Fimmtudagur 19. september, 2024
8 C
Reykjavik

Grjóthörð Hildur

Bjarni Benediktsson. utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokkins Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Hild­ur Björns­dótt­ir odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykjavík, segir ástandið hvað varðar áform um byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal vera hlægi­legt og einkennist af kosningabrellum. Þar vísar hún til þess að enn ein vilja­yf­ir­lýs­ing­in hafi verið und­ir­rituð varðandi þjóðarleikvanginn hafi verið undirrituð í aðdrag­anda kosn­inga. Hildur segir í Mogganum að þetta sé „grímu­laus kosn­inga­brella“ og stöðugt verið að klippa borða og und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ing­ar án þess að framkvæmdir sem áætlað er að ljúki innan fjögurra ára séu hafnar.

Harðorðar yfirlýsingar Hildar eru ekki síst merkilegar í því ljósi að um er að ræða samstarfsverkefni ríkisstjórnar og borgarstjórnar. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar talar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og leiðtogi Hildar, fyrir verkefninu. Þannig verður ekki annað séð en að leiðtoginn í Reykjavík sé að snupra foringja sinn og fordæma sleifarlag flokksins.

Yfirlýsingar Hilar verður að skoða í því ljósi að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er með fylgi sem framkallar neyðarástand. Flokkurinn hefur mælst vera sá fimmti stærsti í Reykjavík. Vandinn er sá að þetta útspil felur í sér árás inn á við í flokknum. Þetta er enn eitt dæmið um að sjálfstæðismenn rísa nú hver af öðrum gegn foringjanum. Hildur er grjóthörð og hlífir engum …

Viðskiptavinur með stolið kort lét sig hverfa – Dópaður ökumaður, próflaus og ekki í öryggisbelti

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Á svæði Hafnarfjarðarlögreglu reyndi þjófur nokkur að greiða í verslun með stolni korti. Afgreiðslufólk sá í gegnum áform mannsins og kallaði til lögreglu. Þá lét kortaþjófurinn sig snarlega hverfa og hefur ekkert spurst af honum síðar.

Lögreglu barst tilkynning um rúðubrot. Múrsteini hafði verið kastað í gegnum glugga. Óljóst er um lyktir þess máls.

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur sáu til óeðlilegra ferða manns sem voru að sniglast í kringum bifreiðar. Talið var að hann væri að reyna innbrot. Sá dularfulli var horfinn þegar laganna verður komu á vettvang.

Ökumaður var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Hann var án ökuréttinda og og að auki ekki í öryggisbelti. Hann mun fá himinháa sekt. Í Kópavogi var annar ökumaður stöðvaður og grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna.

Musk segir að eftir fjögur ár verði hægt að fara til Mars: „Hvílíkur tími til að vera á lífi!“

Elon Musk, ríkasti maður heims.

Stofnandi og forstjóri SpaceX, Elon Musk, segir að menn muni geta farið til Mars eftir aðeins fjögur ár.

Hinn 53 ára gamli kaupsýslumaður kom með spár sínar um Mars-ferðirnar í röð af færslum á samfélagsmiðlum um helgina. Hann sagði að næsti „mannflutningaglugginn á milli Jarðarinnar og Mars“ opnist eftir tvö ár, sem er þegar fyrstu geimför SpaceX verða sendar til „Rauðu plánetunnar“. Musk sagði að geimförin verði mannlaus í fyrstu „til að prófa áreiðanleika þess að lenda á öruggan hátt á Mars.“

En ef allt gengur að óskum og lendingar ganga vel, munu fyrstu mönnuðu ferðirnar fara í gang, aðeins tveimur árum síðar. Musk sagði að þegar fyrsta áhafnarflugið fer af stað muni gengi fyrirtækisins „vaxa á veldishraða“ og bætti við að fyrirtæki hans hafi það markmið að „byggja sjálfbæra borg eftir um það bil 20 ár.“

„Með því að vera á tveimur plánetum munum við auka líklegan líftíma meðvitundarinnar til muna, þar sem við munum ekki lengur hafa öll eggin okkar, bókstaflega og efnafræðilega, á einni plánetu.“ Margir urðu spenntir yfir nýjustu fullyrðingum Musk en einn skrifaði: „Þetta er risastórt!!“ Annar bætti við: „Hvílíkur tími til að vera á lífi!“

SpaceX-fyrirtæki Musk var stofnað árið 2002 og varð fyrsta einkafyrirtækið til að þróa eldflaug með vökvadrif til að komast á sporbraut og það fyrsta til að senda geimfar og geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ári áður hafði hann tilkynnt um þróun Mars Oasis – verkefnis sem ætlað er að landa gróðurhúsi og rækta plöntur á Mars.

Á heimasíða SpaceX segir að Mars sé ein af „nálægustu byggilegu nágrannaplánetunum“ í námunda við Jörðina og hafi „sæmilegt sólarljós“ og bætir við: „Það er svolítið kalt, en við getum hitað það upp. Lofthjúpurinn er fyrst og fremst CO2 með köfnunarefni og argon og fá önnur snefilefni, sem þýðir að við getum ræktað plöntur á Mars með því einu að þjappa saman lofthjúpnum.“ Síðan heldur áfram: „Þyngdaraflið á Mars er um það bil 38 prósent af þyngdarafli jarðar, þannig að þú gætir lyft þungum hlutum og farið um með reipum. Ennfremur er dagurinn ótrúlega líkur þeim sem við þekkjum á Jörðinni.“

 

Egill minnist Hauks Guðlaugssonar: „Tókst með þeim öldungnum og drengstaulanum góð vinátta“

Haukur Guðlaugsson Ljósmynd: Þjóðkirkjan

Egill Helgason minnist fjölskylduvinar síns, Hauks Guðlaugssonar í nýlegri Facebook-færslu.

Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar lést 1. september síðastliðinn en fáir Íslendingar hafa jafn glæsilegan tónlistaferil og Haukur. Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifaði um hann á Facebook í gær en Haukur var vinur fjölskyldu Egils. Haukur var ekki aðeins mentor Kára, sonar Egils, í tónlist, heldur voru þeir góðir vinir.
Hér má lesa hin fallegu minningarorð Egils:

„Haukur Guðlaugsson vinur okkar fjölskyldunnar andaðist um daginn í hárri elli. Fyrir fáum mönnum hef ég borið meiri virðingu en Hauki. Hann var sannur listamaður en um leið mikill eljumaður á sinn hljóðláta og brosmilda hátt. Tónlist var ekki bara atvinna Hauks heldur hans líf og yndi. Við fjölskyldan stöndum í mikilli þakkarskuld við Hauk. Hann kynntist Kára þegar hann var lítill drengur og varð ekki bara mentor hans í tónlist heldur tókst með þeim öldungnum og drengstaulanum góð vinátta. Þeir pældu saman í tónlist og Haukur sagði Kára til á píanó og orgel. Það voru ómetanlegar stundir. Við þökkum Hauki samfylgdina – aðrir verða svo til að skrifa um hans mikla og merka ævistarf.“

Daníel Gunnarsson gerði dómsátt í barnaníðsmáli – Gæti þurft að dúsa í fangelsi í hálfa öld

Daníel Gunnarsson, hefur fallist á dóm án þess að játa sekt í barnaníðmáli á hendur honum í Bandaríkjunum.

Daníel, sem er 23 ára Íslendingur, var í fyrra sakfelldur fyrir morð og limlestingu á vinkonu sinni í Bandaríkjunum. Hann hefur nú gert dómsótt við ákæruvaldið um að hann hljóti dóm fyrir þrjá af tólf ákæruliðum í máli sem snýr að barnaníð. Hann hefur þannig verið sakfelldur fyrir lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri en einnig var hann ákærður fyrir að þvinga barn undir tíu ára aldri til munnmaka eða samneytis fjórum sinnum og fyrir vörslu á barnaníðsefni. Vísir segir frá málinu.

Faðir Daníels er íslenskur en móðir hans af tékkneskum uppruna en hann flutti með móður sinni til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforní-ríki þegar Daníel var barn en brotin sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir, áttu sér stað í Kern-sýslu í Kaliforníu-ríki.

Brotin áttu sér stað, samkvæmt ákærunni frá árinu 2016 til 2021 er hann var handtekinn grunaður um morðið á Katie Pham, sem hann var í fyrra sakfelldur fyrir og dæmdur í 25 ára fangelsi.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun á refsingu Daníels í barnaníðsmálinu en það verður gert í nóvember. Staðarmiðillinn Bakersfield Californinan hefur eftir talskonu saksóknara að refsingin gæti hljóðað upp á 24 ár, miðað við dómsáttina. Daníel mun hefja afplánun fyrir barnaníðinn eftir að hinni refsingunni líkur og gæti því þurft að dúsa í fangelsi í tæpa hálfa öld.

Daníel var í september í fyrra dæmdur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham en morðið átti sér stað í maí 2021. Aðeins nokkrum vikum síðar ákvað dómarinn að dæma Daníel frá 25 ára fangelsi og upp í lífstíðarfangelsi. Þau Daníel og Pham voru bekkjarsystkini en áttu einnig í stuttu ástarsambandi en hann notaði ísnál við morðið á henni. Þá var hann sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var auk þess, eins og áður segir, sakfelldur fyrir að limlesta lík Pham.

Katie Phan

 

Dularfullur dauðdagi á Bessastöðum – Heitkona amtmanns mögulega myrt

Bessastaðir 1720

Rétt fyrir Jónsmessu, árið 1724, andaðist erlend stúlka, Appollónía Schwartzkopf, á Bessastöðum, aðsetri amtmannsins Níelsar Fuhrmanns. Appollónía var heitkona amtmannsins en hann hugðist ekki efna heit sitt. Appollónía hafði undir sitt síðasta sakað ráðskonu amtmanns og dóttur hennar, lagskonu hans, um að brugga henni launráð.

Maður að nafni Níels Fuhrmann var sendur hingað til lands árið 1718, hafði þá verið skipaður til að gegna amtmannsstörfum. Með honum í för var kona, Katrín Hólm, sem veitti heimili hans á Bessastöðum forstöðu. Þannig var mál með vexti að Níels var, þegar hann yfirgaf Kaupmannahöfn, heitbundinn Appollóníu Schwartzkopf, en þegar á hólminn var komið var hann tregur mjög til að efna heit sitt.

Dæmdur til greiðslu fjár

Appollónía sætti sig ekki við tregðu amtmanns og sótti hann til saka fyrir heitrof. Málið kom til kasta hæstaréttar í Kaupmannahöfn veturinn 1721 og var niðurstaðan Níels amtmanni helst til óhagfelld. Ekki aðeins var Níels dæmdur til að eiga jómfrúna, því hann skyldi einnig greiða henni árlega 200 ríkisdali þar til höfuðákvæði dómsins væri fullnægt, það er að hann kvæntist heitkonu sinni.

Þetta voru afarkostir fyrir amtmanninn því 200 ríkisdalir námu tveimur þriðju hlutum launa hans hér á landi.

Lævi blandið loft

Eftir að dómur var kveðinn upp beið Appollónía ekki boðanna, fann sér farborða og fór til Íslands. Eðlilega settist hún að á Bessastöðum. Segir ekki margt af næsta ári, en eftir það dró til tíðinda, svo vægt sé til orða tekið. Þá kom til Bessastaða lagskona amtmannsins, Karen Hólm, dóttir Katrínar, bústýru á Bessastöðum.

Í kjölfarið gerðist loft á amtmannssetrinu lævi blandið. Hólms-mæðgur og Appollónía sátu aldrei á sárs höfði, enda sótti jómfrúin fast eftir ástum Níelsar.

Tíð veikindi og galdrakarl

Veturinn og vorið 1724 veiktist Appollónía hvað eftir annað og hafði orð á því við fjölda fólks að henni hefði verið byrlað eitur. Einnig kvisaðist að áður en Appollónía kom til landsins hefði Katrín Hólm sent vinnukonu sína að Nesi við Seltjörn. Þar bjó Níels Kjer, varalögmaður, en vinnukonan átti erindi við konu hans, Þórdísi.

Erindið var að finna fyrir Katrínu öflugan galdramann sem gæti bægt Appollóníu burtu. Orðrómur var einnig á kreiki um meðalaglas sem umrædd vinnukona fékk síðar í Nesi og færði húsmóður sinni.

Ágætisatlæti til að byrja með

Því skal haldið til haga að ágætlega var búið að jómfrú Appollóníu til að byrja með eftir að hún kom til Bessastaða. Hún hélt til í íbúðarhúsinu, en sjálfur svaf Níels amtmaður í tjaldi úti á vellinum á meðan svefnrými var stúkað af fyrir hann í stofunni. Jómfrúin og amtmaðurinn settust einnig að snæðingi saman og segir sagan að hann hafi á stundum tekið við hana skák og gjarna beðið gestkomandi að hafa ofan fyrir henni með einum eða öðrum hætti.

Þó duldist engum sem til þekkti hve mjög nærvera Appollóníu og nánast tilvist öll var amtmanni á móti skapi. Ekki bætti úr skák hve nærri hún gekk tekjum hans, að hans mati, enda nam, sem fyrr segir, sú fjárhæð sem hann var dæmdur til að greiða henni meirihluta tekna hans.

Hrákar og handalögmál

Allt breyttist þetta eftir að Níels amtmaður kom einn góðan veðurdag, vorið 1723, heim frá Grindavík og var Karen Hólm með honum í för.Í kjölfarið versnaði hagur Appollóníu til mikilla muna. Strax um haustið var henni meinað að setjast til borðs með amtmanni og kostur hennar gerðist rýr.

Ástand á Bessastöðum átti enn eftir að versna og „ófagrar sennur gerðust tíðar“. Hrákaslummur flugu á milli kvennanna og ónefni á borð við skepna, hóra og mellumóðir voru títt viðhöfð og „stundum voru barefli á lofti.“ Í eitt skipti kom til handalögmáls á milli Appollóníu og amtmannsins; hún reif í hár hans og hann svaraði með barsmíðum.

Vildi þrauka á Bessastöðum

Eftir að Níels lagði hendur á Appollóníu leitaði hún til Kornelíusar Wulfs landfógeta, en sagðist lítið geta gert í málinu; hún væri kærasta amtmannsins og yrði því að sætta sig við þá meðferð er hún sætti af hans hálfu. Appollónía vildi þrauka á Bessastöðum og hafði skrifað bréf til yfirvalda í Danmörku og óskað þess að Níelsi yrði skipað að hlýðnast hæstaréttardómnum frá 1721 og fullnægja höfuðákvæði hans.

Uppsölur miklar

Appollónía sagðist, haustið 1723, hafa haft spurnir af því að tveimur íslenskum karlmönnum á Bessastöðum, Sigurði Gamlasyni og hinum ónafngreindum, hefði verið boðið fé ef þeir kæmu henni fyrir kattarnef. Bar jómfrúin þetta sjálf á Sigurð en hann harðneitaði, en til voru þeir sem sögðu hann sjálfan hafa haft á þessu orð. Hvað sem því leið þá tók Appollónía að veikjast illa og tíðum á vormánuðum 1724 með miklum uppköstum.

Grunsamlegir grautar

Á þeim tíma bar Appollónía sig upp við fjölda fólks og viðraði þá fullvissu sína að henni væri byrlað eitur og altalað var „að hún myndi ekki til langlífis borin.“ Landfógetinn Kornelíus fór ekki varhluta af kveinstöfum hennar og fékk meðal annars að heyra að þegar hún veiktist í fyrsta sinn, haustið 1723, hefði henni verið borinn grautur með ammoníakskeim.

Um sumarmál 1724 fékk hún vöfflur með óskiljanlega miklu af sykri á og um krossmessuna, sama ár, fékk hún enn og aftur graut, en þá með miklu af sykri og kanel á. Hún hefði ekkert sykurbragð fundið af grautnum og ekki getað torgað grautnum öllum. Dönsk vinnukona hefði dregið hana að landi og einnig orðið fárveik af.

Sjö vikna banalega

Síðustu sjö vikur lífs síns steig Appollónía Schwartzkopf ekki á fæturna og rétt fyrir Jónsmessuna árið 1724 gaf hún upp öndina. Hún var jörðuð án þess að líkskoðun færi fram og á þeim tíma ekki vitað hvort nokkur eftirmál yrðu. En sú varð þó raunin, því konungur fyrirskipaði að málið skyldi rannsakað og var það gert sumarið og haustið 1725.

Hákon Hannesson, sýslumaður Rangæinga, og séra Þorleifur Arason, prófastur á Breiðabólstað, voru skipaðir umboðsdómarar og falið að leiða til lykta Svartkoppumálið, en Appollónía var gjarna nefnd Svartkoppa af Íslendingum.

Misvísandi og sundurleitir vitnisburðir

Mörg þau vitna sem kölluð voru til höfðu eftir Appollóníu sögur um eiturbyrlun og ill atvik. Þau sögðu sum að lík hennar hefði ekki stirðnað, varir hefðu verið svartbláar og blettir á höndum og andliti. Prestarnir Björn Thorlacius í görðum og Halldór Brynjólfsson í Útskálum höfðu eftir jómfrúnni að hún sjálf hefði talið krankleika sinn stafa af óheilbrigðu blóði. Sumt af Bessastaðafólki varð tvísaga meðan á rannsókn stóð.

„Segið nei –“

Á meðal vitna var Dani, Larsen að nafni, sem gaf sinn vitnisburð í Kaupmannahöfn. Hann sagðist hafa heyrt Sigurð Gamlason segja í eldhúsi landfógetahjónanna, að Katrín Hólm hefði boðið honum 50 dali fyrir að drepa Appollóníu. Ljóst má telja að fullvissa Appollóníu um yfirvofandi launmorð sumarið 1723 var mikil, því þá rakst hún á Sigurð og sagði við hann: „Dreptu mig nú, svo þú getir fengið þá fimmtíu dali , sem þér hefur verið lofað.“ En Sigurður mun þá hafa beðið guð að varðveita hann frá því.

Er Níels amtmaður heyrði af þessari uppákomu fyrtist hann við, skammaði Appollóníu og lét síðan kalla heimilisfólk, einn og einn í senn, til híbýla hennar til yfirheyrslu. Haft var fyrir satt að þá hefði maður ráðskonunnar, Katrínar Hólm, staðið í dyrum, þrifið í föt fólks og sagt: „Segið nei – eða það fer illa fyrir ykkur!“

Vitnisburður Larsens

Einn sagði ekki „nei“ í þetta sinn, sumarið 1723, en það var fyrrnefndur Larsen. Hann sagði amtmanni hvað hann hefði heyrt Sigurð Gamlason segja í eldhúsi landfógeta fyrrum. Þegar yfirheyrslu lauk lét amtmaður þjón sinn kalla eftir Larsen, sem hann síðan ávítaði fyrir að tala of mikið við Appollóníu. Bannaði amtmaður Larsen að vera í of miklu samneyti við jómfrúna, „ef hann vildi heita heiðarlegur maður“.

Hænan sem drapst

Þegar Larsen bar vitni í Kaupmannahöfn í Svartkoppumáli hafði hann eftir stúlku á Bessastöðum að ráðskonan hefði eitt sinn spurt hvernig jómfrú Appollónía væri til heilsunnar, en þá hafði hún nýlega fengið enn eitt kastið. Stúlkan sagði þá að jómfrúin hefði kastað upp. „Djöfullinn hlaupi í hana! Með þessu lagi getur hún lifað í tíu ár,“ sagði þá ráðskonan.

Hæna hélt til í híbýlum Appollóníu og eitt sinn er henni var borinn grauturinn, sem hún hafði veikst af, gaf hún hænunni af grautnum – hænan verpti í kjölfarið undarlegu eggi og drapst svo. Að sögn Larsens reyndi Níels amtmaður ítrekað að komast yfir hræið, en ekki tekist.

Meðdómari segir sig frá málinu

Gera þurfti hlé á réttarhöldum þegar Hákon Hannesson sýslumaður sagði sig frá málinu. Lýsti hann því yfir þegar þing hófst á ný að „hann hefði ekki frekari afskipti af málinu“ .Séra Þorleifur hélt áfram störfum og kvað upp dóm í október 1725. Hann sýknaði Hólmsmæðgur, Katrínu og Karen, af ákæru um að þær hefðu ráðið jómfrú Appollóníu Schwartzkopf bana, eða verið í vitorði með einhverjum sem það hefði gert. Þannig fór það.

Heimild: Öldin sem leið.

 

 

 

Mörður deildi grínmyndbandi um Sjálfstæðisflokkinn: „Bara samansafn af bjánum í hverfafélögum“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Ljósmynd: XD.is

Mörður Árnason stríðir Sjálfstæðismönnum með því að deila myndbandi sem gerir grín að tilvistarkreppu Sjálfstæðisflokksins.

Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, Mörður Árnason deildi á dögunum myndskeiði sem sýnir frægt atriði úr þýsku kvikmyndinni Der Untergang þar sem Hitler ræðir við herforingja sína við lok seinni heimstyrjaldarinnar. Búið er að breyta textanum við orð Hitlers og látið er eins og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sé að skamma framámenn í Sjálfstæðisflokknum vegna arfaslæms gengis í skoðanakönnunum. „Heitar umræður í Valhöll …“ skrifar Mörður við deilinguna en hvergi kemur fram hver samdi textann við myndskeiðið.

Í upphafi er verið að segja Bjarna frá niðurstöðu nýjustu könnunar Maskínu og þegar Bjarni spyr út í gengi Sigmundar Davíðs og Miðflokksins, rekur hann alla út nema nokkra af aðalfólki Sjálfstæðisflokksins. „Bara samansafn af bjánum í hverfafélögum,“ stendur í textanum eftir að „Bjarni Benediktsson“ er búinn að segja undirmönnum sínum að þeir séu gagnslausir og að flokkurinn væri ekkert án hans.

Hér má sjá hið bráðfyndna myndskeið.

Tveir lögreglumenn kýldir í andlitið á Ljósanótt

Frá Ljósanótt í fyrra. Ljósmynd: Omar Ricardo Rondon Guerrero.

Tveir gistu fangageymslu vegna ölvunar á almannafæri á Ljósanótt í Reykjanesbæ en annar þeirra kýldi tvo lögreglumenn í andlitið.

Á stærsta kvöldi Ljósanætur í Reykjanesbæ í gær var mannfjöldinn mikill en samkvæmt tilkynningu lögreglu var löggæsla sýnileg við hátíðarsvæðið.

Ein tilkynning barst um líkamsárás á einum af skemmtistöðum Reykjanesbæjar en enginn var handtekinn að sögn lögreglunnar. Telur hún sig þó hafa upplýsingar um gerandann í málinu. Þá gistu tveir í fangelsi í nótt vegna ölvunar á almannafæri en annar þeirra gerði sér lítið fyrir og kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Verður hann kærður fyrir ofbeldi í garð lögreglunnar.

Af gefnu tilefni var lögreglan með aukinn viðbúnað og naut aðstoðar lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu sem og sérsveit ríkislögreglustjóra til að sinna öryggisgæslu á hátíðinni. Þá var einnig rætt við alla nemendur elsta stigs grunnskóla í aðdraganda hátíðarinnar.

Töluvert var um ölvun á ungmennum samkvæmt tilkynningu lögreglu en hún hafði afskipti af þeim og hringdi í forelda þeirra í samstarfi við barnavernd. Tekur lögreglan fram að heilt yfir hafi Ljósanótt þó gengið vel.

Stjarna úr ameríska háskólaboltanum skotin til bana: „Bróðir, ég sakna þín nú þegar maður“

Blessuð sé minning hans.

Brynjar neitar að hafa snúið baki við Bjarna Ben: „Enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana“

Brynjar Níelsson er enn einn helsti aðdáandi Bjarna Benediktssonar
Brynjar Níelsson segist ekki hafa snúið baki við Bjarna Benediktsson, eins og fullyrt var í Orðrómi frá ritstjóra Mannlífs sem birtist í gær.

Sjá einnig: Brynjar snýr baki við Bjarna

Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson byrjaði Facebook-færslu sem hann birti í gær, á að eiginkona hans, Arnfríður taki undir Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem talar um vælulega Sjálfstæðismenn. Hefst færslan með eftirfarandi orðum. „Kolla Bergþórs lætur kvartsára sjálfstæðismenn fá það óþvegið í helgarblaði Moggans. Soffía er mikill aðdáandi Kollu og segir mig stjórnanda í Gólftusku-grátkórnum, sem ekkert heyrist í nema ámátlegt fórnarlambsvæl með dassi af geðillsku. Ég sé að verða álíka geðþekkur og lögregluforinginn í Kembleford í þáttunum um séra Brown.“

Segir Brynjar að þetta séu ýkjur, sem og Orðrómur ritstjóra Mannlífs:

„Þetta er nú allt ofsögum sagt, sem og niðurstaða eina vinar míns úr blaðamannastétt, Reynis Traustasonar, um að ég hafi snúið baki við formanni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðdegis í gær. Ég er nú enn þeirrar skoðunar að það kemst enginn stjórnmálaforingi með tærnar þar sem Bjarni Ben hefur hælana. Það breytir því ekki að ansi margir sjálfstæðismenn eru óánægðir með stöðuna og við getum ekki bara ullað framan í þá. Annars vorum við Sigríður Andersen aðeins að ræða um hugsanlegan arftaka ef Bjarni hættir, eða það hélt ég.“

Réðst á ferðamann í miðborginni og rændi hann – Var til vandræða við lögreglustöðina við Hlemm

Löggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Aðili var til vandræða við lögreglustöðina við Hverfisgötu en ítrekað hafði verið reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið en án árangurs. Var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Fyrir utan hótel í miðbænum var ráðist á erlendan ferðamann og hann rændur. Ræninginn var handtekinn stuttu síðar en hann viðurkenndi verknaðinn og vísaði á verðmætin sem hann hafði rænt.

Þá var aðili handtekinn í miðborginni vegna þess að hann var með hníf á sér. Var hann fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum og honum síðan sleppt.

Ofbeldismaður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar.

Í Hafnarfirði barst lögreglu tilkynning um mann í mjög annarlegu ástandi. Var hann ósjálfbjarga sökum ölvuna og gat ekki einu sinni vísað lögreglu á heimili sitt. Fékk hann því gistingu í fangaklefa.

 

Matareitrun Gylfa

Gylfi valinn aftur í landsliðið - Mynd: Björgvin Gunnarsson

Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti knattspyrnumaður Íslands, átti sinn hlut í sigri íslenska karlalandsliðsins á Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Gylfi hefur lítið keppt undanfarin ár vegna langvarandi lögreglurannsóknar í Bretlandi sem skilaði á endanum engu öðru en því að ferill hans í Englandi var á enda.

Gylfi var svo óheppinn að fá matareitrun fyrir leikinn sem þó stoppaði hann ekki af í vellinum. Tvo mörk voru skoruð og kom eitt þeirra eftir hornspyrnu Gylfa. „Ég fékk einhvern vírus í nótt og hef verið mjög slappur í dag, af öllum dögunum þá kom þetta akkúrat í dag, sagði Gylfi við 433 eftir leikinn og vonaðist til þess að verða góður í dag. 

Fjölmargir fagna því að hann sé aftur mættur til leiks með landsliðinu en þó eru einhverjir hælbítar til sem vilja að hann verði áfram útilokaður frá keppni …

Björgunarsveitir sóttu slasaðan smala í Borgarbyggð

Frá vettvangi í dag. Ljósmynd: Landsbjörg

Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út í dag vegna smala sem hrasað hafði við smalamennsku í Skorradal en hann slasaðist lítillega á fæti.

Samkvæmt frétt RÚV um málið er landið sem smalinn var að smala á, afar erfitt yfirferðar. Víða í sveitum Borgarbyggðar hefur smölun á fé staðið yfir í dag en björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 13:00 í dag vegna slasaða smalans.

Félagar smalar biðu með honum þar til björgunarsveitir komust að honum á fjórhjólum. Var honum komið fyrir á hjóli björgunarfólks og hann síðan fluttur að sjúkrabíl til aðhlynningar.

Séra Bjarni Karlsson flutti minningarorð um Þorvald Halldórsson: „Hvar sem hann kom fylgdi sómi“

Þorvaldur Halldórsson er fallinn frá. Mynd: Facebook.

Þorvaldur Halldórsson, söngvari var jarðsettur í dag en jarðarförin fór fram í Hallgrímskirkju.

Séra Bjarni Karlsson flutti minningarorð um Þorvald Halldórsson en jarðarför hans fór fram í dag í Hallgrímskirkju. Hægt er að lesa minningarorðin í heild sinni hér fyrir neðan:

Vinur okkar allra, Þorvaldur Halldórsson, var kvaddur hinstu kveðju frá Hallgrímskirkju í dag að viðstöddu fjölmenni. Hér eru minningarorðin sem ég flutti:

Þorvaldur Halldórsson var fæddur á sjúkrahúsi Siglufjarðar þann 29. október árið 1944. Hann var fyrsta barn hjónanna Ásu Jónasdóttur og Halldórs Jóns Þorleifssonar. Fyrir átti Halldór soninn Gest Heiðar sem fæddur var árið ´37. Þorvaldur var á fimmta ári þegar fjölskyldan flutti í eigið húsnæði að Kirkjustíg 5 á Siglufirði, en þá höfðu bæst í systkinahópinn þau Sigríður, Valgerður og Leifur. Í því húsi átti Þorvaldur uppvöxt sinn á ástríku heimili þar sem enn áttu eftir að líta dagsins ljós systkinin Jónas, Þorleifur og Pétur.

Þorvaldur þótti natinn og góður stóri bróðir, ekki síst við Sigríði og Valgerði sem hann tók með í barnamessur og á stúkufundi þegar aldur leyfði. Snemma kom tónlistaráhuginn í ljós því strax á sjöunda ári var Valdi farinn að standa uppi á stúkufundum og leika á munnhörpu sem hann hafði eignast og náð tökum á. Ungur fékk hann tilsögn í píanóleik í tónlistarskólanum í plássinu, en þar sem ekkert píanó var til að æfa sig á milli tíma beið frekara nám uns Sigursveinn D. Kristinsson stofnaði tónskóla sinn á Siglufirði og bauð aðgang að hljóðfærum. Hóf Þorvaldur þá jafnframt að leika á klarinett með lúðrasveitinni. Þegar bræðurnir Leifur og Jónas fóru líka að læra á hljóðfæri færðist mikið líf í litla húsið við Kirkjustíg og muna systurnar mömmu sína vinnandi sín verk í eldhúsinu en með hugann við tónlistina. Væri hún hún ekki fyllilega sátt við útkomuna þegar einhverju lagi lauk kallaði hún: Endurtaka!

Þorvaldur óx úr grasi á síldarárunum og þegar sumarið gekk í garð á Sigló breyttist tilveran heldur betur. Voru börn þá gjarnan send í sveit og þar var Þorvaldur engin undantekning.

Móðurættin var öll á Húsavík en föðurættin heima á Sigló. Sigríði systur hans farast svo orð: „Við systkinin nutum þess að eiga gott frændfólk í nágrenni og áttum þar umhyggju og elsku, til viðbótar við það sem okkur var veitt heima. Þar var lagður grunnur að þeirri umhyggju og elsku sem við systkinin höfum alltaf sýnt hvert öðru. Gestur ólst ekki upp með okkur, en á fullorðinsárum var hann orðinn einn af okkur.“ Að Þorvaldi gengnum eru hin systkinin öll enn á meðal okkar að hálfbróðurnum Gesti Heiðari frátöldum sem lést í apríl 2018. Blessum við minningu hans einnig á þessum degi.

Úr Barnaskólanum hafði leiðin legið í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Átti Þorvaldur strax gott með nám og ástundun. Að áeggjan skólastjórans tók hann landspróf og fór í Menntaskólann á Akureyri. Tónlistin tók þó alltaf yfir og eftir fyrsta námsvetur þar sem Siglfirska hljómsveitin Fjórir fjörugir var á blússandi siglingu og líka hið svonefnda Busaband í MA var ljóst að hljómsveitalífið var það sem hreif ungan hæfileikamann.

Fyrsta stóra tækifærið fékk Þorvaldur er hann var fenginn til liðs við hljómsveit Hauks Heiðars Ingólfssonar sem á þeim árum hélt uppi stuðinu á Hótel KEA. Tvítugur er hann kominn til liðs við Hljómsveit Ingimars Eydal í Sjallanum. Á sama tíma var Vilhjálmur Vilhjálmsson að bætast í hópinn. Síðar átti Helena Eyjólfsdóttir eftir að standa þar á sviðinu eins og við munum. Á þessum gullaldarárum, þegar enn var síld í sjó og óskalög sjúklinga og sjómanna ómuðu á Gufunni ásamt lögum unga fólksins, var hljómsveit Ingimars Eydal einmitt orðin að stórveldi ekki bara norðan heiða heldur í þjóðarsálinni. Smellurinn Á sjó réði mestum straumhvörfum á landsvísu og kom út á algjörri metsöluplötu hjá SG Hljómplötum. Síðar kom lag Þorvaldar við texta Ómars Ragnarssonar; Ó, hún er svo sæt sem líka seldist í bílförmum á vínyl-plötu. Með Helenu söng Þorvaldur síðar margt eins og allir muna.

Á þessum annasömu árum lágu leiðir Þorvaldar saman við Gunnhildi Hjörleifsdóttur, sem ættuð er frá Hrísey dóttir hjónanna Láru Baldvinsdóttur og Hjörleifs Jóhannssonar. Þau eignuðust saman fjögur börn, Leif árið ´63, Halldór Baldur árið ´67 og Ásu Láru ´73. Árið ´62 höfðu þau eignast stúlkubarn sem lést við fæðingu.

Árið sem Ása Lára fæðist var skilnaður orðinn með Þorvaldi og Gunnhildi. Um tíma kom þá Þorvaldur fram með hljómsveitinni Pónik hér sunnan heiða og einnig með hljómsveit Ólafs Gauks.

Er leiðir hans og Margrétar Scheving lágu saman var hún einstæð móðir með þrjú börn. Foreldrar hennar voru Jónheiður Scheving Steingrímsdóttir og Páll Sveinsson Scheving sem bjuggu í húsinu Hjalla í Vestmannaeyjum og þar hafði hún átt uppeldi ásamt eldri systkinum sínum, Helgu Rósu og Sigurgeir Scheving.

Margrét og Þorvaldur hófu sína samleið 1973 og fóru fljótt að búa í íbúð Margrétar að Skúlaskeiði 36 í Hafnarfirði. Börn hennar af fyrra hjónabandi eru Páll fæddur árið ´63, Viktor fæddur ´64 og Heiðrún árið ´66. Voru þau því öll á grunnskólaaldri þegar Þorvaldur kom inn í þeirra tilveru. Valdi var þannig innréttaður að hann tók virkan þátt í öllu heimilishaldi; matargerð, þrifum og öðru slíku. Þegar fjölskyldan flutti til Eyja eftir gos 1974, þar sem þau bjuggu um árabil, þurfti að byggja upp heimili að nýju og minnist Heiðrún þess þegar Valdi tók sig til og saumaði gardínur í saumavél. Þekkti hún engan karlmann annan sem kunni á saumavél og ekki gleymir hún því er hann saumaði handa henni rúmföt fyrir ein jólin. Já ,Valdi var jafnréttissinnaður og flokkaði verkefni hversdagsinsathafnir daglegs lífs ekki eftir kynferði. Á sólríkum sumardegi, þann 6. júlí 1975, gengu þau Margrét í hjónaband hér í þessu Guðshúsi og var það Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup, sem gaf þau saman.

Er gott að mega geta þess að í minningu Ásu Láru, yngstu dóttur Þorvaldar sem með árunum eignaðist gott samband við föður sinn, var heimili Pabba og Grétu alltaf einkar kærleiksríkt og öllum opið sem þurftu.

Annað sem alltaf einkenndi samskipti Valda og Grétu í minningu ungu kynslóðarinnar var það hvað hann var alltaf bálskotinn í henni. Sonurinn Þorvaldur er fæddur árið 1979 og líka hann samsinnir því að á köflum hafi þetta getað verið smá vandræðalegt einkum á unglingsárum, en samt alltaf svo gott. Við sem umgengumst Þorvald og Margréti munum vel hvernig Þorvaldur umbreyttist jafnan þegar hún kom í salinn: Drottningin var mætt, fallegasta konan í húsinu og hún fékk fókusinn.

Árið 1977 höfðu þau umskipti orðið að Þorvaldur og Margrét eignuðust sterka trúarreynslu sem breytti hugarfari þeirra varanlega. Á all löngu tímabili lagði Þorvaldur allan dægurlagaflutning til hliðar en helgaði sig þjónustunni við fagnaðarerindið. Auk þess var hann fagmenntaður jafnt sem rafvirki og smiður svo hann gat alltaf unnið fyrir sér á meðan slitgigtin, sem síðar átti eftir að plaga hann, lét ekki á sér kræla. Eignuðust þau marga góða vini í kristilega starfinu á þessum árum, m.a. sr. Jónas Gíslason og hjónin Gísla Friðgeirsson og Lilju Sigurðardóttur sem störfuðu á vegum KFUM&K, einnig Halldór Lárusson og Árnýju Björgu Blandon, sem um skeið störfuðu í Vestmannaeyjum á vegum samtakanna Ungs fólks með hlutverk ásamt fleira góðu fólki.

Minnast börn Margrétar frá þessum árum að reglulega fylltist stofan á heimilinu, Hjalla við Vestmannabraut 57, af alls konar fólki sem komið var saman í söng og bæn með tilheyrandi gleði og ánægju þannig að ómaði út á götu. Þetta var börnunum, sem voru að stíga inn í unglingsárin, ný upplifun sem oft á tíðum gat verið spennandi en um leið krefjandi. Með þessum breytta lífsstíl foreldranna fylgdu nýjar venjur, upplifanir og reynsla sem litað hafa líf þeirra allra.

Er ótal margs að minnast frá þessum tíma í huga fjölskyldunnar og þegar ég sjálfur kom til prestsstarfa í Eyjum tíu árum eftir að þau fluttu upp á land, ilmaði enn í lífi samfélagsins sagan góða um góðu fréttirnar sem Þorvaldur og Margrét höfðu flutt í tali og tónum svo eftir var tekið.

Árið ´81 var fjölskyldan komin í Kópavoginn. Margrét var við störf sem klinka á tannlæknastofu en Þorvaldur fór til ýmissa starfa, afgreiddi í íþróttavöruverslun eða vann við smíðar og rafvirkjun eftir því sem hentaði meðfram guðfræðinámi við HÍ. Sem fyrr voru mörg járn í eldinum því meðfram brauðstriti, uppeldi og háskólanámi tóku þau hjónin virkan þátt í starfi samtakanna Ungs fólks með hlutverk sem þá var vaxandi þáttur í starfi Grensáskirkju með stuðningi sr. Halldórs Gröndal. Voru þetta miklir gróskutímar í trúarlífi þjóðarinnar líkt og mörg okkar muna, æskulýðsstarf var í örum vexti vítt um land, sunnudagaskólar blómstruðu og gildi kristinnar trúar ekki véfengt sem gildur þáttur í uppeldi og almennri farsæld.

Á þessum árum hófst hið gefandi samstarf Valda og Grétu við hjónin Pál Magnússon og Elvu Dröfn Ingólfsdóttur. Mynduðu þau hljómsveitina Án skilyrða sem náði eyrum ótal margra með kristinni boðun, græðandi og styrkjandi textum og um fram allt einlægum vilja til að segja frá Jesú. Við brúðkaup þessara góðu vina ómaði í fyrsta sinn opinberlega lag Margrétar við 23. Davíðssálm: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Sem orðið hefur að lifandi blessun fyrir íslenska þjóð.

Á góðu tímabili voru Þorvaldur og Gréta í samvinnu við sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur í Seltjarnarneskirkju. Þar var líka Eirný Ásgeirsdóttir, vinkona þeirra og sannur stólpi í kirkjustarfi.

Þegar þessi ár eru rædd rifjast upp að Þorvaldur yngri var ekki nema 8 ára þegar hann hóf sinn feril syngjandi uppi á sviði með foreldrum sínum, en í dag starfar hann meðal annars sem söngvari í Þýskalandi.

Um all langt skeið vann Þorvaldur hjá Þýsk/íslenska þar sem vinur þeirra Ómar Kristjánsson var með sína starfsemi. Margrét starfaði þá um tíma á Reykjalundi, líka sem meðferðarfulltrúi á BUGL, síðar var hún sálgæsluþjónn í Laugarneskirkju og í kjölfarið nam hún félagsráðgjöf við HÍ. Allan tímann var hugur og hjarta þó bundið þjónustunni við kirkju Krists í landinu. Ógleymanlegur er í sjóði minninganna sá tími er hjóna-sveitin Án skilyrða fór túrandi um landið haldandi samkomur í kirkjum vítt og breitt í samvinnu við sóknarpresta. Jón Þór Ólafsson og Ólöf Högnadóttir lánuðu sendiferðabílinn sinn og það var stemmning og gleði.

Er Þorvaldur og Gréta komu til Laugarneskirkju tók húsið að ilma af þekkingu þeirra á Drottni. Ógleymanlegar eru kvöldstundirnar Þriðjudagur með Þorvaldi þar sem Gunnar Gunnarsson sat við flygilinn. Á löngu tímabili var starf Vina í Bata sem Margrét stóð að í samvinnu við Margréti Eggertsdóttur og Helgu Hróbjartsdóttur, rekið í beinu framhaldi af söngstund Þorvaldar. Þannig tvinnaðist tilboð um persónulegan vöxt og þroska saman við þátttöku í yndislegri lofgjörð og bæn, svo að á köflum var eiginlega of margt fólk í húsinu.

Um þetta leiti var ég kominn til starfa sem sóknarprestur í Laugarneskirkju og naut þess ómælt að eiga styrk í þeim hjónum á svo mörgum sviðum sem allt miðaði að því einu að lyfta upp nafni Jesú. Þá voru líka Kolaportsmessur að hefja göngu sína í samvinnu Jónu Hrannar Bolladóttur og þeirra hjóna. Hefur Jóna margoft látið þess getið að engar kirkjuklukkur hafi ómað skærar og laðað betur að en Þorvaldur að syngja dægurlög áður en messa skyldi í Kolaportinu. Það sama gilti er kom að hinum mánaðarlegu gospelkvöldum í Hátúni 10 sem þar fóru fram árum saman. Þorvaldur var einfaldlega gild ástæða fyrir góða Íslendinga til þess að mæta á svæðið og láta sjá sig, því um leið og hann birtist birti yfir öllu sama hvernig fólki annars leið. Og þegar hann svo fór aftur að sjást og heyrast í danslagabransanum á Broadway og víðar var honum fagnað eins og týndum syni.

– Tónlist: „Ó, hún er svo sæt“ – Flutningur: Þorvaldur yngri

Þjóðin elskaði Þorvald Halldórsson vegna þess að hann gladdi fólk! Gleðin sem vaknaði í hug og hjarta átti rætur í þeim einlæga áhuga og virðingu sem Þorvaldur sýndi öllu fólki skilyrðislaust. Hvar sem hann kom fylgdi Þorvaldi sómi, ekki bara sá persónulegi sómi og frægðarljómi sem um hann lék, heldur miklu fremur sóminn sem hann bar með sér ómælt handa öllum hinum. Hann horfði á þig og gladdist einlæglega yfir því að einmitt þú værir hér kominn til að vera með. Þess vegna naut hann sín líka vel í kórastarfi og margvíslegum öðrum félagsskap. Þorvaldur sóttist ekki eftir því að vera aðal, hann bara komst ekki hjá því að verða það. Gamlir kórfélagar úr Laugarneskirkju minnast hans með þakklæti og stolti og muna svo vel þessa þætti í fari hans. Og einu gilti hvar Þorvaldur og Gréta fóru um sína daga, hvarvetna skyldi nafn Jesú fá að heyrast og tilboð hans um nýja lífsmöguleika standa opið. Í þessu sambandi nefnir Þorri þátt í lífi föður síns sem hann iðulega varð vitni að hvernig sá gamli átti alltaf afgang handa ungum tónlistarmönnum. Veit ég að þeir eru margir í bransanum sem ungir fengu heiðarlegt pepp frá Þorvaldi Halldórssyni og hvatningu til að láta ekki sitt ljós undir mæliker heldur leyfa því að skína.

Enn á eftir að nefna tvo þætti í þjónustu þeirra Valda og Grétu sem ekki má gleyma: Lútherskar hjónahelgar og hinar svo nefndu Tómasarmessur í Breiðholtskirkju. Á Lúthersku hjónahelgunum áttu þau samstarf við sr. Magnús Björnsson og Guðrúnu Dóru Guðmannsdóttir og sr. Örn Bárð Jónsson, Ólaf Jóhannsson og Þóru Harðardóttur og marga fleiri góða vini. Enn lifir það magnaða starf að ógleymdum öllum kærleikshópunum sem sprottið hafa upp vítt um landið. Árum saman voru Tómasarmessurnar líka fastur liður í kristnilífi höfuðborgarinnar. Dásamlegt tilboð um helgihald þar sem góðu fréttirnar fengu að njóta vafans í anda Tómasar lærisveins sem ekki gat trúað nema fá að spyrja spurninga fyrst. Þar áttu þau samstarf við sr. Gísla Jónasson, Árnýju Albertsdóttur konu hans og ýmsa sem fyrr hafa verið nefndir auk margra annara Krists vina.

Er þau fluttu heimili sitt úr Mosfellsbæ og settust að austur á Selfossi var þess skammt að bíða að tilkynnt væri um nýtt útibú fyrir Vini í bata í bæjarfélaginu. Renna mörg þakkarhug til þeirra hjóna fyrir það frumkvæði. Á þessum árum bjó Leifur sonur Þorvalds ásamt Sigríði konu sinni og þremur börnum á Selfossi og naut fjölskyldan þess nábýlis sannarlega.

Loks skal nefna eina hefð sem Margrét og Þorvaldur varðveittu um sína daga segir helling um þau sjálf. Þau héldu ætíð stóra veislu fyrir sitt fólk á jóladag, og eftir því sem barnabörnunum fjölgaði var borðið bara stækkað og meira sett í pottinn. Borið var fram hangiket með öllu tilheyrandi auk sviðasultu og rófustöppu að fornum sið – en líka kjúklingur og franskar sem Þorvaldur steikti í forláta djúpsteikingarpotti sem hann alltaf átti. Gamla hefðin var fín og góð en það sem gerði útslagið var þessi dýrlegi kjúlli, frönskurnar hans afa og kokteilsósan sem skilyrðislaust fylgdi með. Minnast öll sem nutu þessarar árlegu veislu hve vel allt fór saman á einu stóru borði; hangikjöt, kjúklingur og sviðasulta með tilheyrandi rófustöppu, uppstúf, frönskum, hrásalati, kokteilsósu og öllu hinu. – Og ef við hugsum út í það þá voru það nákvæmlega þessir þættir sem gerðu það að verkum að fólk elskaði og treysti Þorvaldi Halldórssyni. – Hann unni hefðinni og virti hana mikils en skildi jafnframt hvernig fólki leið. Hann vissi hvað það þurfti og langaði að fá að heyra. Þorvaldur var poppari af Guðs náð. – Á næsta ári komum við á náttbuxum! Sögðu systkinin hvert við annað er þau kvöddust og rúlluðu pakksödd og sæl til síns heima.

Og ekki gleymist að í jóladagsveislunni bar Margrét fram heimalagaða vanilluísinn handa fólkinu sínu sem allir elskuðu – rétt eins og hún alltaf stóð við hlið Þorvaldi á sviði mannlífsins, miðlandi fúslega þeim ríku gæðum sem hún átti og breytt hafa lífi svo margra til hins betra. Á sviði kirkju og kristni birtu Valdi og Gréta þá kirkju sem hvorki treystir skrúða né skrúðmælgi heldur miðlar ást Jesú á öllu fólki án skilyrða.

Árið 1986 hafði mikið reiðarslag skollið á Þorvaldi og fólki hans öllu er sonurinn Halldór Baldur tók sitt eigið líf rétt tvítugur að aldri. Hafði Þorvaldur þá tekið þá afstöðu sem ekki var enn orðin algeng að fela ekki sannleikann heldur ræða heiðarlega um sjálfsvíg í tengslum við sorg. Vitum við sem til þekktum að er Leifur sonur Þorvaldar tók líf sitt frá konu og börnum árið 2016 var sem brysti sálarstrengur í hjarta hans. Áfram var hann ljúfur og góður í allri framgöngu, en félagsþrekið var ekki samt sem áður og aldurinn farinn að segja til sín. Festu þau Margrét sér brátt hentugt húsnæði í Torrevieja á Spáni þangað sem þau fluttu árið 2019. Þar átti Viktor sonur Margrétar þá lögheimili sitt ásamt Eydnu konu sinni og dótturinni Maríu. Nutu þau hjónin nábýlis við ástvini í mildara loftslagi sem gerði heilsu þeirra beggja gott. Þá fundu þau gott og græðandi kirkjusamfélag sem þeim var kært.

Heilsu Þorvaldar hrakaði hin síðari ár uns hann greindist með krabbamein skömmu fyrir andlát sitt þann 5. ágúst sl.

Nú er kveðjustund.

Þorvaldur, far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Amen.

Ættingjar gíslanna mótmæla í kvöld: „Netanyahu er herra Dauði“

Ættingjar Ísraela sem er í haldi Hamas á Gaza tala opinberlega fyrir fyrirhugaða mótmælagöngu í kvöld í Tel Aviv þar sem vanhæfni ísraelska forsætisráðherrans til að tryggja vopnahléssamning verður gagnrýnd.

„Almenningur skilur að áframhaldandi hernaðarþrýstingur mun valda því að gíslarnir verða drepnir. Fyrir viku síðan stóðum við hér og vöruðum við þessu en til að verja eigin pólitíska afkomu sinnar, er Netanyahu reiðubúinn að láta myrða gíslana í haldi,“ sagði Zahiro Shahar Mor, frændi gísls sem haldið er á Gaza.

„Sex látnir gíslar voru síðan fluttir aftur heim í líkpokum aðeins degi eftir að þeir voru teknir af lífi af Hamas.“

Mor sakaði forsætisráðherrann um að hafa vísvitandi komið í veg fyrir samkomulag við Hamas um lausn gíslanna.

„Blóð hinna myrtu gísla er á höndum Netanyahus. Lífunum hefði verið hægt að bjarga með einhverjum af þeim fjölmörgu samningum sem hann skemmdi. Enn er hægt að bjarga lífi sumra gíslanna, en Netanyahu er herra Dauði.“

Al Jazeera sagði frá málinu.

Lögreglan lýsir eftir hinni 16 ára Sigríði Eyrúnu Heiðarsdóttur

Myndin er samsett

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigríði Eyrúnu Heiðarsdóttur, 16 ára.

Talið er að hún sé klædd dökkbláar gallabuxur, svörtum hlýrabol og bleikum crocs skóm. Sigríður, sem er grannvaxin og 165 sm á hæð, er með brúngræn augu og millisítt, dökkt hár. Síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík seint á miðvikudagskvöld.

 

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sigríðar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Uppfært: Sigríður er fundin, heil á húfi. Lögreglan þakka kærlega fyrir veitta aðstoð.

Drífa rífur auglýsingaherferð Play í sig: „Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra“

Drífa Snædal talskona Stígamóta

Drífa Snædal rífur flugfélagið Play í sig í nýrri Facebook-færslu.

Talskona Stígamóta, Drífa Snædal er síður en svo ánægð með nýja auglýsingaherferð Play en herferðin hefur verið harðlega gagnrýnd því hún þykir ósmekkleg með öllu.

„Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt. Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ Þetta segir Drífa í nýrri Facebook-færslu sem margir taka undir. Þá heldur hún áfram og spyr hvort Play sé að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi:

„Play lætur sér sem sagt ekki duga að brjóta reglur vinnumarkaðarins til að geta greitt kvennastétt undir lágmarkslaunum í landinu, það þarf að niðurlægja konur í auglýsingum líka. Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“

Hér má sjá aðra auglýsinguna:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by PLAY airlines (@playairlines)

Forsetinn vill að Íslendingar verði riddarar kærleikans: „Við erum öll harmi slegin“

Halla Tómasdóttir Ljósmynd: RÚV – Karl Sigtryggsson

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir vill að kærleikurinn verði eina vopnið í samfélaginu og segir alla Íslendinga harmi slegna vegna andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem stungin var til bana á Menningarnótt.

„Kæru vinir,

Við erum öll harmi slegin vegna skelfilega sorglegra atburða sem átt hafa sér stað í okkar samfélagi og eru óbærilegir og ólíðandi. Við verðum að ráðast að rótum vandans – saman! Hvert og eitt okkar hefur þar hlutverk. Ég hef átt fjölda funda og samtala undanfarnar vikur um nauðsynlegar úrbætur í kerfinu – og þær eru sem betur fer margar á borðinu! En kerfisbreytingar duga ekki til – við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Þetta er ákall og ósk foreldra Bryndísar Klöru og um það hefur verið stofnaður minningarsjóður sem ég er verndari fyrir.“ Þannig hefst falleg Facebook-færsla Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.

Því næst telur Halla upp það sem hún vill að Íslendingar geri nú:

„Ég biðla til ykkar í dag um að leggja það sem þið getið af mörkum:

1. Takið utanum ykkur sjálf og börnin ykkar. Kyrrðarstund í Lindakirkja (þgf) í dag er góður staður til slíks og matarborðið heima er það líka. Verum saman og tölum saman (og ekki bara í gegnum skjái og samfélagsmiðla, þó ég nýti þennan með trega til þess að biðla til ykkar)
2. Leitið leiða til að vera sjálf „riddarar kærleikans“ – veljið orðin ykkar vel – talið af mennsku og virðingu við og um aðra. Réttið út hönd þar sem þið vitið að þess er þörf.
3. Leggið minningarsjóði Bryndísar Klöru til það sem þið eruð aflögufær um. Sjóðurinn mun styðja við fræðslu, rann­sókn­ir og vit­und­ar­vakn­ingu til að koma í veg fyr­ir að slík­ar hörm­ung­ar end­ur­taki sig!!!!
Hægt er að leggja inná reikn­ing 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.“
Að lokum segir Halla að mikilvægt sé að ungmenninn okkar fái sjálft að móta hugmyndir um það sem betur má fara í samfélaginu.„Ég tel fátt mikilvægara en að unga fólkið okkar fái sjálft að móta hugmyndir um hvernig við gerum betur og er að beita mér – með þeim og fyrir þau. Ég hvet ykkur að lokum til að hlusta á þau, læra af þeim og hvetja þau og styðja með mennsku og kærleik. Ég vonast til að sjóðurinn geti stutt við þau í þeirri viðleitni og trúi því að okkar samfélag muni koma saman á sorgarstundu, draga línu í sandinn og stefna í betri átt. Við getum og verðum að vera breytingin sem við viljum og þurfum að sjá í okkar samfélagi.“

Nýjar upplýsingar um heilsu Bretakonungs: „Hann stendur sig mjög vel“

Karl og Kamilla

Heilsa Karls III Bretlandskonungs er leið í „jákvæðan farveg“ að sögn heimildarmanns innan hallarinnar en konungurinn hefur undirgengist krabbameinsmeðferð að undanförnu.

Hinn 75 ára gamli konungur greindist með sjúkdóminn í febrúar og hefur verið í áframhaldandi vikulegri meðferð. Hann tók sér fyrst frí frá konunglegum skyldum til að einbeita sér að bata sínum en fór síðar aftur á fullt.

Konungshjónin eyddu sumrinu á Balmoral innan en í október munu þau ferðast um Ástralíu og Samóa-eyjar. Fyrir ferðina hefur innanbúðarmaður gefið óopinberar fréttir af hinu dularfulla krabbameini konungsins, og það hljómar eins og góðar fréttir. Heimildarmaðurinn sagði við MailOnline: „Heilsan verður að vera í fyrsta sæti, þó að hún stefni í mjög jákvæða farveg.“

Fyrr í vikunni gaf drottningin einnig upplýsingar um veikindi eiginmanns síns í heimsókn í nýjustu Dyson-krabbameinsmiðstöðinni í dag, þar sem hún opnaði formlega bygginguna í Bath. Hún hitti sjúklinga, starfsfólk og stuðningsmenn miðstöðvarinnar, sem þjónustar yfir 500.000 manns víðs vegar um Suðvesturland Englands.

Á fundi með Suzy Moon frá Macmillan Partnership, sem spurðist fyrir um líðan konungsins, ítrekaði drottningin: „Hann stendur sig mjög vel.“

Kamilla hefur átt heiðurinn af því að halda virkinu þar sem konungurinn og prinsessan af Wales greindust bæði með krabbamein innan nokkurra vikna frá hvort öðru og tóku sér pásu frá konungslífinu, en Vilhjálmur prins einbeitti sér líka að því að vera við hlið eiginkonu sinnar og passa upp börnin þeirra þrjú.

Camilla, 77 ára, tók þátt í léttum orðaskiptum við Paul Holdway, 55 ára hjúkrunarfræðing og sjúkling sem gengst undir stofnfrumuígræðslu til að meðhöndla blóðkrabbamein hans. Þegar spurt var: „Hvernig líður þér?“ Holdway svaraði: „Ég er mjög þreyttur.“ Drottningin svaraði að bragði, með smá húmor,: „Karlmenn viðurkenna svoleiðis ekki,“ með tilvísun í eiginmann sinn, Karl.

Í mars opinberaði Katrín prinsessa í tilfinningaþrungnu myndbandi að hún hefði fengið krabbameinsgreiningu og væri í fyrirbyggjandi lyfjameðferð í kjölfar stórrar kviðarholsaðgerðar. Hún hefur líka tekið tíma frá opinberum skyldum en kom fram á Trooping the Colour-hestagöngunni í júní og þótti standa sig frábærlega.

Áður en hún kom fram í Trooping gaf hún út yfirlýsingu þar sem hún talaði um bata sinn. „Ég er að taka góðum framförum, en eins og allir sem fara í krabbameinslyfjameðferð munu vita þá eru góðir dagar og slæmir dagar,“ sagði prinsessan. „Á þessum slæmu dögum finnur þú fyrir máttleysi, þreytu og þú verður að gefa eftir og leyfa líkamanum að hvíla sig. En á góðu dögunum, þegar þér líður betur, vilt þú nýta þér líðanina vel.“

Mirror sagði frá málinu.

Grímulaus þjófnaður

Ólafur Ágúst Hraundal

Er litla fallega eyjan Ísland, spillinga- og þjófabæli auðvaldsins?

Segum stopp við þjófnaðinum, við þurfum ekki að horfa mjög langt frá okkur í samtímanum til að sjá spillinguna og rányrkjuna sem er að eiga sér stað í íslensku samfélagi. Horfum til Rússlands þar sem auðlindir og eigur ríkisins voru seldar eða gott sem gefnar til þeirra sem voru innmúraðir ríkisvaldinu og Venesúela þar sem öllu hefur verið rænt.

Við Íslendingar eigum að vera ein af ríkustu þjóðum heims. Þar sem við búum á matarkistu fullri af orku. En erum föst í þrælakistu spillingarbælisins. Fiskimiðin voru gefin vinum og vandamönnum þeirra er fóru með ríkisvaldið á þeim tíma. Núna eru menn farnir að tala um að einkavæða vindorkuna sem fer allt um allt og ekki enn komið vitrænt lagaumhverfi í kringum. Ríkisstjórnin er langt komin með að selja Íslandsbanka til velvalda flokkslima og eru leynt og ljóst að skrifa handrit að sölu Landsbankans.

Það er ekki svo langt síðan að Landsbankinn var neyddur í kaup á TM tryggingingum í einni ofbeldisfléttu elítunar og fyrrum hrunmanna. Það er alveg ótrúlegt að þurfa alltaf að selja það sem best gefur, sjálfa mjólkurkúna. Ef við lítum aðeins í baksýnisspegilinn þá er ekki langt síðan að þjóðin fékk skuldir bankana í fangið sem seldir voru útvöldum flokksgæðingum. Afhverju má þessi hagnaður ekki fara inn í samfélagið og um leið lækka þessa himin háu vexti?

Þjóðin verður af milljörðum

Lindarhvoll ehf í eigu ríkisins og Hilda ehf í eigu Seðlabankans. Allt eru þetta félög sem eru í eigu Íslensku þjóðarinnar. Þegar þeir sem stýra þessum félögum eru spurðir um viðskipti sem þar hafa átt sér stað, bera þau fyrir sig minnisleysi. Allt í þoku og þar við situr, þjóðin verður af milljörðum. Þetta er ekkert annað en arðrán um hábjartan dag.

Þeir sem stjórna og stýra okkar fallega landi eru svo skítsama um almúgan sem greiðir fyrir allt sukkið og svínaríið sem þrífst í fjármálakerfi landsins með gatslitna krónu. Enn ein bilunin sem við látum ganga yfir okkur er okkar mælski seðlabankastjóri sem er fyrrverandi meðlimur útrásarkórsins sem sannfærir þjóðina um að hann sé að stíga á bremsu þenslunnar með því að hafa hér himin háa stýrivexti sem eru í raun eldsneyti á verðbólguna sem eru um leið að sliga heimilin og fyrirtæki landsins. Fyrir utan vini hans og þau fyrirtæki sem hafa eignast megin þorra auðlinda og það fjármagn sem er í bönkunum. Það hafa aldrei verið eins miklir innlánsvextir í bankakerfinu sem er eingöngu gert fyrir fjármagnseigendur og vini seðlabankastjóra.

Hvernig má það vera að aumingjastjórnin sé að leyfa lagareldi án endurgjalds? Er það af ótta við að það vilji engin koma út að leika ef tekið er gjald fyrir? Hverjir eru að fá bitlinga? Á meðan eru Norðmenn farnir að setja stopp á lagareldið sem er að eyðileggja fallegu firðina þeirra, og eru þeir þó að taka gjald fyrir hvert tonn. Og það sama á við landeldið. Allt eru þetta auðlindir hvort sem það kemur úr sjó eða landi.

Stígum á þjófabremsuna

Nóg er komið af græðgisvæðingu auðvaldsins sem heldur þjóðinni í öndunarvél þjófanna.
Það er alveg sama hvert litið er þegar það kemur að innviðum samfélagsins það er allt mölétið. Allt fína kerfið sem búið að vera að mata okkur á, „það besta í heimi“ er með innantóma veggi, algjörlega holir að innan. Það er ekkert eðlilegt við það að eigendur útgerða eigi orðið flest öll arðbærustu fyrirtæki landsins.

Það er komin tími á að við stígum á þjófabremsuna og segjum stopp!

Við sem þjóð og samfélag eigum með réttu allar auðlindir landsins, fiskimiðin, raforkuna og vatnsveitur o.s.frv. Hættum að láta þjófana mata okkur af innantómum loforðum og vitfirringu. Nóg er nóg. Segjum stopp og heimtum þjóðnýtingu á þeim auðlindum sem skammsýnu ráðherrar vors lands hafa látið hafa af okkur með klækjum. Eignum samfélagsins er grímulaust stolið!

Almenningur burðast með skömmina

Fáum utanaðkomandi dómstóla þar sem gætt er jafnræðis, enga sérhagsmuni eða vengslatengsl við dómsvaldið. Við viljum ekki festast í þrælarpyttinum. Við sem þjóð og samfélag eigum að kalla eftir nýrri rannsóknarskýrslu um misnotkun á almannafé eftir hrunárin. Það er komin tími á að þessir arðræningjar svari til saka. Og við sem þjóð og samfélag fáum eigur okkar og sjálfstæði til baka.

Almenningur burðast með skömmina í hljóði yfir fjárhagsstöðu sinni. Lánin hækka og kaupmáttur minnkar. Stór hluti almennings hefur varla ofan í sig og á. Eftir að hafa farið eftir helstu fjármálaráðgjöfum glæpakórsins. Að bestu lánin eru óverðtryggð með breytilegum vöxtum og allt komið í skrúfuna. Nú er farin að hljóma ný mantra hjá þessum sömu snillingum „þetta er alveg að koma“. Þetta minnir óneitanlega á söng greiningardeildar bankanna þegar almenningi var ráðlagt að kaupa í hinum og þessum sjóðum rétt fyrir hrun. Öll rauðu ljósin eru farin að blikka í mælaborðinu. Almenningur er orðin svo dofin af gengdarlausum yfirgangi elítufjármálakefisins. Eða er stokkhólmseinkennið búið að hreiðra um sig í sálarvitund almennings?
Hvenær er nóg, nóg? Hvers vegna er ekkert gert? Búum við kannski í dulbúnu kommúnistaríki í boði sjálfstæðisbaráttunnar?

Ólafur Ágúst Hraundal

Grjóthörð Hildur

Bjarni Benediktsson. utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokkins Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Hild­ur Björns­dótt­ir odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykjavík, segir ástandið hvað varðar áform um byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal vera hlægi­legt og einkennist af kosningabrellum. Þar vísar hún til þess að enn ein vilja­yf­ir­lýs­ing­in hafi verið und­ir­rituð varðandi þjóðarleikvanginn hafi verið undirrituð í aðdrag­anda kosn­inga. Hildur segir í Mogganum að þetta sé „grímu­laus kosn­inga­brella“ og stöðugt verið að klippa borða og und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ing­ar án þess að framkvæmdir sem áætlað er að ljúki innan fjögurra ára séu hafnar.

Harðorðar yfirlýsingar Hildar eru ekki síst merkilegar í því ljósi að um er að ræða samstarfsverkefni ríkisstjórnar og borgarstjórnar. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar talar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og leiðtogi Hildar, fyrir verkefninu. Þannig verður ekki annað séð en að leiðtoginn í Reykjavík sé að snupra foringja sinn og fordæma sleifarlag flokksins.

Yfirlýsingar Hilar verður að skoða í því ljósi að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er með fylgi sem framkallar neyðarástand. Flokkurinn hefur mælst vera sá fimmti stærsti í Reykjavík. Vandinn er sá að þetta útspil felur í sér árás inn á við í flokknum. Þetta er enn eitt dæmið um að sjálfstæðismenn rísa nú hver af öðrum gegn foringjanum. Hildur er grjóthörð og hlífir engum …

Viðskiptavinur með stolið kort lét sig hverfa – Dópaður ökumaður, próflaus og ekki í öryggisbelti

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Á svæði Hafnarfjarðarlögreglu reyndi þjófur nokkur að greiða í verslun með stolni korti. Afgreiðslufólk sá í gegnum áform mannsins og kallaði til lögreglu. Þá lét kortaþjófurinn sig snarlega hverfa og hefur ekkert spurst af honum síðar.

Lögreglu barst tilkynning um rúðubrot. Múrsteini hafði verið kastað í gegnum glugga. Óljóst er um lyktir þess máls.

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur sáu til óeðlilegra ferða manns sem voru að sniglast í kringum bifreiðar. Talið var að hann væri að reyna innbrot. Sá dularfulli var horfinn þegar laganna verður komu á vettvang.

Ökumaður var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Hann var án ökuréttinda og og að auki ekki í öryggisbelti. Hann mun fá himinháa sekt. Í Kópavogi var annar ökumaður stöðvaður og grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna.

Musk segir að eftir fjögur ár verði hægt að fara til Mars: „Hvílíkur tími til að vera á lífi!“

Elon Musk, ríkasti maður heims.

Stofnandi og forstjóri SpaceX, Elon Musk, segir að menn muni geta farið til Mars eftir aðeins fjögur ár.

Hinn 53 ára gamli kaupsýslumaður kom með spár sínar um Mars-ferðirnar í röð af færslum á samfélagsmiðlum um helgina. Hann sagði að næsti „mannflutningaglugginn á milli Jarðarinnar og Mars“ opnist eftir tvö ár, sem er þegar fyrstu geimför SpaceX verða sendar til „Rauðu plánetunnar“. Musk sagði að geimförin verði mannlaus í fyrstu „til að prófa áreiðanleika þess að lenda á öruggan hátt á Mars.“

En ef allt gengur að óskum og lendingar ganga vel, munu fyrstu mönnuðu ferðirnar fara í gang, aðeins tveimur árum síðar. Musk sagði að þegar fyrsta áhafnarflugið fer af stað muni gengi fyrirtækisins „vaxa á veldishraða“ og bætti við að fyrirtæki hans hafi það markmið að „byggja sjálfbæra borg eftir um það bil 20 ár.“

„Með því að vera á tveimur plánetum munum við auka líklegan líftíma meðvitundarinnar til muna, þar sem við munum ekki lengur hafa öll eggin okkar, bókstaflega og efnafræðilega, á einni plánetu.“ Margir urðu spenntir yfir nýjustu fullyrðingum Musk en einn skrifaði: „Þetta er risastórt!!“ Annar bætti við: „Hvílíkur tími til að vera á lífi!“

SpaceX-fyrirtæki Musk var stofnað árið 2002 og varð fyrsta einkafyrirtækið til að þróa eldflaug með vökvadrif til að komast á sporbraut og það fyrsta til að senda geimfar og geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ári áður hafði hann tilkynnt um þróun Mars Oasis – verkefnis sem ætlað er að landa gróðurhúsi og rækta plöntur á Mars.

Á heimasíða SpaceX segir að Mars sé ein af „nálægustu byggilegu nágrannaplánetunum“ í námunda við Jörðina og hafi „sæmilegt sólarljós“ og bætir við: „Það er svolítið kalt, en við getum hitað það upp. Lofthjúpurinn er fyrst og fremst CO2 með köfnunarefni og argon og fá önnur snefilefni, sem þýðir að við getum ræktað plöntur á Mars með því einu að þjappa saman lofthjúpnum.“ Síðan heldur áfram: „Þyngdaraflið á Mars er um það bil 38 prósent af þyngdarafli jarðar, þannig að þú gætir lyft þungum hlutum og farið um með reipum. Ennfremur er dagurinn ótrúlega líkur þeim sem við þekkjum á Jörðinni.“

 

Egill minnist Hauks Guðlaugssonar: „Tókst með þeim öldungnum og drengstaulanum góð vinátta“

Haukur Guðlaugsson Ljósmynd: Þjóðkirkjan

Egill Helgason minnist fjölskylduvinar síns, Hauks Guðlaugssonar í nýlegri Facebook-færslu.

Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar lést 1. september síðastliðinn en fáir Íslendingar hafa jafn glæsilegan tónlistaferil og Haukur. Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifaði um hann á Facebook í gær en Haukur var vinur fjölskyldu Egils. Haukur var ekki aðeins mentor Kára, sonar Egils, í tónlist, heldur voru þeir góðir vinir.
Hér má lesa hin fallegu minningarorð Egils:

„Haukur Guðlaugsson vinur okkar fjölskyldunnar andaðist um daginn í hárri elli. Fyrir fáum mönnum hef ég borið meiri virðingu en Hauki. Hann var sannur listamaður en um leið mikill eljumaður á sinn hljóðláta og brosmilda hátt. Tónlist var ekki bara atvinna Hauks heldur hans líf og yndi. Við fjölskyldan stöndum í mikilli þakkarskuld við Hauk. Hann kynntist Kára þegar hann var lítill drengur og varð ekki bara mentor hans í tónlist heldur tókst með þeim öldungnum og drengstaulanum góð vinátta. Þeir pældu saman í tónlist og Haukur sagði Kára til á píanó og orgel. Það voru ómetanlegar stundir. Við þökkum Hauki samfylgdina – aðrir verða svo til að skrifa um hans mikla og merka ævistarf.“

Daníel Gunnarsson gerði dómsátt í barnaníðsmáli – Gæti þurft að dúsa í fangelsi í hálfa öld

Daníel Gunnarsson, hefur fallist á dóm án þess að játa sekt í barnaníðmáli á hendur honum í Bandaríkjunum.

Daníel, sem er 23 ára Íslendingur, var í fyrra sakfelldur fyrir morð og limlestingu á vinkonu sinni í Bandaríkjunum. Hann hefur nú gert dómsótt við ákæruvaldið um að hann hljóti dóm fyrir þrjá af tólf ákæruliðum í máli sem snýr að barnaníð. Hann hefur þannig verið sakfelldur fyrir lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri en einnig var hann ákærður fyrir að þvinga barn undir tíu ára aldri til munnmaka eða samneytis fjórum sinnum og fyrir vörslu á barnaníðsefni. Vísir segir frá málinu.

Faðir Daníels er íslenskur en móðir hans af tékkneskum uppruna en hann flutti með móður sinni til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforní-ríki þegar Daníel var barn en brotin sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir, áttu sér stað í Kern-sýslu í Kaliforníu-ríki.

Brotin áttu sér stað, samkvæmt ákærunni frá árinu 2016 til 2021 er hann var handtekinn grunaður um morðið á Katie Pham, sem hann var í fyrra sakfelldur fyrir og dæmdur í 25 ára fangelsi.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun á refsingu Daníels í barnaníðsmálinu en það verður gert í nóvember. Staðarmiðillinn Bakersfield Californinan hefur eftir talskonu saksóknara að refsingin gæti hljóðað upp á 24 ár, miðað við dómsáttina. Daníel mun hefja afplánun fyrir barnaníðinn eftir að hinni refsingunni líkur og gæti því þurft að dúsa í fangelsi í tæpa hálfa öld.

Daníel var í september í fyrra dæmdur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham en morðið átti sér stað í maí 2021. Aðeins nokkrum vikum síðar ákvað dómarinn að dæma Daníel frá 25 ára fangelsi og upp í lífstíðarfangelsi. Þau Daníel og Pham voru bekkjarsystkini en áttu einnig í stuttu ástarsambandi en hann notaði ísnál við morðið á henni. Þá var hann sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var auk þess, eins og áður segir, sakfelldur fyrir að limlesta lík Pham.

Katie Phan

 

Dularfullur dauðdagi á Bessastöðum – Heitkona amtmanns mögulega myrt

Bessastaðir 1720

Rétt fyrir Jónsmessu, árið 1724, andaðist erlend stúlka, Appollónía Schwartzkopf, á Bessastöðum, aðsetri amtmannsins Níelsar Fuhrmanns. Appollónía var heitkona amtmannsins en hann hugðist ekki efna heit sitt. Appollónía hafði undir sitt síðasta sakað ráðskonu amtmanns og dóttur hennar, lagskonu hans, um að brugga henni launráð.

Maður að nafni Níels Fuhrmann var sendur hingað til lands árið 1718, hafði þá verið skipaður til að gegna amtmannsstörfum. Með honum í för var kona, Katrín Hólm, sem veitti heimili hans á Bessastöðum forstöðu. Þannig var mál með vexti að Níels var, þegar hann yfirgaf Kaupmannahöfn, heitbundinn Appollóníu Schwartzkopf, en þegar á hólminn var komið var hann tregur mjög til að efna heit sitt.

Dæmdur til greiðslu fjár

Appollónía sætti sig ekki við tregðu amtmanns og sótti hann til saka fyrir heitrof. Málið kom til kasta hæstaréttar í Kaupmannahöfn veturinn 1721 og var niðurstaðan Níels amtmanni helst til óhagfelld. Ekki aðeins var Níels dæmdur til að eiga jómfrúna, því hann skyldi einnig greiða henni árlega 200 ríkisdali þar til höfuðákvæði dómsins væri fullnægt, það er að hann kvæntist heitkonu sinni.

Þetta voru afarkostir fyrir amtmanninn því 200 ríkisdalir námu tveimur þriðju hlutum launa hans hér á landi.

Lævi blandið loft

Eftir að dómur var kveðinn upp beið Appollónía ekki boðanna, fann sér farborða og fór til Íslands. Eðlilega settist hún að á Bessastöðum. Segir ekki margt af næsta ári, en eftir það dró til tíðinda, svo vægt sé til orða tekið. Þá kom til Bessastaða lagskona amtmannsins, Karen Hólm, dóttir Katrínar, bústýru á Bessastöðum.

Í kjölfarið gerðist loft á amtmannssetrinu lævi blandið. Hólms-mæðgur og Appollónía sátu aldrei á sárs höfði, enda sótti jómfrúin fast eftir ástum Níelsar.

Tíð veikindi og galdrakarl

Veturinn og vorið 1724 veiktist Appollónía hvað eftir annað og hafði orð á því við fjölda fólks að henni hefði verið byrlað eitur. Einnig kvisaðist að áður en Appollónía kom til landsins hefði Katrín Hólm sent vinnukonu sína að Nesi við Seltjörn. Þar bjó Níels Kjer, varalögmaður, en vinnukonan átti erindi við konu hans, Þórdísi.

Erindið var að finna fyrir Katrínu öflugan galdramann sem gæti bægt Appollóníu burtu. Orðrómur var einnig á kreiki um meðalaglas sem umrædd vinnukona fékk síðar í Nesi og færði húsmóður sinni.

Ágætisatlæti til að byrja með

Því skal haldið til haga að ágætlega var búið að jómfrú Appollóníu til að byrja með eftir að hún kom til Bessastaða. Hún hélt til í íbúðarhúsinu, en sjálfur svaf Níels amtmaður í tjaldi úti á vellinum á meðan svefnrými var stúkað af fyrir hann í stofunni. Jómfrúin og amtmaðurinn settust einnig að snæðingi saman og segir sagan að hann hafi á stundum tekið við hana skák og gjarna beðið gestkomandi að hafa ofan fyrir henni með einum eða öðrum hætti.

Þó duldist engum sem til þekkti hve mjög nærvera Appollóníu og nánast tilvist öll var amtmanni á móti skapi. Ekki bætti úr skák hve nærri hún gekk tekjum hans, að hans mati, enda nam, sem fyrr segir, sú fjárhæð sem hann var dæmdur til að greiða henni meirihluta tekna hans.

Hrákar og handalögmál

Allt breyttist þetta eftir að Níels amtmaður kom einn góðan veðurdag, vorið 1723, heim frá Grindavík og var Karen Hólm með honum í för.Í kjölfarið versnaði hagur Appollóníu til mikilla muna. Strax um haustið var henni meinað að setjast til borðs með amtmanni og kostur hennar gerðist rýr.

Ástand á Bessastöðum átti enn eftir að versna og „ófagrar sennur gerðust tíðar“. Hrákaslummur flugu á milli kvennanna og ónefni á borð við skepna, hóra og mellumóðir voru títt viðhöfð og „stundum voru barefli á lofti.“ Í eitt skipti kom til handalögmáls á milli Appollóníu og amtmannsins; hún reif í hár hans og hann svaraði með barsmíðum.

Vildi þrauka á Bessastöðum

Eftir að Níels lagði hendur á Appollóníu leitaði hún til Kornelíusar Wulfs landfógeta, en sagðist lítið geta gert í málinu; hún væri kærasta amtmannsins og yrði því að sætta sig við þá meðferð er hún sætti af hans hálfu. Appollónía vildi þrauka á Bessastöðum og hafði skrifað bréf til yfirvalda í Danmörku og óskað þess að Níelsi yrði skipað að hlýðnast hæstaréttardómnum frá 1721 og fullnægja höfuðákvæði hans.

Uppsölur miklar

Appollónía sagðist, haustið 1723, hafa haft spurnir af því að tveimur íslenskum karlmönnum á Bessastöðum, Sigurði Gamlasyni og hinum ónafngreindum, hefði verið boðið fé ef þeir kæmu henni fyrir kattarnef. Bar jómfrúin þetta sjálf á Sigurð en hann harðneitaði, en til voru þeir sem sögðu hann sjálfan hafa haft á þessu orð. Hvað sem því leið þá tók Appollónía að veikjast illa og tíðum á vormánuðum 1724 með miklum uppköstum.

Grunsamlegir grautar

Á þeim tíma bar Appollónía sig upp við fjölda fólks og viðraði þá fullvissu sína að henni væri byrlað eitur og altalað var „að hún myndi ekki til langlífis borin.“ Landfógetinn Kornelíus fór ekki varhluta af kveinstöfum hennar og fékk meðal annars að heyra að þegar hún veiktist í fyrsta sinn, haustið 1723, hefði henni verið borinn grautur með ammoníakskeim.

Um sumarmál 1724 fékk hún vöfflur með óskiljanlega miklu af sykri á og um krossmessuna, sama ár, fékk hún enn og aftur graut, en þá með miklu af sykri og kanel á. Hún hefði ekkert sykurbragð fundið af grautnum og ekki getað torgað grautnum öllum. Dönsk vinnukona hefði dregið hana að landi og einnig orðið fárveik af.

Sjö vikna banalega

Síðustu sjö vikur lífs síns steig Appollónía Schwartzkopf ekki á fæturna og rétt fyrir Jónsmessuna árið 1724 gaf hún upp öndina. Hún var jörðuð án þess að líkskoðun færi fram og á þeim tíma ekki vitað hvort nokkur eftirmál yrðu. En sú varð þó raunin, því konungur fyrirskipaði að málið skyldi rannsakað og var það gert sumarið og haustið 1725.

Hákon Hannesson, sýslumaður Rangæinga, og séra Þorleifur Arason, prófastur á Breiðabólstað, voru skipaðir umboðsdómarar og falið að leiða til lykta Svartkoppumálið, en Appollónía var gjarna nefnd Svartkoppa af Íslendingum.

Misvísandi og sundurleitir vitnisburðir

Mörg þau vitna sem kölluð voru til höfðu eftir Appollóníu sögur um eiturbyrlun og ill atvik. Þau sögðu sum að lík hennar hefði ekki stirðnað, varir hefðu verið svartbláar og blettir á höndum og andliti. Prestarnir Björn Thorlacius í görðum og Halldór Brynjólfsson í Útskálum höfðu eftir jómfrúnni að hún sjálf hefði talið krankleika sinn stafa af óheilbrigðu blóði. Sumt af Bessastaðafólki varð tvísaga meðan á rannsókn stóð.

„Segið nei –“

Á meðal vitna var Dani, Larsen að nafni, sem gaf sinn vitnisburð í Kaupmannahöfn. Hann sagðist hafa heyrt Sigurð Gamlason segja í eldhúsi landfógetahjónanna, að Katrín Hólm hefði boðið honum 50 dali fyrir að drepa Appollóníu. Ljóst má telja að fullvissa Appollóníu um yfirvofandi launmorð sumarið 1723 var mikil, því þá rakst hún á Sigurð og sagði við hann: „Dreptu mig nú, svo þú getir fengið þá fimmtíu dali , sem þér hefur verið lofað.“ En Sigurður mun þá hafa beðið guð að varðveita hann frá því.

Er Níels amtmaður heyrði af þessari uppákomu fyrtist hann við, skammaði Appollóníu og lét síðan kalla heimilisfólk, einn og einn í senn, til híbýla hennar til yfirheyrslu. Haft var fyrir satt að þá hefði maður ráðskonunnar, Katrínar Hólm, staðið í dyrum, þrifið í föt fólks og sagt: „Segið nei – eða það fer illa fyrir ykkur!“

Vitnisburður Larsens

Einn sagði ekki „nei“ í þetta sinn, sumarið 1723, en það var fyrrnefndur Larsen. Hann sagði amtmanni hvað hann hefði heyrt Sigurð Gamlason segja í eldhúsi landfógeta fyrrum. Þegar yfirheyrslu lauk lét amtmaður þjón sinn kalla eftir Larsen, sem hann síðan ávítaði fyrir að tala of mikið við Appollóníu. Bannaði amtmaður Larsen að vera í of miklu samneyti við jómfrúna, „ef hann vildi heita heiðarlegur maður“.

Hænan sem drapst

Þegar Larsen bar vitni í Kaupmannahöfn í Svartkoppumáli hafði hann eftir stúlku á Bessastöðum að ráðskonan hefði eitt sinn spurt hvernig jómfrú Appollónía væri til heilsunnar, en þá hafði hún nýlega fengið enn eitt kastið. Stúlkan sagði þá að jómfrúin hefði kastað upp. „Djöfullinn hlaupi í hana! Með þessu lagi getur hún lifað í tíu ár,“ sagði þá ráðskonan.

Hæna hélt til í híbýlum Appollóníu og eitt sinn er henni var borinn grauturinn, sem hún hafði veikst af, gaf hún hænunni af grautnum – hænan verpti í kjölfarið undarlegu eggi og drapst svo. Að sögn Larsens reyndi Níels amtmaður ítrekað að komast yfir hræið, en ekki tekist.

Meðdómari segir sig frá málinu

Gera þurfti hlé á réttarhöldum þegar Hákon Hannesson sýslumaður sagði sig frá málinu. Lýsti hann því yfir þegar þing hófst á ný að „hann hefði ekki frekari afskipti af málinu“ .Séra Þorleifur hélt áfram störfum og kvað upp dóm í október 1725. Hann sýknaði Hólmsmæðgur, Katrínu og Karen, af ákæru um að þær hefðu ráðið jómfrú Appollóníu Schwartzkopf bana, eða verið í vitorði með einhverjum sem það hefði gert. Þannig fór það.

Heimild: Öldin sem leið.

 

 

 

Mörður deildi grínmyndbandi um Sjálfstæðisflokkinn: „Bara samansafn af bjánum í hverfafélögum“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Ljósmynd: XD.is

Mörður Árnason stríðir Sjálfstæðismönnum með því að deila myndbandi sem gerir grín að tilvistarkreppu Sjálfstæðisflokksins.

Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, Mörður Árnason deildi á dögunum myndskeiði sem sýnir frægt atriði úr þýsku kvikmyndinni Der Untergang þar sem Hitler ræðir við herforingja sína við lok seinni heimstyrjaldarinnar. Búið er að breyta textanum við orð Hitlers og látið er eins og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sé að skamma framámenn í Sjálfstæðisflokknum vegna arfaslæms gengis í skoðanakönnunum. „Heitar umræður í Valhöll …“ skrifar Mörður við deilinguna en hvergi kemur fram hver samdi textann við myndskeiðið.

Í upphafi er verið að segja Bjarna frá niðurstöðu nýjustu könnunar Maskínu og þegar Bjarni spyr út í gengi Sigmundar Davíðs og Miðflokksins, rekur hann alla út nema nokkra af aðalfólki Sjálfstæðisflokksins. „Bara samansafn af bjánum í hverfafélögum,“ stendur í textanum eftir að „Bjarni Benediktsson“ er búinn að segja undirmönnum sínum að þeir séu gagnslausir og að flokkurinn væri ekkert án hans.

Hér má sjá hið bráðfyndna myndskeið.

Tveir lögreglumenn kýldir í andlitið á Ljósanótt

Frá Ljósanótt í fyrra. Ljósmynd: Omar Ricardo Rondon Guerrero.

Tveir gistu fangageymslu vegna ölvunar á almannafæri á Ljósanótt í Reykjanesbæ en annar þeirra kýldi tvo lögreglumenn í andlitið.

Á stærsta kvöldi Ljósanætur í Reykjanesbæ í gær var mannfjöldinn mikill en samkvæmt tilkynningu lögreglu var löggæsla sýnileg við hátíðarsvæðið.

Ein tilkynning barst um líkamsárás á einum af skemmtistöðum Reykjanesbæjar en enginn var handtekinn að sögn lögreglunnar. Telur hún sig þó hafa upplýsingar um gerandann í málinu. Þá gistu tveir í fangelsi í nótt vegna ölvunar á almannafæri en annar þeirra gerði sér lítið fyrir og kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Verður hann kærður fyrir ofbeldi í garð lögreglunnar.

Af gefnu tilefni var lögreglan með aukinn viðbúnað og naut aðstoðar lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu sem og sérsveit ríkislögreglustjóra til að sinna öryggisgæslu á hátíðinni. Þá var einnig rætt við alla nemendur elsta stigs grunnskóla í aðdraganda hátíðarinnar.

Töluvert var um ölvun á ungmennum samkvæmt tilkynningu lögreglu en hún hafði afskipti af þeim og hringdi í forelda þeirra í samstarfi við barnavernd. Tekur lögreglan fram að heilt yfir hafi Ljósanótt þó gengið vel.

Stjarna úr ameríska háskólaboltanum skotin til bana: „Bróðir, ég sakna þín nú þegar maður“

Blessuð sé minning hans.

Brynjar neitar að hafa snúið baki við Bjarna Ben: „Enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana“

Brynjar Níelsson er enn einn helsti aðdáandi Bjarna Benediktssonar
Brynjar Níelsson segist ekki hafa snúið baki við Bjarna Benediktsson, eins og fullyrt var í Orðrómi frá ritstjóra Mannlífs sem birtist í gær.

Sjá einnig: Brynjar snýr baki við Bjarna

Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson byrjaði Facebook-færslu sem hann birti í gær, á að eiginkona hans, Arnfríður taki undir Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem talar um vælulega Sjálfstæðismenn. Hefst færslan með eftirfarandi orðum. „Kolla Bergþórs lætur kvartsára sjálfstæðismenn fá það óþvegið í helgarblaði Moggans. Soffía er mikill aðdáandi Kollu og segir mig stjórnanda í Gólftusku-grátkórnum, sem ekkert heyrist í nema ámátlegt fórnarlambsvæl með dassi af geðillsku. Ég sé að verða álíka geðþekkur og lögregluforinginn í Kembleford í þáttunum um séra Brown.“

Segir Brynjar að þetta séu ýkjur, sem og Orðrómur ritstjóra Mannlífs:

„Þetta er nú allt ofsögum sagt, sem og niðurstaða eina vinar míns úr blaðamannastétt, Reynis Traustasonar, um að ég hafi snúið baki við formanni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðdegis í gær. Ég er nú enn þeirrar skoðunar að það kemst enginn stjórnmálaforingi með tærnar þar sem Bjarni Ben hefur hælana. Það breytir því ekki að ansi margir sjálfstæðismenn eru óánægðir með stöðuna og við getum ekki bara ullað framan í þá. Annars vorum við Sigríður Andersen aðeins að ræða um hugsanlegan arftaka ef Bjarni hættir, eða það hélt ég.“

Réðst á ferðamann í miðborginni og rændi hann – Var til vandræða við lögreglustöðina við Hlemm

Löggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Aðili var til vandræða við lögreglustöðina við Hverfisgötu en ítrekað hafði verið reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið en án árangurs. Var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Fyrir utan hótel í miðbænum var ráðist á erlendan ferðamann og hann rændur. Ræninginn var handtekinn stuttu síðar en hann viðurkenndi verknaðinn og vísaði á verðmætin sem hann hafði rænt.

Þá var aðili handtekinn í miðborginni vegna þess að hann var með hníf á sér. Var hann fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum og honum síðan sleppt.

Ofbeldismaður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar.

Í Hafnarfirði barst lögreglu tilkynning um mann í mjög annarlegu ástandi. Var hann ósjálfbjarga sökum ölvuna og gat ekki einu sinni vísað lögreglu á heimili sitt. Fékk hann því gistingu í fangaklefa.

 

Matareitrun Gylfa

Gylfi valinn aftur í landsliðið - Mynd: Björgvin Gunnarsson

Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti knattspyrnumaður Íslands, átti sinn hlut í sigri íslenska karlalandsliðsins á Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Gylfi hefur lítið keppt undanfarin ár vegna langvarandi lögreglurannsóknar í Bretlandi sem skilaði á endanum engu öðru en því að ferill hans í Englandi var á enda.

Gylfi var svo óheppinn að fá matareitrun fyrir leikinn sem þó stoppaði hann ekki af í vellinum. Tvo mörk voru skoruð og kom eitt þeirra eftir hornspyrnu Gylfa. „Ég fékk einhvern vírus í nótt og hef verið mjög slappur í dag, af öllum dögunum þá kom þetta akkúrat í dag, sagði Gylfi við 433 eftir leikinn og vonaðist til þess að verða góður í dag. 

Fjölmargir fagna því að hann sé aftur mættur til leiks með landsliðinu en þó eru einhverjir hælbítar til sem vilja að hann verði áfram útilokaður frá keppni …

Björgunarsveitir sóttu slasaðan smala í Borgarbyggð

Frá vettvangi í dag. Ljósmynd: Landsbjörg

Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út í dag vegna smala sem hrasað hafði við smalamennsku í Skorradal en hann slasaðist lítillega á fæti.

Samkvæmt frétt RÚV um málið er landið sem smalinn var að smala á, afar erfitt yfirferðar. Víða í sveitum Borgarbyggðar hefur smölun á fé staðið yfir í dag en björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 13:00 í dag vegna slasaða smalans.

Félagar smalar biðu með honum þar til björgunarsveitir komust að honum á fjórhjólum. Var honum komið fyrir á hjóli björgunarfólks og hann síðan fluttur að sjúkrabíl til aðhlynningar.

Séra Bjarni Karlsson flutti minningarorð um Þorvald Halldórsson: „Hvar sem hann kom fylgdi sómi“

Þorvaldur Halldórsson er fallinn frá. Mynd: Facebook.

Þorvaldur Halldórsson, söngvari var jarðsettur í dag en jarðarförin fór fram í Hallgrímskirkju.

Séra Bjarni Karlsson flutti minningarorð um Þorvald Halldórsson en jarðarför hans fór fram í dag í Hallgrímskirkju. Hægt er að lesa minningarorðin í heild sinni hér fyrir neðan:

Vinur okkar allra, Þorvaldur Halldórsson, var kvaddur hinstu kveðju frá Hallgrímskirkju í dag að viðstöddu fjölmenni. Hér eru minningarorðin sem ég flutti:

Þorvaldur Halldórsson var fæddur á sjúkrahúsi Siglufjarðar þann 29. október árið 1944. Hann var fyrsta barn hjónanna Ásu Jónasdóttur og Halldórs Jóns Þorleifssonar. Fyrir átti Halldór soninn Gest Heiðar sem fæddur var árið ´37. Þorvaldur var á fimmta ári þegar fjölskyldan flutti í eigið húsnæði að Kirkjustíg 5 á Siglufirði, en þá höfðu bæst í systkinahópinn þau Sigríður, Valgerður og Leifur. Í því húsi átti Þorvaldur uppvöxt sinn á ástríku heimili þar sem enn áttu eftir að líta dagsins ljós systkinin Jónas, Þorleifur og Pétur.

Þorvaldur þótti natinn og góður stóri bróðir, ekki síst við Sigríði og Valgerði sem hann tók með í barnamessur og á stúkufundi þegar aldur leyfði. Snemma kom tónlistaráhuginn í ljós því strax á sjöunda ári var Valdi farinn að standa uppi á stúkufundum og leika á munnhörpu sem hann hafði eignast og náð tökum á. Ungur fékk hann tilsögn í píanóleik í tónlistarskólanum í plássinu, en þar sem ekkert píanó var til að æfa sig á milli tíma beið frekara nám uns Sigursveinn D. Kristinsson stofnaði tónskóla sinn á Siglufirði og bauð aðgang að hljóðfærum. Hóf Þorvaldur þá jafnframt að leika á klarinett með lúðrasveitinni. Þegar bræðurnir Leifur og Jónas fóru líka að læra á hljóðfæri færðist mikið líf í litla húsið við Kirkjustíg og muna systurnar mömmu sína vinnandi sín verk í eldhúsinu en með hugann við tónlistina. Væri hún hún ekki fyllilega sátt við útkomuna þegar einhverju lagi lauk kallaði hún: Endurtaka!

Þorvaldur óx úr grasi á síldarárunum og þegar sumarið gekk í garð á Sigló breyttist tilveran heldur betur. Voru börn þá gjarnan send í sveit og þar var Þorvaldur engin undantekning.

Móðurættin var öll á Húsavík en föðurættin heima á Sigló. Sigríði systur hans farast svo orð: „Við systkinin nutum þess að eiga gott frændfólk í nágrenni og áttum þar umhyggju og elsku, til viðbótar við það sem okkur var veitt heima. Þar var lagður grunnur að þeirri umhyggju og elsku sem við systkinin höfum alltaf sýnt hvert öðru. Gestur ólst ekki upp með okkur, en á fullorðinsárum var hann orðinn einn af okkur.“ Að Þorvaldi gengnum eru hin systkinin öll enn á meðal okkar að hálfbróðurnum Gesti Heiðari frátöldum sem lést í apríl 2018. Blessum við minningu hans einnig á þessum degi.

Úr Barnaskólanum hafði leiðin legið í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Átti Þorvaldur strax gott með nám og ástundun. Að áeggjan skólastjórans tók hann landspróf og fór í Menntaskólann á Akureyri. Tónlistin tók þó alltaf yfir og eftir fyrsta námsvetur þar sem Siglfirska hljómsveitin Fjórir fjörugir var á blússandi siglingu og líka hið svonefnda Busaband í MA var ljóst að hljómsveitalífið var það sem hreif ungan hæfileikamann.

Fyrsta stóra tækifærið fékk Þorvaldur er hann var fenginn til liðs við hljómsveit Hauks Heiðars Ingólfssonar sem á þeim árum hélt uppi stuðinu á Hótel KEA. Tvítugur er hann kominn til liðs við Hljómsveit Ingimars Eydal í Sjallanum. Á sama tíma var Vilhjálmur Vilhjálmsson að bætast í hópinn. Síðar átti Helena Eyjólfsdóttir eftir að standa þar á sviðinu eins og við munum. Á þessum gullaldarárum, þegar enn var síld í sjó og óskalög sjúklinga og sjómanna ómuðu á Gufunni ásamt lögum unga fólksins, var hljómsveit Ingimars Eydal einmitt orðin að stórveldi ekki bara norðan heiða heldur í þjóðarsálinni. Smellurinn Á sjó réði mestum straumhvörfum á landsvísu og kom út á algjörri metsöluplötu hjá SG Hljómplötum. Síðar kom lag Þorvaldar við texta Ómars Ragnarssonar; Ó, hún er svo sæt sem líka seldist í bílförmum á vínyl-plötu. Með Helenu söng Þorvaldur síðar margt eins og allir muna.

Á þessum annasömu árum lágu leiðir Þorvaldar saman við Gunnhildi Hjörleifsdóttur, sem ættuð er frá Hrísey dóttir hjónanna Láru Baldvinsdóttur og Hjörleifs Jóhannssonar. Þau eignuðust saman fjögur börn, Leif árið ´63, Halldór Baldur árið ´67 og Ásu Láru ´73. Árið ´62 höfðu þau eignast stúlkubarn sem lést við fæðingu.

Árið sem Ása Lára fæðist var skilnaður orðinn með Þorvaldi og Gunnhildi. Um tíma kom þá Þorvaldur fram með hljómsveitinni Pónik hér sunnan heiða og einnig með hljómsveit Ólafs Gauks.

Er leiðir hans og Margrétar Scheving lágu saman var hún einstæð móðir með þrjú börn. Foreldrar hennar voru Jónheiður Scheving Steingrímsdóttir og Páll Sveinsson Scheving sem bjuggu í húsinu Hjalla í Vestmannaeyjum og þar hafði hún átt uppeldi ásamt eldri systkinum sínum, Helgu Rósu og Sigurgeir Scheving.

Margrét og Þorvaldur hófu sína samleið 1973 og fóru fljótt að búa í íbúð Margrétar að Skúlaskeiði 36 í Hafnarfirði. Börn hennar af fyrra hjónabandi eru Páll fæddur árið ´63, Viktor fæddur ´64 og Heiðrún árið ´66. Voru þau því öll á grunnskólaaldri þegar Þorvaldur kom inn í þeirra tilveru. Valdi var þannig innréttaður að hann tók virkan þátt í öllu heimilishaldi; matargerð, þrifum og öðru slíku. Þegar fjölskyldan flutti til Eyja eftir gos 1974, þar sem þau bjuggu um árabil, þurfti að byggja upp heimili að nýju og minnist Heiðrún þess þegar Valdi tók sig til og saumaði gardínur í saumavél. Þekkti hún engan karlmann annan sem kunni á saumavél og ekki gleymir hún því er hann saumaði handa henni rúmföt fyrir ein jólin. Já ,Valdi var jafnréttissinnaður og flokkaði verkefni hversdagsinsathafnir daglegs lífs ekki eftir kynferði. Á sólríkum sumardegi, þann 6. júlí 1975, gengu þau Margrét í hjónaband hér í þessu Guðshúsi og var það Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup, sem gaf þau saman.

Er gott að mega geta þess að í minningu Ásu Láru, yngstu dóttur Þorvaldar sem með árunum eignaðist gott samband við föður sinn, var heimili Pabba og Grétu alltaf einkar kærleiksríkt og öllum opið sem þurftu.

Annað sem alltaf einkenndi samskipti Valda og Grétu í minningu ungu kynslóðarinnar var það hvað hann var alltaf bálskotinn í henni. Sonurinn Þorvaldur er fæddur árið 1979 og líka hann samsinnir því að á köflum hafi þetta getað verið smá vandræðalegt einkum á unglingsárum, en samt alltaf svo gott. Við sem umgengumst Þorvald og Margréti munum vel hvernig Þorvaldur umbreyttist jafnan þegar hún kom í salinn: Drottningin var mætt, fallegasta konan í húsinu og hún fékk fókusinn.

Árið 1977 höfðu þau umskipti orðið að Þorvaldur og Margrét eignuðust sterka trúarreynslu sem breytti hugarfari þeirra varanlega. Á all löngu tímabili lagði Þorvaldur allan dægurlagaflutning til hliðar en helgaði sig þjónustunni við fagnaðarerindið. Auk þess var hann fagmenntaður jafnt sem rafvirki og smiður svo hann gat alltaf unnið fyrir sér á meðan slitgigtin, sem síðar átti eftir að plaga hann, lét ekki á sér kræla. Eignuðust þau marga góða vini í kristilega starfinu á þessum árum, m.a. sr. Jónas Gíslason og hjónin Gísla Friðgeirsson og Lilju Sigurðardóttur sem störfuðu á vegum KFUM&K, einnig Halldór Lárusson og Árnýju Björgu Blandon, sem um skeið störfuðu í Vestmannaeyjum á vegum samtakanna Ungs fólks með hlutverk ásamt fleira góðu fólki.

Minnast börn Margrétar frá þessum árum að reglulega fylltist stofan á heimilinu, Hjalla við Vestmannabraut 57, af alls konar fólki sem komið var saman í söng og bæn með tilheyrandi gleði og ánægju þannig að ómaði út á götu. Þetta var börnunum, sem voru að stíga inn í unglingsárin, ný upplifun sem oft á tíðum gat verið spennandi en um leið krefjandi. Með þessum breytta lífsstíl foreldranna fylgdu nýjar venjur, upplifanir og reynsla sem litað hafa líf þeirra allra.

Er ótal margs að minnast frá þessum tíma í huga fjölskyldunnar og þegar ég sjálfur kom til prestsstarfa í Eyjum tíu árum eftir að þau fluttu upp á land, ilmaði enn í lífi samfélagsins sagan góða um góðu fréttirnar sem Þorvaldur og Margrét höfðu flutt í tali og tónum svo eftir var tekið.

Árið ´81 var fjölskyldan komin í Kópavoginn. Margrét var við störf sem klinka á tannlæknastofu en Þorvaldur fór til ýmissa starfa, afgreiddi í íþróttavöruverslun eða vann við smíðar og rafvirkjun eftir því sem hentaði meðfram guðfræðinámi við HÍ. Sem fyrr voru mörg járn í eldinum því meðfram brauðstriti, uppeldi og háskólanámi tóku þau hjónin virkan þátt í starfi samtakanna Ungs fólks með hlutverk sem þá var vaxandi þáttur í starfi Grensáskirkju með stuðningi sr. Halldórs Gröndal. Voru þetta miklir gróskutímar í trúarlífi þjóðarinnar líkt og mörg okkar muna, æskulýðsstarf var í örum vexti vítt um land, sunnudagaskólar blómstruðu og gildi kristinnar trúar ekki véfengt sem gildur þáttur í uppeldi og almennri farsæld.

Á þessum árum hófst hið gefandi samstarf Valda og Grétu við hjónin Pál Magnússon og Elvu Dröfn Ingólfsdóttur. Mynduðu þau hljómsveitina Án skilyrða sem náði eyrum ótal margra með kristinni boðun, græðandi og styrkjandi textum og um fram allt einlægum vilja til að segja frá Jesú. Við brúðkaup þessara góðu vina ómaði í fyrsta sinn opinberlega lag Margrétar við 23. Davíðssálm: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Sem orðið hefur að lifandi blessun fyrir íslenska þjóð.

Á góðu tímabili voru Þorvaldur og Gréta í samvinnu við sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur í Seltjarnarneskirkju. Þar var líka Eirný Ásgeirsdóttir, vinkona þeirra og sannur stólpi í kirkjustarfi.

Þegar þessi ár eru rædd rifjast upp að Þorvaldur yngri var ekki nema 8 ára þegar hann hóf sinn feril syngjandi uppi á sviði með foreldrum sínum, en í dag starfar hann meðal annars sem söngvari í Þýskalandi.

Um all langt skeið vann Þorvaldur hjá Þýsk/íslenska þar sem vinur þeirra Ómar Kristjánsson var með sína starfsemi. Margrét starfaði þá um tíma á Reykjalundi, líka sem meðferðarfulltrúi á BUGL, síðar var hún sálgæsluþjónn í Laugarneskirkju og í kjölfarið nam hún félagsráðgjöf við HÍ. Allan tímann var hugur og hjarta þó bundið þjónustunni við kirkju Krists í landinu. Ógleymanlegur er í sjóði minninganna sá tími er hjóna-sveitin Án skilyrða fór túrandi um landið haldandi samkomur í kirkjum vítt og breitt í samvinnu við sóknarpresta. Jón Þór Ólafsson og Ólöf Högnadóttir lánuðu sendiferðabílinn sinn og það var stemmning og gleði.

Er Þorvaldur og Gréta komu til Laugarneskirkju tók húsið að ilma af þekkingu þeirra á Drottni. Ógleymanlegar eru kvöldstundirnar Þriðjudagur með Þorvaldi þar sem Gunnar Gunnarsson sat við flygilinn. Á löngu tímabili var starf Vina í Bata sem Margrét stóð að í samvinnu við Margréti Eggertsdóttur og Helgu Hróbjartsdóttur, rekið í beinu framhaldi af söngstund Þorvaldar. Þannig tvinnaðist tilboð um persónulegan vöxt og þroska saman við þátttöku í yndislegri lofgjörð og bæn, svo að á köflum var eiginlega of margt fólk í húsinu.

Um þetta leiti var ég kominn til starfa sem sóknarprestur í Laugarneskirkju og naut þess ómælt að eiga styrk í þeim hjónum á svo mörgum sviðum sem allt miðaði að því einu að lyfta upp nafni Jesú. Þá voru líka Kolaportsmessur að hefja göngu sína í samvinnu Jónu Hrannar Bolladóttur og þeirra hjóna. Hefur Jóna margoft látið þess getið að engar kirkjuklukkur hafi ómað skærar og laðað betur að en Þorvaldur að syngja dægurlög áður en messa skyldi í Kolaportinu. Það sama gilti er kom að hinum mánaðarlegu gospelkvöldum í Hátúni 10 sem þar fóru fram árum saman. Þorvaldur var einfaldlega gild ástæða fyrir góða Íslendinga til þess að mæta á svæðið og láta sjá sig, því um leið og hann birtist birti yfir öllu sama hvernig fólki annars leið. Og þegar hann svo fór aftur að sjást og heyrast í danslagabransanum á Broadway og víðar var honum fagnað eins og týndum syni.

– Tónlist: „Ó, hún er svo sæt“ – Flutningur: Þorvaldur yngri

Þjóðin elskaði Þorvald Halldórsson vegna þess að hann gladdi fólk! Gleðin sem vaknaði í hug og hjarta átti rætur í þeim einlæga áhuga og virðingu sem Þorvaldur sýndi öllu fólki skilyrðislaust. Hvar sem hann kom fylgdi Þorvaldi sómi, ekki bara sá persónulegi sómi og frægðarljómi sem um hann lék, heldur miklu fremur sóminn sem hann bar með sér ómælt handa öllum hinum. Hann horfði á þig og gladdist einlæglega yfir því að einmitt þú værir hér kominn til að vera með. Þess vegna naut hann sín líka vel í kórastarfi og margvíslegum öðrum félagsskap. Þorvaldur sóttist ekki eftir því að vera aðal, hann bara komst ekki hjá því að verða það. Gamlir kórfélagar úr Laugarneskirkju minnast hans með þakklæti og stolti og muna svo vel þessa þætti í fari hans. Og einu gilti hvar Þorvaldur og Gréta fóru um sína daga, hvarvetna skyldi nafn Jesú fá að heyrast og tilboð hans um nýja lífsmöguleika standa opið. Í þessu sambandi nefnir Þorri þátt í lífi föður síns sem hann iðulega varð vitni að hvernig sá gamli átti alltaf afgang handa ungum tónlistarmönnum. Veit ég að þeir eru margir í bransanum sem ungir fengu heiðarlegt pepp frá Þorvaldi Halldórssyni og hvatningu til að láta ekki sitt ljós undir mæliker heldur leyfa því að skína.

Enn á eftir að nefna tvo þætti í þjónustu þeirra Valda og Grétu sem ekki má gleyma: Lútherskar hjónahelgar og hinar svo nefndu Tómasarmessur í Breiðholtskirkju. Á Lúthersku hjónahelgunum áttu þau samstarf við sr. Magnús Björnsson og Guðrúnu Dóru Guðmannsdóttir og sr. Örn Bárð Jónsson, Ólaf Jóhannsson og Þóru Harðardóttur og marga fleiri góða vini. Enn lifir það magnaða starf að ógleymdum öllum kærleikshópunum sem sprottið hafa upp vítt um landið. Árum saman voru Tómasarmessurnar líka fastur liður í kristnilífi höfuðborgarinnar. Dásamlegt tilboð um helgihald þar sem góðu fréttirnar fengu að njóta vafans í anda Tómasar lærisveins sem ekki gat trúað nema fá að spyrja spurninga fyrst. Þar áttu þau samstarf við sr. Gísla Jónasson, Árnýju Albertsdóttur konu hans og ýmsa sem fyrr hafa verið nefndir auk margra annara Krists vina.

Er þau fluttu heimili sitt úr Mosfellsbæ og settust að austur á Selfossi var þess skammt að bíða að tilkynnt væri um nýtt útibú fyrir Vini í bata í bæjarfélaginu. Renna mörg þakkarhug til þeirra hjóna fyrir það frumkvæði. Á þessum árum bjó Leifur sonur Þorvalds ásamt Sigríði konu sinni og þremur börnum á Selfossi og naut fjölskyldan þess nábýlis sannarlega.

Loks skal nefna eina hefð sem Margrét og Þorvaldur varðveittu um sína daga segir helling um þau sjálf. Þau héldu ætíð stóra veislu fyrir sitt fólk á jóladag, og eftir því sem barnabörnunum fjölgaði var borðið bara stækkað og meira sett í pottinn. Borið var fram hangiket með öllu tilheyrandi auk sviðasultu og rófustöppu að fornum sið – en líka kjúklingur og franskar sem Þorvaldur steikti í forláta djúpsteikingarpotti sem hann alltaf átti. Gamla hefðin var fín og góð en það sem gerði útslagið var þessi dýrlegi kjúlli, frönskurnar hans afa og kokteilsósan sem skilyrðislaust fylgdi með. Minnast öll sem nutu þessarar árlegu veislu hve vel allt fór saman á einu stóru borði; hangikjöt, kjúklingur og sviðasulta með tilheyrandi rófustöppu, uppstúf, frönskum, hrásalati, kokteilsósu og öllu hinu. – Og ef við hugsum út í það þá voru það nákvæmlega þessir þættir sem gerðu það að verkum að fólk elskaði og treysti Þorvaldi Halldórssyni. – Hann unni hefðinni og virti hana mikils en skildi jafnframt hvernig fólki leið. Hann vissi hvað það þurfti og langaði að fá að heyra. Þorvaldur var poppari af Guðs náð. – Á næsta ári komum við á náttbuxum! Sögðu systkinin hvert við annað er þau kvöddust og rúlluðu pakksödd og sæl til síns heima.

Og ekki gleymist að í jóladagsveislunni bar Margrét fram heimalagaða vanilluísinn handa fólkinu sínu sem allir elskuðu – rétt eins og hún alltaf stóð við hlið Þorvaldi á sviði mannlífsins, miðlandi fúslega þeim ríku gæðum sem hún átti og breytt hafa lífi svo margra til hins betra. Á sviði kirkju og kristni birtu Valdi og Gréta þá kirkju sem hvorki treystir skrúða né skrúðmælgi heldur miðlar ást Jesú á öllu fólki án skilyrða.

Árið 1986 hafði mikið reiðarslag skollið á Þorvaldi og fólki hans öllu er sonurinn Halldór Baldur tók sitt eigið líf rétt tvítugur að aldri. Hafði Þorvaldur þá tekið þá afstöðu sem ekki var enn orðin algeng að fela ekki sannleikann heldur ræða heiðarlega um sjálfsvíg í tengslum við sorg. Vitum við sem til þekktum að er Leifur sonur Þorvaldar tók líf sitt frá konu og börnum árið 2016 var sem brysti sálarstrengur í hjarta hans. Áfram var hann ljúfur og góður í allri framgöngu, en félagsþrekið var ekki samt sem áður og aldurinn farinn að segja til sín. Festu þau Margrét sér brátt hentugt húsnæði í Torrevieja á Spáni þangað sem þau fluttu árið 2019. Þar átti Viktor sonur Margrétar þá lögheimili sitt ásamt Eydnu konu sinni og dótturinni Maríu. Nutu þau hjónin nábýlis við ástvini í mildara loftslagi sem gerði heilsu þeirra beggja gott. Þá fundu þau gott og græðandi kirkjusamfélag sem þeim var kært.

Heilsu Þorvaldar hrakaði hin síðari ár uns hann greindist með krabbamein skömmu fyrir andlát sitt þann 5. ágúst sl.

Nú er kveðjustund.

Þorvaldur, far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Amen.

Ættingjar gíslanna mótmæla í kvöld: „Netanyahu er herra Dauði“

Ættingjar Ísraela sem er í haldi Hamas á Gaza tala opinberlega fyrir fyrirhugaða mótmælagöngu í kvöld í Tel Aviv þar sem vanhæfni ísraelska forsætisráðherrans til að tryggja vopnahléssamning verður gagnrýnd.

„Almenningur skilur að áframhaldandi hernaðarþrýstingur mun valda því að gíslarnir verða drepnir. Fyrir viku síðan stóðum við hér og vöruðum við þessu en til að verja eigin pólitíska afkomu sinnar, er Netanyahu reiðubúinn að láta myrða gíslana í haldi,“ sagði Zahiro Shahar Mor, frændi gísls sem haldið er á Gaza.

„Sex látnir gíslar voru síðan fluttir aftur heim í líkpokum aðeins degi eftir að þeir voru teknir af lífi af Hamas.“

Mor sakaði forsætisráðherrann um að hafa vísvitandi komið í veg fyrir samkomulag við Hamas um lausn gíslanna.

„Blóð hinna myrtu gísla er á höndum Netanyahus. Lífunum hefði verið hægt að bjarga með einhverjum af þeim fjölmörgu samningum sem hann skemmdi. Enn er hægt að bjarga lífi sumra gíslanna, en Netanyahu er herra Dauði.“

Al Jazeera sagði frá málinu.

Lögreglan lýsir eftir hinni 16 ára Sigríði Eyrúnu Heiðarsdóttur

Myndin er samsett

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigríði Eyrúnu Heiðarsdóttur, 16 ára.

Talið er að hún sé klædd dökkbláar gallabuxur, svörtum hlýrabol og bleikum crocs skóm. Sigríður, sem er grannvaxin og 165 sm á hæð, er með brúngræn augu og millisítt, dökkt hár. Síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík seint á miðvikudagskvöld.

 

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sigríðar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Uppfært: Sigríður er fundin, heil á húfi. Lögreglan þakka kærlega fyrir veitta aðstoð.

Drífa rífur auglýsingaherferð Play í sig: „Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra“

Drífa Snædal talskona Stígamóta

Drífa Snædal rífur flugfélagið Play í sig í nýrri Facebook-færslu.

Talskona Stígamóta, Drífa Snædal er síður en svo ánægð með nýja auglýsingaherferð Play en herferðin hefur verið harðlega gagnrýnd því hún þykir ósmekkleg með öllu.

„Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt. Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ Þetta segir Drífa í nýrri Facebook-færslu sem margir taka undir. Þá heldur hún áfram og spyr hvort Play sé að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi:

„Play lætur sér sem sagt ekki duga að brjóta reglur vinnumarkaðarins til að geta greitt kvennastétt undir lágmarkslaunum í landinu, það þarf að niðurlægja konur í auglýsingum líka. Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“

Hér má sjá aðra auglýsinguna:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by PLAY airlines (@playairlines)

Forsetinn vill að Íslendingar verði riddarar kærleikans: „Við erum öll harmi slegin“

Halla Tómasdóttir Ljósmynd: RÚV – Karl Sigtryggsson

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir vill að kærleikurinn verði eina vopnið í samfélaginu og segir alla Íslendinga harmi slegna vegna andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem stungin var til bana á Menningarnótt.

„Kæru vinir,

Við erum öll harmi slegin vegna skelfilega sorglegra atburða sem átt hafa sér stað í okkar samfélagi og eru óbærilegir og ólíðandi. Við verðum að ráðast að rótum vandans – saman! Hvert og eitt okkar hefur þar hlutverk. Ég hef átt fjölda funda og samtala undanfarnar vikur um nauðsynlegar úrbætur í kerfinu – og þær eru sem betur fer margar á borðinu! En kerfisbreytingar duga ekki til – við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Þetta er ákall og ósk foreldra Bryndísar Klöru og um það hefur verið stofnaður minningarsjóður sem ég er verndari fyrir.“ Þannig hefst falleg Facebook-færsla Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.

Því næst telur Halla upp það sem hún vill að Íslendingar geri nú:

„Ég biðla til ykkar í dag um að leggja það sem þið getið af mörkum:

1. Takið utanum ykkur sjálf og börnin ykkar. Kyrrðarstund í Lindakirkja (þgf) í dag er góður staður til slíks og matarborðið heima er það líka. Verum saman og tölum saman (og ekki bara í gegnum skjái og samfélagsmiðla, þó ég nýti þennan með trega til þess að biðla til ykkar)
2. Leitið leiða til að vera sjálf „riddarar kærleikans“ – veljið orðin ykkar vel – talið af mennsku og virðingu við og um aðra. Réttið út hönd þar sem þið vitið að þess er þörf.
3. Leggið minningarsjóði Bryndísar Klöru til það sem þið eruð aflögufær um. Sjóðurinn mun styðja við fræðslu, rann­sókn­ir og vit­und­ar­vakn­ingu til að koma í veg fyr­ir að slík­ar hörm­ung­ar end­ur­taki sig!!!!
Hægt er að leggja inná reikn­ing 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.“
Að lokum segir Halla að mikilvægt sé að ungmenninn okkar fái sjálft að móta hugmyndir um það sem betur má fara í samfélaginu.„Ég tel fátt mikilvægara en að unga fólkið okkar fái sjálft að móta hugmyndir um hvernig við gerum betur og er að beita mér – með þeim og fyrir þau. Ég hvet ykkur að lokum til að hlusta á þau, læra af þeim og hvetja þau og styðja með mennsku og kærleik. Ég vonast til að sjóðurinn geti stutt við þau í þeirri viðleitni og trúi því að okkar samfélag muni koma saman á sorgarstundu, draga línu í sandinn og stefna í betri átt. Við getum og verðum að vera breytingin sem við viljum og þurfum að sjá í okkar samfélagi.“

Nýjar upplýsingar um heilsu Bretakonungs: „Hann stendur sig mjög vel“

Karl og Kamilla

Heilsa Karls III Bretlandskonungs er leið í „jákvæðan farveg“ að sögn heimildarmanns innan hallarinnar en konungurinn hefur undirgengist krabbameinsmeðferð að undanförnu.

Hinn 75 ára gamli konungur greindist með sjúkdóminn í febrúar og hefur verið í áframhaldandi vikulegri meðferð. Hann tók sér fyrst frí frá konunglegum skyldum til að einbeita sér að bata sínum en fór síðar aftur á fullt.

Konungshjónin eyddu sumrinu á Balmoral innan en í október munu þau ferðast um Ástralíu og Samóa-eyjar. Fyrir ferðina hefur innanbúðarmaður gefið óopinberar fréttir af hinu dularfulla krabbameini konungsins, og það hljómar eins og góðar fréttir. Heimildarmaðurinn sagði við MailOnline: „Heilsan verður að vera í fyrsta sæti, þó að hún stefni í mjög jákvæða farveg.“

Fyrr í vikunni gaf drottningin einnig upplýsingar um veikindi eiginmanns síns í heimsókn í nýjustu Dyson-krabbameinsmiðstöðinni í dag, þar sem hún opnaði formlega bygginguna í Bath. Hún hitti sjúklinga, starfsfólk og stuðningsmenn miðstöðvarinnar, sem þjónustar yfir 500.000 manns víðs vegar um Suðvesturland Englands.

Á fundi með Suzy Moon frá Macmillan Partnership, sem spurðist fyrir um líðan konungsins, ítrekaði drottningin: „Hann stendur sig mjög vel.“

Kamilla hefur átt heiðurinn af því að halda virkinu þar sem konungurinn og prinsessan af Wales greindust bæði með krabbamein innan nokkurra vikna frá hvort öðru og tóku sér pásu frá konungslífinu, en Vilhjálmur prins einbeitti sér líka að því að vera við hlið eiginkonu sinnar og passa upp börnin þeirra þrjú.

Camilla, 77 ára, tók þátt í léttum orðaskiptum við Paul Holdway, 55 ára hjúkrunarfræðing og sjúkling sem gengst undir stofnfrumuígræðslu til að meðhöndla blóðkrabbamein hans. Þegar spurt var: „Hvernig líður þér?“ Holdway svaraði: „Ég er mjög þreyttur.“ Drottningin svaraði að bragði, með smá húmor,: „Karlmenn viðurkenna svoleiðis ekki,“ með tilvísun í eiginmann sinn, Karl.

Í mars opinberaði Katrín prinsessa í tilfinningaþrungnu myndbandi að hún hefði fengið krabbameinsgreiningu og væri í fyrirbyggjandi lyfjameðferð í kjölfar stórrar kviðarholsaðgerðar. Hún hefur líka tekið tíma frá opinberum skyldum en kom fram á Trooping the Colour-hestagöngunni í júní og þótti standa sig frábærlega.

Áður en hún kom fram í Trooping gaf hún út yfirlýsingu þar sem hún talaði um bata sinn. „Ég er að taka góðum framförum, en eins og allir sem fara í krabbameinslyfjameðferð munu vita þá eru góðir dagar og slæmir dagar,“ sagði prinsessan. „Á þessum slæmu dögum finnur þú fyrir máttleysi, þreytu og þú verður að gefa eftir og leyfa líkamanum að hvíla sig. En á góðu dögunum, þegar þér líður betur, vilt þú nýta þér líðanina vel.“

Mirror sagði frá málinu.

Grímulaus þjófnaður

Ólafur Ágúst Hraundal

Er litla fallega eyjan Ísland, spillinga- og þjófabæli auðvaldsins?

Segum stopp við þjófnaðinum, við þurfum ekki að horfa mjög langt frá okkur í samtímanum til að sjá spillinguna og rányrkjuna sem er að eiga sér stað í íslensku samfélagi. Horfum til Rússlands þar sem auðlindir og eigur ríkisins voru seldar eða gott sem gefnar til þeirra sem voru innmúraðir ríkisvaldinu og Venesúela þar sem öllu hefur verið rænt.

Við Íslendingar eigum að vera ein af ríkustu þjóðum heims. Þar sem við búum á matarkistu fullri af orku. En erum föst í þrælakistu spillingarbælisins. Fiskimiðin voru gefin vinum og vandamönnum þeirra er fóru með ríkisvaldið á þeim tíma. Núna eru menn farnir að tala um að einkavæða vindorkuna sem fer allt um allt og ekki enn komið vitrænt lagaumhverfi í kringum. Ríkisstjórnin er langt komin með að selja Íslandsbanka til velvalda flokkslima og eru leynt og ljóst að skrifa handrit að sölu Landsbankans.

Það er ekki svo langt síðan að Landsbankinn var neyddur í kaup á TM tryggingingum í einni ofbeldisfléttu elítunar og fyrrum hrunmanna. Það er alveg ótrúlegt að þurfa alltaf að selja það sem best gefur, sjálfa mjólkurkúna. Ef við lítum aðeins í baksýnisspegilinn þá er ekki langt síðan að þjóðin fékk skuldir bankana í fangið sem seldir voru útvöldum flokksgæðingum. Afhverju má þessi hagnaður ekki fara inn í samfélagið og um leið lækka þessa himin háu vexti?

Þjóðin verður af milljörðum

Lindarhvoll ehf í eigu ríkisins og Hilda ehf í eigu Seðlabankans. Allt eru þetta félög sem eru í eigu Íslensku þjóðarinnar. Þegar þeir sem stýra þessum félögum eru spurðir um viðskipti sem þar hafa átt sér stað, bera þau fyrir sig minnisleysi. Allt í þoku og þar við situr, þjóðin verður af milljörðum. Þetta er ekkert annað en arðrán um hábjartan dag.

Þeir sem stjórna og stýra okkar fallega landi eru svo skítsama um almúgan sem greiðir fyrir allt sukkið og svínaríið sem þrífst í fjármálakerfi landsins með gatslitna krónu. Enn ein bilunin sem við látum ganga yfir okkur er okkar mælski seðlabankastjóri sem er fyrrverandi meðlimur útrásarkórsins sem sannfærir þjóðina um að hann sé að stíga á bremsu þenslunnar með því að hafa hér himin háa stýrivexti sem eru í raun eldsneyti á verðbólguna sem eru um leið að sliga heimilin og fyrirtæki landsins. Fyrir utan vini hans og þau fyrirtæki sem hafa eignast megin þorra auðlinda og það fjármagn sem er í bönkunum. Það hafa aldrei verið eins miklir innlánsvextir í bankakerfinu sem er eingöngu gert fyrir fjármagnseigendur og vini seðlabankastjóra.

Hvernig má það vera að aumingjastjórnin sé að leyfa lagareldi án endurgjalds? Er það af ótta við að það vilji engin koma út að leika ef tekið er gjald fyrir? Hverjir eru að fá bitlinga? Á meðan eru Norðmenn farnir að setja stopp á lagareldið sem er að eyðileggja fallegu firðina þeirra, og eru þeir þó að taka gjald fyrir hvert tonn. Og það sama á við landeldið. Allt eru þetta auðlindir hvort sem það kemur úr sjó eða landi.

Stígum á þjófabremsuna

Nóg er komið af græðgisvæðingu auðvaldsins sem heldur þjóðinni í öndunarvél þjófanna.
Það er alveg sama hvert litið er þegar það kemur að innviðum samfélagsins það er allt mölétið. Allt fína kerfið sem búið að vera að mata okkur á, „það besta í heimi“ er með innantóma veggi, algjörlega holir að innan. Það er ekkert eðlilegt við það að eigendur útgerða eigi orðið flest öll arðbærustu fyrirtæki landsins.

Það er komin tími á að við stígum á þjófabremsuna og segjum stopp!

Við sem þjóð og samfélag eigum með réttu allar auðlindir landsins, fiskimiðin, raforkuna og vatnsveitur o.s.frv. Hættum að láta þjófana mata okkur af innantómum loforðum og vitfirringu. Nóg er nóg. Segjum stopp og heimtum þjóðnýtingu á þeim auðlindum sem skammsýnu ráðherrar vors lands hafa látið hafa af okkur með klækjum. Eignum samfélagsins er grímulaust stolið!

Almenningur burðast með skömmina

Fáum utanaðkomandi dómstóla þar sem gætt er jafnræðis, enga sérhagsmuni eða vengslatengsl við dómsvaldið. Við viljum ekki festast í þrælarpyttinum. Við sem þjóð og samfélag eigum að kalla eftir nýrri rannsóknarskýrslu um misnotkun á almannafé eftir hrunárin. Það er komin tími á að þessir arðræningjar svari til saka. Og við sem þjóð og samfélag fáum eigur okkar og sjálfstæði til baka.

Almenningur burðast með skömmina í hljóði yfir fjárhagsstöðu sinni. Lánin hækka og kaupmáttur minnkar. Stór hluti almennings hefur varla ofan í sig og á. Eftir að hafa farið eftir helstu fjármálaráðgjöfum glæpakórsins. Að bestu lánin eru óverðtryggð með breytilegum vöxtum og allt komið í skrúfuna. Nú er farin að hljóma ný mantra hjá þessum sömu snillingum „þetta er alveg að koma“. Þetta minnir óneitanlega á söng greiningardeildar bankanna þegar almenningi var ráðlagt að kaupa í hinum og þessum sjóðum rétt fyrir hrun. Öll rauðu ljósin eru farin að blikka í mælaborðinu. Almenningur er orðin svo dofin af gengdarlausum yfirgangi elítufjármálakefisins. Eða er stokkhólmseinkennið búið að hreiðra um sig í sálarvitund almennings?
Hvenær er nóg, nóg? Hvers vegna er ekkert gert? Búum við kannski í dulbúnu kommúnistaríki í boði sjálfstæðisbaráttunnar?

Ólafur Ágúst Hraundal

Raddir