Lögreglan í Des Moines í Iowa-fylki í Bandaríkjunum handtók nakinn bílþjóf á þriðjudagsmorgun. Ótrúlegi bílþjófnaðurinn náðist á myndband en það var hann Tyler Merl Jonsson, sem var að hlaupa nakinn um götur Des Moines, sem ákvað að stela bíl. Í myndbandinu sést Jonsson hoppa yfir bílstjórann, sem situr í rólegheitum í bílstjórasætinu, yfir í farþegasætið fram í bílnum. Bílstjóranum bregður við þetta atvik og fer út úr bílnum en þá grípur Jonsson tækifærið og skellir sér í bílstjórasætið og keyrir í burtu og á eiganda bílsins í leiðinni. Hann var svo handtekinn skömmu síðar eftir að hafa keyrt á tré. Jonsson hefur verið ákærður fyrir að bílþjófnað og að keyra án réttinda. Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs slasaðist eigandinn bílsins lítillega.
Árni Þórður Sigurðarson tollvörður er látinn en Sigurður Þ. Ragnarsson, oft nefndur Siggi Stormur, greindi frá því á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Sigurður er faðir Árna.
Árni glímdi við alvarleg veikindi fyrir nokkrum árum en það þurfti að halda honum í öndunarvél í tvo og hálfan mánuð árið 2021 vegna líffærabilunar og var fjallað mikið um það í fjölmiðlum á sínum tíma. Talið var að hann væri orðinn heill samkvæmt Sigurði en Árni lést á heimilinu sínu á Völlunum í Hafnarfirði á mánudaginn var.
Óhætt er að segja andláta Árna snerti marga en yfir þúsund manns hafa vottað fjölskyldu hans samúð sína með fallegum orðum um Árna Þórð.
Mikið var um dýrðir þegar fjölmiðlaparið Snorri Másson, ritstjóri Ritsjóra, og Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, gengu í hjónaband á Siglufirði fyrir nokkru síðan. Allt var gert samkvæmt reglum og var í fyrstu ekki annað vitað en að hjónabandið myndi öðlast fullgildingu. Nokkru eftir að veisluhöldunum lauk kom babb í bátinn og hjónabandið komst í einskonar uppnám.
Nadine Guðrún ræddi málið við Viktoríu Hermannsdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1. Þar upplýsti samskiptastjórinn um þau hjónabandsvandræði sem þau Snorri hafa gengið í gegnum. Þjóðskrá neitar að skrá hjúskapinn sem löggildan nema að fá frumrit af fæðingarvottorðí brúðarinnar. Vandinn er sá að Nadine Guðrún er fædd í Katar og þar liggur frumritið. Þarlend stofnun neitar að senda það til Íslands í pósti og krefst þess að hún komi í eigin persónu og leysi plaggið út.
Hjónaleysin eiga því ekki annarra kosta völ en að leggja upp í langt ferðalag og nálgast fæðingarvottorðið. Þangað til er parið ógift. Nadine upplýsti að það væri í bígerð. Hún nýtur væntanlega góðs af því fljúga ódýrt með Play.
Fram kom í viðtalinu að samband þeirra Snorra og Nadine er með miklum ágætum og hamingjan svífur yfir vötnum, þrátt fyrir þessa hnökra Þjóðskrár …
Uppnám varð í fataverslun verslun í gær eftir að búðaþjófur var staðinn að verki. Starfsmenn stóðu manninn að verki við að stela fatnaði. Þjófurinn var ekkert á því að játa á sig verknaðinn og reyndi flótta. Starfsmenn fóru á eftir manninum, náðu honum og hringdu á lögreglu. Á leiðinni á vettvang bárust upplýsingar frá starfsmönnum um að gerandinn væri að reyna að veitast að starfsmönnum. Þjófurinn var handtekinn þegar lögreglan kom á vettvang og fluttur á lögreglustöð og kærður fyrir þjófnað og hótanir. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Afgreiðslufólkinu varð ekki meint af samskiptunum.
Húsráðanda brá í brún við heimkomu sína þar sem óvelkominn gestur hafði brotist inn og hreiðrað um sig. Maðurinn lá sofandi í sófa þegar húseigandinn kom heim til sín. Þreytti innbrotsþjófurinn er góðkunningi lögreglunnar. Hann verður kærður fyrir húsbrot , þjófnað og vörslu fíkniefna.
Innbrot var framið á vinnusvæði í austurborginni. Málið er í rannsókn.
Þrír ökumann voru stöðvaðir í gær, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mál þeirra fara sína leið í kerfinu.
Aðra nóttina í röð var ekkert að gerast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á öllum póstum höfðu menn það náðugt, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Rólegheitin má hugsanlega rekja til þess að verslunarmannahelgin er að baki og nátthrafnar að safna kröftum.
Ástralski ólympíufarinn Tom Craig er sakaður um að gera tilraun til þess að kaupa kókaín í París. Ólympíunefnd Ástralíu hefur staðfest þetta. Tom er 28 ára og keppti með íshokkí liði Ástralíu.
,,Ólympíunefnd Ástralíu staðfestir að leikmaður ástralska íshokkíliðsins er í haldi lögreglu eftir handtöku þann 6.ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki enn verið ákærður,” segir í tilkynningu frá nefndinni. Málið er nú í rannsókn.
Tom hefur spilað 101 leik með ástralska landsliðinu í íshokkí á tíu ára ferli sínum. Á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 var liðið í öðru sæti en eftir tap gegn Hollandi luku þeir keppni í París án verðlauna.
Ástralskt íþróttafólk hefur unnið samtals 14 gullverðlaun, 10 silvurverðlaun og 12 bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í ár.
Fangar á Litla-Hraun fengu óvænta ábót með matnum árið 2004.
Það er ekki á hverjum degi sem greint er frá mat í íslenskum fangelsum en fangar á Litla-Hrauni fengu súpu með gleraugum árið 2004. Líklega var um hrekk að ræða.
„Maður hrekkur náttúrulega við þegar svona gerist,“ sagði Páll Ingimarsson, kokkur á Litla-Hrauni, árið 2004 í viðtali við DV. Þá var greint því að fangar á gangi tvö hefðu fundið gleraugu í súpupotti sem Páll eldaði. „Ég veit ekki hversu alvarlegt mál þetta er en ég hef fært sannanir fyrir því að þetta eru ekki mín gleraugu. Það getur að sjálfsögðu gerst að gleraugun renni úr brjóstvasanum hjá manni þegar verið er að hella súpunni í dallana. Ég kannaði þetta mál þegar það kom upp og gleraugun mín voru hérna inni í hillu.“
„Auðvitað er þetta leiðinlegt mál. Eflaust einhvers konar mistök. Það er vottað að ég er með mín gleraugu,“ sagði kokkurinn en hann hafði sjálfur lítinn húmor fyrir þessum ásökunum. „Ég hellti súpunni í sjálfur og það er alveg á hreinu að gleraugun voru ekki í dallinum áður en súpan fór í þá.“
„Þetta er ágætisstarf, vinnutíminn er góður. Yfirleitt er þetta eins og hver annar vinnustaður. Þetta er bara einhver vandræðagangur. Það eru alltaf einhverjir menn tilbúnir að koma leiðindum af stað, sumir eru bara þannig gerðir,“ sagði hann um starfið en hann hafði unnið í mörg ár sem kokkur á Hrauninu.
„Það eina sem við vitum er að gleraugun eru ekki komin frá starfsfólki eldhússins,“ sagði Kristján Stefánsson, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, og reiknaði með að um hrekk væri að ræða.
„Við munum ekki gera meira í þessu máli,“ sagði Kristján að lokum.
Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 10. ágúst árið 2023
Kvikmyndastjarnan og leikstjórinn Ben Stiller styður Kamala Harris í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hann mætti á opinn Zoom fund þar sem þekktir grínistar sem styðja Harris í kosningabaráttunni komu saman til að ræða ástæður sínar á bak við stuðninginn. Meðal annarra sem tóku þátt er hægt nefna Ed Helms. Jon Hamm og Whoop Goldberg. Stiller lýsti Harris sem góðum forseta vegna þess að hún stendur fyrir lýðræði ásamt því að búa yfir húmor og samkennd. Þá tilkynnti Stiller einnig að hann myndi gefa kosningasjóði hennar tæpa 21 milljón króna. Þó vöktu ein ummæli Íslandsvinarins meiri athygli en önnur því að hann sagði að það yrði sögulegt ef Bandaríkin myndu kjósa svartan forseta af indverskum ættum. Í kjölfar þess sagði hann svo: „Ég er gyðingur af írskum ættum. Ég vildi óska að ég væri svartur. Allir karlkyns gyðingar óska þess að vera svartir.“ Telja margir að um misheppnað grín hafi verið að ræða en Stiller hefur ekki tjáð sig nánar um málið.
Hörður Torfason, stofnandi Samtakanna 78, hefur beðið Auði Auðardóttur og fyrrum stjórn samtakanna og BDSM-samtökin á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla árið 2018 í DV. Ummæli hans komu í framhaldi af því að BDSM-samtök Íslands fengu aðild að samtökunum árið 2016 en Herði var á móti því á sínum tíma.
„Við vorum búin að byggja samtökin upp en síðan var þeim rænt af okkur. En hvert félag er í raun ekki annað en fólkið sem þar situr og það fólk hefur oft valið sér misgóða stjórnendur sem hafa gert mistök. Ég set stórt spurningarmerki við Samtökin ’78 í dag og spyr hvað er þetta félag í dag?“ sagði Hörður meðal annars í viðtalinu.
„Það hafa orðið miklar sviptingar og þetta eru ekki þau samtök sem ég stofnaði árið 1978. Við vorum félagsskapur og fjölskylda en seinna varð þarna yfirtaka og upprunalegu gildunum ýtt út. Í dag eru samtökin mér mjög framandi og það þarf að skoða alvarlega hvað er að gerast þarna því þetta er rekið með opinberu fé.“
Sér eftir orðum sínum
Í gær í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook greindi Hörður frá því að hann hafi gert mistök og biðst afsökunar á þeim orðum sem hann hafði. „Ég á mér engar málsbætur og ætla ekki að vera að teygja lopann. Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér og byggði á upplýsingum sem ég hafði átt að kanna betur,“ sagði Hörður en allan pistil Harðar er hægt að lesa hér fyrir neðan.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er greint frá alvarlegu vinnuslysi sem átti sér stað í morgun en að sögn lögreglu átti slysið sér stað í Ægi sjávarfangi í Grindavík.
Þar hafði starfsmaður fest hönd í vinnuvél. Viðbragðsaðilar fóru þegar á vettvang og var viðkomandi fluttur á Landspítala Fossvogi og eru lögreglan og Vinnueftirlitið að rannsaka slysið.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu.
Fyrir nokkrum mánuðum heimsótti ég vin minn sem býr í enskum bæ rétt hjá Stoke. Þar gisti ég hjá honum í fimm nætur og við heimsóttum á þeim tíma marga bari, verslanir og veitingastaði. Eitt sem vakti athygli mína meðan þessari heimsókn stóð yfir var aldur starfsmanna hvert sem við fórum, sérstaklega í matvörubúðunum. Meðalaldur starfsmanna í búðunum, sem hægt er að líkja Nettó eða Krónuna, var sennilega yfir fimmtugt. Skipti engu máli hvort viðkomandi var að vinna á kassa, við áfyllingu eða í kjötborði. Allt starfsfólkið var yfir fertugu. Ég man ekki til þess að hafa verið afgreiddur af manneskju í Bretlandi sem var undir 20 ára. Mögulega var ein stelpa sem vann á pítsastað sem við snæddum á 19 ára gömul en þar við situr. Kannski. Kannski. Þetta fékk mig til að hugsa um nýlegar ferðir mínar til Danmerkur og Hollands. Það var nákvæmlega sama í gangi þar. Ég ræddi þetta einnig við mágkonu mína, sem býr á Ítalíu, sem sagði það vera sjaldgæft að hún sæi fólk undir 18 ára vinna.
Sem er í raun algjör andstæða þess sem fólk á Íslandi er vant. Hérlendis væri sennilega ómögulegt að fá ís í ísbúð ef ekki væri fyrir börn. Það er í raun magnað hversu margir þættir atvinnulífsins á Íslandi standa og falla með því að börn séu tilbúin að vinna. Fyrir utan ísbúðir eru matvöruverslanir, bakarí, skyndibitastaðir og kvikmyndahús helstu sökudólgarnir í þessum efnum. Svo eru nánast allir aðstoðarþjálfarar í yngstu flokkum í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára.
En þetta er auðvitað ekkert nýtt á Íslandi. Börn hafa unnið hin ýmsu störf frá landnámi. En er ekki skrýtið að, í landi þar sem sagt er að flestir hafi það gott, að 14 ára stelpa afgreiði mig um bjór á fimmtudagskvöldi í janúar á einum vinsælasta veitingastað landsins? Vissulega er hægt að segja að vinna hjálpi börnum að öðlast ábyrgð og kenni þeim á lífið á máta sem skólinn er ekki endilega fær um að gera en það hlýtur að vera hægt að gera það eftir að grunnskólagöngu lýkur. Íslenskt samfélag hlýtur að geta viðurkennt að það sé furðulegt að grunnskólabarn sé að vinna langt fram á kvöld í stað þess að vera með fjölskyldu eða vinum eða sinna áhugamálum eða námi. Það má reyndar ekki gleyma því að sum börn vinna til þess að hjálpa fjölskyldu sinni til að lifa af en samkvæmt minni reynslu sem fyrrverandi félagsmiðstöðvastarfsmaður þá virðast börn vera festast fyrr og fyrr í klóm neysluhyggju og kapítalisma þar sem gerviþarfir ráða ríkjum og stýrir það aðallega ákvörðun þeirra að fara út á vinnumarkaðinn. Mínar helstu minningar af vinum mínum sem unnu á grunn- og framhaldsskólagöngu sinni er sú að þeir hafi ekki haft tíma til þess að njóta lífsins en þeir áttu vissulega meiri pening en ég. Það er þó aðeins mín upplifun og ég er viss um að einhverjir af þessum vinum mínum myndu þræta fyrir þetta í dag. Sjálfur vann ég aðeins í örfá skipti utan sumarfrís og það kenndi mér fjárhagslega ábyrgð að því leyti að ég fór mjög sparlega með mína peninga. Það er eitthvað sem ég er mjög þakklátur fyrir í dag. Ég vil samt að taka fram að ég er ekki að gera kröfu á að börn vinni ekki neitt þar til þau eru 18 ára en ef mögulegt er þá finnst mér að foreldrar ættu að stýra börnum sínum að vinna aðeins á sumrin, a.m.k. meðan þau eru á grunnskólaaldri.
Best væri þó ef þau gætu sleppt því alfarið og þess í stað sinnt áhugamálum og ræktað vellíðan sína eftir bestu getu.
Staða Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, er sú að hann og fjölskylda hans gætu verið send til Spánar.
Kemur fram á RÚV að Unnur Helga Óttarsdóttir, sem er formaður Þroskahjálpar, fer fyrir hópnum Vinir Yazans; hefur hópurinn birt undirskriftalista þar sem margir úr íslensku samfélagi hvetja íslensk stjórnvöld til að sýna mannúð í máli drengsins:
„Við höfum fengið frábærlega góð viðbrögð; þetta er fjölbreyttur hópur sem hefur skrifað undir, listafólk, sálfræðingar, læknar, prestar, forystufólk úr verkalýðshreyfingunni og fjölmargir aðrir.“
Afar vel þekktir einstaklingar úr íslensku samfélagi eru komnir á blað; á meðal þeirra er nú hafa þegar skráð sig eru á listann eru þjóðþekktir einstaklingar; til dæmis Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, Bubbi Morthens, Edda Björgvins, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR; ásamt mörgum öðrum.
Þessi samtök – Vinir Yazans – voru sett álaggirnar eftir samstöðufund er haldinn var í júní þar sem vakin var athygli á stöðu Yazans.
„Við sendum tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og skoruðum á alla að bregðast við stöðunni,“ segir Unnur og bætir við:
„En við fengum ekki nógu góð viðbrögð og ákváðum því að búa til Vini Yazanas, sem er hópur fólks sem styður við hann.“
Fjölskyldan fékk eigi efnislega meðferð á sínum tíma þar sem hún fékk vegabréfsundirritun á Spáni; er því hægt að senda þau aftur þangað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.
Albert Björn Lúðvígsson – sem er lögmaður Yazans – segir að fyrir liggi endurupptökubeiðni hjá Kærunefnd útlendingamála. Réttindagæsla fatlaðs fólks beitti sér meðal annars fyrir því en bent var á að fötlun Yazan hefði eigi verið tekin til greina við meðferð málsins og ekki liggur fyrir nein dagsetning um það hvenær fjölskyldunni verður vísað úr landi.
Segir Albert það mögulegt að þeim verði vísað úr landi á meðan verið sé að leggja mat á endurupptökubeiðnina:
„Mér finnst það ólíklegt en það gæti vissulega gerst,“ segir hann.
Hinn ellefu ára gamli Yazan þjáist af vöðvarýrnunarsjúkdóminum Duchenne; hafa læknar hér á landi staðfest að eigi megi rjúfa þá heilbrigðisþjónustu er hann fær hér á landi.
Kemur fram að samtökin Vinir Yazans hafi bent á að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segi að í öllum aðgerðum er snerta fötluð börn skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.
Alls sóttu sex einstaklingar um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Greint frá þessu á vef Stjórnarráðsins en Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur gegnt embættinu frá 2017 en hún hefur verið ráðin sem sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku – stéttarfélagi.
Tónlistarmaðurinn ástsæli, Þorvaldur Halldórsson, er látinn. Hann var tæplega áttræður að aldri. Greint er frá andláti hans á Glatkistunni þar sem æviferill hans er rakinn. Þorvaldur fæddist á Siglufirði 29. október 1944. Hann hóf snemma tónlistariðkun sem gítar- og klarinettuleikari. Á menntaskólaárum sínum á Akureyri hóf hann að syngja með Busabandinu og síðar Hljómsveit Ingimars Eydal og fleiri sveitum. Rödd hans þótti vera einstök.
Með Ingimari Eydal sló hann í gegn með laginu Á sjó sem síðan varð eins konar einkennislag Þorvaldar. Lagið varð geysilega vinsælt og er ein af perlum íslenskrar dægurtónlistar. Hér má heyra lagið. Hann átti fleiri vinsæl lög sem hafa lifað og bera söngvaranum fagurt vitni.
Þorvaldur var búsettur á Torrevieja á Spáni hin síðari ár. Hann hafði glímt við veikindi undanfarið.
Eftir mikla leit að erlendum ferðmönnum sem stóð frá mánudagskvöldi fram á þriðjudag við Kerlingarfjöll leikur grunur á að um falsboðun hafi verið að ræða en ennþá er verið að rannsaka málið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að slíkt sé brot á hegningarlögum. „Ef þú gabbar neyðarlið, lögreglu eða björgunarsveitir eða slíkt þá ertu að brjóta hegningarlög, 120. grein hegningarlaga. Þar liggja við sektir eða fangelsisrefsing allt að þremur mánuðum, þannig þetta er alvarlegt mál. Hver sú sem refsingin er þá er þetta mjög alvarlegt, ef rétt reynist, að gabba björgunarlið í svona miklar aðgerðir, sagði Sveinn við mbl.is um málið.
Man aðeins eftir einu öðru tilviki Sveinn segir einnig að slík göbb séu sjaldgæf en hann man aðeins eftir einu svipuðu tilviki og það hafi verið rúmum 20 árum síðan en þá hafi verið farið í leit að fólk á hálendinu. Þá telur að hann að líklegt sé að þetta sé falsboð. „Miðað við það að það var leitað þarna í tæpan sólarhring og búið að loka öllum þeim þráðum sem við höfðum í höndum og búið að vinna úr. Þetta er bara svo sem rannsakað eins og annað sakamál, því þá er þetta orðið sakamál ef þarna er gabb í gangi. Við rannsökum bara eftir því í samræmi við það og vinnum það eins og önnur sakamál,“ sagði Sveinn að lokum.
Eldgosasérfræðingar telja það aðeins tímaspursmál hvenær það muni gjósa aftur á Reykjanesi og segja líklegt að slíkt muni gerast á næstum dögum. Í stöðuuppfærslu frá Veðurstofu Íslands er greint frá því að áætlað magn sem hefur safnast undir Svartsengi sé svipað og þegar gaus í lok maí. Þá benda líkön til þess að eldgos geti hafi á næstu dögum. „Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi um málið en vaxandi skjálftavirkni hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna. Í þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með þá er talið líklegt að gosið kom upp á svipuðum stöðum og það hefur gert í undanförnum eldgosum á Reykjanesi. „Það er áfram landris og það er búist við því að það fari eitthvað að gerast hvað úr hverju og það getur gerst með skömmum fyrirvara,“ sagði Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.
Nanna Kristín Tryggvadóttir er að hætta sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þessi tímamót verða þar sem hún hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Bestseller á Íslandi. Fyrirtækið rekur meðal annars fataverslanir Jack & Jones, Vero Moda, Selected, Vila og Name It.
Nanna Kristín hefur víða komið við undanfarið. Áður en hún varð aðstoðarmaður Bjarna var hún framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Húsheildar Hyrnu. Þá starfaði hún einnig í Landsbankanum sem aðstoðarmaður bankastjóra. Hún er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Karl Ágúst Úlfsson, leikari og rithöfundur, glímir við eftirköst þess að hafa fengið heilaæxli á stærð við golfkúlu. Hann, sem er þekktastur sem einn lykilmanna Spaugstofunnar, lýsir afleiðingunum af einlægni í hlaðvarpinu Kalda pottinum.
Karl fór í aðgerð fyrir tveimur árum þar sem æxlið var fjarlægt. Hann segir orðaforða sinn hafa minnkað um 75 prósent og hann eigi í dag erfitt með að muna nöfn. „Þegar ég var að tala vantaði mig bara orð yfir það sem ég ætlaði að tala um. Ég bara fann þau ekki. Iðulega notaði ég vitlaus orð og fattaði það sjálfur strax en fann ekki réttu orðin,“ segir Karl Ágúst.
Hann fór í þjálfun hjá minnisþjálfara þar sem staðfest var að minni leikarans var mjög skert. Þjálfarinn bað Karl að skrifa niður nöfn á 10 bifreiðategundum.
„Ég skrifaði efst á blaðið Benz og svo mundi ég ekki meira. Sjálfur átti ég samt þrjá bíla, Land Rover, Toyota og Chevrolet en ég mundi ekkert af þessu.“
Karl Ágúst lýsir því að hann hafi náð góðum framförum eftir veikindin. Eftir situr þó að hann á erfitt með að muna rétt orð. Karl nefnir sem dæmi að eitt sinn hafi hann ætlað að segja frá því að móðir hans glímdi við mígreni. Hann mundi ekki orðið heldur lýsti því sem ástandi þar sem fólk fær hræðilegan höfuðverk. Viðmælandi hans spurði þá hvort hann meinti mígreni og Karl staðfesti það en örskömmu síðar hafði hann aftur gleymt orðinu. Nú man hann orðið með því að hugsa sér móður sína, sem heldur á greni og úr því flýgur mý.
Karl man hvað börn hans og vinir heita, en eftir því sem tengslin eru fjarlægar þá verður erfiðara að rifja upp nöfnin.
„Ég man kannski andlitið og cirka hvernig ég á að þekkja þessa manneskju en get ómögulega munað hvað hann eða hún heitir,“ segir leikarinn góðkunni.
DV var með umfjöllun um þessi meinlegu örlög leikarans.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefir gert víðreist undanfarið. Hún hélt meðal annars í heimsókn til Vestmannaeyja þar sem regn og vindar börðu á landsmönnum. Forsetinn lét það ekki á sig fá og klæddi af sér veðrið af alkunnri smekkvísi. Hún vann hug og hjörtu Eyjamanna í heimsókninni og þótt feta í spor Guðna Th. Jóhannessonar, fyrrverandi forseta, sem var maður alþýðunnar.
Þótt Halla sé orðinn forseti verður nokkur bið á því að hún og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, flytji á Bessastaði. Viðgerð stendur yfir á íbúðarhúsi forsetans og Halla þarf að bíða fram á haust áður en hún flytur inn ásamt Birni. Börn þeirra verða ekki með í för því þau eru við framhaldsnám erlendis. Barnlaust verður því á Bessastöðum í fyrsta sinn í átta ár …
Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra fór í aðgerð árið 2004.
„Ég hef ekki fundið lykt í mörg ár,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi varaformaður Vinstri grænna, í samtali við DV um málið árið 2004. „Þetta var orðið mjög slæmt. Ég hef ekki getað andað í gegnum nefið síðustu tvo mánuði,“ en á þessum tíma stýrði Katrín einnig sjónvarpsþætti á Skjá Einum og var það krefjandi að geta aðeins andað með munninum í þeim aðstæðum. Henni hafi liðið eins og gullfiski með opinn muninn. Fór hún þess vegna í aðgerð á nefinu.
„Þetta er talsvert stór aðgerð. Maður liggur inni í tvo daga og svo hef ég þurft að vera rúmliggjandi heima í viku. Það var hreinsað úr ennisholum og kinnholum sem voru svo stíflaðar að allt lyktarskyn var horfið,“ sagði Katrín en hún vaknaði eftir svæfingu við ilm af epli. „Ég hélt að það væri eitthvað að eplinu því lyktin var svo sterk. En það var í góðu lagi.“
„Nú er verður maður mun beittari á pólitískum vettvangi. Pólitískt þefskyn mitt hefur batnað til muna við þetta,“ sagði Katrín um hvort þetta hefði einhver áhrif á hennar störf sem stjórnmálamaður.
Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 10. nóvember 2023
Á laugardaginn greindi lögreglan á Norðurlandi eystra frá því að upp hafi komið hnífstungumál í miðbæ Akureyrar en atvikið átti sér stað um nóttina. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús og ekki talið í lífshættu, það var svo útskrifað í gær.
Árásarmaðurinn er karlmaður undir tvítugt en það staðfesti Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is um árásina og hefur hann stöðu sakbornings í málinu.
Hann vildi þó ekki veita frekari upplýsingar um árásina að svo stöddu.
Lögreglan í Des Moines í Iowa-fylki í Bandaríkjunum handtók nakinn bílþjóf á þriðjudagsmorgun. Ótrúlegi bílþjófnaðurinn náðist á myndband en það var hann Tyler Merl Jonsson, sem var að hlaupa nakinn um götur Des Moines, sem ákvað að stela bíl. Í myndbandinu sést Jonsson hoppa yfir bílstjórann, sem situr í rólegheitum í bílstjórasætinu, yfir í farþegasætið fram í bílnum. Bílstjóranum bregður við þetta atvik og fer út úr bílnum en þá grípur Jonsson tækifærið og skellir sér í bílstjórasætið og keyrir í burtu og á eiganda bílsins í leiðinni. Hann var svo handtekinn skömmu síðar eftir að hafa keyrt á tré. Jonsson hefur verið ákærður fyrir að bílþjófnað og að keyra án réttinda. Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs slasaðist eigandinn bílsins lítillega.
Árni Þórður Sigurðarson tollvörður er látinn en Sigurður Þ. Ragnarsson, oft nefndur Siggi Stormur, greindi frá því á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Sigurður er faðir Árna.
Árni glímdi við alvarleg veikindi fyrir nokkrum árum en það þurfti að halda honum í öndunarvél í tvo og hálfan mánuð árið 2021 vegna líffærabilunar og var fjallað mikið um það í fjölmiðlum á sínum tíma. Talið var að hann væri orðinn heill samkvæmt Sigurði en Árni lést á heimilinu sínu á Völlunum í Hafnarfirði á mánudaginn var.
Óhætt er að segja andláta Árna snerti marga en yfir þúsund manns hafa vottað fjölskyldu hans samúð sína með fallegum orðum um Árna Þórð.
Mikið var um dýrðir þegar fjölmiðlaparið Snorri Másson, ritstjóri Ritsjóra, og Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, gengu í hjónaband á Siglufirði fyrir nokkru síðan. Allt var gert samkvæmt reglum og var í fyrstu ekki annað vitað en að hjónabandið myndi öðlast fullgildingu. Nokkru eftir að veisluhöldunum lauk kom babb í bátinn og hjónabandið komst í einskonar uppnám.
Nadine Guðrún ræddi málið við Viktoríu Hermannsdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1. Þar upplýsti samskiptastjórinn um þau hjónabandsvandræði sem þau Snorri hafa gengið í gegnum. Þjóðskrá neitar að skrá hjúskapinn sem löggildan nema að fá frumrit af fæðingarvottorðí brúðarinnar. Vandinn er sá að Nadine Guðrún er fædd í Katar og þar liggur frumritið. Þarlend stofnun neitar að senda það til Íslands í pósti og krefst þess að hún komi í eigin persónu og leysi plaggið út.
Hjónaleysin eiga því ekki annarra kosta völ en að leggja upp í langt ferðalag og nálgast fæðingarvottorðið. Þangað til er parið ógift. Nadine upplýsti að það væri í bígerð. Hún nýtur væntanlega góðs af því fljúga ódýrt með Play.
Fram kom í viðtalinu að samband þeirra Snorra og Nadine er með miklum ágætum og hamingjan svífur yfir vötnum, þrátt fyrir þessa hnökra Þjóðskrár …
Uppnám varð í fataverslun verslun í gær eftir að búðaþjófur var staðinn að verki. Starfsmenn stóðu manninn að verki við að stela fatnaði. Þjófurinn var ekkert á því að játa á sig verknaðinn og reyndi flótta. Starfsmenn fóru á eftir manninum, náðu honum og hringdu á lögreglu. Á leiðinni á vettvang bárust upplýsingar frá starfsmönnum um að gerandinn væri að reyna að veitast að starfsmönnum. Þjófurinn var handtekinn þegar lögreglan kom á vettvang og fluttur á lögreglustöð og kærður fyrir þjófnað og hótanir. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Afgreiðslufólkinu varð ekki meint af samskiptunum.
Húsráðanda brá í brún við heimkomu sína þar sem óvelkominn gestur hafði brotist inn og hreiðrað um sig. Maðurinn lá sofandi í sófa þegar húseigandinn kom heim til sín. Þreytti innbrotsþjófurinn er góðkunningi lögreglunnar. Hann verður kærður fyrir húsbrot , þjófnað og vörslu fíkniefna.
Innbrot var framið á vinnusvæði í austurborginni. Málið er í rannsókn.
Þrír ökumann voru stöðvaðir í gær, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mál þeirra fara sína leið í kerfinu.
Aðra nóttina í röð var ekkert að gerast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á öllum póstum höfðu menn það náðugt, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Rólegheitin má hugsanlega rekja til þess að verslunarmannahelgin er að baki og nátthrafnar að safna kröftum.
Ástralski ólympíufarinn Tom Craig er sakaður um að gera tilraun til þess að kaupa kókaín í París. Ólympíunefnd Ástralíu hefur staðfest þetta. Tom er 28 ára og keppti með íshokkí liði Ástralíu.
,,Ólympíunefnd Ástralíu staðfestir að leikmaður ástralska íshokkíliðsins er í haldi lögreglu eftir handtöku þann 6.ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki enn verið ákærður,” segir í tilkynningu frá nefndinni. Málið er nú í rannsókn.
Tom hefur spilað 101 leik með ástralska landsliðinu í íshokkí á tíu ára ferli sínum. Á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 var liðið í öðru sæti en eftir tap gegn Hollandi luku þeir keppni í París án verðlauna.
Ástralskt íþróttafólk hefur unnið samtals 14 gullverðlaun, 10 silvurverðlaun og 12 bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í ár.
Fangar á Litla-Hraun fengu óvænta ábót með matnum árið 2004.
Það er ekki á hverjum degi sem greint er frá mat í íslenskum fangelsum en fangar á Litla-Hrauni fengu súpu með gleraugum árið 2004. Líklega var um hrekk að ræða.
„Maður hrekkur náttúrulega við þegar svona gerist,“ sagði Páll Ingimarsson, kokkur á Litla-Hrauni, árið 2004 í viðtali við DV. Þá var greint því að fangar á gangi tvö hefðu fundið gleraugu í súpupotti sem Páll eldaði. „Ég veit ekki hversu alvarlegt mál þetta er en ég hef fært sannanir fyrir því að þetta eru ekki mín gleraugu. Það getur að sjálfsögðu gerst að gleraugun renni úr brjóstvasanum hjá manni þegar verið er að hella súpunni í dallana. Ég kannaði þetta mál þegar það kom upp og gleraugun mín voru hérna inni í hillu.“
„Auðvitað er þetta leiðinlegt mál. Eflaust einhvers konar mistök. Það er vottað að ég er með mín gleraugu,“ sagði kokkurinn en hann hafði sjálfur lítinn húmor fyrir þessum ásökunum. „Ég hellti súpunni í sjálfur og það er alveg á hreinu að gleraugun voru ekki í dallinum áður en súpan fór í þá.“
„Þetta er ágætisstarf, vinnutíminn er góður. Yfirleitt er þetta eins og hver annar vinnustaður. Þetta er bara einhver vandræðagangur. Það eru alltaf einhverjir menn tilbúnir að koma leiðindum af stað, sumir eru bara þannig gerðir,“ sagði hann um starfið en hann hafði unnið í mörg ár sem kokkur á Hrauninu.
„Það eina sem við vitum er að gleraugun eru ekki komin frá starfsfólki eldhússins,“ sagði Kristján Stefánsson, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, og reiknaði með að um hrekk væri að ræða.
„Við munum ekki gera meira í þessu máli,“ sagði Kristján að lokum.
Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 10. ágúst árið 2023
Kvikmyndastjarnan og leikstjórinn Ben Stiller styður Kamala Harris í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hann mætti á opinn Zoom fund þar sem þekktir grínistar sem styðja Harris í kosningabaráttunni komu saman til að ræða ástæður sínar á bak við stuðninginn. Meðal annarra sem tóku þátt er hægt nefna Ed Helms. Jon Hamm og Whoop Goldberg. Stiller lýsti Harris sem góðum forseta vegna þess að hún stendur fyrir lýðræði ásamt því að búa yfir húmor og samkennd. Þá tilkynnti Stiller einnig að hann myndi gefa kosningasjóði hennar tæpa 21 milljón króna. Þó vöktu ein ummæli Íslandsvinarins meiri athygli en önnur því að hann sagði að það yrði sögulegt ef Bandaríkin myndu kjósa svartan forseta af indverskum ættum. Í kjölfar þess sagði hann svo: „Ég er gyðingur af írskum ættum. Ég vildi óska að ég væri svartur. Allir karlkyns gyðingar óska þess að vera svartir.“ Telja margir að um misheppnað grín hafi verið að ræða en Stiller hefur ekki tjáð sig nánar um málið.
Hörður Torfason, stofnandi Samtakanna 78, hefur beðið Auði Auðardóttur og fyrrum stjórn samtakanna og BDSM-samtökin á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla árið 2018 í DV. Ummæli hans komu í framhaldi af því að BDSM-samtök Íslands fengu aðild að samtökunum árið 2016 en Herði var á móti því á sínum tíma.
„Við vorum búin að byggja samtökin upp en síðan var þeim rænt af okkur. En hvert félag er í raun ekki annað en fólkið sem þar situr og það fólk hefur oft valið sér misgóða stjórnendur sem hafa gert mistök. Ég set stórt spurningarmerki við Samtökin ’78 í dag og spyr hvað er þetta félag í dag?“ sagði Hörður meðal annars í viðtalinu.
„Það hafa orðið miklar sviptingar og þetta eru ekki þau samtök sem ég stofnaði árið 1978. Við vorum félagsskapur og fjölskylda en seinna varð þarna yfirtaka og upprunalegu gildunum ýtt út. Í dag eru samtökin mér mjög framandi og það þarf að skoða alvarlega hvað er að gerast þarna því þetta er rekið með opinberu fé.“
Sér eftir orðum sínum
Í gær í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook greindi Hörður frá því að hann hafi gert mistök og biðst afsökunar á þeim orðum sem hann hafði. „Ég á mér engar málsbætur og ætla ekki að vera að teygja lopann. Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér og byggði á upplýsingum sem ég hafði átt að kanna betur,“ sagði Hörður en allan pistil Harðar er hægt að lesa hér fyrir neðan.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er greint frá alvarlegu vinnuslysi sem átti sér stað í morgun en að sögn lögreglu átti slysið sér stað í Ægi sjávarfangi í Grindavík.
Þar hafði starfsmaður fest hönd í vinnuvél. Viðbragðsaðilar fóru þegar á vettvang og var viðkomandi fluttur á Landspítala Fossvogi og eru lögreglan og Vinnueftirlitið að rannsaka slysið.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu.
Fyrir nokkrum mánuðum heimsótti ég vin minn sem býr í enskum bæ rétt hjá Stoke. Þar gisti ég hjá honum í fimm nætur og við heimsóttum á þeim tíma marga bari, verslanir og veitingastaði. Eitt sem vakti athygli mína meðan þessari heimsókn stóð yfir var aldur starfsmanna hvert sem við fórum, sérstaklega í matvörubúðunum. Meðalaldur starfsmanna í búðunum, sem hægt er að líkja Nettó eða Krónuna, var sennilega yfir fimmtugt. Skipti engu máli hvort viðkomandi var að vinna á kassa, við áfyllingu eða í kjötborði. Allt starfsfólkið var yfir fertugu. Ég man ekki til þess að hafa verið afgreiddur af manneskju í Bretlandi sem var undir 20 ára. Mögulega var ein stelpa sem vann á pítsastað sem við snæddum á 19 ára gömul en þar við situr. Kannski. Kannski. Þetta fékk mig til að hugsa um nýlegar ferðir mínar til Danmerkur og Hollands. Það var nákvæmlega sama í gangi þar. Ég ræddi þetta einnig við mágkonu mína, sem býr á Ítalíu, sem sagði það vera sjaldgæft að hún sæi fólk undir 18 ára vinna.
Sem er í raun algjör andstæða þess sem fólk á Íslandi er vant. Hérlendis væri sennilega ómögulegt að fá ís í ísbúð ef ekki væri fyrir börn. Það er í raun magnað hversu margir þættir atvinnulífsins á Íslandi standa og falla með því að börn séu tilbúin að vinna. Fyrir utan ísbúðir eru matvöruverslanir, bakarí, skyndibitastaðir og kvikmyndahús helstu sökudólgarnir í þessum efnum. Svo eru nánast allir aðstoðarþjálfarar í yngstu flokkum í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára.
En þetta er auðvitað ekkert nýtt á Íslandi. Börn hafa unnið hin ýmsu störf frá landnámi. En er ekki skrýtið að, í landi þar sem sagt er að flestir hafi það gott, að 14 ára stelpa afgreiði mig um bjór á fimmtudagskvöldi í janúar á einum vinsælasta veitingastað landsins? Vissulega er hægt að segja að vinna hjálpi börnum að öðlast ábyrgð og kenni þeim á lífið á máta sem skólinn er ekki endilega fær um að gera en það hlýtur að vera hægt að gera það eftir að grunnskólagöngu lýkur. Íslenskt samfélag hlýtur að geta viðurkennt að það sé furðulegt að grunnskólabarn sé að vinna langt fram á kvöld í stað þess að vera með fjölskyldu eða vinum eða sinna áhugamálum eða námi. Það má reyndar ekki gleyma því að sum börn vinna til þess að hjálpa fjölskyldu sinni til að lifa af en samkvæmt minni reynslu sem fyrrverandi félagsmiðstöðvastarfsmaður þá virðast börn vera festast fyrr og fyrr í klóm neysluhyggju og kapítalisma þar sem gerviþarfir ráða ríkjum og stýrir það aðallega ákvörðun þeirra að fara út á vinnumarkaðinn. Mínar helstu minningar af vinum mínum sem unnu á grunn- og framhaldsskólagöngu sinni er sú að þeir hafi ekki haft tíma til þess að njóta lífsins en þeir áttu vissulega meiri pening en ég. Það er þó aðeins mín upplifun og ég er viss um að einhverjir af þessum vinum mínum myndu þræta fyrir þetta í dag. Sjálfur vann ég aðeins í örfá skipti utan sumarfrís og það kenndi mér fjárhagslega ábyrgð að því leyti að ég fór mjög sparlega með mína peninga. Það er eitthvað sem ég er mjög þakklátur fyrir í dag. Ég vil samt að taka fram að ég er ekki að gera kröfu á að börn vinni ekki neitt þar til þau eru 18 ára en ef mögulegt er þá finnst mér að foreldrar ættu að stýra börnum sínum að vinna aðeins á sumrin, a.m.k. meðan þau eru á grunnskólaaldri.
Best væri þó ef þau gætu sleppt því alfarið og þess í stað sinnt áhugamálum og ræktað vellíðan sína eftir bestu getu.
Staða Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, er sú að hann og fjölskylda hans gætu verið send til Spánar.
Kemur fram á RÚV að Unnur Helga Óttarsdóttir, sem er formaður Þroskahjálpar, fer fyrir hópnum Vinir Yazans; hefur hópurinn birt undirskriftalista þar sem margir úr íslensku samfélagi hvetja íslensk stjórnvöld til að sýna mannúð í máli drengsins:
„Við höfum fengið frábærlega góð viðbrögð; þetta er fjölbreyttur hópur sem hefur skrifað undir, listafólk, sálfræðingar, læknar, prestar, forystufólk úr verkalýðshreyfingunni og fjölmargir aðrir.“
Afar vel þekktir einstaklingar úr íslensku samfélagi eru komnir á blað; á meðal þeirra er nú hafa þegar skráð sig eru á listann eru þjóðþekktir einstaklingar; til dæmis Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, Bubbi Morthens, Edda Björgvins, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR; ásamt mörgum öðrum.
Þessi samtök – Vinir Yazans – voru sett álaggirnar eftir samstöðufund er haldinn var í júní þar sem vakin var athygli á stöðu Yazans.
„Við sendum tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og skoruðum á alla að bregðast við stöðunni,“ segir Unnur og bætir við:
„En við fengum ekki nógu góð viðbrögð og ákváðum því að búa til Vini Yazanas, sem er hópur fólks sem styður við hann.“
Fjölskyldan fékk eigi efnislega meðferð á sínum tíma þar sem hún fékk vegabréfsundirritun á Spáni; er því hægt að senda þau aftur þangað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.
Albert Björn Lúðvígsson – sem er lögmaður Yazans – segir að fyrir liggi endurupptökubeiðni hjá Kærunefnd útlendingamála. Réttindagæsla fatlaðs fólks beitti sér meðal annars fyrir því en bent var á að fötlun Yazan hefði eigi verið tekin til greina við meðferð málsins og ekki liggur fyrir nein dagsetning um það hvenær fjölskyldunni verður vísað úr landi.
Segir Albert það mögulegt að þeim verði vísað úr landi á meðan verið sé að leggja mat á endurupptökubeiðnina:
„Mér finnst það ólíklegt en það gæti vissulega gerst,“ segir hann.
Hinn ellefu ára gamli Yazan þjáist af vöðvarýrnunarsjúkdóminum Duchenne; hafa læknar hér á landi staðfest að eigi megi rjúfa þá heilbrigðisþjónustu er hann fær hér á landi.
Kemur fram að samtökin Vinir Yazans hafi bent á að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segi að í öllum aðgerðum er snerta fötluð börn skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.
Alls sóttu sex einstaklingar um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Greint frá þessu á vef Stjórnarráðsins en Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur gegnt embættinu frá 2017 en hún hefur verið ráðin sem sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku – stéttarfélagi.
Tónlistarmaðurinn ástsæli, Þorvaldur Halldórsson, er látinn. Hann var tæplega áttræður að aldri. Greint er frá andláti hans á Glatkistunni þar sem æviferill hans er rakinn. Þorvaldur fæddist á Siglufirði 29. október 1944. Hann hóf snemma tónlistariðkun sem gítar- og klarinettuleikari. Á menntaskólaárum sínum á Akureyri hóf hann að syngja með Busabandinu og síðar Hljómsveit Ingimars Eydal og fleiri sveitum. Rödd hans þótti vera einstök.
Með Ingimari Eydal sló hann í gegn með laginu Á sjó sem síðan varð eins konar einkennislag Þorvaldar. Lagið varð geysilega vinsælt og er ein af perlum íslenskrar dægurtónlistar. Hér má heyra lagið. Hann átti fleiri vinsæl lög sem hafa lifað og bera söngvaranum fagurt vitni.
Þorvaldur var búsettur á Torrevieja á Spáni hin síðari ár. Hann hafði glímt við veikindi undanfarið.
Eftir mikla leit að erlendum ferðmönnum sem stóð frá mánudagskvöldi fram á þriðjudag við Kerlingarfjöll leikur grunur á að um falsboðun hafi verið að ræða en ennþá er verið að rannsaka málið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að slíkt sé brot á hegningarlögum. „Ef þú gabbar neyðarlið, lögreglu eða björgunarsveitir eða slíkt þá ertu að brjóta hegningarlög, 120. grein hegningarlaga. Þar liggja við sektir eða fangelsisrefsing allt að þremur mánuðum, þannig þetta er alvarlegt mál. Hver sú sem refsingin er þá er þetta mjög alvarlegt, ef rétt reynist, að gabba björgunarlið í svona miklar aðgerðir, sagði Sveinn við mbl.is um málið.
Man aðeins eftir einu öðru tilviki Sveinn segir einnig að slík göbb séu sjaldgæf en hann man aðeins eftir einu svipuðu tilviki og það hafi verið rúmum 20 árum síðan en þá hafi verið farið í leit að fólk á hálendinu. Þá telur að hann að líklegt sé að þetta sé falsboð. „Miðað við það að það var leitað þarna í tæpan sólarhring og búið að loka öllum þeim þráðum sem við höfðum í höndum og búið að vinna úr. Þetta er bara svo sem rannsakað eins og annað sakamál, því þá er þetta orðið sakamál ef þarna er gabb í gangi. Við rannsökum bara eftir því í samræmi við það og vinnum það eins og önnur sakamál,“ sagði Sveinn að lokum.
Eldgosasérfræðingar telja það aðeins tímaspursmál hvenær það muni gjósa aftur á Reykjanesi og segja líklegt að slíkt muni gerast á næstum dögum. Í stöðuuppfærslu frá Veðurstofu Íslands er greint frá því að áætlað magn sem hefur safnast undir Svartsengi sé svipað og þegar gaus í lok maí. Þá benda líkön til þess að eldgos geti hafi á næstu dögum. „Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi um málið en vaxandi skjálftavirkni hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna. Í þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með þá er talið líklegt að gosið kom upp á svipuðum stöðum og það hefur gert í undanförnum eldgosum á Reykjanesi. „Það er áfram landris og það er búist við því að það fari eitthvað að gerast hvað úr hverju og það getur gerst með skömmum fyrirvara,“ sagði Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.
Nanna Kristín Tryggvadóttir er að hætta sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þessi tímamót verða þar sem hún hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Bestseller á Íslandi. Fyrirtækið rekur meðal annars fataverslanir Jack & Jones, Vero Moda, Selected, Vila og Name It.
Nanna Kristín hefur víða komið við undanfarið. Áður en hún varð aðstoðarmaður Bjarna var hún framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Húsheildar Hyrnu. Þá starfaði hún einnig í Landsbankanum sem aðstoðarmaður bankastjóra. Hún er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Karl Ágúst Úlfsson, leikari og rithöfundur, glímir við eftirköst þess að hafa fengið heilaæxli á stærð við golfkúlu. Hann, sem er þekktastur sem einn lykilmanna Spaugstofunnar, lýsir afleiðingunum af einlægni í hlaðvarpinu Kalda pottinum.
Karl fór í aðgerð fyrir tveimur árum þar sem æxlið var fjarlægt. Hann segir orðaforða sinn hafa minnkað um 75 prósent og hann eigi í dag erfitt með að muna nöfn. „Þegar ég var að tala vantaði mig bara orð yfir það sem ég ætlaði að tala um. Ég bara fann þau ekki. Iðulega notaði ég vitlaus orð og fattaði það sjálfur strax en fann ekki réttu orðin,“ segir Karl Ágúst.
Hann fór í þjálfun hjá minnisþjálfara þar sem staðfest var að minni leikarans var mjög skert. Þjálfarinn bað Karl að skrifa niður nöfn á 10 bifreiðategundum.
„Ég skrifaði efst á blaðið Benz og svo mundi ég ekki meira. Sjálfur átti ég samt þrjá bíla, Land Rover, Toyota og Chevrolet en ég mundi ekkert af þessu.“
Karl Ágúst lýsir því að hann hafi náð góðum framförum eftir veikindin. Eftir situr þó að hann á erfitt með að muna rétt orð. Karl nefnir sem dæmi að eitt sinn hafi hann ætlað að segja frá því að móðir hans glímdi við mígreni. Hann mundi ekki orðið heldur lýsti því sem ástandi þar sem fólk fær hræðilegan höfuðverk. Viðmælandi hans spurði þá hvort hann meinti mígreni og Karl staðfesti það en örskömmu síðar hafði hann aftur gleymt orðinu. Nú man hann orðið með því að hugsa sér móður sína, sem heldur á greni og úr því flýgur mý.
Karl man hvað börn hans og vinir heita, en eftir því sem tengslin eru fjarlægar þá verður erfiðara að rifja upp nöfnin.
„Ég man kannski andlitið og cirka hvernig ég á að þekkja þessa manneskju en get ómögulega munað hvað hann eða hún heitir,“ segir leikarinn góðkunni.
DV var með umfjöllun um þessi meinlegu örlög leikarans.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefir gert víðreist undanfarið. Hún hélt meðal annars í heimsókn til Vestmannaeyja þar sem regn og vindar börðu á landsmönnum. Forsetinn lét það ekki á sig fá og klæddi af sér veðrið af alkunnri smekkvísi. Hún vann hug og hjörtu Eyjamanna í heimsókninni og þótt feta í spor Guðna Th. Jóhannessonar, fyrrverandi forseta, sem var maður alþýðunnar.
Þótt Halla sé orðinn forseti verður nokkur bið á því að hún og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, flytji á Bessastaði. Viðgerð stendur yfir á íbúðarhúsi forsetans og Halla þarf að bíða fram á haust áður en hún flytur inn ásamt Birni. Börn þeirra verða ekki með í för því þau eru við framhaldsnám erlendis. Barnlaust verður því á Bessastöðum í fyrsta sinn í átta ár …
Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra fór í aðgerð árið 2004.
„Ég hef ekki fundið lykt í mörg ár,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi varaformaður Vinstri grænna, í samtali við DV um málið árið 2004. „Þetta var orðið mjög slæmt. Ég hef ekki getað andað í gegnum nefið síðustu tvo mánuði,“ en á þessum tíma stýrði Katrín einnig sjónvarpsþætti á Skjá Einum og var það krefjandi að geta aðeins andað með munninum í þeim aðstæðum. Henni hafi liðið eins og gullfiski með opinn muninn. Fór hún þess vegna í aðgerð á nefinu.
„Þetta er talsvert stór aðgerð. Maður liggur inni í tvo daga og svo hef ég þurft að vera rúmliggjandi heima í viku. Það var hreinsað úr ennisholum og kinnholum sem voru svo stíflaðar að allt lyktarskyn var horfið,“ sagði Katrín en hún vaknaði eftir svæfingu við ilm af epli. „Ég hélt að það væri eitthvað að eplinu því lyktin var svo sterk. En það var í góðu lagi.“
„Nú er verður maður mun beittari á pólitískum vettvangi. Pólitískt þefskyn mitt hefur batnað til muna við þetta,“ sagði Katrín um hvort þetta hefði einhver áhrif á hennar störf sem stjórnmálamaður.
Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 10. nóvember 2023
Á laugardaginn greindi lögreglan á Norðurlandi eystra frá því að upp hafi komið hnífstungumál í miðbæ Akureyrar en atvikið átti sér stað um nóttina. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús og ekki talið í lífshættu, það var svo útskrifað í gær.
Árásarmaðurinn er karlmaður undir tvítugt en það staðfesti Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is um árásina og hefur hann stöðu sakbornings í málinu.
Hann vildi þó ekki veita frekari upplýsingar um árásina að svo stöddu.