson smið til viðgerða skömmu síðar og var kirkjunni þá lyft af grunni, undirstöðurnar hennar voru styrktar og henni komið fyrir á nýjun undirstöðum. Veggirnir eru klæddir listasúð að utanverðu og á þaki er rennisúð. Gert var við kirkjuna á nýju fyrir 30 árum en nú er allt að komast í óefni og krossinn fallinn.

Appelsínugulur Porche ók inn á Reykhóla MYNDIR

Porche-dráttarvélin sem heillaði íbúa á Reykhólum, Mynd-Reynir Traustason.

Skrúðakstur dráttarvéla af öllum gerðum og aldri sýndu sig og sína á Reykhólum í gær. Fjölmargir íbúar og gestur fylgdust með viðburðinum sem er árlegur fylgifiskur Reykhóladaga. Fólk lét ekki rigningu eð akulda hafa áhrif á sig. Elstu vélarnar sem streymdu inn í þorpið voru frá því landbúnaðurinn væelvæddist fyrir alvöru, allt að 70 ára og þær yngstu tröllvaxnar hátæknigræjur sem henta nútímabúskap.

Farmall Cub var algengur með sinn rauða lit. Þá mátti sjá nokkra Deutz sem eru grænir eins og margir vita. Blár Ford var í skrúðsýningunni. Hinir gráu Ferguson traktorar voru áberandi, enda einhver vinsæ,lasta tegund landsins á sínum tíma. Mesta athygli vakti þó appelsínugul Porche-dráttarvél á óræðum aldri sem rúllaði léttilega inn í þorpið. Íbúar tóku andköf þegar hann birtist.

Myndirnar tala sínum máli.

 

Svöl norðlæg átt á landinu í dag og líka næstu daga

|
Veðurstofa Íslands.

Jæa, það liggur lægð norðaustur af Íslandi; hreyfist lítið.

Er það því svo að það verður svöl norðlæg átt á landinu í dag; líka næstu daga.

Rigning, súld og jafnvel hin geðþekka slydda til fjalla reyna sig á norðanverðu landinu.

En sunnan heiða er og verður bjart: Búast má við síðdegisskúrum suðaustanlands og hiti verður frá heilum fimm stigum á Norðurlandi og allt að meira en heilum fjórtán stigum við Suðurströndina.

Lestri veðurfrétta er lokið.

Í bili.

Fátækt í æsku hafði mótandi áhrif á Sönnu: „Það náttúrulega á ekki að líðast“

Sanna ræddi um fátækt á Íslandi en hún upplifði slíkt sjálf þegar hún var barn

Sanna Magdalena Mörtudóttir var í aðalhlutverki við að koma Sósíalistaflokknum inn í borgarstjórn. Hún braut ísinn og náði sjálf kosningu á þar síðasta kjörtímabili. Í kosningunum þar á eftir náðu tveir fulltrúar kjöri. Nú stefnir hún á þing og flokkur hennar undirbýr framboð í öllum kjördæmum. Kraftaverkakonan Sanna segir sögu sína í Mannlífinu.

Í þættinum ræðir Sanna meðal annars um fátækt á Íslandi en Sanna hitti móður sína aðeins á morgnana á virkum vegna vinnu þegar hún var ung. Hún segir meðal annars frá því að laun móður hennar dugðu ekki út mánuðinn og hefur slíkt haft mikil áhrif á hvernig Sanna nálgast lífið og stjórnmál.

„Að vera svangur og þurfa að vera alltaf að neita sér um hluti og ekki að búast við einhverjum góðum hlutum. Það alveg situr lengi í manni, það mótar allt sem ég geri í mínu stafi. Vitandi að það er fátækt fólk á Íslandi í þessu ríka samfélagi, að það séu svöng börn sem fara svöng að sofa. Það náttúrulega á ekki að líðast.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

„Að drepa tugi þúsunda kvenna, barna, gamalmenna og særa enn fleiri er nýtt met í ómennsku“

Ingólfur Steinsson.

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Steinsson ritar grein sem ber yfirskriftina: Þjóðar­morð með vest­rænum vopnum.

Hefst á þessum orðum:

„Ég skrifaði nokkrar greinar eftir að geðveikin á Gaza hófst. Taldi mig hafa sagt mitt síðasta orð í byrjun ársins. Maður hélt e-n veginn að þessu myndi brátt ljúka. Annaðhvort að tekið yrði fyrir fjöldamorðin af viti bornum Vesturlöndum eða að stríðsaðilar sæju sóma sinn í því að gera vopnahlé og hætta fjöldamorðum á almenningi.“

Bætir við:

„Nú hefur komið í ljós að hvorugt er á döfinni. Allt síðan Ísraelsríki var svo ólánlega fundinn staður í Palestínu hefur það átt í fullu tré við nágranna sína. Frá upphafi, fyrir rúmum 75 árum, hafa Ísraelsmenn getað reitt sig á vestrænan stuðning. Að hluta er þessi saga með þeim ólíkindum sem holocaustið markaði henni.“

Ingólfur færir í tal að „andúð á gyðingum hafði verið landlæg í Evrópu og Bandaríkjunum á fjórða áratugnum og reyndar miklu lengur. Við þurfum ekki að leita lengra en til íslenskra stjórnvalda til sönnunar á því. Allmörgum þýskum fjölskyldum gyðinga hafði verið neitað hér um hæli og þær sendar til baka út í opinn dauðann. Því var það svo að hinn vestræni heimur, með bakþanka sína, vildi taka þátt í að finna þessari sárt leiknu þjóð samastað til frambúðar. Gyðingar höfðu tekið að setjast að í landinu helga eða Síon, (eftir fjallinu), á síðari hluta 19. aldar. Þaðan er orðið síonismi komið, hreyfing sem varð til á svipuðum tíma. Frá upphafi var orðið notað um þá sem vildu stofna þjóðarheimili gyðinga í Palestínu.“

Hann ljær máls á því að „síonistar voru almennt á þeirri langsóttu skoðun að þarna ætti þjóðarheimilið að vera þar sem þeir höfðu búið fyrir næstum 2000 árum. (Svipað og ef við myndum krefjast lands í Noregi vegna búsetu forfeðranna þar.) Og þó að gyðingdómur hafi að sönnu gefið kristninni ýmislegt, hefur mér alltaf þótt hugmyndin um guðs útvalda þjóð fremur hjákátleg að maður tali nú ekki um að vitna í helgisagnir eins og að hann/hún hafi gefið þeim landið.“

Ingólfur nefnir að við upphaf „fyrra stríðs 1914 bjuggu í landinu helga um 56 þúsund gyðingar og 700 þúsund arabar. Því að þessi hugmynd um þjóðarheimili gyðinga í Palestínu hafði einn augljósan galla. Það bjó fólk fyrir í landinu. Fyrir seinna stríð áttu gyðingar u.þ.b. 5 % landsins en nú voru uppi hugmyndir um að þeir skyldu fá meira en helming þess og það bestu ræktarlöndin. Þetta gátu arabar á svæðinu ekki þolað og smám saman jukust skærur milli þessara aðila. Bretar sem höfðu stjórnað þarna drógu sig í hlé.“

Hann segir að „í stuttu máli var ríki gyðinga stofnað í maí 1948. Arabar höfðu mótmælt þessum hugmyndum frá upphafi og nú réðust þeir gegn hinu nýstofnaða ríki. Gyðingar voru alltaf vel studdir af Vesturlöndum og miklu betur vopnum búnir. Vopn araba voru gömul og úr sér gengin. Til að gera langa sögu stutta voru háð allmörg stríð á milli þessara aðila sem síonistar unnu öll. Með síaukinni aðstoð Vesturlanda (í seinni tíð aðallega USA) hafa átökin milli þeirra og Palestínu, sem þeir hafa hersetið frá 1967, líkst æ meira leiks kattarins að músinni.“

Ingólfur segir að árásin þann 7. október síðastliðin hafi þess vegna ekki komið á óvart:

„Þetta var enn ein örvæntingarfull tilraun til þess að minna á vandamál Palestínu sem voru fallin í skuggann. Arabaríkin höfðu verið að friðmælast við Ísrael og nú var samningur við Saudi-Arabíu nánast tilbúinn. Árásin breytti stöðunni fullkomlega. Þó að ég sé ekki trúaður á þau óhæfuverk sem vestrænir fréttamiðlar halda fram að Hamas hafi framið þá voru þetta óneitanlega vatnaskil í samskiptum þjóðanna. Palestína hafði verið hersetin í tæp 60 ár og barist gegn hernáminu með ýmsum hætti en þetta var áreiðanlega þyngsta höggið sem fulltrúar þess fólks höfðu greitt Ísrael.“

Segir:

„Eftir áratuga hernám hlýtur það að vera inngróið í hinn kúgaða að berjast gegn hernámsaðilanum. Notaðar hafa verið ýmsar aðferðir til frelsisbaráttunnar og þær ekki allar fallegar. Eflaust var árásin á Ísrael ofbeldisfyllri og ljótari en áður hafði þekkst en þetta eru samt hinir undirokuðu að krefjast frelsis frá aðila sem hefur öll þeirra ráð í hendi sér. Palestínumönnum hefur lengi verið haldið eins og fé innan girðingar; til að komast út þarf oft að hafa alls konar leyfi og fara í gegnum eftirlitshlið þar sem hver aðili er myndaður. Ísrael ræður í stórum dráttum hvernig þetta fólk hreyfir sig. Hernámsaðilinn stjórnar öllu á Gaza: Aðgangi að rafmagni, vatni og öðrum lífsins gæðum. Gaza hefur verið kallað stærsta opna fangelsi jarðar. Þar er kúgunin enn meiri en á Vesturbakkanum.Og ef fólk fer ekki eftir reglunum mætir herinn með alvæpni.“

Ingólfur talar um landrán:

„Landránið er svo sér kapítuli og mest stundað á Vesturbakkanum þar sem landránsbyggðir hafa skotið upp kollinum eins og gorkúlur síðan 1967 og ránsmenn fara nú um með sívaxandi ofbeldi. Að láta sér detta í hug að fremja þvílíkt þjóðarmorð og nú hefur staðið í 10 mánuði er nokkuð sem erfitt er að skilja. Að brjóta öll hugsanleg mannréttindi, fremja endalausa stríðsglæpi, þjóðernishreinsanir, svelta fólkið og halda frá því vatni. Gazabúar eru nú svo hart leiknir að þeir eiga ekkert eftir, byggðirnar hafa verið lagðar í rúst og fólkið hefst við innan um brakið, matar- og vatnslítið meðan frárennsli hefur allt verið eyðilagt, sorp hleðst upp og hvers kyns faraldur er yfirvofandi. Allt er þetta í algjörri andstöðu við þau mannlegu réttindi sem vestrænar þjóðir hafa verið að reyna að koma sér saman um sl. 100 ár. Og yfirskin allra þessara árása er að Hamasliðar hafi verið á svæðinu!“

Ingólfur segir að það „að drepa tugi þúsunda kvenna, barna, gamalmenna og særa enn fleiri, á þessum forsendum, er nýtt met í ómennsku. Auðvitað eru hægri fasistar við völd í Ísrael. En eiga þeir að komast upp með þetta? Sem betur fer hefur glæpadómstóllinn í Haag sagt það sem blasir við öllum: Þetta er tilraun til þjóðarmorðs! Og fáeinar þjóðir hafa viðurkennt Palestínu sem ríki. En Bandaríkin ráða því sem þau vilja ráða í krafti styrkleika síns; þau eru með liðleskjuna Blinken og hinn seníla Biden; þeir þykjast hafa verið að semja um vopnahlé mánuðum saman án þess að geta sýnt fram á nokkurn árangur; og svo er rauðhærða fíflið á vappi við dyrnar, hrópandi að þetta hefði aldrei gerst hefði hann verið aðal og síonistar verði að fá að ljúka verkinu, meðan allt sæmilega viti borið fólk veit að ekki er hægt að útrýma hugmyndafræði! Neisti frelsisins í brjósti hins kúgaða verður ekki slökktur. Staðreyndin er sú að USA hefur stutt þjóðarmorðið með endalausum vopnasendingum. Stuðningur okkar við Ísrael er bjargfastur, segja þér og neita að setja síonistum neinn stól fyrir nokkrar dyr.“

Að hans mati er eina manneskjan sem er með ráði og „rænu í þeirri forystusveit er Kamala Harris. Hún hefur andæft stríðsglæpunum, neitaði að taka þátt í fáránlegri hallelújasamkomu Repúblíkana í þinghúsinu og sagði glæpamanninum Bíbí til syndanna. Hvort hún lyppast síðar niður við hlið Bidens verður tíminn að leiða í ljós. Og svo halda þeir áfram að sprengja og drepa og eyðileggja með vestrænum vopnum meðan stjórnvöld Vesturlanda segja já og amen en almenningur andæfir. Og hvað eru þau mótmæli kölluð af síonistum og stjórnvöldum Bretlands, USA og Þýskalands? Jú, mótmælin gegn slátrun á tugþúsundum barna og kvenna eru kölluð gyðingahatur!“

Segir að endingu:

„Og svo er farið með möntruna um að Ísrael hafi rétt til að verja sig. En þegar síonistar leggja heilt land í rúst og drepa tugþúsundir þá er það móðgun við heilbrigða skynsemi að nota hugtakið vörn eða að kalla andóf gegn slíku gyðingahatur! Það er móðgun gegn þeim sem urðu fyrir raunverulegu gyðingahatri og týndu lífi í holocaustinu; það er móðgun við gyðinga víðs vegar um heiminn sem hafa andstyggð á síonistum og því hvernig þeir fara með Palestínumenn, gyðingdóminn, trúna og að þeir skuli dirfast að fremja þjóðamorð og kalla það vörn.“

Reyndi fyrst að flýja af vettvangi og síðan flótta af lögreglustöðinni í handjárnum

Lögga, lögregla
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Það var töluverður erill þessa nóttina hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.

Fjórir gista í fangaklefa núna.

Það voru 105 mál skráð í lögreglukerfið frá klukkan 17:00 – 05:00. Þetta eru helstu mál;

Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem afturdekk losnaði undan bifreið og kastaðist á hjólhýsi. Engin slys á fólki. Ökumaður stöðvaður og handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum og í fórum hans fundust meint fíkniefni. Hann var fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Tilkynnt um líkamsárás fyrir framan skemmtistað í miðborginni. Þar var árásarþoli sleginn í rot og sparkað í höfuð hans. Árásaraðili handtekinn og vistaður í fangaklefa. Málið í rannsókn.

Þá var ökumaður stöðvaður við umferðareftirlit. Þegar hann stöðvaði bifreiðina þá tók hann á rás og reyndi að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann hafði ekki erindi sem erfiði því lögreglumennirnir voru töluvert hraðari og náðu honum fljótt. Hann var grunaður um ölvunarakstur og handtekinn. Þegar komið var á lögreglustöðina þá gerði ökumaðurinn sig aftur líklegan til að komast undan, þá í handjárnum. Honum var þó haldið kyrfilega og hann lét strax undan. Mál hans var síðan unnið samkvæmt hefðbundnu ferli.

Þá voru átta aðrir ökumenn handteknir grunaðir um ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur.

Þrjár tilkynningar bárust um heimilisófrið og þeim var sinnt samkvæmt verklagi. Þau mál eru í rannsókn.

Þá bárust nokkrar tilkynningar vegna partýhávaða í heimahúsum.

Jafnframt sinnti lögregla útköllum vegna ölvunar og pústra í miðbænum.

Reiðufé Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af eigendum Prís.

Í gær var opnuð matvörubúðin Prís í Kópavogi. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, verið dugleg að koma sér í hina ýmsu fjölmiðla til ræða hversu erfitt verkefni bíði fyrirtækisins en hún hefur látið hafa eftir sér að markmið Prís sé að bæta hag íbúa Íslands og fyrirtækið greiði í einhverjum tilfellum með vörunum til að halda samkeppnishæfu verði.

Það eru miklir reynsluboltar standa á bakvið Prís en fremstur þar í flokki fer Jón Ásgeir Jóhannesson en hann stofnaði, eins og margir Íslendingar muna, Bónus árið 1989 með föður sínum og gjörbylti matvörumarkaðnum. Það ætlaði hins vegar allt um koll að keyra þegar tilkynnt var að verslun Jóns myndi ekki taka við reiðufé sem greiðslu og lýstu margir því yfir að þeir myndu aldrei versla þar þess vegna.

Það verður áhugavert að sjá hvort sá fjöldi muni hafa teljandi áhrif á gengi og framtíð Prís …

Tilkynnt um líkamsárás, gerandi farinn er lögreglu bar að, vitað er um hvern ræðir

Lögreglan Mynd: Lára Garðarsdóttir

Dagbókin góða er á sínum stað.

Aðalstöð Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes

Tilkynnt um innbrot í bifreið, málið í rannsókn.

Tilkynnt um líkamsárás, gerandi farinn er lögreglu bar að, vitað er um hvern ræðir.

Tilkynnt um innbrot í bifreið, en reyndist vera misskilningur.

Tilkynnt um mann að ógna starfsfólki í matvöruverslun, hann var farinn áður en lögreglu bar að.

Lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt

Tilkynnt um mann sofandi á stigagangi, hann farinn er lögreglu bar að.

Vill að þjónustunni verði fundinn annar farvegur: „Það er á höndum ríkisins að sjá um það“

Kristín Hjálmtýsdóttir .

Með breytingu á lögum um útlendinga er tóku gildi í haust varð hópur fólks er neitað hefur verið um alþjóðlega vernd en eigi er hægt að vísa úr landi, alveg réttindalaus.

Rauði krossinn hefur sinnt þessum réttindalausa hópi; rekur fyrir hann gistiskýli, en hópurinn er eigi stór; tíu til fimmtán manns og hefur eigi stækkað síðan Rauði krossinn tók við þjónustunni.

Samningur íslenska ríkisins við Rauða krossinn hefur verið framlengdur einu sinni; Rauði krossinn hefur lagt það til við ráðuneytið að þjónustunni verði nú fundinn annar farvegur.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, sem er framkvæmdastjóri Rauða krossins, telur tímabært að þrýsta á stjórnvöld um langtímalausn; Rauði krossinn hafi á sínum tíma samþykkt að taka þjónustuna að sér og stjórnvöld hafi haft alveg heilt ár til að finna málinu annan farveg; sagði þetta í samtali við RÚV:

Ríkisstjórn Íslands 2024.

„Það ekki varanleg lausn að Rauði krossinn reki úrræði fyrir þjónustusvipta einstaklinga. Það er á höndum ríkisins að sjá um það. Næsti fundur um málið verður í lok næstu viku og þá munum við fara yfir stöðuna. Það sem við hjá Rauða krossinum höfum lagt áherslu á er að það þarf að tryggja að það verði ekki þjónusturof fyrir hópinn, að þau endi ekki á götunni, að það verði ekki þjónusturof, að þau lendi ekki á götunni frá og með ágústlokum og ég veit að stjórnvöld eru á sama máli og við.“

Keyptu 400 skammbyssur – Fjármálastjóri vill ekki gefa upp hvaðan byssurnar voru pantaðar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.

Nú er komið á daginn að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra keypti um 400 Glock-skamm­byss­ur fyr­ir leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins er hald­inn var í Reykja­vík í maí í fyrra.

Embættið keypti skamm­byss­urnar fyr­ir 29.490.300 krón­ur af Veiðihús­inu Sökku. Rík­is­lög­reglu­stjóri vill ekki upp­lýsa náḱvæmlega hversu marg­ar skamm­byss­ur voru keypt­ar né hvað ein­ing­ar­verðið var á byss­un­um.

Kemur fram á mbl.is að fjár­mála­stjóri Sökku vildi ekki upp­lýsa um hvaðan veiðihúsið pantaði byss­urn­ar.

Skoðaðar voru vefsíður hjá byssu­söl­um; eins og Gun Factory EU og Gun Store EU; má sjá að fimmta kyn­slóð af Glock 17-skamm­byss­um kost­ar um 530 evr­ur stykkið hjá báðum byssu­söl­um með virðis­auka­skatti; Það munu vera 81.206 krón­ur á geng­inu í dag; lít­ill mun­ur er á gengi krón­unn­ar nú og þegar kaup­in áðurnefndu voru gerð þann 29. mars 2023.

Fyr­ir 29.490.300 krón­ur er hægt að kaupa alls 363 skamm­byss­ur á þessu verði.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur eigi viljað birta gögn­ um kaupin né úr­sk­urðar­nefnd­ um upp­lýs­inga­mál:

„Að mati nefnd­ar­inn­ar verð­ur þannig að telja að upp­lýs­ing­ar um fjölda skot­vopna og skot­færa, sund­urliðað eft­ir gerðum vopn­anna, sem og upp­lýs­ing­ar um tækni­lega eig­in­leika fyrr­greindra ein­skots­byssa, kunni að nýt­ast þeim sem hafa í hyggju að fremja árás­ir eða til­ræði og að op­in­ber­un þess­ara upp­lýs­inga myndi því raska al­manna­hags­mun­um.“

Einar um biðlaun Diljár: „Auðvitað lítur þetta ekki vel út. 10 milljónir? Það er há upphæð“

Einar Þorsteinsson.

Aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar fyrrum borgarstjóra fékk greiddar sex milljónir króna vegna ótekins orlofs sem og biðlauna er hann lét af störfum í janúar.

Starfsmaðurinn hafði sinnt starfi aðstoðarmanns í eitt ár.

Diljá Ragnarsdóttir.

Aðstoðarmaðurinn, sem heitir Dilja Ragnarsdóttir, byrjaði í starfi sínu í janúar árið 2023. Diljá gegndi starfinu því í 12 mánuði alls; naut hún biðlauna í þrjá mánuði er námu um sex milljónum króna.

Einar Þorsteinsson, borgarstjórinn sem tók við af Degi, ræddi málið við Spursmál þar sem hann var spurður hvort eðlilegt væri að leysa út starfsmenn með sex milljóna króna eingreiðslu eftir eitt ár í starfi:

Dagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík

„Ef að framkvæmdin er samkvæmt reglum og lögum þá er ekki tækifæri fyrir mig til að stíga inn í það. Ég ætla ekkert að sitja hér og setja mig í þá stöðu að vera að verja framkvæmd sem ég fékk aldrei inn á borð til mín. Borgarstjóri er ekki í einhverjum orlofsútreikningum fyrir starfsmenn borgarinnar; það er ekki hans hlutvert. Ég get ekki séð að þetta hafi farið á ská og skjön við þá framkvæmd sem almennt er viðhöfð og byggir á kjarasamingsbundnum réttindum. Upphæðin er há, borgarstjóri er á háum launum, það er mikið frí sem er tekið. Auðvitað lítur þetta ekki vel út. 10 milljónir? Það er há upphæð.“

Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár

Gréta María Grétarsdóttir er klár í slaginn með Prís.

Prís, ný lágvöruverðsverslun opnaði í dag, laugardaginn 17. ágúst.

Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár

Fyrsta verslun Prís sem opnaði í dag er staðsett á Smáratorgi 3 í Kópavogi, á pallinum fyrir ofan Arion banka.

Markmið Prís er að lækka matvöruverð á Íslandi og rífa upp samkeppni á ný á matvörumarkaði.

Í Prís verður hægt að versla allt það helsta til heimilisins á lægra verði en annars staðar á Íslandi. Til að tryggja ódýrasta verðið á markaðnum verður allri yfirbyggingu haldið í lágmarki og öllum óþarfa sleppt:

„Okkar markmið er alveg skýrt, að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð á Íslandi. Fákeppnin síðustu tvo áratugina hefur haldið vöruverði uppi og komið í veg fyrir alvöru samkeppni á þessum markaði. Við hjá Prís ætlum að breyta þessu með því að fara nýjar leiðir til að tryggja ódýrasta verðið fyrir almenning í landinu. Við hlökkum til að hrista verulega upp í markaðnum, því við elskum ekkert meira en samkeppni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís.

Prís er staðsett á Smáratorgi 3 í turninum. Gengið er inn af bílastæðinu á annarri hæð, móti Smárabíói og er opið alla daga frá klukkan 10 – 19.

Heimasíða Prís er www.prisarar.is.

Fólskuverk á Flögu – Vanfær kona myrt um miðja nótt í Vatnsdal

Á bænum Kornsá, í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, bjuggu árið 1766 hjónin Jón Þórarinsson og Gróa Jónsdóttir og áttu þau tvo syni. Á bænum var vinnukona að nafni Helga Símonardóttir og þegar eftirfarandi atburðir áttu sér stað, í júní, 1766, var Helga, þá hálffertug, vanfær eftir eldri son hjónanna, Jón yngri, sem þá var tvítugur.

Þannig var mál með vexti að upp úr miðjum júní hafði Jón eldri, bóndi á Kornsá, gripið til þess ráðs að koma Helgu fyrir á bænum Flögu, þar ekki langt frá, enda var vistin á Kornsá orðin Helgu lítt bærileg. Jón eldri og Gróa voru bæði helst til illa þokkuð í sveitinni og ekki fór mikið skárra orðspor af Jóni, syni þeirra, og segir sagan að Helga hafi verið orsök margvíslegra hótana og illra atlota af hálfu Gróu í garð bónda síns. Einnig hafi Jón yngri verið óspar á hótanir við Helgu. En allt um það. Helga fer sem sagt að Flögu til Jóns, bónda þar, Guðmundssonar, sem ekki hafði þó nema miðlungi gott orð á sér.

Skilaboð frá Jóni

Hugmyndin var að Helga skyldi dvelja á Flögu í um mánuð og fengi mat sér til viðurværis frá Kornsá. Það féll í hlut Gróu að koma með þessi matföng og fór þeim þá ekkert illt á milli, Gróu og Helgu, utan eitt skipti. Þá hafði Gróa fært Helgu linda sem hún vildi gefa barni Helgu þegar það fæddist, en Helga kærði sig ekki um lindann og skar hann í sundur. Í för með Gróu var yngri sonur hennar og náði hann tali af Helgu undir fjögur augu. Færði hann þá henni skilaboð frá Jóni yngri um að hann vildi hitta hana fyrir ofan bæinn, á hálsinum, þegar heimilisfólk hefði tekið á sig náðir. „Ekki er ég svo gangfrá, að ég geti það,“ var svar Helgu.

Sagðist óttast um líf sitt

Helga fór ekki leynt með umleitan Jóns og sagði heimilisfólki á Flögu frá skilaboðunum og bætti þá við að Jón ætti ekkert erindi annað við hana en að fyrirkoma henni. Hann myndi síðan fleygja líkinu í einhvern skurðinn eða jarðfall og dysja þannig að það fyndist aldrei. Gestkomandi á Flögu fengu svipað að heyra og sagði Helga að „blóð sitt myndi hrópa yfir honum og enginn taka eftir drápi sínu, nema ef séra Bjarni á Undirfelli gerir það.“

Blíðuhót á bæjarhlaðinu

Dag einn þurfti Jón á Flögu að bregða sér af bæ, átti þá erindi að Þingeyrum. Þá hafði Helga verið um vikuskeið á bænum og áður en hann reið úr hlaði bannaði hann Helgu að fara út úr húsi ef Jón yngri á Kornsá kæmi. Það var eins og við manninn mælt, að vart var Jón á Flögu úr augsýn þegar Jón yngri á Kornsá kom. Hann reið fyrir bæjardyr á Flögu og kallaði á Helgu að koma út, en hún stóð í bæjardyrunum.

Helga gaf ekki færi á sér fyrst í stað, en Jón yngri sagði að nú væri tíðin önnur en verið hefði; hvort hún kæmi ekki til hans og gæfi honum koss. Enn gaf Helga sig ekki og mælti: „Samur er kærleikurinn, þó við kyssumst ekki.“ Að lokum lét hún þó undan, gekk út á hlaðið og gaf Jóni koss. Þá klappaði Jón henni á herðarnar og reið á brott. Þegar Jón var farinn sagði Helga heimilisfólki að hann hefði verið „yfirburðagóður“ við hana og hann ætti ekki skilið allt það slæma sem fólk sagði um hann.

Hvarf um nóttina

Jón á Flögu kom heim þegar eitthvað var liðið á kvöldið og einhverra hluta vegna bauðst Helga til að vaka yfir vellinum, þ.e. gæta þess að féð væri ekki á beit í túninu. Jón bóndi taldi það ónauðsynlegt en þegar Helga sótti það fast, þekktist hann boðið.

Næsta morgun var Helga horfin og upphófst mikil leit að henni. Um síðir fannst lík hennar í brekku á hálsinum fyrir ofan Flögu og þurfti enginn að fara í grafgötur um að hún hefði verið myrt. Fyrrnefndur séra Bjarni á Undirfelli lét skoða líkið tvisvar, en það var með band tvíbrugðið um hálsinn, var blátt og marið og bólgið. Margar stungur voru á líkinu og hafði skónál verið stungið í kviðinn.

Torfhleðsla um miðja nótt

Morðið var umsvifalaust eignað Jóni yngra á Kornsá og var sá grunur styrktur með framburði bróður hans, sem sagði Jón hafa farið á fætur þessa nótt til þess að hlaða torfi. Jón yngri meðgekk hins vegar ekki neitt nema „þungann, sem Helga gekk með“ og breytti engu hve gengið var á hann.

Jón var þekktur fyrir ýmsa óknytti og hafði verið sakaður um að misþyrma og drepa búfénað granna sinna og fleygja skrokkunum í ár. Sagt var að hann hefði verið á barns aldri þegar hann hóf þá iðju. Einnig hafði hann verið sakaður um að drepa hryssu sem hafði sparkað í hund hans, en hann sór af sér þann verknað. Mörgum hafði hann hótað dauða ef þeir fjölyrtu um óþverraverknaði hans og einni stúlku í dalnum hótaði hann nauðgun, hvar sem hann fyndi hana fyrir.

Stuldur og galdrar

Jón yngri var einnig bendlaður við stuldi og var sagður hafa galdrakver undir höndum. Í kverinu því var kennt hvernig vinna skyldi hylli ríkismanna, stinga svefnþorn [ræna menn vöku], vinna ástir kvenna og finna þjófa. Kona ein sá ástæðu til að vara Jón við að daðra við galdur því „það væri grey og maktarlaust“. Jón sagði að hún myndi segja annað ef hann dræpi hana með því.

Ári síðar, í júní 1767, var Jón yngri Jónsson á Kornsá dæmdur til strýkingar og ævilangrar þrælkunarvinnu á Brimarhólmi. Hann játaði aldrei á sig verknaðinn.

Heimild: Öldin átjánda

Raddir