Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Beljan sparkaði barninu þvert yfir fjósið: „Síðan átti ég aldrei bröndóttar kýr“

Bröndótt naut. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

„Það eru til og hafa alla tíð verið til bröndóttar kýr. Sumar þessara kúa hafa þótt illar í skapi og átti ég eitt sinn eina slíka,“ skrifar Ámundi Loftsson, fyrrverandi kúabóndi, um fyrirbærið bröndóttar kýr. Ámundi ritar þetta í athugasemd við þráð á Facebook þar sem spurt er hvort kýr geti verið bröndóttar rétt eins og kettir. Ámundi lýsir biturri reynslu sinni af einni slíkri mannýgri kú. „Svo bar við eitt sinn að dóttir mín Hulda, þá lítill stelpuangi kom í fjósið til pabba með glerkrukku og vildi fá spenvolga mjólk. Þá var ég að undirbúa mjaltir á þessari kú. Skipti þá engum togum að kýrin sparkaði stelpuskinninu þvert yfir fjósið með tilheyrandi skelk og gráti,“ skrifar Ámundi sem brást skjótt við og losaði sig við þá bröndóttu.

Ámundi Loftsson
„Varð þetta í síðasta skipti sem þessi kýr var mjólkuð, því að um klukkutíma síðar hafði ég skorið af henni hausinn. Síðan átti ég aldrei bröndóttar kýr,“ skrifaði Ámundi.
Fjöldi manns tók undir á þræðinum um tilvist bröndóttra kúa. Ekki hefur þó fengist staðfest að þær séu hættulegri en aðrar kýr.
Til fróðleiks má nefna að mikil litafjölbreytni er í einkennir kúastofninn, samkvæmt upplýsingum á nat.is. Kýrnar geta verið rauðar, svartar, kolóttar, skjöldóttar, bröndóttar, gráar, sægráar og svo mætti lengi telja. Samkvæmt hagtölum landbúnaðarins 2005 voru um 25 þúsund kýr á Ísland.

Annar ungur Breti hverfur á Spáni – Átti í útistöðum við meðleigjendur sína

Benjamin með móður sinni, Felix.

Í rúma viku hafa vinir og fjölskyldumeðlimir hins breska Benjamin Ross leitað hans eftir að hann hvarf skyndilega á Majorca.

Hinn 26 ára gamli Benjamin ferðaðist til spænsku eyjunnar í fríi til að hitta vin áður en hann ákvað að flytja þangað. Ben flutti inn í leiguíbúð eftir að hafa fundið vinnu á staðnum, en hefur ekki talað við mömmu sína Felix síðan 10. júlí þegar hún segir að hann hafi sent henni „sérkennilegan tölvupóst“ og virtist ekki vera „á góðum stað“.

Benjamin Ross er 26 ára lögfræðinemi frá Wigan, á stór-Manchestersvæðinu. Hann flaug út til Mallorca án þess að segja fjölskyldu sinni frá því áður en hann framlengdi svo dvöl sína og fann sér tímabundið húsnæði. Ekkert hefur spurst til hans síðan hann talaði síðast við móður sína Felix Robinson 10. júlí, viku eftir að hann kom til eyjunnar. Hann hvarf frá Palma, höfuðborg hins vinsæla orlofsstaðar.

Hin spennandi ferð Benjamíns breyttist í martröð 6. júlí þegar taska sem innihélt síma hans, iPad, veski og lykla var stolið af honum af ströndinni á meðan hann synti í sjónum. Hann fór til lögreglunnar til að tilkynna glæpinn en þegar hann fór þaðan var orðið nokkuð seint og hann villtist.

Þegar hann fann húsnæði sitt neituðu meðleigendur hans honum inngöngu þar sem það var svo seint og þeir voru ekki vissir hver þetta var, sem varð til þess að hann þurfti að brjótast inn. Eftir atvikið var honum hótað brottrekstri og 10. júlí var lögreglan kölluð til en neitaði að grípa inn í.

Í kjölfarið er einn meðleigjandinn sagður hafa hótað honum að láta tvo menn „ganga frá honum“. Sama dag sendi hann „sérkennilegan tölvupóst“ til móður sinnar, sem hafði verið að reyna að útvega bankamillifærslu til að hjálpa syni sínum, sem gaf til kynna að hann væri „ekki á góðum stað“.

Felix Robinson, 52 ára, er forstöðumaður nýsköpunarfyrirtækis sem vinnur með hundagagnagrunn. Hún sagði frá því hvernig hún telur að þjófnaðurinn og ágreiningur við meðleigjendur hans í Palma á Mallorca hafi leitt til þess að geðheilsa Benjamíns fór að hraka, sem gerðist einnig nokkrum árum áður. Hún nýtur nú stuðnings LBT Global, sömu góðgerðarstofnunar og stutt hefur fjölskyldu Jay Slater á Tenerife.

Felix sagði við Liverpool Echo : „Hann virtist hafa verið kominn á gott ról en röð óheppilegra atburða hefur leitt til þess að hann hefur brotnað niður. Hann byrjaði að glíma við þessi vandamál fyrir nokkrum árum og það hafði áhrif á námið hans. Hann var að undirbúa sig fyrir nám þar sem hann lærði að vera lögmaður en við vitum ekki hvernig þetta byrjaði. Hann er yndislegur strákur, hann myndi gera nákvæmlega hvað sem er fyrir hvern sem er. Hann er einstaklega kurteis og hann myndi aldrei ganga framhjá neinum í neyð.“

Gofundme-söfnun hefur verið hleypt af stokkunum þar sem stefnt er að því að safna 5.000 pundum en peningunum er ætlað að greiða fyrir kostnað Felix, þar á meðal hótel, flug og mat í leitinni að Ben. Allt sem eftir er mun renna til Andy’s Man Club góðgerðasamtakanna.

Talsmaður utanríkis-, samveldis- og þróunarskrifstofunnar sagði: „Við styðjum fjölskyldu bresks manns sem er saknað á Spáni og erum í sambandi við yfirvöld á staðnum.“

 

Aukavinna Tryggva gaf 17 milljónir

Ásmundur Einar Daðason

Tryggvi Hjaltason, greinandi hjá CCP, er í náðinni hjá Ásmundi Einari Daðasyni, ráðherra barnamála, sem rétti honum 17 milljónir króna fyrir að vinna í aukavinnu skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Tryggvi var um 18 mánuði að vinna skýrsluna. Samkvæmt því fékk hann um 900 þúsund krónur á mánuði fyrir aukavinnuna. Heimildin greindi frá þessu og byggði á svari frá ráðuneytum sem fjármögnuðu skýrsluna.

Í svari við fyrirspurninni segir að Tryggvi hafi verið ráðinn „vegna víðtækrar reynslu sinnar af greiningu gagna og stefnumótun, hegðunarrannsóknum og afrekskerfum“.

Tryggvi upplýsti Heimildin um að hann hefði unnið að skýrslunni meðfram störfum sínum hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP.

Skýrslan hefur sumpart fengið góðar undirtektir en hún þykir undirstrika slæma stöðu drengja í skólakerfinu. Margir hafa þó gagnrýnt aðferðafræðina og þekkingarleysi Tryggva á málaflokknum. Þá þykir kostnaðurinn vera út úr öllu korti …

Hamslaus maður stóð á öskrinu í Hlíðunum – Löggan hirti bílinn og ökumaður fékk himinháa sekt

Hlíðarhverfi í Reykjavík - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Zairon

Íbúi í Hlíðunum missti gjörsamlega stjórn á sér og gekk berserksgang í íbúð sinni. Hann stóð á öskrinu og læti heyrðust frá íbúðinni. Kalla varð til lögreglu sem kom á staðinn og handtók hann. Sá hamslausi var læstur inni í fangaklefa og verður í dag krafinn skýringa á djöfulganginum.

Umferðarslys varð í miðborginni.  Engin meiðsli á fólki en önnur bifreiðin var óökufær.

Maður í annarlegu ástandi reyndist vera  viti sínu fjær og ekki fær um að stjórna gerðum sínum eða vera innan um fólk. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Búðarþjófur var staðinn að verki í austurborginni. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Ökumaður ók á 129 kílómetra hraða á svæði miðborgarlögreglu þar sem leyfilegt er að aka á 60 kílómetra hraða. Hann var stöðvaður og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Dýrkeyptur hraðakastur.

Tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í íbúðahverfi í Hafnarfirði. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu í öryggisskyni. Ökumaður var stöðvaður í akstri á sama svæði, grunaður um ölvun við akstur. Hann var færður á lögreglustöð  en látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Lögreglu barst tilkynning um eld í Kópavogi. Um var að ræða eld í ruslatunnu. Hann var slökktur.

Í gærdag kom á daginn að ökumaður sem stöðvaður var í umferðinni hafði verið sviptur ökuréttindum. Sá próflausi  hafði margoft áður verið stöðvaður af lögreglu og staðinn að því að aka bifreið. Ökutæki raðbrotamannsins var því gert upptækt. Þess utan þarf hann að greiða himinháa sekt, 200 þúsund krónur, í ríkissjóð fyrir brot sitt.

Íslensk fjölskylda varð fyrir hræðilegri líkamsárás – Faðirinn á spítala með afar slæma áverka

Alvarleg líkamsárás var framin gegn ís­lenskri konu og fjöl­skyldu henn­ar á eyjunni Krít í Grikklandi.

Samkvæmt grísku fjölmiðlum var fjöl­skyld­an flutt á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar eftir þennan hörmulega atburð; kemur fram að búið sé að út­skrifa móður­ina – sem er ís­lensk og á fimm­tugs­aldri – sem og syni henn­ar – sem eru átján ára og 21 árs.

Eiginmaður konunnar og faðir­ drengjanna – kanadísk­ur maður á fimm­tugs­aldri – liggur hins vegar enn á sjúkra­húsi.

Ekki er vitað um ástand hans á þessari stundu.

Samkvæmt um­fjöll­un grísku miðlanna gengu árás­ar­menn­irn­ir illa í skrokk á fjöl­skyld­unni, en ekkert er vitað um tildrög árásarinnar sem stendur.

Fjöl­skyldumeðlim­irn­ir eru með afar slæma áverka á lík­ama sem og and­liti eft­ir árásina en lög­regl­unni á Krít hef­ur eigi tek­ist að bera kennsl á árás­ar­menn­inna.

 

Þrítugur starfsmaður Varnarliðsins tekinn með 12 kassa af bjór – Meira smygl fannst heima hjá honum

Myndin tengist ekki baksýnisspeglinum beint.

Í ágústlok árið 1982 var starfsmaður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli stöðvaður á bíl sínum þar sem hann ók að hliðinu að vellinum á leið sinni til Keflavíkur. Í bílnum fundust 12 kassar af bjór en á þeim árum var bjórinn bannaður. Þegar betur var að gáð kom í ljós stórfellt smygl mannins.

Þrítugur maður var handtekinn við Keflavíkurflugvelli í ágústlok 1982, eftir að 12 kassar af bjór fundust í bílnum en við húsleit fannst mun meiri smyglvarningu og enn fannst meira á vinnustað hans. Var hann úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald. Smylgvarningurinn sem um var að ræða voru áfengi, bjór, tóbak og matvörur. Þá átti að skoða hvort hann hefði jafnvel einnig smyglað vörum á borð við sjónvörpum, myndsegulband, hljómplötur og kassettur.

DV fjallaði um málið á sínum tíma:

Smyglið á Keflavíkurflugvelli:

Eigandinn úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald

Ungur Keflvíkingur hefur verið úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald vegna smygls á áfengi, bjór, tóbaki og matvörum út af Keflavíkurflugvelli. Maðurinn vinnur hjá Varnarliðinu og keypti varninginn þar. Eins og skýrt hefur verið frá í DV komst smyglið upp í hádeginu síðastliðinn sunnudag. Var það á þá leið að fólksbifreið koma akandi að hliðinu á flugvellinum og var á leið til Keflavíkur. Bifreiðinni ók maður sem vinnur hjá Íslenskum aðalverktökum. Lögreglumenn í hliðinu ákváðu að stöðva hann og gerðu leit í bifreiðinni. Fundust strax 12 kassar af bjór. Við yfirheyrslur kom í ljós að hann var að flytja bjórinn fyrir kunningja sinn. Hafði hann farið eina ferð áður meö smyglvarning. Við húsleit heima hjá manninum fundust síðan 12 kassar af bjór. Einnig var leitað á vinnustað hans og fundust þá um 18 kassar af bjór og 60 karton af vindlingum, auk lítilsmagns af áfengi. Eftir þetta var farið til eiganda góssins. Þar fundust um 8 kassar af bjór, auk nokkurra áfengisflaskna og matvöru. Þá er lögreglan á Keflavíkurflugvelli einnig að kanna hvort eigandi smyglsins hafi fleira á samviskunni. Er þar um að ræða vörur eins og sjónvarp, myndsegulband, hljómplötur og kassettur. Eigandi smyglsins hefur ekki komið áður við sögu lögreglunnar. Hann er um þrítugt og býr í Keflavík. 

Íslendingur fannst látinn á hóteli

Þær sorgarfŕéttir bárust að 54 ára gamall Íslendingur hafi fundist látinn á hóteli í Samut-Prakan umdæmi sem er staðsett suðaustur af Bangkok, höfuðborg Taílands, í dag.

Engir áverkar voru á manninum; en hins vegar voru töluverð ummerki um áfengisdrykkju; lögregla á vettvangi taldi frekar líklegt að andlát mannsins hafi komið til vegna ofdrykkju; mögulega hefðu þó undirliggjandi heilsufarsvandamál átt þátt í andlátinu.

Talið er að maðurinn hafi verið látin í um 12 klukkustundir áður en komið var að honum látnum.

Maðurinn hafði dvalið á hótelinu í um það bil mánuð en lögregla fékk skilaboð um að maðurinn hefði fundist látinn klukkan 11:30 að taílenskum tíma í dag; klukkan 04:30 um morguninn að íslenskum tíma.

 

Hengdu fána Palestínu upp í gluggum Hallgrímskirkju: „Framferði íslenskra stjórnvalda ógeðfellt“

Fánarnir blakta á Hallgrímskirkjuturni. Ljósmynd: Facebook

Rétt í þessu hengdu meðlimir No Borders samtakanna upp fána Palestínu í glugga Hallgrímskirkju.

Samtökin No Borders stóðu rétt í þessu fyrir mótmælagjörningi í anda Hauks Hilmarssonar, sem einmitt var meðlimur í samtökunum á sínum tíma en samtökin hengdu þrjá fána Palestínu upp í gluggum Hallgrímskirkju og sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingur:

„No Borders stendur fyrir samfélag án landamæra og þjóðríkja, þar sem mannréttindi og ferðafrelsi eru tryggð fyrir öll. Barátta okkar verður ekki unnin fyrr en að hernámi og aðskilnaðar- og nýlendustefnu um allan heim verður útrýmt. Skref í áttina að því er að hernám Ísraels verði lagt niður og palestínskt fólk á flótta geti snúið aftur.

Nú hefur Ísraelsher framið linnulausar og grimmilegar árásir á Gasasvæðið í meira en 9 mánuði. Samkvæmt fræðigrein úr Lancet, elsta og virtasta læknatímariti heims, hafa í kringum 186.000 manns á Gasasvæðinu hafa verið myrt, grafist undir rústum eða soltið í hel, þar af aðallega konur og börn. Mannréttinasamtökin, Euro-Med Human Rights Monitor og Amnesty International telja einnig tölfræði heilbrigðisyfirvalda Gasasvæðisins ekki ná yfir þann fjölda sem hefur verið myrtur af Ísraelsher.

Framferði íslenskra stjórnvalda hefur verið með öllu skammarlegt og ógeðfellt, þar má nefna frystingu framlaga til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar sem er þessa stundina eina lífæð palestínska barna en sú ákvörðun var einungis tekin vegna nú afsannaðra lyga ísraelsku ógnarstjórnarinnar sem hafði engar handbærar sannanir fyrir staðhæfingum sínum. Einnig hefur ríkisstjórnin einsett sér það markmið að grafa enn frekar undan stöðu palestínsks fólks á flótta sem búsett eru á Íslandi, sem og allra flóttamanna. Þá áformar ríkisstjórnin einnig að brottvísa 11 dreng með Duchenne heilkenni úr landi en læknisvottorð hafa sýnt fram á að brottvísun komi til með að stytta ævi hans gríðarlega, auk þess sem flugið sjálft gæti orðið honum að bana.

Í stuttu máli eru kröfur okkar:

1. Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og að viðskiptabann verði sett á landið.
2. Ísland styðji málsókn Suður-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum.
3. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og beitingu Dyflinnarreglugerðarinnar.“

Netanyahu hafnar kröfum um opinbera rannsókn á árásinni 7. október: „Fyrst vil ég sigra Hamas“

Benjamin Netanyahu

Í ræðu til ísraelskra þingmanna í Knesset, ísraelska þinginu, vísaði Benjamin Netanyahu á bug kröfum um stofnun ríkisrannsóknarnefndar á árásunum 7. október og sagði „Fyrst vil ég sigra Hamas“.

Það er sífellt verið að kalla eftir opinberri rannsókn á mannskæðri árás vopnaðra palestínskra hópa. Ísraelski herinn birti í síðustu viku niðurstöður úr fyrstu innri rannsókn sinni sem viðurkenndi „alvarleg mistök og yfirsjónir“.

Netanyahu hefur verið sakaður um að forðast rannsókn til að halda völdum.

Forsætisráðherrann sagði í dag að Ísrael væri að „þróast aðferðafræðilega til að ná markmiðum stríðsins: frelsun gíslanna [og] eyðileggingu Hamas,“ hafði dagblaðið Haaretz eftir honum.

 

Náfrændi Ölmu Möller er lögmaður Skúla Tómasar: „Landlæknir ákvað að víkja sæti samstundis“

Alma Möller Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Staðgengill Ölmu D. Möller er sá sem gaf Skúla Tómasi Gunnlaugssyni endurnýjað starfsleyfi á dögunum því Alma steig til hliðar í málinu þegar læknirinn réði náfrænda hennar sem lögmann.

Dr. Alma D. Möller vék úr sæti landlæknis og fól heilbrigðisráðherra að setja annan í hennar stað, í tengslum við mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis, gagnvart embættinu. Það gerði hún þegar bróðursonur hennar, Almar Þór Möller var ráðinn af Skúla sem lögmaður en Skúli hefur nú réttarstöðu grunaðs manns í andláti sex sjúklinga á HSS, þar sem hann vann sem yfirlæknir á árunum 2018 til 2020. Því var það ekki Alma Möller sem veitti Skúla endurnýjun á lækningaleyfi, heldur staðgengill hennar. Þetta kemur fram í skriflegu svari embættis lanndlæknis.

Mannlíf sendi nokkrar spurningar á embætti landlæknis eftir að í ljós kom að Skúli Tómas hafi enn og aftur fengið endurnýjun á lækningaleyfi sínu en hann starfar nú á Landspítalanum, þrátt fyrir að vera grunaður um að vera valdur að dauða sex sjúklinga sinna á árunum 2018-2020.

„Því er fyrst til að svara að Alma D. Möller svarar ekki fyrir þetta tiltekna mál. Alma D. Möller landlæknir ákvað að víkja sæti samstundis og lögfræðingur henni tengdur fjölskylduböndum hóf að sinna málum læknisins gagnvart embætti landlæknis. Alma sendi þá heilbrigðisráðherra beiðni um að annar aðili yrði settur landlæknir í umræddu máli líkt og stjórnsýslulög nr. 37/1993 gera ráð fyrir. Sá læknir hefur farið með málið síðan.“ Þetta segir í skriflegu svari embættisins til Mannlífs.

Hér eru eftirfarandi spurningar Mannlífs og svör embættisins við þeim:

Hver eru rökin fyrir því að þú veittir Skúla Tómasi Gunnlaugssyni starfsleyfi, en hann er eins og þú veist, með stöðu grunaðs vegna andláts sex sjúklinga sem hann sinnti hjá HSS.

Embætti landlæknis: „Embætti landlæknis getur ekki rætt málefni einstakra heilbrigðisstarfsmanna.“

Nú skrifaðir þú afar svarta skýrslu um meðhöndlun Skúla Tómasar á Dönu Jóhannsdóttur, þar sem segir meðal annars: „Embættið telur að ekki hafi aðeins verið um að ræða misbrest á almennri fagmennsku við veitingu heilbrigðisþjónustu til DJ, heldur hafi í ákveðnum tilvikum einnig verið um að ræða alvarlega vanrækslu og mistök STG læknis, sem bar meginábyrgð á læknisfræðilegri meðferð DJ.“. Hvers vegna hefurðu veitt Skúla Tómasi ítrekað starfsleyfi, þrátt fyrir álit þitt á störfum hans, sem varð til þess að Dana lét lífið?

Svarið: „Embætti landlæknis getur ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt gildir að fjallað er um endurveitingu starfsleyfis í 17. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 en þar segir: „Landlæknir getur veitt heilbrigðisstarfsmanni, sem sviptur hefur verið starfsleyfi eða hefur afsalað sér því, starfsleyfi að nýju enda hafi viðkomandi sýnt fram á að hann uppfylli skilyrði laga fyrir endurveitingu starfsleyfis og að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. Landlæknir getur ákveðið að endurveitt starfsleyfi skuli vera tímabundið eða takmarkað, sbr. 15. gr.“ Þannig getur viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður fengið leyfi t.d. ef bata vegna sjúkdóms sem leiddi til sviptingar er náð eða þegar faglegri endurhæfingu, -menntun og -þjálfun er lokið ef ástæða sviptingar var fagleg vanhæfni. Við endurveitingu leyfis er leyfi ætíð takmarkað í fyrstu, t.d. við ákveðna stofnun og starfsmaðurinn sætir eftirliti fyrstu mánuðina eða árin eftir því sem tilefni er til.“

Hefurðu orðið fyrir pressu frá læknum um að veita Skúla starfsleyfi?

„Nei. Í öllum málum starfar landlæknir eftir lögum og reglum og engu öðru. Að auki er vísað í að landlæknir ákvað að víkja sæti í umræddu máli.“

Hver er skoðun þín á þeirri staðreynd, að Skúli hafi í neyðartilfellum, sinnt sjúklingum á Landspítalanum af og til, í ljósi þess að maðurinn er grunaður um að vera valdur að dauða sex sjúklinga?

Svarið: „Eins og áður hefur komið fram ákvað landlæknir að víkja sæti í umræddu máli. Heilbrigðisráðuneyti skipaði settan landlækni í málinu. Þegar fyrirspurn þín barst var hún áframsend á settan landlækni.“

Hversu oft hefur þú neitað lækni um starfsleyfi síðustu 3 árin? Hvað þarf til?

Svarið: „Sjá svar ofan. Til að endurveiting starfsleyfis komi til greina þarf margvísleg skilyrði, t.d. vottorð um meðferð sjúkdóms og fullnægjandi bata, vottorð um að lokið sé fullnægjandi endurmenntun og -þjálfun og fleira eftir atvikum. Umsækjendum um endurveitingu starfsleyfis er kunnugt um þetta og yfirleitt er ekki sótt um endurveitingu fyrr en skilyrði eru uppfyllt. Á sl. þremur árum eru innan við fimm dæmi þess að lækni hafi verið synjað um endurveitingu starfsleyfis.“

Flórensbúar æfir yfir kynferðistilburðum ferðalangs með frægri styttu – MYNDIR

Bakkus hefur ekki tjáð sig um málið svo vitað sé.

Kvenkyns ferðalangur hefur vakið reiði eftir að hún var nöppuð við að þykjast eiga í kynferðismökum við styttuna af Bakkusi í Flóens.

Ljóshærð kona, sem ekki hefur verið nafngreind né hefur verið sagt hvers lensk er, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að sýna „virðingarleysi“ eftir að hún klifraði upp að styttu Giambologna af Bakkusi og kyssti hinu fræga ítölku styttu. Túristinn stillti sér einnig upp fyrir framan styttuna og nuddaði afturenda sínum upp við klof styttunnar á meðan vinir hennar tóku ljósmyndir. Stuttu síðar náðist ljósmynd af annarri konu, klæddri í svartar stuttbuxur og hvítan bol, þar sem hún beygði sig fyrir framan Bakkus og þóttist eiga við hann munnmök.

Flórensbúar eru sáttir við sprell ef það fer ekki út í fíflagang.

Yfirvöld hafa verið hvött, eftir þetta sjokkerand atvik, að komast að því hvaða ósmekklegu ferðalangar þetta voru og til þess að sýna enga linkind. „Flórens er borg sem lætur gesti ekki virða hana. Þessar stöðugu birtingarmyndir dónaskapar og ókurteisi eiga sér stað vegna þess að allir telja sig eiga rétt á að gera það sem þeir vilja, refsilaust,“ sagði Patrizia Asproni frá Confcultura, menningararfleifðarsamtökunum. „Við þurfum til að beita „Singapore líkaninu“: ströng stjórnun, mjög háar sektir, engir sjensar,“ bætti hún við.

Íbúar voru reiðir yfir myndunum sem birtar voru á Facebook-hópi fyrir íbúa Flórens. Kona ein skrifaði: „Hér er virðingin fyrir Flórens,“ er hún fordæmdi ferðamenn í ítölsku borginni. Myndband af athæfinu fór fljótt í dreifingu á netinu á Ítalíu þar sem einn íbúi skrifaði á netinu: „Við ættum að neyða ferðamenn til að taka próf á Flórens áður en þeir geta stigið fæti inn í borgina.“

Hinn sprelligosinn – Ljósmyndarinn setti tjákn fyrir myndina, til að særa ekki blygðunarkennd fólks, guði sé lof.

Lögreglustjórinn Antonella Ranaldi sagði að ferðamenn væru velkomnir en þeir yrðu að sýna „virðingu“ og bætti við: „Ferðamenn eru velkomnir, en það verður að bera virðingu fyrir minnismerkjunum okkar, hvort sem þær eru frumrit eða afrit. Einnig vegna þess að ég efast um að þessi kona þekki muninn.'“

Sumir óánægðir heimamenn hafa krafist þess að konan fari í fangelsi vegna þessarar „kynferðislegu“ myndatöku með styttunni, sem er eftirlíking af upprunalega bronsstyttunni af Bakkusi, sem var búið til af Giambologna árið 1560 og er geymt í Bargello-safninu.

Upprunalegu styttunni var skipt út fyrir eftirlíkinguna árið 2006, sem stendur ofan á fornum marmaragosbrunni sem kallast ‘del Centauro’, sem konurnar þurftu að klifra til að komast að styttunni. Hin sjokkrerandi atvik komu aðeins mánuði eftir að ferðamaður var gripinn við að rista nafn sitt á fornan vegg í Pompeii. Maðurinn, sem er frá Kasakstan, var gripinn við að skemma einn vegginn.

Ekki fylgdi fréttinni hvort Bakkus hafi verið með í för hjá konunum þegar atvikið átti sér stað.

 

 

Hnýtir í Helga vegna „mútumálsins“:„Fólk fær það á tilfinninguna að lögin séu bara fyrir suma“

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Björn Leví Gunnarsson tekur upp hanskann fyrir Semu Erlu Serdoglu, stofnanda Solaris, og Maríu Lilju Ing­veld­ar Þrast­ar­dótt­ur Kemp, sjálfboðaliða hjá samtökunum vegna ákvörðunar ríkissaksóknara um að skipa lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til að ljúka rannsókn á meintu múturmáli kvennanna.

Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður lagði fram kæru á hendur Semu Erlu og Maríu Lilju en hann sakar þær um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka, er þær fóru til Egyptalands og björguðu fjölmörgu Palestínufólki frá bráðum dauða á Gaza en þau höfðu þá þegar fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafði ákveðið að hætta rannsókn á málinu en hefur nú verið skipað að halda rannsókninni áfram.

Píratinn Björn Leví Gunnarsson skrifaði Facebook-færslu við frétt Vísis um orð Helga Magnúsar Gunnarssonar en hann sagði að góður málstaður dugi ekki einn og sér í máli sem þessu.

„Helgi Magnús vararíkissaksóknari segir að góður málstaður dugi ekki einn og sér sem röksemd fyrir því að eitthvað sé í lagi. „Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós.“

Ég er alveg sammála þessu. Þannig á lögræðisreglan að virka. Vandinn er að dæmin um niðurfellingu mála, sem virðast vera byggð á miklu betri stoðum en þetta mál, eru svo mörg.
Talningarmálið í Borgarnesi, sem dæmi. Endalaust mörg kynferðisbrotamál. Hvítflibbamál …“
Segir Björn Leví að vegna þessa fái fólk á tilfinninguna að lögin séu ekki fyrir alla.„Afleiðingin er að fólk fær það á tilfinninguna (sem er nóg) að lögin séu bara fyrir suma en ekki aðra. Það grefur undan samfélagslegri sátt.

Það getur vel verið að ástæður niðurfellingar hafi ekki staðist hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu, en sýnið mér að slíkar kröfur séu gerðar í öllum málum.“

Dósent við HÍ óskaði þess að Trump hefði dáið: „Viðbjóðslegustu hatursskrif, sem ég hef séð lengi “

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er æfur yfir orðum Ernu Magnúsdóttur, dósents í læknadeild Háskóla Íslands en hún sagðist hafa óskað þess í nokkrar sekúndur að skotmaðurinn hefði hitt Donald Trump.

Erna Magnúsdóttir, dósent í lækningadeild Háskóla Íslands skrifaði ósmekklega færslu á Facebook eftir skotárásina á kosningafund Donalds Trump í Pennsylvaníu um helgina, þar sem hún viðurkennir að hún hafi vonað að skotmaðurinn hefði hæft Trump.

Færsla Ernu er eftirfarandi: „Ég viðurkenni að ég óskaði í nokkrar sekúndur þess í gær að árásarmaðurinn hefði hitt. En er ansi hrædd um að gjáin hefði víkkað enn meira hefði það gerst. Svona eins og þjóðsagan um að ef maður kremji kakkalakka sprautist eggin út um allt og gefi af sér 100 afkvæmi í stað þess eina kramda.“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum er allt annað en sáttur við færslu Ernu og skrifar eftirfarandi á Facebook: „Þetta eru einhver viðbjóðslegustu hatursskrif, sem ég hef séð lengi. Fyrst segist þessi kona hafa vonað, að bandarískur forsetaframbjóðandi hefði verið myrtur. Síðan líkir hún honum við kakkalakka! Hún líkir stjórnmálaandstæðingi við skordýr, reynir að svipta hann mennskunni. Ég læt öðrum eftir að rökræða um það, hvort hún hafi sem starfsmaður Háskólans farið út fyrir mörk hins leyfilega.“

Mál Páls verði tekið af Akureyrarlögreglu: „Bendir til algers viljaleysis til að upplýsa málið“

Páll Steingrímsson.

Réttargæslumaður Páls Steingrímssonar krefst þess að rannsókn á byrlunarmálinu svokallaða verði tekið af lögreglunni á Norðurlandi eystra og flutt milli lögregluumdæma en rannsókn hefur nú staðið yfir í ríflega þrjú ár. Saksóknari telur hins vegar ekki ástæðu til að færa málið yfir á annað lögregluumdæmi en hefur beðið lögregluna á Norðurlandi eystra að hraða rannsókninni eins og hægt er.

Mannlíf er með undir höndum bréf sem Eva Hauksdóttir, réttargæslumaður Páls Steingrímssonar, sendi ríkissaksóknara þann 9. júlí síðastliðinn. Þar krefst Eva þess að rannsókn á máli skjólstæðings síns verði flutt milli lögregluembætta, sem sagt frá lögreglunni á Norðurlandi eystra yfir á annað lögregluembætti. „Erindið varðar rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á atvikum sem áttu sér stað á Akureyri í maí 2021 og leiddu til þess að skjólstæðingur minn Páll Steingrímsson, fékk stöðu brotaþola í sakamáli,“ segir meðal annars í upphafi bréfsins.

Atvikið sem um er rætt er eitrun fyrrverandi eiginkonu Páls, en hún hefur viðurkennt verknaðinn, stuld á síma hans á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu á Akureyri og brot gegn friðhelgi einkalífsins en rökstuddur grunur er um að síminn hafi verið opnaður af tæknimanni á RÚV og efni úr honum klónaður yfir í annan síma en þeim gögnum svo dreift á blaðamenn annarra miðla.

Eva segir rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eysta hafa verið „í skötulíki“ og að það virðist sem „lögregluna á Norðurlandi eystra skorti vilja eða getu til að upplýsa málið“.

„Rannsókn hefur nú staðið yfir í meira en þrjú ár. Hún hefur að mínu mati verið í skötulíki og virðist lögregluna á Norðurlandi eystra skorta vilja eða getu til að upplýsa málið. Lítið virðist miða og er það haft eftir saksóknara að vonir standi til þess að rannsókn ljúki bráðlega. Auðvitað ætti rannsókn að vera lokið en þessu er lýst yfir enda þótt helsti sakborningur í málinu hafi ekki verið spurður út í mikilvægustu atriði málsins og þrátt fyrir að sá sem tók við síma brotaþola hafi ekki verið boðaður til yfirheyrslu.“ 

Þá segist Eva hafa gert alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglunnar á málinu 26. september 2022 og krafist úrbóta með ýtarlegum lýsingum á því hvað þyrfti að rannsaka sérstaklega en að þeim kröfum hafi lítið verið sinnt.

„Jafnframt hefur Ríkisútvarpið það eftir lögreglu að óvíst sé að gögn frá erlendum samskiptaveitum (þar er átt við Google) muni nokkurntíma berast. Þá hefur helsta sakborningi í málinu verið synjað um að fá að tjá sig við lögreglu og leggja fram gögn. Telur undirrituð útséð um að lögreglan á Norðurlandi eystra muni sinna rannsókn málsins af fagmennsku og er því farið fram á að öðru lögregluembætti verði falin rannsókn þess.“

Málsatvik

Eva lýsir síðan málsatvikum í hnotskurn í bréfi sínu til ríkissaksóknara:

„Skjólstæðingur minn, og brotaþoli í málinu, Páll Steingrímsson, starfaði sem skipstjóri hjá Samherja um langt árabil og skrifaði hann nokkrar greinar þar sem hann gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla um það fyrirtæki. Þann 3. maí 2021 var Páll fluttur á gjörgæslu með heiftarleg eitrunareinkenni. Töldu læknar einkennin stafa af sljóvgandi lyfi, en hann kannaðist ekki við að hafa tekið nein lyf af sjálfsdáðum. Sennilegast var talið að einkennin hefðu komið fram vegna svefnlyfsins Imovane, sem er lyfseðilsskylt. Virka efnið í því er zopiclone sem getur valdið miklum skaða og jafnvel dauða, sé það tekið í óhóflegu magni, eins og nýlegar rannsóknir staðfesta. Imovane var til á heimili Páls og upplýsti hann síðar lögreglu um að þáverandi eiginkona hans, hefði skömmu áður beðið sig að útvega sér Imovane og hefði hann fengið það uppáskrifað fyrir hana í eigin nafni. Sömuleiðis var til á heimilinu lyfið Tradolan sem einnig getur valdið eitrun. Á meðan skjólstæðingur minn lá nær dauða en lífi á gjörgæslu var sími hans tekinn frá honum og skilað aftur til hans. Þegar hann rankaði við sér aftur mörgum dögum síðar, sá hann að átt hafði verið við símann og voru greinileg merki um að síminn hefði verið „klónaður“, þ.e. að nákvæmt afrit af öllum gögnum sem á símanum voru hefðu verið vistuð og þau gerð öðrum aðgengileg. “

Þá segir Eva að eiginkonan fyrrverandi hafi tjáð lögreglu að hún hafi tekið símann og komið honum í hendur starfsmanns Ríkisútvarpsins. Hún sé haldin alvarlegum geðsjúkdómi og hafi talið að menn á vegum Samherja vildu sér illt og „að eina leiðin til að forða sér frá hættu væri að koma til fjölmiðla upplýsingum“ sem skjólstæðingur Evu byggi yfir. Segir Eva að það sé „hafið yfir skynsamlegan vafa“ um að eiginkonan fyrrverandi hafi tekið síma Páls og komið í hendur blaðamanna. „Bendir margt til þess að verknaðurinn hafi verið fyrirfram skipulagður og einhverjir fjölmiðlamenn verið með í ráðum.“

Í bréfinu útlistar Eva allt það sem rannsókn lögreglu ætti að snúa að, samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggi en það er eftirfarandi:

    1. hvort skjólstæðingi mínum hafi verið vísvitandi byrlað sljóvgandi lyf
    2. ef svo er, hver sé ábyrgur og hvort einhverjir aðrir hafi átt hlut að máli eða vitað af því
    3. hvort tengsl séu milli skyndilegra veikinda Páls og þess að sími hans var tekinn
    4. hver tók við símanum og í hvaða tilgangi
    5. hvort aðrir, og þá hverjir, hafi á einhverjum tíma haft aðgang að gögnum úr símanum
    6. hvort síminn var afritaður í heilu lagi og ef svo er, hvað varð um afritið
    7. ef síminn var afritaður, hver gerði það og í hvaða tilgangi
    8. hvort gögnin eru ennþá öðrum aðgengileg og þá hverjum

„Rannsókn lögreglu virðist aðeins að litlu leyti hafa beinst að ofangreindu og bera gögn málsins ekki með sér hvað er í raun til rannsóknar. Þá hefur lögreglan á Norðurlandi eystra ekki gripið til augljósra ráða til að upplýsa um þessi atriði,“ segir Eva í bréfinu eftir þessa útlistun.

Eldri athugasemdir

Aukreitis telur Eva upp þær athugasemdir sem hún bar fram við lögreglu vegna rannsóknarinnar árið 2022.

Fyrsta athugasemdin snýr að skýrslatökum sem hófust að mati Evu allt of seint. Eiginkonan fyrrverandi, sem grunur er um að hafa byrlað skjólstæðingi hennar lyf, hafi ekki verið yfirheyrð fyrr en fimm mánuðum eftir að kæra var lögð fram.

Aðrar athugasemdir eru eftirfarandi:

„Þótt kærða játaði að eigin frumkvæði að hafa byrlað skjólstæðingi mínum lyf var hún ekki spurð út í tegund, magn eða neitt annað sem máli skipti, heldur komst verjandi upp með að stöðva yfirheyrslu í miðri játningu.

Rökstuddur grunur um lyfjabyrlun var hundsaður þar til var orðið of seint að fá lyfjabyrlun staðfesta með lífsýni. 

Merki um að tilræðið hafi verið fyrirfram skipulagt og með vitund annarra sakborninga hafa lítt verið rannsökuð. Blaðamenn sem grunaðir eru um að hafa tekið við síma skjólstæðings míns og dreift upplýsingum úr honum voru yfirheyrðir um fréttaskrif sín um svokallaða „skæruliðadeild Samherja“ en ekki um aðkomu sína að málinu.

Ekki er að sjá að lögreglan hafi á nokkurn hátt reynt að komast að því hvað varð um síma brotaþola og þar með um viðkvæm gögn um einkalíf hans og fjölskyldu hans eða reynt að koma í veg fyrir frekari brot.“ 

Segir Eva í bréfinu að ofandgreindum athugasemdum og kröfu um almennilega rannsókn hafi ekki veirð sinnt. „M.a. var farið fram á dómkvaðningu matsmanns til að meta hvort ástand brotaþola frá 3.-9. maí skýrist að einhverju eða öllu leyti af lyfjum sem hann kannast ekki við að hafa tekið af eigin frumkvæði,“ segir Eva og heldur áfram: „Greinargerðir réttarmeinafræðinga og Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hafa engu ljósi varpað á veikindi Páls og verður ekki séð að frekari rannsókn hafi verið gerð á tildrögum veikindanna þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um og þrátt fyrir að lögreglan hafi tekið undir þá skoðun að ástæða væri til að fá álit lyfjafræðings.

Nýjar athugsemdir

Þá útlistaði Eva einnig nýjar athugasemdir við rannsókn lögreglu

Meðal nýrra athugasemda er sú að vegna þess hve seint lögreglan hóf rannsókn eða mörgum vikum eftir að kæra var lögð fram, hafi verið oft seint að greina eitrun í blóði eða þvagi. „Það hefði þó verið hægt að greina eiturefni í hári mörgum vikum eftir það. Það var ekki gert og því borið við að það þjónaði ekki tilgangi þar sem brotaþoli hefði látið snöggklippa á sér hárið. Að sjálfsögðu hefði þó mátt rannsaka líkamshár en það var ekki gert. 

Þá liggi fyrir gögn að sögn Evu „sem benda eindregið til þess að starfsmaður Ríkisútvarpsins hafi vitað af því“ að fyrrverandi eiginkona Páls hygðist stela síma hans. „Skömmu fyrir atvikið tók Ríkisútvarpið í notkun óskráð símanúmer sem er svo líkt símanúmeri skjólstæðings míns að ótrúlegt er að það sé tilviljun. Telur skjólstæðingur minn einsýnt að símanúmerið hafi verið keypt sérstaklega til að afrita síma hans. Lögreglan hefur, mér vitanlega, ekki gert neinn reka að því að yfirheyra útvarpsstjóra um það í hvaða tilgangi Ríkisútvarpið lét starfsmanni sínum í té óskráð símanúmer eða hvort hann og/eða annað starfsfólk RUV hafði einhverja vitneskju um samskipti blaðamanna RÚV við Þórunni Halldórsdóttur í aðdraganda veikinda Páls eða eftir að hann veiktist. Útvarpsstjórinn hafði allavega ekki verið boðaður til skýrslutöku þann 22. febrúar sl. og má helst skilja á lögreglu að það standi ekki til.

Enn ein athugasemdin snýr að staðhæfingu lögreglunnar á Norðurlandi eystra að rannsóknin strandi á því að ekki hafi fengist gögn frá Google sem varpað gæti ljósi á málið. „Fyrir liggja gögn sem virðast sýna að lögreglan hafi ekki kallað eftir gögnum frá google fyrr en í janúar 2023. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hefur lögreglan ekki fengist til að afhenda réttargæslumanni afrit af þeim samskiptum sínum við Google sem áttu sér stað eftir 2. febrúar 2023.“ Segist Eva margoft hafa leitað til Google vegna lögmannsstarfa sinna og alltaf hafi henni verið svarað greiðlega og að samkvæmt upplýsingum á netinu taki það venjulega Google um tvo mánuði að afhenda gögn.

Eva ritar: „Ótrúverðugt er að Google hundsi beiðni frá lögreglu, hvað þá í meira en ár, og telur undirrituð mögulegt að lögreglan hafi ekki verið í reglulegum samskiptum við Google vegna þessarar gagnaöflunar. Að auki er líklegt að lögreglan hafi ekki óskað eftir gögnum fyrr en það var orðið um seinan en erfitt er að sjá að ástæða hafi verið til að draga það í 20 mánuði að óska eftir þessum gögnum.“

Þá segir Eva að eiginkonan fyrrverandi hafi margsinni haft samband við Pál að eigin frumkvæði og gefið honum upplýsingar um aðkomu blaðamanna að málinu. Þrátt fyrir að lögreglan viti af því, hafi hún ekki verið boðuð til skýslutöku og „spurð út í þau atriði sem hún hefur rætt við brotaþolann og hefur heldur ekki fengist staðfest að það standi til.

Þá snýr ein athugasemdin að því að Eva hafi bent lögreglunni á að skjólstæðingur hennar hefði komist að því hvaða maður hefði tekið við síma hans úr höndum fyrrverandi eiginkonu Páls en hún hafði sjálf sagt honum hver það væri. „Lögreglan hafði ekki meiri áhuga á málinu en svo að farið var fram á að skjólstæðingur minn hefði samband við lögreglu sjálfur, sem hann gerði.“ Í kjölfarið hafi lögreglu verið afhent símtal þar sem eiginkonan fyrrverandi nafngreinir manninn sem hún segist hafa afhent símann. „Hefur sá maður mér vitanlega ekki komið við sögu í rannsókn lögreglu. Þrátt fyrir að skjólstæðingur minn hafi gengið eftir því hefur lögreglan ekki gefið honum neinn ádrátt um að maðurinn verði yfirheyrður.“

Eva bendir einnig á að vitni hafi sagt Páli að 11. júní síðastliðinn hafi vitnið hitt fyrrverandi eiginkonu Páls á lögreglustöðinni á Akureyri en þar hafi hún verið með „þykkan bunka af gögnum“ og hafi beðið um að fá að tala við ákveðinn lögreglumann. Henni hafi hins vegar verið synjað um að fá að hitta lögreglumanninn og ekki boðið að hitta neinn annan og „að þrátt fyrir að hún ítrekaði þá beiðni hafi hún ekki fengið nein svör um það hvenær hægt yrði að taka á móti henni.“

Síðasta athugasemdin snýr að ummælum varasaksóknara um málið.

„Að lokum má það undrum sæta að í máli þar sem fyrir liggur rökstuddur grunur um tilraun til lyfjabyrlunar sem hefði getað leitt til dauða brotaþola, skuli varasaksóknari lýsa því yfir við fjölmiðla að málið sé ekki í forgangi þar sem „stærri mál“ sitji fyrir. Auk þess sem slík ummæli eru til þess fallin að valda brotaþola miska, benda þau eindregið til þess að lögreglan á Norðurlandi eystra taki rannsókn málsins ekki alvarlega og var þó fyrir gnótt vísbendinga þar um. Undirrituð telur með öllu óásættanlegt að rannsókn á mögulegu banatilræði sé á höndum lögregluembættis sem setur málið í flokk með óknyttum á borð við reiðhjólastuld eða ölvun á almannafæri.“

Að lokum segir Eva að „handarbakavinnubrögð lögreglu“ í málinu séu „með öllu óviðunandi og ósæmandi í landi sem nýtur viðurkenningar sem réttarríki.“ Bætir hún við: „Ekki er nóg með að lögreglan hafi allt of lítið gert til að rannsaka málið heldur er einnig erfitt að fá rannsakendur til að taka til greina gögn sem aðrir beinlínis leggja upp í hendurnar á þeim. Umfram allt er það með ólíkindum að sakborningi, sem grunaður er um lífsógnandi lyfjabyrlun og gefur sig fram á lögreglustöð, sé neitað um viðtal. Bendir það til algers viljaleysis lögreglunnar á Norðurlandi eystra til að upplýsa málið.

Í lokaorðum sínum krefst Eva að ríkissaksóknari kalli eftir gögnum um samskipti lögreglunnar og Google og að málið verði flutt til annars lögregluembættis.

Fjöldi fylgiskjala fylgdu bréfinu, málinu til stuðnings en verða ekki tíunduð hér.

Svar ríkissaksóknara

Ríkissaksóknari svaraði bréfi Evu 12. júlí síðastliðinn en þar segist hann hafa haft samband við lögreglustjórjann á Norðurlandi eystra og óskað upplýsinga um framgang rannsóknarinnar og fengið þau svör að rannsóknin sé enn í gangi og til meðferðar hjá rannsóknardeild embættisins. Þá hafi lögreglustjórinn sent ítrekun vegna óska sinna um afhendingu gagna frá erlendum samskiptaveitum. Því telji ríkissaksóknari ekki „efni til frekari aðgerða af sinni hálfu að svo stöddu“ en hafi óskað eftir því að lögreglan hraði rannsókn sinni.

Hér má lesa bréfið í heild sinni:

„Ríkissaksóknara barst bréf þitt dags. 9. júlí 2024 þar sem gerðar athugasemdir við rannsókn ofangreinds máls hjá lögreglu og gerð er krafa um að rannsókn málsins verði flutt milli lögregluumdæma. Undirrituð hafði samband við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og óskaði eftir upplýsingum um framgang rannsóknar í ofangreindu máli og fékk m.a. þær upplýsingar að rannsókn málsins væri ekki lokið og væri til meðferðar hjá rannsóknardeild embættisins. Þá hafi lögreglustjóri sent ítrekun vegna réttarbeiðna sem tengjast ósk lögreglustjóra um afhendingu gagna frá erlendum samskiptaveitum þann 27. maí sl. og þar áður þann 13. febrúar sl. 

Ríkissaksóknari telur ekki efni til frekari aðgerða af sinni hálfu að svo stöddu en hefur framsent lögreglustjóra athugasemdir þínar við rannsókn málsins og einnig hefur ríkissaksóknari óskað eftir því við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að hraða rannsókn eins og hægt er. Sé óskað eftir frekari upplýsinga um stöðu málsins eða eftir afhendingu gagna í málinu er hægt að hafa samband við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. 

Hulda María Stefánsdóttir 

saksóknari“

 

 

Skelfileg staða Stefáns

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri

Ríkisútvarpið er í slæmum málum ef marka má nýjar upplýsingar í máli sem tengist þjófnaði á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Síma Páls var rænt á meðan hann var milli heims og helju á sjúkrabeði. Síminn var brotinn upp og gögnum úr honum lekið á fjölmiðla. Talið er að innbrotið í símann hafi átt sér stað í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti með vitund og vilja helstu stjórnenda.

Rannsókn lögreglu á Akureyri hefur tekið óheyrilega langan tíma. Hún beinist að því að upplýsa hvort Páli skipstjóra hafi verið byrlað og þá ekki síður hver hafi haft milligöngu um að brjóta símann upp og framselja gögnin þriðja aðila.

Fyrir nokkrum dögum komu fram nýjar upplýsingar sem gengu út á að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi tekið við símanum úr hendi fyrrverandi eiginkonu Páls og brotið hann upp til að útvega öðrum fjölmiðlum fréttir. Verði þetta staðfest er beinlínis skelfileg staða uppi á ríkismiðlinum sem sigldi þá undir fölsku flaggi við öflun frétta.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ber ábyrgð á sínu fólki. Það hitnar undir honum. Hann hefur upplýst að hann stefni ekki að endurráðningu. Flestir þeirra starfsmanna sem koma við sögu í Símamálinu eru hættir störfum. Tæknimenn sem taldir eru hafa annast innbrotið eru þó enn að störfum …

Mannlaus bifreið á ferð í Mosfellsbæ – Ofbeldismenn handteknir í Breiðholti

Lögreglan hafði í nógu að snúast í Mosfellsbæ´.

Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Hæst bar lögbrot í umferðinni og utangátta fólk í annarlegu ástandi sem þurfti aðstoð við að ná áttum. Hættuiástand myndaðist í Mosfellsbæ þegar mannlaus bifreið tók á rás og endaði inni í húsagarði. Blessunarlega urðu ekki slys á fólki og eignatjón er óverulegt.

Í Mosfellsbæ varð  vinnuslys þegar maður fékk gat á höfuðið. Hann var við störf í vaskaskáp að gera við nema. Málið var tilkynnt um Neyðarlínu en maðurinn kom sér sjálfur á bráðamóttöku.

Nokkuð var um ótýriláta ökumenn í Mosfellsbæ.Einn slíkur var gripinn réttindalaus og umsvifalaust sektaður. Annar var drukkinn, að talið var. Hann var fluttur á lögreglustöð og dregið úr honum blóð. Sá þriðji var staðinn að of hröðum akstri og sektaður.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í austurborginni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Drukkinn maður á rafhlaupahjóli missti stjórn á farartæki sínu í miðborginni og féll við. Hann var svo heppinn að hljóta aðeins minniháttar meiðsl. Innbrotsþjófur var við iðju sína í verslun í austurborginni. Hann hvarf sporlaust.

Í Breiðholti voru tvær líkamsárásir framdar í aðskildum málum. Tveir menn voru handteknir og þeir læstir inni í fangageymslu.

Tamningamaður tók hross aldraðs hestamanns vegna skuldar: „Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð“

Haraldur og hesturinn

Hestamaðurinn Haraldur Stefánsson lenti í bíræfnum hestaþjófi í mars 1988 en litlu munaði að þjófurinn kæmist með hestinn af landi brott. Eða svo hélt Haraldur en hinn meinti þjófur reyndist tamningamaður sem hann skuldaði pening.

Haraldur, sem þá var á áttræðisaldri varð fyrir því að hesti hans var tekinn af tamningamanni sem gaf þá ástæðu að Haraldur skuldaði sér pening. Haraldur kvaðst hafa vissulega nýtt sér þjónustu mannsins og boðið honum 25. þúsund krónur fyrir, sem hann hafi varla viljað þiggja.

Hestur Haraldar var ansi verðmætur enda bróðir einhvers mesta töltara þess tíma. Hinn aldraði Haraldur vissi hvar taminngamaðurinn geymdi hestinn og læddist í fylgd annars manns í skjóli nætur þangað, áður en hann lét lögregluna vita um staðsetninguna, og kom sér inn um glugga á hesthúsinu og teymdi þar hestinn út. Búið var að draga undan honum járnin en slíkt verður að gera ef senda á hest úr landi. Gekk Haraldur með hestinn í kolniðamyrkri sex kílómetra og faldi hann í Breiðholtinu yfir nóttina. Lögreglan mætti svo að hesthúsi tamningamannsins um hálftíma eftir að Haraldur náði hesti sínum aftur, en þá hafði maðurinn verið búinn að setja alla hestana sem í húsinu voru upp í vagn og var kominn langleiðina suður á flugvöllinn. Það mátti því varla á tæpara standa.

Hér fyrir neðan má lesa frétt DV af málinu frá 28. mars 1988:

Kúrekaleikur í Víðidal

Áttræður hestamaður á flótta undan hrossaþjófum

Maður á áttræðisaldri, Haraldur Stefánsson að nafni, varð fyrir því nú á dögunum að hesti hans var stolið og mátti litlu muna að hann missti hann úr landi en þjófamir hugðust selja hann í Þýskalandi.
„Ég kom upp í hesthús á fimmtudaginn og sá þá að hesturinn var löðursveittur. Menn sögðu að þeir hefðu séð einhvern á harðastökki á hestinum þá um daginn.
Á föstudaginn kom ég í hesthúsið um fjögurleytið og þá var hesturinn horfinn. Þjófamir höfðu dregið naglana úr hespunni og þannig gátu þeir opnað húsið. Þeir skildu eftir miða á hurðinni um að þeir hefðu fengið hestinn að láni.
Nú, ég fór upp í hús til þeirra og var enginn þar. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð og fór heim. Ég hringdi í lögregluna og fór hún að leita hestsins.
Á föstudagskvöldið fór ég aftur upp að hesthúsi þjófanna við annan mann. Við komumst inn um gluggann og fundum minn hest þar og var þá búið að draga undan honum járnin og merkja hann til útflutnings en hesta verður að flytja út skeifulausa. Ég tók hestinn í taum og gekk með hann allt ofan úr Víðidal, meðfram Elliðavatni, og fór niður í Breiðholt við Rjúpnahæð. Allt þetta gekk ég í svartamyrkri og kom sér vel að hafa verið í smalamennsku í gamla daga og kunna að ganga í myrkri. Hestinn faldi ég svo í Breiðholti þá um nóttina. Og það mátti ekki tæpara standa. Lögreglan kom upp í Víðidal hálftíma eftir að ég teymdi hestinn burt og voru þeir þá búnir að setja alla hesta, sem í húsinu voru, í bíla og voru komnir langleiðina suður á flugvöll. Hestinn hefði ég aldrei séð aftur ef ég hefði beðið.

Lögreglan talaði við þjófinn og sagðist hann hafa tekið hestinn af því að ég skuldaði sér peninga. Og það var svo sem engin stórskuld. Ég hafði sett hestinn í tamningu hjá þessum manni í fyrra og borgað honum 25 þúsund krónur fyrir. Hann vildi helst ekki taka við peningunum en falaðist eftir hestinum sem er bróðir einhvers mesta töltara landsins, Snjalls frá Gerðum. Maðurinn hefur komið til mín tvisvar ásamt bróður sínum til að fala hestinn og segja þeir að ég hafi ekkert með svona hest að gera, svona gamall maður hafi nóg með hina tvo hestana sem ég á. Mér skilst að tamningamenn taki 40 þúsund krónur fyrir að temja þannig að skuldin hefur hljóðað upp á fimmtán þúsund krónur.“

Heimildarmenn DV í hestamennsku segja að ekki sé fjarri lagi að meta slíkan hest á 300 þúsund krónur þannig að taxtinn er hár hjá þessum tamningamanni. En hvert verður framhaldið hjá Haraldi?

Ætla að kæra

„Mér finnst að allir séu að ganga eftir því við mig að ég láti þetta ekki kyrrt liggja þannig að ég fer til lögreglunnar strax á morgun og legg fram kæru því það er greinilegt að þjófurinn er ekkert á því að hætta. Hann kom í gærkvöldi á bíl að hesthúsinu, þar sem ég geymi hestana mína, og lýsti það upp með bílljósum til að athuga hvort hesturinn væri geymdur þar inni.“ Til gamans má geta þess að blaðamaður og ljósmyndari DV óku leiðina, sem Haraldur gekk með ójárnaðan hestinn í svartamyrkri á föstudagsnóttina, og reyndist hún um sex kílómetra löng.

Sáttin

En þar með var sagan ekki öll því daginn eftir náðu mennirnir tveir, Haraldur Stefánsson og tamningamaðurinn Orri Snorrason, fullum sáttum. Haraldur borgaði Orra skuldina og féll þá allt í ljúfa löð.

Hér má sjá frétt DV um sáttina:

Hestaþjófnaður í Víðidal:
„Frumhlaup beggja aðila“

– segja deiluaðilar sem hafa náð sáttum

Það má segja að hér hafi verið um frumhlaup beggja aðila að ræða en nú höfum við sæst heilum sáttum og því er ekki meira um málið að segja – það er úr sögunni,“ sögðu þeir Haraldur Stefánsson, hestaeigandi á áttræðisaldri, og Orri Snorrason tamningamaður. Eins og kom fram í DV í gær þá kom upp deila milli þeirra tveggja sem lauk með því að Orri tók hest Haralds úr hesthúsi hans og hugðist selja til útlanda til að fá upp í skuld. Haraldur náði hestinum en hugðist kæra Orra fyrir þjófnað. Sagðist hann vera fallinn frá því núna. „Við erum búnir að gera okkar mál upp. Haraldur hefur greitt upp skuld sína við mig og ekkert meira um það að segja. Við ætlum ekki að standa í neinum illindum, enda færi þá allt í lögfræðikostnað sem kæmi engum að gagni,“ sagði Orri og tók Haraldur undir það. Þeir sögðust hafa átt mikil samskipti í gegnum tíðina og yrði svo áfram. En af hverju tók Orri hest Haralds? „Um beinan hrossaþjófnað var ekki að ræöa því við skildum eftir skilaboð á hurðinni, sem Haraldur skildi því miður ekki alveg,“ sagði Orri. Haraldur sagði að hesturinn færi aldrei úr landi, enda væri þetta mjög efnilegur 7 vetra foli sem hann ætlaði að eiga.

Haraldur og Orri sættast


Kántrýstjarna flutti hræðilega útgáfu af þjóðsöng Bandaríkjanna – MYNDBAND

Ingrid Andress

Kántrýsöngkonan Ingrid Andress stóð sig vægast sagt hræðilega þegar hún söng, eða gerði tilraun til þess að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna við setningu hafnaboltakeppni í gærkvöldi.

Í gærkvöldi fór fram hin svokallaða Home Run Derby 2024 keppnin fram í Globe Life Field vellinum í Arlinton, Texas. Þar er keppt í svokölluðu heimahlaupi, eða home run eins og það heitir upp á ensku. Eins og öllum öðrum stórum íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum var fenginn þekktur söngvari til að flytja þjóðsöng landsins. Í þetta skiptið var það Kantrýsöngkonan Ingrid Andress en hún hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna.

Frammistaða Andress þótti vægast sagt hræðileg en netverjar Vestanhafs hafa keppst við að koma með besta brandarann um sönginn. Einn þeirra sagði að söngkonan Fergie gæti nú loks afhent Andress titilinn fyrir versta flutning á þjóðsönginum sem hún hafði sjálf hlotið árið 2018 er hún söng á stjörnuleik NBA.

Andress (32) sló í gegn með smáskífunni More Hearts Than Mine árið 2019 og með plötum sínum Lady Like og Good Person. Hún hitaði upp fyrir ýmsa listamenn eins og til dæmis á tónleikaferðalagi Keith Urban árið 2022 og túraði einnig á eigin tónleikaferðalögum.

Hér má hlusta á skelfilegan söng Andress frá því í gær:

Fjölskylduerjur

Fjölskylduerjur eru algengar og þær koma í allskonar myndum þrátt fyrir að uppsprettan oftast er sú sama. Þessi kynslóð fólks á Íslandi í skugga stríðs og kreppu fór út í heiminn með ríka tilfinningu skorts. Við sem erum í dag miðaldra skiljum oft ekki foreldra okkar, það er sem við tölum ekki sama tungumál kynslóða á milli enda bakgrunnur okkar gjörólíkur. Ég horfi á uppeldi foreldra minna og foreldra vina minna og maður á erfitt með að ímynda sér aðstæðurnar sem þessir einstaklingar voru oft að koma úr. Alkóhólismi var mikill, fátækt var mikil meðal margra og á sama tíma voru barneignir miklar. Flæði upplýsinga var af skornum skammti og mikil óvissa ríkti. Það samt sem áður má alveg segja að nútíminn sé líka ruglingslegur með gríðarlegu flæði upplýsinga. Erfitt er að greina á milli sannleika og villu og því óöryggið kannski alveg jafn mikið hvort sem fólk sé að horfast í augu við það eða ekki.

Ég hef það á tilfinningunni að sókn foreldra í efnahagslegt öryggi geti auðveldlega fyllt of mikið. Foreldrar leggja ofuráherslu á hið efnislega með mikilli vinnu og þessari skorts tilfinningu er mætt með peningum, dugnaði og metnaðargirnd. Húsið, bíllinn, bílarnir, útbúnaðurinn, fatnaðurinn, ímyndin er vandlega valdir þættir í leikmynd þessara leikrita sem við sýnum hvort öðru.

Nú á ég bara eitt barn og ekki einu sinni á það. Hún á sig svo klárlega sjálf en mér hefur verið falið að ala hana upp, sjá um hana. Ég er á margan hátt sjálfhverfur einstaklingur, ég er með allskonar áhugamál og umheiminum sýni ég leikmyndina sem ég hanna stöðugt af mikilli natni. Einmitt hús og bílar og utanlandsferðir og allskonar. Sjáðu mig, sjáðu hvað ég er með mikla stjórn á lifinu og hvað ég lifi í miklum velistingum. Hálf kómískt sem í raun sýnir ekki raunverulegt öryggi heldur bara óöryggi þó svo að sannleikur þessa leikrits sé einhver. Ég hef gaman af hlutum, fallegum línum og réttu litavali á allskonar járni og timbri sem skapa híbýli og fararskjóta. Draumurinn um rauða Broncoinn og fallegt bárujárnshús á stórri hornlóð, algjört Kodak móment sem ég hef haft mikið fyrir og eytt mikilli orku í.

Þrátt fyrir allan tímann og orkuna sem ég eyði í óöryggið mitt og sýndarmennsku þá nota ég mikla orku í samveru með barninu mínu. Þar næst ákveðið flæði og tengsl sem er ekkert annað en hráefni og vinna við sökkul eða grunn að heilbrigðu sambandi míns og barnsins míns.

Ég sé hana og hún sér að ég sé hana, hún veit að hún er séð og hún sér og finnur að allar hennar hreyfingar skipta mig máli. Þetta er svo dýrmætt því ég get leikið mér út í eitt í allri minni sjálfhverfu en næringin kemur frá því að þjónusta þetta barn og upplifa með henni samkennd. Næringin felst í óeigingjarnri þjónustu. Ég segi henni að ég elska hana og að ég treysti henni. Ég sýni henni hvar mörkin liggja og ég tek samtalið með henni um viðeigandi hluti. Ég ræði við hana um hvernig samfélag er uppbyggt af einstaklingum og í því samhengi ræðum við um uppbyggingu vitundar. Ég forða henni ekki frá sársauka heldur stíg ég inn í búrið með henni og gef henni leiðbeiningar. Ég segi henni frá drekanum eða einna heldur drekunum sem hún mun þurfa að berjast við ævina á enda. Ég segi henni frá guði eða hinum skapandi krafti sem umlykur okkur og örlögum okkar sem einhver skrifaði einhverntíman. Hvernig að karma´ið okkar bíður úrlausnar og engin annar en hún ber ábyrgð. Ég segi henni frá missioninu sem er það eina sem skiptir máli þessu lífi.

Það að ég og barnið mitt eigum þetta ferli saman mun gera líf hennar mun auðveldara. Hún mun ekki þurfa að eiga við tilfinningar tengslarofs og skorts. Hún mun ekki þurfa að eiga í útistöðum við mig seinna meir því við leyfum engri spennu að myndast. Ég mun ekki verða þjakaður af skömm yfir ábyrðarleysi mínu sem eflaust myndi lýsa sér þannig að ég sem foreldri sem brugðist hefur skyldum mínum ásaka hana fyrir að vera vanþakkláta og sérplægna. Við munum ekki þurfa að beita hvort annað ofbeldi með þögn og fýlu því við höfum lært í sameiningu að sjá mistökin okkar og gangast við þeim. Við höfum kennt hvort öðru að biðjast fyrirgefningar á dólg og dónaskap í samskiptum við hvort annað.

Keðjan er slitin, ég finn það. Alveg eins og Járn Hans hef ég slitið þessa keðju sem annars lét mér líða eins og ég ætti eitthvað inni og að aðrir höfðu brugðist mér. Engin skuldar mér neitt og það eina sem ég skulda er þjónusta í garð komandi kynslóða, restin er óskilyrt. Þessari vissu fylgir léttir og neonskiltið blikkar stöfum sem segja að ég ber ekki ábyrgð á þjáningu fortíðarinnar. Aðrir mér eldri verða að fá að glíma við sína eigin dreka og ef örlög þeirra er að tapa orrustunni á næfuþunnri hengibrú þá er það bara svoleiðis.

Skömminni hefur verið skilað og fyrir vikið hef ég orðið skilvirkur, skilvirkur kjáni sem elskar að segja sögur.

Höfundur: Gunnar Dan Wiium

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af við Samskipahöllina – Myndskeið

Lögreglan að störfum. Ljósmynd Lára Garðarsdóttir

Myndband náðist af ökumanni bifreiðar sem reyndi að komast undan lögreglunni sem fylgdi fast á eftir.

Instagram-reikningurinn Íslenskt rugl birtir myndskeið sem send eru á stjórnendur reikningsins en þau eiga það öll sameiginlegt að vera í villtari kantinum. Nýjasta myndbandið sýnir hörku eltingaleik lögreglunnar og ókunns ökumanns rétt hjá Samskipahöllina í Kópavogi, sem endar á því að ökumaðurinn virðist gefast upp. Í athugasemdum við myndskeiðið má sjá að athygli vekji að ökumaðurinn fari eftir umferðareglum þegar hann keyrir í hringtorgi: „“Heyrðu vinur, þú gleymdir að gefa stefnuljós í hringtorginu“,“ skrifaði einn í athugasemdunum.

Hér má sjá myndskeiðið ótrúlega.

Beljan sparkaði barninu þvert yfir fjósið: „Síðan átti ég aldrei bröndóttar kýr“

Bröndótt naut. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

„Það eru til og hafa alla tíð verið til bröndóttar kýr. Sumar þessara kúa hafa þótt illar í skapi og átti ég eitt sinn eina slíka,“ skrifar Ámundi Loftsson, fyrrverandi kúabóndi, um fyrirbærið bröndóttar kýr. Ámundi ritar þetta í athugasemd við þráð á Facebook þar sem spurt er hvort kýr geti verið bröndóttar rétt eins og kettir. Ámundi lýsir biturri reynslu sinni af einni slíkri mannýgri kú. „Svo bar við eitt sinn að dóttir mín Hulda, þá lítill stelpuangi kom í fjósið til pabba með glerkrukku og vildi fá spenvolga mjólk. Þá var ég að undirbúa mjaltir á þessari kú. Skipti þá engum togum að kýrin sparkaði stelpuskinninu þvert yfir fjósið með tilheyrandi skelk og gráti,“ skrifar Ámundi sem brást skjótt við og losaði sig við þá bröndóttu.

Ámundi Loftsson
„Varð þetta í síðasta skipti sem þessi kýr var mjólkuð, því að um klukkutíma síðar hafði ég skorið af henni hausinn. Síðan átti ég aldrei bröndóttar kýr,“ skrifaði Ámundi.
Fjöldi manns tók undir á þræðinum um tilvist bröndóttra kúa. Ekki hefur þó fengist staðfest að þær séu hættulegri en aðrar kýr.
Til fróðleiks má nefna að mikil litafjölbreytni er í einkennir kúastofninn, samkvæmt upplýsingum á nat.is. Kýrnar geta verið rauðar, svartar, kolóttar, skjöldóttar, bröndóttar, gráar, sægráar og svo mætti lengi telja. Samkvæmt hagtölum landbúnaðarins 2005 voru um 25 þúsund kýr á Ísland.

Annar ungur Breti hverfur á Spáni – Átti í útistöðum við meðleigjendur sína

Benjamin með móður sinni, Felix.

Í rúma viku hafa vinir og fjölskyldumeðlimir hins breska Benjamin Ross leitað hans eftir að hann hvarf skyndilega á Majorca.

Hinn 26 ára gamli Benjamin ferðaðist til spænsku eyjunnar í fríi til að hitta vin áður en hann ákvað að flytja þangað. Ben flutti inn í leiguíbúð eftir að hafa fundið vinnu á staðnum, en hefur ekki talað við mömmu sína Felix síðan 10. júlí þegar hún segir að hann hafi sent henni „sérkennilegan tölvupóst“ og virtist ekki vera „á góðum stað“.

Benjamin Ross er 26 ára lögfræðinemi frá Wigan, á stór-Manchestersvæðinu. Hann flaug út til Mallorca án þess að segja fjölskyldu sinni frá því áður en hann framlengdi svo dvöl sína og fann sér tímabundið húsnæði. Ekkert hefur spurst til hans síðan hann talaði síðast við móður sína Felix Robinson 10. júlí, viku eftir að hann kom til eyjunnar. Hann hvarf frá Palma, höfuðborg hins vinsæla orlofsstaðar.

Hin spennandi ferð Benjamíns breyttist í martröð 6. júlí þegar taska sem innihélt síma hans, iPad, veski og lykla var stolið af honum af ströndinni á meðan hann synti í sjónum. Hann fór til lögreglunnar til að tilkynna glæpinn en þegar hann fór þaðan var orðið nokkuð seint og hann villtist.

Þegar hann fann húsnæði sitt neituðu meðleigendur hans honum inngöngu þar sem það var svo seint og þeir voru ekki vissir hver þetta var, sem varð til þess að hann þurfti að brjótast inn. Eftir atvikið var honum hótað brottrekstri og 10. júlí var lögreglan kölluð til en neitaði að grípa inn í.

Í kjölfarið er einn meðleigjandinn sagður hafa hótað honum að láta tvo menn „ganga frá honum“. Sama dag sendi hann „sérkennilegan tölvupóst“ til móður sinnar, sem hafði verið að reyna að útvega bankamillifærslu til að hjálpa syni sínum, sem gaf til kynna að hann væri „ekki á góðum stað“.

Felix Robinson, 52 ára, er forstöðumaður nýsköpunarfyrirtækis sem vinnur með hundagagnagrunn. Hún sagði frá því hvernig hún telur að þjófnaðurinn og ágreiningur við meðleigjendur hans í Palma á Mallorca hafi leitt til þess að geðheilsa Benjamíns fór að hraka, sem gerðist einnig nokkrum árum áður. Hún nýtur nú stuðnings LBT Global, sömu góðgerðarstofnunar og stutt hefur fjölskyldu Jay Slater á Tenerife.

Felix sagði við Liverpool Echo : „Hann virtist hafa verið kominn á gott ról en röð óheppilegra atburða hefur leitt til þess að hann hefur brotnað niður. Hann byrjaði að glíma við þessi vandamál fyrir nokkrum árum og það hafði áhrif á námið hans. Hann var að undirbúa sig fyrir nám þar sem hann lærði að vera lögmaður en við vitum ekki hvernig þetta byrjaði. Hann er yndislegur strákur, hann myndi gera nákvæmlega hvað sem er fyrir hvern sem er. Hann er einstaklega kurteis og hann myndi aldrei ganga framhjá neinum í neyð.“

Gofundme-söfnun hefur verið hleypt af stokkunum þar sem stefnt er að því að safna 5.000 pundum en peningunum er ætlað að greiða fyrir kostnað Felix, þar á meðal hótel, flug og mat í leitinni að Ben. Allt sem eftir er mun renna til Andy’s Man Club góðgerðasamtakanna.

Talsmaður utanríkis-, samveldis- og þróunarskrifstofunnar sagði: „Við styðjum fjölskyldu bresks manns sem er saknað á Spáni og erum í sambandi við yfirvöld á staðnum.“

 

Aukavinna Tryggva gaf 17 milljónir

Ásmundur Einar Daðason

Tryggvi Hjaltason, greinandi hjá CCP, er í náðinni hjá Ásmundi Einari Daðasyni, ráðherra barnamála, sem rétti honum 17 milljónir króna fyrir að vinna í aukavinnu skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Tryggvi var um 18 mánuði að vinna skýrsluna. Samkvæmt því fékk hann um 900 þúsund krónur á mánuði fyrir aukavinnuna. Heimildin greindi frá þessu og byggði á svari frá ráðuneytum sem fjármögnuðu skýrsluna.

Í svari við fyrirspurninni segir að Tryggvi hafi verið ráðinn „vegna víðtækrar reynslu sinnar af greiningu gagna og stefnumótun, hegðunarrannsóknum og afrekskerfum“.

Tryggvi upplýsti Heimildin um að hann hefði unnið að skýrslunni meðfram störfum sínum hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP.

Skýrslan hefur sumpart fengið góðar undirtektir en hún þykir undirstrika slæma stöðu drengja í skólakerfinu. Margir hafa þó gagnrýnt aðferðafræðina og þekkingarleysi Tryggva á málaflokknum. Þá þykir kostnaðurinn vera út úr öllu korti …

Hamslaus maður stóð á öskrinu í Hlíðunum – Löggan hirti bílinn og ökumaður fékk himinháa sekt

Hlíðarhverfi í Reykjavík - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Zairon

Íbúi í Hlíðunum missti gjörsamlega stjórn á sér og gekk berserksgang í íbúð sinni. Hann stóð á öskrinu og læti heyrðust frá íbúðinni. Kalla varð til lögreglu sem kom á staðinn og handtók hann. Sá hamslausi var læstur inni í fangaklefa og verður í dag krafinn skýringa á djöfulganginum.

Umferðarslys varð í miðborginni.  Engin meiðsli á fólki en önnur bifreiðin var óökufær.

Maður í annarlegu ástandi reyndist vera  viti sínu fjær og ekki fær um að stjórna gerðum sínum eða vera innan um fólk. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Búðarþjófur var staðinn að verki í austurborginni. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Ökumaður ók á 129 kílómetra hraða á svæði miðborgarlögreglu þar sem leyfilegt er að aka á 60 kílómetra hraða. Hann var stöðvaður og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Dýrkeyptur hraðakastur.

Tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í íbúðahverfi í Hafnarfirði. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu í öryggisskyni. Ökumaður var stöðvaður í akstri á sama svæði, grunaður um ölvun við akstur. Hann var færður á lögreglustöð  en látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Lögreglu barst tilkynning um eld í Kópavogi. Um var að ræða eld í ruslatunnu. Hann var slökktur.

Í gærdag kom á daginn að ökumaður sem stöðvaður var í umferðinni hafði verið sviptur ökuréttindum. Sá próflausi  hafði margoft áður verið stöðvaður af lögreglu og staðinn að því að aka bifreið. Ökutæki raðbrotamannsins var því gert upptækt. Þess utan þarf hann að greiða himinháa sekt, 200 þúsund krónur, í ríkissjóð fyrir brot sitt.

Íslensk fjölskylda varð fyrir hræðilegri líkamsárás – Faðirinn á spítala með afar slæma áverka

Alvarleg líkamsárás var framin gegn ís­lenskri konu og fjöl­skyldu henn­ar á eyjunni Krít í Grikklandi.

Samkvæmt grísku fjölmiðlum var fjöl­skyld­an flutt á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar eftir þennan hörmulega atburð; kemur fram að búið sé að út­skrifa móður­ina – sem er ís­lensk og á fimm­tugs­aldri – sem og syni henn­ar – sem eru átján ára og 21 árs.

Eiginmaður konunnar og faðir­ drengjanna – kanadísk­ur maður á fimm­tugs­aldri – liggur hins vegar enn á sjúkra­húsi.

Ekki er vitað um ástand hans á þessari stundu.

Samkvæmt um­fjöll­un grísku miðlanna gengu árás­ar­menn­irn­ir illa í skrokk á fjöl­skyld­unni, en ekkert er vitað um tildrög árásarinnar sem stendur.

Fjöl­skyldumeðlim­irn­ir eru með afar slæma áverka á lík­ama sem og and­liti eft­ir árásina en lög­regl­unni á Krít hef­ur eigi tek­ist að bera kennsl á árás­ar­menn­inna.

 

Þrítugur starfsmaður Varnarliðsins tekinn með 12 kassa af bjór – Meira smygl fannst heima hjá honum

Myndin tengist ekki baksýnisspeglinum beint.

Í ágústlok árið 1982 var starfsmaður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli stöðvaður á bíl sínum þar sem hann ók að hliðinu að vellinum á leið sinni til Keflavíkur. Í bílnum fundust 12 kassar af bjór en á þeim árum var bjórinn bannaður. Þegar betur var að gáð kom í ljós stórfellt smygl mannins.

Þrítugur maður var handtekinn við Keflavíkurflugvelli í ágústlok 1982, eftir að 12 kassar af bjór fundust í bílnum en við húsleit fannst mun meiri smyglvarningu og enn fannst meira á vinnustað hans. Var hann úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald. Smylgvarningurinn sem um var að ræða voru áfengi, bjór, tóbak og matvörur. Þá átti að skoða hvort hann hefði jafnvel einnig smyglað vörum á borð við sjónvörpum, myndsegulband, hljómplötur og kassettur.

DV fjallaði um málið á sínum tíma:

Smyglið á Keflavíkurflugvelli:

Eigandinn úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald

Ungur Keflvíkingur hefur verið úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald vegna smygls á áfengi, bjór, tóbaki og matvörum út af Keflavíkurflugvelli. Maðurinn vinnur hjá Varnarliðinu og keypti varninginn þar. Eins og skýrt hefur verið frá í DV komst smyglið upp í hádeginu síðastliðinn sunnudag. Var það á þá leið að fólksbifreið koma akandi að hliðinu á flugvellinum og var á leið til Keflavíkur. Bifreiðinni ók maður sem vinnur hjá Íslenskum aðalverktökum. Lögreglumenn í hliðinu ákváðu að stöðva hann og gerðu leit í bifreiðinni. Fundust strax 12 kassar af bjór. Við yfirheyrslur kom í ljós að hann var að flytja bjórinn fyrir kunningja sinn. Hafði hann farið eina ferð áður meö smyglvarning. Við húsleit heima hjá manninum fundust síðan 12 kassar af bjór. Einnig var leitað á vinnustað hans og fundust þá um 18 kassar af bjór og 60 karton af vindlingum, auk lítilsmagns af áfengi. Eftir þetta var farið til eiganda góssins. Þar fundust um 8 kassar af bjór, auk nokkurra áfengisflaskna og matvöru. Þá er lögreglan á Keflavíkurflugvelli einnig að kanna hvort eigandi smyglsins hafi fleira á samviskunni. Er þar um að ræða vörur eins og sjónvarp, myndsegulband, hljómplötur og kassettur. Eigandi smyglsins hefur ekki komið áður við sögu lögreglunnar. Hann er um þrítugt og býr í Keflavík. 

Íslendingur fannst látinn á hóteli

Þær sorgarfŕéttir bárust að 54 ára gamall Íslendingur hafi fundist látinn á hóteli í Samut-Prakan umdæmi sem er staðsett suðaustur af Bangkok, höfuðborg Taílands, í dag.

Engir áverkar voru á manninum; en hins vegar voru töluverð ummerki um áfengisdrykkju; lögregla á vettvangi taldi frekar líklegt að andlát mannsins hafi komið til vegna ofdrykkju; mögulega hefðu þó undirliggjandi heilsufarsvandamál átt þátt í andlátinu.

Talið er að maðurinn hafi verið látin í um 12 klukkustundir áður en komið var að honum látnum.

Maðurinn hafði dvalið á hótelinu í um það bil mánuð en lögregla fékk skilaboð um að maðurinn hefði fundist látinn klukkan 11:30 að taílenskum tíma í dag; klukkan 04:30 um morguninn að íslenskum tíma.

 

Hengdu fána Palestínu upp í gluggum Hallgrímskirkju: „Framferði íslenskra stjórnvalda ógeðfellt“

Fánarnir blakta á Hallgrímskirkjuturni. Ljósmynd: Facebook

Rétt í þessu hengdu meðlimir No Borders samtakanna upp fána Palestínu í glugga Hallgrímskirkju.

Samtökin No Borders stóðu rétt í þessu fyrir mótmælagjörningi í anda Hauks Hilmarssonar, sem einmitt var meðlimur í samtökunum á sínum tíma en samtökin hengdu þrjá fána Palestínu upp í gluggum Hallgrímskirkju og sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingur:

„No Borders stendur fyrir samfélag án landamæra og þjóðríkja, þar sem mannréttindi og ferðafrelsi eru tryggð fyrir öll. Barátta okkar verður ekki unnin fyrr en að hernámi og aðskilnaðar- og nýlendustefnu um allan heim verður útrýmt. Skref í áttina að því er að hernám Ísraels verði lagt niður og palestínskt fólk á flótta geti snúið aftur.

Nú hefur Ísraelsher framið linnulausar og grimmilegar árásir á Gasasvæðið í meira en 9 mánuði. Samkvæmt fræðigrein úr Lancet, elsta og virtasta læknatímariti heims, hafa í kringum 186.000 manns á Gasasvæðinu hafa verið myrt, grafist undir rústum eða soltið í hel, þar af aðallega konur og börn. Mannréttinasamtökin, Euro-Med Human Rights Monitor og Amnesty International telja einnig tölfræði heilbrigðisyfirvalda Gasasvæðisins ekki ná yfir þann fjölda sem hefur verið myrtur af Ísraelsher.

Framferði íslenskra stjórnvalda hefur verið með öllu skammarlegt og ógeðfellt, þar má nefna frystingu framlaga til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar sem er þessa stundina eina lífæð palestínska barna en sú ákvörðun var einungis tekin vegna nú afsannaðra lyga ísraelsku ógnarstjórnarinnar sem hafði engar handbærar sannanir fyrir staðhæfingum sínum. Einnig hefur ríkisstjórnin einsett sér það markmið að grafa enn frekar undan stöðu palestínsks fólks á flótta sem búsett eru á Íslandi, sem og allra flóttamanna. Þá áformar ríkisstjórnin einnig að brottvísa 11 dreng með Duchenne heilkenni úr landi en læknisvottorð hafa sýnt fram á að brottvísun komi til með að stytta ævi hans gríðarlega, auk þess sem flugið sjálft gæti orðið honum að bana.

Í stuttu máli eru kröfur okkar:

1. Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og að viðskiptabann verði sett á landið.
2. Ísland styðji málsókn Suður-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum.
3. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og beitingu Dyflinnarreglugerðarinnar.“

Netanyahu hafnar kröfum um opinbera rannsókn á árásinni 7. október: „Fyrst vil ég sigra Hamas“

Benjamin Netanyahu

Í ræðu til ísraelskra þingmanna í Knesset, ísraelska þinginu, vísaði Benjamin Netanyahu á bug kröfum um stofnun ríkisrannsóknarnefndar á árásunum 7. október og sagði „Fyrst vil ég sigra Hamas“.

Það er sífellt verið að kalla eftir opinberri rannsókn á mannskæðri árás vopnaðra palestínskra hópa. Ísraelski herinn birti í síðustu viku niðurstöður úr fyrstu innri rannsókn sinni sem viðurkenndi „alvarleg mistök og yfirsjónir“.

Netanyahu hefur verið sakaður um að forðast rannsókn til að halda völdum.

Forsætisráðherrann sagði í dag að Ísrael væri að „þróast aðferðafræðilega til að ná markmiðum stríðsins: frelsun gíslanna [og] eyðileggingu Hamas,“ hafði dagblaðið Haaretz eftir honum.

 

Náfrændi Ölmu Möller er lögmaður Skúla Tómasar: „Landlæknir ákvað að víkja sæti samstundis“

Alma Möller Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Staðgengill Ölmu D. Möller er sá sem gaf Skúla Tómasi Gunnlaugssyni endurnýjað starfsleyfi á dögunum því Alma steig til hliðar í málinu þegar læknirinn réði náfrænda hennar sem lögmann.

Dr. Alma D. Möller vék úr sæti landlæknis og fól heilbrigðisráðherra að setja annan í hennar stað, í tengslum við mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis, gagnvart embættinu. Það gerði hún þegar bróðursonur hennar, Almar Þór Möller var ráðinn af Skúla sem lögmaður en Skúli hefur nú réttarstöðu grunaðs manns í andláti sex sjúklinga á HSS, þar sem hann vann sem yfirlæknir á árunum 2018 til 2020. Því var það ekki Alma Möller sem veitti Skúla endurnýjun á lækningaleyfi, heldur staðgengill hennar. Þetta kemur fram í skriflegu svari embættis lanndlæknis.

Mannlíf sendi nokkrar spurningar á embætti landlæknis eftir að í ljós kom að Skúli Tómas hafi enn og aftur fengið endurnýjun á lækningaleyfi sínu en hann starfar nú á Landspítalanum, þrátt fyrir að vera grunaður um að vera valdur að dauða sex sjúklinga sinna á árunum 2018-2020.

„Því er fyrst til að svara að Alma D. Möller svarar ekki fyrir þetta tiltekna mál. Alma D. Möller landlæknir ákvað að víkja sæti samstundis og lögfræðingur henni tengdur fjölskylduböndum hóf að sinna málum læknisins gagnvart embætti landlæknis. Alma sendi þá heilbrigðisráðherra beiðni um að annar aðili yrði settur landlæknir í umræddu máli líkt og stjórnsýslulög nr. 37/1993 gera ráð fyrir. Sá læknir hefur farið með málið síðan.“ Þetta segir í skriflegu svari embættisins til Mannlífs.

Hér eru eftirfarandi spurningar Mannlífs og svör embættisins við þeim:

Hver eru rökin fyrir því að þú veittir Skúla Tómasi Gunnlaugssyni starfsleyfi, en hann er eins og þú veist, með stöðu grunaðs vegna andláts sex sjúklinga sem hann sinnti hjá HSS.

Embætti landlæknis: „Embætti landlæknis getur ekki rætt málefni einstakra heilbrigðisstarfsmanna.“

Nú skrifaðir þú afar svarta skýrslu um meðhöndlun Skúla Tómasar á Dönu Jóhannsdóttur, þar sem segir meðal annars: „Embættið telur að ekki hafi aðeins verið um að ræða misbrest á almennri fagmennsku við veitingu heilbrigðisþjónustu til DJ, heldur hafi í ákveðnum tilvikum einnig verið um að ræða alvarlega vanrækslu og mistök STG læknis, sem bar meginábyrgð á læknisfræðilegri meðferð DJ.“. Hvers vegna hefurðu veitt Skúla Tómasi ítrekað starfsleyfi, þrátt fyrir álit þitt á störfum hans, sem varð til þess að Dana lét lífið?

Svarið: „Embætti landlæknis getur ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt gildir að fjallað er um endurveitingu starfsleyfis í 17. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 en þar segir: „Landlæknir getur veitt heilbrigðisstarfsmanni, sem sviptur hefur verið starfsleyfi eða hefur afsalað sér því, starfsleyfi að nýju enda hafi viðkomandi sýnt fram á að hann uppfylli skilyrði laga fyrir endurveitingu starfsleyfis og að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. Landlæknir getur ákveðið að endurveitt starfsleyfi skuli vera tímabundið eða takmarkað, sbr. 15. gr.“ Þannig getur viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður fengið leyfi t.d. ef bata vegna sjúkdóms sem leiddi til sviptingar er náð eða þegar faglegri endurhæfingu, -menntun og -þjálfun er lokið ef ástæða sviptingar var fagleg vanhæfni. Við endurveitingu leyfis er leyfi ætíð takmarkað í fyrstu, t.d. við ákveðna stofnun og starfsmaðurinn sætir eftirliti fyrstu mánuðina eða árin eftir því sem tilefni er til.“

Hefurðu orðið fyrir pressu frá læknum um að veita Skúla starfsleyfi?

„Nei. Í öllum málum starfar landlæknir eftir lögum og reglum og engu öðru. Að auki er vísað í að landlæknir ákvað að víkja sæti í umræddu máli.“

Hver er skoðun þín á þeirri staðreynd, að Skúli hafi í neyðartilfellum, sinnt sjúklingum á Landspítalanum af og til, í ljósi þess að maðurinn er grunaður um að vera valdur að dauða sex sjúklinga?

Svarið: „Eins og áður hefur komið fram ákvað landlæknir að víkja sæti í umræddu máli. Heilbrigðisráðuneyti skipaði settan landlækni í málinu. Þegar fyrirspurn þín barst var hún áframsend á settan landlækni.“

Hversu oft hefur þú neitað lækni um starfsleyfi síðustu 3 árin? Hvað þarf til?

Svarið: „Sjá svar ofan. Til að endurveiting starfsleyfis komi til greina þarf margvísleg skilyrði, t.d. vottorð um meðferð sjúkdóms og fullnægjandi bata, vottorð um að lokið sé fullnægjandi endurmenntun og -þjálfun og fleira eftir atvikum. Umsækjendum um endurveitingu starfsleyfis er kunnugt um þetta og yfirleitt er ekki sótt um endurveitingu fyrr en skilyrði eru uppfyllt. Á sl. þremur árum eru innan við fimm dæmi þess að lækni hafi verið synjað um endurveitingu starfsleyfis.“

Flórensbúar æfir yfir kynferðistilburðum ferðalangs með frægri styttu – MYNDIR

Bakkus hefur ekki tjáð sig um málið svo vitað sé.

Kvenkyns ferðalangur hefur vakið reiði eftir að hún var nöppuð við að þykjast eiga í kynferðismökum við styttuna af Bakkusi í Flóens.

Ljóshærð kona, sem ekki hefur verið nafngreind né hefur verið sagt hvers lensk er, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að sýna „virðingarleysi“ eftir að hún klifraði upp að styttu Giambologna af Bakkusi og kyssti hinu fræga ítölku styttu. Túristinn stillti sér einnig upp fyrir framan styttuna og nuddaði afturenda sínum upp við klof styttunnar á meðan vinir hennar tóku ljósmyndir. Stuttu síðar náðist ljósmynd af annarri konu, klæddri í svartar stuttbuxur og hvítan bol, þar sem hún beygði sig fyrir framan Bakkus og þóttist eiga við hann munnmök.

Flórensbúar eru sáttir við sprell ef það fer ekki út í fíflagang.

Yfirvöld hafa verið hvött, eftir þetta sjokkerand atvik, að komast að því hvaða ósmekklegu ferðalangar þetta voru og til þess að sýna enga linkind. „Flórens er borg sem lætur gesti ekki virða hana. Þessar stöðugu birtingarmyndir dónaskapar og ókurteisi eiga sér stað vegna þess að allir telja sig eiga rétt á að gera það sem þeir vilja, refsilaust,“ sagði Patrizia Asproni frá Confcultura, menningararfleifðarsamtökunum. „Við þurfum til að beita „Singapore líkaninu“: ströng stjórnun, mjög háar sektir, engir sjensar,“ bætti hún við.

Íbúar voru reiðir yfir myndunum sem birtar voru á Facebook-hópi fyrir íbúa Flórens. Kona ein skrifaði: „Hér er virðingin fyrir Flórens,“ er hún fordæmdi ferðamenn í ítölsku borginni. Myndband af athæfinu fór fljótt í dreifingu á netinu á Ítalíu þar sem einn íbúi skrifaði á netinu: „Við ættum að neyða ferðamenn til að taka próf á Flórens áður en þeir geta stigið fæti inn í borgina.“

Hinn sprelligosinn – Ljósmyndarinn setti tjákn fyrir myndina, til að særa ekki blygðunarkennd fólks, guði sé lof.

Lögreglustjórinn Antonella Ranaldi sagði að ferðamenn væru velkomnir en þeir yrðu að sýna „virðingu“ og bætti við: „Ferðamenn eru velkomnir, en það verður að bera virðingu fyrir minnismerkjunum okkar, hvort sem þær eru frumrit eða afrit. Einnig vegna þess að ég efast um að þessi kona þekki muninn.'“

Sumir óánægðir heimamenn hafa krafist þess að konan fari í fangelsi vegna þessarar „kynferðislegu“ myndatöku með styttunni, sem er eftirlíking af upprunalega bronsstyttunni af Bakkusi, sem var búið til af Giambologna árið 1560 og er geymt í Bargello-safninu.

Upprunalegu styttunni var skipt út fyrir eftirlíkinguna árið 2006, sem stendur ofan á fornum marmaragosbrunni sem kallast ‘del Centauro’, sem konurnar þurftu að klifra til að komast að styttunni. Hin sjokkrerandi atvik komu aðeins mánuði eftir að ferðamaður var gripinn við að rista nafn sitt á fornan vegg í Pompeii. Maðurinn, sem er frá Kasakstan, var gripinn við að skemma einn vegginn.

Ekki fylgdi fréttinni hvort Bakkus hafi verið með í för hjá konunum þegar atvikið átti sér stað.

 

 

Hnýtir í Helga vegna „mútumálsins“:„Fólk fær það á tilfinninguna að lögin séu bara fyrir suma“

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Björn Leví Gunnarsson tekur upp hanskann fyrir Semu Erlu Serdoglu, stofnanda Solaris, og Maríu Lilju Ing­veld­ar Þrast­ar­dótt­ur Kemp, sjálfboðaliða hjá samtökunum vegna ákvörðunar ríkissaksóknara um að skipa lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til að ljúka rannsókn á meintu múturmáli kvennanna.

Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður lagði fram kæru á hendur Semu Erlu og Maríu Lilju en hann sakar þær um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka, er þær fóru til Egyptalands og björguðu fjölmörgu Palestínufólki frá bráðum dauða á Gaza en þau höfðu þá þegar fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafði ákveðið að hætta rannsókn á málinu en hefur nú verið skipað að halda rannsókninni áfram.

Píratinn Björn Leví Gunnarsson skrifaði Facebook-færslu við frétt Vísis um orð Helga Magnúsar Gunnarssonar en hann sagði að góður málstaður dugi ekki einn og sér í máli sem þessu.

„Helgi Magnús vararíkissaksóknari segir að góður málstaður dugi ekki einn og sér sem röksemd fyrir því að eitthvað sé í lagi. „Okkar vinna er að byggja þetta á lögum og röksemdum og því sem rannsókn leiðir í ljós.“

Ég er alveg sammála þessu. Þannig á lögræðisreglan að virka. Vandinn er að dæmin um niðurfellingu mála, sem virðast vera byggð á miklu betri stoðum en þetta mál, eru svo mörg.
Talningarmálið í Borgarnesi, sem dæmi. Endalaust mörg kynferðisbrotamál. Hvítflibbamál …“
Segir Björn Leví að vegna þessa fái fólk á tilfinninguna að lögin séu ekki fyrir alla.„Afleiðingin er að fólk fær það á tilfinninguna (sem er nóg) að lögin séu bara fyrir suma en ekki aðra. Það grefur undan samfélagslegri sátt.

Það getur vel verið að ástæður niðurfellingar hafi ekki staðist hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu, en sýnið mér að slíkar kröfur séu gerðar í öllum málum.“

Dósent við HÍ óskaði þess að Trump hefði dáið: „Viðbjóðslegustu hatursskrif, sem ég hef séð lengi “

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er æfur yfir orðum Ernu Magnúsdóttur, dósents í læknadeild Háskóla Íslands en hún sagðist hafa óskað þess í nokkrar sekúndur að skotmaðurinn hefði hitt Donald Trump.

Erna Magnúsdóttir, dósent í lækningadeild Háskóla Íslands skrifaði ósmekklega færslu á Facebook eftir skotárásina á kosningafund Donalds Trump í Pennsylvaníu um helgina, þar sem hún viðurkennir að hún hafi vonað að skotmaðurinn hefði hæft Trump.

Færsla Ernu er eftirfarandi: „Ég viðurkenni að ég óskaði í nokkrar sekúndur þess í gær að árásarmaðurinn hefði hitt. En er ansi hrædd um að gjáin hefði víkkað enn meira hefði það gerst. Svona eins og þjóðsagan um að ef maður kremji kakkalakka sprautist eggin út um allt og gefi af sér 100 afkvæmi í stað þess eina kramda.“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum er allt annað en sáttur við færslu Ernu og skrifar eftirfarandi á Facebook: „Þetta eru einhver viðbjóðslegustu hatursskrif, sem ég hef séð lengi. Fyrst segist þessi kona hafa vonað, að bandarískur forsetaframbjóðandi hefði verið myrtur. Síðan líkir hún honum við kakkalakka! Hún líkir stjórnmálaandstæðingi við skordýr, reynir að svipta hann mennskunni. Ég læt öðrum eftir að rökræða um það, hvort hún hafi sem starfsmaður Háskólans farið út fyrir mörk hins leyfilega.“

Mál Páls verði tekið af Akureyrarlögreglu: „Bendir til algers viljaleysis til að upplýsa málið“

Páll Steingrímsson.

Réttargæslumaður Páls Steingrímssonar krefst þess að rannsókn á byrlunarmálinu svokallaða verði tekið af lögreglunni á Norðurlandi eystra og flutt milli lögregluumdæma en rannsókn hefur nú staðið yfir í ríflega þrjú ár. Saksóknari telur hins vegar ekki ástæðu til að færa málið yfir á annað lögregluumdæmi en hefur beðið lögregluna á Norðurlandi eystra að hraða rannsókninni eins og hægt er.

Mannlíf er með undir höndum bréf sem Eva Hauksdóttir, réttargæslumaður Páls Steingrímssonar, sendi ríkissaksóknara þann 9. júlí síðastliðinn. Þar krefst Eva þess að rannsókn á máli skjólstæðings síns verði flutt milli lögregluembætta, sem sagt frá lögreglunni á Norðurlandi eystra yfir á annað lögregluembætti. „Erindið varðar rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á atvikum sem áttu sér stað á Akureyri í maí 2021 og leiddu til þess að skjólstæðingur minn Páll Steingrímsson, fékk stöðu brotaþola í sakamáli,“ segir meðal annars í upphafi bréfsins.

Atvikið sem um er rætt er eitrun fyrrverandi eiginkonu Páls, en hún hefur viðurkennt verknaðinn, stuld á síma hans á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu á Akureyri og brot gegn friðhelgi einkalífsins en rökstuddur grunur er um að síminn hafi verið opnaður af tæknimanni á RÚV og efni úr honum klónaður yfir í annan síma en þeim gögnum svo dreift á blaðamenn annarra miðla.

Eva segir rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eysta hafa verið „í skötulíki“ og að það virðist sem „lögregluna á Norðurlandi eystra skorti vilja eða getu til að upplýsa málið“.

„Rannsókn hefur nú staðið yfir í meira en þrjú ár. Hún hefur að mínu mati verið í skötulíki og virðist lögregluna á Norðurlandi eystra skorta vilja eða getu til að upplýsa málið. Lítið virðist miða og er það haft eftir saksóknara að vonir standi til þess að rannsókn ljúki bráðlega. Auðvitað ætti rannsókn að vera lokið en þessu er lýst yfir enda þótt helsti sakborningur í málinu hafi ekki verið spurður út í mikilvægustu atriði málsins og þrátt fyrir að sá sem tók við síma brotaþola hafi ekki verið boðaður til yfirheyrslu.“ 

Þá segist Eva hafa gert alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglunnar á málinu 26. september 2022 og krafist úrbóta með ýtarlegum lýsingum á því hvað þyrfti að rannsaka sérstaklega en að þeim kröfum hafi lítið verið sinnt.

„Jafnframt hefur Ríkisútvarpið það eftir lögreglu að óvíst sé að gögn frá erlendum samskiptaveitum (þar er átt við Google) muni nokkurntíma berast. Þá hefur helsta sakborningi í málinu verið synjað um að fá að tjá sig við lögreglu og leggja fram gögn. Telur undirrituð útséð um að lögreglan á Norðurlandi eystra muni sinna rannsókn málsins af fagmennsku og er því farið fram á að öðru lögregluembætti verði falin rannsókn þess.“

Málsatvik

Eva lýsir síðan málsatvikum í hnotskurn í bréfi sínu til ríkissaksóknara:

„Skjólstæðingur minn, og brotaþoli í málinu, Páll Steingrímsson, starfaði sem skipstjóri hjá Samherja um langt árabil og skrifaði hann nokkrar greinar þar sem hann gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla um það fyrirtæki. Þann 3. maí 2021 var Páll fluttur á gjörgæslu með heiftarleg eitrunareinkenni. Töldu læknar einkennin stafa af sljóvgandi lyfi, en hann kannaðist ekki við að hafa tekið nein lyf af sjálfsdáðum. Sennilegast var talið að einkennin hefðu komið fram vegna svefnlyfsins Imovane, sem er lyfseðilsskylt. Virka efnið í því er zopiclone sem getur valdið miklum skaða og jafnvel dauða, sé það tekið í óhóflegu magni, eins og nýlegar rannsóknir staðfesta. Imovane var til á heimili Páls og upplýsti hann síðar lögreglu um að þáverandi eiginkona hans, hefði skömmu áður beðið sig að útvega sér Imovane og hefði hann fengið það uppáskrifað fyrir hana í eigin nafni. Sömuleiðis var til á heimilinu lyfið Tradolan sem einnig getur valdið eitrun. Á meðan skjólstæðingur minn lá nær dauða en lífi á gjörgæslu var sími hans tekinn frá honum og skilað aftur til hans. Þegar hann rankaði við sér aftur mörgum dögum síðar, sá hann að átt hafði verið við símann og voru greinileg merki um að síminn hefði verið „klónaður“, þ.e. að nákvæmt afrit af öllum gögnum sem á símanum voru hefðu verið vistuð og þau gerð öðrum aðgengileg. “

Þá segir Eva að eiginkonan fyrrverandi hafi tjáð lögreglu að hún hafi tekið símann og komið honum í hendur starfsmanns Ríkisútvarpsins. Hún sé haldin alvarlegum geðsjúkdómi og hafi talið að menn á vegum Samherja vildu sér illt og „að eina leiðin til að forða sér frá hættu væri að koma til fjölmiðla upplýsingum“ sem skjólstæðingur Evu byggi yfir. Segir Eva að það sé „hafið yfir skynsamlegan vafa“ um að eiginkonan fyrrverandi hafi tekið síma Páls og komið í hendur blaðamanna. „Bendir margt til þess að verknaðurinn hafi verið fyrirfram skipulagður og einhverjir fjölmiðlamenn verið með í ráðum.“

Í bréfinu útlistar Eva allt það sem rannsókn lögreglu ætti að snúa að, samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggi en það er eftirfarandi:

    1. hvort skjólstæðingi mínum hafi verið vísvitandi byrlað sljóvgandi lyf
    2. ef svo er, hver sé ábyrgur og hvort einhverjir aðrir hafi átt hlut að máli eða vitað af því
    3. hvort tengsl séu milli skyndilegra veikinda Páls og þess að sími hans var tekinn
    4. hver tók við símanum og í hvaða tilgangi
    5. hvort aðrir, og þá hverjir, hafi á einhverjum tíma haft aðgang að gögnum úr símanum
    6. hvort síminn var afritaður í heilu lagi og ef svo er, hvað varð um afritið
    7. ef síminn var afritaður, hver gerði það og í hvaða tilgangi
    8. hvort gögnin eru ennþá öðrum aðgengileg og þá hverjum

„Rannsókn lögreglu virðist aðeins að litlu leyti hafa beinst að ofangreindu og bera gögn málsins ekki með sér hvað er í raun til rannsóknar. Þá hefur lögreglan á Norðurlandi eystra ekki gripið til augljósra ráða til að upplýsa um þessi atriði,“ segir Eva í bréfinu eftir þessa útlistun.

Eldri athugasemdir

Aukreitis telur Eva upp þær athugasemdir sem hún bar fram við lögreglu vegna rannsóknarinnar árið 2022.

Fyrsta athugasemdin snýr að skýrslatökum sem hófust að mati Evu allt of seint. Eiginkonan fyrrverandi, sem grunur er um að hafa byrlað skjólstæðingi hennar lyf, hafi ekki verið yfirheyrð fyrr en fimm mánuðum eftir að kæra var lögð fram.

Aðrar athugasemdir eru eftirfarandi:

„Þótt kærða játaði að eigin frumkvæði að hafa byrlað skjólstæðingi mínum lyf var hún ekki spurð út í tegund, magn eða neitt annað sem máli skipti, heldur komst verjandi upp með að stöðva yfirheyrslu í miðri játningu.

Rökstuddur grunur um lyfjabyrlun var hundsaður þar til var orðið of seint að fá lyfjabyrlun staðfesta með lífsýni. 

Merki um að tilræðið hafi verið fyrirfram skipulagt og með vitund annarra sakborninga hafa lítt verið rannsökuð. Blaðamenn sem grunaðir eru um að hafa tekið við síma skjólstæðings míns og dreift upplýsingum úr honum voru yfirheyrðir um fréttaskrif sín um svokallaða „skæruliðadeild Samherja“ en ekki um aðkomu sína að málinu.

Ekki er að sjá að lögreglan hafi á nokkurn hátt reynt að komast að því hvað varð um síma brotaþola og þar með um viðkvæm gögn um einkalíf hans og fjölskyldu hans eða reynt að koma í veg fyrir frekari brot.“ 

Segir Eva í bréfinu að ofandgreindum athugasemdum og kröfu um almennilega rannsókn hafi ekki veirð sinnt. „M.a. var farið fram á dómkvaðningu matsmanns til að meta hvort ástand brotaþola frá 3.-9. maí skýrist að einhverju eða öllu leyti af lyfjum sem hann kannast ekki við að hafa tekið af eigin frumkvæði,“ segir Eva og heldur áfram: „Greinargerðir réttarmeinafræðinga og Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hafa engu ljósi varpað á veikindi Páls og verður ekki séð að frekari rannsókn hafi verið gerð á tildrögum veikindanna þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um og þrátt fyrir að lögreglan hafi tekið undir þá skoðun að ástæða væri til að fá álit lyfjafræðings.

Nýjar athugsemdir

Þá útlistaði Eva einnig nýjar athugasemdir við rannsókn lögreglu

Meðal nýrra athugasemda er sú að vegna þess hve seint lögreglan hóf rannsókn eða mörgum vikum eftir að kæra var lögð fram, hafi verið oft seint að greina eitrun í blóði eða þvagi. „Það hefði þó verið hægt að greina eiturefni í hári mörgum vikum eftir það. Það var ekki gert og því borið við að það þjónaði ekki tilgangi þar sem brotaþoli hefði látið snöggklippa á sér hárið. Að sjálfsögðu hefði þó mátt rannsaka líkamshár en það var ekki gert. 

Þá liggi fyrir gögn að sögn Evu „sem benda eindregið til þess að starfsmaður Ríkisútvarpsins hafi vitað af því“ að fyrrverandi eiginkona Páls hygðist stela síma hans. „Skömmu fyrir atvikið tók Ríkisútvarpið í notkun óskráð símanúmer sem er svo líkt símanúmeri skjólstæðings míns að ótrúlegt er að það sé tilviljun. Telur skjólstæðingur minn einsýnt að símanúmerið hafi verið keypt sérstaklega til að afrita síma hans. Lögreglan hefur, mér vitanlega, ekki gert neinn reka að því að yfirheyra útvarpsstjóra um það í hvaða tilgangi Ríkisútvarpið lét starfsmanni sínum í té óskráð símanúmer eða hvort hann og/eða annað starfsfólk RUV hafði einhverja vitneskju um samskipti blaðamanna RÚV við Þórunni Halldórsdóttur í aðdraganda veikinda Páls eða eftir að hann veiktist. Útvarpsstjórinn hafði allavega ekki verið boðaður til skýrslutöku þann 22. febrúar sl. og má helst skilja á lögreglu að það standi ekki til.

Enn ein athugasemdin snýr að staðhæfingu lögreglunnar á Norðurlandi eystra að rannsóknin strandi á því að ekki hafi fengist gögn frá Google sem varpað gæti ljósi á málið. „Fyrir liggja gögn sem virðast sýna að lögreglan hafi ekki kallað eftir gögnum frá google fyrr en í janúar 2023. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hefur lögreglan ekki fengist til að afhenda réttargæslumanni afrit af þeim samskiptum sínum við Google sem áttu sér stað eftir 2. febrúar 2023.“ Segist Eva margoft hafa leitað til Google vegna lögmannsstarfa sinna og alltaf hafi henni verið svarað greiðlega og að samkvæmt upplýsingum á netinu taki það venjulega Google um tvo mánuði að afhenda gögn.

Eva ritar: „Ótrúverðugt er að Google hundsi beiðni frá lögreglu, hvað þá í meira en ár, og telur undirrituð mögulegt að lögreglan hafi ekki verið í reglulegum samskiptum við Google vegna þessarar gagnaöflunar. Að auki er líklegt að lögreglan hafi ekki óskað eftir gögnum fyrr en það var orðið um seinan en erfitt er að sjá að ástæða hafi verið til að draga það í 20 mánuði að óska eftir þessum gögnum.“

Þá segir Eva að eiginkonan fyrrverandi hafi margsinni haft samband við Pál að eigin frumkvæði og gefið honum upplýsingar um aðkomu blaðamanna að málinu. Þrátt fyrir að lögreglan viti af því, hafi hún ekki verið boðuð til skýslutöku og „spurð út í þau atriði sem hún hefur rætt við brotaþolann og hefur heldur ekki fengist staðfest að það standi til.

Þá snýr ein athugasemdin að því að Eva hafi bent lögreglunni á að skjólstæðingur hennar hefði komist að því hvaða maður hefði tekið við síma hans úr höndum fyrrverandi eiginkonu Páls en hún hafði sjálf sagt honum hver það væri. „Lögreglan hafði ekki meiri áhuga á málinu en svo að farið var fram á að skjólstæðingur minn hefði samband við lögreglu sjálfur, sem hann gerði.“ Í kjölfarið hafi lögreglu verið afhent símtal þar sem eiginkonan fyrrverandi nafngreinir manninn sem hún segist hafa afhent símann. „Hefur sá maður mér vitanlega ekki komið við sögu í rannsókn lögreglu. Þrátt fyrir að skjólstæðingur minn hafi gengið eftir því hefur lögreglan ekki gefið honum neinn ádrátt um að maðurinn verði yfirheyrður.“

Eva bendir einnig á að vitni hafi sagt Páli að 11. júní síðastliðinn hafi vitnið hitt fyrrverandi eiginkonu Páls á lögreglustöðinni á Akureyri en þar hafi hún verið með „þykkan bunka af gögnum“ og hafi beðið um að fá að tala við ákveðinn lögreglumann. Henni hafi hins vegar verið synjað um að fá að hitta lögreglumanninn og ekki boðið að hitta neinn annan og „að þrátt fyrir að hún ítrekaði þá beiðni hafi hún ekki fengið nein svör um það hvenær hægt yrði að taka á móti henni.“

Síðasta athugasemdin snýr að ummælum varasaksóknara um málið.

„Að lokum má það undrum sæta að í máli þar sem fyrir liggur rökstuddur grunur um tilraun til lyfjabyrlunar sem hefði getað leitt til dauða brotaþola, skuli varasaksóknari lýsa því yfir við fjölmiðla að málið sé ekki í forgangi þar sem „stærri mál“ sitji fyrir. Auk þess sem slík ummæli eru til þess fallin að valda brotaþola miska, benda þau eindregið til þess að lögreglan á Norðurlandi eystra taki rannsókn málsins ekki alvarlega og var þó fyrir gnótt vísbendinga þar um. Undirrituð telur með öllu óásættanlegt að rannsókn á mögulegu banatilræði sé á höndum lögregluembættis sem setur málið í flokk með óknyttum á borð við reiðhjólastuld eða ölvun á almannafæri.“

Að lokum segir Eva að „handarbakavinnubrögð lögreglu“ í málinu séu „með öllu óviðunandi og ósæmandi í landi sem nýtur viðurkenningar sem réttarríki.“ Bætir hún við: „Ekki er nóg með að lögreglan hafi allt of lítið gert til að rannsaka málið heldur er einnig erfitt að fá rannsakendur til að taka til greina gögn sem aðrir beinlínis leggja upp í hendurnar á þeim. Umfram allt er það með ólíkindum að sakborningi, sem grunaður er um lífsógnandi lyfjabyrlun og gefur sig fram á lögreglustöð, sé neitað um viðtal. Bendir það til algers viljaleysis lögreglunnar á Norðurlandi eystra til að upplýsa málið.

Í lokaorðum sínum krefst Eva að ríkissaksóknari kalli eftir gögnum um samskipti lögreglunnar og Google og að málið verði flutt til annars lögregluembættis.

Fjöldi fylgiskjala fylgdu bréfinu, málinu til stuðnings en verða ekki tíunduð hér.

Svar ríkissaksóknara

Ríkissaksóknari svaraði bréfi Evu 12. júlí síðastliðinn en þar segist hann hafa haft samband við lögreglustjórjann á Norðurlandi eystra og óskað upplýsinga um framgang rannsóknarinnar og fengið þau svör að rannsóknin sé enn í gangi og til meðferðar hjá rannsóknardeild embættisins. Þá hafi lögreglustjórinn sent ítrekun vegna óska sinna um afhendingu gagna frá erlendum samskiptaveitum. Því telji ríkissaksóknari ekki „efni til frekari aðgerða af sinni hálfu að svo stöddu“ en hafi óskað eftir því að lögreglan hraði rannsókn sinni.

Hér má lesa bréfið í heild sinni:

„Ríkissaksóknara barst bréf þitt dags. 9. júlí 2024 þar sem gerðar athugasemdir við rannsókn ofangreinds máls hjá lögreglu og gerð er krafa um að rannsókn málsins verði flutt milli lögregluumdæma. Undirrituð hafði samband við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og óskaði eftir upplýsingum um framgang rannsóknar í ofangreindu máli og fékk m.a. þær upplýsingar að rannsókn málsins væri ekki lokið og væri til meðferðar hjá rannsóknardeild embættisins. Þá hafi lögreglustjóri sent ítrekun vegna réttarbeiðna sem tengjast ósk lögreglustjóra um afhendingu gagna frá erlendum samskiptaveitum þann 27. maí sl. og þar áður þann 13. febrúar sl. 

Ríkissaksóknari telur ekki efni til frekari aðgerða af sinni hálfu að svo stöddu en hefur framsent lögreglustjóra athugasemdir þínar við rannsókn málsins og einnig hefur ríkissaksóknari óskað eftir því við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að hraða rannsókn eins og hægt er. Sé óskað eftir frekari upplýsinga um stöðu málsins eða eftir afhendingu gagna í málinu er hægt að hafa samband við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. 

Hulda María Stefánsdóttir 

saksóknari“

 

 

Skelfileg staða Stefáns

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri

Ríkisútvarpið er í slæmum málum ef marka má nýjar upplýsingar í máli sem tengist þjófnaði á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Síma Páls var rænt á meðan hann var milli heims og helju á sjúkrabeði. Síminn var brotinn upp og gögnum úr honum lekið á fjölmiðla. Talið er að innbrotið í símann hafi átt sér stað í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti með vitund og vilja helstu stjórnenda.

Rannsókn lögreglu á Akureyri hefur tekið óheyrilega langan tíma. Hún beinist að því að upplýsa hvort Páli skipstjóra hafi verið byrlað og þá ekki síður hver hafi haft milligöngu um að brjóta símann upp og framselja gögnin þriðja aðila.

Fyrir nokkrum dögum komu fram nýjar upplýsingar sem gengu út á að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi tekið við símanum úr hendi fyrrverandi eiginkonu Páls og brotið hann upp til að útvega öðrum fjölmiðlum fréttir. Verði þetta staðfest er beinlínis skelfileg staða uppi á ríkismiðlinum sem sigldi þá undir fölsku flaggi við öflun frétta.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ber ábyrgð á sínu fólki. Það hitnar undir honum. Hann hefur upplýst að hann stefni ekki að endurráðningu. Flestir þeirra starfsmanna sem koma við sögu í Símamálinu eru hættir störfum. Tæknimenn sem taldir eru hafa annast innbrotið eru þó enn að störfum …

Mannlaus bifreið á ferð í Mosfellsbæ – Ofbeldismenn handteknir í Breiðholti

Lögreglan hafði í nógu að snúast í Mosfellsbæ´.

Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Hæst bar lögbrot í umferðinni og utangátta fólk í annarlegu ástandi sem þurfti aðstoð við að ná áttum. Hættuiástand myndaðist í Mosfellsbæ þegar mannlaus bifreið tók á rás og endaði inni í húsagarði. Blessunarlega urðu ekki slys á fólki og eignatjón er óverulegt.

Í Mosfellsbæ varð  vinnuslys þegar maður fékk gat á höfuðið. Hann var við störf í vaskaskáp að gera við nema. Málið var tilkynnt um Neyðarlínu en maðurinn kom sér sjálfur á bráðamóttöku.

Nokkuð var um ótýriláta ökumenn í Mosfellsbæ.Einn slíkur var gripinn réttindalaus og umsvifalaust sektaður. Annar var drukkinn, að talið var. Hann var fluttur á lögreglustöð og dregið úr honum blóð. Sá þriðji var staðinn að of hröðum akstri og sektaður.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í austurborginni vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Drukkinn maður á rafhlaupahjóli missti stjórn á farartæki sínu í miðborginni og féll við. Hann var svo heppinn að hljóta aðeins minniháttar meiðsl. Innbrotsþjófur var við iðju sína í verslun í austurborginni. Hann hvarf sporlaust.

Í Breiðholti voru tvær líkamsárásir framdar í aðskildum málum. Tveir menn voru handteknir og þeir læstir inni í fangageymslu.

Tamningamaður tók hross aldraðs hestamanns vegna skuldar: „Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð“

Haraldur og hesturinn

Hestamaðurinn Haraldur Stefánsson lenti í bíræfnum hestaþjófi í mars 1988 en litlu munaði að þjófurinn kæmist með hestinn af landi brott. Eða svo hélt Haraldur en hinn meinti þjófur reyndist tamningamaður sem hann skuldaði pening.

Haraldur, sem þá var á áttræðisaldri varð fyrir því að hesti hans var tekinn af tamningamanni sem gaf þá ástæðu að Haraldur skuldaði sér pening. Haraldur kvaðst hafa vissulega nýtt sér þjónustu mannsins og boðið honum 25. þúsund krónur fyrir, sem hann hafi varla viljað þiggja.

Hestur Haraldar var ansi verðmætur enda bróðir einhvers mesta töltara þess tíma. Hinn aldraði Haraldur vissi hvar taminngamaðurinn geymdi hestinn og læddist í fylgd annars manns í skjóli nætur þangað, áður en hann lét lögregluna vita um staðsetninguna, og kom sér inn um glugga á hesthúsinu og teymdi þar hestinn út. Búið var að draga undan honum járnin en slíkt verður að gera ef senda á hest úr landi. Gekk Haraldur með hestinn í kolniðamyrkri sex kílómetra og faldi hann í Breiðholtinu yfir nóttina. Lögreglan mætti svo að hesthúsi tamningamannsins um hálftíma eftir að Haraldur náði hesti sínum aftur, en þá hafði maðurinn verið búinn að setja alla hestana sem í húsinu voru upp í vagn og var kominn langleiðina suður á flugvöllinn. Það mátti því varla á tæpara standa.

Hér fyrir neðan má lesa frétt DV af málinu frá 28. mars 1988:

Kúrekaleikur í Víðidal

Áttræður hestamaður á flótta undan hrossaþjófum

Maður á áttræðisaldri, Haraldur Stefánsson að nafni, varð fyrir því nú á dögunum að hesti hans var stolið og mátti litlu muna að hann missti hann úr landi en þjófamir hugðust selja hann í Þýskalandi.
„Ég kom upp í hesthús á fimmtudaginn og sá þá að hesturinn var löðursveittur. Menn sögðu að þeir hefðu séð einhvern á harðastökki á hestinum þá um daginn.
Á föstudaginn kom ég í hesthúsið um fjögurleytið og þá var hesturinn horfinn. Þjófamir höfðu dregið naglana úr hespunni og þannig gátu þeir opnað húsið. Þeir skildu eftir miða á hurðinni um að þeir hefðu fengið hestinn að láni.
Nú, ég fór upp í hús til þeirra og var enginn þar. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð og fór heim. Ég hringdi í lögregluna og fór hún að leita hestsins.
Á föstudagskvöldið fór ég aftur upp að hesthúsi þjófanna við annan mann. Við komumst inn um gluggann og fundum minn hest þar og var þá búið að draga undan honum járnin og merkja hann til útflutnings en hesta verður að flytja út skeifulausa. Ég tók hestinn í taum og gekk með hann allt ofan úr Víðidal, meðfram Elliðavatni, og fór niður í Breiðholt við Rjúpnahæð. Allt þetta gekk ég í svartamyrkri og kom sér vel að hafa verið í smalamennsku í gamla daga og kunna að ganga í myrkri. Hestinn faldi ég svo í Breiðholti þá um nóttina. Og það mátti ekki tæpara standa. Lögreglan kom upp í Víðidal hálftíma eftir að ég teymdi hestinn burt og voru þeir þá búnir að setja alla hesta, sem í húsinu voru, í bíla og voru komnir langleiðina suður á flugvöll. Hestinn hefði ég aldrei séð aftur ef ég hefði beðið.

Lögreglan talaði við þjófinn og sagðist hann hafa tekið hestinn af því að ég skuldaði sér peninga. Og það var svo sem engin stórskuld. Ég hafði sett hestinn í tamningu hjá þessum manni í fyrra og borgað honum 25 þúsund krónur fyrir. Hann vildi helst ekki taka við peningunum en falaðist eftir hestinum sem er bróðir einhvers mesta töltara landsins, Snjalls frá Gerðum. Maðurinn hefur komið til mín tvisvar ásamt bróður sínum til að fala hestinn og segja þeir að ég hafi ekkert með svona hest að gera, svona gamall maður hafi nóg með hina tvo hestana sem ég á. Mér skilst að tamningamenn taki 40 þúsund krónur fyrir að temja þannig að skuldin hefur hljóðað upp á fimmtán þúsund krónur.“

Heimildarmenn DV í hestamennsku segja að ekki sé fjarri lagi að meta slíkan hest á 300 þúsund krónur þannig að taxtinn er hár hjá þessum tamningamanni. En hvert verður framhaldið hjá Haraldi?

Ætla að kæra

„Mér finnst að allir séu að ganga eftir því við mig að ég láti þetta ekki kyrrt liggja þannig að ég fer til lögreglunnar strax á morgun og legg fram kæru því það er greinilegt að þjófurinn er ekkert á því að hætta. Hann kom í gærkvöldi á bíl að hesthúsinu, þar sem ég geymi hestana mína, og lýsti það upp með bílljósum til að athuga hvort hesturinn væri geymdur þar inni.“ Til gamans má geta þess að blaðamaður og ljósmyndari DV óku leiðina, sem Haraldur gekk með ójárnaðan hestinn í svartamyrkri á föstudagsnóttina, og reyndist hún um sex kílómetra löng.

Sáttin

En þar með var sagan ekki öll því daginn eftir náðu mennirnir tveir, Haraldur Stefánsson og tamningamaðurinn Orri Snorrason, fullum sáttum. Haraldur borgaði Orra skuldina og féll þá allt í ljúfa löð.

Hér má sjá frétt DV um sáttina:

Hestaþjófnaður í Víðidal:
„Frumhlaup beggja aðila“

– segja deiluaðilar sem hafa náð sáttum

Það má segja að hér hafi verið um frumhlaup beggja aðila að ræða en nú höfum við sæst heilum sáttum og því er ekki meira um málið að segja – það er úr sögunni,“ sögðu þeir Haraldur Stefánsson, hestaeigandi á áttræðisaldri, og Orri Snorrason tamningamaður. Eins og kom fram í DV í gær þá kom upp deila milli þeirra tveggja sem lauk með því að Orri tók hest Haralds úr hesthúsi hans og hugðist selja til útlanda til að fá upp í skuld. Haraldur náði hestinum en hugðist kæra Orra fyrir þjófnað. Sagðist hann vera fallinn frá því núna. „Við erum búnir að gera okkar mál upp. Haraldur hefur greitt upp skuld sína við mig og ekkert meira um það að segja. Við ætlum ekki að standa í neinum illindum, enda færi þá allt í lögfræðikostnað sem kæmi engum að gagni,“ sagði Orri og tók Haraldur undir það. Þeir sögðust hafa átt mikil samskipti í gegnum tíðina og yrði svo áfram. En af hverju tók Orri hest Haralds? „Um beinan hrossaþjófnað var ekki að ræöa því við skildum eftir skilaboð á hurðinni, sem Haraldur skildi því miður ekki alveg,“ sagði Orri. Haraldur sagði að hesturinn færi aldrei úr landi, enda væri þetta mjög efnilegur 7 vetra foli sem hann ætlaði að eiga.

Haraldur og Orri sættast


Kántrýstjarna flutti hræðilega útgáfu af þjóðsöng Bandaríkjanna – MYNDBAND

Ingrid Andress

Kántrýsöngkonan Ingrid Andress stóð sig vægast sagt hræðilega þegar hún söng, eða gerði tilraun til þess að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna við setningu hafnaboltakeppni í gærkvöldi.

Í gærkvöldi fór fram hin svokallaða Home Run Derby 2024 keppnin fram í Globe Life Field vellinum í Arlinton, Texas. Þar er keppt í svokölluðu heimahlaupi, eða home run eins og það heitir upp á ensku. Eins og öllum öðrum stórum íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum var fenginn þekktur söngvari til að flytja þjóðsöng landsins. Í þetta skiptið var það Kantrýsöngkonan Ingrid Andress en hún hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna.

Frammistaða Andress þótti vægast sagt hræðileg en netverjar Vestanhafs hafa keppst við að koma með besta brandarann um sönginn. Einn þeirra sagði að söngkonan Fergie gæti nú loks afhent Andress titilinn fyrir versta flutning á þjóðsönginum sem hún hafði sjálf hlotið árið 2018 er hún söng á stjörnuleik NBA.

Andress (32) sló í gegn með smáskífunni More Hearts Than Mine árið 2019 og með plötum sínum Lady Like og Good Person. Hún hitaði upp fyrir ýmsa listamenn eins og til dæmis á tónleikaferðalagi Keith Urban árið 2022 og túraði einnig á eigin tónleikaferðalögum.

Hér má hlusta á skelfilegan söng Andress frá því í gær:

Fjölskylduerjur

Fjölskylduerjur eru algengar og þær koma í allskonar myndum þrátt fyrir að uppsprettan oftast er sú sama. Þessi kynslóð fólks á Íslandi í skugga stríðs og kreppu fór út í heiminn með ríka tilfinningu skorts. Við sem erum í dag miðaldra skiljum oft ekki foreldra okkar, það er sem við tölum ekki sama tungumál kynslóða á milli enda bakgrunnur okkar gjörólíkur. Ég horfi á uppeldi foreldra minna og foreldra vina minna og maður á erfitt með að ímynda sér aðstæðurnar sem þessir einstaklingar voru oft að koma úr. Alkóhólismi var mikill, fátækt var mikil meðal margra og á sama tíma voru barneignir miklar. Flæði upplýsinga var af skornum skammti og mikil óvissa ríkti. Það samt sem áður má alveg segja að nútíminn sé líka ruglingslegur með gríðarlegu flæði upplýsinga. Erfitt er að greina á milli sannleika og villu og því óöryggið kannski alveg jafn mikið hvort sem fólk sé að horfast í augu við það eða ekki.

Ég hef það á tilfinningunni að sókn foreldra í efnahagslegt öryggi geti auðveldlega fyllt of mikið. Foreldrar leggja ofuráherslu á hið efnislega með mikilli vinnu og þessari skorts tilfinningu er mætt með peningum, dugnaði og metnaðargirnd. Húsið, bíllinn, bílarnir, útbúnaðurinn, fatnaðurinn, ímyndin er vandlega valdir þættir í leikmynd þessara leikrita sem við sýnum hvort öðru.

Nú á ég bara eitt barn og ekki einu sinni á það. Hún á sig svo klárlega sjálf en mér hefur verið falið að ala hana upp, sjá um hana. Ég er á margan hátt sjálfhverfur einstaklingur, ég er með allskonar áhugamál og umheiminum sýni ég leikmyndina sem ég hanna stöðugt af mikilli natni. Einmitt hús og bílar og utanlandsferðir og allskonar. Sjáðu mig, sjáðu hvað ég er með mikla stjórn á lifinu og hvað ég lifi í miklum velistingum. Hálf kómískt sem í raun sýnir ekki raunverulegt öryggi heldur bara óöryggi þó svo að sannleikur þessa leikrits sé einhver. Ég hef gaman af hlutum, fallegum línum og réttu litavali á allskonar járni og timbri sem skapa híbýli og fararskjóta. Draumurinn um rauða Broncoinn og fallegt bárujárnshús á stórri hornlóð, algjört Kodak móment sem ég hef haft mikið fyrir og eytt mikilli orku í.

Þrátt fyrir allan tímann og orkuna sem ég eyði í óöryggið mitt og sýndarmennsku þá nota ég mikla orku í samveru með barninu mínu. Þar næst ákveðið flæði og tengsl sem er ekkert annað en hráefni og vinna við sökkul eða grunn að heilbrigðu sambandi míns og barnsins míns.

Ég sé hana og hún sér að ég sé hana, hún veit að hún er séð og hún sér og finnur að allar hennar hreyfingar skipta mig máli. Þetta er svo dýrmætt því ég get leikið mér út í eitt í allri minni sjálfhverfu en næringin kemur frá því að þjónusta þetta barn og upplifa með henni samkennd. Næringin felst í óeigingjarnri þjónustu. Ég segi henni að ég elska hana og að ég treysti henni. Ég sýni henni hvar mörkin liggja og ég tek samtalið með henni um viðeigandi hluti. Ég ræði við hana um hvernig samfélag er uppbyggt af einstaklingum og í því samhengi ræðum við um uppbyggingu vitundar. Ég forða henni ekki frá sársauka heldur stíg ég inn í búrið með henni og gef henni leiðbeiningar. Ég segi henni frá drekanum eða einna heldur drekunum sem hún mun þurfa að berjast við ævina á enda. Ég segi henni frá guði eða hinum skapandi krafti sem umlykur okkur og örlögum okkar sem einhver skrifaði einhverntíman. Hvernig að karma´ið okkar bíður úrlausnar og engin annar en hún ber ábyrgð. Ég segi henni frá missioninu sem er það eina sem skiptir máli þessu lífi.

Það að ég og barnið mitt eigum þetta ferli saman mun gera líf hennar mun auðveldara. Hún mun ekki þurfa að eiga við tilfinningar tengslarofs og skorts. Hún mun ekki þurfa að eiga í útistöðum við mig seinna meir því við leyfum engri spennu að myndast. Ég mun ekki verða þjakaður af skömm yfir ábyrðarleysi mínu sem eflaust myndi lýsa sér þannig að ég sem foreldri sem brugðist hefur skyldum mínum ásaka hana fyrir að vera vanþakkláta og sérplægna. Við munum ekki þurfa að beita hvort annað ofbeldi með þögn og fýlu því við höfum lært í sameiningu að sjá mistökin okkar og gangast við þeim. Við höfum kennt hvort öðru að biðjast fyrirgefningar á dólg og dónaskap í samskiptum við hvort annað.

Keðjan er slitin, ég finn það. Alveg eins og Járn Hans hef ég slitið þessa keðju sem annars lét mér líða eins og ég ætti eitthvað inni og að aðrir höfðu brugðist mér. Engin skuldar mér neitt og það eina sem ég skulda er þjónusta í garð komandi kynslóða, restin er óskilyrt. Þessari vissu fylgir léttir og neonskiltið blikkar stöfum sem segja að ég ber ekki ábyrgð á þjáningu fortíðarinnar. Aðrir mér eldri verða að fá að glíma við sína eigin dreka og ef örlög þeirra er að tapa orrustunni á næfuþunnri hengibrú þá er það bara svoleiðis.

Skömminni hefur verið skilað og fyrir vikið hef ég orðið skilvirkur, skilvirkur kjáni sem elskar að segja sögur.

Höfundur: Gunnar Dan Wiium

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af við Samskipahöllina – Myndskeið

Lögreglan að störfum. Ljósmynd Lára Garðarsdóttir

Myndband náðist af ökumanni bifreiðar sem reyndi að komast undan lögreglunni sem fylgdi fast á eftir.

Instagram-reikningurinn Íslenskt rugl birtir myndskeið sem send eru á stjórnendur reikningsins en þau eiga það öll sameiginlegt að vera í villtari kantinum. Nýjasta myndbandið sýnir hörku eltingaleik lögreglunnar og ókunns ökumanns rétt hjá Samskipahöllina í Kópavogi, sem endar á því að ökumaðurinn virðist gefast upp. Í athugasemdum við myndskeiðið má sjá að athygli vekji að ökumaðurinn fari eftir umferðareglum þegar hann keyrir í hringtorgi: „“Heyrðu vinur, þú gleymdir að gefa stefnuljós í hringtorginu“,“ skrifaði einn í athugasemdunum.

Hér má sjá myndskeiðið ótrúlega.

Raddir