Föstudagur 15. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Önnur djúp lægð á leiðinni

Sú lægð er olli ansi miklu hvassvirði syðst á landinu í gær er nú sem betur fer að fjarlægjast landið óðum til suðvesturs og grynnist; hins vegar er önnur djúp lægð á leiðinni og mun að öllum líkindum valda leiðindaveðri á landinu öllu.

Búast má aftur við hvassviðri í dag.

Í Öræfum við Svínafell og Skaftafell má reikna með hviðum – allt að 35 til 40 metrum á sekúndu – frá hádegi og líklega fram á kvöld; sama staða er í Mýrdal sem og sums staðar undir Eyjafjöllum með norðaustanátt; frá því um miðjan dag og alveg fram á nótt.

Veðurstofan er á því að mikil rigning fylgi lægðinni á Suðausturlandi, Austfjörðum og Ströndum; búast má við töluverðu vatnsveðri með kvöldinu, í nótt og mestallan mánudag.

Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag; standa fram á morgun.

Lægðin fer að grynnast eftir hádegi á mánudag; lægir sunnan- og austanlands; gengur í norðaustan hvassviðri – norðvestantil, er getur reynst afar varasamt fyrir farartæki er taka á sig mikinn vind.

Ölvaður maður í verslun

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu um fólk í annarlegu ástandi; aðstoða þurfir nokkra vegna veikinda og ölvunar.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir – grunaðir um ölvun við akstur. Ökumenn lausir að lokinni blóðsýnatöku.

Ökumaður var stöðvaður; grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja; ökumaður var einnig án ökuréttinda ásamt því að hafa fíkniefni á sér. Tekin var skýrsla af ökumanni og var ökumaður laus að lokinni blóðsýnatöku.

Tilkynnt var um eignaspjöll í hverfi 210.

Aðstoða þurfti nokkra aðila vegna veikinda og ölvunar.

Ökumaður var stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður vildi ekki gefa upp um hver hann væri né heimilisfang. Ökumaður er því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.

Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja, laus að lokinni blóðsýnatöku.

Tilkynnt um ölvaðan mann í verslun en aðilinn var til ama í versluninni. Honum var vísað út af lögreglu.

Tilkynnt um hávaða utandyra en um var að ræða garðpartý. Húsráðendur lofuðu að hafa lægra.

Stefán hættir í janúar

Lilja Alfreðsdóttir. Mynd / Skjáskot RÚV

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri gaf það út fyrir nokkrum misserum að hann myndi ekki sækjast eftir endurráðningu þegar skipunartími hans rennur út. Samkvæmt því mun hann hætta í janúar næstkomandi þegar hann hefur setið í fimm ár.

Fjöldi vandamála stofnunarinnar eru rakin til hans. Mikil óstjórn er á dagskrá allra miðla Ríkisútvarpsins þar sem hver endurtekningin rekur aðra og metnaðarleysið er nánast algjört. Sama er uppi á teningnum á fréttastofu RÚV þar sem stefnan er lítt skiljanleg. Þá vofir yfir Rílkisútvarpinu Símamál Páls Steingrímssonar skipstjóra. Starfsmenn Ríkisútvarpins eru grunaðir um að hafa átt aðild að ráni á síma skipstjórans og að hafa brotið hann upp á vinnustað sínum til að miðla upplýsingum til annarra fjölmiðla. Stefán er ábyrgur ef sök sannast.

Staðan er sérstaklega súr í því ljósi að almenningur er skikkaður til að greiða áskrift að fyrirbærinu sem breyst hefur á undanförnum vikum í íþróttamiðil, fáum til gleði og mörgum til ama.

Víst er að það er ekki aðeins Stefán sjálfur sem vill hætta. Hermt er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé lítt hrifin af ástandinu hjá RÚV og leiti að arftaka Stefáns til að rétta af ímynd og frammistöðu RÚV. Þá er horft til þess að hreinsa út úr stjórn RÚV.

Hvíslað er um að Stefán ali með sér þann draum að verða þingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðausturkjördæmi. Það veltur þó á viðskilnaði hans hjá RÚV hvort honum tekst að krækja sér í þingmannssæti og þar með lifibrauð …

Gerandinn var þegar í haldi lögreglu vegna annarra mála og hluti af þýfinu var hjá lögreglu

Dagbók lögreglu geymir hitt og þetta. Til dæmis þetta (að þessu sinni).

Tilkynnt var um innbrot í Tækniskólann; kom í ljós að gerandinn var nú þegar í haldi lögreglu vegna annara mála og allavega hluti af þýfinu var hjá lögreglu.

Einnig var tilkynnt um að bifreið er var búin að festa sig á lokuðu vinnusvæði; þegar lögregla kom á vettvang var aðili við bifreiðina sem er vel þekktur hjá lögreglu. Hann reyndist vera á bifreiðinni og var lítið um svör þegar hann var spurður út í hvers vegna hann væri á inn á svæðinu. Fljótlega kom í ljós að í bifreiðinni var þýfi sem var búið að stela annarstaðar á vinnusvæðinu; einnig fundust fíkniefni á manninum. Hann handtekinn og vistaður vegna málsins.

Einn aðili var handtekinn í Kópavogi eftir að hann fannst á gangi þar – en stuttu áður hafði verið tilkynnt um að hann hefði gengið berserksgang fyrir utan slysadeildina. Þar hafði hann allavega ollið tjóni á þremur bifreiðum.

Svo var tilkynnt um aðila er stolið hafði í fataverslun og komist undan. Stuttu seinn urðu lögreglumenn hans varir; hann handtekinn vegna málsins. Málið afgreitt á lögreglustöð og hann laus þaðan.

Líka var tilkynnt um óvelkomna aðila í íbúðarhúsnæði; húsráðandi hafði verið að koma úr vinnunni og þegar komið var heim var íbúðin opin og búið að róta og gramsa í öllu. Lögregla kom á staðinn; voru þá tveir aðilar í íbúðinni – báðir handteknir og vistaðir vegna málsins.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í akstri grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru einnig með fíkniefni á sér.

Einar er látinn: „Hann var yndislegur bróðir og frændi og hans verður sárt saknað“

Kerti. Ljósmynd: Vibhor Saxena - pexels.com

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir minnist hálfbróður síns er lést nýverið.

Færsla hennar hefst á þessum orðum:

„Hálfbróðir minn elskulegur, Einar Þorvarðarson, fyrrum umdæmisverkfræðingur vegagerðarinnar á Austurlandi, lést á sjúkrahúsinu á Neskaupsstað í gærmorgun, eftir snarpa viðureign við illvígt eitlafrumukrabbamein sem hann greindist með í vor.“

Ólína segir að „Einar var einstakleg mætur maður, jarðbundinn og fór hægt um heiminn, en staðfastur þegar hann beitti sér (ekki síst í samgöngumálum), víðlesinn og fróður, frændrækinn og mildur í skapi; hann var yndislegur bróðir og frændi og hans verður sárt saknað.“

Blessuð sé minning Einars.

„Við þurfum að velja þann tíma út frá markaðsaðstæðum og horfandi á stóru myndina“

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: RÚV-skjáskot

Fjármálaráðherra – Sigurður Ingi Jóhannsson – segir í samtali við RÚV að undirbúningur vegna fyrirhugaðrar sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka standi nú yfir.

Kemur fram að Alþingi samþykkti síðastliðið vor frumvarp er gaf stjórnvöldum leyfi til að selja hlut ríkisins í tveimur áföngum; en ríkið á nú 42,5 prósent í bankanum; er hluturinn metinn á um það bil 100 milljarða.

Alþingishúsið.
Ljósmynd: Sikeri

Sagði Sigurður Ingi að undirbúningur standi nú yfir; hafi gert allt frá því að málið kom til umfjöllunar í þinginu. En miðað er við að selja fyrri hlutann í haust; þann seinni á næsta ári:

Sigurður Ingi, innviðaráðherra

„Við þurfum að velja þann tíma út frá markaðsaðstæðum og horfandi á stóru myndina. Sú vinna hefur verið í gangi síðan í vor.“

„Glúmur auglýsir eftir handlögnum manni á Giggó og gæti nú sætt rannsókn sem glæpamaður“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur viðurkennir eitt og annað; til dæmis að hann sé „ekki handlaginn maður. Ég er vissulega með þrjár háskólagráður en að öðru leyti ónýtur til flestra hagnýtra verka.“

Bætir við:

„Svo þegar ég þurfti um daginn að setja upp gluggatjöld og festa sjónvarp á vegg auglýsti ég eftir starfskrafti á FB. Og uppskar hlátur margra. Þá hafði samband gamall félagi og benti mér á appið Giggó. Þar fann ég mann sem gekk strax í verkið. Og málið dautt.“

Þó ekki alveg dautt:

„En svo gerðist hið undarlega í hádeginu. Ég fékk símtal frá fréttamiðli sem kallar sig Heimildina. Blaðamaður spurði mig útí málið og bar upp ýmsar kynlegar spurningar einsog þessar: Notar þú Giggó oft? Er sjónvarpið stórt? Kynnistu fólki á Giggó? Ég var hálf gáttaður á spurningunum en ákvað að leggja ekki á. Mér fannst þessi spurning best:

Kynnistu fólki á Giggó?

Var maðurinn að ýja að því að ég væri að leita að elskuhuga á þessu appi?“

Glúmur segist hálfpartinn hafa hlegið „og spurði hvort þetta mál væri frétt. Blaðamaðurinn svaraði: Kannski. Sumsé Glúmur auglýsir eftir handlögnum manni á appi sem kallast Giggó og gæti nú sætt rannsókn sem glæpamaður.“

Glúmur Baldvinsson.

Segir málið furðulegt og hann hlakkar til að lesa fréttina:

„Ég sem hélt að ritstjórn þessa furðumiðils sætti rannsókn fyrir að stela upplýsingum úr farsíma skipstjóra. En þeir snúa nú vörn í sókn og rannsaka mann sem þurfti að hengja upp gardínur. Kynnistu fólki á Giggó? Og er sjónvarpið stórt? Þetta lið er ekki með öllum mjalla. Hlakka til að lesa fréttina: Glúmur sækist eftir kynnum við fólk á Giggó!

Hversu einmana og yfirgefinn þyrfti ég að vera? Hvað verður það næst? Glúmur fór á Tinder?“

Lafðin og óþokkinn: Hjónabandssælan varð skammlíf og tuttugu ára prísund beið eiginkonunnar

Lafði Elizabeth Cathcart taldi sig hafa fundið ástina þegar hún kynntist írskum karlmanni, Hugh Maguire að nafni. Elizabeth keypti handa honum ofurstatign og nánast bjargaði honum úr ræsinu. Þau gengu síðar í hjónaband, en Hugh reyndist vera úlfur í sauðargæru og líf Elizabeth varð að helvíti. En það gekk erfiðlega fyrir Hugh að brjóta eiginkonu sína til hlýðni þegar hann reyndi að koma höndum yfir auðæfi hennar. Óhætt er að segja að málalyktir hafi verið ótrúlegar.

Aðalpersónur þessarar sögu eru lafði Elizabeth Cathcart og Hugh Maguire, írskur ofursti. Elizabeth var vel stæð ekkja á sextugsaldri, en Hugh var 35 ára, allslaus lukkuriddari sem Elizabeth varð ástfangin af. Hugh taldi sig hafa komist í feitt og reyndar taldi Elizabeth slíkt hið sama. En vart voru hveitibrauðsdagarnir hafnir þegar Hugh sýndi sitt rétta eðli og Elizabeth biðu ömurleg ár, svo ekki sé fastar kveðið að orði.

Það vantaði ekki að Elizabeth Malyn gæti státað af ágætu úrvali eiginmanna, enda kvenkostur mikill. Um hana var sagt að hún geislaði af „óviðjafnanlegum yndisleika fegurð, heilbrigði, æsku og hógværð.

Elizabeth var ung að árum þegar hún gekk í fyrsta sinn upp að altarinu. Átján ára lét hún undan þrýstingi foreldra sinna og gekk að eiga James nokkurn Fleet, bernskan son hátt setts embættismanns í London árið 1692. Má segja að sá ráðahagur hafi verið henni og foreldrum hennar að mörgu leyti hagfelldur því faðir Elizabeth var bruggari í London. Foreldrar Elizabeth nánast ýttu henni inn kirkjugólfið, svo áfram voru þeir um að hún festi ráð sitt.

Fjórði eiginmaðurinn

Þetta átti Elizabeth eftir að gera þrisvar sinnum í viðbót; annar eiginmaður hennar var ríkisstjórinn á Gíbraltar, Sabine höfuðsmaður, en hann átti nóg af peningum. Að honum gengnum kom Cathcart lávarður, sem varð frægur fyrir að stjórna einum stærsta, breska flota sem siglt hafði um höfin á þeim tíma.

Fjórði eiginmaður Elizabeth var Hugh nokkur Maguire, írskur ofursti, en hann var sá eini eiginmanna Elizabeth sem hún var ástfangin af. Þrátt fyrir að vera ekki af auðugu fólki komin hafði Elizabeth komið ár sinni vel fyrir borð þegar Cathcart lávarður féll frá. Þegar Hugh Maguire læsti klónum í hana taldi hann sig án efa hafa komist í feitt og 35 ára að aldri kvæntist hann Elizabeth, árið 1745.

Síðar hafði Elizabeth á orði að fyrst hefði hún gifst til að geðjast foreldrum sínum, í annað skipti vegna peninga, í þriðja skipti fyrir þjóðfélagsstöðu og að lokum fyrir ást. Þess má geta að þegar hún giftist Hugh Maguire var Elizabeth 56 ára að aldri. Hvað annað gat hún gert, Hugh var glæsilegur, myndarlegur írskur offisér og Elizabeth var yfir sig ástfangin.

Hugh lætur greipar sópa um silfrið

Hvað sem því öllu leið var Elizabeth gáskafull og í ljósi fjölda hjónabanda hennar lét hún búa til brúðkaupsgjöf handa sjálfri sér; hring með áletruninni „If I survive, I will have five“; ef mér auðnast lengra líf mun ég eiga fimm [eiginmenn].

Hamingja Elizabeth varð að engu við morgunverðarborðið á fyrsta degi hveitibrauðsdaga þeirra hjóna. Morguninn þann sýndi Hugh sitt sanna eðli.

Þá kom í ljós að Hugh hafði látið greipar sópa um silfurmuni Elizabeth og selt þá silfurhöndlurum í London. Og Hugh vildi meira.

Elizabeth var nóg boðið. „Hvað í fjandanum er á seyði, Hugh,“ sagði hún þar sem þau sátu ein að morgunverði á heimili hennar, Melwyn-óðalinu. „Hver gaf þér heimild til að taka besta silfrið mitt og selja það í London?“

Ég er skuldum vafinn,“ svaraði hann og bætti við að hann þarfnaðist fjár og að hún vildi ekki láta hann fá krónu. „Við erum gift núna og allt þitt er mitt. Þannig eru lögin, ekki satt?“ sagði Hugh. „Hvar í helvítinu hefur þú falið allt skartið sem þú barst við giftingu í gær?“ Hugh bætti reiður við að hann hefði farið í gegnum hirslur hennar á meðan hún svaf.

En lafði Elizabeth var ekki á þeim buxunum að gefa eftir og bandaði Hugh frá sér í óþolinmæði: „Það mun aldrei gerast að þú snertir skartgripina mína. Þjóðvegaræninginn sem þú ert! Og silfrið tilheyrði Cathcart lávarði!“ sagði hún, og biturðin í málrómnum leyndi sér ekki.

Slægur ruddi

Elizabeth bar höfuðið hátt og bar sig á allan hátt eins og fullkomin hefðarkona – var eins ensk og nokkur kona gat verið. Hún var lífsreynd og einu merki aldursins sem höfðu færst yfir hana voru fína hrukkur við augun, sem gerðu ekkert annað en gera bros hennar þokkafyllra.

Hugh ofursti hafði aldrei farið leynt með að hann hafði kvænst Elizabeth til fjár og hafði nánast samþykkt ráðahaginn áður en hann leit hana augum. Elizabeth hafði keypt handa honum ofurstastign í breska hernum þegar hann var á leiðinni í ræsið.

Yfirbragð Hughs bar með sér slægð rudda sem taldi sig komast upp með smá harðstjórn og var áhrifamikill að sjá og virðulegur, en reiddi kannski ekki vitið í þverpokum. Við hlið Elizabeth virtist hann líflaus, þrátt fyrir að hann gæti komið fyrir sig orði svo eftir væri tekið.

Hugh hafði kynnst stríðum í Evrópu, en þarna hafði hann kannski komist í tæri við andstæðing sem ekki gæfi eftir.

Nánast eignalaus

Þar sem þau sátu við morgunverðarborðið hafði Elizabeth á orði að þetta væri nú aldeilis ljómandi upphaf hveitibrauðsdaganna, eða hitt þó heldur. „Þú sagði mér að þú ættir mikla fasteign í Fermanagh-sýslu á Írlandi. Af hverju getur þú ekki fengið lán út á veð í henni?“ sagði hún.

Hugh svaraði því kokhraustur til, að hann hefði reynt það, en þannig væri í pottinn búið að Tempo-setrið hans á Írlandi væri baggi frekar en arðbær fasteign. „Hvernig væri að fá fé út á þetta stóra hús þitt? Hvar eru afsölin?“ bætti hann við.

Þau eru þar sem þú munt aldrei finna þau,“ hreytti Elizabeth í Hugh og stóð upp frá morgunverðarborðinu. Morgunverðurinn var ósnertur á borðinu.

Afsölin falin

Elizabeth vissi þar og þá að hún var komin í öngstræti og mætti engan tíma missa. Þegar hún kom í svefnherbergi sitt hófst hún handa við að fela skart sitt. Það gerði hún með því að sauma það inni í fald og fóður fata sinna. Afsölin að húsinu vafði hún inn í olíuborinn pappír og setti í járnkistil. Kistilinn setti hún síðan inn í leynihólf sem var á bak við þykk veggteppi, en lykilinn að kistlinum setti hú í keðju um mitti sitt. Hún fór ekki í grafgötur um að nú væri við ramman reip að draga og að hún yrði að vera snjallari en gullgrafarinn eiginmaður hennar.

Hugh aftur á móti ráfaði, dagana langa, um Welwyn-setrið sem það væri hans eign. Hann var fjölþreifinn í garð þernanna, drakk, spilaði fjárhættuspil og seldi lausamuni Elizabeth; hross, málverk, bækur og fleira sem hann kom höndum yfir.

Dag einn sagði hann við eiginkonu sína að hann mundi hætta þessu öllu saman ef hún bara léti hann fá afsölin að setrinu. Elizabeth sagði við hann að það yrði aldrei, nóg hefði hann niðurlægt hana gagnvart starfsfólki og nágrönnum.

Hugh lét Elizabeth ekki slá sig út af laginu, glotti sjálfbirgingslega og sagði við hana að þetta væri ekki flókið, það hefði lögfræðingur hans sagt: „Allt sem hann þarf er undirskrift þín og afsölin. Hann mundi þá láta mig fá 10.000 pund.“

Snjall er hann,“ hreytti Elizabeth í Hugh og spurði hvort lögfræðingurinn hefði sagt Hugh hvernig hann ætti að greiða lánið: „Áttu einhvern aur?“ klykkti hún út með.

Hugh sagðist ekki eiga krónu með gati. „Hvar eru afsölin, Elizabeth?“ spurði hann höstugur.

Elizabeth sagði að afsölin væru hjá lögfræðingi hennar. „Lygari,“ hreytti þá Hugh í hana. „Hann segir að þú geymir þau hérna á setrinu.“

Hugh bætti við að hann hefði hitt lögfræðing Elizabeth og að hann hefði ekki viljað lána honum krónu og vísað honum á dyr, bölvaður mörðurinn.

Elizabeth yfirgaf herbergið og velti fyrir sér hver næstu skref Hughs yrðu.

Óþokkabragð Hughs

Hugh Maguire hafði óþokkabragð í huga. Viku síðar bauð hann Elizabeth í ökuferð undir því yfirskini að þau mundu hitta gamla vini. Eitthvað fannst Elizabeth ökuferðin löng og krafðist þess að þau sneru heim. Þá sagði Hugh henni sem var, þau væru á leiðinni til Írlands þar sem dvöl á setri hans mundi koma vitinu fyrir hana.

Elizabeth vonaði í lengstu lög að eitthvað gerðist á ferðalaginu sem kæmi í veg fyrir áform Hughs. Hann hafði hins vegar ofið mikinn blekkingavef, meðal annars ráðið konu til að þykjast vera Elizabeth. Sú lét sjá sig sem víðast þar sem þau áttu leið um og lét alla vita að hún væri í för með manni sínum og á leið til Írlands og ekkert væri athugavert við það.

Nánir vinir Elizabeth sem undruðust fjarveru hennar á Welwyn og grunuðu Hugh um græsku fengu þau skilaboð frá leikkonunni að þeirra afskipta væri ekki óskað.

Í prísund á Írlandi

Nokkrum dögum síðar var Elizabeth fangi á Tempo, setri Hughs í Fermanagh-sýslu á Írlandi. Hugh sagði starfsfólki sínu að Elizabeth væri ekki alveg heil á geði og þyrfti á hvíld að halda. Starfsfólkið hélt sig fjarri læstum vistarverum Elizabeth og Hugh sá um að færa henni mat og hélt byssu að höfði hennar til að tryggja að hún tæki upp á einhverri vitleysu.

Segðu mér hvar afsölin og skartgripirnir eru og þú verður komin heim áður en þú veist af,“ sagði Hugh. En Elizabeth var þögul sem gröfin.

Einhvern tímann í prísund Elizabeth tók hún skartið sem hún hafði falið í fatnaði sínum, vafði það inn í vöndul sem hún kastaði út um glugga herbergisins til fátækrar konu sem þar var á göngu. Bað hún konuna að geyma skartgripina.

Árin liðu og alltaf var Elizabeth læst inni í herberginu, ellin færðist yfir en ávallt neitaði hún að svara spurningum Hughs.

Að sjálfsögðu var talað um lafði Elizabeth í sveitinni og þá staðreynd að aldrei sást til hennar. En sveitungar þekktu Hugh Maguire of vel til að hafa hátt um vangaveltur sínar, slíkt var orðspor hans.

Elizabeth bugast

Þrátt fyrir að hafa staðist fortölur Hughs ár eftir ár fór þrek Elizabeth dvínandi og hún var orðin skugginn af þeirri líflegu konu sem hún hafði verið. Einangrun og skortur á fersku lofti setti mark sitt á heilsu hennar og vilja.

Eftir tuttugu ára prísund játaði Elizabeth sig sigraða og ljóstraði upp um leyndarmálið sem hún hafði borið innra með sér öll þessi ár. Hún sagði Hugh frá leynihólfinu og lét hann hafa lykilinn sem hún hafði borið í keðju um mitti sér öll þessi ár. Hugh beið ekki boðanna og hraðaði sér til Englands.

Þegar hann kom til Welwyn-setursins var hann svo spenntur að hann ýtti til hliðar öllum þeim sem urðu á vegi hans og svaraði engum spurningum um erindi hans. Hann rauk upp í svefnherbergi Elizabeth með lykillinn að kistlinum í annarri hönd.

Hugh reif niður veggtjöldin og ýtti á þiljurnar sem leyndu hólfinu, en þiljurnar hreyfðust aðeins nokkra sentímetra. Hugh tók þá hníf úr pússi sínu og hjó í þiljurnar af miklum ofsa og reyndi samtímis að koma fingrum í rifuna til að rífa hólfið upp, en allt kom fyrir ekki.

Asinn var svo mikill að hnífsblaðið rann til og gerði stóran skurð í aðra hönd hans. Lét hann þá af áformum sínum, í bili hugði hann sennilega.

Elizabeth frelsuð

En Hugh Maguire fékk sýkingu í sárið og blóðeitrun dró hann til dauða skömmu síðar, án þess að hann næði takmarki sínu.

Í kjölfar dauða Hughs var Elizabeth frelsuð úr prísundinni, 75 ára að aldri og svo illa haldin að hún gat vart séð mun á manneskju og skepnum, að sögn mannsins sem frelsaði hana.

Sagan segir að síðar hefði Elizabeth Cathcart fundið fátæku konuna sem hafði gripið vöndulinn með skartgripunum mörgum árum áður. Sú hafði geymt skartið öll þessi ár og launaði Elizabeth henni vel tryggðina.

Elizabeth jafnaði sig með tímanum og var sagt að þegar hún var níræð hefði hún dansað með allri þeirri gleði og hressleika sem einkenndi ungar konur. Hún dó 97 ára að aldri og var grafin við hlið fyrsta eiginmanns síns. Auð sinn lét hún renna til starfsfólks síns og til góðgerðarstarfsemi.

Þannig fór nú það.

Stunginn með hnífi í miðbæ Akureyrar

Það er helst að frétta hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra að nóttin gekk almennt ágætlega fyrir sig.

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Eins og við mátti búast var margt fólk á ferðinni sem og á skemmtanalífinu.

Á þriðja tímanum í nótt kom upp hnífstungumál í miðbæ Akureyrar; var einn aðili fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri; er hann ekki talin í lífshættu.

Einnig eru aðilar í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins.

 

„Við erum að vona að við slepp­um við meiri­hátt­ar tjón í dag“

Lög­reglu­stjór­inn í Vest­manna­eyj­um – Karl Gauti Hjalta­son – seg­ir að ekk­ert stór­vægi­legt hafi komið inn á borð lög­reglu í nótt sem leið.

En þó var eitt­hvað um ólæti og slags­mál; fimm manns hafi verið færðir í ­klefa.

Lögreglustjórinn upp­lýs­ti um þetta í sam­tali við mbl.is.

Nefnir að eitt­hvað hafi verið um ólæti og ölv­un; og í morg­un hafi þrír ein­stak­ling­ar setið á bakvið lás og slá.

Segir hann að tvær til þrjár lík­ams­árás­ir hafi átt sér stað í nótt; fimm einstaklingar hafi verið tekn­ir höndum af lög­reglu und­an­far­in sóla­hring.

Tek­ur Karl Gauti fram að afar fá fíkni­efna­mál hafi komið upp og bætir þessu við um veðrið:

„Við feng­um til­kynn­ingu um að það væri bú­ist við hvassviðri í dag og menn voru í gær að festa tjöld bet­ur en venju­lega. Þannig við erum svona að vona að við slepp­um í dag við meiri­hátt­ar tjón á tjöld­um.“

Atli Fannar: „Það sem er óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu“

Atli Fannar Bjarkason

Ólympíuleikarnir í París eru nú á fullu stími.

Segja má að boxbardaginn á milli Imane Khelif og Angelu Carini hafi vakið mikla athygli og hér er vægt að orði komist.

Imane Khelif.

Samkvæmt DV virðast margir sem hata transfólk hafa notað tækifærið til að lýsa skoðun sinni án þess að kynna sér málið vel:

Atli Fannar Bjarkason.

„Það sem er óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu,“ sagði Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla á RÚV.

Angela Carini gafst upp eftir að Imane Khelif hafði kýlt hana einu sinni; sagði hún að ómögulegt væri að halda áfram.

Í kjölfarið stukku margir yfirlýstir hatursmenn transfólks á vagninn hatursins; til dæmis rithöfundurinn J.K. Rowling; sem hefur gagnrýnt skipuleggjendur ólympíuleikana.

Imane Kherlif er hins vegar eigi transkona; hún fæddist sem stúlka með ódæmigerðan fjölda af xy litningum:

„Imane Khelif er kona. Hún hefur barist við aðrar konur alla tíð og hefur tapað fyrir fullt af konum. Hún tók þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 og komst ekki einu sinni á pall,“ sagði áðurnefndur Atli Fannar og bætti við:

„Fyrri andstæðingar og þau sem vita eitthvað um box segja að hún sé góður boxari en ekkert sérstaklega höggþung. Hún ku hins vegar vera á intersex rófinu (með svokallað DSD; disorder of sex development). Sé ekki hvernig það hefur veitt henni einhvers konar forskot, m.v. brokkgengan ferilinn.“

Sigmar Guðmundsson.

Undir orð Atla Fannars tekur Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrum sjónvarðsmaður:

„Það er algerlega ömurlegt að lesa sum kommentin. Fólk nennir ekki að lesa sér til heldur ryðst fram með sleggjudómana og fullyrðingar sem eru auðhraktar. Heldur svo áfram þrátt fyrir leiðréttingar,“ sagði hann og bætti við:

Angelu Carini.

„Sumt sem sagt er um hana er bara pjúra mannvonska og ekkert annað. Andstæðingur hennar í hringnum síðast á talsverða sök á þessu fári miðað við lýsingarnar.“

 

Veðurstofan varar við vindhviðum – Leiðindaveður um land allt

Gul veðurviðvörun á Suður- og Suðausturlandi. Mynd/Envato Elements

Staðan er þannig í veðrinu að austan eða norðaustan hvassviðri er nú á landinu sunnanverðu; gular viðvaranir eru í gildi vegna þess: Viðvörun tekur gildi í Eyjum og á Suðurlandi klukkan 10:00; gildir til 18:00.

Í Eyjum er spáð austan fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu; gæti veðrið valdið usla á tjaldsvæðum sem eru eðlilega kjaftfull um þessa helgi.

Þá varar Veðustofan við vindhviðum sem og hvassviðri undir Eyjafjöllum; einnig norðaustan og austan hvassviðri vestan Öræfa.

Í öðrum landshlutum er búist við hægari vindi og vætu með köflum.

Á morgun er búist við austankalda eða strekkingingi; frekar lítilli rigningu á sunnanverðu landinu.

Þá nálgast lægð landið sunnan úr hafi annað kvöld; þá má búast við að hvessi töluvert úr norðaustri með rigningu suðaustanlands.

Á mánudag er spáð leiðindaveðri; hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land.

 

Snör handbrögð lögreglu komu í veg fyrir stórtjón – Mildi að eldur náði ekki í nærliggjandi hús

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Tvær tilkynningar bárust lögreglu um þjófnað í hverfi 105. Aðili var farinn af vettvangi en fannst skömmu síðar; handtekinn; grunaður um verknaðinn á báðum stöðum og hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynning barst lögreglu um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 101. Engan að sjá er lögreglu bar að.

Þá barst tilkynning um eld í ruslagám í hverfi 101. Slökkt var í ruslagáminum. Viðbragsaðilar voru fljótir á vettvang og var það mikið mildi að eldur náði ekki í nærliggjandi hús en litlu mátti muna. Aðili handtekinn á vettvangi grunaður um verknaðinn og hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynning barst lögreglu um slys á rafhlaupahjóli; aðili fluttur á bráðamóttökuna. Líðan er óþekkt á þessari stundu.

Bifreið stöðvuð í akstri og  ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Skráningarmerki tekin af bifreið vegna vanrækslu á endurskoðun.

Ökumaður  stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíknefna og/eða áfengis. Ökumaður  laus eftir sýnatöku.

Lágkúra Stefáns

Stefán Eiríksson er ekki á förum en umboð hans er veikt.

Ríkisútvarpið er um þessr mundir í litlum metum hjá áskrifendum sínum. Dagskráin er öll úr lagi gengin  vegna Ólympíuleikanna í París sem  tröllríða dagskránni með þeim afgerandi hætti að fréttir ríkismiðilsins hafa verið hraktar af hefðbundum stað og eru sendar úr tveimur tímum síðar. Þá vekur athygl það metnaðarleysi sem er í annari dagskrá. Á undanförnum laugardagskvöldum hafa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og meðreiðarfólk hans endursýnt á besta tíma gamla heimildarþætti um skemmtikraftinn Ladda sem að vísu á allt gott skilið. Rás 1. er með sama sniði og endursýningar flæða um dagskránna þrátt fyrir að almenningur sé skikkaður til að leggja milljarða króna til stofnunarinnar.

Loks telja margiir að fréttastofan sé á undarlegum brautum. Í því samhengi er nefnt að innsetning Höllu Tómasdóttur sem forseta lýðveldisins, var ekki fyrsta frétt í síðbúnum kvöldfréttum Ríkisútvarpsins og þannig lítillækkuð. Frétt um að samhæfingu í viðbrögðum við jökulhlaupum væri ábótavant þótti merkilegri og var fyrsta frétt. Meðal þeirra sem gagnrýndu þetta í umræðum á Facebook var Sif Gunnarsdóttir forsetaritari sem segir í athugasemd að málið sé ótrúlegt.

Ljóst má vera að þeim fjölgar stöðugt sem telja Ríkisútvarpið, með allri sinni lágkúru, vera fullkomlega óþarft og jafnvel til ama …

Bent sigraði harða deilu við nágranna: „Ótrúlega leiðinlegt að hafa svona dela inn á sér“

Efstaleiti 12-14 er fyrir ríkt gamalt fólk og hefur lengi verið - Mynd: Eignamiðlum

Furðulegar deilur ríkra gamalla karlamanna komst í blöðin árið 1995

„Ég geri mér vonir um það að þeir láti af þessu, hætti við frekari málaferli, sem eru þegar búin að kosta alltof mikið og valda leiðindum. Auðvitað hafa þeir kost á því að hlaupa með þetta fyrir dóm en þá eru þeir ekki lengur í máli við Bent, þá eru þeir komnir í mál við Össur Skarphéðinsson eða hans embætti,“ sagði Bent Scheving Thorsteinsson, íbúi í Efstaleiti 12-14, við Morgunpóstinn árið 1995. Húsið hefur stundum verið kallað Beverly Hills eldra fólks á Íslandi.

Forsaga málsins er sú að Bent stóð í illdeildum við íbúa hússins sem höfðu innréttað bar í sameign hússins fyrir utan íbúð Bents. Hann greindi frá því að þar hefðu einstaklingar setið lengi, drukkið yfir sig og valdið óþarfi ónæði og leiðindum. Þá voru sett upp skilrúm sem stúkuðu íbúð Bents af. Bent tók það ekki í mál og á endanum úrskurðaði umhverfisráðuneytið um það að skilrúmin skyldu tekin niður.

„Þetta eru bara idjótar,“ segir Páll Ásgeir Tryggvason, fyrrum sendiherra og formaður hússtjórnar. „Við erum að gera stofu í húsinu okkar, fyrir fólkið í húsinu. Allir eru inn á þessu nema einn maður og það er búið að samþykkja þetta í bygginganefnd Reykjavíkur. Síðan er sent á okkur Skipulag ríkisins og þeir samþykkja þetta allt saman. Þá er bara komið með umhverfisráðuneytið inn í stofu til okkar. Ég get sagt þér það að við ætlum ekki að gefast upp. Þetta er ekkert gaman að hafa svona furðufugla eins og hann í húsinu. Það er óttalega leiðinlegt að hafa svona dela inn á sér og það er bara vonandi að hann snauti í burtu,“ sagð Páll Ásgeir.

„Er er engin von á sáttum?” spurði blaðamaður Morgunpóstsins

„Sáttum? Hann er ekki í neinum sáttahug. Ekki aldeilis. Hann hefur voðalega gaman af því að erta fólk til reiði. Elskar það alveg. Ef menn hafa ekkert að gera er náttúrlega upplagt að reyna að egna fólk til reiði. Það er hans sérgrein.“

Baksýnispegill þessi birtist upphaflega 18. október 2023

80 prósent lesenda telja að Guðni hafi staðið sig vel sem forseti

|
Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslands

Nú er Halla Tómasdóttir tekin við sem sjöundi forseti Íslands og geta Íslendingar byrjað að leggja hugsun í og dóm á embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar sem var forseti á undan henni.

Guðni var forseti í átta ár og telja 80% lesenda Mannlífs Guðna hafa staðið sig vel í starfi. Að rúm 9% sögðu hann hafa staðið sig illa en hægt er að sjá niður stöðu úr könnun Mannlífs hér fyrir neðan.

Vel
80.80%
Allt í lagi
9.92%
Illa
9.28%

Cardi B sótti um skilnað og tilkynnti um óléttu

Cardi B á von á sínu þriðja barni

Rapparinn Cardi B stendur heldur betur í ströngu þessa daganna en í gær var greint frá því að hún hafi ákveðið að skilja við rapparann Offset en þau hafa verið saman síðan árið 2017 og eiga tvö börn saman. Orðrómar um skilnað þeirra hafa verið í gangi í marga mánuði og kemur skilnaður því fáum á óvart.

Það sem kom fólki hins vegar á óvart var að í gær tilkynnti Cardi B um óléttu sína á Instagram og í langri færslu er ekkert minnst á Offset og því velta margir fyrir sér hver hafi þungað Cardi B. 

Cardi B sló eftirminnilega í gegn árið 2017 með laginu Bodak Yellow og varð lagið eitt vinsælasta lag þessa árs. Hún er þó sennilega þekktust fyrir lagið WAP en með henni í laginu er Megan Thee Stallion.

 

Færumst nær eldgosi með hverjum degi: „Þetta held­ur allt áfram með svipuðum hraða“

Eldgos við Grindavík - Ljósmynd: Almannavarnir/Björn Oddsson

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands, telur að við séum að færast nær eldgosi með hverjum deginum við Sund­hnúkagíga á Reykjanesi.

„Þetta held­ur allt áfram með svipuðum hraða. Það er að hægja á landris­inu og þótt skjálfta­virkni hafi mælst minni fyrr í vik­unni get­ur það bæði tengst veðri og því að skjálft­ar geti verið lotu­bundn­ir, þetta er ekki stöðug skjálfta­virkni held­ur kem­ur þetta svona í smá hviðum,“ sagði Benedikt um málið við mbl.is og telur að mögulegt sé að gosið gæti eftir sjö til tíu daga en spurði sposkur hvort það væri ekki týpískt að það myndi gjósa um verslunarmannahelgina.

Samkvæmt Sigurði Bergmann, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að slökkviliðið hafi bætt við sig mannskap og það sé verið að vinna að undirbúningi hraunkælingar en sennilega verði notast við affallsvatn og kælivatn frá virkjuninni í Svartsengi. Þá sé verið að skoða fleiri möguleika.

Arnar rekinn – Varð eftir í Skotlandi

Arnar Grétarsson er ekki lengur þjálfari Vals Mynd: Rúv

Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Grétarsson var rekinn úr starfi þjálfara karlaliðs Vals seint í gærkvöldi eftir að liðið tapaði illa fyrir hinu skoska St. Mirren í Sambandsdeildinni.

Ekki nóg með það þá var um leið tilkynnt að Srdjan Tufegdzic, yfirleitt kallaður Túfa, hafi verið ráðinn þjálfari liðsins til næstu þriggja ára en snögg ráðning hans gefur til að kynna að brottreksturs Arnars hafi legið í loftinu um nokkurt skeið. Túfa er reynslumikill þjálfari bæði á Íslandi og erlendis en hann þjálfaði liðin Öster og Skövde fyrir ekki svo löngu síðan.

Arnar leitar sér því að nýrri vinnu en líklegt verður að teljast að hann verði ekki lengi atvinnulaus en Arnar hefur náð góðum árangri sem þjálfari þrátt fyrir að gengi Vals í ár hafi ekki staðið undir væntingum stjórnarmanna Vals. Félagið er sem stendur í þriðja sæti í efstu deild karla og er átta stigum frá toppsætinu eftir 15 umferðir.

Þá vekur DV athygli á því að Arnar hafi ekki ferðast með liðinu heim heldur orðið eftir í Skotlandi með fjölskyldu sinni.

Spánverjar óðir í Orra

Orri Steinn Óskarsson gæti farið til Englands

Knattspyrnukappinn Orri Steinn Óskarsson hefur staðið sig frábærlega að undanförnu með liði sínu FC Kaupmannahöfn og hefur árgangur hans með liðinu vakið athygli liða í spænsku úrvalsdeildinni.

Í júlí bauð spænska liðið Girona 15 milljónir evra í Orra en var því tilboði hafnað og skrifaði Orri undir nýjan fjögurra ára samning við FC Kaupmannahöfn. Það virðist þó ekki ætla að stoppa spænsk lið því samkvæmt ítalska blaðamanninum Matteo Moretto er Orri undir smásjá Real Sociedad en talið er það muni kosta í kringum 20 milljónir evra að kaupa Orra frá danska stórliðinu.

Það verður athyglisvert að fylgjast með hvað gerist næst hjá Orra. Hann þykir eitt mesta efni Evrópu um þessar mundir en hann er aðeins 19 ára gamall en hefur skorað fjögur mörk í fjórum leikjum á þessu tímabili í dönsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann spilað átta landsleiki fyrir hönd Íslands og skorað í þeim tvö mörk.

Önnur djúp lægð á leiðinni

Sú lægð er olli ansi miklu hvassvirði syðst á landinu í gær er nú sem betur fer að fjarlægjast landið óðum til suðvesturs og grynnist; hins vegar er önnur djúp lægð á leiðinni og mun að öllum líkindum valda leiðindaveðri á landinu öllu.

Búast má aftur við hvassviðri í dag.

Í Öræfum við Svínafell og Skaftafell má reikna með hviðum – allt að 35 til 40 metrum á sekúndu – frá hádegi og líklega fram á kvöld; sama staða er í Mýrdal sem og sums staðar undir Eyjafjöllum með norðaustanátt; frá því um miðjan dag og alveg fram á nótt.

Veðurstofan er á því að mikil rigning fylgi lægðinni á Suðausturlandi, Austfjörðum og Ströndum; búast má við töluverðu vatnsveðri með kvöldinu, í nótt og mestallan mánudag.

Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag; standa fram á morgun.

Lægðin fer að grynnast eftir hádegi á mánudag; lægir sunnan- og austanlands; gengur í norðaustan hvassviðri – norðvestantil, er getur reynst afar varasamt fyrir farartæki er taka á sig mikinn vind.

Ölvaður maður í verslun

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu um fólk í annarlegu ástandi; aðstoða þurfir nokkra vegna veikinda og ölvunar.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir – grunaðir um ölvun við akstur. Ökumenn lausir að lokinni blóðsýnatöku.

Ökumaður var stöðvaður; grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja; ökumaður var einnig án ökuréttinda ásamt því að hafa fíkniefni á sér. Tekin var skýrsla af ökumanni og var ökumaður laus að lokinni blóðsýnatöku.

Tilkynnt var um eignaspjöll í hverfi 210.

Aðstoða þurfti nokkra aðila vegna veikinda og ölvunar.

Ökumaður var stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður vildi ekki gefa upp um hver hann væri né heimilisfang. Ökumaður er því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.

Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja, laus að lokinni blóðsýnatöku.

Tilkynnt um ölvaðan mann í verslun en aðilinn var til ama í versluninni. Honum var vísað út af lögreglu.

Tilkynnt um hávaða utandyra en um var að ræða garðpartý. Húsráðendur lofuðu að hafa lægra.

Stefán hættir í janúar

Lilja Alfreðsdóttir. Mynd / Skjáskot RÚV

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri gaf það út fyrir nokkrum misserum að hann myndi ekki sækjast eftir endurráðningu þegar skipunartími hans rennur út. Samkvæmt því mun hann hætta í janúar næstkomandi þegar hann hefur setið í fimm ár.

Fjöldi vandamála stofnunarinnar eru rakin til hans. Mikil óstjórn er á dagskrá allra miðla Ríkisútvarpsins þar sem hver endurtekningin rekur aðra og metnaðarleysið er nánast algjört. Sama er uppi á teningnum á fréttastofu RÚV þar sem stefnan er lítt skiljanleg. Þá vofir yfir Rílkisútvarpinu Símamál Páls Steingrímssonar skipstjóra. Starfsmenn Ríkisútvarpins eru grunaðir um að hafa átt aðild að ráni á síma skipstjórans og að hafa brotið hann upp á vinnustað sínum til að miðla upplýsingum til annarra fjölmiðla. Stefán er ábyrgur ef sök sannast.

Staðan er sérstaklega súr í því ljósi að almenningur er skikkaður til að greiða áskrift að fyrirbærinu sem breyst hefur á undanförnum vikum í íþróttamiðil, fáum til gleði og mörgum til ama.

Víst er að það er ekki aðeins Stefán sjálfur sem vill hætta. Hermt er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé lítt hrifin af ástandinu hjá RÚV og leiti að arftaka Stefáns til að rétta af ímynd og frammistöðu RÚV. Þá er horft til þess að hreinsa út úr stjórn RÚV.

Hvíslað er um að Stefán ali með sér þann draum að verða þingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðausturkjördæmi. Það veltur þó á viðskilnaði hans hjá RÚV hvort honum tekst að krækja sér í þingmannssæti og þar með lifibrauð …

Gerandinn var þegar í haldi lögreglu vegna annarra mála og hluti af þýfinu var hjá lögreglu

Dagbók lögreglu geymir hitt og þetta. Til dæmis þetta (að þessu sinni).

Tilkynnt var um innbrot í Tækniskólann; kom í ljós að gerandinn var nú þegar í haldi lögreglu vegna annara mála og allavega hluti af þýfinu var hjá lögreglu.

Einnig var tilkynnt um að bifreið er var búin að festa sig á lokuðu vinnusvæði; þegar lögregla kom á vettvang var aðili við bifreiðina sem er vel þekktur hjá lögreglu. Hann reyndist vera á bifreiðinni og var lítið um svör þegar hann var spurður út í hvers vegna hann væri á inn á svæðinu. Fljótlega kom í ljós að í bifreiðinni var þýfi sem var búið að stela annarstaðar á vinnusvæðinu; einnig fundust fíkniefni á manninum. Hann handtekinn og vistaður vegna málsins.

Einn aðili var handtekinn í Kópavogi eftir að hann fannst á gangi þar – en stuttu áður hafði verið tilkynnt um að hann hefði gengið berserksgang fyrir utan slysadeildina. Þar hafði hann allavega ollið tjóni á þremur bifreiðum.

Svo var tilkynnt um aðila er stolið hafði í fataverslun og komist undan. Stuttu seinn urðu lögreglumenn hans varir; hann handtekinn vegna málsins. Málið afgreitt á lögreglustöð og hann laus þaðan.

Líka var tilkynnt um óvelkomna aðila í íbúðarhúsnæði; húsráðandi hafði verið að koma úr vinnunni og þegar komið var heim var íbúðin opin og búið að róta og gramsa í öllu. Lögregla kom á staðinn; voru þá tveir aðilar í íbúðinni – báðir handteknir og vistaðir vegna málsins.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í akstri grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru einnig með fíkniefni á sér.

Einar er látinn: „Hann var yndislegur bróðir og frændi og hans verður sárt saknað“

Kerti. Ljósmynd: Vibhor Saxena - pexels.com

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir minnist hálfbróður síns er lést nýverið.

Færsla hennar hefst á þessum orðum:

„Hálfbróðir minn elskulegur, Einar Þorvarðarson, fyrrum umdæmisverkfræðingur vegagerðarinnar á Austurlandi, lést á sjúkrahúsinu á Neskaupsstað í gærmorgun, eftir snarpa viðureign við illvígt eitlafrumukrabbamein sem hann greindist með í vor.“

Ólína segir að „Einar var einstakleg mætur maður, jarðbundinn og fór hægt um heiminn, en staðfastur þegar hann beitti sér (ekki síst í samgöngumálum), víðlesinn og fróður, frændrækinn og mildur í skapi; hann var yndislegur bróðir og frændi og hans verður sárt saknað.“

Blessuð sé minning Einars.

„Við þurfum að velja þann tíma út frá markaðsaðstæðum og horfandi á stóru myndina“

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: RÚV-skjáskot

Fjármálaráðherra – Sigurður Ingi Jóhannsson – segir í samtali við RÚV að undirbúningur vegna fyrirhugaðrar sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka standi nú yfir.

Kemur fram að Alþingi samþykkti síðastliðið vor frumvarp er gaf stjórnvöldum leyfi til að selja hlut ríkisins í tveimur áföngum; en ríkið á nú 42,5 prósent í bankanum; er hluturinn metinn á um það bil 100 milljarða.

Alþingishúsið.
Ljósmynd: Sikeri

Sagði Sigurður Ingi að undirbúningur standi nú yfir; hafi gert allt frá því að málið kom til umfjöllunar í þinginu. En miðað er við að selja fyrri hlutann í haust; þann seinni á næsta ári:

Sigurður Ingi, innviðaráðherra

„Við þurfum að velja þann tíma út frá markaðsaðstæðum og horfandi á stóru myndina. Sú vinna hefur verið í gangi síðan í vor.“

„Glúmur auglýsir eftir handlögnum manni á Giggó og gæti nú sætt rannsókn sem glæpamaður“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur viðurkennir eitt og annað; til dæmis að hann sé „ekki handlaginn maður. Ég er vissulega með þrjár háskólagráður en að öðru leyti ónýtur til flestra hagnýtra verka.“

Bætir við:

„Svo þegar ég þurfti um daginn að setja upp gluggatjöld og festa sjónvarp á vegg auglýsti ég eftir starfskrafti á FB. Og uppskar hlátur margra. Þá hafði samband gamall félagi og benti mér á appið Giggó. Þar fann ég mann sem gekk strax í verkið. Og málið dautt.“

Þó ekki alveg dautt:

„En svo gerðist hið undarlega í hádeginu. Ég fékk símtal frá fréttamiðli sem kallar sig Heimildina. Blaðamaður spurði mig útí málið og bar upp ýmsar kynlegar spurningar einsog þessar: Notar þú Giggó oft? Er sjónvarpið stórt? Kynnistu fólki á Giggó? Ég var hálf gáttaður á spurningunum en ákvað að leggja ekki á. Mér fannst þessi spurning best:

Kynnistu fólki á Giggó?

Var maðurinn að ýja að því að ég væri að leita að elskuhuga á þessu appi?“

Glúmur segist hálfpartinn hafa hlegið „og spurði hvort þetta mál væri frétt. Blaðamaðurinn svaraði: Kannski. Sumsé Glúmur auglýsir eftir handlögnum manni á appi sem kallast Giggó og gæti nú sætt rannsókn sem glæpamaður.“

Glúmur Baldvinsson.

Segir málið furðulegt og hann hlakkar til að lesa fréttina:

„Ég sem hélt að ritstjórn þessa furðumiðils sætti rannsókn fyrir að stela upplýsingum úr farsíma skipstjóra. En þeir snúa nú vörn í sókn og rannsaka mann sem þurfti að hengja upp gardínur. Kynnistu fólki á Giggó? Og er sjónvarpið stórt? Þetta lið er ekki með öllum mjalla. Hlakka til að lesa fréttina: Glúmur sækist eftir kynnum við fólk á Giggó!

Hversu einmana og yfirgefinn þyrfti ég að vera? Hvað verður það næst? Glúmur fór á Tinder?“

Lafðin og óþokkinn: Hjónabandssælan varð skammlíf og tuttugu ára prísund beið eiginkonunnar

Lafði Elizabeth Cathcart taldi sig hafa fundið ástina þegar hún kynntist írskum karlmanni, Hugh Maguire að nafni. Elizabeth keypti handa honum ofurstatign og nánast bjargaði honum úr ræsinu. Þau gengu síðar í hjónaband, en Hugh reyndist vera úlfur í sauðargæru og líf Elizabeth varð að helvíti. En það gekk erfiðlega fyrir Hugh að brjóta eiginkonu sína til hlýðni þegar hann reyndi að koma höndum yfir auðæfi hennar. Óhætt er að segja að málalyktir hafi verið ótrúlegar.

Aðalpersónur þessarar sögu eru lafði Elizabeth Cathcart og Hugh Maguire, írskur ofursti. Elizabeth var vel stæð ekkja á sextugsaldri, en Hugh var 35 ára, allslaus lukkuriddari sem Elizabeth varð ástfangin af. Hugh taldi sig hafa komist í feitt og reyndar taldi Elizabeth slíkt hið sama. En vart voru hveitibrauðsdagarnir hafnir þegar Hugh sýndi sitt rétta eðli og Elizabeth biðu ömurleg ár, svo ekki sé fastar kveðið að orði.

Það vantaði ekki að Elizabeth Malyn gæti státað af ágætu úrvali eiginmanna, enda kvenkostur mikill. Um hana var sagt að hún geislaði af „óviðjafnanlegum yndisleika fegurð, heilbrigði, æsku og hógværð.

Elizabeth var ung að árum þegar hún gekk í fyrsta sinn upp að altarinu. Átján ára lét hún undan þrýstingi foreldra sinna og gekk að eiga James nokkurn Fleet, bernskan son hátt setts embættismanns í London árið 1692. Má segja að sá ráðahagur hafi verið henni og foreldrum hennar að mörgu leyti hagfelldur því faðir Elizabeth var bruggari í London. Foreldrar Elizabeth nánast ýttu henni inn kirkjugólfið, svo áfram voru þeir um að hún festi ráð sitt.

Fjórði eiginmaðurinn

Þetta átti Elizabeth eftir að gera þrisvar sinnum í viðbót; annar eiginmaður hennar var ríkisstjórinn á Gíbraltar, Sabine höfuðsmaður, en hann átti nóg af peningum. Að honum gengnum kom Cathcart lávarður, sem varð frægur fyrir að stjórna einum stærsta, breska flota sem siglt hafði um höfin á þeim tíma.

Fjórði eiginmaður Elizabeth var Hugh nokkur Maguire, írskur ofursti, en hann var sá eini eiginmanna Elizabeth sem hún var ástfangin af. Þrátt fyrir að vera ekki af auðugu fólki komin hafði Elizabeth komið ár sinni vel fyrir borð þegar Cathcart lávarður féll frá. Þegar Hugh Maguire læsti klónum í hana taldi hann sig án efa hafa komist í feitt og 35 ára að aldri kvæntist hann Elizabeth, árið 1745.

Síðar hafði Elizabeth á orði að fyrst hefði hún gifst til að geðjast foreldrum sínum, í annað skipti vegna peninga, í þriðja skipti fyrir þjóðfélagsstöðu og að lokum fyrir ást. Þess má geta að þegar hún giftist Hugh Maguire var Elizabeth 56 ára að aldri. Hvað annað gat hún gert, Hugh var glæsilegur, myndarlegur írskur offisér og Elizabeth var yfir sig ástfangin.

Hugh lætur greipar sópa um silfrið

Hvað sem því öllu leið var Elizabeth gáskafull og í ljósi fjölda hjónabanda hennar lét hún búa til brúðkaupsgjöf handa sjálfri sér; hring með áletruninni „If I survive, I will have five“; ef mér auðnast lengra líf mun ég eiga fimm [eiginmenn].

Hamingja Elizabeth varð að engu við morgunverðarborðið á fyrsta degi hveitibrauðsdaga þeirra hjóna. Morguninn þann sýndi Hugh sitt sanna eðli.

Þá kom í ljós að Hugh hafði látið greipar sópa um silfurmuni Elizabeth og selt þá silfurhöndlurum í London. Og Hugh vildi meira.

Elizabeth var nóg boðið. „Hvað í fjandanum er á seyði, Hugh,“ sagði hún þar sem þau sátu ein að morgunverði á heimili hennar, Melwyn-óðalinu. „Hver gaf þér heimild til að taka besta silfrið mitt og selja það í London?“

Ég er skuldum vafinn,“ svaraði hann og bætti við að hann þarfnaðist fjár og að hún vildi ekki láta hann fá krónu. „Við erum gift núna og allt þitt er mitt. Þannig eru lögin, ekki satt?“ sagði Hugh. „Hvar í helvítinu hefur þú falið allt skartið sem þú barst við giftingu í gær?“ Hugh bætti reiður við að hann hefði farið í gegnum hirslur hennar á meðan hún svaf.

En lafði Elizabeth var ekki á þeim buxunum að gefa eftir og bandaði Hugh frá sér í óþolinmæði: „Það mun aldrei gerast að þú snertir skartgripina mína. Þjóðvegaræninginn sem þú ert! Og silfrið tilheyrði Cathcart lávarði!“ sagði hún, og biturðin í málrómnum leyndi sér ekki.

Slægur ruddi

Elizabeth bar höfuðið hátt og bar sig á allan hátt eins og fullkomin hefðarkona – var eins ensk og nokkur kona gat verið. Hún var lífsreynd og einu merki aldursins sem höfðu færst yfir hana voru fína hrukkur við augun, sem gerðu ekkert annað en gera bros hennar þokkafyllra.

Hugh ofursti hafði aldrei farið leynt með að hann hafði kvænst Elizabeth til fjár og hafði nánast samþykkt ráðahaginn áður en hann leit hana augum. Elizabeth hafði keypt handa honum ofurstastign í breska hernum þegar hann var á leiðinni í ræsið.

Yfirbragð Hughs bar með sér slægð rudda sem taldi sig komast upp með smá harðstjórn og var áhrifamikill að sjá og virðulegur, en reiddi kannski ekki vitið í þverpokum. Við hlið Elizabeth virtist hann líflaus, þrátt fyrir að hann gæti komið fyrir sig orði svo eftir væri tekið.

Hugh hafði kynnst stríðum í Evrópu, en þarna hafði hann kannski komist í tæri við andstæðing sem ekki gæfi eftir.

Nánast eignalaus

Þar sem þau sátu við morgunverðarborðið hafði Elizabeth á orði að þetta væri nú aldeilis ljómandi upphaf hveitibrauðsdaganna, eða hitt þó heldur. „Þú sagði mér að þú ættir mikla fasteign í Fermanagh-sýslu á Írlandi. Af hverju getur þú ekki fengið lán út á veð í henni?“ sagði hún.

Hugh svaraði því kokhraustur til, að hann hefði reynt það, en þannig væri í pottinn búið að Tempo-setrið hans á Írlandi væri baggi frekar en arðbær fasteign. „Hvernig væri að fá fé út á þetta stóra hús þitt? Hvar eru afsölin?“ bætti hann við.

Þau eru þar sem þú munt aldrei finna þau,“ hreytti Elizabeth í Hugh og stóð upp frá morgunverðarborðinu. Morgunverðurinn var ósnertur á borðinu.

Afsölin falin

Elizabeth vissi þar og þá að hún var komin í öngstræti og mætti engan tíma missa. Þegar hún kom í svefnherbergi sitt hófst hún handa við að fela skart sitt. Það gerði hún með því að sauma það inni í fald og fóður fata sinna. Afsölin að húsinu vafði hún inn í olíuborinn pappír og setti í járnkistil. Kistilinn setti hún síðan inn í leynihólf sem var á bak við þykk veggteppi, en lykilinn að kistlinum setti hú í keðju um mitti sitt. Hún fór ekki í grafgötur um að nú væri við ramman reip að draga og að hún yrði að vera snjallari en gullgrafarinn eiginmaður hennar.

Hugh aftur á móti ráfaði, dagana langa, um Welwyn-setrið sem það væri hans eign. Hann var fjölþreifinn í garð þernanna, drakk, spilaði fjárhættuspil og seldi lausamuni Elizabeth; hross, málverk, bækur og fleira sem hann kom höndum yfir.

Dag einn sagði hann við eiginkonu sína að hann mundi hætta þessu öllu saman ef hún bara léti hann fá afsölin að setrinu. Elizabeth sagði við hann að það yrði aldrei, nóg hefði hann niðurlægt hana gagnvart starfsfólki og nágrönnum.

Hugh lét Elizabeth ekki slá sig út af laginu, glotti sjálfbirgingslega og sagði við hana að þetta væri ekki flókið, það hefði lögfræðingur hans sagt: „Allt sem hann þarf er undirskrift þín og afsölin. Hann mundi þá láta mig fá 10.000 pund.“

Snjall er hann,“ hreytti Elizabeth í Hugh og spurði hvort lögfræðingurinn hefði sagt Hugh hvernig hann ætti að greiða lánið: „Áttu einhvern aur?“ klykkti hún út með.

Hugh sagðist ekki eiga krónu með gati. „Hvar eru afsölin, Elizabeth?“ spurði hann höstugur.

Elizabeth sagði að afsölin væru hjá lögfræðingi hennar. „Lygari,“ hreytti þá Hugh í hana. „Hann segir að þú geymir þau hérna á setrinu.“

Hugh bætti við að hann hefði hitt lögfræðing Elizabeth og að hann hefði ekki viljað lána honum krónu og vísað honum á dyr, bölvaður mörðurinn.

Elizabeth yfirgaf herbergið og velti fyrir sér hver næstu skref Hughs yrðu.

Óþokkabragð Hughs

Hugh Maguire hafði óþokkabragð í huga. Viku síðar bauð hann Elizabeth í ökuferð undir því yfirskini að þau mundu hitta gamla vini. Eitthvað fannst Elizabeth ökuferðin löng og krafðist þess að þau sneru heim. Þá sagði Hugh henni sem var, þau væru á leiðinni til Írlands þar sem dvöl á setri hans mundi koma vitinu fyrir hana.

Elizabeth vonaði í lengstu lög að eitthvað gerðist á ferðalaginu sem kæmi í veg fyrir áform Hughs. Hann hafði hins vegar ofið mikinn blekkingavef, meðal annars ráðið konu til að þykjast vera Elizabeth. Sú lét sjá sig sem víðast þar sem þau áttu leið um og lét alla vita að hún væri í för með manni sínum og á leið til Írlands og ekkert væri athugavert við það.

Nánir vinir Elizabeth sem undruðust fjarveru hennar á Welwyn og grunuðu Hugh um græsku fengu þau skilaboð frá leikkonunni að þeirra afskipta væri ekki óskað.

Í prísund á Írlandi

Nokkrum dögum síðar var Elizabeth fangi á Tempo, setri Hughs í Fermanagh-sýslu á Írlandi. Hugh sagði starfsfólki sínu að Elizabeth væri ekki alveg heil á geði og þyrfti á hvíld að halda. Starfsfólkið hélt sig fjarri læstum vistarverum Elizabeth og Hugh sá um að færa henni mat og hélt byssu að höfði hennar til að tryggja að hún tæki upp á einhverri vitleysu.

Segðu mér hvar afsölin og skartgripirnir eru og þú verður komin heim áður en þú veist af,“ sagði Hugh. En Elizabeth var þögul sem gröfin.

Einhvern tímann í prísund Elizabeth tók hún skartið sem hún hafði falið í fatnaði sínum, vafði það inn í vöndul sem hún kastaði út um glugga herbergisins til fátækrar konu sem þar var á göngu. Bað hún konuna að geyma skartgripina.

Árin liðu og alltaf var Elizabeth læst inni í herberginu, ellin færðist yfir en ávallt neitaði hún að svara spurningum Hughs.

Að sjálfsögðu var talað um lafði Elizabeth í sveitinni og þá staðreynd að aldrei sást til hennar. En sveitungar þekktu Hugh Maguire of vel til að hafa hátt um vangaveltur sínar, slíkt var orðspor hans.

Elizabeth bugast

Þrátt fyrir að hafa staðist fortölur Hughs ár eftir ár fór þrek Elizabeth dvínandi og hún var orðin skugginn af þeirri líflegu konu sem hún hafði verið. Einangrun og skortur á fersku lofti setti mark sitt á heilsu hennar og vilja.

Eftir tuttugu ára prísund játaði Elizabeth sig sigraða og ljóstraði upp um leyndarmálið sem hún hafði borið innra með sér öll þessi ár. Hún sagði Hugh frá leynihólfinu og lét hann hafa lykilinn sem hún hafði borið í keðju um mitti sér öll þessi ár. Hugh beið ekki boðanna og hraðaði sér til Englands.

Þegar hann kom til Welwyn-setursins var hann svo spenntur að hann ýtti til hliðar öllum þeim sem urðu á vegi hans og svaraði engum spurningum um erindi hans. Hann rauk upp í svefnherbergi Elizabeth með lykillinn að kistlinum í annarri hönd.

Hugh reif niður veggtjöldin og ýtti á þiljurnar sem leyndu hólfinu, en þiljurnar hreyfðust aðeins nokkra sentímetra. Hugh tók þá hníf úr pússi sínu og hjó í þiljurnar af miklum ofsa og reyndi samtímis að koma fingrum í rifuna til að rífa hólfið upp, en allt kom fyrir ekki.

Asinn var svo mikill að hnífsblaðið rann til og gerði stóran skurð í aðra hönd hans. Lét hann þá af áformum sínum, í bili hugði hann sennilega.

Elizabeth frelsuð

En Hugh Maguire fékk sýkingu í sárið og blóðeitrun dró hann til dauða skömmu síðar, án þess að hann næði takmarki sínu.

Í kjölfar dauða Hughs var Elizabeth frelsuð úr prísundinni, 75 ára að aldri og svo illa haldin að hún gat vart séð mun á manneskju og skepnum, að sögn mannsins sem frelsaði hana.

Sagan segir að síðar hefði Elizabeth Cathcart fundið fátæku konuna sem hafði gripið vöndulinn með skartgripunum mörgum árum áður. Sú hafði geymt skartið öll þessi ár og launaði Elizabeth henni vel tryggðina.

Elizabeth jafnaði sig með tímanum og var sagt að þegar hún var níræð hefði hún dansað með allri þeirri gleði og hressleika sem einkenndi ungar konur. Hún dó 97 ára að aldri og var grafin við hlið fyrsta eiginmanns síns. Auð sinn lét hún renna til starfsfólks síns og til góðgerðarstarfsemi.

Þannig fór nú það.

Stunginn með hnífi í miðbæ Akureyrar

Það er helst að frétta hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra að nóttin gekk almennt ágætlega fyrir sig.

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Eins og við mátti búast var margt fólk á ferðinni sem og á skemmtanalífinu.

Á þriðja tímanum í nótt kom upp hnífstungumál í miðbæ Akureyrar; var einn aðili fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri; er hann ekki talin í lífshættu.

Einnig eru aðilar í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins.

 

„Við erum að vona að við slepp­um við meiri­hátt­ar tjón í dag“

Lög­reglu­stjór­inn í Vest­manna­eyj­um – Karl Gauti Hjalta­son – seg­ir að ekk­ert stór­vægi­legt hafi komið inn á borð lög­reglu í nótt sem leið.

En þó var eitt­hvað um ólæti og slags­mál; fimm manns hafi verið færðir í ­klefa.

Lögreglustjórinn upp­lýs­ti um þetta í sam­tali við mbl.is.

Nefnir að eitt­hvað hafi verið um ólæti og ölv­un; og í morg­un hafi þrír ein­stak­ling­ar setið á bakvið lás og slá.

Segir hann að tvær til þrjár lík­ams­árás­ir hafi átt sér stað í nótt; fimm einstaklingar hafi verið tekn­ir höndum af lög­reglu und­an­far­in sóla­hring.

Tek­ur Karl Gauti fram að afar fá fíkni­efna­mál hafi komið upp og bætir þessu við um veðrið:

„Við feng­um til­kynn­ingu um að það væri bú­ist við hvassviðri í dag og menn voru í gær að festa tjöld bet­ur en venju­lega. Þannig við erum svona að vona að við slepp­um í dag við meiri­hátt­ar tjón á tjöld­um.“

Atli Fannar: „Það sem er óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu“

Atli Fannar Bjarkason

Ólympíuleikarnir í París eru nú á fullu stími.

Segja má að boxbardaginn á milli Imane Khelif og Angelu Carini hafi vakið mikla athygli og hér er vægt að orði komist.

Imane Khelif.

Samkvæmt DV virðast margir sem hata transfólk hafa notað tækifærið til að lýsa skoðun sinni án þess að kynna sér málið vel:

Atli Fannar Bjarkason.

„Það sem er óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu,“ sagði Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla á RÚV.

Angela Carini gafst upp eftir að Imane Khelif hafði kýlt hana einu sinni; sagði hún að ómögulegt væri að halda áfram.

Í kjölfarið stukku margir yfirlýstir hatursmenn transfólks á vagninn hatursins; til dæmis rithöfundurinn J.K. Rowling; sem hefur gagnrýnt skipuleggjendur ólympíuleikana.

Imane Kherlif er hins vegar eigi transkona; hún fæddist sem stúlka með ódæmigerðan fjölda af xy litningum:

„Imane Khelif er kona. Hún hefur barist við aðrar konur alla tíð og hefur tapað fyrir fullt af konum. Hún tók þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 og komst ekki einu sinni á pall,“ sagði áðurnefndur Atli Fannar og bætti við:

„Fyrri andstæðingar og þau sem vita eitthvað um box segja að hún sé góður boxari en ekkert sérstaklega höggþung. Hún ku hins vegar vera á intersex rófinu (með svokallað DSD; disorder of sex development). Sé ekki hvernig það hefur veitt henni einhvers konar forskot, m.v. brokkgengan ferilinn.“

Sigmar Guðmundsson.

Undir orð Atla Fannars tekur Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrum sjónvarðsmaður:

„Það er algerlega ömurlegt að lesa sum kommentin. Fólk nennir ekki að lesa sér til heldur ryðst fram með sleggjudómana og fullyrðingar sem eru auðhraktar. Heldur svo áfram þrátt fyrir leiðréttingar,“ sagði hann og bætti við:

Angelu Carini.

„Sumt sem sagt er um hana er bara pjúra mannvonska og ekkert annað. Andstæðingur hennar í hringnum síðast á talsverða sök á þessu fári miðað við lýsingarnar.“

 

Veðurstofan varar við vindhviðum – Leiðindaveður um land allt

Gul veðurviðvörun á Suður- og Suðausturlandi. Mynd/Envato Elements

Staðan er þannig í veðrinu að austan eða norðaustan hvassviðri er nú á landinu sunnanverðu; gular viðvaranir eru í gildi vegna þess: Viðvörun tekur gildi í Eyjum og á Suðurlandi klukkan 10:00; gildir til 18:00.

Í Eyjum er spáð austan fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu; gæti veðrið valdið usla á tjaldsvæðum sem eru eðlilega kjaftfull um þessa helgi.

Þá varar Veðustofan við vindhviðum sem og hvassviðri undir Eyjafjöllum; einnig norðaustan og austan hvassviðri vestan Öræfa.

Í öðrum landshlutum er búist við hægari vindi og vætu með köflum.

Á morgun er búist við austankalda eða strekkingingi; frekar lítilli rigningu á sunnanverðu landinu.

Þá nálgast lægð landið sunnan úr hafi annað kvöld; þá má búast við að hvessi töluvert úr norðaustri með rigningu suðaustanlands.

Á mánudag er spáð leiðindaveðri; hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land.

 

Snör handbrögð lögreglu komu í veg fyrir stórtjón – Mildi að eldur náði ekki í nærliggjandi hús

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Tvær tilkynningar bárust lögreglu um þjófnað í hverfi 105. Aðili var farinn af vettvangi en fannst skömmu síðar; handtekinn; grunaður um verknaðinn á báðum stöðum og hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynning barst lögreglu um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 101. Engan að sjá er lögreglu bar að.

Þá barst tilkynning um eld í ruslagám í hverfi 101. Slökkt var í ruslagáminum. Viðbragsaðilar voru fljótir á vettvang og var það mikið mildi að eldur náði ekki í nærliggjandi hús en litlu mátti muna. Aðili handtekinn á vettvangi grunaður um verknaðinn og hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynning barst lögreglu um slys á rafhlaupahjóli; aðili fluttur á bráðamóttökuna. Líðan er óþekkt á þessari stundu.

Bifreið stöðvuð í akstri og  ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Skráningarmerki tekin af bifreið vegna vanrækslu á endurskoðun.

Ökumaður  stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíknefna og/eða áfengis. Ökumaður  laus eftir sýnatöku.

Lágkúra Stefáns

Stefán Eiríksson er ekki á förum en umboð hans er veikt.

Ríkisútvarpið er um þessr mundir í litlum metum hjá áskrifendum sínum. Dagskráin er öll úr lagi gengin  vegna Ólympíuleikanna í París sem  tröllríða dagskránni með þeim afgerandi hætti að fréttir ríkismiðilsins hafa verið hraktar af hefðbundum stað og eru sendar úr tveimur tímum síðar. Þá vekur athygl það metnaðarleysi sem er í annari dagskrá. Á undanförnum laugardagskvöldum hafa Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og meðreiðarfólk hans endursýnt á besta tíma gamla heimildarþætti um skemmtikraftinn Ladda sem að vísu á allt gott skilið. Rás 1. er með sama sniði og endursýningar flæða um dagskránna þrátt fyrir að almenningur sé skikkaður til að leggja milljarða króna til stofnunarinnar.

Loks telja margiir að fréttastofan sé á undarlegum brautum. Í því samhengi er nefnt að innsetning Höllu Tómasdóttur sem forseta lýðveldisins, var ekki fyrsta frétt í síðbúnum kvöldfréttum Ríkisútvarpsins og þannig lítillækkuð. Frétt um að samhæfingu í viðbrögðum við jökulhlaupum væri ábótavant þótti merkilegri og var fyrsta frétt. Meðal þeirra sem gagnrýndu þetta í umræðum á Facebook var Sif Gunnarsdóttir forsetaritari sem segir í athugasemd að málið sé ótrúlegt.

Ljóst má vera að þeim fjölgar stöðugt sem telja Ríkisútvarpið, með allri sinni lágkúru, vera fullkomlega óþarft og jafnvel til ama …

Bent sigraði harða deilu við nágranna: „Ótrúlega leiðinlegt að hafa svona dela inn á sér“

Efstaleiti 12-14 er fyrir ríkt gamalt fólk og hefur lengi verið - Mynd: Eignamiðlum

Furðulegar deilur ríkra gamalla karlamanna komst í blöðin árið 1995

„Ég geri mér vonir um það að þeir láti af þessu, hætti við frekari málaferli, sem eru þegar búin að kosta alltof mikið og valda leiðindum. Auðvitað hafa þeir kost á því að hlaupa með þetta fyrir dóm en þá eru þeir ekki lengur í máli við Bent, þá eru þeir komnir í mál við Össur Skarphéðinsson eða hans embætti,“ sagði Bent Scheving Thorsteinsson, íbúi í Efstaleiti 12-14, við Morgunpóstinn árið 1995. Húsið hefur stundum verið kallað Beverly Hills eldra fólks á Íslandi.

Forsaga málsins er sú að Bent stóð í illdeildum við íbúa hússins sem höfðu innréttað bar í sameign hússins fyrir utan íbúð Bents. Hann greindi frá því að þar hefðu einstaklingar setið lengi, drukkið yfir sig og valdið óþarfi ónæði og leiðindum. Þá voru sett upp skilrúm sem stúkuðu íbúð Bents af. Bent tók það ekki í mál og á endanum úrskurðaði umhverfisráðuneytið um það að skilrúmin skyldu tekin niður.

„Þetta eru bara idjótar,“ segir Páll Ásgeir Tryggvason, fyrrum sendiherra og formaður hússtjórnar. „Við erum að gera stofu í húsinu okkar, fyrir fólkið í húsinu. Allir eru inn á þessu nema einn maður og það er búið að samþykkja þetta í bygginganefnd Reykjavíkur. Síðan er sent á okkur Skipulag ríkisins og þeir samþykkja þetta allt saman. Þá er bara komið með umhverfisráðuneytið inn í stofu til okkar. Ég get sagt þér það að við ætlum ekki að gefast upp. Þetta er ekkert gaman að hafa svona furðufugla eins og hann í húsinu. Það er óttalega leiðinlegt að hafa svona dela inn á sér og það er bara vonandi að hann snauti í burtu,“ sagð Páll Ásgeir.

„Er er engin von á sáttum?” spurði blaðamaður Morgunpóstsins

„Sáttum? Hann er ekki í neinum sáttahug. Ekki aldeilis. Hann hefur voðalega gaman af því að erta fólk til reiði. Elskar það alveg. Ef menn hafa ekkert að gera er náttúrlega upplagt að reyna að egna fólk til reiði. Það er hans sérgrein.“

Baksýnispegill þessi birtist upphaflega 18. október 2023

80 prósent lesenda telja að Guðni hafi staðið sig vel sem forseti

|
Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslands

Nú er Halla Tómasdóttir tekin við sem sjöundi forseti Íslands og geta Íslendingar byrjað að leggja hugsun í og dóm á embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar sem var forseti á undan henni.

Guðni var forseti í átta ár og telja 80% lesenda Mannlífs Guðna hafa staðið sig vel í starfi. Að rúm 9% sögðu hann hafa staðið sig illa en hægt er að sjá niður stöðu úr könnun Mannlífs hér fyrir neðan.

Vel
80.80%
Allt í lagi
9.92%
Illa
9.28%

Cardi B sótti um skilnað og tilkynnti um óléttu

Cardi B á von á sínu þriðja barni

Rapparinn Cardi B stendur heldur betur í ströngu þessa daganna en í gær var greint frá því að hún hafi ákveðið að skilja við rapparann Offset en þau hafa verið saman síðan árið 2017 og eiga tvö börn saman. Orðrómar um skilnað þeirra hafa verið í gangi í marga mánuði og kemur skilnaður því fáum á óvart.

Það sem kom fólki hins vegar á óvart var að í gær tilkynnti Cardi B um óléttu sína á Instagram og í langri færslu er ekkert minnst á Offset og því velta margir fyrir sér hver hafi þungað Cardi B. 

Cardi B sló eftirminnilega í gegn árið 2017 með laginu Bodak Yellow og varð lagið eitt vinsælasta lag þessa árs. Hún er þó sennilega þekktust fyrir lagið WAP en með henni í laginu er Megan Thee Stallion.

 

Færumst nær eldgosi með hverjum degi: „Þetta held­ur allt áfram með svipuðum hraða“

Eldgos við Grindavík - Ljósmynd: Almannavarnir/Björn Oddsson

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands, telur að við séum að færast nær eldgosi með hverjum deginum við Sund­hnúkagíga á Reykjanesi.

„Þetta held­ur allt áfram með svipuðum hraða. Það er að hægja á landris­inu og þótt skjálfta­virkni hafi mælst minni fyrr í vik­unni get­ur það bæði tengst veðri og því að skjálft­ar geti verið lotu­bundn­ir, þetta er ekki stöðug skjálfta­virkni held­ur kem­ur þetta svona í smá hviðum,“ sagði Benedikt um málið við mbl.is og telur að mögulegt sé að gosið gæti eftir sjö til tíu daga en spurði sposkur hvort það væri ekki týpískt að það myndi gjósa um verslunarmannahelgina.

Samkvæmt Sigurði Bergmann, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að slökkviliðið hafi bætt við sig mannskap og það sé verið að vinna að undirbúningi hraunkælingar en sennilega verði notast við affallsvatn og kælivatn frá virkjuninni í Svartsengi. Þá sé verið að skoða fleiri möguleika.

Arnar rekinn – Varð eftir í Skotlandi

Arnar Grétarsson er ekki lengur þjálfari Vals Mynd: Rúv

Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Grétarsson var rekinn úr starfi þjálfara karlaliðs Vals seint í gærkvöldi eftir að liðið tapaði illa fyrir hinu skoska St. Mirren í Sambandsdeildinni.

Ekki nóg með það þá var um leið tilkynnt að Srdjan Tufegdzic, yfirleitt kallaður Túfa, hafi verið ráðinn þjálfari liðsins til næstu þriggja ára en snögg ráðning hans gefur til að kynna að brottreksturs Arnars hafi legið í loftinu um nokkurt skeið. Túfa er reynslumikill þjálfari bæði á Íslandi og erlendis en hann þjálfaði liðin Öster og Skövde fyrir ekki svo löngu síðan.

Arnar leitar sér því að nýrri vinnu en líklegt verður að teljast að hann verði ekki lengi atvinnulaus en Arnar hefur náð góðum árangri sem þjálfari þrátt fyrir að gengi Vals í ár hafi ekki staðið undir væntingum stjórnarmanna Vals. Félagið er sem stendur í þriðja sæti í efstu deild karla og er átta stigum frá toppsætinu eftir 15 umferðir.

Þá vekur DV athygli á því að Arnar hafi ekki ferðast með liðinu heim heldur orðið eftir í Skotlandi með fjölskyldu sinni.

Spánverjar óðir í Orra

Orri Steinn Óskarsson gæti farið til Englands

Knattspyrnukappinn Orri Steinn Óskarsson hefur staðið sig frábærlega að undanförnu með liði sínu FC Kaupmannahöfn og hefur árgangur hans með liðinu vakið athygli liða í spænsku úrvalsdeildinni.

Í júlí bauð spænska liðið Girona 15 milljónir evra í Orra en var því tilboði hafnað og skrifaði Orri undir nýjan fjögurra ára samning við FC Kaupmannahöfn. Það virðist þó ekki ætla að stoppa spænsk lið því samkvæmt ítalska blaðamanninum Matteo Moretto er Orri undir smásjá Real Sociedad en talið er það muni kosta í kringum 20 milljónir evra að kaupa Orra frá danska stórliðinu.

Það verður athyglisvert að fylgjast með hvað gerist næst hjá Orra. Hann þykir eitt mesta efni Evrópu um þessar mundir en hann er aðeins 19 ára gamall en hefur skorað fjögur mörk í fjórum leikjum á þessu tímabili í dönsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann spilað átta landsleiki fyrir hönd Íslands og skorað í þeim tvö mörk.

Raddir