Föstudagur 15. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Lögreglan hvetur fólk til að taka myndir af þrjótum: „Þykjast vera að spyrja eftir einhverjum“

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í nýrri færslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er farið yfir ráð sem lögreglan mælir með í ljósi þess að mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með hefðbundið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Áherslan í sumar hefur m.a. verið á eftirlit með hraðakstri, notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar, ferðavögnum/eftirvögnum og hættulegum framúrakstri. Það er ánægjulegt að sjaldnast hefur verið ástæða fyrir lögreglu til að kæra fyrir vanbúnað eftirvagna/ferðavagna, en í nokkrum tilvikum hefur ökumönnum verið bent á atriði sem þeir þurfa að laga, t.d. að framlengja hliðarspegla þegar ökutæki draga breiða eftirvagna. Því miður eru líka alltaf einhverjir sem leyfa sér að virða ekki reglur um hámarkshraða, auk þess að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur en ekki þarf að fjölyrða um þá hættu sem það skapar í umferðinni,“ segir meðal annars í færslunni á samfélagsmiðlinum Facebook.

Lögreglan nefnir líka að veðurspáin sé misgóð og hvetur fólk til að kynna sér veðurspánna fyrir þau svæði sem farið verður á og hvetur alla vegfarendur til að sýna þolinmæði.

„Jafnframt þessu verður haldið úti eftirliti í hverfum í umdæminu og því vill lögreglan ítreka að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“

Hægt er að lesa alla færslu lögreglu hér fyrir neðan.

Sigmundur Davíð hryggjasúlan í nýju lagi

Afkvæmi Guðanna notast við Sigmund Davíð í nýju lagi

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Einakróna – Stella
Diamond Dolls – Shy Vicious
Ghostdigital – laus skrúfa
FM Belfast – Útihátíð
Afkvæmi Guðanna – Svart Fé





Hjólhýsið hélt sína leið

Hjólhýsið á myndinni tengist ekki fréttinni.

Nóttin var annasöm hjá lögreglu en mest var um brot og slys tengd umferðinni. Á svæði Mosfellsbæjarlögreglu varð það óhapp að hjólhýsi losnaði frá bifreið og hélt sína eigin leið og endðai á staur. Dráttarkrókur bifreiðar hafði losnað með þessum afleiðingum. Ekki urðu slys á fólki en hjólhýsið skemmdist og var fjarlægt af vettvangi með dráttarbifreið

Handhafi eiturlyfja var gómaður í miðborg Reykjavíkur. Á sömu slóðum var rúðubrjótur handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Auk þess að brjóta rúðu með steinkasti og óhlýðnast lögreglu var hann með dóp í fórum sínum. Hann svarar til saka með nýjum degi.

Ekið var á gangandi vegfarenda sem slasaðist. Lögregla og sjúkralið héldu á vettvang. Vegfarandinn var fluttur á Bráðamóttökuna og bifreiðin dregin af vettvangi.

Kópavogslögregla kom að málum þar sem bifreið hafði verið ekið upp á umferðareyju. Eignatjón varð en engin slys á fólki. Bifreiðin var dregin af vettvangi.

Maður í annarlegu ástandi sást á ferðinni með hníf.  Lögregla fór á vettvang en hnífamaðurinn fannst ekki.

Slagsmál gusu upp á milli tveggja hópa. Lögregla mætti á vettvang og ræddi við fólk. Enginn slagsmálahundanna kvaðst ætla að kæra.

Steingrímur J. er vonarpeningur

Svandís Svavarsdóttir formaður VG

Vinstri-grænir glíma þessa dagana við þá örvæntingu sem er fylgifiskur þess að vera án foringja. Við brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra myndaðist tómarúm.  Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður og arftaki formannsins, þykir vera hinn vænsti maður en fjarri því að vera með þá hæfileika sem leiðtogi þarf að hafa í þeim háska sem flokkurinn stendur andspænis. Ný könnun Gallup undirstrikar að flokkurinn er að hverfa af þingi.

Hinn augljósi kostur sem leiðtogi er Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra en hún hefur glímt við veikindi sem taka sinn toll. Enginn veit hvort hún vill eða getur tekið að sér það kraftaverk að bjarga flokknum frá útrýmingu.

Gárungar telja að nú sé eina ráðið sem dugar að kalla stofnanda flokksins, Steingrím J. Sigfússon, aftur til forystu og gera þannig veika tilraun til rústabjörgunnar. Steingrímur er 69 ára og enn í fullu fjöri og talsvert yngri en Donald Trump sem stefnir ótrauður til æðstu metorða, langt genginn í áttrætt. Ekkert liggur fyrir um áhuga Steingríms á því að snúa aftur í ormagryfju íslenskra stjórnmála …

Sjálfstæðisflokkurinn skrapar botninn í sögulegri lægð – Vinstri grænir þurrkast út af Alþingi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Bjarni Benediktsson eru báðir í nauðvörn.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með aðeins 17,2 prósenta fylgi samkvæmt könnun Gallup. Þetta er minnsta fylgi flokksins frá því Gallup hóf mælingar sínar. Miðflokk­ur­inn er kominn fast á hæla Sjálfstæðisflokksins með 14,6 prósenta fylgi og myndi margfalda þingmannafjölda sinn ef kosningar færi á þennan veg. mæl­ist nú með sitt mesta fylgi frá upp­hafi mæl­inga. Vonir höfðu staðið tiul þess að fylgi flokksins myndi eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur.  Þær vonir virðast vera að bregðast og hrunið í fylgi flokksins heldur áfram.

Sú dauðans alvara blasir við Vinstri grænum að þeir ná ekki  manni á þing og þurrkast út í íslenskum stjórnmálum, fari kosninngar á þennan veg. Gallup mælir fylgi þeirra sem er um 3,5 prósent. Samkvæmt því bendir allt til þess að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður flokksins, nái ekki vopnum sínum og valdi ekki leiðtogahlutverkinu. Þá situr flokkurinn uppi með þann gjörning sinn að hafa rétt Sjálfstæðisflokknum forsætisráðuneytið.

Framsóknarflokkurinn fær einnig slæma útreið í könnuninni og mælist vera með 7,6 prósenta fylgi og er orðinn minni en Píratar. Þar blasir við hrun í fylgi þótt flokkurinn sé ekki í beinni útrýmingarhættu.

Samfylking er sem fyrr langstærsti flokkurinn og fer með himinskautum undir forystu Kristrúnar Frostadóttur með 27,6 prósenta fylgi. Sósilistaflokkurinn er á mörkum þess að ná manni inn á þing. Aðrir flokkar eru á svipuð róli og í fyrri könnunum.

Fari kosningar á þennan veg blasa við algjör uimskipti í ríkisstjórn landsins. Staða leiðtoga stjórnarflokkanna þriggja er jafnframt mjög veik og má búast við uppgjöri hjá þeim öllum.

Bjarki bjargaði tveggja ára bróður sínum frá drukknun: „Hann var hreyfingarlaus“

Litlaá í Kelduhverfi - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Litlaá

Litlu mátti muna að hinn tveggja ára gamli Magnús Orri Kristinsson drukknaði árið 1996.

Forsaga málsins er sú að Magnús var að leika sér með Bjarka Þór, bróður sínum, og tveimur öðrum börnum sem öll voru aldrinum tveggja til sex ára. Þau voru nálægt ísilagðri tjörn og ákvað að Magnús að fara út á hana og vildi svo hræðilega til að fór í gegnum ísinn. Þá sýndi Bjarki Þór, sem var aðeins sex ára gamall, mikið hugrekki og braut sér leið að vökinni, náði taki á bróður sínum og hélt að honum upp á þurrt land. Þá hljóp hann eftir hjálp.

„Ég er hálfgerður strandvörður því ég bjargaði bróður minum úr tjörninni,“ sagði Bjarki Þór við DV um málið. „Magnús fór alveg á bólakaf og var búinn að gleypa töluvert vatn þegar ég kom þarna að. Hann var hreyfingarlaus og sýndi lítil viðbrögð. Vatnið kom ekki upp úr honum fyrr en um kvöldið. Hann var lengi kaldur eftir volkið,“ sagði Hrund Ásgeirsdóttir, móðir drengjanna en að sögn fjölskyldunnar horfði Bjarki á sjónvarpsþættina Strandverði og hver veit nema það hafi hjálpað til.

„Magnús var ekki grátandi þegar mamma hans kom að honum en lá hreyfingarlaus á túninu. Hann sýndi lítil viðbrögð og hún hélt á honum heim í hús. Þegar hann kom heim í húsið fór hann að gráta og skjálfa. Bjarki var rennandi blautur upp fyrir mitti og var mjög hræddur,“ sagði Kristinn Rúnar Tryggvason, faðir drengjanna, og að sögn foreldra Magnúsar er hann víst mikill prakkari og minnti helst á Emil í Kattholti.

Halla Tómasdóttir tekin við sem forseti Íslands

Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Mynd: Skjáskot RÚV

Halla Tómasdóttir er tekin við embætti forseta Íslands og er því sjöundi forseti Íslands og hún tekur við embættinu af Guðna Th. Jóhannessyni en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Halla er önnur konan sem er forseti Íslands en sú fyrsta var Vigdís Finnbogadóttir en hún var kosin forseti Íslands árið 1980.

Hægt er að lesa innsetningarræðu Höllu hér fyrir neðan:

Góðir Íslendingar.

Ég stend hér í dag með hjartað fullt af þakklæti fyrir það traust sem mér – og
okkur hjónum – hefur verið sýnt og þann stuðning sem við höfum notið um allt
land.

Ég er þakklát foreldrum mínum sem gáfu mér gott veganesti út í lífið og
þakklát kjarkmiklu konunum sem sýndu mér ungri að aldri að með hugrekki og
samtakamætti getum við hreyft við samfélaginu og leitt framfarir.

Ég er þakklát fyrir að hafa fæðst hér á landi – fyrir að fá að vera
Íslendingur, sem í dag er öfundsvert hlutskipti, þótt það hafi ekki alltaf verið svo
í gegnum aldirnar.

Ég þakka gengnum kynslóðum sem með einmuna seiglu ekki aðeins héldu
landinu í byggð heldur sköpuðu einstakan menningararf sem við Íslendingar
megum vera afar stolt af.

Ég þakka öllum sem lagt hafa grunninn að því sem við njótum í dag í einu
mesta velferðarríki heims.

Mér er ljós sú mikla ábyrgð sem ég tekst á hendur og mun leggja mig alla
fram um að vinna landi og þjóð það gagn sem ég má. Ég veit að ég byggi á
traustum grunni þeirra sem á undan fóru og minnist með virðingu Sveins
Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns. Þá er heiður að mega
persónulega þakka Vigdísi Finnbogadóttur, Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðna
Th. Jóhannessyni fyrir þeirra forsetatíð og framlag í þágu þjóðarinnar.
Nú þegar ég vinn drengskaparheit að íslensku stjórnarskránni eru aðeins
áttatíu ár liðin frá stofnun lýðveldisins. Áttatíu ár eru um það bil einn
mannsaldur. Hvað hefur áunnist á þessum tíma? Höfum við gengið til góðs,
götuna fram eftir veg?

Íslendingar eru þrefalt fleiri nú en þá, og allar aðstæður eru gjörbreyttar:
Menntun, efnahagur, heilbrigðisþjónusta, samgöngur, samsetning þjóðar,
atvinnulífið, þjóðartekjur. Við, sem vorum ein fátækasta þjóð Norður Evrópu
erum nú meðal ríkustu þjóða heims. Það hefur orðið umbylting á einungis áttatíu
árum – og því er vert að spyrja á þessum tímamótum, hvert viljum við stefna, já
og hvar viljum við vera stödd, bæði í náinni framtíð en jafnvel líka að áttatíu
árum liðnum?

Það kom vel í ljós á ferðum okkar hjóna um landið í vor hversu annt
Íslendingum er um landið sitt og tungumál og hversu stolt við erum af afrekum
okkar og þjóðararfi.

Það var sérstaklega gleðilegt að sjá að nýsköpunarumhverfið hefur tekið
stakkaskiptum víða um land. Sjálfbær þróun matvæla skilar fjölbreyttum og
gómsætum vörum sem áður fengust bara innfluttar, fullnýting sjávarafurða gerir
að verkum að áður verðlaus úrgangur er orðinn að dýrmætri vöru, framþróun í
hugbúnaðargerð haslar sér völl án landamæra og í menningartengdri
ferðaþjónustu virðast tækifærin óþrjótandi.

Við eigum að halda áfram að byggja á styrkleikum okkar, virkja
sköpunargáfuna og vanda til verka. Við eigum óhrædd að hvetja kappsfullt
hæfileikafólk til dáða og ekki gera lítið úr dýrmætum skóla mistakanna. Sár
reynsla getur og hefur styrkt okkur.

Sköpunarkraftur Íslendinga er líklega hvað sterkastur í listum, og þar
hefur stjarna bókmenntanna lengi skinið skærast. En nú bætist hver listgreinin
við af annarri – tónlist, sjónrænar listir, myndlist, leiklist, sviðslistir og
kvikmyndagerð blómstra og sýna hvaða árangurs má vænta ef hlúð er að
vaxtarsprotum með menntun og öðrum stuðningi. Það er löngu ljóst að
listgreinar auðga ekki aðeins andann, heldur gegna þær mikilvægu hlutverki
þjóðhagslega.

Hvert á land sem við hjónin komum voru íþróttavellir og víðast
íþróttahús. Íþróttir gegna ómetanlegu hlutverki fyrir heilbrigði einstaklinga og
samfélags. Heilbrigð sál í hraustum líkama, segir máltækið. Ekki bara það, því
fátt sameinar okkar þjóð eins og þegar afreksfólkið okkar keppir á alþjóðlegum
stórmótum. Er skemmst að minnast frábærrar frammistöðu íslenska
kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem er nú á leið í lokakeppni Evrópumótsins á
næsta ári. Og einmitt þessa dagana keppa glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar á
Ólympíuleikunum í París. Við sendum þeim heillakveðjur! Og við hjónin
hlökkum til að fylgja íslenskum keppendum á Ólympíuleika fatlaðra í lok
mánaðar.

Við höfum mörgu að fagna en þurfum jafnframt að mæta áskorunum. Það
horfir ófriðlega í heiminum og harka færist í samskipti innan þjóða og milli
þjóða. Mikilvæg mannréttindi, sem áunnist hafa með langri baráttu, eiga nú
undir högg að sækja. Fólki hættir til að skipa sér í skotgrafir – í andstæðar
fylkingar. Svo læst er það sumt í afstöðu sinni að það heyrir ekki hvert í öðru.
Einn alvarlegasti fylgifiskur þess er að traustið, mikilvægasti grunnur mannlegs
samfélags, fer þverrandi.

Um allan hinn vestræna heim hafa yfirvöld, fjármálastofnanir, fyrirtæki,
fjölmiðlar og stjórnkerfi misst tiltrú almennings. Þótt flest sinni störfum sínum
af heilindum, þá hafa þau, sem ekki reynast traustsins verð, valdið skaða.
Reynsla og rannsóknir sýna að minnkað traust veldur sinnuleysi meðal
kjósenda. Fólki, og þá sérstaklega ungu fólki, finnst ekki taka því að kjósa,

finnst að það breyti engu. Það finnur jafnvel ekki tilgang í því að taka þátt í
samfélaginu. Sífellt fleiri heillast af málflutningi þeirra sem bjóða einfaldar og
oft öfgakenndar lausnir.

Við megum ekki sýna andvaraleysi í þessum efnum og nú bætist það við
að tæknin gerir kleift að falsa bæði hljóð og mynd – svo nær ómögulegt verður
að greina sannar fréttir frá fölsuðum. Hverju og hverjum er þá óhætt að trúa?
Hvað verður um traustið? Tækniþróunin verður ekki stöðvuð en grandaleysi á
þessu sviði getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélög og þróun lýðræðis.
Mér hefur orðið tíðrætt um andlega og samfélagslega heilsu. Ég get
ómögulega aðskilið þetta tvennt, því andleg vanlíðan dregur mátt úr fólki og
leggur þungan toll á samfélagið. Því miður fer einmanaleiki vaxandi hjá ungum
sem eldri. Margir dvelja lengur í rafheimum en raunheimum. Kvíði, þunglyndi,
neysla og sjálfsskaði hafa aukist stórlega á skömmum tíma. Hvernig má það
vera að ein hamingjusamasta þjóð í heimi skipi sér jafnframt í fremstu röð hvað
þessa ískyggilegu þróun varðar?

Páll Skúlason heimspekingur ritaði eitt sinn:
Getum við þá ekkert gert til að vera hamingjusöm? Öðru nær: við getum
verið opin fyrir hamingjunni með því að einbeita okkur að því sem gefur
lífinu gildi. Og við vitum hvað það er með því að veita því eftirtekt sem
glæðir lífið birtu og hlýju.

Við getum og við verðum að bæta andlega og samfélagslega heilsu. Ég
vonast til að leggja mitt af mörkum við að ráðast að rótum vandans í góðri
samvinnu við stjórnvöld, fræðimenn, heilbrigðisstarfsfólk, félagasamtök,
fjölmiðla og ekki síst kennara og foreldra. Á umbreytingatímum eru samtal og
samstarf kynslóða og ólíkra hópa samfélagsins lykillinn að því að hér ríki
jafnrétti milli kynslóða og samfélagsleg sátt. Það er því mikilvægt að unga
fólkið fái sæti við borðið, fái alvöru aðkomu að því að móta sína framtíð og njóti
þar reynslu og visku eldra fólks.

Á svona tímum er nauðsynlegt að staldra við og íhuga hver við viljum
vera, hvert við viljum stefna og hvernig við getum styrkt traust milli manna.
Hvert viljum við beina íslenska lýðveldinu næstu 80 árin? Við þurfum að átta
okkur á því og stilla okkur af. Því hvert stefnir þjóðarskúta með illa stilltan
áttavita og veikan samfélagssáttmála?

Í mínum störfum hef ég farið fyrir nýrri nálgun að úrlausn áskorana og
dregið af því lærdóm. Reynslan hefur kennt mér að farsælast er að kalla ólíka
saman, spyrja spurninga og hlusta á fjölbreytt sjónarmið. Fá fólk til að greina og
skilja vandann og sóknarfærin – og sníða lausnir sameiginlega. Þegar traust er
lítið þurfa stjórnvöld, atvinnulífið og samfélagið allt að koma saman með nýjum
hætti, vinna saman að framtíðarsýn á sameiginlegum grunni þjóðarinnar. Það er meira framboð en eftirspurn eftir þeim sem þykjast eiga öll svör, en þjóðin sjálf,
ekki síst unga kynslóðin, sættir sig ekki lengur við að fá ekki að svara til um sína
framtíð.

Höfum við hugrekki til að fara nýjar leiðir? Getum við, íslenskt samfélag,
valið mýktina, talað saman, unnið saman þvert á kynslóðir og ólíkar skoðanir og
stillt kompásinn þannig að við villumst síður af leið? Valið samstöðu fremur en
sundrungu? Spurt stórra spurninga og leitað svara með þjóðinni? Sú nálgun sem
við veljum nú ræður miklu um hvernig íslenska lýðveldinu farnast næstu áttatíu
ár. Hvaða veruleiki bíður barna okkar og barnabarna?

Ekkert eitt okkar hefur svörin við þeim fjölbreyttu áskorunum sem við
blasa. En ég mun sem forseti hvetja okkur til að spyrja spurninga og eiga
uppbyggilegt samtal og samstarf svo móta megi hvert við viljum halda og hvaða
grunnstef skuli varða þá vegferð. Þannig trúi ég að við finnum svörin, saman, og
getum tekist af íslenskri seiglu og í samheldni á við hverja þá áskorun sem breytt
heimsmynd og staða samfélagsins kallar á.

Ég er sannfærð um að Ísland og Íslendingar hafa mikilvægu hlutverki að
gegna í heimi í vanda. Ég hef trú á styrkleikum okkar og veit að við getum
áfram byggt á þeirri sérstöðu sem við höfum þegar skapað okkur á sviði
jafnréttis og jarðvarma, í listum, íþróttum og í lýðræðislegri þróun samfélags
sem setur mannréttindi á oddinn. Ég tel styrk okkar ekki síst felast í smæðinni
og – í mýktinni. Smá, en kná og kjarkmikil þjóð sem hefur visku og metnað til
að velja mýkri leiðir í hörðum heimi. Ég trúi því að við getum valið að vera
friðsæl þjóð sem nýtur velsældar og réttir jafnframt hlýja hönd til þeirra sem á
þurfa að halda. Þannig getum við verið öðrum góð fyrirmynd og ljós í því
myrkri sem víða ríkir.

Kæru landar, það val byrjar hjá hverjum og einum. Hver ætlum við að
vera og hvað veljum við að gera á tímum þegar svo margir velja átök og árásir á
þá sem ekki eru þeim sammála? Mætum við hvert öðru með opnum hug og
hjarta, tilbúin til að hlusta og leggja okkur fram um að skilja ólík sjónarmið,
ólíka lífsreynslu og sýn? Sannleikurinn er sá að það að velja að hlusta, að
einsetja sér að reyna að skilja hvaðan aðrir koma, krefst kjarks og reynir meira á
okkur til skemmri tíma en að loka og fara í vörn. Höfum við kjarkinn sem þarf
til að velja mennsku og frið í eigin ranni og mynda þannig jarðveg fyrir
samfélag þar sem flestum er fært að blómstra á sínum forsendum? Ég vil að við
stefnum þangað. Virkjum getu okkar til að skapa slíkt samfélag, saman, fyrir og
með næstu kynslóð. Ég veit að við getum það!

Ísland er einstakt land og við erum skapandi þjóð sem leitar nú svara við
mörgum áleitnum spurningum. Ég hlakka til að vinna með ykkur af metnaði að
bjartri framtíð okkar lýðveldis og geri ljóð Hólmfríðar Sigurðardóttur, Leitum,
að mínum lokaorðum:

Leitum úrræða
látum hendur og orð
fallast í faðma
leitum gleðinnar
í ljóðinu
finnum frelsið
í höndunum
leitum regnbogans
finnum ljósberann
leitum láns
finnum það leika um líf
lands vatns og ljóss.

Covid komið til vera: „Bólusetningar og almennar sóttvarnir eru okkar aðalvörn“

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir Covid komið til að vera

Fyrir um það bil tveimur vikum var gripið til aðgerða á Landspítalnum vegna fjölda Covidsmita sem komu upp á spítalanum, og í samfélaginu sem heild. Margir Íslendingar höfðu vonast til að veiran væri að syngja sitt síðasta en sóttvarnalæknir telur að Covid sé komið til að vera en segir ástandið þó betra núna en fyrir tveimur vikum.

„Svona sýkingar koma í bylgjum. Þetta er náttúrulega smitandi þannig þetta dreifist um og svo gengur það niður. Þetta var svolítið skarpur toppur. Þannig að vonandi var þetta að hluta til vegna þess að spítalinn gat komið í veg fyrir frekari útbreiðslu hjá sér. En þetta er held ég eðlilegur gangur í samfélaginu. Við höfum séð bylgjur af Covid á sumrin. Þannig vonandi verður ekki meira af þessu núna,“ sagði Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við Vísi um málið en í júlí voru 32 einstaklingar í einangrun á sama tíma á spítölum landsins.

Það kom mörgum á óvart þegar tilkynnt var að spítalinn þyrfti að grípa til aðgerða vegna smita en Guðrún segir að það sé eðlilegt að sjúkrahús grípi stundum strangari reglna en almennt ríkja út í samfélaginu.

„Covid virðist vera komið til að vera. Við verðum að læra að lifa með því. Bólusetningar og almennar sóttvarnir eru okkar aðalvörn. Við hvetjum fólk til að taka þátt.“

Enn og aftur mannabreytingar hjá KR: „Ég er afskaplega glöð“

Óskar Hrafn þjálfar KR - Mynd: KR

Óskar Hrafn Þorvaldsson verður þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu á næsta tímabili. Óskar er talinn einn af bestu þjálfum landsins en hann hefur áður stýrt Gróttu og Breiðabliki hérlendis og Haugesund í Noregi.

Óskar gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum árið 2022 og tók svona Haugesund ári seinna en sagði upp störfum vegna samstarfserfiðleika við félagið.

Hægt er að lesa tilkynningu KR um málið hér fyrir neðan:

Gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur.

Aðalstjórn KR hefur náð samkomulagi við Pálma Rafn Pálmason um að taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins þegar tímabundinn samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út eftir tímabil.

Aðalstjórn þakkar Bjarna Guðjónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, kærlega fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

Pálmi Rafn er KR-ingum að góðu kunnur enda notið starfskrafta hans á ýmsum sviðum á undanförnum árum. Pálmi Rafn gjörþekkir félagið enda bæði leikið fyrir það, þjálfað og starfað.

„Ég er afskaplega glöð að Pálmi Rafn hafi ákveðið að taka að sér starf framkvæmdastjóra félagsins og hlakka mikið til samstarfsins við hann. Hann hefur unnið afskaplega gott starf í mörg ár fyrir félagið og frábært að fá hann til þess að taka við af Bjarna Guðjónssyni, sem framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur.”

Þórhildur Garðarsdóttir, formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur.

Í framhaldi af tilkynningu aðalstjórnar er tilkynning frá knattspyrnudeild KR.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála. Kynnt verður um ráðningu yfirþjálfara yngri flokka á næstu misserum.

Óskar tekur strax til starfa og verður með liðinu í næsta leik er við sækjum HK menn heim á miðvikudaginn kemur.

Hvernig stóð Guðni Th. Jóhannesson sig sem forseti Íslands?

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.

Í gær var síðasti dagur Guðna Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands en hann var fyrst kosinn í embættið árið 2016 og svo aftur 2020. Hann tók þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram til forseta í ár og var Halla Tómasdóttir kosinn forseti Íslands en hún tekur við embættinu í dag.

Því spyr Mannlíf: Hvernig stóð Guðni Th. Jóhannesson sig sem forseti Íslands?

This poll has ended (since 3 months).
Vel
80.80%
Allt í lagi
9.92%
Illa
9.28%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 2. ágúst.

Ný lágvöruverslun ætlar ekki að taka við reiðufé: „Við erum að hugsa hlutina upp á nýtt“

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís. - Mynd: Skjáskot RÚV

Ný lágvöruverðsverslun opnar í ágúst og ber hún nafnið Prís og verður hún til húsa í Kópavogi. Stofnendur Bónuss og Krónunnar eru heilarnir á bakvið búðina og heita því að hún verði með lægsta vöruverðið.

„Við erum að undirbúa að koma og vera ódýrust á þessum markaði. Markaði sem hefur ekki komið með neinn nýjan aðila á lágvöruverðsmarkað í 24 ár,“ sagði Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, við RÚV um væntanlega opnun en hún var áður framkvæmdastjóri Krónunnar.

Búðin verður nokkuð öðruvísi en margir Íslendingar eiga að venjast en aðeins verður hægt að notast við sjálfsafgreiðslukassa og ekki hægt að greiða fyrir vörur með reiðufé. Þá verður opnunartími búðarinnar styttri en hjá öðrum.

„Við erum að hugsa hlutina upp á nýtt. Hvað getum við gert til að draga úr kostnaði. Við vitum að við erum bara með eina verslun þannig í mörgum tilfellum fáum við ekki sambærileg kjör. En við viljum samkeppni á þessum markaði og erum að fara að horfa inn á við til að lækka okkar kostnað til að bjóða viðskiptavinum okkar betri verð.“

BakaBaka áfram sakað um blekkingar: „Krafa um verðmerkingar mjög skýr“

Ágúst er ekki sammála viðskiptavinum um að verðmerkingarnar hjá honum séu villandi - Myndin er samsett

Veitingahúsið BakaBaka sem sakað var um villandi verðmerkingar fyrr á árinu notast ennþá við sömu verðmerkingar og þegar Mannlíf fjallaði um málið þá.

Viðskiptavinir BakaBaka höfðu samband við Mannlíf og bentu á að verðmerkingar í gluggum staðarins væru ekki þær sömu og þegar sest er til borðs og eru gestir staðarins rukkaðir aukalega fyrir að borða inni en staðurinn er bakarí fyrri part dags og selur pítsur á kvöldin. Í samtali við Mannlíf í janúar staðfesti Ágúst Fannar Einarsson, einn eiganda BakaBaka, að gestir þurfi að borga aukalega fyrir að borða inni en var ósammála það væri óskýrt.

„Þetta er mjög skýrt. Þegar viðskiptavinur sest niður fær hann matseðill sem öll verð eru alveg skýr. Það er alveg „clear“ að við erum að selja „take away“ á „counternum“ og þjóna til borðs inni á staðnum,“ sagði Ágúst þegar hann var spurður út í hvort þetta væri villandi. „Ef viðskiptavinur kýs að borða inni þá kostar það bara meira. Viðkomandi er að taka sæti sem kostar og fá þjónustu sem kostar líka. Er þá eitthvað óeðlilegt við að borga meira?,“ spurði Ágúst á móti.

Síðan þá hefur Mannlífi borist fjöldi ábendinga um að BakaBaka hafi ekki lagað verðmerkingar hjá sér en samkvæmt Neytendastofu „er krafa um verðmerkingar mjög skýr og skal ávallt gefa upp endanlegt verð. Seljendur þurfa þess vegna að gæta sérstaklega vel að því hvernig verðmerkingar er settar fram ef verð er skilyrt eða ólík verð gilda við ólíkar aðstæður.“

Íslenskur dómari sakaður um hótanir: „Mér finnst þetta galið“

Heimavöllur Fjölnis - Mynd: Fjölnir

Í gær áttust við Þróttur og Fjölnir í Lengjudeild karla í knattspyrnu og þótti leikurinn jafn og spennandi og endaði leikur með markalausu jafntefli en nokkuð sérstakt atvik átti sér stað fyrir leik að sögn Úlfs Jökulssonar, þjálfara Fjölnis.

„Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar. Hafsentarnir mínir tveir eru teknir afsíðis í upphitun af dómaranum. Truflar þá í upphitun til að segja við þá að hann sé búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir séu búnir að klípa og toga og hann ætli að gefa þeim rautt ef hann verði vitni af því,“ sagði Úlfur við Fótbolti.net. „Mér finnst þetta galið að dómari sé að trufla tvo unga leikmenn í miðri upphitun og eiginlega hóta þeim.“

Úlfur segir einnig frá því viðtalinu að þjálfari úr teymi hans hafi farið og rætt atvikið við Gunnar Odd Hafliðason, dómara leiksins, og fengið gult spjald fyrir.

Bætist atvikið í hóp margra þar sem samskipti milli þjálfara og dómara stela athygli frá leiknum sjálfum og hefur þeim farið fjölgandi undanfarin ár. Frægasta atvikið er þegar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, missti algjörlega stjórn á skapi sínu í viðtölum eftir leik í fyrra þegar hann ræddi um frammistöðu dómara leiksins og setti málið svartan blett á Íslandsmótið.

Katrín verði sendiherra

Katrín Jakobsdóttir.

Velunnnarar Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, leita nú logandi ljósi að boðlegu starfi fyrir hana. Katrín er á einskonar vergandi eftir að hafa tekið það heljarstökk að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands með alkunnri niðurstöðu.

Meðal þess sem kemur til álita er að útvega Katrínu stöðu á erlendum vettvangi og hún fari því svipaða leið og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem hefur haft lifibrauð sitt af slíkum störfum. Skyndilegt brotthvarf Katrínar flækir málin þar sem feitt embætti á alþjóðasviðinu kallar á ítarlegan undirbúning.

Nú staldra menn helst við það að Katrín fái embætti sendiherra. Þar er nefnt til sögunnar nýtt sendiráð Íslands í Madrid á Spáni. Sú ráðstöfun gæti þó orðið umdeild þar sem skipun aflóga stjórnmálamanna í embætti heyrir að mestu sögunni til eftir að Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var sendur til Washington með landsdóm á bakinu og Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, fékk sitt sendiherrastarf til að jafna út birtlingana …

Þórður Snær er hættur

Þórður snær Júlíusson.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, er hættur störfum. Hann upplýsir um brotthvarf sitt í færslu á Facebook og segist sjálfur hafa haft frumkvæði að starfslokunum.

„Fyrir nokkru tilkynnti ég stjórn Sameinaða útgáfufélagsins að ég hefði hug á að láta af störfum sem ritstjóri Heimildarinnar og sú niðurstaða formgerðist í dag,“ skrifar Þórður á Facebook.

Hann segir engan vera ómissandi og það komi alltaf einhver í manns stað. „Heimildin er á góðu róli, búin að fara í gegnum tímabil umbreytinga og uppbyggingar, orðinn mikilvægur miðill í íslensku samfélagi og finna ákveðinn stöðugleika sem mun án efa nýtast til enn frekari vaxtar,“ segir hann.

Þórður segir að nú taki við yfirlega um hvað hann ætli að gera í framtíðinni.
„Það er auðvitað skrýtið að kveðja eitthvað sem maður hefur tekið svona mikinn þátt í að skapa og lagt svona mikið í. Og það örlar eðlilega á blendnum tilfinningum,“ skrifar Þórður Snær.

Ökuníðingurinn ók á mann á hlaupahjóli og stakk af – Nótt hinna óheppnu ökumanna að baki

Norðurfjörður, útafakstur
Það var víðar en á höfuðborgarsvæðinu sem bílstjórar áttu í vandræðum. Þessi bíll hafnaði ofan í fjöru í Norðurfirði á Ströndum. Ekki urðu slys á fólki.

Nánast öll verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt snerust um ökumenn og vandræði þeirra. ýmist drukkinna eða ódrukkinna

Í austurborginni bar ökumaður staðinn að því að aka bifreið án réttinda. Hann er þessu til viðbótar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.

Annar ökumaður bifreiðar er grunaður um að hafa ekið gegn rauðu umferðarljósi og misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt. Lögregla mætti á vettvang og rannsakaði umferðarslysið. Ökumaður bifreiðarinnar fluttur með sjúkrabifreið á Bráðamóttökuna en óljóst er með líðan ökumannsins. Bifreiðin var óökufær og dregin af vettvangi með dráttarbifreið.

Rétt fyrir miðnætti varð önnur bílvelta. Minniháttar slys varð á ökumanni sem fluttur var með sjúkrabifreið á Bráðamóttökuna. Bifreið stórskemmd og dregin af vettvangi af dráttarbifreið.

Maður var staðinn að verki í fjórða sinn við að bifreið sinni án þess að vera með réttindi. Mál hans afgreitt með vettvangsskýrslu. Hann þarf að greiða rúmlega 200 þúsund krónur í sekt.

Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Hann reyndist einnig sviptur ökurétti. Maðurinnn var látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Á svæði Mosfellsbæjarlögreglu varð mferðarslys þar sem ekið var á einstakling á hlaupahjóli. Sá hlaut minniháttar áverka. Ökumaður bifreiðarinnar nam ekki staðar og yfirgaf vettvang án þess að huga að fórnarlambi sínu. Málið er í rannsókn.

Finnbogi píndur til játningar í yfirheyrslu: „Ég mun berjast fyrir rétti mínum“

Lögreglan við Hverfisgötu - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Finnbogi Karlsson var mjög ósáttur við framgöngu lögreglu en hann sagðist í viðtali við DV árið 2004 hafa verið píndur til að játa íkveikju í fjölbýli í Breiðholti án þess að hafa staðið fyrir henni.

„Þeir hótuðu mér með gæsluvarðhaldi. Sögðu að þeir gætu stungið mér inn hvenær sem er,“ sagði Finnbogi um málið við DV en að sögn hans fékk hann ekki að hitta réttargæslumann fyrr en degi eftir að hafa óskað eftir því. „Þeirri beiðni minni var hafnað og ég var þráspurður um sömu hlutina þar til ég gafst upp. Svo reyndi lögreglumaðurinn að taka mig á taugum með því að ganga í kringum mig og segja: Þú gerðir þetta. Þú gerðir þetta,“ en að sögn hans var hann yfirheyrður í 12 tíma.

Finnbogi segir að lögreglan hafi samið sögu fyrir hann til að segja. Í stuttu máli er sagan sú að Finnbogi hafi ætlað að kenna hússtjórn fjölbýlisins lexíu fyrir að hafa ekki sett upp reykskynjara og hafi þess vegna kveikt í inn í geymslu en reynt að hætta við en það hafi verið of seint.

Hann hafi í framhaldinu misst vinnuna og flutt út á land en hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Það er hræðilegt þegar maður er dæmdur saklaus. Ég mun berjast fyrir rétti mínum í þessu máli þar til sannleikurinn kemur í ljós.“

Bergþóra segir björt auglýsingaskilti stofna fólki í hættu: „Eitthvað sem við höfum áhyggjur af“

Skilti á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar - Mynd: Já.is

Vegagerðin hefur áhyggjur af hættu sem skapast vegna auglýsingaskilta en slík eru mjög algengt á höfuðborgarsvæðinu

„Við höfum það að markmiði að tryggja umferðaröryggi og að það sé sem best. Þessi skilti eru til þess fallin að draga athygli frá akstrinum ef að ökumaðurinn lítur af því sem hann er að fást við á auglýsingaskilti þá getur það valdið auka hættu í umferðinni og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ sagði Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, í samtali við Vísi um málið og tekur fram að björt skilti séu alverst.

„Það er fyrst og fremst í raun skilti sem hafa mikinn ljóma. Það er að segja lýsingin er mjög sterk, birtan er mjög sterk. Eins líka ef það er mikið af hreyfimyndum og ef það eru ör skipti á skiltunum. Það er það sem er verst, alverst.“

Bergþóra segir einnig að það sé hægt að lifa með auglýsingaskiltum sem trufla lítið en það sé mjög óæskilegt að setja skiltin þar sem margir vegfarendur eru eins og til dæmis við gatnamót.

Albert Guðmundsson mögulega á leiðinni til Þýskalands

Albert Guðmundsson Ljósmynd: Instagram

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson gæti verið á leiðinni til Þýskalands ef marka má fréttir erlendra miðla undanfarna daga.

Liðið VfB Stuttgart sem spilar í þýsku úrvalsdeildinni er sagt hafa mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum en hann hefur verið orðaður við stórliðin Inter Milan, Juventus og Tottenham undanfarna mánuði. Greint var frá því nýlega að áhugi Inter Milan hafi þó minnkað eftir að Albert var ákærður fyrir nauðgun fyrir stuttu en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst.

Stuttgart lenti í 2. sæti í þýsku úrvaldeildinni á seinasta tímabili og spilar þar með í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því ljóst að Albert mun spila á stærsta knattspyrnusviði heims færi hans sig til liðsins. Þá kepptu Íslendingarnir Ásgeir Sig­ur­vins­son og Eyj­ólf­ur Sverris­son með liðinu við gott orðspor á seinustu öld.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Nemendur grunaðir um að leggja Rimaskóla í rúst: „Þetta er ömurlegt“

Rimaskóli var lagður í rúst - Mynd: Reykjavíkurborg

Mikil skemmdarverk voru unnin í Rimaskóla í Grafarvogi í nótt að sögn Þórönnu Ólafsdóttur, skólastjóra Rimaskóla. Brotist hafi verið inn með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans sem hafi svo verið lögð í rúst og allar rúður brotnar.

„Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ sagði Þóranna við Vísi um málið og grunar að hana að nemendur skólans hafi staðið fyrir innbrotinu og skemmdarverkunum. Hún kallar eftir aðstoð foreldra við að leysa þetta mál.

„Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn… er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“

Ekki liggur fyrir hvort einhverju hafi verið stolið en Þóranna segir að hætta sé á að verkfæri hafi verið tekin og hægt sé að nota þau sem vopn.

Lögreglan hvetur fólk til að taka myndir af þrjótum: „Þykjast vera að spyrja eftir einhverjum“

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í nýrri færslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er farið yfir ráð sem lögreglan mælir með í ljósi þess að mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með hefðbundið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Áherslan í sumar hefur m.a. verið á eftirlit með hraðakstri, notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar, ferðavögnum/eftirvögnum og hættulegum framúrakstri. Það er ánægjulegt að sjaldnast hefur verið ástæða fyrir lögreglu til að kæra fyrir vanbúnað eftirvagna/ferðavagna, en í nokkrum tilvikum hefur ökumönnum verið bent á atriði sem þeir þurfa að laga, t.d. að framlengja hliðarspegla þegar ökutæki draga breiða eftirvagna. Því miður eru líka alltaf einhverjir sem leyfa sér að virða ekki reglur um hámarkshraða, auk þess að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur en ekki þarf að fjölyrða um þá hættu sem það skapar í umferðinni,“ segir meðal annars í færslunni á samfélagsmiðlinum Facebook.

Lögreglan nefnir líka að veðurspáin sé misgóð og hvetur fólk til að kynna sér veðurspánna fyrir þau svæði sem farið verður á og hvetur alla vegfarendur til að sýna þolinmæði.

„Jafnframt þessu verður haldið úti eftirliti í hverfum í umdæminu og því vill lögreglan ítreka að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“

Hægt er að lesa alla færslu lögreglu hér fyrir neðan.

Sigmundur Davíð hryggjasúlan í nýju lagi

Afkvæmi Guðanna notast við Sigmund Davíð í nýju lagi

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Einakróna – Stella
Diamond Dolls – Shy Vicious
Ghostdigital – laus skrúfa
FM Belfast – Útihátíð
Afkvæmi Guðanna – Svart Fé





Hjólhýsið hélt sína leið

Hjólhýsið á myndinni tengist ekki fréttinni.

Nóttin var annasöm hjá lögreglu en mest var um brot og slys tengd umferðinni. Á svæði Mosfellsbæjarlögreglu varð það óhapp að hjólhýsi losnaði frá bifreið og hélt sína eigin leið og endðai á staur. Dráttarkrókur bifreiðar hafði losnað með þessum afleiðingum. Ekki urðu slys á fólki en hjólhýsið skemmdist og var fjarlægt af vettvangi með dráttarbifreið

Handhafi eiturlyfja var gómaður í miðborg Reykjavíkur. Á sömu slóðum var rúðubrjótur handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Auk þess að brjóta rúðu með steinkasti og óhlýðnast lögreglu var hann með dóp í fórum sínum. Hann svarar til saka með nýjum degi.

Ekið var á gangandi vegfarenda sem slasaðist. Lögregla og sjúkralið héldu á vettvang. Vegfarandinn var fluttur á Bráðamóttökuna og bifreiðin dregin af vettvangi.

Kópavogslögregla kom að málum þar sem bifreið hafði verið ekið upp á umferðareyju. Eignatjón varð en engin slys á fólki. Bifreiðin var dregin af vettvangi.

Maður í annarlegu ástandi sást á ferðinni með hníf.  Lögregla fór á vettvang en hnífamaðurinn fannst ekki.

Slagsmál gusu upp á milli tveggja hópa. Lögregla mætti á vettvang og ræddi við fólk. Enginn slagsmálahundanna kvaðst ætla að kæra.

Steingrímur J. er vonarpeningur

Svandís Svavarsdóttir formaður VG

Vinstri-grænir glíma þessa dagana við þá örvæntingu sem er fylgifiskur þess að vera án foringja. Við brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra myndaðist tómarúm.  Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður og arftaki formannsins, þykir vera hinn vænsti maður en fjarri því að vera með þá hæfileika sem leiðtogi þarf að hafa í þeim háska sem flokkurinn stendur andspænis. Ný könnun Gallup undirstrikar að flokkurinn er að hverfa af þingi.

Hinn augljósi kostur sem leiðtogi er Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra en hún hefur glímt við veikindi sem taka sinn toll. Enginn veit hvort hún vill eða getur tekið að sér það kraftaverk að bjarga flokknum frá útrýmingu.

Gárungar telja að nú sé eina ráðið sem dugar að kalla stofnanda flokksins, Steingrím J. Sigfússon, aftur til forystu og gera þannig veika tilraun til rústabjörgunnar. Steingrímur er 69 ára og enn í fullu fjöri og talsvert yngri en Donald Trump sem stefnir ótrauður til æðstu metorða, langt genginn í áttrætt. Ekkert liggur fyrir um áhuga Steingríms á því að snúa aftur í ormagryfju íslenskra stjórnmála …

Sjálfstæðisflokkurinn skrapar botninn í sögulegri lægð – Vinstri grænir þurrkast út af Alþingi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Bjarni Benediktsson eru báðir í nauðvörn.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með aðeins 17,2 prósenta fylgi samkvæmt könnun Gallup. Þetta er minnsta fylgi flokksins frá því Gallup hóf mælingar sínar. Miðflokk­ur­inn er kominn fast á hæla Sjálfstæðisflokksins með 14,6 prósenta fylgi og myndi margfalda þingmannafjölda sinn ef kosningar færi á þennan veg. mæl­ist nú með sitt mesta fylgi frá upp­hafi mæl­inga. Vonir höfðu staðið tiul þess að fylgi flokksins myndi eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur.  Þær vonir virðast vera að bregðast og hrunið í fylgi flokksins heldur áfram.

Sú dauðans alvara blasir við Vinstri grænum að þeir ná ekki  manni á þing og þurrkast út í íslenskum stjórnmálum, fari kosninngar á þennan veg. Gallup mælir fylgi þeirra sem er um 3,5 prósent. Samkvæmt því bendir allt til þess að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður flokksins, nái ekki vopnum sínum og valdi ekki leiðtogahlutverkinu. Þá situr flokkurinn uppi með þann gjörning sinn að hafa rétt Sjálfstæðisflokknum forsætisráðuneytið.

Framsóknarflokkurinn fær einnig slæma útreið í könnuninni og mælist vera með 7,6 prósenta fylgi og er orðinn minni en Píratar. Þar blasir við hrun í fylgi þótt flokkurinn sé ekki í beinni útrýmingarhættu.

Samfylking er sem fyrr langstærsti flokkurinn og fer með himinskautum undir forystu Kristrúnar Frostadóttur með 27,6 prósenta fylgi. Sósilistaflokkurinn er á mörkum þess að ná manni inn á þing. Aðrir flokkar eru á svipuð róli og í fyrri könnunum.

Fari kosningar á þennan veg blasa við algjör uimskipti í ríkisstjórn landsins. Staða leiðtoga stjórnarflokkanna þriggja er jafnframt mjög veik og má búast við uppgjöri hjá þeim öllum.

Bjarki bjargaði tveggja ára bróður sínum frá drukknun: „Hann var hreyfingarlaus“

Litlaá í Kelduhverfi - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Litlaá

Litlu mátti muna að hinn tveggja ára gamli Magnús Orri Kristinsson drukknaði árið 1996.

Forsaga málsins er sú að Magnús var að leika sér með Bjarka Þór, bróður sínum, og tveimur öðrum börnum sem öll voru aldrinum tveggja til sex ára. Þau voru nálægt ísilagðri tjörn og ákvað að Magnús að fara út á hana og vildi svo hræðilega til að fór í gegnum ísinn. Þá sýndi Bjarki Þór, sem var aðeins sex ára gamall, mikið hugrekki og braut sér leið að vökinni, náði taki á bróður sínum og hélt að honum upp á þurrt land. Þá hljóp hann eftir hjálp.

„Ég er hálfgerður strandvörður því ég bjargaði bróður minum úr tjörninni,“ sagði Bjarki Þór við DV um málið. „Magnús fór alveg á bólakaf og var búinn að gleypa töluvert vatn þegar ég kom þarna að. Hann var hreyfingarlaus og sýndi lítil viðbrögð. Vatnið kom ekki upp úr honum fyrr en um kvöldið. Hann var lengi kaldur eftir volkið,“ sagði Hrund Ásgeirsdóttir, móðir drengjanna en að sögn fjölskyldunnar horfði Bjarki á sjónvarpsþættina Strandverði og hver veit nema það hafi hjálpað til.

„Magnús var ekki grátandi þegar mamma hans kom að honum en lá hreyfingarlaus á túninu. Hann sýndi lítil viðbrögð og hún hélt á honum heim í hús. Þegar hann kom heim í húsið fór hann að gráta og skjálfa. Bjarki var rennandi blautur upp fyrir mitti og var mjög hræddur,“ sagði Kristinn Rúnar Tryggvason, faðir drengjanna, og að sögn foreldra Magnúsar er hann víst mikill prakkari og minnti helst á Emil í Kattholti.

Halla Tómasdóttir tekin við sem forseti Íslands

Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Mynd: Skjáskot RÚV

Halla Tómasdóttir er tekin við embætti forseta Íslands og er því sjöundi forseti Íslands og hún tekur við embættinu af Guðna Th. Jóhannessyni en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Halla er önnur konan sem er forseti Íslands en sú fyrsta var Vigdís Finnbogadóttir en hún var kosin forseti Íslands árið 1980.

Hægt er að lesa innsetningarræðu Höllu hér fyrir neðan:

Góðir Íslendingar.

Ég stend hér í dag með hjartað fullt af þakklæti fyrir það traust sem mér – og
okkur hjónum – hefur verið sýnt og þann stuðning sem við höfum notið um allt
land.

Ég er þakklát foreldrum mínum sem gáfu mér gott veganesti út í lífið og
þakklát kjarkmiklu konunum sem sýndu mér ungri að aldri að með hugrekki og
samtakamætti getum við hreyft við samfélaginu og leitt framfarir.

Ég er þakklát fyrir að hafa fæðst hér á landi – fyrir að fá að vera
Íslendingur, sem í dag er öfundsvert hlutskipti, þótt það hafi ekki alltaf verið svo
í gegnum aldirnar.

Ég þakka gengnum kynslóðum sem með einmuna seiglu ekki aðeins héldu
landinu í byggð heldur sköpuðu einstakan menningararf sem við Íslendingar
megum vera afar stolt af.

Ég þakka öllum sem lagt hafa grunninn að því sem við njótum í dag í einu
mesta velferðarríki heims.

Mér er ljós sú mikla ábyrgð sem ég tekst á hendur og mun leggja mig alla
fram um að vinna landi og þjóð það gagn sem ég má. Ég veit að ég byggi á
traustum grunni þeirra sem á undan fóru og minnist með virðingu Sveins
Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns. Þá er heiður að mega
persónulega þakka Vigdísi Finnbogadóttur, Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðna
Th. Jóhannessyni fyrir þeirra forsetatíð og framlag í þágu þjóðarinnar.
Nú þegar ég vinn drengskaparheit að íslensku stjórnarskránni eru aðeins
áttatíu ár liðin frá stofnun lýðveldisins. Áttatíu ár eru um það bil einn
mannsaldur. Hvað hefur áunnist á þessum tíma? Höfum við gengið til góðs,
götuna fram eftir veg?

Íslendingar eru þrefalt fleiri nú en þá, og allar aðstæður eru gjörbreyttar:
Menntun, efnahagur, heilbrigðisþjónusta, samgöngur, samsetning þjóðar,
atvinnulífið, þjóðartekjur. Við, sem vorum ein fátækasta þjóð Norður Evrópu
erum nú meðal ríkustu þjóða heims. Það hefur orðið umbylting á einungis áttatíu
árum – og því er vert að spyrja á þessum tímamótum, hvert viljum við stefna, já
og hvar viljum við vera stödd, bæði í náinni framtíð en jafnvel líka að áttatíu
árum liðnum?

Það kom vel í ljós á ferðum okkar hjóna um landið í vor hversu annt
Íslendingum er um landið sitt og tungumál og hversu stolt við erum af afrekum
okkar og þjóðararfi.

Það var sérstaklega gleðilegt að sjá að nýsköpunarumhverfið hefur tekið
stakkaskiptum víða um land. Sjálfbær þróun matvæla skilar fjölbreyttum og
gómsætum vörum sem áður fengust bara innfluttar, fullnýting sjávarafurða gerir
að verkum að áður verðlaus úrgangur er orðinn að dýrmætri vöru, framþróun í
hugbúnaðargerð haslar sér völl án landamæra og í menningartengdri
ferðaþjónustu virðast tækifærin óþrjótandi.

Við eigum að halda áfram að byggja á styrkleikum okkar, virkja
sköpunargáfuna og vanda til verka. Við eigum óhrædd að hvetja kappsfullt
hæfileikafólk til dáða og ekki gera lítið úr dýrmætum skóla mistakanna. Sár
reynsla getur og hefur styrkt okkur.

Sköpunarkraftur Íslendinga er líklega hvað sterkastur í listum, og þar
hefur stjarna bókmenntanna lengi skinið skærast. En nú bætist hver listgreinin
við af annarri – tónlist, sjónrænar listir, myndlist, leiklist, sviðslistir og
kvikmyndagerð blómstra og sýna hvaða árangurs má vænta ef hlúð er að
vaxtarsprotum með menntun og öðrum stuðningi. Það er löngu ljóst að
listgreinar auðga ekki aðeins andann, heldur gegna þær mikilvægu hlutverki
þjóðhagslega.

Hvert á land sem við hjónin komum voru íþróttavellir og víðast
íþróttahús. Íþróttir gegna ómetanlegu hlutverki fyrir heilbrigði einstaklinga og
samfélags. Heilbrigð sál í hraustum líkama, segir máltækið. Ekki bara það, því
fátt sameinar okkar þjóð eins og þegar afreksfólkið okkar keppir á alþjóðlegum
stórmótum. Er skemmst að minnast frábærrar frammistöðu íslenska
kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem er nú á leið í lokakeppni Evrópumótsins á
næsta ári. Og einmitt þessa dagana keppa glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar á
Ólympíuleikunum í París. Við sendum þeim heillakveðjur! Og við hjónin
hlökkum til að fylgja íslenskum keppendum á Ólympíuleika fatlaðra í lok
mánaðar.

Við höfum mörgu að fagna en þurfum jafnframt að mæta áskorunum. Það
horfir ófriðlega í heiminum og harka færist í samskipti innan þjóða og milli
þjóða. Mikilvæg mannréttindi, sem áunnist hafa með langri baráttu, eiga nú
undir högg að sækja. Fólki hættir til að skipa sér í skotgrafir – í andstæðar
fylkingar. Svo læst er það sumt í afstöðu sinni að það heyrir ekki hvert í öðru.
Einn alvarlegasti fylgifiskur þess er að traustið, mikilvægasti grunnur mannlegs
samfélags, fer þverrandi.

Um allan hinn vestræna heim hafa yfirvöld, fjármálastofnanir, fyrirtæki,
fjölmiðlar og stjórnkerfi misst tiltrú almennings. Þótt flest sinni störfum sínum
af heilindum, þá hafa þau, sem ekki reynast traustsins verð, valdið skaða.
Reynsla og rannsóknir sýna að minnkað traust veldur sinnuleysi meðal
kjósenda. Fólki, og þá sérstaklega ungu fólki, finnst ekki taka því að kjósa,

finnst að það breyti engu. Það finnur jafnvel ekki tilgang í því að taka þátt í
samfélaginu. Sífellt fleiri heillast af málflutningi þeirra sem bjóða einfaldar og
oft öfgakenndar lausnir.

Við megum ekki sýna andvaraleysi í þessum efnum og nú bætist það við
að tæknin gerir kleift að falsa bæði hljóð og mynd – svo nær ómögulegt verður
að greina sannar fréttir frá fölsuðum. Hverju og hverjum er þá óhætt að trúa?
Hvað verður um traustið? Tækniþróunin verður ekki stöðvuð en grandaleysi á
þessu sviði getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélög og þróun lýðræðis.
Mér hefur orðið tíðrætt um andlega og samfélagslega heilsu. Ég get
ómögulega aðskilið þetta tvennt, því andleg vanlíðan dregur mátt úr fólki og
leggur þungan toll á samfélagið. Því miður fer einmanaleiki vaxandi hjá ungum
sem eldri. Margir dvelja lengur í rafheimum en raunheimum. Kvíði, þunglyndi,
neysla og sjálfsskaði hafa aukist stórlega á skömmum tíma. Hvernig má það
vera að ein hamingjusamasta þjóð í heimi skipi sér jafnframt í fremstu röð hvað
þessa ískyggilegu þróun varðar?

Páll Skúlason heimspekingur ritaði eitt sinn:
Getum við þá ekkert gert til að vera hamingjusöm? Öðru nær: við getum
verið opin fyrir hamingjunni með því að einbeita okkur að því sem gefur
lífinu gildi. Og við vitum hvað það er með því að veita því eftirtekt sem
glæðir lífið birtu og hlýju.

Við getum og við verðum að bæta andlega og samfélagslega heilsu. Ég
vonast til að leggja mitt af mörkum við að ráðast að rótum vandans í góðri
samvinnu við stjórnvöld, fræðimenn, heilbrigðisstarfsfólk, félagasamtök,
fjölmiðla og ekki síst kennara og foreldra. Á umbreytingatímum eru samtal og
samstarf kynslóða og ólíkra hópa samfélagsins lykillinn að því að hér ríki
jafnrétti milli kynslóða og samfélagsleg sátt. Það er því mikilvægt að unga
fólkið fái sæti við borðið, fái alvöru aðkomu að því að móta sína framtíð og njóti
þar reynslu og visku eldra fólks.

Á svona tímum er nauðsynlegt að staldra við og íhuga hver við viljum
vera, hvert við viljum stefna og hvernig við getum styrkt traust milli manna.
Hvert viljum við beina íslenska lýðveldinu næstu 80 árin? Við þurfum að átta
okkur á því og stilla okkur af. Því hvert stefnir þjóðarskúta með illa stilltan
áttavita og veikan samfélagssáttmála?

Í mínum störfum hef ég farið fyrir nýrri nálgun að úrlausn áskorana og
dregið af því lærdóm. Reynslan hefur kennt mér að farsælast er að kalla ólíka
saman, spyrja spurninga og hlusta á fjölbreytt sjónarmið. Fá fólk til að greina og
skilja vandann og sóknarfærin – og sníða lausnir sameiginlega. Þegar traust er
lítið þurfa stjórnvöld, atvinnulífið og samfélagið allt að koma saman með nýjum
hætti, vinna saman að framtíðarsýn á sameiginlegum grunni þjóðarinnar. Það er meira framboð en eftirspurn eftir þeim sem þykjast eiga öll svör, en þjóðin sjálf,
ekki síst unga kynslóðin, sættir sig ekki lengur við að fá ekki að svara til um sína
framtíð.

Höfum við hugrekki til að fara nýjar leiðir? Getum við, íslenskt samfélag,
valið mýktina, talað saman, unnið saman þvert á kynslóðir og ólíkar skoðanir og
stillt kompásinn þannig að við villumst síður af leið? Valið samstöðu fremur en
sundrungu? Spurt stórra spurninga og leitað svara með þjóðinni? Sú nálgun sem
við veljum nú ræður miklu um hvernig íslenska lýðveldinu farnast næstu áttatíu
ár. Hvaða veruleiki bíður barna okkar og barnabarna?

Ekkert eitt okkar hefur svörin við þeim fjölbreyttu áskorunum sem við
blasa. En ég mun sem forseti hvetja okkur til að spyrja spurninga og eiga
uppbyggilegt samtal og samstarf svo móta megi hvert við viljum halda og hvaða
grunnstef skuli varða þá vegferð. Þannig trúi ég að við finnum svörin, saman, og
getum tekist af íslenskri seiglu og í samheldni á við hverja þá áskorun sem breytt
heimsmynd og staða samfélagsins kallar á.

Ég er sannfærð um að Ísland og Íslendingar hafa mikilvægu hlutverki að
gegna í heimi í vanda. Ég hef trú á styrkleikum okkar og veit að við getum
áfram byggt á þeirri sérstöðu sem við höfum þegar skapað okkur á sviði
jafnréttis og jarðvarma, í listum, íþróttum og í lýðræðislegri þróun samfélags
sem setur mannréttindi á oddinn. Ég tel styrk okkar ekki síst felast í smæðinni
og – í mýktinni. Smá, en kná og kjarkmikil þjóð sem hefur visku og metnað til
að velja mýkri leiðir í hörðum heimi. Ég trúi því að við getum valið að vera
friðsæl þjóð sem nýtur velsældar og réttir jafnframt hlýja hönd til þeirra sem á
þurfa að halda. Þannig getum við verið öðrum góð fyrirmynd og ljós í því
myrkri sem víða ríkir.

Kæru landar, það val byrjar hjá hverjum og einum. Hver ætlum við að
vera og hvað veljum við að gera á tímum þegar svo margir velja átök og árásir á
þá sem ekki eru þeim sammála? Mætum við hvert öðru með opnum hug og
hjarta, tilbúin til að hlusta og leggja okkur fram um að skilja ólík sjónarmið,
ólíka lífsreynslu og sýn? Sannleikurinn er sá að það að velja að hlusta, að
einsetja sér að reyna að skilja hvaðan aðrir koma, krefst kjarks og reynir meira á
okkur til skemmri tíma en að loka og fara í vörn. Höfum við kjarkinn sem þarf
til að velja mennsku og frið í eigin ranni og mynda þannig jarðveg fyrir
samfélag þar sem flestum er fært að blómstra á sínum forsendum? Ég vil að við
stefnum þangað. Virkjum getu okkar til að skapa slíkt samfélag, saman, fyrir og
með næstu kynslóð. Ég veit að við getum það!

Ísland er einstakt land og við erum skapandi þjóð sem leitar nú svara við
mörgum áleitnum spurningum. Ég hlakka til að vinna með ykkur af metnaði að
bjartri framtíð okkar lýðveldis og geri ljóð Hólmfríðar Sigurðardóttur, Leitum,
að mínum lokaorðum:

Leitum úrræða
látum hendur og orð
fallast í faðma
leitum gleðinnar
í ljóðinu
finnum frelsið
í höndunum
leitum regnbogans
finnum ljósberann
leitum láns
finnum það leika um líf
lands vatns og ljóss.

Covid komið til vera: „Bólusetningar og almennar sóttvarnir eru okkar aðalvörn“

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir Covid komið til að vera

Fyrir um það bil tveimur vikum var gripið til aðgerða á Landspítalnum vegna fjölda Covidsmita sem komu upp á spítalanum, og í samfélaginu sem heild. Margir Íslendingar höfðu vonast til að veiran væri að syngja sitt síðasta en sóttvarnalæknir telur að Covid sé komið til að vera en segir ástandið þó betra núna en fyrir tveimur vikum.

„Svona sýkingar koma í bylgjum. Þetta er náttúrulega smitandi þannig þetta dreifist um og svo gengur það niður. Þetta var svolítið skarpur toppur. Þannig að vonandi var þetta að hluta til vegna þess að spítalinn gat komið í veg fyrir frekari útbreiðslu hjá sér. En þetta er held ég eðlilegur gangur í samfélaginu. Við höfum séð bylgjur af Covid á sumrin. Þannig vonandi verður ekki meira af þessu núna,“ sagði Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við Vísi um málið en í júlí voru 32 einstaklingar í einangrun á sama tíma á spítölum landsins.

Það kom mörgum á óvart þegar tilkynnt var að spítalinn þyrfti að grípa til aðgerða vegna smita en Guðrún segir að það sé eðlilegt að sjúkrahús grípi stundum strangari reglna en almennt ríkja út í samfélaginu.

„Covid virðist vera komið til að vera. Við verðum að læra að lifa með því. Bólusetningar og almennar sóttvarnir eru okkar aðalvörn. Við hvetjum fólk til að taka þátt.“

Enn og aftur mannabreytingar hjá KR: „Ég er afskaplega glöð“

Óskar Hrafn þjálfar KR - Mynd: KR

Óskar Hrafn Þorvaldsson verður þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu á næsta tímabili. Óskar er talinn einn af bestu þjálfum landsins en hann hefur áður stýrt Gróttu og Breiðabliki hérlendis og Haugesund í Noregi.

Óskar gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum árið 2022 og tók svona Haugesund ári seinna en sagði upp störfum vegna samstarfserfiðleika við félagið.

Hægt er að lesa tilkynningu KR um málið hér fyrir neðan:

Gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur.

Aðalstjórn KR hefur náð samkomulagi við Pálma Rafn Pálmason um að taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins þegar tímabundinn samningur hans við knattspyrnudeild félagsins rennur út eftir tímabil.

Aðalstjórn þakkar Bjarna Guðjónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, kærlega fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

Pálmi Rafn er KR-ingum að góðu kunnur enda notið starfskrafta hans á ýmsum sviðum á undanförnum árum. Pálmi Rafn gjörþekkir félagið enda bæði leikið fyrir það, þjálfað og starfað.

„Ég er afskaplega glöð að Pálmi Rafn hafi ákveðið að taka að sér starf framkvæmdastjóra félagsins og hlakka mikið til samstarfsins við hann. Hann hefur unnið afskaplega gott starf í mörg ár fyrir félagið og frábært að fá hann til þess að taka við af Bjarna Guðjónssyni, sem framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Reykjavíkur.”

Þórhildur Garðarsdóttir, formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur.

Í framhaldi af tilkynningu aðalstjórnar er tilkynning frá knattspyrnudeild KR.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmaður knattspyrnumála í KR, hefur að beiðni Pálma Rafns Pálmasonar, þjálfara meistaraflokks, komið inn í þjálfarateymi liðsins og mun hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er. Óskar Hrafn mun að tímabili loknu taka við starfi þjálfara meistaraflokks karla ásamt því að gegna starfi yfirmanns knattspyrnumála. Kynnt verður um ráðningu yfirþjálfara yngri flokka á næstu misserum.

Óskar tekur strax til starfa og verður með liðinu í næsta leik er við sækjum HK menn heim á miðvikudaginn kemur.

Hvernig stóð Guðni Th. Jóhannesson sig sem forseti Íslands?

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.

Í gær var síðasti dagur Guðna Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands en hann var fyrst kosinn í embættið árið 2016 og svo aftur 2020. Hann tók þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram til forseta í ár og var Halla Tómasdóttir kosinn forseti Íslands en hún tekur við embættinu í dag.

Því spyr Mannlíf: Hvernig stóð Guðni Th. Jóhannesson sig sem forseti Íslands?

This poll has ended (since 3 months).
Vel
80.80%
Allt í lagi
9.92%
Illa
9.28%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 2. ágúst.

Ný lágvöruverslun ætlar ekki að taka við reiðufé: „Við erum að hugsa hlutina upp á nýtt“

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís. - Mynd: Skjáskot RÚV

Ný lágvöruverðsverslun opnar í ágúst og ber hún nafnið Prís og verður hún til húsa í Kópavogi. Stofnendur Bónuss og Krónunnar eru heilarnir á bakvið búðina og heita því að hún verði með lægsta vöruverðið.

„Við erum að undirbúa að koma og vera ódýrust á þessum markaði. Markaði sem hefur ekki komið með neinn nýjan aðila á lágvöruverðsmarkað í 24 ár,“ sagði Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, við RÚV um væntanlega opnun en hún var áður framkvæmdastjóri Krónunnar.

Búðin verður nokkuð öðruvísi en margir Íslendingar eiga að venjast en aðeins verður hægt að notast við sjálfsafgreiðslukassa og ekki hægt að greiða fyrir vörur með reiðufé. Þá verður opnunartími búðarinnar styttri en hjá öðrum.

„Við erum að hugsa hlutina upp á nýtt. Hvað getum við gert til að draga úr kostnaði. Við vitum að við erum bara með eina verslun þannig í mörgum tilfellum fáum við ekki sambærileg kjör. En við viljum samkeppni á þessum markaði og erum að fara að horfa inn á við til að lækka okkar kostnað til að bjóða viðskiptavinum okkar betri verð.“

BakaBaka áfram sakað um blekkingar: „Krafa um verðmerkingar mjög skýr“

Ágúst er ekki sammála viðskiptavinum um að verðmerkingarnar hjá honum séu villandi - Myndin er samsett

Veitingahúsið BakaBaka sem sakað var um villandi verðmerkingar fyrr á árinu notast ennþá við sömu verðmerkingar og þegar Mannlíf fjallaði um málið þá.

Viðskiptavinir BakaBaka höfðu samband við Mannlíf og bentu á að verðmerkingar í gluggum staðarins væru ekki þær sömu og þegar sest er til borðs og eru gestir staðarins rukkaðir aukalega fyrir að borða inni en staðurinn er bakarí fyrri part dags og selur pítsur á kvöldin. Í samtali við Mannlíf í janúar staðfesti Ágúst Fannar Einarsson, einn eiganda BakaBaka, að gestir þurfi að borga aukalega fyrir að borða inni en var ósammála það væri óskýrt.

„Þetta er mjög skýrt. Þegar viðskiptavinur sest niður fær hann matseðill sem öll verð eru alveg skýr. Það er alveg „clear“ að við erum að selja „take away“ á „counternum“ og þjóna til borðs inni á staðnum,“ sagði Ágúst þegar hann var spurður út í hvort þetta væri villandi. „Ef viðskiptavinur kýs að borða inni þá kostar það bara meira. Viðkomandi er að taka sæti sem kostar og fá þjónustu sem kostar líka. Er þá eitthvað óeðlilegt við að borga meira?,“ spurði Ágúst á móti.

Síðan þá hefur Mannlífi borist fjöldi ábendinga um að BakaBaka hafi ekki lagað verðmerkingar hjá sér en samkvæmt Neytendastofu „er krafa um verðmerkingar mjög skýr og skal ávallt gefa upp endanlegt verð. Seljendur þurfa þess vegna að gæta sérstaklega vel að því hvernig verðmerkingar er settar fram ef verð er skilyrt eða ólík verð gilda við ólíkar aðstæður.“

Íslenskur dómari sakaður um hótanir: „Mér finnst þetta galið“

Heimavöllur Fjölnis - Mynd: Fjölnir

Í gær áttust við Þróttur og Fjölnir í Lengjudeild karla í knattspyrnu og þótti leikurinn jafn og spennandi og endaði leikur með markalausu jafntefli en nokkuð sérstakt atvik átti sér stað fyrir leik að sögn Úlfs Jökulssonar, þjálfara Fjölnis.

„Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar. Hafsentarnir mínir tveir eru teknir afsíðis í upphitun af dómaranum. Truflar þá í upphitun til að segja við þá að hann sé búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir séu búnir að klípa og toga og hann ætli að gefa þeim rautt ef hann verði vitni af því,“ sagði Úlfur við Fótbolti.net. „Mér finnst þetta galið að dómari sé að trufla tvo unga leikmenn í miðri upphitun og eiginlega hóta þeim.“

Úlfur segir einnig frá því viðtalinu að þjálfari úr teymi hans hafi farið og rætt atvikið við Gunnar Odd Hafliðason, dómara leiksins, og fengið gult spjald fyrir.

Bætist atvikið í hóp margra þar sem samskipti milli þjálfara og dómara stela athygli frá leiknum sjálfum og hefur þeim farið fjölgandi undanfarin ár. Frægasta atvikið er þegar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, missti algjörlega stjórn á skapi sínu í viðtölum eftir leik í fyrra þegar hann ræddi um frammistöðu dómara leiksins og setti málið svartan blett á Íslandsmótið.

Katrín verði sendiherra

Katrín Jakobsdóttir.

Velunnnarar Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, leita nú logandi ljósi að boðlegu starfi fyrir hana. Katrín er á einskonar vergandi eftir að hafa tekið það heljarstökk að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands með alkunnri niðurstöðu.

Meðal þess sem kemur til álita er að útvega Katrínu stöðu á erlendum vettvangi og hún fari því svipaða leið og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem hefur haft lifibrauð sitt af slíkum störfum. Skyndilegt brotthvarf Katrínar flækir málin þar sem feitt embætti á alþjóðasviðinu kallar á ítarlegan undirbúning.

Nú staldra menn helst við það að Katrín fái embætti sendiherra. Þar er nefnt til sögunnar nýtt sendiráð Íslands í Madrid á Spáni. Sú ráðstöfun gæti þó orðið umdeild þar sem skipun aflóga stjórnmálamanna í embætti heyrir að mestu sögunni til eftir að Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var sendur til Washington með landsdóm á bakinu og Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, fékk sitt sendiherrastarf til að jafna út birtlingana …

Þórður Snær er hættur

Þórður snær Júlíusson.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, er hættur störfum. Hann upplýsir um brotthvarf sitt í færslu á Facebook og segist sjálfur hafa haft frumkvæði að starfslokunum.

„Fyrir nokkru tilkynnti ég stjórn Sameinaða útgáfufélagsins að ég hefði hug á að láta af störfum sem ritstjóri Heimildarinnar og sú niðurstaða formgerðist í dag,“ skrifar Þórður á Facebook.

Hann segir engan vera ómissandi og það komi alltaf einhver í manns stað. „Heimildin er á góðu róli, búin að fara í gegnum tímabil umbreytinga og uppbyggingar, orðinn mikilvægur miðill í íslensku samfélagi og finna ákveðinn stöðugleika sem mun án efa nýtast til enn frekari vaxtar,“ segir hann.

Þórður segir að nú taki við yfirlega um hvað hann ætli að gera í framtíðinni.
„Það er auðvitað skrýtið að kveðja eitthvað sem maður hefur tekið svona mikinn þátt í að skapa og lagt svona mikið í. Og það örlar eðlilega á blendnum tilfinningum,“ skrifar Þórður Snær.

Ökuníðingurinn ók á mann á hlaupahjóli og stakk af – Nótt hinna óheppnu ökumanna að baki

Norðurfjörður, útafakstur
Það var víðar en á höfuðborgarsvæðinu sem bílstjórar áttu í vandræðum. Þessi bíll hafnaði ofan í fjöru í Norðurfirði á Ströndum. Ekki urðu slys á fólki.

Nánast öll verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt snerust um ökumenn og vandræði þeirra. ýmist drukkinna eða ódrukkinna

Í austurborginni bar ökumaður staðinn að því að aka bifreið án réttinda. Hann er þessu til viðbótar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.

Annar ökumaður bifreiðar er grunaður um að hafa ekið gegn rauðu umferðarljósi og misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt. Lögregla mætti á vettvang og rannsakaði umferðarslysið. Ökumaður bifreiðarinnar fluttur með sjúkrabifreið á Bráðamóttökuna en óljóst er með líðan ökumannsins. Bifreiðin var óökufær og dregin af vettvangi með dráttarbifreið.

Rétt fyrir miðnætti varð önnur bílvelta. Minniháttar slys varð á ökumanni sem fluttur var með sjúkrabifreið á Bráðamóttökuna. Bifreið stórskemmd og dregin af vettvangi af dráttarbifreið.

Maður var staðinn að verki í fjórða sinn við að bifreið sinni án þess að vera með réttindi. Mál hans afgreitt með vettvangsskýrslu. Hann þarf að greiða rúmlega 200 þúsund krónur í sekt.

Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Hann reyndist einnig sviptur ökurétti. Maðurinnn var látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Á svæði Mosfellsbæjarlögreglu varð mferðarslys þar sem ekið var á einstakling á hlaupahjóli. Sá hlaut minniháttar áverka. Ökumaður bifreiðarinnar nam ekki staðar og yfirgaf vettvang án þess að huga að fórnarlambi sínu. Málið er í rannsókn.

Finnbogi píndur til játningar í yfirheyrslu: „Ég mun berjast fyrir rétti mínum“

Lögreglan við Hverfisgötu - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Finnbogi Karlsson var mjög ósáttur við framgöngu lögreglu en hann sagðist í viðtali við DV árið 2004 hafa verið píndur til að játa íkveikju í fjölbýli í Breiðholti án þess að hafa staðið fyrir henni.

„Þeir hótuðu mér með gæsluvarðhaldi. Sögðu að þeir gætu stungið mér inn hvenær sem er,“ sagði Finnbogi um málið við DV en að sögn hans fékk hann ekki að hitta réttargæslumann fyrr en degi eftir að hafa óskað eftir því. „Þeirri beiðni minni var hafnað og ég var þráspurður um sömu hlutina þar til ég gafst upp. Svo reyndi lögreglumaðurinn að taka mig á taugum með því að ganga í kringum mig og segja: Þú gerðir þetta. Þú gerðir þetta,“ en að sögn hans var hann yfirheyrður í 12 tíma.

Finnbogi segir að lögreglan hafi samið sögu fyrir hann til að segja. Í stuttu máli er sagan sú að Finnbogi hafi ætlað að kenna hússtjórn fjölbýlisins lexíu fyrir að hafa ekki sett upp reykskynjara og hafi þess vegna kveikt í inn í geymslu en reynt að hætta við en það hafi verið of seint.

Hann hafi í framhaldinu misst vinnuna og flutt út á land en hann var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Það er hræðilegt þegar maður er dæmdur saklaus. Ég mun berjast fyrir rétti mínum í þessu máli þar til sannleikurinn kemur í ljós.“

Bergþóra segir björt auglýsingaskilti stofna fólki í hættu: „Eitthvað sem við höfum áhyggjur af“

Skilti á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar - Mynd: Já.is

Vegagerðin hefur áhyggjur af hættu sem skapast vegna auglýsingaskilta en slík eru mjög algengt á höfuðborgarsvæðinu

„Við höfum það að markmiði að tryggja umferðaröryggi og að það sé sem best. Þessi skilti eru til þess fallin að draga athygli frá akstrinum ef að ökumaðurinn lítur af því sem hann er að fást við á auglýsingaskilti þá getur það valdið auka hættu í umferðinni og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af,“ sagði Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, í samtali við Vísi um málið og tekur fram að björt skilti séu alverst.

„Það er fyrst og fremst í raun skilti sem hafa mikinn ljóma. Það er að segja lýsingin er mjög sterk, birtan er mjög sterk. Eins líka ef það er mikið af hreyfimyndum og ef það eru ör skipti á skiltunum. Það er það sem er verst, alverst.“

Bergþóra segir einnig að það sé hægt að lifa með auglýsingaskiltum sem trufla lítið en það sé mjög óæskilegt að setja skiltin þar sem margir vegfarendur eru eins og til dæmis við gatnamót.

Albert Guðmundsson mögulega á leiðinni til Þýskalands

Albert Guðmundsson Ljósmynd: Instagram

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson gæti verið á leiðinni til Þýskalands ef marka má fréttir erlendra miðla undanfarna daga.

Liðið VfB Stuttgart sem spilar í þýsku úrvalsdeildinni er sagt hafa mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum en hann hefur verið orðaður við stórliðin Inter Milan, Juventus og Tottenham undanfarna mánuði. Greint var frá því nýlega að áhugi Inter Milan hafi þó minnkað eftir að Albert var ákærður fyrir nauðgun fyrir stuttu en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst.

Stuttgart lenti í 2. sæti í þýsku úrvaldeildinni á seinasta tímabili og spilar þar með í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því ljóst að Albert mun spila á stærsta knattspyrnusviði heims færi hans sig til liðsins. Þá kepptu Íslendingarnir Ásgeir Sig­ur­vins­son og Eyj­ólf­ur Sverris­son með liðinu við gott orðspor á seinustu öld.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Nemendur grunaðir um að leggja Rimaskóla í rúst: „Þetta er ömurlegt“

Rimaskóli var lagður í rúst - Mynd: Reykjavíkurborg

Mikil skemmdarverk voru unnin í Rimaskóla í Grafarvogi í nótt að sögn Þórönnu Ólafsdóttur, skólastjóra Rimaskóla. Brotist hafi verið inn með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans sem hafi svo verið lögð í rúst og allar rúður brotnar.

„Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ sagði Þóranna við Vísi um málið og grunar að hana að nemendur skólans hafi staðið fyrir innbrotinu og skemmdarverkunum. Hún kallar eftir aðstoð foreldra við að leysa þetta mál.

„Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn… er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“

Ekki liggur fyrir hvort einhverju hafi verið stolið en Þóranna segir að hætta sé á að verkfæri hafi verið tekin og hægt sé að nota þau sem vopn.

Raddir