Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Dagbjört Rúnarsdóttir dæmd í tíu ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás en Mbl.is greindi fyrst frá málinu.

Dagbjört var upphaflega ákærð fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Bátavogi í Reykjavík eftir að hafa beitt hann ofbeldi daganna 22. og 23. september á síðasta ári en maðurinn var á sextugsaldri

Hún var þó ekki dæmd fyrir manndráp heldur fyrir brot á 218. gr. 2. máls­grein þar sem seg­ir:

„Hver sem end­ur­tekið eða á al­var­leg­an hátt ógn­ar lífi, heilsu eða vel­ferð nú­ver­andi eða fyrr­ver­andi maka síns eða sam­búðaraðila, niðja síns eða niðja nú­ver­andi eða fyrr­ver­andi maka síns eða sam­búðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með hon­um á heim­ili eða eru í hans um­sjá, með of­beldi, hót­un­um, frels­is­svipt­ingu, nauðung eða á ann­an hátt, skal sæta fang­elsi allt að 6 árum.“

Nýr varðturn Dalslaugar kostar borgina tugi milljóna: „Staðsetning laugarvarða var óheppileg“

Nýr turn í byggingu - Á myndinni sjást ekki rennibrautir laugarinnar. - Mynd: Brynjar Birgisson

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Dalslaug í Úlfarsárdal, nýjustu sundlaug Reykjavíkur, en hún opnaði í lok ársins 2021 við mikla gleði sundáhugamanna.

Nokkuð óvenjulegt verður þó að teljast að svo miklar framkvæmdir standi yfir í svo nýrri sundlaug en þessi nýja bygging verður varðturn laugarvarða. „Það er verið að færa aðstöðu laugarvarða úr núverandi varðturni sem er staðsettur við hlið innilaugar út á sundlaugarbakkann,“ sagði Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, við Mannlíf um málið. Hófust framkvæmdirnar í apríl en seinkun varð á steypuvinnu og eru áætluð verklok ekki fyrr en í september.

Vilja auka yfirsýn

En af hverju var varðturninn ekki byggður á sama tíma og sundlaugin?

„Upphaflega var ákveðið að hafa ekki rennibrautir við þessa laug,“ sagði Eva um framkvæmdirnar. „Í framhaldi af íbúakosningu (Hverfið Mitt) þar sem kom fram einlægur áhugi á að fá upp rennibrautir þá var tekin ákvörðun um að stækka sundlaugarsvæðið og reisa þar nýjar brautir. Við þessa breytingu var ljóst að staðsetning laugarvarða var óheppileg og ekki þótti fullnægjandi að treysta eingöngu á myndavélaeftirlit með rennibrautunum, því var ákveðið að byggja nýjan varðturn við enda sundlaugarinnar til að auka yfirsýn laugarvarða og tryggja öryggi gesta.“

Þá er áætlað að kostnaður við byggingu á turninum muni verða 65 milljónir króna að sögn Evu.

Glúmur: „Vissulega erfiðir tímar en þeir eru að baki“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur Baldvinsson segir að stólar séu mikilvægir.

||

„Einsog fram hefir komið á undanförnum sólarhring tel ég stól afar mikilvægt fyrirbæri; vilji menn á annað borð sitja.“

En ekki bara stólar:

„Skrifborð er einnig gagnlegt vilji menn ekki sitja auðum höndum. Því hafi maður aðgang að stóli og skrifborði er hægt að skrifa. Einsog til dæmis FB statusa að lágmarki.“

Glúmur flúði hótel:

„Og þar sem ég hefi flúið stólaþurrð Hótel Vestmannaeyja og þá andúð á stólum sem þar ríkir hefi ég nú allt sem ég þarf. Og ekki bara einn stól heldur tvo. Svo nú hefi ég tekið gleði mína á ný.“

Flottur. Glúmur Baldvinsson.

Þakklátur:

„Takk fyrir hughreystandi stuðning í þessu erfiða máli sem tekið hefur á okkur öll beggja vegna lands og eyja. Vissulega erfiðir tímar en þeir eru að baki. Stólbaki.“

Hver verður forseti Bandaríkjanna?

Donald Trump og Kamala Harris forsetaframbjóðendur

Nokkuð ljóst er að Donald Trump eða Kamala Harris verður næsti forseti Bandaríkjanna. Sjaldan hafa tveir líklegustu frambjóðendurnir verið jafn ólíkir í málefnum og mun niðurstaða þessara kosninga hafa mikið áhrif á heimsbyggðina.

Trump verður frambjóðandi Repúblikanaflokksins og eru allar líkur á að Demókrataflokkurinn tefli fram Kamala Harris eftir að Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, dró framboð sitt til baka en hann sigraði Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, örugglega í kosningum árið 2020.

Mannlíf vill hins vegar vita hvað lesendum finnst um málið og spyr því; Hver verður forseti Bandaríkjanna?

This poll has ended (since 3 months).

Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna?

Kamala Harris
76.68%
Donald Trump
23.32%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 26. júlí.

Baldvin bætti eigið Íslandsmet en fer ekki á Ólympíuleikanna: „Gott að vinna hlaupið mitt“

Baldvin Þór Magnússon kann heldur betur að hlaupa - Mynd: ÍSÍ

Hlauparinn knái Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet á móti í Bretlandi í gær en hann keppti í 1500 metra hlaupi á mótinu. Hljóp hann 1500 metra á 3:39,90 mín og bætti því Íslandsmetið um tæpa hálfa sekúndu en RÚV greindi frá þessu.

„3.40 er ákveðin múr sem mig er búið langa rjúfa lengi þannig það er mjög góð tilfinning að ná því. Auk þess er líka gott að vinna hlaupið mitt, það er mikilvægt að kunna koma sér yfir línuna fyrstur,“ sagði Baldvin á heimasíðu ÍSÍ en þar kemur einnig fram að Baldvin eigi níu Íslandsmet.

Baldvini tókst því miður ekki að vinna sæti sér sæti á Ólympíuleikunum sem fara nú fram í París en hann hafði sett sér það markmið. „Stefnan er sett á Ólympíuleikana og allt snýst um það,“ sagði Baldvin í fyrra í viðtal á heimasíðu ÍSÍ.

Tölum endi­lega ís­lensku, takk

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar pistil

Um þessar mundir eiga sér íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða stað á Ísafirði. Námskeið í íslensku sem annað mál eins og gefur að skilja. Árlegur viðburður. Íbúar Ísafjarðar ættu orðið að þekkja það íslenskuþyrsta fólk sem námskeiðin sækir. Fólk sem oft og tíðum auðnast að læra ansi skaplega íslensku á mjög skömmum tíma og leiðir okkur fyrir sjónir að það er ALLS ENGINN ógjörningur að læra málið ef maður fær tækifæri til þess og leggur sig fram. Það tekur samt vissulega tíma og kostar nokkra fyrirhöfn að læra tungumál. Öll tungumál. Það er ekki hrist fram úr erminni. Er ágætt að því sé haldið til haga.

Raunar er eitt námskeið, byrjendanámskeið, þegar um garð gengið. Gekk það með ágætum. Sérstaklega voru nemendurnir, sem komu víðsvegar að, búsettir erlendis sem og á Íslandi, ánægðir með þá staðreynd að hægt var að ganga að íslensku vísri. Meira og minna. Það er nefnilega deginum ljósara að ef ekki gefst tækifæri til að nota það sem maður lærir í kennslustund er til lítils að læra nokkuð hvað tungumál áhrærir. Ísafjörður er nefnilega íslenskuvænn staður. Allavega í samanburði við margan staðinn.

Illu heilli geta nefnilega margir þeir sem læra íslensku sem annað mál, hvort sem þeir búa erlendis eða hérlendis, ekki alltaf gengið að tækifærum til að brúka málið sem vísum. Mismikið er og lagt upp úr því að íslenska sé samskiptamálið enda þarf ákveðna færni (færni sem vissulega má æfa) til að notast við málið undir sem flestum kringumstæðum ef markmiðið er að gera sig skiljanlegan og að stuðla að notkun málsins hjá þeim sem það læra. Oft þarf að leggja sig í líma við að nota málið með öllum tiltækum ráðum (taka ekki auðveldu leiðina, ensku). Þetta er óendanlega mikilvægt þegar kemur að máltileinkun fólks og skapar hvata og setur pressu á fólk að nota málið. Já, það er í lagi að setja pressu, það er í lagi að gera kröfu um íslenskunotkun svo framarlega sem það sé ekki gert með fasistakveðju á lofti heldur brosið að vopni og með það að markmiði að hjálpa fólki að ná tökum á málinu.

Athugum einnig að þetta á ekki síst við þjónustustörf. Það er mjög mikilvægt að þar sé íslenska notuð. Það er ekki endilega mikilvægt fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt auðvitað sé það raunalegt þegar íslenska er ekki í boði á veitingahúsum, kaffihúsum eða bakaríum o.s.frv. Móðurmálshafar geta líkast til bjargað sér í þeim efnum. Það er verra fyrir þá sem læra málið því oft og tíðum eru þessir staðir eina tækifæri fólks til að æfa sig í daglegri notkun málsins. Og þegar það tækifæri er ekki til staðar er illt í efni og fer þá lítið fyrir daglegum hvata og málörvun. Tungumál á að lærast í samfélaginu, tólin fá fólk í kennslustund, en æfingin þarf að fara fram úti við.

En hvað um það. Í þessum skrifuðu orðum eru tvö námskeið í gangi, byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna. Í næstu viku hefjast tvö námskeið fyrir lengra komna. 12. ágúst byrjar svo byrjendanámskeið sem varir í viku. Mikið í gangi, fullt af íslenskuþyrstu fólki.

Og við hjá Háskólasetri Vestfjarða viljum endilega hvetja ykkur öll til að taka vel á móti því fólki sem hingað er komið til að tileinka sér íslensku. Það gerum við best með því að tala við það íslensku og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það skilmerkilega. Ætti það auðvitað barasta að gilda alment séð og hvar sem er á Íslandi.

Kannski er svo málið ekki alltaf hvað sé sagt, heldur hvernig.

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og Gefum íslensku séns

Lygaútkall olli slysinu á Miklubraut – Lögreglumaður beinbrotinn

Lögregla og sjúkralið á Miklubraut.

Betur fór en áhorfðist í gærkvöldi þegar pallbíll klessti á lögreglubíl í forgangsakstri á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en þrír slösuðust í árekstrinum og var einn þeirra almennur borgari. Þá þurfti að klippa einn lögreglumann úr lögreglubifreiðinni.

SJÁ NÁNAR: Alvarlegt slys á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar – Fjöldi lögreglumanna og akreinum lokað

„Líðan þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús er almennt nokkuð góð,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Mannlíf um málið. „Þetta á við alla þrjá sem voru í ökutækjunum báðum. Annar lögreglumanna hlaut þó minniháttar beinbrot. Allir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í gærkvöld.“

Enginn eldur

Lögreglumennirnir voru á leið að sinna útkalli en senda þurfti annan bíl í það vegna árekstursins. „Lögregla hafði fengið tilkynningu um slagsmál á milli manna með eggvopni og á sama stað væri kominn upp eldur í því húsnæði sem átökin voru,“ sagði Unnar um útkallið. „Eftir að áreksturinn varð þá var annað lögreglutæki sent í það útkall. Í ljós kom að það útkall var ekki alveg eins og lýst var fyrir lögreglu í upphafi. Það var enginn eldur og stórlega ýkt að það væri verið að nota eggvopn.“

Samkvæmt Unnari er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í gagnaöflun og liggur ekki fyrir ákvörðun hver muni annast rannsókn málsins.

Fjölskylda Sigurðar óskar eftir aðstoð: „Margt smátt gerir eitt stórt“

Sigurður Kristinsson Æsland er fallinn frá

Þann 22. júlí lést tónlistarmaðurinn Sigurður Kristinsson Æsland en hann er þekktastur fyrir að hafa verið í Sniglabandinu þar sem hann spilaði á trommur og gítar.

Sigurður, sem glímdi við erfið og langvarandi veikindi, lætur eftir eiginkonu og fimm börn. Yngstu börn hans eru fötluð og þurfa mikla umönnun. Fram undan er erfiður tími fyrir fjölskylduna og hefur Snædís Ósk Harðardóttir, frænka Sigurðar, stofnað til fjársöfnunar fyrir fjölskylduna.

Hægt er að styrkja fjölskylduna með því að leggja inn á reikning hér fyrir neðan en hann er reikningur Ting Zhou, ekkju Sigurðar.

Kennitala: 190788-4749 
Reikningsnúmer: 0189-26-008891

Risahvalur hvolfdi báti – MYNDBAND

Mennirnir voru heppnir að sleppa lifandi - Mynd: Skjáskot

Veiðimenn undan ströndum New Hampshire í Bandaríkjunum eru heppnir að vera lifandi eftir að hnúfubakur stökk upp úr sjónum og lenti á báti þeirra með þeim afleiðingum að bátinn hvolfdi en atvikið átti sér stað á þriðjudagsmorgun.

Vinirnir Ryland Kenney og Greg Paquette voru um borð og var Kenney aðeins nokkra metra frá hvalnum þegar hann stökk upp. Talið er að hvalurinn hafi verið að borða en á svæðinu var mikið æti að sögn hvalasérfræðinga. Kenney og Paquette var fljótlega bjargað af nærliggjandi veiðimanni og voru þeir með öllu ómeiddir og var báturinn dreginn í land. Landhelgisgæsla Bandaríkjanna sendi í framhaldinu aðvörun um hættu til nærliggjandi báta.

Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan er um risastórt dýr að ræða en fullorðinnn hnúfubakur er í kringum 15 metra langur og allt að 40 tonn.

Gítarleikari Sniglabandsins látinn

Sent 2

Siggi bendir á okrið

Siggi Stormur

Mikil umræða hefur átt sér stað var’ðandi það okur sem á sér stað innan ferðaþjónustunnar og þá helst hjá veitingastöðum. Veðurfræðingurinn og lífskúnstnerinn, Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi Stormur, var á ferð í Borgarnesi þegar hann sá, sér til undrunar, að fjórir erlendir ferðamenn norpuðu nokkrir saman í kringum einn súpudisk og einn skammt af fiski.
Siggi horfði á þetta í forundran en lét undan forvitni sinni og spurði hvort þau kynnu ekki að meta íslenskan mat. Money money money var svarið.

Siggi bendir á hið augljósa sem er að Íslendingar eru komnir út yfir „alla skynsemi í verðlagningu “ og ferðamenn láti ekki bjóða sér lengur hvað sem er.  Sjálfur fékk hann sér Ísey-skyr í Borgarnesi og lét það duga …

Lögregla stöðvaði hörkudeilur um eignarhald á ketti – Rúðubrjótur réðst á blokk í miðborginni

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Lögreglan fékkst við afar sjaldgæft mál í gærkvöld þar sem allt var komið í hund og kött vegna deilu um eignarhald á gæludýri. Ágreiningurinn stóð um kött og reynist vera óleysanlegur án aðkomu lögreglunnar þar sem báðir töldi sig eiga köttinn. Rannsókn á vettvangi leiddi í ljós hvor hinn raunverulegi eigandi var. Báðir einstaklingar töldu sig réttmætan eiganda kattarins.  Rannsókn lögreglumanna á vettvangi varð til þess að kötturinn komst í hendur réttmæts eiganda.

Ökumaður var handtekinn í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist þess utan hafa verið sviptur ökuréttindum.  sem og að aka sviptur ökuréttindum. Brotamaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem í ljós kom að hann reyndist vera eftirlýstur fyrir meinta glæpi sína. Á sömu slóðum átti sér stað innbrot í heimahús. Málið er í rannsókn.

Maður í annarlegu ástandi hafði í hótunum við börn og var með ógnandi framkomu. Óskað eftir aðstoð lögreglu. Málið er í rannsókn.

Í miðborginni var maður í annarlegu ástandi að vinna skemmdarverk. Sá var að brjóta rúður í fjölbýli og reyna að komast þar inn. Rúðubrjóturinn var handtekinn og læstur inni. Málið er í rannsókn og hann mun svara fyrir gjörðir sínar í dag.

Nokkrir aðilar reyndi að brjótast inn í kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar í miðborginni. Lögregla hafði upp á umræddum aðilum og málið var afgreitt á vettvangi.

Hópur ungmenna gerði sig heimakominn inni í skóla í austurborginni. Grunur er uppi um húsbrot. Málið er í rannsókn.  Á svipuðum slóðum óskaði leigubílstjóri aðstoðar vegna líkamsárásar. Málið er í rannsókn.

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ágreinings í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan stillti til friðar og málið var afgreitt á vettvangi. Í Kópavogi var búðarþjófur staðinn að verki. Málið var afgreitt á vettvangi.

Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og var handtekinn eftir eltingaleik í Kópavogi. Hann er grunaður um margvísleg brot svo sem akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Þá hefur hann ítrekað verið staðinn að því að aka ítrekað án ökuréttinda. Hann reyndist vera á nagladekkjum og ástand bifreiðarinnar var þeim hætti að það olli hættu fyrir aðra vegfarendur. Bílstjórinn var sem sagt á druslu á nagladekkjum og réttindalaus. Ökumaður var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Hann má búast við sekt upp á hátt í 300 þúsund krónur ef sakir sannast á hann.

Sex manna áhöfn hætt komin þegar mikil eldsprenging varð í bát þeirra – Yfirbyggingin varð alelda

Kofri

Í byrjun febrúar 1996 var áhöfn rækjuskipsins Kofra frá Súðavík hætt komin þegar eldur kviknaði djúpt út af Vestfjörðum.

Vélstjóri bátsins varð fyrstur var við eldinn sem kviknaði í vélarrúminu. Sá hann fljótt að ljóst væri að ekki þýddi að berjast við eldinn. Skömmu síðar varð gríðarleg eldsprengja í vélarrúminu en við sprenginguna varð yfirbyggingin alelda. Allir sex áhafnarmeðlimir skipsins drifu sig þá í gúmmíbát. Það var svo áhöfnin á Bessa frá Súðavík sem bjargaði mönnunum um borð en þá höfðu þeim dottið það snjallræði í hug að láta gúmmíbát sinn reka við stefni hins brennandi skips, svo auðveldara væri að finna þá. Varð þeim ekki meint af.

DV fjallaði um málið á sínum tíma en hér má lesa fréttina:

Sex skipverjar á Kofra frá Súðavík í hættu staddir í eldsvoða:

Gífurleg eldsprenging og yfirbygging alelda

– ákváðu þá að yfirgefa skipið, fóru í gúmmíbát og var bjargað þaðan

Gífurleg eldsprenging varð í vélarrúmi rækjuskipsins Kofra frá Súðavík snemma í gærmorgun þegar skipið var statt djúpt út af Vestfjörðum. Skipverjarnir sex voru þá að berjast við eld sem kviknaði skömmu áður og ákváðu að yfirgefa skipið og fara í gúmmíbát. Áhöfn Bessa frá Súðavík bjargaði mönnunum en þá höfðu Koframenn látið bát sinn reka við stefni hins logandi skips til að björgunarmenn ættu auðveldara með að finna þá í myrkrinu. Samkvæmt upplýsingum DV í gærkvöld var Bessi væntanlegur til Súðavíkur í kvöld en togarinn tók Kofra í tog. Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Frosta, sagði í samtali við DV í gærkvöld að þegar sprengingin varð hefði öll yfirbygging skipsins orðið alelda. Hann sagði jafnframt að vélstjóri hefði orðið fyrstur var við eldinn og mætti hann eldhafi þegar hann fór niður í vél. Þegar hann kom upp aftur varð ljóst að ekki var hægt að berjast við eldinn. Reyndu skipverjar þá að freista þess að kæfa hann með því að loka fyrir allar loftleiðir en það bar ekki árangur. Þegar eldsprengingin kom varö yfirbyggingin alelda á svipstundu, að sögn Ingimars, og fóru sexmenningarnir þá í gúmmíbát. Mennina sakaði ekki. Kofri ÍS 41 var smíðaður í Njarðvík árið 1984.

Alvarlegt slys á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar – Fjöldi lögreglumanna og akreinum lokað

Lögregla og sjúkralið á Miklubraut.

Slys varð fyrir skömmu síðan á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Fjöldi viðbragðsaðila er á staðnum. Merktir og ómerktir lögreglubílar og sjúkrabílar eru á vettvangi. Um var að ræða harðan árekstur og slys á fólki.  Akreinum hefur verið lokað vegna slyssins. Fréttamaður Mannlífs var á staðnum.

Vísir greinir frá því að árekstur hafi orðið á milli lögreglubifreiðar í forgangsakstri og pallbíls. Þrír eru sagðir vera slasaðir, tveir lögreglumenn og einn almennur borgari. Klippa þurfti lögreglumann út úr bifreiðinni.

Frá vettvangi slyssins rétt í þessu. Mynd Björgvin.

Reiðhjólamaður féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur – Félagi hans slasaðist við björgunaraðgerð

Frá björgunaraðgerðum. Ljósmynd: Facebook

Reiðhjólamaður féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur laust eftir hádegi í dag. Samferðamaður hans slasaðist einnig þegar hann reyndi að hjálpa honum.

Lögreglan á Norðurlandi eystra birti rétt í þessu Facebook-færslu þar sem sagt er frá björgunaraðgerðum við Jökulsárgljúfur en rétt eftir hádegi í dag féll þar reiðhjólamaður fram af klettum Félagi hans slasaðist svo einnig er hann gerði tilraun til þess að bjarga honum. Vegna þess hversu erfitt var að komast að þeim slösuðu var ákveðið að kalla eftir aðstoð björgunarsveita.

„Laust eftir hádegi í dag kom tilkynning til lögreglu og sjúkraflutningamanna á Húsavík um reiðhjólaslys við Jökulsárgljúfur. Þar hafi reiðhjólamaður fallið fram af kletti og þá hafði samferðamaður hans einnig slasast við að reyna að koma honum til aðstoðar.

Þar sem ljóst var í upphafi að erfitt gæti verið að komast til þessara aðila voru björgunarsveitir frá Húsavík, Kópaskeri og Mývatnssveit ræstar út og síðar var Akureyri bætt í þann hóp. Þá var óskað eftir aðstoð frá þyrlu LHG.“

Segir í færslu lögreglunnar að hjólreiðamennirnir hafi verið á leið sinni upp með ánni er annar þeirra féll af hjólinu fram af klettabrún. Mennirnir hafi báðir verið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunna til Akureyrar til aðhlynningar.

Frá björgunaraðgerðum.
Ljósmynd: Facebook
„Í ljós kom að þarna höfðu tveir hjólreiðamenn verið á leið sinni upp með Jökulsánni að vestanverðu þegar annar þeirra féll af hjóli sínu og fram af klettabrún og lenti í gróðri og grjóti þar neðan við, talsvert fall. Viðkomandi aðili var með góðri meðvitund allan tímann en þurfti aðstoðar við.
Sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmenn voru komnir til hjólreiðamannanna um 2 klst. síðar og hlúðu að þeim. Úr varð að þyrla LHG hífði þann slasaða upp til sín af þeim stað sem viðkomandi lá á í gróðrinum undir klettabeltinu.
Voru báðir hjólreiðamennirnir síðan fluttir með þyrlu LHG til Akureyrar til frekari aðhlynningar.“

Lögreglan rannsakar gróft brot í körfuboltaleik: „Maður sá greinilega stærð skósins á andliti hans“

Ekki aðeins tæknivilla heldur einnig lögreglumál!

Ungir KR-ingar safna dósum: „Voru reyndar ekkert að fara í fótboltaferð, þá langaði bara í sólina“

Það er örugglega fínt veður í Portúgal núna.

„Hingað mættu tveir ákaflega kurteisir dúskar úr fimmta flokki KR að safna flöskum. Þegar engar flöskur voru til á bænum könnuðu þeir hvort að ég gæti lagt beint inn á þá fyrir ferð til Portúgal.“ Þannig hófst krúttleg færslu Nínu nokkurrar á íbúðasíðunni Vesturbærinn á Facebook.

Konan segist hafa forvitnast meira um málið og þá hafi drengirnir viðurkennt að þetta væri ekki fyrir fótboltaferð, þá langaði einfaldlega að flýja reykvíska sumarið.

„Þegar ég forvitnaðist frekar um málið kom á daginn að þeir voru reyndar ekkert að fara í fótboltaferð, þá langaði bara í sólina. Ég get reyndar alveg skilið það, í 8 gráðum og skítaveðri, og það í júlí.“

Að lokum segir Nína að gott sé að vera vakandi fyrir „svona ungum frumherjum“:

„En það er kannski gott að vera vakandi fyrir því hjá svona ungum frumherjum hvort að söfnunin sé í þágu íþróttastarfs eða bara stálheiðarlegur flótti frá rigningunni.“

Framkvæmdir framundan í Grindavík fyrir hálfan milljarð: „Taka mið af áhættumati hverju sinni“

Undanfarið hafa stjórnvöld skoðað tillögur Grindavíkurnefndarinnar er lúta að viðgerðum í bænum vegna jarðhræringanna örlagaríku.

Mynd: Skjáskot af RÚV.

Formaður nefndarinnar – Árni Þór Sigurðsson – segir að fyrst verði gert við götur og að kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna króna.

Grindavíkurnefndin svokallaða hefur umsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík; það er deginum ljósara að gífurlegar skemmdir hafa orðið í Grindavík síðan jarðhræringar hófust.

Grindavíkurvegur, eða það sem eftir er af honum.

Ásamt Árna Þór er nefndin skipuð þeim Guðnýju Sverrisdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, og Gunnari Einarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar.

Gunnar Einarsson.
Guðný Sverrisdóttir.

Nefndin hefur í samstarfi við bæjaryfirvöld í Grindavík, ýmis ráðuneyti, lögreglu og fleiri kynnt stjórnvöldum tillögur sínar að viðgerðum.

Árni Þór Sigurðsson, Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson tóku sæti í sérstakri framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur.

Svandís Svavarsdóttir.
Mynd: Alþingi.

Lög um framkvæmdanefndina voru samþykkt á Alþingi og sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að „framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ“ sé „mikilvægt skref til þess að skerpa á ábyrgð og hlutverki stjórnvalda um málefni Grindavíkur. Þetta skref er til góðs fyrir Grindvíkinga. En ekki síður fyrir samfélagið allt, sem stendur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum.“

Framkvæmdanefndin fer með stjórn, skipulag og framkvæmd tiltekinna verkefna sem henni er falin með lögum; samhæfingu aðgerða – tryggja skilvirka samvinnu við Grindavíkurbæ, önnur stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi aðila og síðast en ekki síst að hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkurbæjar.

Framkvæmdanefndin er fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald; hefur með höndum verkefni er snúa að úrlausnarefnum er tengjast jarðhræringunum við Grindavík. Munu helstu verkefni nefndarinnar snúa að samfélagsþjónustu með því að starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu; þá mun nefndin hafa yfirumsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík.

Verkefnið hefur verið undirbúið í samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkur – sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna við óvenjulegar aðstæður vegna jarðhræringa í Grindavík.

Mannlíf ræddi við Árna Þór vegna aðgerðaáætlunar Grindavíkurnefndarinnar. Í máli hans kemur fram að áætlunin hefur verið samþykkt en að framkvæmdir séu þó ekki hafnar:

„Undirbúningur er hafinn. Sérstakt framkvæmdateymi hefur verið sett á laggirnar til að halda utan um verkefnið.“

Árni Þór segir aðspurður að „áætlaður kostnaður vegna þeirra innviðaframkvæmda sem til stendur að fara í í þessum áfanga er um 450 milljónir króna.“

Hann bendir á að „inni í þeirri tölu er meðal annars kostnaður við lagfæringar á sjóvarnargarði og einnig kaup á girðingum til að girða af svæði sem talin eru hættuleg.“

Árni Þór er spurður að því hver sé megintilgangur þessara framkvæmda. Hann segir að markmiðið og tilgangurinn sé að „auka öryggi í bænum og þær [framkvæmdirnar, innskot blm] eru einnig forsendur þess að unnt sé að draga úr eða aflétta lokunum með öruggum hætti. Þá munu framkvæmdir taka mið af áhættumati hverju sinni.“

Árni Þór á ekki „von á því að málið dragist lengi; við höfum gert ágætlega grein fyrir þessu; ég hef ekki orðið var við annað en að það sé góður skilningur á því að það sé mikilvægt að nýta tímann núna; nýta sumarið til framkvæmda.“

Pírataspjallinu lokað: „Við þökkum ykkur samfylgdina“

Pírataspjallinu hefur nú verið lokað á Facebook eftir að hafa verið búið til fyrir nokkrum árum.

Kristín Ólafsdóttir, stjórnandi Pírataspjallsins kom með Facebook-færslu í hádeginu í dag í hópnum þar sem hún tilkynnti um lokun spjallsins. Segir hún að í upphafi hafi Pírataspjalilð verið stofnað sem vettvangur þar sem fólk gat rætt málefni Pírata. Síðan þá hafi spjallið þróast talsvert og á félagsfundi Pírata í fyrra hafi verið ákveðið að fella út allar stefnur varðandi spjallið og þannig hætta að tengja það flokknum formlega. Leita nú Píratar að nýjum umræðuvettvangi.

Hér má lesa færslu Kristínar í heild sinni:

„Kæru meðlimir Pírataspjallsins, Þegar Pírataspjallið var stofnað var það hugsað sem vettvangur þar sem fólk ræddi málefni Pírata. Spjallið hefur þróast töluvert og á félagsfundi Pírata í fyrra voru felldar út allar stefnur sem varða Pírataspjallið og hefur þessi vettvangur síðan þá ekki verið tengdur Pírötum formlega. Það var lýðræðisleg niðurstaða meðal skráðra félaga í Pírötum að aftengja hreyfinguna við þennan vettvang. Nú er tækifæri til að finna annan vettvang fyrir þá umræðu sem hér fer fram og er unnið að því að leggja þennan hóp niður. Við þökkum ykkur samfylgdina. Vilji fólk ná tali af Pírötum verða til þess næg tækifæri á næstunni. Aðalfundur félagsins fer fram þann 7. september og verður haustdagskráin kynnt þar – ýmsir fundir, viðburðir og fleira spennandi. Að öðru leiti vísum við til heimasíðu Pírata piratar.is og á símann okkar. Með Píratakveðju.“

Alma veitti ekki lækningaleyfið: „Stefán Yngvason er settur landlæknir í máli Skúla Tómasar“

Stefán Yngvason

Stefán Yngvason er sá læknir sem leysti Ölmu Möller af í embætti landlæknis í tengslum við mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar.

Heilbrigðisráðuneytið svaraði í dag fyrirspurn Mannlífs um það hvaða læknir hafi verið fenginn í stað Ölmu Möller landlæknis, til þess að ákvarða um það hvort Skúli Tómas Gunnlaugsson ætti að fá endurnýjun á lækningaleyfi sínu en hann er grunaður um að vera valdur að dauða sex sjúklinga sem voru í hans umsjá á HSS á árunum 2018 til 2020. Skúli Tómas starfar nú á Landspítalanum, í skugga rannsóknar lögreglunnar á andláti sjúklinganna sex.

Sjá einnig: Náfrændi Ölmu Möller er lögmaður Skúla Tómasar: „Landlæknir ákvað að víkja sæti samstundis“

Eins og Mannlíf greindi frá á dögunum, steig Alma Möller landlæknir til hliðar þegar kom að ákvörðun um veitingu lækningaleyfis Skúla Tómasar, vegna þess að hann hafði ráðið náfrænda hennar, Almar Möller sem lögmann í máli hans. Hún hafði áður skrifað kolsvarta skýrslu um meðhöndlun Skúla Tómasar á Dönu Jóhannsdóttur, sem er eitt af meintum fórnarlömbum læknisins.

Sjá einnig: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“
Sjá einnig: Ólafía er eitt af 14 meintum fórnarlömbum dr. Skúla: „Í rauninni sveltur hún til dauða á níu dögum“

Mannlíf spurði heilbrigðisráðuneytið, sem sér um að setja staðgengil landlæknis, hver það hafi verið sem settur í máli Skúla.

„Stefán Yngvason er settur landlæknir í máli Skúla Tómasar,“ er svarið sem fékkst en Stefán er fyrrverandi framkvæmdarstjóri lækninga á Reykjalundi en hann sérhæfir sig í endurhæfingalækningum.

Mannlíf spurði einnig hvort þetta hefði gerst áður í sögu landlæknisembættisins, að landlæknir hafi þurft að stíga til hliðar í ákveðnum málum en svo er, samkvæmt svarinu:

„Síðustu ár eru þónokkur dæmi þess að landlæknir og aðrir forstöðumenn undirstofnana hafi af einhverjum ástæðum verið vanhæfir til að fara með tiltekin mál og ráðuneytið sett annan í þeirra stað til að taka ákvörðun í málinu.“

Dagbjört Rúnarsdóttir dæmd í tíu ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás en Mbl.is greindi fyrst frá málinu.

Dagbjört var upphaflega ákærð fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Bátavogi í Reykjavík eftir að hafa beitt hann ofbeldi daganna 22. og 23. september á síðasta ári en maðurinn var á sextugsaldri

Hún var þó ekki dæmd fyrir manndráp heldur fyrir brot á 218. gr. 2. máls­grein þar sem seg­ir:

„Hver sem end­ur­tekið eða á al­var­leg­an hátt ógn­ar lífi, heilsu eða vel­ferð nú­ver­andi eða fyrr­ver­andi maka síns eða sam­búðaraðila, niðja síns eða niðja nú­ver­andi eða fyrr­ver­andi maka síns eða sam­búðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með hon­um á heim­ili eða eru í hans um­sjá, með of­beldi, hót­un­um, frels­is­svipt­ingu, nauðung eða á ann­an hátt, skal sæta fang­elsi allt að 6 árum.“

Nýr varðturn Dalslaugar kostar borgina tugi milljóna: „Staðsetning laugarvarða var óheppileg“

Nýr turn í byggingu - Á myndinni sjást ekki rennibrautir laugarinnar. - Mynd: Brynjar Birgisson

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Dalslaug í Úlfarsárdal, nýjustu sundlaug Reykjavíkur, en hún opnaði í lok ársins 2021 við mikla gleði sundáhugamanna.

Nokkuð óvenjulegt verður þó að teljast að svo miklar framkvæmdir standi yfir í svo nýrri sundlaug en þessi nýja bygging verður varðturn laugarvarða. „Það er verið að færa aðstöðu laugarvarða úr núverandi varðturni sem er staðsettur við hlið innilaugar út á sundlaugarbakkann,“ sagði Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, við Mannlíf um málið. Hófust framkvæmdirnar í apríl en seinkun varð á steypuvinnu og eru áætluð verklok ekki fyrr en í september.

Vilja auka yfirsýn

En af hverju var varðturninn ekki byggður á sama tíma og sundlaugin?

„Upphaflega var ákveðið að hafa ekki rennibrautir við þessa laug,“ sagði Eva um framkvæmdirnar. „Í framhaldi af íbúakosningu (Hverfið Mitt) þar sem kom fram einlægur áhugi á að fá upp rennibrautir þá var tekin ákvörðun um að stækka sundlaugarsvæðið og reisa þar nýjar brautir. Við þessa breytingu var ljóst að staðsetning laugarvarða var óheppileg og ekki þótti fullnægjandi að treysta eingöngu á myndavélaeftirlit með rennibrautunum, því var ákveðið að byggja nýjan varðturn við enda sundlaugarinnar til að auka yfirsýn laugarvarða og tryggja öryggi gesta.“

Þá er áætlað að kostnaður við byggingu á turninum muni verða 65 milljónir króna að sögn Evu.

Glúmur: „Vissulega erfiðir tímar en þeir eru að baki“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur Baldvinsson segir að stólar séu mikilvægir.

||

„Einsog fram hefir komið á undanförnum sólarhring tel ég stól afar mikilvægt fyrirbæri; vilji menn á annað borð sitja.“

En ekki bara stólar:

„Skrifborð er einnig gagnlegt vilji menn ekki sitja auðum höndum. Því hafi maður aðgang að stóli og skrifborði er hægt að skrifa. Einsog til dæmis FB statusa að lágmarki.“

Glúmur flúði hótel:

„Og þar sem ég hefi flúið stólaþurrð Hótel Vestmannaeyja og þá andúð á stólum sem þar ríkir hefi ég nú allt sem ég þarf. Og ekki bara einn stól heldur tvo. Svo nú hefi ég tekið gleði mína á ný.“

Flottur. Glúmur Baldvinsson.

Þakklátur:

„Takk fyrir hughreystandi stuðning í þessu erfiða máli sem tekið hefur á okkur öll beggja vegna lands og eyja. Vissulega erfiðir tímar en þeir eru að baki. Stólbaki.“

Hver verður forseti Bandaríkjanna?

Donald Trump og Kamala Harris forsetaframbjóðendur

Nokkuð ljóst er að Donald Trump eða Kamala Harris verður næsti forseti Bandaríkjanna. Sjaldan hafa tveir líklegustu frambjóðendurnir verið jafn ólíkir í málefnum og mun niðurstaða þessara kosninga hafa mikið áhrif á heimsbyggðina.

Trump verður frambjóðandi Repúblikanaflokksins og eru allar líkur á að Demókrataflokkurinn tefli fram Kamala Harris eftir að Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, dró framboð sitt til baka en hann sigraði Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, örugglega í kosningum árið 2020.

Mannlíf vill hins vegar vita hvað lesendum finnst um málið og spyr því; Hver verður forseti Bandaríkjanna?

This poll has ended (since 3 months).

Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna?

Kamala Harris
76.68%
Donald Trump
23.32%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 26. júlí.

Baldvin bætti eigið Íslandsmet en fer ekki á Ólympíuleikanna: „Gott að vinna hlaupið mitt“

Baldvin Þór Magnússon kann heldur betur að hlaupa - Mynd: ÍSÍ

Hlauparinn knái Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet á móti í Bretlandi í gær en hann keppti í 1500 metra hlaupi á mótinu. Hljóp hann 1500 metra á 3:39,90 mín og bætti því Íslandsmetið um tæpa hálfa sekúndu en RÚV greindi frá þessu.

„3.40 er ákveðin múr sem mig er búið langa rjúfa lengi þannig það er mjög góð tilfinning að ná því. Auk þess er líka gott að vinna hlaupið mitt, það er mikilvægt að kunna koma sér yfir línuna fyrstur,“ sagði Baldvin á heimasíðu ÍSÍ en þar kemur einnig fram að Baldvin eigi níu Íslandsmet.

Baldvini tókst því miður ekki að vinna sæti sér sæti á Ólympíuleikunum sem fara nú fram í París en hann hafði sett sér það markmið. „Stefnan er sett á Ólympíuleikana og allt snýst um það,“ sagði Baldvin í fyrra í viðtal á heimasíðu ÍSÍ.

Tölum endi­lega ís­lensku, takk

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar pistil

Um þessar mundir eiga sér íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða stað á Ísafirði. Námskeið í íslensku sem annað mál eins og gefur að skilja. Árlegur viðburður. Íbúar Ísafjarðar ættu orðið að þekkja það íslenskuþyrsta fólk sem námskeiðin sækir. Fólk sem oft og tíðum auðnast að læra ansi skaplega íslensku á mjög skömmum tíma og leiðir okkur fyrir sjónir að það er ALLS ENGINN ógjörningur að læra málið ef maður fær tækifæri til þess og leggur sig fram. Það tekur samt vissulega tíma og kostar nokkra fyrirhöfn að læra tungumál. Öll tungumál. Það er ekki hrist fram úr erminni. Er ágætt að því sé haldið til haga.

Raunar er eitt námskeið, byrjendanámskeið, þegar um garð gengið. Gekk það með ágætum. Sérstaklega voru nemendurnir, sem komu víðsvegar að, búsettir erlendis sem og á Íslandi, ánægðir með þá staðreynd að hægt var að ganga að íslensku vísri. Meira og minna. Það er nefnilega deginum ljósara að ef ekki gefst tækifæri til að nota það sem maður lærir í kennslustund er til lítils að læra nokkuð hvað tungumál áhrærir. Ísafjörður er nefnilega íslenskuvænn staður. Allavega í samanburði við margan staðinn.

Illu heilli geta nefnilega margir þeir sem læra íslensku sem annað mál, hvort sem þeir búa erlendis eða hérlendis, ekki alltaf gengið að tækifærum til að brúka málið sem vísum. Mismikið er og lagt upp úr því að íslenska sé samskiptamálið enda þarf ákveðna færni (færni sem vissulega má æfa) til að notast við málið undir sem flestum kringumstæðum ef markmiðið er að gera sig skiljanlegan og að stuðla að notkun málsins hjá þeim sem það læra. Oft þarf að leggja sig í líma við að nota málið með öllum tiltækum ráðum (taka ekki auðveldu leiðina, ensku). Þetta er óendanlega mikilvægt þegar kemur að máltileinkun fólks og skapar hvata og setur pressu á fólk að nota málið. Já, það er í lagi að setja pressu, það er í lagi að gera kröfu um íslenskunotkun svo framarlega sem það sé ekki gert með fasistakveðju á lofti heldur brosið að vopni og með það að markmiði að hjálpa fólki að ná tökum á málinu.

Athugum einnig að þetta á ekki síst við þjónustustörf. Það er mjög mikilvægt að þar sé íslenska notuð. Það er ekki endilega mikilvægt fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt auðvitað sé það raunalegt þegar íslenska er ekki í boði á veitingahúsum, kaffihúsum eða bakaríum o.s.frv. Móðurmálshafar geta líkast til bjargað sér í þeim efnum. Það er verra fyrir þá sem læra málið því oft og tíðum eru þessir staðir eina tækifæri fólks til að æfa sig í daglegri notkun málsins. Og þegar það tækifæri er ekki til staðar er illt í efni og fer þá lítið fyrir daglegum hvata og málörvun. Tungumál á að lærast í samfélaginu, tólin fá fólk í kennslustund, en æfingin þarf að fara fram úti við.

En hvað um það. Í þessum skrifuðu orðum eru tvö námskeið í gangi, byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna. Í næstu viku hefjast tvö námskeið fyrir lengra komna. 12. ágúst byrjar svo byrjendanámskeið sem varir í viku. Mikið í gangi, fullt af íslenskuþyrstu fólki.

Og við hjá Háskólasetri Vestfjarða viljum endilega hvetja ykkur öll til að taka vel á móti því fólki sem hingað er komið til að tileinka sér íslensku. Það gerum við best með því að tala við það íslensku og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það skilmerkilega. Ætti það auðvitað barasta að gilda alment séð og hvar sem er á Íslandi.

Kannski er svo málið ekki alltaf hvað sé sagt, heldur hvernig.

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og Gefum íslensku séns

Lygaútkall olli slysinu á Miklubraut – Lögreglumaður beinbrotinn

Lögregla og sjúkralið á Miklubraut.

Betur fór en áhorfðist í gærkvöldi þegar pallbíll klessti á lögreglubíl í forgangsakstri á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en þrír slösuðust í árekstrinum og var einn þeirra almennur borgari. Þá þurfti að klippa einn lögreglumann úr lögreglubifreiðinni.

SJÁ NÁNAR: Alvarlegt slys á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar – Fjöldi lögreglumanna og akreinum lokað

„Líðan þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús er almennt nokkuð góð,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Mannlíf um málið. „Þetta á við alla þrjá sem voru í ökutækjunum báðum. Annar lögreglumanna hlaut þó minniháttar beinbrot. Allir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í gærkvöld.“

Enginn eldur

Lögreglumennirnir voru á leið að sinna útkalli en senda þurfti annan bíl í það vegna árekstursins. „Lögregla hafði fengið tilkynningu um slagsmál á milli manna með eggvopni og á sama stað væri kominn upp eldur í því húsnæði sem átökin voru,“ sagði Unnar um útkallið. „Eftir að áreksturinn varð þá var annað lögreglutæki sent í það útkall. Í ljós kom að það útkall var ekki alveg eins og lýst var fyrir lögreglu í upphafi. Það var enginn eldur og stórlega ýkt að það væri verið að nota eggvopn.“

Samkvæmt Unnari er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í gagnaöflun og liggur ekki fyrir ákvörðun hver muni annast rannsókn málsins.

Fjölskylda Sigurðar óskar eftir aðstoð: „Margt smátt gerir eitt stórt“

Sigurður Kristinsson Æsland er fallinn frá

Þann 22. júlí lést tónlistarmaðurinn Sigurður Kristinsson Æsland en hann er þekktastur fyrir að hafa verið í Sniglabandinu þar sem hann spilaði á trommur og gítar.

Sigurður, sem glímdi við erfið og langvarandi veikindi, lætur eftir eiginkonu og fimm börn. Yngstu börn hans eru fötluð og þurfa mikla umönnun. Fram undan er erfiður tími fyrir fjölskylduna og hefur Snædís Ósk Harðardóttir, frænka Sigurðar, stofnað til fjársöfnunar fyrir fjölskylduna.

Hægt er að styrkja fjölskylduna með því að leggja inn á reikning hér fyrir neðan en hann er reikningur Ting Zhou, ekkju Sigurðar.

Kennitala: 190788-4749 
Reikningsnúmer: 0189-26-008891

Risahvalur hvolfdi báti – MYNDBAND

Mennirnir voru heppnir að sleppa lifandi - Mynd: Skjáskot

Veiðimenn undan ströndum New Hampshire í Bandaríkjunum eru heppnir að vera lifandi eftir að hnúfubakur stökk upp úr sjónum og lenti á báti þeirra með þeim afleiðingum að bátinn hvolfdi en atvikið átti sér stað á þriðjudagsmorgun.

Vinirnir Ryland Kenney og Greg Paquette voru um borð og var Kenney aðeins nokkra metra frá hvalnum þegar hann stökk upp. Talið er að hvalurinn hafi verið að borða en á svæðinu var mikið æti að sögn hvalasérfræðinga. Kenney og Paquette var fljótlega bjargað af nærliggjandi veiðimanni og voru þeir með öllu ómeiddir og var báturinn dreginn í land. Landhelgisgæsla Bandaríkjanna sendi í framhaldinu aðvörun um hættu til nærliggjandi báta.

Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan er um risastórt dýr að ræða en fullorðinnn hnúfubakur er í kringum 15 metra langur og allt að 40 tonn.

Gítarleikari Sniglabandsins látinn

Sent 2

Siggi bendir á okrið

Siggi Stormur

Mikil umræða hefur átt sér stað var’ðandi það okur sem á sér stað innan ferðaþjónustunnar og þá helst hjá veitingastöðum. Veðurfræðingurinn og lífskúnstnerinn, Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi Stormur, var á ferð í Borgarnesi þegar hann sá, sér til undrunar, að fjórir erlendir ferðamenn norpuðu nokkrir saman í kringum einn súpudisk og einn skammt af fiski.
Siggi horfði á þetta í forundran en lét undan forvitni sinni og spurði hvort þau kynnu ekki að meta íslenskan mat. Money money money var svarið.

Siggi bendir á hið augljósa sem er að Íslendingar eru komnir út yfir „alla skynsemi í verðlagningu “ og ferðamenn láti ekki bjóða sér lengur hvað sem er.  Sjálfur fékk hann sér Ísey-skyr í Borgarnesi og lét það duga …

Lögregla stöðvaði hörkudeilur um eignarhald á ketti – Rúðubrjótur réðst á blokk í miðborginni

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Lögreglan fékkst við afar sjaldgæft mál í gærkvöld þar sem allt var komið í hund og kött vegna deilu um eignarhald á gæludýri. Ágreiningurinn stóð um kött og reynist vera óleysanlegur án aðkomu lögreglunnar þar sem báðir töldi sig eiga köttinn. Rannsókn á vettvangi leiddi í ljós hvor hinn raunverulegi eigandi var. Báðir einstaklingar töldu sig réttmætan eiganda kattarins.  Rannsókn lögreglumanna á vettvangi varð til þess að kötturinn komst í hendur réttmæts eiganda.

Ökumaður var handtekinn í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist þess utan hafa verið sviptur ökuréttindum.  sem og að aka sviptur ökuréttindum. Brotamaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem í ljós kom að hann reyndist vera eftirlýstur fyrir meinta glæpi sína. Á sömu slóðum átti sér stað innbrot í heimahús. Málið er í rannsókn.

Maður í annarlegu ástandi hafði í hótunum við börn og var með ógnandi framkomu. Óskað eftir aðstoð lögreglu. Málið er í rannsókn.

Í miðborginni var maður í annarlegu ástandi að vinna skemmdarverk. Sá var að brjóta rúður í fjölbýli og reyna að komast þar inn. Rúðubrjóturinn var handtekinn og læstur inni. Málið er í rannsókn og hann mun svara fyrir gjörðir sínar í dag.

Nokkrir aðilar reyndi að brjótast inn í kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar í miðborginni. Lögregla hafði upp á umræddum aðilum og málið var afgreitt á vettvangi.

Hópur ungmenna gerði sig heimakominn inni í skóla í austurborginni. Grunur er uppi um húsbrot. Málið er í rannsókn.  Á svipuðum slóðum óskaði leigubílstjóri aðstoðar vegna líkamsárásar. Málið er í rannsókn.

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ágreinings í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan stillti til friðar og málið var afgreitt á vettvangi. Í Kópavogi var búðarþjófur staðinn að verki. Málið var afgreitt á vettvangi.

Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og var handtekinn eftir eltingaleik í Kópavogi. Hann er grunaður um margvísleg brot svo sem akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Þá hefur hann ítrekað verið staðinn að því að aka ítrekað án ökuréttinda. Hann reyndist vera á nagladekkjum og ástand bifreiðarinnar var þeim hætti að það olli hættu fyrir aðra vegfarendur. Bílstjórinn var sem sagt á druslu á nagladekkjum og réttindalaus. Ökumaður var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Hann má búast við sekt upp á hátt í 300 þúsund krónur ef sakir sannast á hann.

Sex manna áhöfn hætt komin þegar mikil eldsprenging varð í bát þeirra – Yfirbyggingin varð alelda

Kofri

Í byrjun febrúar 1996 var áhöfn rækjuskipsins Kofra frá Súðavík hætt komin þegar eldur kviknaði djúpt út af Vestfjörðum.

Vélstjóri bátsins varð fyrstur var við eldinn sem kviknaði í vélarrúminu. Sá hann fljótt að ljóst væri að ekki þýddi að berjast við eldinn. Skömmu síðar varð gríðarleg eldsprengja í vélarrúminu en við sprenginguna varð yfirbyggingin alelda. Allir sex áhafnarmeðlimir skipsins drifu sig þá í gúmmíbát. Það var svo áhöfnin á Bessa frá Súðavík sem bjargaði mönnunum um borð en þá höfðu þeim dottið það snjallræði í hug að láta gúmmíbát sinn reka við stefni hins brennandi skips, svo auðveldara væri að finna þá. Varð þeim ekki meint af.

DV fjallaði um málið á sínum tíma en hér má lesa fréttina:

Sex skipverjar á Kofra frá Súðavík í hættu staddir í eldsvoða:

Gífurleg eldsprenging og yfirbygging alelda

– ákváðu þá að yfirgefa skipið, fóru í gúmmíbát og var bjargað þaðan

Gífurleg eldsprenging varð í vélarrúmi rækjuskipsins Kofra frá Súðavík snemma í gærmorgun þegar skipið var statt djúpt út af Vestfjörðum. Skipverjarnir sex voru þá að berjast við eld sem kviknaði skömmu áður og ákváðu að yfirgefa skipið og fara í gúmmíbát. Áhöfn Bessa frá Súðavík bjargaði mönnunum en þá höfðu Koframenn látið bát sinn reka við stefni hins logandi skips til að björgunarmenn ættu auðveldara með að finna þá í myrkrinu. Samkvæmt upplýsingum DV í gærkvöld var Bessi væntanlegur til Súðavíkur í kvöld en togarinn tók Kofra í tog. Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Frosta, sagði í samtali við DV í gærkvöld að þegar sprengingin varð hefði öll yfirbygging skipsins orðið alelda. Hann sagði jafnframt að vélstjóri hefði orðið fyrstur var við eldinn og mætti hann eldhafi þegar hann fór niður í vél. Þegar hann kom upp aftur varð ljóst að ekki var hægt að berjast við eldinn. Reyndu skipverjar þá að freista þess að kæfa hann með því að loka fyrir allar loftleiðir en það bar ekki árangur. Þegar eldsprengingin kom varö yfirbyggingin alelda á svipstundu, að sögn Ingimars, og fóru sexmenningarnir þá í gúmmíbát. Mennina sakaði ekki. Kofri ÍS 41 var smíðaður í Njarðvík árið 1984.

Alvarlegt slys á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar – Fjöldi lögreglumanna og akreinum lokað

Lögregla og sjúkralið á Miklubraut.

Slys varð fyrir skömmu síðan á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Fjöldi viðbragðsaðila er á staðnum. Merktir og ómerktir lögreglubílar og sjúkrabílar eru á vettvangi. Um var að ræða harðan árekstur og slys á fólki.  Akreinum hefur verið lokað vegna slyssins. Fréttamaður Mannlífs var á staðnum.

Vísir greinir frá því að árekstur hafi orðið á milli lögreglubifreiðar í forgangsakstri og pallbíls. Þrír eru sagðir vera slasaðir, tveir lögreglumenn og einn almennur borgari. Klippa þurfti lögreglumann út úr bifreiðinni.

Frá vettvangi slyssins rétt í þessu. Mynd Björgvin.

Reiðhjólamaður féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur – Félagi hans slasaðist við björgunaraðgerð

Frá björgunaraðgerðum. Ljósmynd: Facebook

Reiðhjólamaður féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur laust eftir hádegi í dag. Samferðamaður hans slasaðist einnig þegar hann reyndi að hjálpa honum.

Lögreglan á Norðurlandi eystra birti rétt í þessu Facebook-færslu þar sem sagt er frá björgunaraðgerðum við Jökulsárgljúfur en rétt eftir hádegi í dag féll þar reiðhjólamaður fram af klettum Félagi hans slasaðist svo einnig er hann gerði tilraun til þess að bjarga honum. Vegna þess hversu erfitt var að komast að þeim slösuðu var ákveðið að kalla eftir aðstoð björgunarsveita.

„Laust eftir hádegi í dag kom tilkynning til lögreglu og sjúkraflutningamanna á Húsavík um reiðhjólaslys við Jökulsárgljúfur. Þar hafi reiðhjólamaður fallið fram af kletti og þá hafði samferðamaður hans einnig slasast við að reyna að koma honum til aðstoðar.

Þar sem ljóst var í upphafi að erfitt gæti verið að komast til þessara aðila voru björgunarsveitir frá Húsavík, Kópaskeri og Mývatnssveit ræstar út og síðar var Akureyri bætt í þann hóp. Þá var óskað eftir aðstoð frá þyrlu LHG.“

Segir í færslu lögreglunnar að hjólreiðamennirnir hafi verið á leið sinni upp með ánni er annar þeirra féll af hjólinu fram af klettabrún. Mennirnir hafi báðir verið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunna til Akureyrar til aðhlynningar.

Frá björgunaraðgerðum.
Ljósmynd: Facebook
„Í ljós kom að þarna höfðu tveir hjólreiðamenn verið á leið sinni upp með Jökulsánni að vestanverðu þegar annar þeirra féll af hjóli sínu og fram af klettabrún og lenti í gróðri og grjóti þar neðan við, talsvert fall. Viðkomandi aðili var með góðri meðvitund allan tímann en þurfti aðstoðar við.
Sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmenn voru komnir til hjólreiðamannanna um 2 klst. síðar og hlúðu að þeim. Úr varð að þyrla LHG hífði þann slasaða upp til sín af þeim stað sem viðkomandi lá á í gróðrinum undir klettabeltinu.
Voru báðir hjólreiðamennirnir síðan fluttir með þyrlu LHG til Akureyrar til frekari aðhlynningar.“

Lögreglan rannsakar gróft brot í körfuboltaleik: „Maður sá greinilega stærð skósins á andliti hans“

Ekki aðeins tæknivilla heldur einnig lögreglumál!

Ungir KR-ingar safna dósum: „Voru reyndar ekkert að fara í fótboltaferð, þá langaði bara í sólina“

Það er örugglega fínt veður í Portúgal núna.

„Hingað mættu tveir ákaflega kurteisir dúskar úr fimmta flokki KR að safna flöskum. Þegar engar flöskur voru til á bænum könnuðu þeir hvort að ég gæti lagt beint inn á þá fyrir ferð til Portúgal.“ Þannig hófst krúttleg færslu Nínu nokkurrar á íbúðasíðunni Vesturbærinn á Facebook.

Konan segist hafa forvitnast meira um málið og þá hafi drengirnir viðurkennt að þetta væri ekki fyrir fótboltaferð, þá langaði einfaldlega að flýja reykvíska sumarið.

„Þegar ég forvitnaðist frekar um málið kom á daginn að þeir voru reyndar ekkert að fara í fótboltaferð, þá langaði bara í sólina. Ég get reyndar alveg skilið það, í 8 gráðum og skítaveðri, og það í júlí.“

Að lokum segir Nína að gott sé að vera vakandi fyrir „svona ungum frumherjum“:

„En það er kannski gott að vera vakandi fyrir því hjá svona ungum frumherjum hvort að söfnunin sé í þágu íþróttastarfs eða bara stálheiðarlegur flótti frá rigningunni.“

Framkvæmdir framundan í Grindavík fyrir hálfan milljarð: „Taka mið af áhættumati hverju sinni“

Undanfarið hafa stjórnvöld skoðað tillögur Grindavíkurnefndarinnar er lúta að viðgerðum í bænum vegna jarðhræringanna örlagaríku.

Mynd: Skjáskot af RÚV.

Formaður nefndarinnar – Árni Þór Sigurðsson – segir að fyrst verði gert við götur og að kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna króna.

Grindavíkurnefndin svokallaða hefur umsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík; það er deginum ljósara að gífurlegar skemmdir hafa orðið í Grindavík síðan jarðhræringar hófust.

Grindavíkurvegur, eða það sem eftir er af honum.

Ásamt Árna Þór er nefndin skipuð þeim Guðnýju Sverrisdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, og Gunnari Einarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar.

Gunnar Einarsson.
Guðný Sverrisdóttir.

Nefndin hefur í samstarfi við bæjaryfirvöld í Grindavík, ýmis ráðuneyti, lögreglu og fleiri kynnt stjórnvöldum tillögur sínar að viðgerðum.

Árni Þór Sigurðsson, Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson tóku sæti í sérstakri framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur.

Svandís Svavarsdóttir.
Mynd: Alþingi.

Lög um framkvæmdanefndina voru samþykkt á Alþingi og sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að „framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ“ sé „mikilvægt skref til þess að skerpa á ábyrgð og hlutverki stjórnvalda um málefni Grindavíkur. Þetta skref er til góðs fyrir Grindvíkinga. En ekki síður fyrir samfélagið allt, sem stendur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum.“

Framkvæmdanefndin fer með stjórn, skipulag og framkvæmd tiltekinna verkefna sem henni er falin með lögum; samhæfingu aðgerða – tryggja skilvirka samvinnu við Grindavíkurbæ, önnur stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi aðila og síðast en ekki síst að hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkurbæjar.

Framkvæmdanefndin er fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald; hefur með höndum verkefni er snúa að úrlausnarefnum er tengjast jarðhræringunum við Grindavík. Munu helstu verkefni nefndarinnar snúa að samfélagsþjónustu með því að starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu; þá mun nefndin hafa yfirumsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík.

Verkefnið hefur verið undirbúið í samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkur – sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna við óvenjulegar aðstæður vegna jarðhræringa í Grindavík.

Mannlíf ræddi við Árna Þór vegna aðgerðaáætlunar Grindavíkurnefndarinnar. Í máli hans kemur fram að áætlunin hefur verið samþykkt en að framkvæmdir séu þó ekki hafnar:

„Undirbúningur er hafinn. Sérstakt framkvæmdateymi hefur verið sett á laggirnar til að halda utan um verkefnið.“

Árni Þór segir aðspurður að „áætlaður kostnaður vegna þeirra innviðaframkvæmda sem til stendur að fara í í þessum áfanga er um 450 milljónir króna.“

Hann bendir á að „inni í þeirri tölu er meðal annars kostnaður við lagfæringar á sjóvarnargarði og einnig kaup á girðingum til að girða af svæði sem talin eru hættuleg.“

Árni Þór er spurður að því hver sé megintilgangur þessara framkvæmda. Hann segir að markmiðið og tilgangurinn sé að „auka öryggi í bænum og þær [framkvæmdirnar, innskot blm] eru einnig forsendur þess að unnt sé að draga úr eða aflétta lokunum með öruggum hætti. Þá munu framkvæmdir taka mið af áhættumati hverju sinni.“

Árni Þór á ekki „von á því að málið dragist lengi; við höfum gert ágætlega grein fyrir þessu; ég hef ekki orðið var við annað en að það sé góður skilningur á því að það sé mikilvægt að nýta tímann núna; nýta sumarið til framkvæmda.“

Pírataspjallinu lokað: „Við þökkum ykkur samfylgdina“

Pírataspjallinu hefur nú verið lokað á Facebook eftir að hafa verið búið til fyrir nokkrum árum.

Kristín Ólafsdóttir, stjórnandi Pírataspjallsins kom með Facebook-færslu í hádeginu í dag í hópnum þar sem hún tilkynnti um lokun spjallsins. Segir hún að í upphafi hafi Pírataspjalilð verið stofnað sem vettvangur þar sem fólk gat rætt málefni Pírata. Síðan þá hafi spjallið þróast talsvert og á félagsfundi Pírata í fyrra hafi verið ákveðið að fella út allar stefnur varðandi spjallið og þannig hætta að tengja það flokknum formlega. Leita nú Píratar að nýjum umræðuvettvangi.

Hér má lesa færslu Kristínar í heild sinni:

„Kæru meðlimir Pírataspjallsins, Þegar Pírataspjallið var stofnað var það hugsað sem vettvangur þar sem fólk ræddi málefni Pírata. Spjallið hefur þróast töluvert og á félagsfundi Pírata í fyrra voru felldar út allar stefnur sem varða Pírataspjallið og hefur þessi vettvangur síðan þá ekki verið tengdur Pírötum formlega. Það var lýðræðisleg niðurstaða meðal skráðra félaga í Pírötum að aftengja hreyfinguna við þennan vettvang. Nú er tækifæri til að finna annan vettvang fyrir þá umræðu sem hér fer fram og er unnið að því að leggja þennan hóp niður. Við þökkum ykkur samfylgdina. Vilji fólk ná tali af Pírötum verða til þess næg tækifæri á næstunni. Aðalfundur félagsins fer fram þann 7. september og verður haustdagskráin kynnt þar – ýmsir fundir, viðburðir og fleira spennandi. Að öðru leiti vísum við til heimasíðu Pírata piratar.is og á símann okkar. Með Píratakveðju.“

Alma veitti ekki lækningaleyfið: „Stefán Yngvason er settur landlæknir í máli Skúla Tómasar“

Stefán Yngvason

Stefán Yngvason er sá læknir sem leysti Ölmu Möller af í embætti landlæknis í tengslum við mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar.

Heilbrigðisráðuneytið svaraði í dag fyrirspurn Mannlífs um það hvaða læknir hafi verið fenginn í stað Ölmu Möller landlæknis, til þess að ákvarða um það hvort Skúli Tómas Gunnlaugsson ætti að fá endurnýjun á lækningaleyfi sínu en hann er grunaður um að vera valdur að dauða sex sjúklinga sem voru í hans umsjá á HSS á árunum 2018 til 2020. Skúli Tómas starfar nú á Landspítalanum, í skugga rannsóknar lögreglunnar á andláti sjúklinganna sex.

Sjá einnig: Náfrændi Ölmu Möller er lögmaður Skúla Tómasar: „Landlæknir ákvað að víkja sæti samstundis“

Eins og Mannlíf greindi frá á dögunum, steig Alma Möller landlæknir til hliðar þegar kom að ákvörðun um veitingu lækningaleyfis Skúla Tómasar, vegna þess að hann hafði ráðið náfrænda hennar, Almar Möller sem lögmann í máli hans. Hún hafði áður skrifað kolsvarta skýrslu um meðhöndlun Skúla Tómasar á Dönu Jóhannsdóttur, sem er eitt af meintum fórnarlömbum læknisins.

Sjá einnig: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“
Sjá einnig: Ólafía er eitt af 14 meintum fórnarlömbum dr. Skúla: „Í rauninni sveltur hún til dauða á níu dögum“

Mannlíf spurði heilbrigðisráðuneytið, sem sér um að setja staðgengil landlæknis, hver það hafi verið sem settur í máli Skúla.

„Stefán Yngvason er settur landlæknir í máli Skúla Tómasar,“ er svarið sem fékkst en Stefán er fyrrverandi framkvæmdarstjóri lækninga á Reykjalundi en hann sérhæfir sig í endurhæfingalækningum.

Mannlíf spurði einnig hvort þetta hefði gerst áður í sögu landlæknisembættisins, að landlæknir hafi þurft að stíga til hliðar í ákveðnum málum en svo er, samkvæmt svarinu:

„Síðustu ár eru þónokkur dæmi þess að landlæknir og aðrir forstöðumenn undirstofnana hafi af einhverjum ástæðum verið vanhæfir til að fara með tiltekin mál og ráðuneytið sett annan í þeirra stað til að taka ákvörðun í málinu.“

Raddir