Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Guðnakleif á Glissu til heiðurs forsetanum

Unnarskarð í Glissu. Leiðin upp í gegnum klettabeltið. Mynd: Reynir Traustason

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er líklega eini þjóðhöfðingi landsins sem klifið hefur fjallið Glissu sem

Glissa er tignarlegt V-laga fjall. Gönguleið upp er hægra megin á myndinni.
Mynd: Guðrún Gunnsteinsdóttir

stendur á mörkum Reykjafjarðar syðri og Ingólfsfjarðar í Árneshreppi. Guðni gekk á fjallið á dögunum í boði Ferðafélags Íslands. Við það tækifæri var hann sæmdur gullmerki félagsins fyrir stuðning við félagið og útivist almennt. Þá þykir Guðni hafa sinnt lýðheilsumálum af alúð. Ferðafélag Íslands stikaði þann hluta leiðarinnar árið 2019 sem er utan vegar fyrir nokkrum árum. Félagið hefur farið með nokkur hundruð manns á fjallið allt frá árinu 2017.

Glissa, forseti, gullmerki
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, afhendir Guðna forseta gullmerki félagsins.
Mynd: Reynir Traustason.

Glissa þykir vera dulmagnað fjall. Tilgáta er um að einstakt nafn fjallsins sem er í laginu eins og V sé dregið af orðunum gleið skessa. Á hæsta tindi Glissu í 714 metra hæð er klettaborg þaðan sem þverhnýpi er suður af. Guðni forseti stillti sér upp ofan við þverhnýpið án þess að sýna minnstu merki um ótta. Efsti drangur Glissu var við það tækifæri nefndur Guðnakleif til heiðurs forsetanum.

Erfitt fyrir lofthrædda

Gönguleiðin á Glissu er nokkuð þægileg en löng. Alls er leiðin um 13 kílómetrar, fram og til baka. Hækkun er um 500 metrar. Lagt er upp frá Eyrarhálsi sem tengir Ingólfsfjörð og Trékyllisvík. Framan af liggur gönguleiðin um svonefndan Smalaveg sem liggur upp á Trékyllisheiði og þaðan alla leið á Bjarnarfjarðarháls. Leiðin liggur um Staurabrekku við rætur Eyrarfjalls sem tígulegt stendur við hlið Glissu. Á hæðinni tekur við stikuð leið alla leið á efsta tind Glissu. Leiðin liggur um melöldur og var áður villugjörn í þoku. Farið er ofan við gil við fjallsrætur. Leiðin í gegnum skörðótta klettaborg er nokkuð torfarinog reynist lofthræddum gjarnan erfið. Hún nefnist Unnarskarð til heiðurs Unni Pálínu Guðmundsdóttur frá Munaðarnesi  sem kynnti greinarhöfundi þessa gönguleið. Gjarnan er sett upp lína þar til að tryggja öryggi fólks.

Guðni Th. á Guðnakleif ásamt göngufélaga.

Ofan við Unnarskarð er leiðin á toppinn greið. Í björtu er útsýni af Glissu alla leið norður á Hornbjarg og suður að Eiríksjökli. Enginn sem stígur fæti á efsta tind Glissu er ósnortinn. Glissa a er sannkölluð drottning Árneshrepps.

 

Glissa, Ferðafélag Íslands, Forseti
Við uppöngustaðinn á Glissu. Mynd: GG
Unnur Pálína Guðmundsdóttir og Guðrún Gunnsteinsdóttir í fyrstu ferð Ferðafélagsins á Glissu.

 

Solaris kærir vararíkissaksóknara til lögreglu: „Háttsemi sem varpar rýrð á störf hans“

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Stjórn Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara, vegna ummæla sem hann lét falla dagana 16. júlí og 19. júlí s.l. um innflytjendur og flóttafólk frá Miðausturlöndum og svo um Solaris hjálparsamtökin, sjálfboðaliða þeirra og skjólstæðinga. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Samkvæmt tilkynningunni telja samtökin að ummælin feli meðal annars í sér rógburð og smánun vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sem og ærumeiðingar samkvæmt almennum hegningarlögum.

Ennfremur segir í fréttatilkynningunni að samtökin hafi tilkynnt sömu ummæli vararíkissaksóknara með formlegum hætti til ríkissaksóknara með tilliti til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almennra hegningarlaga.

„Vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Í ljósi þess að Helgi Magnús Gunnarsson gegnir embætti vararíkissaksóknara eru ummæli hans sérstaklega alvarleg og áhrif þeirra mikil. Því er mikilvægt að fara lengra með málið,“ segir orðrétt í tilkynningu Solaris.

Að lokum segir í fréttatilkynningunni að framferði Helga grafi undir trausti til embættis ríkissaksóknara.

„Framferði og tjáning Helga Magnúsar er honum og embætti ríkissaksóknara til vanvirðu og grefur undan trausti til embættisins. Um er að ræða háttsemi sem varpar rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt.“

Gunnar Smári hefur áhyggjur: „Ljóst að við erum sem samfélag á alvarlega rangri leið“

Gunnnar Smári Egilsson. Mynd / Hallur Karlsson

Gunnar Smári Egilsson segir að augljóst sé að íslenskt samfélag sé á „alvarlega rangri leið“.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson segir í nýrri Facebook-færslu að ljóst sé að samfélagið á Íslandi sé í vændræðum.

„Þegar fæðingartíðni fellur, kannanir sýna að fleirum líður illa og helst hinum ungu og öldruðu, ósætti og grimmd er áberandi, lífslíkur vaxa ekki lengur, traust á stofnunum fellur og trú á stjórnmálin er horfin, öllum augljós vangeta þeirra til að gæta almannahags; þá er ljóst að við erum sem samfélag á alvarlega rangri leið.“

Segir hann að þetta sé afleiðing af samfélagstilraun þar sem meðal annars er alið á „botnlausri fyrirlitningu gagnvart hinum veiku og fátæku“.

„Afleiðing af þeirri samfélagstilraun sem keyrð var í gegn og byggðist á upphafinni einstaklings- og efnishyggju, sturlaðri tignun á ríku fólki og botnlausri fyrirlitningu gagnvart hinum veiku og fátæku, er orðið mein sem þrýstir ekki aðeins hinum veiku ofan í bjargarleysi heldur leysir upp samfélagið og brýtur niður einstaklinga, eitrar sálina eins og illkynja æxli. Við verðum að bregðast við strax og sveigja af braut. Hvert okkar um sig og við sem heild. Amen.“

Verðbólgan aftur komin yfir sex prósent

Verðbólga síðustu 12 mánuði hækkar um hálf prósentustig á milli mánaða og mælist nú 6,3 prósent.

Samkvæmt Hagstofunni hafa sumarútsölur í fataverslunum og húsgagna- og heimilisbúnaðarverslunum haft neikvæð áhrif á vísitöluna. Hins vegar hækki matvöruverð og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um hálft prósent. Þá hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 16,5 prósent og juku vísitölu neysluverðs um 0,34 prósent á milli mánaða. Verðbólga vegna húsnæðis mælist 4,2 prósent.

Greiningardeild Landsbankans hafði spáð að ársverðbólgan myndi hækka um 0,15 prósentustig á milli mánaða og verða því 5,9 prósent og er því ljóst að verðbólgan hafi hækkað umfram þá spá. Bankinn spáði einnig að verðbólgan haldist að mestu leyti óbreytt í ágúst og september en lækki síðan í október.

RÚV sagði frá málinu.

Veirur forðast Hannes

Kári Stefánsson
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. (Mynd: Jón Gústafsson).
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum, stóð fyrir fyrirlestri þar sem rithöfundurinn Matt Ridley reifaði kenningar sínar um Covid 19 og uppruna kórónaveirunnar sem hann telur vera á rannsóknastofu í Kína. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gefur lítið fyrir kenningar Ridley í grein um málið og telur þær ekki vera vísindalega sannaðar og byggðar á tilgátu fremur en vísindum.
Hannes Hólmsteinn er á öðru máli og telur að skoðanir rithöfundarins séu trúverðugar. Spratt af þessu umræða á Facebook þar sem Kári og Hannes skiptust á skoðunum.
Hannes upplýsti þar að hann hefði látið bólusetja sig tvisvar en það hafi líklega verið óþarft.
„Veirur eru sennilega jafnhræddar við mig og vinstri menn eru…,“ skrifar Hannes af alkunnu lítillæti.
Svo því sé haldið til haga eru engin staðfest dæmi til um að vinstrimenn óttist Hannes. Það er því væntanlega tilgáta eins og þetta með uppruna veirunnar …

Leiðindagaur í lyfjaverslun – Lögregla og sjúkralið mættu á Litla-Hraun

Fangelsið Litla-Hraun

Lögreglan var kölluð til í lyfjaverslun í miðborginni þar sem maður nokkur sýndi af sér dónaskap og var til almennt til ófriðs. Leiðindagaurinn sá sitt óvænna og var horfinn á braut þegar lögreglan kom á staðinn.

Á svipuðum slóðum var annar maður með „æsing og ónæði.“ Lögreglan svipti hann frelsi sínu og læsti inni í fangaklefa þar sem hann sefur úr sér.

Annar var vistaður í fangaklefa skömmu síðar. Sá hafði í hótunum við gesti veitingastaðar í miðborginni.

Hótelgestur varð fyrir því óláni að tösku hans var stolið. Óljóst er með lyktir þess máls. Skemmdarvargar voru á ferð og brutu rúðu í skóla.

Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Á svæði Kópavogslögreglu var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þessu til viðbótar reyndis bifreið hans vera ótrygg.

Í gærkvöld var voru lögregla og sjúkralið kölluð út að ríkisfangelsinu að Litla-Hrauni. Morgunblaðið hefur eftir vegfaranda að um hafi verið að ræða stórt útkall. Þá hefur miðillinn eftir lögreglunni að þetta hafi verið vegna veikinda fanga.

Guiseppe Mirto hvarf við Gullfoss – Fannst aldrei þrátt fyrir ítarlega leit

Frá minningarathöfninni

Þann 13. september 1994, hvarf hinn 29 ára gamli Giuseppe Mirto sporlaust en hann var í hópi ferðamanna sem skoðaði Gullfoss. Talið er að hann hefði fallið í fossinn.

Mikil leit hófst þegar ljóst var að hinn ítalski Giuseppe Mirto skilaði sér ekki í rútuna en hann hafði verið í hópi ferðalanga sem stoppað hafði við Gullfoss til að bera þann glæsilega foss augum. Þrátt fyrir gríðarlega mikla leit, þar sem fjörutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt, ásamt lögreglu, þyrlu Landhelgisgæslunnar, annarar lítillar þyrlu og einkaflugvél frá Flúðum, fannst maðurinn aldrei. Talið er víst að Mirto hefði fallið í fossinn, þó enginn hafi orðið vitni að því.

Þann 17. september var haldin minningarathöfn um Mirto við Gullfoss en Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur flutti þar bæn og ættingjar mannsins lögðu krans við fossinn.

Hér má lesa frétt frá Morgunblaðinu um málið á sínum tíma:

Leitað að erlendum ferðamanni við Gullfoss

Óttast að hann hafi fallið í fossinn

LEIT AÐ 29 ára gömlum ítölskum ferðamanni, sem óttast var að hefði fallið í Gullfoss í gær, verður haldið áfram í dag. Að sögn Ámunda Kristjánssonar, hjá svæðisstjórn björgunarsveitanna í Árnessýslu, sem stjórnaði leitinni í gær, verður farið með sporhund á leitarsvæðið í dag. Maðurinn var ásamt fleirum í skoðunarferð við Gullfoss um hádegisleytið í gær. Þegar hann skilaði sér ekki í rútuna létu samferðamenn hans vita að hans væri saknað. Strax vaknaði hræðsla um að maðurinn hefði fallið í fossinn þrátt fyrir að enginn hefði orðið vitni að því. 40 björgunarsveitarmenn leituðu Lögregla fór á staðinn og síðan voru björgunarsveitir úr Árnessýslu kallaðar út. Þeir fóru með bát á Hvítá og gengu með ánni beggja vegna frá fossinum og niður að Drumboddsstöðum, u.þ.b. 14 km leið. Um 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO, var kölluð út og einnig var leitað úr annarri lítilli þyrlu og úr einkaflugvél sem kom frá Flúðum. Leitinni var hætt rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi og átti að halda henni áfram snemma í morgun.

 

Ungi Bretinn fundinn heill á húfi á Majorca: „Röð óheppilegra atburða“ leiddi til hvarfsins

Benjamin með móður sinni, Felix.

Hinn ungi Breti Ben Ross er fundinn, heill á húfi eftir að hafa verið týndur á Majorca síðan 10. júlí síðastliðinn.

Sjá einnig: Annar ungur Breti hverfur á Spáni – Átti í útistöðum við meðleigjendur sína

Ben, 26 ára lögfræðinemi frá Wigan á Stór-Manchester-svæðinu, hvarf eftir að hafa tekið sér pásu frá námi svo hann gæti eitt smá tíma í Palma City, höfuðborg Majorca. Hann var rændur á meðan hann synti í sjónum og skilinn eftir „peningalaus, símalaus og með enga leið til að láta vita af sér,“ samkvæmt móður hans, Felix Robinson.

Vinir og fjölskylda Ben sögðu „röð óheppilegra atburða“ hafa leitt til þess að hann hvarf og móðir hans hafði áður sagt að texti frá syni sínum benti til þess að hann væri ekki í réttu hugarástandi. Eftir að hafa ekki sést síðan 10. júlí er hann nú kominn til bresku ræðismannsskrifstofunnar í Palma „tættur en lifandi,“ samkvæmt fjölskylda hans.

Mamman Felix sagði í yfirlýsingu sem birt var á netsöfnunni sem notuð var til að hjálpa til við að safna peningum til að finna son hennar, að fjölskyldan einbeiti sér nú að því að koma honum „til fullrar heilsu aftur“. Hún sagði: „Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir alla hjálpina og stuðninginn sem við höfum fengið. Allir hafa verið sannarlega ótrúlegir. Okkur er svo létt að hafa fundið hann og einbeitum okkur nú að því að koma honum aftur til fullrar heilsu og heim heilu og höldnu.“

 

 

 

Þjónustumiðstöðin við Seljalandsfoss reyndi að svína á ferðamönnum: „Ekkert nema svindl“

Steinar Þór Sveinsson leiðsögumaður.

Steinar Þór Sveinsson hefur verið leiðsögumaður í langan tíma; í meira en tvo áratugi.

Hann er á þeirri skoðun að ferðaþjónustan á Íslandi sé eigi á réttri leið; að gestrisni Íslendinga í garð útlendra ferðamanna hafi hrakað með vaxandi gjaldtöku.

Honum hreinlega ofbauð er hann horfði upp á það á þjónustumiðstöðinni við Seljalandsfoss að útlendum ferðamönnum er pöntuðu sér bjór var seldur lítt áfengur pilsner.

Steinar fjallar um málið í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar.

„Ég hef verið viðriðinn ferðaþjónustuna sem leiðsögumaður núna í rúm 20 ár. Mér finnst ákaflega margt vera á mjög svo rangri leið verð ég að segja, með þeim fyrirvara að eflaust á það við að maður sé að verða gamall nöldrari.“

Bætir því við að það sé „ömurlegt að frelsi ferðalagsins sé núna nánast horfið víða. Það er og hefur verið besta markaðssetning Íslands. Það er óþarfi að krefja ríkið um meiri pening í markaðssetningu þegar við fólkinu sem þó kemur taka gjaldhlið út um allt land, jafnvel án allrar þjónustu. Gestrisnin er farin, af hverju þá að bjóða fólk velkomið dýrum dómi?“

Segir einnig:

„Eitt það nýjasta er að ráðherra setti á gjaldtöku á malarstæðum við Jökulsárlón en ekkert hefur breyst, klósettmál eru í lamasessi. Einnig standa nú hliðverðir frá Umhverfisstofnun og stöðva alla bíla rétt utan við Landmannalaugar og heimta bílastæðagjöld fyrir malarplanið. Svo kemur fólk inn á svæðið og þá skal borga Ferðafélaginu það sem því svo sannarlega ber fyrir að halda úti ágætri salernisaðstöðu. Auðvitað ruglar svona margföld gjaldtaka inn á sama svæðið fólk í ríminu og er lítt til þess fallin að gleðja það.“

Hann segist ekki geta ímyndað sér „að það sé góð útgerð hjá Umhverfisstofnun að halda úti allt að þremur starfsmönnum til að rukka smábíla um 450 krónur.

Ég á erfitt með að skilja tekju- og kostnaðarmódelið í því. Ég skil heldur ekki hvernig það gekk í gegn skipulags- eða leyfalega. Og allt var þetta gert nánast án fyrirvara eða kynningar. Dónaskapur stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni er slíkur. Gjaldskylduskilti eru komin út um allt og ferðamenn klóra sér í hausnum og þora eflaust oft ekki öðru en að borga.

Oft er verið að fiska í gruggugu vatni. Skilti einfaldlega sett upp og treyst á guð og lukkuna, og Parka. Við Gluggafoss er skilti núna innan við girðingu landeigenda. Við malarstæði sem hefur verið þar í áratugi og landeigendur aldrei haft kostnað af en sveitarfélagið þjónustað. Borð og bekkur við fossinn er merkt Katla Geopark og Evrópusambandinu! Þar tókst okkur að sníkja út styrk fyrir ómerkilegu viðarborði en Evrópubúarnir sem heimsækja okkur skulu borga fyrir að nota það. Við Kirkjufell er rukkað á bílastæðinu.

Hvergi innan Grundarfjarðarbæjar sjálfs er rukkað. Útlendingarnir, sem þó borga hæstu fasteignagjöldin í gegnum hótelgistingar sínar, skulu hundeltir og borga alls staðar sem þeir vilja stoppa í nokkrar mínútur. Samt þykjumst við vilja bjóða þá velkomna og að ríkið leggi milljarða í auglýsingaherferðir þess vegna.“

Steinar segir að „steininn tók svo út með ókurteisina og viðhorfið gagnvart ferðamönnum fyrir nokkrum dögum við Seljalandsfoss. Þá keyptu ferðamennirnir mínir sér „bjór“ í veitingaaðstöðunni þar og var þeim seldur pilsner. Ég benti þeim á það, margspurði hvort þau hefðu örugglega beðið um bjór, og fór með bjórana aftur til stúlknana sem seldu þeim meintan „bjór“ og krafðist skýringa.“

Steinar segir að „þetta þótti nú auðvitað talsvert röfl í mér, þótti ekki tiltökumál og lítið til að kvarta yfir, og mér var sagt að pilsner væri nú það eina sem þau höfðu sem líktist bjór. Ég sagði að þau gætu nú ekki samt sem áður selt pilsner sem bjór ef beðið væri um bjór og að það væri ekkert nema svindl. Að lokum var endurgreitt.“

Segir að endingu:

Ríkisstjórn Íslands 2024.

„Svona er þetta allt orðið. Ég held að á meðan svo er og á meðan stjórnvöld og ferðaþjónustuaðilar margir virða gesti okkar lítils sem einskis þá sé óþarfi að setja marga milljarða af skattpeningum í að reyna að lokka fólk hingað til lands þegar þessar móttökur bíða þess.“

Guðni mismælti sig á kosningafundi: „Myndi aldrei gegna þessu embætti í meira en 12 kjörtímabil“

|
Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslands

Fráfarandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er nýjastii gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Þeir félagar spjölluðu saman í Árneshreppi á Ströndum en þar var Guðni í sinni síðustu opinberu heimsókn sinni sem forseti Íslands en hann afhendir Höllu Tómasdóttur lykilinn að Bessastöðum í lok júlí.

Reynir spyr Guðna hvort það hafi verið erfið ákvörðun að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil.

„Ja, hún var snúin að því leiti að, þetta er eins og maður segir við börnin, „Hvort eigum við að fara í bakarí eða ísbúð?“ bæði er best. Ég hefði ekkert grátið mig í svefn ef ég hefði tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér áfram og þá kannski með þá raunhæfu væntingu að ég næði kjöri. En ég velti vöngum yfir þessu öðru hvoru allt þetta kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið.“

Guðni bendir næst á að hann hafi sagt það árið 2016 að ef hann næði kjöri myndi hann vilja sitja í tvö til þrjú kjörtímabil, átta til tólf ár. „Ég mismælti mig reyndar einu sinni á kosningafundi og sagði að ég vildi hafa þetta alveg skýrt, að næði ég kjöri og vildi fólk hafa mig áfram til forystu í samfélaginu, þá myndi ég aldrei gegna þessu embætti í meira en 12 kjörtímabil,“ segir Guðni og hlær. „Það kom svona undrunaralda og ég hugsaði og sagði svo „Já, nei, 12 ár!“.“

Reynir: „12, kjörtímabil …“

Guðni: „Það eru 48 ár!“

Reynir: „Þú hefðir verið á svipuðum aldri og kollegar þínir í Bandaríkjunum.“

Guðni: „Já. Og þeir geta nú líka mismælt sig.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Ættingjar Bjarna þrífa líka höfuðstöðvar Landsbankans: „Samningar sem þessir eru trúnaðarmál“

Höfuðstöðvar Landsbankans - Mynd: Landsbankinn

Dagar, ræstingafyrirtæki sem að mestu er í eigu ættingja Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sér um þrif á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti en samningurinn var gerður án útboðs.

Sjá einnig: Ættingjar Bjarna þrifu Landsbókasafn fyrir hundruði milljóna: „Alltaf leggst þeim eitthvað til“

Á dögunum sagði Heimildin frá því að fyrirtækið Dagar, sem áður hét ISS, hafi séð um ræstingar í Landsbókasafninu um áratugaskeið án útboðs. Þáði fyrirtækið tugi milljóna á ári fyrir þjónustuna. Stærstu eigendur Daga eru Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, sem kenndir eru við Engeyjarættina. Þá er Benedikt Einarsson, sonur Einars, er stjórnarformaður fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum Mannlífs sér Dagar einnig um þrif á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti og það án útboðs. Ekki hefur miðlinum tekist að fá upplýsingar um upphæðina sem fyrirtækið fær fyrir þrifin en opinber innkaup eru útboðsskyld þegar heildarvirði samnings fer yfir 15,5 milljónir króna.

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans svaraði skriflegri fyrirspurn Mannlífs um málið með eftirfarandi svari:

„Dagar sjá um ræstingu í húsnæði bankans við Reykjastræti og byggir það samstarf á samningi frá árinu 2000 sem gerður var við ISS, sem síðar varð Dagar. Ræstingarnar hafa ekki verið boðnar út en líkt og á við um alla aðkeypta þjónustu kemur útboð til greina. Við innkaup á vörum og þjónustu velur bankinn þá leið sem talin er henta best hverju sinni, m.a. með tilliti til verðs, gæða og öryggis. Samningar sem þessir eru trúnaðarmál.“

Veðurhorfur um Verslunarmannahelgina: „Það er í vari fyrir regninu oftast nær“

Einar Sveinbjörnsson.

Verslunarmannahelgin er á næsta leyti og allir vilja vita allt um veðrið þá – þótt erfitt sé um það að spá.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Menn reyna og greina – spá í bolla og bálkesti; kasta janfvel hlutkesti, og Pollýanna er oft á sveimi.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt sé að segja til um veðurhorfur um verslunarmannahelgina.

Eins og fram kemur á RÚV.

Hann segir að við Já-fólkið hafi alveg fengið væna og góða daga með hita yfir 20 stigum: einkum á Norður- og Austurlandi:

„Sumarið það sem af er er ekkert alslæmt en því er spáð heilt yfir, næstu 7-10 dagana, að það verði fremur vætusamt Sunnan- og Vestanlands. En á móti kemur, þar sem hlémegin fjalla, sérstaklega Norðaustanlands og jafnvel einnig á Austurlandi, það [landsvæði] er í vari fyrir regninu oftast nær og ágætt veður þar og jafnvel bara mjög gott suma dagana,“ segir Einar.

Hann leggur frá sér símann og horfir til himins.

Brynjar gerir stólpagrín að Dóru Björt: „Það er listgrein að geta blaðrað endalaust“

Dóra Björt
Dóra Björt Guðjónsdóttir.
Brynjar Níelsson hæðist að Dóru Björt Guðjónsdóttur, formanni umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í nýrri færslu á Facebook.

Í færslunni gerir fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson stólpagrín að Píratanum Dóru Björt Guðjónsdóttur en hann segir hana aðeins kunna þrjú orð.

„Oft getur verið snúið fyrir borgarstjórann og meirihlutann í borginni að svara fyrir verk sín og verkleysið. Það vefst þó ekki fyrir formanni umhverfis-og skipulagsráðs borgarinnar. Hún hefur lært þrjú orð, sem eru falsfréttir, upplýsingaóreiða og misskilningur, og notar þau sitt á hvað þegar allt er í óefni og lítið um svör.“

Því næst telur Brynjar upp þau viðbrögð sem hann segir Dóru hafa sýnt í nokkrum málum sem vakið hafa athygli síðustu ár.

„Það var misskilningur að eitthvað væri ábótavant í snjómokstri borgarinnar. Það bara snjóaði meiri en við mátti búast. Sennilega er það misskilningur hjá Ísavía að trén í Öskjuhlíðinni séu of há fyrir blindflug og uplýsingaóreiða að borgin þurfi að fara að loftferðalögum. Upplýsingaóreiða hjá Samtökum iðnaðarins að borgin stæði sig ekki í lóðaúthlutun og uppbyggingu íbúðahúsnæðis. Mátti skilja formanninn að hvergi væri meiri uppbygging þótt nánast engin íbúð væri tilbúin. Gagnrýni á gjafagjörning Reykjavíkurborgar til RÚV og olíufélaganna var blanda af falsfréttum, upplýsingaóreiðu og misskilningi.“

Að lokum skýtur Brynjar fast á Dóru:

„Það er listgrein að geta blaðrað endalaust og skilja borgarbúa eftir engu nær um í hverju falsfréttirnar, upplysingaóreiðan og misskilningurinn felast. Mætti halda að formaður umhverfis-og skipulagsráðs borgarinnar væri Pírati.“

Japanir beita nokkra ísraelska landnema refsiaðgerðum – MYNDBAND

Vopnaðir og kolólöglegir landsnemar á Vesturbakkanum.

Ríkisstjórn Japan hefur ákveðið að beita nokkra ísraelska landsnema refsiaðgerðum vegna ofbeldis sem þeir hafa beitt Palestínumenn.

Talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar hefur sagt að refsiaðgerðirnar beinist að fjórum einstaklingum og bendir á að ofbeldi ísraelskra landnema gegn Palestínumönnum á hernumdum Vesturbakkanum hafi aukist til muna síðan í október síðastliðnum.

„Japan mun jafnt og þétt innleiða þessar frystingaraðgerðir og halda áfram að hvetja ísraelska ríkisstjórnina eindregið til að frysta algjörlega starfsemi landnemabyggða í samvinnu við alþjóðasamfélagið, þar á meðal G7,“ sagði Yoshimasa Hayashi, aðalritari ríkisstjórnarinnar.

Bretland, Kanada og Bandaríkin hafa beitt nokkrum einstökum ísraelskum landnemum refsiaðgerðum til að bregðast við auknu ofbeldi á hernumdum Vesturbakkanum.

Að forðast raunveruleikann

Það birtist á laugardaginn var í Morgunblaðinu ritstjórnargrein undir fyrirsögninni: Lærdómur plágunnar.

Boðskapur greinarinnar er sá að við þurfum að leggja meira á okkur við að læra af Covid-19  faraldrinum og tek ég undir hann heilshugar.  Ég hef margsinnis hvatt stjórnvöld til þess að setja á fót farsóttarstofnun sem hefði því hlutverki að gegna að rýna í reynsluna af Covid-19 og farsóttum fyrri tíma og undirbúa okkur undir þær sem hljóta að koma. Kostnaður við slíka stofnun væri að öllum líkindum mikill en þó hverfandi miðað við þann, sem hlytist af því að verða að spinna viðbrögð við næsta faraldri af fingrum fram. Við urðum að gera það í Covid-19 og þótt miklu fleira hafi tekist vel, en höfundur ritstjórnargreinarinnar virðist halda, var margt sem við hefðum gert betur ef innviðir hefðu verið til staðar.

Tildrög ritstjórnargreinarinnar var fyrirlestur sem Matt nokkur Ridley flutti upp í Háskóla Íslands um Covid-19 faraldurinn og ritstjórinn telur að hafi verið afar fróðlegur. Ekki ætla ég að halda öðru fram enda komst ég ekki á fyrirlesturinn. Hitt er þó ljóst á ritstjórnargreininni að Matt virðist hafa lagt áherslu á kenningar um uppruna veirunnar sem eru ekki vísindalegar vegna þess að það er ekki hægt að afsanna þær. Þær eru einfaldlega tilgátur sem eru studdar mjög fátæklegum gögnum ef nokkrum.

Þær eru hins vegar, sumar þeirra býsna skemmtilegar og skyldi engan furða, vegna þess að þegar maður hefur engin gögn til þess að vísa veginn hefur maður frelsi til þess að fara í hvaða átt sem manni sýnist.

Svo er það hitt að við vitum ekki gjörla um uppruna einnar einustu veiru sem hefur lagst á menn og valdið faröldrum meðal annars vegna þess að veirur verða aldrei til í eitt skiptið fyrir öll.

Veirur halda áfram að endurskapast af völdum stökkbreytinga í erfðamengi þeirra og vals af hálfu umhverfisins sem í þessu tilfelli er allt sem gefur að líta í líkama mannsins. Þess vegna er það ekki furðulegt að vísindamenn sýni kenningum um uppruna veirunnar lítinn áhuga, þær eru ekki vísindalegar vegna þess að það er ekki hægt að afsanna þær.

Í bók sinni Ákvarðað (Determined) setur Robert Sapolski fram þá kenningu að allt sem er í heiminum og allt sem gerist í heiminum eigi rætur sínar í öðru sem sé til staðar eða hafi verið eða sé að gerast eða hafi verið að gerast.

Samkvæmt þessari kenningu ættu að vera orsakatengsl milli litar fífilsins í garðinum mínum og stjórnmálaskoðana Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Til þess að geta afsannað þessa kenningu þyrftum við að hafa gögn um allt sem er og allt sem hefur verið í heiminum og öflun slíkra gagna er langt utan seilingar og þess vegna er ekki hægt afsanna kenninguna.

Þar af leiðandi fjallar þessi 500 blaðsíðna bók eftir frægan vísindamann ekki um vísindalega kenningu heldur skoðun sem er að öllum líkindum rétt en við fáum sjáfsagt aldrei að vita með vissu hvort svo sé.

Kenningar um uppruna Covid-19 er ekki hægt að afsanna vegna þess að stjórnvöld í Kína meina mönnum aðgang að þeim gögnum sem hægt væri að nýta við tilraunir til þess að afsanna þær. Þar af leiðandi hafa þær eins og stendur ekkert með vísindi að gera. Kínversk stjórnvöld haga sér gjarnan þannig að það er ógerlegt að spá fyrir um það hvers vegna þau veita ekki aðgang að þessum gögnum og vafasamt að draga þá ályktun að það sé vegna þess að gögnin bendi til þess að veiran eigi einhverjar rætur í kínverskri rannsóknarstofu.

Alræðisvald kínverska kommúnistaflokksins er ógeðfellt og illvirki hans mörg og ljót en Covid-19 faraldurinn er að öllum líkindum ekki eitt af þeim.

Það er hins vegar ljóst af lestri greinarinnar að ritstjórinn hikar ekki við að setja fram kenningar um faraldsfræði og heilbrigðisþjónustu á tímum Covid. Hann segir:

„Meðan á faraldrinum stóð komu ýmsar brotalamir í heilbrigðiskerfinu í ljós, þó fæstir vildu hafa orð á því  og hafi ekki gert síðan. Jafnvel einföld og samræmd söfnun tölfræði um greiningar, veikindi, sjúkrahúsinnlagnir, gjörgæslu og dauðdaga reyndist afar brotakennd“

Ef við föllumst á þá skilgreiningu að kenning sé eingöngu vísindaleg ef hægt er að afsanna hana og allar kenningar sem hægt sé að afsanna séu vísindalegar þá er þessi kenning ritstjórans vísindaleg vegna þess að það er auðvelt að afsanna hana.

Heilbrigðiskerfið okkar sem var búið að hökta í hálfgerðum lamasessi um nokkurt skeið mætti þeim áskorunum sem fylgdu faraldrinum af myndarskap. Embætti sóttvarnarlæknis aflaði kerfisbundið upplýsinga í rauntíma um greiningar, veikindi, sjúkrahúsinnlagnir, gjörgæslu og andlát. Þessar upplýsingar voru notaðar til þess að draga ályktanir um útbreiðslu veirunnar og veikinda sem voru síðan forsenda sóttvarnaraðgerða.

Þessi skráning var nákvæmari en annars staðar í heiminum og fól meðal annars í sér raðir níturbasa í erfðamengi veirunnar úr öllum sem greindust sem bauð upp á að draga ályktanir um það hvaðan veiran barst í einstaklinga og hvernig veiran stökkbreyttist með tímanum. Hvergi annars staðar í heiminum var veiran raðgreind að þessu marki. Það var einnig meiri skimun eftir veirunni meðal einkennalausra á Íslandi en í nokkru öðru landi í heiminum.

Öllum þessum margvíslegu gögnum var komið fyrir á þann máta að það var hægt að nýta þau saman og samtímis til þess að fylgjast með og bregðast við. Þessi gögn voru einnig notuð til þess að skrifa fyrstu greinarnar sem lýstu faraldsfræði sjúkdómsins í ljósi raða níturbasa í erfðamengi veirunnar og mótefnasvari gegn henni og birtust í virtasta læknisfræðitímariti heims.

Landspítalinn annaðist af prýði þá sem þurftu á innlögn að halda og opnaði göngudeild sem sinnti þeim sem voru minna veikir og heilsugæslan skipulagði ótrúlega bólusetningarherferð.

Eitt af því sem lagði af mörkum til þess að heilbrigðiskerfið reis undir væntingum er að Íslensk erfðagreining var um tíma endurskilgreind sem partur af heilbrigðiskerfinu og gat að miklu leyti séð um skimun, greiningu og raðgreiningu veirunnar og hugbúnaðarkerfi til þess að halda utan um mikið af þeim gögnum sem urðu til.

Eitt af því sem ég held að verði nauðsynlegur partur af viðbrögðum okkar við faröldrum framtíðarinnar er að faraldsfræðistofnun þegar hún er komin á legg geti kvatt til starfa alla þá aðila í samfélaginu sem gætu lagt af mörkum til þess að verja það.

Ég held að með þessum orðum sé ég búinn að afsanna kenningu ritstjórans um brotalamir heilbrigðiskerfisins á tímum Covid.

Ég á hinn bóginn algjörlega sammála honum um að við verðum leggjast undir feld og grafa eins djúpt og við getum ofan í þau gögn sem urðu til meðan á faraldrinum stóð, ekki bara um veiruna og sjúkdóminn sjálfan og viðbrögðin við þeim heldur líka afleiðingar viðbragðanna. Og síðan hitt að raunveruleikinn er oftast ósveigjanlegur og þrjóskur og þess vegna er skemmtilegast að setja saman kenningar sem verða ekki mátaðar við hann.

Kannski er það þess vegna sem bækurnar hans Matt Ridley eru svona skemmtilegar og seljast vel.

Kári Stefánsson

Segja utanríkisráðuneytið hafa skorað á Ísrael, ekki ráðherrann: „Sú hugmynd á sér ekki stoð“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Samskiptastjóri Pírata, Atli Þór Fanndal segir að utanríkisráðherra geti ekki verið ósammála eigin ráðuneyti.

Nýlega birti utanríkisráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur áskorun á samfélagsmiðlinum X þar sem hernám Ísraela í Palestínu var sagt ólöglegt. Í svari við fyrirspurnum Heimildarinnar sagði hins vegar að færslan hafi ekki komið frá ráðherranum, heldur ráðuneytinu hans. Þetta segir Atli Þór Fanndal ekki standast skoðun.

Í nýlegri Facebook-færslu sem Atli Þór birti og hlekkjaði frétt Heimildarinnar um málið, segir samskiptastjórinn að ráðherra sé persónugerð ráðuneytisins og að ráðherra geti ekki verið ósammála eigin ráðuneyti.

Hér er færsla Atla Þórs í heild sinni:

„Ráðherra er persónugerð ráðuneytisins. Sú hugmynd að ráðuneyti segi nokkurn hlut en ekki ráðherra á sér ekki stoð. Ráðherra er ekki bara manneskja með allskonar pælingar heldur framkvæmdavald í mannlegu formi. Ráðherra er ekki ósammála eigin ráðuneyti. Áskorunin er því ráðherra þótt hún sé ekki persónu Þórdísar.“

Grunnskólinn á Djúpavogi býður upp á pólskunám:„Það komu nokkrir nemendur til okkar og lýstu áhuga“

Djúpivogur í Múlaþingi. Ljósmynd: Austurland.is

Síðasta vetur var boðið upp á pólskunám sem valgrein í Djúpavogsskóla. Hugmyndin kemur frá nemendum skólans en skólastjórinn segir áhugann hafa verið ágætan.

„Það komu nokkrir nemendur til okkar og lýstu áhuga á að læra pólsku. Við erum með nokkra pólskumælandi starfsmenn og þar af einn kennara sem tók vel undir þetta og við ákváðum að hafa þetta sem eina valgreinina. Það voru um tíu krakkar sem völdu pólskuvalið síðasta haust. Þetta er ekki aðeins tungumálið sjálft heldur einnig og spjall um hefðir og menningu í Póllandi, sem er nokkuð frábrugðin því sem hér er,“ segir Þorbjörg Sandholt, skólastjóri í samtali við Austurfrétt.

Fram kemur í umfjöllun Austurfréttar að grunnskólar landsins séu skyldugir, samkvæmt aðalnámskránni, að bjóða upp á ákveðinn fjölda valgreina með hefðbundnu námi en að það geti reynst erfitt fyrir minni grunnskóla á fámennum stöðum. Á Djúpavogi reynir grunnskólinn að nýta þá möguleika sem eru til staðar hverju sinni.

„Það er til dæmis skemmtilegt að segja frá því að einn valmöguleikinn nú fyrir unglingastigið er heimilisfræði með áherslu á mat úr héraði. Þar er horft sérstaklega til þess matar sem framleiddur er eða er ræktaður hér um slóðir. Þau hafa prófað sig áfram með hreindýrahakk og hafa lært að gera sósur eins og Lefever framleiðir hér,“ segir Þorbjörg.

Áttatíu dauðsföll mögulega tengd fæðubótaefni

Lyfjafyrirtæki í Japan rannsakar hvort rekja megi tugi dauðsfalla til fæðubótaefnis úr framleiðslu þess.

Forstjóri sem og formaður fyrirtækisins ætla að láta af störfum vegna málsins.

Kemur fram á RÚV að japanski lyfjaframleiðandinn Kobayashi afturkallaði með öllu í mars síðastliðnum fæðubótaefni eftir að fjölmargir viðskiptavinir höfðu kvartað undan nýrnavanda.

Sögðu talsmenn fyrirtækisins að mögulega eitruð sýra hefði fundist við framleiðslu virka efnisins í pillunum í einni verksmiðju þess.

Þessi fæðubótaefnin eru gerð úr rauðum gerjuðum hrísgrjónum; niðurstöður rannsókna benda til þess að það geti lækkað kólesteról; þó hafa sömu rannsóknir varað sterklega við því að ákveðin efnasamsetning sem var til staðar gæti leitt til hættu á líffæraskaða.

Læknir einn vakti athygli á þessum mögulega vanda.

Í nýliðnum júní sögðust talsmenn Kobayashi hafa til rannsóknar áttatíu dauðsföll er mögulega mætti rekja til neyslu fæðubótaefnisins.

Einnig kemur fram að stjórnvöld í Japan gagnrýndu stjórn fyrirtækisins fyrir að tilkynna málið eigi fyrr.

Forstjóri og formaður fyrirtækisins tilkynntu í gær að þeir ætluðu að víkja úr hásætum sínum vegna málsins; þeir tilheyra báðir fjölskyldunni er stofnaði Kobayashi.

Forstjórinn Akihiro Kobayashi sagðist ætla að taka fulla ábyrgð á málinu og verður áfram hjá fyrirtækinu til þess að stýra bótaferli í tengslum við þetta hræðilega mál.

Hans Jakob er látinn

Hans Jakob Jónsson.

Hans Jakob Jónsson, leiðsögumaður og leikskáld, er látinn. Hann fæddist 7 maí 1956 og var því 68 ára þegar hann lést aðfaranótt fimmtudagsins 18 júlí.
Sonur hans, Jón Hnefill Jakobsson tilkynnti um andlát hans á Facebook.
„Pabbi var einstakur maður, húmoristi af Guðs náð, hæfileikarîkur, mikill sögumaður og þótti óendanlega vænt um börnin sín og barnabörn. Við erum ennþá að meðtaka að hann sé farinn frá okkur, og við viljum þakka öllum þeim sem hafa boðist til að vera okkur innan handar í sorgarferlinu, og því sem framundan er,“ skrifar hann.
Margir minnast Jakobs á Facebook með mikilli hlýju. Þeirra á meðal er Illugi Jökulsson rithöfundur.
„Kær og góður frændi minn, Hans Jakob sonur Svövu föðursystur minnar og Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, varð bráðkvaddur á dögunum, enn á besta aldri. Þetta er þungt högg fyrir okkur öll í fjölskyldunni því Jakob var hvers manns hugljúfi, skemmtilegur, alúðlegur og í alla staði hinn vænsti maður. En vitaskuld er höggið mest og sárast fyrir börnin hans þrjú sem lifa, en önnur dætra hans dó fyrir örfáum misserum,“ skrifar Illugi.

Kamala og Margrét hittust

Kamala Harris.

Margrét Hrafnsdóttir, fjölmiðlakona og kvikmyndaframleiðandi., hefur verið innan um þá frægu og ríku um áratugaskeið. Margrét og eiginmaður hennar, Jón Óttar Ragnarsson, hafa lengi búið í Bandaríkjunum þar sem pólitískir sviptivindar geysa þessa dagana og Joe Biden hefur ákveðið að draga sig í hlé og Kamala Harris fær sviðið.

Margrét studdi Hillary Clinton með ráðum og dáð og tók virkan þátt í baráttu hennar við Donald Trump sem reyndar lauk með ósigri Hillary.

Vísir birtir viðtal við Margréti þar sem fullyrt er að hún þekki varaforsetann sem eigi eftir að rasskella Trump í komandi kosningum. Sú framsetning Vísis að Margrét „þekki“ Kamölu er nokkuð djörf þegar litið er til þess að Margrét segist sjálf hafa hitt hana í einhverju húsi í Bel Air og kunnað ofboðslega vel við hana …

Guðnakleif á Glissu til heiðurs forsetanum

Unnarskarð í Glissu. Leiðin upp í gegnum klettabeltið. Mynd: Reynir Traustason

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er líklega eini þjóðhöfðingi landsins sem klifið hefur fjallið Glissu sem

Glissa er tignarlegt V-laga fjall. Gönguleið upp er hægra megin á myndinni.
Mynd: Guðrún Gunnsteinsdóttir

stendur á mörkum Reykjafjarðar syðri og Ingólfsfjarðar í Árneshreppi. Guðni gekk á fjallið á dögunum í boði Ferðafélags Íslands. Við það tækifæri var hann sæmdur gullmerki félagsins fyrir stuðning við félagið og útivist almennt. Þá þykir Guðni hafa sinnt lýðheilsumálum af alúð. Ferðafélag Íslands stikaði þann hluta leiðarinnar árið 2019 sem er utan vegar fyrir nokkrum árum. Félagið hefur farið með nokkur hundruð manns á fjallið allt frá árinu 2017.

Glissa, forseti, gullmerki
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, afhendir Guðna forseta gullmerki félagsins.
Mynd: Reynir Traustason.

Glissa þykir vera dulmagnað fjall. Tilgáta er um að einstakt nafn fjallsins sem er í laginu eins og V sé dregið af orðunum gleið skessa. Á hæsta tindi Glissu í 714 metra hæð er klettaborg þaðan sem þverhnýpi er suður af. Guðni forseti stillti sér upp ofan við þverhnýpið án þess að sýna minnstu merki um ótta. Efsti drangur Glissu var við það tækifæri nefndur Guðnakleif til heiðurs forsetanum.

Erfitt fyrir lofthrædda

Gönguleiðin á Glissu er nokkuð þægileg en löng. Alls er leiðin um 13 kílómetrar, fram og til baka. Hækkun er um 500 metrar. Lagt er upp frá Eyrarhálsi sem tengir Ingólfsfjörð og Trékyllisvík. Framan af liggur gönguleiðin um svonefndan Smalaveg sem liggur upp á Trékyllisheiði og þaðan alla leið á Bjarnarfjarðarháls. Leiðin liggur um Staurabrekku við rætur Eyrarfjalls sem tígulegt stendur við hlið Glissu. Á hæðinni tekur við stikuð leið alla leið á efsta tind Glissu. Leiðin liggur um melöldur og var áður villugjörn í þoku. Farið er ofan við gil við fjallsrætur. Leiðin í gegnum skörðótta klettaborg er nokkuð torfarinog reynist lofthræddum gjarnan erfið. Hún nefnist Unnarskarð til heiðurs Unni Pálínu Guðmundsdóttur frá Munaðarnesi  sem kynnti greinarhöfundi þessa gönguleið. Gjarnan er sett upp lína þar til að tryggja öryggi fólks.

Guðni Th. á Guðnakleif ásamt göngufélaga.

Ofan við Unnarskarð er leiðin á toppinn greið. Í björtu er útsýni af Glissu alla leið norður á Hornbjarg og suður að Eiríksjökli. Enginn sem stígur fæti á efsta tind Glissu er ósnortinn. Glissa a er sannkölluð drottning Árneshrepps.

 

Glissa, Ferðafélag Íslands, Forseti
Við uppöngustaðinn á Glissu. Mynd: GG
Unnur Pálína Guðmundsdóttir og Guðrún Gunnsteinsdóttir í fyrstu ferð Ferðafélagsins á Glissu.

 

Solaris kærir vararíkissaksóknara til lögreglu: „Háttsemi sem varpar rýrð á störf hans“

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Stjórn Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara, vegna ummæla sem hann lét falla dagana 16. júlí og 19. júlí s.l. um innflytjendur og flóttafólk frá Miðausturlöndum og svo um Solaris hjálparsamtökin, sjálfboðaliða þeirra og skjólstæðinga. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Samkvæmt tilkynningunni telja samtökin að ummælin feli meðal annars í sér rógburð og smánun vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sem og ærumeiðingar samkvæmt almennum hegningarlögum.

Ennfremur segir í fréttatilkynningunni að samtökin hafi tilkynnt sömu ummæli vararíkissaksóknara með formlegum hætti til ríkissaksóknara með tilliti til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almennra hegningarlaga.

„Vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Í ljósi þess að Helgi Magnús Gunnarsson gegnir embætti vararíkissaksóknara eru ummæli hans sérstaklega alvarleg og áhrif þeirra mikil. Því er mikilvægt að fara lengra með málið,“ segir orðrétt í tilkynningu Solaris.

Að lokum segir í fréttatilkynningunni að framferði Helga grafi undir trausti til embættis ríkissaksóknara.

„Framferði og tjáning Helga Magnúsar er honum og embætti ríkissaksóknara til vanvirðu og grefur undan trausti til embættisins. Um er að ræða háttsemi sem varpar rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt.“

Gunnar Smári hefur áhyggjur: „Ljóst að við erum sem samfélag á alvarlega rangri leið“

Gunnnar Smári Egilsson. Mynd / Hallur Karlsson

Gunnar Smári Egilsson segir að augljóst sé að íslenskt samfélag sé á „alvarlega rangri leið“.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson segir í nýrri Facebook-færslu að ljóst sé að samfélagið á Íslandi sé í vændræðum.

„Þegar fæðingartíðni fellur, kannanir sýna að fleirum líður illa og helst hinum ungu og öldruðu, ósætti og grimmd er áberandi, lífslíkur vaxa ekki lengur, traust á stofnunum fellur og trú á stjórnmálin er horfin, öllum augljós vangeta þeirra til að gæta almannahags; þá er ljóst að við erum sem samfélag á alvarlega rangri leið.“

Segir hann að þetta sé afleiðing af samfélagstilraun þar sem meðal annars er alið á „botnlausri fyrirlitningu gagnvart hinum veiku og fátæku“.

„Afleiðing af þeirri samfélagstilraun sem keyrð var í gegn og byggðist á upphafinni einstaklings- og efnishyggju, sturlaðri tignun á ríku fólki og botnlausri fyrirlitningu gagnvart hinum veiku og fátæku, er orðið mein sem þrýstir ekki aðeins hinum veiku ofan í bjargarleysi heldur leysir upp samfélagið og brýtur niður einstaklinga, eitrar sálina eins og illkynja æxli. Við verðum að bregðast við strax og sveigja af braut. Hvert okkar um sig og við sem heild. Amen.“

Verðbólgan aftur komin yfir sex prósent

Verðbólga síðustu 12 mánuði hækkar um hálf prósentustig á milli mánaða og mælist nú 6,3 prósent.

Samkvæmt Hagstofunni hafa sumarútsölur í fataverslunum og húsgagna- og heimilisbúnaðarverslunum haft neikvæð áhrif á vísitöluna. Hins vegar hækki matvöruverð og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um hálft prósent. Þá hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 16,5 prósent og juku vísitölu neysluverðs um 0,34 prósent á milli mánaða. Verðbólga vegna húsnæðis mælist 4,2 prósent.

Greiningardeild Landsbankans hafði spáð að ársverðbólgan myndi hækka um 0,15 prósentustig á milli mánaða og verða því 5,9 prósent og er því ljóst að verðbólgan hafi hækkað umfram þá spá. Bankinn spáði einnig að verðbólgan haldist að mestu leyti óbreytt í ágúst og september en lækki síðan í október.

RÚV sagði frá málinu.

Veirur forðast Hannes

Kári Stefánsson
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. (Mynd: Jón Gústafsson).
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum, stóð fyrir fyrirlestri þar sem rithöfundurinn Matt Ridley reifaði kenningar sínar um Covid 19 og uppruna kórónaveirunnar sem hann telur vera á rannsóknastofu í Kína. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gefur lítið fyrir kenningar Ridley í grein um málið og telur þær ekki vera vísindalega sannaðar og byggðar á tilgátu fremur en vísindum.
Hannes Hólmsteinn er á öðru máli og telur að skoðanir rithöfundarins séu trúverðugar. Spratt af þessu umræða á Facebook þar sem Kári og Hannes skiptust á skoðunum.
Hannes upplýsti þar að hann hefði látið bólusetja sig tvisvar en það hafi líklega verið óþarft.
„Veirur eru sennilega jafnhræddar við mig og vinstri menn eru…,“ skrifar Hannes af alkunnu lítillæti.
Svo því sé haldið til haga eru engin staðfest dæmi til um að vinstrimenn óttist Hannes. Það er því væntanlega tilgáta eins og þetta með uppruna veirunnar …

Leiðindagaur í lyfjaverslun – Lögregla og sjúkralið mættu á Litla-Hraun

Fangelsið Litla-Hraun

Lögreglan var kölluð til í lyfjaverslun í miðborginni þar sem maður nokkur sýndi af sér dónaskap og var til almennt til ófriðs. Leiðindagaurinn sá sitt óvænna og var horfinn á braut þegar lögreglan kom á staðinn.

Á svipuðum slóðum var annar maður með „æsing og ónæði.“ Lögreglan svipti hann frelsi sínu og læsti inni í fangaklefa þar sem hann sefur úr sér.

Annar var vistaður í fangaklefa skömmu síðar. Sá hafði í hótunum við gesti veitingastaðar í miðborginni.

Hótelgestur varð fyrir því óláni að tösku hans var stolið. Óljóst er með lyktir þess máls. Skemmdarvargar voru á ferð og brutu rúðu í skóla.

Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Á svæði Kópavogslögreglu var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þessu til viðbótar reyndis bifreið hans vera ótrygg.

Í gærkvöld var voru lögregla og sjúkralið kölluð út að ríkisfangelsinu að Litla-Hrauni. Morgunblaðið hefur eftir vegfaranda að um hafi verið að ræða stórt útkall. Þá hefur miðillinn eftir lögreglunni að þetta hafi verið vegna veikinda fanga.

Guiseppe Mirto hvarf við Gullfoss – Fannst aldrei þrátt fyrir ítarlega leit

Frá minningarathöfninni

Þann 13. september 1994, hvarf hinn 29 ára gamli Giuseppe Mirto sporlaust en hann var í hópi ferðamanna sem skoðaði Gullfoss. Talið er að hann hefði fallið í fossinn.

Mikil leit hófst þegar ljóst var að hinn ítalski Giuseppe Mirto skilaði sér ekki í rútuna en hann hafði verið í hópi ferðalanga sem stoppað hafði við Gullfoss til að bera þann glæsilega foss augum. Þrátt fyrir gríðarlega mikla leit, þar sem fjörutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt, ásamt lögreglu, þyrlu Landhelgisgæslunnar, annarar lítillar þyrlu og einkaflugvél frá Flúðum, fannst maðurinn aldrei. Talið er víst að Mirto hefði fallið í fossinn, þó enginn hafi orðið vitni að því.

Þann 17. september var haldin minningarathöfn um Mirto við Gullfoss en Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur flutti þar bæn og ættingjar mannsins lögðu krans við fossinn.

Hér má lesa frétt frá Morgunblaðinu um málið á sínum tíma:

Leitað að erlendum ferðamanni við Gullfoss

Óttast að hann hafi fallið í fossinn

LEIT AÐ 29 ára gömlum ítölskum ferðamanni, sem óttast var að hefði fallið í Gullfoss í gær, verður haldið áfram í dag. Að sögn Ámunda Kristjánssonar, hjá svæðisstjórn björgunarsveitanna í Árnessýslu, sem stjórnaði leitinni í gær, verður farið með sporhund á leitarsvæðið í dag. Maðurinn var ásamt fleirum í skoðunarferð við Gullfoss um hádegisleytið í gær. Þegar hann skilaði sér ekki í rútuna létu samferðamenn hans vita að hans væri saknað. Strax vaknaði hræðsla um að maðurinn hefði fallið í fossinn þrátt fyrir að enginn hefði orðið vitni að því. 40 björgunarsveitarmenn leituðu Lögregla fór á staðinn og síðan voru björgunarsveitir úr Árnessýslu kallaðar út. Þeir fóru með bát á Hvítá og gengu með ánni beggja vegna frá fossinum og niður að Drumboddsstöðum, u.þ.b. 14 km leið. Um 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO, var kölluð út og einnig var leitað úr annarri lítilli þyrlu og úr einkaflugvél sem kom frá Flúðum. Leitinni var hætt rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi og átti að halda henni áfram snemma í morgun.

 

Ungi Bretinn fundinn heill á húfi á Majorca: „Röð óheppilegra atburða“ leiddi til hvarfsins

Benjamin með móður sinni, Felix.

Hinn ungi Breti Ben Ross er fundinn, heill á húfi eftir að hafa verið týndur á Majorca síðan 10. júlí síðastliðinn.

Sjá einnig: Annar ungur Breti hverfur á Spáni – Átti í útistöðum við meðleigjendur sína

Ben, 26 ára lögfræðinemi frá Wigan á Stór-Manchester-svæðinu, hvarf eftir að hafa tekið sér pásu frá námi svo hann gæti eitt smá tíma í Palma City, höfuðborg Majorca. Hann var rændur á meðan hann synti í sjónum og skilinn eftir „peningalaus, símalaus og með enga leið til að láta vita af sér,“ samkvæmt móður hans, Felix Robinson.

Vinir og fjölskylda Ben sögðu „röð óheppilegra atburða“ hafa leitt til þess að hann hvarf og móðir hans hafði áður sagt að texti frá syni sínum benti til þess að hann væri ekki í réttu hugarástandi. Eftir að hafa ekki sést síðan 10. júlí er hann nú kominn til bresku ræðismannsskrifstofunnar í Palma „tættur en lifandi,“ samkvæmt fjölskylda hans.

Mamman Felix sagði í yfirlýsingu sem birt var á netsöfnunni sem notuð var til að hjálpa til við að safna peningum til að finna son hennar, að fjölskyldan einbeiti sér nú að því að koma honum „til fullrar heilsu aftur“. Hún sagði: „Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir alla hjálpina og stuðninginn sem við höfum fengið. Allir hafa verið sannarlega ótrúlegir. Okkur er svo létt að hafa fundið hann og einbeitum okkur nú að því að koma honum aftur til fullrar heilsu og heim heilu og höldnu.“

 

 

 

Þjónustumiðstöðin við Seljalandsfoss reyndi að svína á ferðamönnum: „Ekkert nema svindl“

Steinar Þór Sveinsson leiðsögumaður.

Steinar Þór Sveinsson hefur verið leiðsögumaður í langan tíma; í meira en tvo áratugi.

Hann er á þeirri skoðun að ferðaþjónustan á Íslandi sé eigi á réttri leið; að gestrisni Íslendinga í garð útlendra ferðamanna hafi hrakað með vaxandi gjaldtöku.

Honum hreinlega ofbauð er hann horfði upp á það á þjónustumiðstöðinni við Seljalandsfoss að útlendum ferðamönnum er pöntuðu sér bjór var seldur lítt áfengur pilsner.

Steinar fjallar um málið í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar.

„Ég hef verið viðriðinn ferðaþjónustuna sem leiðsögumaður núna í rúm 20 ár. Mér finnst ákaflega margt vera á mjög svo rangri leið verð ég að segja, með þeim fyrirvara að eflaust á það við að maður sé að verða gamall nöldrari.“

Bætir því við að það sé „ömurlegt að frelsi ferðalagsins sé núna nánast horfið víða. Það er og hefur verið besta markaðssetning Íslands. Það er óþarfi að krefja ríkið um meiri pening í markaðssetningu þegar við fólkinu sem þó kemur taka gjaldhlið út um allt land, jafnvel án allrar þjónustu. Gestrisnin er farin, af hverju þá að bjóða fólk velkomið dýrum dómi?“

Segir einnig:

„Eitt það nýjasta er að ráðherra setti á gjaldtöku á malarstæðum við Jökulsárlón en ekkert hefur breyst, klósettmál eru í lamasessi. Einnig standa nú hliðverðir frá Umhverfisstofnun og stöðva alla bíla rétt utan við Landmannalaugar og heimta bílastæðagjöld fyrir malarplanið. Svo kemur fólk inn á svæðið og þá skal borga Ferðafélaginu það sem því svo sannarlega ber fyrir að halda úti ágætri salernisaðstöðu. Auðvitað ruglar svona margföld gjaldtaka inn á sama svæðið fólk í ríminu og er lítt til þess fallin að gleðja það.“

Hann segist ekki geta ímyndað sér „að það sé góð útgerð hjá Umhverfisstofnun að halda úti allt að þremur starfsmönnum til að rukka smábíla um 450 krónur.

Ég á erfitt með að skilja tekju- og kostnaðarmódelið í því. Ég skil heldur ekki hvernig það gekk í gegn skipulags- eða leyfalega. Og allt var þetta gert nánast án fyrirvara eða kynningar. Dónaskapur stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni er slíkur. Gjaldskylduskilti eru komin út um allt og ferðamenn klóra sér í hausnum og þora eflaust oft ekki öðru en að borga.

Oft er verið að fiska í gruggugu vatni. Skilti einfaldlega sett upp og treyst á guð og lukkuna, og Parka. Við Gluggafoss er skilti núna innan við girðingu landeigenda. Við malarstæði sem hefur verið þar í áratugi og landeigendur aldrei haft kostnað af en sveitarfélagið þjónustað. Borð og bekkur við fossinn er merkt Katla Geopark og Evrópusambandinu! Þar tókst okkur að sníkja út styrk fyrir ómerkilegu viðarborði en Evrópubúarnir sem heimsækja okkur skulu borga fyrir að nota það. Við Kirkjufell er rukkað á bílastæðinu.

Hvergi innan Grundarfjarðarbæjar sjálfs er rukkað. Útlendingarnir, sem þó borga hæstu fasteignagjöldin í gegnum hótelgistingar sínar, skulu hundeltir og borga alls staðar sem þeir vilja stoppa í nokkrar mínútur. Samt þykjumst við vilja bjóða þá velkomna og að ríkið leggi milljarða í auglýsingaherferðir þess vegna.“

Steinar segir að „steininn tók svo út með ókurteisina og viðhorfið gagnvart ferðamönnum fyrir nokkrum dögum við Seljalandsfoss. Þá keyptu ferðamennirnir mínir sér „bjór“ í veitingaaðstöðunni þar og var þeim seldur pilsner. Ég benti þeim á það, margspurði hvort þau hefðu örugglega beðið um bjór, og fór með bjórana aftur til stúlknana sem seldu þeim meintan „bjór“ og krafðist skýringa.“

Steinar segir að „þetta þótti nú auðvitað talsvert röfl í mér, þótti ekki tiltökumál og lítið til að kvarta yfir, og mér var sagt að pilsner væri nú það eina sem þau höfðu sem líktist bjór. Ég sagði að þau gætu nú ekki samt sem áður selt pilsner sem bjór ef beðið væri um bjór og að það væri ekkert nema svindl. Að lokum var endurgreitt.“

Segir að endingu:

Ríkisstjórn Íslands 2024.

„Svona er þetta allt orðið. Ég held að á meðan svo er og á meðan stjórnvöld og ferðaþjónustuaðilar margir virða gesti okkar lítils sem einskis þá sé óþarfi að setja marga milljarða af skattpeningum í að reyna að lokka fólk hingað til lands þegar þessar móttökur bíða þess.“

Guðni mismælti sig á kosningafundi: „Myndi aldrei gegna þessu embætti í meira en 12 kjörtímabil“

|
Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslands

Fráfarandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er nýjastii gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Þeir félagar spjölluðu saman í Árneshreppi á Ströndum en þar var Guðni í sinni síðustu opinberu heimsókn sinni sem forseti Íslands en hann afhendir Höllu Tómasdóttur lykilinn að Bessastöðum í lok júlí.

Reynir spyr Guðna hvort það hafi verið erfið ákvörðun að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil.

„Ja, hún var snúin að því leiti að, þetta er eins og maður segir við börnin, „Hvort eigum við að fara í bakarí eða ísbúð?“ bæði er best. Ég hefði ekkert grátið mig í svefn ef ég hefði tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér áfram og þá kannski með þá raunhæfu væntingu að ég næði kjöri. En ég velti vöngum yfir þessu öðru hvoru allt þetta kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið.“

Guðni bendir næst á að hann hafi sagt það árið 2016 að ef hann næði kjöri myndi hann vilja sitja í tvö til þrjú kjörtímabil, átta til tólf ár. „Ég mismælti mig reyndar einu sinni á kosningafundi og sagði að ég vildi hafa þetta alveg skýrt, að næði ég kjöri og vildi fólk hafa mig áfram til forystu í samfélaginu, þá myndi ég aldrei gegna þessu embætti í meira en 12 kjörtímabil,“ segir Guðni og hlær. „Það kom svona undrunaralda og ég hugsaði og sagði svo „Já, nei, 12 ár!“.“

Reynir: „12, kjörtímabil …“

Guðni: „Það eru 48 ár!“

Reynir: „Þú hefðir verið á svipuðum aldri og kollegar þínir í Bandaríkjunum.“

Guðni: „Já. Og þeir geta nú líka mismælt sig.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Ættingjar Bjarna þrífa líka höfuðstöðvar Landsbankans: „Samningar sem þessir eru trúnaðarmál“

Höfuðstöðvar Landsbankans - Mynd: Landsbankinn

Dagar, ræstingafyrirtæki sem að mestu er í eigu ættingja Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sér um þrif á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti en samningurinn var gerður án útboðs.

Sjá einnig: Ættingjar Bjarna þrifu Landsbókasafn fyrir hundruði milljóna: „Alltaf leggst þeim eitthvað til“

Á dögunum sagði Heimildin frá því að fyrirtækið Dagar, sem áður hét ISS, hafi séð um ræstingar í Landsbókasafninu um áratugaskeið án útboðs. Þáði fyrirtækið tugi milljóna á ári fyrir þjónustuna. Stærstu eigendur Daga eru Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, sem kenndir eru við Engeyjarættina. Þá er Benedikt Einarsson, sonur Einars, er stjórnarformaður fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum Mannlífs sér Dagar einnig um þrif á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti og það án útboðs. Ekki hefur miðlinum tekist að fá upplýsingar um upphæðina sem fyrirtækið fær fyrir þrifin en opinber innkaup eru útboðsskyld þegar heildarvirði samnings fer yfir 15,5 milljónir króna.

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans svaraði skriflegri fyrirspurn Mannlífs um málið með eftirfarandi svari:

„Dagar sjá um ræstingu í húsnæði bankans við Reykjastræti og byggir það samstarf á samningi frá árinu 2000 sem gerður var við ISS, sem síðar varð Dagar. Ræstingarnar hafa ekki verið boðnar út en líkt og á við um alla aðkeypta þjónustu kemur útboð til greina. Við innkaup á vörum og þjónustu velur bankinn þá leið sem talin er henta best hverju sinni, m.a. með tilliti til verðs, gæða og öryggis. Samningar sem þessir eru trúnaðarmál.“

Veðurhorfur um Verslunarmannahelgina: „Það er í vari fyrir regninu oftast nær“

Einar Sveinbjörnsson.

Verslunarmannahelgin er á næsta leyti og allir vilja vita allt um veðrið þá – þótt erfitt sé um það að spá.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Menn reyna og greina – spá í bolla og bálkesti; kasta janfvel hlutkesti, og Pollýanna er oft á sveimi.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt sé að segja til um veðurhorfur um verslunarmannahelgina.

Eins og fram kemur á RÚV.

Hann segir að við Já-fólkið hafi alveg fengið væna og góða daga með hita yfir 20 stigum: einkum á Norður- og Austurlandi:

„Sumarið það sem af er er ekkert alslæmt en því er spáð heilt yfir, næstu 7-10 dagana, að það verði fremur vætusamt Sunnan- og Vestanlands. En á móti kemur, þar sem hlémegin fjalla, sérstaklega Norðaustanlands og jafnvel einnig á Austurlandi, það [landsvæði] er í vari fyrir regninu oftast nær og ágætt veður þar og jafnvel bara mjög gott suma dagana,“ segir Einar.

Hann leggur frá sér símann og horfir til himins.

Brynjar gerir stólpagrín að Dóru Björt: „Það er listgrein að geta blaðrað endalaust“

Dóra Björt
Dóra Björt Guðjónsdóttir.
Brynjar Níelsson hæðist að Dóru Björt Guðjónsdóttur, formanni umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í nýrri færslu á Facebook.

Í færslunni gerir fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson stólpagrín að Píratanum Dóru Björt Guðjónsdóttur en hann segir hana aðeins kunna þrjú orð.

„Oft getur verið snúið fyrir borgarstjórann og meirihlutann í borginni að svara fyrir verk sín og verkleysið. Það vefst þó ekki fyrir formanni umhverfis-og skipulagsráðs borgarinnar. Hún hefur lært þrjú orð, sem eru falsfréttir, upplýsingaóreiða og misskilningur, og notar þau sitt á hvað þegar allt er í óefni og lítið um svör.“

Því næst telur Brynjar upp þau viðbrögð sem hann segir Dóru hafa sýnt í nokkrum málum sem vakið hafa athygli síðustu ár.

„Það var misskilningur að eitthvað væri ábótavant í snjómokstri borgarinnar. Það bara snjóaði meiri en við mátti búast. Sennilega er það misskilningur hjá Ísavía að trén í Öskjuhlíðinni séu of há fyrir blindflug og uplýsingaóreiða að borgin þurfi að fara að loftferðalögum. Upplýsingaóreiða hjá Samtökum iðnaðarins að borgin stæði sig ekki í lóðaúthlutun og uppbyggingu íbúðahúsnæðis. Mátti skilja formanninn að hvergi væri meiri uppbygging þótt nánast engin íbúð væri tilbúin. Gagnrýni á gjafagjörning Reykjavíkurborgar til RÚV og olíufélaganna var blanda af falsfréttum, upplýsingaóreiðu og misskilningi.“

Að lokum skýtur Brynjar fast á Dóru:

„Það er listgrein að geta blaðrað endalaust og skilja borgarbúa eftir engu nær um í hverju falsfréttirnar, upplysingaóreiðan og misskilningurinn felast. Mætti halda að formaður umhverfis-og skipulagsráðs borgarinnar væri Pírati.“

Japanir beita nokkra ísraelska landnema refsiaðgerðum – MYNDBAND

Vopnaðir og kolólöglegir landsnemar á Vesturbakkanum.

Ríkisstjórn Japan hefur ákveðið að beita nokkra ísraelska landsnema refsiaðgerðum vegna ofbeldis sem þeir hafa beitt Palestínumenn.

Talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar hefur sagt að refsiaðgerðirnar beinist að fjórum einstaklingum og bendir á að ofbeldi ísraelskra landnema gegn Palestínumönnum á hernumdum Vesturbakkanum hafi aukist til muna síðan í október síðastliðnum.

„Japan mun jafnt og þétt innleiða þessar frystingaraðgerðir og halda áfram að hvetja ísraelska ríkisstjórnina eindregið til að frysta algjörlega starfsemi landnemabyggða í samvinnu við alþjóðasamfélagið, þar á meðal G7,“ sagði Yoshimasa Hayashi, aðalritari ríkisstjórnarinnar.

Bretland, Kanada og Bandaríkin hafa beitt nokkrum einstökum ísraelskum landnemum refsiaðgerðum til að bregðast við auknu ofbeldi á hernumdum Vesturbakkanum.

Að forðast raunveruleikann

Það birtist á laugardaginn var í Morgunblaðinu ritstjórnargrein undir fyrirsögninni: Lærdómur plágunnar.

Boðskapur greinarinnar er sá að við þurfum að leggja meira á okkur við að læra af Covid-19  faraldrinum og tek ég undir hann heilshugar.  Ég hef margsinnis hvatt stjórnvöld til þess að setja á fót farsóttarstofnun sem hefði því hlutverki að gegna að rýna í reynsluna af Covid-19 og farsóttum fyrri tíma og undirbúa okkur undir þær sem hljóta að koma. Kostnaður við slíka stofnun væri að öllum líkindum mikill en þó hverfandi miðað við þann, sem hlytist af því að verða að spinna viðbrögð við næsta faraldri af fingrum fram. Við urðum að gera það í Covid-19 og þótt miklu fleira hafi tekist vel, en höfundur ritstjórnargreinarinnar virðist halda, var margt sem við hefðum gert betur ef innviðir hefðu verið til staðar.

Tildrög ritstjórnargreinarinnar var fyrirlestur sem Matt nokkur Ridley flutti upp í Háskóla Íslands um Covid-19 faraldurinn og ritstjórinn telur að hafi verið afar fróðlegur. Ekki ætla ég að halda öðru fram enda komst ég ekki á fyrirlesturinn. Hitt er þó ljóst á ritstjórnargreininni að Matt virðist hafa lagt áherslu á kenningar um uppruna veirunnar sem eru ekki vísindalegar vegna þess að það er ekki hægt að afsanna þær. Þær eru einfaldlega tilgátur sem eru studdar mjög fátæklegum gögnum ef nokkrum.

Þær eru hins vegar, sumar þeirra býsna skemmtilegar og skyldi engan furða, vegna þess að þegar maður hefur engin gögn til þess að vísa veginn hefur maður frelsi til þess að fara í hvaða átt sem manni sýnist.

Svo er það hitt að við vitum ekki gjörla um uppruna einnar einustu veiru sem hefur lagst á menn og valdið faröldrum meðal annars vegna þess að veirur verða aldrei til í eitt skiptið fyrir öll.

Veirur halda áfram að endurskapast af völdum stökkbreytinga í erfðamengi þeirra og vals af hálfu umhverfisins sem í þessu tilfelli er allt sem gefur að líta í líkama mannsins. Þess vegna er það ekki furðulegt að vísindamenn sýni kenningum um uppruna veirunnar lítinn áhuga, þær eru ekki vísindalegar vegna þess að það er ekki hægt að afsanna þær.

Í bók sinni Ákvarðað (Determined) setur Robert Sapolski fram þá kenningu að allt sem er í heiminum og allt sem gerist í heiminum eigi rætur sínar í öðru sem sé til staðar eða hafi verið eða sé að gerast eða hafi verið að gerast.

Samkvæmt þessari kenningu ættu að vera orsakatengsl milli litar fífilsins í garðinum mínum og stjórnmálaskoðana Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Til þess að geta afsannað þessa kenningu þyrftum við að hafa gögn um allt sem er og allt sem hefur verið í heiminum og öflun slíkra gagna er langt utan seilingar og þess vegna er ekki hægt afsanna kenninguna.

Þar af leiðandi fjallar þessi 500 blaðsíðna bók eftir frægan vísindamann ekki um vísindalega kenningu heldur skoðun sem er að öllum líkindum rétt en við fáum sjáfsagt aldrei að vita með vissu hvort svo sé.

Kenningar um uppruna Covid-19 er ekki hægt að afsanna vegna þess að stjórnvöld í Kína meina mönnum aðgang að þeim gögnum sem hægt væri að nýta við tilraunir til þess að afsanna þær. Þar af leiðandi hafa þær eins og stendur ekkert með vísindi að gera. Kínversk stjórnvöld haga sér gjarnan þannig að það er ógerlegt að spá fyrir um það hvers vegna þau veita ekki aðgang að þessum gögnum og vafasamt að draga þá ályktun að það sé vegna þess að gögnin bendi til þess að veiran eigi einhverjar rætur í kínverskri rannsóknarstofu.

Alræðisvald kínverska kommúnistaflokksins er ógeðfellt og illvirki hans mörg og ljót en Covid-19 faraldurinn er að öllum líkindum ekki eitt af þeim.

Það er hins vegar ljóst af lestri greinarinnar að ritstjórinn hikar ekki við að setja fram kenningar um faraldsfræði og heilbrigðisþjónustu á tímum Covid. Hann segir:

„Meðan á faraldrinum stóð komu ýmsar brotalamir í heilbrigðiskerfinu í ljós, þó fæstir vildu hafa orð á því  og hafi ekki gert síðan. Jafnvel einföld og samræmd söfnun tölfræði um greiningar, veikindi, sjúkrahúsinnlagnir, gjörgæslu og dauðdaga reyndist afar brotakennd“

Ef við föllumst á þá skilgreiningu að kenning sé eingöngu vísindaleg ef hægt er að afsanna hana og allar kenningar sem hægt sé að afsanna séu vísindalegar þá er þessi kenning ritstjórans vísindaleg vegna þess að það er auðvelt að afsanna hana.

Heilbrigðiskerfið okkar sem var búið að hökta í hálfgerðum lamasessi um nokkurt skeið mætti þeim áskorunum sem fylgdu faraldrinum af myndarskap. Embætti sóttvarnarlæknis aflaði kerfisbundið upplýsinga í rauntíma um greiningar, veikindi, sjúkrahúsinnlagnir, gjörgæslu og andlát. Þessar upplýsingar voru notaðar til þess að draga ályktanir um útbreiðslu veirunnar og veikinda sem voru síðan forsenda sóttvarnaraðgerða.

Þessi skráning var nákvæmari en annars staðar í heiminum og fól meðal annars í sér raðir níturbasa í erfðamengi veirunnar úr öllum sem greindust sem bauð upp á að draga ályktanir um það hvaðan veiran barst í einstaklinga og hvernig veiran stökkbreyttist með tímanum. Hvergi annars staðar í heiminum var veiran raðgreind að þessu marki. Það var einnig meiri skimun eftir veirunni meðal einkennalausra á Íslandi en í nokkru öðru landi í heiminum.

Öllum þessum margvíslegu gögnum var komið fyrir á þann máta að það var hægt að nýta þau saman og samtímis til þess að fylgjast með og bregðast við. Þessi gögn voru einnig notuð til þess að skrifa fyrstu greinarnar sem lýstu faraldsfræði sjúkdómsins í ljósi raða níturbasa í erfðamengi veirunnar og mótefnasvari gegn henni og birtust í virtasta læknisfræðitímariti heims.

Landspítalinn annaðist af prýði þá sem þurftu á innlögn að halda og opnaði göngudeild sem sinnti þeim sem voru minna veikir og heilsugæslan skipulagði ótrúlega bólusetningarherferð.

Eitt af því sem lagði af mörkum til þess að heilbrigðiskerfið reis undir væntingum er að Íslensk erfðagreining var um tíma endurskilgreind sem partur af heilbrigðiskerfinu og gat að miklu leyti séð um skimun, greiningu og raðgreiningu veirunnar og hugbúnaðarkerfi til þess að halda utan um mikið af þeim gögnum sem urðu til.

Eitt af því sem ég held að verði nauðsynlegur partur af viðbrögðum okkar við faröldrum framtíðarinnar er að faraldsfræðistofnun þegar hún er komin á legg geti kvatt til starfa alla þá aðila í samfélaginu sem gætu lagt af mörkum til þess að verja það.

Ég held að með þessum orðum sé ég búinn að afsanna kenningu ritstjórans um brotalamir heilbrigðiskerfisins á tímum Covid.

Ég á hinn bóginn algjörlega sammála honum um að við verðum leggjast undir feld og grafa eins djúpt og við getum ofan í þau gögn sem urðu til meðan á faraldrinum stóð, ekki bara um veiruna og sjúkdóminn sjálfan og viðbrögðin við þeim heldur líka afleiðingar viðbragðanna. Og síðan hitt að raunveruleikinn er oftast ósveigjanlegur og þrjóskur og þess vegna er skemmtilegast að setja saman kenningar sem verða ekki mátaðar við hann.

Kannski er það þess vegna sem bækurnar hans Matt Ridley eru svona skemmtilegar og seljast vel.

Kári Stefánsson

Segja utanríkisráðuneytið hafa skorað á Ísrael, ekki ráðherrann: „Sú hugmynd á sér ekki stoð“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Samskiptastjóri Pírata, Atli Þór Fanndal segir að utanríkisráðherra geti ekki verið ósammála eigin ráðuneyti.

Nýlega birti utanríkisráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur áskorun á samfélagsmiðlinum X þar sem hernám Ísraela í Palestínu var sagt ólöglegt. Í svari við fyrirspurnum Heimildarinnar sagði hins vegar að færslan hafi ekki komið frá ráðherranum, heldur ráðuneytinu hans. Þetta segir Atli Þór Fanndal ekki standast skoðun.

Í nýlegri Facebook-færslu sem Atli Þór birti og hlekkjaði frétt Heimildarinnar um málið, segir samskiptastjórinn að ráðherra sé persónugerð ráðuneytisins og að ráðherra geti ekki verið ósammála eigin ráðuneyti.

Hér er færsla Atla Þórs í heild sinni:

„Ráðherra er persónugerð ráðuneytisins. Sú hugmynd að ráðuneyti segi nokkurn hlut en ekki ráðherra á sér ekki stoð. Ráðherra er ekki bara manneskja með allskonar pælingar heldur framkvæmdavald í mannlegu formi. Ráðherra er ekki ósammála eigin ráðuneyti. Áskorunin er því ráðherra þótt hún sé ekki persónu Þórdísar.“

Grunnskólinn á Djúpavogi býður upp á pólskunám:„Það komu nokkrir nemendur til okkar og lýstu áhuga“

Djúpivogur í Múlaþingi. Ljósmynd: Austurland.is

Síðasta vetur var boðið upp á pólskunám sem valgrein í Djúpavogsskóla. Hugmyndin kemur frá nemendum skólans en skólastjórinn segir áhugann hafa verið ágætan.

„Það komu nokkrir nemendur til okkar og lýstu áhuga á að læra pólsku. Við erum með nokkra pólskumælandi starfsmenn og þar af einn kennara sem tók vel undir þetta og við ákváðum að hafa þetta sem eina valgreinina. Það voru um tíu krakkar sem völdu pólskuvalið síðasta haust. Þetta er ekki aðeins tungumálið sjálft heldur einnig og spjall um hefðir og menningu í Póllandi, sem er nokkuð frábrugðin því sem hér er,“ segir Þorbjörg Sandholt, skólastjóri í samtali við Austurfrétt.

Fram kemur í umfjöllun Austurfréttar að grunnskólar landsins séu skyldugir, samkvæmt aðalnámskránni, að bjóða upp á ákveðinn fjölda valgreina með hefðbundnu námi en að það geti reynst erfitt fyrir minni grunnskóla á fámennum stöðum. Á Djúpavogi reynir grunnskólinn að nýta þá möguleika sem eru til staðar hverju sinni.

„Það er til dæmis skemmtilegt að segja frá því að einn valmöguleikinn nú fyrir unglingastigið er heimilisfræði með áherslu á mat úr héraði. Þar er horft sérstaklega til þess matar sem framleiddur er eða er ræktaður hér um slóðir. Þau hafa prófað sig áfram með hreindýrahakk og hafa lært að gera sósur eins og Lefever framleiðir hér,“ segir Þorbjörg.

Áttatíu dauðsföll mögulega tengd fæðubótaefni

Lyfjafyrirtæki í Japan rannsakar hvort rekja megi tugi dauðsfalla til fæðubótaefnis úr framleiðslu þess.

Forstjóri sem og formaður fyrirtækisins ætla að láta af störfum vegna málsins.

Kemur fram á RÚV að japanski lyfjaframleiðandinn Kobayashi afturkallaði með öllu í mars síðastliðnum fæðubótaefni eftir að fjölmargir viðskiptavinir höfðu kvartað undan nýrnavanda.

Sögðu talsmenn fyrirtækisins að mögulega eitruð sýra hefði fundist við framleiðslu virka efnisins í pillunum í einni verksmiðju þess.

Þessi fæðubótaefnin eru gerð úr rauðum gerjuðum hrísgrjónum; niðurstöður rannsókna benda til þess að það geti lækkað kólesteról; þó hafa sömu rannsóknir varað sterklega við því að ákveðin efnasamsetning sem var til staðar gæti leitt til hættu á líffæraskaða.

Læknir einn vakti athygli á þessum mögulega vanda.

Í nýliðnum júní sögðust talsmenn Kobayashi hafa til rannsóknar áttatíu dauðsföll er mögulega mætti rekja til neyslu fæðubótaefnisins.

Einnig kemur fram að stjórnvöld í Japan gagnrýndu stjórn fyrirtækisins fyrir að tilkynna málið eigi fyrr.

Forstjóri og formaður fyrirtækisins tilkynntu í gær að þeir ætluðu að víkja úr hásætum sínum vegna málsins; þeir tilheyra báðir fjölskyldunni er stofnaði Kobayashi.

Forstjórinn Akihiro Kobayashi sagðist ætla að taka fulla ábyrgð á málinu og verður áfram hjá fyrirtækinu til þess að stýra bótaferli í tengslum við þetta hræðilega mál.

Hans Jakob er látinn

Hans Jakob Jónsson.

Hans Jakob Jónsson, leiðsögumaður og leikskáld, er látinn. Hann fæddist 7 maí 1956 og var því 68 ára þegar hann lést aðfaranótt fimmtudagsins 18 júlí.
Sonur hans, Jón Hnefill Jakobsson tilkynnti um andlát hans á Facebook.
„Pabbi var einstakur maður, húmoristi af Guðs náð, hæfileikarîkur, mikill sögumaður og þótti óendanlega vænt um börnin sín og barnabörn. Við erum ennþá að meðtaka að hann sé farinn frá okkur, og við viljum þakka öllum þeim sem hafa boðist til að vera okkur innan handar í sorgarferlinu, og því sem framundan er,“ skrifar hann.
Margir minnast Jakobs á Facebook með mikilli hlýju. Þeirra á meðal er Illugi Jökulsson rithöfundur.
„Kær og góður frændi minn, Hans Jakob sonur Svövu föðursystur minnar og Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, varð bráðkvaddur á dögunum, enn á besta aldri. Þetta er þungt högg fyrir okkur öll í fjölskyldunni því Jakob var hvers manns hugljúfi, skemmtilegur, alúðlegur og í alla staði hinn vænsti maður. En vitaskuld er höggið mest og sárast fyrir börnin hans þrjú sem lifa, en önnur dætra hans dó fyrir örfáum misserum,“ skrifar Illugi.

Kamala og Margrét hittust

Kamala Harris.

Margrét Hrafnsdóttir, fjölmiðlakona og kvikmyndaframleiðandi., hefur verið innan um þá frægu og ríku um áratugaskeið. Margrét og eiginmaður hennar, Jón Óttar Ragnarsson, hafa lengi búið í Bandaríkjunum þar sem pólitískir sviptivindar geysa þessa dagana og Joe Biden hefur ákveðið að draga sig í hlé og Kamala Harris fær sviðið.

Margrét studdi Hillary Clinton með ráðum og dáð og tók virkan þátt í baráttu hennar við Donald Trump sem reyndar lauk með ósigri Hillary.

Vísir birtir viðtal við Margréti þar sem fullyrt er að hún þekki varaforsetann sem eigi eftir að rasskella Trump í komandi kosningum. Sú framsetning Vísis að Margrét „þekki“ Kamölu er nokkuð djörf þegar litið er til þess að Margrét segist sjálf hafa hitt hana í einhverju húsi í Bel Air og kunnað ofboðslega vel við hana …

Raddir