Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Sóðaskapur á Borðeyri

Borðeyri - Mynd: Sara Sól

Daganna 5. – 7. júlí verður heldur betur veisla á Borðeyri en þá stíga margar af bestu hljómsveitum landsins á stokk og skemmta áhorfendum konunglega á hátíðinni Hátíðni.

Þar á meðal mun hljómsveitin Sóðaskapur koma fram en Sóðaskapur er pönkhljómsveit úr Reykjavík sem gaf út samnefnda plötu í fyrra og þótti platan verða mjög góð að mati margra og hafa lögin Gellur borða pasta og Ef þú átt prentara þá kýstu Sjálfstæðisflokkinn vakið sérstaka lukku hjá tónlistarunnendum.

Hér fyrir neðan má finna alla þá sem koma fram á hátíðinni

Alter Eygló, Tanz Akademie (IT), Juno Paul, Mineo Kawasaki (JP), Krassoff, Guðmundur Arnalds og Sara Flindt, Laufkvist, Amor Vincit Omnia, Infant Finches (DE/DK), Skelkur í Bringu, Asalaus, Ferdinand Ledoux, Tommi G, HáRún, Óðal Hjarn, Thorison, Tjaard (US), Eilíf Sjálfsfróun, K.Óla, Hryggur, Snowed In, Emma, Áslaug Dungal, Huldur, Lúpína, Simmi, Wooly Kind, Apex Anima & Frznte, Muxxxe, Laglegt, MC Myasnoi, Sóðaskapur, Lena Douglas, Kóka Kóla Polar Bear

Albert ákærður fyrir kynferðisbrot

Albert Guðmundsson var sýknaður í gær

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot en DV.is greinir frá því.

Albert var upphaflega kærður til lögreglu sumarið 2023 en eftir rannsókn ákvað héraðssaksóknari að láta niður falla. Konan sem kærði Albert kærði niðurfellinguna og hefur nú verið tekin sú ákvörðun á gefa út ákærðu í málinu.

Albert er einn besti knattspyrnumaður Íslands í dag og spilar með ítalska knattspyrnuliðinu Genoa. Á nýloknu tímabili var Albert besti leikmaður liðsins og hafa stórliðin Inter Milan, Tottenham og Napoli ásamt fleirum áhuga á að fá Albert í sínar raðir. Þá hefur Albert spilað 37 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim tíu mörk.

Albert hefur alla tíð haldið yfir sakleysi sínu í málinu.

22 handteknir eftir skotárás og blóðug hópslagsmál á Pride-hátíð í New York – MYNDBAND

Ljótur endir á Pride-hátíð í NYC - Mynd: Skjáskot

Blóðug hópslagsmál brutust út á Pride-hátíðinni sem fór fram í New York-borg seinustu helgi og handtók lögreglan 22 einstaklinga vegna slagsmálanna og var 16 sleppt eftir yfirheyrslur. Líklegt þykir að sex manns verði ákærðir fyrir sinn þátt í slagsmálunum.

Ekki liggur fyrir af hverju slagsmálin brutust út. „Þetta er alveg galið, Pride-hátíðin á ekki að vera svona,“ sagði einn hátíðargestur við ABC7 fréttastofuna. „Við eigum að koma saman að njóta okkur og elska hvort annað. Ég vona að það verði ekki meira ofbeldi.“

Þá þurfti að flytja 20 ára gamlan karlmann á sjúkrahús eftir að hann var ítrekað skotinn en byssumaðurinn gengur ennþá laus. „Ég hélt að þetta væru flugeldar af því að þetta er Pride-hátíðin,“ sagði maður sem var á svæðinu en ekki liggur fyrir hvort skotárásin og hópslagsmálin tengjast.

Farþegi festist í lofti flugvélar í hrollvekjuflugferð – MYNDBAND

Farþeginn er heppinn að vera lifandi

Betur fór en áhorfðist þegar farþegi í flugi frá Madríd til Montevideo í Úrúgvæ festist.

Það er ekki óalgengt að fólk upplifi ókyrrð í flugvélum en sennilega hafa fáir upplifað jafn mikla ókyrrð og farþegar Air Europa gerðu í flug frá Madríd til Montevideo í gær en þá skaust einn farþeginn upp í loft með svo miklum krafti að hann festist í rýminu fyrir ofan handfarangursgeymslur flugvélarinnar og má þakka að ekki fór verr.

Farþegar vélarinnar náðu á endanum að losa manninn en alls slösuðust 30 farþegar í ókyrrðinni. Í samtali við fjölmiðla lét einn farþegi hafa eftir sér að þetta hafi minnt á hryllingsmynd og hann sé þakklátur fyrir að vera á lífi.

Eftir ókyrrðina var flugvélinni lent í Brasilíu þar sem slasaðir farþegar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsi.

 

Margir elska Ölmu

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, og innsti kjarni flokksins leitar nú logandi ljósi að sterkum frambjóðendum til að tryggja boðlega breidd í komandi alþingiskosningum sem allt eins gætu orðið í haust. Meðal þeirra sem nefnd eru til sögunnar er Alma Möller landlæknir sem væntingar standa til að verði í framlínu flokksins og augljóst ráðherraefni í heilbrigðisráðuneytið. Alma nýtur mikilla vinsælda hjá almenningi og er elskuð og dáð af mörgum. Þá tengist hún Samfylkingunni sem systir Kristjáns Möller, fyrrverandi ráðherra og þungavigtarmanns.

Nafn forsetaframbjóðandans og prófessorins Baldurs Þórhallssonar er nefnt sem leiðtoga í suðurkjördæmi. Loks eru yfirgnæfandi líkur á því að Dagur B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri, leiði í öðru Reykjavíkurkjördæminu.

Að óbreyttu stefnir í stórsigur Samfylkingar sem mælist með hartnær 30 prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup á sama tíma og Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar býr við þá niðurlægingu að vera enn og aftur með fylgi langt undir 20 prósentum. Sama könnun  leiðir í ljós að Vinstri grænir eru í útrýmingarhættu og koma ekki að manni …

Grímuklæddir þjófar birtust við útidyrnar um miðnætti – Ofbeldisseggur yfirbugaður og færður í járn

Lögreglubíll. Ljósmyndin tengist ekki frréttinni beint.

Fimm grímuklæddir menn gerðu sig heimakomna og reyndu að brjóta upp útidyrahurð á heimili fólks, laust eftir miðnætti í nótt. Heimafólk kallaði til lögreglu sem brá skjótt við og kom á vettvang. Þá höfðu hinir grímuklæddu lagt á flótta á bifreið. Lögregla stöðvaði þá stuttu seinna. Húsbrjótarnir voru handteknir og læstir inni í fangaklefa vegna gruns um þjófnað og húsbrot. Málið er í rannsókn.

Tveir voru handteknir á svæði miðbæjarlögreglu  grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Meint fíkniefni voru haldlögð og skýrsla rituð um málið.

Ökumaður var stöðvaður eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi. Hann þrætti fyrir brotið en skýrsla var rituð.

Ofbeldismaður var handtekinn  eftir að hann sýndi af sér ógnandi hegðun. Hann á sér sögu um vopnaburð og ofbeldi og því var hann tryggður af lögreglu og færður í handjárn. Dólgurinn sýndi mikla mótspyrnu og fór ekki eftir fyrirmælum. Hann sefur nú í fangaklefa þar til hann verður yfirheyrður með nýjum degi.

 Ökumaður vart staðinn að verki þar sem hann ók um á ofsahraða. Lögreglan mældi hann á 157 km/klst. þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn  er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Dregið var úr honum blóð og hefðbundið sýnatökuferli hafið. Fleri voru gómaðir í nótt vegna gruns um að aka undir áhrifum og fara of hratt.

Rændu risaeðlu í Reykjanesbæ: „Þeir voru með grímur og húfur á höfði“

Reykjanesbær - myndin tengist fréttinni ekki beint

Stórfurðulegt rán átti sér stað í versluninni Stapafelli í Keflavík í október árið 1998 en greint var frá ráninu í DV.

„Það geystust tveir piltar inn í verslunina. Þeir voru með grímur og húfur á höfði. Annar þeirra hélt útidyrunum opnum meðan hinn þaut að hillum og tók leikfang. Síðan geystust þeir út úr versluninni jafn skyndilega og þeir komu. Starfsstúlkur horfðu á þetta en voru á inniskónum og gátu því ekki elt piltana uppi. Þær telja þá hafa verið á aldrinum 12 til 14 ára,“ sagði Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Stapafells í Keflavík, við DV um málið en samkvæmt Stefáni var „Godzilla-risaeðluleikfangi“ rænt og kostaði það 2.500 krónur.

„Ég man nú ekki eftir öðru eins atviki og þessu. Þeir voru ansi kræfir að gera þetta og það svona um hábjartan dag. Ég tilkynnti lögreglu að sjálfsögðu um atvikið,“ sagði Stefán að lokum en samkvæmt heimildum Mannlífs var málið aldrei upplýst.

Eyktarás er til í Borgarfirði – Dóttir Jónasar heiðraði minningu föður síns

Skiltið sem vísar á bæinn Eyktarás í Reykholtsdal.

Eitt þekktasta dægurlag bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar er Einu sinni á ágústkvöldi. Textinn er rómantísk lýsing á ástarfundi þar sem aðeins voru til vitnis nokkrir þrestir. Í ljóðinu eru talin upp nokkur þekkt örnefni á borð við Bolabás, Ármannsfell og Skjaldbreið. Eitt örnefni stingur þó í augu en það er Eyktarás sem engar heimildir eru til um. Talað er um hraunið fyrir sunnan Eyktarás.

Jónas Árnason.
Mynd: Alþingi.

Reyndin er sú að Eyktarás er aðeins skáldskapur þar sem textahöfundur vísar að sögn í eyktirnar, sem hver er þrjár klukkustundir hver og því átta á einum sólarhring.
Löngu eftir að ljóðið var samið var tekið upp götunafnið Eyktarás í Reykjavík. Á síðasta ári varð svo til bæjarnafnið Eyktarás í Borgarfirði. Hús þetta stendur í landi Kópareykja en þar bjó höfundurinn, Jónas Árnason um árabil. Dóttir hans, Ingunn Jónasdóttir, keypti Kópareyki 2 og breytti nafninu á 100 ára afmæli Jónasar í Eyktarás til heiðurs föður sínum. Hér má hlusta á ljóð og lag.

Austur í Þingvallasveit

Einu sinni á ágústkvöldi,
austur í Þingvallasveit
gerðist í dulitlu dragi
dulítið sem enginn veit,
nema við og nokkrir þrestir
og kjarrið græna inn í Bolabás
og Ármannsfellið fagurblátt
og fannir Skjaldbreiðar
og hraunið fyrir sunnan Eyktarás.
Þó að æviárin hverfi
út á tímans gráa rökkurveg,
við saman munum geyma þetta ljúfa leyndarmál,
landið okkar góða, þú og ég.
Texti Jónas Árnason.

Lögreglan hefur áhyggjur af falska Morgunblaðinu: „Svíkja af fólki peninga“

Morgunblaðið er í eigu Árvakurs sem fær 123.898.018 króna í styrk Ljósmynd: RÚV

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem varað er við gervifréttasíðum sem reyna líkja eftir íslenskum vefsíðum á borð við mbl.is og fleiri gæðavefsíðum. Hvetur lögreglan fólk til að kynna slíkar síður til Facebook sjái fólk auglýsingar fyrir þær á samfélagsmiðlinum.

„Lögregla og aðrir sem fylgjast með netárásum hafa orðið varir við umfangsmikla tilraun til vefveiða á Íslendinga.

Undirbúningur glæpamannanna er vandaður. Þeir byrja með auglýsingum á Facebook þar sem þeir hafa stolið myndum af þekktum Íslendingum. Tilgangurinn er að veiða fólk inn í falska fjárfestinga svikamyllu og þannig stela af fólki peningum.

Ef þið sjáið einhverja af þremur eftirfarandi auglýsingum, þá eru þær svindl. Best er að tilkynna þær til Facebook sem svindl en að öðrum kosti hunsa þær alveg. Ef þið klikkið á þær þá farið þið á falska síðu sem líkir eftir mbl.is en er það alls ekki og þaðan er verið að reyna að tæla ykkur yfir á svikasíður sem líkja eftir fjárfestingasíðum en hafa þann eina tilgang að svíkja af fólki peninga, engin raunveruleg fjárfesting á sér stað.

Þessi glæpahópur hefur útbúið mikinn fjölda af þessu auglýsingum og jafnframt sett upp fjölda af netsíðum til að styðja við glæpinn. Umfangið bendir til þess að þarna sé vel skipulagður hópur glæpamanna að baki.“

May be an image of 5 people and text
Gerviútgáfa af mbl.is

Árni Sævar er fallinn frá

Árni Sævar Jónsson er látinn 81 árs að aldri en Akureyri.net greinir frá þessu.

Árni fæddist árið 1943 og ólst upp á Akureyri og bjó þar alla ævi en foreldrar hans voru þau Jón Halldór Oddsson og Sigurveig Sigríður Árnadóttir.

Árni starfaði meðal annars sem verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og síðar sem framkvæmdastjóri hjá Eini hf., en faðir hans var einn af stofnendum fyrirtæksins. Árni hélt svo í kennaranám og starfaði sem grunnskólakennari á Akureyri þar til hann setist í helgan stein.

Golf var ofarlega í huga Árna en hann var meðal annars Akureyrarmeistari í íþróttinni árið 1975 en hann gekk í Golfklúbb Akureyrar árið 1950 og var meðal annars framkvæmdastjóri hans á níunda áratug síðustu aldar í nokkur ár. 

Árni lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Linda segir Íslendinga skaða hesta: „Eiga erfitt með að draga andann eðlilega“

Linda vill betri meðferð á hrossum - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsmot.is

Landsmót hestamanna hefst í dag og er viðburðurinn stór dagur á hverju ári í lífi hestamanna sem koma af öllu landinu á hvert til að keppa í hestamennsku. Linda Karen Gunnarsdóttir hefur þó áhyggjur af hestunum sem taka þátt í mótinu og bendir á að rannsóknir hafi sýnt að hestum á sem keppa á mótum hér á landi líði illa.

Í nýlegri rannsókn J.W. Christensen og fl. (2024) var hegðun hrossa í keppni hér á landi skoðuð með áherslu á merki um sársauka eða óþægindi. Rannsakendur notuðust við myndbandsupptökur. Niðurstöður sýndu að hegðun sem bendir til að hrossum líði illa sé þó nokkuð algeng í keppni, sérstaklega þegar riðið er tölt (T1) eða skeið. Dæmi um hegðun sem bendir til sársauka hjá hrossum eru m.a. taglsláttur, teygð efri vör, hrossið opnar munninn ítrekað svo sést í tennur, það hristir höfuðið og hækkar eða lækkar höfuð í reið til að komast undan taumhaldi knapa. Rannsakendur benda á að þetta þurfi að rannsaka frekar en niðurstöður séu í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið í öðrum hestaíþróttum erlendis,“ skrifar Linda í pistli sem birtist á Vísi en hún er formaður Dýraverndarsambands Íslands.

Vill sporna við þessari þróun

Linda telur að mikilvægt sé að þessi mál séu skoðuð og meiri áhersla verði lögð á líðan hesta. „Undanfarin ár er t.d. orðið algengara að sjá hross í keppni með höfuðið þröngvað niður og að kverkinni þannig þau eiga erfitt með að draga andann eðlilega sem er óviðunandi. Það er nauðsynlegt að spornað sé við þessari þróun. Dýraverndarsamband Íslands vill benda á að sýningar og keppni á hestum á aldrei að vera á kostnað velferðar og heilsu þeirra.“

Þá nefnir Linda einnig að mótum í eins og Landsmótinu sé tónlist spiluð hátt og slíkt skapi streitu fyrir hesta. „Sumir þulir hvetja jafnvel áhorfendur til að fagna á meðan hrossin eru í braut, eins og að þenja bílflautur, klappa eða hrópa. Hross eru flóttadýr sem í eðli sínu forðast hávaða og hafa mun næmari heyrn en manneskjur. Hross upplifa því almennt streitu í slíkum aðstæðum en geta yfirleitt afborið þær séu þau undirbúin fyrir það. Hross geta hins vegar brugðist við t.d. með því að fælast, flýta sér eða missa einbeitingu sem þá leiðir til þess að knapar þurfa að taka fastar í tauminn en annars hefði þurft.“

Dr. Áslaug tekin við Háskólanum á Akureyri: „Ég er virkilega spennt“

Áslaug Ásgeirsdóttir ásamt Eyjólfi Guðmundsson, fyrrverandi rektor. - Mynd: Háskólinn á Akureyri

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir er formlega tekin við sem rektor Háskólans á Akureyri en hún tekur við af Eyjólfi Guðmundssyni, sem hefur verið rektor skólans frá 2014.

Háskólaráð tilnefndi Áslaug 2. apríl síðastliðinn sem næsta rektor skólans og var tillagan samþykkt af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fimm umsóknir bárust um embættið, að því er fram kemur á vef HA, en skipað er til fimm ára.

Áslaug er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Washington University í St. Louis í Bandaríkjunum, auk þess sem hún hefur unnið við rannsóknir og kennslu. Þá hefur Áslaug aukreitis verið gestaprófessor við Háskólasetur Vestfjarða og sem Fulbright fræðimaður hjá Háskóla Íslands.

„Ég er virkilega spennt fyrir komandi tímum og hlakka sérstaklega til að kynnast starfsfólki og stúdentum HA. Það er tilhlökkunarefni að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er í gangi í Háskólanum á Akureyri,“ sagði Áslaug í tilkynningu frá skólanum.

Stigagangur í Grafarvogi þakinn blóði eftir árás

Grafarvogur - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Flytja þurfti karlmann á sjötugsaldri á sjúkrahús með sjúkrabíl eftir að óður hundur beit hann svo illa að hann hlaut skurði á hendi og missti mikið blóð en Vísir greinir frá þessu. Átti árásin sér stað á stigagangi í fjölbýli í Grafarvogi á föstudaginn og er stigagangurinn sagður hafa verið útataður í blóði mannsins.

Hundurinn réðst þó ekki aðeins á manninn heldur einnig konu hans en þau voru með hundinn í pössun. Hringt var á lögreglu vegna málsins og þegar lögregla kom á svæðið var tekin sú ákvörðun að hringja á sjúkrabíl. Sjálf þurfti konan að leita sér aðstoðar á slysadeild eftir árásina.

Hundurinn róaðist að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóra Dýraþjónustunar, eftir að hann komst í hendur þeirra. Ekki liggur fyrir hvað gerðist en Þorkell telur að eitthvað hafi gerst sem hafi æst hundinn verulega. Þá var atvikið sömuleiðis tilkynnt til MAST.

Samkvæmt Vísi er hundurinn Standard Schnauzer tegund.

Standard Schnauzer Breed Information & Insights | Basepaws

Lögreglumenn í New York drápu barn – MYNDBAND

Lögreglan skaut 13 ára strák - Mynd: Skjáskot

Lögreglumenn í Utica í New York drápu á föstudaginn 13 ára gamalt barn.

Barnið lagði á flótta undan lögreglumönnum en lögreglan vildi tala við barnið vegna rannsóknar en ekki liggur fyrir hvers konar rannsókn það var. Lögreglumennirnir hlupu á eftir barninu og tækluðu það í jörðina. Eftir að lögreglumaður glímdi við barnið í skamma stund dró annar lögreglumaður upp byssu sína og skaut barnið, sem dó á sjúkrahúsi stuttu síðar. Vörn lögreglumannanna er sú að þeim sýndist barnið hafa dregið upp skotvopn en ekki liggur fyrir hvort það er rétt eða ekki.

Mörg vitni voru að þessu atviki og hefur myndband af því farið eins og eldur í sinu um internetið.

Lögreglan í Utica hefur vottað fjölskyldu barnsins samúð sína og segja að málið sé til rannsóknar.

Bítlarokk í garðveislu Bjössa

Gar'aveisla Bjössa Thor verður hlaðin stjörnum.

Þess er að vænta að mikið stuð verði í árlegri garðveislu Björns Thoroddsen sem haldin verður um komandi helgi. Að þessu sinni verður aðalnúmerið hljómsveitin The Icelandic POP Orchestra, TIPO, var stofnuð í fyrra í tengslum við upptökuferð til London. Hljómsveitin tók upp plötu sína í Abbey Road, sjálfu Bítlastúdeóinu.

Hljómsveitina skipa nokkrir þjóðþekktir Frónbúar, bæði innan músikgeirans en einnig úr öðrum brönsum. Upptökurnar gengu vonum framar og 12 lög komu með í farteskinu heim. Fyrsta lagið er komið út og í tilefni þess verður TIPO aðalhljómsveitin í garðveislu Bjössa á Hringbraut 63 í Hafnarfirði kl. 15 næstkomandi laugardag, þann 6. júlí.

Lög TIPO eru frumsamin og þau sem hafa gaman af Bítlaskotnu rokki ættu að láta sjá sig og njóta tónlistar sem er á heimsmælikvarða. Meðal þeirra sem skipa hljómsveitina er gestgjafninn, Björn Thorioddsen, læknarnir Lýður Árnason og Íris Sveinsdóttir og Þórir Baldursson. Aðgangur að garðveislunni er ókeypis.

Heimir hættur

Heimir Hallgrímsson hættur - Mynd: AFP/Frederic J. Brown

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er hættur sem þjálfari jamaíska landsliðsins en hann tók við liðinu árið 2022.

„Hallgrímsson kom til Jamaíka fyrir tveimur árum og hefur hækkað rána í kringum landsliðið ef elju og dugnaði. Jamaíska knattspyrnusambandið og Jamaíka í heild hefur notið góðs af hans störfum. Við þökkum honum fyrir hans framlag og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningu knattspyrnusambands Jamaíka.

Samkvæmt heimildum íþróttafjölmiðla vestanhafs andaði köldu milli Heimis og yfirmanna knattspyrnusambands Jamaíka og ákvað Heimir að láta gott heita en upphaflegur samningur hans var til 2026. Heimir stýrði liðinu í 27 leikjum og vann liðið 11 þeirra, gerði sex jafntefli og tapaði tíu.

Það verður áhugavert að sjá hvað Heimir tekur sér fyrir hendur en ljóst er að hann verður eftirsóttur þjálfari á Norðurlöndunum.

Fjölskylda slapp naumlega lifandi frá eldsvoða í Húsafelli: „Alelda á þremur mínútum“ – MYNDBAND

Ljósmynd: Aðsend.

Eins og Mannlíf sagði frá um helgina fór betur en á horfðist þegar hjólhýsi brann til kaldra kola í Húsafelli en í því gisti fjölskylda og var hún stödd í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp en gerst það í kringum þrjú um nóttina.

„Í nótt þá vakna ég klukkan þrjú við hróp og köll í Húsafelli. Hleyp út að kanna hvað sé í gangi, þá er kviknað í hjólhýsi,“ sagði sjónarvottur í samtali við Mannlíf en samkvæmt honum mátti litlu muna að fjölskyldan í hjólhýsinu hafi brunnið inni. „Þetta fólk rétt slapp út, tóku börnin út úr brennandi húsinu sem varð alelda á þremur mínútum. Það var þvílík ringulreið hérna í nótt. Menn þurftu að forða sínum húsum og eitt við hliðina bráðnaði bara. Það er fullt af fólki í áfalli.“

Mannlíf hefur fengið sent myndband af eldsvoðanum og ljóst er talsvert verr hefði getað farið fyrir fjölskyldunni en hjólhýsi hennar og pallbíll gjöreyðilögðust í eldinum.

Samkvæmt heimildinum Mannlífs slasaðist einn lítillega en ekki liggur fyrir um eldsupptök.

Vankað fólk og ósjálfbjarga á ferli í miðborginni – Hávaðaseggur raskaði næturró á Grafarholti

Grafarholt. Myndin tengisrt ekki beint efni fréttarinnar.

Aðeins tveir einstaklingar gistu fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Lögreglan átti þannig rólega nótt eftir nokkurt ónæði um helgina. Helszt var um að ræða fólk í annarlegu ástandi sem vankaðist um miðborgina. Sumir voru algjörlega út úr korti og fengu aðstoð til að komast heim. Aðrir náðu að ganga á brott þegar lögreglumenn bar að garð. Óljóst er hvaða vímuefni eiga stærstan þátt í þessu ástandi en faralaldur sem kenndur er við  Oxycontín hefur verið hér á landi eins og víðar. Fjöldi manns hefur látið lífið vegna ópíóðanna.

Brotist var inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Þjófurinn hvarf sporlaust á braut með þýfi sitt. Þá var tilkynnt um innbrot í fataverslun á svipuðum slóðum. Málið er í  rannsókn.

Vespu var stolið í Breiðholti. Óljóst með lyktur þess máls.  Á Grafarholti fann fólk hjá sér þörf til að blasta tónlist og valda nágrönnum sínum ónæði. Lögreglan fyrirskipaði þeim að lækka og færðist þá ró næturinnar yfir hverfið.

Einar mjólkar aldraða

Reykjavíkurborg virðist eig aí miklum fjárhagsörðugleikum ef marka má nýjasta útspil þeirra sem felur í sér að hætta að bjóða eldri borgurum upp á frítt sund. Einar Þorsteinsson borgarstjóri ogf félagar hans í meirihlutnaum hafa stigið þetta skref til að næla sér í tekjur sem nema 30 milljónum króna árlega. Sú upphæð samsvarar launum Einars.

Fyrirtslátturinn er sá að ferðamenn 67 ára og eldri hafa fengið frítt í sund eins og aðrir sundgestir borgarinnar á þeim aldri. Eftir 1. ágúst greiða ferðamennirnir fullt gjald en Íslendingar eiga kost á því að kaupa árskort fyrir 4 þúsund krónur.

Sú fjáröflun að mjólk aldraða þykir vera nokkuð snautleg og til merkis um þá ringulreið sem fullyrt er af minnihlutanum í borgarstjórn að ríki í fjármálum Reykjavíkur. ‘Ahugavert verður að sjá hvort nágrannasveitarfélög Reykjavíkur grípa til svipaðra ráða …

Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt vera uppbókað: „Allar vikur alltaf fullar“

Nú er ekki er lengur hægt að fá að hitta á lækni á síðdegisvöktum á heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins; áhersla verður nú lögð á símaráðgjöf í númerinu 1700; hjúkrunarfræðingur mun meta erindið og vísar í réttan farveg, segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, í samtali við RÚV og bætir við:

„Og þannig er hægt að fá tíma fyrir bráð erindi á öllum okkar heilsugæslustöðvum.“

Á mörgum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið eftir klukkan 16 á daginn síðdegisvakt; fyrir bráð erindi og að hitta lækni án þess að eiga tíma:

„Óþrjótandi aðgangur að læknum milli fjögur og sex eins og var, þar sem allir gátu droppað inn með hvað sem er, það er ekki í boði lengur. Það sem við erum að gera er í raun og veru að færa síðdegisvaktirnar yfir á daginn,“ segir Sigríður.

Margir kannast við að afar erfitt er að fá tíma hjá lækni á heilsugæslustöð sem ekki fellur undir bráðaþjónustu; á sumum heilsugæslustöðvum er hreinlega ekki hægt að panta tíma því allt er uppbókað.

„Það eru allar vikur alltaf fullar og við þurfum bara að finna einhverja leið í haust með hvernig fólk getur pantað tíma lengra fram í tímann.“

 

Sóðaskapur á Borðeyri

Borðeyri - Mynd: Sara Sól

Daganna 5. – 7. júlí verður heldur betur veisla á Borðeyri en þá stíga margar af bestu hljómsveitum landsins á stokk og skemmta áhorfendum konunglega á hátíðinni Hátíðni.

Þar á meðal mun hljómsveitin Sóðaskapur koma fram en Sóðaskapur er pönkhljómsveit úr Reykjavík sem gaf út samnefnda plötu í fyrra og þótti platan verða mjög góð að mati margra og hafa lögin Gellur borða pasta og Ef þú átt prentara þá kýstu Sjálfstæðisflokkinn vakið sérstaka lukku hjá tónlistarunnendum.

Hér fyrir neðan má finna alla þá sem koma fram á hátíðinni

Alter Eygló, Tanz Akademie (IT), Juno Paul, Mineo Kawasaki (JP), Krassoff, Guðmundur Arnalds og Sara Flindt, Laufkvist, Amor Vincit Omnia, Infant Finches (DE/DK), Skelkur í Bringu, Asalaus, Ferdinand Ledoux, Tommi G, HáRún, Óðal Hjarn, Thorison, Tjaard (US), Eilíf Sjálfsfróun, K.Óla, Hryggur, Snowed In, Emma, Áslaug Dungal, Huldur, Lúpína, Simmi, Wooly Kind, Apex Anima & Frznte, Muxxxe, Laglegt, MC Myasnoi, Sóðaskapur, Lena Douglas, Kóka Kóla Polar Bear

Albert ákærður fyrir kynferðisbrot

Albert Guðmundsson var sýknaður í gær

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot en DV.is greinir frá því.

Albert var upphaflega kærður til lögreglu sumarið 2023 en eftir rannsókn ákvað héraðssaksóknari að láta niður falla. Konan sem kærði Albert kærði niðurfellinguna og hefur nú verið tekin sú ákvörðun á gefa út ákærðu í málinu.

Albert er einn besti knattspyrnumaður Íslands í dag og spilar með ítalska knattspyrnuliðinu Genoa. Á nýloknu tímabili var Albert besti leikmaður liðsins og hafa stórliðin Inter Milan, Tottenham og Napoli ásamt fleirum áhuga á að fá Albert í sínar raðir. Þá hefur Albert spilað 37 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim tíu mörk.

Albert hefur alla tíð haldið yfir sakleysi sínu í málinu.

22 handteknir eftir skotárás og blóðug hópslagsmál á Pride-hátíð í New York – MYNDBAND

Ljótur endir á Pride-hátíð í NYC - Mynd: Skjáskot

Blóðug hópslagsmál brutust út á Pride-hátíðinni sem fór fram í New York-borg seinustu helgi og handtók lögreglan 22 einstaklinga vegna slagsmálanna og var 16 sleppt eftir yfirheyrslur. Líklegt þykir að sex manns verði ákærðir fyrir sinn þátt í slagsmálunum.

Ekki liggur fyrir af hverju slagsmálin brutust út. „Þetta er alveg galið, Pride-hátíðin á ekki að vera svona,“ sagði einn hátíðargestur við ABC7 fréttastofuna. „Við eigum að koma saman að njóta okkur og elska hvort annað. Ég vona að það verði ekki meira ofbeldi.“

Þá þurfti að flytja 20 ára gamlan karlmann á sjúkrahús eftir að hann var ítrekað skotinn en byssumaðurinn gengur ennþá laus. „Ég hélt að þetta væru flugeldar af því að þetta er Pride-hátíðin,“ sagði maður sem var á svæðinu en ekki liggur fyrir hvort skotárásin og hópslagsmálin tengjast.

Farþegi festist í lofti flugvélar í hrollvekjuflugferð – MYNDBAND

Farþeginn er heppinn að vera lifandi

Betur fór en áhorfðist þegar farþegi í flugi frá Madríd til Montevideo í Úrúgvæ festist.

Það er ekki óalgengt að fólk upplifi ókyrrð í flugvélum en sennilega hafa fáir upplifað jafn mikla ókyrrð og farþegar Air Europa gerðu í flug frá Madríd til Montevideo í gær en þá skaust einn farþeginn upp í loft með svo miklum krafti að hann festist í rýminu fyrir ofan handfarangursgeymslur flugvélarinnar og má þakka að ekki fór verr.

Farþegar vélarinnar náðu á endanum að losa manninn en alls slösuðust 30 farþegar í ókyrrðinni. Í samtali við fjölmiðla lét einn farþegi hafa eftir sér að þetta hafi minnt á hryllingsmynd og hann sé þakklátur fyrir að vera á lífi.

Eftir ókyrrðina var flugvélinni lent í Brasilíu þar sem slasaðir farþegar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsi.

 

Margir elska Ölmu

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, og innsti kjarni flokksins leitar nú logandi ljósi að sterkum frambjóðendum til að tryggja boðlega breidd í komandi alþingiskosningum sem allt eins gætu orðið í haust. Meðal þeirra sem nefnd eru til sögunnar er Alma Möller landlæknir sem væntingar standa til að verði í framlínu flokksins og augljóst ráðherraefni í heilbrigðisráðuneytið. Alma nýtur mikilla vinsælda hjá almenningi og er elskuð og dáð af mörgum. Þá tengist hún Samfylkingunni sem systir Kristjáns Möller, fyrrverandi ráðherra og þungavigtarmanns.

Nafn forsetaframbjóðandans og prófessorins Baldurs Þórhallssonar er nefnt sem leiðtoga í suðurkjördæmi. Loks eru yfirgnæfandi líkur á því að Dagur B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri, leiði í öðru Reykjavíkurkjördæminu.

Að óbreyttu stefnir í stórsigur Samfylkingar sem mælist með hartnær 30 prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup á sama tíma og Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar býr við þá niðurlægingu að vera enn og aftur með fylgi langt undir 20 prósentum. Sama könnun  leiðir í ljós að Vinstri grænir eru í útrýmingarhættu og koma ekki að manni …

Grímuklæddir þjófar birtust við útidyrnar um miðnætti – Ofbeldisseggur yfirbugaður og færður í járn

Lögreglubíll. Ljósmyndin tengist ekki frréttinni beint.

Fimm grímuklæddir menn gerðu sig heimakomna og reyndu að brjóta upp útidyrahurð á heimili fólks, laust eftir miðnætti í nótt. Heimafólk kallaði til lögreglu sem brá skjótt við og kom á vettvang. Þá höfðu hinir grímuklæddu lagt á flótta á bifreið. Lögregla stöðvaði þá stuttu seinna. Húsbrjótarnir voru handteknir og læstir inni í fangaklefa vegna gruns um þjófnað og húsbrot. Málið er í rannsókn.

Tveir voru handteknir á svæði miðbæjarlögreglu  grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Meint fíkniefni voru haldlögð og skýrsla rituð um málið.

Ökumaður var stöðvaður eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi. Hann þrætti fyrir brotið en skýrsla var rituð.

Ofbeldismaður var handtekinn  eftir að hann sýndi af sér ógnandi hegðun. Hann á sér sögu um vopnaburð og ofbeldi og því var hann tryggður af lögreglu og færður í handjárn. Dólgurinn sýndi mikla mótspyrnu og fór ekki eftir fyrirmælum. Hann sefur nú í fangaklefa þar til hann verður yfirheyrður með nýjum degi.

 Ökumaður vart staðinn að verki þar sem hann ók um á ofsahraða. Lögreglan mældi hann á 157 km/klst. þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn  er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Dregið var úr honum blóð og hefðbundið sýnatökuferli hafið. Fleri voru gómaðir í nótt vegna gruns um að aka undir áhrifum og fara of hratt.

Rændu risaeðlu í Reykjanesbæ: „Þeir voru með grímur og húfur á höfði“

Reykjanesbær - myndin tengist fréttinni ekki beint

Stórfurðulegt rán átti sér stað í versluninni Stapafelli í Keflavík í október árið 1998 en greint var frá ráninu í DV.

„Það geystust tveir piltar inn í verslunina. Þeir voru með grímur og húfur á höfði. Annar þeirra hélt útidyrunum opnum meðan hinn þaut að hillum og tók leikfang. Síðan geystust þeir út úr versluninni jafn skyndilega og þeir komu. Starfsstúlkur horfðu á þetta en voru á inniskónum og gátu því ekki elt piltana uppi. Þær telja þá hafa verið á aldrinum 12 til 14 ára,“ sagði Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Stapafells í Keflavík, við DV um málið en samkvæmt Stefáni var „Godzilla-risaeðluleikfangi“ rænt og kostaði það 2.500 krónur.

„Ég man nú ekki eftir öðru eins atviki og þessu. Þeir voru ansi kræfir að gera þetta og það svona um hábjartan dag. Ég tilkynnti lögreglu að sjálfsögðu um atvikið,“ sagði Stefán að lokum en samkvæmt heimildum Mannlífs var málið aldrei upplýst.

Eyktarás er til í Borgarfirði – Dóttir Jónasar heiðraði minningu föður síns

Skiltið sem vísar á bæinn Eyktarás í Reykholtsdal.

Eitt þekktasta dægurlag bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar er Einu sinni á ágústkvöldi. Textinn er rómantísk lýsing á ástarfundi þar sem aðeins voru til vitnis nokkrir þrestir. Í ljóðinu eru talin upp nokkur þekkt örnefni á borð við Bolabás, Ármannsfell og Skjaldbreið. Eitt örnefni stingur þó í augu en það er Eyktarás sem engar heimildir eru til um. Talað er um hraunið fyrir sunnan Eyktarás.

Jónas Árnason.
Mynd: Alþingi.

Reyndin er sú að Eyktarás er aðeins skáldskapur þar sem textahöfundur vísar að sögn í eyktirnar, sem hver er þrjár klukkustundir hver og því átta á einum sólarhring.
Löngu eftir að ljóðið var samið var tekið upp götunafnið Eyktarás í Reykjavík. Á síðasta ári varð svo til bæjarnafnið Eyktarás í Borgarfirði. Hús þetta stendur í landi Kópareykja en þar bjó höfundurinn, Jónas Árnason um árabil. Dóttir hans, Ingunn Jónasdóttir, keypti Kópareyki 2 og breytti nafninu á 100 ára afmæli Jónasar í Eyktarás til heiðurs föður sínum. Hér má hlusta á ljóð og lag.

Austur í Þingvallasveit

Einu sinni á ágústkvöldi,
austur í Þingvallasveit
gerðist í dulitlu dragi
dulítið sem enginn veit,
nema við og nokkrir þrestir
og kjarrið græna inn í Bolabás
og Ármannsfellið fagurblátt
og fannir Skjaldbreiðar
og hraunið fyrir sunnan Eyktarás.
Þó að æviárin hverfi
út á tímans gráa rökkurveg,
við saman munum geyma þetta ljúfa leyndarmál,
landið okkar góða, þú og ég.
Texti Jónas Árnason.

Lögreglan hefur áhyggjur af falska Morgunblaðinu: „Svíkja af fólki peninga“

Morgunblaðið er í eigu Árvakurs sem fær 123.898.018 króna í styrk Ljósmynd: RÚV

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem varað er við gervifréttasíðum sem reyna líkja eftir íslenskum vefsíðum á borð við mbl.is og fleiri gæðavefsíðum. Hvetur lögreglan fólk til að kynna slíkar síður til Facebook sjái fólk auglýsingar fyrir þær á samfélagsmiðlinum.

„Lögregla og aðrir sem fylgjast með netárásum hafa orðið varir við umfangsmikla tilraun til vefveiða á Íslendinga.

Undirbúningur glæpamannanna er vandaður. Þeir byrja með auglýsingum á Facebook þar sem þeir hafa stolið myndum af þekktum Íslendingum. Tilgangurinn er að veiða fólk inn í falska fjárfestinga svikamyllu og þannig stela af fólki peningum.

Ef þið sjáið einhverja af þremur eftirfarandi auglýsingum, þá eru þær svindl. Best er að tilkynna þær til Facebook sem svindl en að öðrum kosti hunsa þær alveg. Ef þið klikkið á þær þá farið þið á falska síðu sem líkir eftir mbl.is en er það alls ekki og þaðan er verið að reyna að tæla ykkur yfir á svikasíður sem líkja eftir fjárfestingasíðum en hafa þann eina tilgang að svíkja af fólki peninga, engin raunveruleg fjárfesting á sér stað.

Þessi glæpahópur hefur útbúið mikinn fjölda af þessu auglýsingum og jafnframt sett upp fjölda af netsíðum til að styðja við glæpinn. Umfangið bendir til þess að þarna sé vel skipulagður hópur glæpamanna að baki.“

May be an image of 5 people and text
Gerviútgáfa af mbl.is

Árni Sævar er fallinn frá

Árni Sævar Jónsson er látinn 81 árs að aldri en Akureyri.net greinir frá þessu.

Árni fæddist árið 1943 og ólst upp á Akureyri og bjó þar alla ævi en foreldrar hans voru þau Jón Halldór Oddsson og Sigurveig Sigríður Árnadóttir.

Árni starfaði meðal annars sem verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og síðar sem framkvæmdastjóri hjá Eini hf., en faðir hans var einn af stofnendum fyrirtæksins. Árni hélt svo í kennaranám og starfaði sem grunnskólakennari á Akureyri þar til hann setist í helgan stein.

Golf var ofarlega í huga Árna en hann var meðal annars Akureyrarmeistari í íþróttinni árið 1975 en hann gekk í Golfklúbb Akureyrar árið 1950 og var meðal annars framkvæmdastjóri hans á níunda áratug síðustu aldar í nokkur ár. 

Árni lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Linda segir Íslendinga skaða hesta: „Eiga erfitt með að draga andann eðlilega“

Linda vill betri meðferð á hrossum - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsmot.is

Landsmót hestamanna hefst í dag og er viðburðurinn stór dagur á hverju ári í lífi hestamanna sem koma af öllu landinu á hvert til að keppa í hestamennsku. Linda Karen Gunnarsdóttir hefur þó áhyggjur af hestunum sem taka þátt í mótinu og bendir á að rannsóknir hafi sýnt að hestum á sem keppa á mótum hér á landi líði illa.

Í nýlegri rannsókn J.W. Christensen og fl. (2024) var hegðun hrossa í keppni hér á landi skoðuð með áherslu á merki um sársauka eða óþægindi. Rannsakendur notuðust við myndbandsupptökur. Niðurstöður sýndu að hegðun sem bendir til að hrossum líði illa sé þó nokkuð algeng í keppni, sérstaklega þegar riðið er tölt (T1) eða skeið. Dæmi um hegðun sem bendir til sársauka hjá hrossum eru m.a. taglsláttur, teygð efri vör, hrossið opnar munninn ítrekað svo sést í tennur, það hristir höfuðið og hækkar eða lækkar höfuð í reið til að komast undan taumhaldi knapa. Rannsakendur benda á að þetta þurfi að rannsaka frekar en niðurstöður séu í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið í öðrum hestaíþróttum erlendis,“ skrifar Linda í pistli sem birtist á Vísi en hún er formaður Dýraverndarsambands Íslands.

Vill sporna við þessari þróun

Linda telur að mikilvægt sé að þessi mál séu skoðuð og meiri áhersla verði lögð á líðan hesta. „Undanfarin ár er t.d. orðið algengara að sjá hross í keppni með höfuðið þröngvað niður og að kverkinni þannig þau eiga erfitt með að draga andann eðlilega sem er óviðunandi. Það er nauðsynlegt að spornað sé við þessari þróun. Dýraverndarsamband Íslands vill benda á að sýningar og keppni á hestum á aldrei að vera á kostnað velferðar og heilsu þeirra.“

Þá nefnir Linda einnig að mótum í eins og Landsmótinu sé tónlist spiluð hátt og slíkt skapi streitu fyrir hesta. „Sumir þulir hvetja jafnvel áhorfendur til að fagna á meðan hrossin eru í braut, eins og að þenja bílflautur, klappa eða hrópa. Hross eru flóttadýr sem í eðli sínu forðast hávaða og hafa mun næmari heyrn en manneskjur. Hross upplifa því almennt streitu í slíkum aðstæðum en geta yfirleitt afborið þær séu þau undirbúin fyrir það. Hross geta hins vegar brugðist við t.d. með því að fælast, flýta sér eða missa einbeitingu sem þá leiðir til þess að knapar þurfa að taka fastar í tauminn en annars hefði þurft.“

Dr. Áslaug tekin við Háskólanum á Akureyri: „Ég er virkilega spennt“

Áslaug Ásgeirsdóttir ásamt Eyjólfi Guðmundsson, fyrrverandi rektor. - Mynd: Háskólinn á Akureyri

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir er formlega tekin við sem rektor Háskólans á Akureyri en hún tekur við af Eyjólfi Guðmundssyni, sem hefur verið rektor skólans frá 2014.

Háskólaráð tilnefndi Áslaug 2. apríl síðastliðinn sem næsta rektor skólans og var tillagan samþykkt af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fimm umsóknir bárust um embættið, að því er fram kemur á vef HA, en skipað er til fimm ára.

Áslaug er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Washington University í St. Louis í Bandaríkjunum, auk þess sem hún hefur unnið við rannsóknir og kennslu. Þá hefur Áslaug aukreitis verið gestaprófessor við Háskólasetur Vestfjarða og sem Fulbright fræðimaður hjá Háskóla Íslands.

„Ég er virkilega spennt fyrir komandi tímum og hlakka sérstaklega til að kynnast starfsfólki og stúdentum HA. Það er tilhlökkunarefni að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er í gangi í Háskólanum á Akureyri,“ sagði Áslaug í tilkynningu frá skólanum.

Stigagangur í Grafarvogi þakinn blóði eftir árás

Grafarvogur - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Flytja þurfti karlmann á sjötugsaldri á sjúkrahús með sjúkrabíl eftir að óður hundur beit hann svo illa að hann hlaut skurði á hendi og missti mikið blóð en Vísir greinir frá þessu. Átti árásin sér stað á stigagangi í fjölbýli í Grafarvogi á föstudaginn og er stigagangurinn sagður hafa verið útataður í blóði mannsins.

Hundurinn réðst þó ekki aðeins á manninn heldur einnig konu hans en þau voru með hundinn í pössun. Hringt var á lögreglu vegna málsins og þegar lögregla kom á svæðið var tekin sú ákvörðun að hringja á sjúkrabíl. Sjálf þurfti konan að leita sér aðstoðar á slysadeild eftir árásina.

Hundurinn róaðist að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóra Dýraþjónustunar, eftir að hann komst í hendur þeirra. Ekki liggur fyrir hvað gerðist en Þorkell telur að eitthvað hafi gerst sem hafi æst hundinn verulega. Þá var atvikið sömuleiðis tilkynnt til MAST.

Samkvæmt Vísi er hundurinn Standard Schnauzer tegund.

Standard Schnauzer Breed Information & Insights | Basepaws

Lögreglumenn í New York drápu barn – MYNDBAND

Lögreglan skaut 13 ára strák - Mynd: Skjáskot

Lögreglumenn í Utica í New York drápu á föstudaginn 13 ára gamalt barn.

Barnið lagði á flótta undan lögreglumönnum en lögreglan vildi tala við barnið vegna rannsóknar en ekki liggur fyrir hvers konar rannsókn það var. Lögreglumennirnir hlupu á eftir barninu og tækluðu það í jörðina. Eftir að lögreglumaður glímdi við barnið í skamma stund dró annar lögreglumaður upp byssu sína og skaut barnið, sem dó á sjúkrahúsi stuttu síðar. Vörn lögreglumannanna er sú að þeim sýndist barnið hafa dregið upp skotvopn en ekki liggur fyrir hvort það er rétt eða ekki.

Mörg vitni voru að þessu atviki og hefur myndband af því farið eins og eldur í sinu um internetið.

Lögreglan í Utica hefur vottað fjölskyldu barnsins samúð sína og segja að málið sé til rannsóknar.

Bítlarokk í garðveislu Bjössa

Gar'aveisla Bjössa Thor verður hlaðin stjörnum.

Þess er að vænta að mikið stuð verði í árlegri garðveislu Björns Thoroddsen sem haldin verður um komandi helgi. Að þessu sinni verður aðalnúmerið hljómsveitin The Icelandic POP Orchestra, TIPO, var stofnuð í fyrra í tengslum við upptökuferð til London. Hljómsveitin tók upp plötu sína í Abbey Road, sjálfu Bítlastúdeóinu.

Hljómsveitina skipa nokkrir þjóðþekktir Frónbúar, bæði innan músikgeirans en einnig úr öðrum brönsum. Upptökurnar gengu vonum framar og 12 lög komu með í farteskinu heim. Fyrsta lagið er komið út og í tilefni þess verður TIPO aðalhljómsveitin í garðveislu Bjössa á Hringbraut 63 í Hafnarfirði kl. 15 næstkomandi laugardag, þann 6. júlí.

Lög TIPO eru frumsamin og þau sem hafa gaman af Bítlaskotnu rokki ættu að láta sjá sig og njóta tónlistar sem er á heimsmælikvarða. Meðal þeirra sem skipa hljómsveitina er gestgjafninn, Björn Thorioddsen, læknarnir Lýður Árnason og Íris Sveinsdóttir og Þórir Baldursson. Aðgangur að garðveislunni er ókeypis.

Heimir hættur

Heimir Hallgrímsson hættur - Mynd: AFP/Frederic J. Brown

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson er hættur sem þjálfari jamaíska landsliðsins en hann tók við liðinu árið 2022.

„Hallgrímsson kom til Jamaíka fyrir tveimur árum og hefur hækkað rána í kringum landsliðið ef elju og dugnaði. Jamaíska knattspyrnusambandið og Jamaíka í heild hefur notið góðs af hans störfum. Við þökkum honum fyrir hans framlag og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningu knattspyrnusambands Jamaíka.

Samkvæmt heimildum íþróttafjölmiðla vestanhafs andaði köldu milli Heimis og yfirmanna knattspyrnusambands Jamaíka og ákvað Heimir að láta gott heita en upphaflegur samningur hans var til 2026. Heimir stýrði liðinu í 27 leikjum og vann liðið 11 þeirra, gerði sex jafntefli og tapaði tíu.

Það verður áhugavert að sjá hvað Heimir tekur sér fyrir hendur en ljóst er að hann verður eftirsóttur þjálfari á Norðurlöndunum.

Fjölskylda slapp naumlega lifandi frá eldsvoða í Húsafelli: „Alelda á þremur mínútum“ – MYNDBAND

Ljósmynd: Aðsend.

Eins og Mannlíf sagði frá um helgina fór betur en á horfðist þegar hjólhýsi brann til kaldra kola í Húsafelli en í því gisti fjölskylda og var hún stödd í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp en gerst það í kringum þrjú um nóttina.

„Í nótt þá vakna ég klukkan þrjú við hróp og köll í Húsafelli. Hleyp út að kanna hvað sé í gangi, þá er kviknað í hjólhýsi,“ sagði sjónarvottur í samtali við Mannlíf en samkvæmt honum mátti litlu muna að fjölskyldan í hjólhýsinu hafi brunnið inni. „Þetta fólk rétt slapp út, tóku börnin út úr brennandi húsinu sem varð alelda á þremur mínútum. Það var þvílík ringulreið hérna í nótt. Menn þurftu að forða sínum húsum og eitt við hliðina bráðnaði bara. Það er fullt af fólki í áfalli.“

Mannlíf hefur fengið sent myndband af eldsvoðanum og ljóst er talsvert verr hefði getað farið fyrir fjölskyldunni en hjólhýsi hennar og pallbíll gjöreyðilögðust í eldinum.

Samkvæmt heimildinum Mannlífs slasaðist einn lítillega en ekki liggur fyrir um eldsupptök.

Vankað fólk og ósjálfbjarga á ferli í miðborginni – Hávaðaseggur raskaði næturró á Grafarholti

Grafarholt. Myndin tengisrt ekki beint efni fréttarinnar.

Aðeins tveir einstaklingar gistu fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Lögreglan átti þannig rólega nótt eftir nokkurt ónæði um helgina. Helszt var um að ræða fólk í annarlegu ástandi sem vankaðist um miðborgina. Sumir voru algjörlega út úr korti og fengu aðstoð til að komast heim. Aðrir náðu að ganga á brott þegar lögreglumenn bar að garð. Óljóst er hvaða vímuefni eiga stærstan þátt í þessu ástandi en faralaldur sem kenndur er við  Oxycontín hefur verið hér á landi eins og víðar. Fjöldi manns hefur látið lífið vegna ópíóðanna.

Brotist var inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Þjófurinn hvarf sporlaust á braut með þýfi sitt. Þá var tilkynnt um innbrot í fataverslun á svipuðum slóðum. Málið er í  rannsókn.

Vespu var stolið í Breiðholti. Óljóst með lyktur þess máls.  Á Grafarholti fann fólk hjá sér þörf til að blasta tónlist og valda nágrönnum sínum ónæði. Lögreglan fyrirskipaði þeim að lækka og færðist þá ró næturinnar yfir hverfið.

Einar mjólkar aldraða

Reykjavíkurborg virðist eig aí miklum fjárhagsörðugleikum ef marka má nýjasta útspil þeirra sem felur í sér að hætta að bjóða eldri borgurum upp á frítt sund. Einar Þorsteinsson borgarstjóri ogf félagar hans í meirihlutnaum hafa stigið þetta skref til að næla sér í tekjur sem nema 30 milljónum króna árlega. Sú upphæð samsvarar launum Einars.

Fyrirtslátturinn er sá að ferðamenn 67 ára og eldri hafa fengið frítt í sund eins og aðrir sundgestir borgarinnar á þeim aldri. Eftir 1. ágúst greiða ferðamennirnir fullt gjald en Íslendingar eiga kost á því að kaupa árskort fyrir 4 þúsund krónur.

Sú fjáröflun að mjólk aldraða þykir vera nokkuð snautleg og til merkis um þá ringulreið sem fullyrt er af minnihlutanum í borgarstjórn að ríki í fjármálum Reykjavíkur. ‘Ahugavert verður að sjá hvort nágrannasveitarfélög Reykjavíkur grípa til svipaðra ráða …

Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt vera uppbókað: „Allar vikur alltaf fullar“

Nú er ekki er lengur hægt að fá að hitta á lækni á síðdegisvöktum á heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins; áhersla verður nú lögð á símaráðgjöf í númerinu 1700; hjúkrunarfræðingur mun meta erindið og vísar í réttan farveg, segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, í samtali við RÚV og bætir við:

„Og þannig er hægt að fá tíma fyrir bráð erindi á öllum okkar heilsugæslustöðvum.“

Á mörgum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið eftir klukkan 16 á daginn síðdegisvakt; fyrir bráð erindi og að hitta lækni án þess að eiga tíma:

„Óþrjótandi aðgangur að læknum milli fjögur og sex eins og var, þar sem allir gátu droppað inn með hvað sem er, það er ekki í boði lengur. Það sem við erum að gera er í raun og veru að færa síðdegisvaktirnar yfir á daginn,“ segir Sigríður.

Margir kannast við að afar erfitt er að fá tíma hjá lækni á heilsugæslustöð sem ekki fellur undir bráðaþjónustu; á sumum heilsugæslustöðvum er hreinlega ekki hægt að panta tíma því allt er uppbókað.

„Það eru allar vikur alltaf fullar og við þurfum bara að finna einhverja leið í haust með hvernig fólk getur pantað tíma lengra fram í tímann.“

 

Raddir