Fimmtudagur 24. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Afslappaður og skemmtilegur staður í hjarta Hafnarfjarðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á dögunum heimsóttum við veitingaparið Kristjönu Þuru Bergþórsdóttur og Einar Hjaltason sem eiga og reka veitingahúsið VON mathús&bar í Hafnarfirði. Staðurinn hefur heillað gesti sína upp úr skónum fyrir ljúffenga rétti, hlýlegar móttökur og afslappað andrúmsloft og góða þjónustu. Okkur lék forvitni að fræðast frekar um tilurð staðarins og um lífsstíl þeirra hjóna.

Getið þið sagt okkur aðeins frá tilurð veitingastaðarins?
„Við erum bæði uppalin í miðborgarveitingageiranum og höfðum lengi pælt í því að opna okkar eigin rekstur. Árið 2015 vorum flutt aftur í Hafnarfjörð og komin með lítið barn, orðin þreytt á því að keyra í vinnu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur á hverjum degi. Á svipuðum tíma á árinu vorum við að koma úr fæðingarorlofi og okkur fannst vanta meiri uppbyggingu á þessu svæði sem við bjuggum á, í Suðurbænum í Hafnarfirði. Við duttum inn á þetta húsnæði í gamla Drafnarhúsinu við Strandgötu og það var verið gera húsið upp og breyta því í nokkrar einingar. Það þurfti ekki mikla sannfæringu um að kýla á þetta verkefni.  Vissulega var þetta áhættusamt, þar sem enginn hafði opnað svona veitingahús í mjög langan tíma í bænum, en með góðri aðstoð frá fjölskyldunni ákváðum við að kýla á þetta.“

Hvaðan kemur hugmyndin að nafninu, það er einkar fallegt, VON mathús&bar?
„Við vildum hafa nafnið fallegt, stutt og hnitmiðað. Eins vildum við hafa akkeri í lógóinu líka, þannig kom nafnið VON upp í einum góðum bíltúr. Mathús og bar kom því okkur fannst það lýsa okkur persónulega og okkar rekstri best. Við vildum ekki hafa þetta of formlegt veitingahús, heldur frekar meira út í „gastropub“ eins og þekkist víða, meðal annars í London. Þar sem þú kemur inn í frekar afslappað og skemmtilegt umhverfi, en getur fengið vandaðan mat og drykki og skemmtilega þjónustu, án þess að stíga formlega inn á „fine dining“-stað.“

Starfsánægja og gæði fram yfir hraða nútímasamfélagsins
„Við erum með lokað á sunnudögum og mánudögum. Fyrir mörgum Íslendingum er það enn þá mjög óvenjulegt, en við gerum það einfaldega því það hentar okkur og okkar rekstri best. Þetta tíðkast víða erlendis og eru sífellt fleiri staðir í Reykjavík byrjaðir að hafa lokað á mánudögum. Ég er mjög ánægð með þessa þróun. Hraðinn í nútímasamfélagi er mikill og mín skoðun er sú, að það þarf ekkert alltaf allt að vera opið alltaf. Við erum lítill en góður vinnustaður og mikilvægt að allir fái áreitislausa hvíld. Við hugsum þetta meira til langtíma, heldur en að allir brenni út af álagi.“

Þið standið fyrir viðburðum í tengslum við matar- og drykkjarupplifun á VON mathús&bar, eru nýir viðburðir á döfinni?
„Við erum með sanngjarnan og breytilegan hádegisseðil þriðjudaga til föstudaga  frá klukkan 11.30 til 14.00. Fastur kvöldseðil frá klukkan 17.30, sem tekur reglulegum breytingum. Í október ætlum við að vinna samhliða Tommasi og verðum með villibráðarhelgi og ítalska helgi, með sérmatseðli og drykkjum. Við erum miklir aðdáendur Ítalíu og einnig finnst okkur gaman að þjónusta kúnnahópinn okkar með nýjum og skemmtilegum leiðum. Sem dæmi má nefna að helgina 19. til 20. október verðum við með ítalska matarveislu sem parað verður með sérvöldum Tommasi-vínum.

Við erum mjög virk á samfélagsmiðlum, Facebook og Instagram (vonmathus), og þar verður hægt að fylgjast með og öllu okkar daglega amstri.“

Heimasíða: www.vonmathus.is

- Auglýsing -

https://www.facebook.com/vonmathus/

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við VON mathús&bar.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -