Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-4 C
Reykjavik

Gunnar Wiium vill opna umræðuna: ,,Nýbúinn að fara í þrjár jarðarfarir vegna sjálfsvíga”

Gunnar Wiium hlaðvarpsstjórnandi og smiður er nýbúinn að fara í þrjár jarðarfarir vegna sjálfsvíga í kringum sig og segir nauðsynlegt að opna á umræðu um þunglyndi og geðlyfjanotkun. Gunnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir alla þessa einstaklinga hafa verið á geðlyfjum, sem virðast hafa gert lítið sem ekkert gagn:

„Ég er búinn að vera á skrýtnum stað undanfarið af því að margir í kringum mig hafa verið að glíma við geðraskanir og hafa farið alveg á botninn. Allt þetta fólk er búið að vera á geðlyfjum í lengri tíma, en árangurinn er enginn. Það er búið að sjúkdómsvæða allt og við eigum bara að taka pillur ef við upplifum óþægilega hluti. Kerfið hefur svo engin úrræði önnur en að bjóða fleiri lyf og enginn hefur tíma til að sinna þeim sem raunverulega þurfa á því að halda. Ég hef horft upp á fólk í kringum mig sjálfræðissvipt og frelsissvipt, en svo eru engar lausnir aðrar en bara lyf. Einn góður vinur minn hefur verið meira og minna frelsissviptur inni á öryggisgeðdeild ár eftir ár. Þetta eru nánast orðin sex ár samfellt og allt sem hann segir við geðlækninn er túlkað honum í óhag. Ég er líka búinn að fara í fjölmargar jarðarfarir undanfarið, meðal annars þrjár vegna hræðilegra sjálfsvíga og svo eina vegna ofskömmtunar af opíóðalyfjum sem eru framleidd af lyfjafyrirtækjunum,“ segir Gunnar, sem segist líta á það sem skyldu sína að ræða um þessa hluti opinberlega:

„Ég get ekki setið hjá og horft upp á þetta án þess að tjá mig og opna á þessa umræðu opinberlega. Við erum ekki að ávarpa þennan grafalvarlega vanda, hvort sem það er gríðarleg aukning í opíóðanotkun eða mestu geðlyfjanotkun í heimi. Við verðum að ræða um þetta sem samfélag og gera eitthvað í þessu. Þessi hræðilega vanlíðan sem er allt í kringum okkur hlýtur að snerta okkur öll í þessu litla samfélagi.“

Gunnar þekkir sjálfur hvað það er að glíma við fíknir og mikla vanlíðan. Hann var í áraraðir fastur í fíknimynstrum áður en hann fékk andlega vakningu og gjörbreytti lífi sínu:

„En ég þurfti líka að fara að díla við alls konar annað eftir að ég vaknaði til vitundar. Meðal annars hvatir tengdar lágum orkustöðvum, sem oft er talað um sem ástar- og kynlífsfíkn, sem var að valda miklu sársauka heima fyrir. Ég þurfti að horfast í augu við klámfíkn sem var búin að hrjá mig eins og marga karlmenn alveg síðan ég var lítill pjakkur. Það var enginn sem útskýrði þennan heim fyrir manni og alveg síðan maður var lítill krakki var feluleikur og skömm í kringum allt sem sneri að kynlífi og hvötum þeim tengdum. Það tók enginn spjallið við mann á þessum tíma og úr varð feluleikur sem bjó síðan til skömm. Eitthvað sem maður vildi halda fyrir sjálfan sig og ekki sýna heiminum. Það eru margir karlmenn að díla við þetta og burðast við þessa skömm. Þess vegna er mikilvægt að tala um þetta opinskátt og varpa ljósi á þetta. Ef ungum karlmönnum er sagt að skammast sín bara og að þeir séu ógeðslegir verða hlutirnir bara verri. Það hjálpaði mér mikið að opna á þetta og tala um þetta opinskátt. Það velur enginn að vera klám- eða kynlífsfíkill þegar hann er í góðu jafnvægi.“

Í þættinum ræða Gunnar og Sölvi líka um sveppi, CBD olíur og kannabis. Gunnar segir mikilvægt að ræða um þessa hluti opinskátt og opinberlega.

„Við erum komin á ákveðna endastöð þegar kemur að þessum SSRI lyfjum og ég hef ekki tölu á því hve margir sem hafa tekið þessi lyf í áraraðir hafa komið að máli við mig og líður ekkert betur. Það þýðir að fólk er farið að leita annarra lausna þegar kemur að depurð, kvíða og áfallastreitu. Það er orðið mjög útbreitt á Íslandi að fullorðið fólk sé að taka svepp til þess að komast inn á við og vinna á kvillum. Bæði að taka inn smáskammta og ferðalög á stærri skömmtum. Fólk á ekki að þurfa að skammast sín og vera í feluleik með þetta. Það er fólk í öll­um stigum samfélagsins að taka þetta út um all­an bæ. Við eig­um að opna á þessa umræðu og hætta laumu­leikn­um og skömm­inni í kring­um þetta. Fyrir nokkrum árum síðan var fólk að laumast með að taka inn CBD olíu af því að hún var bönnuð, en núna er það búið. Það er sama með svepp­inn eins og CBD að mjög marg­ir eru að fá bót á alls kyns kvill­um og bætta líðan með réttri notk­un,” seg­ir Gunn­ar, sem seg­ir að CBD olía hafi gjör­breytt lífi sínu:

„Ég var í laumuneyslu í talsverðan tíma gagnvart mínum nánustu og í raun bara öllum. Það var skrýtið að þurfa að hitta ein­hvern díler á bíla­plani í laumi til að fá flöskur með CBD olíu, sem ég var eingöngu að kaupa til að laga taugakerfið. Það var mjög súrt. Sem betur fer er þetta allt að breytast núna. Neysla á CBD er orðin út­breidd á Íslandi og er að aðstoða fólk við alls kyns tauga­ker­fisk­villum og kvíða.“

Gunnar þekkir á eigin skinni hvað það er að fara á botninn í neyslu og vill ræða opinskátt um allt sem getur aðstoðað fólk. Hann var kominn niður fyrir 50 kíló eftir mikla kókaínneyslu þegar verst lét, en hefur verið edrú í mörg ár og snúið lífi sínu gjörsamlega við:

„Ég var gjörsamlega farinn í neyslu. Stærstan hlutann af tímanum var mesta spennan þegar ég var að bíða eftir dílernum og síðan kannski í fyrstu mínúturnar eftir að ég tók inn efnið. En hægt og rólega missti ég sjónar á veruleikanum og var í raun rúinn inn að beini. Hættur að borða og sofa svo vikum skipti og í raun kominn algjörlega á botninn. En ég var svo blessaður að verða fyrir andlegri vakningu sem gjörbreytti öllu hjá mér. Ég var bæði andlegt og líkamlegt flak og stoðkerfið var í rúst. En þá gerðist atburður sem leiddi af sér einhverja óútskýranlega heilun og eftir það var allt breytt. Fram að því hafði ég verið að ganga í gegnum lífið hálfsofandi þó að ég hafi ekki séð það sjálfur. Eftir þessa breytingu ákvað ég að stíga út úr hræðslunni og byrja að tjá mig um minn sannleika, alveg sama þó að það gæti kostað mig einhverjar óvinsældir.“

Gunnar segir að eitt af því sem hafi hjálpað honum að ná meira jafnvægi hafi verið að hægja á tilverunni:

„Ég vinn 150 metra frá húsinu mínu og fyrst var ég hræddur við að minnka heiminn minn svona mikið og draga úr spennu. En smám saman fór ég að upplifa miklu meiri ró og vellíðan. Eftir að heimurinn minn minnkaði fór ég að finna meiri samkennd meðal nágranna minna og það kom einhvern vegin bara meiri tenging. Ég held að við séum ekki hönnuð fyrir þetta stórborgarlíf þar sem maður er stöðugt fastur í traffík að fara á milli staða. Það er mjög ósýnilegt hvað þessir lifnaðarhættir búa til mikla streitu hjá fólki.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Gunnar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Skerjafjarðarskáldið kærir Ríkisútvarpið fyrir að brenglun og afvegaleiðingu: „Pólitísk rétthugsun“

Myndin er unnin í tölvu

„Mál mitt lýtur að meintum lögbrotum sem snúa að einhliða ákvörðun starfsmanna RÚV, um að breyta íslenskri tungu, fyrst og fremst með því að auka notkun hvorugkyns og draga úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari,“ skrifar Kristján Hreinsson Skerjafhjarðarskáld í kæru á hendur starfsfólki og stjórnendum RÚV sem hann hefur sent Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra.
Hannn segir að að ákvörðun RÚV byggi á misskilningi um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns.
„Þessi leið starfsmannanna gengur gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar. Óska ég eftir að hæstvirtur menningar- og viðskiptaráðherra taki til umfjöllunar kæru mína varðandi lögbrot starfsmanna Ríkisútvarpsins á grundvelli ákvæða laga um Ríkisútvarpið,“ skrifar Kristján.

Kristján Hreinsson.

Hann kveðst vera  íslenskt skáld sem noti íslensku í listsköpun sinni og honum ofbýður meðferð Ríkisútvarpsins á tungumálinu.
„Ég er íslenskur ríkisborgari og mér er annt um íslenska tungu. Ég nýti mér þjónustu RÚV og hef hagsmuna að gæta þegar ég geri þá kröfu að stofnunin leggi rækt við íslenska tungumálið, líkt og lög kveða á um. Ríkisútvarpið hefur skýrar skyldur gagnvart íslenskunni, lög um Ríkisútvarpið. Þessum skyldum hefur stofnunin ekki sinnt og augljóst er að starfsmenn hafa unnið gegn því að standa vörð um og leggja rækt við íslenskuna eins og þeim er þó skylt að gera samkvæmt laganna hljóðan. Þessi afvegaleiðsla á sér rætur í því sem kallast pólitísk rétthugsun,“ skrifar Kristján í kæru sinni.
Lilja ráðherra hefur gert alvarlegar athugasemdir við framgöngu starfsmanna ríkisfjölmiðilsins í þessu samhengi.

Gummi handtekinn

Gummi Emil

Áhrifavaldurinn og einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, hefur vakið athygli fyrir einlægni sína. Gummi Emil hefur átt í útistöðum við kerfið eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum og í framhaldinu ekið án réttinda. Lögreglan á Suðurnesjum hefur ítrekað staðið hann að verki fyrir að hafa ekið bifreið próflaus. Á dögunum var áhrifavaldurinn gripinn í þriðja sinn og uppskar í framhaldinu fangelsisdóm.

Gupmundur ræddi mál sitt af einlægni við vefmiðilinn Vísi og segist feta í hjólför tónlistarmannsins  Bubba Morthens sem hjóli út um allt.

„Ég elska að hjóla,“ segir Guðmundur og viðurkennir þá sök sína að hafa ekið „próflaus en bláedrú“ , af því að hann þurfti nauðsynlega að komast milli staða í Reykjanesbæ. Hann er þekktur fyrir ýmis uppátæki svo sem að fara upp Esjuna í snjóstormi á stuttbuxum.

„Þetta er mér að kenna og ég hefði átt að gera betur,“ segir Guðmundur og gengst að fullu við sök sinni …

Helgi rifjar upp örlagasögu Julians Assange: Afmælisbarnið komst ekki í eigin veislu

Julian Assange. Mynd / EPA

„Það að þurfa til málamynda að játa á sig einhverja þvælu til þess að losna úr þessari ömurlegu prísund, er alveg eftir bókinni,“ skrifar Helgi Seljan, fréttaritstjóri Heimildarinnar, á Facebook um örlög Julians Assange og 14 ára frelslsisviptingu sem lauk í fyrradag þegar honum var sleppt úr öryggisfangelsi í Londan eftir fimma ára einangrun. Þá hitti hann tvo syni sína í fyrsta sinn utan fangelsismúranna.

Helgi rifjar upp afmælisveislu Julians sem hann tók þátt í fyrir rúmum tveimur árum.
„Þar var „veislunni margt í” en samt ekkert afmælisbarn. Börnin hans tvö voru samt þarna og hlupu um og léku sér innan um gestina sem sátu úti í góðu veðri og borðuðu gúrkusamlokur og skáluðu. Sjálfur át ég skúffuköku og stalst til að biðja um mjólkurglas; eftir að hafa séð fræga poppstjörnu gera það. En aftur að strákunum litlu. Fyrir þeim var það ekkert tiltökumál að halda upp á afmæli pabba síns þarna úti í góða veðrinu, án hans. Þeir höfðu enda aldrei hitt hann utandyra. Bara innan veggja hins ógeðslega mörg hundruð ára fangelsis Belmarsh,“ skrifar Helgi og fagnar því að þeir fái loksins að hitta föður sinn í fyrsta skipti án þess að fara í gegnum sjö vopnaleitir og rammgirt rimlahlið.

Það hefur oftast haft meiri og verri afleiðingar að segja frá óhæfuverkum

Helgi tekur undir með þeim fjölmörgu sem segja að almenningur um allan heim eigi Julian Assange mikið að þakka og fordæmir þá sem sviptu hann frelsinu.
„Almenningur um allan heim á Julian Assange meira að þakka en öllu pakkinu samanlögðu, sem svipt hefur hann frelsinu; að ógleymdum þeim sem sátu hjá og sögðu ekki neitt, þó þeir bæði gætu og ættu. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með úr fjarlægð, hvernig Kristinn Hrafnsson og félagar hans hafa lagt nótt við dag undanfarin áratug, rúmlega, til þess að vekja athygli á þeim augljósu mannréttindabrotum sem framin hafa verið fyrir augunum à okkur,“ skrifar Helgi.

Helgi Seljan

Hann segir að aðförin að Julian hafi orðið til þess að kæla og fæla aðra frá því að svipta hulunni af því sem verið er að fela fyrir almenningi. okkur Fólki komi það við hvernig farið sé með vald; hvernig svo sem það er tilkomið.

„Það hefur oftast haft meiri og verri afleiðingar að segja frá óhæfuverkum, en að fremja þau eða fela. Og það á svo sannarlega við um Julian Assange. Og fyrir hann hefur hópur fólks barist, oft fyrir daufum eyrum og horfandi undir iljar ráðamanna, reynandi að fá áheyrn þeirra,“ skrifar Helgi og áréttar að allir hefðu getað gert miklu meira; miklu fyrr til stuðnings Assange.

„Vonandi munum við það næst. Það er nefnilega allt sem bendir til þess að það verði eitthvað „næst” og þá er kannski ágætt að við eyðum ekki tímanum í að diskútera hvort viðkomandi sé af einhverjum furðulegum ástæðum gefnum, þess ekki þóknanlegur að hægt sè að sammælast um að verja og fylkja sér um grundvallarmannréttindi hans. Að við látum ekki þá sem hafa allt að fela, skilgreina þau réttindi af viðkomandi. Aldrei aftur,“ skrifar Helgi Seljan.

Frændurnir sem hurfu eftir ball í Keflavík: „Tók hundurinn þaðan á rás beina leið niður í fjöru“

Jón Erlendsson, vinstra meginn og Jón Ólafsson, hægra meginn.

Það var á sunnudagskvöld 30. janúar sem frændurnir Jón Erlendsson (26) og Jón Ólafsson (21) fóru saman á dansleik í heimabæ sínum, Keflavík. Árið var 1956 en frændurnir hurfu sporlaust eftir ballið.

Hinn skelfilegi harmleikur varð í lok janúar 1956 að keflvískir frændur hurfu eftir að hafa sótt saman ball í heimabænum. Mikil leit hóft af piltunum en eftir að grunur kviknaði um að þeir gætu hafa tekið pramma úr bátahúsi, var sporhundur fenginn frá Reykjavík. Faxi fjallaði um hvarfið á sínum tíma:

Þau hörmulegu tíðindi gerðust hér í Keflavík aðfararnótt mánudagsins 30. janúar s. 1., að tveir ungir Keflvíkingar, þeir Jón Erlendsson 26 ára og Jón Ólafsson, 21 árs, hurfu og hefir ekkert síðan til þeirra spurzt, þrátt fyrir ýtarlega leit. Nóttina, sem piltarnir hurfu, var saknað hér í Keflavík lítils pramma, og héldu ýmsir að þeir væru valdir að hvarfi hans. Var höfnin því slædd án árangurs. Fenginn var maður með sporhund flugbjörgunarsveitarinnar hingað suður, en leit hans bar engan árangur. Eins og að framan getur fóru leitarflokkar hér um allt nágrennið og leituðu alls staðar þar sem nokkur líkindi voru til að mennirnir kynnu að hafa farið. Allt hefir þetta því miður verið árangurslaust og enn hefir ekkert rekið á fjörur svo vitað sé, er bent geti á afdrif þessarra ungu manna. Er þetta einn hinn sorglegasti atburður og djúpur harmur kveðinn að nánustu ástvinum þeirra. 

Þrátt fyrir að í frásögn Faxa hafi verið sagt að sporhundurinn hafi ekki fundið neitt, þá var það ekki alveg rétt. Hundurinn ku hafa tekið á rás frá bátahúsinu og út í fjöru.

Tíminn fjallaði um sporhundinn á sínum tíma:

Sporhundur rakti leiðina úr bátahúsi niður í fjöru

Un 50 manns leitaði í gær að piítunum tveimur, sem saknað er frá Keflavík frá því á mánudagsnótt.

Um 50 manns leitaði í gær að piltunum tveimur frá Keflavík, sem saknað er frá því á aðfaranótt síðasta mánudags-. Var leitað með allri strandlengjunni írá Garðskagavita og; langt inn á Vatnsleysuströnd, en sú leit bar ekki árangur.

Mennirnir tveir, Jón Erlendsson, Vesturgötu 7, 26 ára, og Jón Ólafsson, Kirkjuvegi 44, 22 ára, sáust síðast skömmu fyrir klukkan þrjú aðfaranótt mánudagsins. Fóru þeir þá saman út úr húsi í Keflavík. En báðir bjuggu piltarnir hjá foreldrum sínum, enda fæddir og uppaldir í Keflavík.
Í fyrradag fékk lögreglan í Keflavík lánaðan sporhund frá Reykjavík til þess að taka þátt í leit að mönnunum. Þar sem grunur lék á því að piltarnir hefðu tekið pramma til sjávar, var farið með hundinn í geymsluhús, þar sem báturinn var geymdur. Tók hundurinn þaðan á rás beina leið niður í fjöru vestast í kaupstaðnum, en síðan fór hann eftir ýmsum leiðum út í Garð.
Þar sem álitið er, að mestar líkur séu fyrir þvi, að piltarnir hafi farið út á sjó á prammanum, sem er lítið tveggja manna far flatbotna, var fólk beðið að leita með sjónum í gær, en sú leit var án árangurs.

Nokkrum dögum eftir hvarfið sagði Morgunblaðið að frændurnir hefðu að öllum líkindum drukknað.

Fullvíst þykir að Keflvíkingarnir hafi drukknað

ALLAR HORFUR eru á því að Keflvíkingarnir Jón Erlendsson, 26 ára, Vesturgötu 7 þar í bæ, og Jón Ólafsson, 21 árs, Kirkjuvegi 44, sem hurfu aðfaranótt mánudags, hafi farizt.

Það hefur komið í ljós, að um nóttina hafa þeir tekið lítinn pramma og farið út á sjó á honum. Í fyrradag var sporhundur Flugbjörgunarsveitarinnar fenginn suður í Keflavík til þess að leita mannanna. Rakti hann spor þeirra að skemmu einni í bænum, þar sem pramminn var geymdur, þaðan rakti hann sporin niður í flæðarmál. Mikill fjöldi mann á Suðurnesjum leitaði í gær á stóru svæði, en veður var mjög óhagstætt til leitar í fyrrakvöld og í gær var fárviðri þar syðra og ófært veður fyrir litla báta, svo að augljóst mál er, að hér hefur orðið hörmulegt slys. Jón Erlendsson var sonur Erlendar Jónssonar verkstjóra í Ísfélaginu. Jón Ólafsson var einkasonur Ólafs Jónssonar, sem er starfsmaður við Dráttarbraut Keflavíkur.


Minningarguðþjónusta var svo haldin handa frændunum í Keflavíkurkirkju 26. maí en hún var afar vel sótt og þóttir sýna samhug almenning til fjölskylda frændanna.
Faxi skrifaði um minningarguðþjónustuna:

Minningarguðsþjónusta var haldin í Keflavíkurkirkju laugardaginn 26. maí, um þá frændurna, Jón Erlendsson Vesturgötu 7 og Jón Ólafsson, Kirkjuvegi 44 í Keflavík, sem hurfu með sviplegum hætti aðfaranótt þess 30. janúar s.l. Á þeim langa tíma sem liðinn er frá þeir frændur hurfu, hefir allt verið gert, sem í mannlegu valdi stóð, til þess að upplýsa hið sviplega hvarf þeirra frændanna, og þykir nú allt benda til að þeir hafi drukknað, þó að aldrei hafi fullsannazt. Minningarræðuna flutti sr. Björn Jónsson. Fjölmenni var við athöfnina, og sýndi hinn stóri hópur kirkjugesta að þessu sinni, samhug almennings til hlutaðeigandi fjölskyldna, sem urðu fyrir þeim þunga harmi, að missa þessa ungu menn á voveiflegan hátt, í blóma lífsins og á bezta skeiði ævinnar.


Tíminn

„Björguðu“ Skota við leit að Jay Slater á Tenerife: „Ég þurfti ekki að láta bjarga mér“

David Larkin

Breti sem var í fjallgöngu á Tenerife, þegar björgunarsveit sem leitar nú að hinum 19 ára Jay Slater, fann hann og „bjargaði“, hefur nú opnað sig um málið. Segist hann ekki hafa þurft á björgun að halda.

Spænska lögreglan birti færslu á Facebook þar sem talað er um vel heppnaða björgun á 51 árs skota. Sagðist hún hafa „flýtt sér að bjarga 51 árs gömlum skoskum göngumanni“. Skotinn, David Larkin, er reyndur göngugarpur og segist ekki hafa þurft á aðstoð að halda.

Sagðist hann ekki vilja „hljóma óþakklátur“ og þakkaði þeim „fyrir að hafa áhyggjur“ en að hann hafi verið í góðum málum. Larkin hafði verið á göngu á svipuðum slóðum og hinn breski unglingsstrákurinn Jay Slater, en hans hefur verið leitað í rúma viku, án árangurs.
Larkin ræddi við blaðamenn um „björgunina“: „Ég get sagt ykkur þetta núna, ég var ekki þreyttur og ég var ekki ringlaður, og ég þurfti ekki að láta bjarga mér. Ég held að tungumálaörðugleikar hafi sett strik í reikninginn. Ég útskýrði fyrir þeim að ég væri með nægilegt vatn, ég var vel kæddur, ég var með mat og ég er vanur göngumaður.“

Larkin kom til Tenerife fyrr í þessum mánuði og dvaldi í eins sverfnherbergja kofa nærri klettabrún og stundaði göngur á gönguleiðum á svæðinu. Bætti hann við í samtali sínu vð MailOnline: „Ég fór í gilið og sá þyrlurnar leita og hélt að þeir væru að leita að drengnum en ég hélt ekki í eina mínútu að þeir myndu að endingu sækja mig. Ég held að þeir hafi viljað sýna hvað þeir væru góðir, en ég þurfti ekki að láta bjarga mér. Ég finn til með fjölskyldu drengsins og vona að hann finnst sem fyrst.“

Bætti hann við: „“Ég skammast mín eiginlega fyrir þetta, ég var með göngustafi mína og ég veit hvað ég er að gera og vissi að ef það yrði rok myndi ég leita skjóls í helli. Ég þekki þessar slóðir, ég hef komið hingað í fjöldi ára, svo ég veit hvað ég er að gera.“

Efling orðin aðili að Bandalagi norræna stéttarfélaga í þjónustugeiranum:„Við erum stolt og ánægð!“

John Nielsen formaður hefur hér orðið á stjórnarfundi SUN sem fór fram í Helsinki í apríl síðastliðnum. Viðar Þorsteinsson sat fundinn fyrir hönd Eflingar og kynnti meðal annars störf félagsins. Ljósmynd: Efling
Efling hefur nú gengið inn í SUN, Bandalag norræna stétterfélaga í þjónustugeiranum.

Eftirfarandi texti má lesa í fréttatilkynningu sem finna má í heild sinni á vef Eflingar:

Efling stéttarfélag hefur hlotið aðild að bandalagi norrænna stéttarfélaga í þjónustugeiranum, SUN, og verður þar fullgilt aðildarfélag um næstu mánaðarmót. Aðildin mun nýtast félaginu afar vel við frekari uppbyggingu á félagslegu starfi, segir Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar. 

Sólveig Annar Jónsdóttir, formaður Eflingar, er yfir sig ánægð með þessa niðurstöðu og skrifar á Facebook:

„Efling hefur fengið aðild að SUN, bandalagi norænna stéttarfélaga í þjónustugeiranum. Við erum stolt og ánægð!“

Vitnar hún svo í tilkynningu Eflingar:

„SUN var stofnsett árið 1945 sem bandalag norrænna stéttarfélaga innan þjónustugeirans. Meðal þeirra geira sem SUN nær yfir eru ræstingar og öryggisvarsla, en það eru hvort tveggja geirar þar sem fjöldi Eflingarfélaga starfar. Að bandalaginu standa stéttarfélög á öllum Norðurlöndunum, utan Grænlands, nú þegar að Efling hefur fengið inngöngu. Félagsmenn stéttarfélaganna sem að SUN standa eru vel á annað hundrað þúsund á Norðurlöndunum.
Hlutverk SUN er að styrkja tengsl og samstöðu milli aðildarfélaganna, sem og að styðja við þau félög sem standa í verkfallsátökum ef þörf krefur. Þá er bandalagið vettvangur til að deila reynslu og upplýsingum um faglega starfsemi stéttarfélaganna á Norðurlöndunum.“

Maður á rafhlaupahjóli stakk lækni í kvöldgöngu í hálsinn

Læknir á kvöldgöngu með vinafólki varð fyrir hnífaárás eftir að hafa átt í orðaskaki við karlmann á rafhlaupahjóli.

Samkvæmt frétt Vísis kom upp ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu á föstudagskvöldið. Varð það til þess að sá á rafhlaupahjólinu, maður á þrítugsaldri, tók upp hníf og stakk lækni um fimmtugt í maga og í háls. Vinur mannsins réðist þá á hnífamanninn og skarst við það á hendi.

Atvikið átti sér stað á göngustíg við Sæbólsbraut í Kópavogi um klukkan hálf ellefu á föstudagskvöldið.

Læknirinn sem stunginn var, hlaut alvarleg sár á hálsi og maga en vinur hans náði að hafa hnífamanninn undir, samkvæmt heimildum Vísis.

Atburðarásin er enn óljós að sögn Elína Agnesar Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild á höfuðborgarsvæðinu. Fram undan séu skýrslatökur yfir árásarmanninum og vinunum tveimur sem slösuðust.

Hnífamaðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudags.

 

Söngvari Crazy Town er látinn

Seth Brooks Binzer

Söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, Seth Brooks Binzer, er látinn, 49 ára að aldri.

Samkvæmt læknaskýrslum lést Seth, sem þekktari er undir listamannanafni sínu Shifty Shellshock, heima hjá sér í gær. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp.

Binzer og rokk-rappbandið Crazy Town slógu í gegn með laginu Butterfly, sem flaug upp á topp Billboard Hot 100 listans árið 2001 en lagið varð einhvers konar þemalag fyrir fyrrihluta fyrsta árátugar aldarinnar.

Crazy Town var stofnuð í Los Angeles árið 1995 og öðluðust fljótt aðdáendur með blöndu sinni af rokki, rappi og raftónlist. Butterfly, lag frá fyrstu plötu sveitarinnar, The Gift of Game, varð til þess að hljómsveitin sló rækilega í gegn en lagið birtist í kvikmyndinni Orange County árið 2002 en þar léku Jack Black og Colin Hanks aðalhlutverkin.

Þrátt fyrir vinsældirnar mætti Crazy Town hindrunum, meðal annars vegna tíðra skipta á meðlimum sveitarinnar og vegna fíkniefnavanda Binzers. Hljómsveitin gaf út fjöldi annarra platna en engin þeirra náði sömu vinsældum og fyrsta platan. Árið 2008 mætti Binzer í þáttinn Celebrity Rehab With Dr. Drew, þar sem hann talaði opinskátt um baráttu sína við fíkniefni.

Söngvarinn lætur eftir sig tvo syni, Halo og Gage.

Hér má sjá þeirra stærsta slagara:

FG gerði starfslokasamning við Pál Vilhjálmsson: „Ég er mjög sáttur og á eingöngu góðar minningar“

Páll Vilhjálmsson

Skólameistari Fjölbrautastkólans í Garðabæ samdi við Pál Vilhjálmsson kennara um starfslokasamning síðastliðið haust en Páll lét af störfum í vor.

Páll Vilhjálmsson hefur verið afar umdeildur vegna skrifa hans á Moggabloggi sínu en þar hefur hann oft þótt fara yfir strikið í skoðunum sínum um menn og málefni. Í fyrra brást skólameistari FG, Kristinn Þorsteinsson, við bloggfærslu Páls árið 2023, þar sem Páll full­yrðti að Sam­tök­in ’78 séu í hópi með aðilum sem aðhyll­ist barnagirnd og að trans fólks sé haldið ranghugmyndum, með bréfi til foreldra og nemenda skólans. Í bréfinu sagði skólameistarinn að nemendur þyrftu ekki að mæta í tíma hjá Páli en að ekki væri unnt að bregðast frekari við skrifum hans. Mbl.is sagði frá málinu.

Í samtali við Mannlíf segir Páll það þekkt að þess hafi verið krafist að hann myndi hætta kennslu við skólann vegna bloggskrifa sinna.

„Það er þekkt að vegna bloggskrifa minna var þess krafist að ég yrði látinn hætta störfum sem kennari í FG. Ég er íhaldsmaður í skoðunum og það fellur ekki í kramið hjá vinstrisinnum. Þá er einnig þekkt að skólastjóri hefur sagt opinberlega að skoðanir mínar séu honum ekki að skapi. En á Íslandi er tjáningarfrelsi og ég hef þurft að verjast vinstrimönnum úr röðum blaðamanna í dómssal sem vilja þagga niður í mér.“

Samkvæmt Páli ræddi skólameistarinn við hann í haust um starfslok hans og var samið um starfslokasamning.

„Ég átti samtöl síðast liðið haust við skólameistara FG um starfslok mín. Niðurstaðan var starfslokasamningur sem fól í sér að ég lét af störfum í vor. Að öðru leyti er starfslokasamningurinn trúnaðarmál.“

Aðspurður hvort þeir Kristinn hafi skilið sáttir svarar Páll:

„Þú spyrð hvort ég sé sáttur. Ég er mjög sáttur við að hafa fengið tækifæri til að kynnast og kenna ungmennum í FG í 16 ár og á eingöngu góðar minningar. Ég er einnig sáttur að hætta kennslu í vor og er jafnframt sáttur við starfslokasamninginn. Hvort skólameistari sé sáttur veit ég ekki.“

Lögreglan handtók fjölda meðlima glæpagengis – Fundu fíkniefni, skotvopn og 40 milljónir í reiðufé

Lögreglan við Hverfisgötu - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í meirihátta aðgerð gegn glæpagengi nýverið og hafa nú 18 einstaklingar stöðu sakborning í umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hald var lagt á sex kíló af kókaíni og amfetamíni, skotvopn og um fjörutíu milljónir í reiðufé.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að lyf, sterar, fíkniefni og skotvopn hafi verið meðal þess sem lögreglan lagði hald á, þar með talda skammbyssu með hljóðdeyfi. Þá fannst einnig um 40 milljónir króna í reiðufé og nokkrar peningatalningavélar.

Snýst málið um innflutning, sölu og dreifinu á fíkniefnum, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Rannsóknin hefur staðið yfir um töluverðan tíma, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í þágu rannsóknarinnar voru 30 hanteknir og rúmlega þrjátíu leitir voru gerðar í tengslum við hana.

Það var í aðgerðum lögreglunnar um miðjan apríl sem flestir sakborninganna voru handteknir en hópurinn stóð þá fyrir komu tveggja manna sem komu með fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Voru þá fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Enn sæta fjórir þeirra gæsluvarðhaldi en sá fimmti var færður í afplánun vegna eldri dóms.

Lögreglan, sem nú hefur lokið rannsókn á málinu, naut aðstoðar lögreglumanna frá öðrum embættum sem og Landhelgisgæslunnar og Tollsins.

Málið verður nú sent embætti héraðssaksóknara til frekari meðferðar.

Sonur boxgoðsagnar framdi sjálfvíg um helgina: „Ekkert er þess virði að svifta sig lífi vegna“

Roy Jones Jr.

Þekktir fagna frelsi Julians: „Mér sýnist að núna sé Assagne í hlutverki Galíleós“

Julian Assange í flugvél í Bankok fyrir stundu, á leið til Ástralíu. Ljósmynd: Wikileaks á Facebook

Fjölmargir gleðjast nú yfir því að Julian Assange, fyrrum ritstjóri Wikileaks geti nú loks um frjálst höfuð strokið, eftir fjölmörg ár í fjötrum.

Julian Assange er loksins laus úr prísund sinni í Bretlandi, eftir að hann neyddist til að játa sig sekan af ákæru sem snyr að birtingu trúnaðargagna. Gerði hann samkomulag þess efnis við bandarísk yfirvöld gegn því að verða ekki framseldur. Er hann nú á leið til eiginkonu sinnar og barna í Ástralíu, heimalandi sínu.

Hér eru nokkrir þekktir Íslendinga sem fögnuðu frelsun Assange í dag:

Kristinn Hrafnsson, núverandi ritstjóri Wikileaks og vinur Assange, hefur verið hvað harðastur í baráttunni fyrir frelsi Julians. Kristinn á afmæli í dag og fagnar því bæði einum afmælisdegi til viðbótar, auk lausnar Assange. Skrifaði hann eftirfarandi Facebook-færslu:

sÉg er ekki mikill afmæliskall og gleymi gjarnan afmælisdeginum. Tölvan er að minna mig á að sá dagur er runninn upp í mínu tímabelti. Hann byrjar vel. Margra ára barátta er að skila árangri. Þakka stuðninginn.“

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrum þingkona Samfylkingarinnar er afar ánægð með frelsi Julians. Kallar hún réttarhöldin yfir honum „sýndarréttarhöld“ en fagnar sigrinum.

„Þetta eru stórkostlegar fréttir í morgunsárið. Julian Assange er laus úr rammgirtasta fangelsi Bretlands, hvar hann hefur mátt dúsa í 5 ár og 2 mánuði en fyrir þann tíma var hann árum saman í stofufangelsi í sendiráði Ekvador í Bretlandi. Ég þori ekki að fagna fyrr en sýndarréttarhöldum á Norður-Marí­ana­eyj­um er lokið en sagt er að þar verði hann dæmdur í nkl 5 ár og tvo mánuði, þann tíma sem hann hefur nú þegar setið í Belmarch fangelsinu. En þetta er stór dagur fyrir allt baráttufólkið sem hefur staðið með honum allan tímann, Kristinn Hrafnsson þar á meðal en þó stærstur fyrir Stellu konu Julian og börn þeirra. Þetta er líka stór dagur fyrir fjölmiðla um allan heim og baráttuna fyrir frelsi þeirra. Fylgist spennt með næstu daga.“

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður á erfitt með að fagna niðurstöðum málsins enda hafi Julian ekki framið neinn glæp til að játa fyrir.

„Auðvitað er grábölvað að Assange skuli fallast á að lýsa sig sekan. Það er sjálft meginatriði máls hans að hann framdi engan glæp, heldur vann þvert á móti mikilvæga þjónustu við almenning með því að upplýsa um glæpi bandaríska herliðsins í Írak. En í fyrsta lagi þekki ég ekki smáatriði þessa langvinna máls og í öðru lagi hef ég aldrei þurft að þola margra ára fangavist fyrir að vinna heiðarleg blaðamannsstörf. Svo ég segi bara: Fínt.“

Stefán Pálsson líkir niðurstöðu málsins við það þegar Galíleó var neyddur til að draga til baka „villutrúarkenningar“ sínar.

„ „Hún snýst sú samt“ – var Galíleó sagður hafa muldrað eftir að fulltrúar Páfagarðs létu hann draga til baka „villutrúarkenningar“ sínar til að losna undan refsingu.
Mér sýnist að núna sé Assagne í hlutverki Galíleós og látinn játa sekt til að bjarga höfðinu en Bandaríkjastjórn sé fulltrúi páfavaldsins. Og það er alveg ljóst hver er hetjan í þessari sögu.“

 

Julian játar og losnar úr prísundinni – Börn hans hitta föður sinn í fyrsta sinn sem frjálsan mann

Julian Assange

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yfir gaf Belmarsh öryggisfangelsið í London í gærmorgun sem frjáls maður eftir fangavist í 1901 dag. Hann samþykkti að játa á sig þá sök að hafa lekið trúnaðargögnum Bandaríkjamanna um stríðin í Írak og Íran. Sátt hefur orðið um að hann muni lýsa sig sekan gegn því að endurheimta frelsi sitt og komast hjá framsali til Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að leki WikiLeaks á trúnaðargögnunum hafi stofnað lífi fólks í hættu.

Samkvæmt færslu Wikileaks var Assange ekið á Stansted flugvöllinn í London í dag þar sem hann fór um borð í flugvél. Leið hans mun liggja til heimalands hans, Ástralíu.
Seinustu fimm árin hefur Assange dvalið í sex fermetra fangaklefa í allt að 23 klukkustundir á sólarhring. Samkomulag Assange felur ekki í sér frekari afplánun. Í dómskjölum kemur fram að Assange hafi þegar afpánað lengri dóm en sem nemur hámarksrefsingu fyrir það brot sem mun játa. Hann mun sameinast fjölskyldu sinni, eiginkonunni Stellu Assange og börnum þeirra sem hitta föður sinn í fyrsta sinn sem frjálsan mann.

Dularfullt brotthvarf Páls

Páll kennari
Páll Vilhjálmsson er afar umdeildur bloggari

Þögnin ein ríkir um brotthvarf Páls Vilhjálmssonar úr starfi sem kennari við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Páll er gríðarlega umdeildur í starfi og ekki síður sem bloggari. Hann hefur gjarnan allt á hornum sér gagnvart transfólki og hefur óhikað skrifað um það fólk í skjóli Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem birtir ófögnuðinn og endurómar skoðunum hans gjarnan í slúðurdálki sínum, Staksteinumn. Það vekur athygli að Páll hefur ekkert tjáð sig um snautlegt brotthvarf sitt sitt úr Garðabæ eða starfslokakjör sín.

Hýsill Páls, Morgunblaðið, hefur átt undir högg að sækja og er lamaður vegna netárása. Blaðið heldur því fram að um sé að ræða það Morgunlaðið sé orðið fórnarlamb í hernaði Rússa. Margir hafa samúð með Mogganum í raunum hans. Ekki eru þó allir sem trúa þeirri kenningu og einhverjir telja nærtækara að horfa til harkalegrar umfjöllunar miðilsins sem sé við mörk hatursáróðurs um minnihlutahóp og hefndaraðgerðar vegna þess …

Hvarfið í Böðvarsdal – Bróðir Geirfinns Einarssonar týndist aðeins þriggja ára gamall

Hellisheiði eystri - Í fjarska sést í Böðvarsdal.

Nokkur stálpuð börn frá Böðvarsdal í Vopnafirði ákváðu að vera almennileg við vegavinnumenn sem unnu að vegagerð í fjalllendi milli Böðvarsdals og Fagradals, þann 19. júní 1941, og færa þeim kaffi. Með þeim var hinn þriggja ára gamli Runólfur Kristberg Einarsson, svonur bóndans Einars Runólfssonar. Reyndist þessi för vera sú síðasta í hinni stuttu ævi Runólfs litla.

Þegar vinnumennirnir höfðu lokið við að drekka kaffið lögðu börnin aftur af stað heima á leið. Þegar þau voru komin dálitla spöl, vildi Runólfur litli hins vegar snúa aftur til baka, til að vera með föður sínum. Fylgdu börnin honum yfir læk og þar til þau töldu öruggt að hann kæmist til föður síns. Það reyndist hins vegar því miður ekki vera raunin því síðan þá spurðist ekkert um drenginn. Rúmlega þremur áratugum síðar týndist annar sonur Einars bónda, sá hét Geirfinnur Einarsson.

Hér má lesa umfjöllun um hvarfið í heilbrigðisskýrslu frá 1941:

Vopnafj. 3 ára drengur týndist frá Böðvarsdal 19. júní 1941 og hefur ekki fundizt. Tildrög voru þau, að faðir drengsins og fleiri menn voru að vegargerð í fjallinu milli Böðvarsdals og Fagradals. Síðari hluta dags færðu börn frá Böðvarsdal mönnunum kaffi í veginn. Var í för með stálpuðum börnum 3 ára drengur, sonur bónda. Að lokinni kaffidrykkju sneru börnin heim á leið. Er þau voru skammt á veg komin, vildi drengurinn snúa aftur til föður síns, og fylgdu börnin honum út yfir læk í svo kölluðu Miðandagili. Var þá stutt brekka eftir til vegamannanna, en sá ekki til þeirra úr gilinu. Vegurinn liggur þarna nærri bjargbrún, en hengiflug fyrir neðan. Þegar vegagerðarmenn komu heim um kvöldið, var barnsins saknað. Hafði það ekki komið til þeirra. Leit var nú hafin að barninu, fyrst af heimafólki úr Böðvarsdal og síðan af fjölda manns úr héraðinu og úr Jökulsárhlíð, en allt varð það árangurslaust. Leitað var rækilega í fjallinu, svo kölluðu Búri — og telja kunnugir, að aðeins á 2 stöðum sé möguleiki til þess, að barnið hafi getað hrapað í sjó niður.

Morgunblaðið fjallaði einnig um hið sviplega hvarf Runólfs litla:

Barn hverfur með sviplegum hætti

Síðastliðinn fimtudag vildi það til, að þriggja ára drengur, sonur Einars Runólfssonar í Böðvarsdal í Vopnafirði, hvarf og hefir ekki fundist enn. Þennan dag höfðu menn frá Böðvarsdal verið við vegagerð í fjallinu milli Böðvarsdals og Pagradals, í svokölluðu Búri. Færðu fjögur stálpuð börn þeim þangað kaffi síðari hluta dagsins. Er vegavinnumennirnir höfðu drukkið kaffið hjeldu börnin heimleiðis og fylgdist sonur Einars Runólfssonar þá með þeim. En hann hafði verið hjá föður sínum. Þegar börnin voru komin kippkorn heimleiðis vildi drengurinn snúa við aftur til föður síns og fylgdu börnin honum þá aftur til baka út yfir læk í svokölluðu Miðandagili. Var þá aðeins eftir stutt brekka hinum megin gilsins til vegavinnumannanna. Upp brekkuna liggur glögg sniðgata. Sáu börnin síðast til drengsins er hann labbaði upp götuna. Kl. 8 um kvöldið hjeldu vegavinnumennirnir heimleiðis. Til ferða drengsins vissu þeir þá ekkert. Var þá hafin leit að honum og var leitað í rúma tvo sólarhringa en án árangurs. Leitinni er nú hætt. Talið er líklegt að drengurinn hafi gengið fram af fjallsbrúninni, sem aðeins er skamt frá veginum.

Allt sem vitað er um Wagnerliða frá dauða foringjans:„Veldi Prigozhins sýnir enn og aftur lífsmark“

Wagner

Síðustu ár voru hinir ógnvekjandi málaliðar í Wagner-hópi Yevgeny Prigozhin, áberandi í stríðsfréttum heimsins en lítið hefur spurts til þeirra eftir að foringinn fórst er flugvél hans hrapaði. Hér má lesa hvað varð um málaliðana eftir dauða Prigozhin.

Fyrir ári síðan hóf stofnandi Wagner hópinn, Yevgeny Prigozhin, skammvinna uppreisn gegn rússneska varnarmálaráðuneytinu. Málaliðar hans marseruðu í átt að Moskvu og komust alla leið til Rostov-on-Don án þess að mæta neinni mótspyrnu. En kvöldið eftir höfðu Wagner-liðarnir snúið aftur í vettvangsbúðir sínar og Kreml tilkynnti að málaliðarnir hefðu tvo kosti: að skrá sig í rússneska herinn eða fara frá Rússlandi til Hvíta-Rússlands. Nákvæmlega tveimur mánuðum síðar fórust Prigozhin og nokkrir félagar hans í flugslysi. Síðan þá hefur 26 ára sonur Prigozhins erft eignir hans og málaliðar Wagner-hópsins í Sýrlandi og Afríku verið innlimaðir inn í rússneska herinn. Í nýrri skýrslu BBC News Russian segir frá því sem hefur orðið af bardagamönnum Wagner-hópsins.

Sýrland

Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið virkir í Sýrlandi frá því að minnsta kosti síðan 2015. Eftir uppreisn Prigozhins í júní 2023 var Sýrland að sögn einn af áfangastöðum þar sem uppreisnarmennirnir fengu að fara. Tveir upplýstir heimildarmenn sögðu BBC News Russian að Wagner-liðarnir sem staðsettir eru í Sýrlandi hafi verið boðnir opinberir samningar við rússneska varnarmálaráðuneytið. Þar af leiðandi eru allir rússneskir bardagamenn í Sýrlandi í dag atvinnuhermenn.

„Það var annað hvort varnarmálaráðuneytið eða dauðinn,“ sagði fyrrverandi yfirmaður Wagner-hópsins við BBC News Russian.

Í frétt BBC kemur einnig fram að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar frá forsetakosningunum í Rússlandi 2024 hafi leitt í ljós að 500 fleiri manns eru í rússnesku hersveitinni í Sýrlandi en í atkvæðagreiðslunni í þinginu árið 2021. BBC News Russian bendir á að þetta sé vegna þess að málaliðarnir sem þar voru staddir, hafi nú gengið formlega í raðir rússneska hersins.

Afríka

Seint árið 2023 bárust fregnir af því að Rússar væru að setja saman Afríkuher sem ætlað er að koma í stað Wagner-hópsins sem starfaði í álfunni. Á þeim tíma sagði rússneska viðskiptadagblaðið Vedomosti að Afríkusveitin myndi að sögn starfa í Burkina-Faso, Líbýu, Malí, Mið-Afríkulýðveldinu (CAR) og Níger.

Samkvæmt heimildum Vedomosti myndi Afríkusveitin heyra beint undir rússneska varnarmálaráðuneytið og vera undir eftirliti aðstoðarvarnarmálaráðherrans Yunus-Bek Evkurov. Evkurov fór margar ferðir til Afríku frá september til desember 2023, ásamt Vladimir Alekseyev hershöfðingja GRU, sem hefur umsjón með Redut PMC (einkaherfyrirtæki), til að koma á „nýju samstarfi við Afríkulönd þar sem hernaðar- og pólitískur stuðningur var áður veittur í gegnum einkahernaðarfyrirtæki.“

Samkvæmt BBC News Russian undirrituðu málaliðar Wagner-hópsins í nokkrum Afríkulöndum samninga við rússneska varnarmálaráðuneytið um að ganga í Afríkuherinn. Sumarið 2024 var aðeins starfsemi Wagner-samsteypunnar í CAR óbreytt.

Í frétt BBC kemur fram að Pavel, sonur Yevgeny Prigozhin, stýri starfsemi Wagner-samsteypunnar í Mið-Afríkulýðveldinu. „Moskva gaf erfingjanum leyfi til að halda áfram að gera það sem faðir hans var að gera í Afríku – með því skilyrði að það stangist ekki á við hagsmuni Rússlands,“ sagði heimildarmaður sem starfaði áður með Prigozhin við BBC.

Pavel Prigozhin hefur einnig reynt að endurvekja pólitísk verkefni föður síns í Afríku, segir í frétt BBC. „Veldi Prigozhins sýnir enn og aftur lífsmark,“ sagði ónefndur heimildarmaður. „Svo virðist sem allt hafi verið samþykkt af einhverjum í Moskvu. Þeir hafa áhuga á Suður-Afríku og fyrst og fremst Suður-Afríku. Þeir taka enn þátt í sömu málunum: pólitískum ferlum, kosningum, og að hafa áhrif á almenningsálitið í gegnum fjölmiðla.

Rússland

Seint í október 2023 tilkynnti Apty Alaudinov herforingi að fyrrum Wagner-málaliðar væru að flytja til Akhmat sérsveitar Tsjetsjníu og fara í bardaga í Úkraínu. Að sögn Alaudinov innihélt þessi „mikla ráðning“ fyrrum Wagner bardagamanna, jafnvel fyrrverandi herforingja. Ramzan Kadyrov, ríkisstjóri Tsjetsjníu, var enn nákvæmari og hélt því fram að meira en 170 fyrrverandi málaliðar hefðu gengið til liðs við Akhmat-herdeild hans. En heimildarmenn sögðu BBC News Russian á þeim tíma að ekki fleiri en 50 málaliðar hafi í raun gengið til liðs við Akhmat.

Þann 5. apríl tilkynnti Kadyrov um enn einn gríðarlegan straum fyrrum málaliða inn í Akhmat sérsveitina og fullyrti að 3.000 bardagamenn hefðu gengið til liðs hana auk hins þekkta málaliðaforingja, Alexander Kuznetsov. Daginn eftir ávarpaði Kuznetsov aðra málaliða sína í myndbandi og sagði: „Allt verður eins og það var í Wagner PMC, einn á móti einum. Án nokkurra pappíra […] og svo framvegis.“

Hvort 3.000 fyrrverandi Wagner málaliðar hafi í raun gengið til liðs við Akhmat hefur ekki verið staðfest; engar fréttir hafa borist af Kuznetsov og mönnum hans síðan í apríl.

Segir að ef Árvakur greiðir lausnargjaldið geti það stækkað vandamálið: „Hrikalegt mál“

Alexandra Briem borgarfulltrúi
Alexandra Briem segir gagnaárásina á Árvakur vera „hrikalegt mál“ og að slík gagnagíslataka búi til „klassískt leikjafræði vandamál“.

Borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem skrifaði Facebook-færslu þar sem hún talar um netárás rússneska tölvuþrjótahópsins Akira, á Árvakur, sem rekur mbl.is og K100. Tölvuöryggi er einmitt eitt af aðalmálefnum Pírata.

„Þessi gagnaárás á Árvakur er hrikalegt mál. Það er mikilvægt að hafa í huga að þegar gögn eru tekin í gíslingu, þá býr það til klassískt leikjafræði vandamál.

Það kann að vera hverjum vinnustað í hag að greiða gjaldið, það væri ódýrara en að byggja upp sín gagnasöfn og innviði frá grunni.“ Þetta segir Alexandra í upphafi færslunnar og útskýrir svo vandamálið:

„En því fleiri sem taka þá ákvörðun, þeim mun betur geta þessir gagnaþjófar vígbúið sig til að ná gögnum af fleiri aðilum, komast í gegnum betri varnir og ná gagnasöfnum sem eru metin þannig að ekki sé annað í boði en að fá þau til baka.
Því fleiri sem greiða lausnargjaldið, þeim mun meiri freisting er líka fyrir fleiri óheiðarlega aðila að bætast í leikinn. Þeim mun meiri peningar sem eru í spilinu, því oftar sem lausnargjald er greitt, þeim mun meira spennandi verður það. Og eftir því sem fleiri aðilar með meiri fjárráð taka þátt í þessu, þeim mun verra verður vandamálið.“

Að lokum segist Alexandra ekki vera að segja að það ætti ekki í neinum kringumstæðum að greiða lausnargjaldið en vonar að sem „allra fæst láti undan þessum kröfum.“

„Ég ætla ekki að segja að það ætti að vera í öllum tilfellum útilokað að greiða lausnargjaldið, t.d. ef um er að ræða sjúkragögn á sjúkrahúsum sem geti leitt til fjölda dauðsfalla ef þau fást ekki, en þau dæmi eru algjörar algjörar undantekningar.
Og því fleiri sem greiða gjaldið fyrir gögn sem eru ekki þess eðlis, þeim mun sennilegra er að þjófarnir verði nógu öflugir til að komast í slík gögn.
Ég vona að sem flest átti sig á þessu og að sem allra fæst láti undan þessum kröfum.“

Isavia gaf sig gagnvart mótmælendum – Lengja gjaldfrjálsan tíma á bílastæðum upp í 14 klukkustundir

Egilsstaðaflugvöllur. Ljósmynd: Isavia

Ákveðið hefur verið að lengja gjaldfrjálsan tíma á bílastæðum flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum úr fimm tímum eins og áformað var, upp í 14 klukkustundir.

Isavia Innanlandsflugvellir sendu rétt í þessu frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt er frá því að gjaldtaka muni hefjast á bílastæðum við flugvelina á Akureyri og Egilsstöðum sem og í Reykjavík þann 25. júní næstkomandi. Þá hafi verið ákveðið að gjaldfrjáls tími á Akureyri og Egilsstöðum verði lengdur út fimm klukkustundir í 14 og „þannig komið myndarlega til móts við þær athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komið í umræðunni um gjaldtökuna,“ eins og það er orðað í fréttatilkynningunni en Isavia mætti mjög mikilli gagnrýni vegna gjaldtökunnar, sér í lagi frá samfélagunum á Akureyri og Egilsstöðum.

Á Reykjavíkurflugvelli er búið að koma upp tveimur gjaldsvæðum, P1 og P2. Á P1 eru fyrstu 15 mínúturnar gjaldfrjálsar en á P2 eru fyrstu 45 mínúturnar gjaldfrjálsar.

Aðeins eitt gjaldsvæði er á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en þar eru 14 fyrstu klukkutímarnir gjaldfrjálsir. Eftir það leggst 1.750 króna gjald á hvern sólarhring. Eftir sjö daga lækkar sólarhringsgjaldið nður í 1.350 krónur og 14 dögum seinna lækkar það niður í 1.200 krónur.

Þá kemur fram í tilkynningunni að aðeins sé hægt að greiða fyrir stæði í gegnum snjallforrit Autopay, í gegnum vefsíðu Autopay og með Parka appinu. Borgi fólk ekki með þessum greiðsluleiðum verður reikningur sendur, samkvæmt gjaldskrá í heimabanka, í heimabanka bílaeiganda, að viðbættu 1.490 þjónustugjaldi tveimur sólarhringum eftir að ekið er út af bílastæðinu. 

Að lokum er tekið fram að allar bílastæðatekjur renni til viðkomandi flugvallar og eru ætlaðar til rekstrar og uppbyggingar bílastæða við flugvöllinn.

 

 

Greipur náði ótrúlegu körfuboltaskoti á myndband: „Til hamingju með afmælið mamma“

Uppistandarinn og samfélagsmiðlastjarnan Greipur Hjaltason náði hreint út sagt ótrúlegri körfu og náði því á myndband.

Greipur Hjaltason, sem er þekktur uppistandari og jafnvel þekktari samfélagsmiðlastjarna en þar á hann fjölmarga alþjóðlega aðdáendur, birti myndskeið á Instagram í gær sem er að gera allt vitlaust. Nú þegar hafa yfir 11 þúsund manns séð það. Í myndbandinu sparkar hann fótbolta ofan í körfu af löngu færu og það aftur fyrir sig. „Annað fokking skiptið í röð mother … fylgjendur,“ sagði Greipur (en á ensku) eftir hið ótrúlega skot og bætti svo við: „Til hamingju með afmælið mamma“.

Sjón er miklu ríkari en saga:

Gunnar Wiium vill opna umræðuna: ,,Nýbúinn að fara í þrjár jarðarfarir vegna sjálfsvíga”

Gunnar Wiium hlaðvarpsstjórnandi og smiður er nýbúinn að fara í þrjár jarðarfarir vegna sjálfsvíga í kringum sig og segir nauðsynlegt að opna á umræðu um þunglyndi og geðlyfjanotkun. Gunnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir alla þessa einstaklinga hafa verið á geðlyfjum, sem virðast hafa gert lítið sem ekkert gagn:

„Ég er búinn að vera á skrýtnum stað undanfarið af því að margir í kringum mig hafa verið að glíma við geðraskanir og hafa farið alveg á botninn. Allt þetta fólk er búið að vera á geðlyfjum í lengri tíma, en árangurinn er enginn. Það er búið að sjúkdómsvæða allt og við eigum bara að taka pillur ef við upplifum óþægilega hluti. Kerfið hefur svo engin úrræði önnur en að bjóða fleiri lyf og enginn hefur tíma til að sinna þeim sem raunverulega þurfa á því að halda. Ég hef horft upp á fólk í kringum mig sjálfræðissvipt og frelsissvipt, en svo eru engar lausnir aðrar en bara lyf. Einn góður vinur minn hefur verið meira og minna frelsissviptur inni á öryggisgeðdeild ár eftir ár. Þetta eru nánast orðin sex ár samfellt og allt sem hann segir við geðlækninn er túlkað honum í óhag. Ég er líka búinn að fara í fjölmargar jarðarfarir undanfarið, meðal annars þrjár vegna hræðilegra sjálfsvíga og svo eina vegna ofskömmtunar af opíóðalyfjum sem eru framleidd af lyfjafyrirtækjunum,“ segir Gunnar, sem segist líta á það sem skyldu sína að ræða um þessa hluti opinberlega:

„Ég get ekki setið hjá og horft upp á þetta án þess að tjá mig og opna á þessa umræðu opinberlega. Við erum ekki að ávarpa þennan grafalvarlega vanda, hvort sem það er gríðarleg aukning í opíóðanotkun eða mestu geðlyfjanotkun í heimi. Við verðum að ræða um þetta sem samfélag og gera eitthvað í þessu. Þessi hræðilega vanlíðan sem er allt í kringum okkur hlýtur að snerta okkur öll í þessu litla samfélagi.“

Gunnar þekkir sjálfur hvað það er að glíma við fíknir og mikla vanlíðan. Hann var í áraraðir fastur í fíknimynstrum áður en hann fékk andlega vakningu og gjörbreytti lífi sínu:

„En ég þurfti líka að fara að díla við alls konar annað eftir að ég vaknaði til vitundar. Meðal annars hvatir tengdar lágum orkustöðvum, sem oft er talað um sem ástar- og kynlífsfíkn, sem var að valda miklu sársauka heima fyrir. Ég þurfti að horfast í augu við klámfíkn sem var búin að hrjá mig eins og marga karlmenn alveg síðan ég var lítill pjakkur. Það var enginn sem útskýrði þennan heim fyrir manni og alveg síðan maður var lítill krakki var feluleikur og skömm í kringum allt sem sneri að kynlífi og hvötum þeim tengdum. Það tók enginn spjallið við mann á þessum tíma og úr varð feluleikur sem bjó síðan til skömm. Eitthvað sem maður vildi halda fyrir sjálfan sig og ekki sýna heiminum. Það eru margir karlmenn að díla við þetta og burðast við þessa skömm. Þess vegna er mikilvægt að tala um þetta opinskátt og varpa ljósi á þetta. Ef ungum karlmönnum er sagt að skammast sín bara og að þeir séu ógeðslegir verða hlutirnir bara verri. Það hjálpaði mér mikið að opna á þetta og tala um þetta opinskátt. Það velur enginn að vera klám- eða kynlífsfíkill þegar hann er í góðu jafnvægi.“

Í þættinum ræða Gunnar og Sölvi líka um sveppi, CBD olíur og kannabis. Gunnar segir mikilvægt að ræða um þessa hluti opinskátt og opinberlega.

„Við erum komin á ákveðna endastöð þegar kemur að þessum SSRI lyfjum og ég hef ekki tölu á því hve margir sem hafa tekið þessi lyf í áraraðir hafa komið að máli við mig og líður ekkert betur. Það þýðir að fólk er farið að leita annarra lausna þegar kemur að depurð, kvíða og áfallastreitu. Það er orðið mjög útbreitt á Íslandi að fullorðið fólk sé að taka svepp til þess að komast inn á við og vinna á kvillum. Bæði að taka inn smáskammta og ferðalög á stærri skömmtum. Fólk á ekki að þurfa að skammast sín og vera í feluleik með þetta. Það er fólk í öll­um stigum samfélagsins að taka þetta út um all­an bæ. Við eig­um að opna á þessa umræðu og hætta laumu­leikn­um og skömm­inni í kring­um þetta. Fyrir nokkrum árum síðan var fólk að laumast með að taka inn CBD olíu af því að hún var bönnuð, en núna er það búið. Það er sama með svepp­inn eins og CBD að mjög marg­ir eru að fá bót á alls kyns kvill­um og bætta líðan með réttri notk­un,” seg­ir Gunn­ar, sem seg­ir að CBD olía hafi gjör­breytt lífi sínu:

„Ég var í laumuneyslu í talsverðan tíma gagnvart mínum nánustu og í raun bara öllum. Það var skrýtið að þurfa að hitta ein­hvern díler á bíla­plani í laumi til að fá flöskur með CBD olíu, sem ég var eingöngu að kaupa til að laga taugakerfið. Það var mjög súrt. Sem betur fer er þetta allt að breytast núna. Neysla á CBD er orðin út­breidd á Íslandi og er að aðstoða fólk við alls kyns tauga­ker­fisk­villum og kvíða.“

Gunnar þekkir á eigin skinni hvað það er að fara á botninn í neyslu og vill ræða opinskátt um allt sem getur aðstoðað fólk. Hann var kominn niður fyrir 50 kíló eftir mikla kókaínneyslu þegar verst lét, en hefur verið edrú í mörg ár og snúið lífi sínu gjörsamlega við:

„Ég var gjörsamlega farinn í neyslu. Stærstan hlutann af tímanum var mesta spennan þegar ég var að bíða eftir dílernum og síðan kannski í fyrstu mínúturnar eftir að ég tók inn efnið. En hægt og rólega missti ég sjónar á veruleikanum og var í raun rúinn inn að beini. Hættur að borða og sofa svo vikum skipti og í raun kominn algjörlega á botninn. En ég var svo blessaður að verða fyrir andlegri vakningu sem gjörbreytti öllu hjá mér. Ég var bæði andlegt og líkamlegt flak og stoðkerfið var í rúst. En þá gerðist atburður sem leiddi af sér einhverja óútskýranlega heilun og eftir það var allt breytt. Fram að því hafði ég verið að ganga í gegnum lífið hálfsofandi þó að ég hafi ekki séð það sjálfur. Eftir þessa breytingu ákvað ég að stíga út úr hræðslunni og byrja að tjá mig um minn sannleika, alveg sama þó að það gæti kostað mig einhverjar óvinsældir.“

Gunnar segir að eitt af því sem hafi hjálpað honum að ná meira jafnvægi hafi verið að hægja á tilverunni:

„Ég vinn 150 metra frá húsinu mínu og fyrst var ég hræddur við að minnka heiminn minn svona mikið og draga úr spennu. En smám saman fór ég að upplifa miklu meiri ró og vellíðan. Eftir að heimurinn minn minnkaði fór ég að finna meiri samkennd meðal nágranna minna og það kom einhvern vegin bara meiri tenging. Ég held að við séum ekki hönnuð fyrir þetta stórborgarlíf þar sem maður er stöðugt fastur í traffík að fara á milli staða. Það er mjög ósýnilegt hvað þessir lifnaðarhættir búa til mikla streitu hjá fólki.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Gunnar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Skerjafjarðarskáldið kærir Ríkisútvarpið fyrir að brenglun og afvegaleiðingu: „Pólitísk rétthugsun“

Myndin er unnin í tölvu

„Mál mitt lýtur að meintum lögbrotum sem snúa að einhliða ákvörðun starfsmanna RÚV, um að breyta íslenskri tungu, fyrst og fremst með því að auka notkun hvorugkyns og draga úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari,“ skrifar Kristján Hreinsson Skerjafhjarðarskáld í kæru á hendur starfsfólki og stjórnendum RÚV sem hann hefur sent Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra.
Hannn segir að að ákvörðun RÚV byggi á misskilningi um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns.
„Þessi leið starfsmannanna gengur gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar. Óska ég eftir að hæstvirtur menningar- og viðskiptaráðherra taki til umfjöllunar kæru mína varðandi lögbrot starfsmanna Ríkisútvarpsins á grundvelli ákvæða laga um Ríkisútvarpið,“ skrifar Kristján.

Kristján Hreinsson.

Hann kveðst vera  íslenskt skáld sem noti íslensku í listsköpun sinni og honum ofbýður meðferð Ríkisútvarpsins á tungumálinu.
„Ég er íslenskur ríkisborgari og mér er annt um íslenska tungu. Ég nýti mér þjónustu RÚV og hef hagsmuna að gæta þegar ég geri þá kröfu að stofnunin leggi rækt við íslenska tungumálið, líkt og lög kveða á um. Ríkisútvarpið hefur skýrar skyldur gagnvart íslenskunni, lög um Ríkisútvarpið. Þessum skyldum hefur stofnunin ekki sinnt og augljóst er að starfsmenn hafa unnið gegn því að standa vörð um og leggja rækt við íslenskuna eins og þeim er þó skylt að gera samkvæmt laganna hljóðan. Þessi afvegaleiðsla á sér rætur í því sem kallast pólitísk rétthugsun,“ skrifar Kristján í kæru sinni.
Lilja ráðherra hefur gert alvarlegar athugasemdir við framgöngu starfsmanna ríkisfjölmiðilsins í þessu samhengi.

Gummi handtekinn

Gummi Emil

Áhrifavaldurinn og einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, hefur vakið athygli fyrir einlægni sína. Gummi Emil hefur átt í útistöðum við kerfið eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum og í framhaldinu ekið án réttinda. Lögreglan á Suðurnesjum hefur ítrekað staðið hann að verki fyrir að hafa ekið bifreið próflaus. Á dögunum var áhrifavaldurinn gripinn í þriðja sinn og uppskar í framhaldinu fangelsisdóm.

Gupmundur ræddi mál sitt af einlægni við vefmiðilinn Vísi og segist feta í hjólför tónlistarmannsins  Bubba Morthens sem hjóli út um allt.

„Ég elska að hjóla,“ segir Guðmundur og viðurkennir þá sök sína að hafa ekið „próflaus en bláedrú“ , af því að hann þurfti nauðsynlega að komast milli staða í Reykjanesbæ. Hann er þekktur fyrir ýmis uppátæki svo sem að fara upp Esjuna í snjóstormi á stuttbuxum.

„Þetta er mér að kenna og ég hefði átt að gera betur,“ segir Guðmundur og gengst að fullu við sök sinni …

Helgi rifjar upp örlagasögu Julians Assange: Afmælisbarnið komst ekki í eigin veislu

Julian Assange. Mynd / EPA

„Það að þurfa til málamynda að játa á sig einhverja þvælu til þess að losna úr þessari ömurlegu prísund, er alveg eftir bókinni,“ skrifar Helgi Seljan, fréttaritstjóri Heimildarinnar, á Facebook um örlög Julians Assange og 14 ára frelslsisviptingu sem lauk í fyrradag þegar honum var sleppt úr öryggisfangelsi í Londan eftir fimma ára einangrun. Þá hitti hann tvo syni sína í fyrsta sinn utan fangelsismúranna.

Helgi rifjar upp afmælisveislu Julians sem hann tók þátt í fyrir rúmum tveimur árum.
„Þar var „veislunni margt í” en samt ekkert afmælisbarn. Börnin hans tvö voru samt þarna og hlupu um og léku sér innan um gestina sem sátu úti í góðu veðri og borðuðu gúrkusamlokur og skáluðu. Sjálfur át ég skúffuköku og stalst til að biðja um mjólkurglas; eftir að hafa séð fræga poppstjörnu gera það. En aftur að strákunum litlu. Fyrir þeim var það ekkert tiltökumál að halda upp á afmæli pabba síns þarna úti í góða veðrinu, án hans. Þeir höfðu enda aldrei hitt hann utandyra. Bara innan veggja hins ógeðslega mörg hundruð ára fangelsis Belmarsh,“ skrifar Helgi og fagnar því að þeir fái loksins að hitta föður sinn í fyrsta skipti án þess að fara í gegnum sjö vopnaleitir og rammgirt rimlahlið.

Það hefur oftast haft meiri og verri afleiðingar að segja frá óhæfuverkum

Helgi tekur undir með þeim fjölmörgu sem segja að almenningur um allan heim eigi Julian Assange mikið að þakka og fordæmir þá sem sviptu hann frelsinu.
„Almenningur um allan heim á Julian Assange meira að þakka en öllu pakkinu samanlögðu, sem svipt hefur hann frelsinu; að ógleymdum þeim sem sátu hjá og sögðu ekki neitt, þó þeir bæði gætu og ættu. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með úr fjarlægð, hvernig Kristinn Hrafnsson og félagar hans hafa lagt nótt við dag undanfarin áratug, rúmlega, til þess að vekja athygli á þeim augljósu mannréttindabrotum sem framin hafa verið fyrir augunum à okkur,“ skrifar Helgi.

Helgi Seljan

Hann segir að aðförin að Julian hafi orðið til þess að kæla og fæla aðra frá því að svipta hulunni af því sem verið er að fela fyrir almenningi. okkur Fólki komi það við hvernig farið sé með vald; hvernig svo sem það er tilkomið.

„Það hefur oftast haft meiri og verri afleiðingar að segja frá óhæfuverkum, en að fremja þau eða fela. Og það á svo sannarlega við um Julian Assange. Og fyrir hann hefur hópur fólks barist, oft fyrir daufum eyrum og horfandi undir iljar ráðamanna, reynandi að fá áheyrn þeirra,“ skrifar Helgi og áréttar að allir hefðu getað gert miklu meira; miklu fyrr til stuðnings Assange.

„Vonandi munum við það næst. Það er nefnilega allt sem bendir til þess að það verði eitthvað „næst” og þá er kannski ágætt að við eyðum ekki tímanum í að diskútera hvort viðkomandi sé af einhverjum furðulegum ástæðum gefnum, þess ekki þóknanlegur að hægt sè að sammælast um að verja og fylkja sér um grundvallarmannréttindi hans. Að við látum ekki þá sem hafa allt að fela, skilgreina þau réttindi af viðkomandi. Aldrei aftur,“ skrifar Helgi Seljan.

Frændurnir sem hurfu eftir ball í Keflavík: „Tók hundurinn þaðan á rás beina leið niður í fjöru“

Jón Erlendsson, vinstra meginn og Jón Ólafsson, hægra meginn.

Það var á sunnudagskvöld 30. janúar sem frændurnir Jón Erlendsson (26) og Jón Ólafsson (21) fóru saman á dansleik í heimabæ sínum, Keflavík. Árið var 1956 en frændurnir hurfu sporlaust eftir ballið.

Hinn skelfilegi harmleikur varð í lok janúar 1956 að keflvískir frændur hurfu eftir að hafa sótt saman ball í heimabænum. Mikil leit hóft af piltunum en eftir að grunur kviknaði um að þeir gætu hafa tekið pramma úr bátahúsi, var sporhundur fenginn frá Reykjavík. Faxi fjallaði um hvarfið á sínum tíma:

Þau hörmulegu tíðindi gerðust hér í Keflavík aðfararnótt mánudagsins 30. janúar s. 1., að tveir ungir Keflvíkingar, þeir Jón Erlendsson 26 ára og Jón Ólafsson, 21 árs, hurfu og hefir ekkert síðan til þeirra spurzt, þrátt fyrir ýtarlega leit. Nóttina, sem piltarnir hurfu, var saknað hér í Keflavík lítils pramma, og héldu ýmsir að þeir væru valdir að hvarfi hans. Var höfnin því slædd án árangurs. Fenginn var maður með sporhund flugbjörgunarsveitarinnar hingað suður, en leit hans bar engan árangur. Eins og að framan getur fóru leitarflokkar hér um allt nágrennið og leituðu alls staðar þar sem nokkur líkindi voru til að mennirnir kynnu að hafa farið. Allt hefir þetta því miður verið árangurslaust og enn hefir ekkert rekið á fjörur svo vitað sé, er bent geti á afdrif þessarra ungu manna. Er þetta einn hinn sorglegasti atburður og djúpur harmur kveðinn að nánustu ástvinum þeirra. 

Þrátt fyrir að í frásögn Faxa hafi verið sagt að sporhundurinn hafi ekki fundið neitt, þá var það ekki alveg rétt. Hundurinn ku hafa tekið á rás frá bátahúsinu og út í fjöru.

Tíminn fjallaði um sporhundinn á sínum tíma:

Sporhundur rakti leiðina úr bátahúsi niður í fjöru

Un 50 manns leitaði í gær að piítunum tveimur, sem saknað er frá Keflavík frá því á mánudagsnótt.

Um 50 manns leitaði í gær að piltunum tveimur frá Keflavík, sem saknað er frá því á aðfaranótt síðasta mánudags-. Var leitað með allri strandlengjunni írá Garðskagavita og; langt inn á Vatnsleysuströnd, en sú leit bar ekki árangur.

Mennirnir tveir, Jón Erlendsson, Vesturgötu 7, 26 ára, og Jón Ólafsson, Kirkjuvegi 44, 22 ára, sáust síðast skömmu fyrir klukkan þrjú aðfaranótt mánudagsins. Fóru þeir þá saman út úr húsi í Keflavík. En báðir bjuggu piltarnir hjá foreldrum sínum, enda fæddir og uppaldir í Keflavík.
Í fyrradag fékk lögreglan í Keflavík lánaðan sporhund frá Reykjavík til þess að taka þátt í leit að mönnunum. Þar sem grunur lék á því að piltarnir hefðu tekið pramma til sjávar, var farið með hundinn í geymsluhús, þar sem báturinn var geymdur. Tók hundurinn þaðan á rás beina leið niður í fjöru vestast í kaupstaðnum, en síðan fór hann eftir ýmsum leiðum út í Garð.
Þar sem álitið er, að mestar líkur séu fyrir þvi, að piltarnir hafi farið út á sjó á prammanum, sem er lítið tveggja manna far flatbotna, var fólk beðið að leita með sjónum í gær, en sú leit var án árangurs.

Nokkrum dögum eftir hvarfið sagði Morgunblaðið að frændurnir hefðu að öllum líkindum drukknað.

Fullvíst þykir að Keflvíkingarnir hafi drukknað

ALLAR HORFUR eru á því að Keflvíkingarnir Jón Erlendsson, 26 ára, Vesturgötu 7 þar í bæ, og Jón Ólafsson, 21 árs, Kirkjuvegi 44, sem hurfu aðfaranótt mánudags, hafi farizt.

Það hefur komið í ljós, að um nóttina hafa þeir tekið lítinn pramma og farið út á sjó á honum. Í fyrradag var sporhundur Flugbjörgunarsveitarinnar fenginn suður í Keflavík til þess að leita mannanna. Rakti hann spor þeirra að skemmu einni í bænum, þar sem pramminn var geymdur, þaðan rakti hann sporin niður í flæðarmál. Mikill fjöldi mann á Suðurnesjum leitaði í gær á stóru svæði, en veður var mjög óhagstætt til leitar í fyrrakvöld og í gær var fárviðri þar syðra og ófært veður fyrir litla báta, svo að augljóst mál er, að hér hefur orðið hörmulegt slys. Jón Erlendsson var sonur Erlendar Jónssonar verkstjóra í Ísfélaginu. Jón Ólafsson var einkasonur Ólafs Jónssonar, sem er starfsmaður við Dráttarbraut Keflavíkur.


Minningarguðþjónusta var svo haldin handa frændunum í Keflavíkurkirkju 26. maí en hún var afar vel sótt og þóttir sýna samhug almenning til fjölskylda frændanna.
Faxi skrifaði um minningarguðþjónustuna:

Minningarguðsþjónusta var haldin í Keflavíkurkirkju laugardaginn 26. maí, um þá frændurna, Jón Erlendsson Vesturgötu 7 og Jón Ólafsson, Kirkjuvegi 44 í Keflavík, sem hurfu með sviplegum hætti aðfaranótt þess 30. janúar s.l. Á þeim langa tíma sem liðinn er frá þeir frændur hurfu, hefir allt verið gert, sem í mannlegu valdi stóð, til þess að upplýsa hið sviplega hvarf þeirra frændanna, og þykir nú allt benda til að þeir hafi drukknað, þó að aldrei hafi fullsannazt. Minningarræðuna flutti sr. Björn Jónsson. Fjölmenni var við athöfnina, og sýndi hinn stóri hópur kirkjugesta að þessu sinni, samhug almennings til hlutaðeigandi fjölskyldna, sem urðu fyrir þeim þunga harmi, að missa þessa ungu menn á voveiflegan hátt, í blóma lífsins og á bezta skeiði ævinnar.


Tíminn

„Björguðu“ Skota við leit að Jay Slater á Tenerife: „Ég þurfti ekki að láta bjarga mér“

David Larkin

Breti sem var í fjallgöngu á Tenerife, þegar björgunarsveit sem leitar nú að hinum 19 ára Jay Slater, fann hann og „bjargaði“, hefur nú opnað sig um málið. Segist hann ekki hafa þurft á björgun að halda.

Spænska lögreglan birti færslu á Facebook þar sem talað er um vel heppnaða björgun á 51 árs skota. Sagðist hún hafa „flýtt sér að bjarga 51 árs gömlum skoskum göngumanni“. Skotinn, David Larkin, er reyndur göngugarpur og segist ekki hafa þurft á aðstoð að halda.

Sagðist hann ekki vilja „hljóma óþakklátur“ og þakkaði þeim „fyrir að hafa áhyggjur“ en að hann hafi verið í góðum málum. Larkin hafði verið á göngu á svipuðum slóðum og hinn breski unglingsstrákurinn Jay Slater, en hans hefur verið leitað í rúma viku, án árangurs.
Larkin ræddi við blaðamenn um „björgunina“: „Ég get sagt ykkur þetta núna, ég var ekki þreyttur og ég var ekki ringlaður, og ég þurfti ekki að láta bjarga mér. Ég held að tungumálaörðugleikar hafi sett strik í reikninginn. Ég útskýrði fyrir þeim að ég væri með nægilegt vatn, ég var vel kæddur, ég var með mat og ég er vanur göngumaður.“

Larkin kom til Tenerife fyrr í þessum mánuði og dvaldi í eins sverfnherbergja kofa nærri klettabrún og stundaði göngur á gönguleiðum á svæðinu. Bætti hann við í samtali sínu vð MailOnline: „Ég fór í gilið og sá þyrlurnar leita og hélt að þeir væru að leita að drengnum en ég hélt ekki í eina mínútu að þeir myndu að endingu sækja mig. Ég held að þeir hafi viljað sýna hvað þeir væru góðir, en ég þurfti ekki að láta bjarga mér. Ég finn til með fjölskyldu drengsins og vona að hann finnst sem fyrst.“

Bætti hann við: „“Ég skammast mín eiginlega fyrir þetta, ég var með göngustafi mína og ég veit hvað ég er að gera og vissi að ef það yrði rok myndi ég leita skjóls í helli. Ég þekki þessar slóðir, ég hef komið hingað í fjöldi ára, svo ég veit hvað ég er að gera.“

Efling orðin aðili að Bandalagi norræna stéttarfélaga í þjónustugeiranum:„Við erum stolt og ánægð!“

John Nielsen formaður hefur hér orðið á stjórnarfundi SUN sem fór fram í Helsinki í apríl síðastliðnum. Viðar Þorsteinsson sat fundinn fyrir hönd Eflingar og kynnti meðal annars störf félagsins. Ljósmynd: Efling
Efling hefur nú gengið inn í SUN, Bandalag norræna stétterfélaga í þjónustugeiranum.

Eftirfarandi texti má lesa í fréttatilkynningu sem finna má í heild sinni á vef Eflingar:

Efling stéttarfélag hefur hlotið aðild að bandalagi norrænna stéttarfélaga í þjónustugeiranum, SUN, og verður þar fullgilt aðildarfélag um næstu mánaðarmót. Aðildin mun nýtast félaginu afar vel við frekari uppbyggingu á félagslegu starfi, segir Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar. 

Sólveig Annar Jónsdóttir, formaður Eflingar, er yfir sig ánægð með þessa niðurstöðu og skrifar á Facebook:

„Efling hefur fengið aðild að SUN, bandalagi norænna stéttarfélaga í þjónustugeiranum. Við erum stolt og ánægð!“

Vitnar hún svo í tilkynningu Eflingar:

„SUN var stofnsett árið 1945 sem bandalag norrænna stéttarfélaga innan þjónustugeirans. Meðal þeirra geira sem SUN nær yfir eru ræstingar og öryggisvarsla, en það eru hvort tveggja geirar þar sem fjöldi Eflingarfélaga starfar. Að bandalaginu standa stéttarfélög á öllum Norðurlöndunum, utan Grænlands, nú þegar að Efling hefur fengið inngöngu. Félagsmenn stéttarfélaganna sem að SUN standa eru vel á annað hundrað þúsund á Norðurlöndunum.
Hlutverk SUN er að styrkja tengsl og samstöðu milli aðildarfélaganna, sem og að styðja við þau félög sem standa í verkfallsátökum ef þörf krefur. Þá er bandalagið vettvangur til að deila reynslu og upplýsingum um faglega starfsemi stéttarfélaganna á Norðurlöndunum.“

Maður á rafhlaupahjóli stakk lækni í kvöldgöngu í hálsinn

Læknir á kvöldgöngu með vinafólki varð fyrir hnífaárás eftir að hafa átt í orðaskaki við karlmann á rafhlaupahjóli.

Samkvæmt frétt Vísis kom upp ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu á föstudagskvöldið. Varð það til þess að sá á rafhlaupahjólinu, maður á þrítugsaldri, tók upp hníf og stakk lækni um fimmtugt í maga og í háls. Vinur mannsins réðist þá á hnífamanninn og skarst við það á hendi.

Atvikið átti sér stað á göngustíg við Sæbólsbraut í Kópavogi um klukkan hálf ellefu á föstudagskvöldið.

Læknirinn sem stunginn var, hlaut alvarleg sár á hálsi og maga en vinur hans náði að hafa hnífamanninn undir, samkvæmt heimildum Vísis.

Atburðarásin er enn óljós að sögn Elína Agnesar Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild á höfuðborgarsvæðinu. Fram undan séu skýrslatökur yfir árásarmanninum og vinunum tveimur sem slösuðust.

Hnífamaðurinn verður í gæsluvarðhaldi til föstudags.

 

Söngvari Crazy Town er látinn

Seth Brooks Binzer

Söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, Seth Brooks Binzer, er látinn, 49 ára að aldri.

Samkvæmt læknaskýrslum lést Seth, sem þekktari er undir listamannanafni sínu Shifty Shellshock, heima hjá sér í gær. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp.

Binzer og rokk-rappbandið Crazy Town slógu í gegn með laginu Butterfly, sem flaug upp á topp Billboard Hot 100 listans árið 2001 en lagið varð einhvers konar þemalag fyrir fyrrihluta fyrsta árátugar aldarinnar.

Crazy Town var stofnuð í Los Angeles árið 1995 og öðluðust fljótt aðdáendur með blöndu sinni af rokki, rappi og raftónlist. Butterfly, lag frá fyrstu plötu sveitarinnar, The Gift of Game, varð til þess að hljómsveitin sló rækilega í gegn en lagið birtist í kvikmyndinni Orange County árið 2002 en þar léku Jack Black og Colin Hanks aðalhlutverkin.

Þrátt fyrir vinsældirnar mætti Crazy Town hindrunum, meðal annars vegna tíðra skipta á meðlimum sveitarinnar og vegna fíkniefnavanda Binzers. Hljómsveitin gaf út fjöldi annarra platna en engin þeirra náði sömu vinsældum og fyrsta platan. Árið 2008 mætti Binzer í þáttinn Celebrity Rehab With Dr. Drew, þar sem hann talaði opinskátt um baráttu sína við fíkniefni.

Söngvarinn lætur eftir sig tvo syni, Halo og Gage.

Hér má sjá þeirra stærsta slagara:

FG gerði starfslokasamning við Pál Vilhjálmsson: „Ég er mjög sáttur og á eingöngu góðar minningar“

Páll Vilhjálmsson

Skólameistari Fjölbrautastkólans í Garðabæ samdi við Pál Vilhjálmsson kennara um starfslokasamning síðastliðið haust en Páll lét af störfum í vor.

Páll Vilhjálmsson hefur verið afar umdeildur vegna skrifa hans á Moggabloggi sínu en þar hefur hann oft þótt fara yfir strikið í skoðunum sínum um menn og málefni. Í fyrra brást skólameistari FG, Kristinn Þorsteinsson, við bloggfærslu Páls árið 2023, þar sem Páll full­yrðti að Sam­tök­in ’78 séu í hópi með aðilum sem aðhyll­ist barnagirnd og að trans fólks sé haldið ranghugmyndum, með bréfi til foreldra og nemenda skólans. Í bréfinu sagði skólameistarinn að nemendur þyrftu ekki að mæta í tíma hjá Páli en að ekki væri unnt að bregðast frekari við skrifum hans. Mbl.is sagði frá málinu.

Í samtali við Mannlíf segir Páll það þekkt að þess hafi verið krafist að hann myndi hætta kennslu við skólann vegna bloggskrifa sinna.

„Það er þekkt að vegna bloggskrifa minna var þess krafist að ég yrði látinn hætta störfum sem kennari í FG. Ég er íhaldsmaður í skoðunum og það fellur ekki í kramið hjá vinstrisinnum. Þá er einnig þekkt að skólastjóri hefur sagt opinberlega að skoðanir mínar séu honum ekki að skapi. En á Íslandi er tjáningarfrelsi og ég hef þurft að verjast vinstrimönnum úr röðum blaðamanna í dómssal sem vilja þagga niður í mér.“

Samkvæmt Páli ræddi skólameistarinn við hann í haust um starfslok hans og var samið um starfslokasamning.

„Ég átti samtöl síðast liðið haust við skólameistara FG um starfslok mín. Niðurstaðan var starfslokasamningur sem fól í sér að ég lét af störfum í vor. Að öðru leyti er starfslokasamningurinn trúnaðarmál.“

Aðspurður hvort þeir Kristinn hafi skilið sáttir svarar Páll:

„Þú spyrð hvort ég sé sáttur. Ég er mjög sáttur við að hafa fengið tækifæri til að kynnast og kenna ungmennum í FG í 16 ár og á eingöngu góðar minningar. Ég er einnig sáttur að hætta kennslu í vor og er jafnframt sáttur við starfslokasamninginn. Hvort skólameistari sé sáttur veit ég ekki.“

Lögreglan handtók fjölda meðlima glæpagengis – Fundu fíkniefni, skotvopn og 40 milljónir í reiðufé

Lögreglan við Hverfisgötu - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í meirihátta aðgerð gegn glæpagengi nýverið og hafa nú 18 einstaklingar stöðu sakborning í umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hald var lagt á sex kíló af kókaíni og amfetamíni, skotvopn og um fjörutíu milljónir í reiðufé.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að lyf, sterar, fíkniefni og skotvopn hafi verið meðal þess sem lögreglan lagði hald á, þar með talda skammbyssu með hljóðdeyfi. Þá fannst einnig um 40 milljónir króna í reiðufé og nokkrar peningatalningavélar.

Snýst málið um innflutning, sölu og dreifinu á fíkniefnum, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Rannsóknin hefur staðið yfir um töluverðan tíma, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í þágu rannsóknarinnar voru 30 hanteknir og rúmlega þrjátíu leitir voru gerðar í tengslum við hana.

Það var í aðgerðum lögreglunnar um miðjan apríl sem flestir sakborninganna voru handteknir en hópurinn stóð þá fyrir komu tveggja manna sem komu með fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Voru þá fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Enn sæta fjórir þeirra gæsluvarðhaldi en sá fimmti var færður í afplánun vegna eldri dóms.

Lögreglan, sem nú hefur lokið rannsókn á málinu, naut aðstoðar lögreglumanna frá öðrum embættum sem og Landhelgisgæslunnar og Tollsins.

Málið verður nú sent embætti héraðssaksóknara til frekari meðferðar.

Sonur boxgoðsagnar framdi sjálfvíg um helgina: „Ekkert er þess virði að svifta sig lífi vegna“

Roy Jones Jr.

Þekktir fagna frelsi Julians: „Mér sýnist að núna sé Assagne í hlutverki Galíleós“

Julian Assange í flugvél í Bankok fyrir stundu, á leið til Ástralíu. Ljósmynd: Wikileaks á Facebook

Fjölmargir gleðjast nú yfir því að Julian Assange, fyrrum ritstjóri Wikileaks geti nú loks um frjálst höfuð strokið, eftir fjölmörg ár í fjötrum.

Julian Assange er loksins laus úr prísund sinni í Bretlandi, eftir að hann neyddist til að játa sig sekan af ákæru sem snyr að birtingu trúnaðargagna. Gerði hann samkomulag þess efnis við bandarísk yfirvöld gegn því að verða ekki framseldur. Er hann nú á leið til eiginkonu sinnar og barna í Ástralíu, heimalandi sínu.

Hér eru nokkrir þekktir Íslendinga sem fögnuðu frelsun Assange í dag:

Kristinn Hrafnsson, núverandi ritstjóri Wikileaks og vinur Assange, hefur verið hvað harðastur í baráttunni fyrir frelsi Julians. Kristinn á afmæli í dag og fagnar því bæði einum afmælisdegi til viðbótar, auk lausnar Assange. Skrifaði hann eftirfarandi Facebook-færslu:

sÉg er ekki mikill afmæliskall og gleymi gjarnan afmælisdeginum. Tölvan er að minna mig á að sá dagur er runninn upp í mínu tímabelti. Hann byrjar vel. Margra ára barátta er að skila árangri. Þakka stuðninginn.“

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrum þingkona Samfylkingarinnar er afar ánægð með frelsi Julians. Kallar hún réttarhöldin yfir honum „sýndarréttarhöld“ en fagnar sigrinum.

„Þetta eru stórkostlegar fréttir í morgunsárið. Julian Assange er laus úr rammgirtasta fangelsi Bretlands, hvar hann hefur mátt dúsa í 5 ár og 2 mánuði en fyrir þann tíma var hann árum saman í stofufangelsi í sendiráði Ekvador í Bretlandi. Ég þori ekki að fagna fyrr en sýndarréttarhöldum á Norður-Marí­ana­eyj­um er lokið en sagt er að þar verði hann dæmdur í nkl 5 ár og tvo mánuði, þann tíma sem hann hefur nú þegar setið í Belmarch fangelsinu. En þetta er stór dagur fyrir allt baráttufólkið sem hefur staðið með honum allan tímann, Kristinn Hrafnsson þar á meðal en þó stærstur fyrir Stellu konu Julian og börn þeirra. Þetta er líka stór dagur fyrir fjölmiðla um allan heim og baráttuna fyrir frelsi þeirra. Fylgist spennt með næstu daga.“

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður á erfitt með að fagna niðurstöðum málsins enda hafi Julian ekki framið neinn glæp til að játa fyrir.

„Auðvitað er grábölvað að Assange skuli fallast á að lýsa sig sekan. Það er sjálft meginatriði máls hans að hann framdi engan glæp, heldur vann þvert á móti mikilvæga þjónustu við almenning með því að upplýsa um glæpi bandaríska herliðsins í Írak. En í fyrsta lagi þekki ég ekki smáatriði þessa langvinna máls og í öðru lagi hef ég aldrei þurft að þola margra ára fangavist fyrir að vinna heiðarleg blaðamannsstörf. Svo ég segi bara: Fínt.“

Stefán Pálsson líkir niðurstöðu málsins við það þegar Galíleó var neyddur til að draga til baka „villutrúarkenningar“ sínar.

„ „Hún snýst sú samt“ – var Galíleó sagður hafa muldrað eftir að fulltrúar Páfagarðs létu hann draga til baka „villutrúarkenningar“ sínar til að losna undan refsingu.
Mér sýnist að núna sé Assagne í hlutverki Galíleós og látinn játa sekt til að bjarga höfðinu en Bandaríkjastjórn sé fulltrúi páfavaldsins. Og það er alveg ljóst hver er hetjan í þessari sögu.“

 

Julian játar og losnar úr prísundinni – Börn hans hitta föður sinn í fyrsta sinn sem frjálsan mann

Julian Assange

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yfir gaf Belmarsh öryggisfangelsið í London í gærmorgun sem frjáls maður eftir fangavist í 1901 dag. Hann samþykkti að játa á sig þá sök að hafa lekið trúnaðargögnum Bandaríkjamanna um stríðin í Írak og Íran. Sátt hefur orðið um að hann muni lýsa sig sekan gegn því að endurheimta frelsi sitt og komast hjá framsali til Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að leki WikiLeaks á trúnaðargögnunum hafi stofnað lífi fólks í hættu.

Samkvæmt færslu Wikileaks var Assange ekið á Stansted flugvöllinn í London í dag þar sem hann fór um borð í flugvél. Leið hans mun liggja til heimalands hans, Ástralíu.
Seinustu fimm árin hefur Assange dvalið í sex fermetra fangaklefa í allt að 23 klukkustundir á sólarhring. Samkomulag Assange felur ekki í sér frekari afplánun. Í dómskjölum kemur fram að Assange hafi þegar afpánað lengri dóm en sem nemur hámarksrefsingu fyrir það brot sem mun játa. Hann mun sameinast fjölskyldu sinni, eiginkonunni Stellu Assange og börnum þeirra sem hitta föður sinn í fyrsta sinn sem frjálsan mann.

Dularfullt brotthvarf Páls

Páll kennari
Páll Vilhjálmsson er afar umdeildur bloggari

Þögnin ein ríkir um brotthvarf Páls Vilhjálmssonar úr starfi sem kennari við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Páll er gríðarlega umdeildur í starfi og ekki síður sem bloggari. Hann hefur gjarnan allt á hornum sér gagnvart transfólki og hefur óhikað skrifað um það fólk í skjóli Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem birtir ófögnuðinn og endurómar skoðunum hans gjarnan í slúðurdálki sínum, Staksteinumn. Það vekur athygli að Páll hefur ekkert tjáð sig um snautlegt brotthvarf sitt sitt úr Garðabæ eða starfslokakjör sín.

Hýsill Páls, Morgunblaðið, hefur átt undir högg að sækja og er lamaður vegna netárása. Blaðið heldur því fram að um sé að ræða það Morgunlaðið sé orðið fórnarlamb í hernaði Rússa. Margir hafa samúð með Mogganum í raunum hans. Ekki eru þó allir sem trúa þeirri kenningu og einhverjir telja nærtækara að horfa til harkalegrar umfjöllunar miðilsins sem sé við mörk hatursáróðurs um minnihlutahóp og hefndaraðgerðar vegna þess …

Hvarfið í Böðvarsdal – Bróðir Geirfinns Einarssonar týndist aðeins þriggja ára gamall

Hellisheiði eystri - Í fjarska sést í Böðvarsdal.

Nokkur stálpuð börn frá Böðvarsdal í Vopnafirði ákváðu að vera almennileg við vegavinnumenn sem unnu að vegagerð í fjalllendi milli Böðvarsdals og Fagradals, þann 19. júní 1941, og færa þeim kaffi. Með þeim var hinn þriggja ára gamli Runólfur Kristberg Einarsson, svonur bóndans Einars Runólfssonar. Reyndist þessi för vera sú síðasta í hinni stuttu ævi Runólfs litla.

Þegar vinnumennirnir höfðu lokið við að drekka kaffið lögðu börnin aftur af stað heima á leið. Þegar þau voru komin dálitla spöl, vildi Runólfur litli hins vegar snúa aftur til baka, til að vera með föður sínum. Fylgdu börnin honum yfir læk og þar til þau töldu öruggt að hann kæmist til föður síns. Það reyndist hins vegar því miður ekki vera raunin því síðan þá spurðist ekkert um drenginn. Rúmlega þremur áratugum síðar týndist annar sonur Einars bónda, sá hét Geirfinnur Einarsson.

Hér má lesa umfjöllun um hvarfið í heilbrigðisskýrslu frá 1941:

Vopnafj. 3 ára drengur týndist frá Böðvarsdal 19. júní 1941 og hefur ekki fundizt. Tildrög voru þau, að faðir drengsins og fleiri menn voru að vegargerð í fjallinu milli Böðvarsdals og Fagradals. Síðari hluta dags færðu börn frá Böðvarsdal mönnunum kaffi í veginn. Var í för með stálpuðum börnum 3 ára drengur, sonur bónda. Að lokinni kaffidrykkju sneru börnin heim á leið. Er þau voru skammt á veg komin, vildi drengurinn snúa aftur til föður síns, og fylgdu börnin honum út yfir læk í svo kölluðu Miðandagili. Var þá stutt brekka eftir til vegamannanna, en sá ekki til þeirra úr gilinu. Vegurinn liggur þarna nærri bjargbrún, en hengiflug fyrir neðan. Þegar vegagerðarmenn komu heim um kvöldið, var barnsins saknað. Hafði það ekki komið til þeirra. Leit var nú hafin að barninu, fyrst af heimafólki úr Böðvarsdal og síðan af fjölda manns úr héraðinu og úr Jökulsárhlíð, en allt varð það árangurslaust. Leitað var rækilega í fjallinu, svo kölluðu Búri — og telja kunnugir, að aðeins á 2 stöðum sé möguleiki til þess, að barnið hafi getað hrapað í sjó niður.

Morgunblaðið fjallaði einnig um hið sviplega hvarf Runólfs litla:

Barn hverfur með sviplegum hætti

Síðastliðinn fimtudag vildi það til, að þriggja ára drengur, sonur Einars Runólfssonar í Böðvarsdal í Vopnafirði, hvarf og hefir ekki fundist enn. Þennan dag höfðu menn frá Böðvarsdal verið við vegagerð í fjallinu milli Böðvarsdals og Pagradals, í svokölluðu Búri. Færðu fjögur stálpuð börn þeim þangað kaffi síðari hluta dagsins. Er vegavinnumennirnir höfðu drukkið kaffið hjeldu börnin heimleiðis og fylgdist sonur Einars Runólfssonar þá með þeim. En hann hafði verið hjá föður sínum. Þegar börnin voru komin kippkorn heimleiðis vildi drengurinn snúa við aftur til föður síns og fylgdu börnin honum þá aftur til baka út yfir læk í svokölluðu Miðandagili. Var þá aðeins eftir stutt brekka hinum megin gilsins til vegavinnumannanna. Upp brekkuna liggur glögg sniðgata. Sáu börnin síðast til drengsins er hann labbaði upp götuna. Kl. 8 um kvöldið hjeldu vegavinnumennirnir heimleiðis. Til ferða drengsins vissu þeir þá ekkert. Var þá hafin leit að honum og var leitað í rúma tvo sólarhringa en án árangurs. Leitinni er nú hætt. Talið er líklegt að drengurinn hafi gengið fram af fjallsbrúninni, sem aðeins er skamt frá veginum.

Allt sem vitað er um Wagnerliða frá dauða foringjans:„Veldi Prigozhins sýnir enn og aftur lífsmark“

Wagner

Síðustu ár voru hinir ógnvekjandi málaliðar í Wagner-hópi Yevgeny Prigozhin, áberandi í stríðsfréttum heimsins en lítið hefur spurts til þeirra eftir að foringinn fórst er flugvél hans hrapaði. Hér má lesa hvað varð um málaliðana eftir dauða Prigozhin.

Fyrir ári síðan hóf stofnandi Wagner hópinn, Yevgeny Prigozhin, skammvinna uppreisn gegn rússneska varnarmálaráðuneytinu. Málaliðar hans marseruðu í átt að Moskvu og komust alla leið til Rostov-on-Don án þess að mæta neinni mótspyrnu. En kvöldið eftir höfðu Wagner-liðarnir snúið aftur í vettvangsbúðir sínar og Kreml tilkynnti að málaliðarnir hefðu tvo kosti: að skrá sig í rússneska herinn eða fara frá Rússlandi til Hvíta-Rússlands. Nákvæmlega tveimur mánuðum síðar fórust Prigozhin og nokkrir félagar hans í flugslysi. Síðan þá hefur 26 ára sonur Prigozhins erft eignir hans og málaliðar Wagner-hópsins í Sýrlandi og Afríku verið innlimaðir inn í rússneska herinn. Í nýrri skýrslu BBC News Russian segir frá því sem hefur orðið af bardagamönnum Wagner-hópsins.

Sýrland

Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið virkir í Sýrlandi frá því að minnsta kosti síðan 2015. Eftir uppreisn Prigozhins í júní 2023 var Sýrland að sögn einn af áfangastöðum þar sem uppreisnarmennirnir fengu að fara. Tveir upplýstir heimildarmenn sögðu BBC News Russian að Wagner-liðarnir sem staðsettir eru í Sýrlandi hafi verið boðnir opinberir samningar við rússneska varnarmálaráðuneytið. Þar af leiðandi eru allir rússneskir bardagamenn í Sýrlandi í dag atvinnuhermenn.

„Það var annað hvort varnarmálaráðuneytið eða dauðinn,“ sagði fyrrverandi yfirmaður Wagner-hópsins við BBC News Russian.

Í frétt BBC kemur einnig fram að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar frá forsetakosningunum í Rússlandi 2024 hafi leitt í ljós að 500 fleiri manns eru í rússnesku hersveitinni í Sýrlandi en í atkvæðagreiðslunni í þinginu árið 2021. BBC News Russian bendir á að þetta sé vegna þess að málaliðarnir sem þar voru staddir, hafi nú gengið formlega í raðir rússneska hersins.

Afríka

Seint árið 2023 bárust fregnir af því að Rússar væru að setja saman Afríkuher sem ætlað er að koma í stað Wagner-hópsins sem starfaði í álfunni. Á þeim tíma sagði rússneska viðskiptadagblaðið Vedomosti að Afríkusveitin myndi að sögn starfa í Burkina-Faso, Líbýu, Malí, Mið-Afríkulýðveldinu (CAR) og Níger.

Samkvæmt heimildum Vedomosti myndi Afríkusveitin heyra beint undir rússneska varnarmálaráðuneytið og vera undir eftirliti aðstoðarvarnarmálaráðherrans Yunus-Bek Evkurov. Evkurov fór margar ferðir til Afríku frá september til desember 2023, ásamt Vladimir Alekseyev hershöfðingja GRU, sem hefur umsjón með Redut PMC (einkaherfyrirtæki), til að koma á „nýju samstarfi við Afríkulönd þar sem hernaðar- og pólitískur stuðningur var áður veittur í gegnum einkahernaðarfyrirtæki.“

Samkvæmt BBC News Russian undirrituðu málaliðar Wagner-hópsins í nokkrum Afríkulöndum samninga við rússneska varnarmálaráðuneytið um að ganga í Afríkuherinn. Sumarið 2024 var aðeins starfsemi Wagner-samsteypunnar í CAR óbreytt.

Í frétt BBC kemur fram að Pavel, sonur Yevgeny Prigozhin, stýri starfsemi Wagner-samsteypunnar í Mið-Afríkulýðveldinu. „Moskva gaf erfingjanum leyfi til að halda áfram að gera það sem faðir hans var að gera í Afríku – með því skilyrði að það stangist ekki á við hagsmuni Rússlands,“ sagði heimildarmaður sem starfaði áður með Prigozhin við BBC.

Pavel Prigozhin hefur einnig reynt að endurvekja pólitísk verkefni föður síns í Afríku, segir í frétt BBC. „Veldi Prigozhins sýnir enn og aftur lífsmark,“ sagði ónefndur heimildarmaður. „Svo virðist sem allt hafi verið samþykkt af einhverjum í Moskvu. Þeir hafa áhuga á Suður-Afríku og fyrst og fremst Suður-Afríku. Þeir taka enn þátt í sömu málunum: pólitískum ferlum, kosningum, og að hafa áhrif á almenningsálitið í gegnum fjölmiðla.

Rússland

Seint í október 2023 tilkynnti Apty Alaudinov herforingi að fyrrum Wagner-málaliðar væru að flytja til Akhmat sérsveitar Tsjetsjníu og fara í bardaga í Úkraínu. Að sögn Alaudinov innihélt þessi „mikla ráðning“ fyrrum Wagner bardagamanna, jafnvel fyrrverandi herforingja. Ramzan Kadyrov, ríkisstjóri Tsjetsjníu, var enn nákvæmari og hélt því fram að meira en 170 fyrrverandi málaliðar hefðu gengið til liðs við Akhmat-herdeild hans. En heimildarmenn sögðu BBC News Russian á þeim tíma að ekki fleiri en 50 málaliðar hafi í raun gengið til liðs við Akhmat.

Þann 5. apríl tilkynnti Kadyrov um enn einn gríðarlegan straum fyrrum málaliða inn í Akhmat sérsveitina og fullyrti að 3.000 bardagamenn hefðu gengið til liðs hana auk hins þekkta málaliðaforingja, Alexander Kuznetsov. Daginn eftir ávarpaði Kuznetsov aðra málaliða sína í myndbandi og sagði: „Allt verður eins og það var í Wagner PMC, einn á móti einum. Án nokkurra pappíra […] og svo framvegis.“

Hvort 3.000 fyrrverandi Wagner málaliðar hafi í raun gengið til liðs við Akhmat hefur ekki verið staðfest; engar fréttir hafa borist af Kuznetsov og mönnum hans síðan í apríl.

Segir að ef Árvakur greiðir lausnargjaldið geti það stækkað vandamálið: „Hrikalegt mál“

Alexandra Briem borgarfulltrúi
Alexandra Briem segir gagnaárásina á Árvakur vera „hrikalegt mál“ og að slík gagnagíslataka búi til „klassískt leikjafræði vandamál“.

Borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem skrifaði Facebook-færslu þar sem hún talar um netárás rússneska tölvuþrjótahópsins Akira, á Árvakur, sem rekur mbl.is og K100. Tölvuöryggi er einmitt eitt af aðalmálefnum Pírata.

„Þessi gagnaárás á Árvakur er hrikalegt mál. Það er mikilvægt að hafa í huga að þegar gögn eru tekin í gíslingu, þá býr það til klassískt leikjafræði vandamál.

Það kann að vera hverjum vinnustað í hag að greiða gjaldið, það væri ódýrara en að byggja upp sín gagnasöfn og innviði frá grunni.“ Þetta segir Alexandra í upphafi færslunnar og útskýrir svo vandamálið:

„En því fleiri sem taka þá ákvörðun, þeim mun betur geta þessir gagnaþjófar vígbúið sig til að ná gögnum af fleiri aðilum, komast í gegnum betri varnir og ná gagnasöfnum sem eru metin þannig að ekki sé annað í boði en að fá þau til baka.
Því fleiri sem greiða lausnargjaldið, þeim mun meiri freisting er líka fyrir fleiri óheiðarlega aðila að bætast í leikinn. Þeim mun meiri peningar sem eru í spilinu, því oftar sem lausnargjald er greitt, þeim mun meira spennandi verður það. Og eftir því sem fleiri aðilar með meiri fjárráð taka þátt í þessu, þeim mun verra verður vandamálið.“

Að lokum segist Alexandra ekki vera að segja að það ætti ekki í neinum kringumstæðum að greiða lausnargjaldið en vonar að sem „allra fæst láti undan þessum kröfum.“

„Ég ætla ekki að segja að það ætti að vera í öllum tilfellum útilokað að greiða lausnargjaldið, t.d. ef um er að ræða sjúkragögn á sjúkrahúsum sem geti leitt til fjölda dauðsfalla ef þau fást ekki, en þau dæmi eru algjörar algjörar undantekningar.
Og því fleiri sem greiða gjaldið fyrir gögn sem eru ekki þess eðlis, þeim mun sennilegra er að þjófarnir verði nógu öflugir til að komast í slík gögn.
Ég vona að sem flest átti sig á þessu og að sem allra fæst láti undan þessum kröfum.“

Isavia gaf sig gagnvart mótmælendum – Lengja gjaldfrjálsan tíma á bílastæðum upp í 14 klukkustundir

Egilsstaðaflugvöllur. Ljósmynd: Isavia

Ákveðið hefur verið að lengja gjaldfrjálsan tíma á bílastæðum flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum úr fimm tímum eins og áformað var, upp í 14 klukkustundir.

Isavia Innanlandsflugvellir sendu rétt í þessu frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt er frá því að gjaldtaka muni hefjast á bílastæðum við flugvelina á Akureyri og Egilsstöðum sem og í Reykjavík þann 25. júní næstkomandi. Þá hafi verið ákveðið að gjaldfrjáls tími á Akureyri og Egilsstöðum verði lengdur út fimm klukkustundir í 14 og „þannig komið myndarlega til móts við þær athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komið í umræðunni um gjaldtökuna,“ eins og það er orðað í fréttatilkynningunni en Isavia mætti mjög mikilli gagnrýni vegna gjaldtökunnar, sér í lagi frá samfélagunum á Akureyri og Egilsstöðum.

Á Reykjavíkurflugvelli er búið að koma upp tveimur gjaldsvæðum, P1 og P2. Á P1 eru fyrstu 15 mínúturnar gjaldfrjálsar en á P2 eru fyrstu 45 mínúturnar gjaldfrjálsar.

Aðeins eitt gjaldsvæði er á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en þar eru 14 fyrstu klukkutímarnir gjaldfrjálsir. Eftir það leggst 1.750 króna gjald á hvern sólarhring. Eftir sjö daga lækkar sólarhringsgjaldið nður í 1.350 krónur og 14 dögum seinna lækkar það niður í 1.200 krónur.

Þá kemur fram í tilkynningunni að aðeins sé hægt að greiða fyrir stæði í gegnum snjallforrit Autopay, í gegnum vefsíðu Autopay og með Parka appinu. Borgi fólk ekki með þessum greiðsluleiðum verður reikningur sendur, samkvæmt gjaldskrá í heimabanka, í heimabanka bílaeiganda, að viðbættu 1.490 þjónustugjaldi tveimur sólarhringum eftir að ekið er út af bílastæðinu. 

Að lokum er tekið fram að allar bílastæðatekjur renni til viðkomandi flugvallar og eru ætlaðar til rekstrar og uppbyggingar bílastæða við flugvöllinn.

 

 

Greipur náði ótrúlegu körfuboltaskoti á myndband: „Til hamingju með afmælið mamma“

Uppistandarinn og samfélagsmiðlastjarnan Greipur Hjaltason náði hreint út sagt ótrúlegri körfu og náði því á myndband.

Greipur Hjaltason, sem er þekktur uppistandari og jafnvel þekktari samfélagsmiðlastjarna en þar á hann fjölmarga alþjóðlega aðdáendur, birti myndskeið á Instagram í gær sem er að gera allt vitlaust. Nú þegar hafa yfir 11 þúsund manns séð það. Í myndbandinu sparkar hann fótbolta ofan í körfu af löngu færu og það aftur fyrir sig. „Annað fokking skiptið í röð mother … fylgjendur,“ sagði Greipur (en á ensku) eftir hið ótrúlega skot og bætti svo við: „Til hamingju með afmælið mamma“.

Sjón er miklu ríkari en saga:

Raddir