Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Einn fluttur á bráðamóttöku eftir eldsvoða: „Þá ákváðum við strax að fara í líf­björg­un“

Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í morgun kom upp mikill bruni í hús á Amtmannsstíg og var allt slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins kallað á vettvang. 

„Það er strax vitað þegar að boðin koma að það er tölu­verður reyk­ur að koma frá hús­inu. Mjög fljót­lega fáum við að vita að það er ein­stak­ling­ur inni á miðhæðinni. Þá ákváðum við strax að fara í líf­björg­un,“ sagði Guðjón Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is um málið. Björgun einstaklingsins var sett í forgang frekar en að slökkva eldinn.

Tókst að bjarga manninum úr húsinu og var hann fluttur á bráðamóttöku en ekki er vitað um ástand einstaklingsins. Samkvæmt Guðjóni tók það slökkviliðið 15 til 20 mínútur að slökkva eldinn í húsinu en þrjár hæðir eru í húsinu og kom eldurinn upp á jarðhæð. Ekki liggur fyrir um eldsupptök en mikið tjón varð á húsinu.

Eydís Líndal og María Ester vilja stýra Náttúrufræðistofnun Íslands – Alls sex umsækjendur

Náttúrufræðistofnun Íslands - Mynd: Landslag.is

Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl. En þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Sex einstaklingar sóttu um embætti forstjóra og eru þau hér fyrir neðan:

Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar
Guðmundur Þórðarson, samningamaður og sérfræðingur
Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi
Kristófer S. Arnar P. Júlíusson, líftæknir
María Ester Guðjónsdóttir, ferðamála- og viðskiptafræðingur
Rakel Rún Karlsdóttir, jarðfræðingur

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Gréta María leggur upp í verðstríð með Prís – Stofnandi Bónuss er með í ráðum

Mynd / Aðsend -Íris Dögg Einarsdóttir

Lágvöruverslunin Prís mun opna seinna í þessum mánuði á Smáratorgi. Markmiðið er að vera með lægsta verðið á markaði og skáka þannig Bónus og Krónunni sem hafa verið á markaðnum í góðu samkomulagi sem felur í sér að Krónan er jafnan aðeins krónu hærri í verði. Keðjurnar tvær eru með um 60 prósent af markaðnum. Fákeppnin er talin hafa í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir neytendur.

Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Prís. Hún gat sér gott orð sem framkvæmdastjóri Krónunnar sem hún þróaði sem helsta samkeppnisaðila Bónuss.  Prís er í eigu sömu aðila og Heimkaup, Lyfjakaup og olíufélagið Skeljungur. Meðal eigenda og hugmyndafræðinga að baki versluninni nýju er Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnandi Bónuss, og helsti hugmyndafræðingurinn að baki lágvörukeðjunni.

Jón Ásgeir er helsti hugmyndafræðingurinn að baki Bónus.

Gréta María segir í samtali við Vísi að markmiðið sé fyrst og fremst að lækka matvöruverð í landinu. Meðal annars með því að leggja áherslu á innfluttar vörur.

„Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María við Vísi.

Í upphafi verður aðeins ein verslun á vegum Prís. Það ræðst síðan af viðtökum á markaðnum hvort þeim fjölgar á næstunni. Þetta er sama uppskrift og var þegar Jón Ásgeir og faðir hns, Jóhannes Jónsson stofnuðu Bónus á sínum tíma. Ævintýrið hófst með lítilli verslun sem blómstraði. Nú eru Bónusverslanir á fjórða tug.

Reiðiköst Arnars

Arn.ar Gunnlaugsson - Mynd: skjáskot RÚV

Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson gerði sig enn og aftur að aðalatriðinu í íslenskri knattspyrnu með hegðun sinni en hann missti algjörlega stjórn á sér í leik Víkings við Vestra um helgina en hann fékk verðskuldað rautt spjald í leiknum. Í samtali við fjölmiðla eftir leikinn skellti Arnar öllum heimsins vandamálum á knattspyrnudómara og lét hann ýmis orð falla sem hefðu þótt ófagmannleg á síðustu öld, hvað þá árið 2024. En þetta er ekki fyrsta, annað eða þriðja sinn sem Arnar missir stjórn á skapinu fyrir litlar sakir sem þjálfari.

Frægasta atvikið átti sér stað á seinasta tímabili en þá nánast froðufelldi þjálfarinn af bræði eftir leik og setti Arnars-málið svokallaða svartan blett á Íslandsmótið. Telja margir að nú sé nóg komið og málið verði ekki leyst aðeins með leikbanni heldur verði að grípa til stærra inngrips áður en það er of seint.

Í einhverjum tilfellum hafa leikmenn og þjálfarar í öðrum löndum verið sendir á námskeið til að læra halda ró sinni og gæti slíkt mögulega talist góður kostur fyrir landsliðsmanninn fyrrverandi …

Maður á vergangi tjaldaði framan við verslun – Bát sjómannsins hvofdi í Hvalfirði

Bát hvolfdi síðdegis í gær í Hvalfirði. Eigandinn var um borð en betur fór en á horfðist og hann bjargaðist. Vegfarendur í Hvalfirði sáu bátinn á hvolfi og mann á kili um 300 metra frá landi.  Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar, lög­regla, áhöfn­in á sjó­mæl­inga­skip­inu Baldri og sjó­björg­un­ar­sveit­ir á veg­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar voru kallaðar út. Maðurinn komst af sjálfsdáðum í land en var kaldur og hrakinn. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús til frekari skoðunar. Bátinn rak upp í fjöru en óljóst er með skemmdir.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni síðdegis í gær. Lögreglan mætti á vettvang og teók niður upplýsingar. Málið er nú í rannsókn.

Reiðhjólaslys varð í Garðabæ í hærkvöld. Hjólreiðamaðurinn meiddist nokkuð og var fluttur á bráðamóttöku.

Lögreglan hafði afskipti af manni sem hafði í gær tjaldað nærri verslun. Fram kom í máli mannsins að hann var á vergangi og ætti ekki önnur hús að vernda. Maðurinn fékk vinsamlegar leiðbeiningar um það hvert væri best að leita aðstoðar. Honum var jafnframt bent á að  og bent á að koma tjaldi sínu fyrir á svæði innan borgarmarkanna sem ætlað er fyrir slíkt úthald.

Í gær barst lögreglu tilkynning um ökumann sem hafði ekið á tvær bifreiðar. Hann hafði lagt sinni eigin bifreið og gengið á brott. Ökumaðurinn þekktist og reyndist vera án ökuréttinda. Honum verður refsað í samræmi við afbrotið.

Fimm Ísfirðingar réðust á lögregluþjóna: „Menn sem eru í sífelldum illindum“

Miðbær Ísafjarðar - myndin tengist fréttinni beint Ljósmynd: Visit Westfjords Myndin tengist fréttinni ekki beint

DV greindi frá hreint út sagt ótrúlegum slagsmálum sem áttu sér stað á Ísafirði árið 2000. Þá tóku fimm Ísfirðingingar þá mögnuðu ákvörðun að ráðast á áhöfn aðkomutogara þegar áhöfnin var að skemmta sér á skemmtistaðnum Á Eyrinni. Þeim var svo vísað út af staðnum en þeir létu sér ekki segjast.

„Þeir biðu þá átekta fyrir utan staðinn og þegar aðkomumennirnir komu út réðust þeir á þá og upphófust heljarmikil slagsmál,“ sagði Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn við DV. „Rétt áður hafði lögreglan farið þarna á staðinn og tekið barefli af einum mannanna.“

Fjórir lögreglumenn mættu á staðinn til að stoppa slagsmálin en létu heimamenn það ekki stoppa sig og létu höggin dynja á lögreglumönnunum. Þá var kallað á aðstoð frá lögreglunni í Bolungarvík og var í framhaldi ákveðið að sprauta á slagsmálahundana með „maze-úða“ eins og segir í fréttinni.

„Á suma þeirra þurfti að sprauta aftur og aftur til þess að yfirbuga þá,“ sagði Önundur

„Þetta eru menn sem eru í sífelldum illindum og leiðindum hér í bænum,“ sagði yfirlögregluþjónninn að lokum. Einn skipverji ákvað að leggja fram kæru gegn Ísfirðingunum.

Baksýnisspegill birtist fyrst 12. ágúst 2023

Alvarlegur árekstur við Lómagnúp – Fjórir slasaðir

Þyrla Landhelgisgæslunnar Ljósmynd: lhg.is

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna alvarlegs umferðaslyss sem átti sér stað við Lómagnúp og hefur hringveginum verið lokað. RÚV greinir frá því að tveir bílar sem komu gagnstæðri átt hafi rekist saman.

Þá er mikill viðbúnaður á staðnum að sögn lögreglu en verið er að flytja slasaða á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki hafa verið gefnar neinar upplýsingar um fjölda einstaklinga sem slasaðir eru eða ástand þeirra.

Fréttin verður uppfærð.

Uppfærsla – 15:41: Mbl.is greinir frá því að fjórir einstaklingar hafi slasast í slysinu en ekkert liggur fyrir um ástand þeirra

Þorvaldur telur að næsta gos verði stærra: „Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að næsta eldgos á Reykjanesi verði stærra en þau gos sem hafi komið upp á svæðinu áður en verði að öðru leyti svipuð.

„Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru en fyrir síðasta gos. Eitthvað hafa þolmörkin breyst, kannski er það bara eitthvað smotterí og gosið þá væntanlegt á næstu klukkutímum eða dögum ef það fylgir þessu fyrra ferli,“ sagði Þorvaldur við Vísi um málið.

Þorvaldur segir að miðað við fyrri reynslu muni gosið koma upp á svipuðum slóðum eða rétt suðaustan við Stóra Skógfell. Út frá því muni opnast sprunga til norðurs og suðurs. Hann á þó ekki von á að það komi upp gos innan Grindavíkur.

„Það er ákveðin lína á sunnanverðu Reykjanesinu, þar sem við höfum enga gíga og engar sprungur. Á síðustu 14-15 þúsund árum hefur aldrei gosið sunnan við þessa línu. Við vitum ekki um neina gíga sem eru innan bæjarmarkanna,“ en flestir sérfræðingar telja að næsta eldgos á svæðinu sé á næsta leiti.

Jörundur Áki segir átak KSÍ hafa vakið athygli: „Þarf örugglega að fara í svona verkefni reglulega“

Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ - Mynd: KSÍ

Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hegðunarátak sem KSÍ fór með í fyrra hafi vakið athygli en átakið snérist um að leikmenn, þjálfarar og áhorfendur komi betur fram við dómara. Slík mál hafa verið í lamasessi í íslenskri knattspyrnu undanfarin ár og hafa íslenskir knattspyrnudómarar fengið morðhótanir frá áhorfendum.

Átakið hófst í maí í fyrr en töldu margir það hafa fallið um sjálft sig eftir að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, missti stjórn á skapi sínu viðtali eftir leik á seinasta tímabili og lét mjög ósæmileg orð falla í garð íslenskra dómara. Arnar baðst ekki afsökunar á hegðun sinni og dæmdi KSÍ ekki þjálfarann í leikbann. Reynslumikill knattspyrnudómari sem Mannlíf ræddi við sagði að málið og viðbrögð KSÍ hafi svert ímynd knattspyrnu á Íslandi.

Twitterlið fer í taugarnar á Arnari

Í gær fékk svo Arnar Gunnlaugsson rautt spjald í leik Víkings við Vestra og vandaði hann dómurum Íslands ekki kveðjurnar í viðtölum eftir leikinn. „Menn eru bara blindir. Plís ekki fara að láta eitthvað Twitterlið fara að væla að við eigum að sýna fordæmi gagnvart dómurum í meistaraflokki karla. Það á að sýna fordæmi gagnvart dómurum í 6.-8. flokki og ekki rífa kjaft þar en þetta er elítu fótbolti. Þannig menn verða gjöra svo vel að standa sig og þola gagnrýni frá þjálfurum í efstu deild í stað þess að vera eins og litlir menn uppum hvippinn og hvappinn,“ sagði Arnar meðal annars eftir leikinn.

„Það er óhætt að segja að verkefnið hafi vakið athygli og alls konar viðbrögð frá ýmsum aðilum – knattspyrnuáhugafólki og -sérfræðingum, fjölmiðlum, dómurunum sjálfum og öðrum, t.d. foreldrum og varð til þess að málefni og starfsumhverfi knattspyrnudómara fékk umræðu og umfjöllun, sem er gott þegar um árveknisátak er að ræða. Það þarf örugglega að fara í svona verkefni reglulega, og það á ekkert bara við um fótboltann heldur aðrar greinar líka,“ sagði Jörundur Áki við fyrirspurn Mannlífs um þann árangur sem þessi herferð skilaði en samkvæmt heimasíðu KSÍ var ætlun þess að hvetja fólk til jákvæðrar hegðunar í garð dómara og þá var hliðarmarkmið að fjölga dómurum.

 

Á að leysa Helga Magnús frá störfum?

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari verði tíma­bundið leyst­ur frá störf­um vegna tján­ing­ar hans í op­in­berri umræðu en hann hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín um innflytjendur, hælisleitendur og samkynhneigðum undanfarin áratug.

Helgi er langt frá því sáttur með þessa beiðni og ætlar að berjast gegn henni með kjafti og klóm og segist aðeins hafa verið að segja sannleikann. Málið er nú í höndum dómsmálaráðherra.

Því spyr Mannlíf: Á að leysa Helga Magnús frá störfum?

This poll has ended (since 3 months).
Nei
87.94%
12.06%

Könnun þessari lýkur 12:00 þann 13. ágúst.

Adele tilkynnti tónleikagestum um trúlofun – MYNDBAND

Hin margverðlaunaða Adele er að fara gifta sig

Söngkonan Adele er trúlofuð en hún tilkynnti það á tónleikum sem hún hélt í Þýskalandi á föstudaginn.

Tilvonandi eiginmaður hennar heitir Rich Paul og er umboðsmaður íþróttamanna en hann er einn sá valdamesti í bransanum. Meðal kúnna hans eru þeir Lebron James, Anthony Davis, Zach LaVine og Miles Bridges en þeir eru allir meðal bestu körfuboltaleikmanna í heimi. Orðrómur þess efnis að þau væru trúlofuð hefur verið í gangi í nokkurn tíma en hún hefur verið með glæsilegan nýjan hring á hendi undanfarið en nú hefur það verið staðfest að umboðsmaðurinn glæsilegi bað um hönd Adele í London í seinasta mánuði en ekki liggur fyrir hvenær þau muni gifta sig.

Adele er um þessar mundir að halda tónleikaröð í München í Þýskalandi en í ágústmánuði kemur hún fram á tíu tónleikum í borginni sögufrægu. Í júlí tilkynnti söngkonan að hún myndi taka sér pásu frá tónlist eftir að tónleikaröðinni lýkur og að hún sé ekki með nýja plötu í bígerð.

Kerlingarfjallagabbið gæti verið erlent: „Það er ekk­ert sem bend­ir til ann­ars“

Kerlingarfjöll er vinsælt útivistarsvæði - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: south.is

Mögulegt er að neyðarskilaboðin sem voru send til Neyðarlínunnar um erlenda ferðamenn fasta í helli í Kerlingarfjöllum komi frá útlöndum en Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að það komi vissulega til greina en það sé ennþá verið að vinna úr gögnum.

„Það er ekk­ert sem bend­ir til ann­ars,“ sagði Sveinn við mbl.is þegar hann var spurður hvort hægt væri að fullyrða að beiðnin væri falsboð.

Eins og fjallað hefur verið ítarlega um í fjölmiðlum þá var farið strax að leita að ferðamönnunum þann 5. ágúst en var leitinni hætt daginn þegar grunur lék á að um falsboð væri að ræða. Tæplega 200 manns tóku þátt í leitinni og óhætt er að segja að tíma margra hafi verið sóað í ekkert.

Falsboð eru að sögn Svein mjög sjaldgæf og man hann sjálfur aðeins eftir einu svipuðu atviki en slíkt átti sér stað fyrir rúmum 20 árum. Þá sagði hann einnig að blekkingar sem þessar brjóti hegningarlög og gætu þeir einstaklingar sem senda falsboð fengið þriggja mánaða fangelsisdóm hafi lögreglan hendur í hári þeirra.

Sala Kerecis færir Vestfirðingum stórgróða – Guðni framkvæmdastjóri fær 200 milljónir króna í arð

Suðureyri við Súgandafjörð Ljósmynd: afangar.is

Salan á ísfirska fyrirtækinu Kerecis hefur gefið mörgum af sér gríðarlegan hagnað. Meðal þeirra sem njóta góðs af sölunni er fiskvinnslufyrirtækið Klofningur ehf. á Suðureyri sem fæst við að þurrka hausa í fjórum starfsstöðvum á Vestfjörðum. Klofningsmenn áttu stóran hlut í Kerecis og hagnaðist um tæplega 2,5 milljarða króna á sölunni.

Kerecis varð að stórveldi eftir að hafa fundið leið til að breyta roði í lækningavöru. Fjölmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði fjallar um söluna og reiknar út hve mikið níu hluthafar Klofnings fái í sinn hlut. Á aðalfundi Klofnings var samþykkt að greiða tæplega 1,4 milljarð króna í arð til hluthafa.

Stærsti eigandinn er Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. á Ísafirði með rúmlega þriðjung hlutafjár. Félagið fær með sölunni tæpar 500 milljónir króna. Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík á um 27 prósenta hlut  og fær 369 milljónir króna.

Sigurmar ehf , sem er í eigu Guðna A. Einarssonar, framkvæmdastjóra Klofnings, og Sigrúnar Sigurgeirsdóttur Suðureyri, á tæp 15 prósent og fær 200 milljónir króna í arðgreiðslu.

Guðni Albert Einarsson framkvæmdastjóri.
Mynd: bb.is

Rekstur Klofnings ehf. hefur verið erfiður undanfarin  ár og er salan á Kerecis sannnkölluð himnasending fyrir fyrirtækið srem nú er með rúman milljarð króna í eigið fé. Í Bæjarins besta segir að grunnrekstur félagsins hafi verið erfiður á árinu 2023 og nam tap af grunnrekstinum fyrir afskriftir og vexti 18 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að grunnrekstur félagsins verði erfiður á árinu 2024, einkum vegna slæmra markaðsaðstæðna í Nígeríu og kostnaðarhækkana á Íslandi. Stjórnendur félagsins hafa að sögn hafið vinnu við að beina framleiðslu félagsins á aðra markaði til að minnka markaðsáhættu félagsins.

Í stjórn Klofnings sitja Einar Valur Kristjánsson, formaður, Óðinn Gestsson og Jakob Valgeir Flosason.

Hnefi Helga Magnúsar

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari stendur í ótrúlegu stappi við yfirmann sinn, Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara, sem vill refsa honum með brottrekstri úr starfi eftir ummæli sem hann viðhafði eftir að hafa sætt ofsóknum ofbeldismannsins og hælisleitandans Mohamad Kourani sem sat um heimili hans og fjölskyldu hans árum saman.

Helgi Magnús sagði á Facebook-síðu sinni að mörgum væri létt eftir að Mohamad var dæmdur í átta ára fangelsi. Þá sagði hann að með hælisleitendum kæmi kúltúr sem sem sé frábrugðinn því sem tíðkast hér. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting,“ sagði Helgi í viðtali við Vísi.

Samtökin Sólaris hafa kært Helga Magnús vegna ummælanna. Í framhaldinu hefur Sigríður, yfirboðari Helga Magnúsar, beint því til dómsmálaráðherra að víkja honum úr starfi. Ekki er búist við að Guðrún verði við þeirri kröfu en málið hefr dregist á langinn og er allt hið vandræðalegasta fyrir ráðherrann. Mohamad er í fangelsi og hefur sér til gagns og gamans breytt nafni sínu í  Mohamad Thor Jóhannesson.

Helgi Magnús þvertekur fyrir að hafa sem embættismaður fjallað um dólginn og hælisleitendur almennt. Hann sendi ráðherra kröfu á föstudaginn um að ávirðingar á hann yrðu felldar niður og tjáningarfrelsi hans sem eintaklings virt …

Kófdrukkin stúlka í Kópavogi

Háskólabíó

Þrjú börn stofnuðu sjálfum sér í háska í gærkvöld þegar þau klifruðu upp á þak Háskólabíós. Lögreglan mætti á svæðið og kölluðu krakkana niður. Foreldrum þeirra gerð grein fyrir atvikum og málið afgreitt.

Maður var staðinn að líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Ofbeldismaðurinn var handtekinn og hann læstur inni í fangaklefa.

Ung stúlka var að væflast um kófdrukkindrukkin og illa áttuð í Kópavogi. Lögreglan kom til aðstoðar og ók henni til síns heima þar sem móðir hennar tók á móti henni.

Ökumaður var stöðvaður í Breiðholti. Hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera án ökuréttinda. Grunur er uppi um að hann sé dópsali.

Segir dómarana standa í stað: „Getur verið að ég fái 2-3 leikja bann en mér er bara alveg sama“

Arn.ar Gunnlaugsson - Mynd: skjáskot RÚV

Þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, var reiður eftir jafntefli sinna manna gegn Vestra í 18. umferð Bestu deildarinnar í dag.

Vestri skoraði jöfnunarmark sjö mínútum fyrir leikslok og allt ætlaði hreinlega um koll að keyra og Arnar fékk rautt spjald eftir massíf mótmæli:

„Ég þoli ekki svona ósanngirni í fótbolta. Þetta var hrikalega léleg dómgæsla hjá þeim félögum, aðstoðardómarinn er með sama sjónarhorn og ég. Vestramaðurinn gjörsamlega straujar Svein Gísla að það hálfa væri nóg,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum – bætti svo þessu við:

„Það var bara toppurinn á ísjakanum, atvikin í seinni hálfleiknum eru svakaleg. Eiður Aron átti að vera rekinn útaf þegar Valdimar er sloppinn innfyrir. Menn eru bara blindir. Plís ekki fara að láta eitthvað Twitterlið fara að væla að við eigum að sýna fordæmi gagnvart dómurum í meistaraflokki karla. Það á að sýna fordæmi gagnvart dómurum í 6.-8. flokki og ekki rífa kjaft þar en þetta er elítu fótbolti. Þannig menn verða gjöra svo vel að standa sig og þola gagnrýni frá þjálfurum í efstu deild í stað þess að vera eins og litlir menn uppum hvippinn og hvappinn,“

Hann segir að „þetta er að kosta okkur dýrt, því miður. Strákarnir lögðu mikið í þennan leik. Mér finnst þetta ósanngjarnt og ég segi það ekki oft.“

Arnar viðurkennir að hans lið eigi að gera betur:

„Við erum með ansi laskað lið þarna í dag en við eigum að gera betur; það afsakar samt ekki það sem er að gerast í seinni hálfleik og þetta er búið að vera dapurt síðan í Fram leiknum. Ég verð fyrsti maðurinn til að segja það, já við fengum gefins mark á móti Fram. En við vinnum ekki leikinn útaf því marki. Svo er eitthvað rangstöðumark á móti Blikum en við vinnum þá samt tvö núll. Svo kemur einhver þáttur og síðan þá höfum við ekki fengið rassgat í allt sumar. Víti sem við áttum að fá, Vals-fíaskóið og þolinmæði mín er á þrotum. Það getur verið að ég fái 2-3 leikja bann en mér er bara alveg sama. Dómararnir þurfa bara að taka þessari gagnrýni. Deildin er að verða betri og sterkari en þeir eru bara að sitja eftir, það er ekkert flóknara en það.“

 

Hiti upp undir 19 gráður þar sem best lætur á Norðaustur- og Austurlandi

Nú nálgast lægð sunnan úr hafi; skil frá henni ganga vestur yfir landið á morgun; þá mun ganga í norðaustan kalda eða strekking; með rigningu víðast hvar. Úrkoma verður talsverð á Austfjörðum síðdegis – hvassviðri á Suðausturlandi, þar sem gul viðvörun mun verða í gildi. Ekki er þar ráðlegt að vera á ferðinni á bílum er taka á sig mikinn vind.

Annað kvöld dregur úr vindi á þessum slóðum.

Vestan til á Klakanum verður þurrt fram eftir degi; undir kvöld fer að rigna þar og hiti verður 8 til 15 stig.

Á þriðjudaginn mun lægðin grynnast; fer norðvestur yfir landið.

Breytileg átt – gola eða kaldi; væta af og til. Hiti verður á bilinu 8 til 13 stig; upp undir 19 gráður þar sem best lætur á Norðaustur- og Austurlandi.

Viðskotaillur og óvelkominn aðili neitaði að yfirgefa húsnæði

Lögga, lögregla
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Komið er að helstu málum hjá lögreglunni.

Tilkynnt var um innbrot á veitingastað í hverfi 101. Ýmsir munir teknir og málið er í rannsókn.

Einnig var tilkynnt um rúðubrot í verslun í miðborginni; einn aðili grunaður og hann fannst nálægt vettvangi. Það var rætt við aðilann og hann var síðan frjáls sinna ferða að því loknu. Málið í rannsókn.

Tilkynnt var um aðila í annarlegu ástandi sem var óvelkominn í húsnæði og óskað var eftir aðstoð lögreglu til þess að fjarlægja hann. Þegar lögregla bað aðilann að yfirgefa húsnæðið varð hann viðskotaillur og neitaði að hlýða; aðilinn stóð fastur á sínu og fór svo að hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Tilkynnt var um reiðhjólaslys; tvö reiðhjól skullu saman; annar hjólreiðamaðurinn fann til eymsla og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.

Skráningarmerki voru fjarlægð af sex ökutækjum vegna vanrækslu eiganda á að færa þau til aðalskoðunar.

Tilkynnt var um innbrot í bifreið sem var lagt í bílastæðahúsi. Málið er í rannsókn.

Vararíkissaksóknari segir ríkissaksóknara ekki hafa haft vald til að veita honum áminningu

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Vararíkissaksóknari – Helgi Magnús Gunnarsson – og lögmaður hans eru á þeirri skoðun að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi ekki haft vald til að veita honum áminningu vegna orða hans á samfélagsmiðlum fyrir um það bil tveimur árum síðan.

Helgi Magnús hefur því sent dómsmálaráðherra bréf; þar krefst hann þess að áminningin verði felld úr gildi.

Að auki vill hann að máli vegna ummæla hans í viðtali í síðasta mánuði verði vísað frá.

Þetta kom fram á útvarpsstöðinni Bylgjunni í dag, í þættinum Sprengisandi, þar sem Helgi Magnús var gestur; sagði hann að þar sem hann væri skipaður af ráðherra – líkt og Sigríður – hefði hún eigi vald til að áminna hann.

Guðmunda hafnar hatrinu og fordómunum: „Það er alveg pláss fyrir fleiri homma og hælisleitendur“

Guðmunda G. Gunnarsdóttir skrifar grein undir yfirskriftinni: Daginn eftir og hinir 364.

„Það er hægt að halda mannesku niðri, en þá smátt og smátt veslast hún upp og hverfur. Það er líka hægt að lyfta manneskju upp og sjá hana blómstra í öryggi og ást.“

Bætir því við að „öll bóm eru falleg og eiga jafnan tilverurétt hvort sem það er Fífill eða hin fegursta rós, njótum fjörbreytileikans í öllum litum regnbogans, höfum blómagarðinn okkar litskrúðugann, maður getur alltaf á sig blómum bætt.“

Hún vill fagna „öllum þessum nýju hinsegin orðum, við verndum ekki íslenskuna með því að láta hana staðna, hún verður að fylgja tísku og straumum, annars deyr hún, hrósum frekar þeim sem bjuggu öll þessi flottu orð til á íslensku, annars væru þau á ensku, ekki væri það betra.“

Hún bætir þessu við:

„Ég er ekki búin að ná þeim öllum né skilja hvað þau standa fyrir en þetta síast smátt og smátt inn í minn gamla gráa haus“ og vill að við „veitum okkar nánustu öryggi og skjól til að vera þau sjálf, verum til staðar og elskum þau skilyrðislaust, þetta er nógu erfitt samt, þau verða að geta leitað til og treyst sínum nánustu því heimurinn er enn fullur af bjánum sem halda að þau og þeirra sé merkilegra eða meira en annara, lítilmenni sem finna þörf hjá sér til að níðast á öðrum vegna kynhnegðar, litarhafts, trúar eða þjóðerni án þess að sjá hvað það gerir þá sjálf lítil og ómerkileg.“

Hún vitnar í orð eru eitt sinn voru látin falla og eru engum til sóma:

Er ekki nóg af hommum á Íslandi“ „sagði maðurinn eins og frægt er orðið og tókst með þessari litlu setningu að ráðast gegn tvem minnihlutahópum, hælisleitendum og hommum, eftir því sem ég kemst næst er svarið nei, það er alveg pláss fyrir fleiri homma og hælisleitendur, jafnvel samkynhneigða hælisleitendur ef út í það er farið.“

Endar pistil sinn svona:

„Hver manneskja hið fegursta blóm, í ást og gleði vex og dafnar, hefjum upp okkar sterkasta róm, því ástin öllu hatri hafnar. 

Einn fluttur á bráðamóttöku eftir eldsvoða: „Þá ákváðum við strax að fara í líf­björg­un“

Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í morgun kom upp mikill bruni í hús á Amtmannsstíg og var allt slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins kallað á vettvang. 

„Það er strax vitað þegar að boðin koma að það er tölu­verður reyk­ur að koma frá hús­inu. Mjög fljót­lega fáum við að vita að það er ein­stak­ling­ur inni á miðhæðinni. Þá ákváðum við strax að fara í líf­björg­un,“ sagði Guðjón Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is um málið. Björgun einstaklingsins var sett í forgang frekar en að slökkva eldinn.

Tókst að bjarga manninum úr húsinu og var hann fluttur á bráðamóttöku en ekki er vitað um ástand einstaklingsins. Samkvæmt Guðjóni tók það slökkviliðið 15 til 20 mínútur að slökkva eldinn í húsinu en þrjár hæðir eru í húsinu og kom eldurinn upp á jarðhæð. Ekki liggur fyrir um eldsupptök en mikið tjón varð á húsinu.

Eydís Líndal og María Ester vilja stýra Náttúrufræðistofnun Íslands – Alls sex umsækjendur

Náttúrufræðistofnun Íslands - Mynd: Landslag.is

Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl. En þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Sex einstaklingar sóttu um embætti forstjóra og eru þau hér fyrir neðan:

Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar
Guðmundur Þórðarson, samningamaður og sérfræðingur
Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi
Kristófer S. Arnar P. Júlíusson, líftæknir
María Ester Guðjónsdóttir, ferðamála- og viðskiptafræðingur
Rakel Rún Karlsdóttir, jarðfræðingur

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Gréta María leggur upp í verðstríð með Prís – Stofnandi Bónuss er með í ráðum

Mynd / Aðsend -Íris Dögg Einarsdóttir

Lágvöruverslunin Prís mun opna seinna í þessum mánuði á Smáratorgi. Markmiðið er að vera með lægsta verðið á markaði og skáka þannig Bónus og Krónunni sem hafa verið á markaðnum í góðu samkomulagi sem felur í sér að Krónan er jafnan aðeins krónu hærri í verði. Keðjurnar tvær eru með um 60 prósent af markaðnum. Fákeppnin er talin hafa í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir neytendur.

Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Prís. Hún gat sér gott orð sem framkvæmdastjóri Krónunnar sem hún þróaði sem helsta samkeppnisaðila Bónuss.  Prís er í eigu sömu aðila og Heimkaup, Lyfjakaup og olíufélagið Skeljungur. Meðal eigenda og hugmyndafræðinga að baki versluninni nýju er Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnandi Bónuss, og helsti hugmyndafræðingurinn að baki lágvörukeðjunni.

Jón Ásgeir er helsti hugmyndafræðingurinn að baki Bónus.

Gréta María segir í samtali við Vísi að markmiðið sé fyrst og fremst að lækka matvöruverð í landinu. Meðal annars með því að leggja áherslu á innfluttar vörur.

„Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María við Vísi.

Í upphafi verður aðeins ein verslun á vegum Prís. Það ræðst síðan af viðtökum á markaðnum hvort þeim fjölgar á næstunni. Þetta er sama uppskrift og var þegar Jón Ásgeir og faðir hns, Jóhannes Jónsson stofnuðu Bónus á sínum tíma. Ævintýrið hófst með lítilli verslun sem blómstraði. Nú eru Bónusverslanir á fjórða tug.

Reiðiköst Arnars

Arn.ar Gunnlaugsson - Mynd: skjáskot RÚV

Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson gerði sig enn og aftur að aðalatriðinu í íslenskri knattspyrnu með hegðun sinni en hann missti algjörlega stjórn á sér í leik Víkings við Vestra um helgina en hann fékk verðskuldað rautt spjald í leiknum. Í samtali við fjölmiðla eftir leikinn skellti Arnar öllum heimsins vandamálum á knattspyrnudómara og lét hann ýmis orð falla sem hefðu þótt ófagmannleg á síðustu öld, hvað þá árið 2024. En þetta er ekki fyrsta, annað eða þriðja sinn sem Arnar missir stjórn á skapinu fyrir litlar sakir sem þjálfari.

Frægasta atvikið átti sér stað á seinasta tímabili en þá nánast froðufelldi þjálfarinn af bræði eftir leik og setti Arnars-málið svokallaða svartan blett á Íslandsmótið. Telja margir að nú sé nóg komið og málið verði ekki leyst aðeins með leikbanni heldur verði að grípa til stærra inngrips áður en það er of seint.

Í einhverjum tilfellum hafa leikmenn og þjálfarar í öðrum löndum verið sendir á námskeið til að læra halda ró sinni og gæti slíkt mögulega talist góður kostur fyrir landsliðsmanninn fyrrverandi …

Maður á vergangi tjaldaði framan við verslun – Bát sjómannsins hvofdi í Hvalfirði

Bát hvolfdi síðdegis í gær í Hvalfirði. Eigandinn var um borð en betur fór en á horfðist og hann bjargaðist. Vegfarendur í Hvalfirði sáu bátinn á hvolfi og mann á kili um 300 metra frá landi.  Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar, lög­regla, áhöfn­in á sjó­mæl­inga­skip­inu Baldri og sjó­björg­un­ar­sveit­ir á veg­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar voru kallaðar út. Maðurinn komst af sjálfsdáðum í land en var kaldur og hrakinn. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús til frekari skoðunar. Bátinn rak upp í fjöru en óljóst er með skemmdir.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni síðdegis í gær. Lögreglan mætti á vettvang og teók niður upplýsingar. Málið er nú í rannsókn.

Reiðhjólaslys varð í Garðabæ í hærkvöld. Hjólreiðamaðurinn meiddist nokkuð og var fluttur á bráðamóttöku.

Lögreglan hafði afskipti af manni sem hafði í gær tjaldað nærri verslun. Fram kom í máli mannsins að hann var á vergangi og ætti ekki önnur hús að vernda. Maðurinn fékk vinsamlegar leiðbeiningar um það hvert væri best að leita aðstoðar. Honum var jafnframt bent á að  og bent á að koma tjaldi sínu fyrir á svæði innan borgarmarkanna sem ætlað er fyrir slíkt úthald.

Í gær barst lögreglu tilkynning um ökumann sem hafði ekið á tvær bifreiðar. Hann hafði lagt sinni eigin bifreið og gengið á brott. Ökumaðurinn þekktist og reyndist vera án ökuréttinda. Honum verður refsað í samræmi við afbrotið.

Fimm Ísfirðingar réðust á lögregluþjóna: „Menn sem eru í sífelldum illindum“

Miðbær Ísafjarðar - myndin tengist fréttinni beint Ljósmynd: Visit Westfjords Myndin tengist fréttinni ekki beint

DV greindi frá hreint út sagt ótrúlegum slagsmálum sem áttu sér stað á Ísafirði árið 2000. Þá tóku fimm Ísfirðingingar þá mögnuðu ákvörðun að ráðast á áhöfn aðkomutogara þegar áhöfnin var að skemmta sér á skemmtistaðnum Á Eyrinni. Þeim var svo vísað út af staðnum en þeir létu sér ekki segjast.

„Þeir biðu þá átekta fyrir utan staðinn og þegar aðkomumennirnir komu út réðust þeir á þá og upphófust heljarmikil slagsmál,“ sagði Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn við DV. „Rétt áður hafði lögreglan farið þarna á staðinn og tekið barefli af einum mannanna.“

Fjórir lögreglumenn mættu á staðinn til að stoppa slagsmálin en létu heimamenn það ekki stoppa sig og létu höggin dynja á lögreglumönnunum. Þá var kallað á aðstoð frá lögreglunni í Bolungarvík og var í framhaldi ákveðið að sprauta á slagsmálahundana með „maze-úða“ eins og segir í fréttinni.

„Á suma þeirra þurfti að sprauta aftur og aftur til þess að yfirbuga þá,“ sagði Önundur

„Þetta eru menn sem eru í sífelldum illindum og leiðindum hér í bænum,“ sagði yfirlögregluþjónninn að lokum. Einn skipverji ákvað að leggja fram kæru gegn Ísfirðingunum.

Baksýnisspegill birtist fyrst 12. ágúst 2023

Alvarlegur árekstur við Lómagnúp – Fjórir slasaðir

Þyrla Landhelgisgæslunnar Ljósmynd: lhg.is

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna alvarlegs umferðaslyss sem átti sér stað við Lómagnúp og hefur hringveginum verið lokað. RÚV greinir frá því að tveir bílar sem komu gagnstæðri átt hafi rekist saman.

Þá er mikill viðbúnaður á staðnum að sögn lögreglu en verið er að flytja slasaða á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki hafa verið gefnar neinar upplýsingar um fjölda einstaklinga sem slasaðir eru eða ástand þeirra.

Fréttin verður uppfærð.

Uppfærsla – 15:41: Mbl.is greinir frá því að fjórir einstaklingar hafi slasast í slysinu en ekkert liggur fyrir um ástand þeirra

Þorvaldur telur að næsta gos verði stærra: „Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að næsta eldgos á Reykjanesi verði stærra en þau gos sem hafi komið upp á svæðinu áður en verði að öðru leyti svipuð.

„Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru en fyrir síðasta gos. Eitthvað hafa þolmörkin breyst, kannski er það bara eitthvað smotterí og gosið þá væntanlegt á næstu klukkutímum eða dögum ef það fylgir þessu fyrra ferli,“ sagði Þorvaldur við Vísi um málið.

Þorvaldur segir að miðað við fyrri reynslu muni gosið koma upp á svipuðum slóðum eða rétt suðaustan við Stóra Skógfell. Út frá því muni opnast sprunga til norðurs og suðurs. Hann á þó ekki von á að það komi upp gos innan Grindavíkur.

„Það er ákveðin lína á sunnanverðu Reykjanesinu, þar sem við höfum enga gíga og engar sprungur. Á síðustu 14-15 þúsund árum hefur aldrei gosið sunnan við þessa línu. Við vitum ekki um neina gíga sem eru innan bæjarmarkanna,“ en flestir sérfræðingar telja að næsta eldgos á svæðinu sé á næsta leiti.

Jörundur Áki segir átak KSÍ hafa vakið athygli: „Þarf örugglega að fara í svona verkefni reglulega“

Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ - Mynd: KSÍ

Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hegðunarátak sem KSÍ fór með í fyrra hafi vakið athygli en átakið snérist um að leikmenn, þjálfarar og áhorfendur komi betur fram við dómara. Slík mál hafa verið í lamasessi í íslenskri knattspyrnu undanfarin ár og hafa íslenskir knattspyrnudómarar fengið morðhótanir frá áhorfendum.

Átakið hófst í maí í fyrr en töldu margir það hafa fallið um sjálft sig eftir að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, missti stjórn á skapi sínu viðtali eftir leik á seinasta tímabili og lét mjög ósæmileg orð falla í garð íslenskra dómara. Arnar baðst ekki afsökunar á hegðun sinni og dæmdi KSÍ ekki þjálfarann í leikbann. Reynslumikill knattspyrnudómari sem Mannlíf ræddi við sagði að málið og viðbrögð KSÍ hafi svert ímynd knattspyrnu á Íslandi.

Twitterlið fer í taugarnar á Arnari

Í gær fékk svo Arnar Gunnlaugsson rautt spjald í leik Víkings við Vestra og vandaði hann dómurum Íslands ekki kveðjurnar í viðtölum eftir leikinn. „Menn eru bara blindir. Plís ekki fara að láta eitthvað Twitterlið fara að væla að við eigum að sýna fordæmi gagnvart dómurum í meistaraflokki karla. Það á að sýna fordæmi gagnvart dómurum í 6.-8. flokki og ekki rífa kjaft þar en þetta er elítu fótbolti. Þannig menn verða gjöra svo vel að standa sig og þola gagnrýni frá þjálfurum í efstu deild í stað þess að vera eins og litlir menn uppum hvippinn og hvappinn,“ sagði Arnar meðal annars eftir leikinn.

„Það er óhætt að segja að verkefnið hafi vakið athygli og alls konar viðbrögð frá ýmsum aðilum – knattspyrnuáhugafólki og -sérfræðingum, fjölmiðlum, dómurunum sjálfum og öðrum, t.d. foreldrum og varð til þess að málefni og starfsumhverfi knattspyrnudómara fékk umræðu og umfjöllun, sem er gott þegar um árveknisátak er að ræða. Það þarf örugglega að fara í svona verkefni reglulega, og það á ekkert bara við um fótboltann heldur aðrar greinar líka,“ sagði Jörundur Áki við fyrirspurn Mannlífs um þann árangur sem þessi herferð skilaði en samkvæmt heimasíðu KSÍ var ætlun þess að hvetja fólk til jákvæðrar hegðunar í garð dómara og þá var hliðarmarkmið að fjölga dómurum.

 

Á að leysa Helga Magnús frá störfum?

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari verði tíma­bundið leyst­ur frá störf­um vegna tján­ing­ar hans í op­in­berri umræðu en hann hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín um innflytjendur, hælisleitendur og samkynhneigðum undanfarin áratug.

Helgi er langt frá því sáttur með þessa beiðni og ætlar að berjast gegn henni með kjafti og klóm og segist aðeins hafa verið að segja sannleikann. Málið er nú í höndum dómsmálaráðherra.

Því spyr Mannlíf: Á að leysa Helga Magnús frá störfum?

This poll has ended (since 3 months).
Nei
87.94%
12.06%

Könnun þessari lýkur 12:00 þann 13. ágúst.

Adele tilkynnti tónleikagestum um trúlofun – MYNDBAND

Hin margverðlaunaða Adele er að fara gifta sig

Söngkonan Adele er trúlofuð en hún tilkynnti það á tónleikum sem hún hélt í Þýskalandi á föstudaginn.

Tilvonandi eiginmaður hennar heitir Rich Paul og er umboðsmaður íþróttamanna en hann er einn sá valdamesti í bransanum. Meðal kúnna hans eru þeir Lebron James, Anthony Davis, Zach LaVine og Miles Bridges en þeir eru allir meðal bestu körfuboltaleikmanna í heimi. Orðrómur þess efnis að þau væru trúlofuð hefur verið í gangi í nokkurn tíma en hún hefur verið með glæsilegan nýjan hring á hendi undanfarið en nú hefur það verið staðfest að umboðsmaðurinn glæsilegi bað um hönd Adele í London í seinasta mánuði en ekki liggur fyrir hvenær þau muni gifta sig.

Adele er um þessar mundir að halda tónleikaröð í München í Þýskalandi en í ágústmánuði kemur hún fram á tíu tónleikum í borginni sögufrægu. Í júlí tilkynnti söngkonan að hún myndi taka sér pásu frá tónlist eftir að tónleikaröðinni lýkur og að hún sé ekki með nýja plötu í bígerð.

Kerlingarfjallagabbið gæti verið erlent: „Það er ekk­ert sem bend­ir til ann­ars“

Kerlingarfjöll er vinsælt útivistarsvæði - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: south.is

Mögulegt er að neyðarskilaboðin sem voru send til Neyðarlínunnar um erlenda ferðamenn fasta í helli í Kerlingarfjöllum komi frá útlöndum en Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að það komi vissulega til greina en það sé ennþá verið að vinna úr gögnum.

„Það er ekk­ert sem bend­ir til ann­ars,“ sagði Sveinn við mbl.is þegar hann var spurður hvort hægt væri að fullyrða að beiðnin væri falsboð.

Eins og fjallað hefur verið ítarlega um í fjölmiðlum þá var farið strax að leita að ferðamönnunum þann 5. ágúst en var leitinni hætt daginn þegar grunur lék á að um falsboð væri að ræða. Tæplega 200 manns tóku þátt í leitinni og óhætt er að segja að tíma margra hafi verið sóað í ekkert.

Falsboð eru að sögn Svein mjög sjaldgæf og man hann sjálfur aðeins eftir einu svipuðu atviki en slíkt átti sér stað fyrir rúmum 20 árum. Þá sagði hann einnig að blekkingar sem þessar brjóti hegningarlög og gætu þeir einstaklingar sem senda falsboð fengið þriggja mánaða fangelsisdóm hafi lögreglan hendur í hári þeirra.

Sala Kerecis færir Vestfirðingum stórgróða – Guðni framkvæmdastjóri fær 200 milljónir króna í arð

Suðureyri við Súgandafjörð Ljósmynd: afangar.is

Salan á ísfirska fyrirtækinu Kerecis hefur gefið mörgum af sér gríðarlegan hagnað. Meðal þeirra sem njóta góðs af sölunni er fiskvinnslufyrirtækið Klofningur ehf. á Suðureyri sem fæst við að þurrka hausa í fjórum starfsstöðvum á Vestfjörðum. Klofningsmenn áttu stóran hlut í Kerecis og hagnaðist um tæplega 2,5 milljarða króna á sölunni.

Kerecis varð að stórveldi eftir að hafa fundið leið til að breyta roði í lækningavöru. Fjölmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði fjallar um söluna og reiknar út hve mikið níu hluthafar Klofnings fái í sinn hlut. Á aðalfundi Klofnings var samþykkt að greiða tæplega 1,4 milljarð króna í arð til hluthafa.

Stærsti eigandinn er Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. á Ísafirði með rúmlega þriðjung hlutafjár. Félagið fær með sölunni tæpar 500 milljónir króna. Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík á um 27 prósenta hlut  og fær 369 milljónir króna.

Sigurmar ehf , sem er í eigu Guðna A. Einarssonar, framkvæmdastjóra Klofnings, og Sigrúnar Sigurgeirsdóttur Suðureyri, á tæp 15 prósent og fær 200 milljónir króna í arðgreiðslu.

Guðni Albert Einarsson framkvæmdastjóri.
Mynd: bb.is

Rekstur Klofnings ehf. hefur verið erfiður undanfarin  ár og er salan á Kerecis sannnkölluð himnasending fyrir fyrirtækið srem nú er með rúman milljarð króna í eigið fé. Í Bæjarins besta segir að grunnrekstur félagsins hafi verið erfiður á árinu 2023 og nam tap af grunnrekstinum fyrir afskriftir og vexti 18 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að grunnrekstur félagsins verði erfiður á árinu 2024, einkum vegna slæmra markaðsaðstæðna í Nígeríu og kostnaðarhækkana á Íslandi. Stjórnendur félagsins hafa að sögn hafið vinnu við að beina framleiðslu félagsins á aðra markaði til að minnka markaðsáhættu félagsins.

Í stjórn Klofnings sitja Einar Valur Kristjánsson, formaður, Óðinn Gestsson og Jakob Valgeir Flosason.

Hnefi Helga Magnúsar

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari stendur í ótrúlegu stappi við yfirmann sinn, Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara, sem vill refsa honum með brottrekstri úr starfi eftir ummæli sem hann viðhafði eftir að hafa sætt ofsóknum ofbeldismannsins og hælisleitandans Mohamad Kourani sem sat um heimili hans og fjölskyldu hans árum saman.

Helgi Magnús sagði á Facebook-síðu sinni að mörgum væri létt eftir að Mohamad var dæmdur í átta ára fangelsi. Þá sagði hann að með hælisleitendum kæmi kúltúr sem sem sé frábrugðinn því sem tíðkast hér. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting,“ sagði Helgi í viðtali við Vísi.

Samtökin Sólaris hafa kært Helga Magnús vegna ummælanna. Í framhaldinu hefur Sigríður, yfirboðari Helga Magnúsar, beint því til dómsmálaráðherra að víkja honum úr starfi. Ekki er búist við að Guðrún verði við þeirri kröfu en málið hefr dregist á langinn og er allt hið vandræðalegasta fyrir ráðherrann. Mohamad er í fangelsi og hefur sér til gagns og gamans breytt nafni sínu í  Mohamad Thor Jóhannesson.

Helgi Magnús þvertekur fyrir að hafa sem embættismaður fjallað um dólginn og hælisleitendur almennt. Hann sendi ráðherra kröfu á föstudaginn um að ávirðingar á hann yrðu felldar niður og tjáningarfrelsi hans sem eintaklings virt …

Kófdrukkin stúlka í Kópavogi

Háskólabíó

Þrjú börn stofnuðu sjálfum sér í háska í gærkvöld þegar þau klifruðu upp á þak Háskólabíós. Lögreglan mætti á svæðið og kölluðu krakkana niður. Foreldrum þeirra gerð grein fyrir atvikum og málið afgreitt.

Maður var staðinn að líkamsárás í miðborg Reykjavíkur. Ofbeldismaðurinn var handtekinn og hann læstur inni í fangaklefa.

Ung stúlka var að væflast um kófdrukkindrukkin og illa áttuð í Kópavogi. Lögreglan kom til aðstoðar og ók henni til síns heima þar sem móðir hennar tók á móti henni.

Ökumaður var stöðvaður í Breiðholti. Hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera án ökuréttinda. Grunur er uppi um að hann sé dópsali.

Segir dómarana standa í stað: „Getur verið að ég fái 2-3 leikja bann en mér er bara alveg sama“

Arn.ar Gunnlaugsson - Mynd: skjáskot RÚV

Þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, var reiður eftir jafntefli sinna manna gegn Vestra í 18. umferð Bestu deildarinnar í dag.

Vestri skoraði jöfnunarmark sjö mínútum fyrir leikslok og allt ætlaði hreinlega um koll að keyra og Arnar fékk rautt spjald eftir massíf mótmæli:

„Ég þoli ekki svona ósanngirni í fótbolta. Þetta var hrikalega léleg dómgæsla hjá þeim félögum, aðstoðardómarinn er með sama sjónarhorn og ég. Vestramaðurinn gjörsamlega straujar Svein Gísla að það hálfa væri nóg,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum – bætti svo þessu við:

„Það var bara toppurinn á ísjakanum, atvikin í seinni hálfleiknum eru svakaleg. Eiður Aron átti að vera rekinn útaf þegar Valdimar er sloppinn innfyrir. Menn eru bara blindir. Plís ekki fara að láta eitthvað Twitterlið fara að væla að við eigum að sýna fordæmi gagnvart dómurum í meistaraflokki karla. Það á að sýna fordæmi gagnvart dómurum í 6.-8. flokki og ekki rífa kjaft þar en þetta er elítu fótbolti. Þannig menn verða gjöra svo vel að standa sig og þola gagnrýni frá þjálfurum í efstu deild í stað þess að vera eins og litlir menn uppum hvippinn og hvappinn,“

Hann segir að „þetta er að kosta okkur dýrt, því miður. Strákarnir lögðu mikið í þennan leik. Mér finnst þetta ósanngjarnt og ég segi það ekki oft.“

Arnar viðurkennir að hans lið eigi að gera betur:

„Við erum með ansi laskað lið þarna í dag en við eigum að gera betur; það afsakar samt ekki það sem er að gerast í seinni hálfleik og þetta er búið að vera dapurt síðan í Fram leiknum. Ég verð fyrsti maðurinn til að segja það, já við fengum gefins mark á móti Fram. En við vinnum ekki leikinn útaf því marki. Svo er eitthvað rangstöðumark á móti Blikum en við vinnum þá samt tvö núll. Svo kemur einhver þáttur og síðan þá höfum við ekki fengið rassgat í allt sumar. Víti sem við áttum að fá, Vals-fíaskóið og þolinmæði mín er á þrotum. Það getur verið að ég fái 2-3 leikja bann en mér er bara alveg sama. Dómararnir þurfa bara að taka þessari gagnrýni. Deildin er að verða betri og sterkari en þeir eru bara að sitja eftir, það er ekkert flóknara en það.“

 

Hiti upp undir 19 gráður þar sem best lætur á Norðaustur- og Austurlandi

Nú nálgast lægð sunnan úr hafi; skil frá henni ganga vestur yfir landið á morgun; þá mun ganga í norðaustan kalda eða strekking; með rigningu víðast hvar. Úrkoma verður talsverð á Austfjörðum síðdegis – hvassviðri á Suðausturlandi, þar sem gul viðvörun mun verða í gildi. Ekki er þar ráðlegt að vera á ferðinni á bílum er taka á sig mikinn vind.

Annað kvöld dregur úr vindi á þessum slóðum.

Vestan til á Klakanum verður þurrt fram eftir degi; undir kvöld fer að rigna þar og hiti verður 8 til 15 stig.

Á þriðjudaginn mun lægðin grynnast; fer norðvestur yfir landið.

Breytileg átt – gola eða kaldi; væta af og til. Hiti verður á bilinu 8 til 13 stig; upp undir 19 gráður þar sem best lætur á Norðaustur- og Austurlandi.

Viðskotaillur og óvelkominn aðili neitaði að yfirgefa húsnæði

Lögga, lögregla
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Komið er að helstu málum hjá lögreglunni.

Tilkynnt var um innbrot á veitingastað í hverfi 101. Ýmsir munir teknir og málið er í rannsókn.

Einnig var tilkynnt um rúðubrot í verslun í miðborginni; einn aðili grunaður og hann fannst nálægt vettvangi. Það var rætt við aðilann og hann var síðan frjáls sinna ferða að því loknu. Málið í rannsókn.

Tilkynnt var um aðila í annarlegu ástandi sem var óvelkominn í húsnæði og óskað var eftir aðstoð lögreglu til þess að fjarlægja hann. Þegar lögregla bað aðilann að yfirgefa húsnæðið varð hann viðskotaillur og neitaði að hlýða; aðilinn stóð fastur á sínu og fór svo að hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Tilkynnt var um reiðhjólaslys; tvö reiðhjól skullu saman; annar hjólreiðamaðurinn fann til eymsla og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.

Skráningarmerki voru fjarlægð af sex ökutækjum vegna vanrækslu eiganda á að færa þau til aðalskoðunar.

Tilkynnt var um innbrot í bifreið sem var lagt í bílastæðahúsi. Málið er í rannsókn.

Vararíkissaksóknari segir ríkissaksóknara ekki hafa haft vald til að veita honum áminningu

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Vararíkissaksóknari – Helgi Magnús Gunnarsson – og lögmaður hans eru á þeirri skoðun að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafi ekki haft vald til að veita honum áminningu vegna orða hans á samfélagsmiðlum fyrir um það bil tveimur árum síðan.

Helgi Magnús hefur því sent dómsmálaráðherra bréf; þar krefst hann þess að áminningin verði felld úr gildi.

Að auki vill hann að máli vegna ummæla hans í viðtali í síðasta mánuði verði vísað frá.

Þetta kom fram á útvarpsstöðinni Bylgjunni í dag, í þættinum Sprengisandi, þar sem Helgi Magnús var gestur; sagði hann að þar sem hann væri skipaður af ráðherra – líkt og Sigríður – hefði hún eigi vald til að áminna hann.

Guðmunda hafnar hatrinu og fordómunum: „Það er alveg pláss fyrir fleiri homma og hælisleitendur“

Guðmunda G. Gunnarsdóttir skrifar grein undir yfirskriftinni: Daginn eftir og hinir 364.

„Það er hægt að halda mannesku niðri, en þá smátt og smátt veslast hún upp og hverfur. Það er líka hægt að lyfta manneskju upp og sjá hana blómstra í öryggi og ást.“

Bætir því við að „öll bóm eru falleg og eiga jafnan tilverurétt hvort sem það er Fífill eða hin fegursta rós, njótum fjörbreytileikans í öllum litum regnbogans, höfum blómagarðinn okkar litskrúðugann, maður getur alltaf á sig blómum bætt.“

Hún vill fagna „öllum þessum nýju hinsegin orðum, við verndum ekki íslenskuna með því að láta hana staðna, hún verður að fylgja tísku og straumum, annars deyr hún, hrósum frekar þeim sem bjuggu öll þessi flottu orð til á íslensku, annars væru þau á ensku, ekki væri það betra.“

Hún bætir þessu við:

„Ég er ekki búin að ná þeim öllum né skilja hvað þau standa fyrir en þetta síast smátt og smátt inn í minn gamla gráa haus“ og vill að við „veitum okkar nánustu öryggi og skjól til að vera þau sjálf, verum til staðar og elskum þau skilyrðislaust, þetta er nógu erfitt samt, þau verða að geta leitað til og treyst sínum nánustu því heimurinn er enn fullur af bjánum sem halda að þau og þeirra sé merkilegra eða meira en annara, lítilmenni sem finna þörf hjá sér til að níðast á öðrum vegna kynhnegðar, litarhafts, trúar eða þjóðerni án þess að sjá hvað það gerir þá sjálf lítil og ómerkileg.“

Hún vitnar í orð eru eitt sinn voru látin falla og eru engum til sóma:

Er ekki nóg af hommum á Íslandi“ „sagði maðurinn eins og frægt er orðið og tókst með þessari litlu setningu að ráðast gegn tvem minnihlutahópum, hælisleitendum og hommum, eftir því sem ég kemst næst er svarið nei, það er alveg pláss fyrir fleiri homma og hælisleitendur, jafnvel samkynhneigða hælisleitendur ef út í það er farið.“

Endar pistil sinn svona:

„Hver manneskja hið fegursta blóm, í ást og gleði vex og dafnar, hefjum upp okkar sterkasta róm, því ástin öllu hatri hafnar. 

Raddir