Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Kæra MAST fyrir að veita Arnarlaxi rekstrarleyfi: „Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja“

Rauði punkturinn sýnir ÍSafjarðardjúp. Ljósmynd: Facebook

Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, auk NASF, landeigendur og íbúar á Vestfjörðum hafa nú kært útgáfu MAST á rekstrarleyfi handa Arnarlaxi fyr sjókvíelda á laxi í Ísafjarðardjúpi.

„Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ásamt NASF, landeigendum og íbúum á Vestfjörðum kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála útgáfu Matvælastofnunar (MAST) á rekstrarleyfi handa Arnarlaxi fyrir sjókvíaeldi á laxi í utanverðu Ísafjarðardjúpi, út af Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð.“ Þannig byrjar tilkynning frá Íslenska náttúruverndarsjóðnum sem birti var á Facebook í gær.

Í tilkynningunni kemur fram að ábúandi á eyjunni Vigur sé einn þeirra sem kæra MAST:

„Meðal kærenda er ábúandi á eyjunni Vigur. Fjölskylda hans býr í Vigur allt árið og byggir lífsviðurværi sitt á náttúrugæðum og dýralífi eyjunnar. Stærsta fjárhagslega stoð fjölskyldunnar er ferðaþjónusta en í Vigur kemur fjöldi ferðamanna ár hvert til að upplifa óspillta náttúru. „Eðli máls samkvæmt kemur allt fólk siglandi til Vigur og því er siglingaröryggi grundvallarforsenda lífs kæranda og fjölskyldu hans,“ eins og segir í kærunni.“

Segir enn fremur í tilkynningunni að rekstrarleyfi MAST hafi verið gefið út í síðasta mánuði þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi komist að því mati að vegna siglingaöryggis sé óheimilt að veita leyfi á tveimur eldissvæðanna.

„Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera.
Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna.“

Catalina steig trylltan dans þegar Spánverjar sigruðu Englendinga: „Ég er ótrúlega stolt frænka“

Catalina

Catalina Mikue Ncogo er afar stolt af frænda sínum, Lamine Yamal sem á sunnudaginn varð Evrópumeistari í knattspyrnu þegar Spánn sigraði England 2-1 í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fór í Þýskalandi. Yamal er vonarstjarna Spánar, aðeins 16 ára gamall.

Catalina vakti gríðarlega athygli árið 2009 þegar hún var ákærð fyrir mansal, hótanir og líkamsárs og dæmd í fimm ára fangelsi en hún rak vændishús við hlið lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Hún talaði hispurslaust um líf sitt og störf í fjölmiðlum á þessum tíma og setti þjóðina á tímabili á hliðina.

Það sem fáir vita þó um Catalinu er að hún er frænka ungstirnisins Lamine Yamal, leikmanns Barcelona og spænska landsliðsins í knattspyrnu, ef marka má myndskeið sem hún birti eftir sigur Spánar á Englendingum á sunnudaginn. Í myndbandinu stígur Svarta perlan, eins og hún hefur stundum verið kölluð, dans fyrir framan sjónvarpið og segist vera stolt frænka: „Ég fagna enn fótboltanum. Ég er svo stolt Miðbaugs-Gíneu frænka,“ skrifar hún og síðan birti hún ljósmynd af Yamal og skrifar: „Ég er ótrúlega stolt frænka“.

Hvernig þau Catalina og Yamal eru skyld er óvíst en móðir hans, Sheila, er frá Miðbaugs-Gíneu, rétt eins og Catalina.

Hér má sjá myndskeið hennar:

 

KK kemur í Fjárhúsið

KK mætir í Fjárhúsið um helgina.

Söngvaskáldið Kristján Kristjánsson, KK, mætir í Fjárhúsið á Valgeirsstöðum í Árneshreppi á laugardaginn komandi, 20 júlí. Þar mun hann flytja margar af sínum bestu perlum. Tónleikarnir eru öllum opnir en þeir eru haldnir í tengslum við gönguhóp Ferðafélags Íslands sem verður um helgina í skála Ferðafélagsins og gengur á fjöll í grenndinni. Ferðin heitir Kálfatindar og KK og er vísað til þess að á laugardeginum er áformað að ganga á Kálfatinda við Norðurfjörð.

Um síðustu helgi var Helgi Björns með tónleika í Fjárhúsinu. Troðfullt var á viðburðinum og mikil ánægja með tónleikana. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók lagið með Helga og félögum við gríðarleg fagnaðarlæti.

Þeir sem hafa hug á að komast í ferðina geta skráð sig hérna.

Karlmaður sýknaður af ákæru um nauðgun – Segir konuna hafa átt frumkvæði á köflum

Héraðsdómur Austurlands

Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Austurlands, þar sem ákæruvaldinu tókst ekki að sanna ásetning hans. Framburður bæði ákærða og brotaþola var metinn stöðugur og trúverðuðugur allan tímann, af dómnum.

Það var á haustkvöldi 2022 sem fólkið hittist á skemmtistað og lét þar vel hvort að öðru áður en þau fóru heim til hans. Óumdeilt er að kynlíf þeirra hafi hafist með vilja beggja en þegar á leið varð það talsvert harkalegt en orð stendur gegn orði þeirra um milli um hvað gekk þar á. Austurfrétt segir frá málinu.

Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun en konan sagði hann hafa þvingað sig til samræðis og hafa beitt hana ofbeldi á sama tíma. Hann hafi slegið hana og rifið í hár hennar, þrátt fyrir að hún hafi sagt honum að hætta. Konan hlaut víða mar um líkamann.

Í dóminum kemur fram að kynlífið hafi staðið í um tvo klukkutíma. Þegar klukkustund var liðin hafi konan verið orðin uppgefin og viljað hætta. Sagðist hún hafa steist á móti því að halda áfram en að lokum gefið alveg eftir. Hún hafi ekki þorað öðru vegna hótana hans og stjórnsemi. Almennt gaf konan góðar skýringar á öllum atriðum þó hún hafi á köflum borið við minnisleysi um atriði næturinnar.

Maðurinn segist hafa alltaf spurt um mörk hennar og sagðist ekki hafa séð nokkur hræðslumerki á henni og neitað að hún hefði streist á móti. Öðru nær hafi hún tekið fullan þátt og átt frumkvæðið á köflum um að halda kynlífinu áfram.

Nokkrum dögum eftir atvikið leitaði konan til heilbrigðisþjónustu en fram kemur í dóminum að skýrsla þeirra um áverka styðji að mestu leyti frásögn hennar. Kemur þó fram að ekki sé hægt að rekja alla áverka bein til næturinnar. Vinir hennar báru einnig vitni um að geðslag hennar hafi breyst til hins verra og sálfræðingur staðfesti áfallastreitueinkenni.

Framburður konunnar er sagður í niðurlagi dómsins, hafa verið stöðugur, einlægur og trúverðugur og að ekki sé neitt óvenjulegt við viðbragðsleysi hennar um nóttina í ljósi ótta og vonleysis hennar gagnvart manninum. Dómurinn telji að ekki sé á því vafi að hún telji á sér brotið.

Í dóminum segir að hins vegar sé ekki ljóst hvort manninum hafi verið ljóst að hún teldi á sér brotið. Heimild sé ekki til í lögum til að refsa fyrir kynferðisbrot af gáleysi, þvert á móti sé lögð skylda á ákæruvaldið að sanna ásetning. Héraðssaksóknari hafi í þessu tilfelli ekki tekist að sanna að maðurinn hafi vitað að hann gengi gegn vilja konunnar. Hann hafi alla tíð neitað sök og framburður hans verið stöðugur.

Maðurinn var því sýknaður af ákærunni en sakarkostnaður upp á 3,2 milljónir króna greiðist úr ríkissjóði.

Önnu líður eins og heimilislausum hundi: „Ég er enn miður mín“

Anna Kristjáns.
Önnu Kristjánsdóttur líður eins og heimilislausum hundi þessa dagana en segist þó hvorki vera heimilislaus né hundur.

Dagbókarfærslur vélstjórans og húmoristans Önnu Kristjánsdóttur hafa fyrir löngu öðlast stað í hjörtum Facebook-landsins en hún hefur skrifað þær á hverjum degi frá því að hún flutti til Tenerife fyrir nokkrum árum, og birt á Facebook, við gríðarlega góðar undirtektir og er óhætt að fullyrða að margir bíða spenntir á hverjum degi eftir nýrri færslu.

Í þeirri nýjustu skrifar Anna um sorgina sem fylgir því að uppáhalds barnum hennar hefur verið lokað í fimm vikur en hún segist upplifa sig sem heimilislausan hund.

„Ég viðurkenni fúslega að ég er hvorki heimilislaus né hundur, en samt leið mér þannig er ég rölti út á bar í gærkvöldi. Búkkinn var lokaður vegna sumarleyfa og nokkrir fastagestir ráfuðu um á milli bara í leit að einhverjum raunveruleika, þar á meðal ég. Nokkur höfðu fundið sér pláss á The Paddocks og fljótlega settist ég hjá þeim, en áður en um langt leið sat ég ein á barnum og átti gott samtal við Aaron frænda minn í 30. lið sem nú rekur The Paddocks. Ég er samt enn miður mín vegna lokunar Búkkans næstu fimm vikurnar.“

Þannig hóft nýjasta dagbókarfærsla Önnu en hún segir þó að frændi hennar í 30. ættlið, á The Paddocks hafi farið fram við gerð kokteila.

„Sem betur fer hefur nýjum eigendum að The Paddocks farið fram í því að gera kokteila og má búast við því að heimsóknum mínum á þann ágæta bar fari fjölgandi, ekki síst þegar haft er í huga að í eina tíð hét annar helmingur The Paddocks, Bar-Inn og var rekinn af þeim hjúunum Ingu og Gumma. Best að ítreka það að nýir eigendur The Paddocks eru náskyldir mér og vart aftar en í 30. lið frá Írlandi, reyndar frá bæ skammt frá landamærunum við Norður-Írland.“

Afar ósáttur við að Amaro-skiltið fari aftur upp í haust: „Mér finnst þetta mjög skrýtið“

Amaro-skiltið. Ljósmynd: Akureyri.net

Einn eiganda Hafnarstrætis 99 í miðbæ Akureyrar er afar ósáttur við þá fyrirætlan að gamla Amaro-skiltinu verði komið upp aftur utan á húsið, eftir þriggja ára fjarveru. Skiltinu verður komið upp fyrir Akureyrarvöku sem haldin verður 30. ágúst til 1. september, að sögn Þórhalls Jónsonar fyrrum kaupmanns.

Akureyri.net sagði frá því á dögunum að Amaro-skiltið, sem fyrir löngu er orðið eitt af kennileitum bæjarins, verði komið upp aftur á Amarohúsinu, eftir að hafa gengist undir yfirhalningu en skiltið var tekið niður fyrir þremur árum síðan, enda orðið ansi lúið.

Einn eigenda Hafnarstrætis 99, Hörður Rögnvaldsson, segist hafa orðið mjög hissa þegar hann las það á Akureyri.net að skiltið yrði sett utan á húsið að nýju. Segist Hörður ekki hafa heyrt mikið um málið frá því að skiltið var tekið niður 2021. „Ég er stærsti einstaki eigandi hússins fyrir utan Ríkiseignir og það hefur ekkert verið talað við mig,“ segir Hörður við Akureyri.net.

Skiltið var áberandi utan á Amaro-húsinu svokallaða í áratugi en upphaflega var það ljósaskilti. Peran var hins vegar löngu sprungin þegar skiltið var tekið niður sumarið 2021. Þá var sagt frá því að til stæði að endurnýja skiltið, lýsing yrði sett í það aftur og því síðan komið fyrir á sama stað fljótlega. Það var þó ekki fyrr en í síðustu viku sem fréttist aftur af skiltinu þegar upplýst var að áætlað væri að koma því upp aftur fyrir Akureyrarvöku í lok ágúst.

Ósáttur

Hörður á hluta annarrar hæðar Amarohússins og verslunarpláss á jarðhæð. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Ég hef ekki verið spurður og skil ekki að einhver maður úti í bæ ætli að setja skilti utan á hús sem hann á ekkert í og ekki í samráði við eigendur hússins,“ segir hann.

Segist Hörður hafa beið um að fá að fylgjast grannt með, þegar skiltið var tekið niður 2021. „Það eina sem ég vissi þá var að skiltið yrði tekið niður, hugmyndir væru um að laga það og setja jafnvel upp aftur, en ég sagði reyndar strax að ljósaskilti færi ekki upp á sama stað. Ég rek gistiheimili á annarri hæð og skiltið var þar beint fyrir utan.“

Akureyri.net spurði Hörð hvort mögulegt sé að málið hafi verið unnið í gegnum húsfélag Hafnarstætis 99 en hann kveðst ekki vita til þess. „Mér hefur að minnsta kosti ekki verið sagt frá því. Svona mál verður að taka fyrir á fundi. Það verður að gera hlutina rétt,“ segir hann og ítrekar að afstaða hans hafi ekki breyst: „Ég vil ekki að þetta skilti fari aftur upp.“

Mútur Semu og Maríu

Sema Erla.

Lög­reglu­stjór­inn á höfuðborg­ar­svæðinu hefur verið gerður aft­ur­reka með þá ákvörðun að loka rann­sókn á meint­um mútu­greiðslum Semu Erlu Ser­d­aroglu og Maríu Lilju Ing­veld­ar Þrast­ar­dótt­ur Kemp til er­lendra emb­ætt­is­manna í þeim tilgangi að tryggja flóttamönnum að komast frá Palestínu til Íslands.

Sema og María eru sakaðar um að nota fjár­muni sem söfnuðust í þágu sam­tak­anna Solar­is til að greiða götu palestínskra hæl­is­leit­enda frá Gasa. Morgunblaðið segir frá því að ríkissaksóknari hafi fyrirskipað lögreglunni að ljúka rannsókninni og taka ákvörðun.

Víst er að margir haf asamúð með málstað þeirra Semu og Maríu Lilju sem sakaðar eru um að fara á svig við lög til að bjarga fólki frá hrikalegum aðstæðum í stríðshrjáðu landi þar sem Ísraelsmenn hafa drepið um 40 þúsund manns …

Forsetinn borgaði fyrir hnífinn

Guðni Th. Jóhannesson tók við hnífnum úr hendi listasmiðsins Guðjóns Kristinssonar. Mynd: Reynir Traustason.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti ÍSlands, eignaðist forláta hnífg í heimsókn sinni í Árneshrepp um helgina. Listasmiðurinn og hleðslumeistarinn Guðjón Kristinsson í Stóru-Ávík færði honum hnífinn að gjöf eftir að forsetinn og 45 gestir höfðu gengið með Guðjóni um Galdrastíg sem liggur að aftökustaðnum í Kistuvogi. Guðjón hannaði stíginn og byggði hann upp. Eingöngu var notast við náttúruleg efni við uppbygginguna. Sama er að segja um hnífinn sem Guðjón smíðaði, meðal annars úr rekaviði. Slíðrið er úr selsskinni.

Forsetinn tók ekki annað í mál en að borga fyrir hnífinn en ógæfumerki er að þiggja slíkan grip að gjöf. Vandinn var sá að hann átti enga peninga tiltæka. Varð uppi fótur og fit í hópnum sem var viðstaddur. Endaði með því að einn gestanna fann smámynt til að forða Guðna frá illum örlögum. Voru þá kaupin handsöluð.

Opinberri heimsókn forseta Íslands, þeirri síðustu ´aferli hans, lauk í Djúpuvík þar sem hann heimsótti Baskasetrið og þáði hádegisverð.

Nótt hinna ölvuðu ökumanna – Ruglaður gestur rekinn út af veitingastað

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nóttin var einstaklega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óreglufólk og afbrotamenn héldu að sér höndum og laganna verður áttu friðsæla nótt. Helst voru það ökumenn sem ekki fylgdu lögum og reglum. Þetta var nótt hinna ölvuðu ökumanna. Einn slíkur reyndist vera án ökuréttinda. Mál hans var afgreitt með vettvangsskýrslu. Hann þarf að greiða að lágmarki 120 þúsund krónur í sekt.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í austurborginni fyrir of hraðan akstur. Þeir voru sektaðir.

Gestur á veitingastað í miðborginni bar þess merki að hann væri ekki með öllum mjalla. Við skoðun reyndist hann vera í annarlegu ástandi. Hann var rekinn út af staðnum að ósk starfsmanna. Annar slíkur var á rangli á svipuðum slóðum. Honum var ekið til síns heima.

Ökumaður var stöðvaður í  Kópavogi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð. Hann var látinn laus að sýnatöku lokinni.

Í gærdag bar það helst til tíðinda að ágengur betlari var á ferð í miðborginni. Lögreglan stuggaði við honum.  Óvelkomnum einstaklingi var vísað frá heimahúsi í Breiðholti.

Lögreglu var tilkynnt um hund sem var innilokaður í bifreið í hitabylgjunni í gær. Hundur og bifreið voru horfin þá lögreglu bar að garði.

Göngumaður féll um stein þar sem hann var á ferð í Bláfjöllum. Hann fékk áverka á mjöðm.

Dularfullt hvarf Seyðfirðings í Aberdeen – Sást síðast á spjalli við bílstjóra fyrir utan hótel

Aberdeen í denn.

Þrír skipverjar af vélskipinu Víkingi frá Seyðisfirði sátu að snæðingi inni á Stanley hótelinu í Aberdeen í Skotlandi, mánudagskvöldið 26. febrúar 1951. Mennirnir þrír höfðu ekki hugmynd um að einn þeirra væri að borða sína síðustu máltíð.

Fjölmargir Íslendingar hafa horfið sporlaust í útlöndum í gegnum aldirnar en hvörfin eru misdularfull. Í mörgum tilfellum er um að ræða sjómenn sem dottið hafa líklega milli stafs og bryggju og drukknað en það á þó sennilega ekki við um alla sjómennina sem týnst hafa. Hvarf Hjartar Bjarnasonar er eitt af þeim dularfyllstu.

Hjörtur Bjarnason

Eftir að Hjörtur (49 ára) hafði snætt kvöldverð á Stanley hótelinu í Aberdeen ásamt Þorgeiri Jónssyni og Birni Einarssyni, sem unnu með Hirti um borð í Víkingi. Eftir matinn gerðu þremenningarnir sig tilbúna til að ganga aftur að skipinu en Hjörtur tók þá eftir bifreið sem lagt var fyrir utan hótelið og stakk upp á að þeir myndu fá skutl að bátnum. Þorgeiri leist ekki á það og hóf að ganga í átt að bryggjunni en er hann leit við sá hann að Hjörtur virtist eiga í samtali við ökumann bifreiðarinnar. Það var svo ekki fyrr en morguninn eftir að það uppgötvaðist að Hjörtur var horfinn. Og það hefur hann verið frá hvarfinu en skipverjar Víkings töldu fráleitt að hann hefði fallið milli skips og bryggju enda hafi báturinn legið þétt upp við bryggju.

Tíminn fjallaði um hið dularfulla hvarf á sínum tíma:

Seyðfirðingur hverfur í skozkum hafnarbæ

Varð eftir af félaga sínum á tali við bifreiðastjóra í veitingahúsdyrum

Mánudaginn 26. febrúar hvarf í Aberdeen í Skotlandi skipverji af vélskipinu Víkingi frá Seyðisfirði, maður um fimmtugt, Hjörtur Bjarnason að nafni, til heimilis í Seyðisfirði. Veit enginn, hvað af honum hefir orðið.

Hjálmar Vilhjálmsson, sýslumaður í Seyðisfirði, skýrði Tímanum svo frá þessum atburði: Víkingur kom til Aberdeen aðfaranótt mánudagsins, og var farmurinn seldur á mánudag, olía tekin og gengið frá skipinu í Viktoríudokk þar í höfninni.

Sást síðast á tali við bílstjóra


Klukkan 6—7 um kvöldið fór Hjörtur við þriðja mann í Stanleyhótel, skammt frá höfninni, og snæddu þeir félagar þar. Voru með honum Þorgeir Jónsson, einnig Seyðfirðingur, og Björn Einarsson, fyrsti vélstjóri. Er þeir höfðu setið einn til tvo klukkutíma í veitingahúsinu, bjuggust Hjörtur og Þorgeir til brottferðar, en Björn var eftir. Þegar út kom, veitti Hjörtur athygli bifreið, sem beið við veitingahúsið, og hafði orð á því við Þorgeir, að þeir fái sér bíl og aki niður að skipinu. Þorgeir eyddi því og hélt áfram, en Hjörtur dokaði við, og er Þorgeir leit um öxl, stóð hann við bílinn, að því er virtist í samræðum við bílstjórann. Hélt Þorgeir þá áfram til skips og háttaði, en morguninn eftir urðu skipverjar þess varir, að Hjörtur var horfinn, og spurðist ekki til hans eftir þetta.

Leitað til lögreglunnar

Skipstjórinn sneri sér þegar til lögreglunnar í Aberdeen og var skipið látið bíða í tvo daga, meðan hún rannsakaði málið. En ekki báru þessar eftirgrennslanir árangur. Skipverjum í Víkingi þykir ósennilegt, að Hjörtur hafi fallið í höfnina og drukknað, því að skipið lá fast við bryggju, svo að maður hefði varia komizt niður á milli borðstokks og bryggju, og borðstokkur skipsins nam ekki hærra en bryggjupallurinn. — Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefir snúið sér til stjórnarráðsins og óskað þess, að það hafi meðalgöngu um frekari eftirgrennslanir um það, hvað af Hirti hafi orðið. Hjörtur var sérstakt prúðmenni í allri framgöngu.

Íslenskur fjögurra barna faðir fannst látinn á Spáni

|
|

Íslendingur, 48 ára, fannst látinn á Spáni þann 12. júlí.

Samkvæmt heimildum DV fannst 48 ára gamall íslenskur maður látinn á Spáni fyrir þremur dögum. Dánarorsök eru á huldu en andlátið bar með óvæntum hætti. Verkefnastjóri hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra, Marín Þórisdóttir, staðfestir andlátið við DV.

„Ég get staðfest að viðkomandi fannst  látinn á Spáni. Við höfum ekki upplýsingar um að neitt saknæmt hafi átt sér stað,“ sagði Marín í svari sínu.

Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, Ægir Þór Eysteinsson staðfestir við DV að málið sé nú á borði borgaraþjónustunnar en getur ekki veitt frekari upplýsinga um einstök mál.

Maðurinn lætur eftir sig fjögur börn.

Bestís æði hefur gripið landann – Ís Teboðsstelpnanna uppseldur um allt land

Ástrós Trausta, Björn Boði, Ína María, Birgitta Líf frá opnunarveislunni. Ljósmynd: Aðsend

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Kjörís er ísinn Bestís uppseldur um allt land. Vinkonurnar Sunneva Einars og Birta Líf bjuggu til ísinn í samstarfi við Kjörís.

Á dögunum kom glænýr ís á markaðinn en vinkonurnar í Teboðinu, Sunneva Einars og Birta Líf fengu Kjörís til að gera ísinn Bestís fyrir þær en strax á föstudaginn var búið að tæma allar birgðir úr Kjörís. Þá var ísinn uppseldur um allt land í gærmorgun.

Gerð verður önnur tilraun á morgun til að fylla vel á allar verslanir landsins en skilaboðum rignir yfir söludeild Kjörís og ljóst að einhvern tíma mun taka að metta markaðinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Samkvæmt tilkynningunni hefur Kjörís aldrei fyrr fengið önnur eins viðbrögð við nýrri vöru og er þetta farið að minna á hið eftirminnilega „Prime“ ævintýri þegar erlendir áhrifavaldar stóðu á bak við orkudrykk sem verslunum gekk erfiðlega að eiga í nægjanlegu mæli bæði hérlendis sem erlendis.

„Kjörís hefur þegar aukið verulega framleiðslu sína og við reiknum með að hafa framleitt nægjanlegt magn til þess að sem flestir ættu að geti prufað hann í kringum næstu helgi,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni.

Karl Ágúst er hættur að horfa á fréttir: „Það hentar mér alveg prýðilega“

Karl Ágúst Úlfsson Ljósmynd: Þjóðleikhúsið

Karl Ágúst Úlfsson er alveg hættur að fylgjast með fréttunum og líður bara vel með það.

Listamaðurinn ástsæli, Karl Ágúst Úlfsson rifjar upp í nýlegri Facebook-færslu atriði sem hann samdi og flutti í Áramótaskaupinu 1986. Í atriðinu rappar Karl Ágúst ádeilu á fjölmiðlaæði Íslendinga.

„Nú eru umtalsverðir áratugir síðan ég samdi og flutti þetta atriði í Áramótaskaupi. Þá fannst mér það fjölmiðlafár og -della sem ríkjandi var skrambi hlægileg og eiginlega svolítið ógnvekjandi. Ekki gat mig grunað að fáeinum árum seinna ætti ég ekki annarra kosta völ en að fylgjast óhemjulega náið með öllum fjölmiðlum landsins svo engin einasta frétt eða viðburður færi framhjá mér. Og þið megið giska á ástæðuna fyrir því.“

Segir Karl Ágúst að hann hafi sennilega skaðast af því að fylgjast svona náið með öllum fréttum, bæði líkamlega og andlega.

„Þetta hlægilega og ógnvekjandi settist sumsé að í heilabúinu og þar með líka ljóðlínan „Ég er að missa vitið.“ Ég missti kannski ekki vitið – ekki alveg og ekki endanlega – en ég hef grun um að fjölmiðlayfirlegan hafi skaðað mig á ýmsan hátt, líkamlegan og andlegan, sem ég ætla ekki að ræða frekar hér og nú.“

Að lokum segist Karl Ágúst vera nánast alveg hættur að fylgjast með fréttum.

„En nú er ég sumsé nánast hættur að fylgjast með fréttum. Af og til fæ ég mína nánustu til að endursegja mér helstu tíðindin af pólitík, samfélagi og umheimi. Við veltum þeim kannski fyrir okkur saman svolitla stund og leiðum svo talið að öðru. Skömmu síðar er ég yfirleitt búinn að gleyma því hvað sé að frétta. Það hentar mér alveg prýðilega.“

Hér má sjá hið stórkostlega rapppönk atriði Karls Ágústs:

Crooks var lagður í einelti og þótti afleit skytta -Myndband náðist af honum rétt fyrir skothríðina

Thomas M. Crooks

Lík Jay Slater líklega fundið: „Krufning og réttarrannsóknir munu fylgja í kjölfarið“

Björgunarsveitarfólk sem leitað hefur að breska unglingnum Jay Slater á Tenerife hafa nú fundið lík af dreng en enn á eftir að staðfesta að það sé af Slater.

„Sönnunargögn benda sterklega“ til þess að líkamsleifarnar séu af hinum 19 ára Jay Slater, sögðu spænsk yfirvöld við Sky News.

Líkið „virðist vera af Jay Slater“ segja samtökin LBT Globat, sem hjálpar við leit að týndum Bretum í útlöndum en samtökin hafa verið fjölskyldu Slater innan handar.

Í yfirlýsingu frá samtökunum sagði ennfremur: „Svo virðist sem líkið hafi fundist nálægt staðnum þar sem farsími [Jay Slater] var síðast staðsettur. „Þó að enn eigi eftir að auðkenna líkið formlega, fundust eignir og föt Slater á líkinu. „Krufning og réttarrannsóknir munu fylgja í kjölfarið.“

Lögreglan sagði í yfirlýsingu að fjallabjörgunarsveit Almannavarna hefði fundið „líflaust lík ungs manns á Masca svæðinu eftir 29 daga stöðuga leit.“

Þeir bættu við: „Miðað við hversu flókið málið er, var uppgötvunin möguleg þökk sé stanslausri og nákvæmri leit sem var framkvæmd af almannavörðum þessa 29 daga. Til að koma í veg fyrir að forvitnir áhorfendur myndu mæta, hefur svæðið í kring verið afmarkað.

Lögregluan hélt áfram: „Allar vísbendingar benda til þess að þetta gæti verið ungi breski maðurinn sem hefur verið saknað síðan 17. júní, en ekki liggja fyrir fullkomin auðkenning. „Fyrstu rannsóknir benda til þess að hann gæti hafa dottið fyrir slysli á því óaðgengilega svæði þar sem hann fannst. „Við erum að bíða eftir niðurstöðu krufningar.“

 

 

 

Kourani hlaut átta ára fangelsisdóm – Gert að greiða milljónir króna í sakarkostnað

||
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd / Aldís Pálsdóttir|Ragnar Þór Ingólfsson

Rétt upp úr klukkan 11 í morgun dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Mohamad Kourani í átta ára fangelsi. Var hann ákærður fyrir stunguárás í Versluninni OK Market auk ýmissa brota gegn valdstjórninni, meðal annars líflátshótanir.

Samkvæmt RÚV er Kourani einnig gert að greiða 4.814.365 krónur í sakarkostnað sem og hálfa milljón og aftur 750.000 krónur í miskabætur, auk vaxta. Hnífsblað og skefti í hans eigu var aukreitist gert upptækt.

Einungis voru blaðamenn í dómssalnum, auk dómara þegar dómurinn var felldur, þar sem bæði verjandi og saksóknari boðuðu forföll.

Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu krafðist sex til átta ára fangelsis fyrir Kourani og er því dómurinn í samræmi við þá kröfu.

Ákæran var í sex liðum. Tveir liðirnir snúa að stunguárás í OK Market við Hlíðarenda í mars síðastliðnum. Var Kourani ákærður fyrir að hafa stungið mann í andlitið og veitast að öðrum manni í versluninni sem gerði tilraun til að koma hinum manninum til aðstoðar.

Þá snúa fjórir liðir ákærunnar að brotum gegn valdstjórninni en hann var ákærður fyrir að hrækja á fangavörð á Litla-Hrauni í júní í fyrra og fyrir að skvetta vökva af óþekktu tagi framan í annan fangavörð.

Aukreitis var hann ákærður fyrir að hafa hótað lögreglumanni á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, degi eftir hnífaárásina og hótað að drepa fjölskyldu hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg sama dag. Í dómsorðinu kom ekki fram fyrir hve marga liði ákærunnar Kourani var dæmdur en dómurinn birtist síðar í dag.

Vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson sagði frá því fyrr á árinu að Kourani hafi ítrekað hótað honum og fjölskyldu sinni í kjölfar niðurfellingar á kæru Kouranis gegn öðrum manni en Helgi staðfesti það fyrir hönd embættis ríkissaksóknara. Kourani hótaði í kjölfarið að myrða Helga og fjölskyldu hans og mætti margoft á skrifstofu hans og haft þar í hótunum. Árið 2022 var Kourani dæmdur fyrir þær hótanir í Héraðsdómi Reykjaness.

Maður á sextugsaldri ákærður vegna andláts á Akureyri – Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds

Akureyri - Mynd: Wikipedia

Gefin hefur verið út ákæra á hendur manni sem grunaður er um að hafa banað konu á Akureyri í apríl síðastliðnum.

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari héraðssaksóknara staðfestir við RÚV að ákæra hafi verið gefin út á hendur karlmanns á sjötugsaldri vegna gruns um að hann hafi orðið konu að bana á Akureyri í apríl. Vegna þess að ekki sé búið að birta sakborningi afrit af ákærunni er ekki hægt að segja nákvæmlega hvað felst í ákærunni.

Samkvæmt RÚV verður farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir manninum en hann hefur verið í haldi lögreglu frá 22. apríl. Þar með hefur hann verið í varðhaldi í 12 vikur sem er venjulega sá tímarammi sem hægt er að halda mönnum áður en ákæra er gefin út.

Dómari á eftir að taka kröfuna fyrir, samkvæmt Dagmar Ösp en farið er fram á gæsluvarðhald til 9. ágúst.

Það var klukkan 04:30 aðfaranótt mánudagsins 22. apríl sem lögregla var kölluð að heimahúsi í Naustahverfi á Akureyri. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang var þeim vísað á meðvitundalausa konu í íbúðinni og hófust endurlífgunartilraunir um leið en án árangurs.

Sakborningurinn og hin látna voru í sambúð í íbúðinni en þangað höfðu þau flutt nýverið ásamt syni sínum.

Hitinn fór upp í 28 gráður á Héraði í gær – Tók drónamyndir af Fellabæ í Spánarveðrinu

Fellabær úr lofti. Þar má meðal annars finna einn glæsilegasta gervigrasvöll landsins. Mynd: YouTube-skjáskot

Einmunablíða hefur verið austanlands síðustu daga en hitinn fór upp í 28 gráður á Egilsstaðaflugvelli í gær.

Á meðan Reykvíkingar hafa mátt þola vætutíð undanfarna viku hefur sólin leikið við Austfirðinga, þó mörgum þyki jafnvel um of en í gær fór hitinn upp í 28 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Garðar Valur Hallfreðsson ákvað að senda myndavéladrónann sinn yfir Fellabæ á Héraði til að mynda þann fallega bæ í blíðveðrinu.

Hér má sjá hið magnaða myndskeið:

Jón segist hafa sérkennilegan bókasmekk:„Mér finnst sérstaklega gaman að lesa um breiska snillinga“

Jón Gnarr segist ekki vera mikið fyrir skáldskap en detti þess í stað oft í „dellutímabil“ þar sem hann les allt sem hann kemst í.

Rithöfundurinn, leikarinn og fyrrum forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr skrifaði skemmtilega færslu á Facebook þar sem hann talar um bókasmekk sinn, sem hann segir sérkennilegan.

„Ég les ekki mikið skáldskap. Mér finnst gaman að lesa um vísindi og fílósófíu og svo tek ég dellutímabil þar sem ég les allt sem hönd á festir um eitthvað afmarkað efni. Síðast var það hundar. Þá las ég allar helstu bækur um þjálfun og atferlisrannsóknir á hundum. Þaráður var það víkingaöldin sem átti hug minn allan. Ég hef sérkennilegan smekk.“

Þá segist Jón vera meiri Tolstoj maður en Dostajevský maður.

„Mér finnst sérstaklega gaman að lesa um breiska snillinga sem eru alltaf alveg við það að missa frá sér allt vit. Þegar kemur að skáldskap er ég miklu meiri Dostajevský maður en Tolstoy. Stríð og friður er einhver allra leiðinlegasta bók sem ég hef á ævinni plægt mig í gegnum. ( Kannski fyrir utan Biblíuna). En aftur á móti er óskáldskapur Tolstojs í miklum metum hjá mér. Þar á ég samleið með Wittgenstein, en það er maður sem er í sérlegu uppáhaldi hjá mér þótt ég botni lítið í kenningum hans.“

Að lokum fræðir hann Facebook-vini sína um það sem nú er á náttborði hans.

„Ég hef lítið náð að lesa það sem af er þessu ári vegna verkefna. En ein athyglisverðasta bókin sem ég las í fyrra var When we cease to understand the world. Sérstaklega naut ég þess að lesa um Heisenberg. Nú nýlega byrjaði ég að lesa The maniac eftir sama höfund. Hún er ekki ósvipuð hinni en talsvert þyngri og myrkari. Veit ekki alveg hvað mér finnst. Ég á ekki í neinum erfiðleikum með að henda frá mér bókum sem ég nenni ekki að lesa. Sjáum hvað setur.“

Forsetinn synti í loðbrók og kleif fjallið Glissu: Gullmerki og Guðnakleif honum til heiðurs MYNDIR

Forsetinn í mannopi lýsistankans. Ríkharður Ríkharðsspn forsetabílstjóri fylgist með.

Heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Strandir lauk í gær. Forsetinn fór á kostum í þessari síðustu opinberu heimsókn sinni og fór ótroðnar slóðir. Hann kleif fjallið Glissu undir leiðsögn Ferðafélags Íslands og fékk gullmerki félagsins á efsta tindi að viðstöddum 25 manns. Forsetanum fráfarandi til heiðurs heitir nú klettur á hátindi fjallsins Guðnakleif.

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, afhendir Guðna forseta gullmerkik félagsins fyrir framlag hans til lýðheilsumála og hreyfingar. Athöfnin fór fram á toppi Glissu.
Mynd: Reynir Traustason.
Við upphöngustaðinn á Glissu. Mynd: GG

Eftir fjallgönguna var haldið í Ingólfsfjörð þar sem forseti og göngufólk fengu leiðsögn Guðjóns Ingólfssonar um gömlu síldarverksmiðjuna. Forsetinn gerði sér lítið fyrir og skreið inn um mannop í lýsistank verksmiðjunnar. Í framhaldinu mætti forseti Íslands í sjósund í Norðurfirði ásamt fjölda fólks á svæðinu. Athygli vakti sundskýlan hans sem er úr ull og kallast loðbrók.

Forsetinn brá sér í sjóinn, íklæddur Loðbrók. Fjölmenni fylgdi honu í hafið og annar eins fjöldi fylgdist með.
Mynd: Reynir Traustason.

Um kvöldið var Helgi Björns með tónleika í Fjárhúsinu á Valgeirsstöðum. Forsetinn steig þar á svið með Helga og hljómsveitinni og söng, Vertu þú sjálfur fyrir fullu húsi og uppskar gríðarleg fagnaðarlæti.

Heimsókn forsetans lauk í gær með heimsóknum í byggðasafnið Kört, kirkjurnar tvær, Kistuvog og Baskasetrið á Djúpuvík.

Forsetinn á Guðnakleif, hápunkti Glissu.
Við Kistuvog þar sem menn voru brenndir fyrir galdra.
Guðni forseti og gestir við gömlu kirkjuna í Árnesi. Mynd: Reynir Traustason.
Forsetinn við gömlu kirkjuna í Árnesi.
Guðjón Kristinsson hannaði og byggði upp Galdrastíginn að Kistuvogi. Hann leiddi forsetann að aftökustaðnum og færði honum sérsmíðaðan hníf, gegn örlitlu gjaldi. Mynd: rt

 

Guðrún Gunnsteinsdóttir frá Bergistanga segir forsetanum frá kirkjumálinu.
Helgi Björns vakti lukku í Fjárhúsinu.
Gengið um Galdrastíg.
Gestir við Kistuvog. Finnbogastaðafjall í baksýn.

 

Kæra MAST fyrir að veita Arnarlaxi rekstrarleyfi: „Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja“

Rauði punkturinn sýnir ÍSafjarðardjúp. Ljósmynd: Facebook

Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, auk NASF, landeigendur og íbúar á Vestfjörðum hafa nú kært útgáfu MAST á rekstrarleyfi handa Arnarlaxi fyr sjókvíelda á laxi í Ísafjarðardjúpi.

„Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ásamt NASF, landeigendum og íbúum á Vestfjörðum kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála útgáfu Matvælastofnunar (MAST) á rekstrarleyfi handa Arnarlaxi fyrir sjókvíaeldi á laxi í utanverðu Ísafjarðardjúpi, út af Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð.“ Þannig byrjar tilkynning frá Íslenska náttúruverndarsjóðnum sem birti var á Facebook í gær.

Í tilkynningunni kemur fram að ábúandi á eyjunni Vigur sé einn þeirra sem kæra MAST:

„Meðal kærenda er ábúandi á eyjunni Vigur. Fjölskylda hans býr í Vigur allt árið og byggir lífsviðurværi sitt á náttúrugæðum og dýralífi eyjunnar. Stærsta fjárhagslega stoð fjölskyldunnar er ferðaþjónusta en í Vigur kemur fjöldi ferðamanna ár hvert til að upplifa óspillta náttúru. „Eðli máls samkvæmt kemur allt fólk siglandi til Vigur og því er siglingaröryggi grundvallarforsenda lífs kæranda og fjölskyldu hans,“ eins og segir í kærunni.“

Segir enn fremur í tilkynningunni að rekstrarleyfi MAST hafi verið gefið út í síðasta mánuði þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi komist að því mati að vegna siglingaöryggis sé óheimilt að veita leyfi á tveimur eldissvæðanna.

„Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera.
Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna.“

Catalina steig trylltan dans þegar Spánverjar sigruðu Englendinga: „Ég er ótrúlega stolt frænka“

Catalina

Catalina Mikue Ncogo er afar stolt af frænda sínum, Lamine Yamal sem á sunnudaginn varð Evrópumeistari í knattspyrnu þegar Spánn sigraði England 2-1 í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fór í Þýskalandi. Yamal er vonarstjarna Spánar, aðeins 16 ára gamall.

Catalina vakti gríðarlega athygli árið 2009 þegar hún var ákærð fyrir mansal, hótanir og líkamsárs og dæmd í fimm ára fangelsi en hún rak vændishús við hlið lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Hún talaði hispurslaust um líf sitt og störf í fjölmiðlum á þessum tíma og setti þjóðina á tímabili á hliðina.

Það sem fáir vita þó um Catalinu er að hún er frænka ungstirnisins Lamine Yamal, leikmanns Barcelona og spænska landsliðsins í knattspyrnu, ef marka má myndskeið sem hún birti eftir sigur Spánar á Englendingum á sunnudaginn. Í myndbandinu stígur Svarta perlan, eins og hún hefur stundum verið kölluð, dans fyrir framan sjónvarpið og segist vera stolt frænka: „Ég fagna enn fótboltanum. Ég er svo stolt Miðbaugs-Gíneu frænka,“ skrifar hún og síðan birti hún ljósmynd af Yamal og skrifar: „Ég er ótrúlega stolt frænka“.

Hvernig þau Catalina og Yamal eru skyld er óvíst en móðir hans, Sheila, er frá Miðbaugs-Gíneu, rétt eins og Catalina.

Hér má sjá myndskeið hennar:

 

KK kemur í Fjárhúsið

KK mætir í Fjárhúsið um helgina.

Söngvaskáldið Kristján Kristjánsson, KK, mætir í Fjárhúsið á Valgeirsstöðum í Árneshreppi á laugardaginn komandi, 20 júlí. Þar mun hann flytja margar af sínum bestu perlum. Tónleikarnir eru öllum opnir en þeir eru haldnir í tengslum við gönguhóp Ferðafélags Íslands sem verður um helgina í skála Ferðafélagsins og gengur á fjöll í grenndinni. Ferðin heitir Kálfatindar og KK og er vísað til þess að á laugardeginum er áformað að ganga á Kálfatinda við Norðurfjörð.

Um síðustu helgi var Helgi Björns með tónleika í Fjárhúsinu. Troðfullt var á viðburðinum og mikil ánægja með tónleikana. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók lagið með Helga og félögum við gríðarleg fagnaðarlæti.

Þeir sem hafa hug á að komast í ferðina geta skráð sig hérna.

Karlmaður sýknaður af ákæru um nauðgun – Segir konuna hafa átt frumkvæði á köflum

Héraðsdómur Austurlands

Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Austurlands, þar sem ákæruvaldinu tókst ekki að sanna ásetning hans. Framburður bæði ákærða og brotaþola var metinn stöðugur og trúverðuðugur allan tímann, af dómnum.

Það var á haustkvöldi 2022 sem fólkið hittist á skemmtistað og lét þar vel hvort að öðru áður en þau fóru heim til hans. Óumdeilt er að kynlíf þeirra hafi hafist með vilja beggja en þegar á leið varð það talsvert harkalegt en orð stendur gegn orði þeirra um milli um hvað gekk þar á. Austurfrétt segir frá málinu.

Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun en konan sagði hann hafa þvingað sig til samræðis og hafa beitt hana ofbeldi á sama tíma. Hann hafi slegið hana og rifið í hár hennar, þrátt fyrir að hún hafi sagt honum að hætta. Konan hlaut víða mar um líkamann.

Í dóminum kemur fram að kynlífið hafi staðið í um tvo klukkutíma. Þegar klukkustund var liðin hafi konan verið orðin uppgefin og viljað hætta. Sagðist hún hafa steist á móti því að halda áfram en að lokum gefið alveg eftir. Hún hafi ekki þorað öðru vegna hótana hans og stjórnsemi. Almennt gaf konan góðar skýringar á öllum atriðum þó hún hafi á köflum borið við minnisleysi um atriði næturinnar.

Maðurinn segist hafa alltaf spurt um mörk hennar og sagðist ekki hafa séð nokkur hræðslumerki á henni og neitað að hún hefði streist á móti. Öðru nær hafi hún tekið fullan þátt og átt frumkvæðið á köflum um að halda kynlífinu áfram.

Nokkrum dögum eftir atvikið leitaði konan til heilbrigðisþjónustu en fram kemur í dóminum að skýrsla þeirra um áverka styðji að mestu leyti frásögn hennar. Kemur þó fram að ekki sé hægt að rekja alla áverka bein til næturinnar. Vinir hennar báru einnig vitni um að geðslag hennar hafi breyst til hins verra og sálfræðingur staðfesti áfallastreitueinkenni.

Framburður konunnar er sagður í niðurlagi dómsins, hafa verið stöðugur, einlægur og trúverðugur og að ekki sé neitt óvenjulegt við viðbragðsleysi hennar um nóttina í ljósi ótta og vonleysis hennar gagnvart manninum. Dómurinn telji að ekki sé á því vafi að hún telji á sér brotið.

Í dóminum segir að hins vegar sé ekki ljóst hvort manninum hafi verið ljóst að hún teldi á sér brotið. Heimild sé ekki til í lögum til að refsa fyrir kynferðisbrot af gáleysi, þvert á móti sé lögð skylda á ákæruvaldið að sanna ásetning. Héraðssaksóknari hafi í þessu tilfelli ekki tekist að sanna að maðurinn hafi vitað að hann gengi gegn vilja konunnar. Hann hafi alla tíð neitað sök og framburður hans verið stöðugur.

Maðurinn var því sýknaður af ákærunni en sakarkostnaður upp á 3,2 milljónir króna greiðist úr ríkissjóði.

Önnu líður eins og heimilislausum hundi: „Ég er enn miður mín“

Anna Kristjáns.
Önnu Kristjánsdóttur líður eins og heimilislausum hundi þessa dagana en segist þó hvorki vera heimilislaus né hundur.

Dagbókarfærslur vélstjórans og húmoristans Önnu Kristjánsdóttur hafa fyrir löngu öðlast stað í hjörtum Facebook-landsins en hún hefur skrifað þær á hverjum degi frá því að hún flutti til Tenerife fyrir nokkrum árum, og birt á Facebook, við gríðarlega góðar undirtektir og er óhætt að fullyrða að margir bíða spenntir á hverjum degi eftir nýrri færslu.

Í þeirri nýjustu skrifar Anna um sorgina sem fylgir því að uppáhalds barnum hennar hefur verið lokað í fimm vikur en hún segist upplifa sig sem heimilislausan hund.

„Ég viðurkenni fúslega að ég er hvorki heimilislaus né hundur, en samt leið mér þannig er ég rölti út á bar í gærkvöldi. Búkkinn var lokaður vegna sumarleyfa og nokkrir fastagestir ráfuðu um á milli bara í leit að einhverjum raunveruleika, þar á meðal ég. Nokkur höfðu fundið sér pláss á The Paddocks og fljótlega settist ég hjá þeim, en áður en um langt leið sat ég ein á barnum og átti gott samtal við Aaron frænda minn í 30. lið sem nú rekur The Paddocks. Ég er samt enn miður mín vegna lokunar Búkkans næstu fimm vikurnar.“

Þannig hóft nýjasta dagbókarfærsla Önnu en hún segir þó að frændi hennar í 30. ættlið, á The Paddocks hafi farið fram við gerð kokteila.

„Sem betur fer hefur nýjum eigendum að The Paddocks farið fram í því að gera kokteila og má búast við því að heimsóknum mínum á þann ágæta bar fari fjölgandi, ekki síst þegar haft er í huga að í eina tíð hét annar helmingur The Paddocks, Bar-Inn og var rekinn af þeim hjúunum Ingu og Gumma. Best að ítreka það að nýir eigendur The Paddocks eru náskyldir mér og vart aftar en í 30. lið frá Írlandi, reyndar frá bæ skammt frá landamærunum við Norður-Írland.“

Afar ósáttur við að Amaro-skiltið fari aftur upp í haust: „Mér finnst þetta mjög skrýtið“

Amaro-skiltið. Ljósmynd: Akureyri.net

Einn eiganda Hafnarstrætis 99 í miðbæ Akureyrar er afar ósáttur við þá fyrirætlan að gamla Amaro-skiltinu verði komið upp aftur utan á húsið, eftir þriggja ára fjarveru. Skiltinu verður komið upp fyrir Akureyrarvöku sem haldin verður 30. ágúst til 1. september, að sögn Þórhalls Jónsonar fyrrum kaupmanns.

Akureyri.net sagði frá því á dögunum að Amaro-skiltið, sem fyrir löngu er orðið eitt af kennileitum bæjarins, verði komið upp aftur á Amarohúsinu, eftir að hafa gengist undir yfirhalningu en skiltið var tekið niður fyrir þremur árum síðan, enda orðið ansi lúið.

Einn eigenda Hafnarstrætis 99, Hörður Rögnvaldsson, segist hafa orðið mjög hissa þegar hann las það á Akureyri.net að skiltið yrði sett utan á húsið að nýju. Segist Hörður ekki hafa heyrt mikið um málið frá því að skiltið var tekið niður 2021. „Ég er stærsti einstaki eigandi hússins fyrir utan Ríkiseignir og það hefur ekkert verið talað við mig,“ segir Hörður við Akureyri.net.

Skiltið var áberandi utan á Amaro-húsinu svokallaða í áratugi en upphaflega var það ljósaskilti. Peran var hins vegar löngu sprungin þegar skiltið var tekið niður sumarið 2021. Þá var sagt frá því að til stæði að endurnýja skiltið, lýsing yrði sett í það aftur og því síðan komið fyrir á sama stað fljótlega. Það var þó ekki fyrr en í síðustu viku sem fréttist aftur af skiltinu þegar upplýst var að áætlað væri að koma því upp aftur fyrir Akureyrarvöku í lok ágúst.

Ósáttur

Hörður á hluta annarrar hæðar Amarohússins og verslunarpláss á jarðhæð. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Ég hef ekki verið spurður og skil ekki að einhver maður úti í bæ ætli að setja skilti utan á hús sem hann á ekkert í og ekki í samráði við eigendur hússins,“ segir hann.

Segist Hörður hafa beið um að fá að fylgjast grannt með, þegar skiltið var tekið niður 2021. „Það eina sem ég vissi þá var að skiltið yrði tekið niður, hugmyndir væru um að laga það og setja jafnvel upp aftur, en ég sagði reyndar strax að ljósaskilti færi ekki upp á sama stað. Ég rek gistiheimili á annarri hæð og skiltið var þar beint fyrir utan.“

Akureyri.net spurði Hörð hvort mögulegt sé að málið hafi verið unnið í gegnum húsfélag Hafnarstætis 99 en hann kveðst ekki vita til þess. „Mér hefur að minnsta kosti ekki verið sagt frá því. Svona mál verður að taka fyrir á fundi. Það verður að gera hlutina rétt,“ segir hann og ítrekar að afstaða hans hafi ekki breyst: „Ég vil ekki að þetta skilti fari aftur upp.“

Mútur Semu og Maríu

Sema Erla.

Lög­reglu­stjór­inn á höfuðborg­ar­svæðinu hefur verið gerður aft­ur­reka með þá ákvörðun að loka rann­sókn á meint­um mútu­greiðslum Semu Erlu Ser­d­aroglu og Maríu Lilju Ing­veld­ar Þrast­ar­dótt­ur Kemp til er­lendra emb­ætt­is­manna í þeim tilgangi að tryggja flóttamönnum að komast frá Palestínu til Íslands.

Sema og María eru sakaðar um að nota fjár­muni sem söfnuðust í þágu sam­tak­anna Solar­is til að greiða götu palestínskra hæl­is­leit­enda frá Gasa. Morgunblaðið segir frá því að ríkissaksóknari hafi fyrirskipað lögreglunni að ljúka rannsókninni og taka ákvörðun.

Víst er að margir haf asamúð með málstað þeirra Semu og Maríu Lilju sem sakaðar eru um að fara á svig við lög til að bjarga fólki frá hrikalegum aðstæðum í stríðshrjáðu landi þar sem Ísraelsmenn hafa drepið um 40 þúsund manns …

Forsetinn borgaði fyrir hnífinn

Guðni Th. Jóhannesson tók við hnífnum úr hendi listasmiðsins Guðjóns Kristinssonar. Mynd: Reynir Traustason.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti ÍSlands, eignaðist forláta hnífg í heimsókn sinni í Árneshrepp um helgina. Listasmiðurinn og hleðslumeistarinn Guðjón Kristinsson í Stóru-Ávík færði honum hnífinn að gjöf eftir að forsetinn og 45 gestir höfðu gengið með Guðjóni um Galdrastíg sem liggur að aftökustaðnum í Kistuvogi. Guðjón hannaði stíginn og byggði hann upp. Eingöngu var notast við náttúruleg efni við uppbygginguna. Sama er að segja um hnífinn sem Guðjón smíðaði, meðal annars úr rekaviði. Slíðrið er úr selsskinni.

Forsetinn tók ekki annað í mál en að borga fyrir hnífinn en ógæfumerki er að þiggja slíkan grip að gjöf. Vandinn var sá að hann átti enga peninga tiltæka. Varð uppi fótur og fit í hópnum sem var viðstaddur. Endaði með því að einn gestanna fann smámynt til að forða Guðna frá illum örlögum. Voru þá kaupin handsöluð.

Opinberri heimsókn forseta Íslands, þeirri síðustu ´aferli hans, lauk í Djúpuvík þar sem hann heimsótti Baskasetrið og þáði hádegisverð.

Nótt hinna ölvuðu ökumanna – Ruglaður gestur rekinn út af veitingastað

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nóttin var einstaklega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óreglufólk og afbrotamenn héldu að sér höndum og laganna verður áttu friðsæla nótt. Helst voru það ökumenn sem ekki fylgdu lögum og reglum. Þetta var nótt hinna ölvuðu ökumanna. Einn slíkur reyndist vera án ökuréttinda. Mál hans var afgreitt með vettvangsskýrslu. Hann þarf að greiða að lágmarki 120 þúsund krónur í sekt.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í austurborginni fyrir of hraðan akstur. Þeir voru sektaðir.

Gestur á veitingastað í miðborginni bar þess merki að hann væri ekki með öllum mjalla. Við skoðun reyndist hann vera í annarlegu ástandi. Hann var rekinn út af staðnum að ósk starfsmanna. Annar slíkur var á rangli á svipuðum slóðum. Honum var ekið til síns heima.

Ökumaður var stöðvaður í  Kópavogi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð. Hann var látinn laus að sýnatöku lokinni.

Í gærdag bar það helst til tíðinda að ágengur betlari var á ferð í miðborginni. Lögreglan stuggaði við honum.  Óvelkomnum einstaklingi var vísað frá heimahúsi í Breiðholti.

Lögreglu var tilkynnt um hund sem var innilokaður í bifreið í hitabylgjunni í gær. Hundur og bifreið voru horfin þá lögreglu bar að garði.

Göngumaður féll um stein þar sem hann var á ferð í Bláfjöllum. Hann fékk áverka á mjöðm.

Dularfullt hvarf Seyðfirðings í Aberdeen – Sást síðast á spjalli við bílstjóra fyrir utan hótel

Aberdeen í denn.

Þrír skipverjar af vélskipinu Víkingi frá Seyðisfirði sátu að snæðingi inni á Stanley hótelinu í Aberdeen í Skotlandi, mánudagskvöldið 26. febrúar 1951. Mennirnir þrír höfðu ekki hugmynd um að einn þeirra væri að borða sína síðustu máltíð.

Fjölmargir Íslendingar hafa horfið sporlaust í útlöndum í gegnum aldirnar en hvörfin eru misdularfull. Í mörgum tilfellum er um að ræða sjómenn sem dottið hafa líklega milli stafs og bryggju og drukknað en það á þó sennilega ekki við um alla sjómennina sem týnst hafa. Hvarf Hjartar Bjarnasonar er eitt af þeim dularfyllstu.

Hjörtur Bjarnason

Eftir að Hjörtur (49 ára) hafði snætt kvöldverð á Stanley hótelinu í Aberdeen ásamt Þorgeiri Jónssyni og Birni Einarssyni, sem unnu með Hirti um borð í Víkingi. Eftir matinn gerðu þremenningarnir sig tilbúna til að ganga aftur að skipinu en Hjörtur tók þá eftir bifreið sem lagt var fyrir utan hótelið og stakk upp á að þeir myndu fá skutl að bátnum. Þorgeiri leist ekki á það og hóf að ganga í átt að bryggjunni en er hann leit við sá hann að Hjörtur virtist eiga í samtali við ökumann bifreiðarinnar. Það var svo ekki fyrr en morguninn eftir að það uppgötvaðist að Hjörtur var horfinn. Og það hefur hann verið frá hvarfinu en skipverjar Víkings töldu fráleitt að hann hefði fallið milli skips og bryggju enda hafi báturinn legið þétt upp við bryggju.

Tíminn fjallaði um hið dularfulla hvarf á sínum tíma:

Seyðfirðingur hverfur í skozkum hafnarbæ

Varð eftir af félaga sínum á tali við bifreiðastjóra í veitingahúsdyrum

Mánudaginn 26. febrúar hvarf í Aberdeen í Skotlandi skipverji af vélskipinu Víkingi frá Seyðisfirði, maður um fimmtugt, Hjörtur Bjarnason að nafni, til heimilis í Seyðisfirði. Veit enginn, hvað af honum hefir orðið.

Hjálmar Vilhjálmsson, sýslumaður í Seyðisfirði, skýrði Tímanum svo frá þessum atburði: Víkingur kom til Aberdeen aðfaranótt mánudagsins, og var farmurinn seldur á mánudag, olía tekin og gengið frá skipinu í Viktoríudokk þar í höfninni.

Sást síðast á tali við bílstjóra


Klukkan 6—7 um kvöldið fór Hjörtur við þriðja mann í Stanleyhótel, skammt frá höfninni, og snæddu þeir félagar þar. Voru með honum Þorgeir Jónsson, einnig Seyðfirðingur, og Björn Einarsson, fyrsti vélstjóri. Er þeir höfðu setið einn til tvo klukkutíma í veitingahúsinu, bjuggust Hjörtur og Þorgeir til brottferðar, en Björn var eftir. Þegar út kom, veitti Hjörtur athygli bifreið, sem beið við veitingahúsið, og hafði orð á því við Þorgeir, að þeir fái sér bíl og aki niður að skipinu. Þorgeir eyddi því og hélt áfram, en Hjörtur dokaði við, og er Þorgeir leit um öxl, stóð hann við bílinn, að því er virtist í samræðum við bílstjórann. Hélt Þorgeir þá áfram til skips og háttaði, en morguninn eftir urðu skipverjar þess varir, að Hjörtur var horfinn, og spurðist ekki til hans eftir þetta.

Leitað til lögreglunnar

Skipstjórinn sneri sér þegar til lögreglunnar í Aberdeen og var skipið látið bíða í tvo daga, meðan hún rannsakaði málið. En ekki báru þessar eftirgrennslanir árangur. Skipverjum í Víkingi þykir ósennilegt, að Hjörtur hafi fallið í höfnina og drukknað, því að skipið lá fast við bryggju, svo að maður hefði varia komizt niður á milli borðstokks og bryggju, og borðstokkur skipsins nam ekki hærra en bryggjupallurinn. — Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefir snúið sér til stjórnarráðsins og óskað þess, að það hafi meðalgöngu um frekari eftirgrennslanir um það, hvað af Hirti hafi orðið. Hjörtur var sérstakt prúðmenni í allri framgöngu.

Íslenskur fjögurra barna faðir fannst látinn á Spáni

|
|

Íslendingur, 48 ára, fannst látinn á Spáni þann 12. júlí.

Samkvæmt heimildum DV fannst 48 ára gamall íslenskur maður látinn á Spáni fyrir þremur dögum. Dánarorsök eru á huldu en andlátið bar með óvæntum hætti. Verkefnastjóri hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra, Marín Þórisdóttir, staðfestir andlátið við DV.

„Ég get staðfest að viðkomandi fannst  látinn á Spáni. Við höfum ekki upplýsingar um að neitt saknæmt hafi átt sér stað,“ sagði Marín í svari sínu.

Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, Ægir Þór Eysteinsson staðfestir við DV að málið sé nú á borði borgaraþjónustunnar en getur ekki veitt frekari upplýsinga um einstök mál.

Maðurinn lætur eftir sig fjögur börn.

Bestís æði hefur gripið landann – Ís Teboðsstelpnanna uppseldur um allt land

Ástrós Trausta, Björn Boði, Ína María, Birgitta Líf frá opnunarveislunni. Ljósmynd: Aðsend

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Kjörís er ísinn Bestís uppseldur um allt land. Vinkonurnar Sunneva Einars og Birta Líf bjuggu til ísinn í samstarfi við Kjörís.

Á dögunum kom glænýr ís á markaðinn en vinkonurnar í Teboðinu, Sunneva Einars og Birta Líf fengu Kjörís til að gera ísinn Bestís fyrir þær en strax á föstudaginn var búið að tæma allar birgðir úr Kjörís. Þá var ísinn uppseldur um allt land í gærmorgun.

Gerð verður önnur tilraun á morgun til að fylla vel á allar verslanir landsins en skilaboðum rignir yfir söludeild Kjörís og ljóst að einhvern tíma mun taka að metta markaðinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Samkvæmt tilkynningunni hefur Kjörís aldrei fyrr fengið önnur eins viðbrögð við nýrri vöru og er þetta farið að minna á hið eftirminnilega „Prime“ ævintýri þegar erlendir áhrifavaldar stóðu á bak við orkudrykk sem verslunum gekk erfiðlega að eiga í nægjanlegu mæli bæði hérlendis sem erlendis.

„Kjörís hefur þegar aukið verulega framleiðslu sína og við reiknum með að hafa framleitt nægjanlegt magn til þess að sem flestir ættu að geti prufað hann í kringum næstu helgi,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni.

Karl Ágúst er hættur að horfa á fréttir: „Það hentar mér alveg prýðilega“

Karl Ágúst Úlfsson Ljósmynd: Þjóðleikhúsið

Karl Ágúst Úlfsson er alveg hættur að fylgjast með fréttunum og líður bara vel með það.

Listamaðurinn ástsæli, Karl Ágúst Úlfsson rifjar upp í nýlegri Facebook-færslu atriði sem hann samdi og flutti í Áramótaskaupinu 1986. Í atriðinu rappar Karl Ágúst ádeilu á fjölmiðlaæði Íslendinga.

„Nú eru umtalsverðir áratugir síðan ég samdi og flutti þetta atriði í Áramótaskaupi. Þá fannst mér það fjölmiðlafár og -della sem ríkjandi var skrambi hlægileg og eiginlega svolítið ógnvekjandi. Ekki gat mig grunað að fáeinum árum seinna ætti ég ekki annarra kosta völ en að fylgjast óhemjulega náið með öllum fjölmiðlum landsins svo engin einasta frétt eða viðburður færi framhjá mér. Og þið megið giska á ástæðuna fyrir því.“

Segir Karl Ágúst að hann hafi sennilega skaðast af því að fylgjast svona náið með öllum fréttum, bæði líkamlega og andlega.

„Þetta hlægilega og ógnvekjandi settist sumsé að í heilabúinu og þar með líka ljóðlínan „Ég er að missa vitið.“ Ég missti kannski ekki vitið – ekki alveg og ekki endanlega – en ég hef grun um að fjölmiðlayfirlegan hafi skaðað mig á ýmsan hátt, líkamlegan og andlegan, sem ég ætla ekki að ræða frekar hér og nú.“

Að lokum segist Karl Ágúst vera nánast alveg hættur að fylgjast með fréttum.

„En nú er ég sumsé nánast hættur að fylgjast með fréttum. Af og til fæ ég mína nánustu til að endursegja mér helstu tíðindin af pólitík, samfélagi og umheimi. Við veltum þeim kannski fyrir okkur saman svolitla stund og leiðum svo talið að öðru. Skömmu síðar er ég yfirleitt búinn að gleyma því hvað sé að frétta. Það hentar mér alveg prýðilega.“

Hér má sjá hið stórkostlega rapppönk atriði Karls Ágústs:

Crooks var lagður í einelti og þótti afleit skytta -Myndband náðist af honum rétt fyrir skothríðina

Thomas M. Crooks

Lík Jay Slater líklega fundið: „Krufning og réttarrannsóknir munu fylgja í kjölfarið“

Björgunarsveitarfólk sem leitað hefur að breska unglingnum Jay Slater á Tenerife hafa nú fundið lík af dreng en enn á eftir að staðfesta að það sé af Slater.

„Sönnunargögn benda sterklega“ til þess að líkamsleifarnar séu af hinum 19 ára Jay Slater, sögðu spænsk yfirvöld við Sky News.

Líkið „virðist vera af Jay Slater“ segja samtökin LBT Globat, sem hjálpar við leit að týndum Bretum í útlöndum en samtökin hafa verið fjölskyldu Slater innan handar.

Í yfirlýsingu frá samtökunum sagði ennfremur: „Svo virðist sem líkið hafi fundist nálægt staðnum þar sem farsími [Jay Slater] var síðast staðsettur. „Þó að enn eigi eftir að auðkenna líkið formlega, fundust eignir og föt Slater á líkinu. „Krufning og réttarrannsóknir munu fylgja í kjölfarið.“

Lögreglan sagði í yfirlýsingu að fjallabjörgunarsveit Almannavarna hefði fundið „líflaust lík ungs manns á Masca svæðinu eftir 29 daga stöðuga leit.“

Þeir bættu við: „Miðað við hversu flókið málið er, var uppgötvunin möguleg þökk sé stanslausri og nákvæmri leit sem var framkvæmd af almannavörðum þessa 29 daga. Til að koma í veg fyrir að forvitnir áhorfendur myndu mæta, hefur svæðið í kring verið afmarkað.

Lögregluan hélt áfram: „Allar vísbendingar benda til þess að þetta gæti verið ungi breski maðurinn sem hefur verið saknað síðan 17. júní, en ekki liggja fyrir fullkomin auðkenning. „Fyrstu rannsóknir benda til þess að hann gæti hafa dottið fyrir slysli á því óaðgengilega svæði þar sem hann fannst. „Við erum að bíða eftir niðurstöðu krufningar.“

 

 

 

Kourani hlaut átta ára fangelsisdóm – Gert að greiða milljónir króna í sakarkostnað

||
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd / Aldís Pálsdóttir|Ragnar Þór Ingólfsson

Rétt upp úr klukkan 11 í morgun dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Mohamad Kourani í átta ára fangelsi. Var hann ákærður fyrir stunguárás í Versluninni OK Market auk ýmissa brota gegn valdstjórninni, meðal annars líflátshótanir.

Samkvæmt RÚV er Kourani einnig gert að greiða 4.814.365 krónur í sakarkostnað sem og hálfa milljón og aftur 750.000 krónur í miskabætur, auk vaxta. Hnífsblað og skefti í hans eigu var aukreitist gert upptækt.

Einungis voru blaðamenn í dómssalnum, auk dómara þegar dómurinn var felldur, þar sem bæði verjandi og saksóknari boðuðu forföll.

Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu krafðist sex til átta ára fangelsis fyrir Kourani og er því dómurinn í samræmi við þá kröfu.

Ákæran var í sex liðum. Tveir liðirnir snúa að stunguárás í OK Market við Hlíðarenda í mars síðastliðnum. Var Kourani ákærður fyrir að hafa stungið mann í andlitið og veitast að öðrum manni í versluninni sem gerði tilraun til að koma hinum manninum til aðstoðar.

Þá snúa fjórir liðir ákærunnar að brotum gegn valdstjórninni en hann var ákærður fyrir að hrækja á fangavörð á Litla-Hrauni í júní í fyrra og fyrir að skvetta vökva af óþekktu tagi framan í annan fangavörð.

Aukreitis var hann ákærður fyrir að hafa hótað lögreglumanni á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, degi eftir hnífaárásina og hótað að drepa fjölskyldu hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg sama dag. Í dómsorðinu kom ekki fram fyrir hve marga liði ákærunnar Kourani var dæmdur en dómurinn birtist síðar í dag.

Vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson sagði frá því fyrr á árinu að Kourani hafi ítrekað hótað honum og fjölskyldu sinni í kjölfar niðurfellingar á kæru Kouranis gegn öðrum manni en Helgi staðfesti það fyrir hönd embættis ríkissaksóknara. Kourani hótaði í kjölfarið að myrða Helga og fjölskyldu hans og mætti margoft á skrifstofu hans og haft þar í hótunum. Árið 2022 var Kourani dæmdur fyrir þær hótanir í Héraðsdómi Reykjaness.

Maður á sextugsaldri ákærður vegna andláts á Akureyri – Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds

Akureyri - Mynd: Wikipedia

Gefin hefur verið út ákæra á hendur manni sem grunaður er um að hafa banað konu á Akureyri í apríl síðastliðnum.

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari héraðssaksóknara staðfestir við RÚV að ákæra hafi verið gefin út á hendur karlmanns á sjötugsaldri vegna gruns um að hann hafi orðið konu að bana á Akureyri í apríl. Vegna þess að ekki sé búið að birta sakborningi afrit af ákærunni er ekki hægt að segja nákvæmlega hvað felst í ákærunni.

Samkvæmt RÚV verður farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir manninum en hann hefur verið í haldi lögreglu frá 22. apríl. Þar með hefur hann verið í varðhaldi í 12 vikur sem er venjulega sá tímarammi sem hægt er að halda mönnum áður en ákæra er gefin út.

Dómari á eftir að taka kröfuna fyrir, samkvæmt Dagmar Ösp en farið er fram á gæsluvarðhald til 9. ágúst.

Það var klukkan 04:30 aðfaranótt mánudagsins 22. apríl sem lögregla var kölluð að heimahúsi í Naustahverfi á Akureyri. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang var þeim vísað á meðvitundalausa konu í íbúðinni og hófust endurlífgunartilraunir um leið en án árangurs.

Sakborningurinn og hin látna voru í sambúð í íbúðinni en þangað höfðu þau flutt nýverið ásamt syni sínum.

Hitinn fór upp í 28 gráður á Héraði í gær – Tók drónamyndir af Fellabæ í Spánarveðrinu

Fellabær úr lofti. Þar má meðal annars finna einn glæsilegasta gervigrasvöll landsins. Mynd: YouTube-skjáskot

Einmunablíða hefur verið austanlands síðustu daga en hitinn fór upp í 28 gráður á Egilsstaðaflugvelli í gær.

Á meðan Reykvíkingar hafa mátt þola vætutíð undanfarna viku hefur sólin leikið við Austfirðinga, þó mörgum þyki jafnvel um of en í gær fór hitinn upp í 28 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Garðar Valur Hallfreðsson ákvað að senda myndavéladrónann sinn yfir Fellabæ á Héraði til að mynda þann fallega bæ í blíðveðrinu.

Hér má sjá hið magnaða myndskeið:

Jón segist hafa sérkennilegan bókasmekk:„Mér finnst sérstaklega gaman að lesa um breiska snillinga“

Jón Gnarr segist ekki vera mikið fyrir skáldskap en detti þess í stað oft í „dellutímabil“ þar sem hann les allt sem hann kemst í.

Rithöfundurinn, leikarinn og fyrrum forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr skrifaði skemmtilega færslu á Facebook þar sem hann talar um bókasmekk sinn, sem hann segir sérkennilegan.

„Ég les ekki mikið skáldskap. Mér finnst gaman að lesa um vísindi og fílósófíu og svo tek ég dellutímabil þar sem ég les allt sem hönd á festir um eitthvað afmarkað efni. Síðast var það hundar. Þá las ég allar helstu bækur um þjálfun og atferlisrannsóknir á hundum. Þaráður var það víkingaöldin sem átti hug minn allan. Ég hef sérkennilegan smekk.“

Þá segist Jón vera meiri Tolstoj maður en Dostajevský maður.

„Mér finnst sérstaklega gaman að lesa um breiska snillinga sem eru alltaf alveg við það að missa frá sér allt vit. Þegar kemur að skáldskap er ég miklu meiri Dostajevský maður en Tolstoy. Stríð og friður er einhver allra leiðinlegasta bók sem ég hef á ævinni plægt mig í gegnum. ( Kannski fyrir utan Biblíuna). En aftur á móti er óskáldskapur Tolstojs í miklum metum hjá mér. Þar á ég samleið með Wittgenstein, en það er maður sem er í sérlegu uppáhaldi hjá mér þótt ég botni lítið í kenningum hans.“

Að lokum fræðir hann Facebook-vini sína um það sem nú er á náttborði hans.

„Ég hef lítið náð að lesa það sem af er þessu ári vegna verkefna. En ein athyglisverðasta bókin sem ég las í fyrra var When we cease to understand the world. Sérstaklega naut ég þess að lesa um Heisenberg. Nú nýlega byrjaði ég að lesa The maniac eftir sama höfund. Hún er ekki ósvipuð hinni en talsvert þyngri og myrkari. Veit ekki alveg hvað mér finnst. Ég á ekki í neinum erfiðleikum með að henda frá mér bókum sem ég nenni ekki að lesa. Sjáum hvað setur.“

Forsetinn synti í loðbrók og kleif fjallið Glissu: Gullmerki og Guðnakleif honum til heiðurs MYNDIR

Forsetinn í mannopi lýsistankans. Ríkharður Ríkharðsspn forsetabílstjóri fylgist með.

Heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Strandir lauk í gær. Forsetinn fór á kostum í þessari síðustu opinberu heimsókn sinni og fór ótroðnar slóðir. Hann kleif fjallið Glissu undir leiðsögn Ferðafélags Íslands og fékk gullmerki félagsins á efsta tindi að viðstöddum 25 manns. Forsetanum fráfarandi til heiðurs heitir nú klettur á hátindi fjallsins Guðnakleif.

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, afhendir Guðna forseta gullmerkik félagsins fyrir framlag hans til lýðheilsumála og hreyfingar. Athöfnin fór fram á toppi Glissu.
Mynd: Reynir Traustason.
Við upphöngustaðinn á Glissu. Mynd: GG

Eftir fjallgönguna var haldið í Ingólfsfjörð þar sem forseti og göngufólk fengu leiðsögn Guðjóns Ingólfssonar um gömlu síldarverksmiðjuna. Forsetinn gerði sér lítið fyrir og skreið inn um mannop í lýsistank verksmiðjunnar. Í framhaldinu mætti forseti Íslands í sjósund í Norðurfirði ásamt fjölda fólks á svæðinu. Athygli vakti sundskýlan hans sem er úr ull og kallast loðbrók.

Forsetinn brá sér í sjóinn, íklæddur Loðbrók. Fjölmenni fylgdi honu í hafið og annar eins fjöldi fylgdist með.
Mynd: Reynir Traustason.

Um kvöldið var Helgi Björns með tónleika í Fjárhúsinu á Valgeirsstöðum. Forsetinn steig þar á svið með Helga og hljómsveitinni og söng, Vertu þú sjálfur fyrir fullu húsi og uppskar gríðarleg fagnaðarlæti.

Heimsókn forsetans lauk í gær með heimsóknum í byggðasafnið Kört, kirkjurnar tvær, Kistuvog og Baskasetrið á Djúpuvík.

Forsetinn á Guðnakleif, hápunkti Glissu.
Við Kistuvog þar sem menn voru brenndir fyrir galdra.
Guðni forseti og gestir við gömlu kirkjuna í Árnesi. Mynd: Reynir Traustason.
Forsetinn við gömlu kirkjuna í Árnesi.
Guðjón Kristinsson hannaði og byggði upp Galdrastíginn að Kistuvogi. Hann leiddi forsetann að aftökustaðnum og færði honum sérsmíðaðan hníf, gegn örlitlu gjaldi. Mynd: rt

 

Guðrún Gunnsteinsdóttir frá Bergistanga segir forsetanum frá kirkjumálinu.
Helgi Björns vakti lukku í Fjárhúsinu.
Gengið um Galdrastíg.
Gestir við Kistuvog. Finnbogastaðafjall í baksýn.

 

Raddir