Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Eldgosahætta eykst með hverjum deginum: „Get­ur gerst með skömm­um fyr­ir­vara“

Benedikt biður Grindvíkinga að halda sig fjærri bænum - Ljósmynd/Lalli

Eldgosasérfræðingar telja það aðeins tímaspursmál hvenær það muni gjósa aftur á Reykjanesi og segja líklegt að slíkt muni gerast á næstum dögum.

Í stöðuuppfærslu frá Veðurstofu Íslands er greint frá því að áætlað magn sem hefur safnast undir Svartsengi sé svipað og þegar gaus í lok maí. Þá benda líkön til þess að eldgos geti hafi á næstu dögum.

„Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi um málið en vaxandi skjálftavirkni hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna.

Í þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með þá er talið líklegt að gosið kom upp á svipuðum stöðum og það hefur gert í undanförnum eldgosum á Reykjanesi. „Það er áfram landris og það er bú­ist við því að það fari eitt­hvað að ger­ast hvað úr hverju og það get­ur gerst með skömm­um fyr­ir­vara,“ sagði Ingi­björg Andrea Bergþórs­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands í sam­tali við mbl.is.

Frá Bjarna til Bestseller

Nanna Kristín Tryggvadóttir

Nanna Kristín Tryggvadóttir er að hætta sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þessi tímamót verða þar sem hún hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Bestseller á Íslandi. Fyrirtækið rekur meðal annars fataverslanir Jack & Jones, Vero Moda, Selected, Vila og Name It.

Nanna Kristín hefur víða komið við undanfarið. Áður en hún varð aðstoðarmaður Bjarna var hún framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Húsheildar Hyrnu. Þá starfaði hún einnig í Landsbankanum sem aðstoðarmaður bankastjóra. Hún er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.

Karl Ágúst glímir við eftirköst vegna heilaæxlisins: „Get ómögulega munað hvað hann eða hún heitir“

Karl Ágúst Úlfsson.

Karl Ágúst Úlfsson, leikari og rithöfundur, glímir við eftirköst þess að hafa fengið heilaæxli á stærð við golfkúlu. Hann, sem er þekktastur sem einn lykilmanna Spaugstofunnar, lýsir afleiðingunum af einlægni í hlaðvarpinu Kalda pottinum.

Karl fór í aðgerð fyrir tveimur árum þar sem æxlið var fjarlægt. Hann segir orðaforða sinn hafa minnkað um 75 prósent og hann eigi í dag erfitt með að muna nöfn.  „Þegar ég var að tala vantaði mig bara orð yfir það sem ég ætlaði að tala um. Ég bara fann þau ekki. Iðulega notaði ég vitlaus orð og fattaði það sjálfur strax en fann ekki réttu orðin,“ segir Karl Ágúst.

Hann fór í þjálfun hjá minnisþjálfara þar sem staðfest var að minni leikarans var mjög skert. Þjálfarinn bað Karl að skrifa niður nöfn á 10 bifreiðategundum.

„Ég skrifaði efst á blaðið Benz og svo mundi ég ekki meira. Sjálfur átti ég samt þrjá bíla, Land Rover, Toyota og Chevrolet en ég mundi ekkert af þessu.“

Karl Ágúst lýsir því að hann hafi náð góðum framförum eftir veikindin. Eftir situr þó að hann á erfitt með að muna rétt orð. Karl nefnir sem dæmi að eitt sinn hafi hann ætlað að segja frá því að móðir hans glímdi við mígreni. Hann mundi ekki orðið heldur lýsti því sem ástandi þar sem fólk fær hræðilegan höfuðverk. Viðmælandi hans spurði þá hvort hann meinti mígreni og Karl staðfesti það en örskömmu síðar hafði hann aftur gleymt orðinu. Nú man hann orðið með því að hugsa sér móður sína, sem heldur á greni og úr því flýgur mý.

Karl man hvað börn hans og vinir heita, en eftir því sem tengslin eru fjarlægar þá verður erfiðara að rifja upp nöfnin.

„Ég man kannski andlitið og cirka hvernig ég á að þekkja þessa manneskju en get ómögulega munað hvað hann eða hún heitir,“ segir leikarinn góðkunni.

DV var með umfjöllun um þessi meinlegu örlög leikarans.

Barnlaust á Bessastöðum

Halla Tómasdóttir forseti Íslands

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefir gert víðreist undanfarið. Hún hélt meðal annars í heimsókn til Vestmannaeyja þar sem regn og vindar börðu á landsmönnum. Forsetinn lét það ekki á sig fá og klæddi af sér veðrið af alkunnri smekkvísi. Hún vann hug og hjörtu Eyjamanna í heimsókninni og þótt feta í spor Guðna Th. Jóhannessonar, fyrrverandi forseta, sem var maður alþýðunnar.

Þótt Halla sé orðinn forseti verður nokkur bið á því að hún og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, flytji á Bessastaði. Viðgerð stendur yfir á íbúðarhúsi forsetans og Halla þarf að bíða fram á haust áður en hún flytur inn ásamt Birni. Börn þeirra verða ekki með í för því þau eru við framhaldsnám erlendis. Barnlaust verður því á Bessastöðum í fyrsta sinn í átta ár …

Katrín Jakobsdóttir fór í aðgerð: „Rúmliggjandi heima í viku“

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd: Instagram.

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra fór í aðgerð árið 2004.

„Ég hef ekki fundið lykt í mörg ár,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi varaformaður Vinstri grænna, í samtali við DV um málið árið 2004. „Þetta var orðið mjög slæmt. Ég hef ekki getað andað í gegnum nefið síðustu tvo mánuði,“ en á þessum tíma stýrði Katrín einnig sjónvarpsþætti á Skjá Einum og var það krefjandi að geta aðeins andað með munninum í þeim aðstæðum. Henni hafi liðið eins og gullfiski með opinn muninn. Fór hún þess vegna í aðgerð á nefinu.

„Þetta er talsvert stór aðgerð. Maður liggur inni í tvo daga og svo hef ég þurft að vera rúmliggjandi heima í viku. Það var hreinsað úr ennisholum og kinnholum sem voru svo stíflaðar að allt lyktarskyn var horfið,“ sagði Katrín en hún vaknaði eftir svæfingu við ilm af epli. „Ég hélt að það væri eitthvað að eplinu því lyktin var svo sterk. En það var í góðu lagi.“

„Nú er verður maður mun beittari á pólitískum vettvangi. Pólitískt þefskyn mitt hefur batnað til muna við þetta,“ sagði Katrín um hvort þetta hefði einhver áhrif á hennar störf sem stjórnmálamaður.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 10. nóvember 2023

Hnífstungumaðurinn á Akureyri er karlmaður undir tvítugu

Akureyri -Myndin tengist fréttinni ekki beint -Mynd/skjáskot RÚV

Á laugardaginn greindi lögreglan á Norðurlandi eystra frá því að upp hafi komið hnífstungumál í miðbæ Akureyrar en atvikið átti sér stað um nóttina. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús og ekki talið í lífshættu, það var svo útskrifað í gær.

Árásarmaðurinn er karlmaður undir tvítugt en það staðfesti Skarp­héðinn Aðal­steins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra, í sam­tali við mbl.is um árásina og hefur hann stöðu sakbornings í málinu.

Hann vildi þó ekki veita frekari upplýsingar um árásina að svo stöddu.

Mamma gleypti óvart tannburstann sinn: „Mun héðan af fara varlega“

Hin breska Amber Hunt var í fríi í Króatíu með manni sínum og tveimur börnum þegar hún gleypti óvart 20 cm langan tannbursta. Hún telur sig heppna að vera á lífi eftir ótrúlegt atvikið. Amber var að undirbúa sig fyrir svefninn þegar tannburstinn rann úr blautum höndum hennar og niður í kok, þaðan fór hann niður í maga. Hún reyndi þá að ná burstanum en þegar það tókst ekki fór eiginmaður hennar með hana á sjúkrahús. Læknar trúðu varla eigin eyrum þegar Amber lýsti atvikinu fyrir þeim og var hún þá send í ómskoðun á maga þar sem tannburstinn kom í ljós.

Tannburstinn kom í ljós við ómskoðun.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir reyndist læknum ómögulegt að ná til burstans og neyddist konan til þess að ganga undir tæplega klukkutíma langa aðgerð þar sem hann var fjarlægður. Tæki var þrætt ofan í magann á Amber og burstinn dreginn upp en hún var vakandi á meðan. „Ég er ánægð að vera á lífi en er hrædd við að nota tannbursta og fer alltaf varlega, ég passa að hendurnar séu þurrar svo burstinn renni ekki úr höndunum á mér,“ sagði konan í samtali við Mirror. „Sem betur fer fór burstinn niður í maga í stað þess að kæfa mig. Þegar ég áttaði mig á því að ég væri búin að gleypa tannburstann var ég viss um að ég myndi deyja. Ég mun héðan af fara varlega þegar ég bursta í mér tennurnar.“

Telja sig hafa fundið bíl ferðamannanna – Leitarhundar ræstir út

Kerlingarfjöll - myndin tengist fréttinni ekki beint

Leitin að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum heldur áfram en björgunarsveitir hafa nú fundið bíl sem talið er að hafi verið ökutæki ferðamannanna og hafa leitar hundarverið ræstir út.

„Það er semsagt bíll á bílastæðinu sem að virðist hafa komið í gærkvöldi, og ekki finnst neinn sem kannast við að vera á þeim bíl. Það er ástæðan fyrir því að óskað hefur verið eftir leitarhundum, sporhundum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við Vísi um málið en bílinn er bílaleigubíll og er skráður á tvo erlenda ferðamenn.

Leitað hefur verið að ferðamönnunum síðan í gærkvöldi en sú leit hefur hingað til ekki borið árangur en tilkynningu barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar þar sem ferðamennirnir sögðust vera fastir í helli og gáfu upp staðsetningarhnit. Leitin hefur síðan verið víkkuð út frá þeim hnitum.

Tim Walz er varaforsetaefni Kamala Harris

Tim Walz verður mögulega næsti varaforseti Bandaríkjanna

Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota-fylkis í Bandaríkjunum, hefur verið valinn sem varaforsetaefni Kamala Harris í komandi forsetakosningum Bandaríkjanna en frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs.

Valið á Walz hefur þótt líklegt um nokkurt skeið en Walz er gríðarlega vinsæll stjórnmálamaður en hann er fyrrverandi kennari og hermaður. Walz hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 og telja margir ljóst að hann mun draga að kjósendur sem hefðu síður verið tilbúnir til að kjósa Kamala Harris.

Það stefnir því í harða baráttu milli Harris og Trump en Trump var talinn sigurstrangurlegur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, áður en Biden dró framboð sitt til baka fyrir skömmu. Síðan þá hafa kannanir bent til þess að fram undan séu nokkuð jafnar og spennandi kosningar en eins og alþjóð veit þá hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum oft mikil áhrif á heiminn eins og við þekkjum hann.

Í könnun sem Mannlíf framkvæmdi í júlí telja rúm 75% lesenda Mannlífs að Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna.

Leonardo DiCaprio stunginn af marglyttu í Miðjarðarhafi – MYNDIR

Leonardo DiCaprio var stunginn í lærið

Stórleikarinn Leonardo DiCaprio lenti í frekar leiðinlegu atviki um helgina en hann hefur verið sigla um Miðjarðarhafið á snekkju.

Óskarsverðlaunaleikarinn var að njóta sín í hafinu þegar hann var stunginn af marglyttu ofarlega í hægra lærið. Hann fór um leið um borð í snekkjuna þar sem starfsmenn hennar þutu til að hreinsa og þurrka sárið en að sögn heimildarmanna erlenda miðla var stungan ekki alvarleg og sást til DiCaprio hlæja að atvikinu.

Undanfarna daga og vikur hefur DiCaprio verið að njóta sín vel í Evrópu með Vittoria Ceretti, kærustu sinni, og leikurum á borð við Lukas Haas og Tobey Magurie.

 

Herdís flúði lögfræðina fyrir Hollywood: „Það þarf alltaf að kenna einhverjum um“

Herdís Stefánsdóttir tónskáld vinnur með stórstjörnum í Hollywood

Tónskáldið Herdís Stefánsdóttir ætlaði sér aldrei að semja tónlist fyrir kvikmyndir og fékk að eigin sögn leið á námi í tónlist sem barn en undanförnum árum hefur hún sýnt að hún er eitt efnilegasta tónskáld Hollywood.

Í viðtali á RÚV segir Herdís frá því að hún hafi farið í lögfræðinám eftir menntaskóla en þótti hún svo óbærilega leiðinleg en það var þá sem hún hóf að spila tónlist aftur og að semja tónlist. Stuttu fyrir vorpróf í lögfræði ákvað hún að sækja um í tónsmíðadeild LHÍ. „Með engar væntingar um að komast inn, með engan grunn og kann ekki neitt og hef engan feril í tónlist að baki,“ sagði Herdís um málið.

Síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá henni þó að hún hafi þurft að harka eins og flest allir tónlistarmenn. Hún segir að Hollywood-heimurinn sé grimmur. „Þú verður bara að finna út úr þessu. Og ef ekki, þá í versta falli er maður bara rekinn og einhver annar ráðinn,“ segir Herdís. „Það þarf alltaf að kenna einhverjum um og þá er það oftast tónskáldið sem verður svolítið framarlega í þeirri er röð.“

Samstarfsaðilar Herdísar undanfarið hafa ekki verið af verri endanum en hún samdi tónlistina fyrir myndina Knock at the Cabin sem M. Night Shyamalan leikstýrði en hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað og leikstýrt myndinni The Sixth Sense. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta frumsamda handritið og bestu leikstjórn fyrir þá mynd. Herdís semur einmitt tónlistina fyrir Trap, sem er næsta mynd Shyamalan, sem kemur út á morgun á Íslandi.

Lögreglustjóri hótaði að skjóta konu sem flúði umferðareftirlit – MYNDBAND

Nathan Lanham er sagður hafa gengið of langt - Mynd: Skjáskot

Lögreglustjórinn Nathan Lanham komst heldur betur í fréttirnar vestanhafs þegar hótaði að skjóta konu í Marion-sýslu í Vestur Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Konan, sem heitir Beth Delloma, er sögð hafa flúið frá lögreglustjóranum sem var að sinna hefðbundnu umferðareftirliti. Á hann að hafa stoppað Delloma og komist að því að bílinn hennar þyrfti að fara í skoðun og væri í raun ólöglegur í akstri. Delloma leist ekkert á það og flúði í burtu í kjölfarið. Ekki liggur fyrir hversu lengi hún var á flótta en á myndbandi sem náðist af handtöku hennar má sjá bílinn hennar kyrrstæðan á grasflöt við göngustíg.

Á myndbandinu sést einnig Lanham beina byssu sinni að Delloma meðan hún situr inn í bílnum og heyrist í lögreglustjórinn hóta að skjóta Delloma en hún neitaði að fara út úr bílnum. Í myndbandinu sést lögreglustjórinn einnig brjóta rúðu í bílnum með sleggju. Á endanum fer Delloma út úr bílnum og er handjárnuð af Lanham.

Hún var ákærð fyrir að flýja vettvang og stofna öðrum í hættu en dómari málsins vísaði því frá. Íbúar Marion-sýslu hafa ákveðið að halda fund um atvikið og ræða hvað átti sér stað.

Zac Efron fluttur á sjúkrahús á Ibiza

Dwayne Johnson og Zac Efron lék í Baywatch

Lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá fræga fólkinu og stórleikarinn Zac Efron fékk að kynnast því um helgina en flytja þurfti Baywatch-stjörnuna á sjúkrahús á Ibiza.

Leikarinn geðþekki var að njóta lífsins með vinum sínum á eyjunni frægu þegar hann ákvað að stinga sér til sunds í sundlaug í húsinu sem hann var að leigja en því miður fyrir Efron skall bringa hans í botn laugarinnar. Við það fór mikið af vatni ofan í lungu leikarans og leið honum sýnilega illa að sögn sjónarvotta. Farið var með hann á spítala þar sem staðfest var að hann hafi vissulega fengið vatn í lungun en vatnið var þegar farið úr þeim þegar á spítalann var komið.

Hann var útskrifaður fljótlega af spítalanum og setti mynd af sér á samfélagsmiðla daginn eftir og sást út á lífinu um kvöldið.

Zac Efron hefur verið um áraraðir einn vinsælasti leikari Hollywood en hann er þekktastur fyrir leik sinn í High School Musical-myndunum, Neighbours og Baywatch.

Bjargað af Baulu

Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tveimur göngumönnum var í nótt bjargað af Baulu. Mennirnir sendu frá sér hjálparbeiðini í gærkvöld eftir að annar þeirra féll í skriðu og handleggsbrotnaði. Björgunarsveitir komu á vettvang um klukkan tvö í nótt. Hinn slasaði fékk verkjalyf og var mönnunum fylgt niður af fjallinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Hún lenti við fjallið og flutti hinn slasaða á sjúkrahús.

Aðstæður í fjallinu voru slæmar í gær. Baula er skriðurunnin, brött og erfið uppgöngu.

Dauðaleit gerð að ferðamönnum við Kerlingafjöll – Grjóthrun lokaði þá inni í helli

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn
Björgunarsveitarmenn við störf. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

Umfangsmikil björgunaraðgerð stendur nú yfir í Kerlingafjöllum vegna tveggja manna sem festust í helli eftir grjóthrun.

Björgunarhópar frá Suðurlandi eru komnir á staðinn. Dauðaleit stendur yfir á svæðinu og er unnið að því að staðsetja mennina. Auk mannafla hafa verið send tæki til rústabjörgunar á svæðið til að bjarga mönnunum. Á annað hundrað björgunarmenn voru komnir á vettvang í morgun. Staðan er metin sem svo að mikill háski sé á ferðum.

Haft var eftir Jóni Þór Víglundssyni, talsmanns Landsbjarnar, í nótt að menn væru enn að átta sig á stöðunni en hjálparbeðnin kom í gegnum netspjall sem rofnaði.

Útkallið barst klukkan 22:30 í gærkvöld. Mennirnir hafa því verið innilokaðir í níu klukkustundir.

Björguunarsveitarmenn hafa í nótt þrætt hella á svæðinu. Aðstæður til leitar eru erfiðar vegna lélegs skyggnbis á svæðinu.

Allt bendr til þess að björgunarsveitirnar hafi verið gabbaðar og enginn háski hafi verið á ferðum Leitað er að þeim sem stunduðu þann ljóta leik.

Myndin af Bjarna

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Hver skoðanakönnunin af annarri undirstrikar óvinsældir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hreppti embætti sitt eftir heljarstökk Katrínar Jakobsdóttur út úr pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með fylgi sem er í sögulegri lægð. Sjálfur er Bjarni á toppnum þar sem óvinsældir stjórnmálamanna eru mældar.

Bjarni hefur helst verið sýnilegur í embætti þar sem hann þeytist um fjarlæg lönd og lætur mynda sig með frægðarmennum af sviði heimsins. Myndin af Bjarna sýnir brosmildan en útbrunninn stjórnmálamann. Flestir eru þeirrar skoðunar að Bjarni sé á lokasprettinum í stjórnmálum og tími sé kominn á nýjan leiðtoga til að spyrna flokknum frá botninum. Vandinn er hins vegar sá að fáir eru í sjónmáli og fólk er að falla á tíma.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra er helsti andstæðingur Bjarna innan flokks. Hann hafði kjark til að skora formanninn á hólm og tapaði þar með sæmd eftir að hafa fengið um 40 prósent atkvæða. Nú flýgur fyrir að Gulli sé áhugalaus og sjá ekki ávinningin af því að taka annan formannsslag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður nýtur ekki mikils trausts. Sá afleikur hennar að lokma sendiráði Íslands í Rússlandi hefur þar mikil áhrif. Helst er horft til ráðherranna Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttir sem arftaka. Vonkir standa til þess að flokkurinn finni sinn Messías sem nái að auka fylgið frá þeirri smán sem nú blasir við …

„Það virðist allt benda til þess að kreppa sé í aðsigi“

Már Wolfgang Mixa. Mynd: Skjáskot af RÚV.

„Í stuttu máli, það sem er að gerast er að atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum eru háar. Og það virðist hafa komið á óvart hversu háar þessar atvinnuleysistölur eru og það virðist allt benda til þess að kreppa sé í aðsigi. Þá eru fyrstu viðbrögð fjárfesta almennt að selja hlutabréf,“ segir Már Wolfgang Mixa, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um verðhrun á hlutabréfum víða um veröldina í dag.

Hann segir að það hafi alls ekki hjálpað til að Warren Buffet seldi nýverið helming hlutabréfa sinna í tæknirisanum Apple.

Warren Buffet.

Segir Már það hafa komið sér nokkuð á óvart hversu mikið verðbréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði, en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 12 prósent; en það er ein mesta lækkun frá árinu 1987 í prósentum talið, en vísitalan hefur sjaldan fallið um eins mörg stig og í morgun.

Kemur fram á RÚV að lækkunin minni í Evrópu sem og í Bandaríkjunum; þar sem vísitölur lækkuðu í kringum 2 prósent. Það skýrist af því hve mörg tæknifyrirtæki eru skráð þar –  en verð slíkra fyrirtækja hefur lækkað einna mest.

Búast má við að verð íslenskra hlutabréfa lækki við opnun Kauphallar.

Segir áðurnefndur Már að viðbúið sé að lækkun verði á íslenskum hlutabréfum er kauphöllin opnar á morgun; erfitt sé að segja til um langtímaáhrifin:

„Íslenska hlutabréfavísitalan, hún samanstendur af færri vaxtarfyrirtækjum. Þetta eru stöndugri fyrirtæki sem mynda stærstan hluta af íslensku hlutabréfavísitölunni. Líklega mun einhver lækkun eiga sér stað á Íslandi.“

Telur Már að hrun hlutabréfaverðs geti verið fyrirvari stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum:

„Ef maður lítur á söguna þá er miklu meiri samfylgni milli vaxtastigs og gengi hlutabréfa heldur en atvinnuleysis þarna. Þannig að þessi lækkun núna, ég myndi ekki halda að hún hafi langvarandi áhrif en það ber samt að líta til þess að fjárfestar hafa lengi verið að gera ráð fyrir lækkandi vaxtastigi. Og það gæti nú bara gerst í framhaldi af þessum fréttum fyrr heldur en áður var áætlað.“

Már segir tímabært að peningastefnunefnd lækki vexti stýrivexti hér á landi:

„Ef að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ætlar að horfa fram á við í stað þess að líta í baksýnisspegilinn, þá mun nefndin fara að hefja vaxtalækkunarferli á næstu vikum.“

Bragi Páll um ofbeldið á Englandi: „Þeir eru rót vandans, ekki brúnt fólk“

Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur tjáir sig um ofbeldisölduna sem er nú að skekja Bretland – og hann gangrýnir þá orðræðu sem í gangi er þar og víða annarsstaðar í heiminum.

Segir:

„Ofbeldisaldan sem nú gengur yfir Bretland er afleiðing nákvæmlega sömu orðræðu og Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð og fleiri hafa flutt inn til þess að kaupa sér atkvæði.“

Bragi Páll biðlar til fólks að hlusta ekki „á siðblinda auðmenn og greindarskerta nafnlausa skósveina.“

Hann vill meina, og tekur fram að rót vandans sé ekki að finna hjá fólki með brúnan húðlit, heldur þeir eru nefndir voru hér að ofan:

„Þeir eru rót vandans, ekki brúnt fólk.“

Ók á búfé á Þingvallavegi – Missti stjórnina og bíllinn endaði ofan í læk

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lögreglan á Suðurlandi segir að frá hádegi í gær til hádegis í dag hafi sex ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur; var sá sem hraðast ók á 124 kílómetra hraða.

Alls voru níu ökumenn stöðvaðir fyrir ölvun við akstur; einn ökumaður fyrir akstur án gildra ökuréttinda.

Þrjú umferðaróhöpp urðu á síðasta sólarhring og ekið var á búfé á Þingvallavegi. Í einu tilvikinu missti ökumaður bifreiðar stjórn á henni með þeim afleiðingum að ökuferðin endaði hreinlega ofan í læk; ökumaður slapp ómeiddur.

Þá fauk húsbifreið á hliðina – með ökumanni og fjórum farþegum innanborðs; í því tilviki fór betur en á horfðist.

Eitt heimilisofbeldismál kom upp og er málið til rannsóknar hjá lögreglu eftir nóttina.

„Niður­stöður sýna að skaðleg ein­kenni streitu minnkuðu hjá konum sem stunduðu meira kyn­líf“

Það hefur komið fram að mæður eigi það til að setja sig í síðasta sæti fjöl­skyldu­lífs­ins; en þá get­ur streit­an tekið yfir ef ekki er gætt að álagi, eins og segir á Smartlandi

Ný rann­sókn er birt var á Nati­onal Li­brary of Medic­ine leiddi í ljós að kyn­líf dregur úr skaðleg­um streitu­ein­kenn­um mæðra ungra barna; sýndu niður­stöður að mæður er stunduðu reglu­lega kyn­líf fram­leiddu meira af efna­skipta­horm­ón­um er hafa til dæmis áhrif á lík­amsþyngd og svefn.

Lang­tíma­streita tekur sinn toll á lík­amann; getur aukið lík­ur á hjarta­sjúk­dóm­um – syk­ur­sýki; þung­lyndi – offitu og ótal fleiri heilsu­kvill­um.

Yoobin Park, nýdoktor við Kali­forn­íu­há­skól­ann var með yfirumsjón með rann­sókn­inni; seg­ir hún að miðað við þær slæmu af­leiðing­ar er krón­ísk streita get­ur haft þá sé það þess virði að skoða hvaða þætt­ir geti mögulega fyr­ir­byggt sem og dregið úr nei­kvæðum áhrif­um.

 

Yoobin Park.

„Kyn­líf get­ur verið raun­hæf­ur val­kost­ur í þessu sam­hengi vegna streitu­los­andi áhrifa. Þar að auki hef­ur kyn­líf já­kvæð áhrif á svefn, en fólk und­ir miklu álagi þjá­ist oft af svefn­rösk­un­um. Eft­ir því sem við best vit­um hef­ur eng­in rann­sókn hingað til mælt hvort að kyn­líf sporni við líf­fræðileg­um af­leiðing­um streitu. Þessi rann­sókn var því til­rauna­verk­efni til að fylla í þessa eyðu,“ seg­ir Park.

Alls voru það 183 kon­ur er tóku þátt í rann­sókn­inni; kon­ur á aldr­in­um 20-25 ára er áttu að minnsta kosti eitt barn á aldr­in­um 2-16 ára. Voru þær beðnar um að halda sér­staka dag­bók yfir tveggja ára tíma­bil í lífi sínu; en í dag­bók­inni svöruðu konurnar spurn­ing­ar­lista í hverri viku um hversu oft í viku þær stunduðu kyn­líf – stunduðu ann­ars kon­ar hreyf­ingu – til dæmis lík­ams­rækt sem og hversu ham­ingju­sam­ar þær væru í ástar­sam­bönd­um sín­um.

Jafnhliða dag­bók­ar­skrif­un­um fóru kon­urn­ar reglu­lega í blóðprufu; horm­ón á borð við insúlín, leptín og ghrel­ín voru mæld:

„Í hnot­skurn sýndu niður­stöður okk­ar að skaðleg ein­kenni streitu minnkuðu tals­vert á meðal þeirra kvenna sem stunduðu meira kyn­líf,“ seg­ir Park.

Hún seg­ist vona að niður­stöðurnar eigi eft­ir að hvetja fleiri vís­inda­menn til þess að öðlast meiri skiln­ing á já­kvæðum áhrif­um kyn­lífs. Park tel­ur kosti þess að stunda kyn­líf vera mögulega meiri fyr­ir mæður en það að vera dug­legar að hreyfa sig og að vera í ham­ingju­sömu sam­bandi.

Þá vitið þið það.

Eldgosahætta eykst með hverjum deginum: „Get­ur gerst með skömm­um fyr­ir­vara“

Benedikt biður Grindvíkinga að halda sig fjærri bænum - Ljósmynd/Lalli

Eldgosasérfræðingar telja það aðeins tímaspursmál hvenær það muni gjósa aftur á Reykjanesi og segja líklegt að slíkt muni gerast á næstum dögum.

Í stöðuuppfærslu frá Veðurstofu Íslands er greint frá því að áætlað magn sem hefur safnast undir Svartsengi sé svipað og þegar gaus í lok maí. Þá benda líkön til þess að eldgos geti hafi á næstu dögum.

„Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi um málið en vaxandi skjálftavirkni hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna.

Í þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með þá er talið líklegt að gosið kom upp á svipuðum stöðum og það hefur gert í undanförnum eldgosum á Reykjanesi. „Það er áfram landris og það er bú­ist við því að það fari eitt­hvað að ger­ast hvað úr hverju og það get­ur gerst með skömm­um fyr­ir­vara,“ sagði Ingi­björg Andrea Bergþórs­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands í sam­tali við mbl.is.

Frá Bjarna til Bestseller

Nanna Kristín Tryggvadóttir

Nanna Kristín Tryggvadóttir er að hætta sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þessi tímamót verða þar sem hún hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Bestseller á Íslandi. Fyrirtækið rekur meðal annars fataverslanir Jack & Jones, Vero Moda, Selected, Vila og Name It.

Nanna Kristín hefur víða komið við undanfarið. Áður en hún varð aðstoðarmaður Bjarna var hún framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Húsheildar Hyrnu. Þá starfaði hún einnig í Landsbankanum sem aðstoðarmaður bankastjóra. Hún er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.

Karl Ágúst glímir við eftirköst vegna heilaæxlisins: „Get ómögulega munað hvað hann eða hún heitir“

Karl Ágúst Úlfsson.

Karl Ágúst Úlfsson, leikari og rithöfundur, glímir við eftirköst þess að hafa fengið heilaæxli á stærð við golfkúlu. Hann, sem er þekktastur sem einn lykilmanna Spaugstofunnar, lýsir afleiðingunum af einlægni í hlaðvarpinu Kalda pottinum.

Karl fór í aðgerð fyrir tveimur árum þar sem æxlið var fjarlægt. Hann segir orðaforða sinn hafa minnkað um 75 prósent og hann eigi í dag erfitt með að muna nöfn.  „Þegar ég var að tala vantaði mig bara orð yfir það sem ég ætlaði að tala um. Ég bara fann þau ekki. Iðulega notaði ég vitlaus orð og fattaði það sjálfur strax en fann ekki réttu orðin,“ segir Karl Ágúst.

Hann fór í þjálfun hjá minnisþjálfara þar sem staðfest var að minni leikarans var mjög skert. Þjálfarinn bað Karl að skrifa niður nöfn á 10 bifreiðategundum.

„Ég skrifaði efst á blaðið Benz og svo mundi ég ekki meira. Sjálfur átti ég samt þrjá bíla, Land Rover, Toyota og Chevrolet en ég mundi ekkert af þessu.“

Karl Ágúst lýsir því að hann hafi náð góðum framförum eftir veikindin. Eftir situr þó að hann á erfitt með að muna rétt orð. Karl nefnir sem dæmi að eitt sinn hafi hann ætlað að segja frá því að móðir hans glímdi við mígreni. Hann mundi ekki orðið heldur lýsti því sem ástandi þar sem fólk fær hræðilegan höfuðverk. Viðmælandi hans spurði þá hvort hann meinti mígreni og Karl staðfesti það en örskömmu síðar hafði hann aftur gleymt orðinu. Nú man hann orðið með því að hugsa sér móður sína, sem heldur á greni og úr því flýgur mý.

Karl man hvað börn hans og vinir heita, en eftir því sem tengslin eru fjarlægar þá verður erfiðara að rifja upp nöfnin.

„Ég man kannski andlitið og cirka hvernig ég á að þekkja þessa manneskju en get ómögulega munað hvað hann eða hún heitir,“ segir leikarinn góðkunni.

DV var með umfjöllun um þessi meinlegu örlög leikarans.

Barnlaust á Bessastöðum

Halla Tómasdóttir forseti Íslands

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefir gert víðreist undanfarið. Hún hélt meðal annars í heimsókn til Vestmannaeyja þar sem regn og vindar börðu á landsmönnum. Forsetinn lét það ekki á sig fá og klæddi af sér veðrið af alkunnri smekkvísi. Hún vann hug og hjörtu Eyjamanna í heimsókninni og þótt feta í spor Guðna Th. Jóhannessonar, fyrrverandi forseta, sem var maður alþýðunnar.

Þótt Halla sé orðinn forseti verður nokkur bið á því að hún og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, flytji á Bessastaði. Viðgerð stendur yfir á íbúðarhúsi forsetans og Halla þarf að bíða fram á haust áður en hún flytur inn ásamt Birni. Börn þeirra verða ekki með í för því þau eru við framhaldsnám erlendis. Barnlaust verður því á Bessastöðum í fyrsta sinn í átta ár …

Katrín Jakobsdóttir fór í aðgerð: „Rúmliggjandi heima í viku“

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd: Instagram.

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra fór í aðgerð árið 2004.

„Ég hef ekki fundið lykt í mörg ár,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi varaformaður Vinstri grænna, í samtali við DV um málið árið 2004. „Þetta var orðið mjög slæmt. Ég hef ekki getað andað í gegnum nefið síðustu tvo mánuði,“ en á þessum tíma stýrði Katrín einnig sjónvarpsþætti á Skjá Einum og var það krefjandi að geta aðeins andað með munninum í þeim aðstæðum. Henni hafi liðið eins og gullfiski með opinn muninn. Fór hún þess vegna í aðgerð á nefinu.

„Þetta er talsvert stór aðgerð. Maður liggur inni í tvo daga og svo hef ég þurft að vera rúmliggjandi heima í viku. Það var hreinsað úr ennisholum og kinnholum sem voru svo stíflaðar að allt lyktarskyn var horfið,“ sagði Katrín en hún vaknaði eftir svæfingu við ilm af epli. „Ég hélt að það væri eitthvað að eplinu því lyktin var svo sterk. En það var í góðu lagi.“

„Nú er verður maður mun beittari á pólitískum vettvangi. Pólitískt þefskyn mitt hefur batnað til muna við þetta,“ sagði Katrín um hvort þetta hefði einhver áhrif á hennar störf sem stjórnmálamaður.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 10. nóvember 2023

Hnífstungumaðurinn á Akureyri er karlmaður undir tvítugu

Akureyri -Myndin tengist fréttinni ekki beint -Mynd/skjáskot RÚV

Á laugardaginn greindi lögreglan á Norðurlandi eystra frá því að upp hafi komið hnífstungumál í miðbæ Akureyrar en atvikið átti sér stað um nóttina. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús og ekki talið í lífshættu, það var svo útskrifað í gær.

Árásarmaðurinn er karlmaður undir tvítugt en það staðfesti Skarp­héðinn Aðal­steins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra, í sam­tali við mbl.is um árásina og hefur hann stöðu sakbornings í málinu.

Hann vildi þó ekki veita frekari upplýsingar um árásina að svo stöddu.

Mamma gleypti óvart tannburstann sinn: „Mun héðan af fara varlega“

Hin breska Amber Hunt var í fríi í Króatíu með manni sínum og tveimur börnum þegar hún gleypti óvart 20 cm langan tannbursta. Hún telur sig heppna að vera á lífi eftir ótrúlegt atvikið. Amber var að undirbúa sig fyrir svefninn þegar tannburstinn rann úr blautum höndum hennar og niður í kok, þaðan fór hann niður í maga. Hún reyndi þá að ná burstanum en þegar það tókst ekki fór eiginmaður hennar með hana á sjúkrahús. Læknar trúðu varla eigin eyrum þegar Amber lýsti atvikinu fyrir þeim og var hún þá send í ómskoðun á maga þar sem tannburstinn kom í ljós.

Tannburstinn kom í ljós við ómskoðun.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir reyndist læknum ómögulegt að ná til burstans og neyddist konan til þess að ganga undir tæplega klukkutíma langa aðgerð þar sem hann var fjarlægður. Tæki var þrætt ofan í magann á Amber og burstinn dreginn upp en hún var vakandi á meðan. „Ég er ánægð að vera á lífi en er hrædd við að nota tannbursta og fer alltaf varlega, ég passa að hendurnar séu þurrar svo burstinn renni ekki úr höndunum á mér,“ sagði konan í samtali við Mirror. „Sem betur fer fór burstinn niður í maga í stað þess að kæfa mig. Þegar ég áttaði mig á því að ég væri búin að gleypa tannburstann var ég viss um að ég myndi deyja. Ég mun héðan af fara varlega þegar ég bursta í mér tennurnar.“

Telja sig hafa fundið bíl ferðamannanna – Leitarhundar ræstir út

Kerlingarfjöll - myndin tengist fréttinni ekki beint

Leitin að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum heldur áfram en björgunarsveitir hafa nú fundið bíl sem talið er að hafi verið ökutæki ferðamannanna og hafa leitar hundarverið ræstir út.

„Það er semsagt bíll á bílastæðinu sem að virðist hafa komið í gærkvöldi, og ekki finnst neinn sem kannast við að vera á þeim bíl. Það er ástæðan fyrir því að óskað hefur verið eftir leitarhundum, sporhundum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við Vísi um málið en bílinn er bílaleigubíll og er skráður á tvo erlenda ferðamenn.

Leitað hefur verið að ferðamönnunum síðan í gærkvöldi en sú leit hefur hingað til ekki borið árangur en tilkynningu barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar þar sem ferðamennirnir sögðust vera fastir í helli og gáfu upp staðsetningarhnit. Leitin hefur síðan verið víkkuð út frá þeim hnitum.

Tim Walz er varaforsetaefni Kamala Harris

Tim Walz verður mögulega næsti varaforseti Bandaríkjanna

Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota-fylkis í Bandaríkjunum, hefur verið valinn sem varaforsetaefni Kamala Harris í komandi forsetakosningum Bandaríkjanna en frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs.

Valið á Walz hefur þótt líklegt um nokkurt skeið en Walz er gríðarlega vinsæll stjórnmálamaður en hann er fyrrverandi kennari og hermaður. Walz hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 og telja margir ljóst að hann mun draga að kjósendur sem hefðu síður verið tilbúnir til að kjósa Kamala Harris.

Það stefnir því í harða baráttu milli Harris og Trump en Trump var talinn sigurstrangurlegur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, áður en Biden dró framboð sitt til baka fyrir skömmu. Síðan þá hafa kannanir bent til þess að fram undan séu nokkuð jafnar og spennandi kosningar en eins og alþjóð veit þá hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum oft mikil áhrif á heiminn eins og við þekkjum hann.

Í könnun sem Mannlíf framkvæmdi í júlí telja rúm 75% lesenda Mannlífs að Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna.

Leonardo DiCaprio stunginn af marglyttu í Miðjarðarhafi – MYNDIR

Leonardo DiCaprio var stunginn í lærið

Stórleikarinn Leonardo DiCaprio lenti í frekar leiðinlegu atviki um helgina en hann hefur verið sigla um Miðjarðarhafið á snekkju.

Óskarsverðlaunaleikarinn var að njóta sín í hafinu þegar hann var stunginn af marglyttu ofarlega í hægra lærið. Hann fór um leið um borð í snekkjuna þar sem starfsmenn hennar þutu til að hreinsa og þurrka sárið en að sögn heimildarmanna erlenda miðla var stungan ekki alvarleg og sást til DiCaprio hlæja að atvikinu.

Undanfarna daga og vikur hefur DiCaprio verið að njóta sín vel í Evrópu með Vittoria Ceretti, kærustu sinni, og leikurum á borð við Lukas Haas og Tobey Magurie.

 

Herdís flúði lögfræðina fyrir Hollywood: „Það þarf alltaf að kenna einhverjum um“

Herdís Stefánsdóttir tónskáld vinnur með stórstjörnum í Hollywood

Tónskáldið Herdís Stefánsdóttir ætlaði sér aldrei að semja tónlist fyrir kvikmyndir og fékk að eigin sögn leið á námi í tónlist sem barn en undanförnum árum hefur hún sýnt að hún er eitt efnilegasta tónskáld Hollywood.

Í viðtali á RÚV segir Herdís frá því að hún hafi farið í lögfræðinám eftir menntaskóla en þótti hún svo óbærilega leiðinleg en það var þá sem hún hóf að spila tónlist aftur og að semja tónlist. Stuttu fyrir vorpróf í lögfræði ákvað hún að sækja um í tónsmíðadeild LHÍ. „Með engar væntingar um að komast inn, með engan grunn og kann ekki neitt og hef engan feril í tónlist að baki,“ sagði Herdís um málið.

Síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá henni þó að hún hafi þurft að harka eins og flest allir tónlistarmenn. Hún segir að Hollywood-heimurinn sé grimmur. „Þú verður bara að finna út úr þessu. Og ef ekki, þá í versta falli er maður bara rekinn og einhver annar ráðinn,“ segir Herdís. „Það þarf alltaf að kenna einhverjum um og þá er það oftast tónskáldið sem verður svolítið framarlega í þeirri er röð.“

Samstarfsaðilar Herdísar undanfarið hafa ekki verið af verri endanum en hún samdi tónlistina fyrir myndina Knock at the Cabin sem M. Night Shyamalan leikstýrði en hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað og leikstýrt myndinni The Sixth Sense. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta frumsamda handritið og bestu leikstjórn fyrir þá mynd. Herdís semur einmitt tónlistina fyrir Trap, sem er næsta mynd Shyamalan, sem kemur út á morgun á Íslandi.

Lögreglustjóri hótaði að skjóta konu sem flúði umferðareftirlit – MYNDBAND

Nathan Lanham er sagður hafa gengið of langt - Mynd: Skjáskot

Lögreglustjórinn Nathan Lanham komst heldur betur í fréttirnar vestanhafs þegar hótaði að skjóta konu í Marion-sýslu í Vestur Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Konan, sem heitir Beth Delloma, er sögð hafa flúið frá lögreglustjóranum sem var að sinna hefðbundnu umferðareftirliti. Á hann að hafa stoppað Delloma og komist að því að bílinn hennar þyrfti að fara í skoðun og væri í raun ólöglegur í akstri. Delloma leist ekkert á það og flúði í burtu í kjölfarið. Ekki liggur fyrir hversu lengi hún var á flótta en á myndbandi sem náðist af handtöku hennar má sjá bílinn hennar kyrrstæðan á grasflöt við göngustíg.

Á myndbandinu sést einnig Lanham beina byssu sinni að Delloma meðan hún situr inn í bílnum og heyrist í lögreglustjórinn hóta að skjóta Delloma en hún neitaði að fara út úr bílnum. Í myndbandinu sést lögreglustjórinn einnig brjóta rúðu í bílnum með sleggju. Á endanum fer Delloma út úr bílnum og er handjárnuð af Lanham.

Hún var ákærð fyrir að flýja vettvang og stofna öðrum í hættu en dómari málsins vísaði því frá. Íbúar Marion-sýslu hafa ákveðið að halda fund um atvikið og ræða hvað átti sér stað.

Zac Efron fluttur á sjúkrahús á Ibiza

Dwayne Johnson og Zac Efron lék í Baywatch

Lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá fræga fólkinu og stórleikarinn Zac Efron fékk að kynnast því um helgina en flytja þurfti Baywatch-stjörnuna á sjúkrahús á Ibiza.

Leikarinn geðþekki var að njóta lífsins með vinum sínum á eyjunni frægu þegar hann ákvað að stinga sér til sunds í sundlaug í húsinu sem hann var að leigja en því miður fyrir Efron skall bringa hans í botn laugarinnar. Við það fór mikið af vatni ofan í lungu leikarans og leið honum sýnilega illa að sögn sjónarvotta. Farið var með hann á spítala þar sem staðfest var að hann hafi vissulega fengið vatn í lungun en vatnið var þegar farið úr þeim þegar á spítalann var komið.

Hann var útskrifaður fljótlega af spítalanum og setti mynd af sér á samfélagsmiðla daginn eftir og sást út á lífinu um kvöldið.

Zac Efron hefur verið um áraraðir einn vinsælasti leikari Hollywood en hann er þekktastur fyrir leik sinn í High School Musical-myndunum, Neighbours og Baywatch.

Bjargað af Baulu

Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tveimur göngumönnum var í nótt bjargað af Baulu. Mennirnir sendu frá sér hjálparbeiðini í gærkvöld eftir að annar þeirra féll í skriðu og handleggsbrotnaði. Björgunarsveitir komu á vettvang um klukkan tvö í nótt. Hinn slasaði fékk verkjalyf og var mönnunum fylgt niður af fjallinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Hún lenti við fjallið og flutti hinn slasaða á sjúkrahús.

Aðstæður í fjallinu voru slæmar í gær. Baula er skriðurunnin, brött og erfið uppgöngu.

Dauðaleit gerð að ferðamönnum við Kerlingafjöll – Grjóthrun lokaði þá inni í helli

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn
Björgunarsveitarmenn við störf. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

Umfangsmikil björgunaraðgerð stendur nú yfir í Kerlingafjöllum vegna tveggja manna sem festust í helli eftir grjóthrun.

Björgunarhópar frá Suðurlandi eru komnir á staðinn. Dauðaleit stendur yfir á svæðinu og er unnið að því að staðsetja mennina. Auk mannafla hafa verið send tæki til rústabjörgunar á svæðið til að bjarga mönnunum. Á annað hundrað björgunarmenn voru komnir á vettvang í morgun. Staðan er metin sem svo að mikill háski sé á ferðum.

Haft var eftir Jóni Þór Víglundssyni, talsmanns Landsbjarnar, í nótt að menn væru enn að átta sig á stöðunni en hjálparbeðnin kom í gegnum netspjall sem rofnaði.

Útkallið barst klukkan 22:30 í gærkvöld. Mennirnir hafa því verið innilokaðir í níu klukkustundir.

Björguunarsveitarmenn hafa í nótt þrætt hella á svæðinu. Aðstæður til leitar eru erfiðar vegna lélegs skyggnbis á svæðinu.

Allt bendr til þess að björgunarsveitirnar hafi verið gabbaðar og enginn háski hafi verið á ferðum Leitað er að þeim sem stunduðu þann ljóta leik.

Myndin af Bjarna

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Hver skoðanakönnunin af annarri undirstrikar óvinsældir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hreppti embætti sitt eftir heljarstökk Katrínar Jakobsdóttur út úr pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með fylgi sem er í sögulegri lægð. Sjálfur er Bjarni á toppnum þar sem óvinsældir stjórnmálamanna eru mældar.

Bjarni hefur helst verið sýnilegur í embætti þar sem hann þeytist um fjarlæg lönd og lætur mynda sig með frægðarmennum af sviði heimsins. Myndin af Bjarna sýnir brosmildan en útbrunninn stjórnmálamann. Flestir eru þeirrar skoðunar að Bjarni sé á lokasprettinum í stjórnmálum og tími sé kominn á nýjan leiðtoga til að spyrna flokknum frá botninum. Vandinn er hins vegar sá að fáir eru í sjónmáli og fólk er að falla á tíma.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra er helsti andstæðingur Bjarna innan flokks. Hann hafði kjark til að skora formanninn á hólm og tapaði þar með sæmd eftir að hafa fengið um 40 prósent atkvæða. Nú flýgur fyrir að Gulli sé áhugalaus og sjá ekki ávinningin af því að taka annan formannsslag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður nýtur ekki mikils trausts. Sá afleikur hennar að lokma sendiráði Íslands í Rússlandi hefur þar mikil áhrif. Helst er horft til ráðherranna Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttir sem arftaka. Vonkir standa til þess að flokkurinn finni sinn Messías sem nái að auka fylgið frá þeirri smán sem nú blasir við …

„Það virðist allt benda til þess að kreppa sé í aðsigi“

Már Wolfgang Mixa. Mynd: Skjáskot af RÚV.

„Í stuttu máli, það sem er að gerast er að atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum eru háar. Og það virðist hafa komið á óvart hversu háar þessar atvinnuleysistölur eru og það virðist allt benda til þess að kreppa sé í aðsigi. Þá eru fyrstu viðbrögð fjárfesta almennt að selja hlutabréf,“ segir Már Wolfgang Mixa, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um verðhrun á hlutabréfum víða um veröldina í dag.

Hann segir að það hafi alls ekki hjálpað til að Warren Buffet seldi nýverið helming hlutabréfa sinna í tæknirisanum Apple.

Warren Buffet.

Segir Már það hafa komið sér nokkuð á óvart hversu mikið verðbréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði, en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 12 prósent; en það er ein mesta lækkun frá árinu 1987 í prósentum talið, en vísitalan hefur sjaldan fallið um eins mörg stig og í morgun.

Kemur fram á RÚV að lækkunin minni í Evrópu sem og í Bandaríkjunum; þar sem vísitölur lækkuðu í kringum 2 prósent. Það skýrist af því hve mörg tæknifyrirtæki eru skráð þar –  en verð slíkra fyrirtækja hefur lækkað einna mest.

Búast má við að verð íslenskra hlutabréfa lækki við opnun Kauphallar.

Segir áðurnefndur Már að viðbúið sé að lækkun verði á íslenskum hlutabréfum er kauphöllin opnar á morgun; erfitt sé að segja til um langtímaáhrifin:

„Íslenska hlutabréfavísitalan, hún samanstendur af færri vaxtarfyrirtækjum. Þetta eru stöndugri fyrirtæki sem mynda stærstan hluta af íslensku hlutabréfavísitölunni. Líklega mun einhver lækkun eiga sér stað á Íslandi.“

Telur Már að hrun hlutabréfaverðs geti verið fyrirvari stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum:

„Ef maður lítur á söguna þá er miklu meiri samfylgni milli vaxtastigs og gengi hlutabréfa heldur en atvinnuleysis þarna. Þannig að þessi lækkun núna, ég myndi ekki halda að hún hafi langvarandi áhrif en það ber samt að líta til þess að fjárfestar hafa lengi verið að gera ráð fyrir lækkandi vaxtastigi. Og það gæti nú bara gerst í framhaldi af þessum fréttum fyrr heldur en áður var áætlað.“

Már segir tímabært að peningastefnunefnd lækki vexti stýrivexti hér á landi:

„Ef að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ætlar að horfa fram á við í stað þess að líta í baksýnisspegilinn, þá mun nefndin fara að hefja vaxtalækkunarferli á næstu vikum.“

Bragi Páll um ofbeldið á Englandi: „Þeir eru rót vandans, ekki brúnt fólk“

Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur tjáir sig um ofbeldisölduna sem er nú að skekja Bretland – og hann gangrýnir þá orðræðu sem í gangi er þar og víða annarsstaðar í heiminum.

Segir:

„Ofbeldisaldan sem nú gengur yfir Bretland er afleiðing nákvæmlega sömu orðræðu og Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð og fleiri hafa flutt inn til þess að kaupa sér atkvæði.“

Bragi Páll biðlar til fólks að hlusta ekki „á siðblinda auðmenn og greindarskerta nafnlausa skósveina.“

Hann vill meina, og tekur fram að rót vandans sé ekki að finna hjá fólki með brúnan húðlit, heldur þeir eru nefndir voru hér að ofan:

„Þeir eru rót vandans, ekki brúnt fólk.“

Ók á búfé á Þingvallavegi – Missti stjórnina og bíllinn endaði ofan í læk

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lögreglan á Suðurlandi segir að frá hádegi í gær til hádegis í dag hafi sex ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur; var sá sem hraðast ók á 124 kílómetra hraða.

Alls voru níu ökumenn stöðvaðir fyrir ölvun við akstur; einn ökumaður fyrir akstur án gildra ökuréttinda.

Þrjú umferðaróhöpp urðu á síðasta sólarhring og ekið var á búfé á Þingvallavegi. Í einu tilvikinu missti ökumaður bifreiðar stjórn á henni með þeim afleiðingum að ökuferðin endaði hreinlega ofan í læk; ökumaður slapp ómeiddur.

Þá fauk húsbifreið á hliðina – með ökumanni og fjórum farþegum innanborðs; í því tilviki fór betur en á horfðist.

Eitt heimilisofbeldismál kom upp og er málið til rannsóknar hjá lögreglu eftir nóttina.

„Niður­stöður sýna að skaðleg ein­kenni streitu minnkuðu hjá konum sem stunduðu meira kyn­líf“

Það hefur komið fram að mæður eigi það til að setja sig í síðasta sæti fjöl­skyldu­lífs­ins; en þá get­ur streit­an tekið yfir ef ekki er gætt að álagi, eins og segir á Smartlandi

Ný rann­sókn er birt var á Nati­onal Li­brary of Medic­ine leiddi í ljós að kyn­líf dregur úr skaðleg­um streitu­ein­kenn­um mæðra ungra barna; sýndu niður­stöður að mæður er stunduðu reglu­lega kyn­líf fram­leiddu meira af efna­skipta­horm­ón­um er hafa til dæmis áhrif á lík­amsþyngd og svefn.

Lang­tíma­streita tekur sinn toll á lík­amann; getur aukið lík­ur á hjarta­sjúk­dóm­um – syk­ur­sýki; þung­lyndi – offitu og ótal fleiri heilsu­kvill­um.

Yoobin Park, nýdoktor við Kali­forn­íu­há­skól­ann var með yfirumsjón með rann­sókn­inni; seg­ir hún að miðað við þær slæmu af­leiðing­ar er krón­ísk streita get­ur haft þá sé það þess virði að skoða hvaða þætt­ir geti mögulega fyr­ir­byggt sem og dregið úr nei­kvæðum áhrif­um.

 

Yoobin Park.

„Kyn­líf get­ur verið raun­hæf­ur val­kost­ur í þessu sam­hengi vegna streitu­los­andi áhrifa. Þar að auki hef­ur kyn­líf já­kvæð áhrif á svefn, en fólk und­ir miklu álagi þjá­ist oft af svefn­rösk­un­um. Eft­ir því sem við best vit­um hef­ur eng­in rann­sókn hingað til mælt hvort að kyn­líf sporni við líf­fræðileg­um af­leiðing­um streitu. Þessi rann­sókn var því til­rauna­verk­efni til að fylla í þessa eyðu,“ seg­ir Park.

Alls voru það 183 kon­ur er tóku þátt í rann­sókn­inni; kon­ur á aldr­in­um 20-25 ára er áttu að minnsta kosti eitt barn á aldr­in­um 2-16 ára. Voru þær beðnar um að halda sér­staka dag­bók yfir tveggja ára tíma­bil í lífi sínu; en í dag­bók­inni svöruðu konurnar spurn­ing­ar­lista í hverri viku um hversu oft í viku þær stunduðu kyn­líf – stunduðu ann­ars kon­ar hreyf­ingu – til dæmis lík­ams­rækt sem og hversu ham­ingju­sam­ar þær væru í ástar­sam­bönd­um sín­um.

Jafnhliða dag­bók­ar­skrif­un­um fóru kon­urn­ar reglu­lega í blóðprufu; horm­ón á borð við insúlín, leptín og ghrel­ín voru mæld:

„Í hnot­skurn sýndu niður­stöður okk­ar að skaðleg ein­kenni streitu minnkuðu tals­vert á meðal þeirra kvenna sem stunduðu meira kyn­líf,“ seg­ir Park.

Hún seg­ist vona að niður­stöðurnar eigi eft­ir að hvetja fleiri vís­inda­menn til þess að öðlast meiri skiln­ing á já­kvæðum áhrif­um kyn­lífs. Park tel­ur kosti þess að stunda kyn­líf vera mögulega meiri fyr­ir mæður en það að vera dug­legar að hreyfa sig og að vera í ham­ingju­sömu sam­bandi.

Þá vitið þið það.

Raddir