Thomas Matthew Crooks er nafn þess sem reyndi að drepa Donald Trump í gær með rifli en hæfði forsetann fyrrverandi í eyrað. Þá drap hann einn áhorfanda og særði tvo alvarlega, áður en leyniskytta leyniþjónustunnar skaut hann til bana. En hver var þessi tvíugi maður?
Hann var frá Bethel Park í Pennsylvaníu, um 70 kílómetra frá staðnum þar sem banatilræðið var framið. Hann útskrifaðist árið 2022 úr Bethal Park menntaskólanum en hann hlaut 68 þúsund króna verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í vísindum og stærðfræði, samkvæmt staðbundum fjölmiðli í Bethal Park.
Crooks vann í eldhúsi á hjúkrunarheimili í stuttri akstursfjarlægð frá heimili sínu, að því er fram kemur í frétt BBC. Kjósendaskrár ríkisins sýna að hann var skráður repúblikani, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Þá styrkti hann einnig samtökin ActBlu um 15 dollara árið 2021 en það er pólitísk aðgerðanefnd og fjáröflunarvettvangur sem stofnaður var til að þjóna vinstri sinnuðum og félagasamtökum Demókrata og stjórnmálamönnum.
Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum var Crooks í stuttermabol frá Demolition Ranch, YouTube rás sem er þekkt fyrir byssur sínar og niðurrifsefni. Rásin er með milljónir áskrifenda sem sýna myndbönd af mismunandi byssum og sprengibúnaði.
Lögreglumenn telja að vopnið sem notað var til að skjóta á Donald Trump hafi verið keypt af faðir Crook, að því er Associated Press fréttastofan greinir frá. Tveir ónafngreindir lögreglumenn sögðu við AP að faðir Crooks hafi keypt vopn fyrir að minnsta kosti sex mánuðum.
Daginn eftir skotárásina, sem sagt í dag, sögðu heimildarmenn lögreglunnar einnig CBS, samstarfsaðila BBC í Bandaríkjunum, að grunsamlegur tækjabúnaður hefði fundist í bifreið Crooks. Samkvæmt CBS var hinn grunaði með búnað sem var fáanlegur í venjulegri verslun sem virtist geta komið búnaðinum af stað. Sprengjutæknir var kallaður á vettvang til að tryggja og rannsaka tækin.
Hvert var tilefnið?
Eftir að hafa staðfest hver Crooks er, eru lögregla og stofnanir ríksins að rannsaka tilefni hans.
„Við höfum ekki tilgreindar ástæður eins og er,“ sagði Kevin Rojek, fulltrúi FBI í Pittsburgh, sem fer með rannsókn málsins, á kynningarfundi í gærkvöldi.
Rannsóknin á því sem átti sér stað gæti staðið yfir í marga mánuði og rannsakendur munu vinna „sleitulaust“ að því að greina hvers vegna Crooks var, sagði Rojek.
Í samtali við CNN sagði faðir Crooks, Matthew Crooks, að hann væri að reyna að átta sig á „hvað í fjandanum er í gangi“ en myndi „bíða þangað til ég tala við lögregluna“ áður en hann talaði um son sinn. Lögreglan lokaði veginum að húsinu þar sem Crooks bjó með foreldrum sínum, að því er CBS News greinir frá. Nágranni sagði við CBS að lögreglumenn hafi flutt hana á brott um miðja nótt án viðvörunar. Lögreglan í Bethel Park sagði að sprengjurannsókn væri í gangi í kringum heimili Crooks.
Heimildarmenn lögreglunnar sögðu CBS að þeir teldu ákveðna skipulagningu hafi verið gerð fyrir skotárásina. Hversu miklum tíma var varið í þá áætlanagerð er hins vegar enn viðfangsefni áframhaldandi rannsóknar.
Lögreglan telur að hann hafi verið einn að verki, en heldur áfram að rannsaka hvort hann hafi verið í fylgd einhvers á fundinum.