Athafnakonan og fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir og kærasti hennar og kvikmyndaframleiðandinn Eiður Birgisson eru komin til Ísrael. Miss Universe verður haldin í landinu næstkomandi mánudag, 13. desember en Manuela Ósk er framkvæmdarstjóri keppninnar hér á landi og er mætt út til að styðja við fulltrúa Íslands, Elísu Gróu Steinþórsdóttur.
Sjá einnig: Elísa Gróa Steinþórsdóttir er ný krýnd fegurðardrotting Miss Universe Iceland
Manuela er dugleg að birta myndir af ferðalagi þeirra hjúa á Instagram en þau komu við í París á leið til Ísrael. Á myndunum eru þau klædd í peysur merktum stefnumótaforritinu íslenska, Smitten.
Kærustuparið hefur gert ýmislegt síðan það mætti til Ísrael, meðal annars notið útsýnisins frá hótelherbergi sínu, skroppið á McDonalds og farið á stefnumót.
View this post on Instagram