Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Birgir stoltur af hröðum vexti: „Sífellt fleiri vilja versla á netinu og fá sent heim að dyrum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hugbúnaðarfyrirtækið Kaktus hannar og smíðar stafrænar vörur sem gera viðskiptavinum kleift að útvíkka starfsemi sína í stafrænum heimi. Fyrirtækið hefur vaxið leifturhratt á fyrsta starfsári en nú starfa þar 10 hugbúnaðarsérfræðingar. Kaktus selur stafrænar vörur á borð við Medio, Félagakerfi og Kaktus Flow.

Vilja versla á netinu

Tilgangur Kaktus með smíði á Medio, er að gera öllum apótekum, stórum sem smáum, kleift að selja lyf á netinu – viðskiptavinum til þæginda. Með því móti eykst mögulegur tekjustraumur apótekanna t.d. með því að ná að selja út fyrir sitt heimasvæði og það allan sólarhringinn. Með Medio kerfinu verður einnig töluverður tímasparnaður í afgreiðslu með nútíma stjórnborði sem og hjá þeim sem sjá um bókhalds- & reikningagerð. Ef apótekin eru þjónustumiðuð má ekki gleyma þeirri staðreynd að sífellt fleiri viðskiptavinir eru farnir að krefjast þess að geta verslað á netinu sér til þæginda og fengið sent heim að dyrum.

Viðskiptavinir velja þægindi og þjónustu

Birgir segir mikinn áhuga á vörunni og nú þegar hafa fjögur apótek samið um innleiðingu á Medio. “Ef apótek vilja vera samkeppnishæf þá þurfa þau að taka stafræna skrefið til þess að missa ekki af lestinni og minni apótekin eru þegar farin að finna fyrir breytingum á kauphegðun. Í okkar greiningum kom skýrt fram að viðskiptavinir lyfjaverslana eru háðir staðsetningu við verslun og versla því oftast í grennd við sitt heimili eða heilsugæslustöð. Það sem apótekin átta sig ekki alltaf á er að nú er nýja mantran að viðskiptavinurinn verslar með þægindi & þjónustu í huga og þá sérstaklega er horft á tímasparnað. Besti vettvangurinn til að mæta þjónustuþörfum viðskiptavina er því netið” segir Birgir.

Sprotalisti P&P

- Auglýsing -

Að þróa svona heildrænt kerfi eins og Medio væri ekki hægt nema að vera með kröftugt teymi sem er reiðubúið að sameina krafta sína sem og í öflugu samtarfi við Reiknistofu Apótekanna. Við erum jafnframt í skýjunum með að komast á lista P&P yfir efnilegustu sprotafyrirtæki ársins en listinn var settur saman af ráðgefandi sérfræðingum úr stuðningsumhverfi frumkvöðla. Á listanum eru þeir sprotar sem hafa unnið markverð afrek á árinu eða tekist að aðlaga sig sérstaklega vel að breyttum aðstæðum og má í því samhengi nefna GRID, Indó og Emblu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -