Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Dagur borgarstjóri safnaði sumarfríi í 10 ár – Fær næstum milljón krónur fyrir hvert ár

Borgarstjórinn fyrrverandi

Uppgjör Reykjavíkurborgar við Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra er nú talið kosta fast að 20 milljónum króna. Dagur hafpði stólaskipti við Einar Þorsteinsson og lauk þar með ferli sínum sem borgarstjóri og varð formaður borgarráðs.

Dagur fékk 9,6 millj­ón­ir króna í biðlaun. Þá greiðir borg­in Degi 9,7 millj­ón­ir króna í or­lof­s­upp­gjör vegna undanfarinna tíu ára.

Þetta kemur fram í svari borg­ar­rit­ara vegna fyr­ir­spurn­ar Hild­ar Björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, um kostnað vegna or­lof­s­upp­gjörs við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu átti Dag­ur sam­kvæmt ákvæðum kjara­samn­inga rétt á 240 stunda or­lofi á ári, þau tíu ár sem hann gegndi starfi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu hafði Dagur ekki tök á því að taka reglubundið orlof eins og launþegum er ætlað að gera. Orlofið hafi þannig verið flutt á milli orlofsára og safnast upp í áranna rás.

Borgarritari segir að þessi fram­kvæmd hafi verið viðhöfð eins gagn­vart öllu starfs­fólki Reykja­vík­ur­borg­ar sem ekki hafi tök á að taka sér or­lof og nýta þannig áunn­ar or­lofs­stund­ir. Vísað er til kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar sem gerður var í borgarstjóratíð Dags árið 2020. Nýtt ákvæði kom þá inn þar sem skerpt var á heim­ild­um til frest­un­ar og þá einnig fyrn­ingu or­lofs. Athygli vekur að ákvæðið kom inn fyrir fjórum árum en afturvirknio orlfsmálsins nær til 10 ára.

Hild­ur seg­ir við Morgunblaðið að í svari borg­ar­rit­ara komi fram að þetta sé í sam­ræmi við or­lof­s­upp­gjör æðstu emb­ætt­is­manna borg­ar­inn­ar og það kalli á sér­staka skoðun líka.

„Okk­ur finnst ekki eðli­legt að gera upp tíu ára upp­safnað or­lof við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra miðað við þær fyrn­ing­ar­regl­ur sem gilda um or­lof­s­upp­gjör.“

Árásir á Ásmund

Bjarni Benediktsson.

Engum dylst að lifandi dauð ríkisstjórn Íslands mjakast í átt til heljar. Hver höndin er uppi á móti annarri og ást hinna ólíku afla er orðin að óþoli. Stærsta gjáin hefur verið milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sem deila nú um flest.

Nýtt úspil Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns VG um að andmæla vindmyllugörðum þykir vera dæmi um uppreisn gegn Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra í boði VG, er eindreginn stuðningsmaður þess að koma upp vindmyllum. Guðmundur Ingi tjáði sig um málið í sjónvarpsfréttum í gær sem þykir vera vísbending um að hann sé að manna sig upp í að sprengja samstarfið.

Athygli vekur að Sjálfstæðismenn hafa hver um annan þveran hjólað í Ásmund Einar Daðason, ráðherra barnamála og menntunar, vegna þeirrar óstjórnar sem þykir ríkja í málum grunnskólans. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, kvartaði undan því að ráðherrann og hans fólk hefði þröngvað sveitarfélögum til þess að gefa skólabörnum frítt að borða. Þá kenna Sjálfstæðismenn Ásmundi um það reiðileysi sem er varðandi námsmat barna á Íslandi. Mikil reiði er innan Framsóknarflokksins vegna árásanna á erfðaprins flokksins.

Ásmundur Einar dregst svo inn í vindmillumál VG þar sem faðir hans, Daði Einarsson er eigandi jarðar í Dalasýslu sem ætluð er að hluta undir gróðamyllurnar …

Dauðadrukkin kona með dólgshátt í miðborginni – Dópaður ökumaður valdur að umferðaróhappi

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögregla var kölluð til vegna konu sem var ofurölvi í miðborginni. Konan sýndi af sér dólgshátt og var með uppsteyt. Hún þótti ekki vera til þess fær að vera á almannafæri. Lögreglan leysti málið og þegar rofaði til í kolli dauðadrukknu konunnar var henni ekið til síns heima þar sem hún sefur úr sér ruglið.

Búðaþjófur var á ferð og lögreglan kom að málum. Á svipuðum slóðum var lögreglan kölluð til og manni vísað út úr verslun vegna hegðunar sem ekki þótti vera boðleg.

Innbrot var framið í geymslur í fjölbýlishúsi. Óljóst er með niðurstöðu þess máls.

Hafnarfjarðarlögreglan stóð mann að því að aka undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og umsvifalaust sviptur ökuréttindum. Hann verður á næstunni háður öðrum með það að komast á milli staða.

Árekstur varð á milli tveggja bifreiða. Í ljós kom að annar ökumannanna er án ökuréttinda. Ekki urðu slys á fólki. Sá réttindalausi færi himinháa sekt.

Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og að hafa orðið valdur að umferðaróhappi.

Mosfellsbæjarlögreglan gómaði ökumann sem talið er að hafi verið drukkinn. Hann fær refsingu í samræmi við stærð brotsins.

Ölvaðir vinir handteknir fyrir að kveikja í gardínu í Keflavík: „Þetta er djöfulsins kjaftæði“

Reykjanesbær - myndin tengist fréttinni ekki beint

Vinir á sextugsaldri voru handteknir fyrir íkveikju árið 2004.

Svavar Borgarsson, íbúi í Reykjanesbæ, var handtekinn árið 2004 fyrir íkveikju en lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir handtökuna á sínum tíma.

„Þetta er djöfulsins kjaftæði. Það kviknaði bara í gardínu,“ sagði Svavar í viðtali við DV um málið árið 2004. Vinkona Svavars játaði að hafa kveikt í gardínu eftir hafa gist fangageymslur lögreglu en hún átti við geðræn vandamál að stríða að sögn Svavars. Þá hafi atvikið verið talsvert ýkt og eldurinn dáinn út þegar lögreglumenn komu á svæðið.

Karl Hermannsson, lögreglumaður, sagði við DV að lögreglan hafi komið að miklum reyk en engum eldi. Þá hafi Svavar og vinkona hans verið mjög drukkin en áfengismagn í blóði þeirra hafi ekki verið mælt.

Bryndís Kristjánsdóttir, nágranni Svavars, sagði að lögreglan hafi farið fram úr sér í þessu máli og Svavar og vinkona hans hefðu ekki átt að vera handtekin. Þá sagði hún jafnframt að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu veki furðu.

Wolt sendill þátttakandi í þjófnaði – Fyrirtækið hafnar allri ábyrgð

Wolt sendill aðstoðaði við þjófnað - Mynd: Wolt

Gústaf Björnsson varð fyrir þjófnaði fyrr í sumar en atvikið náðist á upptöku. Sýnir upptakan mann með Wolt poka stela gaskúti úr garði Gústafs.

Gústaf hafði samband við fyrirtækið en hann segir viðbrögð þess hafa valdið sér miklum vonbrigðum. Wolt hafi borið fyrir sig að þarna væri um verktaka að ræða og ekkert sem þeir gætu gert í málinu. Fyrirtækið hafi bent Gústafi á að hafa sambandi við lögregluna en Gústaf hefur ekki gert það hingað til en reiknar að því að gera það.

Christian Kambaug, upplýsingafulltrúi Wolt á Ísland, hafnar því alfarið að málið sé ábyrgð Wolt. Þarna hafi verið um að ræða mann sem var með sendli þeirra í bíl en ekki verktaka á þeirra vegum. „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ sagði Christan við Vísi um málið. Bent hefur verið á að þó að sendillinn hafi ekki verið sá sem stal gaskútnum þá sé hann þátttakandi í þjófnaðinum.

Þá ber að nefna að Wolt hefur verið harðlega gagnrýnt af stéttarfélögum og ASÍ fyrir koma illa fram við verktaka á sínum snærum og var fyrirtækið undir rannsókn lögreglu í byrjun sumars.

Gísli Pálmi hlaut dóm í héraði

Gísli Pálmi hlaut dóm í vikunni - Mynd: Skjáskot

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson var á mánudaginn dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða 420 þúsund krónur í sekt fyrir að aka án ökuleyfis og undir áhrifum en Vísir greinir frá þessu.

Í dómnum segir að Gísli Pálmi hafi verið stoppaður á ferð sinni um Klapparstíg í janúar fyrr á þessu ári. Við nánari skoðun kom í ljós að rapparinn hafði ekki réttindi til að keyra en hann hefur tvívegis verið sviptur þeim réttindum undanfarin ár meðal annars vegna vímuefnaaksturs. Þá sýndi blóðsýni að hann var undir áhrifum kannabisefna. Gísli var ekki viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp en hann býr í Lundúnum í Englandi.

Gísli var um tíma einn vinsælasti rappari landsins en hann hefur látið lítið fyrir sér fara í tónlistarheiminum síðan 2015 þegar hann gaf út fyrstu og einu breiðskífu sína. Í gegnum árin hefur Gísli rætt við fjölmiðla reglulega um að hann hafi átt við fíkniefnavanda að stríða.

Halldór Bragason lést í eldsvoðanum á Antmannsstíg

Halldór Bragason er látinn - Mynd: Facebook

Tónlistarmaðurinn Halldór Bragason er látinn en hann lést í brunanum sem átti sér stað á Amtmannsstíg í gær. Halldór var 67 ára gamall en RÚV greindi frá andláti Halldórs.

Halldór var einn af fremstu tónlistarmönnum Íslands og stóð lengi fyrir Blúshátíð í Reykjavík. Hann lék með öllum helstu tónlistarmönnum Íslands á einum eða öðrum tímapunkti í lífi sínu og er hljómsveitin Vinir Dóra kennd við hann.

Rannsókn á brunanum er ennþá í gangi og ekkert liggur fyrir um eldsupptök.

 

Gamaldags dönsk kúgun í Stykkishólmi: „Átti að láta listamanninn finna til samviskubits“

Danskir dagar árið 2023 - Mynd: Danskir dagar

Smári Tarfur Jósepsson, einn færasti gítarleikarinn í sögu Íslands, vandar aðstandanum Danskra daga í Stykkishólmi ekki kveðjurnar í pistli sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar greinir hann frá því að hann hafi verið beðinn um að koma fram á hátíðinni sem hefst á morgun. Honum brá heldur betur þegar sá hvað hátíðin var tilbúin að borga honum fyrir framlag sitt.

Ég var því miður bókaður þennan tiltekna dag en þakkaði pent fyrir mig. Notaði tækifærið í leiðinni og benti á að umrædd upphæð væri allt of lág. Reyndar hafði fulltrúi hátíðarinnar nefnt að „bara lágmark” yrði greitt fyrir framkomuna. Upphæðin getur reyndar ekki talist „lágmark“ þar sem hún dygði ekki fyrir kostnaði.

Eftir að hafa bent á það, var stiginn smá darraðadans. Það átti að láta listamanninn finna til samviskubits fyrir að hafa minnst á fjármálin og fyrir það að hann væri nú ekki til í að taka þátt í „samfélags- og sjálfboðavinnu“ sem að allir aðrir voru svo „hrikalega ánægðir að fá að vera með [í] og gefa til samfélagsins“.“

Aðkomufólk stendur sig betur en íbúar

Smári benti í framhaldinu á að þetta væri langt undir opinberum taxta FÍH og fékk þau svör að enginn væri að vinna samkvæmt taxta á hátíðinni. Það þykir Smára nokkuð sérstakt en hann bjó sjálfur í Stykkishólmi sem unglingur.

„Fyrr í sumar stóð hópur aðkomufólks fyrir annarri tónlistarhátíð sem nefnist Sátan. Höfðu hljómsveitir orð á því að öll umgjörð tengd þeirri hátíð var með miklum sóma. Þar fékk hver og einn einasti listamaður greitt fyrir sína vinnu. Því jú….þetta er — sannarlega — vinna.“

Smári telur að gildi Danskra daga vera skökk.

„Í Stykkishólmi er starfræktur prýðis tónlistarskóli. Ég þykist nokkuð viss um að stefnan þar á bæ sé ekki að fólk, sem þangað sækir nám, eigi síðar meir að gefa vinnuna sína. Nógu mikið er um það fyrir á tímunum sem við lifum, samanber öll tónlistin sem streymist úti um alla veröld fyrir hlægilega lágar upphæðir eða jafnvel að kostnaðarlausu.

Ég og félagar mínir erum allir af vilja gerðir þegar kemur að góðgerðarmálum og tónleikum sem tengjast þeim. Þar á mjög vel við að gefa vinnuna sína og er sjálfsagt mál. Þessi tiltekna hátíð fellur ekki undir þann hatt.“

Dönsk kúgun

Gítarleikarinn heldur áfram og segir að kannski ætti þetta ekki að koma á óvart þar sem Danir drottnuðu lengi yfir Íslendingum og nefnir einokun Dana með verslun sem dæmi.

„Danskir dagar eru máski bara í takt við það — að halda gömlu, góðu dönsku kúguninni áfram.“

Apple hefur ekki fengið leyfi til að ljósmynda Grindavík: „Enginn hér meðvitaður um þetta“

Apple vill ljósmynda Grindavík

Um þessar mundir er bíll frá tæknifyrirtækinu Apple að keyra um landið. Markmið Apple er að taka myndir af öllum helstu bæjarfélögum landsins til að koma þeim inn í Apple Maps og auðvelda þannig notendum sínum að skoða landið og ná áttum. Slík þjónusta hefur verið í boði hjá Google og Já árum saman.

Vakið hefur athygli að fyrirtækið hyggst mynda Grindavíkurbæ og fleiri bæjarfélög á Suðurnesjum í ágúst og september en eins og Íslendingar vita þá er bærinn lokaður öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlum er einnig leyft að fara inn í bæinn en óvíst er hvort að hægt sé að skilgreina Apple sem fjölmiðil.

Mannlíf hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum til að spyrjast fyrir um áætlanir Apple í Grindavík og athuga hvort fyrirtækið hafi haft samband við embættið. „Þetta hefur ekki borist til lögreglunnar á Suðurnesjum og engin hér meðvitaður um þetta,“ sagði Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Ef slík beiðni berst verður hún skoðuð af aðgerðastjórn.“

Hildur Guðbjörg og Olumide Temitope vilja stýra Náttúruverndarstofnun

Vatnajökulsþjóðgarður fellur undir Náttúruverndarstofnun - Mynd: South.is

Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Átta umsækjendur eru um embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og eru þeir hér fyrir neðan:

Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Hallur Helgason, verkefnisstjóri
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóri
Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs
Kristófer S. Arnar P. Júlíusson, líftæknir
María Ester Guðjónsdóttir, ferðamála- og viðskiptafræðingur
Olumide Temitope Araoyinbo, umsjónarmaður
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Hörður Jón er fallinn frá

Hörður Jón Fossberg Pétursson er látinn en var 93 ára gamall. Mbl.is greinir frá andlátinu.

Hörður fæddist árið 1931 í Reykjavík og ólst upp í Austurbænum og gekk í Austurbæjarskóla. Hörður lærði húsgagnabólstrun og lauk hann náminu árið 1955 eftir tvö ár í Iðnskólanum. Ári síðar opnaði Hörður svo eigin húsgagnabólstrunarverslun og rak hann fyrirtækið til ársins 2003 en árið 1972 hóf fyrirtækið einnig að selja húsgögn. Hörður átti sinn skerf í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpssögu en Bólstrun Harðar átti fyrstu leiknu sjónvarpsauglýsinguna sem birtist á RÚV.

Hörður var mikill knattspyrnumaður og var fyrsti formaður knattspyrnudeildar Fram auk þess að hann lék með liðinu um tíma. Þá skoraði hann fyrsta markið í bikarkeppni sem haldin var á Íslandi.

Hörður lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Harmleikurinn á Amtmannsstíg – Hundurinn Úffi bjargaði Margréti frá eldsvoðanum

Hundurinn Úlfgrímur vakti eiganda sinn þegar eldur logaði í húsinu. Mynd: Facebook.

Margrét Víkingsdóttir þakkar hundinum sínum að hafa sloppið heil frá eldsvoðanum á Amtmannsstíg 6 í gær þar sem nágranni hennar lét lífið.

Margrét lýsti því í samtali við Vísi að hundurinn Úlfgrímur Lokason vakti hann óvenjusnemma þennan örlagamorgunn og gaf sig ekki fyrr en hún reis úr rekkju. Hann er vanur að vekja hana um klukkan 10 en að þessu sinni var hann tveimur tímum fyrr á ferð.

„Ég hef svona frekar seinar lappir á morgnana og sein að sofa og hann er yfirleitt að klóra aðeins í mig svona um tíuleytið, þá vill hann fara fram á svalir,“ segr Margrét við Vísi.

Margrét Víkingsdóttir.

Hún hafi því í fyrstu ekki kunnað að meta það þegar átta ára gamli Schäfer-hundurinn, sem svarar nafninu Úlfgrímur Lokason, reyndi að draga hana fram úr rúminu fyrir klukkan átta á þriðjudagsmorgun.

Margrét reis úr rekkju og ætlaði að fara með hundinn fram á svalir. Þá fann hún óeðlilega lykt.

„Fyrst fannst mér eins og það væri einhver að grilla úti og svo liggur eftir gólfinu, ekki einu sinni þykkur reykur, bara ein og ein slikja,“ segir hún við Vísi.

Þegar það rann upp fyrir henni að húsið væri að brenna reyndi hún að vekja nágranna sinn á neðri hæðinni.

Frá vettvangi harmleiksins á Lokastíg. Mynd: Margrét Víkingsdóttir.

Hún sparkaði í hurðina hjá nágrannanum og hrópaði í von um að vekja hann en fékk engin viðbrögð. Nágranninn var síðar fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Í miðjum harmleiknum er Margréti létt. Hún lýsir líðan sinni á Facebook.

„Ég slapp út. Úffi vakti mig. Íbúðin mín er ekki skemmd, nema gólfin neðanfrá,“ skrifar hún.

„Páll var einn af þessum snötum“

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja og fyrrverandi útvarpsstjóri, var í áhugaverðu viðtali hjá Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, á Rás 1. Páll lýsti því að hann hefði starfað á fjölmiðlum í hartnær 40 ár. Sjötugur lítur hann stoltur um öxl og telur sig hafa unnið nokkur þjóðþrifaverkin. Aðpurður um starfsánægju sagðist hann hafa verið ánægðastur sem óbreyttur fréttamaður. Það var skammgóður vermir því hann var einungis óbreyttur um skamma hríð og var ungur kallaður til ábyrgðar sem fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Seinna var hann skipaður útvarpsstjóri og umdeildur sem slíkur og af sumum sagður ganga erinda Sjálfstæðisflokksins sem seinna naut krafta hans sem þingmanns.

Viðtalið fór fremur illa í einn virtasta fjölmiðlamann landsins, Sigurð G. Tómasson, sem situr í helgum steini eftir gott ævistarf. Sigurður vakti athygli á viðtalinu á Facebook þar sem hann skilgreindi Pál sem snata Sjálfstæðisflokksins. „Páll var einn af þessum snötum sem íhaldið hefur gert að pólitískum erindrekum sínum í Ríkisútvarpinu,“ skrifar Sigurður og sakar hann um ósiðlega sjálftöku fjár og kannski ólöglega þegar hann las fréttir Sjónvarpsins á sama tíma og hann var útvarpsstjóri …

Sundlaugaþjófur og ökufantur

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Þjófur gerði sig heimakominn í sundlaug á svæði miðborgarlögreglunnar. Lögregæan tólk niður skýrslu og rannsakar nú málið. Sundlaugarþjófurinn er ófundinn.

Ökumaður var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. Hann var látinn laus úr haldi lögreglu eftir að dregið var úr honum blóð.

Hafnafjarðalögregla fékkst aðallega við ökumenn í gærkvöld og nótt. Einn var sektaður fyrir akstur án gildra ökuréttinda og annar var staðinn að of hröðum akstri. Ökufanturinn var á 121. kílómetra hraða þar sem 80 kílómetrar á klukkustund er hámarkshraði.

Meint fórnarlamb í líkamsárás kallaði til lögreglu. Lögregla tekur niður upplýsingar um málið og rannsakar nú atvikið.

Önnur tilkynning um líkamsárás barst lögreglu. Þar var einnig um að ræða skemmdarverk. Lögregla mætti á vettvang og ræddi við aðila málsins. Skýrsla var rituð um málið.

Jónheiður fann ástina á netinu: „Komin með þreytuverki í fingurna“

Jónheiður og Hörður kynntust á Irkinu - Myndin er vel samsett

Jónheiður Ísleifsdóttir kynntist kærastanum á Irkinu árið 1999.

Það er alveg ótrúlegt hvað tæknin getur gert, meira að segja árið 1999. Þá var Irkið svokallaða í fullu fjöri. Þar var hægt að spjalla við ýmiss konar fólk og stundum varð fólk ástfangið. Slíkt kom fyrir Jónheiði og Hörð Smára.

„Ég kíki oftast á irkið á hverjum degi. Það er misjafnt hversu ég lengi ég stoppa við en síðustu tvö árin hef ég verið virkur irkari,“ sagði Jónheiður Ísleifsdóttir, sem kallaði sig Joy á Irk-rásum, í viðtali við DV árið 1999. „Mig langaði til að kynnast nýju fólki og lenti fyrir tilviljun á mjög góðri rás þar sem ég hef eignast mjög góða vini. Ég var svo heppinn að kynnast kærastanum mínum á þessari rás. Það má líkja irkinu við gott kaffihús nema hvað maður getur alltaf farið inn en verið samt heima. Það byggist reyndar upp mikið félagslífi kringum þetta og þegar fólk er farið að kynnast þá hittist það utan irksins.“

Jónheiður kynntist Herði Smára Jóhannssyni, þáverandi kærasta sínum, á irkinu.

„Stundum er svo gaman að það getur verið erfitt að slíta sig frá þessu. Í fyrstu eyddi ég oft mörgum klukkutímum í einu á irkinu. Metið mitt er ellefu klukkutímar og þá var ég komin með þreytuverki í fingurna. Í dag geri ég þetta meira í hófi og nota irkið til þess að ná sambandi við vini og kunningja. Ef ég þarf að ná í einhvem þá finnst mér oft þægilegra að fara á irkið en lyfta símtólinu. Þannig held ég að margir á mínum aldri hugsi í dag,“ sagði Jónheiður.

Jónheiður sagði irkið hafa vaxið ótrúlega hratt þau tvö ár sem hún hafði stundað það. „Irkið er orðið ótrúlega stórt, rásunum fjölgar jafnt og þétt og sér örugglega ekki fyrir endann á þeirri þróun.“

Óhætt er að segja að Irkið sé ekki jafn vinsælt í dag og það var rétt eftir aldamót. Þá fetuðu þau bæði tölvubrautina og samkvæmt heimildum Mannlífs eru þau bæði menntaðir forritarar.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 13. ágúst 2023

Úthverfakona tekin með 13 milljónir í reiðufé á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Íslensk kona á fertugsaldri reyndi flytja með sér 86.500 evra, sem eru rúmar 13 milljónir króna, í reiðufé til Amsterdam í farangri í gegnum Keflavíkurflugvöll.

DV greinir frá málinu en samkvæmt ákæru sem fréttamiðilinn hefur undir höndum segir að konan hafi í desember árið 2022 tekið við fénu frá óþekktum aðila og átt að koma því til Hollands. Á konunni að hafa verið ljóst að peningurinn væri ávinningur af refsiverðum brotum. Konan var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli og fundust peningarnir við leit í farangri hennar en samkvæmt DV býr hún í úthverfi í Reykjavík. 

Konan hefur verið ákærð fyrir peningaþvætti og krefst héraðssaksóknari þess að hún verði dæmd til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og krafist er upptöku á evrunum.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst.

Stolinn Volvo eftirlýstur af lögreglunni – Fólk beðið um að hringja í 112

Stolinn Volvo

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Volvo XC90 með skráningarnúmerið MH048, en bílnum var stolið úr Sóltúni í Reykjavík í gær.

Ef þið sjáið bílinn í umferðinni, eða vitið hvar hann er niðurkominn, þá vinsamlegast hafið samband við lögreglu í síma 112.

Leyfi veitt fyrir 30 risavöxnum vindmyllum í Búrfellslundi: „Uppfyllti öll skilyrði laga“

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri

30 vindmyllur verða reistar í Búrfellslundi á næstu árum en Orkustofnun veitti í dag Landsvirkjun fyrsta virkjanaleyfið fyrir vindorku á Íslandi.

„Þetta er verkefni sem hefur verið lengi í undirbúningi hjá Landsvirkjun,“ sagði Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, í samtali við RÚV. „Þetta er verkefni sem er búið að fara í gegnum rammaáætlun, skipulagsmál í sveitarfélagi og núna síðast voru Landsvirkjun og Landsnet að ná saman sín á milli þannig að þetta leyfi uppfyllti öll skilyrði laga og hefur nú verið veitt.“

Stefnt er á að vindorkuverið verði komið í gang árið 2026 og telur Halla að það þurfi að móta langtímastefnu í vindorkumálum landsins en vindmyllurnar sem reistar verða í Búrfellslundi mega í mesta lagi vera 150 metra háar og telst hæð spaðanna inn í þá hæðartakmörkun. Sumir telja þó að vindmyllurnar muni vera sjónmengun.

Halla segir mikilvægt að horfa á jafnvægi milli náttúru og nýtingar. „Það mun reyna sífellt meira á það jafnvægi því eftirspurn eftir grænni orku, sem eru gríðarlega verðmætar auðlindir í dag, er að aukast mikið.“

Aðeins 13 prósent lesenda telja að leysa eigi Helga Magnús frá störfum

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari verði tíma­bundið leyst­ur frá störf­um vegna tján­ing­ar hans í op­in­berri umræðu en hann hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín um innflytjendur, hælisleitendur og samkynhneigðum undanfarin áratug.

Helgi er langt frá því sáttur með þessa beiðni og ætlar að berjast gegn henni með kjafti og klóm og segist aðeins hafa verið að segja sannleikann. Málið er nú í höndum dómsmálaráðherra.

Í gær spurði Mannlíf hvort að leysa ætti Helga Magnús frá störfum en niðurstaðan er sú aðeins tæp 13% lesenda telja að hann eigi frá að hverfa.

Nei
87.94%
12.06%

Sjálfsvígbréfi fangans á Litla-Hrauni er enn leynt – Lögreglan svarar ekki umboðsmanni Alþingis

Ingvi Hrafn Tómasson lést á Litla Hrauni

Lögreglan á Suðurlandi hefur ekki svarað umboðsmanni Alþingis vegna leyndar sem hvílir yfir rannsókn á sjálfsvígi fanga á Litla-Hrauni. Tómas Ingvason, faðir fangans, sendi kvörtun til umboðsmanns eftir að lögreglan neitaði að afhenda honum frumrit af sjálfsvígsbréfi sonar hans, Ingva Hrafns. Umboðsmaður sendi Lögreglustjóranum á Suðurlandi fyrirspurn þann 18 júlí og gaf embættinu frest til 12. ágúst til að svara. Enn hefur ekkert svar borist. Umboðsmaður hefur ítrekað kröfuna um svar frá lögreglunni.

Tómas Ingvason berst fyrir réttlæti.

Ingvi Hrafn lést þann 5. maí 2024 á Litla-Hrauni. Hann hafði beðið um hjálp vegna andlegra erfiðleika en honum var sagt að bíða fram yfir helgi. Enginn hlustaði á neyðarkall fangans.

Fangelsið á Litla-Hrauni.

Á sunnudeginum tók hann líf sitt og skyldi eftir kveðjubréf. Lögreglan hefur aðeins leyft Tómasi að sjá hluta af bréfinu. Þá er Tómas ósáttur við rannsókn á láti unga mannsins sem þykir taka langan tíma.

Mannlíf hefur fjallað ítarlega um mál fangans. Hann lýsti raunum sínum í podcast-viðtali við Mannlíf skömmu eftir lát unga mannsins. Viðtalið er að finna hér. 

Dagur borgarstjóri safnaði sumarfríi í 10 ár – Fær næstum milljón krónur fyrir hvert ár

Borgarstjórinn fyrrverandi

Uppgjör Reykjavíkurborgar við Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra er nú talið kosta fast að 20 milljónum króna. Dagur hafpði stólaskipti við Einar Þorsteinsson og lauk þar með ferli sínum sem borgarstjóri og varð formaður borgarráðs.

Dagur fékk 9,6 millj­ón­ir króna í biðlaun. Þá greiðir borg­in Degi 9,7 millj­ón­ir króna í or­lof­s­upp­gjör vegna undanfarinna tíu ára.

Þetta kemur fram í svari borg­ar­rit­ara vegna fyr­ir­spurn­ar Hild­ar Björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, um kostnað vegna or­lof­s­upp­gjörs við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu átti Dag­ur sam­kvæmt ákvæðum kjara­samn­inga rétt á 240 stunda or­lofi á ári, þau tíu ár sem hann gegndi starfi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu hafði Dagur ekki tök á því að taka reglubundið orlof eins og launþegum er ætlað að gera. Orlofið hafi þannig verið flutt á milli orlofsára og safnast upp í áranna rás.

Borgarritari segir að þessi fram­kvæmd hafi verið viðhöfð eins gagn­vart öllu starfs­fólki Reykja­vík­ur­borg­ar sem ekki hafi tök á að taka sér or­lof og nýta þannig áunn­ar or­lofs­stund­ir. Vísað er til kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar sem gerður var í borgarstjóratíð Dags árið 2020. Nýtt ákvæði kom þá inn þar sem skerpt var á heim­ild­um til frest­un­ar og þá einnig fyrn­ingu or­lofs. Athygli vekur að ákvæðið kom inn fyrir fjórum árum en afturvirknio orlfsmálsins nær til 10 ára.

Hild­ur seg­ir við Morgunblaðið að í svari borg­ar­rit­ara komi fram að þetta sé í sam­ræmi við or­lof­s­upp­gjör æðstu emb­ætt­is­manna borg­ar­inn­ar og það kalli á sér­staka skoðun líka.

„Okk­ur finnst ekki eðli­legt að gera upp tíu ára upp­safnað or­lof við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra miðað við þær fyrn­ing­ar­regl­ur sem gilda um or­lof­s­upp­gjör.“

Árásir á Ásmund

Bjarni Benediktsson.

Engum dylst að lifandi dauð ríkisstjórn Íslands mjakast í átt til heljar. Hver höndin er uppi á móti annarri og ást hinna ólíku afla er orðin að óþoli. Stærsta gjáin hefur verið milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sem deila nú um flest.

Nýtt úspil Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns VG um að andmæla vindmyllugörðum þykir vera dæmi um uppreisn gegn Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra í boði VG, er eindreginn stuðningsmaður þess að koma upp vindmyllum. Guðmundur Ingi tjáði sig um málið í sjónvarpsfréttum í gær sem þykir vera vísbending um að hann sé að manna sig upp í að sprengja samstarfið.

Athygli vekur að Sjálfstæðismenn hafa hver um annan þveran hjólað í Ásmund Einar Daðason, ráðherra barnamála og menntunar, vegna þeirrar óstjórnar sem þykir ríkja í málum grunnskólans. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, kvartaði undan því að ráðherrann og hans fólk hefði þröngvað sveitarfélögum til þess að gefa skólabörnum frítt að borða. Þá kenna Sjálfstæðismenn Ásmundi um það reiðileysi sem er varðandi námsmat barna á Íslandi. Mikil reiði er innan Framsóknarflokksins vegna árásanna á erfðaprins flokksins.

Ásmundur Einar dregst svo inn í vindmillumál VG þar sem faðir hans, Daði Einarsson er eigandi jarðar í Dalasýslu sem ætluð er að hluta undir gróðamyllurnar …

Dauðadrukkin kona með dólgshátt í miðborginni – Dópaður ökumaður valdur að umferðaróhappi

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögregla var kölluð til vegna konu sem var ofurölvi í miðborginni. Konan sýndi af sér dólgshátt og var með uppsteyt. Hún þótti ekki vera til þess fær að vera á almannafæri. Lögreglan leysti málið og þegar rofaði til í kolli dauðadrukknu konunnar var henni ekið til síns heima þar sem hún sefur úr sér ruglið.

Búðaþjófur var á ferð og lögreglan kom að málum. Á svipuðum slóðum var lögreglan kölluð til og manni vísað út úr verslun vegna hegðunar sem ekki þótti vera boðleg.

Innbrot var framið í geymslur í fjölbýlishúsi. Óljóst er með niðurstöðu þess máls.

Hafnarfjarðarlögreglan stóð mann að því að aka undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og umsvifalaust sviptur ökuréttindum. Hann verður á næstunni háður öðrum með það að komast á milli staða.

Árekstur varð á milli tveggja bifreiða. Í ljós kom að annar ökumannanna er án ökuréttinda. Ekki urðu slys á fólki. Sá réttindalausi færi himinháa sekt.

Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og að hafa orðið valdur að umferðaróhappi.

Mosfellsbæjarlögreglan gómaði ökumann sem talið er að hafi verið drukkinn. Hann fær refsingu í samræmi við stærð brotsins.

Ölvaðir vinir handteknir fyrir að kveikja í gardínu í Keflavík: „Þetta er djöfulsins kjaftæði“

Reykjanesbær - myndin tengist fréttinni ekki beint

Vinir á sextugsaldri voru handteknir fyrir íkveikju árið 2004.

Svavar Borgarsson, íbúi í Reykjanesbæ, var handtekinn árið 2004 fyrir íkveikju en lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir handtökuna á sínum tíma.

„Þetta er djöfulsins kjaftæði. Það kviknaði bara í gardínu,“ sagði Svavar í viðtali við DV um málið árið 2004. Vinkona Svavars játaði að hafa kveikt í gardínu eftir hafa gist fangageymslur lögreglu en hún átti við geðræn vandamál að stríða að sögn Svavars. Þá hafi atvikið verið talsvert ýkt og eldurinn dáinn út þegar lögreglumenn komu á svæðið.

Karl Hermannsson, lögreglumaður, sagði við DV að lögreglan hafi komið að miklum reyk en engum eldi. Þá hafi Svavar og vinkona hans verið mjög drukkin en áfengismagn í blóði þeirra hafi ekki verið mælt.

Bryndís Kristjánsdóttir, nágranni Svavars, sagði að lögreglan hafi farið fram úr sér í þessu máli og Svavar og vinkona hans hefðu ekki átt að vera handtekin. Þá sagði hún jafnframt að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu veki furðu.

Wolt sendill þátttakandi í þjófnaði – Fyrirtækið hafnar allri ábyrgð

Wolt sendill aðstoðaði við þjófnað - Mynd: Wolt

Gústaf Björnsson varð fyrir þjófnaði fyrr í sumar en atvikið náðist á upptöku. Sýnir upptakan mann með Wolt poka stela gaskúti úr garði Gústafs.

Gústaf hafði samband við fyrirtækið en hann segir viðbrögð þess hafa valdið sér miklum vonbrigðum. Wolt hafi borið fyrir sig að þarna væri um verktaka að ræða og ekkert sem þeir gætu gert í málinu. Fyrirtækið hafi bent Gústafi á að hafa sambandi við lögregluna en Gústaf hefur ekki gert það hingað til en reiknar að því að gera það.

Christian Kambaug, upplýsingafulltrúi Wolt á Ísland, hafnar því alfarið að málið sé ábyrgð Wolt. Þarna hafi verið um að ræða mann sem var með sendli þeirra í bíl en ekki verktaka á þeirra vegum. „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ sagði Christan við Vísi um málið. Bent hefur verið á að þó að sendillinn hafi ekki verið sá sem stal gaskútnum þá sé hann þátttakandi í þjófnaðinum.

Þá ber að nefna að Wolt hefur verið harðlega gagnrýnt af stéttarfélögum og ASÍ fyrir koma illa fram við verktaka á sínum snærum og var fyrirtækið undir rannsókn lögreglu í byrjun sumars.

Gísli Pálmi hlaut dóm í héraði

Gísli Pálmi hlaut dóm í vikunni - Mynd: Skjáskot

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson var á mánudaginn dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða 420 þúsund krónur í sekt fyrir að aka án ökuleyfis og undir áhrifum en Vísir greinir frá þessu.

Í dómnum segir að Gísli Pálmi hafi verið stoppaður á ferð sinni um Klapparstíg í janúar fyrr á þessu ári. Við nánari skoðun kom í ljós að rapparinn hafði ekki réttindi til að keyra en hann hefur tvívegis verið sviptur þeim réttindum undanfarin ár meðal annars vegna vímuefnaaksturs. Þá sýndi blóðsýni að hann var undir áhrifum kannabisefna. Gísli var ekki viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp en hann býr í Lundúnum í Englandi.

Gísli var um tíma einn vinsælasti rappari landsins en hann hefur látið lítið fyrir sér fara í tónlistarheiminum síðan 2015 þegar hann gaf út fyrstu og einu breiðskífu sína. Í gegnum árin hefur Gísli rætt við fjölmiðla reglulega um að hann hafi átt við fíkniefnavanda að stríða.

Halldór Bragason lést í eldsvoðanum á Antmannsstíg

Halldór Bragason er látinn - Mynd: Facebook

Tónlistarmaðurinn Halldór Bragason er látinn en hann lést í brunanum sem átti sér stað á Amtmannsstíg í gær. Halldór var 67 ára gamall en RÚV greindi frá andláti Halldórs.

Halldór var einn af fremstu tónlistarmönnum Íslands og stóð lengi fyrir Blúshátíð í Reykjavík. Hann lék með öllum helstu tónlistarmönnum Íslands á einum eða öðrum tímapunkti í lífi sínu og er hljómsveitin Vinir Dóra kennd við hann.

Rannsókn á brunanum er ennþá í gangi og ekkert liggur fyrir um eldsupptök.

 

Gamaldags dönsk kúgun í Stykkishólmi: „Átti að láta listamanninn finna til samviskubits“

Danskir dagar árið 2023 - Mynd: Danskir dagar

Smári Tarfur Jósepsson, einn færasti gítarleikarinn í sögu Íslands, vandar aðstandanum Danskra daga í Stykkishólmi ekki kveðjurnar í pistli sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar greinir hann frá því að hann hafi verið beðinn um að koma fram á hátíðinni sem hefst á morgun. Honum brá heldur betur þegar sá hvað hátíðin var tilbúin að borga honum fyrir framlag sitt.

Ég var því miður bókaður þennan tiltekna dag en þakkaði pent fyrir mig. Notaði tækifærið í leiðinni og benti á að umrædd upphæð væri allt of lág. Reyndar hafði fulltrúi hátíðarinnar nefnt að „bara lágmark” yrði greitt fyrir framkomuna. Upphæðin getur reyndar ekki talist „lágmark“ þar sem hún dygði ekki fyrir kostnaði.

Eftir að hafa bent á það, var stiginn smá darraðadans. Það átti að láta listamanninn finna til samviskubits fyrir að hafa minnst á fjármálin og fyrir það að hann væri nú ekki til í að taka þátt í „samfélags- og sjálfboðavinnu“ sem að allir aðrir voru svo „hrikalega ánægðir að fá að vera með [í] og gefa til samfélagsins“.“

Aðkomufólk stendur sig betur en íbúar

Smári benti í framhaldinu á að þetta væri langt undir opinberum taxta FÍH og fékk þau svör að enginn væri að vinna samkvæmt taxta á hátíðinni. Það þykir Smára nokkuð sérstakt en hann bjó sjálfur í Stykkishólmi sem unglingur.

„Fyrr í sumar stóð hópur aðkomufólks fyrir annarri tónlistarhátíð sem nefnist Sátan. Höfðu hljómsveitir orð á því að öll umgjörð tengd þeirri hátíð var með miklum sóma. Þar fékk hver og einn einasti listamaður greitt fyrir sína vinnu. Því jú….þetta er — sannarlega — vinna.“

Smári telur að gildi Danskra daga vera skökk.

„Í Stykkishólmi er starfræktur prýðis tónlistarskóli. Ég þykist nokkuð viss um að stefnan þar á bæ sé ekki að fólk, sem þangað sækir nám, eigi síðar meir að gefa vinnuna sína. Nógu mikið er um það fyrir á tímunum sem við lifum, samanber öll tónlistin sem streymist úti um alla veröld fyrir hlægilega lágar upphæðir eða jafnvel að kostnaðarlausu.

Ég og félagar mínir erum allir af vilja gerðir þegar kemur að góðgerðarmálum og tónleikum sem tengjast þeim. Þar á mjög vel við að gefa vinnuna sína og er sjálfsagt mál. Þessi tiltekna hátíð fellur ekki undir þann hatt.“

Dönsk kúgun

Gítarleikarinn heldur áfram og segir að kannski ætti þetta ekki að koma á óvart þar sem Danir drottnuðu lengi yfir Íslendingum og nefnir einokun Dana með verslun sem dæmi.

„Danskir dagar eru máski bara í takt við það — að halda gömlu, góðu dönsku kúguninni áfram.“

Apple hefur ekki fengið leyfi til að ljósmynda Grindavík: „Enginn hér meðvitaður um þetta“

Apple vill ljósmynda Grindavík

Um þessar mundir er bíll frá tæknifyrirtækinu Apple að keyra um landið. Markmið Apple er að taka myndir af öllum helstu bæjarfélögum landsins til að koma þeim inn í Apple Maps og auðvelda þannig notendum sínum að skoða landið og ná áttum. Slík þjónusta hefur verið í boði hjá Google og Já árum saman.

Vakið hefur athygli að fyrirtækið hyggst mynda Grindavíkurbæ og fleiri bæjarfélög á Suðurnesjum í ágúst og september en eins og Íslendingar vita þá er bærinn lokaður öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlum er einnig leyft að fara inn í bæinn en óvíst er hvort að hægt sé að skilgreina Apple sem fjölmiðil.

Mannlíf hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum til að spyrjast fyrir um áætlanir Apple í Grindavík og athuga hvort fyrirtækið hafi haft samband við embættið. „Þetta hefur ekki borist til lögreglunnar á Suðurnesjum og engin hér meðvitaður um þetta,“ sagði Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Ef slík beiðni berst verður hún skoðuð af aðgerðastjórn.“

Hildur Guðbjörg og Olumide Temitope vilja stýra Náttúruverndarstofnun

Vatnajökulsþjóðgarður fellur undir Náttúruverndarstofnun - Mynd: South.is

Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Átta umsækjendur eru um embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og eru þeir hér fyrir neðan:

Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Hallur Helgason, verkefnisstjóri
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóri
Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs
Kristófer S. Arnar P. Júlíusson, líftæknir
María Ester Guðjónsdóttir, ferðamála- og viðskiptafræðingur
Olumide Temitope Araoyinbo, umsjónarmaður
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Hörður Jón er fallinn frá

Hörður Jón Fossberg Pétursson er látinn en var 93 ára gamall. Mbl.is greinir frá andlátinu.

Hörður fæddist árið 1931 í Reykjavík og ólst upp í Austurbænum og gekk í Austurbæjarskóla. Hörður lærði húsgagnabólstrun og lauk hann náminu árið 1955 eftir tvö ár í Iðnskólanum. Ári síðar opnaði Hörður svo eigin húsgagnabólstrunarverslun og rak hann fyrirtækið til ársins 2003 en árið 1972 hóf fyrirtækið einnig að selja húsgögn. Hörður átti sinn skerf í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpssögu en Bólstrun Harðar átti fyrstu leiknu sjónvarpsauglýsinguna sem birtist á RÚV.

Hörður var mikill knattspyrnumaður og var fyrsti formaður knattspyrnudeildar Fram auk þess að hann lék með liðinu um tíma. Þá skoraði hann fyrsta markið í bikarkeppni sem haldin var á Íslandi.

Hörður lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Harmleikurinn á Amtmannsstíg – Hundurinn Úffi bjargaði Margréti frá eldsvoðanum

Hundurinn Úlfgrímur vakti eiganda sinn þegar eldur logaði í húsinu. Mynd: Facebook.

Margrét Víkingsdóttir þakkar hundinum sínum að hafa sloppið heil frá eldsvoðanum á Amtmannsstíg 6 í gær þar sem nágranni hennar lét lífið.

Margrét lýsti því í samtali við Vísi að hundurinn Úlfgrímur Lokason vakti hann óvenjusnemma þennan örlagamorgunn og gaf sig ekki fyrr en hún reis úr rekkju. Hann er vanur að vekja hana um klukkan 10 en að þessu sinni var hann tveimur tímum fyrr á ferð.

„Ég hef svona frekar seinar lappir á morgnana og sein að sofa og hann er yfirleitt að klóra aðeins í mig svona um tíuleytið, þá vill hann fara fram á svalir,“ segr Margrét við Vísi.

Margrét Víkingsdóttir.

Hún hafi því í fyrstu ekki kunnað að meta það þegar átta ára gamli Schäfer-hundurinn, sem svarar nafninu Úlfgrímur Lokason, reyndi að draga hana fram úr rúminu fyrir klukkan átta á þriðjudagsmorgun.

Margrét reis úr rekkju og ætlaði að fara með hundinn fram á svalir. Þá fann hún óeðlilega lykt.

„Fyrst fannst mér eins og það væri einhver að grilla úti og svo liggur eftir gólfinu, ekki einu sinni þykkur reykur, bara ein og ein slikja,“ segir hún við Vísi.

Þegar það rann upp fyrir henni að húsið væri að brenna reyndi hún að vekja nágranna sinn á neðri hæðinni.

Frá vettvangi harmleiksins á Lokastíg. Mynd: Margrét Víkingsdóttir.

Hún sparkaði í hurðina hjá nágrannanum og hrópaði í von um að vekja hann en fékk engin viðbrögð. Nágranninn var síðar fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Í miðjum harmleiknum er Margréti létt. Hún lýsir líðan sinni á Facebook.

„Ég slapp út. Úffi vakti mig. Íbúðin mín er ekki skemmd, nema gólfin neðanfrá,“ skrifar hún.

„Páll var einn af þessum snötum“

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja og fyrrverandi útvarpsstjóri, var í áhugaverðu viðtali hjá Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, á Rás 1. Páll lýsti því að hann hefði starfað á fjölmiðlum í hartnær 40 ár. Sjötugur lítur hann stoltur um öxl og telur sig hafa unnið nokkur þjóðþrifaverkin. Aðpurður um starfsánægju sagðist hann hafa verið ánægðastur sem óbreyttur fréttamaður. Það var skammgóður vermir því hann var einungis óbreyttur um skamma hríð og var ungur kallaður til ábyrgðar sem fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Seinna var hann skipaður útvarpsstjóri og umdeildur sem slíkur og af sumum sagður ganga erinda Sjálfstæðisflokksins sem seinna naut krafta hans sem þingmanns.

Viðtalið fór fremur illa í einn virtasta fjölmiðlamann landsins, Sigurð G. Tómasson, sem situr í helgum steini eftir gott ævistarf. Sigurður vakti athygli á viðtalinu á Facebook þar sem hann skilgreindi Pál sem snata Sjálfstæðisflokksins. „Páll var einn af þessum snötum sem íhaldið hefur gert að pólitískum erindrekum sínum í Ríkisútvarpinu,“ skrifar Sigurður og sakar hann um ósiðlega sjálftöku fjár og kannski ólöglega þegar hann las fréttir Sjónvarpsins á sama tíma og hann var útvarpsstjóri …

Sundlaugaþjófur og ökufantur

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Þjófur gerði sig heimakominn í sundlaug á svæði miðborgarlögreglunnar. Lögregæan tólk niður skýrslu og rannsakar nú málið. Sundlaugarþjófurinn er ófundinn.

Ökumaður var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. Hann var látinn laus úr haldi lögreglu eftir að dregið var úr honum blóð.

Hafnafjarðalögregla fékkst aðallega við ökumenn í gærkvöld og nótt. Einn var sektaður fyrir akstur án gildra ökuréttinda og annar var staðinn að of hröðum akstri. Ökufanturinn var á 121. kílómetra hraða þar sem 80 kílómetrar á klukkustund er hámarkshraði.

Meint fórnarlamb í líkamsárás kallaði til lögreglu. Lögregla tekur niður upplýsingar um málið og rannsakar nú atvikið.

Önnur tilkynning um líkamsárás barst lögreglu. Þar var einnig um að ræða skemmdarverk. Lögregla mætti á vettvang og ræddi við aðila málsins. Skýrsla var rituð um málið.

Jónheiður fann ástina á netinu: „Komin með þreytuverki í fingurna“

Jónheiður og Hörður kynntust á Irkinu - Myndin er vel samsett

Jónheiður Ísleifsdóttir kynntist kærastanum á Irkinu árið 1999.

Það er alveg ótrúlegt hvað tæknin getur gert, meira að segja árið 1999. Þá var Irkið svokallaða í fullu fjöri. Þar var hægt að spjalla við ýmiss konar fólk og stundum varð fólk ástfangið. Slíkt kom fyrir Jónheiði og Hörð Smára.

„Ég kíki oftast á irkið á hverjum degi. Það er misjafnt hversu ég lengi ég stoppa við en síðustu tvö árin hef ég verið virkur irkari,“ sagði Jónheiður Ísleifsdóttir, sem kallaði sig Joy á Irk-rásum, í viðtali við DV árið 1999. „Mig langaði til að kynnast nýju fólki og lenti fyrir tilviljun á mjög góðri rás þar sem ég hef eignast mjög góða vini. Ég var svo heppinn að kynnast kærastanum mínum á þessari rás. Það má líkja irkinu við gott kaffihús nema hvað maður getur alltaf farið inn en verið samt heima. Það byggist reyndar upp mikið félagslífi kringum þetta og þegar fólk er farið að kynnast þá hittist það utan irksins.“

Jónheiður kynntist Herði Smára Jóhannssyni, þáverandi kærasta sínum, á irkinu.

„Stundum er svo gaman að það getur verið erfitt að slíta sig frá þessu. Í fyrstu eyddi ég oft mörgum klukkutímum í einu á irkinu. Metið mitt er ellefu klukkutímar og þá var ég komin með þreytuverki í fingurna. Í dag geri ég þetta meira í hófi og nota irkið til þess að ná sambandi við vini og kunningja. Ef ég þarf að ná í einhvem þá finnst mér oft þægilegra að fara á irkið en lyfta símtólinu. Þannig held ég að margir á mínum aldri hugsi í dag,“ sagði Jónheiður.

Jónheiður sagði irkið hafa vaxið ótrúlega hratt þau tvö ár sem hún hafði stundað það. „Irkið er orðið ótrúlega stórt, rásunum fjölgar jafnt og þétt og sér örugglega ekki fyrir endann á þeirri þróun.“

Óhætt er að segja að Irkið sé ekki jafn vinsælt í dag og það var rétt eftir aldamót. Þá fetuðu þau bæði tölvubrautina og samkvæmt heimildum Mannlífs eru þau bæði menntaðir forritarar.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 13. ágúst 2023

Úthverfakona tekin með 13 milljónir í reiðufé á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Íslensk kona á fertugsaldri reyndi flytja með sér 86.500 evra, sem eru rúmar 13 milljónir króna, í reiðufé til Amsterdam í farangri í gegnum Keflavíkurflugvöll.

DV greinir frá málinu en samkvæmt ákæru sem fréttamiðilinn hefur undir höndum segir að konan hafi í desember árið 2022 tekið við fénu frá óþekktum aðila og átt að koma því til Hollands. Á konunni að hafa verið ljóst að peningurinn væri ávinningur af refsiverðum brotum. Konan var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli og fundust peningarnir við leit í farangri hennar en samkvæmt DV býr hún í úthverfi í Reykjavík. 

Konan hefur verið ákærð fyrir peningaþvætti og krefst héraðssaksóknari þess að hún verði dæmd til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og krafist er upptöku á evrunum.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst.

Stolinn Volvo eftirlýstur af lögreglunni – Fólk beðið um að hringja í 112

Stolinn Volvo

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Volvo XC90 með skráningarnúmerið MH048, en bílnum var stolið úr Sóltúni í Reykjavík í gær.

Ef þið sjáið bílinn í umferðinni, eða vitið hvar hann er niðurkominn, þá vinsamlegast hafið samband við lögreglu í síma 112.

Leyfi veitt fyrir 30 risavöxnum vindmyllum í Búrfellslundi: „Uppfyllti öll skilyrði laga“

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri

30 vindmyllur verða reistar í Búrfellslundi á næstu árum en Orkustofnun veitti í dag Landsvirkjun fyrsta virkjanaleyfið fyrir vindorku á Íslandi.

„Þetta er verkefni sem hefur verið lengi í undirbúningi hjá Landsvirkjun,“ sagði Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, í samtali við RÚV. „Þetta er verkefni sem er búið að fara í gegnum rammaáætlun, skipulagsmál í sveitarfélagi og núna síðast voru Landsvirkjun og Landsnet að ná saman sín á milli þannig að þetta leyfi uppfyllti öll skilyrði laga og hefur nú verið veitt.“

Stefnt er á að vindorkuverið verði komið í gang árið 2026 og telur Halla að það þurfi að móta langtímastefnu í vindorkumálum landsins en vindmyllurnar sem reistar verða í Búrfellslundi mega í mesta lagi vera 150 metra háar og telst hæð spaðanna inn í þá hæðartakmörkun. Sumir telja þó að vindmyllurnar muni vera sjónmengun.

Halla segir mikilvægt að horfa á jafnvægi milli náttúru og nýtingar. „Það mun reyna sífellt meira á það jafnvægi því eftirspurn eftir grænni orku, sem eru gríðarlega verðmætar auðlindir í dag, er að aukast mikið.“

Aðeins 13 prósent lesenda telja að leysa eigi Helga Magnús frá störfum

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari verði tíma­bundið leyst­ur frá störf­um vegna tján­ing­ar hans í op­in­berri umræðu en hann hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín um innflytjendur, hælisleitendur og samkynhneigðum undanfarin áratug.

Helgi er langt frá því sáttur með þessa beiðni og ætlar að berjast gegn henni með kjafti og klóm og segist aðeins hafa verið að segja sannleikann. Málið er nú í höndum dómsmálaráðherra.

Í gær spurði Mannlíf hvort að leysa ætti Helga Magnús frá störfum en niðurstaðan er sú aðeins tæp 13% lesenda telja að hann eigi frá að hverfa.

Nei
87.94%
12.06%

Sjálfsvígbréfi fangans á Litla-Hrauni er enn leynt – Lögreglan svarar ekki umboðsmanni Alþingis

Ingvi Hrafn Tómasson lést á Litla Hrauni

Lögreglan á Suðurlandi hefur ekki svarað umboðsmanni Alþingis vegna leyndar sem hvílir yfir rannsókn á sjálfsvígi fanga á Litla-Hrauni. Tómas Ingvason, faðir fangans, sendi kvörtun til umboðsmanns eftir að lögreglan neitaði að afhenda honum frumrit af sjálfsvígsbréfi sonar hans, Ingva Hrafns. Umboðsmaður sendi Lögreglustjóranum á Suðurlandi fyrirspurn þann 18 júlí og gaf embættinu frest til 12. ágúst til að svara. Enn hefur ekkert svar borist. Umboðsmaður hefur ítrekað kröfuna um svar frá lögreglunni.

Tómas Ingvason berst fyrir réttlæti.

Ingvi Hrafn lést þann 5. maí 2024 á Litla-Hrauni. Hann hafði beðið um hjálp vegna andlegra erfiðleika en honum var sagt að bíða fram yfir helgi. Enginn hlustaði á neyðarkall fangans.

Fangelsið á Litla-Hrauni.

Á sunnudeginum tók hann líf sitt og skyldi eftir kveðjubréf. Lögreglan hefur aðeins leyft Tómasi að sjá hluta af bréfinu. Þá er Tómas ósáttur við rannsókn á láti unga mannsins sem þykir taka langan tíma.

Mannlíf hefur fjallað ítarlega um mál fangans. Hann lýsti raunum sínum í podcast-viðtali við Mannlíf skömmu eftir lát unga mannsins. Viðtalið er að finna hér. 

Raddir