Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Egill er ánægður: „Þau voru ekki minna en stórkostleg“

Egill Helgason fjölmiðlamaur með meiru var ánægður með opnunarhátíð Ólympíuleikanna er fram fara í París. Nýhafnir.

Hann segir:

„Glæsileg opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París var óður til frjálslyndis og fjölmenningar.“

Bætir við:

„Þarna var sleginn tónn sem frönsk þjóð – og veröldin – þarf að fylgja ef ekki á illa að fara, nú mitt í sundrungu og vaxandi hatri.“

Hann var sérstaklega ánægður með „lokatriðin þegar Céline Dion söng Óð til ástarinnar og íþróttamenn af ýmsum kynþáttum, einn hundrað ára, sameinuðust um að kveikja eldinn sem síðan tókst á loft – þau voru ekki minna en stórkostleg.“

Jökulhlaup að hefjast – Fólki ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar

Margt bendir til þess að jökulhlaup sé að hefjast við Mýrdalsjökul.

Aukin rafleiðni hefur verið að mælast í ám umhverfis jökulinn; ekki ólíklegt að jarðhitavatn leki undan jöklinum.

Veðurstofan sendi út í kosmósið tilkynningu í morgun þar sem segir að gasmælar við Láguhvola hafi mælt ansi mikið hækkuð gildi undanfarinn sólarhring, eða svo.

Tilkynningar um brennisteinslykt við ár sem eiga upptök í Mýrdalsjökli hafa borist og segir að rafleiðni í ánni Skálm við veg V412 mælist óvenjuhá. Er fólki ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul.

Einbýlishús á viðráðanlegu verði til sölu

Eiríkur Jónsson er með það besta fréttanef sem hnusað hefur í samfélagi manna og dýra gjörvallri Íslandssögunni.

Staðreynd.

Segir:

„Nú er tækifærið til að tryggja sér einbýlishús á verði sem flestir ráða við – 55 milljónir og þetta eru 263 fermetrar. Sex herbergi, bílskúr og frábær staðsetning við Eyjafjörð, miðja vegu milli Hjalteyrar og Dalvíkur, í fallegu og snyrtilegu þorpi sem heitir Hauganes.“

Slegið.

 

„Það ríkir neyðarástand í samfélaginu sem kallar á setningu neyðarlaga til að stöðva þetta“

Ríkisstjórn Íslands 2024 er í uppnámi.

Inga Sæland lætur vaða í grein sem ber yfirskriftina: ÉG ÞORI!

Leggur af stað:

„Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar. Þá er ég að miða við að sá hinn sami ætli að reyna að þrauka í því vaxtaokursumhverfi sem íslensk stjórnvöld hafa búið honum og taki það á sig að greiða íbúðina sína margfalt til baka með því að vinna myrkranna á milli í von um að missa ekki heimilið sitt í græðgiskjaft lánastofnana.“

Inga Sæland
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins

Gefur í:

„Það þarf engan að undra að barneignum fari fækkandi og nú sé svo komið að fæstir treysta sér til að eignast fleiri en eitt barn. Ástæðan er augljós — hér er rekin andfjölskyldustefna þar sem fjölskyldan er ekki lengur hornsteinn samfélagsins heldur græðgi og arðrán sem framið er á þjóðinni um hábjartan dag, hvern einasta dag!“

Inga telur að það sé „með ólíkindum þetta langlundargeð okkar, rúmum 15 árum eftir að Sjálfstæðisflokkur undir stjórn Geirs H. Haarde, Þorgerðar Katrínar og Framsóknar undir stjórn Guðna Ágústssonar og Valgerðar Sverrisdóttur komu okkur á kaldan klaka í efnahagshruninu 2008.

Valgerður Sverrisdóttir.

Þegar spilaborgin þeirra hrundi höfðu þau keppst við að mæra einkavæðingu bankanna, enginn þó eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem hreinlega hélt ekki vatni yfir þeirri snilld sem það væri að koma fjármálakerfinu frá ríkinu í hendur einkaaðila.“

Bjarni Benediktsson.

Hún færir í tal að „sagan sýnir okkur að þessir aðilar voru ekki aðeins misvitrir heldur kafnandi úr græðgi sem hirti ekki um eldinn sem þeir báru að samfélaginu í heild sinni. Því er óhætt að fullyrða að fáir sluppu við brunasárin eftir bæði þessa vanhæfu ríkisstjórn og græðgi þeirra sem eignuðust bankana fyrir lítið. Nú er sagan að endurtaka sig, nema að þessu sinni eru það Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG sem stýra efnahagshruninu sem nú á sér stað og nú er það vísvitandi skortstefna á húsnæðismarkaði sem leiðir samfélagið á höggstokkinn.“

Heldur áfram för sinni:

„Nú eru það bankarnir og lífeyrissjóðirnir sem með okurvöxtum sínum halda samfélaginu í úlfakreppu vinnuþrælkunar. Þar sem stórkostlegir fjármagnsflutningar eiga sér stað frá vinnandi stéttum og öllum þeim sem skulda þeim peninga, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Það er ömurlegt að horfa upp á vanhæfni ríkisstjórnarinnar sem augljóslega ræður ekki við eigin mistök skortstefnunnar sem átti að færa þeim allar eignir okkar á silfurfati og koma okkur öllum á náðir græðgisvæddra leigufélaga.

Þau gleymdu að taka tillit til þess að samfélagið í heild myndi riða til falls. Allir innviðir standa á brauðfótum og stjórnvöld ráða engan veginn við verkefnið. Húsið stendur í björtu báli og einu ráðin sem þessir áskrifendur að laununum sínum hafa er að hella olíu á eldinn.

Alþingi þarf að kalla saman strax!“

Hún telur að það ríki „neyðarástand í samfélaginu sem kallar á setningu neyðarlaga til að stöðva þetta vaxtaokurbrjálæði. Stórum hluta þjóðarinnar er að blæða út, þeir einu sem láta sér á sama standa eru þeir sem hreinlega græða á okrinu og eru með alla vasa fulla af peningunum okkar. Þeim er sama þótt heimilin brenni upp í logunum sem þeir kæra sig ekki um að slökkva.“

Inga segir í lokin:

„Það má aldrei láta sér á sama standa hverjir stjórna landinu okkar, það má aldrei gleyma sögunni og þeim hörmungum sem þessir flokkar hafa leitt yfir okkur. Það er í okkar valdi að víkja þessu fólki frá völdum í kjörklefanum.

ÉG ÞORI!“

Þar gæti hiti náð upp undir 20 stig

Af veðrinu er þetta helst að frétta:

Nokkuð mildur sem og rakur loftmassi er yfir landinu; þoka hefur skotið upp kollinum í mörgum landshlutum; hún mun gefa eftir er líður á morguninn.

Eftir hádegi er gert ráð fyrir suðlægri átt; vindur mun eigi ná sér á strik að ráði, samkvæmt spá.

Lægð fyrir vestan kallar fram rigningu inn á Suður- og Vesturland og hiti verður nokkuð víða á bilinu tíu til stig stig í dag.

Á norðaustanverðu landinu verður lítil – jafnvel engin – úrkoma á morgun; þar gæti hiti náð upp undir 20 stig.

Allsgáður ferðamaður bakkaði þrisvar sinnum á sömu bifreiðina í miðborginni

Brotist var inn í matarvagn og stolið þaðan talsverðum fjármunum ásamt spjaldtölvu og miklu magni drykkja. Málið í rannsókn.

Tilkynnt var um ökumann er bakkaði á sömu bifreið í miðborginni þrisvar sinnum. Ökumaðurinn reyndist vera ferðamaður frá Bandaríkjunum og ekki undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Málið í rannsókn.

Kemur fram að tilkynnt var um hnupl í matvöruverslun Hagkaupa; aðilinn mjög ölvaður en játaði þjófnaðinn. Málið í rannsókn.

Ökumaður stöðvaður í umferðinni og handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eftir viðræður við ökumanninn vaknaði grunur um sölu fíkniefna en við leit sem ökumaður samþykkti fundust meint fíkniefni og eftirlíkingar af skotvopnum. Ökumaðurinn vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.

Tveir ökumenn voru handteknir – grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lausir að blóðsýnatöku lokinni.

Einn ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Var hann einnig án ökuréttinda. Laus að blóðsýnatöku lokinni.

Ökumaður tilkynntur um að hafa ekið í bifreið tilkynnanda og ekið síðan á brott. Lögregla hafði uppi á ökumanninum sem reyndist ölvaður. Vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt um karlmann á bifreið sem elti fótgangandi konu. Karlinn fór úr bifreiðinni sinni, kallaði á eftir konunni með buxurnar niðri um sig þannig að getnaðarlimur hans blasti við.

Konan sagði í samtali við lögreglu að hún hafi komist heim til sín heil á húfi. Leit stendur yfir að manninum þegar þetta var ritað.

Tilkynnt um tvo menn að sparka niður steypustólpa og vinna þannig skemmdarverk. Mennirnir voru farnir er lögregla kom – en steypustólpi var láréttur á jörðinni. Málið í rannsókn.

Ökumaður stöðvaður í umferðinni sem framvísaði ökuskírteini tvíburabróður hans en ökumaðurinn sjálfur var án ökuréttinda. Lögreglumenn létu ekki gabbast af þessari tilraun ökumannsins og á ökumaðurinn yfir höfði sér kæru vegna rangra sakargifta og skjalafals ásamt akstri án ökuréttinda.

Veiðivörður tilkynnti um tvo aðila að veiðum í Elliðaá án leyfis. Aðilarnir á vettvangi neituðu sök við lögreglu þrátt fyrir að vera með veiðistangir meðferðis en veiðivörðurinn sagðist vera með mynd af þeim að veiðum. Málið í rannsókn.

Tilkynnt um hóp drengja sem héldu einum dreng niðri í Kópavogi og veittust að honum, þar sem árásaraðilarnir voru mögulega með barefli. Lögregla hitti árásarþola og föður hans á vettvangi en árásarþoli var með skrámur í andliti eftir á þar sem árásaraðilarnir voru farnir. Allir drengirnir á grunnskólaaldri. Málið í rannsókn.

Halla og rafmagnsbíllinn

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, er í vandræðum vegna skynsamlegra kaupa á Volvo-rafmagnsbíl frá Brimborg. Við afhendingu bifreiðarinnar var tekin mynd af Höllu, Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, og Agli Jóhannssyni, forstjóra Brimborgar.

Egill fullyrti eftir að myndin var birt að starfsfólk Brimborgar hefði beðið forsetann verðandi um leyfi fyrir myndbirtingu eftir að kaupin voru frágengin, eins og algengt sé við slík tækiifæri. Þá hafi Halla ekki notið sérkjara umfram það sem gerist hjá langtímaviðskiptavinum. Halla hefur aftur á móti æítrekað sagt að hún hafi ekki gefið leyfi fyrir opinberri birtingu myndarinnar. Þá segist hún einfaldlega hafa fengið staðgreiðsluafslátt.

Spurt er hver segi ósatt í málinu. Gaf Halla leyfið fyrir birtingu eða ekki? Sjá má af myndinni af hjónumum að taka við bílnum að þau stilla sér upp. Hvað er staðgreiðsluafsláttur? Þýðir það að einstaklingur sem greiðir með bílaláni frá þriðja aðila fái slíkan afslátt. Halla er í vandræðum og allt þarf að vera uppi á borðum í sápuóperunni Halla og rafmagnsbíllinn …

Sævar bjargaði litlu frænku sinni frá drukknun í Mosfellsbæ: „Blés í hana lífi“

Mosfellsbær - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Sævar Baldur Lúðvíksson var algjör hetja þegar bjargaði frænku sinni frá drukknun árið 1993.

„Magdalena datt í vatnið og fór í sjúkrabílinn. Ég hjálpaði henni,“ sagði Sævar, þá tveggja og hálfs árs gamall, við DV árið 1993 en hann bjargaði Magdalenu Björk Birgisdóttur, fræknu sinni, frá drukknun en Magdalena er ári yngri en hann Sævar.

Forsaga málsins er sú að þau voru tvö að leika á leikvelli fyrir utan hús ömmu og afa Magdalenu í Mosfellsbæ. Þau fór svo í garð, sem var töluvert frá leikvellinum, en í honum var heitavatnspottur hálffullur af rigningarvatni. Þegar þau voru við leik féll Magdalena ofan í pottinn. „Ég var inni í húsi þegar Sævar kom til mín og sagði að Magdalena væri í „vissinu“, sem er vatn. Ég skildi ekki hvað hann átti við en hann leiddi mig áfram og fór með mig út og í átt að garðinum. Mér fannst þetta vera mjög langt og trúði ekki að hún hefði farið svona langt og ætlaði að hætta við. Hann tosaði þá og reif í mig og hrópaði ákveðið: „Komdu, komdu“, og leiddi mig áfram að pottinum,“ sagði Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Magdalenu og systir Sævars.

„Ég greip hana upp og reyndi að gera það sem ég hélt að væri rétt. Hún opnaði augun og það kom aðsog en hún andaði ekki. Þá hrópaði ég á hjálp og nágrannarnir komu og einn þeirra blés í hana lífi,“ sagði Bjarney en Magdalena var flutt á Landspítalann þar sem hún dvaldi eina nótt.

Bjarney taldi að Sævar hafi reynt að toga Magdalenu úr pottinum en ekki náði því þar sem hann var blautur upp handlegginn.

Obama-hjónin styðja forsetaframboð Kamala Harris

Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Harris

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Michella Obama hafa lýst yfir stuðningi sínum við framboð Kamala Harris til forseta Bandaríkjanna en Obama tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Twitter.

Obama var forseti Bandaríkjanna frá 2008 til 2016 og er einn vinsælasti forseti í sögu landsins en hann var fyrsti svarti forsetinn í langri sögu þess. Búist hefur verið við þessari stuðningsyfirlýsingu frá því að Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, dró framboð sitt til baka en Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna. Harris, rétt eins og Obama, er hluti af Demókrataflokknum og sýna kannanir að Harris á góða mögulega á að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Þá telja rúmlega 75% lesenda Mannlífs að Harris muni sigra Donald Trump í komandi kosningum.

Halla forseti í auglýsingu fyrir Brimborg

Verðandi forseti Íslands fékk bíl á sérkjörum- Mynd: Brimborg

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, sat fyrir í auglýsingu hjá bílaumboðinu Brimborg en auglýsingin birtist á samfélagsmiðlinum Facebook en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Í viðtali við mbl.is segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, að Halla hafi fengið bílinn á sérkjörum en það tengist ekki því að hún sé að verða forseti heldur snúist þetta um að Halla og eiginmaður henni hafi verið í viðskiptum við fyrirtækið lengi. Hann vildi þó ekki segja á hvaða kjörum þau hjónin hafi fengið bílinn en samkvæmt heimasíðu Brimborgar eru bílar eins og forsetinn verðandi keypti seldir á um sjö milljónir króna. „Ætli ég hafi ekki fyrst kynnst henni þegar hún var fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs á sín­um tíma. Svo höf­um við bara þekkst svona í gegn­um árin,“ sagði Egill um málið.

Fjölmiðlar hafa reynt að ná sambandi við verðandi forsetann um málið en ekki tekist og tekur mbl.is fram að ekki hafi tekist að nást í Höllu síðan degi eftir að hún var kjörin forseti Íslands.

Ofbeldismenn lausir úr haldi eftir hópárás: „Ég veit ekki hvort þeir séu ennþá á landinu“

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Síðustu helgi gengu þrír ferðamenn í skrokk á íslenskum manni í miðbænum og voru þeir í kjölfarið handteknir en Íslendingurinn var nokkuð slasaður og með brotna tönn eftir árásina.

Árásarmönnunum hefur nú verið sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu og staðfestir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það við Vísi. Unnar sagði einnig að maðurinn verði áfram í bataferli.

„Málið er í rannsókn, það er búið að yfirheyra þá og þeir eru lausir frá okkur. Ég veit ekki hvort þeir séu ennþá á landinu,“ sagði Unnar. „Það eru engin tengsl á milli þeirra. Skemmtunin fór bara fram úr sér, það var ekki alvarlegra en það,“ en tveir mannanna voru með fíkniefni á sér og það talið að hafi verið kókaín en niðurstaða úr efnarannsókn mun liggja fyrir eftir tvær til þrjár vikur.

Kona handtekin eftir að hafa myrt eiginkonu sína með sverði – MYNDBAND

Móðir Chen Chen Fei leitaði aðstoðar

Weichien Huang var handtekin í bænum San Dimas í Kaliforníu í Bandaríkjunum þann 18. júlí grunuðum að hafa myrt Chen Chen Fei, eiginkonu sína, með sverði.

Árásin er sögð hafa átt sér stað eftir að Huang reifst við eiginkonu sína og móður hennar og á hún að hafa ráðist á mæðgurnar með sverði. Móðirin náði að afvopna Huang eftir að hafa verið særð og flúði með sverðið út á götu og leitaði hjálpar. Skömmu síðar kom lögreglan á staðinn en var það of seint að til að bjarga lífi Fei en hún var úrskurður látin á staðnum. Móðirin liggur nú inn i á spítala og jafnar sig á sárum sínum.

Rannsókn málsins miðar þó hægt sögn lögreglu þar sem Huang og móðir Fei tala ekki stakt orð í ensku.

Rúm 75 prósent lesenda Mannlífs telja að Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna

Donald Trump og Kamala Harris forsetaframbjóðendur

Lesendur Mannlífs hafa ekki mikla trú á að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, muni sigra forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í þetta sinn en aðeins 23% þeirra sem tóku þátt í könnun Mannlífs telja að Trump muni sigra Kamala Harris, varaforseta Bandaríkjanna.

Trump var talinn sigurstrangurlegur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og er nokkuð öruggt að Kamala Harris taki sæti hans sem frambjóðandi Demókrataflokksins. Síðan þá hafa kannanir bent til þess að fram undan séu nokkuð jafnar og spennandi kosningar en eins og alþjóð veit þá hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum oft mikil áhrif á heiminn eins og við þekkjum hann.

Hægt er að sjá niðurstöðina hér fyrir neðan

Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna?

Kamala Harris
76.68%
Donald Trump
23.32%

Hjörtur er fallinn frá

Hjörtur Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri, er látinn 97 ára að aldri en mbl.is greindi frá andlátinu.

Hjörtur fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi en flutti að Reykhólum 12 ára gamall en hann var sonur Þórarins Árnasonar og Steinunnar Hjálmarsdóttur.

Hjörtur lauk kennara- og söngkennaranámi árið 1948 og íþróttakennaranámi ári síðar. Hann kenndi bæði á grunn- og framhaldsskólastigi um allt land frá 1949 til 1980 og var einnig skólastjóri á Klepp­járns­reykj­um í Borg­ar­f­irði 1961-78. Árið 1980 tók Hjörtur svo við starfi sem framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Hann var virkur í félagsstörfum og starfaði meðal annars í Frímúrarareglunni, söng í ýmsum kórum og var formaður Félags eldri borgara á Selfossi frá 1999 til 2013.

Hjörtur lætur eftir sig eina dóttur.

Nauðgunarmál Alberts setur möguleg félagsskipti í uppnám

Albert Guðmundsson var sýknaður í gær

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, hefur á undanförnum mánuðum verið orðaður við stórlið á Englandi og Ítalíu og ber helst að nefna Inter Milan, Tottenham og Juventus.

Mestur áhugi virtist vera hjá Inter en samkvæmt ítalska blaðinu Corriere dello Sport hefur áhuginn á Albert minnkað umtalsvert eftir að Albert var ákærður fyrir nauðgun þó að fleiri hlutir spili inn í en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst. Líklegt er knattspyrnufélög muni ekki gera tilboð í Albert fyrr en því máli er lokið, verði hann sýknaður.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu hérlendis.

Elín Hall og Katla í frekjukasti

Elín Hall mun sigra heiminn

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Daníel Alvin og Gunnar Pétur – Þú og ég
Daði Freyr – Fuck City
RÁN og Páll Óskar – Gleðivíma
Pale Moon – Take off your clothes
mammaðín – FREKJUKAST





Einar Örn kokhraustur

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.

Flugfélagið Play glímir við erfiðleika þessa dagana. Mikið tap er á rekstrinum sem samkvæmt áætlunum átti að vera kominn í jafnvægi. Innandyra hefur verið ólga og þess er skemmst að minnast að frumherjinn Birgir Örn Jónsson forstjóri hrökklaðist úr starfi og snéri sér aftur að trommuleik með hljómsveitinni Dimmu. Einar Örn Ólafsson, einn aðaleigenda félagsins og stjórnarformaður, tók sjálfur við forstjórastarfinu og sinnir því í öllum þeim jafnvægistruflunum sem fylgir flugrekstri. Eftir að Einar Örn tók við hefur reksturinn enn versnað. Nærtækt er að líta til utanaðkomandi þátta svo sem þess að ferðamenn eru teknir að forðast Ísland og okrið sem hér viðgengst.

Einar Örn er kokhraustur og ekkert á þeim buxunum að gefast upp. Hann er reyndar þekktur af því að kunna helstu trixin í viðskiptum. Frægt var þegar hann komst yfir ráðandi hlut í Skeljungi og varð forstjóri olíufélagsins. Hann ræddi stöðu Play við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöld sem spurði af magnaðri einlægni hve lengi félagið héldi út tapreksturinn. Forstjórinn svaraði eindregið að Play yrði alltaf til. Þetta er líklega eitt stærsta loforð sem hægt er að gefa. Flestir vona auðvitað að endalok Play verði ekki eins og gerðist hjá Skúla Mogensen og Wow en ekkert er öruggt undir sólinni. Play að eilífu, eða þannig …

 

Drukkinn ökumaður á hægum flótta með lögguna á hælunum – Dópsalar með hníf, rafvopn og piparúða

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður hlýddi ekki merki um að stöðva í umferðinni. Ökumaðurinn ók þó ekki yfir hámarkshraða og reyndi ekki að flýja lögreglu. Kallað var eftir liðsauka og ökuþórinn var að lokum króaður af. Hann gaf lögreglu þá skýringu að hafa verið að leita að stað til þess að stöðva bifreiðina. Mælingar leiddu í ljós að hann var ölvaður og réttindalaus. Sá drukkni var handtekinn en látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.
Lögreglan kom að árekstri þar sem önnur bifreiðin reyndist vera óökufær eftir slysið. Annar ökumannanna er án ökuréttinda. Málið í rannsókn.
Skjótt var brugðist við eftir að tilkynning barst um  að drengur, um 16 til 17 ára, væri vopnaður hnífi við Hagkaup í Skeifunni. Drengurinn var þó að sögn ekki að hóta eða ógna með hnífnum. Hann fannst ekki þegar lögreglu bar að garði.

Tveir meintir dópasalar voru handteknir í nótt. Þeir eru grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Fíkniefni, hnífur, piparúði og rafvopn fundust við leit í bifreið sakborninga. Þeir voru báðir handteknir og læstir inni í klefa vegna rannsóknar málsins.

Að vanda var nokkuð um drukkna og dópaða ökumenn í umferðinni. Einn var stöðvaður, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn en látinn laus eftir að dregið hafði verið úr honum blóð. Annar ökumaður var stöðvaður í umferðinni grunaður um ölvun við akstur. Hann var handtekinn en látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.

Próflaus strætóbílstjóri ók yfir á rauðu ljósi og klessti á bíl: „Ég gerði þetta óvart“

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Birni Baxter Herbertssyni var sagt upp störfum sem strætóbílstjóra árið 2004 eftir að hafa ekið á bíl og yfir á rauðu ljós en þá kom í ljós að hann var próflaus.

„Honum hefur verið sagt upp störfum,“ segir Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, við DV um málið á sínum tíma. „Hann hafði framvísað ökuskírteini þegar hann var ráðinn í júní,“ hélt Ásgeir áfram. „Við höfum ekki þá vinnureglu að athuga hvort ökuskírteini séu rétt. Við göngum út frá því að menn séu heiðarlegir. Þeir sem ekki hafa ökuréttindi geta ekki unnið hjá okkur,“ en í frétt DV er sagt frá því að Björn hafi próflaus í um fimm mánuði áður en hann var ráðinn til starfa.

Óviljaverk

„Þetta voru bara mistök,“ sagði Björn sjálfur. „Ég gerði þetta óvart og get ekkert gert að þessu. Lífið heldur áfram,“ en í viðtali við DV sagði faðir hans að það kæmi honum ekki á óvart að hann hafi keyrt á en það kæmi honum hins vegar mikið á óvart að hann hafi verið ráðinn til starfa sem strætóbílstjóri.

Grunur lék á að hann Björn hafi verið undir áhrifum áfengis við stýrið. „Við getum náttúrulega ekki gert áfengistest á öllum okkar ökumönnum áður en þeir setjast undir stýri,“ sagði framkvæmdastjórinn. „Við erum með yfir áttatíu bíla á götunum í einu og treystum okkar mannskap til að vera í þannig ástandi að þeir geti keyrt.“ 

Í samtali við DV sagði vakthafandi læknir á Landspítalnum að maðurinn sem ekið var á hafa verið útskrifaður en það væri hans mat að slysið hafi verið harkalegt.

Senegali í Skagafirði

Tindastóll hefur samið við Omoul Sarr um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónusdeild kvenna í körfubolta, en þetta kemur fram á karfan.is.

Omoul er fertug að aldri; hún er 190 sentimetrar á hæð; senegalskur/spænskur framherji/miðherji er kemur til Tindastóls frá Freseras í Mexíkó; hefur hún einnig áður leikið fyrir félög á Spáni, í Ekvador, í Frakklandi, í Belgíu, í Póllandi og Tyrklandi.

Hún hefur verið landsliðsmaður Senegal til margra ára; síðustu leikir hennar fyrir landsliðið voru fyrr á þessu ári:

„Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda.” segir Israel Martin þjálfari liðsins.

Sarr er ánægð og spennt að spila á Íslandi:

„Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég hef talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt”

Dagur Þór, formaður segir Tindastól vera stórveldi í íslenskum körfubolta með mikinn metnað fyrir því að styrkja kvennaliðið til framtíðar:

„Stelpurnar okkar þurfa öflugar fyrirmyndir og Sarr hefur mikla þekkingu og reynslu sem hún getur miðlað til stelpnanna okkar. Það er því einkar ánægjulegt að fá hana til klúbbsins.”

Egill er ánægður: „Þau voru ekki minna en stórkostleg“

Egill Helgason fjölmiðlamaur með meiru var ánægður með opnunarhátíð Ólympíuleikanna er fram fara í París. Nýhafnir.

Hann segir:

„Glæsileg opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París var óður til frjálslyndis og fjölmenningar.“

Bætir við:

„Þarna var sleginn tónn sem frönsk þjóð – og veröldin – þarf að fylgja ef ekki á illa að fara, nú mitt í sundrungu og vaxandi hatri.“

Hann var sérstaklega ánægður með „lokatriðin þegar Céline Dion söng Óð til ástarinnar og íþróttamenn af ýmsum kynþáttum, einn hundrað ára, sameinuðust um að kveikja eldinn sem síðan tókst á loft – þau voru ekki minna en stórkostleg.“

Jökulhlaup að hefjast – Fólki ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar

Margt bendir til þess að jökulhlaup sé að hefjast við Mýrdalsjökul.

Aukin rafleiðni hefur verið að mælast í ám umhverfis jökulinn; ekki ólíklegt að jarðhitavatn leki undan jöklinum.

Veðurstofan sendi út í kosmósið tilkynningu í morgun þar sem segir að gasmælar við Láguhvola hafi mælt ansi mikið hækkuð gildi undanfarinn sólarhring, eða svo.

Tilkynningar um brennisteinslykt við ár sem eiga upptök í Mýrdalsjökli hafa borist og segir að rafleiðni í ánni Skálm við veg V412 mælist óvenjuhá. Er fólki ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul.

Einbýlishús á viðráðanlegu verði til sölu

Eiríkur Jónsson er með það besta fréttanef sem hnusað hefur í samfélagi manna og dýra gjörvallri Íslandssögunni.

Staðreynd.

Segir:

„Nú er tækifærið til að tryggja sér einbýlishús á verði sem flestir ráða við – 55 milljónir og þetta eru 263 fermetrar. Sex herbergi, bílskúr og frábær staðsetning við Eyjafjörð, miðja vegu milli Hjalteyrar og Dalvíkur, í fallegu og snyrtilegu þorpi sem heitir Hauganes.“

Slegið.

 

„Það ríkir neyðarástand í samfélaginu sem kallar á setningu neyðarlaga til að stöðva þetta“

Ríkisstjórn Íslands 2024 er í uppnámi.

Inga Sæland lætur vaða í grein sem ber yfirskriftina: ÉG ÞORI!

Leggur af stað:

„Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar. Þá er ég að miða við að sá hinn sami ætli að reyna að þrauka í því vaxtaokursumhverfi sem íslensk stjórnvöld hafa búið honum og taki það á sig að greiða íbúðina sína margfalt til baka með því að vinna myrkranna á milli í von um að missa ekki heimilið sitt í græðgiskjaft lánastofnana.“

Inga Sæland
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins

Gefur í:

„Það þarf engan að undra að barneignum fari fækkandi og nú sé svo komið að fæstir treysta sér til að eignast fleiri en eitt barn. Ástæðan er augljós — hér er rekin andfjölskyldustefna þar sem fjölskyldan er ekki lengur hornsteinn samfélagsins heldur græðgi og arðrán sem framið er á þjóðinni um hábjartan dag, hvern einasta dag!“

Inga telur að það sé „með ólíkindum þetta langlundargeð okkar, rúmum 15 árum eftir að Sjálfstæðisflokkur undir stjórn Geirs H. Haarde, Þorgerðar Katrínar og Framsóknar undir stjórn Guðna Ágústssonar og Valgerðar Sverrisdóttur komu okkur á kaldan klaka í efnahagshruninu 2008.

Valgerður Sverrisdóttir.

Þegar spilaborgin þeirra hrundi höfðu þau keppst við að mæra einkavæðingu bankanna, enginn þó eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem hreinlega hélt ekki vatni yfir þeirri snilld sem það væri að koma fjármálakerfinu frá ríkinu í hendur einkaaðila.“

Bjarni Benediktsson.

Hún færir í tal að „sagan sýnir okkur að þessir aðilar voru ekki aðeins misvitrir heldur kafnandi úr græðgi sem hirti ekki um eldinn sem þeir báru að samfélaginu í heild sinni. Því er óhætt að fullyrða að fáir sluppu við brunasárin eftir bæði þessa vanhæfu ríkisstjórn og græðgi þeirra sem eignuðust bankana fyrir lítið. Nú er sagan að endurtaka sig, nema að þessu sinni eru það Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG sem stýra efnahagshruninu sem nú á sér stað og nú er það vísvitandi skortstefna á húsnæðismarkaði sem leiðir samfélagið á höggstokkinn.“

Heldur áfram för sinni:

„Nú eru það bankarnir og lífeyrissjóðirnir sem með okurvöxtum sínum halda samfélaginu í úlfakreppu vinnuþrælkunar. Þar sem stórkostlegir fjármagnsflutningar eiga sér stað frá vinnandi stéttum og öllum þeim sem skulda þeim peninga, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Það er ömurlegt að horfa upp á vanhæfni ríkisstjórnarinnar sem augljóslega ræður ekki við eigin mistök skortstefnunnar sem átti að færa þeim allar eignir okkar á silfurfati og koma okkur öllum á náðir græðgisvæddra leigufélaga.

Þau gleymdu að taka tillit til þess að samfélagið í heild myndi riða til falls. Allir innviðir standa á brauðfótum og stjórnvöld ráða engan veginn við verkefnið. Húsið stendur í björtu báli og einu ráðin sem þessir áskrifendur að laununum sínum hafa er að hella olíu á eldinn.

Alþingi þarf að kalla saman strax!“

Hún telur að það ríki „neyðarástand í samfélaginu sem kallar á setningu neyðarlaga til að stöðva þetta vaxtaokurbrjálæði. Stórum hluta þjóðarinnar er að blæða út, þeir einu sem láta sér á sama standa eru þeir sem hreinlega græða á okrinu og eru með alla vasa fulla af peningunum okkar. Þeim er sama þótt heimilin brenni upp í logunum sem þeir kæra sig ekki um að slökkva.“

Inga segir í lokin:

„Það má aldrei láta sér á sama standa hverjir stjórna landinu okkar, það má aldrei gleyma sögunni og þeim hörmungum sem þessir flokkar hafa leitt yfir okkur. Það er í okkar valdi að víkja þessu fólki frá völdum í kjörklefanum.

ÉG ÞORI!“

Þar gæti hiti náð upp undir 20 stig

Af veðrinu er þetta helst að frétta:

Nokkuð mildur sem og rakur loftmassi er yfir landinu; þoka hefur skotið upp kollinum í mörgum landshlutum; hún mun gefa eftir er líður á morguninn.

Eftir hádegi er gert ráð fyrir suðlægri átt; vindur mun eigi ná sér á strik að ráði, samkvæmt spá.

Lægð fyrir vestan kallar fram rigningu inn á Suður- og Vesturland og hiti verður nokkuð víða á bilinu tíu til stig stig í dag.

Á norðaustanverðu landinu verður lítil – jafnvel engin – úrkoma á morgun; þar gæti hiti náð upp undir 20 stig.

Allsgáður ferðamaður bakkaði þrisvar sinnum á sömu bifreiðina í miðborginni

Brotist var inn í matarvagn og stolið þaðan talsverðum fjármunum ásamt spjaldtölvu og miklu magni drykkja. Málið í rannsókn.

Tilkynnt var um ökumann er bakkaði á sömu bifreið í miðborginni þrisvar sinnum. Ökumaðurinn reyndist vera ferðamaður frá Bandaríkjunum og ekki undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Málið í rannsókn.

Kemur fram að tilkynnt var um hnupl í matvöruverslun Hagkaupa; aðilinn mjög ölvaður en játaði þjófnaðinn. Málið í rannsókn.

Ökumaður stöðvaður í umferðinni og handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eftir viðræður við ökumanninn vaknaði grunur um sölu fíkniefna en við leit sem ökumaður samþykkti fundust meint fíkniefni og eftirlíkingar af skotvopnum. Ökumaðurinn vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.

Tveir ökumenn voru handteknir – grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lausir að blóðsýnatöku lokinni.

Einn ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Var hann einnig án ökuréttinda. Laus að blóðsýnatöku lokinni.

Ökumaður tilkynntur um að hafa ekið í bifreið tilkynnanda og ekið síðan á brott. Lögregla hafði uppi á ökumanninum sem reyndist ölvaður. Vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt um karlmann á bifreið sem elti fótgangandi konu. Karlinn fór úr bifreiðinni sinni, kallaði á eftir konunni með buxurnar niðri um sig þannig að getnaðarlimur hans blasti við.

Konan sagði í samtali við lögreglu að hún hafi komist heim til sín heil á húfi. Leit stendur yfir að manninum þegar þetta var ritað.

Tilkynnt um tvo menn að sparka niður steypustólpa og vinna þannig skemmdarverk. Mennirnir voru farnir er lögregla kom – en steypustólpi var láréttur á jörðinni. Málið í rannsókn.

Ökumaður stöðvaður í umferðinni sem framvísaði ökuskírteini tvíburabróður hans en ökumaðurinn sjálfur var án ökuréttinda. Lögreglumenn létu ekki gabbast af þessari tilraun ökumannsins og á ökumaðurinn yfir höfði sér kæru vegna rangra sakargifta og skjalafals ásamt akstri án ökuréttinda.

Veiðivörður tilkynnti um tvo aðila að veiðum í Elliðaá án leyfis. Aðilarnir á vettvangi neituðu sök við lögreglu þrátt fyrir að vera með veiðistangir meðferðis en veiðivörðurinn sagðist vera með mynd af þeim að veiðum. Málið í rannsókn.

Tilkynnt um hóp drengja sem héldu einum dreng niðri í Kópavogi og veittust að honum, þar sem árásaraðilarnir voru mögulega með barefli. Lögregla hitti árásarþola og föður hans á vettvangi en árásarþoli var með skrámur í andliti eftir á þar sem árásaraðilarnir voru farnir. Allir drengirnir á grunnskólaaldri. Málið í rannsókn.

Halla og rafmagnsbíllinn

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, er í vandræðum vegna skynsamlegra kaupa á Volvo-rafmagnsbíl frá Brimborg. Við afhendingu bifreiðarinnar var tekin mynd af Höllu, Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, og Agli Jóhannssyni, forstjóra Brimborgar.

Egill fullyrti eftir að myndin var birt að starfsfólk Brimborgar hefði beðið forsetann verðandi um leyfi fyrir myndbirtingu eftir að kaupin voru frágengin, eins og algengt sé við slík tækiifæri. Þá hafi Halla ekki notið sérkjara umfram það sem gerist hjá langtímaviðskiptavinum. Halla hefur aftur á móti æítrekað sagt að hún hafi ekki gefið leyfi fyrir opinberri birtingu myndarinnar. Þá segist hún einfaldlega hafa fengið staðgreiðsluafslátt.

Spurt er hver segi ósatt í málinu. Gaf Halla leyfið fyrir birtingu eða ekki? Sjá má af myndinni af hjónumum að taka við bílnum að þau stilla sér upp. Hvað er staðgreiðsluafsláttur? Þýðir það að einstaklingur sem greiðir með bílaláni frá þriðja aðila fái slíkan afslátt. Halla er í vandræðum og allt þarf að vera uppi á borðum í sápuóperunni Halla og rafmagnsbíllinn …

Sævar bjargaði litlu frænku sinni frá drukknun í Mosfellsbæ: „Blés í hana lífi“

Mosfellsbær - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Sævar Baldur Lúðvíksson var algjör hetja þegar bjargaði frænku sinni frá drukknun árið 1993.

„Magdalena datt í vatnið og fór í sjúkrabílinn. Ég hjálpaði henni,“ sagði Sævar, þá tveggja og hálfs árs gamall, við DV árið 1993 en hann bjargaði Magdalenu Björk Birgisdóttur, fræknu sinni, frá drukknun en Magdalena er ári yngri en hann Sævar.

Forsaga málsins er sú að þau voru tvö að leika á leikvelli fyrir utan hús ömmu og afa Magdalenu í Mosfellsbæ. Þau fór svo í garð, sem var töluvert frá leikvellinum, en í honum var heitavatnspottur hálffullur af rigningarvatni. Þegar þau voru við leik féll Magdalena ofan í pottinn. „Ég var inni í húsi þegar Sævar kom til mín og sagði að Magdalena væri í „vissinu“, sem er vatn. Ég skildi ekki hvað hann átti við en hann leiddi mig áfram og fór með mig út og í átt að garðinum. Mér fannst þetta vera mjög langt og trúði ekki að hún hefði farið svona langt og ætlaði að hætta við. Hann tosaði þá og reif í mig og hrópaði ákveðið: „Komdu, komdu“, og leiddi mig áfram að pottinum,“ sagði Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Magdalenu og systir Sævars.

„Ég greip hana upp og reyndi að gera það sem ég hélt að væri rétt. Hún opnaði augun og það kom aðsog en hún andaði ekki. Þá hrópaði ég á hjálp og nágrannarnir komu og einn þeirra blés í hana lífi,“ sagði Bjarney en Magdalena var flutt á Landspítalann þar sem hún dvaldi eina nótt.

Bjarney taldi að Sævar hafi reynt að toga Magdalenu úr pottinum en ekki náði því þar sem hann var blautur upp handlegginn.

Obama-hjónin styðja forsetaframboð Kamala Harris

Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Harris

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Michella Obama hafa lýst yfir stuðningi sínum við framboð Kamala Harris til forseta Bandaríkjanna en Obama tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Twitter.

Obama var forseti Bandaríkjanna frá 2008 til 2016 og er einn vinsælasti forseti í sögu landsins en hann var fyrsti svarti forsetinn í langri sögu þess. Búist hefur verið við þessari stuðningsyfirlýsingu frá því að Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, dró framboð sitt til baka en Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna. Harris, rétt eins og Obama, er hluti af Demókrataflokknum og sýna kannanir að Harris á góða mögulega á að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Þá telja rúmlega 75% lesenda Mannlífs að Harris muni sigra Donald Trump í komandi kosningum.

Halla forseti í auglýsingu fyrir Brimborg

Verðandi forseti Íslands fékk bíl á sérkjörum- Mynd: Brimborg

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, sat fyrir í auglýsingu hjá bílaumboðinu Brimborg en auglýsingin birtist á samfélagsmiðlinum Facebook en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Í viðtali við mbl.is segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, að Halla hafi fengið bílinn á sérkjörum en það tengist ekki því að hún sé að verða forseti heldur snúist þetta um að Halla og eiginmaður henni hafi verið í viðskiptum við fyrirtækið lengi. Hann vildi þó ekki segja á hvaða kjörum þau hjónin hafi fengið bílinn en samkvæmt heimasíðu Brimborgar eru bílar eins og forsetinn verðandi keypti seldir á um sjö milljónir króna. „Ætli ég hafi ekki fyrst kynnst henni þegar hún var fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs á sín­um tíma. Svo höf­um við bara þekkst svona í gegn­um árin,“ sagði Egill um málið.

Fjölmiðlar hafa reynt að ná sambandi við verðandi forsetann um málið en ekki tekist og tekur mbl.is fram að ekki hafi tekist að nást í Höllu síðan degi eftir að hún var kjörin forseti Íslands.

Ofbeldismenn lausir úr haldi eftir hópárás: „Ég veit ekki hvort þeir séu ennþá á landinu“

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Síðustu helgi gengu þrír ferðamenn í skrokk á íslenskum manni í miðbænum og voru þeir í kjölfarið handteknir en Íslendingurinn var nokkuð slasaður og með brotna tönn eftir árásina.

Árásarmönnunum hefur nú verið sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu og staðfestir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það við Vísi. Unnar sagði einnig að maðurinn verði áfram í bataferli.

„Málið er í rannsókn, það er búið að yfirheyra þá og þeir eru lausir frá okkur. Ég veit ekki hvort þeir séu ennþá á landinu,“ sagði Unnar. „Það eru engin tengsl á milli þeirra. Skemmtunin fór bara fram úr sér, það var ekki alvarlegra en það,“ en tveir mannanna voru með fíkniefni á sér og það talið að hafi verið kókaín en niðurstaða úr efnarannsókn mun liggja fyrir eftir tvær til þrjár vikur.

Kona handtekin eftir að hafa myrt eiginkonu sína með sverði – MYNDBAND

Móðir Chen Chen Fei leitaði aðstoðar

Weichien Huang var handtekin í bænum San Dimas í Kaliforníu í Bandaríkjunum þann 18. júlí grunuðum að hafa myrt Chen Chen Fei, eiginkonu sína, með sverði.

Árásin er sögð hafa átt sér stað eftir að Huang reifst við eiginkonu sína og móður hennar og á hún að hafa ráðist á mæðgurnar með sverði. Móðirin náði að afvopna Huang eftir að hafa verið særð og flúði með sverðið út á götu og leitaði hjálpar. Skömmu síðar kom lögreglan á staðinn en var það of seint að til að bjarga lífi Fei en hún var úrskurður látin á staðnum. Móðirin liggur nú inn i á spítala og jafnar sig á sárum sínum.

Rannsókn málsins miðar þó hægt sögn lögreglu þar sem Huang og móðir Fei tala ekki stakt orð í ensku.

Rúm 75 prósent lesenda Mannlífs telja að Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna

Donald Trump og Kamala Harris forsetaframbjóðendur

Lesendur Mannlífs hafa ekki mikla trú á að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, muni sigra forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í þetta sinn en aðeins 23% þeirra sem tóku þátt í könnun Mannlífs telja að Trump muni sigra Kamala Harris, varaforseta Bandaríkjanna.

Trump var talinn sigurstrangurlegur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og er nokkuð öruggt að Kamala Harris taki sæti hans sem frambjóðandi Demókrataflokksins. Síðan þá hafa kannanir bent til þess að fram undan séu nokkuð jafnar og spennandi kosningar en eins og alþjóð veit þá hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum oft mikil áhrif á heiminn eins og við þekkjum hann.

Hægt er að sjá niðurstöðina hér fyrir neðan

Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna?

Kamala Harris
76.68%
Donald Trump
23.32%

Hjörtur er fallinn frá

Hjörtur Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri, er látinn 97 ára að aldri en mbl.is greindi frá andlátinu.

Hjörtur fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi en flutti að Reykhólum 12 ára gamall en hann var sonur Þórarins Árnasonar og Steinunnar Hjálmarsdóttur.

Hjörtur lauk kennara- og söngkennaranámi árið 1948 og íþróttakennaranámi ári síðar. Hann kenndi bæði á grunn- og framhaldsskólastigi um allt land frá 1949 til 1980 og var einnig skólastjóri á Klepp­járns­reykj­um í Borg­ar­f­irði 1961-78. Árið 1980 tók Hjörtur svo við starfi sem framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Hann var virkur í félagsstörfum og starfaði meðal annars í Frímúrarareglunni, söng í ýmsum kórum og var formaður Félags eldri borgara á Selfossi frá 1999 til 2013.

Hjörtur lætur eftir sig eina dóttur.

Nauðgunarmál Alberts setur möguleg félagsskipti í uppnám

Albert Guðmundsson var sýknaður í gær

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, hefur á undanförnum mánuðum verið orðaður við stórlið á Englandi og Ítalíu og ber helst að nefna Inter Milan, Tottenham og Juventus.

Mestur áhugi virtist vera hjá Inter en samkvæmt ítalska blaðinu Corriere dello Sport hefur áhuginn á Albert minnkað umtalsvert eftir að Albert var ákærður fyrir nauðgun þó að fleiri hlutir spili inn í en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst. Líklegt er knattspyrnufélög muni ekki gera tilboð í Albert fyrr en því máli er lokið, verði hann sýknaður.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu hérlendis.

Elín Hall og Katla í frekjukasti

Elín Hall mun sigra heiminn

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Daníel Alvin og Gunnar Pétur – Þú og ég
Daði Freyr – Fuck City
RÁN og Páll Óskar – Gleðivíma
Pale Moon – Take off your clothes
mammaðín – FREKJUKAST





Einar Örn kokhraustur

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.

Flugfélagið Play glímir við erfiðleika þessa dagana. Mikið tap er á rekstrinum sem samkvæmt áætlunum átti að vera kominn í jafnvægi. Innandyra hefur verið ólga og þess er skemmst að minnast að frumherjinn Birgir Örn Jónsson forstjóri hrökklaðist úr starfi og snéri sér aftur að trommuleik með hljómsveitinni Dimmu. Einar Örn Ólafsson, einn aðaleigenda félagsins og stjórnarformaður, tók sjálfur við forstjórastarfinu og sinnir því í öllum þeim jafnvægistruflunum sem fylgir flugrekstri. Eftir að Einar Örn tók við hefur reksturinn enn versnað. Nærtækt er að líta til utanaðkomandi þátta svo sem þess að ferðamenn eru teknir að forðast Ísland og okrið sem hér viðgengst.

Einar Örn er kokhraustur og ekkert á þeim buxunum að gefast upp. Hann er reyndar þekktur af því að kunna helstu trixin í viðskiptum. Frægt var þegar hann komst yfir ráðandi hlut í Skeljungi og varð forstjóri olíufélagsins. Hann ræddi stöðu Play við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöld sem spurði af magnaðri einlægni hve lengi félagið héldi út tapreksturinn. Forstjórinn svaraði eindregið að Play yrði alltaf til. Þetta er líklega eitt stærsta loforð sem hægt er að gefa. Flestir vona auðvitað að endalok Play verði ekki eins og gerðist hjá Skúla Mogensen og Wow en ekkert er öruggt undir sólinni. Play að eilífu, eða þannig …

 

Drukkinn ökumaður á hægum flótta með lögguna á hælunum – Dópsalar með hníf, rafvopn og piparúða

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður hlýddi ekki merki um að stöðva í umferðinni. Ökumaðurinn ók þó ekki yfir hámarkshraða og reyndi ekki að flýja lögreglu. Kallað var eftir liðsauka og ökuþórinn var að lokum króaður af. Hann gaf lögreglu þá skýringu að hafa verið að leita að stað til þess að stöðva bifreiðina. Mælingar leiddu í ljós að hann var ölvaður og réttindalaus. Sá drukkni var handtekinn en látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.
Lögreglan kom að árekstri þar sem önnur bifreiðin reyndist vera óökufær eftir slysið. Annar ökumannanna er án ökuréttinda. Málið í rannsókn.
Skjótt var brugðist við eftir að tilkynning barst um  að drengur, um 16 til 17 ára, væri vopnaður hnífi við Hagkaup í Skeifunni. Drengurinn var þó að sögn ekki að hóta eða ógna með hnífnum. Hann fannst ekki þegar lögreglu bar að garði.

Tveir meintir dópasalar voru handteknir í nótt. Þeir eru grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Fíkniefni, hnífur, piparúði og rafvopn fundust við leit í bifreið sakborninga. Þeir voru báðir handteknir og læstir inni í klefa vegna rannsóknar málsins.

Að vanda var nokkuð um drukkna og dópaða ökumenn í umferðinni. Einn var stöðvaður, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn en látinn laus eftir að dregið hafði verið úr honum blóð. Annar ökumaður var stöðvaður í umferðinni grunaður um ölvun við akstur. Hann var handtekinn en látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.

Próflaus strætóbílstjóri ók yfir á rauðu ljósi og klessti á bíl: „Ég gerði þetta óvart“

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Birni Baxter Herbertssyni var sagt upp störfum sem strætóbílstjóra árið 2004 eftir að hafa ekið á bíl og yfir á rauðu ljós en þá kom í ljós að hann var próflaus.

„Honum hefur verið sagt upp störfum,“ segir Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, við DV um málið á sínum tíma. „Hann hafði framvísað ökuskírteini þegar hann var ráðinn í júní,“ hélt Ásgeir áfram. „Við höfum ekki þá vinnureglu að athuga hvort ökuskírteini séu rétt. Við göngum út frá því að menn séu heiðarlegir. Þeir sem ekki hafa ökuréttindi geta ekki unnið hjá okkur,“ en í frétt DV er sagt frá því að Björn hafi próflaus í um fimm mánuði áður en hann var ráðinn til starfa.

Óviljaverk

„Þetta voru bara mistök,“ sagði Björn sjálfur. „Ég gerði þetta óvart og get ekkert gert að þessu. Lífið heldur áfram,“ en í viðtali við DV sagði faðir hans að það kæmi honum ekki á óvart að hann hafi keyrt á en það kæmi honum hins vegar mikið á óvart að hann hafi verið ráðinn til starfa sem strætóbílstjóri.

Grunur lék á að hann Björn hafi verið undir áhrifum áfengis við stýrið. „Við getum náttúrulega ekki gert áfengistest á öllum okkar ökumönnum áður en þeir setjast undir stýri,“ sagði framkvæmdastjórinn. „Við erum með yfir áttatíu bíla á götunum í einu og treystum okkar mannskap til að vera í þannig ástandi að þeir geti keyrt.“ 

Í samtali við DV sagði vakthafandi læknir á Landspítalnum að maðurinn sem ekið var á hafa verið útskrifaður en það væri hans mat að slysið hafi verið harkalegt.

Senegali í Skagafirði

Tindastóll hefur samið við Omoul Sarr um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónusdeild kvenna í körfubolta, en þetta kemur fram á karfan.is.

Omoul er fertug að aldri; hún er 190 sentimetrar á hæð; senegalskur/spænskur framherji/miðherji er kemur til Tindastóls frá Freseras í Mexíkó; hefur hún einnig áður leikið fyrir félög á Spáni, í Ekvador, í Frakklandi, í Belgíu, í Póllandi og Tyrklandi.

Hún hefur verið landsliðsmaður Senegal til margra ára; síðustu leikir hennar fyrir landsliðið voru fyrr á þessu ári:

„Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda.” segir Israel Martin þjálfari liðsins.

Sarr er ánægð og spennt að spila á Íslandi:

„Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég hef talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt”

Dagur Þór, formaður segir Tindastól vera stórveldi í íslenskum körfubolta með mikinn metnað fyrir því að styrkja kvennaliðið til framtíðar:

„Stelpurnar okkar þurfa öflugar fyrirmyndir og Sarr hefur mikla þekkingu og reynslu sem hún getur miðlað til stelpnanna okkar. Það er því einkar ánægjulegt að fá hana til klúbbsins.”

Raddir