Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið íslenska stökkbreytingu sem þrefaldar líkurnar á sjálfsónæmi í skjaldkirtli.
RÚV segir frá því að íslenskur erfðabreytileiki í geni hafi fundist, sem þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Samkvæmt niðurstöðu rannsókna fær fimm prósent fólks sjálfsónæmissjúkdóminn einhvern tímann á ævinni.
Það voru vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar sem framkvæmdu stóra rannsókn þar sem skoðað var hvvaða erfðabreytileikar stuðluðu að sjálfsónæmi í skjaldkirtli en það er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn. Lýsir hann sér ýmist í vanvirkum eða ofvirkum skjaldkirtli.
Samkvæmt Sædísi Sævardóttur, vísindamanns hjá Íslenskri erfðagreiningu og einn rannsakenda, komu tvær sjaldgæfar stökkbreytinga í ljós við rannsóknir. „Ein sem finnst bara á Íslandi og önnur sem finnst bara í Finnlandi – sem bentu okkur á sérstakt áhættugen sem er kallað LAG3. Það vill svo til að þessi stökkbreyting sem er bara á Íslandi, hún fimmfaldar líkurnar á vitiligo og hún þrefaldar líkurnar á sjálfsónæmi í skjaldkirtli,“ segir Sædís.“
Að sögn Sædísar bera aðeins um 0,13 prósent einstaklinga þessar stökkbreytingar sem þýðir að um 500 Íslendinga bera þær. Segir hún að þrátt fyrir það sé ekki um að ræða eitthvað sem komi til með að þurfa að skima fyrir í framtíðnni. „Við gátum ekki séð tengsl við áhættu á dauða eða slíkt,“ segir hún.
Söng- og útvarpskonan Erna Hrönn Ólafsdóttir er að verða amma.
Gleðibomban vinsæla, Erna Hrönn tilkynnti í dag að brátt taki nýtt hlutverk hjá henni við, nefnilega ömmuhlutverkið.
„Gleðifréttir sem loksins má deila. Lítið HjartaGull er væntanlegt í fjölskylduna í janúar og hjörtun okkur eru að springa úr ást!“ Þannig hófst gleðifrétt Ernu Hrannar en sonur hennar, Máni Steinn á von á barni með kærustu sinni. Erna Hrönn hélt svo áfram:
„Elsku Máni Steinn og Elin Maria okkar eiga von á erfingja og nýtt hlutverk tekur við… Amma Erna og Afi Jöri bíða spennt eftir að fá að umvefja krílið hamingju og kærleika, Lífið er svo sannarlega ljúft.“
Hams Smith, bráðalæknir sem sneri nýlega heim frá Gaza, segist aldrei hafa orðið vitni að neinu eins hrikalegu og það sem hann sá á Gaza-svæðinu á öllum ferli sínum á átakasvæðum.
„Enginn getur undirbúið sig nægilega fyrir það sem palestínskir heilbrigðisstarfsmenn og Palestínumenn á Gaza hafa mátt þola á síðustu níu mánuðum,“ sagði Smith við Al Jazeera.
„Ég hef starfað í nokkrum átakasvæðum þar sem mannúðarkrísa ríkir, á ferli mínum hingað til og ekkert kemst jafnvel nálægt því mikla umfangi og villimennsku og ofbeldi sem verið er að beita palestínsku þjóðinni,“ sagði hann.
„Þetta eru örvæntingarfullir tímar og allir sem geta veitt gagnlegan stuðning á þessum tíma, hvort sem það eru læknar, hjúkrunarfræðingar eða næringarsérfræðingar og hafa þau forréttindi að komast inn á Gaza, ættu að gera það,“ bætti hann við og útskýrði þannig hvers vegna hann sneri aftur til strandarinnar í maí eftir fyrri ferð sína þar í desember.
„Ég hef alltaf fylgst með fótbolta af miklum áhuga. Alinn upp í Laugarneshverfinu svo að Fram var mitt félag. Náði reyndar aldrei neinum frama á fótboltavellinum og tilheyrði „ruslinu“ sem síðast var valið í lið. Brennandi áhugi og ástríða fyrir íþróttinni voru þó alltaf fyrir hendi.“
Óttar hefur verið lengi að og komið víða við; hann er ekkert sérstaklega að spá í síðasta eða þarsíðasta mót; hann er meira að velta sér upp úr grárri forneskjunni og byrjar á því að rifja upp mót sem fram fór þrettán árum áður en sá sem hér dansar á lyklaborðinu í þjóðbúningi ásamt útfríkuðum fræðimönnum þambandi malt sá heiminn utan bumbunnar í fyrsta sinn.
Óttar – Those were the days, my friend.
„Ég fylgdist með HM frá árinu 1958 þegar Svíar töpuðu fyrir Brasilíu. Úrslitaleikurinn 1966 er minnisstæður þegar Englendingar unnu Þjóðverja með dyggri aðstoð rússneskra línuvarða sem mundu enn þá orrustuna við Stalíngrað. Þá áttaði ég mig á öllu svindlinu í kringum leikinn.“
Bætir við:
„Tíminn hefur liðið og ég hef langdvölum setið límdur við skjáinn á EM og HM og ótal öðrum kappleikjum. Einu sinni reiknaði ég út hversu miklum tíma ég hefði varið í fótboltann og útkoman var skelfileg. Ég áttaði mig á því að hefði ég notað þennan tíma til t.d. tungumálanáms kynni ég í dag bæði portúgölsku og swahili og hrafl í öðrum málum.“
Þráin eftir því liðna – glötuðum tíma – er Óttari hugleikin.
Skrifar:
„Stundum var gaman en með árunum hefur fótboltinn orðið æ leiðinlegri. Yfirstandandi Evrópumót slær þó öll fyrri met í leiðindum. Varnarsinnuð lið standa áhugalaus í kringum miðjureitinn. Markaskorun er í algjöru lágmarki. VAR-dómgæslan hefur svo endanlega gengið frá leiknum. Dæmd eru víti á minniháttar brot þegar dómarinn er búinn að glápa á endursýningu tíu sinnum.“
„Fótboltinn er hægt og bítandi að snúast upp í jazzballet þar sem menn falla við minnstu snertingu á dramatískan hátt. Leiðinlegasta lið keppninnar er komið í úrslitaleikinn með dyggri aðstoð dómaranna eins og 1966.
Nú er ég endanlega hættur að horfa á fótbolta. Ég ætla í framtíðinni að verja þessum tíma í jóga og innhverfa íhugun og reyna að sættast við allan þennan glataða tíma sem fór í dapurlega knattspyrnuleiki.“
Persónuvernd er með nokkur kvörtunarmál frá einstaklingum vegna svokallaðs PEP-lista Keldunnar.
Mannlíf sagði frá því í júní að Keldan ehf. hefði sent Ásgeir Rúnar Helgason, dósent við Háskólann í Reykjavík, tilkynningu um að hann verði brátt settur á svokallaðan PEP-lista fyrirtækisins. Um er að ræða lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Í fyrra sagði Mannlíf einnig frá því að 14 ára barn varaþingmanns Miðflokksins hafi einnig verið sett á lista Keldunnar.
Skráningar á listann þýðir að aukið eftirlit er haft með einstaklingnum af hálfu fjármálafyrirtækja sem gæti haft í för með sér tafir á afgreiðslu eða jafnvel að viðkomandi fái ekki þjónustu í einhverjum tilfellum. Með auknu eftirliti má gera ráð fyrir að einstaklingar á listanum verði fyrir því að einstaklingsfrelsi þeirra þegar kemur að fjármálum verði að einhverju leyti skert.
PEP stendur fyrir „Politically Exposed Person“ sem gefur til kynna að aðilar listans séu viðriðnir stjórnmál, beint eða óbeint. Skráning á slíkan lista gefur ekki til kynna að aðilar á listanum séu glæpamenn eða grunaðir um slíkt en óbeinir aðilar eru skráðir vegna mögulegra áhrifa sem þeir gætu haft á þá sem skráningin kemur til út af eða stöðu sem gæti valdið því að þeir gætu verið notaðir til að greiða leið peningaþvættis eða hryðjuverka.
Mannlíf sendi fyrirspurn til Persónuverndar og spurði hvort listinn samræmdist lögum um persónuvernd. Í svari stofnunarinnar kom fram að nokkur kvörtunarmál væru á borði hennar og því gæti Persónuvernd ekki svarað spurningunni að svo stöddu.
„Persónuvernd hefur nú til meðferðar nokkur kvörtunarmál frá einstaklingum sem lúta að því sem fyrirspurn þín snýr að. Málin hafa ekki enn verið afgreidd og getur Persónuvernd því ekki svarað fyrirspurn þinni efnislega að svo stöddu.
Úrskurðir í málunum verða birtir á vefsíðu stofnunarinnar þegar þau hafa verið afgreidd.“
Eiginkona Brynjars Níelssonar, Arnfríður Einarsdóttir, sem hann kallar reyndar alltaf Soffíu á Facebook, vill að hann fái sér vinnu að nýju.
Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar segir í nýrri Facebook-færslu að eiginkona hans sé orðin þreytt á að hafa hann alltaf heima. Brynjar hefur lítið unnið frá því að hann hætti sem aðstoðarmaður þáverandi dómsmálaráðeherrans Jóns Gunnarssonar í fyrra.
„Nú horfi ég út um stofugluggann á sumarið í iðjuleysi mínu, sem minnir á sumrin þegar ég var barn og unglingur og vísindamenn sögðu mér að nú væri litla ísöldin komin þrátt fyrir mikla aukningu á koltvísýringi í andrúmsloftinu af mannavöldum.“ Þannig hefst færsla Brynjars en hann segir í næstu setningu að eiginkonan þjáist af loftlagskvíða sem sé þó smámál miðað við stærra vandamál:
„Þótt Soffía þjáist af loftslagskvíða er hann smámál miðað við kvíðann að hafa mig heima alla daga. Hún sendir mig gjarnan út í búð til að kaupa einn hlut í einu þannig að ég þurfi að fara 10-20 sinnum í búðina á hverjum degi. Hún hefur lagt til að ég gangi hringinn í kringum landið, eins og Reynir Pétur forðum daga, og safni áheitum fyrir sjálfan mig. Ég þurfi hins vegar að læra að vera jákvæður eins og hann.“
Að lokum segir hann að „Soffía“ sé með ákveðnar hugmyndir um það sem hann ætti að taka sér fyrir hendur:
„Þá vill Soffía að ég fari að vinna og spurði hvort ég gæti bara ekki opnað lögmannstofuna aftur. Og af því að ég væri svo athyglissjúkur gæti ég rekið málin mín í fjölmiðlum eins og stjörnulögmennirnir gera. En hún benti mér á að það þýddi lítið fyrir mig að fara að kenna í háskólunum aftur. Nemendur í dag vilja ekki láta græta sig alla daga.“
Stórsigur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á Þjóðverjum í gærkvöldi er meira afrek en ef karlalandsliðið myndi sigra hið þýska. Þetta segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður.
Eins og alþjóð veit sigruðu „stelpurnar okkar“ í kvennalandsliðinu í knattspyrnu, þýska landsliðið á Laugardalsvelli í gær með afar sannfærandi hætti, 3-0. Með því tryggðu þær sér þátttöku á EM að ári. Illugi Jökulsson skrifaði Facebook-færslu eftir leikinn þar sem hann bendir á hversu gríðarlega stór sigur þetta hafi verið og segir að þýska kvennaliðið sé hærra skrifað en karlaliðið og því merkilegra en ef „strákarnir okkar“ myndu vinna þýska karlalandsliðið.
Hér má lesa færsluna í heild:
„Bara svona ef þið skylduð ekki átta ykkur á hvað þetta var stórkostlegt, þá er í raun mun meira afrek af kvennaliðinu að vinna Þýskaland en ef karlaliðinu hefði tekist það (sem karlaliðinu hefur reyndar aldrei tekist). Á stigalista FIFA hefur kvennalið Þýskalands oftast verið í 2.-3. sæti og ALDREI neðar en í 6. sæti. Núna í 4. sæti. Karlalið Þýskalands hefur hins vegar samfleytt í sex ár verið í sætum 11.-16. á karlalistanum og er nú í 16. sætinu. Þetta bendi ég ekki á karlaliðinu til hnjóðs heldur bara til að árétta hvað 3-0 sigur í keppnisleik gegn Þýskalandi í kvennaboltanum er magnaður árangur.“
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð furðuleg tilkynning rétt eftir miðnætti í nótt. Hringjandinn sagði nokkra menn vera að slást utandyra í Kórahverfinu í Kópavogi og það berir að ofan með boxhanska. Þegar lögreglu bar að reyndust þetta vera upprennandi hnefaleikakappar að æfa sig. Var þeim kurteisislega bent á að þetta væri mögulega ekki besti tíminn til slíkra æfinga. Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar.
Þar segir einnig að tíu ökumenn hafi verið sektaðir fyrir að aka á göngugötu á Austurstræti en frá 1. júlí til 1. október er Austurstræti frá Pósthússtræti að Ingólfstorgi göngugata. Þá er aukreitis Veltusund og Vallarstræti vestan Veltusunds göngugata en það var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar 19. júní.
„Lögregla vill því að gefnu tilefni minna á að akstur á göngugötum er eðli málsins samkvæmt með öllu óheimill nema undanþágur séu í gildi svo til vegna vörulosana eða að ökumaður sé handhafi stæðiskorts hreyfihamlaðra,“ segir í dagbókinni.
Sjónvarpsstjarnan fyrrverandi, Logi Bergmann Eiðsson, er um það bil að flytja til Washington ásamt eiginkonu sinni, Svanhildi Hólm Valsdóttur sem tekur við embætti sendiherra Íslands í sumar. Lifibrauð hjónanna er einn stærsti bitlingur sem hægt er að hreppa. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, rétti Svanhildi, fyrrverandi aðstoðarmanni sínum, embættið án auglýsingar eða ferils sem ætti að teljast eðlilegur.
Margir sakna Loga úr fjölmiðlum en hann missti starf sitt hjá Mogganum og verkefni hjá Símanum eftir að Vitalía Lazareva bar hann þungum sökum um kynferðislegt áreyti og blygðunarsemisbrot á hóteli í Borgarfirði. DV segir frá því að undanfarið hafi ferðamenn sést með flugfreyjutöskur með hlíf sem státar af andliti Loga. Gárungar velta fyrir sér hvort kappinn sé orðinn goðsögn á meðal túrista og geti gert út á að selja andlit sitt á ferðatöskur …
Aðfararnótt þriðjudagsins 18. nóvember árið 1997 var hræðileg nótt fyrir öryrkja á Kleppsvegi í Reykjavík en þá brutust þrír glæpamenn inn í íbúð hans og réðust á hann.
Miðaldra öryrki vissi ekki hvað á sig stóð veðrið nóttina 18. nóvember 1997 þegar þrír menn ruddust skyndilega inn í íbúð hans á Kleppveginum og kefluðu hann. Misþyrmdu þeir svo honum og stálu af honum ýmsum heimilistækjum og lögðust einnig svo lágt að stela öndunartæki mannsins. Þegar mennirnir voru búnir að tæma íbúðina af öllu verðmætu náði öryrkinn að losa sig og hringja eftir hjálp lögeglunnar. Var hann fluttur rakleiðis á slysadeild en var ekki í lífshættu. Mennirnir náðust fljótlega en þeir reyndust góðkunningjar lögreglunnar. Einn þeirra, Einar Sigurjónsson var tíu árum áður dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana ungum manni í verðbúð í Innri-Njarðvík með hnífi. Voru þeir allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
DV gerði eftirfarandi frétt um málið:
Þrír ræningjar réðust inn á heimili á Kleppsvegi í nótt:
Bundu, börðu og kefluðu öryrkja Þrír menn réðust inn á heimili öryrkja, miðaldra manns, á Kleppsvegi í nótt, tóku hann úr öndunarvél og og veittu honum verulega áverka. Maðurinn var einn heima þegar árásarmennirnir ruddust inn. Þeir tóku hann úr öndunartæki, sem hann notaði, bundu hann, kefluðu, stungu og skáru með hnífi. Þeir spörkuðu í hann og skildu síðan eftir á stól með snöra um hálsinn. Þremenningarnir hreinsuðu flest fémætt úr íbúðinni, hljómflutningstæki, sjónvarp og ýmislegt fleira. Mennirnir munu meira að segja hafa tekið öndunartækið með sér. Það sem varð manninum til bjargar var að hann náði að losa sig úr snöranni og skríða eftir aðstoð. Lögregla var kölluð á vettvang og var maðurinn umsvifalaust fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar var hlúð að honum og var hann þar í gæslu í nótt. Samkvæmt upplýsingum læknis í morgun er maðurinn ekki talinn í lífshættu. Lögreglan vildi lítið tjá sig um málsatvik en sagði þó flest benda til þess að fómarlambið hafi þekkt árásarmennina, þó ekki að neinu góðu. Aðalvarðstjóri lögreglunnar sagði við DV að fómarlambið væri enginn misindismaður. Hann sagði málið myndu skýrast betur þegar líða færi á daginn. Reynt yrði að ræða við fómarlambið nú í morgun og það myndi vonandi leiða til handtöku árásarmannanna. Daginn eftir kom eftirfarandi frétt um málið á DV:
Árásarmennirnir á Kleppsvegi:
Einn hefur orðið manni að bana Einn af þremenningunum sem réðst á íbúa á Kleppsvegi í fyrrinótt er tiltölulega nýlega kominn út úr fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir manndráp. Hæstiréttur dæmdi manninn í 14 ára fangelsi árið 1988 fyrir að hafa banað ungum manni með hnífi í verbúð í Innri-Njarðvík í ágúst 1987. Tveir aðrir menn era i haldi lögreglu vegna málsins. Einn af þremenningunum hefur þegar verið úrskurðaöur í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan í Reykjavík mun að líkindum fara fram á að hinir tveir verði úrskurðaðir í dag. Árásin á Kleppsvegi telst mjög fólskuleg. Maðurinn sem ráðist var á hefur komiö við sögu fíkniefnamála. Árásarmennirnir þrir eru allir þekktir afbrotamenn hjá lögreglu.
Maður var handtekinn um borð í flugvél American Airlines flugfélagsins eftir að hann gerði sér lítið fyrir og meig á gólf vélarinnar, fyrir framan aðra flugfarþega.
Ljósmyndir af karlkyns farþega um borð í flugvél hafa verið í dreifingu á netinu undanfarið en þar sést ungur maður létta á sér fyrir framan aðra flugfarþega. Flugvélin er í eigu American Airlines og var að fljúga frá Chicago til New Hampshire en flugvélinni var lent vegna atviksins í Buffalo.
Á einni ljósmyndinni sést lögreglumaður koma um borð í flugvélinni en maðurinn var handtekinn og ákærður fyrir ósæmilega hegðun. Samkvæmt TMZ heitir maðurinn Neil McCarthy en ástæðan sem hann ku hafa gefið lögreglunni er sú að hann hafi drukkið fjöldi glasa af Jack Daniels og kók áður en hann fór um borð í vélina í Oregon og fleiri eftir millilendinguna í Chicago.
Katrín Oddsdóttir stingur upp á þjóðfund um sjókvíaeldi.
Lögfræðingurinn og baráttukonan Katrín Oddsdóttir hefur verið einn ötulasti andstæðingur sjókvíaeldisfrumvarpsins sem lagt var fram í vor af matvælaráðherra Vinstri grænna. Og hún hefur ekkert gefið eftir í andstöðu sinni þó að afgreiðsla frumvarpsins hafi frestast fram á haust. Í nýrri Facebook-færslu stingur hún upp á þjóðfundi um málefnið.
„ÞJÓÐFUNDUR UM SJÓKVÍAELDI
Í stað þess að setja misgáfulegar lagareglur utan um sjókvíaeldi held ég að það væri heillavænlegra að halda þjóðfund um málið og finna þannig út hvort við viljum áframhaldandi sjókvíaeldi, aukningu á því eða að fasa það út.“ Þannig hefst færsla Katrínar en hún segist hafa fulla samúð með byggðarlögum sem treysta á þennan iðnað en …:
„Ég hef fulla samúð með byggðarlögum sem eru farin að byggja afkomu sínu á þessum iðnaði en það að ramma inn þessa mengandi stóriðju til framtíðar með lagasetningu, sem auk þess er meingölluð, er fullkomlega fáranlegt að mínu mati. Fyrir liggur að meiri hluti þjóðarinnar sem byggir þetta land er andvígur þessum iðnaði vegna neikvæðra áhrifa hans á náttúru landsins.“
Að lokum segist hún halda að hægt væri að finna góðar lausnir á málinu.
„Ég held að við gætum fundið mjög góðar lausnir á þessu ef við fengum tækifæri til þess að tala saman um þetta í stað þess að vaða áfram með bundið fyrir augun.“
Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.
Birna Péturs – Villikerling
Hasar – Gestalæti
White Nephews – Passion Street
Svavar Viðarsson og Elíza
Geirfuglarnir – Fyrirheitna landið
Glúmur Baldvinsson íhugar að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna.
Alþjóðastjórnmálafræðingurinn og húmoristinn Glúmur Baldvinsson er ekki sáttur við stöðu mála í Bandaríkjunum, eins og svo margir aðrir. Í nóvember verður næsti forseti landsins kosinn en valið stendur á milli tveggja misaldraðra manna, Donald Trump og Joe Biden.
Glúmur skrifaði Facebook-færslu þar sem hann hlekkjar frétt um nýjustu mismæli Joe Biden en hann kallaði Úkraínuforseta Putin á fund Nato-ríkjanna í gær og kallaði síðan varaforseta sinn Trump. Segist Glúmur íhuga nú alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, til að „bjarga heimsbyggðinni og gervöllu mannkyni frá glötun.“:
„Nú íhuga ég af fullri alvöru – sem afkomandi Leifs Heppna – að bjóða mig fram til embættis Forseta Bandaríkjanna.
Ekki til að svala eiginn metnaði heldur til að bjarga heimsbyggðinni og gervöllu mannkyni frá glötun.
Ég lít á það sem skyldu mína og byrði sem mér er ætlað að axla.
Það sem maður leggur ekki á sig fyrir aðra.
Let us correct America. And lets make Canada great again! And Putin.“
Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust.
Nýjasta stuttmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, O (Hringur), með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverki, var valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppninnar í Feneyjum.
O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur.
Verður þetta í áttugasta og fyrsta skiptið sem þessi árlega kvikmyndahátíð fer fram sem gerir hana af einni þeirri elstu í heiminum. Á hverju ári bítast tvær virtustu kvikmyndahátíðar heims, Feneyjar og Cannes, að frumsýna helstu myndir ársins.
Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Rúnari í ár en í vor frumsýndi hann kvikmyndina LJÓSBROT sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á þessari Cannes hátíð.
Rúnar á blaðamannafundinum:
„Við erum náttúrulega voðalega ánægð með þennan heiður sem myndirnar okkar hefur hlotið. Þetta er mikið til sama fólkið sem er á bakvið myndavélina sem kemur að bæði O og Ljósbrot. Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru einnig gríðaleg viðurkenning fyrir Íslenska kvikmyndagerð. Fyrir það mikla starf sem stjórnvöld og einkaaðilar hafa unnið undanfarin ár.“
Heather Millard framleiðandi:
„Okkur hlakkar til að frumsýna myndirnar heima á Íslandi. Við byrjum á Ljósbrot um miðjan ágúst, í samstarfi við Sambíóin. Þó að myndin hafi verið að fá upphefð erlendis að þá erum við að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur, mynd sem gerist í íslenskum veruleika. Húmor flyst ekki alltaf á milli landa. Við erum svolítið spennt að heyra hversu mikið íslendingar hlæja og hvar, miðað við áhorfendur í Cannes.“
Rúnar:
„Skilmálar stóru hátíðanna eru að þar séu heimsfrumsýningar. Þannig að eftir Feneyjar í byrjun september að þá munu myndirnar vera sýndar saman í ákveðnum kvikmyndahúsum. Íslendingar vita hversu góður leikari Ingvar Sigurðsson er þannig að það er svo sem ekkert nýtt. En hann er alveg ótrúlegur í þessari mynd. Ein hans besta framistaða, ef ekki sú besta.“
O er fjórða stuttmynd Rúnars sem vekur athygli á heimsvísu.
Hinar þrjár eru Krossgötu þríleikurinn (Síðasti bærinn, Smáfuglar og Anna) sem hlutu um eitthundrað alþjóðleg verðlaun og fengu einnig ýmsar aðrar viðurkenningar. Til að mynda var Síðasti bærinn tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2006. Eftir Rúnar liggja einnig kvikmyndirnar; Eldfjall, Þrestir, Bergmál og Ljósbrot, sem hafa verið valdar á sumar af helstu kvikmyndahátíðum heims og unnið til fjöldan allan af verðlaunum.
Upplýsingar um O: Aðalhlutverk: Ingvar Sigurðsson
Leikstjóri & Handritshöfundur: Rúnar Rúnarsson Framleiðandi: Heather Millard, Rúnar Rúnarsson Meðframleiðendur: Siri Hjorton Wagner Jenny Luukkonen, Film i Väst Valentina Chamorro Westergårdh, SVT
Yfirframleiðendur: Claudia Hausfeld Þórður Jónsson Mike Downey Lilja Ósk Snorradóttir
Stjórn kvikmyndatöku: Sophia Olsson Tónlist: Kjartan Sveinsson Hljóðhönnun: Jesper Miller Búningahöfundur: Helga Rós Hannam
Leikmynd: Hulda Helgadóttir
Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir
Framleiðslufyrirtæki: Compass Films, Halibut
Meðframleiðslufyrirtæki: [sic] film, Film i Väst og SVT
Sölu- og dreifingarfyrirtæki erlendis: The Party Film Sales
Styrkt af kvikmyndamiðstöð Íslands og Sænsku Kvikmyndamiðstöðinni.
Skipstjóri og annar stýrimaður flutningaskipsins Longdawn hlutu skilorðsbundinn dóm í dag.
Í dag kvað Héraðsdómur Reykjaness upp dóm yfir skipstjóra og öðrum stýrimanni flutningaskipsins Longdawn en hlutu þeir skilorðsbundinn fangelsisdóm. Játuðu þeir báðir sök í málinu við þingfestingu í gær. Var skipstjórinn dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar og stýrimaðurinn til átta mánaða fangelsisvistar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir eins og áður hefur komið fram. Skipstjórinn var einnig sviptur skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði og má ekki heldur gegna stöðu stýrimanns næstu þrjá mánuði.
Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa yfirgefið slysstað eftir að skip þeirra sigldi á strandveiðibátinn Höddu í maí síðastliðnum og koma skipverja bátsins ekki til bjargar. Slysið gerðist út af Garðskaga en mennirnir tveir voru handteknir við komuna til Vestmannaeyja stuttu síðar og hafa sætt farbanni síðan.
Að auki var skipstjórinn sakfelldur fyrir að vera undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna þegar slysið varð.
Mennirnir geta nú yfirgefið landið í ljósi þess að refsingin er skilorðsbundin.
Viðar Geir Skjóldal varð bráðkvaddur á heimili sínu á Spáni síðastliðinn sunnudag. Var hann aðeins 39 ára að aldri.
Viðar var einn vinsælasta Snap-chat stjarna landsins en þá vegferð hóf hann 2017, undir nafninu Enski boltinn og eftir það var hann oft kallaður Enski. Var hann gríðarlegur áhugamaður um enska fótboltann eins og nafnið gefur til kynna og var hann einn harðasti aðdáandi Liverpool á landinu, þó víðar væri leitað. Snöppin hann þóttu oft fyndin, hispurslaus og skemmtileg en í seinni tíð urðu þau persónulegri og sýndi lífið á Torrevieja á Spáni þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni.
Viðar lést á brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans, Helgu Kristínu en þau giftu sig 2020. Samtals áttu þau fjögur börn.
Mannlíf sendir Helgu Kristínu, fjölskyldu og vinum Viðars samúðarkveðjur.
Folald hefur verið nefnt eftir Höllu Hrund Logadóttur. Þetta tilkynnti hún í skemmtilegri Facebook-færslu í gær.
Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar og fyrrum forsetaframbjóðandi sagði frá því í gær að einn af stuðningsmönnum hennar hafi lofað henni í vor að hann myndi nefna ófætt folald í höfuðið á henni, yrði það meri. Það reyndist svo og nú á Halla Hrund nöfnuna Hrund. Og forstjórinn gæti ekki verið ánægðari með nöfnuna, enda minnir hún á fyrsta hesti Höllu Hrundar. Litla Hrund er ekki undan ómerkari hrossi en Lukku frá Stóra-Vatnsskarði.
Hér má sjá færslu Höllu Hrundar:
„Það er svo margt skemmtilegt í lífinu! Einn af mínum af frábæru stuðningsmönnunum sem ég þekkti ekki neitt fyrir baráttu hét mér í vor að nefna ófætt foldald „Hrund“ yrði það meri. Sú varð rauninn og hann stóð við stóru orðin þrátt fyrir allt, nú í júní. Og viti menn, haldið þið að Hrund litla sé ekki rauðblesótt, alveg eins og fyrsti hesturinn minn og líka undan undan rauðblesóttri meri líkt og hann. Hrund litla er hins af töluvert betri ættum en við til samans! Það fékk ég staðfest á Landsmóti. Hér má sjá mynd af okkar fyrstu kynnum. Bjarta framtíð elsku Hrund! Ég hlakka til að fylgjast með þér.“
„Sá einhver skært og furðulegt ljós á norðuhimni í kvöld? Eða sér jafnvel enn?“ Þetta skrifaði Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu Sævar á Facebook í gærkvöldi en fjöldi Austfirðinga sá furðulegt loftfar hátt á lofti í gær og veltu fyrir sér hvað væri eiginlega í gangi.
Ýmsar kenningar voru settar fram á Facebook, en flestir töldu að annað hvort væri um að ræða veðurbelg frá Veðurstofu Íslands eða njósnabelg frá Kína. Hvorugar kenningarnar reyndust þó réttar.
Stjörnu Sævar var auðvitað með það á hreinu hvaða dularfulla loftfar þetta var.
Gefum honum orðið:
„Þetta er sólarsjónauki sem kallast Sunrise III. Hann svífur í loftbelg í heiðhvolfinu í um 36 km hæð til þess að nema útfjólublátt ljós sem ósonlagið annar gleypir. Sjónaukinn er að rannsaka segulsvið sólarinnar.
Sunrise III var sendur á loft í gær, 10. júlí, frá Kiruna í Svíþjóð.“
Tónlistarmennirnir Freyr og Elvar voru að gefa út glænýtt lag sem ber heitið SKART.
Mannlíf ræddi við tónlistarmanninn Róbert Frey Ingvason, sem gefur út tónlist undir nafninu Freyr. Hann var rétt í þessu að gefa út glænýtt lag ásamt félaga sínum Elvari.
Samkvæmt Frey varð lagið til á dimmu vetrarkvöldi í Keflavík.
„SKART varð til í febrúar á dimmu vetrarkvöldi í Keflavík, ég á það til að gera mikið af hljóðgrunnum og byrjaði þetta allt á 30 sek bút sem ég fékk góð vin minn hann Elvar til að syngja yfir og við tók nokkra daga vinnsla við að púsla saman hugmyndum. Lagið er eftir mig og texti eftir okkur báða.“
Freyr segir lagið vera um ástina.
„Lagið er tilfinningaríkt og er um ást, bæði ástina sem þú berð til þeirra sem þú elskar og ástina sem þú berð gangvart sjálfum þér, því hvern geturu elskað ef þú elskar ekki sjálfan þig? Eins er hægt að túlka þetta á ýmsa vegu.“ Bætti hann við:
„Mitt uppáhald við þetta lag er klárlega versið sem lýsir sér svona:
„Nú er ég bara að hugsa um mig
Fer út í heiminn og vegirnir kunnugir
lífið það líður og minnir á stuttmyndir
þakklátur fyrir tímann sem að ég upplifði“.“
Þá fer Freyr nokkuð djúpt í næstu línu í samtalinu við Mannlíf:
„Það eru margir sem hafa týnt sér í ástinni bæði á góðan og slæman hátt, eftir það þá áttar maður sig á því að maður þarf að hugsa um sjálfan sig og vera þakklátur fyrir það sem áður var. Þetta eru svona þær bestu skýringar sem ég get komið inná um hvað lagið er, og eins og ég segi fólk getur sett sjálft sig í þessar aðstæður og túlkað lagið á sinn hátt.“
Mannlíf spurði Frey hvort hann hvert hann hefði sótt innblástur fyrir lagið og ekki stóð á svari:
„Innblásturinn við þetta lag var klárlega sá að setja tilfinningar á lag sem hægt er að dansa við og lýða vel, þegar lagið byrjar þá heyriru ýmis hljóð sem draga eyrun að og segja þér sögu.“
Þeir félagar eru með fleiri lög í þessum stíl að sögn Freys en í ágúst kemur út annað lag með þeim:
„Við Elvar erum með nokkur lög í þessum stíl eins fullt af öðrum verkefnum sem við erum að vinna í. Hvað er framundan ? Við erum að gefa út annað lag þann 1.ágúst sem heitir ÚT Í KVÖLD. Mixið á laginu er eftir mig og fengum við þann heiður að fá Glenn Schick til að mastera lagið.“
Og þeir eru hvergi nærri hættir:
„Við Elvar erum ekki mikið að flækja hlutina fyrir okkur og ætlum að gefa út nóg af tónlist á næstunni, viðtökunar frá því að fyrsta lagið okkar kom út hafa verið alveg frábærar.“
Hlusta má á lagið áSpotifyen hér má svo sjá Spotify-reikninga Freysog Elvars.
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið íslenska stökkbreytingu sem þrefaldar líkurnar á sjálfsónæmi í skjaldkirtli.
RÚV segir frá því að íslenskur erfðabreytileiki í geni hafi fundist, sem þrefaldar áhættu á sjálfsónæmi í skjaldkirtli. Samkvæmt niðurstöðu rannsókna fær fimm prósent fólks sjálfsónæmissjúkdóminn einhvern tímann á ævinni.
Það voru vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar sem framkvæmdu stóra rannsókn þar sem skoðað var hvvaða erfðabreytileikar stuðluðu að sjálfsónæmi í skjaldkirtli en það er algengasti sjálfsónæmissjúkdómurinn. Lýsir hann sér ýmist í vanvirkum eða ofvirkum skjaldkirtli.
Samkvæmt Sædísi Sævardóttur, vísindamanns hjá Íslenskri erfðagreiningu og einn rannsakenda, komu tvær sjaldgæfar stökkbreytinga í ljós við rannsóknir. „Ein sem finnst bara á Íslandi og önnur sem finnst bara í Finnlandi – sem bentu okkur á sérstakt áhættugen sem er kallað LAG3. Það vill svo til að þessi stökkbreyting sem er bara á Íslandi, hún fimmfaldar líkurnar á vitiligo og hún þrefaldar líkurnar á sjálfsónæmi í skjaldkirtli,“ segir Sædís.“
Að sögn Sædísar bera aðeins um 0,13 prósent einstaklinga þessar stökkbreytingar sem þýðir að um 500 Íslendinga bera þær. Segir hún að þrátt fyrir það sé ekki um að ræða eitthvað sem komi til með að þurfa að skima fyrir í framtíðnni. „Við gátum ekki séð tengsl við áhættu á dauða eða slíkt,“ segir hún.
Söng- og útvarpskonan Erna Hrönn Ólafsdóttir er að verða amma.
Gleðibomban vinsæla, Erna Hrönn tilkynnti í dag að brátt taki nýtt hlutverk hjá henni við, nefnilega ömmuhlutverkið.
„Gleðifréttir sem loksins má deila. Lítið HjartaGull er væntanlegt í fjölskylduna í janúar og hjörtun okkur eru að springa úr ást!“ Þannig hófst gleðifrétt Ernu Hrannar en sonur hennar, Máni Steinn á von á barni með kærustu sinni. Erna Hrönn hélt svo áfram:
„Elsku Máni Steinn og Elin Maria okkar eiga von á erfingja og nýtt hlutverk tekur við… Amma Erna og Afi Jöri bíða spennt eftir að fá að umvefja krílið hamingju og kærleika, Lífið er svo sannarlega ljúft.“
Hams Smith, bráðalæknir sem sneri nýlega heim frá Gaza, segist aldrei hafa orðið vitni að neinu eins hrikalegu og það sem hann sá á Gaza-svæðinu á öllum ferli sínum á átakasvæðum.
„Enginn getur undirbúið sig nægilega fyrir það sem palestínskir heilbrigðisstarfsmenn og Palestínumenn á Gaza hafa mátt þola á síðustu níu mánuðum,“ sagði Smith við Al Jazeera.
„Ég hef starfað í nokkrum átakasvæðum þar sem mannúðarkrísa ríkir, á ferli mínum hingað til og ekkert kemst jafnvel nálægt því mikla umfangi og villimennsku og ofbeldi sem verið er að beita palestínsku þjóðinni,“ sagði hann.
„Þetta eru örvæntingarfullir tímar og allir sem geta veitt gagnlegan stuðning á þessum tíma, hvort sem það eru læknar, hjúkrunarfræðingar eða næringarsérfræðingar og hafa þau forréttindi að komast inn á Gaza, ættu að gera það,“ bætti hann við og útskýrði þannig hvers vegna hann sneri aftur til strandarinnar í maí eftir fyrri ferð sína þar í desember.
„Ég hef alltaf fylgst með fótbolta af miklum áhuga. Alinn upp í Laugarneshverfinu svo að Fram var mitt félag. Náði reyndar aldrei neinum frama á fótboltavellinum og tilheyrði „ruslinu“ sem síðast var valið í lið. Brennandi áhugi og ástríða fyrir íþróttinni voru þó alltaf fyrir hendi.“
Óttar hefur verið lengi að og komið víða við; hann er ekkert sérstaklega að spá í síðasta eða þarsíðasta mót; hann er meira að velta sér upp úr grárri forneskjunni og byrjar á því að rifja upp mót sem fram fór þrettán árum áður en sá sem hér dansar á lyklaborðinu í þjóðbúningi ásamt útfríkuðum fræðimönnum þambandi malt sá heiminn utan bumbunnar í fyrsta sinn.
Óttar – Those were the days, my friend.
„Ég fylgdist með HM frá árinu 1958 þegar Svíar töpuðu fyrir Brasilíu. Úrslitaleikurinn 1966 er minnisstæður þegar Englendingar unnu Þjóðverja með dyggri aðstoð rússneskra línuvarða sem mundu enn þá orrustuna við Stalíngrað. Þá áttaði ég mig á öllu svindlinu í kringum leikinn.“
Bætir við:
„Tíminn hefur liðið og ég hef langdvölum setið límdur við skjáinn á EM og HM og ótal öðrum kappleikjum. Einu sinni reiknaði ég út hversu miklum tíma ég hefði varið í fótboltann og útkoman var skelfileg. Ég áttaði mig á því að hefði ég notað þennan tíma til t.d. tungumálanáms kynni ég í dag bæði portúgölsku og swahili og hrafl í öðrum málum.“
Þráin eftir því liðna – glötuðum tíma – er Óttari hugleikin.
Skrifar:
„Stundum var gaman en með árunum hefur fótboltinn orðið æ leiðinlegri. Yfirstandandi Evrópumót slær þó öll fyrri met í leiðindum. Varnarsinnuð lið standa áhugalaus í kringum miðjureitinn. Markaskorun er í algjöru lágmarki. VAR-dómgæslan hefur svo endanlega gengið frá leiknum. Dæmd eru víti á minniháttar brot þegar dómarinn er búinn að glápa á endursýningu tíu sinnum.“
„Fótboltinn er hægt og bítandi að snúast upp í jazzballet þar sem menn falla við minnstu snertingu á dramatískan hátt. Leiðinlegasta lið keppninnar er komið í úrslitaleikinn með dyggri aðstoð dómaranna eins og 1966.
Nú er ég endanlega hættur að horfa á fótbolta. Ég ætla í framtíðinni að verja þessum tíma í jóga og innhverfa íhugun og reyna að sættast við allan þennan glataða tíma sem fór í dapurlega knattspyrnuleiki.“
Persónuvernd er með nokkur kvörtunarmál frá einstaklingum vegna svokallaðs PEP-lista Keldunnar.
Mannlíf sagði frá því í júní að Keldan ehf. hefði sent Ásgeir Rúnar Helgason, dósent við Háskólann í Reykjavík, tilkynningu um að hann verði brátt settur á svokallaðan PEP-lista fyrirtækisins. Um er að ræða lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Í fyrra sagði Mannlíf einnig frá því að 14 ára barn varaþingmanns Miðflokksins hafi einnig verið sett á lista Keldunnar.
Skráningar á listann þýðir að aukið eftirlit er haft með einstaklingnum af hálfu fjármálafyrirtækja sem gæti haft í för með sér tafir á afgreiðslu eða jafnvel að viðkomandi fái ekki þjónustu í einhverjum tilfellum. Með auknu eftirliti má gera ráð fyrir að einstaklingar á listanum verði fyrir því að einstaklingsfrelsi þeirra þegar kemur að fjármálum verði að einhverju leyti skert.
PEP stendur fyrir „Politically Exposed Person“ sem gefur til kynna að aðilar listans séu viðriðnir stjórnmál, beint eða óbeint. Skráning á slíkan lista gefur ekki til kynna að aðilar á listanum séu glæpamenn eða grunaðir um slíkt en óbeinir aðilar eru skráðir vegna mögulegra áhrifa sem þeir gætu haft á þá sem skráningin kemur til út af eða stöðu sem gæti valdið því að þeir gætu verið notaðir til að greiða leið peningaþvættis eða hryðjuverka.
Mannlíf sendi fyrirspurn til Persónuverndar og spurði hvort listinn samræmdist lögum um persónuvernd. Í svari stofnunarinnar kom fram að nokkur kvörtunarmál væru á borði hennar og því gæti Persónuvernd ekki svarað spurningunni að svo stöddu.
„Persónuvernd hefur nú til meðferðar nokkur kvörtunarmál frá einstaklingum sem lúta að því sem fyrirspurn þín snýr að. Málin hafa ekki enn verið afgreidd og getur Persónuvernd því ekki svarað fyrirspurn þinni efnislega að svo stöddu.
Úrskurðir í málunum verða birtir á vefsíðu stofnunarinnar þegar þau hafa verið afgreidd.“
Eiginkona Brynjars Níelssonar, Arnfríður Einarsdóttir, sem hann kallar reyndar alltaf Soffíu á Facebook, vill að hann fái sér vinnu að nýju.
Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður og fyrrum aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar segir í nýrri Facebook-færslu að eiginkona hans sé orðin þreytt á að hafa hann alltaf heima. Brynjar hefur lítið unnið frá því að hann hætti sem aðstoðarmaður þáverandi dómsmálaráðeherrans Jóns Gunnarssonar í fyrra.
„Nú horfi ég út um stofugluggann á sumarið í iðjuleysi mínu, sem minnir á sumrin þegar ég var barn og unglingur og vísindamenn sögðu mér að nú væri litla ísöldin komin þrátt fyrir mikla aukningu á koltvísýringi í andrúmsloftinu af mannavöldum.“ Þannig hefst færsla Brynjars en hann segir í næstu setningu að eiginkonan þjáist af loftlagskvíða sem sé þó smámál miðað við stærra vandamál:
„Þótt Soffía þjáist af loftslagskvíða er hann smámál miðað við kvíðann að hafa mig heima alla daga. Hún sendir mig gjarnan út í búð til að kaupa einn hlut í einu þannig að ég þurfi að fara 10-20 sinnum í búðina á hverjum degi. Hún hefur lagt til að ég gangi hringinn í kringum landið, eins og Reynir Pétur forðum daga, og safni áheitum fyrir sjálfan mig. Ég þurfi hins vegar að læra að vera jákvæður eins og hann.“
Að lokum segir hann að „Soffía“ sé með ákveðnar hugmyndir um það sem hann ætti að taka sér fyrir hendur:
„Þá vill Soffía að ég fari að vinna og spurði hvort ég gæti bara ekki opnað lögmannstofuna aftur. Og af því að ég væri svo athyglissjúkur gæti ég rekið málin mín í fjölmiðlum eins og stjörnulögmennirnir gera. En hún benti mér á að það þýddi lítið fyrir mig að fara að kenna í háskólunum aftur. Nemendur í dag vilja ekki láta græta sig alla daga.“
Stórsigur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á Þjóðverjum í gærkvöldi er meira afrek en ef karlalandsliðið myndi sigra hið þýska. Þetta segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður.
Eins og alþjóð veit sigruðu „stelpurnar okkar“ í kvennalandsliðinu í knattspyrnu, þýska landsliðið á Laugardalsvelli í gær með afar sannfærandi hætti, 3-0. Með því tryggðu þær sér þátttöku á EM að ári. Illugi Jökulsson skrifaði Facebook-færslu eftir leikinn þar sem hann bendir á hversu gríðarlega stór sigur þetta hafi verið og segir að þýska kvennaliðið sé hærra skrifað en karlaliðið og því merkilegra en ef „strákarnir okkar“ myndu vinna þýska karlalandsliðið.
Hér má lesa færsluna í heild:
„Bara svona ef þið skylduð ekki átta ykkur á hvað þetta var stórkostlegt, þá er í raun mun meira afrek af kvennaliðinu að vinna Þýskaland en ef karlaliðinu hefði tekist það (sem karlaliðinu hefur reyndar aldrei tekist). Á stigalista FIFA hefur kvennalið Þýskalands oftast verið í 2.-3. sæti og ALDREI neðar en í 6. sæti. Núna í 4. sæti. Karlalið Þýskalands hefur hins vegar samfleytt í sex ár verið í sætum 11.-16. á karlalistanum og er nú í 16. sætinu. Þetta bendi ég ekki á karlaliðinu til hnjóðs heldur bara til að árétta hvað 3-0 sigur í keppnisleik gegn Þýskalandi í kvennaboltanum er magnaður árangur.“
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð furðuleg tilkynning rétt eftir miðnætti í nótt. Hringjandinn sagði nokkra menn vera að slást utandyra í Kórahverfinu í Kópavogi og það berir að ofan með boxhanska. Þegar lögreglu bar að reyndust þetta vera upprennandi hnefaleikakappar að æfa sig. Var þeim kurteisislega bent á að þetta væri mögulega ekki besti tíminn til slíkra æfinga. Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar.
Þar segir einnig að tíu ökumenn hafi verið sektaðir fyrir að aka á göngugötu á Austurstræti en frá 1. júlí til 1. október er Austurstræti frá Pósthússtræti að Ingólfstorgi göngugata. Þá er aukreitis Veltusund og Vallarstræti vestan Veltusunds göngugata en það var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar 19. júní.
„Lögregla vill því að gefnu tilefni minna á að akstur á göngugötum er eðli málsins samkvæmt með öllu óheimill nema undanþágur séu í gildi svo til vegna vörulosana eða að ökumaður sé handhafi stæðiskorts hreyfihamlaðra,“ segir í dagbókinni.
Sjónvarpsstjarnan fyrrverandi, Logi Bergmann Eiðsson, er um það bil að flytja til Washington ásamt eiginkonu sinni, Svanhildi Hólm Valsdóttur sem tekur við embætti sendiherra Íslands í sumar. Lifibrauð hjónanna er einn stærsti bitlingur sem hægt er að hreppa. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, rétti Svanhildi, fyrrverandi aðstoðarmanni sínum, embættið án auglýsingar eða ferils sem ætti að teljast eðlilegur.
Margir sakna Loga úr fjölmiðlum en hann missti starf sitt hjá Mogganum og verkefni hjá Símanum eftir að Vitalía Lazareva bar hann þungum sökum um kynferðislegt áreyti og blygðunarsemisbrot á hóteli í Borgarfirði. DV segir frá því að undanfarið hafi ferðamenn sést með flugfreyjutöskur með hlíf sem státar af andliti Loga. Gárungar velta fyrir sér hvort kappinn sé orðinn goðsögn á meðal túrista og geti gert út á að selja andlit sitt á ferðatöskur …
Aðfararnótt þriðjudagsins 18. nóvember árið 1997 var hræðileg nótt fyrir öryrkja á Kleppsvegi í Reykjavík en þá brutust þrír glæpamenn inn í íbúð hans og réðust á hann.
Miðaldra öryrki vissi ekki hvað á sig stóð veðrið nóttina 18. nóvember 1997 þegar þrír menn ruddust skyndilega inn í íbúð hans á Kleppveginum og kefluðu hann. Misþyrmdu þeir svo honum og stálu af honum ýmsum heimilistækjum og lögðust einnig svo lágt að stela öndunartæki mannsins. Þegar mennirnir voru búnir að tæma íbúðina af öllu verðmætu náði öryrkinn að losa sig og hringja eftir hjálp lögeglunnar. Var hann fluttur rakleiðis á slysadeild en var ekki í lífshættu. Mennirnir náðust fljótlega en þeir reyndust góðkunningjar lögreglunnar. Einn þeirra, Einar Sigurjónsson var tíu árum áður dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana ungum manni í verðbúð í Innri-Njarðvík með hnífi. Voru þeir allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
DV gerði eftirfarandi frétt um málið:
Þrír ræningjar réðust inn á heimili á Kleppsvegi í nótt:
Bundu, börðu og kefluðu öryrkja Þrír menn réðust inn á heimili öryrkja, miðaldra manns, á Kleppsvegi í nótt, tóku hann úr öndunarvél og og veittu honum verulega áverka. Maðurinn var einn heima þegar árásarmennirnir ruddust inn. Þeir tóku hann úr öndunartæki, sem hann notaði, bundu hann, kefluðu, stungu og skáru með hnífi. Þeir spörkuðu í hann og skildu síðan eftir á stól með snöra um hálsinn. Þremenningarnir hreinsuðu flest fémætt úr íbúðinni, hljómflutningstæki, sjónvarp og ýmislegt fleira. Mennirnir munu meira að segja hafa tekið öndunartækið með sér. Það sem varð manninum til bjargar var að hann náði að losa sig úr snöranni og skríða eftir aðstoð. Lögregla var kölluð á vettvang og var maðurinn umsvifalaust fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar var hlúð að honum og var hann þar í gæslu í nótt. Samkvæmt upplýsingum læknis í morgun er maðurinn ekki talinn í lífshættu. Lögreglan vildi lítið tjá sig um málsatvik en sagði þó flest benda til þess að fómarlambið hafi þekkt árásarmennina, þó ekki að neinu góðu. Aðalvarðstjóri lögreglunnar sagði við DV að fómarlambið væri enginn misindismaður. Hann sagði málið myndu skýrast betur þegar líða færi á daginn. Reynt yrði að ræða við fómarlambið nú í morgun og það myndi vonandi leiða til handtöku árásarmannanna. Daginn eftir kom eftirfarandi frétt um málið á DV:
Árásarmennirnir á Kleppsvegi:
Einn hefur orðið manni að bana Einn af þremenningunum sem réðst á íbúa á Kleppsvegi í fyrrinótt er tiltölulega nýlega kominn út úr fangelsi eftir að hafa afplánað dóm fyrir manndráp. Hæstiréttur dæmdi manninn í 14 ára fangelsi árið 1988 fyrir að hafa banað ungum manni með hnífi í verbúð í Innri-Njarðvík í ágúst 1987. Tveir aðrir menn era i haldi lögreglu vegna málsins. Einn af þremenningunum hefur þegar verið úrskurðaöur í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan í Reykjavík mun að líkindum fara fram á að hinir tveir verði úrskurðaðir í dag. Árásin á Kleppsvegi telst mjög fólskuleg. Maðurinn sem ráðist var á hefur komiö við sögu fíkniefnamála. Árásarmennirnir þrir eru allir þekktir afbrotamenn hjá lögreglu.
Maður var handtekinn um borð í flugvél American Airlines flugfélagsins eftir að hann gerði sér lítið fyrir og meig á gólf vélarinnar, fyrir framan aðra flugfarþega.
Ljósmyndir af karlkyns farþega um borð í flugvél hafa verið í dreifingu á netinu undanfarið en þar sést ungur maður létta á sér fyrir framan aðra flugfarþega. Flugvélin er í eigu American Airlines og var að fljúga frá Chicago til New Hampshire en flugvélinni var lent vegna atviksins í Buffalo.
Á einni ljósmyndinni sést lögreglumaður koma um borð í flugvélinni en maðurinn var handtekinn og ákærður fyrir ósæmilega hegðun. Samkvæmt TMZ heitir maðurinn Neil McCarthy en ástæðan sem hann ku hafa gefið lögreglunni er sú að hann hafi drukkið fjöldi glasa af Jack Daniels og kók áður en hann fór um borð í vélina í Oregon og fleiri eftir millilendinguna í Chicago.
Katrín Oddsdóttir stingur upp á þjóðfund um sjókvíaeldi.
Lögfræðingurinn og baráttukonan Katrín Oddsdóttir hefur verið einn ötulasti andstæðingur sjókvíaeldisfrumvarpsins sem lagt var fram í vor af matvælaráðherra Vinstri grænna. Og hún hefur ekkert gefið eftir í andstöðu sinni þó að afgreiðsla frumvarpsins hafi frestast fram á haust. Í nýrri Facebook-færslu stingur hún upp á þjóðfundi um málefnið.
„ÞJÓÐFUNDUR UM SJÓKVÍAELDI
Í stað þess að setja misgáfulegar lagareglur utan um sjókvíaeldi held ég að það væri heillavænlegra að halda þjóðfund um málið og finna þannig út hvort við viljum áframhaldandi sjókvíaeldi, aukningu á því eða að fasa það út.“ Þannig hefst færsla Katrínar en hún segist hafa fulla samúð með byggðarlögum sem treysta á þennan iðnað en …:
„Ég hef fulla samúð með byggðarlögum sem eru farin að byggja afkomu sínu á þessum iðnaði en það að ramma inn þessa mengandi stóriðju til framtíðar með lagasetningu, sem auk þess er meingölluð, er fullkomlega fáranlegt að mínu mati. Fyrir liggur að meiri hluti þjóðarinnar sem byggir þetta land er andvígur þessum iðnaði vegna neikvæðra áhrifa hans á náttúru landsins.“
Að lokum segist hún halda að hægt væri að finna góðar lausnir á málinu.
„Ég held að við gætum fundið mjög góðar lausnir á þessu ef við fengum tækifæri til þess að tala saman um þetta í stað þess að vaða áfram með bundið fyrir augun.“
Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.
Birna Péturs – Villikerling
Hasar – Gestalæti
White Nephews – Passion Street
Svavar Viðarsson og Elíza
Geirfuglarnir – Fyrirheitna landið
Glúmur Baldvinsson íhugar að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna.
Alþjóðastjórnmálafræðingurinn og húmoristinn Glúmur Baldvinsson er ekki sáttur við stöðu mála í Bandaríkjunum, eins og svo margir aðrir. Í nóvember verður næsti forseti landsins kosinn en valið stendur á milli tveggja misaldraðra manna, Donald Trump og Joe Biden.
Glúmur skrifaði Facebook-færslu þar sem hann hlekkjar frétt um nýjustu mismæli Joe Biden en hann kallaði Úkraínuforseta Putin á fund Nato-ríkjanna í gær og kallaði síðan varaforseta sinn Trump. Segist Glúmur íhuga nú alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, til að „bjarga heimsbyggðinni og gervöllu mannkyni frá glötun.“:
„Nú íhuga ég af fullri alvöru – sem afkomandi Leifs Heppna – að bjóða mig fram til embættis Forseta Bandaríkjanna.
Ekki til að svala eiginn metnaði heldur til að bjarga heimsbyggðinni og gervöllu mannkyni frá glötun.
Ég lít á það sem skyldu mína og byrði sem mér er ætlað að axla.
Það sem maður leggur ekki á sig fyrir aðra.
Let us correct America. And lets make Canada great again! And Putin.“
Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust.
Nýjasta stuttmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, O (Hringur), með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlutverki, var valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppninnar í Feneyjum.
O er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur.
Verður þetta í áttugasta og fyrsta skiptið sem þessi árlega kvikmyndahátíð fer fram sem gerir hana af einni þeirri elstu í heiminum. Á hverju ári bítast tvær virtustu kvikmyndahátíðar heims, Feneyjar og Cannes, að frumsýna helstu myndir ársins.
Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Rúnari í ár en í vor frumsýndi hann kvikmyndina LJÓSBROT sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á þessari Cannes hátíð.
Rúnar á blaðamannafundinum:
„Við erum náttúrulega voðalega ánægð með þennan heiður sem myndirnar okkar hefur hlotið. Þetta er mikið til sama fólkið sem er á bakvið myndavélina sem kemur að bæði O og Ljósbrot. Við erum ótrúlega stolt af og þakklát þessu fólki. Þessi vegferð sem O og Ljósbrot eru á, eru einnig gríðaleg viðurkenning fyrir Íslenska kvikmyndagerð. Fyrir það mikla starf sem stjórnvöld og einkaaðilar hafa unnið undanfarin ár.“
Heather Millard framleiðandi:
„Okkur hlakkar til að frumsýna myndirnar heima á Íslandi. Við byrjum á Ljósbrot um miðjan ágúst, í samstarfi við Sambíóin. Þó að myndin hafi verið að fá upphefð erlendis að þá erum við að gera mynd fyrir íslenska áhorfendur, mynd sem gerist í íslenskum veruleika. Húmor flyst ekki alltaf á milli landa. Við erum svolítið spennt að heyra hversu mikið íslendingar hlæja og hvar, miðað við áhorfendur í Cannes.“
Rúnar:
„Skilmálar stóru hátíðanna eru að þar séu heimsfrumsýningar. Þannig að eftir Feneyjar í byrjun september að þá munu myndirnar vera sýndar saman í ákveðnum kvikmyndahúsum. Íslendingar vita hversu góður leikari Ingvar Sigurðsson er þannig að það er svo sem ekkert nýtt. En hann er alveg ótrúlegur í þessari mynd. Ein hans besta framistaða, ef ekki sú besta.“
O er fjórða stuttmynd Rúnars sem vekur athygli á heimsvísu.
Hinar þrjár eru Krossgötu þríleikurinn (Síðasti bærinn, Smáfuglar og Anna) sem hlutu um eitthundrað alþjóðleg verðlaun og fengu einnig ýmsar aðrar viðurkenningar. Til að mynda var Síðasti bærinn tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2006. Eftir Rúnar liggja einnig kvikmyndirnar; Eldfjall, Þrestir, Bergmál og Ljósbrot, sem hafa verið valdar á sumar af helstu kvikmyndahátíðum heims og unnið til fjöldan allan af verðlaunum.
Upplýsingar um O: Aðalhlutverk: Ingvar Sigurðsson
Leikstjóri & Handritshöfundur: Rúnar Rúnarsson Framleiðandi: Heather Millard, Rúnar Rúnarsson Meðframleiðendur: Siri Hjorton Wagner Jenny Luukkonen, Film i Väst Valentina Chamorro Westergårdh, SVT
Yfirframleiðendur: Claudia Hausfeld Þórður Jónsson Mike Downey Lilja Ósk Snorradóttir
Stjórn kvikmyndatöku: Sophia Olsson Tónlist: Kjartan Sveinsson Hljóðhönnun: Jesper Miller Búningahöfundur: Helga Rós Hannam
Leikmynd: Hulda Helgadóttir
Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir
Framleiðslufyrirtæki: Compass Films, Halibut
Meðframleiðslufyrirtæki: [sic] film, Film i Väst og SVT
Sölu- og dreifingarfyrirtæki erlendis: The Party Film Sales
Styrkt af kvikmyndamiðstöð Íslands og Sænsku Kvikmyndamiðstöðinni.
Skipstjóri og annar stýrimaður flutningaskipsins Longdawn hlutu skilorðsbundinn dóm í dag.
Í dag kvað Héraðsdómur Reykjaness upp dóm yfir skipstjóra og öðrum stýrimanni flutningaskipsins Longdawn en hlutu þeir skilorðsbundinn fangelsisdóm. Játuðu þeir báðir sök í málinu við þingfestingu í gær. Var skipstjórinn dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar og stýrimaðurinn til átta mánaða fangelsisvistar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir eins og áður hefur komið fram. Skipstjórinn var einnig sviptur skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði og má ekki heldur gegna stöðu stýrimanns næstu þrjá mánuði.
Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa yfirgefið slysstað eftir að skip þeirra sigldi á strandveiðibátinn Höddu í maí síðastliðnum og koma skipverja bátsins ekki til bjargar. Slysið gerðist út af Garðskaga en mennirnir tveir voru handteknir við komuna til Vestmannaeyja stuttu síðar og hafa sætt farbanni síðan.
Að auki var skipstjórinn sakfelldur fyrir að vera undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna þegar slysið varð.
Mennirnir geta nú yfirgefið landið í ljósi þess að refsingin er skilorðsbundin.
Viðar Geir Skjóldal varð bráðkvaddur á heimili sínu á Spáni síðastliðinn sunnudag. Var hann aðeins 39 ára að aldri.
Viðar var einn vinsælasta Snap-chat stjarna landsins en þá vegferð hóf hann 2017, undir nafninu Enski boltinn og eftir það var hann oft kallaður Enski. Var hann gríðarlegur áhugamaður um enska fótboltann eins og nafnið gefur til kynna og var hann einn harðasti aðdáandi Liverpool á landinu, þó víðar væri leitað. Snöppin hann þóttu oft fyndin, hispurslaus og skemmtileg en í seinni tíð urðu þau persónulegri og sýndi lífið á Torrevieja á Spáni þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni.
Viðar lést á brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans, Helgu Kristínu en þau giftu sig 2020. Samtals áttu þau fjögur börn.
Mannlíf sendir Helgu Kristínu, fjölskyldu og vinum Viðars samúðarkveðjur.
Folald hefur verið nefnt eftir Höllu Hrund Logadóttur. Þetta tilkynnti hún í skemmtilegri Facebook-færslu í gær.
Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar og fyrrum forsetaframbjóðandi sagði frá því í gær að einn af stuðningsmönnum hennar hafi lofað henni í vor að hann myndi nefna ófætt folald í höfuðið á henni, yrði það meri. Það reyndist svo og nú á Halla Hrund nöfnuna Hrund. Og forstjórinn gæti ekki verið ánægðari með nöfnuna, enda minnir hún á fyrsta hesti Höllu Hrundar. Litla Hrund er ekki undan ómerkari hrossi en Lukku frá Stóra-Vatnsskarði.
Hér má sjá færslu Höllu Hrundar:
„Það er svo margt skemmtilegt í lífinu! Einn af mínum af frábæru stuðningsmönnunum sem ég þekkti ekki neitt fyrir baráttu hét mér í vor að nefna ófætt foldald „Hrund“ yrði það meri. Sú varð rauninn og hann stóð við stóru orðin þrátt fyrir allt, nú í júní. Og viti menn, haldið þið að Hrund litla sé ekki rauðblesótt, alveg eins og fyrsti hesturinn minn og líka undan undan rauðblesóttri meri líkt og hann. Hrund litla er hins af töluvert betri ættum en við til samans! Það fékk ég staðfest á Landsmóti. Hér má sjá mynd af okkar fyrstu kynnum. Bjarta framtíð elsku Hrund! Ég hlakka til að fylgjast með þér.“
„Sá einhver skært og furðulegt ljós á norðuhimni í kvöld? Eða sér jafnvel enn?“ Þetta skrifaði Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu Sævar á Facebook í gærkvöldi en fjöldi Austfirðinga sá furðulegt loftfar hátt á lofti í gær og veltu fyrir sér hvað væri eiginlega í gangi.
Ýmsar kenningar voru settar fram á Facebook, en flestir töldu að annað hvort væri um að ræða veðurbelg frá Veðurstofu Íslands eða njósnabelg frá Kína. Hvorugar kenningarnar reyndust þó réttar.
Stjörnu Sævar var auðvitað með það á hreinu hvaða dularfulla loftfar þetta var.
Gefum honum orðið:
„Þetta er sólarsjónauki sem kallast Sunrise III. Hann svífur í loftbelg í heiðhvolfinu í um 36 km hæð til þess að nema útfjólublátt ljós sem ósonlagið annar gleypir. Sjónaukinn er að rannsaka segulsvið sólarinnar.
Sunrise III var sendur á loft í gær, 10. júlí, frá Kiruna í Svíþjóð.“
Tónlistarmennirnir Freyr og Elvar voru að gefa út glænýtt lag sem ber heitið SKART.
Mannlíf ræddi við tónlistarmanninn Róbert Frey Ingvason, sem gefur út tónlist undir nafninu Freyr. Hann var rétt í þessu að gefa út glænýtt lag ásamt félaga sínum Elvari.
Samkvæmt Frey varð lagið til á dimmu vetrarkvöldi í Keflavík.
„SKART varð til í febrúar á dimmu vetrarkvöldi í Keflavík, ég á það til að gera mikið af hljóðgrunnum og byrjaði þetta allt á 30 sek bút sem ég fékk góð vin minn hann Elvar til að syngja yfir og við tók nokkra daga vinnsla við að púsla saman hugmyndum. Lagið er eftir mig og texti eftir okkur báða.“
Freyr segir lagið vera um ástina.
„Lagið er tilfinningaríkt og er um ást, bæði ástina sem þú berð til þeirra sem þú elskar og ástina sem þú berð gangvart sjálfum þér, því hvern geturu elskað ef þú elskar ekki sjálfan þig? Eins er hægt að túlka þetta á ýmsa vegu.“ Bætti hann við:
„Mitt uppáhald við þetta lag er klárlega versið sem lýsir sér svona:
„Nú er ég bara að hugsa um mig
Fer út í heiminn og vegirnir kunnugir
lífið það líður og minnir á stuttmyndir
þakklátur fyrir tímann sem að ég upplifði“.“
Þá fer Freyr nokkuð djúpt í næstu línu í samtalinu við Mannlíf:
„Það eru margir sem hafa týnt sér í ástinni bæði á góðan og slæman hátt, eftir það þá áttar maður sig á því að maður þarf að hugsa um sjálfan sig og vera þakklátur fyrir það sem áður var. Þetta eru svona þær bestu skýringar sem ég get komið inná um hvað lagið er, og eins og ég segi fólk getur sett sjálft sig í þessar aðstæður og túlkað lagið á sinn hátt.“
Mannlíf spurði Frey hvort hann hvert hann hefði sótt innblástur fyrir lagið og ekki stóð á svari:
„Innblásturinn við þetta lag var klárlega sá að setja tilfinningar á lag sem hægt er að dansa við og lýða vel, þegar lagið byrjar þá heyriru ýmis hljóð sem draga eyrun að og segja þér sögu.“
Þeir félagar eru með fleiri lög í þessum stíl að sögn Freys en í ágúst kemur út annað lag með þeim:
„Við Elvar erum með nokkur lög í þessum stíl eins fullt af öðrum verkefnum sem við erum að vinna í. Hvað er framundan ? Við erum að gefa út annað lag þann 1.ágúst sem heitir ÚT Í KVÖLD. Mixið á laginu er eftir mig og fengum við þann heiður að fá Glenn Schick til að mastera lagið.“
Og þeir eru hvergi nærri hættir:
„Við Elvar erum ekki mikið að flækja hlutina fyrir okkur og ætlum að gefa út nóg af tónlist á næstunni, viðtökunar frá því að fyrsta lagið okkar kom út hafa verið alveg frábærar.“
Hlusta má á lagið áSpotifyen hér má svo sjá Spotify-reikninga Freysog Elvars.