Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-3.6 C
Reykjavik

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Jon Landau er látinn

Bandaríkjamaðurinn Jon Landau er lát­inn, aðeins 63ja ára að aldri; Landau fram­leiddi meðal ann­ars kvik­mynd­irn­ar Tit­anic og Avat­ar – sem eru á meðal allra vinsælustu kvikmynda allra tíma.

Landau er var lengi sam­starfs­fé­lagi leikstjórans kanadíska James Cameron, lést á föstu­daginn eft­ir bar­áttu við krabba­mein.

 

„Ég er kominn aftur – Ég vildi ekki fara“

Einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson, er kominn á nýjan til Burnely,en samt sem áður fór hann í raun aldrei.

Jóhann Berg sagði bless við Burnley í maí eftir að liðið náði eigi að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Nú er hins vegar staðan orðin allt önnur eða jafnvel sú sama: Í það minnsta er Jóhann Berg alls ekki á förum frá Burnley; kominn aftur eftir að hafa farið hvergi og þessi frábæri knattspyrnumaður er ánægður – lét hafa þetta eftir sér á á heimasíðu Burnley.

„Já! Ég er kominn aftur og ég er ótrúlega ánægður! Þetta félag hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Það var erfitt að skilja við það í þessari stöðu, eftir fallið. Ég vildi ekki fara. Ég vil hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima. Ég vissi líka að fótboltaferli mínum væri hvergi nærri lokið.“

Réðust inn á veitingastað og ætluðu að berja fjóra menn

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt en í allt sinnti hún einum 109 málum, frá því klukkan 17 um eftirmiðdegi til klukkan 5 í morgun.

Alls eru það sjö aðilar sem nú eru vistaðir í fangaklefa eftir næturbröltið.

Útkall barst í gærkvöld vegna líkamsárásar á veitingahúsi gegn fjórum mönnum; meintir gerendur voru farnir af vettvangi er lögreglu bar að garði.

Einn aðili er vistaður í fangageymslu í Kópavogi; vegna gruns um líkamsárás gegn öðrum aðila í nótt.

Þónokkur mál komu upp vegna ölvunar fólks; miðsvæðis og víðar; og nokkrir aðilar voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Einn aðili var tekinn höndum vegna óspekta á almannafæri í miðbænum. Við leitina á aðilanum fundust fíkniefni á honum; var hann vistaður í fangaklefa þar til hann yrði viðræðuhæfur.

Ölvaður ökumaður olli tjóni á umferðarmannvirki í Vesturbænum og var hann fluttur á lögreglustöð og þar dregið úr honum blóð og í kjölfarið vistaður í fangaklefa.

Eldur í Ármúla

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Eldur á veitingastað í Ármúla blossaði upp og var allt tiltækt slökkvilið sent út í gærkvöld.

Sem betur fer var enginn inni á staðnum er eldurinn kviknaði.

Slökkviliðið var þó ekki í neinum vandræðum því eldurinn var lítill sem og staðbundinn í grilli er slökkvilið bar þar að garði.

Ekki er vitað hversu miklar skemmdir urðu en ljóst að þær eru þónokkrar enda var veitingastaðurinn reykræstur.

Milla gefur upp rangt nafn

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og borgarstjórafrú, á í einkennilegu sambandi við nafn sitt.

Milla, sem er fædd árið 1990, er fyrst Íslendinga til að bera nafnið Milla sem fyrra nafn. Hún lýsti skemmtilegum uppákomum í tengslum við nafn sitt í þættinum Segðu mér á Rás 1. Hún sagði vera hætt að segja rétt til nafns þegar hún pantar borð á veitingastað. Ástæðan er sú að hún nennir ekki lengur að endurtaka nafnið þegar þjónustufólk hváir við. Hún gefi því gjarnan upp allt annað nafn og losni við að útskýra. Skemmtilegast finnst henni að gefa upp nafnið Einar sem liggur auðvitað nærri henni þar sem eiginmaður hennar er Einar Þorsteinsson borgarstjóri.

Milla á að baki feril sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hún upplýsti í viðtalinu að þegar pólitíkinn sleppti gæti hún hugsað sér að snúa sér að listum eða skapandi skrifum. Einn draumur hennar er sá að verða leikkona …

Felmtri sló á alla í Búðardal: „Þeir höfðu náð í Maríu heitina og hjeldu henni upp úr sjónum“

Flugbátur af sömu gerð og fórst í slysinu.

Flugbátur í eigu Loftleiða hófst á loft nálægt Búðardal með átta manneskjum innanborðs. Illa hafði gengið að koma flugbátnum á loft en það tókst í þriðju tilraun. En vélin komst ekki langt því er hún var komin í um 30 metra hæð, tók hún snarpa vinstri beygju og steyptist í sjóinn á vinstri væng og nef og hvolfdi um leið og í sjóinn var komið.

Fjórir létust, þrír særðust og einn komst lífs af án teljandi meiðsla. Þetta gerðist 13. mars árið 1947.

Morgunblaðið sagði frá slysinu daginn eftir á eftirfarandi hátt:

4 FARÞEGAR LÁTA LÍFIÐ Í FLUGSLYSI

FLUGBÁTUR HRAPAR VIÐ BÚÐARDAL
Átta manns voru í flugvjelinni

Í GÆRDAG hrapaði í sjóinn vestur við Búðardal Grumman flugbátur er var að leggja af stað. Í honum voru átta manns. Af sjö farþegum fórust fjórir.- Tvær konur, önnur hjeðan úr Reykjavík, en hin frá Búðardal, og tveir karlmenn. Annar frá ísafirði en hinn frá Búðardal. Af þeim fjórum sem bjargað var slapp aðeins einn ómeiddur. Er slysið vildi til, var veður hið besta og ládauður sjór. Þeir sem fórust með flug- bátnum voru:

Frú Elísabet Guðmundsdóttir, Búðardal, kona Magnúsar Rögnvaldssonar, verkstjóra í Búðardal. Hún var um fertugt.

Frú María Guðmundsdóttir, ekkja Guðjóns heitins Gamalielssonar, húsameistara, frá Bergstöðum við Bergstaðastræti, Reykjavík.

Einar Oddur Kristjánsson, gullsmiður, Ísafirði, lætur eftir sig konu og 3 uppkomin börn.

Magnús Sigurjónsson frá Hvammi í Dölum. Hann var ungur maður einhleypur.

Þeir sem björguðust: Þrem farþegum og flugmanninum var bjargað. Farþegarnir voru: Benedikt Gíslason, prentmyndagerðamaður, Reykjavík, frú Guðrún Arnadóttir, læknisfrú í Búðardal og Magnús Halldórsson frá Ketilsstöðum við Búðardal. Flugmaður var Jóhannes Markússon.

Á leið til Reykjavíkur


Grummanflugbátur þessi var eign h.f. Loftleiða. Ferðinni var heitið til Reykjavíkur. En bæði á Ísafirði og á Djúpuvík höfðu farþegar verið teknir. — María heitin Guðmundsdóttir kom í flugvjelina á Djúpuvík, en Einar O. Kristjánsson á Ísafirði. Flugvjelin settist á sjóinn skamt fyrir framan kauptúnið. Voru farþegarnir 5, sem ætluðu að taka sjer far með flug,- vjelinni fluttir á bát út í vjelina. Rjeru þeir bátnum tveir: Eiður Sigurðsson, bílstjóri í Búðardal og Aðalsteinn Guðmundsson, verkamaður. Er þeir höfðu skilað farþegunum út í vjelina snúa þeir á bátnum til lands. En mótorar flugvjelarinnar voru settir af stað. Eftir litla stund rennir flugmaður vjelinni til flugs. Lyftist hún lítið eitt upp frá sjávarfletinum. En síðan sjá menn sjer til mikillar skelfingar að flugvjelin tekur að hallast. — Hvolfist hún yfir á vinstri væng og snýst svo að það skiftir engum togum, að hún er á hvolfi í sjónum, en marar þar í kafi. Sjónarvottar geta enga grein gert sjer fyrir því hvað hafi verið orsök þess að svo fór. En hvað flugmaður segir um orsakir slyssins vissi blaðið ekki í gærkvöldi. Felmtri sló á alla í Búðardal yfir þessu sviplega slysi, sem þama gerðist fyrir augum þeirra án þess að nokkur gæti gert sjer grein fyrir orsökum þess.

Björgunarstarfið

Mennirnir á ferjubátnum, sem rjeru út að flugvjelinni með farþegana fylgdust með því, sem gerðist. Rjeru þeir nú lífróður út að flugvjelinni, þar sem hún lá í sjónum og maraði í kafi. Fimm af þeim, sem í vjelinni voru höfðu komist út úr henni. Flugmaðurinn, Jóhannes Markússon hafði komist upp á kjöl vjelarinnar og eins Benedikt Gíslason. Þeir höfðu náð í Maríu heitina og hjeldu henni upp úr sjónum.

En Magnús Halldórsson og eins frú Guðrún Árnadóttir höfðu náð taki á flugvjelinni, nálægt dyrunum og hjeldu sjer þar. Er blaðið átti tal við Eið Sigurðsson í gærkvöldi til þess að spyrja hann um nánari atvik að slysinu, skýrði hann m.a. svo frá að greiðlega hefði gengið fyrir þeim tveim, sem í bátnum voru að bjarga þeim, sem komist höfðu út úr vjelinni. — Gerði hann ráð fyrir að liðið hefðu um 15—20 mínútur frá því að flugvjelin hrapaði þangað til að þeir höfðu náð fólkinu í bátinn. En að því búnu taldi hann að ekkert viðlit hefði verið að bjarga þeim, sem inni í flugvjelinni voru. Því að flugvjelin var þá fyrir löngu full af sjó og sennilega að farþegarnir hafi aldrei losað sig úr sætisböndunum, sem spent voru um þá er flugvjelin skyldi hefja sig til flugs.

Hvernig komust þeir út?

Ekki er hægt að gera sjer grein fyrir því hvernig þeir komust út úr vjelinni, sem björguðust. Eiður sagði blaðinu, að Benedikt Gíslason hefði sagt sjeir, að hann hefði orðið þess var að flugvjelin fór að hallast ískyggilega mikið, þá sagt sjer, að er hann hefði orðið losað ólina, sem hann var bundinn með í sæti sitt. En hann hafði enga hugmynd um hvernig hann komst út úr flugvjelinni. Er Eiður og Aðalsteinn voru komnir með fólkið í land hlupu aðrir menn út í bátinn til þesg að róa út að flugvjelarflakinu og freista að ná þeim, sem þar voru eftir. En þeir voru ekkl komnir nema skamt frá landi er þeir sáu að flugvjelarflakið sökk. Óvíst var talið er í land kom hvort María heitin væri lífs eða liðin. Hóf hjeraðslæknir þegar lífgunartilraunir, en þær báru ekki árangur. Guðrún Ámadóttir, kona hjeraðslæknisins var handleggsbrotin. En flugmaður, talsvert særður á höfði. Benedikt var ósár. Magnús Ketilsson var lítils háttar meiddur. Skýrði læknirinn blaðinu svo frá í gærkvöldi, að þeim, sem meiddust liði bærilega.

 

Maðurinn fannst látinn

Lögreglan hefur nú greint frá því að leit að göngumanni í Suðursveit Í gærmorgun sé lokið; hófst leit að göngumanni í fjalllendi í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Segir í tilkynningu frá lögreglu að ásamt henni tóku björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni.

Því miður var það svo að á fjórða tímanum í gær fannst göngumaðurinn og var hann þá látinn.

Ekki verða veittar frekari upplýsingar.

Englendingar í undanúrslit á EM

Englendingar eru komnir áfram í undanúrslit á EM í fótbolta; þeir unnu sigur í vítaspyrnukeppni gegn Svisslendingum í átta liða úrslitunum í kvöld.

1-1 jafntefli varð niðurstaðan í venjulegum leiktíma sem og framlengingu.

Ekki gerðist margt á fyrstu 74 mínútum leiksins, en á þeirri 75. komust Svisslendingar yfir. Breel Embolo stýrði knettinum af miklu harðfylgi í enska markið.

Ekki tók það Englendinga langan tíma að jafna; aðeins fimm mínútum eftir mark Sviss jafnaði England metin; það gerði leikmaður Arsenal – Bukayo Saka með glæsilegu skoti sem fór í fjærstöngina og inn, 1-1 var lokastaðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Vítaspyrnukeppni þurfti því til að skera úr um sigurvegara þessaleiks.

Markvörður Englendinga, Jordan Pickford, varði fyrstu vítaspyrnu Svisslendinga sem lagði grunninn að sigrinum; Englendingar skoruðu úr öllum sínum vítaspyrnum og eru komnir í undanúrslit og mæta þar annaðhvort Hollendingum eða Tyrkjum, en sá leikur er nýhafinn.

England-Sviss – vítakeppnin:

1-0 Cole Palmer

1-0 Manuel Akanji

2-0 J Bellingham

2-1 Fabian Schär

3-1 Bukayo Saka

3-2 Xherdan Shaqiri

4-2 Ivan Toney

4-3 Zeki Amdouni

5-3 Trent Alexander-Arnold.

Talið að sex einstaklingar hafi orðið fyrir háorkuáverkum – Um ástand þeirra er ekki vitað

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Mikið var um að vera hjálögreglunni eins og svo oft áður. Til dæmis þetta:

Lögreglustöð 1 – Seltjarnarnes, Vesturbær, Miðbær og Austurbær

Ökumaður bifreiðar var handtekinn; grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaður reyndist sviptur ökurétti og var laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni og fékk maka sinn til að sækja sig á lögreglustöðina.

Stuttu síðar var ökumaðurinn sem hafði nýverið stöðvaður og handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur stöðvaður af annarri lögregluáhöfn tveimur götum frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Ökumaðurinn því handtekinn á ný grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að aka bifreið sviptur ökurétti í þriðja sinn. Ökumaðurinn var laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni.

Þá var ökumaður sektaður fyrir of hraðan akstur; þar sem mældur hraði reyndist 92 km/klst. á vegkafla sem er 50 km/klst. Ökumaður játar sök.

Einn enn ökumaðurinn var handtekinn – grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hefðbundið ferli.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær

Tilkynnt var um umferðarslys þar sem bifreið var ekið aftan á aðra þar sem hún var kyrrstæð á umferðarljósum. Önnur bifreiðin flutt af vettvangi með dráttarbifreið. Einn farþegi var fluttur með sjúkrabifreið til frekari skoðunar vegna minniháttar áverka.

Ökumaður var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíknefna og lyfja. Var fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð. Ökumaður laus úr haldi að blóðsýnatöku lokinni.

Tilkynnt var um umferðaróhapp þar sem bifreið er ekið á umferðarskilti. Tilkynnandi sér aðilana reyna að losa bifreiðina og segir þá augljóslega undir áhrifum. Lögregla fer á vettvang, báðir aðilar handteknir, grunaðir um ölvunarakstur. Þeir fluttur á lögreglustöð þar sem blóðsýni verða dregin úr þeim og þeir síðan vistaðir í fangaklefa þar til hægt verður að yfirheyra þá þar sem þeir voru ekki staðnir að akstrinum. Það er því enn óljóst hvor aðilinn ók bifreiðinni.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt

Tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða í hverfi 109 þar sem talið er að 5 til 6 einstaklingar hafi orðið fyrir háorkuáverkum. Lögregla fer á vettvang, lokar fyrir umferð og rannasakar málið. Ástand farþegar og ökumanna óþekkt á þessari stundu.

Ökumaður sektaður fyrir of hraðan akstur þar sem mældur hraði reyndist 117 km/klst. á vegkafla þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaður játar sök.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær

Tilkynnt um umferðarslys sem olli eignatjóni en ekki slys á fólki. Bifreiðin óökufær og hún dregin af vettvangi með dráttarbifreið, ökumaður kom sér sjálfur á Bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Jón Gnarr minnist Ellýjar með mikilli hlýju: „Ég heyri dillandi hlátur hennar óma“

Jón Gnarr ritar fallegan pistil um Ellý Katrínu – þar sem hann segir að „leiðir okkar Ellýjar lágu saman þegar ég varð borgarstjóri 2010. Hún var þá sviðsstjóri yfir Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Ég hreifst strax af henni einsog öllum öðrum sviðsstjórum borgarinnar.

Ég áttaði mig fljótt á því, í öllum þeim ólgusjó, sem borgin var að sigla í gegnum þá eftir hrun bankanna og áralangan pólitískan óstöðugleika í, að sviðsstjórarnir, æðstu stjórnendurnir myndu verða hornsteinninn í endurreisn borgarinnar. Þau höfðu reynsluna, þekkinguna, menntunina og ekki síst ástríðuna sem til þurfti. Átti ég einstaklega gott samstarf við þau öll.“

Bætir þessu við:

„Árið 2011 stóðum við meirihlutinn fyrir einhverjum umfangsmestu stjórnkerfisbreytingum sem Reykjavíkurborg hefur farið í gegnum. Embætti Borgarritara var endurvakið sem hluti af því ferli. Borgarritari er yfir miðlægri stjórnsýslu og starfar með borgarstjóra. Margt gott fólk sótti um þá stöðu en fremst meðal jafningja var Ellý Katrín og hreppti hún stöðuna.

Skrifstofa hennar var við hliðina á minni og unnum við mjög náið saman öll þau ár sem ég átti eftir að vinna í Ráðhúsinu. -Þessi kona er með svona 200 í greindarvísitölu ! man ég að ég sagði við Jógu konu mína þegar ég var að reyna að lýsa upplifun minni af samskiptum mínum við Ellý.

Ellý Katrín. Blessuð sé minning hennar.

Hún var ótrúlega greind en hafði líka til að bera þolinmæði, þrautseigju og æðruleysi til að fullnýta greindina. Hæglát og yfirveguð tókst hún þolinmóð á við verkefni dagsins og leysti þau af sinni alkunnu hæversku og lítillæti sem svo gjarnan einkennir gott og gáfað fólk.“

Jón bætir því við að „starfs okkar vegna þurftum við að ferðast mikið saman á ráðstefnur og fundi erlendis. Og þótt við værum gjörólíkir persónuleikar þá tókst með okkur einstök vinátta og engu líkara en við hefðum alltaf verið vinir.

Mér fannst gaman að koma vinkonu minni á óvart, segja eitthvað sem hún hafði ekki átt von á og sjá hana brosa. Mér fannst það líka það minnsta sem ég gat gert í allri þeirri alvöru sem við vorum að takast á við alla daga. Við náðum oft góðum hlátursköstum saman.

Og í gegnum samstarfið kynntist Ellý Jógu konu minni og við Magnúsi manni hennar.“

Hann heldur áfram og færir í tal að honum hafi alltaf verið „minnisstæð ferð sem við fórum öll saman til Færeyja sumarið 2012. Þessi ferð hafði afgerandi áhrif á okkur hjónin. Ég hafði aldrei komið þangað áður og varð fyrir miklum hughrifum. Mér fannst einsog ég hefði verið að uppgötva stað á Íslandi sem ég vissi ekki að væri til. En Ellý var af færeyskum ættum. Móðir hennar var þaðan en hafði ung flust til Íslands.

Ellý var einstaklega stolt af sinni færeysku arfleið.“

Jón minnist á að „það var svo margt sem gerðist í þessari ferð að það væri alltof langt mál að fara að telja það allt upp hér. En það var allt yndislegt. Vinátta okkar hélt áfram eftir að ég hætti hjá borginni. Það tókst líka mikil og öðruvísi vinátta á milli Jógu og Ellýjar. Það var okkur því mikið áfall þegar okkar elskulega og góða vinkona greindist með þennan hræðilega sjúkdóm.

En jafnvel því tók hún af því jafnaðargeði og æðruleysi sem einkenndi allt hennar líf, notaði stöðu sína til að upplýsa aðra og vera fyrirmynd.

Ég og við hjónin höfum fylgt okkar ástkæru vinkonu í gegnum veikindi hennar. Það hefur verið okkur einstaklega sárt að sjá hvernig fjarað hefur undan henni hægt og bítandi. Það er merkileg þjáning að vera manneskja. Þegar Ellý var orðin svo veik að hún var hætt að muna almennilega hver ég var þá fann ég samt alltaf svo sterkt hvað henni fannst vænt um mig og mikið til mín koma. Það var nokkuð sem maður fær ekki skilið nema með hjartanu.“

Jón vill ásamt konu sinni, Jógu, votta „fjölskyldu Ellýjar okkar innilegustu samúð. Við minnumst vinkonu okkar með hlýju og gleði. Þegar ég minnist Ellý Katrínar þá finn ég fyrir skarpri hugsun, umhyggju fyrir öllu manneskjulegu og ástríðu fyrir umhverfismálum. Og ég heyri dillandi hlátur hennar óma. Ég hvet að lokum öll til að kynna sér og styrkja minningarsjóð Ellý Katrínar. Markmið sjóðsins verður að veita árlega styrki til einstaklinga og verkefna sem mæta þörfum þeirra sem greinast með heilabilun, maka og annarra náinna aðstandenda. Öllum sem vilja leggja málefninu lið er bent á eftirfarandi reikning:

nr: 0370-22-087656 kt: 2008647519

Blessuð sé minning elsku Ellý Katrínar Guðmundsdóttur.

Ríkið búið að semja við Landsbankann vegna sölu á eignarhluta þess í Íslandsbanka

Búið er að semja við Landsbankann vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka; Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitaði eftir sjálfstæðum ráðgjafa frá bankanum til veita fjármála- og efnahagsráðuneytinu ráðgjöf um útboðið.

Útboð verða opin fyrir almenna fjárfesta sem og fagfjárfesta.

Kemur fram að ríkissjóður á nú 42,5 prósent hlut í Íslandsbanka og er ætlunin sú að um það bil helmingurinn verði seldur á þessu ári; eftirstandandi hlutur á því næsta; eftir því sem markaðsaðstæður leyfa, eins og segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

 

Smá sumar í kortunum – Hiti verður á bilinu 12 til 19 stig

Eins og svo oft áður – mjög oft – er þó nokkur munur á veðrinu á milli landshluta nú um helgina.

Samkvæmt spáverður vindur yfirleitt norðlægur; á bilinu 3 til 8 metrar á sekúndu.

Sunnan- og vestantil á Klakanum verður frekar léttskýjað; hiti á bilinu 12 til 19 stig.

Kemur fram að fyrir norðan og austan verður skýjað og dálítil súld. Mun hiti þar verður á bilinu 5 til 12 stig.

Tiltölulega seint á morgun sem og annað kvöld mun vindur snúast í vestlæga átt; þá mun létta til norðan- og austanlands.

Egill og áfengið: „Íslendingar drekka ekki mikið magn – en drekka sig fulla“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir fyrir sér áfengisneyslu hér á landi og í Grikklandi.

Segir:

„Merkilegt hvað áfengisneysla er menningarbundið fyrirbæri. Hér í Grikklandi kostar stór dós af bjór 1,50 evrur út úr búð. Áfengi er alls staðar á boðstólum. Samt drekka Grikkir frekar lítið og sjaldgæft að sjá áberandi drukkið fólk. Það þykir einfaldlega ófínt.“

Grikkland.

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson segir í athugasemd við færslu Egils:

„Grikkir innbyrða þó meira magn af vínanda en Íslendingar – einkum karlmennirnir. Það er raunar normið. Þjóðir Suður-Evrópu drekka jafnar og þéttar en þær í norðrinu sem þamba um helgar (og þá stundum illa). Íslendingar hafa nánast alla sína sögu verið sú kristna Evrópuþjóð sem drekkur minnst af áfengi, þótt við höfum verið að draga hratt á hina í seinni tíð.“

Stefán Pálsson sagnfræðingur.

Þá svarar Egill Stefáni:

„Íslendingar drekka ekki mikið magn – en drekka sig fulla.“

Lokaorðin átti Stefán:

Skandinavi með bjór.

„Sem er mjög skandinavískt… en kannski ekki til eftirbreytni.“

Tómas Erling Lindberg Hansson er látinn

Tómas Erling Lindberg Hansson er látinn.

Hann lést á Ríkisspítalanum í dönsku höfuðborginni Kaupmannahöfn.

Eftirlifandi eiginkona hans er Sigrún Sigurðardóttir; þau eignuðist saman þrjú börn: Hans Óttar Lindberg, Davíð Þór Lindberg og Lindu Rún Lindberg.

Hans Óttar Lindberg er líklega jafnbesti danski handbolta leikmaður allra tíma. Hann er sonur Tómasar Erlings og Sigrúnar.

Útför hans fer fram þann 18. júlí í Ølstykke.

Blessuð sé minning Tómasar Erlings.

Hryllingur í Héraðsdómi: „Ætlaði að kæfa mig með getnaðarlimi sínum og míga yfir gröf móður minnar“

Réttað var yfir Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni vegna ákæru um sex ofbeldisbrot; þar á meðal manndrápstilraun sem og lífshættulega hnífaárás á tvo menn í versluninni OK Market í mars á þessu ári.

Lögfræðingur er starfaði hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands þurfti að þola gengdarlausar ofsóknir af hendi Mohamad Kourani, Sýrlendingssins er réttað var yfir, en þetta kom fyrst fram á DV.

Kourani kom hingað til Íslands árið 2018; hlaut alþjóðlega vernd; hann hefur margoft brotið af sér hér á landi síðan; er margdæmdur: Meðal annars vegna líkamsárása og sprengjugabbs.

Það kemur fram að á undanförnum mánuðum hefur fólk stigið fram sem Kourani hefur hótað og ofsótt á síðustu árum; þar á meðal er vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson.

Strax við þingsetningu málsins gegn í Héraðsdómi Reykjaness hótaði Kourani dómara, lögreglumönnum, eigin lögmanni, túlki og fleira starfsfólki dómsins lífláti.

Við aðalmeðferð málsins hafði einnig í hótunum við blaðamann DV er leiddi til þess að dómari setti ofan í við Kourani.

Kona er kýs það að koma fram undir nafnleynd hjálpaði Kourani í starfi sínu sem lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands; Kourani sýndi henni lítið þakklæti fyrir og hóf að ofsækja hana vegna reiði yfir því að hún gat ekki aðstoðað hann að því marki sem hann hafði væntingar til um:

„Ég fæ ennþá brjálæðislega hræðslutilfinningu, kvíðahnút og kökk í hálsinn þegar ég heyri minnst á þennan mann en ég var ein af þeim útvöldu sem hann fékk á heilann,“ segir konan.

Í kjölfarið þurfti hún að ganga með neyðarhapp í nokkur ár vegna hótana Kourani sem voru vægast sagtógeðfelldar:

„Hann sagðist hlakka til að sprengja mig upp, ætlaði að kæfa mig með getnaðarlimi sínum, ætlaði að ganga frá börnunum mínum, ætlaði að míga yfir gröf móður minnar, já hann gekk svo langt að vera búinn að finna það út að móðir mín væri dáin, og svona mætti lengi telja. Kærugögnin skipta tugum blaðsíðna með hótunum, svívirðingum og viðbjóði.“

Að mati konunnar á Kourani ekki eiga heima í mannlegu samfélagi. Sagði líka þetta:

„Þetta gekk svona í mörg ár. Þessi maður er óstöðvandi, hann á ekki að eiga þann kost að draga að sér sama súrefni og við hin. Satt best að segja þá fann ég ekki fyrir miklu öryggi frá þessum meinta öryggishnappi þó að ég hafi fengið einn slíkan hjá lögreglu, enda viðbragðstíminn óheyrilegur líkt og ég fékk nokkrum sinnum að finna fyrir, þá var ég einnig með svokallaða krækju á símanúmerinu mínu sem og vinnusímanum svo ég yrði í forgangi myndi ég hringja inn til Neyðarlínunnar. Auk þess var málið fellt niður hjá lögreglu án útgáfu ákæru þannig að hann þurfi aldrei að svara fyrir þau brot sem ég varð fyrir af hans hálfu.“

Konan er á því að þáverandi vinnuveitandi sinn beri vissa ábyrgð í málinu:

„Ég tel að þáverandi vinnuveitandi minn hafi ekki sinnt skyldum sínum um að gæta öryggis á vinnustað enda fékk þetta að ganga á í langan tíma án nokkurra öryggisráðstafana og enn í dag mæti ég fullkomnu skilningsleysi af þeirra hálfu vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem mál þetta hefur haft á mína heilsu, en ég að lokum lagði inn kæru til lögreglu árið 2021 þegar heilsan mín var orðin þess eðlis að ég var hér um bil orðin óvinnufær. Ég fæ þá fyrrgreindan öryggishnapp sem ég var með þar til snemma á síðasta ári, en þá hafði ég játað mig sigraða og varð óvinnufær með öllu og lauk þar með störfum mínum fyrir Mannréttindaskrifstofu Íslands.“

Hún telur upp dæmi um helstu ofsóknaraðferðir Kourani í garð hennar:

„Þetta voru ýmist líflátshótanir, svívirðingar og ofsóknir sem bárust á vinnupósta, á Facebook og svo gerði hann í því að hringja að næturlagi á þeim tíma sem sími skrifstofunnar var framsendur til mín vegna COVID-lokana, og ýmist anda í símann, stynja í símann eða tala að því er virtist tungum. Þá kom hann líkt og fyrr greinir af og til inn á skrifstofur okkar að Túngötu, gekk framhjá gluggum skrifstofunnar, gerði ýmsar hreyfingar sem bentu til þess kynferðislega ofbeldis sem hann hafði oft hótað mér með, varnaði mér einu sinni aðgangi að skrifstofunni þegar ég mætti um morgun, þ.e. stóð fyrir framan skrifstofuna snemma morguns og svona mætti lengi telja.“

Konan segir að þeir aðilar er hafi orðið fyrir barðinu á ofsóknum Kourani verði lengi að jafna sig:

„Það mun taka mig, líkt og eflaust flesta aðra sem lent hafa í honum eða slíkum aðstæðum, mörg ár að jafna mig, – ef ég þá mun nokkurn tímann gera það að fullu.“

Kemur fram að lokum að dómur yfir Kourani fyrir árásina í OK Market sem og fleiri ofbeldisbrot verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 15. júlí. Héraðssaksóknari fer fram á 6 til 8 ára fangelsi í málinu.

Mennirnir verða yfirheyrðir í dag þar sem ekki er vitað hvor þeirra ók bifreiðinni

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Eins og svo oft áður var ansi mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt.

Ökumaður var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.

Hann var látinn laus að sýnatöku lokinni.

Stuttu síðar var maðurinn stöðvaður að nýju, ekki nema tveimur götum frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu.

Í úthverfi Reykjavæikurborgarar tilkynnti vitni um umferðaróhapp þar sem ekið hafði verið á umferðarskilti; ökumaður sem og farþegi bifreiðarinnar voru handteknir er þeir reyndu að losa bílinn; grunaðir um ölvunarakstur.

Þeir sofa nú úr sér í fangageymslum og verða yfirheyrðir í dag – þar sem ekki er vitað hvor þeirra ók.

Silfurfat Bjarna

Samfylkingin Kristrún
Kristrún Frostadóttir.

Eftir hrikalega útreið Íhaldsflokksins breska og stórsigur Verkamannaflokksins eru uppi vaxandi áhyggjur vegna Sjálfstæðisflokksins á Íslandi. Bjarni Benediktsson heldur þar um stjórnvölinn auk þess að vera forsætisráðherra í óþökk stærsta hluta íslensku þjóðarinnar. Allur líkur eru á því að næstu kosningar muni færa Samfylkingunni forsætisráðuneytið og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, taki við lyklunum af Bjarna.

Innan Sjálfstæðisflokknum er urgur vegna þessa ástands og leitað er í skúmaskotum Valhallar að verðugum arftaka Bjarna. Helst staldra menn þar við nafn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra sem hefur meðbyr þessi misserin.

Nokkur fullvissa er um að hrun flokksins niður fyrir 20 prósenta fylgi verði staðfest í kosningum. Bjarni er aftur á móti hinn rólegast á yfirborðinu og rígheldur í forsætisráðherrastólinn sem Katrín Jakobsdóttir og Vinstri-grænir færðu honum á silfurfati. Flestir eru sammála um að þetta hafi verðið hefndargjöf og flokkurinn hafi ekki ávinning af setu Bjarna í hinu háa embætti …

Útlendingur handtekinn grunaður um að skipuleggja hryðjuverk: „Verið að fylgjast með honum“

Alþingishúsið. Ljósmynd: Sikeri

Árið 2005 kom upp heldur betur vandræðalegt mál fyrir lögregluna en hún handtók ungan mann fyrir litlar sakir.

Fjallað var um málið í DV á sínum tíma en þar er sagt frá að ungur ítalskur arkitektarnemi sem heitir Luigi hafi verið handtekinn vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverkaárás. Af hverju hélt lögreglan að hann væri í slíkum hugleiðingum?

Jú, hann var að taka myndir af Alþingishúsinu og teikna myndir af því. Þetta varð til þess að lögreglan handtók hann á skemmtistaðnum Sirkus. Þegar fjölmiðlar reyndu að leita svara um málið hjá lögreglu voru ekki nein að fá.

„Hann ætlaði að vera hér lengur og fara í Bláa lónið og svona en hann var svo hræddur eftir þessa lífsreynslu að hann fór beint heim,“ sagði vinur Ítalans Luigi við DV en hann heitir einnig Luigi. „Lögreglan hefur verið að fylgjast með honum því þegar Luigi var að skemmta sér á Sirkus á föstudagskvöldið komu þeir og handtóku hann allt í einu,“ sagði Luigi, vinurinn sem býr hér á landi.

„Maðurinn hefur verið dökkur á skinn og hörund og þess vegna hefur hann verið handtekinn. Það er bara eitt orð um þetta mál og það orð er rugl,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um málið en Luigi var sleppt því ekki fundust neinar sannanir fyrir því að hann ætlaði að fremja hryðjuverk.

Flugslysið í Skerjafirði breytti lífi Gunnars á Völlum: „Örlagagyðjan var við hliðina á mér“

Gunnar á Völlum breytti lífi sínu árið 2000 - Mynd: Samtök Iðnaðarins

Í útvarpsþættinum Segðu Mér var fjölmiðlamaðurinn og viðskiptastjórinn Gunnar Sigurðarson, oft kallaður Gunnar á Völlum, til viðtals og fer þar yfir víðan völl.

Í þættinum ræðir hann meðal annars um að hafa breytt lífi sínu árið 2000 í kjölfar flugslyssins í Skerjafirði. Í því létust allir sex farþegar flugvélar sem var að fljúga frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur eftir Þjóðhátíð.

„Fyrir 25 árum tek ég mjög meðvitaða ákvörðun að ég ætla aldrei að særa fólk. Það má ekki,“ sagði Gunnar í viðtalinu og spurður nánar út í málið. „Það er erfitt að segja frá þessu. Þetta er eftir Skerjafjarðarflugslysið, þá tek ég þá ákvörðun að ég er hættur að vera vondur við fólk. Ég var ekki vondur, kannski grimmur. Lét fólk heyra það og töffaraskapast eins og ungur maður en ég ákvað að hætta því alveg.“

Gunnar útskýrir svo að hann hafi upphaflega átt að vera í flugvélinni sem hrapaði en á endanum farið í aðra flugvél.

„Ég var með sama flugfélagi og ég sá miðaróteringuna hverjir fóru í hvaða flugvél. Þannig að ég sá að ég var með þessum hópi sem að fór og ég tók við stjórnvölinn og mér finnst að ég hafi orðið til þess að ég var ekki í þeirri flugvél. Ég var að stýra og benda fólki og taka einhverja stjórnvöl og svo fékk ég bara grimmt sjokk. Svo gerðist þetta. Við erum í loftinu á sama tíma og þetta gerist og ég hef aldrei orðið eins flughræddur og í þeirri flugvél út af því að hún missti hæð. Þá held ég að ég hafi verið á sama tíma og hin fór niður. Örlagagyðjan var við hliðina á mér, ég leit á þetta sem annan séns. Ég ákvað það af því að ég var láta einhvern hinu megin heyra það. Héðan í frá er ég ekki að segja neitt slæmt við annað fólk.“

 

Blóðug hákarlaárás í Texas á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna – MYNDBAND

Tveir voru bitnir í Texas

Fólk sem kom til að njóta þjóðarhátíðadags Bandaríkjanna á South Parade eyju í Texas í gær lenti í mikilli hættu.

Ótrúlegt myndband af hákarlaárás í Texas gengur nú um netið og sýnir myndbandið konu sem fossblæddi eftir árásina en að sögn lögreglumanna á eyjunni voru tveir einstaklingar bitnir og þurfti að fljúga með annan þeirra á sjúkrahús með þyrlu. Engar frekari upplýsingar hafa borist um líðan þeirra.

Upphaflega var talið að um fjóra hákarla væri að ræða en eftir að hafa talað við vitni og skoðað myndbönd af atvikinu telja yfirvöld að um einn hákarl hafi verið að ræða og hann verið um það bil 180 sentimetra langur.

Hægt er að horfa á myndband af atvikinu hér

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Jon Landau er látinn

Bandaríkjamaðurinn Jon Landau er lát­inn, aðeins 63ja ára að aldri; Landau fram­leiddi meðal ann­ars kvik­mynd­irn­ar Tit­anic og Avat­ar – sem eru á meðal allra vinsælustu kvikmynda allra tíma.

Landau er var lengi sam­starfs­fé­lagi leikstjórans kanadíska James Cameron, lést á föstu­daginn eft­ir bar­áttu við krabba­mein.

 

„Ég er kominn aftur – Ég vildi ekki fara“

Einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson, er kominn á nýjan til Burnely,en samt sem áður fór hann í raun aldrei.

Jóhann Berg sagði bless við Burnley í maí eftir að liðið náði eigi að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Nú er hins vegar staðan orðin allt önnur eða jafnvel sú sama: Í það minnsta er Jóhann Berg alls ekki á förum frá Burnley; kominn aftur eftir að hafa farið hvergi og þessi frábæri knattspyrnumaður er ánægður – lét hafa þetta eftir sér á á heimasíðu Burnley.

„Já! Ég er kominn aftur og ég er ótrúlega ánægður! Þetta félag hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Það var erfitt að skilja við það í þessari stöðu, eftir fallið. Ég vildi ekki fara. Ég vil hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima. Ég vissi líka að fótboltaferli mínum væri hvergi nærri lokið.“

Réðust inn á veitingastað og ætluðu að berja fjóra menn

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt en í allt sinnti hún einum 109 málum, frá því klukkan 17 um eftirmiðdegi til klukkan 5 í morgun.

Alls eru það sjö aðilar sem nú eru vistaðir í fangaklefa eftir næturbröltið.

Útkall barst í gærkvöld vegna líkamsárásar á veitingahúsi gegn fjórum mönnum; meintir gerendur voru farnir af vettvangi er lögreglu bar að garði.

Einn aðili er vistaður í fangageymslu í Kópavogi; vegna gruns um líkamsárás gegn öðrum aðila í nótt.

Þónokkur mál komu upp vegna ölvunar fólks; miðsvæðis og víðar; og nokkrir aðilar voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Einn aðili var tekinn höndum vegna óspekta á almannafæri í miðbænum. Við leitina á aðilanum fundust fíkniefni á honum; var hann vistaður í fangaklefa þar til hann yrði viðræðuhæfur.

Ölvaður ökumaður olli tjóni á umferðarmannvirki í Vesturbænum og var hann fluttur á lögreglustöð og þar dregið úr honum blóð og í kjölfarið vistaður í fangaklefa.

Eldur í Ármúla

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Eldur á veitingastað í Ármúla blossaði upp og var allt tiltækt slökkvilið sent út í gærkvöld.

Sem betur fer var enginn inni á staðnum er eldurinn kviknaði.

Slökkviliðið var þó ekki í neinum vandræðum því eldurinn var lítill sem og staðbundinn í grilli er slökkvilið bar þar að garði.

Ekki er vitað hversu miklar skemmdir urðu en ljóst að þær eru þónokkrar enda var veitingastaðurinn reykræstur.

Milla gefur upp rangt nafn

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og borgarstjórafrú, á í einkennilegu sambandi við nafn sitt.

Milla, sem er fædd árið 1990, er fyrst Íslendinga til að bera nafnið Milla sem fyrra nafn. Hún lýsti skemmtilegum uppákomum í tengslum við nafn sitt í þættinum Segðu mér á Rás 1. Hún sagði vera hætt að segja rétt til nafns þegar hún pantar borð á veitingastað. Ástæðan er sú að hún nennir ekki lengur að endurtaka nafnið þegar þjónustufólk hváir við. Hún gefi því gjarnan upp allt annað nafn og losni við að útskýra. Skemmtilegast finnst henni að gefa upp nafnið Einar sem liggur auðvitað nærri henni þar sem eiginmaður hennar er Einar Þorsteinsson borgarstjóri.

Milla á að baki feril sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hún upplýsti í viðtalinu að þegar pólitíkinn sleppti gæti hún hugsað sér að snúa sér að listum eða skapandi skrifum. Einn draumur hennar er sá að verða leikkona …

Felmtri sló á alla í Búðardal: „Þeir höfðu náð í Maríu heitina og hjeldu henni upp úr sjónum“

Flugbátur af sömu gerð og fórst í slysinu.

Flugbátur í eigu Loftleiða hófst á loft nálægt Búðardal með átta manneskjum innanborðs. Illa hafði gengið að koma flugbátnum á loft en það tókst í þriðju tilraun. En vélin komst ekki langt því er hún var komin í um 30 metra hæð, tók hún snarpa vinstri beygju og steyptist í sjóinn á vinstri væng og nef og hvolfdi um leið og í sjóinn var komið.

Fjórir létust, þrír særðust og einn komst lífs af án teljandi meiðsla. Þetta gerðist 13. mars árið 1947.

Morgunblaðið sagði frá slysinu daginn eftir á eftirfarandi hátt:

4 FARÞEGAR LÁTA LÍFIÐ Í FLUGSLYSI

FLUGBÁTUR HRAPAR VIÐ BÚÐARDAL
Átta manns voru í flugvjelinni

Í GÆRDAG hrapaði í sjóinn vestur við Búðardal Grumman flugbátur er var að leggja af stað. Í honum voru átta manns. Af sjö farþegum fórust fjórir.- Tvær konur, önnur hjeðan úr Reykjavík, en hin frá Búðardal, og tveir karlmenn. Annar frá ísafirði en hinn frá Búðardal. Af þeim fjórum sem bjargað var slapp aðeins einn ómeiddur. Er slysið vildi til, var veður hið besta og ládauður sjór. Þeir sem fórust með flug- bátnum voru:

Frú Elísabet Guðmundsdóttir, Búðardal, kona Magnúsar Rögnvaldssonar, verkstjóra í Búðardal. Hún var um fertugt.

Frú María Guðmundsdóttir, ekkja Guðjóns heitins Gamalielssonar, húsameistara, frá Bergstöðum við Bergstaðastræti, Reykjavík.

Einar Oddur Kristjánsson, gullsmiður, Ísafirði, lætur eftir sig konu og 3 uppkomin börn.

Magnús Sigurjónsson frá Hvammi í Dölum. Hann var ungur maður einhleypur.

Þeir sem björguðust: Þrem farþegum og flugmanninum var bjargað. Farþegarnir voru: Benedikt Gíslason, prentmyndagerðamaður, Reykjavík, frú Guðrún Arnadóttir, læknisfrú í Búðardal og Magnús Halldórsson frá Ketilsstöðum við Búðardal. Flugmaður var Jóhannes Markússon.

Á leið til Reykjavíkur


Grummanflugbátur þessi var eign h.f. Loftleiða. Ferðinni var heitið til Reykjavíkur. En bæði á Ísafirði og á Djúpuvík höfðu farþegar verið teknir. — María heitin Guðmundsdóttir kom í flugvjelina á Djúpuvík, en Einar O. Kristjánsson á Ísafirði. Flugvjelin settist á sjóinn skamt fyrir framan kauptúnið. Voru farþegarnir 5, sem ætluðu að taka sjer far með flug,- vjelinni fluttir á bát út í vjelina. Rjeru þeir bátnum tveir: Eiður Sigurðsson, bílstjóri í Búðardal og Aðalsteinn Guðmundsson, verkamaður. Er þeir höfðu skilað farþegunum út í vjelina snúa þeir á bátnum til lands. En mótorar flugvjelarinnar voru settir af stað. Eftir litla stund rennir flugmaður vjelinni til flugs. Lyftist hún lítið eitt upp frá sjávarfletinum. En síðan sjá menn sjer til mikillar skelfingar að flugvjelin tekur að hallast. — Hvolfist hún yfir á vinstri væng og snýst svo að það skiftir engum togum, að hún er á hvolfi í sjónum, en marar þar í kafi. Sjónarvottar geta enga grein gert sjer fyrir því hvað hafi verið orsök þess að svo fór. En hvað flugmaður segir um orsakir slyssins vissi blaðið ekki í gærkvöldi. Felmtri sló á alla í Búðardal yfir þessu sviplega slysi, sem þama gerðist fyrir augum þeirra án þess að nokkur gæti gert sjer grein fyrir orsökum þess.

Björgunarstarfið

Mennirnir á ferjubátnum, sem rjeru út að flugvjelinni með farþegana fylgdust með því, sem gerðist. Rjeru þeir nú lífróður út að flugvjelinni, þar sem hún lá í sjónum og maraði í kafi. Fimm af þeim, sem í vjelinni voru höfðu komist út úr henni. Flugmaðurinn, Jóhannes Markússon hafði komist upp á kjöl vjelarinnar og eins Benedikt Gíslason. Þeir höfðu náð í Maríu heitina og hjeldu henni upp úr sjónum.

En Magnús Halldórsson og eins frú Guðrún Árnadóttir höfðu náð taki á flugvjelinni, nálægt dyrunum og hjeldu sjer þar. Er blaðið átti tal við Eið Sigurðsson í gærkvöldi til þess að spyrja hann um nánari atvik að slysinu, skýrði hann m.a. svo frá að greiðlega hefði gengið fyrir þeim tveim, sem í bátnum voru að bjarga þeim, sem komist höfðu út úr vjelinni. — Gerði hann ráð fyrir að liðið hefðu um 15—20 mínútur frá því að flugvjelin hrapaði þangað til að þeir höfðu náð fólkinu í bátinn. En að því búnu taldi hann að ekkert viðlit hefði verið að bjarga þeim, sem inni í flugvjelinni voru. Því að flugvjelin var þá fyrir löngu full af sjó og sennilega að farþegarnir hafi aldrei losað sig úr sætisböndunum, sem spent voru um þá er flugvjelin skyldi hefja sig til flugs.

Hvernig komust þeir út?

Ekki er hægt að gera sjer grein fyrir því hvernig þeir komust út úr vjelinni, sem björguðust. Eiður sagði blaðinu, að Benedikt Gíslason hefði sagt sjeir, að hann hefði orðið þess var að flugvjelin fór að hallast ískyggilega mikið, þá sagt sjer, að er hann hefði orðið losað ólina, sem hann var bundinn með í sæti sitt. En hann hafði enga hugmynd um hvernig hann komst út úr flugvjelinni. Er Eiður og Aðalsteinn voru komnir með fólkið í land hlupu aðrir menn út í bátinn til þesg að róa út að flugvjelarflakinu og freista að ná þeim, sem þar voru eftir. En þeir voru ekkl komnir nema skamt frá landi er þeir sáu að flugvjelarflakið sökk. Óvíst var talið er í land kom hvort María heitin væri lífs eða liðin. Hóf hjeraðslæknir þegar lífgunartilraunir, en þær báru ekki árangur. Guðrún Ámadóttir, kona hjeraðslæknisins var handleggsbrotin. En flugmaður, talsvert særður á höfði. Benedikt var ósár. Magnús Ketilsson var lítils háttar meiddur. Skýrði læknirinn blaðinu svo frá í gærkvöldi, að þeim, sem meiddust liði bærilega.

 

Maðurinn fannst látinn

Lögreglan hefur nú greint frá því að leit að göngumanni í Suðursveit Í gærmorgun sé lokið; hófst leit að göngumanni í fjalllendi í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Segir í tilkynningu frá lögreglu að ásamt henni tóku björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni.

Því miður var það svo að á fjórða tímanum í gær fannst göngumaðurinn og var hann þá látinn.

Ekki verða veittar frekari upplýsingar.

Englendingar í undanúrslit á EM

Englendingar eru komnir áfram í undanúrslit á EM í fótbolta; þeir unnu sigur í vítaspyrnukeppni gegn Svisslendingum í átta liða úrslitunum í kvöld.

1-1 jafntefli varð niðurstaðan í venjulegum leiktíma sem og framlengingu.

Ekki gerðist margt á fyrstu 74 mínútum leiksins, en á þeirri 75. komust Svisslendingar yfir. Breel Embolo stýrði knettinum af miklu harðfylgi í enska markið.

Ekki tók það Englendinga langan tíma að jafna; aðeins fimm mínútum eftir mark Sviss jafnaði England metin; það gerði leikmaður Arsenal – Bukayo Saka með glæsilegu skoti sem fór í fjærstöngina og inn, 1-1 var lokastaðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Vítaspyrnukeppni þurfti því til að skera úr um sigurvegara þessaleiks.

Markvörður Englendinga, Jordan Pickford, varði fyrstu vítaspyrnu Svisslendinga sem lagði grunninn að sigrinum; Englendingar skoruðu úr öllum sínum vítaspyrnum og eru komnir í undanúrslit og mæta þar annaðhvort Hollendingum eða Tyrkjum, en sá leikur er nýhafinn.

England-Sviss – vítakeppnin:

1-0 Cole Palmer

1-0 Manuel Akanji

2-0 J Bellingham

2-1 Fabian Schär

3-1 Bukayo Saka

3-2 Xherdan Shaqiri

4-2 Ivan Toney

4-3 Zeki Amdouni

5-3 Trent Alexander-Arnold.

Talið að sex einstaklingar hafi orðið fyrir háorkuáverkum – Um ástand þeirra er ekki vitað

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Mikið var um að vera hjálögreglunni eins og svo oft áður. Til dæmis þetta:

Lögreglustöð 1 – Seltjarnarnes, Vesturbær, Miðbær og Austurbær

Ökumaður bifreiðar var handtekinn; grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaður reyndist sviptur ökurétti og var laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni og fékk maka sinn til að sækja sig á lögreglustöðina.

Stuttu síðar var ökumaðurinn sem hafði nýverið stöðvaður og handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur stöðvaður af annarri lögregluáhöfn tveimur götum frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Ökumaðurinn því handtekinn á ný grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að aka bifreið sviptur ökurétti í þriðja sinn. Ökumaðurinn var laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni.

Þá var ökumaður sektaður fyrir of hraðan akstur; þar sem mældur hraði reyndist 92 km/klst. á vegkafla sem er 50 km/klst. Ökumaður játar sök.

Einn enn ökumaðurinn var handtekinn – grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hefðbundið ferli.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær

Tilkynnt var um umferðarslys þar sem bifreið var ekið aftan á aðra þar sem hún var kyrrstæð á umferðarljósum. Önnur bifreiðin flutt af vettvangi með dráttarbifreið. Einn farþegi var fluttur með sjúkrabifreið til frekari skoðunar vegna minniháttar áverka.

Ökumaður var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíknefna og lyfja. Var fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð. Ökumaður laus úr haldi að blóðsýnatöku lokinni.

Tilkynnt var um umferðaróhapp þar sem bifreið er ekið á umferðarskilti. Tilkynnandi sér aðilana reyna að losa bifreiðina og segir þá augljóslega undir áhrifum. Lögregla fer á vettvang, báðir aðilar handteknir, grunaðir um ölvunarakstur. Þeir fluttur á lögreglustöð þar sem blóðsýni verða dregin úr þeim og þeir síðan vistaðir í fangaklefa þar til hægt verður að yfirheyra þá þar sem þeir voru ekki staðnir að akstrinum. Það er því enn óljóst hvor aðilinn ók bifreiðinni.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt

Tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða í hverfi 109 þar sem talið er að 5 til 6 einstaklingar hafi orðið fyrir háorkuáverkum. Lögregla fer á vettvang, lokar fyrir umferð og rannasakar málið. Ástand farþegar og ökumanna óþekkt á þessari stundu.

Ökumaður sektaður fyrir of hraðan akstur þar sem mældur hraði reyndist 117 km/klst. á vegkafla þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaður játar sök.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær

Tilkynnt um umferðarslys sem olli eignatjóni en ekki slys á fólki. Bifreiðin óökufær og hún dregin af vettvangi með dráttarbifreið, ökumaður kom sér sjálfur á Bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Jón Gnarr minnist Ellýjar með mikilli hlýju: „Ég heyri dillandi hlátur hennar óma“

Jón Gnarr ritar fallegan pistil um Ellý Katrínu – þar sem hann segir að „leiðir okkar Ellýjar lágu saman þegar ég varð borgarstjóri 2010. Hún var þá sviðsstjóri yfir Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Ég hreifst strax af henni einsog öllum öðrum sviðsstjórum borgarinnar.

Ég áttaði mig fljótt á því, í öllum þeim ólgusjó, sem borgin var að sigla í gegnum þá eftir hrun bankanna og áralangan pólitískan óstöðugleika í, að sviðsstjórarnir, æðstu stjórnendurnir myndu verða hornsteinninn í endurreisn borgarinnar. Þau höfðu reynsluna, þekkinguna, menntunina og ekki síst ástríðuna sem til þurfti. Átti ég einstaklega gott samstarf við þau öll.“

Bætir þessu við:

„Árið 2011 stóðum við meirihlutinn fyrir einhverjum umfangsmestu stjórnkerfisbreytingum sem Reykjavíkurborg hefur farið í gegnum. Embætti Borgarritara var endurvakið sem hluti af því ferli. Borgarritari er yfir miðlægri stjórnsýslu og starfar með borgarstjóra. Margt gott fólk sótti um þá stöðu en fremst meðal jafningja var Ellý Katrín og hreppti hún stöðuna.

Skrifstofa hennar var við hliðina á minni og unnum við mjög náið saman öll þau ár sem ég átti eftir að vinna í Ráðhúsinu. -Þessi kona er með svona 200 í greindarvísitölu ! man ég að ég sagði við Jógu konu mína þegar ég var að reyna að lýsa upplifun minni af samskiptum mínum við Ellý.

Ellý Katrín. Blessuð sé minning hennar.

Hún var ótrúlega greind en hafði líka til að bera þolinmæði, þrautseigju og æðruleysi til að fullnýta greindina. Hæglát og yfirveguð tókst hún þolinmóð á við verkefni dagsins og leysti þau af sinni alkunnu hæversku og lítillæti sem svo gjarnan einkennir gott og gáfað fólk.“

Jón bætir því við að „starfs okkar vegna þurftum við að ferðast mikið saman á ráðstefnur og fundi erlendis. Og þótt við værum gjörólíkir persónuleikar þá tókst með okkur einstök vinátta og engu líkara en við hefðum alltaf verið vinir.

Mér fannst gaman að koma vinkonu minni á óvart, segja eitthvað sem hún hafði ekki átt von á og sjá hana brosa. Mér fannst það líka það minnsta sem ég gat gert í allri þeirri alvöru sem við vorum að takast á við alla daga. Við náðum oft góðum hlátursköstum saman.

Og í gegnum samstarfið kynntist Ellý Jógu konu minni og við Magnúsi manni hennar.“

Hann heldur áfram og færir í tal að honum hafi alltaf verið „minnisstæð ferð sem við fórum öll saman til Færeyja sumarið 2012. Þessi ferð hafði afgerandi áhrif á okkur hjónin. Ég hafði aldrei komið þangað áður og varð fyrir miklum hughrifum. Mér fannst einsog ég hefði verið að uppgötva stað á Íslandi sem ég vissi ekki að væri til. En Ellý var af færeyskum ættum. Móðir hennar var þaðan en hafði ung flust til Íslands.

Ellý var einstaklega stolt af sinni færeysku arfleið.“

Jón minnist á að „það var svo margt sem gerðist í þessari ferð að það væri alltof langt mál að fara að telja það allt upp hér. En það var allt yndislegt. Vinátta okkar hélt áfram eftir að ég hætti hjá borginni. Það tókst líka mikil og öðruvísi vinátta á milli Jógu og Ellýjar. Það var okkur því mikið áfall þegar okkar elskulega og góða vinkona greindist með þennan hræðilega sjúkdóm.

En jafnvel því tók hún af því jafnaðargeði og æðruleysi sem einkenndi allt hennar líf, notaði stöðu sína til að upplýsa aðra og vera fyrirmynd.

Ég og við hjónin höfum fylgt okkar ástkæru vinkonu í gegnum veikindi hennar. Það hefur verið okkur einstaklega sárt að sjá hvernig fjarað hefur undan henni hægt og bítandi. Það er merkileg þjáning að vera manneskja. Þegar Ellý var orðin svo veik að hún var hætt að muna almennilega hver ég var þá fann ég samt alltaf svo sterkt hvað henni fannst vænt um mig og mikið til mín koma. Það var nokkuð sem maður fær ekki skilið nema með hjartanu.“

Jón vill ásamt konu sinni, Jógu, votta „fjölskyldu Ellýjar okkar innilegustu samúð. Við minnumst vinkonu okkar með hlýju og gleði. Þegar ég minnist Ellý Katrínar þá finn ég fyrir skarpri hugsun, umhyggju fyrir öllu manneskjulegu og ástríðu fyrir umhverfismálum. Og ég heyri dillandi hlátur hennar óma. Ég hvet að lokum öll til að kynna sér og styrkja minningarsjóð Ellý Katrínar. Markmið sjóðsins verður að veita árlega styrki til einstaklinga og verkefna sem mæta þörfum þeirra sem greinast með heilabilun, maka og annarra náinna aðstandenda. Öllum sem vilja leggja málefninu lið er bent á eftirfarandi reikning:

nr: 0370-22-087656 kt: 2008647519

Blessuð sé minning elsku Ellý Katrínar Guðmundsdóttur.

Ríkið búið að semja við Landsbankann vegna sölu á eignarhluta þess í Íslandsbanka

Búið er að semja við Landsbankann vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka; Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitaði eftir sjálfstæðum ráðgjafa frá bankanum til veita fjármála- og efnahagsráðuneytinu ráðgjöf um útboðið.

Útboð verða opin fyrir almenna fjárfesta sem og fagfjárfesta.

Kemur fram að ríkissjóður á nú 42,5 prósent hlut í Íslandsbanka og er ætlunin sú að um það bil helmingurinn verði seldur á þessu ári; eftirstandandi hlutur á því næsta; eftir því sem markaðsaðstæður leyfa, eins og segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

 

Smá sumar í kortunum – Hiti verður á bilinu 12 til 19 stig

Eins og svo oft áður – mjög oft – er þó nokkur munur á veðrinu á milli landshluta nú um helgina.

Samkvæmt spáverður vindur yfirleitt norðlægur; á bilinu 3 til 8 metrar á sekúndu.

Sunnan- og vestantil á Klakanum verður frekar léttskýjað; hiti á bilinu 12 til 19 stig.

Kemur fram að fyrir norðan og austan verður skýjað og dálítil súld. Mun hiti þar verður á bilinu 5 til 12 stig.

Tiltölulega seint á morgun sem og annað kvöld mun vindur snúast í vestlæga átt; þá mun létta til norðan- og austanlands.

Egill og áfengið: „Íslendingar drekka ekki mikið magn – en drekka sig fulla“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir fyrir sér áfengisneyslu hér á landi og í Grikklandi.

Segir:

„Merkilegt hvað áfengisneysla er menningarbundið fyrirbæri. Hér í Grikklandi kostar stór dós af bjór 1,50 evrur út úr búð. Áfengi er alls staðar á boðstólum. Samt drekka Grikkir frekar lítið og sjaldgæft að sjá áberandi drukkið fólk. Það þykir einfaldlega ófínt.“

Grikkland.

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson segir í athugasemd við færslu Egils:

„Grikkir innbyrða þó meira magn af vínanda en Íslendingar – einkum karlmennirnir. Það er raunar normið. Þjóðir Suður-Evrópu drekka jafnar og þéttar en þær í norðrinu sem þamba um helgar (og þá stundum illa). Íslendingar hafa nánast alla sína sögu verið sú kristna Evrópuþjóð sem drekkur minnst af áfengi, þótt við höfum verið að draga hratt á hina í seinni tíð.“

Stefán Pálsson sagnfræðingur.

Þá svarar Egill Stefáni:

„Íslendingar drekka ekki mikið magn – en drekka sig fulla.“

Lokaorðin átti Stefán:

Skandinavi með bjór.

„Sem er mjög skandinavískt… en kannski ekki til eftirbreytni.“

Tómas Erling Lindberg Hansson er látinn

Tómas Erling Lindberg Hansson er látinn.

Hann lést á Ríkisspítalanum í dönsku höfuðborginni Kaupmannahöfn.

Eftirlifandi eiginkona hans er Sigrún Sigurðardóttir; þau eignuðist saman þrjú börn: Hans Óttar Lindberg, Davíð Þór Lindberg og Lindu Rún Lindberg.

Hans Óttar Lindberg er líklega jafnbesti danski handbolta leikmaður allra tíma. Hann er sonur Tómasar Erlings og Sigrúnar.

Útför hans fer fram þann 18. júlí í Ølstykke.

Blessuð sé minning Tómasar Erlings.

Hryllingur í Héraðsdómi: „Ætlaði að kæfa mig með getnaðarlimi sínum og míga yfir gröf móður minnar“

Réttað var yfir Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni vegna ákæru um sex ofbeldisbrot; þar á meðal manndrápstilraun sem og lífshættulega hnífaárás á tvo menn í versluninni OK Market í mars á þessu ári.

Lögfræðingur er starfaði hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands þurfti að þola gengdarlausar ofsóknir af hendi Mohamad Kourani, Sýrlendingssins er réttað var yfir, en þetta kom fyrst fram á DV.

Kourani kom hingað til Íslands árið 2018; hlaut alþjóðlega vernd; hann hefur margoft brotið af sér hér á landi síðan; er margdæmdur: Meðal annars vegna líkamsárása og sprengjugabbs.

Það kemur fram að á undanförnum mánuðum hefur fólk stigið fram sem Kourani hefur hótað og ofsótt á síðustu árum; þar á meðal er vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson.

Strax við þingsetningu málsins gegn í Héraðsdómi Reykjaness hótaði Kourani dómara, lögreglumönnum, eigin lögmanni, túlki og fleira starfsfólki dómsins lífláti.

Við aðalmeðferð málsins hafði einnig í hótunum við blaðamann DV er leiddi til þess að dómari setti ofan í við Kourani.

Kona er kýs það að koma fram undir nafnleynd hjálpaði Kourani í starfi sínu sem lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands; Kourani sýndi henni lítið þakklæti fyrir og hóf að ofsækja hana vegna reiði yfir því að hún gat ekki aðstoðað hann að því marki sem hann hafði væntingar til um:

„Ég fæ ennþá brjálæðislega hræðslutilfinningu, kvíðahnút og kökk í hálsinn þegar ég heyri minnst á þennan mann en ég var ein af þeim útvöldu sem hann fékk á heilann,“ segir konan.

Í kjölfarið þurfti hún að ganga með neyðarhapp í nokkur ár vegna hótana Kourani sem voru vægast sagtógeðfelldar:

„Hann sagðist hlakka til að sprengja mig upp, ætlaði að kæfa mig með getnaðarlimi sínum, ætlaði að ganga frá börnunum mínum, ætlaði að míga yfir gröf móður minnar, já hann gekk svo langt að vera búinn að finna það út að móðir mín væri dáin, og svona mætti lengi telja. Kærugögnin skipta tugum blaðsíðna með hótunum, svívirðingum og viðbjóði.“

Að mati konunnar á Kourani ekki eiga heima í mannlegu samfélagi. Sagði líka þetta:

„Þetta gekk svona í mörg ár. Þessi maður er óstöðvandi, hann á ekki að eiga þann kost að draga að sér sama súrefni og við hin. Satt best að segja þá fann ég ekki fyrir miklu öryggi frá þessum meinta öryggishnappi þó að ég hafi fengið einn slíkan hjá lögreglu, enda viðbragðstíminn óheyrilegur líkt og ég fékk nokkrum sinnum að finna fyrir, þá var ég einnig með svokallaða krækju á símanúmerinu mínu sem og vinnusímanum svo ég yrði í forgangi myndi ég hringja inn til Neyðarlínunnar. Auk þess var málið fellt niður hjá lögreglu án útgáfu ákæru þannig að hann þurfi aldrei að svara fyrir þau brot sem ég varð fyrir af hans hálfu.“

Konan er á því að þáverandi vinnuveitandi sinn beri vissa ábyrgð í málinu:

„Ég tel að þáverandi vinnuveitandi minn hafi ekki sinnt skyldum sínum um að gæta öryggis á vinnustað enda fékk þetta að ganga á í langan tíma án nokkurra öryggisráðstafana og enn í dag mæti ég fullkomnu skilningsleysi af þeirra hálfu vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem mál þetta hefur haft á mína heilsu, en ég að lokum lagði inn kæru til lögreglu árið 2021 þegar heilsan mín var orðin þess eðlis að ég var hér um bil orðin óvinnufær. Ég fæ þá fyrrgreindan öryggishnapp sem ég var með þar til snemma á síðasta ári, en þá hafði ég játað mig sigraða og varð óvinnufær með öllu og lauk þar með störfum mínum fyrir Mannréttindaskrifstofu Íslands.“

Hún telur upp dæmi um helstu ofsóknaraðferðir Kourani í garð hennar:

„Þetta voru ýmist líflátshótanir, svívirðingar og ofsóknir sem bárust á vinnupósta, á Facebook og svo gerði hann í því að hringja að næturlagi á þeim tíma sem sími skrifstofunnar var framsendur til mín vegna COVID-lokana, og ýmist anda í símann, stynja í símann eða tala að því er virtist tungum. Þá kom hann líkt og fyrr greinir af og til inn á skrifstofur okkar að Túngötu, gekk framhjá gluggum skrifstofunnar, gerði ýmsar hreyfingar sem bentu til þess kynferðislega ofbeldis sem hann hafði oft hótað mér með, varnaði mér einu sinni aðgangi að skrifstofunni þegar ég mætti um morgun, þ.e. stóð fyrir framan skrifstofuna snemma morguns og svona mætti lengi telja.“

Konan segir að þeir aðilar er hafi orðið fyrir barðinu á ofsóknum Kourani verði lengi að jafna sig:

„Það mun taka mig, líkt og eflaust flesta aðra sem lent hafa í honum eða slíkum aðstæðum, mörg ár að jafna mig, – ef ég þá mun nokkurn tímann gera það að fullu.“

Kemur fram að lokum að dómur yfir Kourani fyrir árásina í OK Market sem og fleiri ofbeldisbrot verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 15. júlí. Héraðssaksóknari fer fram á 6 til 8 ára fangelsi í málinu.

Mennirnir verða yfirheyrðir í dag þar sem ekki er vitað hvor þeirra ók bifreiðinni

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Eins og svo oft áður var ansi mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt.

Ökumaður var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.

Hann var látinn laus að sýnatöku lokinni.

Stuttu síðar var maðurinn stöðvaður að nýju, ekki nema tveimur götum frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu.

Í úthverfi Reykjavæikurborgarar tilkynnti vitni um umferðaróhapp þar sem ekið hafði verið á umferðarskilti; ökumaður sem og farþegi bifreiðarinnar voru handteknir er þeir reyndu að losa bílinn; grunaðir um ölvunarakstur.

Þeir sofa nú úr sér í fangageymslum og verða yfirheyrðir í dag – þar sem ekki er vitað hvor þeirra ók.

Silfurfat Bjarna

Samfylkingin Kristrún
Kristrún Frostadóttir.

Eftir hrikalega útreið Íhaldsflokksins breska og stórsigur Verkamannaflokksins eru uppi vaxandi áhyggjur vegna Sjálfstæðisflokksins á Íslandi. Bjarni Benediktsson heldur þar um stjórnvölinn auk þess að vera forsætisráðherra í óþökk stærsta hluta íslensku þjóðarinnar. Allur líkur eru á því að næstu kosningar muni færa Samfylkingunni forsætisráðuneytið og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, taki við lyklunum af Bjarna.

Innan Sjálfstæðisflokknum er urgur vegna þessa ástands og leitað er í skúmaskotum Valhallar að verðugum arftaka Bjarna. Helst staldra menn þar við nafn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra sem hefur meðbyr þessi misserin.

Nokkur fullvissa er um að hrun flokksins niður fyrir 20 prósenta fylgi verði staðfest í kosningum. Bjarni er aftur á móti hinn rólegast á yfirborðinu og rígheldur í forsætisráðherrastólinn sem Katrín Jakobsdóttir og Vinstri-grænir færðu honum á silfurfati. Flestir eru sammála um að þetta hafi verðið hefndargjöf og flokkurinn hafi ekki ávinning af setu Bjarna í hinu háa embætti …

Útlendingur handtekinn grunaður um að skipuleggja hryðjuverk: „Verið að fylgjast með honum“

Alþingishúsið. Ljósmynd: Sikeri

Árið 2005 kom upp heldur betur vandræðalegt mál fyrir lögregluna en hún handtók ungan mann fyrir litlar sakir.

Fjallað var um málið í DV á sínum tíma en þar er sagt frá að ungur ítalskur arkitektarnemi sem heitir Luigi hafi verið handtekinn vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverkaárás. Af hverju hélt lögreglan að hann væri í slíkum hugleiðingum?

Jú, hann var að taka myndir af Alþingishúsinu og teikna myndir af því. Þetta varð til þess að lögreglan handtók hann á skemmtistaðnum Sirkus. Þegar fjölmiðlar reyndu að leita svara um málið hjá lögreglu voru ekki nein að fá.

„Hann ætlaði að vera hér lengur og fara í Bláa lónið og svona en hann var svo hræddur eftir þessa lífsreynslu að hann fór beint heim,“ sagði vinur Ítalans Luigi við DV en hann heitir einnig Luigi. „Lögreglan hefur verið að fylgjast með honum því þegar Luigi var að skemmta sér á Sirkus á föstudagskvöldið komu þeir og handtóku hann allt í einu,“ sagði Luigi, vinurinn sem býr hér á landi.

„Maðurinn hefur verið dökkur á skinn og hörund og þess vegna hefur hann verið handtekinn. Það er bara eitt orð um þetta mál og það orð er rugl,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um málið en Luigi var sleppt því ekki fundust neinar sannanir fyrir því að hann ætlaði að fremja hryðjuverk.

Flugslysið í Skerjafirði breytti lífi Gunnars á Völlum: „Örlagagyðjan var við hliðina á mér“

Gunnar á Völlum breytti lífi sínu árið 2000 - Mynd: Samtök Iðnaðarins

Í útvarpsþættinum Segðu Mér var fjölmiðlamaðurinn og viðskiptastjórinn Gunnar Sigurðarson, oft kallaður Gunnar á Völlum, til viðtals og fer þar yfir víðan völl.

Í þættinum ræðir hann meðal annars um að hafa breytt lífi sínu árið 2000 í kjölfar flugslyssins í Skerjafirði. Í því létust allir sex farþegar flugvélar sem var að fljúga frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur eftir Þjóðhátíð.

„Fyrir 25 árum tek ég mjög meðvitaða ákvörðun að ég ætla aldrei að særa fólk. Það má ekki,“ sagði Gunnar í viðtalinu og spurður nánar út í málið. „Það er erfitt að segja frá þessu. Þetta er eftir Skerjafjarðarflugslysið, þá tek ég þá ákvörðun að ég er hættur að vera vondur við fólk. Ég var ekki vondur, kannski grimmur. Lét fólk heyra það og töffaraskapast eins og ungur maður en ég ákvað að hætta því alveg.“

Gunnar útskýrir svo að hann hafi upphaflega átt að vera í flugvélinni sem hrapaði en á endanum farið í aðra flugvél.

„Ég var með sama flugfélagi og ég sá miðaróteringuna hverjir fóru í hvaða flugvél. Þannig að ég sá að ég var með þessum hópi sem að fór og ég tók við stjórnvölinn og mér finnst að ég hafi orðið til þess að ég var ekki í þeirri flugvél. Ég var að stýra og benda fólki og taka einhverja stjórnvöl og svo fékk ég bara grimmt sjokk. Svo gerðist þetta. Við erum í loftinu á sama tíma og þetta gerist og ég hef aldrei orðið eins flughræddur og í þeirri flugvél út af því að hún missti hæð. Þá held ég að ég hafi verið á sama tíma og hin fór niður. Örlagagyðjan var við hliðina á mér, ég leit á þetta sem annan séns. Ég ákvað það af því að ég var láta einhvern hinu megin heyra það. Héðan í frá er ég ekki að segja neitt slæmt við annað fólk.“

 

Blóðug hákarlaárás í Texas á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna – MYNDBAND

Tveir voru bitnir í Texas

Fólk sem kom til að njóta þjóðarhátíðadags Bandaríkjanna á South Parade eyju í Texas í gær lenti í mikilli hættu.

Ótrúlegt myndband af hákarlaárás í Texas gengur nú um netið og sýnir myndbandið konu sem fossblæddi eftir árásina en að sögn lögreglumanna á eyjunni voru tveir einstaklingar bitnir og þurfti að fljúga með annan þeirra á sjúkrahús með þyrlu. Engar frekari upplýsingar hafa borist um líðan þeirra.

Upphaflega var talið að um fjóra hákarla væri að ræða en eftir að hafa talað við vitni og skoðað myndbönd af atvikinu telja yfirvöld að um einn hákarl hafi verið að ræða og hann verið um það bil 180 sentimetra langur.

Hægt er að horfa á myndband af atvikinu hér

Raddir