Valdimar Guðmundsson, verslunarstjóri, elti uppi búðarþjóf árið 2001.
Ungur þjófur komst ekki undan Valdimari Guðmundssyni, verslunarstjóra, þegar hann rændi seðlabúnti úr afgreiðslukassa í Samkaupum árið 2001.
„Ég hljóp eins og fætur toguðu og náði manninum hérna skammt frá. Hann sagði mér að „þjófurinn“ hefði hlaupið fram hjá,“ segir Valdimar Guðmundsson, verslunarstjóri í Samkaupum við Vesturberg, í samtali við DV árið 2001. Hann grunaði hins vegar að þetta væri þjófurinn þó að hann hafi ekki séð hann sjálfur og ákvað að ræða við hann betur. „Hann vildi í fyrstu ekki segia mér til nafns en lét á endanum undan og afhenti mér debetkortið sitt. Hann kvaðst vera á leið til vinkonu sinnar og ég ákvað að labba með honum. Ég var viss um að hann væri þjófurinn.“
Valdimar labbaði með manninum heim til vinkonu hans, sem hleypti honum inn af einhverri óskiljanlegri ástæðu og fékk að hringja hjá henni.
„Ég var ekki fyrr kominn í símann en maðurinn var á bak og burt. Ég fór rakleiðis á lögreglustöðina og afhenti debetkort mannsins. Eftirleikurinn var lögreglu auðveldur og þeir handsömuðu manninn hálftíma síðar. Hann hafði haft um 25 þúsund krónur upp úr krafsinu.“
„Hverfið er fremur rólegt og viðskiptavinir okkar mesta friðsemdarfólk. Svona atvik geta alltaf komið upp. Það kom á óvart hversu snöggur maðurinn var við iðju sína, stúlkan leit af kassanum i eitt andartak – og það var nóg,“ sagði Valdimar Guðmundsson verslunarstjóri.
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted er að yfirgefa lið sitt Twente í Hollandi og gengur til liðs við Birmingham á Englandi og talið undirritun samnings sé aðeins formsatriði. Samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi æfði Alfons ekki með Twente í dag og verður ekki hluti af leikmannahóp liðsins sem mætir NEC í fyrstu umferð hollensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Það er nokkuð ljóst að metnaður Birmingham fyrir tímabilið er mjög mikill en liðið féll úr næstu efstu deild Englands í þá þriðju á seinasta tímabili. Þrátt fyrir það hefur liðið eytt háum fjárhæðum í leikmenn og má þar á meðal nefna Willum Þór Willumsson, samherja Alfons með íslenska landsliðinu.
Alfons spilaði 29 leiki fyrir Twente á síðasta tímabili og endaði liðið í þriðja sæti. Þá hefur Alfons spilað 21 landsleik fyrir Ísland.
Fjórir einstaklingar sóttu um starf yfirdýralæknis en embættið var auglýst laust 5. júlí og rann umsóknar frestur út 28. júlí en svo vill til að allir umsækjendur eru starfsmenn MAST Hér fyrir neðan má sjá lista umsækjenda Brigitte Brugger – sérgreinadýralæknir Egill Þorri Steingrímsson – dýralæknir Vigdís Tryggvadóttir – sérgreinadýralæknir
Þóra Jóhanna Jónasdóttir – sérgreinadýralæknir
Matvælaráðherra skipar í embættið eftir mat hæfnisnefndar en hana skipa Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri á skrifstofu matvæla í matvælaráðuneytinu. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður dýralæknafélagsins Íslands og Auður Bjarnadóttir, ráðgjafi og eigandi ráðningarstofunnar Vinnvinn. Skipað er í embættið fimm ár í senn.
Samkvæmt Jóni Sigurgeirssyni, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var um tollaeftirlit að ræða í gær þegar lögreglan leitaði í spíttbáti sem kom til Hafnar í Hornafirði frá Færeyjum. „Það kemur bátur upp að landi í gær og við tollaeftirlit vöknuðu grunsemdir um að þarna væri eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Þá komum við inn í þetta, miðlæg deild ásamt tollinum. Tollurinn var þarna með menn sem voru að koma úr Norrænu. Við erum að skoða málið betur og það er í rauninni enn bara verið að gera sig grein fyrir því hvort það sé eitthvað ólöglegt í gangi þarna eða ekki,“ sagði Jón við mbl.is um málið en tók fram að ekki væri búið að staðfesta að fíkniefni hefðu fundist í bátnum. Grunur lék að mögulega væru fíkniefni um borð en talið er að báturinn hafi siglt í höfn milli þrjú og fjögur.
„Þessir menn eru bara saklausir í okkar huga þar til annað kemur í ljós.“ Athygli vakti að mbl.is birti frétt um málið í gær en var fjarlægð eftir að lögreglan óskaði þess og töldu einhverjir um ritskoðun væri að ræða. „Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Vísi um hina meintu ritskoðun.
Á þriðjudaginn voru Hinsegin dagar settir en þeir hafa verið haldnir síðan 1999 í Reykjavík með fjölbreyttri dagskrá. Margir telja Gleðigönguna hápunkt daganna en hún verður gengin á laugardaginn. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.
Mannlíf spurði lesendur sína hvort þeir ætluðu að taka þátt í hátíðarhöldunum og sögðu tæp 14 prósent lesenda ætla að taka þátt.
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, oft kallaður Patrik eða Prettyboitjokko, hefur beðist afsökunar á brandara sem hann sagði í útvarpsþættinum Veislunni á FM957 fyrir rúmri viku. Veislan hefur verið tekin af dagskrá á FM957 en Patrik var einn af stjórnendum þáttarins. Ekki liggur fyrir hvort sú gagnrýni sem kom í framhaldi brandarans hafi haft áhrif á þá ákvörðun en þátturinn hafði verið í gangi í rúm tvö ár.
Patrik birti eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram fyrir stuttu:
„Ég vil biðja alla afsökunar á ruglinu í mér með botnlausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolendur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þessum hætti um svo alvarlega hlut.
Einnig vil ég biðja Gústa vin minn afsökunar á því að hann hafi lent í vandræðum yfir þessum lélega brandara mínum sem ég á einn sök á. Þetta var algjörlega misheppnað grín hjá mér þar sem ég var að reyna að segja að viðkomandi væri fáviti með því að líkja honum við þá sem fara með botnlaust tjald til Vestmannaeyja.
En grínið var ömurlegt og í ljós kom að ég var eini fávitinn í þessum samtali. Ég vil að það komi skýrt fram að ég fordæmi allt kynferðisofbeldi.“
Til útskýringar þá var Patrik að vísa í botnlaust tjald en slíkt er hægt að setja yfir fólk sem er áfengisdautt og getur ekki með neinum hætti brugðist við aðstæðum en Patrik spurði hlustanda sem var í símaviðtali í þættinum hvort hann ætlaði ekki að taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð.
Frönsk 48 ára móðir lést af slysförum þegar sæþota hennar og 16 ára tvíburadætra hennar rákust saman. Móðirin var með eiginmanni sínum á þotunni en dæturnar á annarri en atvikið átti sér stað þann 4. ágúst í Gironde í suðvesturhluta Frakklands. Hún fékk alvarlegt höfuðhögg og lést nokkrum klukkustundum eftir komu á sjúkrahús. Bæði maðurinn og dæturnar sluppu með minniháttar meiðsli en voru lögð inn vegna mikils áfalls. Fjölskyldan var undir handleiðslu kennara á sæþotunum en í frönskum lögum segir að einungis 16 ára og eldri megi nota sæþotur, og einungis ef kennari er viðstaddur. Fjölskyldan kastaðist af þotunum við áreksturinn.
Málið er nú rannsakað en hvorki er vitað hvort notaðir voru hjálmar né hversu miklum hraða þoturnar voru á. Enginn verður þó ákærður fyrir dauða móðurinnar og enginn grunaður um nokkuð saknæmt
Aukning hefur verið á sæþotu slysum í Frakklandi en í fyrra voru 55 slys skráð, samanborið við 34 árið 2022.
Klámstjarnan geðþekka Kendra Sunderland lenti í kröppum dansi við yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum þann 1. ágúst en þá var hún handtekin. Að sögn TMZ var Sunderland handtekinn fyrir hafa verið með gras á sér en samkvæmt dómskjölum var hún með minna en eitt gramm af grasi á sér þegar hún var handtekin. Ekki liggur fyrir af hverju hún lá undir grun til að byrja með.
„Mér hefur verið ráðlagt að segja ekki neitt. Ég veit bara að ég er ekki glæpamaður, ég er bara hasshaus,“ sagði leikkonan í samtali við TMZ um málið en hún býr sjálf í Nevada þar sem graseign er leyfð en háð vissum skilyrðum. Hún þurfti að greiða tæpar 140 þúsund krónur í tryggingu til að losna úr varðhaldi og þarf að mæta fyrir dómara í Texas í september. Sunderland sem er með þekktari klámstjörnum Bandaríkjanna hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum og er hægt að nefna Flottustu brjóstin árið 2018 frá PornHub og XBIZ verðlaunin árið 2024 fyrir besta kynlífsatriðið í myndinni Take Me to Your Breeder en með henni í atriðinu voru Angela White, Blake Blossom, Angel Youngs, & Manuel Ferrara.
Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.
Jón Möller – Ekki gleyma mér
Razzar – Bene Benedikt
False Majesty – Groovestreet
ASNI – 3júní2024
Ilmur – All Yours Tonight
Hvergerðingar eru komnir í stórsókn gegn hatursfólki sem málaði slagorð yfir regnbogafána í bænum sem málaður hafði verið hinseginfólk til heiðurs. Í gærmorgun mætti íbúum í Hveragerði sú ömurlega sjón að níðyrði og tákn á borð við nasistafánann höfðu verið krotuð á fánann. Viðbrögðin urðu þau að íbúar sameinuðust um að mál enn stærri fána og gefa þannig skemmdarvörgunum ælangt nef.
Sigríður Hjálmarsdóttir markaðsfulltrúi bæjarins sagði við Morgunblaðið að aðförin að hinsegin fólki hafi þannig snúsist upp í andhverfu sína.
„Málstaðurinn fær bara meiri byr fyrir vikið,“ segir Sigríður við Morgunblaðið.
Í gærkvöld söfnuðust yfir 60 manns saman í bænum til að mála yfir skemmdarverkin. Meðal þeirra sem lögðu sitt lóð á vogarskálarnar var Pétur Markan bæjarstjóri.
„Hatrið út, kærleikanum allt! Það er og verður viðbragðið okkar í Hveragerði,“ sagði Pétur á Facebook.
Fáninn var lengdur og bæjarbúar settu sumir upp regnbogafána við heimili sín til að undirstrika stuðning við hinsegin fólk. Skemmdarverkin urðui þannig til þess að Hveragerði slær í dag öll met í skreytingu til stuðnings hinseginfólki.
Ekki er vitað hver stendur að baki skemmdarverkin. Málið er hjá lögreglu.
„Ég vona bara að hverjir sem gerðu þetta læri einhverja lexíu af þessu og snúi sér að einhverju öðru. Þetta hefur allavega ekkert upp úr sér hjá þeim,“ segir Sigríður við Moggann.
Lögreglan átti þriðju nóttina í röð náðugar stundir. Fátt bar til tíðinda annað en drukknir og dópaðir ökumenn sem sumir voru jafnvel réttindalausir. Einn var læstur inni í fangaklefa eftir slíkt atvik.
Búðaþjófur var staðinn að hnupli í matvöruverslun. Hann reyndist vera samvinnuþýður og var mál hans fgreitt á vettvangi.
Drengir stunduðu háskaleik á þaki grunnskóla. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við þá um hættur þess að leika sér á húsþökum. Drengirnir hlýddu á laganna verði og tóku sönsum.
Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, var rekinn frá Sýn eftir nauðgunarbrandara í útvarpsþættinum Veislan á FM957. Útvarpsþátturinn var sleginn af og Patrik og Ágúst Beinteinn, aðalstjórnandi þáttarins, þurfa væntanlega að leita sér að nýjum verkefnum.
Nauðgunarbrandarinn gekk út á það að innhringjandi var spurður hvort hann ætlaði að taka með sér botnlaust tjald á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Samkvæmt málskilningi flestra þýðir það að undirbúa að varpa tjaldi yfir áfengisdauða manneskju og nauðga henni.
Uppnám varð á samfélagsmiðlum vegna þessa og var hávær krafa um að tónlistarmaðurinn yrði látinn axla ábyrgð vegna orða sinna. Ekki bætti úr skák að stjórnendurnir héldu mjög á lofti lögum Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs, sem hefur víða verið slaufað. Niðurstaðan varð sú að loka þættinum og slaufa Patrik með þeim hætti.
Málið er grafalvarlegt fyrir Prettiboisjokko sem hefur farið með himinskautum í vinsældum undanfarið og er ein skærasta stjarnan á himni íslenskrar dægurtónlistar. Fordæmingin á Patrik getur orðið til þess að skaða varanlega feril hans sem fram að þessu hefur verið farsæll.
Hvori hósti né stuna hefur heyrst frá tónlistarmanninum vegna þessa. Einhverjir telja þögnina vera slæm almannatengsl og telja nauðsynlegt hjá Patrik að biðjast afsökunar á mistökum sínum …
Viðgerðir á innviðum í Grindavík, sem og hækkun sjóvarna og frekari jarðkönnun í bænum eru hluti af aðgerðaáætlun er Grindavíkurnefndin svokallaða hefur sent Innviðaráðuneytinu.
Áætlaður kostnaður vegna þeirra er nærri hálfur milljarður.Grindavíkurnefndin telur að forsendur til þess að hægt verði að aflétta lokunum til Grindavíkur með öruggum hætti séu afar nauðsynlegar viðgerðir á innviðum; gatnakerfi sem og lögnum.
Til að koma í veg fyrir skemmdir á húsum bæjarins vegna flóða þarf að hækka sjóvarnir; þetta segir Grindavíkurnefndin vera nauðsynlegt til verja fiskvinnslur og önnur hús við höfnina; leggur nefndin það til að jarðkönnunarverkefninu verði lokið eins og bæjarstjórnin hefur lagt mikla áherslu á.
Telur nefndin þörf á að ríkið stígi inn í; sérstaklega vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, og lagt er til að ríkið greiði um 440 milljónir og Grindavíkurbær um 30 milljónir.
Kemur fram að kostnaður vegna lokunarpósta sem starfræktir eru á Suðurstandarvegi, Nesvegi og Grindavíkurvegi hefur minnkað; nemur hann nú um 40 milljónum á mánuði – að því er kemur fram í áætluninni.
Kostnaður vegna vöktunar lögreglu og Veðurstofu gæti aukist með aukinni umferð.
Crossfit-keppandinn Lazar Ðukic er talinn vera mögulega látinn en er einn af þátttakendum heimsleikanna í Crossfit sem fara fram í Texas í Bandaríkjunum þessa stundina. Ekkert hefur sést til Ðukic síðan nálægt endastöð sundhluta keppninnar og er óttast hann hafi drukknað. Leitar- og björgunarsveitir eru að leita að honum í samstarfi við lögreglu staðarins en Ðukic er ekki fremst Crossfit-kappi heimsins í dag. Keppt var í 5,6 kílómetrahlaupi og svo í 800 metra sundi í dag.
Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er sagður vera nálægt því að ganga til liðs við ítalska knattspyrnuliðið Fiorentina en viðræður eru sagðar á lokastigi í ítölskum fréttamiðlum.
Liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst.
Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.
Helgi Guðnason, forstöðumaður í Fíladelfíu í Reykjavík, ritar pistil um fjölskyldur frá Venesúela sem senda á aftur til heimalandsins.
„Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta sunnudag en neitar að viðurkenna það.“
Hann bætir því við að „íbúar Venesúela eru duglegir að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi.“
Helgi ljær máls á því að „fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur.“
Hann segir frá því að „fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu.“
Helgi spyr einfaldlega:
„Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi – ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar?“
Bætir því við að „þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust.“
Segir að endingu:
„Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum.“
Mikill eldur blossaði upp í einu herbergi í íbúð á Hallgerðargötu á Kirkjusandi í Laugardalnum fyrr í dag en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru ung börn ein heima. Þrátt fyrir það slasaðist enginn en herbergið er sagt verið mikið skemmt og vinnur slökkviliðið nú að reykræstingu á vettvangi en búið er að slökkva eldinn. Ekki liggur fyrir um eldsupptök að svo stöddu.
Uppfært:
„Engin slys urðu á fólki og það er búið að slökkva og þeir eru bara í reykræstingu og svo frágangi. Gekk fljótt og vel,“ sagði Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgasvæðinu, um eldinn við mbl.is
„Við sendum allavegana tvo, þrjá sjúkrabíla og fjóra dælubíla. Við sendum bara það sem við eigum til af stað og svo drögum við bara úr.“
Það blasti ljót sjón við íbúum Hveragerðis í morgun þegar kom í ljós að unnin hefðu verið skemmdarverk á regnbogafána sem hafði verið málaður á götu þar í bæ í tilefni Hinsegin daga sem fara nú fram. Fáni nasista var meðal þess sem málað var á Pride-fánann. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, segir málið vera ömurlegt en hatursorðræða var rituð á fánann. Hann segir að íbúar bæjarsins standi með hinsegin fólki. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn,“ sagði bæjarstjórinn við Vísi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er vitað hver stendur á bak við hatrið. Bæjaryfirvöld muni mála yfir skemmdarverkin. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því. Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“
Á þriðjudaginn voru Hinsegin dagar settir en þeir hafa verið haldnir síðan 1999 í Reykjavík með fjölbreyttri dagskrá. Margir telja Gleðigönguna hápunkt daganna en hún verður gengin á laugardaginn. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.
Mannlíf spyr því lesendur sína; Ætlar þú að taka þátt í Hinsegin dögum?
Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 9. ágúst.
Lögreglan í Des Moines í Iowa-fylki í Bandaríkjunum handtók nakinn bílþjóf á þriðjudagsmorgun. Ótrúlegi bílþjófnaðurinn náðist á myndband en það var hann Tyler Merl Jonsson, sem var að hlaupa nakinn um götur Des Moines, sem ákvað að stela bíl. Í myndbandinu sést Jonsson hoppa yfir bílstjórann, sem situr í rólegheitum í bílstjórasætinu, yfir í farþegasætið fram í bílnum. Bílstjóranum bregður við þetta atvik og fer út úr bílnum en þá grípur Jonsson tækifærið og skellir sér í bílstjórasætið og keyrir í burtu og á eiganda bílsins í leiðinni. Hann var svo handtekinn skömmu síðar eftir að hafa keyrt á tré. Jonsson hefur verið ákærður fyrir að bílþjófnað og að keyra án réttinda. Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs slasaðist eigandinn bílsins lítillega.
Valdimar Guðmundsson, verslunarstjóri, elti uppi búðarþjóf árið 2001.
Ungur þjófur komst ekki undan Valdimari Guðmundssyni, verslunarstjóra, þegar hann rændi seðlabúnti úr afgreiðslukassa í Samkaupum árið 2001.
„Ég hljóp eins og fætur toguðu og náði manninum hérna skammt frá. Hann sagði mér að „þjófurinn“ hefði hlaupið fram hjá,“ segir Valdimar Guðmundsson, verslunarstjóri í Samkaupum við Vesturberg, í samtali við DV árið 2001. Hann grunaði hins vegar að þetta væri þjófurinn þó að hann hafi ekki séð hann sjálfur og ákvað að ræða við hann betur. „Hann vildi í fyrstu ekki segia mér til nafns en lét á endanum undan og afhenti mér debetkortið sitt. Hann kvaðst vera á leið til vinkonu sinnar og ég ákvað að labba með honum. Ég var viss um að hann væri þjófurinn.“
Valdimar labbaði með manninum heim til vinkonu hans, sem hleypti honum inn af einhverri óskiljanlegri ástæðu og fékk að hringja hjá henni.
„Ég var ekki fyrr kominn í símann en maðurinn var á bak og burt. Ég fór rakleiðis á lögreglustöðina og afhenti debetkort mannsins. Eftirleikurinn var lögreglu auðveldur og þeir handsömuðu manninn hálftíma síðar. Hann hafði haft um 25 þúsund krónur upp úr krafsinu.“
„Hverfið er fremur rólegt og viðskiptavinir okkar mesta friðsemdarfólk. Svona atvik geta alltaf komið upp. Það kom á óvart hversu snöggur maðurinn var við iðju sína, stúlkan leit af kassanum i eitt andartak – og það var nóg,“ sagði Valdimar Guðmundsson verslunarstjóri.
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted er að yfirgefa lið sitt Twente í Hollandi og gengur til liðs við Birmingham á Englandi og talið undirritun samnings sé aðeins formsatriði. Samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi æfði Alfons ekki með Twente í dag og verður ekki hluti af leikmannahóp liðsins sem mætir NEC í fyrstu umferð hollensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Það er nokkuð ljóst að metnaður Birmingham fyrir tímabilið er mjög mikill en liðið féll úr næstu efstu deild Englands í þá þriðju á seinasta tímabili. Þrátt fyrir það hefur liðið eytt háum fjárhæðum í leikmenn og má þar á meðal nefna Willum Þór Willumsson, samherja Alfons með íslenska landsliðinu.
Alfons spilaði 29 leiki fyrir Twente á síðasta tímabili og endaði liðið í þriðja sæti. Þá hefur Alfons spilað 21 landsleik fyrir Ísland.
Fjórir einstaklingar sóttu um starf yfirdýralæknis en embættið var auglýst laust 5. júlí og rann umsóknar frestur út 28. júlí en svo vill til að allir umsækjendur eru starfsmenn MAST Hér fyrir neðan má sjá lista umsækjenda Brigitte Brugger – sérgreinadýralæknir Egill Þorri Steingrímsson – dýralæknir Vigdís Tryggvadóttir – sérgreinadýralæknir
Þóra Jóhanna Jónasdóttir – sérgreinadýralæknir
Matvælaráðherra skipar í embættið eftir mat hæfnisnefndar en hana skipa Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri á skrifstofu matvæla í matvælaráðuneytinu. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður dýralæknafélagsins Íslands og Auður Bjarnadóttir, ráðgjafi og eigandi ráðningarstofunnar Vinnvinn. Skipað er í embættið fimm ár í senn.
Samkvæmt Jóni Sigurgeirssyni, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var um tollaeftirlit að ræða í gær þegar lögreglan leitaði í spíttbáti sem kom til Hafnar í Hornafirði frá Færeyjum. „Það kemur bátur upp að landi í gær og við tollaeftirlit vöknuðu grunsemdir um að þarna væri eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Þá komum við inn í þetta, miðlæg deild ásamt tollinum. Tollurinn var þarna með menn sem voru að koma úr Norrænu. Við erum að skoða málið betur og það er í rauninni enn bara verið að gera sig grein fyrir því hvort það sé eitthvað ólöglegt í gangi þarna eða ekki,“ sagði Jón við mbl.is um málið en tók fram að ekki væri búið að staðfesta að fíkniefni hefðu fundist í bátnum. Grunur lék að mögulega væru fíkniefni um borð en talið er að báturinn hafi siglt í höfn milli þrjú og fjögur.
„Þessir menn eru bara saklausir í okkar huga þar til annað kemur í ljós.“ Athygli vakti að mbl.is birti frétt um málið í gær en var fjarlægð eftir að lögreglan óskaði þess og töldu einhverjir um ritskoðun væri að ræða. „Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Vísi um hina meintu ritskoðun.
Á þriðjudaginn voru Hinsegin dagar settir en þeir hafa verið haldnir síðan 1999 í Reykjavík með fjölbreyttri dagskrá. Margir telja Gleðigönguna hápunkt daganna en hún verður gengin á laugardaginn. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.
Mannlíf spurði lesendur sína hvort þeir ætluðu að taka þátt í hátíðarhöldunum og sögðu tæp 14 prósent lesenda ætla að taka þátt.
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, oft kallaður Patrik eða Prettyboitjokko, hefur beðist afsökunar á brandara sem hann sagði í útvarpsþættinum Veislunni á FM957 fyrir rúmri viku. Veislan hefur verið tekin af dagskrá á FM957 en Patrik var einn af stjórnendum þáttarins. Ekki liggur fyrir hvort sú gagnrýni sem kom í framhaldi brandarans hafi haft áhrif á þá ákvörðun en þátturinn hafði verið í gangi í rúm tvö ár.
Patrik birti eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram fyrir stuttu:
„Ég vil biðja alla afsökunar á ruglinu í mér með botnlausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolendur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þessum hætti um svo alvarlega hlut.
Einnig vil ég biðja Gústa vin minn afsökunar á því að hann hafi lent í vandræðum yfir þessum lélega brandara mínum sem ég á einn sök á. Þetta var algjörlega misheppnað grín hjá mér þar sem ég var að reyna að segja að viðkomandi væri fáviti með því að líkja honum við þá sem fara með botnlaust tjald til Vestmannaeyja.
En grínið var ömurlegt og í ljós kom að ég var eini fávitinn í þessum samtali. Ég vil að það komi skýrt fram að ég fordæmi allt kynferðisofbeldi.“
Til útskýringar þá var Patrik að vísa í botnlaust tjald en slíkt er hægt að setja yfir fólk sem er áfengisdautt og getur ekki með neinum hætti brugðist við aðstæðum en Patrik spurði hlustanda sem var í símaviðtali í þættinum hvort hann ætlaði ekki að taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð.
Frönsk 48 ára móðir lést af slysförum þegar sæþota hennar og 16 ára tvíburadætra hennar rákust saman. Móðirin var með eiginmanni sínum á þotunni en dæturnar á annarri en atvikið átti sér stað þann 4. ágúst í Gironde í suðvesturhluta Frakklands. Hún fékk alvarlegt höfuðhögg og lést nokkrum klukkustundum eftir komu á sjúkrahús. Bæði maðurinn og dæturnar sluppu með minniháttar meiðsli en voru lögð inn vegna mikils áfalls. Fjölskyldan var undir handleiðslu kennara á sæþotunum en í frönskum lögum segir að einungis 16 ára og eldri megi nota sæþotur, og einungis ef kennari er viðstaddur. Fjölskyldan kastaðist af þotunum við áreksturinn.
Málið er nú rannsakað en hvorki er vitað hvort notaðir voru hjálmar né hversu miklum hraða þoturnar voru á. Enginn verður þó ákærður fyrir dauða móðurinnar og enginn grunaður um nokkuð saknæmt
Aukning hefur verið á sæþotu slysum í Frakklandi en í fyrra voru 55 slys skráð, samanborið við 34 árið 2022.
Klámstjarnan geðþekka Kendra Sunderland lenti í kröppum dansi við yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum þann 1. ágúst en þá var hún handtekin. Að sögn TMZ var Sunderland handtekinn fyrir hafa verið með gras á sér en samkvæmt dómskjölum var hún með minna en eitt gramm af grasi á sér þegar hún var handtekin. Ekki liggur fyrir af hverju hún lá undir grun til að byrja með.
„Mér hefur verið ráðlagt að segja ekki neitt. Ég veit bara að ég er ekki glæpamaður, ég er bara hasshaus,“ sagði leikkonan í samtali við TMZ um málið en hún býr sjálf í Nevada þar sem graseign er leyfð en háð vissum skilyrðum. Hún þurfti að greiða tæpar 140 þúsund krónur í tryggingu til að losna úr varðhaldi og þarf að mæta fyrir dómara í Texas í september. Sunderland sem er með þekktari klámstjörnum Bandaríkjanna hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum og er hægt að nefna Flottustu brjóstin árið 2018 frá PornHub og XBIZ verðlaunin árið 2024 fyrir besta kynlífsatriðið í myndinni Take Me to Your Breeder en með henni í atriðinu voru Angela White, Blake Blossom, Angel Youngs, & Manuel Ferrara.
Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.
Jón Möller – Ekki gleyma mér
Razzar – Bene Benedikt
False Majesty – Groovestreet
ASNI – 3júní2024
Ilmur – All Yours Tonight
Hvergerðingar eru komnir í stórsókn gegn hatursfólki sem málaði slagorð yfir regnbogafána í bænum sem málaður hafði verið hinseginfólk til heiðurs. Í gærmorgun mætti íbúum í Hveragerði sú ömurlega sjón að níðyrði og tákn á borð við nasistafánann höfðu verið krotuð á fánann. Viðbrögðin urðu þau að íbúar sameinuðust um að mál enn stærri fána og gefa þannig skemmdarvörgunum ælangt nef.
Sigríður Hjálmarsdóttir markaðsfulltrúi bæjarins sagði við Morgunblaðið að aðförin að hinsegin fólki hafi þannig snúsist upp í andhverfu sína.
„Málstaðurinn fær bara meiri byr fyrir vikið,“ segir Sigríður við Morgunblaðið.
Í gærkvöld söfnuðust yfir 60 manns saman í bænum til að mála yfir skemmdarverkin. Meðal þeirra sem lögðu sitt lóð á vogarskálarnar var Pétur Markan bæjarstjóri.
„Hatrið út, kærleikanum allt! Það er og verður viðbragðið okkar í Hveragerði,“ sagði Pétur á Facebook.
Fáninn var lengdur og bæjarbúar settu sumir upp regnbogafána við heimili sín til að undirstrika stuðning við hinsegin fólk. Skemmdarverkin urðui þannig til þess að Hveragerði slær í dag öll met í skreytingu til stuðnings hinseginfólki.
Ekki er vitað hver stendur að baki skemmdarverkin. Málið er hjá lögreglu.
„Ég vona bara að hverjir sem gerðu þetta læri einhverja lexíu af þessu og snúi sér að einhverju öðru. Þetta hefur allavega ekkert upp úr sér hjá þeim,“ segir Sigríður við Moggann.
Lögreglan átti þriðju nóttina í röð náðugar stundir. Fátt bar til tíðinda annað en drukknir og dópaðir ökumenn sem sumir voru jafnvel réttindalausir. Einn var læstur inni í fangaklefa eftir slíkt atvik.
Búðaþjófur var staðinn að hnupli í matvöruverslun. Hann reyndist vera samvinnuþýður og var mál hans fgreitt á vettvangi.
Drengir stunduðu háskaleik á þaki grunnskóla. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við þá um hættur þess að leika sér á húsþökum. Drengirnir hlýddu á laganna verði og tóku sönsum.
Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, var rekinn frá Sýn eftir nauðgunarbrandara í útvarpsþættinum Veislan á FM957. Útvarpsþátturinn var sleginn af og Patrik og Ágúst Beinteinn, aðalstjórnandi þáttarins, þurfa væntanlega að leita sér að nýjum verkefnum.
Nauðgunarbrandarinn gekk út á það að innhringjandi var spurður hvort hann ætlaði að taka með sér botnlaust tjald á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Samkvæmt málskilningi flestra þýðir það að undirbúa að varpa tjaldi yfir áfengisdauða manneskju og nauðga henni.
Uppnám varð á samfélagsmiðlum vegna þessa og var hávær krafa um að tónlistarmaðurinn yrði látinn axla ábyrgð vegna orða sinna. Ekki bætti úr skák að stjórnendurnir héldu mjög á lofti lögum Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs, sem hefur víða verið slaufað. Niðurstaðan varð sú að loka þættinum og slaufa Patrik með þeim hætti.
Málið er grafalvarlegt fyrir Prettiboisjokko sem hefur farið með himinskautum í vinsældum undanfarið og er ein skærasta stjarnan á himni íslenskrar dægurtónlistar. Fordæmingin á Patrik getur orðið til þess að skaða varanlega feril hans sem fram að þessu hefur verið farsæll.
Hvori hósti né stuna hefur heyrst frá tónlistarmanninum vegna þessa. Einhverjir telja þögnina vera slæm almannatengsl og telja nauðsynlegt hjá Patrik að biðjast afsökunar á mistökum sínum …
Viðgerðir á innviðum í Grindavík, sem og hækkun sjóvarna og frekari jarðkönnun í bænum eru hluti af aðgerðaáætlun er Grindavíkurnefndin svokallaða hefur sent Innviðaráðuneytinu.
Áætlaður kostnaður vegna þeirra er nærri hálfur milljarður.Grindavíkurnefndin telur að forsendur til þess að hægt verði að aflétta lokunum til Grindavíkur með öruggum hætti séu afar nauðsynlegar viðgerðir á innviðum; gatnakerfi sem og lögnum.
Til að koma í veg fyrir skemmdir á húsum bæjarins vegna flóða þarf að hækka sjóvarnir; þetta segir Grindavíkurnefndin vera nauðsynlegt til verja fiskvinnslur og önnur hús við höfnina; leggur nefndin það til að jarðkönnunarverkefninu verði lokið eins og bæjarstjórnin hefur lagt mikla áherslu á.
Telur nefndin þörf á að ríkið stígi inn í; sérstaklega vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, og lagt er til að ríkið greiði um 440 milljónir og Grindavíkurbær um 30 milljónir.
Kemur fram að kostnaður vegna lokunarpósta sem starfræktir eru á Suðurstandarvegi, Nesvegi og Grindavíkurvegi hefur minnkað; nemur hann nú um 40 milljónum á mánuði – að því er kemur fram í áætluninni.
Kostnaður vegna vöktunar lögreglu og Veðurstofu gæti aukist með aukinni umferð.
Crossfit-keppandinn Lazar Ðukic er talinn vera mögulega látinn en er einn af þátttakendum heimsleikanna í Crossfit sem fara fram í Texas í Bandaríkjunum þessa stundina. Ekkert hefur sést til Ðukic síðan nálægt endastöð sundhluta keppninnar og er óttast hann hafi drukknað. Leitar- og björgunarsveitir eru að leita að honum í samstarfi við lögreglu staðarins en Ðukic er ekki fremst Crossfit-kappi heimsins í dag. Keppt var í 5,6 kílómetrahlaupi og svo í 800 metra sundi í dag.
Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er sagður vera nálægt því að ganga til liðs við ítalska knattspyrnuliðið Fiorentina en viðræður eru sagðar á lokastigi í ítölskum fréttamiðlum.
Liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst.
Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.
Helgi Guðnason, forstöðumaður í Fíladelfíu í Reykjavík, ritar pistil um fjölskyldur frá Venesúela sem senda á aftur til heimalandsins.
„Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta sunnudag en neitar að viðurkenna það.“
Hann bætir því við að „íbúar Venesúela eru duglegir að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi.“
Helgi ljær máls á því að „fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur.“
Hann segir frá því að „fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu.“
Helgi spyr einfaldlega:
„Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi – ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar?“
Bætir því við að „þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust.“
Segir að endingu:
„Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum.“
Mikill eldur blossaði upp í einu herbergi í íbúð á Hallgerðargötu á Kirkjusandi í Laugardalnum fyrr í dag en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru ung börn ein heima. Þrátt fyrir það slasaðist enginn en herbergið er sagt verið mikið skemmt og vinnur slökkviliðið nú að reykræstingu á vettvangi en búið er að slökkva eldinn. Ekki liggur fyrir um eldsupptök að svo stöddu.
Uppfært:
„Engin slys urðu á fólki og það er búið að slökkva og þeir eru bara í reykræstingu og svo frágangi. Gekk fljótt og vel,“ sagði Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgasvæðinu, um eldinn við mbl.is
„Við sendum allavegana tvo, þrjá sjúkrabíla og fjóra dælubíla. Við sendum bara það sem við eigum til af stað og svo drögum við bara úr.“
Það blasti ljót sjón við íbúum Hveragerðis í morgun þegar kom í ljós að unnin hefðu verið skemmdarverk á regnbogafána sem hafði verið málaður á götu þar í bæ í tilefni Hinsegin daga sem fara nú fram. Fáni nasista var meðal þess sem málað var á Pride-fánann. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, segir málið vera ömurlegt en hatursorðræða var rituð á fánann. Hann segir að íbúar bæjarsins standi með hinsegin fólki. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn,“ sagði bæjarstjórinn við Vísi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er vitað hver stendur á bak við hatrið. Bæjaryfirvöld muni mála yfir skemmdarverkin. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því. Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“
Á þriðjudaginn voru Hinsegin dagar settir en þeir hafa verið haldnir síðan 1999 í Reykjavík með fjölbreyttri dagskrá. Margir telja Gleðigönguna hápunkt daganna en hún verður gengin á laugardaginn. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.
Mannlíf spyr því lesendur sína; Ætlar þú að taka þátt í Hinsegin dögum?
Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 9. ágúst.
Lögreglan í Des Moines í Iowa-fylki í Bandaríkjunum handtók nakinn bílþjóf á þriðjudagsmorgun. Ótrúlegi bílþjófnaðurinn náðist á myndband en það var hann Tyler Merl Jonsson, sem var að hlaupa nakinn um götur Des Moines, sem ákvað að stela bíl. Í myndbandinu sést Jonsson hoppa yfir bílstjórann, sem situr í rólegheitum í bílstjórasætinu, yfir í farþegasætið fram í bílnum. Bílstjóranum bregður við þetta atvik og fer út úr bílnum en þá grípur Jonsson tækifærið og skellir sér í bílstjórasætið og keyrir í burtu og á eiganda bílsins í leiðinni. Hann var svo handtekinn skömmu síðar eftir að hafa keyrt á tré. Jonsson hefur verið ákærður fyrir að bílþjófnað og að keyra án réttinda. Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs slasaðist eigandinn bílsins lítillega.