Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Bryggjan Brugghús

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einstök upplifun, ljúffengt sjávarfang og bjórinn bruggaður á staðnum.

Á Grandagarði er að finna staðinn, Bryggjan Brugghús sem er á besta stað við höfnina, þar sem einnig er hægt að sitja við bryggjuna með fjallasýn og gömlu höfnina baksýn. Staðurinn er afar rúmgóður og skemmtilega innréttaður þar sem viðurinn og dökkir litir eru í forgrunni. Við hittum Elvar Ingimarsson, einn eigenda staðarins og rekstarstjóra, og fengum innsýn í hvað er í boði og fyrir hvað staðurinn er rómaður.

Staðsetning staðarins er einstök, getur þú aðeins sagt okkur frá henni?
„Grandinn er að verða mjög vinsæll staður til að fara út að borða í hádeginu eða á kvöldin. Íslendingar eru í miklum meirihluta viðskiptavina okkar eða um áttatíu og fimm prósent. Og þannig viljum við hafa það áfram. Þróunin er að mínu viti svipuð og þegar kjöthverfið í Kaupmannahöfn opnaði fyrir veitingastöðum og Daninn færði sig þangað og lét ferðamönnum eftir miðbæinn og gömlu höfnina. Við erum í gamla BÚR húsnæðinu en hérna var Bæjarútgerð Reykjavíkur og við erum eiginlega í gamla frystiklefanum.“

„Við viljum fanga bistro, brugg, klið og líflega stemningu.“

Hverjar eru helstu áherslur veitingastaðarins Bryggjan Brugghús?
„Við viljum fanga bistro, brugg, klið og líflega stemningu. Og þegar staðurinn er þéttsetinn flest kvöld vikunnar þá er mikið fjör. Góður matur og betri bjór er það sem við stöndum við.“

Hvers konar mat bjóðið þið upp á?
„Sjávarfang er stór hluti af seðlinum hjá okkur en þar er að finna líka steikur, hamborgara og ýmislegt annað.“

- Auglýsing -

Þið bruggið ykkar eigin bjór sjálf, getur þú sagt okkur aðeins frá því og ferlinu?
„Við bruggum okkar eigin bjór hérna á Bryggjunni og höfum gert það frá byrjun eða síðan um haustið 2015. Bjórinn hefur fengið frábærar viðtökur og ein af ástæðunum eru ískaldir tankarnir sem við dælum beint af sem halda humluðu bjórunum mjög ferskum en sami bjór úr gleri eða kút er allt önnur vara.“

Fyrir hvað er Bryggjan Brugghús helst rómuð?
„Samkvæmt viðbrögðum viðskiptavina okkar langflestra er upplifunin og stemningin svolítið eins og að vera staddur erlendis. Maturinn og bjórinn þykja vel yfir meðallagi og eitthvað erum við að gera rétt miðað við fjöldann sem fer í gegnum húsið í hverri viku. Annað sem erlendir ferðamenn tala um er sanngjarnt verð og þar með talinn hópmatseðillinn sem við notum þegar hóparnir eru tuttugu manna eða fleiri, það skiptir máli að fólk hafi gott verðval þegar stórir hópar koma saman.“

- Auglýsing -

Þið standið gjarnan fyrir skemmtilegum og líflegum viðburðum, meðal annars tónleikum. Er eitthvað spennandi á döfinni?
„Við verðum með stóra brugghátíð hérna á Bryggjunni yfir daginn á Menningarnótt sem fram undan er laugardaginn 18. ágúst næstkomandi, en þar koma saman frábær íslensk brugghús með bjóra og viskí þar sem fólki gefst tækifæri til að smakka.“

________________________________________________________________
Bryggjan Brugghús
Sjálfstætt brugg og bistro

Grandagarði 8
101 Reykjavík
Sími: 456-4040

www.bryggjanbrugghus.is

www.facebook.com/bryggjanbrugghus

„Bjórinn hefur fengið frábærar viðtökur og ein af ástæðunum eru ískaldir tankarnir sem við dælum beint af halda humluðu bjórunum mjög ferskum, en sami bjór úr gleri eða kút er allt önnur vara.“

 

Myndir / Unnur Magna
Bryggjan Brugghús í samstarfi við Stúdíó Birtíng.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -