Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Nemendur grunaðir um að leggja Rimaskóla í rúst: „Þetta er ömurlegt“

Rimaskóli var lagður í rúst - Mynd: Reykjavíkurborg

Mikil skemmdarverk voru unnin í Rimaskóla í Grafarvogi í nótt að sögn Þórönnu Ólafsdóttur, skólastjóra Rimaskóla. Brotist hafi verið inn með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans sem hafi svo verið lögð í rúst og allar rúður brotnar.

„Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ sagði Þóranna við Vísi um málið og grunar að hana að nemendur skólans hafi staðið fyrir innbrotinu og skemmdarverkunum. Hún kallar eftir aðstoð foreldra við að leysa þetta mál.

„Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn… er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“

Ekki liggur fyrir hvort einhverju hafi verið stolið en Þóranna segir að hætta sé á að verkfæri hafi verið tekin og hægt sé að nota þau sem vopn.

Óttast gos í næstu viku – Lögregan ábyrgist ekki öryggi Grindvíkinga

Apple vill ljósmynda Grindavík

Mögulegt er að það muni gjósa aftur á Reykjanesinu við Sundhnúkagígaröðina í næstu viku samkvæmt Lovísu Mjöll Guðmundsdóttur, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur Veður­stofu Íslands.

„Ef til goss kem­ur, þá er þetta ein til tvær vik­ur. Kerfið er í raun­inni svo gott sem að verða til­búið. Svo er bara spurn­ing hvort að kvik­an nái upp eða ekki. Það hafa orðið kviku­hlaup þar sem verða ekki gos. Það eru all­ir á tán­um og það er vel fylgst með,“ sagði hún við mbl.is um málið.

Hún segir jafnframt að það þurfi að gera ráð fyrir að fyrirvarinn verði lítill þó að hingað til hafi verið einhver fyrirvari.

Hættulegt í Grindavík

Þá segir lögreglustjórinn á Suðurnesjum að ekki sé hægt að útiloka að gossprungur geti opnast í Grindavík og mælir gegn því að fólk dvelji þar en dvalið var í 34 húsum síðastliðna nótt.

„Lög­reglu­stjóri mæl­ir alls ekki með því og get­ur ekki ábyrgst ör­yggi þeirra við nú­ver­andi aðstæður,“ segir í til­kynn­ing­u lögreglu.

Mörg hundruð milljónir settar í viðhald sundlauga í Reykjavík í ár

Árbæjarlaug - Mynd: Reykjavíkurborg

Eins og Mannlíf greindi frá í síðustu viku standa nú yfir framkvæmdir í Dalslaug, nýjustu sundlaug Reykjavíkurborgar, en til stendur að byggja varðturn til að veita sundlaugarvörðum betri yfirsýn yfir sundlaugina. Núverandi aðstaða laugarvarða þykir óheppileg þar sem rennibrautir laugarinnar sjást ekki úr núverandi aðstöðu en ætlað er að kostnaður við byggingu á nýjum varðturni verði 65 milljónir króna.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Reykjavíkurborg til að spyrjast fyrir um framkvæmdir og viðgerðir í sundlaugum borgarinnar á þessu ári. Í svari borgarinnar kemur fram að um 150 milljónir muni fara í endurgerðir og meiri háttar viðhaldsverkefni á þessu ári og næstu fimm mánuðum muni 30 milljónir fara í Árbæjarlaug, 30 milljónir í Sundhöll Reykjavíkur, 25 milljónir í Dalslaug, 5 milljónir í Vesturbæjarlaug, 5 milljónir í Breiðholtslaug og 2 milljónir í Klébergslaug.

Þá kemur einnig fram í svari borgarinnar að allt árið um kring séu tilfallandi og minniháttar viðhaldsframkvæmdir í gangi í öllum sundlaugum borgarinnar og er áætlaður kostnaður við slíkt 300 milljónir króna þetta árið. Því muni heildarkostnaður við viðhald og framkvæmdir í sundlaugunum vera í kringum 450 milljónir króna í ár.

Nýr turn í byggingu – Á myndinni sjást ekki rennibrautir laugarinnar. – Mynd: Brynjar Birgisson

Guðlaug Edda datt illa af hjóli á Ólympíuleikunum – Endaði í 51. sæti

Guðlaug Eddaði endaði í 51. sæti

Íslenski Ólympíufarinn Guðlaug Edda Hannesdóttir lenti í því að detta illa af hjóli sínu þegar hún var að keppa í þríþraut en gerðist það á fimmta hring.

Guðlaug féll niður um mörg sæti vegna þess en hún kláraði keppnina í 51. sæti tæpum 16 mínútum á eftir sigurvegaranum Cassandre Beaugrand en Guðlaug var í 39. sæti þegar hún féll. Í samtali við mbl.is eftir keppnina sagðist Guðlaug vera marin, með sár og bólgin en annars fín. Lokatími hennar var 2:10:46 mín.

Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir í þríþraut á Ólympíuleikum en í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi.

Ingó stimplaður níðingur

Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er kominn með nóg af því að vera úthrópaður sem níðingur. Hann gerir þau örlög sín að umtalsefni á Facebook í gærkvöld þar sem hann rifjar upp að rúm þrjú ár eru síðan „einhver bylgja fór af stað“ um að hann  um að hann væri níðingur. Ingó segir að herferðin hafi byggt á nafnlausum sögum þriðja aðila. Færslan er sett fram í samhengi við það að hann verður með tónleika í Skógarböðunum í Eyjafirði.

Hann segir að málið hafi tekið mjög á fjölskyldu sína og vini en sjálfur hafi hann ákveðið að halda sínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós sakleysi hans. Nafnlaust bull hafi orðið að „snjóflóði“ en erfitt að sanna sakleysi. Ingó segist hafa reynt sitt besta og spilað mikið en ótilgreint fólk reyni að eyðileggja alla hans viðburði.

Hann gagnrýnir að löggjafinn verji fólk ekki gegn neteinelti og ofbeldi og fjölmiðlar taki þátt í mannorðsmorðum og beygi siðareglur. Hann segist aldrei hafa sætt ákæru fyrir ofbeldisbrot og einungis ein kona hafi nafngreint sig í tengslum við slíkt. Síðar hafi komið í ljós að „sú kona laug í hvert skipti sem hún opnaði munninn“. Ingólfur telur að haldi áfram sem horfir muni koma til þess að ofbeldi verði eina svarið. Óljóst er hvað tónlistarmaðurinn meinar með því en hann segir vera nóg komið.

Færsla hans hefur vakið bæði reiði og samúð á samfélagsmiðlum. Hann er ýmist sakaður um að þagga niðri í þolendum eða að standa í baráttu sem eigi fullan rétt á sér …

Húsbrjóturinn ruddi sér leið inn í sameignina – Ógnvaldurinn í miðborginni varð ljúfur sem lamb

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Uppnám varð í fjölbýlishúsi þegar óvelkominn gestur barði allt að utan í þeim augljósa tilgangi að komast inn. Óttasleginn íbúi hafði samband við lögreglu og leitaði hjálpar. Hann sagðist ekki þekkja dólginn. Þegar lögregla var á leið á vettvang hafði íbúinn samband og upplýsti að  maðurinn væri búinn að brjóta sér leið inn á sameign hússins. Lögreglan stóð manninn að verki og handtók hann á vettvangi. Húsbrjóturinn reyndist vera undir miklum áhrifum fíknefna. Hann var læstur inni í fangaklefa og verður yfirheyrður þegar víman rennur af honum.

Lögregla og slökkvilið kom til aðstoðar þar sem bíll var brennandi. Slökkt var í bifreiðinni á vettvangi . Hún reyndist vera  óökufær og var flutt með dráttarbifreið af vettvangi.

Einn búðaþjófur var gripinn í gærkvöld. Mál ghans var afgreitt samkvæmt venju.

Ofbeldisseggur var með ógnandi tilburði við vegfarendur í miðborginni. Lögreglu bárust tvært tilkynningar um háttsemi mannsins og hélt þegar á vettvang. Þegar lögregla hafði upp á aðilanum kom í ljós að um góðkunninga lögreglunnar var að ræða. Ógnvaldurinn var ljúfur sem lamb við lögregluna. Vel gekk að ræða við hann og urðu þau málalok að hann þáði far heim til sín.

Lögreglu barst tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla. Í ljós kom að búið er að brjóta margar rúður í skólanum. Skemmdarvargarnir höfðu einnig valdið tjóni inni í skólanum.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í akstri grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Dregið var úr þeim blóð og þeir svo látnir lausir.

Jón lögmaður dæmdur fyrir óspektir í héraðsdómi – Braut blað í dómsögu Íslands

Héraðsdómur Reykjavíkur

Lögmaðurinn Jón Egilsson braut blað í dómsögu Íslands árið 2004 þegar hann var fyrsti lögmaðurinn til að vera dæmdur fyrir óspektir í dómsal í opinberu sakamáli.

DV fjallaði um málið á sínum tíma en Jón var að verja Jakob Pálsson sem hafði verið kærður fyrir fólskulega líkamsárás árið 2002. Við aðalmeðferð málsins á Jón að hafa gripið fram í fyrir vitnum, fulltrúa lögreglunnar í Reykjavík og gert Ingveldi Einarsdóttur, dómara málsins, upp skoðanir ásamt því að trufla lögmann lögreglustjóraembættisins við yfirheyrslu. Að mati Ingveldar gekk Jón svo langt að hún dæmdi Jón fyrir óspektir en var honum gert að borga 40 þúsund króna sekt fyrir hegðun sína.

Í frétt DV er einnig sagt frá því að Jón hafi sjálfur gerst brotlegur við lög á sínum yngri árum en hann var dæmdur fyrir að berja leigubílstjóra með glasi á leið heim af skemmtistað.

Jakob Pálsson var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi en maðurinn sem hann réðst á hlaut sex sentimetra langan skurð á ennið og rifbeinsbrotnaði.

Rappstjarnan Chino XL látin

Rapparinn Chino XL er látinn

Rapparinn Chino XL er látinn en hann lést um helgina sem leið og var hann aðeins 50 ára gamall.

Hann er af mörgum talinn vera einn af bestu röppurum 10. áratug síðustu aldar og byrjun 21. aldarinnar. Á ferlinum gaf hann út fjórar plötur sjálfur en gaf út tvær aðrar plötur í samstarfi við aðra tónlistarmenn. Á löngum ferli vann hann með rjómanum af bandarískum tónlistarmönnum og vöktu plöturnar Here to Save You All og I Told You So mikla athygli þegar þær komu út.

Dánarörsök hans er óljós en hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn.

 

Auknar líkur á eldgosi á Reykjanesi: „Þetta er að vaxa nokkuð jafnt og þétt“

Eldgos á Reykjanesi 2022.

Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur auknar líkur séu á kvikuhlaupi og mögulega eldgosi á Reykjanesi á Sundhnúkagígaröðinni.

„Við erum núna að tala um á bilinu 20-35 skjálfta á sólarhring. Þetta er að vaxa nokkuð jafnt og þétt á milli daga og vikna og það þýðir bara að við erum með uppbyggingu á spennu sem heldur áfram og gerir það að verkum að líkurnar á kvikuhlaupi, og jafnvel eldgosi, aukast,“ sagði Jóhanna í samtali við RÚV um málið.

Jóhanna segir ástandið núna sé sambærilegt því sem sérfræðingar hafa séð í undanfara annarra eldgosa og túlka málið svo að það gæti farið að draga til tíðinda. Þá segir hún einnig að mögulega sé að minna en 30 mínútur verði milli þessi að skjálftavirkni hefst þar til kvika brýtur sér leið upp á yfirborðið.

Ljósbrot sópar að sér verðlaunum

Elín Hall fer með hlutverk Unu - Mynd: Skjáskot

Kvikmyndin Ljósbrot heldur áfram að safna að sér verðlaunum en Ljósbrot er nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar en hann hefur þótt einn besti leikstjóri Íslands síðan hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2005 fyrir bestu leiknu stuttmyndina.

En um helgina hlaut kvikmyndin þrrenn verðlaun, meðal annars aðalverðlaun á kvikmyndahátíðinni Cinehill í Króatíu. „Dómnefndin fagnar myndinni fyrir ljóðræna og hógværa kvikmyndalist. Fyrir fíngerðan leik og frásagnarlist, þar sem tekist er á við óvænt drama með þeim hætti að sagan og frumlegar persónur fanga áhorfendur,“ sagði Danilo Šerbedžija, formaður dómnefndar um myndina en hún var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni og hefur fengið góða dóma um heim allan.

Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu. Upphefst þá rússíbanaferð tilfinninga, þar sem mörkin milli hláturs og gráts, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

Leik- og söngkonan Elín Hall fer með aðalhlutverk myndarinnar en henni til stuðnings eru Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

Maður liggur inn á Landspítalnum eftir ísbjarnaárás

Landspítalinn Fossvogi Mynd/Lára Garðarsdóttir

Þýskur maður slasaðist alvarlega á föstudaginn í síðustu viku eftir að ísbjörn réðst á hann á Grænlandi og var maðurinn fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur samdægurs en Vísir greinir frá málinu.

Þjóðverjinn var staddur á mannlausu eyjunni Traill á austurströnd Grændalands í óljósum erindagjörðum en samkvæmt grænlensku lögreglunni er hann mjög alvarlega særður eftir árásina en varðstjóri hjá grænlensku lögreglunni sagði í samtali við Vísi að lögreglunni hafi borist útkall um árásina á tólfta tímanum á föstudaginn.

Samkvæmt Vísi hafa ísbirnir verið að gera vart við sig í auknum mæli á austurströnd Grænlands undanfarið en sjaldgæft þykir að þeir nálgist mannabyggðir að sumri til.

Þriðja barnið látið eftir stunguárásina í Southport – Lögreglan gagnrýnir falsfréttir

Sorgarástand í Southport

Þriðja barnið er látið eftir stunguárás í Southport í gær en lögregluyfirvöld á svæðinu greindu frá því fyrir stuttu.

Hin hörmulega árás átti sér stað í félagsmiðstöð á dansskemmtun fyrir börn og voru tugir einstaklinga, börn og fullorðnir, stungnir. 17 ára einstaklingur hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn en samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum bjó hann í nærliggjandi þorpi en er upphaflega frá Wales. Hann á að hafa komið sér á staðinn með leigubíl en sagt er að hann hafi neitað að greiða leigubílstjóranum fyrir farið.

Nú liggja fimm börn og tveir fullorðnir inn á sjúkrahúsi í lífshættu en ekki liggur enn fyrir hvert tilefni árásarinnar var en málið er ekki rannsakað sem mögulegt hryðjuverk.

Stuttu eftir árásina var sagt frá því á Twitter að maður að nafni Ali Al-Shakati stæði fyrir árásinni og hann væri hælisleitandi sem hefði komið til Bretlands í fyrra og væri undir smásjá yfirvalda þar sem hann væri líklegur til að fremja hryðjuverk. Lögreglan hefur staðfastlega neitað öllu slíku og biður fólk og fjölmiðla að vanda sig þegar kemur að umfjöllun um málið.

Sameiningaráhugi í algjöru lágmarki í Súðavík: „Átti að vera hvat­inn“

Lítill áhugi er í Súðavík fyrir sameiningu - Mynd: Verkís

Lítill áhugi er á sameiningu við annað sveitarfélag hjá íbúum Súðavíkurhrepps að sögn Braga Þórs Thoroddsen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.

Haldinn var fundur þann 21. júlí um mögulega sameiningu við annað sveitarfélag en um 40 manns sóttu fundinn. Samkvæmt lagabreytingu frá 2021 þurfa sveitarfélög með 250 eða færri íbúa að sameinast öðru sveitarfélagi eða sannfæra innviðaráðuneytið að sveitarfélagið hafi getu til að sinna lögbundnum verkefnum.

Í viðtali við mbl.is rifjar Bragi upp fund sem haldinn var á Ísafirði árið 2019 af ráðuneytinu þar sem fulltrúar sveitarfélaga voru kallaðir á svæðið. „Það var víst sam­ráðið sem átti að vera hvat­inn að laga­breyt­ing­un­um þegar átti að setja lög um íbúa­fjöld­ann,“ sagði Bragi og tók fram að flestir fulltrúar sveitarfélaganna hafi verið á móti sameiningu.

Þá þótti Braga sérstakt að þegar ráðuneytið gerði upp fundinn að sagt hafi verið að almenn ánægja hafi verið með áformin en Bragi hefur verið mikill gagnrýnandi laganna.

Sigmundur Davíð hamrar á ríkissaksóknara: „Hefur mátt þola margra ára hótanir“

Sigmundur Davíð leiðir Miðflokkinn -Mynd: Miðflokkurinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er allt annað en sáttur með þá tillögu Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að Helgi Magnússon Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum en hann hefur kærður af hjálparsamtökunum Solaris fyrir ummæli sín um hælisleitendur og innflytjendur.

„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Helgi Magnús við Vísi en hann hefur lengi þótt umdeildur í starfi og hafa ýmis ummæli Helga í gegnum tíðina farið fyrir brjóstið á hinum almenna borgara.

Það má ekki verða niðurstaðan að Helgi Magnús Gunnarsson verði hrakinn úr embætti vararíkissaksóknara að kröfu öfgamanna! Maðurinn hefur mátt þola margra ára hótanir gagnvart sjálfum sér og fjölskyldu sinni án eðlilegra viðbragða eða stuðnings frá yfirvöldum,“ skrifaði formaður Miðflokksins á samfélagsmiðilinn Facebook um málið en Sigmundur þurfti einmitt sjálfur að segja af sér sem forsætisráðherra vegna Wintris-málsins svokallaða eftir mikinn þrýsting frá íslensku þjóðinni og alþingismönnum.

Lilja segist saklaus

Lilja Dögg Alfreðsdóttir segist saklaus

Ýmsir sjálfskipaðir sérfræðingar keppast um þessar mundir að finna sökudólg þegar kemur að meintum slæmum árangri íslenskra barna í PISA-könnunum undanfarna ára án þess þó að hafa til þess mikla sérfræðiþekkingu.

Það vakti þó athygli margra að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra Íslands frá 2017 til 2021, tók undir áhyggjur fólks af menntakerfinu en sagðist á sama tíma í samtali við Morgunblaðið vera algjörlega saklaus í þessum efnum og kenndi undirmönnum sínum í skólakerfinu alfarið um.

Lilja hefur um nokkurt skeið verið talin augljós næsti leiðtogi Framsóknarflokksins við yfirvofandi brotthvarf Sigurðar Inga Jóhannssonar sem ber augljós þreytumerki. Velta má vöngum yfir því hvers konar leiðtogi hún verður ef hún nálgast fleiri alvarleg mál með þessum hætti …

Borgari veitti innbrotsþjófi eftirför og afhjúpaði glæpinn – Reiðhjólaþjófur sat uppi með senditæki

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Seinheppinn innbrotsþjófur lenti undir smásjó borgara sem stóð hann að verki við innbrot í verslun og hringdi á lögregluna. Sá sem tilkynnt um innbrotið brást hárrétt við og fylgdi þjófinum eftir þegar hann yfirgaf verslunina með þýfið.  Hann fylgdi þjófinum eftir og gaf lögreglunni glögga lýsingu á þjófinum og athæfi hans. Eftirför borgarans stóð allt þar til lögregla koma á vettvang og handtók þjófinn. Hann gat einnig gefið glöggar upplýsingar um það hvar þjófurinn hafði falið hluta af þýfinu. Þjófurinn var læstur inni í fangageymslu.  Skýrsla verður tekin af honum þegar hann verður útsofinn.

Annar seinheppinn þjófur stal reiðhjóli. Svo illa vildi til fyrir ræningjann að hjólið var með sendi sem gerði eigandanum kleift að fylgjast með því hvert þjófurinn hjólaði. Eigandinn elti þannig hjólið „út um allan bæ “ eins og segir í Dagbók lögreglu.

Þjófurinn á hjólinu endaði svo för sína  á vafasömum stað. Eigandinn treysti sér ekki til að fara einn þangað inn og kallaði eftir lögreglu sem mætti á staðinn og upplýsti málið. Lögreglan hafði upp á hjólinu og kom því til eigandans sem af fyrirhyggju hafði upplýst glæpinn.

Þriðjii þjófurinn þessa nótt var staðinn að verki við innbrot á heimili þegar húsráðendur komu að honum. Hann lagði á flótta og sem komst af vettvangi með þýfi úr húsinu meðferðis. Hann hefur ekki enn fundist. Málið í rannsókn.

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig reyndist hann sviptur ökuréttindum.

Tveir meintir dópsalar, sinn hvoru málinu, voru handteknir og vistaður vegna gruns um vörslu og sölu  fíkniefna. Málin eru í rannsókn

Hæðist að Höllu

Verðandi forseti Íslands fékk bíl á sérkjörum- Mynd: Brimborg

Gísli Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg, steig fram í bílamáli Höllu Tómasdóttur, verðandi forseta Íslands, til að upplýsa að dyggiir viðskiptavinir fái gjarnan afslátt á borð við þann sem Halla fékk.  Gísli Örn er gamansamur og sagði við Stöð 2 að nokkuð væri um að fólk færi fram á forsetaafslátt við kaup á umræddum Volvo-rafmagnsbíl. Þannig hefði fyrrverandi forseti Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, krækt sér í afsláttinn.

Halla hefur ítrekað sagt að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir birtingu myndarinnar. Flestir sjá þá yfirlýsingu sem klaufalegt yfirklór og stórslys ef litið er til almannatengsla. Gísli Örn staðfesti að ekki hafi verið beðið formlega um leyfi fyrir myndbirtingunni. Hann hæðist svo að Höllu og spyr þeirrar sjálfsögðu spurningar hvað hún hafi verið að hugsa með því að pósa með Agli Jóhannssyni, forstjóra Brimborgar.

„Hún verður svo að svara því hvað hún reiknaði með að yrði gert við myndina“ segir Gísli Örn.

Brimborg hefur stórgrætt á öllu uppnáminu á meðan Halla situr uppi með skellinn. Nú vita flestir Íslendingar hvaða fyrirbæri Volvo EX30 Ultra LR RWD er …

Grasníðingur fór í taugarnar á sjálfstæðismönnum: „Fyrst og fremst mótmæli“

Umferð á Miklubraut

Maður sem kallaður var grasníðingur í DV svaraði fyrir ásakanir í blaðinu árið 2004.

Forsaga málsins er að DV fjallaði um að grasníðingur hafi „brennt“ nafnið Jóna í brekku við Miklubraut í Reykjavík. Hinn meinti grasníðingur sendi DV leiðréttingu um málið og lét vita að hann væri að tala um Jón Ásgeir.

Hægt er að lesa bréfið hér fyrir neðan:

„Elsku hjartans kæru vinir. Ég er „grasníðingur“ sá sem „brenndi“ Jón Á í vannærða brekku við Miklubraut. Ef bændur landsins lesa þessa frétt um grasbrennsluna við Miklubraut hljóta þeir að leggja af þá „grasníðslu“ að bera áburð á tún sín. Borgaryfirvöld eru að mínu áliti sek um það „Níðingsverk“ að svelta með skipulögðum hætti grasfleti borgarinnar til að spara slátt. Afþvíleiðir að margar þeirra eru rytjulegar og ljótar. „Grasbrennsla“ mín er því fyrst og fremst mótmæli gegn vannæringu borgarinnar. Svo var Jón Ásgeir mikið umræddur í vor og mér fannst gott að minnast hans með því að lífga smá gróður með nafni hans „Jón Á“ og fara svolítið í taugarnar á sjálfstæðismönnum í leiðinni.“

Undir þetta ritaði svo N.N en samkvæmt sérfræðingi DV sem greindi handskrifað bréfið með þessari yfirlýsingu var sennilega um menntamann að ræða. Rithöndin þótti gamaldags og innihélt bréfið orðaval einstaklings sem hefur hlotið menntun. Að sögn DV bar leit að níðingnum engan árangur.

Forsætisráðherra Frakklands tilkynnti óvart um trúlofun Lady Gaga

Lady Gaga alltaf flott

Söngkonan og leikkonan Lady Gaga er trúlofuð en hún greindi óvart frá þessu á samfélagsmiðlinum TikTok en það var reikningi Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands, sem hún kynnti Michael Polansky sem unnusta sinn á Ólympíuleikunum í París.

Líkleg þykir að söngkonan hafi ekki vitað af upptökunni en hún hefur verið í sambandi með Polansky síðan 2020.

Hún hefur í nógu að snúast þessa daganna en hún leikur Harley Quinn í framhaldsmyndinni Joker: Folie à Deux sem kemur út í október á þessu ári. Mótleikari hennar í myndinni er Joaquin Phoenix en hann leikur Joker og semur Hildur Guðnadóttir tónlistina fyrir myndina, sem hún vann einmitt til Óskarsverðlauna fyrir myndina Joker sem kom út árið 2020.

@gabriel_attalThank you Lady Gaga for your stunning performance at the opening ceremony. It was breathtaking. 🤩🫶♬ son original – Gabriel Attal

My Ky Le ennþá ófundinn

My Ky Le er týndur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ennþá að leita að My Ky Le að sögn DV.is en ekkert er vitað um ferðir hans síðan á föstudag en hans var leitað með þyrlu í Skerjafirði samkvæmt mbl.is.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir My Ky Le, 52 ára, en ekkert er vitað um ferðir hans frá því um hádegi á föstudag. My Ky Le, sem er til heimilis að Bústaðavegi 49 í Reykjavík, er tæplega 170 sm á hæð og 70-75 kg. Hann er svarthærður, með brún augu og húðflúr á vinstri handlegg. Ekki er vitað um klæðnað hans en líklegast er hann með derhúfu. Hann hefur yfir að ráða bifreiðinni FK-U20 sem er hvít Mazda 3 og sást til hennar nálægt Álftanesi síðdegis á föstudag.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir My Ky Le eru beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 112.“

Nemendur grunaðir um að leggja Rimaskóla í rúst: „Þetta er ömurlegt“

Rimaskóli var lagður í rúst - Mynd: Reykjavíkurborg

Mikil skemmdarverk voru unnin í Rimaskóla í Grafarvogi í nótt að sögn Þórönnu Ólafsdóttur, skólastjóra Rimaskóla. Brotist hafi verið inn með því að brjóta rúðu nærri smíðastofu skólans sem hafi svo verið lögð í rúst og allar rúður brotnar.

„Þetta er ömurlegt. Þarna var allt í rúst,“ sagði Þóranna við Vísi um málið og grunar að hana að nemendur skólans hafi staðið fyrir innbrotinu og skemmdarverkunum. Hún kallar eftir aðstoð foreldra við að leysa þetta mál.

„Það er lausung á börnum. Það þarf að hafa ýmislegt í huga. Er barnið þitt heima hjá sér um nóttina? Ef það vaknar ekki um morguninn… er það undir áhrifum einhverra efna? Er barnið þitt með málningu á sér? Er barnið þitt á góðum stað?“

Ekki liggur fyrir hvort einhverju hafi verið stolið en Þóranna segir að hætta sé á að verkfæri hafi verið tekin og hægt sé að nota þau sem vopn.

Óttast gos í næstu viku – Lögregan ábyrgist ekki öryggi Grindvíkinga

Apple vill ljósmynda Grindavík

Mögulegt er að það muni gjósa aftur á Reykjanesinu við Sundhnúkagígaröðina í næstu viku samkvæmt Lovísu Mjöll Guðmundsdóttur, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur Veður­stofu Íslands.

„Ef til goss kem­ur, þá er þetta ein til tvær vik­ur. Kerfið er í raun­inni svo gott sem að verða til­búið. Svo er bara spurn­ing hvort að kvik­an nái upp eða ekki. Það hafa orðið kviku­hlaup þar sem verða ekki gos. Það eru all­ir á tán­um og það er vel fylgst með,“ sagði hún við mbl.is um málið.

Hún segir jafnframt að það þurfi að gera ráð fyrir að fyrirvarinn verði lítill þó að hingað til hafi verið einhver fyrirvari.

Hættulegt í Grindavík

Þá segir lögreglustjórinn á Suðurnesjum að ekki sé hægt að útiloka að gossprungur geti opnast í Grindavík og mælir gegn því að fólk dvelji þar en dvalið var í 34 húsum síðastliðna nótt.

„Lög­reglu­stjóri mæl­ir alls ekki með því og get­ur ekki ábyrgst ör­yggi þeirra við nú­ver­andi aðstæður,“ segir í til­kynn­ing­u lögreglu.

Mörg hundruð milljónir settar í viðhald sundlauga í Reykjavík í ár

Árbæjarlaug - Mynd: Reykjavíkurborg

Eins og Mannlíf greindi frá í síðustu viku standa nú yfir framkvæmdir í Dalslaug, nýjustu sundlaug Reykjavíkurborgar, en til stendur að byggja varðturn til að veita sundlaugarvörðum betri yfirsýn yfir sundlaugina. Núverandi aðstaða laugarvarða þykir óheppileg þar sem rennibrautir laugarinnar sjást ekki úr núverandi aðstöðu en ætlað er að kostnaður við byggingu á nýjum varðturni verði 65 milljónir króna.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Reykjavíkurborg til að spyrjast fyrir um framkvæmdir og viðgerðir í sundlaugum borgarinnar á þessu ári. Í svari borgarinnar kemur fram að um 150 milljónir muni fara í endurgerðir og meiri háttar viðhaldsverkefni á þessu ári og næstu fimm mánuðum muni 30 milljónir fara í Árbæjarlaug, 30 milljónir í Sundhöll Reykjavíkur, 25 milljónir í Dalslaug, 5 milljónir í Vesturbæjarlaug, 5 milljónir í Breiðholtslaug og 2 milljónir í Klébergslaug.

Þá kemur einnig fram í svari borgarinnar að allt árið um kring séu tilfallandi og minniháttar viðhaldsframkvæmdir í gangi í öllum sundlaugum borgarinnar og er áætlaður kostnaður við slíkt 300 milljónir króna þetta árið. Því muni heildarkostnaður við viðhald og framkvæmdir í sundlaugunum vera í kringum 450 milljónir króna í ár.

Nýr turn í byggingu – Á myndinni sjást ekki rennibrautir laugarinnar. – Mynd: Brynjar Birgisson

Guðlaug Edda datt illa af hjóli á Ólympíuleikunum – Endaði í 51. sæti

Guðlaug Eddaði endaði í 51. sæti

Íslenski Ólympíufarinn Guðlaug Edda Hannesdóttir lenti í því að detta illa af hjóli sínu þegar hún var að keppa í þríþraut en gerðist það á fimmta hring.

Guðlaug féll niður um mörg sæti vegna þess en hún kláraði keppnina í 51. sæti tæpum 16 mínútum á eftir sigurvegaranum Cassandre Beaugrand en Guðlaug var í 39. sæti þegar hún féll. Í samtali við mbl.is eftir keppnina sagðist Guðlaug vera marin, með sár og bólgin en annars fín. Lokatími hennar var 2:10:46 mín.

Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir í þríþraut á Ólympíuleikum en í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi.

Ingó stimplaður níðingur

Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er kominn með nóg af því að vera úthrópaður sem níðingur. Hann gerir þau örlög sín að umtalsefni á Facebook í gærkvöld þar sem hann rifjar upp að rúm þrjú ár eru síðan „einhver bylgja fór af stað“ um að hann  um að hann væri níðingur. Ingó segir að herferðin hafi byggt á nafnlausum sögum þriðja aðila. Færslan er sett fram í samhengi við það að hann verður með tónleika í Skógarböðunum í Eyjafirði.

Hann segir að málið hafi tekið mjög á fjölskyldu sína og vini en sjálfur hafi hann ákveðið að halda sínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós sakleysi hans. Nafnlaust bull hafi orðið að „snjóflóði“ en erfitt að sanna sakleysi. Ingó segist hafa reynt sitt besta og spilað mikið en ótilgreint fólk reyni að eyðileggja alla hans viðburði.

Hann gagnrýnir að löggjafinn verji fólk ekki gegn neteinelti og ofbeldi og fjölmiðlar taki þátt í mannorðsmorðum og beygi siðareglur. Hann segist aldrei hafa sætt ákæru fyrir ofbeldisbrot og einungis ein kona hafi nafngreint sig í tengslum við slíkt. Síðar hafi komið í ljós að „sú kona laug í hvert skipti sem hún opnaði munninn“. Ingólfur telur að haldi áfram sem horfir muni koma til þess að ofbeldi verði eina svarið. Óljóst er hvað tónlistarmaðurinn meinar með því en hann segir vera nóg komið.

Færsla hans hefur vakið bæði reiði og samúð á samfélagsmiðlum. Hann er ýmist sakaður um að þagga niðri í þolendum eða að standa í baráttu sem eigi fullan rétt á sér …

Húsbrjóturinn ruddi sér leið inn í sameignina – Ógnvaldurinn í miðborginni varð ljúfur sem lamb

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Uppnám varð í fjölbýlishúsi þegar óvelkominn gestur barði allt að utan í þeim augljósa tilgangi að komast inn. Óttasleginn íbúi hafði samband við lögreglu og leitaði hjálpar. Hann sagðist ekki þekkja dólginn. Þegar lögregla var á leið á vettvang hafði íbúinn samband og upplýsti að  maðurinn væri búinn að brjóta sér leið inn á sameign hússins. Lögreglan stóð manninn að verki og handtók hann á vettvangi. Húsbrjóturinn reyndist vera undir miklum áhrifum fíknefna. Hann var læstur inni í fangaklefa og verður yfirheyrður þegar víman rennur af honum.

Lögregla og slökkvilið kom til aðstoðar þar sem bíll var brennandi. Slökkt var í bifreiðinni á vettvangi . Hún reyndist vera  óökufær og var flutt með dráttarbifreið af vettvangi.

Einn búðaþjófur var gripinn í gærkvöld. Mál ghans var afgreitt samkvæmt venju.

Ofbeldisseggur var með ógnandi tilburði við vegfarendur í miðborginni. Lögreglu bárust tvært tilkynningar um háttsemi mannsins og hélt þegar á vettvang. Þegar lögregla hafði upp á aðilanum kom í ljós að um góðkunninga lögreglunnar var að ræða. Ógnvaldurinn var ljúfur sem lamb við lögregluna. Vel gekk að ræða við hann og urðu þau málalok að hann þáði far heim til sín.

Lögreglu barst tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla. Í ljós kom að búið er að brjóta margar rúður í skólanum. Skemmdarvargarnir höfðu einnig valdið tjóni inni í skólanum.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í akstri grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Dregið var úr þeim blóð og þeir svo látnir lausir.

Jón lögmaður dæmdur fyrir óspektir í héraðsdómi – Braut blað í dómsögu Íslands

Héraðsdómur Reykjavíkur

Lögmaðurinn Jón Egilsson braut blað í dómsögu Íslands árið 2004 þegar hann var fyrsti lögmaðurinn til að vera dæmdur fyrir óspektir í dómsal í opinberu sakamáli.

DV fjallaði um málið á sínum tíma en Jón var að verja Jakob Pálsson sem hafði verið kærður fyrir fólskulega líkamsárás árið 2002. Við aðalmeðferð málsins á Jón að hafa gripið fram í fyrir vitnum, fulltrúa lögreglunnar í Reykjavík og gert Ingveldi Einarsdóttur, dómara málsins, upp skoðanir ásamt því að trufla lögmann lögreglustjóraembættisins við yfirheyrslu. Að mati Ingveldar gekk Jón svo langt að hún dæmdi Jón fyrir óspektir en var honum gert að borga 40 þúsund króna sekt fyrir hegðun sína.

Í frétt DV er einnig sagt frá því að Jón hafi sjálfur gerst brotlegur við lög á sínum yngri árum en hann var dæmdur fyrir að berja leigubílstjóra með glasi á leið heim af skemmtistað.

Jakob Pálsson var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi en maðurinn sem hann réðst á hlaut sex sentimetra langan skurð á ennið og rifbeinsbrotnaði.

Rappstjarnan Chino XL látin

Rapparinn Chino XL er látinn

Rapparinn Chino XL er látinn en hann lést um helgina sem leið og var hann aðeins 50 ára gamall.

Hann er af mörgum talinn vera einn af bestu röppurum 10. áratug síðustu aldar og byrjun 21. aldarinnar. Á ferlinum gaf hann út fjórar plötur sjálfur en gaf út tvær aðrar plötur í samstarfi við aðra tónlistarmenn. Á löngum ferli vann hann með rjómanum af bandarískum tónlistarmönnum og vöktu plöturnar Here to Save You All og I Told You So mikla athygli þegar þær komu út.

Dánarörsök hans er óljós en hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn.

 

Auknar líkur á eldgosi á Reykjanesi: „Þetta er að vaxa nokkuð jafnt og þétt“

Eldgos á Reykjanesi 2022.

Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur auknar líkur séu á kvikuhlaupi og mögulega eldgosi á Reykjanesi á Sundhnúkagígaröðinni.

„Við erum núna að tala um á bilinu 20-35 skjálfta á sólarhring. Þetta er að vaxa nokkuð jafnt og þétt á milli daga og vikna og það þýðir bara að við erum með uppbyggingu á spennu sem heldur áfram og gerir það að verkum að líkurnar á kvikuhlaupi, og jafnvel eldgosi, aukast,“ sagði Jóhanna í samtali við RÚV um málið.

Jóhanna segir ástandið núna sé sambærilegt því sem sérfræðingar hafa séð í undanfara annarra eldgosa og túlka málið svo að það gæti farið að draga til tíðinda. Þá segir hún einnig að mögulega sé að minna en 30 mínútur verði milli þessi að skjálftavirkni hefst þar til kvika brýtur sér leið upp á yfirborðið.

Ljósbrot sópar að sér verðlaunum

Elín Hall fer með hlutverk Unu - Mynd: Skjáskot

Kvikmyndin Ljósbrot heldur áfram að safna að sér verðlaunum en Ljósbrot er nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar en hann hefur þótt einn besti leikstjóri Íslands síðan hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2005 fyrir bestu leiknu stuttmyndina.

En um helgina hlaut kvikmyndin þrrenn verðlaun, meðal annars aðalverðlaun á kvikmyndahátíðinni Cinehill í Króatíu. „Dómnefndin fagnar myndinni fyrir ljóðræna og hógværa kvikmyndalist. Fyrir fíngerðan leik og frásagnarlist, þar sem tekist er á við óvænt drama með þeim hætti að sagan og frumlegar persónur fanga áhorfendur,“ sagði Danilo Šerbedžija, formaður dómnefndar um myndina en hún var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni og hefur fengið góða dóma um heim allan.

Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu. Upphefst þá rússíbanaferð tilfinninga, þar sem mörkin milli hláturs og gráts, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

Leik- og söngkonan Elín Hall fer með aðalhlutverk myndarinnar en henni til stuðnings eru Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

Maður liggur inn á Landspítalnum eftir ísbjarnaárás

Landspítalinn Fossvogi Mynd/Lára Garðarsdóttir

Þýskur maður slasaðist alvarlega á föstudaginn í síðustu viku eftir að ísbjörn réðst á hann á Grænlandi og var maðurinn fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur samdægurs en Vísir greinir frá málinu.

Þjóðverjinn var staddur á mannlausu eyjunni Traill á austurströnd Grændalands í óljósum erindagjörðum en samkvæmt grænlensku lögreglunni er hann mjög alvarlega særður eftir árásina en varðstjóri hjá grænlensku lögreglunni sagði í samtali við Vísi að lögreglunni hafi borist útkall um árásina á tólfta tímanum á föstudaginn.

Samkvæmt Vísi hafa ísbirnir verið að gera vart við sig í auknum mæli á austurströnd Grænlands undanfarið en sjaldgæft þykir að þeir nálgist mannabyggðir að sumri til.

Þriðja barnið látið eftir stunguárásina í Southport – Lögreglan gagnrýnir falsfréttir

Sorgarástand í Southport

Þriðja barnið er látið eftir stunguárás í Southport í gær en lögregluyfirvöld á svæðinu greindu frá því fyrir stuttu.

Hin hörmulega árás átti sér stað í félagsmiðstöð á dansskemmtun fyrir börn og voru tugir einstaklinga, börn og fullorðnir, stungnir. 17 ára einstaklingur hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn en samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum bjó hann í nærliggjandi þorpi en er upphaflega frá Wales. Hann á að hafa komið sér á staðinn með leigubíl en sagt er að hann hafi neitað að greiða leigubílstjóranum fyrir farið.

Nú liggja fimm börn og tveir fullorðnir inn á sjúkrahúsi í lífshættu en ekki liggur enn fyrir hvert tilefni árásarinnar var en málið er ekki rannsakað sem mögulegt hryðjuverk.

Stuttu eftir árásina var sagt frá því á Twitter að maður að nafni Ali Al-Shakati stæði fyrir árásinni og hann væri hælisleitandi sem hefði komið til Bretlands í fyrra og væri undir smásjá yfirvalda þar sem hann væri líklegur til að fremja hryðjuverk. Lögreglan hefur staðfastlega neitað öllu slíku og biður fólk og fjölmiðla að vanda sig þegar kemur að umfjöllun um málið.

Sameiningaráhugi í algjöru lágmarki í Súðavík: „Átti að vera hvat­inn“

Lítill áhugi er í Súðavík fyrir sameiningu - Mynd: Verkís

Lítill áhugi er á sameiningu við annað sveitarfélag hjá íbúum Súðavíkurhrepps að sögn Braga Þórs Thoroddsen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.

Haldinn var fundur þann 21. júlí um mögulega sameiningu við annað sveitarfélag en um 40 manns sóttu fundinn. Samkvæmt lagabreytingu frá 2021 þurfa sveitarfélög með 250 eða færri íbúa að sameinast öðru sveitarfélagi eða sannfæra innviðaráðuneytið að sveitarfélagið hafi getu til að sinna lögbundnum verkefnum.

Í viðtali við mbl.is rifjar Bragi upp fund sem haldinn var á Ísafirði árið 2019 af ráðuneytinu þar sem fulltrúar sveitarfélaga voru kallaðir á svæðið. „Það var víst sam­ráðið sem átti að vera hvat­inn að laga­breyt­ing­un­um þegar átti að setja lög um íbúa­fjöld­ann,“ sagði Bragi og tók fram að flestir fulltrúar sveitarfélaganna hafi verið á móti sameiningu.

Þá þótti Braga sérstakt að þegar ráðuneytið gerði upp fundinn að sagt hafi verið að almenn ánægja hafi verið með áformin en Bragi hefur verið mikill gagnrýnandi laganna.

Sigmundur Davíð hamrar á ríkissaksóknara: „Hefur mátt þola margra ára hótanir“

Sigmundur Davíð leiðir Miðflokkinn -Mynd: Miðflokkurinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er allt annað en sáttur með þá tillögu Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að Helgi Magnússon Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum en hann hefur kærður af hjálparsamtökunum Solaris fyrir ummæli sín um hælisleitendur og innflytjendur.

„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Helgi Magnús við Vísi en hann hefur lengi þótt umdeildur í starfi og hafa ýmis ummæli Helga í gegnum tíðina farið fyrir brjóstið á hinum almenna borgara.

Það má ekki verða niðurstaðan að Helgi Magnús Gunnarsson verði hrakinn úr embætti vararíkissaksóknara að kröfu öfgamanna! Maðurinn hefur mátt þola margra ára hótanir gagnvart sjálfum sér og fjölskyldu sinni án eðlilegra viðbragða eða stuðnings frá yfirvöldum,“ skrifaði formaður Miðflokksins á samfélagsmiðilinn Facebook um málið en Sigmundur þurfti einmitt sjálfur að segja af sér sem forsætisráðherra vegna Wintris-málsins svokallaða eftir mikinn þrýsting frá íslensku þjóðinni og alþingismönnum.

Lilja segist saklaus

Lilja Dögg Alfreðsdóttir segist saklaus

Ýmsir sjálfskipaðir sérfræðingar keppast um þessar mundir að finna sökudólg þegar kemur að meintum slæmum árangri íslenskra barna í PISA-könnunum undanfarna ára án þess þó að hafa til þess mikla sérfræðiþekkingu.

Það vakti þó athygli margra að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra Íslands frá 2017 til 2021, tók undir áhyggjur fólks af menntakerfinu en sagðist á sama tíma í samtali við Morgunblaðið vera algjörlega saklaus í þessum efnum og kenndi undirmönnum sínum í skólakerfinu alfarið um.

Lilja hefur um nokkurt skeið verið talin augljós næsti leiðtogi Framsóknarflokksins við yfirvofandi brotthvarf Sigurðar Inga Jóhannssonar sem ber augljós þreytumerki. Velta má vöngum yfir því hvers konar leiðtogi hún verður ef hún nálgast fleiri alvarleg mál með þessum hætti …

Borgari veitti innbrotsþjófi eftirför og afhjúpaði glæpinn – Reiðhjólaþjófur sat uppi með senditæki

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Seinheppinn innbrotsþjófur lenti undir smásjó borgara sem stóð hann að verki við innbrot í verslun og hringdi á lögregluna. Sá sem tilkynnt um innbrotið brást hárrétt við og fylgdi þjófinum eftir þegar hann yfirgaf verslunina með þýfið.  Hann fylgdi þjófinum eftir og gaf lögreglunni glögga lýsingu á þjófinum og athæfi hans. Eftirför borgarans stóð allt þar til lögregla koma á vettvang og handtók þjófinn. Hann gat einnig gefið glöggar upplýsingar um það hvar þjófurinn hafði falið hluta af þýfinu. Þjófurinn var læstur inni í fangageymslu.  Skýrsla verður tekin af honum þegar hann verður útsofinn.

Annar seinheppinn þjófur stal reiðhjóli. Svo illa vildi til fyrir ræningjann að hjólið var með sendi sem gerði eigandanum kleift að fylgjast með því hvert þjófurinn hjólaði. Eigandinn elti þannig hjólið „út um allan bæ “ eins og segir í Dagbók lögreglu.

Þjófurinn á hjólinu endaði svo för sína  á vafasömum stað. Eigandinn treysti sér ekki til að fara einn þangað inn og kallaði eftir lögreglu sem mætti á staðinn og upplýsti málið. Lögreglan hafði upp á hjólinu og kom því til eigandans sem af fyrirhyggju hafði upplýst glæpinn.

Þriðjii þjófurinn þessa nótt var staðinn að verki við innbrot á heimili þegar húsráðendur komu að honum. Hann lagði á flótta og sem komst af vettvangi með þýfi úr húsinu meðferðis. Hann hefur ekki enn fundist. Málið í rannsókn.

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig reyndist hann sviptur ökuréttindum.

Tveir meintir dópsalar, sinn hvoru málinu, voru handteknir og vistaður vegna gruns um vörslu og sölu  fíkniefna. Málin eru í rannsókn

Hæðist að Höllu

Verðandi forseti Íslands fékk bíl á sérkjörum- Mynd: Brimborg

Gísli Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg, steig fram í bílamáli Höllu Tómasdóttur, verðandi forseta Íslands, til að upplýsa að dyggiir viðskiptavinir fái gjarnan afslátt á borð við þann sem Halla fékk.  Gísli Örn er gamansamur og sagði við Stöð 2 að nokkuð væri um að fólk færi fram á forsetaafslátt við kaup á umræddum Volvo-rafmagnsbíl. Þannig hefði fyrrverandi forseti Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, krækt sér í afsláttinn.

Halla hefur ítrekað sagt að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir birtingu myndarinnar. Flestir sjá þá yfirlýsingu sem klaufalegt yfirklór og stórslys ef litið er til almannatengsla. Gísli Örn staðfesti að ekki hafi verið beðið formlega um leyfi fyrir myndbirtingunni. Hann hæðist svo að Höllu og spyr þeirrar sjálfsögðu spurningar hvað hún hafi verið að hugsa með því að pósa með Agli Jóhannssyni, forstjóra Brimborgar.

„Hún verður svo að svara því hvað hún reiknaði með að yrði gert við myndina“ segir Gísli Örn.

Brimborg hefur stórgrætt á öllu uppnáminu á meðan Halla situr uppi með skellinn. Nú vita flestir Íslendingar hvaða fyrirbæri Volvo EX30 Ultra LR RWD er …

Grasníðingur fór í taugarnar á sjálfstæðismönnum: „Fyrst og fremst mótmæli“

Umferð á Miklubraut

Maður sem kallaður var grasníðingur í DV svaraði fyrir ásakanir í blaðinu árið 2004.

Forsaga málsins er að DV fjallaði um að grasníðingur hafi „brennt“ nafnið Jóna í brekku við Miklubraut í Reykjavík. Hinn meinti grasníðingur sendi DV leiðréttingu um málið og lét vita að hann væri að tala um Jón Ásgeir.

Hægt er að lesa bréfið hér fyrir neðan:

„Elsku hjartans kæru vinir. Ég er „grasníðingur“ sá sem „brenndi“ Jón Á í vannærða brekku við Miklubraut. Ef bændur landsins lesa þessa frétt um grasbrennsluna við Miklubraut hljóta þeir að leggja af þá „grasníðslu“ að bera áburð á tún sín. Borgaryfirvöld eru að mínu áliti sek um það „Níðingsverk“ að svelta með skipulögðum hætti grasfleti borgarinnar til að spara slátt. Afþvíleiðir að margar þeirra eru rytjulegar og ljótar. „Grasbrennsla“ mín er því fyrst og fremst mótmæli gegn vannæringu borgarinnar. Svo var Jón Ásgeir mikið umræddur í vor og mér fannst gott að minnast hans með því að lífga smá gróður með nafni hans „Jón Á“ og fara svolítið í taugarnar á sjálfstæðismönnum í leiðinni.“

Undir þetta ritaði svo N.N en samkvæmt sérfræðingi DV sem greindi handskrifað bréfið með þessari yfirlýsingu var sennilega um menntamann að ræða. Rithöndin þótti gamaldags og innihélt bréfið orðaval einstaklings sem hefur hlotið menntun. Að sögn DV bar leit að níðingnum engan árangur.

Forsætisráðherra Frakklands tilkynnti óvart um trúlofun Lady Gaga

Lady Gaga alltaf flott

Söngkonan og leikkonan Lady Gaga er trúlofuð en hún greindi óvart frá þessu á samfélagsmiðlinum TikTok en það var reikningi Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands, sem hún kynnti Michael Polansky sem unnusta sinn á Ólympíuleikunum í París.

Líkleg þykir að söngkonan hafi ekki vitað af upptökunni en hún hefur verið í sambandi með Polansky síðan 2020.

Hún hefur í nógu að snúast þessa daganna en hún leikur Harley Quinn í framhaldsmyndinni Joker: Folie à Deux sem kemur út í október á þessu ári. Mótleikari hennar í myndinni er Joaquin Phoenix en hann leikur Joker og semur Hildur Guðnadóttir tónlistina fyrir myndina, sem hún vann einmitt til Óskarsverðlauna fyrir myndina Joker sem kom út árið 2020.

@gabriel_attalThank you Lady Gaga for your stunning performance at the opening ceremony. It was breathtaking. 🤩🫶♬ son original – Gabriel Attal

My Ky Le ennþá ófundinn

My Ky Le er týndur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ennþá að leita að My Ky Le að sögn DV.is en ekkert er vitað um ferðir hans síðan á föstudag en hans var leitað með þyrlu í Skerjafirði samkvæmt mbl.is.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir My Ky Le, 52 ára, en ekkert er vitað um ferðir hans frá því um hádegi á föstudag. My Ky Le, sem er til heimilis að Bústaðavegi 49 í Reykjavík, er tæplega 170 sm á hæð og 70-75 kg. Hann er svarthærður, með brún augu og húðflúr á vinstri handlegg. Ekki er vitað um klæðnað hans en líklegast er hann með derhúfu. Hann hefur yfir að ráða bifreiðinni FK-U20 sem er hvít Mazda 3 og sást til hennar nálægt Álftanesi síðdegis á föstudag.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir My Ky Le eru beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 112.“

Raddir