Mikil skemmdarverk voru unnin í Rimaskóla í Grafarvogi í nótt að sögn Þórönnu Ólafsdóttur, skólastjóra Rimaskóla. Brotist hafi verið inn með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans sem hafi svo verið lögð í rúst og allar rúður brotnar.
„Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ sagði Þóranna við Vísi um málið og grunar að hana að nemendur skólans hafi staðið fyrir innbrotinu og skemmdarverkunum. Hún kallar eftir aðstoð foreldra við að leysa þetta mál.
„Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn… er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“
Ekki liggur fyrir hvort einhverju hafi verið stolið en Þóranna segir að hætta sé á að verkfæri hafi verið tekin og hægt sé að nota þau sem vopn.