Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-3.6 C
Reykjavik

Grímuklæddir sakleysingjar í Kópavogi – Alelda við Rauðavatn

Löggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Fólki í Kópavogi þegar tveir grímuklæddir menn á rafhlaupahjólum fóru um bæinn. Virtist sem svo að þarna væru á ferð misyndismenn í skuggalegum erindum. Lögregla brá skjótt við og náði mönnunum. Kom þá á daginn að þarna voru á ferð sakleysingjar að safna flöskum og dósum.
Róstursamir gestir á gistiheimili í miðborginni neituðu að hafa sig á brott. Lögreglan náði strax tökum á ástandinu og héldu gestirnir út í nóttina án frekari vandræða.
Rúða var brotin í verslun í austurborginni. Lögreglan mætti en rúðubrjóturinn reyndist vera farinn af vettvangi.
Tilkynnt um aðila að ónáða fólk á veitingastað í Múlahverfi. Ruddanum var vísað út af lögreglu án vandræða og hann lét sig hverfa.

Ökumaður handtekinn í úthverfi Hafnarfjarðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn var sviptur frelsi og hann færður á lögreglustöð í sýnatöku.

Tveir ökumenn stöðvaðir fyrir hraðakstur í Garðabæ. Þeir eiga von á sekt.

Ökumaður var handtekinn í Breiðholti, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá kom á daginn að hann hafði verið sviptur ökuréttindum sínum. Maðurinn var færður á lögreglustöð í sýnatöku og dregið úr honum blóð.

Söngkona ofsótt af unglingi í Sandgerði: „Reynir að hræða mig með tittlingnum á sér“

Sandgerði.

Indverska prinsessan Lenocie sagði frá því í viðtali árið 2004 að unglingspiltur væri að ofsækja sig.

„Hann fylgist með mér í gegnum gluggann minn með aðdráttarlinsum, hann kemur inn í garðinn minn og tekur myndir af mér, á föstudaginn henti hann drullu í húsið og eggjum. Einu sinni kom hann inn í garðinn minn, ég var í eldhúsinu að elda, og dró niður um sig buxurnar og reynir að hræða mig með tittlingnum á sér. Ég er ekki hrædd við litla tittlingas“ sagði söngkonan Leoncie, í samtali við DV, um málið árið 2004.

Í viðtalinu segir hún að lítil sem engin hjálp hafi borist frá yfirvöldum í málinu og að lögreglan og félagsmálastjóri hafi bent á hvort annað. Hún tók þá ákvörðun um að setja húsið á sölu. Hún sagðist aldrei hafa lent í öðru eins. „Við bjuggum í 15 ár í Kópavogi og svo í Keflavík og lentum aldrei í svona þar. Þessar ofsóknir byrjuðu þegar ég flutti hingað. Ég hef reynt í öllum viðtölum að tala vel um Sandgerðinga en nú er nóg komið, ég hef fengið nóg. Mér líður eins og ég búi á annarri plánetu hérna í Sandgerði. Bæjarstjórinn í Keflavík og konan hans eru frábært fólk og þar leið mér vel. Bæjarstjórinn í Sandgerði er aftur á móti ruddi og kemur fram við mig á ruddalegan hátt. Að búa hérna er eins og að búa í hryllingsmynd,“ sagði söngkonan. „.Ef það er almennileg manneskja hér í bænum þá hef ég ekki hitt hana ennþá.“

Þá hafi þessi piltur truflað hana við vinnu en hún sagðist í viðtalinu hafi verið ráðin til að leika aðalhlutverkið í alþjóðlegri stórmynd og hún hafi einnig átti semja tónlistina fyrir myndina.

„Þetta ástand truflar mig mikið við tónlistarsköpunina og ég þoli þetta ekki lengur,“ en ekki liggur fyrir hvort þessi kvikmynd hafi komið út.

Galli í gufubaði kostar Reykjavíkurborg tugi milljóna

Gufubaðið í Sundhöllinni gallað

Talið er að kostnaður sem Reykjavíkurborg þarf að standa undir verði á bilinu 20 til 25 milljónir vegna viðgerðar á gufubaði í Sundhöll Reykjavíkur en ástæðan á viðgerðunum sögð vera galli í fyrri uppsetningu. Gufubaðið hefur verið lokað síðan í janúar.

„Það var einhver galli í fyrri framkvæmdum eða fyrri uppsetningu á gufubaðinu sem þurfti að leiðrétta. Það þurfti að hreinsa allt út og setja upp alveg nýtt gufubað. Það tók tíma, því miður, að ganga frá öllum samningum og fá nauðsynlegt efni til landsins,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, við RÚV um málið.

Reiknað er með að gufubaðið opni aftur í ágúst. „Við viljum frekar að þetta sé vandað en að við flýtum okkur um of,“ sagði Snorri. Miklar tafir hafa verið á framkvæmdir en upphaflega stóð til að þeim yrði lokið í fyrri hluta júní. Þá er þetta ekki fyrsta sinn sem þarf að loka gufubaðinu vegna viðgerða en samkvæmt RÚV var því lokað árið 2018 eftir að flísar hrundu úr þaki þess.

Hronn hafnað

Þetta barn fær ekki að heita Hronn - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Í síðustu kom Mannanafnanefnd saman og samþykkti sex eiginnöfn. Tvö karlmannsnöfn voru samþykkt og fjögur kvenmannsnöfn.

Kvenmannsnöfnin sem voru samþykkt eru Roj, Ana, Ahelia og Maríabet en karlmannsnöfnin tvö sem fengu samþykki voru Núri og Foster. Einu nafni var hins vegar hafnað og það var kvenmannsnafnið Hronn. Samkvæmt nefndinni var því hafnað vegna skilyrðis að ný nöfn skuli ekki koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra en nafnið Hrönn er gamalt og gott nafn sem hægt sé ennþá að nota.

Danny Trejo réðst á mann á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna – MYNDBAND

Danny Trejo var ekki sáttur

Heldur betur óvæntur hlutur á sér stað á þjóðarhátíðardegi Bandaríkjanna í Sunland-Tujunga í Kaliforníu.

Það var hinn magnaði leikari Danny Trejo að keyra um götur bæjarins á blæjubíl að fagna deginum innilega þegar maður nokkur kastaði vatnsblöðru í bíl leikarans. Trejo tók þessu vægast sagt illa og hoppaði út úr bílnum og labbaði að manninum hann taldi að hafi kastað blöðrunni og kýldi hann í andlitið. Maðurinn lét það lítið á sig fá og kýldi Trejo til baka og féll leikarinn í jörðina við höggið. Vinur leikarans reyndi að koma honum til bjargar en sá var einnig kýldur niður. Þegar Trejo stóð upp reyndi hann svo að kasta stól í manninn en ekki sést á myndbandi af atvikinu hvort honum tókst ætlunarverk sitt.

Gestir og gangandi stoppuðu svo slagsmálin en þegar málin voru alveg að róast niður var vatnsblöðru kastað í haus Trejo og þurftu vinir hans að stöðva hann áður en allt færi í tómt rugl. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs mætti lögreglan á svæðið en enginn var handtekinn.

Rússar gjöreyddu barnasjúkrahúsi í Úkraínu í loftárás – Tugir látnir

Rústir spítalans eftir árás Rússlands

Að minnsta kosti 30 manns hafa látið lífið í sprengjuárás Rússa sem gerð var á borgir í Úkraínu í dag og var einni eldflauganna skotið á stærsta barnaspítala í Kænugarðs, höfuðborg Úkraínu.

Talið er að um 40 eldflaugum hafi verið skotið inn fyrir landamæri Úkraínu og yrðu miklar skemmdir á ýmsum innviðum, verslunum og íbúðarhúsnæði samkvæmt fréttastofunni Reuters. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið virkjaðir til þess að bjarga eins mörgum og mögulegt er. Heimurinn allur ætti að beita sér af fullum krafti til þess að binda enda á árásir Rússa,“ sagði Selenskí, forseti Úkraínu um árásina. Borgarstjóri Kænugarðs lét hafa eftir sér að þetta væri með skæðustu árásum á borgina síðan innrás Rússlands hófst í byrjun 2022.

Yfirvöld í Rússlandi hins vegar neita að eldflaugunum hafi verið ætlað að særa almenna borgara og segja að þeim hafi verið beint að skotmörkum sem hafi hernaðarlegt gildi.

Rescuers and volunteers clean up the rubble and search victims after Russian missile hit the country's main children hospital Okhmadit during massive missile attack on many Ukrainian cities in Kyiv, Ukraine, Monday, July 8, 2024. A major Russian missile attack across Ukraine killed at least 20 people and injured more than 50 on Monday, officials said, with one missile striking a large children’s hospital in the capital, Kyiv, where emergency crews searched rubble for casualties. (AP Photo/Efrem Lukatsky)

Leður á Akureyri

Akureyri

Hljómsveitin Leður verður meðal þeirra sem spila á Mannfólkið breytist í slím en hátíðin verður haldin verður haldin í sjöunda sinn frá 25. júlí til 27. júlí á Akureyri. Hljómsveitin þykir nokkuð þétt rokkhljómsveit með glæsilegan söng og frábæra textagerð.

Ókeypis er inn á hátíðina en óskað er eftir frjálsum framlögum gesta og mæla skipuleggjendur með því að fólk borgi 2 þúsund krónur.

Eftirfarandi listamenn koma fram á hátíðinni:
Ari Orrason
aska
Ásthildur Sturludóttir – verndari MBS 2024
Brenndu Bananarnir
Daníel Hjálmtýsson
Deer God
Drengurinn fengurinn
ex.girls
Geðbrigði
Geigen
Helldóra
Leður
Miomantis
Pitenz
Sót
Spacestation
Þorsteinn Kári

Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen Cova skrifar pistil um íslensku

Dagurinn var kaldur; eins og allir dagar á Íslandi. Ég man hvað ég var spennt. Ég var búin að læra ómissandi orð. Ég var búin að læra að segja góðan daginn “gondain” og tölurnar upp í tíu: „ein, tueir, trir, fiorir, fim, secs, shiu, auta, niu, tiu.“ Svo var ég með aðra setningu upp í erminni: „eki ropa nuna,“ endurminning úr kvöldmatarboði með krökkum, en ég átti ekki von á því að þurfa að nota hana; ekki heldur „tac firir matin“ eða „lugreglan“ – nauðsynlegt orð fyrir konu sem er ein í nýju landi.

Bónus var eins og venjulega: Fólk að sinna sínum málum, nokkur börn grátandi hér og þar; hver einasta fullorðna manneskja viss um hvað hún væri að gera, nema ég. Ég labbaði um og þóttist vita hvað ég væri að gera og einbeitti mér meira að því sem ég átti að segja heldur en því sem ég þurfti að kaupa. „Gondagin-eit boca… gondain-eitboca… gon dagin, eitt poca… I’ve got this!“ sagði ég við sjálfan mig og allt í einu fannst mér eins og ég væri líka viss um hvað ég væri að gera.

Ég brosti til konunnar við afgreiðslukassann:

„Góðan daginn, viltu poka?“ sagði hún á fullkominni íslensku.
„Gondagin,” svaraði ég. Ég opnaði muninn til að segja restina, en ekkert kom út. „how was it?… Una boca?… how do I say one’ in Icelandic?”
Ég var með fáa hluti og það var löng röð fyrir aftan mig, ég hafði ekki mikinn tíma til að hugsa. „I cannot remember… should I use English?“ spurði ég sjálfa mig. Ég kunni allar tölurnar upp í tíu en á þessari stundu mundi ég bara eftir einni. „Fuck it“.
„Trir boca“. Ég næstum því hvíslaði.
„Ha?“
„Trir poca,“ how do I say, please, hugsaði ég.
„Ha?“ endurtók konan starandi á mig. Augnaráð hennar brenndi mig.
„Trir poka,“ sagði ég hratt og sýndi henni þrjá putta.
„Ah … Þrjá poka,” sagði hún og rétti mér þrjá poka sem ég hafði ekki þörf fyrir.
„Tac firir mic,“ sagði ég, kom öllu fyrir og yfirgaf búðina.

Þetta var með mínum fyrstu alvöru samskiptum á íslensku; eins og hjá mörgum, áttu þau sér stað í Bónus. Það sem gerðist í huga mínum næst myndi ákveða framtíð mína og íslenska tungumálsins og líka ákveða hver einustu samskipti sem ég myndi eiga á íslensku í framtíðinni.

Eftir á að hyggja … ég gæti hafa verið réttilega pirruð við afgreiðslukonuna; tungumála-egóið mitt eyðilagt, hugur minn að berjast fyrir lífi sínu í uppreisnarhafinu sem býr í öllu. „Þau eru ekki einu sinni að reyna“ bylgja hvolfist yfir hausinn. „Ég læri þetta aldrei“ bylgjan dregur mig niður „Þau vilja ekki hafa okkur útlendingana“ vatnið seytlar inn í lungun.“ Þetta hefur ekkert upp á sig,“ drukknuð. En ég var samt himinlifandi! Ég massaði þetta, ég náði að tala íslensku og ég fór út úr Bónus með allt sem mig vantaði (og aðeins meira en það). Mér fannst ég hafa öðlast vald og mig langaði að líða svona áfram.

Það er ekki þar með sagt að uppreisnarhaf útlendingahaturs sé ekki til. Það er sannleikur; stundum eru sumir Íslendingar ekki að reyna, ekki að reyna að skilja hreim, ekki að reyna að svara þeim á íslensku sem vilja þó tala og læra íslensku. Það er staðreynd; því miður, sumir Íslendingar vilja ekki okkur útlendingana hér. Uppreisnarhafið er til og er mjög raunverulegt fyrir okkur, en ég svíf fyrir ofan það með litla flekann minn gerðan úr hálf-íslenskum orðum ásamt vilja mínum til að halda áfram, fleki sem ég batt saman með spennunni sem ég fann alltaf þegar ég fékk að tala íslensku og hélt í flekann eins þétt og fast og ég gat. Ég ákvað að flekinn minn myndi verða ósökkvanlegur og að á honum myndi ég sigla á öldunum til eilífðar; uppreisnarhafið gæti verið eins villt og vont og það vildi vera, en enginn og ekkert gæti tekið flekann af mér.

Og svona byrjaði íslenskuævintýrið mitt.

Ég fattaði strax að ég myndi aldrei ná fullum tökum á ein, einn, eitt eða þrír, þrjár, þrjá, þrjú og ég fann lausn með því að kaupa og fá alltaf fimm af öllu: Fimm poka, fimm súkkulaði, fimm mandarínur, fimm bananar. Ef ég væri ekki viss um orð, sagði ég svona… „fimm svona, takk.” Það tókst, ég var að tala hið ólæranlega tungumál.

Hrós fólks byrjaði að falla á mig eins og rigning:
„Hvað ertu búin að vera lengi á Íslandi?“
„Fimm mánuði.“
„Vá, þú talar svo góða íslensku.“
„Takk fyrir,“ svaraði ég sigri hrósandi við mastrið á æ stöðugri fleka mínum „Mér finnst íslenska mjög fallegt tungumál. Mjög skemmtilegt að tala.“

Ég trúði því að ég væri að tala góða íslensku, þannig að fólkið trúði því líka.

Ég segi alltaf að engin sagði við mig að íslenska væri erfitt tungumál; engin lagði stein í götu mína áður en ég byrjaði að labba hana. Ég var aldrei með kennara sem sagði mér að ég yrði að læra að biðja um einn poka í staðinn fyrir að gera mig ánægða með fimm, tölu sem ég kunni alltaf að nota rétt. Að læra íslensku var meira en bara að læra tungumál, meira en að finna vinnu, vináttu eða viðurkenningu, meira en að sanna eitthvað fyrir mér eða öðrum.

Ég var, og ég er, að læra íslensku til að sjá hina ósýnilegu hluta fólks. Já, tungumál, orð, geta látið mann sjá hið hulda og ég er meira en til í það.

Tungumál er eins og fjársjóðskista sem ber með sér alla okkar persónutöfra, sjarma og persónuleyndarmál. Það er innan tungumálsins sem hugsanir okkar verða til og það eru þær hugsanir sem móta okkur. Menningin býr innan tungumálsins; tungumálið er fyrsti gripur sköpunar, einkenni, persónuleiki og samskipti. Ef mig langaði að sjá Ísland (og mig langaði það), var nauðsynlegt að geta hlustað á Ísland.

En þótt skemmtilegt sé hefur þetta ekki verið auðvelt verkefni; oftlega pirrandi, ferð mín í gegnum íslensku er líka þversögn: Því meira sem ég get séð Íslendinga í gegnum hulu tungumálsins, því minna sjá þeir mig eins og ég er þegar ég tala móðurmálið mitt.

Þegar ég tala íslensku finnst mér ég vera heimsk, ég veit að ég er ekki eins mælsk og örugglega ekki eins skemmtileg og ég er á spænsku, og þegar það er erfitt að segja það sem mig langar að segja á íslensku, fer ég að hugsa: „Ég lofa að ég er klárari en þetta.“ Þegar ég næ ekki að verja sjálfan mig eða rétt minn á íslensku, langar mig að öskra reiðilega: „Ef ég væri að segja þetta á spænsku myndir þú sannarlega sjá eftir að vera svona við mig… Þú myndir ekki líta niður á mig.“

Stundum verður litli flekinn minn fyrir miklum ágangi öldugangs uppreisnarhafs íslenskunar, svo miklum að ég spyr sjálfa mig „Why do you bother, Helen? What do you gain?“, en sannleikurinn er að ég elska konuna sem ég er þegar ég tala íslensku. Ég er hrifinn af ferðalaginu sem ég hef farið í gegnum. Ég er þakklát fyrir allt það sem ég hef lært á meðan ég læri íslensku.

Þetta fallega tungumál rís hátt og fallega eins og fjöllin á Vestfjörðum, og eins og fjöllin hefur íslenskan sýnt mér hversu lítil ég er, hversu mikið ég á eftir að ná tökum á, hversu mikið málið snýst ekki um mig, heldur um sjálft sig og sína leið og flækist og raknar upp fyrir framan augu mín og eyru. Á spænsku er ég betri og skemmtilegri viðmælandi; með því að læra íslensku er ég betri hlustandi, betra vitni að heiminum, að menningunni sem umvefur mig. That’s why I bother.

Ég sakna samt gömlu daganna, þegar ég sat hljóðlát á meðal móðurmálshafa og rödd þeirra hljómaði eins og bjölluhljómur í mín eyru. Ég lenti í draumkenndu hugarástandi við að heyra á fólk tala á íslensku. Ég mun aldrei aftur finna fyrir þessari flóknu bjöllutónlist. Íslenska verður aldrei aftur tungumál sem ég skil ekki (að hluta til að minnsta kosti). Í gamla daga blönduðust öll orð saman við dulspeki málkattanna og mér var gefin sérstakur séns (sérstaklega í nútíma samfélaginu) og gat sest niður í þögn og fylgst með, gat hlustað og fundið fyrir öllu, án þess eiga mér samskiptamarkmið. Þetta var gjöf til núvitundarinnar; sú sem maður fær einnig aðgang að þegar maður dýfir sér niður (hausinn fyrst) í ókunnuglegt tungumál.

Ef ég flytti einhvern tímann úr landi myndi ég finna aftur fyrir þessari tilfinningu og endurupplifa þær dýrmætu stundir þegar ég var að byggja upp samband mitt við íslenskuna.

Ég mun aldrei fá þessa núvitundargáfu til baka í gegnum íslensku, að læra tungumál er eins og að finna óskabrunn. Tungumálið heldur áfram að gefa, vatn þess þurrkast aldrei upp, en bara ef maður heldur áfram að drekka. Að geta lesið á íslensku, skilið texta eða lög sem mér líkar við, að geta horft á íslenska bíómynd í bíó, þetta eru allt hversdagsgjafir; kirsuberið á kökunni, minn eigin straumur valdeflingar; hlutir sem ég er stolt af og hlutir sem allir íslenskir móðurmálshafar taka sem sjálfsögðum hlut. Þetta gerir samband mitt við landið, sem er heimili mitt, djúpt, en á annan hátt, á hátt sem er aðeins minn.

Þegar ég heyri einhverja tala íslensku, hlusta ég á þá, horfi á þá, elska þá, vegna alls þess sem ég hef gengið í gegnum til að vera akkúrat á þessum stað, á þessari stundu, þar sem ég skil. That’s why I bother og ég myndi alltaf nenna að halda áfram að læra þetta tungumál eða hið næsta. Tungumál skipta máli og það að búa til örugg rými fyrir fólk til að læra þau, æfa sig að tala þau (með eða ekki með hreim) skiptir eins miklu máli, eða kannski meira máli.

Þegar ég lít til baka á meðan ég skrifa þetta fer ég næstum því að tárast; íslenskan hefur sameinað hluta af mér og hún hefur sameinað mig við landið, fólkið, fjallið, snjóinn, hrafnana, árnar og jöklana; samt, í öllu þessu frábæra tungumálaferli og sameiningarferðalagi finnst mér fyndið að vera enn tvær Helen; ein sem mun sjarma þig með mælsku og fá þig til að hlæja með svolítið óviðeigandi húmor á spænsku og sú sem fær enn fimm poka í Bónus.

Helen Cova
Höfundur er rithöfundur og skáld búsett á Flateyri.

Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituð af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.

„Þegar ég kem úr sturtu situr berrassaður eldri maður við skápana og hefur sig til í rólegheitum“

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson er með skemmtilegri mönnum; og hann er ófeiminn viðað deila skoðunum sínum og reynslu – og segir vel frá:

„Ég skrapp í sund eins og ég geri stundum. Nuddið og kaldi potturinn hafa hingað til forðað því að ég leggist af öllum mínum þunga á örorkusystemið. En það er önnur saga,“ segir Jakob og bætir við:

Jakob Bjarnar Grétarsson.

„Nema þegar ég kem úr sturtu situr berrassaður eldri maður við skápana og hefur sig til í rólegheitum. Hann var einn í herberginu en sat akkúrat fyrir framan skápinn minn. Ég var eitthvað vandræðalegur, vissi ekki hvað taka skyldi til bragðs en hann reynist viðræðugóður, fer daglega í sund, sagði hann mér, syndir fimm hundruð metra eins hratt og hann getur, fyrst bringu svo bak, áður en hann fer í pottinn. Kalda? Já, þvílíkur munur … ég komst ekkert í skápinn en þetta var ágætis spjall. Og við kvöddumst með virtum.“

Í kjölfarið fór Jakob að velta því fyrir sér „hvort honum hafi ekki þótt neitt einkennilegt að ég væri svo áhugasamur um þetta kurteisishjal að ég léti mig ekki muna um að taka þátt í því á sprellanum? Ég fór að velta fyrir mér þessu sérkennilega atriði að alltaf þegar maður kemur að skápnum sínum og það er kannski bara einn eða tveir í skiptiklefanum, þá bregst ekki að allir eru með skáp sinn í einum hnapp. Og þar sem ég er að verða búinn að klæða mig kemur maður úr sturtunni. Og ég get svo svarið það, hann þurfti að komast í skápinn við hliðina á mínum. Ég gat ekki stillt mig og tautaði: Alveg er þetta merkilegt… Hann horfði á mig og sagði þýðingarmiklum tóni: „Lögmálið?“ Og við kinkuðum báðir kolli.“

John Cena leggur skóna á hilluna

John Cena stal senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni - Mynd: Skjáskot

Fjölbragðaglímukappinn, leikarinn og rapparinn John Cena hefur tilkynnt að hann muni hætta að glíma á næsta ári og leggja glímuskóna á hilluna en hann hefur verið einn af þekktustu glímuköppum heimsins undanfarin 20 ár og hefur unnið til fjölda titla sem slíkur.

Cena tilkynnti þetta á WWE-viðburðinum Money in the Bank um helgina en líklegt þykir að hann muni einbeita sér að leiklistinni hér eftir en Cena verður 48 ára á næsta ári og því kominn af sínu léttasta skeiði þegar kemur að glímunni. Hann þarf þó ekki að örvænta þegar kemur að tekjum en hann er mjög eftirsóttur leikari og hefur slegið í gegn í myndum á borð við Ferdinand, Blockers, The Suicide Squad og Fast X.

 

Magnús er fallinn frá

Magnús Magnússon er látinn 97 ára gamall en mbl.is greinir frá þessu.

Magnús var lengi einn af fremstu vísindamönnum Íslands og var lykilmaður í þróun verkfræði og raunvísinda við Háskóla Íslands.

Magnús var menntaður stærðfræðingur og eðlisfræðingur frá hinum virta Cambridge-háskóla á Englandi og vann síðar meir við rannsóknir á afstæðiskenningu Einsteins við Princeton-háskólann í Bandaríkjunum.

Magnús var eins og áður sagði lykilmaður í Háskóla Íslands en hann var fyrsti forstöðumaður Reiknistofnunnar Háskólans og Raunvísindastofnunar Háskólans. Þá var hann einnig forseti verkfræðideildar HÍ og forseti verkfræði- og raunvísindadeildar.

Magnús eignaðist þrjú börn með Helgu Magnússon en hún lést árið 2019.

Brynjar er utangarðsbarn

Brynjar Níelsson

Strigakjafturinn Brynjar Níelsson hefur verið utangarðsbarn í Sjálfstæðisflokknum allt frá því Bjarni Benediktsson ákvað að færa hann niður framboðslista til að rýma fyrir konu. Brynjar féll af þingi í framhaldinu en hefur síðan verið á vergangi eða starfað sem aðstoðarmaður ráðherra. Engum dylst að Brynjar er ekki sáttur í sínum gamla flokki fremur en vopnabróðir hans, Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra.

Brynjar ritar færslu á Facebook í nokkrum véfréttastíl þart sem hann lýsir sukksamri gleði sinni á goslokahátíð í Vestmannaeyjum þar sem honum var leitt fyrir sjónir af skipstjóra nokkrum  að hann væri í raun framsóknarmaður. Sá leiddi honum fyrir sjónir að hann væri í raun blanda Steingrími Hermannsyni og Jónasi Jónssyni frá Hriflu og því „mesti núlifandi framsóknarmaðurinn“.

Brynjar lofaði að hann skyldi íhuga vistaskipti …

Nakinn maður djöflaðist á bílum um hánótt – Fyllibyttur sofnuðu á gangstétt í miðborginni

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Furðumál næturinnar átti sér stað á svæði lögreglunnar í Mosfellsbæ. Nakinn maður vakti athygli þar sem hann lét illum látum á almannafæri. Bílar fóru í taugarnar á honum iog hann veittist að þeim. Lögregla fór á vettvang stöðvaði framferði mannsins. Hann var undir áhrifum og taldi lögreglan ráðlegt að læsa hann inni í fangaklefa þar til hann verður viðræðuhæfur. Nakti maðurinn er einn af átta sem hlutu þau örlög að vera lokaður inni í fangaklefa í nótt.

Í miðborginni var óskað eftur aðstoð lögreglunnar vegna manns í annarlegu ástandi. Hann hegðaði sér ósæmilega og braut þannig gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Hann var vistaður í fangaklefa og verður kærður fyrir brot sitt.

Tveir aðrir voru staðnir að broti á lögreglusamþykkt þegar þeir höfðpu drukkið frá sér ráð og voru blindfullir að valda óspektum. Annar þeirra gekk niður miðbæinn, með flösku í hönd, barði í glugga, sparkaði í ruslatunnur og var með almenn leiðindi. Fyllibytturnar voru báðar læstar inni.  Í miðborginni brá fleira til tíðinda þar menn höfðu innbyrt of mikið áfengi eða ávanalyf. Tveir fundust sofandi á gangstétt. Til að tryggja þeirra öryggi voru þeir vaktir upp af blundinum, handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir fá að sofa úr sér í fangaklefa.

Í úthverfum borgarinnar og annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu voru mestar annir lögreglunnar fólgnar í því að stöðva hraðakstr og sekta ökumenn. Einn var sektaður fryrir að vera á 115 þar sem hámarkshraði er 90. Þá voru þrír ökumenn handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeir gengu í gegnum hefðbundið ferli og lausir eftir að dregið hafði verið úr þeim blóð.

Ástin blómstrar hjá Kára og Evu

Kári Stefánsson og Eva Bryngeirsdóttir.

Sjálfur kóngurinn Kári hefur fundið ástina í örmum gyðjunnar Evu.

Það var Smartland sem greindi fyrst frá þessu.

Já, Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og Eva Bryn­geirs­dótt­ir jóga­kenn­ari og einkaþjálf­ari hafa fundið taktinn í dansi ástarinnar og una sér vel; þau fóru sam­an á Moco safnið í Barcelona á Spáni og eft­ir þá ferð fóru þau út að borða.

Þetta fallega par hef­ur verið að hitt­ast í nokkra mánuði; hafa svo sannarlega notið lífs­ins sam­an í botn.

Segja má að lík­ams­rækt sam­ein­i parið að einhverju leyti; Kári æfir af krafti til að halda sér ung­leg­um og spengilegum sem hann jú vissulega er, og hún Eva hef­ur það sem at­vinnu að koma fólki í gott form.

Já, ástin svífur um og þau Kári og Eva teygðu sig einfaldlega í hana – drekka hana í sig. Já, ástin er yndisleg, ég geri það sem ég vil, maður verður ekki leiður á því til lengdar að vera til.

 

 

Segja afturför í réttindamálum hinsegin fólks og margra minnihlutahópa: „Þetta var sjokk“

Halla Þórlaug Óskarsdóttir Eva Rún Snorradóttir. Mynd: Skjáskot af RÚV.

„Okkur langaði að halda bókmenntahátíð sem myndi upphefja og setja í fókus hinsegin höfunda,“ segir Eva Rún Snorradóttir sem er önnur skipuleggjenda hinsegin bókmenntahátíðarinnar Queer Situations sem haldin verður í fyrsta skipti dagana 22. til 24. ágúst:

„Bæði höfunda sem eru hinsegin og eru að skrifa um hinsegin málefni en líka bækur sem eru út fyrir miðjuna í formi og hvernig þau nálgast hvar þau koma inn í bókmenntasenuna.“ Þær stöllur, Eva Rún og Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræddu málið við Tengivagninn á Rás 1 um tilurð en ekki síst tilgang bókmenntahátíðarinnar Queer Situations og mæltu þær með athyglisverðum bókum eftir höfunda er verða gestir á hátíðinni.

„Við erum miklir aðdáendur bókmenntahátíða og Bókmenntahátíð í Reykjavík er algjör veisla,“

„Á bókmenntahátíð í Reykjavík er hinsegin bókmenntum þjappað saman og þær eru settar saman á pallborð undir hatt hinseginleikans og inn í þann sviga. Við erum að reyna að taka svigann í burtu og búa til „platform“ þar sem er enginn svigi. Við erum búnar að búa til jarðveginn fyrir umræðuna út frá þessum hinseginleika en hann er samt ósýnilegur að því leyti að hann er bara andrúmsloftið.“

„Með fullri virðingu fyrir annarri hinsegin dagskrá fannst okkur mikilvægt að búa til nýtt norm á hátíðinni þar sem hinseginleiki er normið,“ segir Halla Þórlaug og bætir við:

„Við fjöllum um bókmenntirnar á bókmenntalegan máta en ekki endilega um hinseginleikann í bókmenntunum. Hann er alltumlykjandi á hátíðinni sjálfri.“

Hátíðin verður haldin í Salnum í Kópavogi 22. til 24. ágúst; von er á erlendum stórstjörnum úr heimi hinsegin bókmennta:

„Raunveruleiki hinsegin fólks er að mörg okkar lesa bara aldrei um sig. Ég man þegar ég var langt frá því að gangast við því, eða fatta, að ég væri lesbía var ég alltaf að lesa bækur sem voru þá að koma út eftir Vigdísi Grímsdóttur,“ segir Eva, og líka þetta:

„Það voru engar ástir kvenna í þessum bókum en ég fann að það var eitthvað duft í súrefninu, eins og brauðmolar á leiðinni.“

„Á þessari hátíð erum við að setja mikinn fókus á að flytja inn erlendar raddir og fá smá súrefni inn í okkar senu,“ segir Halla Þórlaug.

Og dagskráin er glæsileg og þeim stöllum til mikils sóma; bandarísku höfundarnir Maggie Nelson og Harry Dodger eru áleiðinni til landsins sem og hin sænska Ia Genberg; einnig danski listamaðurinn Madame Nielsen:

„Við erum að springa úr monti,“ segir Halla um dagskrána.

Eva og Halla eru á fullu við að skipuleggja upplestur; fræðadagskrá; kvikmyndasýningar – barsvar: Leiklestur á leikritum sem og umræður og margt margt fleira. Þær hafa fengið stuðnings fagfólks hjá Samtökunum ’78:

„Þau hafa ótæmandi reynslu af viðburðastjórnun og stórum viðburðum og eru með alls konar tengingar. Þegar við hittum þau í vor og vorum að segja þeim frá dagskránni komu þau með einn lið sem við vorum ekki búnar að gera ráð fyrir og það var að við yrðum að vera með öryggisverði. Við lifum á tímum þar sem búið að vera ákveðið bakslag í gangi sem er mjög óhugnanlegt,“ segir Eva.

Samtökin færðu í tal að á opnun viðburði er væri auglýstur víða þyrfti hreinlega að ráða öryggisverði:

„Það er mikið hatur og það geta orðið ofbeldissenur. Þetta var smá sjokk. Við vorum meðvitaðar um að það er afturför í réttindamálum hinsegin fólks og margra minnihlutahópa en þetta var sjokk. Að heyra þetta frá fyrstu hendi að þetta sé svona stórt vandamál á Íslandi,“ segir hún.

„Ástæðan fyrir þessari afturför er að fólk er að fá rými og aukin réttindi og við erum að breyta tungumálinu okkar og allt þetta,“ segir Eva og bætir við:

„Fólk fer í baklás, mörg sem tilheyra ekki hinsegin veröldinni.“

Eva hvetur áhugasama til að sækja hátíðina heim og styðja við hinsegin bókmenntasenuna:

„Mætið og takið inn, jafnvel þó þið náið ekki að lesa neinar bækur.“

Segir að Kamala Harris verði að taka við keflinu af Biden: „Hún myndi bursta Donald Trump“

Kamala Harris.

Adam Schiff, einn af leiðtogum demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segist algjörlega viss um að Kamala Harris varaforseti myndi bursta Donald Trump með ef Joe Biden myndi hætta við framboð sitt.

Adam Schiff.

Adam Schiff mætti í umræðuþáttinn Meet the Press á sjónvarpsstöðinni NBC í dag – og vitanlega var farið yfir mál málanna í stjórnmálum vestanhafs, stöðu Joe Biden forseta sem frambjóðanda flokksins í forsetakosningunum í haust.

Hart hefur verið sótt að Biden síðan hann varð undir í kappræðum gegn Trump fyrir viku.

Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna

Schiff er líklegur til að tryggja sér sæti í öldungadeildinni í haust; hann gekk eigi svo langt að skora á forsetann að hætta við framboð sitt: Sagði í ljósi þess að hann væri í framboði gegn Trump – sem væri dæmdur glæpamaður sem væri einnig lygasjúkur – ætti Biden að vera með afar mikið forskot í könnunum.

Hann sagði að Kamala Harris gæti orðið góður forseti, var klár á því:

„Hún er með reynslu, dómgreind og leiðtogahæfileika til að verða einstaklega góður forseti. Hún mundi bursta Donald Trump, en áður en við förum að ræða um hver annar ætti að vera í framboði þarf forsetinn að ákveða hvort það verður hann.“

Schiff biðalaði til forsetans að skoða málið með hæfu fólki sem væri utan hans innsta hrings.

 

Hver er svo sem ekki með hálfa milljón í rassvasanum?

Davíð Brynjar Sigurjónsson

Það er enginn undirbúinn fyrir það að greinast með krabbamein, hvað þá heldur
aðstandendurnir sem elska hann, hafa planað og séð fyrir sér alla framtíðina með viðkomandi. Ég hef því miður reynslu af þessu sem aðstandandi. Það má segja að sorgarferlið byrji strax frá upphafi þar sem maður fer að hugsa um hvað af því sem maður hafði séð fyrir sér sé ekki að fara að verða að veruleika ef allt fer á versta veg. Maður vill samt ekki fara langt með þá hugsun í upphafi heldur frekar halda í jákvæðnina og sjá fyrir sér þá leið sem liggur til bata. „Hvað ef“ hugsunin er samt dugleg að banka uppá og til að byrja með gengur vel að láta hana sem vind um eyru þjóta, enda eru allir staðráðnir í að sigra þessa baráttu sem framundan er.

Jákvæðar fréttir, aðgerðin gekk vel og lyfjameðferð ráðgerð til vonar og vara. Nokkrir mánuðir líða og næsti skellur kemur af fullu afli… meinvörp komin í höfuð. Aðgerðin gengur vel, geisli fyrirhugaður. Mánuðir líða með jákvæðnina við stýrið… næsti skellur…

Svona gengur þetta fyrir sig í tæplega þrjú ár, jákvæðnin og vonin tekin yfir en er svo slegin niður jafnóðum, aftur og aftur og aftur. Samhliða þessum öldugangi sveiflast tilfinningar og líðan allra í fjölskyldunni líkt og í ólgusjó en í hvert skipti sem öldutoppi er náð virðumst við fá á okkur brotsjó sem steypir okkur niður í næsta öldudal. Ætli næsta alda sé of há til að von sé að ná toppnum og þaðan útúr þessum stormi? Eða er bara næsti öldudalur handan hennar? Hve djúpur er hann? „Hvað ef“ hugsunin bankar fastar og fastar eftir hverja öldu. Taugakerfið þolir bara visst mikið í einu og í takmarkaðann tíma. Er næsta símtal símtalið sem þú vonaðist til að þurfa ekki að fá aftur… í annað, þriðja eða fjórða skiptið. Endar þetta ferðalag á öldutoppi eða í dýpsta öldudalnum? Á vissum tímapunkti er taugakerfið í stanslausri viðbragðsstöðu nánast allan sólarhringinn. Í draumunum færðu ekki einu sinni frí, þar lendirðu jafnvel í þínum verstu áföllum því þá er rökhugsunin komin í hvíld og ímyndunaraflið fær að ráða för.

Í gegnum allt þetta ferli er hægt að fá ómetanlegan stuðning, ráðgjöf og sáluhjálp frá félögum líkt og Ljósinu og Krabbameinsfélaginu. Ýmis kostnaður sem lendir á hinum krabbameinsgreinda fæst hvergi endurgreiddur í kerfinu og þar kom Krabbameinsfélag Austfjarða sterkt inn í tilfelli foreldra minna. Vel yfir hálfa milljón þurftu þau að leggja út fyrir gistingu og fæði á sjúkrahóteli Landspítalans á meðan á aðgerðum og meðferðum stóð. Hver er svo sem ekki með hálfa milljón í rassvasanum, sérstaklega þegar alvarleg veikindi fjölskyldumeðlims hafa neytt báðar fyrirvinnur heimilisins af vinnumarkaði? Þessa upphæð fengu þau endurgreidda frá Krabbameinsfélaginu og munar um minna. Við fjölskyldan eigum því þessum félögum margt að þakka og höfum m.a. nýtt okkur allskonar námskeið og sálfræði ráðgjöf sem hefur hjálpað okkur að komast í gegnum allt þetta ferli. Pabbi var hins vegar ekki svo heppinn að komast í mark og varð því miður að játa sig sigraðann í síðasta öldudalnum.

Styrktu: Krabbameinsfélag Austfjarða

Styrktu: Ljósið – Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda

Davíð Brynjar Sigurjónsson,
Leikskólakennari og knattspyrnudómari

Spá afar litlum hagvexti

Nokkuð hefur dregið hefur úr spennu á vinnumarkaði síðustu mánuðina og hefur eftirspurn eftir vinnuafli minnkað að mati hagfræðideildar Landsbankans, en það er RÚV sem greindi fyrst frá.

Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans – Una Jónsdóttir – segir að hátt vaxtastig hafi áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi:

„Stýrivextirnir eru alveg ábyggilega farnir að hafa veruleg áhrif. Það er að hægja á af því að við höfum búið við hátt vaxtastig og í dágóðan tíma.“

Hagstofan birti nýverið þjóðhagsspá þar sem gert er ráð fyrir auknu atvinnuleysi; aukist á milli ára; verði 4,2 prósent að meðaltali samanborið við 3,4 prósent á síðasta ári.

Segir Una stjórnendur fyrirtækja kvarta síður undan skorti á vinnuafli; sem að hennar mati bendi til þess að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði, en þó eigi þannig að atvinnuleysi muni aukast mjög mikið:

„Við spáum að það verði eðlileg árstíðasveifla í atvinnuleysinu. Almennt er atvinnuleysi núna aðeins meira en það var á sama tíma í fyrra af því það hefur aðeins hægt á. Atvinnuleysi er alltaf minna á sumrin en eykst lítillega með haustinu og við gerum ráð fyrir sömu þróun. Það er bara aðeins rólegra yfir og það er í takt við efnahagslífið almennt þessa stundina; við spáum því að hagvöxtur verði afar lítill í ár. Örugglega bara innan við eitt prósent sem er veruleg breyting frá fyrri árum,“ sagði Una að lokum.

Vinahjónum Egils vísað úr landi: „Tomasso og Analis eru eitthvert besta fólk sem ég hef kynnst“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir að nú sé hann „hryggur. Á morgun verða vinir okkar Tomasso og Analis send úr landi. Þau komu hingað fyrir næstum tveimur árum, hafa beðið eftir svari um landvist síðan þá. Þau hafa þráð að fá atvinnuleyfi – en þeim eru í raun allar bjargir bannaðar. Og á morgun þurfa þau að fara aftur í sitt hræðilega heimaland, Venesúela, þar sem allt er í rjúkandi rúst – glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku.“

 

„Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ segir Egill og bætir því við að „Tomasso og Analis eru eitthvert besta fólk sem ég hef kynnst á ævinni. Þau eru hjálpsöm, óeigingjörn, harðdugleg – þau hafa hjálpað okkur við ýmsa hluti, sérstaklega þegar við stóðum í flutningum – og aldrei vildu þau fá neitt í staðinn. Voru alltaf að passa upp á okkar hag. Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt – og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni – við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart.“

Analis.og Tomasso.

Egill færir í tal að Tomasso „er hugbúnaðarfræðingur en getur líka gert við bíla og alla mögulega hluti. Analis gefur honum lítið eftir í fjölhæfninni, en hún er líka meistarakokkur. Það er sárt og óréttlátt að við séum að hrekja burt svona gott fólk. Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti. Viljum leggja mikið á okkur til að það sé hægt. Bæði hafa fest ást á Íslandi, ferðast um landið – og þola kuldann vel. Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim – og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar.

Heiðar fjárfestir: „ESB sendir styrki til Carbfix svo við tökum við menguninni frá þeim“

Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir. ritar grein er ber yfirskriftina:

Mengum meira.

Þar segir Heiðar að nú blasi „við orkuskortur á Íslandi. Í raun eru öfug orkuskipti að fara fram þar sem rafmagnstengdar fiskiverksmiðjur eru látnar brenna olíu. Þetta gerist á meðan næga græna orku er að finna hér á landi.“

Heiðar heldur áfram og nefnir að „í dag búum við skammtanir á heitu vatni og öruggt aðgengi að húshitun hefur snarminnkað á síðustu árum. Stærsti hluti orku heimsins fer til húsnæðis. Að halda jöfnu hitastigi á húsum útheimtir meira en helming allrar orkunotkunar jarðarinnar, meira en samgöngur og rafmagnsframleiðsla til samans.

Ísland er fremst í flokki í þessum efnum en hefur einhverra hluta vegna ekki fengið það metið í samningum um að minnka losun kolefna í andrúmsloftið, heldur tekið á sig skuldbindingar í þeim efnum. Þar hefur hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda og embættismanna beðið algert skipbrot.“

Hann telur að líka sé hægt að „horfa til Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna skilja hvers vegna Ísland er komið í ógöngur. Þar hafa hagsmunir almennings mátt víkja fyrir gæluverkefnum borgarstjórnar og embættismanna.

Hengilssvæðið er í raun stærsta orkulind Íslands, stærri en Kárahnjúkar í heildarafli. Á Nesjavöllum hefur verið stöðug framleiðsla og í kringum Hveradali hefur verið reynt að auka framleiðslu með mismunandi árangri. Þar við hliðina í Hverahlíð er framtíðarsvæði Reykjavíkur fyrir jarðvarma, sérstaklega til húshitunar en einnig til framleiðslu rafmagns.“

Heiðar er óánægður með nýtingu svæðanna:

„Af óskiljanlegum ástæðum hefur aukin nýting svæðanna ekki verið efst á blaði hjá Orkuveitu Reykjavíkur heldur eitthvað allt annað. Húshitun á flestum stöðum heimsins fer fram með bruna jarðefna, oftast kola. Þar sem húshitun er langstærsti notandi orku jarðarinnar er ljóst að hún stendur fyrir mestum útblæstri kolefna. Misheppnuð orkustefna ESB hefur valdið því að nú er verið að opna nýjar kolanámur í Þýskalandi, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld, til að mæta orkuþörfinni. Orkuöryggi í Evrópu hefur einnig snarminnkað og verð hafa hækkað en á sama tíma eru álögur lagðar á kolefnisspor stofnana og fyrirtækja. Carbfix segist vera með lausn á þessum margþætta vanda. Setja evrópskan útblástur í olíuknúin skip sem sigla til Straumsvíkur þar sem menguninni er dælt ofaní borholur í þeirri von um að hún steingerist í jarðlögum Íslands.“

Hann segir einfaldlega að „það eru engar holur við Straumsvík og í raun ekki höfn fyrir verkefnið heldur. Þar undir hrauninu rennur hins vegar ein stærsta ferskvatnsá landsins. Það þarf að byggja og bora fyrir tugi milljarða með gríðarlegu umhverfisraski, til að Evrópa geti haldið áfram að brenna kolum og þetta þarf að gera á Íslandi því bergið er svo ungt og tekur svo vel við. Og þá er ekki minnst á mengun ferskvatnsins. Mér finnst fáránleikinn í þessu alger. ESB hefur sett íþyngjandi gjöld og reglur um mengun á Íslandi, eins sjálfbærasta orkunotanda heims, sem við greiðum til þeirra.

ESB sendir okkur svo styrki til Carbfix verkefnisins svo að við tökum við menguninni frá þeim og setjum hana í jörð á græna Íslandi.“

Heiðar spyr einfaldlega:

„Ber enginn ábyrgð?“

Segir að endingu:

„Orkuveitu Reykjavikur hefur brugðist viðskiptavinum sínum. Í stað þess að tryggja þeim húshitun og rafmagn á hagstæðu verði hefur fyrirtækið farið í pólitísk gæluverkefni. Á meðan hefur nauðsynleg orkuöflun ekki átt sér stað, viðhald setið á hakanum með tilheyrandi sprungnum hitavatnsleiðslum, og gríðarlegum fjármunum verið sólundað.

Það er ljóst að aukin framleiðsla grænnar orku eru hagsmunir Íslands og hagsmunir heimsins. Hver ákvað að betri leið væri að auka ekki græna orkuframleiðslu hér heldur reyna, með tilheyrandi orkusóun, að reyna að grænka mengandi evrópska orkuframleiðslu með því að flytja mengunina hingað? Hver samþykkti stefnuna „mengum meira“?“

Grímuklæddir sakleysingjar í Kópavogi – Alelda við Rauðavatn

Löggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Fólki í Kópavogi þegar tveir grímuklæddir menn á rafhlaupahjólum fóru um bæinn. Virtist sem svo að þarna væru á ferð misyndismenn í skuggalegum erindum. Lögregla brá skjótt við og náði mönnunum. Kom þá á daginn að þarna voru á ferð sakleysingjar að safna flöskum og dósum.
Róstursamir gestir á gistiheimili í miðborginni neituðu að hafa sig á brott. Lögreglan náði strax tökum á ástandinu og héldu gestirnir út í nóttina án frekari vandræða.
Rúða var brotin í verslun í austurborginni. Lögreglan mætti en rúðubrjóturinn reyndist vera farinn af vettvangi.
Tilkynnt um aðila að ónáða fólk á veitingastað í Múlahverfi. Ruddanum var vísað út af lögreglu án vandræða og hann lét sig hverfa.

Ökumaður handtekinn í úthverfi Hafnarfjarðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn var sviptur frelsi og hann færður á lögreglustöð í sýnatöku.

Tveir ökumenn stöðvaðir fyrir hraðakstur í Garðabæ. Þeir eiga von á sekt.

Ökumaður var handtekinn í Breiðholti, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá kom á daginn að hann hafði verið sviptur ökuréttindum sínum. Maðurinn var færður á lögreglustöð í sýnatöku og dregið úr honum blóð.

Söngkona ofsótt af unglingi í Sandgerði: „Reynir að hræða mig með tittlingnum á sér“

Sandgerði.

Indverska prinsessan Lenocie sagði frá því í viðtali árið 2004 að unglingspiltur væri að ofsækja sig.

„Hann fylgist með mér í gegnum gluggann minn með aðdráttarlinsum, hann kemur inn í garðinn minn og tekur myndir af mér, á föstudaginn henti hann drullu í húsið og eggjum. Einu sinni kom hann inn í garðinn minn, ég var í eldhúsinu að elda, og dró niður um sig buxurnar og reynir að hræða mig með tittlingnum á sér. Ég er ekki hrædd við litla tittlingas“ sagði söngkonan Leoncie, í samtali við DV, um málið árið 2004.

Í viðtalinu segir hún að lítil sem engin hjálp hafi borist frá yfirvöldum í málinu og að lögreglan og félagsmálastjóri hafi bent á hvort annað. Hún tók þá ákvörðun um að setja húsið á sölu. Hún sagðist aldrei hafa lent í öðru eins. „Við bjuggum í 15 ár í Kópavogi og svo í Keflavík og lentum aldrei í svona þar. Þessar ofsóknir byrjuðu þegar ég flutti hingað. Ég hef reynt í öllum viðtölum að tala vel um Sandgerðinga en nú er nóg komið, ég hef fengið nóg. Mér líður eins og ég búi á annarri plánetu hérna í Sandgerði. Bæjarstjórinn í Keflavík og konan hans eru frábært fólk og þar leið mér vel. Bæjarstjórinn í Sandgerði er aftur á móti ruddi og kemur fram við mig á ruddalegan hátt. Að búa hérna er eins og að búa í hryllingsmynd,“ sagði söngkonan. „.Ef það er almennileg manneskja hér í bænum þá hef ég ekki hitt hana ennþá.“

Þá hafi þessi piltur truflað hana við vinnu en hún sagðist í viðtalinu hafi verið ráðin til að leika aðalhlutverkið í alþjóðlegri stórmynd og hún hafi einnig átti semja tónlistina fyrir myndina.

„Þetta ástand truflar mig mikið við tónlistarsköpunina og ég þoli þetta ekki lengur,“ en ekki liggur fyrir hvort þessi kvikmynd hafi komið út.

Galli í gufubaði kostar Reykjavíkurborg tugi milljóna

Gufubaðið í Sundhöllinni gallað

Talið er að kostnaður sem Reykjavíkurborg þarf að standa undir verði á bilinu 20 til 25 milljónir vegna viðgerðar á gufubaði í Sundhöll Reykjavíkur en ástæðan á viðgerðunum sögð vera galli í fyrri uppsetningu. Gufubaðið hefur verið lokað síðan í janúar.

„Það var einhver galli í fyrri framkvæmdum eða fyrri uppsetningu á gufubaðinu sem þurfti að leiðrétta. Það þurfti að hreinsa allt út og setja upp alveg nýtt gufubað. Það tók tíma, því miður, að ganga frá öllum samningum og fá nauðsynlegt efni til landsins,“ sagði Snorri Örn Arnaldsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, við RÚV um málið.

Reiknað er með að gufubaðið opni aftur í ágúst. „Við viljum frekar að þetta sé vandað en að við flýtum okkur um of,“ sagði Snorri. Miklar tafir hafa verið á framkvæmdir en upphaflega stóð til að þeim yrði lokið í fyrri hluta júní. Þá er þetta ekki fyrsta sinn sem þarf að loka gufubaðinu vegna viðgerða en samkvæmt RÚV var því lokað árið 2018 eftir að flísar hrundu úr þaki þess.

Hronn hafnað

Þetta barn fær ekki að heita Hronn - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Í síðustu kom Mannanafnanefnd saman og samþykkti sex eiginnöfn. Tvö karlmannsnöfn voru samþykkt og fjögur kvenmannsnöfn.

Kvenmannsnöfnin sem voru samþykkt eru Roj, Ana, Ahelia og Maríabet en karlmannsnöfnin tvö sem fengu samþykki voru Núri og Foster. Einu nafni var hins vegar hafnað og það var kvenmannsnafnið Hronn. Samkvæmt nefndinni var því hafnað vegna skilyrðis að ný nöfn skuli ekki koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra en nafnið Hrönn er gamalt og gott nafn sem hægt sé ennþá að nota.

Danny Trejo réðst á mann á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna – MYNDBAND

Danny Trejo var ekki sáttur

Heldur betur óvæntur hlutur á sér stað á þjóðarhátíðardegi Bandaríkjanna í Sunland-Tujunga í Kaliforníu.

Það var hinn magnaði leikari Danny Trejo að keyra um götur bæjarins á blæjubíl að fagna deginum innilega þegar maður nokkur kastaði vatnsblöðru í bíl leikarans. Trejo tók þessu vægast sagt illa og hoppaði út úr bílnum og labbaði að manninum hann taldi að hafi kastað blöðrunni og kýldi hann í andlitið. Maðurinn lét það lítið á sig fá og kýldi Trejo til baka og féll leikarinn í jörðina við höggið. Vinur leikarans reyndi að koma honum til bjargar en sá var einnig kýldur niður. Þegar Trejo stóð upp reyndi hann svo að kasta stól í manninn en ekki sést á myndbandi af atvikinu hvort honum tókst ætlunarverk sitt.

Gestir og gangandi stoppuðu svo slagsmálin en þegar málin voru alveg að róast niður var vatnsblöðru kastað í haus Trejo og þurftu vinir hans að stöðva hann áður en allt færi í tómt rugl. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs mætti lögreglan á svæðið en enginn var handtekinn.

Rússar gjöreyddu barnasjúkrahúsi í Úkraínu í loftárás – Tugir látnir

Rústir spítalans eftir árás Rússlands

Að minnsta kosti 30 manns hafa látið lífið í sprengjuárás Rússa sem gerð var á borgir í Úkraínu í dag og var einni eldflauganna skotið á stærsta barnaspítala í Kænugarðs, höfuðborg Úkraínu.

Talið er að um 40 eldflaugum hafi verið skotið inn fyrir landamæri Úkraínu og yrðu miklar skemmdir á ýmsum innviðum, verslunum og íbúðarhúsnæði samkvæmt fréttastofunni Reuters. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið virkjaðir til þess að bjarga eins mörgum og mögulegt er. Heimurinn allur ætti að beita sér af fullum krafti til þess að binda enda á árásir Rússa,“ sagði Selenskí, forseti Úkraínu um árásina. Borgarstjóri Kænugarðs lét hafa eftir sér að þetta væri með skæðustu árásum á borgina síðan innrás Rússlands hófst í byrjun 2022.

Yfirvöld í Rússlandi hins vegar neita að eldflaugunum hafi verið ætlað að særa almenna borgara og segja að þeim hafi verið beint að skotmörkum sem hafi hernaðarlegt gildi.

Rescuers and volunteers clean up the rubble and search victims after Russian missile hit the country's main children hospital Okhmadit during massive missile attack on many Ukrainian cities in Kyiv, Ukraine, Monday, July 8, 2024. A major Russian missile attack across Ukraine killed at least 20 people and injured more than 50 on Monday, officials said, with one missile striking a large children’s hospital in the capital, Kyiv, where emergency crews searched rubble for casualties. (AP Photo/Efrem Lukatsky)

Leður á Akureyri

Akureyri

Hljómsveitin Leður verður meðal þeirra sem spila á Mannfólkið breytist í slím en hátíðin verður haldin verður haldin í sjöunda sinn frá 25. júlí til 27. júlí á Akureyri. Hljómsveitin þykir nokkuð þétt rokkhljómsveit með glæsilegan söng og frábæra textagerð.

Ókeypis er inn á hátíðina en óskað er eftir frjálsum framlögum gesta og mæla skipuleggjendur með því að fólk borgi 2 þúsund krónur.

Eftirfarandi listamenn koma fram á hátíðinni:
Ari Orrason
aska
Ásthildur Sturludóttir – verndari MBS 2024
Brenndu Bananarnir
Daníel Hjálmtýsson
Deer God
Drengurinn fengurinn
ex.girls
Geðbrigði
Geigen
Helldóra
Leður
Miomantis
Pitenz
Sót
Spacestation
Þorsteinn Kári

Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen Cova skrifar pistil um íslensku

Dagurinn var kaldur; eins og allir dagar á Íslandi. Ég man hvað ég var spennt. Ég var búin að læra ómissandi orð. Ég var búin að læra að segja góðan daginn “gondain” og tölurnar upp í tíu: „ein, tueir, trir, fiorir, fim, secs, shiu, auta, niu, tiu.“ Svo var ég með aðra setningu upp í erminni: „eki ropa nuna,“ endurminning úr kvöldmatarboði með krökkum, en ég átti ekki von á því að þurfa að nota hana; ekki heldur „tac firir matin“ eða „lugreglan“ – nauðsynlegt orð fyrir konu sem er ein í nýju landi.

Bónus var eins og venjulega: Fólk að sinna sínum málum, nokkur börn grátandi hér og þar; hver einasta fullorðna manneskja viss um hvað hún væri að gera, nema ég. Ég labbaði um og þóttist vita hvað ég væri að gera og einbeitti mér meira að því sem ég átti að segja heldur en því sem ég þurfti að kaupa. „Gondagin-eit boca… gondain-eitboca… gon dagin, eitt poca… I’ve got this!“ sagði ég við sjálfan mig og allt í einu fannst mér eins og ég væri líka viss um hvað ég væri að gera.

Ég brosti til konunnar við afgreiðslukassann:

„Góðan daginn, viltu poka?“ sagði hún á fullkominni íslensku.
„Gondagin,” svaraði ég. Ég opnaði muninn til að segja restina, en ekkert kom út. „how was it?… Una boca?… how do I say one’ in Icelandic?”
Ég var með fáa hluti og það var löng röð fyrir aftan mig, ég hafði ekki mikinn tíma til að hugsa. „I cannot remember… should I use English?“ spurði ég sjálfa mig. Ég kunni allar tölurnar upp í tíu en á þessari stundu mundi ég bara eftir einni. „Fuck it“.
„Trir boca“. Ég næstum því hvíslaði.
„Ha?“
„Trir poca,“ how do I say, please, hugsaði ég.
„Ha?“ endurtók konan starandi á mig. Augnaráð hennar brenndi mig.
„Trir poka,“ sagði ég hratt og sýndi henni þrjá putta.
„Ah … Þrjá poka,” sagði hún og rétti mér þrjá poka sem ég hafði ekki þörf fyrir.
„Tac firir mic,“ sagði ég, kom öllu fyrir og yfirgaf búðina.

Þetta var með mínum fyrstu alvöru samskiptum á íslensku; eins og hjá mörgum, áttu þau sér stað í Bónus. Það sem gerðist í huga mínum næst myndi ákveða framtíð mína og íslenska tungumálsins og líka ákveða hver einustu samskipti sem ég myndi eiga á íslensku í framtíðinni.

Eftir á að hyggja … ég gæti hafa verið réttilega pirruð við afgreiðslukonuna; tungumála-egóið mitt eyðilagt, hugur minn að berjast fyrir lífi sínu í uppreisnarhafinu sem býr í öllu. „Þau eru ekki einu sinni að reyna“ bylgja hvolfist yfir hausinn. „Ég læri þetta aldrei“ bylgjan dregur mig niður „Þau vilja ekki hafa okkur útlendingana“ vatnið seytlar inn í lungun.“ Þetta hefur ekkert upp á sig,“ drukknuð. En ég var samt himinlifandi! Ég massaði þetta, ég náði að tala íslensku og ég fór út úr Bónus með allt sem mig vantaði (og aðeins meira en það). Mér fannst ég hafa öðlast vald og mig langaði að líða svona áfram.

Það er ekki þar með sagt að uppreisnarhaf útlendingahaturs sé ekki til. Það er sannleikur; stundum eru sumir Íslendingar ekki að reyna, ekki að reyna að skilja hreim, ekki að reyna að svara þeim á íslensku sem vilja þó tala og læra íslensku. Það er staðreynd; því miður, sumir Íslendingar vilja ekki okkur útlendingana hér. Uppreisnarhafið er til og er mjög raunverulegt fyrir okkur, en ég svíf fyrir ofan það með litla flekann minn gerðan úr hálf-íslenskum orðum ásamt vilja mínum til að halda áfram, fleki sem ég batt saman með spennunni sem ég fann alltaf þegar ég fékk að tala íslensku og hélt í flekann eins þétt og fast og ég gat. Ég ákvað að flekinn minn myndi verða ósökkvanlegur og að á honum myndi ég sigla á öldunum til eilífðar; uppreisnarhafið gæti verið eins villt og vont og það vildi vera, en enginn og ekkert gæti tekið flekann af mér.

Og svona byrjaði íslenskuævintýrið mitt.

Ég fattaði strax að ég myndi aldrei ná fullum tökum á ein, einn, eitt eða þrír, þrjár, þrjá, þrjú og ég fann lausn með því að kaupa og fá alltaf fimm af öllu: Fimm poka, fimm súkkulaði, fimm mandarínur, fimm bananar. Ef ég væri ekki viss um orð, sagði ég svona… „fimm svona, takk.” Það tókst, ég var að tala hið ólæranlega tungumál.

Hrós fólks byrjaði að falla á mig eins og rigning:
„Hvað ertu búin að vera lengi á Íslandi?“
„Fimm mánuði.“
„Vá, þú talar svo góða íslensku.“
„Takk fyrir,“ svaraði ég sigri hrósandi við mastrið á æ stöðugri fleka mínum „Mér finnst íslenska mjög fallegt tungumál. Mjög skemmtilegt að tala.“

Ég trúði því að ég væri að tala góða íslensku, þannig að fólkið trúði því líka.

Ég segi alltaf að engin sagði við mig að íslenska væri erfitt tungumál; engin lagði stein í götu mína áður en ég byrjaði að labba hana. Ég var aldrei með kennara sem sagði mér að ég yrði að læra að biðja um einn poka í staðinn fyrir að gera mig ánægða með fimm, tölu sem ég kunni alltaf að nota rétt. Að læra íslensku var meira en bara að læra tungumál, meira en að finna vinnu, vináttu eða viðurkenningu, meira en að sanna eitthvað fyrir mér eða öðrum.

Ég var, og ég er, að læra íslensku til að sjá hina ósýnilegu hluta fólks. Já, tungumál, orð, geta látið mann sjá hið hulda og ég er meira en til í það.

Tungumál er eins og fjársjóðskista sem ber með sér alla okkar persónutöfra, sjarma og persónuleyndarmál. Það er innan tungumálsins sem hugsanir okkar verða til og það eru þær hugsanir sem móta okkur. Menningin býr innan tungumálsins; tungumálið er fyrsti gripur sköpunar, einkenni, persónuleiki og samskipti. Ef mig langaði að sjá Ísland (og mig langaði það), var nauðsynlegt að geta hlustað á Ísland.

En þótt skemmtilegt sé hefur þetta ekki verið auðvelt verkefni; oftlega pirrandi, ferð mín í gegnum íslensku er líka þversögn: Því meira sem ég get séð Íslendinga í gegnum hulu tungumálsins, því minna sjá þeir mig eins og ég er þegar ég tala móðurmálið mitt.

Þegar ég tala íslensku finnst mér ég vera heimsk, ég veit að ég er ekki eins mælsk og örugglega ekki eins skemmtileg og ég er á spænsku, og þegar það er erfitt að segja það sem mig langar að segja á íslensku, fer ég að hugsa: „Ég lofa að ég er klárari en þetta.“ Þegar ég næ ekki að verja sjálfan mig eða rétt minn á íslensku, langar mig að öskra reiðilega: „Ef ég væri að segja þetta á spænsku myndir þú sannarlega sjá eftir að vera svona við mig… Þú myndir ekki líta niður á mig.“

Stundum verður litli flekinn minn fyrir miklum ágangi öldugangs uppreisnarhafs íslenskunar, svo miklum að ég spyr sjálfa mig „Why do you bother, Helen? What do you gain?“, en sannleikurinn er að ég elska konuna sem ég er þegar ég tala íslensku. Ég er hrifinn af ferðalaginu sem ég hef farið í gegnum. Ég er þakklát fyrir allt það sem ég hef lært á meðan ég læri íslensku.

Þetta fallega tungumál rís hátt og fallega eins og fjöllin á Vestfjörðum, og eins og fjöllin hefur íslenskan sýnt mér hversu lítil ég er, hversu mikið ég á eftir að ná tökum á, hversu mikið málið snýst ekki um mig, heldur um sjálft sig og sína leið og flækist og raknar upp fyrir framan augu mín og eyru. Á spænsku er ég betri og skemmtilegri viðmælandi; með því að læra íslensku er ég betri hlustandi, betra vitni að heiminum, að menningunni sem umvefur mig. That’s why I bother.

Ég sakna samt gömlu daganna, þegar ég sat hljóðlát á meðal móðurmálshafa og rödd þeirra hljómaði eins og bjölluhljómur í mín eyru. Ég lenti í draumkenndu hugarástandi við að heyra á fólk tala á íslensku. Ég mun aldrei aftur finna fyrir þessari flóknu bjöllutónlist. Íslenska verður aldrei aftur tungumál sem ég skil ekki (að hluta til að minnsta kosti). Í gamla daga blönduðust öll orð saman við dulspeki málkattanna og mér var gefin sérstakur séns (sérstaklega í nútíma samfélaginu) og gat sest niður í þögn og fylgst með, gat hlustað og fundið fyrir öllu, án þess eiga mér samskiptamarkmið. Þetta var gjöf til núvitundarinnar; sú sem maður fær einnig aðgang að þegar maður dýfir sér niður (hausinn fyrst) í ókunnuglegt tungumál.

Ef ég flytti einhvern tímann úr landi myndi ég finna aftur fyrir þessari tilfinningu og endurupplifa þær dýrmætu stundir þegar ég var að byggja upp samband mitt við íslenskuna.

Ég mun aldrei fá þessa núvitundargáfu til baka í gegnum íslensku, að læra tungumál er eins og að finna óskabrunn. Tungumálið heldur áfram að gefa, vatn þess þurrkast aldrei upp, en bara ef maður heldur áfram að drekka. Að geta lesið á íslensku, skilið texta eða lög sem mér líkar við, að geta horft á íslenska bíómynd í bíó, þetta eru allt hversdagsgjafir; kirsuberið á kökunni, minn eigin straumur valdeflingar; hlutir sem ég er stolt af og hlutir sem allir íslenskir móðurmálshafar taka sem sjálfsögðum hlut. Þetta gerir samband mitt við landið, sem er heimili mitt, djúpt, en á annan hátt, á hátt sem er aðeins minn.

Þegar ég heyri einhverja tala íslensku, hlusta ég á þá, horfi á þá, elska þá, vegna alls þess sem ég hef gengið í gegnum til að vera akkúrat á þessum stað, á þessari stundu, þar sem ég skil. That’s why I bother og ég myndi alltaf nenna að halda áfram að læra þetta tungumál eða hið næsta. Tungumál skipta máli og það að búa til örugg rými fyrir fólk til að læra þau, æfa sig að tala þau (með eða ekki með hreim) skiptir eins miklu máli, eða kannski meira máli.

Þegar ég lít til baka á meðan ég skrifa þetta fer ég næstum því að tárast; íslenskan hefur sameinað hluta af mér og hún hefur sameinað mig við landið, fólkið, fjallið, snjóinn, hrafnana, árnar og jöklana; samt, í öllu þessu frábæra tungumálaferli og sameiningarferðalagi finnst mér fyndið að vera enn tvær Helen; ein sem mun sjarma þig með mælsku og fá þig til að hlæja með svolítið óviðeigandi húmor á spænsku og sú sem fær enn fimm poka í Bónus.

Helen Cova
Höfundur er rithöfundur og skáld búsett á Flateyri.

Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituð af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.

„Þegar ég kem úr sturtu situr berrassaður eldri maður við skápana og hefur sig til í rólegheitum“

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson er með skemmtilegri mönnum; og hann er ófeiminn viðað deila skoðunum sínum og reynslu – og segir vel frá:

„Ég skrapp í sund eins og ég geri stundum. Nuddið og kaldi potturinn hafa hingað til forðað því að ég leggist af öllum mínum þunga á örorkusystemið. En það er önnur saga,“ segir Jakob og bætir við:

Jakob Bjarnar Grétarsson.

„Nema þegar ég kem úr sturtu situr berrassaður eldri maður við skápana og hefur sig til í rólegheitum. Hann var einn í herberginu en sat akkúrat fyrir framan skápinn minn. Ég var eitthvað vandræðalegur, vissi ekki hvað taka skyldi til bragðs en hann reynist viðræðugóður, fer daglega í sund, sagði hann mér, syndir fimm hundruð metra eins hratt og hann getur, fyrst bringu svo bak, áður en hann fer í pottinn. Kalda? Já, þvílíkur munur … ég komst ekkert í skápinn en þetta var ágætis spjall. Og við kvöddumst með virtum.“

Í kjölfarið fór Jakob að velta því fyrir sér „hvort honum hafi ekki þótt neitt einkennilegt að ég væri svo áhugasamur um þetta kurteisishjal að ég léti mig ekki muna um að taka þátt í því á sprellanum? Ég fór að velta fyrir mér þessu sérkennilega atriði að alltaf þegar maður kemur að skápnum sínum og það er kannski bara einn eða tveir í skiptiklefanum, þá bregst ekki að allir eru með skáp sinn í einum hnapp. Og þar sem ég er að verða búinn að klæða mig kemur maður úr sturtunni. Og ég get svo svarið það, hann þurfti að komast í skápinn við hliðina á mínum. Ég gat ekki stillt mig og tautaði: Alveg er þetta merkilegt… Hann horfði á mig og sagði þýðingarmiklum tóni: „Lögmálið?“ Og við kinkuðum báðir kolli.“

John Cena leggur skóna á hilluna

John Cena stal senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni - Mynd: Skjáskot

Fjölbragðaglímukappinn, leikarinn og rapparinn John Cena hefur tilkynnt að hann muni hætta að glíma á næsta ári og leggja glímuskóna á hilluna en hann hefur verið einn af þekktustu glímuköppum heimsins undanfarin 20 ár og hefur unnið til fjölda titla sem slíkur.

Cena tilkynnti þetta á WWE-viðburðinum Money in the Bank um helgina en líklegt þykir að hann muni einbeita sér að leiklistinni hér eftir en Cena verður 48 ára á næsta ári og því kominn af sínu léttasta skeiði þegar kemur að glímunni. Hann þarf þó ekki að örvænta þegar kemur að tekjum en hann er mjög eftirsóttur leikari og hefur slegið í gegn í myndum á borð við Ferdinand, Blockers, The Suicide Squad og Fast X.

 

Magnús er fallinn frá

Magnús Magnússon er látinn 97 ára gamall en mbl.is greinir frá þessu.

Magnús var lengi einn af fremstu vísindamönnum Íslands og var lykilmaður í þróun verkfræði og raunvísinda við Háskóla Íslands.

Magnús var menntaður stærðfræðingur og eðlisfræðingur frá hinum virta Cambridge-háskóla á Englandi og vann síðar meir við rannsóknir á afstæðiskenningu Einsteins við Princeton-háskólann í Bandaríkjunum.

Magnús var eins og áður sagði lykilmaður í Háskóla Íslands en hann var fyrsti forstöðumaður Reiknistofnunnar Háskólans og Raunvísindastofnunar Háskólans. Þá var hann einnig forseti verkfræðideildar HÍ og forseti verkfræði- og raunvísindadeildar.

Magnús eignaðist þrjú börn með Helgu Magnússon en hún lést árið 2019.

Brynjar er utangarðsbarn

Brynjar Níelsson

Strigakjafturinn Brynjar Níelsson hefur verið utangarðsbarn í Sjálfstæðisflokknum allt frá því Bjarni Benediktsson ákvað að færa hann niður framboðslista til að rýma fyrir konu. Brynjar féll af þingi í framhaldinu en hefur síðan verið á vergangi eða starfað sem aðstoðarmaður ráðherra. Engum dylst að Brynjar er ekki sáttur í sínum gamla flokki fremur en vopnabróðir hans, Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra.

Brynjar ritar færslu á Facebook í nokkrum véfréttastíl þart sem hann lýsir sukksamri gleði sinni á goslokahátíð í Vestmannaeyjum þar sem honum var leitt fyrir sjónir af skipstjóra nokkrum  að hann væri í raun framsóknarmaður. Sá leiddi honum fyrir sjónir að hann væri í raun blanda Steingrími Hermannsyni og Jónasi Jónssyni frá Hriflu og því „mesti núlifandi framsóknarmaðurinn“.

Brynjar lofaði að hann skyldi íhuga vistaskipti …

Nakinn maður djöflaðist á bílum um hánótt – Fyllibyttur sofnuðu á gangstétt í miðborginni

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Furðumál næturinnar átti sér stað á svæði lögreglunnar í Mosfellsbæ. Nakinn maður vakti athygli þar sem hann lét illum látum á almannafæri. Bílar fóru í taugarnar á honum iog hann veittist að þeim. Lögregla fór á vettvang stöðvaði framferði mannsins. Hann var undir áhrifum og taldi lögreglan ráðlegt að læsa hann inni í fangaklefa þar til hann verður viðræðuhæfur. Nakti maðurinn er einn af átta sem hlutu þau örlög að vera lokaður inni í fangaklefa í nótt.

Í miðborginni var óskað eftur aðstoð lögreglunnar vegna manns í annarlegu ástandi. Hann hegðaði sér ósæmilega og braut þannig gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Hann var vistaður í fangaklefa og verður kærður fyrir brot sitt.

Tveir aðrir voru staðnir að broti á lögreglusamþykkt þegar þeir höfðpu drukkið frá sér ráð og voru blindfullir að valda óspektum. Annar þeirra gekk niður miðbæinn, með flösku í hönd, barði í glugga, sparkaði í ruslatunnur og var með almenn leiðindi. Fyllibytturnar voru báðar læstar inni.  Í miðborginni brá fleira til tíðinda þar menn höfðu innbyrt of mikið áfengi eða ávanalyf. Tveir fundust sofandi á gangstétt. Til að tryggja þeirra öryggi voru þeir vaktir upp af blundinum, handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir fá að sofa úr sér í fangaklefa.

Í úthverfum borgarinnar og annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu voru mestar annir lögreglunnar fólgnar í því að stöðva hraðakstr og sekta ökumenn. Einn var sektaður fryrir að vera á 115 þar sem hámarkshraði er 90. Þá voru þrír ökumenn handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeir gengu í gegnum hefðbundið ferli og lausir eftir að dregið hafði verið úr þeim blóð.

Ástin blómstrar hjá Kára og Evu

Kári Stefánsson og Eva Bryngeirsdóttir.

Sjálfur kóngurinn Kári hefur fundið ástina í örmum gyðjunnar Evu.

Það var Smartland sem greindi fyrst frá þessu.

Já, Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og Eva Bryn­geirs­dótt­ir jóga­kenn­ari og einkaþjálf­ari hafa fundið taktinn í dansi ástarinnar og una sér vel; þau fóru sam­an á Moco safnið í Barcelona á Spáni og eft­ir þá ferð fóru þau út að borða.

Þetta fallega par hef­ur verið að hitt­ast í nokkra mánuði; hafa svo sannarlega notið lífs­ins sam­an í botn.

Segja má að lík­ams­rækt sam­ein­i parið að einhverju leyti; Kári æfir af krafti til að halda sér ung­leg­um og spengilegum sem hann jú vissulega er, og hún Eva hef­ur það sem at­vinnu að koma fólki í gott form.

Já, ástin svífur um og þau Kári og Eva teygðu sig einfaldlega í hana – drekka hana í sig. Já, ástin er yndisleg, ég geri það sem ég vil, maður verður ekki leiður á því til lengdar að vera til.

 

 

Segja afturför í réttindamálum hinsegin fólks og margra minnihlutahópa: „Þetta var sjokk“

Halla Þórlaug Óskarsdóttir Eva Rún Snorradóttir. Mynd: Skjáskot af RÚV.

„Okkur langaði að halda bókmenntahátíð sem myndi upphefja og setja í fókus hinsegin höfunda,“ segir Eva Rún Snorradóttir sem er önnur skipuleggjenda hinsegin bókmenntahátíðarinnar Queer Situations sem haldin verður í fyrsta skipti dagana 22. til 24. ágúst:

„Bæði höfunda sem eru hinsegin og eru að skrifa um hinsegin málefni en líka bækur sem eru út fyrir miðjuna í formi og hvernig þau nálgast hvar þau koma inn í bókmenntasenuna.“ Þær stöllur, Eva Rún og Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræddu málið við Tengivagninn á Rás 1 um tilurð en ekki síst tilgang bókmenntahátíðarinnar Queer Situations og mæltu þær með athyglisverðum bókum eftir höfunda er verða gestir á hátíðinni.

„Við erum miklir aðdáendur bókmenntahátíða og Bókmenntahátíð í Reykjavík er algjör veisla,“

„Á bókmenntahátíð í Reykjavík er hinsegin bókmenntum þjappað saman og þær eru settar saman á pallborð undir hatt hinseginleikans og inn í þann sviga. Við erum að reyna að taka svigann í burtu og búa til „platform“ þar sem er enginn svigi. Við erum búnar að búa til jarðveginn fyrir umræðuna út frá þessum hinseginleika en hann er samt ósýnilegur að því leyti að hann er bara andrúmsloftið.“

„Með fullri virðingu fyrir annarri hinsegin dagskrá fannst okkur mikilvægt að búa til nýtt norm á hátíðinni þar sem hinseginleiki er normið,“ segir Halla Þórlaug og bætir við:

„Við fjöllum um bókmenntirnar á bókmenntalegan máta en ekki endilega um hinseginleikann í bókmenntunum. Hann er alltumlykjandi á hátíðinni sjálfri.“

Hátíðin verður haldin í Salnum í Kópavogi 22. til 24. ágúst; von er á erlendum stórstjörnum úr heimi hinsegin bókmennta:

„Raunveruleiki hinsegin fólks er að mörg okkar lesa bara aldrei um sig. Ég man þegar ég var langt frá því að gangast við því, eða fatta, að ég væri lesbía var ég alltaf að lesa bækur sem voru þá að koma út eftir Vigdísi Grímsdóttur,“ segir Eva, og líka þetta:

„Það voru engar ástir kvenna í þessum bókum en ég fann að það var eitthvað duft í súrefninu, eins og brauðmolar á leiðinni.“

„Á þessari hátíð erum við að setja mikinn fókus á að flytja inn erlendar raddir og fá smá súrefni inn í okkar senu,“ segir Halla Þórlaug.

Og dagskráin er glæsileg og þeim stöllum til mikils sóma; bandarísku höfundarnir Maggie Nelson og Harry Dodger eru áleiðinni til landsins sem og hin sænska Ia Genberg; einnig danski listamaðurinn Madame Nielsen:

„Við erum að springa úr monti,“ segir Halla um dagskrána.

Eva og Halla eru á fullu við að skipuleggja upplestur; fræðadagskrá; kvikmyndasýningar – barsvar: Leiklestur á leikritum sem og umræður og margt margt fleira. Þær hafa fengið stuðnings fagfólks hjá Samtökunum ’78:

„Þau hafa ótæmandi reynslu af viðburðastjórnun og stórum viðburðum og eru með alls konar tengingar. Þegar við hittum þau í vor og vorum að segja þeim frá dagskránni komu þau með einn lið sem við vorum ekki búnar að gera ráð fyrir og það var að við yrðum að vera með öryggisverði. Við lifum á tímum þar sem búið að vera ákveðið bakslag í gangi sem er mjög óhugnanlegt,“ segir Eva.

Samtökin færðu í tal að á opnun viðburði er væri auglýstur víða þyrfti hreinlega að ráða öryggisverði:

„Það er mikið hatur og það geta orðið ofbeldissenur. Þetta var smá sjokk. Við vorum meðvitaðar um að það er afturför í réttindamálum hinsegin fólks og margra minnihlutahópa en þetta var sjokk. Að heyra þetta frá fyrstu hendi að þetta sé svona stórt vandamál á Íslandi,“ segir hún.

„Ástæðan fyrir þessari afturför er að fólk er að fá rými og aukin réttindi og við erum að breyta tungumálinu okkar og allt þetta,“ segir Eva og bætir við:

„Fólk fer í baklás, mörg sem tilheyra ekki hinsegin veröldinni.“

Eva hvetur áhugasama til að sækja hátíðina heim og styðja við hinsegin bókmenntasenuna:

„Mætið og takið inn, jafnvel þó þið náið ekki að lesa neinar bækur.“

Segir að Kamala Harris verði að taka við keflinu af Biden: „Hún myndi bursta Donald Trump“

Kamala Harris.

Adam Schiff, einn af leiðtogum demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segist algjörlega viss um að Kamala Harris varaforseti myndi bursta Donald Trump með ef Joe Biden myndi hætta við framboð sitt.

Adam Schiff.

Adam Schiff mætti í umræðuþáttinn Meet the Press á sjónvarpsstöðinni NBC í dag – og vitanlega var farið yfir mál málanna í stjórnmálum vestanhafs, stöðu Joe Biden forseta sem frambjóðanda flokksins í forsetakosningunum í haust.

Hart hefur verið sótt að Biden síðan hann varð undir í kappræðum gegn Trump fyrir viku.

Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna

Schiff er líklegur til að tryggja sér sæti í öldungadeildinni í haust; hann gekk eigi svo langt að skora á forsetann að hætta við framboð sitt: Sagði í ljósi þess að hann væri í framboði gegn Trump – sem væri dæmdur glæpamaður sem væri einnig lygasjúkur – ætti Biden að vera með afar mikið forskot í könnunum.

Hann sagði að Kamala Harris gæti orðið góður forseti, var klár á því:

„Hún er með reynslu, dómgreind og leiðtogahæfileika til að verða einstaklega góður forseti. Hún mundi bursta Donald Trump, en áður en við förum að ræða um hver annar ætti að vera í framboði þarf forsetinn að ákveða hvort það verður hann.“

Schiff biðalaði til forsetans að skoða málið með hæfu fólki sem væri utan hans innsta hrings.

 

Hver er svo sem ekki með hálfa milljón í rassvasanum?

Davíð Brynjar Sigurjónsson

Það er enginn undirbúinn fyrir það að greinast með krabbamein, hvað þá heldur
aðstandendurnir sem elska hann, hafa planað og séð fyrir sér alla framtíðina með viðkomandi. Ég hef því miður reynslu af þessu sem aðstandandi. Það má segja að sorgarferlið byrji strax frá upphafi þar sem maður fer að hugsa um hvað af því sem maður hafði séð fyrir sér sé ekki að fara að verða að veruleika ef allt fer á versta veg. Maður vill samt ekki fara langt með þá hugsun í upphafi heldur frekar halda í jákvæðnina og sjá fyrir sér þá leið sem liggur til bata. „Hvað ef“ hugsunin er samt dugleg að banka uppá og til að byrja með gengur vel að láta hana sem vind um eyru þjóta, enda eru allir staðráðnir í að sigra þessa baráttu sem framundan er.

Jákvæðar fréttir, aðgerðin gekk vel og lyfjameðferð ráðgerð til vonar og vara. Nokkrir mánuðir líða og næsti skellur kemur af fullu afli… meinvörp komin í höfuð. Aðgerðin gengur vel, geisli fyrirhugaður. Mánuðir líða með jákvæðnina við stýrið… næsti skellur…

Svona gengur þetta fyrir sig í tæplega þrjú ár, jákvæðnin og vonin tekin yfir en er svo slegin niður jafnóðum, aftur og aftur og aftur. Samhliða þessum öldugangi sveiflast tilfinningar og líðan allra í fjölskyldunni líkt og í ólgusjó en í hvert skipti sem öldutoppi er náð virðumst við fá á okkur brotsjó sem steypir okkur niður í næsta öldudal. Ætli næsta alda sé of há til að von sé að ná toppnum og þaðan útúr þessum stormi? Eða er bara næsti öldudalur handan hennar? Hve djúpur er hann? „Hvað ef“ hugsunin bankar fastar og fastar eftir hverja öldu. Taugakerfið þolir bara visst mikið í einu og í takmarkaðann tíma. Er næsta símtal símtalið sem þú vonaðist til að þurfa ekki að fá aftur… í annað, þriðja eða fjórða skiptið. Endar þetta ferðalag á öldutoppi eða í dýpsta öldudalnum? Á vissum tímapunkti er taugakerfið í stanslausri viðbragðsstöðu nánast allan sólarhringinn. Í draumunum færðu ekki einu sinni frí, þar lendirðu jafnvel í þínum verstu áföllum því þá er rökhugsunin komin í hvíld og ímyndunaraflið fær að ráða för.

Í gegnum allt þetta ferli er hægt að fá ómetanlegan stuðning, ráðgjöf og sáluhjálp frá félögum líkt og Ljósinu og Krabbameinsfélaginu. Ýmis kostnaður sem lendir á hinum krabbameinsgreinda fæst hvergi endurgreiddur í kerfinu og þar kom Krabbameinsfélag Austfjarða sterkt inn í tilfelli foreldra minna. Vel yfir hálfa milljón þurftu þau að leggja út fyrir gistingu og fæði á sjúkrahóteli Landspítalans á meðan á aðgerðum og meðferðum stóð. Hver er svo sem ekki með hálfa milljón í rassvasanum, sérstaklega þegar alvarleg veikindi fjölskyldumeðlims hafa neytt báðar fyrirvinnur heimilisins af vinnumarkaði? Þessa upphæð fengu þau endurgreidda frá Krabbameinsfélaginu og munar um minna. Við fjölskyldan eigum því þessum félögum margt að þakka og höfum m.a. nýtt okkur allskonar námskeið og sálfræði ráðgjöf sem hefur hjálpað okkur að komast í gegnum allt þetta ferli. Pabbi var hins vegar ekki svo heppinn að komast í mark og varð því miður að játa sig sigraðann í síðasta öldudalnum.

Styrktu: Krabbameinsfélag Austfjarða

Styrktu: Ljósið – Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda

Davíð Brynjar Sigurjónsson,
Leikskólakennari og knattspyrnudómari

Spá afar litlum hagvexti

Nokkuð hefur dregið hefur úr spennu á vinnumarkaði síðustu mánuðina og hefur eftirspurn eftir vinnuafli minnkað að mati hagfræðideildar Landsbankans, en það er RÚV sem greindi fyrst frá.

Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans – Una Jónsdóttir – segir að hátt vaxtastig hafi áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi:

„Stýrivextirnir eru alveg ábyggilega farnir að hafa veruleg áhrif. Það er að hægja á af því að við höfum búið við hátt vaxtastig og í dágóðan tíma.“

Hagstofan birti nýverið þjóðhagsspá þar sem gert er ráð fyrir auknu atvinnuleysi; aukist á milli ára; verði 4,2 prósent að meðaltali samanborið við 3,4 prósent á síðasta ári.

Segir Una stjórnendur fyrirtækja kvarta síður undan skorti á vinnuafli; sem að hennar mati bendi til þess að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði, en þó eigi þannig að atvinnuleysi muni aukast mjög mikið:

„Við spáum að það verði eðlileg árstíðasveifla í atvinnuleysinu. Almennt er atvinnuleysi núna aðeins meira en það var á sama tíma í fyrra af því það hefur aðeins hægt á. Atvinnuleysi er alltaf minna á sumrin en eykst lítillega með haustinu og við gerum ráð fyrir sömu þróun. Það er bara aðeins rólegra yfir og það er í takt við efnahagslífið almennt þessa stundina; við spáum því að hagvöxtur verði afar lítill í ár. Örugglega bara innan við eitt prósent sem er veruleg breyting frá fyrri árum,“ sagði Una að lokum.

Vinahjónum Egils vísað úr landi: „Tomasso og Analis eru eitthvert besta fólk sem ég hef kynnst“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir að nú sé hann „hryggur. Á morgun verða vinir okkar Tomasso og Analis send úr landi. Þau komu hingað fyrir næstum tveimur árum, hafa beðið eftir svari um landvist síðan þá. Þau hafa þráð að fá atvinnuleyfi – en þeim eru í raun allar bjargir bannaðar. Og á morgun þurfa þau að fara aftur í sitt hræðilega heimaland, Venesúela, þar sem allt er í rjúkandi rúst – glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku.“

 

„Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ segir Egill og bætir því við að „Tomasso og Analis eru eitthvert besta fólk sem ég hef kynnst á ævinni. Þau eru hjálpsöm, óeigingjörn, harðdugleg – þau hafa hjálpað okkur við ýmsa hluti, sérstaklega þegar við stóðum í flutningum – og aldrei vildu þau fá neitt í staðinn. Voru alltaf að passa upp á okkar hag. Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt – og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni – við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart.“

Analis.og Tomasso.

Egill færir í tal að Tomasso „er hugbúnaðarfræðingur en getur líka gert við bíla og alla mögulega hluti. Analis gefur honum lítið eftir í fjölhæfninni, en hún er líka meistarakokkur. Það er sárt og óréttlátt að við séum að hrekja burt svona gott fólk. Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti. Viljum leggja mikið á okkur til að það sé hægt. Bæði hafa fest ást á Íslandi, ferðast um landið – og þola kuldann vel. Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim – og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar.

Heiðar fjárfestir: „ESB sendir styrki til Carbfix svo við tökum við menguninni frá þeim“

Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir. ritar grein er ber yfirskriftina:

Mengum meira.

Þar segir Heiðar að nú blasi „við orkuskortur á Íslandi. Í raun eru öfug orkuskipti að fara fram þar sem rafmagnstengdar fiskiverksmiðjur eru látnar brenna olíu. Þetta gerist á meðan næga græna orku er að finna hér á landi.“

Heiðar heldur áfram og nefnir að „í dag búum við skammtanir á heitu vatni og öruggt aðgengi að húshitun hefur snarminnkað á síðustu árum. Stærsti hluti orku heimsins fer til húsnæðis. Að halda jöfnu hitastigi á húsum útheimtir meira en helming allrar orkunotkunar jarðarinnar, meira en samgöngur og rafmagnsframleiðsla til samans.

Ísland er fremst í flokki í þessum efnum en hefur einhverra hluta vegna ekki fengið það metið í samningum um að minnka losun kolefna í andrúmsloftið, heldur tekið á sig skuldbindingar í þeim efnum. Þar hefur hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda og embættismanna beðið algert skipbrot.“

Hann telur að líka sé hægt að „horfa til Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna skilja hvers vegna Ísland er komið í ógöngur. Þar hafa hagsmunir almennings mátt víkja fyrir gæluverkefnum borgarstjórnar og embættismanna.

Hengilssvæðið er í raun stærsta orkulind Íslands, stærri en Kárahnjúkar í heildarafli. Á Nesjavöllum hefur verið stöðug framleiðsla og í kringum Hveradali hefur verið reynt að auka framleiðslu með mismunandi árangri. Þar við hliðina í Hverahlíð er framtíðarsvæði Reykjavíkur fyrir jarðvarma, sérstaklega til húshitunar en einnig til framleiðslu rafmagns.“

Heiðar er óánægður með nýtingu svæðanna:

„Af óskiljanlegum ástæðum hefur aukin nýting svæðanna ekki verið efst á blaði hjá Orkuveitu Reykjavíkur heldur eitthvað allt annað. Húshitun á flestum stöðum heimsins fer fram með bruna jarðefna, oftast kola. Þar sem húshitun er langstærsti notandi orku jarðarinnar er ljóst að hún stendur fyrir mestum útblæstri kolefna. Misheppnuð orkustefna ESB hefur valdið því að nú er verið að opna nýjar kolanámur í Þýskalandi, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld, til að mæta orkuþörfinni. Orkuöryggi í Evrópu hefur einnig snarminnkað og verð hafa hækkað en á sama tíma eru álögur lagðar á kolefnisspor stofnana og fyrirtækja. Carbfix segist vera með lausn á þessum margþætta vanda. Setja evrópskan útblástur í olíuknúin skip sem sigla til Straumsvíkur þar sem menguninni er dælt ofaní borholur í þeirri von um að hún steingerist í jarðlögum Íslands.“

Hann segir einfaldlega að „það eru engar holur við Straumsvík og í raun ekki höfn fyrir verkefnið heldur. Þar undir hrauninu rennur hins vegar ein stærsta ferskvatnsá landsins. Það þarf að byggja og bora fyrir tugi milljarða með gríðarlegu umhverfisraski, til að Evrópa geti haldið áfram að brenna kolum og þetta þarf að gera á Íslandi því bergið er svo ungt og tekur svo vel við. Og þá er ekki minnst á mengun ferskvatnsins. Mér finnst fáránleikinn í þessu alger. ESB hefur sett íþyngjandi gjöld og reglur um mengun á Íslandi, eins sjálfbærasta orkunotanda heims, sem við greiðum til þeirra.

ESB sendir okkur svo styrki til Carbfix verkefnisins svo að við tökum við menguninni frá þeim og setjum hana í jörð á græna Íslandi.“

Heiðar spyr einfaldlega:

„Ber enginn ábyrgð?“

Segir að endingu:

„Orkuveitu Reykjavikur hefur brugðist viðskiptavinum sínum. Í stað þess að tryggja þeim húshitun og rafmagn á hagstæðu verði hefur fyrirtækið farið í pólitísk gæluverkefni. Á meðan hefur nauðsynleg orkuöflun ekki átt sér stað, viðhald setið á hakanum með tilheyrandi sprungnum hitavatnsleiðslum, og gríðarlegum fjármunum verið sólundað.

Það er ljóst að aukin framleiðsla grænnar orku eru hagsmunir Íslands og hagsmunir heimsins. Hver ákvað að betri leið væri að auka ekki græna orkuframleiðslu hér heldur reyna, með tilheyrandi orkusóun, að reyna að grænka mengandi evrópska orkuframleiðslu með því að flytja mengunina hingað? Hver samþykkti stefnuna „mengum meira“?“

Raddir