Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Hildur vandar Degi ekki orlofskveðjurnar: „Eðlilegt að fólk rísi upp á afturlappirnar“

Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist líta á orlofsmál Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, mjög alvarlegum augum en Dagur fékk 9,7 milljónir króna greiddar vegna orlofs við starfslok sem borgarstjóri. Þar er um að ræða samkvæmt upplýsingum borgarritara, uppsafnað sumarfrí að hluta í 10 ára borgarstjóratíð hans.

Hún taldi eðlilegt að kalla eftir upplýsingum með hvaða hætti uppgjörum sem slíkum hefði verið háttað hjá embættismönnum borgarinnar en Sjálfsflokkurinn lagði í gær fram fyrirspurn um aðra embættismenn sem hafa hætt hjá borginni á undanförnum árum.

Vill meiri upplýsingar

„Í framhaldinu held ég að sé líka rétt að kalla eftir upplýsingum um orlofsuppgjör hjá stjórnendum sem hafa látið af störfum hjá fyrirtækjum í eigu borgarinnar eins og Orkuveitunni og Faxaflóahöfnum,“ sagði Hildur við RÚV um málið. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að fólk rísi upp á afturlappirnar þegar það áttar sig á því að stjórnendur njóti annarra kjara heldur en almennir starfsmenn,“ sagði hún að lokum.

„Á þessum árum tók ég alltaf eitthvað sumarfrí – en náði sjaldnast að fullnýta það og því safnaðist hluti þess upp,“ sagði Dagur í samtali við Mannlíf í gær.

80 prósent lesenda telja illa staðið að menntamálum á Íslandi

Kennarar í Áslandsskóla fara í verkfall

Miklar umræður hafa átt sér stað undanfarnar vikur um stöðu íslenska menntakerfisins og þá sérstaklega á grunnskólastigi en Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir starf sitt.

Sumir telja að íslenskt menntakerfi hafi aldrei staðið jafn höllum fæti meðan aðrir telja að skoða þurfi málið betur.

Mannlíf spurði lesendur sína hvernig þeim þætti staðið að menntamálum á Ísland og er niðurstaðan er sú að tæp 80% lesenda telja illa staðið að þeim málum.

Illa
79.91%
Vel
10.96%
Ágætlega
9.13%

Stelpurnar okkar hafa aldrei svifið hærra

Sveindís Jane er lykilleikmaður í landsliðinu- Mynd: ksi.is

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur náð nýjum hæðum á heimslista FIFA en listinn var gefinn út morgun. Ísland er í 13. sæti listans og fer upp um eitt sæti frá því að listinn var gefinn út seinast.

Nokkuð ljóst er að 3-0 sigur landsliðsins á Þýskalandi hefur hjálpað mikið til að hífa liðið upp um sæti en liðið sigraði einnig Pólland 1-0 en stelpurnar okkar tryggðu sér sæti á EM með góðum árangri sínum á árinu.

Efstu 15 landsliðin í kvennaboltanum í dag:

  1. Bandaríkin
  2. England
  3. Spánn
  4. Þýskaland
  5. Svíþjóð
  6. Kanada
  7. Japan
  8. Brasilía
  9. Norður-Kórea
  10.  Frakkland
  11.  Holland 
  12.  Danmörk
  13.  Ísland
  14.  Ítalía
  15.  Ástralía

Lögreglan lýsir eftir ökumanni sem keyrði á stúlku: „Ók rakleiðis af vettvangi“

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan lýsir eftir ökumanni sem keyrði á unglingsstúlku í Kópavogi í fyrradag. Ökumaðurinn sem keyrði á stúlkuna flúði af vettvangi og aðrir ökumenn sáu ekki ástæðu til að athuga með líðan hennar eftir að keyrt var á hana.

Hægt er að lesa tilkynningu lögreglu hér fyrir neðan

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi, við Ögurhvarf, um þrjúleytið í fyrradag, miðvikudaginn 14. ágúst. Stúlkan, ásamt vinkonu, var að ganga til vesturs og yfir Vatnsendaveg þegar bifreið var ekið suður götuna og á stúlkuna. Hún hafnaði á vélarhlíf bifreiðarinnar og rann síðan af henni, en ökumaðurinn skeytti því engu og ók rakleiðis af vettvangi. Töluverð umferð var þarna á þessum tíma, en enginn sá ástæðu til að stöðva og athuga með líðan stúlkunnar. Hún fór til síns heima eftir slysið, lét foreldra sína vita og í framhaldinu höfðu þeir samband við lögreglu. Stúlkunni var jafnframt komið undir læknishendur, en frekari upplýsingar um meiðslin liggja ekki fyrir.

Við atvik eins og þetta er mikilvægt að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Sömuleiðis er áríðandi að tilkynna málið til lögreglu, ekki síst vegna þess að áverkar eru ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]

Óskar matreiðslumeistari hefur lifað lengur en læknar þorðu að vona: „Þakklátur fyrir það sem ég á“

Óskar Finnsson er þakklátur fyrir hvern dag

Matreiðslumeistarinn Óskar Finnsson greindist með banvænt heilakrabbamein árið 2019 og sögðu læknar honum að hann ætti innan við tvö ár eftir. „Það eru komin fjögur ár,“ sagði Óskar í viðtali um málið á RÚV. „Þetta er búin að vera skrítin ganga. Mjög skrítin.“

Í kjölfar þess að hann fékk greininguna ákvað Óskar að breyta algjörlega um mataræði. „Þegar ég stóð með börnin þrjú grátandi í faðminum sagði ég: Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur,“ sagði hann. „Borða það sem ég þarf að borða en ekki það sem mig langar að borða. Það geta allir tekið töflur og kyngt með vatnsglasi. En að breyta eigi lífi, það er erfiðara. Það tók á en verðlaunin eru svo mikil.“

Sykurinn meira vandamál en nikótín

Í viðtalinu segir Óskar meðal annars frá því að hann hafi hætt að reykja og drekka þegar hann var yngri og það hafi verið erfitt en að hætta borða sykur hafi verið erfiðast. „Þegar skilaboðin eru skýr verður auðveldara að framkvæma þetta. Þetta er upp á líf og dauða fyrir mig,“ sagði Óskar.

Óskar segist vera þakklátur fyrir hvern dag. „Það eru þessir litlu hlutir sem eru æðislegir. Mér finnst sorglegt að maður hafi þurft að fá svona högg til að átta sig á því hvað það er sem skiptir mig máli í lífinu. Það eru bara fjölskyldan og vinir mínir. Það er það sem skiptir máli,“ sagði matreiðslumeistarinn. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir það sem ég á, það sem ég hef og það sem ég hef gert.“

Albert gengur til liðs við Fiorentina – Fyrirtaka í nauðgunarmáli hans í lok ágúst

Albert Guðmundsson knattspyrnumaður

Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er að ganga til liðs við ítalska liðið Fiorentina. Albert mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning í dag.

Liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

 

Image

Ganga gegn þjóðarmorði Ísrael á morgun: „Ekki eitt lík var í heilu lagi“

Frá fyrr mótmælunum - Mynd: Björgvin Gunnarsson

Á morgun klukkan 14:00 verður gengin mótmælaganga frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll en tilgangur göngunnar er að mótmæla þjóðarmorði á Palestínubúum en greint hefur frá því að í kringum 40 þúsund Palestínubúar hafi verið drepnir á Gaza af Ísraelsher.

Þegar á Austurvöll er komið mun Kristín Sveinsdóttir ávarpa fundinn og Kristín Eiríksdóttir les ljóð eftir Mosab Abu Toha en samtökin Ísland-Palestína stenda fyrir göngunni.

Hægt er að lesa tilkynningu samtakanna hér fyrir neðan:

„Á laugardag göngum við gegn þjóðarmorði, stríðsglæpum, barnamorðum, eyðileggingu og ofbeldi Ísraelshers.Nú þegar meira en 300 dagar eru liðnir frá því árásir Ísraels hófust á Gaza líður varla sá dagur án þess að fréttist af öðru fjöldamorði. Nú um helgina var sprengju varpað á skóla, þar sem flóttafólk hafði leitað skjóls og var við morgunbæn í skólanum, og yfir 100 létust, aðallega konur og börn. “Ekki eitt lík var í heilu lagi” sagði hjálparstarfsfólk sem kom að staðnum. Faðir sem missti 6 ára son sinn í sprengingunni lýsti því að fá úthlutað 18 kíló af líkamsleifum til greftrunar, þar sem enginn möguleiki var að bera kennsl á sundurtættar líkamsleifar fólksins. Ástandið er óbærilegt, og hefur verið óbærilegt í meira en 10 mánuði. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og gerum allt sem í okkar valdi stendur að stöðva hann.Í göngunni langar okkur að búa til breiða samstöðu meðal fólks með starfsstéttum skólastarfsfólks, heilbrigðisstarfsfólks, blaðamanna og annarra hópa sem við erum sammála um að ættu að vera sérstaklega vernduð, en hafa verið gerð að skotmörkum síðustu 10 mánuði á Gaza – sem eru stríðsglæpir.

Okkur langar því að hvetja fólk sem tilheyrir þessum stéttum til að búa til skilti heima eða í skiltagerðinni með “Hjúkrunarfræðingar fyrir Palestínu“ eða “Kennarar gegn þjóðarmorði”, og vekja þannig athygli á breiðri samstöðu almennings á Íslandi!Félagið stendur fyrir skiltagerð í Andrými á Bergþórugötu 20, rétt hjá Hallgrímskirkju, frá klukkan 12 á laugardag – þið eruð öll velkomin þangað að búa til skilti eða borða.Sjáumst í Göngu gegn þjóðarmorði!

Við þurfum á okkur öllum að halda í baráttunni fyrir tafarlausu vopnahlé og stöðvun þjóðarmorðsins á Gaza.Takið daginn frá, deilið með fjölskyldu og vinum, sýnum stjórnvöldum að íslenskur almenningur vill að Ísland eigi frumkvæði að alvöru diplómatískum aðgerðum!

Viðskiptaþvinganir á Ísrael og slit á stjórnmálasambandi STRAX!

Frjáls Palestína!“

Draugaormar Axels

Axel Flóvent er í hljómsveitinni Draugar - Mynd: Clara Schicketanz

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Gunnar Heimir – Wish You Were Here
Draugar – Worms
Benedikt Arnar – Æsku minnar slóðir
Nostalgía – Hvað þá?
Erikson – The Dark





Halla Hrund og rógurinn

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi.

Halla Hrund Logadóttir orkumálstjóri er ekki á meðal umsækjenda um núverandi starf sitt, mörgum til undrunar. Um tíma virtist Halla ætla að ná þeim áfanga í lífi og starfi að verða forseti Íslands. Sá draumur varð ekki að veruleika eftir að rógstungur höfðu sáð sínum fræjum og nafna hennar hreppti hnossið.

Halla nýtur aðdáunar vegna útgeislunar og margir innan heims stjórnmálanna vilja gjarnan fá hana í sínar raðir. Sjálf gefur Halla ekkert upp um áform sín annað en að stefnan sé bæði erlendis og hérlendis. Kvittur er uppi um að hún muni ganga til liðs við Kristrúnu Frostadóttur og fara í framboð til Alþings. Árás Morgunblaðsins í Staksteinum í dag undirstrikar að þessi grunur er uppi og óttinn hefur vakið upp skrímslin að nýju.

Margir sjá fyrir sér að Samfylking verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Þar gæti Halla Hrund auðveldlega komist að borðinu sem ráðherra orkumála ef hún þá kýs að taka slaginn …

Fjórir þjófar og skemmdarvargur – Bormaður í heimahúsi hélt auga sínu

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bar fátt annað til tíðinda en það þjófar voru á stangli. Einn slíkur var staðinn að verki í matvöruverslun og löggan kom að málum. Bíljófur náði að krækja sér í bifreið. Þá gerðu skemmdarvargar sig heimakomna í sameign fjölbýlishúss. Óljóst er hvort tekst að hafa hendur í hári skemmdarvarga.

Þriðji þjófurinn var svo á ferð eftir miðnætti þegar hann braust inn í veitingastað. Ekki liggur fyrir hvort það var hungur sem vakti ránseðli hans.

Á svæði Kópavogslögreglu var fjórði þjófurinn ruplandi í matvöruverslun.

Ökufantur undir áhrifum áfengis var staðinn að verki. Honum verður refsað. Í gærmorgun kom annar drukkinn ökumaður sér í háska þegar hann velti bifreið sinni í útjarðri borgarinnar. Hann var handtekinn en slapp með minniháttar meiðsl.

Undarlegt mál kom upp í gærdag þegar tilkynnt var um mann í heimahúsi sem hefði fengið bor í auga-. Lögregla og sjúkralið brugðu skjótt við en þegar á vettvang var komið reyndist málið ekki eins alvarlega vaxið. Maðurinn hét auganu og var lítið skaddaður.

Trúarofsi ungmenna í Vestmannaeyjum – Brenndu alla geisladiska Kiss og Madonna

Árið 1995 urðu undarlegir atburður í Vestmannaeyjum, reyndar svo einstakir, að hvergi finnast heimildir um sambærilega hjarðhegðun á Íslandi, hvorki fyrr né síðar. Svo virðist sem að um tveir tugir ungmenna, flest á aldrinum 18 til 20 ára, hafði gengið í Hvítasunnukirkjuna um áramótin það árið.  Söfnðurinn var ekki stór, aðeins um hundrað sálir.

Minnti óþægilega á nasista

Ungmennin mun aftur á móti hafa fyllst kristnum trúarofsa í kjölfar inngöngunnar. Ofsinn lýsti sér í hatri sem beindist einkum að bókum og geisladiskum sem hinum guðhræddu ungmennum virtist hafa vera í sérstakri nöp við.

Andlegur leiðtogi þeirra, Snorri Óskarsson, betur kenndur við söfnuðinn Betel í Vestmannaeyjum, var hinn kátasti með unga fólkið.

„Andi guðs snerti við fólkinu. Við vöknum til meðvitundar um að við eigum lifandi trú og Jesú Kristur sé frelsari okkar. Ekki er hægt að segja að hingað sæki einn hópur í þjóðfélaginu fremur en annar. Allir upplifa hins vegar drottinn og frelsiskraft hans. Hugarfarsbreyting verður og áhuginn á Biblíunni vaknar. Biblían færir heim myndugleika, valdið, og endurhæfing hefst,“ sagði Snorri í viðtali við Morgunblaðið á sínum tíma.

Reisti unga fólkið veglegan bálköst og hófst handa við að brenna bækur og geisldiska sem þóttu innihalda óæskilega og óguðlega tónlist og texta.

Mörgum var brugðið við gjörninginn sem þótti minna óþægilega á bókabrennur nasista á sínum tíma.

Kiss og Madonna

Meðal þess sem ungmennunum var sérlega illa við var „djöfulleg” tónlist, sérstaklega virðist tónlist bandarísku rokksveitarinnar Kiss hafa angrað unga fólkið en voru geisladiskar tónlistarinnar með því fyrsta sem fuðraði upp á bálinu í Eyjum. Geisladiskar hljómsveitarinnar Iron Maiden fengu sömu örlög svo og tónlist poppgyðjuna Madonnu, svo fátt eitt sé nefnt.

Snorri í Betel.

Í frétt Morgunblaðsins frá 1995 segir að fimm til sex hundruð geisladiskar að verðmæti allt að einni milljón króna hafi verið brenndir í einni slíkri brennu á gömlu sorphaugunum í Vestmannaeyjum það sumarið. Fleiri slíkar brennur voru haldnar í Vestmannaeyjum þetta árið og enn aðrir safnarmeðlimir brenndu „ókristilegt” efni í einrúmi.

Skólameistara leist ekki á blikuna

Skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, Ólafi Hreini Sigurjónssynim leist ekki á blikuna og kvaðst vera hræddur við hvers konar múgæsingu og ofstæki. Ólafur Hreinn sagði að áhuginn á Betelsöfnuðinum hefði ekki farið fram hjá sér og einhver hópur nemenda í skólanum og annara ungmenna hefði gengið til liðs við söfnuðum á síðustu misserum. Útilokaði skólameistairnn ekki að um tískusveiflu væri að ræða.  „Mér finnst líka að fólk sem gefur sig út fyrir að vera fremst í flokki varðandi kristni megi ekki gleyma því meginstefi kristninnar að umburðarlyndi og réttsýni ráði ferðinni,“ sagði Ólafur Hreinn og tók fram að skólamenn hlytu ætíð að vera gagnrýnir á bækur og aðrir slíkir miðlar væru brenndir.

Djöflarokk sem hvetur til kynvillu

Snorri var ekki á sama máli og skólameistarinn og sagði mikið af væri til af djöfla- og dauðarokki sem hvetti til siðleysis, meða annars „kynvillu og tvíkynja samskipta”.

Þegar að unglingarnir áttuðu sig svo á því að textarnir væru í algjörri andstöðu við Biblíunna gætu þeir ekki lengur notið tónlistarinnar. Tónlist sem talin var gagna gegn boðorðunum á einhvern hátt, Biblíunni eða „kristnu siðferði” var húrrað á eldinn.

„Þeir fengu hugmyndina að því að brenna diskana eftir að hafa lesið í Postulasögu 19 að söfnuðurinn hefði brennt kuklbækur,” sagði Snorri við Morgunblaðið.

Ógeðfellt og hættulegt

Brennan var víða fordæmd í fjölmiðlum. Í leiðara Alþýðublaðsins, sem greindi fyrst frá brennunni, stóð: „Trúarofstæki er bæði ógeðfellt og hættulegt. Þeir menn sem telja sig erindreka almættisins, prókúruhafa guðs og sérfræðinga í sannleikanum hafa leitt ómældar hörmungar yfir mannkynið. Slíkir menn sá frækornum fyrirlitningar í frjóa jörð fáfræðinnar.

Uppskeran er þröngsýni og dómharka.“

Samkynhneigð ávísun á helvíti

Síðar dró Snorri nokkuð um atburðinum og sagði hann hafa verið slitin úr samhengi. „Í var þetta einkastund ungmennanna frekar en einhver skilaboð út á við”.

Snorri hélt ótrauður áfram að útbreiða sinn skilning á innhaldi biblíunnar í gegnum árin og var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti.

Kærði hann bæinn vegna ólöglegrar uppsagnar og var hún dæmd ólögmæt, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti.

Fékk Snorri sex og hálfa milljón í skaðabætur árið 2017.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 8. júní 2021 og var það Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir sem skrifaði hann

Hvernig finnst þér staðið að menntamálum á Íslandi í dag?

Laugalækjarskóli - Mynd: Reykjavíkurborg

Miklar umræður hafa átt sér stað undanfarnar vikur um stöðu íslenska menntakerfisins og þá sérstaklega á grunnskólastigi en Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir starf sitt.

Sumir telja að íslenskt menntakerfi hafi aldrei staðið jafn höllum fæti meðan aðrir telja að skoða þurfi málið betur.

Því spyr Mannlíf lesendur sína: Hvernig finnst þér staðið að menntamálum á Íslandi í dag?

Illa
79.91%
Vel
10.96%
Ágætlega
9.13%

Könnun þessari lýkur klukkan 15:00 föstudaginn 16. ágúst.

Benedikt biðlar til Grindvíkinga að sofa ekki í bænum: „Þetta er spurning um öryggi“

Benedikt biður Grindvíkinga að halda sig fjærri bænum - Ljósmynd/Lalli

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, biðlar til Grindvíkinga um að vera ekki að sofa í bænum en talið er að gosið gæti á hverri stundu.

„Það hefur verið talsverð skjálftavirkni síðasta sólarhringinn en það gengur nú stundum í hviðum. En frá viku til viku er hún vaxandi,“ sagði Benedikt við Vísi um málið en taldar eru líkur á hraunflæði og sprunguhreyfingum innan bæjarins.

Sammála lögreglustjóranum

Úlfur Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ítrekaði í fjölmiðlum í gær að fólk væri á eigin ábyrgð á svæðinu og bað fólk ekki að sofa í húsum sínum í Grindavík en gist var í um 20 húsum í gærnótt. „Það er ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni ef það gerist í fyrsta hluta þegar þetta er að opnast og við náum ekki að rýma. Þetta er spurning um öryggi,“ sagði Benedikt.

Hann sagði sömuleiðis að það sé sérstaklega vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins en ekki er útilokað sprunga opnist mjög nálægt bænum og mögulegt sé að næsta sprunga opnist í bænum sjálfum.

Stefán segir Íslendinga setja sig á háan hest: „Til marks um okkar eigin þroska“

Stefán Pálsson sagnfræðingur - Mynd: Skjáskot YouTube

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson birti fyrr í dag nokkuð áhugaverðar vangaveltur á samfélagsmiðlinum Facebook um íslenskan húmor en kveikjan að hugleiðingum Stefáns er bókin Spegill íslenskrar fyndni sem hún Þórunn Valdimarsdóttir skrifaði.

Ótrúlega mikið af íslenskum gamanmálum í gömlum blöðum gengur út á skæting, þar sem ungir strákar, venjulegir bændur eða ótíndir skrítlingar svara kennurum, prestum eða pólitíinu fullum hálsi – segja þeim að „ét´ann sjálfir“. Ég hef aldrei hugsað sérstaklega út í það, en þessi tegund af húmor er líklega fyrst og fremst birtingarmynd af samfélagi sem er með mjög skýra goggunarröð, stétta- og mannamun,“ skrifaði sagnfræðingurinn síkáti.

Út frá hugleiðingum Stefáns um hófst svo mikið umræða um íslenska fyndni og varð svo til að Stefán skrifaði annan pistil um málið.

„Fyrri færsla um Íslenska fyndni og bók Þórunnar Valdimarsdóttur leiddist út í miklar umræður um hvort og hversu ófyndnir Íslendingar fyrri tíma hafi verið. Það er ekki einfalt mál og almennt séð fer tíminn ekki mjúkum höndum um fyndni og líklega mikil bjartsýni að reikna með því að gamanmál okkar tíma muni eldast neitt betur,“ skrifaði Stefán.

Danir fyndnari

En Stefán segir að áhugaverðara sé að komast því hvenær Íslendingar komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru sjálfir fyndnir.

„Mín tilfinning er sú að landsmenn hafi ekki átt í neinum vandræðum með að viðurkenna alveg fram í lok sjöunda áratugarins amk að Danir væru fyndnari en þeir sjálfir og byggju yfir húmor sem væri öfundsverður og ekki á okkar færi. Fáeinum árum síðar erum við farin að setja okkur á háan hest gagnvart ýmsum öðrum þjóðum, sem við teljum sérstaklega ófyndnar – s.s. Norðmenn og Svía. Fljótlega komumst við svo að þeirri niðurstöðu að okkar kímnigáfa sé frábær og í raun sé það helst til marks um okkar eigin þroska ef aðrir ná ekki upp í hana,“ skrifar Stefán í lokin.

Gæti verið mynd af texti

Fjögur berjast um embætti umboðsmanns Alþingis

Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis í dag - Skjaskot: RÚV

Það stefnir í harða baráttu um embætti umboðsmanns Alþings en fjórir reyndir einstaklingar gefa kost á sér til embættisins.

Hér fyrir neðan má sjá lista af þeim sem gáfu kost á sér:

Anna Tryggvadóttir – skrifstofustjóri,
Hafsteinn Þór Hauksson – dósent við lagadeild Háskóla Íslands,
Kristín Benediktsdóttir – prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
Reimar Pétursson – lögmaður.

Ráðgjafanefnd hefur verið skipuð af undirnefnd forsætisnefndar en hún mun aðstoða við að gera tillögu til forsætisnefndar um þá sem gáfu kost á sér en umboðsmaður Alþingis er kjörinn á þingfundi.

Ráðgjafanefndin er skipuð af Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er formaður nefndarinnar, Ásmundi Helgasyni landsréttardómara og Guðrúnu Jóhönnu Guðmundsdóttur mannauðsráðgjafa.

Soffía Björk og Rakel Rún vilja stýra nýrri stofnun – Sex sækjast eftir embættinu

Forstjórinn mun þurfa hugsað nokkuð mikið um vindmyllur á Íslandi í framtíðinni - Mynd: Wagner Christian

Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl. Athygli vekur að Halla Hrund Logadóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi og Orkumálastjóri Orkustofnunnar, ákvað að sækja ekki um embættið.

Sex umsækjendur eru um embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar:

Björn Arnar Hauksson, deildarstjóri hjá Orkustofnun
Gestur Pétursson, M.Sc. iðnaðar- og rekstrarverkfræði
Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur og mannauðsstjóri
Markús Ingólfur Eiríksson, doktor í endurskoðun
Rakel Rún Karlsdóttir, jarðfræðingur
Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Ásmundur hunsar ítrekaðar fyrirspurnir um heimakennslu barna

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra

Menntamálaráðuneyti Ásmundar Daða Einarssonar hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Mannlífs um heimakennslu barna á grunnskólaaldri á Íslandi. Mannlíf hefur reynt síðan í apríl að fá upplýsingar um fjölda barna, og aðrar tölfræðiupplýsingar, sem stunda nám í heimakennslu en reglugerð um slíkt nám var fyrst sett árið 2009 af Alþingi.

Tölfræðiupplýsingarnar sem ekki hafa fengist afhentar frá ráðuneytinu hafa sett umfjöllun Mannlífs um heimakennslu í uppnám en áhugi á slíkri kennslu hefur verið að gerjast í samfélaginu undanfarin ár.

Mannlíf er þó ekki eitt sem stendur í álíka stappi við menntamálaráðuneytið en Persónuvernd hefur ítrekað óskað ráðuneytið um upplýsingar sem varða Innu, upplýsingakerfi framhaldsskóla, en ekki fengið nein svör um málið en upplýsinga var fyrst óskað af hálfu Persónuverndar í júní 2022.

Hafnaboltastjarna ældi í hanskann sinn í miðjum leik – MYNDBAND

Hunter Greene á það til að æla á velllinum - Mynd: Skjáskot

Hafnaboltastjarnan Hunter Greene stal athygli íþróttaáhugamanna á nokkuð óvenjulega máta á þriðjudaginn var þegar Cincinnati Reds, liðið sem hann spilar fyrir, keppti á móti St. Louis Cardinals.

Greene sem er kastari tók upp á því í fimmta leikhluta leiksins að æla í hafnaboltahanskann sinn. Dómarar leiksins tóku eftir uppkastinu og var leikur tímabundið stöðvaður en þetta atvik virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frammistöðu Greene í leiknum því hann stóð sig með mikilli prýði.

„Ég hugsa að margir okkar hafi oft fengið þessa ælutilfinningu í leiknum en svo gerist það ekki,“ sagði David Bell þjálfari Reds um atvikið. „Kannski líður honum bara betur eftir þetta.“

Athygli vekur að þetta er í annað skipti á undanförnum tveimur mánuðum sem Greene ælir í miðjum leik en hann er einn af bestu kösturum deildarinnar.

Dagur svarar fyrir orlofsmálið – „Það var gert eins fyrir allt starfsfólk“

Dagur B. Eggertsson.

„Á þessum árum tók ég alltaf eitthvað sumarfrí – en náði sjaldnast að fullnýta það og því safnaðist hluti þess upp,“ segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri í svari til Mannlífs. Fram hefur komið að Dagur fær 9,7 milljónir króna greiddar vegna orlofs við starfslok sem borgarstjóri. Þar er um að ræða samkvæmt upplýsingum borgarritara, uppsafnað sumarfrí að hluta í 10 ára borgarstjóratíð hans. Hildur Björnsdóttir, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þessar greiðslur og telur að fara þurfi ofan í þessi mál.

Sjá nánar: Dagur borgarstjóri safnaði sumarfríi í 10 ár – Fær næstum milljón krónur fyrir hvert ár

Hildur Björnsdóttir

Dagur segir að þarna séu ekki á ferð nýjar upplýsingar. Þetta hafi komið fram í vor.

„Þá hélt Hildur Björnsdóttir því fram að ég væri á tvöföldum launum á biðlaunatímanum – sem var vitanlega ekki rétt. Í raun sparaði borgin sér laun formanns borgarráðs þann tíma. Þá kom fram að líkt og varðandi aðra starfsmenn var uppsafnað orlof gert upp við starfslok. Það er gert eins fyrir allt starfsfólk,“ segir Dagur í svari sínu til Mannlífs.

Dagur borgarstjóri safnaði sumarfríi í 10 ár – Fær næstum milljón krónur fyrir hvert ár

Borgarstjórinn fyrrverandi

Uppgjör Reykjavíkurborgar við Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra er nú talið kosta fast að 20 milljónum króna. Dagur hafpði stólaskipti við Einar Þorsteinsson og lauk þar með ferli sínum sem borgarstjóri og varð formaður borgarráðs.

Dagur fékk 9,6 millj­ón­ir króna í biðlaun. Þá greiðir borg­in Degi 9,7 millj­ón­ir króna í or­lof­s­upp­gjör vegna undanfarinna tíu ára.

Þetta kemur fram í svari borg­ar­rit­ara vegna fyr­ir­spurn­ar Hild­ar Björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, um kostnað vegna or­lof­s­upp­gjörs við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu átti Dag­ur sam­kvæmt ákvæðum kjara­samn­inga rétt á 240 stunda or­lofi á ári, þau tíu ár sem hann gegndi starfi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu hafði Dagur ekki tök á því að taka reglubundið orlof eins og launþegum er ætlað að gera. Orlofið hafi þannig verið flutt á milli orlofsára og safnast upp í áranna rás.

Borgarritari segir að þessi fram­kvæmd hafi verið viðhöfð eins gagn­vart öllu starfs­fólki Reykja­vík­ur­borg­ar sem ekki hafi tök á að taka sér or­lof og nýta þannig áunn­ar or­lofs­stund­ir. Vísað er til kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar sem gerður var í borgarstjóratíð Dags árið 2020. Nýtt ákvæði kom þá inn þar sem skerpt var á heim­ild­um til frest­un­ar og þá einnig fyrn­ingu or­lofs. Athygli vekur að ákvæðið kom inn fyrir fjórum árum en afturvirknio orlfsmálsins nær til 10 ára.

Hild­ur seg­ir við Morgunblaðið að í svari borg­ar­rit­ara komi fram að þetta sé í sam­ræmi við or­lof­s­upp­gjör æðstu emb­ætt­is­manna borg­ar­inn­ar og það kalli á sér­staka skoðun líka.

„Okk­ur finnst ekki eðli­legt að gera upp tíu ára upp­safnað or­lof við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra miðað við þær fyrn­ing­ar­regl­ur sem gilda um or­lof­s­upp­gjör.“

Hildur vandar Degi ekki orlofskveðjurnar: „Eðlilegt að fólk rísi upp á afturlappirnar“

Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist líta á orlofsmál Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, mjög alvarlegum augum en Dagur fékk 9,7 milljónir króna greiddar vegna orlofs við starfslok sem borgarstjóri. Þar er um að ræða samkvæmt upplýsingum borgarritara, uppsafnað sumarfrí að hluta í 10 ára borgarstjóratíð hans.

Hún taldi eðlilegt að kalla eftir upplýsingum með hvaða hætti uppgjörum sem slíkum hefði verið háttað hjá embættismönnum borgarinnar en Sjálfsflokkurinn lagði í gær fram fyrirspurn um aðra embættismenn sem hafa hætt hjá borginni á undanförnum árum.

Vill meiri upplýsingar

„Í framhaldinu held ég að sé líka rétt að kalla eftir upplýsingum um orlofsuppgjör hjá stjórnendum sem hafa látið af störfum hjá fyrirtækjum í eigu borgarinnar eins og Orkuveitunni og Faxaflóahöfnum,“ sagði Hildur við RÚV um málið. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að fólk rísi upp á afturlappirnar þegar það áttar sig á því að stjórnendur njóti annarra kjara heldur en almennir starfsmenn,“ sagði hún að lokum.

„Á þessum árum tók ég alltaf eitthvað sumarfrí – en náði sjaldnast að fullnýta það og því safnaðist hluti þess upp,“ sagði Dagur í samtali við Mannlíf í gær.

80 prósent lesenda telja illa staðið að menntamálum á Íslandi

Kennarar í Áslandsskóla fara í verkfall

Miklar umræður hafa átt sér stað undanfarnar vikur um stöðu íslenska menntakerfisins og þá sérstaklega á grunnskólastigi en Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir starf sitt.

Sumir telja að íslenskt menntakerfi hafi aldrei staðið jafn höllum fæti meðan aðrir telja að skoða þurfi málið betur.

Mannlíf spurði lesendur sína hvernig þeim þætti staðið að menntamálum á Ísland og er niðurstaðan er sú að tæp 80% lesenda telja illa staðið að þeim málum.

Illa
79.91%
Vel
10.96%
Ágætlega
9.13%

Stelpurnar okkar hafa aldrei svifið hærra

Sveindís Jane er lykilleikmaður í landsliðinu- Mynd: ksi.is

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur náð nýjum hæðum á heimslista FIFA en listinn var gefinn út morgun. Ísland er í 13. sæti listans og fer upp um eitt sæti frá því að listinn var gefinn út seinast.

Nokkuð ljóst er að 3-0 sigur landsliðsins á Þýskalandi hefur hjálpað mikið til að hífa liðið upp um sæti en liðið sigraði einnig Pólland 1-0 en stelpurnar okkar tryggðu sér sæti á EM með góðum árangri sínum á árinu.

Efstu 15 landsliðin í kvennaboltanum í dag:

  1. Bandaríkin
  2. England
  3. Spánn
  4. Þýskaland
  5. Svíþjóð
  6. Kanada
  7. Japan
  8. Brasilía
  9. Norður-Kórea
  10.  Frakkland
  11.  Holland 
  12.  Danmörk
  13.  Ísland
  14.  Ítalía
  15.  Ástralía

Lögreglan lýsir eftir ökumanni sem keyrði á stúlku: „Ók rakleiðis af vettvangi“

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan lýsir eftir ökumanni sem keyrði á unglingsstúlku í Kópavogi í fyrradag. Ökumaðurinn sem keyrði á stúlkuna flúði af vettvangi og aðrir ökumenn sáu ekki ástæðu til að athuga með líðan hennar eftir að keyrt var á hana.

Hægt er að lesa tilkynningu lögreglu hér fyrir neðan

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi, við Ögurhvarf, um þrjúleytið í fyrradag, miðvikudaginn 14. ágúst. Stúlkan, ásamt vinkonu, var að ganga til vesturs og yfir Vatnsendaveg þegar bifreið var ekið suður götuna og á stúlkuna. Hún hafnaði á vélarhlíf bifreiðarinnar og rann síðan af henni, en ökumaðurinn skeytti því engu og ók rakleiðis af vettvangi. Töluverð umferð var þarna á þessum tíma, en enginn sá ástæðu til að stöðva og athuga með líðan stúlkunnar. Hún fór til síns heima eftir slysið, lét foreldra sína vita og í framhaldinu höfðu þeir samband við lögreglu. Stúlkunni var jafnframt komið undir læknishendur, en frekari upplýsingar um meiðslin liggja ekki fyrir.

Við atvik eins og þetta er mikilvægt að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Sömuleiðis er áríðandi að tilkynna málið til lögreglu, ekki síst vegna þess að áverkar eru ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]

Óskar matreiðslumeistari hefur lifað lengur en læknar þorðu að vona: „Þakklátur fyrir það sem ég á“

Óskar Finnsson er þakklátur fyrir hvern dag

Matreiðslumeistarinn Óskar Finnsson greindist með banvænt heilakrabbamein árið 2019 og sögðu læknar honum að hann ætti innan við tvö ár eftir. „Það eru komin fjögur ár,“ sagði Óskar í viðtali um málið á RÚV. „Þetta er búin að vera skrítin ganga. Mjög skrítin.“

Í kjölfar þess að hann fékk greininguna ákvað Óskar að breyta algjörlega um mataræði. „Þegar ég stóð með börnin þrjú grátandi í faðminum sagði ég: Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur,“ sagði hann. „Borða það sem ég þarf að borða en ekki það sem mig langar að borða. Það geta allir tekið töflur og kyngt með vatnsglasi. En að breyta eigi lífi, það er erfiðara. Það tók á en verðlaunin eru svo mikil.“

Sykurinn meira vandamál en nikótín

Í viðtalinu segir Óskar meðal annars frá því að hann hafi hætt að reykja og drekka þegar hann var yngri og það hafi verið erfitt en að hætta borða sykur hafi verið erfiðast. „Þegar skilaboðin eru skýr verður auðveldara að framkvæma þetta. Þetta er upp á líf og dauða fyrir mig,“ sagði Óskar.

Óskar segist vera þakklátur fyrir hvern dag. „Það eru þessir litlu hlutir sem eru æðislegir. Mér finnst sorglegt að maður hafi þurft að fá svona högg til að átta sig á því hvað það er sem skiptir mig máli í lífinu. Það eru bara fjölskyldan og vinir mínir. Það er það sem skiptir máli,“ sagði matreiðslumeistarinn. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir það sem ég á, það sem ég hef og það sem ég hef gert.“

Albert gengur til liðs við Fiorentina – Fyrirtaka í nauðgunarmáli hans í lok ágúst

Albert Guðmundsson knattspyrnumaður

Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er að ganga til liðs við ítalska liðið Fiorentina. Albert mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning í dag.

Liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

 

Image

Ganga gegn þjóðarmorði Ísrael á morgun: „Ekki eitt lík var í heilu lagi“

Frá fyrr mótmælunum - Mynd: Björgvin Gunnarsson

Á morgun klukkan 14:00 verður gengin mótmælaganga frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll en tilgangur göngunnar er að mótmæla þjóðarmorði á Palestínubúum en greint hefur frá því að í kringum 40 þúsund Palestínubúar hafi verið drepnir á Gaza af Ísraelsher.

Þegar á Austurvöll er komið mun Kristín Sveinsdóttir ávarpa fundinn og Kristín Eiríksdóttir les ljóð eftir Mosab Abu Toha en samtökin Ísland-Palestína stenda fyrir göngunni.

Hægt er að lesa tilkynningu samtakanna hér fyrir neðan:

„Á laugardag göngum við gegn þjóðarmorði, stríðsglæpum, barnamorðum, eyðileggingu og ofbeldi Ísraelshers.Nú þegar meira en 300 dagar eru liðnir frá því árásir Ísraels hófust á Gaza líður varla sá dagur án þess að fréttist af öðru fjöldamorði. Nú um helgina var sprengju varpað á skóla, þar sem flóttafólk hafði leitað skjóls og var við morgunbæn í skólanum, og yfir 100 létust, aðallega konur og börn. “Ekki eitt lík var í heilu lagi” sagði hjálparstarfsfólk sem kom að staðnum. Faðir sem missti 6 ára son sinn í sprengingunni lýsti því að fá úthlutað 18 kíló af líkamsleifum til greftrunar, þar sem enginn möguleiki var að bera kennsl á sundurtættar líkamsleifar fólksins. Ástandið er óbærilegt, og hefur verið óbærilegt í meira en 10 mánuði. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og gerum allt sem í okkar valdi stendur að stöðva hann.Í göngunni langar okkur að búa til breiða samstöðu meðal fólks með starfsstéttum skólastarfsfólks, heilbrigðisstarfsfólks, blaðamanna og annarra hópa sem við erum sammála um að ættu að vera sérstaklega vernduð, en hafa verið gerð að skotmörkum síðustu 10 mánuði á Gaza – sem eru stríðsglæpir.

Okkur langar því að hvetja fólk sem tilheyrir þessum stéttum til að búa til skilti heima eða í skiltagerðinni með “Hjúkrunarfræðingar fyrir Palestínu“ eða “Kennarar gegn þjóðarmorði”, og vekja þannig athygli á breiðri samstöðu almennings á Íslandi!Félagið stendur fyrir skiltagerð í Andrými á Bergþórugötu 20, rétt hjá Hallgrímskirkju, frá klukkan 12 á laugardag – þið eruð öll velkomin þangað að búa til skilti eða borða.Sjáumst í Göngu gegn þjóðarmorði!

Við þurfum á okkur öllum að halda í baráttunni fyrir tafarlausu vopnahlé og stöðvun þjóðarmorðsins á Gaza.Takið daginn frá, deilið með fjölskyldu og vinum, sýnum stjórnvöldum að íslenskur almenningur vill að Ísland eigi frumkvæði að alvöru diplómatískum aðgerðum!

Viðskiptaþvinganir á Ísrael og slit á stjórnmálasambandi STRAX!

Frjáls Palestína!“

Draugaormar Axels

Axel Flóvent er í hljómsveitinni Draugar - Mynd: Clara Schicketanz

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Gunnar Heimir – Wish You Were Here
Draugar – Worms
Benedikt Arnar – Æsku minnar slóðir
Nostalgía – Hvað þá?
Erikson – The Dark





Halla Hrund og rógurinn

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi.

Halla Hrund Logadóttir orkumálstjóri er ekki á meðal umsækjenda um núverandi starf sitt, mörgum til undrunar. Um tíma virtist Halla ætla að ná þeim áfanga í lífi og starfi að verða forseti Íslands. Sá draumur varð ekki að veruleika eftir að rógstungur höfðu sáð sínum fræjum og nafna hennar hreppti hnossið.

Halla nýtur aðdáunar vegna útgeislunar og margir innan heims stjórnmálanna vilja gjarnan fá hana í sínar raðir. Sjálf gefur Halla ekkert upp um áform sín annað en að stefnan sé bæði erlendis og hérlendis. Kvittur er uppi um að hún muni ganga til liðs við Kristrúnu Frostadóttur og fara í framboð til Alþings. Árás Morgunblaðsins í Staksteinum í dag undirstrikar að þessi grunur er uppi og óttinn hefur vakið upp skrímslin að nýju.

Margir sjá fyrir sér að Samfylking verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Þar gæti Halla Hrund auðveldlega komist að borðinu sem ráðherra orkumála ef hún þá kýs að taka slaginn …

Fjórir þjófar og skemmdarvargur – Bormaður í heimahúsi hélt auga sínu

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bar fátt annað til tíðinda en það þjófar voru á stangli. Einn slíkur var staðinn að verki í matvöruverslun og löggan kom að málum. Bíljófur náði að krækja sér í bifreið. Þá gerðu skemmdarvargar sig heimakomna í sameign fjölbýlishúss. Óljóst er hvort tekst að hafa hendur í hári skemmdarvarga.

Þriðji þjófurinn var svo á ferð eftir miðnætti þegar hann braust inn í veitingastað. Ekki liggur fyrir hvort það var hungur sem vakti ránseðli hans.

Á svæði Kópavogslögreglu var fjórði þjófurinn ruplandi í matvöruverslun.

Ökufantur undir áhrifum áfengis var staðinn að verki. Honum verður refsað. Í gærmorgun kom annar drukkinn ökumaður sér í háska þegar hann velti bifreið sinni í útjarðri borgarinnar. Hann var handtekinn en slapp með minniháttar meiðsl.

Undarlegt mál kom upp í gærdag þegar tilkynnt var um mann í heimahúsi sem hefði fengið bor í auga-. Lögregla og sjúkralið brugðu skjótt við en þegar á vettvang var komið reyndist málið ekki eins alvarlega vaxið. Maðurinn hét auganu og var lítið skaddaður.

Trúarofsi ungmenna í Vestmannaeyjum – Brenndu alla geisladiska Kiss og Madonna

Árið 1995 urðu undarlegir atburður í Vestmannaeyjum, reyndar svo einstakir, að hvergi finnast heimildir um sambærilega hjarðhegðun á Íslandi, hvorki fyrr né síðar. Svo virðist sem að um tveir tugir ungmenna, flest á aldrinum 18 til 20 ára, hafði gengið í Hvítasunnukirkjuna um áramótin það árið.  Söfnðurinn var ekki stór, aðeins um hundrað sálir.

Minnti óþægilega á nasista

Ungmennin mun aftur á móti hafa fyllst kristnum trúarofsa í kjölfar inngöngunnar. Ofsinn lýsti sér í hatri sem beindist einkum að bókum og geisladiskum sem hinum guðhræddu ungmennum virtist hafa vera í sérstakri nöp við.

Andlegur leiðtogi þeirra, Snorri Óskarsson, betur kenndur við söfnuðinn Betel í Vestmannaeyjum, var hinn kátasti með unga fólkið.

„Andi guðs snerti við fólkinu. Við vöknum til meðvitundar um að við eigum lifandi trú og Jesú Kristur sé frelsari okkar. Ekki er hægt að segja að hingað sæki einn hópur í þjóðfélaginu fremur en annar. Allir upplifa hins vegar drottinn og frelsiskraft hans. Hugarfarsbreyting verður og áhuginn á Biblíunni vaknar. Biblían færir heim myndugleika, valdið, og endurhæfing hefst,“ sagði Snorri í viðtali við Morgunblaðið á sínum tíma.

Reisti unga fólkið veglegan bálköst og hófst handa við að brenna bækur og geisldiska sem þóttu innihalda óæskilega og óguðlega tónlist og texta.

Mörgum var brugðið við gjörninginn sem þótti minna óþægilega á bókabrennur nasista á sínum tíma.

Kiss og Madonna

Meðal þess sem ungmennunum var sérlega illa við var „djöfulleg” tónlist, sérstaklega virðist tónlist bandarísku rokksveitarinnar Kiss hafa angrað unga fólkið en voru geisladiskar tónlistarinnar með því fyrsta sem fuðraði upp á bálinu í Eyjum. Geisladiskar hljómsveitarinnar Iron Maiden fengu sömu örlög svo og tónlist poppgyðjuna Madonnu, svo fátt eitt sé nefnt.

Snorri í Betel.

Í frétt Morgunblaðsins frá 1995 segir að fimm til sex hundruð geisladiskar að verðmæti allt að einni milljón króna hafi verið brenndir í einni slíkri brennu á gömlu sorphaugunum í Vestmannaeyjum það sumarið. Fleiri slíkar brennur voru haldnar í Vestmannaeyjum þetta árið og enn aðrir safnarmeðlimir brenndu „ókristilegt” efni í einrúmi.

Skólameistara leist ekki á blikuna

Skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, Ólafi Hreini Sigurjónssynim leist ekki á blikuna og kvaðst vera hræddur við hvers konar múgæsingu og ofstæki. Ólafur Hreinn sagði að áhuginn á Betelsöfnuðinum hefði ekki farið fram hjá sér og einhver hópur nemenda í skólanum og annara ungmenna hefði gengið til liðs við söfnuðum á síðustu misserum. Útilokaði skólameistairnn ekki að um tískusveiflu væri að ræða.  „Mér finnst líka að fólk sem gefur sig út fyrir að vera fremst í flokki varðandi kristni megi ekki gleyma því meginstefi kristninnar að umburðarlyndi og réttsýni ráði ferðinni,“ sagði Ólafur Hreinn og tók fram að skólamenn hlytu ætíð að vera gagnrýnir á bækur og aðrir slíkir miðlar væru brenndir.

Djöflarokk sem hvetur til kynvillu

Snorri var ekki á sama máli og skólameistarinn og sagði mikið af væri til af djöfla- og dauðarokki sem hvetti til siðleysis, meða annars „kynvillu og tvíkynja samskipta”.

Þegar að unglingarnir áttuðu sig svo á því að textarnir væru í algjörri andstöðu við Biblíunna gætu þeir ekki lengur notið tónlistarinnar. Tónlist sem talin var gagna gegn boðorðunum á einhvern hátt, Biblíunni eða „kristnu siðferði” var húrrað á eldinn.

„Þeir fengu hugmyndina að því að brenna diskana eftir að hafa lesið í Postulasögu 19 að söfnuðurinn hefði brennt kuklbækur,” sagði Snorri við Morgunblaðið.

Ógeðfellt og hættulegt

Brennan var víða fordæmd í fjölmiðlum. Í leiðara Alþýðublaðsins, sem greindi fyrst frá brennunni, stóð: „Trúarofstæki er bæði ógeðfellt og hættulegt. Þeir menn sem telja sig erindreka almættisins, prókúruhafa guðs og sérfræðinga í sannleikanum hafa leitt ómældar hörmungar yfir mannkynið. Slíkir menn sá frækornum fyrirlitningar í frjóa jörð fáfræðinnar.

Uppskeran er þröngsýni og dómharka.“

Samkynhneigð ávísun á helvíti

Síðar dró Snorri nokkuð um atburðinum og sagði hann hafa verið slitin úr samhengi. „Í var þetta einkastund ungmennanna frekar en einhver skilaboð út á við”.

Snorri hélt ótrauður áfram að útbreiða sinn skilning á innhaldi biblíunnar í gegnum árin og var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti.

Kærði hann bæinn vegna ólöglegrar uppsagnar og var hún dæmd ólögmæt, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti.

Fékk Snorri sex og hálfa milljón í skaðabætur árið 2017.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 8. júní 2021 og var það Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir sem skrifaði hann

Hvernig finnst þér staðið að menntamálum á Íslandi í dag?

Laugalækjarskóli - Mynd: Reykjavíkurborg

Miklar umræður hafa átt sér stað undanfarnar vikur um stöðu íslenska menntakerfisins og þá sérstaklega á grunnskólastigi en Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir starf sitt.

Sumir telja að íslenskt menntakerfi hafi aldrei staðið jafn höllum fæti meðan aðrir telja að skoða þurfi málið betur.

Því spyr Mannlíf lesendur sína: Hvernig finnst þér staðið að menntamálum á Íslandi í dag?

Illa
79.91%
Vel
10.96%
Ágætlega
9.13%

Könnun þessari lýkur klukkan 15:00 föstudaginn 16. ágúst.

Benedikt biðlar til Grindvíkinga að sofa ekki í bænum: „Þetta er spurning um öryggi“

Benedikt biður Grindvíkinga að halda sig fjærri bænum - Ljósmynd/Lalli

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, biðlar til Grindvíkinga um að vera ekki að sofa í bænum en talið er að gosið gæti á hverri stundu.

„Það hefur verið talsverð skjálftavirkni síðasta sólarhringinn en það gengur nú stundum í hviðum. En frá viku til viku er hún vaxandi,“ sagði Benedikt við Vísi um málið en taldar eru líkur á hraunflæði og sprunguhreyfingum innan bæjarins.

Sammála lögreglustjóranum

Úlfur Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ítrekaði í fjölmiðlum í gær að fólk væri á eigin ábyrgð á svæðinu og bað fólk ekki að sofa í húsum sínum í Grindavík en gist var í um 20 húsum í gærnótt. „Það er ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni ef það gerist í fyrsta hluta þegar þetta er að opnast og við náum ekki að rýma. Þetta er spurning um öryggi,“ sagði Benedikt.

Hann sagði sömuleiðis að það sé sérstaklega vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins en ekki er útilokað sprunga opnist mjög nálægt bænum og mögulegt sé að næsta sprunga opnist í bænum sjálfum.

Stefán segir Íslendinga setja sig á háan hest: „Til marks um okkar eigin þroska“

Stefán Pálsson sagnfræðingur - Mynd: Skjáskot YouTube

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson birti fyrr í dag nokkuð áhugaverðar vangaveltur á samfélagsmiðlinum Facebook um íslenskan húmor en kveikjan að hugleiðingum Stefáns er bókin Spegill íslenskrar fyndni sem hún Þórunn Valdimarsdóttir skrifaði.

Ótrúlega mikið af íslenskum gamanmálum í gömlum blöðum gengur út á skæting, þar sem ungir strákar, venjulegir bændur eða ótíndir skrítlingar svara kennurum, prestum eða pólitíinu fullum hálsi – segja þeim að „ét´ann sjálfir“. Ég hef aldrei hugsað sérstaklega út í það, en þessi tegund af húmor er líklega fyrst og fremst birtingarmynd af samfélagi sem er með mjög skýra goggunarröð, stétta- og mannamun,“ skrifaði sagnfræðingurinn síkáti.

Út frá hugleiðingum Stefáns um hófst svo mikið umræða um íslenska fyndni og varð svo til að Stefán skrifaði annan pistil um málið.

„Fyrri færsla um Íslenska fyndni og bók Þórunnar Valdimarsdóttur leiddist út í miklar umræður um hvort og hversu ófyndnir Íslendingar fyrri tíma hafi verið. Það er ekki einfalt mál og almennt séð fer tíminn ekki mjúkum höndum um fyndni og líklega mikil bjartsýni að reikna með því að gamanmál okkar tíma muni eldast neitt betur,“ skrifaði Stefán.

Danir fyndnari

En Stefán segir að áhugaverðara sé að komast því hvenær Íslendingar komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru sjálfir fyndnir.

„Mín tilfinning er sú að landsmenn hafi ekki átt í neinum vandræðum með að viðurkenna alveg fram í lok sjöunda áratugarins amk að Danir væru fyndnari en þeir sjálfir og byggju yfir húmor sem væri öfundsverður og ekki á okkar færi. Fáeinum árum síðar erum við farin að setja okkur á háan hest gagnvart ýmsum öðrum þjóðum, sem við teljum sérstaklega ófyndnar – s.s. Norðmenn og Svía. Fljótlega komumst við svo að þeirri niðurstöðu að okkar kímnigáfa sé frábær og í raun sé það helst til marks um okkar eigin þroska ef aðrir ná ekki upp í hana,“ skrifar Stefán í lokin.

Gæti verið mynd af texti

Fjögur berjast um embætti umboðsmanns Alþingis

Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis í dag - Skjaskot: RÚV

Það stefnir í harða baráttu um embætti umboðsmanns Alþings en fjórir reyndir einstaklingar gefa kost á sér til embættisins.

Hér fyrir neðan má sjá lista af þeim sem gáfu kost á sér:

Anna Tryggvadóttir – skrifstofustjóri,
Hafsteinn Þór Hauksson – dósent við lagadeild Háskóla Íslands,
Kristín Benediktsdóttir – prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
Reimar Pétursson – lögmaður.

Ráðgjafanefnd hefur verið skipuð af undirnefnd forsætisnefndar en hún mun aðstoða við að gera tillögu til forsætisnefndar um þá sem gáfu kost á sér en umboðsmaður Alþingis er kjörinn á þingfundi.

Ráðgjafanefndin er skipuð af Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er formaður nefndarinnar, Ásmundi Helgasyni landsréttardómara og Guðrúnu Jóhönnu Guðmundsdóttur mannauðsráðgjafa.

Soffía Björk og Rakel Rún vilja stýra nýrri stofnun – Sex sækjast eftir embættinu

Forstjórinn mun þurfa hugsað nokkuð mikið um vindmyllur á Íslandi í framtíðinni - Mynd: Wagner Christian

Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl. Athygli vekur að Halla Hrund Logadóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi og Orkumálastjóri Orkustofnunnar, ákvað að sækja ekki um embættið.

Sex umsækjendur eru um embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar:

Björn Arnar Hauksson, deildarstjóri hjá Orkustofnun
Gestur Pétursson, M.Sc. iðnaðar- og rekstrarverkfræði
Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur og mannauðsstjóri
Markús Ingólfur Eiríksson, doktor í endurskoðun
Rakel Rún Karlsdóttir, jarðfræðingur
Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Ásmundur hunsar ítrekaðar fyrirspurnir um heimakennslu barna

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra

Menntamálaráðuneyti Ásmundar Daða Einarssonar hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Mannlífs um heimakennslu barna á grunnskólaaldri á Íslandi. Mannlíf hefur reynt síðan í apríl að fá upplýsingar um fjölda barna, og aðrar tölfræðiupplýsingar, sem stunda nám í heimakennslu en reglugerð um slíkt nám var fyrst sett árið 2009 af Alþingi.

Tölfræðiupplýsingarnar sem ekki hafa fengist afhentar frá ráðuneytinu hafa sett umfjöllun Mannlífs um heimakennslu í uppnám en áhugi á slíkri kennslu hefur verið að gerjast í samfélaginu undanfarin ár.

Mannlíf er þó ekki eitt sem stendur í álíka stappi við menntamálaráðuneytið en Persónuvernd hefur ítrekað óskað ráðuneytið um upplýsingar sem varða Innu, upplýsingakerfi framhaldsskóla, en ekki fengið nein svör um málið en upplýsinga var fyrst óskað af hálfu Persónuverndar í júní 2022.

Hafnaboltastjarna ældi í hanskann sinn í miðjum leik – MYNDBAND

Hunter Greene á það til að æla á velllinum - Mynd: Skjáskot

Hafnaboltastjarnan Hunter Greene stal athygli íþróttaáhugamanna á nokkuð óvenjulega máta á þriðjudaginn var þegar Cincinnati Reds, liðið sem hann spilar fyrir, keppti á móti St. Louis Cardinals.

Greene sem er kastari tók upp á því í fimmta leikhluta leiksins að æla í hafnaboltahanskann sinn. Dómarar leiksins tóku eftir uppkastinu og var leikur tímabundið stöðvaður en þetta atvik virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frammistöðu Greene í leiknum því hann stóð sig með mikilli prýði.

„Ég hugsa að margir okkar hafi oft fengið þessa ælutilfinningu í leiknum en svo gerist það ekki,“ sagði David Bell þjálfari Reds um atvikið. „Kannski líður honum bara betur eftir þetta.“

Athygli vekur að þetta er í annað skipti á undanförnum tveimur mánuðum sem Greene ælir í miðjum leik en hann er einn af bestu kösturum deildarinnar.

Dagur svarar fyrir orlofsmálið – „Það var gert eins fyrir allt starfsfólk“

Dagur B. Eggertsson.

„Á þessum árum tók ég alltaf eitthvað sumarfrí – en náði sjaldnast að fullnýta það og því safnaðist hluti þess upp,“ segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri í svari til Mannlífs. Fram hefur komið að Dagur fær 9,7 milljónir króna greiddar vegna orlofs við starfslok sem borgarstjóri. Þar er um að ræða samkvæmt upplýsingum borgarritara, uppsafnað sumarfrí að hluta í 10 ára borgarstjóratíð hans. Hildur Björnsdóttir, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þessar greiðslur og telur að fara þurfi ofan í þessi mál.

Sjá nánar: Dagur borgarstjóri safnaði sumarfríi í 10 ár – Fær næstum milljón krónur fyrir hvert ár

Hildur Björnsdóttir

Dagur segir að þarna séu ekki á ferð nýjar upplýsingar. Þetta hafi komið fram í vor.

„Þá hélt Hildur Björnsdóttir því fram að ég væri á tvöföldum launum á biðlaunatímanum – sem var vitanlega ekki rétt. Í raun sparaði borgin sér laun formanns borgarráðs þann tíma. Þá kom fram að líkt og varðandi aðra starfsmenn var uppsafnað orlof gert upp við starfslok. Það er gert eins fyrir allt starfsfólk,“ segir Dagur í svari sínu til Mannlífs.

Dagur borgarstjóri safnaði sumarfríi í 10 ár – Fær næstum milljón krónur fyrir hvert ár

Borgarstjórinn fyrrverandi

Uppgjör Reykjavíkurborgar við Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra er nú talið kosta fast að 20 milljónum króna. Dagur hafpði stólaskipti við Einar Þorsteinsson og lauk þar með ferli sínum sem borgarstjóri og varð formaður borgarráðs.

Dagur fékk 9,6 millj­ón­ir króna í biðlaun. Þá greiðir borg­in Degi 9,7 millj­ón­ir króna í or­lof­s­upp­gjör vegna undanfarinna tíu ára.

Þetta kemur fram í svari borg­ar­rit­ara vegna fyr­ir­spurn­ar Hild­ar Björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, um kostnað vegna or­lof­s­upp­gjörs við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu átti Dag­ur sam­kvæmt ákvæðum kjara­samn­inga rétt á 240 stunda or­lofi á ári, þau tíu ár sem hann gegndi starfi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu hafði Dagur ekki tök á því að taka reglubundið orlof eins og launþegum er ætlað að gera. Orlofið hafi þannig verið flutt á milli orlofsára og safnast upp í áranna rás.

Borgarritari segir að þessi fram­kvæmd hafi verið viðhöfð eins gagn­vart öllu starfs­fólki Reykja­vík­ur­borg­ar sem ekki hafi tök á að taka sér or­lof og nýta þannig áunn­ar or­lofs­stund­ir. Vísað er til kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar sem gerður var í borgarstjóratíð Dags árið 2020. Nýtt ákvæði kom þá inn þar sem skerpt var á heim­ild­um til frest­un­ar og þá einnig fyrn­ingu or­lofs. Athygli vekur að ákvæðið kom inn fyrir fjórum árum en afturvirknio orlfsmálsins nær til 10 ára.

Hild­ur seg­ir við Morgunblaðið að í svari borg­ar­rit­ara komi fram að þetta sé í sam­ræmi við or­lof­s­upp­gjör æðstu emb­ætt­is­manna borg­ar­inn­ar og það kalli á sér­staka skoðun líka.

„Okk­ur finnst ekki eðli­legt að gera upp tíu ára upp­safnað or­lof við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra miðað við þær fyrn­ing­ar­regl­ur sem gilda um or­lof­s­upp­gjör.“

Raddir