Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Joe Biden stígur til hliðar – Kamala Harris tekur líklega við keflinu

Hinn áttatíu og eins árs gamli Joe Biden hefur tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem frambjóðandi Demókrataflokksins til endurkjörs forseta Bandaríkjanna. Biden sigraði Donald Trump með glæsibrag fyrir tæpum fjórum árum síðan. Trump er enn að en þarf að takast á við nýjan keppinaut að þessu sinni.

Þetta hefur lengi legið í loftinu; Biden hefur verið hvattur til þess af samflokksmönnum sínum að hætta og leyfa öðrum frambjóðanda að takast á við Donald Trump í komandi forsetakosningum.

Fréttamynd aldarinnar?

Líklegt er talið að varaforsetinn Kamala Harris taki við keflinu af Biden, en það er þó ekki komið á hreint á þessari stundu.

Kamala Harris.

Hrakandi heilsufar Biden hefur valdið mörgum áhyggjum og frammistaða hans gegn Trump í kappræðum þótti afar slæm og margir sögðu að greinilegt væri að Biden væri engan veginn í stakk búinn til að halda áfram baráttunni.

Þegar Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hvatti Biden til að draga sig í hlé var nokkuð ljóst í hvað stefndi, en Biden og Obama eru miklir mátar enda var Biden varaforseti Obama í átta ár.

 

Sopaglaður og sótillur í Sorpu – Kalla þurfti til lögreglu

Talsverðar tafir urðu á opnun grenndarstöðvar Sorpu á Ánanaustum vegna einstaklings sem var með læti og háreysti við inngang stöðvarinnar.

Það er Vísir sem greindi fyrstur frá.

Kemur fram að allmargir gestir hafi þurft að bíða í röð vegna afskipta lögreglu af einstaklingnum; en hann undir áhrifum.

Atvik þetta átti sér stað skömmu fyrir hádegi er opnar á stöðinni.

Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir einstaklinginn hafa verið með poka fulla af flöskum og dósum; því megi leiða að því líkum að hann hafi ætlað að nýta sér þjónustu stöðvarinnar; málið tengist Sorpu ekki að öðru leyti.

Eins og áður hefur fram komið hefur Sorpa þurft að grípa til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina á Ánanaustum; því óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina; flöskur, dósir sem og raftæki.

 

„Ef þetta heldur áfram á svipuðum hraða gerum við ráð fyrir gosi á næstu þremur til fjórum vikum“

Landrisið heldur áfram í Svartsengi á Reykjanesinu og talsverðar líkur eru á að gossprunga muni opnast innan Grindavíkur.

Kemur fram á RÚV að skjálftavirkni á svæðinu hefur færst mikið í aukana á undanförnum vikum.

Eldgos við Grindavík – Ljósmynd: Almannavarnir/Björn Oddsson

Var hættumat uppfært á þriðjudag – þar sem hætta fyrir svæði fjögur – þar sem Grindavík er, er metin talsvert mikil vegna gosopnunar; hraunflæðis og gasmengunar; áður var hún metin nokkuð mikil.

Sagði Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að gögn sýni fram á að síðustu eldgos hafi verið að færast sunnar; því bendi þróunin til þess að gosop geti allt eins opnast innan Grindavíkur:

Mynd/Lalli

„Það er áframhaldandi kvikusöfnun í kvikuhólfið undir Svartsengi og það er áætlað að það séu rúmir 13 milljón rúmmetrar sem hafi bæst við síðan í síðasta gosi, sem er yfir okkar þröskuldum. Það hafa komið gos við þau mörk en ef þetta hegðar sér svipað og Kröflueldar þarf ívið meiri kviku fyrir hvert kvikuhlaup. Við erum að gera ráð fyrir að 13 til 19 milljón rúmmetrar þurfi að safnast fyrir, en síðasta gos hófst við um 20 milljón rúmmetra af kviku. Ef þetta heldur áfram á svipuðum hraða gerum við ráð fyrir gosi á næstu þremur til fjórum vikum.“

Grínisti selur hjólhýsi

Hinn frábæri leik­ar­i og skemmtikraft­ur­ – Pét­ur Jó­hann Sig­fús­son – er í söluhugleiðingum.

Pétur Jóhann Sigfússon

Pétur Jóhann setti inn færslu í Face­book-hóp­num Brask og brall; þar aug­lýsti hann hjól­hýsi til sölu; það er af gerðinni Hobby 620 Cl Alde; að sögn hans er það til­búið í úti­leg­una.

Hjól­hýsið er gólf­hita, sól­ar­sellu og auk­araf­geymi og verðið er 7.650.000 krón­ur.

„Flóttinn frá móðurmálinu svo æðisgenginn að það má ekkert vera skrifað á ylhýrri mállýskunni“

Fjölmiðlamaðurinn skeleggi, Sigmundur Ernir Rúnarsson,mundar pennann af sinni alkunnu snilld.

Segir:

„Tvennt er í boði þegar tekið er á móti ferðamönnum utan út heimi. Það er hægt að aðhæfa menningu og þjónustu að erlenda gestinum, ellegar að láta hann laga sig að sérstöðu landsins. Íslendingar hafa í auknum mæli – og víða algerlega – valið fyrri kostinn,“ ritar Sigmundur Ernir í grein sem birtist á DV.

Hann bætir þessu við:

„Í reynd má ganga svo langt og segja að ferðaþjónustan hér á landi fari ekki lengur fram á íslensku. Og þeim túristum sem halda að enska sé þjóðtunga heimamanna er vitaskuld vorkunn. Það fer allt fram á útlensku. Jafnt í orði og á borði. Og flóttinn frá móðurmálinu er raunar svo æðisgenginn að það má helst ekkert lengur vera skrifað á ylhýrri mállýskunni. Hvorki skilti né skilaboð. Það er nefnilega líkast því sem ferðaþjónustubændur haldi að túristar muni ekki skilja nokkuð einasta í sinn haus ef þeir ráfi um íslenskan veruleika – á máli innfæddra – og endi hér að lokum sem strandaglópar fyrir vikið. Þess þá heldur að leiðsegja þeim í einu og öllu á erlendri tungu.“

Sigmundur Ernir segir einnig:

„Að einhverju leyti er þetta óviðráðanlegt, svo allrar sanngirni sé gætt, því svo fáliðaðir eru heimamenn á móti stríðum straumi ferðamanna að þeir þurfa liðsinni. Starfsmenn íslenskrar ferðaþjónustu eru að stærstum hluta útlendingar sem ætla sér að dvelja hér um skamma hríð. Þeim er ekki nokkur akkur í því að læra tungumál heimamanna – og svo virðist þar að auki sem íslenskir vinnuveitendur þeirra hafi lítinn sem engan áhuga á því að kenna þeim einföldustu orðin í málinu. Og hafa sennilega ekki tíma til þess í önnum dagsins. Svo sem að kaffi merki coffee. Og bjór þýði beer. Fyrir vikið er upplifunin af Íslandi helst til útlensk.“

Hann nefnir líka að „í hljóði og fyrir sjónum þeirra, sem sækja landið heim, blasir við innfluttur orðasveimur. Aðflutt menning. Alls staðar. Alltaf. Coffee í stað kaffis. Og þetta er þeim mun snautlegra þegar fyrir liggur að flestir erlendu ferðamennirnir sem sækja norður á hjara veraldar eru hingað komnir til að sjá einstaka menningu á endimörkum jarðar.

Þeim hefur verið sagt að hér hafi fámenn þjóð hafst við í rífar tíu aldir við svo mótdrægar aðstæður af völdum einangrunar, farsótta, kulda, móðuharðinda og annarra náttúruhamfara að hún hafi verið við það að deyja út þegar verst lét. Samt hafi hún varðveitt tungu sína, menningu og sögu betur en langtum fjölmennari þjóðir – og lært að laga sig svo vel að einstöku og ólýsanlegu náttúrufari að hún hafi að lokum náð að beisla hana og nýta sér til framfara og heilla.

En svo lendir sá hinn sami og fréttir af þessu landi inni í plebbalegri leikmynd einhverrar bjánalegrar B-myndar þegar hann ráfar upp Laugaveginn í Reykjavík sumarið 2024. Hann hittir fyrir þjóð sem hefur tapað sjálfsmynd sinni – og heldur ekki lengur þræði í tóskap aldanna. Til sölu er aðallega innflutt drasl af fljótustu og forsmáðustu færiböndum heimskapítalismans. Og sölumaðurinn talar lélega ensku – og hefur að lokum ekki hugmynd um hvað kaupandinn á við í lok viðskiptanna, þegar hann spyr til vegar, því hann langar að ganga upp að Hallgrímskirkju.“

Hann segir að það sama eigi líka við um „elskulega en innflutta leiðsögumenn sem standa á gati upp í öræfum, af því að þeir þekkja ekki umhverfið. En kunna þó líklega eitthvað í ensku. Og geta gúglað sitthvað um landamerkin og söguna. Einmitt að Laxness hafi unnið Óskarinn. En Björk Nóbelinn.

Íslenskir ferðalangar sem hafa verið á vappi á meginlandi Evrópu í sumar – og þar á meðal í mörgum helstu stórborgum álfunnar – segjast taka eftir því heimamenningin hafi ekki tapað fyrir erlendum áhrifum. París sé enn þá frönsk. Barcelóna katólónsk. Og Róm sé ítölsk. Engum heilvita manni í þessum borgum detti til hugar að ávarpa gesti sína á enskunni einni saman, þá hina sömu förumenn og dásama heimaskiltin – og finnst eins og þeir séu einmitt komnir til útlanda. Líkt og að var stefnt.

Á meðan þorir íslensk ferðaþjónusta ekki að koma fram í eigin nafni. Og hún misskilur algerlega einstaka sérstöðu sína. Hún velur að vera önnur en innihaldið.“

Íslensk kona á kókaíni keyrði á vegrið – Óþekktur og óður maður svaraði ekki spurningum um nafn

Í nógu var að snúast hjá lögreglu, eins og svo oft áður.

Tilkynnt var um að bifreið hafi verið ekið á vegrið. Kona var handtekin á vettvangi, grunuð um akstur undir áhrifum vímuefna og fyrir að valda umferðarslysi. Munnvatnssýni hennar skimaðist jákvætt fyrir kókaíni. Dregið var blóðsýni úr konunni og hún síðan vistuð í fangageymslu. Bifreiðin skemmdist töluvert við áreksturinn og var dregin í burtu með dráttarbifreið.

Óskað var eftir aðstoð á öldurhús þar sem dyraverðir voru með mann í tökum; maðurinn reyndist hafa ráðist með ofbeldi á annan gest staðarins – en dyraverðir gripu inn í atburðarásina og stöðvuðu árásina. Maðurinn var vistaður í fangageymslu, en við öryggisleit á manninum fundust einnig fíkniefni, ætlað maríhúana.

Óskað var aðstoðar lögreglu á krá einni; þar hafði maður ráðist gegn öðrum. Var maðurinn í annarlegu ástandi sökum ölvunar; mjög æstur og árásargjarn. Taka þurfti hann lögreglutökum og handtaka þannig, en maðurinn streittist verulega gegn handtöku. Þá þurftu lögreglumenn að halda manninum, óðum af bræði og ölvun, á jörðinni á meðan beðið var eftir stærri lögreglubifreið svo flytja mætti manninn til vistunar í fangageymslu. Á lögreglustöðinni hélt hann uppteknum hætti, slóst og hamaðist uns hann var lokaður inni í fangaklefa. Persóna mannsins er óþekkt, enda hann ekki með skilríki meðferðis og svaraði ekki spurningum lögreglumanna um nafn.

Byssur í fataskáp og hús­ráðandi handtekinn

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var kölluð að íbúð í blokk í nótt vegna gruns um of­beld­i; við nánari athugun á vett­vangi fund­ust þó nokkuð magn skot­vopna.

Nokkrir aðilar voru í íbúðinni; all­ir und­ir einhverjum áhrif­um; einnig voru greinileg um­merki um neyslu áfengis og annarra hættulegra vímu­efna í íbúðinni. Tveir aðilar voru hand­tekn­ir á vett­vangi, grunaðir um eigna­spjöll.

Ann­ar mann­anna er grunaður um lík­ams­árás og voru menn­irn­ir vistaðir í fanga­geymslu.

Eins og áður sagði fund­ust nokk­ur skot­vopn; voru þau í fata­skáp, en hús­ráðandi var ekki með gild skot­vopna­rétt­indi, og í engu ástandi til að meðhöndla slík vopn.

Byss­urn­ar voru hald­lagðar og hús­ráðandi er grunaður um vopna­laga­brot.

Það nálgast lægð úr suðaustri með vaxandi vestan- og norðvestanátt

Það nálgast lægð úr suðaustri – og er hún með vaxandi vestan- og norðvestanátt; þá bætir jafnframt í úrkomu um landið norðanvert.

Spáir Veðurstofan strekkingi – jafnvel allhvössu veðri þar seint í kvöld og nótt: Sums staðar talsverðri rigningu, sérstaklega vestan Tröllaskaga sem og á annesjum.

Það mun falla rigning fyrir norðan; fram eftir morgundegi; síðan snýst vindur til suðvestanáttar og þá fer að stytta upp.

Nokkur rigning eða súld verður á vestanverðu landinu síðdegis; léttir smám saman til fyrir austan og hlýnar þar í kjölfarið.

Bjarni með frægum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur gert víðreist og fengið að hitta margt frægðarmennið á sviði stjórnmálanna að undanförnu. Myndir af honum með stórmennum heimsins hafa birtst í bunum á vef ráðuneytis hans og í Morgunblaðinu. Bjarni hefur einnig verið duglegur að lýsa því hvernig var að hitta fræga fólkið. Hann hitti Joe Biden bandaríkjaforseta og lýsti því í framhaldinu hve óheppileg mismæli forsetans voru.

Víst er að þónokkrir Íslendingar eru afar stoltir af sínum manni og því hve valdamenn taka honum vel. Hann nýtur sín virkilega vel við þessar aðstæður. Óvíst er þó hve lengi Bjarni situr sem forsætisráðherra í boði Vinstri grænna sem horfa fram á algjört skipbrot eftir baneitrað samband sitt við Sjálfstæðisflokkinn. Örvænting þeirra gæti svipt Bjarna þeirri gleði sem fylgir ljómanum af fræga fólkinu …

Horfir á hrun heimsveldis í beinni útsendingu: „NATO búið og litla Ísland fucked án varnarsamnings“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur Baldvinsson er glöggur maður og skeleggur; skrifar vel og hefur þetta fram að færa:

„Heimsveldi rísa og falla. Það er einsog gengur. Bandaríkin hafa drottnað frá því breska heimsveldið hrundi endanlega í seinna stríði og líklega fyrr. En við horfum nú í fyrsta sinn í beinni á hrun heimsveldis sem kallast Bandaríkin.“

Bætir þessu við:

„Tveir kandídatar og annar siðblindur apaheili og hinn gott sem dauður. Það er vitaskuld rannsóknarefni að land allsnægtanna hafi ekki uppá neitt betra að bjóða. Af því tilefni þarf Evrópa að hugsa sinn gang og þótt fyrr hefði verið.“

Glúmur segir að „Evrópa getur ekki lengur treyst á hernaðarmátt USA. Hún átti fyrir löngu að vigvæðast undir stjórn Þýskalands og Frakka með sérstökum samningi við Breta. En nú er það orðið of seint.“

Hann telur öruggt hver verði forseti í hinu fallna heimsveldi og hvað muni gerast í kjölfarið:

Vladimir Putin

„Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og þar með er NATO búið og litla Ísland fucked án varnarsamnings. Og þar með getur Pútín valsað um Evrópu að vild. Og þá er voðinn vís og Evrópa búin. Það er líklega of seint en Evrópa verður að vígbúast eigi síðar en núna. You want peace? Prepare for war.“

Englendingurinn sem bjargaði íslenska fjárhundinum frá útrýmingu

Dagur íslenska hundsins – 18. júlí – er fæðingardagur Mark Watson (1906-1979) sem á það á afrekaskrá sinni að bjarga íslenska fjárhundinum frá útrýmingu, eins og segir á vefsíðunni eirikurjonsson.is.

Þar segir einnig að á vefnum Íslenski fjárhundurinn – þjóðarhundur Íslendinga – sé þetta meðal annars að finna:

„Fjölskylda Watson var mjög auðug og átti búgarð í Skotlandi og sumarbústað í Austurríki. Hún bjó glæsilega í London.

Watson var mikill hundamaður og var einn fyrstur manna til að gera sér grein fyrir að íslenska fjárhundakynið var að deyja út.

Hann ákvað því að bjarga kyninu. Hann lét safna saman hundum sem fundust með hið dæmigerða útlit íslenska fjárhundsins og keypti þá. Síðar voru þeir sendir til Kaliforníu þar sem hann bjó um árabil á búgarðinum Wensum kennel í Nicasio.“

Datt 4 til 5 metra í vinnuslysi í hverfi 101 – Var fluttur á bráðamóttöku og síðan handtekinn

Það kemur fram í dagbókinni góðu lögreglunnar að tilkynnt var um innbrot og þjófnað á vinnusvæði í hverfi 105; ekki vitað hver gerandi er

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í hverfi 101 málið afgreitt á vettvangi.

Þá var tilkynnt um vinnuslys í hverfi 101; maður dettur 4 til 5 metra – fluttur á bráðamóttöku til skoðunar; minniháttar meiðsli sem betur fer, við skoðun kom í ljós að hann og samstarfsmaður hans voru hér í ólöglegri dvöl og höfðu ekki vinnuréttindi; voru þeir handteknir og þeirra mál skoðað betur.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í hverfi 108 – afgreitt á vettvangi.

Einnig var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 107; minniháttar slys á einum farþega.

Ökumaður var stöðvaður í akstri vegna gruns um akstur í hverfi 110 undir áhrifum fíkniefna – laus að lokinni blóðsýnatöku.

Tilkynnt um vinnuslys í hverfi 220 – maður fór með fingur í sög og tók fingurinn næstum af; færður á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Þá var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 210: Minniháttar skemmdir og engin slys á fólki; málið afgreitt á vettvangi.

Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 110, og voru einhverjar skemmdir en engin slys á fólki; afgreitt á vettvangi.

Einnig var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 270 – einhverjar skemmdir en engin slys á fólki; afgreitt á vettvangi.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í hverfi 110 – afgreitt á vettvangi.

Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 112, við athugun kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum, málið afgreitt á vettvangi með vettvangsskýrslu.

Eitt stærsta brot Barnasáttmálans: „Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð“

Askur Hrafn Hannesson og Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir rita grein er ber yfirskriftina: Verndum Yazan og Barna­sátt­málann.

Kristbjörg og Askur eru aðgerðasinnar og vinir Yazan og fjölskyldu.

Þar segir að „Yazan er 11 ára drengur á flótta. Hann er greindur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne sem er einn ágengasti og alvarlegasti vöðvarýrnunarsjúkdómurinn. Lífslíkur þeirra sem ekki fá meðferð við sjúkdómnum eru 19 ár.“

Þau vekja athygli á því að nú séu „aðeins 10 dagar til stefnu þangað til Yazan verður brottvísað frá Íslandi.“

Askur og Kristbjörg færa í tal að „mál á borð við brottvísun Yazan eru einmitt ástæðan fyrir því að á Íslandi er lögfestur Barnasáttmáli sem skyldar alla ákvarðanatöku stjórnvalda til að virða réttindi barna.“

Þau benda á að „Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir stjórnsýslulegri meðferð málsins vera lokið og að ekki sé þörf á endurskoðun þess. Þó það sé skiljanlegt að fólki finnist það þæginleg tilhugsun að kerfið geti ekki brugðist og að allar ákvarðanir ríkisvaldsins hljóti að vera byggðar á því sem er barninu fyrir bestu þá er alls ekki hægt að treysta á það.“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Askur og Kristbjörg segja einfaldlega að „þetta virðist vera eitt stærsta brot Barnasáttmálans frá lögfestingu hans. Það að flytja dauðvona barn, upp í flugvél og til Spánar, þar sem hann verður á götunni, án dvalarleyfis og læknisþjónustu, er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð.

Ef að íslenskir ráðamenn hafa brugðist skyldu sinni gagnvart Yazan og Barnasáttmálanum þá er það undir okkur, íslenskum almenningi komið að grípa til okkar ráða, með hvaða úrræðum sem er og sama hvað það kostar. Þetta kemur ekki til greina.“

Forsætisráðherra: „Menn sam­mála um að reyna að verja getu kerf­anna“

||||||
Bjarni Benediktsson,

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra tel­ur skort á raun­sæi í umræðunni um út­lend­inga­mál.

Hann telur einnig að vanda­mál tengd mála­flokkn­um verði eigi leyst með því að opna landa­mærin meira, eins og segir á mbl.is.

Bjarni tók sig til og sótti leiðtoga­fund Evr­ópu­ríkja í Bretlandi; staða inn­flytj­enda- og hæl­is­leit­enda­mála voru á dagskránni á fund­in­um:

„Þar er öll Evr­ópa að taka sín reglu­verk til end­ur­skoðunar,“ seg­ir forsætisráðherra og telur það mis­jafnt eft­ir ríkj­um hvers kon­ar áskor­un inn­flytj­enda­mál­in séu í raun og veru:

„En alls staðar eru menn sam­mála um að það er verið að reyna að verja getu kerf­anna til þess að taka á móti hæl­is­leit­end­um af mannúð. Það er gríðarleg áskor­un vegna þess hversu mikl­ir veik­leik­ar eru í kerf­un­um. Víða eru kerf­in að springa og það veld­ur ákveðinni skaut­un í umræðunni og menn þurfa ein­fald­lega að fara að sýna meira raun­sæi.“

Bjarni er á því að vanda­mál tengd þess­um mála­flokki verði eigi leyst með því að opna landa­mæri enn meira:

„Mörg af vanda­mál­un­um sem eru hér að baki verða kannski ekki leyst með því að opna hliðin held­ur meira með því að veita aðstoð heima fyr­ir, eins og til dæm­is á við um þá sem eru að flýja frá Afr­íku. Þá var tónn­inn sá á fund­in­um að það mætti kannski gera meira í að styðja rík­in á heima­vett­vangi frek­ar en að leysa mál­in með því að opna Evr­ópu fyr­ir þeim sem eru að flýja þaðan.“

Milt og fínt veður – Hiti gæti farið í 17 stig

Spáið er hægri norðvestlægri eða breytilegri átt í dag; súld og/eða nokkurri rigningu norðanlands; fremur svalt.

Á sunnanverðum Klakanum verður bjart með köflum – nokkuð milt og fínt veður.

Því er spáð að hiti verði víða á bilinu 12 til 17 stig: Líkur á stöku síðdegisskúrum; spáð er fremur svipuðu veðri í fyrramálið – en þegar tekur að líða á morgundaginn nálgast lægð úr suðaustri með vaxandi vestan- og norðvestanátt; það bætir í úrkomu á Norður- og Austurlandi; 8-15 m/s um kvöldið og samfelld rigning á þeim slóðum.

Töluverð rigning gæti orðið sumsstaðar vestan Tröllaskaga sem og á annesjum nyrðra.

Á mánudag snýst vindur til suðvestlægrar áttar; dregur úr vætu fyrir norðan – dálitlar skúrir á vestanverðu Íslandinu síðdegis, en léttir þá til á Norðaustur- og Austurlandi.

Starfsmaður verslunar kærður fyrir að stela vörum fyrir 865 krónur

Í dagbók lögreglunnar segir að ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna; munnvatnssýni hans skimaðist jákvætt fyrir amfetamíni og kókaíni. Sá hefði tvívegis ekið bifreið undir áhrifum áður á árinu og því var tekin ákvörðun um að svipta hann ökuréttindum til bráðabirgða. Maðurinn var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Einnig kemur fram að starfsmaður verslunar er grunaður um að stela vörum úr versluninni að andvirði 865 krónur; sá hafði áður stolið úr versluninni. Starfsmanninum var sagt upp á staðnum og þá var kæra lögð fram á hendur honum vegna þjófnaðarins.

Aðili handtekinn grunaður um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis og að hafa valdið umferðaróhappi, með því að aka á aðra bifreið hjá vínbúð nokkurri. Aðilinn neitaði að hafa ekið bifreiðinni, þrátt fyrir yfirgnæfandi sannanir um hið gagnstæða. Sá blés 2,28‰ og er sömuleiðis sviptur ökuréttindum. Hann var handtekinn, blóðsýni tekið úr honum og hann síðan vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Tveir aðilar, karl og kona voru handtekin í íbúð sinni grunuð um sölu og dreifingu fíkniefna. Lögreglumenn fundu maríjúana lykt koma frá íbúð og könnuðu málið. Maður kom til dyra, en þegar lögreglumenn kynntu honum ástæðu afskiptanna reyndi hann að skella hurðinni á þá og þannig koma sér undan. Lögreglumenn ýttu hurðinni upp og handtóku manninn, en hann veitti talsverða mótspyrnu. Úr varð að lögreglumenn gerðu húsleit í íbúðinni með samþykki húsráðanda. Við leitina fannst talsvert magn af fíkniefnum, bæði ætluðu maríjúana og hvítum efnum, auk peningaseðla, sem er ætlaður ágóði af sölu fíkniefna. Fólkið var fært til skýrslutöku að lokinni stuttri vist í fangageymslu og síðan látið laust.

Óskað aðstoðar vegna manns, sem gekk berserksgang með vínflösku í hendi um miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var mjög æstur og ógnandi og hlýddi engum fyrirmælum þeirra lögreglumanna, sem reyndu að nálgast hann. Hann var því tekinn lögreglutökum og handtekinn. Maðurinn var í annarlegu ástandi og algjörlega óviðræðuhæfur, því var hann vistaður í fangageymslu enda hann ekki fær um að vera úti meðal fólks.

Þrír erlendir ferðamenn handteknir grunaðir um meiriháttar líkamsárás í miðborg Reykjavíkur, en árásarþoli hlaut tannbrot eftir hnefahögg í andlitið. Þá fundust fíkniefni, ætlað kókaín, á tveimur hinna handteknu og voru efnin haldlögð. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu og árásarþola var leiðbeint um aðhlynningu og næstu skref málsins.

Lögregla hefur viðhaft öflugt eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri, eins og alltaf. Alls hafa fjórir verið handteknir grunaðir um ölvunarakstur, þrír grunaðir um fíkniefnaakstur og tveir grunaðir um blöndu af hvoru tveggja. Einn þessara reyndi að koma sér undan umferðarpósti lögreglu með því að bakka í burtu, en var eltur uppi og handtekinn gegn talsverðri mótspyrnu. Sá framvísaði meira að segja fölsuðu rafrænu ökuskírteini.

Kraftaverk Gunnars Smára

||||
Gunnar Smári Egilsson. Mynd / Hallur Karlsson.

Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, hefur verið á góðri siglingu með flokk sinn sem stefnir í að verða stærri en VG eftir næstu kosningar. Smári hefur einnig verið á fartinni með fjölmiðilinn Samstöðina sem hefur fótað sig ágætlega.

En Samstöðin er annað og meira en fjölmiðill ef marka má frásögn á vef stöðvarinnar. Það þykir vera áhrifaríkt að heita á fyrirbærið til að ná fram vilja sínum um eitt og annað. Hrein kraftaverk hafa aðsögn orðið til vegna fjárframlaga.

„Í aðdraganda forsetakosninga hétu tveir kjósendur á Samstöðina, hétu því að greiða sitthvorn 100 þúsund kallinn til stöðvarinnar ef úrslitin yrðu viðunandi. Þessi áheit bárust síðan Samstöðinni eftir kosningar og er þessu trúheita fólki þakkað fyrir stuðninginn,“ segir í frásögn Gunnar Smára.

Samkvæmt þessu er Samstöðin á pari við Strandakirkju sem þykir hafa einstaklega góð áhrif í þágu þeirra sem eru tilbúnir að leggja til fjármuni. Spurt er hvort ekki væri eðlilegt að fjölmiðillinn fái styrki sem trúarlegt fyrirbæri á borð við Þjóðkirkjuna …

Flugfreyja bjargaði lífi þriggja ára stúlku: „Stelpan var orðin máttlaus í höndunum á okkur“

Flugfreyjan Ásta Birna Hauksdóttir bjargaði lífi þriggja ára stúlku þegar brjóstsykurmoli stóð í hálsi hennar á leið Flugleiða til Vestmannaeyja, í janúar 1994.

Á þessum tíma var það siður hjá Flugleiðum að gefa farþegum sínum brjóstsykurmola og þó að móðir hinnar þriggja ára Fanndísar Fjólu, Sigrún Sigmarsdóttir, vildi ekki gefa dóttur sinni brjóstsykurmolann, lét hún undan enda erfitt að gefa barninu ekki mola þegar allir aðrir fengu. Stuttu síðar hrökk molinn ofan í kok Fanndísar svo hún náði ekki andanum. Sigrún gerði allt til þess að koma brjóstsykurmolanum úr koki dóttur sinnar en án árangurs. Aðeins einn farþegi reyndi að hjálpa stelpunni en það var ungur strákur sem þó gekk ekkert betur en móðurinni að losa molann.

Stelpan var farin að missa mátt og útlitið orðið ansi svart þegar flugfreyjan Ásta Birna Hauksdóttir steig fram og drýgði hetjudáð og náði molanum úr koki Fanndísar og bjargaði þannig lífi stúlkunnar litlu.

DV skrifaði um hetju háloftanna á sínum tíma en fréttina má lesa hér í heild sinni:

Bjargaði lífi lítillar stúlku:

Hef aldrei fyrr lent í slíku – segir Ásta Birna Hauksdóttir flugfreyja

Lítill vafi er á að Ásta Birna Hauksdóttir, flugfreyja hjá Flugleiðum, bjargaði lífi þriggja ára stúlku þegar flugvél félagsins var í aðflugi að Vestmannaeyjaflugvelli í fyrradag, eins og skýrt var frá í DV í gær. Tildrögin vom þau að brjóstsykur stóð fastur í koki stúlkunnar og hafði móðir hennar reynt árangurslaust að ná honum upp þegar flugfreyjan sá hvað verða vildi.

„Ég var á móti því að Fanndís Fjóla fengi brjóstsykursmolann en það er erfitt að segja nei við þriggja ára bam þegar allir aðrir fá mola,“ sagði Sigrún Sigmarsdóttir móðir hennar í samtali við DV.

„Allt í einu hrökk molinn ofan í hana og stóð í henni. Ég reif hana úr beltinu, lagði hana á hné mér og bankaði á bakið á henni. Það bar engan árangur og þá stóð ég upp og reyndi að þrýsta molanum upp með því að taka þéttingsfast um magann á henni. Þegar það bar heldur ekki árangurleistmér ekkert oröiö á blikuna. Ég kallaði til hinna farþeganna en enginn sinnti því. Það var ekki fyrr en ungur strákur stóð upp. Hann reif Fanndísi Fjólu úr fanginu á mér en það hafði ekkert að segja. Ég var orðin verulega hrædd enda var stelpan orðin máttlaus í höndunum á okkur. Í því kom flugfreyjan og spurði hvort stæði í henni. Ég játaði því og án þess að hika óð hún með finguma ofan í kok á stelpunni. Ég held að ég hafi sjaldan orðið eins fegin og þegar flugfreyjan sagðist hafa náð molanum,“ sagði Sigrún.

Fanndís Fjóla var fljót að jafna sig en fyrst á eftir ældi hún lítils háttar blóði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigrún lendir í svipuðu um borð í flugvélum Flugleiða.

„Fyrir rúmlega ári hrökk brjóstsykur ofan í son minn en það var ekki eins alvarlegt og nú. Þá skrifaði ég félaginu og mótmælti því að farþegum væri boðið upp á brjóstsykur um borð í flugvélunum. í svarbréfi frá Flugleiðum var ég beðin afsökunar með ósk um að næsta flugferð yrði ánægjulegri,“ sagði Sigrún og þetta átti eftir að gerast í annað skipti þannig að atvikið á þriðjudaginn er það þriðja sem Sigrún lendir í með börn sín um borð í vélum.

Í gærkvöldi var Ásta Birna flugfreyja í vél til Eyja og þá notaði Fanndís Fjóla tækifærið og færði henni blóm sem þakklætisvott fyrir björgunina. Ásta Birna gerði lítið úr atvikinu. Sagðist hún reyndar aldrei fyrr hafa lent í slíku. „En í þjálfun flugfreyja er okkur kennt að bregðast svona við og hún kom að notum í þessu tilfelli,“ sagði Ásta Birna.

Guðni saknar þess stundum að vera einn með sjálfum sér: „Maður er alltaf í sviðsljósinu“

Fráfarandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er nýjastii gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Þeir félagar spjölluðu saman í Árneshreppi á Ströndum en þar var Guðni í sinni síðustu opinberu heimsókn sinni sem forseti Íslands en hann afhendir Höllu Tómasdóttur lykilinn að Bessastöðum í lok júlí.

Guðni segist ekki hafa verið einmana á Bessastöðum en hafi stundum saknað þess að vera einn með sjálfum sér enda sé það ekki það sama að vera einn og að vera einmana.

Guðni: „Ég myndi nú ekki segja að maður hafi verið einmana á Bessastöðum enda búum við hjón við mikið barnalán og það hefur haldið manni uppteknum þegar annir embættisins taka enda á degi hverjum. En hinu er ekki að neita að stundum hef ég kannski saknað þess að vera meira einn. Ég hef alltaf notið þess að geta verið með sjálfum mér úti í horni með góða bók, auðvitað hefði ég getað það. En stundum er það átak að halda til einhvers viðburðar og vita að maður getur ekki verið aftast og látið lítið fyrir sér fara. Maður er alltaf í sviðsljósinu. En mér líður vel í einrúmi. Eins og segir í laginu, það er eitt að vera einn og annað að vera einmana.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Karl Bretakonungur ræddi við Bjarna um laxveiði: „Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima“

Vel fór á með þeim að því er virðist. Ljósmynd: Facebook

Bjarni Benediktsson hitti Karl III Bretakonung eftir fund Evrópuleiðtoga í dag.

Forsætisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson birti tvær ljósmyndir á Facebook í dag sem sýnir hann í ekki ómerkilegri félagsskap en Karli Bretakonungi. Segir Bjarni að konungurinn hefði talað um laxveiði en sá breski veiddi reglulega hér á landi á árum áður.

Frá spjalli Bjarna og Karls

Bjarni ritaði eftirfarandi færslu: „Karl Bretakonungur bauð til móttöku að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheim höll. Við ræddum talsvert um laxveiði, en konungurinn veiddi reglulega á Íslandi á árum áður. Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima og hafði sérstaklega á orði að veiðitímabilið virtist hafa farið ágætlega af stað í ár.“

Joe Biden stígur til hliðar – Kamala Harris tekur líklega við keflinu

Hinn áttatíu og eins árs gamli Joe Biden hefur tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem frambjóðandi Demókrataflokksins til endurkjörs forseta Bandaríkjanna. Biden sigraði Donald Trump með glæsibrag fyrir tæpum fjórum árum síðan. Trump er enn að en þarf að takast á við nýjan keppinaut að þessu sinni.

Þetta hefur lengi legið í loftinu; Biden hefur verið hvattur til þess af samflokksmönnum sínum að hætta og leyfa öðrum frambjóðanda að takast á við Donald Trump í komandi forsetakosningum.

Fréttamynd aldarinnar?

Líklegt er talið að varaforsetinn Kamala Harris taki við keflinu af Biden, en það er þó ekki komið á hreint á þessari stundu.

Kamala Harris.

Hrakandi heilsufar Biden hefur valdið mörgum áhyggjum og frammistaða hans gegn Trump í kappræðum þótti afar slæm og margir sögðu að greinilegt væri að Biden væri engan veginn í stakk búinn til að halda áfram baráttunni.

Þegar Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hvatti Biden til að draga sig í hlé var nokkuð ljóst í hvað stefndi, en Biden og Obama eru miklir mátar enda var Biden varaforseti Obama í átta ár.

 

Sopaglaður og sótillur í Sorpu – Kalla þurfti til lögreglu

Talsverðar tafir urðu á opnun grenndarstöðvar Sorpu á Ánanaustum vegna einstaklings sem var með læti og háreysti við inngang stöðvarinnar.

Það er Vísir sem greindi fyrstur frá.

Kemur fram að allmargir gestir hafi þurft að bíða í röð vegna afskipta lögreglu af einstaklingnum; en hann undir áhrifum.

Atvik þetta átti sér stað skömmu fyrir hádegi er opnar á stöðinni.

Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir einstaklinginn hafa verið með poka fulla af flöskum og dósum; því megi leiða að því líkum að hann hafi ætlað að nýta sér þjónustu stöðvarinnar; málið tengist Sorpu ekki að öðru leyti.

Eins og áður hefur fram komið hefur Sorpa þurft að grípa til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina á Ánanaustum; því óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina; flöskur, dósir sem og raftæki.

 

„Ef þetta heldur áfram á svipuðum hraða gerum við ráð fyrir gosi á næstu þremur til fjórum vikum“

Landrisið heldur áfram í Svartsengi á Reykjanesinu og talsverðar líkur eru á að gossprunga muni opnast innan Grindavíkur.

Kemur fram á RÚV að skjálftavirkni á svæðinu hefur færst mikið í aukana á undanförnum vikum.

Eldgos við Grindavík – Ljósmynd: Almannavarnir/Björn Oddsson

Var hættumat uppfært á þriðjudag – þar sem hætta fyrir svæði fjögur – þar sem Grindavík er, er metin talsvert mikil vegna gosopnunar; hraunflæðis og gasmengunar; áður var hún metin nokkuð mikil.

Sagði Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að gögn sýni fram á að síðustu eldgos hafi verið að færast sunnar; því bendi þróunin til þess að gosop geti allt eins opnast innan Grindavíkur:

Mynd/Lalli

„Það er áframhaldandi kvikusöfnun í kvikuhólfið undir Svartsengi og það er áætlað að það séu rúmir 13 milljón rúmmetrar sem hafi bæst við síðan í síðasta gosi, sem er yfir okkar þröskuldum. Það hafa komið gos við þau mörk en ef þetta hegðar sér svipað og Kröflueldar þarf ívið meiri kviku fyrir hvert kvikuhlaup. Við erum að gera ráð fyrir að 13 til 19 milljón rúmmetrar þurfi að safnast fyrir, en síðasta gos hófst við um 20 milljón rúmmetra af kviku. Ef þetta heldur áfram á svipuðum hraða gerum við ráð fyrir gosi á næstu þremur til fjórum vikum.“

Grínisti selur hjólhýsi

Hinn frábæri leik­ar­i og skemmtikraft­ur­ – Pét­ur Jó­hann Sig­fús­son – er í söluhugleiðingum.

Pétur Jóhann Sigfússon

Pétur Jóhann setti inn færslu í Face­book-hóp­num Brask og brall; þar aug­lýsti hann hjól­hýsi til sölu; það er af gerðinni Hobby 620 Cl Alde; að sögn hans er það til­búið í úti­leg­una.

Hjól­hýsið er gólf­hita, sól­ar­sellu og auk­araf­geymi og verðið er 7.650.000 krón­ur.

„Flóttinn frá móðurmálinu svo æðisgenginn að það má ekkert vera skrifað á ylhýrri mállýskunni“

Fjölmiðlamaðurinn skeleggi, Sigmundur Ernir Rúnarsson,mundar pennann af sinni alkunnu snilld.

Segir:

„Tvennt er í boði þegar tekið er á móti ferðamönnum utan út heimi. Það er hægt að aðhæfa menningu og þjónustu að erlenda gestinum, ellegar að láta hann laga sig að sérstöðu landsins. Íslendingar hafa í auknum mæli – og víða algerlega – valið fyrri kostinn,“ ritar Sigmundur Ernir í grein sem birtist á DV.

Hann bætir þessu við:

„Í reynd má ganga svo langt og segja að ferðaþjónustan hér á landi fari ekki lengur fram á íslensku. Og þeim túristum sem halda að enska sé þjóðtunga heimamanna er vitaskuld vorkunn. Það fer allt fram á útlensku. Jafnt í orði og á borði. Og flóttinn frá móðurmálinu er raunar svo æðisgenginn að það má helst ekkert lengur vera skrifað á ylhýrri mállýskunni. Hvorki skilti né skilaboð. Það er nefnilega líkast því sem ferðaþjónustubændur haldi að túristar muni ekki skilja nokkuð einasta í sinn haus ef þeir ráfi um íslenskan veruleika – á máli innfæddra – og endi hér að lokum sem strandaglópar fyrir vikið. Þess þá heldur að leiðsegja þeim í einu og öllu á erlendri tungu.“

Sigmundur Ernir segir einnig:

„Að einhverju leyti er þetta óviðráðanlegt, svo allrar sanngirni sé gætt, því svo fáliðaðir eru heimamenn á móti stríðum straumi ferðamanna að þeir þurfa liðsinni. Starfsmenn íslenskrar ferðaþjónustu eru að stærstum hluta útlendingar sem ætla sér að dvelja hér um skamma hríð. Þeim er ekki nokkur akkur í því að læra tungumál heimamanna – og svo virðist þar að auki sem íslenskir vinnuveitendur þeirra hafi lítinn sem engan áhuga á því að kenna þeim einföldustu orðin í málinu. Og hafa sennilega ekki tíma til þess í önnum dagsins. Svo sem að kaffi merki coffee. Og bjór þýði beer. Fyrir vikið er upplifunin af Íslandi helst til útlensk.“

Hann nefnir líka að „í hljóði og fyrir sjónum þeirra, sem sækja landið heim, blasir við innfluttur orðasveimur. Aðflutt menning. Alls staðar. Alltaf. Coffee í stað kaffis. Og þetta er þeim mun snautlegra þegar fyrir liggur að flestir erlendu ferðamennirnir sem sækja norður á hjara veraldar eru hingað komnir til að sjá einstaka menningu á endimörkum jarðar.

Þeim hefur verið sagt að hér hafi fámenn þjóð hafst við í rífar tíu aldir við svo mótdrægar aðstæður af völdum einangrunar, farsótta, kulda, móðuharðinda og annarra náttúruhamfara að hún hafi verið við það að deyja út þegar verst lét. Samt hafi hún varðveitt tungu sína, menningu og sögu betur en langtum fjölmennari þjóðir – og lært að laga sig svo vel að einstöku og ólýsanlegu náttúrufari að hún hafi að lokum náð að beisla hana og nýta sér til framfara og heilla.

En svo lendir sá hinn sami og fréttir af þessu landi inni í plebbalegri leikmynd einhverrar bjánalegrar B-myndar þegar hann ráfar upp Laugaveginn í Reykjavík sumarið 2024. Hann hittir fyrir þjóð sem hefur tapað sjálfsmynd sinni – og heldur ekki lengur þræði í tóskap aldanna. Til sölu er aðallega innflutt drasl af fljótustu og forsmáðustu færiböndum heimskapítalismans. Og sölumaðurinn talar lélega ensku – og hefur að lokum ekki hugmynd um hvað kaupandinn á við í lok viðskiptanna, þegar hann spyr til vegar, því hann langar að ganga upp að Hallgrímskirkju.“

Hann segir að það sama eigi líka við um „elskulega en innflutta leiðsögumenn sem standa á gati upp í öræfum, af því að þeir þekkja ekki umhverfið. En kunna þó líklega eitthvað í ensku. Og geta gúglað sitthvað um landamerkin og söguna. Einmitt að Laxness hafi unnið Óskarinn. En Björk Nóbelinn.

Íslenskir ferðalangar sem hafa verið á vappi á meginlandi Evrópu í sumar – og þar á meðal í mörgum helstu stórborgum álfunnar – segjast taka eftir því heimamenningin hafi ekki tapað fyrir erlendum áhrifum. París sé enn þá frönsk. Barcelóna katólónsk. Og Róm sé ítölsk. Engum heilvita manni í þessum borgum detti til hugar að ávarpa gesti sína á enskunni einni saman, þá hina sömu förumenn og dásama heimaskiltin – og finnst eins og þeir séu einmitt komnir til útlanda. Líkt og að var stefnt.

Á meðan þorir íslensk ferðaþjónusta ekki að koma fram í eigin nafni. Og hún misskilur algerlega einstaka sérstöðu sína. Hún velur að vera önnur en innihaldið.“

Íslensk kona á kókaíni keyrði á vegrið – Óþekktur og óður maður svaraði ekki spurningum um nafn

Í nógu var að snúast hjá lögreglu, eins og svo oft áður.

Tilkynnt var um að bifreið hafi verið ekið á vegrið. Kona var handtekin á vettvangi, grunuð um akstur undir áhrifum vímuefna og fyrir að valda umferðarslysi. Munnvatnssýni hennar skimaðist jákvætt fyrir kókaíni. Dregið var blóðsýni úr konunni og hún síðan vistuð í fangageymslu. Bifreiðin skemmdist töluvert við áreksturinn og var dregin í burtu með dráttarbifreið.

Óskað var eftir aðstoð á öldurhús þar sem dyraverðir voru með mann í tökum; maðurinn reyndist hafa ráðist með ofbeldi á annan gest staðarins – en dyraverðir gripu inn í atburðarásina og stöðvuðu árásina. Maðurinn var vistaður í fangageymslu, en við öryggisleit á manninum fundust einnig fíkniefni, ætlað maríhúana.

Óskað var aðstoðar lögreglu á krá einni; þar hafði maður ráðist gegn öðrum. Var maðurinn í annarlegu ástandi sökum ölvunar; mjög æstur og árásargjarn. Taka þurfti hann lögreglutökum og handtaka þannig, en maðurinn streittist verulega gegn handtöku. Þá þurftu lögreglumenn að halda manninum, óðum af bræði og ölvun, á jörðinni á meðan beðið var eftir stærri lögreglubifreið svo flytja mætti manninn til vistunar í fangageymslu. Á lögreglustöðinni hélt hann uppteknum hætti, slóst og hamaðist uns hann var lokaður inni í fangaklefa. Persóna mannsins er óþekkt, enda hann ekki með skilríki meðferðis og svaraði ekki spurningum lögreglumanna um nafn.

Byssur í fataskáp og hús­ráðandi handtekinn

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var kölluð að íbúð í blokk í nótt vegna gruns um of­beld­i; við nánari athugun á vett­vangi fund­ust þó nokkuð magn skot­vopna.

Nokkrir aðilar voru í íbúðinni; all­ir und­ir einhverjum áhrif­um; einnig voru greinileg um­merki um neyslu áfengis og annarra hættulegra vímu­efna í íbúðinni. Tveir aðilar voru hand­tekn­ir á vett­vangi, grunaðir um eigna­spjöll.

Ann­ar mann­anna er grunaður um lík­ams­árás og voru menn­irn­ir vistaðir í fanga­geymslu.

Eins og áður sagði fund­ust nokk­ur skot­vopn; voru þau í fata­skáp, en hús­ráðandi var ekki með gild skot­vopna­rétt­indi, og í engu ástandi til að meðhöndla slík vopn.

Byss­urn­ar voru hald­lagðar og hús­ráðandi er grunaður um vopna­laga­brot.

Það nálgast lægð úr suðaustri með vaxandi vestan- og norðvestanátt

Það nálgast lægð úr suðaustri – og er hún með vaxandi vestan- og norðvestanátt; þá bætir jafnframt í úrkomu um landið norðanvert.

Spáir Veðurstofan strekkingi – jafnvel allhvössu veðri þar seint í kvöld og nótt: Sums staðar talsverðri rigningu, sérstaklega vestan Tröllaskaga sem og á annesjum.

Það mun falla rigning fyrir norðan; fram eftir morgundegi; síðan snýst vindur til suðvestanáttar og þá fer að stytta upp.

Nokkur rigning eða súld verður á vestanverðu landinu síðdegis; léttir smám saman til fyrir austan og hlýnar þar í kjölfarið.

Bjarni með frægum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur gert víðreist og fengið að hitta margt frægðarmennið á sviði stjórnmálanna að undanförnu. Myndir af honum með stórmennum heimsins hafa birtst í bunum á vef ráðuneytis hans og í Morgunblaðinu. Bjarni hefur einnig verið duglegur að lýsa því hvernig var að hitta fræga fólkið. Hann hitti Joe Biden bandaríkjaforseta og lýsti því í framhaldinu hve óheppileg mismæli forsetans voru.

Víst er að þónokkrir Íslendingar eru afar stoltir af sínum manni og því hve valdamenn taka honum vel. Hann nýtur sín virkilega vel við þessar aðstæður. Óvíst er þó hve lengi Bjarni situr sem forsætisráðherra í boði Vinstri grænna sem horfa fram á algjört skipbrot eftir baneitrað samband sitt við Sjálfstæðisflokkinn. Örvænting þeirra gæti svipt Bjarna þeirri gleði sem fylgir ljómanum af fræga fólkinu …

Horfir á hrun heimsveldis í beinni útsendingu: „NATO búið og litla Ísland fucked án varnarsamnings“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur Baldvinsson er glöggur maður og skeleggur; skrifar vel og hefur þetta fram að færa:

„Heimsveldi rísa og falla. Það er einsog gengur. Bandaríkin hafa drottnað frá því breska heimsveldið hrundi endanlega í seinna stríði og líklega fyrr. En við horfum nú í fyrsta sinn í beinni á hrun heimsveldis sem kallast Bandaríkin.“

Bætir þessu við:

„Tveir kandídatar og annar siðblindur apaheili og hinn gott sem dauður. Það er vitaskuld rannsóknarefni að land allsnægtanna hafi ekki uppá neitt betra að bjóða. Af því tilefni þarf Evrópa að hugsa sinn gang og þótt fyrr hefði verið.“

Glúmur segir að „Evrópa getur ekki lengur treyst á hernaðarmátt USA. Hún átti fyrir löngu að vigvæðast undir stjórn Þýskalands og Frakka með sérstökum samningi við Breta. En nú er það orðið of seint.“

Hann telur öruggt hver verði forseti í hinu fallna heimsveldi og hvað muni gerast í kjölfarið:

Vladimir Putin

„Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og þar með er NATO búið og litla Ísland fucked án varnarsamnings. Og þar með getur Pútín valsað um Evrópu að vild. Og þá er voðinn vís og Evrópa búin. Það er líklega of seint en Evrópa verður að vígbúast eigi síðar en núna. You want peace? Prepare for war.“

Englendingurinn sem bjargaði íslenska fjárhundinum frá útrýmingu

Dagur íslenska hundsins – 18. júlí – er fæðingardagur Mark Watson (1906-1979) sem á það á afrekaskrá sinni að bjarga íslenska fjárhundinum frá útrýmingu, eins og segir á vefsíðunni eirikurjonsson.is.

Þar segir einnig að á vefnum Íslenski fjárhundurinn – þjóðarhundur Íslendinga – sé þetta meðal annars að finna:

„Fjölskylda Watson var mjög auðug og átti búgarð í Skotlandi og sumarbústað í Austurríki. Hún bjó glæsilega í London.

Watson var mikill hundamaður og var einn fyrstur manna til að gera sér grein fyrir að íslenska fjárhundakynið var að deyja út.

Hann ákvað því að bjarga kyninu. Hann lét safna saman hundum sem fundust með hið dæmigerða útlit íslenska fjárhundsins og keypti þá. Síðar voru þeir sendir til Kaliforníu þar sem hann bjó um árabil á búgarðinum Wensum kennel í Nicasio.“

Datt 4 til 5 metra í vinnuslysi í hverfi 101 – Var fluttur á bráðamóttöku og síðan handtekinn

Það kemur fram í dagbókinni góðu lögreglunnar að tilkynnt var um innbrot og þjófnað á vinnusvæði í hverfi 105; ekki vitað hver gerandi er

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í hverfi 101 málið afgreitt á vettvangi.

Þá var tilkynnt um vinnuslys í hverfi 101; maður dettur 4 til 5 metra – fluttur á bráðamóttöku til skoðunar; minniháttar meiðsli sem betur fer, við skoðun kom í ljós að hann og samstarfsmaður hans voru hér í ólöglegri dvöl og höfðu ekki vinnuréttindi; voru þeir handteknir og þeirra mál skoðað betur.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í hverfi 108 – afgreitt á vettvangi.

Einnig var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 107; minniháttar slys á einum farþega.

Ökumaður var stöðvaður í akstri vegna gruns um akstur í hverfi 110 undir áhrifum fíkniefna – laus að lokinni blóðsýnatöku.

Tilkynnt um vinnuslys í hverfi 220 – maður fór með fingur í sög og tók fingurinn næstum af; færður á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Þá var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 210: Minniháttar skemmdir og engin slys á fólki; málið afgreitt á vettvangi.

Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 110, og voru einhverjar skemmdir en engin slys á fólki; afgreitt á vettvangi.

Einnig var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 270 – einhverjar skemmdir en engin slys á fólki; afgreitt á vettvangi.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í hverfi 110 – afgreitt á vettvangi.

Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 112, við athugun kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum, málið afgreitt á vettvangi með vettvangsskýrslu.

Eitt stærsta brot Barnasáttmálans: „Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð“

Askur Hrafn Hannesson og Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir rita grein er ber yfirskriftina: Verndum Yazan og Barna­sátt­málann.

Kristbjörg og Askur eru aðgerðasinnar og vinir Yazan og fjölskyldu.

Þar segir að „Yazan er 11 ára drengur á flótta. Hann er greindur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne sem er einn ágengasti og alvarlegasti vöðvarýrnunarsjúkdómurinn. Lífslíkur þeirra sem ekki fá meðferð við sjúkdómnum eru 19 ár.“

Þau vekja athygli á því að nú séu „aðeins 10 dagar til stefnu þangað til Yazan verður brottvísað frá Íslandi.“

Askur og Kristbjörg færa í tal að „mál á borð við brottvísun Yazan eru einmitt ástæðan fyrir því að á Íslandi er lögfestur Barnasáttmáli sem skyldar alla ákvarðanatöku stjórnvalda til að virða réttindi barna.“

Þau benda á að „Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir stjórnsýslulegri meðferð málsins vera lokið og að ekki sé þörf á endurskoðun þess. Þó það sé skiljanlegt að fólki finnist það þæginleg tilhugsun að kerfið geti ekki brugðist og að allar ákvarðanir ríkisvaldsins hljóti að vera byggðar á því sem er barninu fyrir bestu þá er alls ekki hægt að treysta á það.“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Askur og Kristbjörg segja einfaldlega að „þetta virðist vera eitt stærsta brot Barnasáttmálans frá lögfestingu hans. Það að flytja dauðvona barn, upp í flugvél og til Spánar, þar sem hann verður á götunni, án dvalarleyfis og læknisþjónustu, er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð.

Ef að íslenskir ráðamenn hafa brugðist skyldu sinni gagnvart Yazan og Barnasáttmálanum þá er það undir okkur, íslenskum almenningi komið að grípa til okkar ráða, með hvaða úrræðum sem er og sama hvað það kostar. Þetta kemur ekki til greina.“

Forsætisráðherra: „Menn sam­mála um að reyna að verja getu kerf­anna“

||||||
Bjarni Benediktsson,

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra tel­ur skort á raun­sæi í umræðunni um út­lend­inga­mál.

Hann telur einnig að vanda­mál tengd mála­flokkn­um verði eigi leyst með því að opna landa­mærin meira, eins og segir á mbl.is.

Bjarni tók sig til og sótti leiðtoga­fund Evr­ópu­ríkja í Bretlandi; staða inn­flytj­enda- og hæl­is­leit­enda­mála voru á dagskránni á fund­in­um:

„Þar er öll Evr­ópa að taka sín reglu­verk til end­ur­skoðunar,“ seg­ir forsætisráðherra og telur það mis­jafnt eft­ir ríkj­um hvers kon­ar áskor­un inn­flytj­enda­mál­in séu í raun og veru:

„En alls staðar eru menn sam­mála um að það er verið að reyna að verja getu kerf­anna til þess að taka á móti hæl­is­leit­end­um af mannúð. Það er gríðarleg áskor­un vegna þess hversu mikl­ir veik­leik­ar eru í kerf­un­um. Víða eru kerf­in að springa og það veld­ur ákveðinni skaut­un í umræðunni og menn þurfa ein­fald­lega að fara að sýna meira raun­sæi.“

Bjarni er á því að vanda­mál tengd þess­um mála­flokki verði eigi leyst með því að opna landa­mæri enn meira:

„Mörg af vanda­mál­un­um sem eru hér að baki verða kannski ekki leyst með því að opna hliðin held­ur meira með því að veita aðstoð heima fyr­ir, eins og til dæm­is á við um þá sem eru að flýja frá Afr­íku. Þá var tónn­inn sá á fund­in­um að það mætti kannski gera meira í að styðja rík­in á heima­vett­vangi frek­ar en að leysa mál­in með því að opna Evr­ópu fyr­ir þeim sem eru að flýja þaðan.“

Milt og fínt veður – Hiti gæti farið í 17 stig

Spáið er hægri norðvestlægri eða breytilegri átt í dag; súld og/eða nokkurri rigningu norðanlands; fremur svalt.

Á sunnanverðum Klakanum verður bjart með köflum – nokkuð milt og fínt veður.

Því er spáð að hiti verði víða á bilinu 12 til 17 stig: Líkur á stöku síðdegisskúrum; spáð er fremur svipuðu veðri í fyrramálið – en þegar tekur að líða á morgundaginn nálgast lægð úr suðaustri með vaxandi vestan- og norðvestanátt; það bætir í úrkomu á Norður- og Austurlandi; 8-15 m/s um kvöldið og samfelld rigning á þeim slóðum.

Töluverð rigning gæti orðið sumsstaðar vestan Tröllaskaga sem og á annesjum nyrðra.

Á mánudag snýst vindur til suðvestlægrar áttar; dregur úr vætu fyrir norðan – dálitlar skúrir á vestanverðu Íslandinu síðdegis, en léttir þá til á Norðaustur- og Austurlandi.

Starfsmaður verslunar kærður fyrir að stela vörum fyrir 865 krónur

Í dagbók lögreglunnar segir að ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna; munnvatnssýni hans skimaðist jákvætt fyrir amfetamíni og kókaíni. Sá hefði tvívegis ekið bifreið undir áhrifum áður á árinu og því var tekin ákvörðun um að svipta hann ökuréttindum til bráðabirgða. Maðurinn var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Einnig kemur fram að starfsmaður verslunar er grunaður um að stela vörum úr versluninni að andvirði 865 krónur; sá hafði áður stolið úr versluninni. Starfsmanninum var sagt upp á staðnum og þá var kæra lögð fram á hendur honum vegna þjófnaðarins.

Aðili handtekinn grunaður um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis og að hafa valdið umferðaróhappi, með því að aka á aðra bifreið hjá vínbúð nokkurri. Aðilinn neitaði að hafa ekið bifreiðinni, þrátt fyrir yfirgnæfandi sannanir um hið gagnstæða. Sá blés 2,28‰ og er sömuleiðis sviptur ökuréttindum. Hann var handtekinn, blóðsýni tekið úr honum og hann síðan vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Tveir aðilar, karl og kona voru handtekin í íbúð sinni grunuð um sölu og dreifingu fíkniefna. Lögreglumenn fundu maríjúana lykt koma frá íbúð og könnuðu málið. Maður kom til dyra, en þegar lögreglumenn kynntu honum ástæðu afskiptanna reyndi hann að skella hurðinni á þá og þannig koma sér undan. Lögreglumenn ýttu hurðinni upp og handtóku manninn, en hann veitti talsverða mótspyrnu. Úr varð að lögreglumenn gerðu húsleit í íbúðinni með samþykki húsráðanda. Við leitina fannst talsvert magn af fíkniefnum, bæði ætluðu maríjúana og hvítum efnum, auk peningaseðla, sem er ætlaður ágóði af sölu fíkniefna. Fólkið var fært til skýrslutöku að lokinni stuttri vist í fangageymslu og síðan látið laust.

Óskað aðstoðar vegna manns, sem gekk berserksgang með vínflösku í hendi um miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var mjög æstur og ógnandi og hlýddi engum fyrirmælum þeirra lögreglumanna, sem reyndu að nálgast hann. Hann var því tekinn lögreglutökum og handtekinn. Maðurinn var í annarlegu ástandi og algjörlega óviðræðuhæfur, því var hann vistaður í fangageymslu enda hann ekki fær um að vera úti meðal fólks.

Þrír erlendir ferðamenn handteknir grunaðir um meiriháttar líkamsárás í miðborg Reykjavíkur, en árásarþoli hlaut tannbrot eftir hnefahögg í andlitið. Þá fundust fíkniefni, ætlað kókaín, á tveimur hinna handteknu og voru efnin haldlögð. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu og árásarþola var leiðbeint um aðhlynningu og næstu skref málsins.

Lögregla hefur viðhaft öflugt eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri, eins og alltaf. Alls hafa fjórir verið handteknir grunaðir um ölvunarakstur, þrír grunaðir um fíkniefnaakstur og tveir grunaðir um blöndu af hvoru tveggja. Einn þessara reyndi að koma sér undan umferðarpósti lögreglu með því að bakka í burtu, en var eltur uppi og handtekinn gegn talsverðri mótspyrnu. Sá framvísaði meira að segja fölsuðu rafrænu ökuskírteini.

Kraftaverk Gunnars Smára

||||
Gunnar Smári Egilsson. Mynd / Hallur Karlsson.

Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, hefur verið á góðri siglingu með flokk sinn sem stefnir í að verða stærri en VG eftir næstu kosningar. Smári hefur einnig verið á fartinni með fjölmiðilinn Samstöðina sem hefur fótað sig ágætlega.

En Samstöðin er annað og meira en fjölmiðill ef marka má frásögn á vef stöðvarinnar. Það þykir vera áhrifaríkt að heita á fyrirbærið til að ná fram vilja sínum um eitt og annað. Hrein kraftaverk hafa aðsögn orðið til vegna fjárframlaga.

„Í aðdraganda forsetakosninga hétu tveir kjósendur á Samstöðina, hétu því að greiða sitthvorn 100 þúsund kallinn til stöðvarinnar ef úrslitin yrðu viðunandi. Þessi áheit bárust síðan Samstöðinni eftir kosningar og er þessu trúheita fólki þakkað fyrir stuðninginn,“ segir í frásögn Gunnar Smára.

Samkvæmt þessu er Samstöðin á pari við Strandakirkju sem þykir hafa einstaklega góð áhrif í þágu þeirra sem eru tilbúnir að leggja til fjármuni. Spurt er hvort ekki væri eðlilegt að fjölmiðillinn fái styrki sem trúarlegt fyrirbæri á borð við Þjóðkirkjuna …

Flugfreyja bjargaði lífi þriggja ára stúlku: „Stelpan var orðin máttlaus í höndunum á okkur“

Flugfreyjan Ásta Birna Hauksdóttir bjargaði lífi þriggja ára stúlku þegar brjóstsykurmoli stóð í hálsi hennar á leið Flugleiða til Vestmannaeyja, í janúar 1994.

Á þessum tíma var það siður hjá Flugleiðum að gefa farþegum sínum brjóstsykurmola og þó að móðir hinnar þriggja ára Fanndísar Fjólu, Sigrún Sigmarsdóttir, vildi ekki gefa dóttur sinni brjóstsykurmolann, lét hún undan enda erfitt að gefa barninu ekki mola þegar allir aðrir fengu. Stuttu síðar hrökk molinn ofan í kok Fanndísar svo hún náði ekki andanum. Sigrún gerði allt til þess að koma brjóstsykurmolanum úr koki dóttur sinnar en án árangurs. Aðeins einn farþegi reyndi að hjálpa stelpunni en það var ungur strákur sem þó gekk ekkert betur en móðurinni að losa molann.

Stelpan var farin að missa mátt og útlitið orðið ansi svart þegar flugfreyjan Ásta Birna Hauksdóttir steig fram og drýgði hetjudáð og náði molanum úr koki Fanndísar og bjargaði þannig lífi stúlkunnar litlu.

DV skrifaði um hetju háloftanna á sínum tíma en fréttina má lesa hér í heild sinni:

Bjargaði lífi lítillar stúlku:

Hef aldrei fyrr lent í slíku – segir Ásta Birna Hauksdóttir flugfreyja

Lítill vafi er á að Ásta Birna Hauksdóttir, flugfreyja hjá Flugleiðum, bjargaði lífi þriggja ára stúlku þegar flugvél félagsins var í aðflugi að Vestmannaeyjaflugvelli í fyrradag, eins og skýrt var frá í DV í gær. Tildrögin vom þau að brjóstsykur stóð fastur í koki stúlkunnar og hafði móðir hennar reynt árangurslaust að ná honum upp þegar flugfreyjan sá hvað verða vildi.

„Ég var á móti því að Fanndís Fjóla fengi brjóstsykursmolann en það er erfitt að segja nei við þriggja ára bam þegar allir aðrir fá mola,“ sagði Sigrún Sigmarsdóttir móðir hennar í samtali við DV.

„Allt í einu hrökk molinn ofan í hana og stóð í henni. Ég reif hana úr beltinu, lagði hana á hné mér og bankaði á bakið á henni. Það bar engan árangur og þá stóð ég upp og reyndi að þrýsta molanum upp með því að taka þéttingsfast um magann á henni. Þegar það bar heldur ekki árangurleistmér ekkert oröiö á blikuna. Ég kallaði til hinna farþeganna en enginn sinnti því. Það var ekki fyrr en ungur strákur stóð upp. Hann reif Fanndísi Fjólu úr fanginu á mér en það hafði ekkert að segja. Ég var orðin verulega hrædd enda var stelpan orðin máttlaus í höndunum á okkur. Í því kom flugfreyjan og spurði hvort stæði í henni. Ég játaði því og án þess að hika óð hún með finguma ofan í kok á stelpunni. Ég held að ég hafi sjaldan orðið eins fegin og þegar flugfreyjan sagðist hafa náð molanum,“ sagði Sigrún.

Fanndís Fjóla var fljót að jafna sig en fyrst á eftir ældi hún lítils háttar blóði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigrún lendir í svipuðu um borð í flugvélum Flugleiða.

„Fyrir rúmlega ári hrökk brjóstsykur ofan í son minn en það var ekki eins alvarlegt og nú. Þá skrifaði ég félaginu og mótmælti því að farþegum væri boðið upp á brjóstsykur um borð í flugvélunum. í svarbréfi frá Flugleiðum var ég beðin afsökunar með ósk um að næsta flugferð yrði ánægjulegri,“ sagði Sigrún og þetta átti eftir að gerast í annað skipti þannig að atvikið á þriðjudaginn er það þriðja sem Sigrún lendir í með börn sín um borð í vélum.

Í gærkvöldi var Ásta Birna flugfreyja í vél til Eyja og þá notaði Fanndís Fjóla tækifærið og færði henni blóm sem þakklætisvott fyrir björgunina. Ásta Birna gerði lítið úr atvikinu. Sagðist hún reyndar aldrei fyrr hafa lent í slíku. „En í þjálfun flugfreyja er okkur kennt að bregðast svona við og hún kom að notum í þessu tilfelli,“ sagði Ásta Birna.

Guðni saknar þess stundum að vera einn með sjálfum sér: „Maður er alltaf í sviðsljósinu“

Fráfarandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er nýjastii gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Þeir félagar spjölluðu saman í Árneshreppi á Ströndum en þar var Guðni í sinni síðustu opinberu heimsókn sinni sem forseti Íslands en hann afhendir Höllu Tómasdóttur lykilinn að Bessastöðum í lok júlí.

Guðni segist ekki hafa verið einmana á Bessastöðum en hafi stundum saknað þess að vera einn með sjálfum sér enda sé það ekki það sama að vera einn og að vera einmana.

Guðni: „Ég myndi nú ekki segja að maður hafi verið einmana á Bessastöðum enda búum við hjón við mikið barnalán og það hefur haldið manni uppteknum þegar annir embættisins taka enda á degi hverjum. En hinu er ekki að neita að stundum hef ég kannski saknað þess að vera meira einn. Ég hef alltaf notið þess að geta verið með sjálfum mér úti í horni með góða bók, auðvitað hefði ég getað það. En stundum er það átak að halda til einhvers viðburðar og vita að maður getur ekki verið aftast og látið lítið fyrir sér fara. Maður er alltaf í sviðsljósinu. En mér líður vel í einrúmi. Eins og segir í laginu, það er eitt að vera einn og annað að vera einmana.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Karl Bretakonungur ræddi við Bjarna um laxveiði: „Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima“

Vel fór á með þeim að því er virðist. Ljósmynd: Facebook

Bjarni Benediktsson hitti Karl III Bretakonung eftir fund Evrópuleiðtoga í dag.

Forsætisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson birti tvær ljósmyndir á Facebook í dag sem sýnir hann í ekki ómerkilegri félagsskap en Karli Bretakonungi. Segir Bjarni að konungurinn hefði talað um laxveiði en sá breski veiddi reglulega hér á landi á árum áður.

Frá spjalli Bjarna og Karls

Bjarni ritaði eftirfarandi færslu: „Karl Bretakonungur bauð til móttöku að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheim höll. Við ræddum talsvert um laxveiði, en konungurinn veiddi reglulega á Íslandi á árum áður. Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima og hafði sérstaklega á orði að veiðitímabilið virtist hafa farið ágætlega af stað í ár.“

Raddir