Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Allt sem tengist heimilinu á einum stað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sýningin LIFANDI HEIMILI 2019 hófst í Laugardalshöll í dag og stendur yfir til 19. maí. Sýningunni verður skipt upp í sýningarnar Nútímaheimilið og Barnið, en það er viðburðafyrirtækið Vista Expo sem stendur að henni.

Ómar Már Jónsson hjá Vista Expo segir að Lifandi heimili sé sölusýning þar sem gestir geti kynnt sér allt það helsta sem húsgagnaverslanir, hönnuðir og fyrirtæki sem tengjast heimilinu hafa upp á að bjóða. Mynd / Hákon Davíð

Ómar Már Jónsson hjá Vista Expo segir að Lifandi heimili sé sölusýning þar sem gestir geti kynnt sér allt það helsta sem húsgagnaverslanir, hönnuðir og fyrirtæki sem tengjast heimilinu hafa upp á að bjóða. Sýningin sé sú stærsta sem haldin er fyrir almenning hér á landi. „Á sýningunni verður hægt að skoða hvað er að koma nýtt inn á markaðinn, tæknilausnir, nýjustu línurnar í húsgögnum og húsbúnaði og fleira,“ segir hann.

Að sögn Ómars er dagurinn í dag, þ.e. föstudagur, sérstakur fyrirtækjadagur fyrir hönnuði, arkitekta, framkvæmdaaðila og aðra fagaðila markaðarins. Laugardagur og sunnudagur séu meira ætlaðir fyrir almenning. Mikil áhersla sé lögð á að skapa skemmtilega upplifun fyrir alla fjölskylduna og því sé um helgina þétt dagskrá af alls konar spennandi uppákomum.

Sýningin var síðast haldin í maí árið 2017 og segir Ómar að hún hafi heppast vel. „Sýningin sló í gegn. Um 100 sýnendur sýndu vörur sínar og þjónustu og er áætlað að um 24 þúsund manns hafi mætt. Sýnendur og gestir voru þ.a.l. mjög ánægðir.“

Vel lukkuð sýning fyrir foreldra og aðstandendur barna

Sýningin Barnið 2019 verður haldin samhliða sýningunni Lifandi heimili, en þar er á ferð sölusýning sem ætti að höfða til verðandi foreldra, nýbakaðra foreldra og tengdra aðila. Sýningin var síðast haldin í Hörpu í september 2016. Þar kynntu um 40 sýnendur vörur sínar og þjónustu og mættu um 10.000 gestir. Ómar segir að hana ekki síður hafa heppnast vel og að margt hafi komið skemmtilega á óvart.

„Maður hafði áætlað að stærstur hluti gesta á þá sýningu yrði konur sem væru með ung börn eða ættu von á sér en svo var ekki. Það sem kom svo skemmtilega á óvart var það að við sáum algjörlega svipað hlutfall af verðandi og nýbökuðum pöbbum, þannig að skiptingin var mjög svipuð milli kynjanna. Það gaf til kynna að samfélagið okkar hefur breyst til batnaðar.“

- Auglýsing -

Hann getur þess að á síðustu sýningu voru mörg fyrirtæki með sérstök sýningartilboð. „Kannanir sem við létum gera leiddu í ljós að um 60% gesta sýningarinnar keyptu einhvers konar vörur eða þjónustu meðan á sýningunni stóð,“ rifjar Ómar upp og  segir það sýna hversu vel sýningin lukkaðist. Hann bendir á að áhugasamir geti aflað sér frekari upplýsinga um sýninguna á heimasíðu hennar, www.lifandiheimili.is.

„Á sýningunni verður hægt að skoða hvað er að koma nýtt inn á markaðinn, tæknilausnir, nýjustu línurnar í húsgögnum og húsbúnaði og fleira.“ Mynd / Mummu Lu

 

Stúdíó Birtíngur
Í samstarfi við Lifandi heimili

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -