Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Glúmur minnist Magdalenu: „Það var okkar síðasti fundur“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur Baldvinsson ritar falleg orð um móðursystur sína, sem hefði orðið 76 ára í dag.

„Ég elskaði hana og dáði. Skemmtileg og fjörug stelpa full af lifsþrótti.“

Bætir því við að Magdalena „varð undan að láta fyrir krabbameini einvörðungu rúmlega fertug. Ég var við nám í Englandi þegar ósköpin gengu yfir en við náðum þó að kveðjast því hún kallaði mig á sinn fund skömmu áður en ég þurfti að fljúga út eftir jólafrí. Það var okkar síðasti fundur.“

Glúmur endar færslu sína með þessum fallegu orðum:

„Ég sakna þessarar frænku minnar mikið. Lífið væri betra með hana hér. En það er vitaskuld mín eigingirni.“

Boðið upp á átta til fimmtán stiga hita á land­inu í dag – Djúp lægð úr suðri á leiðinni

Í dag verður boðið upp á suðaustlæga eða breytilega vindátt á landinu í dag; 3-8 m/s og nokkuð víða skúrir – einkum síðdegis.

Hiti mun verða á bilinu 8 til 15 stig.

Hvað morgundaginn varðar þá kemur djúp lægð að landinu úr suðri; fer þá að rigna með norðaustan strekkingi.

Nokkuð hvassviðri verður á Suðausturlandi; ekki er ráðlagt að vera á ferðinni á bílum er taka á sig mikinn vind, en það ætti að lægja annað kvöld.

Talsverðri rigningu er spáð með lægðinni, mest verður hún á Austfjörðum.

Kemur fram að lægðin fer norðvestur yfir landið á þriðjudag; þá mun snúast í suðvestan kalda með vætu af og til.

Hiti verður væntanlega á bilinu 10 til 18 stig; hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi.

Ekið á hjólreiðamann – Aflögun á fæti og viðkomandi fluttur á bráðamóttöku

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglustöð 1

Umferðaróhapp varð í hverfi 101. Ekki slys á fólki. Afgreitt á vettvangi.

Einnig þjófnaður, sem og tilraun til innbrota, í fjölda geymslugáma í hverfi 101. Málið er í rannsókn.

Lögregla sinnti nokkrum verkefnum vegna óláta og slagsmála í miðborg Reykjavíkur.

Ekið var á gangandi vegfaranda í hverfi 101; minniháttar slys.

Tilkynnt var um aðila að fara inn í bifreiðar í hverfi 101.

Lögreglustöð 2

Óskað var aðstoðar lögreglu vegna ölvaðs ungmennis í hverfi 220. Honum ekið á lögreglustöð þar sem hringt var í forelda sem komu og sóttu hann.

Ökumaður var handtekinn í hverfi 220 – grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna óláta og slagsmála á ölhúsi í hverfi 220. Afgreitt á vettvangi.

Lögreglustöð 3

Umferðarslys varð í hverfi 201 – ekið á hjólreiðamann. Aflögun á fæti. Fluttur af sjúkraflutningamönnum á bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Óskað eftir aðstoð lögreglu í hverfi 109 þar sem aðili hafði veist að strætóbílstjóra og valdið eignaspjöllum. Málið er í rannsókn.

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna óláta og slagsmála í hverfi 109. Afgreitt á vettvangi.

Lögreglustöð 4

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna óláta í strætisvagni í hverfi 210. Einn aðili, sem var í annarlegu ástandi, handtekinn eftir að neita að segja til nafns sem og að framvísa skilríkjum að kröfu lögreglu. Vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann og komast að því hver hann er.

Tveir ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna í hverfi 110 og 109. Ökumenn færðir á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Lausir að því loknu.

Aumingja Hildur

Hildur Sverrisdóttir Ljósmynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur átt í nokkurri sálarkrísu vegna hóps femínista sem vildu gera henni lífið leitt. Þetta gerðist í samhengi við það að Hildur ritstýrði bók sem hafði að geyma kynlífstengdar hugrenningar kvenna.

Hildur lýsir þessum raunum sínum í viðtali við Morgunblaðið. Þar kemur fram að umræddir femínistar hefðu viljað leggja gildru fyrir Hildi með því að senda inn falskar frásagnir. Hildur segir að planið hafi verið að karlmaður myndi síðan stíga fram og segjast hafa hafa samið hinar bláu hugrenningar. „Ég hef aldrei verið jafn hrædd á ævi minni eins og þegar ég gerði þessa bók …,“ segir Hildur við Morgunblaðið. Hún segir ástæðuna fyrir bókarskrifunum vera það að halda til haga ákveðnum staðreyndum og taka umræðuna út frá þeim.

Bókin kom út árið 2012 við óljósar undirtektir. Ekkert bólar enn á óvinveittum femínistum og enginn karl hefur stigið fram til þess að segjast hafa skáldað upp fantasíu úr kolli konu. Erfiðleikar aumingja Hildar eiga sér því varla stað nema í hennar eigin höfði og fantasían heldur áfram …

Verðandi og fráfarandi biskup saman í Gleðigöngunni – Sjáðu myndina!

Það var frábært veður og falleg andlit full af brosi og kærleik sem einkenndu Gleðigönguna sem fram fór í dag með pompi og prakt.

Sómi að því.

Mynd: Rannveig Iðunn Ásgeirsdóttir.

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands mætti að sjálfsögðu í Gleðigönguna, og þar var líka Guðrún Karls Helgudóttir, en hún mun taka við af Agnesi sem biskup Íslands þann fyrsta september næstkomandi. Fór vel á með þeim eins og þessi mynd sýnir glögglega.

Og Gleðigangan var meiriháttar; tónlistin var tjúttuð og tjúlluð; bros mættu brosum og knús fóru fram með hálfrar sekúndu millibili og klæddu daginn í litrík og dásamleg föt sem fólk með kærleika í hjarta og gleði í sálinni bjó til og leyfði öllum að njóta er það vildu.

Þannig á þetta að vera.

Til hamingju Íslendingar með það að velja gleðina, kærleikinn, birtuna og brosin! Innilega til hamingju!

 

 

Notaði eggvopn við árás – Sá grunaði tekinn höndum

Lögreglan að störfum. Ljósmynd Lára Garðarsdóttir

Í dagbók lögreglu er þetta að finna:

Farið inn í íbúð í hverfi 105 og verðmætum stolið. Innbrot í heimahús í hverfi 101, ekki liggur fyrir hverju var stolið þegar fréttatilkynning var skrifuð.

Aðili var handtekinn í hverfi 105 eftir að hafa valdið eignarspjöllum, maðurinn var einnig með fíkniefni á sér við handtöku. Málið afgreitt með vettvangsskýrslu.

Aðili handtekinn í hverfi 101 þar sem hann var að selja fíkniefni.

Brotist var inn í bifreiðar í hverfi 200.

Aðili var handtekinn í hverfi 109; grunaður er um líkamsárás, aðilinn notaði eggvopn við árásina. Árásaþoli slasaðist ekki alvarlega og fékk aðhlynningu sjúkraliðs.

Susan er látin

Susan Wojcicki lést í gær, föstudag, 56 ára að aldri, eftir baráttu við lungnakrabbamein.

Það var eiginmaður hennar, Dennis Troper, sem greindi frá andlátinu á samfélagsmiðlum.

Susan Wojcicki hjálpaði Google að breytast úr sprotafyrirtæki; starfrækt úr bílskúrnum hennar – yfir í risann sem fyrirtækið er í dag.

Dennis og Susan.

Meira en tveggja áratuga ferill hennar hjá Google byrjaði árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu; hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu hina frægu leitarvél er lagði grunninn að Google-stórveldinu; Susan var ennfremur einn af fyrstu starfsmönnum Google; byrjaði á því að sjá um markaðssetningu fyrirtækisins; kleif upp metorðastigann hjá fyrirtækinu; varð hæstráðandi kvenkyns starfsmaður Google.

Larry Page og Sergey Brin.

Árið 2014 varð Susan forstjóri YouTube; en Google keypti það árið 2006; hún hætti í því starfi í fyrra.

 

Maður stunginn í lærið

Sérsveit ríkislögreglustjóra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd / Stundin.

Einn var stunginn í lærið í íbúahúsi í Breiðholti og var viðkomandi fluttur á slysadeild í kjölfarið.

Kemur fram á Vísi að grunaður árásarmaður var handtekinn; verður viðkomandi yfirheyrður er runnið verður af honum. Þetta staðfestir aðalvarðstjóri í Kópavogi, Gunnar Hilmarsson.

Sá er var stunginn er sem betur fer ekki talinn alvarlega slasaður; segir Gunnar að fleira fólk hafi verið í íbúðinni er atburðurinn átti sér stað.

Bílar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra aðstoðuðu lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við aðgerðina í dag.

„Flest­ir þing­menn kalla sig frjáls­lynda, sem mér finnst í sum­um til­vik­um vera bull“

Hildur Sverrisdóttir Ljósmynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins – Hildur Sverrisdóttir – segir fyrir sitt leiti að algjörlega  útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar haldi áfram eftir næstu kosningar.

Hildur lét orð þessi falla í viðtali við Morgunblaðið.

Bætti því við að ríkisstjórn þessi sé ansi mikið ólíkindasamstarf er hafi oft reynst verulega erfitt.

Ríkisstjórn Íslands 2024.

Þykir Hildi Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið alltof of mikið eftir gagnvart VG; tekur þó fram að VG þyki þeir líka hafa gefið of mikið eftir gagnvart Sjálfstæðisflokknum.

Að mati Hildar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð ýmsu í gegn í þessu stjórnarsamstarfi; til dæmis útlendingalög – lögreglulög sem og sameiningu stofnana við þinglok í vor:

„Við Sjálf­stæðis­menn náum ýmsu í gegn í mála­miðlun­um, þótt það sé kannski ekki alltaf aug­ljóst út á við. Fólk get­ur til að mynda ímyndað sér hversu marg­ar skatta­hækk­an­ir hafa verið born­ar á borð í gegn­um árin sem við sjálf­stæðis­menn höf­um hvað eft­ir annað hafnað.“

Alþingi Íslendinga

Hildi finnst frelsið yndislegt en henni þykir vanta upp á frjálslyndið á Alþingi:

„Ég er mik­il talskona frels­is. Mér finnst að frelsið mætti eiga fleiri vini hér í Alþing­is­hús­inu. Flest­ir þing­menn í þessu húsi kalla sig frjáls­lynda, sem mér finnst í sum­um til­vik­um vera bull. Það fer ekki sam­an að tala um frjáls­lyndi og tala síðan stöðugt um að að ríkið verði að hafa vit fyr­ir fólki.“

 

Anna Kristjáns er einmana: „Kæri mig ekkert um að þurfa að treysta á transfóbískan heimilislækni“

Anna Kristjánsdóttir.

Anna Kristjánsdóttir – búsett á Tenerife – hefur haldið sínum fylgjendum vel upplýstum um lífið á Tene með pistlum sínum.

Nú virðist Anna vera farin að spá í heimför frá Tenerife; nefnir að tungumálið sé ein ástæða þess:

Bitacora hótel Tenerife. – myndin tengist fréttinni ekki beint.

„Ég er búin að reyna að æfa mig í spænskunni á hverjum einasta degi í nærri þrjú ár og hefi sannfærst um að ég sé vonlaus nemandi. Ég hefi vissulega náð að skilja talsverðan ritaðan texta, hefi jafnvel náð að tjá mig á spænsku við fólk, en um leið og fólk byrjar að svara mér, skil ég ekki neitt,“ segir Anna og bætir þessu við:

Västerås í Svíþjóð.

„Ég viðurkenni alveg að Svíþjóð kom alveg til greina, en ég óttast að ég verði að minnsta kosti jafn einmana þar og hér í sólinni. Ég verð að gera mér grein fyrir því að ég er Íslendingur og greiði mína skatta og skyldur til íslenska ríkisins með það að markmiði að fá skjól innan íslenska heilbrigðiskerfisins þegar heilsan tekur að bila. Þá kæri ég mig ekkert um að þurfa að treysta á hugsanlegan transfóbískan heimilislækni sem talar einungis spænsku og arabísku.“

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.

Anna segist ekki vita hversu lengi í viðbót hún muni búa á Tene:

„Einsemdin er farin að naga mig og þótt þessi eyja sé yndisleg, þá er ég ein á ferð. Það yrði sennilega sama sagan ef ég flytti til Gran Canaria, en ókosturinn við bæði Gran Canaria og meginland Spánar er ég þarf að geta tjáð mig á sæmilegan hátt á spænsku. Þá er fjölskyldan og flest vinafólkið á Íslandi og ég hlýt að geta þolað nokkra rigningardaga ásamt frosti og snjó í viðbót fyrir andlátið í fjarlægri framtíð. Við sjáum til hvað verður þegar líður á veturinn. Ég mun allavega reyna að þrauka af veturinn, sjáum svo til.“

Bonnie og Clyde – Ástfangið og forhert par sem hikaði ekki við að láta byssurnar tala

Á vettvangi Lögreglan hafði að lokum hendur í hári skötuhjúanna.

Sá ævintýraljómi sem lék um Bonnie og Clyde í upphafi sameiginlegrar sögu þeirra máðist skjótt. Rómantíkin sem almenningur í Bandaríkjum kreppuáranna tengdi við þau fölnaði og eftir stóðu forhertir morðingjar. Það sem hófst sem ævintýri ungs ástfangins pars breyttist í flótta undan vörðum laganna og í kjölfarið hrúguðust líkin upp.

Bonnie Parker og Clyde Barrow voru alræmdir útlagar og bankaræningjar sem settu svip sinn á Bandaríkin upp úr 1930. Þau fóru vítt og breitt um miðfylki Bandaríkjanna og náðu athygli allrar þjóðarinnar með verkum sínum. Almenningur og fjölmiðlar fylgdust náið með ferli þeirra og þau urðu þekkt fyrir að ræna banka, þótt þau hafi í meira mæli gert atlögu að bensínstöðvum og smáverslunum. Almennt hefur verið álitið að Bonnie hafi verið fullgildur meðlimur í glæpagengi Clyde Barrows og því meðsek í öllum glæpum sem gengið framdi. Tveir meðlima gengisins, W.D. Jones og Ralph Fults, báru á sínum tíma vitni um að þeir hefðu aldrei séð Bonnie skjóta af byssu. Skuggi kreppunnar miklu lá yfir því samfélagi sem Bonnie og Clyde spruttu upp úr. Atvinnuleysi var mikið og fjöldi atvinnu- og heimilislausra neyddist til að setjast að í hreysahverfum. Framtíðarvonir véku fyrir áhyggjum af næstu máltíð. Því var kannski ekki að undra að almenningur dáðist að Bonnie og Clyde og í einhvern tíma urðu þau að ímynd nútíma Hróa hattar og nærvera Bonnie Parker var ekki til að skemma ímyndina. Talið er að gengið hafi á ferli sínum banað að minnsta kosti níu lögregluþjónum og nokkrum öðrum að auki.

Bonnie Parker fæddist 1. október 1910 í Rowena í Texas og ekki er mikið vitað um bernsku hennar. Hún var ágætlega pennafær og, líkt og aðrir unglingar, átti hún sér drauma. Hún var falleg stúlka og er talið að hún hefði getað orðið leikkona ef hún hefði viljað, en hún kastaði öllum draumum fyrir róða þegar hún giftist æskuástinni Roy Thornton. En Roy stóð ekki undir væntingum og átti það til að hverfa dögum saman og á endanum sparkaði Bonnie honum út, en hún skildi aldrei við hann. Átján ára og ein á báti vann Bonnie fyrir sér við framreiðslustörf. Ekki hvarflaði að henni á þeim tíma að handan við hornið lægju breytingar sem myndu hafa mikil áhrif á örlög hennar.

Bonnie Parker
Þoldi ekki þessa mynd og sagðist ekki reykja vindla.

Clyde Barrow fæddist 24. mars 1909 í Ellis-sýslu í Texas. Skólaganga Clydes var gloppótt og áður en hann náði tvítugsaldri hafði hann verið handtekinn fjórum sinnum, en vegna skorts á sönnunum slapp hann með skrekkinn. Í janúar 1930 hittust Bonnie og Clyde fyrir tilviljun í Vestur-Dallas þar sem Bonnie var í heimsókn hjá vini sínum. Í ljós kom að Clyde þekkti vininn líka og tilviljun ein réð því að þar hittust þau í fyrsta sinn. Hvort um var að ræða ást við fyrstu sýn eða ekki kom hjónaband aldrei til greina; Bonnie var gift kona.

Clyde Barrow
Fangelsisvist fór illa með hann á yngri árum.

Fangelsi, frelsi og stutt stilla

Þær taugar sem mynduðust á milli þeirra styrktust hratt, en fyrr en varði ráku lögin fleyg á milli þeirra. Clyde var handtekinn og á endanum játaði hann á sig nokkur innbrot og bílþjófnað og var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Bonnie var ástfangin og heimsótti Clyde í grjótið á nánast hverjum degi. Í einni slíkri heimsókn, að beiðni Clydes, kom hún með skammbyssu og næstu nótt flúði Clyde, klefafélagi hans og einn að auki. Clyde og klefafélaginn komust ekki langt og fyrir uppátækið hlaut Clyde fjórtán ára dóm.

Clyde var ítrekað misþyrmt kynferðislega í fangelsinu, en hann svaraði fyrir sig og barði þann sem í hlut átti til bana með járnröri. Þetta var hans fyrsta morð, en félagi Clydes í fangelsinu, sem afplánaði lífstíðardóm, tók á sig sökina.

Til þess að komast hjá því að vinna erfiðisvinnu á ökrunum, eins og tíðkaðist þá, skar Clyde af sér tvær tær, eða fékk samfanga sinn til að gera það, og gekk haltur þaðan í frá. En það sem Clyde vissi ekki var að móðir hans hafði þá á bak við tjöldin samið um lausn hans úr fangelsinu og hann gekk frjáls maður út úr því 2. febrúar 1932, aðeins tveimur dögum eftir að hann skar af sér tærnar.

Þá var Clyde orðinn harðbrjósta og bitur glæpamaður og haft var eftir systur hans að hann hefði gerbreyst í fangelsinu. Samfangi hans, Ralph Fults að nafni, sagðist hafa fylgst með hvernig Clyde hefði „breyst úr skólastrák í skröltorm“.Clyde tókst að halda sér á mottunni í hálfan mánuð. Þá leitaði hann Bonnie uppi og þau lögðu upp í ferðalag – á stolnum bíl. Armur laganna er langur, en í þetta skipti náði hann taki á Bonnie en Clyde komst undan. Bonnie eyddi nokkrum mánuðum í fangelsi í Kaufman í Texas.

Krossgötur

Á meðan Bonnie var í fangelsi komst Clyde á bragðið. Hann rændi Sims-olíufélagið í Dallas og síðan skartgripaverslun. Eigandi skartgripabúðarinnar, John Bucher, dó þann dag. Clyde sagðist saklaus af því og sagði félaga sinn, Raymond Hamilton, vera ábyrgan. Sú yfirlýsing bar ekki árangur, og þaðan í frá var Clyde brennimerktur morðingi. Í kjölfar skartgriparánsins fylgdi röð bensínstöðvarána. Glæpaferill Clydes Barrow var hafinn fyrir alvöru.

Þegar Bonnie losnaði úr fangelsi tók hún sess sinn við hlið Clydes. Þann 5. ágúst skutu Clyde og Hamilton til bana tvo lögregluþjóna í Atoka í Oklahoma. Hvort sem það var af ásettu ráði eða tilviljun þá var Bonnie ekki með þeim í för þann örlagaríka dag. En almenningsálitið var að breytast. Bonnie og Clyde hættu að vera hetjur í augum almennings og rómantíkin sem hafði sveipað feril þeirra hvarf. Þau voru ekki lengur krakkar í uppreisn gegn kerfinu heldur kaldrifjaðir morðingjar. Þræðir tilveru Bonnie og Clydes byrjuðu að rakna upp og það sem í upphafi átti að verða ævintýraferð í gegnum miðvesturríkin hafði breyst í örvæntingarfullan flótta fyrir frelsi. Felustaðir þeirra og griðastaðir voru ekki lengur öruggir. Hamilton var handtekinn og dæmdur til 263 ára fangelsisvistar og lögreglan hafði tekið af sér silkihanskana. Slíkt hið sama mátti segja um Clyde Barrow og enn einn lögregluþjónninn lá í valnum.

Líkin hrannast upp

Í mars 1933 losnaði Buck, bróðir Clydes, úr fangelsi og skömmu síðar slógust Buck og eiginkona hans, Blanche, í hóp Clydes. Um skamma hríð tókst þeim að una í friði í Joplin í Missouri, en vegna misskilnings gerði lögreglan atlögu að húsinu sem óbermin héldu til í. Lögreglan hélt að þar væru til húsa bruggarar og í skotbardaganum féllu tveir lögregluþjónar. Við leit í húsinu fundust meðal annars filmur og á einni þeirra var mynd af Bonnie að reykja vindil. Sú mynd átti eftir að verða fræg.

En lánið virtist hafa yfirgefið Bonnie og Clyde. Á stolnum bíl óku þau út af brú sem var í smíðum. Bonnie klemmdist undir bílnum og fékk þriðju gráðu brunasár. Gengið leigði kofa í Platte í Missouri, en Bonnie var sárþjáð og þurfti læknisaðstoð. Apótekarinn sem þau leituðu til hafði samband við lögregluna og enn og aftur lenti Clyde-gengið í skotbardaga við verði laganna. Liðin var sú tíð að gengið kæmist áfallalaust úr slíkum uppákomum. Buck og Clyde fengu báðir skot í sig og Blanche fékk gler í augun, en þrátt fyrir það tókst þeim að flýja.

Buck og Blanche gripin

Þremur dögum síðar var lögreglan komin á sporið, en gengið var þá í felum í skóglendi fyrir utan Dexter í Iowa. Í óðagotinu sem fylgdi ók Clyde bíl þeirra á tréstubb og lögreglan hóf skothríð. Clyde fékk nokkur skot í sig, en tókst að bjarga sér og Bonnie og þau flúðu í gegnum kornakur. Buck og Blanche áttu ekki slíku láni að fagna. Þau voru bæði handtekin en Buck var helsærður og lést þremur dögum síðar. Blanche var send í ríkisfangelsið í Missouri.

Blanche gripin
Hún og eiginmaður hennar, Buck, bróðir Clydes, voru handtekin 1933.

Fram undan voru daprir mánuðir. Einn félaganna yfirgaf skötuhjúin og taldi sig hólpnari einan en í slagtogi með þeim. Eftir voru Bonnie, Clyde og Henry Methyin. Bonnie og Clyde lentu í fyrirsát lögreglunnar þegar þau ætluðu að heimsækja foreldra Clydes, en þrátt fyrir að vera skotin í fótleggina tókst þeim að komast undan. Þar sem þau voru bæði særð var ljóst að þau þyrftu liðsauka. Þau náðu sínum gamla félaga, Raymond Hamilton, og öðrum til úr fangelsi í Huntsville í Texas. Enn einn lögregluþjónn dó þann dag. Næstu mánuði var fjöldi banka rændur. Hvort sem það var með réttu eða röngu voru bankaránin skrifuð á gengi Clydes. Í mars 1934 yfirgaf Hamilton gengið, hann var síðar handtekinn og endaði í rafmagnsstólnum vegna morðs á fangaverði nóttina sem hann flúði frá Huntsville-fangelsinu.

Bonnie og vindillinn

Á páskasunnudag 1934 drápu Clyde og Methyun tvo lögregluþjóna sem höfðu stöðvað við bifreið þeirra. Lögreglumennirnir ætluðu víst aðeins að bjóða fram aðstoð sína. Fimm dögum síðar myrtu þeir lögregluvarðstjóra, Cal Campell að nafni, og rændu Commerce, lögreglustjóra Oklahoma, en slepptu honum nokkrum dögum síðar. Engu líkara var en Bonnie gæti ekki hugsað skýrt því hún lét Commerce lofa sér því að hann léti almenning vita að hún reykti ekki vindla. Frægasta myndin af henni fór greinilega meira fyrir brjóstið á henni en yfirvofandi dauði þeirra skötuhjúa. Lögreglan neytti allra leiða til að hafa hendur í hári þeirra. Vinir og fjölskyldur voru áreittar í tíma og ótíma og á endanum var leitað til Franks Hamer, liðsmanns U.S. Rangers. Hamer hlýtur að hafa haft lyktarskyn sporhunds því hann komst fljótt á slóðina og tapaði henni aldrei. Alla jafna var hann einum degi á eftir þeim, en eftirförin kostaði þrjá lögreglumenn lífið. Gengið leitaði hælis hjá Ivan, föður Henrys Methyin, og sagan segir að hann hafi sagt til þeirra í von um vægari dóm syni sínum til handa. Ivan sagði Hamer frá „pósthúsinu“ sem var í raun viðarplanki þar sem gengismeðlimir skildu eftir skilaboð sín á milli og til fjölskyldumeðlima, og ef Bonnie og Clyde væru í nágrenninu myndu þau án efa reyna að nálgast póst sinn.

Fyrirsát

Hamer kallaði nokkra vini sína til hjálpar og í skjóli nætur komu þeir sér fyrir og biðu parsins alræmda. Rúmlega níu næsta morgun óku Bonnie og Clyde inn í fyrirsát. Ekki er vitað hver félaga Hamers gekk í veg fyrir bílinn, neyddi þau til að stoppa og sagði þeim að gefast upp. Þegar Clyde teygði sig eftir byssu sinni hóf eftirreiðarsveitin skothríð og þegar upp var staðið hafði eitt hundrað sextíu og sjö skotum verið hleypt af og drungaleg þögn lagðist yfir vettvanginn. Dagurinn var 23. maí árið 1934 og staðurinn var vegur nálægt Bienville Parish í Louisiana. Eftirreiðarsveitin samanstóð af fjórum lögreglumönnum frá Texas og þremur frá Louisiana. Bonnie og Clyde voru liðin lík. Margir eru þeirrar skoðunar að eina sök Bonnie hafi verið að falla fyrir röngum manni. Hún var Clyde trygg allt til enda og dauði lögregluþjóna varð lítilvægur í samanburði við samband þeirra. Ástin er vissulega blind. En saga og ferill Bonnie og Clydes er vissulega fjarri sögunni um Hróa hött sem rændi ríka og gaf fátækum.

„Gift í 2 ár. Good times. Volim te“

Nú eru tvö ár síðan tón­list­armaður­inn Gauti Þeyr Más­son – Emm­sjé Gauti – og eig­in­kona hans – Jov­ana Schally gengu í það heil­aga.

Annað brúðkaup­saf­mælið er tileinkað bóm­ull; kall­ast bóm­ull­ar­brúðkaup:

„Gift í 2 ár. Good times. Volim te,“ skrifaði kappinn við færsl­una, en þess ber að geta að Volim te þýðir „ég elska þig“ á serbnesku og króa­tísku.

Þessi fallegu hjón voru gef­in sam­an í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík þann 6. ág­úst 2022 en þau hafa verið saman síðan árið 2016; trú­lofuðu sig svo þrem­ur árum síðar. Eiga hjón­in sam­tals þrjú börn.

Til hamingju með lífið.

Hiti á bilinu 7 til 16 stig og mildast syðst

Og þá að veðrinu.

Spáð er norðvestan átt, 5 til 13 metrum á sekúndu; norðaustantil fram eftir morgni;  annars hægari vindur.

Skýjað verður með köflum og það verður úrkomulítið; dálítil væta vestast og líka norðanlands í fyrstu.

Eru taldar líkur á stöku síðdegisskúrum inn til landsins; hiti verður á bilinu 7 til 16 stig og mildast syðst.

Hvað varðar morgundaginn – þá er spáð suðaustlægri eða breytilegri átt, 3 til 8 metrum á sekúndu; skýjað með köflum; allvíða skúrir. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig.

Enn eykst skjálftavirknin á Reykjanesskaga

Eldgos við Grindavík - Ljósmynd: Almannavarnir/Björn Oddsson

Enn eykst skjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa um 40 skjálftar mælst við kvikuganginn við Sundhnúksgíga frá því á miðnætti.

Mynd: Skjáskot af RÚV.

Allt í allt hafa skjálftarnir verið í kringum 70 á síðasta sólarhring; þeir eru smáir en dragi til tíðinda gæti það gerst hratt að sögn náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands.

Eldgos í Grindavík. Ljósmynd/Lalli

Að öðru leyti er staðan hvað varðar jarðhræringar á svæðinu svipuð og síðustu daga.

Einn nefbrotinn og annar sleginn í rot

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:

Lögregla kölluð til vegna rúðubrots í verslun. Málið í rannsókn.

Þrír ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fluttir á stöð í viðeigandi ferli.

Lögregla kölluð til vegna umferðaróhapps en þar hafði maður á rafhlaupahjóli ekið á bifreið. Engin slys á fólki. Aðili handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu.

Við skemmtistaðaeftirlit í miðbæ Reykjavíkur tóku lögreglumenn eftir aðila sem virtist of ungur til að vera inni á skemmtistaðnum. Ungmennið framvísaði fölsuðum skilríkjum og reyndist vera undir lögaldri. Afgreitt með aðkomu barnaverndaryfirvalda og foreldra viðkomandi.

Lögregla kölluð til vegna hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur. Einn líklega nefbrotinn eftir og annar sleginn í rot. Þrír handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna málsins.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Einn ökumaður kærður fyrir að hafa ekið á 138 km hraða á vegi þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Á hann von á sviptingu ökuréttinda vegna þessa.

Lögregla kölluð til vegna aðila sem gekk um og sparkaði í bifreiðar. Við komu á vettvang þekktu lögreglumenn aðilann en hann hafði ítrekað verið tilkynntur fyrr um kvöldið vegna ölvunarláta. Ekki var með neinu móti hægt að tjónka við aðilann og hann því vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Almennu eftirliti sinnt á varðsvæðinu.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Þrír ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fluttir á stöð í viðeigandi ferli.

Svandís þarf kraftaverk

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Vinsytri grænir undir stjórn Guðmundar Inga Guðbrandssonar glíma við þá skelfingu sem fylgir því að vera í dauðateygjunum. Flokkurinn mælist ítrekað ver autan þings og stefnir aðeins að óbreyttu í átt að gjöreyðingu.

Við blasir að Sósialistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar mælist með næstu helmingi meira fylgi en VG og er við það að ná mönnum inn á þing. Engum dylst að ástæðan er þess að flokkurinn sem kennir sér við vinstri áherslur og grænar hefur svikið kjósendur sínar á flestum póstum með því að styðja Sjálfstæðisflokkinn í nánast öllu. Stærstu og nýjustu svikin eru þau að færa Bjarna Benediktssyni forsætisráðuneytið. Mikið þarf til þess að flokkurinn nái að kjafta sig frá þessu. Ár í viðbót á valdastólum mun aðeins gera illt verra.

Innan VG er ráðaleysi ríkjandi varðandi framhaldið. Þar er þó vissa fyrir því að flokkurinn verði að grípa til róttækra aðgerða til að forðast skipbrotið. Þar dugar ekkert minna en að eiga frumkvæðið að því að sprengja ríkisstjórnina og ganga til kosninga á forsendum uppgjörsins. Margir eru þess fullvissir að af þessu verði í haust og nýtt þing verði kosið á þessu ári.

Lagt er að Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra að taka að sér formennsku í flokknum og reyna að stýra flokknum framhjá váboðum hins snauða flokks. Svandís var á sínum tíma grjóthörð á vinstri stefnunni en hefur hin síðari ár dansað hrunadansinn í kringum gullkálf kapítalismans með Katrínu Jalobsdóttir og Bjarna. Líklegt þykir að Svandís svari kallinu og leggi upp í stríð í þeirri veiku von að flokkur sem á sögu allt til Einars Olgeirssonar hverfi ekki með skömm af yfiirborði jarðar. Svandís mun að vísu þurfa kraftaverk til að bjarga flokknum en vitað er að hún er til alls vís. Niðurstaðan er að kosningar nálgast hratt …

Valdimar elti uppi þjóf í Breiðholti: „Það kom á óvart hversu snöggur maðurinn var“

Breiðholt. Myndin tengist ekki fréttinni beint - Mynd: Reykjavíkurborg

Valdimar Guðmundsson, verslunarstjóri, elti uppi búðarþjóf árið 2001.

Ungur þjófur komst ekki undan Valdimari Guðmundssyni, verslunarstjóra, þegar hann rændi seðlabúnti úr afgreiðslukassa í Samkaupum árið 2001.

„Ég hljóp eins og fætur toguðu og náði manninum hérna skammt frá. Hann sagði mér að „þjófurinn“ hefði hlaupið fram hjá,“ segir Valdimar Guðmundsson, verslunarstjóri í Samkaupum við Vesturberg, í samtali við DV árið 2001. Hann grunaði hins vegar að þetta væri þjófurinn þó að hann hafi ekki séð hann sjálfur og ákvað að ræða við hann betur. „Hann vildi í fyrstu ekki segia mér til nafns en lét á endanum undan og afhenti mér debetkortið sitt. Hann kvaðst vera á leið til vinkonu sinnar og ég ákvað að labba með honum. Ég var viss um að hann væri þjófurinn.“

Valdimar labbaði með manninum heim til vinkonu hans, sem hleypti honum inn af einhverri óskiljanlegri ástæðu og fékk að hringja hjá henni.

„Ég var ekki fyrr kominn í símann en maðurinn var á bak og burt. Ég fór rakleiðis á lögreglustöðina og afhenti debetkort mannsins. Eftirleikurinn var lögreglu auðveldur og þeir handsömuðu manninn hálftíma síðar. Hann hafði haft um 25 þúsund krónur upp úr krafsinu.“

„Hverfið er fremur rólegt og viðskiptavinir okkar mesta friðsemdarfólk. Svona atvik geta alltaf komið upp. Það kom á óvart hversu snöggur maðurinn var við iðju sína, stúlkan leit af kassanum i eitt andartak – og það var nóg,“ sagði Valdimar Guðmundsson verslunarstjóri.

Alfons færir sig yfir til Birmingham

Alfons Sampsted er að skipta um lið

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted er að yfirgefa lið sitt Twente í Hollandi og gengur til liðs við Birmingham á Englandi og talið undirritun samnings sé aðeins formsatriði.

Samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi æfði Alfons ekki með Twente í dag og verður ekki hluti af leikmannahóp liðsins sem mætir NEC í fyrstu umferð hollensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Það er nokkuð ljóst að metnaður Birmingham fyrir tímabilið er mjög mikill en liðið féll úr næstu efstu deild Englands í þá þriðju á seinasta tímabili. Þrátt fyrir það hefur liðið eytt háum fjárhæðum í leikmenn og má þar á meðal nefna Willum Þór Willumsson, samherja Alfons með íslenska landsliðinu.

Alfons spilaði 29 leiki fyrir Twente á síðasta tímabili og endaði liðið í þriðja sæti. Þá hefur Alfons spilað 21 landsleik fyrir Ísland.

Egill Þorri og Þóra Jóhanna sækjast eftir embætti yfirdýralæknis – Allir umsækjendur vinna hjá MAST

Matvælastofnun en þar vinna allir umsækjendur

Fjórir einstaklingar sóttu um starf yfirdýralæknis en embættið var auglýst laust 5. júlí og rann umsóknar frestur út 28. júlí en svo vill til að allir umsækjendur eru starfsmenn MAST

Hér fyrir neðan má sjá lista umsækjenda

Brigitte Brugger – sérgreinadýralæknir
Egill Þorri Steingrímsson – dýralæknir
Vigdís Tryggvadóttir – sérgreinadýralæknir
Þóra Jóhanna Jónasdóttir – sérgreinadýralæknir

Matvælaráðherra skipar í embættið eftir mat hæfnisnefndar en hana skipa Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri á skrifstofu matvæla í matvælaráðuneytinu. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður dýralæknafélagsins Íslands og Auður Bjarnadóttir, ráðgjafi og eigandi ráðningarstofunnar Vinnvinn. Skipað er í embættið fimm ár í senn.

 

Myndin tengist ekki efni greinarinnar beint

 

Lögreglan leitaði fíkniefna í spíttbáti: „Þess­ir menn eru bara sak­laus­ir“

Höfnin í Höfn í Hornafirði - Myndin tengist fréttinni ekki beint - mynd: South.is

Samkvæmt Jóni Sig­ur­geirs­syni, lög­reglu­full­trúa hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, var um tollaeftirlit að ræða í gær þegar lögreglan leitaði í spíttbáti sem kom til Hafnar í Hornafirði frá Færeyjum.

„Það kem­ur bát­ur upp að landi í gær og við tolla­eft­ir­lit vöknuðu grun­semd­ir um að þarna væri eitt­hvað sem þyrfti að skoða bet­ur. Þá kom­um við inn í þetta, miðlæg deild ásamt toll­in­um. Toll­ur­inn var þarna með menn sem voru að koma úr Nor­rænu. Við erum að skoða málið bet­ur og það er í raun­inni enn bara verið að gera sig grein fyr­ir því hvort það sé eitt­hvað ólög­legt í gangi þarna eða ekki,“ sagði Jón við mbl.is um málið en tók fram að ekki væri búið að staðfesta að fíkniefni hefðu fundist í bátnum. Grunur lék að mögulega væru fíkniefni um borð en talið er að báturinn hafi siglt í höfn milli þrjú og fjögur.

„Þess­ir menn eru bara sak­laus­ir í okk­ar huga þar til annað kem­ur í ljós.“

Athygli vakti að mbl.is birti frétt um málið í gær en var fjarlægð eftir að lögreglan óskaði þess og töldu einhverjir um ritskoðun væri að ræða.

„Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Vísi um hina meintu ritskoðun.

Glúmur minnist Magdalenu: „Það var okkar síðasti fundur“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur Baldvinsson ritar falleg orð um móðursystur sína, sem hefði orðið 76 ára í dag.

„Ég elskaði hana og dáði. Skemmtileg og fjörug stelpa full af lifsþrótti.“

Bætir því við að Magdalena „varð undan að láta fyrir krabbameini einvörðungu rúmlega fertug. Ég var við nám í Englandi þegar ósköpin gengu yfir en við náðum þó að kveðjast því hún kallaði mig á sinn fund skömmu áður en ég þurfti að fljúga út eftir jólafrí. Það var okkar síðasti fundur.“

Glúmur endar færslu sína með þessum fallegu orðum:

„Ég sakna þessarar frænku minnar mikið. Lífið væri betra með hana hér. En það er vitaskuld mín eigingirni.“

Boðið upp á átta til fimmtán stiga hita á land­inu í dag – Djúp lægð úr suðri á leiðinni

Í dag verður boðið upp á suðaustlæga eða breytilega vindátt á landinu í dag; 3-8 m/s og nokkuð víða skúrir – einkum síðdegis.

Hiti mun verða á bilinu 8 til 15 stig.

Hvað morgundaginn varðar þá kemur djúp lægð að landinu úr suðri; fer þá að rigna með norðaustan strekkingi.

Nokkuð hvassviðri verður á Suðausturlandi; ekki er ráðlagt að vera á ferðinni á bílum er taka á sig mikinn vind, en það ætti að lægja annað kvöld.

Talsverðri rigningu er spáð með lægðinni, mest verður hún á Austfjörðum.

Kemur fram að lægðin fer norðvestur yfir landið á þriðjudag; þá mun snúast í suðvestan kalda með vætu af og til.

Hiti verður væntanlega á bilinu 10 til 18 stig; hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi.

Ekið á hjólreiðamann – Aflögun á fæti og viðkomandi fluttur á bráðamóttöku

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglustöð 1

Umferðaróhapp varð í hverfi 101. Ekki slys á fólki. Afgreitt á vettvangi.

Einnig þjófnaður, sem og tilraun til innbrota, í fjölda geymslugáma í hverfi 101. Málið er í rannsókn.

Lögregla sinnti nokkrum verkefnum vegna óláta og slagsmála í miðborg Reykjavíkur.

Ekið var á gangandi vegfaranda í hverfi 101; minniháttar slys.

Tilkynnt var um aðila að fara inn í bifreiðar í hverfi 101.

Lögreglustöð 2

Óskað var aðstoðar lögreglu vegna ölvaðs ungmennis í hverfi 220. Honum ekið á lögreglustöð þar sem hringt var í forelda sem komu og sóttu hann.

Ökumaður var handtekinn í hverfi 220 – grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna óláta og slagsmála á ölhúsi í hverfi 220. Afgreitt á vettvangi.

Lögreglustöð 3

Umferðarslys varð í hverfi 201 – ekið á hjólreiðamann. Aflögun á fæti. Fluttur af sjúkraflutningamönnum á bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Óskað eftir aðstoð lögreglu í hverfi 109 þar sem aðili hafði veist að strætóbílstjóra og valdið eignaspjöllum. Málið er í rannsókn.

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna óláta og slagsmála í hverfi 109. Afgreitt á vettvangi.

Lögreglustöð 4

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna óláta í strætisvagni í hverfi 210. Einn aðili, sem var í annarlegu ástandi, handtekinn eftir að neita að segja til nafns sem og að framvísa skilríkjum að kröfu lögreglu. Vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann og komast að því hver hann er.

Tveir ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna í hverfi 110 og 109. Ökumenn færðir á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Lausir að því loknu.

Aumingja Hildur

Hildur Sverrisdóttir Ljósmynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur átt í nokkurri sálarkrísu vegna hóps femínista sem vildu gera henni lífið leitt. Þetta gerðist í samhengi við það að Hildur ritstýrði bók sem hafði að geyma kynlífstengdar hugrenningar kvenna.

Hildur lýsir þessum raunum sínum í viðtali við Morgunblaðið. Þar kemur fram að umræddir femínistar hefðu viljað leggja gildru fyrir Hildi með því að senda inn falskar frásagnir. Hildur segir að planið hafi verið að karlmaður myndi síðan stíga fram og segjast hafa hafa samið hinar bláu hugrenningar. „Ég hef aldrei verið jafn hrædd á ævi minni eins og þegar ég gerði þessa bók …,“ segir Hildur við Morgunblaðið. Hún segir ástæðuna fyrir bókarskrifunum vera það að halda til haga ákveðnum staðreyndum og taka umræðuna út frá þeim.

Bókin kom út árið 2012 við óljósar undirtektir. Ekkert bólar enn á óvinveittum femínistum og enginn karl hefur stigið fram til þess að segjast hafa skáldað upp fantasíu úr kolli konu. Erfiðleikar aumingja Hildar eiga sér því varla stað nema í hennar eigin höfði og fantasían heldur áfram …

Verðandi og fráfarandi biskup saman í Gleðigöngunni – Sjáðu myndina!

Það var frábært veður og falleg andlit full af brosi og kærleik sem einkenndu Gleðigönguna sem fram fór í dag með pompi og prakt.

Sómi að því.

Mynd: Rannveig Iðunn Ásgeirsdóttir.

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands mætti að sjálfsögðu í Gleðigönguna, og þar var líka Guðrún Karls Helgudóttir, en hún mun taka við af Agnesi sem biskup Íslands þann fyrsta september næstkomandi. Fór vel á með þeim eins og þessi mynd sýnir glögglega.

Og Gleðigangan var meiriháttar; tónlistin var tjúttuð og tjúlluð; bros mættu brosum og knús fóru fram með hálfrar sekúndu millibili og klæddu daginn í litrík og dásamleg föt sem fólk með kærleika í hjarta og gleði í sálinni bjó til og leyfði öllum að njóta er það vildu.

Þannig á þetta að vera.

Til hamingju Íslendingar með það að velja gleðina, kærleikinn, birtuna og brosin! Innilega til hamingju!

 

 

Notaði eggvopn við árás – Sá grunaði tekinn höndum

Lögreglan að störfum. Ljósmynd Lára Garðarsdóttir

Í dagbók lögreglu er þetta að finna:

Farið inn í íbúð í hverfi 105 og verðmætum stolið. Innbrot í heimahús í hverfi 101, ekki liggur fyrir hverju var stolið þegar fréttatilkynning var skrifuð.

Aðili var handtekinn í hverfi 105 eftir að hafa valdið eignarspjöllum, maðurinn var einnig með fíkniefni á sér við handtöku. Málið afgreitt með vettvangsskýrslu.

Aðili handtekinn í hverfi 101 þar sem hann var að selja fíkniefni.

Brotist var inn í bifreiðar í hverfi 200.

Aðili var handtekinn í hverfi 109; grunaður er um líkamsárás, aðilinn notaði eggvopn við árásina. Árásaþoli slasaðist ekki alvarlega og fékk aðhlynningu sjúkraliðs.

Susan er látin

Susan Wojcicki lést í gær, föstudag, 56 ára að aldri, eftir baráttu við lungnakrabbamein.

Það var eiginmaður hennar, Dennis Troper, sem greindi frá andlátinu á samfélagsmiðlum.

Susan Wojcicki hjálpaði Google að breytast úr sprotafyrirtæki; starfrækt úr bílskúrnum hennar – yfir í risann sem fyrirtækið er í dag.

Dennis og Susan.

Meira en tveggja áratuga ferill hennar hjá Google byrjaði árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu; hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu hina frægu leitarvél er lagði grunninn að Google-stórveldinu; Susan var ennfremur einn af fyrstu starfsmönnum Google; byrjaði á því að sjá um markaðssetningu fyrirtækisins; kleif upp metorðastigann hjá fyrirtækinu; varð hæstráðandi kvenkyns starfsmaður Google.

Larry Page og Sergey Brin.

Árið 2014 varð Susan forstjóri YouTube; en Google keypti það árið 2006; hún hætti í því starfi í fyrra.

 

Maður stunginn í lærið

Sérsveit ríkislögreglustjóra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd / Stundin.

Einn var stunginn í lærið í íbúahúsi í Breiðholti og var viðkomandi fluttur á slysadeild í kjölfarið.

Kemur fram á Vísi að grunaður árásarmaður var handtekinn; verður viðkomandi yfirheyrður er runnið verður af honum. Þetta staðfestir aðalvarðstjóri í Kópavogi, Gunnar Hilmarsson.

Sá er var stunginn er sem betur fer ekki talinn alvarlega slasaður; segir Gunnar að fleira fólk hafi verið í íbúðinni er atburðurinn átti sér stað.

Bílar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra aðstoðuðu lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við aðgerðina í dag.

„Flest­ir þing­menn kalla sig frjáls­lynda, sem mér finnst í sum­um til­vik­um vera bull“

Hildur Sverrisdóttir Ljósmynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins – Hildur Sverrisdóttir – segir fyrir sitt leiti að algjörlega  útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar haldi áfram eftir næstu kosningar.

Hildur lét orð þessi falla í viðtali við Morgunblaðið.

Bætti því við að ríkisstjórn þessi sé ansi mikið ólíkindasamstarf er hafi oft reynst verulega erfitt.

Ríkisstjórn Íslands 2024.

Þykir Hildi Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið alltof of mikið eftir gagnvart VG; tekur þó fram að VG þyki þeir líka hafa gefið of mikið eftir gagnvart Sjálfstæðisflokknum.

Að mati Hildar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð ýmsu í gegn í þessu stjórnarsamstarfi; til dæmis útlendingalög – lögreglulög sem og sameiningu stofnana við þinglok í vor:

„Við Sjálf­stæðis­menn náum ýmsu í gegn í mála­miðlun­um, þótt það sé kannski ekki alltaf aug­ljóst út á við. Fólk get­ur til að mynda ímyndað sér hversu marg­ar skatta­hækk­an­ir hafa verið born­ar á borð í gegn­um árin sem við sjálf­stæðis­menn höf­um hvað eft­ir annað hafnað.“

Alþingi Íslendinga

Hildi finnst frelsið yndislegt en henni þykir vanta upp á frjálslyndið á Alþingi:

„Ég er mik­il talskona frels­is. Mér finnst að frelsið mætti eiga fleiri vini hér í Alþing­is­hús­inu. Flest­ir þing­menn í þessu húsi kalla sig frjáls­lynda, sem mér finnst í sum­um til­vik­um vera bull. Það fer ekki sam­an að tala um frjáls­lyndi og tala síðan stöðugt um að að ríkið verði að hafa vit fyr­ir fólki.“

 

Anna Kristjáns er einmana: „Kæri mig ekkert um að þurfa að treysta á transfóbískan heimilislækni“

Anna Kristjánsdóttir.

Anna Kristjánsdóttir – búsett á Tenerife – hefur haldið sínum fylgjendum vel upplýstum um lífið á Tene með pistlum sínum.

Nú virðist Anna vera farin að spá í heimför frá Tenerife; nefnir að tungumálið sé ein ástæða þess:

Bitacora hótel Tenerife. – myndin tengist fréttinni ekki beint.

„Ég er búin að reyna að æfa mig í spænskunni á hverjum einasta degi í nærri þrjú ár og hefi sannfærst um að ég sé vonlaus nemandi. Ég hefi vissulega náð að skilja talsverðan ritaðan texta, hefi jafnvel náð að tjá mig á spænsku við fólk, en um leið og fólk byrjar að svara mér, skil ég ekki neitt,“ segir Anna og bætir þessu við:

Västerås í Svíþjóð.

„Ég viðurkenni alveg að Svíþjóð kom alveg til greina, en ég óttast að ég verði að minnsta kosti jafn einmana þar og hér í sólinni. Ég verð að gera mér grein fyrir því að ég er Íslendingur og greiði mína skatta og skyldur til íslenska ríkisins með það að markmiði að fá skjól innan íslenska heilbrigðiskerfisins þegar heilsan tekur að bila. Þá kæri ég mig ekkert um að þurfa að treysta á hugsanlegan transfóbískan heimilislækni sem talar einungis spænsku og arabísku.“

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.

Anna segist ekki vita hversu lengi í viðbót hún muni búa á Tene:

„Einsemdin er farin að naga mig og þótt þessi eyja sé yndisleg, þá er ég ein á ferð. Það yrði sennilega sama sagan ef ég flytti til Gran Canaria, en ókosturinn við bæði Gran Canaria og meginland Spánar er ég þarf að geta tjáð mig á sæmilegan hátt á spænsku. Þá er fjölskyldan og flest vinafólkið á Íslandi og ég hlýt að geta þolað nokkra rigningardaga ásamt frosti og snjó í viðbót fyrir andlátið í fjarlægri framtíð. Við sjáum til hvað verður þegar líður á veturinn. Ég mun allavega reyna að þrauka af veturinn, sjáum svo til.“

Bonnie og Clyde – Ástfangið og forhert par sem hikaði ekki við að láta byssurnar tala

Á vettvangi Lögreglan hafði að lokum hendur í hári skötuhjúanna.

Sá ævintýraljómi sem lék um Bonnie og Clyde í upphafi sameiginlegrar sögu þeirra máðist skjótt. Rómantíkin sem almenningur í Bandaríkjum kreppuáranna tengdi við þau fölnaði og eftir stóðu forhertir morðingjar. Það sem hófst sem ævintýri ungs ástfangins pars breyttist í flótta undan vörðum laganna og í kjölfarið hrúguðust líkin upp.

Bonnie Parker og Clyde Barrow voru alræmdir útlagar og bankaræningjar sem settu svip sinn á Bandaríkin upp úr 1930. Þau fóru vítt og breitt um miðfylki Bandaríkjanna og náðu athygli allrar þjóðarinnar með verkum sínum. Almenningur og fjölmiðlar fylgdust náið með ferli þeirra og þau urðu þekkt fyrir að ræna banka, þótt þau hafi í meira mæli gert atlögu að bensínstöðvum og smáverslunum. Almennt hefur verið álitið að Bonnie hafi verið fullgildur meðlimur í glæpagengi Clyde Barrows og því meðsek í öllum glæpum sem gengið framdi. Tveir meðlima gengisins, W.D. Jones og Ralph Fults, báru á sínum tíma vitni um að þeir hefðu aldrei séð Bonnie skjóta af byssu. Skuggi kreppunnar miklu lá yfir því samfélagi sem Bonnie og Clyde spruttu upp úr. Atvinnuleysi var mikið og fjöldi atvinnu- og heimilislausra neyddist til að setjast að í hreysahverfum. Framtíðarvonir véku fyrir áhyggjum af næstu máltíð. Því var kannski ekki að undra að almenningur dáðist að Bonnie og Clyde og í einhvern tíma urðu þau að ímynd nútíma Hróa hattar og nærvera Bonnie Parker var ekki til að skemma ímyndina. Talið er að gengið hafi á ferli sínum banað að minnsta kosti níu lögregluþjónum og nokkrum öðrum að auki.

Bonnie Parker fæddist 1. október 1910 í Rowena í Texas og ekki er mikið vitað um bernsku hennar. Hún var ágætlega pennafær og, líkt og aðrir unglingar, átti hún sér drauma. Hún var falleg stúlka og er talið að hún hefði getað orðið leikkona ef hún hefði viljað, en hún kastaði öllum draumum fyrir róða þegar hún giftist æskuástinni Roy Thornton. En Roy stóð ekki undir væntingum og átti það til að hverfa dögum saman og á endanum sparkaði Bonnie honum út, en hún skildi aldrei við hann. Átján ára og ein á báti vann Bonnie fyrir sér við framreiðslustörf. Ekki hvarflaði að henni á þeim tíma að handan við hornið lægju breytingar sem myndu hafa mikil áhrif á örlög hennar.

Bonnie Parker
Þoldi ekki þessa mynd og sagðist ekki reykja vindla.

Clyde Barrow fæddist 24. mars 1909 í Ellis-sýslu í Texas. Skólaganga Clydes var gloppótt og áður en hann náði tvítugsaldri hafði hann verið handtekinn fjórum sinnum, en vegna skorts á sönnunum slapp hann með skrekkinn. Í janúar 1930 hittust Bonnie og Clyde fyrir tilviljun í Vestur-Dallas þar sem Bonnie var í heimsókn hjá vini sínum. Í ljós kom að Clyde þekkti vininn líka og tilviljun ein réð því að þar hittust þau í fyrsta sinn. Hvort um var að ræða ást við fyrstu sýn eða ekki kom hjónaband aldrei til greina; Bonnie var gift kona.

Clyde Barrow
Fangelsisvist fór illa með hann á yngri árum.

Fangelsi, frelsi og stutt stilla

Þær taugar sem mynduðust á milli þeirra styrktust hratt, en fyrr en varði ráku lögin fleyg á milli þeirra. Clyde var handtekinn og á endanum játaði hann á sig nokkur innbrot og bílþjófnað og var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Bonnie var ástfangin og heimsótti Clyde í grjótið á nánast hverjum degi. Í einni slíkri heimsókn, að beiðni Clydes, kom hún með skammbyssu og næstu nótt flúði Clyde, klefafélagi hans og einn að auki. Clyde og klefafélaginn komust ekki langt og fyrir uppátækið hlaut Clyde fjórtán ára dóm.

Clyde var ítrekað misþyrmt kynferðislega í fangelsinu, en hann svaraði fyrir sig og barði þann sem í hlut átti til bana með járnröri. Þetta var hans fyrsta morð, en félagi Clydes í fangelsinu, sem afplánaði lífstíðardóm, tók á sig sökina.

Til þess að komast hjá því að vinna erfiðisvinnu á ökrunum, eins og tíðkaðist þá, skar Clyde af sér tvær tær, eða fékk samfanga sinn til að gera það, og gekk haltur þaðan í frá. En það sem Clyde vissi ekki var að móðir hans hafði þá á bak við tjöldin samið um lausn hans úr fangelsinu og hann gekk frjáls maður út úr því 2. febrúar 1932, aðeins tveimur dögum eftir að hann skar af sér tærnar.

Þá var Clyde orðinn harðbrjósta og bitur glæpamaður og haft var eftir systur hans að hann hefði gerbreyst í fangelsinu. Samfangi hans, Ralph Fults að nafni, sagðist hafa fylgst með hvernig Clyde hefði „breyst úr skólastrák í skröltorm“.Clyde tókst að halda sér á mottunni í hálfan mánuð. Þá leitaði hann Bonnie uppi og þau lögðu upp í ferðalag – á stolnum bíl. Armur laganna er langur, en í þetta skipti náði hann taki á Bonnie en Clyde komst undan. Bonnie eyddi nokkrum mánuðum í fangelsi í Kaufman í Texas.

Krossgötur

Á meðan Bonnie var í fangelsi komst Clyde á bragðið. Hann rændi Sims-olíufélagið í Dallas og síðan skartgripaverslun. Eigandi skartgripabúðarinnar, John Bucher, dó þann dag. Clyde sagðist saklaus af því og sagði félaga sinn, Raymond Hamilton, vera ábyrgan. Sú yfirlýsing bar ekki árangur, og þaðan í frá var Clyde brennimerktur morðingi. Í kjölfar skartgriparánsins fylgdi röð bensínstöðvarána. Glæpaferill Clydes Barrow var hafinn fyrir alvöru.

Þegar Bonnie losnaði úr fangelsi tók hún sess sinn við hlið Clydes. Þann 5. ágúst skutu Clyde og Hamilton til bana tvo lögregluþjóna í Atoka í Oklahoma. Hvort sem það var af ásettu ráði eða tilviljun þá var Bonnie ekki með þeim í för þann örlagaríka dag. En almenningsálitið var að breytast. Bonnie og Clyde hættu að vera hetjur í augum almennings og rómantíkin sem hafði sveipað feril þeirra hvarf. Þau voru ekki lengur krakkar í uppreisn gegn kerfinu heldur kaldrifjaðir morðingjar. Þræðir tilveru Bonnie og Clydes byrjuðu að rakna upp og það sem í upphafi átti að verða ævintýraferð í gegnum miðvesturríkin hafði breyst í örvæntingarfullan flótta fyrir frelsi. Felustaðir þeirra og griðastaðir voru ekki lengur öruggir. Hamilton var handtekinn og dæmdur til 263 ára fangelsisvistar og lögreglan hafði tekið af sér silkihanskana. Slíkt hið sama mátti segja um Clyde Barrow og enn einn lögregluþjónninn lá í valnum.

Líkin hrannast upp

Í mars 1933 losnaði Buck, bróðir Clydes, úr fangelsi og skömmu síðar slógust Buck og eiginkona hans, Blanche, í hóp Clydes. Um skamma hríð tókst þeim að una í friði í Joplin í Missouri, en vegna misskilnings gerði lögreglan atlögu að húsinu sem óbermin héldu til í. Lögreglan hélt að þar væru til húsa bruggarar og í skotbardaganum féllu tveir lögregluþjónar. Við leit í húsinu fundust meðal annars filmur og á einni þeirra var mynd af Bonnie að reykja vindil. Sú mynd átti eftir að verða fræg.

En lánið virtist hafa yfirgefið Bonnie og Clyde. Á stolnum bíl óku þau út af brú sem var í smíðum. Bonnie klemmdist undir bílnum og fékk þriðju gráðu brunasár. Gengið leigði kofa í Platte í Missouri, en Bonnie var sárþjáð og þurfti læknisaðstoð. Apótekarinn sem þau leituðu til hafði samband við lögregluna og enn og aftur lenti Clyde-gengið í skotbardaga við verði laganna. Liðin var sú tíð að gengið kæmist áfallalaust úr slíkum uppákomum. Buck og Clyde fengu báðir skot í sig og Blanche fékk gler í augun, en þrátt fyrir það tókst þeim að flýja.

Buck og Blanche gripin

Þremur dögum síðar var lögreglan komin á sporið, en gengið var þá í felum í skóglendi fyrir utan Dexter í Iowa. Í óðagotinu sem fylgdi ók Clyde bíl þeirra á tréstubb og lögreglan hóf skothríð. Clyde fékk nokkur skot í sig, en tókst að bjarga sér og Bonnie og þau flúðu í gegnum kornakur. Buck og Blanche áttu ekki slíku láni að fagna. Þau voru bæði handtekin en Buck var helsærður og lést þremur dögum síðar. Blanche var send í ríkisfangelsið í Missouri.

Blanche gripin
Hún og eiginmaður hennar, Buck, bróðir Clydes, voru handtekin 1933.

Fram undan voru daprir mánuðir. Einn félaganna yfirgaf skötuhjúin og taldi sig hólpnari einan en í slagtogi með þeim. Eftir voru Bonnie, Clyde og Henry Methyin. Bonnie og Clyde lentu í fyrirsát lögreglunnar þegar þau ætluðu að heimsækja foreldra Clydes, en þrátt fyrir að vera skotin í fótleggina tókst þeim að komast undan. Þar sem þau voru bæði særð var ljóst að þau þyrftu liðsauka. Þau náðu sínum gamla félaga, Raymond Hamilton, og öðrum til úr fangelsi í Huntsville í Texas. Enn einn lögregluþjónn dó þann dag. Næstu mánuði var fjöldi banka rændur. Hvort sem það var með réttu eða röngu voru bankaránin skrifuð á gengi Clydes. Í mars 1934 yfirgaf Hamilton gengið, hann var síðar handtekinn og endaði í rafmagnsstólnum vegna morðs á fangaverði nóttina sem hann flúði frá Huntsville-fangelsinu.

Bonnie og vindillinn

Á páskasunnudag 1934 drápu Clyde og Methyun tvo lögregluþjóna sem höfðu stöðvað við bifreið þeirra. Lögreglumennirnir ætluðu víst aðeins að bjóða fram aðstoð sína. Fimm dögum síðar myrtu þeir lögregluvarðstjóra, Cal Campell að nafni, og rændu Commerce, lögreglustjóra Oklahoma, en slepptu honum nokkrum dögum síðar. Engu líkara var en Bonnie gæti ekki hugsað skýrt því hún lét Commerce lofa sér því að hann léti almenning vita að hún reykti ekki vindla. Frægasta myndin af henni fór greinilega meira fyrir brjóstið á henni en yfirvofandi dauði þeirra skötuhjúa. Lögreglan neytti allra leiða til að hafa hendur í hári þeirra. Vinir og fjölskyldur voru áreittar í tíma og ótíma og á endanum var leitað til Franks Hamer, liðsmanns U.S. Rangers. Hamer hlýtur að hafa haft lyktarskyn sporhunds því hann komst fljótt á slóðina og tapaði henni aldrei. Alla jafna var hann einum degi á eftir þeim, en eftirförin kostaði þrjá lögreglumenn lífið. Gengið leitaði hælis hjá Ivan, föður Henrys Methyin, og sagan segir að hann hafi sagt til þeirra í von um vægari dóm syni sínum til handa. Ivan sagði Hamer frá „pósthúsinu“ sem var í raun viðarplanki þar sem gengismeðlimir skildu eftir skilaboð sín á milli og til fjölskyldumeðlima, og ef Bonnie og Clyde væru í nágrenninu myndu þau án efa reyna að nálgast póst sinn.

Fyrirsát

Hamer kallaði nokkra vini sína til hjálpar og í skjóli nætur komu þeir sér fyrir og biðu parsins alræmda. Rúmlega níu næsta morgun óku Bonnie og Clyde inn í fyrirsát. Ekki er vitað hver félaga Hamers gekk í veg fyrir bílinn, neyddi þau til að stoppa og sagði þeim að gefast upp. Þegar Clyde teygði sig eftir byssu sinni hóf eftirreiðarsveitin skothríð og þegar upp var staðið hafði eitt hundrað sextíu og sjö skotum verið hleypt af og drungaleg þögn lagðist yfir vettvanginn. Dagurinn var 23. maí árið 1934 og staðurinn var vegur nálægt Bienville Parish í Louisiana. Eftirreiðarsveitin samanstóð af fjórum lögreglumönnum frá Texas og þremur frá Louisiana. Bonnie og Clyde voru liðin lík. Margir eru þeirrar skoðunar að eina sök Bonnie hafi verið að falla fyrir röngum manni. Hún var Clyde trygg allt til enda og dauði lögregluþjóna varð lítilvægur í samanburði við samband þeirra. Ástin er vissulega blind. En saga og ferill Bonnie og Clydes er vissulega fjarri sögunni um Hróa hött sem rændi ríka og gaf fátækum.

„Gift í 2 ár. Good times. Volim te“

Nú eru tvö ár síðan tón­list­armaður­inn Gauti Þeyr Más­son – Emm­sjé Gauti – og eig­in­kona hans – Jov­ana Schally gengu í það heil­aga.

Annað brúðkaup­saf­mælið er tileinkað bóm­ull; kall­ast bóm­ull­ar­brúðkaup:

„Gift í 2 ár. Good times. Volim te,“ skrifaði kappinn við færsl­una, en þess ber að geta að Volim te þýðir „ég elska þig“ á serbnesku og króa­tísku.

Þessi fallegu hjón voru gef­in sam­an í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík þann 6. ág­úst 2022 en þau hafa verið saman síðan árið 2016; trú­lofuðu sig svo þrem­ur árum síðar. Eiga hjón­in sam­tals þrjú börn.

Til hamingju með lífið.

Hiti á bilinu 7 til 16 stig og mildast syðst

Og þá að veðrinu.

Spáð er norðvestan átt, 5 til 13 metrum á sekúndu; norðaustantil fram eftir morgni;  annars hægari vindur.

Skýjað verður með köflum og það verður úrkomulítið; dálítil væta vestast og líka norðanlands í fyrstu.

Eru taldar líkur á stöku síðdegisskúrum inn til landsins; hiti verður á bilinu 7 til 16 stig og mildast syðst.

Hvað varðar morgundaginn – þá er spáð suðaustlægri eða breytilegri átt, 3 til 8 metrum á sekúndu; skýjað með köflum; allvíða skúrir. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig.

Enn eykst skjálftavirknin á Reykjanesskaga

Eldgos við Grindavík - Ljósmynd: Almannavarnir/Björn Oddsson

Enn eykst skjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa um 40 skjálftar mælst við kvikuganginn við Sundhnúksgíga frá því á miðnætti.

Mynd: Skjáskot af RÚV.

Allt í allt hafa skjálftarnir verið í kringum 70 á síðasta sólarhring; þeir eru smáir en dragi til tíðinda gæti það gerst hratt að sögn náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands.

Eldgos í Grindavík. Ljósmynd/Lalli

Að öðru leyti er staðan hvað varðar jarðhræringar á svæðinu svipuð og síðustu daga.

Einn nefbrotinn og annar sleginn í rot

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:

Lögregla kölluð til vegna rúðubrots í verslun. Málið í rannsókn.

Þrír ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fluttir á stöð í viðeigandi ferli.

Lögregla kölluð til vegna umferðaróhapps en þar hafði maður á rafhlaupahjóli ekið á bifreið. Engin slys á fólki. Aðili handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu.

Við skemmtistaðaeftirlit í miðbæ Reykjavíkur tóku lögreglumenn eftir aðila sem virtist of ungur til að vera inni á skemmtistaðnum. Ungmennið framvísaði fölsuðum skilríkjum og reyndist vera undir lögaldri. Afgreitt með aðkomu barnaverndaryfirvalda og foreldra viðkomandi.

Lögregla kölluð til vegna hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur. Einn líklega nefbrotinn eftir og annar sleginn í rot. Þrír handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna málsins.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Einn ökumaður kærður fyrir að hafa ekið á 138 km hraða á vegi þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Á hann von á sviptingu ökuréttinda vegna þessa.

Lögregla kölluð til vegna aðila sem gekk um og sparkaði í bifreiðar. Við komu á vettvang þekktu lögreglumenn aðilann en hann hafði ítrekað verið tilkynntur fyrr um kvöldið vegna ölvunarláta. Ekki var með neinu móti hægt að tjónka við aðilann og hann því vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Almennu eftirliti sinnt á varðsvæðinu.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Þrír ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fluttir á stöð í viðeigandi ferli.

Svandís þarf kraftaverk

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Vinsytri grænir undir stjórn Guðmundar Inga Guðbrandssonar glíma við þá skelfingu sem fylgir því að vera í dauðateygjunum. Flokkurinn mælist ítrekað ver autan þings og stefnir aðeins að óbreyttu í átt að gjöreyðingu.

Við blasir að Sósialistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar mælist með næstu helmingi meira fylgi en VG og er við það að ná mönnum inn á þing. Engum dylst að ástæðan er þess að flokkurinn sem kennir sér við vinstri áherslur og grænar hefur svikið kjósendur sínar á flestum póstum með því að styðja Sjálfstæðisflokkinn í nánast öllu. Stærstu og nýjustu svikin eru þau að færa Bjarna Benediktssyni forsætisráðuneytið. Mikið þarf til þess að flokkurinn nái að kjafta sig frá þessu. Ár í viðbót á valdastólum mun aðeins gera illt verra.

Innan VG er ráðaleysi ríkjandi varðandi framhaldið. Þar er þó vissa fyrir því að flokkurinn verði að grípa til róttækra aðgerða til að forðast skipbrotið. Þar dugar ekkert minna en að eiga frumkvæðið að því að sprengja ríkisstjórnina og ganga til kosninga á forsendum uppgjörsins. Margir eru þess fullvissir að af þessu verði í haust og nýtt þing verði kosið á þessu ári.

Lagt er að Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra að taka að sér formennsku í flokknum og reyna að stýra flokknum framhjá váboðum hins snauða flokks. Svandís var á sínum tíma grjóthörð á vinstri stefnunni en hefur hin síðari ár dansað hrunadansinn í kringum gullkálf kapítalismans með Katrínu Jalobsdóttir og Bjarna. Líklegt þykir að Svandís svari kallinu og leggi upp í stríð í þeirri veiku von að flokkur sem á sögu allt til Einars Olgeirssonar hverfi ekki með skömm af yfiirborði jarðar. Svandís mun að vísu þurfa kraftaverk til að bjarga flokknum en vitað er að hún er til alls vís. Niðurstaðan er að kosningar nálgast hratt …

Valdimar elti uppi þjóf í Breiðholti: „Það kom á óvart hversu snöggur maðurinn var“

Breiðholt. Myndin tengist ekki fréttinni beint - Mynd: Reykjavíkurborg

Valdimar Guðmundsson, verslunarstjóri, elti uppi búðarþjóf árið 2001.

Ungur þjófur komst ekki undan Valdimari Guðmundssyni, verslunarstjóra, þegar hann rændi seðlabúnti úr afgreiðslukassa í Samkaupum árið 2001.

„Ég hljóp eins og fætur toguðu og náði manninum hérna skammt frá. Hann sagði mér að „þjófurinn“ hefði hlaupið fram hjá,“ segir Valdimar Guðmundsson, verslunarstjóri í Samkaupum við Vesturberg, í samtali við DV árið 2001. Hann grunaði hins vegar að þetta væri þjófurinn þó að hann hafi ekki séð hann sjálfur og ákvað að ræða við hann betur. „Hann vildi í fyrstu ekki segia mér til nafns en lét á endanum undan og afhenti mér debetkortið sitt. Hann kvaðst vera á leið til vinkonu sinnar og ég ákvað að labba með honum. Ég var viss um að hann væri þjófurinn.“

Valdimar labbaði með manninum heim til vinkonu hans, sem hleypti honum inn af einhverri óskiljanlegri ástæðu og fékk að hringja hjá henni.

„Ég var ekki fyrr kominn í símann en maðurinn var á bak og burt. Ég fór rakleiðis á lögreglustöðina og afhenti debetkort mannsins. Eftirleikurinn var lögreglu auðveldur og þeir handsömuðu manninn hálftíma síðar. Hann hafði haft um 25 þúsund krónur upp úr krafsinu.“

„Hverfið er fremur rólegt og viðskiptavinir okkar mesta friðsemdarfólk. Svona atvik geta alltaf komið upp. Það kom á óvart hversu snöggur maðurinn var við iðju sína, stúlkan leit af kassanum i eitt andartak – og það var nóg,“ sagði Valdimar Guðmundsson verslunarstjóri.

Alfons færir sig yfir til Birmingham

Alfons Sampsted er að skipta um lið

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted er að yfirgefa lið sitt Twente í Hollandi og gengur til liðs við Birmingham á Englandi og talið undirritun samnings sé aðeins formsatriði.

Samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi æfði Alfons ekki með Twente í dag og verður ekki hluti af leikmannahóp liðsins sem mætir NEC í fyrstu umferð hollensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Það er nokkuð ljóst að metnaður Birmingham fyrir tímabilið er mjög mikill en liðið féll úr næstu efstu deild Englands í þá þriðju á seinasta tímabili. Þrátt fyrir það hefur liðið eytt háum fjárhæðum í leikmenn og má þar á meðal nefna Willum Þór Willumsson, samherja Alfons með íslenska landsliðinu.

Alfons spilaði 29 leiki fyrir Twente á síðasta tímabili og endaði liðið í þriðja sæti. Þá hefur Alfons spilað 21 landsleik fyrir Ísland.

Egill Þorri og Þóra Jóhanna sækjast eftir embætti yfirdýralæknis – Allir umsækjendur vinna hjá MAST

Matvælastofnun en þar vinna allir umsækjendur

Fjórir einstaklingar sóttu um starf yfirdýralæknis en embættið var auglýst laust 5. júlí og rann umsóknar frestur út 28. júlí en svo vill til að allir umsækjendur eru starfsmenn MAST

Hér fyrir neðan má sjá lista umsækjenda

Brigitte Brugger – sérgreinadýralæknir
Egill Þorri Steingrímsson – dýralæknir
Vigdís Tryggvadóttir – sérgreinadýralæknir
Þóra Jóhanna Jónasdóttir – sérgreinadýralæknir

Matvælaráðherra skipar í embættið eftir mat hæfnisnefndar en hana skipa Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri á skrifstofu matvæla í matvælaráðuneytinu. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður dýralæknafélagsins Íslands og Auður Bjarnadóttir, ráðgjafi og eigandi ráðningarstofunnar Vinnvinn. Skipað er í embættið fimm ár í senn.

 

Myndin tengist ekki efni greinarinnar beint

 

Lögreglan leitaði fíkniefna í spíttbáti: „Þess­ir menn eru bara sak­laus­ir“

Höfnin í Höfn í Hornafirði - Myndin tengist fréttinni ekki beint - mynd: South.is

Samkvæmt Jóni Sig­ur­geirs­syni, lög­reglu­full­trúa hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, var um tollaeftirlit að ræða í gær þegar lögreglan leitaði í spíttbáti sem kom til Hafnar í Hornafirði frá Færeyjum.

„Það kem­ur bát­ur upp að landi í gær og við tolla­eft­ir­lit vöknuðu grun­semd­ir um að þarna væri eitt­hvað sem þyrfti að skoða bet­ur. Þá kom­um við inn í þetta, miðlæg deild ásamt toll­in­um. Toll­ur­inn var þarna með menn sem voru að koma úr Nor­rænu. Við erum að skoða málið bet­ur og það er í raun­inni enn bara verið að gera sig grein fyr­ir því hvort það sé eitt­hvað ólög­legt í gangi þarna eða ekki,“ sagði Jón við mbl.is um málið en tók fram að ekki væri búið að staðfesta að fíkniefni hefðu fundist í bátnum. Grunur lék að mögulega væru fíkniefni um borð en talið er að báturinn hafi siglt í höfn milli þrjú og fjögur.

„Þess­ir menn eru bara sak­laus­ir í okk­ar huga þar til annað kem­ur í ljós.“

Athygli vakti að mbl.is birti frétt um málið í gær en var fjarlægð eftir að lögreglan óskaði þess og töldu einhverjir um ritskoðun væri að ræða.

„Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Vísi um hina meintu ritskoðun.

Raddir