Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

1.000 krónur af hverri seldri mottu rennur til Krabbameinsfélagsins – „Markmiðið að gera betur en í fyrra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tekk-Habitat er að bjóða 20-70% afslátt af mottunum og svo renna 1.000 krónur til Krabbameinsfélagsins af hverri seldri mottu.

Núna stendur yfir sófa- og mottumars í Tekk-Habitat. Þá eru allar mottur og sófar á tilboði og 1.000 krónur af hverri seldri mottu renna til Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands.

99. tbl. 2019, habitat, ML2003064798, tekk

„Undanfarin tvö ár hefur verið mikil aukning á sölu á mottum og úrvalið hjá okkur aukist eftir því og fjölbreytnin er orðin töluverð,” segir Thelma Birgisdóttir, einn af eigendum Tekk-Habitat. Hún tekur sem dæmi: „Til dæmis er mikið af fallegum litum og mynstrum í boði. Okkur fannst því tilvalið að setja á söfnun fyrir Mottumars í fyrra og gera fólki kleift að láta gott af sér leiða á sama tíma og það gerir kósí heima hjá sér.“

Sigríður Jóhannsdóttir, starfsmaður hjá Tekk-Habitat, tekur vel á móti viðskiptavinum. Mynd / Hákon Davíð

Thelma segir verkefnið hafa gengið mjög vel í fyrra og þess vegna var ákveðið að fara með sama verkefni af stað í ár. „Fólk tók mjög vel í þetta enda eru margir sem þekkja mikilvægi Krabbameinsfélagsins af eigin raun og grípa hvert tækifæri til að styrkja félagið.“

„Hér hefur skapast mikið stemning, fór fer hér inn og út með mottur í heimlán til að finna réttu mottuna fyrir sitt heimili,“ útskýrir Thelma. Hún bætir við: „Oft eru viðskiptavinir okkar feimnir að biðja um að fá vörur í heimlán en við hvetjum fólk til þess því það er langbest að sjá mottuna heima hjá sér til að átta sig á hvort stærðin sé rétt og sömuleiðis liturinn.“

Mynd / Frá framleiðanda

Thelma segir að söfnun Tekk-Habitat hafi gengið vel í fyrra. „En vöruúrvalið er betra í ár og að sjálfsögðu er markmiðið að gera betur en í fyrra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -