Laugardagur 16. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Þórður er dapur

Þórður Snær Júlíusson.

Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, er í erfiðri stöðu vegna símamáls Páls Steingrímssonar skipstjóra. Páll var rændur síma sínum á sjúkarbeði þar sem hann lá í lífsháska. Gögn úr símanum urðu fréttaefni víða þar sem við sögu komu samskipti stuðningsmanna og starfsmanna Samherja sem vildu rétta af ímynd félagsins. Kjarninn, sem Þórður ritstýrði í þá daga, birti gögnin. Við það tækifæri upplýsti Þórður að hann og starfsfólk fjölmiðilsins hefði ekki brotið lög þar sem þriðji aðili hefði rænt símanum. Þórður hefur undanfarnin þrjú ár verið með stöðu grunaðs manns vegna símaþjófnaðarins.

Hann bar sig aumlega í færslu á Facebook í gær. „Í dag eru 877 dagar síðan að mér var tilkynnt um að ég væri með stöðu sakbornings í rannsókn embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra á mér og nokkrum öðrum blaðamönnum …,“ skrifar Þórður og rifjar upp að fréttaskrif byggð á gögnum úr síma Páls urðu um „Skæruliðadeild Samherja”.

Dapurleikinn svífur yfir vötnum í skrifum Þórðar Snæs sem er kannski skiljanlegt þegar litið er til þess að næstum tvö ár eru liðin frá einu yfirheyrslunni sem hann hefur verið boðaður í. Þórður hefur verið orðaður við mögulegt þingframboð sem er auðvitað nánast útilokað með þann bagga fortíðar sem hann þarf að bera.

Fullyrt er að Páli hafi verið byrlað áður en símaþjófnaðurinn átti sér stað. Fæstum dettur í hug að Þórður eigi þar hlut að máli. Hið einkennilega er þó að ritstjórinn úrskurðar að engin byrlun hafi átt sér stað en „lögreglan vonast til þess að finna einhver samskipti sem sýni að blaðamenn hafi víst pantað byrlun (sem átti sér ekki stað) ….“.

Vandséð er hvernig sú vissa er tilkomin en fyrir liggur að Páll var á milli heims og helju dögum saman. Á meðan tók fyrrverandi eiginkona Páls  síma hans og afhenti starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem afrituðu tækið án þess þó að birta gögnin á sínum fjölmiðli. Leitað er að tæknimanninum sem annaðist innbrotið í símann. Þar liggur glæpurinn.

„Ég bíð þá bara áfram,“ eru lokaorðin í færslu Þórðar …

Allt að 20 stiga hiti

Í dag er gert ráð fyrir því að allt að 20 stiga hiti muni gleðja fólk og búfénað og fleiri austanlands; sunnan 8–15 metrum á sekúndu – en sumsstaðar 13–18 metrum á sekúndu norðvestan til.

Líklega verður boðið upp á rigningu eða súld – auðvitað með köflum um Ísland vestanvert; hiti 10 til 15 stig annars staðar á landinu.

Svo verður hægari vindur; bætir í úrkomu um landið vestanvert seint í kvöld; minnkandi úrkoma seint á morgun og annað kvöld.

Trylltir Albanir veittust að öryggisverði á Hlíðarenda og vildu ráðast á Valsmenn

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögregla var kölluð til á Hlíðarenda vegna dólgsláta albanskra stuðningsmanna albanska liðsins Vllaznia sem atti kappi við Val í Sambandsdeildinni. Albanarnir höfðu í frammi „alls kyns ósæmilega hegðun og í einhverjum tilvikum kom til stympinga“ segir í dagbók lögreglunnar. Réðust stuðningsmennirnir á öryggisvörð og reyndu að komast að íslensku leikmönnunum  til að skaða þá.

Samkvæmt frásögn Vísis var rót átakanna sú að Valur jafnaði í leiknum þegar komið var fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Trylltir stuðningsmenn Vllazni voru ósáttir með dómsgæsluna. Gerður var aðsúgur að dómaranum og flöskum grýtt. Vísir segir að UEFA munu fá upptökur af því sem gerðist. Þá flúgur fyrir að stjórnarmönnum Vals hafi verið hótað illu þegar þeir koma til Albaníu í næstu viku.

Þegar leikmenn gengu af velli reyndu Albanir að brjóta sér leið að leikmönnum Vals en öryggisgæsla stóð í vegi fyrir þeim. Ekki liggur fyrir hverjir árásarmennirnir úr hópi Albana eru en talsvert er um Albana í undirheimum Íslands.

Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Annar ökumaður stöðvaður á 143 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar. Ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Í Hafnarfirði voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og sá þriðji fyrir ölvun við akstur. Ölvunaraksturinn tengist einnig umferðaróhappi. Einn ökumaður stöðvaður fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Það er dýrt spaug þar sem lágmarkssekt er 120 þúsund krónur.
Maður og kona handtekin í Kópavogi fyrir sölu fíkniefna. Konan fvar einnig grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Shelley Duvall lést í svefni í morgun

Shelley Duwall
Leikkonan Shelley Duvall er látin, 75 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við sykursýki.

Dan Gilroy, lífsförunautur Shelley sagði TMZ-slúðurfréttasíðunni að hann hafi fundið Shelley meðvitundarlausa á heimili þeirra í Texas klukkan sjö í morgun. Hann segir að Shelley hafi verið með heimahjúkrun og rúmliggjandi síðustu mánuði á meðan hún glímdi við fylgikvilla sykursýki. Hann segir að hún hafi dáið í svefni.

Shelley er hvað þekktust fyrir ógleymanlegt hlutverk hennar sem Wendy Torrance í einu af meistaraverki Stanley Kubrik, The Shining, sem gerð var eftir skáldsögu Stephen King en þar lék hún á móti Jack Nickolson.

„Hér er Nonni!“

Það var leikstjórinn Robert Altman sem uppgötvaði Shelley snemma á áttunda áratugnum í heimaríki hennar, Texas og brátt hafði hún leikið í sjö kvikmyndum, meðal annars Brewster McCloud, Nashville og Thieves Like Us. Árið 1977 lék hún í kvikmynd Altmans, 3 women en hlutverkið færði henni tilnefningu sem besta leikkonan á Cannes kvikmyndahátíðinn.

Albert Guðmundsson og Guðlaug hætt saman eftir níu ára samband

Albert Guðmundsson knattspyrnumaður og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir hafa slitið sambandi sínu en þau hafa verið saman í níu ár. Albert leikur með Genoa á Ítalíu og hefur verið einn besti leikmaður íslenska landsliðsins að undanförnu en sætir nú ákæru vegna kynferðisbrots.

Samkvæmt Vísi hefur lítið sést til Alberts og Guðlaugar saman undanfarið en hún hefur verið á Íslandi með börnin að mestu leiti í sumar á meðan Albert hefur spilað knattspyrnu á með Genoa.

Saman eiga þau börnin Guðmund Leo og Maju Ósk.

 

Veltir því fyrir sér hvort „búið sé að afnema tjáningarfrelsið innan bæjarmarka Hafnarfjarðar“

Óskar Steinn.

Óskar Steinn Ómarsson segir hér sögu sína af „óvönduðu ráðningarferli og mögulegum pólitískum afskiptum af starfsmannamálum Hafnarfjarðarbæjar:

Á vormánuðum sótti ég um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla. Að ráðningarferli loknu hringdi Lars J. Imsland, skólastjóri, í mig og bauð mér starfið. Ég þáði það og fékk að vita að rafrænn ráðningarsamningur myndi berast mér innan tíðar. Ég ákvað að segja engum frá strax nema yfirmanni mínum í leikskólanum sem ég hringdi í til að segja starfi mínu lausu. Dagana á eftir fór ég að fá skilaboð úr ýmsum áttum, m.a. frá fólki sem ég þekki innan Hraunvallaskóla og úr stjórnsýslu Hafnarfjarðar sem vildi óska mér til hamingju með starfið.“

Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Óskar Steinn segir að „viku eftir að ég var ráðinn til starfsins tók meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði ákvörðun um að loka ungmennahúsinu Hamrinum, þar sem ég hef starfað í hlutastarfi frá haustinu 2019. Ég tjáði mig um þá ákvörðun og leyfði mér að gagnrýna meirihluta bæjarstjórnar harðlega, eins og ég trúði að mér væri frjálst að gera sem frjáls maður í frjálsu landi. Ég skrifaði m.a. grein um málið á Vísi þar sem ég fór yfir málsatvik og lá ekki á skoðunum mínum um bæjaryfirvöld og vinnubrögð þeirra í málinu.“

Viðbrögðin í kjölfar gagnrýni Óskars Steins komu honum í opna skjöldu:

Lars J. Andrésson Imsland.

„Daginn eftir að greinin birtist og þremur vikum eftir ráðningu barst mér símtal frá Lars skólastjóra. Við nánari athugun hafði komið í ljós, sagði hann mér, að ég stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins. Falla þyrfti frá ráðningu og auglýsa starfið upp á nýtt. Ég óskaði eftir nánari rökstuðningi og í honum segir að BA gráða mín í stjórnmálafræði sé ekki nógu skyld tómstundafræði eða menntunarfræði til að hún geti talist sem „annað háskólanám sem nýtist í starfi.“

Í rökstuðningnum er alveg skautað framhjá áralangri reynslu minni af tómstundastarfi með ungmennum og þeim fjölmörgu námskeiðum sem ég hef í farteskinu um ungmennastarf. Þar að auki virðist það engu máli skipta að í nokkrum tómstundamiðstöðvum Hafnarfjarðar starfa deildarstjórar með aðra háskólamenntun, meðal annars í stjórnmálafræði.“

Bætir þessu við:

„En látum það liggja á milli hluta hvort ég sé endilega hæfasti einstaklingur landsins í akkúrat þetta starf. Ég var allavega hæfastur þeirra sem sóttu um, enda var ég ráðinn í starfið. Og þar liggur hnífurinn í kúnni.“

|
Valdimar Víðisson tekur við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar í ársbyrjun 2025.

Óskar Steinn stendur nú „í stappi við Hafnarfjarðarbæ um það hvort sveitarfélagið geti „fallið frá ráðningu“ í starf sem búið er að ráða mig í. Á meðan dælir bærinn peningum útsvarsgreiðenda í að auglýsa starfið á samfélagsmiðlum og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því eitthvað virðist framboðið lítið af góðum kandídötum í starfið – einhverjum öðrum en mér allavega.“

Hann segir að endingu að nú sé hann í atvinnuleit og geti ekki annað en velt því fyrir sér hvort „búið sé að afnema tjáningarfrelsið innan bæjarmarka Hafnarfjarðar. Á myndinni sem fylgir þessari færslu er skjáskot úr Vinnustund undirritaðs þar sem sjá má að alveg frá því ég var ráðinn hef ég verið skráður inni í mannauðskerfi Hafnarfjarðarbæjar sem deildarstjóri tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla.“

Elísabet vígir bátinn Hrafn Jökulsson á laugardaginn:„Ég er viss um að andi hans mun fylgja bátnum“

Hrafn Jökulsson SI. Ljósmynd: Facebook

Strandhreinsibáturinn Hrafn Jökulsson verður vígður á laugardaginn. Bubbi Morthens samdi ljóð fyrir Elísabetu Jökulsdóttur af því tilefni.

Á laugardaginn mun Elísabet Jökulsdóttir vígja bát sem skýrður var í höfuðið á bróður hennar, Hrafni heitnum Jökulssyni en athöfnin fer fram á Siglufirði klukkan 14:00. Af því tilefni hringdi Elísabet í Bubba Morthens og spurði hann hvort hann ætti ekki til falleg ljóð um hafið en nokkrum mínútum síðar hringdi hann til baka og var þá búinn að semja ljóð. Mun Elísabet lesa það við athöfnina.

„Ég á að vígja bátinn og það verður frumflutt ljóð eftir Bubba Morthens og ný sjóferðarbæn eftir Snorra Ásmundsson, þannig að þetta verður heilmikill viðburður,“ segir Elísabet í samtali við Mannlíf. Og hún hélt áfram: „Þannig að þetta verður Bubbi, Snorri og ég. Ég flyt ljóðið hans Bubba, Bubbi er í útlöndum.“

Segist Elísabet hafa hringt í hann um daginn og spurt hann hvort hann væri með eitthvað ljóð um hafið. „Ég hrindi í hann og sagði „veistu um eitthvað ljóð um hafið, það á að fara að vígja bát?“ og hann sagði „Já, ég skal finna ljóð fyrir þig“. Og svo hafði hann samband fimm mínútum seinna og sagði „Hér er ljóðið, ég var að yrkja það“.“

Samkvæmt Elísabetu eru það Veraldarvinir sem sjá um að reka bátinn en Róbert Guðfinnsson útgerðarmaður sér um peningalega hliðina á rekstri bátsins.

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og aðgerðarsinni, sem lést í september 2022, var síðustu ár sín ansi duglegur að hreinsa fjörur á Ströndum og vakti mjög mikla athygli á mikilvægi þess að halda fjörum landsins hreinum af rusli. Báturinn Hrafn Jökulsson mun því halda minningu og málefnum Hrafns á lofti um ókomna tíð.

Hrafn Jökulsson að hreinsa fjörur á Ströndum.

Á hópsíðu Veraldravina á Facebook birtist nýverið ljósmyndir og myndskeið af bátnum glæsilega og eftirfarandi texti: „Hrafn Jökulsson SI fluttur til Akureyrar með Samskipum og fer síðan til Siglufjarðar sem er hans heimahöfn. Róbert Guðfinnsson fær sérstakar þakkir fyrir hans framlag til þessa verkefnis. Þetta fallega fley mun gagnast okkur vel við hreinsun strandlengjunnar. Við höfum saknað vinar okkar Hrafns frá því að hann féll frá og ég er viss um að andi hans mun fylgja bátnum hvert sem hann fer. Laugardag 13 júlí kl. 14.00 verður veraldarvinadagur og hátíð á Siglufirði. Ég hvet ykkur til þess að mæta ef þið hafið tök á.“

Halldór B. Jónsson er látinn

Halldór B. Jónsson lést á þriðjudaginn 9. júlí eftir erfið veikindi, 75 ára að aldri.

Halldór var fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ.

Samkvæmt tilkynningu frá knattspyrnudeild Fram vann Halldór frábært starf fyrir Fram og íslenskan fótbolta almennt, þegar heilsan leifði það en hann var einn af heiðurfélögum liðsins.

Árið 1981 tók Halldór við formennsku í knattspyrnudeild Fram en seinna varð hann varaformaður KSÍ og var innsti koppur í innra starfi innan sambandsins. Var hann til dæmis formaður mótanefndar sem og formaður dómaranefndar í fjöldi ára. Þá var Halldór sæmdur heiðurskrossi KSÍ, æðsta heiðusmerki sambandsins.

Fram kemur í andlátsfrétt mbl.is að Halldór og stjórnarmenn hans í Fram hafi lagt mikla áherslu á að styrkja meistaraflokk Fram en undir stjórn Ásgeirs Elíasarsonar þjálfara varð liðið afar sigursælt en það vann 15 bikara á sjö árum, þar af varð Fram þrisvar sinnum bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari.

Í kvöld munu Framarar minnast Halldórs fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla en liðin mætast á heimavelli Fram í Úlfarsárdal klukkan 19:15 í kvöld.

 

Síðasta opinbera heimsókn forseta Íslands innanlands – Guðni Th. heimsækir Árneshrepp á ströndum

|
Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslands

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson fer í sína síðustu opinbera heimsókn um helgina en þá heimsækir hann Árneshrepp á Ströndum.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fer í opinbera heimsókn í Árneshrepp á Ströndum dagana 12.–14. júlí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bessastöðum.

Í Árneshreppi tekur hreppstjórn á móti forseta og kynnir fyrir honum lífshætti íbúa og sögu svæðisins. Árneshreppur er víðfeðmur en um leið eitt fámennasta sveitarfélagið á Íslandi, með 53 íbúa, segir í fréttatilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forsetinn muni meðal annars heimsækja sauðfjárbændur en sauðfjárrækt hefur alla tíð verið helsti atvinnuvegur í Árneshreppi.

Þá mun forseti kynna sér aðra atvinnustarfsemi og skoða söguslóðir á Ströndum, þar á meðal aftökustaðinn í Kistuvogi þar sem fólk var tekið af lífi vegna galdra fyrr á öldum.

Farið verður í minja- og handverkshúsið Kört og kirkjurnar tvær í Trékyllisvík. Sögusýning Djúpavíkur verður skoðuð sem og Baskasetrið í lýsistanki gömlu síldarverksmiðjunnar. Á föstudagskvöld býður hreppstjórn til kvöldverðar til heiðurs forseta í félagsheimilinu í Trékyllisvík fyrir alla íbúa sveitarfélagsins.

Á laugardag slæst síðan forsetinn í för með Ferðafélagi Íslands sem stendur fyrir göngu á fjallið Glissu á mörkum Reykjarfjarðar og Ingólfsfjarðar. Þaðan er víðsýnt um Strandirnar af efsta tindi. Að lokinni göngu verður farið í Krossneslaug, en 70 ára afmæli laugarinnar var fagnað nú í sumar. Um kvöldið verður efnt til tónleika í fjárhúsinu í Norðurfirði þar sem Helgi Björns kemur fram.

Þetta er síðasta opinbera heimsókn forseta innanlands áður en hann lætur af embætti í lok júlí.

Í embættistíð sinni hafa forsetahjónin farið að jafnaði í þrjár opinberar heimsóknir innanlands á ári og þannig heimsótt 22 sveitarfélög, auk tíðra ferða um landið allt af ýmsum tilefnum.

 

Kom að lambi sjúga spena dauðrar móður sinnar: „Ég fékk að heyra að ég væri „djöfuls viðbjóður“.“

„Engin orð, bara sorg ...,“ skrifaði Steinunn við ljósmynd þessa sem hún tók.

Steinunn Árnadóttir kom að lambi sjúga spena dauðrar móður sinnar í Þverárhlíð.

Baráttukonan og orgelleikarinn Steinunn Árnadóttir lýsti ansi nöturlegum aðstæðum í Þverárhlíðinni í Borgarfirði en hún hefur verið afar ötul við að benda á hræðilegt ástand á kindum af bænum Höfða í Borgarnesi. Margar þeirra ganga lausar um allra tryssur í Þverárhlíðinni og bera lömb undir vökulum augum rándýra.

Kindin og lambið hennar.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

„Framhaldsagan af höfða… Varúð ekki fyrir viðkvæma.

Í gær 7. júlí hafði einstaklingur samband við mig. Hann hafði rekist á kind á ferð sinni í Þverárhlíð sem augljóslega var mikið veik (sjá fyrstu mynd).

Ég hafði samband við vakthafandi dýralækni sem lofaði að hafa samband við bændurna og einnig að láta Mast vita. Síðar um kvöldið fór ég og athugaði aðstæður. Kindin var enn á sama stað og lítið lamb með henni.“ Þannig hefst færsla Steinunnar sem hún birti á Facebook nýverið.

Kindin var froðufellandi.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Lýsir Steinunn síðan skelfilegu ástandi kindarinnar.

„Kindin var í mikilli þjáningu. Hún reyndi að pissa án afláts, með froðu um munninn og með krampa. Litla lambið hennar elti hana og var að reyna að drekka hjá henni.“

Morguninn eftir athugaði Steinunn með kindina en þá var hún öll.

„Snemma í morgun vitjaði ég hennar og kom að henni þar sem hún var nýdauð. Volg á kinn en laus við þjáningu. Litla lambið var hjá enn henni og var að reyna að sjúga úr spenum móður sinnar, nýdauðrar!“

Lambið sýgur spena dauðrar móður sinnar.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
„Ég tók eftir að hún var alltaf að reyna að pissa í gær.
Mér finnst líklega það hún hafi verið með svo mikla legbólgu og drepist af afleiðingum hennar.“ Þetta skrifaði Steinunn Árnadóttir við ljósmyndina sem hún tók.

Segist hún að lokum hafa mætt eigendum kindarinnar sem hafi hreytt í hana fúkyrðum.

„Ég hitti ,,eigendur“ að þessum vesalingum á leið til baka og fékk engin viðbrögð að þeir myndu aðstoða litla lambið.

En ég fékk að heyra að ég væri ,,djöfuls viðbjóður“.“

Verðandi forseti Írans heitir stuðningi við Palestínu: „Mannleg og íslömsk skylda“

Masoud Pezeshkian

Íran heitir áframhaldandi stuðningi við Palestínumenn.

Verðandi forseti Írans, Masoud Pezeshkian, hefur skrifað Ismail Haniyeh, yfirmanns stjórnmálaráðs Hamas, til að fullvissa Hamas um að stjórn hans muni halda áfram að styðja málstað Palestínumanna.

Hinn hófsami kjörni forseti skrifaði í bréfi sínu að hann líti á stuðning við palestínsku þjóðina og það að standa gegn hernámi Ísraels og aðskilnaðarstefnu þess vera „mannlega og íslamska skyldu“.

Pezeshkian lofaði að hann myndi „halda áfram alhliða stuðningi við hina þjáðu palestínsku þjóð þar til öll markmið þeirra og réttindi verða að veruleika og að Quds verði frelsað“, með vísan til arabíska nafnsins á Jerúsalem.

„Ég er þess fullviss að í skugga sögulegrar staðfestu hinnar seigu palestínsku þjóðar og hins þjáða en sterka Gaza og hetjulegrar viðleitni palestínskra andspyrnumanna í yfirstandandi stríði, mun kæra Palestína ná fram sigri og guðlegri hylli.

Fyrir tveimur dögum skrifaði Pezeshkian til Hassan Nasrallah, leiðtoga Hezbollah, þar sem hann lofaði stuðningi við vopnaðan hóp Líbanons og aðra meðlimi „Öxulvelda andstöðunnar“ sem Teheran styður víðsvegar á svæðinu.

 

Eiginkona og tvær dætur íþróttafréttamanns BBC myrtar í lásbogaárás: „Hugur okkar er með John“

Eiginkona og tvær dætur kappakstursþular BBC voru myrtar í lásbogaárás en meintur gerandi hefur verið handtekinn.

Breska lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa drepið þrjár konur með lásaboga en um er að ræða eiginkonu John Hunt, kappakstursþular BBC og tvær dætur þeirra.

Yfirvöld fundu hinn grunaða, Kyle Clifford, 26 ára, nærri Enfield í gær, eftir að leit var sett af stað eftir að Carol Hunt, 61 árs, og dætur hennar Hannah, 28 ára og Louise, 25 ára, fundust látnar á heimili þeirra í Hertfordskíri í norður Lundúnum, samkvæmt Sky News.

Upptökur úr lofti frá miðlinum sýna lögreglu bera Clifford á börum í kirkjugarði.

„Hann er í læknismeðferð þar sem hann fannst með áverka,“ sagði lögreglustjórinn í Hertfordskíri í yfirlýsingu. „Engum skotum var hleypt af af lögreglunni.“

Rannsóknarlögreglukonan Justine Jenkins bætti við: „Eftir umfangsmikla leit hefur hinn grunaði verið fundinn og ekki er annars leitað í tengslum við rannsóknina að svo stöddu“

Í yfirlýsingu lögreglunnar kom einnig fram að hún teldi að sá grunaði „þekkti fórnarlömbin“.

Að kvöldi 9. júlí voru fyrstu viðbragðsaðilar kallaðir á heimili Hunt-fjölskyldunnar og fundu konurnar þrjár alvarlega slasaðar. Þeir létust síðar á vettvangi, sagði lögreglan í yfirlýsingunni, sem innihélt ljósmynd af hinum grunaða morðingja.

Meintur morðingi.

Jon Simpson, yfirlögregluþjónn í Hertfordshire, sagði á blaðamannafundi að árásin hafi verið framkvæm með „því sem nú er talið vera lásbogi, en önnur vopn gætu líka hafa verið notuð,“ samkvæmt Independent.

Því er haldið fram að Clifford hafi yfirgefið breska herinn eftir að hafa þjónustað þar í stuttan tíma árið 2022, samkvæmt frétt BBC.

Auk Hönnu, snyrtifræðings, og Louise, sem starfaði sem hundasnyrtir, eiga John og Carol einnig þriðju dótturina, samkvæmt BBC.

Stjórnandi BBC 5 Live, Heidi Dawson, gaf út yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar.

„Hugur okkar er með John og fjölskyldu hans á þessum ótrúlega erfiða tíma,“ sagði hún, „og við munum veita honum allan þann stuðning sem við getum.“

Að auki er breska innanríkisráðuneytið nú að íhuga niðurstöður innri endurskoðunar til að sjá hvort hertari lög um lásboga sé þörf, samkvæmt BBC sem vitnaði í PA Media.

„Við höldum löggjöfum í stöðugri endurskoðun og kallað var eftir gögnum fyrr á þessu ári til að skoða hvort innleiða ætti frekara eftirlit með lásboga,“ sagði talsmaður ráðuneytisins. „Innríkisráðherra mun fljótt íhuga niðurstöðurnar til að sjá hvort herða þurfi lögin frekar.

 

Gengið eftir endilöngum Okvegi – Fegurð auðnar og fjalla MYNDIR

Á Okvegi. Mynd: rt

Við lögðum upp í gönguna frá bænum Giljum í Hálsasveit. Þarna hafði ég oft komið á æskuárum í útreiðartúrum frá Búrfelli. En þá hafði ég ekki hugmynd um þann gullna veg sem liggur meðfram Oki og alla leið á Uxahryggi. Við upphaf göngunnar skammt frá bæjarhlaðinu í Giljum er skilti sem vísar á Okveg og fyrsta rauðamálaða stikan af fjölmörgum blasir við okkur. Þar lögðum við bifreiðum okkar með leyfi landeiganda og gangan hófst í byrjun júlímánaðar árið 2024.

Hugmyndin að gönguferðinni um Okveg varð í framhaldi þess að Guðlaugur Óskarsson fyrrverandi skólastjóri á Kleppjárnsreykjum, lauk því þrekvirki að stika alla 30 kílómetrana frá Giljum að Brunnvatni við Uxahryggi. Ferðafélag Íslands stóð fyrir göngunni sem var ekki síst farin til að kynnast svæðinu og útfæra ferðir um svæðið norðan Oks.

Okvegurinn hinn forni var lengi vel hluti af helstu þjóðleiðinni á milli Norðurlands og Suðurlands. Norðanmenn, sem komu um Arnarvatnsheiði gátu valið um að fara Kaldadal, sunnan Oks, Okveg eða Uxahryggjaleið. Víst er að fyrr á öldum var leiðin fjölfarin og þá sérstaklega þegar Alþingi kom saman á Þingvöllum. En eftir að bílaöld gekk í garð og sæmilegur vegur var lagður um Kaldadal lagðist Okvegur af. Gatan var smám saman að týnast og gleymast þegar Guðlaugur skólastjóri tók sig til og kortlagði leiðina og stikaði.

Snillingurinn Páll

Dagurinn byrjaði í Húsafelli þar sem snillingurinn Páll Guðmundsson sýndi okkur málverk sín, hljóðfæri og höggmyndir. Allt gert úr hráfeni íslenskrar náttúru. Hann töfraði fram seiðandi lög spiluð á flautu sem var að hluta úr rabbabara. Eftir gæðastund þar sem Páll sagði okkur sögur og sýndi okkur verkin sín var haldið að Giljum og lagt af stað í ferðina góðu.

Við vorum fjögur og hundurinn Tindur sá fimmti. Við gengum upp með Valagili. Ferðin sóttist fremur hægt, enda var fólk að venjast því að vera með 15-20 kíló á bakinu. Fyrsti áfangi leiðarinnar var að Smjörtjörn. Nafnið lofaði góðu og við sögðum í gríni að hugsanlega drypi þar smjör af hverju strái. Veðrið var fínt og dálítill gustur í bakið. En það var þoka á hálendinu og Okið á kafi. Upplifunin var dulmögnuð. Ósjálfrátt varð manni hugsað til forfeðra vorra sem fóru þennan veg í allskonar veðrum. Við siluðumst áfram upp fjallshlíðina með Giljahnúka á hægri hönd. Fyrr en varði vorum við komin inn í suddann og útsýnið minnkaði. Við ræddum með tilhlökkun okkar í milli að það styttist í Smjörtjörn þar sem við myndum nátta. Við rákum upp stór augu þegar tjörnin birtist handan við hæðardrag.

Hráslagi við Smjörtjörn

Þetta reyndist vera þónokkuð stórt vatn en þar var ekki stingandi strá að sjá. Við nánari skoðun þá glitti í grænan blett, talsvert utan vegar. Vindur var vaxandi. Við náðum að koma tjöldunum niður eftir nokkurn barning. Hráslaginn gerði það að verkum að ekki var annað til ráða en að skríða inn í tjöldin. Svo kom nóttin með andvöku. Ekkert símasamband. Vindurinn hélt vöku fyrir fólki og hundi framan af nóttu en svo dúraði og tjaldbúar festu svefn í kyrrðinni. Fuglasöngur í fjarska og hugsanlega gagg í tófu fléttaðist inn í draumana. Við vorum börn óbyggðanna.

Klukkan var átta að morgni laugardags þegar fólk reis af beðum sínu. Sólin hafði hrakið suddann á brott og yfir okkur gnæfði Okið með sinni tignarleg öxl í allri sinn fegurð. Prímusar voru ræstir og hafragrautur eldaður. Eftir staðgóðan morgunverð var gert klárt fyrir brottför. Við höfðum lagt að baki átta kílómetra og stefnt var að 12 kílómetrum þennan daginn.

Handan við Okið

Áfram lá leiðin um gróna götuna. Rauðmálaðar stikurnar vísuðu okkur veginn. Eftir stutta göngu komum við í Rauðsgilsdrög. Hugurinn reikar til Jóns Helgasonar prófessors sem ólst upp á Rauðsgili og orti betur en flestir um íslenska náttúru. Handan við Okið er hafið grátt, segir í ljóðinu Á Rauðsgili. Norðan við okkur er Fellaflóinn þar sem finna má gamalt spor eftir lítinn fót. Þar eru líka undurfagrir fossar Rauðsgils sem við munum ekki heimsækja að þessu sinni.

Við höldum áfram göngunni. Sléttafell kúrir í landslaginu norðan við okkur. Það minnir mig á ungan dreng í smalamennsku meða afa sínum og móðurbróður. Sú var tíðin að mikil dulúð var yfir hálendinu ofan Búrfells þar sem amma og afi bjuggu í fjörutíu ár. Heimur barnsins markaðist af Okinu og Hálsinum í Hálsasveit. Seinna bættist Flateyri við með allri sinni norðaustanátt. Þegar komið er upp á bæjarfjallið, Búrfell, mátti sjá Sléttafell og Fanntófell. Svo var það auðvitað sjálft Okið, risinn í landinu. Þangað áttu hjónin á Búrfelli land.

Fanntófell blasir við göngufólkinu á vinstri hönd. Þangað upp kom ég fyrir 10 árum. Sú ganga var ógleymanleg. Efst í skriðunni gekk maður tvo skref og rann eitt skref til baka. En það hafðist og uppskeran var stórkostlegt ústýni yfir Borgarfjörð af 900 metra háu fjallinu. Austur af Fanntófelli er Lyklafell, rúmlega 800 metra hátt. Suður af fjallinu er fyrirbæri sem nefnist Dauðsmannshóll. Það má ímynda sér að þar hafi átt sér stað harmleikur.

Skáldið Kristmann

Það var talsvert liðið á daginn þegar 12 kílómetrarnir voru að baki og tímabært að leita að tjaldstað. Blámi var kominn á Oköxlina. Við fundum okkur fljótlega fallegan reit, þvert af Fanntófelli. Neðan Okvegar mátti sjá Skotmannsfell sem að vísu var mun lægra eða um 430 metrar. Skotmannstjarnir kúra í skjóli þess. Klukkan var ekki nema rétt rúmlega sex þegar búið var að tjalda og fólk hafði nært sig. Veðrið var frábært. Þetta var eins og við værum römmuð inn í ævintýri. Fjallahringurinn var dásamlegur undir heiðskýrum himni. Í fjarska mátti sjá Akrafjall og Skarðsheiði. Botnssúlur, Hlöðufell og Skjaldbreiður voru öll á sínum stað. Þverfell, sem lokar Lundareykjadal að ofanverðu, var skammt undan. Það rifjaðist upp að frá bænum Þverfelli  kemur skáldið Kristmann Guðmundsson sem á sínum tíma var einn vinsælasti rithöfundur landsins og víðar um heiminn. Hann var einnig umtalaður fyrir einkalíf sitt og þau sjö hjónabönd sem hann átti að baki.

Okvegur hinn forni fær nýtt líf.
Okvegur. Skjaldbreiður og Súlurnar í fjarska.

Fólk var fljótt að festa svefn í skjóli Fanntófells. Að þessu sinni var vindurinn til friðs og nóttin kyrrlát. Rakkinn Tindur ákvað að tjald hentaði honum ekki og hann eyddi nóttinni á lyngbeði utandyra. Við vöknuðum á sunnudegi í glaðasólskini. Framundan var seinasti hluti Okvegar að Brunnvatni við Uxahryggi. Eftir hefðbundinn morgunmat sem samanstóð af hafragraut, flatbrauði og súkkulaðirúsínum var pakkað saman og haldið af stað. Landið var að mestu gróið og melarnir sem voru ráðandi við Smjörtjörn voru að baki. Við þræddum moldargötur. Þarna var Illakelda sem ber nafn sitt af því að þar áttu hestar til að sökkva í eðju og festast með tilheyrandi vandræðum. Á þessum slóðum liggur vegurinn í hlykkjum til að sneiða hjá forarvilpunum.

Það er ekki annað hægt en að elska þetta land

Á göngunni var margt til að næra sálina. Heiðblár himinn yfir okkur og fjallahringurinn tók stöðugum breytingum. Okið tók smám saman á sig bláan lit fjarlægðarinnar. Skallinn á Þórisjökli varð greinilegur. Spói vellir í fjarska og stöku lóa flýgur yfir höfðum okkar. Á leið okkar brosa blómin við okkur. Geldingahnappur, holtasóley og lambagras eru í blóma. Stöku ljósberar færa okkur yl í sálina með fegurð sinni og þokka. Lífsgæðin sem felast í paradís hálendisins umvefja okkur. Það er ekki annað hægt en að elska þetta land.

Það styttist í lokatakmarkið við Brunnavatn, rétt norður af Sæluhúsahæðum. Við sjáum veginn um Kaldadal þar sem við nálgumst Langás. Fyrr en varði vorum við komin að lítilli á við Brunnvatn. Við stikluðum yfir hana og síðasta stikan hans Guðlaugs blasti við okkur. Fyrr en varði voru við aftir komin inn í nútímann og upp í fjórhjóladrifinn jeppa. Rás 2 tók yfir fuglasönginn.

Við ókum um Kaldadal til baka. Þetta var eins og að hraðspóla í gegnum þriggja daga gönguferð. Að þessu sinni fórum við handan við Okið. Það er sláandi dæmi um fjölbreytileika fjalla að frá Kaldadal austanverðum er Okið lítt aðlaðandi. Urðarbrekkur einkenna þetta sjónarhorn á meðan Þórisjökull með sinn kúpta og hvíta koll er glæsileikinn uppmálaður. Séð frá Borgarfirði og Okvegi er Okið aftur á móti tignarlegt fjall með sína hábungu og öxl. Þaðan sést ekki Þórisjökull. Á ökuferðinni um Kaldadal rifjast upp sagan af Beinakerlingu. Þeir sem áttu leið um áttu það til að henda fram stöku setja á blað sem stungið var inn í vörðuna. Næstu menn glöddust svo við að lesa og svöruðu hugsanlega með nýju vísukorni. Þetta er auðvitað liðin tíð og nútímafólk lætur sér nægja að henda einhverju á Facebook, Instragram eða TikTok. Þessir erlendu risar eru beinakerlingar nútímans.

Við njótum akstursins þar sem við rennum framhjá Prestahnúki, Geitlandsjökli, Langjökli og Hádegisfellunum tveimur. Við okkur blasa Eiríksjökull, Hafrafell og Strútur. Fyrr en varir er Húsafell að baki og við lokum hringnum í Giljum. Sannkallað ævintýri í óbyggðum er að baki. Það er ekki laust við að söknuður geri strax vart við sig þegar horft er upp eftir hlíðinni þar sem fótspor okkar um fyrsta hluta Okvegar liggja. „Ég kem aftur,“ er sú hugsun sem nær yfirhöndinni.

Greinarhöfundur, Reynir Traustason, á Okvegi. Mynd: Guðrún Gunnsteinsdóttir.
Rakkinn Tindur og fararstjórinn Guðrún í góðu yfirlæti í tjaldinu undir Fanntófelli. Mynd: rt
Smjörtjörn, Okið
Tjaldað í skjóli Oksins við Smjörtjörn. Mynd: Reynir Traustason.
Ein á gangi í óbyggðum. Þórisjökull, Hrúðurkarlar og Björnsfell í baksýn.

Okið er eitt af djásnum Borgarfjarðar.

Rakkinn Tindur í skjóli steins við Okveg.
Rakkinn Tindur leitaði skjóls undan sólinni í skugga.

Ökumaður alvarlega slasaður eftir áreksturinn á Holtavörðuheiði – Fjögur börn voru í bílunum

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd/Lára Garðarsdóttir

Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Holtavörðuheiði í gær er alvarlega slasaður og sex aðrir eru minna slasaðir.

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra staðfestir við mbl.is að einn sé alvarlega slasaður eftir tveggja bíla árekstur á Holtavörðuheiði í gær en í bílunum tveimur voru fjögur börn. Sex aðrir slösuðust minna.

Slysið varð upp úr klukkan 16:00 í gær er tveir bílar sem komu úr gangstæðri átt skullu saman en alls voru sjö manns í bílunum. Í öðrum bílnum var fimm manna fjölskylda, þar af þrjú börn en í hinum bílnum voru tveir, þar af eitt barn. Báðir bílarnir höfnuðu utan vegar og varð annar þeirra fyrir töluverðu tjóni. Þyrlur Landhelgisgæslunnar flutti sex á sjúkrahús en einn var fluttur með öðrum leiðum af vettvangi. Sá sem er alvarlega slasaður var ökumaður annars bílsins.

Í samtali við Vísi sagði Birgir að mikil umferð hafi verið á veginum þegar slysið varð.

„Þetta eru tiltölulega þröngir vegir og mikið um stóra bíla með eftirvagna. Það er ansi þétt umferð.“

 

„En það var óréttlæti – við tókum það ófrjálsri hendi á öðru byggingasvæði“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason fylgist vel með knattspyrnu og er ekki hrifinn af öllu er viðkemur þróun íþróttarinnar og þetta sagði hann í gær undanúrslitaleik á EM:

„Þessi handalögmál ýtingar og tog í fótboltanum er óþolandi. Alltof mikið leyft.“ Egill vill bara ekki handalögmál og hefðbundin læti; sem er skiljanlegt – enda dregur ofbeldi úr fegurð lífsins.

Egill birtir þessa flottu ljósmynd á síðu sinni.

Segir skemmtilega örsögu:

„Maður notaði oftast peysur sem mörk. Einu sinni smíðuðum við stákarnir á Landakotstúninu mörk og settum í þau net. Kallar á nálægu byggingasvæði tóku þau niður af því þeir héldu að við hefðum stolið timbrinu frá þeim. En það var óréttlæti – við tókum það ófrjálsri hendi á öðru byggingasvæði.“

Illugi krefst þöggunar

Illugi Jökulsson

Samfélagsrýnirinn Illugi Jökulsson er ekki ánægður með framgöngu Gunnars Birgissonar og annarra íþróttafréttamanna Ríkisútvarpsins sem lýstu leik Englands og Hollands á EM.

Illuga þykir, sem fleirum, að lýsendur leiksins hafi verið hallir mjög undir Englendinga. „Fyrirgefiði RÚV, en viljiði þagga niður í þessu Englendingablæti þulanna ykkar?! Þetta er orðið vandræðalegt,“ skrifaði Illugi á Facebook þegar íslensku þulirnir voru með andköfum og það ískraði í þeim gleðin vegna yfirburða Englendinga. Margir tóku undir með Illuga í athugasemdum en þó andmæltu sumir og bentu á að Englendingar hefðu einfaldlega verið betri. Illugi svaraði með þeim hætti að hann væri ekki að tala um leikinn. England hefði spilað betur en oft áður.

„Ég er að tala um þulina. Þetta er eins og að vera neyddur til að vera viðstaddur hópefli (svo ég orði það nú pent) hjá aðdáendakölti,“ svaraði Illugi. Það verður spennandi að fylgjast með þulunum hlutdrægu í úrslitaleiknum á sunnudaginn komandi þar sem England tekst á við Spán. Áfram England væntanlega …

Drukkinn ljósmyndari játaði og grýtti lögreglu – Tveir krakkar týndust í Kópavogi

Kópavogur.

Nokkurt upppnám varð þegar drukkinn maður gerði sér það að leik á förnum vegi að taka myndir af fólk. Hann ónáðai fólkið og auk þess að mynda í óþökk þess. Laganna verðir komu á vettvang og játað’i maðurinn þá að vera undir áhrifum og þannig með skerta dómgreind. Honum var skipað að yfirgefa vettvang og láta af iðju sinni. Hann virtist taka sönsum en snerist síðan hugur og grýtti lögreglu með hlut. Sá drukkni var þá umsvifalaust handtekinn og hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Þar beið hans fangaklefi. Hann hvílir á gúmmídýnu þar til nýr dagur rennur og hægt verður að ræða við hann.

Ökumaður var handtekinn grunaður um að aka bifreið þrátt fyrir að vera sviptur ökurétti. Sá er einnig grunaður um fíkniefnaakstur. Málið fer í hefðbundið ferli.

Maður hafði samband við lögreglu og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás. Lögregla fór á vettvang og tók skýrslu af meintu fórnarlambi.  Gerendur voru farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn.

Í gærdag var tilkynnt um meðvitundarlausan mann í strætóskýli í miðborginninn. Við skoðun reyndist hann ekki vera meðvitundarlaus en undir áhrifum fíkniefna. Þá kom á daginn að hann var eftirlýstur fyrir lögreglu. Hann var handtekinn og læstur inni í fangageymslu.

Í Kópavogi greip um sig ótti þegar tvö börn týndust í gærdag. Óttast var um börnin og lögregla kölluð til. Blessunarlega komu þau í leitirnar heil á húfi.

Á svæði Mosfellsbæjarlögreglu varð óhapp þar sem barn kom við sögu. Barnið hafði sett krónupening upp í sig sem festist svo í hálsi en lokaði þó ekki öndunarvegi. Barnið var flutt á bráðamóttöku þar sem peningurinn var losaður og það fékk aðhlynningu.

Fimm drengir úr M.H. handteknir í Keflavík: „Vorum fluttir i aðalstöðvar amerísku herlögreglunnar“

Herlögreglumaður og fánaglæpon

Fimm menntskælingar gerðu allt vitlaust á Nató-stöðinni í Keflavík þegar þeir tóku Nató-fána niður og settu rauðan sósíalistafána í staðinn. Þetta gerðu drengirnir að morgni fullveldisdagsins 1. desember árið 1974.

Í gegnum áratugina hafa síður en svo allir Íslendingar verið sáttir við veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu og þá sérstaklega með bækistöð bandaríska hersins í Keflavík. Herinn lét sig hverfa árið 2011, þrátt fyrir að yfirvöld á Íslandi nánast grátbáðu Bandaríkjamenn að fara ekki en eftir að Vinstri grænir komust í ríkisstjórn fyrir sjö árum hefur viðvera hersins aukist til muna, þó ekki sé komin upp eiginleg bækistöð hersins aftur.

Árið 1974 fóru fimm hugrakkir menntskælingar í svaðilför á herstöðina og mótmæltu veru hersins á landinu með því að draga fána Nató af húni og hífa upp rauðan fána í staðinn. Herlögreglan á svæðinu var ekki lengi að bregðast við og mætti á svæðið og handtók strákana fimm. Voru þeir svo sóttir af íslenskum lögregluþjónum sem drengirnir sögðu hafa sýnt þeim skilning í málinu enda sumir lögreglumannnanna sammála þeim um veru hersins á landinu.

Hér má lesa um mótmæli menntskælinganna en Þjóðviljinn fjallaði um málið á sínum tíma:

Drógu niður Nato-fánann

– og létu rauðan fána blakta við stöng í herstöðinni í Keflavík — herlögreglan handtók fimm íslenska menntskœlinga

Uppi var fótur og fit í Natóstöðinni við Keflavík að morgni fullveldisdagsins, sunnudaginn 1. des. Herlögreglan kom þá æðandi úr öllum áttum að handtaka fimm drengi úr Menntaskólanum við Hamrahlið. Drengirnir höfðu unnið það til sakar að draga niður Nató-fánann sem jafnan blaktir þarna á stöng, og hifa upp rauðan fána i staðinn.

Atburður þessi varð um klukkan 10.30 árdegis, og þegar rauði fáninn blakti svo fagurlega yfir herstöðinni, kom lögreglan þeysandi. Einn fimmmenninganna sagði Þjóðviljanum svo frá, að vegfarendur hefðu horft á atburðinn, en ekki hreyft legg né lið, nema leigubílstjóri einn, sem þó þorði ekki út úr bíl sínum, heldur þeytti horn bifreiðarinnar sem mest hann mátti. Fór bílstjórinn ekki út úr bílnum fyrr en lögreglan var komin. Einn fimmmenninganna tók margar myndir af atburðinum, og bað lögreglan hann þegar hún kom að hætta þeim leik.

„Við vorum fluttir i aðalstöðvar amerísku herlögreglunnar, en þangað kom svo islenska lögreglan á svörtu Mariu og flutti okkur i sinar stöðvar. Þar vorum við um hríð og ræddum við löggæslumennina. Þeir virtust mjög skilningsríkir. Sumir þeirra kváðust meira að segja vilja herinn burt, og sögðu að vinstri stjórnin hefði staðið sig illa í hermálinu og að núna þættust stjórnvöld hafa lokað kanasjónvarpinu, en þó sæist það betur nú en nokkru sinni fyrr. Þeir leituðu rækilega í bílnum okkar, og þegar þeir höfðu gengið úr skugga um að þar væru ekki sprengjur eða vopn, var okkur sleppt. Flöggin góðu, þ.e. rauöa fánann og merki herstöðvaandstæðinga fengum við þó ekki að sinni.

Við afréðum að draga niður Nató-flaggið og setja rauðan fána í staðinn til að vekja athygli á hermálinu og umræður um það. Það er ekki vanþörf á þegar stjórnvöld hafa efnt til miljónaævintýris þarna. Stjórnvöld hafa gert hernámið tryggara og vonina um brottför hersins i náinni framtið að engu.”.

Það var hreyfing herstöðvaandstæðinga i M.H. sem að aðgerð þessari stóð.

Sonur meints fórnarlambs um lækningaleyfi Skúla: „Vægast sagt einkennilegt og afar óþægilegt“

Beggi Dan og Skúli Tómas.

Sonur meints fórnarlambs Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis á Landspítalanum segir það afar óþægilegt að læknirinn hafi fengið endurnýjun á lækningaleyfi sínu. Þá segir hann seinagang í ákæruferlinu óásættanlegt.

Beggi Dan, sonur Dönu Jóhannsdóttur, sem er einn níu meintra fórnarlamba Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, segir það „vægast sagt einkennilegt og afar óþægilegt“ að Skúli hafi fengið endurnýjun á starfsleyfi sínu frá Landlæknisembættinu. Skúli er grunaður um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020. Lögreglurannsókn á sex dauðsföllum lauk fyrir þó nokkru og verið send í ákæruferli.

Mannlíf ræddi við Begga og spurði hann út í nýjust fréttirnar, að Skúli Tómas hafi fengið endurnýjun á starfsleyfi sínu en hann starfar nú sem læknir á Landspítalanum.

„Það að Skúli Tómas sé kominn með lækningaleyfi á meðan mál hans er í ákærumeðferð er vægast sagt einkennilegt og afar óþægilegt,“ segir Beggi í skriflegu svari til Mannlífs. Og bætir við: „Ég vona innilega að stjórnendur Landspítala muni sýna ábyrgð í þessu máli og gæta þess að Skúli sinni ekki sjúklingum á meðan mál hans er á borði saksóknara. Það kæmi mér hins vegar á óvart ef svo yrði þar sem stjórnendur spítalans hafa eindregið stutt Skúla í þessu máli. Aðrir læknar, meðal annars fyrrverandi forstjóri Landspítalans, hafa einnig verið duglegir við að lýsa yfir stuðningi við Skúla vin sinn, þrátt fyrir að vera ekki með neinar upplýsingar um málið. Það finnst mér vekja upp ansi margar spurningar sem einhver gáfaðri en ég þarf að svara, því ég skil þetta bara alls ekki.“

Beggi segir að rannsókn lögreglu hafi tekið langan tíma enda málið flókið. „Rannsókn málsins hjá lögreglu tók langan tíma og var lengi að fara af stað en það þarf að hafa það hugfast að þetta er mjög viðamikið og flókið mál og ég get vel ímyndað mér að það hafi verið áskorun fyrir lögregluna að rannsaka það. Hins vegar finnst mér seinagangurinn í ákæruferlinu hjá saksóknara óásættanlegur.“

Bætir hann við að fjölskylda hans hafi ítrekað haft samband við Embætti saksóknara en aldrei fengið almennilega svör.

„Málið fór frá lögreglu til saksóknara í apríl í fyrra og þar hefur málið sofið vært síðan. Við fjölskyldan höfum ítrekað haft samband við Embætti saksóknara en svarið sem við fáum eru að „þetta muni taka einhvern tíma til viðbótar“ sem er augljóslega ekkert svar. Mér finnst seinagangurinn með ólíkindum og á sama tíma finnst mér mjög óeðlilegt og ónærgætið að gefa okkur aðstandendum engin svör um framgang mála.“

En hvernig líður fjölskyldunni?

„Við erum með þykkan skráp og vön álagi en þetta er virkilega farið að taka á. Biðin eftir því að fá svör frá saksóknara er erfið og þögn embættisins er yfirþyrmandi. Okkur er hent út í horn og haldið í fullkomnri óvissu.“

Aðspurður hvort hann sé búinn að vera í samskiptum við fjölskyldur annarra meintra fórnarlamba Skúla, segist hann ekki hafa haft mikil samskipti.

„Ég hef verið í sambandi við eina fjölskyldu sem hefur svipaða sögu að segja og við en ég veit í rauninni mjög lítið um aðra aðstandendur því miður.“

Að lokum segist Beggi vilja hvetja saksóknara til þess að bjóða fjölskyldunni „raunveruleg svör“:

„Ég vil hvetja saksóknara til að upplýsa okkur um stöðu mála og bjóða okkur upp á raunveruleg svör. „Þetta er í vinnslu“ er ekki nógu gott svar til fjölskyldu í sárum sem bíður eftir réttlæti. Við þurfum gegnsæi og ábyrgð í þessu ferli. Fjölskyldur þeirra sem hafa misst ástvini sína eiga það skilið að vita hvað er í gangi og hvenær við getum átt von á niðurstöðu.“

Sunneva Einars og Birta Líf með glænýjan ís: „Hafið augun á þessum stúlkum á komandi árum“

Vinkonurnar Sunneva Einars og Birta Líf með glænýjan ís í samstarfi við Kjörís.

Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einars og Birta Líf sem standa á bak við Podcastið Teboðið eru nú í samstarfi við Kjörís að kynna vöru sem þær sjálfar hafa þróað og hannað. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu um málið.

Um er að ræða Ostakökuís með hindberja swirl og bleiku súkkulaði en samkvæmt fréttatilkynningunni er allt þetta svo skreytt í anda Teboðsins með smekklegum hvítum hjörtum. Ísinn nefna þær Bestís og er það vel víð hæfi þar sem þær eru sennilega þekktustu „besties“ landsins, eins og það er orðað í fréttatilkynningunni.

Í tilefni af frumsýningu íssins hafa þær blásið til „samfélagsmiðla-stjörnuveilsu“ sem haldin er á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar.  

Ísinn verður svo sýndur almenningi á fimmtudagsmorgun í Bónus Smáratorgi og munu fyrstu viðskiptavinirnir fá glaðning frá þeim stöllum. Teboðs-skvísurnar munu svo kynna vöruna á meðan  birgðir endast í Bónus Smáratorgi, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni en stefnt er að því að ísinn verði kominn í allar verslanir landsins í  kringum næstu helgi. 

Verkefninu fylgja þær svo eftir með ferðalagi um landið þar sem þær munu í kynna ísinn í hinum ýmsu bæjarfélögum á fagurlega skreyttum Kjörísbíl í anda Teboðsins.

„Þetta er þeirra fyrsta skref í þróun og vöruhönnun en alveg örugglega ekki sú síðasta. Hafið augun á þessum stúlkum á komandi árum því hér eru stórstjörnur að stíga sín fyrstu skref í matvælageiranum. Við hjá Kjörís berum miklar væntingar til þessa samstarfs og erum sannfærð um að líflegur tími sé fram undan.“ Undir fréttatilkynninguna skrifar Elías Þór Þorvarðarson, sölu og markaðsstjóri Kjöríss.

 

Þórður er dapur

Þórður Snær Júlíusson.

Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, er í erfiðri stöðu vegna símamáls Páls Steingrímssonar skipstjóra. Páll var rændur síma sínum á sjúkarbeði þar sem hann lá í lífsháska. Gögn úr símanum urðu fréttaefni víða þar sem við sögu komu samskipti stuðningsmanna og starfsmanna Samherja sem vildu rétta af ímynd félagsins. Kjarninn, sem Þórður ritstýrði í þá daga, birti gögnin. Við það tækifæri upplýsti Þórður að hann og starfsfólk fjölmiðilsins hefði ekki brotið lög þar sem þriðji aðili hefði rænt símanum. Þórður hefur undanfarnin þrjú ár verið með stöðu grunaðs manns vegna símaþjófnaðarins.

Hann bar sig aumlega í færslu á Facebook í gær. „Í dag eru 877 dagar síðan að mér var tilkynnt um að ég væri með stöðu sakbornings í rannsókn embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra á mér og nokkrum öðrum blaðamönnum …,“ skrifar Þórður og rifjar upp að fréttaskrif byggð á gögnum úr síma Páls urðu um „Skæruliðadeild Samherja”.

Dapurleikinn svífur yfir vötnum í skrifum Þórðar Snæs sem er kannski skiljanlegt þegar litið er til þess að næstum tvö ár eru liðin frá einu yfirheyrslunni sem hann hefur verið boðaður í. Þórður hefur verið orðaður við mögulegt þingframboð sem er auðvitað nánast útilokað með þann bagga fortíðar sem hann þarf að bera.

Fullyrt er að Páli hafi verið byrlað áður en símaþjófnaðurinn átti sér stað. Fæstum dettur í hug að Þórður eigi þar hlut að máli. Hið einkennilega er þó að ritstjórinn úrskurðar að engin byrlun hafi átt sér stað en „lögreglan vonast til þess að finna einhver samskipti sem sýni að blaðamenn hafi víst pantað byrlun (sem átti sér ekki stað) ….“.

Vandséð er hvernig sú vissa er tilkomin en fyrir liggur að Páll var á milli heims og helju dögum saman. Á meðan tók fyrrverandi eiginkona Páls  síma hans og afhenti starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem afrituðu tækið án þess þó að birta gögnin á sínum fjölmiðli. Leitað er að tæknimanninum sem annaðist innbrotið í símann. Þar liggur glæpurinn.

„Ég bíð þá bara áfram,“ eru lokaorðin í færslu Þórðar …

Allt að 20 stiga hiti

Í dag er gert ráð fyrir því að allt að 20 stiga hiti muni gleðja fólk og búfénað og fleiri austanlands; sunnan 8–15 metrum á sekúndu – en sumsstaðar 13–18 metrum á sekúndu norðvestan til.

Líklega verður boðið upp á rigningu eða súld – auðvitað með köflum um Ísland vestanvert; hiti 10 til 15 stig annars staðar á landinu.

Svo verður hægari vindur; bætir í úrkomu um landið vestanvert seint í kvöld; minnkandi úrkoma seint á morgun og annað kvöld.

Trylltir Albanir veittust að öryggisverði á Hlíðarenda og vildu ráðast á Valsmenn

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögregla var kölluð til á Hlíðarenda vegna dólgsláta albanskra stuðningsmanna albanska liðsins Vllaznia sem atti kappi við Val í Sambandsdeildinni. Albanarnir höfðu í frammi „alls kyns ósæmilega hegðun og í einhverjum tilvikum kom til stympinga“ segir í dagbók lögreglunnar. Réðust stuðningsmennirnir á öryggisvörð og reyndu að komast að íslensku leikmönnunum  til að skaða þá.

Samkvæmt frásögn Vísis var rót átakanna sú að Valur jafnaði í leiknum þegar komið var fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Trylltir stuðningsmenn Vllazni voru ósáttir með dómsgæsluna. Gerður var aðsúgur að dómaranum og flöskum grýtt. Vísir segir að UEFA munu fá upptökur af því sem gerðist. Þá flúgur fyrir að stjórnarmönnum Vals hafi verið hótað illu þegar þeir koma til Albaníu í næstu viku.

Þegar leikmenn gengu af velli reyndu Albanir að brjóta sér leið að leikmönnum Vals en öryggisgæsla stóð í vegi fyrir þeim. Ekki liggur fyrir hverjir árásarmennirnir úr hópi Albana eru en talsvert er um Albana í undirheimum Íslands.

Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Annar ökumaður stöðvaður á 143 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar. Ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Í Hafnarfirði voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og sá þriðji fyrir ölvun við akstur. Ölvunaraksturinn tengist einnig umferðaróhappi. Einn ökumaður stöðvaður fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Það er dýrt spaug þar sem lágmarkssekt er 120 þúsund krónur.
Maður og kona handtekin í Kópavogi fyrir sölu fíkniefna. Konan fvar einnig grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Shelley Duvall lést í svefni í morgun

Shelley Duwall
Leikkonan Shelley Duvall er látin, 75 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við sykursýki.

Dan Gilroy, lífsförunautur Shelley sagði TMZ-slúðurfréttasíðunni að hann hafi fundið Shelley meðvitundarlausa á heimili þeirra í Texas klukkan sjö í morgun. Hann segir að Shelley hafi verið með heimahjúkrun og rúmliggjandi síðustu mánuði á meðan hún glímdi við fylgikvilla sykursýki. Hann segir að hún hafi dáið í svefni.

Shelley er hvað þekktust fyrir ógleymanlegt hlutverk hennar sem Wendy Torrance í einu af meistaraverki Stanley Kubrik, The Shining, sem gerð var eftir skáldsögu Stephen King en þar lék hún á móti Jack Nickolson.

„Hér er Nonni!“

Það var leikstjórinn Robert Altman sem uppgötvaði Shelley snemma á áttunda áratugnum í heimaríki hennar, Texas og brátt hafði hún leikið í sjö kvikmyndum, meðal annars Brewster McCloud, Nashville og Thieves Like Us. Árið 1977 lék hún í kvikmynd Altmans, 3 women en hlutverkið færði henni tilnefningu sem besta leikkonan á Cannes kvikmyndahátíðinn.

Albert Guðmundsson og Guðlaug hætt saman eftir níu ára samband

Albert Guðmundsson knattspyrnumaður og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir hafa slitið sambandi sínu en þau hafa verið saman í níu ár. Albert leikur með Genoa á Ítalíu og hefur verið einn besti leikmaður íslenska landsliðsins að undanförnu en sætir nú ákæru vegna kynferðisbrots.

Samkvæmt Vísi hefur lítið sést til Alberts og Guðlaugar saman undanfarið en hún hefur verið á Íslandi með börnin að mestu leiti í sumar á meðan Albert hefur spilað knattspyrnu á með Genoa.

Saman eiga þau börnin Guðmund Leo og Maju Ósk.

 

Veltir því fyrir sér hvort „búið sé að afnema tjáningarfrelsið innan bæjarmarka Hafnarfjarðar“

Óskar Steinn.

Óskar Steinn Ómarsson segir hér sögu sína af „óvönduðu ráðningarferli og mögulegum pólitískum afskiptum af starfsmannamálum Hafnarfjarðarbæjar:

Á vormánuðum sótti ég um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla. Að ráðningarferli loknu hringdi Lars J. Imsland, skólastjóri, í mig og bauð mér starfið. Ég þáði það og fékk að vita að rafrænn ráðningarsamningur myndi berast mér innan tíðar. Ég ákvað að segja engum frá strax nema yfirmanni mínum í leikskólanum sem ég hringdi í til að segja starfi mínu lausu. Dagana á eftir fór ég að fá skilaboð úr ýmsum áttum, m.a. frá fólki sem ég þekki innan Hraunvallaskóla og úr stjórnsýslu Hafnarfjarðar sem vildi óska mér til hamingju með starfið.“

Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Óskar Steinn segir að „viku eftir að ég var ráðinn til starfsins tók meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði ákvörðun um að loka ungmennahúsinu Hamrinum, þar sem ég hef starfað í hlutastarfi frá haustinu 2019. Ég tjáði mig um þá ákvörðun og leyfði mér að gagnrýna meirihluta bæjarstjórnar harðlega, eins og ég trúði að mér væri frjálst að gera sem frjáls maður í frjálsu landi. Ég skrifaði m.a. grein um málið á Vísi þar sem ég fór yfir málsatvik og lá ekki á skoðunum mínum um bæjaryfirvöld og vinnubrögð þeirra í málinu.“

Viðbrögðin í kjölfar gagnrýni Óskars Steins komu honum í opna skjöldu:

Lars J. Andrésson Imsland.

„Daginn eftir að greinin birtist og þremur vikum eftir ráðningu barst mér símtal frá Lars skólastjóra. Við nánari athugun hafði komið í ljós, sagði hann mér, að ég stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins. Falla þyrfti frá ráðningu og auglýsa starfið upp á nýtt. Ég óskaði eftir nánari rökstuðningi og í honum segir að BA gráða mín í stjórnmálafræði sé ekki nógu skyld tómstundafræði eða menntunarfræði til að hún geti talist sem „annað háskólanám sem nýtist í starfi.“

Í rökstuðningnum er alveg skautað framhjá áralangri reynslu minni af tómstundastarfi með ungmennum og þeim fjölmörgu námskeiðum sem ég hef í farteskinu um ungmennastarf. Þar að auki virðist það engu máli skipta að í nokkrum tómstundamiðstöðvum Hafnarfjarðar starfa deildarstjórar með aðra háskólamenntun, meðal annars í stjórnmálafræði.“

Bætir þessu við:

„En látum það liggja á milli hluta hvort ég sé endilega hæfasti einstaklingur landsins í akkúrat þetta starf. Ég var allavega hæfastur þeirra sem sóttu um, enda var ég ráðinn í starfið. Og þar liggur hnífurinn í kúnni.“

|
Valdimar Víðisson tekur við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar í ársbyrjun 2025.

Óskar Steinn stendur nú „í stappi við Hafnarfjarðarbæ um það hvort sveitarfélagið geti „fallið frá ráðningu“ í starf sem búið er að ráða mig í. Á meðan dælir bærinn peningum útsvarsgreiðenda í að auglýsa starfið á samfélagsmiðlum og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því eitthvað virðist framboðið lítið af góðum kandídötum í starfið – einhverjum öðrum en mér allavega.“

Hann segir að endingu að nú sé hann í atvinnuleit og geti ekki annað en velt því fyrir sér hvort „búið sé að afnema tjáningarfrelsið innan bæjarmarka Hafnarfjarðar. Á myndinni sem fylgir þessari færslu er skjáskot úr Vinnustund undirritaðs þar sem sjá má að alveg frá því ég var ráðinn hef ég verið skráður inni í mannauðskerfi Hafnarfjarðarbæjar sem deildarstjóri tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla.“

Elísabet vígir bátinn Hrafn Jökulsson á laugardaginn:„Ég er viss um að andi hans mun fylgja bátnum“

Hrafn Jökulsson SI. Ljósmynd: Facebook

Strandhreinsibáturinn Hrafn Jökulsson verður vígður á laugardaginn. Bubbi Morthens samdi ljóð fyrir Elísabetu Jökulsdóttur af því tilefni.

Á laugardaginn mun Elísabet Jökulsdóttir vígja bát sem skýrður var í höfuðið á bróður hennar, Hrafni heitnum Jökulssyni en athöfnin fer fram á Siglufirði klukkan 14:00. Af því tilefni hringdi Elísabet í Bubba Morthens og spurði hann hvort hann ætti ekki til falleg ljóð um hafið en nokkrum mínútum síðar hringdi hann til baka og var þá búinn að semja ljóð. Mun Elísabet lesa það við athöfnina.

„Ég á að vígja bátinn og það verður frumflutt ljóð eftir Bubba Morthens og ný sjóferðarbæn eftir Snorra Ásmundsson, þannig að þetta verður heilmikill viðburður,“ segir Elísabet í samtali við Mannlíf. Og hún hélt áfram: „Þannig að þetta verður Bubbi, Snorri og ég. Ég flyt ljóðið hans Bubba, Bubbi er í útlöndum.“

Segist Elísabet hafa hringt í hann um daginn og spurt hann hvort hann væri með eitthvað ljóð um hafið. „Ég hrindi í hann og sagði „veistu um eitthvað ljóð um hafið, það á að fara að vígja bát?“ og hann sagði „Já, ég skal finna ljóð fyrir þig“. Og svo hafði hann samband fimm mínútum seinna og sagði „Hér er ljóðið, ég var að yrkja það“.“

Samkvæmt Elísabetu eru það Veraldarvinir sem sjá um að reka bátinn en Róbert Guðfinnsson útgerðarmaður sér um peningalega hliðina á rekstri bátsins.

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og aðgerðarsinni, sem lést í september 2022, var síðustu ár sín ansi duglegur að hreinsa fjörur á Ströndum og vakti mjög mikla athygli á mikilvægi þess að halda fjörum landsins hreinum af rusli. Báturinn Hrafn Jökulsson mun því halda minningu og málefnum Hrafns á lofti um ókomna tíð.

Hrafn Jökulsson að hreinsa fjörur á Ströndum.

Á hópsíðu Veraldravina á Facebook birtist nýverið ljósmyndir og myndskeið af bátnum glæsilega og eftirfarandi texti: „Hrafn Jökulsson SI fluttur til Akureyrar með Samskipum og fer síðan til Siglufjarðar sem er hans heimahöfn. Róbert Guðfinnsson fær sérstakar þakkir fyrir hans framlag til þessa verkefnis. Þetta fallega fley mun gagnast okkur vel við hreinsun strandlengjunnar. Við höfum saknað vinar okkar Hrafns frá því að hann féll frá og ég er viss um að andi hans mun fylgja bátnum hvert sem hann fer. Laugardag 13 júlí kl. 14.00 verður veraldarvinadagur og hátíð á Siglufirði. Ég hvet ykkur til þess að mæta ef þið hafið tök á.“

Halldór B. Jónsson er látinn

Halldór B. Jónsson lést á þriðjudaginn 9. júlí eftir erfið veikindi, 75 ára að aldri.

Halldór var fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ.

Samkvæmt tilkynningu frá knattspyrnudeild Fram vann Halldór frábært starf fyrir Fram og íslenskan fótbolta almennt, þegar heilsan leifði það en hann var einn af heiðurfélögum liðsins.

Árið 1981 tók Halldór við formennsku í knattspyrnudeild Fram en seinna varð hann varaformaður KSÍ og var innsti koppur í innra starfi innan sambandsins. Var hann til dæmis formaður mótanefndar sem og formaður dómaranefndar í fjöldi ára. Þá var Halldór sæmdur heiðurskrossi KSÍ, æðsta heiðusmerki sambandsins.

Fram kemur í andlátsfrétt mbl.is að Halldór og stjórnarmenn hans í Fram hafi lagt mikla áherslu á að styrkja meistaraflokk Fram en undir stjórn Ásgeirs Elíasarsonar þjálfara varð liðið afar sigursælt en það vann 15 bikara á sjö árum, þar af varð Fram þrisvar sinnum bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari.

Í kvöld munu Framarar minnast Halldórs fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla en liðin mætast á heimavelli Fram í Úlfarsárdal klukkan 19:15 í kvöld.

 

Síðasta opinbera heimsókn forseta Íslands innanlands – Guðni Th. heimsækir Árneshrepp á ströndum

|
Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslands

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson fer í sína síðustu opinbera heimsókn um helgina en þá heimsækir hann Árneshrepp á Ströndum.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fer í opinbera heimsókn í Árneshrepp á Ströndum dagana 12.–14. júlí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bessastöðum.

Í Árneshreppi tekur hreppstjórn á móti forseta og kynnir fyrir honum lífshætti íbúa og sögu svæðisins. Árneshreppur er víðfeðmur en um leið eitt fámennasta sveitarfélagið á Íslandi, með 53 íbúa, segir í fréttatilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forsetinn muni meðal annars heimsækja sauðfjárbændur en sauðfjárrækt hefur alla tíð verið helsti atvinnuvegur í Árneshreppi.

Þá mun forseti kynna sér aðra atvinnustarfsemi og skoða söguslóðir á Ströndum, þar á meðal aftökustaðinn í Kistuvogi þar sem fólk var tekið af lífi vegna galdra fyrr á öldum.

Farið verður í minja- og handverkshúsið Kört og kirkjurnar tvær í Trékyllisvík. Sögusýning Djúpavíkur verður skoðuð sem og Baskasetrið í lýsistanki gömlu síldarverksmiðjunnar. Á föstudagskvöld býður hreppstjórn til kvöldverðar til heiðurs forseta í félagsheimilinu í Trékyllisvík fyrir alla íbúa sveitarfélagsins.

Á laugardag slæst síðan forsetinn í för með Ferðafélagi Íslands sem stendur fyrir göngu á fjallið Glissu á mörkum Reykjarfjarðar og Ingólfsfjarðar. Þaðan er víðsýnt um Strandirnar af efsta tindi. Að lokinni göngu verður farið í Krossneslaug, en 70 ára afmæli laugarinnar var fagnað nú í sumar. Um kvöldið verður efnt til tónleika í fjárhúsinu í Norðurfirði þar sem Helgi Björns kemur fram.

Þetta er síðasta opinbera heimsókn forseta innanlands áður en hann lætur af embætti í lok júlí.

Í embættistíð sinni hafa forsetahjónin farið að jafnaði í þrjár opinberar heimsóknir innanlands á ári og þannig heimsótt 22 sveitarfélög, auk tíðra ferða um landið allt af ýmsum tilefnum.

 

Kom að lambi sjúga spena dauðrar móður sinnar: „Ég fékk að heyra að ég væri „djöfuls viðbjóður“.“

„Engin orð, bara sorg ...,“ skrifaði Steinunn við ljósmynd þessa sem hún tók.

Steinunn Árnadóttir kom að lambi sjúga spena dauðrar móður sinnar í Þverárhlíð.

Baráttukonan og orgelleikarinn Steinunn Árnadóttir lýsti ansi nöturlegum aðstæðum í Þverárhlíðinni í Borgarfirði en hún hefur verið afar ötul við að benda á hræðilegt ástand á kindum af bænum Höfða í Borgarnesi. Margar þeirra ganga lausar um allra tryssur í Þverárhlíðinni og bera lömb undir vökulum augum rándýra.

Kindin og lambið hennar.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

„Framhaldsagan af höfða… Varúð ekki fyrir viðkvæma.

Í gær 7. júlí hafði einstaklingur samband við mig. Hann hafði rekist á kind á ferð sinni í Þverárhlíð sem augljóslega var mikið veik (sjá fyrstu mynd).

Ég hafði samband við vakthafandi dýralækni sem lofaði að hafa samband við bændurna og einnig að láta Mast vita. Síðar um kvöldið fór ég og athugaði aðstæður. Kindin var enn á sama stað og lítið lamb með henni.“ Þannig hefst færsla Steinunnar sem hún birti á Facebook nýverið.

Kindin var froðufellandi.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Lýsir Steinunn síðan skelfilegu ástandi kindarinnar.

„Kindin var í mikilli þjáningu. Hún reyndi að pissa án afláts, með froðu um munninn og með krampa. Litla lambið hennar elti hana og var að reyna að drekka hjá henni.“

Morguninn eftir athugaði Steinunn með kindina en þá var hún öll.

„Snemma í morgun vitjaði ég hennar og kom að henni þar sem hún var nýdauð. Volg á kinn en laus við þjáningu. Litla lambið var hjá enn henni og var að reyna að sjúga úr spenum móður sinnar, nýdauðrar!“

Lambið sýgur spena dauðrar móður sinnar.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
„Ég tók eftir að hún var alltaf að reyna að pissa í gær.
Mér finnst líklega það hún hafi verið með svo mikla legbólgu og drepist af afleiðingum hennar.“ Þetta skrifaði Steinunn Árnadóttir við ljósmyndina sem hún tók.

Segist hún að lokum hafa mætt eigendum kindarinnar sem hafi hreytt í hana fúkyrðum.

„Ég hitti ,,eigendur“ að þessum vesalingum á leið til baka og fékk engin viðbrögð að þeir myndu aðstoða litla lambið.

En ég fékk að heyra að ég væri ,,djöfuls viðbjóður“.“

Verðandi forseti Írans heitir stuðningi við Palestínu: „Mannleg og íslömsk skylda“

Masoud Pezeshkian

Íran heitir áframhaldandi stuðningi við Palestínumenn.

Verðandi forseti Írans, Masoud Pezeshkian, hefur skrifað Ismail Haniyeh, yfirmanns stjórnmálaráðs Hamas, til að fullvissa Hamas um að stjórn hans muni halda áfram að styðja málstað Palestínumanna.

Hinn hófsami kjörni forseti skrifaði í bréfi sínu að hann líti á stuðning við palestínsku þjóðina og það að standa gegn hernámi Ísraels og aðskilnaðarstefnu þess vera „mannlega og íslamska skyldu“.

Pezeshkian lofaði að hann myndi „halda áfram alhliða stuðningi við hina þjáðu palestínsku þjóð þar til öll markmið þeirra og réttindi verða að veruleika og að Quds verði frelsað“, með vísan til arabíska nafnsins á Jerúsalem.

„Ég er þess fullviss að í skugga sögulegrar staðfestu hinnar seigu palestínsku þjóðar og hins þjáða en sterka Gaza og hetjulegrar viðleitni palestínskra andspyrnumanna í yfirstandandi stríði, mun kæra Palestína ná fram sigri og guðlegri hylli.

Fyrir tveimur dögum skrifaði Pezeshkian til Hassan Nasrallah, leiðtoga Hezbollah, þar sem hann lofaði stuðningi við vopnaðan hóp Líbanons og aðra meðlimi „Öxulvelda andstöðunnar“ sem Teheran styður víðsvegar á svæðinu.

 

Eiginkona og tvær dætur íþróttafréttamanns BBC myrtar í lásbogaárás: „Hugur okkar er með John“

Eiginkona og tvær dætur kappakstursþular BBC voru myrtar í lásbogaárás en meintur gerandi hefur verið handtekinn.

Breska lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa drepið þrjár konur með lásaboga en um er að ræða eiginkonu John Hunt, kappakstursþular BBC og tvær dætur þeirra.

Yfirvöld fundu hinn grunaða, Kyle Clifford, 26 ára, nærri Enfield í gær, eftir að leit var sett af stað eftir að Carol Hunt, 61 árs, og dætur hennar Hannah, 28 ára og Louise, 25 ára, fundust látnar á heimili þeirra í Hertfordskíri í norður Lundúnum, samkvæmt Sky News.

Upptökur úr lofti frá miðlinum sýna lögreglu bera Clifford á börum í kirkjugarði.

„Hann er í læknismeðferð þar sem hann fannst með áverka,“ sagði lögreglustjórinn í Hertfordskíri í yfirlýsingu. „Engum skotum var hleypt af af lögreglunni.“

Rannsóknarlögreglukonan Justine Jenkins bætti við: „Eftir umfangsmikla leit hefur hinn grunaði verið fundinn og ekki er annars leitað í tengslum við rannsóknina að svo stöddu“

Í yfirlýsingu lögreglunnar kom einnig fram að hún teldi að sá grunaði „þekkti fórnarlömbin“.

Að kvöldi 9. júlí voru fyrstu viðbragðsaðilar kallaðir á heimili Hunt-fjölskyldunnar og fundu konurnar þrjár alvarlega slasaðar. Þeir létust síðar á vettvangi, sagði lögreglan í yfirlýsingunni, sem innihélt ljósmynd af hinum grunaða morðingja.

Meintur morðingi.

Jon Simpson, yfirlögregluþjónn í Hertfordshire, sagði á blaðamannafundi að árásin hafi verið framkvæm með „því sem nú er talið vera lásbogi, en önnur vopn gætu líka hafa verið notuð,“ samkvæmt Independent.

Því er haldið fram að Clifford hafi yfirgefið breska herinn eftir að hafa þjónustað þar í stuttan tíma árið 2022, samkvæmt frétt BBC.

Auk Hönnu, snyrtifræðings, og Louise, sem starfaði sem hundasnyrtir, eiga John og Carol einnig þriðju dótturina, samkvæmt BBC.

Stjórnandi BBC 5 Live, Heidi Dawson, gaf út yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar.

„Hugur okkar er með John og fjölskyldu hans á þessum ótrúlega erfiða tíma,“ sagði hún, „og við munum veita honum allan þann stuðning sem við getum.“

Að auki er breska innanríkisráðuneytið nú að íhuga niðurstöður innri endurskoðunar til að sjá hvort hertari lög um lásboga sé þörf, samkvæmt BBC sem vitnaði í PA Media.

„Við höldum löggjöfum í stöðugri endurskoðun og kallað var eftir gögnum fyrr á þessu ári til að skoða hvort innleiða ætti frekara eftirlit með lásboga,“ sagði talsmaður ráðuneytisins. „Innríkisráðherra mun fljótt íhuga niðurstöðurnar til að sjá hvort herða þurfi lögin frekar.

 

Gengið eftir endilöngum Okvegi – Fegurð auðnar og fjalla MYNDIR

Á Okvegi. Mynd: rt

Við lögðum upp í gönguna frá bænum Giljum í Hálsasveit. Þarna hafði ég oft komið á æskuárum í útreiðartúrum frá Búrfelli. En þá hafði ég ekki hugmynd um þann gullna veg sem liggur meðfram Oki og alla leið á Uxahryggi. Við upphaf göngunnar skammt frá bæjarhlaðinu í Giljum er skilti sem vísar á Okveg og fyrsta rauðamálaða stikan af fjölmörgum blasir við okkur. Þar lögðum við bifreiðum okkar með leyfi landeiganda og gangan hófst í byrjun júlímánaðar árið 2024.

Hugmyndin að gönguferðinni um Okveg varð í framhaldi þess að Guðlaugur Óskarsson fyrrverandi skólastjóri á Kleppjárnsreykjum, lauk því þrekvirki að stika alla 30 kílómetrana frá Giljum að Brunnvatni við Uxahryggi. Ferðafélag Íslands stóð fyrir göngunni sem var ekki síst farin til að kynnast svæðinu og útfæra ferðir um svæðið norðan Oks.

Okvegurinn hinn forni var lengi vel hluti af helstu þjóðleiðinni á milli Norðurlands og Suðurlands. Norðanmenn, sem komu um Arnarvatnsheiði gátu valið um að fara Kaldadal, sunnan Oks, Okveg eða Uxahryggjaleið. Víst er að fyrr á öldum var leiðin fjölfarin og þá sérstaklega þegar Alþingi kom saman á Þingvöllum. En eftir að bílaöld gekk í garð og sæmilegur vegur var lagður um Kaldadal lagðist Okvegur af. Gatan var smám saman að týnast og gleymast þegar Guðlaugur skólastjóri tók sig til og kortlagði leiðina og stikaði.

Snillingurinn Páll

Dagurinn byrjaði í Húsafelli þar sem snillingurinn Páll Guðmundsson sýndi okkur málverk sín, hljóðfæri og höggmyndir. Allt gert úr hráfeni íslenskrar náttúru. Hann töfraði fram seiðandi lög spiluð á flautu sem var að hluta úr rabbabara. Eftir gæðastund þar sem Páll sagði okkur sögur og sýndi okkur verkin sín var haldið að Giljum og lagt af stað í ferðina góðu.

Við vorum fjögur og hundurinn Tindur sá fimmti. Við gengum upp með Valagili. Ferðin sóttist fremur hægt, enda var fólk að venjast því að vera með 15-20 kíló á bakinu. Fyrsti áfangi leiðarinnar var að Smjörtjörn. Nafnið lofaði góðu og við sögðum í gríni að hugsanlega drypi þar smjör af hverju strái. Veðrið var fínt og dálítill gustur í bakið. En það var þoka á hálendinu og Okið á kafi. Upplifunin var dulmögnuð. Ósjálfrátt varð manni hugsað til forfeðra vorra sem fóru þennan veg í allskonar veðrum. Við siluðumst áfram upp fjallshlíðina með Giljahnúka á hægri hönd. Fyrr en varði vorum við komin inn í suddann og útsýnið minnkaði. Við ræddum með tilhlökkun okkar í milli að það styttist í Smjörtjörn þar sem við myndum nátta. Við rákum upp stór augu þegar tjörnin birtist handan við hæðardrag.

Hráslagi við Smjörtjörn

Þetta reyndist vera þónokkuð stórt vatn en þar var ekki stingandi strá að sjá. Við nánari skoðun þá glitti í grænan blett, talsvert utan vegar. Vindur var vaxandi. Við náðum að koma tjöldunum niður eftir nokkurn barning. Hráslaginn gerði það að verkum að ekki var annað til ráða en að skríða inn í tjöldin. Svo kom nóttin með andvöku. Ekkert símasamband. Vindurinn hélt vöku fyrir fólki og hundi framan af nóttu en svo dúraði og tjaldbúar festu svefn í kyrrðinni. Fuglasöngur í fjarska og hugsanlega gagg í tófu fléttaðist inn í draumana. Við vorum börn óbyggðanna.

Klukkan var átta að morgni laugardags þegar fólk reis af beðum sínu. Sólin hafði hrakið suddann á brott og yfir okkur gnæfði Okið með sinni tignarleg öxl í allri sinn fegurð. Prímusar voru ræstir og hafragrautur eldaður. Eftir staðgóðan morgunverð var gert klárt fyrir brottför. Við höfðum lagt að baki átta kílómetra og stefnt var að 12 kílómetrum þennan daginn.

Handan við Okið

Áfram lá leiðin um gróna götuna. Rauðmálaðar stikurnar vísuðu okkur veginn. Eftir stutta göngu komum við í Rauðsgilsdrög. Hugurinn reikar til Jóns Helgasonar prófessors sem ólst upp á Rauðsgili og orti betur en flestir um íslenska náttúru. Handan við Okið er hafið grátt, segir í ljóðinu Á Rauðsgili. Norðan við okkur er Fellaflóinn þar sem finna má gamalt spor eftir lítinn fót. Þar eru líka undurfagrir fossar Rauðsgils sem við munum ekki heimsækja að þessu sinni.

Við höldum áfram göngunni. Sléttafell kúrir í landslaginu norðan við okkur. Það minnir mig á ungan dreng í smalamennsku meða afa sínum og móðurbróður. Sú var tíðin að mikil dulúð var yfir hálendinu ofan Búrfells þar sem amma og afi bjuggu í fjörutíu ár. Heimur barnsins markaðist af Okinu og Hálsinum í Hálsasveit. Seinna bættist Flateyri við með allri sinni norðaustanátt. Þegar komið er upp á bæjarfjallið, Búrfell, mátti sjá Sléttafell og Fanntófell. Svo var það auðvitað sjálft Okið, risinn í landinu. Þangað áttu hjónin á Búrfelli land.

Fanntófell blasir við göngufólkinu á vinstri hönd. Þangað upp kom ég fyrir 10 árum. Sú ganga var ógleymanleg. Efst í skriðunni gekk maður tvo skref og rann eitt skref til baka. En það hafðist og uppskeran var stórkostlegt ústýni yfir Borgarfjörð af 900 metra háu fjallinu. Austur af Fanntófelli er Lyklafell, rúmlega 800 metra hátt. Suður af fjallinu er fyrirbæri sem nefnist Dauðsmannshóll. Það má ímynda sér að þar hafi átt sér stað harmleikur.

Skáldið Kristmann

Það var talsvert liðið á daginn þegar 12 kílómetrarnir voru að baki og tímabært að leita að tjaldstað. Blámi var kominn á Oköxlina. Við fundum okkur fljótlega fallegan reit, þvert af Fanntófelli. Neðan Okvegar mátti sjá Skotmannsfell sem að vísu var mun lægra eða um 430 metrar. Skotmannstjarnir kúra í skjóli þess. Klukkan var ekki nema rétt rúmlega sex þegar búið var að tjalda og fólk hafði nært sig. Veðrið var frábært. Þetta var eins og við værum römmuð inn í ævintýri. Fjallahringurinn var dásamlegur undir heiðskýrum himni. Í fjarska mátti sjá Akrafjall og Skarðsheiði. Botnssúlur, Hlöðufell og Skjaldbreiður voru öll á sínum stað. Þverfell, sem lokar Lundareykjadal að ofanverðu, var skammt undan. Það rifjaðist upp að frá bænum Þverfelli  kemur skáldið Kristmann Guðmundsson sem á sínum tíma var einn vinsælasti rithöfundur landsins og víðar um heiminn. Hann var einnig umtalaður fyrir einkalíf sitt og þau sjö hjónabönd sem hann átti að baki.

Okvegur hinn forni fær nýtt líf.
Okvegur. Skjaldbreiður og Súlurnar í fjarska.

Fólk var fljótt að festa svefn í skjóli Fanntófells. Að þessu sinni var vindurinn til friðs og nóttin kyrrlát. Rakkinn Tindur ákvað að tjald hentaði honum ekki og hann eyddi nóttinni á lyngbeði utandyra. Við vöknuðum á sunnudegi í glaðasólskini. Framundan var seinasti hluti Okvegar að Brunnvatni við Uxahryggi. Eftir hefðbundinn morgunmat sem samanstóð af hafragraut, flatbrauði og súkkulaðirúsínum var pakkað saman og haldið af stað. Landið var að mestu gróið og melarnir sem voru ráðandi við Smjörtjörn voru að baki. Við þræddum moldargötur. Þarna var Illakelda sem ber nafn sitt af því að þar áttu hestar til að sökkva í eðju og festast með tilheyrandi vandræðum. Á þessum slóðum liggur vegurinn í hlykkjum til að sneiða hjá forarvilpunum.

Það er ekki annað hægt en að elska þetta land

Á göngunni var margt til að næra sálina. Heiðblár himinn yfir okkur og fjallahringurinn tók stöðugum breytingum. Okið tók smám saman á sig bláan lit fjarlægðarinnar. Skallinn á Þórisjökli varð greinilegur. Spói vellir í fjarska og stöku lóa flýgur yfir höfðum okkar. Á leið okkar brosa blómin við okkur. Geldingahnappur, holtasóley og lambagras eru í blóma. Stöku ljósberar færa okkur yl í sálina með fegurð sinni og þokka. Lífsgæðin sem felast í paradís hálendisins umvefja okkur. Það er ekki annað hægt en að elska þetta land.

Það styttist í lokatakmarkið við Brunnavatn, rétt norður af Sæluhúsahæðum. Við sjáum veginn um Kaldadal þar sem við nálgumst Langás. Fyrr en varði vorum við komin að lítilli á við Brunnvatn. Við stikluðum yfir hana og síðasta stikan hans Guðlaugs blasti við okkur. Fyrr en varði voru við aftir komin inn í nútímann og upp í fjórhjóladrifinn jeppa. Rás 2 tók yfir fuglasönginn.

Við ókum um Kaldadal til baka. Þetta var eins og að hraðspóla í gegnum þriggja daga gönguferð. Að þessu sinni fórum við handan við Okið. Það er sláandi dæmi um fjölbreytileika fjalla að frá Kaldadal austanverðum er Okið lítt aðlaðandi. Urðarbrekkur einkenna þetta sjónarhorn á meðan Þórisjökull með sinn kúpta og hvíta koll er glæsileikinn uppmálaður. Séð frá Borgarfirði og Okvegi er Okið aftur á móti tignarlegt fjall með sína hábungu og öxl. Þaðan sést ekki Þórisjökull. Á ökuferðinni um Kaldadal rifjast upp sagan af Beinakerlingu. Þeir sem áttu leið um áttu það til að henda fram stöku setja á blað sem stungið var inn í vörðuna. Næstu menn glöddust svo við að lesa og svöruðu hugsanlega með nýju vísukorni. Þetta er auðvitað liðin tíð og nútímafólk lætur sér nægja að henda einhverju á Facebook, Instragram eða TikTok. Þessir erlendu risar eru beinakerlingar nútímans.

Við njótum akstursins þar sem við rennum framhjá Prestahnúki, Geitlandsjökli, Langjökli og Hádegisfellunum tveimur. Við okkur blasa Eiríksjökull, Hafrafell og Strútur. Fyrr en varir er Húsafell að baki og við lokum hringnum í Giljum. Sannkallað ævintýri í óbyggðum er að baki. Það er ekki laust við að söknuður geri strax vart við sig þegar horft er upp eftir hlíðinni þar sem fótspor okkar um fyrsta hluta Okvegar liggja. „Ég kem aftur,“ er sú hugsun sem nær yfirhöndinni.

Greinarhöfundur, Reynir Traustason, á Okvegi. Mynd: Guðrún Gunnsteinsdóttir.
Rakkinn Tindur og fararstjórinn Guðrún í góðu yfirlæti í tjaldinu undir Fanntófelli. Mynd: rt
Smjörtjörn, Okið
Tjaldað í skjóli Oksins við Smjörtjörn. Mynd: Reynir Traustason.
Ein á gangi í óbyggðum. Þórisjökull, Hrúðurkarlar og Björnsfell í baksýn.

Okið er eitt af djásnum Borgarfjarðar.

Rakkinn Tindur í skjóli steins við Okveg.
Rakkinn Tindur leitaði skjóls undan sólinni í skugga.

Ökumaður alvarlega slasaður eftir áreksturinn á Holtavörðuheiði – Fjögur börn voru í bílunum

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd/Lára Garðarsdóttir

Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Holtavörðuheiði í gær er alvarlega slasaður og sex aðrir eru minna slasaðir.

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra staðfestir við mbl.is að einn sé alvarlega slasaður eftir tveggja bíla árekstur á Holtavörðuheiði í gær en í bílunum tveimur voru fjögur börn. Sex aðrir slösuðust minna.

Slysið varð upp úr klukkan 16:00 í gær er tveir bílar sem komu úr gangstæðri átt skullu saman en alls voru sjö manns í bílunum. Í öðrum bílnum var fimm manna fjölskylda, þar af þrjú börn en í hinum bílnum voru tveir, þar af eitt barn. Báðir bílarnir höfnuðu utan vegar og varð annar þeirra fyrir töluverðu tjóni. Þyrlur Landhelgisgæslunnar flutti sex á sjúkrahús en einn var fluttur með öðrum leiðum af vettvangi. Sá sem er alvarlega slasaður var ökumaður annars bílsins.

Í samtali við Vísi sagði Birgir að mikil umferð hafi verið á veginum þegar slysið varð.

„Þetta eru tiltölulega þröngir vegir og mikið um stóra bíla með eftirvagna. Það er ansi þétt umferð.“

 

„En það var óréttlæti – við tókum það ófrjálsri hendi á öðru byggingasvæði“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason fylgist vel með knattspyrnu og er ekki hrifinn af öllu er viðkemur þróun íþróttarinnar og þetta sagði hann í gær undanúrslitaleik á EM:

„Þessi handalögmál ýtingar og tog í fótboltanum er óþolandi. Alltof mikið leyft.“ Egill vill bara ekki handalögmál og hefðbundin læti; sem er skiljanlegt – enda dregur ofbeldi úr fegurð lífsins.

Egill birtir þessa flottu ljósmynd á síðu sinni.

Segir skemmtilega örsögu:

„Maður notaði oftast peysur sem mörk. Einu sinni smíðuðum við stákarnir á Landakotstúninu mörk og settum í þau net. Kallar á nálægu byggingasvæði tóku þau niður af því þeir héldu að við hefðum stolið timbrinu frá þeim. En það var óréttlæti – við tókum það ófrjálsri hendi á öðru byggingasvæði.“

Illugi krefst þöggunar

Illugi Jökulsson

Samfélagsrýnirinn Illugi Jökulsson er ekki ánægður með framgöngu Gunnars Birgissonar og annarra íþróttafréttamanna Ríkisútvarpsins sem lýstu leik Englands og Hollands á EM.

Illuga þykir, sem fleirum, að lýsendur leiksins hafi verið hallir mjög undir Englendinga. „Fyrirgefiði RÚV, en viljiði þagga niður í þessu Englendingablæti þulanna ykkar?! Þetta er orðið vandræðalegt,“ skrifaði Illugi á Facebook þegar íslensku þulirnir voru með andköfum og það ískraði í þeim gleðin vegna yfirburða Englendinga. Margir tóku undir með Illuga í athugasemdum en þó andmæltu sumir og bentu á að Englendingar hefðu einfaldlega verið betri. Illugi svaraði með þeim hætti að hann væri ekki að tala um leikinn. England hefði spilað betur en oft áður.

„Ég er að tala um þulina. Þetta er eins og að vera neyddur til að vera viðstaddur hópefli (svo ég orði það nú pent) hjá aðdáendakölti,“ svaraði Illugi. Það verður spennandi að fylgjast með þulunum hlutdrægu í úrslitaleiknum á sunnudaginn komandi þar sem England tekst á við Spán. Áfram England væntanlega …

Drukkinn ljósmyndari játaði og grýtti lögreglu – Tveir krakkar týndust í Kópavogi

Kópavogur.

Nokkurt upppnám varð þegar drukkinn maður gerði sér það að leik á förnum vegi að taka myndir af fólk. Hann ónáðai fólkið og auk þess að mynda í óþökk þess. Laganna verðir komu á vettvang og játað’i maðurinn þá að vera undir áhrifum og þannig með skerta dómgreind. Honum var skipað að yfirgefa vettvang og láta af iðju sinni. Hann virtist taka sönsum en snerist síðan hugur og grýtti lögreglu með hlut. Sá drukkni var þá umsvifalaust handtekinn og hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Þar beið hans fangaklefi. Hann hvílir á gúmmídýnu þar til nýr dagur rennur og hægt verður að ræða við hann.

Ökumaður var handtekinn grunaður um að aka bifreið þrátt fyrir að vera sviptur ökurétti. Sá er einnig grunaður um fíkniefnaakstur. Málið fer í hefðbundið ferli.

Maður hafði samband við lögreglu og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás. Lögregla fór á vettvang og tók skýrslu af meintu fórnarlambi.  Gerendur voru farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn.

Í gærdag var tilkynnt um meðvitundarlausan mann í strætóskýli í miðborginninn. Við skoðun reyndist hann ekki vera meðvitundarlaus en undir áhrifum fíkniefna. Þá kom á daginn að hann var eftirlýstur fyrir lögreglu. Hann var handtekinn og læstur inni í fangageymslu.

Í Kópavogi greip um sig ótti þegar tvö börn týndust í gærdag. Óttast var um börnin og lögregla kölluð til. Blessunarlega komu þau í leitirnar heil á húfi.

Á svæði Mosfellsbæjarlögreglu varð óhapp þar sem barn kom við sögu. Barnið hafði sett krónupening upp í sig sem festist svo í hálsi en lokaði þó ekki öndunarvegi. Barnið var flutt á bráðamóttöku þar sem peningurinn var losaður og það fékk aðhlynningu.

Fimm drengir úr M.H. handteknir í Keflavík: „Vorum fluttir i aðalstöðvar amerísku herlögreglunnar“

Herlögreglumaður og fánaglæpon

Fimm menntskælingar gerðu allt vitlaust á Nató-stöðinni í Keflavík þegar þeir tóku Nató-fána niður og settu rauðan sósíalistafána í staðinn. Þetta gerðu drengirnir að morgni fullveldisdagsins 1. desember árið 1974.

Í gegnum áratugina hafa síður en svo allir Íslendingar verið sáttir við veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu og þá sérstaklega með bækistöð bandaríska hersins í Keflavík. Herinn lét sig hverfa árið 2011, þrátt fyrir að yfirvöld á Íslandi nánast grátbáðu Bandaríkjamenn að fara ekki en eftir að Vinstri grænir komust í ríkisstjórn fyrir sjö árum hefur viðvera hersins aukist til muna, þó ekki sé komin upp eiginleg bækistöð hersins aftur.

Árið 1974 fóru fimm hugrakkir menntskælingar í svaðilför á herstöðina og mótmæltu veru hersins á landinu með því að draga fána Nató af húni og hífa upp rauðan fána í staðinn. Herlögreglan á svæðinu var ekki lengi að bregðast við og mætti á svæðið og handtók strákana fimm. Voru þeir svo sóttir af íslenskum lögregluþjónum sem drengirnir sögðu hafa sýnt þeim skilning í málinu enda sumir lögreglumannnanna sammála þeim um veru hersins á landinu.

Hér má lesa um mótmæli menntskælinganna en Þjóðviljinn fjallaði um málið á sínum tíma:

Drógu niður Nato-fánann

– og létu rauðan fána blakta við stöng í herstöðinni í Keflavík — herlögreglan handtók fimm íslenska menntskœlinga

Uppi var fótur og fit í Natóstöðinni við Keflavík að morgni fullveldisdagsins, sunnudaginn 1. des. Herlögreglan kom þá æðandi úr öllum áttum að handtaka fimm drengi úr Menntaskólanum við Hamrahlið. Drengirnir höfðu unnið það til sakar að draga niður Nató-fánann sem jafnan blaktir þarna á stöng, og hifa upp rauðan fána i staðinn.

Atburður þessi varð um klukkan 10.30 árdegis, og þegar rauði fáninn blakti svo fagurlega yfir herstöðinni, kom lögreglan þeysandi. Einn fimmmenninganna sagði Þjóðviljanum svo frá, að vegfarendur hefðu horft á atburðinn, en ekki hreyft legg né lið, nema leigubílstjóri einn, sem þó þorði ekki út úr bíl sínum, heldur þeytti horn bifreiðarinnar sem mest hann mátti. Fór bílstjórinn ekki út úr bílnum fyrr en lögreglan var komin. Einn fimmmenninganna tók margar myndir af atburðinum, og bað lögreglan hann þegar hún kom að hætta þeim leik.

„Við vorum fluttir i aðalstöðvar amerísku herlögreglunnar, en þangað kom svo islenska lögreglan á svörtu Mariu og flutti okkur i sinar stöðvar. Þar vorum við um hríð og ræddum við löggæslumennina. Þeir virtust mjög skilningsríkir. Sumir þeirra kváðust meira að segja vilja herinn burt, og sögðu að vinstri stjórnin hefði staðið sig illa í hermálinu og að núna þættust stjórnvöld hafa lokað kanasjónvarpinu, en þó sæist það betur nú en nokkru sinni fyrr. Þeir leituðu rækilega í bílnum okkar, og þegar þeir höfðu gengið úr skugga um að þar væru ekki sprengjur eða vopn, var okkur sleppt. Flöggin góðu, þ.e. rauöa fánann og merki herstöðvaandstæðinga fengum við þó ekki að sinni.

Við afréðum að draga niður Nató-flaggið og setja rauðan fána í staðinn til að vekja athygli á hermálinu og umræður um það. Það er ekki vanþörf á þegar stjórnvöld hafa efnt til miljónaævintýris þarna. Stjórnvöld hafa gert hernámið tryggara og vonina um brottför hersins i náinni framtið að engu.”.

Það var hreyfing herstöðvaandstæðinga i M.H. sem að aðgerð þessari stóð.

Sonur meints fórnarlambs um lækningaleyfi Skúla: „Vægast sagt einkennilegt og afar óþægilegt“

Beggi Dan og Skúli Tómas.

Sonur meints fórnarlambs Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis á Landspítalanum segir það afar óþægilegt að læknirinn hafi fengið endurnýjun á lækningaleyfi sínu. Þá segir hann seinagang í ákæruferlinu óásættanlegt.

Beggi Dan, sonur Dönu Jóhannsdóttur, sem er einn níu meintra fórnarlamba Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, segir það „vægast sagt einkennilegt og afar óþægilegt“ að Skúli hafi fengið endurnýjun á starfsleyfi sínu frá Landlæknisembættinu. Skúli er grunaður um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020. Lögreglurannsókn á sex dauðsföllum lauk fyrir þó nokkru og verið send í ákæruferli.

Mannlíf ræddi við Begga og spurði hann út í nýjust fréttirnar, að Skúli Tómas hafi fengið endurnýjun á starfsleyfi sínu en hann starfar nú sem læknir á Landspítalanum.

„Það að Skúli Tómas sé kominn með lækningaleyfi á meðan mál hans er í ákærumeðferð er vægast sagt einkennilegt og afar óþægilegt,“ segir Beggi í skriflegu svari til Mannlífs. Og bætir við: „Ég vona innilega að stjórnendur Landspítala muni sýna ábyrgð í þessu máli og gæta þess að Skúli sinni ekki sjúklingum á meðan mál hans er á borði saksóknara. Það kæmi mér hins vegar á óvart ef svo yrði þar sem stjórnendur spítalans hafa eindregið stutt Skúla í þessu máli. Aðrir læknar, meðal annars fyrrverandi forstjóri Landspítalans, hafa einnig verið duglegir við að lýsa yfir stuðningi við Skúla vin sinn, þrátt fyrir að vera ekki með neinar upplýsingar um málið. Það finnst mér vekja upp ansi margar spurningar sem einhver gáfaðri en ég þarf að svara, því ég skil þetta bara alls ekki.“

Beggi segir að rannsókn lögreglu hafi tekið langan tíma enda málið flókið. „Rannsókn málsins hjá lögreglu tók langan tíma og var lengi að fara af stað en það þarf að hafa það hugfast að þetta er mjög viðamikið og flókið mál og ég get vel ímyndað mér að það hafi verið áskorun fyrir lögregluna að rannsaka það. Hins vegar finnst mér seinagangurinn í ákæruferlinu hjá saksóknara óásættanlegur.“

Bætir hann við að fjölskylda hans hafi ítrekað haft samband við Embætti saksóknara en aldrei fengið almennilega svör.

„Málið fór frá lögreglu til saksóknara í apríl í fyrra og þar hefur málið sofið vært síðan. Við fjölskyldan höfum ítrekað haft samband við Embætti saksóknara en svarið sem við fáum eru að „þetta muni taka einhvern tíma til viðbótar“ sem er augljóslega ekkert svar. Mér finnst seinagangurinn með ólíkindum og á sama tíma finnst mér mjög óeðlilegt og ónærgætið að gefa okkur aðstandendum engin svör um framgang mála.“

En hvernig líður fjölskyldunni?

„Við erum með þykkan skráp og vön álagi en þetta er virkilega farið að taka á. Biðin eftir því að fá svör frá saksóknara er erfið og þögn embættisins er yfirþyrmandi. Okkur er hent út í horn og haldið í fullkomnri óvissu.“

Aðspurður hvort hann sé búinn að vera í samskiptum við fjölskyldur annarra meintra fórnarlamba Skúla, segist hann ekki hafa haft mikil samskipti.

„Ég hef verið í sambandi við eina fjölskyldu sem hefur svipaða sögu að segja og við en ég veit í rauninni mjög lítið um aðra aðstandendur því miður.“

Að lokum segist Beggi vilja hvetja saksóknara til þess að bjóða fjölskyldunni „raunveruleg svör“:

„Ég vil hvetja saksóknara til að upplýsa okkur um stöðu mála og bjóða okkur upp á raunveruleg svör. „Þetta er í vinnslu“ er ekki nógu gott svar til fjölskyldu í sárum sem bíður eftir réttlæti. Við þurfum gegnsæi og ábyrgð í þessu ferli. Fjölskyldur þeirra sem hafa misst ástvini sína eiga það skilið að vita hvað er í gangi og hvenær við getum átt von á niðurstöðu.“

Sunneva Einars og Birta Líf með glænýjan ís: „Hafið augun á þessum stúlkum á komandi árum“

Vinkonurnar Sunneva Einars og Birta Líf með glænýjan ís í samstarfi við Kjörís.

Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einars og Birta Líf sem standa á bak við Podcastið Teboðið eru nú í samstarfi við Kjörís að kynna vöru sem þær sjálfar hafa þróað og hannað. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu um málið.

Um er að ræða Ostakökuís með hindberja swirl og bleiku súkkulaði en samkvæmt fréttatilkynningunni er allt þetta svo skreytt í anda Teboðsins með smekklegum hvítum hjörtum. Ísinn nefna þær Bestís og er það vel víð hæfi þar sem þær eru sennilega þekktustu „besties“ landsins, eins og það er orðað í fréttatilkynningunni.

Í tilefni af frumsýningu íssins hafa þær blásið til „samfélagsmiðla-stjörnuveilsu“ sem haldin er á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar.  

Ísinn verður svo sýndur almenningi á fimmtudagsmorgun í Bónus Smáratorgi og munu fyrstu viðskiptavinirnir fá glaðning frá þeim stöllum. Teboðs-skvísurnar munu svo kynna vöruna á meðan  birgðir endast í Bónus Smáratorgi, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni en stefnt er að því að ísinn verði kominn í allar verslanir landsins í  kringum næstu helgi. 

Verkefninu fylgja þær svo eftir með ferðalagi um landið þar sem þær munu í kynna ísinn í hinum ýmsu bæjarfélögum á fagurlega skreyttum Kjörísbíl í anda Teboðsins.

„Þetta er þeirra fyrsta skref í þróun og vöruhönnun en alveg örugglega ekki sú síðasta. Hafið augun á þessum stúlkum á komandi árum því hér eru stórstjörnur að stíga sín fyrstu skref í matvælageiranum. Við hjá Kjörís berum miklar væntingar til þessa samstarfs og erum sannfærð um að líflegur tími sé fram undan.“ Undir fréttatilkynninguna skrifar Elías Þór Þorvarðarson, sölu og markaðsstjóri Kjöríss.

 

Raddir