Föstudagur 20. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Brakandi ferskt grænmeti á matardiskinn sama dag og það er uppskorið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

VAXA er leiðandi fyrirtæki á sviði svokallaðs lóðrétts landbúnaðar. Í framleiðslunni er lögð áhersla á umhverfisvæna ræktun og brakandi ferska og fallega afurð fyrir neytandann. Íris Ósk Valþórsdóttir, rekstrarstjóri VAXA, segir grænmetið frá VAXA geta verið komið á diskinn hjá neytandanum daginn sem það er uppskorið. „Maturinn gerist ekki ferskari,“ segir hún.

Spurð út í söguna á bak við VAXA, þetta tiltölulega nýja og byltingarkennda fyrirtæki sem sérhæfir sig í lóðréttum landbúnaði þar sem matjurtir eru ræktaðar á mörgum hæðum með LED-ljósi segir Íris: „Hugmyndin að VAXA kviknaði hjá Andra Birni Gunnarssyni árið 2016. Hann starfaði þá í fjármálageiranum en fékk nóg af því umhverfi og vildi gera eitthvað nýtt og spennandi, skapa eitthvað sjálfur. Hann varð heillaður af lóðréttum landbúnaði þegar hann heyrði um hann fyrst. Þróunarvinna stóð yfir í um tvö ár og í lok árs 2018 var ræktunin komin í gang og fyrstu vörur komnar í verslanir stuttu síðar. Andri trúði því alltaf að hann gæti gert eitthvað nýtt og geggjað og hann hefur með sinni vinnu í raun breytt matvælaiðnaði á Íslandi. Í dag erum við hjá VAXA einn af þeim aðilum sem eru leiðandi á sviði lóðrétts landbúnaðar úti í hinum stóra heimi.“

Mynd / Íris Dögg Einarsdóttir

Íris segir áhugann ekki leyna sér, bæði frá almenningi og einnig frá fólki sem starfar innan matvælaiðnaðarins. „Við erum orðin eitt stærsta fyrirtækið sem sérhæfir sig í lóðréttum landbúnaði á heimsvísu og við finnum fyrir miklum áhuga, t.d. hjá þeim sem framleiða ræktunarbúnað, það vilja allir taka þátt í þessu með okkur sem sjá þróunina sem er að eiga sér stað.“

VAXA leggur mikla áherslu á umhverfisvænar lausnir í ræktuninni þar sem nýting á landi,
orku og vatni er hámörkuð og útkoman er eins hrein og fersk afurð og völ er á. „Við brennum fyrir sjálfbærni og hámörkun á nýtingu þeirra auðlinda sem við höfum aðgang að hér á Íslandi. Einnig notum við ekki varnarefni sem eru skaðleg umhverfinu, mönnum
og dýrum í okkar ræktun. Þú þarft ekki að skola grænmetið frá okkur því varan er svo hrein.“

Teymið hjá VAXA segir Íslendinga geta orðið leiðandi á sviði lóðrétts landbúnaðar og að þannig sé hægt að draga til muna úr þörfinni á óumhverfisvænum innflutningi á grænmeti til frambúðar.

Nýtt og spennandi grænmeti sem veitir innblástur

- Auglýsing -

Íris segir COVID-faraldurinn hafa sett strik í reikninginn í fyrstu. „Já, COVID hafði
áhrif á reksturinn fyrst um sinn en ástandið varð svo bara ákveðin lyftistöng fyrir okkur. Við sáum fljótt að neysluvenjur fólks gjörbreyttust með aukinni heimaveru og það fólust ákveðin tækifæri í því fyrir okkur, t.d. með því að bjóða viðskiptavinum upp á brakandi ferskt grænmeti heimsent.“

Mynd / Íris Dögg Einarsdóttir

Heimsenda grænmetið, svokallað Farmbox, er spennandi nýjung hjá VAXA en um kassa
með blöndu af því besta og ferskasta úr gróðurhúsinu hverju sinni er að ræða. Það sem leynist í boxinu er fjölbreytt og fagurgrænt salat, kryddjurtir eða baby leaf og sprettur
(microgreens). Sælkerar skrá sig í áskrift og fá Farmbox þá heimsent ýmist einu sinni
í viku eða aðra hverja viku, eftir því hvaða áskriftarleið er valin. Íris segir viðbrögðin við Farmboxi hafa verið afar góð og að það sé greinilegt að þetta sé eitthvað sem heillar fólk. „Farmbox er í rauninni bara blanda af því besta í hverri viku sem fólk fær keyrt upp að dyrum. Með hverju boxi færðu svo smávegis fræðslu um innihaldið og uppskriftir. Við erum mikið að vinna með sprettur en þær innihalda allt að 40 sinnum meiri næringaefni ef miðað er við fullvaxnar plöntur.“

„Farmbox ýtir svo undir að maður borði hollan mat því þú átt alltaf
brakandi ferskt grænmeti.“

Hún segir nýtt og spennandi grænmeti gefa viðskiptavinum innblástur þegar kemur að
eldamennskunni. „Já, alveg klárlega. Sumir eru óöruggir í fyrstu og vita ekki hvernig á að
nota t.d. sprettur en um leið og fólk prófar það og áttar sig á ávinningnum þá finnst því spretturnar ómissandi. Farmbox ýtir svo undir að maður borði hollan mat því þú átt alltaf
brakandi ferskt grænmeti. Við erum með frábæra vöru sem er ræktuð í Reykjavík og getur verið komin á diskinn hjá þér daginn sem hún er uppskorin. Maturinn gerist ekki ferskari,“ útskýrir Íris. Hún bætir við: „Svo er þetta bara svo bragðgott. Þú horfir kannski á lítinn stilk og býst ekki við miklu en um leið og þú smakkar þá færð þú algjöra bragðsprengju.“

- Auglýsing -
Mynd/ Hallur Karlsson

Grænmetið frá VAXA er notað á mörgum af bestu veitingastöðum landsins og er fáanlegt í öllum helstu matvörubúðunum. Þess má geta að kokkalandsliðið notaði vörur frá VAXA þegar það vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum árið 2019. Söluaðilar
eru Krónan, Hagkaup, Fjarðarkaup, Nettó, Heimkaup, Extra og Sælkerabúðin.

Nánari upplýsingar um VAXA má nálgast á vefnum vaxafarm.is en þar er
einnig hægt að skrá sig í áskrift að Farmboxi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -