Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Tennisstjarna trylltist eftir eigin mistök á Wimbledon-mótinu – MYNDBAND

Andrey Rublev trylltist

Tennisstjarnan Andrey Rublev missti algjörlega stjórn á skapi sínu í leik hans á Wimbledon stórmótinu á þriðjudaginn.

Rublev var að keppa á móti Francisco Comesana. Rublev sló skot Comsesana út langt fyrir völlinn og varð það til þess að Rublev hóf að slá sig ítrekað með tennisspaða sínum, alls sjö sinnum, af mikilli hörku. Á endanum tapaði Rublev leiknum og ljóst er reiðiskast Rublev varð til þess að fólk mun seint gleyma þessari viðureign.

„Ég gat þetta ekki lengur, ég þurfti að hleypa tilfinningunum út,“ sagði tennisspilarinn í viðtali eftir leikinn og viðurkenndi að hann þurfi að læra stjórna tilfinningum sínum betur í framtíðinni en hann er um þessar mundir einn af tíu bestu tennisspilurum heimsins.

 

Fjársvikari borðaði sig saddan og hvarf sporlaust – Ökuníðingur eltur uppi í miðborginni

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Svikahrappur mætti á veitingastað í Múlunum og át sig saddan af lystisemdum staðarins. Þegar máltíðnni lauk lét gesturinn sig hverfa og hljópst á brott frá ógreiddum reikningi.  Lögreglu var tilkynnt um fjársvikin. Maðurinnn er enn ófundinn.

Í miðborginni bar það til tíðinda að ökufantur varð valdur að árekstri og lét sig hverfa í snarhasti. Lögreglan sýndi snarræði og náði að stöðva ökumanninn sem reyndist ekki vera með sjálfum sér. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var læstur inni í fangaklefa þar sem hann dúsir fram eftir morgni.

Ökumaður var stöðvaður fyrir að aka á móti rauðu umferðarljósi. Mál hans var afgreitt með sekt. Hann þarf að greiða 50 þúsund krónur.
Búðarþjófur var gripinn í Hafnarfirði. Mál hans var afgreitt á vettvangi. Á sömu slóðum var ökumaður stöðvaður fyrir hraðakstur í íbúðahverfi. Hann var á 89 kílómetra hraða og þarf að greið avæna fólgu í sekt.  Þá stöðvaði Hafnarfjarðarlögregla ökumann fyrir að tala í sína án þess að nota handfrjálsan búnað. Sá málglaði þarf að greiða 40 þúsund krónur.

Búðarþjófur var gómaður í Breiðholti. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Ofbeldismaður gar handtekinn fyrir líkamsárás í Garðabæ. Hann var læstur inni í fangageymslu.

Útlendingur var staðinn að ósæmilegri hegðun á almannafæri í miðborginni í gær. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Íris lúskrar á Binna

Íris Róbertsdóttir

Ólga er í Vestmannaeyjum eftir að meirihluti bæjarstjórnar þar krafði Vinnslustöðina um himinháar bætur vegna þess að skip útgerðarinnar eyðilagði vatnslögnina til bæjarins. Óhappið varð með þeim hætti að skipstjórnendur drógu að ástæðulausu á eftir sér ankeri með þessum afleiðingum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og einn hluthafa, harðneitar að borga allan kostnað vegna óhappsins en telur rétt að bæjarbúar standi undir stærstum hluta af þeim 1500 milljónum sem kostar að gera við lögnina.

Nú er svo komið að Vestmannaeyjabær ætlar að fara mál við Binna og félaga. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri upplýsti í viðtali við RÚV að ekki yrði hvikað frá kröfunni. Sjálfur er Sigurgeir fastur fyrir. Hann er þekktur fyrir að vera átakasækinn og bæði stífur og þver. Íris bæjarstjóri er kunn fyrir að láta ekki vaða yfir sig. Þarna er því sem skrattinnn sé að fást við ömmu sína og líklegt þykir að Binni fái á baukinn.

Vinnslustöðin hefur hagnast vel undanfarin ár og víst að eigendurnir þurfa ekki á hjálp bæjarbúa til að greiða fyrir þann skaða sem félagið veldur. Það stefnir í blóðug átök í Eyjum …

Segist hafa verið stöðvuð vegna litarhafts: „Fólk trúir því alltaf að lögreglan sé rasisti“

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Hin 38 ára gamla Irine Finn var vægast sagt ósátt með hegðun lögreglumanna á Íslandi árið 2004 og ásakaði þá um rasisma.

„Þeir komu svona fram við mig því ég er svört,“ sagði Irine Finn í samtali við DV um málið árið 2004. Samkvæmt henni var hún stöðvuð vegna þess að hún var með bilaðan ljósabúnað og fyrir vera án ökuskírteinis en lögreglumennirnir spurðu ítrekað hvort hún væri íslensku ríkisborgari. „Ég spurði hvaða máli það skipti,“ sagði Irine. „Lögreglumaðurinn hafði tekið debetkortið mitt en vildi ekki láta mig fá það nema ég svaraði spurningunni. Ég hef átt heima hérna í fimmtán ár og þarf ekki að sanna fyrir neinum að ég sé íslenskur ríkisborgari.Þeir spurðu mig bara af því ég er svört.“

Á endanum fékk hún þó kortið sitt baka en hún var sektuð um 15.000 krónur. Samkvæmt skýrslu lögreglumannanna á hún að hafa sýnt mótþróa.

„Við getum illa ráðið við þetta. Reglurnar á Schengen-svæðinu gera það að verkum að eftirlit með landamærum er orðið innan landamæranna. Þannig ber lögreglumönnum að kanna skilríki þeirra sem við teljum vera útlendinga. Þetta er hins vegar veruleikinn sem við búum við. Það er erfitt fyrir lögregluna að sjá hver er með íslenskan ríkisborgararétt og hver ekki. Eina leiðin til að komast að því er að spyrja,“ sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, við DV.

„Við eigum svo erfitt með að verja okkur,“ sagði Geir Jón einnig. „Fólk trúir því alltaf að lögreglan sé rasisti og auðvitað getur okkur orðið á. Við erum samt bara að fylgja þeim reglum sem okkur eru settar og það er erfitt að komast hjá árekstrum.“

Irene vildi að lokum koma eftirfarandi skilaboðum til lögreglunnar:

„Ég er sektuð fyrir að vera svört. Það er eins og ég sé hryðjuverkamaður. En þið ættuð að muna hvað kom fyrir bandarísku fangaverðina í Írak sem pyntuðu fangana í Abu Ghraib. Rasismi verður ekki liðinn.“

Segja Vestfirði svikna af yfirvöldum: „Þessi staða er með öllu óásættanleg“

Bolungarvík - Myndin tengist fréttinni ekki beint -

Í yfirlýsingu frá Vestfjarðastofu er lýst miklum vonbrigðum með þá stöðu sem komin er upp á Vestfjörðum þegar kemur að samgöngumálum.

„Verið er að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem eiga nú að vera á lokastigi framkvæmda í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði verði kláraðar eins fljótt og mögulegt er,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

„Minnt er á að í samþykkt Alþingis um breytingar á samgönguáætlun 2021, átti framkvæmdum að ljúka í Gufudalssveit nú á árinu 2024 og á Dynjandisheiði 2025. Endurskoða varð þessi áform með vísan til hækkunar kostnaðar og aukinna öryggiskrafna og í framhaldinu voru sett fram loforð um að um samhangandi framkvæmdir yrði að ræða og við það hefur verið staðið þar til á þessu ári. Ljóst er því að óbreyttu, munu gríðarlegar framkvæmdir síðustu ára ekki koma til með að nýtast þar sem enn eru erfiðir kaflar sem tefja og hamla för.“

Ekki hægt að aka á milli

Vestfjarðastofa telur að Vestfirði hafa sitið á hakanum þegar kemur að uppbyggingu sjálfsagðra innviða.

„Þessi staða hefur leitt til mikils ójafnræðis á stöðu innviða og þjónustu á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta og slakari samkeppnisstöðu atvinnulífs. Staða samfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum er þar lökust og þar eru einu samfélögin á landinu með þéttbýliskjarna yfir 1000 íbúa sem þurfa að búa við að ekki er hægt að aka á milli landshluta á bundnu slitlagi.

Það vekur furðu að nú stefni í að fleiri ár muni líða þar sem verður ekið með þúsundir tonna af sjávarfangi yfir hinn 70 ára gamla, ónýta veg um Ódrjúgsháls. Ljóst er öllum að þessi staða er með öllu óásættanleg.

Stjórn Vestfjarðastofu beinir því til Alþingis, ríkisstjórnarinnar og Vegagerðarinnar að tryggja að unnið verði eftir gildandi samgönguáætlun og verkefni í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði verði boðin út strax í sumar.“

Kári Garðarsson ráðinn framkvæmdastjóri S78: „Fullviss að hann sé rétt manneskja“

Kári Garðars­son ráðinn fram­kvæmda­stjóri Sam­takanna 78 - Mynd: S78

Samtökin ’78 hafa ráðið Kára Garðarsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Kári tekur við starfinu af Daníel E. Arnarsyni sem gegnt hefur stöðunni undanfarin sjö ár.

Kári Garðarsson er samkvæmt tilkynningu samtakanna menntaður íþróttafræðingur með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Hann kemur til Samtakanna ’78 eftir starf sem framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Gróttu, en þar leiddi Kári félagið í gegnum mikilvæga þróunartíma. Áður starfaði hann sem aðstoðarskólastjóri í Dalskóla í Reykjavík, þar sem hann öðlaðist verðmæta reynslu af stjórnunar- og menntamálum.

„Við erum afskaplega spennt að fá Kára til liðs við okkur,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna ‘78 um ráðningu Kára. „Samtökin hafa vaxið gríðarlega síðustu ár og við erum þess fullviss að hann sé rétt manneskja til þess að fylgja þeim vexti eftir. Kári hefur mikið fram að færa í baráttunni fyrir réttindum og sýnileika hinsegin fólks á Íslandi.“

Samtökin hafa þurft að glíma við bakslag undanfarin ár sem hefur orðið í baráttu hinsegin fólks á Íslandi og þá sérstaklega hjá trans fólki en má rekja slíkt til upplýsingaóreiðu sem andstæðingar trans fólks á landinu hafa reynt að skapa.

Ráðning Kára tók formlega gildi þann 1. júlí 2024.

Albert lét ekki sjá sig í héraðsdómi

Albert Guðmundsson Ljósmynd: Instagram

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var ekki viðstaddur þingfestingu á máli hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn ungri konu.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Alberts, var mættur fyrir hönd Alberts og var þingfestingin lokuð en Albert hefur ávallt neitað sök í málinu síðan það kom upp seinasta sumar. Hann var upphaflega kærður til lögreglu sumarið 2023 en eftir rannsókn ákvað héraðssaksóknari að láta niður falla. Konan sem kærði Albert kærði niðurfellinguna og var það til þess að ákæra var á endanum gefin út.

Albert er einn besti knattspyrnumaður Íslands í dag og spilar með ítalska knattspyrnuliðinu Genoa. Á nýloknu tímabili var Albert besti leikmaður liðsins og hafa stórliðin Inter Milan, Tottenham og Napoli ásamt fleirum áhuga á að fá Albert í sínar raðir. Þá hefur Albert spilað 37 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim tíu mörk.

Blaðamaður númer 1 gerir kröfu á Sigríði vegna meintra skattsvika: „Hún hlýtur að taka ábyrgð“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ

Fríða Björnsdóttir, blaðamaður númer 1 á Íslandi, krefst þess að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, svari fyrir meint skattsvik sín sem telji allt að 100 milljónum króna. Þessi krafa Fríðu er í framhaldi þess að stjórn Blaðamannafélag Íslands lýsir Hjálmar Jónsson sekan um brot í starfi en hyggst þó ekki kæra. Dylgjur stjórnar um lögbrot koma fram á vef félagsins og eru settar fram í nafni allra stjórnarmanna. Fríða hæðist að stjórn félagsins í færslu á Facebook vegna málsins.

Fríða Björnsdóttir er ómyrk í máli vegna framgöngu stjórnar gagnvart Hjálmari Jónssyni.

„Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands mega þakka guði fyrir að vera búnir að fá þessa „heiðvirðu stjórn og formann“ í brúna og að lögfræðiálit liggi fyrir um störf fyrrum framkvæmdastjóra,“ skrifar hún og hnykkir á því að formaðurinn hafi enn ekki svarað fyrir meint skattsvik sín „sem reyndar sjálf hefur ekki enn útskýrt ýmislegt vegna meintra skattsvika sem sagan segir að kannski hafi jafnvel numið 100 milljónum króna. Meint svik sem hvorki hafa verið sönnuð né afsönnuð,“ skrifar Fríða og áréttar að Sigríður Dögg þurfi að svara fyrir gjörðir sínar.

„Hún hlýtur nú að taka ábyrgð og loks svara fyrir sín mál því orka og athygli á að beinast að því að efla veg blaðamennsku á Íslandi, félagsmönnum og faginu til heilla,“ skrifar Fríða og útlistar feril sinn sem spannar 63 ár:

„Fríða Björnsdóttir, blaðamaður númer 1, sem hóf störf árið 1961 á Ríkisútvarpinu, stjórnarmaður og gjaldkeri BÍ frá 1973, framkvæmdastjóri í 20 ár til ársloka 2000, nefndarmaður í launamálanefnd frá 1974-2010 og auk þess nefndarmaður í til dæmis styrktarsjóði og orlofs- og menningarsjóði um árabil.“

Glæpamaður rændi barni, bíl og ketti – MYNDBAND

Willio Petioma er sennilega á leið í fangelsi

Hinn 35 ára gamli Willio Petioma var handtekinn á mánudaginn fyrir að hafa rænt bíl, barni, ketti og krítarkorti konu í Flórída í seinustu viku.

Móðir barnsins hafði lent í árekstri og var að afgreiða það mál með öðrum ökumanni þegar Petioma stökk inn í bíl hennar og keyrði í burtu. Þegar hann áttaði sig á því að hann væri með þriggja ára gamalt barn í bílnum stoppaði hann bílinn og fjarlægði barnið úr bílnum og setti á gangstétt.

Hann yfirgaf bílinn svo einhverju síðar og notaði krítarkort konunnar til að kaupa ýmsa hluti í sjoppu. Barnið og köttinn sakaði ekki en Petimoa hefur verið ákærður fyrir ýmsa glæpi meðal annars ránið á barninu.

Söngkonan Lily Allen hefur sölu á blætismyndum á OnlyFans

Lily Allen er sögð vera með glæsilegar tær

Söngkonan frábæra Lily Allen er að byrjuð að selja myndir af tám sínum og hafa myndirnar vakið mikla lukku hjá fólk með tásublæti en tær Allen þykja vera í hæsta gæðaflokki samkvæmt sérfræðingum í málaflokknum.

Hægt er að kaupa áskrift af tásumyndum Allen fyrir aðeins 10 dali á mánuði og hefur þegar birt sex myndir af tánum sínum fyrir áskrifendur. Hún fékk hugmyndina frá snyrtifræðingi hennar sem var að vinna í tám hennar en sá sagði að hún gæti mokgrætt á að selja myndir af þeim.

Allen sló í gegn árið 2006 með laginu Smile og var um tíma ein vinsælasta söngkonan heims en hún gaf seinast út plötu árið 2018. Þá er hún gift Stranger Things-leikaranum David Harbour.

 

Leynikærasta Simma Vill bjargaði lífi manns

Sigmar er á föstu

Sigmar Vilhjálmsson hefur loksins opinberað eitt versta geymda leyndarmál 2024 en það er nafnið á kærustu sinni en þau hafa verið að hittast um nokkra mánaða skeið. Heitir heppna konan Hafrún Hafliðadóttir og er fædd 1991 og er því 14 árum yngri en Sigmar.

Þau vildu ekki greina frá sambandinu opinberlega til lengri tíma þar sem börn Hafrúnar vissu ekki að þau væru par. En nú virðist það vera allt klappað og klárt og ástin blómstrar hjá parinu.

Þá má til gamans að geta að Hafrún bjargaði eitt sinn lífi manns þegar hún var 14 ára gömul og var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma.

Skipverja í mikilli hættu bjargað af þyrlu Landhelgisgæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Skipverji kallaði í gærkvöldi eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar eftir að leki kom á bát hans á Faxaflóa, skammt frá Gróttu. Björgunarbátar í nærliggjandi bæjarfélögum voru sendir á staðinn sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Tók fyrstu viðbragðsaðila um 40 mínútur að mæta á svæðið. Þá hafi báturinn verið farinn að halla talsvert og sjór flætt inn. Sigmenn Landhelgisgæslunnar sóttu manninn, sem var með skerta meðvitund, í bátinn og var flogið með hann á spítala.

„Björgunarskipið Jóhannes Briem og björgunarbátarnir Stefnir, Sjöfn og Fiskaklettur voru kallaðir út á fyrsta forgangi og þeir fóru þarna út að bátnum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við RÚV um málið. Dælur voru settar um borð til að dæla út sjó og á endanum tókst að þétta lekann. Báturinn var svo dreginn og var hann kominn til hafnar rétt fyrir 3 síðustu nótt.

Trylltur maður stakk óðan ökuþór ítrekað – MYNDBAND

Hræðileg stunguárás í Los Angeles - Mynd: Skjáskot

Íbúar Los Angeles urðu sumir vitni að stórfurðulegri árás um helgina.

Óður ökumaður stakk annan í Los Angeles í Bandaríkjunum um helgina en þeir voru að rífast um aksturslag hvors annars. Samkvæmt öryggismyndavélum á svæðinu svínaði ökumaðurinn á silfraða bílnum fyrir manninn á hvíta bílnum, reyndi að kýla hann og flúði svo. Hann var þó ekki hættur heldur tók U-beygju til að snúa við og keyrði á hvíta bílinn.

Þá fékk ökumaður hvíta bílsins nóg og fór úr bíl sínum og stakk ökumann silfraða bílsins ítrekað. Ökumaður silfraða bílsins þurfti þó ekki að fara á sjúkrahús samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs en stungumaðurinn var fljótt handtekinn.

Hægt er að horfa á myndband af atvikinu hér

Innbrotsþjófur gripinn á heimili í Breiðholti – Ökumaður á nagladekkjum í miðborginni um hásumar

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Innbrotsþjófar, sérhæfðir í heimilum fólks, settu nokkurn lit á störf lögreglunnar í nótt. Einn slíkur var handtekinn í heimahúsi í Breiðholti. Annar var á ferð í austurborginni. Lögreglan kom á vettvang en greið í tómt. Þjófurinn hvarf sporlaust út í nóttina. Á svipuðum slóðum var ofbeldismaður handtekinn vegna líkamsárásar. Hann var læstur inni á fangaklefa þar sem hann fær að dúsa fram eftir morgni.

Ökumaður var stöðvaður í akstri í miðborginni. Hann reyndist vera sviptur ökuréttindum. Við leit í bifreiðinni fundust ætluð fíkniefni. Sá réttindalausi var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Annar ökumaður var stöðvaður á sama svæði. Bifreiðin hans var á nagladekkjum um hásumarið. Þetta athæfi er dýrkeypt því ökumaðurinn þarf að greiða sekt sem nemur 20 þúsund krónum á dekk. Sektin er því hærri en sem nemur við að kaupa sæmileg sumardekk. Brot ökumanna borgarinnar voru fjölbreytt því einn einn var staðinn að verki og sektaður fyrir að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað

Búðarþjófur var staðinn að verki á svæði Hafnarfjarðarlögreglunnar. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Leigubifreiðastjóri lenti í vandræðum með farþega í Breiðholti. Farþeginn neitaði að greiða fyrir þjónustuna. Bílstjórinn kallaði til lögreglu sem yfirheyrði farþegann og skrifaði skýrslu rituð á málið.

Í Breiðholti var maður handtekinn vegna skemmdarverka . Hann var vistaður í fangageymslu.  Þar var ökumaður stöðvaður í akstri vegna gruns um ölvunarakstur. Dregið var úr honum blóð og hann látinn laus að lokinni sýnatökunni. Annar ökumaður var stöðvaður í akstri á svipuðum slóðum,  grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus eftir að hafa gefið blóðsýni.

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í Mosfellsbæ. Mál búðarþjófsins var afgreitt á vettvangi.

Heiðrún sýnir tennurnar

Mynd: Alþingi

Baráttukonan Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur verið dugleg að berjast fyrir sitt fólk í Samtökum í sjávarútvegi. Framan af hefur hún gjarnan gætt orða sinn og verið kurteis og rökföst, þvert á það sem gerðist í tíð forvera hennar, Kristjáns Ragnarssonar, sem var þekktur strigakjaftur. En nú virðist vera orðin á breyting og Heiðrún sýnir tennurnar.

Nýleg yfirlýsing Heiðrúnar og félaga benda til þess að andi Kristjáns svífi enn yfir vötnum. Mikil reiði brýst fram í yfirlýsingu samtakanna þar sem fjallað er um 2000 tonna aukningu veiðiheimilda smábáta á strandveiðum. Þar segir að látið sé undan „græðgi strandveiðimanna sem kunna sér vart hóf“. Samtökin vara við þeirri skelfingu sem geti hlutist af þessari aðgerð Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Segja má að mikið sé lagt í mótmæli þar semum er að ræða aukningu sem nemur ársafla eins vertíðarbáts. Fjöður er orðin að hænu …

Þórhallur bannaði svart fólk á skemmtistað sínum: „Vopnaðir ofbeldismenn eru yfirleitt þeldökkir“

Skemmtistaður í Osló - myndin tengist fréttinni ekki beint

Íslenski veitingamaðurinn Þórhallur Skjaldarson lét heldur betur stór orð falla árið 1998 í DV.

„Ég fylgi þeirri einföldu reglu að hleypa aldrei þeldökku fólki inn. Það eru svartir innflytjendur sem standa fyrir 95% af öllum ofbeldisverkum hér í borginni. Ég held þeim úti, og slepp við öll læti,“ lét Þórhallur hafa eftir sér við DV.

Forsaga málsins er sú að ungur maður var skotinn á skemmtistað sem var við hliðina á skemmtistað sem Þórhallur rak í Osló og lést maðurinn af sárum sínum. Þórhallur vildi meina að þetta væri innflytjendum um að kenna.

„Það segir sig sjálft að ástandið hér í borginni er orðið alvarlegt þegar saklaust fólk er skotið inni á veitingastöðunum,“ og taldi að fólk af erlendum uppruna bæri ábyrgð á allri eiturlyfjasölu í Noregi. Hann óttaðist ekki að vera sakaður um kynþáttahatur.

Svart fólk með vandræði

„Ég hef fullan rétt á að velja mína viðskiptavini sjálfur. Svartir menn koma ekki inn á mína staði vegna þess að þeim fylgja alltaf vandræði. Eina leiðin til að sleppa við vandræði er að vera strangur i vali á gestum og það er ég,“ sagði Þórhallur en hann dró samt örlítið í land þremur dögum síðar í öðru viðtali við DV.

„Ég gekk auðvitað fulllangt með því að lýsa þvi yfir að ég útilokaði alla þeldökka menn en það er samt það sem við reynum að gera. Vopnaðir ofbeldismenn eru yfirleitt þeldökkir og við reynum að koma í veg fyrir að þeir sleppi inn.“

Sundhöll Seyðisfjarðar lokað

Eina fallegasta sundhöll landsins verður lokuð í einhvern tíma - Mynd: Sundhöll Seyðisfjarðar

Sundhöll Seyðisfjarðar, sem margir telja þá fallegustu á landinu, verður lokuð tímabundið í sumar en þeir sumarstarfsmenn sem áttu að vinna þar í sumar hafa ekki ennþá lokið þeim námskeiðum sem þeir þurfa til að mega starfa sem laugarverðir.

Dagný Erla Ómarsdóttir, verkefnastjóri íþrótta og tómstunda í Múlaþingi, harmar ástandið. „Beðið er eftir að það finnist aðili til að kenna námskeiðið, sem er því miður óvíst ennþá. Vonast er til að hægt verði að hafa opið í sundlauginni það sem eftir lifir sumars,“ segir í Facebook-færslu Sundhallarinnar um málið.

No photo description available.

Hjálmar svarar stjórn Blaðamannafélagsins: Skattamál Sigríðar ástæða ófrægingar

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands ritar pistil

„Ástæðan fyrir þessari aðför að æru minni er að ég var afdráttarlaus um það að núverandi formaður félagsins er ekki hæfur til þess að veita félaginu forystu vegna frétta af skattamálum hennar, sem ekki hafa verið skýrð með fullnægjandi hætti. Blaðamenn í félaginu og í landinu þurfa að horfast í augu við það,“ skrifar Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, vegna yfirlýsingar stjórnar félagsins þar sem Hjálmar er nánast borinn þeim sökum að hafa framið refsivert athæfi í starfi sínu sem framkvæmdastjóri en málið eigi að síður látið kyrrt liggja. Hjálmar rifjar upp skattamál Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í samhengi við yfirlýsingu stjórnar félagsins sem hlýtur að teljast einstök að því leytinu að dylgjað er um sekt starfsmannsins en jafnframt lýst yfir að hann verði ekki lögsóttur.

Blaðamannafélagið er nú þegar á óheillabraut

Hjálmar segir að það komi sér ekki á óvart að hann verði ekki lögsóttur.

„Það kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi ákveðið að kæra mig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins, eins og fram kemur í tilkynningu hennar til félagsmanna Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að
trúnaðastörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Hjálmar.
Framkvæmdastjórinn fyrrverandi segir rekstur félagsins í dag vera með þeim hætti að félagið geti ekki staðið undir honum til lengdar. Þar er hann væntanælega að vísa til þess að Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður fékk það í gegn að hún fái full laun fyrir setu sína í stjórn. Þar með séu tveir til þrír starfsmenn að sinna því sem hann hafi áður séð einn um.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ et sökuðp um skattasniðgöngu.

„Blaðamannafélagið er nú þegar á óheillabraut. Þar er sóað peningum í vitleysu, eins og vitundaherferð um blaðamennsku, á sama tíma og réttindi félagsmanna eru skert. Ætli það séu ekki núna 2 til 3 manneskjurnar sem eru að sinna því starfi sem ég sinnti einn í 20 ár og gera það mun verr en ég gerði. Ótrúlegt en því miður satt. Lítið félag eins og Blaðamannafélag Íslands þolir ekki slíka ráðstöfun fjármuna til langframa,“ skrifar Hjálmar.

Stjórn BÍ sem stendur að yfirlýsingunni er skipuð eftirfarandi:
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður
Lovísa Arnardóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan), varaformaður
Bára Huld Beck, sjálfstætt starfandi, ritari
Stígur Helgason (RÚV), gjaldkeri
Kristín Ólafsdóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan)
Skúli Halldórsson (mbl.is)
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir (mbl.is)
Ragna Gestsdóttir (varamaður) (DV.is)
Kjartan Þorbjörnsson (Golli) (varamaður) (Heimildin)
Fanndís Birna Logadóttir (varamaður) (Viðskiptablaðið)

Athugasemd Hjálmars í heild sinni:

Hátt reitt til höggs

Það kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi
ákveðið að kæra mig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins, eins og fram
kemur í tilkynningu hennar til félagsmanna Það stafar einfaldlega af því að það hafa
aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af
einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að
trúnaðastörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur
blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég
var framkvæmdastjóri félagsins.
Ef efni máls væru með þeim hætti sem látið er liggja að í bréfi stjórnarinnar til
félagsmanna, hvers vegna er þá ekki sagt amen eftir efninu og þessari ólánsför
framhaldið? Skildi það vera vegna þess að þá myndi fátækt þessa málatilbúnaðar
alls opinberast? Athugun á bókhaldi félagsins síðstliðin tíu ár skilar engu þegar upp
er staðið, það er staðreynd málsins. Öllum atriðum hefur verið svarað með
fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann
fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það
fæddist mús!
Staðreyndir málsins eru þessar. Ég stóð vörð um orðstír félagsins, eins og mér bar
sem framkvæmdastjóri og fyrrum formaður félagsins. Ástæðan fyrir þessari aðför að
æru minni er að ég var afdráttarlaus um það að núverandi formaður félagsins er ekki
hæfur til þess að veita félaginu forystu vegna frétta af skattamálum hennar, sem ekki
hafa verið skýrð með fullnægjandi hætti. Blaðamenn í félaginu og í landinu þurfa að
horfast í augu við það.
Blaðamannafélagið er nú þegar á óheillabraut. Þar er sóað peningum í vitleysu, eins
og vitundaherferð um blaðamennsku, á sama tíma og réttindi félagsmanna eru skert.
Ætli það séu ekki núna 2 til 3 manneskjurnar sem eru að sinna því starfi sem ég
sinnti einn í 20 ár og gera það mun verr en ég gerði. Ótrúlegt en því miður satt. Lítið
félag eins og Blaðamannafélag Íslands þolir ekki slíka ráðstöfun fjármuna til
langframa.

Hjálmar Jónsson, fyrrum framkvæmdastjóri BÍ

Jarm-stjarna ársins opnar sig í fyrsta viðtalinu – Boðið 80 þúsund fyrir hráka

Hailey Welch hefur slegið í gegn á internetinu

Hailey „Hawk Tuah“ Welch hefur heldur betur slegið í gegn á internetinu undanfarnar vikur.

Þann 11. júní birtist viðtal við Hailey Welch á YouTube en hún var tekin tali ásamt vinkonu sinni þegar þær voru að skemmta sér. Meðal spurninga sem Welch var spurð að hvað væri hennar leið til að æsa upp karlmenn þegar í rúmið er komið. Svar hennar var á þá leið að hún hrækir á typpi þeirra þegar hún veitir munnmök. Þetta svar hefur nú slegið í gegn á internetinu og hefur leitt til þess að hún er komin umboðsmann og fatalínu og samkvæmt Rolling Stone hefur hún selt vörur fyrir tæpar 10 milljónir króna á þessum stutta tíma síðan viðtalið birtist.

Ýmsar sögur hafa gengið milli fólks um hver Hailey Welch er og hvað hún gerir. Samkvæmt orðrómum sem gengu um internetið átti hún að hafa verið rekin sem kennari og faðir hennar væri prestur en í hennar fyrsta viðtali eftir að hún varð fræg segir hún það ekki vera satt. Í viðtalinu segist hún vinna í verksmiðju og föður hennar hafi þótt myndbandið mjög fyndið. Þá segir hún einnig frá því að hún hafi fengið tilboð upp á rúmar 80 þúsund krónur frá manni um að hún myndi hrækja í krukku og senda honum krukkuna.

Hægt er að sjá viðtalið fræga hér fyrir neðan

 

Telja Hjálmar brotlegan en kæra ekki: „Öllum líkindum sekur um refsiverða háttsemi“

|
Hjálmar Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri BÍ

Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur ákveðið að kæra ekki Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, en tekur fram í tilkynningu sinni til fjölmiðla að samkvæmt lögfræðiáliti sem félagið fékk frá LOGOS að Hjálmar hafi líklega gerst sekur um refsivert brot í starfi.

Deilur hafa staðið milli stjórnar Blaðamannfélagsins og Hjálmars síðan honum var sagt upp vegna trúnaðarbrests í starfi í janúar á þessu ári. Í tilkynningu félagsins um málið er sagt að meint brot hans hafi falist í lánveitingum sem hann veitti sjálfum sér af fjármunum félagsins án samþykkis stjórnar, greiðslu ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé umfram ástæður og til persónulegra nota. Hjálmar hefur neitað öllum ásökunum um að hafa brotið af sér starfi.

Hægt er að lesa alla fréttatilkynningu Blaðamannafélagsins hér fyrir neðan:

Stjórn BÍ tók um það einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits LOGOS þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð. Stjórn BÍ telur hagsmunum félagsins betur borgið með því að ljúka málinu í stað þess að halda því áfram um ótilgreindan tíma með ófyrirséðum afleiðingum og kostnaði fyrir félagið.

Eftir niðurstöður úttektar KPMG á tilteknum færslum í bókhaldi BÍ, sem kynnt var félagsmönnum á aðalfundi í apríl sl., óskaði stjórn félagsins eftir lögfræðiáliti frá LOGOS lögfræðiþjónustu um mögulega refsiábyrgð fyrrum framkvæmdastjóra vegna háttsemi hans í starfi. Lögmaður LOGOS, sem er sérfræðingur í málaflokknum, byggði minnisblað sitt á úttekt KPMG og þeim ábendingum sem þar komu fram við skoðun á gögnum félagsins.

Niðurstaða minnisblaðsins er sú að fyrrum framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson, gerðist að öllum líkindum sekur um refsiverða háttsemi í starfi sínu fyrir félagið. Meint brot fólust í lánveitingum sem hann veitti sjálfum sér af fjármunum félagsins án samþykkis stjórnar, greiðslu ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé umfram ástæður og til persónulegra nota.

Minnisblaðið er afdráttarlaust og fer yfir hvernig fyrrum framkvæmdastjóri misnotaði þá aðstöðu sem hann fékk í krafti umboðs til ráðstöfunar á fjármunum félagsins, sér í lagi hvað varðar lánveitingar hans til sjálfs sín:

„Ljóst er að fyrrum framkvæmdastjóri millifærði á sjálfan sig tæpar 9,2 m.kr. og lét færa í bókhaldi sem fyrirframgreidd laun. Var það án heimildar og án vitneskju stjórnar félagsins. Greiðslurnar komu ekki fram á launaseðlum hjá fyrrum framkvæmdastjóra og því ekki hægt að rekja í bókhaldi að greiðslurnar tengist fyrirfram greiddum launum. Framangreind háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra með lánveitingum til sjálfs síns án samþykkis stjórnar, greiðslur ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé verulega umfram ástæður og til persónulegra nota fellur að öllum líkindum undir fjárdrátt samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“

Í minnisblaðinu er farið yfir að brotið teljist að fullu framið þó svo að fyrrverandi framkvæmdastjóri hafi greitt til baka það sem hann fékk að láni:

„Það sem einkennir fjárdrátt er að gerandi hafi fjárverðmæti þriðja aðila, eigandans, í vörslum sínum þegar tileinkun á sér stað. Þá ráðstafar gerandinn þeim í eigin þágu sem er eigandanum óviðkomandi og er án hans samþykkis.“

„Fullframning refsibrots á borð við fjárdrátt miðast við það stig í verknaðarferlinu þegar gerandi, í skjóli aðstöðu sinnar sem vörsluhafi verðmæta, fer að líta á þau sem eigin eign og fer með þau á þann veg. Veruleg líkindi eru með skilgreiningu á fjárdrætti og og þeirri háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra félagsins sem að framan var lýst þar sem hann hefur gengið mjög frjálslega um sjóði félagsins með lánveitingum og annarri nýtingu fjármuna sem hann á ekki tilkall til án samþykkis stjórnar félagsins. Um leið og færslurnar áttu sér stað var í raun búið að fullfremja refsibrotið. Óheimil meðferð fjárins er virt sem fjárdráttur óháð verulegri fjártjónshættu, þ.e. óháð líkum á endurgreiðslu og óháð því hvort endurgreiðsla á sér stað á síðari stigum, líkt og virðist hafa verið raunin með “lánveitingar“ í 28 skipti yfir langan tíma.“

Í minnisblaðinu er einnig tekið fram að ef ekki yrði fallist á að framangreindar ráðstafanir fyrrum framkvæmdastjóra væru fjárdráttur yrði að öllum líkindum fallist á að sama háttsemi teldist vera umboðssvik. Kæmi til kæru og síðar ákæru yrði að líkindum ekki erfitt að sýna fram á persónulega auðgun framkvæmdastjórans.Til málsbóta yrði þó væntanlega litið til þess að hann endurgreiddi lánin.

Auk þess er tiltekin í minnisblaðinu áhætta á misferli vegna ýmissa atriða í skýrslu KPMG sem snúa að styrkveitingum, veitinga- og ferðakostnaði o.fl., þar sem ekki var sótt heimild til stjórnar. Þau atriði feli þó ekki endilega í sér refsiverða háttsemi heldur frekar lausung á daglegum rekstri félagsins og lélega framkvæmdastjórn.

Að ráði lögmannsins óskaði stjórn eftir skýringum fyrrum framkvæmdastjóra. Stjórn óskaði eftir að hann skýrði ákveðin atriði sem fram komu í úttekt KPMG. Hann sendi stjórn skýringar sínar með bréfi þann 6. júní 2024. Stjórn fól lögmanni LOGOS að meta skýringarnar og var það niðurstaða hans að þær breyttu ekki niðurstöðu minnisblaðsins; þ.e.að háttsemi framkvæmdastjórans fyrrverandi hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð.

Þrátt fyrir þessa niðurstöðu tók stjórn BÍ ákvörðun um það á stjórnarfundi 21. júní að ljúka málinu. Stjórn BÍ telur að tilgangi þess, að ráðast í þessa skoðun, sé nú náð. Markmiðið hafi verið að fá sérfræðiálit á rekstri og fjárreiðum félagsins í ljósi þess hve illa gekk hjá stjórn að fá upplýsingar frá fyrrverandi framkvæmdastjóra, líkt og fram kom í fundargerð stjórnar þann 12. janúar sl. Með úttekt KPMG, sem leiddi í ljós fjölmarga alvarlega annmarka, og lögfræðiáliti LOGOS, telur stjórn málið nægilega upplýst og að hún hafi nú nægar upplýsingar til að bæta vinnubrögð og ferla og koma í veg fyrir að viðlíka háttsemi geti átt sér stað aftur. Undanfarna mánuði hefur starfsfólk skrifstofu BÍ unnið að umbótum á verklagi við meðferð fjármuna sem snúa að öllum athugasemdum KPMG. KPMG hefur nýjar verklagsreglur nú til yfirferðar í tengslum við endurskoðun ársreiknings 2023.

Stjórn vonast til þess að með þessari ákvörðun sé málinu endanlega lokið og að orka og athygli starfsfólks og stjórnar geti beinst að því að efla veg blaðamennsku og blaðamanna á Íslandi, félagsmönnum og faginu til heilla, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari.

Tennisstjarna trylltist eftir eigin mistök á Wimbledon-mótinu – MYNDBAND

Andrey Rublev trylltist

Tennisstjarnan Andrey Rublev missti algjörlega stjórn á skapi sínu í leik hans á Wimbledon stórmótinu á þriðjudaginn.

Rublev var að keppa á móti Francisco Comesana. Rublev sló skot Comsesana út langt fyrir völlinn og varð það til þess að Rublev hóf að slá sig ítrekað með tennisspaða sínum, alls sjö sinnum, af mikilli hörku. Á endanum tapaði Rublev leiknum og ljóst er reiðiskast Rublev varð til þess að fólk mun seint gleyma þessari viðureign.

„Ég gat þetta ekki lengur, ég þurfti að hleypa tilfinningunum út,“ sagði tennisspilarinn í viðtali eftir leikinn og viðurkenndi að hann þurfi að læra stjórna tilfinningum sínum betur í framtíðinni en hann er um þessar mundir einn af tíu bestu tennisspilurum heimsins.

 

Fjársvikari borðaði sig saddan og hvarf sporlaust – Ökuníðingur eltur uppi í miðborginni

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Svikahrappur mætti á veitingastað í Múlunum og át sig saddan af lystisemdum staðarins. Þegar máltíðnni lauk lét gesturinn sig hverfa og hljópst á brott frá ógreiddum reikningi.  Lögreglu var tilkynnt um fjársvikin. Maðurinnn er enn ófundinn.

Í miðborginni bar það til tíðinda að ökufantur varð valdur að árekstri og lét sig hverfa í snarhasti. Lögreglan sýndi snarræði og náði að stöðva ökumanninn sem reyndist ekki vera með sjálfum sér. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var læstur inni í fangaklefa þar sem hann dúsir fram eftir morgni.

Ökumaður var stöðvaður fyrir að aka á móti rauðu umferðarljósi. Mál hans var afgreitt með sekt. Hann þarf að greiða 50 þúsund krónur.
Búðarþjófur var gripinn í Hafnarfirði. Mál hans var afgreitt á vettvangi. Á sömu slóðum var ökumaður stöðvaður fyrir hraðakstur í íbúðahverfi. Hann var á 89 kílómetra hraða og þarf að greið avæna fólgu í sekt.  Þá stöðvaði Hafnarfjarðarlögregla ökumann fyrir að tala í sína án þess að nota handfrjálsan búnað. Sá málglaði þarf að greiða 40 þúsund krónur.

Búðarþjófur var gómaður í Breiðholti. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Ofbeldismaður gar handtekinn fyrir líkamsárás í Garðabæ. Hann var læstur inni í fangageymslu.

Útlendingur var staðinn að ósæmilegri hegðun á almannafæri í miðborginni í gær. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Íris lúskrar á Binna

Íris Róbertsdóttir

Ólga er í Vestmannaeyjum eftir að meirihluti bæjarstjórnar þar krafði Vinnslustöðina um himinháar bætur vegna þess að skip útgerðarinnar eyðilagði vatnslögnina til bæjarins. Óhappið varð með þeim hætti að skipstjórnendur drógu að ástæðulausu á eftir sér ankeri með þessum afleiðingum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og einn hluthafa, harðneitar að borga allan kostnað vegna óhappsins en telur rétt að bæjarbúar standi undir stærstum hluta af þeim 1500 milljónum sem kostar að gera við lögnina.

Nú er svo komið að Vestmannaeyjabær ætlar að fara mál við Binna og félaga. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri upplýsti í viðtali við RÚV að ekki yrði hvikað frá kröfunni. Sjálfur er Sigurgeir fastur fyrir. Hann er þekktur fyrir að vera átakasækinn og bæði stífur og þver. Íris bæjarstjóri er kunn fyrir að láta ekki vaða yfir sig. Þarna er því sem skrattinnn sé að fást við ömmu sína og líklegt þykir að Binni fái á baukinn.

Vinnslustöðin hefur hagnast vel undanfarin ár og víst að eigendurnir þurfa ekki á hjálp bæjarbúa til að greiða fyrir þann skaða sem félagið veldur. Það stefnir í blóðug átök í Eyjum …

Segist hafa verið stöðvuð vegna litarhafts: „Fólk trúir því alltaf að lögreglan sé rasisti“

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Hin 38 ára gamla Irine Finn var vægast sagt ósátt með hegðun lögreglumanna á Íslandi árið 2004 og ásakaði þá um rasisma.

„Þeir komu svona fram við mig því ég er svört,“ sagði Irine Finn í samtali við DV um málið árið 2004. Samkvæmt henni var hún stöðvuð vegna þess að hún var með bilaðan ljósabúnað og fyrir vera án ökuskírteinis en lögreglumennirnir spurðu ítrekað hvort hún væri íslensku ríkisborgari. „Ég spurði hvaða máli það skipti,“ sagði Irine. „Lögreglumaðurinn hafði tekið debetkortið mitt en vildi ekki láta mig fá það nema ég svaraði spurningunni. Ég hef átt heima hérna í fimmtán ár og þarf ekki að sanna fyrir neinum að ég sé íslenskur ríkisborgari.Þeir spurðu mig bara af því ég er svört.“

Á endanum fékk hún þó kortið sitt baka en hún var sektuð um 15.000 krónur. Samkvæmt skýrslu lögreglumannanna á hún að hafa sýnt mótþróa.

„Við getum illa ráðið við þetta. Reglurnar á Schengen-svæðinu gera það að verkum að eftirlit með landamærum er orðið innan landamæranna. Þannig ber lögreglumönnum að kanna skilríki þeirra sem við teljum vera útlendinga. Þetta er hins vegar veruleikinn sem við búum við. Það er erfitt fyrir lögregluna að sjá hver er með íslenskan ríkisborgararétt og hver ekki. Eina leiðin til að komast að því er að spyrja,“ sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, við DV.

„Við eigum svo erfitt með að verja okkur,“ sagði Geir Jón einnig. „Fólk trúir því alltaf að lögreglan sé rasisti og auðvitað getur okkur orðið á. Við erum samt bara að fylgja þeim reglum sem okkur eru settar og það er erfitt að komast hjá árekstrum.“

Irene vildi að lokum koma eftirfarandi skilaboðum til lögreglunnar:

„Ég er sektuð fyrir að vera svört. Það er eins og ég sé hryðjuverkamaður. En þið ættuð að muna hvað kom fyrir bandarísku fangaverðina í Írak sem pyntuðu fangana í Abu Ghraib. Rasismi verður ekki liðinn.“

Segja Vestfirði svikna af yfirvöldum: „Þessi staða er með öllu óásættanleg“

Bolungarvík - Myndin tengist fréttinni ekki beint -

Í yfirlýsingu frá Vestfjarðastofu er lýst miklum vonbrigðum með þá stöðu sem komin er upp á Vestfjörðum þegar kemur að samgöngumálum.

„Verið er að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem eiga nú að vera á lokastigi framkvæmda í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði verði kláraðar eins fljótt og mögulegt er,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

„Minnt er á að í samþykkt Alþingis um breytingar á samgönguáætlun 2021, átti framkvæmdum að ljúka í Gufudalssveit nú á árinu 2024 og á Dynjandisheiði 2025. Endurskoða varð þessi áform með vísan til hækkunar kostnaðar og aukinna öryggiskrafna og í framhaldinu voru sett fram loforð um að um samhangandi framkvæmdir yrði að ræða og við það hefur verið staðið þar til á þessu ári. Ljóst er því að óbreyttu, munu gríðarlegar framkvæmdir síðustu ára ekki koma til með að nýtast þar sem enn eru erfiðir kaflar sem tefja og hamla för.“

Ekki hægt að aka á milli

Vestfjarðastofa telur að Vestfirði hafa sitið á hakanum þegar kemur að uppbyggingu sjálfsagðra innviða.

„Þessi staða hefur leitt til mikils ójafnræðis á stöðu innviða og þjónustu á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta og slakari samkeppnisstöðu atvinnulífs. Staða samfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum er þar lökust og þar eru einu samfélögin á landinu með þéttbýliskjarna yfir 1000 íbúa sem þurfa að búa við að ekki er hægt að aka á milli landshluta á bundnu slitlagi.

Það vekur furðu að nú stefni í að fleiri ár muni líða þar sem verður ekið með þúsundir tonna af sjávarfangi yfir hinn 70 ára gamla, ónýta veg um Ódrjúgsháls. Ljóst er öllum að þessi staða er með öllu óásættanleg.

Stjórn Vestfjarðastofu beinir því til Alþingis, ríkisstjórnarinnar og Vegagerðarinnar að tryggja að unnið verði eftir gildandi samgönguáætlun og verkefni í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði verði boðin út strax í sumar.“

Kári Garðarsson ráðinn framkvæmdastjóri S78: „Fullviss að hann sé rétt manneskja“

Kári Garðars­son ráðinn fram­kvæmda­stjóri Sam­takanna 78 - Mynd: S78

Samtökin ’78 hafa ráðið Kára Garðarsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Kári tekur við starfinu af Daníel E. Arnarsyni sem gegnt hefur stöðunni undanfarin sjö ár.

Kári Garðarsson er samkvæmt tilkynningu samtakanna menntaður íþróttafræðingur með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Hann kemur til Samtakanna ’78 eftir starf sem framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Gróttu, en þar leiddi Kári félagið í gegnum mikilvæga þróunartíma. Áður starfaði hann sem aðstoðarskólastjóri í Dalskóla í Reykjavík, þar sem hann öðlaðist verðmæta reynslu af stjórnunar- og menntamálum.

„Við erum afskaplega spennt að fá Kára til liðs við okkur,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna ‘78 um ráðningu Kára. „Samtökin hafa vaxið gríðarlega síðustu ár og við erum þess fullviss að hann sé rétt manneskja til þess að fylgja þeim vexti eftir. Kári hefur mikið fram að færa í baráttunni fyrir réttindum og sýnileika hinsegin fólks á Íslandi.“

Samtökin hafa þurft að glíma við bakslag undanfarin ár sem hefur orðið í baráttu hinsegin fólks á Íslandi og þá sérstaklega hjá trans fólki en má rekja slíkt til upplýsingaóreiðu sem andstæðingar trans fólks á landinu hafa reynt að skapa.

Ráðning Kára tók formlega gildi þann 1. júlí 2024.

Albert lét ekki sjá sig í héraðsdómi

Albert Guðmundsson Ljósmynd: Instagram

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var ekki viðstaddur þingfestingu á máli hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn ungri konu.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Alberts, var mættur fyrir hönd Alberts og var þingfestingin lokuð en Albert hefur ávallt neitað sök í málinu síðan það kom upp seinasta sumar. Hann var upphaflega kærður til lögreglu sumarið 2023 en eftir rannsókn ákvað héraðssaksóknari að láta niður falla. Konan sem kærði Albert kærði niðurfellinguna og var það til þess að ákæra var á endanum gefin út.

Albert er einn besti knattspyrnumaður Íslands í dag og spilar með ítalska knattspyrnuliðinu Genoa. Á nýloknu tímabili var Albert besti leikmaður liðsins og hafa stórliðin Inter Milan, Tottenham og Napoli ásamt fleirum áhuga á að fá Albert í sínar raðir. Þá hefur Albert spilað 37 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim tíu mörk.

Blaðamaður númer 1 gerir kröfu á Sigríði vegna meintra skattsvika: „Hún hlýtur að taka ábyrgð“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ

Fríða Björnsdóttir, blaðamaður númer 1 á Íslandi, krefst þess að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, svari fyrir meint skattsvik sín sem telji allt að 100 milljónum króna. Þessi krafa Fríðu er í framhaldi þess að stjórn Blaðamannafélag Íslands lýsir Hjálmar Jónsson sekan um brot í starfi en hyggst þó ekki kæra. Dylgjur stjórnar um lögbrot koma fram á vef félagsins og eru settar fram í nafni allra stjórnarmanna. Fríða hæðist að stjórn félagsins í færslu á Facebook vegna málsins.

Fríða Björnsdóttir er ómyrk í máli vegna framgöngu stjórnar gagnvart Hjálmari Jónssyni.

„Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands mega þakka guði fyrir að vera búnir að fá þessa „heiðvirðu stjórn og formann“ í brúna og að lögfræðiálit liggi fyrir um störf fyrrum framkvæmdastjóra,“ skrifar hún og hnykkir á því að formaðurinn hafi enn ekki svarað fyrir meint skattsvik sín „sem reyndar sjálf hefur ekki enn útskýrt ýmislegt vegna meintra skattsvika sem sagan segir að kannski hafi jafnvel numið 100 milljónum króna. Meint svik sem hvorki hafa verið sönnuð né afsönnuð,“ skrifar Fríða og áréttar að Sigríður Dögg þurfi að svara fyrir gjörðir sínar.

„Hún hlýtur nú að taka ábyrgð og loks svara fyrir sín mál því orka og athygli á að beinast að því að efla veg blaðamennsku á Íslandi, félagsmönnum og faginu til heilla,“ skrifar Fríða og útlistar feril sinn sem spannar 63 ár:

„Fríða Björnsdóttir, blaðamaður númer 1, sem hóf störf árið 1961 á Ríkisútvarpinu, stjórnarmaður og gjaldkeri BÍ frá 1973, framkvæmdastjóri í 20 ár til ársloka 2000, nefndarmaður í launamálanefnd frá 1974-2010 og auk þess nefndarmaður í til dæmis styrktarsjóði og orlofs- og menningarsjóði um árabil.“

Glæpamaður rændi barni, bíl og ketti – MYNDBAND

Willio Petioma er sennilega á leið í fangelsi

Hinn 35 ára gamli Willio Petioma var handtekinn á mánudaginn fyrir að hafa rænt bíl, barni, ketti og krítarkorti konu í Flórída í seinustu viku.

Móðir barnsins hafði lent í árekstri og var að afgreiða það mál með öðrum ökumanni þegar Petioma stökk inn í bíl hennar og keyrði í burtu. Þegar hann áttaði sig á því að hann væri með þriggja ára gamalt barn í bílnum stoppaði hann bílinn og fjarlægði barnið úr bílnum og setti á gangstétt.

Hann yfirgaf bílinn svo einhverju síðar og notaði krítarkort konunnar til að kaupa ýmsa hluti í sjoppu. Barnið og köttinn sakaði ekki en Petimoa hefur verið ákærður fyrir ýmsa glæpi meðal annars ránið á barninu.

Söngkonan Lily Allen hefur sölu á blætismyndum á OnlyFans

Lily Allen er sögð vera með glæsilegar tær

Söngkonan frábæra Lily Allen er að byrjuð að selja myndir af tám sínum og hafa myndirnar vakið mikla lukku hjá fólk með tásublæti en tær Allen þykja vera í hæsta gæðaflokki samkvæmt sérfræðingum í málaflokknum.

Hægt er að kaupa áskrift af tásumyndum Allen fyrir aðeins 10 dali á mánuði og hefur þegar birt sex myndir af tánum sínum fyrir áskrifendur. Hún fékk hugmyndina frá snyrtifræðingi hennar sem var að vinna í tám hennar en sá sagði að hún gæti mokgrætt á að selja myndir af þeim.

Allen sló í gegn árið 2006 með laginu Smile og var um tíma ein vinsælasta söngkonan heims en hún gaf seinast út plötu árið 2018. Þá er hún gift Stranger Things-leikaranum David Harbour.

 

Leynikærasta Simma Vill bjargaði lífi manns

Sigmar er á föstu

Sigmar Vilhjálmsson hefur loksins opinberað eitt versta geymda leyndarmál 2024 en það er nafnið á kærustu sinni en þau hafa verið að hittast um nokkra mánaða skeið. Heitir heppna konan Hafrún Hafliðadóttir og er fædd 1991 og er því 14 árum yngri en Sigmar.

Þau vildu ekki greina frá sambandinu opinberlega til lengri tíma þar sem börn Hafrúnar vissu ekki að þau væru par. En nú virðist það vera allt klappað og klárt og ástin blómstrar hjá parinu.

Þá má til gamans að geta að Hafrún bjargaði eitt sinn lífi manns þegar hún var 14 ára gömul og var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma.

Skipverja í mikilli hættu bjargað af þyrlu Landhelgisgæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Skipverji kallaði í gærkvöldi eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar eftir að leki kom á bát hans á Faxaflóa, skammt frá Gróttu. Björgunarbátar í nærliggjandi bæjarfélögum voru sendir á staðinn sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Tók fyrstu viðbragðsaðila um 40 mínútur að mæta á svæðið. Þá hafi báturinn verið farinn að halla talsvert og sjór flætt inn. Sigmenn Landhelgisgæslunnar sóttu manninn, sem var með skerta meðvitund, í bátinn og var flogið með hann á spítala.

„Björgunarskipið Jóhannes Briem og björgunarbátarnir Stefnir, Sjöfn og Fiskaklettur voru kallaðir út á fyrsta forgangi og þeir fóru þarna út að bátnum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við RÚV um málið. Dælur voru settar um borð til að dæla út sjó og á endanum tókst að þétta lekann. Báturinn var svo dreginn og var hann kominn til hafnar rétt fyrir 3 síðustu nótt.

Trylltur maður stakk óðan ökuþór ítrekað – MYNDBAND

Hræðileg stunguárás í Los Angeles - Mynd: Skjáskot

Íbúar Los Angeles urðu sumir vitni að stórfurðulegri árás um helgina.

Óður ökumaður stakk annan í Los Angeles í Bandaríkjunum um helgina en þeir voru að rífast um aksturslag hvors annars. Samkvæmt öryggismyndavélum á svæðinu svínaði ökumaðurinn á silfraða bílnum fyrir manninn á hvíta bílnum, reyndi að kýla hann og flúði svo. Hann var þó ekki hættur heldur tók U-beygju til að snúa við og keyrði á hvíta bílinn.

Þá fékk ökumaður hvíta bílsins nóg og fór úr bíl sínum og stakk ökumann silfraða bílsins ítrekað. Ökumaður silfraða bílsins þurfti þó ekki að fara á sjúkrahús samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs en stungumaðurinn var fljótt handtekinn.

Hægt er að horfa á myndband af atvikinu hér

Innbrotsþjófur gripinn á heimili í Breiðholti – Ökumaður á nagladekkjum í miðborginni um hásumar

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Innbrotsþjófar, sérhæfðir í heimilum fólks, settu nokkurn lit á störf lögreglunnar í nótt. Einn slíkur var handtekinn í heimahúsi í Breiðholti. Annar var á ferð í austurborginni. Lögreglan kom á vettvang en greið í tómt. Þjófurinn hvarf sporlaust út í nóttina. Á svipuðum slóðum var ofbeldismaður handtekinn vegna líkamsárásar. Hann var læstur inni á fangaklefa þar sem hann fær að dúsa fram eftir morgni.

Ökumaður var stöðvaður í akstri í miðborginni. Hann reyndist vera sviptur ökuréttindum. Við leit í bifreiðinni fundust ætluð fíkniefni. Sá réttindalausi var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Annar ökumaður var stöðvaður á sama svæði. Bifreiðin hans var á nagladekkjum um hásumarið. Þetta athæfi er dýrkeypt því ökumaðurinn þarf að greiða sekt sem nemur 20 þúsund krónum á dekk. Sektin er því hærri en sem nemur við að kaupa sæmileg sumardekk. Brot ökumanna borgarinnar voru fjölbreytt því einn einn var staðinn að verki og sektaður fyrir að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað

Búðarþjófur var staðinn að verki á svæði Hafnarfjarðarlögreglunnar. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Leigubifreiðastjóri lenti í vandræðum með farþega í Breiðholti. Farþeginn neitaði að greiða fyrir þjónustuna. Bílstjórinn kallaði til lögreglu sem yfirheyrði farþegann og skrifaði skýrslu rituð á málið.

Í Breiðholti var maður handtekinn vegna skemmdarverka . Hann var vistaður í fangageymslu.  Þar var ökumaður stöðvaður í akstri vegna gruns um ölvunarakstur. Dregið var úr honum blóð og hann látinn laus að lokinni sýnatökunni. Annar ökumaður var stöðvaður í akstri á svipuðum slóðum,  grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus eftir að hafa gefið blóðsýni.

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í Mosfellsbæ. Mál búðarþjófsins var afgreitt á vettvangi.

Heiðrún sýnir tennurnar

Mynd: Alþingi

Baráttukonan Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur verið dugleg að berjast fyrir sitt fólk í Samtökum í sjávarútvegi. Framan af hefur hún gjarnan gætt orða sinn og verið kurteis og rökföst, þvert á það sem gerðist í tíð forvera hennar, Kristjáns Ragnarssonar, sem var þekktur strigakjaftur. En nú virðist vera orðin á breyting og Heiðrún sýnir tennurnar.

Nýleg yfirlýsing Heiðrúnar og félaga benda til þess að andi Kristjáns svífi enn yfir vötnum. Mikil reiði brýst fram í yfirlýsingu samtakanna þar sem fjallað er um 2000 tonna aukningu veiðiheimilda smábáta á strandveiðum. Þar segir að látið sé undan „græðgi strandveiðimanna sem kunna sér vart hóf“. Samtökin vara við þeirri skelfingu sem geti hlutist af þessari aðgerð Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Segja má að mikið sé lagt í mótmæli þar semum er að ræða aukningu sem nemur ársafla eins vertíðarbáts. Fjöður er orðin að hænu …

Þórhallur bannaði svart fólk á skemmtistað sínum: „Vopnaðir ofbeldismenn eru yfirleitt þeldökkir“

Skemmtistaður í Osló - myndin tengist fréttinni ekki beint

Íslenski veitingamaðurinn Þórhallur Skjaldarson lét heldur betur stór orð falla árið 1998 í DV.

„Ég fylgi þeirri einföldu reglu að hleypa aldrei þeldökku fólki inn. Það eru svartir innflytjendur sem standa fyrir 95% af öllum ofbeldisverkum hér í borginni. Ég held þeim úti, og slepp við öll læti,“ lét Þórhallur hafa eftir sér við DV.

Forsaga málsins er sú að ungur maður var skotinn á skemmtistað sem var við hliðina á skemmtistað sem Þórhallur rak í Osló og lést maðurinn af sárum sínum. Þórhallur vildi meina að þetta væri innflytjendum um að kenna.

„Það segir sig sjálft að ástandið hér í borginni er orðið alvarlegt þegar saklaust fólk er skotið inni á veitingastöðunum,“ og taldi að fólk af erlendum uppruna bæri ábyrgð á allri eiturlyfjasölu í Noregi. Hann óttaðist ekki að vera sakaður um kynþáttahatur.

Svart fólk með vandræði

„Ég hef fullan rétt á að velja mína viðskiptavini sjálfur. Svartir menn koma ekki inn á mína staði vegna þess að þeim fylgja alltaf vandræði. Eina leiðin til að sleppa við vandræði er að vera strangur i vali á gestum og það er ég,“ sagði Þórhallur en hann dró samt örlítið í land þremur dögum síðar í öðru viðtali við DV.

„Ég gekk auðvitað fulllangt með því að lýsa þvi yfir að ég útilokaði alla þeldökka menn en það er samt það sem við reynum að gera. Vopnaðir ofbeldismenn eru yfirleitt þeldökkir og við reynum að koma í veg fyrir að þeir sleppi inn.“

Sundhöll Seyðisfjarðar lokað

Eina fallegasta sundhöll landsins verður lokuð í einhvern tíma - Mynd: Sundhöll Seyðisfjarðar

Sundhöll Seyðisfjarðar, sem margir telja þá fallegustu á landinu, verður lokuð tímabundið í sumar en þeir sumarstarfsmenn sem áttu að vinna þar í sumar hafa ekki ennþá lokið þeim námskeiðum sem þeir þurfa til að mega starfa sem laugarverðir.

Dagný Erla Ómarsdóttir, verkefnastjóri íþrótta og tómstunda í Múlaþingi, harmar ástandið. „Beðið er eftir að það finnist aðili til að kenna námskeiðið, sem er því miður óvíst ennþá. Vonast er til að hægt verði að hafa opið í sundlauginni það sem eftir lifir sumars,“ segir í Facebook-færslu Sundhallarinnar um málið.

No photo description available.

Hjálmar svarar stjórn Blaðamannafélagsins: Skattamál Sigríðar ástæða ófrægingar

Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands ritar pistil

„Ástæðan fyrir þessari aðför að æru minni er að ég var afdráttarlaus um það að núverandi formaður félagsins er ekki hæfur til þess að veita félaginu forystu vegna frétta af skattamálum hennar, sem ekki hafa verið skýrð með fullnægjandi hætti. Blaðamenn í félaginu og í landinu þurfa að horfast í augu við það,“ skrifar Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, vegna yfirlýsingar stjórnar félagsins þar sem Hjálmar er nánast borinn þeim sökum að hafa framið refsivert athæfi í starfi sínu sem framkvæmdastjóri en málið eigi að síður látið kyrrt liggja. Hjálmar rifjar upp skattamál Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í samhengi við yfirlýsingu stjórnar félagsins sem hlýtur að teljast einstök að því leytinu að dylgjað er um sekt starfsmannsins en jafnframt lýst yfir að hann verði ekki lögsóttur.

Blaðamannafélagið er nú þegar á óheillabraut

Hjálmar segir að það komi sér ekki á óvart að hann verði ekki lögsóttur.

„Það kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi ákveðið að kæra mig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins, eins og fram kemur í tilkynningu hennar til félagsmanna Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að
trúnaðastörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Hjálmar.
Framkvæmdastjórinn fyrrverandi segir rekstur félagsins í dag vera með þeim hætti að félagið geti ekki staðið undir honum til lengdar. Þar er hann væntanælega að vísa til þess að Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður fékk það í gegn að hún fái full laun fyrir setu sína í stjórn. Þar með séu tveir til þrír starfsmenn að sinna því sem hann hafi áður séð einn um.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ et sökuðp um skattasniðgöngu.

„Blaðamannafélagið er nú þegar á óheillabraut. Þar er sóað peningum í vitleysu, eins og vitundaherferð um blaðamennsku, á sama tíma og réttindi félagsmanna eru skert. Ætli það séu ekki núna 2 til 3 manneskjurnar sem eru að sinna því starfi sem ég sinnti einn í 20 ár og gera það mun verr en ég gerði. Ótrúlegt en því miður satt. Lítið félag eins og Blaðamannafélag Íslands þolir ekki slíka ráðstöfun fjármuna til langframa,“ skrifar Hjálmar.

Stjórn BÍ sem stendur að yfirlýsingunni er skipuð eftirfarandi:
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður
Lovísa Arnardóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan), varaformaður
Bára Huld Beck, sjálfstætt starfandi, ritari
Stígur Helgason (RÚV), gjaldkeri
Kristín Ólafsdóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan)
Skúli Halldórsson (mbl.is)
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir (mbl.is)
Ragna Gestsdóttir (varamaður) (DV.is)
Kjartan Þorbjörnsson (Golli) (varamaður) (Heimildin)
Fanndís Birna Logadóttir (varamaður) (Viðskiptablaðið)

Athugasemd Hjálmars í heild sinni:

Hátt reitt til höggs

Það kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi
ákveðið að kæra mig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins, eins og fram
kemur í tilkynningu hennar til félagsmanna Það stafar einfaldlega af því að það hafa
aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af
einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að
trúnaðastörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur
blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég
var framkvæmdastjóri félagsins.
Ef efni máls væru með þeim hætti sem látið er liggja að í bréfi stjórnarinnar til
félagsmanna, hvers vegna er þá ekki sagt amen eftir efninu og þessari ólánsför
framhaldið? Skildi það vera vegna þess að þá myndi fátækt þessa málatilbúnaðar
alls opinberast? Athugun á bókhaldi félagsins síðstliðin tíu ár skilar engu þegar upp
er staðið, það er staðreynd málsins. Öllum atriðum hefur verið svarað með
fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann
fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það
fæddist mús!
Staðreyndir málsins eru þessar. Ég stóð vörð um orðstír félagsins, eins og mér bar
sem framkvæmdastjóri og fyrrum formaður félagsins. Ástæðan fyrir þessari aðför að
æru minni er að ég var afdráttarlaus um það að núverandi formaður félagsins er ekki
hæfur til þess að veita félaginu forystu vegna frétta af skattamálum hennar, sem ekki
hafa verið skýrð með fullnægjandi hætti. Blaðamenn í félaginu og í landinu þurfa að
horfast í augu við það.
Blaðamannafélagið er nú þegar á óheillabraut. Þar er sóað peningum í vitleysu, eins
og vitundaherferð um blaðamennsku, á sama tíma og réttindi félagsmanna eru skert.
Ætli það séu ekki núna 2 til 3 manneskjurnar sem eru að sinna því starfi sem ég
sinnti einn í 20 ár og gera það mun verr en ég gerði. Ótrúlegt en því miður satt. Lítið
félag eins og Blaðamannafélag Íslands þolir ekki slíka ráðstöfun fjármuna til
langframa.

Hjálmar Jónsson, fyrrum framkvæmdastjóri BÍ

Jarm-stjarna ársins opnar sig í fyrsta viðtalinu – Boðið 80 þúsund fyrir hráka

Hailey Welch hefur slegið í gegn á internetinu

Hailey „Hawk Tuah“ Welch hefur heldur betur slegið í gegn á internetinu undanfarnar vikur.

Þann 11. júní birtist viðtal við Hailey Welch á YouTube en hún var tekin tali ásamt vinkonu sinni þegar þær voru að skemmta sér. Meðal spurninga sem Welch var spurð að hvað væri hennar leið til að æsa upp karlmenn þegar í rúmið er komið. Svar hennar var á þá leið að hún hrækir á typpi þeirra þegar hún veitir munnmök. Þetta svar hefur nú slegið í gegn á internetinu og hefur leitt til þess að hún er komin umboðsmann og fatalínu og samkvæmt Rolling Stone hefur hún selt vörur fyrir tæpar 10 milljónir króna á þessum stutta tíma síðan viðtalið birtist.

Ýmsar sögur hafa gengið milli fólks um hver Hailey Welch er og hvað hún gerir. Samkvæmt orðrómum sem gengu um internetið átti hún að hafa verið rekin sem kennari og faðir hennar væri prestur en í hennar fyrsta viðtali eftir að hún varð fræg segir hún það ekki vera satt. Í viðtalinu segist hún vinna í verksmiðju og föður hennar hafi þótt myndbandið mjög fyndið. Þá segir hún einnig frá því að hún hafi fengið tilboð upp á rúmar 80 þúsund krónur frá manni um að hún myndi hrækja í krukku og senda honum krukkuna.

Hægt er að sjá viðtalið fræga hér fyrir neðan

 

Telja Hjálmar brotlegan en kæra ekki: „Öllum líkindum sekur um refsiverða háttsemi“

|
Hjálmar Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri BÍ

Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur ákveðið að kæra ekki Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, en tekur fram í tilkynningu sinni til fjölmiðla að samkvæmt lögfræðiáliti sem félagið fékk frá LOGOS að Hjálmar hafi líklega gerst sekur um refsivert brot í starfi.

Deilur hafa staðið milli stjórnar Blaðamannfélagsins og Hjálmars síðan honum var sagt upp vegna trúnaðarbrests í starfi í janúar á þessu ári. Í tilkynningu félagsins um málið er sagt að meint brot hans hafi falist í lánveitingum sem hann veitti sjálfum sér af fjármunum félagsins án samþykkis stjórnar, greiðslu ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé umfram ástæður og til persónulegra nota. Hjálmar hefur neitað öllum ásökunum um að hafa brotið af sér starfi.

Hægt er að lesa alla fréttatilkynningu Blaðamannafélagsins hér fyrir neðan:

Stjórn BÍ tók um það einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits LOGOS þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð. Stjórn BÍ telur hagsmunum félagsins betur borgið með því að ljúka málinu í stað þess að halda því áfram um ótilgreindan tíma með ófyrirséðum afleiðingum og kostnaði fyrir félagið.

Eftir niðurstöður úttektar KPMG á tilteknum færslum í bókhaldi BÍ, sem kynnt var félagsmönnum á aðalfundi í apríl sl., óskaði stjórn félagsins eftir lögfræðiáliti frá LOGOS lögfræðiþjónustu um mögulega refsiábyrgð fyrrum framkvæmdastjóra vegna háttsemi hans í starfi. Lögmaður LOGOS, sem er sérfræðingur í málaflokknum, byggði minnisblað sitt á úttekt KPMG og þeim ábendingum sem þar komu fram við skoðun á gögnum félagsins.

Niðurstaða minnisblaðsins er sú að fyrrum framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, Hjálmar Jónsson, gerðist að öllum líkindum sekur um refsiverða háttsemi í starfi sínu fyrir félagið. Meint brot fólust í lánveitingum sem hann veitti sjálfum sér af fjármunum félagsins án samþykkis stjórnar, greiðslu ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé umfram ástæður og til persónulegra nota.

Minnisblaðið er afdráttarlaust og fer yfir hvernig fyrrum framkvæmdastjóri misnotaði þá aðstöðu sem hann fékk í krafti umboðs til ráðstöfunar á fjármunum félagsins, sér í lagi hvað varðar lánveitingar hans til sjálfs sín:

„Ljóst er að fyrrum framkvæmdastjóri millifærði á sjálfan sig tæpar 9,2 m.kr. og lét færa í bókhaldi sem fyrirframgreidd laun. Var það án heimildar og án vitneskju stjórnar félagsins. Greiðslurnar komu ekki fram á launaseðlum hjá fyrrum framkvæmdastjóra og því ekki hægt að rekja í bókhaldi að greiðslurnar tengist fyrirfram greiddum launum. Framangreind háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra með lánveitingum til sjálfs síns án samþykkis stjórnar, greiðslur ökutækjastyrks og dagpeninga umfram heimildir og mögulega með kaupum á lausafé verulega umfram ástæður og til persónulegra nota fellur að öllum líkindum undir fjárdrátt samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“

Í minnisblaðinu er farið yfir að brotið teljist að fullu framið þó svo að fyrrverandi framkvæmdastjóri hafi greitt til baka það sem hann fékk að láni:

„Það sem einkennir fjárdrátt er að gerandi hafi fjárverðmæti þriðja aðila, eigandans, í vörslum sínum þegar tileinkun á sér stað. Þá ráðstafar gerandinn þeim í eigin þágu sem er eigandanum óviðkomandi og er án hans samþykkis.“

„Fullframning refsibrots á borð við fjárdrátt miðast við það stig í verknaðarferlinu þegar gerandi, í skjóli aðstöðu sinnar sem vörsluhafi verðmæta, fer að líta á þau sem eigin eign og fer með þau á þann veg. Veruleg líkindi eru með skilgreiningu á fjárdrætti og og þeirri háttsemi fyrrum framkvæmdastjóra félagsins sem að framan var lýst þar sem hann hefur gengið mjög frjálslega um sjóði félagsins með lánveitingum og annarri nýtingu fjármuna sem hann á ekki tilkall til án samþykkis stjórnar félagsins. Um leið og færslurnar áttu sér stað var í raun búið að fullfremja refsibrotið. Óheimil meðferð fjárins er virt sem fjárdráttur óháð verulegri fjártjónshættu, þ.e. óháð líkum á endurgreiðslu og óháð því hvort endurgreiðsla á sér stað á síðari stigum, líkt og virðist hafa verið raunin með “lánveitingar“ í 28 skipti yfir langan tíma.“

Í minnisblaðinu er einnig tekið fram að ef ekki yrði fallist á að framangreindar ráðstafanir fyrrum framkvæmdastjóra væru fjárdráttur yrði að öllum líkindum fallist á að sama háttsemi teldist vera umboðssvik. Kæmi til kæru og síðar ákæru yrði að líkindum ekki erfitt að sýna fram á persónulega auðgun framkvæmdastjórans.Til málsbóta yrði þó væntanlega litið til þess að hann endurgreiddi lánin.

Auk þess er tiltekin í minnisblaðinu áhætta á misferli vegna ýmissa atriða í skýrslu KPMG sem snúa að styrkveitingum, veitinga- og ferðakostnaði o.fl., þar sem ekki var sótt heimild til stjórnar. Þau atriði feli þó ekki endilega í sér refsiverða háttsemi heldur frekar lausung á daglegum rekstri félagsins og lélega framkvæmdastjórn.

Að ráði lögmannsins óskaði stjórn eftir skýringum fyrrum framkvæmdastjóra. Stjórn óskaði eftir að hann skýrði ákveðin atriði sem fram komu í úttekt KPMG. Hann sendi stjórn skýringar sínar með bréfi þann 6. júní 2024. Stjórn fól lögmanni LOGOS að meta skýringarnar og var það niðurstaða hans að þær breyttu ekki niðurstöðu minnisblaðsins; þ.e.að háttsemi framkvæmdastjórans fyrrverandi hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð.

Þrátt fyrir þessa niðurstöðu tók stjórn BÍ ákvörðun um það á stjórnarfundi 21. júní að ljúka málinu. Stjórn BÍ telur að tilgangi þess, að ráðast í þessa skoðun, sé nú náð. Markmiðið hafi verið að fá sérfræðiálit á rekstri og fjárreiðum félagsins í ljósi þess hve illa gekk hjá stjórn að fá upplýsingar frá fyrrverandi framkvæmdastjóra, líkt og fram kom í fundargerð stjórnar þann 12. janúar sl. Með úttekt KPMG, sem leiddi í ljós fjölmarga alvarlega annmarka, og lögfræðiáliti LOGOS, telur stjórn málið nægilega upplýst og að hún hafi nú nægar upplýsingar til að bæta vinnubrögð og ferla og koma í veg fyrir að viðlíka háttsemi geti átt sér stað aftur. Undanfarna mánuði hefur starfsfólk skrifstofu BÍ unnið að umbótum á verklagi við meðferð fjármuna sem snúa að öllum athugasemdum KPMG. KPMG hefur nýjar verklagsreglur nú til yfirferðar í tengslum við endurskoðun ársreiknings 2023.

Stjórn vonast til þess að með þessari ákvörðun sé málinu endanlega lokið og að orka og athygli starfsfólks og stjórnar geti beinst að því að efla veg blaðamennsku og blaðamanna á Íslandi, félagsmönnum og faginu til heilla, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari.

Raddir