Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Stefán Karl hefði orðið 49 ára í dag: „Við áttum okkar góðu og erfiðu stundir eins og gengur“

Stefán Karl og Steinunn

Stefán Karl Stefánsson leikari hefði orðið 49 ára í dag, en hann lést árið 2018 eftir baráttu við krabbamein. Ekkja hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir minnist hans í tilefni dagsins.

Ekkja Stefáns Karls Stefánssonar, leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir minntist Stefáns á Facebook í dag en hann hefði orðið 49 ára í dag. Eftirfarandi færslu skrifaði Steinunn Ólína:

„Þessi elska hefði orðið 49 ára í dag. Við áttum okkar góðu og erfiðu stundir eins og gengur í öllum hjónaböndum en uppúr stendur þakklæti fyrir að vera samferða þessum lífsglaða, atorkusama og skemmtilega manni stutta stund í elífðinni. Stefán lifir með mér og þeim sem kynntust honum og í börnunum okkar náttúrlega svo um munar.“

Fjölskylda Jay Slater leitar enn þó lögreglan sé hætt: „Við verðum að gera eitthvað“

Fjölskylda hins 19 ára Jay Slater, sem hvarf á Tenerife 17. júní síðastliðinn, skipuleggur nú eigin leit að drengnum, eftir að opinberri leit var hætt.

Frændi Jay Slater, Glen Duncan, lofaði því að fjölskyldan myndi halda áfram „örvæntingarfullri“ leit sinni að unglingnum. „Við verðum að gera eitthvað,“ sagði hann.

Múraralærlingurinn Jay Slater sást síðast 17. júní þar sem hann yfirgaf Airbnb íbúð í fjallaþorpinu Masca til þess að ganga til baka þaðan sem hann gisti. Gangan hefði tekið hann 11 klukkustundir.

Fjölskyldumeðlimir hans, auk litlum hópi sjálfboðaliða, fara nú gangandi um svæðið þar sem Jay sást síðast en yfirvöld á Tenerife hættu leitinni 30. júní.

Glen (41), frændi Jay, ræddi við Sky News í gær þar sem hann var staddur í þorpinu Santiago del Teide á eyjunni, en hann sagði aðstæður fjölskyldunnar sem „örvæntingarfullar.“

Segir Glen að fjölskyldunni líði eins og þau hafi verið skilin eftir ein og þegar hann er spurður hvort hún myndi vilja hjálp frá bresku lögreglunni svaraði hann: „Við myndum  gjarnan vilja það, en það er bara ekki það einfalt“. Bætti hann við: „Hingað til höfum við verið í sambandi við bresku ræðismannaskrifstofuna hér sem segir að enn sé verið að leita, við þurfum bara að bíða. „Þetta eykur bara á vonleysið í raun.“

Faðir Jay, Warren Slater (58) og eldri bróðir Jay, Zak (21), eru meðal þeirra fáu sem eru að rannsaka djúpu, grýttu gljúfrin í Rural de Teno garðinum, nálægt hinu afskekkta þorpi Masca í norðurhluta eyjunnar. „Það eru ekki bara Warren og Zak að leita, það er fleira fólk þarna,“ sagði Glen. Bætir hann við að fjölskyldan hafi ekki gefið upp vonina og muni leita að Jay þar til hann finnst. „Við verðum bara að gera eitthvað því annars sitjum við bara í íbúðinni og störum á sömu fjóra veggina.“

Leit lögreglunnar fór fram á bröttu grýttu svæði, giljum og slóðum þar sem þyrlur, drónar og leitarhundar voru sendir á vettvang til að finna Jay Slater en án árangurs. Eftir að leitinni var hætt í lok júní sagði Guardia-lögreglan við Sky News að fjölskyldan gæti leitað með eigin flokki og björgunarteymi. Segist lögreglan enn vera að rannsaka hvarfið en vilja ekki gefa frekari upplýsingar.

 

Tveimur strandveiðiskipum komið til bjargar fyrir austan

Frá björgunaraðgerðunum í morgun. Ljósmynd: Björgunarsveitin Gerpir

Það sem af er vikunni hefur Hafbjörg, skip Björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupsstað, sinnt tveimur útköllum vegna vandræða strandveiðibáta.

Austurfrétt segir frá því að Hafbjörg hafi farið í fyrra útkallið um kvöldmatarleytið á mánudag en þá var bátur í vélarvandræðum um sex mílur austur af Norðfjarðarhorni. Báturinn var tekinn í tog og var dreginn til Neskaupsstaðar.

Það var svo um klukkan sex í morgun sem seinna útkallið barst Gerpi. Aftur var um vélarvandræði að ræða á svipuðum slóðum og sá fyrri. Hafbjörg dró þann bát einnig til Neskaupsstaðar. Veðrið var með besta móti í báðum tilfellum og gengu útköllin vel en hvor um sig tóku þær um þrjár klukkustundir.

Afgerandi niðurstaða skoðanakönnunar – Þórarinn Ingi á að segja af sér þingmennsku

Þingmaðurinn Þórarinn Ingi Pétursson er sakaður um spillingu

Yfirgnæfandi meirihluti lesenda Mannlífs vilja að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins eigi að segja af sér þingsetu, vegna kaupa Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska hf.

Nýverið var sagt frá því að hluthafar í Kjarnafæði Norðlenska hf. hafi samþykkt kaup KS í fyrirtækinu.Þórarinn Ingi Pétursson, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er einn af hluthöfum Kjarna­fæði Norðlenska hf. í gegnum fyrirtæki í hans eigu og hefðu kaupin ekki mátt ganga í gegn án lagabreytinga sem gerðar voru í mars af frumkvæði atvinnuveganefndar.

Mannlíf spurði lesendur sína hvort þeim þætti rétt að Þórarinn segði af sér þingstörfum vegna málsins en niðurstaða könnunarinnar er afgerandi. Rétt ríflega 70 prósent þátttakenda vilja að þingmaðurinn segi af sér en tæp 30 prósent vilja það ekki.

70.43%
Nei
29.57%

Þegar herlögreglan handtók Kára og Ragnar Skjálfta: „Vertu sæll aldni sósíalisti“

Kári Stefánsson rifjar upp þegar hann og Ragnar Kristján Stefánsson, „Skjálfti“ voru handteknir af bandarísku herlögreglunni í Keflavík, þegar þeir gerðu tilraun til að taka yfir stúdíó í sjónvarpsstöð hersins.

Ragnar Skjálfti verður jarðsunginn í dag en af því tilefni skrifaði gamall vinur hans og sósíalistafélagi, Kári Stefánsson fallega færslu til að minnast Ragnars. Færslan er löng en þar fer hann yfir kynni sín af Ragnari og rifjar upp lítt þekkta tilraun þeirra til að mótmæla Víetnamstríðinu.

„Bréf til Ragnars Stefánssonar

Ég var nítján ára þegar við hittumst nokkur að Tjarnargötu 20 og héldum síðan til Keflavíkur í þeim tilgangi að taka yfir stúdíó í sjónvarpsstöð hersins. Þaðan ætluðum við að sjónvarpa áróðri gegn stríðinu í Víetnam. Og þú Ragnar Skjálfti varst bílstjórinn sem áttir að koma okkur undan ef illa færi. Með í för voru þær Róska og Birna Þórðar en ég man ekki eftir fleirum og þar sem ég er búinn að missa símasamband við þig reikna ég ekki með að geta stólað á þig til þess að fylla í eyðurnar. Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam en við náðum svo sannarlega athygli herlögreglunnar sem fór um okkur heldur ómjúkum höndum þótt varnarsáttmálinn segði að hún mætti ekki snerta innfædda.“

Þá rifjar Kári einnig upp fleiri skipti þegar þeir mótmæltu stríðinu og segir meðal annars:

„Og leiðir okkar lágu saman við fleiri göngur og mótmæli vegna þess að alls staðar þar sem íslenskir sósíalistar börðust fyrir betra samfélagi og meira réttlæti í heiminum varst þú nærri.“

Kári beinir svo orðum sínum að hryllingnum á Gaza:

„Og nú er mér sagt að háð sé eitt ljótasta stríð sögunnar í Gaza en það er í rauninni ekkert stríð heldur bara Ísraelar að drepa fjöldann allan af Palenstínuaröbum í þeirri von að meðal þeirra sem þeir drepa leynist einhverjir Hamasliðar. Hver veit hvort það sé rétt eða rangt en hitt vitum við að meðal þeirra, sem hafa verið sprengdir í loft upp eru um það bil 20 þúsund börn. Af þeim 38 þúsund sem Ísraelar hafa drepið í Gaza eru tuttugu þúsund börn og þeir segjast hafa reynt að forðast að valda óbreyttum borgurum skaða? Og tækin til þess að drepa börnin fengu Ísraelar frá Bandaríkjunum. Ragnar þetta, hvað svo sem það er, sem er að gerast í Gaza, veldur mér alls konar vanda. Í fyrsta lagi eru Gyðingar gáfaðasta þjóð í heimi og allar hetjurnar mínar úr vísindaheiminum eru Gyðingar og trjónir Einstein þar yfir öllum. Þetta ástand í Gaza bendir líklega til þess að höfuðið sé að mestu gagnslaust án hjartans, þess vegna finnst mér Ragnar að það sé kominn tími til þess að við hættum að hlægja að honum Sveini Dúfu. En þetta er að vísu enn flóknara vegna þess að vinir mínir af gyðingaættum í Ameríku eru allir sem einn í rusli yfir framgöngu frænda sinna í Ísrael. Hörmungarnar í Gaza eiga ekki rætur sínar í hatri Gyðinga á Aröbum og eru ekki stríð Gyðinga gegn Aröbum heldur glæpur ísraelskra fasista fyrst og fremst gegn Palestínumönnum en einnig gegn sögu Gyðinga sem markast af friði og spekt.“

Þá segir Kári að hlutur Bandaríkjanna í þjóðarmorðinu haldi fyrir honum vöku enda hafi skoðun hans á landinu breyst frá því að hann var ungur sósíalisti.

„Og síðan er það hlutur Bandaríkjanna í þessu þjóðarmorði sem heldur fyrir mér vöku Ragnar. Í gamla daga litum við á Bandaríkjamenn sem villimenn kapítalismans sem ekki væri upp á púkkandi. Ég get það ekki lengur vegna þess að ég bjó þar í tuttugu ár og sá þar margt fallegt og gott í þessari fjöbreytilegu þjóð og svo var hún mér svo örlát og kenndi mér svo margt. Þess utan á ég dóttur og þrjá dóttursyni sem eru Bandaríkjamenn og þess vegna er mér ómögulegt annað en að þykja væntum þessa þjóð. Hitt verð ég að segja að það er óásættanleg grimmd af ríkisstjórn Bidens að dæla sprengjum til Ísrael sem eru notaðar til þess að varpa á heimili, skóla og sjúkrahús í Gaza og deyða börn og aðra óbreytta borgara. Þegar talsmönnum Hvíta hússins hefur verið bent á að það sé verið að drepa börn er svarið gjarnan að Hamasliðar feli sig meðal barnanna, þeir séu einfaldlega með þessi börn í gíslingu. Það er fyrir því löng hefð í Bandaríkjunum að fallast ekki á að drepa gísla til þess að ná til þeirra sem halda þeim í gíslingu. Þar af leiðandi Ragnar eru þessar sprengjusendingar Bandaríkjamanna ekki í neinu samræmi við menningu þeirra heldur eru þær í raun réttri andamerískar og það eina sem gæti réttlætt þetta í hugum ráðamanna í Hvíta húsinu er að þessir gíslar, palentísk börn, hafi minni rétt til lífs en Bandaríkjamenn. Það stríðir líka gegn hefð í Bandaríkjunum sem gengur út á að við mannskepnur fæðumst allar inn í þennan heim jafn réttháar. Það eina sem í mínum huga Ragnar útskýrir bandaríska þáttinn í hörmungunum í Gaza er ellihrumleiki Bidens. Hann er að öllum líkindum búinn að gleyma því að það er ekkert í heimi hér sem réttlætir það að drepa börn, engin pólitísk fílósófía, engin saga um fyrri átök, engin trúarbrögð.“

Minnist Kári einnig á stríðið í Úkraínu og þá staðreynd að skattpeningar Íslendinga séu notaðir til að drepa rússnesk ungmenni. „Ragnar þetta er harður heimur sem þú skilur okkur eftir með og nú verðum við að draga fána réttlætis að húni án þinnar hjálpar.“

Lokaorð Kára eru einstaklega falleg:

„Og nú ertu farinn frá okkur. Við Íslendingar höfum búið í þessu landi í ellefu hundruð ár og það hefur mótað okkur að því marki að það þarf ekki flókið próf til þess að ákvarða faðerni þessarar þjóðar. Við erum afsprengi elds og íss og suðvestan kalda og rigningar. Þetta föðurland okkar kann líka að sýna virðingu þegar við á þannig að þegar það var orðið ljóst að þú værir að kveðja hleypti það á stað jarðskjálftahrinu á Suðurnesjum sem aldrei áður. Það vissi eins og við hin að þú kannt betur en aðrir að lesa þau skilaboð sem eru falin í jarðskjálftum. Í þetta skiptið sögðu þau: Vertu sæll aldni sósíalisti og þökk fyrir alla baráttuna.“

Hér má sjá færslu Kára í heild sinni:

Helgi Björns og forsetinn í Fjárhúsinu í Norðurfirði – „Vertu þú sjálfur“

Helgi Björns og Guðni forseti syngja saman í tjaldinu undir Stóra-hnúki.

Tónlistarmaðurinn Helgi Björns verður með tónleika í Fjárhúsinu hjá Ferðafélagi Íslands á laugardagskvöldið komandi. Hann mun þar flytja margar af sínum fegurstu perlum fyrir heimamenn og gesti. Viðburðurinn er á sama tíma og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í opinberri heimsókn í Árneshreppi. Hann fetar þannig í fótspor forvera sinna, Vigdísar Finnbogadóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar sem bæði heimsóttu Árneshrepp.

|
Guðni Th. Jóhannesson fer í sína síðustu opinberu heimsókn um helgina.

Reiknað er með að forsetinn mæti sem heiðursgestur á tónleikana. Leiðir hans og Helga lágu saman vorið 2023 þegar Guðni tók lagið með Reiðmönnum vindanna og söng Vertu þú sjálfur. Þessi viðburður var í rúmlega 250 metra hæð á Úlfarsfelli þegar Ferðafélag Íslands stóð fyrir hátíðinni Úlfarsfell 2000. Upptökur með þessum flutningi og söng forsetans hafa fengið metáhorf á samfélagsmiðlum. Þetta er seinasta opinbera heimsókn Guðna sem lætur af embætti um næstu mánaðarmót.

Margir listamenn hafa komið fram í Fjárhúsinu í Norðurfirði undanfarin sumur. Þetta er í fyrsta sinn sem Helgi Björns mætir á svæðið. Víst er að enginn verður svikinn af þeim tónleikum.

 

Furðar sig á fangelsun Kourani: „Slíkt er óviðunandi að mati Afstöðu“

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, furðar sig á því að dómari í máli Mohamad Kourani, sé ekki búinn að ákveða að maðurinn verði komið undir læknishendur en hann dvelur nú á Litla-Hrauni. Samkvæmt mati geðlæknis er Sýrlendingurinn með ýmsa geðræna kvilla.

Mohamad Kourani, Sýrlendingur sem kom til landsins árið 2018, dvelur nú á Litla-Hrauni og bíður dóms en hann er meðal annars ákærður fyr­ir stungu­árás­ina sem átti sér stað í OK Mar­ket á Hlíðar­enda, í mars. Samkvæmt mati Kristins Tómassonar geðlæknis, er Mohamad sakhæfur en þjáist af ýmsum geðrænum vandamálum. Hann sé siðblindur, með aðsókn­ar­per­sónu­leikarösk­un og áfall­a­streiturösk­un.

Mannlíf spurði Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu um málið, en hann svaraði skriflega.

Hvað finnst þér um þá aðstöðu sem skapast hefur vegna vistar Mohamad Kourani á Litla-Hrauni?

Guðmundur: „Því miður eru fá úrræði í fangelsiskerfinu til að sinna einstaklingum sem eiga við veikindi að stríða. Þeir eru ýmist vistaðir á öryggisklefa eða á s.k. öryggisgangi á Litla-Hrauni. Slíkt er óviðunandi að mati Afstöðu.“

Hafa fangar áhyggjur af stöðu sinni innan Litla-Hrauns eftir komu hans og ef svo er, af hverju?

Guðmundur: „Nei.“

Hefur þú verið í einhverjum samskiptum við Mohamad Kourani eða lögmann hans og hvers eðlis eru þau samskipti?

Guðmundur: „Nei engin samskipti en okkar vettvangsteymi mun líta á hann þegar og ef við fáum grænt ljós á það eða ef hann leitast eftir því. Lögmaður hans þekkir númerið okkar ef við getum komið að liði.“

Hvað telur þú að þurfi að gera til þess að afplánun Mohamad Kourani gangi sem allra best fyrir sig?

Guðmundur: „Að fundið verði viðunandi úrræði, enda verða veikir einstaklingar enn veikari ef þeim er ekki sinnt af heilbrigðismenntuðu fólki. Ég reyndar furða mig á að dómari málsins hafi ekki nú þegar ákveðið að einstaklingurinn sé undir læknishöndum, en ekki vistaður í fangelsi.“

Veltir fyrir sér áformum CARBIX: „Getur það verið umhverfisvænt að flytja drullu álfa á milli?“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Kári Sverris
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir spyr hvað Ísland græði á því að taka á móti „drullu“ frá öðrum þjóðum í tilraun til að temja mengun, frekar en að minnka hana.

Í nýrri Facebook-færslu talar Steinunn Ólína, leikkona og fyrrum forsetaframbjóðandi, um fyrirtækið CARBFIX, sem mikið er á milli tannanna á fólki um þessar mundir.

„CARBFIX er umræðuefni daganna. Talið er að mannkynið beri gríðarlega mikla ábyrgð á mikilli losun kolefna sem valda svo umhverfisvá eins og hækkun sjávarmáls, hlýnun jarðar, mengun o.sfrv. Hér er æsandi og óhuggulegt yfirlit fyrir áhugasama.

Þannig hefst færsla Steinunnar og hún heldur áfram:

„Auðvitað væri skynsamlegast og þykir samkvæmt sérfræðingum brýnast að hreinlega að draga úr kolefnalosun af mannavöldum en það hefði auðvitað í för með sér mikið fjárhagslegt tjón fyrir umhverfissóða heimsins og það hugnast þeim auðvitað ekki.

Segir Steinunn Ólína að Ísland vilji vera „þjóð meðal þjóða“ og sé þess vegna að skoða það alvarlega að „taka á móti drullu heimsins í verulegu magni“.

„Frekar skal losun viðhaldið og jafnvel er aukið í milli ára en jafnframt er lagt út í gríðarlega kostnaðarsamar og sennilega arðbærar aðgerðir (einhverjum til handa) til að fanga sóðaskapinn og temja hann um leið með fyrirtækjum eins og Carbfix.
Ísland vill auðvitað vera þjóð meðal þjóða og leggja sitt af mörkum og er að því sögðu alvarlega að skoða að taka á móti drullu heimsins í verulegu magni og breyta henni í grjót í jarðskorpu landsins.“

Og Steinunn hefur margar spurningar um málið:

„Hvort CARBFIX eigi að fá leyfi til frekari tilrauna sem að sögn CARBFIX hafa gefist vel er til umræðu nú. Hvað græðir þjóðin á þessu spyrja margir? Hvernig getur það verið umhverfisvænt að flytja drullu álfa á milli? Er þetta hættulaust? Á að treysta eftirlitsstofnunum landsins til að vera á verði, okkar vegna?“

Að lokum biðlar hún til lesenda um að deila með henni bæði áhyggjum og rökum með og á móti þessum áformum.

„Á morgun er ég á sumarvakt hjá Samstöðin og hitti fólk sem á þessu hefur vit og skoðun. Þið megið endilega deila með mér áhyggjum ykkar eða rökum með og á móti því CARBFIX er stórhuga fyrirtæki og þetta varðar okkur öll til frambúðar.
Er verið að reyna að leysa vanda með því að búa til nýjan vanda í stað þess að afleggja vonda siði í þágu betri heims?“

Vítaverður akstur dópaðs manns í íbúðahverfi – Innbrotsþjófur fór inn á heimili og stað verðmætum

Lögreglan á vakt.

Innbrotsþjófur ruddi sér leið inn á heimili í austurborginni. Lögreglan var kölluð til og í ljós kom að talsverðum verðmætum hafði verið stolið. Ekki hefur verið upplýst hver var á ferð en máliuð er í rannsókn. Áríðandi er talið að fólk nýti sért nágrannavörslu á tímum þegar margir eru fjarverandi í sumarfrímum. Þá er upplagt að láta nágranna vita um ferðir sínar.

Einn eitt rafskútuslysið varð í miðborginni þegar maður féll af hjóli sínu. Hann var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar en reyndist vera með minniháttar meiðsli.

Vítavert aksturlag ökumanns í austurborginni varð til þess að lögregla var kölluð til.  Lögregla kom á vettvang og hafði uppi á bifreiðinni. Bílstjórinn reyndist vera í annarlegu ástandi og var hann handtekinn. Til að bæta gráu ofan á svart reyndist hann hafa verið sviptur ökuréttindum sínum. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð til sýnatöku og skýrslutöku. Hans bíður himinhá sekt. Annar ökumaður var handtekinn á svipuðum slóðum, grunaður um að vera undir áhrifum vímuefna. Hann var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Skúli má lækna fólk

Skúli Tómas Gunnlaugsson.

Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir getur varpað öndinni léttar eftir að Alma Möller landlæknir veitti honum lækningaleyfi að nýju. Skúli var sviptur leyfinu vegna gruns um að hann hafi sent sjúklinga sína á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í lífslokameðferðir án þess að ástæða væri til. Hann er grunaður um fjölda mistaka og vanrækslu. Níu sjúklingar eru taldir hafa dáið ótímabærum dauða vegna meðferðar hans. Hann hefur verið uppnefndur sem lífslokalæknirinn.

Á vef landlæknis er upplýst að Skúli Tómas hafi endurheimt leyfi sitt í byrjun júní. má sjá að leyfi til almennra lyflækninga hafi verið gefið út til Skúla þann 2. júní síðastliðinn. Sex mál sem snúa að Skúla eru í ákæruferli.

Læknirinn umdeildi nýtur stuðnings fjölda annara lækna. Sjálfur ber Skúli af sér sakir. Í fyrra tjáði hann sig í fyrsta sinn opinberlega um málið. Hann birti yfirlýsingu á Facebook og sagði umfjöllun um málið villandi. Niðurstaða dómkvaddra matsmanna væri ótvíræð og á þann veg að allir sjúklingarnir hefðu dáið af eðlilegum orsökum.

Eftir yfirlýsinguna risu margir honum til varnar. Þeirra á meðal er Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, sem spyrt hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð.

Skúli Tómas starfar á Landspítalanum. Spurningin er sú hvort hann sé fórnarlamb fjölmiðla eða gerandi í málum sem jafnast á bvið manndráp …

Tveggja barna móðir vann 40 milljónir í Lottó: „Peningar breyta engu í sambandi við hamingjuna“

Íslensk tveggja barna móðir datt heldur betur í lukkupottinn árið 2004.

„Fyrstu viðbrögðin voru náttúrulega bara gríðarleg geðshræring og svo hló ég bara eins og háliviti,“ sagði konan í samtali við DV árið 2004 en hún vann þá 40 milljónir í Lottó. „Ég brást við þessu eins og hverju öðru gríni og það tók stúlkuna sem hringdi í mig dágóðan tíma að sannfæra mig um að þetta væri ekki einhver lélegur húmor.“

Konan var þó ekki á því að láta þessa peninga breyta sér en hún ákvað að fara huldu höfði og vissu aðeins hún og eiginmaður hennar um vinninginn. „Peningar breyta engu í sambandi við hamingjuna, ég hef verið ákaflega sátt við það sem ég hef haft hingað til. Ég á tvö yndisleg börn og mann. Þau njóta þess auðvitað með mér að eignast þessa peninga. Þetta kemur sér vel, við vorum nýbúin að kaupa hús og ég sé fram á að þetta komi til með að breyta tíu ára framkvæmdaplaninu eitthvað varðandi það.“

Fjölskyldan ákvað að þó að fagna með því að fara í ísbíltúr. „Við héldum upp á þetta fjölskyldan með því að fara í bíltúr saman og ég keypti ís handa okkur. Við höfum alltaf ekið um á hálfgerðum druslum, það getur verið að við látum eftir okkur að kaupa nýjan bíl, en eins og ég segi höfum við engar ákvarðanir tekið varðandi þessi mál,“ sagði konan við DV en hún ætlaði að fá sér fjármálaráðgjöf í ljósi þess að hún ætti allt í einu 40 milljónir.

„Ég hef aldrei á minni guðslifandi ævi haft svona geðveika peninga á milli handanna. Maður hefur komist ágætlega af í gegnum tíðina þó oft hafi verið eitthvað basl á manni. Ég er bara ekkert farin að spá í þetta, ég held að fjölskyldan mín trúi mér varla ennþá. Ég hef aldrei unnið neitt áður og ætla að nýta mér fjármálaráðgjöf sem í boði er. Mér finnst líklegast að maður grynnki á skuldunum.“

Stefán Teitur færir sig yfir til Englands

Stefán Teitur mun spila í Englandi á næsta tímabili - Mynd: Getty

Íslenski knattspyrnumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson hefur gengið til liðs við liðið Preston North End FC en liðið leikur í næstefstu deild í Englandi.

Preston kaupir Stefán frá danska liðinu Silkeborg en þar hefur hann spilað undanfarin fjögur ár og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu. „Ég er í skýjunum. Ég er mjög stoltur af mér og minni fjölskyldu nú þegar ég geng í raðir svona stórs félags. Þetta er draumur að rætast hjá mér,“ sagði Stefán Teitur á heimasíðu Preston um málið.

Stefán er 25 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað 20 landsleiki fyrir hönd Íslands og verður sennilega mikilvægur leikmaður í liði Preston sem er reyna komast í ensku úrvalsdeildina en félagið lenti í 10. sæti á seinasta tímabili.

Hagnaður Rapyd dregst verulega saman – Mörg hundruð fyrirtækja flúin

Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd Europe.

Hagnaður fjártæknifyrirtækisins Rapyd Europe hf. dróst saman um tæp 38% samanborið við árið á undan en hagnaðurinn nam aðeins 829,3 milljónum króna síðasta ár en mbl.is greinir frá málinu.

Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir fyrirtækið en í áritun stjórnar eru ýmsir hlutir sagðir vera ábyrgir fyrir samdrættinum og má nefna þjóðarmorð Ísra­elsríkis í Palestínu, eld­gos á Íslandi, háir vext­ir, verðbólga, trufl­an­ir á birgðakeðjunni og inn­rás Rússa í Úkraínu.

Fyrirtækið hefur verið eitt umdeildasta fyrirtæki landsins síðan forstjóri þess lét hafa eftir sér að allar aðgerðir Ísrael til að drepa meðlimi Hamas væru réttlætanlegar. Arik Shtilman, forstjórinn og stofnandi Rapyd, er sjálfur frá Ísrael. Ummæli hans vöktu hörð viðbrögð í íslensku þjóðfélagi og hvöttu aðgerðarsinnar fyrirtæki til að hætta viðskiptum við Rapyd.

Heimildir Mannlífs herma að mörg hundruð íslensk fyrirtæki og félög hafi slitið viðskiptasambandi í framhaldi ummæla Shtilman.

Telja líklega að Rússar hafi ætlað að hæfa barnaspítalann

Rústir spítalans eftir árás Rússlands

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu rannsóknar Sameinuðu Þjóðanna á sprengjuárás Rússlands á Úkraínu í gær er talið líklegt að Rússar hafi viljandi beint eldflaugum sínum að barnaspítala í Kænugarði. Talið er að tæplega 700 börn og yfir eitt þúsund starfsmenn hafi verið á spítalanum þegar árásin var gerð.

Ekki liggur ennþá fyrir hversu margir létust í eldflaugaárásinni í gær en sorgardegi hefur verið lýst yfir í höfuðborginni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur vísað öllum ásökunum um að eldflaugunum hafi verið viljandi beint að spítalanum á bug og segir að loftvarnarkerfi Úkraínu eigi skilið alla sök í málinu.

Þá hefur heimsókn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, til Rússlands harðlega gagnrýnd en forsætisráðherrann hitti Pútin í gær. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, lét hafa eftir sér að það væri vonbrigði að Modi hafi faðmað blóðugasta glæpamann heims.

Golfvöllurinn í Grindavík opnar að fullu: „Það er eng­in hætta hér“

Búið að opna allar brautir

Opnað hefur verið fyrir spilamennsku á öllum brautum á Húsatóftavelli í Grindavík en spilamennska á sumum brautum var takmörkuð um nokkurt skeið vegna jarðhræringa og eldgosa á Suðurnesjum.

„Það er eng­in hætta hér, við vær­um ekki með opið ef þetta væri hættu­legt. Við höf­um verið í nánu sam­starfi við al­manna­varn­ir og það er búið að jarðvegs­skanna all­an völl­inn, þannig að ég get full­yrt það að við erum senni­lega ör­ugg­asti golf­völl­ur­inn á Íslandi, þótt víðar væri leitað,“ sagði Helgi Dan Steins­son, fram­kvæmda­stjóri Golf­klúbbs Grinda­vík­ur, í sam­tali við mbl.is.

Helgi segist vera bjartsýnn á að geta haldið öllum brautunum opnum svo framarlega sem það fari ekki að gjósa aftur. Þá sé völlur í frábæru standi en lítið hafi þurft að laga eftir jarðhrær­ing­arn­ar. Helgi segir þó að aðsóknin hafi ekki verið góð undanfarna mánuði en vonast eftir að hún aukist.

„Þar blas­ir við stór­kost­legt út­sýni yfir nýja hraunið og það er æv­in­týra­ferð að heim­sækja okk­ur,“ sagði Helgi að lokum.

Trausti hefur engar áhyggjur af umdeildum kaupum Kaupfélagsins: „Þetta er löngu tíma­bært skref“

Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtakanna - Mynd: Bændablaðið

Formaður Bændasamtakanna hefur engar áhyggjur af kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarna­fæði Norðlenska hf. en kaupin voru gerð möguleg með umdeildri lagabreytingu sem samþykkt voru í mars en í þeim eru afurðarstöðvar í kjötiðnaði undanþegnar frá samkeppnislögum.

„Mark­mið frum­varps­ins var að ná fram hagræðingu í slát­uriðnaði hér á Íslandi og með það að meg­in­mark­miði að bæta hag neyt­enda og bænda,“ sagði Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, við mbl.is um málið. „Þetta er löngu tíma­bært skref, að gefa tæki­færi til að lækka fram­leiðslu­kostnað á ís­lensk­um mat­væl­um, og kjötvöru í þessu til­felli. Það á ekki að koma nein­um á óvart að það sé gert, til þess var frum­varpið samþykkt á Alþingi.“

Þá telur Trausti að þetta muni ekki hafa áhrif á verðlag á kjötvöru á Íslandi. „Ég geri ekki ráð fyr­ir því að það muni hækka neitt um­fram aðrar vör­ur á ís­lensk­um markaði. Ég geri ráð fyr­ir því að verð til bænda lag­ist án þess að hafa nei­kvæð áhrif á verð til neyt­enda.“

Á Þórarinn Ingi að segja af sér þingmennsku?

Þingmaðurinn Þórarinn Ingi Pétursson er sakaður um spillingu

Í fyrradag var greint frá því að hlut­haf­ar í Kjarna­fæði Norðlenska hf. hafi samþykkt til­boð Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga um kaup á allt að 100% hluta­fjár í Kjarna­fæði Norðlenska hf. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er einn af hluthöfum Kjarna­fæði Norðlenska hf. í gegnum fyrirtæki í hans eigu og hefðu kaupin ekki mátt ganga í gegn án lagabreytinga sem gerðar voru í mars af frumkvæði atvinnuveganefndar.

Lagabreytingarnar þóttu umdeildar og telja ýmsir að um spillingu sé að ræða og að í nágrannalöndum okkar myndi Þórarinn þurfa segja af sér.

Mannlíf spyr því lesendur sína: Á Þórarinn Ingi að segja af sér þingmennsku?

70.43%
Nei
29.57%

Könnun þessari lýkur 10. júlí klukkan 12:00

NBA-stjörnur lentu í slagsmálum á skemmtistað í Grikklandi – MYNDBAND

Zubac lét finna fyrir sér í Grikklandi

NBA-stjörnurnar Ivica Zubac og Dario Saric lentu í slagsmálum eftir tapleik.

Það getur stundum verið gott að fá útrás eftir tapleik segja einhverjir en Zubac og Saric gengu mögulega of langt eftir tapleik Króatíu gegn Grikklandi í gærmorgun en tapið varð til þess að Króatíu mun ekki spila á Ólympíuleikunum.

Ekki liggur fyrir af hverju slagsmálin hófust en á myndbandi sem náðist af atvikinu má sjá Zubac í átökum við annan mann áður en öryggisverðir hlaupa til og grípa körfuboltamanninn. Þegar Saric sá hvað var að gerast stökk hann til að hjálpa Zubac en var hrint niður af öryggisverði og á einhverjum tímapunkti í átökunum tekur gestur skemmtistaðarins Saric hálstaki.

Samkvæmt heimildum TMZ var lögreglan ekki kölluð til og ekki liggur fyrir hvort slagsmálin muni hafi áhrif á feril Saric og Zubac en þeir spila með Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í Bandaríkjunum.

Kári er látinn

Kári Árnason fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu er látinn 80 ára gamall en Akureyri.net greinir frá andláti hans.

Kári fæddist á Akureyri árið 1944 og voru foreldrar hans Ingunn Jónsdóttir og Árni Friðriksson. Kári var einn af bestu knattspyrnumönnum Íslands á sínum tíma og varð meðal annars bikarmeistari með ÍBA árið 1969 en hann lék einnig með KA á sínum ferli. Þá spilaði hann 11 landsleiki með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu.

Ásamt því að vera knattspyrnumaður var Kári dáður íþróttakennari en hann starfaði sem slíkur alla sína starfstíð.

Kári lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn.

Líf ógnar Mumma

Líf Magneudóttir.

Innan Vinstri-grænna ríkir nánast örvænting vegna yfirvofandi hruns hjá flokknum sem er í beinni útrýmingarhættu. Ólíklegt verður að teljast að Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður haldi áfram í forystusætinu eftir landsfund í haust. Hann þykir vera of undanlátssamur við Bjarna Benediktsson og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum. Þá þykir Mummi, eins og hann kallast daglega, einfaldlega ekki vera sá leiðtogi sem nær að leiða flokkinn til lífs yfir lendur hins pólitíska dauða. Því er leitað logandi ljósi að arftaka.

Hið augljósa er að Svandís Svavarsdóttir, næstráðandi og stallari Katrínar Jakobsdóttur fyrir brotthvarf hennar, taki við flokknum. Svandís býr yfir hörku og leiðtogahæfni þótt hún hafi skriplað á skötunni í dauðadansinum við Sjálfstæðisflokkinn. Hún situr uppi með þann þann stimpil að hafa ásamt Katrínu leitt flokkinn ofan í súrheysgryfju Sjálfstæðisflokksins.

Annað nafn sem er nefnt er Líf Magneudóttir sem um árabil hefur verið borgarfulltrúi og býr yfir pólitískri útgeislun. Helsti akkilesarhæll hennar er að hafa misst mikið fylgi í síðustu borgarstjórakosningum og lent utangarðs í meirihluta Dags B. Eggertssonar. Líf gæti þó lagt Mumma …

Stefán Karl hefði orðið 49 ára í dag: „Við áttum okkar góðu og erfiðu stundir eins og gengur“

Stefán Karl og Steinunn

Stefán Karl Stefánsson leikari hefði orðið 49 ára í dag, en hann lést árið 2018 eftir baráttu við krabbamein. Ekkja hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir minnist hans í tilefni dagsins.

Ekkja Stefáns Karls Stefánssonar, leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir minntist Stefáns á Facebook í dag en hann hefði orðið 49 ára í dag. Eftirfarandi færslu skrifaði Steinunn Ólína:

„Þessi elska hefði orðið 49 ára í dag. Við áttum okkar góðu og erfiðu stundir eins og gengur í öllum hjónaböndum en uppúr stendur þakklæti fyrir að vera samferða þessum lífsglaða, atorkusama og skemmtilega manni stutta stund í elífðinni. Stefán lifir með mér og þeim sem kynntust honum og í börnunum okkar náttúrlega svo um munar.“

Fjölskylda Jay Slater leitar enn þó lögreglan sé hætt: „Við verðum að gera eitthvað“

Fjölskylda hins 19 ára Jay Slater, sem hvarf á Tenerife 17. júní síðastliðinn, skipuleggur nú eigin leit að drengnum, eftir að opinberri leit var hætt.

Frændi Jay Slater, Glen Duncan, lofaði því að fjölskyldan myndi halda áfram „örvæntingarfullri“ leit sinni að unglingnum. „Við verðum að gera eitthvað,“ sagði hann.

Múraralærlingurinn Jay Slater sást síðast 17. júní þar sem hann yfirgaf Airbnb íbúð í fjallaþorpinu Masca til þess að ganga til baka þaðan sem hann gisti. Gangan hefði tekið hann 11 klukkustundir.

Fjölskyldumeðlimir hans, auk litlum hópi sjálfboðaliða, fara nú gangandi um svæðið þar sem Jay sást síðast en yfirvöld á Tenerife hættu leitinni 30. júní.

Glen (41), frændi Jay, ræddi við Sky News í gær þar sem hann var staddur í þorpinu Santiago del Teide á eyjunni, en hann sagði aðstæður fjölskyldunnar sem „örvæntingarfullar.“

Segir Glen að fjölskyldunni líði eins og þau hafi verið skilin eftir ein og þegar hann er spurður hvort hún myndi vilja hjálp frá bresku lögreglunni svaraði hann: „Við myndum  gjarnan vilja það, en það er bara ekki það einfalt“. Bætti hann við: „Hingað til höfum við verið í sambandi við bresku ræðismannaskrifstofuna hér sem segir að enn sé verið að leita, við þurfum bara að bíða. „Þetta eykur bara á vonleysið í raun.“

Faðir Jay, Warren Slater (58) og eldri bróðir Jay, Zak (21), eru meðal þeirra fáu sem eru að rannsaka djúpu, grýttu gljúfrin í Rural de Teno garðinum, nálægt hinu afskekkta þorpi Masca í norðurhluta eyjunnar. „Það eru ekki bara Warren og Zak að leita, það er fleira fólk þarna,“ sagði Glen. Bætir hann við að fjölskyldan hafi ekki gefið upp vonina og muni leita að Jay þar til hann finnst. „Við verðum bara að gera eitthvað því annars sitjum við bara í íbúðinni og störum á sömu fjóra veggina.“

Leit lögreglunnar fór fram á bröttu grýttu svæði, giljum og slóðum þar sem þyrlur, drónar og leitarhundar voru sendir á vettvang til að finna Jay Slater en án árangurs. Eftir að leitinni var hætt í lok júní sagði Guardia-lögreglan við Sky News að fjölskyldan gæti leitað með eigin flokki og björgunarteymi. Segist lögreglan enn vera að rannsaka hvarfið en vilja ekki gefa frekari upplýsingar.

 

Tveimur strandveiðiskipum komið til bjargar fyrir austan

Frá björgunaraðgerðunum í morgun. Ljósmynd: Björgunarsveitin Gerpir

Það sem af er vikunni hefur Hafbjörg, skip Björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupsstað, sinnt tveimur útköllum vegna vandræða strandveiðibáta.

Austurfrétt segir frá því að Hafbjörg hafi farið í fyrra útkallið um kvöldmatarleytið á mánudag en þá var bátur í vélarvandræðum um sex mílur austur af Norðfjarðarhorni. Báturinn var tekinn í tog og var dreginn til Neskaupsstaðar.

Það var svo um klukkan sex í morgun sem seinna útkallið barst Gerpi. Aftur var um vélarvandræði að ræða á svipuðum slóðum og sá fyrri. Hafbjörg dró þann bát einnig til Neskaupsstaðar. Veðrið var með besta móti í báðum tilfellum og gengu útköllin vel en hvor um sig tóku þær um þrjár klukkustundir.

Afgerandi niðurstaða skoðanakönnunar – Þórarinn Ingi á að segja af sér þingmennsku

Þingmaðurinn Þórarinn Ingi Pétursson er sakaður um spillingu

Yfirgnæfandi meirihluti lesenda Mannlífs vilja að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins eigi að segja af sér þingsetu, vegna kaupa Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska hf.

Nýverið var sagt frá því að hluthafar í Kjarnafæði Norðlenska hf. hafi samþykkt kaup KS í fyrirtækinu.Þórarinn Ingi Pétursson, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er einn af hluthöfum Kjarna­fæði Norðlenska hf. í gegnum fyrirtæki í hans eigu og hefðu kaupin ekki mátt ganga í gegn án lagabreytinga sem gerðar voru í mars af frumkvæði atvinnuveganefndar.

Mannlíf spurði lesendur sína hvort þeim þætti rétt að Þórarinn segði af sér þingstörfum vegna málsins en niðurstaða könnunarinnar er afgerandi. Rétt ríflega 70 prósent þátttakenda vilja að þingmaðurinn segi af sér en tæp 30 prósent vilja það ekki.

70.43%
Nei
29.57%

Þegar herlögreglan handtók Kára og Ragnar Skjálfta: „Vertu sæll aldni sósíalisti“

Kári Stefánsson rifjar upp þegar hann og Ragnar Kristján Stefánsson, „Skjálfti“ voru handteknir af bandarísku herlögreglunni í Keflavík, þegar þeir gerðu tilraun til að taka yfir stúdíó í sjónvarpsstöð hersins.

Ragnar Skjálfti verður jarðsunginn í dag en af því tilefni skrifaði gamall vinur hans og sósíalistafélagi, Kári Stefánsson fallega færslu til að minnast Ragnars. Færslan er löng en þar fer hann yfir kynni sín af Ragnari og rifjar upp lítt þekkta tilraun þeirra til að mótmæla Víetnamstríðinu.

„Bréf til Ragnars Stefánssonar

Ég var nítján ára þegar við hittumst nokkur að Tjarnargötu 20 og héldum síðan til Keflavíkur í þeim tilgangi að taka yfir stúdíó í sjónvarpsstöð hersins. Þaðan ætluðum við að sjónvarpa áróðri gegn stríðinu í Víetnam. Og þú Ragnar Skjálfti varst bílstjórinn sem áttir að koma okkur undan ef illa færi. Með í för voru þær Róska og Birna Þórðar en ég man ekki eftir fleirum og þar sem ég er búinn að missa símasamband við þig reikna ég ekki með að geta stólað á þig til þess að fylla í eyðurnar. Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam en við náðum svo sannarlega athygli herlögreglunnar sem fór um okkur heldur ómjúkum höndum þótt varnarsáttmálinn segði að hún mætti ekki snerta innfædda.“

Þá rifjar Kári einnig upp fleiri skipti þegar þeir mótmæltu stríðinu og segir meðal annars:

„Og leiðir okkar lágu saman við fleiri göngur og mótmæli vegna þess að alls staðar þar sem íslenskir sósíalistar börðust fyrir betra samfélagi og meira réttlæti í heiminum varst þú nærri.“

Kári beinir svo orðum sínum að hryllingnum á Gaza:

„Og nú er mér sagt að háð sé eitt ljótasta stríð sögunnar í Gaza en það er í rauninni ekkert stríð heldur bara Ísraelar að drepa fjöldann allan af Palenstínuaröbum í þeirri von að meðal þeirra sem þeir drepa leynist einhverjir Hamasliðar. Hver veit hvort það sé rétt eða rangt en hitt vitum við að meðal þeirra, sem hafa verið sprengdir í loft upp eru um það bil 20 þúsund börn. Af þeim 38 þúsund sem Ísraelar hafa drepið í Gaza eru tuttugu þúsund börn og þeir segjast hafa reynt að forðast að valda óbreyttum borgurum skaða? Og tækin til þess að drepa börnin fengu Ísraelar frá Bandaríkjunum. Ragnar þetta, hvað svo sem það er, sem er að gerast í Gaza, veldur mér alls konar vanda. Í fyrsta lagi eru Gyðingar gáfaðasta þjóð í heimi og allar hetjurnar mínar úr vísindaheiminum eru Gyðingar og trjónir Einstein þar yfir öllum. Þetta ástand í Gaza bendir líklega til þess að höfuðið sé að mestu gagnslaust án hjartans, þess vegna finnst mér Ragnar að það sé kominn tími til þess að við hættum að hlægja að honum Sveini Dúfu. En þetta er að vísu enn flóknara vegna þess að vinir mínir af gyðingaættum í Ameríku eru allir sem einn í rusli yfir framgöngu frænda sinna í Ísrael. Hörmungarnar í Gaza eiga ekki rætur sínar í hatri Gyðinga á Aröbum og eru ekki stríð Gyðinga gegn Aröbum heldur glæpur ísraelskra fasista fyrst og fremst gegn Palestínumönnum en einnig gegn sögu Gyðinga sem markast af friði og spekt.“

Þá segir Kári að hlutur Bandaríkjanna í þjóðarmorðinu haldi fyrir honum vöku enda hafi skoðun hans á landinu breyst frá því að hann var ungur sósíalisti.

„Og síðan er það hlutur Bandaríkjanna í þessu þjóðarmorði sem heldur fyrir mér vöku Ragnar. Í gamla daga litum við á Bandaríkjamenn sem villimenn kapítalismans sem ekki væri upp á púkkandi. Ég get það ekki lengur vegna þess að ég bjó þar í tuttugu ár og sá þar margt fallegt og gott í þessari fjöbreytilegu þjóð og svo var hún mér svo örlát og kenndi mér svo margt. Þess utan á ég dóttur og þrjá dóttursyni sem eru Bandaríkjamenn og þess vegna er mér ómögulegt annað en að þykja væntum þessa þjóð. Hitt verð ég að segja að það er óásættanleg grimmd af ríkisstjórn Bidens að dæla sprengjum til Ísrael sem eru notaðar til þess að varpa á heimili, skóla og sjúkrahús í Gaza og deyða börn og aðra óbreytta borgara. Þegar talsmönnum Hvíta hússins hefur verið bent á að það sé verið að drepa börn er svarið gjarnan að Hamasliðar feli sig meðal barnanna, þeir séu einfaldlega með þessi börn í gíslingu. Það er fyrir því löng hefð í Bandaríkjunum að fallast ekki á að drepa gísla til þess að ná til þeirra sem halda þeim í gíslingu. Þar af leiðandi Ragnar eru þessar sprengjusendingar Bandaríkjamanna ekki í neinu samræmi við menningu þeirra heldur eru þær í raun réttri andamerískar og það eina sem gæti réttlætt þetta í hugum ráðamanna í Hvíta húsinu er að þessir gíslar, palentísk börn, hafi minni rétt til lífs en Bandaríkjamenn. Það stríðir líka gegn hefð í Bandaríkjunum sem gengur út á að við mannskepnur fæðumst allar inn í þennan heim jafn réttháar. Það eina sem í mínum huga Ragnar útskýrir bandaríska þáttinn í hörmungunum í Gaza er ellihrumleiki Bidens. Hann er að öllum líkindum búinn að gleyma því að það er ekkert í heimi hér sem réttlætir það að drepa börn, engin pólitísk fílósófía, engin saga um fyrri átök, engin trúarbrögð.“

Minnist Kári einnig á stríðið í Úkraínu og þá staðreynd að skattpeningar Íslendinga séu notaðir til að drepa rússnesk ungmenni. „Ragnar þetta er harður heimur sem þú skilur okkur eftir með og nú verðum við að draga fána réttlætis að húni án þinnar hjálpar.“

Lokaorð Kára eru einstaklega falleg:

„Og nú ertu farinn frá okkur. Við Íslendingar höfum búið í þessu landi í ellefu hundruð ár og það hefur mótað okkur að því marki að það þarf ekki flókið próf til þess að ákvarða faðerni þessarar þjóðar. Við erum afsprengi elds og íss og suðvestan kalda og rigningar. Þetta föðurland okkar kann líka að sýna virðingu þegar við á þannig að þegar það var orðið ljóst að þú værir að kveðja hleypti það á stað jarðskjálftahrinu á Suðurnesjum sem aldrei áður. Það vissi eins og við hin að þú kannt betur en aðrir að lesa þau skilaboð sem eru falin í jarðskjálftum. Í þetta skiptið sögðu þau: Vertu sæll aldni sósíalisti og þökk fyrir alla baráttuna.“

Hér má sjá færslu Kára í heild sinni:

Helgi Björns og forsetinn í Fjárhúsinu í Norðurfirði – „Vertu þú sjálfur“

Helgi Björns og Guðni forseti syngja saman í tjaldinu undir Stóra-hnúki.

Tónlistarmaðurinn Helgi Björns verður með tónleika í Fjárhúsinu hjá Ferðafélagi Íslands á laugardagskvöldið komandi. Hann mun þar flytja margar af sínum fegurstu perlum fyrir heimamenn og gesti. Viðburðurinn er á sama tíma og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í opinberri heimsókn í Árneshreppi. Hann fetar þannig í fótspor forvera sinna, Vigdísar Finnbogadóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar sem bæði heimsóttu Árneshrepp.

|
Guðni Th. Jóhannesson fer í sína síðustu opinberu heimsókn um helgina.

Reiknað er með að forsetinn mæti sem heiðursgestur á tónleikana. Leiðir hans og Helga lágu saman vorið 2023 þegar Guðni tók lagið með Reiðmönnum vindanna og söng Vertu þú sjálfur. Þessi viðburður var í rúmlega 250 metra hæð á Úlfarsfelli þegar Ferðafélag Íslands stóð fyrir hátíðinni Úlfarsfell 2000. Upptökur með þessum flutningi og söng forsetans hafa fengið metáhorf á samfélagsmiðlum. Þetta er seinasta opinbera heimsókn Guðna sem lætur af embætti um næstu mánaðarmót.

Margir listamenn hafa komið fram í Fjárhúsinu í Norðurfirði undanfarin sumur. Þetta er í fyrsta sinn sem Helgi Björns mætir á svæðið. Víst er að enginn verður svikinn af þeim tónleikum.

 

Furðar sig á fangelsun Kourani: „Slíkt er óviðunandi að mati Afstöðu“

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, furðar sig á því að dómari í máli Mohamad Kourani, sé ekki búinn að ákveða að maðurinn verði komið undir læknishendur en hann dvelur nú á Litla-Hrauni. Samkvæmt mati geðlæknis er Sýrlendingurinn með ýmsa geðræna kvilla.

Mohamad Kourani, Sýrlendingur sem kom til landsins árið 2018, dvelur nú á Litla-Hrauni og bíður dóms en hann er meðal annars ákærður fyr­ir stungu­árás­ina sem átti sér stað í OK Mar­ket á Hlíðar­enda, í mars. Samkvæmt mati Kristins Tómassonar geðlæknis, er Mohamad sakhæfur en þjáist af ýmsum geðrænum vandamálum. Hann sé siðblindur, með aðsókn­ar­per­sónu­leikarösk­un og áfall­a­streiturösk­un.

Mannlíf spurði Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu um málið, en hann svaraði skriflega.

Hvað finnst þér um þá aðstöðu sem skapast hefur vegna vistar Mohamad Kourani á Litla-Hrauni?

Guðmundur: „Því miður eru fá úrræði í fangelsiskerfinu til að sinna einstaklingum sem eiga við veikindi að stríða. Þeir eru ýmist vistaðir á öryggisklefa eða á s.k. öryggisgangi á Litla-Hrauni. Slíkt er óviðunandi að mati Afstöðu.“

Hafa fangar áhyggjur af stöðu sinni innan Litla-Hrauns eftir komu hans og ef svo er, af hverju?

Guðmundur: „Nei.“

Hefur þú verið í einhverjum samskiptum við Mohamad Kourani eða lögmann hans og hvers eðlis eru þau samskipti?

Guðmundur: „Nei engin samskipti en okkar vettvangsteymi mun líta á hann þegar og ef við fáum grænt ljós á það eða ef hann leitast eftir því. Lögmaður hans þekkir númerið okkar ef við getum komið að liði.“

Hvað telur þú að þurfi að gera til þess að afplánun Mohamad Kourani gangi sem allra best fyrir sig?

Guðmundur: „Að fundið verði viðunandi úrræði, enda verða veikir einstaklingar enn veikari ef þeim er ekki sinnt af heilbrigðismenntuðu fólki. Ég reyndar furða mig á að dómari málsins hafi ekki nú þegar ákveðið að einstaklingurinn sé undir læknishöndum, en ekki vistaður í fangelsi.“

Veltir fyrir sér áformum CARBIX: „Getur það verið umhverfisvænt að flytja drullu álfa á milli?“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Kári Sverris
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir spyr hvað Ísland græði á því að taka á móti „drullu“ frá öðrum þjóðum í tilraun til að temja mengun, frekar en að minnka hana.

Í nýrri Facebook-færslu talar Steinunn Ólína, leikkona og fyrrum forsetaframbjóðandi, um fyrirtækið CARBFIX, sem mikið er á milli tannanna á fólki um þessar mundir.

„CARBFIX er umræðuefni daganna. Talið er að mannkynið beri gríðarlega mikla ábyrgð á mikilli losun kolefna sem valda svo umhverfisvá eins og hækkun sjávarmáls, hlýnun jarðar, mengun o.sfrv. Hér er æsandi og óhuggulegt yfirlit fyrir áhugasama.

Þannig hefst færsla Steinunnar og hún heldur áfram:

„Auðvitað væri skynsamlegast og þykir samkvæmt sérfræðingum brýnast að hreinlega að draga úr kolefnalosun af mannavöldum en það hefði auðvitað í för með sér mikið fjárhagslegt tjón fyrir umhverfissóða heimsins og það hugnast þeim auðvitað ekki.

Segir Steinunn Ólína að Ísland vilji vera „þjóð meðal þjóða“ og sé þess vegna að skoða það alvarlega að „taka á móti drullu heimsins í verulegu magni“.

„Frekar skal losun viðhaldið og jafnvel er aukið í milli ára en jafnframt er lagt út í gríðarlega kostnaðarsamar og sennilega arðbærar aðgerðir (einhverjum til handa) til að fanga sóðaskapinn og temja hann um leið með fyrirtækjum eins og Carbfix.
Ísland vill auðvitað vera þjóð meðal þjóða og leggja sitt af mörkum og er að því sögðu alvarlega að skoða að taka á móti drullu heimsins í verulegu magni og breyta henni í grjót í jarðskorpu landsins.“

Og Steinunn hefur margar spurningar um málið:

„Hvort CARBFIX eigi að fá leyfi til frekari tilrauna sem að sögn CARBFIX hafa gefist vel er til umræðu nú. Hvað græðir þjóðin á þessu spyrja margir? Hvernig getur það verið umhverfisvænt að flytja drullu álfa á milli? Er þetta hættulaust? Á að treysta eftirlitsstofnunum landsins til að vera á verði, okkar vegna?“

Að lokum biðlar hún til lesenda um að deila með henni bæði áhyggjum og rökum með og á móti þessum áformum.

„Á morgun er ég á sumarvakt hjá Samstöðin og hitti fólk sem á þessu hefur vit og skoðun. Þið megið endilega deila með mér áhyggjum ykkar eða rökum með og á móti því CARBFIX er stórhuga fyrirtæki og þetta varðar okkur öll til frambúðar.
Er verið að reyna að leysa vanda með því að búa til nýjan vanda í stað þess að afleggja vonda siði í þágu betri heims?“

Vítaverður akstur dópaðs manns í íbúðahverfi – Innbrotsþjófur fór inn á heimili og stað verðmætum

Lögreglan á vakt.

Innbrotsþjófur ruddi sér leið inn á heimili í austurborginni. Lögreglan var kölluð til og í ljós kom að talsverðum verðmætum hafði verið stolið. Ekki hefur verið upplýst hver var á ferð en máliuð er í rannsókn. Áríðandi er talið að fólk nýti sért nágrannavörslu á tímum þegar margir eru fjarverandi í sumarfrímum. Þá er upplagt að láta nágranna vita um ferðir sínar.

Einn eitt rafskútuslysið varð í miðborginni þegar maður féll af hjóli sínu. Hann var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar en reyndist vera með minniháttar meiðsli.

Vítavert aksturlag ökumanns í austurborginni varð til þess að lögregla var kölluð til.  Lögregla kom á vettvang og hafði uppi á bifreiðinni. Bílstjórinn reyndist vera í annarlegu ástandi og var hann handtekinn. Til að bæta gráu ofan á svart reyndist hann hafa verið sviptur ökuréttindum sínum. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð til sýnatöku og skýrslutöku. Hans bíður himinhá sekt. Annar ökumaður var handtekinn á svipuðum slóðum, grunaður um að vera undir áhrifum vímuefna. Hann var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Skúli má lækna fólk

Skúli Tómas Gunnlaugsson.

Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir getur varpað öndinni léttar eftir að Alma Möller landlæknir veitti honum lækningaleyfi að nýju. Skúli var sviptur leyfinu vegna gruns um að hann hafi sent sjúklinga sína á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í lífslokameðferðir án þess að ástæða væri til. Hann er grunaður um fjölda mistaka og vanrækslu. Níu sjúklingar eru taldir hafa dáið ótímabærum dauða vegna meðferðar hans. Hann hefur verið uppnefndur sem lífslokalæknirinn.

Á vef landlæknis er upplýst að Skúli Tómas hafi endurheimt leyfi sitt í byrjun júní. má sjá að leyfi til almennra lyflækninga hafi verið gefið út til Skúla þann 2. júní síðastliðinn. Sex mál sem snúa að Skúla eru í ákæruferli.

Læknirinn umdeildi nýtur stuðnings fjölda annara lækna. Sjálfur ber Skúli af sér sakir. Í fyrra tjáði hann sig í fyrsta sinn opinberlega um málið. Hann birti yfirlýsingu á Facebook og sagði umfjöllun um málið villandi. Niðurstaða dómkvaddra matsmanna væri ótvíræð og á þann veg að allir sjúklingarnir hefðu dáið af eðlilegum orsökum.

Eftir yfirlýsinguna risu margir honum til varnar. Þeirra á meðal er Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, sem spyrt hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð.

Skúli Tómas starfar á Landspítalanum. Spurningin er sú hvort hann sé fórnarlamb fjölmiðla eða gerandi í málum sem jafnast á bvið manndráp …

Tveggja barna móðir vann 40 milljónir í Lottó: „Peningar breyta engu í sambandi við hamingjuna“

Íslensk tveggja barna móðir datt heldur betur í lukkupottinn árið 2004.

„Fyrstu viðbrögðin voru náttúrulega bara gríðarleg geðshræring og svo hló ég bara eins og háliviti,“ sagði konan í samtali við DV árið 2004 en hún vann þá 40 milljónir í Lottó. „Ég brást við þessu eins og hverju öðru gríni og það tók stúlkuna sem hringdi í mig dágóðan tíma að sannfæra mig um að þetta væri ekki einhver lélegur húmor.“

Konan var þó ekki á því að láta þessa peninga breyta sér en hún ákvað að fara huldu höfði og vissu aðeins hún og eiginmaður hennar um vinninginn. „Peningar breyta engu í sambandi við hamingjuna, ég hef verið ákaflega sátt við það sem ég hef haft hingað til. Ég á tvö yndisleg börn og mann. Þau njóta þess auðvitað með mér að eignast þessa peninga. Þetta kemur sér vel, við vorum nýbúin að kaupa hús og ég sé fram á að þetta komi til með að breyta tíu ára framkvæmdaplaninu eitthvað varðandi það.“

Fjölskyldan ákvað að þó að fagna með því að fara í ísbíltúr. „Við héldum upp á þetta fjölskyldan með því að fara í bíltúr saman og ég keypti ís handa okkur. Við höfum alltaf ekið um á hálfgerðum druslum, það getur verið að við látum eftir okkur að kaupa nýjan bíl, en eins og ég segi höfum við engar ákvarðanir tekið varðandi þessi mál,“ sagði konan við DV en hún ætlaði að fá sér fjármálaráðgjöf í ljósi þess að hún ætti allt í einu 40 milljónir.

„Ég hef aldrei á minni guðslifandi ævi haft svona geðveika peninga á milli handanna. Maður hefur komist ágætlega af í gegnum tíðina þó oft hafi verið eitthvað basl á manni. Ég er bara ekkert farin að spá í þetta, ég held að fjölskyldan mín trúi mér varla ennþá. Ég hef aldrei unnið neitt áður og ætla að nýta mér fjármálaráðgjöf sem í boði er. Mér finnst líklegast að maður grynnki á skuldunum.“

Stefán Teitur færir sig yfir til Englands

Stefán Teitur mun spila í Englandi á næsta tímabili - Mynd: Getty

Íslenski knattspyrnumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson hefur gengið til liðs við liðið Preston North End FC en liðið leikur í næstefstu deild í Englandi.

Preston kaupir Stefán frá danska liðinu Silkeborg en þar hefur hann spilað undanfarin fjögur ár og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu. „Ég er í skýjunum. Ég er mjög stoltur af mér og minni fjölskyldu nú þegar ég geng í raðir svona stórs félags. Þetta er draumur að rætast hjá mér,“ sagði Stefán Teitur á heimasíðu Preston um málið.

Stefán er 25 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað 20 landsleiki fyrir hönd Íslands og verður sennilega mikilvægur leikmaður í liði Preston sem er reyna komast í ensku úrvalsdeildina en félagið lenti í 10. sæti á seinasta tímabili.

Hagnaður Rapyd dregst verulega saman – Mörg hundruð fyrirtækja flúin

Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd Europe.

Hagnaður fjártæknifyrirtækisins Rapyd Europe hf. dróst saman um tæp 38% samanborið við árið á undan en hagnaðurinn nam aðeins 829,3 milljónum króna síðasta ár en mbl.is greinir frá málinu.

Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir fyrirtækið en í áritun stjórnar eru ýmsir hlutir sagðir vera ábyrgir fyrir samdrættinum og má nefna þjóðarmorð Ísra­elsríkis í Palestínu, eld­gos á Íslandi, háir vext­ir, verðbólga, trufl­an­ir á birgðakeðjunni og inn­rás Rússa í Úkraínu.

Fyrirtækið hefur verið eitt umdeildasta fyrirtæki landsins síðan forstjóri þess lét hafa eftir sér að allar aðgerðir Ísrael til að drepa meðlimi Hamas væru réttlætanlegar. Arik Shtilman, forstjórinn og stofnandi Rapyd, er sjálfur frá Ísrael. Ummæli hans vöktu hörð viðbrögð í íslensku þjóðfélagi og hvöttu aðgerðarsinnar fyrirtæki til að hætta viðskiptum við Rapyd.

Heimildir Mannlífs herma að mörg hundruð íslensk fyrirtæki og félög hafi slitið viðskiptasambandi í framhaldi ummæla Shtilman.

Telja líklega að Rússar hafi ætlað að hæfa barnaspítalann

Rústir spítalans eftir árás Rússlands

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu rannsóknar Sameinuðu Þjóðanna á sprengjuárás Rússlands á Úkraínu í gær er talið líklegt að Rússar hafi viljandi beint eldflaugum sínum að barnaspítala í Kænugarði. Talið er að tæplega 700 börn og yfir eitt þúsund starfsmenn hafi verið á spítalanum þegar árásin var gerð.

Ekki liggur ennþá fyrir hversu margir létust í eldflaugaárásinni í gær en sorgardegi hefur verið lýst yfir í höfuðborginni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands hefur vísað öllum ásökunum um að eldflaugunum hafi verið viljandi beint að spítalanum á bug og segir að loftvarnarkerfi Úkraínu eigi skilið alla sök í málinu.

Þá hefur heimsókn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, til Rússlands harðlega gagnrýnd en forsætisráðherrann hitti Pútin í gær. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, lét hafa eftir sér að það væri vonbrigði að Modi hafi faðmað blóðugasta glæpamann heims.

Golfvöllurinn í Grindavík opnar að fullu: „Það er eng­in hætta hér“

Búið að opna allar brautir

Opnað hefur verið fyrir spilamennsku á öllum brautum á Húsatóftavelli í Grindavík en spilamennska á sumum brautum var takmörkuð um nokkurt skeið vegna jarðhræringa og eldgosa á Suðurnesjum.

„Það er eng­in hætta hér, við vær­um ekki með opið ef þetta væri hættu­legt. Við höf­um verið í nánu sam­starfi við al­manna­varn­ir og það er búið að jarðvegs­skanna all­an völl­inn, þannig að ég get full­yrt það að við erum senni­lega ör­ugg­asti golf­völl­ur­inn á Íslandi, þótt víðar væri leitað,“ sagði Helgi Dan Steins­son, fram­kvæmda­stjóri Golf­klúbbs Grinda­vík­ur, í sam­tali við mbl.is.

Helgi segist vera bjartsýnn á að geta haldið öllum brautunum opnum svo framarlega sem það fari ekki að gjósa aftur. Þá sé völlur í frábæru standi en lítið hafi þurft að laga eftir jarðhrær­ing­arn­ar. Helgi segir þó að aðsóknin hafi ekki verið góð undanfarna mánuði en vonast eftir að hún aukist.

„Þar blas­ir við stór­kost­legt út­sýni yfir nýja hraunið og það er æv­in­týra­ferð að heim­sækja okk­ur,“ sagði Helgi að lokum.

Trausti hefur engar áhyggjur af umdeildum kaupum Kaupfélagsins: „Þetta er löngu tíma­bært skref“

Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtakanna - Mynd: Bændablaðið

Formaður Bændasamtakanna hefur engar áhyggjur af kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarna­fæði Norðlenska hf. en kaupin voru gerð möguleg með umdeildri lagabreytingu sem samþykkt voru í mars en í þeim eru afurðarstöðvar í kjötiðnaði undanþegnar frá samkeppnislögum.

„Mark­mið frum­varps­ins var að ná fram hagræðingu í slát­uriðnaði hér á Íslandi og með það að meg­in­mark­miði að bæta hag neyt­enda og bænda,“ sagði Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, við mbl.is um málið. „Þetta er löngu tíma­bært skref, að gefa tæki­færi til að lækka fram­leiðslu­kostnað á ís­lensk­um mat­væl­um, og kjötvöru í þessu til­felli. Það á ekki að koma nein­um á óvart að það sé gert, til þess var frum­varpið samþykkt á Alþingi.“

Þá telur Trausti að þetta muni ekki hafa áhrif á verðlag á kjötvöru á Íslandi. „Ég geri ekki ráð fyr­ir því að það muni hækka neitt um­fram aðrar vör­ur á ís­lensk­um markaði. Ég geri ráð fyr­ir því að verð til bænda lag­ist án þess að hafa nei­kvæð áhrif á verð til neyt­enda.“

Á Þórarinn Ingi að segja af sér þingmennsku?

Þingmaðurinn Þórarinn Ingi Pétursson er sakaður um spillingu

Í fyrradag var greint frá því að hlut­haf­ar í Kjarna­fæði Norðlenska hf. hafi samþykkt til­boð Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga um kaup á allt að 100% hluta­fjár í Kjarna­fæði Norðlenska hf. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er einn af hluthöfum Kjarna­fæði Norðlenska hf. í gegnum fyrirtæki í hans eigu og hefðu kaupin ekki mátt ganga í gegn án lagabreytinga sem gerðar voru í mars af frumkvæði atvinnuveganefndar.

Lagabreytingarnar þóttu umdeildar og telja ýmsir að um spillingu sé að ræða og að í nágrannalöndum okkar myndi Þórarinn þurfa segja af sér.

Mannlíf spyr því lesendur sína: Á Þórarinn Ingi að segja af sér þingmennsku?

70.43%
Nei
29.57%

Könnun þessari lýkur 10. júlí klukkan 12:00

NBA-stjörnur lentu í slagsmálum á skemmtistað í Grikklandi – MYNDBAND

Zubac lét finna fyrir sér í Grikklandi

NBA-stjörnurnar Ivica Zubac og Dario Saric lentu í slagsmálum eftir tapleik.

Það getur stundum verið gott að fá útrás eftir tapleik segja einhverjir en Zubac og Saric gengu mögulega of langt eftir tapleik Króatíu gegn Grikklandi í gærmorgun en tapið varð til þess að Króatíu mun ekki spila á Ólympíuleikunum.

Ekki liggur fyrir af hverju slagsmálin hófust en á myndbandi sem náðist af atvikinu má sjá Zubac í átökum við annan mann áður en öryggisverðir hlaupa til og grípa körfuboltamanninn. Þegar Saric sá hvað var að gerast stökk hann til að hjálpa Zubac en var hrint niður af öryggisverði og á einhverjum tímapunkti í átökunum tekur gestur skemmtistaðarins Saric hálstaki.

Samkvæmt heimildum TMZ var lögreglan ekki kölluð til og ekki liggur fyrir hvort slagsmálin muni hafi áhrif á feril Saric og Zubac en þeir spila með Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í Bandaríkjunum.

Kári er látinn

Kári Árnason fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu er látinn 80 ára gamall en Akureyri.net greinir frá andláti hans.

Kári fæddist á Akureyri árið 1944 og voru foreldrar hans Ingunn Jónsdóttir og Árni Friðriksson. Kári var einn af bestu knattspyrnumönnum Íslands á sínum tíma og varð meðal annars bikarmeistari með ÍBA árið 1969 en hann lék einnig með KA á sínum ferli. Þá spilaði hann 11 landsleiki með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu.

Ásamt því að vera knattspyrnumaður var Kári dáður íþróttakennari en hann starfaði sem slíkur alla sína starfstíð.

Kári lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn.

Líf ógnar Mumma

Líf Magneudóttir.

Innan Vinstri-grænna ríkir nánast örvænting vegna yfirvofandi hruns hjá flokknum sem er í beinni útrýmingarhættu. Ólíklegt verður að teljast að Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður haldi áfram í forystusætinu eftir landsfund í haust. Hann þykir vera of undanlátssamur við Bjarna Benediktsson og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum. Þá þykir Mummi, eins og hann kallast daglega, einfaldlega ekki vera sá leiðtogi sem nær að leiða flokkinn til lífs yfir lendur hins pólitíska dauða. Því er leitað logandi ljósi að arftaka.

Hið augljósa er að Svandís Svavarsdóttir, næstráðandi og stallari Katrínar Jakobsdóttur fyrir brotthvarf hennar, taki við flokknum. Svandís býr yfir hörku og leiðtogahæfni þótt hún hafi skriplað á skötunni í dauðadansinum við Sjálfstæðisflokkinn. Hún situr uppi með þann þann stimpil að hafa ásamt Katrínu leitt flokkinn ofan í súrheysgryfju Sjálfstæðisflokksins.

Annað nafn sem er nefnt er Líf Magneudóttir sem um árabil hefur verið borgarfulltrúi og býr yfir pólitískri útgeislun. Helsti akkilesarhæll hennar er að hafa misst mikið fylgi í síðustu borgarstjórakosningum og lent utangarðs í meirihluta Dags B. Eggertssonar. Líf gæti þó lagt Mumma …

Raddir